Stærra og efnismeira blað í hverri viku!
Víkurfréttir
Alias Junior 100 ný orð og myndir, hægt að nota sem viðauka við stóra borðspilið
Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Alias travel 800 ný orð, hægt að nota sem viðauka við stóra borðspilið
FRÁBÆR SPIL Í FERÐAÚTGÁFU -TILVALIN Í SUMARFRÍIÐ!
vf.is
FIMMTUdagurinn 7. JÚLÍ 2011 • 27. tölublað • 32. árgangur
›› Sportið
›› Viðtal
›› Gimli
Ólöf Edda í fótspor pabba í sundinu
Sólveig Þórðar dóttir ljósmóðir
› Síða 14
› Síður 8-9
OPIÐ ALLAN
Leikskólinn Gimli 40 ára
SÓLARHRINGINN
› Síða 11 VÍKURFRÉTTAMYND: EYÞÓR SÆMUNDSSON
ÝnTverðTarN Morgu ill matseðði á
í bo Aðeins tjum Fi Subway
14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011
›› Aðalfundur SAR:
spennandi uknattleikir
TM
Miklar áhyggjur af atvinnumálum á suðurnesjum
Fitjum
Á
ehf.
Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17
to.
kosti með gen.
endur vænn er ari
aðalfundi Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi (SAR) sem haldinn var í lok maí kom fram að félagið hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í atvinnumálum á Suðurnesjum. Á fundinum var lýst yfir áhyggjum af 20% atvinnuleysi á svæðinu sem sé grafalvarlegt mál og stór ógn við samfélag Suðurnesjamanna. Ennþá segi fyrirtæki upp starfsfólki og engin umfangsmikil verkefni virðast vera framundan á næstunni sem geti breytt þessu. Enn fremur hafa samtökin miklar áhyggjur af því að ef ekkert verður að gert er sjálfgefið að atvinnulíf Suðurnesja mun kólna enn frekar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. SAR ætlar að beita sér af alefli í því að breyta þessari Það var sumarstemning á írsku kránni stöðu því þolmörkum hefur Paddy´s á þriðjudag þegar nokkrir hressir verið náð. félagar skelltu sér í strandblak í blíðunni. Samtökin fagna stofnun AtStrandblakið nýtur Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessavaxandi dagana.vinsælda Keflavíkáog KR eigast við í undanvinnuþróunarfélags SuðurSuðurnesjum og nú þegar sumarið úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í virðist viðureign liðanna er 2:2. nesja og munu vinna að því láta á sér kræla þá er tilvalið að skella Oddaleikur í viðureign í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld.sér Spennan er ekki minni að gera þaðverður að styrkri stoð liðanna í blak og kannski einn kaldan Þar á Smáravelli úrslitaviðureign Keflavíkurá og Njarðvíkur í kvennaboltanum. er staðan reyndar orðin 2:0 í íuppbyggingu atvinnulífs bakgarðinum á Keflavíkurstúlkur Paddy´s. fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandií háspennuleiki. geta orðið Íslandsmeistarar svæðinu.
Sumarstemning
- sjá nánar á bls. 23
Opið allan sólarhringinn
Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946
TM
Fitjum NÝ T T
Morgu nver matseð ðarill A ðeins í b Subway oði á Fitjum
SUMARDEKK OG FELGUR Á ALLAR GERÐIR BIFREIÐA
kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |
rðarbraut 13 @heklakef.is
N1 GRÆNÁSBRAUT 552
Easy ÞvoTTaEfni
Easy MýkingarEfni
Meira í leiðinni
2
FIMMTudagurinn 7. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Holtaskóli hlaut Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar
Á
fimmtudaginn síðastliðinn voru afhentir styrkir úr Manngildissjóði til skólaþróunar í Reykjanesbæ. Á sama tíma voru afhent hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjanesbæjar. 14 tilnefningar bárust og fengu allir tilnefndir viðurkenningarskjöl. Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar að þessu sinni fengu kennarar og stjórnendur Holtaskóla fyrir einstakan árangur í vetur. Holtaskóli sigraði með eftirminnilegum hætti í Skólahreysti bæði hér á landi og í Finnlandi, Skólaleikunum, Gettu ennþá betur, Stóru upplestrarkeppnina og einnig unnust smáir og stórir sigrar í námsárangri og hegðun.
Önnur verðlaun hlutu leikskólakennarar og leiðbeinendur á deildinni Bakka á Heiðarseli fyrir markvissa stafa- og lestrarkennslu. Þriðju verðlaun féllu síðan í skaut leikskólans Gimlis fyrir Yogakennslu barna.
Á myndinni hér til hliðar eru: Baldur Þ. Guðmundsson formaður fræðsluráðs Reykjanesbæjar, Sif Stefánsdóttir deildarstjóri á Bakka, Jóhann Geirdal skólastjóri Holtaskóla, Karen Valdimarsdóttir leikskólastjóri Gimli og Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar.
„Hélt að atvinnuástandið yrði verra fyrir ungt fólk“ segir starfsþróunarstjóri Reykjanesbæjar
Allt á floti í vinnustofu Sossu í Köben
„Ég segi bara allt fínt, miðað við allt og allt,“ sagði Sossa Björnsdóttir myndlistarmaður þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar í Kaupmannahöfn þar sem hún býr og starfar en eins og alþjóð veit sjálfsagt þá hefur mikið vatnsveður verið í Kaupmannahöfn og nágrenni og flóð valdið miklu tjóni. „Þetta var alveg svakalegt, við komum heim um 9 leytið um kvöldið í alveg klikkuðu veðri, þrumum og eldingum og þessari svakalegu rigningu. Við óðum vatnið upp í hné á götunum niðri í bænum. Og þegar við komum inn þá blasti við okkur 16 cm vatn í kjallaranum þar sem ég er með vinnustofuna,“ segir Sossa. „Þetta hvarflaði að manni þegar við vorum á heimleið því svipað þessu hefur gerst áður, en ekkert í líkingu við þetta. Ég hef aldrei séð svona mikla rigningu, aldrei nokkurn tímann. Mér leið eins og í gömlu sundlauginni í Keflavík
og við vorum að moka vatni úr kjallaranum frá 9 um kvöldið til 4 um nóttina,“ segir Sossa og að allt sé orðið eins þurrt og mögulegt sé hjá þeim miðað við aðstæður. Fólk er í sjokki „Þeir Danir sem maður hefur heyrt í segja þetta líka alveg einstakt, enda var þetta bara eins og að vera í sundlaug. Allir sem maður þekkir hérna voru líka að lenda í nákvæmlega þessu sama og við og fólk er auðvitað bara í sjokki hérna. Það var ekki einu sinni hægt að hringja í 112, bara ekki inni í myndinni.“ Sossa segir að tjón hjá þeim hafi verið eitthvað. Tölva og myndavél skemmdust m.a. en verkin hennar Sossu sluppu sem betur fer. „Málverkin héngu sem betur fer á veggjunum. Þannig er það þó ekkert alltaf hjá mér og ég er að undirbúa sýningu núna og myndirnar eru oft á gólfinu og víða. En af því að við höfðum nú lent í
þessu áður þá er maður gætnari,“ segir Sossa. „Nú erum við bara að lofta út því það er mikill raki alls staðar. Það er búið að vera þurrt í allan dag og ekki miklar líkur á að þetta endurtaki sig, enda sennilega bara einsdæmi.“ Eins og víða hefur komið fram í fréttum þá lágu samgöngur að mestu leyti niðri og fólk hélt sig að mestu innandyra. „Fólk áttaði sig ekki á því þegar það mætti til vinnu að skrifstofan var bara á floti og allt lamað.“ Sossa segir það vera heppni að þau hafi verið heima því þau ætluðu í ferðalag. „Við vorum á leið úr bænum og vorum búin að taka okkur bíl á leigu en hættum við einhverra hluta vegna. Sem betur fer því hefðum við farið þá hefði ástandið sjálfsagt verið mun verra hjá okkur. Þetta er vonandi eitthvað sem maður á ekki eftir að upplifa aftur, sagði Sossa að lokum og bað fyrir kveðju heim.
„Við fórum af stað með avinnuátak fyrir ungmenni á aldrinum 17-20 ára. Við sóttum um styrk til Vinnumálastofnunar en þeir ásamt Velferðarstofnun standa fyrir almennu vinnuátaki fyrir ungmenni. Þar sóttum við um 250 störf en hlutum aðeins 40,“ segir Guðrún Þorsteinsdóttir starfsþróunarstjóri hjá Reykjanesbæ aðspurð út í atvinnumál hjá ungu fólki í Reykjanesbæ. „Skógræktarfélag Suðurnesja hafði 10 störf í boði og úr þessum 50 störfum tókst okkur að búa til 86 störf fyrir ungmenni og erum að bæta 21 starfi við. Það eru alls kyns störf í boði, sum sérætluð fyrir háskólanema, önnur tengd fjölskyldu- og félagsþjónustu og einnig á fræðslusviði. Flest störfin eru þó á umhverfis- og skipulagssviði.“ Guðrún segir aðsókn í störf á vegum Reykjanesbæjar vera svipaða og undanfarin ár en þó hafi komið skemmtilega á óvart hve mikill fjöldi ungmenna hafi fengið vinnu á öðrum stöðum. „Það er þessi hópur krakka á aldrinum 17-18 ára
sem eiga hvað erfiðast með að fá vinnu, þau eru útilokuð víða vegna aldurs.“ „Við höfum ekki getað veitt öllum vinnu sem hana vilja. Við náðum að útvega flestum af þeim sem fæddir eru 1994 vinnu og flestum af hinum sem sóttu um. En ég get ekki sagt að við séum að veita öllum vinnu sem hana vilja,“ segir Guðrún. Fyrir árið 2008 þurfti að leita eftir fólki til að koma til vinnu sem flokkstjórar hjá Vinnuskólanum, það hreinlega bráðvantaði fólk. Nú hefur þetta algerlega snúist við en þó hefur okkur tekist að fá fólk í þessi störf. „Þetta eru hörkuduglegir krakkar sem vilja vinna. Við höfum þó orðið vör við það að strákar virðast eiga erfiðara með að útvega sér vinnu. Kannski það sé vegna þess hve lítið af vinnu er í boði í byggingarbransanum þar sem strákar hafa kannski frekar fengið vinnu í gegnum tíðina.“ Ég hélt að ástandið yrði mun verra en raun ber vitni en það hefur ræst vel úr þessu,“ sagði Guðrún að lokum.
Vertu í góðu sambandi! Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000 vf.is • m.vf.is • kylfingur.is
3
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 7. júLí 2011 ATVINNULÍFIÐ
Ertu með sumarhús í Grímsnesinu? Nú hefur þú aðgang að enn fleiri sjónvarpsstöðvum í Grímsnesinu. Kynntu þér Vodafone Sjónvarp gegnum Digital Ísland í 1414 eða á vodafone.is. Hulda Sveins og Hrafn Jónsson á vinnustofu sinni í Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi
›› Raven Design í Reykjanesbæ:
Þátttakendur í „Hönnun í útflutning“ og halda á Íslendingaslóðir í Vesturheimi
F
yrirtækið Raven Design í Reykjanesbæ er eitt átta fyrirtækja sem tekur þátt í þróunarverkefninu Hönnun í útflutning sem nú er komið á fullt skrið en verkefnið er leitt af Íslandsstofu í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarsins. Markmið verkefnisins er að leiða saman hönnuði og fyrirtæki í samvinnu um hönnun og framleiðslu á útflutningsvörum. Þátttakendur í verkefninu munu fá framlag að upphæð 500.000 kr. til að standa straum af hönnunarkostnaði, gegn a.m.k. jafnháu mótframlagi fyrirtækisins. Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu eru Amivox, Bjarmaland, Glófi, Matorka, Raven Design, Saga Medica, Sif Cosmetics og Triton. Fyrirtækið Raven Design ehf. var formlega stofnað í febrúar 2009 en það er í eigu hjónanna Huldu Sveins og Hrafns Jónssonar. Áður höfðu þau selt vörur sínar undir nöfnunum HH Handverk og Icedesign frá 19992009. Verkefnið sem Raven Design fékk stuðning til er um er vegna vöru- og umbúðaþróunar fyrir erlendan markað. Fyrirtækið hannar og framleiðir eigið handverk, og eru yfir 80 vörutegundir sem búnar eru til úr leðri, plexí gleri, grágrýti og við. Eigendur fjárfestu í og fluttu inn leiserskurðarvél sem öll hönnun og skurður er unnin í. Raven Design er með sínar vörur til sölu á helstu hönnunar- og ferðamannastöðum landsins svo sem Kraum, Þjóðminjasafni Íslands, Gullfoss og Geysi, Rammagerðinni, Leifsstöð og fleiri stöðum. Undan farin ár hefur Raven Design verið valið inn á stærstu handverkshátíðir og sér-sýningar eins og t.d. hjá Handverk og hönnun og Handverkshátíð Hrafnagils. Framleiðsla og söluhagnaður hefur tvöfaldast síðast liðin tvö ár og árið í ár á eftir að toppa allar tölur ef spár Ferðamannaráðs um tölu ferðamanna ganga eftir. Raven Design er með sterka skýrskotun til Íslands í vörum sínum, bæði sérstöðu landsins í lögun, íslenskra ljóða og þjóðsaga. T.d. má nefna leður armband sem kallast Laufás. Þar er Raven Design að tengja mynstur við skraut frá kirkjuhurð í Eyjafirði sem talið er að sé frá 13. öld og varðveitt er á Þjóðminjasafni Íslands. Einnig er hægt að fá hálsmen og eyrnalokka úr leðri í stíl við armbandið. Raven Design hefur einnig hannað og framleitt jólaóróa síðan 2004 sem hlotið hafa verðskuldaða athygli, og er hannaður nýr órói á hverju ári. Þar er einnig tenging við hefðir eins og laufabrauðsskurð, hugljúf og hvetjandi skilaboð svo sem: „Vonarstjarna, horft til framtíðar“ og „Ást og englar allt um kring“. Fyrirtækið Raven Design hefur farið ört vaxandi, sölustaðir eru nú yfir 20 talsins og fer fjölgandi sérstaklega yfir ferðamannatímann. Markaðurinn fer einnig vaxandi og búist við að árið 2011 verði met ár þegar kemur að minjagripasölu og handverki. Fyrirtækið selur til smásöluaðila og þörf er á fallegum umbúðum fyrir vörurnar sem undirstrikar fallegt innihald, jafnvel með tengingu til Íslands og úr endur-
unnu efni. Fyrirtækið tekur einnig þátt í beinni markaðssetningu með þátttöku á ýmsum mörkuðum og mannamótum. Raven Design mun því á næstu misserum vinna með iðnhönnuði að gerð umbúða fyrir vörur fyrirtækisins. Þau Hulda og Hrafn verja öllum sínum stundum í fyrirtækið og framleiðsla og sala gripa stendur yfir alla daga. Þátttaka í handverkshátíðum er fyrirtækinu mikilvæg og um verslunarmannahelgina verður Raven Design á risastórri Íslendingahátíð í Gimli í Kanada. Árlega mæta um 50.000 manns á hátíðina en þau Hulda og Hrafn hafa tryggt sér góðan sýningar- og sölubás þar sem þau verða með vörur sínar. Þau segjast hafa fengið mikil og góð viðbrögð frá Kanada en í ár eru þau eina íslenska fyrirtækið sem verður á hátíð Vestur-Íslendinganna.
Komdu við hjá Tölvuþjónustu Vals, umboðsaðila Vodafone í Reykjanesbæ, og fáðu þér myndlykil. vodafone.is
4
FIMMTudagurinn 7. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Ritstjórnarpistill Víkurfrétta
vf.is
PÁLL HILMAR KETILSSON, RITSTJÓRI
Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.
Koma svo!
A
tvinnurekendur á Suðurnesjum hafa áhyggjur af atvinnuástandi á svæðinu sem nú er um 20%. Það er grafalvarlegt mál, ekki síst með tilliti til þess að fátt virðist vera að gerast í þeim málum þessa dagana. Samningaviðræður HS Orku og Norðuráls hafa ekki gengið sem skyldi en fyrirtækin funduðu síðast í maí en að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS Orku var verið að skoða það núna í vikunni að fylgja þeim fundum eftir. Hann sagðist hvorki vongóður eða vonlítill um að samningar tækjust. Hér væri um aldarfjórðungs langan samning að ræða og ljóst að deilendur færu varlega í hlutina. Hins vegar væru samningaviðræður alltaf þannig að hnúturinn gæti losnað allt í einu og það gæti alveg eins gerst og samningar þannig náðst á skömmum tíma. Þó svo samningar tækjust fljótt milli þessara aðila er þó enn eftir að gefa virkjunarleyfi fyrir 80 megavöttum á Reykjanesi og það mál liggur á borði orkumálastjóra sem er í vinnu hjá ríkisstjórn Íslands, sem segist ekkert tengjast málum í þessum samningum. Tvennt þarf virkilega að gerast til að hægt sé að koma atvinnulífinu í gang á Suðurnesjum með tilheyrandi keðjuverkun, öllum til góðs, ekki bara
Suðurnesjamönnum heldur og langt inn eftir höfuðborgarsvæðinu. HS Orka og Norðurál þurfa að semja sem fyrst. Þau geta sett viðauka í samninginn um endurskoðun eftir tvö ár eftir hvernig mál þróast. Svo þarf okkar yndislegi umhverfisráðherra sem leikur alltaf sakleysið uppmálað alls staðar þegar hún er skömmuð, að ýta við orkumálastjóra. Hann veit að það er næg orka á Reykjanesi. Í grein yfirjarðfræðinga og forðafræðings HS Orku í nýjasta fréttabréfi HS Orku kemur fram að ný gögn um stærð jarðhitasvæðisins bendi til þess að það sé margfalt stærra og umfangsmeira en það sem tilgreint er í gamla jarðvarmamatinu. Og enn ítarlegri djúpviðnámsmælingar hafa rennt frekari stoðum undir nýtt stærðarmat. Þeir sem vilja lesa meira er bent á grein í fréttabréfi HS. Nú segjum við Suðurnesjamenn sem höfum ekki upplifað verra ástand í áratugi – koma svo!
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 14. júlí. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Flugvélar Keilis eru af gerðinni Diamond og eru hátækniflugvélar.
Hluti starfsfólks Flugakademíu Keilis framan við nýjar höfuðstöðvar verklegrar kennslu.
Ný aðstaða Keilis fyrir verklegt flug á besta stað á Keflavíkurflugvelli
K
eilir tók á dögunum í notkun nýja aðstöðu fyrir verklegt flug á Keflavíkurflugvelli. Nýja aðstaðan er að Háaleiti 17, sem er innan girðingar og ekki langt frá flugturninum á Keflavíkurflugvelli. Aðstaðan hentar flugskóla Keilis vel. Flugvélar skólans hafa aðsetur á flughlaði við húsnæðið og skammt frá eru flugbrautir Keflavíkurflugvallar, svo flugnemar og starfsfólk getur hreinlega andað að sér fluginu, ef svo má að orði komast. Flugakademía Keilis býður upp á nám í einkaflugi, at-
Nýjar höfuðstöðvar verklegrar kennslu í flugi hjá Keili.
vinnuflugi, flugþjónustu, flugumferðarstjórn og flugumsjón. Lögð er áhersla á nútímalega kennsluhætti og kennsluumhverfi. Flugfloti Keilis er bæði nýstárlegur og hátæknilegur. Flugnemar Keilis njóta þess að fljúga nýjustu kennsluvélum landsins. Flugvélafloti Keilis er nýstárlegur og hátækniflugvélar eru notaðar til kennslunnar. Vélarnar eru af gerðinni Diamond DA-20, DA-40 og DA-42. Meðfylgjandi myndir voru teknar við formlega vígslu aðstöðunnar á dögunum.
Í nýju aðstöðunni hjá flugskólanum geta nemendur og starfsmenn „andað að sér fluginu“ ef svo má að orði komast. Alþjóðaflugvöllurinn er fyrir utan gluggann! VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Tvær af kennsluflugvélum Keilis á flughlaðinu við Háaleiti 17 á Keflavíkurflugvelli.
5
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 7. júLí 2011
Vegagerðin stöðvaði leyfis lausa bílstjóra við Leifsstöð
E ›› FRÉTTIR ‹‹ Starfsmanna félag Suður nesja semur við sveitarfélögin
S
tarfsmannafélag Suðurnesja skrifaði fyrir helgi undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn er á svipuðum nótum og Kjölur og Starfsgreinasambandið skrifuðu undir á fimmtudaginn. Samningurinn gildir frá 1. maí sl. og til 30. júní 2014. Hann felur í sér 50 þúsund króna eingreiðslu við samþykkt og starfsmenn sem eru við störf þann 1. febrúar nk. fá 25 þúsund króna eingreiðslu. Þá koma til hækkanir á orlofsuppbót og desemberuppbót. Prósentuhækkanir koma 1. mars 2012, 2013 og 2014. Ein helsta ástæðan fyrir því að félagið hafði ekki náð samningum fyrr er að það taldi að 34 þúsund króna viðmið, sem félög á almenna markaðnum og hjá ríkinu fengu, náðist ekki með þeim samningi sem félaginu stóð til boða og vantaði verulega þar á. Með því að endurskoða þá launatöflu sem í boði var tókst að gera á henni breytingar til að ná þessu marki fyrir lægst launaða fólkið. Því má segja nú að þessi samningur sé á svipuðum nótum og á almenna markaðnum og hjá ríki og borg. Samningurinn verður á næstu dögum kynntur félagsmönnum og greitt um hann atkvæði.
FS og Keilir í samstarf
K
eilir og Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafa undirritað með sér samstarfssamning um nám fyrir tæknifræði. Atvinnulífið kallar eftir fólki með menntun í tæknifræði. Þar eru atvinnumöguleikar mjög góðir og launin virðast prýðileg. Samkvæmt könnun Félags tæknifræðinga eru laun félagsmanna þeirra að meðaltali 600 þúsund krónur á mánuði. Með samstarfi FS og Keilis er leitast við að byggja upp samfellt nám fyrir tæknifræði þannig að það er byggt upp í þrepum frá framhaldsskóla upp á háskólastig. Nú geta nemendur sett stefnuna á þetta markmið og tekið í þrepum. Fyrir
þá sem eru þegar á vinnumarkaði, s.s. iðnaðarmenn, vélstjórar, stúdentar og aðrir, þá geta þeir komið í tæknifræðinámið í því þrepi sem þeim helst hentar. Áherslan er á „hands-on“ nám. FS og Keilir vænta mikils af þessu samstarfi enda þörfin ærin. Skólarnir vilja með þessu móti bregðast við kalli atvinnulífsins. Aðrir samstarfsaðilar Keilis um nám í tæknifræðinni eru Iðnskólinn í Hafnarfirði og Háskóli Íslands. Á meðfylgjandi mynd undirrita Kristján Pétur Ásmundsson, skólameistari FS, og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, samstarfssamninginn.
46 kannabisplöntur í heimahúsi
K
arlmaður úr Reykjanesbæ á þrítugsaldri var nýverið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að rækta 46 kannabisplöntur á heimili sínu með það að markmiði að selja kannabisefnið. Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir að aka undir áhrifum vímuefna. Hann hefur áður komist í kast við lögin, meðal annars hefur hann verið dæmdur þrívegis fyrir hegningarlagabrot. Dómur mannsins er skilorðsbundinn til tveggja ára og var hann einnig sviptur ökuréttindum næstu tvö árin.
ftirlitsmenn frá Vegagerðinni fóru á dögunum í eftirlitsferð á bílastæði Keflavíkurflugvallar í og athuguðu leyfi þeirra aðila sem voru með hópbifreiðar og leigubíla á svæðinu. Í ljós kom að nokkrir aðilar voru ekki með sín leyfismál í lagi og voru þeir sendir af vettvangi með aðstoð lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Samtökin fagna eftirliti enda sé það í fullu samræmi við vinnu samtakanna sem hafi á undanförnum misserum unnið að kortlagningu leyfislausrar starfsemi innan ferðaþjónustunnar. „Ljóst er að betur má ef duga skal og skora samtökin á stjórnvöld að herða viðurlög við leyfislausri starfsemi innan ferðaþjónustunnar,“ segir ennfremur.
ZEDRA
Föt fyrir allar konur Verslunarkjarnanum Fitjum Reykjanesbæ
Útsala Verið velkomin Sími 568-8585
HEFST
SUMAR
í DAG 7.júlí
ÚTSALAN HEFST FIMMTUDAGINN 7. JÚLÍ
20-70 %
AFSLÁTTUR
6 markhonnun.is
FIMMTudagurinn 7. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR
kaLkúnagriLLsneiðar Kræsingar & kostakjör
35 % afsláttur 1.169
kr/kg áður 1.798 kr/kg
Grill og gotterí kjúkLingabringur nettó
kjúkLingavængir nettó
20%
LambaLærissneiðar saLt og pipar
afsláttur
2.295
kr/kg Líttu á verðið!
nektarínur 750 g askja
279
1.599
kr/kg áður 349 kr/kg
50 % afsláttur
189
kr/pk. áður 378 kr/pk.
kr/kg áður 1.989 kr/kg
eLdhúsrúLLur 4 stk
239
kr/pk. áður 299 kr/pk.
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes
4 stk
nautainnraLæri ferskt
44 % afsláttur
1.998
kr/kg áður 3.549 kr/kg
í allt sumar! 50 % afsláttur súkkuLaðibitakökur bakað á staðnum* stórar 103 g 2 teg mjóLkureða dökkt súkkuLaði
99
nettó kaffi 400 g
399
kr/stk.
áður 198 kr/stk. brjóstsykur hot saLmiak 300 g
239
kr/pk. áður 299 kr/pk.
kr/pk.
giLdir ekki um nettó saLavegi*
Lakkrískonfekt 180 g
119
kr/pk. áður 159 kr/pk.
áður 429 kr/pk. brjóstsykur hot mix 300 g
239
kr/pk. áður 299 kr/pk. Tilboðin gilda 7. - 10. júlí eða meðan birgðir endast
Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
r
7
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 7. júLí 2011
8
FIMMTudagurinn 7. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Að eignast barn er lífsins gjöf. Merkilegasta lífsreynslan er vafalaust að halda á nýfæddu barni sínu. Þegar kona gengur með barn þá skiptir öllu máli að hún um-
Áttu von á ba
gangist gott fólk, lifi heilbrigðu lífi og eigi jákvæð samskipti við alla í kringum sig. Margar konur eru sérlega viðkvæmar á meðgöngu, kvenhormón flæða í miklum mæli í líkamanum og þær geta verið viðkvæmar yfir öllu og engu. Bara það að horfa á fallega bíómynd eða
heyra falleg orð, getur snert þær svo djúpt, að þær hágráta. Stundum erfitt fyrir karlmenn að skilja þetta!
umar konur verða voða hressar og kátar á meðgöngu og líður rosavel. Aðrar eru kvíðnar og hræðast fæðinguna sjálfa. Enn aðrar hugsa ekkert um óléttuna og sinna sér áfram eins og þær gerðu áður, bæði líkamlega og andlega. Langflestar fara þó að hugsa betur um hvað þær borða á meðgöngunni, hreyfa sig létt, stunda jafnvel meðgöngujóga og læra slökun til að undirbúa góða fæðingu. Sumar setjast við að prjóna eða lesa sér til um fóstur og verðandi móðurhlutverk. Meðganga getur verið spennandi tímabil og lærdómsríkt. Vanfær kona getur líka breyst í algjört skass á meðgöngu og orðið hin mesta óhemja, sem þolir engan nálægt sér. Oftast valda hormónar þessu ásamt breytingum á líkamlegri og félagslegri upplifun konunnar. Þetta ástand rjátlar yfirleitt af konunni, þegar hún fæðir barnið og jafnvel mun fyrr. Geðsveiflur eru þó eðlilegar eftir fæðingu. En auðvitað er hægt að hafa góð áhrif á andlega líðan með heilbrigðu mataræði. Makinn þarf að hafa sig allan við, til að skilja konuna á meðan hún ber barn undir belti. Feður fá í dag, að taka miklu meiri þátt í fæðingarferlinu en þeir gerðu áður fyrr og eru meira með í því sem skiptir máli. Ekki má gleyma að minnast á nýja kynslóð foreldra, þar sem foreldrar af sama kyni ala upp barnið saman. Umburðarlyndi er væntanlega lykilorð framtíðar, því öll erum við einstök og viljum vera elskuð eins og við erum. Barn opnar fyrir nýja vídd í öllum samböndum og getur tengt parið nánari böndum. Móðir ljóssins Góð og örugg fæðingardeild skiptir okkur öll miklu máli. Ljósmæður nefnast þær, sem taka á móti börnunum okkar. Fallegt orð á íslensku, að vera móðir ljóssins, fyrsta ljósið sem barnið sér þegar það kemur í heiminn, það er ljósmóðirin sjálf. Fólkið sem starfar í kringum fæðingu barns þarf að vera dugmikið fagfólk, sjálfsöruggt og með voða hlýtt hjarta. Það vitum við sem höfum prófað að eignast barn. Sólveig Þórðardóttir ljósmóðir er ein þessara eftirminnilegu kvenna, sem lagt hafa líf sitt í að sinna fæðingum og hjúkra fólki. Hún hefur tekið á móti mörgum einstakling-
um héðan af svæðinu. Hún byrjaði ung sem gangastúlka á Sjúkrahúsinu í Keflavík, var aðeins 16 ára þegar hún var viðstödd fæðingu á sjúkrahúsinu. „Ég er mikil hvatning fyrir allar konur, sem dreymir um að læra eitthvað og láta drauma sína rætast. Ég byrjaði ung á spítalanum og vann þar í mörg ár áður en ég ákvað að læra ljósmóðurina. Í gamla daga vorum við gangastúlkurnar látnar í allt, við gengum í öll verk. Þá lærði maður þetta bara. Ég held ég hafi prófað allt nema að skera upp fólk. Það bjó alltaf í mér að verða ljósmóðir. Ég var orðin fimm barna móðir 25 ára en ég ákvað um þrítugt að fara í undirbúningsnám fyrir hvatningarorð mannsins míns en ég hafði ekki lokið gagnfræðaprófi. Hann hvatti mig til að láta draum minn rætast. Ég hélt ég væri svo vitlaus og gæti ekki lært en þegar ég fór að sinna þessu, þá
sá ég, að ég gat vel lært. Barnauppeldi og húsmóðurstörf eru svoddan reynsluskóli og það kom á daginn í mínu tilfelli, því mér gekk mjög vel“, segir Sólveig mjúklegri röddu. Sólveig er ein af þessum hlýju konum, sem voða gott var að hafa í kringum sig á fæðingardeildinni en hún er hætt að vinna sem ljósmóðir. Hún þróaði samt ásamt samstarfsfólki sínu fæðingardeildina í Keflavík, sem hefur ávallt verið talin flaggskip allra fæðingardeilda á landinu. Hún kynntist byltingarkenndum hugmyndum í Svíþjóð og innleiddi þær á íslenskan hátt ásamt starfsfólki sínu og Konráð Lúðvíkssyni, fæðingarlækni, sem var mjög opinn fyrir nýjungum á sviði fæðingarhjálpar. Margir fleiri áttu þátt í því að gera fæðingardeildina að þessari fyrirmyndardeild, sem hún er ennþá. „Konráð var sérstaklega opinn fyrir því að við ljósmæðurnar fengjum að þróa okkar ljósmæðrahjörtu, sem var mjög gott. Hver kona þarf sína virðingu og alúð þegar hún fæðir og gengur með barn. Án umhyggju er starfsfólk fæðingardeildar ekki faglega fært, því umhyggjan er undirstaðan. Vellíðan móður á meðgöngu skiptir svo miklu máli fyrir vellíðan barnsins. Rannsóknir sýna þetta og líka tækin sem mæla líðan barnsins í móðurkviði. Fóstrin fæðast minni ef kvíði og ótti þjakar konu á meðgöngu. Barnið upplifir sömu tilfinningar og móðirin. Þess vegna er áríðandi að verðandi móður líði vel tilfinningalega. Mataræði skiptir einnig gríðarlega miklu máli, barnið nærist vel ef móðirin nærist vel. Hjartsláttargreining og fleiri tæki mæla
líðan fóstursins en þessi tæki sýna að barninu líður vel ef það er kyrrð og ró innra með verðandi móður. Góð tengsl við föður barnsins er einnig mikilvægt. Faðirinn er mjög áríðandi í fæðingu barnsins,“ segir Sólveig. Allar fæðingardeildir landsins eiga að hafa allt til alls og alls enga opinbera niðurskurði. Þetta eru í raun heilagar stofnanir, sem eiga aldrei að mæta afgangi hjá yfirvöldum, heldur vera vel búnar og vel mannaðar. Þarna er upphaf þjóðarinnar, þarna fæðist hún! „Fæðingarþjónustan þarf að vera í sátt við samfélagið,“ segir Sólveig. „Þar held ég að okkur hafi tekist vel til. Við Guðrún Guðbjartsdóttir ljósmóðir, beittum okkur fyrir stofnun á félaginu Börnin og við, sem starfrækt var hér á Suðurnesjum í mörg ár. Þetta var mjög merkilegur félagsskapur mæðra, sem studdu hver aðra í brjóstagjöf. Þær fræddust um brjóstagjöf, studdu nýjar mæður og fræddust einnig um þroska barna. Það væri gagnlegt ef hliðstætt félag væri til í dag,“ segir hún. Mannlegur þáttur í fæðingarþjónustu Fæðingardeildin í Reykjanesbæ á sér fyrirmynd í Ystad í Svíþjóð en þar er skipulag og starfshættir í samræmi við hugmyndir franska fæðingarlæknisins Michael Odent um náttúrulegar fæðingar í hlýju og heimilislegu umhverfi. Gamla Fæðingarheimili Reykjavíkur, sem nú er aflagt, var einnig að einhverju leyti fyrirmynd. Skrýtið að Fæðingarheimilið hafi verið lagt af, því ekki hættu börn-
Texti Marta Eiríksdóttir Myndir Marta Eiríksdóttir, Hilmar Bragi Bárðarson og úr einkasafni in að fæðast en einhvern skilning hefur skort hjá ríkisvaldinu? Þarna hefðu þingkonur mátt berjast betur og taka stöðu með kynsystrum sínum, dætrum og barnabörnum. Foreldranámskeiðin eru þýðingarmikill þáttur í fæðingarundirbúningi í dag. Ljósmæður halda námskeiðin og eru virkar með í fæðingarundirbúningi. Með því skapast tengsl á milli verðandi foreldra og ljósmæðra. Meginhugmyndin er sú að móðirin sé virkur þátttakandi í fæðingunni og ráði sjálf hvernig hún vill fæða ef allt er eðlilegt í meðgöngunni. Mikið er lagt upp úr hinni náttúrulegu hlið fæðingar og þá miðast allt við öryggi móður og barns. Pabbar velkomnir! „Við vorum fyrstar til að opna fæðingardeildina fyrir feðrum á sínum tíma og Reykjavík kom svo á eftir okkur með þessa innleiðingu. Við sem störfum á fæðingardeild gerum þó ekkert ein, það þarf alltaf gott fólk og stuðning frá stjórn spít-
9
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 7. júLí 2011
barni? alans. Okkur fannst vanta að hafa feðurna með í öllu fæðingarferlinu. Nú mega þeir gista hjá nýbakaðri móður og barni sínu. Undanfarin ár hefur fæðingardeildin vaxið í þá átt, að ef konur eru frískar, þá geta þær farið fljótt heim eftir fæðingu. Mörgum líkar það vel. Það er mjög mikilvægt fyrir nýorðnar mæður þó að passa orkuna sína eftir heimkomuna, hvílast vel og nærast vel. Mikil áhersla er lögð á stuðning feðra við móðurina þegar heim er komið. Feðraorlof var einnig fyrst innleitt hjá starfsmönnum Reykjanesbæjar hér á árum áður. Það vorum við konurnar, sem sátum í bæjarstjórn þá, sem komum þessu á og varð til eftirbreytni á landsvísu,“ segir Sólveig sposk á svip. En Sólveig sat eitt kjörtímabil í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og lagði þar til, ásamt Jónínu Sanders og fleiri konum í bæjarstjórn, að karlmenn fengju feðraorlof svo þeir gætu verið í fríi og stutt við eiginkonur sínar og nýfædd börn. Sólveig segist enn fá fiðring þegar hún sér nýfætt barn því ljósmóðurstarfið var henni mjög kært. Hugræn atferlismeðferð fyrir alla En fleira fæst hún við og lætur ekki aldurinn aftra sér frá því að læra meira. Það stoppar ekkert Sólveigu og núna hefur hún opnað viðtalsstofu hér í Keflavík á efri hæð Heilsuhússins á Hringbraut. Hún heldur áfram að hjálpa fólki og láta gott af sér leiða.
„Já, ég fór að læra Hugræna atferlismeðferð hjá Endurmenntun HÍ en það er mjög gott stuðningsverkfæri við fólk sem á erfitt andlega. Það er alltaf gott að leita í hlutlausan aðila, sem getur boðið upp á andlegan stuðning í lífsins ólgusjó. Til mín leitar fólk sem þarf að létta á sér andlega, sjá lífsins verkefni í öðru ljósi og opna fyrir eigin lækningu. Þegar ég fór að læra þessa meðferð, var ég fyrst og fremst að hugsa um þær, sem upplifa þunglyndi eftir fæðingu eða barnsmissi og einnig
„Konur þurfa ekki að vera hræddar við að fæða barn, því innst inni kunna þær að fæða“, segir Sólveig. „Þær eiga að treysta ljósmóður sinni því hún kann þetta vel. Hún hefur gert þetta svo oft áður. Fæðandi kona þarf að rækta með sér trú og traust, sjá að allt fari vel og finna það fara vel. Nota hugann á uppbyggilegan hátt. Vera jákvæð. Treysta. Um leið og fæðandi kona treystir því að fæðingin verði eðlileg, þá slaka allir vöðvar líkamans hennar á og allt gengur miklu betur. Það er svo náttúrulegt að fæða barn!“
þær, sem upplifa sorg vegna fæðingu barns með þroskahömlun. Ég hef þróað námskeið fyrir konur eftir barnsburð og fékk til liðs við mig Hrund Sigurðardóttur sálfræðing í geðteymi HSS (Heilbrigðisstofnun Suðurnesja) en þar eru mjög góðir hlutir að gerast. Fyrst vorum við að vinna með nýjar mæður en núna er þessi aðstoð að þróast yfir í alla, sem þurfa að byggja sig upp andlega, bæði karla og konur. Stundum upplifa mæður þunglyndi eftir erfiða fæðingu og aðrar
upplifa jafnvel áfallastreituröskun, sem er náttúrulega þyngsta högg í tilfinningum. Þær sem missa fóstur þurfa einnig mjög góðan stuðning. Manneskjan er tilfinningavera og undirstaða góðs lífs er heilbrigt tilfinningalíf. Vísindin og hið manneskjulega þurfa að mætast meira í þessu tilliti í framtíðinni,“ segir Sólveig sannfærandi. Sólveig hefur einnig lært dáleiðslumeðferð, sem byggist á Hypno Birthing og tekur utan um hugsjónir hennar, segir hún og er ein-
staklega falleg nálgun við fæðingu. Sólveig heldur námskeið reglulega í þessari slökunardáleiðslumeðferð fyrir hópa. Þegar Hypno Birthing aðferð er beitt þá fjölgar eðlilegum fæðingum án inngripa. Ró og slökun er undirstaða góðrar fæðingar. Það er ótti sem veldur verkjum í fæðingu. Verðandi móðir þarf að huga vel að þessum þætti á meðgöngu, veita sér rólegar stundir, læra að slaka á, lesa uppbyggilegar bækur og temja sér jákvæða og fallega hugsun. Búast við hinu besta. Tala við barnið sitt. Spila fallega tónlist. Lesa jafnvel fyrir barnið sitt. Barnið er jú lifandi einstaklingur innra með móðurinni. Fá barnið í lið með sér svo að fæðingin gangi vel. Undirbúa sig og barnið fyrir fæðingarstundina. Hafa maka sinn með í ferlinu, vera sátt og vera saman um þessa lífsins gjöf. „Konur þurfa ekki að vera hræddar við að fæða barn, því innst inni kunna þær að fæða“, segir Sólveig. „Þær eiga að treysta ljósmóður sinni því hún kann þetta vel. Hún hefur gert þetta svo oft áður. Fæðandi kona þarf að rækta með sér trú og traust, sjá að allt fari vel og finna það fara vel. Nota hugann á uppbyggilegan hátt. Vera jákvæð. Treysta. Um leið og fæðandi kona treystir því að fæðingin verði eðlileg, þá slaka allir vöðvar líkamans hennar á og allt gengur miklu betur. Það er svo náttúrulegt að fæða barn!“
10
FIMMTudagurinn 7. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR
JÚLÍ - SUMARTILBOÐ á Hársnyrtistofu Anítu Bjarnarvöllum 12.
Gel neglur, klipping og litur/skol stutt hár kr. 12.990.Gel neglur, klipping og litur/skol sítt hár kr. 14.990.Minni á Golden Rose förðunarvörur og Milkshake hárvörur
Frekari upplýsingar og tímapantanir í síma 421 7878. Kveðja Sigrún
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
Anna Kristjana Bjarnadóttir, Suðurgötu 30, Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi mánudaginn 4. júlí. Útför auglýst síðar.
Ásdís Þorsteinsdóttir, Ragnar Eðvaldsson, Anna Steina Þorsteinsdóttir, Stefán Björnsson, Rut Þorsteinsdóttir, Sæmundur Alexandersson.
TIL SÖLU
POLAR 590 KOJUHÝSI
Bláfánanum flaggað við Bláa lónið níunda árið í röð
B
láfáninn var dreginn að húni í Bláa lóninu mánudaginn 20. júní sl. Bláa lónið hefur flaggað Bláfánanum árlega frá árinu 2003 og flaggar honum því níunda árið í röð. Fyrstu árin blakti fáninn eingöngu við húni á sumrin en á síðasta ári sótti Bláa lónið um að fá að flagga fánanum allt árið um kring og gekk það eftir. Til að mega flagga fánanum verða Bláfánastaðir að standast alþjóðlega staðla sem eru endurmetnir á ári hverju. Bláfánanum er nú flaggað á 3650 stöðum í 41 landi. Leikskólabörn frá leikskólanum Laut í Grindavík aðstoðuðu við athöfnina en leikskólinn hefur hlotið umhverfisviðurkenninguna Grænfánann. Sigrún Pálsdóttir, verkefnastjóri Bláfánans, sagði það vera afar ánægjulegt og hvetjandi að Bláa lónið sem er einn þekktasti staður Íslands flaggi Bláfánanum níunda árið í röð.” Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverf-
is hafna og baðstranda. Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að bæta gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfis. Bláfáninn
er tákn um að umhverfismál, öryggismál og umhverfisfræðslumál eru í hávegum höfð hjá handhöfum fánans.
Hjólhýsi fyrir íslenskar aðstæður í hæsta gæðaflokki. Hlaðið aukahlutum, stórt og lítið fortjald, sjónvarp, DVD, 2 x rafgeymar, sólarsella ofl.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI! Upplýsingar í síma: 420-6600 Toyota Reykjanesbæ.
ATVINNA Mamma Mía í Grindavík vantar starfsfólk
Vantar pizzubakara í 2-2-3 vaktarplan, unnið er frá 17:00 - 22:00, og 12:00 - 22:00 um helgar!
Götugrill á Hlíðarveginum í Njarðvík
Í
búar við Hlíðarveg í Njarðvík efndu til götugrills einn góðviðrisdag í júní. Sólin hafði glatt íbúa götunnar allan daginn, en um leið og kveikt var upp í grillunum í götunni fór að rigna. Þar sem hátíðin var haldin framan við leikskólann Gimli, fengu þátttakendur í götuveislunni að fara inn á leikskólann rétt á meðan mesta demban gekk yfir. Meðfylgjandi myndir voru teknar í götugrillinu á Hlíðarvegi. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Zatrudnie piekarza pizzy, praca na zmiany 2-2-3. Od 17-22:00 w dni powszednie i od 11:30 do 22:00 w weekendy! Hægt er að hafa samband við Þorstein í síma 663 1678 eða mammamia@mammamia.is
Fundur um kjarasamning Starfsmannafélag Suðurnesja boðar félagsmenn sína sem starfa eftir kjarasamningi félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga til fundar um nýjan kjarasamning. Fundurinn verður haldinn í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ þriðjudaginn 12. júlí kl. 17.30. Á fundinum verður nýgerður kjarasamningur við Samband sveitarfélaga kynntur og greitt um hann atkvæði. Félagsmenn STFS er hvattir til að mæta. Stjórn Starfsmannafélags Suðurnesja
.is Frábær tilboð á hverjum degi
11
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 7. júLí 2011
RAGNARSSEL Þroskaþjálfi óskast í 70% starfshlutfall við Ragnarssel. Um er að ræða vistun fatlaðra barna eftir skóla. Upplýsingar veitir Jóhann Geirdal í síma 898 4808 Umsóknir skulu berast starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, eða á mittreykjanes.is fyrir 15. júlí nk.
L
Gimli 40 ára
eikskólinn Gimli hafði ærna ástæðu til að fagna á föstudaginn síðastliðinn. Skólinn fékk bæði afhentan Grænfánann sem merki um góðan árangur í umhverfismálum og svo var fjölskylduhátíð foreldrafélagsins fagnað. Síðast en alls ekki síst fagnaði skólinn 40 ára starfsafmæli og lét fjöldi gesta rigninguna ekki aftra sér frá því að koma og taka þátt í gleðinni. Þarna var fólk á öllum aldri, allt frá ungabörnum til gráhærðra gamalmenna og fjörið var mikið, sérstaklega hjá yngstu gestunum. Boðið var upp á söng og skemmtiatriði og einnig voru glæsilegar veitingar í boði. Veitt voru ýmis verðlaun þeim sem hafa komið að starfi skólans og hjálpað til í gegnum árin.
SÁLFRÆÐINGUR Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða sálfræðing. Starfið felst í greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu til barna og fjölskyldna þeirra, sem og ráðgjöf til starfsfólks í leik- og grunnskólum. Krafist er réttinda til að starfa sem sálfræðingur á Óslandi og lipurðar í mannlegum samskiptum. Reynsla á sviði skólasálfræði og félagsþjónustu er æskileg. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri í síma 864 9180. Umsóknir skulu berast starfsmannaþjónustu, Tjarnargötu 12, eða á mittreykjanes.is fyrir 15. júlí nk.
SUMARLESTUR Á BÓKASAFNINU
Íbúar Lestrareyju eru nú 150 en það er pláss fyrir fleiri. Krakkar, hjálpið okkur að fylla eyjuna og byggja varnargarð, því sjóræningjar ógna eyjabúum.
Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir
veitir ókeypis ráðgjöf um mataræði og bætiefnanotkun í Heilsuhúsinu, Hringbraut 99, Reykjanesbæ þriðjudaginn 12. júlí milli kl. 15:00 – 18:00.
Sumarlestrinum lýkur ekki fyrr en 31. ágúst.
ER NÁGRANNAVARSLA Í ÞINNI GÖTU? Reykjanesbær minnir á nágrannavörslu þar sem íbúar geta gert samkomulag um vöktun í sinni götu. Til þess að taka þátt þarf undirskriftir allra íbúa í götunni og er hún þá og húsin merkt sérstaklega.
Nágrannavarsla felur m.a. í sér að tilkynna til lögreglu grunsamlega hegðun í götunni sem þá verður fylgt eftir. Góður granni er áhrifaríkasta afbrotavörnin. Sjá nánar á reykjanesbaer.is/usk
www.heilsuhusid.is
Hringbraut 99 t Keflavík t Sími 578 5560 Opið: mánud. - föstud. 10 -18
12
FIMMTudagurinn 7. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Rusli kastað í starfsmenn Háskólavalla á Ásbrú
A
ð undanförnu hefur það gerst að vinnuhópur Háskólalavalla sem sér um trjáklippingar á Ásbrú hefur lent í aðkasti að hálfu íbúa á svæðinu. Rusli hefur verið kastað að unglingunum sem eru á milli 18 og 19 ára og að þeim hefur verið hreytt ókvæðisorðum og þeim sýnd mikil vanvirðing. Í júní fór í gang hreinsun og fegrun á Ásbrú á vegum Háskólalavalla sem eiga íbúðirnar á svæðinu og Vinnuskóla Reykjanesbæjar og síðan það átak hófst hefur áreitið stigmagnast, sérstaklega eftir að Vinnuskólinn kom á svæðið að að sögn Kristínar Sóleyjar Kristinsdóttur flokkstjóra hjá Háskólavöllum. VÍKURFRÉTTIR Birgir Bragason umsjónarmaður
2
með fasteignum á Ásbrú sagði í samtali við Víkurfréttir að svo virðist sem að vinnuhópurinn sé eins konar skotmark vegna óánægju með Vinnuskóla Reykjanesbæjar. Birgir sendi fjöldapóst á íbúa Ásbrúar og hefur fengið mikil viðbrögð frá íbúum sem eru hissa á framferði þeirra sem eiga í hlut. „Við vitum svo sem ekki hverjir þetta eru en þessir aðilar hafa kastað rusli að starfsmönnunum og sagt þeim að tína það upp. Jafnvel hefur verið tæmt úr öskubökkum fyrir framan starfsmennina.“ Kristín Sóley Kristinsdóttir flokkstjóri vinnuhóps Háskólavalla sagði meðal annars að hún gangi varla milli beða án þess að verða fyrir
einhvers konar aðkasti. Hún segir einn aðila hafa kastað í sig rusli og tæmt úr öskubakka nánast yfir hana. Hún segir að þetta fólk virðist halda að hún sé flokkstjóri hjá Vinnuskólanum og það sé greinilega alls ekki sátt við unglingana sem þar starfa. „Ég hef sagt þessu fólki að við séum ekki á þeirra vegum og samt er kallað og hrópað að manni og maður er nánast orðinn smeykur þegar bílar hægja á sér og bíður eftir að ruslið kastist í mann,“ segir Kristín Sóley. „Þetta er bara virkilega leiðinlegt og hreint ótrúlegt að fullorðið folk hegði sér svona, ég hef bara aldrei lent í öðru eins,“ sagði Kristín að lokum.
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU
Gisting Akureyri! Skemmtilegar íbúðir í Amaró húsinu við göngugötuna. Tilboð: Vikuleiga með tveim uppábúnum rúmum, 60.000 kr. Í íbúðinni er svefnpláss fyrir fjóra. sjá gistingamaro.is. Sími 461 5403. Ýmsar stærðir og gerðir af herbergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og bað herbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og all ur sameiginlegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909.
Hjólhýsi til leigu 6 manna vel útbúin. Uppl. í síma 421 6053, 691 6407 og 898 7467, www.gistiheimilid.is Til leigu 2ja herbergja íbúð í Keflavík og 3ja herbergja íbúð í Innri Njarðvík. Upplýsingar í síma 8615599. Skúr á góðum stað í Keflavík ca 50 m². Sér bað, niðurföll og innkeyrsluhurð. Uppl. í síma 691 1685. Leiga 48.000 pr. mán. Einidalur. 4ra herbergja parhús með bílskúr. Upplýsingar í síma 864 3956. Grindavík. Snyrtileg 3ja herb. íbúð í Grindavík til leigu. Verð kr. 100.000 á mán. og hiti og rafmagn innifalið. Trygging/bankaábyrgð. Uppl. í síma 661 0881 og 772 0881.
ÓSKAST
ÝMISLEGT
Óska eftir húsnæði 3 - 5 herberja til leigu m/bílskúr í Keflavík eða Njarðvík. Öruggar greiðslur og góðri umgengni lofað. Uppl. í síma 846 6178.
Búslóðaflutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.
Einbýli eða stór íbúð. Við ósk um eftir leiguhúsnæði frá og með 1. ágúst í Sandgerði, Garði eða Keflavík. Uppl. í síma 777 9879. Íbúð óskast til leigu í Innri Njarðvík. Óskum eftir 34 herb. íbúð í INjarðvík frá 1. ágúst 2011. Uppl. í síma 857 0783 / 845 1969. Einbýli, raðhús, parhús eða stór íbúð óskast til leigu í Keflavík frá ágúst eða september. Helst í lang tímaleigu eða minnst ár. Uppl í síma 6987195.
TIL SÖLU
Til sölu nánast ónotað fiskabúr, 200 lítra. Dæla og annar búnaður fylgir með, ásamt sérsmíðuðum skáp. Allt saman á 70.000, Upplýsingar í síma 8470915. Lítið notuð vespa til sölu. Árg. 2008. Uppl. í síma 860 5209. Hjónarúm, náttborð og dýnur. Verð 40.000 kr. Uppl. í síma 894 0174.
Túnþökusala OddsTeins Erum mEð til sölu gæða túnþökur, fótboltagras, gólfvallagras, holtagróður, lyng og gras á opin svæði. margra ára rEynsla. sími: 663-6666/663-7666
Íbúð í Innri-Njarðvík. Stærð 75m², leiga 68.000 kr. Innifalið rafmagn og hiti. Laus strax. Upplýsingar í síma 898 3215 og 421 4808. Nýuppgerð 68 fm íbúð í Keflavík. Uppl. í síma 616 9383. Bílskúr í Reykjanesbæ (Njarðvík). Laus strax stærð 50 fm. Gryfja og wc. Uppl í síma 848 1186.
Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur mað ur, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.
BÍLSKÚRSSALA Barnarúm, kerruvagn, bílstólar, barnaföt, kvenfatnaður í miklu úrvali, Canon prentari, skanni, reiknivél, uppþvottavél, AEG kæliskápur 180 cm, eldhúsáhöld, skór, veski, ljósakrónur og margt fleira. Opið frá 1317 laugardag og sunnudag. Hvalvík 2.
HEILSA Meiri orka – Betri líðan! H3O Pro Isotonic drykkurinn, ShapeWorks & flr. góðar vörur Ásdís og Jónas Herbalife dreifing araðilar S: 8430656 (Á), 8642634 (J) og 4214656 Tölvupóstur: asdisjul@internet.is Heimasíða/netverslun: http:// www.betriheilsa.is/aj
K
Hulda Guðlaug Sigurðardóttir skrifar
æri þú sem átt um sárt að binda, ég votta þér samúð mína. Þú hefur orðið fyrir áfalli og misst mikið. Þegar við missum það sem hefur leikið stórt hlutverk í lífi okkar hriktir í öllum stoðum tilverunnar og við þurfum að leita eftir tilgangi. Okkur finnst eins og okkur hafi verið „hrint“ í þá stöðu að þurfa að stokka upp alla tilveruna og endurskoða líf okkar allt með tilliti til algjörlega nýrrar og breyttrar stöðu. Við þurfum einhvern veginn, finnst okkur að endurskoða og endurskipuleggja allt hjá okkur með tilliti til þessarar breyttu stöðu. Þetta köllum við sorgarvinnu. Við þurfum í raun að endurskoða sjálfsmynd okkar, heimsmynd okkar og guðsmynd (trúarafstöðu). Í sorgarvinnunni er mikilvægt að gera sér grein fyrir að við göngum oft gegnum margvísleg andleg og líkamleg einkenni og við upplifum þau oft eins og þau séu mjög sjúkleg og verðum jafnvel hrædd um að við séum sjálf alvarlega veik. Af þessum sökum er gott að þekkja þessi eðlilegu einkenni sorgarúrvinnslunnar og mikilvægt að gefa sér tíma og rými til að horfast í augu við erfiðar tilfinningar, hugsanir og jafnvel skrítna drauma sem við upplifum. Með því að horfast í augu við þessar tilfinningar og hugsanir lærum við að þekkja okkur sjálf og við styrkjum sjálfsmyndina og verðum við það heilli og fastmótaðri einstaklingar. Vinir og ástvinir ganga oftast saman gegnum þessa sorgarvinnu þ.e.a.s. fólk talar saman um tilfinningar og hugsanir og hlustar hvert á annað af fremsta megni.
Hafa ber í huga að engir tveir einstaklingar vinna nákvæmlega eins úr sorg/áfalli og úrvinnslan er alltaf einstaklingsbundin og byggir talsvert á persónuleika okkar og fyrri reynslu í lífinu. Fyrir kemur að vinir og ástvinir „ná ekki saman“ í sorgarúrvinnslu og finnst þeir þurfa að leita út fyrir nánasta tengslanet eftir stuðningi. Fimmtudagurinn 14. apríl 2011 Þetta þarf ekki að vera á nokkurn hátt óeðlilegt og getur skapast af allskyns mismunandi aðstæðum fólks s.s. eins og bara því að fólk vinnur sig misjafnlega hratt gegnum sorgina/áfallið og er því statt á mismunandi stað í úrvinnslunni. Um bjargráðin, þ.e.a.s. það sem er til hjálpar til að styrkja okkur í erfiðleikunum og hjálpa okkur áfram með lífið og það að sætta okkur við breytta stöðu. Allt það sem áður hefur reynst okkur vel og styrkt okkur í hinum ýmsu erfiðleikum og mótbyr sem við höfum áður mætt í lífinu getur reynst okkur vel einnig nú. Þannig eru bjargráðin mismunandi og persónuleg. Einum reynist vel að rækta betur sambandið innan fjölskyldunnar á meðan öðrum reynist vel að stunda líkamsrækt eða slökun o.s.frv. Umfram allt þá er gott að hafa í huga að hjálparaðferðir sem áður hafa reynst vel í lífinu geta reynst vel einnig nú. Að lokum vil ég benda á að ef okkur finnst við strand með sorgarvinnuna og komin í ógöngur og hún er farin að valda röskun á lífi okkar, getum við leitað til ýmissa stuðningsaðila s.s. sóknarpresta, heilsugæslu HSS, sjálfshjálparhópa og sorgarsamtaka. (Það stendur til að endurvekja starfsemi Bjarma n.k. haust). Hulda Guðlaug Sigurðardóttir, starfsmaður GOSA-teymis-sálfélagsteymis HSS.
Hvít Víðbláinn - Nuddmeðferðir, - Heilun, - Miðlun. Tímapantanir í síma 861 2004 Reynir Katrínarson, Nuddmeistari.
flutningar ehf.
www.go2.is Sími 770 3571 Garðlist
vantar fólk í garðslátt í sumar. Alhliða lögfræðiráðgjöf. Kynntu þér málið á www.lögfræðistofan.is
Sláttur í Njarðvíkurhverfi.
✆ 445-3500.
Umsóknir á gardlist.is
Við störfum á Suðurnesjum.
Sorgarúrvinnsla
Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli fá launahækkun
L
SS, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna undirritaði á þriðjudag kjarasamning fyrir hönd slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli til 3ja ára við Isavia. Um er að ræða sambærilegan samning og Isavia hefur gert við aðra starfsmenn fyrirtækisins. Auk eingreiðslna hækka laun um 4,25% 1. júní eða um 12.000 kr. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Einar Már Jóhannesson, Eggert Karvelsson, Valdimar Leó Friðriksson, Sverrir Björn Björnsson, Sigurður Ólafsson, Ragnar Árnason og Ómar Sveinsson.
FELLIHÝSA- OG TJALDVAGNA EIGENDUR TAKIÐ EFTIR Geymsla yfir vetrarmánuðina í húnæði okkar að Bolafæti 9, 260 Njarðvík Tímabilið er frá 1. sept. 2011 til 1. maí 2012 eða eftir samkomulagi. Upphitað húsnæði á góðum stað. Takmarkað pláss, fyrstir koma fyrstir fá. Tökum á móti bókunum. Björn Sigurbjörnsson, s. 695 1763, bjs0709@hotmail.com Sigurbjörn Björnsson, s. 893 1285, sigurbjorn1506@hotmail.com Athugið tegund og stærð vagns þarf að liggja fyrir.
13
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 7. júLí 2011
›› Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum lauk útrásarverkefni í Slóvakíu:
Slóvakarnir voru hrifnir af tengslum okkar við fyrirtækin í samfélaginu ›› - segir Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður
M
i ð s tö ð s í m e n ntu n a r á Suðurnesjum lauk útrásarverkefni í Slóvakíu ekki alls fyrir löngu en það stóð yfir í eitt ár. „Verkefnið snerist fyrst og fremst um að Slóvakarnir vildu yfirfæra okkar þekkingu og reynslu til þeirra. Þarna má segja að við höfum verið í útrás, samt með jákvæðum formerkjum, og sköpuðum tekjur fyrir MSS og útflutningstekjur fyrir landið,“ segir Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður MSS.
heldur hrörleg sjón. Skálinn mátti nú muna fífil sinn fegurri og minnti helst á gamla skíðaskála sem maður gisti í á grunnskólaárunum og kuldinn var mikill. Anna Lóa og Birna gistu saman uppi en Ína niðri. Ína bað um rafmagnsofn eftir fyrstu nóttina sem hún fékk en komst að því síðar að hann hafði verið tekinn af túlkinum sem fékk þá að krókna úr kulda í staðinn. Þarna vorum við staðsettar uppi í fjalli í hrörlegu húsi í miðri Slóvakíu og fátt sem minnti á myndir af sjarmerandi bjálkakof-
Anna Lóa kennir viðtalstækni með aðstoð túlks. Hvernig kom þetta verkefni með Slóvökum til? „Það var árið 2008 sem MSS fékk fyrirspurn frá Slóvakíu um að vera með í Evrópuverkefni. Bent hafði verið á MSS af innlendum aðilum sem fýsilega stofnun til að læra af í fullorðinsfræðslu. Það var síðan 1½ ári seinna sem verkefnið hófst formlega þ.e. í febrúar 2010 og lauk ári síðar. Það var mikil eftirvænting þegar verkefnið hófst og haldið var af stað til Slóvakíu en þangað höfðum við aldrei farið áður. Þeir sem tóku þátt í verkefninu frá MSS voru Guðjónína Sæmundsdóttir forstöðumaður, Anna Lóa Ólafsdóttir náms- og starfsráðgjafi og Birna Vilborg Jakobsdóttir ráðgjafi fyrir atvinnulífið. Fyrsti fundur var haldinn í Handlova í Slóvakíu. Við vissum nú ekki alveg hverju við myndum eiga von á. Maður hefur nú farið í vinnuferð áður til útlanda og er nú alltaf vel tekið á móti manni og yfirleitt gistiaðastaða þokkaleg. Við mættum þarna og vorum búnar að skoða á netinu og sáum þá flotta fjallaskála, reyndar dálítið eins og „eighties auglýsingar“ og áttum því von á kósý fjallagistinu á skíðasvæði. Þegar við hoppuðum út úr bílnum eftir að hafa ferðast í 16 klukkutíma og skoppast á misgóðum vegum í 3 klst. og ætluðum okkur að berja dýrðina augum blasti við okkur Margar gjafir voru gefnar í ferðunum s.s. vörur frá Bláa lóninu, náttúrumyndir, íslenska ullin og íslenskt brennivín.
um sem við höfðum legið yfir fyrir ferðina. Við munum eflaust aldrei gleyma þessu kvöldi og höfum oft hlegið að þessu. En fólkið þarna er yndislegt og vildi allt fyrir okkur gera til að okkur liði sem best og við fljótar að jafna okkur á aðstöðunni. Daginn eftir var farið með okkur á bæjarskrifstofuna þar sem bæjarstjórinn tók á móti okkur með mikilli viðhöfn, og þá erum við að tala um rauða dregilinn, píanóundirleik og formlegheit í húsnæði bæjaryfirvalda. Þar vorum við gerðar að heiðursborgurum Handlova, hvorki meira né minna en það var eiginlega ekki fyrr en ári síðar að við gerðum okkur grein fyrir hvaða heiður okkur var sýndur. Bæjarstjórinn var mjög skemmtilegur karakter og gerði hann sér far um að hitta okkur í hverri ferð okkar til Slóvakíu, og það oftar en einu sinni. Hann lagði mikið upp úr því að halda góðum tengslum við okkur sem má meðal annars merkja á því að í eitt skiptið þá voru kosningar og hann á fullu um héraðið en hans fyrsta verk þegar hann kom til bæjarins var að heilsa upp á okkur,“ segir Guðjónína. Hvernig bær er Handlova? „Bærinn sem er staðsettur í miðri Slóvakíu, var byggður upp af þýskum landnámsmönnum á 14. öld og mikið af Þjóðverjum sem bjuggu
þar allt þangað til í seinni heimsstyrjöldinni. Aðal atvinnuvegurinn tengdist hér áður kolanámuverksmiðjum en meðan mest var unnu þar tæplega 4500 manns. Mikið hefur dregið úr þeirri starfsemi með tilheyrandi atvinnuleysi sem nú er svipað og hér eða um 13% en íbúafjöldi Handlova er svipaður og í Reykjanesbæ. Stofnunin sem við unnum með heitir Help, n.o. og í gegnum þeirra átaksverkefni hefur atvinnuleysið minnkað eitthvað. Það var sérstakt að koma til Handlova og tilfinningin svolítið eins og tíminn hafi staðið í stað. Það má segja að við höfum áttað okkur enn betur á hversu vel við búum hér á landi og vinnuaðstöðu okkar er ekki hægt að bera saman við það sem vinir okkar í Slóvakíu áttu að venjast. Það sýndi sig líka þegar þau komu til Íslands að þau voru orðlaus yfir fjölbreytni og fegurð húsanna svo ekki sé talað um aðstöðu okkar hjá MSS. Það sem var líka athyglisvert að upplifa var ákveðin neikvæðni gagnvart bæjarfélaginu og svartsýni varðandi framhaldið. Líkt og við þá er bæjarfélagið að ganga í gegnum erfiða tíma sem tekur á alla og ákveðið vonleysi sem einkenndi suma af þeim sem við kynntumst. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er hversu miklu máli skiptir hvernig við tölum um bæjarfélagið okkar út á við – ef við höfum ekki trú á því að hér eigi hlutirnir eftir
Birna tekur við heiðursborgaratitlinum. að skoða þörfina fyrir fræðslu og hvernig megi bregðast við henni. Þá kynntu þeir sér vel náms- og starfsráðgjöf, og þá bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Slóvakarnir voru hrifnir af tenglsum okkar við fyrirtækin í samfélaginu og fannst mikið til koma þess góða samstarfs sem er á milli stéttarfélaganna, VMST og MSS. Þessar kynningar og svo almennt um hvernig fræðslukerfið hérlendis er byggt upp, fóru allar fram með aðstoð túlks.“ Hvað lærðuð þið á verkefninu? „Ýmislegt sem við erum að gera er verið að vinna á svipaðan hátt í Slóvakíu en við lærðum líka margt varðandi þá þætti sem eru ólíkir meðal þjóðanna. Vinnuaðferðir okkar eru mjög ólíkar og við áttum því ekki að venjast að taka langar pásur eins og tíðkaðist þarna og í staðinn unnið lengur frameftir. Þetta tók svolítið á þolinmæðina í byrjun en í lokin var þetta eitthvað sem við gerðum ráð fyrir. Vinnumenningin er önnur og það er eitthvað sem maður þarf að taka
Það voru ánægðir ferðalangar þegar á toppinn var komið. að verða betri þá er ekki von til þess að aðrir hafi trú á því. Ef við nýtum ekki þjónustuna sem er til staðar í nærumhverfi okkar af hverju ættum við að geta selt hana annað!“ Hvernig hefur vinnunni verið háttað? Hvernig fer þetta fram? „Vinnan hefur að mestu leyti farið fram á fundum og undirbúningi og eftirvinnu vegna funda. Haldnir voru 3 fundir í Slóvakíu, 1 í Portúgal og tveir fundir á Íslandi. Fundirnir voru frá þrem dögum upp í 5 daga. Verkefnið snerist fyrst og fremst um að Slóvakarnir voru að læra af Íslendingum og Portúgölum. Við vorum því að yfirfæra okkar þekkingu og reynslu til þeirra.“ Hverju hafið þið verið að miðla til þeirra? „Það má segja að við höfum miðlað til þeirra öllu því sem við erum að fást við en svo báðu Slóvakarnir um nánari kynningar á því sem þeim fannst að gæti komið að notum hjá þeim. Þannig kynntu þeir sér sérstaklega Markviss, sem er ákveðin aðferðafræði notuð við þarfagreiningar í fyrirtækjum. Þá er verið
tillit til þegar unnið er í svona verkefni. Við áttuðum okkur líka á því hvað við höfum verið að gera margt gott og hversu mikið hlutirnir hafa þróast á stuttum tíma. Við getum og eigum að vera stolt af því sem við erum að gera. Það er gaman að segja frá því að sú mikla þróun og breyting sem MSS hefur gengið í gegnum hin síðari ár þykir hafa tekist vel. Hingað horfa því margir, bæði innanlands og erlendis frá, með það fyrir augum að skoða hvernig hlutirnir hafa þróast hjá okkur og hvaða aðferðir við höfum notað í þessu ferli.“ Hvað fenguð þið persónulega út úr þessu? „Það er alltaf gaman að kynnast öðrum þjóðum og menningu þeirra. Fyrir utan það þá er alltaf ákveðinn lærdómur fólginn í því að fara ofan í saumana á því sem við erum að gera með þau markmið að deila því með öðrum. Þú vilt vera viss um að það sem þú ert að „selja“ sé þess virði og „kaupandinn“ fái það sem hann er að borga fyrir. Matið á verkefninu í lokin gefur til kynna að Slóvakarnir hafi verið ánægðir með það sem þeir
Rudolf bæjarstjóri Handlova við heiðursborgaraathöfn. fengu en þeir hafa þegar sóst eftir frekara samstarfi. Fyrir utan þetta þá fórum við í frábæra gönguferð upp á fjall í slóvönskum þjóðgarði en þegar við vorum komnar á toppinn vorum við í tæplega 1350 metra hæð. Leiðin var torfarin á köflum með klettaklifri og fleiri ævintýrum og má segja að við höfum endanleg stimplað okkur inn sem víkinga eftir þá ferð. Getið þið nýtt ykkur reynsluna úr þessu verkefni í eitthvað sambærilegt við aðrar þjóðir? „Já, alveg tvímælalaust. Það sem við erum að gera hér á Íslandi þykir um margt merkilegt og öðrum til eftirbreytni. Við deilum okkar reynslu gjarnan og var t.d. Anna Lóa námsog starfsráðgjafi fengin til að koma á ráðstefnu í Kaupmannahöfn til að segja frá náms- og starfsráðgjöf á vinnustað í fyrra. Samskipti við erlendar þjóðir er algjörlega nauðsynlegt því mikilvægt er að þjóðir deili þekkingu á milli sín. Með erlendum samskiptum eykst víðsýni, þekking og fordómar minnka. Það er mikilvægt fyrir okkur að læra af öðrum þjóðum og ekki síður að miðla okkar þekkingu til annarra. Við erum reynslunni ríkari og enn betur í stakk búin til að taka þátt í fleiri verkefnum af þessari stærðargráðu sem er jákvætt fyrir samfélagið í heild sinni. “
Það þurfti að klifra til að komast upp á toppinn. Þangað komust nú ekki allir.
14Ólöf Edda Eðvarðsdóttir á ekki langt að sækja sundhæfileikana: ››
FIMMTudagurinn 9. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Ein af vonarstjörnum Íslands í sundi F
jögurra ára gömul byrjaði Ólöf Edda Eðvarðsdóttir hjá ÍRB að æfa sund þegar fjölskylda hennar var búsett í Danmörku en nú í júlí verður hún 14 ára. Hún hefur náð frábærum árangri undanfarið og er að margra mati ein af vonarstjörnum Íslands í sundíþróttinni. Faðir hennar Eðvarð Þór Eðvarðs son, sem vart þarf að kynna fyrir íþróttaáhugamönnum var að þjálfa hana í nokkur ár en nú er hún ásamt öðrum sundmönnum ÍRB undir stjórn nýsjálenska þjálfarans Anthony Kattan sem hefur náð góðum árangri með sundmenn ÍRB. Ólöf Edda segir að margir krakkanna séu að bæta sig mikið undir hans stjórn en hann hefur verið hjá félaginu í rúmt ár. Sterkustu greinar sínar segir Ólöf vera 400 metra fjórsund og 200 metra bringusund, en ef hún ætti að nefna veikar greinar þá nefnir hún baksundið sem einmitt var sterkasta hlið föður hennar á hans ferli. Hún segir enga pressu vera að búa með þessari sundgoðsögn sem Eðvarð faðir hennar er, hún segir það bara vera af hinu góða. Fyrirmyndir hennar í sundinu eru Michael Phelps sem er sennilega
besti sundmaður allra tíma og Leisel Jones bringusundskona frá Ástralíu. „Hún er mikil fyrirmynd mín,“ segir Ólöf. Þann 20. júlí fer Ólöf til Tyrklands að keppa á Ólympíudögum æsk unnar. Áður hefur Ólöf farið með ÍRB að synda erlendis og þrívegis með landsliði Íslands en hún var fyrst valin í landsliðið fyrir rúmu ári síðan. „Mig langar að fara til Bandaríkj anna að læra og svo er stefnan sett á Ólympíuleikana 2016 sem fara fram í Ríó de Janero í Brasilíu. Á næsta ári er stefnan svo sett á Evrópu meistaramót unglinga í Belgíu og á Lux mótið í Lúxemborg.“ Hún segist ekki mikið vera að velta sér upp úr einhverjum markmiðum en er alltaf að reyna að verða betri og betri. Ólöf æfði körfubolta um sinn en hætti fljótlega því það kemst lítið annað að en sundið þar sem æft er 8 sinnum í viku og tæpar fjórar klukkustundir á dag. Auk þess eru þrekæfingar þrisvar í viku þannig að Ólöf þarf að skipuleggja tímann vel. Það gengur vel að hennar sögn og skólinn, vinirnir og fjölskyldan sitja alls ekki á hakanum. Ólöf hlaut á dögunum Ólafsbik
arinn eftir frábæran árangur á Aldursflokkameistaramóti Íslands þar sem lið ÍRB fór með sigur af hólmi. Sá bikar var veittur í annað sinn en auk þess hlaut hún fjölda verðlauna á mótinu. Þegar komið er inn í herbergi Ólafar þá hanga tugir verðlaunapeninga yfir glugg anum og sjálf segist Ólöf ekki hafa nákvæma tölu á hve margir pen ingarnir séu orðnir. Ólöf hefur sett mörg met á stuttum ferli en hún á m.a. telpnamet í 400 metra fjórsundi í 50 metra laug en það er eitt af erfiðari sundum sem keppt er í að sögn kunnugra. Þar er hún ansi nálægt Íslandsmeti kvenna aðeins tæplega 14 ára gömul sem er augljóst merki um það hversu sterk sundkona hún er. Hún er einnig að reyna við metið í 200 metra bringusundi í bæði lengri og styttri laug og í 100 metra flugsundi, svo á hún telpnametið í 50 metra flugsundi í 50 metra laug og einnig í 200 metra flugsundi. „Ég er betri í þessum lengri sundum. Ég er ekki mikill sprettari,“ segir Ólöf hógvær að lokum og ljóst er að þessi stúlka hefur allt til brunns að bera til að ná langt, hæfileika, metnað og stuðning frá sínum nánustu.
á „ Stefnir Ólympíuleikana 2016
“
15
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 7. júLí 2011
vf.is
›› Víkurfréttir í 30 ár: Jóhann B. Guðmundsson maður leiksins hjá Watford
„Ungur og áhyggjulaus á þessum árum“ „Ég man að ég var varamaður í leiknum, en maðurinn sem var í minni stöðu meiddist svo að ég vissi eiginlega að ég væri að fara að spila,“ segir Jóhann Birnir Guðmundsson lei kmaður Kef laví kur þ egar blaðamaður rifjar upp f yrir Jóhanni gamalt viðtal sem birtist í Víkurfréttum þann 29. október 1998 eftir að Jóhann hafði leikið sinn leik í byrjunarliði Watford í ensku 1. deildinni og verið kjörinn maður leiksins. Jóhann sem er 33 ára í dag var rúmlega tvítugur og að stíga sín fyrstu skref á farsælum 10 ára atvinnumannaferli en hann lék í Noregi og Svíþjóð auk Englandi. „Þjálfarinn lét mig vita á fimmtudeginum að ég væri í byrjunarliðinu svo ég gæti nú látið fjölskylduna vita og þau gætu hugsanlega komið á leikinn. Pabbi flaug út og ég var orðinn nokkuð stressaður þegar leikurinn byrjaði.“ „Svo gekk þetta bara svona vel og ég skoraði bæði mörkin í 2-2 jafntefli. Það var sungið þarna Guddi og iceman og eitthvað þannig og það var bara mjög gaman. Maður var svo ungur og áhyggjulaus á þessum tíma. Í næsta leik var ég svo á bekknum því við áttum erfiðan útileik og maðurinn sem hafði meiðst var búinn að jafna sig. Ég skildi það svo sem því ég var rétt tvítugur og að stíga mín fyrstu spor
Róbert Smári Jónsson púttar á flöt í Leirunni í gær. á neðri myndinni slær Guðmundur Sigurðsson upphafshögg á Bergvíkinni, 3. braut.
Um 260 kylfingar í meistaramótum golfklúbbanna
en ég fékk fleiri tækifæri fram að jólum.“ Watford lék í 1. deildinni á þessum tíma og Jóhann segir liðið hafa verið um miðja deild framan af móti en í lokin hafi þeir tekið svakalega rispu og sigrað 10 síðustu leiki sína og rétt komist í úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeildinni. „Við vinnum svo úrslitakeppnina og förum upp í úrvalsdeildina, en ég hafði komið til liðsins árið áður þegar þeir höfðu nýlega sigrað 2. deildina. Liðið fór því upp um deild tvö ár í röð.“ Jóhann spilaði svo heilt tímabil í úrvalsdeild með Watford þar sem hann fékk ekki mörg tækifæri í byrjunarliðinu. „Það var ógeðslega gaman að vera í úrvalsdeild og upplifa allt í kringum þetta. Að fara á Old Trafford og þessa staði, við unnum t.d. Liverpool á Anfield sem var virkilega gaman. Þetta var hrikalegt ævintýri en fótboltalega séð þá leið mér mun betur í Svíþjóð og Noregi.“
garðinn frægan með Liverpool og Tottenham. „Hann söng sitt síðasta hjá okkur. Hann gat vart orðið hlaupið karlinn og mætti alltaf síðastur á æfingar en hann hafði boltann enn í sér. Svo var þarna Tony Daily gamall vængmaður Aston Villa og svo kemur Heiðar Helguson til okkar á miðju tímabili í úrvalsdeild. Það mætti í raun segja það að af þessum leikmönnum þá hefur Heiðar átt hvað farsælastan feril. Við lékum aðeins saman og höfðum áður leikið saman með yngri landsliðum Íslands og þekktumst því. Það var frábært að fá annan Íslending til liðsins en annars var ég mikið í sambandi við Hauk Inga sem var hjá Liverpool á þessum tíma,“ segir Jóhann að lokum. Það var augljóst að Jóhann minnist þessa tíma með hlýhug og segir þetta hafa verið frábæran tíma og ómetanlega lífsreynslu.
„G r a h a m e Ta y l o r f y r r u m landsliðsþjálfari Englands var þjálfari minn á þessum tíma og hann var bara grjótharður Englendingur sem vildi helst láta negla boltanum fram og alltaf þegar ég fékk boltann á kantinum þá átti ég alltaf að gefa hann fyrir, það var mitt hlutverk.“ Með Jóhanni í Watford lék m.a. Ronnie Rosenthal sem áður gerði
SPORTMOLAR Silfur í Aþenu Keppendurnir frá Suðurnesjum, þeir Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Markússon unnu til silfurverðauna ásamt fótboltaliðinu á Alþjóðaleikum Special Olympics sem nú fara fram í Aþenu Grikklandi er þeir töpuðu naumlega gegn Svartfjallalandi 2-1 í úrslitum í gær. Ísland var í næst sterkasta flokki á mótinu og má með sanni segja að þessir drengir hafi verið landi sínu til sóma með gleði og kurteisi. Allir krakkarnir hafa verið að standa sig vel í hópnum frá Íslandi og eru komnir allavega 28 verðlaunapeningar í hús. Annar Suðurnesjamaður tók einnig þátt á leikunum en hann keppti í frjálsum íþróttum. Sá heitir Jakob Gunnar Lárusson og er úr Reykjanesbæ. Hann náði að landa bronsi í langstökki og varð fimmti í 100m hlaupi, sannarlega frábær árangur hjá kappanum.
Jósef á heimleið Grindvíkingurinn Jósef Kristinn Jósefsson sem samdi við PSFC Chernomorets Burgas í Búlgaríu í vetur, vill núna ólmur losna frá félaginu. Jósef segir búlgarska félagið ekki hafa staðið við sínar skuldbindingar en hann samdi við félagið til þriggja ára í vetur. Í samtali við Víkurfréttir sagðist Jósef vera á heimleið en annars vildi hann lítið tjá sig um málið. „Þetta er flólið mál og gerist ekki á einni nóttu. Ég er bara að reyna að losa mig fyrir leikmannagluggann og svo ákveð ég framhaldið,“ sagði Jósef. Jósef er 21 árs gamall og lék með U21-landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins en var ekki valinn fyrir lokakeppnina í Danmörku en meiðsli settu strik í reikninginn.
Magnús og Gylfi dæma í Evrópudeildinni
U
m 160 kylfingar taka þátt í meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja sem hófst sl. mánudag og um sextíu eru í meistaramóti Golfklúbbs Sandgerðis og svipaður fjöldi hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar en mótið hófst hjá þeim tveimur síðarnefndu í gær. Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur verður í næstu viku. Fyrstu flokkarnir í Leirunni luku leik í gær rétt áður en blaðið fór í prentun. Róbert Smári Jónsson sigraði í flokki drengja 13 ára og yngri og Laufey Jóna Jónsdóttir í telpnaflokki. Nánar verður greint frá úrslitum í öllum flokkum í blaðinu í næstu viku sem og á vf.is. Keppt er í 18 flokkum hjá GS en eitthvað færri í Sandgerði. Spáð er rjómablíðu út vikuna og því geta kylfingar hlakkað til að keppa á stærsta móti klúbbsins á árinu við góðar aðstæður. Vellirnir hér á Suðurnesjum eru í mjög fínu standi. Þeir sem eru ekki að keppa á meistaramótum ættu að geta komist að á Húsatóftavelli í Grindavík.
Magnús Þórisson knattspyrnudómari mun dæma í Evrópudeild UEFA í næsta mánuði. Magnús sem dæmir undir merkjum Sandgerðinga mun dæma leik Cliftonville og The New Saints. Með honum í för verður að sjálfsögðu íslenskt dómarateymi og meðal þeirra er ungur og efnilegur dómari af Suðurnesjum. Sá heitir Gylfi Már Sigurðsson 24 ára piltur sem dæmir fyrir Njarðvíkinga. „Gylfi er feikilega efnilegur dómari og góður drengur, hann er líka klár strákur og augljóslega þeim gáfum gæddur sem þarf til að verða góður dómari,“ sagði Magnús Þórisson í samtali við Víkurfréttir. Magnús hefur verið í verkefnum hjá UEFA síðan 2007 bæði í undankeppni meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar. „Það sem stendur uppúr hjá mér eru verkefnin sem ég hef farið í með Kristni Jakobssyni í meistaradeildinni þar sem við höfum verið fimm dómarar á leikjum, þar hef ég verið á endalínunni sem er mjög skemmtilegt,“ bætti Magnús við. Magnús hefur dæmt í efstu deild karla síðan árið 2003. Hann er í dag einn fremsti knattspyrnudómari landsins og hefur verið undandarin ár, hann dæmdi til að mynda úrslitaleik Visa bikarsins á milli KR og Fjölnis 2008. Magnús hefur verið FIFA dómari frá árinu 2007 og hefur síðan þá tekist á við fjölmörg verkefni erlendis, bæði landsleiki og leiki félagsliða, m.a. var Magnús annar af endalínudómurum á leik Liverpool og Utrecht sem hann sagði einstaka upplifun. „Maður fékk alveg gæsahúð þegar maður kom á Anfield og maður skynjar alveg söguna hjá félaginu þegar maður fer inn í búningsklefana,“ segir Magnús sem þó styður grannana í Manchester United. „Maður viðurkennir þetta þó, enda mikið ævintýri að dæma í svona leikjum,“ sagði Magnús að lokum.
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001
Bifreiðaskoðun
vf.is
Opið frá kl. 8:00 - 17:00 Engar tímapantanir
Njarðarbraut 7
Fimmtudagurinn 7. júlí 2011 • 27. tölublað • 32. árgangur
Tónlistarmenn breiða yfir Magnús
Gámasala í Múrbúðinni
M
agnús Kjartansson, tónlistarmaður, varð sextugur þann 6. júlí. Af því ti lefni hafa fjölskylda hans og vinir efnt til verkefnis honum til heiðurs í samvinnu við tónlistarmenn og vefinn tonlist.is. „Á komandi vikum munu hinir ýmsu tónlistarmenn taka í fóstur lög úr smiðju Magnúsar og færa í nýjan búning. Meðal flytjenda eru, Dikta, Selma Björns, Lay Low, Lifun, Daníel Ágúst, Helgi Björnsson, Sigga Beinteins og Helga Möller ásamt fleirum. Lögin verða aðgengileg á tonlist.is,“ segir í tilkynningu.
GÆÐASKÓFLUR Slöngutengjasett með úðabyssu
590 kr.
3 arma garðúðari
325 kr.
Slöngutengjasett 1/2” og 3/4”
Garðúðari
Slöngusamtengi
75 kr.
298 kr. 225 kr.
1.095,-
1.095,-
(mikið úrval tengja)
1.190,-
1.190,-
1.095,-
1.190,-
1/2” slanga 15 metra með byssu og tengjum
1.190 kr.
***
Gormaslanga 15metra m/úðabyssu
1.395 kr.
Enn ein viður kenningin til Bláa lónsins
E
inn vinsælasti ferðavefur heims, TripAdvisor, hefur veitt Bláa lóninu sérstaka viðurkenningu, „C e r t i f i c a t e of Excellence, fyrir góðan vitnisburð meðlima TripAdvisor. com. Bláa lónið hlaut að meðaltali fjórar og hálfa stjörnu frá þeim sem lögðu mat á gæði staðanna. Einnig er hlutfall afar góðra umsagna mjög hátt. Þetta styrkir stöðu Bláa lónsins sem einstakrar heilsulindar á heimsmælikvarða en Bláa lónið hefur hlotið fjölda viðurkenninga á undanförnum árum. Fyrr á þessu ári valid CNN Bláa lónið sem „World’s 10 Most Exotic Wellness Retreats“. Lesendur hins virta ferðablaðs Conde Nast hafa tvisvar valið Bláa lónið besta spa-staðinn í flokki þeirra sem byggja starfsemi sína á lækningum og jarðvarma. Lesendur Conde Nast völdu Bláa lónið einnig sem einn af tíu bestu spa-stöðum í heimi. Spa Finder, eitt virtasta spa-tímarit heims, hefur að auki valið Bláa lónið sem besta Spastaðinn í flokki þeirra sem veita lækningameðferðir og besta spa í Skandinavíu.
Slönguhengi - plast
395 kr.
Haki
Malarhrífa
1.890,-
1.390,-
1/2” Slanga 25 metrar
1.995 kr.
Slönguvagn á hjólum 1/2” f/50 metra
2.490 kr.
PVC húðað vírnet 50cmx15 metrar
2.995 kr.
Slönguhjól 1/2” f/45 metra
DEKA PRO þakmálning, 10 lítrar
9.995
Garðskilveggir verð frá
Fötugrind græn
395 kr.
995 kr.
DEKAPRO útimálning, 10 lítrar (A stofn)
6.450
595 kr.
Aflangur blómapottur „sjálfvökvandi”
kr.
1.590 kr.
Black&Decker háþrýstidæla 110 bar
kr. Áburðardreifari 12 ltr
13.900 kr.
1.990 kr.
1400W 360 min/lit/klst Þolir 50C heitt vatn 5 metra barki Sápubox
Þrýstiúðabrúsi 1 líter Þrýstiúðabrúsi
1.390 kr.
385 kr.
Hjólbörur 75L
4.490 kr.
Greinaklippur
550 kr. Þrýstiúðabrúsi 1,5 líter
415 kr.
Barnahjólbörur
2.990 kr. Hekk klippur 8”
MUNDI
1.150 kr.
Laufhrífa svört
495 kr.
SUPERSEAL TOP COAT
Greinaklippur
895 kr. Jarðvegsdúkur 10x1,2 m
1.290kr.
Garðverkfæri Raka/skafa
395 kr.
Steypugljái á stéttina
Truper garðverkfæri 3stk
1.645 kr.
Strákústur 30cm breiður
Kallast þetta ekki bar-blak? #sumariðerkomið!
595 kr.
Fuglavík 18, Reykjanesbæ Opið mán. - fös. kl. 8-18
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
VEITINGASALAN OPIN ALLA DAGA FYRIR KYLFINGA OG AÐRA GESTI GOLFTÍÐIN ER HAFIN
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR
NÝJAR MOTTUR Á ÆFINGASVÆÐINU OPIÐ TIL 22:00 ÖLL KVÖLD