24 tbl 2013

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Tilboð Súpa, brauð og Salat 798kr Einungis í rEykjanEsbæ

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

Kræsingar & kostakjör

Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

F IMMTUdagur inn 2 0. júní 2 0 13 • 24. tö lubla ð • 34. á rga ngur

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur fjallaði í þjóðhátíðarræðu um einelti og pressu sem hún upplifði:

Hef fengið mjög góð viðbrögð við ræðunni

-segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, forseti Bæjarstjórnar Grindavíkur „Ég hef bara fengið mjög góð viðbrögð. Fólk tók þessu ótrúlega vel,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur en hún flutti magnþrungna ræðu á þjóðhátíðardaginn í Grindavík. Í ræðunni fjallar Bryndís um hversu erfitt geti verið að búa í litlu samfélagi og í gegnum hvaða erfiðleika hún gekk sem ung kona í Grindavík og nefnir einelti og pressu í því sambandi. „Ég var ein af þeim sem upplifði einelti á unglingsárum og bar þau sár ein – ég var fyrirmyndarnemandi, formaður nemendaráðs og leikmaður í bæði fótbolta- og körfuboltaliðinu. Ég átti ekki að verða fyrir einelti svo ég setti upp bros – bros sem samfélagið bað um. Mér leið eins og mér hefði verið rétt handrit að lífi sem ég átti að lifa sem einhver annar en ég hafði skrifað. Svo ég fór, til að finna mig án þess að verða fyrir utanaðkomandi áhrifum af þessari ósýnilegu pressu sem ég upplifði í samfélaginu hér í Grindavík. Bryndís segir að forseti bæjarstjórnar fái ekki oft svona tækifæri til að koma einhverju á framfæri og því hafi hún ákveðið að láta slag standa. „Umræðan upp á síðkastið ýtti við mér. Viðbrögðin hafa verið mikil og mjög góð eftir að

Fjör á 17. júní

„Þurfti ekki að hugsa mig um“ segir Kristján Guðmundsson nýr þjálfari Keflavíkur

FÍTON / SÍA

Nánar á bls 14

������� ��������� � e���.��

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

ræðan kom á Facebook og birtist á netmiðlum Grindavíkur og VF, því það koma ekki mjög margir á hátíðarhöldin á 17. júní. Þetta er auðvitað sérstakt mál. Við höfum ekki fundið fyrir kreppunni í Grindavík en svona mál geta grasserað. Við Grindvíkingar eigum það til að standa vel saman í ýmsum málum, t.d. erfiðleikum fólks en við eigum það líka til að vera dómhörð, grimm og langrækin. En mér finnst þó stemmningin vera að breytast í jákvæða átt en það gerist ekki nema að ræða um hlutina.“ Nánar er fjallað um ræðu Bryndísar í forystugrein blaðins á bls. 4.


2

fimmtudagurinn 20. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

SUMARTILBOÐ Þú kaupir næringu og færð sjampó frítt með.

Gaman saman!

U

ngdómurinn og eldri borgarar gengu saman frá Nesvöllum í Reykjanesbæ í gær. Ungi ljósmyndarinn okkar, Ólafur Andri Magnússon, tók þessa mynd af brosandi leikskólakrökkum og öldungum í blíðunni.

a m f slá ót t t un ur ar af vö ru m

ÝMSAR GERÐIR Í BOÐI

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR!

Hafnargötu 20, Reykjanesbæ Sími 421 3969

Bláfáninn dreginn að húni

Á DÖFINNI

B

láfáninn var dreginn að húni í Bláa lóninu í 11. sinn í sl. viku en Bláa lónið hefur flaggað Bláfánanum árlega frá árinu 2003. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Leikskólabörn frá leikskólanum Laut í Grindavík aðstoðuðu við athöfnina en leikskólinn hefur hlotið umhverfisviðurkenninguna Grænfánann. Salóme Hallfreðsdóttir, verkefnisstjóri Bláafánans hjá Landvernd, afhenti Bláfánann fyrir hönd Landverndar. Í máli hennar kom m.a. fram að Bláa lónið er einn þriggja staða á Íslandi sem flagga Bláfánanum árið um kring. Meginmarkmið Bláfánaverkefnisins er bætt umhverfisstjórnun, góð hreinlætisaðstaða, gæði vatns, gott aðgengi að upplýsingum um þjónustu á viðkomandi svæði og slysavarnir.

Alla daga milli kl. 08:00 - 17:00 er húsið til útleigu fyrir fundi og aðrar uppákomur, með opinn eða lokaðan bar. Sunnudags - sautján þann 23. júní: Þekktir útgerðarmenn og sjómenn mæta kl. 17:00 og ræða við gesti hússins um málefni líðandi stundar. Laugardagskvöldið 22. júní Lifandi tónlist, Kiddi Grétars sér um það.

Ef fólk óskar eftir því, þá sækjum við það heim og komum því til baka þegar það vill. Eftir einn ei aki neinn. Sími: 864 4589 eða 897 8881.

Hópsheiði 2 - Grindavík - s. 553 1510

G Loomis v

Allt í veiðina á frábæru verði

örur á

40-60% afs l meðan bir

ætti

gðir endas t

.

Opið frá kl. 13:00 - 20:00 alla daga

Sage & RIO kynning Jói í Veiðihorninu verður með kynningu á Sage og RIO veiðistöngum og flugulínum frá kl. 13:00 laugardaginn 22. júní. Grillaðar pulsur á staðnum.

Viðurkenndur Sage söluaðili

Láttu sjá þig og prufaðu bestu flugustangir og flugulínur í heimi

Rio línur í öllum tegundum Mikið úrval af flugum

Vöðlutilboð kr. 29.900,- með skóm

Flugukofinn

Abu Garcia spúnar Allt fyrir makrílveiðina

Icelandic Fly Tying

G lommis vöðlur Verð áður 81.490 kr.

Verð nú 39.900 kr.


JÓNSMESSUGANGA BLÁA LÓNSINS Laugardagskvöldið 22. júní bjóða Bláa Lónið og Grindavíkurbær upp á árlega Jónsmessugöngu sem hefst við Sundlaug Grindavíkur kl. 20:30

UPPLIFÐU TÖFRAMÁTT JÓNSMESSUNNAR Á BJARTRI SUMARNÓTT Gakktu með okkur á fjallið Þorbjörn og njóttu þess að hlusta á Gunnar og Hebba úr Skítamóral leika tónlist við varðeld á fjallinu. Komdu svo með okkur í Bláa Lónið þar sem tónlistin heldur áfram til miðnættis. Ekkert þátttökugjald er í gönguna og göngugarpar komast í Bláa Lónið fyrir 3.000 kr. Nánari upplýsingar um Jónsmessugönguna og skipulagðar sætaferðir má sjá á bluelagoon.is og grindavik.is.


i

4

fimmtudagurinn 20. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

RITSTJÓRNARBRÉF PÁLL KETILSSON

vf.is

Kjarkmikill forseti mátti þola pressu og einelti Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Bryndís Gunnlaugsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur flutti óvanalega en jafnframt ótrúlega kjarkmikla ræðu á þjóðhátíðardaginn í Grindavík. Þar greinir hún frá erfiðleikum sem hún átti við að glíma þegar hún var ung stúlka í Grindavík. Bryndís segir að eins yndislegt og það sé að búa í litlu samfélagi eins og Grindavík geti það einnig verið mjög erfitt. Hún hafi flutt úr Grindavík þegar hún var tvítug og sagt ástæðuna vera þá að hún væri að fara í háskólanám til Reykjavíkur. Grípum hér inn í ræðu Bryndísar: „Raunverulega ástæðan var önnur. Raunverulega ástæðan var sú að ég vildi komast í burtu frá Grindavík. Ég vildi flytja úr Grindavík því mér fannst alltaf vera einhver ósýnileg pressa á mér frá samfélaginu. Þrátt fyrir að fjölskylda mín studdi mig ávallt í að vera sjálfstæð og vera einfaldlega ég þá var þessi ósýnilega pressa til staðar. Pressa sem ég á erfitt með að lýsa í orðum en henni verður best lýst svo dæmi séu nefnd að þar sem að ég var dóttir Gulla Flex þá átti ég að æfa fótbolta en ekki körfubolta. Ég hafði ávallt náð frábærum árangri í skóla og verið stillt og prúð og því átti ég að vera stillta stelpan um aldur og ævi og mér fannst samfélagið taka harðar á mínum hliðarsporum en annarra. Ég var ein af þeim sem upplifði einelti á unglingsárum og bar þau sár ein – ég var fyrirmyndarnemandi, formaður nemendaráðs og leikmaður í bæði fótbolta- og körfuboltaliðinu. Ég átti ekki að verða fyrir einelti svo ég setti upp bros – bros sem samfélagið bað um. Mér leið eins og mér hefði verið rétt handrit að lífi sem ég átti að lifa sem einhver annar en ég hafði skrifað. Svo ég fór

til að finna mig án þess að verða fyrir utanaðkomandi áhrifum af þessari ósýnilegu pressu sem ég upplifði í samfélaginu hér í Grindavík. Bryndís segir að hún hafi ákveðið að segja frá þessari reynslu því nú væri hún flutt í bæjarfélagið sem gefi henni sína bestu daga, bæinn sem hún elskar. Þó sjái hún enn þá ósýnilegu pressu sem vaki enn yfir börnum sem alast upp í bæjarfélaginu. Hún heyri enn sögur af ungu fólki sem ólst upp í Grindavík en geti ekki hugsað sér að flytja aftur til Grindavíkur. Börn séu dæmd eftir hverjir séu foreldrar þeirra eða í hvaða bæjarhluta þau búa. Margir sem flytji til Grindavíkur eigi erfitt með að komast inn í samfélagið nema þau séu afreksmenn í íþróttum. Forseti bæjarstjórnar stígur fram á þjóðhátíðardegi Íslendinga og flytur þessa magnþrungu ræðu. Hún biður bæjarbúa um að hætta að tala um hvað aðrir eigi að gera fyrir bæinn og hugsa frekar um hvað þeir geti gert fyrir bæinn. Bryndís hefur örugglega þurft að hugsa sig vel um hvort hún hefði kjark og þor til að mæta með þessi varnaðarorð en jafnframt hvatningarorð til bæjarbúa í bæjarfélagi sem hún er í forsæti fyrir. Hún á skilið mikið lof fyrir kjarkinn. Einelti og pressa er ekki bara í Grindavík heldur í mörgum öðrum bæjarfélögum. Einelti er grafalvarlegur hlutur og á ekki að líðast í nútíma samfélögum, því síður pressa eins og hún nefnir. Komum fram við náungann eins og við viljum að hann komi fram við okkur. Þegar forseti bæjarstjórnar stendur upp og segir svo frá, á fólk að hlusta og læra. Hafi hún þökk fyrir.

Á annað hundrað nemendur útskrifast frá Keili K

eilir útskrifaði 160 nemendur við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú föstudaginn 14. júní síðastliðinn. Alls útskrifuðust 72 nemendur úr Háskólabrú Keilis, þar af tíu í fjarnámi, 60 ÍAK einkaþjálfarar, 13 tæknifræðingar og 15 nemendur luku atvinnuflugmannsprófi. Við athöfnina fluttu Jana María Guðmundsdóttir og Högni Þorsteinsson tónlistaratriði og verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi námsárangur.

Dúxar í Háskólabrú voru Díana Dúa Helgadóttir og Ramuné Kamarauskaité með 9,11 í meðaleinkunn. Kristín Ósk Wiium Hjartardóttir flutti ræðu útskriftarnema fyrir hönd Háskólabrúar. Jó h an n At l i Haf l i ð a s on fé k k

viðurkenningu frá Icelandair fyrir bestan námsárangur í atvinnuflugmannsnámi með 9,59 í meðaleinkunn. Auk þess veittu Air Atlanta og Flugfélag Íslands viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í flugnámi. Andri Þór Valsson flutti ræðu útskriftarnema fyrir hönd Flugakademíu Keilis. Hildur Grímsdóttir dúxaði úr ÍAK einakþjálfun með 9,53 í meðaleinkunn og hlaut hún viðurkenningu frá Altis. Erlendur Jóhann Guðmundsson flutti ræðu útskriftarnema fyrir hönd Íþróttaakademíu Keilis. Fyrr um daginn fór einnig fram brautskráning úr tæknifræðinámi Keilis. Þetta er í annað skipti sem Keilir og Háskóli Íslands útskrifa í sameiningu nemendur með BScgráðu í tæknifræði og brautskráðust í ár 13 nemendur af tveimur brautum,

Tæknifræðingar brautskráðir frá Keili SÉRKENNARI

F

östudaginn 14. júní sl. fór fram brautskráning tæknifræðinemenda Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þetta er í annað skipti sem Keilir og Háskóli Íslands útskrifa í sameiningu nemendur með BSc-gráðu í tæknifræði og brautskráðust í ár 13 nemendur af tveimur brautum, orku- og umhverfistæknifræði og mekatróník hátæknifræði.

Í ræðu sinni minntist Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, á gildi tæknináms við uppbyggingu samfélagsins. Nýútskrifaðir tæknifræðingar hefðu nú sýnt í verki vilja sinn, en hins vegar mætti vera meiri skilningur í opinbera kerfinu á því að verklegt nám sé dýrara en almennt bóklegt nám. Kerfið væri of fast í gömlum gildum þrátt fyrir falleg orð. Samtök iðnaðarins og Orkuveita Reykjavíkur veittu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í orkuog umhverfistæknifræði. Þær hlaut Þorvaldur Tolli Ásgeirsson með meðaleinkunnina 8,23. Viðurkenningu fyrir námsárangur í mekatróník hátæknifræði hlaut Jósep Freyr Gunnarsson með meðaleinkunnina 8,98. Hann hlaut viðurkenningu frá Samtökum iðnaðarins og Marel, auk peningagjafar frá HS-Orku fyrir

bestan samanlagðan námsárangur. Auk þess veitti Heklan – Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja viðurkenningu fyrir frumlegustu hugmynd af lokaverkefni. Var það verkefni Andra Þorlákssonar um nýtingu leysigeisla til að minnka kostnað og tíma við framleiðslu á prentrásaplötum, en hann útfærði hagnýtan vélbúnað til að hraða framleiðslu á fullunnum prentrásarplötum með notkun leysirs. Önundur Jónasson formaður Tæknifræðingafélags Íslands flutti ávarp og veitti fyrir hönd félagsins viðurkenningu fyrir bestu lokaverkefnin. Verkefnin sem hlutu viðurkenningu THÍ voru „Hulsustrípari, forritun stýrivélar og hönnun“ og „Eldsneytisframleiðsla úr lífmassa með pýrólýsu og vetnun“. Þá tilkynnti Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri Kadeco – Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, að árlega muni félagið bjóða einum útskriftarnema í tæknifræðinni aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú án endurgjalds. Þar eru nú þegar útskrifaðir tæknifræðingar Keilis með fyrirtækið GeoSilica. Að lokinni athöfn gafst gestum kostur á að kynna sér lokaverkefni nemenda í anddyri Andrews Theater á Ásbrú.

orku- og umhverfistæknifræði og mekatróník hátæknifræði. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og bestu lokaverkefnin. Dúx var Jósep Freyr Gunnarsson með meðaleinkunnina 8,98. Hann hlaut gjafir frá Samtökum iðnaðarins og Marel, auk peningagjafar frá HS-Orku fyrir bestan samanlagðan námsárangur. Þá tilkynnti Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri hjá Kadeco – Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, að árlega muni félagið bjóða einum útskriftarnema í tæknifræðinni aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú án endurgjalds. Alls hafa 1.580 nemendur útskrifast frá stofnun Keilis árið 2007, þar af 915 af Háskólabrú Keilis, 370 í ÍAK einkaþjálfun og 205 í flugtengdum greinum.

Grunnskóli Grindavíkur auglýsir eftir sérkennara til starfa á næsta skólaári.

Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með um 450 nemend­ ur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa þannig umhverfi að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu. Starfsemin skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda. Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans http://www.grindavik. is/grunnskolinn. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið halldorakm@grindavik.is í síðasta lagi 2. júlí næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri í síma 420 1150.


Fullbúnar glæsilegar 2ja og 3ja herbergja íbúðir

Krossmói 5 Reykjanesbæ

Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggiltur fasteignasali

Íbúðir á frábærum stað í Reykjanesbæ í göngufæri við íþróttasvæði, skóla, leikskóla, banka, apótek, matvöruverslun og fl.

Halldór Magnússon Löggiltur fasteignasali

Haraldur Freyr Guðmundsson Sölumaður

Stuðlaberg - Hafnargata 20 - 230 Reykjanesbæ - Sími 420 4000 - www.studlaberg.is

Verndun og viðhald fasteigna


6

fimmtudagurinn 20. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

n 17. júní

Vel heppnuð hátíðarhöld 17. júní VÍKURFRÉTTIR 2 jöldi bæjarbúa sótti hátíðar-

Fimmtudagurinn 14. apríl 2011

F

Fjölmörg skemmtiatriði tóku höld á þjóðhátíðardaginn síðan við, m.a. sungu Sönghópur 17. júní í Reykjanesbæ. Sólveig Suðurnesja, nemendur í söngÞórðardóttir fyrrverandi ljós- skóla Bríetar Sunnu, Bestu vinir móðir dró fánann að húni í til- í bænum, Guðbrandur Einarsson efni dagsins en henni til aðstoðar og börn og loks Valdimar og Léttsveit Tónlistarskóla voru Árni Sigfússon NÚ GETUR ÞÚ SENTbæjarstjóri VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUMReykjanesVF.IS bæjar. Fleiri skemmtiatriði voru og skátarnir. Vegleg dagskrá var í skrúðgarðinum eins og Bryn Ballett Akademían, frá kl. 14 til 17.30 en samkvæmt Ávaxtakarfan, Vox Felix, Leikfélag gamalli hefð var skrúðganga að Keflavíkur og Danskompaní. Þá var lokinni hátíðarmessu í Njarðvíkur- greint frá úrslitum í ljósmyndasamkirkju sem endaði í skrúðgarð- keppni Bókasafnsins og Ljósops frá inum. Kór Keflavíkurkirkju söng Barnahátíð og gjafir afhentar fyrir TIL LEIGU þjóðsönginn að lokinni fánahyll- innsend póstkort frá sömu hátíð. ingu. Aníta Evatil Viðarsdóttir, ný- Ráðhúsið var opið - nýtt andlit Stúdeó íbúð leigu í Innri stúdent og dúx frá Fjölbrautaskóla Njarðvík. Aðeins reyklaust og ís- Reykjanesbæjar, en nýlega opnaði Suðurnesja flutti koma ávarp til fjallkonu. lenskumælandi greina. bókasafnið á neðri hæð þar sem Spkef og Landsbanki voru áður til Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta Uppl. í síma 848 5656 452 5497 FRÁBÆRT VERÐ Á húsa. flutti síðan þjóðhátíðarræðu.

SMÁAUGLÝSINGAR 421 0000 ALLAR ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR OG SMÁTJÓN

ÓSKAST

SMURÞJÓNUSTU

SMÁAUGLÝSINGAR 421 0000

Óska eftir íbúð Mæðgin með 1 kisu vantar 3 herbergja íbúð í Keflavík/Njarðvík Iðavellir 9c - 230 Reykjanesbæ - 421 7979 sem og skilvís. SMÁAUGLÝSINGAR NÚ fyrst. GETURErÞÚreglusöm SENT VÍKURFRÉTTUM Á VEFNUM VF.IS www.bilarogpartar.is S:845 1800 Óskum eftir íbúð Óskum eftir íbúð með 3 svefnherbergjum. Öruggar greiðslur,meðmæli. Keflavík eða Njarðvík. 100 % leigjendur. uppl 848 9068

TIL LEIGU SPÁKONA

Íbúð til leigu. 85 fermetrar 3ja herberga. Spákona Upplýsingar í síma 421-2794 góð eða Nútíð,framtíð spámiðlun 770-2076. reynsla tímapantanir í síma 8619443

Dyrasímakerfi, sjónvarpskerfi, netkerfi, brunakerfi, töfluskipti ogöll almenn raflagnavinna. Tilboð/tímavinna S. 615 2552 www.rafkompani.is

TIL SÖLU TIL SÖLU

Íbúð til sölu Hilmar Þór 3ja herbergja fyrir Íbúð til sölu íbúð í lyftuhúsi Hilmarsson 60+ Nánari uppl. hjá Guðlaugi 3.herbergja íbúð í lyftuhúsi fyrirí síma 863 0100. Málari 60+ Nánari uppl. hjá Guðlaugi í Þórshamrar síma 863 0100 250 Garði ÓSKAST Gsm: 699-3257 Einbýli - raðhús hilmarthor@simnet.is Hilmar Þór Hilmarsson Óska eftir að taka á leigu fimm Alhliða málningarþjónusta úti sem inni Málari herberja einbýlis- eða raðhús í Fagmennska í fyrirrúmi Keflavík eða Njarðvík, frá 1. ágúst Þórshamrar Tilboð eða tímavinna nk. Sími 823 9829. 250 Garði

VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN

m.vf.is

Gsm: 699-3257

GB Goggar

hilmarthor@simnet.is

Annast allar húsaviðgerðir, múr, sprungur, tröppur, kanta og lekaþéttingar. Slæ einnig garða. Innifalið er næringaefni fyrir tré. Uppl. í 772 2561

Alhliða málningarþjónusta úti sem inni Fagmennska í fyrirrúmi Tilboð eða tímavinna

ALLAR ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR OG SMÁTJÓN FRÁBÆRT VERÐ Á SMURÞJÓNUSTU

Iðavellir 9c - 230 Reykjanesbæ - 421 7979

www.bilarogpartar.is

Atvinnuráðgjafi óskast Þjónustumiðstöð STARFs hjá verkalýðsfélögunum á Suðurnesjum óskar eftir að ráða atvinnuráðgjafa sem fyrst í fullt starf. Verkefnið er að þjónusta atvinnuleitendur sem eru félagsmenn í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur og Félagi iðn- og tæknigreina (FIT) þar sem áherslan er á vinnumiðlun og náms- og starfsráðgjöf. Um er að ræða krefjandi og sjálfstætt starf sem gerir töluverðar kröfur til starfsmanns um skipulögð vinnubrögð.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Helstu verkefni:

• Háskólanám er nýtist í starfi • Þekking og/eða reynsla úr atvinnulífinu og af ráðgjafastarfi við atvinnuleitendur er æskileg • Þekking og/eða reynsla af vinnumiðlun er æskileg • Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og rík þjónustulund • Góð tölvufærni og góð kunnátta í íslensku og ensku • Mikil krafa um sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni

• Vinnumiðlun og ráðgjöf til atvinnuleitenda • Upplýsingagjöf og ráðgjöf um starfs- og námsval og liðsinni við atvinnuleit • Samskipti við atvinnurekendur varðandi vinnumiðlun • Ráðgjafaviðtöl, skráningar og eftirfylgni • Samskipti við annað starfsfólk stéttarfélaga • Þátttaka og samvinna í samstarfsverkefni STARFs • Önnur tilfallandi verkefni

Umsóknir um starf skulu sendar á netfangið: kristjan@vsfk.is eða VSFK Krossmóa 4, 260 Njarðvík síðasta lagi 1. júlí 2013. Upplýsingar gefur Kristján Gunnarsson í síma 421-5777.

VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN

m.vf.is

STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf ehf. er fyrirtæki í eigu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og var stofnað vorið 2012 til að halda utan um tilraunaverkefni um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru félagar í tilteknum stéttarfélögum. Þjónustan fer fram í fjórum þjónustu-miðstöðvum og þar starfa m.a. 14 atvinnuráðgjafar STARFs. Þungamiðja þjónustunnar er vinnumiðlun og jafnframt er atvinnuleitendum liðsinnt við margvísleg vinnumarkaðsúrræði – markmiðið er að koma fleiri atvinnuleitendum aftur til starfa. Nánari upplýsingar um STARF má finna á vefsíðu félagsins: www.starfid.is

Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis

Verkalýðafélag Grindavíkur


Svínabógur

Kræsingar & kostakjör

GrillsaGaður

697

Verðsprengja! KjúKlingabringur

Kindafille

1.998

3.097

oKKar - 3StK

áður 2.498 kr/kg

Kryddað

áður 996 kr/kg

grill Kindainnralæri

grill gríSafille

2.598

1.884

ferSKt lamba prime

Stórlúða 1.fl

2.699

1.998

Kryddað

áður 4.489 kr/kg

áður 3.289 kr/kg

Sneiðar

áður 2.298 kr/kg

31% afSláttur

grillpylSur

lambalæriSSneiðar

398

1.884

toScana 320g

áður 498 kr/pk

ferSKt

m/HvítlauK og róSmarín

áður 3.749 kr/kg

áður 2.298 kr/kg

28% afSláttur

bláber box 125g

249 áður 498 kr/pk

KartöfluSalat 500gr matur & mörK

347

26% afSláttur

áður 469 kr/stk

50% afSláttur

243

áður 2.895 kr/kg

31% afSláttur

Sódavatn 2l

ariel actilift color/regular

97

1.987

co-operative

4,74 lítrar, 65þvottar

áður 149 kr/stk

áður 2.798 kr/pk

HráSalat 380gr matur & mörK

froSin

29% afSláttur 35% afSláttur

áður 329 kr/stk

Tilboðin gilda 20. - 23.júní Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8

fimmtudagurinn 20. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

ATVINNA Laust starf á heimili fatlaðs fólks Leitað er eftir fólki í afleysingarstörf á heimili fatlaðs fólks. Um er að ræða hlutastarf í vaktavinnu með möguleika á ráðningu til framtíðar. Helstu verkefni: Veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs, heimilishald og samfélagslega þátttöku. Hæfniskröfur: Menntun á sviði þroskaþjálfunar æskileg eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Reynsla í starfi með fötluðu fólki. Áhugi á málefnum fatlaðs fólks. Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum. Þjónustulund og framtakssemi. Aldurslágmark 20 ár. Í boði er: • Spennandi og lærdómsríkt starf • Fjölbreytt verkefni Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Erna María forstöðumaður í síma 421-2643

INNILEIKJAGARÐURINN

H amingj u h o rnið

An

Óreiða og innra eftirlit!

Ló a

Anna Lóa, ertu í einhverjum meiriháttar fram- ég sé beinlínis að henda í burtu heilasellunum kvæmdum. Er búin að sjá þig bera hluti inn og mínum með því að láta það frá mér. út úr bílskúrnum og svo gat ég ekki betur séð Svo nú er ég að henda hlutum sem mér finnst en þú værir líka á fullu að mála. Hvað stendur ekki passa hjá mér lengur, fötum sem eru löngu komin úr tísku og passa jafnvel ekki á mig eiginlega til! Jú sjáðu til, ég er að hreinsa til í hausnum á mér lengur, og taka draslskúffurnar í gegn. Ég er að einfalda heimilið eins mikið og ég get og - innra eftirlitið lét í sér heyra! Hún horfði á mig með undrunarsvip og segir: einfalda þar með líf mitt í leiðinni. Við þurfum bíddu, gerir þú það úti í bílskúr, er ekki auð- ekki allt þetta dót. En svo skiptir líka máli að vaða ekki úr einu í veldara að fara bara í slökun eins og flestir! annað í þessu ferli - það getur bara Nei nei, sjáðu til vinkona. aukið enn frekar á óreiðuna. Taka Nú er komið sumar (alla eitt herbergi fyrir í einu og klára v e g a s a m - En svo skiptir það en vera ekki að klóra yfir á kvæmt daga- líka máli að mörgum stöðum í einu. Þegar ég talinu) og þá er í fullkominni óreiðu þá labba ég þ a r f m a ð u r vaða ekki úr einu í á milli herbergja og geri sitt lítið af að hreinsa til. annað í þessu ferli hverju í þeim öllum og klára ekki Búið að vera mikið að gera - það getur bara aukið neitt algjörlega. Veit vel að til að hjá mér í vetur enn frekar á óreiðuna. auka á innri ró og einbeitingu þá verð ég að klára eitt í einu þrátt og ý mislegt fyrir að ég sé orðin hundleið á því. setið á hakanum, innra sem ytra. Svo ég byrja Mikil áskorun fyrir fiðrildi eins og mig. á því að hreinsa í kringum mig hið Svo er það nú bara einu sinni þannig að þegar ANNA LÓA ytra og þá fylgir hitt á eftir. Þú veist við erum með mikið pláss þá erum við með ÓLAFSDÓTTIR hvernig tilfinning það er að keyra mikið drasl - fyllum upp í tómt rými með drasli SKRIFAR um á grútskítugum bíl - manni vina mín. Það losnaði hjá mér eitt herbergi í líður ekkert sérlega vel. Þegar þú fyrra og í stað þess að hafa það uppábúið og fínt þrífur hann lyftist brúnin, þér líður betur og allt handa gestum er öllu hent þar inn og nú „gista“ í rúminu jólaseríur og ljósapíramídar og það annað að keyra bílinn. Hausinn og húsið okkar eru svipuð - þegar þar er kominn júní! Nei nú skal tekið til hendinni er fullt af drasli þá líður okkur ekki nógu vel. vinkona - þetta er alveg á við nokkra tíma í Með því að minnka óreiðuna hið ytra líður mér meðferð skal ég segja þér. betur hið innra og finnst ég hafa betri stjórn á Vinkonan horfir á mig; já þú segir nokkuð, hlutunum. Það þýðir líka minni streita, fallegra hugsa sér, og hér hef ég bara haldið að ég væri umhverfi, fyrir utan að það auðveldar mér að að þrífa og skipuleggja í gegnum tíðina. Nei halda hreinu. Svo er fullt af hlutum sem ég þarf nei, ég hef þá allan tímann verið að laga til í að losa mig við og passa að láta ekki tilfinninga- hausnum á mér! Aumingjans fólkið sem lætur semi hlaupa með mig í gönur. Veistu ég stend aðra þrífa heima hjá sér - ætli það átti sig á hvað mig að því að færa drasl á milli staða í húsinu og það er að fara á mis við! svo fer ég með það út í bílskúr og finnst eins og ég sé að henda hluta af sjálfri mér þegar ég fer Þangað til næst - gangi þér vel! með það út á hauga. Samt hef ég ekki haft not Anna Lóa fyrir hlutinn í nokkur ár! Svo er gamalt skóla- Fylgstu með mér - http://www.facebook.com/ dót kapítuli út af fyrir sig - mér líður eins og Hamingjuhornid

Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir

Innileikjagarðurinn þakkar frábæra aðsókn! Innileikjagarðurinn fer í sumarfrí í júlí. Bókanir fyrir afmælisveislur hefjast að nýju strax eftir verslunarmannahelgi í síma 898-1394.

na

veitir ókeypis ráðgjöf í Heilsuhúsinu, Hafnargötu 27, Reykjanesbæ föstudaginn 21. júní milli kl. 15:00 og 18:00.

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar www.heilsuhusid.is

Hafnargata 27 • Keflavík • Sími 578 5560 Opið: mánud. - föstud. 10 -18


only

€8 to the

airport

LOW COST

BUSLINE KEFLAVIK (airport)

TO

REYKJAVIK (city)

kexpress.is

ı

info@kexpress.is

ı

tEL.823-0099


10

fimmtudagurinn 20. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

n Nýir Suðurnesjamenn á Alþingi:

Margar óskrifaðar venjur og reglur á Alþingi A

lþingismenn Suðurnesja eru nú sjö talsins eftir síðustu kosningar en þar af eru fimm þingmenn að hefja störf í fyrsta sinn á Alþingi. Þó skammt sé liðið af sumarþingi þá hafa nýju þingmennirnir fengið nasaþefinn af störfum á þessum nýja vinnustað. Sjálfstæðismaðurinn Vilhjálmur Árnason frá Grindavík er einn af þeim fimm nýliðum frá Suðurnesjum sem hófu störf fyrir skömmu en honum var tekið opnum örmum þegar hann mætti á Austurvöll. „Mér var tekið mjög vel, í raun eins vel og hægt var að búast við. Hér eru allir uppteknir við að taka hver öðrum vel og eiga ánægjuleg samskipti,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Víkurfréttir. Hann segir starfsfólk Alþingis upp til hópa vera mjög hjálpfúst og almennilegt. „Þetta er frábær vinnustaður. Það einnkennir allt þetta starfsfólk hversu hjálpfúst, duglegt og almennilegt það er. Hér finna sig allir mjög velkomna og það er góður andi á vinnustaðnum.“ Lítill timi til að setja sig inn í málin Vilhjálmur segir Alþingi ekki alveg vera eins og hann hafði búist við að öllu leyti. „Vinnustaðurinn er þó skemmtilegur og áhugaverður, eins og ég bjóst við. Það sem kemur mér kannski helst á óvart er hve mikill tími er fyrirfram skipulagður og þar af leiðandi er mun minni tími en ég bjóst við til að setja sig inn í málin og ræða við þá sem til þekkja. Til að nýta tímann vel, þarf maður að vera mjög skipulagður, sem samt er erfitt þar sem dagskráin breytist á hverjum klukkutíma. Það ánægjulegasta í þessu er að ég finn strax að maður getur hér haft áhrif til góðs og því veit ég að þetta verður skemmtilegur tími,“

segir þingmaðurinn sem verður þrítugur á þessu ári. Hann segir þann stutta tíma sem hann hefur dvalið á Alþingi hafa verið lærdómsríkan og afar áhugaverðan. Ýmsar óskrifaðar venjur og reglur koma honum þó spánskt fyrir sjónir en hann býst við því að það taki smá tíma að læra á menningu Alþingis. „Margt hefur komið manni á óvart, en hér eru gríðarlega margar venjur, reglur og bara alls kyns lenska sem hvergi stendur skrifuð, sem þú átt að kunna skil á. Það mun taka langan tíma að átta sig á þessu öllu saman og læra á þá menningu sem hér er. Um leið held ég að sú menning muni aðeins breytast með tilkomu svona margra nýrra þingmanna,“ segir Vilhjálmur og bætir við „Ég á eflaust eftir að komast að mörgum þessum óskrifuðu reglum og venjum. T.d. dæmis er þegjandi samkomulag um að fara ekki upp í andsvar þegar þingmaður flytur jómfrúarræðuna sína. Einnig er við viss tilefni dónaskapur ef ekki er farið í andsvör við þingmann sem er að flytja fyrstu ræðu um eitthvað mál o.s.frv. Semsagt þær venjur og óskrifuðu reglur sem ég hef haft veður af nú þegar snúa flestar að hvenær er tekið til máls og þessháttar, en ég er samt langt frá því að vera búinn að átta mig á því munstri og mun líklega bara búa mér til mitt munstur eftir því sem ég tel árangursríkast.“ Vilhjálmur segir nýja þingmenn vera duglega að hjálpast að og hann vonast eftir góðu samstarfi milli allra flokka „Við nýju þingmennirnir erum öll jafningjar hér og erum dugleg að hjálpast að við að fóta okkur á nýjum vinnustað þvert á flokka. Hér hefur maður engan yfirmann annan en þjóðina og það mun taka dálítinn tíma að venjast því,“ segir þingmaðurinn að lokum.

DEILISKIPULAG Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hafnarsvæðis Sandgerðisbæjar – Norðursvæði Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar samþykkti 8. maí 2013 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hafnarsvæðis – Norðursvæði, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarsvæðið afmarkast af lóðum nr. 5 og 7 við Hafnargötu. Í breytingunni felst að lóðirnar eru sameinaðar í eina lóð sem verður merkt nr. 3, nýtingarhlutfall lóðarinnar verður aukið og gert er ráð fyrir dreifistöð austan lóðarinnar. Tillagan liggur frammi til kynningar á bæjarskrifstofum Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3, frá 20. júní til 27. júlí nk. og á heimasíðu Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 9. águst 2013 á bæjarskrifstofur Sandgerðisbæjar eða á netfangið: jonben@sandgerdi.is Skipulagsfulltrúi Sandgerðisbæjar

SUMARSPJALL

Tanar í hvaða veðri sem er -Elskar langar og góðar Keflavíkurnætur

H

afdís Hildur Clausen er 17 ára stúlka sem býr í Keflavík. Hún starfar í Heilsuhúsinu, versluninni Hólgarði og sem fyrirsæta hjá Elite Model Management. Hún hefur því í nógu að snúast í sumar. Hún ætlar að nýta sumarið til þess að tana í hvaða veðri sem er, ferðast og borða grillsteikur. Hvernig leggst sumarið í þig? Ekkert smá vel, hef sjaldan hlakkað svona mikið til sumars. Hef ekki hugmynd um út af hverju. Hvar verður þú að vinna í sumar? Ég hugsa að ég haldi mig bara við þær vinnur sem ég er með þessa stundina. Hvernig á að verja sumarfríinu? Það verður tanað í hvaða veðri sem er, farið í útilegur og útihátíðir, vinna og svo er aldrei að vita hvort að maður kíki á einhver hestamót. Á að ferðast innan- eða utanlands? Það verður örugglega bara innanlands. En það er samt aldrei að vita hvort maður skellir sér á Heimsmeistaramót Íslenska hestsins í byrjun ágúst. Hvað einkennir íslenskt sumar? Langar og góðar Keflavíkurnætur, fuglasöngurinn, sól og útilegur. Þar sem ég var alin upp við hálfgert sígaunalíferni á sumrin, rúntandi með fellihýsið um allt land allt sumarið. Hvað á að gera um verslunarmannahelgina? Það er bara ekkert planað, en vonandi eitthvað rosa skemmtilegt með vinkonunum. Áhugamál þín? Körfuboltinn er efstur þar á

listanum, svo hestarnir og að skemmta mér með frábærum vinum og fjölskyldu. Áttu þér einhver áhugamál sem þú stundar bara á sumrin? Já ég er mikil ferða- og útilegumanneskja. Elska lífið þegar það kemur að því. Þegar þú heyrir orðið sumarsmellur, hvaða lag kemur upp í hugann? Bara eitthvað rosalegt sumarlag sem þeir á fm957 verða með puttann á repeat í allt sumar. Hvað er það besta við íslenskt sumar? Það eru hreinlega bara útilegurnar og góða veðrið, þegar það kemur loksins. En það versta? Klárlega þessar endalausu veðurbreytingar á hálftíma fresti. Hvað fer á grillið hjá þér í sumar? Einhverjar gurmé grillsteikur eins og t.d. gæsabringur og hrossalundir. Síðan eru það klassísku hamborgararnir. Sumardrykkurinn? Ávaxtafrappó frá Te&Kaffi.

AÐALFUNDUR

ÞROSKAHJÁLPAR Á SUÐURNESJUM verður haldinn miðvikudaginn 26. júní 2013 kl. 20:00 að Suðurvöllum 9. Dagskrá fundar:

Venjuleg aðalfundarstörf

Stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum


hámark

3 pk

Kræsingar & kostakjör

á mann

MegaTilBoð á paMpersBleiuM Verð 1498kr

pampers BD jun.11-25kg 45s eco 5 pampers BD Maxi 7-18k 50s eco 4 pampers BD Maxi+ 9-20kg 46s eco 4+ pampers BD Midi 4-9k 56s eco 3

Tilboðin gilda 20. - 22.júní


12

fimmtudagurinn 20. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

LÖGGU FRÉTTIR Elskuleg móðir okkar, systir og frænka

Súsanna Valgerðardóttir, Vallargötu 26, Keflavík, lést að heimili sínu 10. júní. Verður jarðsungin þann 22. júní frá Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 13:00. Við þökkum innilega öllum þeim sem hafa stutt okkur á þessum erfiðu tímum.

Önundur Georg Guðmundsson, Hanna Líf Arnarsdóttir, Bergþóra Ósk Arnarsdóttir, Jón Benedikt Jónsson, Georg Jónsson, aðrir aðstandendur.

Instagram

VF

Skuggaleikur

Kviknaði í pizzakössum á Pizzahúsinu

L

Áki Gränz færði Njarðvíkingum gjöf

L

istamaðurinn Áki Gränz kom á dögunum færandi hendi í Njarðvíkurskóla. Hann færði þá skólanum verk eftir sig þar sem saga Njarðvíkur er sýnd á táknrænan hátt. Þar má sjá ýmsar dagsetningar úr sögu Njarðvíkur en árið 1944 kemur þar m.a. fram, enda merkt ár í sögu Njarðvíkurbæjar. Þá voru Ungmennafélag Njarðvíkur og sömuleiðis Kvenfélagið stofnað.

Sigurmynd Instagram þessa vikuna er þessi listræna mynd frá Rósmarý Kristínu Sigurðardóttur. Myndin er tekin á knattspyrnuvellinum við Njarðvíkurskóla og er einkar glæsileg. Rósmarý getur vitjað glæsilegra vinninga á skrifstofu Víkurfrétta að Krossmóa 4. Margar aðrar glæsilegar myndir komu til greina en þeirra á meðal eru þessar hér að neðan. Þar má sjá húsflutninga í Reykjanesbæ, körfubolta í kvöldsólinni, trúða á þjóðhátíðardaginn og fallegt útsýni við Garðskagavita. Þið þekkið þetta, merkið myndina með hashtaginu #vikurfrettir og þið eigið möguleika á því að vinna til verðlauna. Setjið endilega smá sumar í myndirnar.

Átak í skráningum hunda og katta í Grindavík

Á

síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur lagði Róbert Ragnarsson bæjarstjóri fram tillögu um samstarf Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og Grindavíkurbæjar um átak í skráningu katta og hunda í Grindavík, með vísan til samþykkta um hunda- og kattahald á Suðurnesjum. Í Grindavík eru skráðir 114 hundar og 60 kettir, en á vef Grindavíkurbæjar er birtur listi yfir skráða hunda og ketti í bænum. Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól upplýsinga- og þróunarfulltrúa að kynna verkefnið með dreifibréfi til íbúa og á vef Grindavíkurbæjar.

ögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt að eldur væri laus í Pizzahúsinu í Keflavík á laugardagskvöld. Þegar lögreglumenn komu á vettvang barst mikill reykur frá staðnum. Slökkviliðsmenn fóru inn í húsið og sáu þegar hvar eldurinn átti upptök sín. Starfsmaður Pizzahússins hafði kveikt upp í ofninum en ekki áttað sig á því að í honum voru tómir pizzakassar, sem kviknaði í.

Hitti ekki á bremsuna og endaði á staur

Ö

kumaður ók á járnstaur á Grindavíkurvegi í vikunni og slasaðist. Staurinn er á þrengingu á Grindavíkurvegi og sprungu loftpúðar bílsins út við höggið. Ökumaðurinn hugðist hægja ferðina þegar hann kom að þrengingunni, en steig á bensíngjöfina í stað bremsunnar. Við það snerist bifreiðin og missti hann þá stjórn á henni með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

38 óku of hratt

L

ögreglan á Suðurnesjum kærði 24 ökumenn fyrir of hraðan akstur um sl. helgi. Sá þeirra sem hraðast ók var kona á fertugsaldri og mældist bifreið hennar á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Annar ökumaður var, auk hraðakstursins, kærður fyrir að aka á nagladekkjum og sá þriðji, sem ók of hratt hafði neytt áfengis, en var undir áfengismörkum og var því gert að hætta akstri. Loks var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur.

heilsuhornið

1. Þ

Ómissandi í ferðalagið

að eru nokkrir hlutir sem ég tek alltaf með mér þegar ég er á ferðalagi með fjölskylduna og geta komið sér vel þegar á þarf að halda. Ég er eins og skáti þegar kemur að því að pakka niður í tösku, öllu við búin og yfirleitt er ég með einhver ráð og trix í töskunni þegar einhvern vantar plástur, mat, eða eitthvað að dunda. Hér er smá listi yfir hluti sem gott er að hafa meðferðis þegar við ferðumst.

Ásdís grasalæknir skrifar

· Hnetur, fræ og þurrkaðir ávextir. Mjög vinsælt hjá okkur eru kasjúhnetur, möndlur, valhnetur, ristuð graskerfæ, lífrænt dökkt súkkulaði, kókósflögur og goji ber. Frábært til að halda blóðsykrinum í jafnvægi og þegar svengdin lætur á sér kræla milli mála.

· Sólarvörn fyrir alla fjölskylduna og lífrænt Aloe vera gel. Algjör nauðsyn og ég kaupi alltaf lífræna sólarvörn sem inniheldur ekki toxísk efni t.d. frá Aubrey Organics og Lavera. · Lavender ilmkjarnaolíu, sótthreinsandi handgel og plástra. Lavender er græðandi og bakteríudrepandi og gott að bera á sár.

· Eyrnaolíu. Ég hef alveg lent í því að einhver fái í eyrun í fríinu og þá svínvirkar að hafa eyrnaolíu við höndina svo allir verði glaðir. · Acidophilus gerla og Grape seed extract töflur. Mér finnst nauðsynlegt að hafa acidophilus gerla til að halda meltingunni í lagi þegar maður er að borða annan mat en maður er vanur. Að auki eru gerlarnir ónæmisstyrkjandi og Grape seed extract töflurnar er síðan gott að nota til að koma í veg fyrir sýkingar eða þegar við verðum lasin. · Lítil plastbox til að setja nesti í og ‘shake’ plastglas til að hrista sér ofurdrykk á ferðinni. Hef yfirleitt grænt súper næringarduft í litlu boxi og hristi með vatni. · Spilastokk til að grípa í spil með fjölskyldunni á kvöldin. · Góða bók til að lesa í sólinni og litla minnisblokk til að hripa niður góðar hugmyndir sem koma oft til manns í fríinu þegar maður er afslappaður Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir


AUDI A4 s line

Árgerð 2007, bensín Ekinn 71.000 km, sjálfsk.

Ásett verð:

3.090.000,-

ÚRVALS

NOTAÐIR BÍLAR í REYKJANESBÆ

Komdu til okkar á Njarðarbraut 13 og prófaðu einn af gæðingunum í notuðum bílum. Sölumenn taka vel á móti þér!

AUDI Q7

VW Polo

VW Passat

Ekinn 138.000 km, sjálfsk.

Árgerð 2012, bensín Ekinn 20.000 km, sjálfsk.

Ásett verð:

Ásett verð

6.290.000,-

2.490.000,-

2.790.000,-

Ásett verð

MMC Pajero

OPEL Astra

Árgerð 2008, bensín, Ekinn 93.000 km, beinsk.

VW Tiguan

Árgerð 20103, bensín Ekinn 151.000 km, sjálfsk.

Árgerð 2012, dísil Ekinn 40.000 km, sjálfsk.

Árgerð 2011, bensín Ekinn 53.000 km, beinsk.

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

1.990.000,-

1.590.000,-

5.690.000,-

TOYOTA Yaris t-sport

VW Touran

VW Caddy

Árgerð 2007, dísil Ekinn 104.000 km, sjálfsk. Ásett verð

Árgerð 2007, bensín Ekinn 132.000 km, beinsk.

FORD Explorer sport trac 4x4, Árgerð 2009, bensín

Árgerð 2005, bensín Ekinn 135.000 km, beinsk.

Árgerð 2002, bensín Ekinn 128.000 km, beinsk.

Árgerð 2011, bensín Ekinn 72.000 km, sjálfsk.

3.550.000,-

VW Golf

2.590.000,-

TOYOTA Land cruiser 120 vx, Árgerð 2004 bensín Ekinn 193.000 km, sjálfsk.

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

1.590.000,-

1.590.000,-

590.000,-

3.100.000,-

Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040 www.heklarnb.is


14

fimmtudagurinn 20. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR

n Zoran Ljubicic látin taka pokan sinn hjá Keflavík:

„Ef Keflavík biður þig um aðstoð þá segir þú ekki nei“ K

ristján Guðmundsson er tekinn á ný við karlaliði Keflavíkur og tekur við liðinu af Zoran Daníel Ljubicic sem var leystur frá störfum í gær. Segja má að Kristján sé að koma heim en hann stóð sig vel í starfi hjá Keflavík og stýrði liðinu í fimm ár frá árinu 2005-2009. Keflavík náði sínum besta árangri á síðari árum undir hans stjórn árið 2008 þegar liðið hafnaði í öðru sæti. Kristján hætti störfum hjá Keflavík haustið 2009 og hefur þjálfað í Færeyjum og Val á síðustu árum. Hann er nú mættur aftur til Keflavíkur eftir fjögurra ára fjarveru. „Ég hef fengið mörg skeyti þar sem Keflvíkingar bjóða mig velkominn heim,“ segir Kristján, léttur í bragði. „Þetta var auðvitað mitt annað heimili í fimm ár og upplifði margar frábærar stundir

hjá Keflavík. Ég er virkilega ánægður og hlakka til.“ Óhætt er að segja að hlutirnir hafi gerst hratt og samdi Kristján um það að stýra liðinu út leiktíðina seint á þriðjudagskvöld. „Þetta gerðist hratt. Ég þurfti ekkert að hugsa mig um eftir að mér var boðið starfið. Ef Keflavík biður þig um aðstoð þá segir þú ekki nei,“ segir Kristján. „Verkefnið leggst vel í mig. Það eru 15 leikir eftir og gott tækifæri á að bæta stöðu liðsins í deildinni. Það sem skiptir mestu máli er að allir þeir sem starfa hjá félaginu, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða stjórn, taki á sig ábyrgð og rói saman í sömu átt.“ Hittir leikmenn í dag Kristján kveðst þekkja leikmannahóp Keflavíkur vel og er bjartsýnn á góðan árangur. „Þetta

er spennandi leikmannahópur. Aldurssamsetningin er góð ungir leikmenn í bland við eldri. Ég hef unnið með helmingnum af leikmönnunum áður og þekki marga þeirra mjög vel. Ég mun hitta leikmenn á morgun og þá munum við setjast niður - ræða málin og setja okkur markmið. Það er stutt í næsta leik og ætli markmið núna sé ekki bara að taka einn leik í einu,“ segir Kristján. Við spurðum hann hvernig það væri að taka við liði Keflavíkur af Zoran sem hefur starfað hjá Keflavík um árabil og stýrt meistaraflokki. „Zoran hefur þjónað Keflavík vel og á þakkir skilið. Ég starfaði með honum í þau fimm ár sem ég var hjá Keflavík og Zoran hefur skilað frábæru starfi. Hann framtíðina fyrir sér sem þjálfari.“

Frábær árangur hjá Arnari Helga á Opna þýska O

Arnar Helgi Lárusson Flokkur T 53 (hreyfihamlaðir) 100 m sprettur, undanrásir 20,14 sek.

200 m sprettur, úrslit 38,70 sek.

100 m sprettur, úrslit 19,01 sek. (Íslandsmet)

400 m sprettur, úrslit 1:22,89 mín.

pna þýska meistaramótið í frjálsum íþróttum fatlaðra fór fram í Berlín um síðastliðna helgi. Suðurnesjamaðurinn Arnar Helgi Lárusson stóð sig frábærlega í mótinu og kom heim með Íslandsmet. Arnar Helgi keppir í hjólastólakappakstri og setti hann nýtt Íslandsmet í 100m spretti. Hann kom í mark á 19,01 sekúndu. Svo sannarlega frábær árangur hjá Arnari Helga sem hefur æft af miklu kappi fyrir mótið.

n Unglingameistaramót Íslands:

Yfirburðir ÍRB Í

RB vann 64 verðlaun, þar af 27 gull, 26 silfur og 11 brons, á Unglingameistaramóti Íslands í sundi sem fram fór um síðastliðna helgi. Þá var ÍRB eina liðið sem náði nýjum sundmönnum í landslið, sem og eina liðið sem átti sundmann sem setti Íslandsmet á mótinu. ÍRB og tvö önnur lið voru með flesta keppendur en Suðurnesjamenn voru með flesta verðlaunahafa á mótinu. Lið SH var með næst flest verðlaun, eða 45 talsins. Íris Óks Hilmarsdóttir (ÍRB) vann bikarinn fyrir stigahæstu sundin í flokki 15-17 ára og Kristófer Sigurðsson (ÍRB) vann bikarinn fyrir stigahæstu sundin í flokki 18-20 ára. Kristófer synti frábært 200 m skriðsund og náði 693 FINA stigum. Hann náði besta tíma sem var undir lágmörkunum fyrir Mare Nostrum á Spáni og Frakklandi. Hann var því miður 0.29 frá lágmarkinu á NMU í Póllandi. Ólöf Edda Eðvarðsdóttir úr ÍRB vann 400 m fjórsund mjög sannfærandi og setti í leiðinni nýtt stúlknamet á tímanum 5:02.33 með 707 FINA stig. Með þessu sundi tryggði hún sér sæti á Evr-

ópumeistaramót unglinga sem fram fer í Póllandi í júlí. Íris Ósk Hilmarsdóttir vann svo auðveldlega 200 m baksund á tímanum 2:19.85 með 710 FINA stig og var rétt frá lágmarkinu á Heimsmeistaramót unglinga sem er 2:19.48. Þær stöllur munu því báðar fara á Evrópumeistaramót unglinga. Svanfríður Steingrímsdóttir (ÍRB) sýndi styrk sinn á mótinu þar sem hún synti aðeins til þess að reyna við lágmark. Hún synti á besta tímanum á mótinu í 200 m bringusundi á 2:43.94 og með 624 FINA stig og tryggði sér með því sæti á EYOF mótið í júlí. Hún fer ásamt liðsfélögum sínum Baldvini Sigmarssyni og Sunnevu Dögg Friðriksdóttur á mótið í Hollandi. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir frá ÍRB náði líka lágmarkinu á EYOF í 800 m skriðsundi en Sunneva er hraðasti sundmaðurinn á Íslandi í þessari grein og aðeins einn sundmaður fer á mótið í hverri grein. Eydís og Þröstur, sem náði líka EYOF lágmarki, verða að bíða og sjá hvort þau verði valin og vonandi fleiri úr liðinu til þess að synda á NMÆ sem haldið verður í Reykjavík í júlí.


Sólseturshátíð í Garði Swieto Zachodzacego Slonca The Sunset Festival

24. - 30. júní 2013

Allir hjartanlega velkomnir! Skemmtun fyrir alla fjölskylduna

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Sjá nánar á www.svgardur.is


Instagram

vf.is

fimmtuDAGURINN 20. júní 2013 • 24. tölublað • 34. árgangur

#vikurfrettir

FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR

Refskák sumarsins

Sumarið verður gott!

E

igum við að hlæja eða gráta yfir þessu sumarveðri? Ég hlustaði á ræðumann dagsins í skrúðgarðinum á þjóðhátíðardaginn og hann fullyrti, svo ekki væri um villst, að öll él stytti upp um síðir! Reyndar ekki einungis í veðurfarslegum skilningi heldur og með vísan í stakkaskipti samfélagsins okkar hér á Suðurnesjum. Við látum ekki eins og eitt stykki rigningarsumar fara í taugarnar á okkur. Einhverra hluta vegna er það svo, að það fyrsta sem við ræðum um þegar við hittumst á förnum vegi er veðurfarið. Klisjan er orðin frekar fúl og héðan af er að minnsta kosti fyrri hluti árstíðarinnar fokinn út í veður og vind.

Barnaborð 50x50 2.390,Bláir stólar með háu baki 1.190,Bleikir stólar 699,-

Gulur & rauður stóll 3.450,Hvítur pottur með disk 490,Borð, hvítt 4.990,Glös, nokkrir litir 6 stk. 990,Salatskál stærri 465,Salatskál minni 199,Vatnskanna 890,-

Vandaðir stólar 2.490,Borð 70x120cm 6.990,Salatskál orange 365,Glös Decor 6 stk. 390,Vatnskanna 399,-

S

vo ekki sé nú talað um hvalveiðarnar. Ófáir bíltúrarnir sem farnir voru um Hvalfjörðinn og ávallt stoppað í hvalstöðinni. Í huga barnsins var skipið stórt og byssan ógnvænleg. Dýrið dregið upp rennuna og hvalskurðarmennirnir biðu eins og hrægammar með hárbeittu kutana. Fláðu skepnuna. Innyflin ullu út á hált og steinsteypt planið, einhvern veginn eins og risaslanga að kremja bráð sína. Lyktin af blóði vofði um nágrennið. Súrsað hvalrengi á borðum þegar nær dró þorra. Ekki mikið fyrir það en smakkaðist ágætlega. Uppfullt af Omega-3 fitusýrum og D-vítamíni. Eins og það hafi verið ofarlega í huga manns þá.

E

inhvern veginn er samt undarlegt að hlusta á Kristján Loftsson kveða niður mótmælin. Það er nóg af skepnum í hafinu og hægt að veiða á annað hundrað dýr til eilífðarnóns. Næststærsta dýr jarðarinnar, langreyðina. Fullorðið dýr vegur um sjötíu tonn. Eitthvað hlýtur slíkt dýr að éta á Íslandsmiðum, segja sumir. Aðrir vilja komast í návígi og horfa á það berum augum í víðáttum hafsins. Öflin togast á og ferðamennskan, sem nú stendur næst sjávarútveginum í útflutningsverðmætum þjóðarinnar kveður hart að veiðunum. Refskák gamla og nýja tímans er hafin að nýju.

Garðverkfæra hirsla 52x32x20 cm

Garðkarfa 65L

1.990

Slönguvagn á hjólum 1/2” f/50 metra

2.490

E

n tilhlökkunin um að setjast á grasivaxinn bakka einhvers staðar norður í nára, slíta upp strá og tyggja eins og afdala hrútur í klettaskoru, ýtir burt öllum leiðum hugsunum sem herja á sálartetrið þessa stundina. Ég reyni frekar að ímynda mér fuglahljóðin í angurværð sveitasælunnar, jarmið í lömbunum eða hneggið í hrossunum í haga. Árniðurinn eins og fljótandi sinfónía. Skvettur undan hungruðum silungi sem hámar í sig mýflugur á spegilsléttum vatnsfletinum, slá taktinn í tilveruna. Bændur slá líka túnin hver um annan þveran og binda heyið í stórar plastkúlur, sem minna helst á risastór haglél á grasgrænum túnunum. En beitarlöndin víðfeðmu láta á sjá undan ágangi fjárstofnsins.

Diskur m/hjálmi 790,Stór blómapottur m/disk 56cm 2.590,Grænn blómapottur m/disk 695,Vatnskanna 5 lítra 990,-

1.390

Tréolía 3O, 3 lítrar á pallinn og annað tréverk

2.690

Þrýstiúðabrúsi 5 lítrar WZ-6004

Þrýstiúðabrúsi 1 líter WZ-6001

1.590

495

Garðkanna 10 L

798 Slöngutengjasett með úðara WZ-9304

395

PVC húðað vírnet 50cmx15 metrar

3.995

2.790,-

2.590,-

Leir- og plastpottar í úrvali Gæðavara – Verð frá kr. 145

H 56 cm

H 50 cm

1.490,-

H 25 cm

495,-

845,H 33 cm

845,890,- B 60 cm

1.990 1.390

1.970

995

Undirdiskar fylgja þessum plastpottum en eru fáanlegir fyrir leirpottana

890 545 Ø=18cm

145

110 cm

1.390 2012 5 lítra bensínbrúsi

995,-

einnig til 10 lítra kr 1.395,-

Fuglavík 18. Reykjanesbæ Opið virka daga kl. 8-18

Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.