20.tbl_2011

Page 1

Stærra og efnismeira blað í hverri viku!

Víkurfréttir

Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær

Íslensk vara

Kræsingar og kostakjör

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Klettagos & Klettavatn Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is

Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

vf.is

FIMMTUdagurinn 19. maí 2011 • 20. tölubl að • 32. árgangur

›› Ernir

›› Víðir

›› Grindavík

Glæsileg hjólasýning

75 ára afmæli á laugardaginn

Hraustir nemendur í sjóferð

› Síða 12

› Síða 14

› Síða 18

SUMARDEKK OG FELGUR Á ALLAR GERÐIR BIFREIÐA

›› Keflavíkursigur í Grindavík ›› Íþróttaumfjöllun á síðum 22-23

14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011

spennandi uknattleikir

N1 GRÆNÁSBRAUT 552

Meira í leiðinni

ehf.

Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17

to.

kosti með gen.

endur vænn er ari

Opið allan sólarhringinn

Gummi Steinars jafnaði markametið

K. Steinarsson ehf.

Njarðarbraut 13 - 260 Reykjanesbæ Sími 420 5000

TM

Fitjum

- sjá nánar á bls. 23

Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB

NÝ T T

Morgu nver matseð ðarill A ðeins í b Subway oði á Fitjum

›› Viðtal við Guðmund Steinarsson í miðopnu GOLFTÍÐIN ER HAFIN

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND

NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR Hafið samband í síma 421 4100 eða netfangið gs@gs.is

| www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

rðarbraut 13 @heklakef.is

Easy ÞvoTTaEfni

Easy MýkingarEfni


2

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

›› FRÉTTIR ‹‹ Hagnaður HS Orku tvöfaldast

H

agnaður HS Orku á fyrsta fjórðungi ársins nam 2.231 milljón króna samanborið við 1.190 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Lesa má úr reikningnum, að bætt afkoma stafi aðallega af hækkun á álafleiðum. Rekstrartekjur félagsins námu 1.953 milljónum króna samanborið við 1.812 milljónir króna á sama tíma í fyrra.

Vel steikt sælgæti á eldavélarhellu

S

lökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að íbúð við Faxabraut í Keflavík í hádeginu á mánudag. Nágranni hafði tilkynnt um reyk í íbúð. Í ljós kom að kassi með sælgæti stóð á eldavélarhellu sem var í gangi svo af hlaust talsverður reykur. Slökkviliðsmenn opnuðu hurðar og glugga upp á gátt en ekki þótti ástæða til að setja reykblásara í gang.

Filma.is opnar dyr fyrir Íslendinga erlendis

F

ilma.is hefur opnað dyr sínar fyrir Íslendingum sem staðsettir eru erlendis en núna er hægt að leigja íslenskar kvikmyndir og þætti á netinu. Úrvalið er takmarkað í byrjun en unnið er hörðum höndum að því að stækka það á komandi mánuðum. Hægt er að leigja þættina Mannasiðir Gillz, Ameríski Draumurinn, Hamarinn og Steindinn okkar og svo má helst nefna kvikmyndir eins og Blóðbönd, Börn Náttúrunnar, Bíódagar, Englar Alheimsins o.fl. Filma.is er íslensk síða þar sem hægt er að leigja stórt úrval af kvikmyndum og þáttum á netinu. Hún er fyrsta síða sinnar tegundar á Íslandi og tekur mið af erlendum síðum á borð við Netflix, iTunes og Amazon VOD. Með þessu er verið að koma til móts við Íslendinga sem eru annað hvort búsettir erlendis eða eru að ferðast og vilja geta nálgast íslenskt afþreyingarefni í gegnum netið. Hægt er að nálgast heildarlista yfir það efni sem er í boði á fréttasíðu Filma.is

Ungarnir komnir á grillið! Eins og við greindum frá í síðasta blaði verður ekki grillað í bráð á heimili einu í Sandgerði. Ástæðan er að starri hefur gert sér hreiður á grillinu og verpt þar fimm eggjum. Þegar grillið var opnað á svölunum kom í ljós að það var orðið troðfullt af grasi og fuglafjöðrum og í miðjan hauginn var svo búið að

verpa fimm fagurgrænum eggjum. Nú eru fimm ungar komnir í hreiðrið á grillinu og hávær söngur um mat þannig að foreldrarnir eru í stöðugum ferðum á grillið með gott í gogginn fyrir afkvæmin sín. Myndina af ungunum tók Eyþór Sæmundsson blaðamaður Víkurfrétta nú í vikunni.

Himinhátt atvinnuleysi á Suðurnesjum A

tvinnuleysi á Suðurnesjum í apríl er himinhátt og langt fyrir ofan landsmeðaltal. Þannig voru 13,6 prósent Suðurnesjamanna án atvinnu í apríl meðan meðaltal atvinnuleysis á landsbyggðinni var 6,9 prósent og 8,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Á vef Vinnumálastofnunar má finna skýrslu um atvinnuástandið í apríl og m.a. borið saman atvinnuástandið í dag og allt aftur til ársins 2002. Þá var atvinnuleysið á Suðurnesjum 2,2 prósent. Á tímabilinu 2002-2011 var atvinnu-

leysi minnst árið 2006 þegar það var 1,8 prósent í apríl. Atvinnuástandið var verst í fyrra þegar 14,6 prósent Suðurnesjamanna voru án vinnu í apríl. Í ár var atvinnuleysið prósentustigi minna eða 13,6 prósent. Á bakvið allar þessar prósentutölur eru einstaklingar. Þeir eru á Suðurnesjum samtals 1583 sem voru án atvinnu í apríl. Vinnumálastofnun hefur flokkað atvinnulausa eftir sveitarfélögum. Flestir eru þeir án atvinnu í Reykjanesbæ eða 1116 talsins. Í Sandgerði voru 170 manns

án vinnu í apríl, 112 í Grindavík, 100 í Garðinum og 85 í Vogum. Athygli vekur að í öllum sveitarfélögum nema Grindavík eru karlar fjölmennari á atvinnuleysisskrá. Í Grindavík voru 66 konur atvinnulausar í apríl og 46 karlar. Atvinnuleysi eftir lengd atvinnuleysis er greint í skýrslu Vinnumálastofnunar. Þar kemur m.a. fram að af þessum 1583 sem eru atvinnulausir hafa 201 verið án vinnu í yfir tvö ár. Stór hópur eða 150 manns er einnig búinn að vera án vinnu í 18-24 mán-

uði. Þá eru 341 sem hafa verið atvinnulausir í 6-9 mánuði. Samtals voru 37 atvinnulausir í apríl sem voru að koma inn nýir á atvinnuleysisskrá og höfðu verið án vinnu í 1-3 vikur. Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ lýsti því í viðtali við Víkurfréttir í apríl að nokkuð væri um að atvinnulausir hafi flutt burtu úr bænum og eins hafi fjölgað fólki sem komið er á framfærslu sveitarfélagsins eftir að hafa fallið út af atvinnuleysisskrá.

Breytingu á frumvarpi um fiskveiðistjórnun fagnað í Reykjanesbæ

H

jörtur M. Guðbjartsson tók við formennsku af Ólafi Thordersen á aðalfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ sem haldinn var þriðjudaginn 10. maí. Ólafur skilaði blómlegu búi til hins nýja formanns, félagið að verða skuldlaust og öflugt starf í gangi. Auk Hjartar þá skipa þau Vilhjálmur Skarphéðinsson, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir, Guðný Kristjánsdóttir og Johan D. Jónsson hina nýju stjórn. Fjörugar umræður um bæjar- og landsmál urðu á fundinum og var neðangreind ályktun samþykkt einróma: „Aðalfundur Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fagnar þeim mikla árangri sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur náð á erfiðum tímum og lýsir yfir sérstakri ánægju með að nú á tveggja ára afmælisdegi ríkisstjórnarinnar sé lagt fram langþráð frumvarp til breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun sem feli í sér almenningseign fiskistofna, innköllun aflaheimilda og endurúthlutun þeirra.“

Kvikan opnuð - Tvær glæsilegar auðlindasýningar og kaffihús K

vikan, auðlinda- og menningarhús var formlega opnað í Grindavík á þriðjudag að viðstöddu fjölmenni. Í Kvikunni eru nú tvær sýningar. Annars vegar Saltfisksetrið sem verið hefur í húsinu frá því það var opnað 2002 og hins vegar ný sýning sem nefnist Jarðorka sem er ætluð að fræða gesti um undirstöðuatriði íslenskrar jarðsögu og jarðfræði, skýra á einfaldan hátt eðli jarðhita, eldvirkni og jarðskjálfta. Þá hefur verið opnað kaffihús í Kvikunni sem er nú opið alla daga vikunnar frá kl. 10-17 og verður húsið nú miðstöð auðlinda- og menningar í Grindavík. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og formaður stjórnar Kvikunnar fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á rekstri hússins. Jarðsögusýningin var áður í Gjánni í Eldborg en var lokað á sínum tíma en hefur nú verið flutt á efri hæðina í Kvikunni auk þess sem bætt hefur verið við upplýsingum um Auðlindastefnu Grindavíkurbæjar og glæsilegum eldgosamyndum. Vel hefur tekist til við flutninginn en Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður, sem hannaði báðar sýningarnar í Kvikunni, kom að því

að skipuleggja jarðsögusýninguna í Kvikunni. Stjórn Kvikunnar ákvað að leita til aðila í Grindavík sem reka matsölu- eða kaffistaði til þess að taka að sér rekstur á kaffihúsi í Kvikunni í umboðssölu. Eitt tilboð barst og var það frá Mömmu míu og var gengið til samninga við fyrirtækið. Myndarlegt kaffihús verður því rekið í Kvikunni í sumar. Við opnunina á þriðjudag voru tvö skemmtileg tónlistaratriði sem settu tóninn fyrir menningarstarfsemi í Kvikunni. Annars vegar sungu efnilegar söngkonur lagið ,,Keyrum þetta í gang“ úr árshátíðarleikriti Grunnskóla Grindavíkur og hins vegar tók hljómsveitin Jón Páll og Pollarnir nokkur lög. Þá opnaði Róbert Kvikuna með formlegum hætti og gestir skoðuðu sýningarnar tvær í húsinu. Hannað hefur verið auðkennismerki fyrir Kvikuna, auðlinda- og menningarhús og sá Gunnar Júlíusson grafískur hönnuður um það. Merkið þykir endurspegla vel auðlindirnar tvær sem eru í húsinu, annars vegar hraunkviku og hins vegar hafið. Gunnar hannaði einnig auðkennismerki Jarðorkunnar.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

3

KEILIr Er gÓÐUr KOStUr Keilir er alhliða menntafyrirtæki í eigu háskóla, fyrirtækja og almannasamtaka og byggist upp á fjórum mismunandi skólum: Háskólabrú, Heilsuskóla, Orku- og tækniskóla og Flugakademíu. Komdu í nútímalegt, metnaðarfullt og skemmtilegt nám. Komdu í Keili.

KOmdU í HEImSÓKN Og SKOÐaÐU SKÓLaNN sendu línu á namsradgjafi@keilir.net og pantaðu tíma. Hlökkum til að sjá þig.

HáSKÓLabrúIN Háskólabrú Keilis býður upp á nám fyrir þá sem hafa ekki lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla þeir inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis.

HEILSUSKÓLINN Heilsuskóli Keilis býður upp á fjölbreytt nám í þjálfun og á sviði heilsu-, heilbrigðis- og íþróttafræða.

HEILSUSKÓLINN

ÍAK EINKAÞJÁLFUN

Heilsuskóli Keilis býður upp á fjölbreytt og hagnýtt nám ÍAKáhersla HÓPÞJÁLFUN í þjálfun. Mikil lögð á verklega kennslu samhliða bóklegri. ÍAK ÍÞRÓTTAÞJÁLFUN

ÍAK EINKAÞJÁLFUN ÍAK ÍÞRÓTTAÞJÁLFUN ÍAK HÓPÞJÁLFUN

FLUgaKadEmíaN Flugakademía Keilis leggur áherslu á nútímalega kennsluhætti og flugfloti Keilis er bæði nýstárlegur og hátæknilegur.

EINKAFLUg ATvINNUFLUg FLUgUMFERðARsTJÓRN FLUgÞJÓNUsTA

PiPar\TBWa • Sía • 111386

OrKU- Og tæKNISKÓLINN

UmSÓKNarFrEStUr Er tIL 6. júNí

Orku- og tækniskóli Keilis býður upp á fjölfaglegt og hagnýtt tæknifræðinám á háskólastigi. Námið fléttar saman atvinnutengdum verkefnum og bóklegu námi.

ORKU- Og UMHvERFIsTæKNIFRæðI MEKATRÓNÍK TæKNIFRæðI TROMP vERKEFNA- Og vIðbURðAsTJÓRNUN

Nánari upplýsingar er að finna á www.keilir.net


4

VÍKURFRÉTTIR

markhonnun.is

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

gríSakótelettur

ferSkar

51 % afsláttur

Kræsingar & kostakjör

998kr/kg áður 2.049 kr/kg

sumarleg stemmning lamBa riB-eye ferSkt

2.999

kr/kg áður 3.998 kr/kg

25 % afsláttur

kjúklingaBringur

gríSakótelettur

okkar

rauðvínSkryddaðar

1.998

kr/kg áður 1.498 kr/kg

BratwurSte

grillpylSur

grillpylSur 220 g 10 Stk

kr/pk. áður 219 kr/pk.

45

1.079

kr/kg tilboðsverð!

175

28 % afsláttur

Sv

10 Stk. 480 g

295

kr/pk. áður 369 kr/pk.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

Sj

ód


r

lamBalæriSSneiðar

r

1. fl. ferSkar

40 % afsláttur

1.499kr/kg áður 2.498 kr/kg

g

g

í nettó nálægt þér Sveita vöfflumix

pönnukökumix

450 g

Betty crocker 155 g

SérBökuð vínarBrauð ný Bökuð!

50%

afsláttur

299

299

kr/pk. áður 359 kr/pk.

SjónvarpSkaka

ódýrt fyrir heimilið

498

kr/stk áður 659 kr/stk.

kr/pk. áður 349 kr/pk.

25 % afsláttur

ananaS ferSkur

90

kr/stk. áður 179 kr/stk.

50 % afsláttur Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

r

5

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

148

kr/kg áður 295 kr/kg

Tilboðin gilda 19. - 22. maí eða meðan birgðir endast


6

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

Ritstjórnarpistill Víkurfrétta

vf.is

HILMAR BRAGI, FRÉTTASTJÓRI

Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.

Bjartar sumarnætur og blómstrandi líf B

jartar sumarnætur eru alveg að bresta á og nú er aðeins dimmt í fáeinar klukkustundir. Frá því að sumarið kom eftir að snjóinn tók upp þann 1. maí sl. hefur mátt sjá mikla breytingu á mannlífinu. Fjölmargir á ferli langt fram eftir kvöldi og börn að leik, því útivistartíminn er orðinn rýmri með hækkandi sól. Í maí er hins vegar allra veðra von og gerar veðurspár ráð fyrir vorhreti á landinu um helgina. Fjölmargir áhorfendur á leik Grindavíkur og Keflavíkur í Pepsí-deild karla í knattspurnu, sem fram fór í Grindavík á mánudagskvöld, fengu líka að finna fyrir því að það voru bara rétt liðnar tvær vikur af maí og þegar sólin hvarf á bakvið skýin féll hitastigið niður í tvær gráður. Talandi um fótboltann þá er staðan í efstu deild hjá Suðurnesjaliðunum þannig að Keflavík er í 2. sæti með átta stig og Grindavík í því 10. með þrjú stig. Mótið er hins vegar rétt byrjað og allt getur gerst. Undirritaður hefur gaman af því að fylgjast með farfuglunum sem nú eru að koma til landsins. Krían lét sjá sig á Garðskaga 10. maí. Það hefur vakið athygli að færri kríur eru að sjást á ferðinni núna en undanfar-

in ár. Hugsanlega hefur krín leitað annað, enda lent í vandræðum með fæðuöflun hér við Reykjanesskagann á síðustu árum. Á meðfylgjandi mynd er það hins vegar rjúpa sem er að fara úr vetrarham yfir í sumarlitina sem undirritaður smellti mynd af á Stafnesi um helgina. Það er fjölbreytt dýralíf á Stafnesi og þeir sem taka sér rúnt þangað í kvöldsólinni geta séð ær og lömb í tugatali njóta lífsins. Mannlífið breytist mikið þegar sumarið gengur í garð og skólafólkið er komið í frí. Sumarleyfi hefjast hjá fyrirtækjum og bragurinn verður annar. Við hjá Víkurfréttum höfum undanfarið hvatt lesendur til að vera í góðu sambandi við blaðið og koma með ábendingar um hvaðeina sem fólki dettur í hug og gæti átt heima á síðum blaðsins. Víkurfréttir eru með vaktsíma sem er vaktaður allan sólarhringinn og þar er númerið 898 2222. Einnig má senda póst til blaðsins á póstfangið hilmar@vf.is. Endilega standið með okkur vaktina í sumar og komið með ábendingar um skemmtilegar fréttir í blaðið. Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri.

Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 19. maí. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is

Svona var umhorfs við heimili Árna og Sigrúnar þann 10. apríl sl.

Sandblásturinn skemmdi bæði lakk og ljós á þessum bíl.

Hér er ástandið svipað og undir Eyjafjöllum í miðju öskufallinu.

›› Segir fráveituframkvæmdir hafa opnað leið fyrir sandfok yfir heimilið:

Húsið svart af sandi

T

íundi apríl er svartur dagur hjá Árna Björgvinssyni og eiginkonu hans, Sigrúnu Stefánsdóttur, sem búa að Hvammsgötu 18 í Vogum. Hann var svartur því húsið þeirra var svart af sandi að utan og einnig var fínn sandur kominn inn um allt. Einnig var garðurinn við húsið fullur af sandi og ástandið er ennþá slæmt. „Það var óskemmtileg lífsreynsla að sjá þetta. Við vorum ekki heima þegar þessi ósköp gengu yfir. Þegar við komum heim var ekkert að sjá fyrr en við beygðum hér heim að húsinu. Það fyrsta sem ég hugsaði var, er ég eitthvað að villast?,“ segir Árni Heimili Árna og Sigrúnar stendur á fallegum stað við mikla sandfjöru í Vogum. Sandurinn hefur alltaf verið til friðs en fjörukamburinn hafði verið rofinn vegna fráveituframkvæmda og ekki hafði verið gengið frá rofinu. Þar sést greinilega hvar sandurinn hefur fokið upp skarðið í kambinum og sjónarvottur lýsir því þannig að þegar sandfokið stóð yfir hafi hreinlega verið svartur sandveggur sem barði á heimili þeirra hjóna. Vandinn virðist hafa verið mjög einangraður því aðeins virðast fáein hús hafa orðið fyrir sandblæstrinum. Árni hefur búið í Vogum í 23 ár og

Garðurinn að Hvammsgötu 18 var á kafi í sandi þegar þessi mynd var tekin fyrir réttri viku síðan.

þar af sjö ár að Hvammsgötu 18 og aldrei orðið var við þetta áður. Íbúi í næsta nágrenni sem er fæddur þar og uppalinn hafði aldrei séð þetta gerast áður og Árni segist hafa fleiri vitnisburði um að þau ósköp sem áttu sér stað 10. apríl hafi aldrei gerst áður. Sandinn skóf svo aftur aðfararnótt páskadags en þá ekki í eins miklu magni en nóg til þess að talsvert af sandi safnaðist fyrir í innkeyrslunni og garðinum framan við húsið, sem hafði verið þrifið vandlega eftir síðasta hvell. Sigrún segir fína rifu hafa verið á gluggum og það hafi verið nóg til þess að sandurinn komst inn um

Árni Björgvinsson í fjörunni þar sem skarðið var gert í fjörukambinn sem varð þess valdandi að sandinn skóf að heimili hans í baksýn.

alla íbúðina og var um öll gólf. Árni segist hafa sent athugasemdir til bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Vogum til að vekja athygli á að vegna skarðsins í fjörukambinum hafi hann fengið yfir heimilið mikið magn af sandi sem verður ekki betur lýst en með meðfylgjandi ljósmyndum. Hann segist hins vegar ekki hafa fengið nein viðbrögð frá bæjarstjórninni. Vandamálið virðist ennþá vera viðvarandi. Það má sjá í umhverfinu þar sem sandinn hefur skafið og vind þarf lítið að hreyfa svo sandurinn sé ekki kominn að stað. Árni er ekki sáttur við þau við-

brögð sem umkvörtunarefni hans hefur fengið hjá bæjarfulltrúum eða bæjarstjóra, því þar segist hann engin viðbrögð hafa fengið. „Ég setti mig einnig í samband við bæjarverkstjórann á mánudagsmorgninum [11. apríl sl.] rétt uppúr klukkan átta. Hann sagðist ekki geta komið vegna funda þann morgun. Hann sást keyra hér framhjá eftir hádegið á mánudeginum og svo ekkert meir. Þá fór nú aðeins að renna í skapið hjá mér og ég hringdi aftur. Þá kom hann eftir hádegið á þriðjudeginum og mokaði útúr innkeyrslunni og var upp undir fjórar klukkustundir við

mokstur því þetta var svo mikið af sandi,“ segir Árni. Hann segir sandfokið hafa skemmt lakk á bíl sem hann var með í innkeyrslunni. Samkvæmt mati frá Bílasprautun Suðurnesja er tjónið á bílnum a.m.k. 150.000 krónur en hann var málaður á síðasta ári. Íbúð þeirra Árna og Sigrúnar er svokölluð Búmanna-íbúð og eftir samráð við Búmenn hafi verið fenginn verktaki til að þrífa húsið og lóðina enda ástandið þar þannig að sögn Árna að öll vit hafi fyllst af sandi og ryki um leið og farið var að hreyfa við sandinum. Árni segir að eftir ítrekaðar óskir hafi verið komið með eitt hlass af grús og það sett í skarðið sem rofið var í fjörukambinn. Það dugaði þó ekki til að loka skarðinu og því segir Árni ennþá vera hættu á að sandinn skafi þaðan upp úr fjörunni. Hann veit ekki hver framvinda málsins verður en í þessari viku mætti Árni á lögreglustöð til að gefa skýrslu um það tjón sem hann telur sig hafa orðið fyrir. Sandinn sem þegar hefur blásið upp úr fjörunni þarf að fjarlægja og vonast Árni til að farið verið í róttækar aðgerðir í kjölfar þess að vakin sé athygli á málinu hér á síðum Víkurfrétta. Fleiri myndir eru með umfjöllun um þetta mál á vf.is


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

7

›› Fjögur fyrirtæki af Suðurnesjum taka höndum saman:

Vefur Reykjanesbæjar kominn í heimabyggð Í

dag fór í loftið nýr og endurbættur vefur Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is, sem er nú alfarið kominn í heimabyggð. Að endurbótunum koma fjögur fyrirtæki sem öll eru af Suðurnesjum en þau eru Kosmos & Kaos, Netsamskipti, Dacoda og Ýmir Mobile. Samstarfið hefur tekist einstaklega vel og eru vonir bundnar við að efla það enn frekar á þessum vettvangi. Nýtt útlit vefsins miðar að því að gera hann notendavænni og auðvelda aðgang að upplýsingum auk þess sem magn og fjölbreytni upplýsinga hefur verið aukið. Má þar nefna betri tengingu við samfélagsmiðla, upplýsingar um þjónustu á korti og ítarlegra viðburðadagatal. Að auki er áhersla lögð á að samræma betur kostnað við rekstur vefsetra Reykjanesbæjar og ná fram hagræðingu í hýsingu þeirra og þjónustu. Kosmos & Kaos – markaðssetning á netinu, þróun og viðhald vefja með áherslu á framúrskarandi hönnun og samfélagsmiðla Kosmos & Kaos hafa tekið að sér framtíðarþróun vefsins en þeir eru ungt fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu, þróun og viðhaldi vefja sem og ráðgjöf með sérstaka áherslu á framúrskarandi hönnun og samfélagsmiðla. Meðal nýlegra verkefna Kosmos & Kaos má nefna stjornlagarad. is, vodafone.is og gitargrip.is sem hlaut Íslensku vefverðlaunin 2010 í flokki afþreyingarvefja. Að auki hefur Kosmos & Kaos unnið með Keili að markaðssetningu námsbrauta og hafa umsjón með þróun á vef Ásbrúar. Vinna Kosmos & Kaos hefur hlotið verðskuldaða athygli

Netsamskipti – hagræðing í hýsingu á einum stað Vefurinn verður hýstur hjá Netsamskiptum sem er eitt elsta internetþjónustufyrirtæki landsins sem á rætur að rekja til 1994. Netsamskipti fagna 10 ára afmæli á þessu ári og hafa vaxið mikið síðustu misseri eftir að þeir fóru að bjóða hýsingar og internettengingar á mjög hagstæðum verðum bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga um land allt. Vonir standa til að ná fram frekari hagræðingu í hýsingu á vefsetrum Reykjanesbæjar t.a.m. hjá leik- og grunnskólum með því að sameina hana á einni hendi hjá fyrirtækinu.

í erlendum fagtímaritum fyrir nýstárlega nálgun í vefhönnun sem hefur laðað að fyrirtæki allt frá Svíþjóð, Lúxemborg og San Francisco svo eitthvað sé nefnt. „Við höfum haft að leiðarljósi í allri hönnun að virkja íbúa til þátttöku. Upplýsingflæði í dag á ekki að vera einstefna frá bæjarfélagi til íbúa. Við reynum að stuðla að þátttöku íbúa og gera fólki auðvelt að deila upplýsingum og viðburðum. Við viljum læra af íbúum, lofa þeim að taka þátt og móta vefinn með

okkur. Umfangsmikill vefur fyrir bæjarfélag verður í raun aldrei tilbúinn. Núverandi útgáfa af vef Reykjanesbæjar er byrjun á ferðalagi sem við hlökkum til að fara í með bæjarbúum og því frábæra starfsfólki sem vinnur hjá Reykjanesbæ,“ segir Guðmundur Bjarni Sigurðsson annar eigenda Kosmos & Kaos. Dacoda – nýtt vefumsjónarkerfi Vefur Reykjanesbæjar er sá fyrsti

sem fer í nýtt vefumsjónarkerfi hu g b ú n a ð a r- o g r á ð g j a f a rfyrirækisins Dacoda sem hefur sérþekkingu á upplýsingatækni og þróun veflausna fyrir innlendan og erlendan markað. Hjá Dacoda starfar fagfólk á öllum sviðum hugbúnaðargerðar, ráðgjafar og upplýsingatækni. Starfsfólkið býr yfir haldgóðri þekkingu á vefumhverfinu, hvort sem um ræðir forritun, þarfagreiningu, útlitshönnun eða upplýsingaöflun.

BRJÁLUÐ TILBOÐ 12.900 í Húsasmiðjunni

0 16.90

R þÚ SPARA

Reiðhjól Unica 26”

4.000,-

• 18" stell úr álblöndu 6061 • 21 gíra Shimano Revoshift • Dempari að framan 3899978

Gasgrill

Sunset Tasman 200. Grillflötur 500x358mm Hlíf yfir brennara.

39.900,-

3000391

Rafmagnssláttuvél GR3800

LÓBELÍA

899 1.149

B&D, 1600W, 38 cm sláttubreidd. 5 hæðarstillingar, 45 ltr. safnari.

kr

5085135

R þÚ SPARA

9995 5 2434..9

ÍFA

SNÆDR

1.190

kr

1.549

Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.

10.000,-

15%

R AFSLÁTTU agns-

af öllum rafm og bensínhekkklippum

Ýmir Mobile – kortalausn fyrir vef og farsíma Að auki nýtir vefurinn hugbúnaðarlausn frá öðru ungu fyrirtæki frá Suðurnesjum, Ými Mobile, sem sérhæfir sig í hugbúnaði fyrir farsíma. Fyrirtækið hefur meðal annars birt dagskrá bæjarhátíða s.s. Ljósanætur og Menningarnætur í Reykjavík í farsíma og á vef. Ýmir Mobile leggur til kortalausn fyrir vefinn sem býður upp á fjölbreytta möguleika í miðlun upplýsinga fyrir íbúa og gesti. Reykjanesbær hyggst nýta sér þessa þjónustu enn frekar við miðlun á upplýsingum til ferðamanna. „Þessi samvinna hefur verið einstaklega ánægjuleg og jákvætt að vinna með fyrirtækjum í heimabyggð sem virðast blómstra í þessu árferði. Þessi fyrirtæki eru að skapa störf og bera þess merki að tækni og skapandi greinar eru í sókn í Reykjanesbæ,“ segir Dagný Gísladóttir verkefnastjóri.


8

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

›› Menningarlífið á Suðurnesjum:

Vortónleikar Víkinga

SJÁVARROKK í Listatorgi

S

öngsveitin Víkingar heldur sína árlegu vortónleika 24., 25. og 26. maí nk. Efnisskráin er létt og skemmtileg, blanda af íslenskum og erlendum lögum frá ýmsum tímum. Suðurnesjamenn eru hvattir til að koma og hlýða á söng Víkinganna. Tónleikarnir verða sem hér segir: Þriðjudaginn 24. maí í Gerðaskóla kl. 20. Miðvikudaginn 25. maí í Bíósalnum í Duushúsum Reykjanesbæ kl. 20. Fimmtudaginn 26. maí í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 20. Miðaverð er kr. 1500,Stjórnandi er Jóhann Smári Sævarsson Gítarleikur Vignir Bergmann.

Þ

að iðar allt af lífi hjá Lista- og menningarmálafélagi Sandgerðisbæjar. Nú stendur yfir falleg vorsýning í salnum Listatorgi, frá Sigríði listakonu í Reykjavík, sýning til heiðurs kríunni en Sigríður opnaði síðustu helgi. Margir gestir kíktu við, til að líta á fallegu verkin hennar. Sýningin er opin alla daga vikunnar frá klukkan 13:00 til 17:00 og lýkur sunnudaginn 29. maí. Sýning sem þú verður að sjá! Næsti viðburður félagsmanna er svo önnur stórskemmtileg sýning, sem nefnist Sjávarrokk og er til

Vilt þú spennandi og líflegt sumarstarf í ferðaþjónustu?

heiðurs íslenskum sjómönnum og hafinu, lífsbjörginni okkar Íslendinga um aldir. Sú sýning opnar sjómannadagshelgina, fyrstu helgina í júní og verður margt skemmtilegt á dagskrá, sem allir landsmenn verða að sjá. Sjávarrokk er samstarfsverkefni margra aðila á svæðinu, allt sem tengist sjónum á einn eða annan hátt verður aðal viðfangsefnið. Nánar um það síðar! Taktu sjómannadagshelgina frá fyrir gleðiviðburði á vegum Listatorgs í Sandgerðisbæ.

AFGREIÐSLA

ÞRIF Á BÍLuM

Starfið felur í sér afgreiðslu á bílaleigubílum. Unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum.

Starfið felur í sér þrif á bílaleigubílum. Unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum.

HELStu vERKEFnI: • Afhending og móttaka bílaleigubíla • Gerð leigusamninga • Samskipti við erlenda og innlenda viðskiptavini • Sala til erlendra og innlendra viðskiptavina

HELStu vERKEFnI: • Þrif á bílum – að innan og utan • Yfirferð yfir ástand bíls • Akstur

ALMEnnAR HæFnISKRöFuR: • Bílpróf er skilyrði • Tungumálaþekking er skilyrði (helst 2 tungumál) • Hreint sakavottorð • Tölvuþekking • Lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustulund • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 20 ára lágmarksaldur

ALMEnnAR HæFnISKRöFuR: • Bílpróf er skilyrði • Hreint sakavottorð • Lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustulund • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 20 ára lágmarksaldur

Umsóknir sendist á atvinna@alp.is. Umsóknarfrestur er til 27. maí 2011. Leitað er eftir bæði konum og körlum. Starfstími er áætlaður frá lok maí til loka ágúst. Reynsla og áhugi á ferðaþjónustu og bílum er kostur. Launakjör eru samkvæmt samningum Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Eflingar-stéttarfélags. Alp er umboðsaðili AVIS og BUDGET á Íslandi. AVIS og BUDGET starfa á heimsvísu, með starfsstöðvar í yfir 160 löndum.

Knarrarvogur 2 • 104 Reykjavík • Sími 591 4000 • avis.is

ENNEMM / SIA / NM41361

ALP bílaleiga leitar að fólki með drifkraft og metnað til starfa á Keflavíkurflugvelli. Leitað er eftir einstaklingum með ríka þjónustulund og áhuga á ferðaþjónustu.

Rífandi gangur í menningunni ■ 4,4 milljónir kr. renna til 17 menningarhópa

M

enningarráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að úthluta öllu því fé sem það hlaut úr manngildissjóði þetta árið til starfandi menningarhópa í bæjarfélaginu. Um er að ræða 4,4 milljónir króna sem renna til alls 17 menningarhópa sem notið hafa stuðnings bæjarfélagsins undanfarin ár við

að halda uppi starfsemi sinni og er það vel. Það er augljóst að hér væri dauflegra um að litast ef ekki nyti við kóranna, leikfélagsins, myndlistarfélagsins og harmonikuunnendanna svo einhverjir séu nefndir. Allir þessir 17 hópar setja mark sitt á bæjarbraginn og draga hvergi af sér við að koma fram við hinar ýmsu uppákomur og hátíðarhöld í bænum og því ekkert nema gleðilegt að hægt sé að styðja við bakið á þeirri frábæru starfsemi sem þeir standa fyrir, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

24. maí er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana

Mundu að skila atkvæði þínu tímanlega. Ekki geyma það til síðasta dags FLÓABANDALAGIÐ ATH! Atkvæði í póst skilist í síðasta lagi 20. maí


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

9

›› Menningarlífið á Suðurnesjum:

Ný sýning opnar í Suðsuðvestur Slíður (the heart is a lonely hunter) Margrét H. Blöndal sýnir í Suðsuðvestur

T

eikningarnar sem Margrét sýnir í Suðsuðvestur voru dregnar upp á meðan á vinnustofudvöl hennar stóð í L au r e n z Hau s Stiftung í Basel í Sviss veturinn 2010 - 2011. Margrét hefur útbúið sérstaka umgjörð um teikningarnar sem eru allar í sömu stærð, eins konar hulstur, og er hverri teikningu rennt inn um rifu á kantinum á gegnsæjum kassa. Hver teikning verður þannig að þrívíðum hlut sem er ýmist stillt upp á gólfi eða hengdur á vegg. Með nafnagiftinni, Slíður, má lesa framsetninguna sem svo að Margrét hafi slíðrað verkin um sinn, að þau séu í hvíld að loknum átökum. Teikningarnar vega salt í togstreitu á milli umhverfisins og sjálfs sín og eru nú slíðraðar í nokkurs konar vopnahléi. Þótt Margrét kunni í heiti sýningarinnar að gefa til kynna átök listarinnar við að fanga umhverfi sitt vísar hugtakið slíður einnig til hvíldar og verndar enda notað um himnu sem hjúpar nýgræðing. Teikningarnar eru unnar

af mikilli varfærni og alúð og veitir ekki af skjóli í umgjörð sýningarkassanna. Margrét H. Blöndal er fædd árið 1970 í Reykjavík. Hún lærði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og að auki í Mason Gross School of Arts í Rutgers háskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum þaðan sem hún útskrifaðist árið 1997. Hún hefur undanfarin ár haldið einkasýningar í Listasafni Reykjavíkur, Fort Worth Contemporary Arts í Texas í Bandaríkjunum, Mother´s Tankstation í Dublin á Írlandi og í galleríi Nicolas Krupp í Basel í Sviss. Margrét átti verk á hinni alþjóðlegu stórsýningu Manifasta 7 á Ítalíu árið 2008 og var tilnefnd til Sjónlistaverðlaunanna sama ár. Þess má geta að Margrét sýnir Slíður (the heart is a lonley hunter) á 6. Momentum tvíæringnum í Moss í Noregi í sumar. Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22, í Reykjanesbæ. Opið um helgar frá kl. 2-5 og eftir samkomulagi í síma; 662 8785 www.sudsudvestur.is

150 ára afmæli Útskálakirkju fagnað Ú

tskálakirkja fagnar 150 ára afmæli um þessar mundir og verður tímamótanna minnst um helgina með dagskrá bæði laugardag og sunnudag. Biskup Íslands mun þjóna fyrir altari á sunnudag í Útskálakirkju, auk þess sem boðið verður til afmælishátíðar í Miðgarði. Á laugardag er hins

vegar Útskáladagurinn og þá verður m.a. boðið upp á vöfflur að Útskálum. Dagskrá helgarinnar er hér að neðan. Nánar verður fjallað um afmæli Útskálakirkju í næsta blaði og birt viðtal við séra Sigurð Grétar Sigurðsson Útskálaprest.

Föstudagurinn 20. maí 18:30 Garðakórinn, kór aldraðra úr Garðabæ, heldur stutta tónleika í Útskálakirkju. Kórinn er á ferðinni um Suðurnes og heimsækir Útskála í tilefni afmælisins. Laugardagur 21. maí - Útskáladagurinn 09:30 Rútuferð frá Útskálum að Keflavíkurkirkju og Hvalsneskirkju. 10:00 Gönguferð fré Hvalsneskirju að Útskálakirkju. Leiðsögumaður Reynir Sveinsson. 10:00 Gönguferð fré Hvalsneskirju að Útskálakirkju. Leiðsögumaður Sr. Sigfús B. Ingvason 12:30 - 13:00 Göngumenn koma að Útskálum. Vöfflukaffi í Útskálahúsinu. 12:00 - 17:00 Myndasýning í Útskálahúsinu . Málverk, ljósmyndir og videó af Útskálum frá ólíkum tíma eftir ýmsa listamenn. Ýmsir munir einnig til sýnis. Sunnudagur 22. maí - Afmælishátíðin 11:00 Messa í Útskálakirkju. Útvarpað á Rás 1 Félagar úr kórnum Útskála- og Hvalsnessókna syngja. Barnakór Garðs syngur undir stjórn Vitor Hugo Euginio, trompetleikur Áki Ásgeirsson, organisti og kórstjóri er Steinar Guðmundsson. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt Hr. Karli Sigurbjörnssyni biskubi Íslands. Sr. Gunnar Kristjánsson prófastur les ritningarlestra. 12:00 Veitingar og fjölskylduvæn hátíðardagskrá í Miðgarði, sal Gerðaskóla. Meðal dagskráliða er sýning 4. bekkinga á söngleiknum Síðustu dagar Jesú í leikstjórn Önnu Elísabetar Gestsdóttur og Erlu Ásmundsdóttur. Tónlistaratriði verður frá tónlistarskólanum. Barnakór Garðs syngur og sr. Gunnar Kristjánsson og hr. Karl Sigurbjörnsson flytja ávarp. Kynnir er Jón Hjálmarsson. 10:00 - 11:00 og 14:00 - 17:00 myndasýning opin í Útskálahúsinu.

hár og rósir

Freyja Sigurðardóttir


10

VÍKURFRÉTTIR

GRUNN

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

Getro í Danmörku velja Touchstore kassakerfi frá Snerta

›› Tónlistarlífið blómstrar á Suðurnesjum:

SKÓLANEMI VIKUNNAR

Kamilla Sól Sigfússdóttir 8.BK í Njarðvíkurskóla Uppáhalds:

Matur: Subway Bíómynd: Æj veit ekki Sjónvarpsþáttur: Pretty little liars Veitingastaður: Hamborgafabrikkan Tónlist: Bara eitthvað svona R&B Vefsíðan: Facebook oftast .. og svo auðvitað vf.is svo bleikt .is Íþrótt: Körfubolti Íþróttamaður: Rajon Rondo

T

Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja á sunnudag K

vennakór Suðurnesja hélt fyrri vortónleika sína sl. mánudag í Bíósal Duushúsa í Reykjanesbæ en seinni tónleikarnir verða sunnudaginn 22. maí í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Hefjast tónleikarnir kl. 20. Kórinn tók þátt í landsmóti kvennakóra sem haldið var á Selfossi 29. apríl – 1. maí þar sem rúmlega 600 konur úr 23 kórum tóku þátt. Dagskrá tónleikanna litast aðeins af landsmótinu þar sem nokkur laganna sem sungin voru á landsmótinu eru meðal þess sem er í tónleikaskránni en þar má nefna Flóaperlur sem eru lög eftir tónskáld úr Flóanum; Í dag skein sól eftir Pál Ísólfsson, Draumalandið eftir Sigfús Einarsson og Bahama

eftir Ingólf Þórarinsson, auk hins fallega lags Angel eftir KK og ítalska lagsins Time to say goodbye eða Con te partirò sem söngvarinn Andrea Bocelli gerði vinsælt fyrir nokkrum árum. Á dagskránni verða einnig fleiri falleg íslensk og erlend lög sem og dægurlög í léttari kantinum, gospeltónlist, söngleikjatónlist og kirkjuleg verk. Það er því fjölbreytileikinn sem ræður för og eiga tónleikagestir von á góðri skemmtun. Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er söngkonan Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Einnig leikur Eiríkur Rafn Stefánsson á trompet. Miðaverð á tónleikana er kr. 1500,

frítt fyrir 12 ára og yngri. Miðasala verður við innganginn. Eins og áður sagði tók Kvennakór Suðurnesja þátt í glæsilegu landsmóti kvennakóra fyrir stuttu en það var Jórukórinn á Selfossi sem sá um framkvæmd mótsins að þessu sinni. Þetta var áttunda landsmót kvennakóra sem haldið hefur verið en þau eru haldin á þriggja ára fresti. Næsta landsmót verður haldið á Akureyri árið 2014 og mun kórinn væntanlega taka þátt þar. Þess má geta að Kvennakór Suðurnesja hélt landsmót í Reykjanesbæ árið 2002. Vorið 2012 ráðgerir kórinn að fara í tónleikaferð til Færeyja og er undirbúningur að hefjast fyrir þá ferð.

ískufataverslunin GETRO hefur valið Touch-store kassakerfið frá Snerta hugbúnaði. Snerta er staðsett í Vogum á Suðurnesjum. Um er að ræða fataverslunarkeðju sem rekur 3 verslanir í Danmörku og sú 4 bætist við í sumar. Verslunin selur tískufatnað frá Fred Perry, 55 DSL ofl. Snerta kassakerfi hefur fundið fyrir miklum meðbyr eftir að fjármálakreppan skall á og hefur þurft að bæta við starfsfólki. Snerta afgreiðsluhugbúnaður er íslensk framleiðsla og fyrirtækið er meira en 10 ára gamalt. Fyrirtækið hefur einnig verið með starfsemi í Danmörku síðan 2001 og eru yfir 1000 notendur á kassakerfinu á öllum norðurlöndunum. Fyrirtækið er einnig með söluskrifstofu í Bretlandi Nálgast má frekari upplýsingar um fyrirtækið og hugbúnað þess á vefnum www.kassakerfi.is

SÁÁ álfurinn í sölu um helgina

T

uttugasta og önnur Álfasala SÁÁ fer fram 19.-22. maí næstkomandi. Eins og undanfarin ár er álfurinn tileinkaður unga fólkinu og mun allt söfnunarfé renna til rekstrar unglingadeildar okkar á sjúkrahúsinu Vogi.

›› Staðurinn minn Eigandi myndanna er Thelma Björk Jóhannesdóttir.

Þetta eða hitt ?

Kók eða Pepsi? Hvorugt Morgunblaðið eða Fréttablaðið? Fréttablaðið, það er skemmtilegra. Hamborgari eða pizza? Pizza hún er bara einfaldlega betri! Vatn eða mjólk? Vatn, mjólk bara með morgunkorninu... Cocoa Puffs eða Lucky Charms? Cocoa puffs það er klassík Maggi Mix eða Nilli? Nilli er snilli ! Abercrombie eða Hollister? Hollister það eru bara flottari föt þar Justin Bieber eða Usher? Justin bieber. hann er bara svo sætur! Spurning frá seinasta grunnskólanema vikunnar: Finnst þér gaman af lífinu? Jáá ég hef bara mjög gaman af því! Lokaspurningar:

Hvað ertu að hugsa núna? Að drífa mig að svara þessum spurningum Hvað langar þig að verða í framtíðinni? Eitthvað mjög skemmtilegt Hver eru helstu áhugamálin þín? Körfubolti og bara að vera með vinum og svona Hvað viltu spyrja næsta grunnskólanema vikunnar að? Facebook eða Twitter? UMSJÓN: PÁLL ORRI PÁLSSON

Hrísgrjónaakur, borðuðum á veitingastað sem var staddur á miðjum risastórum hrísgrjónaakri.

Afslöppun á Balí H

arpa Jóhannsdóttir kennari hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar deildi með okkur staðnum sínum. „Staðurinn sem kemur fyrst upp í hugann er Balí, sem er lítil eyja sem tilheyrir Indónesíu. Ég var þar í viku í febrúar 2008. Þá vorum við á tónleikaferðalagi með Björk og vorum nýbúin að túra Ástralíu og á leiðinni til Asíu og fengum þarna viku til þess að slappa af og gera ekki neitt. Ég man ekki nafnið á hótelinu en þar var allt til alls, meira að segja lítil einkaströnd. Við vorum þó meira á sundlaugarbarnum sem var ofan í lauginni sjálfri, og drukkum bjór um miðjan dag ásamt því að spila krossorðaspilið. Sem sagt almenn afslöppun í heila viku. Við gerðum þó ýmislegt annað, fórum t.d. á fílabak og heimsóttum apahof í stórum apaskógi (monkey temple) þar

sem apar hoppuðu um og léku lausum hala. Merkilegast fannst mér að í hofinu þurftum við að klæðast sérstökum munkapilsum og sandölum, en gátum þó ekki farið inn í allra heilögustu staðina í hofinu þar sem höfuðaparnir réðu ríkjum, man ekki alveg hvað þeir kölluðust.

Myndhöggvari að störfum á hótelinu okkar.

Fyrir utan allra heilagasta apamusterið í fínu pilsunum.

Fórum í heimsókn í Batik vinnustofu, þar sem batik aðferð er notuð til að lita efnin og mála falleg munstur.

En þessi staður hefur mikla þýðingu fyrir mig þar sem ég og Thelma, konan mín, trúlofuðum okkur þar. Við pöntuðum okkur leigubílstjóra í heilan dag og hann keyrði okkur á milli silfurverksmiðja og við skoðuðum hringa. Það er mikil silfurmenning á Balí. Í þriðju verksmiðjunni fundum við hringa sem okkur líkaði og fórum þá á veitingastaðinn Aba Kabar (ísl. hvernig hefur þú það) sem er í eigu fjölskyldu leigubílstjórans og settum hringana þar upp.

Almennt er þetta æðisleg eyja, fólkið er yndislegt þó það keyrði eins og brjálæðingar og er mér minnisstætt þegar ég sá fimm manna fjölskyldu á lítilli vespu á miðri hraðbraut. Mikil fátækt er á eyjunni og kom það glögglega í ljós þegar við fórum stór hópur út að borða eitt kvöldið, að venju borguðum við þjórfé en okkur brá þegar afgreiðslukonan brast í grát því þjórféð sem hún fékk var á við þriggja mánaða laun.“ eythor@vf.is


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

11

›› Fjölsmiðjan á Suðurnesjum:

Kompan flyst yfir í gamla Húsasmiðjuhúsnæðið F

jölsmiðjan sem áætlað er að opni nú á næstunni mun nú um helgina taka yfir starfsemi Kompunnar sem Rauði krossinn hefur rekið í Reykjanesbæ undanfarin ár. Að þeim sökum verður Kompan lokuð föstudaginn næstkomandi þann 20. maí vegna flutninga yfir í nýja húsnæðið sem verður til húsa í gamla Húsasmiðjuhúsnæðinu. Gert er ráð fyrir að nýja verslunin opni svo annan föstudag eða þann 27. maí. Verslunin verður svo framvegis opin daglega en nú er aðeins opið á föstudögum. Ásamt versluninni sem mun selja húsgögn og aðra innanstokksmuni verður ýmis önnur starfsemi í nýja húsinu. Þar verður m.a. boðið upp á þrif fyrir bifreiðar, ýmsa viðgerðar-

þjónustu, pökkunar- og niðurrifsþjónusta verður á staðnum sem og mötuneyti fyrir stafsmenn Fjölsmiðjunnar. eythor@vf.is

Allt fyrir húsið! Hjá Múrbúðinni færðu allt til að fegra og betrumbæta húsið í sumar.

Lumar þú á frétt? 24 tíma vaktsími fréttadeildar VF er 898 2222

Thelma vingaðist við einn apanna.

Byggingarefni á Múrbúðarverði! Gifsplötur Stálstoðir Krossviður Spónarplötur Mótakrossviður MDF plötur

Steinull Byggingatimbur Styrkleikaflokkað timbur Heflað timbur

Málning, gólfefni, múr- og þéttiefni fyrir húsið

Bakkabraut 9-11, Kópavogi Sími: 517 6062

Fuglavík 18, Reykjanesbæ Opið mán. - fös. kl. 8-18

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Api í apamusterinu að passa upp á ungann sinn.

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


12

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

vf.is

jafnaði

Glæsileg hjól

›› Flest mörkin skoruð gegn KR ›› „Ef við vinnum titilinn á þes Viðtal: Eyþór Sæmundsson Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson, Páll Orri Pálsson og Eyþór Sæmundsson.

á afmælissýningu Arna

Þ

að voru heldur betur glæsileg hjól sem sýnd voru á 10 ára afmæli Arna, bifhjólaklúbbs Suðurnesja, en sýningin var haldin í Reykjaneshöllinni á

laugardaginn. Yfir 100 hjól voru sýnd á innisvæði og örugglega annað eins af hjólum gesta á bílastæði framan við Reykjaneshöllina.

Boðið var upp á 1000 manna afmælistertu í tilefni dagsins og ýmis skemmtiatriði á sviði, auk andlitsmálunar. Myndir: Hilmar Bragi

Guðmundur klæddist þessum bol undir Keflavíkurtreyjunni á leiknum gegn Grindavík.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

Guðmundur Steinarsson búinn að senda knöttinn í netið í 72. sinn fyrir Keflavík.

13

Óskari Péturssyni urðu svo á dýrkeypt mistök þegar 60 mínútur voru liðnar af leiknm og markahrókurinn Guðmundur Steinarsson færði sér það í nyt.

›› Guðmundur Steinarsson skoraði sitt 72. mark fyrir Keflavík:

ði markamet pabba

gn KR ›› Vantar 10 leiki í leikjamet Sigga Björgvins á þessu ári þá hættir maður kannski bara á toppnum“

Guðmundur Steinarsson framherji Keflvíkinga fagnaði merkilegum áfanga í vikunni er hann skoraði sitt 72. mark fyrir Keflvíkinga. Þar með jafnaði hann gamalt met föður síns Steinars Jóhannssonar og deila þeir nú nafnbótinni markahæsti maður Keflavíkur frá upphafi. Guðmundur ætlar sér þó að slá metið og helst fyrr en síðar. Hér rifjar Guðmundur upp sín eftirlegustu mörk á ferlinum með Keflavík. 1. „Mark á móti kr á heimavelli 2001 úr aukaspyrnu af gríðarlega löngu færi efst í markvinkilinn.“ Þeir sem muna eftir þessu marki geta sennilega verið sammála því að þetta er eitt af glæsilegustu mörkum sem sést hafa á Íslandsmótinu. 2. „Aukaspyrna á móti ÍA uppá Skaga 2005.“ Guðmundur hefur gaman af því að skora gegn Skagamönnum eins og kemur í ljós hér fyrir neðan. 3. „Önnur aukaspyrna á móti ÍA uppá Skaga nema þessi er árið 2008.“ 4. „Fyrsta markið og það vill svo skemmtilega til að það er líka á móti ÍA uppá Skaga árið 1997.“ 5. „Tímamóta markið á móti Grindavík, þegar ég náði að jafna pabba. Þetta mark á örugglega eftir að vera eftirminnilegt fyrir mig,“ segir Guðmundur. Þegar Guðmundur er svo spurður að því hverjir hafi verið hvað erfiðastir viðureignar í gegnum tíðina þá eru Skagamenn þar í aðalhlutverki. „Erfiðustu varnarmenn hafa í gegnum tíðina verið Skagamennirnir Ólafur Adolfsson og Gunnlaugur Jónsson, þeir voru svona á línunni á því að vera grófir og harðir, það var virkilega gaman að kljást við þessa kalla þegar maður var rétt um tvítugt. „Það var alltaf gaman að skora á móti Kristjáni Finnboga. Við elduðum grátt silfur saman og það var gaman að mæta honum. Ég hugsa að ég hafi líka skorað 11 eða 12 mörk af 72 gegn KR, flest hver gegn Kristjáni.“ Næsta spurning snýr einmitt að því liði sem Guðmundi þykir hvað sætast að skora á móti og þar er svarið KR. „Það hefur alltaf verið sætt og ég alltaf fundið mig vel gegn þeim röndóttu eins og ég sagði.“ „Völlurinn sem að ég kann hvað best við mig fyrir utan hér heima er að öllum líkindum Frostaskjólið og Laugardalsvöllur, þaðan á ég góðar minningar. „Þar hef ég tekið 3 bikarmeistaratitla með Keflavík úr fjórum leikjum en er samt með 100% nýtingu.“ En Keflvíkingar þurftu tvo leiki gegn ÍBV árið 1997 til að knýja fram sigur eftir jafntefli í fyrri leiknum. Er Guðmundur er spurður um mark sem hafði sérstaka þýðingu fyrir lið Keflavíkur sem hann skoraði þá rifjar Guðmundur upp árið 2002 þegar liðinu gekk afar illa á Hásteinsvelli í Eyjum og fóru oftar en ekki stigalausir þaðan heim. „Ég skoraði þá á lokasekúndunum gegn Birki Kristinssyni og tryggði okkur sigur. Það var skemmitlegt og braut ákveðinn múr fyrir okkur Keflvíkinga og síðan hefur okkur gengið betur í Eyjum.“ Árið 2000 þegar Guðmundur fékk silfurskóinn, er hann var með 14 mörk, jafnmörg Andra Sigþórssyni sem þó hafði leikið færri leiki náði Guðmundur einstökum árangri. Hann skoraði og lagði upp 86% marka Keflvíkinga það árið sem er líklegast einstakt afrek á Íslandi. „Ég hafði farið til KA í 1.deild árið áður eftir 2. flokkinn í Keflavík og þegar ég kom aftur var kannski ekki búist við miklu af mér, “ segir Guðmundur um þetta einstaka tímabil og greinilegt að hann minnist þessa tímabils með hlýhug. Þó átti Guðmundur sennilega sitt besta tímabil árið 2008 þar sem hann var markahæsti leikmaður Íslandsmótsins og svo var hann valinn besti leikmaðurinn á lokahófinu sama ár. Faðir hans Steinar Jóhannsson var eins og kunnugt er mikill markahrókur en Guðmundur segir þann gamla aldrei hafa sett neina pressu á sig, hvort sem það væri að leika í stöðu framherja eða skora mörk. „Ég setti mér markmið snemma á ferlinum um það að nálgast metið hans pabba, ég hef svosem aldrei haft hátt um það en menn fóru fyrst að sjá þann möguleika fyrir hendi þegar ég skoraði 16 mörk árið 2008,“ segir Guðmundur. Föðurbróðir Guðmundar, „Marka“ Jón Steinarsson var eins og gælunafnið gefur til kynna einnig marksækinn en þessir þrír eru einu leikmenn Keflavíkur sem hafa náð því að verða markahæsti leikmaður efstu deildar.

Guðmundur segir tilfinninguna sem fylgdi því að skora gegn Grindvíkingum og jafna met föðurs sín sekkert hafa verið neitt sérstaklega tilfinningaríka, fyrst og fremst hafi þetta verið léttir. „Þegar að maður bíður eftir einhverju svona þá magnast pressan upp, sem betur fer var ég þegar kominn með eitt mark fyrir og þetta var svo gríðarlegur léttir.“ Faðir Guðmundar hringdi svo í hann að leik loknum og óskaði honum til hamingju en Guðmundur segir enga biturð vera þeirra á milli. „Hann grunaði að ég myndi slá metið einn góðan veðurdag og hann er sennilega bara stoltur,“ Guðmundur segist ekki vera með nein markmið varðandi markaskorun en hann ætlar sér að sjálfsögðu að reyna að skora sem mest í sumar og hann segist enn eiga einhver ár inni en hann verður 32 ára á þessu ári. Hann á aðeins 10 leiki í það að ná meti Sigurðar Björgvinssonar yfir leikjahæsta leikmann Keflavíkur frá upphafi og líklegt að Guðmundur slái það met von bráðar. „Ef við vinnum titilinn á þessu ári þá hættir maður kannski bara á toppnum, það er það eina sem maður á eftir,“ segir markahæsti leikmaður Keflavíkur hlæjandi að lokum. eythor@vf.is


14

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

Meistaraflokkur karla árið 1984.

vf.is

Guðjón hampar B-deildarmeistaratitli árið 1990 þegar liðið vann sér sæti í efstu deild.

Víkufréttir birta hér brotabrot úr Sögu Knattspyrnufélagsins Víðis í Garði sem þeir Guðjón Árni Antoníusson og Rafn Markús Vilbergsson tóku saman í lokaverkefni sínu við Háskólann í Reykjavík.

Knattspyrnufélagið Víðir 75 ára B-deildarmeistarar kvenna árið 1982

Knattspyrnufélagið Víðir var stofnað í maí 1936 og í fyrstu starfaði það í fjögur ár. Vegna hræðilegra slysa tveggja forystumanna Víðis á þeim árum lagðist starfsemin niður um ellefu ára skeið. Fyrsti formaður félagsins var Jónas Guðmundsson frá Rafnkelsstöðum og varaformaður Þorsteinn Gíslason frá Sólbakka. Um og upp úr 1950 var félagið endurvakið og var knattspyrna mikið stunduð ásamt því að handknattleikur og frjálsar íþróttir voru vinsælar. Félagið lognaðist aftur út af árið 1954. Gerð var tilraun til þess að koma starfseminni aftur í gang árið 1957 en hún varði aðeins í rúmt ár. Það var um haustið 1967 að mikill áhugi var á meðal pilta í Garðinum að blása lífi í félagið á nýjan leik. Félagið var þá endurreist og hefur starfað óslitið síðan. Á þessum árum hafa félagsmenn fengið að upplifa bæði gleði og

sorg. Nokkrar íþróttagreinar hafa reynt að fylgja knattspyrnunni eftir með misjöfnum árangri. Leikinn var hand- og körfuknattleikur undir merkjum félagsins á áttunda áratugnum. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur verið starfræktur með hléum frá árinu 1974 en árið 1976 náðu stelpurnar sínum besta árangri fyrr og síðar þegar þær enduðu í þriðja sæti efstu deildar undir stjórn Júlíusar Baldvinssonar. Gullaldarár Víðis í karlaknattspyrnunni voru á níunda áratug síðustu aldar. Á þeim árum unnu

Víðismenn sig upp úr neðstu deild í þá efstu þar sem þeir léku samtals í fjögur ár auk þess að komast í bikarúrslit árið 1987. Sá árangur sem félagið náði vakti verðskuldaða athygli um land allt og má segja að árangurinn hafi komið Garðinum á landakortið. Með tilkomu nýs íþróttahúss í Garðinum árið 1993 var körfuknattleikur starfræktur á ný í nokkur ár. Í dag er knattspyrna ráðandi hjá Víði auk sem sunddeild er starfrækt. Meistaraflokkur karla í knattspyrnu leikur í 3. deild í sumar.

Frá vígslu á nýjum Garðsvelli árið 1985

Handboltalið úr Garðinum. Myndin er tekin árið 1950

Áhorfendur á Garðskagavelli árið 1984.

Meistaraflokkur karla undir stjórn Sigurðar Ingvarssonar árið 1978 Það gerðist fyrir hálfri öld, í Garðinum um sumarkvöld Nokkrir strákar, hittust litla stund. Þeir vissu hvað í vændum var, og verkjaði í fæturna Og vildu í snatri kalla saman fund. Að stofna hérna félag eitt, sem gæti kannski aldrei neitt En hugurinn hann stefndi á hærra svið. Í knattspyrnu skelltu sér, og eins og allir vita hér Félagið fékk nafnið Víðislið. Jóhann Jónsson heiðursfélagi Víðis (vísa samin árið 1986)

Afmælisdagur Víðis

K

Liðið á endurreisnartímanum. Myndin er tekin 1967.

nattspyrnufélagið Víðir var stofnað í maí 1936. Um stofndag er ekki vitað með vissu en sagnir herma að félagið hafi verið stofnað fyrsta sunnudag eftir lokadag. Árið 1936 bar þann dag upp 17. maí. Í sögu Íþróttabandalags Suðurnesja er stofndagurinn 19. maí. Aðalstjórn Víðis ákvað á afmælisárinu 1996 að festa afmælisdag félagsins um alla framtíð. Lögð var fram tillaga um að afmælisdagur Víðis yrði 11. maí ár hvert. Finnbogi Björnsson þáverandi formaður sagði að 11. maí væri hinn gamli lokadagur. Tillagan var svo samþykkt samhljóða. Lokadagur er frá fornu fari 11. maí en þá lýkur vetrarvertíð á Suðurlandi. Löngum hefur verið mikið um dýrðir hjá sjómönnum á lokadaginn.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

15

GARÐAÚÐUN SUÐURNESJA

Síminn er 421 0000

Úðum m.a. gegn roðamaur og kóngulóm! Björn Víkingur: 822 3577, Elín: 699 5571 822 3577, 421 4870, 699 5571 og 421 5571 netfang: bvikingur@visir.is

Guðmunda L. Guðmundsdóttir af Suðurnesjum tekur hér við viðurkenningu. Hún hafði þetta að segja um verkefnið: Ég hef lengi verið að velta fyrir mér hvaða menntun ég gæti bætt við mig sem myndi nýtast mér vel á vinnumarkaði, án þess að fara í háskóla. Ég var svolítið óörugg að fara í raunfærnimatið. En komst að því að það var óþarfi. Ég fékk góðan stuðning frá þeim sem stóðu að verkefninu. Í haust ætla ég að fara í MK og klára þau fög sem ég á eftir af Skrifstofubraut 1.

Raunfærnimat í skrifstofugreinum F

– hver er ávinningurinn?

östudaginn 29. apríl síðastliðinn lauk raunfærnimati í skrifstofugreinum hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Verkefnið var unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Fagráð verslunarog þjónustugreina, Mími – símenntun og Menntaskólann í Kópavogi (MK). Það var 22 manna hópur bæði frá höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem fór í gegnum matið. Metið var í samræmi við Skrifstofubraut 1 í MK. Þátttakendur fengu að meðaltali 15 einingar af 32 einingum metnar af brautinni, sumir meira og aðrir minna. Þátttakendur höfðu meðal annars reynslu af skrifstofustörfum, voru jafnvel búnir að ljúka einingum úr framhaldsskóla og/eða vinna sjálfstætt í bókhaldi. Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við allskonar aðstæður og í allskonar samhengi. Með mati á raunfærni fær fullorðið fólk á vinnumarkaði aukna möguleika á að sækja sér menntun og þjálfun til að auka færni sína. Helsti ávinningur einstaklinganna er að fá ný tækifæri til að styrkja sig í námi og starfi. Mat á raunfærni getur verið hvati fyrir fullorðið fólk á vinnumarkaði, í hinum ýmsu starfsgreinum, til að ljúka formlegu námi. Niðurstaðan úr þessu verkefni sýndi einmitt fram á það. Níu konur af Suðurnesjum tóku þátt í matinu og fengu þær 17 einingar metnar að meðaltali. Þær hafa flestallar skráð sig í fjarnám í haust til að ljúka þeim einingum sem eftir eru af Skrifstofubraut 1. Þær geta síðan haldið áfram á Skrifstofubraut 2 í framhaldinu. Margir af nemendum Skrifstofubrautarinnar hafa í gegnum tíðina fengið aukin atvinnutækifæri í kjölfar námsins. Þetta er hagnýtt nám sem nýtist beint til starfa. Miðstöð símenntunar mun í janúar 2012 bjóða aftur upp á raunfærnimat í skrifstofugreinum og geta áhugasamir einstaklingar með reynslu af skrifstofustörfum haft samband við Jónínu Magnúsdóttur, náms- og starfsráðgjafa hjá MSS – jonina@mss.is/4125958. Jónína Magnúsdóttir Náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri raunfærnimats í skrifstofugreinum fyrir hönd MSS.

Bláa Lónið

leitar að framúrskarandi starfsfólki Bláa Lónið er helsta aðdráttarafl íslenskrar ferðaþjónustu og munu starfsmenn fyrirtækisins taka á móti 450.000 gestum á þessu ári. Innan raða fyrirtækisins starfa framúrskarandi starfsmenn sem búa yfir mikilli hæfni í mannlegum samskiptum, eru agaðir og fágaðir í framkomu og sinna starfi sínu af mikilli samviskusemi. Bláa Lónið er reyklaus vinnustaður. Við leggjum ríka áherslu á upplifun gesta okkar, gæði þjónustunnar og umhverfisins. Framtíðin er björt og því leitum við að öflugum liðsmönnum sem búa yfir eftirtöldum eiginleikum sem einkenna starfsfólkið okkar: Hafa brennandi áhuga á starfsemi Bláa Lónsins og ferðaþjónustu Hafa ríka þjónustulund Búa yfir góðri enskukunnáttu, önnur tungumál mikill kostur Eru samviskusamir, stundvísir og sýna frumkvæði Geta tileinkað sér þá gæða- og öryggisstaðla sem við vinnum eftir

Aðstoðarmóttökustjóri Um framtíðarstarf er að ræða. Aðstoðarmóttökustjóri eru staðgengill móttökustjóra og sinnir daglegri stjórnun á baðstað. Um er að ræða vaktavinnu.

Snyrtifræðingar Mikil ásókn er í Blue Lagoon spa meðferðir og því leitum við að snyrtifræðingum til að veita meðferðir í Bláa Lóninu og hjá Blue Lagoon Spa í Hreyfingu. Vinnutími og vaktafyrirkomulag er samkomulagsatriði. Bíll skilyrði.

Matreiðslunemi Þátttakendur af Reykjavíkursvæðinu og Suðurnesjum fögnuðu áfanga sínum við athöfn í Menntaskólanum í Kópavogi 29. apríl sl.

ATVINNA Vélsmiðja Grindavíkur óskar eftir að ráða bifvélavirkjameistara Óskar eftir að ráða vélvirkja eða menn vana smiðjuvinnu sem geta starfað sjálfstætt. Um framtíðarvinnu er að ræða.

Upplýsingar í síma 8936840.

Við leitum að metnaðarfullum matreiðslunema til að starfa í hópi landsliðs matreiðslumanna á veitingastað okkar, Lava.

Næturvörður Næturverðir sinna almennu viðhaldi og þrifum auk gæslu. Unnið er á vöktum.

Sumarstarfsfólk Enn á eftir að ráða nokkra sumarstarfsmenn. Miðað er við 19 ára lágmarksaldur.

Nánari upplýsingar veitir Helga Jóhanna Oddsdóttir mannauðs- og gæðastjóri Bláa Lónsins í síma 420-8800 eða í netfangi helga@bluelagoon.is.

Umsóknarfrestur er til 29. maí 2011 og eru umsækjendur beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Bláa Lónsins; www.bluelagoon.is/Umfyrirtaekid/Atvinna/Atvinnuumsokn/. Öllum umsóknum verður svarað.


›› List án landamæra 2011:

16

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

Góð stemning á Landsbankamóti ÍRB S

íðastliðna helgi var Landsbankamótið í sundi haldið í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Rúmlega 500 sundmenn tóku þátt í mótinu frá 14 félögum. Mótið er það stærsta sem haldið er hér á landi af félagsliði og er alltaf mjög skemmtilegt með Eurovison stemmningu bæði á bakka og í Holtaskóla þar sem liðin gistu. Sundmenn kepptu í fimm hlutum. Átta ára og yngri kepptu á föstudeginum og endaði sá hluti á hinum sívinsæla sjóræningjaleik þar sem nokkrir sjóræningar höfðu stolið þátttökupeningunum og sundmennirnir þurftu að bjarga þeim úr klóm þeirra. Gaman var að sjá sundmenn framtíðarinnar synda og var mikill fjöldi áhorfenda í Vatnaveröld. Sundmenn 13 ára og eldri kepptu svo í 50m laug fyrir hádegi laugardag og sunnu-

dag og skelltu sér svo í bíó á Fast 5 þegar þeir áttu frí. Við lok mótsins voru veittir farandbikarar fyrir stigahæstu 200 metra sundið hjá sundmönnum 13 ára og eldri og voru eftirfarandi sundmenn stigahæstir. Telpur 13-14 ára: Rebekka Jaferian 582 stig fyrir 200 metra skriðsund. Drengir 13-14 ára: Þröstur Bjarnason 405 stig fyrir 200 metra skriðsund. Konur 15 ára og eldri: Eygló Ósk Gústafsdóttir 622 stig fyrir 200 metra fjórsund. Karlar 15 ára og eldri: Davíð Hildiberg Aðalsteinsson 621 stig fyrir 200 metra skriðsund. Sundmenn 9-12 ára kepptu svo eftir hádegi laugardag og sunnudag í 25m laug. Þeir fengu líka bíóferð á milli hluta og fóru á Dýrafjör á sunnudagsmorgni. Mikið var um bætingar á mótinu og fengu þeir sundmenn sem

bættu sína tíma sérstök verðlaun. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með mótinu alla helgina. Eftir að móti lauk var svo glæsilegt lokahóf og uppskeruhátíð ÍRB í hátíðarsal FS. Þangað mættu yfir 200 manns til kvöldverðar og fjölmargar viðurkenningar og verðlaun voru afhent. Veitt voru verðlaun fyrir hvatningarkerfi ÍRB og einnig voru verðlaunaðir sundmenn hvers aldursflokks fyrir sig. Á hófið mætti m.a forseti LEN (Evrópusamtaka Sundsins) og heitir hann Nory Kruchten og veitti hann verðlaun á mótinu. Einnig mættu formaður Sundsamband Íslands Hörður J. Oddfríðarson, Jóhann Magnússon formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Einar Haraldsson formaður Keflavíkur Íþrótta- og Ungmennafélags og Ágústa Guðmarsdóttir gjaldkeri Ungmennafélags Njarðvíkur.

Dánartilkynningar

Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn, frændi og vinur,

Albert Karl Sigurðsson, Tunguvegi 7, Njarðvík,

lést á heimili sínu, sunnudaginn 15. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar.

Margrét Sanders, Sigurður Guðnason, Sigríður Sigurðardóttir, Sylvía Sigurðardóttir, Guðni Róbertsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðni Sigurðsson, Kolbrún Jóna Færseth, og aðrir ættingjar og vinir.

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

Ari Bergþór Oddsson, Aðalgötu 5, Keflavík,

andaðist á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi, fimmtudaginn 12. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 20. maí kl. 13:00.

Guðrún Jóna Aradóttir, Sigurður J. Ögmundsson, Sigríður Aradóttir, Guðmundur Finnsson, barnabörn og barnabarnabörn.

Til þín... Erlingur Jónsson skrifar Það er mikið að gerast í okkar litlu bæjarfélögum hér á Suðurnesjum hvað varðar neyslu áfengis, fíkniefna og afleiðingar þess á fjölskyldur okkar, ofbeldi o.fl. Ekki bætir úr atvinnuleysi og mikið óöryggi. Lundur hefur ásamt öðrum farið í skóla með fræðslu fyrir foreldra sem og ungmenni meðal annars til að skapa umræðu um ástandið sem skapast af neyslu áfengis, fíkniefna og afleiðingar þess á neytendur og ekki síður aðstandendur. Það er ekki spurning HVORT börnum okkar verði boðin fíkniefni eða áfengi heldur HVENÆR. Þá er gott að vera búin/n að tala við þau um þessi mál og gera þeim grein fyrir hættunni, þannig að þau hafi val og ekki síður styrk til að segja NEI TAKK. Ég á von á að þú foreldri gott hafir fylgst með því hvað hefur verið að gerast í samfélagi okkar og sjáir hversu alvarlegt þetta er. Flest eigum við börn eða barnabörn sem við berum ábyrgð á. Nú nýverið hafa nokkrir ungir menn látist af völdum þessa sjúkdóms hér á Suðurnesjum. Guð gefi ykkur æðruleysi til að sætta ykkur við það sem þið fáið ekki breytt, kjark til

að breyta því sem þið getið breytt og vit til að greina þar á milli. Ekki veit ég hvað þarf mikið til að fólk opni augun fyrir þessum harmleik, komi og fræðist, þó ekki væri nema til þess eins að vita betur hvað það getur gert í málunum og hvað ekki, ef eitthvað gerist. Fræðsla er ekki bara fyrir þá sem eiga við vandamál, heldur er það fyrirhyggja að forvörnum að vera betur undir það búin ef eitthvað gerist hjá okkur sjálfum. En flestir hugsa....... það gerist ekkert hjá mér og mínum, það er einhvern veginn bara eðli mannsins að hugsa þannig, en þetta eru orðin það alvarleg mál og algeng að við hreinlega bara verðum að breyta hugsunarhættinum. Afneitun, stolt og kvíði, geta oft haft mjög alvarlegar afleiðingar og óttinn við hvaða álit aðrir hafa á okkur ef eitthvað spyrst út, STÓRA fjölskylduleyndarmálið sem enginn má tala um, en viti menn, það vita þetta ótrúlega margir, svo miklu fleiri en þú heldur. HVER ER NÆSTUR?

Auglýstu í Víkurfréttum! Auglýsingasíminn er 421 0001 • Tölvupóstur: gunnar@vf.is

Erlingur Jónsson www.lundur.net


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

17

HEF HAFIÐ STÖRF

á Hársnyrtistofu Anítu Bjarnarvöllum 12. Býð upp á hár, neglur og er með förðunarvörur til sölu. OPNUNARTILBOÐ Í MAÍ 15% afsláttur af öllum milk shake hárvörum. 15% afsláttur af öllum Golden rose förðunarvörunum.

10% afsláttur af þjónustu.

LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA EHF Óskar eftir að ráða meistara/svein eða vanan mann í pípulögnum. Þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.

Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið: lagnaths@simnet.is

24 tíma vaktsími fréttadeildar VF er 898 2222 ELEGANS KYNNIR FRÁBÆRT BED HEAD tilboð á hinu vinsæla AFTER PARTY sem gerir hárið silkimjúkt&glansandi ásamt

ROCKAHOLIC WAXI sem mótar hárið eins og þú vilt!

FLOTTAR VÖRUR Á

20%

AFSLÆTTI. Meðfylgjandi eru svipmyndir sem teknar voru á Landsbankamóti ÍRB og einnig á lokahófinu sem fram fór á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

2

Elegans Hársnyrtistofan á Nesvöllum - Reykjanesbæ - S. 421 4848

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 14. apríl 2011

SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU

3 herbergja íbúð til leigu, laus strax! Er staðsett í Hólmgarði. Greiðslur fara í gegn um greiðsluþjónustu. 85 þús fyrir utan hita og rafmagn. Upplýsingar fást í síma: 897 3343.

Orlofsíbúðir Akureyri. Höfum til leigu notalegar íbúðir í miðbænum. Sjá gistingamaro.is sími: 461-5403

2 herbergja íbúð til leigu í Heiðarholti með eða án húsgagna laus fljótlega. Upplýsingar í síma 869 9279 Laufey.

Ýmsar stærðir og gerðir af herbergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og allur sameigilegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 8958230 og 8608909.

Íbúðarskipti (Leiguskipti) óskast. Leiguskipti óskast á Suðurnesjum. Skipti á 180m2. 5 herbergja einbýli á Reyðarfirði. Óskum eftir 3 - 5 herbrgja íbúð í staðinn. Tímabil minnst eitt ár. Stutt í Alcoa fjarðaál. Áhugasamir hafi samband í síma 821-5107. Eða sendi tölvupóst oskarjjboiling@gmail.com

80m2 atvinnuhúsnæði við Hrannargötu, hagstætt leiguverð. Skammtímaleiga möguleg. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. Til leigu u.þ.b. 280m2 verslunar/ atvinnuhúsnæði við Víkurbraut, hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. 2.ja herbergja íbúð til leigu í Innri -Njarðvík. Uppl. í síma 848 2392.

VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN

m.vf.is

ÓSKAST

HEILSA

Hjón með 2 börn óska eftir 4herb. íbúð,helst raðhúsi, til langtímaleigu,þarf að vera í Njarðvík/Keflavík. Endilega hafið samband. Kolbrún S:662 3030/ Einir S:695 1314

Meiri orka – Betri líðan! H3O Pro Isotonic drykkurinn, ShapeWorks & flr. góðar vörur Ásdís og Jónas Herbalife dreifingaraðilar S: 843-0656 (Á), 864-2634 (J) og 421-4656 Tölvupóstur: asdisjul@internet.is Heimasíða/netverslun: http:// www.betriheilsa.is/aj

4 manna fjölskylda óskar eftir 4-5 herbergja íbúð í Grindavík til leigu. Traustir leigjendur. erum með lítinn hund. uppl: Fridriksveinn@ simnet.is og í síma 846 5634 eða 846 5635. Óska eftir 3ja herbergja íbúð til leigu í tvíbýli eða fjórbýli. Staðsetning: Holtaskóla- eða Heiðarskólahverfi. Greiðslur geta farið í gegnum greiðsluþjónustu. Uppl. í síma 698-3232 (Ingvar)

ÝMISLEGT Búslóðaf lutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi. Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.

Hvít Víðbláinn. Nuddmeðferðir, heilun og miðlun. Tímapantanir í síma 861 2004. Reynir Katrínarson, nuddmeistari.

ÖKUKENNSLA ÖKUKENNSLA - AKSTURSMAT Ökukennsla og akstursmat til almennra ökuréttinda. Kenni á Subaru Forester. Allar upplýsingar um námstilhögun og námskostnað eru aðgengilegar á www.aka.blog. is. Skarphéðinn Jónsson löggiltur ökukennari símar 456-3170 og 777-9464. Netfang: sk.jonsson@ gmail.com

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum

Vikan 19. maí - 15. maí. nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán Léttur föstudagur á Nesvöllum 20. maí nk. Kl. 14:00 Bernharður Guðmundsson fjallar um málefni eldri borgara.

Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/

Túnþökusala OddsTeins Erum mEð til sölu gæða túnþökur, fótboltagras, gólfvallagras, holtagróður, lyng og gras á opin svæði. margra áraa rEynsla. sími: 6636666/6637666

www.VF.IS

TIL SÖLU Mitsubishi Lancer sjálfsk. 1997, ekinn 180þ.km, ný tímareim. Skoðaður til 10/11. 150 þúsund Kevin sími 848 6519.


18

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

Grindavík

›› Drengir úr 7. bekk Grunnskóla Grindavíkur fóru á sjóinn:

Hraustir sjómenn úr Grunnskóla Grindavíkur

H

á bryggju klukkan sjö tilbúnir í slaginn. Þeir ætla sér allir að verða sjómenn í framtíðinni. Í upphafi ferðar var farið með bæn aftur á dekki. Drengirnir leiddust í hring og skipstjórinn kyrjaði bæn um fiska og fugla. Þetta var að sjálfsögðu hrekkur og var mikið hlegið eftir bænastundina. Drengirnir voru hörku duglegir, ældu í

sjóinn, þurrkuðu sér síðan bara um munninn og héldu áfram að vinna! Það var stoltur kennari sem kom í land með þessa dugnaðarforka. Þessi vel heppnaða sjóferð sýnir sannarlega hvað verknám er mikilvægur partur af skólastarfi í Grindavík. Þarna kynntust drengirnir aðal atvinnugrein Íslendinga og draumastarfinu.

TEXTI & MYNDIR

ÞORSTEINN GUNNARSSON

raustir drengir úr 7. bekk Grunnskóla Grindavíkur fóru í síðustu viku út á sjó með kennara sínum. Það var áhöfnin á Árna í Teigi sem bauð þeim að koma með í túr og tók hún vel á móti þeim. Drengirnir fengu að taka þátt í allri vinnu sem fram fer um borð. Þessir ungu herramenn voru mættir niður

ann 24. mars sl. voru liðin 80 ár síðan Björgunarsveitin Þorbjörn bjargaði 38 manna áhöfn togarans Cap Fagnet undan Hraunsfjöru. Þá var fluglínutæki fyrst notað til björgunar hér á landi. Síðasta laugardag fóru nokkrir félagar í Þorbirni ásamt köfurum árla morguns að Hraunsfjöru að flaki Cap Fagnet og náðu þar tveimur ankerum sem þeir komu með að landi. Ankerin komust því á þurrt land eftir 80 ára volk í sjónum en voru merkilega heilleg að sjá. Heimasíða Grindavíkurbæjar var á staðnum og skjalfesti atburðinn. Að sögn björgunarsveitarmanna gekk ferðin nokkuð vel þótt ekki hafi tekist að ná einnig upp aðalskrúfu Cap Fagnet eins og til stóð. Farið var á fjöru með flottank og ankerin fest í hann. Þegar flæddi að og sjávarborð tók að hækka losnuðu ankerin frá botninum og síðan var flottankurinn dreginn inn í Grindavíkurhöfn með ankerin í eftirdragi. Ankerin voru svo hífð upp á bryggju og gekk allt eins og í sögu. Björgunarsveitarmenn halda að enn sé a.m.k. eitt ankeri í viðbót

í flakinu ásamt aðalskrúfunni. Ætla þeir að fara í nýjan leiðangur í sumar til þess að freista þess að ná aðalskrúfunni í land en talið er að skrúfan sem náðist úr skipinu 1998 hafi verið varaskrúfan en hún er til sýnis fyrir utan höfuðstöðvar Þorbjarnar. Aðfaranótt 24. mars 1931 strandaði franski síðutogarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum austan Grindavíkur. Um borð var 38 manna áhöfn. Slæmt veður var þegar togarinn strandaði og ljóst að ekki væri unnt að yfirgefa skipið á björgunarbátum togarans. Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brást skjótt við og tókst að bjarga allri áhöfn togarans með hinum nýja björgunarbúnaði. Björgunin markaði ákveðin tímamót og færði mönnum heim sannindi þess hversu öflug björgunartæki fluglínutækin voru og flýtti mjög fyrir útbreiðslu þeirra. Alls eiga vel á þriðja þúsund íslenskir og erlendir sjómenn fluglínutækjunum og björgunarsveitum á Íslandi líf sitt að launa.

TEXTI & MYNDIR

Þ

GRUNNSKÓLI GRINDAVÍKUR

Á land eftir 80 ára legu í sænum


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

19

›› Kristín Karlsdóttir frá Grindavík stundar nám við háskóla í Alabama:

G

rindvíkingurinn Kristín Karlsdóttir stundar nám í Auburn University of Montgomery í Alabama en þar leggur hún stund á íþróttafræði ásamt því að spila fótbolta með skólaliðinu. Hún segist ávallt hafa viljað stunda nám í Bandaríkjunum en hafi heillast af landinu alveg frá því hún heimsótti það fyst sem barn. Hún hóf nám árið 2009 og lýkur dvölinni árið 2013. Hún býr í þriggja herbergja íbúð ásamt þremur íslenskum stelpum. „Íbúðin er stór og flott og hverfið er alveg frábært en þar er ekki hægt að komast inn nema í gegnum hlið sem við erum með lykil að. Í hverfinu eru tvær líkamsræktarstöðvar og tvær sundlaugar,“ segir Kristín um aðstæður.

Grindvíkingurinn Kristín Karlsdóttir stundar nám í Auburn University of Montgomery í Alabama. Hér er hún númer 21 ásamt hinum íslensku stúlkunum í skólaliðinu.

Sjö hressar íslenskar stelpur í háskólaliðinu Kristín segir það hafa tekið smá tíma að venjast því að gera allt heimanám á ensku, annars er námið mjög skemmtilegt sem og erfitt líka. Hún er mikið í verklegum áföngum núna þar sem hún kennir samnemendum leikfimi, dans og íþróttir. Engar gangstéttar og strákarnir ágengir Kristín segir mjög fínt að búa í Montgomery, besta við það er hvað allir eru vingjarnlegir og þekkja mann og kannski veðrið góða. Það versta er að það eru engar gangstéttar, maður verður nánast að keyra allt saman hérna. „Þeir eru öðruvísi en við Íslendingarnir, þeir eru voða kurteisir og vilja spyrja margra spurninga. Strákarnir hérna eru voða ágengir, það er ekkert sms eða facebook spjall, það er bara farið beint á stefnumót,“ segir Kristín um innfædda. Skóli þessi hefur í gegnum árin hýst fjölda Íslendinga og nú er nokkur fjöldi Íslendinga við nám í skólanum sem Kristín segir vera samheldinn hóp „Ég er ekki mikið inni í félagslífinu hérna í skólanum, þar sem við erum svo mörg hérna frá Íslandi, eða samtals 15. Við reynum að gera skemmtilega hluti saman. Við förum kannski í keilu, út á sundlaugarbakka, verslunarferðir til Birmingham eða Atlanta. Svo núna þegar það er orðið hlýtt þá förum við kannski á ströndina í Pensacola á Flórída. En skemmtistaðirnir eru ekki svo margir hérna en þegar við förum höfum við farið á staði sem heita Reflections eða 322. Ég bý ekki á heimavist-

inni heldur, en þar mun vera mesta félagslífið hjá systra- og bræðrafélögunum. “

■ Í fótboltaliðinu eru hressar og skemmtilegar stelpur. Fyrir utan amerísku stelpurnar eru sjö stelpur frá Íslandi og setja greinilegan stimpil á liðið með því að spila skemmtilegan evrópskan fótbolta. Ferðast mikið Kristín er búin að ferðast mikið, lengsta ferðalagið sem hún hefur farið í er til San Francisco til Dínu Maríu frænku sinnar. „En svo er ég búin að fara í vorfrí (e. Spring Break) til Miami og Bahamas, ég var einmitt að koma frá Bahamas fyrir stuttu og þar var mjög skemmtilegt. Svo ferðumst við mikið með fótboltanum en flest liðin sem við keppum við eru frá fylkjunum: Mississippi, Louisiana, Kentucky, Georgia, Flórída og Alabama. Þegar við förum heim til Íslands stoppum við svo annað hvort í New York eða Boston sem er algjört æði því við elskum að versla þar. En mér finnst spring break alveg standa uppúr,“ en Kristín hefur mikinn áhuga á ferðalögum. „Mér finnst rosalega gaman að ferðast, hanga með vinum og elda en ég held ég sé aðal kokkurinn í eldhúsinu í minni íbúð. Þetta eru áhugamálin ásamt fótboltanum og körfubolta en við erum búin að fara á nokkra NBA leiki.“

Sjö Íslendingar í liðinu „Í fótboltaliðinu eru hressar og skemmtilegar stelpur. Fyrir utan amerísku stelpurnar erum við sjö stelpur frá Íslandi og setjum greinilegan stimpil á liðið með því að spila skemmtilegan evrópskan fótbolta. Á fyrsta árinu mínu gekk vel í boltanum, okkur gekk vel á Southern States Athletic Conference og við komumst eftir það í Nationals þar sem öll bestu liðin frá Bandaríkjunum koma saman og spila. Við lentum í 16. sæti sem mun vera gott miðað við öll Bandaríkin í NAIA deild. Árangur okkar var 15 unnir leikir 5 töp og 2 jafntefli. Núna á öðru ári fengum við nýjan þjálfara sem er fínn en ekki gekk okkur eins vel í boltanum þar var árangur okkar 12-6-1, og komumst bara í undanúrslitakeppni fyrir Nationals. En á næstu önn munum við gera betur,“ segir Kristín. Hvirfilbylir allt í kringum Montgomery Eins og flestir vita þá gengu hvirfilbylir yfir mið-Bandaríkin fyrir skömmu og Kristín ásamt fleiri Íslendingum urðu vitni að veðurofsanum en komust blessunarlega heil heilsu frá óveðrinu. Kristín segir að mesta óveðrið hafi verið í u.þ.b. klukkutíma fjarlægð frá Auburn þar sem hún býr. Veðrið hafi verið virkilega slæmt og á tímabili óttuðust Kristín og vinir hennar að þau þyrftu að leita skjóls í þar til gerðum óveðursskýlum. „Spennan var mikil og órói í fólki en veðrið fór hreinlega í kringum bæinn okkar og við sluppum því vel miðað við marga bæi og borgir hér í nágrenninu,“ sagði Kristín. Nú nýverið fóru Kristín og vinir hennar úr skólanum hennar til Tuscaloosa til að aðstoða við hjálparstarf en sá bær varð illa úti í hvirfilbyljunum. Í sumar ætlar Kristín að spila fótbolta með Grindavík í Pepsideildinni og vinna en hún segist vera spennt fyrir því að komast í íslenska sumarið og spila fótbolta, auk þess langar hana að skella sér í nokkrar útilegur. Í framtíðinni segist Kristín svo hafa áhuga á að starfa með börnum, annað hvort að þjálfa eða að kenna. En hún segist hafa voðalega gaman af krökkum. eythor@vf.is


20

Vร KURFRร TTIR

Fimmtudagurinn 19. maรญ 2011

Aร ALFUNDUR Suรฐurnesjadeildar Bรบmanna verรฐur haldinn fimmtudaginn 26. maรญ 2011 รญ samkomusal Bรบmanna Stekkjargรถtu 73 Innri Njarรฐvรญk. Fundurinn hefst kl. 18:00. Dagskrรก: Venjuleg aรฐalfundarstรถrf Suรฐurnesjadeild Bรบmanna Bรบmenn hsf

Aร ALFUNDUR

Fรฉlags myndlistamanna รญ Reykjanesbรฆ verรฐur haldinn รญ Svarta Pakkhรบsinu Hafnargรถtu 2, fimmtudaginn 26. maรญ nk. kl. 20:00 Dagskrรก aรฐalfundar t 4FUOJOH t ,PTOJOH GVOEBSTUKร SB PH GVOEBSSJUBSB t 4LรขSTMB TUKร SOBS t &OEVSTLPยงBยงJS SFJLOJOHBS MBHยงJS GSBN t 6NSย ยงVS VN TLรขSTMV TUKร SOBS PH ร STSFJLOJOHB t *OOUBLB OรขSSB Gร MBHB t ,PTOJOH TUKร SOBS PH WBSBNBOOT TLW HSFJO t ,PTOJOH UWFHHKB FOEVSTLPยงFOEB TLW HSFJO t ร LWร SยงVO VN ร SHKBME t ยฝOOVS Nร M 'ZSJS BยงBMGVOEJ MJHHVS GZSJS UJMMBHB VN CSFZUJOHV ร PSยงBMBHJ HSFJOBS PH HSFJOBS MBHB ยขBS TFN PSยงJยง NZOE FS GFMMU ร U U E NZOEMJTU WFSยงVS MJTU PH TWP GSW -ร HJO Nร TKร ร IFJNBTร ยงV Gร MBHTJOT NZOEMJTUBGFMBH DPN 'ร MBHBS WJOTBNMFHBTU LMJQQJยง ร U ยขFTTB BVHMรขTJOHV LZOOJยง ZLLVS ยขFTTB CSFZUJOHBUJMMร HV PH รทร MNFOOJยง TWP ร BยงBMGVOE PH FOEJMFHB UBLJยง NFยง ZLLVS HFTUJ Stjรณrn FMR

FMR

Betri Landhelgisgรฆsla รก Suรฐurnesjum Eyglรณ Harรฐardรณttir รพingmaรฐur skrifar ร rรญkisstjรณrnarfundi รก Suรฐurnesjum var samรพykkt aรฐ fela innanrรญkisrรกรฐherra aรฐ skoรฐa vandlega kosti รพess aรฐ flytja starfsemi Landhelgisgรฆslunnar รก รถryggissvรฆรฐiรฐ รก Miรฐnesheiรฐi og aรฐ gerรฐ yrรฐi hagkvรฆmniathugun. Suรฐurnesjamenn fรถgnuรฐu og fulltrรบar allra sveitarfรฉlaga รก svรฆรฐinu og รพingmenn kjรถrdรฆmisins รกlyktuรฐu sรฉrstaklega um kosti รพess aรฐ gรฆslan yrรฐi staรฐsett รก Suรฐurnesjum. ร egar niรฐurstรถรฐur verktakans Deloitte lรกgu fyrir lagรฐi innanrรญkisrรกรฐherra meginรกherslu รก aรฐ skรฝrslan sรฝndi aรฐ flutningur stofnunarinnar til Suรฐurnesja vรฆri ekki skynsamleg rรกรฐstรถfun til skamms tรญma litiรฐ. ร essi ummรฆli ร gmundar Jรณnassonar eru klassรญskt dรฆmi um aรฐ stundum er meira รกhugavert hvaรฐ stjรณrnmรกlamenn segja ekki frekar en รพaรฐ sem รพeir segja. ร vรญ รพrรกtt fyrir vankanta รบttektarinnar, sรฝnir hรบn nefnilega รณtvรญrรฆtt kosti รพess aรฐ flytja Landhelgisgรฆsluna รก Miรฐnesheiรฐina og staรฐsetja hana รพar til framtรญรฐar. ร รบttektinni er staรฐfest aรฐ hรบsnรฆรฐi Landhelgisgรฆslunnar viรฐ Reykjavรญkurflugvรถll er varla nรณgu stรณrt fyrir nรบverandi flugflota; tvรฆr รพyrlur og eina flugvรฉl en ekki annaรฐ. Skrifstofan er รญ gรกmaeiningum รก bรญlastรฆรฐi, sem hefur hingaรฐ til varla รพรณtt samboรฐiรฐ fรถngum. Ekki er heldur tekiรฐ tillit til hugsanlegs sparnaรฐar af รพvรญ aรฐ

sameina varanlega รก einn staรฐ starfsemi Landhelgisgรฆslunnar og verkefni fyrrum Varnarmรกlastofnunar. Vegna niรฐurskurรฐar hafa fjรกrframlรถg til stofnunarinnar dregist รพaรฐ mikiรฐ saman aรฐ hรบn hefur neyรฐst til aรฐ leigja skip, flugvรฉl og mannskap til verkefna erlendis vikum og mรกnuรฐum saman sem hefur skert รถryggi veg- og sjรณfarenda hรฉr รก landi รก sama tรญma. Kostnaรฐaraukinn kรฆmi รพvรญ til vegna รพess aรฐ viรฐ flutninginn yrรฐi starfsemi gรฆslunnar stรณrbรฆtt, starfsmรถnnum fjรถlgaรฐ og รถryggi okkar allra รก sjรณ og landi aukiรฐ. ร nรฆstu รกrum og รกratugum mun flutningur รก sjรณ รก norรฐurslรณรฐum aukast mjรถg. Aukin umferรฐ skipa mun meรฐal annars kalla รก aukiรฐ eftirlit meรฐ sjรณferรฐum. Tรฆkifรฆri liggja รพvรญ รญ aรฐ ร sland hafi frumkvรฆรฐi aรฐ รพvรญ aรฐ alรพjรณรฐlegt รถryggis- og bjรถrgunarliรฐ sjรณferรฐa verรฐi stofnaรฐ og hafi hรถfuรฐstรถรฐvar hรฉr รก landi. ร ar mun รถflug og sterk Landhelgisgรฆsla รญ gรณรฐu samstarfi viรฐ sambรฆrilegar stofnanir รญ nรกgrannalรถndum okkar skipta hรถfuรฐmรกli. ร vรญ mรก ekki kasta til hendinni. Marka verรฐur skรฝra stefnu um uppbyggingu og framtรญรฐ Landhelgisgรฆslunnar รญ samstarfi Suรฐurnesjamanna og stjรณrnvalda. Eyglรณ Harรฐardรณttir รพingmaรฐur Framsรณknarflokksins

Fjรถlmenningardagur รญ Reykjanesbรฆ Intercultural day Reykjanesbรฆ Hera ร sk Einarsdรณttir skrifar Nรบ er sumar iรฐ framundan, sรณlin farin aรฐ lรกta sjรก sig, margir teknir til viรฐ garรฐverkin, grillin komin รบt og fleira fรณlk รก ferรฐinni รญ veรฐurblรญรฐunni. Meรฐ vorinu og gรณรฐa veรฐrinu birtir til, framtรญรฐin verรฐur รพrรกtt fyrir allt รก einhvern hรกtt bjartari, รพรณtt ekki hverfi รกlag og รพungi vetrarins meรฐ รถllu og erfiรฐleikar margra sรฉu alls ekki aรฐ baki, รพvรญ miรฐur. Bรณndi nokkur kallaรฐi voriรฐ tรญma lรญfsins og mรก รพaรฐ til sanns vegar fรฆra. Hvert sem litiรฐ er sjรกum viรฐ fjรถlbreytileika mannlรญfs og nรกttรบru. Viรฐ bรบum รญ samfรฉlagi

Fรฉlagsรพjรณnusta Sandgerรฐisbรฆjar, Garรฐs og Voga Forstรถรฐuรพroskaรพjรกlfi Fรฉlagsรพjรณnusta Sandgerรฐisbรฆjar, Garรฐs og Voga รณskar eftir aรฐ rรกรฐa Forstรถรฐuรพroskaรพjรกlfa รก skammtรญmavistunina Heiรฐarholt รญ Sveitarfรฉlaginu Garรฐi. Helstu verkefni og รกbyrgรฐarsviรฐ ๏ ท Stjรณrnun og starfsmannahald ๏ ท Umsjรณn meรฐ faglegu starfi ๏ ท ร รกtttaka รญ รพrรณun รพjรณnustu sveitarfรฉlaganna รก sviรฐi mรกlefna fatlaรฐs fรณlks Hรฆfniskrรถfur: ๏ ท Prรณf รญ รพroskaรพjรกlfun ๏ ท Reynsla af stรถrfum รก sviรฐi mรกlefna fatlaรฐra. ๏ ท Sjรกlfstรฆรฐi, skipulagshรฆfileikar, frumkvรฆรฐi og fรฆrni รญ mannlegum samskiptum. Laun eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfรฉlaga viรฐ ร roskaรพjรกlfafรฉlag ร slands. Umsรณknarfrestur er til og meรฐ 2. jรบnรญ 2011 Atvinnuumsรณkn รกsamt ferilskrรก mรก senda รก netfangiรฐ rhelga@sandgerdi.is Frekari upplรฝsingar veitir R. helga Guรฐbrandsdรณttir, rรกรฐgjafaรพroskaรพjรกlfi รญ sรญma 420-7555, netfang; rhelga@sandgerdi.is

margbreytileikans hvar sem litiรฐ er og รญ รถllum รพessum margbreytileika rรญkir mikill mannauรฐur. Viรฐ hรถfum nรฝlega fengiรฐ innsรฝn รญ รพennan mannauรฐ รญ verkefninu List รกn landamรฆra, hรกtรญรฐ sem miรฐar aรฐ รพvรญ aรฐ auka samvinnu fatlaรฐra og รณfatlaรฐra รก sviรฐi lista og menningar og skapa รพannig fordรฆmi fyrir รถnnur sviรฐ samfรฉlagsins. Reykjanesbรฆr leggur รญ starfi sรญnu og รพjรณnustu รกherslu รก aรฐ allir รญbรบar sveitarfรฉlagsins hafi mรถguleika รก รพvรญ aรฐ vaxa, dafna og รพroska hรฆfileika sรญna eins og best verรฐur รก kosiรฐ รณhรกรฐ litarhรฆtti, trรบarbrรถgรฐum, kynferรฐi, รพjรณรฐerni, kynรพรฆtti, efnahag, skoรฐunum, รฆtterni eรฐa stรถรฐu aรฐ รถรฐru leyti og telur รพaรฐ sameiginlegt hlutverk รพeirra sem bรบa รญ Reykjanesbรฆ aรฐ stuรฐla aรฐ รพvรญ markmiรฐi, hvort sem er รญ einkalรญfi, samskiptum eรฐa vinnu. ร bรบar Reykjanesbรฆjar eru tรฆplega 14.000 frรก 62 รพjรณรฐlรถndum, รก รถllum

aldri meรฐ margbreytilega reynslu og menntun. Mannauรฐur sem er verรฐmรฆt auรฐlind einstaklingunum sjรกlfum, atvinnulรญfinu og รพjรณรฐfรฉlaginu รถllu. Laugardaginn 21. maรญ nk. รฆtlum viรฐ aรฐ halda upp รก fjรถlbreytileikann og mannauรฐinn รญ okkar samfรฉlagi meรฐ รพvรญ aรฐ halda hรกtรญรฐlegan fjรถlmenningardag รญ Reykjanesbรฆ. Meรฐ รพรกtttรถku fjรถlmargra aรฐila verรฐur Opiรฐ hรบs รญ 88-Hรบsinu, Hafnargรถtu 88 milli kl. 14:00 og 16:00. Dagskrรก fjรถlmenningardagsins er styrkt af รกรฆtlun Evrรณpusambandsins um atvinnu og fรฉlagslega samstรถรฐu โ Progress. Dagskrรกin verรฐur borin รญ hรบs og vonumst viรฐ sem aรฐ undirbรบningnum stรถndum aรฐ bรฆjarbรบar mรฆti og taki รพรกtt รญ hรกtรญรฐarhรถldum fjรถlbreytileikans og mannauรฐsins รญ samfรฉlaginu. Hera ร sk Einarsdรณttir verkefnastjรณri.

Fyrir hรถnd mรณรฐur minnar

M

รณรฐir mรญn, Guรฐlaug Stefรกnsdรณttir, dvaldi รก D-deild, Heilbrigรฐisstofnunar Suรฐurnesja frรก รพvรญ um miรฐjan mars og fram aรฐ andlรกti hennar 30. aprรญl sรญรฐastliรฐinn. Allan รพennan tรญma naut hรบn sรฉrstaklega gรณรฐrar aรฐhlynningar starfsfรณlksins รพar. ร aรฐ kom fram viรฐ hana af virรฐingu og nรฆrgรฆtni enda afรพakkaรฐi hรบn plรกss รก Hlรฉvangi meรฐ รพeim orรฐum aรฐ henni liรฐi svo vel รพarna, allir vรฆru svo gรณรฐir og hugsuรฐu vel um hana. Fyrir okkur og hana, nรญutรญu og รพriggja รกra, รญ lok langrar starfsรฆvi, var รพetta รณmetanlegt. Viรฐ, sem elskuรฐum hana og dvรถldum hjรก henni undir lokin, nutum einnig mikillar umhyggju. ร etta greinarkorn er tilraun til aรฐ รพakka fyrir alla alรบรฐina og รณska ykkur allrar blessunar um รณkomin รกr. Guรฐrรญรฐur, Alma, Stefรกn Vestmann og fjรถlskyldur.

Lumar รพรบ รก frรฉtt? 24 tรญma vaktsรญmi frรฉttadeildar VF er 898 2222


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

21

STARFSLEYFI FYRIR ÁLVINNSLU kynningarfundur í Duushúsi þann 23. maí

TRAUST, FAGMENNSKA OG ÁBYRGÐ

Um jarðvegsgerð Nú er sá tími að garðunnendur hlúa að umhverfi sínu með sumarblómum og öðrum garðplöntum. Sumarið okkar er heldur stutt og veðuröfl stundum harla óblíð. Því er mikilvægt að undirbúningur garðvinnunnar sé sem bestur. Við getur lítil áhrif haft á veðurfar en aftur á móti skýlt gróðri með öðrum veðraþolnum gróðri eða girðingum. Þannig aukum við meðalhita á svæðinu og komum í veg fyrir loftkælingu og vindþornun. Ein af grundvallarspurningum hvers garðeiganda er gæði þess jarðvegar sem gróðursett er í. Það skiptir oft sköpum um árangur ræktunar að jarðvegurinn henti þeim plöntum sem þar eiga að dafna. Sumum plöntum hentar súr jarðvegur, öðrum basískur, flestum þó eitthvað þar á milli. Íslenskur jarðvegur er í eðli sínu gosjarðvegur, laus í sér og fokgjarn. Við þekkjum öll moldrokið og þegar að vori kemur að það hreinlega vanti mold í garðinn. Þegar við pöntum síðan moldarhlassið er það hendingum háð hvað við fáum í garðinn, allt eftir því hvaða rækt moldarsalinn hefur lagt við eigið verk. Fyrir okkur Suðurnesjamenn er erfitt að komast í góðan lífrænan jarðveg, sem gjarnan er uppgröftur úr mýrarfláka, hinn eiginlegi mór. Hann finnst aðeins í votlendi þar sem áfok er lítið. Hann inniheldur mikið af lífrænum efnasamböndum, en er að sama skapi snauður af næringarefnum fyrir plöntur því þau hafa skolast burt vegna bleytu. Það er því dálítil kúnst að búa til góðan ræktunarjarðveg sem hentar flestum plöntum. Margir hafa sjálfir búið sér til safnhauga úr eigin garði, þar sem plöntuleifum er safnað saman og bætt út í tilfallandi lífrænum efnum sem falla til úr eigin eldhúsi, oft með undra góðum árangri. En hvernig eigum við að standa að verki? Um þetta mun síðasti fundur okkar í Suðurnesjadeild Garðyrkjufélagsins fjalla. Þá kemur til okkar góður fyrirlesari, Guðrún H. Guðbjörnsdóttir garðyrkjufræðingur og brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu Landbúnaðarháskóla Íslands og fræðir okkur. Hún er kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins. Fundir okkar á þessu ári hafa verið mjög vel sóttir, enda fyrirlesarar miklir reynsluboltar hver á sínu sviði. Nú er sá tími að við sjáum afrakstur þessara fundarhalda, því vorið kallar okkur til verka. Fundurinn verður haldinn að vanda í Húsinu okkar (K-húsið ) við Hringbraut og hefst þriðjudagskvöldið 24. maí kl. 20:00. Boðið verður upp á léttar veitingar í fundarhléi. Aðgangseyrir er 500 kr. Konráð Lúðvíksson, formaður.

Tillaga að starfsleyfi til handa Al, álvinnslu hf. Í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að að vinna ál úr allt að 12.000 tonnum á ári af álgjalli auk þjónustu fyrir eigin starfsemi. Þá er lagt til að meðhöndun gjallsands og síuryks í skolgryfju til að draga úr umhverfisáhrifum efnisins sé aðeins heimil með samþykki Umhverfisstofnunar.

Umhverfisstofnun boðar jafnframt til op­ ins kynningarfundar í Duushúsi í Reykja­ nesbæ 23. maí næstkomandi, kl. 17 þar sem fjallað verður um tillöguna og um lög og reglur varðandi veitingu starfs­ leyfa á vegum Umhverfisstofnunar. Að lokinni framsögu verður orðið gefið laust til umræðna eða fyrirspurna. Tillagan liggur frammi ásamt umsóknar­ gögnum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, á tímabilinu 28. apríl til 23. júní 2011. Tillöguna má einnig nálgast á vefsíðu Umhverfisstofnunar, umhverfisstofnun.is, ásamt fylgigögnum. Umsagnarfrestur um tillöguna er til 23. júní 2011.

www. umhverfisstofnun.is

HS Veitur hf tilkynna Kaldavatnslaust vegna framkvæmda Vegagerðar ríkisins og Reykjanesbæjar við undirgöng Grænási Vegna gerð undirganga við Grænás þarf að færa til 600 mm stofnlögn kalda vatnsins í vegkanti Reykjanesbrautar. Vegna þessa verður lokað fyrir kalda vatnið þriðjudaginn 24. maí kl. 22:00 á eftirfarandi stöðum:

Keflavík, Ytri Njarðvík (fyrir utan Vallarás, Steinás, Klettaás, Grjótás, Melás, Urðarás, Fitjaás, Selás, Völuás, og Bergás) og Sandgerði. Áætlað er að vatn verði komið á aftur og fullur þrýstingur miðvikudaginn 25. maí kl. 11:00. Inn á heimasíðu fyrirtækisins, www.hsveitur.is er hægt að sjá nánar á korti hvaða götur / hverfi verða vatnslaus. Einnig er þar að finna nokkur góð ráð, hvað skal hafa í huga í svo löngu vatnsleysi og hvað ber að varast.

HS Veitur hf flytja tærustu afurðir þjóðarinnar inn á hvert heimili Sími 4225200 www.hsveitur.is hs@hs.is

Vertu í góðu sambandi við VF! Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000

vf.is • m.vf.is • kylfingur.is


22

VÍKURFRÉTTIR

vf.is

22

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn Fimmtudagurinn 19. 19. maí maí 2011 2011

›› Knattspyrnusumarið 2011 // kvennalið Grindavíkur

Heimasigur í Njarðvík

N

jarðvík sigraði Árborg 4-2 í fyrsta leiknum í 2. deild sem fram fór á Njarðtaksvellinum sl. laugardag. Andri Fannar Freysson skoraði tvö fyrir Njarðvík og þeir Ólafur Jón Jónsson og Einar Marteinsson sitt markið hvor.

FRAMKVÆMDASTJÓRI Fimleikadeild Keflavíkur auglýsir eftir framkvæmdastjóra í fullt starf. Viðkomandi þarf að hafa góða fimleikaþekkingu til að sjá um þjálfun sem og vera með yfirumsjón yfir öllum hópum félagsins. Starfið felst m.a. í því að sjá um alla daglega umsýslu, skráningu iðkenda, niðurröðun í hópa og sjá um öll mót á vegum félagsins. Einnig aðstoða við ráðningu þjálfara, vera tengiliður við stjórn félagsins og FSÍ. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun ágúst. Umsóknarfrestur er til og með 20. maí. Sendið umsókn á helga.h.snorradottir@holtaskoli.is eða inga-svenni@simnet.is Stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur

Ætla að halda deildarsætinu K

vennalið Grindavíkur leikur í Pepsi-deildinni í ár en þær höfnuðu í sjöunda sæti deildarinnar í fyrra. Þjálfari liðsins er Jón Þór Brandsson. Jón er 48 ára gamall. Hann hefur undanfarnar þrjár leiktíðir þjálfað kvennalið FH og kom liðinu upp úr 1. deildinni í fyrra. Hann tók svo við Grindvíkingum í október í fyrra. Þjálfaraferill Jóns Þórs spannar 28 ár og stærstan hluta hans hefur hann unnið við þjálfun yngri flokka FH, bæði í fót- og handbolta. Jón Þór er menntaður sjúkraþjálfari og er með UEFA-B þjálfaragráðu en hefur auk þess sótt námskeið hjá ÍSÍ og HSÍ. Undirbúningstímabilið hefur verið erfitt hjá Grindvíkingum en þær léku 5 leiki í Lengjubikarnum og töpuðu þar 4 leikjum og sigruðu einn. „Veturinn hefur verið nokkuð strembinn þar sem það hafa verið fáir leikmenn að æfa en nú þegar

farfuglarnir eru að nálgast þá fjölgar í hópnum og fjörið eykst,“ segir Jón þjálfari en einhverjir leikmenn Grindavíkur stunda nám erlendis. Jón segir stemninguna í liðinu vera afar góða og það er tilhlökkun í hópnum. Til að standsetja liðið fyrir komandi átök í sumar hefur liðið æft þrotlaust í vetur. „Við höfum æft fimm sinnum í viku og má segja að aðstaðan í Grindavík sé til fyrirmyndar. Hópið er alveg frábært æfingahúsnæði yfir veturinn þar sem hægt er að spila fótbolta við bestu aðstæður og síðan höfum við verið að lyfta í Orkubúinu, sem er alveg nauðsynleg aðstaða að hafa í bænum.“ Hafa orðið breytingar á hópnum frá því í fyrra? „Það hafa orðið nokkrar breytingar á hópnum. Við höfum misst öfluga leikmenn eins og Elínborgu Ingvarsdóttur, Bentínu og Dagmar. Hins vegar höfum við fengið til liðs

við okkur reynda leikmenn; tvær af staðnum, þær Ágústu og Hólmfríði svo og kom Jóna Jónsdóttir úr Haukum. Síðan verðum við, eins og undanfarin ár, með erlenda leikmenn innan okkar raða en það er ekki alveg komið á hreint hvernig sú samsetning verður.“ Hver eru takmörk Grindvíkinga í sumar? „Takmarkið okkar er klárlega að halda okkur í deildinni. Miðað við leikmannahóp, æfingaaðstæður og umgjörð í kringum liðið þá verður þetta skemmtilegt sumar hjá okkur með góðum fótbolta og fullt af góðum úrslitum.“ Grindvíkingar hafa þegar leikið gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda og töpuðu naumlega, 1-0 og virkuðu Grindvíkingar sprækir. Næsti leikur liðsins er svo á heimavelli næstkomandi sunnudag gegn Þór/KA.

Valur Orri til Keflavíkur

vf.is

Daglegar íþróttir á vf.is

K

eflvíkingar og Njarðvíkingar gengu frá mörgum leikmannasamningum nú nýlega. Þar eru helstu tíðindin þau að hinn stórefnilegi Valur Orri Valsson gekk yfir í lið nágrannanna í Keflavík.

SPENNANDI STARF HJÁ KAFFITÁRI Leitum að áhugasömum og lífsglöðum kaffiunnanda í starf sölufulltrúa í söludeild Kaffitárs að Stapabraut 7, Reykjanesbæ. Starf sölufulltrúa er lifandi og skemmtilegt starf þar sem þekking á sölu og tölvukunnátta er mikilvæg auk þess að hafa áhuga á kaffi og að læra nýja og spennandi hluti. Um er að ræða 100 % stöðu. Umsóknir berist eigi síðar enn 27. maí næstkomandi. Umsóknum má skila á skrifstofu Kaffitárs að Stapabraut 7 merkt sölufulltrúi eða á netfangið gudbjorg@kaffitar.is Upplýsingar gefur Guðbjörg sölustjóri í síma 696 8803.

Jón Bjarni og Halldór sigruðu í Tjarnagrill-rallinu

S

igurvegarar í Tjarnagrill-rallinu sem fram fór á Suðurnesjum um sl. helgi urðu þeir Jón Bjarni og Halldór Gunnar á Subaru Impreza STi en þeir luku keppni heilum 34 sekúndum á undan næstu áhöfn. Í flokki bíla með drif á einum öxli voru það heimamennirnir Ragnar og Andri á Peugout 306 sem komu fyrstir í mark.


VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 19. maí 2011

23

RAFVIRKJAR OG SMIÐIR

BÍÐA TILBÚNIR MEÐ VERKFÆRIN! Getum bætt við okkur verkefnum, bæði rafmagns og í trésmíði. Kristján 862 2662 og Einar 897 6422

›› Knattspyrnusumarið 2011 // kvennalið Keflavíkur

Stefnan tekin á úrvalsdeild

K

eflavíkurstúlkur leika í 1. deild í ár líkt og í fyrra en liðið er að miklu leyti byggt upp af ungum og efnilegum leikmönnum ásamt því að tveir erlendir leikmenn leika með liðinu í ár. Í fyrra fór liðið taplaust í gegnum A-riðil í 1. deild en þurfti að sætta sig við tap í umspili gegn ÍBV. Þjálfari liðsins er Steinar Ingimundarson en við ræddum við hann og Björgu Ástu Þórðardóttur aðstoðarþjálfara um komandi sumar. Steinar Ingimundarson þjálfari kvennaliðs Keflavíkur: „Stemningin í hópnum er góð og við hlökkum til. Okkur hefur gengið ágætlega á undirbúningstímabilinu og fórum m.a. alla leið í úrslitaleik Lengjubikarsins í Cdeildinni en töpuðum því að vísu. Þetta hefur verið að púslast saman hjá okkur að undanförnu, margir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli eru að koma inn og útlitið er gott að mínu mati.“ Steinar segir mannabreytingar ekki hafa verið stórfelldar. „Kjarninn í liðinu er sá sami og í fyrra en við höfum bætt við okkur tveimur erlendum leikmönnum, m.a. Marina Nesic sem lék með liðinu sumarið 2009.“ Liðið fór erlendis í vor og Steinar telur að sú ferð hafi hjálpað liðinu mikið. „Fjöldi ungra leikmanna hefur verið að koma upp hjá félaginu og því var talið upplagt að fara ferð út til að berja hópinn saman. Ég tel það hafa haft gríðarlega góð áhrif og þjappað hópnum vel saman.“ Muntu keyra mikið á ungum stúlkum í sumar? „Það verður líklega

spilað á leikmönnum alveg niður í 3. flokk, það er mikil uppbygging í gangi þessa stundina hjá félaginu.“ „Við ætlum klárlega að gera betur en í fyrra og það þýðir einfaldlega að við ætlum upp, svo einfalt er það bara. Fyrsti leikur liðsins er laugardaginn 21. maí þegar liðið tekur á móti Álftanesi á Nettóvellinum og Steinar hvatti fólk til að mæta á völlinn til þess að sjá skemmtilegan fótbolta og til að styðja við bakið á stelpunum,“ segir Steinar um markmið liðsins í sumar. Björg Ásta Þórðardóttir aðstoðarþjálfari Keflavíkur tekur undir með Steinari og segir stemninguna vera góða og liðið sé vel undirbúið fyrir sumarið. Hún segir stelpurnar hafa lagt hart að sér í vetur og hópurinn er samstilltur. Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið? „Undirbúningstímabilið hefur gengið nokkuð brösuglega þar sem við höfum átt við nokkur meiðsli að stríða og höfum oft þurft að líða fyrir það í leikjum. Hins vegar virðist gangurinn í liðinu aðeins hafa verið upp á við í vetur og að því leytinu hefur undirbúningstímabilið þróast vel, þrátt fyrir erfiðleika.“ „Á undirbúningstímabilinu var mikið lagt upp úr því að auka álagið jafnt og þétt yfir veturinn. Lyftingar voru teknar af fullum krafti og æfingar voru kröftugar. Tekið var þátt bæði í Faxaflóamótinu og Lengjubikarnum, ásamt því að spila í Futsalmótinu um áramótin. Hæfilegt spilaálag hefur verið á liðinu og hefur aukist jafnt og þétt yfir veturinn sem endaði með góðu álagi tveimur vikum fyrir mót. Síðustu tvær vikurnar eru síðan not-

Bryndís til KR

B

aðar í að stilla liðið enn betur saman og koma því inn sem þarf fyrir fyrsta leik í Íslandsmótinu,“ segir Björg Ásta. „Markmiðið okkar er klárlega að gera betur en í fyrra og koma okkur upp um deild. Liðið er reynslunni ríkari en í fyrra og mikið af sömu leikmönnunum sem hafa tekið framförum og því gerum við kröfu á okkur sjálf að gera betur.“ eythor@vf.is

ryndís Guðmundsdóttir, ein af lykil leikmönnum Keflavíkur á nýliðnu tímabili hefur ákveðið að flytja sig um set og skrifaði undir tveggja ára samning hjá KR í dag. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Keflavíkurstúlkur því Bryndís var lykilmanneskja hjá liðinu í vetur þegar það vann þrefalt.

Framtíðarstarf í vöruhúsi Fríhafnarinnar

Fríhöfnin ehf. óskar eftir að ráða starfsmann í vöruhús fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Vinnutími er virka daga frá kl. 7 - 16 og annan hvern laugardag frá kl. 8 - 12. Starfið felst í almennum lagerstörfum og akstri flutningabifreiðar fyrirtækisins. Einnig óskar Fríhöfnin eftir að ráða sumarstarfsfólk í vaktavinnu í verslun. Starfið felst í sölu og áfyllingum. Leitað er að glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir, geta unnið undir álagi og sýnt frumkvæði í starfi. Aldurstakmark er 20 ár. Hæfniskröfur - Vöruhús: • Meirapróf ökuréttinda er skilyrði • Tölvukunnátta æskileg • Lyftarapróf æskilegt

Hæfniskröfur - Verslun: • Góður sölumaður með ríka þjónustulund • Reynsla af verslunarstörfum • Gott vald á íslenskri og enskri tungu

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað inn rafrænt á heimasíðu Fríhafnarinnar, sjá www.dutyfree.is/atvinna fyrir mánudaginn 30. maí. Upplýsingar um störfin veitir Sóley Ragnarsdóttir, starfsmannaþjónusta, soley.ragnarsdottir@isavia.is.

.

Sigur hjá Reyni í fyrsta leik

S

andgerðingar unnu sinn fyrsta sigur þegar þeir lögðu Hveragerði á útivelli sl. sunnudag. Ágúst Örlygur, Bjarki Birgisson og Guðmundur Gísli Gunnarsson skoruðu mörk Reynis.

Fríhöfnin ehf. annast rekstur 6 verslana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Félagið er stærsta verslunarfyrirtækið í flugstöðinni með um 100 starfsmenn. Stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur, fatnaður og sælgæti. Fríhöfnin er framsækið fyrirtæki í síbreytilegum ferðaheimi þar sem markmiðið er að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði í samkeppni við verslanir á erlendum flugvöllum. Fríhöfnin leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Opið allan sólarhringinn TM

Fimmtudagurinn 19. maí 2011 • 20. tölublað • 32. árgangur

Fitjum

NÝ T T

Morgun verð matseð arill Aðeins í bo Subway ði á Fitjum

SVART & SYKURLAUST Afmælishelgi í Garði Það verður heldur betur mikið um að vera í Garðinum um helgina. 150 ára afmæli Útskálakirkju verður fagnað með tveggja daga dagskrá laugardag og sunnudag þar sem meðal annars verður boðið upp á áhugaverða skoðunarferð um kirkjugarðinn. Mikil saga er í kirkjugarðinum að Útskálum sem fróðleiksfúsir ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Dagskrá afmælisins að Útskálum er í blaðinu í dag. Annað afmæli sem haldið verður hátíðlegt í Garði um helgina er 75 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Víðis. Því verður fagnað á laugardag þegar Víðismenn leika sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Hefst dagskrá kl. 11 með ratleik, grillað verður á Garðsvelli kl. 13 og klukkustund síðar leikur Víðir gegn Vængjum Júpiters. Þá heldur dagskrá áfram fram á kvöld.

Nýr og endurbættur vefur

www.reykjanesbaer.is Við kynnum nýjan og endurbættan vef Reykjanesbæjar sem unnin var í samstarfi við Suðurnesjafyrirtækin Kosmos & Kaos, DaCoda, Netsamskipti og Ýmir Mobile. Vefurinn er sá fyrsti í nýju vefumsjónarkerfi DaCoda og samið hefur verið við fyrirtækið Kosmos&Kaos um umsjón og þróun vefs Reykjanesbæjar. Vefurinn keyrir á vélbúnaði Netsamskipta og Ýmir Mobile leggur til skemmtilega kortalausn sem jafnframt er aðgengileg farsíma. Við erum stolt af þessum fyrirtækjum og þeirra vinnu.

Ætlar ekki að tala um álver í útvarpsmessu Guðsþjónustu í Útskálakirkju verður útvarpað á sunnudaginn í tilefni af 150 ára afmæli kirkjunnar. Síðasta útvarpsmessa frá Útskálum komst í fréttirnar og þótti umdeilt þegar séra Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur talaði fyrir álveri í Helguvík. Útskálaprestur ætlar ekki að tala um álver að þessu sinni og hefur gefið biskupi loforð um það. Hins vegar mega menn eiga von á kraftmikilli ræðu prestsins og því um að gera að mæta til messu á sunndaginn eða stilla á gömlu góðu gufuna.

MUNDI

Presturinn getur talað um kísilverið í staðinn...

GOLFTÍÐIN ER HAFIN,

NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR

Hafið samband í síma 421 4100 eða netfangið gs@gs.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.