28.tbl_2011

Page 1

Stærra og efnismeira blað í hverri viku!

Víkurfréttir

Alias Junior 100 ný orð og myndir, hægt að nota sem viðauka við stóra borðspilið

Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Alias travel 800 ný orð, hægt að nota sem viðauka við stóra borðspilið

FRÁBÆR SPIL Í FERÐAÚTGÁFU -TILVALIN Í SUMARFRÍIÐ!

vf.is

FIMMTUdagurinn 14. JÚLÍ 2011 • 28. tölublað • 32. árgangur

›› Fréttir

›› Viðtal

›› Sportið

Dutyfree Fashion opnar aftur

Guðmundur Freyr, ljósmyndari

Gunnar Einarsson hættur

› Síða 10

› Síður 8-9

MÁLNING

› Síða 13 VÍKURFRÉTTAMYND: EYÞÓR SÆMUNDSSON

DEKA PRO þakmálning, 10 lítrar

9.995,DEKAPRO útimálning, 10 lítrar

6.495,-

14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011

Opið mánud.-föstud. kl. 8-18 Fuglavík 18, Reykjanesbæ

›› Sjálfboðavinna á hálendinu:

spennandi uknattleikir Vinna óeigingjarnt starf í sumarfríinu

B

jörgunarsveitin Suðurnes hélt á dögunum af stað að Fjallabaki þar sem sveitin mun aðstoða ferðamenn sem lenda í vandræðum á hálendinu. Undanfarin 6 ár hefur björgunarsveitin verið í sjálfboðavinnu á hálendinu og nýta björgunarsveitarmenn sumarfríið sitt í starfið, sem teljast mætti ansi óeigingjarnt.

ehf.

Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17

to.

kosti með gen.

endur vænn er ari

Áætlað er að dvelja í Landmannalaugum þar sem Landsbjörg á skála til 15. júlí. Frá húsnæði sveitarinnar við Holtsgötu lögðu 9 manns af stað á tveimur stórum bílum og nóg var um að vera þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði. Mikið af birgðum þarf fyrir mannskapinn og fjölmörg fyrirtæki veita hjálparhönd og vildi björgunarsveitin koma þökkum til eftirfarandi fyrirtækja.

Brennuvargar Suðurnesja?

S

lökkviliðsmenn gerast stundum brennuvargar. Það er ávallt í þágu fræðslu og þekkingar. NýOpið allangamlar verið fengu slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja það verkefni að brenna til grunna skrifstofubyggingar Saltverksmiðjunnar á Reykjanesi. Hópur „brennuvarga“ frá slökkviliðinu tók sólarhringinn þátt í verkefninu. Skrifstofurnar loguðu glatt þegar ljósmyndari Víkurfrétta, Eyþór Sæmundsson, smellti af þessum myndum.

Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946

TM

Skólamatur útvegaði allt fæði fyrir ferðina sem er ansi rausnarlegt. Vífilfell sér til þess að enginn verði þyrstur við störfin á hálendinu og Nói Siríus sér um sætindin. Olís útvegaði kálf fyrir eldsneyti og Sólning umfelgaði og útvegaði búnað til að gera við Það háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undanlúiner dekk ferðamanna sem lenda úrslitum Iceland karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. í vandræðum. Loks Express-deildar útveguðu Oddaleikur verður í viðureign Byko og Húsasmiðjan kælibox liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni og annað og Nesraf fór yfir bún- og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 í úrslitaviðureign Keflavíkur aðinnKeflavík hjá sveitinni. fyrir eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar

- sjá nánar á bls. 23

Fitjum NÝ T T

Morgu nver matseð ðarill A ðeins í b Subway oði á Fitjum

SUMARDEKK OG FELGUR Á ALLAR GERÐIR BIFREIÐA

kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

rðarbraut 13 @heklakef.is

N1 GRÆNÁSBRAUT 552

Easy ÞvoTTaEfni

Easy MýkingarEfni

Meira í leiðinni


markhonnun.is

gríSagrillpinnar M/grænMeti

v

S

690 g

Kræsingar & kostakjör

28 % afsláttur

796

kr/pk. áður 1.098 kr/pk.

GOtt Á grillið SvínabógSneiðar FerSkar

779

kr/kg

áður 1.198 kr/kg

35% afsláttur

nautagrillSteik uSa

25% afsláttur

2.249

laMbalæri

grill

S

b

1.599

kr/kg áður 2.998 kr/kg

grill kryddað

laMbalæriSSneiðar

kr/kg áður 1.989 kr/kg

Matur og Mörk kartöFluSalat 500 g

Matur og Mörk HráSalat 380 g

S 2

1.299

kr/kg

áður 1.598 kr/kg

399

kr/pk. áður 469 kr/pk.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

249

kr/pk. áður 329 kr/pk.


vatnSMelónur

58 % afsláttur

SaFaríkar

g

99

kr/kg áður 236 kr/kg

í allt sumar! Sérbökuð vínarbrauð

brownie Mix 415 g

50 % afsláttur

bakað á StaðnuM*

36%

afsláttur

99

299

kr/stk. áður 198 kr/stk. StarMix 200 g

179

kr/pk. áður 249 kr/pk.

kr/pk. áður 467 kr/pk.

gildir ekki uM nettó Salavegi*

28% afsláttur

kjúklingaSúpa 295 g

119

kr/ds. áður 199 kr/ds.

40% afsláttur

alpen ligHt

26%

SuMMer orkuStangir 5 Stk/pk.

afsláttur

259

kr/pk. áður 349 kr/pk.

Tilboðin gilda 14. - 17. júlí eða meðan birgðir endast

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

r i


4

FIMMTudagurinn 14. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR

Leiðari Víkurfrétta

vf.is

Eyþór Sæmundsson, blaðamaður

Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.

Mannlíf á Suðurnesjum

H

var er mannlífið á Suðurnesjum? Ekki virðist fara mikið fyrir því þessa dagana þó auðvitað komi einn og einn dagur þegar Suðurnesin iða af lífi. Þeir dagar eru þó fáir og langt á milli þeirra. Auðvitað er ósanngjarnt að bera Suðurnesin saman við stórar borgir erlendis eða höfuðborgina þegar kemur að menningu og afþreyingu. Reykjavík iðar af lífi allan ársins hring og sumrin eru lífleg í höfuðborginni. En hvað með stað eins og Akureyri? Þar er svipaður íbúafjöldi og hér á svæðinu og að mati undirritaðs er þar eitthvað í gangi sem við Suðurnesjabúar mættum taka til fyrirmyndar. Þar er gríðarlega öflugt leikfélag sem reglulega setur upp metnaðarfullar sýningar sem eru vel sóttar og hljóta mikið lof. Við hér setjum upp eina revíu á ári í Reykjanesbæ og Grindvíkingar eru að reyna sitt besta en leikhúsbakterían er ekkert að drepa Suðurnesjamenn. Á Akureyri er fjöldinn allur af rótgrónum kaffihúsum sem skemmtilegt er að heimsækja og njóta alvöru kaffibolla og meðlætis. Grindvíkingar eiga huggulegt kaffihús við bryggjuna sem hlotið hefur verðskulduð verðlaun enda glæsilegt framtak þar á ferð. Reykjanesbær virðist ekki ná að halda einu góðu kafihúsi opnu til lengri tíma, margir hafa reynt og einu staðirnir sem hægt er að kalla kaffihús er Kaffitár sem ekki er staðsett í hjarta bæjarins og svo veitingastaðir eða hótel sem einnig selja kaffi. Þeir staðir teljast seint kaffihús. Oftast þegar keyrt er um bæinn nú yfir sumartím-

ann má teljast til happs ef að þú sérð fleiri en tvo barnavagna og mömmur á ferli. Ég er ekki með svarið við því hvar allt fólkið hérna heldur sig og veit svo sem ekki hvað það er að gera, en það virðist vera á öðrum stöðum en Suðurnesjum sem þykja meira spennandi. Íþróttalífið er þó í fullum blóma hérna á svæðinu þótt veðrið hafi sjálfsagt sett strik í reikninginn varðandi aðsókn á kappleiki utandyra sem oft er hreinlega til skammar. Reykjanesbær á líka tvo fallega skrúðgarða sem aldrei virðast notaðir. Þar væri hægt að koma saman og spila leiki eða bara hreinlega setjast og slappa af, sýna sig og sjá aðra. Þeir eru ekkert ómerkilegri en hlandbletturinn Austurvöllur. Það munu sennilega flestir viðurkenna það að allir tala um af hverju ekkert sé að gerast hérna og ekkert sé hægt að gera, en fólk verður þá að láta verkin tala, ekki sitja á pallinum heima og kvarta undan því að ekkert sé í gangi. En auðvitað er þetta ekki alslæmt en betur má ef duga skal. Það mætti halda að ég þrái ekkert frekar en gott kaffi, en svo er það ekki, mig þyrstir í mannlífið en nenni bara ekki að flytja norður.

Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 21. júlí. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is

F

jölskyldudagur starfsmanna Brunavarna Suðurnesja var haldinn við slökkvistöðina við Hringbraut í Keflavík nýverið. Settir voru upp hoppkastalar, boðið upp á reiðtúr og ferð með kröfubílnum upp í háloftin. Þá mættu grillmeistarar á staðinn og meira að segja var boðið upp á candyflos. Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, mætti á hátíðina og smellti af þessum myndum.

Fjörugur fjölskyldudagur hjá starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja


5

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 14. júLí 2011

SUMARBÚSTAÐUR VIÐ SJÓINN TIL SÖLU ›› FRÉTTIR ‹‹ Mikið um umferðaróhöpp

L

ögreglan á Suðurnesjum þurfti aðstoð lögreglunnar í Hafnarfirði við að handsama bifhjólamann sem mældist á 174 kílómetra hraða á klukkustund á laugardagsnótt við Vogastapa. Ökumaður náðist að lokum og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum.

Til sölu er sumarbústaðurinn Staðarhóll sem er staðsettur við golfvöllinn í Grindavík. Bústaðurinn er 40m2 ásamt gestahúsi, bátaskýli og Terry plastbáti með utanborðsmótor. Á bryggjunni er krani fyrir bátinn.

Skrúðgangan leggur af stað frá leikskólanum...

Allar nánari upplýsingar gefur eigandinn Jóhann Líndal í síma 421 1520 eða 897 8300.

Útsalan er hafin!

Þá missti ökumaður stjórn á bíl sínum á Garðvegi með þeim afleiðingum að hann lenti utan vegar og fór nokkrar veltur. Ökumaðurinn var með bílbelti og slapp því nánast ómeiddur. Þrjár stúlkur sluppu með minniháttar meiðsli þegar að bifreið þeirra valt í Kúagerði á Vatnsleysuströnd rétt fyrir hádegi á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var í fyrstu talið að slysið væri alvarlegt og voru sjúkraflutningamenn sendir frá Reykjavík og Keflavík. Þegar komið var á staðinn kom í ljós að slysið var ekki alvarlegt en stúlkurnar þrjár voru þó fluttar til skoðunar á slysadeild. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að stúlkurnar hafi allar verið í bílbelti og það hafi tvímælalaust bjargað þeim að ekki fór verr.

allt að 50% afsláttur

... og genginn var hringur um næsta nágrenni skólans.

Ný sending af herra gallabuxum stærðir 30 - 42.

sumarhátíð á háaleiti

Verið velkominn Cool accessories, Hafnargötu 32.

ATVINNA Óskum eftir sjálfstætt starfandi snyrtifræðingi og einnig hárgreiðslusveini/meistara.

H

eilusleikskólinn Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ hélt sína sumarhátíð á dögunum. Þar komu börnin saman ásamt forráðamönnum sínum og tóku þátt í sumargöngu um næsta nágrenni leikskólans. Þá var boðið til myndlistarsýningar á skólalóðinni og að endingu fengu allir, ungir sem aldnir, hressingu í boði foreldrafélags Heilsuleikskólans Háaleitis. Meðfylgjandi myndir voru teknar á hátíðinni. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Upplýsingar gefur Sigrún í síma 822 6442 eða á staðnum.

fni Allt pallae

% 2fs0 láttur

a

SUMAR ÚTSALA ögn Garðhúsg

30% tur

afslát

r Garðplöntu lóm rb a m u s og

% 3fs0 láttur

a

ir

Skjólvegg

%ur 2s5 látt

af

og Viðarvörn g in ln útimá

20-45% afsláttur


markhonnun.is

Kræsingar & kostakjör

Denver DVD spilari m/veggfestingu

Denver LED sjónvarp

69.995 kr

12.995 kr

Samlokugrill

Waves 3.998

Heimilistæki

3.598

kr

kr

brauðriSt

HárbláSari 2000 w

2.998

kr

Sléttujárn

Góðar vörur á betra verði

blandari

HárbláSari 1200 w

4.998

kaffivél

kr

2.598

kr

3.998

kr

gufuStraujárn

3.998

kr

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

2.998

kr


Legend golfsett 6-9 ára 17.998 kr Legend golfsett 10-14 ára 17.998 kr Legend golfkerra barna 9.998 kr

Tilboð: GolfseTT með kerru

27.996 kr 19.998 kr

Golfhanskar f/börn large og medium

998 kr Golfkúlur Spalding 16 stk/pk.

1.598 kr

Mini-trampolín m/öryggisneti

19.998 kr 14.998 kr Tilboðin gilda 14.-17. júlí eða meðan birgðir endast


8

FIMMTudagurinn 14. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR

„Við vinnum mikið saman hjónakornin, en hún er listamaður sem fæst við ýmislegt“

Get ekkert gert án myndavélarinnar

Njarðvíkingurinn Guðmundur Freyr Vigfússon mundar myndavélina um allan heim

G

uðmundur Freyr Vigfússon, betur þekktur sem Gúndi, er ljósmyndari sem upphaflega ól manninn í Njarðvíkum en starfar nú og býr í San Francisco í Bandaríkjunum. Þar hefur hann komið sér vel fyrir ásamt eiginkonu sinni Namitu sem sjálf er frá úthverfi San Francisco. „Ég er að vinna bara. Er lausamennsku ljósmyndari, í svipuðum pakka og ég var í heima, hérna úti kallast þetta að vera editorial music ljósmyndari, svona svo ég slái um mig á útlensku,“ segir Gúndi þegar hann er spurður um hvað hann sé að bralla í Bandaríkjunum. „Ég gifti mig í júní í fyrra, það var rosa stuð. Við vinnum mikið saman hjónakornin, en hún er listamaður sem fæst við ýmislegt. Síðasta stóra verkefni sem við unnum saman voru 250 handunnin verk fyrir Red Bull sem þeir gáfu samstarfsaðilum sínum sem valentínusargjöf. Guðmundur og Namita kona hans kynntust á Ítalíu og fóru þangað á dögunum í langþráða brúðkaupsferð. „Ég varð að bíða eftir því að fá græna kortið áður en ég gat farið úr landi. Kortið kom loks í vor, þannig að ég er frjáls ferða minna.“ Gúndi er búinn að vera með annan fótinn í San Francisco síðan 2007 og verið búsettur í borginni síðan 2009. „Ég var á Ítalíu í 2 ár að læra grafíska hönnun og auglýsingagerð. Það var síðan á síðustu önninni hjá mér sem ég kynntist Namitu.

Hún kom í skólann sem skiptinemi að læra að mála með olíu, ítalska matargerð og ítalska tungu. Við vissum af hvort öðru í gegnum sameiginlegan vin og ákváðum að hittast og fara á stefnumót. Þetta stefnumót gekk vel svo við urðum kærustupar. Við héldum síðan sambandi eftir að skólinn var búinn, vorum í hálfgerðri fjarbúð ef svo má kalla, ákváðum síðan árið 2007 að láta reyna á þetta, þannig að ég flutti út og við giftum okkur síðan í fyrra.“ Hvar lærðirðu ljósmyndun? „Ég lærði ljósmyndun hjá Sissu og Leifi í Ljósmyndaskóla Sissu og fékk síðar vinnu hjá Dikta sem var stafræn myndvinnsluþjónusta í eigu Christopher Lund, ljósmyndara í Reykjavík. Það má segja að hjá þeim þremur (Chris, Sissu og Leifi) lærði ég tæknilegu hliðina á ljósmyndun. Chris kenndi mér stafrænu hliðina s.s. filmuskönnun, litgreiningu og stafræna prentun. Í skólanum hjá Sissu lærði ég síðan að framkalla filmu og prenta í myrkrakompunni. Í skólann koma líka flestir af bestu ljósmyndurum Íslands og kenna, annað hvort nokkurra vikna kúrsa eða halda fyrirlestra, þannig að maður er vel undirbúinn til þess að fara út og vinna sem ljósmyndari eftir útskrift.“ Áður en Gúndi fór út í ljósmyndun var hann að vinna sem grafískur hönnuður á Suðurnesjafréttum. Þar á undan hafði hann starfað hjá Keflavíkurverktökum sem naglahreinsari og uppáhellari.

Þótti ekkert sérstaklega gaman að vera grafískur hönnuður „Ég hafði ekki sýnt ljósmynduninni neinn áhuga fyrr en ég fór að læra grafíska hönnun á Ítalíu. Í skólanum þá þurftum við í grafísku deildinni að taka einn kúrs í pinhole ljósmyndun. Þetta er ákveðin tegund ljósmyndunar þar sem maður notar ekki myndavél, heldur býr til ljóshelt box, stingur á það lítið gat og notar síðan til að taka myndir, rosalega listrænt. Ég átti alls konar vélar, smíðaðar úr skókössum, Pringles dósum og

alls konar öðru drasli sem maður hendir yfirleitt.“ „Eftir að ég kom heim þá fattaði ég að mér þótti ekkert voða gaman að vera grafískur hönnuður þannig að ég fór á námskeið hjá Sissu í svart-hvítri ljósmyndun. Við Sissa urðum strax miklir vinir og hún bauð mér að koma aftur í skólann og taka þá lengra námskeiðið. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla og ég fór að mynda á fullu.“ Er það ekki basl að vera í þessari lausamennsku? „Það má sjálfsagt kalla það hark

að vera í lausamennsku. Málið er samt það að þegar maður er að gera eitthvað sem maður hefur mikla ástríðu fyrir, þá frekar en að kvarta yfir því, er maður þakklátur fyrir að fá að gera þetta allan daginn, alla daga. Einn af mínum uppáhalds ljósmyndurum, Richard Avedon, sagði einhvern tímann: „Ef það líður dagur hjá án þess að ég geri eitthvað sem tengist ljósmyndun, þá líður mér eins og ég hafi vanrækt hluta af sjálfum mér, næstum eins og ég hafi ekki vaknað í morgun.“ (And if a day goes by without my doing something related to photography, it's as though I've neg-


9

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 14. júLí 2011

Gifting með indverskum blæ lected something essential to my existence, as though I had forgotten to wake up). Þetta á svolítið við hjá mér, ég get ekkert gert án þess að hafa með mér myndavél, t.d. ef ég gleymi að taka með mér vélina á tónleika þá er ég vælandi allan tímann yfir öllum tímamótamyndunum sem ég er að missa af, reyndar er það þannig með mig að þegar ég mynda tónleika þá man ég ekkert eftir tónlistinni sem ég á að vera að hlusta á, þannig að þetta er hálf vonlaus staða hjá mér.“ Leigubílstjóri með myndavél „Ég hef samt ekki alltaf verið eingöngu í lausamennsku. Fyrsta vinnan mín sem ljósmyndari var hjá Blaðinu þegar þeir byrjuðu, sem síðar var keypt af Mogganum, þá hætti ég. Ég hef líka verið á DV, Grapevine og Birtingi sem gefur út Nýtt Líf, Séð og Heyrt, Gestgjafann og næstum öll hin glossy blöðin á landinu. Frétta- og tímaritaljósmyndun hefur alltaf verið það sem mér þykir gaman að gera. Það er mikil pressa og oft þarf maður að ná allt að 10 tökum yfir daginn, tökurnar eru víðsvegar um borgina (Reykjavík í flestum tilfellum). Fyrrum kollegi minn átti það til að kalla sig leigubílstjóra með myndavél, hann eyddi oft meiri tíma í að keyra á milli staða þar sem hann þurfti að mynda heldur en hann eyddi í tökuna sjálfa.“ Verk eftir Gúnda liggja víða en hann hefur verið afar afkastamikill. „Það sem vakti mesta athygli voru sennilega forsíðurnar mínar fyrir Grapevine. Ég er líka búinn að taka helling af plötukoverum, m.a. fyrir Klassart, Hjálma, Baggalút, KK, Ragnheiði Gröndal, Guðmund Pétursson og einhverja nokkra í viðbót. Ég var svo að gefa út ljósmyndabók með myndum af Hjálmum. Síðan tók ég að mér að mynda auglýsingamyndir fyrir Vinstri græna, Iceland Express, Íslandspóst, skyr.is, Magic orkudrykk og ýmsa fleiri.“ San Francisco er ákaflega falleg borg sem hefur upp á margt að bjóða en hvað finnst Gúnda best og verst við borgina frægu í Kaliforníu? „Helstu kostir við að búa í San Francisco er, að mínu mati, hvað það eru sjúklega mikið af góðum veitingahúsum hérna. Einhvern

tímann heyrði ég að þú gætir farið út að borða á hverju kvöldi í 6-7 ár án þess að fara tvisvar á sama staðinn. Almenningssamgöngur eru nokkuð fínar, fólk kemst flest með lestinni eða strætó. Fólkið er alveg sjúklega kurteist, eiginlega of kurteist. San Francisco er líka frekar lítil borg, bæði að flatarmáli og hvað varðar fólksfjölda. Síðan virðast allir þekkja alla, borgin er ekki ólík Reykjavík að því leytinu til.“ „Uppáhalds hverfið mitt í borginni er sennilega Mission hverfið (mexíkóska hverfið). Þar er að finna mikið af börum með lifandi tónlist og töluvert mikið af góðum veitingahúsum. Ég á samt fáa uppáhalds staði, yfirleitt þá reyni ég bara að finna stað með góðum happy hour. Það er einn japanskur staður (heitir Kansai) í Oakland sem er með happy hour rétt fyrir lokun. Við förum oft þangað á þeim dögum sem við erum að vinna í vinnustofunni okkar í Oakland,“ en hjónin leigja vinnurými í Oakland sem er handan flóans, farið er yfir Golden Gate brúna frægu, eða rúma 10 km utan við San Francisco.

Yosemite þjóðgarðurinn Líkar illa við hippa Ókostir við borgina eru nokkrir. „Allar helvítis brekkurnar, getur gleymt því að ætla að hjóla um borgina. Það er líka dýrt að búa hérna, húsaleigan er frekar há. Svo er allt of mikið af hippum hérna, mér líkar ekki við hippa,“ segir Gúndi. Þegar blaðamaður heyrði frá Gúnda þá var hann á leið til Indlands þar sem Namita kona hans tekur þátt í raunveruleika sjónvarpsþætti. Þar ætlar þetta ævintýragjarna par svo að dvelja og vinna að listsköpun sinni til loka ágústmánaðar. Það er því nóg um að vera hjá Guðmundi Frey Vigfússyni í San Francisco.

„Síðan ef maður er í partístuði þá er mjög gaman að fara á Tiki bar og drekka stóra og litríka kokteila. Aðal staðurinn heitir Tonga Room, það er tjörn þar inni og húshljómsveitin spilar á báti á miðri tjörninni og á 20 mín. fresti þá rignir í tjörnina. Maturinn þeirra er skelfilegur en drykkirnir eru stórir og andrúmsloftið er frekar spes.“ Gúnda finnst gaman að fara á grænmetismarkaðinn. „Það er markaður neðar í götunni okkar sem er opinn á sunnudögum, við reynum alltaf að versla í matinn þar. Allt saman lífrænt, rosa gott og mikið ódýrara en að versla í matvörubúð.“ Er tíður gestur í bóka- og myndavélaverslunum „Það eru fáar verslanir sem ég hef gaman af því að fara í, helst eru það bóka- og ljósmyndabúðir sem ég fer í. Uppáhalds bókabúðin mín er í Mission hverfinu, heitir Borderlands og selur bara sci-fi bækur. Þau eiga líka hárlausan kött sem gaman er að klappa. Síðan er ég tíður gestur hjá strákunum í Camera West, góð myndavélabúð með notað og nýtt.“

Staðurinn minn

Yosemite National Park er þjóðgarður í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Garðurinn er yfir 3000 km2 og býr yfir stórbrotinni náttúru. Garðurinn er frægur fyrir granítfjöll, fallega fossa og tærar lindir. Gúndi fór þangað fyrir skömmu ásamt tengdaföður og bróður þegar Gúndi varð 33 ára. Þetta var strákaferð og ótrúlega fínt þarna.


10

FIMMTudagurinn 14. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR

›› Dutyfree Fashion opnar aftur eftir gagngerar endurbætur:

„Markmið okkar er að koma íslensku merkjunum á sama stað og þessi stóru erlendu“ ›› - segir Ásta Dís, framkvæmdastjóri fríhafnarinnar

Á

dögunum var tískuvöruverslun Fríhafnarinnar Dutyfree Fashion opnuð aftur eftir gagngerar endurbætur. Fríhöfnin tók við rekstri verslunarinnar í júlímánuði 2010 af Icelandair. Verslunin hefur verið stækkuð um 65m2, og er nú um 270m2 að stærð og úrvalið af fatnaði, skóm og fylgihlutum hefur aldrei verið meira. Í Dutyfree Fashion má finna þekkt vörumerki fyrir konur og karla á borð við Boss, Lloyd og Burberry. Þess má geta að Dutyfree Fashion er eina verslunin á Íslandi sem hefur á boðstólum fatnað frá Burberry.

KronKron hefur heldur betur slegið í gegn, eftir einungis þriggja mánaða sölu í Dutyfree Fashion.

Íslensku vörumerkin sem Dutyfree Fashion býður upp á eru Farmers Market, KronKron, Spiral og Ella. Farmers Market er það íslenska merki sem hvað lengst hefur verið í sölu hjá versluninni og er margt nýtt og spennandi að koma frá þeim um þessar mundir, bæði fyrir dömur og herra.

Spiral er tiltölulega nýtt af nálinni hér á landi en bak við það merki standa tvær hugmyndaríkar konur úr Reykjanesbæ, þær Ingunn E. Yngvadóttir og Íris Jónsdóttir. Spíral er með mjög fjölbreytt úrval af kjólum, bolum, leggings og ýmsum fylgihlutum. Þetta er merki sem segja má að margar konur hafa

Skemmtilegt samspil lita og efnasamsetningar gera hönnunina spennandi og er ljóst að Hugrún og Magni, sem standa á bak við KronKron, eru komin til að vera. Til marks um það er að haustlínan þeirra, sem kemur í sölu í ágúst, er mjög litrík og skemmtileg og full af nýjungum. Dutyfree Fashion hefur verið með skó frá KronKron, sérhannaða fyrir verslunina og fást þeir því hvergi annars staðar og verður svo áfram.

verið að falla fyrir. Nýjasta merkið ELLA hóf göngu sína í Dutyfree Fashion við opnunina. Nafnið ELLA kemur frá einum eiganda fyrirtækisins, Elínrósu Líndal. ELLA býður konum klassískan og tímalausan fatnað. Ilmvatnið ELLA, sem Elínrós setti á markað fyrr á þessu ári, DAY&NIGHT, má finna í Fríhöfninni. Íslensk hönnun er í forgrunni eftir endurbæturnar og fá íslensku merkin nú að njóta sín enn betur en áður. Ný merki hafa bæst við, þannig að nú ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að sögn Ástu Dísar Óladóttur, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, hefur áhugi á íslenskri hönnun aukist mikið undanfarin ár bæði hjá íslenskum og erlendum farþegum. „Breytingunni á versluninni er m.a. ætlað að koma til móts við

óskir viðskiptavina okkar um fjölbreytta íslenska hönnun. Stjórn Fríhafnarinnar og við vildum leggja áherslu á að koma íslenskum hönnuðum hingað inn.“ Þá var farið í það að finna merki. „Við fengum fyrst inn Spiral sem er héðan af Suðurnesjunum. Svo kom KronKron inn og svo síðast kom Ella hérna inn, en eigandi merkisins hún Elínrós Líndal er einmitt líka héðan af Suðurnesjunum. Það eru rosalega margir sem hafa áhuga á því sem hún er að gera,“ segir Ásta Dís. „Við erum að gera þessar breytingar og að reyna að auka vægi íslenskrar hönnunar og íslenskra vara í Fríhöfninni. Það er gríðarlega mikið af útlendingum að koma til landsins, við eigum t.d. von á tveimur milljónum ferðamanna hingað á

árinu og mikill hluti þeirra eru farþegar sem millilenda hérna í flugstöðinni. Ásta segir íslensku merkjunum hafa vegnað vel hingað til en þessi merki hafa verið í versluninni í nokkra mánuði, Spiral síðan í nóvember og KronKron hefur verið hér síðan í vor. „Bæði Íslendingar og útlendingar eru að versla þessi merki okkar, þar á meðal nokkrir vel þekktir einstaklingar sem þekkja orðið KronKron merkið.“ „Markmið okkar er að koma íslensku merkjunum á sama stað og þessi stóru erlendu sem eru hér fyrir,“ segir Ásta Dís og jafnframt bætir hún því við að fleiri íslensk merki verði tekin inn í verslunina í haust. „Ég ætla ekki að segja strax hvað það er en það eru glænýir hönnuðir sem eru mjög spennandi.“

ATVINNA Múrbúðin Reykjanesbæ óskar eftir að ráða sölu og afgreiðslumann í verslunina í Fuglavík 18. Viðkomandi þarf að vera stundvís , framtakssamur og góður í mannlegum samskiptum. Reynsla af verslunarstörfum er góður kostur. Vinnutími verður ca 10-16. Upplýsingar og umsóknir sendist á baldur@murbudin.is

Sími: 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is


11

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 14. júLí 2011

Hlaupið með logandi friðarkyndil

Í

síðustu viku lögðu 20 hlauparar frá 13 þjóðlöndum upp í tveggja vikna og 2700 km ferð sína með logandi friðarkyndil umhverfis Ísland og var opnunarathöfnin á Seltjarnarnesi. Tilgangurinn er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli.

Hlaupararnir voru staddir á Suðurnesjum og heimsóttu m.a. Sport- og ævintýraskóla UMFN. Krakkarnir tóku vel á móti hlaupurunum og brugðið var á leik og hlauparar kynntu sín heimalönd fyrir krökkunum en þeir koma víðsvegar að úr heiminum. Andrési Þórarni Eyjólfssyni hjá Sportog ævintýraskólanum var um leið afhent orða fyrir starf sitt til íþróttamála og ungmennastarfs í Reykjanesbæ. Andrés vissi ekkert um málið og var hrærður og hissa yfir þessu öllu saman.

að efla frið, vináttu og skilning. Friðarhlaupið hóf göngu sína árið 1987 og hefur nú verið hlaupið í rúmlega 100 löndum síðustu 24 árin. Það er alþjóðlegt lið sjálfboðaliða sem skipuleggur og sér um að hlaupa með kyndilinn á milli landa. Fólk á öllum aldri og af öll-

um stéttum og stigum tekur þátt í Friðarhlaupinu hvar sem það stingur niður fæti. Í ár verður hlaupið hringinn í kringum Ísland, 5.-22. júlí, en þá munu 20 hlauparar frá 13 þjóðlöndum hlaupa með Friðarkyndilinn.

Friðarhlaupið (World Harmony Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er

Vertu í góðu sambandi! Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000

vf.is • m.vf.is • kylfingur.is

JÚLÍ - SUMARTILBOÐ á Hársnyrtistofu Anítu Bjarnarvöllum 12.

Gel neglur, klipping og litur/skol stutt hár kr. 12.990.Gel neglur, klipping og litur/skol sítt hár kr. 14.990.Minni á Golden Rose förðunarvörur og Milkshake hárvörur

Frekari upplýsingar og tímapantanir í síma 421 7878. Kveðja Sigrún

laugardaginn 16. júlí Mc Gauti,Erpur (blaz roca) ásamt Dj Joey D og fleirum skemmta fram á nótt einungis 1.000 kr inn. húsið opnar kl. 23:00.

ATVINNA

Nú sækjum við fram og því vantar okkur: Framleiðslustjóra / Bakara. Lágmarksaldur 23 ár. Reynslu af matvælaframleiðslu. Skipulagshæfni. Framtíðarstarf.

Vaktstjóra í verslun Lágmarksaldur 23 ár. Reynslu af afgreiðslu Skipulagshæfni. Framtíðarstarf.

Aðstoð í sal Samlokugerð Aðstoða við bakstur Þrif.

Valgeirsbakarí Valgeirsbakarí er metnaðarfullt matvælafyrirtæki, við leitum að fólki sem hefur áhuga á því að vera í fremstu röð. Góðir möguleikar eru á því að vinna sig upp í launum.

Capacent Ráðningar

atvinnuráðgjafar Heklan, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja er nýstofnað félag og óskar eftir því að ráða starfsmenn til atvinnuráðgjafar. Meginmarkmið Heklunnar er áframhaldandi uppbygging öflugs atvinnulífs á Suðurnesjum. Heklan mun styðja við vöxt og þróun arðbærra atvinnuverkefna með því að veita þeim sem til hennar leita aðstoð við að vinna sjálf að framgangi sinna mála. Heklan mun leggja áherslu á tækifæri í nýjum atvinnugreinum og atvinnuverkefni sem hafa munu afgerandi áhrif á jákvæða þróun atvinnulífs á Suðurnesjum. Verkefni sem teljast til atvinnuráðgjafar Heklunnar geta verið mjög fjölbreytileg. Því leitar Heklan að öflugum starfsmanni sem hefur hæfileika til að stýra í höfn mörgum ólíkum atvinnuverkefnum á einu gjöfulasta atvinnusvæði Íslands.

Starfssvið: • Þátttaka í stefnumótun og þróun atvinnumála á vegum félagsins • Ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja og sveitarstjórna á sviði atvinnumála • Samskipti við Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélög á landsvísu • Aðstoð við umsóknir til sjóða og gerð rekstrar- og kostnaðaráætlana • Ráðgjöf við markaðsmál, vöruþróun og úttektir á möguleikum á atvinnulífi • Kynningarvinna ásamt samstarfi við atvinnuþróunarnefndir á svæðinu • Umsjón með frumkvöðlasetri að Ásbrú • Önnur verkefni er lúta að þjónustu við svæðið

Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi • Þekking á atvinnumálum og vinnumarkaði nauðsynleg • Þekking af rekstri, áætlanagerð og verkefnastjórnun • Reynsla af vinnu við markaðs- og kynningarmál • Geta tjáð sig á íslensku og ensku í ræðu og riti • Hæfni í samskiptum og samstarfi • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð tölvukunnátta

Heklan var kaupverðið sem Steinunn greiddi Ingólfi Arnarsyni fyrir Suðurnesin. Í 101. kafla Landnámu (Sturlubók) er sagt frá Steinuði (Steinunni), þar segir; „Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara við riftingum“. Heklan er því verðmætið sem greitt var fyrir Suðurnesin við landnám.

Umsjón með starfinu hafa Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Jónína Guðmundsdóttir (jonina.gudmundsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Capacent Ráðningar Borgartúni 27 Sími 540 1000


12

FIMMTudagurinn 14. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR

ÁBENDINGAR Veiðikeppni í Seltjörn

Helgina 15., 16. og 17. júlí verður haldin veiðikeppni hér í Seltjörn. Frábærir vinningar eru í boði fyrir stærstu fiskana. Það fer þannig fram að veiðimaður kaupir dagsleyfi fyrir 3.000,- krónur og má veiða allt að 5 fiska. Kaupa má fleiri en eitt dagsleyfi. Keppnin stendur á milli kl. 10:00 og 22:00 dagana 3 sem keppnin stendur yfir og að því loknu verða vinningshafar nefndir. Nýbúið að sleppa 1.000 fiskum í vatnið.

Reglur:

- Ekki er hægt nota almenn veiðileyfi til þátttöku. - Bannað er að sleppa veiddum fiski, þátttökuréttur fellur úr gildi ef það er gert. - Aðeins má nota eina stöng á hvern þátttökuseðil.

24 tíma vaktsími

fréttadeildar VF er 898 2222

Vinningar í boði eru: 1. verðlaun: Shakespeare Fly fluguveiðistöng og Shakespear Omnix hjól 2. verðlaun: Mitchell kaststöng og Mitchell hjól 3. verðlaun: 10 fiska veiðileyfi 4. verðlaun: 5 fiska veiðileyfi 5. verðlaun: Tobix spúnsett

Allir velkomnir og hlökkum til að sjá ykkur. Upplýsingar í síma 893 7194

SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU

Gisting Akureyri; Skemmtilegar íbúðir í Amaróhúsinu við göngugötuna. Tilboð: Vikuleiga með tveim uppábúnum rúmum, 60.000 Kr. Í íbúðinni er svefnpláss fyrir fjóra. Sjá gistingamaro.is. Sími 461 5403.

Búslóðaflutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.

VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Á LJÓSANÓTT ?

Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.

Þeir sem vilja taka virkan þátt í Ljósanótt í ár, vera með viðburð, selja eða kynna, geta haft samband í síma 421 6700 eða sent póst á netfangið ljosanott@reykjanesbaer.is

2 herbergja íbúð óskast. Kona m/hund óskar eftir 2 herbergja íbúð frá 1. ágúst. Er reyklaus og reglusöm. S. 896 8880.

BÍLSKÚRSSALA

Ökukennsla - akstursmat Ökukennsla til almennra ökuréttinda. Allar nánari upplýsingar eru aðgengilegar á www.aka.blog.is. Skarphéðinn Jónsson ökukennari s. 456 3170 og 777 9464.

Vantar fólk í garðslátt í sumar.

ÖKUKENNSLA

GÆLUDÝR Kassavanir kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 421 3596 og 865 5933.

HEILSA Meiri orka – Betri líðan! H3O Pro Isotonic drykkurinn, ShapeWorks & flr. góðar vörur Ásdís og Jónas Herbalife dreifingaraðilar S: 843-0656 (Á), 864-2634 (J) og 421-4656 Tölvupóstur: asdisjul@internet.is Heimasíða/netverslun: http:// www.betriheilsa.is/aj

HÚSAVIÐGERÐIR ÞAKVERND - Þakviðgerðir. Ryð- og Lekavarnir, 100% vatnsþéttingar með Paceaðferðinni 10 ára ábyrggð, margir litir í boði. Tilboð í síma: 777 5697. Lekabani@gmail.com

flutningar ehf.

www.go2.is Sími 770 3571

Túnþökusala Oddsteins

Sláttur í Njarðvíkurhverfi. Umsóknir á gardlist.is

Erum með til sölu gæða túnþökur, fótboltagras, gólfvallagras, holtagróður, lyng og gras á opin svæði. Margra ára reynsla.

Alhliða lögfræðiráðgjöf. Kynntu þér málið á www.lögfræðistofan.is

Leigusamningar!

sími: 663-6666/663-7666

Við störfum á Suðurnesjum.

Gerum leigusamninga fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 15.000 + vsk. Við erum ódýrastir. www.leigumidlun.com s. 445-3500. Útibú á Suðurnesjum.

Umhverfisviðurkenningar og viðurkenningar fyrir fallega garða verða afhentar 25. ágúst.

Óska eftir húsnæði 3 - 5 herberja til leigu m/bílskúr í Keflavík eða Njarðvík. Öryggar greiðslur og góð umgengni lofað. Uppl. í síma 846 6178.

65m2 3 herb. íbúð við Baldursgötu í Keflavík. Leiga kr. 75 þús. á mánuði, hiti og rafmagn innifalið í leigu. Uppl. í síma896 1603 (Svavar)

Garðlist

Hægt er að koma ábendingum til skila í síma 421 6700, á mittreykjanes.is eða á netfangið usk@reykjanesbaer.is

ÝMISLEGT

Hvalavík 2. Keflavík Til sölu raftæki, fatnaður, barnarúm, kerruvagn, uppvöskunarvél, kæliskápur og margt fl. Opið alla daga frá kl. 17 -19 og laugardag og sunnudag kl.13 - 17. Uppl. í síma 821 5618

3ja herbergja íbúð á Hjallavegi. Laus 1.ágúst. Leiguverð 70 þús fyrir utan hita og rafmagn. 1 mánuður fyrirfram. Uppl í síma 899 2071.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar óskar eftir ábendingum frá íbúum bæjarins um fallega garða, fallega endurbyggingu á gömlum húsum og lóðum bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum.

ÓSKAST

Ýmsar stærðir og gerðir af herbergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og allur sameigilegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909.

3ja herbergja 84m2 íbúð í He i ð arholt i Ke f l av í k . L e i g a 80.000kr á mán f.utan hita og rafmagn. Hússjóður innifalinn. Laus strax. Upplýsingar í síma 845 3919.

UM FALLEGA GARÐA OG SNYRTILEGT UMHVERFI

s. 445-3500.

VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN m.vf.is

Menningarsvið

SKESSAN Í HELLINUM VELKOMIN!

Opið: Í sumar verður hellir skessunnar opinn alla daga frá kl. 10:00 – 17:00.

BÆKLINGAR FYRIR FERÐAMENN Tveir nýir bæklingar hafa komið út þar sem íslenskum ferðamönnum og auðvitað heimamönnum líka, er bent á áhugaverða staði í bæjarfélaginu og næsta nágrenni, hvað hægt er að gera og hvert er hægt að fara. Annar bæklingurinn er sérstaklega ætlaður börnum og þar er bent á fjölda skemmtilegra tækifæra sem hægt er að njóta án mikilla fjárútláta, flestir staðirnir eru meira að segja alveg ókeypis fyrir börnin. Hægt er að nálgast þessa bæklinga á vef Reykjanesbæjar, á Markaðsstofu Suðurnesja og á helstu ferðamannastöðum bæjarins s.s. Víkingaheimum og Duushúsum.


13

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 14. júLí 2011

SPORTMOLAR vf.is

JÓHANNA MARGRÉT SIGRAÐI

Gunnar Einarsson

HÆTTUR

G

unnar Einarsson hefur ákveðið að segja skilið við körfuknattleik en hann hefur átt gríðarlega langan og farsælan feril með Keflvíkingum. Gunnar sem er 34 ára er leikjahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi með rúmlega 800 leiki að baki og hann hefur lyft 21 titli með liðinu, þ. á m. sex Íslandsmeistaratitlum og þremur bikarmeistaratitlum. Gunnar á einnig að baki 27 landsleiki og verður vafalaust sjónarsviptir af þessum mikla baráttujaxli úr íslenskum körfubolta. „Eins og staðan er þá langar mig einfaldlega að einbeita mér að nýjum hlutum, rækta sjálfan mig og fjölskylduna. Ég hef sett stefnuna á að fara í nám hjá Keili og nema þar ÍAK einkaþjálfarann því ég tel mig hafa margt sem þarf til að geta miðlað minni reynslu til annarra íþróttamanna sem vilja efla sig og ná betri árangri. Svo má auðvitað alls ekki gleyma því hvað það er gaman að vera heima í kvöldmatnum og geta loksins eldað og látið ljós mitt skína þar,“ segir Gunnar sem viðurkennir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hann velti þessu fyrir sér. „Þegar líða tekur á seinni hluta ferilsins þá fara þessar spurningar að vakna hjá manni og var þetta þannig í mínu tilfelli að ég tók bara eitt ár í einu og á meðan kroppurinn var í lagi og eftir gott sumarfrí frá körfubolta þá mætti ég ferskur inn í undirbúningstímabilið. En það verður breyting á því hér með,“ bætir Gunnar við. Gunnar segist hafa fengið spurningar hvort hann sé alveg hættur frá því tímabilinu lauk og svaraði hann þeim á þann veg að hann ætlaði að skoða þetta eftir sumarið. Hann hefur nú tekið þessa ákvörðun og stendur fast á henni. Heldur þú að þú eigir ekkert eftir að sakna íþróttarinnar? „Ég hugsa það alls ekki þannig, það er meira þannig að ég ætla mér að koma að íþróttinni með nýrri nálgun, þ.e.a.s. ég ætla að hella mér út í þjálfun og koma íþróttamönnum í enn betra líkamlegt ástand svo þeir geti verið besta útgáfan af sjálfum sér. Ég efast þó ekki um að það eigi eftir að fljúga í gegnum hugann í nágrannaleikjunum að mig langi að stökkva inn á og taka þátt.

SIGUR Í SAN MARINO 10. flokkur Njarðvíkinga í körfubolta

karla tryggðu sér sigur á San Marino Cup með 73-66 sigri gegn U16 ára landsliði San Marino í spennuleik um helgina. Njarðvíkingar sigruðu alla þrjá andstæðinga sína í U16 en töpuðu tveimur leikjum, gegn U18 liðum en í báðum tilvikum var um hörkuleiki að ræða.

Stefnir jafnvel á sigra í líkamsræktargeiranum

Nú ertu á besta aldri og í fínu formi áttu ekki nokkur ár eftir? „Jú ég er ekki nema 20 ára og í mínu besta formi, alla vega líður mér þannig. Skrokkurinn á mér er í fínu standi og ekkert mál að halda áfram að spila en þetta er líka spurning um að koma heill undan þessu álagi sem fylgir þessu, því það er mikið álag á bak og liðamót að hlaupa og hoppa öll kvöld meirihlutann af árinu. Það er líf eftir að maður hættir að spila körfubolta, það efast ég ekki um. Mér finnst svakalega gaman að stunda lyftingar og bæta mig á því sviði og stefni jafnvel eitthvað lengra á líkamsræktarsviðinu en það verður bara að koma í ljós hvað verður.“ Nú hefur þú oft þótt harður í horn að taka og óvinsæll meðal áhorfenda ýmissa liða, heldur þú að þín verði ekkert saknað? „Ég hef alltaf spilað eTins fast og hart og leikurinn leyfir, það er stór partur í íþróttum að vera sterkur í hausnum, þannig að oft hefur það þau áhrif að þegar spilað er fast að maður kemst í „hausinn“ á andstæðingnum og þar með er hann farinn að einbeita sér að öðru en leiknum sjálfum. Varðandi þessar óvinsældir þá er það eitthvað sem virkar bara eins og olía á eldinn á frammistöðu mína og gerir mig enn einbeittari á meðan ég er að spila. Þetta er nú bara leikur og sumt fólk vill gleyma því og heldur því fram að leikmaðurinn inni á vellinum sé sama persónan utan vallar og heldur jafnvel að viðkomandi sé verri persóna fyrir vikið, svoleiðis hugsunarháttur lýsir best hvaða mann viðkomandi hefur að geyma.“ Gunnari líst vel á veturinn framundan hjá Keflvíkingum þó að liðið hafi misst leikmenn á borð við Hörð Axel og Sigurð Þorsteinsson. „Það lítur allt út fyrir að liðið verði eingöngu skipað leikmönnum úr Keflavík fyrir utan erlendu leikmennina. Liðið er skipað klassa leikmönnum sem setja stefnuna ávallt á toppinn eins og er innprentað í Keflavíkurmenninguna í körfunni,“ segir Gunnar Einarsson að lokum.

Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bruni frá Hafsteinsstöðum náðu þeim frábæra árangri að sigra unglingaflokkinn á Landsmótinu á Vindheimamelum sem fram fór á dögunum. Þau komu inn í öðru sæti í úrslitin á eftir Gústafi Ásgeiri og Naski frá Búlandi. Eftir hæga töltið í úrslitunum voru þau Jóhanna Margrét sem er 16 ára og hesturinn Bruni í 6. til 7. sæti en þá kom að brokkinu og settu þau þá í fluggírinn og voru orðin efst eftir það og héldu forystunni allt til enda með glæsilegri sýningu.

TVEIR Í U-19 LIÐINU OG INGIBJÖRG VALIN Í U-17 LIÐIÐ

Suðurnesjamenn eiga tvo fulltrúa í U-19 ára liði karla í knattspyrnu sem leikur á Svíþjóðarmótinu dagana 18.-24. júlí gegn Wales, Svíþjóð og Noregi. Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson sem nýlega samdi við enska liðið Ipswich er í hópnum en hann er miðjumaður. Bergsteinn Magnússon markmaður hjá Keflavík er sömuleiðis í hópnum. Grindvíkingurinn Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir hefur verið valin í U-17 landslið kvenna í knattspyrnu sem tekur þátt í úrslitakeppni EM sem fram fer í Sviss. Þess má geta að Ingibjörg Yrsa lék með unglingalandsliði Íslands í körfubolta í vetur og því er ljóst að þarna er mikil íþróttakona á ferð. Einnig var Arna Lind Kristinsdóttir markvörður úr Keflavík valinn í liðið.

DÝRMÆTT STIG HJÁ GRINDAVÍK

Fram og Grindavík skildu jöfn í miklum fallslag á Laugardalsvelli á mánudag, 1:1, í 10. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Robbie Winters skoraði mark Grindvíkinga þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum en Framarar komust yfir eftir aðeins stundarfjórðung. Eftir leikinn eru Grindvíkingar komnir af fallsvæðinu og sitja í 9. sæti.

KEFLVÍKINGAR Á SIGURBRAUT

NÍU MARKA GRANNASLAGUR

S

andgerðingar sigruðu grannaslaginn í 2. deildinni á sunnudag þegar Njarðvíkingar kíktu í heimsókn í miklum markaleik. Lokatölur urðu 6-3 fyrir Reynismenn en staðan var 1-1 í hálfleik.

Viktor Guðnason kom gestunum yfir eftir 27 mínútur en Jóhann Magni Jóhannsson jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar og staðan eins og áður segir 1-1 í hálfleik. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Andri Fannar Freysson kom Njarðvíkingum yfir í fyrstu sókninni í síðari hálfleik og Sandgerðingar virtust slegnir út af laginu. Það tók þá þó ekki nema 5 mínútur að jafna en það gerði Þorsteinn Þorsteinsson með skalla. Fyrirliði Reynismanna, Aron Örn Reynisson skoraði svo aftur tveimur mínútum síðar og staðan orðin 3-2 fyrir Reynismönnum. Njarðvíkingar virtust missa móðinn við þessi mörk og Sandgerðingar létu kné fylgja kviði og skoruðu aftur eftir rúmlega klukkutíma leik, þar var á ferðinni Birgir Ólafsson og staðan 4-2. Njarðvíkingar minnkuðu muninn skömmu síðar með baráttumarki frá Ísleifi Guðmundssyni en lengra komust Njarðvíkingar ekki. Á síðustu 10 mínútunum skoruðu þeir Jóhann Magni og Egill Jóhannsson tvö mörk til viðbótar fyrir Reynismenn og 6-3 stórsigur þeirra staðreynd.

Keflvíkingar sigruðu Víkinga á heimavelli sínum á mánudaginn var með tveimur mörkum gegn einu. Guðjón Árni Antoníusson skoraði fyrir Keflvíkinga á 20. mínútu eftir að skot Arnórs Ingva Traustasonar hafnaði í samskeytunum og féll fyrir fætur Guðjóns. Eftir rúmlega hálftíma leik skoraði Jóhann Birnir Guðmundsson með fallegu langskoti og Keflvíkingar virtust sigla lygnan sjó. Staðan var 2-0 í hálfleik og ekkert sem benti til þess að Víkingar kæmust inn í leikinn þar sem þeir voru ekki að skapa sér mikið af tækifærum. Það var svo þegar að 20 mínútur lifðu leiks að Viktor Jónsson, ungur framherji Víkinga minnkaði muninn í 2-1 eftir að Keflvíkingar höfðu aðeins slakað á og leikurinn opnaðist við þetta. Keflvíkingar með Harald Guðmundsson í broddi fylkingar héldu út og minnstu mátti muna að Hilmar Geir Eiðsson gerði út um leikinn fyrir Keflvíkinga þegar skammt var eftir en Magnús Þormar varði glæsilega frá honum. Keflvíkingar hafa nú aðeins spyrnt sér frá botninum og eru komnir með 14 stig í 7. sæti.


14

FIMMTudagurinn 14. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR

Verðlaunahafar á meistaramóti GS að loknu lokahófi í golfskálanum.

Guðmundur og Karen klúbbmeistarar GS „Svona er golfið. Gæfa snýst við á örskotsstundu. Ég komst í svaka gír á flötunum á síðustu níu holunum og púttin fóru að detta en þetta var mjög spennandi og Siggi (Sigurður Jónsson) var ekki langt frá því að jafna með síðasta pútti mótsins,“ sagði Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja eftir sigurinn á meistarmótinu í Leirunni sl. laugardag. Guðmundur, Sigurður Jónsson og Davíð Jónsson börðust hart um sigurinn. Davíð var með forystu fram á 67. holu af 72 en náði ekki að klára dæmið. Lenti í vandræðum nokkrum sinnum á lokahringnum en náði þó að setja niður tvö góð pútt á lokaholunum til að halda jöfnu við Guðmund Rúnar fyrir síðustu holuna. Davíð urðu á mistök þar í tvígang sem gerði titilvonir hans að engu en Sigurður sem gat jafnað á síðustu flötinni við Guðmund Rúnar en missti 3 metra pútt fyrir fugli. Karen Guðnadóttir fékk enga keppni í meistaraflokki kvenna en í nær öllum öðrum flokkum réðust úrslit ekki fyrr en á lokadegi en um 160 manns tóku þátt í mótinu. Úrslit í öllum flokkum: 1. Guðmundur R. Hallgrímsson 2. Sigurður Jónsson 3. Davíð Jónsson

73 71 72 70 286 71 73 70 73 287 67 74 71 76 288

Meistaraflokkur kvenna 1. Karen Guðnadóttir

89 83 77 77 326

1. flokkur karla 1. Óskar Halldórsson 2. Guðni Oddur Jónsson 3. Guðni Friðrik Oddsson

77 72 71 80 300 75 76 74 77 302 79 72 77 76 304

2. flokkur karla 1. Guðmundur J. Guðmundsson 2. Þorlákur Ásbjörnsson 3. Björn Oddgeirsson

82 82 84 79 327 90 81 81 76 328 84 85 82 80 331

3. flokkur karla 1. Hallgrímur I. Sigurðsson 2. Snorri Jóhannesson 3. Guðmundur J. Hjaltested

88 85 85 86 344 89 87 92 88 356 88 86 95 90 359

4. flokkur karla 1. Sigurður H. Haraldsson 94 94 97 96 381 2. Guðfinnur S. Jóhannsson 92 98 97 95 382 3. Kristinn A. Sigurðsson 96 94 100 94 384 5. flokkur karla 1. Guðni Hörðdal Jónasson 102 101 93 100 396 2. Árni Gunnlaugsson 103 100 103 102 408 3. Stefán Már Jónasson 110 104 100 96 410 Strákar 13 ára og yngri 1. Róbert Smári Jónsson 2. Haukur Ingi Júlíusson 3. Birkir Orri Viðarsson

Karlar 70 ára eldri 1. Sigurður Albertsson 2. Jón Ólafur Jónsson 3. Guðmundur R. Hallgrímsson

77 77 78 232 88 82 84 254 86 89 87 262

Karlar 55 ára og eldri 1. Elías Kristjánsson 2. Júlíus Jón Jónsson 3. Sæmundur Hinriksson

77 76 78 81 312 86 84 81 84 335 91 81 78 86 336

Konur 65 ára eldri 1. Sigurbjörg J.Gunnarsdóttir 2. Elsa Lilja Eyjólfsdóttir 3. Valdís K M Valgeirsdóttir

103 99 102 304 110 102 101 313 112 100 104 316

1. flokkur kvenna 1. Rakel Guðnadóttir 2. Íris Dögg Steinsdóttir 3. Ólafía Sigurbergsdóttir

93 86 82 88 349 92 89 91 86 358 94 96 84 90 364

2. flokkur kvenna 1. Karitas Sigurvinsdóttir 2. Þóranna Andrésdóttir 3. Sesselja Erla Árnadóttir 3. flokkur kvenna 1. Björk Guðjónsdóttir 7

Guðmundur og Karen með verðlaunagripina.

Sigurður Jónsson gat jafnað við Guðmund Rúnar með þessu 3ja metra pútti en boltinn rann rétt framhjá.

95 99 99 102 395 95 98 99 108 400 105 110 109 102 426 130 118 126 123 497

81 81 85 247 90 87 77 254 89 92 85 266

Stelpur 13 ára og yngri 1. Laufey Jóna Jónsdóttir 2. Zuzanna Korpak 3. Elísabet Sara Árnadóttir

105 99 100 304 100 110 103 313 115 108 107 330

Drengir 14-15 ára 1. Grétar Á. Agnarsson 2. Sigurþór I. Sigurþórsson 3. Árni V. Karlsson

90 93 95 97 375 98 101 99 86 384 127 114 110 106 457

5. flöt og 3. flöt við sjóinn. Mikil veðurblíða var alla meistaramótsvikuna.


15

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 14. júLí 2011

Gaman að fá alla bestu kylfinga á stærsta mót ársins í Leiruna

Sigurður Garðarsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja, segir félaga í GS reynda í umsjón stærri golfviðburða. Nú sem fyrr hefur mikill undirbúningur átt sér stað svo allt gangi vel þegar stóra stundin rennur upp í næstu viku. Hvernig hefur verið staðið að undirbúningi og hvernig hefur hann gengið? Undirbúningur fyrir Íslandmótið hófst snemma í vor þar sem drög voru lögð að þessum stærsta golfviðburði ársins í Leirunni. Við skipuðum mótsstjórn og settum Gylfa Krist­ insson sem mótsstjóra. Síðan hefur verið unnið markvisst eftir verkefnahandbók að ýmsum verkefnum, stórum sem smáum. Hjá GS er talsvert mikil reynsla af því að halda svona stóra viðburði í golfi og líklegast er því að þakka hve vel allur undirbúningur hefur gengið. Samstarf við GSÍ, mótsstjórn GS og helstu styrktaraðila hefur verið til fyr­ irmyndar og eins og staðan er nú þá er ég nokkuð viss um að þetta verði einn af flottustu golfviðburðum sem haldinn hefur verið á landinu. Mótið verður sýnt í beinni útsend­ ingu á RÚV laugardag og sunnudag og verður útsendingin viðameiri en áður. Fjórtán myndavélar munu sýna okkar bestu kylfinga við leik í spennandi keppni á okkar glæsilega Hólmsvelli. En auðvitað viljum við fá sem flesta á staðinn til að fylgjast með og upplifa stemmninguna sem fylgir. Á hvað hefur verið lögð áhersla fyrir mótið varðandi Hólmsvöll? Hólmsvöllur er alvöru keppnisvöllur og hefur verið það um langt skeið. Þess vegna þurftum við í sjálfu sér ekki að leggja í neinar stórar breytingar á keppnisvellinum, en lögðum þess í stað meiri áherslu á að koma honum vel í gegnum kalt og þurrt sumar það sem af er, og undirbúa hann fyrir það sem koma skal. Það sýnist mér hafa tekist vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður og ég lofa því að leikmenn munu fá tækifæri til að leika á frábærum golfvelli. Við höfum undanfarin þrjú ár verið að færa áherslur okkar meira að því að bæta útlit vall­ arins, aðstöðu kylfinga, og bæta umgengni við völlinn. Þeir sem eiga eftir að heimsækja okkur munu sjá það vel þegar þeir koma í Leiruna að þar er búið að gera margar góð­ ar endurbætur sem við munum halda áfram að vinna að í framtíðinni. Það er því að ýmsu að hyggja þegar stærsta mót ársins er haldið. Þurfið þið ekki marga sjálfboðaliða til að aðstoða við mótið? Fjölmargir klúbbfélagar hafa lagt okkur lið í undirbúningi, enn fleiri eiga eftir að koma að þessu þegar mótið hefst. Í þeim hópi er fjöldi fólks sem oft hefur starfað við þessi mót hlakkar mikið til að fá að taka þátt í þvíað gera þetta enn einu sinni þanni að það verði GS og golfíþróttinni til sóma. Það að hafa aðgang að þessu öllum þessu góða fólki og þeirri reynslu sem á bakvið klúbbinn er, hjálpar mikið þegar kemur að framkvæmd mótsins.

okkar þrífst á, en það er að halda áfram að reyna að fá mikið fyrir lítið, og halda áfram að rækta og bæta þessa frábæru golfparadís hér í Leirunni. Stærstu einstöku viðfangsefn­ in í rekstri næstu ára er að fjölga klúbbfélögum og endur­ nýja tæki og búnað klúbbsins. Við teljum að klúbbur eins og okkar geti hæglega stækkað um 50% án þess að félagar verði nokkuð varir við að þjónustan og aðgangur að golfvellinum skerðist. Hér er auðvelt að fá teigtíma næstum því hven­ ær sem er, og verður það áfram þótt það fjölgi verulega í klúbbnum. Varðandi tækin, þá er það líklega brýnasta verk­ efni okkar. Þau eru vægt til orða tekið komin nokkuð til ára sinna, og bilanatíðni er mjög há. En þetta verður ekki gert nema með samheldni klúbbfélaga, aðhaldssemi í rekstri og nýta öll þau sóknarfæri sem við fáum við að afla tekna.

Formaðurinn á teig í meistaramótinu í Leirunni í síðustu viku.

Hvað með barna- og unglingastarfið? Það er skemmtilegt að segja frá því að þar eru góðir hlutir að gerast, því í klúbbnum er um fimmti hver félagi barn eða unglingur. Þetta hefur núverandi stjórn einsett sér að styðja við og bæta, þ.e. við viljum fjölga þessum einstaklingum í klúbbnum og koma honum aftur á þann stall sem hann hefur oft verið á meðal afreksmanna í þessari frábæru fjöl­ skylduíþrótt. Að mínu mati eru fáar íþróttagreinar sem standast samanburð við golfíþróttina þegar kemur að fjöl­ skyldunni og uppeldi barna, því þar gefst öllum aldurs­ hópum tækifæri á verja gæðatíma saman og stunda jafnvel keppni á jafnræðisgrundvelli frá unga aldri og langt fram eftir æfi. Við vorum svo lánsöm að fá til liðs við okkur Erlu Þorsteinsdóttur sem golfkennara hjá GS og hefur hún nú þegar sett mark sitt á barna- og unglingastarf GS. Hennar markmið eru skýr og munum við í stjórninni styðja hana sem best við getum í að ná þeim markmiðum. Birgir Leifur Hafþórsson, fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi verður meðal keppenda í Leiru.

Hvernig gengur starfið í GS og rekstur klúbbsins? Það blæs ekki byrlega þegar kemur að rekstri klúbbsins, með hækkandi kostnaði og erfiðara árferði við að sækja meiri tekjur. Við getum hins vegar ekki kvartað, því rekst­ urinn stendur nokkuð vel og ég þori að fullyrða að félags­ starf klúbbsins er í miklum blóma um þessar mundir. Því er kannski helst að þakka að við höfum haldið mjög fast utan um útgjöld klúbbsins og reynt að fá eins mikið og mögulegt er fyrir tiltölulega litlar tekjur sem þessi klúbbur hefur úr að spila. Það hefur gengið ágætlega með aðstoð klúbbfélaga og velunnara klúbbsins sem hafa staðið þétt við bakið á honum á erfiðum tíma. Hverjar verða helstu áherslur í rekstri GS næstu árin? Framundan í rekstri er það sama og svona klúbbur eins og

Séð yfir 16., 11. og 15. flöt í Leirunni í kvöldstemmningu.


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Bifreiðaskoðun

Opið frá kl. 8:00 - 17:00 Engar tímapantanir

Fimmtudagurinn 7. júlí 2011 • 27. tölublað • 32. árgangur

Njarðarbraut 7

Mettúr hjá Gnúpi

G

núpur GK 11 landaði í Grindavík þann 4. júlí sl. alls 820 tonnum, mest úthafskarfa og ufsa. Verðmæti aflans var hvorki meira né minna en 290 milljónir króna og er það mesta verðmæti sem skip Þorbjarnar hf. hefur komið með úr einni veiðiferð en túrinn var 26 dagar.

Bíll valt við Vogastapa

S

íðdegis á sunnudag valt bíll við Vogastapa. Lögregla varð vitni að atburðinum en bíllinn ók utan í vegrið og tókst á loft og valt í kjölfarið. Tveir fullorðnir og tvö ung börn voru í bílnum, annað fætt 2010 og voru allir fluttir á Heilsugæslu Suðurnesja til skoðunar en fengu að fara heim að lokinni skoðun þrátt fyrir að vera í þó nokkru sjokki. Bíll valt við Vogastapa Síðdegis á sunnudag valt bíll við Vogastapa. Lögregla varð vitni að atburðinum en bíllinn ók utan í vegrið og tókst á loft og valt í kjölfarið. Tveir fullorðnir og tvö ung börn voru í bílnum, annað fætt 2010 og voru allir fluttir á Heilsugæslu Suðurnesja til skoðunar en fengu að fara heim að lokinni skoðun þrátt fyrir að vera í þó nokkru sjokki.

Ógnaði fólki með byssu í miðbænum

S

érsveit lögreglunnar var kölluð út vegna ölvaðs manns sem ógnaði fólki með byssu í miðbæ Keflavíkur aðfaranótt sunnudags. Lögreglan var kölluð til eftir að maðurinn sem er af erlendu bergi brotinn hafði ógnað tveimur stúlkum við skemmtistaðinn Center um klukkan 6 um morguninn. Byssan reyndist vera startbyssa sem gjarnan er notuð við upphaf kapphlaupa. Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu.

ÚTSALAN BYRJAR Í DAG 40% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM

MUNDI

Nú gleðjast þeir grænu... Gunnar er hættur í körfunni.

VEITINGASALAN OPIN ALLA DAGA FYRIR KYLFINGA OG AÐRA GESTI GOLFTÍÐIN ER HAFIN

NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR

NÝJAR MOTTUR Á ÆFINGASVÆÐINU OPIÐ TIL 22:00 ÖLL KVÖLD


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.