38 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Höfum fengið nýt t símanúmer 590 5090

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

F IMMTUDAGUR 1. O KTÓ BE R 2 0 15 • 3 8. TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Bæjarstjórn Grindavíkur:

Jakkafatajóga á bókasafninu

XXJakkafatajóga er nýjung sem Ágústa Gissurardóttir kynnti í bókasafni Reykjanesbæjar fyrr í þessari viku. Kynningin var hluti af dagskrá Heilsu- og forvarnarviku bæjarfélagsins. Jakkafatajóga er ekki bara fyrir þá sem vinna í jakkafötum heldur alla sem sitja mikið í vinnunni. Við sýnum ykkur meira frá því í Sjónvarpi Víkurfrétta í þessari viku. VF-mynd/pket.

Ekki eining hjá meirihlutaflokkunum um móttöku flóttamanna

E

kki var eining í meirihluta bæjarstjórnar Grindavíkur um mótttöku flóttamanna. Tillaga Mörtu Sigurðardóttur, Samfylkingu, um að taka á móti flóttamönnum var samþykkt með fjórum atkvæðum B, S og G-lista á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Þrír fulltrúar D-lista sátu hjá og bókuðu að ekki væri tímabært að fara í viðræður við Velferðarráðuneytið um móttöku á flóttamönnum. D-listi er í meirihlutasamstarfi með Grindavíkurlista (G). Í bókun Sjálfstæðismanna segir: „Eftir skoðun á minnisblaði sem unnið var af bæjarstjóra Grindavíkur er það okkar

mat að húsnæðisskortur er í Grindavík og vegur það þyngst við þessa ákvörðun. Nú þegar hafa allnokkur sveitarfélög boðist til þess að fara í viðræður við velferðarráðuneytið um móttöku á flóttamönnum. Mörg af þeim stærri eru talsvert betur í stakk búin til verkefnisins varðandi þjónustu eins og túlkun, sálfræðiaðstoð, og fl. Þar sem stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um hversu marga flóttamenn á að taka inn til landsins teljum við ekki tímabært að fara í þessa vinnu að svo stöddu. Þegar það skýrist og það verður vöntun á sveitarfélögum til að taka við flóttamönnum, erum við að sjálfsögðu tilbúin til að endurskoða okkar afstöðu.“

Háaleitisskóli heildstæður og nýr skóli í Innri-Njarðvík 2017

Miklu færri þiggja framfærslubætur

ræðsluráð Reykjanesbæjar er að skoða möguleika á því að gera Háaleitisskóla á Ásbrú að heildstæðum skóla. Þá verði nemendur í honum frá 1. til 10. bekkjar í stað 7. bekkjar í dag. Í fundargerð fræðsluráðs er sagt að skoða þyrfti samstarf við Keili um kennslu valgreina, verkefni Öndvegisskóla og frumkvöðlasetrið á Ásbrú. Kallað verði eftir hugmyndum frá

stjórnendum skólans um útfærsluna og nýta stuðning annarra skóla við valgreinar. Nemendur annarra skóla gætu einnig sótt valgreinatíma í Keili. Í fundargerð fræðsluráðs er einnig rætt um framtíðarstöðu skólahalds í Innri-Njarðvík. Fræðslustjóri skýrði frá hugmyndum um að vinna að málinu með íbúum hverfisins og í fræðsluráði. Undirbúningur er hafinn og stefnt að því að nýr skóli taki til starfa 2017.

Nærri 10% færri þáðu húsaleigubætur

U

m þriðjungi færri einstaklingar fengu fjárhagslega aðstoð frá Reykjanesbæ í júlí og ágúst miðað við sömu mánuði í fyrra. Þá var tæplega 10% minna greitt í húsaleigubætur nú en í fyrra. Þetta kemur fram í fundar-

FÍTON / SÍA

F

einföld reiknivél á ebox.is

gerð Velferðarsviðs Reykjanesbæjar. Í júlí 2015 fengu 126 einstaklingar fjárhagsaðstoð samtals kr. 14,7 millj. kr.. Í sama mánuði 2014 voru greiddar 20,1 millj. kr. til 191 einstaklinga.

Í júlí 2015 voru greiddar kr. 32.690.767,- í húsaleigubætur. Árið 2014 var greitt í sama mánuði kr. 35.348.158. Í ágúst 2015 var greitt kr. 32.509.449,en árið 2014 var greitt í sama mánuði kr. 34.920.535.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Sjónvarp Víkurfrétta

Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN


2

fimmtudagur 1. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

HVAÐ ÞÝÐIR AÐ VERA HEILBRIGÐUR? Magnús Scheving heldur fyrirlestur í Bergi Hljómahöll kl. 20:00 í kvöld í tilefni heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

STARFSMAÐUR ÓSKAST Velferðasvið Reykjanesbæjar óskar eftir starfsmanni í málefni hælisleitenda. Um 100% stöðugildi er að ræða. Umsókn ásamt ferilskrá skal skila rafrænt á www.reykjanesbaer.is/stornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um hæfniskröfur til umsækjenda og launakjör. Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2015. Frekari upplýsingar veitir Iðunn Ingólfsdóttir í síma 894-6710 eða á netfangið idunn.ingolfsdottir@reykjanesbaer.is

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Myndarlegt torg við íþróttamiðstöð N

ú er unnið að því að útbúa myndarlegt torg við aðalinngang nýrrar íþróttamiðstöðvar Grindvíkinga. Nýja íþróttamiðstöðin er anddyri að íþróttahúsi- og sundlaug Grindavíkur og þar er einnig að finna aðstöðu fyrir félagsstarf Ungmennafélags Grindavíkur og Kvenfélags Grindavíkur, en miðstöðin fékk nýlega nafnið Gjáin. Torgið við íþróttamiðstöðina er myndarlegt en það er hellulagt og þar eru eyjur sem eru bæði tyrftar og klæddar viðarklæðningu og má nota sem svið. Á torginu er m.a. festing fyrir jólatré, þannig að Grindvíkingar geta haldið jólatrésskemmtanir þar og án efa verður staðurinn vinsæll fyrir útiskemmtanir eins og á 17. júní. Það eru fyrirtækin Grjótgarðar og Hjalti Guðmundsson ehf. sem vinna að torginu.

Frá framkvæmdum við nýtt torg við íþróttamiðstöðina í Grindavík. VF-myndir: Hilmar Bragi

Vitinn fær samþykktan þyrluvöll

NJARÐVÍKURSKÓLI

KENNARAR ÓSKAST

XXHúsnæðis-, skipulags-, og byggingaráð Sandgerðis tekur jákvætt í hugmyndir veitingahússins Vitans um aðstöðu og leyfi fyrir þyrluflug í Sandgerði og hefur falið skipulagsfulltrúa að kanna frekar hvaða skilyrði þarf að uppfylla fyrir vottun Samgöngustofu á skráðum þyrluvelli. Bæjarráð Sandgerðis hefur jafnframt samþykkt að veitt verði leyfi til reynslu til eins árs samkvæmt afgreiðslu húsnæðis-, skipulags-, og byggingaráðs og er bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Njarðvíkurskóli óskar eftir kennarum í afleysingar vegna fæðingarorlofs og veikindaleyfis. Um er ræða kennslu á yngsta stigi, íslenskukennslu á unglingastigi og íþróttir á mið- og unglingastigi. Umsóknum skal skila rafrænt á www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunarog hæfniskröfur. Leyfisbréf og ferilskrá með umsagnaraðilum skal fylgja. Umsóknarfrestur er til og með 8. október nk. Nánari upplýsingar veitir Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri, í síma 4203000/8632426 eða í gegnum tölvupóst: asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR

SÉRFRÆÐINGUR ÓSKAST Bókasafn Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða háskólamenntaðan sérfræðing í 80% starf, m.a. við viðburðastjórnun, vefmál og upplýsingaþjónustu. Starfið felur í sér að stýra undirbúningi og framkvæmd flestra menningarviðburða á safninu, umsjón með vef safnsins, greinaskrif, upplýsingaþjónustu svo og önnur verkefni. Umsóknum skal skila rafrænt á www.reykjanesbaer.is/stjornkerf/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um launakjör, menntunar- og hæfniskröfur. Umsóknarfrestur er til og með 15. október. Nánari upplýsingar um starfið gefur Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður bókasafns í síma 421 6770 og netfangið stefania.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is.

NESVELLIR

LÉTTUR FÖSTUDAGUR Félag eldri borgara verður með kynningu á starfi félagsins og Rauði krossinn kynnir heimsóknarvinaverkefni föstudaginn 2. október kl. 14:00. Kaffihúsið opið. Eldri borgarar á Suðurnesjum eru hvattir til að mæta.

Sjónvarpstæki, tölvur og fleiri heimilistæki berast á hverjum degi.

Heimilistæki og húsbúnaður í hrúgum í Kölku - samfélagið á Suðurnesjum að rétta úr kútnum?

„Samfélagið er greinilega á uppleið því það hefur verið mikið að gera hjá okkur að undanförnu og síðustu mánuði,“ sögðu starfsmenn Kölku við Víkurfréttir. Tugir tonna af heimilistækjum og húsbúnaði hafa streymt inn í Kölku til eyðingar. „Við erum að fylla á hverjum degi 5 til 6 (þúsund lítra) kör af heimilistækjum, sjónvarpstækjum, tölvum, ískápum og slíkum tækjum. Þetta eru oft tugir tækja á dag. Við höfum stundum heyrt hjá þeim sem flytja

þetta frá okkur að þetta sé meira en í Reykjavík,“ sögðu starfsmenn Kölku og bættu því við að auðvelt væri að greina uppsveiflu á Suðurnesjum hjá mörgum aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum. Ekkert gjald er tekið þegar heimilistækjum er skilað og þá er tekið við allt að 3 pokum af heimilissorpi í ferð. Gjald er fyrir húsbúnað á borð við sófa (875 kr.) og baðker kostar 1.750 kr. svo dæmi sé tekið. Gjaldskrá fyrir losun er að finna á kalka.is.

Súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðja í Voga? Í

SAGA hefur áhuga á að byggja upp nýja súrefnisog köfnunarefnisverksmiðju í Vogum á Vatnsleysuströnd og hefur óskað eftir lóð fyrir starfsemina. Í erindinu er lýst áformum fyrirtækisins um uppbyggingu nýrrar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á iðnaðarsvæði við Vogabraut, ásamt því að starfsemi fyrirhugaðrar verksmiðju er lýst nánar í erindinu.

Í erindinu er þess farið á leit við Sveitarfélagið Voga að það gefi á þessu stigi umsögn um fyrirhugaða framkvæmd og þær breytingar sem fyrirséð er að gera þurfi á deiliskipulagi vegna hæðar kæliturns og tanka, áður en lengra er haldið í undirbúningi. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fagnar áhuga Ísaga ehf. og tekur jákvætt í erindið sem vísað hefur verið til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins.

Tveir vísindamenn af Suðurnesjum á topplistanum XXAf þrjú þúsund áhrifa­mestu vís­inda­mönn­um heims starfa tíu á Íslandi. Þar af koma tveir frá Suðurnesjum. Þetta kem­ur fram í nýj­um lista Thom­son Reu­ters og vitnað er til hans á vef mbl.is. „Staða ís­lenskra vís­inda­manna á list­an­um er frá­bær viður­kenn­ing á ár­angri vís­inda­starfs á Íslandi en af þeim 10 sem eru á list­an­ um eru þrír með stöðu pró­fess­ ors við Há­skóla Íslands og fimm með stöðu rann­sókna­pró­fess­ors við skól­ann,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Há­skóla Íslands. Á list­ann kom­a st þeir vís­inda­ menn sem eru hópi þess eins pró­ sents í sinni fræðigrein í heim­in­ um sem mest er vitnað til í vís­ inda­grein­um. Á íslenska listanum eru tveir sem tengjast Suðurnesjum, nánar tiltekið Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þau eru: Daní­el F. Guðbjarts­s on, Íslensk erfðagrein­ing / HÍ, Rann­sókna­ pró­fess­or. Unn­u r Þor­s teins­d ótt­i r, Íslensk erfðagrein­ing / HÍ, Rann­sókna­ pró­fess­or.


kræsingar & kostakjör

Verðsprengja! Frábært verð! bayonneskinka

paprika

-50%

kjötsel

998 KR/KG

rauð

299 Áður 598 kr/kg

Ferskt alla daga! grísasnitsel

nautgripaHakk

ferskt

ferskt

1.598

1.189

Áður 1.998 kr/kg

Áður 1.450 kr/kg

! mm na mi am N kjúklingbringa

í appelsínumarineringu

-35%

emmess skafís

illy kaffi

3 teg, 1 l

capsules, 2 teg

1.907

398

1.899

Áður 2.384 kr/kg

kr/stk

Áður 1.999 kr/stk

gulrótabrauð nammi namm

389 Áður 598 kr/stk

-50%

berlínarbolla

wc pappír

65 gr

16 rúllur, coop

100

998

Áður 199 kr/stk

Áður 1.239 kr/pk

Tilboðin gilda 1. okt – 4. okt 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4

fimmtudagur 1. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

ATVINNA Borgarafl er að leita eftir öflugum starfsmönnum til vinnu í Helguvík næstu misserin, mikil vinna er framundan.

Gott ef menn hafa vélaréttindi s.s lyftara eða vinnulyftupróf. Frekari upplýsingar í síma 660 1701

ATVINNA Laghentir, bílaverkstæði og varahlutasala, leitar að starfsmanni í afgreiðslu og í smáviðgerðir. Verður að hafa vit á og áhuga á bílum og rekstri. Um er að ræða langtímastarf. Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 776 7600 eða á Bolafæti 1.

LEIKHÚSFERÐ Félags eldri borgara verður farin 17. október 2015

Farið verður í Borgarleikhúsið að sjá „Billy Elliot “. Farið frá SBK kl. 17:30, komið við í Hornbjargi, Nesvöllum, Grindavíkur og Vogatorgi. Sýningin hefst kl. 19:00. Miði og rúta kr. 8000.Pantanir hjá Ólu Björk símum 421-2972 og 898-2243, Björgu 421-5709 og 865-9897 og Guðrúnu 659-0201. Miðar seldir á Nesvöllum fimmtud. 8. okt kl.15.00-16.00. Erum ekki með posa! Geymið auglýsinguna Leikhúsnefnd.

AÐAFLUNDUR

SAMFYLKINGARINNAR Í REYKJANESBÆ Aðalfundur Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ verður haldin þann 8. október 2015 kl. 20:00 í sal Salarranskónarfélags Suðurnesja. Dagskrá: Venjulega aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin.

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Bláa Lónið er nýr þátttakandi í Vakanum

B

láa lónið hlaut í vikunni v i ð urken n i ng u Va k an s, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar, auk þess sem veitingastaðurinn Lava og Blue Café í Bláa Lóninu fengu sérstaka viðurkenningu. Bláa lónið hefur um árabil verið í hópi bestu heilsulinda heims og hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir framúrskarandi aðstöðu og einstaka upplifun. Bláa lónið leggur áherslu á upplifun, gæði og öryggi og er viðurkenning Vakans enn frekari staðfesting á mikilvægi þessara þátta í starfsemi fyrirtækisins. Markmiðið með Vakanum er að efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Guðrún Lísa Sigurðardóttir, gæðastjóri Bláa lónsins og Magnea Guð-

Guðrún Lísa Sigurðardóttir, gæðastjóri Bláa Lónsins, Þuríður Aradóttir Braun, verkefnisstjóri Markaðsstofu Reykjaness og Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Bláa lónsins með viðurkenningarnar. VF-mynd: Hilmar Bragi

mundsdóttir, upplýsingafulltrúi, tóku á móti Vakanum fyrir hönd Bláa Lónsins. Þuríður Aradóttir Braun, verkefnisstjóri Markaðs-

stofu Reykjaness, afhenti viðurkenninguna fyrir hönd Vakans og Ferðamálastofu.

Engin geislun í Svartsengi N

Rannsóknir á jarðhitaútfellingum á Reykjanesi

ýlegar mælingar á jarðhitaútfellingum sem myndast í lögnum orkuversins á Reykjanesi benda til uppsöfnunar á náttúrulegri alfa og beta geislun. Um er að ræða mjög staðbundna uppsöfnun í lögnum við holutoppa Reykjanesvirkjunar, en mælingar hafa staðfest að slík uppsöfnun eigi sér ekki stað við virkjun fyrirtækisins í Svartsengi. Frá þessu er greint á vef HS Orku. Í tilkynningunni segir að þetta sé í fyrsta sinn sem slík geislun mælist á Íslandi en hún er þekkt innan jarðvarmageirans erlendis og við vinnslu annarra auðlinda erlendis. Það er mat Geislavarna ríkisins að geislun frá þessum útfellingum sé svo lítil að fólki stafi ekki hætta af. Til að ýtrustu öryggiskröfum sé

fullnægt hafa Geislavarnir ríkisins beint því til HS Orku að þeir einstaklingar sem vinna við hreinsun á þessum útfellingum beri viðeigandi hlífðarbúnað. Athuganir síðustu ára sýna að nokkuð magn málmríkra útfellinga myndist í lögnum virkjunar HS Orku á Reykjanesi, t.d. blý, sink, gull og silfur. Nýlegar rannsóknir á útfellingum hafa einnig staðfest að í einstaka sýnum mælist aukin náttúruleg alfa og beta geislun sem stafi líklega frá þessum málmum og er mikilvægt að rannsaka frekar. „R anns óknir og þróun er u lykilþættir í starfsemi okkar,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku í tilkynningu á

vef fyrirtækisins. „Að því er við komumst næst er þetta í fyrsta sinn sem aukin náttúruleg alfa og beta geislun mælist á Íslandi og því mikilvægt að rannsóknir fari fram í samráði við opinbera aðila. Við höfum alltaf lagt kapp á þverfaglega samvinnu sem grundvallast á rannsóknum, þróun og nýsköpun,“ segir Ásgeir jafnframt. „Þær athuganir sem hafa verið gerðar á útfellingunum hafa skilað okkur áhugaverðum niðurstöðum meðal annars um þá dýrmætu málma sem þar finnast. Nú munum við leggjast í enn frekari rannsóknir á útfellingunum í samstarfi við opinbera aðila með þekkingu á þessu sviði, þ.m.t. Geislavarnir ríkisins og vísindamenn við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.“

Ásmundur fékk Lundann

Á

smundur Friðriksson, alþingismaður, fékk Lundann frá Kiwanisklúbbnum Keili en Lundinn var nú veittur í fjórtánda sinn. Samhliða Lundakvöldi Kiwanisklúbbsins Keilis er árlega veittur gripur til einstaklings sem hefur látið gott af sér leiða og/eða unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, bæjarbúa og/eða bæjarfélagsins Reykjanesbæjar. Verðlaunagripurinn er uppstoppaður lundi. Skötumessan að sumri er hugmynd sem fæddist fyrir nokkrum árum og byrjaði í samstarfi Ásmundar Friðrikssonar og Guðjóns Sigurðssonar formanns MND. MND naut góðs af messunni í upphafi og nú er svo komið að yfir fjögurhundruð manns mæta árlega á messuna. Síðustu fimm árin hafa safnast margar milljónir sem hefur verið útdeilt til fjölmargra verkefna þar sem stuðningur við fatlaða er meginverkefnið. Það var því við hæfi að forsprakki skötumessunnar, Ásmundur Friðriksson, fái nafnbótina Lundinn 2015, segir í umsögn Kiwanisklúbbsins Keilis.

„Ég er afar þakklátur Kiwanismönnum í Keili fyrir þessa viðurkenningu til mín. Hún er þakklæti til þeirra allra 400 sem mæta á hverju ári á skötumessuna í Garði og eru til staðar að afhenda styrkina í lok hvers kvölds og eru þannig virkir þátttakendur í verkefninu alla leið. Ég er ekki einn, heiðurinn eiga Sigríður Magnúsdóttir konan mín sem alltaf stendur við bakið á mér sama hvað ég tek mér fyrir hendur. Theodór Guðbergsson og Jóna Halla Hallsdóttir, Þórarinn Guðbergsson, Ingunn Pálsdóttir, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, Axel Jónsson, Guðjón Sigurðsson,

Hafsteinn Guðnason, Fiskmarkaður Suðurnesja, H. Pétursson ehf, Skólamatur og fleiri og fleiri. Ég er fullur þakklætis að vera kominn í hóp 14 frábærra einstaklinga sem hver á sinn hátt hefur lagt samfélaginu í Reykjanesbæ og Suðurnesjum til óeigingjarnt starf sitt. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið annað tækifæri í lífinu og vil sýna samfélaginu þakklæti fyrir það, ég er þakklátur þeim sem leggja mér lið til að hjálpa öðrum,“ segir Ásmundur Friðriksson á fésbókarsíðu sinni þar sem hann þakkar fyrir útnefningu Kiwanismanna í Keili.


MARKAÐS DAGAR

Gerðu alveg hreint ótrúleg kaup!

800 kr. 500 kr.

50 kr.

600 kr.

1000 kr.

1500 kr.

400 kr.

300 kr.

100 kr.

200 kr.

í öllum m u n u l s r e v BYKO

Mikið úrval af vörum frá 50 krónum og upp í 1500 krónur. Töluvert af öðrum vörum á stórlækkuðu verði. Bætum við nýjum vörum daglega. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ LÍTA VIÐ Á MARKAÐINN

byko.is

AuðvelT að versla á byko.is sendum út um allt land


fimmtudagur 1. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR RITSTJÓRNARPISTILL PÁLL KETILSSON

vf.is

markhonnun.is

6

Þegar stóri fiskurinn étur þá litlu ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Friðrik K. Jónsson, frikki@vf.is Dagný Gísladóttir, dagny@vf.is Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is UMBROT OG HÖNNUN: Víkurfréttir ehf. Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006

AFGREIÐSLA: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is PRENTVINNSLA: Landsprent UPPLAG: 9000 eintök. DREIFING: Íslandspóstur DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

Málefni aldraðra á Suðurnesjum verða meðal stórra viðfangsefna aðalfundar sveitarfélaga á Suðurnesjum um helgina. Ljóst er að þessi málaflokkur á eftir að verða fyrirferðameiri á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs fólks. Á Suðurnesjum hafa sveitarfélögin starfað saman að málefnum aldraðra en nú er svo komið að á milli 50 og 60 manns bíða eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili á Suðurnesjum. Það er alvarleg staða og þetta mun verða stórmál hjá sveitarfélögunum á næstu áratugum en verkefnið er unnið í samstarfi við ríkisvaldið. Það verður forvitnilegt að fylgjast með umræðum um þetta mál um helgina á aðalfundi sveitarfélaganna á Suðurnesjum. VF hefur heyrt að sameining sveitarfélaga muni einnig verða rædd en það er áratuga gamalt mál. Nú þegar verkefni sveitarfélaga eru sífellt að verða stærri og flóknari kallar það á stærri einingar, öflugri sveitarfélög. Það ætti að vera nokkuð borðliggjandi að Garður, Sandgerði og Vogar sameinist Reykjanesbæ á næstu árum. Fylgja þannig eftir rúmlega tuttugu ára gamalli sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Hagræðing er lykilorð í þessari umræðu. Stóri fiskurinn er ekki að fara að éta þá litlu en þannig var málið m.a. kynnt

af bæjarstjóra Sandgerðis á fundi þar í bæ árið 1993 þegar sameining sveitarfélaga var rædd og kynnt bæjarbúum. Ríkisvaldið hvatti til sameininga um allt land og stærsta sameining landsins varð þegar Reykjanesbær varð að veruleika, með sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Rekstur sveitarfélaga hefur af ýmsum ástæðum þyngst á undanförnum áratugum. Til þess að fylgja eftir ábyrgðum og þjónustuskyldu sveitarfélaga þurfa þau að vera stærri og öflugri. Það þarf engan sérfræðing til að finna það út. Nú verða sveitarstjórnarmenn að setjast niður og ræða málið af alvöru. Það hefur ekki verið gert í tvo áratugi. Nú þarf að láta skynsemina ráða en ekki tilfinningar.

Reykjanesbær hefur komið mjög vel út í könnunum er varðar þennan málaflokk og ég mun reyna að verja þá stöðu eins og frekast er unnt

Mun verja góða stöðu í málaflokknum -segir Hafþór Barði Birgisson nýráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar

Hafþór Barði Birgisson er nýr íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar.

H

afþór Barði Birgisson er nýráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar en hann hefur starfað að tómstundaog forvarnarmálum hjá Reykjanesbæ í 16 ár og þekkir því aðeins til í þeim geira auk þess að hafa menntað sig í tómstunda- og félagsmálafræðum. Hafþór starfaði áður sem tómstundafulltrúi og sá m.a. um rekstur á 88 Húsinu og Fjörheimum en hann tók við nýja starfinu í byrjun ágúst. Starfið leggst vel í Hafþór og segir hann að menntun sín og reynsla muni nýtast vel í nýja starfinu. Mikil samskipti við íþróttahreyfinguna Í hverju felst starfið?

„Starfið er að einhverju leyti byggt á mínu gamla starfi og mörg verkefni áfram til staðar t.d. tengd Ljósanótt sem ég hef alltaf unnið en svo hafa önnur ný og spennandi verkefni bæst við s.s. árgangagangan, fornbílaaksturinn og fleira. Þá er starfsemi Fjörheima, 88 Hússins, Virkjunar og Innileikjagarðsins á mínum herðum auk þess sem við stöndum fyrir fræðslu og höldum f yrirlestra í grunnskólunum okkar,“ sagði Hafþór en hann er jafnframt starfsmaður Íþróttaog tómstundaráðs sem og ungmennaráðs Reykjanesbæjar. „Ég hef mikil samskipti við íþróttahreyfinguna og tómstundafélög því tengdu og þá hef ég umsjón með sjóðum Íþrótta- og tómstundaráðs en þeir eru: íþróttasjóður og for-

varnar- og tómstundasjóður. Þá hef ég umsjón með hvatagreiðslum Reykjanesbæjar.“ Að sögn Hafþórs Barða eru engar sérstakar áherslubreytingar fyirhugaðar a.m.k. ekki fyrst um sinn. „Reykjanesbær hefur komið mjög vel út í könnunum er varðar þennan málaflokk og ég mun reyna að verja þá stöðu eins og frekast er unnt. Ungt fólk gefur forvarnardegi góða einkunn Meðal verkefna framundan má nefna forvarnardag ungra ökumanna sem haldinn er í september ár hvert. „Þá koma nýnemar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í 88 Húsið og taka þátt í fræðsludagskrá frá lögreglunni, Bruna-

vörnum Suðurnesja og Tryggingamiðstöðinni. Verkefnið er ákaflega skemmtilegt og hefur verið árangursmetið af ungmennunum sem gefa því alltaf mjög góða einkunn. Í október gerum við könnun á sölu á tóbaki til ungmenna í góðu samstarfi við Samsuð og í bígerð er námskeið fyrir unga drengi á aldrinum 13-16 þar sem efld er samskiptahæfni en það er samstarfsverkefni velferðarsviðs, fræðslusviðs og Lögreglunnar á Suðurnesjum.” Fátt neikvætt Að spurður um neikvæða- og jákvæða þætti starfsins sagði Hafþór Barði fátt í raun vera neikvætt. „En ég tel að bæjarbúar þekki mætavel þá stöðu sem er uppi og mitt hlut-

verk verður líklega að reyna að halda þeim fjármunum sem hafa verið settir í málaflokkinn. Það er allavega alveg ljóst að ekki er nein aukning á fé. Þetta hljóta allir að skilja sem hafa fylgst með fréttum af Reykjanesbæ undanfarið ár. Ef ég á að nefna eitthvað jákvætt vil ég nefna nýlegan fund með forsvarsmönnum pílufélags Reykjanesbæjar en þar þótti mér afar vænt að heyra af því endurbætur félagsaðstöðunnar var unnin í sjálfboðavinnu þar sem leitað var eftir styrkjum hjá fyrirtækjum fyrir því sem upp á vantaði“, segir Hafþór sem er þakklátur fyrir að fá áfram tækifæri til að starfa fyrir Reykjanesbæ á þessum skemmtilega og þarfa vettvangi.

R


markhonnun.is

FRÁBÆRT VERÐ Í KASKÓ! BAyonnESKinKA KjöTSEl

Verðsprengja!

Ath! nýr og betri opnunArtími Virka daga Laugardaga Sunnudaga

998

10 - 19 10 - 18 12 - 18

kr/kg

gRÍSASniTSEl FERSKT

illy KAFFi

cApSulES, 2 TEg

1.598 kr/kg

1899 kr/stk

wc pAppÍR

pApRiKA

Verð áður 1.998 kr/kg

16 RúlluR, coop

998 kr/pk

Verð áður 1.239 kr/pk

Verð áður 1.999 kr/stk

RAuÐ

% 0 5 afsláttur

299

kr/kg Verð áður 598 kr/kg

örugglega ódýrt!

Reykjanesbæ • www.kasko.is • Verð birt með fyrirvara um prentvillur • Gildir 1. - 4. október eða meðan birgðir endast


Opnunartími : Alla virka daga frá 8:00 til 18:00. Opið á laugardögum frá 10:00 - 18:00.

LÆGRI

SÖLULA UN

Hringdu 420 0400 HYUNDAI I30 Comfort.

Árgerð 2011, ekinn 73 Þ.KM, dísel, Ssk.

kr. 2.780.000,-

LAND ROVER Range Rover Sport TDV6 HSE. Árgerð 2011, ekinn 58 Þ.KM, dísel, Ssk.

kr. 11.480.000,-

KIA Optima ex 1.7 Premium.

UMBOÐSAÐILI

Árgerð 2013, ekinn 17 Þ.KM, dísel, Ssk.

kr. 4.490.000,-

HYMER/FORD C 542 cl tcmobile.

RENAULT Clio dynamic.

FORD Focus.

HYUNDAI I20 classic.

SKODA Fabia comfort.

kr. 4.700.000,-

kr. 2.980.000,-

kr. 100.000,-

kr. 1.930.000,-

kr. 99.000,-

VW Bora 8vi.

Nýr NISSAN Leaf.

NISSAN Qashqai se.

VW Jetta highline.

NISSAN Qashqai se.

kr. 600.000,-

kr. 4.190.000.kr,-

kr. 4.680.000,-

kr. 2.890.000,-

kr. 4.690.000,-

LMC/FORD Liberty 694g.

HYUNDAI Ix35 crdi (high output).

VW Tiguan sport style.

HYUNDAI Ix35 gls.

FORD Fusion trend.

kr. 4.900.000,-

kr. 3.890.000,-

kr. 4.690.000,-

kr. 2.790.000,-

kr. 590.000,-

Árgerð 2008, ekinn 106 Þ.KM, dísel, Bsk.

Árgerð 2001, ekinn 152 Þ.KM, bensín, Ssk.

Árgerð 2009, ekinn 110 Þ.KM, dísel, Bsk.

Árgerð 2014, ekinn 12 Þ.KM, dísel, Bsk.

Árgerð 2015, ekinn 56 KM, rafmagn, Ssk.

Árgerð 2012, ekinn 142 Þ.KM, dísel, Ssk.

Árgerð 1999, ekinn 267 Þ.KM, bensín, Bsk.

Árgerð 2014, ekinn 37 Þ.KM, dísel, Ssk.

Árgerð 2012, ekinn 45 Þ.KM, dísel, Ssk.

Árgerð 2013, ekinn 51 Þ.KM, dísel, Bsk.

Árgerð 2012, ekinn 67 Þ.KM, bensín, Ssk.

Árgerð 2011, ekinn 137 Þ.KM, bensín, Ssk.

Árgerð 2000, ekinn 210 Þ.KM, bensín, bsk.

Árgerð 2014, ekinn 66 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Árgerð 2004, ekinn 199 Þ.KM, bensín, Ssk.

Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbær - GE bílar ehf - Sími 420 0400 - gebilar@gebilar.is - www.gebilar.is


HYUNDAI Getz gls.

MMC Outlander comfort.

KIA Sportage classic.

TOYOTA Auris terra.

RENAULT Megane berline.

kr. 990.000,-

kr. 750.000,-

kr. 390.000,-

kr. 2.250.000,-

kr. 750.000,-

TOYOTA Corolla l/b terra.

SKODA Octavia.

HONDA Jazz Comfort.

SKODA Octavia Ambiente.

HYUNDAI Santa fe 4x4.

kr. 390.000,-

kr. 400.000,-

kr. 1.790.000,-

kr. 990.000,-

kr. 990.000,-

CHEVROLET Lacetti station.

NISSAN Pathfinder.

VOLVO S60.

FORD Fusion.

CHEVROLET Captiva.

kr. 690.000,-

kr. 2.970.000,-

kr. 790.000,-

kr. 990.000,-

kr. 3.390.000,-

NISSAN Leaf.

HYUNDAI I30 Classic.

VPG Mv-1 Hjólastólabíll.

HYUNDAI Getz gls.

RENAULT Megane scenic.

kr. 2.940.000,-

kr. 1.490.000,-

kr. 3.990.000,-

kr. 650.000,-

kr. 880.000,-

RENAULT Megane Sport Tourer.

HONDA Cr-v i-v-tec 150 hö.

BMW 5 520D.

VOLVO V70 d5 awd.

NISSAN Patrol gr.

kr. 2.990.000,-

kr. 790.000,-

kr. 3.390.000,-

kr. 1.890.000,-

kr. 3.900.000,-

HONDA Cbr1000 rr.

MERCEDES BENZ M ml 300 cdi 4matic. BMW 3 318i s/d e90.

Árgerð 2008, ekinn 99 Þ.KM, bensín, Ssk.

MERCEDES BENZ M ml350.

TOYOTA Sienna xle limited.

Árgerð 2011, ekinn 64 Þ.KM, dísel, Ssk.

Árgerð 2005, ekinn 186 Þ.KM, bensín, Ssk.

Árgerð 2007, ekinn 55 Þ.MÍLUR, bensín, Ssk.

kr. 750.000,-

kr. 8.980.000.kr

kr. 2.190.000,-

kr. 2.900.000,-

kr. 3.490.000,-

Árgerð 2008, ekinn 122 Þ.KM, bensín, Ssk.

Árgerð 2000, ekinn 237 Þ.KM, bensín, Bsk.

Árgerð 2007, ekinn 114 Þ.KM, bensín, Ssk.

Árgerð 2012, ekinn 32 Þ.KM, rafmagn, Ssk.

Árgerð 2013, ekinn 50 Þ.KM, dísel, Ssk.

Árgerð 2005, ekinn 24 Þ.KM, bensín, 6 gírar.

Árgerð 2004, ekinn 190 Þ.KM, bensín, Ssk.

Árgerð 2003, ekinn 260 Þ.KM, bensín, Bsk.

Árgerð 2006, ekinn 152 Þ.KM, dísel, Ssk.

Árgerð 2010, ekinn 68 Þ.KM, bensín, Bsk.

Árgerð 2004, ekinn 246 Þ.KM, bensín, Ssk.

Árgerð 2000, ekinn 137 Þ.KM, bensín, Bsk.

Árgerð 2010, ekinn 92 Þ.KM, bensín, Bsk.

Árgerð 2006, ekinn 119 Þ.MÍLUR, bensín, Ssk.

Árgerð 2013, ekinn 34 Þ.KM, bensín, Ssk.

Árgerð 2008, ekinn 125 Þ.KM, dísel, Ssk.

Árgerð 2010, ekinn 67 Þ.KM, bensín, Bsk.

Árgerð 2006, ekinn 225 Þ.KM, dísel, Ssk.

Árgerð 2006, ekinn 106 Þ.KM, bensín, Ssk.

Árgerð 2007, ekinn 207 Þ.KM, bensín, Bsk.

Árgerð 2008, ekinn 303 Þ.KM, dísel, Ssk.

ALLT Á EINUM STAÐ BÍLASALA - BÍLAVERKSTÆÐI VARAHLUTASALA

Árgerð 2006, ekinn 175 Þ.KM, bensín, Ssk.

Árgerð 2006, ekinn 248 Þ.KM, dísel, Ssk.

Árgerð 2011, ekinn 91 Þ.KM, bensín, Ssk.

Árgerð 2006, ekinn 148 Þ.KM, bensín, Ssk.

Árgerð 2009, ekinn 117 Þ.KM, dísel, Ssk.


10

fimmtudagur 1. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

Ljós og hiti TY2007X Vinnuljóskastari ECO perur 2x400W tvöfaldur á fæti

TY2007W Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera

5.390

TY2007K Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera, 1,8m snúra

6.590

Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar 2015:

T38 Vinnuljós

3.290 5.590

Telescopic þrífótur fyrir halogen lampa SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8m snúra

pósturu vf@vf.is

Margir glæsilegir og vel hirtir garðar

U

6.790

6.990

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa

6.890

Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa

12.830

mhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkurbæjar hefur veitt umhverfisviðurkenningar sínar fyrir árið 2015. Fjölmargar góðar tilnefningar bárust og var úr vöndu að ráða fyrir nefndina enda margir glæsilegir og vel hirtir garðar í Grindavík. Eftir að hafa farið í skoðunarferð um bæinn og skoðað alla þá garða sem tilnefndir voru komst

nefndin þó að niðurstöðu, og fá eftirfarandi garðar verðlaun í ár: Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Leynisbrún 1. Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Mánagata 21. Verðlaun fyrir vel heppnaða ræktun við erfiðar aðstæður: Vesturhóp 16. Verðlaun fyrir vel heppnaða endurgerð á gömlu húsi: Geo hótel.

Leynisbrún 1, verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð.

Mánagata 21, verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð

Vesturhóp 16, verðlaun fyrir vel heppnaða ræktun við erfiðar aðstæður.

Geo hótel, Víkurbraut 58, verðlaun fyrir vel heppnaða endurgerð á gömlu húsi.

SHA-8083 3x36W Halogen

16.990

Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

FULLTRÚARÁÐ

SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA Í REYKJANESBÆ OG SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN SSF KEFLAVÍKUR OG SSF NJARÐVÍKINGUR AUGLÝSA: Sameiginlegur félagsfundur verður haldinn þann 5. október nk. í Sjálfstæðishúsi Hólagötu 15 og hefst kl 20:00. Kosning fulltrúa sjálfstæðisfélaganna á landsþing 2015. Áhugasamir hvattir til að mæta. Kveðja stjórnir félaganna

Færði Barnaspítala Hringsins peningagjöf U

SAMTÖK ATVINNUREKENDA Á REYKJANESI 5 ÁRA

ATVINNUMÁLAFUNDUR FIMMTUDAGINN 8. OKTÓBER 2015 Í SALTHÚSINU GRINDAVÍK

FRAMTÍÐ Í ATVINNUMÁLUM Á REYKJANESI Mæting kl. 11:45 (hægt að kaupa súpu eða kaffi) Fundur settur kl. 12:00.

nglingadeildin Hafbjörg fór í síðustu viku og færði Barnaspítala Hringsins 174.633 krónur sem söfnuðust á Landsmóti unglingadeilda sem haldið var í Grindavík í sumar. Peningnum var safnað í klósettpappírssölukeppni en á landsmótinu var öllum þátttakendum skipt í níu blandaða hópa sem allir kepptu meðal annars í því að selja klósettpappír, pokahlaupi og böruburði svo eitthvað sé nefnt. Alls voru þátttakendur á mótinu tæplega 400 af öllu landinu en hver hópur fékk einungis 8 klósettpapp-

írsrúllur og hálftíma til þess að selja og verður því ágóðinn að teljast ansi góður en á þeim tíma var verið að safna fyrir eitthvað gott málefni fyrir alla. Þegar starfið fór af stað í haust ákváðu félagar unglingadeildarinnar Hafbjargar að gefa Barnaspítala Hringsins peningana og þannig koma peningunum aftur til samfélagsins. Bæjarbúum í Grindavík eru færðar sérstakar þakkir fyrir þolinmæði og jafnframt fyrir stuðninginn en þeir keyptu allan klósettpappírinn á uppsprengdu verði.

Kynning á SAR og verkefnum framundan Guðmundur Pétursson formaður Fundi slitið kl. 13:00.

Hópurinn afhendir gjöfina til Barnaspítala Hringsins.


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 1. október 2015

-ferðaþjónusta

pósturu hilmar@vf.is Það var fjölmenni í Bláa lóninu á þriðjudaginn. VF-mynd: Hilmar Bragi

Ánægja með sumarið í Bláa lóninu:

Mikil tækifæri fyrir hendi í ferðaþjónustu á Suðurnesjum

Byggingakranar við Bláa lónið þar sem nú er unnið að því að byggja upp frekari upplifun fyrir gesti.

- segir Magnea Guðmundsdóttir hjá Bláa lóninu

Þ

rátt fyrir að október sé genginn í garð þá virðist lítið draga úr straumi ferðamanna. Annríki er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar alla daga og sömu sögu eru að segja úr Bláa lóninu, sem er einn vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna hér á landi. Þar stefnir í enn eitt metárið. Gestir eru hvattir til að bóka komu sína í lónið fyrirfram og sérstaklega ef koma á yfir miðjan daginn. „Hér er allt fullt af fólki og við erum bara nokkuð ánægð með okkar stöðu. Við komum vel undan sumri. Þrátt fyrir að hafa tekið á móti mörgum gestum í sumar þá gekk traffíkin vel og nýja bókunarkerfið okkar og fyrirkomulagið að fólk bóki komu sína fyrirfram tókst mjög vel. Við vorum ekki með langar biðraðir og fólk átti sinn tíma í Bláa lóninu. Okkar mark-

mið er að standa vörð um upplifun gesta. Við erum með 700 skápa hjá okkur og erum að öllu jöfnu að selja út 250 skápa á klukkustund. Þannig eru einhverjir að njóta sín í lóninu á meðan aðrir eru að fara uppúr og aðrir ofaní. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu bæði frá gestum og starfsfólki og traffíkin er jöfn yfir daginn,“ segir Magnea Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Bláa lónsins í samtali við Víkurfréttir. Þið hvetjið enn fólk til að bóka tíma þó það sé að koma vetur? „Já, við gerum það og hvetjum til þess sérstaklega hjá þeim sem vilja koma yfir miðbik dagsins. Það eru yfirleitt færri hjá okkur þegar það fer að kvölda. Ef að fólk vill fara í spa og eiga sinn tíma í lóninu þá er gott að bóka þá upplifun fyrirfram því þá nýtist tíminn ennþá betur“.

Magnea hvetur fólk til að nýta sér einnig aðra afþreyingu á Reykjanesi, hvort sem það sé að aka út á Reykjanes eða heimsækja byggðarlögin á svæðinu. Magnea telur að ferðaþjónustan á Suðurnesjum eigi eftir að styrkjast enn frekar á næstu misserum eftir að svæðið hlaut vottun sem Reykjanes Geopark. Ferðaþjónustufyrirtæki vinna einnig orðið meira saman að því að byggja upp upplifun. Þannig eru mörg dæmi um það að ferðamenn byrji daginn í Bláa lóninu, fari þaðan í t.d. fjórhjólaævintýri og komi svo aftur í Bláa lónið til að njóta þess sem veitingastaðurinn Lava hefur uppá að bjóða. „Það eru mikil tækifæri fyrir hendi og við sjáum það í sveitarfélögunum hér í kring að það er að aukast úrval á þjónustu, ný veitingahús og kaffihús eru að spretta

upp. Þetta er mjög jákvætt fyrir ferðaþjónustuna. Þetta hefur líka áhrif fyrir okkur sem búum á þessu svæði því það eru fleiri til að versla og njóta“. Magnea bendir á að það sé eins í ferðaþjónustu sem öðru að það tekur tíma að byggja upp viðskipti. Það má sjá fimm byggingakrana hér við Bláa lónið en þessar framkvæmdir eru ekkert að trufla gesti ykkar? „Við fáum mjög fáar kvartanir frá gestum. Við leitumst líka við að

upplýsa gesti Bláa lónsins um að það séu framkvæmdir hjá okkur. Þær felast í því að við ætlum að stækka lónið sjálft um helming, spa sem við byggjum inn í hraunið og í framhaldi af því er nýtt lúxushótel sem mun opna árið 2017“. Magnea sagði að þau í Bláa lóninu horfi björtum augum til vetrarins. Nú sé ferðþjónusta á Íslandi orðin heilsárs atvinnugrein og þó svo traffíkin sé ekki eins mikil yfir vetrarmánuðina eins og á sumrin, þá sé veturinn samt annasamur.

Starfsmaður á húsgagnalager Pennans Starfsmaður óskast á húsgagnalager Pennans í Vesturvör, Kópavogi. Óskað er eftir líkamlega hraustum og reyklausum einstaklingi. Um framtíðarstarf er að ræða og er vinnutíminn frá kl. 8-16:30 alla virka daga.

STARFSSVIÐ

HÆFNISKRÖFUR

• Tiltekt vörupantana á lager • Samsetningar á vöru á lager og hjá viðskiptavinum Pennans • Uppsetningar á vöru hjá viðskiptavinum Pennans • Viðgerð á vörum í ábyrgð hjá viðskiptavinum Pennans • Aðstoðar þjónustustjóra við skipulagningu verkefna • Staðgengill þjónustustjóra í fjarveru hans • Ýmis önnur tilfallandi verkefni

• Menntun í húsgagna- og eða húsasmíði æskileg • Starfsreynsla sem nýtist í starfi • Lyftarapróf æskilegt • Dugnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Rík þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar • Gott með að vinna í teymi • Góð almenn tölvuþekking, þekking á Navision er kostur

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið gefur Guðbjartur Greipsson vöruhúsastjóri Pennans, gudbjartur@penninn.is. Áhugasömum er bent á að sækja um á heimasíðu Pennans og er umsóknarfrestur til 7.október nk.

Austurstræti 18

Álfabakka 14b, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

540 2000 | p


12

fimmtudagur 1. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent

Minning:

■■Benóný Harðarson skrifar:

Ketill Vilhjálmsson

Óþarfa áhætta fyrir íbúa Reykjanesbæjar

F. 14.08.29. D. 21.09.15 „Læknirinn sagði að ég væri flottur,“ sagði Ketill faðir minn þegar hann lá á sjúkrahúsinu í Keflavík tveimur dögum áður en hann skildi við þennan heim. Ég tók undir það þó ég hefði áhyggjur af líðan hans. Þótt það væri baráttuandi í orðum gamla mannsins hafði dregið talsvert af honum á fjórða degi á sjúkrahúsinu. Við vorum ekki alveg að skilja það nógu vel því hann hafði verið svo heilsuhraustur alla tíð. Hann hafði þó rætt það nokkuð á síðustu árum að hann langaði ekki að lifa heilsuveill og vera upp á aðra kominn. Honum varð að ósk sinni hvað það varðar og var umvafinn nánustu fjölskyldu sinni síðasta spölinn. Pabbi bjó í húsi fjölskyldunnar að Túngötu 5 í Keflavík frá árinu 1951 til dauðadags en hann flutti þangað með móður okkar og tveimur ungum sonum til að hugsa um ömmu sem þá var orðin veik en mamma og pabbi eignuðust þrjá aðra syni. Í nokkur ár vorum við sjö í kotinu. Það var oft fjör og ansi margt öðruvísi en í dag en fjölskyldulífið gekk þó vel og allir áttum við bræðurnir mjög góða æsku. Pabbi átti líka góða æsku en manni verður hugsað til þess tíma þegar hann var að alast upp í Höfnunum. Þá var lífsbaráttan oft erfið. Það var auðvelt að greina það þegar hann rifjaði upp fyrir okkur ýmislegt úr æsku sinni. Honum fannst t.d. skrýtið að heyra allt tal um kreppu því það þurfti vægast sagt að hafa mun meira fyrir hlutunum og lífinu í gamla daga. Það þótti t.d. ekki tiltökumál að hann um fermingu færi með byssu niður í fjöru eða út á tún til að skjóta fugla í matinn. Á svipuðum tíma var hann farinn að stunda sjómennsku með föður sínum. Hann hélt áfram í sjómennsku en síðar lá leið hans yfir í bílstjóra-

-

sætið en hann starfaði sem rútubílstjóri stærstan hluta ævinnar, var mjög ánægður þar og fórst það afar vel úr hendi. Pabbi var með bíladellu, átti marga flotta bíla og hugsaði vel um þá. Seinni hluta ævinnar kynntist hann golfíþróttinni og hann lék síðasta golfhringinn í sumar, alsæll, þó sjóninni væri farið að hraka undir það síðasta. Leiran var hans staður og þar undi hann sér vel í fallegu umhverfi og nálægð við sjóinn. Hann var lunkinn með kylfuna og var fljótur að ná tökum á íþróttinni þó hann hafi ekki byrjað fyrr en eftir fimmtugt. Það var mjög gaman þegar við vorum þrjár kynslóðir að spila saman, pabbi, ég og Páll Orri sonur minn en það voru sjötíu ár á milli þeirra tveggja. Sá gamli fylgdi þeim litla fyrstu árin, gekk með honum í keppnum og keyrði hann oft út á golfvöll. Svo þótti drengnum ekki slæmt að koma til afa síns á eftir og fá hressingu. Þá lék pabbi oft golf með Bubba bróður sínum. Þannig héldu þeir góðri bræðratengingu alla tíð. Hafnirnar áttu þó alltaf stóran sess í hjarta hans og við fjölskyldan eigum góðar minningar þaðan. Við áttum líka margar góðar stundir á Túngötu 5 og nú í seinni tíð héldum við í tenginguna með því að heimsækja hann og vera með honum. Oft og iðulega bakaði hann vöfflur og alla tíð hellti hann upp á kaffi upp á gamla mátann. Þegar talið barst að því að þiggja heimilisaðstoð eða að fara á elliheimili einhvern tímann tók hann því fálega. Hann vildi bara vera á Túngötunni. Honum varð að þeirri ósk sinni. Hann var þar alla tíð og sá um sig sjálfur. Góð heilsa hjálpaði þar til en kannski líka sterkur hugurinn. Síðustu stundirnar í lífi hans á Túngötunni voru mjög skemmtilegar en viku fyrir andlátið spjöll-

Á

uðu þau saman eftirlifandi systkinin, pabbi, bróðir hans og systir sem býr í Bandaríkjunum, öll á níræðisaldri, í gegnum tölvuna (skype), í nærri þrjár klukkustundir. Rifjuðu þau upp gamlar sögur og þá var hlegið dátt. Það var erfitt að sjá hann kveðja svona snöggt þó það hafi gerst svolítið eins og hann hefði vonast eftir, hefði hann eitthvað getað haft um það að segja, þegar kæmi að þeim tímamótum. Nú er hann kominn til mömmu. Við Ásdís og börnin okkar, Valgerður, Hildur og Páll Orri syrgjum góðan pabba og afa og þökkum honum fyrir allar góðu samverustundirnar. Þinn sonur Páll. Gagnkvæm ást afabarns og afans er fjársjóður. Hinn unga fýsir á haf út en sá gamli leitar lendingar. Leiðir þeirra skarast og hvor hvetur annan. Þeir auðgast af handabandi og hlátri. Þeir lifa um eilífð Í hjarta hvor annars. ( Pam Brown). Takk fyrir allar þær minningar og stundir sem ég fékk með þér elsku afi minn. Þú varst alltaf til í að gera allt fyrir mig og ég verð ævinlega þakklátur fyrir allt. Loksins ertu kominn aftur til Gerðu ömmu sem þú saknaðir svo mikið. Ég elska þig og mun sakna þín. Hvíl í friði. Þinn afastrákur, Páll Orri.

smáauglýsingar TIL LEIGU

Góð herbergi til leigu á besta stað í Reykjanesbæ. Með eða án húsgagna. Aðgang ur að salerni,þvottahúsi og eldhúsi. nánari upplýsingar gefur Lína Rut í síma 864-3926

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

3ja herbergja íbúð til leigu í Reykjanesbæ. Íbúðin er laus. Upplýsingar í síma: 6910288.

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

For rent 4 rooms apartment in Ytri Njardvik. 100.000 kr. / month, + heat and electric. Need recommendations from former renter and more info. Send Email to mystuffalways@ gmail.com or call 898-2265

ÞJÓNUSTA Get bætt við mig verkefnum. Parketlagnir, innréttingar, hurðar, milliveggir og fl uppl í sima 8669103

www.vf.is

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

www.bilarogpartar.is

NÝTT

Forvarnir með næringu

Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja

Enginn aðgangseyrir.

form um uppbyggingu verksmiðju Thorsil í Helguv í k fe l a í s é r m i k l a á h æ ttu fyrir lífsgæði íbúa í Reykjanesb æ. Í á liti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar segir að þrátt fyrir að styrkur mengunarefna frá henni sé almennt talinn verða innan viðmiðunarmarka þá muni loftgæði í nágrenninu rýrna umtalsvert. Þar kemur einnig fram að brennisteinsmengun geti farið yfir viðmiðunarmörk og því þurfi að viðhafa sérstakta vöktun við íbúðabyggðina sem stendur næst Helguvík. Er þessi skerðing á lífsgæðum áhættunnar virði? Aðrir kostir í boði Þeir eru til sem halda því fram að skert lífsgæði vegna verksmiðju Thorsil sé eðlileg fórn til þess að fjölga vel launuðum störfum á svæðinu. Slíka fórn er hins vegar algjör óþarfi að færa því aðrir, og jafnvel álitlegri, kostir til atvinnuuppbyggingar eru þegar til staðar. Auk þess má færa rök fyrir því að verksmiðja Thorsil takmarki aðra atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Nú þegar er United Silicon að byggja kísilmálmsverksmiðju í Helguvík af sömu stærð og sú sem Thorsil vill fá að byggja. Komið hefur fram að uppbygging fyrri áfanga hennar ljúki í maí á næsta ári, þegar hún tekur til starfa, og þeim seinni árið 2018. Gert er ráð fyrir að 160 manns muni starfa í verksmiðjunni þegar hún er komin í fullan rekstur. Einnig hefur komið fram að fyrirtækið Atlantic Green Chemicals vilji byggja upp lífalkahólverksmiðju við hlið verksmiðju United Silicon í Helguvík. Í umhverfismatsskýrslu á vef Skipulagsstofnunar kemur fram að þegar verksmiðjan verður fullbyggð verði þar um 50 fjölbreytt heilsársstöf sem krefjast fjölbreyttrar menntunar. Í áliti Skipulagsstofnunar

um umhverfismatið kemur fram að umhverfisáhrif séu metin í lágmarki og að raforkuþörfin sé 6 MW. Ruðningsáhrif Thorsil Forsenda verksmiðju Atlantic Green Chemicals er að hún sé staðsett við hlið United Silicon til að hægt sé að nýta útblástursvarma úr þeirri síðarnefndu. Í fjölmiðlum hefur komið fram að Atlantic Green Chemicals telja Reykjanesbæ hafa svikið sig þegar þegar hann úthluti Thorsil sömu lóð og fyrirtækinu hafi áður verið veitt vilyrði um og er það mál nú fyrir dómstólum. Vegna þess hversu takmarkað framboð er á raforku er ljóst að mikil samkeppni mun verða á milli United Silicon, sem þarf að afla orku til síðari áfanga sinnar verksmiðju, og Thorsil, sem þarf að tryggja sér orku til fyrri áfanga sinnar verksmiðju. Verði Thorsil ofan á í þeirri samkeppni er hætt við því að í Helguvík verði starfræktar tvær hálfar verksmiðjur í stað einnar í fullri stærð. Það er alveg á hreinu að með því að hafna verksmiðju Thorsil í Helguvík er engin áhætta tekin hvað varðar atvinnutækifæri á Suðurnesjum en alvarleg áhætta tekin varðandi mengun og umhverfi ef hún rís. Reyndar gæti samþykki á verksmiðju Thorsil skilað verri niðurstöðu fyrir íbúa á Suðurnesjum með tilliti til atvinnuppbyggingar. Lýðræðisást bæjarstjórans Kjartan Már Kjartansson sagði nýverið að ekki yrði hlustað á íbúakosningu sem nú er verið að undirbúa. Kjartan Már verður að gera sér grein fyrir því að eðlilegt er að hlusta á vilja íbúa sveitarfélagsins. Ef hann og meirihlutinn er ekki tilbúinn til þess að hlusta, þá hefur þetta fólk ekkert með það að gera að stjórna bæjarfélaginu. Kjartan Már Kjartansson verður að gera sér grein fyrir því að hann er ekki talsmaður erlends stórfyrirtækis, hann er talsmaður bæjarbúa í Reykjanesbæ, og þarf að sinna því starfi. Benóný Harðarson.

Verið velkomin ■■Gróa Axelsdóttir skrifar:

sími 421 7979

Miðvikudaginn 7. október verður haldið tilraunakvöld í húsi félagsins að Víkurbraut 13 í Keflavík frá kl. 20:00-22:00, er ætlað fyrir alla sem vilja efla og kanna sína andlegu hæfileika.

pósturu vf@vf.is

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

Mistök eru til að læra af! Í

samfélaginu í dag virðist ekki vera rúm fyrir nein mistök. Fréttamiðlar o g s am fél a g s miðlar taka ítrekað fólk af lífi fyrir að gera MISTÖK! Hvenær fórum við, mannfólkið, að vera svona dómhörð og vond? Hvar er umburðarlyndið og náungakærleikurinn? Ég held að það þurfi allir að líta í sinn eigin barm og hugsa eins og svo margir sérfræðingar hafa sagt í gegnum áratugina, komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig! Hver og ein manneskja/einstaklingur er sérstakur að mörgu leyti, hver og einn á rétt á sér og hver og einn getur og gerir mistök. Það sem skiptir alltaf mestu máli er að læra af þeim mistökum sem við gerum og passa uppá að þau endurtaki sig ekki. Við gerum MISTÖK hvert og eitt okkar og það

er allt í lagi! Við eigum ekki að úthúða fólki fyrir það og hvenær fór það að vera lausn að opinbera það fyrir alheiminum? Er ekki til betri leið! Ég held að það sem vanti upp á eru samskiptin! Að eiga samskipti við annað fólk, vinna saman að markmiðum og vinna saman að því að bæta það sem þarf að bæta er mikilvægast af öllu. Að vera besta útgáfan af sjálfum sér er svo ótrúlega mikilvægt og ef hver og einn einstaklingur stefndi að því á hverjum einasta degi tel ég að heimurinn og samfélagið okkar yrði alltaf aðeins betri. Við þurfum að þekkja okkar styrkleika og veikleika, vinna að því að bæta okkur á þá vegu sem þarf. Ef við þurfum aðstoð til þess þá sækjum við hana. Ef við viljum sjá breytingar í samfélaginu okkar þá er mikilvægt að við byrjum hjá okkur sjálfum. Vertu góð fyrirmynd fyrir ungmennin og sýndu okkur þínar bestu hliðar. Gróa AxelsdóttiR


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 1. október 2015

-fs-ingur

Lífið

vikunnar

Lofthræddur en stefnir á heilbrigðisgeirann

með Lindu Maríu

Gott að eiga góðan vin

Brynjar Steinn Haraldsson myndi vilja hafa böll á föstudögum en segist líka vera mjög lofthræddur. Brynjar er FS-ingur vikunnar. Á hvaða braut ertu? Náttúrufræðibraut Hvaðan ertu og aldur? 17 ára úr Keflavík. Helsti kostur FS? Félagsskapurinn. Áhugamál? Ferðalög og tónlist. Hvað hræðistu mest? Mjög lofthræddur. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ætli það sé ekki Geiri vinur minn með sína golfhæfileika.

Eftirlætis ylor

Kennari: Anna Ta-

Hver er fyndnastur í skólanum? Atli Haukur.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Hafa böll á föstudögum.

Hvað sástu síðast í bíó? Everest, mæli hiklaust með henni.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Segi „ha?“ mjög oft, jafnvel þó ég hafi heyrt hvað manneskjan segir.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Væri ekkert á móti því að fá gos. Hver er þinn helsti galli? Get verið pínu kærulaus stundum. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Instagram og Facebook.

Sjónvarp: Top Gear og Friends.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Eitthvað tengt heilbrigðisgeiranum. Hver er best klædd/ur í FS? Arnór Breki.

Mynd: The Green Mile Tónlistarmaður: Kanye West, Keane

Fag: Lífsleikni

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög gott.

Vefsíður: Youtube Flík: 66 Norður úlpan. Skyndibiti: Kenny klikkar aldrei. Í laumi: Ætli það sé ekki bara Bieberinn.

Leikari: Steve Carrell

N

ú falla laufin í massavís og minna okkur á að vetur konungur er handan við hornið. Lífið getur verið eins og árstíðirnar, uppfullt af sól og sumaryl en líka boðið upp á dass af stormi og lægðum. Sumir dagar eru svo slæmir að manni líður eins og maður ætti varla að fara fram úr rúmi. Við eigum öll þessa daga, þar sem við erum meira til í að draga sængina upp fyrir haus en að rífa okkur af stað og takast á við tækifærin sem bíða okkar. Á þessum dögum er gott að eiga góðan vin. Einhvern sem tekur utan um okkur og minnir okkur á að margt er verra en það sem við erum að ganga í gegnum. Það eru alltaf einhverjir sem eru að upplifa erfiðari dag og hollt að minna sig á það. Í okkar nánasta umhverfi er stútfullt af tækifærum til að hafa uppbyggileg og jákvæð áhrif á fólk. Án þess að við áttum

okkur á því, þá erum við alltaf að hafa áhrif á aðra í kringum okkur. Við höfum ólíkar skoðanir og viðhorf, við vinnum á fjölbreyttum vinnustöðum og umgöngumst alls konar einstaklinga. Það er hellingur sem við erum að gera ómeðvitað. Það þarf ekki mikið til að gleðja, það er lygilega lítið sem þarf til að bjarga deginum fyrir náunganum. Verum sólarmegin í lífinu, verum gerendur í breytingum til hins betra. Gefum hrós í stað þess að lasta, spornum gegn því að taka þátt í niðurrifi og baktali og brosum til fólks í stað þess að hanga með fýlusvip. Munum, eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Sjáum hvort jákvætt viðmót bætir ekki okkar eigin dag í leiðinni Ást og friður. Linda María.

Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN

Subway leitar að hressum og duglegum starfsmanni í næturvinnu á veitingastaðinn sinn að Fitjum í Njarðvík. Viðkomandi þarf að vera eldri en 25 ára, hafa góða þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, vera röskur, stundvís og reglusamur. Við getum einnig bætt við okkur fólki í vaktarvinnu. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á mannauðsstjóra með helstu upplýsingum: ingibjorg@subway.is Subway is looking for a good and energetic worker at the company‘s restaurant in Fitjar, Njarðvík. The applicant needs to be service motivated, polite, punctual and be able to work shift work. Applicant must speak Icelandic our English, if he speaks both languages that is even better. Intrested applicants please send an application to the Human resource manager with all necessary iformation: ingibjorg@subway.is Subway poszukuje bardzo dobrych i energicznych osob do pracy w Fitjar, Njarðvik. Osoba ubiegajaca sie o prace powinna byc zmotywowana do obslugi klijenta , uprzejma , punktualna oraz gotowa do pracy w systemie zmianowym . Wymagany jezyk islandzki albo jezyk angielski . Zainteresowanych prosze o przeslanie aplikacji ze wszystkimi informacjami do Kierownika Do Spraw Personalnych: ingibjorg@subway.is


14

fimmtudagur 1. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

Sigurður Friðrik Gunnarsson skrifar um íþróttir pósturu siddi@vf.is

Ljósmynd: Guðmundur Sigurðsson

Úrslit í Langbest skotinu á laugardag

Sigurvegarinn frá því í fyrra í leikmannahópi Keflavíkur!

S

2. flokkur Keflavíkur/Njarðvíkur Íslandsmeistari S

ameiginlegt lið Keflavíkur og Njarðvíkur í 2. flokki karla varð Íslandsmeistari B liða eftir 2-1 sigur á liði KA s.l. helgi en leikið var á Blönduósi. Það voru Akureyringar sem að voru fyrri til að skora eftir markalausan fyrri hálfleik en Óðinn Jóhannsson jafnaði metin fyrir Suðurnesjapilta og það var svo Brynjar Bergmann Björnsson sem að skoraði sigurmark leiksins sem að tryggði Íslandsmeistaratitilinn. Strákarnir í Keflavík/Njarðvík unnu riðilinn sinn með miklum yfirburðum í sumar og lögðu svo Fjölni að velli í undanúrslitum í miklum markaleik, 6-4. Þjálfarar drengjanna eru þeir Ingi Þór Þórisson og Hólmar Örn Rúnarsson.

Pepsí deildinni lýkur á laugardag Ljósmynd: Guðmundur Sigurðsson

Brynjar Bergmann Björnsson sem að skorar sigurmark leiksins sem að tryggði Íslandsmeistaratitilinn.

Grindvíkingar ánægðir með sinn mann í Meistaradeildinni

A

lfreð Finnbogason er fyrsti Grindvíkingurinn til að leika og skora í meistaradeildinni í knattspyrnu. Alfreð skoraði sigurmark Olympiakos gegn Arsenal í gærkvöldi þegar liðið lagði Lundúnaliðið 2-3 í spennnandi leik. Alfreð fór til liðsins í sumar eftir ársdvöld hjá Real Sociedad á Spáni. „Maður veit ekkert hvað maður fær mörg færi til að skjóta. Það verður bara að láta vaða,“ segir Alfreð við visir.is. „Ég hitti hann ekki alveg eins og ég ætlaði,“ bætir húmoristinn þó við og hlær. „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og

íðastliðinn tvö sumur hafa uppgjörið á laugardag. „Þarna Keflvíkingar boðið uppá verða góðkunnir kappar eins hið svokallaða Langbest skot í og Heiðar í Botnleðju, Ingvar hálfleik á heimaleikjum sínum í „Byssan“ Árnason, KR-ingur Pepsí deildinni. Langbest skotið og Árni „Súperman“ frá Leikner keppni þar sem að valinn er isljónunum svo einhverjir séu stuðningsmaður frá Keflavík nefndir á nafn. Sá sem vinnur og gestaliðinu og sigrar sá er þetta getur átt von á því að fá kall inn í aðalfyrri til að hitta liðið hjá Keflamarkslánna vík ef marka má með skoti frá úrslit síðasta v ít atei g s b o g árs en þá vann anum. SigurStefán nokkur vegari í hverri Lju bi c i c s em umferð hefur verður einmitt veri ð l e ystur í l ei k mannaút með glaðnhópi Keflavíkur ingi frá Langá l au g a r d a g . best auk þess Ingi Gunnars, stuðningsmaður Það er allavega sem að sá hinn Kristján Breiðabliks, vann árskort frá Langbest 100% tölfræði sami fer ásamt í sjónvarpsleik gegn Blikum í maí á bakvið það.“ öðrum sigurAðspurður vergurum sumarsins í lokakeppni þar sem segist Jóhann ekki eiga von á að vinningurinn er eitt stykki öðru en að mæta með gleðina utanlandsferð og verður keppt að vopni í vallarþulsboxið á um eina slíka á Nettóvellinum laugardag þrátt fyrir dapurt á laugardag þegar Keflvíkingar gengi Keflvíkinga í sumar; „Þó leika síðasta heimaleik sinn sumarið hafi ekki verið eins þetta sumarið gegn Leikni. og við vonuðumst til, þá ætla Vallarþulurinn Jóhann D. Bi- Keflvíkingar og Leiknisljónin anco hefur haft umsjón með frábæru að kveðja saman deild afþreyingu í hálfleik á heima- þeirra bestu með stæl og getum leikjum Keflavíkur og segir að við lofað ykkur miklu stuði í einvalalið spyrnufræðinga muni stúkunni á laugardaginn“ mæta á Nettóvöllinn í loka-

mikil umfjöllun,“ segir Alfreð afar sáttur með áhorfendurna 2500 sem studdu vel við bakið á Alfreð og félögum.

Aðspurður um hvort það sé ekki viss léttir að vera búinn að skora fyrsta markið fyrir félagið og komast í uppáhald hjá stuðningsmönnunum heldur Alfreð ró sinni: „Ég kom hingað í þeim tilgangi að spila og þjóna liðinu. Þetta er klárlega einn af stærstu útisigrum félagsins í Meistaradeild og nú er bara að fylgja því eftir,“ segir framherjinn og minnir á að framundan eru tveir erfiðir leikir gegn Dynamo Zagreb í riðlakeppninni. Grindvíkingar eiga talsvert í Alfreð enda var hann í yngri flokkum UMFG fram undir fermingu þegar hann flutti til höfuðborgarsvæðisins en þar lék hann með Fjölni og Breiðabliki.

Keflvíkingar lakasta liðið í sögu 12 liða deildar Í

slandsmótinu í knattspyrnu lýkur formlega á laugardag þegar 22. umferðin verður leikin í heilu lagi. Fyrir leiki helgarinnar er ljóst að Keflvíkingar munu falla sem það lið sem hefur náð lakasta árangri í sögu 12 liða efstu deildar í Íslandssögunni. Til að rökstyðja þann málflutning er ljóst að Keflvíkingar eru það lið sem fengið hefur á sig flest mörk í sögu mótsins og varð 7-0 tap fyrir Stjörnumönnum í Garðabæ í síðustu umferð til þess að það met var slegið . Tímabilið hefur verið ein risastór brekka frá því að fyrsti leikur var flautaður á og nokkuð ljóst að Keflvíkinga bíður ærið verkefni að snúa aftur úr 1. deildinni að ári ef bjóða á uppá svipaðan kokteil og borinn

hefur verið á borð í sumar en 1. deild karla er sterkari en nokkru sinni fyrr og verður forvitnilegt að fylgjast með því sem mun gerast á bakvið tjöldin hjá knattspyrnudeild Keflavíkur að móti loknu. Ekkert hefur verið gefið út hvað varðar þjálfaramál, hvort áframhald verði á veru Hauks Inga Guðnas onar og Jóhanns B. Guðmundssonar í þjálfarastól liðsins né hafa fréttir af leikmannamálum borið á góma. Ljóst er að stjórn knattspyrnudeildarinnar þarf að íhuga stöðu sína alvarlega og hvort að nú sé kominn tími á algjöra endurskoðun á starfi deildarinnar. Ke f lv í k i ng ar m æ t a föl l nu m Leiknismönum á laugardag kl. 14 á Nettóvellinum.

Viltu skrifa um íþróttir í VF? Lengjubikarinn að klárast Víkurfréttir óska eftir að ráða íþróttafréttamann í hlutastarf sem gæti gengið með öðru starfi eða námi.

Um er að ræða íþróttaskrif inn á vf.is og í prentútgáfu Víkurfrétta. Áhugasamir sendi tölvupóst til Páls Ketilssonar, ritstjóra á pket@vf.is vf.is

Ö

ll karlalið á Suðurnesjunum eru dottin út úr Lengjubikarnum í körfubolta en bæði Grindavík og Njarðvík töpuðu í átta liða úrslitum á þriðjudagskvöld á meðan Keflvíkingar komust ekki uppúr riðlakeppninni. Njarðvíkingar steinlágu gegn nýliðum FSU 113-78 í Iðu á Selfossi á meðan

Grindavík tapaði fyrir Stjörnunni í hörkuleik 74-80. Í kvennaflokki verður leikið í undanúrslitum í kvöld og mætast þar Keflavík og Valur í TM höllinni og Grindavík heimsækir Hauka á Ásvelli. Það gæti því orðið Suðurnesjaslagur í úrslitum í kvennaflokki þetta árið.


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 1. október 2015

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Kvennafjöldi hjá Ásdísi Það var þétt setinn bekkurinn hjá Ásdísi Rögnu grasalækni sem var með heilsukynningu í verslun Nettó í gærkvöldi. Hún sagði að veruleg vitundarvakning hefði orðið og mikilvægt væri fyrir fólk að byrja að huga að betra mataræði. Það væri hægt að gera svo margt í gegnum það. „Það eru ekki til neinar töfralausnir og ekki mæli ég með megrunarkúrum. Þetta er spurning um viðhorf og lífsstíl, drekka meira vatn, borða meira grænmeti og vanmeta ekki hvíldina,“ sagði Ásdís meðal annars í spjalli við VF en hún fer betur yfir málin í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta. Nettó hefur aukið úrval af heilsuvörum á undanförnum árum og hefur sala á þeim aukist jafnt og þétt.

Poppstjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson ræddi einelti við nemendur og foreldra í Háaleitisskóla á Ásbrú.

Heilsuvika í Reykjanesbæ

F

jölbreytt dagskrá hefur verið í Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar sem lýkur 4. okt. Boðið hefur verið upp á marga liði á hverjum degi og hefur aðsókn verið góð. Meðal þess sem hefur verið í boði er jakkafatajóga, forvarnarkynningar, heilsukynningar margs konar að ógleymdu mörgu sem tengist hreyfingu. Allir skólar Reykjanesbæjar hafa tekið virkan þátt og verið með í margvíslegum viðburðum. Þá hefur einnig verið vegleg dagskrá í líkamsræktarstöðvunum og Keflavíkurkirkja hefur einnig boðið upp á heilsusamlega næringu.

Fjölmenni var í heilsukynningu hjá Ásdísi Rögnu grasalækni í Nettó.

ATVINNA

Þjónn óskast til starfa á Kaffi Duus, reynsla æskileg. Unnið á vöktum 2, 2, 3, Upplýsingar á staðnum.

Jakkafatajóga er nýjung sem Ágústa Gissurardóttir kynnti í bókasafni Reykjanesbæjar.

Duusgötu 10 // 230 Reykjanesbæ // 421-7080

Nýr Subaru Levorg frumsýndur á laugardaginn

Fyrir þig 3 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is

GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516

Opið frá kl. 10:00 - 16:00 á laugardeginum 3 október.


vf.is

-mundi Er alltaf svona mikið fjör í gæsapartýunum í Grindavík?

FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER • 38. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Veiðimaður og hrafn í átökum um gæsir

Frá slysstað í Grænásbrekkunni í síðustu viku. VF-mynd: Hilmar Bragi

M

Ekið á bíl sem var í ökukennslu

N

okkur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum í síðustu viku. Meðal annars var bifreið ekið á aðra á Grænásvegi í Njarðvík. Verið var að nota síðarnefndu bifreiðina við ökukennslu og var nemandinn að æfa sig að taka af stað í brekku þegar óhappið varð. Ökumaðurinn sem því olli kvaðst hafa blindast af sól. Engin slys urðu á fólki en dráttarbifreið þurfti til að fjarlægja bifreiðarnar.

ikill viðbúnaður var í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina þegar tilkynning barst um íbúa í Grindavík sem var að skjóta af haglabyssu f yrir utan hús sitt. Í ljós kom að allt var í stakasta lagi með byssumanninn og byssuleyfi hans. Raunin var sú að maðurinn, sem er margreyndur Myndin veiðimaður, tengist var nýkominn fréttinni

úr gæsaveiðiferð og hafði aflað vel. Gæsirnar, auk stangveiðiafla, hafði hann hengt á staura við heimili sitt. Bar þá að hrafn sem greinilega taldi réttmætt að hann fengi sinn skerf af aflanum, svo aðgangsharður var hann. Maðurinn tók til bragðs að skjóta upp í loftið til að hrekja varginn á brott. En með þeirri varnaraðgerð gerðist hann brotlegur við vopnalög og var haglabyssa hans því haldlögð, auk þess sem lögregla gerði skýrslu um málið, sem bíður nú afgreiðslu.

ekki beint

Barn í rallýbíl á kerru á Reykjanesbraut XXLögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á dögunum, af ærinni ástæðu, sendibifreið sem ekið var eftir Reykjanesbraut. Aftan í bifreiðinni var kerra og á kerrunni stóð rallýbifreið. Í ökumannssæti rallýbifreiðarinnar sat barn sem reyndist vera sonur ökumanns sendibifreiðarinnar. Barnið var með öryggisbelti yfir báðar axlir. Ökumaðurinn var færður yfir í lögreglubifreiðina til viðræðna og honum gerð grein fyrir því að svona athæfi væri ekki liðið. Hann lofaði bót og betrun.

VEITIR

MÝKT

Með harðfisk, rafhlöður og dóp í fórum sínum XXKarlmaður á þrítugsaldri var staðinn að hnupli í Nettó í Njarðvík í síðustu viku. Að auki var hann með fíkniefni í fórum sínum. Maðurinn hafði í tvígang farið inn í verslunina til að hnupla. Í fyrra skiptið tókst honum ætlunar verk sitt og komst út með harðfisk og pakka af rafhlöðum. Í síðara skiptið var hann á leið út með tvenn heyrnartól þegar starfsmaður verslunarinnar stöðvaði hann. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn og við öryggisleit á honum á lögreglustöð fundust svo fíkniefnin.

Festi bifreiðina uppi á grjótgarði XXNokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni sem leið. Ungur ökumaður ók á grjótgarð sem afmarkar malarplan í Keflavík og festi bifreið sína uppi á honum. Bifreiðin er mikið skemmd. Þá varð árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grænásvegar þegar bifreið, sem ekið var inn á hringtorg, hafnaði á hlið annarrar bifreiðar. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar fann til í hálsi, en að öðru leyti urðu ekki meiðsl á fólki. Annar árekstur varð á Reykjanesbraut þegar bifreið, sem hafði verið lagt út í hægri kant vegarins var ekið af stað og inn í hlið bifreiðar sem ekið var fram hjá. Bifreiðirnar voru fjarlægðar af vettvangi með kranabíl.

BIOTHERM BOMBA Í LYFJU 1. – 3. OKTÓBER

• Veistu að AQUASOURCE BB andlitskremin gefa raka í öllum 5 lögum húðarinnar, róa, vernda og gefa fallegan ljóma. Þau koma í 2 litum og veita samstundis fallega áferð og létta og náttúrulega þekju.

20%

UR

ARAFSLÁTT

KYNNING

LLUUM AF Ö M. ERM VÖR BIOTH

Kaupauki að hætti Biotherm fylgir þegar þú kaupir Biotherm vörur fyrir 7.800 kr. eða meira meðan birgðir endast.

Tilboðið gildir í Lyfju Reykjanesbæ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.