23.tbl_2011

Page 1

Stærra og efnismeira blað í hverri viku!

Víkurfréttir

Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Ljúffengar vöfflur með sveitasultu og rjóma! vf.is

FIMMTUdagurinn 9. JÚNÍ 2011 • 23. tölubl að • 32. árgangur

›› Sjóarinn

›› Hestar

›› Börnin

Svipmyndir frá sjómannadegi

520 félagar í Mána

Ferskur barnamatur í Garði

› Síða 8-9

› Síða 10

› Síða 6

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN

Ljósmynd: EYÞÓR SÆMUNDSSON

Þrettán erlend flugfélög til Keflavíkur

ÝnTverðTarN Morgu ill matseðði á

í bo Aðeins tjum Fi Subway

14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011

spennandi uknattleikir S

TM

Fitjum

amtals fljúga þrettán erlend flugfélög til Keflavíkurflugvallar í sumar en gert er ráð fyrir því að sumarið 2011 verði stærsta ferðasumar Íslandssögunnar. Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hóf

beint áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli til Kennedyflugvallar í New York-borg sl. fimmtudag. Fyrsta þota Delta, af gerðinni Boeing 757-200, lenti á Keflavíkurvelli klukkan um 8:40, aðeins á undan áætlun enda góður meðbyr á leiðinni til Íslands.

Fjölmenni tók á móti farþegum og áhöfn en í móttökunefnd voru meðal annars Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra Íslands, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Luis E. Arreaga og fulltrúar frá Delta og Isavia.

›› Bláa lónið

ehf.

Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17

to.

kosti með gen.

endur vænn er ari

Meðal mest framandi heilsulinda í heiminum

B

láa lónið er í hópi 10 mest framandi heilsuOpið allan linda (spa) staða í heiminum sólarhringinn samkvæmt fréttamiðlinum CNN. Lónið er í 8. sæti og segir meðal annars um staðinn að staðsetningin sé mjög hentug enda sé Bláa lónið milli flugvallarins í Keflavík og höfuðborgarinnar. Þá er einnig minnst á þann lækningarmátt sem jarðsjórinn úr lóninu hefur á húð fólks. Morgu Talað er um frábæra aðnver matseð ðarÞað er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undanstöðu sem svæðið bjóði upp ill Aðeins Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. á, úrslitum hótelið, Iceland veitingastaðinn íb Subway oði á Fi tj um Oddaleikur í viðureign í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan ekki minni Hafnargötunni í Keflavík var lokað milli Skólavegar og er Tjarnargötu sl. mánudag. Framundan eru endurbætur og allar þærverður vörur sem hægt liðanna Keflavíkur kvennaboltanum. Þar og er Ránargötu. staðan reyndar 2:0 gatnamótum eru orðnar mjög slitnar en á hellulögn ívið gatnamót Hafnargötu Hellurorðin á þessum erí úrslitaviðureign að kaupa í verslun Bláa og Njarðvíkur fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar áttaháspennuleiki. ár eru síðan Hafnargatan var endurnýjuð á þessum slóðum. Gert er ráð fyrir að endurbótum verði lokið lónsins.

K. Steinarsson ehf.

Njarðarbraut 13 - 260 Reykjanesbæ Sími 420 5000

TM

Fitjum

- sjá nánar á bls. 23

Hellulögnin endurnýjuð

NÝ T T

SUMARDEKK OG FELGUR Á ALLAR GERÐIR BIFREIÐA

þannföstudagskvöld. 16. júní nk. VF-mynd: Hilmar HBB Bragi Bárðarson kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, VF-mynd:

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

rðarbraut 13 @heklakef.is

N1 GRÆNÁSBRAUT 552

Easy ÞvoTTaEfni

Easy MýkingarEfni

Meira í leiðinni


2

FIMMTudagurinn 9. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR

IGS skal ganga til samninga

S

amkeppniseftirlitið hefur tekið ákvörðun til bráðabirgða vegna synjunar IGS ehf. á Keflavíkurflugvelli á fraktafgreiðslu fyrir fyrirtækið Cargo Express ehf. sem býður upp á fraktflutninga með flugvélum Iceland Express. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu eftirlitsins er talið sennilegt að með synjuninni hafi IGS misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði fyrir sölu á fraktafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. IGS er dótturfélag Icelandair Group og þar með systurfélag Icelandair Cargo sem er með yfirburðarstöðu í fraktflutningum til og frá Íslandi. Í ákvörðuninni er þeim fyrirmælum beint til IGS að ganga þegar til samninga við Cargo Express um fraktafgreiðslu.

AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar á Suðurnesjum verður haldinn laugardaginn 18. júní kl. 14:00 að Iðavöllum 9a. Kaffiveitingar. Stjórnin.

GOTT

Deildarmyrkvinn brosti við ljósmyndara Víkurfrétta Deildarmyrkvi á sólu náði hámarki kl. 22:01 á miðvikudagskvöld í síðustu viku en rétt í þann mund sem myrkvinn náði hámarki þá rofaði örlítið til í skýjunum sem höfðu hulið sólina og náði ljósmyndari Víkurfrétta þessum myndum í Keflavík. Myrkvinn hófst klukkan 21:14 og náði hámarki klukkan 22:01 og huldi tunglið þá um 46% af þvermáli sólar. Myndina tók Hilmar Bragi Bárðarson.

Slökkt á götulýsingu

Ö

ll sveitarfélög á Suðurnesjum munu hafa slökkt á götulýsingu í sveitarfélögunum frá 1. júní til 20. júlí til prufu. Einnig hefur Vegagerðin ákveðið að það sama verði upp á teningnum á Reykjanesbraut. Að öllu jöfnu myndi lýsingin ekki vera logandi mikið á þessum tíma hvort sem er, eða ca. 0-3 tíma á

sólarhring, þannig að þetta á ekki að hafa mikil áhrif á daglegt líf fólks. Einnig hefur verið farið í að lækka rekstrarkostnað á gatnalýsingunni með því að stytta logtíma ljósanna og hefur það gengið áfallalaust. Vel verður þó fylgst með þessu og ef einhver ástæða er fyrir breytingum aftur, verður það skoðað.

ATVINNUTÆKIFÆRI! Tilboð óskast í góðan sjoppurekstur sem er í eigin húsnæði á góðum stað í Reykjanesbæ! Leiga á húsnæðinu kemur einnig til greina. Verslunin hefur upp á allt að bjóða, s.s. bíllúgu, grill, ís, video, Lottó og nýlenduvörur. Góður tími framundan! Miklir möguleikar eru í boði fyrir drífandi og duglega aðila. Ýmis skipti möguleg. Nánari upplýsingar á skrifstofu Stuðlabergs ehf.

Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður, barnabarns, frænda og vinar,

›› K. Steinarsson á nýjum stað:

Bindur vonir við umboðið K

Steinasson opnaði nýja bílasölu með söluumboði fyrir KIA og BENZ að Holtsgötu 52 í síðustu viku. Opnuninni var fagnað með bílasýningu. „Ég bind miklar vonir við nýja umboðið og þessa starfsemi sem ég er nú að hefja. Bæði Kia og MercedesBenz eru merki sem ég tel mikla möguleika með á Suðurnesjum. Mercedes-Benz býður upp á breitt úrval bíla og það er mikið af nýjum bílum á leiðinni frá þeim. Til dæm-

is nýr jeppi í haust og nýir bílar í smærri flokkum. Þá er MercedesBenz með mikla breidd í metanbílum, bæði fólks- og atvinnubílum. Kia er svo það merki sem hefur verið í hvað mestum vexti í heiminum í dag og hefur sala á Kia gengið frábærlega á þessu ári, bæði hér á Íslandi, í Evrópu og Ameríku. Við bindum miklar vonir við þessa nýju og flottu bíla sem Kia selur og loks er 7 ára ábyrgð Kia einstök á bílamarkaðinum.“

Alberts Karls Sigurðssonar, Tunguvegi 7, Njarðvík.

Jóns Kr. Olsen,

Kirkjuvegi 14, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki HSS fyrir einstaka hlýju og góða umönnun þessa síðustu daga í lífi hans.

Aðstandendur.

Samningar tókust um Reykjaneshöfn

R

eykjaneshöfn og Reykjanesbær hafa náð samningum v ið al la kröfuhafa um endurfjármögnun á skuldum Reykjaneshafnar til langs tíma. Samningar hafa náðst við þá 19 lánveitendur sem semja þurfti við varðandi uppgjör núverandi skulda. Reykjaneshöfn bauð kröfuhöfum sínum að kaupa til uppgjörs á núverandi skuldum verðtryggð skuldabréf. Eftir endurfjármögnun munu allir kröfuhafar þannig eiga verðtryggðar kröfur sem bera 6% vexti, segir í frétt frá Reykjanesbæ. Rekstraráætlun hafnarinnar sem samningar þessir byggja á er varfærin. Þannig hafa tekjur hafnarinnar af álveri ekki verið settar inn, né heldur 900 milljón kr. ríkisstyrkur til hafnarinnar, eins og fengist hefur hingað til frá ríkinu fyrir íslenskar stórskipahafnir. Reykjanesbær er eigandi Reykjaneshafnar. „Mikil vinna er að baki þessari lausn og því í höfn mikilvægur áfangi í að styrkja stöðu hafnarinnar og gera hana færa um að standa undir þeim miklu verkefnum sem eru framundan á næstu árum tengt hafnsækinni starfsemi í Helguvík“, segir Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Holtaskóli sigraði í Skólahreysti í Finnlandi

Margrét Sanders, Sigurður Guðnason, Sigríður Sigurðardóttir, Sylvía Sigurðardóttir, Guðni Róbertsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðni Sigurðsson, Kolbrún Jóna Færseth, og aðrir ættingjar og vinir.

Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýju, vináttu og samúð við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,

›› FRÉTTIR ‹‹

L

Ástkær systir mín, mágkona og frænka,

Ólína Jónsdóttir Forman, Long Island, New York,

lést þann 29. maí síðastliðinn. Bálför hennar hefur farið fram. Minningarathöfn fer fram í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 17:00.

Jófríður Jóna Jónsdóttir og aðrir aðstandendur.

iðsmenn Holtaskóla í Skólahreysti gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Skólahreystikeppnina í Finnlandi sem fram fór í síðustu viku. Um var að ræða kynningarmót á vegum Skólahreystis á Íslandi en Holtskælingar kepptu við 14 skóla frá Finnlandi og báru sigur úr býtum. Þau Birkir Freyr, Elva Dögg, Eyþór og Sólný Sif áttu góðan dag í áhöldunum og vöktu verðskuldaða athygli fyrir vasklega framgöngu. Unga fólkið var sér og skólanum til mikils sóma í Finnlandi en liðið sigraði eins og kunnugt er keppnina hérlendis nú fyrr í vor.


3

ENNEMM / SÍA / NM46998

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 9. júní 2011

Við erum með réttu GSM leiðina fyrir þig Ráðgjafi Símans verður í Omnis, Keflavík, þann 16. júní á milli kl. 11-18 og aðstoðar þig við að velja leið sem hentar þér.

Stærsta dreifikerfi landsins

Eitt mínútuverð, frábær kjör!

Vinir óháð kerfi, bæði í Frelsi og áskrift

Risa mínútupakki fyrir stórnotendur Þú færð meira hjá Símanum!

siminn.is Greidd eru mánaðargjöld og upphafsgjöld skv. verðskrá. Ekki eru greidd upphafsgjöld af símtölum í vinanúmer. Nánar á siminn.is

Magnaðir miðvikudagar fyrir viðskiptavini Símans

0 kr. innan fjölskyldu og í heimasímann

Vertu með vinina á 0 kr. Yfirsýn yfir alla þjónustu á þjónustuvefnum


4 markhonnun.is

FIMMTudagurinn 9. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR

nautapiparsteik

40 % afsláttur

Kræsingar & kostakjör

fersk

2.129kr/kg áður 3.549 kr/kg

girnileg tilboð… lambapottréttur

lambafile

nautaHakk

ferskur

ferskt m/fitu

ferskt 12 %

34%

afsláttur

989

kr/kg áður 1.498 kr/kg

Grillpylsur 220 G

2.998

1.698

lambasirloinsneiðar

HamborGarar

kr/kg áður 3.498 kr/kg

36 % afsláttur

kr/kg áður 1.998 kr/kg

Grill 10 x 90 G

ferskar

20%

afsláttur

198

kr/pk. áður 309 kr/pk.

1.198

999

kr/kg áður 1.498 kr/kg

bökunarkartöflur

kr/pk. áður 1.298 kr/pk.

eGGaldin

34%

í lausu

afsláttur

93

50 % afsláttur

kr/kg áður 185 kr/kg

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

245

kr/kg áður 369 kr/kg


5

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 9. júní 2011

HVÍTASUNNUDAGUR: LOKAÐ

ANNAR Í HVÍTASUNNU: OPIÐ FRÁ 13-18 croissant bake off

50 % afsláttur

m/skinku oG osti

99kr/stk. áður 199 kr/stk.

…í hverri Viku kryddað

25 % afsláttur

1.199

lambalærissneiðar bbq

Grænn - tilvalinn á Grillið!

afsláttur

1.599

kr/kg áður 1.598 kr/kg

20%

kúrbítur

kr/kg áður 1.989 kr/kg

229

34 % afsláttur

kr/kg áður 345 kr/kg

sHarwoods sósur

ýmsar teGundir

Sharw Balti Sharw Hoi-Sin Sharw Korma Sharw Madras Sharw Rogan Josh Sharw Saag Masala Sharw T.Masala Sharw Mango Chutney

349kr/stk. 349kr/stk. 349kr/stk. 349kr/stk. 349kr/stk. 349kr/stk. 349kr/stk. 398kr/stk.

249 kr/stk. 249 kr/stk. 249 kr/stk. 249 kr/stk. 249 kr/stk. 249 kr/stk. 249 kr/stk. 279 kr/stk.

Tilboðin gilda 9.-13. júní eða meðan birgðir endast

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

lambalæri


6

Miðvikudagurinn FIMMTudagurinn 9. 1. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR

Ritstjórnarpistill Víkurfrétta

vf.is

páll ketilsson, ritstjóri

Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Launadeilur koma okkur ekki upp úr kreppunni

Þ

að á ekki af forráðamönnum Icelandair að ganga nú í byrjun stærsta ferðasumars á Íslandi. Í kjölfar eldgoss mæta flugumferðarstjórar og síðan flugvirkjar með aðgerðir til að ná fram betri kjörum. Ekki skal dregið úr því að allir vilja fá betri kjör en samtök atvinnulífsins og launþega náðu lendingu um daginn þegar ASÍ og SA náðu samningum til 3 ára. Flestir voru með þá von í brjósti að þeir samningar væru tóninn eða leiðarvísir sem aðrir gætu fylgt. Þannig hefur það verið hjá mörgum í kjölfarið. Vonandi ná flugvirkjar og Icelandair að klára sín deilumál áður en til vandræða horfir.

Í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að hún sé afar viðkvæm fyrir svona truflunum og ímynd og orðspor Íslands sé í húfi. Í fréttum okkar að undanförnu hefur komið fram að 13 flugfélög muni nota Ísland sem áfangastað og það eitt tryggir gríðarlega mikilvæga og mikla starfsemi í og við Leifsstöð sem oft hefur verið nefnd sem stóriðja Suðurnesja. Nú þegar horfir til betri vegar og vonandi lok kreppu innan tíðar skulum við vona að það logi ekki allt í vinnudeilum á Íslandi. Það er ekki það sem við þurfum í dag. Skyldur beggja aðila, atvinnurekenda og launþega, eru sennilega meiri en nokkru sinni fyrr. Langvarandi deilur gera illt verra í uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi eftir kreppu.

Blómstrandi mannlíf og líflegar fréttir í allt sumar V

ið hjá Víkurfréttum höfum fengið mikil og góð viðbrögð við þeim breytingum sem gerðar voru á blaðinu um miðjan apríl þegar við stækkuðum brotið og komum þannig meira efni inn í blaðið og höfum á sama tíma tækifæri til að gera ákveðnum málefnum hærra undir höfði. Við hvetjum lesendur áfram til að standa með okkur vaktina og koma með ábendingar um blómstrandi mannlíf og líflegar fréttir sem geta átt heima í blaðinu okkar í sumar. Síminn er 421 0002 og póstfangið vf@vf.is.

Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.

Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 16. júní. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is

Ferskur íslenskur barnamatur ›› - beint úr Garðinum ›› Fyrirtækið skapar 3-4 störf á Suðurnesjum ATVINNULÍFIÐ

Í

HILMAR BRAGI BÁRÐARSON // hilmar@vf.is // beinn sími 421 0002 // GSM 898 2222

fyrsta skipti á Íslandi er nú fáanlegur ferskur íslenskur barnamatur í verslunum um allt land. Barnavagninn ehf hefur sett á markað vörulínu sem byggist á sex tegundum ferskra maukaðra ávaxta og íslensks grænmetis. Framleiðslan fer fram í Garðinum á Suðurnesjum og skapar að jafnaði vinnu fyrir 3-4 heimamenn.

Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri Barnavagnsins, segir í samtali við Víkurfréttir að hann hafi verið búinn að vera með þessa framleiðsluhugmynd lengi. Hann hafi hins vegar ekki haft það fjármagn sem þurfti til að framkvæma hugmyndina. Hann sagði að annað hvort hefði hann þurft að afskrifa hugmyndina eða leita út fyrir höfuðborgarsvæðið

Haukur Magnússon hjá Barnavagninum og Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri í Garði.

þar sem vantaði atvinnu og uppbyggingu. Haukur segist hafa byrjað á að ræða við Árna Sigfússon í Reykjanesbæ en eftir ákveðið ferli hafi fyrirtækið endað í Garðinum með aðkomu Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Haukur segir að Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri og bæjarfulltrúinn Gísli Heiðarsson eigi stóran þátt í því að fyrirtækið hefði hafið starfsemi í Garði. Verlsanir Bónus, Krónunnar, Hagkaups og Nóatúns selja vörurnar frá Barnavagninum sem er í eigu Ávaxtabílsfjölskyldunnar og Eignarhaldsfélags Suðurlands, en Ávaxtabíllinn hefur um árabil sérhæft sig í dreifingu á ávöxtum, hollum skyndibita og heitum mat til fyrirtækja. „Með þessu er brotið blað í sögu framboðs á barnamat á Íslandi, en hingað til hefur aðeins fengist innfluttur eða frosinn barnamatur sem seint getur talist ferskvara,“ segir Haukur Magnússon, stofnandi Ávaxtabílsins og Barnavagnsins. „Með þessu móti er ekki einungis verið að bjóða upp á nýjung í flóru íslenskrar matvælaframleiðslu, heldur einnig verið að styðja við atvinnulíf á Suðurnesjum og stuðla að uppbyggingu á mikilvægum tíma.“ Íslenskt hráefni er meginuppistað-

an í barnamatnum. Um er að ræða sex tegundir af barnamat; rófur, gulrætur, bananar og döðlur, gulrætur og rófur og kartöflur, sveskjur, epli. Verðið á hverja dós er 199 krónur í lágvöruverslunum. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði segir fyrirtækið skipta mjög miklu máli fyrir bæjarfélagið: „Það er bæði móralskt jákvætt fyrir okkur að hingað komi fyrirtæki úr öðrum geira og þjónustu en við erum vön og þó einhverjum finnist starfsmannafjöldinn lágur, þá jafnast þetta á við að 40 manna fyrirtæki hæfi starfsemi í Reykjavík. Við bindum miklar vonir við Barnavagninn og lítum á fyrirtækið sem eitt mikilvægra tækifæra til framtíðar hér á Suðunesjum. Við tökum eigendum fyrirtæk-

isins fagnandi og teljum að Garðurinn sé rétti staðurinn fyrir þetta fyrirtæki. Hér er rólegt og friðsælt. Hér er hreinlegt og það er í stíl við þessa vöru sem fyrirtækið framleiðir. Þetta er akkúrat staðurinn til að vera móðurstöð fyrir þennan barnamat,“ segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði. Haukur bætir við að Barnamaturinn – beint úr Garðinum færi ferska vinda frá Suðurnesjum og sé vonandi aðeins lognið á undan storminum.

Eðvarð Sigurjónsson: Ég ætla að reyna að fara í bæinn og vera með vinum mínum.

Sigríður Ásta Geirsdóttir: Það er lærdómur alla helgina því ég er að fara í próf.

Spurning vikunnar // Hvað á að gera um Hvítasunnuhelgina?

Sonja Ingibjörg Kristensen: „Ég ætla bara að vera heima og láta mér líða vel. Ég nenni ekki að keyra í þessari umferð.

Hákon Dagur Oddgeirsson: Ég ætla að vera heima með fjölskyldunni. Við erum það mörg að við komusts varla öll í bílinn.

Svandís Dagbjartsdóttir: Ég ætla í útilegu, en hvert, það er óákveðið. Ætli veðrið ráði ekki för.


7

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 9. júní 2011

Viðskiptavinir Spkef njóta sömu réttinda og aðrir hjá Landsbankanum A

ð gefnu tilefni vill Landsbankinn taka fram að þeir viðskiptavinir bankans sem áður voru í viðskiptum við Spkef, njóta sömu réttinda og aðrir þegar kemur að nýtingu þeirra leiða sem bankinn kynnti 26. maí til lækkunar skulda. Nýjar leiðir Landsbankans til að lækka skuldir einstaklinga snerta

með einhverjum hætti um 60.000 viðskiptavini en hafa veruleg áhrif á stöðu um það bil 30.000. Skuldir viðskiptavina bankans verða lækkaðar um upphæð sem nemur á bilinu 25 – 30 milljörðum króna. Leiðirnar eru þrjár, lækkun fasteignaskulda í 110% af fasteignamati, endurgreiðsla vaxta til skilvísra viðskiptavina og niður-

felling ýmissa annarra skulda sem eru umfram greiðslugetu miðað við greiðslumat. Landsbankinn hvetur þá viðskiptavini sem eru í greiðslu- og/eða

skuldavanda og nýverið eru byrjaðir í viðskiptum við bankann, til að hafa samband og kanna hvaða leiðir bankans henta þeim. Ekki þarf að sækja um 110% leið eða

endurgreiðslu vaxta, en sækja þarf um lækkun annarra skulda fyrir 15. júlí. Hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar á vef bankans, landsbankinn.is eða í næsta útibúi.

›› Viðskipti og atvinnulíf á Suðurnesjum:

ARKNES opnar að Ásbrú

B

jarni Marteinsson hefur starfrækt Arkitektastofu Suðurnesja í Reykjanesbæ um árabil. Upphafið að starfsemi stofunnar á Suðurnesjum var samkeppni um skipulag gamla bæjarins í Keflavík og götuhönnun en tillaga stofunnar hlaut 1. verðlaun og var unnin í áföngum næstu árin. Bjarni hefur nú komið sér fyrir með Arkitektastofu Suðurnesja, ARKNES, í fyrirtækjahótelinu Eldvörpum á Ásbrú, þar sem hann dustar nú rykið af gömlum og góðum hugmyndum sem hann hefur unnið að, m.a. í Reykjanesbæ. Í samtali við Víkurfréttir segir Bjarni að hann hafi mikið unnið í deiliskipulagi fyrir eldri hluta Keflavíkur og hefur verið lögð mikil vinna við hinar ýmsu tillögur skipulagsins. Hann segir að því miður hafi þessi vinna aldrei klárast nema að litlu leyti og væri full þörf á að endurskoða öll þau gögn og tillögur sem liggja fyrir á stofunni og víðar. Þar hefur Bjarni mestan áhuga á sjávarhlið Hafnargötunnar þar sem hann segir að ýmsar spennandi hugmyndir hafi

legið fyrir án endanlegrar niðurstöðu. „Þarna eru stórkostleg tækifæri ónotuð í bæjarfélaginu. Einnig er Vatnsnesið spennandi tækifæri og viðfangsefni,“ segir Bjarni. Hann segir einnig Heildarskipulag Grófarinnar varla á hreinu og gerði teiknistofan tillögu að íbúðasvæði við smábátahöfnina að beiðni áhugasamra verktaka. Þarna liggja verulegir framtíðarmöguleikar, að sögn Bjarna. Hann segir þá tíma sem við lifum í dag ekki rétta tímann til framtíðarbyggingardrauma en hugmyndir verði að vera fyrir hendi og oft verða þær frjóar í andstreymi tímans, þegar menn komast niður á jörðina. Hann segir það ósk sína að við opnun stofunnar á Ásbrú sé unnt að dusta rykið af gömlum hugmyndum sem skapast hafa í gegnum tíðina og koma þeim að einhverju leyti í lögbundið deiliskipulag áður en um seinan verður. ARKNES er að Flugvallarbraut 752 að Ásbrú, síminn er 896 5506 og póstfangið arknes@mmedia. is.

Stigar og tröppur til allra verka Álstigi 12 þrep 3.67 m

6.990

Álstigi 3x8 þrep 2.27-5.05 m

16.990

Álstigi/trappa 2x11 þrep 3.11-5.34 m

Áltrappa 5 þrep

5.990

15.990

Ath. margar stærðir

Áltrappa 4 þrep

4.990

Ath. margar stærðir

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM. Komdu í heimsókn og taktu þátt í leiknum. Tvö 20.000,- kr. gjafakort í verðlaun, dregið 17. júní.

Multi-Function trappa

11.990

Opið frá kl. 10:00 - 18:00 virka daga og frá kl. 10:00 14:00 laugardaga. Njarðvíkurbraut 9 Sími: 421 1052 - 823 4228

Fuglavík 18, Reykjanesbæ Opið mán. - fös. kl. 8-18

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


8

FIMMTudagurinn 9. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR

›› Brynja Bjarnadóttir er tvítug einstæð móðir í Reykjanesbæ:

Brunar í gegnum námið í þremur skólum samtímis ›› Lauk 33 einingum í vor og 27 síðasta haust ›› Klárar í sumar

„Ég á lítinn strák og missti töluvert úr skóla eftir að ég eignaðist hann því ég tók mér frí í eitt og hálft ár. Þegar að ég byrja svo aftur þá ákveð ég að gera þetta bara af fullum krafti. Ég byrjaði í dagskólanum í FS og skráði mig í sumarskóla í Fjölbraut í Breiðholti auk þess að vera í fjarnámi í Verzló. Mér gekk vel í þessu og sá að þetta var vel hægt. Síðustu tvær annir hef ég verið að taka fjarnám í FÁ og Verzló samhliða dagskóla. Á síðustu haustönn tók ég 27 einingar og núna á vorönn lauk ég 33 einingum og er að klára núna í sumar.“ segir Brynja Bjarnadóttir 20 ára einstæð móðir úr Reykjanesbæ. VIÐTAL OG MYND: EYÞÓR SÆMUNDSSON blaðamaður // eythor@vf.is // beinn sími 421 0004 Hún hóf upphaflega framhaldsskólagöngu sína í FS haustið 2006. „Á 4. önn verð ég ólétt, 17 ára gömul. Ég ákveð að taka mér pásu frá skóla auk þess að taka mér frí frá fótboltanum en ég stundaði fótbolta af miklu kappi með m.fl. Keflavíkur. Jökull sonur minn fæðist svo í nóvember 2008 og í fæðingarorlofinu tók ég tvo áfanga í dagskóla FS. Þar þótti mér sveigjanleikinn góður þar sem ég fékk frjálsa mætingu og kennararnir mjög umburðarlyndir.“ Krefst mjög mikils sjálfsaga „Þetta krefst mjög mikils sjálfsaga og skipulags númer 1, 2 og 3. Mörgum fannst þetta fullmikil fljótfærni í mér að vera að klára þetta á svona skömmum tíma og höfðu í raun ekki trú á að þetta

væri mögulegt en ég sýndi fram á það að þetta er vel hægt. Ég átti mér alveg félagslíf, hitti vinkonurnar og eyddi tíma með syni mínum og allt sem mig langaði til að gera en þegar tími gafst þá nýtti ég hann til hins ýtrasta. „Ég eyði góðum tíma á bókasafni Reykjanesbæjar þar sem er gott andrúmsloft og frábært starfsfólk. Mér finnst gott að læra á bókasafninu og get einbeitt mér vel“. Brynja hefur einnig verið í knattspyrnu og árið 2009 gat hún loks byrjað aftur í fótboltanum. „Ég hafði saknað félagsskaparins mjög og tók Jökul stundum með mér á æfingar þegar ég hafði ekki pössun. Þá áttu sumar stelpnanna í liðinu við meiðsli að stríða og horfðu á æfingar og litu eftir Jökli fyrir mig á meðan.“

„Haustið 2009 hóf ég nám í förðunarfræði í Snyrtiakademíunni. Það nám þótti mér mjög skemmtilegt. Ég útskrifaðist svo sem förðunarfræðingur um jólin það ár. Vorið 2010, eftir rúmlega eins og hálfs árs pásu frá framhaldsskóla byrjaði ég aftur. Fyrsta önnin var fremur róleg. Í febrúar það ár sleit ég liðband á hægra hné en áður hafði ég slitið krossband á sama hné og var mér ráðlagt að byrja ekki aftur. Þar sem sumarið var búið í fótboltanum ákvað ég að nýta samt tímann vel. Ég skráði mig í sumarskóla FB og fjarnám í Verzlunarskóla Íslands. Þarna uppgötvaði ég frábæran möguleika.“ Haustið 2010 var Brynja komin í fullt nám í dagskóla og auk þess tók hún nokkra áfanga í fjarnámi FÁ. „Það gekk vel og þá önn lauk ég 26

einingum. Fyrst ég gat þetta skráði ég mig í þrjá skóla síðastliðna vorönn. Þá var ég í fullu námi í dagskóla FS ásamt fjarnámi í Verzló og FÁ. Þá önn lauk ég 33 einingum, ég er ótrúlega ánægð með þann árangur,“ segir Brynja stolt. Menntun skiptir miklu máli Af hverju ákvaðstu að fara þessa leið og taka þetta á þessum hraða? „Mér finnst menntun skipta miklu máli í samfélaginu í dag og eykur alla atvinnumöguleika í þessu ástandi sem við búum við í dag. Svo langaði mig bara að drífa í þessu og hefja nám í háskóla, það er aðalmálið. Það er erfitt að vera

í fjölbrautakerfinu þar sem ekkert er lánshæft og ekki sama aðstoð og þegar maður er komin í háskóla. Hefði ég tekið þetta á eðlilegum hraða hefði þetta kannski verið mun erfiðara fjárhagslega séð. Ég ákvað því að gera þetta svona og sé svo sannarlega ekki eftir því.“ Brynja býr uppi á Ásbrú ásamt Jökli syni sínum og hún vinnur aðra hverja helgi í lækningalindinni í Bláa lóninu en hún segist fá mikla hjálp frá foreldrum og fólki í kringum Jökul, hún segist vera mjög heppin að því leyti. Verður þú var við það að stelpur á þínum aldri sem eignast börn hætti í námi?

›› FRÉTTIR ‹‹

STFS semur við ríkið fyrir HSS - öll stjórnin endurkjörin

S

tarfsmannafélag Suðurnesja hefur skrifað undir samning við ríkið vegna félagsmanna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samningurinn gildir til 31. mars 2014 og er á svipuðum nótum og aðrir ríkissamningar sem gerðir hafa verið undanfarið. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum í fundarsal HSS þriðjudaginn 14. júní kl. 15.30 og að kynningu lokinni verður greitt um hann atkvæði. Öll stjórn Starfsmannafélagsins var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var á mánudagskvöldið. Við það tækifæri tilkynnti Ragnar Örn Pétursson að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta sem formaður félagsins en að því loknu hefur hann setið í stól formanns í 14 ár eða frá árinu 1999. Félagið á nú í samningaviðræðum hjá Sáttasemjara við Samband sveitarfélaga og eins standa yfir samningafundir við HS orku og HS veitur fyrir félagsmenn STFS. Þá er gert ráð fyrir að samningaviðræður vegna félagsmanna hjá SBK hefjist öðru hvoru megin við helgina.

Auglýsingadeild í síma 421 0001 Fréttadeild í síma 421 0002 Afgreiðsla í síma 421 0000

vf.is • m.vf.is • kylfingur.is

Litskrúðug skrúðganga Grindvíkinga á föstudagskvöldinu.

S

Grill og Kaldi í appelsínugula hverfinu. Video frá þessari veislu væntanlegt á vf.is

Fjörugur Sjóarinn síkáti

jóarinn síkáti er stærsta sjómannahátíðin sem haldin er á Íslandi á hverju ári og fer hátíðin stækkandi með hverju árinu. Nú tóku þúsundir þátt í margra daga hátíðarhöldum þar sem stærstu hátíðardagarnir voru á laugardag og sunnudag. Dagskrá Sjóarans síkáta er fjölbreytt og ætluð öllum aldurshópum. Meðfylgjandi myndir voru teknar á hátíðinni en fleiri myndir eru væntanlegar á vef Víkurfrétta, vf.is. Græna hverfið var mest skreytt.

Frá heiðruninni á sjómannadaginn. Lengst frá vinstri: Viðar Geirsson frá Sjómanna- og vélstjórafélaginu í Grindavík, Íris Ólafsdóttir, Ólafur Ágústsson heiðurshafi, Ágústa Ólafsdóttir, Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson heiðurshafi, Jenný Jónsdóttir, Reynir Jóhannsson heiðurshafi og Kristinn Benediktsson ritstjóri Sjómannadagsblaðsins.


9

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 9. júní 2011

„Það getur verið frekar algengt að þær sjái ekki mikla möguleika í stöðunni þegar þær eru komnar með barn og ekki mikill tími til að sinna öðru. Mér finnst reyndar kerfið í dag orðið svo gott hvað námið varðar. Þú getur deilt þessu niður á nokkra skóla og oft er einmitt mikill sveigjanleiki þegar að maður tekur dagskóla. Þá taka kennarar tillit til þess að maður kemst kannski ekki í alla tíma ef maður þarf að sinna veiku barni eða slíkt.“ Brynja segist ekki hafa haft neinar sérstakar áætlanir áður en hún varð ólétt. Hún segir hins vegar að hlutirnir hafi breyst til betri vegar enda varð hún að gjöra svo vel og fullorðnast og sýna smá ábyrgð og að mennta sig. „Ég fór virkilega að hugsa um að ég þyrfti að geta veitt syni mínum allt það sem hann á skilið og ég hugsaði mikið um framtíð okkar beggja, mér fannst menntun spila stórt hlutverk í þessum áformum.“ Formleg útskrift verður ekki fyrr en næsta haust en ég fæ að byrja í háskóla í haust. Ég mun verða samferða mörgum jafnöldrum mínum í háskólanám sem tekið hafa sér frí eftir útskrift. Ég er bæði búin að sækja um í Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands. Ég er ekki alveg ákveðin í hvað ég ætla mér en sótti um í hjúkrunarfræði. Brynja hvetur alla sem hafa af einhverri ástæðu misst úr skóla eða þá sem treysta sér til að ljúka framhaldsskólanámi á styttri tíma að kynna sér möguleikann á að stytta námið, það sé vel hægt ef viljinn er fyrir hendi.

a l ó k s s n a d t s i L g Vorsýnin s w e r d n A í r a j æ b Reykjnes B

ryndís Einarsdóttir danskennari er að gera frábæra hluti í dansskólanum sínum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Listdansskóli Reykjanesbæjar, BRYN ballett akademían hélt vorsýningu sína í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú nýverið. Þar sýndu nemendur við dansskólann afrakstur af námi sínu í vetur. Sölvi Logason, ljósmyndari Víkurfrétta, var á vorsýningunni og tók meðfylgjandi myndir. Fleiri myndir eru væntanlegar í myndasafnið á vf.is.

VEGLEG VERKFÆRI

í Múrbúðinni

Verkfærasett 33 hlutir

1.495 kr.

NOVA 18V Rafhlöðuborvél 2 hraðar

4.990 kr.

pelsínugula rá þessari gt á vf.is

káti

NOVA TWISTER 4,8V Skrúfvél og skrúfbitar

1.790 kr.

erju ári og fer a daga hátíðdag. Dagskrá myndir voru .

skreytt.

Verkfærasett 5 hlutir

395 kr. DURATOOL Rafhlöðuborvél 18V

Koddaslagurinn var fjörugur og skemmtilegur að vanda.

2.990 kr. Black&Decker háþrýstidæla 110 bar

13.900 kr. 1400W 360 min/lit/klst Þolir 50C heitt vatn 5 metra barki Sápubox

Fuglavík 18, Reykjanesbæ Opið mán. - fös. kl. 8-18 Rauða hverfið vann fótboltamót lituðu hverfanna.

Flísasög 800w, sagar 52 cm

19.900 kr. – Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


10

FÉLAGIÐ MITT • HESTAMANNAFÉLAGIÐ MÁNI

›› Hestamannafélagið Máni

FIMMTudagurinn 9. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR

Sjötta stærsta hestamannafélag landsins

H

estamannafélagið Máni var stofnað 6. des. 1965, stofnfélagar voru 40. Í dag eru félagsmenn um 520 og aðstaða félagsins með þeim betri á landinu og félagsstarfið mikið og fjölbreytt. Hestamannafél. Máni hefur hlotið æskulýðsbikar LH 2 sinnum, fyrst 2001 og svo árið 2007. Við tókum G. Snorra Ólason formann félagsins tali og fræddumst um starfsemi félagsins.

Byrjaði 6 ára í hestum Snorri byrjaði sjálfur í hestamennsku í kringum 6 ára aldurinn í sveitinni hjá ömmu og afa og hérna á svæðinu en þá voru hesthúsasvæðin ansi dreifð. „Það voru t.d. kofar um Keflavík og Njarðvíkurnar og Turner-svæðið. Einnig í braggahverfinu þar sem Heiðarbólið er núna og fyrir ofan Háaleiti og hingað og þangað. Í kringum 1974-5 var byrjað að skipuleggja hesthúsahverfi við beitaraðstöðuna og í raun ræktaði félagið upp alla þessa beitaraðstöðu við Mánagrund, áður voru þetta bara melar og móar. Í dag tel ég þetta vera eitt flottasta hesthúsahverfi landsins og eitt það best skipulagða að mínu mati. Hesthúsin sjálf og aðstaðan eru rýmri en víða annars staðar og félagið á glæsilega reiðhöll og félagsheimili auk þess sem starfræktur er reiðskóli á Mánagrund yfir sumarið. 520 félagsmenn í Mána Félagsmenn eru um 520 og telur Snorri það vera sjötta stærsta félagið á landinu. Félagsstarf er mikið og fjölbreytt og þá aðallega á veturna. Fólk á það til að færa sig um set á sumrin, margir eiga sum-

VÍKURFRÉTTIR KYNNA FÉLÖG Á SUÐURNESJUM HESTAMANNAFÉLAGIÐ MÁNI

arhús og eru úti á landi með hrossin sín yfir sumartímann. Við erum eitt af fáum félögum í þéttbýli sem er með beitaraðstöðu hálft árið og því er fjöldi félagsmanna sem heldur kyrru fyrir hér árið um kring.

Hestur frá 200.000 kr. Er dýrt að vera í hestamennsku? Já þetta getur verið það, en það er líka hægt að hafa þetta frekar hagstætt. Þú getur keypt þér þokkalegan hest á bilinu 200 þúsund og upp í nokkrar milljónir, hnakkur kostar frá 100-500 þúsund. Fólk á yfirleitt sinn eigin hest og margar fjölskyldur eiga nokkra hesta. Svo er hægt að leigja sér pláss, það kostar u.þ.b. 20 þúsund á mánuði með öllu. Stofnkostnaðurinn er kannski talsverður eins og í öðrum íþróttum eins og t.d. golfi eða skíðaiðkun. Oft hefur því verið haldið fram að kostnaður við að eiga hest sé svipaður og að reykja einn pakka af tóbaki á dag. Hvað er heillandi við hestamennskuna? Það er auðvitað útiveran og umgengnin við skepnurnar. Svo er þetta náttúrulega íþrótt og mikil keppni. Ég keppti mikið á mínum yngri árum og börnin mín gera það núna. Einnig er ég mikið að dæma. Þetta sameinar svo margt og er mikið fjölskyldusport. Þetta býður upp á svo mikið, ferðalagasport, félagslífið er gott. Svo er þetta auðvitað atvinnustarfsemi líka. Hér á svæðinu eru stórir og miklir ræktunarmenn sem eru að gera það mjög gott á landsvísu. „Við leggjum mikla áherslu á æskulýðsstarf hjá Mána og stór hópur af ungum knöpum sem keppir reglulega á landsvísu eru mjög efnileg. Við reynum að styðja mikið við

Snorri Ólason formaður Mána ásamt eiginkonu sinni, Hrönn Ásmundsdóttur. bakið á þessum krökkum og þjálfunaraðstaða er með besta móti. Yfirleitt koma ungir krakkar inn í íþróttina í gegnum foreldra sína en við rekum einnig reiðskóla á sumrin þar sem fólk getur kynnst hestamennskunni á ódýran hátt. Það eru nokkur dæmi um það að barnið hafi byrjað á námskeiði hjá okkur og svo í framhaldinu dregið alla fjölskylduna með.“ Afreksknapar Félagið á nokkra afreksknapa, sérstaklega í yngri flokkunum. „Við höfum m.a. annars átt knapa á heimsmeistaramótinu sem er nú útskrifuð frá Háskólanum á Hólum sem reiðkennari og er margfaldur Íslandsmeistari en hún heitir Camilla Petra Sigurðardóttir. Erlendis er gríðarlegur áhugi á íslenska hestinum, sérstaklega í Norður-Evrópu og Ameríku. Erlendis eru 200 þúsund íslenskir hestar á meðan hérlendis eru 70 þúsund og heimsmeistaramót íslenska hestsins orðið mikið og alþjóðlegt mót. Í Þýskalandi og á Norðurlöndunum eru gríðarlegir peningar í íslenska hestinum. Snorri telur hestamennsku alls ekki fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum

en þó sé hún að aukast og hefur RÚV t.d. verið að standa sig mjög vel. Það eru mót að jafnaði hverja einustu helgi frá því um áramót og fram í september en þetta er íþrótt sem fær ekki nægilega mikla athygli þó svo að Landsamband Hestamannafélaga sé þriðja stærsta íþróttasambandið innan ÍSÍ. Það er töluvert mikið um það núorðið að fólk sé eingöngu að stunda hestamennsku á sumrin. Þetta fólk á ekki hesta en fer jafnan í útreiðartúra með hestaleigufyrirtækjum. Þetta er fólk sem vill kannski ekki binda sig of mikið en vill stunda þetta á sumrin. Hjá Íshestum í Hafnarfirði er t.d. hægt að koma nokkrum sinnum í viku og leigja jafnvel sama hestinn (hestur í fóstur?). Áfengið heyrir sögunni til Snorri segir það heyra fortíðinni til að áfengi sé haft um hönd á hestbaki. „Þetta er ekkert orðið miðað við hvernig þetta var og það er undantekning ef að það sést vín á fólki á hestbaki. Fólk fær sér að sjálfsögðu í útreiðartúrum og slíkt, rétt eins og fólk gerir í veiðiferðum eða í golfskálanum. Menn ríða út yfir daginn og fá sér svo kannski

einn tvo bjóra í bústaðnum á kvöldin, en það er af sem áður var. Verða menn helteknir af þessu, verður þetta della? Já, það verða mjög margir gjörsamlega helteknir af þessu. Það fer mikill tími í þetta hjá mörgum en fólk getur svo sem haft sína hentisemi í þessu en hjá mjög mörgum verða menn helteknir af þessu og mestur frítíminn fer í þetta. Hjá mér er það soldið þannig, við erum öll fjölskyldan í þessu og okkar frítími fer að mestu leyti í hestamennsku. Foreldrar mínir voru í þessu og afi minn og frændi, þannig að fjölskyldutengslin eru mikil í þessu, enda mikið fjölskyldusport. Fyrir byrjendur myndi Snorri mæla með því að fara fyrst í reiðskólann hjá þeim sem hefst núna í þessari viku og stendur fram að verslunarmannahelgi. Eina sem þarf að gera er að mæta í viðeigandi góðum fatnaði. Allt annað er skaffað á staðnum, hestur, hjálmur og allt tilheyrandi. Bæði er hægt að fara á fullorðins- og barnanámskeið en upplýsingar og skráning eru hjá Sigurlaugu Önnu í síma 891-8757. eythor@vf.is

Framtíðarmöguleikar í líkamsræktarbransanum Rekstur líkamsræktarinnar í Grindavík (Orkubúið-heilsurækt) er til sölu. Fæst gegn yfirtöku á mjög hagstæðu láni. Tilvalið tækifæri fyrir þá fjölmörgu íþróttafræðinga og einkaþjálfara sem Keilir/IAK hefur verið að útskrifa á undanförnum árum. Í Grindavík búa um 2.800 manns og hafa mjög margir áhuga á líkamsrækt hvers konar og hefur þátttaka í almenningsíþróttum aukist til muna á síðustu þremur til fjórum árum. Grindavík er íþróttabær og eru hér miklir möguleikar fyrir fólk með ferskar hugmyndir. Til greina kemur að selja tækjakost stöðvarinnar í heild sinni ef viðunandi tilboð fæst. Allar nánari upplýsingar veitir Óskar Mikaelsson hjá Fyrirtækjasölunni í síma 520 3500.

Kristinn Helgi Jónsson

Kristinn Helgi

H

luti af nafni grunnskólanema vikunnar féll niður í blaðinu í síðustu viku. Neminn heitir Kristinn Helgi Jónsson en í blaðinu var hann sagður heita Helgi Jónsson. Er beðist velvirðingar á þessu.


11

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 9. júní 2011

SUÐURNESJA Úðum m.a. gegn:

Lirfum og lús í trjágróðri, roðamaur, kóngulóm, illgresi úr grasflötum (fíflum) og lús á grenitrjám.

Tónlistarsprotum plantað á Ásbrú Þ

róunarfélag Keflavíkurflugvallar bauð tónlistarfólki og þeim sem vinna með tónlistarmönnum til svokallaðrar hugmyndasmiðju á Ásbrú í Reykjanesbæ um sl. helgi. Markmiðið með deginum var að stefna saman tónlistarfólki og fólki innan tónlistarbransans sem VÍKURFRÉTTIR rætur á að rekja til Suðurnesja, efla tengslin þess á milli, kynna tæki-

2

færin sem finnast á Ásbrú og skapa hugmyndir um tónlistartengda starfsemi og viðburði. Vonir standa til þess að einhverjir þátttakendur muni hafa hug á að halda áfram með einhverjar af þeim hugmyndum sem fram komu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á kynningu hópsins í Eldey, sem er frumkvöðlasetur á Ásbrú.

Upplýsingar í símum: 822 3577, 699 5571 og 421 5571 eða á netfangið bvikingur@visir.is

Björn

Elín

SELTJÖRN ER OPIN

Fimmtudagurinn 14. apríl 2011

SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009

Allir velkomnir Kveðja, Óli, s. 893 7194

NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS Til leigu 70m2 íbúð í Innri Njarð­ vík. Leigan er 70 þús kr. Innifalið í leigu er rafmagn og hiti. Uppl. í síma 863-4808.

TIL LEIGU

Orlofsíbúðir Akureyri. Höfum til leigu notalegar íbúðir í miðbænum. Sjá gistingamaro.is sími: 461-5403 Til leigu 100 m og 280 m atvinnuhúsnæði við Víkurbraut, hagstætt leiguverð. Skammtímaleiga möguleg. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. 2

2

3ja herb. íbúð á Suðurgötu 42 85 þús. á mán. með rafm. og hita laus strax. Uppl. í s: 898-2181. 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með palli í Vogum. Frá 15. júní nk. Leiga 70.000 með hita og rafmagni. Uppl. í síma 663 0084/8465138. Til leigu 180m 2 einbýlishús með 40m2 bílskúr og 100m2 palli. Húsið er staðsett í botngötu í Innri Njarðvík í göngufæri við skóla og leikskóla. Leigist frá og með 1. ágúst. Langtímaleiga. Upplýsingar í síma: 661 7708. 3ja herbergja, 87m2, íbúð til leigu í Beykidal á neðri hæð. Ísskápur og uppþvottavél fylgja. Leiga 90.000 kr. án rafmagns og hita. Íbúðin getur verið laus strax. Upplýsingar í síma 869-9681. Góð skrifstofuherbergi með sameiginlegri fundaraðstöðu til leigu við Iðavelli 3. Upplýsingar í síma 860 3838. Þriggja herb. íbúð í Keflavík til leigu frá 15. júní. Upplýs. í s. 846 3083 og s. 845 9436. 3ja herbergja íbúð við Heiðar­ skóla laus 15. júní nk. leiga pr. mánuð 80 þúsund með rafmagni og hita. Ásama stað er þurrkari til sölu. Uppl. í síma 8649115. Stórt herbergi með sér baðher­ bergi, eldhúskrók og interneti í Keflavík, nánari upplýsingar í s: 849 4779.

Víkurbraut Grindavík Snyrtileg 3ja herb. íbúð í Grindavík. Verð 115.000, hiti og rafmagn innifalið. Trygging/ábyrgð. Linda, 772-0881.

ÓSKAST 2ja ­3ja herbergja íbúð í Sand­ gerði. Upplýsingar í síma 772 1129. Reyklaus hjón leita eftir íbúð til langtímaleigu undir 70.000. Upplýsingar í síma 695-9739 eða 697-9478.

Kirkjur og samkomur: Hvítasunnudagur kl. 11:00 messa í Grindavíkurkirkju og kl. 14:00 í Víðihlíð Allir velkomnir, sr. Elínborg Gísladóttir

ÝMISLEGT Búslóðaf lutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi. Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.

ÖKUKENNSLA ÖKUKENNSLA ­ AKSTURSMAT Ökukennsla til almennra ökuréttinda. Nánari upplýsingar um verð og námstilhögun er á: www.aka. blog.is Skarphéðinn Jónasson löggiltur ökukennari s. 456 3170 og 777 9464.

HEILSA Meiri orka – Betri líðan! H3O Pro Isotonic drykkurinn, ShapeWorks & flr. góðar vörur Ásdís og Jónas Herbalife dreifingaraðilar S: 843-0656 (Á), 864-2634 (J) og 421-4656 Tölvupóstur: asdisjul@internet.is Heimasíða/netverslun: http:// www.betriheilsa.is/aj

Geymið auglýsinguna

GARÐAÚÐUN

Túnþökusala OddsTeins Erum mEð til sölu gæða túnþökur, fótboltagras, gólfvallagras, holtagróður, lyng og gras á opin svæði. margra ára rEynsla. sími: 663-6666/663-7666

Hvít Víðbláinn. Nuddmeðferðir, heilun og miðlun. Tímapantanir í síma 861 2004. Reynir Katrínarson, nuddmeistari.

Tökum að okkur allar almennar hreingerningar og ræstingar. Einnig bónvinnu,teppahreinsun og fluttningsþrif. Stórhreingerningar og reglubundnar ræstingar fyrir stofnanir og fyritæki.

www.vf.IS

Upplýsingar 849 9600 og 895 4990 www.stjornuthrif.com

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 9. júní - 15. júní. nk.

• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi • dans- boltaleikfimi • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán

Léttur föstudagur á Nesvöllum 10. júní 2011. Kaffihúsið opið. Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/

Opið mánudaga kl. 09 - 14 Þriðjudaga til föstudaga kl. 09 - 18 ki að panta Herrar þurfa ek ngu. kl r tíma fyri ippi

ATVINNA

Mamma Mía í Grindavík vantar starfsfólk Vantar starfsmann í helgarstarf, aðra hverja helgi. Unnið er frá 10:00 - 21:00. Vantar starfsmann í 2-2-3 vaktarplan, unnið frá 17:00 - 22:00, 12:00 - 22:00 um helgar. Unnið er við afgreiðslu í sal og fleira. Vantar pizzubakara í 2-2-3 vaktarplan. Unnið er frá 17:00-22:00 og 12:00-22:00 um helgar! Hægt er að hafa samband við Þorstein í síma 663 1678 eða mammamia@mammamia.is

ATVINNA Óska eftir að ráða kranamenn á byggingarkrana og verkamenn vana byggingarvinnu. Áhugasamir sendið upplýsingar um aldur og reynslu á netfangið: stakka@simnet.is


12

FIMMTudagurinn 9. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR

ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGSKRÁ Barnatennur og næring Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar

kl. 12:30 Guðþjónusta í Ytri Njarðvíkurkirkju, séra Baldur Rafn Sigurðsson. Boðið er upp strætó frá kirkjunni að Skátaheimilinu við Hringbraut eftir guðþjónustu. kl. 13:20 Skrúðganga undir stjórn Skáta leggur af stað frá Skátaheimilinu á Hringbraut. Lúðrasveit tónlistarskóla Reykjanesbæjar leiðir gönguna. Skrúðgarður kl. 14:00-17:30 Hátíðardagskrá Þjóðfáninn dreginn að húni: Gunnar Sveinsson Þjóðsöngurinn: Karlakór Keflavíkur Setning: Forseti bæjarstjórnar, Gunnar Þórarinsson Ávarp fjallkonu: Berglind Gréta Kristjánsdóttir Ræða dagsins: Kári Rúnarsson Skemmtidagskrá Fjóla Solla stirða Leikfélag Keflavíkur Töframaður Maxímús Músíkús Brynballett Pollapönk Valdimar Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Kaffisala. kl. 14:30 Kaffisala Kvenfélags Keflavíkur í Hvammi við Suðurgötu. kl. 14:30 Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í Myllubakkaskóla. Söfn og sýningar kl. 13:00 - 17:00 Duushús, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar Listasafn: Sýningin Eitthvað í þá áttina Bátasafn: Bátafloti Gríms Karlssonar. Ný bátalíkön. Byggðasafn: Sýningin Völlurinn. kl. 13:00 - 17:00 Húsið Njarðvík við Innri-Njarðvíkurkirkju. kl. 13:00 - 17:00 Stekkjarkot í Innri Njarðvík kl. 11:00 - 18:00 Víkingaheimar Alls staðar ókeypis aðgangur í tilefni dagsins.

Rætur tanna eru meðal þess sem við fengum í vöggugjöf og mjög mikilvægt að ungbörn drekki brjóstamjólk eins lengi og hægt er. Rannsóknir sýna að börn sem fá brjóstamjólk í lengri tíma en eitt ár standa sig betur í námi og þroskast betur líkamlega en börn sem fá brjóstamjólk í skemmri tíma. Barnamauk eða sérvalinn matur er ekki nauðsynlegur fyrsta árið. Þess verður að gæta að gefa börnum ekki of stóra bita því næringarefni með hýði geta staðið í þeim. Í þessu samhengi er sérlega mikilvægt að nefna að ungbörn eiga alls ekki að borða pylsur með görn. Annað sem ætti að forðast á fyrstu tveimur aldursárunum eru belgjurtir, djúpsteiktur matur og brauðskorpa. Að öðru leyti ættu eins árs börn að taka þátt í matartímanum með fjölskyldunni og borða mat þar sem ferlið við að læra að tyggja og bíta er nauðsynlegt til að þroska kjálka og góm. Séu börn mötuð lengi með næringu á borð við mauk og smábarnagrauta eða látin sjúga mikið fingur eða pela getur það skemmt tennur og stöðu þeirra í munni. Myndun tannglerungs á tannkrónum fullorðinstanna á sér stað frá blautu barnsbeini. Á þeim tíma er sérstaklega mikilvægt að börn fái nóg af kalsíum, fosfór og D-vítamíni. Þessi næringarefni hafa mikil áhrif á myndun og samsetningu tannglerungs. Börn fá öll þessi nauðsynlegu efni úr ferskum ávöxtum, grænmeti, heilhveitivörum,

mjólk, kjöti og fiski. Börn þurfa líka að drekka nóg. Börn upp að 10 ára aldri þurfa að drekka einn til tvo lítra af vökva á dag en meira ef þau hreyfa sig mikið eða hlýtt er í veðri. Við þorsta er best að fá sér hreint bergvatn en sýruríka drykki eins og ávaxtate og djús ætti ekki að drekka mjög oft. Þarmarnir eru ekki fullþroskaðir fyrr en á tíunda aldursári. Drykkja mjólkur er ekki æskileg því mörg börn fá magaverk, niðurgang eða uppköst þegar þau drekka mikla mjólk. Drykki sem innihalda sykur eða sýru, svo sem gos, djús og íste, ætti að forðast. Aðeins eldri unglingar ættu að hafa aðgang að koffínríkum drykkjum. Melting hefst í munninum, þar sem tennurnar mylja næringu, munnvatnið þynnir hana og skipting kolvetna fer af stað. Í gegnum vélinda kemst næringin í magann en þar geymist hún þangað til að hún fer í skeifugörnina í litlum bitum, sem eru minni en þrír millimetrar. Það skiptir litlu máli hvort við borðum brauð, spagettí eða ávexti, nánast öll kolvetni breytast í glúkósa. Hvítur sykur fer hins vegar óbreyttur í gegnum munn, háls og maga og endar í mjógörninni þar sem brissafi úr briskirtli og slímhúð þarma skiptir glúkósahlutunum. Glúkósi fer út í blóðið í gegnum slímhúð þarmanna. Því meira sem er af honum í blóðinu, því meira insúlín framleiðir briskirtillinn. Þannig kemst „eldsneyti“ úr blóðinu í frumuvefi þar sem það verður geymt. Þrátt fyrir það geta lifur og magi bara geymt ákveðið magn af glúkósa, afgangurinn endar sem „spik á mjöðmum“ eins og hvert

orkugefandi næringarefni. Hér byrjar í rauninni glíman við offitu sem hefur verið vandamál margra á síðustu 15 árum. Segja má að offita sé 15% genatengd, 25% megi rekja til sorgar og ótta og 60% til álags og streitu. Í stað þess að láta neikvæð orð falla um „þau feitu“ væri ráðlegt að styðja þétt við bakið á þeim einstaklingum sem eiga við offituvandamál að stríða og aðstoða þá við að búa til dagsáætlun allrar fjölskyldunnar í átt að bættri næringu, heilsu og vellíðan. Gott er að slík áætlun byrji á sameiginlegum morgunverði og næringarríkum hádegismat allra fjölskyldumeðlima hvort sem þeir eru í vinnu eða í skóla. Á kvöldin ættu svo máltíðir að vera léttar á borð við súpu eða salat. Holl næring og dagleg samvera fjölskyldumeðlima krefst að sjálfsögðu góðrar skipulagningar í krefjandi hraða samfélags sem er stöðugt að taka breytingum og gerir sífellt auknar kröfur til einstaklinga. Lifrin er geymsla vítamína og hennar hlutverk er að deila út ákveðnum vítamínum sem dreifa flutningshormónum. Of mikið magn vítamína, sérstaklega of mikil inntaka E-vítamíns, getur haft mjög slæm áhrif á lifrina. Lifrin er stærsti meltingarkirtill líkamans og framleiðir allt að 600-1200 millilítra af gallsafa á dag. Hún er einnig mikilvægasta líffærið í lækkun efnaskipta þekktra og óþekktra efna. Hún sér um lífsnauðsynleg prótein og stillir af ónæmiskerfi og hormón. Án lifrar myndi maðurinn aðeins lifa í nokkrar klukkustundir. Birgitta Jónsdóttir Klasen - opnar heilsumiðstöð bráðlega.

Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar „Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn“. Í hinu þekkta ljóði Ólínu Andrésdóttur kveður s k á l d kon an u m sæmdina að eiga sægarpa sem ekkert hræðast og sækja björg í bú með sjósókn í öllum veðrum. Í gegnum síðustu aldir hefur sjávarútvegur vaxið og orðið á síðustu öld okkar mikilvægasta atvinnugrein. Það verður hann líka á 21. öldinni þó það kveði við annan og verri tón í umræðu nöfnu skáldkonunnar og skoðanasystkina hennar í Samfylkingu og VG. Það er sérkennilegt að umræða á Alþingi síðustu daga fyrir sjómannadagshelgina skuli snúast um hvernig stjórnarflokkarnir vilji breyta atvinnugreininni með þeim hætti að færa vinnu frá þeim sem nú stunda sjóinn til einhverra annarra. Þó vissulega megi laga ýmislegt í núverandi kerfi er eitt það vitlausasta sem við gerum að kollvarpa atvinnugreininni sem mun verða einna happadrýgst við að hjálpa okkur upp úr hjólförum kreppunnar. Það hefur - því miður – verið megin birtingarmynd umræðunnar um atvinnulífið eftir hrun að agnúast og öfundast út í allt og alla. Heift tortryggni og reiði hefur stjórnað umræðunni. Jafnvel heilu stjórnmála-

flokkanna. Við verðum að snúa af þessari braut. Hún mun á endanum skila okkur engu öðru en löskuðu samfélagi sem er minna megnugt um að byggja upp nýtt réttlátara samfélag og öflugt atvinnulíf. Náttúruhamfarir Við höfum á liðnum árum lifað fjölmargar náttúruhamfarir, jarðskjálfta og tíð eldgos. Í hvert sinn þjappast þjóðin saman og tekur sameiginlega á vandamálunum og er tilbúin að leysa þau verkefni sem leysa þarf. Þessa samkennd verðum við að flytja yfir í önnur samfélagsleg vandamál og verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Ýtum til hliðar pólitískum öfgum og ágreiningi sem grundvallast á öfgakenningum. Reynum alltaf að fara skynsömustu leiðina og velja þá lausn sem mestu skilar. Fylgjumst með hvort öðru og látum þá sem minna mega sín finna að samfélaginu - okkur sé ekki sama. Gleðjumst saman yfir árangri annara í stóru sem smáu. Þannig eflum við okkur sjálf og samfélagið um leið. Horfum fram á við Þrátt fyrir að ekki hafi gengið nægilega vel að koma samfélaginu á fætur aftur eftir hrunið megum við ekki missa sjónar á þeim markmiðum sem við viljum ná. Öflugt atvinnulíf sem getur boðið öllum vinnufúsum höndum verkefni og vinnu hlýtur

að vera eitt megin markmiðið. Þar eru möguleikar Suðurnesja miklir. Óvíða á landinu eru jafnmörg og fjölbreytileg verkefni sem bíða. Um leið og við gerum allt sem gera þarf til að efla atvinnulíf til framtíðar verðum við jafnframt að læra af mistökum fortíðar. Þau verkefni þarf líka að vinna. Það er ákaflega þarft að skoða hvað hefur farið úrskeiðis t.a.m. í stjórnsýslu og fjármálum sveitarfélaga. Öðru vísi lærum við ekki af reynslunni. Bæjarfulltrúar sem varpa ljósi á mistök stjórnsýslunnar og rangar ákvarðanir sýna hugrekki og mikilvægi þess að hafa samviskusamt fólk og heiðarlegt í slíkum störfum. Á sama hátt er nauðsynlegt að starf sérstaks saksóknara og dómstóla njóti trausts og umburðarlyndis. Við þurfum að sýna þolinmæði yfir að ekki fáist niðurstaða strax -þessi störf taka tíma. Við ættum hinsvegar að forðast að velta okkur dags daglega upp úr slíkum málum. Horfum frekar fram á við með von í brjósti um að fljótlega verði sú stefnubreyting að samfélagið og stjórnvöld vilji nýta tækifærin sem bíða til atvinnusköpunar og hagvaxtar. „Vilji er allt sem þarf “ var einhvern tíma sagt. Missum ekki sjónar á því og höldum bjartsýn inn í sumarið. Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður Framsóknarflokksins

Vertu í góðu sambandi við VF!

Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000

vf.is • m.vf.is


13

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 9. júní 2011

Héldu sjómannadaginn hátíðlegan í Baldri

S

jómannadagurinn í Reykjanesbæ var haldinn hátíðlegur um borð í Baldri við smábátahöfnina í Grófinni. Baldur stendur á tímamótum í ár en 50 ár eru síðan hann kom til Keflavíkur í fyrsta sinn. Ólafur Björnsson, sem gerði bátinn út í áratugi, tók á móti gestum á sunnudaginn. Þá var boðið upp á grillaðar pylsur og aðrar veitingar í tilefni dagsins. Meðfylgjandi myndir voru teknar á sjómannadaginn um borð í Baldri og af honum fánum prýddum í tilefni dagsins.

D

ansskólinn Danskompaní í Reykjanesbæ hélt sína árlegu vorsýningu í Andrewsleikhúsinu á Ásbrú á dögunum. Um 1000 gestir komu á þær tvær sýningar sem haldnar voru þar sem nemendur dansskólans sýndu afrakstur af vetrarstarfi sínu. Meðfylgjandi myndir tók Sölvi Logason á vorsýningunni en fleiri myndir eru væntanlegar í myndasafn á vf.is

Gáfu 60 heklaða smekki til HSS

S

andgerðingarnir Eiríkur Bragason og Lilja Hafsteinsdóttir afhentu fæðingardeild HSS í Reykjanesbæ góða gjöf um síðustu helgi. Lilja hefur ekki setið auðum höndum sl. tvo til þrjá mánuði, heldur setið við í frístundum og heklað sextíu ungbarnasmekki, með það að markmiði að færa fæðingardeildinni afraksturinn af vinnunni. Eiríkur tók síðan við keflinu og fullkomnaði verkið með því að hanna og smíða stand undir alla dýrðina. Valgerður B. Ólafsdóttir, ljósmóðir, var að vonum bæði þakklát og glöð er hún tók við gjöfinni f.h. fæðingardeildarinnar. Lilja og Eiríkur óskuðu eftir því að nýbakaðir foreldrar fengju sjálfir að velja sér eintak af standinum, því smekkur manna er misjafn. Frá þessu er greint á 245.is.

Jurtasmyrsli úr náttúrunni Námskeið með Ásdísi Rögnu Einarsdóttur grasalækni BSC. Farið verður yfir: ✤ Hvernig á að búa til jurtasmyrsli frá grunni ✤ Náttúruleg hráefni sem hægt er að nota í jurtasmyrsli ✤ Helstu jurtir notaðar í jurtasmyrsl og áhrif þeirra ✤ Uppskriftir að einföldum jurtasmyrslum

Sýnikennsla á staðnum og prufa af smyrsli innifalin. Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 14.júní kl 20-21.30 í Húsinu okkar Hringbraut 108. Verð: 3.500 kr

upplýsingar og skráning

BARNANÁMSKEIÐ

Í GOLFI

Golfklúbbur Suðurnesja heldur barnanámskeið í golfi fyrir börn á aldrinum 7 til 12 ára. Námskeiðin eru frá mánudegi til föstudags frá kl. 9:00 -12:00. Markmið: Að börnin læri undirstöðuatriðin í golfi. Farið verður í helstu golf- og siðareglur er varðar framkomu og umgengni á golfvelli. Á föstudögum eru spiladagar á Jóelnum. Um leið og barn lýkur námskeiði er það velkomið á alla spiladaga sumarsins. Yfirumsjón: Erla Þorsteinsdóttir íþróttastjóri GS og Davíð Viðarsson leiðbeinandi.

Námskeiðin eru á eftirfarandi tíma: 6. - 10. júní (5 dagar kr. 9000) 14. - 16. júní (3 dagar kr. 6000) 20. - 24. júní 27. júní - 1. júlí 4. - 08. júlí

11. - 15. júlí 25. - 28. júlí (4 dagar kr.7.500) 2. - 05. ágúst 8. - 12. ágúst 15. - 19. ágúst

Nánari upplýsingar og skráning er á erlagolf@gmail.com eða í síma 899-2955

| s. 899-8069

|

asdisragna@hotmail.com

NYTJAMARKAÐUR Opnar á nýjum stað að Smiðjuvöllum 5 (gamla Húsasmiðjan) föstudaginn 10. júní 2011 kl. 10:00. Kompan verður opin á virkum dögum kl. 10:00-15:00. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum


14

FIMMTudagurinn 9. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR

vf.is

SPORTMOLAR Sterkur útisigur Njarðvíkinga

Njarðvíkingar höfðu góðan 1-2 útisigur í 2. deildinni í knattspyrnu þegar þeir mættu í Mosfellsbæ um helgina og léku gegn Aftureldingu. Njarðvíkingar komust yfir eftir rúmar 20 mínútur þegar Ólafur Jón Jónsson skoraði eftir að hafa komist einn inn fyrir. Heimamenn í Aftureldingu misstu mann útaf skömmu fyrir leikhlé og Njarðvíkingar léku manni fleiri það sem eftir lifði leiks. Afturelding náði þó að jafna áður en leikhlé skall á og staðan 1-1. Það var svo þegar að stundarfjórðungur var eftir af leiknum að Kristinn Björnsson skoraði sigurmark Njarðvíkinga beint úr aukaspyrnu og þar við sat, 1-2 fyrir Njarðvík.

Stórsigur Keflavíkurstúlkna

Keflavíkurstúlkur höfðu stórsigur á Hetti frá Egilsstöðum í 1. deild kvenna í knattspyrnu á dögunum. Lokatölur urðu 6-2 Keflvíkingum í vil. Marina Nesic skoraði tvö mörk fyrir Keflavík og þær Karley Nelson, Agnes Helgadóttir og Karen Sævarsdóttir skoruðu eitt mark hver, en eitt markanna var sjálfsmark.

Víðir í 2. sæti

Magnús ekki í landsliðshópnum Fyrsti landsliðshópur Peter Öqvist nýs landsliðsþjálfara Íslands í körfubolta hefur verið valinn fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Sundsvall í sumar. Um er að ræða æfingarhóp þar sem 22 leikmenn munu kljást um sæti í lokahópnum sem heldur utan til Svíþjóðar þann 20. júlí. Í hópnum eru sjö Suðurnesjamenn og þar af eru fjórir frá Grindavík, þeir Páll Axel Vilbergsson, Jóhann Árni Ólafsson,

Eftir þrjá leiki eru Víðsmenn í öðru sæti A-riðils í 3. deild karla í knattspyrnu eftir 1-5 útisigur á KFG . Markaskorarar Víðis í leiknum voru þeir: Gunnar Hilmar Kristinsson, Ólafur Ívar Jónsson, Björn Bergmann Vilhjálmsson, Eiríkur Viljar Kúld og Atli Hólmbergsson.

Loks skoruðu Þróttarar

Þróttarar úr Vogum gerðu enn betur og skoruðu 8 mörk en það sem af er móti hafði Þrótturum ekki tekist að komast á blað. Þeir höfðu 8-1 sigur á liði Stál-úlfs. Markaskorarar hjá Þrótti voru þeir: Jón Aðalgeir Ólafsson, Þórir Rafn Hauksson

og Þorfinnur Gunnlaugsson allir með tvö mörk. Sveinn Þór Steingrímsson og Goran Lukic gerðu svo sitt markið hvor. Þróttarar sitja í 5. sæti eftir þrjá leiki.

Reynismenn tapað fluginu

Reynismenn töpuðu öðrum leik sínum í röð í 2. deild karla í knattspyrnu þegar þeir tóku á móti Fjarðabyggð á heimavelli sínum í Sandgerði. Fjarðabyggð hafði 0-4 sigur en Sandgerðingar sem byrjuðu mótið á tveimur sigrum hafa núna fengið 10 mörk á sig í síðustu tveimur leikjum sem hafa endað með tapi. Áður hafði liðið sigrað tvo fyrstu leikina og skorað mikið og situr þrátt fyrir þetta í 5. sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er næstkomandi fimmtudag gegn ÍH.

Alexander framlengir v ið Grindvíkinga

Bakvörðurinn Alexander Magnússon hefur framlengt samning sinn við Grindavík um tvö ár en hann skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2014. Alexander hefur leikið 22 leiki með Grindavík í Pepsideildinni á undanförnum tveimur árum og skorað eitt frægt vítaspyrnumark gegn Þór í síðustu umferð. Hann lék áður með Njarðvík. Alexander er 22ja ára og hefur verið einn allra besti hægri bakvörðurinn í deildinni í sumar.

Valur og Maciej í úrvalsliði NM

Norðurlandamótið í körfubolta ungmenna fór fram í síðustu viku en Íslendingar náðu í tvenn silfurverðlaun á mótinu. Tveir leikmenn af Suðurnesjum voru valdir í úrvalslið mótsins en fjölmargir fulltrúar á mótinu voru héðan. Valur Orri Valsson sem nýlega gekk til liðs við Keflvíkinga var valinn í úrvalslið U-18 ára liðsins og Maciej Baginski úr Njarðvík var í úrvalsliði 16 ára og yngri en Maciej var einnig valinn maður úrslitaleiksins gegn Finnum.

Ólafur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Njarðvíkingar eiga sína fulltrúa þó ekki leiki þeir núna með Njarðvíkingum en Logi Gunnarsson og Guðmundur Jónsson eru í hópnum auk þess sem Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson var valinn. Athygli vekur kannski að Magnús Gunnarsson er ekki í hópnum en hann á að baki fjölda landsleikja og hefur m.a. verið fyrirliði liðsins.

Grill í Múrbúðinni – skoðaðu verðið!

59.900 kr.

Mikið líf í Leirunni

Fjöldi barna og unglinga mætti á golfkynningu hjá Golfklúbbi Suðurnesja í Leiru sl. fimmtudag. Erla Þorsteinsdóttir, golfkennari og nokkrir af betri kylfingum klúbbsins tóku á móti krökkunum og fóru í gegnum undirstöðuatriði íþróttarinnar. Barnanámskeið eru hafin fyrir 7-12 ára undir stjórn Erlu og golftíðin er komin í fullan gang þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið í besta skapinu hingað til. Framundan er eitt stærsta golfsumar GS í langan tíma en stærsta mót ársins, Íslandsmótið í höggleik verður í Leirunni í lok júlí. Um síðustu helgi fór fram mót á Arion banka mótaröð unglinga. Um 140 krakkar frá 11-18 ára kepptu og mátti sjá skemmtileg tilþrif.

GAS GRILL

4 ryðfríir brennarar og hliðarplata. 14 kw/h. 48.000-BTU. Hitamælir. Kveikja í stillihnapp. Grillgrind er postulínshúðuð. 44x56cm. Extra sterk hjól v.gaskút. Þrýstijafnari og slöngur fylgja.

GAS GRILL

4 brennarar 14 kw/h. 48.000-BTU. Kveikja í stillihnapp. Hitamælir. Grillgrind er postulínshúðuð. 43x37 cm. Hitaplata er postulínshúðuð. 43x39 cm. Þrýstijafnari og slanga fylgir.

Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum

r a g a d a lt

o b t Fó

20% afsláttur 36.900 kr. – Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

af öllum fótboltaskóm og fótboltavörum

Skór á alla fjölSkylduna! 20% afsláttur af öllum skóm


15

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 9. júní 2011

Óvanir að vera í fríi á þessum tíma Fyrsta hluta Pepsi-deildar karla í knattspyrnu er nú lokið og við tekur frí vegna Evrópumóts undir 21 árs liða þar sem Ísland er meðal keppenda. Grindvíkingar hafa leikið sjö leiki það sem af er sumri og það hefur skilað þeim 7 stigum í hús og sitja þeir í níunda sæti. Keflvíkingar hafa leikið sex leiki og fengið 8 stig sem skilar þeim í sjöunda sætið. Við heyrðum hljóðið í Willum Þór Þórssyni þjálfara Keflvíkinga og Orra Frey Hjaltalín fyrirliða Grindvíkinga.

Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga:

„Ansi merkilegt að þeir í sjónvarpinu hafi spurt að því hvar ungu leikmennirnir hjá Keflavík væru“ Hvað munu Keflvíkingar gera í fríinu? „Við þurfum að nýta fríið vel, við lentum í smá aukafríi þar sem leikur okkar og Valsmanna var færður til þar sem færeyskir landsliðsmenn eru í þeirra röðum. Þannig að við vorum ekki að leika í þessari umferð. Við erum því í aðeins öðru munstri en hin liðin og tókum okkur því frí í þessari viku og erum núna að skipuleggja okkur í þessu langa leikjafríi. Við byrjum svo að æfa af fullum krafti og svo kemur nú bikarleikur þarna á milli þegar við leikum við Hauka þann 19. júní. Svo þegar að deildin byrjar aftur þá kemur heldur betur þéttur pakki.“ Mun fríið hafa áhrif á deildina? „Alveg mögulega en auðvitað sér maður það ekkert fyrr en þetta fer aftur í gang. Maður er alltaf smeykur við það að tapa taktinum en ég er ekki viss um að það gerist. Þetta mót skall á með látum þar sem við spilum 1/3 af mótinu á mánuði og 2/3 verða spilaðir á fjórum mánuðum en þetta er bara það sem við búum við.“ Ertu sáttur við byrjun ykkar, er takturinn í lagi? „Já ég er tiltölulega ánægður með liðið og mér finnst við hafa staðið okkur vel fyrir utan þessar 10 mínútur gegn Eyjamönnum þar sem við vorum ekki alveg tilbúnir. En ég var ekkert ósáttur við liðið gegn Fylki þar sem við vorum sterkari í fyrri hálfleik en svo gerist ekkert í þeim síðari fyrr en Fylkismenn skora í lokin, en aðvitað er maður aldrei sáttur við að tapa. Við ætluðum okkur að vera aðeins ofar á þessum tímapunkti. Markmiðið var að ná í fleiri stig og við ætluðum okkur að vera í efri hlutanum eftir fyrstu sex leikina og stefndum á 12 stig. Svona miðað við hvernig leikirnir hafa verið að spilast þá tel ég 11 stig ekki ósanngjarnt. Það er í raun ekkert að koma á óvart í deildinni, maður bjóst við að þetta yrði gríðarlega jafnt og ekkert lið sem stendur upp úr. Mér fannst okkar besti leikur á tímabilinu t.d. vera í Vesturbænum þar sem við vorum með leikinn í okkar hendi en ég var ósáttur eftir þann leik og fannst að liði okkar vegið. Það er nú bara eins og það er, ég var að öllu leyti sáttur við mína menn og við jöfnuðum okkur fljótlega á þessu. Við áttum svo góðan baráttuleik gegn Grindvíkingum og fínan leik gegn FH

og ég var ekkert ósáttur við Fylkisleikinn. Það voru eins og ég segi bara þessar 10 mínútur gegn ÍBV sem ég get tekið út því við ætluðum okkur mikið í þeim leik en hann einhvern veginn kláraðist áður en hann byrjaði. Mér fannst nú ansi merkilegt að þeir í sjónvarpinu hafi spurt að því hvar ungu leikmennirnir hjá Keflavík væru, það fannst mér sérstakt. Ef að menn hefðu bara farið yfir skýrsluna þá voru sjö menn á bekknum og þeir eru allir fæddir 1990 eða síðar og inni á vellinum byrjaði Viktor Smári sem er fæddur ‘93, Adam Larson fæddur ‘89 og inn á koma Theódór Guðni sem er fæddur ‘93 og Bojan sem er búinn að vera að spila en hann er fæddur ‘92. Þannig að ég blæs á þetta og finnst að menn ættu bara að vinna heimavinnuna sína betur því þeir þekkja augljóslega ekki þessa leikmenn. Það eru ekki mörg, ef eitthvert lið í efstu deild sem er með svona marga leikmenn úr 2. flokki á bekknum eða í hóp hjá sér. Arnór Traustason var í byrjunarliðinu í fyrsta leik og ég hefði kosið að nota hann meira en hann fékk lungnabólgu í annað sinn á skömmum tíma og ég hef ekki viljað hætta honum í fulla æfingu strax.“ Hvað var málið með þessa leikmenn sem komu frá Njarðvíkingum var ekkert hægt að nota þá? „Jú þetta eru flottir leikmenn en kannski má segja að stökkið upp um tvær deildir sé stórt og þeir áttu í erfiðleikum með að aðlagast hraðanum á þessu stigi. Ísak Örn Þórðarson var þriðji framherji í röðinni á eftir Guðmundi og Grétari en ég tel hann vera það ungan og efnilegan að hann geti orðið fínn úrvalsdeildarleikmaður í framtíðinni. Ég tel að Kristinn Björnsson hafi átt að taka þetta skref fyrir þremur árum því hann var ekki að komast í takt við hraðann hjá okkur. Frans Elvarsson tel ég einnig vera flottan leikmann sem er enn ungur og getur enn orðið leikmaður í úrvalsdeild, hann þurfti bara að berjast við sterkari menn í sínum stöðum hér í Keflavík. Þessir leikmenn komust ekki í byrjunarliðið og því þurftum við að taka ákvörðun. Við ræddum málin í rólegheitum og þetta varð niðurstaðan og ungu leikmennirnir sem voru hér fyrir eru því miður á undan í goggunarröðinni eins og stendur.“

Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur:

„Liðið okkar er gott og við erum með fínustu breidd“ „Við erum alls ekki sáttir við stigafjölda okkar það sem af er sumri. Við höfum oft á tíðum verið að spila ágætlega en ekkert fengið út úr leikjunum en ef við höldum áfram á þessari braut þá hljóta stigin að fara að detta í hús. Við teljum okkur vel eiga heima ofar í töflunni, við höfum verið vel inni í öllum þeim leikjum sem hafa tapast nema einum og það er bara fyrir okkar eigin klaufagang að hafa ekki náð að klára þá leiki. Í þessu fríi munum við bara hlaða batterýin. Margir hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli og verið tæpir en það er bara vonandi að allir verði ferskir þegar að fríinu lýkur.“ Orri telur ekki að þetta hlé á deildarkeppninni muni hafa áhrif á mótið. „Maður hefur svo sem ekki fengið svona frí á ferlinum þannig að það er erfitt að meta þetta.“ Orra finnst ekkert hafa komið sérstaklega á óvart það sem af er í Pepsi-deildinni. „Nema kannski það að öll liðin eru að hirða stig af hvort öðru.“

Grindvíkingar hafa verið í smávægilegum vandræðum með að finna miðvörð til að spila við hlið þjálfarans Ólafs Arnars og margir hafa fengið að spreyta sig. „Við höfum prófað ýmsar lausnir og höfum í raun verið að fá á okkur of mikið af mörkum. Það væri ekkert verra ef að það væri einn maður fastur í þessari stöðu en vandamál okkar liggja ekki hjá öftustu fjórum, mér finnst við oft vera að verjast illa úti um allan völl. Við erum lið sem viljum pressa hátt og spila sóknarbolta en stundum hefur það ekki gengið nógu vel eftir. Við erum að fá færi í öllum leikjum og yfirleitt fleiri færi en andstæðingurinn og við þurfum bara að fara að nýta þau miklu betur. Það er helst hausinn á mönnum sem þarf að laga og ég er mjög bjartsýnn á framhaldið. Liðið okkar er gott og við erum með fínustu breidd. Ef við mætum klárir í þessa leiki þá vinnum við, ef þú kemur með hangandi haus þá bara taparðu, þannig er það bara. En við mætum óhræddir í hvern einasta leik.“

14. júní

VF Í SÍMANN m.vf.is

ÚTBOÐ

Reykjanesbær auglýsir eftir aðilum sem áhuga hafa á þátttöku í vali á verktökum vegna byggingar íbúðarhúsnæðis fyrir fatlað fólk sem uppfyllir skilyrði byggingareglugerðar og aðrar þær kröfur sem gerðar eru til slíks húsnæðis. Um er að ræða tvö 8 íbúða hús á tveimur hæðum og er æskilegt að þau séu sem næst hvort öðru. Íbúiðirnar skulu að jafnaði ekki vera minni en 40-60 m2. Verklok eru áætluð áramótin 2012/2013. Reykjanesbær mun ekki leggja til lóðir undir byggingarnar heldur er ætlast til að verktakar leggi þær til. Æskilegt er að lóðir séu staðsett miðsvæðis í bæjarfélaginu. Óskað er eftir að áhugasamir skili inn hugmyndum að staðsetningum ásamt helstu upplýsingum um bjóðanda s.s. nafni fyrirtækis, starfsmanna fjölda, reynslu fyrirtækis og nafni, símanúmeri og netfangi tengiliðs. Gögnum skal skilað til Tækniþjónustu SÁ ehf, Hafnargötu 60, Reykjanesbæ ekki síðar en kl. 16:00 mánudaginn 20. júní 2011. Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Bifreiðaskoðun

Opið frá kl. 8:00 - 17:00 Engar tímapantanir

Njarðarbraut 7

Fimmtudagurinn 9. júní 2011 • 23. tölublað • 32. árgangur

SVART & SYKURLAUST Komu og skiluðu jukkunni Við sögðum frá því í síðustu viku að ósvífnir þjófar voru á ferðinni í Keflavík á dögunum og var þýfið all sérstakt. Þannig sáu íbúar í íbúðum eldri borgara við Kirkjuveg undir iljarnar á tveimur karlmönnum á jeppa þar sem þeir báru á milli sín stóra og myndarlega jukku, stungu henni inn í bílinn og óku á brott. Eftir að frásögnin birtist í Víkurfréttum í síðustu viku sáu jukkuþjófarnir að sér og mættu aftur með jukkuna í pottinum góða og skiluðu henni á sinn stað. Fylgdi sögunni að jukkuna hafi átt að gefa í innflutningsgjöf. Mennirnir áttuðu sig hins vegar á því að það er ljótt að stela og sérstaklega frá gömlu fólki.

Sólstöðuhátíð víkinga í Hafnarfirði 16.- 20. júní 2011

Fjölskylduhátíð Víkingamarkaður - Leikhópur Bardagavíkingar - Erlendir víkingar Víkingaveitingastaðir í tjöldum Kraftajötnar - Handverksvíkingar Dansleikir - Víkingasveitin Glímumenn - Eldsteikt lamb Víkingaveislur öll kvöld, o.fl.o.fl.

HOTEL & Restaurants

Dagskrá sólstöðuhátíðar 2011 Þjóðfána í hálfa stöng stolið Sumir leggjast lægra en aðrir og það er varla hægt að leggjast lægra en að stela íslenska fánanum þar sem honum er flaggað í hálfa stöng til að heiðra minningu látins félaga. Það gerðist á dögunum að aldnir íbúar í íbúðum aldraðra við Kirkjuveg féllu frá tvo daga í röð. Íslenski fáninn var því dreginn í hálfa stöng til að heiðra minningu þeirra látnu. Seinni daginn gerðist það að þegar sækja átti fánann út á stöngina að þá hafði honum verið stolið og aðeins böndin eftir í flaggstönginni. Sést hafði til ferðamanns með bakpoka vera að þvælast í kringum stöngina og halda eigendur fánans að honum hafi verið stolið sem minjagrip frá Íslandi.

MUNDI

Þjófar með samviskubit? Batnandi mönnum...

Fimmtudagur 16. júní. 13.00 14.00

18.00 20.00 21.00 23.00 03.00

Markaður opnaður. Bardagasýning Kynning á viðburðum næstu daga, sögumenn, götulistamaður, bogfimi, tónlist, o.s. frv. Bardagasýning. Víkingaveisla í Fjörugarðinum. Lokun markaðar. Dansleikur Ólafur Árni Bjarnason Trúbador og víkingur. Lokun.

Föstudagur 17. júní. 13.00 14.00 14.30 15.00 16.00 16.30 17.00 18.00 19.00

Markaður opnaður. Hringhorni sýnir forna leiki. Víkingaskóli barnanna. Bardagasýning. Víkingasveitin Bogfimikeppni víkinga. Bardagasýning. Hringhorni sýnir forna leiki. Bardagasýning.

20.00 20.00 22.30 04.00

Víkingaveisla í Fjörugarðinum. Lokun markaðar. Dansleikur í Fjörukránni. Gylfi, Rúnar Þór og Megas halda uppi gleðinni. Lokun.

Laugardagur 18. júní. 13.00 13.00 14.00 14.20 14.40 15.00 15.30 16.00 16.00 16.30 17.00 18.00 19.00 20.00 20.00

Markaður opnaður. Kraftakeppni Magnúsar Ver Hringhorni sýnir forna leiki. Kraftakeppni Magnúsar Ver Víkingaskóli barnanna. Bardagasýning. Sagnafólk í Hellinum Rósin okkar Þjóðleg tónlist Kraftakeppni Magnúsar Ver Bogfimikeppni víkinga. Bardagasýning. Hringhorni sýnir forna leiki. Bardagasýning. Víkingaveisla í Fjörugarðinum. Lokun markaðar.

NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR

Bjartmar Guðlaugsson. Dans á Rósum Lokun

Sunnudagur 19. júní. 13.00 14.00 14.30 15.00 15.30 16.00 16.30 17.00 18.00 19.00 19.30 slitið 20.00 20.00 23.00

Markaður opnaður. Hringhorni sýnir forna leiki. Víkingaskóli barnanna. Bardagasýning. Sagnafólk í Hellinum Rósin okkar Þjóðleg tónlist Bogfimikeppni víkinga. Bardagasýning. Hringhorni sýnir forna leiki. Bardagasýning. Loka athöfn og víkingahátíð

GARÐABÆR / ÁLFTANES

Víkingaveisla í Fjörugarðinum. Lokun markaðar. Tónlist í Fjörugarðinum að hætti víkinga. 02.00 Lokun.

Sólstöðuhátíð víkinga er fyrir alla fjölskylduna 16. til 20. júní 2011 Sólstöðuhátíð víkinga verður sett í fimmtánda sinn þann 16. júní og að vanda verður hún fjölbreytt. Dágóður hópur erlendra víkinga kemur til okkar, sumir í fimmtánda skiptið. Að venju eru flestir frá Norðurlöndunum og stærsti hópurinn kemur frá Færeyjum. Þá má nefna að einn besti handverksmaður Grænlands verður með okkur á hátíðinni. Sögumenn, götulistamenn, handverksmenn sem höggva í steina og tré eða berja glóandi járn, bardagamenn og bogamenn, svo eitthvað sé nefnt. Víkingahópurinn okkar Rimmugýgur og víkingahópurinn Hringhorni frá Akranesi verða að vanda með sína skemmtilegu bardaga og glímutök á hátíðinni. Fjöldinn allur af víkingum víðsvegar af landinu hefur boðað komu sína á hátíðina. Á þriðja hundrað víkingar verða á svæðinu þegar mest lætur og fjölhæfir eru þeir eins og sjá má á upptalningunni hér að framan.

hljómsveitin Dans á Rósum og víkingurinn og trúbadorinn Ólafur Árni Bjarnason. Einnig mun hljómsveitin Rósin okkar koma fram en hún hefur sérhæft sig í þjóðlegri tónlist og ekki má gleyma okkar frábæru Víkingasveit.

Dansleikir verða fastir liðir meðan á hátíðinni stendur. Þeir sem koma fram eru Gylfi, Megas og Rúnar Þór, Bjartmar Guðlaugsson og

Gleðilega Sólstöðuhátíð Víkinga Jóhannes Viðar Bjarnason

LÉTTÖL

Í lokin vil ég þakka þeim sem stutt hafa þetta framtak í gegnum árin en lógóin þeirra sjást hér á plakatinu. Þeir hafa ekki brugðist og eru búnir að standa með okkur í gegnum öll árin, þeim verður seint fullþakkað. Það er von mín að þessi hátíð eigi eftir að halda uppi merki víkinga og halda áfram að gleðja þá gesti sem á hátíðina koma.

Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðu okkar www.fjorukrain.is

VEITINGASALAN OPIN ALLA DAGA FYRIR KYLFINGA OG AÐRA GESTI GOLFTÍÐIN ER HAFIN

23.30 00.15 04.00

NÝJAR MOTTUR Á ÆFINGASVÆÐINU OPIÐ TIL 22:00 ÖLL KVÖLD


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.