19.tbl_2011

Page 1

Stærra og efnismeira blað í hverri viku!

Víkurfréttir

Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær

Íslensk vara

Kræsingar og kostakjör

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Klettagos & Klettavatn Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is

Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

vf.is

FIMMTUdagurinn 12. maí 2011 • 19. tölubl að • 32. árgangur

›› Hreysti

›› Grindavík

›› Brynballett

Skólaleikar í Keflavík

Túristar okkar loðnutorfa

Dansað alla daga í London

› Síða 16

› Síða 18

› Síður 20-21

SUMARDEKK OG FELGUR Á ALLAR GERÐIR BIFREIÐA

14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011

spennandi uknattleikir

N1 GRÆNÁSBRAUT 552

Meira í leiðinni

ehf.

Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17

Opið allan sólarhringinn

to.

kosti með gen.

endur vænn er ari

K. Steinarsson ehf.

Njarðarbraut 13 - 260 Reykjanesbæ Sími 420 5000

TM

Fitjum

Vorboðar á ferð

Mæður með barnavagna á götum bæjarins eru sannkallaðir

vorboðar. miðvikudagsmorgnum mætaN fjölmargar mæður á - sjá nánar á Ábls. 23 ÝT T

mömmumorgna í Keflavíkurkirkju. Þegar Mordagskránni gunve líkur þar rð myndir fara mömmurnar svo saman út að borða.mMeðfylgjandi Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undanatseðil arlþar sem voru teknar framan við veitingastaðinn Thai Keflavík Aðeins úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna 2:2. vagnar og þar af einn í boði á Veitingavoru samtalser þrettán Subwtvöfaldur. ay Fitjum Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er hefur ekki minni maðurinn einnig tekið vel á móti mömmunum og hefur í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðanfjölgað reyndar orðin 2:0 inni á veitingastaðnum. ungbarnastólum

fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar VF-myndir: Páll Ketilsson kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB

GOLFTÍÐIN ER AÐ BYRJA,

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND

NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR

| www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

Hafið samband í síma 421 4100 eða netfangið gs@gs.is

rðarbraut 13 @heklakef.is

Easy ÞvoTTaEfni

Easy MýkingarEfni


2

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

›› FRÉTTIR ‹‹

Frá framkvæmdum við vatnslögnina.

Stórt svæði verður vatnslaust í hálfan sólarhring

V

egna framkvæmda Vegagerðar ríkisins og Reykjanesbæjar þurfa HS Veitur hf. að færa til 600 mm stofnlögn fyrir kalt vatn sem liggur í vegkanti Reykjanesbrautar. Þegar um stofnlögn er að ræða verða eðlilega margir viðskipavinir vatnslausir. Um mikið verk er að ræða, mikið af vatni sem þarf að tæma af lögn og margir staðir sem þarf að loka fyrir. Þá fer alltaf ákveðinn tími í að fylla upp pípurnar aftur og koma þrýsting á kerfin. Áætlað er að viðskiptavinir geti orðið vatnslausir í allt að 12 til 15 klukkustundir vegna þessa. Vatnslaust verður í Keflavík, Ytri Njarðvík og Sandgerði. Fyrirhuguð lokun er áætluð í síðustu viku maímánaðar og verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Fagna stofnun Atvinnuþróunarfélags

B

æjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar stofnun Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja þann 27. apríl og bindur vonir við að starfsemi þess muni styðja við og flýta fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum enda bíða félagsins fjölbreytt verkefni á sviði atvinnu- og byggðaþróunar auk verkefna á sviði nýsköpunar.

Ljósmynd frá fornleifarannsókninni 2009.

›› Byggðasafn Reykjanesbæjar og Fornleifafræðistofan:

Fornleifarannsóknir hefjast að nýju í Höfnum

B

yggðasafn Reykjanesbæjar og Fornleifafræðistofan hafa hlotið veglega styrki sem gerir þeim kleift að hefja seinni áfanga fornleifarannsókarinnar í Höfnum sem Fornleifafræðistofan hefur annast í samstarfi við Reykjanesbæ. Það er mikið gleðiefni enda kom það í ljós árið 2009 að um mjög áhugaverðar minjar er að ræða en minjarnar eru aldursgreindar til 8. - 9. aldar. Þegar hefur einn þriðji hluti skálans

verið grafinn, auk prufuhola á víð og dreif í næsta nágrenni hans. Reyndist hann afar vel varðveittur og gefur glögga mynd af húsakynnum þessa tíma. Margar spurningar vöknuðu einkum um hvers konar búseta hafi verið á þessum stað. Dr. Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur sem stýrir rannsókninni hefur velt fyrir sér hvort hér sé um að ræða eins konar útstöð frá Evrópu sem reist var skömmu fyrir hið

eiginlega landnám. Hlutverk útstöðvarinnar hefur þá verið að nýta allar þær auðlindir sem svæðið bauð upp á. Eins og áður verða nokkrir háskólanemar með Bjarna í verklegri kennslu í fornleifafræði en afar mikil ánægja var með þetta verkefni síðast. Öllum nemendum 5. bekkjar grunnskóla bæjarins hefur verið boðið að kynna sér rannsóknina og jafnframt að skoða þær minjar sem fundust árið 2009 og eru til sýnis í Víkinga-

heimum. Ráðgert er að rannsókninr standi í fjórar vikur og geta áhugasamir fylgst með framvindu mála. Þetta er fyrsta fornleifarannsókn á bæjarrústum hér á Suðurnesjum en löngu er tímabært að okkar saga sé könnuð með þessum hætti. Þessi áhugaverða rannsókn hefur sannarlega komð Suðurnesjunum á kort fornleifafræðinga sem áhugavert landsvæði, segir í frétt frá Byggðasafni Suðurnesja.

Garðmenn losi sig við bílhræ í hreinsunarviku

A

lmenn hreinsunarvika hófst í Garðinum á mánudag og er á dagskrá dagana 9. – 16. maí nk. Bæjarstjórn hvetur bæjarbúa og fyrirtæki til að hreinsa til hvert og eitt á sinni lóð og athafnasvæði. Þá minnir bæjarstjórn á að geymsla bílhræja og óskráðra bíla er óheimil, en víða í bænum er fjöldi bílhræja sem nú er tækifæri til að fjarlægja og fegra með því umhverfið. Bæjarstjórn hvetur íbúa til að taka tillit hvert til annars í umhverfismálum og umgengni með því að taka til og fegra umhverfið.

Fleiri flugfarþegar

S

amtals komu 189,6 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll fyrstu fjóra mánuði ársins borið saman við 156,9 þúsund farþega ásama tímabili í fyrra. Er þetta aukning um 20,9%. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu fóru rúmlega 143 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll í aprílmánuði samkvæmt tölum frá flugvellinum. Frá áramótum fóru rúmlega 452 þúsund farþegar um völlinn sem er 23,3% aukning sé miðað við sama tímabil í fyrra. Ferðamálastofa segir, að fjölgunin í apríl sé veruleg eða tæp 56%. Það eigi sér skýringu í því að í apríl í fyrra gaus Eyjafjallajökull og var Keflavíkurflugvöllur þá lokaður langtímum saman. Þá falli páskaumferðin nú til í apríl en var að hluta til í mars í fyrra.

Gerði sér hreiður á grillinu Það verður ekki grillað í bráð á heimili einu í Sandgerði. Ástæðan er að starri hefur gert sér hreiður á grillinu og verpt þar fimm eggjum. Þegar grillið var opnað á svölunum kom í ljós að það var orðið troðfullt af grasi og fuglafjöðrum og í miðjan hauginn var svo búið að verpa fimm fagurgrænum eggjum.

Húsráðendur ætla að leyfa ungunum að koma í heiminn og vonast til að verða ekki fyrir miklu ónæði af nýju íbúunum í grillinu. Helsta ónæðið í dag er að grillsteikin verður að bíða eitthvað fram eftir mánuðinum. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Betri lestrarárangur í Reykjanesbæ L

- en í Reykjavík og leikskólar til fyrirmyndar

estrarskimun í skólum í Reykjanesbæ hefur skilað góðum niðurstöðum undanfarin ár og árangur betri en í skólum í Reykjavík. Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður fræðsluráðs greindi á bæjarstjórnarfundi frá niðurstöðum í lestrarskimun og læsiskönnun sem hefur verið framkvæmd með markvissum hætti í 2. bekk frá árinu 2004. Síðustu fimm árin hefur verið jákvæður stígandi í niðurstöðunum og er meðalárangur í skólum í Reykjanesbæ 75,6% sem er yfir

meðaltali skólanna í Reykjavík en þar er árangurinn 71,7%. Baldur greindi einnig frá því að þrír leikskólar í Reykjanesbæ, Tjarnarsel, Holt og Völlur, hafi verið valdir í hóp tíu leikskóla hér á landi sem þættu til fyrirmyndar hvað varðar málörvun barna og og lestrarhvetjandi umhverfi. Fjöldi barna af erlendum uppruna hefur haldist í skólum bæjarins og nú eru 156 börn að læra íslensku sem annað tungumál og eru tungumálin 14 talsins. Reykingar og áfengisdrykkja í efstu

bekkjum grunnskóla eru minni í Reykjanesbæ en á öðrum stöðum á landinu og sagði Baldur þetta jákvæðar fréttir. „Það er því margt sem við getum verið afar hreykin af í skólastarfinu hér í bænum. Mikið þróunarstarf er unnið í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar þannig að eftir er tekið og hafði starfsfólk Menntamálaráðuneytisins sérstaklega orð á því hver góður starfsandi ríkir í skólunum í þessu erfiða árferði,“ sagði Baldur.


VÍKURFRÉTTIR

ENNEMM / SÍA / NM46485

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

Við erum með réttu GSM leiðina fyrir þig Komdu til endursöluaðila okkar, Omnis, eða hafðu samband og við aðstoðum þig við að finna hagstæðustu leiðina.

Stærsta dreifikerfi landsins

Eitt mínútuverð, frábær kjör!

Vinir óháð kerfi, bæði í Frelsi og áskrift

Risa mínútupakki fyrir stórnotendur Þú færð meira hjá Símanum!

siminn.is Greidd eru mánaðargjöld og upphafsgjöld skv. verðskrá. Ekki eru greidd upphafsgjöld af símtölum í vinanúmer. Nánar á siminn.is

Magnaðir miðvikudagar fyrir viðskiptavini Símans

0 kr. innan fjölskyldu og í heimasímann

Vertu með vinina á 0 kr. Yfirsýn yfir alla þjónustu á þjónustuvefnum

3


4

VÍKURFRÉTTIR

markhonnun.is

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

nauta MínútusteiK fersK

Kræsingar & kostakjör

46 % afsláttur 1.889kr/kg áður 3.498 kr/kg

Grillum úti á palli svínahnaKKasneiðar fersKar

999

kr/kg áður 1.998 kr/kg

50% afsláttur

KjúKlingavængir tex-Mex

40%

sirloinsneiðar

ri

Kryddaðar

afsláttur

359

1.499

kr/kg áður 598 kr/kg

laMbalærissneiðar sal&pipar

kr/kg áður 1.698 kr/kg

31%

afsláttur

21%

afsláttur

1.579

kr/kg áður 1.989 kr/kg

379

kr/pk. áður 549 kr/pk.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

grillborgarar 4x80 g

M

10


förðunarfræðingur verður Með ráðgjöf og Kynningu á pinK förðunarvöruM fiMMtudaginn 12. Maí frá Kl 15.00 til 18.00 í nettó njarðvíK

a K

K

um helGina! risa sMáKaKa ný böKuð

50%

capri

súKKulaðibitar 200 g

afsláttur

28%

afsláttur

red rooster orKudryKKur 250 Ml

51%

afsláttur

90

179

kr/stk. áður 179 kr/stk.

Melba toast 100 g

kr/pk. áður 249 kr/pk.

39%

kr/pk áður 159 kr/pk.

kr/stk. áður 139 kr/stk.

Melónur cantaloup

afsláttur

98

69

50 % afsláttur 189

kr/kg áður 378 kr/kg

Tilboðin gilda 12. - 15. maí eða meðan birgðir endast

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

r g

5

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011


6

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

Ritstjórnarpistill Víkurfrétta

vf.is

HILMAR BRAGI, FRÉTTASTJÓRI

Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.

Tækifærin eru á Ásbrú Þróunarfélag Keflavíkurflug vallar, KADECO, hefur undanfarnar vikur verið í öflugu markaðsátaki og auglýsti eignir félagsins á Ásbrú til sölu. Í yfirgripsmiklu viðtali Víkurfrétta við Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóra KADECO, í Víkurfréttum í dag kemur fram að þetta átak er að skila árangri. Kjartan segir m.a. í viðtalinu: „Við finnum fyrir áhuga gagnvart þeim. Við höfum verið í markaðsátaki og auglýst eignir á svæðinu. Það hefur ekki verið til mikils að auglýsa fasteignir en þeim er sýndur áhugi núna og þeim eignum sem við höfum auglýst hefur verið sýndur töluverður áhugi. Við höfum auglýst skuldlausan banka, sprengjuheld skýli og þannig einnig náð að vekja athygli á öðrum fasteignum á svæðinu. Áhuginn er mikill og tækifærin til að fjárfesta eru hér. Ég er sannfærður um að framtíðaruppbygging hér á eftir að vera gríðarlega mikil. Tækifæri þessa svæðis eru þess eðlis. Hér í kringum flugvöllinn er eitt verðmætasta atvinnuuppbyggingarland á landinu öllu. Ef að menn hafa þolinmótt fé, þá eru gríðarlega öflugir fjárfestingarkostir hér og það eru margir sem eru að kveikja á því. Í viðtalinu við Kjartan er stiklað á þróun Ásbrúarsvæð-

isins allt frá því Varnarliðið fór og hvernig kreppan hefur bitið aðila sem koma að uppbyggingu á Ásbrú eins og annars staðar. Kjartan segir að hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar fari menn nú nýjar leiðir að sömu markmiðum og áður. Mikil og sterk viðbrögð Opnuviðtal okkar í síðustu viku við Hafdísi Hafsteinsdóttur, sem sagði frá lífsreynslu sinni af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir sem barn, fékk mikil viðbrögð. Viðtalið fékk mikinn lestur og af fésbókarfærslum að dæma þá var Hafdísi hrósað fyrir að koma fram og segja sína sögu og að vekja fólk til umhugsunar um þessi alvarlegu brot, sem kynferðisbrot gegn börnum eru. Ábendingar um góðar fréttir og viðtalsefni Enn og aftur óskum við eftir því að Suðurnesjamenn standi með okkur vaktina og komi til okkar ábendingum um góðar og áhugaverðar fréttir eða viðtalsefni. Lesendur geta sent okkur ábendingar á póstinn vf@vf.is eða hringt þær inn í síma 421 0002. Við ætlum svo að verðlauna heppna lesendur og senda þá í glæsilegan kvöldverð og hótelgistingu í höfuðborginni.

Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 19. maí. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga (t.v.), afhendir framkvæmdastjóra Kadeco, Kjartani Þór Eiríkssyni málverk af Andrews hershöfðingja. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Bandaríska sendiráðið gefur málverk af Andrews hershöfðingja

Fjölþjóðlegur dagur leikskólans í Garði

F

jölþjóðlegur dagur var haldinn í síðustu viku hjá leikskólanum Gefnarborg í Garði. Var börnunum á leikskólanum stefnt í samkomuhús bæjarins ásamt foreldrum sínum þar sem boðið var upp á dagskrá með skemmtun og fróðleik sem tengdist þjóðerni þeirra barna sem eru á leikskólanum en á Gefnarborg eru börn af sex þjóðernum. Auk skemmtunar var boðið upp á þjóðlegan mat frá sex þjóðlöndum.

S

endiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, afhenti síðastliðinn föstudag Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar (Kadeco) málverk af Frank Maxwell Andrews til varðveislu í Andrews leikhúsinu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Frank Maxwell Andrews (f. 1884) var nýskipaður yfirhershöfðingi

Bandaríkjanna í Evrópu þegar hann hugðist kanna lið sitt á Íslandi í maímánuði 1943. Andrews var þrautþjálfaður flugmaður og einn aðalhvatamanna að stofnun flughers Bandaríkjanna. Erfitt veður og lítið skyggni varð til þess að flugvélin brotlenti á Fagradalsfjalli. Fórst Andrews þar ásamt þrettán öðrum áhafnarmeðlimum

en einungis einn lifði slysið af. Sá lá fastur í byssuturninum í stéli vélarinnar þegar leitarflokk bar að 27 stundum síðar. Árið 1959 var kvikmyndasalur Bandaríkjahers á varnarstöð þeirra við Keflavíkurflugvöll byggður og gefið nafnið Andrews theater. Var húsið nýtt til kvikmynda- og leiksýninga þann tíma sem varnarliðið hafði hér aðsetur. Þegar Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar tók við eignum varnarliðsins í lok árs 2006 þá var ákveðið að halda nafni byggingarinnar til þess að viðhalda tengslum við fyrri tíma. Andrews leikhúsið er í dag 500 sæta fjölnota menningarhús nýtt undir ýmis konar tónleika og viðburði. Þannig hafa nemendur Keilis verið útskrifaðir í Andrews og stór ráðstefna um flug og eldgos var haldin þar á vegum Keilis síðastliðið haust.

Auglýstu í Víkurfréttum! Síminn er 421 0001 • póstur: gunnar@vf.is


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

7

›› Bíó á Ásbrú í dag kl. 16:30

Kvikmyndin HOME í Andrews

Í

samstarfi Keilis og Kadeco verður kvikmyndin HOME sýnd í Andrews Theater fimmtudaginn 12. maí kl. 16:30. Aðgangur er ókeypis. Kvikmyndin HOME er unnin af hinum þekkta leikstjóra Yann Arthus- Bertrand. Myndin fjallar á einstaklega lifandi hátt um þær breytingar sem eru að verða á jörðinni okkar. Myndefnið er að

ATVINNA

›› Grindavík:

Karlakór Keflavíkur með tónleika í Grindavíkurkirkju

K

arlakór Keflavíkur heldur vortónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld, fimmtudaginn 12. maí nk. kl. 20:30 og ætla fyrirtæki í Grindavík að bjóða bæjarbúum á tónleikana. Fjórir Grindvíkingar eru í kórnum, þeir Ólafur Arnberg Þórðarson, Sigbjörn Jóhannsson, Gísli Jóhann Sigurðsson og Svanþór Eyþórsson. Að sögn Gísla verður efnisskráin fjölbreytt. Má þar nefna margar fallegar Íslandsperlur eins og Lindin

mestu úr lofti og sýndir stórbrotin og falleg svæði á um 120 stöðum í heiminum. Viðfangsefnið er nálgast þannig að fólk almennt skilur hvað um er fjallað. Hér gefst einstakt tækifæri til að skoða frábæra náttúrmynd og skilja jörð okkar betur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Leikskólinn Völlur auglýsir eftir leik- og grunnskólakennurum, þroskaþjálfa eða fólki með menntun á sviði uppeldis til starfa frá og með ágúst 2011. Leikskólinn Völlur er rekinn af Hjallastefnunni ehf og þarf umsækjandi að geta unnið eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar, þar sem hverju barni er mætt hverju sinni eins og það er sem og virða þarf og viðurkenna ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga.

tær, Hver á sér fagra Ísland, Suðurnesjamenn, Vor í Vaglaskógi, Næturljóð og margt fleira. Undirleikari er Jónas Þórir og einsöngvari er Davíð Ólafsson. Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson en hann hefur stjórnað kórnum síðustu 6 ár. Myndin hér að ofan var tekin af kórnum þegar hann söng á tónleikum í Ytri Njarðvíkurkirkju í síðustu viku. Þar var kórinn með tvenna tónleika fyrir fullu húsi.

- Vinátta, kærleikur og gleði - Sveigjanleiki og jákvæðni - Samskipti, virðing og áræðni Nánari upplýsingar gefur Ragnhildur Ólafsdóttir, leikskólastjóri, í síma 421 8410 eða í tölvupósti, vollur@hjalli.is. Vinsamlegast sækið um með því að fylla út almenna atvinnuumsókn á heimasíðu Vallar, www.hjalli.is/vollur – um leikskólann/starfsumsókn, fyrir 1. Júní 2011.

Fréttavakt VF

Völlur

Síminn er 898 2222

Hótel Keflavík

fagnar 25 ára afmæli! Í tilefni afmælisins bjóðum við í maí mánuði

50%

afslátt

25%

afslátt

af glæsilegu hádegishlaðborði á af okkar landsþekkta morgunverði Café Iðnó og a la carte matseðli á kvöldin. frá kl. 05:00 - 10:00

Opið hús verður þann 17. maí frá kl. 17:00 - 19:00.

Fyrsta Hótel bæjarins


8

VÍKURFRÉTTIR

TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

›› Virkjunardagurinn var haldinn sl. laugardag:

SKÓLASLIT

Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöllinni, fimmtudaginn 19. maí kl. 18.00. Tónlistarflutningur, afhending prófskírteina og vitnisburðarblaða vetrarins. Hvatningarverðlaun Íslandsbanka afhent. Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir. Skólastjóri

STYRKIR ÚR SKÓLAÞRÓUNARSJÓÐI FRÆÐSLURÁÐS MANNGILDISSJÓÐUR

Hlutverk sjóðsins er að veita styrki og viðurkenningar sem að stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi í leik-, gunn- og tónlistarskólum Reykjanesbæjar. Styrkirnir eru veittir í samræmi við reglur fræðsluráðs um styrki til þróunarverkefna frá 2006. Sjá vefsíðu Reykjanesbæjar Sækja þarf um rafrænt á reykjanesbaer.is fyrir 1. júní 2011. Frekari upplýsingar veitir Fræðsluskrifstofan fraedsluskrifstofa@reykjanesbaer.is

HVATNINGARVERÐLAUN FRÆÐSLURÁÐS

ER EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐ HRÓSA? Fræðsluráð Reykjanesbæjar kallar eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna fræðsluráðs. Allir bæjarbúar geta tilnefnt einstaklinga eða skólaverkefni til verðlaunanna. Tilnefna má þróunar- og nýbreytniverkefni eða önnur vel unnin störf sem þykja til fyrirmyndar í starfsemi skóla á yfirstandandi skólaári.

Fjölbreytt dagskrá á Virkjunardegi V

irkjunardagurinn var haldinn sl. laugardag í Virkjun, miðstöð atvinnuleitenda á Ásbrú í Reykjanesbæ. Mikil dagskrá var skipulögð í tilefni dagsins þar sem fjölmargir tóku þátt. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn okkar, Sölvi Logason, í Virkjun.

Sjá nánar á vef Reykjanesbæjar Tekið er á móti tilnefningum á vef Reykjanesbæjar fram til 1. júní n.k.

HEILSULEIKSKÓLINN HEIÐARSEL ÓSKAR EFTIR LEIKSKÓLAKENNARA Heilsuleikskólinn Heiðarsel óskar eftir að ráða leikskólakennara eða starfsmann með aðra uppeldismenntun, frá 19. júlí. Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 4203131, eða á netfangið heidarsel@reykjanesbaer.is Umsóknarfrestur er til 19. maí, sótt er um á mittreykjanes.is Jón Arason sýndi tréskurð á Virkjunardeginum sl. laugardag. Jón hefur verið án atvinnu sl. eitt og hálft ár. Á þeim tíma hefur hann nýtt sér þjónustu Virkjunar og mætt þangað til að hitta annað fólk. Einnig hefur Jón haldið námskeið í tréskurði í Virkjun sem var vel sótt og til stendur að halda annað námskeið ef næg þátttaka fæst. Í samtali við Víkurfréttir hrósar Jón því starfi sem unnið er í Virkjun og hann vill nota tækifærið og hvetja þá sem eru án atvinnu að mæta í Virkjun og nýta sér fjölbreytt úrval þjónustu sem þar er í boði.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

9

Fjórir ölvaðir og tveir dópaðir í umferðinni

F

jórir voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Þá voru tveir kærðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Átta voru stöðvaðir vegna hraðaksturs. Þar af sex á Reykjanesbraut og tveir á Grindavíkurvegi. Sá sem hraðast fór var mældur á Reykjanesbraut á 148 km þar sem hámarkshraði er 90 km.

Krían er góður vorboði

YFIR 100 HJÓL AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM

verða til sýnis á stórglæsilegri sýningu - Boðið verður uppá kaffi og kökur fyrir gesti Ýmis fyrirtæki verða með vörur til sölu og sýnis - húðflúr og airbrush - hoppukastalar og andlitsmálun fyrir börn, þannig að allir ættu að finna einhvað við sitt hæfi, bæði hjólafólk og aðrir gestir - Tónlistaratriði og margt fleira verður í boði - Kl. 15:00 verður viðgerðarhlé fyrir utan höllina í Tjarnargrill rallýinu sem fer fram þessa sömu helgi Þannig að tilvalið er fyrir allt áhugafólk um mótorsport að láta sjá sig - Kveðja Ernir

- ný myndlistarsýning á Listatorgi.

H

in frábæra listakona, Sigríður Guðný Sverrrisdóttir, heiðrar sýningarsal Listatorgs í Sandgerði næst en hún málar einstaklega fallegar myndir, þar sem krían er aðal viðfangsefnið. Sigríður Guðný lærði grafíska hönnun frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, útskrifaðist þaðan árið 1983 og fór seinna í framhaldsnám til Flórens á Ítalíu. Hún öðlaðist kennararéttindi frá Listaháskóla Íslands árið 2004. Sigríður Guðný hefur haldið all margar sýningar í gegnum árin og eru það vafalaust margir sem kannast við fallegu verkin hennar. Nú voru félagar Listatorgs svo

heppnir að fá að sýna verk Sigríðar í sýningarsalnum Sandgerði en sýningin opnar laugardaginn 14.maí klukkan 14:00 og stendur til mánaðamóta. Myndir Sigríðar heilla alla sem sjá þær, enda einkar fær fagmanneskja þarna á ferð. Listatorg er opið alla daga vikunnar frá klukkan 13:00 til 17:00. Allir hjartanlega velkomnir!

Auglýstu í Víkurfréttum! Auglýsingasíminn er 421 0001 Tölvupóstur: gunnar@vf.is Grafísk miðlun

Forritun

Hárgreiðsla Snyrtifræði Ljósmyndun Gull- og silfursmíði Klæðskurður

Rafeindavirkjun

Prentsmíð

Iðnhönnun

Iðnaðurinn óskar eftir vel menntuðu fólki til starfa. Verk- og tækninám er skynsamlegt og gefur fjölbreytt tækifæri. Kíktu á NÁM OG STÖRF á idan.is Mótum eigin framtíð

– Núna er rétti tíminn!

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Iðnnám ... nema hvað?


10

VÍKURFRÉTTIR

GRUNN

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

›› Skólahreysti 2011

SKÓLANEMI VIKUNNAR

Yfirheyrsla

V

ið tókum Birki í smá yfirheyrslu og forvitnuðumst um ýmislegt sem hann hefur gaman af: Bókin „Ég les nú reyndar mjög lítið af bókum en ef ég fæ þær í jólagjöf þá les ég þær. Um jólin 2009 fékk ég bók sem heitir Strákarnir með strípurnar og mér finnst hún mjög góð, ég held að hún sé fyrirmyndin af Óróa kvikmyndinni. En svo standa Gillz-bækurnar alltaf fyrir sínu.“

Guðmundur Elvar Orri Pálsson

Þátturinn „How I met your mother eru uppáhalds en ég fylgist núna mest með Eastbound and down“.

8. bekk Akurskóla Uppáhalds:

Matur: BBQ kjúklingaréttur Bíómynd: Svo margar, Taken og Flightplan eru alltaf í uppáhaldi Sjónvarpsþáttur: Friends, Chuck og NCIS. Annars svo margir í uppáhaldi Veitingastaður: Hamborgarafabrikkan Tónlist: Misjafnt. Vefsíðan: Facebook og Formspring Íþrótt: Dans Íþróttarmaður: Engin Þetta eða hitt ?

Kók eða Pepsi? Kók Morgunblaðið eða Fréttablaðið? Fréttablaðið Hamborgari eða pizza? Bæði eiginlega en samt yrði það Pizza Vatn eða mjólk? Vatn! Cherioos eða hafragrautur? Cherioos, fæ mér eiginlega aldrei hafragraut Maggi Mix eða Nilli? Nilli, þoli ekki Magga.. Abercrombie eða Hollister? Hollister, Það kemur alltaf ný lína á því mér finnst Abercombie alltaf með það sama. Justin Bieber eða Usher? Báðir, en Usher er betri Finnland eða Spánn? Spánn !! Spurning frá seinasta grunnskólanema vikunnar: Hvað ætlar þú að gera í sumar: Fara í útilegur (innanlands), vinna og bara hafa gaman af lífinu í sumar Lokaspurningar:

Hvað ertu að hugsa núna? Mig langar í á Dominos, það er Dominos í matinn. Hvað langar þig að verða í framtíðinni? Bifvélavirki, er ekki alveg búin að ákveða mig. Hver eru helstu áhugamálin þín? Dans Hvað viltu spyrja næsta grunnskólanema vikunnar að? Finnst þér gaman af lífinu ? :) UMSJÓN: PÁLL ORRI PÁLSSON

Kvikmyndin „Ég var að ljúka við að horfa á The Green Hornet og hún er mjög góð. En uppáhaldsmyndirnar mínar eru The Shawshank Redemption og The Green Mile.“ Vefsíðan „Ég er nú oftast inni á Facebook en ég kíki líka á hverjum degi á Fótbolti.net, B2.is og Youtube. com og svo auðvitað fréttaveiturnar Víkurfréttir, Mbl og Vísi.“ Sigurlið Holtaskóla í Skólahreysti 2011 með verðlaunin sem þau hlutu á mótinu.

›› Sigurvegarar í Skólahreysti koma frá Holtaskóla í Keflavík:

Æfa stíft fyrir mótið í Finnlandi

„Þetta var rosalega langur undirbúningur eða alveg frá janúar. Svo voru æfingarnar í hámarki yfir páskana,“ sögðu krakkarnir úr Holtaskóla en skólinn sigraði Skólahreysti þetta árið og heldur liðið til Finnlands í keppni sem haldin verður þar í lok maí. Liðið skipaði þetta árið þau Eyþór Guðjónsson, Birkir Freyr Birkisson, Sólný Sif Jóhannsdóttir og Elva Dögg Sigurðardóttir. Allir þessir krakkar æfa íþróttir og eru miklir íþróttamenn. Strákarnir æfa fótbolta og stelpurnar æfa fim-

leika. „Við hefðum ekkert staðið okkur svona vel og sigrað þetta ef við hefðum ekki þennan grunn á bakinu en allar íþróttir geta hjálpað til við undirbúning á þessu móti. Svo þurfum við auðvitað að taka séræfingar fyrir greinarnar sem við keppum í á mótinu.“ Holtaskóli fékk fyrir sigurinn tvöhundruð þúsund krónur. Þá fengu krakkarnir stórar ostakörfur og ferð til Finnlands á mótið. Mótið fer fram á ólympíuleikvanginum í Helsinki og því svo slúttað í íshokkíhöllinni en um 50.000 manns

Tónlistin „Hlusta á nánast alla tónlist en Wiz Khalifa og Chris Brown eru bestir.“ Hluturinn „Uppáhaldshlutirnir mínir eru tölvan, fótboltaskórnir og snjóbrettið.“

verða á mótinu. „Við missum af skólaslitunum. Það var hugmynd um að færa skólaslitin fyrir okkur en það var ekki hægt svo við missum af þeim. Þetta á eftir að vera mikil upplifun og skemmtun því það er svo margt hægt að gera í Finnlandi. Strax á mánudaginn fer mikill undirbúningur í gang og ætlum við að æfa stíft fram að brottför, kannski ein og ein armbeygja á flugvellinum, hver veit,“ sögðu krakkarnir hressir en þau sögðust ekki geta beðið eftir þessu ævintýri.

›› Birkir Freyr Birkisson Skólahreystimeistari:

Aukaæfingin skapar meistarann H

oltaskóli kom sá og sigraði í Skólahreysti sem fram fór á dögunum. Þetta er frábær árangur hjá þessu unga fólki og ljóst að Reykjanesbær á mikið af frambærilegu fólki í Skólahreysti en góður árangur hefur náðst undanfarin ár. Við fengum einn af liðsmönnum Holtaskóla, Birki Frey Birkisson, Keflvíking á 16. ári í spjall til okkar og spurðum hann spjörunum úr. Þessa dagana er Birkir alveg við það að klára grunnskólann en hann byrjar í prófum í næstu viku. Inn á milli er hann alltaf á fótboltaæfingum með Keflvíkingum. Krakkarnir í Holtaskóla eru á leið til Finnlands á næstunni en þar munu þau keppa í stóru móti í Skólahreysti.

- Er ekki mikil eftirvænting í hópnum? „Jú, það er mjög mikil tilhlökkun. Við erum strax byrjuð að tala um hvað við ætlum að gera þarna og hvað við ætlum að kaupa í búðunum og svona. Sumir eru meira að segja byrjaðir að reyna að læra finnsku,“ segir Birkir en hann heldur utan ásamt liðsfélögum sínum þeim Eyþóri Guðjónssyni, Sólnýju Sif Jóhannsdóttur og Elvu Dögg Sigurðardóttur nú í lok maí. - Hvernig æfir maður fyrir Skólahreysti? „Við erum með valfag í skólanum sem heitir Skólahreysti og þar komum við saman einu sinni í viku og þar er tekið á því. Svo eru auðvitað líka íþróttinar sem við æfum, við strákarnir erum í fótbolta og stelpurnar eru í fimleikum. Svo er

ég líka sjálfur í Lífsstíl að lyfta þar. Fyrir síðustu keppni var páskafrí þannig við gátum ekki mætt í tíma náttúrulega en við hittumst fjórum sinnum í fríinu og gerðum okkur klár fyrir lokakeppnina. Það er aukaæfingin sem skapar meistarann,“ segir Birkir og greinilegt að metnaðurinn er til staðar hjá þessum unga íþróttamanni. Í ár tók Birkir í fyrsta sinn þátt í sjálfri keppninni en hann reyndi að komast í liðið í fyrra en það gekk ekki eftir. Það varð til þess að hann varð ákveðinn í því að komast að á þessu ári. Áhuginn á Skólahreysti vaknaði fyrst hjá Birki þegar hann var í 6. bekk og sá Skólahreysti í sjónvarpinu og þar ákvað hann hreinlega bara að komast í keppnina einn daginn. Áhugamál Birkis eru eins og gefur að skilja íþróttir.

Hann æfir fótbolta árið um kring og á veturna fer hann á snjóbretti auk þess að vera duglegur í ræktinni. Fyrirmynd Birkis er Lionel Messi knattspyrnumaður hjá Barcelona. „Við erum svipað stórir en ég er nú ekki sá stærsti. Samt er hann besti fótboltamaður í heimi ,“ segir Birkir. Í sumar ætlar Birkir sér að fara í Vinnuskólann og vinna sér inn pening fyrir veturinn og svo verður hann auðvitað á fullu í boltanum í Íslandsmótinu og á Rey-cup. Í framtíðinni stefnir Birkir svo á að klára framhaldsskólann og svo eftir það langar hann líklegast í háskóla að læra sálfræði, hann segir þó að margt geti breyst í þeim efnum. eythor@vf.is


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

11

›› Verðlaunasjóður í læknisfræði:

Hilma Hólm fékk þriggja milljóna króna verðlaun

H

ilma Hólm læknir fékk verðlaun úr Verðlaunasjóði í læknisfræði og skyldum greinum sem afhent voru á ársfundi Landspítala í Salnum í Kópavogi 5. maí 2011. Sjóðurinn var stofnaður af Árna Kristinssyni og Þórði Harðarsyni sem báðir áttu langan feril sem yfirlæknar og prófessorar við Landspítalann og Háskóla Íslands. Þetta er í fimmta skipti sem verðlaun eru veitt úr sjóðnum. Þau nema nú þremur milljónum króna og eru þar með einhver stærstu verðlaun sem veitast íslenskum vísindamönnum. Að þessu sinni bárust 8 tilnefningar og var undantekingarlaust um mjög hæfa vísindamenn að ræða úr ýmsum sviðum líffræði, læknisfræði og öðrum greinum heilbrigðisvísinda. Umsögn um verðlaunahafann: Hilma Hólm lauk sérfræðinámi í lyflækningum og hjartalækningum við Baylor University í

Houston og Emory University í Atlanta í Bandaríkjunum. Eftir heimkomuna til Íslands árið 2008 réðst Hilma til starfa við Íslenska erfðagreiningu. Þar hefur frami hennar verið undraskjótur. Á mjög stuttum tíma lærði hún að takast á við sum flóknustu viðfangsefni erfðafræðinnar og tamdi sér strax vandaða vísindalega nálgun. Hún er nú aðstoðarforstjóri klínískra rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. Uppgötvanir Hilmu og samstarfsmanna hennar hafa einkum snúist um erfðamynstur hjartasjúkdóma, ekki síst takttruflana og æðakölkunar. Þrátt fyrir ungan aldur telst hún nú meðal fremstu vísindamanna heims á þessum sviðum. Því til sönnunar er ferilskrá Hilmu en þar eru taldar fram greinar sem birst hafa í virtustu vísindaritum, til dæmis má nefna fjórar greinar í Nature, auk birtinga í Lancet, Journal of the American College of Cardiology og European Heart Journal.

Eimskip semur við Grindavík

K

nattspyrnudeild Grindavíkur og Eimskip skrifuðu undir nýjan samstarfssamning í hálfleik á leik Grindavíkur og Vals á sunnudag. Eimskip er einn öflugasti samstarfsaðili fótboltans í Grindavík og lýsti Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar, yfir mikilli ánægju með samninginn. Eimskip er umfangsmikið í útflutningi fyrir sjávarútvegsfyrirtækin í Grindavík. Á myndinni eru Þorsteinn og Brynjar Viggósson frá Eimskip.

VORTÓNLEIKAR KVENNAKÓRS SUÐURNESJA 16. maí, kl. 20:00, Bíósal, Duushúsum, Reykjanesbæ. 22. maí kl. 20:00, Ytri-Njarðvíkurkirkju, Reykjanesbæ.

Lumar þú á frétt? Vaktsíminn fréttadeildar VF er 898 2222

SKÓLINN OPNAR DYR OPIN NÁMSKYNNING Á SUÐURNESJUM MIÐVIKUDAGINN 18. MAÍ FRÁ KL. 14-18 Í STAPANUM REYKJANESBÆ

Kynntu þér nýja námsmöguleika í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og fullorðinsfræðslu. Ráðgjafar frá skólunum og Vinnumálastofnun aðstoða þig við að finna heppilegustu leiðirnar til að bæta menntun, auka hæfni þína og fjölga atvinnumöguleikum. Kynningin er opin öllum.

1.000 NÝ TÆKIFÆRI FYRIR ATVINNULEITENDUR

Með samstarfi skóla, stjórnvalda og atvinnulífs opnast nýir möguleikar fyrir atvinnuleitendur. Þeim sem uppfylla skilyrði gefst nú kostur á að stunda nám á haustönn án þess að greiða skólagjöld og halda atvinnuleysisbótum. Markmiðið er að veita 1000 umsækjendum aðgang að framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu – með óskertum atvinnuleysisbótum í eina önn.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

MIÐSTÖÐÍMENNTUNAR S Á SUÐURNESJUM


12

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

›› Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar:

Nýjar leiðir að sömu markmiðum

Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO, hefur leitt uppbyggingu á Ásbrú í Reykjanesbæ allt frá stofnun félagsins við brotthvarf Varnarliðsins haustið 2006. Umbreyting varnarstöðvarinnar yfir í borgaraleg not hefur tekist vel og forsvarsmenn KADECO hafa það eftir heimildum úr innsta hring bandaríska stjórnkerfisins að breyting varnarstöðvarinnar í Keflavík sé eitt af best heppnuðustu verkefnum þar sem yfirgefin herstöð er tekin til borgaralegra nota. Eitt fyrsta verkefnið sem ráðist var í á Ásbrú var stofnun Keilis og í síðustu viku fengu Suðurnesjamenn þær fréttir að skólinn væri „Oft verður maður óþolinmóður“ „Staðan í dag er sú að mörg af þessum verkefnum sem við höfum verið að vinna að frá upphafi eru ennþá í gangi,“ segir Kjartan. Hann nefnir gagnaver að Ásbrú sé eitt af þessum verkefnum sem hefur tekið lengri tíma en reiknað var með. „Það er eitt af þessum verkefnum sem við höfum treyst á og það var okkar hugmynd að verkefni eins og gagnaver hér á Ásbrú myndi toga önnur verkefni áfram þegar það verður að veruleika. Okkar sýn er sú að t.a.m. gagnaverið sér ákveðið akkeri og ýmis önnur verkefni geti spunnist út frá því“. Á meðan þetta verkefni hefur tekið lengri tíma en í upphafi var áætlað hefur KADECO sett meira púður í smærri og millistór sprotafyrirtæki. „Við höfum náð nokkrum árangri þar og erum í dag að setja enn meiri kraft í þau mál. Við höfum sett aukna fjármuni í endurbætur á frumkvöðlasetrinu sem er í dag orðin ein allra glæsilegasta aðstaða á landinu fyrir sprotafyrirtæki. Á það bæði við um skrifstofuaðstöðu og sameiginleg rými þar sem fólk getur leigt skrifborð. Þá er iðnaðaraðstaða sem við finnum fyrir miklum áhuga á hjá allskyns fyrirtækjum, t.a.m. hönnunarfyrirtækjum og minni iðnfyrirtækjum, sem sjá mikil tækifæri þarna. Þessi verkefni hafa náð að þróast áfram og ég er einnig sannfærður um að þegar stóru verkefnin verða að raunveruleika muni þau einnig toga á svæðið önnur verkefni,“ segir Kjartan. „Þetta hefur þó allt gerst hægar en hugmyndir stóðu til og oft hefur maður verið óþolinmóður yfir því hvað þetta gengur hægt. Stundum verður maður líka að horfa raunsætt á hlutina og hrista sig aðeins til og horfa til þess hvað hefur gerst á svæðinu á þessum stutta tíma sem liðinn er frá því að Varnarliðið fór. Það hafa ótrúlega margir hlutir gerst á þessum tíma þó svo maður sé óþolinnmóður yfir því sem ekki er komið,“ segir Kjartan og brosir. Hann segir mikið kapp í sínu fólki og stundum sé eins og lengra sé um liðið frá brotthvarfi hersins miðað við hvað hafi áorkast. Vel lukkuð umbreyting „Við fengum góða heimsókn frá bandaríska

kominn á beinu brautina með því að vera kominn með rekstrarframlag frá menntamálaráðuneytinu og þjónustusamningur við ráðuneytið er handan við hornið. Í dag eru um 50 fyrirtæki af ýmsum stærðum starfrækt á Ásbrú og um 700 manns hafa störf á svæðinu. Þannig hefur tekist á fjórum árum að endurheimta meirihluta þeirra starfa sem glötuðust við brotthvarf Varnarliðsins. Þróunarfélagið er þó aðeins að stíga sín fyrstu skref og ennþá er langt í land að það hafi náð fram öllum sínum markmiðum. Víkurfréttir settust niður með Kjartani Þór í vikunni og fóru yfir stöðu mála og framkvæmdir.

sendiráðinu fyrir helgi og þeir tjáðu okkur að umbreyting varnarstöðvarinnar í Keflavík væri eitt af best heppnuðustu verkefnum í umbreytingu herstöðvar eftir brotthvarf Bandaríkjahers. Þetta höfum við einnig áður heyrt úr innsta hring bandaríska stjórnkerfisins. Í mörgum fyrrverandi herstöðvum er verið að vinna að svipuðum verkefnum og á Ásbrú. Ég tel að þennan árangur megi helst þakka að við náðum strax góðu starti og stefnan var skýr frá upphafi. Þá var umgjörðin um Þróunarfélagið góð og hagkerfið eins og það var á þeim tíma sem við byrjuðum. Það hjálpaði allt við að koma þessu verkefni fyrir vind. Síðan er að halda áfram að spila vel úr því sem komið er og nýta þau tækifæri sem eru til staðar og framundan“. Kreppan bítur kaupendur eigna - Þið hafið fengið eitthvað af eignum aftur á ykkar könnu þar sem áform hafa ekki gengið eftir? „Við gerðum stóra sölusamninga á sínum tíma við nokkur félög og miðað við allar eðlilegar forsendur var þetta mjög góð sala fyrir okkur. Við vitum það líka að forsendur dagsins í dag eru ekki eðlilegar. Nær öll fasteignafélög landsins hafa lent í mjög miklum erfiðleikum og þau félög sem keyptu eignir hér á Ásbrú hafa einnig lent í erfiðleikum.

Erfiðleikarnir tengjast ekki endilega rekstri þessara fyrirtækja. Þau að öllu jöfnu hefðu getað staðið við sínar skuldbindingar en það eru ákveðin fjármögnunarvandræði sem þau lenda í. Þau náðu ekki að klára þá fjármögnun sem að í sumum tilfellum voru samningar fyrir vegna þess að fjármögnunarfyrirtækin náðu ekki að standa við þá. Þar af leiðandi lenda fyrirtækin í vandræðum í fyrstu skrefum í verkefnum hjá sér. Yfirleitt er það þannig að þegar verið er að þróa stór verkefni eins og hér á Ásbrú að fyrirtækin þurfa á miklu fjármagni að halda í byrjun, bæði til rekstrar og fleiri þátta. Það gekk ekki allt eftir. Það er komin töluverð starfsemi á svæðið í dag þannig að kraftar þeirra aðila sem tóku þetta að sér í upphafi og keyptu hér fasteignir hafa nýst vel. Margir af þessum aðilum voru búnir að greiða hluta af kaupverðinu til okkar en þar voru ákveðnar eftirstöðvar eftir þannig að við vorum ennþá með afsal af þessum eignum. Aðrir voru jafnvel búnir að greiða allt kaupverðið. Hann nefnir einnig samning um sölu íbúðahúsnæðis á Ásbrú. „Við gerðum einnig mjög stóran samning um sölu á íbúðarhúsnæði á svæðinu. Þar er staðan einnig sú fjármögnunarmálin stóra atriðið. Fjármögnun sem menn lögðu af stað með í upphafi gekk ekki eftir eins og hjá

vf.is

flestum öðrum fasteignafélögum. Þeir aðilar voru þó búnir að greiða nokkuð stóran hluta af kaupverðinu til okkar. Nú stendur yfir vinna hjá okkur sem hefur það að markmiði að leysa úr þeim málum sem eftir standa. Hjá þessum aðilum er búið að þróa og vinna mjög gott starf í að koma í not þeim eignum sem þeir keyptu og okkur finnst í raun ekkert hafa breyst í grunnverkefninu hjá þeim. Það er allt það sama. Hins vegar hafa utanaðkomandi aðstæður verið erfiðari og þetta hefur tekið lengri tíma. Þeir voru einnig að horfa á þessi stóru uppbyggingarverkefni hér á svæðinu og að það væri tækifæri að koma eignum í not í tengslum við það. Það hefur tafist og þ.a.l. hefur allt heildarverkefnið tafist,“ segir Kjartan. Hann segir að í raun hafi ekkert breyst hjá þessum aðilum. „Það hafa orðið tafir en við getum ekki talað um að verkefnin séu ónýt. Það hefur myndast gat. Við getum talað um þriggja ára gat í tengslum við þá kreppu sem við höfum verið að ganga í gegnum. Núna

Keilir er fyrsta stóra verkefni Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Það er mikið vatn runnið til sjávar síðan ritað var undir samninga um stofnun skólans sem nú er kominn á beinu brautina og á fjárlög sem skóli.


VÍKURFRÉTTIR

13

Viðtal & MYNDIR HILMAR BRAGI BÁRÐARSON // HILMAR@VF.IS

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

snýst þetta um að brúa þetta bil og þá breyta verkefninu og aðlaga að þessum breyttu aðstæðum með það fyrir augum að verkefnið geti lifað áfram og gengið eftir“. Hugmyndafræðin enn sú sama Þegar horft er yfir hugmyndafræðina að baki umbreytingu herstöðvarinnar í háskólaþorp segir Kjartan: „Það góða í þessu öllu saman er að grunnhugmyndafræðin okkar og það sem við lögðum af stað með í upphafi það stendur ennþá vel fyrir sínu og við erum ekki að breyta um stefnu. Við höfðum ákveðin markmið sem við vildum ná. Við erum ekki að ná þeim öllum út frá þeim leiðum sem við lögðum upp með í byrjun. Þetta snýst því um að finna nýjar leiðir að þessum sömu markmiðum og það höfum við verið að gera á fullu að undanförnu“. Hann segir að þessi áhersla á minni sprotafyrirtæki og að skapa aðstöðu fyrir þau er hluti að því að því ferli. „Við erum líka að vinna með aðilum í stærri verkefnum. Við höfum komið töluvert nálægt því að vinna kísilversverkefninu í Helguvík framgang“. Við kynntum þá aðila sem nú standa að verkefninu saman á sínum tíma og núna leigir KADECO aðstöðu í fyrirtækjahótelinu í Eldvörpum undir skrifstofur kísilversins. Keilir á beinu brautina - Nú er eitt af börnunum ykkar, Keilir, að fá sína viðurkenningu frá menntamálaráðuneytinu og kominn á fjárlög. Eru þetta ekki ánægjuleg tíðindi? „Jú, ég segi bara loksins og þó að fyrr hefði verið. Ég veit að þar hafa aðilar verið að vinna vel með okkur en þetta er búið að taka langan tíma. Ég er þakklátur fyrir að þetta er komið á beinu brautina. Það sem við Framhald á næstu síðu

stórt Hollywoodverkefni í sumar Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, KADECO, er í miklu markaðsátaki með kvikmyndaverið Atlantic Studios, sem er í eigu félagsins. „Ég hef oft sagt það í gríni að kvikmyndagerðarfólkið var hérna á undan okkur á sínum tíma. Pælingar um þetta verkefni fóru snemma af stað og þegar við mættum á svæðið og tókum við herstöðinni þá má segja að það hafi beðið á húninum og við höfum því verið að vinna í þessu verkefni mjög lengi. Það er búið að reyna ýmsar leiðir til að koma þessu verkefni áfram. Tækifærin í þessu eru mjög mikil og þetta er alltaf spurning hvenær svona verkefni blómstrar. Við höfum ennþá trú á að svo verði. Við erum búin að reyna nokkrar leiðir. Það voru ákveðnir aðilar sem gerðu tilboð í kvikmyndaverseignina á sínum tíma og við ákváðum að vinna með þeim. Þau plön gengu ekki eftir og þeir náðu ekki að kaupa eignina og afla þess fjármagns sem þurfti. Við gerðum annan samning við þessa aðila þar sem við leigðum þeim bygginguna. Þeir myndu borga ákveðna mánaðarlega fjárhæð og síðan eiga forkaupsrétt á byggingunni í framhaldinu. Við vildum létta á verkefninu í byrjun og koma því af stað. Það gekk heldur ekki eftir þó svo þeir hafi verið komnir með vilyrði fyrir stóru Hollywood-verkefni. Staðsetning þess á Íslandi var blásin af og það flutt annað vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ástæðan var að tryggingafélögin treystu sér ekki til að tryggja verkefnið hér á landi útaf gosinu og voru hræddir við tafir og þess háttar. Þar af leiðandi hefur þetta verið áfallasaga.

Nú er staðan sú að við höfum tekið yfir gríðarlega markaðsvinnu sem búið var að vinna. Það er búið að hitta framleiðendur og hingað hafa komið aðilar sem stýra málum varðandi staðsetningu á kvikmyndaverkefnum frá Hollywood. Núna erum við að vinna verkefnið undir merkjum Atlantic Studios en því er stjórnað af Þróunarfélaginu. Markmiðið er að kanna betur hvort þetta geti ekki gengið eftir. Núna eru þreifingar um tvær stórar Hollywood-myndir hér í sumar og það er mjög líklegt að a.m.k. önnur þeirra komi og verði tekin hér á svæðinu og aðstaðan í kvikmyndaverinu nýtt. Þá eru ýmis önnur verkefni sem menn eru að velta fyrir sér. Aðstaðan er frábær. Við höfum fjárfest eitthvað í stúdíóinu en miðað við þá peninga sem við höfum sett í þetta þá þarf ekki mikið til að þetta borgi sig og vel það og að hér myndist mikil tækifæri. Við erum að vinna með Íslandsstofu og þeirra verkefni, Film in Iceland. Þeir hafa gott aðgengi að þeim sem starfa í þessari grein í Hollywood og víðar. Þeir eru núna með kvikmyndaverið sem hluta af sínu kynningarefni, eitthvað sem þeir gera ekki almennt. Kvikmyndaverið að Ásbrú er hins vegar það mikilvægur þáttur í að draga kvikmyndaverkefni til landsins að það þykir borga sig að bjóða kvikmyndaverið sem valkost og auka líkurnar á að ná verkefnum til landsins. Við bindum vonir við það að á þessu ári detti inn fyrstu stóru verkefnin og þá opnast augu margra minni aðila að nýta aðstöðuna“.


14

VÍKURFRÉTTIR

höfum alltaf sagt og það sem við lögðum af stað með í byrjun var að Keilir er gríðarlega mikilvægur hluti af okkar hugmyndafræði um uppbyggingu á svæðinu. Keilir skapar í raun grundvöll undir alla þá þróun sem er að eiga sér stað hér á svæðinu. T.d. að því leiti að hann er mikill stuðningur við það samfélag sem fékk hér skell þegar herinn fór

Fimmtudagurinn 12. 12. maí maí 2011 2011 Fimmtudagurinn með því að aðstoða fólk sem varð fyrir áföllum og þurfti að ná sér í viðbótar menntun til að geta farið áfram út í atvinnulífið og nýtt sína þekkingu betur. Keilir gaf sumu af því fólki ný tækifæri. Hann skapar einnig grundvöll varðandi menntun og rannsóknir fyrir þau fyrirtæki sem við erum að reyna að laða á svæðið. Þannig að öll markmið Keilis um menntatengda uppbyggingu eru beintengd okkar markmiðum um atvinnuuppbyggingu,“ segir Kjartan. Keilir er fyrsta afkvæmi Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og þar á bæ hefur verið lagt mikið í að styðja við það og að skapa þennan grundvöll. „Við sáum það alltaf þannig að í stað þess að við værum að halda þessu úti með okkar fjármunum og þeim tekjum sem við værum að taka inn, þá vildum við sjá Keili sem hluta af kerfinu. Þannig að þær tekjur sem við tækjum inn til okkar skilum við inn til ríkisins og hluti af þeim færi svo sína leið út aftur til Keilis til uppbyggingar á menntun og rannsóknum. Það má ekki gleyma því að Keilir skapaði einnig ákveðinn grundvöll undir það að við seldum hér fasteignir á sínum tíma. Uppbygging stúdentagarða hér á svæðinu og þróun fleiri fasteigna sem eru hér í nýtingu er á margan hátt grundvallað af þeirri staðreynd að Keilir sé hér með starfsemi. Ríkið er í raun og veru búið að taka til sín miklar tekjur út á Keili og okkur fannst því sanngjarnt að hluti af þeim kæmi til baka í þessa uppbyggingu og að er einmitt núna að gerast,“ segir Kjartan aðspurður um fjárveitingar til Keilis. „Það er í mörg ár búið að

tala um samspil atvinnuuppbyggingar og menntunar og oft vantar svolítið uppá að þessir þættir vinni vel saman. Það sem við erum stolt af er að þarna erum við einmitt með þetta módel. Þessi grundvöllur menntunar og rannsókna sem við erum að byggja hérna er beintengdur við okkar markmið um atvinnuuppbyggingu. Hérna erum við að tala um flott módel í þessa veru. Auðvitað hefur tekið smá tíma að fá suma aðila í kerfinu til að skoða þetta. Þetta er eitthvað nýtt en það breytir því ekki að hugmyndafræðin er eitthvað sem talað hefur verið um í mörg ár og vilji hefur verið til að ná fram og er verið að gera mjög vel hjá Keili. Ég er sannfærður um það að þetta á eftir að skila miklu fyrir samfélagið hér á svæðinu, bæði hér á Ásbrú og á Reykjanesinu í heild sinni. Ekki bara að þessi megin svið Keilis séu beintengd við okkar markmið um atvinnuuppbyggingu, þau byggja líka á samkeppnisyfirburðum þessa svæðis. Þetta er sú grunnþekking sem við teljum að séu mikil tækifæri til að þróa og skapi mörg tækifæri til atvinnuuppbyggingar og fleiri þátta hér á svæðinu á næstu árum“. Tækifærin til að fjárfesta eru hér -Hvað með aðrar eignir ykkar á svæðinu? „Við finnum fyrir áhuga gagnvart þeim. Við höfum verið í markaðsátaki og auglýst eignir á svæðinu. Það hefur ekki verið til mikils að auglýsa fasteignir en þeim er sýndur áhugi núna og þeim eignum sem við höfum auglýst hefur verið sýndur töluverður áhugi. Við höfum auglýst skuldlausan banka, sprengjuheld skýli og þannig einnig náð að vekja athygli á öðrum fasteignum á svæðinu. Áhuginn er mikill og tækifærin til að fjárfesta eru hér. Ég er sannfærður um að framtíðaruppbygging hér á eftir að vera gríðarlega mikil. Tækifæri þessa svæðis eru þess eðlis. Hér í kringum flugvöllinn er eitt verðmætasta atvinnuuppbyggingarland á landinu öllu. Ef að menn hafa þolinmótt fé, þá eru gríðarlega öflugir fjárfestingarkostir hér og það eru margir sem eru að kveikja á því.

Viðhald fasteigna í sumar - Næstu mánuðir hjá Þróunarfélaginu. Hvaða framkvæmdir vera helstar? „Við erum í viðhaldsframkvæmdum á fasteignum. Við erum í endurbótum í Officeraklúbbnum. Við förum í að mála fasteignir. Við byrjuðum í fyrra og tókum nokkrar lykilbyggingar með góðum árangri. Við breyttum um liti og léttum á byggingum. Við gerum þær í takt við það sem við höldum að byggist hér upp. Við höldum áfram endurbótum utanhúss í sumar. Við erum í stórum framkvæmdum í lokun á urðunarstað á Stafnesi sem mun klárast í sumar. Við förum í framkvæmdir tengt gróðursetningu og umhverfisendurbótum. Við förum í lagningu stíga og setjum niður tré. Við vitum að það verður farið í gatnaframkvæmdir, lagningu kantsteina og grass. Við höfum verið í stefnumótunarvinnu og ætlum að birta niðurstöðu úr henni á næstu vikum“. Allt á fullt í sumar eða haust - Að endingu. Það spyrja allir um sjúkrahúsið. „Sjúkrahúsið er í gangi. Það er hins vegar eitt af þessum verkefnum sem tekið hafa lengri tíma eins og svo margt annað. Það hefur frestast að byrja framkvæmdir þar. Það er búið að hreinsa allt innan úr húsinu og laga múr á útveggjum. Nú erum við komnir með skel til að nota í uppbyggingu. Hönnun er lokið og samningur kominn við verktaka um framkvæmdina. Nú er beðið eftir rekstraraðila að klára sín mál varðandi komu sjúklinga og markaðssetningu. Um leið og það liggur fyrir verður farið á fulla ferð. Það hefur gengið hægar að loka samningum varðandi sjúklinga en við erum vongóð um að það verði nú í sumar eða haust sem að það gerist og allt verði sett í fullan gang í framhaldinu,“ segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar í viðtali við Víkurfréttir. hilmar@vf.is

Miklar endurbætur hafa verið unnar á gamla Officeraklúbbnum á Ásbrú.

Sömu milljónirnar eða nýjar? - Á ríkisstjórnarfundinum í Reykjanesbæ seint á síðasta ári var tilkynnt um 250 milljón króna aukafjárveitingu til framkvæmda hér á Ásbrú. Nú á dögunum er síðan sérstaklega tilkynnt um herminjasafnið og 200 milljónir króna til þeirrar framkvæmdar. Eru þetta sömu peningarnir? „Ég hef verið spurður um þetta. Ég var staddur erlendis þegar þessi tilkynning var gefin út af forsætisráðuneytinu og sá hana bara þegar ég kom heim. Ég verð bara að segja að ég er ennþá að reyna að afla mér upplýsinga um það hvort þetta séu sömu peningarnir. Ég er búinn að spyrjast fyrir um þetta hjá fjármálaráðuneytinu hvort að svo sé og er ennþá að bíða eftir svörum. Ég vona svo sannarlega að þetta séu aðrir peningar. Þar er alveg klárt að við vorum búnir að taka ákvörðun um að ráðstafa því fé sem tilkynnt

var um á síðasta ári til fleiri verkefna. Aðeins hluti þeirra fjármuna áttu að fara til safnsins. Það sem við höfum alltaf sagt er að það á eftir að tryggja þessu safni fjármuni til að reka það og byggja upp sýninguna. Við munum skaffa það sem lítur að aðstöðunni. Við sáum tækifæri í því að byggja þetta safn upp í gamla Officeraklúbbnum. Samhliða því að við þurftum að hreinsa út úr húsinu til að skapa rými fyrir safnið, sem við höfum verið að vinna í, þá fórum við í endurnýjun á þeim veislusölum sem eru í húsinu. Við reyndum að halda í það gamla eins og mögulega var hægt. Við þurftum að skipta um rafmagn í húsinu, skiptum um teppi, máluðum og gerðum minniháttar lagfæringar. Við fluttum til bari sem eru mjög vandaðir og flottir. Þeir eru stór partur af þeirri sögu sem þarna var í húsinu. Við erum búnir að gera húsið mjög glæsilegt. Hugmyndin er

að þessir salir muni vinna með safninu í að gera þarna dæmi sem geti verið sjálfbært með tekjur og að í þessum sölum verði bæði hægt að leigja út undir ráðstefnur og veisluhöld. Þarna verði hægt að koma fyrir tímabundnum sýningum með safninu. Við erum að gera ráð fyrir 700 fermetra safni. Við erum komnir með ráðgjafa sem eru að vinna í safnmálum og m.a. að ræða við ráðuneytin og taka saman grunnupplýsingar um það hvað hægt væri að gera og með hvaða hætti. Þegar við hugsum um safn sem á að fjalla um veru Varnarliðsins hér á landi, þá er hægt að taka ótal sjónarhorn á það. Það má m.a. fjalla um kalda stríðið og jafnvel gera leiðtogafundinum í Höfða skil því Ísland kemur mikið við sögu staðsett mitt á milli stórveldanna í austri og vestri“.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

15

Lumar þú á frétt? Fæðingarblettur 1 – uppdráttur A. Úr fæðingarblettir; Kortasafn 1998 Katrín Sigurðardóttir

Staðir fyrir minningar eftir Þorbjörgu Þorvaldsdóttur frá 2005

Vaktsíminn fréttadeildar VF er 898 2222

›› Listasafn Reykjanesbæjar:

frá Oakley Sumarsýningin Tækniundur – Sportgleraugu með styrkleika – opnuð 14. maí

„Eitthvað í þá áttina“ sýning um kortagerð, skrásetningu og staðsetningu opnar laugardaginn 14.maí kl. 15.00 í Listasafni Reykjanesbæjar. Á sýningunni er reynt að varpa ljósi á mismunandi nálgun og vinnuaðferðir listamanna sem fjalla um kort, staðsetningu og skrásetningu í verkum sínum. Sumir þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni vinna markvisst út frá efninu, á meðan aðrir hafa staldrað þar við en síðan haldið í aðrar áttir. Val á verkum spannar 30 ára tímabil en sum eru unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Samtímis er fléttað inn í sýninguna landfræðilegum kortum og öðru minnisverðu, frá Byggðasafni Reykjanesbæjar og með því er teflt saman skráningarþörf úr listheimi og raunheimi í von um að úr verði spennandi samtal.

Eftirfarandi listamenn eiga verk á sýningunni; Ásta Ólafsdóttir, Bjarni H.Þórarinsson, Didda Hjartardóttir Leaman, Einar Garibaldi Eiríksson, Etienne de France, Eygló Harðardóttir, Gjörningaklúbburinn, Hildigunnur Birgisdóttir, Hreinn Friðfinnsson, Inga Svala Þórsdóttir, Ingirafn Steinarsson, Katrín Sigurðardóttir, Kristinn E.Hrafnsson, Kristinn G.Harðarson, Kristín Rúnarsdóttir, Pétur Örn Friðriksson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir. Sýningarstjórar eru Didda H.Leaman og Inga Þórey Jóhannsdóttir. Sýningin stendur til 22. ágúst Listasafn Reykjanesbæjar er opið virka daga frá kl. 12 - 17 og um helgar frá kl. 13 - 17.

Heimskort eftir Gjörningaklúbbinn frá 2005

Radar Crystal Black. Lens SV Range Black Irridium Skoðaðu úrvalið á: http://opticalstudio.is/Vorur/Solgleraugu/

Kynning og ráðgjöf föstudaginn 13. maí n.k.

Oakley sérfræðingur/sjónfræðingur verður á staðnum frá kl 11.00–18.00 í dag og veitir ráðgjöf.

20% kynningarafsláttur

Kondu og kynntu þér þessi sérstæðu sjóntæki frá Oakley. Veiðimenn – Skokkarar – Hjólarar – Golfarar – Göngugarpar! Nú er tíminn til að panta sér Oakley með styrk.

Fríar sjónmælingar!

Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs.

www.ils.is

Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969


16

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

›› Mikið fjör í íþróttahúsinu við Sunnubraut: Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,

Lissýjar Bjarkar Jónsdóttur, Hlíðarhjalla 61, Kópavogi.

Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Landspítalanum krabbameinslækningadeild 11-E fyrir hlýtt og gott viðmót og umönnun. Séra Þór Haukssyni útfararstjóra og frábæru tónlistarfólki eru færðar þakkir fyrir þeirra þátt við útförina.

Jón Viðar Matthíasson, og fjölskylda.

Helga Harðardóttir

HÁSETAR ÓSKAST Óska eftir fjórum hásetum á úthafsrækjutroll. Þurfa að hafa reynslu.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf ekki síðar en 1. júní nk.

Holtaskóli sigurvegari á Skólaleikum Keflavíkur

S

kólaleikar Keflavíkur á miðstigi fóru fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í síðustu viku. Eins og nafnið gefur til kynna voru það grunnskólarnir í Keflavík sem öttu kappi í margvíslegum skemmtilegum íþróttum þ.e. boðhlaupi, skotbolta, reipitogi, boccia og körfubolta. Nemendur Holtaskóla stóðu sig ákaflega vel og hlutu bikar fyrir sigur í samanlögðum árangri úr fyrrgreindum íþróttagreinum. Nemendur úr Heiðarskóla þóttu standa sig best í hvatningunni og fengu að launum bikar. Gríðarleg stemning var fyrir keppninni og stóðu allir nemendur sig vel í keppni og hvatningu.

Upplýsingar gefur Jónas í síma 899 3446.

MEIRAPRÓFSBÍLSTJÓRI · Vantar starfsmann í sumarafleysingar við eldsneytisáfyllingar á flugvélar á Keflavíkurflugvelli. · Þarf að geta hafið störf strax. · Vaktavinna. · Viðkomandi þarf að hafa meirapróf og trailer réttindi. Upplýsingar veitir Halldór í síma 425-0751 og halldor.eak@simnet.is Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli

BÖRN OG UMHVERFI - NÁMSKEIÐ ( áður barnfóstrunámskeið )

Haldið verður námskeið fyrir einstaklinga á aldrinum 12-15 ára (12 ára á árinu) og fer fram dagana 23. maí - 26. maí 2011 (fjögur kvöld) frá kl. 18:00 - 21:00 alla dagana. Kennt verður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ. Farið er ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, ásamt kennslu í skyndihjálp. Námskeiðsgjald er kr. 4.500.Skráning og nánari upplýsingar í síma 420 4700 virka daga frá kl.13:00 - 16:30 eða með tölvupósti á sudredcross@sudredcross.is Staðfestingarskírteini að námskeiði loknu.

Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild

A

Akurskóli á grænni grein

kurskóli er að taka þátt í verkefninu „skóli á grænni grein“ sem er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu skóla. Skólinn er að ljúka við skrefin sjö og þegar því marki er náð sækjum við um að fá að flagga Grænfánanum. Skrefin sjö eru verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Innan Akurskóla höfum við að leiðarljósi að fara vel með umhverfið og náttúruna. Skólinn hefur frá upphafi verið fernulaus og bæði skólinn og Akurskjól (frístundarskólinn) nota margnota mataráhöld. Daglega er unnið markvisst að því að fara vel með pappír og endurnýta hann. Í skólanum er sérstakt endurnýtingarherbergi þar sem við söfnum ýmsu sem við sjáum notagildi í,

bæði í endurnýtingu og endurvinnslu. Gaman var að sjá hvernig nemendur og kennarar fléttuðu endurvinnslu og endurnýtingu inn í þemaviku í vetur. Afraksturinn var t.d. fallegar pappírsskálar, krúsir og laufblöð á vinartré. Það kemur sér vel að vera í þessu verkefni núna þar sem niðurskurður í skólum er mikill. Vorið 2010 fengu 1. til 5. bekkur fötur til að setja í afganga af ávöxtum og grænmeti frá nestistímum. Föturnar tæma nemendur síðan reglulega í moltukassa sem staðsettir eru bak við skólann. Í haust var fylgst vel með fötum bekkjanna og nemendur hafa staðið sig mjög vel í umgengni og notkun þeirra. Nokkrum bekkjum voru veittar viðurkenningar í formi ávaxtabakka þann 2. febrúar. Áfram verður fylgst með fötum bekkjanna og vonumst við

til að geta veitt fleiri viðurkenningar í vor. Framtíðar markmiðið er að afrakstur moltugerðar verði hægt að nýta í matjurtargarð Akurskóla. Síðastliðið vor settu nemendur niður kartöflur, sem þau tóku upp í haust og var afraksturinn rúm 11 kíló eða 495 kartöflur. Með þessu verkefni er markmiðið að auka þekkingu og styrkja grunn í umhverfismálum og að tekin sé ábyrg afstaða gagnvart umhverfi og umhverfismálum. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri. Frekar upplýsingar um Grænfánaverkefnið má finna á heimasíðu Landverndar á http://www.landvernd.is/graenfaninn/ og heimasíðu Akurskóla Umhverfisnefnd Akurskóla.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

›› Áhugafólk um mótorsport getur glaðst um helgina:

Ernir fagna 10 ára afmæli með hjólasýningu í Reykjaneshöll

E

rnir, bifhjólaklúbbur Suðurnesja, fagnar 10 ára afmæli með hjólasýningu í Reykjaneshöll laugardaginn 14. maí nk. kl. 1117. Yfir eitthundrað hjól af öllum stærðum og gerðum verða til sýnis. Boðið verður upp á kaffi og afmælistertu, að sögn Pálma

Hannessonar, formanns Arna. Ýmis fyrirtæki verða með vörur til sölu og sýnis. Boðið verður upp á húðflúr og airbrush. Hoppukastalar og andlitsmálun fyrir börn og eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi, bæði hjólafólk og aðrir gestir. Þá verða tónlistaratriði og margt

Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja

›› Gamla myndin

fleira á meðan sýningunni stendur. Um kl. 15 á laugardag verður viðgerðarhlé fyrir utan Reykjaneshöllina en þennan dag verður Tjarnagrill-rallið haldið hér á Suðurnesjum, þannig að áhugafólk um mótorsport fær mikið fyrir sinn snúð á laugardaginn.

V

ortónleikar Kvennakórs Suðurnesja verða haldnir í bíósal Duushúsa þann 16. maí nk. kl. 20:00. Þá verða tónleikarnir endurteknir þann 22. maí í Ytri Njarðvíkurkirkju kl. 20:00. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt en starfið hjá Kvennakór Suðurnesja er blómlegt um þessar mundir og ástæða til að hvetja Suðurnesjamenn til að taka frá kvöldstund með kórnum annað hvort í Duushúsum eða Ytri Njarðvíkurkirkju.

17

Vertu í góðu sambandi við VF! Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000

vf.is • m.vf.is • kylfingur.is

VORTÓNLEIKAR HLJÓMSVEITA

Frumleikhúsið mánudaginn 16. maí kl.20.00 Vortónleikar Léttsveitarinnar og hljómsveita innan rytmadeildar skólans. Fjölbreytt og hressileg efnisskrá. Stapi, Hljómahöllinni miðvikudaginn 18. maí kl.19.00 Vortónleikar Lúðrasveitarinnar. Fram koma B, C og D sveitir. Einstaklega fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá. Allir velkomnir. Skólastjóri

2

VÍKURFRÉTTIR

Ekki er vika án Víkurfrétta, höfum við sagt hér á Víkurfréttum í yfir 30 ár. Meðfylgjandi mynd var tekin árið 1983 við Garðvang í Garði þar sem þessir herramenn sátu úti á bekk í snjónum og kíktu á nýjustu fréttir.

Fimmtudagurinn 14. apríl 2011

SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU

Orlofsíbúðir Akureyri. Höfum til leigu notalegar íbúðir í miðbænum. Sjá gistingamaro.is sími: 461-5403 Ýmsar stærðir og gerðir af herbergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og allur sameigilegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. 80m2 atvinnuhúsnæði v i ð Hr a n n a r g ö t u , h a g s t æ t t leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. 280m verslunar/atvinnuhúsnæði við Víkurbraut, hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. 2

119m2 íbúð í Innri - Njarðvík, 3. svefnherbergi. Laus strax. Uppl. í síma 861 5599.

www.VF.IS

Mjög góð 2ja herb. íbúð við Heiðarból til leigu, laus strax. Uppl. í síma 618-4497 e. kl. 5. 3. herb ,85m2 íbúð í Fífumóa, stór herbergi, leigist frá 1.júní. Hiti/ Rafmagn og hússjóður innifalið. Leigist á 70.þús. s:772 0727. Góð 3.herb. íbúð til leigu í Hólmgarði. Upplýsingar í síma 897 3343 og 869 9705.

ÓSKAST

TIL SÖLU Nissan Micra, 1997, sjálfskiptur, ekinn 145886 km. Ný sumardekk fylgja, verð 190,000. Sigrún símar: 4661459 og 8656125. Allt á að seljast Vegna flutninga húsgögn, föt, trampalin, jólaskraut, bara allt mögulegt. sími 868 3065 endilega koma og skoða.

ÞJÓNUSTA

Óska eftir steypustyrktarjárni og mottum, skoða allt magn en verður að vera á suðurnesjum. Sími: 775 0240 Óska eftir 3ja - 4ja herb íbúð í Keflavík. Upplýsingar í síma 663 1076 og 865 1963. 4 manna fjölskylda óskar eftir 4-5 herbergja íbúð í Grindavík til leigu. Traustir leigjendur erum með lítinn hund. Uppl: Fridriksveinn@ simnet.is og í síma 846 5634 eða 846 5635 Re g lu s öm , sk i l v í s 6 m an n a fjölskylda óskar eftir húsnæði sem fyrst. Upplýsingar í síma 849 0607 eða steina27@simnet.is.

VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN

m.vf.is

Brauðsnittur og tertur Útbý kaffisnittur / bitasnittur og brauðtertur fyrir veislur og vinnustaði. Gott verð og hráefni alltaf nýtt. Sími. 848-1845 eða g.ormsd@gmail.com.

ÝMISLEGT Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567. Búslóðaf lutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.

www.VF.IS

AFMÆLI

ÖKUKENNSLA Ökukennsla til almennra ökuréttinda og akstursmat. Aðstoða við enduröf lun ökuréttinda. Kenni á Toyotu Auris. Karl Einar Óskarsson löggiltur ökukennari. S: 847 2514 / 423 7873. Allar upplýsingar á www.arney.is ÖKUKENNSLA - AKSTURSMAT Ökukennsla og akstursmat til almennra ökuréttinda. Kenni á Subaru Forester. Allar upplýsingar um námstilhögun og námskostnað eru aðgengilegar á www.aka.blog.is Skarphéðinn Jónsson löggiltur ökukennari símar 456-3170 og 777-9464. Netfang: sk.jonsson@gmail.com

HEILSA Meiri orka – Betri líðan! H3O Pro Isotonic drykkurinn, ShapeWorks & flr. góðar vörur Ásdís og Jónas Herbalife dreifingaraðilar S: 843-0656 (Á), 864-2634 (J) og 421-4656 Tölvupóstur: asdisjul@internet.is Heimasíða/netverslun: http:// www.betriheilsa.is/aj

Þessar dúllur, Hafsteinn og Sonný, eiga afmæli 16.maí og verða þá 20. ára. Við elskum þær, afi og amma.

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum

Vikan 12. maí - 18. maí. nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán Léttur föstudagur á Nesvöllum 13. maí n.k. Kl. 14:00 Söngur og gleði með Arnóri Vilbergssyni og Elmari Þór.

Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/


18

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

Grindavík

Bræðurnir Aðalgeir og Kristinn Jóhannssynir opnuðu kaffihúsið Bryggjuna í ágúst árið 2009 niður við höfnina í Grindavík en þeir reka einnig veiðarfæragerðina í húsinu.

›› Kaffihúsið Bryggjan í Grindavík komið til að vera:

„Ferðamennirnir eru okkar loðnutorfur í dag“ Á veggjum kaffihússins er fjöldi gamalla mynda úr Grindavík.

AÐALFUNDUR ÍÞRÓTTAFÉLAGSINS NES Verður haldinn fimmtudaginn 19. maí í Njarðvíkurskóla kl. 18:00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Viðurkenningar veittar 3. Lokahóf

AÐALFUNDI FRESTAÐ

Fyrirhuguðum aðalfundi Starfsmannafélags Suðurnesja, sem vera átti þriðjudaginn 17. maí nk. hefur verið frestað vegna kjarasamningsmála.

„Þetta hefur gengið mjög vel og allar uppákomur sem við stöndum fyrir hafa verið mjög vel sóttar,“ sagði Kristinn Jóhannsson, annar eigandi kaffishússins Bryggjunnar.

B

ræðurnir Aðalgeir og Kristinn Jóhannssynir opnuðu kaffihúsið Bryggjuna í ágúst árið 2009 niður við höfnina í Grindavík en þeir reka einnig veiðarfæragerðina í húsinu. Kaffihúsið var ætlað sem nokkurs konar aukabúgrein en engu að síður rekið af fullum krafti. „Við erum búnir að vera með netaverkstæði hérna í þessu húsi í mörg ár. Í þróuninni hefur verið mikil fækkun á stórum skipum en þau voru okkar stóru kúnnar. Þegar bræðslan brann komu þessi stóru skip ekkert meira í þessa höfn en þetta eru stóru loðnuskipin sem voru okkar helstu viðskiptavinir. Það var mikil vinna hérna á árum áður í kringum loðnuna en svo dró úr loðnuveiðaheimildum og í kjölfarið kom verkefnaskortur hjá okkur. Þá fer hugurinn að leita eitthvað annað.“ Bræðurnir hafa verið með veiðafæragerðina við höfnina síðan árið 1980 og sagði Kristinn að á síðustu árum hefðu þeir tekið eftir mikilli fjölgun ferðamanna við höfnina. „Þegar við tókum eftir þessari gífurlegu fjölgun fórum við að hugsa hvernig við gætum náð til ferðamannanna og þá datt okkur í hug að opna kaffihús. Það má

eiginlega segja að ferðamennirnir séu okkar loðnutorfur í dag.“ Óhætt er að segja að ákaflega vel hafi tekist til með hönnun staðarins, bæði utan dyra sem innan. Þegar inn er komið fer ekkert á milli mála að sjávarútvegurinn stendur þeim bræðrum næst. Helstu áhugamál bræðranna fyrir utan sjómennskuna er menning og saga Grindavíkur. Þeir eru Grindvíkingar í húð og hár og finnst mjög vænt um þennan bæ. „Þegar við fórum að innrétta kaffihúsið fórum við að spá hvernig við gætum komið þessari grindvísku sál inn í kaffihúsið. Þá kom sú hugmynd að ná í myndir af fólki og bátum og hengja upp um alla veggi. Þannig náðum við að gera þetta að hundrað prósent grindvískum stað því þegar fólk kemur hérna inn sér það myndir af öllu sem tengist Grindavík og fær þar með söguna beint í æð með smá sögum frá okkur.“ Á staðnum er gítar og píanó og er öllum velkomið að taka lagið ef áhuginn er til staðar en Kristinn sagði ætlunina að skapa góða stemningu á Bryggjunni. „Þessar uppákomur sem við höfum haldið hérna hafa verið mjög vel sóttar. Við höfum fengið gamla Grindvíkinga til að segja sögur frá afla-

Aðalfundurinn verður haldinn mánudaginn 6. júní kl. 20:00 að Krossmóa 4a, 5. hæð. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 6. grein í lögum félagsins. Önnur mál. Kaffiveitingar í boði og félagar eru hvattir til að mæta. Stjórn STFS

vf.is

kóngaárunum en við erum með skjöld uppi á vegg með aflakóngum gamla tímans. Þetta voru menn sem reru á þorskanetum frá janúar fram til 11. maí. Þeir djöfluðust í þessu róður eftir róður og voru að fiska kannski 1500 tonn af fiski en það munaði stundum ekki nema nokkrum kílóum á efstu þremur mönnunum. Keppnin var svo mikil um aflakónginn og þetta er það sem fólk hefur áhuga á að heyra sögur af.“ Kristinn sagði þetta vera bara venjulegan stað og enginn hafi sagt þeim hvernig þeir ættu að gera þetta heldur gera þeir bara eins og þá lystir. „Meiningin er að reyna að þróa þetta betur og byggja á það sem komið er. Fólk hefur tekið mjög vel í þennan stað og komið með myndir til okkar til að hengja upp svo það segir sig sjálft, þetta er komið til að vera. Við erum með annan sal uppi sem verður tekinn í notkun seinna en hann er ekki alveg tilbúinn.“ Opnunartími Bryggjunnar er frá kl. 8 og eitthvað fram eftir kvöldi. „Við reynum alltaf að vera búnir að opna ekki seinna en kl. 8 en svo er yfirleitt opið til kl. 11 á kvöldin, stundum lengur. Það er alla vega enginn rekinn úr húsi hjá okkur.“


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

19

›› Áhöfn Oddgeirs EA fékk skútu í trollið á Faxaflóa í síðustu viku:

höfnin á togveiðiskipinu Oddgeiri EA 600 kom með leifar af þriggja mastra seglskútunni Silver til Grindavíkur í síðustu viku en leifar skútunnar komu upp með trollinu. Skútan fórst vestur af landinu seint í ágúst 2004 en þyrla Landhelgisgæslunnar náði tveimur

mönnum sem voru á skútunni úr sjónum þar sem skútan sökk. Annar mannanna var látinn en hinn, Kristian Maple, sem þá var 17 ára komst lífs af. Skútan var á leiðinni frá Kanada til Noregs þegar hún fórst en mikill leki kom að skútunni. Flak skútunnar var mjög heillegt þegar það kom upp með trolli Oddgeirs á miðvikudagskvöldið í síðustu viku um 25 sjómílur suðvestur af Malarrifi á Snæfellsnesi. Skútan brotnaði hins vegar fljótt

og sökk aftur í sæ en brak úr skútunni sat fast í trollinu og þar að auki ýmsir persónulegir munir þeirra sem sigldu skútunni á sínum tíma. Merkilegast þótti skipverjum á Oddgeiri vera fjöldi ljósmynda sem komu upp með flakinu. Myndirnar hafa varðveist vel á hafsbotni sl. sjö ár. Leifarnar af flakinu voru hífðar í land og tók lögreglan á Suðurnesjum við málinu. Rannsóknarnefnd sjóslysa mun skoða hluti úr skútunni og þá vonast skipverjar á

Oddgeiri EA til þess að ljósmyndirnar komist til réttra eigenda í Kanada. Það var síðast að frétta af Kristian Maple að hann hélt siglingum áfram og ári eftir sjóslysið vestur af landinu sigldi hann á kanóa um mikla vatnaleið í Kanada frá Ontario til Montreal. Þar var hann að vekja athygli á kanadíska blóðbankanum og átaki til blóð- og líffæragjafar en hann fékk köllun um að leggja öðrum lið eftir erfiða lífsreynslu sína við Íslandsstrendur.

- Notaðir bílar -

20

03

Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, s. 420 3330, www.benni.is

LAND ROVER FREELANDER 2,5 V6 Árg. 2003, ek. 83þús.km. sjsk. Álf. Dr. kúla, Cd. Crus. Ofl. Verð kr. 1.450.000,-

TILBOÐ kr. 1.190.000,- stgr. 05

Á

Sérfræðingar í bílum

20

Skútan kom í heilu lagi upp en brotnaði og sökk að nýju

HONDA CHIVIC LS 1,6 V-TEC

vf.is

12/2005, ek.108 þús. km. sjsk. Álf. Filmur, Cd. Spoiler, 2xdekk, Ofl. Verð kr. 1.490.000,-

Sjáið einnig myndband á vef Víkurfrétta, vf.is Myndirnar voru óskýrar þegar þær komu upp en eftir að hafa verið settar í ferskvatnsbað þá urðu þær mjög greinilegar.

20

08

TILBOÐ kr. 1.190.000,-

Hyundai Santa FE 2,2 CRDI Dísel 4/2008, ek. 94 þús. km. sjsk. Álf. Cd. Crus. Ný tímareim, Ofl. Verð kr. 3.890.000,-

20

08

Möguleiki á allt að 90% láni

á Hársnyrtistofu Anítu Bjarnarvöllum 12. Býð upp á hár, neglur og er með förðunarvörur til sölu. OPNUNARTILBOÐ Í MAÍ

15% afsláttur af öllum milk shake hárvörum. 15% afsláttur af öllum Golden rose förðunarvörunum. 10% afsláttur af þjónustu.

OPEL ASTRA ENJOY 1,6 6/2008, ek. 81þús. km. 5gíra, 5dyra, Cd. Abs. Hiti í sætum, ofl. Verð kr. 1.690.000,-

Möguleiki á allt að 90% láni 20

08

Gott í vorverkin

HEF HAFIÐ STÖRF

13.900

RAFVIRKJAR OG SMIÐUR

BÍÐA TILBÚNIR MEÐ VERKFÆRIN! Getum bætt við okkur verkefnum, bæði rafmagns og í trésmíði. Hjólbörur 90L

5/2008, ek. 74 þús. km. 5 gíra, 5dyra, Álf. Cd. Þokuljós, ofl. Verð kr. 1.390.000,-

Möguleiki á allt að 90% láni

Kristján 862 2662 og Einar 897 6422

4.490 Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum

HYUNDAI GETZ 1,4

8

890

Black&Decker háþrýstidæla 110 bar

20 0

Garðslanga 15 m með úðabyssu

CHEVROLET AVEO LS 1,4 – Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

12/2008, ek. 45 þús. km. 5 gíra, 4dyra, Abs. Cd. Ofl. Eyðslugrannur. Verð kr. 1.690.000,-

Verð kr. 1.350.000 ,-stgr.


20

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

vf.is

starfið mitt

››

›› Listdansskóli Reykjanesbæjar heimsótti Lundúnaborg á dögunum:

Irmý Ósk Róbertsdóttir hefur unnið við innritun farþega Iceland Express í Leifsstöð. Hún varð leið á að vinka öllum farþegunum bless og fór því í flugfreyjunám og mun í sumar fljúga sem flugfreyja hjá Iceland Express. Hún segir skemmtilegt að starfa við flugið:

Dansað alla daga

Var orðin leið á að vinka bless

I

rmý Ósk Róbertsdóttir hefur starfað hjá Airport Associates síðan síðasta sumar en hefur verið að læra flugfreyjuna. „Airport Associates er þjónustuaðili við flug Iceland Express eins og er en verið er að stofna nýtt fyrirtæki innan Iceland Express sem heitir Iceland Express Handling og mun sjá um alla farþegaþjónustu þeirra. Ég flýg svo fyrsta flugið líklegast um miðjan júní hjá Iceland Express sem flugfreyja,“ sagði Irmý Ósk, spennt fyrir flugfreyju starfinu. „Starfið sem ég er í núna er eitt það skemmtilegasta og fjölbreyttasta sem ég hef unnið við. Enginn dagur er eins. Sama hvort allt gangi upp eins og í sögu eða einhver vandamál komi upp er bara stuð í vinnunni. Í starfi sem þessu þýðir ekkert annað en að vera jákvæður, láta hlutina ganga upp og tækla vandamálin séu þau einhver.“ Irmý segir samstarfsfólkið skipta miklu máli og það geri góðan dag enn betri. „En í raun er það allt ferlið í kringum flugin sem er svo skemmtilegt, sem og allir farþegarnir. Fólk er jafn ólíkt og það er margt og það er það

skemmtilega við starfið. Maður getur átt von á hverju sem er.“

Irmý segist ekki hafa innritað neina fræga erlenda manneskju en oft hefur hún þó innritað forsetafrúnna, Dorrit Moussaieff. Einnig hefur hún afgreitt tónlistarfólk, leikara og viðskiptamenn sem fólk kannast við. „Í raun hefur maður engan tíma til að vera velta fyrir sér hvot einstaklingurinn sé frægur eða ekki. Innritunin þarf að ganga svo hratt fyrir sig. En auðvitað er ekkert leiðinlegt að innrita eða sjá frægt fólk í flugstöðinni.“ En mun þetta starf hjálpa þér eitthvað við að komast í flugfreyjuna? „Já, ég held það. Þekkingin sem ég hef öðlast í vinnunni hjálpaði mér til dæmis mikið þegar ég sat fimm vikna flugfreyjunámskeið hjá Iceland Express núna um daginn. Að þekkja flugferlið, allan þann undirbúning sem liggur á bakvið hvert flug og öryggisatriðin hjálpaði mér mikið.“ Hvað er svona heillandi við flugfreyjustarfið? „Aðal ástæðan fyrir því að ég sótti um flugfreyjuna er sú að ég hef

reynslu af allri afgreiðslu flugvéla og farþega. Það má segja að ég sé orðin pínu leið á að loka vélunum alltaf og vinka bless. Nú vil ég breyta til og fá að fara með. Lenda kannski í nokkrum ævintýrum, ferðast og hafa gaman. Svo á ég nokkrar vinkonur sem starfa sem flugfreyjur og líkar þeim vel. Mér finnst æðislegt að vinna í afgreiðslunni eða innritun farþega því þar er nóg að gera, það vantar ekki, en fyrst mér bauðst þetta tækifæri var ég ekki lengi að stökkva á það.“ Irmý segir kostina við að starfa hjá Iceland Express vera mjög marga en aðal kosturinn sé hvað fyrirtækið sé ungt og skemmtilegt. „Andinn hérna er léttur og það finnst mér mest heillandi. Iceland Express er opið fyrir nýjungum og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Allt sem fyrirtækið tekur sér fyrir hendur virðist ganga upp sama hversu umfangsmikið það er. Sem dæmi má nefna að félagið byrjaði að fljúga síðasta sumar til Bandaríkjanna og núna er verið að setja á fót nýtt fyrirtæki, Iceland Express Handling, svo það ætti að segja sitt,“ sagði Irmý Ósk að lokum, bjartsýn á framtíðina.

Tíu stúlkur úr framhaldshóp 16 - 20 ára hjá Bryn Ballett Akademíunni í Reykjanesbæ fóru á dögunm í átta daga dansæfingaferð til Lundúnaborgar. Bryndís Einarsdóttir eigandi og skólastýra Bryn Ballet deildi með okkur ferðasögu hópsins. Hún segir ferðina hafa verið í undirbúningi síðastliðna mánuði. „Stelpurnar héldu dansmarathon og söfnuðu áheitum, héldu styrktardanssýningu, seldu blóm fyrir konudaginn, seldu lakkrís, bökuðu og seldu kökur, seldu páskaegg og fleira.“ Bryndís sem bjó sjálf í Lundúnum í næstum fimm ár og Daniel Coaten unnusti hennar, sem er frá Bretlandi voru fararstjórar á eigin vegum sér til mikillar gleði og kátínu. „Eiginlega allir nemendurnir höfðu aldrei komið til Lundúna, né farið í neðanjarðarlest eða rauðan strætó, sem þeim þótti gífurlega spennandi. Fannst öllum mjög gaman að upplifa þessa ferð og var mikið hlegið á hverjum degi. Við héldum til í mjög stóru húsi sem við leigðum, yfir 100 ára gamalt

hús frá Viktoríutímabilinu á þremur hæðum. Konan sem á það, er mikill listamaður og ljósmyndari, þetta var svona ævintýrahús, mjög bóhem ,“ segir Bryndís. Farið var í heimsókn í tvo dansskóla, Pineapple Dance Studios og Danceworks, þar sem að stúlkurnar dönsuðu af krafti alla daga. Þar var farið í klassískan ballett, jazz, street dans, egypskan dans og svo mætti lengi telja. Endalaust var horft á danstíma enda mikið um að vera í þessum dansstúdíóum, stundum 7 dansalir með opna danskennslutíma í einu á háannatíma. Ásamt því að dansa af lífi og sál var farið líka á danssýningar og söfn. Sumir prófuðu kínverskan mat og sushi í fyrsta sinn, sem er mikið góðgæti að sögn Bryndísar en hún hefur starfað sem danskennari í Japan og líkaði vel.

Hópurinn búinn að elda pasta heima hjá sér.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

21

GARÐAÚÐUN SUÐURNESJA

Úðum m.a. gegn roðamaur og kóngulóm! Björn Víkingur: 822 3577, Elín: 699 5571 822 3577, 421 4870, 699 5571 og 421 5571 netfang: bvikingur@visir.is

Gott úrval af skartgripum Opið alla virka daga frá kl. 10:00 - 18:00 Verið velkomin „Farið var í Royal Opera House sem er leikhús í Covent Garden sem var opnað 1858 og er margt upprunalegt í arkitektúr þar að finna frá viktoríutimabilinu. Í Royal Opera House er Royal ballettinn til húsa sem er heimsklassa ballett flokkur, einn sá besti í heiminum. Þar sáum við klassíska ballettverkið Öskubusku og spilaði sinfóníuhljómsveit hússins undir tónlist eftir Sergei Prokofiev. Alveg frábær sýning með miklum húmor og töfrum.“ Einnig var farið í Ripley, believe it or not og Madam Tussauds vaxmyndasafnið sem er fullt af vaxmyndum af þekktu fólki, kvikmyndastjörnum, forsetum, íþrótta- og poppstjörnum. „Alveg meiriháttar safn og gaman að fara þangað. Bryndís heimsótti safnið í þriðja sinn og Daniel í fimmta sinnið. Alltaf er þar eitthvað nýtt að sjá og er þetta safn geysilega vinsælt.“ Hópurinn skellti sér á heimsfræga söngleikinn Chicago. Skemmtileg

og sniðug sýning með frábærri jazz og blús hljómsveit sem spilaði undir tónlist eftir John Kender allann tímann. „Við hittum svo Kane Ricca frægan dansara, tvisvar meira að segja sem keppti í „Got to dance“ þáttunum sem voru sýndir á Skjá 1 núna nýverið á íslandi. Hittum einnig fullt af danskennurum sem vilja ólmir koma til Íslands og allir tóku okkur mjög vel hvert sem við fórum. Alltaf þegar að við minntumst á að við værum frá íslandi þá lyftist brúnin af ánægju hjá fólki sem virtist áhugasamt og mjög jákvætt í okkar garð, það fannst okkur voðalega gaman,“ segir Bryndís. Þessi dansæfingaferð var tóm gleði og hamingja segir Bryndís og þvílík upplifun fyrir dansnemendurna. Það var alveg sérstaklega dýrmætt að sjá samheldni og djörfung eða áskorun ef svo mætti að orði komast, í því að takast á við ný viðhorf og upplifanir sem voru út fyrir þæginda svæðið þeirra. Þær voru tilbúnar að læra, meta og tileinka

sér ný sjónamið. Bryndís segist vera mjög stolt af þeim öllum. Til gaman má geta að BRYN var í þættinum Landanum á RÚV um daginn og fyrir rúmri viku var frumsýnt myndband frá íslensku hljómsveitinni Kiriyama Family á youtube sem heitir sneaky boots, þar sem stúlkurnar dansa í hluta myndbandsins með grímur frá BRYN. Næsta danssýning hjá listdansskólanum er Vorsýning allra nemenda skólans 28. maí í Andrews leikhúsinu á Ásbrú kl. 14:00 og kl.16:00, þar eru allir hjartanlega velkomnir. Sumarnámskeið listdansskólans hefst í júní og eru nýjir nemendur eru ávallt velkomnir. Nöfn dansara: Ósk Jóhannesdóttir, Elísa Sveinsdóttir, Hildur Sæbjörnsdóttir, Sandra Júlíana Karlsdóttir, Hulda Sif Gunnarsdóttir, Sigfríður Ólafsdóttir, Sóley Björg Ingibergsdóttir, Thelma Guðlaug Arnarsdóttir, Dominika Wróblewska og Aníta Ósk Georgsdóttir.

Hópurinn með Kane Ricca sem komst í úrslit í Got to Dance keppninni.

kr. 7.900,-

kr. 13.900,-

kr. 5.350,-

Njarðvíkurbraut 9 - Sími: 421 1052 - 823 4228

Vertu í góðu sambandi við VF! Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000

vf.is • m.vf.is • kylfingur.is

TSA ehf. Trésmíðaverkstæði Stefáns & Ara

Framleiðum gestahús, garðhús eða hverskyns hús að þínum óskum. Sjáum um flutning í sveitina. Brekkustíg 38 | Reykjanesbæ | s. 421 2788 | Stefán 896 2788 | Ari 894 0354 | tsa@tsa.is

HÚSNÆÐI TIL LEIGU Fasteignir ríkissjóðs vilja leigja neðangreint húsnæði: Skrifstofuhúsnæði að Víkurbraut 25, Grindavík Um er að ræða skrifstofuálmu á 2. hæð, áður útibú sýslumannsembættisins. Stærð hins leigða er 121m² auk 50m² geymslu í kjallara. Húsnæðið er til sýnis eftir nánara samkomulagi við sýsluskrifstofuna í Grindavík, sími 4202443, milli kl. 09:00 og 13:00. Óskað er eftir skriflegu tilboði með upplýsingum um bjóðanda, leigufjárhæð og leigutíma. Tilboð berist Fasteignum ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík eða í netfang: snaevar@fastrik.is, fyrir 30. maí nk.

Ballettími í Pineapple Dance Studios.


22

VÍKURFRÉTTIR

vf.is

22

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn Fimmtudagurinn 12. 12. maí maí 2011 2011

Dómaraskandall! Það er líf og fjör í knattspyrnunni og þétt leikið í Pepsi-deildinni um þessar mundir. Keflvíkingar voru í heimsókn hjá KR-ingum á sunnudagskvöld og lyktaði leikurinn með 1-1 jafntefli. Keflvíkingar komust yfir með marki frá Hilmari Geir Eiðssyni í um miðjan síðari hálfleik en Njarðvíkingurinn Óskar Örn Hauksson jafnaði leikinn fyrir heimamenn undir lok leiksins með afar umdeildu marki. Myndbandsupptökur hafa sýnt að brotið var á leikmanni Keflavíkur skömmu áður en Óskar Örn skoraði jöfnunarmarkið. Í viðbótartíma áttu Keflvíkingar einnig að fá vítaspyrnu er Magnús Sverrir Þorsteinsson var felldur innan vítateigs (sjá mynd til hliðar) en slakur dómari leiksins, Gunnar Jarl Jónsson, sá ekki ástæðu til að dæma. Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, var æfur í leikslok og vandaði Gunnari Jarli ekki kveðjurnar í fjölmiðlum eftir leikinn. Lítill tími var þó fyrir Keflvíkinga til að dvelja við þennan leik því í gærkvöldi mætti liðið FH á Nettóvellinum í Keflavík en Grindvíkingar sem töpuðu gegn Valsmönnum léku gegn Blikum á útivelli. Umfjöllun og viðtöl um leikina í gærkvöldi má finna á heimasíðu Víkurfrétta, vf.is.

Hér sést vel hvernig KRingurinn krækir fætinum fyrir Magnús Sverri á síðustu mínútunni. Á minni myndinni má sjá Guðjón Árna liggja inni í teig, skömmu síðar skoruðu KRingar. Myndir: sport.is

Tvöföld blóðtaka fyrir Keflvíkinga í körfunni. Sigurður Gunnar og Þröstur Leo halda til annarra liða:

Tækifæri fyrir aðra leikmenn

Keflvíkingar urðu fyrir mikilli blóðtöku í vikunni þegar körfuboltakapparnir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Þröstur Leó Jóhansson ákváðu að skrifa ekki undir nýjan samning við liðið. Sigurður Gunnar er að vonast til að komast í atvinnumennsku en er einnig með vegleg samningstilboð frá Grindavík og KR. Þröstur Leó ætlar að prófa nýja hluti og mun leika með Tindastól á næstu leiktíð. Sigurður Ingimundarson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, hefur engar áhyggjur af Keflavíkurliðinu þrátt fyrir að þessir tveir sterku leikmenn séu horfnir á braut. „Það hefur alltaf verið einhver færsla á liðinu á þessum árstíma. Þetta eru báðir mjög efnilegir og góðir leikmenn en ætla að prófa eitthvað annað og það er bara hið besta mál. Það opnast í kjölfarið tækifæri fyrir aðra leikmenn og það er aldrei skortur á góðum körfuknattleiksmönnum í Keflavík,“ segir Sigurður en er

Keflavík í viðræðum við nýja leikmenn? „Við erum ekki í viðræðum við neina leikmenn nema okkar eigin eins og staðan er núna. Við er að gagna frá lausum endum innan hópsins og það lítur út að það verði allir aðrir áfram hjá Keflavík og svo bætist vonandi eitthvað við í hópinn hjá okkur þegar líður að hausti. Við fáum Arnar Freyr (Jónsson innskt. blaðamanns) til baka úr meiðslum og það verður okkur mikill fengur. Mér líst mjög vel á liðið.“ Keflvíkingar eru ekki farnir að huga að nýjum erlendum leikmanni fyrir næstu leiktíð en ljóst er að Thomas Sanders kemur ekki aftur til Keflavíkur. „Hann verður ekki áfram með Keflavík. Það hjálpaði honum heldur ekki að enda tímabilið eins og hann gerði og fá í kjölfarið fjögurra leikja bann. Þetta var góður leikmaður og ef ekki hefði verið fyrir þetta atvik þá hefðum við jafnvel skoðað það að fá hann aftur til liðs við okkur.“

Landsbankinn styrkir Keflavík og Reyni ›› Keflavík er með merki Þroskahjálpar á búningum sínum og Reynismenn Hjartaverndar. Tengjum saman íþróttafélög og samtök eða félög sem láta að sér kveða í mannúðarmálum,“ segir Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankinn er aðalbakhjarl Knattspyrnudeildar Keflavíkur. Landsbankinn hefur á sama tíma ákveðið að afsala sér auglýsingum framan á búningum meistaraflokka Keflavíkur og boðið félaginu að velja sér gott málefni á búningana í staðinn. Keflavík valdi Þroskahjálp á Suðurnesjum og merki félagsins prýðir því búninga karla- og kvennaliðs Keflavíkur í sumar. Þetta er gert í takt við nýja stefnu sem Landsbankinn hefur sett sér um stuðning bankans við íþróttafélög undir yfirskriftinni Samfélag í nýjan búning. Markmiðið er að tengja saman stuðning bankans við íþróttir og mannúðarmál. Í tengslum við þetta verkefni hefur verið stofnaður áheitasjóður fyrir Þroskahjálp á Suðurnesjum og greiðir bankinn tiltekna upphæð fyrir hvern sigur meistaraflokka karla og kvenna í Keflavík. Öðrum fyrirtækjum og einstaklingum er frjálst að heita á liðið sitt og leggja þannig góðu málefni lið.

Verkefninu var ýtt úr vör fyrir leik Keflavíkur og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla og af því tilefni færði Landsbankinn Þroskahjálp á Suðurnesjum 500.000 kr. styrk. Það voru Einar Hannesson, útibústjóri Landsbankans, og fyrirliðar meistaraflokka Keflavíkur sem afhentu Sigurði Inga Kristóferssyni, formanni Þroskahjálpar á Suðurnesjum styrkinn. Hjartavernd hjá Reyni Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans og formaður knattspyrnudeildar Reynis í Sandgerði undirrituðu samstarfssamning um stuðning bankans við allar deildir knattspyrnufélagsins næstu árin. Samhliða því hefur Landsbankinn afsalað sér auglýsingum á búningum hjá Reyni og boðið félaginu að velja sér í staðinn gott málefni á búningana. Reynir valdi Hjartavernd. Merki félagsins prýðir því búninga félagsins næstu ár. Reynir Sandgerði er fimmtánda félagið sem gengur í samstarf við Lands-

bankann um Samfélag í nýjan búning. Stofnaður verður áheitasjóður fyrir Hjartavernd og greiðir bankinn ákveðna upphæð fyrir hvern sigur meistaraflokka Reynis karla og kvenna á Íslandsmótum í knattspyrnu. Öðrum fyrirtækjum og einstaklingum er frjálst að heita á liðið sitt og leggja þannig góðu málefni lið. Í tilefni af stofnun áheitasjóðsins mun Landsbankinn styrkja Hjartavernd með styrk að upphæð 500.000 krónur. „Við erum mjög stolt af stuðningi okkar við íþróttafélgöin á Suðurnesjum. Hugmyndafræði bankans að baki verkefninu Samfélag í nýjan búning snýst um að tengja saman íþróttafélög og samtök eða félög sem láta að sér kveða í mannúðarmálum,“ segir Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ. „Með þessum hætti geta íþróttafélögin og stuðningsmenn þeirra eða aðrir styrktaraðilar tekið þátt í því með Landsbankanum að styðja við mannúðarmál.“

Félagsfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn í húsi félagsins að Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 12. maí kl. 20:00. DAGSKRÁ Kynning á nýgerðum kjarasamningi Stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja

Mynd: Frá undirritun samstarfssamnings Reynis Sandgerði og Landsbankans.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

23

Golftíðin er hafin með tilheyrandi fjöri á golfvöllum landsins. Mótahaldið er byrjað og fyrsta mótið á Þ-mótaröð Golfklúbbs Suðurnesja fór fram sl. þriðjudag. Þessir öldungar voru í hópi þeirra sem nutu veðurblíðunnar í Leirunni og börðust við lítla hvíta boltann.

GOLFTÍÐIN Í GÍR! ›› Knattspyrnusumarið 2011 // kynningar á liðum:

STARFSFÓLK SUMARAFLEYSINGAR Óskum eftir starfsfólki til sumarafleysinga. Þarf að vera 20 ára eða eldra. Helst vön/vanur afgreiðslu. Vinnutími önnur hveri helgi, 11-12 klst. vaktir og 3 kvöld í viku. Upplýsingar aðeins gefnar á staðnum kl. 8:00 - 17:00.

TJARNAGRILL Tjarnabraut 24, Innri Njarðvík

Meistaraflokkur Víðis í Garði. Myndin var tekin á ÍR-vellinum á mánudagskvöld. Víkurfréttamynd: Tomasz Kolodziejski

Víðismenn mæta klárir til leiks

V

íðismenn hafa gengið í gegnum miklar breytingar fyrir komandi tímabil en Einar Daníelsson segir stemninguna í hópnum góða. „Við erum búnir að æfa grimmt á Garðskaga undanfarið í stafalogni eins og er ávallt þar og menn eru spenntir fyrir að hefja leik í deildinni þann 21. maí næstkomandi. Maggi Óla er búinn að plana þétting fyrir hópinn fljótlega þannig að við verðum klárir í slaginn þegar mótið hefst,“

Hvernig var undirbúningtímabilinu háttað? Við hófum æfingar á fullu í janúar eftir að hafa verið eingöngu í futsal fyrir áramót. Við Víðismenn höfum auðvitað ekki sama aðgengi að knattspyrnuhöllum og stærri lið landsins og því var nokkuð misjafnt hvar var æft. Við æfðum innanhúsfótbolta til að byrja með, svo færðum við okkur á sparkvöllinn og hlupum úti, og svo loks fengum við tíma í Reykjaneshöllinni og Kórnum á einhverjum ókristilegum tímum. Einnig höfum við verið í Tabata tvisvar í viku hjá Karli Júlíussyni sem er skemmtileg tilbreyting og mjög árangursríkt (ef menn mæta í tímana þ.e.a.s). Ég og Jón

Ragnar Ástþórsson vorum langharðastir í Tabata tímunum í vetur en aðrir mættu talsvert minna enda sést það vel á líkamsburðum þeirra. Hvernig hefur undirbúningtímabilið gengið? Það hefur gengið svona þokkalega. Við vorum með mjög þunnan hóp til að byrja með enda höfðu flestir leikmenn sem spiluðu með liðinu í fyrra róið á önnur mið eða hætt. Þess vegna áttum við slæma leiki til að byrja með en eftir að fleiri leikmenn bættust í hópinn fór þetta allt að ganga betur og verið mikill stígandi í leik liðsins. Við unnum þrjá leiki í Lengjubikarnum og töpuðum tveimur en allir sigrarnir voru á móti liðum sem spila í 2.deild í sumar. Það sýnir okkur að við ættum að vera ágætlega í stakk búnir til að gera vel í 3.deildinni í sumar og komast upp í 2.deild því að þar á Víðir svo sannarlega heima. Hver eru markmið Víðismanna í sumar? Markmiðið er klárlega að vinna 3.deildina. En til þess að gera það þurfum við að byrja á að koma okkur í úrslitakeppnina og þar þurfa menn að vera í standi því að einn slæmur leikur getur eyðilagt

allt erfiði sumarsins. Það hafa Víðismenn upplifað áður af eigin raun. Miklar breytingar hafa orðið á hópi Víðismanna og liðið bætt við sig reynslumiklum mönnum. Magnús Ólafsson, Davíð Hallgrímsson, Hafsteinn Ingvar Rúnarsson og Ólafur Ívar Jónsson komu frá Reyni Sandgerði. Eiríkur Viljar Kúld kom frá FH, Gunnar Hilmar Kristinsson og Atli Þór Jóhannsson frá ÍR, Hákon Stefánsson og Vilhjálmur Atlason frá Keflavík, Ómar Hjaltason frá Njarðvík og svo kom Rúnar Dór Daníelsson markvörður aftur frá Grindavík. En liðið hefur á móti misst einhverja 11-12 leikmenn frá því í fyrra þannig að það hefur orðið mikið endurnýjun og í raun alveg nýtt lið. Hverja telur þú vera helstu keppinauta ykkar í 3. deildinni? „Nú þekki ég þessi lið í 3.deild frekar lítið. KB og Berserkir eru samt með fín lið veit ég. Ég held að Afríka verði allavega ekki mikil fyrirstaða,“ segir Einar en hann segir jafnframt að veikleikar Víðismanna séu að hópurinn sé frekar þunnur og ekki megi mikið út af bera. Styrkleikar liðssins séu hins vegar hversu reynslumikið liðið sé, það geti vegið þungt í sumar.

Hafnargötu 90 (fyrir ofan Tölvulistann) sími 420-6070 julli@betrileiga.is Reynir Ólafsson lögg. fasteignasali, Júlli Steinþórss sölumaður

Dalsbraut 12, íbúð 203, Innri Njarðvík. Um er að ræða nýlega þriggja herbergja íbúð á efri hæð í 10 íbúða húsi, íbúðinni fylgir ískápur og uppþvottavél. Íbúðin er laus strax. Leiguverð 85.000 per mán.

TIL

U

IG

LE

Tjarnabraut 12, íbúð 203, Innri Njarðvík. Um er að ræða nýja glæsilega rúmgóða 3ja herbergja íbúð á annari hæð í fjölbýlishúsi ásamt geymslu í sameign. Húsið er vel staðsett í Innri Njarðvík nálægt Akurskóla. Leiguverð 90.000 per mán. Íbúðin er laus strax.

TIL

Þessar myndir eru úr leik Víðis og ÍR í Valitor bikarnum í vikunni. Þar steinlágu Garðmenn 6-0.

U

EIG

L TIL

U ÖL

S

Klapparstígur 8, Keflavík. Um er að ræða 3ja herbergja mikið endurnýjaða íbúð á efri hæð með sér inngangi í tvíbýlishúsi í gamla bænum í Keflavík Reykjanesbæ. Stutt er í alla þjónustu. Stór ræktaður garður með sólpalli og garðhýsi er sér eign hæðarinnar. Verð 13.900.000 möguleiki á 100% láni.”

U

EIG

L TIL

Heiðarholt 8, íbúð 201, Keflavík. Um er að ræða 3 herbergja íbúð á annari hæð í 8 íbúða stigagangi á góðum stað í Keflavík Reykjanesbæ, íbúðin er staðsett rétt við Heiðarskóla. Eignin er jafnframt til sölumeðferðar, komi til að íbúðin seljist hefur leigjandi 3 mánaða uppsagnarfrest. Leiguverð 85.000 per mán.

TIL

LU

Túngata 19, Keflavík. herbergja raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr í gamla bænum í Keflavík Reykjanesbæ. Glæsilegur garður og pallur á baklóð, húsið hefur verið töluvert endurnýjað. Eign sem vert er að skoða nánar, Hagstæð lán áhvílandi greiðslubyrgði lána ca 90.000 per mánuð.

TIL

U ÖL

S

Hjallavegur 3d, Njarðvík. Um er að ræða 4ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi, með sér inngangi. Verð 16.300.000 möguleiki á 100% láni. Nánari upplýsingar á skrifstofu.

Lika Erum með úrval af atvinnuhúsn Suðurnesju

Færa þetta larbraut, þe annað ( haf bara texta )


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Opið allan sólarhringinn TM

Fitjum

Fimmtudagurinn 12. maí 2011 • 19. tölublað • 32. árgangur

NÝ T T

Morgun verð matseð arill Aðeins í bo Subway ði á Fitjum

SVART & SYKURLAUST Að skíta í garðinn hjá nágrannanum Umhverfismál eru okkur hugleikin og þá bæði það sem vel er gert og ekki síður það sem miður fer. Skömmu áður en blaðið fór í prentun síðdegis í gær barst okkur ábending um að heilu bílförmunum af garðaúrgangi hefur verið sturtað í alfaraleið á hinu svokallaða Nikkelsvæði í Reykjanesbæ. Þetta er auðvitað alveg ótækt. Sá sem hafði samband líkti þessu við að skíta í garðinn hjá nágrannanum. Það þjóni litlum tilgangi að snyrta í kringum sig og losa sig svo við allt ruslið á opnum svæðum í bænum. Garðaúrgang má fara með í Kölku og eins er jarðvegslosun á Vogastapa, þar sem fólk má losa sig við garðaúrgang, annan en rusl.

Þökkum góðar viðtökur Starfsfólk Landsbankans í Reykjanesbæ þakkar viðskiptavinum sínum kærlega fyrir góðar móttökur og þolinmæði eftir að útibú bankans voru sameinuð á einum stað við Tjarnargötu 12. Fyrsti dagur í sameinuðu útibúi var 20. apríl sl. og öll aðstaða er eins og best verður á kosið til að stuðla að betri þjónustu við viðskiptavini.

Tómas vekur fólk til umhugsunar Herforingi Bláa hersins, Tómas Knútsson, skrifaði grein í Víkurfréttir um sóðaskapinn við Strandgötuna í Sandgerði á dögunum. Í framhaldinu hafa Víkurfréttum borist fjöldi ábendinga um rusl og drasl og almennan sóðaskap í sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Blaðið vakti athygli á sóðaskap á Vatnsnesi í síðasta blaði og á næstu vikum munum við fylgjast með umhverfismálum á Suðurnesjum og vekja fólk með myndum af því sem betur má fara. Nú er hins vegar tími vorhreinsana í flestum sveitarfélögum og vonandi notar fólk hreinsunarátakið til að losa sig við óæskilegt drasl af lóðum sínum og sleppur þannig við að fá mynd af herlegheitunum á síður Víkurfrétta.

MUNDI

Eru Suðurnesjamenn alveg í rusli?

Talið frá vinstri: Björn B. Kristinsson, þjónustustjóri einstaklinga, Alda Agnes Gylfadóttir, þjónustustjóri fyrirtækja, Berglind Rut Hauksdóttir, aðstoðarútibússtjóri, Einar Hannesson, útibússtjóri.

Landsbankinn þinn er heiti á nýrri stefnu bankans. Hann er í eigu þjóðarinnar og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. Landsbankinn hefur breyst mikið og mun breytast og eflast enn frekar í takt við nýja stefnu. Við skiptum ekki um nafn heldur hugarfar.

Starfsfólk í sameinuðu útibúi í Keflavík.

Við viljum þakka kærlega fyrir þá þolinmæði sem viðskiptavinir hafa sýnt okkur á undanförnum dögum og vikum vegna samrunans og breytinga sem gerðar voru á húsnæði. Eins og við er að búast koma upp ýmsir hnökrar í viðamiklum samruna af þessu tagi en allt kapp var lagt á að leysa skjótt úr öllum slíkum málum.

Víðtæk reynsla starfsmanna

Landsbankinn

landsbankinn.is

Sameinað útibú verður mjög vel í stakk búið til að mæta kröfum viðskiptavina, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. Samanlögð reynsla starfsmanna og fjölbreytt þekking vega þar þungt. Útibúanúmer og númer reikninga breytast ekki og vinalegi

GOLFTÍÐIN ER AÐ BYRJA, NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR

Hafið samband í síma 421 4100 eða netfangið gs@gs.is

þjónustufulltrúinn verður á sínum stað. Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu með áherslu á örugg og fagleg vinnubrögð, persónulega þjónustu og stuttan svartíma. Við hlökkum til að taka vel á móti þér í útibúinu við Tjarnargötu.

410 4000


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.