23 tbl 2013

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Tilboð Súpa, brauð og Salat 798kr Einungis í rEykjanEsbæ

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

Kræsingar & kostakjör

Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

F IMMTUdagur inn 13 . júní 2 0 13 • 2 3 . tö lubla ð • 34. á rga ngur

Skin og skúrir á Keflavik Music Festival

K

FÍTON / SÍA

eflavik Music Festival fór fram um síðastliðna helgi í Reykjanesbæ. Hátíðin er sú stærsta sem haldin hefur verið í bæjarfélaginu frá upphafi. Það skiptust á skin og skúrir á hátíðinni í ár. Yfir 130 tónlistamenn og einyrkjar voru á dagskrá hátíðarinnar. Brottfall varð á listamönnum sem komu fram á hátíðinni sem skapaði mikla fjölmiðlaumfjöllun um hátíðina. Þrátt fyrir það mættu þúsundir tónlistarunnenda í Reykjanesbæ um helgina en tónleikar fóru fram víða í bæjarfélaginu. Stærsta skemmtunin fór fram í Reykjaneshöllinni en þar komu fram margir þekktir tónlistarmenn, innlendir sem erlendir. Þar var mikil stemmning og skemmtu tónleikagestir sér vel. Almennt fór hátíðin mjög vel fram og að sögn lögreglu voru tónleikagestir á hátíðinni til fyrirmyndar.

������� ��������� � e���.��

BlazRoca tryllti lýðinn

Gífurleg stemmning var í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival.

Valdimar básúnaði yfir liðið

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


2

fimmtudagurinn 13. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Stærsta farþegaflugvél heims lenti með ólétta konu í Keflavík S

tærsta farþegaflugvél heims Airbus A380 frá Air France lenti í Keflavík rétt fyrir hádegi með veikan farþega sem þurfti að komast á sjúkrahús. Farþeginn var ólétt kona sem fann fyrir óþægindum í fluginu en vélin var að koma frá París og var á leiðinni til Los Angeles. Vegna lendingarinnar í Keflavík þurfti að bæta við eldsneyti á tanka vélarinnar fyrir flugið til LA. Vélin fór í loftið rétt eftir klukkan eitt. A380 flugvélin er risavaxin og tekur mest 850 farþega. Hún er með

fjóra hreyfla og vænghafið er 80 metrar. Árið 2009 kom sambærileg vél nokkrum sinnum til Keflavíkur til æfinga í sterkum hliðarvindi en aðstæður á Keflavíkurflugvelli eru ákjósanlegar til að stunda æfingar sem þessar. Þá bera flugbrautir Keflavíkurflugvallar vel flugvélar sem þessar því brautirnar í Keflavík eru helmingi breiðari en á mörgum öðrum flugvöllum í heiminum. Breidd brauta í Keflavík er 60 metrar.

LÖGGU FRÉTTIR Grunaður um landasölu

L

ögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina karlmann á sextugsaldri vegna gruns um að hann stundaði landasölu. Við leit á heimili mannsins fundu lögreglumenn níu lítra af landa. Hann viðurkenndi að eiga landann og kvaðst hafa ætlað hann í bollu. Hann var færður á lögreglustöð, þar sem hann undirgekkst skýrslutöku og var sleppt að því loknu.

Sagði kannabis vera hor

V

ið hefðbundið eftirlit um helgina kom lögreglan á Suðurnesjum auga á kyrrstæða bifreið, sem ekki er í frásögur færandi. En þegar lögreglubifreiðin nálgaðist hana stukku tveir menn út úr henni og tóku til fótanna. Á hlaupunum missti annar þeirra lítinn plastpoka úr vasa sínum. Lögreglumenn hlupu hlaupagikkina uppi og óskuðu eftir að fá að leita á þeim, sem þeir urðu við. Í veski annars mannsins fannst efni, sem vafið var inn í salernispappír. Hann tjáði lögreglumönnunum fyrst að þetta væri hor, en játaði síðan að um væri að ræða kannabis, sem hann svo afsalaði sér.

Átján óku of geyst

Bókasafn Reykjanesbæjar í ráðhúsið B

ókasafn Reykjanesbæjar opnaði í vikunni í nýjum húsakynnum í Ráðhúsinu við Tjarnargötu 12. Að sjálfsögðu voru bókasafnsfánar dregnir að húni í tilefni dagsins, auk þess sem Reykjanesbær á 19 ára afmæli í dag.

Margir gestir hafa lýst yfir ánægju með aðstöðuna og starfsfólki er sönn ánægja að taka á móti bæjarbúum, sýna þeim aðstöðuna og kenna á nýja safnið, en ýmsar breytingar áttu sér stað við flutninginn. Nú deilir safnið rými með þjóðnustuveri bæjarins og inni í þessu sameiginlega rými verður

rekið kaffihús fyrir gesti og gangandi. Hópur af fastagestum Bókasafnsins kom færandi hendi á opnunardaginn með blómvönd í tilefni dagsins og fyrstu viðskiptavinirnir voru ekki lengi að láta sjá sig um leið og húsið opnaði klukkan 09:00. Safnið verður opið frá klukkan 09:00 til 19:00 alla virka daga í sumar. Með tíð og tíma mun öll kjarnastarfsemi Reykjanesbæjar verða komin undir einn hatt í Ráðhúsinu, en flutningur Fræðsluskrifstofu úr Gamla barnaskólanum í Ráðhúsið er á döfinni.

Á DÖFINNI Laugardagskvöldið 15. júní munum við vera með lifandi tónlist hér í Bjarmahúsinu Kiddi Grétars sér um það. Minnum á kökurnar, vöfflurnar og vorrúllurnar.

Pantið og sækið.

Hópsheiði 2 - Grindavík - s. 553 1510

L

ögreglan á Suðurnesjum kærði um helgina átján ökumenn fyrir of hraðan akstur. Langflest brotin áttu sér stað á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 136 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Þá óku þrír ökumenn enn á negldum hjólbörðum og skráningarnúmer voru fjarlægð af tveimur bifreiðum, annarra þar sem hún var ótryggð og hin hafði ekki verið færð til endurskoðunar innan tímamarka.

Kannabisræktun stöðvuð í iðnaðarhúsnæði

L

ögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina kannabisræktun í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Húsráðandi hafði heimilað leit og framvísaði svo kannabisefni og plöntunum, sem voru á mismunandi stigi ræktunar. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.


E N N E M M / S Í A / N M 5 8 2 24

Tímalaus klassík fer aldrei úr tísku Kaupmannahöfn 2011, Steinunn Vala segir sögu af flottum síma Ég var að landa samningi við verslunareiganda, ótrúlegan spaða. Eftir fundinn gerði hann mér tilboð í gamla farsímahlunkinn minn sem var svo retró að menn höfðu ekki séð svoleiðis í langan tíma, enginn litaskjár, bara pláss fyrir tíu SMS og eini leikurinn var Snake.

Sjáðu Steinunni Völu segja frá

S N J A L L PA K K I

S N J A L L PA K K I

300

500

300 mín. | 300 SMS | 300 MB

500 mín. | 500 SMS | 500 MB

3.490 kr./mán.

4.990 kr./mán.

Vertu í sterkara sambandi með Snjallpakka! Snjallpakkinn er frábær áskriftarleið þar sem þú færð SMS, gagnamagn og innifaldar mínútur sem gilda í farsíma og heimasíma óháð kerfi. Engin upphafsgjöld eru af inniföldum mínútum.

S N J A L L PA K K I

S N J A L L PA K K I

1000 1500 7.990 kr./mán.

10.990 kr./mán.

1000 mín. | 1000 SMS | 1000 MB 3G aukakort í 12 mán.

1500 mín. | 1500 SMS | 1500 MB 3G aukakort í 12 mán.

SUMARGLAÐNINGUR! 3 GB og 3000 SMS á mán. fylgja öllum snjallpökkum til 31. ágúst.

Kynntu þér Snjallpakkana nánar á siminn.is eða hjá næsta endursöluaðila. Omnis er endursöluaðili Símans í Reykjanesbæ.

www.segjumsogur.is | Segjum sögur á stærsta farsímaneti landsins


4

fimmtudagurinn 13. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

RITSTJÓRNARBRÉF PÁLL KETILSSON

vf.is

Orðspor í kjölfar Keflavík Music Festival Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Mörgum Suðurnesjamönnum leiddist sú umræða sem skapaðist í fjölmiðlum og í samfélagsmiðlum vegna Keflavík Music Festival tónlistarhátíðarinnar sem fram fór í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Ljóst er að hátíðin fór ekki fram alveg eins og til stóð. Nokkrar hljómsveitir og tónlistarmenn komu ekki fram og var sú ástæða gefin út að forsvarsmenn hátíðarinnar hafi ekki staðið við samninga við þá. Umræða um málin logaði í samfélagsmiðlum um síðustu helgi og neikvæð orð látin falla. Forsvarsmenn hátíðarinnar sendu tilkynningu frá sér eftir hátíðina þar sem þeir harma að dagskráin hafi ekki gengið eftir eins og hún var auglýst og biðjast afsökunar. Svo virðist samkvæmt umræðunni að hátíðin hafi þó á heildina litið gengið ágætlega þar sem lítill hluti þeirra atriða sem auglýst voru duttu út. Lang flestir tónleikagestir voru því sáttir. Lögreglan sagði allt hafa gengið nokkuð áfallalaust og það er vel því mikill fjöldi ungmenna mætti í bítlabæinn. Það þarf ekki að fjölyrða að svona uppákoma hefur mjög jákvæð áhrif inn í samfélagið og sérstaklega viðskiptalífið. Vitað er að mikið var að gera á veitingastöðum og voru sumir þeirra opnair langt fram á morgun á meðan á hátíðinni stóð. Fleiri viðskiptaaðilar nutu góðs af, verslanir og þjónustuaðilar margs konar.

Beið í 32 ár eftir draumahögginu G

rindvíkingurinn Bjarni Andrésson úr Golfklúbbi Grindavíkur fór holu í höggi í síðustu viku. Draumahöggið sló hann á 7. braut á Húsatóftavelli og er þetta í fyrsta sinn sem Bjarni fer holu í höggi. „Ég er búinn að spila golf í 32 ár og er búinn að bíða ansi lengi,“ segir Bjarni kátur. Höggið hjá Bjarna var skrautlegt. Hann ætlaði að kýla boltann gegn mótvindum. Hann hitti boltann hins vegar ekki vel. „Ég ætlaði að slá lágan bolta gegn vindum. Hann flaug kannski fulllágt því hann flaug aðeins tæpu feti yfir kvennateiginn, lenti svo í brekkunni fyrir fram flötina og rúllaði svo inn á flötina, í stöngina og niður.“ Bjarni er einn af heldri kylfingum GG og spilar golf nánast daglega yfir sumartímann. Hann spilar undantekningalaust alltaf í sama ráshóp eða með þeim Gunnar Sigurðssyni og Jóni Halldóri Gíslasyni. Ýmsir kylfingar fá svo að flækjast með þeim félögum sem fjórði maður. Mikil gleði var í ráshópnum eftir að boltinn steinlá í holunni. Bjarni er fimmti kylfingurinn svo vitað sé sem fer holu í höggi á 7. holu á Húsatóftavelli. Það verður teljast merkilegur árangur í ljósi þess að brautin var opnuð fyrir aðeins rúmu ári síðan. „Hún liggur nokkuð vel undir höggi þessi braut. Hún er stutt og í mínu tilfelli þá var holan á miðri flöt.“

Kópi bjargað í Vogum

S

tarfsmönnum Umhverfisdeildar Sveitarfélagsins Voga berast ýmsar ábendingar og beiðni um liðsinni við margvíslegum erindum. Laugardaginn 8. júní hringdi árvökull íbúi sveitarfélagsins og tilkynnti um selskóp sem lá að því er virtist þrekaður og bjargarlaus í fjörunni skammt frá Hvammsgötu. Kobbi var kominn nokkuð langt upp í fjöruna, og var því talsvert frá sjó þegar fjaraði út. Hann hafði ekki krafta til að bjarga sér sjálfur til sjávar, svo starfsmennirnir aðstoðuðu Kobba við að komast til hafs að nýju, að því er fram kemur á vogar.is.

Orðspor bæjarins skaðaðist eitthvað í þessu fjöri og því er mikilvægt að forsvarsmenn hátíðarinnar sem hafa gefið það út að hún verði aftur á næsta ári, vandi sig enn betur svo svona uppákomur verði ekki aftur. Undirrituðum varð þó hugsi til þekktra tónlistarmanna eins og Bubba og KK sem ákváðu að koma ekki fram á hátíðinni vegna vanefnda skipuleggjenda að sögn umboðsskrifstofa þeirra. Hefði það ekki verið flott ákvörðun hjá þeim að koma til bítlabæjarins og spila þó svo ekki væri allt frágengið áður? Eru þessir kappar ekki að selja tónlistina sína? Var ekki Bubbi að gefa út nýjan disk fyrir nokkru vikum síðan?Hefði ekki verið snjallt hjá honum að auglýsa hann á hátíðinni og í leiðinni að segja að hann vildi leggja sitt af mörkum til hátíðarinnar, sem hefði falist í áhættu á að fá greitt eftir að hafa komið fram? Hefði hann ekki unnið mörg prik hjá Suðurnesjamönnum? Þessir tónlistarmenn fóru allir til Ísafjarðar um páskana á tónlistarhátíð þar og komu fram frítt. Hefði ekki verið sterkur leikur hjá Bubba, markaðslega séð, að mæta á hátíðina og lofa framtakið og auglýsa sig í leiðinni? Hann hefði getað rifjað upp skemmtilegt samstarf sem hann átti með Rúnari Júlíussyni heitnum í GSD grúppunni sem þeir bjuggu til fyrir all nokkrum árum.

SUMARSPJALL

Hendir sér í Lónið á sólríkum degi B

- safna flugtímum yfir sumarið

jarki Þór Valdimarsson er búsettur í Sunny Kef eins og hann orðar það sjálfur. Hann verður tvítugur í sumar en hann mun sinna sumarvinnu hjá ISAVIA þetta árið. Annars er hann nemandi í FS. Bjarki ætlar að bralla ýmislegt í sumar en hér að neðan má sjá Sumarspjall Víkurfrétta þessa vikuna.

Hvernig leggst sumarið í þig? Virkilega vel, vonum bara að veðrið leiki við okkur Íslendinga. Hvar verður þú að vinna í sumar? Ég mun starfa hjá flugþjónustudeild ISAVIA

sem maður hefur gaman af, eins og bílar og snjóbretti.

Hvernig á að verja sumarfríinu? Ég mun að öllum líkindum verja sumrinu með góðum vinum, kærustunni og fjölskyldu í sem flestum bústaðarferðum og útilegum.

Áttu þér einhver áhugamál sem þú stundar bara á sumrin? Ég reyni yfirleitt yfir sumartímann að safna flugtímum, ekki sérlega skemmtilegt að fljúga í skammdeginu á veturna.

Á að ferðast innan- eða utanlands? Ég ætla ad reyna að ferðast mikið innanlands og síðan í lok sumars er stefnan sett á eitthvert sólarlandið.

Þegar þú heyrir orðið sumarsmellur, hvað kemur upp í hugann? Ég myndi segja lagið Danza Kuduro með Don Omar, kemur manni alltaf í sumarskap!

Hvað einkennir íslenskt sumar? Ætli það sé ekki bara fegurðin sem landið hefur upp á að bjóða. Það er virkilega fallegt hérna á Íslandi yfir sumartímann.

Hvað er það besta við íslenskt sumar? Henda sér í Lónið á sólríkum degi.

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina? Úff, eins og er þá er ekkert planað svo sem en þetta er fríhelgi hjá mér svo að ég mun alla veganna ekki hanga hér í Keflavík. Annað hvort verða Vestmannaeyjar eða Akureyri fyrir valinu. Áhugamál þín? Ég hef mjög gaman af því að ferðast og gera skemmtilega hluti í góðra vina hópi. Síðan er svo miklu miklu meira

En það versta? Ætli það sé ekki vonda veðrið sem kemur reglulega inn á milli og hitinn mætti alveg vera hærri. Hvað fer á grillið hjá þér í sumar? Það verður allt frá humri og upp í nautið. Sumardrykkurinn? Þegar ég heyri orðið sumardrykkur sé ég fyrir mér þessar rauðu Fanta excotic flöskur þó ég sé enginn sérstakur aðdáandi þeirra.


Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?

PIPAR\TBWA-SÍA - 131260

Frumkvöðlasetrið á Ásbrú býður frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum frábæra aðstöðu, auk stuðnings, fræðslu og ráðgjafar við að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Þar gefast fjölmörg tækifæri til að efla tengslanet og finna mögulega samstarfsaðila.

frumkvöðla-

Svona er lífið á Ásbrú Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag, þar sem saman fer öflug menntastofnun, fjöldi spennandi fyrirtækja og blómstrandi mannlíf. Nánari upplýsingar á www.asbru.is.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is


Kræsingar & kostakjör

NautaiNNralæri

2.499

ferskt

áður 3.845 kr/kg grísakótelettur

35% afsláttur kjúkliNgur

huNaNgs

1.793

Okkar - heill

BBQ lamBalærissNeiðar

áður 949 kr/kg

áður 2.285 kr/kg

759

áður 2.359 kr/kg

1.897

lamBalæri íslaNdskryddað

1.390

áður 1.598 kr/kg

24% afsláttur

víkiNgasteik

kjarNafæði

releNtless Orkudrykkur

emerge Orkudrykkur

áður 249 kr/stk

áður 119kr/stk

1.490 187

79

áður 1.390 kr/stk

500 ml

kremkex

sætar

249

163

x-tra - súkkul.

áður 289 kr/pk

kartöflur

áður 325 kr/kg

250 ml

kaffi

x-tra

296 áður 389kr/pk

24% afsláttur

kleiNuhriNgur

massaríNa

95

659

súkkulaði

áður 189 kr/stk

34% afsláttur 50% afsláttur

kristjáNs

áður 1.098 kr/pk

40% afsláttur

Tilboðin gilda 13. - 17.júní Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


52“ körfuboltakarfa b 132 cm x h 84 cm hæðastillanleg 2.30m – 3.0m

49.998

Ð I V SS

E L B ÐU

SEG

kr

! N I ÍLÓ

K A K AU

HydroxycuT Wildberry 21 bréf

4.990

kr pk

áður 5.990 kr

1000 kr afsláTTur!

NaTrol acai berry breNNsluTöflur 60 hylki

2.498

kr pk

áður 2998 kr

500 kr

afsláTTur!

www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8

fimmtudagurinn 13. júní 2013 • V�KURFRÉTTIR

HĂ ALEITISSKĂ“LI

n Ă sta Dagmar JĂłnsdĂłttir

ATVINNA UmsjĂłnarmaĂ°ur FrĂ­stundaskĂłlans og starfsmaĂ°ur skĂłla HĂĄaleitisskĂłli auglĂ˝sir starf umsjĂłnarmanns FrĂ­stundaskĂłlans laust til umsĂłknar frĂĄ 15. ĂĄgĂşst nk. 50% starf. FrĂ­stundaskĂłlinn býður upp ĂĄ samfellda dagskrĂĄ fyrir nemendur Ă­ 1.-4. bekk eftir skĂłla til kl. 16:00. StarfssviĂ° UmsjĂłnarmaĂ°ur frĂ­stundaskĂłlans ber ĂĄbyrgĂ° ĂĄ og stjĂłrnar starfsemi FrĂ­stundaskĂłlans Ă­ samrĂĄĂ°i viĂ° skĂłlastjĂłra. Menntunar- og hĂŚfniskrĂśfur: Uppeldismenntun ĂŚskileg, skipulagshĂŚďŹ leikar, góð mannleg samskipti, góð tĂślvukunnĂĄtta ĂŚskileg HĂĄaleitisskĂłli auglĂ˝sir eftir starfsmanni skĂłla/stuĂ°ningsfulltrĂşa Ă­ 50-70% starf. StarfssviĂ° Starfar meĂ° nemendum innan og utan kennslustofu. Menntun og hĂŚfni: Reynsla eĂ°a menntun sem nĂ˝tist Ă­ starďŹ ĂŚskileg, hĂŚfni Ă­ mannlegum samskiptum. UpplĂ˝singar gefur Ă sgerĂ°ur ĂžorgeirsdĂłttir skĂłlastjĂłri Ă­ sĂ­ma: 863-2426 eĂ°a ĂĄ netfangiĂ°: asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is og Anna S. GuĂ°mundsdĂłttir aĂ°stoĂ°arskĂłlastjĂłri Ă­ sĂ­ma: 694-5689 eĂ°a ĂĄ netfangiĂ°: anna.s.gudmundsdottir@haaleitisskĂłli.is SĂŚkja skal um starďŹ Ă° ĂĄ vef ReykjanesbĂŚjar http://www.reykjanesber.is/stjĂłrnkerďŹ /laus-storf. UmsĂłknarfrestur er til 27. jĂşnĂ­.

NJARĂ?VĂ?KURSKĂ“LI ATVINNA SkĂłlaritari Ăłskast til starfa viĂ° NjarĂ°vĂ­kurskĂłla. StarfssviĂ°: Ëž ÄœĂ—Ă?Ă ĹŠĂœĂ&#x;Ă˜ ÙÑ ×ŇʾËÕË Ă Ă“Ć’Ă?Ă•Ă“ĂšĂžĂ‹Ă Ă“Ă˜Ă‹ Ëž Ă•ĂœĂĽĂ˜Ă“Ă˜Ă‘ Ă&#x;ÚÚÖƇĂ?Ă“Ă˜Ă‘Ă‹ ÙÑ ×ŇʾËÕË Ă?ĂœĂ“Ă˜ĂŽĂ‹ Ëž Ă?Ă˜ĂžĂ™Ăœ ÙÑ Ƈ×ÓĂ? ÞŊÖà Ă&#x;Ă Ă“Ă˜Ă˜Ă?Ă–Ă‹ Ëž Ă•Ĺ‡Ă–Ă‹ĂœĂ“ĂžĂ‹ĂœĂ“ Ă?Ăœ Ă&#x;Ă—Ă?Ă”Ĺ‡Ă˜Ă‹ĂœĂ—Ă‹Ć’Ă&#x;Ăœ Ă?Ă•ĂœĂ“Ă?Ă?ÞÙĂ?Ă&#x; Ă?Ă•Ĺ‡Ă–Ă‹Ă˜Ă? ÙÑ stĂ˝rir starfsemi hennar. Menntunar- og hĂŚfniskrĂśfur: Ëž ÞŴÎĂ?Ă˜ĂžĂ?ĂšĂœĹ‡Ă? Ă?Ć’Ă‹ Ă?Ă‹Ă—ĂŒĂ´ĂœĂ“Ă–Ă?Ă‘ Ă—Ă?Ă˜Ă˜ĂžĂ&#x;Ă˜ Ëž ĂœĂ‹ʨĂ?Ăž Ă?Ăœ Ă‘Ĺ‡Ć’ĂœĂ‹Ăœ ĂžĂ&#x;Ă˜Ă‘Ă&#x;Ă—ĂĽĂ–Ă‹Ă•Ă&#x;Ă˜Ă˜ĂĽĘľĂ&#x; (enska og danska) Ëž ĂœĂ‹ʨĂ?Ăž Ă?Ăœ Ă‘Ĺ‡Ć’ĂœĂ‹Ăœ ÞŊÖà Ă&#x;Ă•Ă&#x;Ă˜Ă˜ĂĽĘľĂ&#x; Ă‹Ă&#x;Ă• Ć“Ă?Ă•Ă•Ă“Ă˜Ă‘Ă‹Ăœ ĂĄ skĂ˝rslugerĂ° Ëž Ă•Ă“ĂšĂ&#x;Ă–Ă‹Ă‘Ă˜Ă“ ÙÑ Ă?ÔüÖĂ?Ă?ÞôƒÓ Äœ Ă Ă“Ă˜Ă˜Ă&#x;ĂŒĂœĹŠĂ‘Ć’Ă&#x;Ă— Ëž Ňƒ Ă’Ă´Ă?Ă˜Ă“ Äœ Ă—Ă‹Ă˜Ă˜Ă–Ă?Ă‘Ă&#x;Ă— Ă?Ă‹Ă—Ă?ÕÓÚÞĂ&#x;Ă— SĂŚkja skal um starďŹ Ă° ĂĄ vef ReykjanesbĂŚjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerďŹ /laus-storf, Ă&#x;Ă—Ă?Ĺ‡Ă•Ă˜Ă‹ĂœĂ?ĂœĂ?Ă?ĂžĂ&#x;Ăœ Ă?Ăœ ÞÓÖ ͓͘˛ Ă”Ĺ´Ă˜Äœ UpplĂ˝singar gefur Ă sgerĂ°ur ĂžorgeirsdĂłttir skĂłlastjĂłri Ă­ s. 863-2426 eĂ°a ĂĄ netfangiĂ°: asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is. NĂĄnar um skĂłlann ĂĄ njardvikurskoli.is

MĂĄlar frĂŚga fĂłlkiĂ° - MyndlistarĂĄhuginn kviknaĂ°i Ă­ vondu veĂ°ri

Ă

sta Dagmar JĂłnsdĂłttir hefur undanfarin ĂĄr dundaĂ° sĂŠr viĂ° ĂžaĂ° aĂ° mĂĄla Ă­ f rĂ­stundum sĂ­num.HĂşnsĂłtti myndlistartĂ­ma Ă­ FjĂślbrautaskĂłla SuĂ°urnesja ĂĄ sĂ­num tĂ­ma en annars segir hĂşn sjĂĄlf aĂ° vefsĂ­Ă°an youtube sĂŠ ansi góður kennari. „Ég byrjaĂ°i aĂ° mĂĄla fyrst ĂĄriĂ° 2010. ĂžaĂ° var vont veĂ°ur Ăşti svo ĂŠg ĂĄkvaĂ° aĂ° prufa aĂ° mĂĄla mynd sem ĂŠg var bĂşin aĂ° vera meĂ° hugmynd af Ă­ hausnum lengi. HĂşn heppnaĂ°ist Ăžokkalega

og Þå kviknaĂ°i ĂĄhuginn,“ segir hin 23 ĂĄra gamla KeflavĂ­kurmĂŚr. HĂşn segir listina vera ĂĄhugamĂĄl en hĂşn var aĂ° eigin sĂśgn aldrei neitt sĂŠrstaklega góð aĂ° teikna sem barn. Samt hafi hĂşn Þó veriĂ° dugleg viĂ° ĂžaĂ° aĂ° krota. „Ég er Ă­ raun ekki góð aĂ° teikna enn Ăžann dag Ă­ dag. ĂžaĂ° tekur mig yfirleitt langan tĂ­ma aĂ° teikna upp myndirnar en mĂŠr hefur alltaf Þótt ĂžaĂ° mjĂśg gaman og geri mikiĂ° af ĂžvĂ­, krassa eitthvaĂ° meĂ°an ĂŠg horfi ĂĄ sjĂłnvarpiĂ° og svona.“ AĂ°allega fĂŚst Ă sta viĂ° ĂžaĂ° aĂ° mĂĄla portrett myndir af frĂŚgu fĂłlki. Þå sĂŠr Ă­ lagi tĂłnlistar - og Ă­ĂžrĂłttamĂśnnum. HĂşn segist grĂ­pa Ă­ pensil-

inn Ăžegar andinn komi yfir hana. „Ég dett svona Ă­ og Ăşr gĂ­r. Stundum mĂĄla ĂŠg mikiĂ° og stundum nenni ĂŠg ĂžvĂ­ alls ekki,“ segir Ă sta. HĂşn er nĂş bĂşsett Ă­ KĂłpavogi en hĂşn vinnur hjĂĄ ReykjavĂ­k Excursions Ăžar sem hĂşn safnar sĂŠr pening fyrir nĂĄmi. Hana langar Þå helst Ă­ grafĂ­ska hĂśnnun, teiknimyndagerĂ° eĂ°a einhversskonar margmiĂ°lun. Ă sta segist hafa fengiĂ° nokkur viĂ°brĂśgĂ° viĂ° myndunum sĂ­num en hĂşn hefur birt flestar Ăžeirra ĂĄ facebook samskiptavefnum. HĂşn kann vel aĂ° meta ĂžaĂ° aĂ° fĂłlki lĂ­ki ĂžaĂ° sem hĂşn er aĂ° fĂĄst viĂ°. Ăžegar blaĂ°amaĂ°ur spyr svo hvort myndirnar sĂŠu til sĂślu Þå virĂ°ist eftirspurnin vera mikil. Flestar myndir sem hĂşn hefur mĂĄlaĂ° hafa veriĂ° seldar til Ăžessa. SĂş nĂ˝jasta sem er af kĂśrfuboltasnillingnum Michael Jordan er svo Ăžegar frĂĄtekin.


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 1 6 4 0

Mercedes-Benz E-Class 200 CDI Saloon (136 hestöfl) með 7 þrepa sjálfskiptingu og radarstýrðri árekstrarvörn. Verð frá 8.370.000 kr.

Stjörnufans í Reykjanesbæ Komdu og skoðaðu stjörnurnar frá Mercedes-Benz hjá K. Steinarssyni föstudaginn 14. júní kl. 11–18 Frumsýndur verður nýr Mercedes-Benz E-Class. Meðal annarra bíla sem verða á sýningunni má nefna nýjan A-Class, bíl ársins 2013 á Íslandi, B-Class sem býður upp á einstakt aðgengi, fjórhjóladrifsbílana GLK-Class og glæsilega lúxusjeppann Mercedes-Benz M-Class. Komdu og reynsluaktu, við tökum vel á móti þér. Veitingar í boði.

Holtsgötu 52 · Reykjanesbæ Sími 420 5000 · ksteinarsson.is

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi


10

fimmtudagurinn 13. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

SMÁAUGLÝSINGAR 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

TIL LEIGU Stúdeó íbúð til leigu í Innri Njarðvík. Aðeins reyklaust og íslenskumælandi koma til greina. Uppl. í síma 848 5656 452 5497

ÓSKAST Óska eftir íbúð Mæðgin með 1 kisu vantar 3 herbergja íbúð í Keflavík/Njarðvík sem fyrst. Er reglusöm og skilvís. S:845 1800 Óskum eftir íbúð Óskum eftir íbúð með 3 svefnherbergjum. Öruggar greiðslur,meðmæli. Keflavík eða Njarðvík. 100 % leigjendur. uppl 848 9068

SPÁKONA Spákona Nútíð,framtíð spámiðlun góð reynsla tímapantanir í síma 8619443

ALLAR ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR OG SMÁTJÓN FRÁBÆRT VERÐ Á SMURÞJÓNUSTU

Iðavellir 9c - 230 Reykjanesbæ - 421 7979

www.bilarogpartar.is

Dyrasímakerfi, sjónvarpskerfi, netkerfi, brunakerfi, töfluskipti ogöll almenn raflagnavinna.

n Motorcross

Vilja motorcrossakstur af götum bæjarins

Tilboð/tímavinna S. 615 2552 www.rafkompani.is

TIL SÖLU Íbúð til sölu 3.herbergja íbúð í lyftuhúsi fyrir 60+ Nánari uppl. hjá Guðlaugi í síma 863 0100

VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN

m.vf.is

15% * afsmlápatkktniungrum Af öllu

* Gildir út

júní 2013

N

okkuð hefur verið um innanbæjarakstur á motorcrosshjólum í Reykjanesbæ að undanförnu. Tvö slys hafa orðið þar sem ungir ökumenn á motorcrosshjólum hafa slasast við akstur innanbæjar. Jóhannes Sveinbjörnsson, sem séð hefur um motorcrossbrautina í Sólbrekkum, í útjaðri Reykjanesbæjar, hefur áhyggjur af stöðunni. Hann hefur því ákveðið að bjóða öllum motorcross og Enduroökumönnum að mæta í brautina í Sólbrekku á miðvikudögum kl. 17. Um opinn tíma er að ræða í boði VÍR þar sem motorcross og Enduro ökumenn geta komið og æft sig án endurgjalds, ef þeir eru

meðlimir VÍR. „Eftir að ég flutti aftur í InnriNjarðvík þá hef ég orðið vitni af ofsaakstri unglinga á þessum tækjum innanbæjar. Núna hafa tvö slys átt sér stað og nauðsynlegt að bregðast við,“ segir Jóhannes í samtali við Víkurfréttir. Hann vonast til að sjá sem flesta mæta í þessa opnu tíma á miðvikudögum. „Það er ekki nóg hjá foreldrum að gefa krökkunum sínum crossara og fylgja því svo ekki eftir. Það er stórhættulegt að hjóla innanbæjar og ég vil stuðla að því að því að ungir og upprennandi ökumenn geti hjólað í öruggu umhverfi.“ Enduromót er f ramund an í brautinni í Sólbrekku og fer það

fram 22. júní næstkomandi. Þar verður keppt í Enduro þolkeppni. Margir frábærir motorhjólskappar eru frá Suðurnesjum en íþróttin hefur verið að dala hér á svæðinu að undanförnu að sögn Jóhannesar. Hann vonast til að ungir og efnilegir motorcrosskappar nýti sér það tækifæri að mæta í opinn tíma á miðvikudögum. Jóhannes, sem sjálfur er þrautreyndur keppnismaður í íþróttinni, ætlar þar að vera ungum strákum og stúlkum innan handar og leiðbeina þeim í íþróttinni. Nánari upplýsingar veitir Jóhannes í tölvupósi á joikef@gmail.com.

Styrktarmót í Leiru TEAM AUÐUR boðar til opins golfmóts til minningar um kylfinginn og félaga í GS Auði J. Árnadóttur sem lést af völdum krabbameins í desember sl. Mótið verður haldið hjá Golfklúbbi Suðurnesja í Leiru fimmtudaginn 20. júní nk. kl 17.00. Ræst verður út á öllum teigum á sama tíma og keppnisfyrirkomulag verður punktakeppni. TEAM AUÐUR er hlaupahópur sem dætur Auðar og vinkonur þeirra stofnuðu með það að markmiði að styrkja Ljósið og krabbameinslækningadeild Landsspítala 11E m.a. með framlögum fyrirtækja sem auglýsa à bolum hlaupahópsins, áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu og innkomu af golfmótinu. Söfnunin hefur gengið vonum framar og nú kylfingar góðir er bara að mæta í golfmótið hafa gaman af og styrkja gott málefni.

Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum stuðninginn: Glerborg - Voot beita - Fiskval - Bústoð - Skóbúðin - Spíral - Kaffitár - UPS K&G ehf - Merkiprent - Art-húsið - Skólamatur - Hitaveitan - Papco Sporthúsið - Snyrti Gallerý - Metabolic - Nettó - Víkurfréttir

Reikn. 0142-05-071277 Kt: 470513-2250


ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGSKRÁ 2013 Skemmtidagskrá Sönghópur Suðurnesja Bryn Ballett Akademían Bestu vinir í bænum Söngskóli Bríetar Sunnu Kl. 12:15

Ávaxtakarfan

Rúta frá Skátahúsinu Hringbraut í Njarðvíkurkirkju, Innri-Njarðvík.

Guðbrandur Einarsson og börn

Kl. 12:30

Vox Felix

Guðsþjónusta í Njarðvíkurkirkju, Innri-Njarðvík Séra Baldur Rafn Sigurðsson.

Valdimar Guðmundsson

Kl. 13:15 Rúta frá Njarðvíkurkirkju, Innri-Njarðvík að Skátahúsinu við Hringbraut. Kl. 13:30 Skrúðganga undir stjórn skáta leggur af stað frá

Leikfélag Keflavíkur

Kaffisala Kl. 14:30 Kaffisala Kvenfélags Keflavíkur í Hvammi við Suðurgötu Kl. 14:00 – 17:00 Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í Myllubakkaskóla. Kl. 14:00 -17:00 Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í Njarðvíkurskóla.

DansKompaní og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Úrslit í ljósmyndasamkeppni Bókasafnsins og Ljósops frá Barnahátíð kynnt og verðlaun veitt. Gjafir afhentar fyrir innsend póstkort frá Barnahátíð. Kl. 14:00 – 16:00 Ráðhúsið opið - Nýtt andlit Reykjanesbæjar Velkomin að skoða nýtt aðsetur þjónustuvers og bókasafns Reykjanesbæjar. Gengið inn frá Tjarnargötu.

Söfn og sýningar Kl. 11:00 - 18:00 Víkingaheimar Munið sendiherrakortin, Munið sendiherrakortin, ókeypis fyrir börn Örlög guðanna: Norræn goðafræði, hljóðleiðsögn. Landnám á Íslandi: Merkar fornleifar af Suðurnesjum. Víkingar N-Atlantshafsins: Siglingar og landnám norrænna manna.

Skátahúsinu við Hringbraut. Lúðrasveit Tónlistarskólans leiðir gönguna. Dansatriði frá DansKompaní fyrir skrúðgöngu.

Skrúðgarður kl. 14:00 – 17:30 Hátíðardagskrá Þjóðfáninn dreginn að húni: Sólveig Þórðardóttir, ljósmóðir Þjóðsöngurinn: Kór Keflavíkurkirkju Setning: Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar Ávarp fjallkonu: Aníta Eva Viðarsdóttir, nýstúdent Ræða dagsins: Páll Ketilsson, ritstjóri

Íslendingur: Skipið sem sigldi til Ameríku árið 2000. Söguslóðir á Íslandi: Kynning á helstu söguslóðum Íslands. Kl. 13:00 - 17:00 Duushús, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Listasafn: Málverkasýningin „Við geigvænan mar“ Bátasafn: Bátafloti Gríms Karlssonar Byggðasafn: Sjóminjasýningin „Á Vertíð“ Bíósalur: Sjóminjasýningin „Pabbi minn er róinn“ Anddyri: Brúðusýningin „Móðir, kona, meyja.


STUÐ Á

KEFLAVÍK MUSIC FESTIVAL

Ásgeir Trausti opnaði hátíðina Tinie Tempah lék á allsoddi í Reykjaneshöllinni

Bent nálgast...


Óli Geir

Hressleikinn var allsráðandi á skemmtistöðum bæjarins

„Ég er umdeildur og veit af því“ F

Rándýrt „prógram“ hjá Frikka Dór

átt hefur verið meira rætt að undanförnu en tónlistarhátíðina Keflavík Music Festival sem fram fór um liðna helgi í Reykjanesbæ. Uppi varð fótur og fit þegar ýmislegt fór úrskeiðis á fyrsta degi hatíðarinnar og í kjölfarið hætti nokkur fjöldi listamanna við að koma fram á hátíðinni. Skipuleggjendur KMF, þeir Ólafur Geir Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson voru milli tannanna á fólki síðan á fimmtudag þegar hátíðin hófst, en þeir hafa opinberlega beðist afsökunnar á því sem miður fór. Óli Geir lét svo loks í sér heyra á samskiptamiðlinum facebook á mánudag en þar sagði hann helgina þá erfiðustu sem hann hafi upplifað. „Hér er ég, ber höfuðið hátt. Það eru til tvær hliðar af öllu en á meðan hátíðinni stóð yfir þá fannst mér þögnin vera best. Eftir margra mánaða undirbúning þá er erfiðustu helgi lífs míns lokið. Ég er nú á margra vörum og allir virðist vita best, sérstaklega þeir sem mættu ekki á Keflavík Music Festival 2013,“ segir Óli Geir á facebooksíðu sinni. Fólk orðljótt á netinu Óli Geir er hvað sárastur yfir því hve orðljótt fólk hafi verið á netinu í hans garð en hann segist lesa allar þær athugasemdir sem snúa að honum og hátíðinni. „Það sem særir mig mest er hversu orðljótt fólk getur verið bakvið tölvuskjáinn. Sumir

halda virkilega að kommentin þeirra séu mér ósýnileg, ég les þau öll. Ég er með breitt bak, læt þetta ekki bögga mig því ég veit betur.“ Á skrifum Óla Geir er ljóst að hann gerir sér grein fyrir því að hann sé umdeildur. Hann segir að ef um einhverja aðra skipuleggjendur hafi verið að ræða þá hefði umfjöllunun í fjölmiðlum og samskiptavefjum ekki farið fram á þennan hátt. „Ég er umdeildur og veit af því, veit líka að ef einhver annar hefði verið að halda þessa hátíð og þessir sömu hlutir hefðu klikkað þá hefði þessi umfjöllun aldrei farið í gang. Ég fann fyrir því allan tímann að margir þarna úti voru að bíða eftir að eitthvað myndi klikka, enda mikill og stór viðburður sem við settum upp, aðeins tveir að verki.“ Að lokum þakkar Óli Geir þann stuðning sem honum var veittur og þá sérstaklega þeim sem sóttu hátíðina. Hátt í 400 manns hafa líkað við skrif Óla Geirs og þeir sem hafa skrifað athugasemdir hafa jákvæða hluti að segja varðandi hátíðina. „Ég vil þakka öllum þeim sem sóttu hátíðina og ekki síður fyrir þá hegðun og umgegni sem átti sér stað. Ég er virkilega þakklátur fyrir þau hlýju orð sem ég hef fengið í innhólfið mitt, það er gott að eiga góða að.“

JEPPADEKK

driving emotion

Rúðuvökvi

☎ 544 5000 ☎ 565 2121 ☎ 568 2035 ☎ 421 1399 ☎ 482 2722

– UMBOÐSMENN UM L AND ALLT –


14

fimmtudagurinn 13. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Heimakær skemmtikraftur

Langar að vinna við að syngja, skemmta mér og gleðja

Mér fannst tónlist ekki vera eitthvað sem maður ætti að leggja fyrir sig. En eftir að ég kom hingað og kynntist tónlistinni hérna þá hef ég fengið að blómstra.

- Smellpassaði í tónlistarlegan suðupott í Reykjanesbæ

D

íana Lind Monzon fékk á dögunum hvatningarverðlaun frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en hún segist sjálf hreinlega ekki getað verið án tónlistar í sínu lífi. Hún hefur fengið að blómstra í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en hún segist aldrei vera glaðari en þegar hún er að syngja og spila. Hún vinnur nú að sálarplötu og hefur fundið sína hillu í lífinu. Íslandsbanki hefur undanfarin 8 ár veitt hvatningarverðlaun þeim nemanda sem hefur skarað framúr á einhvern hátt og á framtíð fyrir sér á tónlistarsviðinu. Að þessu sinni hlaut Díana Lind, nemandi í klassískum gítarleik, jass-söng og jass-píanóleik verðlaunin. Afhenti Sighvatur Gunnarsson henni viðurkenningu af þessu tilefni. Íslandsbanki mun greiða skólagjöld hennar í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar næsta ár. Tónlistaráhuginn kviknaði snemma en Díana man eftir sér dansandi við tónlist Michael Jackson sem barn en hún var farin að syngja sig sjálfa í svefn sem ungabarn. Díana ólst upp í miðbænum í Reykjavík en hún byrjaði að læra á gítar þegar hún var 12 ára gömul. Söngurinn var alltaf hluti af henni en hún hafði hann svona meira út af fyrir sig. Hún fluttist til Suðurnesja árið 2010 en þar skráði hún sig til náms í Keili á Ásbrú þar sem hún lauk svo stúdentsprófi. Hún missti fljótlega vinnuna eftir að hún fluttist hingað en hún fór þá að sækja í aðstöðuna sem staðsett er í Virkjun á Ásbrú. Þar fann hún sig vel á ýmsum

námskeiðum og lofar starfsemina í hástert. Eftir að hafa dvalið löngum stundum í Virkjun bauðst henni starf hjá Vinnumálastofnun. Skömmu síðar hafði Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskólans samband og spurði hvort hún vildi ekki koma og prófa að kenna við skólann en hún hafði þá nýlega hafið nám þar. „Þannig að ég var þarna komin með sumarog haustvinnu skömmu eftir að ég missti vinnuna í Reykjavík,“ segir Díana en hún hóf að kenna 1. og 2. bekk tónlist í Akurskóla um haustið. „Ég hafði ekki hugmynd um það að ég væri fær um að vera kennari fyrr en ég prófaði þetta. Ég er ótrúlega þakklát að þau hjá Tónlistarskólanum hafi í raun séð þetta í mér, þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt.“ Tekið opnum örmum frá fyrsta degi Áður hafði Díönu ekki fundist tónlist vera praktísk. Hún taldi að maður ætti að læra að smíða eða telja peninga. Eitthvað sem gæti nýst í lífinu. Þau viðhorf hennar hafa nú breyst. Hún átti sjálf alltaf erfitt með að ákveða hvað hún ætlaði að læra þrátt fyrir að vera afbragðs námsmaður. Hún kláraði stúdentsprófið frá Keili þar sem hún útskrifaðist sem semi-dúx. „Mér fannst tónlist ekki vera eitthvað sem maður ætti að leggja fyrir sig. En eftir að ég kom hingað og kynntist tónlistinni hérna þá hef ég fengið að blómstra. Mér var tekið opnum örmum frá fyrsta degi.“

Er ómöguleg án tónlistar Sjálf hætti Díana tónlistarnámi 16 ára en sá aldur er að hennar sögn mesti brottfallsaldur í tónlist. Hún hætti hins vegar ekki að spila á gítarinn en tónlistin hefur einstök áhrif á skapgerð hennar. „Þegar ég syng og spila, þá er ég glöð. Það er oft sagt við mig þegar ég er orðin eitthvað stirð í skapinu. „Díana mín, viltu ekki aðeins fara að spila og syngja.“ Sem barn hlustaði hún á MTV og Michael Jackson allan liðlangan daginn. „Ég hef alltaf þurft á tónlist að halda. Þetta er eins og að anda fyrir mig, ég er ekkert ég ef ég er ekki í tónlist.“ Tveimur árum áður en Díana flutt-

ist til Reykjanesbæjar hafði hún tekið gítarinn upp aftur og hafið tónlistarnám að nýju. „Ég tók upp þráðinn þar sem frá var horfið. Ég las ennþá nótur og hafði í raun ekki tapað miklu frá því að ég hætti í náminu 10 árum áður,“ segir Díana. Hún sá fram á það að geta ekki sótt nám sitt í Reykjavík og hafði því samband við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. „Mér var hleypt inn og síðan hef ég eiginlega verið húsgagn þar.“ Nú einbeitir Díana sér að eigin námi en hún er að læra tónlistarkennarann í FÍH. Tónlistarlegur suðupottur í Reykjanesbæ Hún segist sjá framtíð sína í Reykjanesbæ og sérstaklega í tónlistinni. „Ég get eiginlega ekki ímyndað mér að vera annars staðar. Ég er að fá tækifæri hérna sem ég var ekki að fá í Reykjavík. Hér er mikill metnaður og áhugi og það eru ekki allir tónlistarskólar sem bjóða upp á rokk, djass og blús,“ en Díana hrífst af fjölbreytileikanum í náminu við Tónlistaskóla Reykjanesbæjar. Sjálf var hún að læra klassík, bæði á gítar og í söng í Reykjavík. „Þegar ég kom hingað þá fann ég mig í einhverjum tónlistarlegum suðupotti sem ég smellpassaði í.“ Er svo mikil þversögn - Jing og Jang Díana segir mikil forréttindi að fá að taka þátt í bæjarlífinu með þessum hætti en hún fer víða með tónlistarskólanum og spilar og syngur. En hefur hún mikla þörf fyrir það að koma fram og skemmta fólki? „Ég er svo mikil þversögn. Alveg jing og jang. Þegar ég er á sviði þá kviknar á einhverju ljósi inní mér og ég brosi út að

eyrum. En þegar ég er heima þá finnst mér það voðalega notalegt. Þannig að það mætti segja að ég sé heimakær skemmtikraftur.“ Hún segir að það að vera með öðrum og spila tónlist gefi henni mikið og þá kann hún virkilega að meta þann samhjóð sem myndast. Um þessar myndir er Díana að vinna að plötu með lögum sem hún hefur verið að semja síðustu 10 ár eða svo. Platan verður með sálarívafi en nokkur tökulög verða í nýjum búningi á plötunni í bland við frumsamda efnið. „Fólk hefur svo gaman af því að heyra í mér. Það er fínt að það geti hlustað líka þegar ég vil bara vera heima hjá mér,“ segir Díana og hlær. Hún segist vera spennt fyrir plötunni sem hún vinnur að með Kristjáni Hafsteinssyni vini sínum. Hún segist semja mikið af sínum lögum á Reykjanesbrautinni en þar kemur hún miklu í verk. „Ég hef lært spænsku á Reykjanesbrautinni, hlustað á Hobbitann ásamt því að semja lög.“ Er á réttri braut „Þegar ég fékk hvatningarverðlaunin þá fannst mér eins og það væri verið að segja við mig „þú ert á réttri braut og við viljum að þú haldir áfram.“ Ég finn að ég er að gera það sem ég á að vera að gera. Ég er bara nýbúin að taka þá ákvörðun að tónlistin sé málið,“ segir Díana sem er að læra að verða tónlistarkennari í FÍH. „Bróðir minn sagði að ég ætti að verða lögfræðingur því ég á auðvelt með bóknám. En mig langar ekki að vinna við að vera reið og rífast og skammast. Mig langar að vinna við að syngja, skemmta mér og gleðja,“ sagði Díana hlæjandi að lokum.


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. júní 2013

Undirbúningur á fullu fyrir Ljósanótt

Ástkær faðir okkar, sonur, stjúpsonur og bróðir,

Róbert James Abbey, Kirkjubraut 30, Njarðvík, lést sunnudaginn 2. júní. Útförin verður frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 14. júní kl.13:00

Daníel James Róbertsson, Mikael Davíð Róbertsson, Kristófer Hans Róbertsson, Róbert Gabríel Róbertsson, Aaron Úlfar Róbertsson, Emma Sara Róbertsdóttir, Júlíana Pétursdóttir, David James Abbey. og aðrir aðstandendur.

M

örg verkefni eru í undirbúningi fyrir næstu Ljósanótt í Reykjanesbæ að því er fram kemur í síðustu fundargerð Mennningarráðs. Ráðið hvetur til þess að leitað verði til Unglingaráðs körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur um umsjón með sölutjöldum og til Félags myndlistarmanna um umsjón á hvandverkstjöldum. Vonast er til að fyrirtæki á svæðinu hafi tök á því að koma að fjáramögnun hátíðarinnar eins og verið hefur undanfarin ár og félagasamtök í bænum gætu komið að sem sjálfboðaliðar. Ráðið hvetur alla aðila sem hafa áhuga hafa á að koma að Ljósanótt að hafa samband í gegnum ljosanott@ljosanott.is

Guðleifur Guðmundsson,

Ástkær sambýlismaður, faðir og fósturfaðir,

Róbert James Abbey, Freyjugötu 18, Sauðárkróki, lést á heimili sínu. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 14. júní kl. 13:00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Heilaheill.

Oddný Björnsdóttir, Róbert Gabríel Róbertsson Abbey, Aaron Úlfar Róbertsson Abbey, Emma Sara Róbertsdóttir Abbey, Þórdís María, Eva Rós, Rebecca Michelle, og aðrir aðstandendur.

Allt í veiðina á frábæru verði Opið frá kl. 13:00 - 20:00 alla daga

Atvinna í boði Flugukofinn leitar af starfsmanni í sumarvinnu. Hæfniskröfur: Áhugi og reynsla af veiði. Allar upplýsingar á staðnum eða í síma 775 3400.

G Loomis vörur á

40-60% afslætti meðan birgðir endast.

Viðurkenndur Sage söluaðili

Rio línur í öllum tegundum Mikið úrval af flugum

Vöðlutilboð kr. 29.900,- með skóm

Flugukofinn

Abu Garcia spúnar Allt fyrir makrílveiðina

Icelandic Fly Tying

G lommis vöðlur Verð áður 81.490 kr.

Verð nú 39.900 kr.


16

fimmtudagurinn 13. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA EHF Óskar eftir að ráða pípulagningarmeistara, svein eða mann vanan pípulögnum sem fyrst. Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið: lagnaths@simnet.is

Instagram

VF

ÁSGEIR TRAUSTI Í KVENNAFANS Að sjálfsögðu voru Suðurnesjamenn duglegir að merkja myndir frá KMF en auk þess hefur fjöldi fallegra mynda borist til okkar á #vikurfrettir. Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim sem hafa vakið athygli okkar en í næstu viku munum við velja sigurmynd sem hlýtur að launum glæsileg verðlaun. Ef þú ert með góða mynd í símanum og hefur gleymt að merkja hana, drífðu þá í því að setja hashtagið #vikurfrettir.

Magnús gladdi strákana með pizzaveislu Þ

að eru ýmsar agareglur sem knattspyrnulið setja sér. Liðsmenn Keflavíkur eru þar engir eftirbátar. Magnús Þórir Matthíasson brást félögum sínum í leik gegn Fram á mánudag þegar hann fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa stjakað við Jordan Halsman, leikmanni Fram. Magnús Þórir þurfti að taka út sína refsingu á þriðjudag. „Ef leikmenn lenda í banni, fá rautt spjald eða uppsöfnuð gul spjöld þá þurfa þeir að koma með bakkelsi, pizzaveislu, grilla ofan í liðið eða eitthvað í þá áttina,“ segir Frans Elvarsson í samtali við Víkurfréttir. Magnús mætti með pizzaveislu fyrir leikmenn Keflavíkur sem gæddu sér kátir á Domino’s pizzum. „Þegar leikmenn eiga afmæli þá eiga þeir líka að koma með bakkelsi á æfingu,“ bætir Frans við en Sigurbergur Elísson átti afmæli í gær og kom því með köku á æfingu. Það var því sannarlega veisla á æfingu Keflvíkinga á þriðjudag.

Biskup Íslands í Grindavík

B

iskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir hefur vísiterað söfnuði í Kjalarnessprófastsdæmi að undanförnu. Biskup var í Grindavík föstudaginn 7. júní og sunnudaginn 9. júní. Biskup vísiteraði önnur sveitarfélög á Suðurnesjum fyrr í vor. Agnes kom víða við í Grindavík, heimsótti leikskóla og Víðihlíð og þá var messa í gær þar sem biskupinn predikaði og sr. Elínborg Gísladóttir þjónaði fyrir altari.

LOKAÐ Í SUMAR Fæðingarhluta Ljósmæðravaktar HSS verður lokað í sumar frá og með 15. júni til mánudags 29. júlí 2013. Mæðravernd verður opin virka daga frá kl. 8:00 - 16:00. Barnshafandi konum sem þurfa aðstoð fyrir utan hefðbundna mæðravernd er bent á vaktþjónustu HSS eða kvennadeild Landspítalans.

tillaga að starfsleyfi FYRIR SÍLDARVINNSLUNA HF. Í HELGUVÍK

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Síldarvinnsluna hf. Rekstraraðili áformar að framleiða fiskimjöl og lýsi úr allt að 1200 tonnum hráefnis á sólarhring. Um er að ræða endurnýjun leyfis fyrir starfsemi sem er staðsett er í Helguvík, Stakksbraut 5, Reykjanesbæ. Hámarksvinnsla fer úr 900 tonnum hráefnis á ári í 1200 tonn, sem var tilkynnt til Skipulagsstofnunar. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að þessi afkastaukning fiskimjölsverksmiðjunnar sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Byggt var á þessum úrskurði við umsókn rekstraraðila um starfsleyfi. Starfsleyfistillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, á tímabilinu 3. júní til 29. júlí 2013. MUNDU EFTIR AÐ MERKJA MYNDIRNAR ÞÍNAR Á INSTAGRAM

Einnig má sjá starfsleyfistillögu ásamt fylgigögnum á vef Umhverfisstofnunar, umhverfisstofnun.is undir liðnum “starfsleyfi í auglýsingu”.

Akureyri - Egilsstaðir - Hella - Ísafjörður - Mývatn Patreksfjörður - Reykjavík - Snæfellsnes - Vestmannaeyjar


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. júní 2013

Miklu meira en nóg til af orku fyrir álver í Helguvík Höf: Guðmundur Pétursson, formaður Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum

M

ikið hefur verið fjallað um álver í Helguvík í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum að undanförnu. Slíkt er eðlilegt þegar um er að ræða mikilvægustu nýframkvæmd til eflingar atvinnulífs og þjóðartekna hér á landi á næstu árum. Talsverð umræða hefur spunnist um orku til álversins og sumir hafa jafnvel haldið því fram að næg orka sé ekki fyrir hendi. Sú fullyrðing stenst engan veginn. Álver í Helguvík, sem framleiðir 180.000 tonn á ári, notar um 300 MW af orku. Eins og forstjóri HS Orku hefur bent á, liggja um 100 - 200 MW af orku ónýtt í kerfinu. Hér er átt við orku sem viðkomandi orkufyrirtæki geta selt strax án nokkurra nýrra fjárfestinga. Ef við göngum út frá því að um 150 MW séu þegar á lausu, þarf því einungis önnur 150 MW til viðbótar til að koma álverinu í gang. Helmingur af orkunni er sem sagt til reiðu full-

virkjaður - orku sem getur skapað þjóðarbúinu milljarða tekjur á hverju ári í stað þess að renna ónýtt til sjávar eða gufa ónýtt upp í andrúmsloftið. Samkvæmt fyrirliggjandi útgáfu af rammaáætlun samsvara þau 150 MW sem á vantar um 20% virkjanlegrar orku í nýtingarflokki á Suðurlandi. Sé horft á nýtingarflokkinn og biðflokkinn sem eina heild eru þetta um 11% virkjanlegrar orku á Suðurlandi. Þess má geta að auk nýrra virkjana er verið að skoða ýmsa möguleika til stækkunar núverandi virkjana. Til dæmis er fyrirhugað að stækka Reykjanesvirkjun um 70-80 MW eða sem nemur helmingi þess sem upp á vantar. Þar stendur 50MW túrbína inni á gólfi og bíður þess að fara að framleiða gjaldeyri. Mikilvægt er að undirstrika að íslenskar orkulindir, eins og við höfum nýtt þær, eru endurnýjanlegar. Því er það svo að ef ákveðið er að hagkvæmt sé að virkja tiltekinn stað frá sjónarhóli nýtingar og umhverfis, hefur það enga þýðingu að bíða. Það er bara glatað tækifæri og glötuð verðmæti fyrir okkur sem búum í þessu landi og fyrir afkomendur okkar. Eins og formaður félags eldri borgara benti á, getum við ekki gefið niðjum okkar betri gjöf en skuldlaus orku-

ver sem leggja samfélaginu til verðmæti til góðrar afkomu og nýrrar atvinnusköpunar um langa framtíð. Flest bendir til þess að ágætis verð fáist fyrir orku til álversins í Helguvík. Fyrr á árum var orkuverði stillt upp sem aðdráttarafli gagnvart þeim sem vildu að reisa álver á Íslandi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú er staðan sú að menn eru reiðubúnir að leggja í slíka fjárfestingu hér á landi þrátt fyrir orkukostnaðinn. Ein meginástæða þess að fýsilegt þykir að reisa álver á Íslandi í dag er sú að hér er til fólk sem kann að hanna og byggja nútímaleg álver og fólk sem kann að reka álver betur en flestir aðrir. Hér á landi hefur m.ö.o. orðið til mjög verðmæt sérþekking á þessu sviði. Frá hnattrænum umhverfissjónarmiðum er margfalt umhverfisvænna að reisa álver á Íslandi en t.d. í Miðausturlöndum eða Kína þar sem mengandi jarðefnaeldsneyti er orkugjafinn. Hvergi í heiminum er ál framleitt á umhverfisvænni, öruggari og hagkvæmari hátt en hér á landi. Engin álver í heiminum nota hreinni orku en þau íslensku

og engin álver eru undir strangari kröfum um losun gróðurhúsalofttegunda en álverin íslensku. Bygging álvers í Helguvík og síðar reksturinn munu færa til landsins mikið magn af erlendum gjaldeyri og auka hagvöxt. Álverið mun blása nýju lífi í atvinnustarfsemi hér á Suðurnesjum og draga stórlega úr atvinnuleysi á svæðinu. Það mun einnig stuðla að endurheimt iðnaðar á Suðurnesjum s.s. vélsmiðja og rafverktaka, og efla starfsemi margs konar annarra verktaka- og þjónustufyrirtækja, bæði á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Bæði þessi svæði fá þannig gríðarlega innspýtingu með tilkomu álversins. Síðast en ekki síst mun álverið styðja við menntun á Suðurnesjum og tækifæri fólks með mismunandi bakgrunn til að fá vinnu við sitt hæfi. Samstaða er eitt af lykilorðum okkar hjá Samtökum atvinnurekenda á Suðurnesjum. Undir þeim formerkjum hvetjum við alla Suðurnesjamenn til að standa einhuga að þessu stóra hagsmunamáli sínu.


18

fimmtudagurinn 13. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR

Svífur um á bleiku skýi

- Viðburðarríkir sex mánuðir hjá Daníel Guðna Guðmundssyni

S

Nú er sumarlesturinn hafinn. Krakkar komið og hjálpið Jóa að komast frá risanum með því að byggja öflugt baunagras. Velkomin í nýju húsakynnin okkar að Tjarnargötu 12. Opið kl. 09:00 - 19:00 alla virka daga í sumar.

SUMARHÁTÍÐ Á NESVÖLLUM Sumarhátíð á Nesvöllum 13. júní kl. 14:00. -Skemmtiatriði -Veitingar -Sölubásar Allir velkomnir

HOLTASKÓLI ATVINNA Holtaskóli auglýsir eftir: - Kennara með reynslu af kennslu á yngsta stigi

íðasta hálfa árið hefur heldur betur verið viðburðarríkt hjá Njarðvíkingnum Daníel Guðna Guðmundssyni en hann fluttist aftur til Íslands um áramót eftir að hafa stundað nám í Svíþjóð frá árinu 2011. Síðan þá hefur erfiingi komið í heiminn, skil á masters rigerð eru klár, hann fór á skeljarnar og landaði að lokum Íslandsmeistaratitli með Grindvíkingum í körfuboltanum. Í Svíþjóð bjó hann ásamt kærustu sinni Lindu Ósk Schmidt en hún kemur frá Grindavík þar sem þau búa núna. Víkurfréttir tóku Daníel tali þegar skötuhjúin voru á heimleið um áramót en nú hefur ýmislegt á daga þeirra drifið. Linda gekk þá með barn þeirra undir belti en í febrúar eignuðust þau soninn Jökul Aron. Daníel var svo önnum kafinn við að skrifa meistararitgerð eftir að heim var komið en hann segir það hafa verið strembinn en skemmtilegan tíma. „Ég gerði ritgerðina með félaga mínum frá Portúgal svo að miklum tíma var eytt á skype síðustu vikurnar fyrir skil. Síðan var nokkuð mikið að gera hjá manni bæði með litla og svo í körfunni,“ en Daníel gekk til liðs við Grindvíkinga í Domino’s deild karla þegar heim var komið. „Það mætti segja að eftir að við urðum Íslandsmeistarar og til lokaskila á ritgerðinni hafi verið býsna strembið tímabil, rúmlega tíu klukkustundir fóru í ritgerðina á hverjum degi nánast.“ Eftir að ritgerðinni hafði verið skilað inn þá var kærastan óvænt búin að bóka hótelherbergi fyrir þau og þar nýtti Daníel tækifærið og kom henni sjálfri á óvart. „Maður var nú búinn að vera með þetta á bakvið eyrað í nokkurn tíma. Konan bauð mér óvænt á hótel eftir að ég skilaði inn ritgerðinni svo mér fannst tímapunkturinn vera mjög góður þarna. Ég kom henni heldur betur á óvart í eftirréttinum þar sem ég fékk starfsfólkið á hótelinu í lið með mér til að búa til rétt andrúmsloft og skellti mér á skeljarnar, blessunarlega játti hún því,“ segir Daníel glaður í bragði. Var ekki sáttur með eigið framlag Eins og áður sagði gekk Daníel til liðs við Grindvíkinga í körfuboltanum en

hann viðurkennir að hann hafi ekki náð að sýna sitt rétta andlit á þessu tímabili. „Ég kom inn á miðju tímabili og þurfti svo að fara aftur út til Svíþjóðar í tvær vikur um miðjan janúar vegna námsins. Ég komst í lítinn takt við liðið og var persónulega ósattur við mitt framlag, ég var nú bara slakur heilt yfir. En þá er tækifæri til að æfa meira núna i sumar og sanna sig, það er ekkert annað í stöðunni.“ Daníel sem hefur leikið með Njarðvík og Stjörnunni í efstu deild fagnaði þarna sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í meistaraflokki og það var sérstaklega ánægjulegt fyrir hann. „Þetta var auðvitað mjög skemmtilegt tímabil, við með mjög sterkan hóp og frábæra liðsfélaga. Uppskárum svo vel sem var rosalega ljúft.“ Ekki skemmdi fyrir að þarna var Daníel að vinna titilinn með Jóhanni Árna Ólafssyni vini sínum en þeir voru afar sigursælir með yngri flokkum Njarðvíkur. „Við lyftum þeim nokkrum í yngri flokkunum, en þetta var sá fyrsti sem við unnum saman í meistaraflokki, sem var verulega sætt. Vonandi verða þeir fleiri á komandi árum,“ segir Daníel. Eftir útskrift naut fjölskyldan lífsins í Danmörku um skeið en Daníel viðurkennir að hann svífi hálfpartinn á bleiku skýi þessa dagana. „Það er búið að vera nóg að gera auðvitað hjá manni en þetta er búið að vera æðislegur tími. Nú getur maður aðeins andað eftir að maður útskrifaðist og notið tímans með fjölskyldunni. Foreldrahlutverkið er það yndislegasta sem ég veit um, ég veit að það hljómar eins og klisja, en það er bara þannig. Þetta gengur ljómandi vel og drengurinn er sprækur og brosir út í eitt, þau stækka hinsvegar allt of fljótt svo maður nýtur hvers augnabliks,“ segir Daníel Guðni að lokum.

- Sérkennara -Tölvuumsjónarmanni í allt að 49% starf. Möguleiki er á hálfu starfi við kennslu ef viðkomandi er með kennsluréttindi. Holtaskóli er samfélag sem einkennist af virðingu, ábyrgð, virkni og ánægju. Holtaskóli hefur innleitt PBS (stuðning við jákvæða hegðun) innan skólans. Innan hans er starfandi deild fyrir börn með einhverfu. Umsóknarfrestur er til 28. júní n.k. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Nánari upplýsingar veita Jóhann Geirdal, skólastjóri í síma 420-3500 / 898-4808 eða johann.geirdal@holtaskoli.is og Helga Hildur Snorradóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 420-3500 / 848-1268 eða helga.h.snorradottir@holtaskoli.is.

ATVINNA

HAFNARVÖRÐUR VIÐ SANDGERÐISHÖFN Laus er til umsóknar staða hafnarvarðar við Sandgerðishöfn. Starfssvið / hæfniskröfur: - Hafnarvörður sér m.a. um vigtun sjávarafla og skráningu hans í aflakerfi fiskistofu. - Hafnarvörður sér um almennt viðhald, umhirðu og eftirlit á hafnarsvæðinu, auk annarra tilfallandi verkefna. - Góð alhliða tölvukunnátta nauðsynleg. - Rík þjónustulund. - Menntun sem nýtist í starfi

Æskilegt er að viðkomandi hafi löggilt vigtarleyfi. Hafnarvörður gengur vaktir samkvæmt vaktafyrirkomulagi Sandgerðishafnar. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Grétar Sigurbjörnsson, verkefnastjóri atvinnu- og hafnarmála, í síma 420-7477 eða 899-6306. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á skrifstofu Sandgerðisbæjar, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði, merktar „Hafnarvörður við Sandgerðishöfn“. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 föstudaginn 21. júní nk.


i

19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. júní 2013

LÖGGU FRÉTTIR Kærði úttektir á debetkorti í Bandaríkjunum

L

ögreglunni á Suðurnesjum barst nýlega kæra frá íbúa í umdæmi vegna óheimilla úttekta á debetkorti hans. Þegar hann fór yfir kortayfirlit sitt kannaðist hann ekki við færslur frá því í byrjun júní. Samkvæmt þeim hafði verið tekið út af kortareikningnum í 21 skipti í Bandaríkjunum. Korthafinn var á hinn bóginn staddur hér á landi á þeim tíma, en hafði notað kortið í Bandaríkjunum í upphafi árs. Hann lét þegar loka kortinu þegar hann sá hvernig í pottinn var búið. Grunur leikur á að kortið hafi verið afritað þegar handhafinn notaði það í hraðbanka í Bandaríkjunum fyrir um það bil hálfu ári síðan og óprúttnir aðilar notfært sér upplýsingarnar til úttektanna.

Sviptur stöðvaður sjö sinnum

L

ögreglan á Suðurnesjum hafði ekki alls fyrir löngu afskipti af ökumanni sem reyndist aka sviptur ökuréttindum. Hann var færður á lögreglustöð og við athugun kom í ljós að hann hafði verið stöðvaður sex sinnum áður sviptur ökuréttindum. Þá handtók lögregla ökumann vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Áfengislykt fannst úr vitum hans og gekkst hann undir sýnatökur. Loks hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum, sem óku á vespum án þess að vera með hlífðarhjálm. Lögreglumenn ræddu við ungmennin og gerðu foreldrum þeirra viðvart.

An

na

H amingj u h o rnið

Sælla er að gefa en þiggja! Veistu Anna Lóa, stundum skil ég ekki konur. Ég mundi segja að ég væri draumaprinsinn pakkaður inn í sellófón en samt eru hlutirnir ekki að ganga upp. Er að deita þessa konu í dag og búin að hlaða á hana gjöfum og góðgæti, bjóða henni út að borða, senda henni blóm og rómantísk ljóð og ég veit bara ekkert hvar ég hef hana. Halló, hvað viljið þið konur eiginlega - getur þú sagt mér það? Elsku vinur, VIÐ erum eins misjafnar og við erum margar og engin leið er sú eina rétta. Ég er svo langt frá því að vera sérfræðingur í samskiptum en reyni að vera meðvituð um að það sama hentar ekki öllum. Efast ekki um að HÚN er þakklát fyrir allt sem þú gerir en veistu hvað skiptir hana máli? Stundum þegar við gerum eitthvað fyrir aðra þá gerum við það sem mundi henta ANNA LÓA okkur sjálfum en erum ekki að ÓLAFSDÓTTIR hugsa hlutina út frá hinum aðilanum. Svona samanber þegar SKRIFAR við erum að velja gjafir til að gefa öðrum og endum á að kaupa það sem okkur langar í. Leiðin að hjarta annarra manneskju er að átta sig á því hvert hjartalag hennar er. Ég held að í raun þurfum við að gefa okkur smá tíma í að skilja hvað það er sem skiptir hinn aðilann máli. Svo ég tali nú út frá mér þá finnst mér það stundum óþægilegt og fullmikið af því góða þegar það er allt í einu sprottin upp garðyrkjustöð í stofunni heima. Ekki að ég sé vanþakklát

SKO! Gefðu þér tíma í að kynnast konunni og hvað það er sem skiptir hana máli. Það er svo yndislegt að finna þegar einhver gefur sér tíma í að finna út hvað það er sem skiptir mann máli. Þetta krefst þess að þú hlustir, horfir og takir eftir því sem er í gangi í kringum hana. en hrós og hvatning og hjálp við eitthvað þegar ég á síst von á því, finnst mér á við milljón blómvendi. Mér finnst yndisleg tilfinningin þegar hinn aðilinn leggur sig fram um að gera eitthvað sem hann veit að skiptir mig máli. Bestu samböndin að mínu mati eru þegar báðir aðilar leggja sig fram um að komast að því hvað það er sem

Ló a

hinn aðilinn þarfnast eða líkar vel. Með því að ætla ekki hinum aðilanum að vera eða hugsa eins og við gerum erum við skrefinu nær að elska og gefa kærleika út frá öðru en að ,,næla“ í viðkomandi af því að maður er að gera allt það rétta. Bíddu getur þú sagt þetta á íslensku kæra vinkona og í aðeins færri orðum! SKO! Gefðu þér tíma í að kynnast konunni og hvað það er sem skiptir hana máli. Það er svo yndislegt að finna þegar einhver gefur sér tíma í að finna út hvað það er sem skiptir mann máli. Þetta krefst þess að þú hlustir, horfir og takir eftir því sem er í gangi í kringum hana. Slepptu því að lesa ,,10 leiðir til að ná í konu“ og ,,Hvernig á ég að fá hana til að falla fyrir mér“ og finndu öryggið þitt. Trúðu því að þú sért elsku verður og bestu samböndin ganga ekki út á að við séum að gera það eina rétta - frekar að við séum að leggja okkur fram um að kynnast annarri manneskju og gefa henni þess sem hún þarfnast til að finnast hún elsku verð. Sælla er að gefa en þiggja. Við dettum oft í þá gildru að miða okkur við aðra þegar kemur að samböndum. Finndu út ykkar leið fyrir ykkur og slepptu því að miða þig við aðra. Þannig að kæri vinur - svarið við spurningunni er; hættu að reyna að komast að því hvað ALLAR konur vilja og reyndu frekar að komast að því hvað það er sem gleður ÞESSA konu! Þangað til næst - gangi þér vel. Anna Lóa Ólafsdóttir Fylgstu með mér - http://www. facebook.com/Hamingjuhornid

Smáþörungaframleiðsla á döfinni í Grindavík R

óbert Ragnarsson bæjarstjóri skrifaði fyrir hönd Grindavíkurbæjar og Einar Skúlason og Hákon Skúlason fulltrúar Alice-Algae Iceland ltd (Alice) undir viljayfirlýsingu um lóð við Melhólabraut undir smáþörungaframleiðslu. Markmið verkefnisins er að framleiða smáþörunga til notkunar í snyrtivörur, heilsubótavörur og lífdísilframleiðslu. Fyrirtækið vinnu nú að því að semja við HS Orku um orku, heitt vatn og koltvísýring og að öflun fjárfesta í verkefnið, segir á grindavik.is.


20

fimmtudagurinn 13. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Við erum að leita að starfsmanni í gestamóttöku Ef þú ert jákvæður, getur unnið sjálfstætt og ert með góða tungumálakunnáttu, þá erum við að leita að þér. Hvatningarverðlaunin eru veitt fyrir starf eða verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni.

Sendu okkur starfsumsókn með ferilskrá í tölvupósti.

www.hotelsmari.is airport@hotelsmari.is 595-1900

Atvinna Upplýsingar sendast á rafib@mitt.is Um framtíðarstarf er að ræða.

M ið Fj stö ö ð H lbra ol u H tas t ri n k ó Að gb li a ra Ba lga ut l ta / N or Va dur ðu t sg rtú Ál nsh arð s o u n H vell lt r ei ir H ðar ei ga ð r H ar ð ei s ur H ðar kóli ei b H ðar rau e i se t Ve ðar l s e Fi tur ndi sc g G he ata am rs Vi li hú n b s H am æri or in nn M nbj ni yl a r H lub g af a St nar kka já g sk Kr ni B ata óli o l N ssm ái es ó H ve i ja llir Ó llav la e M fslu gur ið n st du öð r

Sumaráætlun gildir

Miðstöð » Vatnsholt » Heiðarsel » Fischershús » Myllubakkaskóli » Nesvellir » Miðstöð Mánudaga - föstudaga

08:00 08:01 08:02 08:04 08:06 08:09 08:11 08:14 08:15 08:16 08:18 08:21 08:22 08:24 08:25

9:00-17:00 Mín. yfir klst. 00 01 02 04 06 09 11 14 15 16 18 21 22 24 25

ræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hvatningarverðlaunin voru veitt í 10. sinn í gær.

Miðstöð » Skógartorg » Keilir » Virkjun » Grænás » Miðstöð 8:00-18:00 Mánudaga - föstudaga

Miðstöð Krossmói Bolafótur Grænásbraut Skógartorg Keilir Háaleitisskóli Fjörheimar Keilir Bogabraut Bolafótur Ólafslundur Miðstöð

Miðstöð

07:30 07:32 07:35 07:37 07:39 07:41 07:43 07:45 07:47 07:48 07:52 07:54 07:55

Mín. yfir klst. 00 02 05 07 09 11 13 15 17 18 22 24 25

18:00 18:02 18:05 18:07 18:09 18:11 18:13 18:15 18:17 18:18 18:22 18:24 18:25

félagsfærniverkefnið CAT í leikskólanum. Jafnframt hlaut lið Holtaskóla í Skólahreysti viðurkenningu fyrir frábæran árangur sinn í keppninni. Skólinn sigraði í keppninni í ár og hefur verið leiðandi í þessari nýju íþróttagrein á undanförnum árum. „Að loknu mjög góðu skólaári í skólum Reykjanesbæjar þá er mjög ánægjulegt að skólasamfélagið skuli veita eftirtekt því góða starfi sem unnið er í skólum bæjarins. Við erum með afar vel mannaða skóla sem skila góðu starfi,“ segir Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar sem stýrði athöfninni.

15. júní - 15. ágúst STRÆTÓ-APPIÐ OG RAUNTÍMAKORT

Miðstöð » Fitjar » Akurskóli » Furudalur » Kambur » Fitjar » Miðstöð 8:30-17:30 Mánudaga - föstudaga

18:00 18:01 18:02 18:04 18:06 18:09 18:11 18:14 18:15 18:16 18:18 18:21 18:22 18:24 18:25

og þróunarstarfi. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu nemenda og foreldra og staðfesting á því að skólinn sé fyrirmynd annarra á því sviði sem um ræðir. Í ár var það Helena Rafnsdóttir sem hlaut hvatningarverðlaunin. Hún er deildarstjóri í Njarðvíkurskóla og hefur stýrt verkefninu Leið til læsis, logos og aðrar skimanir á lestri. Verkefnið felur í sér að efla lestrarkunnáttu grunnskólanema og þeirra sem eiga í erfiðleikum með lestur. Heiða Ingólfsdóttir, sérkennslustjóri í leikskólanum Holti hlaut einnig viðurkenningu. Hún heldur utan um

Verðlaunin eru veitt fyrir starf eða verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Dómnefnd er skipuð kjörnum fulltrúum fræðsluráðs og áheyrnarfulltrúum. Markmið hvatningarverðlaunanna er að vekja athygli á gróskumiklu starfi skólanna og stuðla að nýbreytni

Miðstöð Krossmói Bolafótur Fitjar Stekkjargata Akurskóli Hafdalur Furudalur Engjadalur Akurskóli Stekkjargata Fitjar Bolafótur Ólafslundur Miðstöð

M ið R stö ey ð Kr kja o v N ssm íku es ó rto N v e i rg ja llir Bo rðv l ík G afó urto ræ tu r G ná r g ræ s Bo ná g s Sk ab bra ó ra u Ke ga ut t i rto El lir rg d H ey áa Vi lei rk tis Fj jun skó ö li Ke rhe i im Ke lisb ar ilir rau Bo t g G ab r æ ra G ná ut ræ s Bo ná bra l s ut N afó ja tu H rð v r ja í k Ó llav urto la e r M fslu gur g ið n st du öð r

Miðstöð Fjölbraut Holtaskóli Aðalgata Vatnsholt Heiðarskóli Heiðarsel Vesturgata Fischershús Vinaminni Myllubakkaskóli Krossmói Nesvellir Ólafslundur Miðstöð

F

M ið R stö ey ð Kr kja o v N ssm íku es ó rto N v e i rg ja lli Bo rðv r l ík St afó urto e tu r Fi iná r g tja s St r e St kkja e r Ak kkja kot u r Sp rsk gat ó ó a H atj li af ör U dal n nn ur As ard p a Fu ard lur r a Be uda lur y lu En kid r g a U jad lur rð a Ka arb lur m ra Ak bu ut u r St rsk ek ól St kja i e r Fi kkja gat tja r a St r kot ei Bo ná l s N afó ja tu H rð v r ja í k Ó llav urto la e r M fslu gur g ið n st du öð r

Óska eftir rafvirkja sem getur unnið sjálfstætt.

Helena hlaut hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar

07:30 07:31 07:34 07:36 07:38 07:39 07:40 07:42 07:45 07:46 07:47 07:49 07:51 07:54 07:55

Mín. yfir klst. 30 31 34 36 38 39 40 42 45 46 47 49 51 54 55

18:30 18:31 18:34 18:36 18:38 18:39 18:40 18:42 18:45 18:46 18:47 18:49 18:51 18:54 18:55

M ið R stö ey ð Kr kja o v N ssm íku es ó rto N v e i rg ja llir Bo rðv l ík St afó urto e tu r Fi iná r g tja s Se r l La javo n g Ki dn ur rk á m D juv sb jú o æ Fi piv gur rin tja og n St r ur e Bo iná l s N afó ja tu H rð v r ja í k Ó llav urto la e r M fslu gur g ið n st du öð r

Airport Hotel Smári Blikavöllur 2 235 Keflavík

PÖNTUNARÞJÓNUSTA Miðstöð » Grænás » Hafnir» Grænás » Miðstöð Mánudaga - föstudaga

Miðstöð Krossmói Bolafótur Steinás Fitjar Seljavogur Kirkjuvogur Djúpivogur Fitjar Steinás Bolafótur Ólafslundur Miðstöð

Aðalbiðstöð strætó Reykjaness færist frá Reykjaneshöllinni að Krossmóa (við hliðina á Nettó) og heitir Miðstöð.

07:30 07:31 07:33 07:33 07:33 07:41 07:42 07:43 07:51 07:52 07:53 07:54 07:55

8:00-18:00 Mín. yfir klst. 00 01 03 03 03 11 12 13 21 22 23 24 25

18:00 18:01 18:03 18:03 18:03 18:11 18:12 18:13 18:21 18:22 18:23 18:24 18:25

Nú geta viðskiptavinir okkar sótt sér nýtt Strætó-app beint í símann, bráðsnjallt forrit þar sem þú finnur þína leið, næstu biðstöð, hvenær næsti vagn kemur og allt í rauntíma. Það skiptir ekki máli hvort síminn er af gerðinni iPhone eða með Android-stýrikerfi. Allir geta sótt sér Strætó-appið og senn bætast notendur Windows Mobile í hópinn. Rauntímakortið er líka inni á strætó.is og þar getur þú fylgst með hvar þinn vagn er staddur. Þá getur þú klárað kaffið, hafra- grautinn og stjörnuspána í rólegheitunum áður en þú röltir út á biðstöð. Strætó-appið og rauntímakortið eru tækninýjungar sem létta líf viðskiptavina okkar.

UPPLÝSINGAR UM STRÆTÓ REYKJANES Upplýsingar um Strætó Reykjanes er hægt að nálgast alla daga á milli kl. 08.00-16.00. SBK veitir upplýsingar í síma 420-6000 en alltaf er hægt að senda fyrirspurnir á straeto@reykjanesbaer.is

strætó REYKJANES Í samstarfi við Strætó bs.


CHRYSLER Town-country ltd 4x2 Árgerð 2006, bensín Ekinn 79.000 mílur, sjálfsk.

Ásett verð: 2.490.000,Tilboð:

1.990.000,-

ÚRVALS

NOTAÐIR BÍLAR í REYKJANESBÆ

Komdu til okkar á Njarðarbraut 13 og prófaðu einn af gæðingunum í notuðum bílum. Sölumenn taka vel á móti þér!

HONDA

MMC Pajero

HYUNDAI I30

Ásett verð:

Ásett verð

Ásett verð 690.000,-

1.800.000,-

6.390.000,-

1.890.000,-

Tilboð

VW Golf

FORD F150 supercrew 4x4 METAN, Árgerð 2006,

TOYOTA

bensín, Ekinn 114.000 km, sjálfsk.

Árgerð 2004, dísil Ekinn 195.000 km, sjálfsk.

Árgerð 2008, bensín Ekinn 52.000 km, sjálfsk. Ásett verð

Accord sedan

Árgerð 2006, bensín Ekinn 108.000 km, sjálfsk. Ásett verð

Árgerð 2011, bensín Ekinn 53.000 km, beinsk. Ásett verð: 2.790.000,-

Árgerð 2009, dísil Ekinn 72.000 km, sjálfsk.

Árgerð 2010, bensín Ekinn 57.000 km, beinsk.

Land cruiser 120

M.BENZ

A a14

Árgerð 2001, bensín Ekinn 122.000 km, sjálfsk.

590.000,-

SUBARU Forester

Ásett verð

Ásett verð

2.550.000,-

2.490.000,-

3.390.000,-

TOYOTA Yaris t-sport

KIA Sorento

HONDA Cr-v executive

AUDI Q7 quattro premium

Árgerð 2007, bensín Ekinn 98.000 km, sjálfsk.

Árgerð 2007, bensín Ekinn 81.000 mílur, sjálfsk.

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

1.590.000,-

2.430.000,-

3.190.000,-

5.490.000,-

Tilboð:

Árgerð 2007, bensín Ekinn 132.000 km, beinsk.

Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040 www.heklarnb.is

Árgerð 2006, dísil Ekinn 120.000 km, sjálfsk.

2.990.000,-


22

fimmtudagurinn 13. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Gerðu góð kaup í notuðum bíl frá Bílabúð Benna

SPORTIÐ

Blanda af hæfileikum og topp karakter - Kristinn Pálsson leikur körfubolta í Róm næstu árin

H

Chevrolet Captiva

Skráningardagur 2.2011 Sjálfskiptur, ekinn 45.000 km TILBOÐ 4.350.000-

Toyota Yaris Terra Skráningardaur 6.2007 Beinskiptur, ekinn 120.000 km

Kia Sorento Skráningardagur 3.2006 Sjálfskiptur, ekinn 116.000 km

TILBOÐ 1.050.000-

Verð 2.290.000-

Subaru Forester MMC Pajero DID 35” Skráningardagur 11.2006 Skráningardagur 3.2003 Sjálfskiptur, ekinn 135.000 km Sjálfskiptur, ekinn 247.000 km TILBOÐ 1.350.000-

TILBOÐ 1.790.000-

inn 15 ára gamli Kristinn Pálsson, leikmaður í yngri flokkum Njarðvíkinga í körfubolta, er á leið til Ítalíu í haust þar sem hann mun leika með Stella Azzura Rome akademínunni. Samhliða því mun Kristinn stunda nám við alþjóðlegan menntaskóla í Rómarborg. Í fyrra heimsótti Kristinn skólann og spilaði með liði Azzura á æfingarmótum í Barcelona og í grennd við Mílanó. Kristinn stóð sig vel á mótunum og var m.a. valinn besti ungi leikmaðurinn á mótinu nærri Mílánó en þar léku leikmenn sem voru allt að 19 ára gamlir. Kristinn hefur mikinn metnað og hann segir að ákvörðunin hafi í raun ekki verið ýkja erfið þegar tækifærið bauðst. „Ég ákvað að stökkva á þetta en þetta opnar nýjar dyr fyrir mig og býr mig undir næstu tækifæri í lífi mínu,“ segir Kristinn en hann hefur hug á því að fara í háskóla í Bandaríkjunum þar sem viðskiptafræðin heillar. „Það hefur verið draumur hjá mér síðan ég var krakki að spila körfubolta í Bandaríkjunum.“ Allt nám í skólanum í Róm fer fram á ensku en Kristinn þarf að læra ítölsku þar sem flestir liðsfélagar hans tala litla sem enga ensku. Hann segir að það geti komið sér að vel að kunna ítölskuna seinna meir. Kristinn er harðduglegur að æfa og það verður ekki slegið slöku við í sumar. En hann mun æfa oftar en einu sinni á dag og þá mun hann m.a. að æfa aukalega með Elvari Má Friðrikssyni leikmanni meistaraflokks Njarðvíkur.

Hefur hlotið gott körfuboltauppeldi Þ

Toyota Rav4 MMC Montero Limited Skráningardagur 3.2004 Skráningardagur 11.2005 Sjálfskiptur, ekinn 166.000 km Sjálfskiptur, ekinn 126.000 km TILBOÐ 1.090.000-

TILBOÐ 1.690.000-

Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, s. 420 3330, www.benni.is

„Það er mjög skemmtilegt að æfa með honum þar sem hann er aðeins byrjaður með okkur í meistaraflokki. Hann stendur sig mjög vel og er að veita mönnum mikla samkeppni, svo er hann líka að mæta á aukaæfingar og greinilegt að það er mikill metnaður hjá honum að ná langt,“ segir Elvar Már.

jálfarinn Einar Árni Jóhannsson hefur þjálfað Kristinn frá unga aldri og hann hrósar leikmanninum í hástert. „Hann er í hópi þeirra sem er hvað duglegastur að sækja morgunæfingar á veturna og hann hefur svo sem notið góðs af því að fá að spila helling upp fyrir sig í gegnum tíðina í yngri flokkunum. Hann hefur staðið sig mjög vel með UMFN og ekki síður með yngri landsliðum Íslands þar sem að Stella Azzura kom til dæmis auga á hann.“ Einar hrósar sérstaklega körfuboltauppeldi sem Kristinn hefur hlotið hjá foreldrum sínum Páli Kristinssyni og Pálínu Gunnarsdóttur sem bæði spiluðu fyrir Njarðvík á sínum tíma. „Körfuboltinn hefur skipað stóran sess hjá þeim - þannig að hann hefur horft á mikinn körfubolta sem er ofboðslega vanmetinn þáttur í því að verða betri. Kristinn á sterkt bakland þar sem foreldrar og fjölskyldan öll hafa stutt hann vel alla tíð í boltanum,“ segir Einar Árni sem telur að dvöl Kristins á Ítalíu muni bæta hann mikið sem leikmann.

„Það er klárlega stórt tækifæri að komast í það að spila körfubolta í svona stóru körfuboltalandi þar sem Kristinn mun spila hér og þar um Evrópu með sínu liði. Fyrir vikið verður hann sýnilegur og það eitt og sér getur að sjálfsögðu opnað ákveðnar dyr í framhaldinu. Fyrst og síðast er þetta frábær reynsla, sem að gefur honum tækifæri til þess að halda áfram að bæta sig í öflugu umhverfi og mennta sig um leið,“ segir Einar. Vinnusamur og fjölhæfur leikmaður Spurður um helstu kosti Kristins sem leikmanns þá stendur ekki á svörum hjá þjálfaranum. „Sem leikmaður er hann náttúrulega ofboðslega vinnusamur og mjög fjölhæfur leikmaður. Hann er öflugur varnarmaður og hefur sýnt styrk sinn varnarlega í teignum gegn jafnöldrunum en út á velli með eldri hópum. Sóknarlega er hann frábær skotmaður, en umfram allt mjög fjölhæfur. Getur skorað í teignum, sótt á körfuna og búið til fyrir aðra.“ Einar segir Kristinn einnig hafa

réttu skapgerðina til þess að ná langt. „Kristinn er léttur og kátur, það er alltaf stutt í brosið hjá honum og hann er virkilega góður liðsmaður sem gefur af sér. Þessi blanda af hæfileikum í körfubolta og topp karakter er gott vopn á leiðinni í að ná langt í boltanum.“


23

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. júní 2013

GARÐAÚÐUN Úðum gegn: Lir fum og lús í trjám,

Karen hugsar jákvætt

roðamaur, kóngulóm, illgresi í grasflötum og fl. Fullgild réttindi og mikil reynsla! co/ Björn Víkingur og Elín

- Á jafnmikla möguleika og hinar

Garðaúðun Suðurnesja ehf. 822-3577 · 699-5571 · 421-5571 netfang: bvikingur@visir.is

17. JÚNÍ KAFFI KEFLAVÍKUR Í MYLLUBAKKASKÓLA Hið kaffihlaðborð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur verður á sínum stað í Myllubakkaskóla á 17. júní nk. Þar geta gestir gætt sér að gómsætum veitingum, s.s. heitum réttum, flatkökum og tertum ásamt rjúkandi heitu kaffi og gosi. Húsið opnar kl. 14.30 og er opið þar til dagskrá lýkur í skrúðgarðinum. Kæru Reykjanesbæingar, lítið við og styðjið sigursælasta körfuboltalið Íslands!

U

m síðustu helgi lauk öðru mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi en mótið fór fram í Vestmannaeyjum. Hin 21 árs Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja endaði í 3. sæti á mótinu eftir mikla baráttu um efsta sætið lengi vel. „Spilamennskan hjá mér var ekki góð framan af sumri, en svo þegar ég var búin að koma mér í spilaform varð skorið aftur eðlilegt,“ segir Karen sem hefur verið dugleg að mæta á æfingar hjá þjálfara í vetur. Áður en hún hélt í mótið í Eyjum undirbjó hún sig með sérstökum hugaræfingum og jákvæðum hugsunum. „Mér gekk frekar illa í mótinu á Akranesi á dögunum og ég ákvað að bæta mig og lækka mig í forgjöf. Mér gekk vel í æf-

ingahringnum í Eyjum og var með mjög jákvætt hugarfar fyrir mótið. Mér tókst mjög vel í mótinu að halda mínu striki þótt inn á milli hafi komið upp klaufaleg mistök,“ sagði Karen í samtali við Víkurfréttir. Þarf að öðlast meiri reynslu „Þrátt fyrir að hafa verið í baráttunni tókst mér að hugsa lítið sem ekkert um það og þannig náði ég mest allan tímann að vera stöðug á lokahringnum. Ég gerði klaufaleg mistök á síðustu holunni því þá vantaði greinilega einhverja reynslu því ég var orðin of spennt fyrir því að sjá hvernig þetta myndi enda, í stað þess að halda áfram að hugsa bara um mitt og leyfa mótinu að klárast í rólegheitum.“

Hún segir að gaman hafi verið að spila í lokaholli á mótaröðinni en þetta er aðeins í annað skipti sem Karen kemst þangað. „Ég er með meiri reynslu núna og finn að ég á alveg jafn mikla möguleika í baráttunni og hinar,“ segir Karen en hún er spennt fyrir komandi golfsumri. „Ég er spennt fyrir framhaldinu og þegar mér tekst að ná almennilegum tökum á hugarfarinu í spilamennskunni þá næ ég að spila á því skori ég sem vil ná. Ég held áfram að æfa mig að hugsa um núið í spilamennskunni. Það eru mörg smáatriði sem ég ætla að ná að púsla saman, spurningin er bara hversu langan tíma það tekur fyrir mig að ná því,“ sagði Karen að lokum.

Pálína Gunnlaugsdóttir leikur með Grindavík á næstu leiktíð

Þakklát fyrir tíma minn hjá Keflavík P

álína María Gunnlaugsdóttir hefur söðlað um og mun leika með Grindavík á næstu leiktíð í Domino’s deild kvenna í körfuknattleik. Pálína stóð sig frábærlega á síðustu leiktíð með Keflavík en liðið vann alla þá titla sem í boði voru í kvennaflokki. Liðið varð deildar-, bikar- og Íslandmeistari. Pálína var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og er mikill hvalreki fyrir Grindavíkurliðið sem hafnaði í 6. sæti í Domino’s deildinni á síðustu leiktíð. „Mér lýst vel á að leika með Grindavík,“ segir Pálína sem samdi við félagið til næstu tveggja ára. „Ég hef verið hjá Keflavík í sex ár og toppaði sjálfa mig á síðustu leiktíð. Ég er afar sátt með tíma minn hjá Keflavík. Ég þurfti kannski örlítið nýja áskorun á þessum tímapunkti eftir frábært tímabil.“ Ljóst er að lið Grindavíkur ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð. Jón Halldór Eðvarðsson hefur tekið við þjálfun liðsins en hann náði frábærum árangri með kvennalið Keflavíkur á sínum

tíma. Pálína segir það hafa spila stóran þátt í ákvörðun sinni að Jón Halldór hafi tekið við Grindavíkurliðinu. „Jonni er bílasali og getur auðvitað selt manni allan andskotann,“ segir Pálína og hlær. „Auðvitað hafði það áhrif að hann hafi tekið við Grindavíkurliðinu. Við Jonni erum góðir vinir og hann þekkir mig gríðarlega vel. Það er áskorun fyrir mig að fara til Grindavíkur en ég finn að það er mikill metnaður hjá félaginu. Grindavík hefur orðið Íslandsmeistari síðustu tvö tímabil í karlaflokki og stefnan er sett á að ná betri árangri í kvennaflokki.“ Pálína viðurkennir að hún kveðji Keflavík með söknuði. „Jú, vissulega. Ég er búin að vera lengi hjá félaginu. Keflavík er öðruvísi klúbbur en aðrir sem ég hef verið hjá. Það snýst allt um körfubolta í bæjarfélaginu og í sannleika sagt þá er hjartað á mér orðið svolítið blátt eftir þessi sex ár. Mér leið mjög vel hjá Keflavík og er mjög þakklát fyrir tíma minn hjá félaginu.“


Instagram

vf.is

#vikurfrettir

fimmtuDAGURINN 6. júní 2013 • 22. tölublað • 34. árgangur

FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR

Dúndur gigg

Sumarið verður gott!

É

g leit á tónlistarveisluna um helgina eins og hverja aðra stangveiðiferð. Alltaf von á stórlöxum og veiðin sýnd en ekki gefin. Að m a r g r a m at i sannarlega ekki gefins. Sennilega þó allra ódýrasta veiði sem í boði var fyrir utan Veiðikortið, sem hleypir manni bara í tittina í vötnunum. Ég gerði mér grein fyrir því að væntingarnar yrðu, eins og í upphafi hverrar veiðiferðar, mjög miklar, en gæftir færu eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Oftast eru það náttúrlegar aðstæður sem gera það að verkum að illa veiðist. Vargar í vígahug sveima í ósum ánna á niðurleið seiðanna í átt til hafs eða viðvarandi fæðuskortur þegar þangað er komið. Þessar gildrur liggja ekki alltaf fyrir þegar kaupin á eyrinni eru gerð. En peningarnir tala.

Gulur & rauður stóll 3.450,Hvítur pottur með disk 490,Borð, hvítt 4.990,Glös, nokkrir litir 6 stk. 990,Salatskál stærri 465,Salatskál minni 199,Vatnskanna 890,-

vara t s a l p a Gæð

Vandaðir stólar 2.490,Borð 70x120cm 6.990,Salatskál orange 365,Glös Decor 6 stk. 390,Vatnskanna 399,Diskur m/hjálmi 790,Stór blómapottur m/disk 56cm 2.590,Grænn blómapottur m/disk 695,Vatnskanna 5 lítra 990,-

Borð 80x125cm 6.990,Stólar kr. 1,790,- grænir Vatnskanna 890,Glös, ýmsir litir 6 stk. 390,Græn plast salatskál 299,Diskur m/hjálmi 790,-

V

eiðin var engu að síður þokkaleg. Á annað hundrað laxa gengnir í ána og sumir hverjir býsna stórir. Þeir voru þó ekki allir í tökustuði. Hálf fúlir ef eitthvað var. Það þýðir ekki að við reyndum hvað við gátum. Böðuðum út öllum öngum og gott ef ekki spariflugunum líka. Þeir litu ekki við agninu og syntu burt. Leist ekki á aðstæður. Eins og mig langaði að eiga við þá. Horfa á þá í sínum náttúrulegu aðstæðum. Upplifa nándina. En þeim var fyrirgefið enda velsæmandi fólk sem ber virðingu fyrir þeim. Sennilega hafa þeir verið fangaðir áður án tilskilinna afgjalda. Brenndir af fortíðinni.

É

g hlakkaði þó mest til þess að hlusta á Pál Óskar í kirkjunni. Gleðigjafinn og Mónika töfra ávallt mikinn seið sem enginn verður svikinn af. Mér leið því eins og Júdasi á fimmtudagskvöld, vitandi af því að geta ekki mætt. Frúin og dóttirin stóðu vaktina og urðu ekki fyrir vonbrigðum. Hörpunnar slög hreyfðu við áheyrendum og söngurinn dásamlegur. Var því ákveðinn að mæta daginn eftir í Reykjaneshöllina og hlýða á hjartnæma Hjálma og Jón Jónsson, verðandi föður. En dyrnar stóðu á sér og þolinmæðina þraut. Blessunarlega hægt að sjá þetta á netinu heima fyrir. Eitthvað sem allir fengu notið endurgjaldslaust. Ekki hægt að kvarta yfir því.

MIKIÐ ÚRVAL AF

RISAPOTTUM

Barnaborð 50x50 2.390,Bláir stólar með háu baki 1.190,Bleikir stólar 699,-

1.990 1.390

1.970

Portúgalskir leirpottar í úrvali - Gæðavara Undirdiskar fáanlegir Verð frá kr. 145

110 cm

2.690

Ø=50cm

1.390

1.890

995

890 Ø=18cm

545

145 Flúðamold 20 l

590

Turbokalk 12,5 kg

Kalkkorn 5 kg

2.590 798

Blákorn 5 kg

1.490 2012

N

ei, nú gekk þetta ekki lengur. Ég yrði fara á lokakvöldið. Þetta hlyti að hafast hjá mér. Valdimar og Rottweiler í sigtinu hjá gamla. Þvílík upplifun! Átta manna stórsveit heimamannsins sló algerlega í gegn. Það er enginn fremri í dag. Skoppararnir á eftir voru sem hjóm eitt, en fallegur og friðsæll ungdómurinn fílaði giggið. Ég dúaði heim á leið, dolfallinn af dúndrinu. Með suð í eyrum!

Fuglavík 18. Reykjanesbæ Opið virka daga kl. 8-18

Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.