Víkurfréttir
Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Helgi Jónas valdi þrekið umfram Grindavík
„Ég er í ansi mörgu og þetta eru verkefni sem mig langar að einbeita mér 100% að,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson sem lét af störfum sem körfuknattleiksþjálfari Grindvíkinga í fyrradag. Helgi er einnig styrktarþjálfari en hann hannaði Metabolic hópaþrektíma sem hafa notið gífurlegra vinsælda að undanförnu. Það verkefni er orðið fremur stórt en auk þess er Helgi með
puttana í mörgu öðru, m.a. er hann kennari hjá Keili í einkaþjálfaranámi. Ég spurði sjálfan mig hvar ég fengi mesta ánægju og á endanum var það fyrirtækið sem ég er að reyna að byggja upp sem varð ofaná,“ Helgi segir að þó svo að vel hafi gengið í körfunni í vetur þá sé starfið krefjandi og taki gríðarlegan tíma. „Maður er ekki bara á æfingum í rúman klukkutíma. Það
er alltaf verið að hugsa um körfubolta. Það er ekki eins og mér þyki leiðinlegt að starfa við körfuboltann, ég varð bara að velja og hafna.“ En kom þessi ákvörðun flatt upp á Grindvíkinga? „Ekki þeim sem stóðu mér næst. Aðra var kannski farið að gruna þetta en ég hafði hugsað þetta um stund. Annars held ég að þetta hafi komið fólki á óvart.“
vf.is
FIMMTUdagurinn 10. MAÍ 2012 • 19. tölubl að • 33. árgangur
Fimm ára afmælishátíð Keilis á morgun
Ofurmáni yfir Innri Njarðvík
K
eilir heldur upp á fimm ára afmæli sitt með hátíðardagskrá í Andrews föstudaginn 11. maí. Meðal atriða má nefna ávarp háskólarektors, Kristínar Ingólfsdóttur, söngur Valdimars Guðmundssonar og Jógvan Hansen, opnun nýrrar heimasíðu og stofnun Hollvinasamtaka Keilis. Að athöfn lokinni er gestum boðið að ganga um húnsæði Keilis og njóta veitinga. Athöfnin hefst kl. 15 á föstudaginn 11. maí og er öllum velunnurum Keilis opin. Keilir hefur útskrifað 1026 nemendur á þessum fim árum og bætist stór hópur við í sumar. Keilir hefur náð að flytja inn í eigið húsnæði á Ásbrú og festa í sessi meginstoðir sínar fjórar: Háskólabrú, Flugakademíu, Tæknifræði, Íþróttaakdemíuna, rannsóknarstofuna og flugvélaflotann. Í bígerð er að halda áfram með uppbyggingu námsins og eru nokkrar nýjar námsbrautir í vinnslu. Verður nánar greint frá þeim síðar. Keili er ætlað að efla menntastig á Suðurnesjum og vinna náið með atvinnulífinu. Á fimm ára afmælinu verður ekki annað séð en sú stefna höfði til margra einstaklinga sem skapað hafa sér nýtt líf í gegnum námið hjá Keili.
14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011
spennandi uknattleikir ehf.
Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17
Ljósmynd: Einar Guðberg Gunnarsson
Opið allan sólarhringinn
to.
kosti með gen.
endur vænn er ari
Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946
TM
Fitjum Víkingaslagur í kvöld
- sjá nánar á bls. 23
Það verður sannkallaður víkingaslagur í Grindavík í kvöld þegar Keflvíkingar heimsækja Grindvíkinga Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undaní Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Keflvíkingar voru í úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. víkingagír í vikunni í Víkingaheimum eins og sjá má Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni á þessari mynd og í auglýsingu í blaðinu. í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 Guðmundur Steinarsson mátar hér víkingahjálm fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar á Ásgrím Rúnarsson. VF-mynd/pket.
NÝ T T
Morgu nver matseð ðarill A ðeins í b Subway oði á Fitjum
HÁGÆÐASTEYPA FRÁ BORG
– TIL AFHENDINGAR STRAX! (FRAMLEITT SAMKVÆMT STÖÐLUM ÍST EN 206-1, ÍST EN 197-1, ÍST EN 12620)
kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |
Kaplahrauni 9b - 220 Hafnarfirði - Sími: 414 7777
rðarbraut 13 @heklakef.is
Easy ÞvoTTaEfni
Easy MýkingarEfni
aloE vEra
2l
2
FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
LANDNÁMSDÝRAGARÐURINN OPNAR Landnámsdýragarðurinn hjá Víkingaheimum verður formlega opnaður laugardaginn 12. maí kl. 12:00 og verður opinn frá þeim tíma til kl. 17:00 á hverjum degi til 13. ágúst og einnig Ljósanæturhelgina. Opnunarhátíð verður á laugardaginn sem hefst kl. 13:00 og verða grillaðar pylsur og safi í boði meðan birgðir endast milli kl. 13:00 – 14:00.
SÍÐASTA SÝNINGARHELGI Sýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar, Völlurinn, nágranni innan girðingar í Duushúsum sem opnuð var 30. mars 2009 lýkur nú um helgina. Þetta eru síðustu forvöð að sjá þessa áhugaverðu sýningu.
BARNAHÁTÍÐ Í REYKJANESBÆ 12. OG 13. MAÍ
Margt er um að vera og ókeypis á alla viðburði! Meðal viðburða eru: Skólahreystimeistarar í hreystibrautinni, Krílasund, hjólahátíð, Danssýningar, Alvöru víkingar, þrumuguðinn Þór í Víkingaheimum, hoppukastalar, opnunarhátíð í landnámsdýragarðinum, Listahátíð barna- sýningar og smiðja, grenndargarðar, bangsasmiðja, lifandi sögustund, ljósmyndasýning, lærðu að tálga, vinabandasmiðja, lummur, blöðrur og sögustund í Skessuhelli, töfrabragðanámskeið, gæludýrasýning, fjölskylduganga, flottir flaututónleikar, fjölskyldustund í Keflavíkurkirkju og ýmislegt fleira. Kynntu þér alla dagskrána á barnahatid.is
HEIÐARSKÓLI ATVINNA
›› FRÉTTIR ‹‹ Ellefu vilja verða skólastjórar Gerðaskóla
S
Barnahátíð í Reykjanesbæ B arnahátíð í Reykjanesbæ verður sett með formlegum hætti fimmtudaginn 10. maí í Duushúsum þegar sýningin „Sögur og ævintýri“ verður opnuð að viðstöddum elstu börnum allra tíu leikskólanna í bænum. Sý n i ng i n er l ei k s k ó l a h luti Listahátíðar barna sem er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, allra 10 leikskólanna og allra 6 grunnskólanna í bænum. Leikskólabörnin hafa unnið með sögur og ævintýri stóran hluta úr vetri og afraksturinn, heill ævintýraskógur sem þau hafa skapað, verður til sýnis í Duushúsum ásamt listasmiðju og ýmsu öðru. Sýningar leikskólanna hafa ekki verið neinar venjulegar sýningar og dregið að sér þúsundir gesta ár hvert. Síðari hluti formlegu setningarinnar verður föstudaginn 11. maí kl. 14:00 þegar grunnskólahluti Listahátíðarinnar, „Listaverk í leiðinni,“ verður opnaður í Nettó. Yfirskriftin vísar til þess að verk grunnskólabarnanna eru sýnd víðs vegar um bæinn í þeim tilgangi að fólk rekist á þau á förnum vegi og fái þannig notið þess frábæra starfs sem unnið er í skólum bæjarins í list- og verkgreinum. Listaverkin eru líka af öllu tagi og þar má sjá gott yfirlit yfir vinnu vetrarins, margvísleg vinnubrögð og óþrjót-
andi sköpunargleði barnanna. Þarna var ekki unnið undir einu yfirheiti heldur fékk fjölbreytnin að ráða ferðinni og afraksturinn er ótrúlegur, við sjáum verk frá öllum grunnskólunum frá ýmsum árgöngum. Fjölmargt fleira er þó á dagskrá Barnahátíðar og fer meginþungi þeirrar dagskrár fram helgina 12. og 13. maí. Meðal viðburða má nefna nýjar og flottar sýningar í Víkingaheimum og heimsókn frá „alvöru“ víkingum, opnunarhátíð í landnámsdýragarðinum, fjölskyldusmiðjur þar sem m.a. verður hægt að búa til víkingaklæði á bangsann sinn, búa til skemmtileg vinaarmbönd og lyklakippur, námskeið þar sem kennt verður að tálga og annað þar sem einn fremsti töframaður landsins kennir töfrabrögð, lifandi sögustund með Þór Tulinius, heimboð hjá Skessunni í hellinum þar sem boðið verður upp á lummur, blöðrur og sögustund, krílasund í sérstaklega upphitaðri sundlaug, flotta flaututónleika og ýmislegt fleira. Dagskrána í heild sinni, með tímasetningum, staðsetningum og nánari upplýsingum má nálgast á vefsíðunni barnahatid.is.Þess skal getið að frítt er á alla viðburði Barnahátíðar. Kaffiveitingar verða seldar alla helgina í Víkingaheimum.
HÁDEGISTILBOÐ (ALLA DAGA FRÁ 10:00 - 14:00
GLÆSILEGUR STAÐUR AÐ HAFNARGÖTU 12
0 STÓR (12”) 120 LÍTILL (6”) 790
www. hlollabatar.is - s. 421 8000
Þroskaþjálfi óskast til starfa í Heiðarskóla fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 100% starf.
Upplýsingar gefa Gunnar Þór Jónsson, skólastjóri, í síma 894-4501 og Sóley Halla Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 894-4502 og 420-4500 Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf . Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum og er umsóknarfrestur til 24.maí nk.
Forvarnir með næringu
NÝTT HÁGÆÐA HUNDAFÓÐUR KYNNINGARTILBOÐ 15 kg. poki - Verð 6.950 kr.
S TÆR Ð IN S K IPT IR MÁL I TILBOÐ GILDIR ÚT MAÍ
Kennari óskast til starfa í Heiðarskóla fyrir næsta skólaár í 100% starf. Um er að ræða kennslu á mið- og unglingastigi.
STAPAFELL
Hafnargötu 50, Keflavík, sími 421-2300
amtals bárust ellefu umsóknir um stöðu skólastjóra Gerðaskóla en starfið var auglýst nýverið. Nú munu Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar og Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Háskóla Íslands yfirfara umsóknir og gera tillögu að nýjum skólastjóra sem lögð verður fyrir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs. Eftirtaldar umsóknir bárust um starf skólastjóra við Gerðaskóla: Anna Lilja Sigurðardóttir Björn Vilhelmsson Erla Gígja Garðarsdóttir Guðbjörg Málfríður Sveinsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Hulda Ingibjörg Rafnsdóttir Ingveldur Eiríksdóttir Óskar Birgisson Sigríður Aðalsteinsdóttir Skarphéðinn Jónsson Stella Á. Kristjánsdóttir
Friðjón Einarsson í ræðustól í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Segir rekstur Reykjanesbæjar á rangri leið sem fyrr
Á
rsreikningur Reykjanesbæjar 2011 sýnir að meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ hefur einn eitt árið mistekist að halda rekstri bæjarsjóðs réttu megin við núllið án þess að selja eignir bæjarsins, segir í bókun fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um ársreikning Reykjanesbæjar 2011. Af eintóna og einhliða fréttatilkynningu meirihluta Sjálfstæðisflokksins, senda út i nafni Reykjanesbæjar, mátti skilja að að rekstur Reykjanesbæjar hafi gengið vel á síðasta ári og að bæjarsjóður hafi skilað jákvæðri niðurstöðu upp á 33 milljónir. Hið rétta er að á síðasta ári tókst að koma í veg fyrir um 1.000 milljóna króna taprekstur Reykjanesbæjar með sölu eigna. Þá fékk Reykjanesbær 1.500 milljónir króna framlag frá Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga.
Næsta blað kemur út miðvikudaginn 16. maí. Skilafrestur á auglýsingum er því mánudaginn 14. maí til kl. 17:00. Auglýsingasíminn er 421 0001 og pósthólfið er gunnar@vf.is
3
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012
PIPAR\TBWA
•
SÍA
Umsóknarfrestur til 6. JÚNÍ
BÝR Í ÞÉR TÆKNIFRÆÐINGUR? Keilir er alhliða menntafyrirtæki með aðsetur á Ásbrú í Reykjanesbæ sem býður vandað nám með áherslu á nýstárlega kennsluhætti og fyrsta flokks aðstöðu. Innan Keilis eru fjögur sérhæfð námssvið; Flugakademía, Íþróttaakademía, Tæknifræði og Háskólabrú. Komdu í nútímalegt, metnaðarfullt og skemmtilegt nám. Komdu í Keili!
TÆKNIFRÆÐINÁM (BS) NÁMSFRAMBOÐ
stigi sem veitir útskrifuðum nemum rétt til að sækja um lögverndaða
ORKU- OG UMHVERFISTÆKNIFRÆÐI
starfsheitið tæknifræðingur eftir þriggja ára nám. Nemendur geta
MEKATRÓNÍK HÁTÆKNIFRÆÐI
Keilir býður upp á fjölfaglegt og hagnýtt tæknifræðinám á háskóla-
valið um mekatróník hátæknifræði eða orku- og umhverfistæknifræði. Námið hentar vel þeim sem hafa verkvit og áhuga á tæknilegum lausnum og nýsköpun.
KEILIR
ÁSBRÚ
578 4000
keilir.net
4
FIMMTUDAGURINN 10. maí MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Leiðari Víkurfrétta
vf.is
Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Páll Ketilsson, ritstjóri
Blæðandi heimavöllur fjármálaráðherra Það voru ekki góðar fréttir að heyra um fjölda þeirra sem eru í vanskilum. Þar erum við Suðurnesjamenn efstir á lista með yfir þrjú þúsund manns í vandræðum með að standa í skilum með skuldbindingar sínar. Það segir eitthvað um stöðuna á svæðinu. Á sama tíma hreykja forystumenn ríkisstjórnarinnar sig af því að allt sé á réttri leið á Íslandi. Vandinn á Suðurnesjum hefur verið mikill frá hruni sem hefur birst í mesta atvinnuleysi á landinu og mestu vanskilunum. Gagnrýni á ríkisstjórnina um einhverja innkomu í því að hafa áhrif á þessa ísköldu staðreynd er réttmæt. Kona frá Vinstri grænum sagði í útvarpsþætti nýlega að Suðurnesjamenn þyrftu að horfa annað en til stóriðju. Það má vera rétt. Horfa ætti meira til ferðaþjónustunnar sem væri framtíðargrein svæðisins með mikla möguleika á sköpun fleiri starfa. Væri þá ekki ráð að rétta hjálparhönd nú þegar ástandið er sem verst og veita aðstoð þar. Eitt og hálft ár er síðan ríkisstjórnarfundur sem haldinn var í Víkingaheimum samþykkti minni háttar framlag sem var í formi starfa sem hægt var að telja á fingrum annarrar handar eins og í herminjasafni á Ásbrú. Það hefur ekki enn verið opnað og fréttir herma að framkvæmdir þar séu stopp. Margir áttu síðan von á því að fjármálaráðherra úr Garðinum myndi kannski láta ljós sitt skína og beita sér af krafti fyrir svæðið, þegar hún fékk þann fína stól. Það virðist því miður hafa verið bjartsýni. Einhvern tíma hefði
maður haldið að fjármálaráðherra hefði völd og kraft til að gera eitthvað fyrir blæðandi heimavöll og margir spáðu því að Oddný Harðardóttir myndi láta til sín taka. Suðurnesjamenn höfðu beðið lengi eftir því að fá talsmann í eitt öflugasta ráðuneyti Íslands. Vonandi fer hún að sýna úr hverju hún er gerð. Það eru kosningar eftir ár. Það voru líka slæmar fréttir sem sögðu frá því að nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla á Suðurnesjum ættu auðvelt með að fá keyptar sígarettur eða neftóbak. Um helmingur verslana seldi krökkunum þessar vörur en árið 2009 seldu aðeins 22% sölustaða þeim sígarettur. Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum gerðu könnun sem skilaði þessari ófögru niðurstöðu. Það er því ljóst að eigendur þessara verslana verða að taka sig taki í þessum málum. Þetta er óverjandi. Úr fúlum fréttum í fótbolta sem er byrjaður að rúlla. Efstudeildarliðum Keflavíkur og Grindavíkur er spáð botnbaráttu. Fótboltinn er þjóðaríþrótt á Íslandi og vitni um sumarkomu. Það er ástæða til að hverja Suðurnesjamenn til að fjölmenna á völlinn og fylgjast með okkar liðum á fótboltavellinum. Í kvöld fimmtudag, er fyrsti stórleikur ársins þegar Keflvíkingar heimsækja Grindvíkinga í sannkölluðum víkingaslag. Nú er lag að skella sér í Grindavíkina! Páll Ketilsson
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út miðvikudaginn 16. maí 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Ræktum burt hrunið E
Hvernig hlúum við að grenndargarði?
inhver dýrlegasti tími ársins er vorið, jafnvel þótt kalt sé. Eftir því bíður maður allan þennan langa vetur. Og svo er það komið með öllum sínum tækifærum. Það kallar á mann til verka því í hönd fer sá tími sem einhvern veginn alltaf er of stuttur, þar til nýtt haust og nýr vetur boða komu sína. Þessir unaðslegu björtu morgnar kalla á mann út til að njóta þess auðs sem náttúran færir, aðeins ef maður nú ber sig eftir því. Symfónía morgunsins er þér til áheyrnar endurgjaldslaust. Og ef þú átt garðholu sem þú getur grafið í þá skaltu ver viss um að fljótlega koma til þín gestir, sem vilja deila stundinni með þér þegar þú rótar í moldinni. Þrestirnir bíða bak við næsta stein og þykjast vera að hjálpa til, en auðvitað vita þeir sem er, að þeim mun áskotnast einn og einn ánamaðkur ef þeir halda sig nógu nærri. Mér fannst hann dálítið nærgöngull um daginn þessi sem trítlaði yfir höndina á mér, sem hélt á gafflinum. Ég komst fljótlega af því að hann var bara latur og nennti ekki að grafa sjálfur. Svo stóð hann bara og beið eftir næstu sendingu. Við urðum fljótlega mátar. En hvað með þá sem enga garðholu eiga? Þurfa þeir að fara á mis við þessi herlegheit? Engan veginn, því þín garðhola bíður, ef þú aðeins ber þig eftir björginni. Það er enginn nýlunda að flest stærri bæjar- og sveitafélög hafa boðið íbúum sínum upp á garðlönd gegn vægu gjaldi þar sem hægt er að hlúa að sínum eigin garði. Slík svæði eru almennt nefnd kartöflugarðar, skólagarðar eða garðlönd allt eftir efnum og aðstæðum. Gjarnan eru slík lönd á nokkru bersvæði og lítið gert fyrir umgjörð þeirra annað en að plægja jarðveginn og deila út reitum. Síðan er það einstaklinganna að gera sér mat úr efniviðnum. Það hefur orðið allt áleitnari hugsun ritara, að kannski væri nú tækifæri til að poppa upp ímynd þessara svæða. Fyrirmyndin er norræn, svæði innan borgarmúranna þar sem íbúar sækja út í náttúruna og njóta eigin verka í takmörkuðu garðlandi sem með tímanum hefur orðið „þeirra“ vegna þess að þangað koma þeir ár eftir ár til að hlúa að sínu eigin landi. Lítið afdrep er gjarnan reist þar sem hægt er að leita skjóls og drekka kaffið sitt. Smám saman skapast grannskapur með tilheyrandi skoðanaskiptum og samanburði á árangri og reynslu. Hrunið kallaði á miklar fórnir. Atvinnuleysi er hvergi hærra en á okkar svæði og ekki sýnt að mikilla breytinga sé að vænta á næstunni. Að vera atvinnulaus hlýtur að vera mannskemmandi og jafnast á við krónískt sjúkdómsástand þegar lengra líður. Ekki aðeins að upplifa höfnun í upphafi þegar vinnumissir verður heldur er hver dagur öðrum líkur nema maður finni sér eitthvað til að sækja í. Vinnumálastofnun reynir að finna leiðir til að virkja atvinnulausa, svo sem með framboði á ýmsum námskeiðum sem falla þolendum misvel . Ritari hefur viðrað hugmyndina að grenndargörðum við forsvarmenn Vinnumálastofnunar, Verkalýðsfélags Suðurnesja og Verslunarmannafélags Suðurnesja sem allir sjá feng af að hlúa að slíku verkefni svo fremi að farið sé af stað með það.
Í grenndargörðum er hlúð að eigin manni. Þar fer ekki aðeins fram ræktun í jarðvegi heldur um leið mannrækt, Því eigin verk skapa ímynd sem oft á tíðum er sérstaklega brotin þegar atvinnulausir eiga í hlut. Allir njóta þess að sjá árangur eigin verka, þeim mun meiri alúð, þeim mun meiri gleði. Allir eru velkomnir! Við í Suðunesjadeild Garðyrkjufélags Íslands ætlum að hlúa að þessu verkefni. Við munum næstkomandi laugardag 12. maí tengjast Barna- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar á þann hátt að efna til fundar um grenndargarða í Húsinu okkar (gamla K-húsið) við Hringbraut kl 10. Þar munum við fá kaffi og kannski kökur um leið og við hlýðum á eftirfarandi umfjöllun um grenndargarða. Okkar hugmynd að grenndargarði Konráð Lúðvíksson læknir Hvernig hlúum við að grenndargarð? Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir og tengiliður ræktenda við Garðyrkjufélag Íslands Mín sýn á grenndargarði Páll Rúnar Pálsson iðnrekstrarfræðingur og áhugamaður um ræktun Á eftir er ætlunin að storma út í Gróf og hittast þar kl 11, þar sem Reykjanesbær hefur þegar plægt upp svæði íbúum til afnota. Þar getum við saman farið á flug og þróað hugmyndina að framtíðarsýn. Það skal bent á að engir skólagarðar verða starfræktir í ár þannig að hér gefst kjörið tækifæri að nýrri nafnagift, nefnilega fjölskyldugarðar. Von er á votviðrasömu en góðu veðri. Konráð Lúðvíksson, formaður Suðurnesjadeildar Garðyrkjufélags Íslands.
5
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012
Nýr tilboðsbækliNgur! Nýir afsláttarmiðar komNir kyNNtu þér málið í Nýja Nettó bækliNgNum
Kræsingar & KostaKjör www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
6
FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Vortónleikar Söngsveitarinnar að þessu sinni Víkinga verða haldnir þriðjudaginn 15. maí kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu í Sangerði.
Stjórnandi er Jóhann Smári Sævarsson og undirleikarar Steinar Guðmundsson píanóleikari og Einar Gunnarsson harmoníkkuleikari.
Miðaverð kr. 2000-
Fjölþjóðlegur dagur í leikskólanum Gefnarborg Kjartan Steinarsson í sýningarsalnum.
›› K.Steinarsson bílasalan í góðum gír:
Hefur gengið ótrúlega vel
Við verðum að vanda með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.
-segir Kjartan Steinarsson, bílasali
SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR
ERT ÞÚ HÖNNUÐUR? HÖNNUN OG HANDVERK Á SUÐURNESJUM
Eldey þróunarsetur, Menningarráð Suðurnesja og SKASS kynna hönnun og handverk í Eldey 31. maí 2012. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku í tískusýningu eða vilja sýna hönnun sína geta haft samband á eldey@heklan.is. Þátttökufrestur er til 20. maí nk. og mun valnefnd velja úr sýnendur.
„Þetta hefur gengið ótrúlega vel og gefur manni vonir um að ásandið hér á Suðurnesjum sé eilítið að skána,“ sagði Kjartan Steinarsson en bílasala hans, K.Steinarsson var með stórsýningu á KIA bílum um síðustu helgi. Sýndar voru nýjustu gerðir KIA bifreiða en þær eru alls sjö og hafa fengið mjög góðar mótttökur á Suðurnesjum. Ódýrasti KIA bíllinn er frá 2 millj. kr. en sá dýrasti innan við sjö milljónir. Kjartan sagði að mikill fjöldi Suðurnesjamanna hefði heimsótt hann í dag. „Það eru ansi margir orðnir óþreyjufullir og vilja endurnýja bílinn. All margir hafa gert það í vetur og vor og margir eru í startholunum. „KIA hefur komið gríðarlega sterkt inn hér á svæðinu enda ekki að furða. Þetta eru frábærir bílar og á góðu verði. Ekki skemmir að það
er 7 ára ábyrgð á öllum bílum,“ sagði Kjartan sem í um áratug seldi Suðurnesjamönnum bíla frá Heklu og var með glæsilega aðstöðu á Fitjum í Njarðvík. Ekki alls fyrir löngu söðlaði hann um eða skipti um gír í orðsins fyllstu merkingu þegar hann flutti fyrirtækið að Holtsgötu í Njarðvík og hóf sölu á bílum frá Öskju sem er með KIA og Mercedes Benz og nýlega bættust Suzuki bílar í hópinn hjá Kjartani. Á sýningunn sl. laugardag var athyglin á KIA og Kjartan og hans menn voru í stuði og buðu upp á nýbakaðar vöfflur með rjóma og samlokur og tilheyrandi drykki. Sannkölluð hugglegheit á Holtsgötunni og gestir rifjuðu upp gamalkunna stemningu sem var svo algeng á bílsýningum fyrir nokkrum árum.
Í
leikskólanum Gefnarborg er fjölþjóðlegt samfélag þar sem saman koma börn og starfsfólk frá átta þjóðum þ.e. Íslandi, Póllandi, Filippseyjum, Tælandi, Marokkó, Portúgal, Bandaríkjunum og Kólumbíu. Í tilefni af þessari miklu fjölmenningu var haldinn fjölþjóðlegur dagur í leikskólanum 27. apríl s.l. Þá var opið hús þar sem gestir gátu komið og skoðað fjölbreytta muni, myndir og ýmislegt fleira frá öllum þjóðunum. Einnig var hægt að hlusta á tónlist og horfa á myndbönd frá þessum löndum og boðið var upp á að smakka þarlendan mat. Í leikskólastarfinu er lögð áhersla á að hinn mikli margbreytileiki íbúanna fái að njóta sín sem best þannig að allir geti verið stoltir af sínum uppruna. Það er gert með því að kenna börnunum að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum sama hver uppruni þeirra er. Markmiðið er að þau læri að þrátt fyrir að þjóðir heimsins séu ólíkar séu allir jafn mikils metnir og eigi að geta lifað í sátt og samlyndi.
Næsta blað kemur út miðvikudaginn 16. maí. Skilafrestur á auglýsingum er því mánudaginn 14. maí til kl. 17. Auglýsingasíminn er 421 0001 og pósthólfið er gunnar@vf.is vf.is
Sýndar voru 7 gerðir af KIA á stórsýningunni.
Sigurbjörg Stefánsdóttir, Kirkjuvegi 1, áður Greniteig 4, Keflavík. Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Halldór Ármannsson, Sæunn Ásta Sigurbjörnsdóttir, Ársæll Ármannsson, Lilja Ármannsdóttir, Valur Rúnar Ármannsson, Helgi G. Steinarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Stefanía Haraldsdóttir, Kristrún Níelsdóttir, Sigurður Garðarsson, Katrín Benidiktsdóttir,
U
Einstök leikgleði
m helgina frumsýndi leikhópur á vegum Listar án Landamæra verkið Brúðkaupsdraumur sem hópurinn samdi ásamt leiðbeinendum sínum. Ég fór á þessa sýningu ásamt fjölda fólks og hafði ótrúlega gaman af. Þarna var á ferðinni listafólk sem bæði fékk áhorfendur til að hlæja
dátt og fella tár. Verkið skiptist í leik og söng og heilluðu þessir frábæru leikarar og söngvarar áhorfendur með einstakri leikgleði sinni. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að sjaldan hafi fagnaðarlætin verið meiri í Frumleikhúsinu eins og á þessari sýningu. Sem mikil áhuga-
manneskja um eflingu leiklistar hér í bæ óska ég þessum frábæra hópi til hamingju með sýninguna og vona að við bæjarbúar fáum að njóta hæfileika þeirra oft í náinni framtíð. Til hamingju enn og aftur með frábært framtak! Guðný Kristjánsdóttir.
r tt e frí em s um d nd lan Se t á er
hv
H e l l u h r a u n i 1 2 • H a f n a r fj ö r ð u r • 5 4 4 5 1 0 0 • w w w . g r a n i t h u s i d . i s Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012
Nánari upplýsingar um Skessuna má finna á skessan.is
7
8
FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Opinn dagur í kirkjugörðum Keflavíkur
GLÆSILEG ÍBÚÐ VIÐ FAXABRAUT TIL SÖLU
F
Snyrtileg, björt og mikið endurgerð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð. Íbúðin er 80,4m2 2 2 og bílskúr 36,5m , samtals 117m . Á eigninni hvílir hagstætt lán frá Íbúðalánasjóð á 4,15 % vöxtum.
Verð: 17.000.000,-
Hertur handavinnupoki!
Nánari upplýsingar veitir Sibba, sölufulltrúi hjá fasteignasölunni Miðlun í síma 864-0054
AÐALFUNDUR
LEIKFÉLAGS KEFLAVÍKUR Í kvöld, fimmtudaginn 10. maí verður aðalfundur Leikfélags Keflavíkur haldinn í Frumleikhúsinu Vesturbraut 17, kl. 20:30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundastörf Önnur mál. Heitt á könnunni. Stjórn LK.
ATVINNA Allt hreint óskar eftir að ráða starfskraft í ræstingu flugvéla Viðkomandi þurfa að hafa náð 18 ára aldri og vera með hreint sakavottorð Áhugasamir sendi umsókn með persónuupplýsingum og ferilskrá á halldor@allthreint.is, merkt: flugvélaræsting
Holtsgata 56, Reykjanesbæ, sími 421 2000
Opinn dagur í Kirkjugörðum Keflavíkur
Fór á ball um helgina og skemmti mér konunglega. Hitti fullt af skemmtilegu fólki og átti nokkur svona öskur-faðmlög (þar sem maður öskrar fyrst og faðmar svo). Ég var líka ákveðin í að skemmta mér vel enda langt síðan ég hef fengið almennilega útrás á dansgólfinu. En eitt er alveg á hreinu og það er að maður mætir ekki eins og hertur handavinnupoki á svona ball - allavega ekki nema einu sinni! Það var fyrir nokkrum árum sem ég ákvað að drífa mig á ball á Hótel Íslandi - Hollywood ball - en vísunin er í skemmtistaðinn vinsæla sem ég sótti mikið á sínum tíma. Það var mikil stemning fyrir ballinu, svo mikil að fólk auglýsti eftir miðum í útvarpi og á netinu. Manstu hver ég var hefur líklega sjaldan átt jafn vel við og gamlir Hollytöffarar og píur streymdu í Ármúlann með von um að hitta gamla félaga og rifja upp skemmtilega tíma. Það verður að viðurkennast að fyrir ballið var ég að velta fyrir mér hvernig þetta yrði. Hvernig litu gömlu töffararnir út í dag? Væru þeir nánast óbreyttir, eins og við vinkonurnar, eða sátu þeir uppi með velmegunarbumbu og þunnhærðan skallann. Myndum við yfirleitt þekkja þá eða yrði þetta samansafn af óþekkjanlegum miðaldra mönnum! Ég deildi þessu öllu með vinkonum mín en átti svo sannarlega eftir að fá þessar hugleiðingar mínar hressilega í bakið. Við vinkonurnar löbbuðum nokkra hringi um staðinn á milli þess sem við tókum sveiflur á dansgólfinu. Í einum slíkum hring vatt sér að mér ungur maður – já á mínum aldri gerði ég ráð fyrir. Hann spurði mig hvort ég hefði stundað Holly hér í gamla daga og ég játaði því. Hann sagðist aldrei hafa komið þar inn því hann hefði verið smábarn þegar staðurinn var sem vinsælastur. Þetta kom mér verulega á óvart – hefði getað svarið að ,,barnið“ var á mínum aldri. Hann leit síðan af mér og yfir á vinkonuhópinn minn. Vatt sér síðan aftur að mér og benti á eina vinkonu mína (sem er ári eldri en ég) og spyr mig ,,er þetta dóttir þín“. Ég bjóst við að hann væri að gera tilraun til að vera fyndin og jafnvel að reyna að pirra mig svo ég leit djúpt í augu hans og sagði „já, ég ákvað að leyfa henni að koma með“. Þá segir minn maður: ,,ég verð að segja þér það að þú lítur ótrúlega vel út miðað við aldur“. Þarna var mér ljóst að hann var ekki að grínast. Ég spurði hann hvort hann héldi virkilega að ég væri móðir hennar (þarna langaði mig mest til að sparka í sköflunginn á honum). Það var á þessu augnabliki sem hann áttaði sig á mistökunum og gerði heiðarlega tilraun til að biðjast afsökunar - ca 20 heiðarlegar tilraunir. En skaðinn var skeður og ég kvaddi hann með ísköldu augnaráði og sagði ,,passaðu útivistartímann vinur“. Eftir þetta varð ég rosalega upptekin af klæðaburði mínum og útliti þetta kvöld. Gat ég ekki reynt að vera aðeins meiri skutla, þessi grái hnésíði kjóll var vissulega þægilegur en minnti frekar á eitthvað sem nunnurnar í Hafnarfirði klæðast.... og af hverju hafði ég ekki farið í push up brjóstarhaldara .....og hvers vegna hlustaði ég ekki á Kalla Berndsen og tróð mér í shock up sokkabuxur þó þær þrengdu óþægilega að öllu helstu líffærum í kviðarholinu. Hvernig datt mér í hug að vera í nánast flatbotna ömmu-skóm! Mér fannst ég á svipstundu líta út eins og Mary Poppins með börnin mín út á lífinu. En þessu var ekki lokið. Ég fór í fatahengið klukkan tvö því ég áttaði mig á að komið var yfir svefntíma hjá „gömlu“ konunni. Þar sem ég tróðst áfram í endalausri biðröð finn ég hvar tekið er um axlir mínar - eða stuðst við þær öllu heldur. Ég sný mér við og við hlið mér stendur fullorðin kona (já töluvert eldri en ég) og ég hugsaði ,,sú er góð að halda þetta út svona lengi“. Sú hafði orð á því hversu mikið af ungu fólki hafi verið þarna um kvöldið sem hafi aldrei í Holly komið og svo bætti hún við (á innsoginu) ,,en auðvitað var líka fullt af fólki á okkar aldri“!
Gott tækifæri fyrir aðstandendur að snyrta leiði eftir veturinn og ræða við starfsfólk garðanna.
Þetta var mátulegt á mig miðað við hugleiðingar mínar fyrr um kvöldið. En það sem skiptir kannski mestu máli er að ég geri mér grein fyrir því að fegurðin hefur minnst með upphífingar og kúlurass að gera en því meira um eigin líðan og virðingu fyrir sjálfum sér. Ef ég mæti á ball eða aðrar samkomur eins og hertur handavinnupoki með allt á hornum mér, þá skiptir ekki máli þó ég líti út eins og milljón dollara módel. Ég get geislað í gráum kjól og flatbotna skóm á sama tíma og ég get sent frá mér eiturefnaúrgang í flotta djammdressinu og öllu aukahlutunum hans Kalla Berndsen. Eitthvað hefur mér ekki liðið nógu vel með sjálfa mig þetta kvöld og þá er auðveldara að reyna að slökkva ljós annarra í stað þess að einbeita sér að því að kveikja á eigin ljósi. Þannig að ef ég er ekki sú manneskja sem mig mundi langa til að hitta þá er það annað hvort að gera eitthvað í því eða halda sér heima við og menga þannig sem minnst.
Boðið upp á kaffi og kleinur.
Að lokum: „Fyrirgefið mér strákar mínir, þetta kemur ekki fyrir aftur“. Herti handavinnupokinn verður skilinn eftir heima héðan í frá.
Miðvikudaginn 16. maí kl. 18:00 - 20:00. Kirkjugarðurinn við Aðalgötu og Hólmsbergsgarður.
Þangað til næst - gangið þér vel! Anna Lóa
Kirkjugarðanefnd.
vf.is
Næsta blað kemur út miðvikudaginn 16. maí. Skilafrestur á auglýsingum er því mánudaginn 14. maí til kl. 17. Auglýsingasíminn er 421 0001 og pósthólfið er gunnar@vf.is
áir garðar hafa jafn mikil tilfinningalegt gildi og kirkjugarðar. Þá sækjum við til þess að votta látnum aðstandendum og samferðafólki virðingu okkar og kveðju, einkum á stórum tímamótum. Miklu varðar að fallegt sé um að litast í þessum görðum. Þá er mikilvægt að þau sem garðana sækja geti rætt við starfsfólk og stjórnarmenn garðanna og látið í té óskir og upplýsingar um það sem betur má fara. Miðvikudaginn 16.maí kl. 18.00 - 20.00 verður opinn dagur í kirkjugörðunum tveimur í Keflavík. Þá gefst fólki kostur á að hitta starfsmenn garðanna og þau sem sitja í stjórnum þeirra. Fólk er hvatt til þess að taka með sér garðáhöld og leggja sitt af mörkum við að gera garðana fallegri. Opni dagurinn er fyrst og fremst hugsaður til þess að efla þessi tengsl og stuðla að því að fegra þessa garða okkar. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn garðsins. Kirkjugarðanefnd.
Ert þú hönnuður? Hönnun og handverk kynnt í Eldey
E
ldey þróunarsetur og SKASS, samtök kraftmikilla, alvöru, skapandi Suðurnesjakvenna bjóða til hittings fimmtudaginn 31. maí þar sem kynnt verður hönnun og handverk á Suðurnesjum. Verið er að leita eftir þátttakendum bæði í tískusýningu og eins hönnuðum sem vilja sýna verk sín í Eldey þróunarsetri. Áhugasamir geta óskað eftir þátttöku á netfangið eldey@heklan.is og mun valnefnd velja verk úr til sýningar.
Örnámskeið í Eldey Þarft þú að markaðssetja nýja vöru eða þjónustu?
N
ú er komið að námskeiði um sölu og markaðsmál í Eldey þróunarsetri en þriðjudaginn 15. maí kl. 13:00 – 16:00 mun Árdís Ármannsdóttir, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fjalla um þau grundvallaratriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga við markaðssetningu á nýrri vöru og þjónustu. Fjallað verður um markaðshlutun, markhópagreiningu, sérstöðu vöru og þjónustu, mikilvægi ímyndar, kynningarstarf, almannatengsl og virkjun tengslanetsins.
9
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012
Smur og hjólbarðaþjónustan ehf. Vatnsnesveg 16 - 230 Reykjanesbæ
SMURSTÖÐ 15% AFSLÁTTUR AF VINNU Einn aðal þáttur í reglulegu viðhaldi bíls er að passa að vélin sé smurð á réttum tíma. Láttu okkur um að smyrja bílinn, -notum aðeins hágæða olíu frá Olís. Tökum Olískort.
Tökum Olískort.
BREMSUKLOSSAR 15% AFSLÁTTUR AF VINNU Bremsuklossaskipti á réttum tíma er gríðarlega mikilvægur þáttur í öryggismálum bifreiðar. Skipti á réttum tíma tryggja endingu bremsudiska og veita ökumanni og farþegum aukið öryggi í umferðinni og við notkun bifreiðar.
PERUR
Ljósin eru mikilvægur öryggisþáttur í umferðinni. Við seljum og skiptum um perur í
RÚÐUÞURRKUR
Í umferðinni er mikilvægt að sjást vel og sjá aðra. Við seljum og skiptum um
ER KOMINN TÍMI Á NÝ DEKK?
LÁTTU OKKUR GEYMA VETRARDEKKIN
10
FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR www.facebook.com/grasalaeknir.is
ATVINNA
Náttúruleg ráð gegn frjókornaofnæmi F
Go2 flutningar óska eftir að ráða bílstjóra og ýmisstörf innan fyrirtækisins. Skilyrði er að viðkomandi hafi meira próf.
rjókornaofnæmi getur verið ansi hvimleitt og valdið viðkomandi miklum óþægindum. Frjókorn frá ýmsum gróðri geta valdið bólguviðbrögðum í ónæmiskerfinu með aukinni framleiðslu á histamíni, prostaglandínum og fleiri bólgumyndandi efnum. Áhrifin eru fyrst og fremst í slímhúð efri öndunarfæra og helstu einkenni eru augnkláði, kláði í nefi og hálsi, nefstíflur, nefrennsli, hnerri, þreyta og þrýstingur í höfði. Hægt er að halda einkennum í lágmarki með náttúrulegum leiðum en hafa ber í huga að sumir þurfa þó á ofnæmislyfjum að halda ef einkenni eru mjög mikil. Vel samsett og næringarrík fæða er að sjálfsögðu undirstaðan að sterku og heilbrigðu ónæmiskerfi. Ákveðin náttúruefni hafa jákvæð áhrif á einkenni frjókornaofnæmis eins og omega 3 fitusýrur, quer-
Upplýsingar í síma 770 3571
ATVINNA Starfsmaður óskast hjá K9. Þarf að geta byrjað eigi seinna en 1. júni. Upplýsingar í síma 892 0044
K9 ehf, Flugvöllum 6, Sími 421 0050
LOKAHÓF YNGRI FLOKKA KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KEFLAVÍKUR verður haldið í Toyotahöllinni fimmtudaginn 10. maí kl. 18:00. Iðkendum verða veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur og iðjusemi á leiktíðinni og pylsur verða grillaðar í mannskapinn. Iðkendur allir og foreldrar þeirra eru hvattir til að mæta. Barna- og unglingaráð KKDK
cetin og C vítamín. Quercetin virðist koma í veg fyrir losun histamíns og er einna helst að finna í berjum, lauk, grapeávexti og eplum. Omega 3 fitusýrur fáum við með góðu móti úr lýsi, hörfræolíu og valhnetum. C vítamín finnst víða í grænmeti og ávöxtum og þá sérstaklega í sítrusávöxtum og papriku. Acidophilus meltingagerlar stuðla að heilbrigðri þarmaflóru í meltingarvegi og hafa þannig styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Ýmsar jurtir geta dregið úr einkennum frjókornaofnæmis og ber helst að nefna brenninettlu, vallhumal, ylliblóm, kamilla, engifer og morgunfrú. Hægt er að drekka þessar jurtir í teformi eða taka inn í hylkjum en það þarf að taka þær inn frekar reglulega til að draga úr einkennum. Einnig er gagnlegt að setja eucalyptus ilmkjarnaolíu í pott af heitu vatni og anda að sér (gufuinnöndun) en það hefur slímlosandi áhrif. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is
Stuð á Karlakórnum í Hljómahöllinni K
arlakór Keflavíkur er orðinn fastur þáttur í samfélaginu á Reykjanesi. Svo oft og við svo mörg ólík tækifæri hefur þessi hressi hópur karla þanið raddbönd sín til að gleðja aðra og skapa stemmningu. Og ekkert lát varð á því á tónleikum þeirra sl. mánudag í Hljómahöllinni. Grunur leikur á að meiri kraftur og hiti hafi verið á þessum tónleikum en endranær þar sem um kveðjutónleika fyrir stjórnandann til átta ára, Guðlaug Viktorsson var að ræða. Sannarlega stóðu tónleikar þessir undir f réttinni um stór tón leika. Guðlaugur í meiri ham en nokkru sinni og kórinn fylgdi svo sannarlega. Það reynir á að syngja lög úr West Side Story eða eftir Leonard Bernstein en körlunum tókst ótrúlega vel að skila þessum erfiðu lögum á áheyrilegan hátt til fjölmargra gesta. Hafi einhverjir haldið að þar með væri hápunktinum náð þá átti Pílagrímakórinn eftir Tannhauser eftir að hljóma með tilheyrandi gæsahúð. Er mér til efs að kórfélagar hafi áður lagt sig jafn mikið fram um að skila samstilltu og áheyrilegu verki. Enda var salurinn heldur betur með á nótunum – grun hef ég um að nokkur lög af gæsahúð hafi þar orðið til.
Einsöngvara fékk kórinn til liðs við sig, þau Einar Clausen og Þórdísi Borgarsdóttur. Með einlægri og fallegri „heyr mína bæn“ skaust upp á himininn enn ein söngstjarnan á Suðurnesjum. Einar Clausen var ekki einhamur hvort heldur var í ítölskum stemmum eða íslensku poppi. Samleikur einsöngvara og kórs var fagmannlegur og leikinn af slíkri alúð að úr varð stórbrotinn heild. Undirleikur Jónasar Þórs á slaghörpuna hélt mönnum að melódíunni af kostgæfni. En Karlakór Keflavíkur ræðast ekki bara á stóru verkin. Hann leikur sér líka að „léttmetinu“. Þekktir slagarar og dægurlög öndvegishöfunda hleyptu enn frekara fjöri í kórinn og ekki síður hinn lifandi
stjórnanda. Er ekki laust við að salurinn hafi allur verið farinn að iða undir fjörinu og klappaði duglega í lokin. Óhætt er að segja að Guðlaugur Viktorsson skilji eftir kraftmikinn kór og óskandi að arftaki hans haldi uppi merkinu. Kveðjutónleikarnir voru besta sönnun þess hve vel Guðlaugur hefur haldið um sprotann með hinum söngelsku drengjum KK. Þeir sem voru svo ólánsamir að missa af tónleikum Karlakórsins á mánudag geta hrósað happi því þeir verða endurteknir í Hljómahöllinni kl. 20:30 fimmtudaginn 10. maí. Ég þakka kórnum frábæra kvöldstund. Hjálmar Árnason.
Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar
LEIKSKÓLAKENNARAR ÓSKAST Leikskólinn Gefnarborg er einkarekinn fjögurra deilda leikskóli í Garði. Í leikskólanum er unnið metnaðarfullt starf þar sem mikil áhersla er á virðingu og jákvæð samskipti. Í starfinu er stuðst við kenningar Howard Gardners og sérstök áhersla á fjölmenningu og umhverfismennt. Í starfsmannahópinn vantar deildarstjóra og leikskólakennara á deild. Æskilegar menntunar- og hæfniskröfur eru: - Háskólagráða í leikskólakennarafræðum eða önnur uppeldismenntun - Góð færni í samskiptum - Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð Umsóknarfrestur er til 24. maí 2012. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu leikskólans http://www.leikskolinn.is/gefnarborg Nánari upplýsingar veita leikskólastjóri og rekstraraðili í síma 422- 7166
GÓÐA NÓTT
Það ættu allir að hafa það á hreinu að lykillinn að góðum svefni liggur í góðu rúmi og góðum sængurfötum, börn elska hreint rúm. En það er ekki bara nóg að fjárfesta í rándýru rúmi og ætlast svo til þess að litlu englarnir sofi vært heldur þarf að tryggja það að hreinlæti í rúminu sé eins og best verður á kosið. Nauðsynlegt sé að huga reglulega að koddanum í barnarúminu því ef það er ekki gert getur barnið fundið fyrir alls konar kvillum sem gera því lífið leitt. Það þarf helst að skipta um sængurföt bæði á koddum og sæng einu sinni í viku. Ef börn og fullorðið fólk er með astma, þá er þetta gífurlega mikilvægt. Mannfólkið ver miklum hluta ævinnar í rúminu, allt frá og til 7-9 klukkustundir og því er nauðsynlegt að því liði vel þar. Þó er það þannig að margir gera sér ekki grein fyrir því hvað getur verið að finna í koddum. Í koddunum okkar er að finna tíu til fimmtán mismunandi sveppategundir og ef við tökum meðal kodda þá safnast í hann um 100 lítrar af svita á einu ári, því við eyðum þriðjungi af lífi okkar í rúminu. Til að fá heilsusamlegastan nætursvefn þá er best að vera með fiðurkodda en ekki kodda úr gerviefni. Ef allt er eins og best verður á kosið þá munu krakkarnir finna muninn. Þau vakna ekki á morgnana með bólgin augu og þeim líður miklu betur yfir daginn. Er það ekki það sem við viljum? Birgitta Jónsdóttir Klasen https//www.birgittajonsdottirklasen.com https//www.Heilsumiðstöð Birgittu/facebook.com
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012
ÁFRAM GRINDAVÍK! VIÐ ERUM STOLT AF OKKAR FÓLKI! Til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla 2012!
Til hamingju með sigurinn í Útsvari 2012!
11
12
FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
vf.is
P
etrúnella Skúladóttir og Jóhann Árni Ólafsson eru að mörgu leyti ósköp venjulegt par þegar fljótt er á litið. Þegar betur er að gáð er þó margt áhugavert sem kemur í ljós en þau eru bæði nýlega búin að ljúka glæsilegu tímabili með liðum sínum í körfuboltanum í efstu deild á Íslandi. Petrúnella með Njarðvíkingum og Jóhann með Grindvíkingum. Þar byrjar þetta þó fyrst að verða áhugavert. Petrúnella er nefnilega fædd og uppalin í Grindavík og hefur alla sína tíð leikið í gulu treyjunni. Jóhann Árni er svo aftur á móti Njarðvíkingur og hefur verið afar sigursæll með þeim grænklæddu. Þau leika því þessa stundina með uppeldisfélögum hvors annars. Þau eru á besta aldri, Jóhann er 25 ára og Petrúnella 26 og saman eiga þau saman einn strák, Sigurberg, sem er rúmlega eins árs. Eyþór Sæmundsson blaðamaður Víkurfrétta kíkti í heimsókn til Grindavíkur en þar hafa þau komið sér notalega fyrir.
Körfuboltaparið Petrúnella og Jóhann Árni unnu saman sex titla í vetur
„Það snýst allt meira og minna um körfubolta á okkar heimili. Við þurftum að teikna upp hvernig þetta ætti að vera eftir að litli fæddist, hver á að passa og allt það. Þegar við vorum barnlaus þá fór minna fyrir þessu. Okkar fólk er svo búið að vera alveg magnað að hjálpa okkur þannig að allir eru búnir að leggjast á eitt,“ segir Jóhann þegar þau eru spurð að því hvernig gangi á körfuboltaheimilinu. Þau hafa verið saman síðan í byrjun árs 2009 en þau kynntust í gegnum körfuboltann. „Sýn okkar á lífið var nákvæmlega sú sama, ég hef aldrei hitt einhvern sem maður deilir algerlega sömu skoðunum með,“ segir Petrúnella. Bæði hafa þau lagt hönd á sama námið en Jóhann er þessa stundina við nám í íþróttafræði, en Petrúnella hefur lokið því námi. Það er fleira sem parið á sameiginlegt en þau elska bæði að njóta sín í sveitinni á Íslandi og þau fylgjast bæði með flestum íþróttum. „Við förum á völlinn þegar fótboltinn er í gangi og svo reynum við að horfa á NBA körfuboltann saman, hún sefur reyndar meðan ég fylgist með,“ segir Jóhann í léttum dúr. Allur dagurinn snýst oft um körfuboltann og þau ræða ekki mikið um boltann innan veggja heimilisins. „Það er samt mjög gott að hafa einhvern sem hefur skilning á því sem maður er að ganga í gegnum til að ræða við. Ef maður væri að ræða þessa hluti við aðila sem hefði ekki stundað íþróttir að ráði þá myndi maður ekki kannski mæta sama skilningi,“ segir Jóhann og Petrúnella tekur undir það. Oft þurfa þau ekki mörg orð til þess að ræða þessi mál enda þekkja þau reynslu hvors annars vel. Hugsaði um að hætta Petrúnella tók sér frí frá körfubolt-
anum meðan Sigurbergur litli var að koma í heiminn og í raun var hún ekki viss hvort hún ætlaði sér að byrja aftur í boltanum. „Ég byrjaði aftur að sprikla síðasta sumar með Njarðvíkingum,“ segir Petrúnella en upphaflega stóð til að þau Jóhann myndu bæði leika með Grindavík enda fluttu þau búferlum þangað frá Innri-Njarðvík. Lið Grindvíkinga dróg sig svo úr keppni eftir að parið hafði ákveðið að færa sig um set. „Þá var ég jafnvel að spá í því að leggja skóna á hilluna eða taka mér frí frá þessu. Svo var ég að hugsa um að vera í 1. deild eftir að Grindvíkingar ákváðu að vera þar, ég hreinlega snerist í hringi,“ segir Petrúnella. Hvernig kemur Njarðvík svo til sögunnar? „Ég er metnaðarfull og sá mig ekki alveg spila í 1. deildinni. Sverrir Þór þjálfari Njarðvíkinga var líka búinn að sýna mér áhuga áður en ég varð ólétt. Ég hafði því samband við hann og mig langaði að prófa hvort ég gæti þetta ennþá eftir langa pásu. Svo var þetta bara gaman og maður var ekki alveg tilbúinn til þess að hætta,“ en þó viðurkennir Petrúnella að það hefði verið kominn smá leiði í hana. Þessi pása hafi því hugsanlega gert henni gott. Meikar engan sens Nú var komin upp sú staða að þau Jóhann og Petrúnella voru að leika með uppeldisfélagi hvors annars og það verður óneitanlega að teljast sérstakt. „Við vorum mikið búin að ræða hvernig við ætluðum að tækla þetta, á endanum var ákveðið að flytja í Grindavík og spila þar. Svo ákveður Petrúnella að spila ekki í 1. deild og svo þróast þetta bara svona,“ segir Jóhann og bætir við. „Svo þegar staðan var orðin þessi, þá horfum við bara á hvort annað
hér eitt kvöldið og hugsum: „Þetta meikar engan sens. Fyrir okkur þá þróast þetta bara hægt og rólega og endar bara svona,“ segir Jóhann. „Eins miklar tilviljanir og þetta hafa verið, að við skulum vera á þessum stað sem við erum á núna, með alla þessa titla, er eiginlega bara fáranlegt,“ heldur Jóhann áfram, en alls komu 6 gullverðlaun í hús hjá þessu glæsilega pari á árinu. Jóhann og Grindvíkingar sigruðu Deildarmeistaratitilinn, fyrirtækjabikarinn, meistara meistaranna og að lokum sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Jóhann var svo kjörinn
besti leikmaður Grindvíkinga á lokahófi félagsins. Petrúnella og Njarðvíkingar lönduðu bæði bikar- og Íslandsmeistaratitlum þetta árið og var Petrúnella einnig valin best hjá Njarðvíkingum á lokahófinu. Auk þess var hún valin í úrvalslið seinni umferðar Íslandsmótsins. Þau eru því bestu leikmenn, bestu liða landsins um þessar mundir. Er ekkert skrítið að vera nýfarin úr græna búningnum, skella sér í þann gula og fara svo að styðja Jóa í baráttunni? „Jú, reyndar komst ég ekki á marga
leiki. Þegar ég er í fríi þá vil ég oftast vera bara heima með litla og ég horfði oft á leiki í sjónvarpinu. Maður er svo sem vanur að styðja Grindavík, ég segi það nú ekki,“ segir Petrúnella og Jóhann skýtur því að, að það hafi verið skrýtið að mæta í stúkuna í Njarðvík til þess að styðja hana. „Það var sérstaklega skrýtið þegar við vorum nýbúnir að slá Njarðvíkinga út í fyrstu umferð og maður hafði fengið að heyra það úr stúkunni frá ákveðnu fólki, svo er maður mættur stuttu síðar að hvetja Njarðvíkurliðið áfram ásamt þessu fólki.“ Jóhann telur að þetta sýni bara enn frekar að þetta sé allt skilið eftir á vellinum. Af hverju ferðu ekki í Keflavík? Petrúnellu óraði ekki fyrir því að hún ætti eftir að standa uppi sem tvöfaldur meistari eftir árið en Njarðvíkingum var ekki spá góðu gengi. „Fólk hafði það á orði að fyrst ég ætlaði nú að standa í því að keyra á milli, af hverju ég færi þá ekki bara í Keflavík, þar væri möguleik á því að vinna titla. Svo fékk maður að heyra það líka að maður væri búinn að vera í langri pásu og fengi því kannski ekki að spila margar mínútur hjá Njarðvík.“ Þetta segir Petrúnella að hafi drifið sig áfram frekar en annað. „Ég hefði nú hlegið að henni síðasta sumar ef hún hefði sagst ætla að vinna tvöfalt með Njarðvík, en svo sá maður bara stígandann í þeirra liði og hvert stefndi,“ segir Jóhann. Stútfull af sjálfstrausti „Sverrir er alveg rosalega góður þjálfari og ég hef náð þvílíkum árangri hjá honum,“ segir Petrúnella en Sverrir er annálaður varnarjaxl og það er Petrúnella sannarlega
13
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 líka. „Það eru ekki allir sem taka eftir þeim sem eru góðir í vörninni og að að gera aðra hluti en að skora. Sverrir tekur eftir þessu og því fær maður að spila þrátt fyrir að maður sé ekki alveg að setja niður skotin sín,“ bætir hún við. Jóhann segir að hann sjái vel hvað Petrúnella hafi öðlast mikið sjálfstraust undir stjórn Sverris. „Hún hikaði ekki við að láta vaða af hvaða færi sem er þrátt fyrir að hafa kannski ekki hitt úr nokkrum skotum í röð, svoleiðis gerir maður nema vera stútfullur af sjálfstrausti.“ Petrúnella segist aldrei hafa verið mikið að spá í hvar þriggja stiga línan sé. „Ég var í barneignarfríi þegar línan var færð utar og ég fann ekki eins mikið fyrir því og hinar kannski.“ Jóhann var sjálfur í smávægilegu basli í upphafi tímabils þar sem hann var að reyna að fóta sig í ógnarsterku, nýju liði. „Þetta var töluvert öðruvísi sóknarleikur sem við vorum að spila í vetur, það tók bara töluverðan tíma að venjast því. Skotin sem ég var að fá voru öðruvísi en ég hafði vanist og svo var maður bara að einbeita sér að því að tolla inni á vellinum. Það eru margir góðir leikmenn í liðinu og lítið pláss fyrir mistök. Þetta tók sinn tíma en ég held að ég hafi náð að aðlagast á endanum,“ segir Jóhann. Petrúnella er jafnvel á því að þetta sé hennar besta tímabil að mörgu leyti þó svo að áður hafi gengið vel. Jóhann segir að þetta sé líklega hans besta tímabil varnarlega séð. „Ég skil leikinn betur en áður. Þó svo að tölfræðin segi það að ég hafi áður skilað betri tölum. Maður þurfti að finna leið til þess að vera inn á vellinum, Helgi Jónas lagði mikla áherslu á varnarleik og þannig fékk maður að spila mikið, ef maður lagði sig fram í varnarleiknum.“ Petrúnella gæti haldið á heimaslóðir Varðandi framhald þeirra í körfuboltanum þá gætu mögulega orðið breytingar á þeirra högum, enda ekkert gefið í þessum bransa. Að öllu óbreyttu verður Jóhann áfram í Grindavík enda samdi hann til þriggja ára við félagið. „Ég veit ekkert hvað verður núna,“ segir Petrúnella. „Grindavík er komið aftur í efstu deild og það er aldrei að vita hvernig það fer. Ég tel að það hefði kannski ekki verði nein spurning um að koma aftur heim ef ekki hefði gengið svona vel í Njarðvík. Eftir þessa titla í vetur þá er það ekki jafn sjálfsagt mál að koma heim eins og maður hefði haldið. Maður vill þó ekki koma hingað nema það sé búið að manna liðið, að þessar heimastelpur komi til baka. Ennþá er þó óvissa með hópinn, því er erfitt að taka ákvörðun um þetta í dag,“ segir Petrúnella en fjöldi fyrrum leikmanna Grindavíkur í kvennakörfunni hefur leitað annað en gætu núna hugsanlega snúið aftur að mati Petrúnellu. Erfitt að yfirgefa Njarðvík Hvað f innst Jóhanni um þá ákvörðun sína um að ganga til liðs við Grindvíkinga fyrir þetta tímabil? „Mér finnst hún frábær núna. Maður skoðaði þetta vel á sínum tíma og ákvörðunin var virkilega erfið. Það var erfiðast að ákveða að yfirgefa Njarðvík, sérstaklega á tímum þar sem uppbygging var að fara af stað. Mér fannst ég ekki alveg vera á aldri til þess, ég vildi fara að vinna titla og metnaðurinn var því í sitt hvora áttina. Þrátt fyrir að báðir aðilar skildu sjónarmið hvors annars.“ Bjóst ekki við að komast aftur í landsliðið Petrúnella var á dögunum valinn í landslið Íslands á ný en framundan er Norðurlandamót í lok maí. „Ég bjóst alls ekki við því. Ég var nánast alveg komin með nóg núna í lok tímabils enda búið að vera mikið púsl. Jói er auðvitað búinn með
tímabilið og hann er svo góður með strákinn, alveg rosalega flottur pabbi. Þannig að ég lét slag standa og vildi ekki missa af þessu tækifæri,“ segir Petrúnella en Jóhann segist aftur á móti lítið vita um gang mála hjá karlaliðinu. „Maður fékk smá spark í rassinn eftir að hafa ekki komist í lokahóp síðasta sumar, því fór maður bara að vinna í sínum málum.“ Klisjurnar eru sannar Lífstíll þeirra breyttist ekki mikið við það þegar Sigurbergur kom í heiminn enda eru þau rólyndisfólk að eðlisfari sem lifir heilbrigðu lífi íþróttafólks. „Allar klisjur hvað varðar nýja sýn á lífið og allt það þegar barnið kemur, þær eru bara sannar,“ segir Jóhann blátt áfram. Litla fjölskyldan er alsæl með lífið í
Grindavík eins og áður segir og þau segja það ekki standa til að flytja þaðan á næstunni. Minna um skyndibita í Grindavík Er eins að búa í Grindavík og Njarðvík? „Það er margt öðruvísi,“ segir Jóhann og þau hlægja bæði. „Stærsti munurinn fyrir mig er að allar búðir loka fyrr, en ég var vanur að borða stundum á kvöldin. Ég var soldið í skyndibitanum og þetta er því bara af hinu góða,“ segir Jóhann. Petrúnella segir að hún hafi ekki alveg upplifað það að búa í Njarðvík en þau bjuggu um tveggja ára skeið í Innri-Njarðvík, henni finnst þessir staðir töluvert ólíkir. Æfingar í körfuboltanum eru oftast á kvöldin og því er sjaldan
kvöldmatur á heimilinu þeirra við hraunið í Grindavík. Það mætti kannski segja sem svo að Petrúnella og Jóhann séu í kvöldvinnu. „Við kunnum að meta tímann á kvöldin þegar það er frí og litli sofnar yfir uppáhalds teiknimyndinni sinni í sófanum hjá okkur. Svona hlutir gefa manni meira þegar maður er orðinn foreldri. Við erum líka töluvert dugleg að elda saman þegar tími gefst til.“ Bæði hafa þau verið á fullu í körfuboltanum frá unga aldri og alltaf með sama liðinu, að undanskildu ári þegar Jóhann var í atvinnumennsku í Þýskalandi. Telja þau nauðsynlegt að skipta um umhverfi? „Það er kannski ekkert nauðsynlegt en það hentar sumum og öðrum ekki. Fyrir mér var gott að fá nýjan þjálfara,“ segir
DASH skrúfvél Li-Ion rafhlaða 3,6V m/bitum verð
Jóhann en hann segir Helga Jónas þjálfara Grindvíkinga vera ólíkan þeim þjálfurum sem hann hefur kynnst áður. „Ég held að það hefðu ekki margir þjálfarar getað haldið þessum mannskap á tánum.“ En einhver rígur á milli Njarðvíkinga og Grindvíkinga? „Nei,“ segja þau bæði í kór. „Liðin eru á ólíkum stöðum, bæði í karla og kvennakörfunni en ef að það er einhver rígur þá held ég að það risti ekkert svakalega djúpt,“ segir Jóhann og Petrúnella tekur undir það. Að lokum vilja skötuhjúin þakka sínum nánustu fyrir aðstoðina. „Við hefðum ekki náð svona árangri án þeirra og ættum ekki öll þessi verðlaun ef við ættum ekki svona góða að,“ segir Petrúnella.
GMC 14,4V 1,2Ah með aukarafhlöðu, stiglaus hraði, BMC taska
2.290,-
3.590,-
NOVA PRO höggborvél stiglaus hraði. 2 rafhlöður, Li-Ion 14,4V með tösku
13.900,-
DURATOOL Rafhlöðuborvél 18V DRIVE fjölnotatæki 180W
4.590,-
2.990,-
DASH PRO höggborvél stiglaus hraði 2 rafhlöður 18V 1,5Ah
15.900,-
DRIVE flísasög, 600W
7.990,-
ARGES slípirokkur HDA 436 1050W
7.990,-
ARGES HDA 310 SDS höggborvél 850W
12.990,-
DRIVE háþrýstidæla Max bar 105 Rafhlöðuborvél /skrúfvél HDD3213 18V
8.990,ARGES rafhlöðuborvél með höggi, HDA2544
HDD1106 580W stingsög DIY
4.790,DRIVE ryksuga í bílskúrinn
17.900,-
4.690,-
Slípirokkur HDD432 800W 125mm DIY
• 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta
6.990,15 metra rafmagnssnúra
2.995,-
Kapalkefli 10 mtr
2.990,-
• 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki
5.990,-
19.900,-.
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18
Akureyri
Furuvöllum 15.
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-14
Húsavík
Garðarsbraut 50.
Opið virka daga kl. 8-18 Opið virka daga kl. 8-18
SPANDY heimilisryksugan
Flísasög 800W, sagar 52 cm
Reykjanesbær
Vestmannaeyjar Flötum 29.
7.990,-
1400W, 300 L/mín
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
14
FIMMTUDAGURINN 10. MA� 2012 • V�KURFRÉTTIR
Aumar tĂŚr, marblettir, brunasĂĄr og eintĂłm gleĂ°i
Ăž
FjĂślmenningardagurinn haldinn hĂĄtĂĂ°legur
F
jĂślmenningardagurinn var haldinn hĂĄtĂĂ°legur Ă ReykjanesbĂŚ sl. laugardag en markmiĂ°iĂ° var aĂ° fagna fjĂślbreytileika Ă samfĂŠlaginu og draga fram kosti Ăžess aĂ° bĂşa Ă fjĂślbreytilegu umhverfi. SigrĂĂ°ur VĂĂ°is JĂłnsdĂłttir, hĂśfundur verĂ°launa – og metsĂślubĂłkarinnar RĂkisfang: Ekkert hĂŠlt fyrirlestur um bĂłk sĂna og umfjĂśllunarefni hennar sem er lĂf og reynsla palestĂnskra flĂłttakvenna sem fengu hĂŚli ĂĄ Ă?slandi ĂĄriĂ° 2008 eftir aĂ° hafa Ăžurft aĂ° flĂ˝ja frĂĄ Ă?rak Ă kjĂślfar Ă?raksstrĂĂ°sins. Aleksandra Bosnjak, nemi
hjĂĄ MiĂ°stÜð sĂmenntunar ĂĄ SuĂ°urnesjum sagĂ°i frĂĄ upplifun sinni ĂĄ Ă?slandi og reynslu sinni af strĂĂ°inu Ă fyrrum JĂşgĂłslavĂu. Nemendur TĂłnlistarskĂłla ReykjanesbĂŚjar spiluĂ°u fyrir gesti m.a. ĂĄ harmonikku, sellĂł og pĂanĂł en einnig lĂŠtu sĂśngnemar ljĂłs sitt skĂna. Ă? boĂ°i voru krĂŚsingar frĂĄ Ă˝msum lĂśndum eins og Ă?slandi, PĂłllandi, Honduras, Kyrgistan, MakedonĂu, Ă?ran og NĂgerĂu og ĂĄ meĂ°an gestir gĂŚddu sĂŠr ĂĄ framandi góðgĂŚti var hĂŚgt aĂ° fylgjast meĂ° landkynningu frĂĄ PĂłllandi og HondĂşras.
aĂ° er gaman aĂ° fylgjast meĂ° danstĂma Ăžar sem einbeiting Ă bland viĂ° hlĂĄtraskĂśll einkenna vinnuna ĂĄ bakviĂ° sĂ˝ninguna sem er Ă vĂŚndum. BĂŚĂ°i nemendur og kennarar eru spenntir fyrir helginni og eru ĂŚfingarnar farnar aĂ° segja til sĂn. Upprennandi dansarar eru aĂ° kljĂĄst viĂ° aumar tĂŚr, marbletti eftir veltur og snĂşninga og brunasĂĄr, vitandi ĂžaĂ° aĂ° nĂş eru Ăžau aĂ° kljĂĄst viĂ° alvĂśru dansverkefni meĂ° tilheyrandi hliĂ°arverkunum. ĂžaĂ° heyrist Ă nemendum keppast um hver sĂŠ nĂş meĂ° stĂŚrsta marblettinn eftir herĂ°akollhnĂsinn og litla stĂşlkan meĂ° sĂĂ°a hĂĄriĂ° vinnur Þå keppni meĂ° bros ĂĄ vĂśr. ViĂ° tĂłkum hana Ă stu BĂŚrings, danskennara og eiganda DansKompanĂ, tali og vildum heyra hvaĂ° vĂŚri um aĂ° vera Ăžessa dagana. VorsĂ˝ningin ĂĄ sunnudaginn „Þetta er annasamasti tĂminn Ăžannig aĂ° ĂŠg veit varla hvar ĂŠg aĂ° byrja. En jĂş, eins og sĂŠst Þå er dansskĂłlinn undirlagĂ°ur af vinnu fyrir komandi vorsĂ˝ningu,“ segir Ă sta. FjĂśldi nemenda eru aĂ° mĂĄta bĂşninga og Ăžegar litiĂ° er inn Ă sal Þå sĂŠst fullur salur af dansandi verkamĂśnnum. ĂžaĂ° vekur upp nokkrar spurningar og kemur Ă ljĂłs aĂ° unniĂ° er Ăşt frĂĄ Ăžema ĂĄ hverri vorsĂ˝ningu og Ă ĂĄr heitir sĂ˝ningin 24 TĂ?MAR. „SĂ˝ningin fjallar sem sagt um hinn venjulega dag Ă lĂfi fĂłlks og Ăžau verkefni sem dĂşkka upp. SĂ˝ningin hefst aĂ° morgni til Ăžar sem veriĂ° er aĂ° vakna og gera morgunverkin svo kemur nĂŚsta atriĂ°i Ăžar sem fariĂ° er Ă morgunsundiĂ° og svo framvegis. ĂžaĂ° er meira aĂ° segja atriĂ°i sem gerist Ă sĂşpermarkaĂ°num og ĂĄ elliheimili en sĂ˝ningunni lĂ˝kur
svo ĂĄ barĂĄttunni viĂ° aĂ° fara aĂ° sofa aftur. Ă horfendur eiga eftir aĂ° skemmta sĂŠr vel ĂĄ Ăžessari sĂ˝ningu, hĂşn er kĂłmĂsk og flott.“ TvĂŚr sĂ˝ningar verĂ°a ĂĄ sunnudaginn 13. maĂ Ă Andrew‘s Theatre og er Ăžetta lokapunkturinn ĂĄ vetrinum ĂĄr hvert og er Ăśllum velkomiĂ° aĂ° mĂŚta. ĂžaĂ° Þýðir Þó ekki aĂ° sumarfrĂ sĂŠ hafiĂ° hjĂĄ starfsfĂłlki skĂłlans. Vinna viĂ° undirbĂşning nĂŚsta vetrar hefst strax og kom margt ĂĄhugavert Ă ljĂłs Ăžegar spurt var nĂĄnar Ăşt Ă ĂžaĂ°. NĂ˝ nĂĄmsskrĂĄ nĂŚsta veturs kynnt ĂĄ ĂžriĂ°judaginn VeriĂ° er aĂ° auka Ăşrval danstĂma fyrir nemendur og auka ĂžjĂłnustu. Ăžetta er gert aĂ° krĂśfu metnaĂ°arfullra nemenda og kennara. „ViĂ° hĂśldum aĂ° sjĂĄlfsĂśgĂ°u Ă uppruna-
lega grunnskipulagiĂ° en erum aĂ° gefa nemendum fĂŚri ĂĄ aĂ° nĂĄ enn meiri ĂĄrangri meĂ° ĂžvĂ aĂ° sĂŚkja fleiri og fjĂślbreyttari tĂma. MarkmiĂ°iĂ° mitt hefur frĂĄ upphafi veriĂ° aĂ° skapa sterka dansara meĂ° fjĂślbreytta dansĂžjĂĄlfun. NĂŚsta vetur geta strĂĄkarnir ĂŚft oftar Ă viku breikdans, hip hop, liĂ°leika og fleira ĂĄ meĂ°an stelpurnar geta ĂŚft jazzballett, contemporary, hip hop, ballett, liĂ°leika, music theatre og fleira skemmtilegt,“ segir Ă sta aĂ°spurĂ° um ÞÌr breytingar sem von er ĂĄ. ĂžaĂ° er ĂžvĂ ljĂłst aĂ° kennarar fara ekki Ă frĂ eftir vorsĂ˝ningu en nĂ˝ nĂĄmsskrĂĄ verĂ°ur kynnt fyrir Ăśllum ĂĄhugasĂśmum nĂŚstkomandi ĂžriĂ°judag kl.17 Ă Oddfellow-hĂşsinu Ă GrĂłfinni. „Öllum nemendum okkar og forrĂĄĂ°amĂśnnum er boĂ°iĂ° en viĂ° viljum sjĂĄ nĂ˝ andlit og tĂśkum vel ĂĄ mĂłti Ăśllum sem vilja kynna sĂŠr ĂžaĂ° sem viĂ° erum aĂ° gera.“ AĂ° lokum mĂĄ benda ĂĄhugasĂśmum ĂĄ aĂ° DansKompanĂ býður upp ĂĄ frĂtt dansnĂĄmskeiĂ° Ă jĂşnĂ og er hĂŚgt aĂ° kynna sĂŠr ĂžaĂ° betur ĂĄ vefsĂĂ°u dansskĂłlans, www.danskompani.is.
AuglĂ˝sing um atkvĂŚĂ°agreiĂ°slu utan kjĂśrfundar vegna kjĂśrs forseta Ă?slands UtankjĂśrfundaratkvĂŚĂ°agreiĂ°sla vegna forsetakjĂśrs, sem fram ĂĄ aĂ° fara 30. jĂşnĂ 2012, er hafin hjĂĄ sĂ˝slumanninum Ă KeflavĂk, og verĂ°ur sem hĂŠr segir ĂĄ skrifstofum sĂ˝slumannsins Ă KeflavĂk, Vatnsnesvegi 33, ReykjanesbĂŚ og VĂkurbraut 25, neĂ°ri hĂŚĂ°, GrindavĂk: ReykjanesbĂŚr: s !LLA VIRKA DAGA TIL OG MEÂĄ MAĂ“ FRÉ KL TIL s !LLA VIRKA DAGA FRÉ OG MEÂĄ JĂžNĂ“ TIL OG MEÂĄ JĂžNĂ“ FRÉ KL TIL s !LLA LAUGARDAGA Ă“ JĂžNĂ“ ¤ M T É KJĂšRDAG JĂžNĂ“ VERÂĄUR OPIÂĄ FRÉ KL TIL GrindavĂk: !ÂĄEINS OPIÂĄ VIRKA DAGA SEM HĂ?R SEGIR s !LLA VIRKA DAGA TIL OG MEÂĄ JĂžNĂ“ FRÉ KL TIL s $AGANA JĂžNĂ“ FRÉ KL TIL AtkvĂŚĂ°agreiĂ°sla ĂĄ sjĂşkrahĂşsum og dvalarheimilum aldraĂ°ra fer fram 26. - 28. jĂşnĂ nk. skv. nĂĄnari auglĂ˝singu ĂĄ viĂ°komandi stofnunum.
SĂ˝slumaĂ°urinn Ă KeflavĂk 7. maĂ 2012 ÞórĂłlfur HalldĂłrsson sĂ˝slumaĂ°ur
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012
ATVINNA
SAUMASTOFA Á SUÐURNESJUM Víkurprjón efh, Vík í Mýrdal hyggst opna saumastofu á Suðurnesjum. Saumastofan mun sníða og sauma peysur, jakka og smávörur aðalega úr íslenskri ull. Áætlað er að hún hefji rekstur í júní mánuði nk. Stefnt er að ráða 10 starfsmenn. Við erum að leita að verkstjóra og starfsfólki á saumastofu. Æskilegt að viðkomandi hafi einhverja reynslu af saumaskap. Áhugasamir sendi umsókn til vikurprjon@vikurprjon.is eða til Víkurprjóns ehf, Austurvegi 20, 870 Vík fyrir 24. maí nk. Æskilegt er að viðkomadi geti hafið störf sem fyrst. Fólk af atvinnuleysisskrá hefur forgang. Umsóknum er ekki svarað í síma.
Víkurprjón ehf sem er dótturfyrirtæki Drífu ehf (Icewear) var stofnað 1980 í Vík í Mýrdal. Fyrirtækið er með sauma- og prjónastofu sem framleiðir sokka og peysur aðallega úr íslenskri ull ásamt því að reka verslun á staðnum. Hjá Víkurprjóni starfa 17 manns.
15
16
FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
›› Njarðvíkurskóli fagnar 70 ára afmæli:
Njarðvíkurskóli með sérstöðu N
jarðvíkurskóli fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir. Í
allan vetur hafa nemendur unnið að verkefnum í tengslum við þessi
VEITINGASALAN Í LEIRU ER OPIN ALLA DAGA KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR, SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI. OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA.
00 eða netfangið gs@gs.is
tímamót. Þá voru á dögunum þemadagar sem enduðu með sýningu í skólanum. M.a. var sett upp leiksýning sem nemendur á unglingastigi hafa æft undanfarna mánuði undir leikstjórn Garúnar. Leikritið er hluti af afmælishátíð skólans. Eftir þrotlausar æfingar var komið að sýningu leikritsins sem ber nafnið Skreytineitor XO7000. Það var sýnt fyrir fullu húsi á mánudagskvöld en einnig voru tvær sýningar fyrir nemendur í skólanum sl. þriðjudag. Einnig að leikritið verður sýnt fyrir nemendur Háaleitisskóla á föstudaginn. Leikritið er að hluta byggt á sögu skólans þar sem persónur í leikritinu eiga sér stað í sögu skólans. Tímaflakk og skólasöngur skipa m.a. veigamikinn sess í sögunni. Mikil stemning var á sal skólans og skemmtu nemendur sér sérstaklega vel. Til þess að skólinn gæti fengið til sín reyndan leikstjóra til að vinna með börnunum þá veitti Kvenfélag Njarðvíkur skólanum myndarlegan styrk. Kvenfélagskonur mættu svo á frumsýninguna og skemmtu sér vel og fannst peningnum vel varið. Í tilefni af stórafmælinu var fyrrum kennurum við skólann boðið til móttöku ásamt fyrstu nemendum skólans. Að sögn Ásgerðar Þorgeirsdóttur skólastjóra Njarðvíkurskóla mættu nokkrir af fyrstu nemendum skólans og höfðu mjög gaman af því að ganga um gamla skólann sinn sem hefur tekið miklum breytingum á þessum 70 árum. Fyrst var skólinn aðeins tvær samliggjandi kennslustofur en í dag er hann bygging á þremur hæðum með um 380 nemendur
Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla. og fjölmennu starfsliði. Nemendafjöldinn hefur hins vegar verið mestur um 500 nemendur en þá var skólinn tvísetinn. Þá voru nemendur úr Innri Njarðvík í skólanum en þeir eru nú í Akurskóla. Þá voru einnig nemendur úr móahverfinu í Njarðvík í skólanum en þeir sækja í dag Holtaskóla. Njarðvíkurskóli stefnir að því að fá grænfánann í þriðja skiptið nú á vordögum og er nú verið að vinna að því verkefni í skólanum. Gert er ráð fyrir því að fáninn verði afhentur á vorhátíð skólans nú síðar í maí. Þá er Njarðvíkurskóli kominn með Barnalund í Grænásnum
til umsjónar ásamt leikskólanum Gimli og þangað verður farið á næstu dögum og vikum til að vinna að útikennslusvæði en bæði Njarðvíkurskóli og Gimli fengu veglegan styrk úr manngildissjóði til að vinna að verkefninu. Í Njarðvíkurskóla er unnið eftir gildum jákvæðrar hegðunar og er skólinn svokallaður PBS-skóli. Þar hefur skólinn verið síðustu ár og að sögn Ásgerðar hefur verkefnið gengið vel og mikill árangur náðst í bættri hegðun nemenda. Nú heyrir til undantekningar að nemendur séu sendir til skólastjórans vegna hegðunarbrota. Ásgerður segir að
Nemendur Njarðvíkurskóla settu góðar minningar frá árinu 2012 í tímahylki sem verða opnuð á 100 ára afmæli Njarðvíkurskóla þann 4. maí 2042. Í einu hylkinu er t.d. sælgæti, því börnin vilja að í framtíðinni sjái fólk hvernig nammið var í Njarðvík árið 2012. VF-mynd: Hilmar Bragi
FORVAL Grindavíkurbær óskar eftir verktökum til að taka þátt í lokuðu útboði á gerð göngustígs frá Nesvegi í Grindavík og að Selskógi. Áætlað er að verk geti hafist 1. Júní 2012 og er áætlaður verktími 1 mánuður.
BYRJENDANÁMSKEIÐ Í GOLFI Á HÓLMSVELLI LEIRU
NÁMSKEIÐIN VERÐA Á ÞRIÐJUDÖGUM OG FIMMTUDÖGUM Í SUMAR OG ER HVERT NÁMSKEIÐ FJÖGUR SKIPTI, 90 MÍNÚTUR Í SENN.
BYRJENDANÁMSKEIÐ 1 17. - 29. maí, kl. 18:00 - 19:30.
Forvalsgögn verða afhent hjá Tækniþjónustu SÁ ehf, Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ, sími 421-5105 frá og með föstudeginum 11. maí 2012.
BYRJENDANÁMSKEIÐ 2 17. - 29. maí, kl. 20:00 - 21:30.
MARKMIÐ: Pútt, vipp, sveifla, spil , helstu golf- og siðareglur Skráning er á erlagolf@gmail.com
Gögnum skal skila á sama stað eigi síðar en föstudaginn 18. maí 2012 fyrir kl. 12.00.
Ð
R VE 0, 00
2. .1
KR PGA kennarar:
Erla Þorsteinsdóttir og Rögnvaldur Magnússon
17
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012
Hér eru yngri nemendur á leiksýningunni sem sett var upp í tilefni af afmæli skólans.
EÐA
+
+
=
BEARNAISEBORGARI franskar kartöflur, 0,5 l Coke í dós og lítið Prins Póló
1.249 kr.
FRÁBÆR OG FREISTANDI VEITINGATILBOÐ Þessar vinkonur römmuðu inn góðar minningar frá 70 ára afmælinu. Njarðvíkurskóla. Ásgerður segist ánægð með þá niðurstöðu, hún sé ánægð með samfélagið í Njarðvík og það sé ástæðan fyrir því að hún hafi búið svona lengi í Njarðvík. Í dag hafi hún búið lengur í Njarðvík en Hafnarfirði og sé því orðinn mikill Njarðvíkingur. Þá sé hún farin að sjá aðra kynslóð nemenda í skólanum. Þeir sem hún kenndi fyrst þegar hún kom til Njarðvíkur séu farnir að senda börnin sín í skólann. Njarðvíkurskóli hefur nokkra sérstöðu á meðal skóla á Suðurnesjum. Skólinn hefur undir sinni stjórn tvær sérdeildir, Ösp og Björk sem þjóna öllum grunnskólum á Suðurnesjum nema Grindavík. Þá heyrir Háaleitisskóli á Ásbrú undir Njaðvíkurskóla.
+
EÐA
börnin viti til hvers sé ætlast að þeim og hvaða væntingar kennarar og starfsfólk skólans gerir til nemenda. Ásgerður Þorgeirsdóttir er Hafnfirðingur en náði sér í eiginmann úr Njarðvíkum og það var ástæðan fyrir því að hún settist að í Njarðvík á sínum tíma. Hún hafði nýlokið kennaranámi þegar Gylfi Guðmundsson kom að máli við hana og réð hana til starfa við Njarðvíkurskóla árið 1984. Hún hefur kennt á öllum stigum við skólann, verið áfangastjóri, deildarstjóri og þegar staða aðstoðarskólastjóra losnaði þá réð Lára Guðmundsdóttir hana í það starf. Lára fór í námsleyfi síðasta vetur og þá leysti Ásgerður hana af sem skólastjóri. Lára sagði svo stafi sínu lausu og var Ásgerður þá ráðinn skólastjóri
=
franskar kartöflur, 0,5 l Coke í dós og lítið Prins Póló
1.595 kr.
= KJÚKLINGASALAT 1.195 kr. N1 AÐALSTÖÐIN REYKJANESBÆ SÍMI: 421 4800
MÆÐRA
Mæðradags
DAGURINN
vöndurinn
2.990
+
STEIKARSAMLOKA
kr.
sunnudaginn 13. maí
00 1.r0enna ttyilrkskr.
s ðra r mæ efnda n
STJÚPU
SPRENGJA 10 stk.
999 1.699 2.499 20 stk.
Snædrífa
999
30 stk.
kr.
Ástareldur
999
kr.
kr.
Risasýpris Blómaval og íslenskir blómabændur styrkja Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar sem hefur það takmark að styrkja tekjulágar konur til menntunar.
kr.
3.990
kr.
kr.
Opið á mæðradaginn sunnudaginn 13 maí kl. 11:00-15:00
Fitjum 2 - Sími: 421 8800
18
FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
›› Sönghópur Suðurnesja og Brokkkórinn með tónleika:
Keflavíkurhjartað alltaf á sínum stað
S
-„Lofa frábærum tónleikum,“ segir Magnús Kjartansson, stjórnandi kóranna
önghópur Suðurnesja ætla að enda starfsveturinn með því að fá góða gesti í heimsókn og halda með þeim tónleika á laugardag í Kirkjulundi í Keflavík. Þá mun Brokkkórinn sem einnig er undir stjórn og undirleiks Keflvíkingsins Magnúsar Kjartanssonar koma fram með Sönghópi Suðurnesja kl. 17 á laugardag. „Þetta er svona slútt á veturinn hjá þessum tveimur kórum en Suðurnesjakórinn kom í heimsókn í fyrra og er núna að bjóða hestafólkinu úr Brokkkórnum í menningarferð í bítlabæinn og helsta nágrenni. Ég ætla að fara í kynningarferð og með vönum leiðsögumanni um
svæðið með gestina um Keflavík og Keflavíkurflugvöll en þeir hefa sérstaklega beðið um að fá að fara að fæðingarstað Ellýjar og Vilhjálms í Höfnum,“ sagði Magnús Kjartansson en hann er einn af gulldrengjunum úr popplandsliðinu frá Suðurnesjum. „Það er svolítið sértakt hvernig hugarfar margra utan Suðurnesja er til svæðisins. Það er umhugsunarefni en ég nota öll tækifæri sem ég fæ til að segja fólki að Reykjanesskaginn sé ósköp svipaður og aðrir, með öflugri menningu, íþróttum og góðu mannlífi og þar sé gott að búa. Erfiðleikar í atvinnulífinu um þessar mundir er önnur saga
ÖLL ALMENN
MÁLNINGARÞJÓNUSTA TILBOÐ EÐA TÍMAVINNA
Meðferðir í hugrænni atferlismeðferð Tek einstaklinga í hugræna atferlismeðferð og dáleiðslu við kvíða, þunglyndi og til lífstílsbreytinga. Ráðgjöf og meðferð við kvíða, þunglyndi og streitu. Sérstök meðferð vegna erfiðrar fæðingarupplifunar og vanlíðan tengdri fæðingarferlinu. Meðferðarstofa Sólveigar Þórðardóttur / Hringbraut 108, Reykjanesbæ Húsið okkar (gamla K-húsið) / Sími: 864 1919 / Móttaka í Grindavík eftir samkomulagi
og munu vonandi líða hjá fyrr en síðar,“ segir Magnús. Magnús stýrir fleiri kórum en þessum tveimur en hann segist alltaf hlakka til að koma vikulega til Keflavíkur á söngæfingu hjá Sönghópi Suðurnesja. Hann lofar frábærri skemmtun á laugardaginn þegar kórarnir sameinast. „Gestirnir úr brokkkórunum eru eins og nafnið gefur til kynna hestafólk og það hefur mjög gaman af söng en það sama má auðvitað segja um Suðurnesjafólkið mitt. Þetta verða létt og skemmtileg lög, söngperlur sem allir hafa gaman af. Það er ekki amalegt að vera í Kirkjulundi því þar er einstaklega góður hljómur og gaman að mæta með 50-60 manna kór þangað.“ Keflavíkurhjartað er alltaf á sínum stað hjá Magga Kjartans og hann þreytist sjaldan á því að halda uppi merkjum Suðurnesja. Hann er ákaflega stoltur af nýjustu tónlistarstjörnunum sem koma úr bítlabænum og nefnir þar Valdimar, Of Monsters and Men og Hjálma. Svo þarf hann að venjast því að fá olnbogaskot frá Hafnfirðingum á heimaleikjum FH í knattspyrnunni en Magnús hefur búið í Hafnarfirði hálfa ævina og flutti þangað frá Keflavík eftir unglingsárin. „Já, þeir bjóða mér í FH-stúkuna en svo þegar ég stekk upp eins og korktappi þegar Keflavík skorar þá koma olnbogaskotin. En það er í lagi, ég þoli þau alveg,“ segir Maggi og hlær. Tónleikarni á laugardaginn verða sem fyrr segir kl. 17:00 í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Aðgangseyrir er kr. 1000.
ATVINNA Allt hreint óskar eftir að ráða starfskraft í ýmis ræsti / hreingerningar störf. Vinnutími 08:00 til 17:00 virka daga. Einnig gæti verið um aukvinnu að ræða utan þess tíma. Hæfniskröfur: Íslenska skilyrði (Enska kostur) Þarf að geta unnið sjálfstætt Góð mannleg samskipti Reynsla við ræsti / hreingerningarstörf Áhugasamir sendi umsókn með persónuupplýsingum og ferilskrá á halldor@allthreint.is
Holtsgata 56, Reykjanesbæ, sími 421 2000
Ein stærsta tónlistarhátíð landsins í Reykjanesbæ - Óla Geir fannst vanta svona hátíð í Bítlabæinn
T
il stendur að halda heljarinnar tónlistarhátíð í miðbæ Reykjanesbæjar dagana 7.-10. júní næstkomandi. Flestir þekktustu og vinsælustu tónlistarmenn landsins hafa þegar boðað komu sína á hátíðina sem skipuleggjendur segjast ætla að halda árlega. Ólafur Geir Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson eru forsprakkar hátíðarinnar og hafa þeir fengið Smára Guðmundsson úr hljómsveitinni Klassart til liðs við sig við undirbúning þessarar veigamiklu hátíðar sem ber nafnið Keflavík Music Festival. Yfir 100 atriði verða á dagskrá og meðal þeirra sem hafa þegar verið kynntir til leiks eru Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Raggi Bjarna, Dikta, Sólstafir, Jón Jónsson og Valdimar. Óli Geir sagði í spjalli við Víkurfréttir að hugmyndin hafi kviknað í kjölfar þess að bæði Airwaives og Aldrei fór ég Suður hátíðirnar hafi slegið rækilega í gegn og honum fannst vanta svona viðburð í bítlabæinn. „Þetta er búið að sitja í mér í 1-2 ár. Þar sem þetta er mikill tónlistarbær þá fannst mér vanta eitthvern stóran tónlistarviðburð hér í bæ eins og þessar hátíðir,“ segir Óli en honum fannst skrítið að engin slík hátíð væri hér í aðal tónlistarbænum. „Í fyrstu átti þetta nú bara að vera mjög lítil hátíð, hugsuð út frá einum skemmtstað. Svo loks þegar maður fór að teikna þetta upp og skipuleggja þá vildi maður alltaf hafa þetta stærra og stærra, þetta vindur alltaf uppá sig. Maður verður líka að passa að fara ekki framúr sér og hafa þetta of stórt þannig ég ákvað að taka bara staðina í miðbæ Keflavíkur og einblína á þá til þess að fá menningu í miðbæinn og rölt á milli staða,“ segir Óli. Hátíðin fer fram í miðbæ Reykjanesbæjar á helstu skemmtistöðum bæjarins. Verslanir, veitingarhús og bæjarfélagið verða með í stemningunni en öll flóran af tónlistarfólki kemur fram, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Óli segir þetta vera gullið tækifæri fyrir nýja og óþekkta tónlistarsnillinga til að koma sér á framfæri og hefur fjöldi hljómsveita sett sig í sambandi við þá félaga. Verið er að vinna í málum varðandi gistingu þar sem hótel eru jafnan mikið bókuð á þessum tíma en Óli segir að boðið verði
upp á rútuferðir alla dagana frá Reykjavík. En hvað mun kosta á svona hátíð? „Það er eitthvað sem við erum búnir að hugsa mikið um og höfum leitað til margra varðandi það. Ef þú skoðar t.d. aðrar hátíðir eins og Airwaves, Bestu Útihátíðina og Þjóðhátíð, þá kostar armband þar milli 10-20 þúsund krónur. Við ætlum alls ekki að fara í þann pakka, við verðum mun ódýrari en það,“ segir Óli en lokaverð er ekki komið á hreint. Verður þetta eingöngu á kvöldin eða daginn líka? „Upprunalega átti þetta bara að vera á kvöldin en núna erum við með alls 100 hljómsveitir/ tónlistarmenn sem eru að koma fram þannig að við ætlum að reyna fá þá til þess að troða upp inn í búðunum líka yfir daginn. Þetta er eitthvað sem við erum að vinna í. Eins ætla Klassart og Valdimar að taka að sér að fara í alla leikskólana hér í bæ, sem eru 10 talsins. Þar ætla þau að syngja fyrir krakkana og foreldra, það fannst okkur mjög skemmtileg hugmynd.“ Nú eru flestir vinsælustu tónlistarmenn landsins búnir að bóka sig, var ekkert erfitt að fá allt þetta fólk til að koma? „Ég er búin að halda allskonar viðburði víðsvegar um landið en aldrei eins stóra í sniðum og þennan. En sú reynsla sem maður hefur frá því hjálpaði mikið til þegar kom að þessu verkefni. Ég þekki marga af þeim sem eru að koma fram, fékk þá með mér í lið við þessa hátíð og þaðan fór boltinn að rúlla. Það er samt auðvitað hellings vinna á bakvið það að fá öll þessi bönd. Þessir snilldar tónlistarmenn sem eru að koma elskuðu hugmyndina um Keflavík Music Festival, allir svöruðu játandi.“ Hvers vegna vildirðu halda þetta hérna í Reykjanesbæ? „Flottasta tónlistarfólkið kemur héðan, það er bara þannig. Hljómar, Hjálmar, Valdimar, Of Monsters and Men, Klassart og lengi gæti ég haldið áfram, það bara vantaði svona hátíð í bæinn, það er önnur ástæðan. Ein ástæðan er einfaldlega sú að ég er nú héðan, þekki vel til hérna og það er auðveldara og skemmtilegra að gera þetta hér á heimavelli,“ segir Óli Geir. Allar nánari upplýsingar um þessa spennandi hátíð má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar - www.keflavikmusicfestival.com
19
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012
Gróa og fjórir kórar í Keflavík
Krakkaskák.is með skákæfingu í akademíunni S kákæfing verður í Íþróttaakademíu Reykjanesbæjar laugardaginn 12. maí á vegum Krakkaskák.is. Suðurnesjamaðurinn Siguringi Sigurjónsson stofnaði Krakkaskák.is nýlega og vill útbreiða þessa góðu íþrótt á svæðinu. „Ég hef farið í sjö skóla á Suðurnesjum og það er mikill áhugi fyrir því að læra skák enda mjög skemmtileg íþrótt. Nú er stóra stundin runnin upp að sameina börnin á einn stað og það á frábærum stað við kjör aðstæður. Ég kem til með að vera með skákæfingar eitthvað áfram í sumrið en svo verð ég strax í byrjun skólaárs í haust og vetur með æfingar tvisvar í viku. Miðvikudögum klukkan 16 til 18 og laugardögum 10 til 12. Þannig hafa börn úr Sandgerði, Garðinum og vonandi
Grindavík tíma til þess að verða sér út um far til þess að koma á æfingu. Ég ætla mér að hjálpa skólunum að koma sér upp öflugu skákliði til þess að fara taka þátt í þeim fjölmörgu skákkeppnum sem eru í boði. Allir krakkar eru velkomnir á æfinguna núna 12. maí þó að þau hafi aldrei teflt áður,“ sagði Siguringi. Æfing fyrir börn á aldrinum 10-14 ára hefst klukkan 10:00 og verður til 12:00. Börn á aldrinum 6-9 ára verða klukkan 12:15 til 13:15. Hann vildi koma sérstökum þökkum til fyrirtækja hér suður með sjó sem hafa tekið mjög vel á móti honum til að koma af stað skáklífi. „Ég get ekki annað en sagt að það sé mikill áhugi hjá fullorðnum hér í bæ miðað við móttökurnar sem ég hef fengið.“
K
órastjórnandinn Gróa Hreinsdóttir verður með tónleika þar sem fjórir kórar sem hún stjórnar munu koma fram í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja nk. laugardag. Kórarnir eru: Borgarkórinn, kór starfsmanna Reykjavíkurborgar, Kirkjukór Hveragerðis- og Kot-
strandasókna, Kvennakór Kópavogs og Kvennakórinn Uppsveitasystur. Samtals verða söngvarar um 100 manns. Tónleikarnir verða kl 15.00 og aðgangseyrir er kr. 1500 - en kr. 1000 fyrir eldri borgara. Frítt fyrir 16 ára og yngri.
HJARTAHEILL
verður á ferðinni um Suðurnesin í maí 2012. Starfsemi Hjartaheilla verður kynnt í máli og myndum auk þess sem fólki gefst kostur á að fá mældan blóðþrýsting, blóðfitu og súrefnismettun, sér að kostnaðarlausu.
Reykjanesbær:
Grindavík:
Fimmtudaginn 10. maí 2012 verður mæling á Nesvöllum frá kl. 14:15 til 18:00.
Fimmtudaginn 24. maí 2012 verður mæling frá kl. 15:00 til 18:00 í Íþróttahúsi Grindavíkur, Austurvegi 1 – 3.
Stofnun HL – gönguhóps fer fram kl. 16:30 og létt ganga um svæði Nesvalla. Fræðsluerindi verður á sama stað kl. 18:00. Fjallað verður um kransæðasjúkdóma, konur og lífsstíll.
Vogum: Miðvikudaginn 30. maí 2012 verður mæling frá kl. 16:00 til 18:00 í Íþróttamiðstöð Voga, Hafnargötu 17.
Hafnir: Laugardaginn 12. maí 2012 verða mælingar frá kl. 10:00 til 11:00 í félagsheimilinu.
ER ÞAÐ VON OKKAR AÐ SEM FLESTIR LÁTI SJÁ SIG. ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR.
Sandgerði: frá kl. 12:00 til 14:00 í Íþróttamiðstöð Sandgerðisbæjar við Suðurgötu.
Garði: frá kl. 14:20 til 16:20 í Íþróttamiðstöðinni í Garði, Garðabraut 94.
Sigurvegarar velja
Sci-MX fæðubótarefni Freyja Sigurðardóttir Íslandsmeistari í Fitness kvenna 2012
Mynd: gyda.is
Söluaðili Sci-MX fæðubótarefna í Reykjanesbæ er Karl Júlíusson Sími: 896 6600
Hágæða evrópsk fæðubótarefni
www.sci-mx.is
Íþróttafólk setur Sci-MX fæðubótarefnin í fyrsta sæti
Let Sci-MX power you. Iceland Freya ad.indd 1
18/04/2012 14:37
220
VÍKURFRÉTTIR
FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • 14. VÍKURFRÉTTIR Fimmtudagurinn apríl 2011
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU
ÝMISLEGT Búslóðaflutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.
3ja herbergja íbúð á n.h í einbýli til leigu allur búnaður getur fylgt. Uppl. í síma 698 7626 150m2, 5 herbergja íbúð til leigu á Suðurgötu í Sandgerði. Mjög góð staðsetning nærri skóla og leikskóla. Leiga 105.000 á mánuði með hita og rafmagni. Íbúðin er laus frá og með 15.júlí. Upplýsingar í síma 0049 172 515 5793 eða á netfangi hlynur@is.is Raðhús í Innri Njarðvík 135m2. Uppl. í síma 691 3318. Parhús í Sandgerði. 4ra herbergja nýlegt parhús með bílskúr í Sandgerði laust 1.júní nk upplýsingar í síma 963 8696.
ÓSKAST Húsnæði óskast Hjón með þrjú börn og tvo hunda óska eftir 3-4herbergja húsnæði á Suðurnesjum frá 15júlí, greiðslugeta allt uppí 110 þúsund. Upplýsingar í síma 775 1218 Guðrún eða 692 1218 Jón Þór Leiguhúsnæði óskast Herbergi eða lítil einstaklingsíbúð óskast vegna vinnu á Suðurnesjum. Skammtímaleiga frá 1. eða 15. maí til loka september 2012, hugsanlega lengur. Helst í Keflavík eða Njarðvíkum. Sími 866-9794. Óska eftir 60-120m2 Iðnaðarbili með Innkeyrsluhurð Í Reykjanesbæ eða nágrenni. Hafið samband við Einar í síma 659 9003 eða einar.hallsson@gmail.com Óska eftir að kaupa Trim - form Tæki - pro 24 Upplýsingar í síma 697 6567
ÖKUKENNSLA
Ökukennsla - akstursmat Te k a ð m é r öku ke n ns lu o g akstursmat til almennra ökuréttinda. Upplýsingar um verð og tilhögun náms má finna á www. aka.blog.is. Skarphéðinn Jónsson ökukennari s. 456 3170 og 777 9464. Netfang: sk.jonsson@gmail.com
GÆLDUDÝR
Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.
ATVINNA Atvinna óskast. 37 ára samviskusamur karlmaður ó sk ar e f t i r su m ar v i n nu. E r stærðfræðimenntaður með lyftarapróf og fjölbreytta reynslu. Hef tölvu og enskukunnáttu. Get útvegað meðmæli og margt kemur til greina.Upplýsingar í síma 8448270 Gunnar.
ÞJÓNUSTA Getum bætt við okkur verkefnum Bókhaldsþjónusta fyrir einstaklinga með rekstur, fyrirtæki og félagasamtök - VSK – uppgjör, virðisaukaskýrslur, fjármagntekjuskattur L au nav i n nslu r, sk i l ag re i nar staðgreiðslu og tryggingagjalds, skilagreinar lífeyrissjóða. Nánari upplýsingar í síma 699 6570. Bókhald,ráðgjöf og þjónusta ehf.
Heimasíðugerð á BESTA verðinu Getum sett upp flotta og einfalda heimasíðu fyrir þig á innan við 7 dögum fyrir aðeins 50þ kr með öllum kostnaði! Þú borgar ekki fyrr en síðan er klár og þú sátt(ur) og við kennum þér að uppfæra & bæta inn upplýsingum að vild. (einfaldasta uppfærslukerfi sem völ er á). Fastur kostnaður fyrir hýsingu og lén kostnaðar verður síðan 2þús eða 4þús á mánuði. (fer eftir stærð síðunnar) uppl í 899 1888. Trésmiður. Vandaður , reyndur trésmiður (meistari) tekur að sér viðgerðir,viðhald og nýsmíði. Sanngjarnt tímaverð eða fast verð. Sími 659 5648 Stefán Ragnar
TIL SÖLU 6 hestafla sláttuvél með drifi og poka ásamt mosatætar hnífur fylgir. Uppl í 899 6539. Sumardekk 205/55 R 16 Bridgestone voru undan Mazda 6. Uppl. í síma 661 2586, Magnús.
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 10. - 16. maí nk.
• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi • Dansleikfimi • Jóga á boltum • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Tölvuklúbbur FEBS Fimmtudaginn 10. maí kl. 14:00 Hjartaheill með mælingar á Nesvöllum fyrir Suðurnesjamenn og kl. 18:00 Fræðsluerindi málefnið konur og hjartasjúkdómar. Léttur föstudagur á Nesvöllum 11. maí nk kl. 14:00 Kaffihúsið opið. Nánari upplýsingar í síma 420 3400
BARNAGÆSLA Óska eftir barnapíu. Er að leita eftir stelpu til að passa 2-3 í viku. Er með 2 börn 7 og 3 ára.Upplýsingar í síma 840 2506 Alma.
SPÁKONA Tarot og spilalagnir Birna (sem var á Ljósanótt) spáir í Keflavík. Kem einnig í heimahús. Einstaklingar/hópar (t.d. saumaklúbbar). Tímapantanir í síma 616 9523.
AFMÆLI
Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóri hjá Vísi hf Grindavík, a nt i s p o r t i s t i , b æ j a r s t j ó r i á hj ól hý s as v æ ð i nu á F lú ð u m , dótakarl og leiðsögumaður með meiru varð 40 ára (já þið lásuð rétt! 40 ára) mánudaginn 7. maí sl. Af því tilefni langar rólegum og hógværum félögum hans að senda honum afmæliskveðju þar sem Kjartan er að eigin sögn „alveg sjúkur í alla athygli sem hann getur fegnið“ og því um að gera að grípa þetta tækifæri í tilefni dagsins. Elsku Kjartan njóttu dagsins og reyndu nú að fara ekki yfir strikið vinur... Kveðja tveir easy going...
TAPAÐ/FUNDIÐ
Schnauzer-hvolpar Til sölu svartir standard schnauzer hvolpar með HRFÍ ættbók, fæddir 5.mars. Fara ekki úr hárum. Uppl. í 862 6969. sigrun@mitt.is
Bói Rafvirki
raf-ras.is
896 0364
Brúnn bröndóttur skógarköttur tapaðist. Uppl. í síma 661 2586, Magnús.
www.VF.IS
VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN
m.vf.is
Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir 0Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3193, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 11:00. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3184, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 10:15. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3185, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 10:20. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3186, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 10:25. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3187, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 10:30. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3188, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 10:35. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3189, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 10:40. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3190, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 10:45. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3191, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 10:50. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3192, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 10:55. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3194, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 11:05. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3195, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 11:10. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3196, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 11:15. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3197, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 10:20. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3198, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf,
gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 11:25. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3199, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 11:30. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3200, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 11:35. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3201, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 11:40. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3202, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 11:45. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3203 Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 11:50. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3466, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 11:55. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3592, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 12:00. Stamphólsvegur 3 fnr. 228-3593, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 12:05. Sýslumaðurinn í Keflavík, 8. maí 2012. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Árnastígur 21 fnr. 226-4711, Grindavík, þingl. eig. Þórarinn Friðjón Þorleifsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 10:35. Beykidalur 2 fnr. 229-8434, Njarðvík 50% eignahl gþ., þingl. eig. Michal Franciszek Sikora, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Blönduósi, þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 10:10. Borgarhraun 4 fnr. 209-1566, Grindavík, þingl. eig. Thelma Rán Gylfadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 10:45. Heiðarholt 10 fnr. 231-6457, Garður, þingl. eig. Húnabakki ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 08:45. Kirkjubraut 7 fnr. 209-3774, Njarðvík, þingl. eig. Þórlína Jóna Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan ehf, Íbúðalánasjóður, Landsbankinn hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 09:30. Mardalur 8 fnr. 229-7732, Njarðvík, þingl. eig. Sveinn Haukur Herbertsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 10:00. Njarðarbraut 3 fnr. 225-4718, Njarðvík, þingl. eig. Sigdórss/Jensen uppsetnþjón sf, gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Landsbankinn hf., Reykjanesbær og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 09:10. Njarðarbraut 3 fnr. 225-4719, Njarðvík, þingl. eig. Sigdórss/Jensen uppsetnþjón sf, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf.,
21
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 Reykjanesbær og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 09:15. Njarðarbraut 3 fnr. 225-4720, Njarðvík, þingl. eig. Sigdórss/Jensen uppsetnþjón sf, gerðarbeiðendur Krafthús ehf, Landsbankinn hf., Reykjanesbær og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 09:20. Svölutjörn 59 fnr. 228-7431, Njarðvík, þingl. eig. Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 09:40. Sýslumaðurinn í Keflavík, 8. maí 2012. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
KOMDU Í GOLF
Í LEIRUNNI
Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Faxabraut 31a fnr. 208-7444, Keflavík, þingl. eig. Vallarás ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn í Keflavík, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 10:05. Hafnargata 79 fnr. 208-8149, Keflavík, þingl. eig. Gunnar Ólafsson, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 08:45. Heiðarhvammur 7 fnr. 208-8986, Keflavík, þingl. eig. Wojciech Jósef Szablowski og Ewelina Szablowska, gerðarbeiðendur Heiðarhvammur 7,húsfélag, Sýslumaðurinn á Blönduósi og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 09:40. Hólagata 2a fnr. 226-4691, Vogar, þingl. eig. Linda Einarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 10:40. Hólmbergsbraut 1 fnr. 231-1025, Keflavík, þingl. eig. Stálbyggð ehf, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 09:15. Mávabraut 9 fnr. 208-9959, Keflavík, þingl. eig. Heiðar Sigurjónsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 09:55. Merkines Austurbær fnr. 209-4379, Hafnir, þingl. eig. Bjarni Marteinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn í Keflavík, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 11:20. Selvík 3 fnr. 229-8617, Keflavík, þingl. eig. UR-Trésmíði ehf, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 09:05. Suðurgata 6, fnr. 209-6534, Vogar, þingl. eig. Brynja Kristmannsdóttir og Kristinn Björgvinsson, gerðarbeiðandi Gildi -lífeyrissjóður, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 10:50. Sörlagrund 2b fnr. 223-1326 Keflavík, þingl. eig. Spyrill ehf, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf., Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 09:25. Vallarbraut 6 fnr. 222-0575, Njarðvík, þingl. eig. Sigurður Jónsson og Ásta Arnmundsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 10:15. Sýslumaðurinn í Keflavík, 8. maí 2012. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
Í LEIRUNNI ER EINSTÖK PARADÍS KYLFINGA MEÐ IÐANDI LÍFI GS BÝÐUR ÝMSA KOSTI TIL ÞESS AÐ STUNDA GOLF Í SUMAR 1.
FULL FÉLAGSAÐILD AÐ GS
3. JÓEL ÆFINGAVÖLLUR
• Fullur aðgangur að allri aðstöðu GS • Fullur aðgangur að Jóel æfingavelli • Aðgangur að öðrum golfvöllum með afslætti • GSÍ forgjafar skráning og www.golf.is • Einn besti golfvöllur á landinu • Gott félagsstarf; mót og skemmtanir • Innanfélagsmót á þriðjudögum • Golfvöllur opinn frá apríl til október • Inni æfingaraðstaða að vetri • Golfæfingar fyrir unglinga • Árgjald kr. 65.000,-
• 6 holu æfingavöllur fyrir byrjendur og þá sem vilja njóta golfleiksins með fjölskyldunni • Árgjald fyrir Jóel æfingavöll kr. 15.000,-
2. AFSLÁTTARKJÖR GS
5. NÝJUNG FYRIR BYRJENDUR
• Nýliðagjald 20% afsláttur
Vikulega frá maí til júlí mun GS bjóða öllum nýliðum í klúbbnum leiðbeiningar og fræðslu með golfkennara
• Hjónagjald
15% afsláttur
• Fjölskyldur
15-20% afsláttur
• Eldri borgarar
45%afsláttur
• Unglingar og námsmenn
40-60% afsláttur
• Fjaraðild
15% afsláttur
ÞAÐ ERU ALLIR VELKOMNIR Í LEIRUNA FREKARI UPPLÝSINGAR Á WWW.GS.IS EÐA Í SÍMA 421 4100
4. ÆFINGASVÆÐI GS • Yfirbyggt æfingaskýli • 10 básar og úrval skotmarka • Opið fyrir alla til kl. 22:00 • Æfingaboltar til sölu í golfskála • Golfkennsla og námskeið fyrir hópa
OPINN KYNNINGARDAGUR Allir velkomnir á opinn kynningardag uppstigningardag 17. maí. Golfkennarar og betri kylfingar GS munu taka á móti byrjendum og þeim sem eru að feta sín fyrstu spor í íþróttinni. Ókeypis golfkennsla í boði, golfsett á staðnum. Tilvalið tækifæri að koma og prófa og kynna sér golfíþróttina á einum fallegasta golfvelli landsins.
22
FIMMTUDAGURINN FIMMTUDAGURINN10. 8. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
útspark
Ómar Jóhannsson
Leikdagur Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. Það má segja að formlegur undirbúningur fyrir leik hefjist deginum áður. Laugardagsæfingin er kl. 10 að morgni og við fáum að æfa á aðalvellinum. Létt æfing sem fer aðallega í að skerpa á nokkrum atriðum fyrir morgundaginn. Völlurinn er í sérstaklega góðu standi þökk sé Sævari Leifs sem hugsar um hann eins og barnið sitt. Vona reyndar að hann hafi ekki séð um að klippa börnin sín eins og grasið á vellinum, en þið vitið hvað ég meina. Að æfingu lokinni er haldið upp í félagsheimilið þar sem dýrindis kássa bíður okkar með fersku salati og hrísgrjónum. Menn gúffa þessu í sig á met tíma eins og svöngum íþróttamönnum einum er lagið. Sigurbergur fær sér ábót. Zoran spjallar svo aðeins við okkur um morgundaginn áður en við fáum að fara. Tíminn líður ekkert sérstaklega hratt á sunnudögum þegar spilað er um kvöldmatartímann. Mæli með því að ungu leikmennirnir eignist börn sem fyrst, þau sjá til þess að maður hafi örugglega eitthvað fyrir stafni. Við hittumst svo í klefanum okkar í sundkjallaranum kl. 17. Það er alltaf einhver aukaspenna fyrir fyrsta leik. Það á loksins að hleypa kúnum út. Maður fer tvisvar sinnum yfir töskuna áður en lagt er af stað, maður má alls ekki gleyma neinu. Samt vildi ég stoppa bílinn þegar ég var kominn í Njarðvíkurnar og athuga í þriðja sinn hvort allt sé ekki örugglega í töskunni. Ísak keyrir bílinn og skartar glæsilegri hárgreiðslu. Við erum mættir í Fylkisheimilið um 40 mínútum seinna. Það er nóg pláss í klefanum enda fáum við tvo meðalstóra klefa sem liggja saman og tveir stórir sturtuklefar á milli. Falur er búinn að koma sér fyrir með sjúkratöskuna og nuddbekkinn í öðrum sturtuklefanum. Dói er búinn að brjóta saman búningana ásamt upphitunargalla og handklæði. Númerin snúa upp þannig að menn eru fljótir að finna fötin sín. Við erum tímanlega á ferðinni þannig að við göngum út á völl til að kíkja á grasið í Árbænum. Zoran og Gunni spjalla svo aðeins við okkur þegar við komum inn og leggja línurnar fyrir leikinn. Þetta eru engin geimvísindi en samt nauðsynlegt að vera með allt á hreinu. Fransi tók að sér að setja saman tónlistina sem spiluð er í klefanum enda heimsfrægur fyrir góðan og fjölbreyttan tónlistarsmekk. Það er frekar rokkað, gömlu mennirnir eru ánægðir með það. Falur byrjar á þeim sem þurfa að fá teipaða ökkla og aðra auma staði áður en hann fer að nudda. Alltaf nóg að gera hjá Fal á leikdegi. Ungu strákarnir passa að það sé vatn í brúsum og boltar, vesti og keilur til staðar. Menn reima á sig nýja skó sem búið er að hlaupa til í vikunni og svo er farið að hita upp kl. 18.35. Þá höfum við 30 mínútur til að hita upp áður en farið er aftur inn í klefa. Þar höfum við nokkrar mínútur til að gera okkur klára fyrir leik og peppa hvorn annan upp. Dómarinn flautar frammi á gangi til merkis um að við eigum að ganga út á völl. Eftir leik sitjum við frekar súrir inni í klefanum. Jafntefli á útivelli í fyrsta leik eru ekki slæm úrslit en í hálfleik vorum við vongóðir um sigur eftir að hafa spilað vel í fyrri hálfleik. Halli er kallaður í viðtal fram á gang. Hann þarf að svara spurningum um leikinn og hvað honum finnst um hinar og þessar spár. Það er mikið spáð í spár. Fylkismenn bjóða okkur í súpu og brauð eftir leik áður en við höldum heim. Fyrsta leik íslandsmótsins er lokið. vf.is
Næsta blað kemur út miðvikudaginn 16. maí. Skilafrestur á auglýsingum er því mánudaginn 14. maí til kl. 17. Auglýsingasíminn er 421 0001 og pósthólfið er gunnar@vf.is
Úr leik Keflavíkur og Grindavíkur á Nettóvellinum í Keflavík sl. sumar.
Grannaslagur í Grindavík í kvöld þegar heimamenn fá Keflavík í heimsókn:
Sex stiga leikur
„Þetta er í raun bara sex stiga leikur ef maður spáir í því, afar mikilvægur. Maður ætlar sér alltaf að vinna Keflavík,“ segir Grindvíkingurinn Alexander Magnússon en það verður sannkallaður víkingaslagur í kvöld í Grindavík þegar heimamenn fá Keflavík í heimsókn í annarri umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu. Leikir liðanna í fyrra voru litríkir. Liðin unnu þá bæði útileikina. „Þetta hafa í gegnum tíðina yfirleitt verið mjög jafnir leikir. Þeir hafa einkennst kannski meira af baráttu en öðru og við munum búa okkur undir baráttu í þessum leik,“ segir Gunnar Oddsson aðstoðarþjálfari Keflvíkinga sem vonast þó til þess að veðrið leyfi góðan fótbolta. Gunnar segir Keflvíkinga alla jafna leggja upp með að spila góðan fótbolta en hann býst við því að það verði erfitt að brjóta lið Guðjóns Þórðarsonar á bak aftur. „Lið undir hans stjórn eru yfirleitt mjög skipulögð og föst fyrir, þau gefa sjaldan færi á sér. Við teljum okkur geta fundið leiðir til þess að skora á þá“. Alexander sem lék sem bakvörður
í fyrra og skoraði m.a. á skemmtilegan hátt úr víti í einum leiknum hefur verið á miðjunni að undanförnu, segir að Keflvíkingar séu alltaf skeinuhættir en hann er lítið að pæla í liðum andstæðinganna. „Ég hef séð liðið spila og það eru þarna hættulegir menn eins og Guðmundur Steinars og Jóhann Guðmundsson. Það er vonandi að við tökum bara þrjú stigin á heimavelli. en þar segist hann kunna vel við sig. „Ég gegni frekar varnarsinnuðu hlutverki þar en þó fær maður líklega að skjótast fram stöku sinnum.“ Jafntefli í fyrstu umferð Fyrsti leikur Keflvíkinga gegn Fylki í deildinni var kaflaskiptur að mati Gunnars en hann segir að Keflvíkingar hefðu hæglega getað klárað dæmið í fyrri hálfleik þegar þeir höfðu tak á leiknum. „Eftir að þeir jafna þá kom smá taugatitringur hjá okkur en við færðum þeim þetta mark alveg upp í hendurnar. Ómar sá svo til þess að við fengum svo ekki annað mark á okkur. Þegar uppi var staðið þá vorum við tillölulega sáttir við stigið,“ segir Gunnar.
Keflvíkingar hljóta þó að ætla sér fleiri stig í Grindavík? „Við förum með eitt stig með okkur til Grindavíkur og ætlum að freista þess að sækja hin tvö. Við förum í þennan leik, eins og alla aðra til þess að ná sem mestu út úr honum, það eru hreinar línur.“ Gunnar segir byrjunina á mótinu lofa góðu og að áhorfendur virðist ekki láta kuldann aftra sér að mæta á völlinn. „Það var vel mætt í fyrstu umferðina og vonandi taka Suðurnesjamenn líka við sér,“ sagði Gunnar að lokum. Alexander var ágætlega sáttur með það að sækja stig í Kaplakrika í fyrsta leik gegn FH en lokatölur urðu þar 1-1. „Það var kannski svekkjandi að missa þrjá punktana eftir að hafa fengið á okkur víti.“ Alexander Magnússon sem var einn af bestu leikmönnum Grindavíkur í fyrra er óðum að jafna sig af meiðslum þessa dagana en hann býst passlega við því að vera klár fyrir grannaslaginn í Grindavík. „Ég fór í speglun fyrir skömmu og mér líður nokkuð vel núna,“ segir Alexander en hann vonast til að komast í liðið fyrir leikinn gegn Keflavík.
Brennslustöð Kölku Helguvík
ATVINNA Í BOÐI Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir starfsmanni í brennslustöð fyrirtækisins. Um er að ræða sumarafleysingastarf með möguleika á fastráðningu. Unnið er á vöktum. Gerðar eru kröfur um menntun sem nýtist í starfið s.s. vélstjórnarréttindi og/eða menntun á sviði raf- eða vélvirkjunar. Starfsmenn í brennslustöð þurfa að hafa frumkvæði og góða samskiptahæfni, geta unnið skipulega og sjálfstætt og vera vel tölvufærir. Góð enskukunnátta er kostur. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 421-8010, netfang jon@kalka.is Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2012. Umsóknir sendist til Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ
Kalka Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbær - Sími: 421 8010 - Netfang: kalka@kalka.is - Heimasíða: www.kalka.is
Jóhann og Berglind best
Á
laugardaginn var héldu Grindvíkingar sína árshátíð og fóru yfir uppskeru vetrarins í körfuboltanum. Hátíðin var hin veglegasta að venju og var dýrasta dúó landsins mætt til að trylla lýðinn en það voru þeir Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds. Jón Björn Ólafsson ritstjóri karfan.is og fyrrum starfsmaður Víkurfrétta stýrði veislunni af röggsemi og lét skotin dynja á vel völdum Grindvíkingum. Hátíðin var hin veglegasta enda höfðu Grindvíkingar ærna ástæðu til þess að fagna. Jóhann Árni Ólafsson var valinn besti leikmaður vetrarins og Þorleifur Ólafsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Hjá stúlkunum var það Berglind Anna Magnúsdóttir sem var valinn besti leikmaður, Ingibjörg Sigurðardóttir var valinn efnilegasti leikmaðurinn, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir var besti varnarmaður vetrarins og svo var það Jean Lois Sicat sem þótti sýna mestu framfarir yfir veturinn.
23
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012
ÁHÖFNIN ER KLÁR! TRYGGJUM BYR Í SEGLIN
GRINDAVÍKURVÖLLUR
NETTÓVÖLLUR
GRINDAVÍK
KEFLAVÍK
Í KVÖLD KL.19.15
MÁNUDAG KL.19.15
KEFLAVÍK
STJARNAN
VERTU KEFLVÍKINGUR Á FACEBOOK
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is
Fimmtudagurinn 10. maí 2012 • 19. tölublað • 33. árgangur
KOMDU
FIMMTUDAGSVALS Valur Ketilsson skrifar
Í GOLF
Ég fer í fríið
Þ
að kom að því loksins. Ég bókaði sumarfríið. Svakalega erfitt að komast að einhverri niðurstöðu en þegar hún lá fyrir, var ekki aftur snúið. Ég ætla að sópa stéttina í sumarhúsinu á Spáni. Í maí. Stressið að bóka ferðina var svakalegt. Sveittur í lófunum við tilhugsunina. Alls konar upplýsingar sem maður þarf að gefa upp. Það munaði rúmum þrjátíu þremur prósentum á flugmiðanum á milli flugfélaga. Hvurslags er þetta eiginlega, þrír rassar í sæti til Spáníó. Ég valdi það ódýrasta fyrir hópinn enda þýddi það einn frían rass. Kvöldflug út og næturflug tilbaka. Slétt sama. Flott að fljúga að kveldi eða nóttu. Svefn. Eða gin og tónik. Annað hvort.
Í LEIRUNNI
N
ú þarf ég að huga að skyrtunum. Stutterma. Þær bíða mín frá því síðast. Beint í þvottavélina. Strauja. Og stuttbuxurnar. Passa. Ennþá. Rauðar. Ég skoppa eins og smákrakki við tilhugsunina að láta mig fljóta í sjónum sægræna. Innan um heimamenn, sem koma með nesti að heiman. Innan um Breta með bjór af barnum. Strandbarnum. „Where‘re you from?“ Elska þetta allt. Ströndin slétt, sjórinn heitur, barinn svalur, hvíldin sæl! Ætla að njóta þess að liggja með tærnar upp í loft og láta svalan sunnan blæ leika um mig á meðan ég hugsa heim til ykkar í vinnunni. Á meðan mun sangrían söngla hérna megin. Af og til.
S
tressaður að koma öllu haganlega fyrir í vinnunni. Geta þau án mín verið allan þennan tíma? Blessunarlega fullt af hæfu fólki á mínum vinnustað. Andskotinn. Hringja í framkvæmdastjórann og fá leyfi. Krosslegg fingur að hún taki vel í þetta þó fyrirvarinn sé skammur. Nota gamalt og ómótstæðilegt ráð. Er að fara með tengdó í fríið, hún er alveg hætt að komast eitthvað án mín. Treystir eiginlega alveg á okkur! Já, farðu bara, er þetta ekki bara vika eða tvær? Jú, eiginlega, en sú gamla segist þurfa þrjár. Að minnsta kosti. Ég læt hana stjórna því. Er það ekki? Ég verð í sambandi fljótlega.
P
antaði þriggja vikna ferð. Þarf tíma til að vökva sítrónutréð í garðinum. Verð djöfulli flottur á stéttinni nýsópuðu, með Arnald í annari hendi og Kaffitár í hinni. Á meðan geta mæðgurnar skroppið á markaðinn á nítíu og eitt módelinu af Renault. Krúttlegt. Tek vel á móti þeim. Grilla eitthvað svakalega gott. Legg mig allan fram. Með sól í hjarta.
Strand við Sandgerði F
lutningaskipið Fernanda strandaði framan við Sandgerðishöfn að morgni sl. laugardags þegar skipsstjórinn náði ekki að taka beygju inn í höfnina. Skipið sat fast á grynningum þar til síðdegis sama dag þegar það flaut upp á flóðinu. Skipverjar sluppu svo fyrir horn á þriðjudaginn þegar halda átti úr höfn í Sandgerði með fullfermi af minkafóðri frá Skinnfiski. Þá kom í ljós að stýrið var laust á skipinu og því var kallaður út viðgerðarflokkur til að festa stýrið á skipið að nýju. Loftmyndina tók Landhelgisgæslan en myndina hér til hliðar tók Hilmar Bragi á laugardaginn.
NÝJAR MOTTUR Á ÆFINGASVÆÐINU. OPIÐ TIL 22:00 JÓEL 6 HOLU ÆFINGAVÖLLUR HENTAR VEL FYRIR BYRJENDUR
HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS
Landsbankinn áætlar að fyrirtæki með samtals yfir 4000 starfsmenn fari í þrot* *Samkvæmt áliti Landsbankans til atvinnuveganefndar Alþingis á frumvörpum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Ein af fjölmörgum góðum ástæðum fyrir nauðsyn þess að eiga samráð við aðila í sjávarútvegi og vanda til verka við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Kynntu þér málið.
Vélsmiðja Grindavíkur Nettó, Grindavík Besa Martak vélsmiðja Jón og Margeir flutningar
GB Hraðflutningar Tæknivík ehf. Bílageirinn Stólpavík, saltsala Einhamar
Hérastubbur bakari Vísir Optimal á Íslandi Stakkavík Þorbjörn
Verkalýðsfélag Grindavíkur Marver Sigurður Halldórsson rafvirkjameistari
Kynntu þér hvað fólkið í landinu hefur að segja um frumvörpin: