3.tbl

Page 1

Fengu pítsuveislu

Víkurfréttir

Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær

F

yrir jól stóð Umferðarstofa fyrir Jóladagatali grunnskólanna á vefsíðunni www.umferd.is. Umferðarstofa dró út heppna vinningshafa á hverjum degi en þeir fengu senda boðsmiða í bíó. Með því að merkja svör sín með nafni skóla og bekkjar gátu þátttakendur einnig komist í sérstakan bekkjarverðlaunapott. Í lok desember var síðan vinningsbekkurinn dreginn út. Að þessu sinni fór aðalvinningurinn til Njarðvíkurskóla en það var Valur Axel

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Axelsson, í 1. SH, sem tók þátt í dagatalinu og skráði bekkinn sinn í verðlaunapottinn. Sl. föstudag heimsóttu fulltrúar Umferðarstofu krakkana í 1. SH og færði þeim pítsur og DVD mynd. Það var óneitanlega mikill spenningur í loftinu þegar starfsmenn Umferðarstofu bar að garði enda ekki á hverjum degi sem slegið er til veislu á hefðbundnum skóladegi.Umferðarstofa óskar öllum þátttakendum öryggis og gæfu í umferðinni.

vf.is

Fimmtudagurinn 19. JANÚAR 2012 • 3. tölubl að • 33. árgangur

›› Sorphirða:

Leifsstöð næst besta flugstöð í heimi

Hópsnes hirðir ruslið á Suðurnesjum

V

N

ýr verktaki tekur við sorphirðu á Suðurnesjum frá og með næstu mánaðamótum. Það er fyrirtækið Hópsnes frá Grindavík sem tekur við verkefninu sem hefur verið á hendi Íslenska gámafélagsins síðustu ár. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Kalka, bauð nýverið út sorphirðu á Suðurnesjum og nokkra aðra verkþætti í sorpflutningum. Sex tilboð bárust og þar af fjögur í sorphirðu. Tvö tilboð voru í önnur verkefni. Hópsnes bauð lægst í sorphirðu á Suðurnesjum, 69,8 milljónir króna. Næst lægsta tilboð var frá Íslenska gámafélaginu var tólf milljónum króna hærra en tilboð Hópsness. Nokkrir aðrir liðir í flutningum á sorpi voru einnig boðnir út og hreppti Íslenska gámafélagið hnossið í þeim öllum, utan þess að Hópsnes annast flutninga á brettum og Hringrás kaupir allt brotajárn frá Kölku. Gert er ráð fyrir að sorphirða frá íbúðum á Suðurnesjum verði á 10 daga fresti eins og verið hefur. Nýir samningar um þjónustuþætti taka gildi 1. febrúar 2012 nema samningur um pappírsgáma sem tekur gildi hinn 1. júní 2012.

14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011

spennandi Ókeypis júdóþjálfarinn uknattleikir er maður ársins 2011 ehf.

Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17

to.

kosti með gen.

endur vænn er ari

efurinn frommers.com hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé næst besta flugstöð í heimi á eftir Hajj flugstöðinni á flugvelli Abdul Aziz konungs í Jedda í Sádi-Arabíu. Sú flugstöð er aðeins opin meðan á Hajj trúarhátíð múslima stendur þegar milljónir múslima fara í pílagrímsferð til Mekka. Bandaríska blaðið USA Today segir frá þessu en frommers.com tók saman lista yfir bestu og verstu flugstöðvar heims fyrir blaðið. Um Leifsstöð segir frommers.com, að litli notalegi alþjóðlegi flugvöllurinn á Íslandi líti út eins og hann hafi komið í flötum kassa frá Ikea. „Alls staðar er ljós viður og hraungrýti með stórum gluggum þar sem hægt er að horfa á mikilfenglegt landslag Íslands.“

›› Guðmundur Stefán Gunnarsson kennari og þjálfari:

- yfir 100 börn og unglingar stunda ókeypis æfingar hjá Guðmundi

V

íkurfréttir hafa útnefnt Guðmund Stefán Gunnarsson þjálfara hjá Júdódeild UMFN sem mann ársins á Suðurnesjum árið 2011. Guðmundur Stefán, sem er aðeins 35 ára, íþróttakennOpið allan ari og stúdent frá Kvennaskólanum og Njarðvíkingur, hefur unnið ákaflega óeigingjarnt starf í sólarhringinn þágu íþróttahreyfingarinnar á Suðurnesjum frá stofnun júdódeildar UMFN snemma á árinu 2011. Guðmundur hefur með frumkvæði sínu og ótrúárinu 2011 hafa alls legum dugnaði á stuttum tíma byggt upp júdó26.942 farþegar nýtt sér deild sem hefur nú þegar látið til sín taka í júdó, strætó Sandgerðis og Garðs. brasilísku Jui Jitsu og íslenskri glímu og unnið til Lagðar voru fram upplýsingar verðlauna í öllum þessum greinum. Þrátt fyrir lítið um farþegatölur í Strætó fjármagn og takmarkaða aðstöðu telja iðkendur Sandgerðis og Garðs 2011 á deildarinnar rúmlega 100 krakka og unglinga sem síðasta fundi bæjarráðs Garðs. MoGuðmundi rgunve og stunda mæta reglulega á æfingar hjá rðarÞar segir að ævintýralegur matseneitt. Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undaníþróttina án þess að þurfa að borga ðill vöxtur hefur verið í fjölgun farAðeins úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2.hér að ofan tekur Guðmundur Á myndinni Stefán við íb Subway oði á þega sem nýta sér þessa ókeypis Fitjum Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennanviðurkenningarskjali er ekki minni frá Páli Ketilssyni ritstjóra Víkþjónustu. Virka daga eru farnar úrslitaviðureign Keflavíkur orðin urfrétta. Til2:0 hliðar má sjá Guðmund leiðbeina ungum 10íferðir á dag og 4 ferðir um og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar fyrir Keflavík æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar júdókappa í æfingasal deildarinnar í Reykjaneshöllhelgar. Á árinueftir 2009tvo voru farkvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB viðtal við Guðmund í miðopnu. inni. - Ítarlegt þegar á þessari leið 3500 manns.

Ævintýralegur vöxtur í strætó

TM

Fitjum

Á

- sjá nánar á bls. 23

NÝ T T

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND

Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946

| www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

rðarbraut 13 @heklakef.is

Easy ÞvoTTaEfni

Easy MýkingarEfni

aloE vEra

2l


2

FIMMTUdagurinn 19. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Íslandsbanki og Byr í Reykjanesbæ sameinast Það var mikið um að vera í útibúi Íslandsbanka í Reykjanesbæ á mánudaginn. Þá sameinuðust útibú Byrs og Íslandsbanka undir merkjum Íslandsbanka. Í tilefni dagsins var útibúið opið til kl. 18 og viðskiptavinum boðið upp á veitingar og mörgæsin Georg mætti á svæðið og skemmti börnunum. Sighvatur Ingi Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka, sagði spennandi tíma framundan í bankanum en útibúið stækkaði mikið við sameininguna við Byr í Reykjanesbæ. Viðskiptavinum útibúsins fjölgaði um eitt þúsund. Sighvatur sagði að sameining bankanna hafi gengið hnökralaust fyrir sig. Viðskiptavinir Byrs haldi áfram öllum sínum reikningsnúmerum en aðeins bankanúmer breytist. Unnið verður áfram í sameiningu bankanna á næstu vikum en margar góðar lausnir úr heimabanka Byrs verða virkjaðar í heimabanka Íslandsbanka. Meðfylgjandi mynd var tekin að afloknum vinnudegi í Íslandsbanka sl. mánudagskvöld og hér má sjá starfsfólk sameinaðs banka. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

›› Reykjanesbær:

33 milljónir í sand, salt og snjómokstur

V

eturinn 2011-2012 er orðinn mesti snjóavetur frá 1982 í Reykjanesbæ og kostnaður við snjómokstur og saltdreifingu það sem af er vetri er 33 milljónir króna. Að sögn Guðlaugs Helga Sigurjónssonar hjá Reykjanesbæ er þessi vinna vel skipulögð hjá þjónustumiðstöð bæjarins en starfsmenn hennar taka stöðuna kl. 4 á morgnana áður en bæjarbúar fara á fætur. „Bærinn á sem betur fer góðan vörubíl með snjótönn sem kemur að góðum notum og starfsmenn þjónustumiðstöðvar sjá sjálfir um stofnæðar en síðan er hverfum skipt á milli verktaka en aðgangur að vélum til þessara nota hefur minnkað mikið eftir hrun. Í dag

hefur Reykjanesbær aðgang að 16 snjóruðningstækjum. Kostnaður tækjanna á klukkustund kostar bæinn 197.750 krónur, svo er það bara spurning hve langan tíma það taki að klára verkið. Dagurinn getur því kostað Reykjanesbæ næstum 3 milljónir króna þegar öll tæki eru í notkun.,“ segir Guðlaugur. Áhersla hefur verið lögð á að halda öllum stofnæðum greiðfærum og að tryggja öryggi akandi og gangandi vegfarenda með dreifingu sands og salts. Þó er ljóst að minna fjármagn er til þessarar þjónustu en á árum áður og því er er mætt þannig að göngustígar og gangstéttir eru ekki eins mikið hreinsuð en lögð er áhersla á göngustíga þar sem strætóskýli eru.

Spurning vikunnar Hver er maður ársins á Suðurnesjum?

Guðný Björnsdóttir: Ég myndi segja að það væri Björgunarsveitin Suðurnes.

Eyþór Eyjólfsson: Björgunarsveitarmaðurinn. Allir þeir sem bjarga fólki.

ATVINNA Framtíðaratvinna hjá Olís að Fitjabakka 2 í Njarðvík Skrifstofu- og afgreiðslustarf Vinnutími 12:00 - 17:00

Stefán Bergmann Böðvarsson: Maður ársins er Bubbi Morthens.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Umsóknareyðublöð á staðnum og hægt að senda steinar@olis.is Björgvin Karl Haraldsson: Það er hópurinn sem tók bílinn fyrir bóndann í hjólastólnum og gerðu hann upp. Mér finnst það gott framtak hjá þeim.

Fitjabakka 2

Víkurbraut 6. (sömu götu og Byko)

Málverka- og skartgripanámskeið á þriðjudögum og fimmtudögum Opið allar helgar frá kl. 14:00 - 18:00 Básaleiga 849 3028

Eðvarð Þór Eðvarðsson: Ég ætla að segja Pálína Gunnlaugsdóttir. Sem fulltrúi körfuboltans í Keflavík sem vann alla flokka, hún er verðugur fulltrúi íslenskrar íþróttaæsku.


3

markhonnun.is

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 19. janúar 2012

Kræsingar & kostakjör markhonnun.is

Tilboðin gilda

r

19. - 22. janúa

ðir endast

eða meðan birg

ann d n ó b ! u l s i e Gleðjum v a r r o Þ með

Þorraveisla

kjötsel

Kjúklingnur Heill frosin

399

ný sviðasulta

2.298 kr/kg

kr/kg

798 kr/kg

kjarnaf.

lifrarpylsa soðin 490 g

449 kr

goða

ÞorraBakki

1.358 kr

BlóðMör

soðin 490 g

398 kr 25%

afsláttur

vestfirskur Hákarl í teninguM 100 g

593

kr/pk.

ÞorraMatur 700 g fata

1.999

kr/ds. áðu r 2.2 98 kr/ ds.

Magáll

1.998

kr/kg

áðu r 698 kr/ pk.

Kræsingar r & KostaKjö

NÝR BÆKLINGUR

ER KOMINN ÚT

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes - Egilsstaðir


4

FIMMTUdagurinn 19. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Leiðari Víkurfrétta

vf.is

PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Suðurnesjamaður ársins 2011 Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþróttakennari og júdóþjálfari er maður ársins 2011 hjá Víkurfréttum. Guðmundur er aðeins 35 ára Njarðvíkingur og tók sig til á árinu og stofnaði júdódeild hjá Ungmennafélagi Njarðvíkur og hefur á þessum stutta tíma fengið yfir hundrað krakka og unglinga í deildina. Þau stunda íþróttina ókeypis og Guðmundur sinnir þjálfun við aðstæður sem ekki allir létu bjóða sér, í nær öllum sínum frítíma án þess að þiggja nokkur laun. Guðmundur segir í viðtali við Víkurfréttir í tilefni af þessum tímamótum að júdóið hafi mjög jákvæð og góð áhrif á krakka og unglinga og þeir geti í raun lært heilmargt út frá hugmyndafræðinni í júdóinu. „Þú lærir að verja þig og taka á ósigri án þess að vilja hefna þín eða vera með leiðindi þrátt fyrir ósigur. Sjálfstraustið byggist upp hjá krökkum og maður sér þetta alveg greinilega. Krakkar sem lentu oft í árekstrum í skólanum hætta því nánast alveg eftir að hafa verið að æfa hjá okkur um tíma“, segir Guðmundur m.a. í viðtalinu. Það er mjög virðingarvert þegar einstaklingar í okkar samfélagi taka upp á sitt einsdæmi, með viljann og áhugann einan

að vopni, að sinna óeigingjörnu og ólaunuðu starfi með börnum og unglingum með svona frábærum árangri. Við tökum upp hatt okkar fyrir slíku fólki. Guðmundur er frábær fulltrúi ungmennafélagsandans sem er nauðsynlegur í samfélagi okkar sem hefur laskast mikið eftir bankahrun. Við óskum Guðmundi til hamingju með þessa stærstu útnefningu Víkurfrétta á hverju ári. Hann er svo sannarlega vel að henni kominn. Eins og alltaf þegar Víkurfréttir velja mann ársins koma nokkrir aðilar til greina. Allmargar ábendingar komu um einstaklinga, félög, fyrirtæki og stofnanir sem hafa staðið sig vel. Hér má minnast á framtak Suðurnesjamanna sem gerðu upp bifreið fatlaðs manns og gríðarlega öflugt starf hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Þessir tveir aðilar komu næstir Guðmundi í vali á Manni ársins á Suðurnesjum. Þessi útnefning hefur farið fram hjá Víkurfréttum síðan 1991 og er Guðmundur sá tuttugasti og fyrsti sem hlýtur nafnbótina en fyrsti sem varð fyrir valinu var Dagbjartur Einarsson, útgerðarmaður í Grindavík. Í fyrra var Axel Jónsson, veitingamaður í Skólamat valinn en hann stýrir ásamt fjölskyldu sinni framsæknu fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð skólamatar og er með yfir 70 manns í vinnu.

Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 26. janúar 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Á vegum Virk og í samvinnu við stéttarfélög um allt land eru starfandi sérhæfðir ráðgjafar sem bjóða upp á þjónustu á sviði starfsendurhæfingar.

›› AÐSENT ‹‹ Má bjóða þér á námskeið í markmiðasetningu?

Á

nýju ári er gott að horfa fram á veginn og gera áætlanir um hvernig maður vill haga hlutunum. Okkur finnst eðlilegt að gera áætlanir um ýmislegt og má þar nefna ferðaáætlanir áður en við höldum af stað í ferðalag, greiðsluáætlanir í byrjun árs til að dreifa álaginu í peningamálum, námsáætlanir í byrjun náms o.s.frv. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru tiltölulega fáir sem gera skýr og greinileg markmið um hvernig manneskjur þeir vilja vera eða hvert þeir vilja stefna í lífinu almennt. Markmið varðandi fjölskylduna, heilsuna og heilbrigði, sjálfsþroska og frama á einhverju sviði eru mikilvæg vilji maður ná árangri. Það er staðreynd að fólk sem setur sér skrifleg markmið nær betri árangri og á skemmri tíma en þeir sem hafa óljósa hugmynd um það sem þeir vilja. Með því að setja sér markmið og hefja þá vinnu sem fylgir því að ná þeim opnast oft margar aðrar leiðir og tækifæri sem viðkomandi dreymdi ekki um áður. Þetta snýst um að vera ökumaður í eigin lífi en ekki farþegi í lífi annarra. MSS hefur ákveðið að bjóða upp á ókeypis námskeið í markmiðasetningu í janúar. Námskeiðið er ein kvöldstund og þátttakendur fá verkefnahefti sem þeir vinna að hluta til á námskeiðinu. Ef þú kæri lesandi hefur áhuga á að koma á námskeið í markmiðasetningu og setja þér markmið fyrir árið 2012 þá getur þú skráð þig inni á vefsíðu okkar www.mss.is. Námskeiðið verður haldið í húsnæði MSS, Krossmóa 4a þann 30. janúar og hefst kl. 19.30 og er í u.þ.b. tvær klukkustundir. Það er Anna Lóa Ólafsdóttir náms- og starfsráðgjafi sem er leiðbeinandi á námskeiðinu. Mikilvægt að skrá sig! Vonumst til að sjá þig! Fyrir hönd MSS, Anna Lóa Ólafsdóttir Náms- og starfsráðgjafi

Þjónusta Virk á Suðurnesjum V

irk starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignarstofnun sem öll helstu samtök stéttarfélaga og atvinnurekenda á vinnumarkaði eiga aðild að. Samið var um stofnun Virk í kjarasamningum á árinu 2008. Á vegum Virk og í samvinnu við stéttarfélög um allt land eru starfandi sérhæfðir ráðgjafar sem bjóða upp á þjónustu á sviði starfsendurhæfingar. Það eru tveir ráðgjafar starfandi á Reykjanesi þau eru Guðni Erlendsson og Elfa Hrund Guttormsdóttir. Þau eru með skrifstofu á Krossmóa 4 á fjórðu hæð í Reykjanesbæ. Fleiri sérfræðingar koma einnig að starfinu og hefur Virk gert samninga við fjölda fagaðila um viðeigandi þjónustu fyrir einstaklinga með skerta vinnugetu. Hlutverk og stefna VIRK Hlutverk VIRK er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku. Það er gert með ráðgjöf, fjölbreyttum úrræðum og sérhæfðri starfsendurhæfingu. Stefna VIRK er meðal annars að skipuleggja og fjármagna ráðgjöf og þjónustu fyrir starfsmenn sem veikjast til lengri tíma eða slasast þannig að vinnugeta þeirra skerðist. Sérstök áhersla er lögð á að koma snemma að málum í samstarfi við atvinnurekendur, sjúkrasjóði stéttarfélaga og heilbrigðiskerfið Þjónusta Virk Öll þjónusta sem veitt er af hálfu ráðgjafa VIRK hefur það að markmiði að auka starfsgetu einstaklinga og stefna að því að þeir fari aftur til vinnu. Um er að ræða fjölbreytta þjónustu sem er þeim að kostnaðarlausu. Hægt er að skipta þessari þjónustu í þrjá flokka: 1. Aðstoð ráðgjafa Ráðgjafi aðstoðar einstaklinginn meðal annars við að efla færni sína og vinnugetu út frá heilsufarslegum og félagslegum þáttum og í samvinnu við sérfræðinga ef þörf er á. Um er að ræða ráðgjöf og hvatningu sem tekur mið af aðstæðum og þörfum hvers og eins.

gerð endurhæfingaráætlana nemur nokkrum þúsundum klukkutíma á undanförnum tveimur árum. Við þessa vinnu bætist svo vinna annarra sérfræðinga og endurhæfingaraðila um allt land. Þessi þjónusta er unnin og fjármögnuð af VIRK – starfsendurhæfingarsjóði. Hægt er að fá upplýsingar um þjónustuna á heimasíðu VIRK www. virk.is

Sérstök áhersla er lögð á góða tengingu við vinnustað og atvinnulífið til að auka líkur á farsælli endurkomu til vinnu. 2. Aðstoð sérfræðinga Ef þörf er á aðkomu fleiri sérfræðinga við að meta starfsgetu og möguleika á starfsendurhæfingu þá eru þeir kallaðir til eftir þörfum. Um er að ræða sérfræðinga eins og sálfræðinga, félagsráðgjafa, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, lækna, náms- og starfsráðgjafa og fleiri. 3. Ýmis úrræði í starfsendurhæfingu Dæmi um þjónustu sem getur eflt starfsgetu eru meðal annars meðferðarviðtöl við sálfræðing, fjármálanámskeið, námskeið eða önnur aðstoð til sjálfsstyrkingar, vinnuprófanir, líkamsrækt með stuðningi sérfræðinga, sjúkraþjálfun, næringarráðgjöf , ráðgjöf til heilsueflingar og námskeið til að auka möguleika á vinnumarkaði. Árangur í starfsendurhæfingu Það má líta á starfsendurhæfingu sem nokkurs konar brú á milli heilbrigðiskerfis og vinnumarkaðar – brú sem tryggir og byggir upp samvinnu, skilning og þekkingu til að endurkoma til vinnu verði sem farsælust og árangursríkust. Til að slíkt sé mögulegt þarf að koma til samvinna margra aðila eins og viðkomandi einstaklings, heimilislæknis, atvinnurekanda og ráðgjafa í starfsendurhæfingu. Rannsóknir og reynsla bæði hérlendis og erlendis hafa sýnt fram á

að til að tryggja varanlegan árangur í starfsendurhæfingu þá skiptir öllu máli að: 1. Koma snemma að málum og bjóða ráðgjöf á sviði starfsendurhæfingar um leið og fyrirséð er að starfsmenn verði fjarverandi vegna heilsubrests í lengri tíma. 2. Vinna í nánu samstarfi við atvinnulífið. Gæta þess að einstaklingar missi ekki vinnusamband sitt vegna veikinda eða slysa og stuðla að farsælli endurkomu til vinnu eftir langtíma fjarvistir. Ráðgjafar VIRK á landsvísu höfðu veitt 2100 einstaklingum ráðgjöf og þjónustu frá stofnun VIRK og um mitt árið 2011. Af þessum 2100 einstaklingum hafa 600 lokið þjónustu og stærstur hluti þeirra hefur náð fullri vinnufærni og eru þátttakendur á vinnumarkaði í dag. Þessi þjónusta hefur eingöngu verið fjármögnuð af atvinnulífinu og hefur hún skilað miklum árangri bæði fyrir þá sem hennar njóta og fyrir samfélagið í heild sinni. Það er áhugavert að að skoða þessa miklu uppbyggingu í þjónustu á sviði starfsendurhæfingar í samhengi við þá staðreynd að dregið hefur verið úr nýgengi örorku bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og hjá mörgum lífeyrissjóðum. Tryggingastofnun vísar mörgum einstaklingum til ráðgjafa VIRK. Ráðgjafar VIRK hafa haft umsjón með um 400 endurhæfingaráætlunum sem sérstaklega eru gerðar samkvæmt þeim kröfum sem TR gerir vegna greiðslu endurhæfingarlífeyris. Vinnuframlag ráðgjafa við

Elfa Hrund Guttormsdóttir og Guðni Erlendsson ráðgjafar hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga á Reykjanesi

Bóndadagstónleikar í Hlöðunni

F

östudaginn 20. janúar næstkomandi, á bóndadag, mun Markús Bjarnason koma fram á sérstökum Bóndadagstónleikum Hlöðunnar. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 í Hlöðunni við bæinn MinniVoga, Egilsgötu 8, í Vogum á Vatnsleysuströnd. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Viðburðurinn er sá fyrsti í röð viðburða sem Hlaðan býður upp á í ár en dagskráin er komin út og má m.a. nálgast hana á ve f s í ð u H l ö ð u n nar w w w. hladan.org. Menningarverkefnið Hlaðan er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.

Næsta matarúthlutun 2. febrúar

F

jölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ verður með næstu matarúthlutun fimmtudaginn 2. febrúar. Engar úthlutanir hafa verið nú í janúar. Í dag og næsta fimmtudag verður hins vegar fatamarkaður hjá Fjölskylduhjálpinni í Grófinni. Markaðurinn hefst kl. 14 og stendur til 18.


5

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 19. janúar 2012

SUMARSTÖRF

Spennandi vinnustaður í alþjóðlegu umhverfi Fríhöfnin ehf. óskar eftir að ráða starfsfólk í vaktavinnu í verslun fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir, geta unnið undir álagi og sýnt frumkvæði í starfi. Starfið felst í sölu og áfyllingum í verslun. Einnig er óskað eftir starfsfólki á lager en unnið er í dagvinnu og er meirapróf æskilegt. Aldurstakmark er 20 ár. Hæfniskröfur: • Góður sölumaður með ríka þjónustulund • Reynsla af verslunarstörfum • Hæfni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslenskri og enskri tungu Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fyrir 1. júní. Umsóknafrestur er til 30. janúar. Nánari upplýsingar veitir Sóley Ragnarsdóttir, mannauðsstjóri Fríhafnarinnar, soley.ragnarsdottir@dutyfree.is. Umsóknareyðublöð má finna á www.dutyfree.is/atvinna Vegna kröfu um reglugerð um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar, nánari upplýsinga er að finna á heimasíðunni. Fríhöfnin hefur sett sér það markmið að vera ávallt til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Í jafnréttisáætlun félagsins er unnið að því markmiði með margvíslegum hætti og leggur Fríhöfnin áherslu á að jafna hlutfall kynjanna í sambærilegum stöðum. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

.

Fríhöfnin ehf. er dótturfyrirtæki ISAVIA ohf. og annast rekstur 6 verslana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Félagið er stærsta verslunarfyrirtækið í Flugstöðinni með um 120 starfsmenn. Stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur, sælgæti og fatnaður. Fríhöfnin er framsækið fyrirtæki í síbreytilegum ferðaheimi þar sem markmiðið er að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði í samkeppni við verslanir á erlendum flugvöllum.

ÁLAGNINGARSEÐLAR FYRIR ÁRIÐ 2012 Tilkynning til eigenda fasteigna um álagningu ársins 2012 Álagningarseðlar fyrir árið 2012 verða eingöngu birtir rafrænt og ekki sendir út í bréfapósti. Nú geta fasteignaeigendur nálgast álagningarseðilinn á mittreykjanes.is og á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is. Reykjanesbær mun þó áfram senda einstaklingum 67 ára og eldri álagningarseðil í pósti. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan í pósti er bent á að senda póst á netfangið thjonustuver@reykjanesbaer.is. Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu. Fyrsti gjalddagi er 25. janúar 2012 til og með 25. október 2012. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og falla öll gjöld ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Reynist heildarálögð gjöld 20.000 krónur eða lægri er gjalddagi gjaldanna 25. janúar 2012. Athygli er vakin á því að greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda eru sendir út rafrænt og birtast í heimabönkum. Þeir sem vilja fá senda greiðsluseðla er bent á að senda póst á thjonustuver@reykjanesbaer.is.


6

FIMMTUdagurinn 19. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Hvert stefnir þú? Starfstengt nám Svæðisbundið leiðsögunám Skrifstofuskólinn DK-tölvubókhald Almennt tölvunám Ferðaþjónustunám Umhverfissmiðja hellu-,steinalögn og garðyrkja Hljóðsmiðja upptaka og hljóðblöndun Kvikmyndasmiðja handrit, myndmál og upptaka Grafísk hönnun Illustrator, Photoshop og InDesign Kaffi og barþjónanámskeið

Framhaldsnám Aftur í nám - nám fyrir lesblinda Grunnmenntaskólinn Menntastoðir

s i . s

W W W

s m .


VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 19. janúar 2012

Hvað vekur áhuga þinn ? Enska I og II Norska I og II Indversk matargerð með Yesmine Olssen

Skartgripagerð Skartgripagerð úr silfri Leðurtöskugerð Krókódílahekl Handmálun og spaði Táknmál fyrir byrjendur Skrautskrift fyrir byrjendur Kökuskreytingar Myndvinnsla Photoshop 10 árum yngri á 10 vikum Þorbjörg Hafsteinsdóttir

Skráning og nánari upplýsingar er inn á

www.mss.is eða hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421-7500

7


8

FIMMTUdagurinn 19. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR

›› Víkurfréttir velja Suðurnesjamann ársins 2011 – Guðmund Stefán Gunnarsson hjá Júdódeild UMFN Víkurfréttir hafa útnefnt Guðmund Stefán Gunnarsson þjálfara hjá Júdódeild UMFN sem mann ársins á Suðurnesjum árið 2011. Guðmundur Stefán, sem er aðeins 35 ára, íþróttakennari og stúdent frá Kvennaskólanum og Njarðvíkingur, hefur unnið ákaflega óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Suðurnesjum frá stofnun júdódeildar UMFN snemma á árinu 2011. Guðmundur hefur með frumkvæði sínu og ótrúlegum dugnaði á stuttum tíma byggt upp júdódeild sem hefur nú þegar látið til sín taka í júdó, brasilísku Jui Jitsu og íslenskri glímu og unnið til verðlauna í öllum þessum greinum. Þrátt fyrir lítið fjármagn og takmarkaða aðstöðu telja iðkendur deildarinnar rúmlega 100 krakka og unglinga sem mæta reglulega á æfingar hjá Guðmundi og stunda íþróttina án þess að þurfa að borga neitt.

„Það er lítil hætta á meiðslum í þessu sporti. Barnaflokkarnir eru að standa sig gríðarlega vel og unglingaflokkarnir eru að stíga mikið upp þessa stundina“.

Þú lærir að verja þig og taka á ósigri án þess að vilja hefna þín - 35 ára Njarðvíkingur, íþróttakennari og stúdent frá Kvennaskólanum leggur líf og sál og allan sinn aukatíma í launalausa þjálfun yfir 100 krakka sem stunda ókeypis júdó og aðrar bardagaíþróttir Vinnan með ungmennunum á hug hans allan og hann hefur hjálpað mörgum börnum sem ekki hafa fundið sig í öðrum íþróttagreinum. Auk þess sem það kostar ekkert fyrir krakkana að æfa hjá Júdódeild UMFN þiggur Guðmundur engin laun fyrir vinnu sína sem hann sinnir ásamt því að starfa sem kennari í Akurskóla í Innri-Njarðvík. Guðmundur er frábær fyrirmynd og hefur hugsjón ungmennahreyfingarinnar augljóslega að leiðarljósi. Nú er svo sannarlega þörf á svona hugsjónafólki sem leggur mikið á sig til að aðstoða, leiðbeina og hjálpa í okkar samfélagi sem hefur laskast á mörgum sviðum eftir kreppu. Eitthvað sem Guðmundur gerir með bros á vör og ánægjuna eina í laun. Antisportisti og klunni „Ég var hálfgerður antisportisti fram eftir aldri ef frá er talið júdóið. Ég var í tónlistarskóla og prófaði körfubolta en var svolítill klunni,“ segir hann og hlær. „Ég var einu sinni á æfingu hjá Friðriki Ragnarssyni, sem nú er þjálfari meistaraflokks hjá Njarðvík. Ég var þá að sýna listir mínar og þegar ég hugðist leggja boltann ofan í körfuna þá fór ekki betur en svo að boltinn endaði uppi á miðjum vegg í íþróttahúsinu. Frikki hélt að ég væri að grínast en svo var alls ekki. Þetta endaði svo allt með því að ég fór af æfingu og lét ekki sjá mig þar aftur,“ segir Guðmundur og skellir upp úr. Guðmundur er fæddur árið 1977 og er því að verða 35 ára í ár. Hann er giftur Eydísi Mary Jónsdóttur og saman eiga þau tvo syni sem eru þriggja og níu ára. Guðmundur er uppalinn í Njarðvík og er Njarðvíkingur í húð og hár eins og oft er sagt um þá sem unna heimahögunum. Hann segist hafa prófað sund og ýmsar íþróttir sem barn en það hafi ekkert legið sérstaklega

vel fyrir honum. „Ég skildi t.d. aldrei þessar óskrifuðu reglur í boltaíþróttunum þar sem menn voru að gefa hver öðrum „high five“ og þess háttar. Það að hittast eftir leiki og gera eitthvað saman var eitthvað sem ég skildi ekki heldur, ég vildi bara fara heim og slappa af.“ Það var ekki fyrr en löngu síðar þegar Guðmundur hóf nám í Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni að hann fann sig í hópíþróttum en hann lék á þeim tíma eitt tímabil í utandeildinni í handbolta og einnig körfubolta með Þrótti Vogum en þar fann hann sig ágætlega, enda stór og stæðilegur piltur. Gunnar Örn Guðmundsson, faðir Guðmundar, stundaði júdó með góðum árangri hér á árum áður og hann segir að áhuginn hafi kviknað þegar hann hafi farið að kíkja á æfingar með pabba sínum sem þá fóru fram í gamla Ungó í Keflavík. Þá var hann í kringum 10 ára aldurinn. Hann hætti svo um tíma að æfa eftir að hann lenti í slysi og missti hann af æfingum í lengri tíma. Á því tímabili lognaðist deildin í Keflavík út af. „Ég byrja svo aftur að æfa þegar ég er um 18 ára en þá vorum við að æfa í Æfingastúdíóinu. Þar voru menn eins og Einar Karl, Ragnar Hafsteinsson og fleiri.“ Ætlunin var að stofna deild á þeim tíma en ekkert varð úr því að sögn Guðmundar vegna þess að einhverjir úr hópnum hafi flutt erlendis og þvíumlíkt. Þá tók Guðmundur sér smá pásu aftur í rúmt ár en byrjaði svo aftur að æfa í Reykjavík og í Vogunum hjá Magnúsi Haukssyni. „Hann er svona minn kennari,“ segir Guðmundur sem hefur verið nánast samfleytt í íþróttinni síðan. Hann segist fyrst og fremst vera áhugamaður um íþróttina og að hópurinn í kringum júdóið sé ávallt skemmtilegur. „Þetta er svo fjölbreyttur hópur og stemningin er alltaf svo

Guðmundur Stefán starfar sem kennari við Akurskóla í Innri Njarðvík. Hér er hann með nemendum sínum í 6. og 7. bekk sem voru í Legó-smiðju í gærmorgun.

góð í kringum íþróttina.“ Guðmundur segir að eftir að hann hafi að mestu leyti hætt í júdóinu þá hafi honum byrjað að ganga hvað best. „Þá fór ég fyrst að skilja að þetta snerist ekki bara um styrk, heldur meira um tækni. Ég komst að því að þetta er ekki bara bardagi heldur er þessi íþrótt svo miklu, miklu meira,“ segir hann og það er augljóst að ástríðan fyrir júdóinu er mikil. Uppgötvaði lesblindu í menntó Guðmundur útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík en þar komst hann að því að hann hafði glímt við lesblindu alla sína tíð. Eftir útskrift fékk hann vinnu hjá Ólafi Thordersen hjá Njarðtaki við sorphirðu og hafði ekkert sérstakt í huga varðandi framtíðina. Hann fór fljótlega að hugsa sér til hreyfings eftir fyrsta veturinn í því starfi og ákvað að sækja um í Íþróttakennaraskólanum en gerði sér ekki miklar vonir um að komast þar inn. Hann þreytti þar inntökupróf sem hann stóðst með prýði og var í framhaldinu kominn inn í skólann. Austur og aftur vestur Eftir að námi lauk á Laugarvatni þá lá leið Guðmundar og konu hans, sem hann hafði kynnst á öðru ári í skólanum, til Eskifjarðar þar sem hann hóf kennsluferilinn. „Það var mjög skemmtileg upplifun, nánast eins og að fara til annars lands,“ segir Guðmundur en hann þjálfaði m.a. fótbolta á því ári sem hann hafði búsetu fyrir austan. Tíminn þar eystra var mjög góður að mati Guðmundar en hann langaði að flytjast aftur heim til Njarðvíkur. Hann hringdi því í Gylfa Guðmundsson skólastjóra Njarðvíkurskóla og spurði hvort hann væri ekki með vinnu fyrir hann. „Gylfi kvaðst ekki vita um neitt að svo stöddu en

hann ætlaði að kanna málið. Daginn eftir hringdi Gylfi og sagði að hann væri með stöðu fyrir mig í Björkinni hjá Njarðvíkurskóla.“ Þar starfaði Guðmundur næstu tvö árin ásamt því að þjálfa yngstu krakkana í sundinu. Aftur greip ókyrrðin Guðmund en hann segist vera dálítið þannig að hann vilji breyta mikið til og vera á hreyfingu. Fjögurra ára ferðalag Á þessum tíma var góðærið hvað mest hér á landi og þau hjónin áttu saman íbúð við Hringbrautina í Keflavík. Þá barst þeim tilboð í íbúðina og þau ákveða að selja. „Við fórum strax að leita að ódýrum eignum hér á Suðurnesjum en okkur langaði að færa okkur um set. Þá allt í einu datt okkur í hug að fara til Danmerkur í smá ferðalag,“ en það ferðalag átti eftir að taka töluvert lengri tíma en ætlað var í fyrstu. Hjúin voru opin fyrir því að fara jafnvel í nám þar í landi og enduðu í Álaborg þar sem þau vissu að væri góður íþróttaskóli. „Fljótlega datt ég inn í íþróttaháskólann og spjallaði við fólk þar, segi hvað ég hafi lært og mér er í framhaldinu boðinn innganga í skólann. Þar lærði ég lyftingafræði og er með hæstu gráðu í þeim fræðum. Eftir að ég útskrifast þar þá dett ég inn í það að kenna þarna sem afleysingakennari hjá 10. bekk. Ég var ekkert sérstakur í dönskunni en kenndi ensku og dönsku engu að síður,“ segir Guðmundur og hlær við. Þar slysast hann svo til þess að fara að þjálfa sund í aukavinnu. Áður hafði hann einungis þjálfað litla krakka heima en þetta gekk bara þokkalega vel hjá Guðmundi og unglingarnir í sundinu náðu góðum árangri undir hans stjórn. Í kjölfarið er Guðmundi boðinn staða yfirþjálfara hjá félaginu sem

Guðmundur Stefán með nokkrum svellköldum júdóköppum á æfingu nú í vikunni.


um nir vel að a“.

9

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 19. janúar 2012 hefur á að skipa 2000 iðkendum. Guðmundur náði þar flottum árangri og fór með nokkra sundmenn á Danmerkurmótið. Fóru að byggja í kreppunni Eydís, eiginkona Guðmundar útskrifast svo úr sínu námi eftir að þau höfðu dvalið í 4 ár í Danmörku. Þá fóru þau að hugsa heim og Sigurbjörg systir Guðmundar hringir og spyr hvort að hann vilji ekki kaupa lóð með henni og manni hennar og fara að byggja. „Það er erfitt að segja nei við Sigurbjörgu en hún var með þetta allt á hreinu og var búin að fá mömmu og pabba til þess að byggja líka. Við ákváðum að slá til og fórum að byggja rétt áður en kreppan skall á. Það var reyndar ótrúlega þægilegt að byggja á þeim tíma þar sem allir voru að losa sig við efni og við náðum að byggja fyrir frekar lítinn pening. Þannig að nú er fjölskyldan öll á sama punktinum, sem er bara mjög þægilegt fyrir okkur systkinin en kannski ekki fyrir tengdabörnin,“ segir Guðmundur og hlær. Hann gerðist síðan grunnskólakennari í Akurskóla sem er skammt frá heimili hans í Innri-Njarðvík og fór líka að þjálfa sund hjá Njarðvík. Hann þyrsti í að gera eitthvað meira og samhliða sundþjálfuninni fer hann að kenna nokkrum strákum tökin í júdóinu. Júdóið gott fyrir krakkana „Ég var að þjálfa sund þar sem nokkrir líflegir drengir voru að æfa hjá mér. Ég hafði platað þá til að prófa að mæta á æfingu en ég á það til að hvetja fólk sem ég hitti á förnum vegi til þess að prófa. Þessir strákar voru ekkert alveg að nenna að æfa sund og ég fór einu sinni í viku með þá upp á Ásbrú og kenndi þeim tökin í júdóinu. Á meðal þessara gutta var einn sem var dálítið utanveltu en hann var ekki í sundinu. Ég sá mikla hæfileika í honum og hann virtist ná tökunum á júdóinu alveg strax. Upp frá þessu ákvað ég að það væri kominn tími til að stofna júdódeild. Þessi strákur var í smávægilegum vandræðum og eftir stutta stund þá tók maður eftir því að hann hafði lagast mikið og var farinn að setja sér markmið og öll vandræði sem hann hafði verið að koma sér í virtust úr sögunni. Þá áttaði ég mig á því hvað þetta gæti haft mikil áhrif á krakka og þau geta í raun lært heilmargt út frá hugmyndafræðinni í júdóinu. Þú lærir að verja þig og taka á ósigri án þess að vilja hefna þín eða vera með leiðindi þrátt fyrir ósigur. Sjálfstraustið byggist upp hjá krökkum og maður sér þetta alveg greinilega. Krakkar sem lentu oft í árekstrum í skólanum hætta því nánast alveg eftir að hafa verið að

æfa hjá okkur um tíma. Ef það kemur eitthvað upp á, hvort sem það er á æfingu eða annars staðar þá leysum við þau mál í sameiningu. Þannig að þetta nýtist mikið í daglega lífinu og styrkir krakkana mikið andlega,“ segir Guðmundur. „Ég á auðvelt með unglinga og finnst frábært að vinna með þeim. Þetta er því bara skemmtilegt,“ segir Guðmundur en blaðamaður leit við á æfingu í vikunni og þar var svo sannarlega líf í tuskunum. Fjölskylda Guðmundar hefur komið að júdódeildinni og þegar hún var stofnuð þá fékk Guðmundur þau með sér í stjórn. Pabbi hans hefur hjálpað mikið og Sigurbjörg systir hans hefur verið afar dugleg í því að starfa fyrir deildina en hún er einnig í stjórn hjá Þríþrautardeild UMFN. Deildin er rúmlega árs gömul og Guðmundur segir stígandann vera gríðarlegan, það sé í raun allt orðið fullt. Það eru rúmlega 100 manns að æfa og hann segist eiga erfitt með það að segja nei ef fleiri vilja koma. Hann segir vera lítið um afföll og það hafi í raun komið honum á óvart. „Þetta er mjög fjölbreytt þjálfun. Það er ekki bara mætt á æfingar til þess að kljást. Þegar ég er t.d. með yngstu krakkana þá erum við í frisbee og boltaleikjum eða öðru sem þjálfar rúmskyn og fleira.“ Þurfa ekki að keppa Aðspurður um keppnisþáttinn segist Guðmundur hafa sínar skoðanir á þeim þætti. „Ég

er ekki svona afreks þenkjandi og því langar mig að koma til skila í gegnum júdódeildina. Ekki það að ég vilji ekki að fólk nái árangri hjá okkur, ef krakkarnir vilja ná árangri þá mun ég styðja þá sem það kjósa af heilum hug. Ég vil helst að hér sé starfandi júdódeild þar sem fullt af krökkum eru að æfa og fyrst og fremst sé gaman. Guðmundur vill ekki neyða alla til þess að keppa en oft er mikil pressa sem fylgir því að keppa fyrir framan fullt af fólki. „Ég held að 60% af krökkunum vilji bara mæta á æfingar og hafa gaman af þessu og ég ætla ekki að neyða neinn til þess að keppa ef viðkomandi kýs það.“ Eins og staðan er í dag þá segir Guðmundur að það sé erfitt að afreka mikið eins og í pottinn er búið varðandi húsnæðis- og þjálfaramál. Hann er nánast einn um þjálfunina en Helgi Rafn Guðmundsson sér um tvær fullorðinsæfingar í viku og Guðmundur segir muna mikið um það. Það var stefnan hjá Guðmundi að rukka fyrir æfingar í upphafi. Hafði hann hugsað það þannig að hvatagreiðslur sem ætlaðar voru fyrir börn og unglinga frá Reykjanesbæ myndu sjá um gjöldin. „Ég sá fyrir mér að sá peningur færi í kaup á dýnum og í að leigja húsnæði og borga þjálfurum. En af því varð ekki. Við fengum æfingaaðstöðu í kaffistofunni í Reykjaneshöllinni en það er salur á efri hæðinni í því húsi.“ Þar hefur deildin 60 fermetra til umráða en Guðmundur segir það stundum vera ansi þröngt að vera með 20

Guðmundur Stefán kennir m.a. dönsku, íþróttir og fleira. Hér kennir hann handtökin í forritun í Legó-smiðjunni í Akurskóla.

orkumikla krakka á svo litlum fleti. „Það er sá stuðningur sem við höfum fengið frá bænum en maður hefur svo verið að fá styrki til kaupa á dýnum og slíku frá fyrirtækjum héðan og þaðan, oftar en ekki úr óvæntum áttum. Hann segir Njarðvíkinga og þá hjá lyftingadeildinni Massa hafa verið afar hjálpsama. Skilningsrík fjölskylda Guðmundur hefur nóg á sinni könnu og hann er að frá því snemma á morgnana og alveg fram á kvöld. Auk þess er hann í stjórn hjá Brasilísku Jui jitsu sambandi Íslands. „Það er alveg ótrúlegt að hún konan mín þoli þetta. Hún sér um allt saman, heimilið og börnin. Ég er svo heima um helgar, þegar engin mót eru í gangi. Það er svo bara spurning hvað konan er tilbúin að leyfa mér að vinna þetta launalaust lengi,“ segir Guðmundur í léttum dúr. Hugmyndin er að setja upp æfingagjöld næsta haust en Guðmundur er búinn að setja allt í hendurnar á nýrri stjórn sem mun ákveða það. Deildin er sennilega stærsta júdódeild á landinu en Guðmundur segir það ekki vera alveg ljóst þar sem nýjar tölur liggi ekki fyrir. Hann segir viðbrögð foreldra vera góð og margir séu ánægðir. Hann hefur fundið mikið fyrir því. Hann sjái uppskeruna og það séu ýmsir litlir hlutir sem hann taki eftir hjá krökkunum. „Maður sér kannski einstakling sem fór að gráta við minnstu snertingu og eftir nokkra mánuði þá er hann farinn að harka af sér.“ Líka gerist það að foreldrar komi til hans og þakki fyrir að barnið geti varið sig í skólanum ef svo ber við. Sumir krakkanna eru að sögn Guðmundar búnir að breytast mikið síðan þeir byrjuðu að æfa júdó og margir róast mjög mikið. Oftar en ekki eru þetta orkumikil börn og ýmislegt gengur á bæði á æfingum og í daglega lífinu. „Það hefur verið sagt við mann að enginn virði það sem er ókeypis og krakkarnir mæti ekki reglulega. Að mínu mati er það fráleitt og krakkarnir mæta mjög vel. Það eru alltaf einhverjir sem mæta kannski illa, hvort sem þeir borga æfingagjöld eða ekki“. Hann sér fyrir sér í framtíðinni að þá verði komið húsnæði þar sem hægt er að æfa um helgar. Þar væri í raun hægt að æfa fleiri bardagaíþróttir jafnt fyrir börn og fullorðna. Þú gætir borgað eitt æfingagjald og þú gætir æft júdó, box, jui jitsu eða teakwondo. „Minn draumur er að sjá samvinnu þessara félaga og þar gætirðu bara æft það sem þér finnst skemmtilegt, þú þarft ekkert að vera heimsmeistari,“ segir Guðmundar Stefán Gunnarsson, maður ársins á Suðurnesjum árið 2011.

KJARA DAGAR

Búsáhöld 30-70% • Vinnufatnaður 30-50% • Útivistarfatn. 30-70% • Ljós 30-70% Smáraftæki 20-30% • Leikföng 50-70% Innihurðir 20-70% • Flísar 20-70% •Parket (valdar vörur) 20-70 • Hreinlætis- og blöndunartæki 20-50% • Handverkfæri 25% Rafmagnsverkfæri 15-30% • Áltröppur og stigar 20% • Verkfæratöskur 25% • Innimálning 20% og margt fleira

20% 30% 50% 70% afsláttur Parket

20-70% afsláttur

afsláttur

afsláttur

g

Innimálnin

% 2fs0 t lá tur

a

Rafmagns verkfæri

15-30%

afsláttur

færi Handverk rafæ og verk töskur

% 2fs5 t lá tur

a Allar upplýsingar birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana

LÆ LÁ GST VE GA A RÐ

HÚ SA SM IÐ JU NN AR *

afsláttur

*Afsláttur gildir ekki af vörum merktum Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar

Afsláttur gildir eingöngu fyrir Kjaraklúbbsmeðlimi, allir velkomnir í Kjaraklúbbinn. Skráning í næstu verslun, afsláttur tekur gildi strax.

látt Fáðu afs ag! strax í d

n. í Kjaraklúbbin Allir velkomnir við afgreiðsluaraklúbbinn Skráning í Kj fyrir vöruna! ð og greitt er kassa um lei við ax str r gildir Afsláttur teku . gu nin skrá


ttir,

10

FIMMTUdagurinn 19. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Náms- og starfsráðgjöf öllum að kostnaðarlausu

Útskrift úr Háskólastoðum

Nám fyrir einstaklinga Fjarnám Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju, við andlátÍslenska og útför fyrir útlendinga elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, Starfstengt nám

og starfsráðgjöf HafsteinsNámsHafsteinssonar, Efstaleiti 79, Keflavík, Þarfagreining fyrir fyrirtæki Ómar Þór Hafsteinsson, Helena Ruth Hafsteinsdóttir, og barnabörn.

Einar Friðriksson

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,

Sigurður Gunnar Kristjánsson, (Siggi Gunni) Höskuldarvöllum 17, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 10. janúar. Útför hans fer fram frá Grindavíkurkirkju, föstudaginn 20. janúar kl.14:00. Þökkum auðsýnda samúð.

Guðmundur Marvin Sigurðsson, Edda Auðardóttir, Margrét Kr. Sigurðardóttir, Róbert Henry Vogt, María Þóra Sigurðardóttir, Gísli G. Gíslason, Magnús Jenni Sigurðsson, Guðbjörg S. Gísladóttir, Sigurður J. Guðjónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, stuðning og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, dóttur, systur og mágkonu,

Jónínu Ásmundsdóttur, Alexandriu í Virginíuríki,

sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 6. desember sl. Guð blessi ykkur öll.

Maríanna Sif Jónsdóttir, Kristín Ögmundsdóttir, Ásmundur Leifsson, Pálína Ásmundsdóttir, Bára Inga Ásmundsdóttir, Kristinn Þór Sigurjónsson,

Sigurjón Kristinsson, Petra Stefánsdóttir, Jón Ásmundur Pálmason, Jón Sveinn Björgvinsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir.

›› Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum:

Hefur þú reynslu af skrifstofustörfum? M iðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) auglýsir eftir þátttakendum í raunfærnimat í skrifstofugreinum. Raunfærnimat er ferli þar sem fullorðið fólk á vinnumarkaði fær reynslu sína í starfi metna og getur nýtt sér þetta mat til að sýna fram á reynslu sína Krossmóa 4 sími 421 7500 og færni í starfi, í atvinnuumsókn www.mss.is eða til styttingar náms. Þannig getur raunfærnimat verið hvati fyrir fullorðið fólk á vinnumarkaði eða í atvinnuleit til að ljúka formlegu námi. Raunfærnimatið er samstarfsverkefni Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Vinnumálastofnunar Suðurnesja, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Fagráðs verslunar- og þjónustugreina og Verslunarmannafélags Suðurnesja. Raunfærnimat í skrifstofugreinum Tilgangur með raunfærnimati í skrifstofugreinum er að leggja formlegt mat á reynslu einstaklinga í samanburði við Skrifstofubraut 1 í Menntaskólanum í Kópavogi. Matið er ferli sem tekur stuttan tíma þar sem ráðgjöf og stuðningur náms- og starfsráðgjafa er veittur allt ferlið og í framhaldinu af því. Hér verður stiklað á stóru hvernig raunfærnimatið fer fram: Hafðu samband við Elísabetu Pétursdóttur, náms- og starfsráðgjafa MSS (elisabet@mss.is, 4217500/4125958) og bókaðu viðtal til að fá nánari upplýsingar og skoðar svo hvort raunfærnimatið henti þér. Taktu þér tíma til að ákveða þig. Þú skráir færni þína, reynslu, nám og aðra þekkingu sem þú býrð yfir og leggur mat á færni þína í þeim greinum sem eru til mats (sjá Skrifstofubraut 1 í MK á www.mk.is ) Náms- og starfsráðgjafi hjálpar og styður þig við þessa vinnu. Þú þarft ekki að kunna allt sem er á brautinni til að eiga erindi í matið. Þú ferð í raunfærnimat í MK. Það er samtal milli þín og matsaðila MK, þetta er ekki próf. Þú færð tækifæri til að koma þekkingu þinni á framfæri á þægilegan hátt. Náms- og starfsráðgjafi er með þér í viðtalinu, gætir hagsmuna þinna og styður þig. Matsaðili fer yfir niðustöðurnar með þér og þú færð í hendur staðfestingu á hversu margar einingar þú færð metnar af Skrifstofubraut 1. Að lokum ferð þú í viðtal við náms- og starfsráðgjafa til að ræða um hvernig þú vilt nýta þér staðfestinguna. Þú getur farið í áframhaldandi nám á Skrifstofubrautinni en námið er í boði bæði í fjarnámi og staðnámi. Það

er engin kvöð að fara í nám að loknu raunfærnimati ef það hentar ekki. Þú ert alla vega búinn að fá staðfestingu á því sem þú kannt á mjög stuttum tíma. Þessar upplýsingar er meðal annars hægt að nota í atvinnuumsókn. Algengt er að einstaklingar geri lítið úr þeirri reynslu sem þeir hafa og treysta sér jafnvel ekki til að spyrja hvort þeir eigi erindi í raunfærnimatið. Óþarfi er að hræðast matið sjálft og ekki er um próf að ræða heldur metið á annan hátt hversu mikil færni einstaklingsins er. „Ég hef lengi verið að velta fyrir mér hvaða menntun ég gæti bætt við mig sem myndi nýtast mér vel á vinnumarkaði án þess að fara í háskóla. Ég var svolítið óörugg að fara í raunfærnimatið. En komst að því að það var óþarfi. Ég fékk góðan stuðning frá þeim sem stóðu að verkefninu. Í haust ætla ég að fara í MK og klára þau fög sem ég á eftir af Skrifstofubraut I.“ - Guðmunda L. Guðmundsdóttir, fór í gegnum raunfærnimat síðastliðið vor. Reynslan af raunfærnimati í skrifstofugreinum er góð en slíkt mat fór fram hjá MSS síðastliðið vor. 9 einstaklingar fóru í gegnum matið og fengu þeir að meðaltali 17 einingar af 33 metnar og innrituðu þessir einstaklingar sig flestir í Skrifstofubraut I í MK í kjölfarið. Einn þátttakenda hóf auk þess nám á Skrifstofubraut II um nýliðin áramót að loknu námi á Skrifstofubraut I. Það hafa margir farið í gegnum raunfærnimat hér á Íslandi í mörgum greinum og hefur byggingariðnaðurinn verið mjög áberandi í því sambandi. Margir hafa farið í nám að loknu raunfærnimati. Innan þess hóps má finna einstaklinga með lítið sjálfstraust gagnvart námi. Ef þú ert efins þá er efinn förunautur þess að treysta á sjálfan sig og þora að taka skrefið. Ekki láta óöryggi ræna þig tækifærunum. Ef þú telur að raunfærnimat í skrifstofugreinum henti þér, ertu hvött/hvattur til að hafa samband og fá nánari upplýsingar um verkefnið. Elísabet Pétursdóttir Náms- og starfsráðgjafi Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum elisabet@mss.is/4217500

FRÉTTAVAKT VÍKURFRÉTTA Í SÍMA 898 2222 ALLAN SÓLARHRINGINN

Ég á mér draum! Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,

Ásgeirs H. Einarssonar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hlévangs fyrir frábæra umönnun og hlýhug í hans garð, svo og Frímúrarastúkunni Sindra í Keflavík.

Guðrún, Ólöf Birgitta, Ása Margrét, Auður, Hulda Sjöfn, Ólafur Sólimann, Ásgeir og Svava Hildur

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og úför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,

Jóns Benediktssonar,

f.v. útgerðarstjóra, Ægisvöllum 2, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 15. desember. Sérstakar þakkir og kveðjur til MND-teymis og starfsfólks taugalækningadeildar Landspítalans og D-deildar og heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Bjarnhildur Helga Lárusdóttir, Benedikt Jónsson, Jóna Guðrún Jónsdóttir, M. Agnes Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

Inga Rebekka Árnadóttir, Magnús Valur Pálsson, Óli Þór Barðdal,

Vertu í góðu sambandi við Víkurfréttir! n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000

Þar sem ég stóð og horfði á þau fylltist ég bæði stolti og gleði. Stolti yfir því að fá að vera þátttakandi á þessum tímamótum í lífi þeirra og gleði vegna þess að þau kláruðu verkefnið til enda og standa uppi sterkari fyrir vikið. Þetta er uppáhalds tíminn minn í vinnunni, útskrift nemenda. Hef fylgst með þeim frá því að þeir löbbuðu inn fyrsta daginn, margir óöruggir og fullir af efasemdum um sjálfan sig og eigin getu. Horfa svo á sömu nemendur takast á við hverja hindrun á fætur annarri og öðlast smám saman meiri trú á sjálfum sér með jákvæðum afleiðingum sem eykur lífsgæði þeirra og fólksins í kringum þau. Þau eru að skapa sér nýtt líf með því að láta drauma sína rætast. Okkur er öllum hollt að staldra við og velta fyrir okkur hverjir eru draumar okkar og hvað viljum við fá út úr þessu lífi. Draumar eru ekki bara fyrir einhverja aðra, og við þurfum ekki að vera staðsett á einhverjum ákveðnum stað í lífinu til að hafa leyfi til að láta okkur dreyma um betra eða öðruvísi líf. Mér fannst á ákveðnu tímabili í lífinu að ég ætti að vera ánægð með stöðu mína og það væri bara vanþakklæti að vilja eitthvað annað og meira út úr lífinu. Þegar ég þorði að horfast í augu við að ég vildi fá meira út úr þessu eina lífi sem mér hefur verið gefið var fyrsti sigurinn unninn. Það getur enginn annar ákveðið hvað er rétt fyrir mig nema ég sjálf og mikilvægt að hafa í huga að það er gildismat mitt sem ræður þar mestu. Hvað er það sem skiptir mig máli og hvernig get ég breytt lífi mínu þannig að ég lifi eftir þeim gildum sem eru mér mikilvæg? Draumar okkar eru ekki meitlaðir í stein og ég skrifa mína niður nokkrum sinnum á ári því þeir taka breytingum eftir því sem ég þroskast og breytist. Þegar ég hef náð að uppfylla einn af draumum mínum fyllist ég sjálfstrausti sem gerir það að verkum að ég hef trú á því að ég ráði við aðra hluti sem ég leyfði mér ekki að dreyma um hér áður. Þegar ég skrifa niður draumana mína kem ég mér fyrir á þægilegum stað og bý til stemningu þar sem mér líður vel (kertaljós og þægileg tónlist virkar best á mig). Síðan

Hamingjuhornið Anna Lóa Ólafsdóttir skrifar

skrifa ég allt niður á blað sem kemur upp í hugann og gef skynseminni algjörlega frí á meðan og leyfi tilfinningunum að ráða ferðinni. Ég geri svo markmið út frá draumunum og ákveð hvaða skref ég ætla að taka til að láta draumana rætast. Ég nota draumana mína til að segja sjálfri mér að ég hafi leyfi til að láta mig dreyma um allt - sama hvað öðrum gæti þótt um það. Stuðningslið er ekki endilega til staðar þegar við látum okkur dreyma og þar kemur tvennt til. Öðrum finnst þeir hafa sjálfskipað vald til að halda manni á jörðinni og svo geta hugsanir okkar og draumar verið óþægileg ábending fyrir fólkið í kringum okkur - ábending um að maður þarf sjálfur að taka ábyrgð á því hvernig líf maður vill. En stærsta hindrunin er yfirleitt við sjálf þar sem hugur fullur af efasemdum ræður för og keppist við að segja okkur að við séum of gömul, of ung, eigum of mörg börn eða of lítið af peningum eða það sé ekki til neins að leyfa sér að eiga drauma. Oft er um að ræða hugsanavillur úr fortíðinni sem elta okkur uppi og draga úr okkur kjarkinn við hvert tækifæri. Þá skiptir öllu máli að hafa kjark til að halda áfram þrátt fyrir óttann og kveða þessar hugsanir þannig smám saman niður. Eins og kom fram í byrjun þessarar greinar þá er svo mikilvægt að við vitum hvað við viljum fá út úr þessu lífi og taka þannig ábyrgð á því hvaða leið við förum í þessu ferðalagi og velta í leiðinni fyrir sér hvort maður ætli að vera bílstjórinn eða farþeginn í þessari ferð. Þrátt fyrir að það geti verið þægilegt að vera farþeginn og þurfa ekki að taka ábyrgðina á því hvert skuli fara og hvaða leið verði valin til að komast á áfangastað, þá getum við endað á einhverjum allt öðrum stað en við ætluðum okkur. Lesandi góður, hvet þig til að halda draumum þínum lifandi og vera þannig virkur í þeirri sköpun sem lífið er, því þegar upp er staðið þá skapar þú allt í lífi þínu. Vertu á varðbergi hvort verið sé að stíga á draumana þína en ekkert síður hvort þú sért að stíga á drauma annarra. Ef þú gerir alltaf það sem þú hefur alltaf gert - færðu alltaf það sem þú hefur alltaf fengið! Þangað til næst – gangi þér vel.

Anna Lóa.


11

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 19. janúar 2012

SPENNANDI STÖRF Í ALÞJÓÐLEGU UMHVERFI Isavia ohf. óskar eftir að ráða öfluga einstaklinga í sumarstörf í flugvernd Starfið felst m.a. í vopna- og öryggisleit og við eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á flughlöðum á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fyrir 1. júní og nýir umsækjendur þurfa að geta sótt 8 daga námskeið áður en þeir hefja störf.

Hæfniskröfur: Góð þjónustulund Nákvæm og öguð vinnubrögð Hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu Hæfni í mannlegum samskiptum Hafa góða sjón og rétta litaskynjun Hafa hreint sakavottorð Heiðarleiki Aldurstakmark 20 ár

Umsóknum skal skilað rafrænt inn á heimasíðu Isavia www.isavia.is/atvinna fyrir 30. janúar. Upplýsingar um störfin veitir Sóley Ragnarsdóttir, soley.ragnarsdottir@isavia.is, mannauðsstjóri í Keflavík. Vegna kröfu í reglugerð um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

GILDI ISAVIA ERU ÖRYGGI, ÞJÓNUSTA OG SAMVINNA

Hjá Isavia ohf. starfa um 600 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru að sjá um rekstur flugstöðva, uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlands- og millilandaflug auk yfirflugþjónustu yfir Norður-Atlantshafið. Isavia ohf. leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna.

Allt í einum pakka í Víkingastræti – Öðruvísi stemmning 1. Þorrapakki:

3. Árshátíðarpakki:

Gisting, bjór og þorrahlaðborð. Víkingasveitin leikur fyrir matargesti.

Gisting með fordrykk og þriggja rétta hátíðarkvöldverði. Tveggja manna herbergi kr. 12.550 á mann.

Tveggja manna herbergi kr. 11.900 á mann. Þorrahlaðborð án gistingar kr. 6.700 á mann/einn bjór innifalinn.

4. Sælkerapakki:

2. Lygilegur leikhúspakki í Víkingastræti – Fjörukráin og Gaflaraleikhúsið:

Gisting og kvöldverður með þriggja rétta sælkeraveislu. Tveggja manna herbergi kr. 11.900 á mann.

Nánari upplýsingar á heimasíðum okkar. www.fjorukrain.is og www.gaflaraleikhusid.is

Gisting, leikhúsmiði og 3ja rétta kvöldverður. Baron Munchausen og Kabarett, sýningar hefjast í mars. Tveggja manna herbergi kr. 13.900 á mann. 2ja rétta leikhúskvöldverður öll sýningarkvöld kr. 3.900,- á mann Gildir á milli kl. 18.00 – 20.00

gaflara LEIKHÚSIÐ

ATH. Morgunmatur innifalinn í öllum pökkum.Tilboð gilda til 30. apríl 2012. Aukanótt í 2ja manna herbergi kr. 5.000, á mann.

Ný og breytt Fjaran okkar – Valhöll Víkinga. Sérstakur tilboðsmatseðill öll kvöld.

Færeyskir- og Rússneskir dagar verða í mars og apríl Upplifðu hressandi stemmningu frænda okkar og vina í mat og drykk.

Nánari upplýsingar á www.fjorukrain.is

www.fjorukrain.is -

Pöntunarsími: 565 1213


12

2

FIMMTUdagurinn 19. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 14. apríl 2011

SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

TIL LEIGU

Ýmsar stærðir og gerðir af herbergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og allur sameiginlegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. Stúdioíbúð til leigu á góðum stað í hjarta Keflavíkur ca 40m2 leiguverð kr. 47.500. Ísskápur, örbylgjuofn, internet, þvottavél, þurrkari og kapalsjónvarp. Laus 1. feb., leigubætur fáanlegar. Upplýsingar 691 1685 /898 5599 3ja herbergja íbúð 75 þús. á mánuði fyrir utan hita og rafmagn. 1 mánuður fyrirfram. Engin gæludýr. Uppl í síma 615 6828 eftir kl. 13:00. Laus 1. feb. Stór 4ra herbergja íbúð til leigu í Keflavík, efri hæð, sér inngangur. Laus strax. Uppl. í síma 421 2896 og 847 8342. Til leigu reyklaus einstaklingsíbúð í miðbæ Keflavíkur. Hundahald bannað. Sanngjörn leiga. Uppl. í s. 821 5824. Íbúð fyrir einstakling eða par sem er huggulega innréttuð í bílskúr á rólegum stað í Keflavík. Svefnherbergi, stofa, baðherbergi og eldunaraðstaða. Aðgangur að interneti. Leiga 45 þús. á mánuði. Upplýsingar í síma 848 5389. Til leigu tveggja herbergja íbúð í Garði. Íbúðin er 60m2 með sér inngangi. Uppl. í síma 777 4200 eftir kl. 18:00.

ÓSKAST Óska eftir 4ra herb. eða stærra. Lítil fjölsk. óskar eftir rað/par eða einbýli til langtímaleigu frá mars/ apríl. arnbjorg27@gmail.com eða 842 2525. Óskum eftir 3ja herb. íbúð á jarðhæð frá 1. feb. Erum með kött og meðmæli. Greiðslugeta: 90 þ. Vinsamlegast hafið samband í síma 663 6795.

Kirkjur og samkomur:

Föstudaga kl. 20.00 Sunnudaga kl. 11.00 Bænasamkoma þriðjudag kl. 20.00. B ænastundir þr iðjud aga og fimmtudaga í hádeginu. Kl. 12.00. Ókeypis súpa í hádeginu alla föstudaga frá kl. 11.30-13.00. Nk. sunnudag kl. 20.00 samkirkjuleg samkoma í Hvítasunnukirkjunni. Þátttaka Keflavíkurkirkja, Njarðvíkurkirkja Hjálpræðisherinn, Útskálakirkja og Aðventukirkjan.

ATVINNA Atvinna óskast! Ýmislegt kemur til greina. Er menntaður málari, hef unnið við bifvélavirkjun, er með meirapróf og er liðtækur í smíðum. Uppl. gefur Leó í síma 692 2551.

ÝMISLEGT Búslóðaflutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi. Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.

TIL SÖLU Húsgögn til sölu Gott amerískt hjónarúm, einstaklingsrúm, hillusamstæða, eldhúsborð og ljós selst ódýrt. Upplýs. í síma 821 5824.

Njarðvíkingur fór á kostum á þorrablóti Keflavíkur

N

ærri fjögur hundruð manns sóttu glæsilegt þorrablót Keflavíkur í Íþróttahúsi Keflavíkur sl. laugardagskvöld. Keflvíkingar þjófstörtuðu þorranum sem hefst samkvæmt gamalli hefð um næstu helgi. Starfsmenn Réttarins framreiddu ljúffengan þorramat sem rann ljúft ofan í maga viðstaddra, meira að segja erlendra körfuknattleiksmanna Keflavíkur sem höfðu ekki séð svona mat áður. Þeir tóku engu að síður vel til matarins. Skemmtidagskrá kvöldins var mjög góð þar sem keflvískir tónlistarmenn og söngvarar héldu uppi þeim þætti. Dúettinn Eldar sem skipaður er þeim Valdimar Guðmundssyni og Björgvini Ívari Baldurssyni tók

nokkur lög og síðan kom kór Keflavíkurkirkju og söng hluta úr svokallaðri U2 messu við mikla hrifningu gesta. Kórinn flutti síðan sömu messu í beinni útsendingu í útvarpsmessu á RÚV daginn eftir. Breiðbandskappinn Rúnar Hannah flutti íþróttaannál og gerði það vel. Maður kvöldsins var þó veislustjórinn og Njarðvíkingurinn Jón Björn Ólafsson sem reyndar á einnig ættir sínar að rekja til Hafna. Jón Björn fór á kostum og var að flestra mati besta skemmtiatriði kvöldsins þar sem hann gerði stólpagrín að mörgum íbúum þessa sveitarfélags. Að skemmtidagskrá lokinni var stiginn dans fram eftir nóttu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á þorrablótinu.

›› Listasafn Reykjanesbæjar í DUUShúsum:

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu á morgun

F

östudaginn 20. jan. k l. 18.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýninguna „ Á Bóndadag“ í Listasafni Reykjanesbæjar. Að þessu sinni taka 11 listamenn auk Aðalheiðar, þátt í því að gera þorrablótsstemmningu á bóndaginn í Reykjanesbæ. Gestalistamennirnir eru Arnar Ómarsson og Sean Millington sem gera rýmið fyrir viðburðinn, Guðbrandur Siglaugsson gerir textaverk, Gunnhildur Helgadóttir gerir borðbúnað, Jón Laxdal gerir fylgihluti, Nikolaj Lorentz Mentze gerir hljóðfæri og hljómsveitin Hjálmar verður með uppákomu við opnun. Á opnuninni flytur Aðalheiður dansverk og boðið

verður upp á veitingar að þjóðlegum sið. Listasafn Reykjanesbæjar hefur í nokkur ár staðið fyrir kynningu á íslenskri myndlist í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Í næstu viku verður hægt að sjá þar skúlptúra eftir Aðalheiði undir heitinu

„Ferðalangar“ og telst það 35. sýningin í Réttardagsverkefninu. Listasafn Reykjanesbæjar er opið alla daga 12.00-17.00 og um helgar 13.00-17.00, aðgangur er ókeypis. Sýningin stendur til 18. mars. - Ítarlegri umfjöllun um sýninguna á vef Víkurfrétta.

Íbúð fyrir 60+ Til sölu falleg 47 ferm íbúð, laus strax. Uppl. í síma 846 5471.

Bói Rafvirki

raf-ras.is

Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju, samúð og fallegar kveðjur við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa

896 0364

Ingólfs Bárðarsonar,

www.vf.IS

Þakkir til Frímúrarabræðra í Sindra, séra Baldurs R. Sigurðssonar og starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítala Hringbraut. Guð blessi ykkar störf.

Kjarrmóa 15, Njarðvík.

Halldóra Jóna Guðmundsdóttir og fjölskylda.

Vertu í góðu sambandi við Víkurfréttir! n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000


13

DAGSVERK / 0112

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 19. janúar 2012

Fjölbreytt sumarstörf í boði Eftirtalin störf eru í boði: Hleðslueftirlit

Tölvukunnátta, vinnuvélaréttindi, stúdentspróf eða sambærileg menntun. Lágmarksaldur er 20 ár.

Farþega og farangursþjónusta

Tölvukunnátta, stúdentspróf eða sambærileg menntun. Lágmarksaldur er 20 ár.

Þjónustustjóri í farþegaþjónustu

Tölvukunnátta, stjórnunarhæfileikar, stúdentspróf eða sambærileg menntun. Reynsla í stjórnun er kostur. Lágmarksaldur er 20 ár.

Starfsemi Airport Associates tekur til hleðslu og afhleðslu flugvéla og annarar þjónustu á flughlaði, farþegainnritunar, flugumsjónar og alls þess sem lítur að flugvélaafgreiðslu. Meðal viðskiptavina okkar eru: Delta Airlines, Primera Air, easyJet, Air Berlin, Germanwings, Transavia, Fly Niki, Bluebird Cargo, UPS og fleiri félög. Umsækjendur þurfa að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, hafa ríka þjónustulund og góða enskukunnáttu. Reynsla á sviði flugafgreiðslu er kostur. Um er að ræða vaktavinnu og í boði eru full störf, hlutastörf og kvöldvinna. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að sækja undirbúningsnámskeið áður en til starfa kemur. Hægt er að sækja um störfin á vefsíðunni www.airportassociates.com. Umsóknir skulu berast fyrir 9. febrúar 2012.

Hleðsluþjónusta

Vinnuvélaréttindi. Lágmarksaldur er 18 ár.

Flugvéla- og húsþrif

Ökuréttindi. Lágmarksaldur er 18 ár.

Fraktþjónusta

Vinnuvélaréttindi. Lágmarksaldur er 18 ár.

LEIKUR SÖNGUR TJÁNING Mánudaginn 31. janúar hefst nýtt námskeið í Gargandi snilld. Hægt er að fá allar nánari upplýsingar á www.gargandisnilld.is og hjá Guðnýju í síma 8691006 eftir kl. 14:00 á daginn. Byrjenda- og framhaldshópar.


14

FIMMTUdagurinn 19. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Steven Gerard yfirgefur Keflvíkinga

B

akvörður Keflvíkinga Steven Gerard Dagostino er farinn frá félaginu en leikmaðurinn var með ákvæði í samningi sínum sem sagði til um að hann mætti fara ef betra tilboð bærist annars staðar frá. Nú skömmu fyrir helgi kom slíkt boð frá Spáni og Dagostino hélt utan á mánudag. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort að Keflvíkingar bæti við sig öðrum bakverði en Arnar Freyr Jónsson er enn meiddur og

óljóst hvenær hann kemur aftur til leiks. Leikmaðurinn var búinn að leika ákaflega vel með Keflvíkingum það sem af er tímabilsins og ljóst að þetta er mikill missir fyrir liðið sem nú er í 2. sæti deildarinnar ásamt Stjörnunni. Keflvíkingar taka á móti Grindvíkingum í kvöld á heimavelli sínum en þar verður væntanlega hart barist.

www.retturinn.is

Gleðilegan þorra! Þorrabakkar, þorraöskjur og þorrablót Fögnum komu Þorrans með því að gleðja bóndann með þorraveislu Auka opnunartími í tilefni þorra:

Opið laugardaginn 21. jan. frá 16:00 - 20:00 Rétturinn veisluþjónusta - Hafnargötu 51 - 230 Reykjanesbæ - Sími: 421 8100 - retturinn@retturinn.is

Örvar stýrir þorrablóti Njarðvíkur

L

augardaginn 21. janúar nk. stendur Ungmennafélag Njarðv íkur fyrir þorrablóti Njarðvíkinga. Eru það allar deildir innan félagsins sem koma að framkvæmdinni og hefur undirbúningur staðið í all nokkurn tíma. Hafa Njarðvíkingar blótað þorrann á fyrsta laugardegi í þorra í hartnær 70 ár. Fyrst í samkomuhúsinu Krossinum en síðan í félagsheimilinu Stapanum eftir að hann var tekinn í notkun árið 1965 en félagsheimilið var þá í eigu Ungmennafélagsins og Kvenfélagsins í Njarðvík. Margir muna eftir þessum skemmtilegu Njarðvíkur-

›› Menning og mannlíf:

Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena í samstarf

L

eikfélag Keflavíkur og leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja,Vox Arena, hafa ákveðið að leiða saman hesta sína og setja upp söngleik sem samvinnuverkefni í Frumleikhúsinu.

AÐ LIFA LÍFINU Námskeiðið, Að lifa lífinu er ætlað ungu fólki á aldrinum 18-25 ára en það er hluti af verkefninu Energí og trú sem Keflavíkurkirkja stendur fyrir. Markmið þess er að efla þátttakendur í því að mæta þeim áskorunum sem lífið krefst. Þessar áskoranir eru af ýmsum toga. Sumar tengjast peningum, aðrar heilsu og vellíðan og enn aðrar snúast um það að vera sjálfur í leiðtogahlutverkinu í eigin lífi. Leiðbeinendur eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu á þeim sviðum sem þeir fjalla um. Námskeiðið stendur frá 30. janúar - 28. mars. Kennt er á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá kl. 10:00 - 13:00. Skráning stendur yfir hjá hjordis@keflavikurkirkja.is eða í síma 4204300

blótum þegar Thordersen feðgar fluttu annál ársins en þeir gerðu það alltaf á eftirminnilegan hátt. Nú hefur hins vegar ve r i ð á kve ð i ð a ð halda blótið í íþróttahúsinu í Njarðvík í fyrsta skipti sem segja má að sé aðal samkomustaður Njarðvíkinga í dag. Fjölbreytt dagskrá verður á blótinu undir góðri stjórn veislustjóra sem er enginn annar en hinn háttvísi Örvar Kristjánsson. Miðasala hefur gengið mjög vel á blótið en ennþá eru nokkrir miðar til. Skorað er á alla Njarðvíkinga og nærsveitarmenn að mæta og halda á lofti þessari gömlu hefð í Njarðvíkum.

Verið er að skoða leikstjóramál en ljóst er að margir hafa áhuga. Í kvöld, fimmtud. 19. janúar kl. 20.00, verður haldinn kynningarfundur í Frumleikhúsinu fyrir alla þá sem áhuga hafa á að taka þátt. Eina skilyrðið er að vera orðinn 16 ára og hafa áhuga á leikhússtarfi. Félög þessi unnu síðast saman fyrir einu og hálfu ári síðan en þá var sýndur söngleikurinn „Slappaðu af “ í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Meðal verka sem nefnd hafa verið nú er söngleikur unninn upp úr myndinni „Með allt á hreinu“ sem Stuðmenn gerðu ódauðlega á sínum tíma en lög þeirrar myndar óma enn á öldum ljósvakans. Þá hafa einnig komið til tals verk eins og „Footloose“, „Litla hryllingsbúðin“ ofl. Það mun svo upplýsast á fundinum í kvöld hvaða verk verður endanlega fyrir valinu og eins hvaða leikstjóri verður svo heppinn að fá að vinna við þessa uppsetningu. Stjórnir félaganna beggja hvetja alla áhugasama til að koma á fundinn og fá nánari upplýsingar um það sem framundan er í leikhúslífi bæjarins.

Undirbúa byggingu nýs húss fyrir fatlaða í Reykjanesbæ

Á

fundi fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar á dögunum var gert grein fyrir því að samþykkt hafi verið að hefja undirbúning að byggingu sex íbúða húss fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ í samstarfi við Brynju, hússjóð ÖBÍ. Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri hjá Reykjanesbæ sagði í samtali við Víkurfréttir að ekki lægi fyrir hvar sú bygging myndi rísa og hvenær hafist yrði handa við framkvæmdir. Hún segir að gert sé ráð fyrir því að fatlaðir hafi eins og aðrir val þegar kemur að búsetu og að fatlað fólk eigi ekki að þurfa að búa á sambýli nema þá í algerum undantekningum. „Við viljum mæta þessum skilyrðum í samstarfi við Öryrkjabandalagið sem hefur tekið jákvætt í að byggja húsnæði en ekki liggur fyrir hvar það hús yrði. Við höfum þó óskir um að staðsetningin verði miðsvæðis í Reykjanesbæ,“ bætti Hjördís við.


15

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 19. janúar 2012

útspark

Ómar Jóhannsson

Strákarnir okkar Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. Þá er enn eitt stórmótið í handbolta hafið og Íslendingar ætla sér að sjálfsögðu að ná í silfrið og ekkert annað. Merkilegt hvað allir fá mikinn áhuga á handbolta þegar þessi stærstu mót nálgast hjá landsliðinu. Meira að segja hér, þar sem handboltaáhuginn er alla jafna ekki mjög mikill umbreytast menn á einni nóttu í hina mestu handboltasnillinga sem vita allt um leikfléttur og hina klassísku 6-0 vörn. Einhverjir þykjast ekki horfa á leikina, en þegar talið berst svo að síðasta leik vita þeir oft furðu mikið um þá. Hafa oftar en ekki skoðun á dómurunum og gleyma því alveg í hita umræðanna að þeir reyndu að ljúga því í upphafi að hafa ekki horft á leikinn. Þannig verða allir Íslendingar handboltaáhugamenn einu sinni á nokkurra ára fresti. Sumum finnst þessi skyndilegi áhugi Íslendinga asnalegur. Týpískur rembingur sem kemur upp í hvert sinn sem minnst er á eitthvað íslenskt í erlendum fjölmiðli. Ég bjó í Svíþjóð í nokkur ár í kringum aldamótin. Þeir hafa lengi verið með eitt besta landslið heims. Engu að síður er nákvæmlega það sama uppi á teningnum þar. Vanalega fær handboltinn þar ekki mikla umfjöllun á kostnað fótboltans og íshokkí, sem eru langstærstu íþróttirnar þar. Þegar hins vegar landsliðið á í hlut rýkur sjónvarpsáhorf upp úr öllu valdi og mælist í kringum 125% eins og hér. Fjölmiðlaumfjöllunin er gríðarleg og allir hafa skoðun á liðinu og spilamennskunni. Þjóðarrembingur er ekki eitthvað alíslenskt fyrirbæri eins og sumir halda. Aðrar þjóðir verða líka stoltar af sínu fólki hvort sem það er í handbolta, tónlist, brids eða einhverju allt öðru. Ég æfði handbolta í nokkur ár þegar ég var í grunnskóla. Ég var ekki í marki þar eins og í fótboltanum. Sumir segja að ég sé skrítinn en ég er ekki geðveikur! Að hoppa í kross og vona að maður fái í sig bolta af 5 metra færi á yfir 100 km hraða er ekki minn tebolli. Maður getur orðið einmana í fótboltamarkinu. Í handboltanum tók ég þátt í slagsmálunum með hinum útileikmönnunum. Virkilega skemmtileg tilbreyting frá því að standa einn á enda vallarins, bíðandi eftir boltanum eins og stilltur hundur. Það er ekki laust við að maður fái fiðring í puttana þegar maður dettur inn í landsleikina. Mér skilst að það sé frítt á æfingar núna hjá HKR meðan á EM stendur. Það var ekki óalgengt að menn æfðu aðrar íþróttir með fótboltanum þegar fótbolti var aðallega sumaríþrótt. Hemmi Gunn á t.d. landsleiki í bæði handbolta og fótbolta. Nú er fótbolti heilsársíþrótt því er ver og miður. Ég sé það alla vega fyrir mér, að ef ég væri ennþá í handbolta þá væri ég pottþétt í þessu landsliði. Það er ekki erfitt að sjá það þegar maður situr heima í stofu, þar verður allt töluvert auðveldara en inni á vellinum.

Grindvíkingar með þriðja útlendinginn G rindvíkingar hafa fengið góðan liðsauka því Ryan Pettinella mun leika með liðinu út tímabilið. Grindavík, sem trónir á toppi Iceland Express deildar karla, mun því leika með þrjá erlenda leikmenn það sem eftir lifir tímabils því nú þegar leika þeir Giordan Watson og J´Nathan Bullock með liðinu. Það vekur athygli að Grindvíkingar þurfa ekki að greiða krónu fyrir þjónustu Pettinella en nýverið kom fjársterkur aðili að máli við körfuknattleiksdeildina og bauðst til þess að bjóða Grindvíkingum leikmanninn að kostnaðarlausu. Grindvíkingar eru nú þegar líklega með sterkasta lið deildarinnar og

segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, að koma Pettinella hafi verið óvænt. „Þetta kom óvænt upp, við vorum ekki að leita okkur að liðsstyrk því það er ekki eins og liðið hafi verið að spila illa. Við fórum vel yfir þetta og ræddum þetta vel innan liðsins. Strákarnir tóku vel í það að fá hann aftur,“ segir Helgi Jónas. Grindvíkingar eru með fjögurra stiga forystu á toppi Iceland Express deildarinnar og eru gríðarlega vel mannaðir. Liðið datt út úr Powerade-bikarnum fyrir skömmu eftir tap gegn KR en liðið ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn. Koma Pettinella getur varla skaðað þann málsstað. Helgi segist þó skilja að

hann fái gagnrýni fyrir að bæta við þriðja erlenda leikmanninum. „Ég skil það vel en hvaða þjálfari í minni stöðu hefði hafnað þessu tilboði? Hann stóð sig framar björtustu vonum á síðustu leiktíð. Hann hefur ekki spilað körfubolta í vetur en ég veit að hann er búinn að vera í ræktinni. Það kemur svo í ljós í hversu góðu formi hann er í,“ sagði Helgi í samtali við Víkurfréttir. Pettinella var með 14,6 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð í Iceland Express deildinni og tók 11,3 fráköst. Hann mun vafalaust hjálpa liðinu í varnarleiknum og er einnig afar drjúgur undir körfunni í sóknarleiknum.

Keflavíkurstúlkur fá liðsstyrk í lokaátökin

K

vennalið Keflavíkur hefur styrkt sig fyrir lokaátökin í Iceland Express deild kvenna, ólíkt karlaliðinu. Shanika Butler hefur gengið til liðs við Keflavíkurstúlkur og er henni ætlað að

styrkja liðið enn frekar fyrir komandi baráttu í bikarkeppninni og Íslandsmótinu. Shanika Butler hefur síðustu fjögur tímabil spilað með háskólaliði Little Rock Arkansas; UALR Trojans

með góðum árangri. Hún var m.a. valin varnarmaður ársins í Sun Belt deildinni á síðasta tímabili, en Shanika skoraði að meðaltali 7,6 stig í leik á síðasta tímabili, hirti 4,4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

LOFTRÆSIKERFI VIÐHALD OG ÞJÓNUSTA

Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í verkið: „Viðhald og þjónusta loftræsikerfa“. Verkið felst í viðhaldi, eftirliti og þjónustu á loftræsikerfum í skólum, leikskólum og íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar. Helstu magntölur og stærðir pr. ár eru eftirfarandi: Loftsíur Blásarar Hitaelement Ristar og dreifarar Þakblásarar

Jóga með Ágústu

176 stk 72 stk 227 stk 1680 stk 60 stk

Reiknað er með að farið verði þrisvar sinnum á ári yfir loftræsikerfi á hverjum stað. Útboðsgögn (geisladiskur eingöngu) verða seld á Verkfræðistofu Suðurnesja að Víkurbraut 13, Reykjanesbæ á kr. 5.000,- frá og með fimmtudeginum 19. janúar, 2012. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 25. janúar, 2012, kl. 11:00.

í Íþróttahúsinu Njarðvík Ný námskeið að hefjast þann 23. janúar. Kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30-18:30, þriðjudögum og fimmtudögum kl.10:00-11:00 / 16:30-17:30 Jóga er frábær leið til þess að vera í tengingu við sjálfa sig líkamlega og andlega. Jóga eflir einbeitingu, styrkir líkama og innri líffæri, örvar blóðflæði líkamans.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar

Jóga er fyrir alla. Skráning er hafin í síma 897-5774 eða á netfanginu jogamedagustu@gmail.com

Skráðu þig

LÍFSHLAUPIÐ

Ágústa Hildur Gizurardóttir, jógakennari

5ÁRA

Ágústa er útskrifaður Raja jógakennari frá Jógaskóla Kristbjargar

Jogamedagustu/facebook

MINNUM Á HJÓNABAKKANA OG ÞORRAVEISLUR

• Vinnustaðakeppni • Hvatningarleikur í skólum • Einstaklingskeppni

Landskeppni í hreyfingu

Skráning og nánari upplýsingar á:

www.lifshlaupid.is

Lífshlaupið Þín heilsa – þín skemmtun

FYRIR STÆRRI OG SMÆRRI HÓPA

veislur@simnet.is, Sími: 421 4797, 861 3376

ÍSLENSKA / SIA.IS / ISI 57522 12/11

Lífshlaupið rúar! byrjar 1. feb

Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu og gera hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum. Samstarfsaðilar

Ólympíufjölskyldan


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Fimmtudagurinn 19. janúar 2012 • 3. tölublað • 33. árgangur

FIMMTUDAGSVALS Valur Ketilsson skrifar

M

Gjöf sem gleður

ikið guðslifandi er ég feginn að þurfa ekki lengur að streða við að finna jólagjöf handa frúnni. Fylgdist með hugarangri kollega minna reyna að ákveða hvað þeir ættu að gefa betri helmingnum þessi nýliðnu jól. Menn vilja alltaf koma á óvart og það getur reynst þrautinni þyngri eftir því sem árin líða. Þeir yngri eru snillingar í faginu en svo eru aðrir gamlir í hettunni og halda sig við skartið. Blessunarlega alltaf eitthvað nýtt í því. Blómleg flóra nýrra hönnuða sem gefa gömlu hundunum ekkert eftir.

Þ

egar ég hóf búskap með minni heittelskuðu fyrir rétt rúmum aldarfjórðungi, vildi svo illilega til að ég klikkaði á fyrstu jólagjöfinni í hita leiksins. Upptekinn af allt öðru! Ég get lofað ykkur því, að það var ekki fýsileg byrjun. Árin þar á eftir urðu gjafirnar aldrei færri en tvær, fór allt eftir fjölda barna sem bættust í hópinn. Ein gjöf frá mér og ein frá hverju barni til að bæta fyrir skömmina. Geymi ennþá fyrstu jólagjöfina sem hún gaf mér, til að minna mig á vesaldóminn.

F

yrir nokkrum árum ákváðum við síðan að kaupa okkur eitthvað saman, í stað þess að fara í sitt og hvoru lagi í leiðangur. Mér létti stórlega því það getur verið snúið að finna eitthvað fernt, vel á annan áratug. Úff, hjálpi mér! Nú þarf einungis að komast að niðurstöðu um eitthvað eitt, sem við erum sammála um að sárlega vanti. Byrjuðum vel en svo varð þetta snúið. Það getur reynst æði erfitt að meta forgangsröðunina og undanfarin tvenn jól, erum við enn að reyna að ákveða hvorn hlutinn við kaupum á undan. Þeir hljóta að koma báðir héðan af. Segir sig sjálft.

V

ið höfum þó flest sleppt fram af okkur beislinu undanfarin ár. Þráður viðburðanna hefur vonandi vakið okkur til umhugsunar um ógöngurnar sem við vorum komin í. Brjálæði í sinni verstu mynd. Stöndum þó keik eftir á. Fékk til að mynda einn lítinn pakka þessi jólin, sem innihélt statíf fyrir allar fjarstýringarnar í sjónvarpsholinu. Besta gjöfin í ár og versluð í heimabyggð að auki. Gladdi mig afskaplega mikið.

Stöðuvötn stöðva ekki kylfinga í Sandgerði Sandgerðingar nýttu sér þíðu um síðastliðna helgi til að leika golf á Kirkjubólsvelli. Fjölmargir kylfingar nýttu sér tækifærið og drógu upp kylfurnar enda hefur lítið færi gefist til að leika golf að undanförnu í fannferginu. Nokkur stöðuvötn hafa myndast á Kirkjubólsvelli en það aftraði ekki þessum vaska kylfingi sem óð út í vatn og sló boltanum. Ljóst er að kylfingar leggja ýmislegt á sig til að stunda þessa göfugu íþrótt. Myndina tók Ásgeir Eiríksson.

Vinur við veginn

ÚTSALA

Á ÚTIVISTARVÖRUM FRÁ ELLINGSEN

OLíS-VERSLUNIN Fitjabakka 2-4, Njarðvík


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.