44 tbl 2013

Page 1

Víkurfréttir

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 2 1. NÓ VE MBE R 2 0 13 • 4 4. TÖLU BLA Ð • 34. Á RGA NGU R

Börnin fögnuðu snjónum www.lyfja.is

Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ Börnin fögnuðu snjónum sem féll aðfaranótt mánudags og það var mikið fjör á skólalóðinni við Myllubakkaskóla í Keflavík þegar ljósmyndari Víkurfrétta heilsaði upp á krakkana í frímínútum. Snjó var kastað til himins og reyndar einnig í linsu ljósmyndarans. Snjórinn er hins vegar á förum samkvæmt veðurspánni.

Betri kjör fyrir heldri borgara

Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.

Hrafnista fjölgar störfum

H

mun fleira starfsfólk, t.d. hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða o.fl., til daglegrar starfsemi heldur en starfa á Garðvangi og Hlévangi í dag. Þó ekki sé sjálfgefið að allir sem vinna á Garðvangi og Hlévangi í dag fari að vinna hjá Hrafnistu eða hægt sé að bjóða

12% afsláttur

af lausasölulyfjum og öðrum vörum

Við stefnum að vellíðan.

Lyfja Reykjanesbæ Krossmóa 4 Sími 421 6565

Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19 laugard. 10–16 sunnud. 12–16

Ý N N ZLU R

í gær. Í Víkurfréttum dag er viðtal Pétur Magnússon, forstjóra Hrafnistuheimilanna og Hrönn Ljótsdóttur, forstöðumann Hrafnistu í Kópavogi. „Ljóst er að þegar Hrafnista hefur starfsemi 90 hjúkrunarrýma í mars á næsta ári þarf

öllum nákvæmlega eins störf og þeir eru með í dag. Við vonumst til að sem allra flestir úr þessum góða starfsmannahópi komi yfir til Hrafnistu. Þegar liggur fyrir hversu margir starfsmenn DS vilja færast yfir verður auglýst eftir fólki til viðbótar og ekkert bendir til annars en að langflestir sem þá sæki um verði íbúar á Suðurnesjum. Hrafnista er ekki fara flytja rútufarma af starfsfólki af höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja og á engan „lager“ af starfsfólki sem bíður eftir vinnu, eins og sumir virðast halda,“ segja þau m.a. í viðtalinu sem birt er á blaðsíðu 4 í Víkurfréttum í dag. Myndin er frá íbúafundi í gær.

af lyfjum utan greiðsluþátttöku

VE

rafnista mun sjá um rekstur hjúkrunarheimilis á Nesvöllum í Reykjanesbæ á grundvelli samnings við Reykjanesbæ. Nokkuð heitar umræður hafa verið í samfélaginu á Suðurnesjum síðustu vikur vegna þessa samnings en valið stóð á milli samnings við Hrafnistu eða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Síðustu daga hafa stjórnendur Hrafnistuheimilanna verið með kynningarfundi á Nesvöllum fyrir m.a. starfsfólk af Garðvangi og Hlévangi þar sem starfsemi nýja hjúkrunarheimilisins er kynnt. Þá var fyrirhuguð starfsemi Hrafnistu kynnt fjölmennum opnum íbúafundi á Nesvöllum

16%afsláttur

SÆLKERAVERZLUN MEÐ KJÖT OG FISK FÍTON / SÍA

HÓLAGÖTU 15 // REYKJANESBÆ

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

ÞJÓNUM EINNIG MÖTUNEYTUM OG VEITINGASTÖÐUM AFHENDUM HEIM AÐ DYRUM UPPLÝSINGAR FÁST: RNB@SHIPOHOJ.IS // SÍMI 421 6070

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

WWW.SHIPOHOJ.IS


2

fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

ENDURFUNDIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Fernanda í Njarðvík

LISTAMANNASPJALL

Sunnudaginn 24. nóvember kl. 15.00. Þórður Hall og Kristbergur Ó. Pétursson leiða gesti um sýningu sína, Endurfundir, í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Allir hjartanlega velkomnir, ókeypis aðgangur og heitt á könnunni.

Brunarúst!

Flutningaskipið Fernanda er gjörónýtt eftir eldsvoða á dögunum. Skipið verður rifið í Helguvík.

ÚTSVAR

uFlutningaskipið Fernanda var dregið til hafnar í Njarðvík sl. sunnudagskvökld. Áætlað er að niðurrif skipsins fari fram í Helguvík á næstunni. Þrjár vikur eru síðan eldur varð laus í skipinu þegar það var á leið til Sandgerðis. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði þá 11 manna áhöfn skipsins um 20 sjómílum sunnan við Vestmannaeyjar. Varðskipið Þór tók síðar skipið í tog og fór með það til Hafnarfjarðar. Þá gaus upp mikill eldur að nýju í skipinu og var því brugðið á það ráð að draga brennandi skipið úr höfn og haldið djúpt út fyrir Garðskaga. Þar hélt skipið áfram að brenna. Myndin var tekin í Njarðvíkurhöfn í vikunni af brunarústinni við bryggju. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Styðjum okkar lið í Útsvari. Baldur, Hulda og Grétar, gangi ykkur vel!

n Viðhorfskönnun gerð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja:

ÁFRAM REYKJANESBÆR!

BÓKAKONFEKT

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Rithöfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum á Bókakonfekti í Bókasafni Reykjanesbæjar eftirtalda daga: Þriðjudaginn 26. nóvember: Þórdís Gísladóttir og Gunnar Helgason. Dagskráin er helguð börnum.

89% ánægð með viðmót lækna á HSS A

lls fannst 89% viðmót lækna mjög gott eða frekar gott í viðhorfskönnun sem gerð var á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja dagana 22. til 28. apríl sl. Voru allir sem komu í móttöku HSS beðnir um að fylla út spurningalistann. Starfsmaður var á staðnum, sem aðstoðaði þátttakendur og hélt utan um könnunina. 472 einstaklingar svöruðu könnuninni. Helstu niðurstöður þessarar könnunar voru eftirfarandi: Í það heila voru þátttakendur í könnuninni mjög jákvæðir í garð starfsfólks HSS og þjónustunnar. 89% fannst viðmót lækna mjög gott eða frekar gott. Rúmum 93% fannst viðmót hjúkrunarfræðinga/ljósmæðra mjög gott eða frekar gott. Tæpum 83% fannst viðmót móttökuritara mjög gott eða frekar gott. Tæp 73% fengu afgreiðslu á síðdegisvaktinni innan klukku-

stundar frá komu. Þrátt fyrir að margir nefndu langan biðtíma fannst rúmum helmingi biðtíminn á kvöldvaktinni hæfilegur og tæp 70% voru sátt við biðtímann frá pöntun og þar til tími fékkst á dagvinnutímabili (mjög stuttur, stuttur, hvorki stuttur né langur). Rúm 96% töldu sig fá úrlausn að hluta eða að fullu. Á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja segir að stofnunin hafi brugðist við könnuninni á eftirfarandi hátt: Þó að þessar niðurstöður séu mjög jákvæðar eru stjórnendur og starfsmenn HSS staðráðnir í að gera betur og skoðaðir verða möguleikar á að stytta biðtíma og fjölga læknum eftir því sem fjármagn leyfir, þrátt fyrir að læknaskortur sé í landinu. Byrjað er að endurnýja salernisaðstöðu fyrir viðskiptavini gegnt móttöku. Búið er að setja upp hurð við næturinngang sjúklinga, þannig að enginn þurfi að híma úti meðan beðið er afgreiðslu.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Miðvikudaginn 27. nóvember: Jón Kalman Stefánsson og Eiríkur Guðmundsson. Skáldsögur.

Starf við húsvörslu Fimmtudaginn 28. nóvember: Sigrún Pálsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Æviþættir og sögulegar skáldsögur.

Opið hús í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Laust er til umsóknar starf aðstoðarmanns við húsvörslu og gæslu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Um fullt starf er að ræða og gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf um áramótin. Umsækjandi þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum og hafa gaman af að umgangast ungt fólk og geta unnið sjálfstætt. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið prófi 11. verður í Mánudaginn einhverri iðngrein og sé færmars um að sinna einföldu viðhaldi.

opið hús í FS frá kl. 17:00 – 19:00.

Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skila Upplýsingar um til10. skólameistara eigi síðar en 2.eru desember 2013. Ekki erínauðsynlegt bekkingar sem að útskrifast vor eru að hvattir skólann má finna skila umsóknum á sérstökum umsóknareyðublöðum. til að koma og bjóða foreldrum sínum með. á heimasíðu hans Laun samkvæmt stofnanasamningi skólans við starfsmannafélag http://www.fss.is Kynning verður á námsframboði skólans, ríkisstofnana. www.fss.is. Dagskráin hefst kl. 17:30 alla dagana. Boðið verður upp á kaffi og konfekt. Ráðhúskaffi opið.

inntökuskilyrðum, húsnæði, félagslífi og fleiru.

Nánari upplýsingar veita skólameistari, og aðstoðarskólameistari, í síma 4213100. Einnig má hafa samband í gegnum tölvupóst, kras@fss.is eða gp@fss.is Allir velkomnir

Skólameistari

Skólameistari


Verðmæti verða til með nýsköpun Landsbankinn er í fararbroddi þegar kemur að fjármögnun nýrra verkefna sem stuðla að framþróun í sjávarútvegi. Við styðjum frekari vöxt og fleiri verkefni sem renna styrkari stoðum undir atvinnulífið.

Árið 2012

46,8

Árið 2010

27,6

Árið 2008

21,3

Árið 2006

12,6

Aflaverðmæti uppsjávarfisks í milljörðum króna Heimild: Hagstofa Íslands

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


4

fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

- VIÐTAL // HRAFNISTA Í REYKJANESBÆ

Texti og mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Svona verður Hrafnista á Nesvöllum Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna og Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Kópavogi, í viðtali við Víkurfréttir.

H

rafnista mun sjá um rekstur hjúkrunarheimilis á Nesvöllum í Reykjanesbæ á grundvelli samnings við Reykjanesbæ. Nokkuð heitar umræður hafa verið í samfélaginu á Suðurnesjum síðustu vikur vegna þessa samnings en valið stóð á milli samnings við Hrafnistu eða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Síðustu daga hafa stjórnendur Hrafnistuheimilanna verið með kynningarfundi á Nesvöllum fyrir m.a. starfsfólk af Garðvangi og Hlévangi þar sem starfsemi nýja hjúkrunarheimilisins er kynnt. Víkurfréttir hittu að máli þau Pétur Magnússon, forstjóra Hrafnistuheimilanna og Hrönn Ljótsdóttur, forstöðumann Hrafnistu í Kópavogi. Hrafnista þjónar um 1000 öldruðum Hrafnistuheimilin er í eigu Sjómannadagsráðs, samstarfsvettvangs sjómannafélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem hófu samstarf um ýmis sameiginleg hagsmunamál árið 1937. Þó segja megi að Hrafnista sé einkafyrirtæki er markmiðið samt að láta gott af sér leiða í samfélaginu. Ólíkt flestum einkafyrirtækjum sem eiga að skila eigendum sínum fjárhagslegum arði, er slíkt ekki tilgangur Hrafnistu. Ef hagnaður er af starfsemi einhvers Hrafnistuheimilis fer það í frekari uppbyggingu húsnæðis eða þjónustu árið eftir. Upprunalega var starfsemin sett á laggirnar fyrir aldraða sjómenn, eiginkonur þeirra og ekkjur sjómanna (sem voru margar) en í dag eru allir jafnir og velkomnir á Hrafnistuheimilin. Hrafnista sinnir umfangsmikilli starfsemi í dag á þremur stöðum: Í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi og þjónar um 1.000 öldruðum á degi hverjum. Hvert Hrafnistuheimili er sjálfstætt rekið og með sjálfstæðan fjárhag. Á hverju heimili er forstöðumaður sem stýrir daglegu starfi en til að ná fram samræmingu og samþættingu í starfseminni er ákveðið samstarf á milli heimilanna sem gerir það að verkum að hægt er að veita mun markvissari og fjölbreyttari starfsemi fyrir sömu krónutölu – nokkuð sem minni einingar geta aldrei gert. Heimilin hafa sameiginlega yfirstjórn sem mótar stefnu, heldur utan um samræmingu og er stöðugt að bera saman einstaka heimili, deildir og þjónustuþætti þannig að hægt sé að gera enn betur og bjóða öldruðum á Íslandi enn betri þjónustu. „Hrafnista hefur verið leiðandi í öldrunarþjónustu í landinu og höfum í gegnum tíðina verið óhrædd við að innleiða nýjungar í starfseminni ef við teljum þær til hagsbóta fyrir heimilisfólk og starfsfólk,“ segir Pétur. Fjölbreytt þjónusta og búsetuúrræði - Eruð þið spennt fyrir því að opna Hrafnistuheimili í Reykjanesbæ? „Já, við erum í rauninni mjög spennt. Starfsemi góðra hjúkrunarheimila stendur og fellur með góðu starfsfólki. Það sem við þekkjum til Hlévangs og Garðvangs er að þar er margt mjög hæft starfsfólk. Nýja heimilið á Nesvöllum hefur alla burði til að verða eitt glæsilegasta hjúkrunarheimili landsins. Þar sem fer saman gott starfsfólk og gott húsnæði og þar er spennandi að fá að koma að málum,“ segir Pétur. Ætlunin er Hrafnista starfræki nýtt og glæsilegt 60 rýma hjúkrunarheimili á Nesvöllum annars vegar og hins vegar Hlévang, sem er eldra heimili með 30 hjúkrunarrýmum. „Áætlað er að nýja heimilið taki til starfa í mars en frá og með þeim tíma munum við einnig taka við starfsemi Hlévangs á árinu 2014. Hugmyndafræðin varðandi húsnæðið á Nesvöllum er einnig mjög í anda Hrafnistu. Það er að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu og fjölbreytt búsetuúrræði fyrir aldraða á sama staðnum þannig að sem flestir geti notið,“ bætir Pétur við. Eins heimilislegt umhverfi og mögulegt er - Hvernig er ykkar starfsemi öðruvísi en þau hjúkrunarheimili sem Suðurnesjamenn þekkja? „Þróun í öldrunarþjónustu hefur verið töluvert mikil á síðustu árum. Viðamest í þessu sambandi hafa verið breytingar á hugsunarhætti: að horfa á íbúann sjálfan og skapa eins heimilislegt umhverfi og mögulegt er. Í

Nýjungar!

sem verið hafa um málin. Okkur hefur fundist rétt og mikilvægt að kynna Hrafnistu og áherslur í starfsemi okkar, fyrir þeim sem málið snýst um, áður en við förum að tjá okkur opinberlega. Vegna þessa höfum við á síðustu dögum átt fjölda funda með stéttarfélögum, starfsfólki Garðvangs og Hlévangs og ekki síst heimilisfólki og aðstandendum þeirra á þessum stöðum. Viðtökur við okkar málflutningi hafa verið góðar þannig að við eigum ekki von á öðru en að með tímanum náum við að vinna okkur inn traust og gott orð hjá heimamönnum hér. HSS er mikilvægur hornsteinn í samfélaginu hér og þessum hornsteini þurfa Suðurnesjamenn auðvitað berjast fyrir af fullum krafti. Að okkar mati ætti tíminn og orkan, meðan fjárlög ársins 2014 eru ennþá ósamþykkt á Alþingi, að fara í að tryggja og styrkja grunnstarfsemi og þjónustu HSS. Öldrunarþjónusta á daggjaldaformi er því miður mjög óhentug til þeirra verka. Fjármunir til starfseminnar eru mjög naumt skammtaðir og þar er ekkert aukalega sem hægt er að nota til að styrkja aðra starfsemi. Ef fé er tekið úr þessum rekstri erum við bara að skerða þjónustu við aldraðra Suðurnesjamenn sem eiga það síst skilið,“ segir Pétur. Hrönn Ljótsdóttir og Pétur Magnússon koma með nýjungar frá Hrafnistu inn á Nesvelli.

augum margra eru hjúkrunarheimili sjúkrahús og starfsemin ætti því að vera svipuð. Einn stór munur er þó á og hann er sá að hjúkrunarheimili er heimili fólks. Ólíkt sjúkrahúsi, þar sem allir bíða eftir að útskrifast heim, eru þeir sem eru á hjúkrunarheimilinu heima hjá sér og fara ekkert annað til að „fara heim“. Þess vegna hefur þróunin verið sú að reyna færa hjúkrunarheimilin frá sjúkrahúsumhverfinu og yfir í heimilisumhverfi eins mikið og mögulegt er; þó aldrei á kostnað gæða umönnunar, hjúkrunar eða heilbrigðisþátta,“ segir Pétur.

„gömlu“ nálguninni og þeirri nýju er að við leggjum mikla áherslu á þátttöku íbúa í daglegu lífi; að sjálfræði íbúa sé virt og að styrkleikar allra séu í hávegum hafðir. Þetta gerum við með ýmsum ráðum. Til dæmis er íbúum velkomið að ganga um öll rými heimilisins og eldhúsið og borðstofan er hjarta heimilisins, rétt eins og á venjulegu heimili. Fólk ræður m.a. fótaferðatímum, matartímum og baðtímum til að viðhalda sjálfræði sínu. Þetta getum við gert með því að gjörbylta hvernig við mönnum heimilin, þó ekki á kostnað þess að það séu færri eða fleiri á vöktunum, heldur með breyttu skipulagi. Þó að fólk sé komið á hjúkrunarheimili er margt sem fólk getur gert sjálft og við viljum horfa til þess. Við erum svo á staðnum til að hjálpa til með það sem það getur ekki gert. Varðandi starfsmenn þá má kannski segja að við séum líkari starfsmönnum á sambýlum hjá þeim sem sinna fötluðum. Við göngum í okkar eigin fötum, mötumst með íbúum, göngum í öll störf rétt eins og á venjulegu heimili. Við þurfum að hugsa hjúkrun og umönnun miklu lengra heldur en bara við rúmið. En það er enginn afsláttur gefinn á gæðastarfi og sýkingavörnum í þessari stefnu frekar en á öðrum Hrafnistuheimilum,“ segir Pétur.

Starfsfólk ekki í einkennisbúningi Hrönn segir fjölda lítilla þátta skipta miklu máli eins og hugsunarhátt starfsfólks og samskiptaferli. Mörg hjúkrunarheimili hafi til dæmis valið þá leið að láta starfsfólk hætta að vera í einkennisbúningi sjúkrahúsa og vera í venjulegum fötum í vinnunni. Annað sé að leggja mikið upp úr sameiginlegum máltíðum þar sem allur matur sé lagður á borð og hver og einn fái sér af „eldhúsborðinu“ eins og hann vill í stað þess að leggja skammtaða diska fyrir hvern og einn. „Allir þessi þættir skipta miklu máli í daglegu lífi. Athyglisvert er að flest vinsælustu hjúkrunarheimilin hér á landi vinna í anda þessarar stefnu,“ segir Hrönn. Þá skipi sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og endurhæfing af ýmsu tagi æ stærri sess í nútíma öldrunarþjónustu. Þessa þætti leggi Hrafnista mikla áherslu á í sínu starfi en að mati Hrannar hafi Dvalarheimili á Suðurnesjum vart haft bolmagn til að sinna hingað til. - Hvernig verður aðbúnaður íbúa? Hvernig verður aðstaða íbúa og þess háttar? „Það er ekki orðum aukið að nota orðið „byltingarkennt“ þegar borinn er saman aðbúnaður íbúa á Nesvöllum og í Garðvangi, sem þrátt fyrir mjög góðan anda er orðið barn síns tíma út frá húsnæðislegu sjónarhorni. Nýja heimilið á Nesvöllum er auðvitað með allra bestu aðstöðu sem þekkist í dag sem gefur okkur mikla möguleika í allri hjúkrun og þjónustu sem er kærkomið fyrir íbúa og starfsmenn. En við erum líka sannfærð um að það séu miklir möguleikar á Hlévangi. Við höfum skoðað hjúkrunarheimili t.d. í Danmörku sem eru í eldri húsnæði en íbúar og starfsmenn hafa breytt starfseminni með ríkari áherslur á heimilisnálgun með mjög góðum árangri og öllum til hagsbóta, bæði þeim sem þar búa og þeim sem þar starfa“, segir Pétur.

Vilja starfsfólk af Suðurnesjum - Hvernig verður ráðningu starfsmanna á heimilið á Nesvöllum háttað? Þetta er ein af stóru spurningunum sem brunnið hafa á fólki hér síðustu daga. „Ljóst er að þegar Hrafnista hefur starfsemi 90 hjúkrunarrýma í mars á næsta ári þarf mun fleira starfsfólk, t.d. hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða o.fl., til daglegrar starfsemi heldur en starfa á Garðvangi og Hlévangi í dag. Þó ekki sé sjálfgefið að allir sem vinna á Garðvangi og Hlévangi í dag fari að vinna hjá Hrafnistu (fólk verður að fá að velja það sjálft) eða hægt sé að bjóða öllum nákvæmlega eins störf og þeir eru með í dag. Við vonumst til að sem allra flestir úr þessum góða starfsmannahópi komi yfir til Hrafnistu. Þegar liggur fyrir hversu margir starfsmenn DS vilja færast yfir verður auglýst eftir fólki til viðbótar og ekkert bendir til annars en að langflestir sem þá sæki um verði íbúar á Suðurnesjum. Hrafnista er ekki fara flytja rútufarma af starfsfólki af höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja og á engan „lager“ af starfsfólki sem bíður eftir vinnu, eins og sumir virðast halda“.

Sjálfræði íbúa verði virt - Hver er hugmyndafræðin sem þið vinnið eftir og verður innleidd á hjúkrunarheimilinu á Nesvöllum? „Reyndar verður hugmyndafræði Hrafnistu Kópavogi innleidd á bæði heimilin, á Nesvöllum og Hlévangi. Einn stærsti munur á

„Vinnum okkur vonandi traust með tímanum“ - Hvað finnst ykkur um áhyggjurnar sem hafa komið upp á Suðurnesjum um að reksturinn sé ekki á höndum „heimamanna“? „Við höfum auðvitað fylgst með umræðum

Geti nýtt uppsagnarákvæði Þá segir Pétur stefnu Hrafnistu í þjónustu- og gæðamálum alveg vera óháða landsvæðum og lögheimilum fólks. Hún gangi einfaldlega út á að bjóða fjölbreytta og góða þjónustu til að viðhalda lífsgæðum aldraðra í samræmi við þarfir og vilja hvers og eins. Þetta hafi gengið mjög vel í þeim þremur sveitarfélögum sem Hrafnista starfi í í dag. Ef reynslan sýnir að þessi stefna henti ekki Suðurnesjamönnum séu auðvitað uppsagnarákvæði í samningnum sem hægt væri að nýta. „Ljóst er að hefðbundin stjórnandi á Hrafnistu, til dæmis deildarstjóri á hjúkrunardeild, hefur mun meiri völd og ábyrgð á rekstri deildar sinar og daglegu starfi þar heldur deildarstjórar DS hafa í dag. Þessa dagana er verið að ræða við núverandi stjórnendur á Garðvangi og Hlévangi hvort þeir hafi áhuga á stjórnunarstörfum hjá Hrafnistu. Í samningum er tekið fram að fulltrúar Hrafnistu fundi reglulega með fulltrúum Reykjanesbæjar og DS um gang mála í starfseminni og því hafa fulltrúar sveitarfélags möguleika á að koma á framfæri ábendingum, spurningum og athugasemdum um starfið. Í umræðum um nærþjónustu skal minnt á að sveitarfélagið hefur auðvitað í höndum sér áfram alla aðra þjónustu við aldraða en hjúkrunarrýmin. Starfsemi hjúkrunarrýma er út af fyrir sig mjög afmörkuð þjónusta við þá einstaklinga sem búa inn á hjúkrunarheimilinu. Önnur þjónusta við aldraðra er kannski sú þjónusta sem kalla má „nærþjónustu“ og hún er eftir sem áður í höndum sveitarfélagsins,“ segir hann Leitað verði samninga við heimafólk - Hvernig verða næstu mánuðir í undirbúningi hjá ykkur. Hvað verður hjúkrunarheimilið stór vinnustaður og slíkt? „Næstu mánuðir verða á efa annasamir. Það er í mörg horn að líta við opnum nýs heimilis og að móta nýja stefnu. En við trúum að með samstilltu átaki með sem flestum starfsmönnum Garðvangs og Hlévangs verði þetta skemmtilegur tími“. - Hvað með kaup á þjónustu, máltíðir, viðhald, þrif og slíkt? „Þessa dagana erum við á fullu að fara yfir ýmis praktísk mál varðandi starfsemina. Við reiknum fastlega með að önnur þjónusta en sú sem veitt er beint inn á hjúkrunarheimilunum, verði fengin héðan úr nágrenninu. Slíkt hlýtur að vera hagkvæmast. Við höfum þegar kannað möguleika á samstarfi við nokkur matvælafyrirtæki varðandi hádegisverði fyrir okkar fólk en einnig er verið að skoða hvort matur fyrir heimilin ætti kannski að vera eldaður á Hlévangi. Varðandi viðhald verður leitað eftir samstarfi við iðnaðarmenn hér á svæðinu en þær viðræður eru ekki hafnar ennþá,“ segja þau Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna og Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Kópavogi, í samtali við Víkurfréttir.


Fullbúnar glæsilegar 2ja og 3ja herbergja íbúðir

OPIÐ HÚS

LAUGARDAGINN 23. NÓVEMBER KL. 12.00 – 14.00. VERIÐ VELKOMIN!

Krossmói 5 Reykjanesbæ

Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggiltur fasteignasali

ÍBÚÐIR Á FRÁBÆRUM STAÐ Í REYKJANESBÆ Í GÖNGUFÆRI VIÐ ÍÞRÓTTASVÆÐI, SKÓLA, LEIKSKÓLA, BANKA, APÓTEK, MATVÖRUVERSLUN OG FL.

Halldór Magnússon Löggiltur fasteignasali

Stuðlaberg - Hafnargata 20 - 230 Reykjanesbæ - Sími 420 4000 - www.studlaberg.is

Haraldur Freyr Guðmundsson Sölumaður

Verndun og viðhald fasteigna


6

fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

Texti og mynd: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson skrifar

Hrafnistuheimilið Stjórnendur Hrafnistu eru mjög spenntir fyrir því að taka að sér rekstur á nýju hjúkrunarheimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Þar á að opna 60 rýma hjúkrunarheimili í mars á næsta ári. Þá tekur Hrafnista einnig við rekstri Hlévangs síðar á næsta ári. Í viðtali við Víkurfréttir í dag segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna að starfsemi góðra hjúkrunarheimila standi og falli með góðu starfsfólki. „Það sem við þekkjum til Hlévangs og Garðvangs er að þar er margt mjög hæft starfsfólk. Nýja heimilið á Nesvöllum hefur alla burði til að verða eitt glæsilegasta hjúkrunarheimili landsins. Þar sem fer saman gott starfsfólk og gott húsnæði og þar er spennandi að fá að koma að málum,“ segir Pétur í viðtalinu við Víkurfréttir. Nokkuð heitar umræður hafa verið á Suðurnesjum undanfarnar vikur vegna málefna nýja hjúkrunarheimilisins. Tekist hefur verið á um það hvort Hrafnista ætti að reka nýja heimilið eða fela Heilbrigðisstofnun Suðurnesja reksturinn. Bæjaryfirvöld ákváðu að fela Hrafnistu reksturinn og á sama tíma hvetja bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ þingmenn kjördæmisins til að berjast áfram fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sú stofnun á að vera sterk á sínu sviði sem heilsugæslustöð og sjúkrahús fyrir samfélagið á Suðurnesjum. Það væri því ekki endilega hlutverk HSS að reka hjúkrunarheimili. Það má alveg taka undir með bæjarstjórninni og hvetja þingmenn kjördæmisins og þá sérstaklega þá sjö þingmenn sem búa á Suðurnesjum til að berjast af krafti fyrir HSS. Þá eigum við einnig að fagna komu Hrafnistu til Suðurnesja.

-instagram

#vikurfrettir

Ánægð!

Björk er ánægð í náminu.

n Ung afrekskona í námi og íþróttum:

Langar að verða bæklunarlæknir B

jörk Gunnarsdóttir, nemandi í 10. bekk í Njarðvíkurskóla, mætir sem reglulegur nemandi fjórum sinnum í viku í stærðfræði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Lauk grunnskólaprófi í 8. bekk Björk lauk allri stærðfræði á grunnskólastigi í 8. bekk, auk STÆ 103 og 203 á framhaldsskólastigi í 9. bekk og tekur núna STÆ 303. Það telst heldur óvenjulegur ferill en Björk vill ekki gera mikið úr því. „Mér finnst stærðfræði bara heillandi og gaman að geta leyst alls kyns dæmi. Ég væri alveg til í að taka fleiri áfanga á þennan hátt,“ segir hún brosandi. Áhugi hennar á stærðfræði byrjaði þegar hún var í þriðja bekk og henni fannst námsbækurnar skemmtilegar. Námið liggur vel fyrir Björk og hún segist einnig hafa mikinn áhuga á náttúrufræði og ætlar á náttúrufræðibraut í FS þegar hún lýkur grunnskólaprófi. Hún hvetur alla sem hafa áhuga á að taka áfanga í FS samhliða grunnskólanámi að drífa sig. „Ef það gengur vel þá er þetta rosalega sniðugt.“

svo beint í tíma í Njarðvíkurskóla á eftir. Hún segir að sér líki vel að blanda þessu svona saman þótt hún hafi verið örlítið stressuð fyrst þegar hún kom. Hún segist gefa sér um það bil viku til að búa sig undir próf og vill hafa góðan fyrirvara á þeim. Slíkt skipulag er væntanlega líka nauðsynlegt því Björk er einnig afrekskona í körfubolta og hefur æft þá íþrótt frá því í 2. bekk. Hún keppti með íslenska landsliðinu í körfubolta á móti í Danmörku. Íslensku stelpurnar unnu það mót og var Björk valin í úrvalslið mótsins. Það var í fyrsta sinn sem íslenskt kvennalandslið sigrar á þessu móti. Björk segir gott að æfa íþróttir samhliða námi og að körfubolti sé aðaláhugamál sitt.

Ég væri alveg til í að taka fleiri áfanga á þennan hátt.

Ljósmynd: Kristján Carlsson Gränz

Stór hluti íbúa sækir vinnu á höfuðborgarsvæðið

-mundi Má bara sækja vinnu til höfuðborgarsvæðisnis en ekki Hrafnistu?

vf.is

SÍMI 421 0000

Körfubolti aðaláhugamálið „Það voru allir töluvert eldri en ég en það var vel tekið á móti mér svo að það varð ekkert mál,“ segir Björk um veru sína í Fjölbrautaskólanum. Skóladagur hennar byrjar á því að hún mætir fyrst í FS á morgnana og fer

Langaði að hjálpa litlu systur Spurð um framtíðaráform segir Björk sig hafa lengi vel langað að verða dýralæknir. „Eftir að litla systir mín lærbrotnaði fyrir tveimur árum og þurfti að liggja í strekk í átta vikur langaði mig svo að geta hjálpað henni. Ég gæti því vel hugsað mér að verða bæklunarlæknir,“ segir hún. Björk er elst þriggja systkina og segist eiga góða vini bæði úr náminu og íþróttunum. Besta vinkona hennar heitir Snjólaug. „Hún hefur alltaf verið með mér í bekk og var einnig með mér á leikskóla. Og mæður okkar lágu saman á fæðingardeildinni því það eru bara tveir dagar á milli okkar,“ segir Björk hlæjandi að lokum.

T

æplega 17% starfandi íbúa Reykjanesbæjar vinna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur m.a. fram í könnun sem MMR skoðanakönnunarfyrirtækið gerði í október sl. fyrir Atvinnu- og hafnasvið Reykjanesbæjar. Sé horft til svæða vinna

flestir íbúar Reykjanesbæjar á Keflavíkurflugvelli eða um 21%. „Þetta sýnir að stór hluti starfandi íbúa leggur út á Reykjanesbrautina á hverjum einasta degi til sinna starfa og sækir vinnu inn á afar stórt atvinnusvæði. Samkvæmt könnuninni eru þeir sem

sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið að meðaltali með hærri laun en þeir sem starfa í RNB. Fyrir því geta legið ýmsar ástæður, m.a. að þeir sem eru í hlutastörfum sækja væntanlega ekki vinnu út af svæðinu,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


E N N E M M / S Í A / N M 781 8

Rauðir dagar 18.-22. nóvember

Hvað er opið lengi í útibúum Íslandsbanka í dag? Til 17.00 Til 17.00 Til 17.00 Til 17.00

Á Rauðum dögum Íslandsbanka 18.-22. nóvember leggjum við sérstaka áherslu á fræðslu um flest það sem viðkemur fjármálum heimilisins. Komdu í útibúið, fáðu heitt kaffi og spurðu okkur spjörunum úr.

Fimmtudagur 21. nóvember Opið til 17.00 með Georg og félögum

Kennsla 18.-22. nóvember kl. 12.15-12.45 Tölvan og snjallsíminn Kennsla á Netbankann og Íslandsbanka Appið. Öll útibú kl. 12.15-12.45.

Við höfum opið frameftir Krakkar sem koma með baukinn sinn fá flottan glaðning*. Öll útibú til kl. 17.00.

*Gildir á meðan birgðir endast

Við bjóðum góða þjónustu

islandsbanki.is | Sími 440 4000


8

fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Garðmenn undirbúa innheimtu fasteignagjalda í Helguvík

B Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar – KADECO Auglýsir

æjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning þess að Sveitarfélagið Garður sæki rétt sinn til þess að innheimta fasteignaskatt af mannvirkjum innan sveitarfélagsins á fyrrum varnarsvæði við Helguvík. Ásbjörn Jónsson hæstaréttarlögmaður mætti á fund bæjarráðs á

dögunum og fór yfir lög og reglur sem ná yfir fyrrum varnarsvæði við Helguvík, en á því svæði sem nú er skilgreint sem öryggissvæði eru olíubirgðatankar sem a.m.k. að hluta til eru nýttir til borgaralegra nota af olíufélögum. Mannvirki á þannig skilgreindum svæðum hafa ekki verið metin í fasteignamati og því ekki verið innheimtir af þeim fasteignaskattar.

Óskað er eftir tilboðum í verkið „Bygging 2045 – Niðurrif og brottflutningur“. Bygging nr. 2045 er um 350 m² stálgrindarskemma á steyptum sökkli. Verktaki skal rífa og fjarlægja bygginguna fyrir 9. febrúar 2014. Bjóðendum er heimilt að nýta það sem þeir telja heillegt af byggingarefni svo sem stálbita og ása o.fl. Verkkaupi tekur þó enga ábyrgð á gæðum efnisins. Útboðsgögn verða seld á kr. 5.000, (aðeins á geisladiski) og er hægt að kaupa þau á Verkfræðistofu Suðurnesja ehf, Víkurbraut 13 230 Reykjanesbæ. Tilboð skulu hafa borist til skrifstofu Verkfræðistofu Suðurnesja ehf, eigi síðar en mánudaginn 9. desember 2013 kl. 11:00 og verða þau þá opnuð þar að viðstöddum bjóðendum.

Líftæknifyrirtæki með 20-25 störf sest að á Ásbrú

A Laus störf í leikskólum hjá Skólum ehf. Allir leikskólar Skóla ehf. starfa eftir Heilsustefnunni og leggja ríka áherslu á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Því leitum við að samstarfsfólki sem: • Er tilbúið til að tileinka sér starfsaðferðir leikskólans • Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum • Er tilbúið til að taka þátt í öflugri starfsþróun • Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn.

Við hvetjum karlmenn jafnt sem konur til að sækja um!

Heilsuleikskólinn Háaleiti, Ásbrú í Reykjanesbæ Auglýsir eftir: • Sérkennslustjóra í hlutastarf • Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum starfsmanni í 100% stöðu stuðningsfulltrúa frá áramótum. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2013. Heilsuleikskólinn Háaleiti er þriggja deilda leikskóli með um 60 börn.

lþjóðlega líftæknif yrirtækið Algalif er að setjast að á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrirtækið hefur þróað fæðubótarefni úr þörungum. Fjárfesting fyrirtækisins á næstu árum verður um 2,2 milljarðar króna. Stærstur hluti starfseminnar verður settur upp á næsta ári og hluti framleiðslunnar hefst einnig þá. Gert er ráð fyrir að 20-25 manns muni vinna við framleiðsluna en stór hluti þeirra starfa eru hámenntuð störf. Stærstur hluti fjárfestingarinnar er í tækjum og búnaði, auk þróunarkostnaðar. Leigja hús af Kadeco Algalif mun koma sér fyrir í húsnæði á iðnaðarsvæðinu á Ásbrú en þar hefur fyrirtækið mikla stækkunarmöguleika. Fyrirtækið leigir húsnæði á Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco. Aðstæður á Ásbrú eru ákjósanlegar fyrir uppbyggingu líftæknifyrirtækja. Nauðsynlegt aðgengi að vatni og orku er til staðar. Hér er einnig auðveldara að forðast mengun heldur en í löndum þar sem hitastig fer yfir 25 gráður á sumrin. Þá skiptir nálægð við Keflavíkurflugvöll miklu máli. Nú er unnið að fjárfestingasamningi milli Algalif og íslenska ríkisins

og eru þeir samningar að komast í höfn. „Það hefur verið rætt mikið um fjölbreytta nýtingu á íslenskri umhverfisvænni orku og í okkar uppbyggingu á Ásbrú hefur verið horft til þessa. Hjá Keili hefur verið byggt upp nám í orkutæknifræði og jafnframt höfum við byggt upp flotta rannsóknarstofu sem er m.a. grunnur að því að draga svona starfsemi inn á svæðið,“ segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, í samtali við Víkurfréttir. Kjartan segir að hjá Kadeco hafi orkunotkun við ræktun verið til skoðunar og þá sérstaklega hávirðisræktun. Þar sé horft til dýrari grænmetistegunda og t.d. þess sem ORF Líftækni sé að gera í Grindavík með sérhæfðu góðurhúsi í framleiðslu á hávirðis vöru. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur verið í viðræðum við Algalif í nokkuð langan tíma um uppbyggingu framleiðslunnar hér en fyrirtækið hefur verið að skoða aðstöðu bæði erlendis og á nokkrum stöðum hér á landi. Kjartan segir að Algalif sé í raun að sækja í það samfélag sem byggt hafi verið upp á Ásbrú á undanförnum árum og það nýtist fyrirtækinu vel.

Nánari upplýsingar veitir: Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, sími 426-5276 Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://www.skolar.is Heilsuleikskólar Skóla eru: Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ, Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík.

Okkar ástkæra

Sigríður Halla Einarsdóttir, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 17. nóvember. Hún verður jarðsungin frá YtriNjarðvíkurkirkju fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13.00.

Auður Ingvarsdóttir Snorri Gestsson Leifur V. Eiríksson Hildur Inbarsdóttir Snæbjörn Sigurðsson Björg Ingvarsóttir Ólafur Björnsson Rósa Ingvarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn


markhonnun.is

GamansöGur frá fræknu íþróttafólki

MEISTARA MEIsSö Tg Au Rr A-

R U G Ö S A R A MEIST JA

sögur

arnan afar birtist gj m. Almenningi róttamönnu mynd af íþ ja þá einhliða yr sp n en ttam mögulega Íþróttafré sem eina ninga þar vinna urt Almenningi bir r sptis ei „Þ : unr gja í nra afa ið errna einhliða myndsv mörk,“ aríþr i ir fle af óttamö skor m.a m nnu n se Íþróttafréttame kringum ikin Í lenn . um spyrja ti m þálbrigð spurninga þar me su og urmull ð ým sem ör eina mögule f og fj er líga svarið er í raun: ir rt tt ve ró íþ „Þeir vin sem leikinn sem skora mtilegranasagna skemfleiri mörk,“ með ýmsum tilbrigðu skrá. m. Í kringum að íþróttir er líferog fjör og urmull min bókin skemmtilegra sagna mt sagt ko ver er se ð hversu Hér sem er að skrá. ljósi á þa sem varpar tur verið ge ð þa intýralegt r sem Hér er sem sagt æv komin bók róttir, þa stundainíþ r og sem varpar ljósi að ðu gó er á það hve rsu urinn gsskap tur ævintýralegt það fé laur ge r Hé get . ver iðilegur emmt að stunda íþróttir, ölmörgum sk fj í stór tt þar sem tekið þá félagsskapurinn er inn sand m legóð ur og um uppákomu stórskemmtilegur. ileg emmt sk Hér get ur a íþróttamanna. lesandinn tekið þát óðþekk tr þjt í fjölmö rgum

skemmtilegum uppáko mum þjóðþekktra íþrótt amanna.

SEG AFREKSMENN IR K S N LE ÍS 55 UM R FRÁ FERLIN GAMANSÖGU

MEISTARASÖGUR

55 ÍSLENSKIR AFREKSMENN SEGJA GAMANSÖGUR FRÁ FERLIN UM

t ú in

m o sk

n i ks

lo Meðal sögumanna eru:

Birgir Leifur golfari, Alfreð Finnbogason knattspyrnumaður, Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona Sigurður Ragnar Eyjólfsson knattspyrnuþjálfari, Helena Sverrisdóttir körfuknattleikskona Atli Eðvaldsson fyrrv knattspyrnumaður, Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona Hallbera Guðný Gísladóttir knattspyrnukona, Sigurður Sveinsson fyrrv handknattleiksmaður Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður, Þormóður Árni Jónsson júdókappi

bækur

2.993 kr www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold Grandi Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri


10

Reykjanesbær í Útsvari á föstudaginn

fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

- VIÐTAL // JÓHANNA VIGFÚSDÓTTIR ÍBÚI Á ÁSBRÚ

u Á föstudagskvöld mætir lið Reykjanesbæjar til leiks í spurninga- og skemmtiþáttinn Útsvar, sem rennur nú sitt sjöunda skeið. Lið Reykjanesbæjar sem er þekkt fyrir vasklega og ekki síður skemmtilega og líflega framgöngu mætir nú liði Garðabæjar sem sömuleiðis hefur verið framarlega í flokki Útsvarsliða, svo búast má við hörku keppni. Lið Reykjanesbæjar er að þessu sinni skipað gömlum kempum, þeim Baldri Guðmundssyni og Huldu G. Geirsdóttur auk fulltrúa ungu kynslóðarinnar, Grétari Sigurðssyni, sem er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að spurningakeppnum en hann er núverandi Gettu betur meistari ásamt félögum sínum úr MR. Bein útsendingin hefst kl. 20.00 í Ríkissjónvarpinu. Stuðningsmenn eru velkomnir í sjónvarpssal til að hvetja liðið áfram. Þá þarf að mæta að Efstaleiti 1, í höfuðstöðvar RUV, ekki síðar en 30 mínútum fyrir útsendingu.

VERÐUR KANNSKI EINS OG DR. PHIL

Enginn byggðakvóti til Sandgerðis u Engum byggðakvóta var úthlutað til Sandgerðisbæjar fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Þetta er niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins en hún hefur verið kynnt fyrir bæjaryfirvöldum í Sandgerði. Málið var tekið fyrir á 19. fundi atvinnu- og hafnarráðs Sandgerðisbæjar 29. október sl. og eftirfarandi bókað: „Sandgerðisbær fékk synjun á umsókn um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Atvinnu- og hafnarráð furðar sig á þeim útreikningum sem eru viðhafðir við úthlutun byggðakvóta. Ráðið telur tímabært að forsendur verði endurskoðaðar og hvetur sjávarútvegsráðherra til að beita sér fyrir því að það verði gert“. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar tekur einhuga undir bókun atvinnu- og hafnarráðs og ítrekar hvatningu til sjávarútvegsráðherra um að beita sér fyrir endurskoðun á forsendum fyrir útreikningi byggðakvóta.

AÐVENTUBLAÐ VÍKURFRÉTTA KEMUR ÚT Í NÆSTU VIKU, FIMMTUDAGINN 28. NÓVEMBER!

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

„Þegar ég var 25 ára þá hugsaði ég að ég væri orðin of gömul fyrir háskólanám. Eins og það sé einhver aldur.“

- Segir Jóhanna Vigfúsdóttir sem var búin að gefa námsferilinn upp á bátinn. Fór síðan aftur í skóla eftir langt hlé og brilleraði.

J

óhanna Vigfúsdóttir fluttist á Ásbrú fyrir þremur árum en hún hafði áður búið nokkuð víða um Ísland. Jóhanna hóf þá nám aftur eftir nokkurt hlé, þar sem hún hafði nánast gefið háskólanám upp á bátinn. Með tvo unga stráka og mann sem var mikið fjarverandi vegna vinnu tókst Jóhönnu að ljúka námi frá Keili með glæsibrag. Eftir það lá leið hennar í Háskóla Íslands þar sem viðfangsefni hennar var sálfræði. Nú er Jóhanna í miðju fræðilegu og verklegu námi við Háskóla Íslands. Blaðamaður Víkurfrétta settist niður á kaffihúsi með Jóhönnu og spurði hana um reynslu hennar af lífinu í Reykjanesbæ, námið, fjölmiðlaferilinn og framtíðardrauma. Fannst hún ekki vera þessi skólatýpa Frá því að Jóhanna hóf hér nám í háskólabrú Keilis hefur Reykjanesbær heillað hana. Hún var búin að gefa það upp á bátinn að sækja nokkurn tímann háskóla en snerist hugur þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn árið 2007. Hún hóf fjarnám hjá Keili og gekk það að hennar sögn vonum framar. Það er óhætt að taka undir það en Jóhanna varð semi-dúx þegar hún útskrifaðist með næsthæstu einkunn árið 2010. Í framhaldinu sneri Jóhanna sér að sálfræðinámi við Háskóla Íslands þar sem hún lauk BS gráðu á þremur árum. Jóhanna ákvað að hefja skólagöngu að nýju eftir að hún hætti um 17 ára aldur. Hún segir að aðrir hlutir hafi verið meira spennandi á þeim árum. „Ég hafði í raun enga trú á því að ég gæti farið í skóla. Mér fannst ég ekki vera þessi týpa.“ Það var aldeilds fjarri lagi en þegar Jóhanna útskrifaðist úr háskólabrú var hún með 9,12 í einkunn og var semi-dúx við skólann eins og áður segir. Í sálfræðináminu í Háskóla Íslands var Jóhanna svo einnig í hópi efstu nemenda þegar hún útskrifaðist. Þessi misserin stundar Jóhanna framhaldsnám í sálfræði og svo virðist sem hún hafi hreinlega smitast af skólabakteríunni eftir að hún fór loks af stað aftur. „Þegar ég var 25 ára þá hugsaði ég að ég væri orðin of gömul fyrir

háskólanám. Eins og það sé einhver aldur,“ segir Jóhanna sem í dag er 33 ára. Reykjanesbær hefur komið á óvart Jóhanna hefur búið víða á Íslandi í gegnum tíðina en hún kallar sjálfa sig þó Reykvíking, það sé auðveldast. Þegar ákvörðun var tekin um að helga sig algjörlega náminu þá fluttist fjölskyldan á Ásbrú. Jóhanna viðurkennir það fúslega að áður en hún fluttist á Ásbrú þá hafi hún sjálf verið með fordóma í garð Reykjanesbæjar. Hún segir að fólk úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu sé yfirleitt með nokkuð neikvætt viðhorf þegar kemur að Reykjanesbæ. Hún komst fljótlega að því að fordómar hennar voru ekki á rökum reistir. „Hér er margt frábært í gangi og bærinn hefur komið mér mikið á óvart,“ segir Jóhanna. Hún segist aldrei hafa séð jafn mikið og uppbyggilegt starf í kringum börn eins og í Reykjanesbæ. Mikill metnaður er jafnframt í bæjarfélaginu að hennar mati. „Það er rosalega gott að búa í svona bæjarfélagi sem hefur svona gríðarlegan metnað í málum sem snúa t.d. að menntun og íþróttum.“ Verður kannski eins og Dr. Phil Einhverjir gætu kannast við rödd Jóhönnu en hún hefur starfað töluvert í útvarpi. Fyrst á FM 95,7 þar sem hún var m.a. í morgunþættinum Zuber. Jóhanna hafði einnig umsjón með þættinum Kósý á sínum tíma. Ennþá er Jóhanna viðloðin útvarpið þar sem hún er reglulegur gestur í þætti Svala og Svavars á K100 en auk þess er hún með regluleg innslög í þætti Siggu Lund, en þar var hún áður meðstjórnandi. „Þetta er gott fyrir athyglisþörfina. Þetta tekur lúmskan tíma en ég hef gaman af þessu,“ segir Jóhanna um framgöngu sína í fjölmiðlum, en takmark hennar er fyrst og fremst að starfa sem sálfræðingur í framtíðinni þrátt fyrir að ferill í fjölmiðlum gæti hugsanlega verið í myndinni. „Kannski verð ég svona Dr. Phil, hver veit,“ segir hin hláturmilda Jóhanna og skellir upp úr. „Maður vill stundum festast í þessu hlutverki sálfræðinemans. Hug-

tök og gagnrýnin hugsun heltaka mann og allt verður rosalega alvarlegt. Þá er gott að skipta aðeins um hlutverk og komast aðeins í útvarpið. Leyfa sér að vera smá kjáni, því annars hættir fólk bara að nenna að tala við mann,“ segir Jóhanna. Gæti orðið erfitt að fá strákana til þess að flytja Jóhanna á tvo unga syni, Vigfús Alexander (6 ára) og Eyþór Rafn (5 ára). Róbert Guðlaugsson maðurinn hennar vinnur hjá Jarðborunum og vegna vinnu sinnar þarf hann oft að dvelja erlendis í lengri tíma, oftast í fimm vikur í senn. Fjölskyldunni þótti því einmitt tilvalið að búa nærri flugvellinum vegna tíðra ferða Róberts erlendis sökum vinnu. Það gefur því auga leið að Jóhanna þarf að sjá um heimilið og strákana samhliða náminu. Hún segir það vissulega krefjandi en vissar fórnir þurfi að færa. Hún einfaldlega hellti sér af fullum krafti í háskólanámið og annað félagslíf varð hreinlega bara að sitja á hakanum á meðan. Móðurfjölskylda hennar býr í Reykjanesbæ og því getur hún leitað til systkina sinna þegar hún þarfnast aðstoðar með strákana. Jóhanna gæti vel hugsað sér að setjast hér að til frambúðar. „Ég get vel ímyndað mér að hér sé gott að alast upp. Strákunum mínum líður afskaplega vel og þeim þætti sjálfsagt sárt að fara héðan,“ segir Jóhanna en þrátt fyrir ungan aldur eru synir hennar byrjaðir að æfa sund og Crossfit. „Mér finnst þessi bær bara pínu stórkostlegur. Ég held að hér sé ofboðslega gott að alast upp. Mér finnst þetta svona kósý smábæjarfílingur. Ég er alveg að fíla það í ræmur,“ segir Jóhanna hress en hún hefur kynnst mikið af fólki í bænum og þá sérstaklega í gegnum börnin og þeirra íþróttaiðkun. Varðandi það neikvæða viðhorf sem einhverjir virðast hafa til Reykjanesbæjar þá telur Jóhanna að Reykjanesbær þurfi alls ekki á einhverri ímyndarbreytingu að halda. „Ég held að þetta eigi eftir að koma smátt og smátt. Ég skynja það bara að hér eru góðir hlutir að gerast,“ segir Jóhanna að lokum.


EINNIG TIL HVÍTT OG VIÐARLITAÐ

Vnr. 88166910 Ljósahringur með 120 ljósum, 40 cm.

5.990

kr.

-91 Vnr. 88165989 s. 7 ljó Aðventuljós,

1.490

kr.

VÖFFLUR OG KAFFI

Vnr. 88949615-96 Innisería, 10, 20, 35, 50 eða 100 ljós, glærar, rauðar, bláar eða mislitar perur.

Verð frá:

299

kr.

GERIÐ VERÐSAMANBURÐ

-45 Vnr. 88948640 r, æ gl s, ljó gu Slön lit, 11 mm. rauð eða mis

399

kr./lm.

www.expo.is / EXPO auglýsingastofa

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd en minna framboð getur verið í öðrum verslunum.

Boðið upp á gómsætar, nýbakaðar vöfflur og kaffi á laugardaginn milli kl. 12 og 14.

5.990 Verð frá:

Vnr. 88949201-37 Útisería, 20, 40 eða 80 ljós, glærar, rauðar eða mislitar perur.

kr.

Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is.

facebook.com/BYKO.is


í jólaskapi

Bayonnesteik

úr grísahnakka

-50% 999

okkar-8 stk

áður 1.998 kr/kg

humar

1 kg skeLBrot

-33% 1.997 áður 2.980 kr/kg

kjúkLingaVængir nettó

-30% 349 áður 498 kr/kg

LauFaBrauð

kengúra FiLLet

-25%

899 áður 1.198 kr/pk

LamBakóteLettur

Frosnar - einFaLdar

3.998

2.159

áður 4.998 kr/kg

áður 2.540 kr/kg

kjúkLingur

VínBer

heiLL - nettó

799 áður 898 kr/kg

græn

-50% 349 áður 698 kr/kg

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


markhönnun ehf

hangiLæri

m/Beini - kjötseL

-30 % 1.889 áður 2.698 kr/kg

LamBahryggur Ferskur

1.884 áður 2.298 kr/kg

Fljótlegt&gott

Frosið LamBaLæri sneitt í poka

1.743 áður 2.050 kr/kg

hakkBoLLur

kjötBankinn 1 kg

-25% 899

áður 1.198 kr/kg

Lífrænt

rapunzeL

súkkuLaði - 7 tegundir

sængurVer

ýmsar tegundir

399

3.198

kr/pk

kr/pk

Tilboðin gilda 21. - 24. nóvember Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


14

fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-menningarlíf

Karlakór Keflavíkur 60 ára

Stofnun kórsins og starf Karlakór Keflavíkur var stofnaður 1. desember 1953 og er því 60 ára á þessu ári. Kórinn hefur starfað samfellt í þessi 60 ár. Eins og vænta má hefur starfið átt sínar hæðir og lægðir en ávallt hafa starfað í kórnum kraftmiklir einstaklingar af öllum Suðurnesjum. Á fyrri árum þegar framboð af tómstundum og afþreyingu var minna en nú má segja að kórinn hafi notið sérstöðu og kraftar kórmanna dreifst minna en nú er. Að öllum líkindum hefur innra starf kórsins risið hæst á þeim árum þegar kórinn byggði sitt glæsilega félagsheimili að Vesturbraut 17-19 í Keflavík. Á þessum árum hefur kórinn gefið

út hljómplötuna „Karlakór Keflavíkur“ (1981) og hljómdiskana „Suðurnesjamenn“ (1996), „Tónaberg“ (2003) og „Þú lýgur því“ (2008), sem inniheldur lög eftir popptónskáld okkar Suðurnesjamanna; Rúnar Júlíusson, Magnús og Jóhann, Magnús Kjartansson, Gunnar Þórðarson og fleiri. Kórinn hefur verið fastur liður í menningarlífi Suðurnesja allan þennan tíma. Núverandi formaður kórsins er Vilhjálmur Ingvarsson. Starfið Innra starf kórsins er öflugt og skemmtilegt. Fyrir utan vikulegar æfingar heldur kórinn árlega ýmis

Tónleikar!

Í vetur mun kórinn halda sína árlegu „Kertatónleika“ í Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 5. desember.

skemmtikvöld með félögum. Má þar nefna sviðakvöld eða nýliðakvöld þar sem kórfélagar koma saman og kynna starfið fyrir áhugasömum einstaklingum, árlega árshátíð kórsins, jólatónleika, vortónleika og vorferðir. Þess utan hefur kórinn farið í allmargar utanlandsferðir svo sem til Færeyja, Kanada og nú síðast til Pétursborgar í Rússlandi. Kórinn hefur einnig tekið þátt í mörgum söngviðburðum með öðrum kórum, sungið við ýmsar

athafnir í kirkjum, m.a. við jarðarfarir. Þá hefur kórinn sungið við ýmis tilefni; í afmælum, heimsótt stofnanir og sungið á hátíðisdögum í bæjarfélögum á svæðinu. Má þar nefna 17. júní, Ljósanótt, Sjóarann síkáta, Sandgerðisdaga og fleira. Kórinn heldur sínar reglubundnu æfingar á fimmtudagskvöldum þar sem oft er mikið fjör. Þótt einbeiting og agi einkenni æfingarnar eru innan raða kórsins miklir karakterar sem gera starfið skemmtilegt. Tónlistin hefur þann eiginleika að skapa samhljóm í félagsskapnum og menn halda endurnærðir heim að lokinni hverri æfingu. Eiginkonur núverandi og fyrrum kórmanna hafa með sér öflugan félagsskap, Kvennaklúbb Karlakórs Keflavíkur, sem stendur fyrir ýmsum uppákomum og styður við starf kórsins með ýmsum hætti. Karlakórinn mun halda sína árlegu árshátíð 7. desember nk. í félagsheimili sínu við Vesturbraut og verður mikið um dýrðir í tilefni afmælisins. Framundan Eftir áramót mun kórinn hefja

undirbúning vortónleika með því að halda í æfingabúðir um helgi og í vor er áformað að halda hina árlegu vortónleika og vorferð þar sem kórinn mun koma fram utan heimabæjarins. Haustið 2015 mun kórinn standa fyrir svonefndu „Kötlumóti“ í Reykjanesbæ. Katla er Samband sunnlenskra karlakóra. Þá munu karlakórar af sunnanverðu landinu koma saman í Reykjanesbæ og bjóða upp á fjölda tónleika auk þess sem kórarnir allir koma saman og mynda um 600 manna kór sem syngur fyrir Suðurnesjamenn. Núverandi stjórnandi kórsins er Helga Bryndís Magnúsdóttir. „Kertatónleikar“ Í vetur mun kórinn halda sína árlegu „Kertatónleika“ í YtriNjarðvíkurkirkju fimmtudaginn 5. desember. Þetta eru jólatónleikar þar sem sköpuð er hátíðleg jólastemming á aðventunni með skemmtilegri kertalýsingu og jólasöngvum. Að þessu sinni verða Kvennakór Suðurnesja og Barnakór Holtaskóla gestasöngvarar á tónleikunum sem hefjast kl. 20:00.

-fréttir

Umsjónarkennari í 1. bekk, náttúrfræðikennari á elsta stigi Grunnskóli Grindavíkur auglýsir eftir kennurum til starfa frá 1. janúar næstkomandi. Um er að ræða umsjónarkennslu í 1. bekk og náttúrufræðikennslu á elsta stigi. •

Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með um 460 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa þannig umhverfi að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu. Starfsemin skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda. Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans http://www.grindavik.is/grunnskolinn. Við leitum að einstaklingum með réttindi til kennslu í grunnskóla sem eru metnaðarfullir, og góðir í mannlegum samskiptum, með skipulagshæfileika, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi. Starfsmenn Grindavíkurbæjar hafa sett sér eftirfarandi gildi sem unnið er eftir í starfsemi bæjarins, þau eru jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið halldorakm@grindavik.is í síðasta lagi 2. desember næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri í síma 420-1150.

n Garðmenn skora á þingmenn:

Leiðréttið mismunun eða hafnið fjárlögum

B

æjarráð Sveitarfélagsins Garðs beinir þeim eindregnu tilmælum til heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að mismunun í heilbrigðisþjónustunni verði leiðrétt. Bæjarráð hvetur alla þingmenn, en þó sérstaklega þingmenn Suðurkjördæmis til þess að hafna samþykkt fjárlaga ef ekki verði leiðrétt sú mismunun sem á sér stað í fjárveitingum til grunn heilbrigðisþjónustu, sem skal gilda jafnt fyrir alla landsmenn. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs í Garði. Þá segir að bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs taki undir ályktun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um sama efni frá 12. nóvember sl. Samkvæmt lögum er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) alfarið rekin á kostnað ríkisins. Áætluð framlög ríkisins til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á árinu 2014 eru a.m.k. helmingi lægri á hvern íbúa en til annarra heilbrigðis-

stofnana, að undanskilinni Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þessi grófa mismunun milli landsmanna hefur viðgengist í fjöldamörg ár og er alls ekki líðandi. HSS er eina stofnunin á Suðurnesjum sem sinnir grunn heilsugæsluþjónustu fyrir íbúana og hefur m.a. verið þekkt fyrir vandaða þjónustu fæðingardeildar. Með lokun skurðstofu fyrir þremur árum var í raun skellt í lás fyrir fullkominn rekstur fæðingardeildar og fjölmarga aðra þætti í rekstri HSS. Sú þjónusta sem starfsfólk HSS leggur sig enn fram um að veita er til mikillar fyrirmyndar. Stefna um hlutverk HSS í þjónustu við íbúa á Suðurnesjum hefur sveiflast eftir áherslum stjórnvalda hverju sinni án þess að sveitarfélögin hafi fengið tækifæri til að koma þar að máli. Þessi hringlandaháttur hefur m.a. orðið til þess að veikja starfsemi HSS.


20 % VILDARAFSLÁTTUR AF ÖLLUM

BARNABÓKUM

21. TIL 24. NÓVEMBER GILDIR Í VERSLUN EYMUNDSSON Í REYKJANESBÆ

Úrval er mismunandi eftir verslunum.


16

fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

LÖGGUFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Lagði fram kæru vegna fjársvika

AFMÆLI Haukur Gígja verður 80 ára föstudaginn 22.nóvember. Hann tekur á móti ættingjum og vinum að heimili sínu frá kl. 16 á afmælisdaginn.

Til hamingju með daginn elsku Reynir minn, ég elska þig. Þín Agata

ATVINNA

TÆKNI- OG SVIÐSSTJÓRI HLJÓMAHALLAR Hljómahöll óskar eftir því að ráða tækniog sviðsstjóra Tækni- og sviðsstjóri ber ábyrgð á öllum tæknimálum Hljómahallar s.s. vegna tónleika- og ráðstefnuhalds, funda, dansleikja, Poppminjasafnsins o.s.frv. Hann þarf að hafa ríka þjónustulund og yfirgripsmikla þekkingu á margvíslegum tæknibúnaði. Tæknimenntun af einhverju tagi er kostur en hann þarf einnig að geta tileinkað sér nýja tækni á skömmum tíma og vera fljótur að læra. Verksvið • Umsjón með öllum tæknimálum og sviðsstjórn Hljómahallar. • Umsjón með viðhaldi á tækjabúnaði hússins. • Umsjón, viðhald og varðveisla á munum Poppminjasafnsins. • Tengiliður vegna bruna- og innbrotakerfi hússins. • Vera reiðubúinn að koma á ýmsum tímum til þess að aðstoða leigutaka hússins. • Umsjón með hljóðfærum Hljómahallar. • Aðstoða framkvæmdastjóra við framkvæmd ýmissa verkefna. • Önnur tilfallandi verkefni sem framkvæmdastjóri felur honum. Hæfniskröfur • Tæknimenntun sem nýtist í starfi er kostur • Reynsla af umsjón tæknimála í kringum viðburði og annað skemmtanahald. • Tækniþekking á s.s. hljóðkerfum, hljóðfærum, mögnurunum, hljóðfærum, skjávörpum, internetbúnaði o.m.fl. • Góð og yfirgripsmikil tölvuþekking • Þekking á snjalltækjum (snjallsímum og spjaldtölvum) • Þekking á bæði OS og Windows stýrikerfum • Mikilvægt er að viðkomandi hafi sýnt af sér sjálfstæði í vinnubrögðum og mikla hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember nk. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á vef Reykjanesbæjar. Umsókninni um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Tómas Young (tomas.young@reykjanesbaer.is), framkvæmdastjóri Hljómahallar. Hljómahöllin er ný menningarmiðstöð í Reykjanesbæ sem er ætlað að vera máttarstólpi menningarlífs á Reykjanesi.

u Íbúi í Reykjanesbæ kærði um nýliðna helgi fjársvik til lögreglunnar á Suðurnesjum. Maðurinn hafði óskað eftir iPhone4 á vefsíðunni Bland. is. Við hann hafði samband karlmaður, sem kvaðst vera með til sölu slíkan síma, auk iPhone 4S. Gæti hann fengið þá saman á 65 þúsund. Niðurstaðan varð sú að kærandinn fengi símana báða á 50 þúsund. Skyldi hann fá þá senda í pósti eftir að hafa lagt upphæðina inn á tiltekinn reikning, sem hann og gerði. Ekkert bólaði á sendingunni og illa gekk að ná í „seljanda“ símanna. Loks tókst það og sagði hann þá vin sinn hafa fengið að nota reikningsnúmer sitt og síma, þar sem hann væri ekki með heimabanka. Lögregla rannsakar málið og varar jafnframt við viðskiptum þar sem fólk leggur fjármuni inn á reikning án þess að hafa fengið vöruna í hendur. Fjölmörg mál hafa komið upp að undanförnu, þar sem óprúttnir eru að selja fólki ýmislegt, láta það millifæra á sig fjármuni, en afhenda svo aldrei hlutina sem þeir segjast vera að selja.

Brunahani ekinn niður uBrunahani var ekinn niður á Suðurnesjum um helgina. Sá sem það gerði ók af vettvangi, án þess að láta vita, en skildi brunahanann eftir frussandi vatni í allar áttir. Þá var ekið á bifreið í Keflavík og ökumaðurinn sem það gerði ók einnig á brott án þess að gera vart við sig. Tveir ökumenn óku of hratt, annar á 109 og hinn á 124 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Átta ökumenn voru kærðir fyrir að leggja bílum sínum ólöglega og fimm til viðbótar voru ekki með öryggisbelti spennt. Loks voru tveir ökumenn ekki með ökuskírteini sín meðferðis.

Brenndist af ammoníaksblandaðri olíu uVinnuslys varð um síðustu helgi í fiskvinnslufyrirtæki í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar var starfsmaður að vinna við vél sem keyrir kælikerfi fiskvinnslunnar þegar ammoníaksblönduð olía sprautaðist í andlit hans. Maðurinn brenndist í andliti, auk þess sem vökvinn fór í annað auga hans. Honum var ekið með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

646 mældir S

amtals mættu 646 einstaklingar í blóðsykurmælingu sem Lions-hreyfingin stóð fyrir á Suðurnesjum um sl. helgi. Í Vogum mættu 65 í blóðsykurmælingu, 245 í Grindavík og 336 í Reykjanesbæ. Í Reykjanesbæ reyndust nítján einstaklingar vera með of háa mælingu og var ráðlagt að tala við lækni. Pálmi Hannesson hjá Lionsklúbbnum Garði sagðist í sam-

tali við Víkurfréttir vera ánægður með þátttöku Suðurnesjamanna en margir þeirra sem mættu í mælingu sl. föstudag í Grindavík og á laugardag í Vogum og Reykjanesbæ mætti gagngert til að láta mæla sig. Pálmi vildi jafnframt koma á framfæri þökkum til Lyfju í Reykjanesbæ sem lagði til allan búnað sem þurfti til mælinganna. VF-myndir: Hilmar Bragi

HEILSUHORNIÐ

Hugum að húðinni í kuldanum Þegar kólnar í veðri getur húðin orðið ansi þurr og viðkvæm sem getur ýtt undir ójafnvægi í húðinni og jafnvel húðvandamál. Því þurfum við að hlúa að húðinni okkar og næra hana vel bæði að utan sem innan en það vill oft gleymast að það er ekki nóg að bera endalaust af kremum á húðina til að mýkja hana heldur er álíka mikilvægt að næra húðina innan frá með góðri fitu í fæðunni eins og laxi, avokadó, valhnetum, hörfæjum og ólífuolíu. Þar sem fitusýrunar eru allri frumustarfssemi svo mikilvægar þá er æskilegt að taka omega 3 olíur inn aukalega ef þið náið ekki að fá þær í nægilegu magni úr fæðunni. Sumir gætu jafnvel þurft að taka fitusýrur tvisar á dag ÁSDÍS tímabundið yfir háveturinn ef mikill þurrkur GRASALÆKNIR og kláði er í húðinni til að vinna upp hugsanSKRIFAR legan fitusýruskort og byggja upp og næra húðina. Útvortis er gott að eiga lífræna kókósolíu við höndina og bera á þurra bletti reglulega en kókosolían er einstaklega feit og nærandi og smýgur vel inn í húðina. Kókosolían er að mínu besti kosturinn til að byrja á en ef það dugar ekki til þá eru fáanleg víða mjög góð íslensk jurtasmyrsli sem eru feitari og þau innihalda þar að auki mikið af virkum og uppbyggjandi efnum fyrir húðina. Svo auðvitað að muna eftir hönskunum og halda hita á húðinni í kuldanum;) Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir


Tæknivörur fyrir þig kr.

149.995

Vörunr.: PHS-32PFL5008T

42” kr. 189.995 Vörunr.: PHS-42PFL5008T

47” kr. 229.995

• Full HD 1920x1080 upplausn, 300Hz Perfect Motion Rate • Ambilight Spectra 2 - bakljós • 2D-3D conversion (breytir 2D í 3D) • Wi-Fi þráðlaus móttakari innbyggður • Stafrænn DVB-C, DVB-T, DVB-T2 móttakari • Birtustig: 400cd/m • Skerpa: 500.000:1

Vörunr.: PHS-47PFL5008T

50” kr. 299.995 Vörunr.: PHS-50PFL5008T

Harman Kardon 2.1 heimabíókerfi með þráðlausum bassa og Bluetooth

Lenovo IdeaPad S500 með snertiskjá

• Intel Core i5 3337U 1,8 - 2,7GHz 3MB dual core örgjörvi • 8GB vinnsluminni • 500GB harður diskur og 24GB SSD • 15,5” HD LED snertiskjár með 1366x768 punkta upplausn • nVidia GeForce GT720M 2GB skjákort • Windows 8 - 64ra bita

• Fjarstýring fylgir, einnig getur heimabíóið lært inn á fjarstýringuna þína • Miðjuhátalari 2x25w RMS í 8 ohms SPL @ 1 watt/meter: 86dB • Tengi: RCA, Digital Coax, optical og 2 HDMI inn, 1 HDMI út • Veggfesting, RCA og Optical tengi fylgja

kr.

tilboð kr.

99.990 Vörunr.: HAR-SB26

139.990 Vörunr.: 59372934

HERO 3+ Black Edition HERO3+ er mun öflugri, 20% minni og léttari, endurhannað batterí, 30% lengri upptökutími

HERO 3 Black Edition tilboð kr. Bose SoundLink Mini kr.

39.900

Canon MG4250 prentari tilboð kr.

Vörunr.: 60933

• Bose SoundLink Mini þráðlaust ferðahljómtæki • Lítið og nett, aðeins 0,67kg að þyngd • Lithium rafhlaða allt að 7 klst. í spilun • Þráðlaus afpilun með Bluetooth® t.d. iPhone

64.995

kr.

84.995

Úrval aukahluta fyrir GoPro vélar

13.995

Vörunr.: 6224B006BA

Nettur og háþróaður fjölnota WiFi prentari með prentun, ljósritun og skönnun.

TALAUST LÁN

12 MÁNAÐA VAX

LUR Í ALLT AÐ

R RAÐGREIÐS

VAXTALAUSA

444 9900

Akranesi Dalbraut 1

12 MÁNUÐI

Borgarnesi Borgarbraut 61

Reykjanesbæ Tjarnargötu 7

www.omnis.is

Birt með fyrrivara um prentvillur og myndabrengl.

32”

Philips 3D Smart LED


18

fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-póstkassinn

pósturu vf@vf.is

n Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ skrifar:

Skýrasta dæmið um árangur Listir

Kristbergur og Þórður með leiðsögn í Listasafni Reykjanesbæjar

S

unnudaginn 24. nóvember kl. 15.00 munu þeir Kristbergur Ó. Pétursson og Þórður Hall leiða gesti í gegnum sýningu sína, Endurfundir, sem var opnuð þann 1. nóvember sl. í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Báðir eiga listamennirnir sér sterkar rætur í því náttúrulega umhverfi sem þeir eru sprottnir upp úr, Þórður í reykvísku landslagi á mörkum byggðar og óbyggðar, þar sem víðáttur og hafflötur dreifa og endurkasta birtu þannig að sjónheimur vegur salt milli veru og óveru, Kristbergur í myrku og hrikalegu hraunlandslaginu í Hafnarfirði, þar sem ljósið er lífgjafi, í eiginlegum jafnt sem óeiginlegum skilningi. Annað eiga þeir einnig sammerkt, nefnilega áhugann á helstu virkjunarmönnum ljóssins í heimslistinni, ekki síst Turner, en Kristbergur hefur einnig sótt innblástur til Tizianos og Rembrandts. Kristbergur og Þórður hafa báðir verið virkir í heimi myndlistarinnar um langan tíma og eru báðir vel þekktir málarar samhliða því sem þeir hafa sinnt kennslu og ýmsum öðrum störfum tengdum myndlist. Þeir hafa sýnt víða, bæði hér og erlendis en þetta er fyrsta samsýning þeirra. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. Sýningin stendur til 15. desember. Safnið er opið virka daga kl. 12.0017.00, helgar kl. 13.00-17.00. Ókeypis aðgangur.

„Hamagangur í hellinum“ F

- Jólaleikrit Leikfélags Keflavíkur

östudaginn 29. nóvember frumsýnir Leikfélag Keflavíkur jólaleikritið Hamagangur í hellinum. Verkið er unnið upp úr öðru leikriti en stytt og staðfært á skemmtilegan hátt af leikhópnum sjálfum. Það eru litríkir karakterar sem koma fram í verkinu sem gerist í helli Grýlu og Leppalúða þar sem jólasveinarnir undirbúa komu jólanna ásamt foreldrum sínum og gæludýrum. Sagan leiðir okkur einnig inn á hótel hér í bæ þar sem skemmtilegir og óvæntir hlutir gerast.

Hamagangur í hellinum er þriðja verkið sem fer á fjalir Frumleikhússins á þessu ári og það segir allt um grósku leiklistarstarfs hér á svæðinu. Eins og komið hefur fram þá verður verkið frumsýnt föstudaginn 29.nóvember og sýnt um helgar fram að jólum. Sýningin tekur eina klukkustund og er fyrir alla fjölskylduna. Miðaverð er aðeins 1000 krónur en nánar verður auglýst í VF í næstu viku. Stjórn LK.

Árið 2001 var tíð ölvun ungmenna á götum úti um helgar í Reykjanesbæ umfjöllunarefni fjölmiðla. Daglegar reykingar elstu nemenda í grunnskólum og ölvunardrykkja voru hátt yfir landsmeðaltali í könnunum. Þessu fylgdu fréttir um afar slakan námsárangur grunnskólanema. Með samstilltu átaki hefur þessu verið umbylt á aðeins 12 árum. Daglegar reykingar og ölvunardrykkja sama aldurshóps eru nú með því lægsta sem gerist á landinu. Þær hafa farið úr 24% um síðustu aldamót niður í 1% , ölvunardrykkja hefur farið úr 40% í 5% - Mældar eru stöðugar framfarir allt frá aldamótum. Þá er ekki síður ánægjulegt að í stað þess að skrapa botninn í námsárangri hafa grunnskólar Reykjanesæjar stigið föstum skrefum fram og náð eftirtektarverðum árangri. Þessi góði árangur er vegna þess að við settum skýra sýn á forvarnir og menntun, settum upp aðgerðarhópa og fylgdum verkefnum eftir með markvissum hætti. Sýnidæmi um að skipulegar forvarnir geta skilað einstaklingum hamingjusamari, heilbrigðari og betur menntuðum til að takast á við lífið. Fjölmargir íbúar, skólar, lögregla, félög og samtök hafa komið með okkur í þá miklu vinnu sem hefur skilað svo skýrum árangri. Hér skulu nefnd fáein dæmi um foreldrastarf, ókeypis uppeldisnámskeið, Samtaka hópinn, holla hreyfingu um allan bæ, íþróttastarf og fyrirmyndardeildir, tónlist, Keflavíkurkirkju, ungmennaráð, nemendaráð FS, virkjun samfélagsmiðla, samninga við skemmtistaði ofl. ofl.

tilnefndir m.a. frá Fjölbrautaskólanum, skátum, björgunarsveitinni, íþróttabandalaginu og tónlistarskólanum. Ráðið hefur m.a. lagt áherslu á bættar almenningssamgöngur og sérstaka aðstöðu unglinga við 88 ungmennahúsið við Hafnargötu. Á þau hefur verið hlustað: Ókeypis almenningssamgöngur hafa verið stórbættar og ný aðstaða við 88 húsið er að líta dagsins ljós, hreyfing, félagsstarf og heilbrigð skemmtun. Stjórn nemendafélags FS hefur þar nú aðstöðu. Skemmtilegt dæmi um forvarnaraðgerð var athyglisvert framtak nemendaráðs FS þegar þau settu upp „edrúpott“. Þar gátu allir nemendur sem héldu sér frá áfengi og fíkniefnum á dansleikjum FS átt möguleika á að vinna Ipad. Auðvitað var Reykjanesbær tilbúinn að styrkja slíkt. Íþróttahreyfingin hér var með þeim fyrstu sem vann sér til viðurkenninga innan ÍSÍ að verða svonefnd „fyrirmyndarfélög“ og /eða „fyrirmyndardeild“. Gott forvarnarstarf á þar ríkan þátt. Virkjun samfélagsmiðlanna hefur einnig sín áhrif. Ég bendi á góða Fésbókarsíðu: Íþróttir, tómstundir og forvarnir í Reykjanesbæ. Tónlistarnám reynist vera gríðarlega sterk forvörn gegn fíkniefnum ekki síður en góð hreyfing. Við getum verið stolt af því að eiga einn stærsta tónlistarskóla landsins, þar sem allir fyrstu tveir árgangar grunnskóla stunda gjaldfrjáls tónlistarnám. Mikilvægur áfangi náðist einnig þegar við lögðum til að undirritað yrði samkomulag eigenda skemmtistaða, lögreglu og Reykjanesbæjar með það markmið að draga úr og helst útiloka að ungmenni undir lögaldri stundi vínveitingastaði.

Forvarnir byrja snemma, hjá foreldrum. Foreldrastarfið í leikskólum og grunnskólum er til fyrirmyndar.

Allt samfélagið hefur verið virkjað Forvarnir byrja snemma, hjá foreldrum. Foreldrastarfið í leikskólum og grunnskólum er til fyrirmyndar. Lögð hefur verið mikil áhersla á að bjóða ókeypis uppeldisnámskeið. Skólavogin sýnir að foreldrar grunnskólabarna í Reykjanesbæ vinna mest heima með börnum sínum. „Samtaka“ nefnist þverfaglegur forvarnarðagerðahópur, sem stofnaður var 2006, þar sem saman starfa varðstjóri forvarna hjá lögreglunni, fulltrúi barnaverndarnefndar, verkefnisstjóri foreldrafélaga grunnskóla(FFGÍR), forvarnarfulltrúi Fjölbrautaskólans, fulltrúi fræðsluskrifstofu, forvarnarfulltrúi Reykjanesbæjar, fulltrúi frá heilbrigðisstofnun og námsráðgjafar grunnskólanna. Þessi mikilvægi hópur miðlar upplýsingum sín á milli og beinir ábendingum til annarra um leiðir sem þarf að fara. Sundiðkun grunnskólanemenda hefur stóraukist eftir að gefið var frítt í sund árið 2006. Gerð var góð hreyfiaðstaða við grunnskóla, stórbætt íþróttaaðstaða fyrir fjölbreyttar íþróttir íþróttafélaganna, bætt aðstaða til göngu með göngustígum meðfram ströndinni og um allan bæ. Nú síðast með sérstökum hreyfigörðum þar sem útiæfingatæki eru í boði fyrir alla íbúa. Ungmennaráð samanstendur af fjölda unglinga sem eru

Höldum skýrri sýn Fleiri aðila er vert að nefna, þó einungis sem lítið brot af því góða starfi sem svo margir vinna í forvörnum: Mikilvægt samstarf lögreglu og Fjölskyldu- og félagsþjónustu, Forvarnadagur ungra ökumanna og markviss eyðing svonefndra „svartbletta“ í umferðinni, Fjölmenningarhópur, Unglingadeild Björgunarsveitar Suðurnesja með öflugt starf, Útideildin, Keflavíkurkirkja með öflugt forvarnastarf, Leikfélagið með öflugt unglingastarf, Fjölsmiðjan, Fjölskylduhjálpin, Velferðarsjóður, MSS Landnámsdýragarður, Flott án fíknar í Akurskóla, foreldramorgnar í Virkjun, innileikjagarður og þannig má áfram telja. Okkur á einnig að vera ljóst að það er ekki af tilviljun sem hefur tekist einstaklega vel um forvarnir á Ljósanótt, einni stærstu fjölskylduhátíð landsins, þar sem 20-30 þúsund manns skemmta sér yfir helgi. Þar eru unglingarnir okkar til fyrirmyndar. Við getum öll verið stolt af þessum árangri. Við skulum þó alltaf vera minnug þess að einungis með því að vinna vel, hafa skýra sýn á hvað við viljum, hafa markmiðin á hreinu og kunna að framkvæma eftir markmiðunum, náum við áfram árangri. Árni Sigfússon, bæjarstjóri

n Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar:

Í tilefni af ritdómi og „svartri sögu“ Keflavíkur Í ritdómi Inga Freys Vilhjálmssonar um bók Jón Kalmans Stefánssonar „Fiskarnir hafa engar fætur á dv.is með fyrirsögninni Svarta saga Keflavíkur segir að höfundinum sé ekkert sérstaklega hlýtt til Keflavíkur. Þegar fjallað er um Keflavík þarf að hafa í huga hlutverk bæjarins og stöðu landsins í heild. Ekki mörgum áratugum áður en fólksfjölgunin hófst í Keflavík á millistríðsárunum hafði það viðgengist víða um land að bjóða niður börn. Að bjóða niður börn var það kallað að afhenda fátæklinga lægstbjóðenda. Þegar síðan var hægt var að fá störf hjá Kananum bauðst fólki á landsbyggðinni sem áður bjó við atvinnuleysi og við kröpp kjör að fá launaða vinnu. Áður höfðu fjölskyldufeður komið einir á vertíð en nú gátu þeir komið með fjölskylduna og sest hér að. Sögur fóru af fólki sem þegið hafði bætur í sinni heimabyggð að nú þyrfti það að flytja til Keflavíkur

til að fá vinnu. Fólk sem ekki gat lifað á sínum æskuslóðum fann sér þar lífvænlegri stað. Fólk kom og vann hér í lengri eða styttri tíma. Til að létta á húsnæðisvandanum lét Verkalýðsfélag Keflavíkur hólfa niður bíósalinn í Félagsbíó og kojur á alla veggi. Það leysti vanda fjölda manns. Þetta var gert af myndarskap. Þetta fólk greiddi enginn gjöld hér í bæ. Segja má að þetta fyrirkomulag sé enn við lýði sem birtist í því að byggðarstefna sé mörkuð með það að leiðarljósi að fólk sem ekki nær ákveðnum tekjum er útilokað frá sumum sveitarfélögum. Aftur skerpist staða Suðurnesjanna sem vin þeirra sem minna mega sín þegar að Kaninn fer og eftir verður íbúðarhúsnæði sem hafði verið vel við haldið. Ungt fólk sem ekki hafði haft þau skilyrði sem þarf til að afla sér menntunar bauðst húsnæði og menntun við þær aðstæður sem það réði við. Fyrir komu bandaríska hersins kom breski herinn til Íslands. Áhrifin af komu eitt hundrað þúsund hermanna í lítið land, langflestir á giftingaraldri þar sem fimm þúsund konur á

giftingaraldri bjuggu, voru afgerandi. Algengara var að börn fæddust utan hjónabands hér á landi á fimmta áratug aldarinnar en í löndunum sem við berum okkur saman við. Það var veikasti hlekkur samfélagsins þá og afleiðingar eru veikasti hlekkurinn nú. Í dag er vitað að börn okkar eru yngri þegar að þau byrja að lifa kynlífi sem hefur m.a. þær afleiðingar að börn verða foreldrar hér á landi í miklum mæli. Undirritaður hefur helgað sig vinnu við snemmtækar forvarnir. Vinnan gengur annarsvegar út á að í samstarfi við grunnskóla víða um land annast unglingar ungbarnahermi sem gefur þeim innsýn í þarfir ungbarna. Vart er á færi unglinga að sinna ungbörnum. Börn ungra foreldra og ungar mæður eru í meiri áhættu að verða fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þessu til viðbótar má nefna áhættuþætti eins og auknar líkur á að mjög ungir foreldrar lendi í fátæktargildru þar sem svigrúm til að sækja sér menntun eða vinnu minnkar og börn unglinga eru í aukinn hættu á námserfiðleikum. Í sumum af þeim sextíu löndum sem nota ung-

barnaherminn eru unglingaþunganir teknar mjög alvarlega og hið opinbera tryggir að einn árgangur taki þátt í verkefninu á hverju ári. Hér á landi tryggja skólastjórar, starfsfólk og foreldrafélög tæplega 10% árgangs þátttöku á hverju ári. Þó mikið hafi úr því dregið eru enn margir mjög ungir og óþroskaðir foreldrar á Íslandi. Hinsvegar vinn ég í samstarfi við aðra að undirbúa verðandi og nýja foreldra til að takast á við foreldrahlutverkið þannig að barnið verði félagslega og tilfinningalega heilbrigt. Á sama hátt og að Suðurnesin tóku forðum að sér þá sem höllum fæti stóðu þarf að sækja fram til og tryggja að sem flest börn fæðist í faðm fólks sem getur sinnt þörfum þeirra með alúð og umhyggju. Undirritaður tilheyrir þeim stóra og glæsilega hópi sem er sérstaklega hlýtt til Keflavíkur. Ólafur Grétar Gunnarsson


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. nóvember 2013

Ræða fjárhagsáætlun og íbúalýðræði á íbúafundi í Garði u Óskað verður eftir kynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um íbúalýðræði og verður kynningin haldin samhliða íbúafundi í Garði nú á næstu vikum. N-listinn í Garði lagði á dögunum fram tillögu um íbúafund um lýðræðismál. Tillagan var þess efnis að efnt verði til íbúafundar þar sem farið verður yfir ábyrgð sveitarfélaga gagnvart íbúalýðræði sem og kosti og galla persónukjörs. Forseti bæjarstjórnar lagði fram breytingatillögu þess efnis að íbúafundurinn yrði haldinn samhliða íbúafundi um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Garðs fyrir árið 2014. Gera má ráð fyrir að íbúafundurinn verði haldinn í lok þessa mánaðar.

Gæða- og öryggismál Sérfræðingur gæða- og öryggismála óskast til starfa Vegna aukinna umsvifa óskar Airport Associates eftir að ráða öflugan liðsmann í gæðadeild fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi til að takast á við fjölbreytt verkefni á sviði gæða- og öryggismála. Starfssvið: • Rekstur handbóka, uppbygging og skráning verkferla

Áhugasamir sæki um starfið á heimasíðu fyrirtækisins, www.airportassociates.com. Nánari upplýsingar gefur Telma Dögg Guðlaugsdóttir, telma@airportassociates.com.

• Önnur verkefni er snúa að gæða- og öryggismálum

Umsóknarfrestur er til 28. nóvember 2013.

• Innri gæðaúttektir, áhættugreining og skýrslugerð

Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Góð enskukunnátta, bæði rituð og töluð, skilyrði • Reynsla af flugtengdri starfsemi kostur • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi • Haldgóð tölvukunnátta

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

Airport Associates - Fálkavelli 7 - 235 Reykjanesbæ Sími 420 0700 - www.airportassociates.com

Starfsemi Airport Associates tekur til allrar þjónustu við farþega- og fraktflugvélar svo sem hleðslu flugvéla sem og annarar þjónustu á flughlaði, farþegainnritunar, hleðslueftirlits og alls þess er lítur að flugvélaafgreiðslu. Meðal viðskiptavina okkar eru: British Airways, Cargolux, Delta Airlines, UPS, Air Berlin, Germanwings, Bluebird Cargo, Fly Niki, First Choice Airways, WOW air, Primera Air, easyJet, Norwegian, Baseops Europe, Avcon, Transavia, Corendon, MNG Airlines, Volga Dnepr, Airbridge, ABX air og fleiri félög.

HÓTEL KEFLAVÍK nýuppgert glæsilegt hótel með mikinn metnað Leitum að jákvæðum og duglegum einstaklingum sem hafa frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Starf móttökustjóra og/eða næturvarðar felst í almennum skrifstofustörfum og þarf umsækjandi að vera góður í mannlegum samskiptum og hafa fullt vald á ritfærni í íslensku og ensku. Matreiðslumaður á Café Iðnó þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa metnað í starfi. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist á Hótel Keflavík, Vatnsnesvegi 12-14, 230 Keflavík eða á netfangið steini@kef.is


20

-

fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

ung // Sigurður Stefán

pósturu pop@vf.is

Ég er sá sem gerir alla steiktu hlutina Sigurður Stefán Ólafsson er nemandi í 10. bekk í Njarðvíkurskóla. Honum langar að verða ríkur og heimsfrægur í framtíðinni og góður að rappa. Hann elskar Odd Future föt og segir að þættirnir Adventure Time lýsi sér best.

kraft hver væri hann? Vera góður að rappa og verða ríkur og heimsfrægur.

Gaurinn sem er alltaf látin gera steiktu hlutina, semsagt steikti gaurinn.

Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Að verða ríkur og geta gert allt sem mig langar og skemmta mér.

Hvað er skemmtilegast við Njarðvíkurskóla? Gauja húsvörður.

Hvað geriru eftir skóla? Ég fer að sofa.

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Siggisal (legend)

Hver eru áhugamál þín? Hjólabretti. Uppáhalds fag í skólanum? Klárlega stærðfræði. En leiðinlegasta? Náttúrufræði. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Rapparinn Method Man. Ef þú gætir fengið einn ofur-

-

Hver er frægastur í símanum þínum? Siggisal (legend)

ÞJÓNUSTA Ódýr djuphreinsun Við djúphreinsum teppi, sófasett, dýnur og mottur. Við hjálpum við lyktareyðingu og r ykmauraeyðingu. s:780 8319 email: djuphreinsa@gmail.comT

Bílaviðgerðir Umfelgun Smurþjónusta Varahlutir Kaupum bilaða og tjónaða bíla

Iðavellir 9c -

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Vikan 21. - 27. nóv. nk.

-

Hvað er skemmtilegast við skólann? Það skemmtilegasta er líklega félagslífið. Hjúskaparstaða? Ég er á föstu.

Daglegar fréttir á vf.is

Matur? Humar er bestur. Drykkur? Kók og vatn.

Slys og óhöpp um helgina uKarlmaður féll úr stiga innandyra í Sandgerði um helgina og rotaðist. Þá féll erlend kona á göngustígnum að inngangi Bláa lónsins og var talið að hún hefði handleggsbrotnað. Þá féll eldri maður niður stiga og meiddist á fæti. Allt þetta fólk var flutt til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þakkir til HSS u Soffía Zophoníasdóttir hafði samband við Víkurfréttir og vildi koma á framfæri þakklæti til starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Soffía leitaði til HSS og fékk þar fljóta og vandaða úrlausn mála. Sérstaklega vildi Soffía þakka þeim Árna og Agnesi sem leystu hennar mál.

pósturu eythor@vf.is

Vill verða syngjandi lögfræðingur

Hundasnyrting Tek að mér að klippa og snyrta hunda. Löng reynsla. Sjá Facebook undir Hundasnyrting. Kristín s. 897 9002.

Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/

Tónlistarmaður/Hljómsveit? Joey Badass er í uppáhaldi.

fs-ingur vikunnar

GÆLUDÝR

Allir velkomnir

Sjónvarpsþáttur? Breaking Bad

Lið í NBA? San Antonio Spurs!

Ásdís Rán Kristjánsdóttir hafnaði í öðru sæti í söngkeppni FS, Hljóðnemanum, í síðustu viku. Ásdís er 16 ára og stundar nám á félagsfræðibraut í Fjölbrautaskólanum. Hún hefur áhuga á söng og leiklist og langar helst að verða syngjandi lögfræðingur í framtíðinni. Hún er upphaflega frá Skagaströnd en býr núna í Reykjanesbæ.

Föstudaginn 22. nóv nk. á Nesvöllum kl. 14:00. Friðarliljurnar

Bíómynd? Forrest Gump er besta bíómyndin.

Lið í Ensku deildinni? Horfi voða lítið á fótbolta en ég segi bara ARSENAL.

Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu?

• Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi

Besta:

Leikari/Leikkona? Gaurinn sem leikur Forrest Gump, Tom Hanks.

Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum? Ég elska Odd Future föt og hettupeysur.

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Grænás, Njarðvík 108fm 4ra herb. íbúð til leigu Falleg 4ra.h íbúð til leigu. Íbúðin laus og afhent nýmáluð. Langtímal., 160þ/mán. S. 774 0742

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Adventure Time lýsir mér best.

Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Fara inn í kvennaklefana eins og allir strákar myndu gera.

smáauglýsingar TIL LEIGU

Hvaða lag myndi lýsa þér best? Gangnam style

LÖGGUFRÉTTIR

Hvað hræðistu mest? Ég gæti grátið þegar ég sé köngulær. Hvað borðar þú í morgunmat? Yfirleitt ekki neitt. Stundum fæ ég mér þó hafragraut í skólanum. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Melkorka verður pottþétt fræg. Hver er fyndnastur í skólanum? Úff, er FS ekki samansafn af grínistum? Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd? Ég fór á Bad Grandpa og hef sjaldan hlegið jafn mikið. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Kleinur eins og í Myllu. Hver er þinn helsti galli? Ég tek oft of fljótar ákvarðanir og hugsa ekkert út í þær og ég er ótrú-

Ég tek oft of fljótar ákvarðanir og hugsa ekkert út í þær og ég er ótrúlega þrjósk, sama hversu fáranleg staðhæfingin mín er þá stend ég alltaf við mitt. lega þrjósk, sama hversu fáranleg staðhæfingin mín er þá stend ég alltaf við mitt. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi leyfa Bear cup. Áttu þér viðurnefni? Ég er stundum kölluð Dísa en það er sára sjaldan. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Fínt en það gæti orðið betra. Áhugamál? Söngur, leiklist, lestur og að hafa það kósý með vinunum. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Væri gaman að vera syngjandi lögfræðingur. Ertu að vinna með skóla, ef já hvar þá? Já, ég vinn í fiskbúðinni Vík. Hver er best klædd/ur í FS? Sólborg Guðbrands er alltaf svo flott. Spurningu fyrir næsta FS-ing vikunnar?

„Hvernig fannst þér hljóðnemaballið?“ Spurning frá síðasta FS-ingi: Hvaða viðburði vantar í FS? Það mættu vera fleiri en tvö böll á önn.

Eftirlætis: Kennari: Rósa dönskukennari er legend! Fag: Íslenska Sjónvarpsþáttur: Carrie diary Bíómynd: Ég get alltaf horft á Grease og Hunger Games Tónlistin: The Beatles og Bob Marley eru og hafa alltaf verið uppáhalds Leikari: Jennifer lawrence og Brad Pitt því hann er svo flottur Vefsíða: facebook og youtube geri ekki uppá milli Skyndibiti: Villi er klassi Hvaða tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Ég get eytt tímunum saman við að hlusta á sinfoníur.


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. nóvember 2013

Útsvarið verður 14,48% í Garði u Álagningarhlutfall útsvars verður 14,48% í Sveitarfél a g i nu G arð i á næsta ári. Það er óbreytt hlutfall frá fyrra ári. Þetta var samþykkt samhljóða þegar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn síðustu viku. Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, lagði fram tillögu D- og Llista á fundinum um að í tengslum við vinnslu fjárhagsáætlunar verði Haraldur Líndal Haraldsson rekstrarhagfræðingur fenginn til að vinna úttekt á rekstri sveitar-

? R É Þ Ð A A LEIT

AÐ Ð I V ERUM

félagsins. Bæjarstjóra verði falið að ganga til samninga við Harald. Það var samþykkt samhljóða á fundinum. Forseti lagði jafnframt fram tillögu D- og Llista um að boðað verði til íbúafundar um fjárhagsáætlunina áður en seinni umræða fer fram í bæjarstjórn. Á þeim fundi verði farið yfir fjárhagsáætlunina og íbúum gefið tækifæri til þess að kynna sér rekstur bæjarfélagsins og koma sínum sjónarmiðum um áætlunina á framfæri. Dagsetning á íbúafundinn hefur ekki komið fram.

SPENNANDI TÆKIFÆRI! Mikil fjölbreytni ríkir í starfsemi BYKO og við erum ávallt að leita að góðu fólki. Það fólk sem við ráðum til starfa þarf að búa yfir hæfileikum til að starfa sjálfstætt, vera jákvætt og eiga mjög gott með að vinna með öðrum.

LAGNAVERSLUN BYKO SUÐURNESJUM SÖLUMAÐUR

20% afsláttur

Sölumaður í Lagnaverslun BYKO Suðurnesjum. Starfið felst í ráðgjöf og sölu til viðskiptavina. Reynsla af sölumennsku er góður kostur auk þess sem æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á hreinlætistækjum og lagnavörum. Kostur er að viðkomandi hafi iðnmenntun sem nýtist í starfi.

af öllum vörum

Áhugasamir vinsamlega sendið umsóknir á ak@byko.is Umsóknarfrestur er til 1. desember n.k.

Á KÓSÝKVÖLDI. OPIÐ KL. 20-23 OPIÐ

Mánudaga-föstudaga kl. 11-18. Laugardaga kl. 11-16. Sunnudaga kl. 13-16.

Heilsuhúsi› opnar á n‡jum sta›! Í dag, fimmtudaginn 14. mars, opnum við nýtt Heilsuhús að Hafnargötu 27. Í tilefni dagsins verðum við með fjölmörg spennandi opnunartilboð, hollustusmakk og margt fleira. Auk þess höfum við opnað glæsilegan safabar með ríkulegu úrvali af nýpressuðum og nærandi safa. Líttu við í nýja Heilsuhúsinu og gerðu góð kaup!

Aðventublað Víkurfrétta kemur út í næstu viku...

Notum eingöngu lífrænt vottað grænmeti og ávexti í safana okkar!

Biotta Lífrænir ávaxta- og grænmetissafar

fimmtudaginn 21. nóvember í verslunum í Reykjanesbæ. Opið frá kl. 20:00 – 23:00 Frábær tilboð og léttar veitingar. Komdu inn í hlýjar búðir og höfum það kósý! 25% afsláttur af öllum vítamínum og bætiefnum!

Mádara

Náttúrulegar og heilnæmar snyrtivörur

Hafnargata 27 • Sími: 578-5560 Opið: 10:00 - 8:00. Safabar: 10:00 - 16:30

Skartsmiðjan Hafnargötu 35


22

fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

-molar

VIKAN Á VEFNUM Suðurnejamenn láta ekki sitt eftir liggja á samfélagsmiðlunum. Við á Víkurféttum munum framvegis birta það helsta sem ber á góma á Facebook og Twitter hjá Suðurnesjamönnum.

Örvar Þór Kristjánsson Eiður Smári. . Er eitthvað annað hægt en að hafa orðið hálf klökkur eftir viðtalið við hann. Hvílíkur leikmaður, hvílíkur ferill! Tilfinningarnar báru hann ofurliði áðan sem sýnir bara svart á hvítu hversu magnaður karakter hann er... Takk fyrir allt Eiður Lauga Sidda Hérna var litið um svefn í nótt sökum þruma og eldinga... Og svo allt à floti í morgun held a það hafi bara aldrei àður rignt 3 daga í röð í Bahrain Tómas J. Knútsson Þetta eilífðar smáblóm verður að rísa upp núna og verða að stórum kaktus sem Króatarnir stinga sig á og það illilega, koma svo strákar! Nilla Einarsdóttir Hefur einhver vina minna keyrt Reykjanesbrautina síðustu tvo tímana? Er á litlum Yaris og er að velta fyrir mér hvort leggja skuli í langferð í dag??? Guðlaugur Helgi SIgurjónsson Hey RUV... Þið megið slíta útsendingu þegar aðrir fagna... Ekki þegar Ísland fagnar..

derful. :)

Geirþrúður Ósk Geirsdóttir Slurkar í sig latte með piparkökusýrópi — feeling won-

Magnea Smáradóttir 2 stórar skálar að brauði farnar ofan í smáfuglana, verður keypt smáfuglamatur í næstu búðarferð Biggi Möller Elska Stærðfræði — feeling accomplished. Bryndís María Leifsdóttir Fyrsti landsleikurinn sem ég fer á, hann er orðinn legendary og ekki byrjaður - áfram Ísland, þvílík stemning!

Fylgist einnig með á vf.is

Hraustasta fólk landsins kemur frá Reykjanesbæ Það eru ekki amalegar aðstæður sem bíða Elvars í New York.

Elvar Már leikur í Stóra Eplinu N

-Samdi við háskóla í Brooklynhverfi New York borgar

jarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson er á leið á háskólaboltann í Bandaríkjunum næsta haust. Nú er það orðið ljóst að Elvar mun leika með Long Island University (LIU) skólanum í Brooklynhverfi New York borgar, en skólinn leikur í efstu deild háskólaboltans. Elvar kom heim í dag eftir heimsókn til Bandaríkjanna og gekk frá samingum við skólann nú fyrir stundu. Elvar sagðist í samtali við Víkurfréttir vera í skýjunum enda hafi það verið draumur hans lengi að spila í háskólaboltanum vestanhafs. Elvar segir að skólinn hafi verið að leitast eftir leikstjórnanda en sá sem leikur þá stöðu með skólanum fyrir er nú að útskrifast. Sá leikstjórnandi var með flestar stoðsendingar allra í háskólaboltanum í fyrra og Elvar hefur því stóra skó að fylla. „Þeim fannst ég vera svipaður leikmaður og hann. Þeir sáu myndband með mér og buðu mér í raun skólastyrk strax í kjölfarið,“ sagði Elvar en þjálfari annars skóla sem kom til Íslands til þess að fylgjast með Elvari benti Long Island skólanum á Njarðvíkinginn unga. Í skólanum eru 10.000 nemendur og er mikil hefð fyrir körfubolta í skólanum. Síðustu þrjú ár hefur skólinn komist í úrslitakeppni háskólaboltans (March Madness) og mætt þar öflugum liðum á borð við North Carolina og Michigan State. „Ég er ofsalega ánægður með þetta. Ég tel að þetta eigi eftir að henta mér vel þar sem þeir spila evrópskan körfubolta, sem er mjög hraður. Aðstaðan er líka til fyrirmyndar í skólanum.“

Aðrir skólar voru búnir að vera inni í myndinni en það gekk ekki alveg upp. Long Island skólinn bauð Elvari fullan skólastyrk eftir að hafa séð svipmyndir frá leik hans hér heima í Domino´s deildinni eins og áður segir. Njarðvíkingurinn og fyrrum New York-búinn Brenton Birmingham var Elvari innan handar en hann aðstoðaði mikið í ferlinu. „Þetta er bara atvinnumennska í raun og veru. Íþróttahúsið er opið hvenær sem er ef maður vill æfa.“ Elvar hefur verið þekktur fyrir að æfa vel og mikið. Hann sér þarna tækifæri til þess til þess að koma leik sínum á næsta stig. „Þetta leggst bara vel í mig og það er spennandi að flytja í þessa stórborg, New York er að heilla mig mikið,“ sagði Elvar. Elvar mun klára tímabilið með Njarðvíkingum og halda til New York næsta sumar. Hann hefur leikið betur en flestir aðrir í deildinni og virðist vera í feikilega góðu formi. „Með aukinni reynslu hef ég öðlast meiri yfirvegun og undanfarin tvö ár hafa verið ómetanleg. Ég lagði líka gríðarlega á mig í sumar við æfingar. Það skilar sér líka ásamt reynslunni.“ Elvar er með langtímamarkmið varðandi körfuboltann. „Ég veit hvað ég vil. Ég hafði planað að fara í háskólaboltann í fjögur ár til þess að koma leik mínum á næsta stig. Draumurinn er svo að vinna við að spila körfubolta. Ég tel að með þessu skrefi þá ætti ég að geta bætt mig mikið.“

Gunnar verður nágranni Elvars í Brooklyn

G

unnar Ólafsson bakvörður Keflvíkinga í Domino´s deildinni mun líkt og Elvar Már Njarðvíkingur leika í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á næsta ári. Ekki nóg með það, heldur mun Gunnar leika í St. Francis skólanum sem er í New York, en Elvar mun spila með skóla þar í borg. Liðin eru nágrannalið og er mikill rígur milli skólanna. „Ég hef alltaf hugsað að ef tækifærið kæmi að fá að spila háskólabolta þá myndi ég nýta það. Þetta er búið að vera markmið hjá mér seinustu tvö til þrjú ár að komast út í skóla þannig að þetta er bara snilld,“ sagði Gunnar í samtali við vefsíðuna Karfan.is „Þetta er frekar lítill skóli sem mér líst bara vel á. Aðstaðan þarna er mjög góð og fólkið sem ég hitti þegar ég fór út var frábært. Svo skemmir ekki staðsetningin fyrir.“

Hér er Gunnar í leik með Keflavík fyrr í vikunni gegn KR. Tvö taplaus lið áttust við í Domino's deild karla í körfu og fóru KR-ingar með sigur af hólmi 70-81. Fyrsta tap Keflavíkur staðreynd. Næsti heimaleikur Suðurnesjaliðanna verður á föstudag þegar UMFN fær Hauka í heimsókn. VF-mynd/PallOrri.

u Fjórðu og síðustu keppni í Þrekmótaröðinni 2013 lauk um helgina með keppni í Lífsstílsmeistaranum sem fram fór í TM Höllinni. Árangur Suðurnesjamanna var frábær á mótinu. Liðið 5 fræknar frá Lífsstíl sigraði bæði í opnum flokki og flokki 39+. Í parakeppninni voru Sara og Andri frá Crossfit Suðurnes í 2. sæti og í 3. sæti voru þau Vikar og Kiddý frá Lífsstíl, en þau urðu einnig í 1. sæti í flokki 39 ára og eldri. Í einstaklingskeppni karla varð Vikar Sigurjónsson í 2. sæti í flokki 39+ og í einstaklingskeppni kvenna vann Kristjana H. Gunnarsdóttir bæði í opnum flokki og flokki 39+, Sara Sigmundsdóttir hafnaði þar í 2. sæti. Suðurnesjakonur stóðu sig frábærlega en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hlaut titilinn „hraustasta kona landsins“ í opnum flokki kvenna. Kristjana H. Gunnarsdóttir hlaut titilinn „hraustasta kona landsins“ í flokki 39+ ásamt því að verða í 3. sæti í opnum flokki. Liðið 5 fræknar frá Lífsstíl, sem samanstendur af Kristjönu H. Gunnarsdóttur, Þuríði Þorkelsdóttur, Ástu Katrínu Helgadóttur, Árdísi Láru og Elsu Pálsdóttur, hlaut titilinn „hraustasta kvennalið landsins“ í flokki 39+. „Hraustasta par landsins“ urðu svo þau Daníel Þórðarson og Sigurlaug Guðmundsdóttir úr Reykjanesbæ.

Davor Suker heimsótti Grindavík u Davor Suker, forseti knattspyrnusambands Króatíu, heimsótti Grindavík í fylgd góðvinar síns Milans Stefáns Jankovic, þjálfara Grindavíkur. Þeir spiluðu saman í fjögur ár með Osijek á sínum tíma í Júgóslavínu og hafa haldið sambandi síðan þá. Suker var einn fremsti knattspyrnumaður Króata á sínum tíma en hann varð markakóngur á HM 1998. Suker var að sjálfsögðu staddur hér á landi vegna stórleiks Íslands og Króatíu sem fram fór á föstudag fyrir tæpri viku. Suker hitti stjórn knattspyrnudeildar UMFG og skoðaði íþróttamannvirkin og heilsaði upp á iðkendur yngri flokkanna. Hann skellti sér m.a. á vítapunktinn og rifjaði upp gamla takta með sínum frábæra vinstri fæti. Suker var afar hrifinn af knattspyrnuhúsinu í Grindavík. Þá kom hann færandi hendi og gaf bolta frá króatíska knattspyrnusambandinu fyrir yngri flokkana. Sjálfur var Suker svo leystur út með gjöfum, m.a. lýsi og saltfiski.


23

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. nóvember 2013

-viðtal

Bestu Fyrstu verk að dekkin koma þessu í gang komast lengst n Tilhlökkun hjá framkvæmdastjóra Hljómahallarinnar:

„Ég er mjög spenntur og hlakka til að takast á við þetta. Er heimamaður og hef ánægju af því að gera eitthvað gott fyrir bæinn,“ segir Tómas Viktor Young sem fyrir skömmu var ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Hljómahallarinnar. Hann segir að fyrstu verk hans verði að koma þessu öllu í gang því það sé hægara sagt en gert. Að mörgu sé að hyggja, t.d. að búa til heimasíðu, fara á fullt í markaðssetningu og fá enn fleiri muni í Poppminjasafnið.

Tónlist og ferðamál tengjast mikið Auk Tómasar sóttu 26 manns um stöðuna og einn dró umsókn sína til baka. Af þessum umsækjendum voru tíu kallaðir í viðtal og að endingu voru tveir, auk Tómasar, einnig kallaðir í seinna viðtal. „Það gekk út á að undirbúa og vera með kynningu þar sem ég útskýrði hugmyndir mínar. Ætli það hafi ekki bara gengið vel hjá mér,“ segir Tómas brosandi. Hann fékk ungur áhuga á tónlist og hóf nám í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 9 ára gamall og varð fljótt virkur í tónlistarlífi bæjarfélagsins. Í lokaverkefnum í háskólanámi sínu tengdi Tómas saman tónlist, viðskipti, ferðamál og markaðssetningu og segir það hafa verið góðan grunn fyrir bransann. „Tónlistarhátíðir tengjast nefnilega ferðamálum heilmikið. Það þarf að semja upp pakkaferðir og ýmislegt annað.“

us a l a g t Vax Visa o lt frá rd í al n á l a i terc ánuð s a M 2m 1 ð a

Spenntur

Tómas Viktor Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar í Reykjanesbæ.

Með víðtæka reynslu af hátíðum Tómas hefur komið að ýmsum stórum viðburðum, m.a. stóð hann á bak við ATP (All Tomorrow's Parties) tónlistarhátíðina sem haldin var á Ásbrú síðastlitið sumar. Fjöldi erlendra og innlendra hljómsveita kom fram og skemmti á þriðja þúsund gestum. Hann hefur einnig verið tengiliður Íslands við Hróarskelduhátíðina undanfarin 14 ár og unnið lengi að Iceland Airwaves

hátíðinni. Undanfarin fjögur ár hefur Tómas unnið hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTON, þar sem hann hefur séð um fræðslu, fjármál, kynningarmál og ýmsa ráðgjöf. Tómas tekur við nýja starfinu í desember. „Ég vona að starfsemi Hljómahallarinnar hefjist á fyrstu mánuðum næsta árs en vil annars lítið gefa upp um mögulega dagskrá eða viðburði. Það er svo margt annað um að hugsa áður,“ segir Tómas að lokum.

Jólalýsing í

Kirkjugörðum Keflavíkur

Jólaljósin verða tendruð í Kirkjugörðum Keflavíkur 1. sunnudag í aðventu, þann 2. desember. Ljós verða tendruð í Hólmbergsgarði kl. 16.00 og í kirkjugarðinum við Aðalgötu kl. 17.00. Þeir sem kjósa að nýta þjónustu garðanna varðandi leiðislýsingu á aðventu og jólum eru beðnir um að greiða valkröfu í heimabanka og setja ljós tímanlega á leiði. Þeir sem greiða kröfu í heimabanka geta komið krossum fyrir á leiðum óháð opnunartíma mótttöku. Starfsmenn kirkjugarðanna munu fylgjast með hverjir greiða kröfu og tengja þá krossa, að jafnaði innan 2 virkra daga frá greiðslu kröfunnar.

Bjóðum gæðadekk frá Toyo, BFGoodrich, Maxxis og Interstate á allar gerðir bíla.

Verð fyrir uppsetningu og lýsingu á aðventu og fram á þrettánda er kr. 4.500.- fyrir einn kross en 3.500.- fyrir hvern kross eftir það. Opnunartímar Kirkjugarða Keflavíkur vegna móttöku lýsingargjalda og til að aðstoða þá sem á aðstoð þurfa að halda við uppsetningu krossa verður: Miðvikudagur 27. nóvember kl. 13:00 – 17:00 Fimmtudagur 28. nóvember kl. 10:00 – 16:00 Föstudagur 29. nóvember kl. 10:00 – 17:00 Laugardagur 30. nóvember kl. 10:00 – 15:00 Sunnudagur 1. desember kl. 13:00 – 15:00 Frá 3. – 19. desember verður opið Þriðjudaga kl. 15:00 – 17:00 Fimmtudaga kl. 15:00 – 17:00. Nánari upplýsingar veitir kirkjugarðsvörður Friðbjörn Björnsson s. 824 6191 milli kl. 10.00 og 16.00 alla virka daga.

Opnunartími: Virka daga: Kl. 08:00 - 18:00

Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ Sími: 420 3333 • Gsm: 825 2217 www.benni.is • nesdekkr@benni.is


PIPAR\TBWA · SÍA · 133192

Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?

sjónvarps-

Svona er lífið á Ásbrú Komdu og kynntu þér sjónvarpsþáttagerð í Offiseraklúbbnum á Ásbrú laugardaginn 23. nóvember kl. 14–16. Í Offiseraklúbbnum og víðar á Reykjanesi stendur nú yfir stór framleiðsla á íslenskri sjónvarpsþáttaröð sem Sagafilm framleiðir fyrir SkjáEinn. Laugardaginn 23. nóvember kl. 14–16 býður Sagafilm þér að líta við í klúbbnum, skoða þig um og kynnast því hvernig risastór sjónvarpsverkefni á borð við Biggest Loser verða til á Ásbrú.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.