20 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Vikulegur magasínþáttur frá Suðurnesjum - alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

SVONA VAR UPPHAFIÐ Á ÁSBRÚ SIGGI KAFARI SÚLUR Á PATTERSON

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

... og sitthvað fleira í þætti vikunnar!

Sjónvarp Víkurfrétta

nslög yfir 700 in Þú finnur rétta á YouTube Víkurf Sjónvarps

á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 – og í HD á vf.is þegar þér hentar!

vf.is

F IMMTUDAGUR 2 1. MAÍ 2 0 15 • 2 0. TÖ LUBL A Ð • 36. Á RGA NGU R

Ánægjulegt að horfa á eftir fólki út í atvinnulífið M

Fimm lifandi súlur fundust í sprengjubyrgi XXFimm lifandi súlur fundust í yfirgefnu sprengjubyrgi á Patterson-svæðinu í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Það var fólk á göngu með hunda sem varð vart við fuglana í byrginu og gerði lögreglu viðvart. Lögregla kallaði Ragnar Guðleifsson, meindýraeyði og dýrafangara, á svæðið en hann er m.a. vanur að fást við súluna sem ratar stundum í byggð þar sem hún verður áttavillt. Ragnar kom fuglunum í búr og sleppti þeim úti á Reykjanesi. Víkurfréttir fylgdust með þegar síðasta fuglinum var sleppt. Nánar á síðu 6 í blaðinu í dag og í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og vf.is.

■■ Málefni kísilvers Thorsils í Helguvík rædd í bæjarstjórn Reykjanesbæjar:

Jákvæður tónn og málið líklega samþykkt á næsta fundi

É

FÍTON / SÍA

g er hlynntur þessu verkefni og sé ekkert því til fyrirstöðu að afgreiða málið en virði það að Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins hafi viljað fara betur yfir málin. Svona óvissa getur haft slæm áhrif en ráðið mun klára sína afgreiðslu og síðan bæjarstjórn í framhaldinu. Ég hef trú á því að við samþykkjum verkefnið á bæjarstjórnarfundi 2. júní,“ sagði Gunnar Þórarinsson, oddviti Fráls afls í umræðum um málefni kísilvers Thorsils á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudag. Málefni Thorsils hafa verið í eldlínunni að undanförnu og í síðustu viku var farin mótmælaganga og bæjarstjórn hvött til að sam-

einföld reiknivél á ebox.is

þykkja ekki breytingu á deiliskipulagi vegna kísilversins og efna til íbúakosninga vegna málsins. Umhverfis- og skipulagsráð fékk sendar 287 athugasemdir til sín þar sem lang flestir hafa áhyggjur af of mikilli mengun frá verinu í Helguvík. Síðasti fundur ráðsins

stóð yfir í 4 klukkustundir og endaði á því að meirihluti þess samþykkti að fresta afgreiðslu málsins og efna til aukafundar 27. maí um málið áður en það yrði afgreitt til bæjarstjórnar. Miklar umræður urðu um þessi mál á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Sjálfstæðismenn höfðu áhyggjur af töfum en Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs sagði að aldrei fyrr hafi svo margar athugasemdir borist í einu máli hjá bæjarstjórn. Tónninn gagnvart málefninu var þó jákvæður og ekki var hægt að greina annað en að það fái jákvæða afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar 2. júní.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

un minni þörf er fyrir fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ en verið hefur vegna aukinna atvinnutækifæra og vaxandi atvinnuþátttöku íbúa. Einstaklingum á fjárhagsaðstoð hefur fækkað verulega, að sögn Heru Óskar Einarsdóttur framkvæmdastjóra velferðarsviðs Reykjanesbæjar. Stærsti hópur þess fólks sem nýtur fjárhagsaðstoðar frá Reykjanesbæ er vinnufært fólk sem er dottið út úr atvinnuleysisbótakerfinu. Því hefur staðið til boða alls kyns vinnumarkaðsúrræði og námskeið í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Vinnumálastofnun og Fjölsmiðjuna. „Í þessum úrræðum er m.a. sjálfsstyrking, styrking til starfa, atvinnuráðgjöf, gerð ferilsskrár og ýmis námskeið sem viðkomandi þarf að fara í gegnum til þess að ná árangri í atvinnuleit. Að undanförnu hefur vinnumarkaðurinn verið að taka við sér og störfum að fjölga, m.a. í starfsemi tengdum Keflavíkurflugvelli og í ferðaþjónustu, s.s. bílaleigum. Það hefur verið mjög ánægjulegt að horfa á eftir því fólki, sem hefur nýtt sér þessi úrræði, út í atvinnulífið,“ sagði Hera Auk þess hefur einstaklingum, sem eru óvinnufærir á fjárhagsaðstoð, staðið til boða starfsendurhæfing á vegum Virk. „Stuðningur fyrirtækja og stofnana í starfsendurhæfingu er ómetanlegur og mikilvægt að hafa aðgang að fjölbreytilegum úrræðum til stuðnings þessum einstaklingur, sagði Hera. Aðstoðarþegum hefur fækkað um 25% milli apríl 2014 og apríl 2015. Á fyrstu árum eftir hrun voru á milli 4 og 5% íbúa 18 ára og eldri á fjárhagsaðstoð en sú tala var 2,7% í apríl sl.

ALLT SEM VIÐKEMUR GARÐINUM GERUM VERÐTILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU

S. 691 9151


2

fimmtudagur 21. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

OPIÐ HÚS HJÁ HÆFINGASTÖÐINNI Starfsemi Hæfingastöðvarinnar hefur verið flutt að Keilisbraut 755 Ásbrú. Hægt verður að kynna sér starfsemina á opnu húsi föstudaginn 22. maí milli kl. 14:00 og 15:00. Allir velkomnir.

SKAPANDI HÓPUR HITTIST Langi þig að prjóna, hekla eða gera aðra plásslitla handavinnu í skapandi hópi er þér boðið í Bókasafn Reykjanesbæjar milli kl. 16:00 og 18:00 miðvikudaginn 27. maí. Skemmtilegt fólk og huggulegt húsnæði. Framvegis verður hist síðasta miðvikudag í mánuði milli kl. 16:00 og 18:00 og oftar ef áhugi er fyrir hendi.

SUMAR Í REYKJANESBÆ Vefritið Sumar í Reykjanesbæ er komið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Þar má nálgast upplýsingar um það sem er í boði fyrir börn og ungmenni í Reykjanesbæ í sumar. Gleðilegt sumar!

TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR

VORTÓNLEIKAR LÚÐRASVEITA

Vortónleikar lúðrasveita TR verða í Stapa, Hljómahöll, mánudaginn 25. maí (annar í Hvítasunnu) kl.18.00. Fram koma yngsta, mið og elsta sveit, en „einleikarar“ með elstu lúðrasveitinni verða kór Söngdeildar og elsta Gítarsveit skólans. Allir hjartanlega velkomnir.

-fréttir

Við viljum líka vel launuð störf í Reykjanesbæ -sagði Friðjón Einarsson í umræðum um málefni kísilvers Thorsils. Sjálfstæðismenn vilja ekki tefja afgreiðslu mála kísilversins í Helguvík.

„Mikilvægt er að vanda sérstaklega ákvarðanir í meiriháttar skipulagsmálum þar sem verið er að taka óafturkræfar ákvarðanir,“ segir í fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar en 287 athugasemdir bárust vegna afgreiðslu á deiliskipulagsbreytingum fyrir kísilver Thorsils í Helguvík. Undir þau orð ráðsins tók Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og formaður bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Hann sagði að ekki væri verið að tefja neitt heldur væri verið að leggja áherslu á vönduð vinnubrögð. Það væri ekki algengt að svona margar athugasemdir bærust. „Við viljum líka vel launuð störf í Reykjanesbæ,“ sagði Friðjón. Undir það tók Guðbrandur Einarsson hjá Beinni leið og félagi hans í meirihlutanum. „Ein vika í afgreiðslu málsins skiptir ekki máli. Það er ljóst að þetta er umdeildara en við reiknuðum með. Ég treysti hins vegar eftirlitsaðilum sem vinna eftir evrópskum reglugerðum. Samþykktir hafa verið afgreiddar fyrir áratug og við gætum þurft að horfa fram á skaðabótakröfu. Ég er jákvæður fyrir atvinnuuppbyggingu. Atvinnumál hafa verið mitt aðalstarf og barátta í áratugi,“ sagði Guðbrandur en hann er formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn lögðu fram bókun vegna frestunar á afgreiðslu málsins í umhverfis- og skipulagsráði. „Með frekari töfum

Allir velkomnir.

-nog a starfa!

Starfsma ur eldhus

Við leitum að skipulögðum, hraustum og framtakssömum einstaklingi sem hefur áhuga á að elda góðan mat og kann vel við sig í eldhúsinu.

LAUS PLÁSS

Starfssvi

Getum bætt við okkur örfáum nemendum í eftirtaldar námsgreinar: Trompet, horn og önnur málmblásturshljóðfæri, klarinet, saxófónn, rafbassi, rafgítar, fiðla, lágfiðla, selló, kontrabassi, harmoníka, rytmískt píanó (jass-rokk), einsöngur og upptökutækni/tölvur (Tónver).

Haefniskrofur

Sótt er um á skrifstofu skólans, Hjallavegi 2 (Hljómahöll) eða á mittreykjanes.is Skólastjóri

Yfirumsjón með kjötvörum, svo sem eldamennsku, talningu og vörumóttöku. Umsjón með tækjum og tólum ásamt þrifum í eldhúsi.

:

Nýjar námsgreinar næsta skólaár: Orgel, rytmískur söngur (jass-rokk) og barnakór.

er verið að setja í hættu mikilvægt verkefni, sem hefur verið lengi í undirbúningi, stenst allar kröfur gagnvart mengunarvörnum og skapar hundruðum manna vel launuð störf í Reykjanesbæ. Við hvetjum núverandi meirihluta bæjarstjórnar til að ná strax saman um málið og ljúka því. Hver dagur skiptir máli. Við skulum ekki tefja uppbyggingu atvinnulífsins heldur leggja okkar af mörkum til að sú uppbygging sem nú er hafin haldi áfram. Nú er tækifæri til að sýna það í verki að við stöndum með vel launuðum störfum.“ Bæjarfulltrúar flokksins fylgdu þessum orðum eftir í ræðustól og lögðu áherslu á að ljúka málinu. „Uppbygging í Helguvík er ekki nýtt

mál og búin að taka langan tíma, nokkuð sem menn hafa verið sammála um. Það er alltof seint að fara að stoppa það ferli núna og engin ástæða til,“ sagði Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðsmanna. Hann benti á að engin óvissa væri þrátt fyrir þessar athugasemdir sem hafi borist, lang flestar hefðu verið verið vegna mengunar og ráðið hefði haft svör við þeim öllum. Umhverfis- og skipulagsráð mun afgreiða málið frá sér á fundi 27. maí og síðan mun bæjarstjórn gera það á fundi sínum 2. júní. Miðað við umræðurnar á bæjarstjórnarfundinum virðist fátt koma í veg fyrir að málið fái jákvæða afgreiðslu og verði samþykkt.

KFC KALLAR

SKÓLASLIT Skólaslit TR verða í Stapa, Hljómahöll, miðvikudaginn 27. maí kl. 18.00. Tónlistaratriði, afhending áfangaprófsskírteina og vitnisburðarblaða. Hvatningarverðlaun Íslandsbanka afhent nýjum handhafa.

pósturu vf@vf.is

• • • • •

Íslensku- eða enskumælandi Metnaður og reynsla skilyrði Skipulagshæfileikar Geta unnið undir álagi 23 ára og eldri

Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir sendi umsókn með mynd og meðmælum á barbara@kfc.is, á kfc.is/atvinna eða á Facebook-síðu KFC á Íslandi.


Frá HS Veitum hf.

Mælar í stað hemla. Einn reikningur í fjöleignarhús. HS Veitur hafa ákveðið að breyta sölufyrirkomulagi á heitu vatn á Suðurnesjum og taka upp mæla í stað hemla og jafnframt ákveðið að framvegis verði einn reikningur sendur á fjöleignarhús, það er einn reikningur fyrir hvert mælitæki. Ástæða breytinganna er eſtirfarandi: - Hemillinn hefur í raun aldrei verið hannaður sem sölutæki og nýjustu gerðir hemlanna hafa reynst ónothæfir sem slíkir. Því enn notast við eldri gerð sem með tímanum verður illfáanleg. - HS Veitur stefna að því að vera innan örfárra ára með samtímamælingu allrar orkunotkunar þannig að allir álestrar á staðnum og áætlanir um orkunotkun leggist af. - HS Veitur kaupa heita vatnið af HS Orku samkvæmt mæli en selja síðan stóran hluta vatnsins (um 62% af tekjunum) samkvæmt hemlum sem eykur rekstraráhættu verulega. - Núverandi sölufyrirkomulag er ekki umhverfisvænt og hvetur þannig nánast til orkusóunar.

Varðandi einn reikning fyrir hvert mælitæki er rétt að benda á eſtirfarandi: - Sameiginleg orkukaup eru einhliða ákvörðun húseigenda en ekki HS Veitna. - Húseigendur spara sér umtalsverðan kostnað með sameiginlegu hitakerfi. - HS Veitur hafa í raun annast innheimtu fyrir húsfélög og senda þannig í dag 2.800 reikninga vegna 600 mælitækja. - Húsfélög eiga möguleika á annarri skiptingu en samkvæmt eignarhlut telji íbúarnir slíka skiptingu eðlilegri. - Samkvæmt lögum um fjöleignarhús nr. 26 frá 1994 er skylda að hafa húsfélag í fjöleignarhúsum og eigendur hafa skyldu til að taka þátt í slíkum félögum. - Með sérgreindum reikningum sem verið hefur venjan hafa íbúar í raun borið ábyrgð á greiðslum nágranna því vanskil eins getur þá valdið stöðvun orkuafhendingar til allra. - HS Veitur eru eina hitaveitan sem hefur verið með skipta reikninga sem almenna reglu og sameiginlegur reikningur gengið ágætlega árum saman hjá öðrum veitum svo sem á Reykjavíkursvæðinu.

Nánari upplýsingar eru á vef HS Veitna, www.hsveitur.is


4

fimmtudagur 21. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

TILKYNNING

-fréttir

pósturu vf@vf.is Frá undirritun samninga milli Reykjanesbæjar og Þrónunarfélags Keflavíkurflugvallar.

Starfsemi í nýja húsinu er byrjuð og þar var verið að pakka fyrir Icelandair þegar ljósmyndari blaðsins smellti af þessum myndum.

Vegna verkfalla starfsmanna okkar í sorphirðuþjónustu núna í maí hefur sorphirðuáætlun fyrir heimili á Suðurnesjum raskast verulega.

Gera má ráð fyrir áframhaldandi röskun og töfum vegna verkfalla út maí og í júní. Sorphirðuáætlunin verður leiðrétt og löguð til um leið og færi gefst.

Hæfingarstöðin flutt á Ásbrú:

AÐALFUNDUR

Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi verður haldinn 28. maí nk kl. 17:30 að Klettatröð 8, Ásbrú. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

„Nýja aðstaðan er algjör bylting fyrir okkur“ H

Nú fer að líða að opnum nýja hótelinu í Festi,

Geo Hotel Grindavík.

– segir Fanney St. Sigurðardóttir forstöðuþroskaþjálfi

æfingarstöðin í Reykjanesbæ hefur flutt í nýtt og rúmgott húsnæði við Keilisbraut á Ásbrú. Skrifað var undir samninga um langtímaleigu á húsinu milli Reykjanesbæjar og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar í vetur og í byrjun síðustu viku flutti starfsemin í húsið. Alls eru það 29 notendur sem sækja Hæfingarstöðina að jafnaði. Markmið Hæfingarstöðvarinnar er að veita þjónustu sem miðast við einstaklingsþarfir. Að auka færni og efla sjálfstæði þeirra sem sækja þjónustuna til að takast á við verkefni innan og utan heimilis. Bæði í vinnubrögðum og ábyrgð í starfi ásamt því að styrkja sjálfshjálpargetu og sjálfsímynd þeirra. Við stuðlum að vellíðan og ánægju í starfi. Þjónustunotendur vinna bæði verkefni frá utanaðkomandi aðilum ásamt því að þróa eigin framleiðslu.

Hæfingarstöðin vinnur verkefni frá utanaðkomandi aðilum. Þau verkefni eru m.a. pökkun á tímaritum, setja reikninga í umslög, tæta niður blöð til eyðingar og flokka vörur í poka. „Nýja aðstaðan er algjör bylting fyrir okkur. Þetta húsnæði er stórt og rúmgott. Í nýja húsinu fáum við fleiri einstaklings- og þjálfunarherbergi sem býður upp á fleiri möguleika í starfi,“ segir Fanney St. Sigurðardóttir forstöðuþroskaþjálfi. Hæfingarstöðin í Reykjanesbæ þurfti að flytja úr fyrra húsnæði vegna vandamála sem þar komu upp og þurfti að vera í bráðabirgðahúsnæði um tíma. „Við erum byrjuð á fullu núna aftur að vinna sem dæmi má nefna að við erum nýbúin að fá verkefni frá Icelandair við pökkun,“ sagði Fanney að endingu.

Við erum einstaklega spennt og vantar enn nokkra framtíðar starfsmenn í okkar framúrskarandi starfslið. Ráðningartími er frá 1.júní 2015 eða eftir samkomulagi.

Helguvíkurmjöl fær stærri lóð í Helguvík

Starfsfólk, helst 20 ára eða eldra, óskast í: - Næturvörslu, fullt starf - Herbergja– og önnur þrif, hlutastarf og fullt starf - Umsjón með morgunverði, hlutastarf Hæfniskröfur: - Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi - Einstök þjónustulund - Góð tungumálakunnátta - Hæfni til að vinna undir álagi - Sjálfstæði í vinnubrögðum - Stundvísi, glaðværð og snyrtimennska Ef þú hefur áhuga á að bætast í okkar frábæra hóp og telur þig hafa rétta hugarfarið til að veita gestunum okkar einstaka upplifun og þjónustu máttu senda umsókn og ferilsskrá sem fyrst á loa@geohotel.is. Nánir upplýsingar má einnig fá í síma 781 3999.

Réttindalaus ökumaður í vímuefnaakstri – einn stöðvaður á reiðhjóli með kannabis í pokum XXLögreglan á Suðurnesjum stöðvaði akstur ökumanns á þrítugsaldri aðfarrnótt mánudags vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist bæði vera ölvaður undir stýri auk þess sem hann játaði neyslu á kannabis. Við leit í bifreið hans fundust fimm pokar af fíkniefnum, sem hann kvaðst eiga, auk eins poka til viðbótar sem hafði að geyma óþekkt efni. Maðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi, en framvísaði nafnskírteini frá heimalandi sínu þegar lögregla spurði hann um skilríki. Áður hafði lögregla haft afskipti af öðrum ökumanni vegna fíkniefnaaksturs. Hann framvísaði kannabisefnum sem voru í hanskahólfi bifreiðar hans. Þriðji ökumaðurinn var handtekinn vegna ölvunar við aksturinn. Loks stöðvuðu lögreglumenn karlmann á reiðhjóli sem framvísaði tveimur pokum af kannabisefnum.

1000. fundur FAXA XXMálfundarfélagið Faxi hélt sinn 1.000 málfund s.l. miðvikudag. Á fundinnn mættu eiginkonur Faxa félaga og gestir. Tveir nýir félagar mættu á sinn fyrsta fund, þeir Guðbergur Reynisson og Kristján Jóhannsson.

Málfundarfélagið Faxi er elsta félag sinnar tegundar á landinu og var stofnað 10.október 1939 í Keflavík. Félagið heldur 12 fundi á ári og eru þeir haldnir á heimilum fundarmanna og miklar hefðir eru í kringum fundarhaldið. Blaði Faxi hefur síðan komið út samfellt síðan 1940 og verið helsti merkisberi umfjöllunar um samfélagsmál á Suðurnesjum. Ritstjórar blaðisins eru þær Svanhildur Eiríksdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir.

XXHelguvíkurmjöl hf. hefur óskað eftir að stækka leigulóð sína að Stakksbraut 3 í Helguvík um 82 m2 í norð-austurhluta frá lóð sinni. Fyrirhugað er að byggja við flokkunarhúsið og bora nýja borholu á þessu svæði og æskilegt að borholan sé innan lóðar. Atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt erindið.

Tólf kærðir fyrir hraðakstur

XXLögreglan á Suðurnesjum hefur kært tólf ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 130 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Einn ökumannanna tólf hafði ekki ökuskírteini meðferðis og annar ók sviptur ökuréttindum.

Velti fjórhjóli á toppi Hagafells og slasaðist XXKona slasaðist þegar hún velti fjórhjóli á toppi Hagafells við Grindavík í síðustu viku. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík flutti lögreglu og sjúkraflutningamenn á slysstaðinn. Konan reyndist ekki alvarlega slösuð og var flutt niður fjallið þar sem sjúkrabíll beið hennar og flutti á sjúkrahús. Myndina tók Otti Rafn Sigmarsson á slysstað.



6

fimmtudagur 21. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

-viðtal

Páll Ketilsson skrifar

pósturu hilmar@vf.is Ragnar Guðleifsson með súlu í búri á Reykjanesi í vikunni.

Hjólin að snúast í rétta átt Það er ljóst að hjólin á Suðurnesjum eru farin að snúast í rétta átt. Á undanförnum vikum höfum við verið með ansi margar fréttir sem segja frá jákvæðri þróun í atvinnumálum svæðinu. Nýjasta fréttin er um að mun færri einstaklingar hafi þegið fjárhagsaðstoð í mars núna miðað við marsmánuð í fyrra. Helguvík er að tikka inn og fyrstu umsóknir um nýjar byggingalóðir í Reykjanesbæ bárust nýlega. Það er sko saga til næsta bæjar og hafði bæjarstjóri orð á því á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Málefni Thorsil kísilversins var mál málanna á fundi bæjarstjórnar en nærri 300 athugasemdir bárust við deiliskipulagsbreytingu fyrirtækisins í Helguvík. Langflestar athugasemdirnar voru vegna hugsanlegrar mengunar og áhrifa vegna hennar. Eins og komið var inn á í leiðara í síðustu viku hafa vissulega margir áhyggjur af mengun frá Helguvík. Fram kom á bæjarstjórnarfundinum að svör voru við nánast öllum þessum áhyggjum varðandi mengunina. Umhverfisstofnun hefur sagt að hún sé alls staðar innan marka. Nú mun Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar afgreiða málið frá sér á aukafundi 27. maí en til hans var stofnað vegna þess að meirihluti ráðsins taldi nauðsynlegt að skoða málið betur og frestaði afgreiðslu þess á síðasta fundi. Bæjarfulltrúar meirihluta bæjarstjórnar vörðu þessa ákvörðun ráðsins en minnihluti sjálfstæðismanna var á móti frestun og töldu mikilvægt að ljúka málinu. Miðað við umræðurnar á fundi bæjarstjórnar virðist ekki liggja neitt annað í loftinu en að málið fái jákvæða afgreiðslu og Thorsil geti haldið áfram að klára uppbyggingu kísilvers. Allir oddvitar meirihluta bæjarstjórnar töluðu þannig og sögðust allir vilja meiri atvinnuuppbyggingu. Í viðtali við Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóra Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, í þætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta, segir hann að uppbygging samfélags á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu, hafi haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulífið á Suðurnesjum, ekki síst fljótlega eftir kreppu og muni hafa mikil og góð áhrif í framtíðinni. Það hafa margir hjálpast að við að ýta Suðurnesjunum í gang eftir fallið í bankahruninu. Það er jákvætt og vonandi náum við að vinna úr þeim tækifærum sem hafa skapast á góðan hátt til framtíðar litið.

Ragnar Guðleifsson meindýraeyðir:

Bjargar súlu og drepur flær – Maríuerlan gerir hreiður í híbýlum fólks og er með svæsna fló

R

Spennandi sumarstörf Vegna mikilla anna viljum við hjá Lagardére Travel Retail bæta við okkur starfsmönnum í fjölbreytt störf við þjónustu og matreiðslu í sumar. Ýmist er unnið á morgun-, kvöld- eða næturvöktum. Um hlutastörf er að ræða. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Umsóknir er hægt að fylla út og senda inn á www.ltr.is

Lagardère Travel Retail ehf. sér um rekstur veitingastaða og sælkeraverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið fyrirtækisins er að bjóða framúrskarandi þjónustu í lifandi og alþjóðlegu starfsumhverfi.

vf.is

SÍMI 421 0000

agnar Guðleifsson meindýraeyðir fékk nokkuð sérstakt verkefni sl. sunnudag. Fólk sem var á göngu með hunda um Patterson-svæðið varð vart við óvenjulegt fuglalíf í einu af sprengjubyrgjunum á svæðinu. L ögreglan kallaði Ragnar á svæðið. „Þegar lögreglan kallaði mig til fór ég og kíkti á þetta og þá voru fimm súlur inni í einu byrginu,“ segir Ragnar í samtali við Víkurfréttir. Þegar hann er spurður að því hvort það geti verið að súlurnar hafi farið inn í byrgið af sjálfsdáðum, segir Ragnar að fuglafræðingur hafi svarað því að það væri möguleiki. Gat er á vegg byrgisins og möguleiki er á að súlurnar hafi farið inn um það á flótta undan veðri. Það sé einnig líklegt að fuglunum hafi verið komið þar fyrir af mannavöldum. Af súlunum fimm voru fjórar mjög sprækar og þeim var sleppt strax á sunnudag. Sú fimmta var í góðu yfirlæti hjá Ragnari fram á mánudagsmorgun, fékk hressingu og náði góðri heilsu til að takast á við lífið á ný. Ragnar fór með fuglana út á Reykjanes þar sem þeim var sleppt en í Eldey undan Reykjanesi er stærsta súlubyggð í Atlantshafi. „Þessi er orðin vel spræk og farin að éta, þannig að það er óhætt að sleppa henni líka,“ sagði Ragnar

við blaðamann og ljósmyndara Víkurfrétta sem fylgdist með þegar fluglinum var sleppt. „Hún á alveg að bjarga sér, hún er ekkert slösuð eða neitt svoleiðis“. Nú er að byrja vertíð hjá þér sem meindýraeyði þegar kemur að fuglum. Það er ekki flóafriður hjá mörgu fólki. „Það er helst starrafló sem er að angra fólk og maríuerlan einnig. Hún er farin að gera sér hreiður í meira mæli í híbýlum manna og Byrgið á Patterson þar sem súlurnar fimm fundust sl. sunnudag.

flóin af henni er skæðari en starraflóin. Flóin af maríuerlunni drepst hins vegar þegar hún hefur bitið, sem er nokkuð öfugmæli. Annars er ýmislegt sem ég fæst við, eiginlega allt sem hreyfist“. Ragnar sér um að fanga lausa hunda og óskráða ketti. Hann segist í gamansömum tón eltast við allt sem hefur tvo fætur eða fleiri. Þannig sé kakkalakka að finna víða og sú tegund sem finnst aðallega hér sé svokallaður austantjaldskakkalakki en sá ameríski finnst ekki. Ragnar er að fjarlægja starrahreiður frá heimilum fólks og þá eru fyrstu geitungabúin farin að láta sjá sig. Eitt tók hann um daginn uppi á háalofti hér suður með sjó. Búið var orðið á stærð við körfubolta. „Við höfum búið með ýmiskonar kvikindum í fjölda ára en þolinmæðin fyrir þeim virðist víða vera á þrotum, enda bogar þessar pöddur enga leigu,“ segir Ragnar í gamansömum tón. Súlurnar sem hann kom til bjargar á sunnudag eru alls ekki þær fyrstu sem hann fæst við. Súlan virðist stundum tapa áttum í byggð og þarf að koma henni úr húsgörðum og til sjávar. Hann segir súluna vera nokkurn tíma að jafna sig eftir að hafa verið lokaðar í búri en svo taki þær flugið og stefna til hafs.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 74515 05/15

NÝR NX 300h SKAR

PARI Á ALLA KAN TA

Lexus NX 3 00 sig úr fjöldan h hefur skarpari línur og s um með spo ker rtlegri hönnu gleður augað n sem frá öllum sjón arhornum. le xu s .i s

LEXUS-SÝNING Í GRINDAVÍK Festisplaninu, fimmtudaginn 21. maí, kl. 18:30–21:00 Komdu og sjáðu breiddina í Lexus-línunni og fáðu að reynsluaka glæsilegum Lexus NX 300h, RX 450h, IS 300h, GS 450h F Sport eða CT 200h. Við bjóðum upp á kaffi, kleinur og súkkulaði fyrir sýningargesti. Láttu sjá þig. Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400


8

fimmtudagur 21. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu hilmar@vf.is Beltagröfur flytja Gottlieb GK af strandstað á föstudaginn. Eins og sjá má er fjaran og bakkinn upp að henni mjög stórgrýtt.

Sigurður Stefánsson kafari hefur í nógu að snúast:

KEMUR STRÖNDUÐUM SKIPUM AF STRANDSTAÐ B

áturinn Gottlieb GK varð vélarvana við Hópsnes á miðvikudag í síðustu viku og rak bátinn hratt að landi. Fjórir skipverjar voru um borð. Þegar í stað var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út sem og björgunarsveitir á Suðurnesjum og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þá var samhæfingarstöðin einnig virkjuð. Skömmu eftir að útkallið barst var báturinn kominn upp í kletta og lagðist þar á hliðina. Nærstaddir bátar á svæðinu komust ekki að til aðstoðar. Strekkingsvindur var á svæðinu, SA 10-12 m og aðstæður á staðnum erfiðar.

Skipverjar, sem voru allir í björgunargöllum, náðu allir að komast upp í fjöru heilir á húfi. Um hálftíma eftir að útkallið barst lenti þyrla Landhelgisgæslunnar í fjörukambinum og flutti skipverjana til Grindavíkur. Þegar ljóst var að mannskapurinn var heill á húfi hófst strax undirbúningur að því að bjarga bátnum úr fjörunni. Það var hins vegar ekki fyrr en á föstudag sem björgunaraðgerðir gátu hafist þegar leyfi höfðu fengist hjá Umhverfisstofnun fyrir því að fara með tæki í fjöruna til að fjarlægja bátinn og afla. Tvær stórvirkar beltagröfur voru fengnar til að koma bátnum af

strandstað og hófs vinna við það snemma á föstudagsmorgun. Í hádeginu þann dag var Gottlieb GK kominn upp á fjörukambinn og um miðjan dag hófst svo vinna við að koma bátnum upp á veg. Það gekk eins og í sögu og báru gröfurnar bátinn á milli sín. Þegar komið var upp undir Hópsnesvita gat hafist löndun úr bátnum. Á milli þrjú og fjögur tonn af fiski voru um borð. Þau voru hífð á vörubíl og í framhaldi var báturinn settur á vagn sem flutti hann að Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar sá um björgun bátsins af strandstað fyrir útgerðina og tryggingafélag skipsins. Víkurfréttir tóku Sigurð tali þegar bátnum hafði verið komið til Njarðvíkur. Atvikaðist allt mjög hratt „Þetta atvikaðist allt mjög hratt. Þegar kallið kemur til mín þá eru mennirnir ennþá um borð. Útgerðin hefur samband við mig og biður um aðstoð við að koma mönnunum í land í samstarfi við björgunarsveitir. Fyrsta skrefið í svona aðgerð er að tryggja að mannskapurinn komist heill frá borði. Þá tekur við að bjarga bæði skipi og farmi. Það er næsta skref í samstarfi við tryggingafélag og útgerð“.

Wilson Muuga og TF-LÍF.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur af stað með Sigurð kafara frá Grindavíkurhöfn til að kanna aðstæður á strandstað.

Þú f laugst með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir slysstaðinn skömmu eftir að mennirnir voru komnir í land. Hvernig voru aðstæður? „Aðstæður voru svo sem ekki alslæmar. Það var um tveggja metra ölduhæð og álandsvindur. Skipið var hins vegar komið of langt upp í fjöruna þannig að hægt væri að bjarga því frá sjó á þessu flóði og eftir það var björgun frá sjó ekki möguleiki. Flugferðin var ætluð til að meta aðstæður og grynningar þar í kring en því miður reyndist ekki mögulegt að bjarga bátnum frá sjó í þessu tilviki“. Þið fáið svo þessar beltagröfur á staðinn. Var það eina leiðin til að koma bátnum af strandstað? „Já, úr því sem komið var. Nóttina eftir strandið gerði fimm metra ölduhæð sem kastaði bátnum ennþá ofar í fjöruna og það brotn-

aði tölvuvert í þeim sjó. Eina leiðin til að ná bátnum heilum af strandstað var að fara landleiðina með beltagröfunum. Þetta voru öflugar beltavélar og toppmannskapur sem aðstoðaði okkur við þetta“. Stórgrýtt fjara Þessi aðgerð gekk í raun eins og í lygasögu. „Já, þetta gekk alveg ótrúlega vel. Það er gríðarlega stórgrýtt fjara þarna og það kom okkur öllum á óvart hvað þetta gekk vel. Það voru allir búnir unir að þetta myndi ekki takast, en vélarnar voru öflugar og mennirnir góðir á vélunum og menn unnu sem ein heild í þessu og þetta gekk allt upp, fullkomlega“. Þú hefur tekið þátt í einhverjum svona aðgerðum áður? „Já, já, já. Ég hef ekki tölu á þeim lengur, er löngu hættur að telja. Það er all frá flutningaskipinu Wilson Muuga og niður í smáströnd. Þá er ég einnig búinn að taka þátt í að sækja báta niður á hafsbotn“. Hvernig er þetta neðansjávarlíf. Hvað fékk þig til að fara út í þessa atvinnuköfun á sínum tíma? „Þetta byrjaði sem áhugi fyrir köfun þegar ég var gutti. Ég var til sjós í nokkur ár og fór svo í land og lærði vélstjórn. Þá kom þessi áhugi að fara í björgunarsveitina og þar hef ég verið meira og minna í 20 ár. Ég fékk að kafa þegar ég var í björgunarsveitinni og þar fékk ég áhugann. Ég var búinn að vera eitt ár í sportköfun þegar ég fór til Skotlands og lærði atvinnuköfun og hef verið við þetta síðan 1998“. Ævintýrin kalla á mann Hvað er svona heillandi við köfun? „Í dag eru það bara ævintýrin sem kalla á mann. Maður þvælist um landið og það er enginn dagur eins hjá mér. Það er fjölbreytileiki við starfið sem heldur manni í þessu“. Þú hefur í eitt ár rekið þjónustubát fyrir köfunina. Er hann að auka hjá þér verkefnin? „Já, ég er að vona það. Það er mikið af fyrirspurnum nú fyrir sumarið

Sigurður Stefánsson kafari.

með verkefni með bátinn. Hann var í ellefu mánuði í aðstoð við laxeldi í Arnarfirði og vonandi verður hann áfram í þjónustu minni í aðstoð við köfunarverkefni“. Þú hefur eitthvað verið að kafa eftir skel. „Ég hef verið að tína öðuskel sem hefur verið seld á veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði hjá föður mínum. Mér skilst að hún sé eftirsóttasti rétturinn á disknum. Þetta verkefni hefur komið mjög vel út og ég fer reglulega að tína skel og henni er svo haldið lifandi í kerjum fyrir utan veitingastaðinn. Starfsmenn Köfunarþjónustu Sigurðar eru að jafnaði tveir til þrír. „Ég hef viljað halda þessu smáu í sniðum og vinna þetta mest sjálfur, ég hef svo gaman af þessu“. Tilbúinn til köfunar allan sólarhringinn Hvernig ertu útbúinn. Getur þú bara hoppað í hafið á nokkrum mínútum? „Ég er þannig útbúinn að í bíllinn minn er útbúinn til köfunar fyrir tvo kafara allan sólarhringinn. Útkallstíminn er þá bara sá tími sem það tekur að komast á vettvanginn þar sem þarf að kafa. Kafarar vinna svo með aðfluttu lofti og eru tengdir við bílinn með myndavél og fjarskiptum. Einnig erum við útbúnir þannig að kafari getur verið með súrefni í tanki á bakinu“. Sigurður segist þjóna útgerðinni mest þannig að kafarinn sé tengur með loftleiðslu í land. Það sé mikið öryggi í því. Þá skipti það máli fyrir útgerðarmanninn, skipstjórann eða vélstjórann að sjá hvað sé í gangi. Þeir sitji inni í bíl og sjái á skjá allt það sem kafarinn sér. Ef kafarinn sér það ekki þá sé möguleiki á að þeir sjái það og bendi kafaranum á það“.


Markhönnun ehf.

MIKIÐ ÚRVAL AF SNAKKI Kræsingar & kostakjör

CoCa Cola

rískubbar/smádr.

1l

170 gr, freyja

199

279

áÐur 229 kr/stk

áÐur 298 kr/stk

orkudrykkur burN 0.5l

298

ALLT FYRIR EUROVISIONPARTÝIÐ... LÍFRÆNA LÍKA!!! áÐur 369 kr/stk

-20%

-20%

Tilboðin gilda 21. maí – 25. maí 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Til hamingju! Við óskum veitingaaðilum á nýju og betra veitingasvæði Keflavíkurflugvallar hjartanlega til hamingju með opnunina.

Eftir miklar framkvæmdir hafa matsölustaðirnir Nord Restaurant, Mathús, Joe & the Juice, Segafredo og Loksins Bar opnað dyr sínar og munu sjá farþegum fyrir gómsætum mat og drykk í flugstöðinni.

ÍSLENSKA/SIA.IS/FLE 74122 05/15

Við hlökkum til að sjá þig á nýjum og betri Keflavíkurflugvelli.



12

fimmtudagur 21. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Halda sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn:

Marga krakka langar að styrkja sjálfsmyndina

M Sauðburður víða byrjaður um allt land:

Krakkarnir á Króki kíktu á lömbin á Hópi

S

ú skemmtilega hefð hefur myndast hjá sauðfjárbændunum að Hópi í Grindavík að á hverju vori kemur leikskólinn Krókur í heimsókn í fjárhúsin og fær að kynnast sveitastörfunum og sauðburði frá fyrstu hendi. Krakkarnir virðast hafa mjög gaman af þessum heimsóknum þó svo að lyktin fari reyndar misvel í mannskapinn. Allir vildu fá að halda á lömbum og aðstoða við að gefa. Svo fengu allir muffins og djús á kaffistofunni að launum fyrir vel unnin störf. Jóhanna Harðardóttir stórbóndi deildi skemmtilegum myndum frá þessari heimsókn og birtust þær ásamt umfjölluninni og fleiri myndum á vefsíðu Grindavíkurbæjar.

arga krak ka langar að styrkja sjálfsmyndina og auka sjálfstraustið, læra að þekkja styrkleika og kosti sína. Þau læra einnig að höndla höfnun og gagnrýni og standa með sjálfum sér. Þetta er í senn fjölbreytt, fræðandi og skemmtilegt og hentar að sjálfsögðu bæði stúlkum og drengjum 10-16 ára. Þá er markmið með námskeiðinu er að efla félagsfærni, samskiptahæfni og tilfinningaþroska. Farið verður í hópeflisleiki og sjálfstyrkingarleiki, hellaskoðun og nærumhverfið skoðað. Einnig er létt hressing er innifalin og grillveisla verður svo í lokin, segir Gyða Laufey Kristinsdóttir, ein þeirra fjölmörgu sem standa að námskeiðinu Kátir krakkar. Um er að ræða sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga af Suðurnesjum sem vilja öðlast frelsi til að vera þeir sjálfir. Reynslumiklir leiðbeinendur Námskeiðið stendur í viku, fjórir tímar ár dag og aldurs- og kynjaskipt að hluta. „Það er byggt upp með skemmtilegum fyrirlestrum og leikjum. Farið er í Frumleikhúsið, Danskompaníið og hellarnir á Reykjanesi eru skoðaðir. Leiðbeinendur hafa mikla og faglega reynslu af því að vinna með börnum og unglingum. Það eru Bryndís Knútsdóttir, hárgreiðslumeistari og kennari, Elva Björk

Traustardóttir, með B.Sc. gráðu í næringarfræði, Gyða Laufey Kristinsdóttir snyrtifræðingur og förðunarmeistari, Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir félagssálfræðingur, Sjöfn Jónsdóttir, íþróttaþjálfari og listhönnuður, Guðný Kristjánsdóttir, leiðbeinandi Gargandi snilld, Helga Ásta Ólafsdóttir danskennari í Danskompaníinu og Sólrún Steinarsdóttir leiðbeinandi. Jákvæð viðbrögð og meðbyr Námskeiðið fer fram í Fjölskyldusetrinu Skólavegi 1 og einnig í 88 húsinu að Hafnargötu 88 í Reykjanesbæ. Það hefst 22. júní.

-fréttir

Sigtryggur Steinarsson sér um skráningu á heimasíðunni www. katirkrakkar.is, þar sem finna má nánari upplýsingar um námskeiðið. Einnig er til fésbókarsíðan Kátir krakkar. Bæklingur um námskeiðið kemur út í dag og verður dreift á heimili á Suðurnesjum. „Við höfum fengið jákvæð viðbrögð og mikinn meðbyr frá fyrirækjum í tengslum við þetta. Nettó ætlar að gefa mat fyrir börnin, Oddgeir Karlsson gaf myndatöku, HS Orka ætlar að styrkja aðeins og Reykjanesbær styrkir með því að veita okkur húsnæði undir þetta,“ segir Gyða að lokum.

pósturu vf@vf.is

Fyrstu Marel fiskvinnslutæknar frá Fisktækniskóla Íslands útskrifaðir

F GAMANÓPERAN BRÚÐKAUP FÍGARÓS EFTIR W. A. MOZART

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Óperufélagið Norðuróp í samstarfi við Hljómahöll setja upp gamanóperuna Brúðkaup Fígarós eftir W. A. Mozart. Sýningar verða í Bergi, Hljómahöll, sem hér segir: Föstudagur 29. maí: Frumsýning 1 Laugardagur 30. maí: Frumsýning 2 Miðvikudagur 3. júní: 3. sýning Fimmtudagur 4. júní: 4. sýning

yrsti árgangur Marel vinnslutækna frá Fisktækniskóla Íslands útskrifaðist 13. maí sl. Þetta nám er tilsniðið að þörfum fiskvinnslunnar sem er sífellt að verða tæknivæddari með áherslu á framleiðslugæði og hámarksnýtingu hráefnis. Skortur er á fólki með ákveðna tækni-, hugbúnaðar- og vinnsluþekkingu í fiskiðnaði og svarar þetta nám kalli iðnaðarins. Námið skiptist í tvær annir, grunnnám á haustönn og sérhæft nám í Marel búnaði á vorönn. Hlutverk grunnámsins er að byggja upp bakgrunn nema til að hann eigi auðveldara með að tileinka sér tækni-

legt efni sem kennt er nær eingöngu á Marel tæki og hugbúnað í húsakynnum Marel. Kennt er í lotum þar sem farið er í ákveðna tækjaflokka, svo sem framleiðsluhugbúnað, vogir, snyrtilínur, skurðarvélar ofl. Í lok annarinnar er farið í vinnustaðagreiningar og lagt fyrir lokaverkefni sem felst í að greina vinnsluferli valdra fiskvinnslufyrirtækja með það að markmiði að auka afköst, gæði og skilvirkni. Að loknu námi hafa menn góða innsýn í virkni tækja og hugbúnaðar í fiskvinnslu og geta sinnt ákveðnu fyrirbyggjandi viðhaldi ásamt því að geta sett upp einfalda staðlaða vinnslulykla í helstu Marel tækjum.

Það voru 10 einstaklingar sem luku námi í þessum fyrsta áfanga. Nemendur komu frá ýmsum stöðum á landinu svo sem Reykjavík, Vestmannaeyjum, Sandgerði, Akranesi og Grindavík. Það var glaðhlakkalegur hópur sem tók við prófskírteinum og minjagrip um námið í húsakynnum Marel ásamt sínum nánustu. Námið gefur þessum nemendum góða möguleika á að bæta enn frekar við sig þekkingu og þar með aukna möguleika á vinnumarkaðnum. Innritun fyrir næsta vetur er þegar hafin hjá Fisktækniskóla Íslands en hámarksfjöldi verður takmarkaður við 12 einstaklinga.

Einungis þessar fjórar sýningar. Verð aðgöngumiða er kr. 3000. Miðasala er hafin á hljomaholl.is Sjá grein hér í blaðinu.

Útskriftanemarnir ásamt Ásdísi Pálsdóttur verkefnastjóra.

Minagripurinn sem útskriftanemarnir fengu.


tm.is/afhverju

Ánægja

TM

Ánægjan er okkar aðalsmerki Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru ánægðustu viðskiptavinir tryggingafélaga hjá TM, í 14. sinn. Ekkert fyrirtæki á Íslandi hefur jafn oft hlotið þennan heiður. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Tryggingamiðstöðin

tm@tm.is

tm.is


14

fimmtudagur 21. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

ÞÚSUNDIR SKEMMTU SÉR Á ÁSBRÚARKARNIVALI

Þ

að var mikil gleði á árlegum opnum degi á Ásbrú í Reykjanesbæ á uppstigningardag. Þúsundir gesta af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu mættu á skemmtun í Atlantic Studios sem var með karnivalsniði. Þar höfðu verið settir upp skemmtilegir kynningar- og sölubásar ásamt leiktækjum. Hægt var að kaupa næstum allt milli himins og jarðar, hvort sem það var rjúkandi chili con carne eða svellkaldar ískúlur frá Valdís, CoolAid frá KFUM&K, harðfisksnakk frá Breka í Garði og belgískar vöfflur frá Taekwondo-deild Keflavíkur, Candyflos frá Ungmenna-

félagi Njarðvíkur og svona mætti lengi telja. Áhersla Ásbrúardagsins var á tækni og vísindi og þar var Ævar vísindamaður í broddi fylkingar. Einnig voru tæknifræðinemar Keilis með ýmsar tilraunir og sprengingar. Þá steig Gói á svið og sprellaði fyrir börnin auk þess sem Jóhanna Rut, sigurvegari í söngkeppni Samfés, þandi raddböndin. Á útisvæði var svo hægt að grilla sykurpúða og skoða björgunartæki og stórar vinnuvélar. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á hátíðinni. Fleiri myndir á vef Víkurfrétta, vf.is.


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 21. maí 2015

-viðtal

pósturu vf@vf.is

Samstarfsverkefni Finna og Íslendinga endaði með sýningu á Listatorgi í Sandgerði:

Skapar heildstæðara samfélag Um skeið hefur staðið yfir samstarfsverkefni milli Sandgerðisbæjar og vinarbæjar í Finnlandi, Mänttä-Vilppula. Guðjón Kristjánsson, skóla- og menningarfulltrúi Sandgerðisbæjar hefur leitt verkefnið og var afrakstur þess kynntur á Listatorgi fyrir skömmu. Sandgerðisbær hlaut fyrir tveimur árum Comenius Regio styrk úr Menntaáætlun ESB til að vinna að verkefninu, sem kallast Development of curricula and teacher training. Víkurfréttir kíktu á sýninguna og ræddu við Guðjón. „Þetta verkefni snýst um að búa til námskrá í náttúrufræði og mynd- og handmennt, þar sem námsgreinarnar eru tengdar saman. Þá eru einnig tengd saman skólastig í bæjunum og skólarnir tengdir við umhverfið og stofnanir í bænum, segir Guðjón og að verkefnið hafi gengið ótrúlega vel. „Við höfum verið í þessu í eitt og hálft ár og hérna hjá okkur eru það grunnskólinn og leikskólinn sem eru að auka samstarf sín á milli. Og kennarar í náttúrufræði og mynd- og handmennt sín á milli. Síðan höfum við fengið stofnanirnar á Þekkingarsetrinu, sem er náttúrustofa suðvesturlands og háskólasetur Suðurnesja, til samstarfs við okkur líka. Hérna er það Listatorg sem heldur utan um listahlutann af verkefninu. Við höfum tengt þessar stofnanir allar saman og einnig heimsótt Finnana.“ Í Finnlandi er framkvæmt og síðan gerð námskrá Guðjón segir meira listalíf vera í Mänttä-Vilppula en Sandgerði því hann sé einn af sex listabæjum Finnlands en Sandgerði á móti líklega sterkari á náttúrfræðisviðinu. „Það er dálítið gaman að sjá hvernig aðrir hafa nálgast þetta verkefni eftir þjóðum, því á Íslandi er sest niður, fundað og skrifuð niður námskrá og reynt að framkvæma hana. Í Finnlandi er byrjað á því að framkvæma eitthvað og síðan er sest niður og skrifað hvað hefur verið gert.“ Spurður um hvort slík aðferð væri eitthvað sem hann gæti séð fyrir sér að

-mannlíf

Okkur vantar að ráða starfsfólk í hin ýmsu aukaverk og afleysingar. Vinnutími mismunandi og yrði í útkallsformi. Ef það gæti hentað þér að vinna td fyrir hádegi / eftir hádegi eða um helgar þá sendu tölvupóst á halldor@allthreint.is með upplýsingum um þig og hvaða vinnutími myndi henta þér. Ath! Fyrirpurnum aðeins svarað í tölvupósti.

www.allthreint.is // Holtsgötu 56, 260 // Sími 421 2000

taka upp segir Guðjón það alveg koma til greina. „Það hefur líka verið gert í samstarfinu. Við höfum skipst á hráefnum og farið með ull, horn, fiskroð og fiskbein til að gera listaverk úr. Þau hafa fært okkur tré, timbur, trjábörk og annað efni sem unnið er úr trjám eins og pappír. Bærinn þeirra snýst um að framleiða úr trjám.“ Guðjón segir verkefni sem þetta hafa mikla þýðingu fyrir samfélagið í Sandgerði. „Mér finnst það auka vitund stofnana um skólana og skólanna um stofnanirnar; tengja saman fólk á stöðunum og skapa heildstæðara og samfelldara samfélag. Skólinn hefur stundum verið svolítið ríki í ríkinu, einangraður, lítið farið út en núna er þetta orðið mikið breyttara. Það er verið að vinna saman á mörgum sviðum.“

AUGLÝST EFTIR SKIPSTJÓRA Á BLÍÐU RÓIÐ Í VIKU OG FRÍ Í VIKU

Royal Iceland HF er fyrirtæki sem sérhæfir sig í fullvinnslu hrogna, reykingu fiskflaka, makrílvinnslu og fleiri fullunnum afurðum fyrir kröfuharða markaði. Starfsstöð félagsins er í Njarðvík (gömlu Sjöstjörnunni). Félagið hóf útgerð og vinnslu á beitukóngi á síðasta ári og gekk vel. Aflinn fer daglega til í Njarðvíkur þar sem beitukóngurinn er soðinn og unnin. Okkur vantar öflugan framtíðarskipstjóra á skipið okkar Blíðu SH 277, sem gerð verður út í dagróðrum frá Stykkishólmi á beitukóngsveiðar í gildrur. Skipið er 60 tonna stálskip og munu tvær þriggja manna áhafnir róa í sjö daga til skiptis. Úthaldið byrjar í júní og verður trúlega róið allt árið.

pósturu vf@vf.is

– Óperufélagið Norðuróp og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar í samvinnu Fram koma margir af okkar bestu og efnilegustu söngvurum af Suðurnesjum, Akranesi og af stór Reykjavíkursvæðinu. Tónlistar- og leikstjóri er Jóhann Smári Sævarsson. Píanóleikari er Kristján Karl Bragason og um lýsingu sér Magnús Helgi Kristjánsson. Einungis verður um 4 sýningar að ræða og takmarkaður sætafjöldi á hverri sýningu, eða um 100 sæti. Tveir hópar söngvara skipta með sér sýningunum sem verða sem hér segir: Föstudagur 29. maí: F rumsýning 1 Laugardagur 30. maí: Frumsýning 2 Miðvikudagur 3. júní: 3. sýning Fimmtudagur 4. júní: 4. sýning Verð aðgöngumiða er kr. 3000. Miðasala er hafin á hljomaholl.is

Vox Felix með vortónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju XXVortónleikar Vox Felix verða haldnir nk. þriðjudagskvöld, 26. maí, í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Vox Felix er ungmennakór og er samstarfsverkefni sem kirkjurnar á Suðurnesjum standa að. Stúlkur hafa verið nær einráðar í kórnum en nú hafa þær fengið stráka til liðs við sig. Á tónleikunum í YtriNjarðvíkurkirkju á þriðjudaginn verður fjölbreytt söngdagskrá, ný lög í bland við gömul, allt frá Hozier til Vilhjálms Vilhjálmssonar. Stjórnandi og undirleikari Vox Felix er Arnór Vilbergsson. Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 krónur en vakin er athygli á því að enginn posi verður á staðnum þannig að tónleikagestir eru hvattir til að taka með sér pening.

Svona birtist Vox Felix okkur á auglýsingu fyrir tónleikana.

Vortónleikar haldnir á hvítasunnu

XXVortónleikar Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verða í Stapa, Hljómahöll, mánudaginn 25. maí, sem er annar í hvítasunnu. Á tónleikunum sem hefjast kl.18:00, koma fram yngsta, mið- og elsta sveit. Elsta lúðrasveitin hefur kallað til liðs við sig góða gesti sem nokkurs konar einleikara, en það eru

GÆTI ÞET TA HENTAÐ ÞÉR?

Guðjón Kristjánsson og Taina Peltonen.

Gamanóperan „Brúðkaup Fígarós“ í Hljómahöll

XXÓperufélagið Norðuróp og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar í samvinnu við Hljómahöll, Reykjanesbæ, er þessa dagana að vinna að uppsetningu á gamanóperunni „Brúðkaup Fígarós“ eftir Wolfgang Amadeus Mozart við texta Lorenzo da Ponte. Þetta er ein af vinsælustu óperum Mozarts og er sýnd reglulega í öllum óperuhúsum heims. Brúðkaup Fígarós er mikill farsi þar sem segir af greifa nokkrum, konu hans og þjónustufólki. Hún gerist á brúðkaupsdegi Figarós, sem er þjónn greifans og Súsönnu, þernu greifafrúarinnar. Greifinn er orðin leiður á konu sinni og leitar að ævintýrum annars staðar, þá aðallega hjá Súsönnu og þá hefst mikil og skemmtileg atburðarás. Óperan verður flutt í Bergi, Hljómahöll, með píanóundirleik, í leikmynd og búningum með leikhúslýsingu. Fluttir verða I og IV þáttur óperunnar.

ATVINNA

kór söngdeildar og elsta gítarsveit skólans. Efnisskrá tónleikanna er því mjög fjölbreytt, þar sem aldur hljóðfæraleikara lúðrasveitanna og getustig eru mjög breið og aðkoma kórsins og gítarsveitarinnar mun setja annan og nýstárlegan blæ á tónleikana.

Stjórnendur lúðrasveitanna eru Harpa Jóhannsdóttir, Kristín Þ. Pétursdóttir, Björgvin R. Hjálmarsson og Karen J. Sturlaugsson. Stjórnandi kórs söngdeildar er Dagný Þ. Jónsdóttir og stjórnandi gítarsveitarinnar er Þorvaldur M. Guðmundsson. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Skipstjóri er á fastri tryggingu og fær svo krónutölu á hvert landað kg sem bætist ofan á trygginguna þá daga sem hann er um borð. Launin eru því áhugaverð og fjölskylduvæn frí. Áhugasamir sendi upplýsingar til lbj@royaliceland.is eða hringja í síma 8922327.


16

fimmtudagur 21. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent

pósturu vf@vf.is

HS Veitur útskýra breytingar á innheimtu Á

vef Ví kurfrétta sl. mánudag 18. maí er aðsend grein eftir Ívar Pétur Guðnason undir fyrirsögninni „Furðulegt háttalag HS Veitna um nótt“. Eftir lestur greinarinnar er greinilegt að það þarf að skýra þessi mál mun betur en gert hefur verið hingað til og gefur grein Ívars gott tækifæri til þess og verður það því reynt hér á eftir. Þegar fjölbýlis-/sameignarhús er byggt þá ákveður byggingaraðili, verktaki eða húseigandi/eigendur, fyrirkomulag hitakerfis í húsinu. Valið stendur þá milli þess að vera með eitt hitakerfi í húsinu öllu eða sér hitakerfi fyrir hverja íbúð og svo sameign þar sem það á við. Undantekningalítið velja byggingaraðilar, ekki HS Veitur, að hafa eitt hitakerfi í húsinu. Kostirnir eru fyrst og fremst fjárhagslegir eins og farið verður yfir hér á eftir en ókosturinn fyrst og fremst sá að notkun hverrar íbúðar er þá ekki sérmæld. Helstu kostirnir fyrir byggingaraðila/ íbúðareigendur eru þá þessir: Langstærsta atriðið er að eitt hitakerfi í húsinu er umtalsvert einfaldara og ódýrara í upphafi sem leiðir til lægri byggingarkostnaðar og þá til sparnaðar húseigenda. Tengigjald er yfirleitt lægra. Fastlega má búast við að heildarnotkun hússins sé meiri í heild s i n n i me ð su ndu rg re i ndu m kerfum en með einu hitakerfi þó það geti verið mismunandi. Þetta eru helstu kostir sameiginlegs kerfis en þá er ókosturinn eftir, notkun hverrar íbúðar/eignarhluta er ekki sérmæld. Eins og að ofan greinir er þetta fyrirkomulag ákvörðun byggingaraðila en ekki HS Veitna. Kjósi íbúðareigendur að hafa notkun sína sérmælda þá er HS Veitum ekkert að vanbúnaði að sérmæla þá notkun en áður þarf íbúðareigandi/eigendur að gera

nauðsynlegar breytingar innanhúss til að slíkt sé unnt. HS Veitur hafa í meginatriðum skipt notkuninni eftir eignarhluta en nokkuð hefur borið á því að íbúar bendi á að vegna stærða fjölskyldna eða af öðrum ástæðum sé það ekki sanngjarnt. Skipti húsfélagið kostnaðinum er unnt ef vilji er fyrir hendi að hafa hvaða skiptingu sem er en HS Veitur hafa enga möguleika til að þekkja slíkt og taka tillit til þess. Hjá HS Veitum eru í dag um 6.000 mælagrindur og af þeim um 600 skiptar og hafa vegna þessara 600 mælagrinda verið sendir um 2.800 reikningar mánaðarlega. Breyting á þessu fyrirkomulagi hefur verið til umræðu alllengi en ef til vill má segja að dropinn sem fyllti mælinn hafi verið þegar beiðni barst í maí 2014 um að skipta reikningum í 18 fjölbýlishúsum á Ásbrú á 252 not-

endur. Stjórn samþykkti þá tillögu starfsmanna um að þessari beiðni yrði hafnað. Í framhaldinu var síðan rökrétt að vinda ofan af þessu fyrirkomulagi enda HS Veitur eina veitan sem hefur verið með þetta sem almenna reglu og sameiginlegur reikningur gengið ágætlega árum saman hjá öðrum veitum svo sem á Reykjavíkursvæðinu. Þegar sagt er að HS Veitur séu að skikka einhvern til að taka ábyrgð á skuldum annarra þá er í raun verið að snúa hlutunum á haus. Eina sem HS Veitur eru að gera er að krefjast þess að þeir sem standa saman að kaupum á vatni standi saman að greiðslu fyrir þjónustuna með sama hætti og gert hefur verið um árabil hjá öðrum veitum. HS Veitur ætla þannig að hætta að innheimta fyrir þá sem standa að sameigin-

legum innkaupum en ekki öfugt. Sameiginleg ábyrgð hefur reyndar í raun fylgt aðgreindri innheimtu en gert innheimtu mun erfiðari þar sem stöðvun orkuafhendingar til vanskilaaðila gengur ekki nema einnig sé stöðvuð orkuafhending til þeirra sem eru í skilum. Stöðvun orkuafhendingar hefur því í raun verið nánast óvirk innheimtuaðgerð hjá þessum aðilum sem er ekki ásættanlegt. Hvað varðar innheimtu þá taka lánastofnanir hana að sér og þó því fylgi einhver kostnaður þá kemur á móti lækkun fastagjalda með einum reikningi svo og seðilgjalda. Vinsamlegast athugið að í þessari grein er tekin út málsgrein sem var í grein minni á vef VF. Ástæðan er sú að við höfum fengið ábendingu um það, að þó að hitaveitugjöld verði hluti af greiðslum í hússjóð þá geti verið litið á þau sem sérgreindan kostnað en ekki sameiginlegan, þó hann sé ekki sérmældur á hverja íbúð, og því eigi lögveð ekki við. Um þetta vil ég því ekki fullyrða á þessu stigi. Ég læt þó tilvitnun í lögin hér á eftir standa en aðrar greinar í þeim valda hinsvegar vafanum. Að lokum er rétt að benda á lög nr. 26 frá 1994 um fjöleignarhús. Í 1. gr. segir: „Fjöleignarhús telst í lögum þessum hvert það hús sem skiptist í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem bæði getur verið allra og sumra“. Í 13. gr. sömu laga segir að það sé skylda eiganda að vera í húsfélagi og fara eftir löglegum ákvörðunum þess og virða þær. Í 48. gr. segir síðan: „Greiði eigandi ekki hlutdeild sína í sameiginlegum kostnaði, þar með talin gjöld í sameiginlegan hússjóð, þá eignast húsfélagið eða aðrir eigendur lögveð í eignarhluta hans til tryggingar kröfunni. Lögveðið nær einnig til vaxta og innheimtukostnaðar af kröfunni ef því er að skipta“. Með von um að ofangreint skýri málin betur. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna hf.

-fs-ingur

vikunnar

Hræðist tívolítæki Björgvin Theodór Hilmarsson er nýnemi á náttúrufræðibraut. Hann segir að félagslífið sé helsti kostur FS og Pulp Fiction sé uppáhalds bíómynd. Á hvaða braut ertu?

Náttúrufræðibraut.

Hvaðan ertu og aldur?

Ég er úr Keflavík og er að verða 17 ára. Helsti kostur FS?

Félagslífið.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?

Áhugamál?

Fótbolti.

Hvað hræðistu mest?

Tívolítæki.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?

Samúel Þór mun vera frægur fótbolta maður. Hver er fyndnastur í skólanum?

Þorvaldur íslenskukennari. Hvað sástu síðast í bíó?

Mad Max.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Ekkert sérstakt.

Hver er þinn helsti galli?

Facebook, Snapchat og Clash of Clans. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?

Stytta skóladaginn.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?

Ekkert sérstakt.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?

Mjög gott.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?

Klára stúdent og fara svo til Bandaríkjanna í háskóla. Hver er best klædd/ur í FS?

Ekki hugmynd.

Get verið latur.

Eftirlætis Kennari:

Richard enskukennari og Þorvaldur. Fag í skólanum:

Stærðfræði.

Sjónvarpsþættir:

Arrow.

og Christian Bale. Vefsíður:

Facebook og Youtube. Flíkin:

Engin sérstök. Skyndibiti:

Villi.

Kvikmynd:

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?

Pulp Fiction. Hljómsveit/tónlistarmaður:

Freddie Mercury.

Believe með Cher.

Leikari:

Leonardo DiCaprio

HEILSUHORNIÐ Áskær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,

Ágústa Þórey Haraldsdóttir

Prótein pönnuköku lummur

frá Núpi í Dýrafirði, Sólrisi / Brekkustíg 16, Sandgerði,

Þessar hollustu lummur eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana en þær eru prótein og trefjaríkar og gefa okkur líka smá kolvetni til að fá orku yfir daginn. Hægt er að nota þær ýmist sem morgunmat, hádegismat eða millimál. Ég geri oft 2x skammt og frysti til að geta hent í ristavélina eftir þörf. Ég er nýbúin að uppgötva rosalega gott lífrænt próteinduft frá Sunwarrior sem heitir Warrior blend (fæst auðvitað í Nettó) sem gefur manni góða fyllingu og næringu og hægt að nota í boost, orkukúlur og svona lummur. Svo mér finnst líka gott að kaupa tilbúin möluð hörfræ frá Now sem heitir Flax seed meal en hörfræin gefa okkur omega 3 fitusýrur og góðar ÁSDÍS trefjar fyrir ristilinn. Endilega prófið og ég mæli GRASALÆKNIR með að þið skellið kókósrjóma, smá grískri jógúrt og fersk ber ofan á lummurnar á góðum degi. SKRIFAR

lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum Reykjanesbæ fimmtudaginn 14. maí. Útför Ágústu Þóreyjar fer fram í safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 22. maí kl. 13:00. Rakel K. Svanholt Níelsdóttir, Þorvaldur Kristleifsson, Helga Níelsdóttir, Valborg F. Svanholt Níelsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur.

ATVINNA

3 egjahvítur 1 mæliskeið próteinduft 2 msk möndlumjólk 1 msk möluð hörfræ ½ stappaður banani 1 tsk kanill Salt ef vill

SS Bílaleiga óskar eftir starfsmanni í sumarstarf. Þarf að hafa bílpróf, vera stundvís og duglegur. Vinnutími er virka daga frá kl. 8:00-18:00. Upplýsingar veitir Sævar í síma 896 9388.

Hrærið öllu saman og steikið á pönnu upp úr kókósolíu. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.instagram.com/, www.grasalaeknir.is


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 21. maí 2015

-uppboð

-ung

Eftirtaldir munir verða boðnir upp fimmtudaginn 28. maí 2015 kl. 10:00 að Valhallarbraut 743, Keflavíkurflugvöllur:

Dr. Phil á toppnum

TÁleggshnífur, brauðskurðarvél, kökukælir, miðaprentvél frá PMT, pökkunarvél og band, samlokugrill, gashella, hitaborð, sósupökkunarvél Telfa ásamt aukahlutum, tréborð 2 stk, tölvur, símar, prentarar, útflatningsband, vacumpökkunarvél, vörutrilla og aðrir smáhlutir

Emilíanna Wing er í UNG vikunnar. Hún hefur áhuga á leik- og sönglist og segist vera lífsglöð með skoðanir sem hún þarf að koma á framfæri. Hvað gerirðu eftir skóla? Ég fæ mér að borða og fer svo annað hvort að vinna eða hitti vini mína.

-

Mamma, hún er mjög merkileg í mínum augum.

Besta:

Hver eru áhugamál þín? Ég hef mikinn áhuga á leiklist og söng.

Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Myndi örugglega gera allt sem ég má ekki gera

Uppáhalds fag í skólanum? Stærðfræði finnst mér skemmtilegustu tímarnir.

Hvað er uppáhalds appið þitt? Instagram og Youtube eru í miklu uppáhaldi

En leiðinlegasta? Eygló er snillingur en danska er ekki í uppáhaldi.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Mjög kósý bara

Matur? Pítan hennar mömmu er án djóks geðveik

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Dr. Phil er klárlega á toppnum

Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Er lífsglöð og hef mikla þörf á að segja mínar skoðanir.

Drykkur? Ég held það sé bara vatn

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Ég myndi vilja geta farið á tímaflakk Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Langar að verða leikari Hver er frægastur í símanum þínum? Nash Grier Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?

Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Elska starfsfólkið og nemendurna, allir svo vinalegir. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Life is beautiful Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Grey's anatomy

Bíómynd? Klárlega LOL Sjónvarpsþáttur? Dr. Phil og The Fosters Tónlistarmaður/Hljómsveit? Það eru svo margir get ekki valið eitthvern einn uppáhalds

Leikari/Leikkona? Colin Ford og Shailene Woodley

Umboðsaðili

Dísil

90

Beinsk.

3.8l

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

AFMÆLI

99

4 200 400

Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, 11. maí 2015. Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

TAPAÐ/FUNDIÐ

Þriggja herbergja íbúð óskast sem fyrst í Reykjanesbæ. Er með gæludýr, en er reyklaus og ekkert partýstand. Sími 865-1607

Vefsíða? Tumblr og youtube

Stærð vélar Eldsneyti Hestöfl Skipting Eyðsla/bl. CO2útbl. 1500 cc

ÓSKAST TIL LEIGU

sími 421 7979

Í hvaða bekk og skóla ertu í? Er í 10. Bekk í Heiðarskóla

DB-941, bifreið Nissan Primastar, árg. 2005.

smáauglýsingar

Fatabúð? Top Shop og UNIF

Bók? The Cellar

SK-V92, bifhjól, Harley Davidsson.

www.bilarogpartar.is

Kötturinn Tígri týndist frá Lyngmóa í Reykjanesbæ. Tígri er 4 ára gamall, óvenju stór köttur, hann var með hálsól með 4 bjöllum þegar hann fór að heiman.. ef þið hafið séð hann, hafið samband í síma 421-5041.

WWW.VF.IS

Laugardaginn 23. maí verður Sigríður Erla Jónsdóttir 80 ára. Hún býður ættingjum og vinum í afmæliskaffi frá kl.14:00 - 17:00 á Nesvöllum.

Verð: 2.790.000

Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbæ - Sími 420 0400 gebilar@gebilar.is - www.gebilar.is


18

fimmtudagur 21. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu siddi@vf.is

Stundum þarf að finna aðrar leiðir en „samba boltann“ til að vinna leiki Um 250 manns hjóluðu -Guðmundur Steinarsson, þjálfari Njarðvíkur, ánægður með gengi liðsins í byrjun sumars

N

jarðvíkingar hefja fótboltasumarið af miklum krafti þetta árið og hefur liðið unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni auk þess að vera komnir í 32 liða úrslit í Borgunarbikarnum eftir sannfærandi 1-4 sigur á Augnabliki á þriðjudagskvöldið. Guðmundur Steinarsson stýrir Njarðvíkurskútunni ásamt Ómari Jóhannssyni og hafði þetta að segja um það hvort að þessi góða byrjun liðsins kæmi liðinu á óvart: Já og nei. Úrslit úr leikjum vetrarins voru búin að gefa til kynna að við værum á betri stað en á sama tíma í fyrra. En það voru samt nokkur spurningarmerki í leik liðsins. Hingað til hefur tekist vel til. Það er samt svo lítið búið að það má alls ekki gleyma sér í gleðinni. Hvernig hefur spilamennska liðsins í heild komið þér fyrir sjónir? Er liðið að spila sinn besta fótbolta strax í byrjun sumars? Hún er í lagi það sem af er. Vellirnir eru ekki komnir í sitt besta stand og þá þarf stundum að finna aðrar leiðir til að vinna leiki en með „samba bolta“. Við höfum náð að finna þá leið í þeim leikjum sem við erum búnir með og eiga strákarnir hrós skilið fyrir það. En við eigum eftir að sýna okkar bestu hliðar og erum enn að bæta okkur í hverjum leik. Þið fáið góðan liðsstyrk í Marc Ferrer korter í mót. Þú hlýtur að vera ánægður með það sem þú ert að fá frá honum hingað til og

I

væntanlega sáttur að hann valdi að spila með Njarðvík en ekki keppinautum ykkar í Leikni Fáskrúðsfirði eins og til stóð? Já okkur Ómari fannst vanta smá reynslu í liðið. Við duttum inná Marc og er hann að skila því sem við bjuggumst við af honum. Verð að játa því að ég er sáttur með að hann skildi velja okkur fram yfir sína gömlu félaga í Leikni, það er ekki spurning. Eru Njarðvíkingar með y firýst markmið fyrir sumarið? Er stefnan tekin á 1. deildina? Við erum ekki með yfirlýst markmið, nema þá þau að fara betur af stað en í fyrra og það er þegar komið. Það væri virkilega gaman að vera í baráttunni um 1. deildar sæti þegar líða fer að lokum móts. Við höfum sagt að það eru bara

tvö sæti sem gefa eitthvað í þessari deild og það er eins með okkur og hin liðin, að okkur langar í annað af þessum sætum. Þið eigið heimaleik á laugardaginn gegn Dalvík/Reyni sem situr á botni deildarinnar með ekkert stig og markatöluna 0-8. Hvernig blasir sá leikur við þér svona fyrirfram? Þetta verður eins og hinir tveir leikirnir sem við erum búnir með, mikil barátta um allan völl. Við þekkjum það að vera í þessari stöðu sem Dalvík/Reynir er í, vorum í svipaðri stöðu í fyrra. Það verður okkar að sýna að þessir sigrar hingað til séu ekki tilviljun. Einnig langar okkur að hafa heimavöllinn sterkan og þessi leikur verður liður í því að gera hann að þeirri gryfju sem við byrjuðum á í síðasta leik.

Grindvíkingar sluppu með skrekkinn gegn Þrótti Vogum

G

rindavík og Þróttur Vogum mættust í sögulegum bikarleik á mánudagskvöldið í Grindavík þar sem að Grindvíkingar mörðu 1-0 sigur með marki frá ÓIa Baldri Bjarnasyni á 83. mínútu. Þróttarar voru vel studdir af fjölmörgum áhorfendum sem létu vel í sér heyra allan tímann en hátt í 500 manns mættu á leikinn og mátti ekki sjá að Grindvíkingar léku á heimavelli, svo mikill var stuðningur gestanna við sitt lið. Þróttarar börðust hetjulega við 1. deildar lið Grindavíkur en Þróttur leikur í 4. deild og hefðu með smá heppni getað potað inn marki en að þessu sinni var það Golíat sem hafði betur gegn Davíð.

Bæjarstjórarnir Róbert Ragnarsson í Grindavík og Ásgeir Elíasson í Vogum létu sitt ekki eftir liggja og brúkuðu hnefana fyrir ljósmyndara áður en leikurinn hófst, að sjálfsögðu klæddir í treyjur sinna liða.

í Reykjanes-mótinu

ngvar Ómarsson úr Tindi og María Ögn Guðmundsdóttir úr Hjólafélagri Reykjavíkur fögnuðu sigri í Reykjanesmótinu í götuhjólreiðum sem haldið var um sl. helgi. Keppendur hjóluðu 63 km. braut og var keppnin æsispennandi. Ingvar kom í mark á 1 klukkustund, 45 mínútum og 31 sekúndu eða tveimur mínútum á undan Óskari Ómarssyni úr Tindi og Davíð Þór Sigurðssyni úr HFR sem komu næstir. María Ögn varð fyrst kvenna að hjóla brautina á 2 klukkustundum, 12 mínútum og 57 sekúndum. Tuttugu sekúndum síðar kom Björk Kristjánsdóttir úr Tindi og þriðja varð svo Kristrún Lilja Júlíusdóttir úr Tindi, rúmri hálfri mínútu á eftir Maríu. Þá var einnig keppt í B-flokki í styttri vegalengd og fóru keppendur þar 32 km. Egill Gylfason úr Fimmunni varð þar fyrstur í mark á 1 klukkustund og 11 sekúndum en fyrst kvenna varð Ágústa Edda

Björnsdóttir úr Tindi á 1 mínútu, 6 mínútum og 8 sekúndum. Þetta er árlegt mót hjá 3N eins og sprettþraut sem er haldin síðustu helgina í ágúst, ár hvert. Aldrei hafa svo margir tekið þátt en 246 manns hjóluðu báðar leiðir samtals 64km. Meðfylgjandi myndir eru frá 3N félaginu en þær voru teknar þegar mótið fór fram.

Njarðvíkingar áfram í bikarnum

N

jarðvíkingar byrja tímabilið af miklum krafti en liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í 2. deild karla jafnframt því sem að liðið komst áfram í 32 liða úrslit Borgunarbikarsins, þegar liðið lagði Augnablik 1-4 í Úlfarsárdalnum á þriðjudagskvöld. Bergþór Smárason, Theódór Guðni Halldórsson, Marc Ferrer og Arnór Svansson skoruðu mörk Njarðvíkinga í leiknum. Njarðvíkingar eru því ósigraðir á yfirstandandi tímabili og ljóst að liðið kemur vel stemmt til leiks þetta sumarið.


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 21. maí 2015

SÖLUFULLTRÚI Í ELKO FRÍHÖFN - SUMARSTARF

Vinnutími frá kl. 6:00-14:00, unnið 2 daga, frí 2 daga, unnið 3 daga, frí 2 daga, unnið 2 daga og frí 3 daga. Góð laun í boði ásamt möguleika á bónusgreiðslum. Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Tilvalið fyrir skólafólk þar sem möguleiki er á vinnu með skóla eftir sumarið. Helsta starfssvið sölufólks • Öll almenn verslunarstörf Hæfniskröfur • 18 ára eða eldri með hreint sakavottorð • Góð tök á enskri og íslenskri tungu • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Góð tölvukunnátta og geta tileinkað sér ný tölvukerfi • Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund • Reynsla, þekking og áhugi af þjónustustörfum Vinsamlegast sendið umsóknir á www.elko.is/is/um_elko/storf_i_elko Umsóknarfrestur er til og með 30.5. 2015. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

LEIFSSTÖÐ

HLUTI AF BYGMA

SPRENGIVIKA

MIkið úrval af grillum og fylgihlutum

í HÚSASMIÐJUNNI OG BLÓMAVALI 21.-25. MAÍ Í Sprengiviku getur þú gert mögnuð kaup á vörum sem hjálpa þér að undirbúa þinn sælureit á ótrúlegu verði.

20% afsláttur

Af sumarblómum

20% afsláttur

Gildir ekki af Weber

Af grillum og grillfylgihlutum

Gámasala á þvottavélum! Takmarkað magn á 1200 og 1400 snúninga þvottavélum frá Electrolux

Þvottavél 1200 sn. EWP 1274TDW 7 kg, 1200 snúninga orkunýting A++

20% afsláttur Af reiðhjólum

1808864

56.900 kr. Fullt verð: 69.900 kr.


vf.is

-mundi

FIMMTUDAGUR 21. MAÍ • 20. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Var þetta ekki nýr súlustaður á Patterson?

Fyrir pallinn og stéttina VIKAN Á VEFNUM Tómas J. Knútsson Ég er alvarlega að hugsa um það að setja upp eigið safn af munum og myndum um sögu Keflavíkurflugvallar, núna þarf bara að finna rétta staðinn og samstarfsaðila.

Lavor háþrýstidæla STM 160 • • • • • • • •

160 bar Max 8,5 lítrar/mín. 2500W Pallabursti 8 metra slanga Turbo stútur Slanga fyrir stíflulosun Þvottabursti

Bio Kleen pallahreinsir

895 5 lítrar kr. 3.295

27.990 Made by Lavor

ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l.

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson Úff fæ kvíðafullaáfallastreituröskun þegar ég sé sviðið í Vín....hvar eigum við eiginlega að halda þetta??? :) Kristján Jóhannsson Vonbrigði gærdagsins voru að Finnar komust ekki áfram í þessari söngvakeppni sem er æ oftar farin að minna á eitthvað illa misheppnað Eurotrash diskótek frá Aserbajdan. Finnarnir með þroskahömlun hefðu verið fínt innlegg í þessa keppni. Ætla samt að gleðja mínar dömur og horfa á þennan sirkus með þeim á fimmtudag og poppa líka. Og laugardag.... ef ísland kemst áfram. Sem við gerum ráð fyrir!

4.390

Landora tréolía

2.690

Mako penslasett

590 Meister Terraso kústur með stífum hárum # 4360340

1.395

Steypugljái á stéttina í sumar

Black&Decker háþrýstidæla max bar 110

14.990,1400W, 360 lítr./klst. Þolir 50°C heitt vatn 5 metra barki, sápubox

Þorgils Jónsson Eru margir að kaupa sér hringitóna þessa dagana? #Beeznitch Björgvin Ívar Að fá vínveitingaleyfi í 15 þúsund manna samfélagi kostar ca 1.000.000kr. Áfram Ísland! Áfram skrifræði og peningar! Einar Jón Pálsson Beijing dvöl lokið og eftir heimsókn í sendiráð Íslands var farið með hraðlest til Shanghai. Ferðalagið sem er um 1400 km tók ekki nema 5 tíma enda fer lestin á um 300 km hraða. Þægilegur ferðamáti og vonandi fáum við svipaðar samgöngur Flugstöð-Reykjavík í náinni framtíð.

r

#vikurfretti

Superseal og Clear Guard steypugjái

Steypugljáinn sem endist! Meister fúgubursti með krók #4360430

2.590

(með auka vírbursta)

Fuglavík 18. Reykjanesbæ

Opið 8-18 virka daga

Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.