4.tbl.2013

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Fáðu lyfseðilinn sendan rafrænt beint í apótekið og lyfin eru tilbúin þegar þú kemur. Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150

vf.is

F IMMTUdagur inn 3 1. janúar 2 0 13 • 4. tö lubla ð • 34. á rga ngur

Grjótkrabbinn er nýjasti landneminn VF-MYNDIR: Eyþór Sæmundsson

„Rannsóknir, vöruþróun og vinnsla á sama tíma. Það er alveg einstakt,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson

R

annsóknasetur HÍ á Suðurnesjum sem staðsett er í Sandgerði hlaut á dögunum styrk vegna spennandi verkefnis þar sem vonast er til að hægt verði að nýta nýjan grjótkrabbastofn við Íslands strendur. Niðurstöður rannsókna benda til þess að grjótkrabbastofninn sé lífvænlegur og í veiðanlegu magni hér við land. Verkefnið gengur út á veiðar, vinnslu og markaðssetningu á grjótkrabbanum sem er ný tegund hér við land en er þekkt nytjategund við NA-strönd Ameríku. Krabbinn fannst við strendur Íslands árið 2006 en hann hefur að öllum líkindum borist hingað með kjölfestuvatni. Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum segist vona að krabbinn nái að festa sig í sessi hér við land. Hann telur þó að fara verði varlega í að fagna komu landnemans strax en spurning er hvernig þróunin verði á stofninum hér við land. Öflugt markaðsstarf er grundvöllur þess að vel takist til og mun Þekkingarsetur Suðurnesja vinna að kynningar- og markaðsmálum. Hráefnisöflun verður í höndum Arctic ehf. og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum. „Við værum þó ekki að þessu ef ekki væri fyrir vaxtarsamninginn. Hann skiptir ótrúlega miklu máli,“ segir Halldór en verkefnið hlaut styrk að upphæð ein milljón króna. Hann segir verkefnið einnig hafa getið af sér samstarf á milli ýmissa aðila og það þykir honum vera jákvætt og gott.

Stefnt er að vinnsluprófunum hjá Slægingarþjónustu Suðurnesja og til þess notuð sérþekking og tæki í eigu Arctic ehf. sem sér um veiðar á krabbanum. Megináherslan verður lögð á þær vinnsluaðferðir sem gefið hafa besta raun, þ.e. vinnsla á heilum kröbbum. Við aukið framboð af kröbbum sem ætla má að verði í framtíðinni, mun sú þekking á mismunandi vinnsluaðferðum sem þegar hefur skapast innan klasans, reynast mjög verðmæt. Áætlaður árangur verkefnisins er margþættur. Með því forskoti sem fæst með verkefninu í vinnslu, vöruþróun og markaðssetningu afurðanna má ætla að verkefnið leiði til verðmætasköpunar, aukinnar veltu,

útflutnings og fjölgunar starfa hjá fyrirtækjunum. Verkefnið mun að mati Halldórs skila auknum rannsóknum og þekkingu á Suðurnesjum og efla þá rannsóknastarfsemi sem fyrir er. Nú þegar hefur verkefnið leitt til nokkurra verkefna háskólanema, bæði í grunnnámi og á framhaldsstigi, og að auki leitt til samstarfs ólíkra aðila sem framhald verður væntanlega á. „Þarna fara saman rannsóknir, vöruþróun og vinnsla á sama tíma. Það er alveg einstakt,“ segir Halldór. Meginmarkmið verkefnisins er þó að sögn Halldórs að komast að því hvernig hægt sé að hámarka verðmæti þeirrar auðlindar sem grjótkrabbinn er.


2

fimmtudagurinn 31. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR

NESVELLIR Léttur föstudagur 1. febrúar kl 14:00. Harmonikkufélagarnir Dói og Elís skemmta Allir velkomnir LISTASMIÐJA Harðangur - útsaumsnámskeið fyrir byrjendur hefst 12. febrúar ef næg þátttaka verður. Skráning í Listasmiðju eða í síma 420-3447 eða 420-3448.

BARNAHÁTÍÐ Í REYKJANESBÆ 11. – 12. MAÍ

Ragnheiður Elín Árnadóttir heimsótti starfsmenn Fríhafnarinnar í prófkjörsbaráttunni og tók þátt í skemmtilegri uppákomu á meðal starfsfólksins, þar sem allir fengu verðlaunapening um hálsinn fyrir að vera í sigurliðinu.

Þrjú frá Suðurnesjum í 5 efstu sætunum R

agnheiður Elín Árnadóttir skipar fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Alls voru greidd 3.988 atkvæði í prófkjörinu. Auðir og ógildir seðlar voru 107 talsins. Kjörsókn var 44%.

1. Ragnheiður Elín Árnadóttir - 2497 atkvæði í 1. sæti 2. Unnur Brá Konráðsdóttir - 1480 atkvæði í 1. – 2. sæti 3. Ásmundur Friðriksson - 1517 atkvæði í 1. – 3. sæti 4. Vilhjálmur Árnason - 1411 atkvæði í 1. – 4. sæti 5 Geir Jón Þórisson - 1808 atkvæði í 1. – 5. sæti

Nánar er fjallað um prófkjör sjálfstæðismanna á vef Víkurfrétta, vf.is. Þar er m.a. að finna viðbrögð við úrslitum prófkjörsins.

Ert þú með atriði eða lumar þú á hugmynd að dagskrárlið? Vel verður tekið á móti öllum hugmyndum. Hér er um einstakt tilefni fyrir alls kyns hópa og einstaklinga til að koma sinni þjónustu sem snýr að börnum á framfæri. Þeir eru hvattir til að nýta tækifærið og kynna sig á Barnahátíð. Veitingahúsa- og verslunareigendur, félagasamtök, íþrótta-, tómstunda- og menningarhópar, grípið gæsina og sendið inn upplýsingar um sérstakar uppákomur eða dagskrá í tilefni hátíðarinnar. Upplýsingar um síðustu Barnahátíð má sjá á vefsíðunni barnahatid.is Sendið okkur á línu á barnahatid@reykjanesbaer.is með hugmyndir eða hvaðeina annað sem ykkur dettur í hug varðandi barnahátid 2013.

ATVINNA

Í

tíunda sinn stendur fjölskylduog félagssvið Reykjanesbæjar fyrir Degi um málefni fjölskyldunnar. Alls hafa 25 fyrirtæki sem þykja skara framúr varðandi jákvætt viðmót til fjölskyldunnar og hafa sett sér fjölskyldustefnu, hlotið sérstaka viðurkenningu síðan árið 2003 á Degi um málefni fjölskyldunnar. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að starfsmenn fyrirtækja eða stofnana verði að vera einhuga um að tilnefna sitt fyrirtæki og hvetur jafnframt alla til þess að taka þátt. Þau fyrirtæki sem teljast fjölskylduvæn eru þau sem taka sérstakt tillit til fjölskyldufólks, leggja rækt við fjölskyldutengsl og stuðla að barnvænu samfélagi. Hjá fyrirtækjum verður að liggja fyrir skrifleg fjölskyldustefna til þess að

hægt sé að útnefna fyrirtækið. Ef svo er ekki bendir Árni á að hægt sé að nálgast upplýsingar hjá félagsþjónustu Reykjanesbæjar. Árni segir að nú þegar hafi fjölmargar tilnefningar borist þrátt fyrir að viðurkenning verði ekki veitt fyrr en 23. febrúar nk. að Nesvöllum. Árni telur að sífellt sé það að færast í aukana að fyrirtæki og stofnanir séu með skriflega fjölskyldustefnu og segir bæjarstjórinn það ákaflega jákvætt. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar, mikilvægum tengslum fjölskyldulífs og atvinnulífs. Atvinnurekendur þurfa að gera starfsfólki sínu mögulegt að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart börnum sínum og öðrum aðstandendum.

Eldhúsvaskar og tæki

Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm

11.990,-

Bol-897 66x43x18cm þykkt stáls 0,8mm

11.490,-

Umsóknarfrestur er til 8. febrúar 2013

Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnar Örn Pétursson íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar í síma 896-3310

(fleiri stærðir til)

Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/lausstorf. Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum. Íþrótta-og tómstundasvið Reykjanesbæjar

Eldhuginn Sigurður Ragnar í Andrews theatre

S

LAUST STARF VIÐ ÍÞRÓTTASAL HÁALEITISSKÓLA Í salnum fer fram kennsla í leikfimi fyrir 1. – 7. bekk skólans. Um er að ræða starf við þrif og baðvörslu í kvennaklefa. Vinnutími er virka daga frá kl. 09:00 – 14:30 og starfshlutfall er 65%

Mynd: Sport.is

Barnahátíð verður haldin í 8. sinn í Reykjanesbæ helgina 11.-12. maí. Um er að ræða hátíð þar sem börn og fullorðnir geta saman tekið þátt í ýmsum dagskrárviðburðum þeim að kostnaðarlausu.

Dagur um málefni fjölskyldunnar

7.490,Bol-871 48cm þvermál þykkt 0,8mm

6.990,-

AGI- Eldhústæki

3.990,-

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

igurður R. Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennaliðsins í knattspyrnu verður með opinn fund í Andrews Theatre föstudaginn 1. febrúar kl. 11-12. Aðgangur er öllum opinn og er enginn aðgangseyrir á fyrirlesturinn. Sigurður hefur náð einstökum árangri með kvennalandsliðið okkar, m.a. komið því í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu. Það er einstakur árangur og er þáttur þjálfarans í þessum glæsilega árangri verulegur. Sigurður er sálfræðingur að mennt. Hann hefur haldið fyrirlestra fyrir almenning og starfsfólk fyrirtækja um það að ná árangri, ekki einungis í íþróttum heldur í lífinu almennt, hvort sem er í starfi eða einkalífi. Hefur verið gerður mjög góður rómur að þessum fyrirlestrum Sigurðar og er hann eftirsóttur fyrirlesari. Nú gefst Suðurnesjabúum öllum kostur á að hlýða á eldhugann Sigurð í Andrews Theatre á Ásbrú. Keilir, Kadeco og SAR í samstarfi við fyrirtæki á Suðurnesjum standa að þessum fundi og bjóða öllum áhugasömum að koma.


3

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. janúar 2013

www.kia.com

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum.

Kia stórsýning

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 0 1 8 1

laugardaginn 2. febrúar kl. 12–16

Kia vörumerkið er í stöðugri sókn á bílamarkaðnum. Sífellt fleiri átta sig á gæðunum, sparneytnin vekur athygli og verðið er hagstætt. Kia er jafnframt eini bílaframleiðandinn sem býður 7 ára verksmiðjuábyrgð, sem segir sitt um gæðin. Laugardaginn 2. febrúar ætlum við að kynna hina fjölbreyttu línu sem í boði er hjá umboðsaðila Kia á Suðurnesjum, K. Steinarsson í Reykjanesbæ. Við hvetjum alla til að koma til að kynnast og reynsluaka þessum glæsilegu bílum. Það verður heitt á könnunni.

Holtsgötu 52 · Reykjanesbær Sími 420 5000 · ksteinarsson.is

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


4

fimmtudagurinn 31. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR

RITSTJÓRNARBRÉF PÁLL KETILSSON

vf.is

Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Suðurnesjamenn gera sig gildandi Úrslit í prófkjörum og niðurstöður uppstillinga sýna að Suðurnesjamenn virðast ætla að gera sig meira gildandi á hinu stóra Alþingi eftir næstu kosningar. Og var ekki kominn tími til? Í nýafstöðnu prófkjöri sjálfstæðismanna unnu Suðurnesjamenn stórsigur. Ragnheiður Elín Árnadóttir fékk afgerandi kosningu í forystusætið og hefur gefið það út að verði flokkurinn í ríkisstjórn sé eðlilegt að hún geti farið fram á ráðherraembætti. Ásmundur Friðriksson var með atvinnumálin efst á lista í kosningabaráttunni og fékk glimrandi kosningu í 3. sætið og ætti því að vera kominn með nýtt starf eins og Vilhjálmur Árnason úr Grindavík sem fékk góða kosningu. Í fjórum efstu sætunum eru þrír Suðurnesjamenn sem er gleðilegt. Hjá Samfylkingu er Oddný Harðardóttir, ráðherra fjármála til eins árs í oddvitasætinu og Sandgerðingurinn

Ólafur Þór Ólafsson í því fimmta. Framsóknardaman Silja Dögg Gunnarsdóttir er í baráttusæti og þá eru nýjustu fréttir úr Grindavík að Páll Valur Björnsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi muni leiða Bjarta framtíð í Suðurkjördæmi en þetta stjórnmálaafl hefur fengið verulegt fylgi í skoðanakönnunum að undanförnu. Vogamærin og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Vatnsleysuströnd er í 2. sæti Vinstri grænna en miðað við stöðu flokksins í kjördæminu þarf kraftaverk til að hún komist á þing. Þetta er sterkasta staða sem Suðurnesjamenn hafa haft í langa tíð þegar horft er til stöðu þessa fólks á listunum. Oft hefur verið kvartað yfir því að Suðurnesin hafi ekki verið nógu gildandi á Alþingi en nú eru bjartari tímar framundan. Við skulum vona að okkar fólk, hvar sem það er í flokkum láti að sér kveða að kosningum loknum, þó auðvitað muni tækifæri þeirra

sem lenda í ríkisstjórn verða meiri. Það er ljóst að framundan er spennandi tími þegar kosningabaráttan fer í hönd. Það er líka ljóst að fyrsta verkefni okkar fólks á Alþingi er að styrkja stöðu svæðisins í atvinnumálum með öllum tiltækum ráðum. Án þess að setja út á mörg góð verkefni sem ríkisstjórnin kynnti sem verið er að vinna í eða eru á framkvæmdalistanum á Suðurlandi þá er ekki laust við að Suðurnesjamönnum hafi þótt það sérstakt í ljósi þess að atvinnuástandið er miklu verra hér en á Suðurlandi. Margir hafa rifjað upp fund ríkisstjórnarinnar í Víkingaheimum árið 2010 þegar reynt var að lofa einu og öðru sem þótti reyndar mjög lítið. Þar var m.a. fjármagni til herminjasafns á Ásbrú lofað auk örfárra annarra smámola. Því er til að svara að rúmum tveimur árum síðar er ekki enn búið að opna herminjasafnið á gamla Keflavíkurvelli. En þetta stórverkefni hlýtur að fara að klárast, er það ekki?

n Múrbúðin í Reykjanesbæ festir sig í sessi:

Finna fyrir mikilli atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum R

ekstur Múrbúðarinnar í Reykjanesbæ hefur gengið vel undanfarin ár og að sögn Ásgeirs Stefánssonar, verslunarstjóra í Reykjanesbæ, var um 10% söluaukning hjá fyrirtækinu á milli ára. Verslunin fagnaði fimm ára starfsafmæli sínu í Reykjanesbæ síðastliðið haust en miklar breyt-

ingar hafa orðið á versluninni frá því að hún var opnuð. Múrbúðin er staðsett í Fuglavík 18 sem er í iðnaðarhverfinu í norðurhluta Reykjanesbæjar, nærri álverinu í Helguvík. Ásgeir segir að Múrbúðin nái nú til sífellt stærri hóps en áður. „Í fyrstu var Múrbúðin mjög

SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR

KYNNINGAROG UMRÆÐUFUNDUR Heklan býður til kynningar- og umræðufundar um það sem er framundan í ferðaþjónustu á Reykjanesi mánudaginn 4. febrúar nk. og fer fundurinn fram í Eldey, þróunarsetri að Grænásbraut 506, Ásbrú kl. 12:00. Fjallað verður um breytingar á rekstri Markaðsstofu Suðurnesja og sagt frá Reykjanes jarðvangi. Boðið verður upp á súpu á staðnum. Allir ferðaþjónustuaðilar á Suðurnesjum velkomnir!

sérhæfð byggingavöruverslun fyrir iðnaðarmenn en eftir hrun þá breyttist heildarstefna fyrirtækisins,“ segir Ásgeir verslunarstjóri. „Við höfum reynt að höfða meira til almennings. Múrbúðin í Reykjanesbæ hefur tekið miklum breytingum frá því að hún opnaði. Vöruframboðið hefur aukist gríðarlega. Að auki höfum við tekið inn heimilisvörur og eru viðskiptavinir hissa á breiðu vöruúrvali.“ Þegar verslunin var sett á laggirnar horfðu eigendur Múrbúðarinnar til þess iðnaðarsvæðis sem var að byggjast upp í kringum Helguvík. Uppbygging hverfisins hefur ekki gengið eftir á undanförnum árum og verslunin úr alfaraleið fyrir marga. „Þegar við opnuðum þá var álverið í byggingu og staðsetning verslunarinnar átti að vera miðpunkturinn í þessu risastóra iðnarhverfi sem var verið að reisa. Það hefur ekki gengið eftir og staðsetningin er þannig að við náum kannski ekki til umferðar viðskiptavina á svæðinu. Það breytist vonandi innan skamms. Hins vegar náum við vel til íbúa í Sandgerði og í Garði enda er þetta þeirra fyrsti viðkomustaður hér í Reykjanesbæ,“ segir Ásgeir. Keppa gegn risunum Ásgeir líkir Múrbúðinni við Davíð sem keppir gegn Golíat á hinum íslenskA byggingavörumarkaði. Múrbúðin er að keppa gegn íslensku risunum í BYKO og Húsasmiðjunni og á síðasta ári hóf Bauhaus rekstur. „Múrbúðin er auðvitað að berjast við þrjá stóra risa á þessum markaði. Þessir aðilar geta sett mikla peninga í auglýsingar og annað sem er erfitt að berjast við. Við erum litli aðilinn á markaðnum en eigum okkar fastakúnna. Þrátt fyrir smæð þá erum við yfirleitt með lægsta verðið,“ segir Ásgeir. „Okkar sérstaða liggur helst í þeim sérhæfðu vörum sem við erum með til sölu. Við erum t.d. með steypuefni sem sprengir upp klappir og getur auðveldað vinnu gríðarlega.

Einnig erum við með límkítti sem hægt er að líma neðansjávar. Við erum með margar öðruvísi vörur sem fólk kannski áttar sig ekki á að eru til hjá okkur. Múrbúðin hefur alltaf reynt að vera framarlega í múrefnum og þéttiefnum. Við erum að flytja inn mikið af vörum og erum með 25-30 mismunandi tegundir af múrefnum.“ Bjóða lægsta mögulega verð Múrbúðin reynir að bjóða eins lágt vöruverð og mögulegt er. Það hefur verið stefna Múrbúðarinnar að hafa yfirbyggingu fyrirtækisins í lágmarki og um leið bjóða upp á lægra verð en keppinautarnir. Í Múrbúðinni í Reykjanesbæ eru tveir starfsmenn í fullu starfi og er nú einnig boðið upp á timbursölu sem hefur slegið í gegn.

„Við erum komnir með timbursölu á verðum sem hinn almenni neytandi hefur ekki séð áður. Fram að þessu þurftir þú helst að þekkja einhvern í bransanum til að fá timbur á þessu verði. Þetta hefur fallið vel í kramið hjá okkar viðskiptavinum,“ segir Ásgeir „Söluaukning var 10% á síðasta ári en árin þar á undan var hún jafnvel 20% milli ára. Það eru margir sem halda að það sé deyfð yfir Suðurnesjum en það er margt mjög jákvætt í gangi á svæðinu. Það er mikil atvinnuuppbygging um þessar mundir hér á Suðurnesjum og við finnum vel fyrir því. Við reynum að standa okkur eins vel og við getum fyrir neytendur.“


5

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. janúar 2013

MAZDA Tribute i 4wd Árgerð 2006, bensín Ekinn 53.000 mílur, sjálfskiptur

Ásett verð

1.690.000,-

ÚRVALS

NOTAÐIR BÍLAR í REYKJANESBÆ

Komdu til okkar á Njarðarbraut 13 og prófaðu einn af gæðingunum í notuðum bílum. Sölumenn taka vel á móti þér!

SUZUKI

SKODA Superb

NISSAN Note

MMC Outlander

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

3.550.000,-

4.200.000,-

1.790.000,-

1.280.000,-

HYUNDAI Tucson

HYUNDAI I 30

HONDA Jazz

HONDA Accord

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

1.890.000,-

1.840.000,-

2.690.000,-

2.650.000,-

Grand vitara

Árgerð 2009, dísel Ekinn 53.000 km, beinsk.

Árgerð 2007, bensín Ekinn 113.000 km, sjálfsk.

TOYOTA Avensis

Árgerð 2011, dísel Ekinn 69.000 km, sjálfsk.

Árgerð 2010, bensín Ekinn 71.000 km, beinsk.

VW Polo

Árgerð 2009, bensín Ekinn 46.000 km, beinsk.

Árgerð 2011, bensín Ekinn 40.000 km, sjálfsk.

VW Polo

Árgerð 2003, bensín Ekinn 150.000 km, sjálfsk.

Árgerð 2008, bensín Ekinn 98.000 km, sjálfsk.

KIA Sorento

Árgerð 2012, bensín Ekinn 27.000 km, beinsk.

Árgerð 2012, dísel Ekinn 31.000 km, beinsk.

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

1.850.000,-

2.130.000,-

2.250.000,-

6.250.000,-

Árgerð 2007, bensín Ekinn 115.000 km, sjálfsk.

Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040 www.heklarnb.is

Árgerð 2011, dísel Ekinn 43.000 km, sjálfsk.

sedan


6

fimmtudagurinn 31. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Keilir brautskráði 109 nemendur K

eilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs brautskráði nemendur af Háskólabrú og Flugakademíu föstudaginn 25. janúar síðastliðinn. Alls brautskráðust 109 nemendur, 86 nemendur úr fjarnámi Háskólabrúar og 23 úr Flugakademíu Keilis, þar með talið flugþjónustunámi, flugumferðarstjórn, flugrekstrarfræði og atvinnuflugmannsnámi. Útskriftin fór fram í Andrews Theater á Ásbrú að viðstöddu fjölmenni. Salóme Þóra Valdimarsdóttir var dúx Háskólabrúar, en hún brautskráðist af Félagsvísinda- og lagadeild með 9,42 í meðaleinkunn. Aðrir dúxar voru Telma Rut Einarsdóttir með 8,99 í meðaleinkunn úr flugumferðarstjórnarnámi, Tania Sofia Jónasdóttir með 9,65 í meðaleinkunn af flugþjónustubraut og Andri Hermannsson með meðaleinkunnina 7,78 í flugrekstrarfræði. Thelma Sif Sigurjónsdóttir og María Sjöfn Árnadóttir fluttu ávörp fyrir hönd útskriftarnemenda Keilis. Valdimar Guðmundsson og Björgvin Ívar Baldursson sáu um tónlistaratriði.

Hvað þýðir breytingin á EFF samningum fyrir Reykjanesbæ?

T

íu sveitarfélög, sem voru eigendur og leigjendur að Fasteign, óskuðu eftir því í september 2010 að félagið og lánastofnanir þess endurskoðuðu lán og samninga við sveitarfélögin. Þetta var gert að frumkvæði Reykjanesbæjar. Eftir vel á þriðja ár hefur nú loks tekist að ljúka þeim samningum á farsælan hátt. Samningar voru undirritaðir þann 24. janúar sl. Samið var um að minnka umfang félagsins verulega. Íslandsbanki og Háskólinn í Reykjavík drógu eignir sínar út úr félaginu, auk þess sem Álftanes og Garðabær höfðu áður gert það. Þannig minnkaði eignaumfang EFF úr 52 milljörðum í 21,7 milljarða kr. Nú eru níu sveitarfélög eigendur EFF, auk Arion banka, sem heldur eftir eign í félaginu sem er húsnæði fyrrum Sparisjóðs Mýrarsýslu í Borgarnesi. Reykjanesbær er stærsti eigandinn með ríflega 55% eigna. Eftir þessar breytingar verður rekstur EFF lágmarkaður og felst fyrst og fremst í umsjón með innheimtu leigugjalda og greiðslu af lánum auk eftirlits með viðhaldi og meðferð fasteigna félagsins. Þá var samið um ný kjör lána að baki leigu-

samningum sem eru hagstæðari fyrir sveitarfélögin. Vegnir meðalvextir lána bankanna eru 4,05%. Leigusamningar eru færðir í íslenskar krónur og endurgerðir með mikilvægum breytingum um endurkaupaverð og endurkaupaheimildir. Í tilviki Reykjanesbæjar þýðir þetta eftirfarandi: Ný ir samningar er u alf ar i ð í í sl e n skum krónum. Kaupréttur Reykjanesbæjar á eignum er verulega rýmkaður, þannig að nú er hægt að kaupa sérhverja eign bæjarins út úr eignasafni, ef t.d. hagstæðari lán fást á markaði. Leigugreiðslur fara upp í greiðslu lána af eignunum að undanskildu álagi vegna rekstrarkostnaðar, greiðslutryggingar og eftirlits með eignum, sem getur verið að hámarki 5% ofan

á lánsafborgun. Sú tala er endurskoðuð árlega. Endurkaupaverð lækkar um 5,3 milljarða kr. hjá Reykjanesbæ og unnt er að kaupa sérhverja eign út úr eignasafni með stuttum fyrirvara. Við endurkaup eignar miðast verðið við stöðu lánanna að baki eigninni hverju sinni. Þannig verður verðið nánast ekkert í lok „leigutíma“. Leig uskuldbindingar Reykjanesbæjar lækka um 1,8 - 2,3 milljarða kr. en endanleg tala mun liggja fyrir við gerð ársreiknings ársins 2012. Ársleiga og rekstrarkostnaður eigna lækka um helming næstu tvö ár en til lengri tíma um fjórðung. Þetta þýðir að í óbreyttum samningum hefði ársleiga á öllum eignum numið um 1,3 milljarði af 7,5 milljarða útgjöldum bæjarins en fer niður í um 600 milljónir næstu tvö ár en verður svo að jafnaði

um 900 milljónir á ári næstu 5 ár. Afborganir fara í lækkun láns að baki eign. Leigutími allra samninga hefur verið samræmdur í 27 ár, en var áður 30 ár frá upphafi leigusamnings, sem voru áður gerðir á tímabilinu 2003-2008. Á móti lækkun skuldbindinga og endurkaupaverðs er hlutafjáreign Reykjanesbæjar í EFF færð niður. Upphafleg greiðsla bæjarins nam 526 milljónum kr. en uppreiknuð tala í bókum bæjarins er um 1100 milljónir kr. Hlutafé hafði hækkað í bókum félagsins vegna hagnaðar sem myndaðist hjá EFF, og Reykjanesbær naut m.a. arðgreiðslna af því upp á 183 milljónir kr. Með nýja samningnum ber leigutaki ábyrgð á viðhaldi og rekstri eigna bæði að innan og utan, en áður sinnti EFF utanhússviðhaldi. Til að leigusamanburður sé raunhæfur þarf því að taka tillit til þessara kostnaðarbreytinga. Þegar það hefur verið gert er leigulækkunin um 50% fyrstu tvö árin en síðan fjórðungslækkun, eins og áður var greint frá. Árni Sigfússon bæjarstjóri


7

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. janúar 2013

lambalæri

Kræsingar & kostakjör

Frosið

1.094 áður 1.498 kr/kg

Grísamínútusteik

nautahakk Ferskt

1.198 % aFsláttur

30

314

Fersk

1.399

kr kG

áður 1.998 kr/kg

byGGbrauð bakað á staðnum 500 G

ttur á l s F a % 0 5

Croissant m/skinku oG osti bakað á staðnum

115

kr stk

áður 229 kr/stk

súkkulaðikaka

eGils pilsner

myllan - þriGGja hæða

500 ml

98

kr stk

994

áður 1.227 kr/stk

Tilboðin gilda 31. jan. - 3. feb. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8

fimmtudagurinn 31. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Minning

Jóhanna Kristinsdóttir Fædd 11. október 1929, látin 21. janúar 2013

„Sýnum drenglyndi og verum einlægar í vináttu“. ngdamóðir, Þessi orð eru ein af hvatningaróttir, orðum soroptimista og Jóhanna lifði svo sannarlega með þau að un Suðurnesja. leiðarljósi. Hún var sannur vinur kurkirkju og mannasættir. Jóhanna var ósér3:00. en þeim sem vilja hlífinn félagsmaður og hvatti aðra eyti Bandalags til dáða á jákvæðan hátt sem kom minningarkort 8842 / 862 8005). sér vel þegar eitthvað stóð til hjá okkur Keflavíkursystrum. Hún var sannur soroptimisti sem ufey Hrönn Þorsteinsdóttir, hafði bjartsýnina að leiðarljósi í nnar I. Baldvinsson, öf K. Sveinsdóttir,öllum sínum störfum fyrir klúbbinn. Jóhanna tók af heilum hug ur B. Kristinsson, þátt í öllu okkar starfi. n Björnsson, Margs er að minnast hvort sem við vorum að safna peningum til góðgerðarmála eða njóta samveru á annan hátt. Jóhanna hafði mikinn áhuga á að bæta stöðu kvenna bæði hér heima og erlendis en það er eitt af markmiðum okkar hreyfingar. Minnisstæðar eru tískusýningar þar sem við sýndum meðal annars

pelsa sem Jóhanna útvegaði enda hæg heimatökin hjá henni. Einnig koma upp í hugann árlegar ferðir til að huga að trjárækt okkar við Reykjanesbrautina þar sem við tókum með okkur áburð og kaffibrúsa og sitjum og spjöllum eftir að hafa hlúð að gróðri í Bjartsýnislundi og Systrabrekkum. Það var alltaf stutt í brosið og grínið hjá Jóhönnu. Notalegt var að heimsækja hana hvort sem það var í Miðtúninu eða á Nesvöllum. Við í Soroptimistaklúbbnum í Keflavík söknum vinkonu eftir áratuga samfylgd og eigum góðar minningar um elskulega systur. Við sendum fjölskyldu Jóhönnu innilegar samúðarkveðjur. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði sofðu rótt, þeim svefni engin rænir þig. Steinn Steinar F.h. Soroptimistaklúbbs Keflavíkur Guðrún Jónsdóttir

AÐALFUNDUR MÁNA Framhaldsaðalfundur Mána verður haldinn þann 7. febrúar í samkomuhúsi félagsins að Mánagrund og hefst kl. 20:00.

Blue Lagoon kynnir nýtt þörungakrem B

lue Lagoon kynnti nýlega nýtt þörungakrem, Nourishing Rich Cream í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Fjöldi glæsilegra kvenna kynntu sér nýju vöruna sem er 24 stunda nærandi krem sem hentar vel fyrir íslenskar aðstæður. Kremið veitir jafna og fallega áferð og hentar því vel undir farða auk þess sem það dregur fram ljóma húðarinnar. Blue Lagoon þörungar sem þekktir eru fyrir virkni gegn öldrun húðarinnar eru lykilinnihaldsefni nýja andlitskremsins. Blue Lagoon þörungamaskinn sem settur var á markað á sl. ári sló í gegn meðal íslenskra kvenna og nýja þörungakremið er spennandi viðbót við Blue Lagoon vörulínuna sem byggir

á virkum efnum Bláa Lónsins, kísil, steinefnum og þörungum. Nýja þörungakremið er 24 stunda krem og hentar því bæði sem dagog næturkrem. Ása Brynjólfsdóttir rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins hf. segir að sérstaða Blue Lagoon varanna hafi ávallt legið í rannsóknum á virkum efnum. „Allar okkar vörur byggja á virkum efnum Bláa lónsins, steinefnum, kísil og þörungum. Rannsóknir á kísil og þörungum Bláa lónsins hafa leitt í ljós að þessi efni hafa virkni gegn öldrun húðarinnar,“ segir Ása. Virk efni Bláa lónsins veita sérstöðu á heimsvísu segir einn færasti sérfræðingur heims á sviði öldrunar húðarinnar.

Rannsóknirnar eru unnar í samvinnu við Professor Jean Krutmann, einn færasta sérfræðing heims á sviði öldrunar húðarinnar. Hann flutti erindi við kynninguna. Mikil þróun á sér stað í snyrtivörum er vinna gegn öldrun húðarinnar. Hæfni virkra efna til þess er eitt það heitasta í snyrtivörurannsóknum í dag. Rannsóknaniðurstöður Bláa lónsins á þessum vettvangi eru einstakar á heimsvísu. Krutmann segir að einstök náttúruleg virk efni Bláa lónsins veiti Blue Lagoon húðvörunum einstaka stöðu á markaði í dag og jafnframt mikla möguleika sé litið til nánustu framtíðar og þeirrar þróunar sem nú á sér stað í snyrtivöruheiminum.

Dagskrá: Reikningar félagsins og venjuleg aðalfundarstörf Kveðja, stjórn Mána

Meðfylgjandi myndir voru teknar á kynningu Bláa lónsins.

AÐALFUNDUR Verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20:00 í Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15, Njarðvík Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Val Landsfundarfulltrúa. 3. Önnur mál. Gestur fundarins: Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður. Stjórnin

Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. janúar 2013

ÚtsÖlu

lÝKur um helgina

um! r ö v m ldu ö v f a r ttu á l s f a i ir enn me

% 0 7 0 2 afsláttur

Fermingarhelgi Í

Stórar rósir 20 stk Fitjum Blómavali

10

2.990 %

Reykjanesbæ

20

kr.

%

tur u afslát ar vör

ing un ri ferm af all gn framvís a d ge n e heims póstsins föstudag - laugardags ingar avali m r e f óm frá Bl

aukaafsláttur aðeins

AL

Í BLT FYR LÓ IR FE M RMIN AV GUN AL A I

7

FR VI ÁB NN Æ IN RIR GAR

hluti af Bygma LÆG S LÁGA TA VER Ð

HÚSA SMIÐ JUNN AR

*Afsláttur gildir af útsöluvörum. Gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“. Vöruúrval getur verið misjafnt milli verslana

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956


10

fimmtudagurinn 31. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR

vf@ vf.

grinda-víkurfréttir

is

Fyrirhuguð fráveita affallsvatns úr Svartsengi kærð L

andvernd hefur lagt fram kæru vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um matskyldu fráveitu úr Svartsengi í sjó. HS Orka ætlar sér að leggja fráveitu frá hitaveitu sinni í Svartsengi til að drena talsvert affallsvatn sem kemur úr borholum á svæðinu. Lögnin verður lögð niður að sjó og samkvæmt upplýsingum frá HS Orku er einnig stefnt

að því að tengja hana við Eldvörp fari svo að umhverfismat verði jákvætt fyrir tilraunaborholum þar. Affallsvatn veldur nokkrum ama í Svartsengi. Ekki er hægt að keyra framleiðslu þar á fullum afköstum vegna mikls affallsvatns sem teygir sig nú víða um hraunið í kringum vinnslusvæðið og Bláa lónið. Kísill verður til þess

að hraunholur stíflast og vatnið fer því ekki í jörðu. Stjórnendur HS Orku telja því nauðsynlegt að dæla vatninu í sjó með umræddri framkvæmd. Fulltrúar Landverndar hafa áhyggjur af því landraski sem fylgt gæti framkvæmdum við fráveituna og kærðu því ákvörðun Skipulagsstofnunar.

Höfðingleg gjöf til Tónlistarskólans T

ónlistarskólanum í Grindavík barst höfðingleg gjöf í tilefni 40 ára afmælis skólans á síðasta ári. Einar Bjarnason mætti í Tónlistarskólann fyrir hönd Víðihlíðarkvartettsins svonefnda og EB þjónustu og færði skólanum rausnarlega peningagjöf. Fyrirtæki Einars, EB þjónusta, gaf skólanum 60.000 krónur og Víðihlíðarkvartettinn svonefndi, þeir Agnar Steinarsson, Einar Bjarnason, Gunnlaugur Dan Ólafsson og Kristinn Jóhannsson, gáfu skólanum 140.000 krónur til hljóðfærakaupa. Þetta eru því samtals 200.000 krónur og er óhætt að segja að þetta nýtist skólanum einstaklega vel.

Þarftu að auglýsa í Grindavík? Auglýsing í Víkurfréttum er ódýrari en þig grunar og fer inn á öll heimili í Grindavík og á Suðurnesjum. Hafið samband við auglýsingadeild í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is

Ólga innan Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur

GRAL fær listamannalaun G rindvíska atvinnuleikhúsið, GRAL, fékk 10 mánaða listamannalaun úr Launasjóði sviðslistafólks. Þetta er mikil viðurkenning fyrir GRAL sem á fimm ár og þrjár leiksýningar að baki; 21 MANNS

SAKNAÐ, HORN Á HÖFÐI og ENDALOK ALHEIMSINS. GRAL hefur þegar fengið styrk og stuðning frá Menningarráði Suðurnesja til að setja upp HALARASS, sem er sjálfstætt framhald HORNA Á HÖFÐI.

T

alverð ólga hefur verið innan Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur eftir að aðalfundur félagsins fór fram milli jóla og nýárs. Birgir Mar Guðfinnsson var kjörinn formaður en hann hafði betur gegn Magnúsi Sigríðarsyni í kosningu fyrir áramót. Efast var um lögmæti þeirrar kosningar og því var kosið aftur eftir áramót en með sömu niðurstöðu. Birgir Mar er því formaður félagsins. Talsverður titringur hefur verið innan félagsins í kjölfarið og sam-

kvæmt heimildum Víkurfrétta hefur nýkjörinn formaður átt erfitt með að starfa með stjórn félagsins. Sunnudaginn 20. janúar var boðað til félagsfundar. Þar mættu milli 70 og 80 félagsmenn og fór fram málefnaleg umræða um innri málefni félagsins. Á fundinn mætti bókari félagsins ásamt lögfræðingi og fulltrúa frá endurskoðunarfyrirtæki til að fara yfir fjármál félagsins. Í kjölfarið sendi félagsfundurinn frá sér eftirfarandi ályktun. „Fundurinn harmar það upphlaup

sem orðið hefur í félaginu frá síðasta aðalfundi. Fundurinn bendir á að meginhlutverk félagsins er að vinna að hagsmunamálum sjómanna. Það verði ekki gert nema að stjórn vinni sem ein heild að félags- og hagsmunamálum þeirra, og láti af ásökunum á fyrri stjórnendur sem ekki eigi við rök að styðjast. Því er skorað á þá aðila sem kosnir voru í stjórn á síðasta aðalfundi að vinna saman,“ segir á heimasíðu Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Grindavíkur verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20:00 á Salthúsinu. Dagskrá: - Venjuleg aðalfundarstörf - Val Landsfundarfulltrúa - Önnur mál Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga Stjórn Sjálfstæðisfélags Grindavíkur

Aðalfundur Freyju Samhliða aðalfundi Sjálfstæðisfélags Grindavíkur verður haldinn aðalfundur Freyju félags ungra sjálfstæðismanna í Grindavík. Stjórn Freyju

Reisa minnisvarða um flugslys á Fagradalsfjalli

Á Sjálfstæðisfélag Grindavíkur

hugamenn um flugsögu stríðsáranna á Íslandi hafa óskað eftir heimild Grindavíkurbæjar til að setja upp minnisvarða um áhöfn og sögu flugvélar sem fórst í Fagradalsfjalli 3. maí 1943. Tillaga að staðsetningu er austan við veg 43, Grindavíkurveg, við svæði þar sem áður stóðu fiskihjallar. Tenging við þjóðveginn er því til staðar. Frá þessum

stað er góð sjónlína á slysstaðinn í fjallinu og aðgengi gott. Umsagnir landeiganda og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja liggja fyrir. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða og fól sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að útbúa lóð fyrir minnisvarðann í samstarfi við landeiganda.


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. janúar 2013

444-9900

Fjölbreyttur febrúar Fujitsu Lifebook AH530 Öflug Lifebook frá HP á ótrúlegu verði. 15,6” LED glossy skjár, Intel Core i3 örgjörvi, 6GB af DDR3 vinnsluminni og 500GB diskur. Vökvavarið lyklaborð. Intel HD graphics skjástýring.

Tilboð

89.900

Tilboð

Tilboð

26.900

29.900

Tilboð

59.900

Apple TV - 3. kynslóð

PoV Smart TV

Go Pro Hero 3 - silfur

Apple TV gerir þér m.a. kleift að streyma efni þráðlaust úr iTunes, iPad, iPhone og iPod touch beint í sjónvarpið. Meðal annars tónlist, kvikmyndum og ljósmyndum.

Breyttu þínu sjónvarpi í SmartTV og vafraðu á netinu, kíktu á Facebook eða tölvupóst, spilaðu kvikmyndir og tónlist af heimaneti, interneti eða YouTube.

Minni, léttari og innbyggt WiFi. Nýja Go Pro Hero 3 auðveldar þér að fanga augnablikið og deila því. Mikið úrval aukahluta fyrir GoPro.

Tilboð

Tilboð

89.900

99.900

Tilboð

229.900

Fujitsu Stylistic M532

LG Nexus 4

Panasonic 47” LED

Glæsileg spjaldtölva frá Fujitsu. Android (4.0) stýrikerfi frá Google, nVidia Tegra fjögurra kjarna örgjörvi og 1280x800 upplausn á snertiskjá. Aðeins 560 grömm.

Nýjasti snjallsíminn unninn í samvinnu við Google. Nýjasta útgáfa Android stýrikerfisins, öflugur fjögurra kjarna örgjörvi, háskerpuskjár og lengri rafhlöðuending.

Frábært 47” IPS LED sjónvarp frá Pansonic með Full HD (1920x1080) upplausn. Innbygður þráðlaus móttakari. Breytir 2d í 3D. 3x USB tengi, 4x HDMI.

REYKJAVÍK Ármúla 11

REYKJANESBÆR Tjarnargötu 7

AKRANES Dalbraut 1

BORGARNES Borgarbraut 61


12

fimmtudagurinn 31. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Slysaðist í hjálparstarf eftir flakk og framavonir

S

andgerðingurinn Guðrún Sveinsdóttir er nýráðinn framkvæmdastjóri ABC hjálparstarfs á Íslandi. Hún segist hafa endað í starfinu fyrir algera tilviljun eftir flakk erlendis en spennandi tímar eru framundan hjá samtökunum að hennar sögn. Guðrún er fædd og uppalin í Sandgerði fram til 16 ára aldurs. Hún fór svo í Menntaskólannn að Laugarvatni. „Fjölskyldan mín er á Suðurnesjunum og þar var minn fasti punktur á meðan ég var á flakki og það á eflaust ekkert eftir að breytast,“ segir Guðrún. Guðrún fór í nám til Austurríkis eftir að hún lauk framhaldsskóla. Bæði dvaldi hún í Vín og Salzburg þar sem hún lærði um Evrópusambandið, en Guðrún stefndi á frama í utanríkisþjónustu eða hjá EFTA. Hana langaði jafnvel að starfa í Brussel ef Ísland myndi ganga í Evrópusambandið. Þær áætlanir breyttust þó fljótlega. „Eftir nám kom ég heim til Íslands og fékk starf aðstoðarmanns forstjóra Lyfjastofnunar. Þá allt í einu breyttist eiginlega stefnan hjá mér, ég fann að mig langaði að vinna við eitthvað sem hjálpar þeim sem minna mega sín.“ Guðrún fór því að skoða hjálparstörf hjá stofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum. „Mér fannst ég þurfa að flytja erlendis til þess að fá meiri möguleika á starfi í þessum geira og pakkaði því í töskur og flutti aftur til Vínar en þar er mikið um alþjóðasamtök og stofnanir. Ég fór í rauninni út án þess að vera með neitt í höndunum en sótti um starf hjá þeim hjálparstofnunum sem ég fann og fékk að lokum vinnu sem skrifstofustjóri hjá hjálparsamtökunum World Vision.“ Þar vann Guðrún í rúmt ár áður en að löngunin til þess að fara á vettvang þar sem hjálparstörfin fara fram náði yfirhöndinni

Salzburg í Austurríki, þar sem Guðrún var í námi.

en samtökin starfa í 97 löndum. Þetta var hins vegar á þeim tíma sem fjármálakreppan var að byrja um alla Evrópu sem þýddi að flestir voru að draga saman seglin. „Það varð því ekkert úr því að ég færi á vettvang og stuttu seinna sagði ég upp vinnunni og kom heim til Íslands um jólin.“ „Þegar ég var komin heim sá ég auglýsingu um ABC skólann og ákvað að skella mér í hann en þar var ég í um tvo mánuði.“ Í kjölfarið starfaði Guðrún sem sjálfboðaliði

með formanni ABC að stefnumótun starfsins. Hún var þó alltaf á leiðinni út aftur og var byrjuð að sækja um störf hjá erlendum stofnunum þegar henni var boðið launað starf hjá ABC sem verkefnastjóri. Þetta var í júní á síðasta ári en í nóvember var Guðrún svo ráðin framkvæmdastjóri ABC. Starf framkvæmdastjóra ABC felur í sér hið hefðbundna utanumhald. Fjáröflun sem fer fram hérlendis er stór hluti af starfinu. Stuðningsaðilar okkar eru númer 1, 2 og 3 í

Guðrún Sveinsdóttir

starfinu að sögn Guðrúnar, en á bak við það hugtak leynast m.a. stuðningsforeldrar, fyrirtæki í formi vinafélaga og svo að sjálfsögðu allir þeir sjálfboðaliðar sem koma að starfinu. „Við viljum sinna þessum hópi betur og sýna þeim þakklæti okkar með því að veita þeim betri upplýsingar og efla samskiptin.

Það er á dagskrá þetta árið sem og ýmsar skipulagsbreytingar.“ ABC barnahjálp er al-íslenskt hjálparstarf sem var stofnað í þeim tilgangi að veita nauðstöddum börnum varanlega hjálp og vera farvegur fyrir framlög gjafmildra Íslendinga. Hjálparstofnunin hefur áratuga reynslu en á þessu ári fagnar ABC barnahjálp 25 ára stórafmæli. ABC rekur heimili og skóla í 8 löndum Afríku og Asíu fyrir u.þ.b.12.000 fátæk börn og götubörn. „Við erum einnig með fjáröflunarskrifstofur í Færeyjum, Bretlandi og Bandaríkjunum. Draumurinn er að opna fleiri fjáröflunarskrifstofur, t.d. á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu til þess að geta hjálpað fleirum. Við erum að vinna að fullt af spennandi hlutum hér innanhúss sem og á vettvangi og ég er rosalega spennt og bjartsýn á framtíðina fyrir hönd ABC.“

Jóhann með besta saltfisk Evrópu K

eflvíkingurinn Jóhann Ingi Reynisson, yfirmatreiðslumaður á Rica Seilet hótelinu í Molde í Noregi sigraði á dögunum keppni um frumlegasta og besta saltfiskrétt Evrópu. Keppnin var haldin á vegum Masi vínframleiðandans sem gefur út tímarit sem gefið er út víðs vegar um heim. Í verðlaun hlaut Jóhann birtinguna á réttinum í tímariti Masi, Le Venezie. Útfærslan á rétti Jóhanns var með portúgölsku nútíma ívafi. „Mér datt strax þessi réttur í hug og hvernig ég gæti útfært hann á nýjan máta. Ég fékk þá hugmynd

að elda ekki saltfiskinn í sósunni eins og alltaf er gert, heldur grilla hann og hafa hann með paprikustrimlum og tómatkavíar sem ég lagaði sjálfur,“ sagði Jóhann í samtali við Víkurfréttir. Hann hefur ásamt fjölskyldu sinni búið í Molde í fjögur ár en hann hóf störf á Rica Select hótelinu árið 2010. Hann tók yfir sem yfirmatreiðslumaður á hótelinu í byrjun árs 2011. Hann segist hafa eldað réttinn á annan hátt áður. Áður starfaði Jóhann á Quality Alexandra Hotel þar sem hann sá algjörlega um a la carte veitingastaðinn á hótelinu. Jóhann segist

„Mér datt strax þessi réttur í hug og hvernig ég gæti útfært hann á nýjan máta. Ég fékk þá hugmynd að elda ekki saltfiskinn í sósunni eins og alltaf er gert, heldur grilla hann og hafa hann með paprikustrimlum og tómatkavíar sem ég lagaði sjálfur,“ sagði Jóhann. hafa gaman af því að taka klassíska rétti og nútímavæða þá. Núna er hann t.d. að vinna í íslenska hangikjötinu og prófa sig áfram. Hótelið sem Jóhann starfar á er stærsta ráðstefnuhótelið milli Þrándheims og Bergen. Þar eru 225 herbergi og 15 ráðstefnusalir á 15 hæðum. Mest geta verið 1500 manns í mat á hótelinu. Hótelið sér um mat á alla heimaleiki hjá Molde fótboltaliðinu en það gera um 500 máltíðir í hverjum heimaleik. Öll lið sem Molde spilar við í norsku deildinni og Evrópukeppninni gista og eru í mat hjá Jóhanni á hótelinu. Það er því óhætt að segja að það sé sjaldan rólegt í eldhúsinu. „Ég er búinn að fá til mín þrjá Íslendinga í eldhúsið til að auka gæði á matnum,“ segir Jóhann og bætir því við að Norðmenn geri miklar kröfur um gæði og hafi yfir höfuð mikinn áhuga á mat.


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. janúar 2013

Tilboðin gilda 31. janúar - 3. febrúar

Kræsingar & kostakjör

LambaLæri - Frosið

verðbomba!

1.094

kr/kg

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


14

fimmtudagurinn 31. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR

PÓSTKASSINN

vf@ vf.

is

Steindi Jr og Jackson-show í Háaleitisskóla

n Sigurþór þórarinsson skrifar:

Staða atvinnumála Undanfarin ár hafa Reyknesingar mátt upplifa það að mörg fyrirtæki hafa lagt upp laupana og hætt rekstri vegna verkefnaskorts. Atvinnuleysi er óvíða meira með þeim vandamálum sem því fylgir fyrir fjölskyldur og ekki síður fyrir fjárhagslega afkomu sveitarfélagsins. Til eru þeir sem hafa gagnrýnt bæjaryfirvöld fyrir aðgerðarleysi á þessu sviði en það er mikil einföldun því staða atvinnumála á svæðinu á sér dýpri rætur. Sjávarútvegurinn sem í eina tíð var burðarás í afkomu sveitarfélagsins er að engu orðinn og árið 2006 hvarf Varnarliðið á braut og með því hundruð vellaunaðra starfa. Hið svonefnda hrun hefur síðan ekki bætt úr skák og afstaða ríkisvaldsins til uppbyggingar og fjárfestinga síður en svo liðkað fyrir.

Hvað er framundan

Það verður að segja bæjaryfirvöldum til hróss að þau hafa í erfiðri stöðu leitað leiða til atvinnusköpunar. Margvísleg starfsemi hefur litið dagsins ljós á varnarsvæðinu. Bera þar hæst verkefni á sviði menntamála og uppbygging og rekstur gagnavera er á góðri leið. Þá hefur starfsemi tengd millilandaflugi stóreflst. Ferðamannaiðnaðurinn á svæðinu fer vaxandi og horfur góðar á því sviði. Allt eru þetta atvinnuskapandi verkefni og ber að fagna hverjum áfanga í þeirri viðleitni. En eftir sem áður vantar Helguvíkina, burðarásinn í atvinnustarfsemina sem í einu vetfangi myndi breyta stöðunni til hins betra með hundruðum varanlegra og vellaunaðra starfa. Uppbygging álversins er þegar hafin en framkvæmdin tafist af ýmsum ástæðum. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa fyrir sitt leyti barist fyrir framgangi málsins en mætt mótbyr og þá ekki síst vegna afstöðu ríkisstjórnarinnar til verkefnisins. Er það mat margra að ekki komist skriður á fyrr en með nýrri ríkisstjórn sem

setur atvinnuuppbyggingu og auknar fjárfestingar í forgang. Hafi einhver efasemdir um mikilvægi álversins fyrir framtíð og fjárhag sveitarfélagsins og margvíslega uppbyggingu því samfara og á öllum sviðum er vert að líta til álversins á Reyðarfirði. Á sama tíma og öflugur sjávarútvegur á svæðinu hefur dregið úr mannaflaþörf vegna vélvæðingar hefur álverið bætt ríkulega þar úr. Þar starfa um fimm hundruð manns í prýðilega launuðum störfum. Þess utan hafa sprottið upp á svæðinu og blómstra einkarekin fyrirtæki sem þjónusta álverið sem þarf margs við. Er varlega áætlað að um þúsund manns hafi störf beint og óbeint í tengslum við álverið. Það þarf því ekki að fjölyrða um það hvílík lyftistöng álver í Helguvík yrði fyrir atvinnulífið á svæðinu. Þess vegna verða íbúarnir, allir sem einn, að styðja bæjaryfirvöld með ráðum og dáð í þeirri viðleitni að koma álversmálinu í höfn. Það er ekki einungis um að ræða fjárhagslega afkomu og framtíð einstaklinga og fjölskyldna heldur getu sveitarfélagsins til uppbyggingar og framfara á öllum sviðum mannlífsins.

Lítum okkur nær

Víkurfréttir birtu tíðindi nýlega sem lýsandi eru fyrir ástandið í bænum. Bakaríi var skellt í lás og starfsemi hætt. Viðskiptavinirnir horfnir á braut og rekstrargrundvöllurinn að engu orðinn. Þannig hefur því miður farið fyrir mörgum verslunar- og þjónustufyrirtækjum á svæðinu á undanförnum árum. Í stað þess að versla í heimabyggð og nýta þjónustuna þar þykir mörgum bæjarbúum vænlegra að láta Reykjavíkursvæðið njóta viðskiptanna. Á þessu eru auðvitað margar hliðar en samt sem áður er ekki hægt að halda því fram að þeir hinir sömu stuðli að því að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið í bænum. En slík gagnrýni á auðvitað ekki við hér heldur hitt sem er mikilvægast, að bæjarbúar standi saman um það markmið að gera góðan bæ betri. Sigurþór Þórarinsson rafvirkjameistari

Árshátíð

Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður haldin sunnudaginn 10. febrúar kl.18:00 í Stapanum.

Miðaverð kr. 6000,Dagskrá: Formaður skemmtinefndar setur hátíðina. Eyjólfur Eysteinsson formaður FEB flytur ávarp. Veislustjóri: Ásmundur Friðriksson Skemmtiatriði: Börnin hans Palla í Vísi, fordrykkur, aðalréttur, eftirréttur, kaffi. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Mummi Hermanns spilar fyrir dansi. Rútuferðir kl.17:30 frá Grindavík, Vogum, Garði og Sandgerði. Miðar seldir á Nesvöllum fimmtudaginn 7.febrúar kl.13:00 - 16:00. Þeir sem ekki eiga tök á að koma þangað hafi samband við fulltrúa úr skemmtinefnd. Rútufargjald innifalið í miðaverði. Fjölmennum. Skemmtinefndin (Geymið auglýsinguna).

N

Samkaup og Háskólinn á Bifröst taka höndum saman

emendur 7. bekkjar Háaleitisskóla fara í skólaferðalag að Reykjum í Hrútafirði á næstu vikum. Ýmislegt hefur verið gert til að afla fjár til fararinnar og áfram verður haldið í fjáröflun. Næstkomandi föstudag, þann 1. febrúar, verður fjáröflunarkvöld í Háaleitisskóla kl. 20:00. Þar verða margvísleg tónlistaratriði en aðalnúmerin þetta kvöld verða Alan Jones, sem var með Michael Jackson Show á Broadway. Þá mæta þeir Steindi Jr. og Bent og taka nokkur lög. Aðgangseyrir verður 500 kr. og sama gjald fyrir fullorðna og börn. Þeir sem ætla að mæta og taka þátt í fjörinu er bent á að ekki eru posar á svæðinu og því betra að vera með seðil eða klink við innganginn.

H

áskólinn á Bifröst og Samkaup hf hafa tekið höndum saman og undirritað samstarfssamning um Kaupmannsskólann. Um er að ræða nám fyrir stjórnendur og lykilstarfsfólk nærri 50 verslana Samkaupa um land allt. Náminu verður ýtt úr vör í janúar en kennsla mun fara fram með námskeiðum á Akureyri, Egilsstöðum, Reykjanesbæ og í Reykjavík. Áhersla verður lögð á fræðslu um m.a. kaupmennsku, leiðtogaþjálfun, sölutækni, fjármál, nýliðaþjálfun og þjónustustjórnun. Samanlagt verða námskeiðsstundir rúmlega 3.300 talsins. Markmiðin með náminu eru einkum: - Að bæta skilning á grundvallaratriðum kaupmennsku og verslunarrekstri. - Að efla framkomu og þjónustulund við viðskiptavini Samkaupa - Að bæta vöruþekkingu starfsfólks. - Að auka starfsánægju, starfsstolt og jákvætt viðhorf starfsfólks. - Að efla gæða- og öryggisstjórnun í verslunum. - Að efla menntunarstig starfsfólks Samkaupa til langs tíma litið. Háskólinn á Bifröst hefur á undanförnum árum byggt upp sérþekkingu á sviði verslunarstjórnunar og býður m.a. upp á diplómanám í verslunarstjórnun ásamt því að starfrækja Rannsóknarsetur verslunarinnar sem er leiðandi aðili í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Samkaup hf. á og rekur nærri 50 verslanir um allt land. Þar á meðal Nettó, Samkaup Úrval, Samkaup Strax, og Kaskó. Fjöldi starfsmanna er u.þ.b. 900 í 450 stöðugildum. Stefna Samkaupa er að þjóna kröfum viðskiptavina sinna með framúrskarandi hætti. Með tilkomu Kaupmannaskólans vill Samkaup auka menntunawrstig starfsfólks fyrirtækisins og gera því kleift að vaxa og dafna í störfum sínum. Þetta er langtímaverkefni með það að markmiði að auka gæðaog þjónustustig verslana sem og að gera verslunarstörf áhugaverðan og spennandi valkost á vinnumarkaði.

Við fyrsta hanagal

T

ilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni þess efnis, að hani nokkur, staðsettur í parhúsi í umdæminu, væri til stórra vandræða. Hann léti í sér heyra á öllum tímum sólarhrings, ekki síst á nóttunni og væri þá ekkert á lágu nótunum. Hefði hann ýmist haldið fólki vakandi stóran hluta nætur, eða vakið þá sem náðu að festa svefn. Lögregla ræddi við eiganda hanans sem lofaði að fjarlægja hann úr þéttbýlinu. Nágrönnum var greint frá því og önduðu þeir léttar.

heilsuhornið

Flensuráð fyrir börn lensan er farin að láta á sér F bera með tilheyrandi einkennum og geta börn oft orðið

mjög lasin vegna þessa en þau eru sérstaklega viðkvæm fyrir háum hita. Ég tók saman nokkur náttúruleg ráð fyrir okkur foreldra sem geta hjálpað börnum að verjast flensupestum og eins þegar einkenni gera fyrst vart við sig. Við getum reynt að stytta tímann sem þau eru lasin með því að styðja ónæmiskerfið í að vinna á sýkingum.

Ásdís grasalæknir skrifar

Þvo reglulega litlu hendurnar! Það eru örverur allt í kringum okkur og þau eru oft ekki dugleg við það sjálf að muna eftir þessu.

Vatn vatn vatn! Afar mikilvægt að þau fái nægilegan vökva og þá sérstaklega á meðan þau eru lasin. Passa upp á svefninn en góður svefn gerir ónæmiskerfinu kleift að eflast enn frekar. Klæðum börnin vel en miklar sveiflur í hitastigi geta truflað ónæmiskerfið og gert það móttækilegra fyrir sýkingum. D-vítamín er styrkjandi fyrir ónæmiskerfið og er gott að taka sem viðbót við fæðuna. D-vítamín er

eitt af mikilvægari bætiefnum sem við getum notað fyrir börnin okkar yfir flensutímabilið. Acidophilus meltingagerlar eru í góða liðinu! Góð þarmaflóra í meltingarvegi hefur styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið og getur aukið mótstöðu barna gegn sýkingum. Fæst í duftformi eða hylkjum fyrir börn og varðandi skammtastærðir þá er gott að miða við að börn undir 1 árs aldri fái 5 billion gerla á dag, börn 1-5 ára 10 billion gerla á dag, og þau sem eru eldri en 5 ára 15-20 billion gerla á dag. Lýsi og barnafjölvítamín/steinefnablanda gefur okkur nauðsynlegar fitusýrur og næringarefni fyrir starfsemi ónæmiskerfisins. Jurtablöndur fyrir ónæmiskerfið og öndunarfærin koma að góðu gagni en grasalæknar útbúa slíkar blöndur bæði fyrir yngri og eldri börn sem efla ónæmiskerfið og geta dregið úr einkennum kvefog flensusýkinga. Ef hitinn fer yfir 38,5°C í 3 daga ber að hafa samband við lækni og einnig ef óeðlileg einkenni gera vart við sig. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. janúar 2013

Ari Trausti – fyrirlestur í Keili 6. febrúar

Jarðfræði og náttúruvá á Reykjanesskaga Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur flytur erindi um jarðfræði og náttúruvá á Reykjanesskaga í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú, miðvikudaginn 6. febrúar, kl. 12–13.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir jarðhita og eldvirkni á Reykjanesskaga og helstu form þeirrar hættu sem stafar af ýmsum atburðum í náttúrunni. Að erindinu loknu verður fyrirspurnum svarað eftir því sem tíminn leyfir. Allir velkomnir.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar


16

fimmtudagurinn 31. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR

ÝMISLEGT FRAMUNDAN HJÁ KEFLAVÍKURKIRKJU Starf fyrir eldri borgara í Keflavíkurkirkju fer af stað mánudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Umsjón hafa þeir sr. Skúli S. Ólafsson og Arnór Vilbergsson organisti. Stundirnar verða á dagskrá fyrsta mánudag í mánuði og allir eldri borgarar eru hjartanlega velkomnir. Fimmtudaginn 7. febrúar kl. 18:00 - 21:00. Hjartsláttur trúarinnar: Messur og aðrar athafnir í kirkjunni. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti heldur erindi um helgihaldið í kirkjunni. Dagskráin er ætluð messuþjónum, öðrum sjálfboðaliðum og hverjum þeim sem hafa áhuga á kirkjunni sinni. Fáir hafa jafn mikla þekkingu á þessu sviði og sr. Kristján Valur en hann er auk þess afar skemmtilegur fyrirlesari. Boðið verður upp á súpu og heimabakað brauð að hætti hússins! Allir eru velkomnir Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20 Sr. Kristinn Ólason guðfræðingur kemur og fjallar um Jobsbók í Gamla testamentinu. Þessi fyrirlestur er öllum opinn. Sorgarhópur í Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 6. febrúar hefur göngu sína sorgarhópur í Keflavíkurkirkju. Samverustundirnar verða á miðvikudögum kl. 20:00-21:30 í Kirkjulundi. Sorgarhópurinn er lokaður þar sem fólki gefst kostur á að vinna úr tilfinningum sínum og reynslu með umræðu og gagnkvæmum stuðningi. Aðgangur í hópinn er takmarkaður við 10-12 manns. Upplýsingar og skáning gefur sr. Erla Guðmundsdóttir í síma 849 2194 eða á erla@keflavikurkirkja.is.

n Sigríður Erlingsdóttir er nýr formaður Golfklúbbs Sandgerðis

Sigríður fyrsti kvenkyns formaður GSG S

igríður Erlingsdóttir var í síðustu viku kjörin formaður Golfklúbbs Sandgerðis. Hún er fyrsta konan til að gegna þessu embætti í sögu GSG en hún tekur við af Sigurjóni Gunnarssyni sem hefur verið formaður klúbbsins undanfarin ár. Þrír einstaklingar sóttust eftir því að leiða klúbbinn en Sigríður hafði betur í kosningu og var kjörin formaður til næsta starfsárs. Í samtali við Víkurfréttir kveðst Sigríður spennt fyrir komandi starfsári. „Ég er mjög sátt með kjörið til formanns. Innra starfið hjá okkur er alltaf að eflast og gaman að sjá þessa góðu mætingu sem var á aðalfundinum,“ segir Sigríður en

alls mættu um 60 manns á aðalfund GSG sem fram fór í síðustu viku. Golfklúbbur Sandgerðis var stofnaður árið 1986 og fagnar því 27 ára afmæli sínu í ár. „Formannsembættið leggst mjög vel í mig. Ég er með mikið af góðu fólki í kringum mig í stjórninni og það hjálpar til. Ég var í stjórninni á síðasta ári þannig að ég þekki starfið hjá klúbbnum vel. Það er mikið að gerast hjá klúbbnum og allt árið um kring. Við erum með völlinn opinn yfir vetrartímann. Það hefur verið mikil umferð kylfinga af höfuðborgarsvæðinu til okkar yfir vetrartímann og mótin okkar fyllast nánast samstundis,“ segir Sigríður.

Keflavíkurkirkja www.keflavikurkirkja.is

Ættfræði á bókasafninu Félagar af Suðurnesjum í Ættfræðifélaginu ætla að hittast á bókasafninu og ræða saman um ættfræði þriðjudaginn 5. febrúar 2013 kl. 17:00-19:00. Allir áhugasamir eru velkomnir. Nánari upplýsingar gefur Kristján Einarsson s. 421 3233.

Tók fram kylfurnar milli barneigna Sigríður lék golf á yngri árum en hætti svo um nokkurra ára skeið. Hún tók fram kylfurnar að nýju eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn og hefur leikið golf síðan. „Ég var í golfi sem barn og unglingur. Ég byrjaði aftur á milli barneigna en núna er ég á fullu í golfi. Maðurinn minn er byrjaður í golfi og börnin eru líka farin að kíkja með mér út á völl,“ segir Sigríður. Hún er mjög bjartsýn á framtíð klúbbsins sem hefur sína sérstöðu hér á landi. „Okkar helsta sérstaða er að völlurinn er opinn inn á sumarflatir allan ársins hring. Kirkjubólsvöllur er sífellt að verða betri og betri. Hann var svolítið hrár fyrst þegar við opnuðum sem 18 holur en við eigum frábært fólk sem hefur lagt á sig ómælda sjálfboðavinnu við að laga völlinn til. Völlurinn tekur sífellt framförum. Framtíð GSG er björt.“

STARFSMAÐUR Á BÓKASAFN FLUGREKSTRARSVIÐS ICELANDAIR LEITAR AÐ ÖFLUGUM LIÐSMANNI SEM HEFUR ÁHUGA Á KREFJANDI STARFI Í HRÖÐU OG SÍBREYTILEGU ALÞJÓÐLEGU UMHVERFI Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI. Starfssvið: • Uppfærsla handbóka og annarra gagna á bókasafni flugrekstrarsviðs • Skráning og eftirlit með flugumslögum félagsins • Uppfærsla og dreifing Jeppesen handbóka • Utanumhald um gögn vegna frakt- og leiguverkefna • Önnur tilfallandi störf

Hæfniskröfur: • Góð menntun sem nýtist í starfi • Starfsreynsla við umsjón handbóka er æskileg • Góð enskukunnátta og tölvufærni er nauðsynleg • Frumkvæði, jákvætt hugarfar og rík þjónustulund • Færni í almennum samskiptum og samvinnu • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Hér er um sumarstarf að ræða í vaktavinnu þar sem unnið er á 12 tíma dagvöktum. Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli. Nánari upplýsingar veita: Birgir Örn Ólafsson, netfang: birgir@icelandair.is Kristín Björnsdóttir, netfang: stina@icelandair.is Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is eigi síðar en 10. febrúar 2013.


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. janúar 2013

UMBÚÐAHÖNNUN 2013 Oddi, Félag íslenskra teiknara (FÍT) og Norræna húsið standa að opinni hönnunarsamkeppni umbúða úr kartoni, bylgjupappír og/eða mjúku plasti.

1. VERÐLAUN

DÓMNEFND SKIPA: Hörður Lárusson

Grafískur hönnuður/For

maður FÍT

Elísabet Ýr Sigurðardótt Umbúðahönnuður hjá Od

Katrín Ragnars

da

Arkitekt

Einar Gylfason

Grafískur hönnuður

Ragnheiður Ösp Sigurð Vöruhönnuður

ardóttir

ir

150.000 kr. í peningum og 250.000 kr. prent­ inneign hjá Odda

2. VERÐLAUN 75.000 kr. í peningum og 150.000 kr. prent­ inneign hjá Odda

3. VERÐLAUN 35.000 kr. í peningum og 100.000 kr. prent­ inneign hjá Odda

AUKAVERÐLAUN Út fyrir boxið 150.000 kr. prent­ inneign hjá Odda verður veitt þeirri tillögu sem sýnir fram á fram­ sækna eða nýja nálgun á notkun umbúða.

Umhverfisvænar umbúðir Norræna húsið verð­ launar sérstaklega þá tillögu sem þykir umhverfisvænust með tilliti til efnisnotkunar, notagildis og endur­ vinnslumöguleika.


18

fimmtudagurinn 31. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Instagram

VF

Regnbogi við bíóið Elsa Júlíusdóttir er sigurvegari í Instagram-leik VF þessa vikuna. Hún var stödd niðri á Hafnargötu að versla með vinkonunum þegar hún sá þennan líka fallega regnboga. Hún smellti að sjálfsögðu af enda segist hún vera dugleg að mynda á snjallsímann sinn. Hún taldi líklegt að hún tæki mömmu og pabba með sér í Bláa lónið en vinkonurnar fá að fara með í bíó og út að borða á Langbest.

FS-INGUR VIKUNNAR

Skemmtilegast í eyðum og hádegismat

S

igríður Guðbrandsdóttir er FS-ingur vikunnar hjá VF. Hún er 16 ára Keflvíkingur sem vinnur hjá Hlöllabátum og stundar nám á náttúrufræðibraut. Hana langar til þess að verða ljósmóðir í framtíðinni en meðal áhugamála hennar eru söngur og ferðir til útlanda. Ef hún væri skólastjóri FS myndi hún halda skemmtilegar ræður. Af hverju valdir þú FS?

Af því þetta er eini framhaldsskólinn í Keflavík og ég nennti ekki að vera alltaf að taka rútu á morgnana í bæinn. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?

Ágætt, mætti vera betra. Áhugamál?

Syngja, fara til útlanda, vera með kærastanum, vinum og fjölskyldunni o.fl. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?

Eins og er langar mig að verða ljósmóðir.

Já, ég vinn á Hlöllabátum.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?

Ég myndi halda skemmtilegar ræður.

Hver er best klæddur í FS?

Gunnhildur Gunnarsdóttir var það alltaf, en því miður get ég ekki valið hana lengur.

EFTIRLÆTIS...

Hvað er skemmtilegast við skólann?

Facebook og youtube.

Sjónvarpsþættir

Friends.

Vefsíður

Eyður og hádegismatur.

Flík

Leðurvesti úr H&M.

Hvar hangirðu í eyðum og frímínútum?

Skyndibiti

American Style og Metro.

Annað hvort heima eða í skólanum.

Kennari

Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum?

Rósa, að sjálfsögðu.

Fer í ræktina þegar ég hef tíma til.

Fag

Íslenska.

Hvað borðar þú í morgunmat?

Cheerios.

Tónlistin

Bara alls konar, engin ákveðin sem ég hlusta bara á.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur?

Arnór Ingvi Traustason.

Hvað fær þig til að hlæja?

Friends þættirnir.

Hvað er heitasta parið í skólanum?

Systir mín, sem er alveg eins og ég, og kærastinn hennar.

Ertu að vinna með skóla?

1. ATVINNA Í BOÐI

2.

3.

Í

öðru sæti er Ingunn Eva Júlíusdóttir sem á þessa fínu mynd af sér og hundinum sínum. Þriðja sætið hreppir þessi mynd af mæðginum í göngutúr. Birgitta Hallgrímsdóttir tók myndina.

Verðlaunin eru ekki af verri endanum en fyrir sigurmyndina fær sigurvegarinn aðgang fyrir fjóra í Bláa lónið, bíómiða fyrir fjóra í Sambíóin Keflavík og Pizzuveislu fyrir fjóra á Langbest. Vinninga má vitja á skrifstofu Víkurfrétta, Krossmóa 3, 4. hæð.Við leitumst töluvert eftir því að í myndunum sé líf og starf á Suðurnesjumhaft að leiðarljósi og ekki sakar að þær séu örlítið broslegar og frumlegar.

Starfsmaður í reikningsskil og skattframtalsgerð fyrirtækja Vegna aukinna verkefna leitum við að starfsmanni í fullt starf á skrifstofu okkar í Reykjanesbæ. Starfið býður upp á spennandi tækifæri fyrir fólk sem vill þróa hæfni sína á þessu svið. Menntunar- og hæfniskröfur • Góð viðskiptamenntun • Tengd starfsreynsla • Góð þekking á bókhaldi og reikningsskilum • Góð þekking á Excel Nánari upplýsingar veitir Andrés Guðmundsson, starfsmannastjóri í tölvupósti agudmundsson@kpmg.is og síma 545 6077. Fyllsta trúnaðar er gætt varðandi allar umsóknir og persónulegar upplýsingar. Umsókn ásamt ferilsskrá sendist í tölvupósti. kpmg.is


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. janúar 2013

n Rósmarý Kristín Sigurðardóttir // UNG

Væri til í að geta lesið hugsanir R

ósmarý Kristín Sigurðardóttir er nemandi í 9. bekk í Njarðvíkurskóla. Uppáhaldsþátturinn hennar er Friends og hún segir að hláturinn lengir lífið. Hún væri til í að vera lögmaður eða vinna við tannréttingar í framtíðinni. Hvað gerirðu eftir skóla?

Borða, æfingu, út að hlaupa, oftast tölvuna. Hver eru áhugamál þín?

Fótbolti er mitt áhugamál.

Uppáhalds fag í skólanum?

Enska og val.

En leiðinlegasta?

Danska er leiðinlegasta fagið.

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?

Allir í Friends.

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?

Ég væri til í að lesa hugsanir.

ég bara.

Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?

Hláturinn lengir lífið.

Hvað er skemmtilegast við Njarðvíkurskóla?

Krakkarnir.

Hvaða lag myndi lýsa þér best?

Don't Wake Me Up með Chris Brown.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?

Friends.

Í hvaða bekk og skóla ertu í?

9. bekk og í Njarðvíkurskóla.

Besta Bíómynd?

The Impossible er besta bíómyndin.

Sjónvarpsþáttur?

Friends og The Middle.

Hvað er draumastarfið í framtíðinni?

Tónlistarmaður/Hljómsveit?

Hver er frægastur í símanum þínum?

Matur?

Lögmaður eða tannréttingar. Móðir jörð auðvitað.

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?

Bara fjölskyldan.

Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag?

Hræða alla held ég haha. Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?

Venjulegum stelpufötum held

Frank Ocean, Rihanna og Beyonce eru í uppáhaldi. Pasta.

Drykkur?

Rautt Fanta.

Leikari/Leikkona?

Jim Carrey er svona aðal. Fatabúð?

Forever21 og margar aðrar. Vefsíða?

Tumblr.

Hamingjuhornið

An

Fórstu í blakkát á Blakkát! Ég lét hringja lengi - hver er farin að sofa fyrir miðnætti á föstudagskvöldi , ja engin í kringum mig, svo mikið er víst. Á hinum enda línunnar svarar þreytuleg rödd: halló, Anna Lóa, er ekki allt í lagi?? Jú auðvita er allt í lagi - mátt ekki vera svona paranojuð elskan. Nei nei, æ klukkan orðin svo margt og þá er maður hræddur um að eitthvað hafi komið upp ANNA LÓA á. ÓLAFSDÓTTIR Nei alls ekki, varð bara að deila SKRIFAR með þér að ég var að koma af svo skemmtilegu leikriti - Blakkát. Fjallar um þessa virðulegu, vel gefnu og sjarmerandi embættiskonu sem vaknar upp á Hótel Örk með ákaflega óljósa mynd af atburðum liðinnar nætur og við hlið hennar dauður maður. Hún var ofurölvi kvöldið áður, búin að klúðra málunum feitt á árshátíð og er ekki alveg að horfast í augu við líf sitt. Vinkonan hljómaði mjög þreytt þegar hún sagði áhugalaus; já ok, bíddu ég hélt að þú hefði farið á þetta leikrit fyrir jólin. Já ég fékk sms frá þér um nóttina nokkur reyndar! Nei nei hvaða vitleysa, allavega. Þetta var rosalega fínt kvöld. Fékk Bínu til að koma með mér. Við höfum reyndar ekki talað saman í marga mánuði, ekki síðan hún fékk kast í síðustu sumóferð. Fannst eitthvað óviðeigandi þegar ég og karlinn hennar stálumst saman í heita pottinn á svæðinu þarna um nóttina. Hei, get ég gert að því þó sundfötin hafi gleymst. Hvernig er hægt að gera mál út af svona. En allavega, hún Borghildur í Blakkát, er í algjörri afneitun, svo dæmigert eitthvað. Búin að klúðra hjónabandinu og börnin tala ekki við hana og hún skilur ekki neitt í neinu. Fíflunum og fávitunum fjölgar í kringum hana og hún tekur enga ábyrgð á lífi sínu. Vinkonan gefst ekki upp; Anna Lóa, ég man svo vel eftir þessu núna. Silla bauð þér á frumsýninguna á þessu leikriti!

na

Ló a

Bíddu hvað er málið!! Já já já, ok ég fór á frumsýninguna. Ég var bara slöpp á sýningunni og man ekki svo mikið eftir henni. Jú jú, fór með Sillu sem var kannski ekki góð hugmynd. Þú veist að henni finnst gaman að skvetta í sig, og bíddu ekki var það mín hugmynd að fara fyrst út að borða. Og var það ég sem helti stanslaust í glösin.....nei nefnilega ekki. Hún veit líka að við þolum hvorugar að drekka Grand. Auðvita var hún búin að gleyma því að síðast þegar við fengum okkur svoleiðis fyrir leikhúsferð var okkur báðum hent út þegar við vorum farnar að svara leikurunum og buðum Hilmi Snæ með okkur í partý. Ég sofnaði reyndar fljótlega á Blakkát, enda brjáluð vinnuvika að baki og ég eitthvað slöpp. Já þegar ég hugsa þetta betur þá hefði eiginlega verið kraftaverk ef ég hefði vakað út sýninguna eftir allt álagið vikuna á undan. Ég vaknaði reyndar í hléinu og viti menn, boðið upp á vín. Mér finnst reyndar svoldið skrýtið að bjóða svona upp á áfengi á sýningu sem er að fjalla um áfengisvanda, en hvað veit ég. Ekki vill maður vera fúll á móti svo auðvita fékk ég mér smá dreitil í hléinu, maður kann sig jú. Svo frumsýningarpartý, sem var víst mjög skemmtileg, en þá var ég nú pottþétt komin með hita. Af hverju er fólk að setja svona myndir á FB - pínu óþægilegt, ég var svo lasleg á öllu myndunum! En ég bara varð að fara aftur á sýninguna, hitti Björk höfundinn á Kaffitár um daginn og hún vildi vita hvernig mér fannst. Hún hefur líklega munað eftir mér úr partýinu, en af myndunum að dæma vorum við bestu vinkonur þar. Það var fátt um svör hjá mér og ekki gat ég viðurkennt að hafa sofnað á sýningunni. Ég var svoldið stressuð um að hún hafi misskilið þetta og haldið að ég væri full en ekki svona illa fyrirkölluð. Ekki beint smart ,,bíddu, fórstu í blakkát á Blakkát“! En heyrðu, ætla að fara að sofa, vildi bara hvetja þig að sjá þetta stykki. Minnti mig pínu á þig og þínar ,,virðulegu vinkonur“. Túrrillídú!!! Þangað til næst - gangi þér vel! Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www.facebook.com/Hamingjuhornid


20

fimmtudagurinn 31. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Það verða allir sexý í Sandgerði

S

tórdansleikur fer fram í hinu fornfræga Samkomuhúsi í Sandgerði laugardaginn 2. febrúar nk. Helgi Björns og Reiðmenn Vindanna munu þar þeysa um sviðið af sinni alkunnu snilld svo dansþyrstir Suðurnesjamenn fá eitthvað fyrir sinn snúð. SS Sólar-aðdáendur fá að sjálfsögðu sinn skammt

því þeirra bestu lög ásamt mörgum öðrum góðum slögurum munu hljóma í sal Samkomuhússins þetta kvöld. Hvernig væri að ná upp góðri stemmingu, hóa saman vinum og vandamönnum og hittast öll á alvöru balli í Sandgerði. Þess má geta að 25 ára aldurstakmark er á ballið.

Flóamarkaður Föstudaginn 1. febrúar nk. verður haldinn flóamarkaður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ, frá kl. 13:00 - 16:30. Rauði krossinn á Suðurnesjum

ATVINNA

Vantar bifvélavirkja eða vanan verkstæðismann til starfa. Nauðsynlegt að umsækjendur séu bæði talandi á Íslensku og skrifandi. Umsóknum svarað á staðnum.

Segir af sér embætti forseta bæjarstjórnar I

nga Sigrún Atladóttir hefur óskað eftir að segja af sér embætti forseta bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum í samræmi við 30.gr. sveitarstjórnarlaga. Ástæðuna segir hún vera annir og álag vegna framboðs til alþingiskosninga. „Auk þess sem ég tel farsælla að ég sé ekki talsmaður bæjarstjórnar á meðan ég stend í kosningabaráttu á öðrum vettvangi,“ segir í bókun og tillögu sem hún lagði fram á síðasta fundi bæjarstjórnar. Inga Sigrún lagið jafnframt til að Oddur Ragnar Þórðarson verði forseti bæjarstjórnar sveitarfélagsins. Tillagan er samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Þar sem Oddur Ragnar Þórðarson hefur verið kjörinn forseti bæjarstjórnar er lagt til að í hans stað sem annar varaforseti bæjarstjórnar verði kjörin Sveindís Skúladóttir. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum. Bergur Brynjar Álfþórsson bæjarfulltrúi lagði fram svohljóðandi bókun: „Undirritaður lýsir furðu sinni á því að fráfarandi forseti telji farsælt að hún sé ekki talsmaður bæjarstjórnar í aðdraganda þingkosninga en skuli samt ætla að vera talsmaður bæjarstjórnar á mikilvægasta vettvangi samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum“.

vf@ vf.

PÓSTKASSINN

is

n Ólafur þór ólafsson skrifar:

Nokkur orð um Sandgerðisbæ og Fasteign Í síðustu viku var gengið frá breytingum á Eignarhaldsfélaginu Fasteign og þar með sér loks fyrir endann á vinnu sem hefur tekið meira en tvö ár. Forsendur fyrir rekstri Fasteignar brustu við hrunið árið 2008 og er hálfkláruð Hljómahöllin í Reykjanesbæ minnisvarði þess. Hjá okkur Sandgerðingum birtust þessi vandamál félagsins í vandræðum við fjármögnun nýbyggingar Grunnskólans og erfiðleikum við að standa undir snar hækkandi skuldbindingum. Eftir sveitarstjórnarkosningar 2010 var farið að skoða ýmislegt í rekstri félagsins og kom í ljós að margt mátti betur fara. Fulltrúi Sandgerðisbæjar í stjórninni hafði frumkvæði að því að ýmsum steinum var velt innan félagsins og má segja að það hafi verið upphafið að þeirri endurskoðunarvinnu sem nú er að komast á endapunkt. Þessi vinna hefur verið í senn tímafrek og flókin enda miklir hagsmunir í húfi og margir aðilar sem að málinu

koma. Það samkomulag sem nú liggur fyrir er ekki fullkomið og ýmislegt í því sem mætti gagnrýna út frá hagsmunum sveitarfélaganna. Nýju leigusamningarnir eru þó betri en þeir gömlu þegar litið er til þess að greiðslubyrðin léttist til muna fyrstu árin og endurkaup eigna verða í senn auðveldari og ódýrari. Þá er stór kostur að nýir samningar eru einungis í íslenskum krónum en ekki að stórum hluta í erlendri mynt eins og þeir fyrri voru. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur haft það markmið að kaupa eignir sínar til baka af Fasteign og með nýjum leigusamningum verður það auðveldara en áður. Í kjölfar hinna nýju samninga mun Sandgerðisbær væntanlega leysa um helming eigna sinna til baka út úr Fasteign, bæta þar með skuldastöðu sína töluvert og laga rekstrarstöðuna um leið. Því miður náðist ekki að klára þessar breytingar á árinu 2012 sem þýðir að þegar ársreikningar sveitarfélaga verða bornir saman í vor munu Sandgerðingar enn vera á toppi skuldalistans. Það mun hins vegar breytast þegar árið 2013 verður gert upp og skuldaprósenta Sandgerðis-

bæjar sem hlutfall af árstekjum verður komið niður fyrir 250%. Þeir sem hafa fylgst með bæjarpólitík í Sandgerði vita að ég hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af viðskiptum Sandgerðisbæjar við Fasteign. Þessu til stuðnings get ég bent á afstöðu mína í bæjarstjórn þegar samningar voru gerðir við Fasteign á árunum 2004-2010. Eins hef ég bókað eitt og annað í bæjarstjórn í gegnum tíðina varðandi félagið og benti m.a. á gjaldeyrisáhættuna sem fylgdi leigusamningunum strax árið 2004. Ég tel hins vegar að sú ákvörðun sem bæjarstjórn Sandgerðisbæjar tók 18. janúar sl. um að ganga að nýjum samningum sé skynsamleg til að verja hagsmuni bæjarfélagsins út frá þeirri stöðu sem uppi er í dag. Sandgerðingar verða að vísu enn bundnir með hluta eigna sinna í Fasteign, en mun minna hlutfall en áður og bæjarsjóður verður í betri stöðu til að styðja við bæjarfélag í sókn. Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir:

Skráðu þig

Njarðarbraut 1 - 260 Reykjanesbæ - Sími: 421 8085 - Farsími: 857 9979

KALT ÚTI Gas hitablásari 15Kw

16.900

Landskeppni í hreyfingu

Lífshlaupið rúar! byrjar 6. feb

Þín heilsa – þín skemmtun

• Vinnustaðakeppni • Hvatningarleikur í skólum • Einstaklingskeppni

Olíu hitablásari 28Kw

89.900

Nokkrar stærðir á lager

Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa

11.990

Panelofnar í MIKLU ÚRVALI! FRÁBÆRT VERÐ!

Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu og gera hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum.

Skráning og nánari upplýsingar á:

www.lifshlaupid.is

6.990

Samstarfsaðilar

KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ Kletthálsi Reykjavík

Ólympíufjölskyldan

Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

ÍSLENSKA / SIA.IS / ISI 62677 01/13

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. janúar 2013

vf@ vf.

PÓSTKASSINN

is

n Ásmundur Friðriksson skrifar:

Þakkir fyrir stuðning Ég vil færa öllum þeim sem stóðu fyrir framkvæmd og þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um sl. helgi þakkir. 44% þátttaka var í prófkjörinu sem er ásættanlegt. Í Garðinum var þátttakan rúm 70% og gleður það mig hvað margir Garðmenn sáu ástæðu til að taka þátt. Þeir sýndu mér stuðning í verki sem ég kann að meta og þakka. Ég sóttist eftir 3ja sæti á listanum og ég náði því markmiði mínu með góðum almennum stuðningi úr öllu kjördæminu. Ég er þakklátur fyrir stuðninginn og mun gera allt til að rísa undir þeim væntingum og vonum sem gerðar eru til mín. Ég vil sýna Suðurnesjamönnum að ég mun verða sterkur málsvari þeirra og vinna að þeim málum sem til heilla horfir fyrir Suðurnes. Leiðrétta misræmi í stuðningi hins opinbera við samfélagið á Suðurnesjum og vera sýnilegur og tengjast samfélaginu sem er lykillinn að

góðu samstarfi. Standa við bakið á fólkinu og heimilunum, atvinnulífinu og uppbyggingu nýsköpunar og atvinnutækifæra sem skapa góð og vel launuð störf. Það verði m.a. gert í samstarfi við Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú. Framundan eru kosningar til Alþingis 27. apríl nk. Það eru mikilvægustu kosningar í langan tíma og við sjálfstæðismenn verðum að standa saman að sigri flokksins í vor. Ég legg áherslu á trúnað og traust sem verður að byggja upp á milli þings og þjóðar. Það gerum við með því að standa við og lofa því að koma heimilunum til bjargar og koma hjólum atvinnulífsins af stað. Atvinnuleysi er böl sem á ekki að snúast um bætur, það snýr að því að skapa atvinnutækifæri þar sem hver maður getur með reisn sótt vinnu og skapað sér og fjölskyldu sinni góð lífsskilyrði. Að þessu mun ég vinna á mannlegum nótum með fólkinu í kjördæminu.

Fyrirlestur um jarðfræði og náttúruvá á Reykjanesskaga

A

ri Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, verður með erindi um jarðfræði og náttúruvá á Reykjanesskaga miðvikudaginn 6. febrúar næstkomandi. Fyrirlesturinn er í boði Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, og fer fram kl. 12 - 13 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú. Í fyrirlestrinum er farið yfir rammann að eldvirkni og jarðskorpuhreyfingum á Íslandi og samhengið við virknina á Reykjanesskaga, einnig jarðhitann. Gerð er grein fyrir eldstöðvakerfunum fjórum og jarðsögu þeirra. Farið verður yfir helstu form þeirrar hættu sem stafar af ýmsum atburðum í náttúrunni, af völdum veðurs, hækkun sjávarborðs, jarðskjálfta og eldgosa, og loks minnst á jarðminja- og eld-

fjallagarða. Fyrirspurnum er svarað eftir því sem tíminn leyfir. Ari Trausti Guðmundsson nam við Háskóla Íslands og í Osló, með

áherslu á jarðeðlisfræði og jarðfræði og vann m.a. við kennslu, leiðsögn og ferðaþjónustu til 1987. Eftir það hefur hann verið sjálfstætt starfandi og til dæmis sinnt ýmiss konar faglegri ráðgjöf, fyrirlestrum, ferðaþjónustu, kynningum á vísindum, viðamiklum ritstörfum og dagskrárgerð fyrir sjónvarp og útvarp, nú síðast haft umsjón með vinsælum þáttum um vísindi og nýsköpun hjá Sjónvarpinu. Meðal annars hefur hann leitt íslenska ferðahópa til Mongólíu, Nýja-Sjálands og Ekvador og stundað fjallamennsku, útivist og ferðalög í rúma fjóra áratugi, heima og heiman. Erindið er öllum opið. Fólki er velkomið að taka hádegisverðinn með sér og snæða á meðan á fyrirlestrinum stendur.

Með þakklæti og vinsemd Ásmundur Friðriksson fv. bæjarstjóri.

n Oddný G. Harðardóttir skrifar:

Atvinna og bjartsýni Góðar fréttir berast nú af atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Þær fréttir auka okkur Suðurnesjamönnum bjartsýni og þrótt. Hagvöxtur fyrir hrun var einkum bundinn við vöxt í byggingariðnaði og fjármálastofnana. Ekki reyndist innistæða fyrir þeim vexti og hrunið átti sér stað með kunnum afleiðingum fyrir kjör allra landsmanna. Hátt hlutfall atvinnulausra og slæmar afleiðingar fyrir líf manna og efnahag fylgdu í kjölfarið. Stjórnvöld hafa unnið ötullega að því að skapa virkniúrræði og ný störf til að stemma stigu við langtímaatvinnuleysi og öllum þeim slæmu aukaverkunum sem því fylgja. Frá hruni hefur atvinnuleysi minnkað um helming og nokkuð góðar horfur um að það minnki enn á næstunni. Þau svæði sem einna verst hafa orðið úti hvað þetta varðar eru Suðurnesin. Þar fækkar þó atvinnulausum jafnt og þétt eins og á öðrum stöðum á landinu. Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar var atvinnuleysi í desember sl. 5,7% að meðaltali á landinu öllu en 7,3% í desember 2011. Atvinnuleysi á Suðurnesjum var 12,8% í desember 2011 og 10,2% í desember sl., þ.e. 1.069 einstaklingar. Þótt vandinn minnki er hann enn of stór. Þess vegna fagna ég því sérstaklega þegar góðar fréttir berast af nýjum atvinnutækifærum á Suðurnesjum og þær hafa verið nokkrar undanfarið. Í Sandgerði hefur atvinnuleysi verið mikið en þar er nú verið að

reisa eða endurbyggja fjögur fiskvinnsluhús. Þar munu 200–250 manns fá vinnu og ótalin þar eru þau afleiddu störf sem fylgja í kjölfarið. Kvótaeign er ekki mikil í Sandgerði en verslað er á fiskmörkuðum og þannig fæst hráefni til vinnslu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra kynnti á dögunum tillögu að nýjum fjárfestingarsamningi á grundvelli laga um ívilnanir vegna nýfjárfesta. Samningurinn er um byggingu og rekstur hátæknifiskvinnslu í Sandgerði þar sem fiskur verður unninn og seldur á erlenda markaði. Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 5.000 tonn. Heildarfjárfesting verkefnisins er áætluð 609 m.kr. og gert er ráð fyrir 41 starfsmanni við rekstur vinnslunnar. Risavaxin fiskeldisstöð rís nú í hrauninu við Reykjanesvirkjun. Kælivatn úr virkjuninni sem rennur nú út í sjó á að nýta til að rækta hlýsjávarfisk sem seldur er til meginlands Evrópu. Þar eru 75 bein störf en alls 150. Um 100 manns, einkum iðnaðarmenn, fá á næstunni vinnu við breytingar og endurbætur í Leifsstöð. Breytingarnar eru gerðar til að mæta ört vaxandi fjölda farþega um stöðina en fjölgun þeirra kallar einnig á fleiri starfsmenn til þjónustu við þá. Fjárfesting í atvinnutækifærum til framtíðar skiptir okkur miklu máli og þessar góðu fréttir gefa okkur tilefni til að horfa bjartari augum fram á veginn. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Skattamál

Fróðleiksfundur á Suðurnesjum 8. feb. | kl. 9 -11 | Krossmóa 4, Reykjanesbæ á hverju ári eru fjöldi skattalagabreytinga sem snerta fólk og fyrirtæki. á þessum fróðleiksfundi verða helstu breytingarnar kynntar auk þess sem handbók kPmG um skattamál verður dreift. kpmg.is

Dagskrá fróðleiksfundarins Helstu skattalagabreytingar árið 2012 og þróun síðustu fjögurra ára Alexander G. Eðvardsson, KPMG Reykjavík Borgartúni 27 sími: 545 6000

Akureyri glerárgötu 24 sími: 461 6500

Borgarnes Bjarnarbraut 8 sími: 433 7550

Egilsstaðir fagradalsbraut 11 sími: 470 6500

Óskum eftir fólki í ýmis störf frá 1. maí til lok sumars Umsóknarfrestur er til 1. mars. Senda umsókn ásamt ferilskrá á marta@camper.is Verður að tala íslensku eða ensku.

Skatta- og lögfræ

ðiSvið

Skattabæklingu r 2013

Sauðárkrókur Borgarmýri 1 sími: 455 6500

Upplýsingar um skattamá einstaklinga og rekstrarað l ila 2012 / 2013

Selfoss austurvegi 4 sími: 480 6500

Helstu breytingar og fyrirhugaðar breytingar á lögum um ársreikninga og hlutafélagalöggjöf Jónas Rafn Tómasson, KPMG Höfn í Hornafirði krosseyrarvegi 17 sími: 545 6000

ATVINNA

Reyðarfjörður austurvegi 20 sími: 545 6000

Reykjanesbær krossmóum 4 sími: 421 8330

kpmg.is

Skagaströnd oddagötu 22 sími: 452 2990

www.kpmg.is

Tax

Í bæklingi þessum koma fram almennar upplýsingar og meginreglur. fyrirtækja eða einstaklinga. Í honum er ekki lýst Enginn ætti að grípa aðstæðum sínum aðstæðum tiltekinna til aðgerða á grundvelli eða leita faglegrar þessara upplýsinga aðstoðar um það nema tengja þær tilvik sem um ræðir. © 2013 kPMg ehf., íslenski aðilinn að kPMg international samvinnufélagi. allur Cooperative (“kPMg réttur áskilinn. Nafn international“), svissnesku og kennimark kPMg eru vörumerki kPMg KPMG international Iceland Cooperative.

Tilurð og áhrif virðisaukaskattskvaða – tilgreining kvaða Helgi Már Jósepsson, KPMG Skráning og frekari upplýsingar um fróðleiksfundinn er að finna á kpmg.is kpmg.is

Borgartúni 27 105 Reykjavík T: +354 545 6000 E: tax@kpmg.is

www.kpmg.is

This booklet is intended to offer the user brief general information The information provided is not intended of interest and does to replace or serve KPMG is permitted not cover special as substitute for cases. to practice law), any legal (in those accounting, tax, should consult with or other professional jurisdictions where a KPMG professional advice, consultation, in the respective on specific facts or service. You legal, accounting, or circumstances tax, or other professional , the application of laws and regulations area. Based © 2013 KPMG ehf., may vary. an Icelandic limited liability partnership member firms affiliated and a member firm with KPMG International of the KPMG network reserved. Cooperative (“KPMG of independent International”), a Swiss entity. all rights

Printed in Iceland.

Icelandic Tax Facts 2013 In-depth Informati on on the Icelandic Tax System kpmg.is


22

fimmtudagurinn 31. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Óvíst hvort Ólöf Helga leiki aftur körfubolta „Versta sem ég hef lent í,“ segir þrautreyndur leikmaður Grindvíkinga

Ó

löf Helga Pálsdóttir hefur nánast ekkert getað beitt sér á yfirstandandi tímabili með Grindvíkingum í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Ástæðan er sú að Ólöf lenti í vinnuslysi sem varð til þess að taugaskemmdir hrjá hana í allri hægri hendinni. Hún getur ekkert leikið körfubolta og það sem verra er þá á hún í erfiðleikum með ýmsa hversdagslega hluti. Alls er óvíst hvort Ólöf muni leika körfubolta á þessu tímabili, jafnvel aldrei aftur. Ólöf hefur einungis tekið þátt í tveimur leikjum með Grindvíkingum eftir að hún gekk til liðs við þær frá Njarðvík fyrir tímabilið. Ólöf er uppalinn Grindvíkingur en átti farsælan tíma í Njarðvík þar sem hún var fyrirliði tvölfaldra meistara í fyrra. Áður hafði Ólöf einnig unnið bikarmeistaratiltil með Grindvíkingum. Nú segist Ólöf jafnvel óttast að ferillinn sé í hættu en hún reynir þó að vera jákvæð. „Ég var kannski full jákvæð þegar þetta komVÍKURFRÉTTIR fyrst upp og fór geyst af

2

stað. Ég byrjaði að spila og þá kom strax bakslag. Ég fór til einkaþjálfara og fannst ég verða orðin betri. Ég leitaði svo til sérfræðings sem sagði að ég mætti ekkert gera og um verulegar taugaskemmdir væri að ræða.“ Taugaskemmdirnar eru allt frá öxl og niður handlegg og fram í hendi. Ólöf hefur verið frá meira og minna síðan 1. ágúst á síðasta ári. „Mér finnst ég stundum vera að skána en ef ég reyni á hendina þá dofnar hún upp og byrjar hreinlega að blána.“ Dagarnir eru misjafnir hjá Ólöfu en oft koma margir dagar í röð þar sem stöðugir verkir gera vart við sig. „Þetta er ömurlegt. Það versta sem ég hef lent í,“ segir Ólöf. Sérstaklega erfitt þykir henni að sitja hjálparlaus á hliðarlínunni og fylgjast með Grindvíkingum keppa. Þær gulklæddu eru sem stendur í næstneðsta sæti deildarinnar. „Það hefur ekki gengið eins vel og við vonuðumst til. Þetta eru mikið af stelpum sem eru að stíga sín fyrstu skref í úrvalsdeild. Þetta er þó bara

SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 30. jan. - 6. feb. nk.

TIL LEIGU 3. herb. íbúð Leita að 3. herb íbúð til leigu í Reykjanesbæ sem fyrst. Uppl. í síma: 898 8567

HEILSA Burt með slenið! Viltu aukna og jafna orku yfir daginn? Aukin einbeitning og andleg vellíðan. Einstakt fæðubótaefni (hylki) 100% náttúrulegt. Ótrúlegur árangur. Uppl. í síma 862-9309. Beta og Eiríkur.

ÝMISLEGT Tækifæri. Ertu þreytt(ur) á því að vera alltaf á sama stað í lífinu? Viltu meira út úr því? Hvort sem það er betri heilsa, útlit eða fjárhagur? Einstakt tækifæri (engin sölumennska) Uppl. í síma 8957073 eftir kl 14 Inga.

ATVINNA E X P O R T C O M PA N Y I N KEFL AVIK LOOKING FOR ACCOUNTANT An expanding export company located in Keflavik is looking for a bookkeeper/accountant to begin full-time immediately. Must have experience and familiarity with Opus Allt accounting system. Solid financial analysis skills a plus. English and Icelandic required. Please send your cv and a request for interview to pg@ capitalsniper.com

• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán Föstudaginn 1. febrúar Léttur föstudagur kl. 14:00: Harmonikkufélagar Dói og Elís skemmta Allir hjartanlega velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is

NÝTT

Forvarnir með næringu

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN

m.vf.is

eðlilegt og ég vona að við höldum okkur uppi í efstu deild. Þá munum við koma sterkari til leiks á næsta tímabili.“ Stutt hefur verið rækilega við bakið á Ólöfu og hún getur varla brugðið sér út fyrir hússins dyr án þess að fólk spyrji hana hvernig hún hafi það og hvetji hana áfram. Eins hafa allir sem koma að körfuboltaliðinu verið hjálpsamir og allir af vilja gerðir. Hún er Grindvíkingum þakklát fyrir hlýhuginn. Ferillinn í hættu Læknar hafa tjáð henni að skemmdirnar gætu verið varanlegar. Ólöf segir óvissuna varðandi það hvort hún hljóti lækningu vera mjög erfiða. Engin lausn virðist vera í sjónmáli og það tekur óneitanlega á sálina. „Þetta hefur verið mjög erfitt en ég reyni að vera bara mjög jákvæð. Ég hef hugsað til þess að hætta en reyni eftir fremsta megni að forðast þær hugsanir. Ég reyni að gera eins mikið og ég get til þess að halda mér við efnið. Körfubolti hefur verið líf mitt frá því að ég man eftir mér og því er þetta ótrúlega erfitt.“ Ólöf hefur verið að þjálfa og hún hefur fundið ástríðu fyrir því. Hún segist vel geta hugsað sér að snúa sér að þjálfun seinna meir. Hún er þó farin að huga að námi erlendis en hún hefur áhuga á því að sækja um í skóla í Los Angeles í Bandaríkjunum. Lele sú besta sem leikið hefur hérlendis Ólöf hefur fylgst með Njarðvíkingum og segir liðið efnilegt og nokkuð gott miðað við mikla blóðtöku sem liðið varð fyrir. „Þessar stelpur eru efnilegar og ég hef fulla trú á þeim í framtíðinni. Lele (Hardy) er líka ótrúlega góður leik-

maður. Við erum heppin að hafa hana hérna á Íslandi. Ég held að ég hafi örugglega ekki séð jafn góðan erlendan leikmann í kvennadeildinni,“ segir Ólöf um fyrrum liðsfélaga sinn. Ólöf hugsar með hlýhug til tímans hjá Njarðvík og hún átti í erfiðleikum með að kveðja. „Njarðvík-

ingar reyndust mér vel og þar er gott fólk. Mér fannst jafnvel erfiðara að fara þaðan en þegar ég fór fyrst frá Grindavík. Ég get huggað mig við það að ef ég þarf að hætta þá hætti ég á toppnum,“ en Ólöf segist hafa náð markmiðum sínum þegar Íslands- og bikarmeistaratitlarnir bættust í safnið hjá henni í fyrra.

Fimmtudagurinn 14. apríl 2011

Grindvíkingar unnu í háspennuleik

G

rindvíkingar eru komnir í úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta karla eftir spennusigur gegn grönnum sínum í Keflavík. Lokatölur urðu 83-84 þar sem litlu mátti muna að Keflvíkingar næðu í sigurinn á lokasekúndu leiksins. Grindvíkingar voru sterkari aðilinn bróðurpart leiks en Keflvíkingar komu sterkir til

leiks í fjórða leikhluta. Það dugði þó ekki til að þessu sinni. Grindvíkingar mæta Stjörnunni í úrslitum. Hjá Keflavík var Michael Craion með 27 stig, 14 fráköst og 8 varin skot. Hjá Grindvíkingum var Aaron Broussard atkvæðamestur með 25 stig og 15 fráköst.

Röng meðhöndlun endaði háskólaferilinn

S

óknarmaðurinn Andri Fannar Freysson skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarlið Keflvíkinga í fótbolta. Andri er uppalinn hjá Njarðvíkingum en hann hefur æft með Keflvíkingum um nokkurt skeið. Andri sagði í samtali við VF að nú væri rétta skrefið að færa sig á stærra svið og líst honum vel á aðstæður hjá Keflvíkingum. Andri er óðum að jafna sig af hvimleiðum meiðslum sem bundu enda á feril hans í bandaríska háskólaboltanum. Andri Fannar segir það spennandi að takast á við það að spila í efstu deild. Hann segir að meiðslin sem voru að hrjá hann hafi ekki áhrif á hann líkamlega. „Það á bara eftir að takast á við andlegu hliðina,“ segir Andri en hann er óðum að ná fyrri snerpu og kraft að eigin sögn. Hann vonast til þess að fá tækifæri til þess að sanna sig hjá Keflvíkingum en vissulega sé hart barist um allar stöður.

Andri var kominn til Bandaríkjanna þar sem hann var á skólastyrk við Loyola Maryland háskólann. Meiðsli sem hann varð fyrir í leik

með Njarðvíkingum, þar sem hann fór úr lið á hnéskel, urðu þó til þess að ævintýrið í Bandaríkjunum endaði snögglega. Hann fann til sársauka í hnénu og sagði þjálfurum hjá skólaliðinu umsvifalaust frá því. Myndatökur sýndu þó ekkert óvenjulegt og því var Andri látinn æfa áfram og sækja sér meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara samhliða. Hann var ekki sáttur við þá meðhöndlun þar sem hann fann stöðugt fyrir verkjum í hnénu. Hann og faðir hans tóku því þá sameiginlegu ákvörðun að hann skyldi halda aftur heim þar sem rétt meðferð væri í boði. Andri var kominn vel inn í hlutina ytra og kunni afar vel við sig. „Þetta var ótrúlega erfið ákvörðun. Ég var í draumaaðstöðu þarna úti en þetta gerist stundum í boltanum,“ segir Andri sem reynir að taka hlutunum af jákvæðni. Hann hefur nú verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara og segist stefna á að koma sterkur inn næsta sumar.


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 61975 01/13

23

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. janúar 2013

BÆTTU SMÁ ORLANDO Í LÍF ÞITT Verð frá 41.200 * kr. Þessi ferð gefur frá 2.400 til 7.200 Vildarpunkta aðra leiðina.

Hugurinn getur skoppað víðar en á Skólavörðuholtinu Einhverju sinni var kveðið kátt þegar vel lá á ungum Reykvíkingum og þeir styttu sér stundir á holtinu upp frá Tjörninni. En langt í suðri, undir skínandi sól, dunar líka fjörið í Orlando og opnast heill ævintýraheimur með skemmtun og upplifun fyrir alla fjölskylduna. „Ofvitanum“ þótti „smúkt“ í grennd við Skólavörðuna – en Orlando slær það allt út.

+ Bókaðu núna á icelandair.is * Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

Vertu með okkur


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Fimmtudagurinn 31. janúar 2013 • 4. tölublað • 34. árgangur

Garður, Sandgerði og Hafnir fá ljósnet

G

arður, Sandgerði og Hafnir eru meðal þeirra 53 staða sem Síminn hyggst ljósnetsvæða á árinu. Síminn útvíkkar enn þjónustu sína á landsbyggðinni. Þegar er unnið að því að uppfæra netið á Akranesi, Keflavík og Njarðvík. Ljósnet á staðina þýðir meiri hraða, öflugra net og bætta sjónvarpsþjónustu, til að mynda háskerpa, fyrir þúsundir landsmanna. Ljósnetið er þegar í Grindavík og Vogunum, þar sem móttökurnar hafa verið mjög góðar. Nú þegar geta 62 þúsund fjöl-

skyldur nýtt Ljósnetið og stefnir Síminn að því að heimilin verði 100 þúsund um mitt ár 2014. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir fyrirtækið mjög stolt af því að geta boðið Ljósnetsþjónustuna utan höfuðborgarinnar. „Ljósnetið hefur fengið frábærar viðtökur þar sem það er í boði. Við höfum verið í góðu sambandi við forsvarsmenn fjölmargra sveitarfélaga undanfarna mánuði og það er greinilega mikill áhugi á að fá kraftmeiri tengingar og aðgang að fullri sjónvarpsþjónustu á Sjónvarpi Símans.“ Sævar Freyr segir að vegna þess hve vel landsmenn hafa tekið Ljósnetinu hafi verið ákveðið að hraða uppbyggingu þess á landsbyggðinni. „Við vitum hve mikilvægt er fyrir sveitarfélög landsins að sitja ekki eftir á tækniöld, því fjarskipti skipa lykilsess í grósku samfélaga og farsæld fyrirtækja. Við gerum því okkar besta svo fjarskiptin stýri ekki byggðaþróuninni í landinu heldur skapi tækifæri fyrir landsmenn að hasla sér völl þar sem þeir vilja helst.“

Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540

Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting

FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR

L

Ja fussum svei

itla gula hænan fann fræ, það var hveitifræ. Hver vill sá hveitinu? Hver vill slá hveitið? Hver vill þreskja hveitið? Hver vill mala hveitið? Hver vill búa til brauðið? spurði hún við hvern áfanga á leiðinni til gómsæta brauðsins. Eins og við vitum öll þá nenntu hvorki hundurinn, kötturinn né svínið að hjálpa til. Þegar hún var búin að baka brauðið voru þau hins vegar öll tilbúin til þess að njóta þess. Og helst að eiga eitthvað afgangs handa afkvæmunum sínum, sem voru að fara í skólaferðalag. Án þess að leggja hönd á plóginn. Ef við verslum ekki heima eða pössum upp á að hlúa að nærsamfélaginu er hætta á því að allar litlu gulu hænurnar pakki saman og borði brauðið sitt sjálfar. Og fari svo. Sagan hefur kennt okkur að við viljum hafa allt í kringum okkur en ekki endilega að leggja okkar fram til þess að svo verði áfram. Lexía í siðfræði sem eitthvað hefur skolast til. „Ekki ég“ kórinn þokkalega virkur.

S

kólastjórarnir fundu fræ, sáðu og þreskjuðu það sem best þeir gátu. Allir ánægðir og árangurinn lét ekki á sér standa. Kostaði eitthvað meira en það átti að gera. Eitthvað pínu pons. Meira en Excel-skjölin sögðu

til um að það ætti að kosta. Samt voru allir ánægðir og foreldrarnir stoltir. Jafnt heilbrigðra sem og þeirra sem þurfa á séraðstoð að halda. Ófáar myndatökurnar þar sem allir eru með bros á vör. Tossabekkir heyra sögunni til. Blessunarlega. Allir jafnir. Allir glaðir. Bæjarfógetinn Bastían í vanda staddur. Ja, fussum svei og fussum svei! Soffía frænka heimtar að fá að taka til á heimilinu. Þvo eyrun og sópa burtu óhreinindin.

V

ið verðum auðvitað að nýta fjármagnið í eitthvað uppbyggilegt. Steypa vegkanta, byggja torg, reisa hallir, verða borg. Getur verið að forgangsröðunin hafi eitthvað skolast til? Orðið hált á svellinu eða runnið undan sleðanum niður brekkuna? Vont að fá hann í bakið á eftir. Heyrum við engar bjöllur hljóma? Þurfum við að finna gamla brunalúðurinn sem var á löggustöðinni á Hafnargötunni og setja hann í gang?

V

ið viljum auðvitað ekki hafa þetta svona. Nú verðum við að treysta böndin og líta okkur nær. Þurfum öll að rísa upp og lofa hvoru öðru að breyta til batnaðar. Forgangsraða upp á nýtt. Brottfluttir eru fleiri en aðfluttir. Við ætlum okkur að snúa þróuninni við. Förum létt með það. Við erum í vinningsliðinu þessa dagana.

glæsilegir vinningar í boði!

Instagram: #vikurfrettir

ÚTSALA PIPAR\TBWA • SÍA • 130353

Á ÚTIVISTARVÖRUM FRÁ ELLINGSEN

OLÍS-VERSLUNIN NJARÐVÍK Fitjabakka 2–4 | Sími 420 1000 | njardvik@olis.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.