44 tbl 2014

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

www.lyfja.is

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

16%

12%

af lyfjum utan greiðsluþátttöku

af lausasölulyfjum og öðrum vörum

afsláttur

Sími: 421 0000

Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.

Auglýsingasíminn er 421 0001 Lyfja Reykjanesbæ, Krossmóa 4, sími 421 6565

afsláttur

Við stefnum að vellíðan.

Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19, laugard. 10–16, sunnud. 12–16

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 13 . NÓ VE MBE R 2 0 14 • 4 4. TÖLU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R

Kom að óboðnum gesti í baði XXÍbúa í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum brá heldur en ekki í brún þegar hann kom heim til sín í vikunni sem leið. Í íbúð hans var þá staddur ókunnugur maður og það sem meira var hann var í baði. Íbúinn hafði skilið íbúð sína eftir opna og mannlausa og því fór sem fór. Hinn óvænti gestur reyndist hafa ruglast á íbúðum í viðkomandi fjölbýlishúsi auk þess sem hann hafði innbyrt vímuefni og var þar af leiðandi ruglaður í ríminu. Var tekin ákvörðun um að flytja hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til rannsóknar.

Fulltrúar Suðurnesjamanna úr atvinnu- og þróunarfélaginu Heklunni voru á ráðstefnunni.

Ragnheiður Elín var í eldlínunni við upphaf ráðherrafundarins. VF-mynd/pket.

Norrænn ráðherrafundur og 200 manna ráðstefna í Reykjanesbæ

Þ

að hefur verið ys og þys í Hljómahöllinni og Stapa í gær og í dag þegar sjö ráðherrar Norðurlandanna og fylgdarlið hafa setið tveggja daga fund en ráðherranefndinni (MR-NER) fylgir 200 manna hópur sem sækir ráðstefnu um nýsköpun í lífhagkerfinu og byggðamál. Stór hluti hópsins gistir á hótelum í Reykjanesbæ. Keflavíkurmærin Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, stýrði upphafi fundarins í gær sem var um orkumál. Meðal þess sem er til umræðu er norræni raforkumarkaður-

inn, orkuskipti í samgöngum og á skipum og ný stefna Evrópusambandsins í orku- og loftslagsmálum. Málefni nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi eru veigamikil í umræðunni sem og einföldun regluverks, ferðaþjónusta og þróun norræns samstarfs til að auka útflutning. „Það er auðvitað skemmtilegt að geta hýst þessa ráðstefnu og fund hér í Reykjanesbæ. Hér var öll aðstaða til staðar, gisting, fundaraðstaða af bestu gerð og veitingaþjónusta,“ sagði Ragnheiður við VF en hún segir nánar frá þessu í sjónvarpsþætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta.

■■Sandgerðisbær endurheimtir Íþróttamiðstöð og skólabyggingu

Kaupa eignir af Fasteign fyrir milljarð S

FÍTON / SÍA

amþykkt var á fundi bæjarstjórnar Sandgerðis á dögunum að kaupa upp þær eignir í Sandgerði sem eftir voru í Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Kaupin eru að stærstum hluta fjármögnuð með láni frá Íslandsbanka að upphæð einn milljarð króna. Þegar kaupin ganga í gegn síðar í mánuðinum verður Sandgerðisbær ekki lengur aðili að Fasteign, þar sem allar eignir í Sandgerði sem voru í eigu félagsins komast nú í eigu bæjarfélagsins. Eignirnar sem um ræðir eru Íþróttamiðstöð Sandgerðisbæjar og eldri bygging

einföld reiknivél á ebox.is

Grunnskóla Sandgerðis. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar fagnar því að Íþróttamiðstöðin og eldri hluti Grunnskólans séu á ný í eigu bæjarfélagsins. Þar með sé lokaáfanga markmiða sem sett voru um endurskipulagningu skulda og skuldbindinga náð. „Það má segja að þetta sé skuldbreyting. Þannig að í stað þess að skulda Fasteign þessa fjárhæð, þá erum við að færa eignirnar yfir til okkar og vera með lán í okkar nafni. Þetta er tilfærsla á skuldbindingu, þannig að ekki er verið að auka skuldirnar. Það var mikill pólitískur vilji fyrir því

að þessar eignir kæmust aftur í eigu sveitafélagsins,“ segir Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðis. Hún segir að það hafi verið á stefnuskrá undanfarin ár að eignast aftur þær eignir af Fasteign sem bærinn átti. „Ég held að þetta hafi heilmikla þýðingu fyrir

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

bæinn. Þetta eru nú eignir bæjarins, í stað þess að vera fasteignir sem við leigjum af öðrum aðila.“ Sigrún segir Sandgerðisbæ vera að á góðri leið þrátt fyrir töluverðar skuldir. „Við stefnum á að ná skuldaviðmiði niður fyrir 150% árið 2019. Það má segja að þetta sé stór áfangi í þeim málum. Það er búið að fara í gegnum það að borga upp gjaldeyrislán og óhagstæð lán. Nú er allt að komast í þann farveg sem við viljum og nú er stefnan að lækka skuldirnar sem hraðast og mest,“ segir bæjarstjórinn en skuldaviðmið Sandgerðisbæjar er nú um 220%.

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

ALLIR VELKOMNIR Á NÝJAN STAÐ GLÆSILEGUR MATSEÐILL FYRIR ALLA HAFNARGÖTU 62 - KEFLAVÍK - SÍMI 421 4457

25% AFLSÁTTUR á Nutrilenk 180 stk.

Hringbraut 99 - 577 1150


2

fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

MENNINGARVERÐLAUN REYKJANESBÆJAR

Í dag, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 18:00, verða menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súlan, afhent í Bíósal Duushúsa. Við sama tækifæri verður styrktar- og stuðningsaðilum Ljósanætur færðar þakkir. Fulltrúar þeirra, ásamt stjórnum menningarhópa og aðrir velunnarar menningarlífs bæjarins eru hvattir til að mæta.

MÁ ÉG FÁ ANDLITSMÁLUN? Stutt og skemmtilegt námskeið í andlitsmálun, fyrir foreldra og börn, á vegum Listaskóla barna í Fjölskyldusetri Reykjanesbæjar, Skólavegi 1. • Laugardaginn 22. nóvember frá kl. 10-12. • Skráning á fjolskyldusetur@ reykjanesbaer.is eða í s. 421-2250. • Verð kr. 1.500 á fjölskyldu. Greitt á staðnum með peningum. • Efni og áhöld á staðnum en þeir sem eiga hvattir til að taka það með. • Skráningarfrestur er til 20. nóvember. • Leiðbeinandi Sara Dögg Gylfadóttir. Auglýsing einnig á facebook Fjölskylduseturs Reykjanesbæjar og upplýsingar veittar í s. 421-2250.

SKÓLAÞING HEIÐARSKÓLA

MEÐ NESTI OG NÝJA SKÓ -HORFT TIL FRAMTÍÐAR-

Skólaþing verður haldið í Heiðarskóla, laugardaginn 15. nóvember kl. 10:30 – 13:30. Á þinginu gefst skólasamfélaginu tækifæri til þess að hafa áhrif á skólastarfið og hvert skólinn stefnir í menntun nemenda. Dagskrá : 10:30 - Setning og söngur nemenda skólans 10:40 - Nýir tímar 10:50 - Nýir kennsluhættir 11:00 - Hvernig manneskja vil ég vera 11:10 - Nýtt námsmat 11:20 - Læsi í víðum skilningi 11:30 - 12:00 - Matarhlé - Íslensk kjötsúpa í boði Skólamatar 12:00 - Sýn nemenda á skólastarf - Fulltrúar nemenda 12:10 - 13:30 - Málstofur Á þinginu verður formlega opnuð vefsíða með speglaðri kennslu í stærðfræði á unglingastigi. Ráðstefnustjóri : Helgi Grímsson formaður Samtaka áhugafólks um skólaþróun. Foreldrar, forráðamenn, nemendur og allir aðrir sem áhuga hafa á skólamálum eru hvattir til þess að mæta og hafa áhrif á þróun skólastarfs í Heiðarskóla. Rafræn skráning er á www.heidarskoli.is

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Tónlistarskólakennarar í verkfalli komu saman á heimili í Njarðvík í vikunni til skrafs og ráðagerða.

Jólatónlistin í hættu vegna verkfalls – Tónlistarskólakennarar hittast reglulega og stappa í sig stálinu

T

ónlistarnemendur eru farnir að finna verulega fyrir því að kennarar í Félagi tónlistarskólakennara, FT, hafa verið í verkfalli síðan 22. október. Hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru 28 tónlistarkennarar í verkfalli en 16 eru við störf en þeir kennarar eru í öðru stéttarfélagi. Verkfall tónlistarskólakennara snertir við mörgum í Reykjanesbæ, enda fjölmargir sem leggja stund á tónlistarnám. Samningar milli viðsemjenda ganga illa og þegar tíðindamaður Víkurfrétta tók hús á tónlistarskólakennurum á þriðjudagsmorgun var þungt hljóð í þeim, enda stál í stál hjá samninganefndum. Á meðan ekki semst verða áhrif verkfallsins alvarlegri með hverjum deginum. Nú þegar jólin nálgast þá getum við horft upp á það að jólatónlistin í Reykjanesbæ sé í hættu. Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sé óstarfhæf vegna verkfalls kennara.

Því geti blásarar sveitarinnar ekki mætt á hina ýmsu viðburði nú í aðdraganda jóla á meðan verkfallið varir. Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hefur þó fengið undanþágu til að fara í sjónvarpsupptöku og einnig til að taka þátt í tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Óskað hefur verið eftir bjöllukórnum með sveitinni í ár og einnig hefur hann verið bókaður fyrir næsta ár. Tónlistarskólakennarar sem Víkurfréttir hittu að máli á þriðjudagsmorgun segja það alls ekki auðvelt að standa í verkfalli þessa dagana og finnst lítið miða í samkomulagsátt hjá viðsemjendum. Þeim finnist mikið bera í milli enda vilja tónlistarskólakennarar njóta sömu kjara og grunnskólakennarar og segja muninn á milli þessara kennarastétta vera of mikinn í dag. Tónlistarskólakennurum í Reykjanesbæ hefur frá því verkfallið hófst borist fjöldinn allur af stuðnings-

yfirlýsingum og baráttukveðjum frá einstaklingum, starfsmannahópum og félagasamtökum. Slíkur stuðningur eflir baráttuanda innan hópsins, segja þau sem standa í verkfallinu. Síðan verkfall hófst hafa kennarar í FT við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar haldið hópinn og fundað reglulega. Á fundi sínum á dögunum fengu þeir óvænta heimsókn, þegar fulltrúar framhaldsskólakennara við Fjölbrautaskóla Suðurnesja bönkuðu upp á og færðu kennurum TR táknræna gjöf og fluttu þeim stuðnings- og baráttukveðjur félaga sinna í FS. Slíkt vinarþel er ómetanlegt og vilja kennarar í FT við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar koma á framfæri innilegu þakklæti til kennara við Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir stuðninginn.

Ekki um 40 vændiskaupendur af Suðurnesjum að ræða Í

síðustu viku bárust fréttir af því að 64 vændismál hefðu verið unnin af lögreglunni á Suðurnesjum og afhent embætti Ríkissaksóknara. Þar af hafi 40 manns verið ákærðir fyrir kaup á vændi. Einhverjir gætu hugsanlega haldið að öll vændismálin ættu uppruna sinn að rekja til Suðurnesja, en svo er alls ekki. „Lögreglan á Suðurnesjum hafði með rannsókn allra þessara mála að gera. Hins vegar að brotavettvangurinn hafi verið á Suðurnesjum er alls ekki rétt. Í þessu tilviki áttu brotin sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Upphaflega bárust lögreglunni á Suðurnesjum vísbendingar um brotastarfsemina og síðan leiddi eitt af öðru og rannsókn varð sífellt yfirgripsmeiri. Á endanum urðu þetta ein 65 mál er vörðuðu kaup á vændi. Þessi mál eru meira og minna tengd,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Að sögn Gunnars komu kaupendur í málunum víða að af landinu. Af hverju er þá lögreglan á Suðurnesjum að rannsaka mál sem ekki koma hér upp?

„Þegar okkur berast upplýsingar um ákveðið mál líkt og þessi og þræðirnir liggja svo eitthvað annað, þá höldum við samt oft á tíðum áfram með málin, en þá í

góðri samvinnu við lögreglulið í því umdæmi sem um er að ræða. Það að færa svona umsvifamikla rannsókn geti valdið töfum og misskilningi og það skilar sér e.t.v. í ekki nógu vel unnum málum. Við einfaldlega klárum það sem við tökum að okkur,“ segir Gunnar. „Þetta getur þó valdið misskilningi, að setja hlutina fram með þeim hætti hefur verið gert í stuttum fréttagreinum undanfarið, það er alveg rétt,“ bætir hann við. Upplýsingar um vændismál geta verið að koma upp í tengslum við farþega sem fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar að sögn Gunnars. Hann segir mikla vinnu liggja að

baki rannsókn á þessum vændismálum, enda sé þetta mikill fjöldi mála. „Flugstöðin er auðvitað í okkar umdæmi og ýmis mál sem koma þar upp hafa teygja anga sína inn á höfuðborgarsvæðið og einnig út á land. Sem dæmi má líka nefna að þau fíkniefnamál sem koma þar upp tengjast alls ekki öll Suðurnesjum beint.“ Gunnar rifjar einnig upp mansalsmál sem kom upp árið 2009, en lögreglan á Suðurnesjum hafði rannsókn á því máli að gera. „Þegar við tökum að okkur rannsóknina þá höldum við henni til streitu. Í því máli var brotavettvangurinn ekki á Suðurnesjum.


KÆRU VINKONUR

KONUKVÖLD Í KVÖLD Í BLÁA LÓNINU Þér og vinkonum þínum er boðið í létt dekur á huggulegu konukvöldi í kvöld, 13. nóvember klukkan 19:30, í verslun okkar í Bláa Lóninu.

• 30% afsláttur af Blue Lagoon húðvörum • 20% afsláttur af öðrum vörum • Leyndarmálið á bak við ljómandi húð • Veitingar frá matreiðslumeisturum LAVA • Tónaflæði í höndum DJ Yamaho • Óvæntur glaðningur


4

fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

2004

2014

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Búið að finna 455 milljónir – Ákveðið að hækka útsvar og fasteignagjöld í Reykjanesbæ. Munu verja störf og grundvallarþjónustu.

Á

ATVINNA Vantar starfsmann í vinnu við öll almenn störf hjá okkur í Sólningu í Reykjanesbæ. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir vinsamlegast sendi á netfang: stjani@solning.is eða á staðnum Fitjabraut 12.

ATVINNA

SBK ehf óskar eftir að ráða bifreiðastjóra frá og með 5. janúar 2015. Hæfniskröfur: Rútupróf Dugnaður og sjálfstæð vinnubrögð Hæfni í mannlegum samskiptum Áhugasamir sendi umsókn á sbk@sbk.is og til að fá frekari upplýsingar.

SBK · Grófin 2 – 4 · 230 Reykjanesbæ · Sími 420 6000 · Fax 420 6009 sbk@sbk.is · sbk.is

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku var ákveðið að fara í ákveðnar aðgerðir í þessum tilgangi og m.a. draga úr yfirvinnu og aksturskostnaði starfsmanna eins og kostur er. Þannig verði opnunartímar, vaktakerfi og verklag einstakra stofnana, endurskoðaðir. Einnig var ákveðið að hækka útsvar frá og með 1. janúar 2015 um 0,53%, fer úr 14,52% í 15,05%. Þá mun fasteignaskattur A-stofns hækka úr 0,3% í 0,5% frá sama tíma. Þessar aðgerðir eiga að skila annars vegar 250 milljóna króna lækkun rekstrarkostnaðar og samtals tekjuaukningu bæjarsjóðs um 455 milljónir króna. Launakostnaður langstærsti liðurinn „Hinn mikli fjárhagsvandi sem Reykjanesbær stendur frammi fyrir hefur ekki farið framhjá neinum. Ljóst er að grípa þarf til víðtækra aðgerða. Launakostnaður í sinni víðtækustu mynd er langstærsti einstaki kostnaðarliður sveitarfélagsins, eða um 44% af útgjöldum þess. Því verður ekki hjá því komist að skoða þann lið sérstaklega þegar leitað er leiða til að koma fjármálum Reykjanesbæjar í viðunandi horf,“ segir í Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í pistli á vef Reykjanebæjar. Þar segir ennfremur að einhverjir hafi hvatt til þess að fólki verði sagt upp störfum í sparnaðarskyni en bæjarstjórn sé

einhuga um að verja störf og standa vörð um grundvallarþjónustuna. Því þurfi að leita annarra leiða. Yfirvinna og vaktir endurskoðaðar Í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum segir að á 1001. fundi bæjarráðs hafi verið ákveðið að fara í ákveðnar aðgerðir í þessum tilgangi og m.a. draga úr yfirvinnu og aksturskostnaði starfsmanna eins og kostur er. Þannig verði opnunartímar, vaktakerfi og verklag einstakra stofnana, endurskoðaðir. Þá verði yfirvinna einungis heimil með samþykki næsta yfirmanns og öllum ákvæðum um fasta yfirvinnu í ráðningarsamningum sagt upp. Fastlaunasamningar og samningar sem feli í sér ákvæði um „önnur laun“ verði einnig endurskoðaðir. Loks verði ákvæðum um fasta bifreiðastyrki sagt upp en greitt verði fyrir akstur samkvæmt akstursdagsbók, að fengnu samþykki næsta yfirmanns. 250 milljóna lækkun rekstrarkostnaðar Kjartan Már segir að vonast sé til að þessar aðgerðir skili um 250 milljóna króna lækkun rekstrarkostnaðar og verði liður í því að koma Reykjanesbæ yfir erfiðasta hjallann fyrst um sinn. „Þessi leið var valin eftir vandlega yfirferð annarra valmöguleika. Á meðal þeirra var að hækka eingöngu annan þessara skattstofna. Með því að fara þessa

blönduðu leið dreifast byrðarnar á fleiri herðar, þ.e. bæði útsvarsgreiðendur og alla eigendur íbúðarhúsnæðis í A-stofni, þar með taldir ýmsir lögaðilar sem eiga íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ s.s. leigufélög, bankar, Íbúðalánasjóður og fleiri. Gjaldstofnar fasteigna í B-stofni (opinberar byggingar) og C-stofni (atvinnuhúsnæði) eru þegar fullnýttir.“ Útsvar og fasteignagjöld hækka Að mati bæjarstjórnar felur þessi blandaða leið í sér að útsvar hækkar frá og með 1. janúar 2015 um 0,53%, fer úr 14,52% í 15,05%, sem er hlutfallshækkun upp á 3,62%. Sú hækkun bætir fjárhagsstöðu bæjarssjóðs um 200 milljónir króna. Jafnframt hækkar fasteignaskattur A-stofns úr 0,3% í 0,5% frá sama tíma. Það leiðir til tekjuaukningar fyrir bæjarsjóð um 255 milljónir króna. „Samtals gæti því tekjuaukning bæjarsjóðs orðið 455 milljónir króna. Samhliða þessum aðgerðum er unnið að tillögum um hagræðingu í rekstri sem ætlað er að skila um 500 milljóna króna lækkun rekstrarkostnaðar Reykjanesbæjar. Þær tillögur munu líta dagsins ljós í fjárhagsáætlunum stofnana fyrir árið 2015 sem lagðar verða fyrir bæjarstjórn í desember,“ segir Kjartan Már.

Fríar blóðsykursmælingar Lions – í Nettó Krossmóa XXLaugardaginn 15. nóvember frá kl.13:00-16:00 munu Lionsklúbbur Keflavíkur, Lionsklúbbur Njarðvíkur Lionsklúbburinn Æsa Njarðvík, Lionsklúbburinn Garður, Lionsklúbbur Sandgerðis og Lionessuklúbbur Keflavíkur í samstarfi við Lyfju í Nettó, vera í Nettó Krossmóa að bjóða fólki upp á fría blóðsykursmælingu. Þetta er gert í tilefni af Alþjóðaþjóðadegi sykursjúkra 14. nóvember, en nóvember er mánuður sykurssýkisvarna hjá Lions. Þá bjóða Lionsklúbbar víðs vegar um land upp á fría blóðsykursmælingu. Markmiðið er að vekja almenning til umhugsunar um hættuna sem getur stafað af því að ganga með dulda sykursýki.

Sýna Grindvíkingum vanvirðingu og yfirgang XXGrindavíkurbær hefur krafist aðkomu að endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu því heildarendurskoðun hennar gæti haft veruleg áhrif á landnýtingu innan Grindavíkurbæjar. Því er eðlilegt að unnið sé að þessu verkefni í nánu samstarfi við Grindavíkurbæ. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki svarað þeirri kröfu Grindavíkurbæjar og með því telur Grindavíkurbær að verið sé að sýna ákveðna vanvirðingu og yfirgang. Grindavíkurbær hefur jafnframt lýst afstöðu sinni við Hafnarfjarðarbæ. Bæjarstjórn Grindavíkur lítur svo á að sveitarfélagið sé ekki almennur hagsmunaaðili og því ekki bundið af athugasemdafresti til 10. nóvember. Bæjarstjórn hefur leitað álits lögmanns á málinu og mun veita sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu umsögn þegar það liggur fyrir.

Veggjakrotari eyðileggur listaverk XXVeggjakrotari hefur ráðist til atlögu gegn listaverkinu á gamla vatnstanknum á Vatnsholti í Keflavík. Búið er að sprauta olíumálningu á listaverkið og skemma það að hluta. Íbúi í nágrenni við tankinn segir að þegar lokið var við listaverkið hafi Reykjanesbær ætlað að setja verndarhúð yfir listaverkið. Með verndarhúð er hægt að þvo veggjakrotið í burtu án þess að skemma það sem er undir. Íbúinn segir að verndarhúðin hafi hins vegar aldrei verið sett yfir verkið.


BLUE LAGOON HÁDEGISBRUNCH TIL STYRKTAR OG HEIÐURS ÍÞRÓTTASAMBANDI FATLAÐRA Hádegisbrunch að hætti matreiðslumeistara Bláa Lónsins verður í boði laugardaginn 15. nóvember í Eldborg í Svartsengi kl. 12.00. Allur ágóði vegna viðburðarins rennur til Íþróttasambands fatlaðra. Verð: ・ 3.900 krónur fyrir fullorðna ・ 1.950 krónur fyrir 7-12 ára ・ frítt fyrir 6 ára og yngri Boðskort í Bláa Lónið er innifalið í verði fyrir þá sem bóka fyrir kl. 16.00, föstudaginn 14. nóvember. Hin vinsæla hljómsveit Klassart mun koma fram og flytja hugljúfa tóna. Árangur íþróttamanna Íþróttasambands fatlaðra hefur vakið mikla athygli og eru margir þeirra í fremstu röð. Bláa Lónið og Íþróttasamband fatlaðra gerðu með sér samstarfssamning árið 2012. Samningurinn er til fjögurra ára og gildir fram yfir Ólympíumót Fatlaðra í Ríó 2016.

Bókanir og upplýsingar á sales@bluelagoon.is og í síma 420 8800.


6

fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

-viðtal

pósturu eythor@vf.is

Páll Ketilsson skrifar

Fyrsta sóknin! Það var vitað að ekki yrðu allir sáttir við fyrstu sóknina hjá nýjum meirihluta Reykjanesbæjar. Þar var ákveðið að hækka fasteignaskatta og lækka kaup nærri 170 starfsmanna bæjarins, en það tvennt skilar 455 milljónum árlega í tóman bæjarkassa. Það er nokkuð ljóst að starfsmenn bæjarins, eða réttara sagt hluti þeirra, þurfa fyrstir að opna veskið. Þeir sem voru með í launum sínum samning um fasta yfirvinnu sem þeir hafa ekki unnið, og kannski líka fengið bílastyrk, fá mestu skerðinguna. Þessi fasta yfirvinna er nokkuð þekkt fyrirbæri í atvinnulífinu en þó aðallega hjá hinu opinbera, þ.e. sveitarfélögum og ríki, sem neyðast til að fara nákvæmlega eftir kjarasamningum. Til að ná til sín hæfu starfsfólki hefur þurft að bæta ofan á grunnlaunin á meðan fyrirtæki á almennum markaði eru ekki eins bundin við það. Nú er ekki vitað hver viðbrögð starfsmanna verða en heyrst hefur að einhverjir ætli að leita á önnur mið. Séu ósáttir við þessa aðgerð. Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis í Reykjanesbæ, gagnrýnir í grein í þessu blaði þá aðferð sem farin er í hagræðingu í rekstri bæjarfélagsins að 170 af 962 starfsmönnum muni taka stærsta skellinn með launalækkun. Hann bendir líka á að með mikilli fjölgun bæjarbúa á síðustu 8 árum hafi útsvarstekjur bæjarfélagsins lækkað hlutfallslega, þ.e. nýju íbúarnir skila miklu minna til sveitarfélagsins. Fólki með lágar tekjur hafi fjölgað meira. Það hefur neikvæð áhrif á rekstur bæjarsjóðs. Hann nefnir töluna einn milljarð króna sem upp á vanti árlega og tekur dæmi um árið 2006 og 2013. Meðaltekjur íbúa RNB eru miklu lægri 2013 voru árið 2006. Munurinn er rúmur milljarður. Því má ekki gleyma að þetta var síðasta ár hundruð starfsmanna á launum hjá Varnarliðinu því var þetta ár sterkt í útsvarstekjum en það er líka augljóst að það vantar fleiri hærra launuð störf á svæðinu. Þetta er vissulega það sem fyrrverandi meirihluti bæjarstjórnar og bæjarstjóri bentu á að t.d. með álveri myndi kaup hjá mjög mörgum hækka. En það má líka í þessu sambandi velta því fyrir sér hvers vegna mikið af hátekjufólki búi ekki í Reykjanesbæ. Til dæmis stjórar hjá mörgum stofnunum og fyrirtækjum á svæðinu. Það er svo sem ekki ný bóla og var algengt hjá Varnarliðinu en skiptir engu að síður máli til að hífa upp meðaltalslaunin og tekjur til bæjarins. Almennt séð virðist þó sem fyrsta sóknin í aðgerðum bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hafi fengið góð viðbrögð. Flestir vita að nauðsynlegt var að gera eitthvað. Flestir eru ánægðir með margt sem gert hefur verið í Reykjanesbæ, í umhverfinu, skólamálum og samgöngum. Með auknum fasteignasköttum og hærra útsvari nást um 455 millj. kr. árlega. Þeir tekjuhærri og eignameiri greiða meira. Hjón með 1 millj. kr. samanlagt á mánuði í tekjur og eiga húsnæði að fateignamati um 20 millj. kr. greiða um 100 þús. kr. meira á ári eftir þessar breytingar, rúmlega 8 þús. kr. á mánuði. Fólk með lægri tekjur og eiga ekki húsnæði greiða miklu lægri upphæð. Það má því kannski segja að með þessum aðgerðum sé kannski verið að rukka fyrir ýmislegt sem hefur verið ókeypis, hvort sem það er strætó eða sund. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekkert ókeypis. Það sem bæjarbúar vona er þó að hægt verði að lækka skuldir með öðrum hætti og að tekjuaukning eigi eftir að skila sér í bæjarsjóð þannig að hægt verði að draga til baka nýjar skattheimtur.

Þeir Hlynur og Ólafur hafa glatt margan Suðurnesjamanninn síðustu tíu árin. Nú síðast mættu þeir á Ástvaldarballið í Sandgerði og spiluðu.

Byrja á „best of“ plötu Hobbitarnir eru tíu ára

H

obbitarnir eru ekki bara litlir skr ýtnir gaurar í Hringadróttins sögu heldur eru líka til söngelskir Hobbitar hérna á Suðurnesjum sem sjást ótt og títt á öldurhúsum svæðisins. Þeir Hlynur Þór Valsson og Ólafur Þór Ólafsson stigu fyrst saman á svið fyrir tíu árum sem trúbadoradúettinn Hobbitarnir á Paddy’s í Keflavík og síðan hafa þeir þeir skemmt Suðurnesjamönnum við ótal tilefni. Til að fagna þessum stóráfanga ætla Hobbitarnir og Föruneytið að slá upp sveitaballi af flottari gerðinni í Samkomuhúsinu í Garði laugardaginn 15. nóvember. Þeir munu fá ýmsa gesti á sviðið með sér til að aðstoða með söng og hljóðfæraleik. Að þessu tilefni hitti blaðamaður Víkurfrétta Hobbitana Hlyn og Óla og tók þá tali. Hvernig kom það til að sveitin var stofnuð?

„Ég hafði verið að spila með hljómsveitum í Sandgerði og var búinn að safna í góða söngmöppu sem var hægt að grípa til þegar fólk kom saman að skemmta sér. Síðan kom tímapunktur þar sem engin af

þessum hljómsveitum var í gangi og þá sá ég Hlyn spila á tónleikum með dúettinum 10, ásamt Sigga Guðmunds, sem síðar varð Siggi Hjálmur. Mér datt í hug að við tveir myndum geta myndað ágætis sviðspar og náði að plata Hlyn á æfingu og hér erum við enn 10 árum síðar,“ segir Óli. „Skemmtilegt að það hafi verið dúettinn 10 og við erum hér 10 árum seinna. Þið megið svo giska hvort ég hafi verið 1 eða 0 í þeim dúett,“ segir Hlynur og brosir út í annað. „Við Óli vorum búnir að vera Hobbitarnir í fimm ár þegar okkur datt í hug að halda afmælistónleika og hóuðum í félaga okkar til að spila með okkur þar. Þannig varð Föruneytið til og Óli Ingólfs trommari og Pálmar bassaleikari bættust í hópinn,“ rifjar Hlynur upp. Eins hefur Kristinn Hallur spilað talsvert með bandinu. Hver var pælingin á bakvið hljómsveitina, átti að herja á ballmarkað?

„Við höfum nú aldrei verið með stóra drauma um meikið heldur höfum við bara gaman af því að spila saman og fólk virðist hafa

gaman af því að hlusta á okkur. Það er samt ekkert verra að vinna sér stundum inn eina og eina aukakrónu,“ segir Hlynur. Óli rifjar svo upp fyrsta giggið hjá félögunum en það var haldið í rauðvínsklúbbi hjá vinkonu þeirra í Sandgerði síðla árs 2004. „Síðan þá höfum við spilað fyrir allt frá fjórum til fjögur þúsund en okkar heimavöllur hefur nú lengstum verið sviðið á Paddy's. Vertarnir þar, fyrst Jói og Karen og síðar Ambi, hafa verið okkur hliðhollir.“ Hlynur bætir við að þeir hafi verið heppnir að því leyti að hafa alltaf haft nóg að gera á Suðurnesjum. Hvenær kemur svo platan?

„Það er nú til eitthvað efni sem við höfum tekið upp bæði bara tveir og svo líka Föruneytið saman. En ekkert að því er samt beint aðgengilegt. Klassart tók lag eftir okkur fjóra upp á sína arma og gaf út á einni plötunni sinni. Útgáfuferillinn mun hefjast á 15 ára afmælinu og við byrjum á „best of “ plötu,“ segir Hlynur en þeir hafa báðir fiktað við lagasmíðar í sínu hvoru lagi enda verið viðloðandi ýmsar hljómsveitir í gegnum tíðina.

RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:15 Föstudagar frá kl. 13:00 – 17:15 Fatnaður, skór og gjafavara. Rauði krossinn á Suðurnesjum

vf.is

SÍMI 421 0000

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


vikurfrettir_heilsida:vikurfrettir_heilsida

11.11.2014

13:20

Page 1

NORRÆNN DAGUR Í KVIKUNNI í Grindavík laugardaginn 15. nóvember Kl. 10:00-12:00 Ljóðasmiðja

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson skáld heldur hraðnámskeið í nútíma ljóðagerð. Farið yfir helstu atriði sem hafa ber í huga og lauflé verkleg kennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Aðgangur ókeypis. Ljóðasmiðjan er ætluð fólki frá 15 ára aldri, en öldi þá takenda takmarkaður og því nauðsynlegt að skrá sig á netfangið thorsteinng@grindavik.is, í síðasta lagi 14. nóvember kl. 16:00.

Kl. 14:00 Tækifæri í Norrænni samvinnu – Málþing og Norræn deild í Grindavík endurvakin

Kvikan, Grindavíkurbær og Norræna félagið á Íslandi standa að málþingi um mikilvægi Norræns samstarfs, tækifæri og möguleika í norrænu samstarfi. Að málþingi loknu verður deild Norræna félagsins í Grindavík endurvakin. Stjórnandi: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Dagskrá: 1. Norrænt samstarf Ragnheiður H. Þórarinsdó ir, formaður Norræna félagsins á Íslandi og deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, fer yfir helstu þæ i í Norrænu samstarfi, tilgang þess og helstu verkefni. 2. Styrkjamöguleikar til menningarmála á Norðurlöndum Ragnheiður H. Þórarinsdó ir, formaður Norræna félagsins. 3. Starfsemi Norræna félagsins á Íslandi bæði innanlands og á norrænum ve vangi Ásdís Eva Hannesdó ir og Ragnheiður H. Þórarinsdó ir formaður Norræna félagsins. 4. Deild Norræna félagsins í Grindavík endurvakin Kristín Pálsdó ir fer yfir sögu deildar Norræna félagsins í Grindavík og í kjölfarið verður starfsemi hennar endurvakin. Lé ar veitingar. Allir velkomnir.

Kl. 17:00 Norrænt Ljóða- og vísnakvöld í tali og tónum

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur og tónlistarmaður flytur lög og ljóð frá Norðurlöndunum Satu Takkinen frá Piteå, vinabæ Grindavíkur í Svíþjóð, flytur frumsamin ljóð og lög. Halldór Lárusson bæjarlistamaður og fleira tónlistarfólk tengt Norðurlöndunum. Aðgangur ókeypis.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Viðburðurinn er styrktur af Menningarráði Suðurnesja

Bæjarlistamaðurinn Halldór Lárusson með tónleika á Salthúsinu laugardaginn 15. nóvember kl. 21:00

Bæjarlistamaðurinn Halldór Lárusson heldur tónleika á Salthúsinu í Grindavík laugardagskvöldið 15. nóvember kl. 21. Með honum leika m.a. Hallur Ingólfsson á gítar, Hörður Ingi Stefánsson á bassa, Jóhann Ingvason á hljómborð ásamt fleiri góðum gestum. Halldór leikur mest efni sem hann aðstoðaði vin sinn og tónlistarmann Hall Ingólfsson að flytja en Hallur gaf út sólóplötuna Öræfi ekki fyrir svo löngu. Einnig fljóta með lög sem hafa haft afgerandi áhrif á Halldór sem tónlistarmann.


8

fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Lögreglustjórinn Engar vindmyllur á Suðurnesjum við Grindavík Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - s. 420-1700 og 420-1891

Tímabundið leyfi til sölu skotelda í smásölu og leyfi til skoteldasýninga Lögreglan á Suðurnesjum Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu og leyfis til skoteldasýninga frá og með 28. desember 2014 til og með 6. janúar 2015. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjanesbæ, Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum fyrir og eftir áramót 2014-2015, ber að sækja um slíkt leyfi til lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir kl. 16:00, 1. desember 2014. Hægt er að nálgast umsóknirnar á vef Lögreglustjórans á Suðurnesjum og á lögreglustöðinni í Keflavík að Hringbraut 130. Einnig á lögreglustöðinni í Grindavík, Víkurbraut 25. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Athugið: • Umsóknaraðilar skila inn umsóknum 1. desember 2014, - til lögreglu að Brekkustíg 39, ásamt fylgigögnum. • Umsóknir um sölustaði sem berast eftir 1. desember 2014 verða ekki teknar til afgreiðslu. • Umsóknaraðilar skulu vera komnir með leyfin í hendur mánudaginn 22. desember 2014. • Óheimilt er að hefja sölu, nema söluaðilar hafi í höndum leyfisbréf frá lögreglu. • Söluaðilar sæki leyfisbréf á lögreglustöðina við Hringbraut mánudaginn 22. desember 2014, kl. 09:00. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: • Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn viðkomandi slökkviliðs til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaði. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. • Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, mánudaginn 15. desember 2014 svo lokaúttekt geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 fermetrar og búnir samkvæmt kröfum slökkviliðs viðkomandi sveitarfélags. Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað, sem hefur sérþekkingu á skoteldum og hefur náð 18 ára aldri. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að sala og meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember 2014 til og með 6. janúar 2015. Gjald fyrir sölustað er kr. 5.000, skoteldasýningar er kr. 8.300 og brennur kr. 8.300 og greiðist við innlögn umsóknar hjá lögreglu. Reykjanesbær 13. nóvember 2014. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Athugið: Kynningarfundur með væntanlegum umsækjendum verður haldinn miðvikudaginn 19. nóvember 2014, kl. 19:30 í húsakynnum Brunavarna Suðurnesja að Hringbraut 125, Reykjanesbæ.

B

iokraft ehf. hefur sótt um að reisa vindmyllu við Grindavík, eins og áður hefur verið greint frá í Víkurfréttum. Í erindi til bæjaryfirvalda í Grindavík er lýst áætlunum um uppbyggingu vindmyllu á Stað. Mastur vindmyllunnar er 40 m, þvermál blaðahrings er 44 m og mun mannvirkið því ná 62 m hæð. Hluti skipulags- og umhverfisnefndar fór í skoðunarferð í Þykkvabæ þann 15. október sl. og hittu forsvarsmenn Biokraft og skoðuðu samskonar vindmyllur. Skipulags- og umhverfisnefnd telur mannvirkið ekki falla vel að þeirri náttúru sem er í nágrenni Grinda-

víkur. Sem stendur er mikil vinnsla á vistvænni orku í sveitarfélaginu í gegnum jarðvarma og ekki fyrirséð orkuþörf sem kalli eftir uppsetningu vindmyllna við strandlengju sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkur leggur til að erindinu verði hafnað og bæjarstjórn Grindavíkur samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar og beinir því til nefndarinnar að við endurskoðun aðalskipulags verði metið hvort og þá hvar heimilt verði að reisa vindmyllur innan skipulagsmarka Grindavíkur.

Dæla „bláa lóninu“ í sjóinn við Grindavík

H

S Orka hf. hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir affallslögn frá Svartsengi til sjávar. Fyrirhuguð lögn er alls um 4,5 km að lengd. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar frá árinu 2012 og er fráveitulögn fyrir affallsvatn frá niðurdælingarsvæði við orkuverið í Svartsengi til sjávar ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og er því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkur leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt, en leggur til að það verði bundið þeim skilyrðum að belti fyrir uppgrafið efni meðfram fyrirhugaðri lögn verði

fjarlægt og raski verði haldið í lágmarki. Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfið og leggur áherslu á að framkvæmdaleyfið verði skilyrt með sömu skilyrðum og nefndin leggur til.

Lokun pósthúss skerðir lífskjör í Sandgerði – óeðlilegt að póstafgreiðslu í sjálfstæðu sveitarfélagi með um 1.600 íbúa sé lokað.

P

óst- og fjarskiptastofnun hefur leitað umsagnar Sandgerðisbæjar vegna beiðni Íslandspósts um heimild til lokunar póstafgreiðslu í Sandgerðisbæ. Bæjarráð Sandgerðisbæjar telur óeðlilegt að póstafgreiðslu í sjálfstæðu sveitarfélagi með um 1.600 íbúa og mikla atvinnustarfsemi sé lokað. Slíkt hefur í för með sér skerðingu á lífskjörum íbúa og takmarkar þjónustu við atvinnustarfsemi í bæjarfélaginu. Bæjarráð Sandgerðis telur rétt að minna á að alþjóðlegur flugvöllur er í sveitarfélaginu og mikil starfsemi sem honum tengist. Jafnframt bendir bæjarráð á að í rökstuðningi

Póstsins í bréfi til Póst- og fjarskiptastofnunar dags. 16.10.2014 er vísað í fordæmi sem ekki er hægt að yfirfæra á Sandgerðisbæ. Þar er talað um breytingar á þjónustu á stöðum sem allir eiga það sameiginlegt að vera afmarkaðir byggðakjarnar eða hverfi í stærri sveitarfélögum. Slíkt á ekki við í tilfelli Sandgerðisbæjar, sem er sjálfstætt sveitarfélag. Bæjarráð hefur ekki fengið til sín samanburð sem vísað er til í lok bréfs Póstsins og mótmælir harðlega að fá ekki slík gögn sem eru lögð til grundvallar því að skerða þjónustu í sveitarfélaginu.

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. nóvember 2014

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

■■Fyrrum skipstjóri í Njarðvík býr til kerlingar úr rekavið:

Ein vinnuvika í hverja kerlingu G Ég býr aðallega til kerlingar. Ég er klaufi að gera karlana og hef því lítið gert af þeim

uðmundur Garðarsson, eða Bóbi, er fyrrum skipstjóri í Njarðvík en fæddur og uppalinn í Garði. Fyrir fjórum árum byrjaði Bóbi að skera út ýmis líkneski úr viðardrumbum. Hann segir þetta skemmtilega sköpun og gott sé að dunda við eitthvað eftir að hann hætti á sjónum. Viðurinn fúavarinn í seltunni „Ég hafði áður gert 130 skilti með ýmsum kennileitum í Garði. Eftir það fór maður að leika sér við þetta í skúrnum heima,“ segir Bóbi en hann er að jafnaði eina 40 klukkustunda vinnuviku með hverja fígúru. Ferlið gengur þannig fyrir sig að Bóbi fer í fjörurnar við Rafnkelsstaðaberg og suður undir Grindavík og sækir sér rekavið. „Ég hef einnig fengið efniviðinn frá bændunum. Ég hef farið og talað við þá og beðið þá um viðinn.“ Spurður um hvað sé svona sterkt og gott við rekaviðinn segir Bóbi að hann sé fúavarinn af seltunni í sjónum. Viðurinn sé jafnvel búinn að vera tíu ár í sjó áður en hann komi að landi. „Ég tek keðjusögina

með mér til að saga drumbana í hæfilega búta til að bera og vinna úr. Síðan mótar maður þetta með söginni og sporjárni. Svo nota ég slípirokk á jaðarinn til að fullvinna viðinn. Að lokum geri ég augun og hárið,“ segir Bóbi og bætir við að heilmikið dútl fari í það. Augnhárin séu t.a.m. gerð með því að bora millimeters breið göt og líma járnvír í götin. Hárið sé oftast gert með vírgrind með límfyllingu áður það er málað í svörtum eða skærum lit. Býr aðallega til kerlingar Bóbi hefur útbúið nokkurs konar gallerí í sólstofunni heima hjá sér. „Þar er heitur pottur sem við höfðum ekki notað lengi og tilvalið að koma fígúrunum fyrir hér. Hér eru kjöraðstæður til að leyfa viðnum að þorna, springa og jafna sig. Það er mjög algengt að þess þurfi.“ Örfáar karlkyns fígúrur eru í galleríinu en fjölmargar kvenkyns, enda er Bóbi vanur að vera umkringdur konum því hann á fimm dætur. „Ég býr aðallega til kerlingar. Ég er klaufi að

gera karlana og hef því lítið gert af þeim.“ Sumar konurnar eru út frá fyrirmyndum eins og Marge Simpson og Leiu prinsessu í Star Wars. „Þegar ég geri andlitið byrja ég á augunum og nefinu og vinn svo út frá því. Það er þó hárið sem greinir þær aðallega að.“ Fær hópa í heimsókn Spurður segir Bóbi að honum þyki ekki vænna um einhverja fígúru umfram aðra. „Nei þetta er allt svona svipað. Sama vinnuferlið í þessu öllu og ég hef svipað fyrir þessu. Ég gerði eina með fjögur andlit. Þetta var bara svo stór drumbur að ég ákvað að hafa fjögur andlit til þess að hafa hana dálítið víðsýna og að hún sjái vel í allar áttir.“ Bóbi segir að alltaf eitthvað spurt um fígúrurnar og stundum taki hann á móti hópum sem vilja skoða. „Fólk hefur gaman að því að koma og skoða þetta. Ég býst við að halda þessu áfram á meðan heilsan endist. Fínt að vera hér í ellinni og hafa eitthvað að gera eins og að búa til kerlingar,“ segir hann brosandi að endingu.

Fulltrúi á Fjármálasviði Airport Associates leitar eftir starfsmanni í fullt starf fulltrúa á fjármálasviði fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Við leitum af jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur opinn hug til að takast á við fjölbreytt verkefni. Starfssvið:

ATVINNA Óskum eftir starfsmanni í fullt starf á starfstöð okkar í Grindavík. Gott ef viðkomandi er með lyftararéttindi/ekki nauðsynlegt. Áhugasamir hafi samband við Styrmi í síma 824-2413.

FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA HF.

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Bókhaldsstörf

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg

• Innkaup

• Góð enskukunnátta, bæði rituð og töluð, skilyrði

• Uppgjörsvinna

• Bókhaldsþekking skilyrði

• Afstemmingar

• Góð Excel kunnátta s.s. Pivot töflur og fl.

• Önnur tilfallandi skrifstofustörf

• Þekking á Navision kostur • Sjálfstæð, skipulögð og vönduð vinnubrögð

Áhugasamir sæki um starfið á heimasíðu fyrirtækisins, www.airportassociates.com. Nánari upplýsingar gefur Telma Guðlaugsdóttir, telma@airportassociates.com. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2014. Starfsemi Airport Associates tekur til allrar þjónustu við farþega og fraktflugvélar svo sem hleðslu flugvéla sem og annarar þjónustu á flughlaði, farþegainnritunar, hleðslueftirlits og alls þess er lítur að flugvélaafgreiðslu. Meðal viðskiptavina okkar eru: British Airways, Cargolux, Delta Airlines, UPS, Air Berlin, Germanwings, Bluebird Cargo, Fly Niki, First Choice Airways, WOW air, Primera Air, easyJet, Norwegian, Baseops Europe, Avcon, Transavia, Corendon, MNG Airlines, Volga Dnepr, Airbridge, ABX air og fleiri félög.


í jólaskapi

KjúKlingabringur

KjúKlingabringur

miðjarðarhafsmarinering

jólaappelsínumarinering

-25% 2.099

-25% 2.099

áður 2.798 Kr/Kg

lambahryggur

nautalundir

1/2 KoníaKsleginn

lambafile

erlendar

-30% 1.889

áður 2.698 Kr/Kg

áður 2.798 Kr/Kg

í sítrónusmjöri

-20% 3.198

3.789 frábært verð!

áður 3.998 Kr/Kg

Reyktur eða grafinn lax grænmetisbuff

Kengura

oKKar 800 g

fíle

-42% 695

reyKtur/grafinn heilt flaK

-26% 2.885

áður 3.898 Kr/Kg

10% AFSLÁTTUR AF RJÓMAOSTUM

3.998

áður 1.198 Kr/pK

áður 4.998 Kr/Kg

rjúpa

rjúpubringur

sKotland 350- 400g

4 stK

1.398

1.989

Kr/stK

Kr/pK

gulrófur

frábært verð!

-50% 149

áður 298 Kr/Kg

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


Heilnæmir skyndiréttir ð bætið við vatni og njóti the food doctor skyndiréttir Verð áður 349kr

299kr/pk protein shaKe

r

súKKulaði/jarðarberja

ng

g

395 bulgur & kínóa m/aspas

bulgur & kínóa m/tómötum

áður 449 Kr/stK

kúskús & linsur

le

öri

Kg

ra

íle

Kg

Café premium

eglis mix

púðar 36 stK

2l

flóridana virKni goji 1 l

498

249

359

áður 579 Kr/pK

áður 319 Kr/stK

áður 399 Kr/stK

ur

stK

ur

rð!

g

smádraumur

freyju 180 g

maxi popp

70 g

maxi popp osta 90 g

269

149

179

áður 299 Kr/pK

áður 169 Kr/stK

áður 199 Kr/stK

Tilboðin gilda 13.-16. nóv 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


12

fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

■■Heimili Þórdísar Ásmundsdóttur er orðið að hálfgerðu byggðasafni í Grindavík:

Hef eitthvað til að þurrka af Þ

órdís Ásmundsdóttir, sem oftast er kölluð Dísa, fluttist frá Reyðarfirði til Grindavíkur árið 1993. Húsið sem hún býr í heitir Akur, sem staðið hefur við fjöruborðið frá árinu 1920. Húsið vekur gjarnan mikla athygli þeirra sem eiga leið fram hjá því það er bæði fallegt og umhverfis það eru margir áhugaverðir og skrautlegir munir. Heimili Dísu hefur smám saman breyst í hálfgert byggðasafn því þegar gengið er inn í það er nánast hver fersentrimetri nýttur með munum sem hún hefur safnað í tímans rás. Tíu þúsund pennar „Ég kom með sitt lítið af hverju með mér frá Reyðarfirði, aðallega steina. Ég hafði lengi safnað steinum, enda mikið um fallega steina þar. Eitt sinn kom kona til mín á Sjóaranum síkáta. Ég hafði aldrei séð þessa konu fyrr né síðar. Hún sagðist eiga land að fjöru hérna austan megin við bæinn og þar hefði rekið að hval. Ég mætti fara þangað og ná mér í bein ef ég vildi. Sonarsonur minn fór með mér og hjálpaði mér að sækja beinin. Það eru rifbeinin sem eru fyrir utan. Svo vatt þetta bara upp á sig og fleira bættist við héðan úr Grindavík,“ segir Dísa. Hún er ósköp hógvær og finnst ekki mikið koma til þeirra tíu þúsund penna, mörg hundruð lyklakippna og ýmislegs annars sem hengt er um allt hús. Í lofti eldhússins hangir fjöldinn allur af kaffikrúsum. „Fólk ýmist kemur með hluti til mín eða sendir þá til mín víða að úr heiminum. Ég á penna frá Kína, Bandaríkjunum, Englandi, Svíþjóð og Noregi. Bara nefndu það. Margt af því fólki sem kemur hingað að skoða sendir mér svo eitthvað síðar.“

Fædd safnari Dísa segist halda mest upp á mjólkurbrúsa og einnig skilvindu og stokk. Spurð hvort hún hafi hafi alltaf viljað geyma hluti segist hún hlæjandi telja að hún hafi fæðst svoleiðis. „Ég hef aldrei hent neinu. Ég á öll mín jólakort, afmæliskort og megnið af því sem ég hef eignast.“ En hvað gefur henni mest við að safna hlutum og halda upp á þá? „Ætli það sé ekki bara ruslasöfnun,“ segir Dísa hlæjandi og bætir við „Nei mér finnst bara gaman að þessu og guðs fegin núna, þegar ég er orðin svona fullorðin og hætt að vinna, að hafa eitthvað að gera við að þurrka af öllu þessu dóti og drasli. Það er ekkert sérstakt skipulag á þessu. Ég hef nánast hent þessu upp hér og þar. Þetta kemur ekkert svo illa út. Dúkkurnar eru t.d. allar í röð þarna óvart.“ Fullur gangur af fólki Erlendir gestir og aðrir gestir sem koma til Dísu segir hún koma vegna þess að þeir áttu leið framhjá húsinu en svo komi einnig gestir sem sem hafa heyrt frá öðru fólki sem hefur kíkt við. „Sumir ganga bara beint inn og stundum er bara fullur gangur af fólki þegar ég kem innan út eldhúsinu, sem var náttúrlega ekki alveg meiningin.“ Stundum staldri fólk við í nokkra tíma og stundum bara stutt. Það sem vekur gjarnan mesta athygli og lukku hjá gestum telur Dísa vera steinina fyrir utan. „Svo verður það náttúrulega rosalega forvitið þegar það kemur inn. Þetta er fólk á ýmsum aldri og hingað koma einnig leikskóla- og grunnskólakrakkar sem gaman er að fá. Það er sagt að það sé gott að búa í Kópavogi en ég held að það sé ekkert verra að búa í Grindavík,“ segir Dísa kát að lokum.

Ég á öll mín jólakort, afmæliskort og megnið af því sem ég hef eignast

Þvílíkt stuð á Ástvaldarballinu Þ

að var heldur betur fjör í Sandgerði fyrr í vikunnu þegar fram fór dansleikur í Samkomuhúsinu. Um að ræða svokallað Ástvaldarball sem haldið var í fyrsta skiptið, en ballið er sérstaklega ætlað fyrir fatlaða einstaklinga á Suðurnesjum. Ástvaldur Ragnar Bjarnason átti hugmyndina að ballinu en honum innan handar voru þeir Örlygur Örlygsson og Eiður Eyjólfsson. Boðið var upp á pylsur og ýmislegt góðgæti auk þess sem tónlistarmenn mættu til þess að halda uppi fjörinu. Þeirra á meðal voru Eiður og Addi, BJ Explosion og Hobbitarnir. Allt ætlaði svo um koll að keyra þegar leynigestur mætti á svæðið, en þar var á ferðinni sjálfur Ingó Veðurguð. Skapaðist sannkölluð Þjóðhátíðarstemning þar sem allir sungu með þegar Ingó mundaði gítarinn. Sandgerðisbær lánaði Samkomuhúsið undir veisluna og allar veitingar voru í boði gjafmildra aðila. Stjórnendur vildu koma á framfæri þökkum til þeirra aðila sem lögðu hönd á plóg en vonast er til að um árlegan viðburð verði að ræða.

Ástvaldur skemmtir sér vel með Ingó Veðurguð


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. nóvember 2014

Jón William Magnússon látinn

J

HEILSUHORNIÐ Kasjúhnetu og piparmyntujógúrt Töluvert margir eru með mjólkuróþol eða ofnæmi og þurfa því að sniðganga mjólkurvörur og langar mig því að deila með ykkur uppskrift að mjólkurlausri hollustu jógúrt sem hentar bæði þeim sem eru með mjólkuróþol/ofnæmi og öllum hinum sem langar að breyta aðeins til og fá önnur næringarefni í kroppinn. Þessi ‘jógúrt’ er stútfull af alls kyns hollustuefnum og þetta er súper einfalt að útbúa og hvet ég ykkur eindregið til að prófa! 1 b kasjúhnetur (leggja í bleyti 4 klst eða yfir nótt) 2/3 b vatn (eða 1/3 b vatn + 1/3 kókósmjólk) 1 lúka fersk piparmynta eða myntustevía ÁSDÍS ½ b ferskt spínat GRASALÆKNIR 2 msk sítrónusafi 2 tsk psyllium husk SKRIFAR ½ tsk vanilluduft eða stevía 1 msk lífrænt hunang eða agave 1-2 tsk kókósolía 1-2 dropar piparmyntuolía ¼-1/2 tsk spirulina Rainforest duft Skolið kasjúhnetur vel og sigtið frá vatninu. Skellið öllu í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Skreytið með kakónibbum ef vill. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.instagram. com/asdisgrasa, www.pinterest.com/grasalaeknir

ón William Magnús­s on for­ stjóri andaðist á Land­spít­a l­ an­um við Hring­braut 7. nóv­em­ ber, 73 ára að aldri. Hann fædd­ist á Strand­götu 17 í Ólafs­firði 16. des­em­ber 1940, son­ur hjón­anna Magnús­ar Jóns­s on­ar sjó­m anns frá Kálfsá og Guðlaug­ar Helgu Jó­h ann­e s­d ótt­u r hús­m óður frá Grund, bæði frá Ólafs­firði. Jón William stundaði nám við Iðnskól­ann á Ólafs­firði árin 19561958 er hann flutti suður til Kefla­ vík­ur, þá 17 ára að aldri, þar sem hann starfaði hjá Vélsmiðju Ol­sen og lauk þar sveins­prófi í vél­virkj­un árið 1963. Jón William lauk síðan meist­ara­prófi í pípu­lögn­um árið 1967. Hann stofnaði í kjöl­farið fyr­ ir­tækið Rör­lagn­ir ásamt sam­starfs­ mönn­um og var formaður fé­lags ís­l enskra pípu­l agn­i nga­m anna í nokk­ur ár frá ár­inu 1971. Jón William var mik­ill brautryðjandi í at­vinnu­rekstri og hafði sem slík­ur mik­il áhrif á sam­fé­lagið allt á Suður­nesj­um. Jón William stofnaði Ofna­smiðju Suður­nesja 13. fe­brú­ar 1972. Var fyr­ir­tækið rekið af fjöl­ skyldu Jóns til árs­ins 2005 þegar það var selt eft­ir far­sæl­an rekst­ur í 33 ár en Ofna­smiðja Suður­nesja var í far­ar­broddi í fram­leiðslu ofna hér­lend­is frá stofn­un.

Jón William var einnig frum­ kvöðull í ferðaþjón­ustu og stofnaði Hót­el Kefla­vík 17. maí 1986 ásamt fjöl­skyldu sinni og vann að upp­ bygg­ingu þess til dán­ar­dags. Eig­in­kona Jóns William var Unn­ur Ing­unn Steinþórs­dótt­ir hús­móðir, fædd 13. fe­brú­ar 1942, lát­in 6. sept­ em­ber 2010. Þau eignuðust fjög­ur börn, Magnús, Steinþór, Guðlaugu Helgu og Davíð. Útför Jóns Williams fer fram frá Kefla­vík­ur­kirkju 18. nóv­em­ber og hefst at­höfn­in kl. 13:00.

Svart & sykurlaust Árni fær gusu XXMjög góð aðsókn hefur verið að revíu Leikfélags Keflavíkur, Með ryk í auga. Einhver tár mátti sjá á hvarmi en þá eingöngu gleði- eða hláturstár. Sýningin rennur ljúft og langflestir skemmta sér mjög vel en þó auðvitað aldrei allir. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort fyrrverandi bæjarstjórahjón í Reykjanesbæ, Árni og Bryndís, hafi mætt en þau fá dágóða gusu en auðvitað líka miklu fleiri…

Styrmir og Böðvar GRUNDVALLAR RAKAGJÖF GEFUR HÚÐINNI NÝJAN LJÓMA.

AQUASOURCE *Styrkur Life plankton í 50ml krukku.

XXÞað vekur sérstaka athygli í sýningunni að helsti gagnrýnandi fyrrverandi meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, Styrmir Barkarson, er m.a. í hlutverki Böðvars Jónssonar, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar í leiksýningunni. Það fór ekki framhjá mörgum að Styrmir gaf fyrrum meirihluta og bæjarstjóra engan afslátt fyrir kosningar í netheimum, svo lítinn að bæjarstjórafrúin sá sig tilneydda til að svara fyrir sinn mann. Það er því óhætt að segja að þetta sé virkilega súrrealískt en um leið sjokkerandi fyndið að hann leiki nánasta samstarfsmann Árna úr bæjarstjórninni…

LEIGHTON MEESTER

Sigga og Óli Geir

MEÐ LIFE PLANKTON™

• Virk efni unnin úr ígildi 5000 lítra af thermal spa vatni*. • Djúp rakagjöf í 5 húðlögum**. • 48tíma*** ferskur raki. EKKI FURÐA ÞÓ HÚÐIN VERÐI ÁSTFANGIN.

BIOTHERM BOMBA Í LYFJU REYKJANESBÆ FÖSTUDAGINN 14. NÓVEMBER. Aquasource hefur hlotið fjölda verðlauna út um allan heim. Nú fást BB og CC krem í þessari einstöku línu.

XXEn það er ekki bara fyrrverandi bæjarstjóri sem fær skammt í revíunni heldur líka sá nýi, Kjartan Már Kjartansson, og aðrir bæjarfulltrúar. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, ritstjóri Víkurfrétta, fyrrverandi prentsmiðjueigandi og núverandi bókaútgefandi eru meðal þeirra sem lentu í penna höfunda revíunnar að ógleymdum Konráð lækni, Siggu Dögg kynfræðingi og Óla Geir Keflavíkurtónleikaséníi...

** Ystu lög húðþekjunnar skoðuð, instrumental próf, 27 konur, 4 vikur.

***Instrumental próf, 24 konur.

LIFE PLANKTON™ EINGÖNGU Í BIOTHERM - 8 EINKALEYFI

20%

KYNNINGARAFSLÁTTUR

AF ÖLLUM BIOTHERM VÖRUM.

Tilboðið gildir í Lyfju Reykjanesbæ

Kaupaukinn þinn þegar þú kaupir Biotherm vörur fyrir 7.800 kr. eða meira.


14

fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðskipti

og atvinnulíf

pósturu hilmar@vf.is

Sala á Kia ævintýri líkust – K. Steinarsson fagnar fimmtán 15 ára afmæli. „Þetta hefur verið bras í þessi fimmtán ár og starfsemin hefur gengið upp og niður. Það gekk mjög vel frá árinu 1999 til ársins 2008. Frá þeim tíma hefur reksturinn verið brösóttur. Staðan í dag er hins vegar þannig að allt er farið að ganga mikið betur og reksturinn hefur gengið ágætlega síðustu tvö árin,“ segir Kjartan Steinarsson eigandi K. Steinarssonar sem fagnaði fimmtán ára afmæli um liðna helgi. K. Steinarsson var stofnað árið 1999 þegar Kjartan tók við umboði fyrir Heklu hf. á Suðurnesjum og opnaði glæsilega bílasölu og þjónustuumboð í Hekluhúsinu við Njarðarbraut. Breytingar urðu árið 2011 þegar nýir eigendur komu að Heklu. Þá ákvað Kjartan að segja upp umboði sínu fyrir bíla frá Heklu og flutti sig um set og tók með sér umboð fyrir Öskju á nýjan stað við Holtsgötu í Njarðvík. Kjartan var á þessum tíma með fjölda fólks í vinnu á bílasölu og þjónustuverkstæði. Hann útvegaði öllum starfsmönnum sínum vinnu á öðrum stöðum en Kjartan og eiginkona hans, Guðbjörg Theodórsdóttir, fluttu fyrirtækið á nýjan stað. Sigtryggur Steinarsson, bróðir Kjartans, fylgdi honum á nýjan stað. Þau starfa þrjú í dag hjá fyrirtækinu. Hátt hlutfall Kia-bíla á Suðurnesjum K. Steinarsson leggur í dag megináherslu á sölu Kia-bíla á Suðurnesjum. Kia er frá Öskju eins og Benz, sem Kjartan selur einnig. Þá er K. Steinarsson einnig umboðsaðili á Suðurnesjum fyrir Suzuki-bíla en fyrirtækið tók við

Sýningarsalur bílasölu K.Steinarssonar við Holtsgötu í Njarðvík.

því umboði á síðasta ári og hefur sala þeirra bíla einnig gengið vel á Suðurnesjum. Kjartan segir að sala Kia á Suðurnesjum sé í raun ævintýri líkust. Það sé grínast með það að annar hver bíll sé að verða Kia en það eru a.m.k. margir slíkir bílar í umferð á Suðurnesjum og hlutfallið á landsvísu nokkuð hátt á Suðurnesjum. Frá því K. Steinarsson flutti á Holtsgötuna hefur fyrirtækið selt á fimmta hundrað Kia-bíla til Suðurnesjamanna. Kjartan segir að markaðurinn sé að taka við sér aftur eftir langt hlé sem hefur staðið upp undir sex ár. Á þessum tíma hefur verið lítið um að einstaklingar hafi verið að kaupa bíla. Bílaleigur hafa verið stærstu viðskiptavinir bílasölunnar síðustu ár en nú er markaðurinn að rétta úr kútnum. Kjartan segir þó að Suðurnes séu ennþá erfitt markaðssvæði. Hér hafi verið miklir erfiðleikar og enn séu erfiðleikar hjá fyrirtækjum á svæðinu þó svo það sé að birta til. „Við finnum það vel að ungt fólk er mikið að kaupa Kia í dag. Það er að leita að sparneytnum bíl og svo horfir það einnig til þess að bílarnir eru með sjö ára ábyrgð. Vinsælustu tegundirnar eru Ceed, Sportage og Rio“.

Rafbílar framtíðin sem aukabíll á heimili Þið voruð að sýna rafmagnsbíl um helgina. Er það framtíðin? „Rafmagnsbílar eru næsta skref hjá Kia og það verður spennandi að fá að kynna hann á næstu vikum. Menn hafa lengi verið efins með rafgeymana í þessum rafmagnsbílum en Kia stígur skrefið til fulls og býður bílinn og geymana með sjö ára ábyrgð. Ég held að rafmagnsbílar verði framtíðin sem aukabílar á heimilinu og bílarnir sem verða notaðir í styttri ferðir, því eins og staðan er í dag er drægni þessara bíla ekki mikið meiri en 150 km. á einni hleðslu. Rafbíllinn frá Kia verður kynntur formlega strax á nýju ári og ég bíð spenntur eftir að bjóða Suðurnesjamönnum upp á þennan bíl“. Aðspurður um bílafjármögnun í dag þá segir Kjartan að með kreppunni hafi komið fram nýir möguleikar í fjármögnun bíla með óverðtryggðum lánum. Kjartan hvetur fólk þó til þess að leggja sjálft til a.m.k. 20% af andvirði bílsins. „Bílar eru ekki fjárfesting sem þú græðir á en með því að kaupa nýjan bíl í dag er fólk jafnvel að lækka mánaðarlegan rekstrakostnað. Fólk er þá á nýjum og öruggari bíl,“ segir Kjartan Steinarsson bílasali og eigandi K. Steinarssonar.

Starfsmenn K. Steinarssonar. Guðbjörg Theodórsdóttir, Kjartan Steinarsson og Sigtryggur Steinarsson.

Börnin fengu fígúrur úr blöðrum.

Trúðar og fjöllistamenn skemmtu gestum.

Börnin fengu fígúrur úr blöðrum.

■■Flugvirkjanám Keilis og AST:

Yfir 100 vildu en 28 fengu

Afmælistilboð 11.11.2014 - 20% afsláttur af öllum stækkunum Jólatilboð - Myndataka, 20 jólakort og þrjár myndir í stærðinni 13 x 18 cm. Fjölbreytt úrval af jólakortum, þú velur. Glæsilegar jólagjafir

F

Verð: 22.900 kr

Jólamyndatökur - Okkar vinsælu barnamyndatökur. - Verð við allra hæfi. Tímapantanir í síma 421 1016 Tilboðin gilda frá 11. til 21. nóvember

Nýmynd ehf - Iðavöllum 7 - 230 Reykjanesbæ sími 421 1016 - www.nymynd.is - mynd@nymynd.is

þrjár myndir 13x18 cm

20

jóla

kor

t

lugvirkjanámið sem Keilir býður í samstarfi við AST nýtur mikilla vinsælda. Fyrst var boðið upp á flugvirkjanámið haustið 2013 og bárust vel yfir hundrað umsóknir um þau 28 pláss sem voru í boði. Það er því ljóst að mikill áhugi er meðal Íslendinga að sækja flugvirkjanám, enda er mikill skortur á flugvirkjum í heiminum. Keilir og AST benda á í tilkynningu að nám og starf í flugvirkjun hentar jafnt konum sem körlum og því hvetjum við konur sérstaklega til að skoða þennan möguleika í framtíðinni. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í flugvirkjanám AST hjá Keili sem hefst næst í janúar 2015 en nánari upplýsingar um námið eru á vef Keilis. Air Service Training ltd. (AST) er í samstarfi við Keili og hefur sett upp útibú frá skóla sínum í Perth í Skotlandi hjá Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Í skólanum fer

fram réttindanám flugvirkja og er um að ræða fimm anna samþykkt nám fyrir flugvirkja „Approved IR Part 66 Category B“ sem er bóklegt og verklegt iðnnám flugvirkja. Námið tekur mið af námsskrá sem gefin er út af EASA samkvæmt samevrópski útgáfu skírteina og sér AST um framkvæmd og ber faglega ábyrgð á gæðum námsins. Þeir sem ljúka flugvirkjanámi hjá AST öðlast öll þau réttindi sem EASA 145 viðhaldsfyrirtæki krefjast við ráðningu flugvirkja fyrir nútíma flugvélar.


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. nóvember 2014

-aðsent

pósturu vf@vf.is

■■Helga Fríður Garðarsdóttir og Unnur Svava Sverrisdóttir skrifa:

Það þarf þorp til að ala upp barn – ert þú að gera þitt?

Ö

ll vorum við eitt sinn börn, höfum átt það sameiginlegt að hafa þurft að treysta á aðra til að veita okkur vernd, umhyggju og öryggi. Í fyrstu er u a ð fore l d r a o k k a r, fo r r á ð a menn, nákomna ættingja og vini. Flest okkar höfum síðar einnig treyst dagmæðrum, leikskólum og öðrum menntastofnunum fyrir frekari velferð okkar, þar sem við höfum átt að hafa tækifæri til að vaxa og dafna bæði andlega og líkamlega. Ótal stofnanir, bæði lögbundnar og ólögbundnar eru einnig líklegar til að hafa sett mark sitt á þroska okkar og þannig mótað okkur á einn eða annan hátt, til að mynda íþrótta- og tómstundafélög, heilsugæsla, hin ýmsu félagasamtök, félagsþjónusta, barnavernd, lögregla og ótal fleiri. Margir hafa góðar sögur að segja af bernskuvegferð sinni en einhverjir horfa um öxl ósáttir og telja að betur hefði mátt standa að uppvexti þeirra og mótun í samfélaginu. Þrátt fyrir mismunandi bakgrunn okkar og reynslu hljótum við að sammælast um mikilvægi þess að hvert barn njóti réttinda og fái tækifæri til að njóta sín í uppvextinum. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má nálgast haldbærar upplýsingar um réttindi barna. Samningurinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Öllum þeim sem koma að málefnum barna ber að gera það sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja samningnum. Í honum

kemur meðal annars fram að öll börn skuli njóta réttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra. Enn fremur má nálgast vitneskju um réttindi barna og skyldur foreldra í íslenskum barnaverndarlögum nr. 80/2002. Þar er jafnframt kveðið á um að öll börn eigi rétt á vernd og umönnun og skulu þau njóta réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska. Allir sem hafa uppeldislegar skyldur skulu sína börnum virðingu og umhyggju og með öllu er óheimilt að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrum ber einnig, lögum samkvæmt, að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og búa þeim viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna. Ljóst er að margar stofnanir bera ótvíræða ábyrgð á velferð barna og hafa sinnt því hlutverki ágætlega og gera enn. Þrátt fyrir skipulega uppbyggt samfélag af vel meinandi stofnunum eru einstaklingar, sem einhverra hluta vegna finna sig ekki innan stofnananna eða úrræða þeirra og upplifa sig í æsku og oft fram á fullorðinsár, sem frávik frá gildandi viðmiðum og gildum samfélagsins. Þeir eru í meiri hættu á að leita í jaðarhópa og áhættu- og afbrotahegðun. Fullorðnir einstaklingar sem upplifað hafa misbresti í bernsku og koma jafnvel út í lífið með brotna sjálfsmynd, en hafa náð að fóta sig á fullorðinsárum, hafa bent á að það var vissum einstaklingi úr æsku þeirra að þakka. Það var einstaklingur sem á einhvern hátt náði til þeirra, veitti þeim skjól, væntumþykju, sýndi þeim skilning, hlustaði og bar virðingu fyrir þeim eins og þeir voru. Sá einstaklingur varð þeim síðar

hvatning og jákvæð fyrirmynd fram á fullorðinsár. Þessir einstaklingar sem settu mark sitt á líf barnanna hafa verið manneskjur með fagurt innsæi og einlægan vilja til að gera vel, hvort sem er í starfi eða einkalífi. Þessi styðjandi persóna hefur gjarnan verið kennari, vinur, nágranni, foreldri vinar, ættingi, þjálfari eða aðrir úr nærumhverfi barnsins. Öll erum við á sömu vegferð frá vöggu til grafar. Við erum félagsverur og höfum sterka þörf fyrir að tilheyra. Samfélagið „þorpið“ er ekkert án þeirra einstaklinga sem í því búa eins og enginn skógur er án trjáa. Traust samfélag er byggt á sterkum grunni, öll börn eru grunnur samfélags sem okkur ber að styrkja og efla. Við sem einstaklingar getum lagt okkar að mörkum í uppbyggingu samfélags með því að vera stoð í lífi barns, hvort sem það tengist okkur, í gegnum starf, ættartengsl, vináttu eða jafnvel barn sem tengist okkur ekki. Barnavernd Reykjanesbæjar sinnir mikilvægu hlutverki í velferð barna líkt og margar stofnanir. Stofnanir þurfa að byggja á góðu starfsfólki og vinna lögum samkvæmt en við getum hvert og eitt okkar bætt um betur með því að horfa í eigin barm og til okkar umhverfis og spurt: „Er barn í mínu nærumhverfi sem ég get stutt?“ „Get ég verið þessi kennari, þessi ættingi, þessi nágranni sem skiptir sköpum í lífi barns?“ Það þarf heilt þorp til að ala upp barn, ég og þú byggjum þetta samfélag. Skiptir þú sköpum? Helga Fríður Garðarsdóttir Félagsráðgjafi barnaverndar Reykjanesbæjar Unnur Svava Sverrisdóttir Félagsfræðingur, rágjafi barnaverndar Reykjanesbæjar

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Bæjarlistamaður Halldór með tónleika á Salthúsinu B

æjarlistamaður Grinda- að leika með sér miklu eldri tónv í k u r 2 0 1 4 , t r o m m u - listarmönnum, t.d. á sveitaböllum leikarinn Halldór Lárusson, út um landið. Einnig lék hann heldur tónleika á Salthúsinu trommandi hermann í þekktri laugardagskvöldið 15. nóvem- uppfærslu Íslensku Óperunnar ber kl. 21. Með honum leika á La Bohéme í Þjóðleikhúsinu 1980. Hann kom m.a. Hallur Halldór Lárusson fram í kvikIngólfsson á bæjarlistamaður Grindavíkur. mynd Friðriks gítar, Hörður Þórs FriðriksIng i Stefánss onar R ok k í son á bassa, JóReykjavík og lék hann Ingvason sína fyrstu tóná hljómborð leika í Laugarásamt fleiri dagshöll 16 ára góðum gestum. gamall. Halldór Halldór leikur hóf að leika með mest efni sem B u b b a Mo r t hann aðstoðaði hens 1985, þá vin sinn og tón21 árs. Eftir það listarmann Hall lék hann með Ingólfsson að ýmsum tónlistflytja en Hallur armönnum m.a. gaf út sólóBjartmari Guðplötuna Öræfi laugssyni, ekki fyrir svo Rúnari Júlíuslöngu. Einnig syni, hljómsveitfljóta með lög inni Júpíters, sem hafa haft Valdimar Flyafgerandi áhrif genring ásamt mörgum fleirum. á Halldór sem tónlistarmann. Halldór hóf að leika á trommur Árið 1995 fluttist hann til Hol12 ára gamall. Hann byrjaði að lands þar sem hann starfaði sem læra á trommur hjá Guðmundi tónlistarmaður út um alla Evr„Papa Jazz" Steingrímssyni en fór ópu til ársins 2000 er hann fluttist fljótlega í Tónlistarskóla Reykja- aftur heim til Íslands. Mest starfvíkur og stundaði þar nám hjá aði hann með Gíneumanninum Reyni Sigurðssyni á slagverk ýmis Seydouba Soumah. Síðan þá konar. Einnig stundaði hann hefur hann komið víða við í tóneinkanám hjá Birni Björnssyni á listinni og kennt á trommur og trommur samhliða því. Halldór slagverk m.a. í tónlistarskólunum lék á þessum árum t.a.m. með á Álftanesi, Garði, Grindavík og Sinfóníuhljómsveit æskunnar og Sandgerði þar sem hann starfar ýmsum bílskúrshljómsveitum. nú einnig sem skólastjóri. 15 ára gamall var hann farinn

-aðsent

pósturu vf@vf.is

■■Margeir Vilhjálmsson skrifar:

Gott nafn á glataðri áætlun E

kki var hún g l æ s i l e g myndin af fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar sem dregin var upp á íbúafundi í Stapa fyrir t v e i mu r v i ku m . Stuðst var við úttekt KPMG og skýrslu Haraldar Líndal Haraldssonar. Myndin var vægast sagt svört. Undir áætlun sem kynnt var undir nafninu „Sóknin“ skal herða sultarólina næstu 10 árin og ná skuldahlutfalli Reykjanesbæjar niður í lögbundin 150%. Úttekt KPMG og skýrsla Haraldar nær yfir tímabil frá árinu 2002 og til dagsins í dag. Aldrei á tímabilinu hefur skuldahlutfall Reykjanesbæjar verið nándar nærri 150% markinu svo ekki er seinna vænna en að girða sig í brók og ráðast til sóknar. Íbúafundurinn var Reykjanesbæ til sóma. Hann var í alla staði mjög málefnalegur. Eða kannski réttara sagt málefnalegur í eina átt. Allir voru sammála um að sætta sig við að herða sultarólina enda alkunna að Reykjanesbær er á hausnum. Einhverjir fundarmanna höfðu greinilega lesið samantekt úr skýrslu Haraldar og gátu hneykslast yfir bruðli Reykjanesbæjar að greiða starfsmönnum samtals um 560 milljónir í yfirtíð, álag og launatengd gjöld. Því til viðbótar 115 milljónir í bifreiðastyrki. Í miðri verkfallahrinunni sem nú er hótað sá enginn fundarmanna

ástæðu til að fagna því að Reykjanesbær greiddi starfsfólki sínu sómasamleg laun. Það kom því ekki á óvart að á fyrsta bæjarráðsfundi eftir íbúafundinn var samþykkt að lækka laun bæjarstarfsmanna. Eða hluta þeirra. Flumbrugangurinn við framkvæmdina var slíkur að það er ekki alveg ljóst hversu margir starfsmenn Reykjanesbæjar eiga að taka það á sig að rétta við fjárhag bæjarins. Samkvæmt skýrslu Haraldar eru stöðugildi hjá bænum 670,5. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóra eru starfsmennirnir 962. 170 þeirra munu líkast til taka þátt í „Sókninni“ með því að fá launalækkun. Í forsvari fyrir launalækkuninni er einn þaulsetnasti verkalýðsforkólfur á Suðurnesjum. Íbúar svæðisins sem eru það heppnir að vera félagar í verkalýðsfélagi undir hans forystu vita þá væntanlega hverju þeir eiga von á í næstu kjarasamningum. Menn verða að vera samkvæmir sjálfum sér alveg sama hvoru megin við borðið þeir sitja. „Sóknin er ómöguleg ef þú hefur ekki trú á því að skora,“ segir sjálfstæðismaðurinn fyrrverandi sem er saklaus af sukkinu. Og hvaða sókn er betri en sú sem fær dæmt mark úr augljósri rangstöðu? Á einum og sama bæjarráðsfundinum var hægt að samþykkja að lækka laun bæjarstarfsmanna en fella tillögu um að föst laun bæjarráðsmanna yrðu felld niður. Eingöngu yrði greitt fyrir setna fundi. Það er víst ekki sama um hvaða vasa er að ræða. Nýi meirihlutinn tók engan þátt í að móta stefnuna sem

Ár

Útsvar (mkr.)

Útsv.%

Íbúar

m.t.laun Launav.t. pr. íbúa (mkr) des.

Raun tölur

2006

2.800

12.70%

11367

1,940

300,8

Raun tölur

2013

5.000

14,48%

14231

2,426

463,8

Vænt útsvar:

2013

6.163

14,48%

14231

2,991

Mismunur

(1.163)

kom Reykjanesbæ í þessa stöðu. Af hverju ættu þeir þá að taka á sig einhverjar byrðar? Skýrsla Haraldar Líndal er fróðleg. Hann er fagmaður og hefur gert úttektir á rekstri þrettán sveitarfélaga á Íslandi. Í skýrslunni greinir hann fjármál og heildarrekstur Reykjanesbæjar auk þess að gera tillögur sem tengjast greiningunum. Meðan á skýrslugerðinni stóð breyttust hagir hans en eins og flestir ættu að vita var hann ráðinn bæjarstjóri Hafnarfjarðar nú í sumar. Því var skýrslugerðinni ekki lokið á þann hátt sem til stóð. Alls eru í skýrslunni gerðar 25 tillögur til úrbóta. Engin tillaga er um hagræðingu á kjörum bæjarfulltrúa. Fimm tillögur snúa að launakjörum bæjarstarfsmanna. Einhverra hluta vegna eru það þær tillögur sem virðist hafa verið hlaupið af stað með fyrst án þess að það verði metið svo af lestri skýrslunnar að þær séu þær mikilvægustu. Í skýrslunni er gerður er samanburður á hlutfalli launa af tekjum samtals hjá 10 sveitarfélögum. Hlutfallið hjá Reykjanesbæ er næst lægst og mun lægra en að meðaltali hjá öllum sveitarfélögum landsins. Sama á við um fjölda íbúa á hvert stöðugildi, en 21,2 íbúar eru á hvert stöðu-

gildi í Reykjanesbæ, meðan einungis Garðabær hefur fleiri af samanburðarsveitarfélögunum eða 22,8. Samanburðinum á þó að taka með fyrirvara. Það er hollt í öllum rekstri að greina útgjöldin og reyna að halda þeim í skefjum en það þarf líka að greina tekjustofnana. Enga slíka greiningu er að finna í skýrslunni. Stór hluti tekna sveitarfélaganna kemur frá útsvarsgreiðslum íbúanna. Þeim mun tekjuhærri sem íbúarnir eru þeim mun hærra verður útsvarið sem rennur til bæjarfélagsins. Með einfaldri greiningu á útsvarstekjum Reykjanesbæjar árið 2013 kemur í ljós að ríflega einn milljarð vantar upp á að útsvarstekjur bæjarfélagsins haldi raungildi miðað við árið 2006. Íbúum hefur fjölgað um ríflega 30% á þessu tímabili og meðaltekjur íbúanna í sveitarfélaginu hafa dregist verulega saman. Þeir sem hafa gott langtímaminni muna að herinn hvarf af landi brott haustið 2006. Einn milljarður til viðbótar á ári á tekjuhliðinni hefði gert gæfumuninn undanfarin ár. En raunin virðist vera sú að fólki með lágar tekjur fjölgar í Reykjanesbæ. Alþingismenn kjördæmisins hvaða flokki sem þeir tilheyra hafa reynst hundslappir þegar kemur að atvinnuuppbyggingu á svæðinu, þrátt fyrir

Hækkun vísitölu

54%

Vænt útsvar 2013: Útsvarsprósentu 2006 er drilt í greitt útsvar. Deilt með fjölda íbúa og þannig fundin meðallaun pr. íbúa. Meðallaun 2006 margfölduð með hækkun launavísitölu frá des. 2006 - des. 2013. Útkoman margfölduð með fjölda íbúa og aftur með útsvarsprósentu. Þannig fundið vænt útsvar.

fögur fyrirheit á sínum tíma. „Það er bara eðli stjórnmálanna að þeir sem ráða á hverjum tíma hafa mikið vald,“ segir formaður bæjarr á ð s í Ví k u r f réttum um leið og hann lýsir yfir sakleysi sínu á þeirri erfiðu stöðu sem nú blasir við. Vel má vera að það sé óþolandi að brottfluttur Keflvíkingur sem borgar útsvar í Reykjavík sé að fetta fingur út í bæjarmál í Reykjanesbæ. Hjartað slær með heimabænum, því verður ekki breytt. Hugmyndafræðin bakvið svokallaða „Sókn“ er hörmuleg þegar rýnt er í skýrslu Haraldar. Líkast til er ég í minnihluta en geri orð formanns bæjarráðs að mínum: „Minnihluti getur getur stundum gert lítið annað en benda á. Við reyndum að gera það allan tímann en því miður var ekki hlustað nóg á okkur. Það er þó auðvelt að vera vitur eftir á.“ Áfram Keflavík, Margeir Vilhjálmsson.


16

fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent

pósturu vf@vf.is

■■Þorvaldur Már Guðmundsson tónlistarkennari skrifar:

Hvert viljum við stefna? É

g er sérfræðingur í mínu fagi, enginn getur gengið inn í mín störf nema örfáir ei n st a k l i ng ar í þessu landi og þeir eru líklega flestir í sömu stöðu og ég þessa dagana. Að baki liggur áralöng menntun og stöðug símenntun samhliða starfinu. Í þau 13 ár sem ég hef sinnt þessu starfi hef ég aldrei upplifað að menntun mín né vinnuframlag sé metið að verðleikum í launaumslaginu. Hins vegar hef ég unnið á mjög góðum vinnustöðum með frábærum stjórnendum sem hafa stutt mig og hjálpað mér að þroskast og þróast í mínu starfi. Á þessum vinnstöðum starfa ég með yndislegu fólki sem leggur alúð og metnað í sín störf, þetta eru tónlistarskólar. Það er minni stétt í blóð borið að ganga til starfa af ástríðu fyrir viðfangsefninu og leggja sig alla fram án þess oft á tíðum að telja tímana sem í það fara og vinna ýmis störf á öllum tímum sólahringsins án þess að fá það sérstaklega greitt. Þessi fórnfýsi lýsir því vel hvað starfið er gefandi og skemmtilegt. Ég er fjölskyldumaður, það er ekki nóg að elska vinnuna sína og

ekki hægt fórna öllu fyrir hana, fjölskyldan er alltaf númer eitt í mínum huga. Ef ég á að sinna mínu starfi í framtíðinni verð ég að hafa mannsæmandi laun sem eru mér samboðin miðað við mína menntun, starfsreynslu og framlag til samfélagsins. Ég er tónlistarkennari og það er komin tími til að kennarar almennt séu metnir að verðleikum í þessu samfélagi. Framtíð þjóðarinnar er í okkar höndum, við þurfum að fjárfesta vel í framtíð barnanna okkar. Að mínu mati er það besta fjárfestingin að við höfum vel menntaða og góða kennara sem fá tækifæri til að sinna sínu starfi við góðar aðstæður og laun sem hvetja þá til dáða. Ég held að tónlistarmenntun og listmenntun yfirleitt sé hér sérstaklega vanmetin. Það er gaman að sjá afrakstur tónlistarskólanna í fjölbreyttu og framsæknu tónlistarlífi sem er ein grunnstoðin í menningu okkar en minna sýnileg eru áhrif tónlistarmenntunar í víðum skilningi á þroska einstaklingsins. Tónlistarnámið gefur einstaklingnum hæfileika eins og aukið sjálfstraust, skipulögð vinnubrögð, reynslu í samvinnu, skapandi hugsun og margt fleira sem nýtist vel í öllu námi og starfi. Tónlistin er tungumál sem allir skilja sem

og partur af okkar grunneðli og þörfum og ætti því að vera fastur liður í mótun og þroska allra. Ég er mjög leiður yfir því skilningsleysi sem mér finnst birtast í afstöðu sveitarfélaganna til kröfu tónlistarkennara um sambærileg laun og aðrar kennarastéttir. Af hverju vilja sveitarfélögin draga okkur niður í launum samanborið við aðra kennara? Hvar er hin skapandi hugsun í stefnumótun og framförum í stjórnsýslunni hvað varðar tónlistarmenntun. Mín tilfinning er að þessi stjórnsýsla er því miður lítil eða ekki til. Þessu þarf að breyta, tónlistarfræðslan þarf að eignast sinn stað i stjórnsýslunni svo hún nái að þróast og blómstra í takt við samfélagið. Ég hvet að lokum sveitarfélögin og samninganefnd þeirra til að nálgast samningaborðið með skapandi hugsun að leiðarljósi og líta á okkur tónlistarkennara sem mikilvægan hlekk í menntun og uppeldi sem bera að hlúa að og efla. Þorvaldur Már Guðmundsson Kennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.

Ver heilli vinnuviku í hverja konu

Bóbi með fullt hús af konum

davík n ri G í i“ fn a s a ð gg y „b Þórdís býr á Sjónvarp Víkurfrétta tekur púlsinn á mannlífinu

Villibráð og Airwaves í Bláa lóninu Ráðstefnur og gagnaver í Reykjanesbæ

Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN öll fimmtudagskvöld kl. 21:30

Þátturinn verður einnig aðgengilegur á vef Víkurfrétta í háskerpu

■■Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar skrifar:

„Skrifaðu flugvöll!“ Í

janúar 2014 skilaði Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, skýrslu til Samb a n d s s v e i t a rfélaga á Suðurnesjum sem ber yfirskriftina Innanlandflug um Keflavíkurflugvöll – möguleikar og samfélagsleg áhrif. Mér þykir rétt að rifja upp efni þessarar skýrslu nú þegar að þingmenn Framsóknar hafa lagt svo mikla áherslu á að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni að þeir vilja taka skipulagsvaldið af Reykjavíkurborg. Þar á meðal eru tveir þingmenn Framsóknar sem búa á Suðurnesjum. Staðsetning Reykjavíkurflugvallar hefur verið deilumál lengi. Nýlega var sett á laggirnar nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur til að fjalla um staðsetningu flugvallarins á höfuðborgarsvæðinu. Ábyrgðarmenn verkefnisins eru innanríkisráðherra, borgarstjóri og forstjóri Icelandair Group. Þar er rætt um þrjá staði fyrir utan Vatnsmýrina; Hólmsheiði, Álftanes og Hvassahraun. En ekki Keflavík. Þó hefur Keflavíkurflugvöllur verið einn þeirra kosta sem nefndir hafa verið hvað oftast sem framtíðarmiðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Flugvöllur í miðri höfðuðborginni getur varla talist framtíðarlausn. Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk búinn til þess að taka við innanlandsflugi. Í skýrslu Heklunnar kemur fram að ekki þurfi að ráðast í miklar framkvæmdir verði að

flutningnum til Keflavíkur, hvorki vegna flugbrauta né vegna húnæðis fyrir flugstöð. Nýta mætti húsnæði í eigu ríkisins í nágrenni Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Keflavík er því mun hagstæðari kostur en Hólmsheiði, Álftanes eða Hvassahraun þar sem byggja þyrfti dýr mannvirki. Með tíðari rútuferðum um Reykjanesbraut og eflingu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem nauðsynleg er hvort sem er, get ég ekki séð neitt sem mælir gegn því að Keflavíkurflugvöllur taki við innlandsfluginu. Isavia gerir ekki ráð fyrir fjölgun starfsfólks verði áætlunarflug innanlands flutt til Keflavíkur. Hins vegar gætu orðið til 150-200 ný störf á vegum tveggja stærstu flugrekstraraðilana í innanlandsflugi og enn fleiri ef spár um fækkun farþega við flutninginn ganga ekki eftir. Þá eru ótalin afleidd störf. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur væri því afar góður kostur fyrir okkur Suðurnesjamenn og hefði góð áhrif á samfélögin á Suðurnesjum sem þurfa sannarlega á styrk að halda, einkum nú um stundir. „Skrifaðu flugvöll“, er frasi sem flestir kannast við og stundum nefnt sem dæmi um vinsældakaup og órausæi. Flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkur er hins vegar aðgerð sem byggist á hagsýni og góðri nýtingu mannvirkja sem fyrir eru á svæðinu. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar

HESTAMENN Á SUÐURNESJUM ATHUGIÐ! Dýralæknastofa Suðurnesja stendur fyrir fræðslufundi í félagsheimili Mána á Mánagrund föstudaginn 21. nóvember kl. 18:00. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdoma heldur erindi um sníkjudýr í hrossum. Einnig segir hún frá nýrri reglugerð um velferð hrossa. Húsið opnar kl. 17:45 og fundurinn hefst kl. 18.00.

Minningarsteinar

Enginn aðgangseyrir - heitt á könnunni!

HÁTÍÐARVERÐ

Frá 59.900 Fullbúinn

Aðeins 2ja vikna afgreiðslufrestur

Helluhrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími 544 5100

Ástkær faðir, tengdafaðir, elskulegur afi og langafi,

Jón William Magnússon,

forstjóri, Krossholti 6, Keflavík,

sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 7. nóvember, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 18. nóvember kl. 13:00. Magnús Jónsson, Steinþór Jónsson, Guðlaug Helga Jónsdóttir, Davíð Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

Ella Björk Björnsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Guttormur Guttormsson, Eva Dögg Sigurðardóttir,


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. nóvember 2014

-fs-ingur

vikunnar

-ung

Langar að verða innanhúsarkitekt

Myndi sleppa lokaprófum Aldís Guðrún Freysdóttir er 18 ára stúlka sem býr í Garðinum. Hún stundar nám á náttúrufræðibraut en hún stefnir á tannlækninn í framtíðinni. Aldís væri til í að sjá Sómasamlokur í mötuneytinu í FS og ef hún fengi að ráða þá væru engin lokapróf í skólanum. Á hvaða braut ertu?

Náttúrufræðibraut.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?

Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd?

Áttu þér viðurnefni?

Hvaðan ertu og aldur?

Vígdis Rún, ekki spurning.

Helsti kostur FS?

Annabelle, glötuð..

Er úr keflavík bý í Garðinum og er 18 ára.

Hjúskaparstaða?

Sómasamlokur.

Á lausu.

Hvað hræðistu mest?

Missa mömmu.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?

Þóra Lind sé hana fyrir mér ná langt i modelbransanum.

Fag í skólanum:

Kennari:

Bogi

Hver er þinn helsti galli?

Hrikalega gleymin.

Fokking.

Ég fæ mér að borða og fer svo að læra.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?

Hver eru áhugamál þín?

Dans.

Vera með vinum. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?

Tannlæknir. Hljómsveit/tónlistarmaður:

Five finger death punch og Metallica Leikari:

Vefsíður:

The Hobbit og LOTR

Hvað gerirðu eftir skóla?

Áhugamál?

Kærustufaggar eru leim.

Sjónvarpsþættir: Kvikmynd:

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?

Það er á góðri uppleið!

Hvað er heitasta parið í skólanum?

Stærðfræði Homeland

Stundum kölluð Dísa

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Íþróttir hja Andrési.

Eftirlætis

Sleppa lokaprófum.

Cameron Diaz Primewire.ag

Hvað tónlist/ lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)?

Anaconda með nicki

Flíkin:

Náttsloppurinn minn

Rut Helgadóttir er í UNG vikunnar. Hún er nemandi í 10. bekk í Holtaskóla. Hún hefur áhuga á dansi og segir að danska og enska séu leiðinlegustu fögin í skólanum. Hún segir meira frá sér hér að neðan.

Uppáhalds fag í skólanum?

Danska og enska. En leiðinlegasta?

Íslenska er leiðinlegasta fagið. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?

Ég væri til í að hitta Beyoncé. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?

Það væri gaman að geta lesið hugsanir. Hvað er draumastarfið í framtíðinni?

Mig langar að verða Innanhúsarkitekt. Hver er frægastur í símanum þínum?

Skyndibiti:

Katrín, Kristín og Aþena.

Villi

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?

Mamma mín.

Svipmyndir frá menningarkvöldi

Besta:

– sem NFS og Vox Arena héldu í Stapa

If I Stay.

M

enningarkvöld Vox Arena og NFS, sem er nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, var haldið í Stapanum í síðustu viku. Þar voru haldnar tískusýningar frá Krummaskuði, Gallerí Keflavík, Kóda og fatahönnunarnemendum í FS. Þá var sýnd myndlist eftir nemendur skólans. Björn Bragi úr Mið-Íslandi var með uppistand og trúbator mætti á svæðið. Ljósmyndari Víkurfrétta mætti einnig á svæðið og tók meðfylgjandi myndir.

Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag?

Ég myndi stríða vinum mínum. Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?

Frekar venjulegur.

Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?

Skynsöm.

Hvað er skemmtilegast við Holtaskóla?

Ég myndi segja krakkarnir.

Hvaða lag myndi lýsa þér best?

Ég veit ekki.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Ég er ekki alveg viss.

Bíómynd?

Matur?

Sjónvarpsþáttur?

Drykkur?

Pretty Little Liars, Awkward, Faking it, Orange is the new black og Keeping Up With The Kardashians. Tónlistarmaður/Hljómsveit?

The Vamps og Shawn Mendes eru í uppáhaldi.

Pítsa klikkar ekki.

Fanta Exotic er uppáhalds drykkur. Leikari/Leikkona?

Melissa Mccarthy. Fatabúð?

H&M og Primark. Vefsíða?

Facebook. Bók?

Ég veit ekki.

-

smáauglýsingar TIL LEIGU

2ja-3ja 4 herbergja íbúðir til leigu á góðum stað í hjarta Keflavíkur ca 75 -85 fm leiguverð 105.000130.000 3.ja mánaða trygging skilyrði .(Leigubætur fáanlegar. upplýsingar í síma 691 1685

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

ÓSKAST TIL LEIGU Óska eftir íbúð til leigu í Keflavík. Sími: 772 8998.

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

TIL SÖLU

www.bilarogpartar.is

sími 421 7979

Búslóð til sölu vegna flutnings, uppl. gefur Anna í síma 862-6312

Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Skyggnilýsingarfunur Þórhallur Guðmundsson verður með opinn fund sunnudaginn 16. nóv. kl. 20:30 í húsi félagsins að Víkurbraut 13 í Keflavík, húsið opnar kl:20:00. Einnig verður hann með einkatíma miðvikudaginn19. nóv. Uppl. og tímap. í síma 421-3348.


18

fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

Aukaæfingarnar skila sér í atvinnumennsku Grindvíkingurinn Daníel Leó semur við Aalesund í Noregi

V

arnarmaðurinn ungi Daníel Leó Grétarsson heldur brátt í víking, en hann mun á næstunni semja við norska úrvalsdeildarliðið Aalesund. Þar með er æskudraumur Grindvíkingsins unga að rætast. Daníel, sem er 19 ára, hefur leikið reglulega með Grindvíkingum síðan hann var 16 ára. Hann hefur fest sig í sessi sem lykilleikmaður, en svo vel hefur hann staðið sig að í lok sumars var hann kjörinn besti leikmaður meistaraflokks félagsins. „Þetta er gott lið fótboltalega séð en um er að ræða stórt stökk fyrir mig. Ég er búinn að undirbúa mig vel og vera í liðinu síðustu tvö tímabil. Það hefur gert gott fyrir mig og eflaust hef ég fengið reynslu sem verður mér dýrmæt,“ segir Daníel. Sjálfur telur Daníel að hann hafi bætt sig sem leikmann í sumar.

Hann hefur átt gott samstarf við Milan Stefán Jankovic þjálfara sem hefur lagt mikið traust á hans ungu herðar. „Það að vera ungur lykilmaður í liði lætur mann þurfa að stíga upp fyrr og þar af leiðandi bætir maður sig fyrr,“ segir hann. Framtíðin í íslenskum fótbolta Janko þjálfari sparar ekki stóru orðin þegar kemur að Daníel. „Hann er fyrst og fremst sterkur karakter. Hann les leikinn vel og er með góðar sendingar. Hann er frábær leikmaður og er í raun framtíðin í íslenskum fótbolta. Hugarfarið hjá honum er alveg 110% og hann hugsar vel um sig. Hann mun banka á landsliðsdyrnar hjá aðalliðinu á næstu árum, það er ég alveg viss um,“ segir þjálfarinn sem hefur verið honum innan handar jafnt

kvölds sem morgna við æfingar. „Ég hef sótt hann og farið með honum klukkan sex á morgnana að æfa aukalega síðustu 2-3 ár. Ég er viss um að hann á eftir að komast langt og fara í betra lið þegar fram líða stundir. Hann er sérstakur leikmaður sem hefur nánast allt til brunns að bera,“ bætir Janko við. Mikil vinna er að baki þessum árangri en svona tækifæri fást ekki gefins. „Maður er í þessu til að fá svona tækifæri. Ég hef sett mér markmið og hef gert mitt besta til þess að ná þeim. Ég fer nánast aldrei í frí frá boltanum. Þegar það er frí þá fer ég að lyfta eða tek aukaæfingu í Hópinu. Ég hef átt margar klukkustundir aleinn í Hópinu að æfa. Þetta tækifæri verður ekkert til út af engu,“ segir Daníel.

Hann mun banka á landsliðsdyrnar hjá aðalliðinu á næstu árum, það er ég alveg viss um -Milan Stefán Jankovic

K

eflvíkingurinn Haraldur Guðmundsson spilaði fyrir Aalesund frá árunum 2005-2009. Hann hefur ekkert nema gott um klúbbinn að segja. „Fyrir það fyrsta þá óska ég Daníel til hamingju með atvinnumannasamninginn. Þetta er virkilega fallegur og skemmtilegur bær, klúbburinn er flottur og aðstaðan til fyrirmyndar. Það var ótr ú l e g a g am an a ð s pi l a f y r i r AAFK, stuðningsmennirnir

voru frábærir og völlurinn geggjaður með 11.000 áhorfendum. Þegar ég spilaði fyrir liðið var fullur völlur alla leiki, þvílík stemmning og ég held að ekkert hafi breyst. Ég held að Daníel megi búast við miklu fleiri áhorfendum, meiri h r a ð a í l e i k nu m , aukinni hörku og f lottum völlum í norska bolta nu m , “ s e g i r fyrirliði Keflvíkinga.

KEFLVÍKINGAR VORU EINFALDLEGA MEIRI TÖFFARAR EN VIÐ -sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari UMFN eftir tap gegn Keflavík í Domino’s deildinni í körfu

Allt er fertugum fært, Damon Johnson getur ennþá troðið.

K

eflvíkingar unnu sannfærandi sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, þegar liðin áttust við í Ljónagryfjunni í Domino's deild karla í körfubolta á mánudag. Þrátt fyrir að lokatölur, 7486, gefi það ef til vill ekki til kynna þá vannst sigur Keflvíkinga með talsverðum yfirburðum. Staðan var 36-66 fyrir Keflavík þegar fjórði leikhluti hófst og ljóst að ekkert minna en kraftaverk þyrfti til þess að bjarga Njarðvíkingum. Njarðvíkingar höfðu þá leikið afleitlega í öðrum og þriðja leikhluta, þar sem ekkert gekk upp hjá þeim. Keflvíkingar voru alltaf skrefi framar og sýndu meiri baráttu og vilja í leiknum, auk þess sem þeir léku frábæra vörn. Njarðvíkingar náðu að rétta úr kútnum í lokaleikhlutanum og á tímabili kviknaði smá vonarneisti. En eins og gamla góða klisjan segir, þá var hann bara of lítill og kom of seint. Sannfærandi sigur hjá Keflvíkingum sem sýndu loks hvers þeir eru megnugir. „Maður mætir í svona leik með extra orku og það hugafar að gera vel,“ sagði leikstjórnandinn Valur Orri Valsson í leikslok. „Það vantar í aðeins okkur að drepa leikina. Fjórði leikhluti var ekki góður hjá okkur. Við höfum ekki verið að spila svona saman sem lið í undanförnum leikjum en sýndum hvað í okkur býr hér gegn Njarðvík. Vörnin leit sérstaklega vel út hjá okkur,“ bætti Valur við. „Þeir voru bara einfaldlega bara meiri töffarar en við í dag. Þeir voru grimmari í ýmsum stöðum sem komu upp í leiknum,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leik. „Við vorum að hitta bara mjög illa. Það gekk ekkert upp á tímabili. Það vantaði sjálfstraust í hópinn og við vorum ragir við að sækja á þá inn í teiginn lengi vel.“

18 af 22 keppendum frá Keflavík - á opna skoska meistaramótinu í taekwondo. XXKeflvíkingar áttu 18 af 22 íslensku keppendunum á opna skoska meistaramótinu í taekwondo og stóðu sig með stakri prýði. Árangur íslenska liðsins var á þá leið að það vann 21 gull, 12 silfur og 10 brons. Einnig fékk liðið heildarstigabikarinn heim til Íslands. Íslenska liðið var annað besta liðið í tækni og besta liðið í heildina á mótinu þegar árangur allra liða hafði verið tekinn saman.

Þrír Íslandsmeistaratitlar til Sleipnis XXÍslandsmótið í Brazilian jiu jitsu fór fram um sl. helgi. Þrír Íslandsmeistaratitlar bættust í verðlaunaskápinn hjá Sleipni. Gunnar Örn Guðmundsson, Hafþór Árni Hermannsson og Jón Axel Jónasson sigruðu í sínum aldurs- og þyngdarflokkum. Stefán Elías Davíðsson, Catarina Cahinho, Marín Veiga, Guðumundur Agnar og Bjarni Darri Sigfússon urðu önnur í sínum flokki. Mótið var það sterkasta til þessa þar sem fimm félög öttu kappi í ýmsum þyndar- og aldursflokkum. Flestir voru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og var árangurinn mjög góður.

Frans með Keflvíkingum næstu tvö árin XXMiðjumaðurinn Frans Elvarsson skrifað undir nýjan tveggja ára samning við úrvalsdeildarlið Keflavíkur í fótbolta. Frans var samningslaus og hugsaði sér til hreyfings áður en hann ákvað loks að semja aftur við Keflvíkinga. Frans hefur verið í þeirra herbúðum síðan árið 2011, en þessi 24 ára leikmaður lék áður með Njarðvíkingum og Sindra.

Njarðvíkingar ósigraðir á toppnum XXNjarðvíkingar eru ósigraðir í 1. deild kvenna í körfubolta, eftir sigur gegn Stjörnunni í toppslagnum. Njarðvíkingar unnu 64-55 sigur á heimavelli sínum, þar sem Nikitta Gartrell skoraði helming stiga liðsins, 32 talsins. Njarðvíkingar hafa unnið alla fjóra leiki sína og sitja nú á toppi deildarinnar með átta stig.


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 Guðjón Árni með formanni knattspyrnudeildar Keflavíkur

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Norræn veisla í Grindavík á laugardaginn

■■Guðjón vill gera eitthvað spennandi með Keflvíkingum

Heill heilsu og klár í slaginn B

akvörðurinn sterki Guðjón Árni Antoníusson mun leika með Keflvíkingum næstu tvö árin. Gengið var frá samningum þess efnis í vikunni. Guðjón, sem lék með FH undanfarin ár, mun auk þess sjá um að halda Keflvíkingum við efnið í líkamsræktinni, en hann verður styktarþjálfari liðsins. Hann sagðist ánægður með ákvörðun sína en hann tók sér dágóðan tíma í að ákveða hvar hann skildi leika, enda vildu Hafnfirðingar áfram nýta sér starfskrafta hans. Guðjón hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli sem héldu honum frá keppni lengi vel, jafnvel var óttast

S

að hann gæti ekki leikið fótbolta framar. „Ástandið á mér er mjög gott og ég finn ekki fyrir neinu. Ég fékk að vita að ég mætti leika fótbolta áfram og ég tók þá ákvörðun að gera það, og er sáttur við hana. Á tímabili var það ofaná að ég myndi jafnvel hætta í fótbolta. Mér leið mjög illa með það,“ sagði Garðbúinn Guðjón. „Það eru spennandi tímar framundan, bæði að þróa þessa ungu stráka áfram og vera aftur með þessum gömlu hundum. Svo það að vinna með Kristjáni og gera eitthvað spennandi í Keflavík.,“ bætti Guðjón við.

– Opið hús í Eldey frumkvöðlasetri 13. nóvember XXÞað verður notalegt í nóvember í Eldey frumkvöðlasetri en þá verður opið hús hjá hönnuðum og frumkvöðlum í húsinu. Fyrsta kvöldið hefst í kvöld, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20:00, en þá verður boðið upp á pop-up markað fjölda hönnuða af svæðinu, vinnustofur hönnuða og frumkvöðla verða opnar og fiskland býður upp á nýstárlegar kræsingar auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar. Hljómsveitin Klassart, sem nýverið gaf út nýtt efni, leikur ljúfa tóna á staðnum og ljósmyndastofan Ozzo býður myndatöku á vinnustofu sinni með jólaívafi.

Ver heilli vinnuviku í hverja konu

Bóbi með fullt hús af konum

í Grindavík i“ fn a s a ð gg y „b á r ý b Þórdís Sjónvarp Víkurfrétta tekur púlsinn á mannlífinu

Villibráð og Airwaves í Bláa lóninu Ráðstefnur og gagnaver í Reykjanesbæ

Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN öll fimmtudagskvöld kl. 21:30

Þátturinn verður einnig aðgengilegur á vef Víkurfrétta í háskerpu

Frábær árangur fimleikastúlkna

einna haustmót fimleikasambands Íslands fór fram um sl. helgi. Keppt var í 1., 2. og 3. þrepi íslenska fimleikastigans sem og frjálsum æfingum. Fimleikadeild Keflavíkur sendi þrjá keppendur á mótið. Stúlkurnar stóðu sig með stakri prýði. Hérna fyrir neðan má sjá úrslitin frá mótinu. Laufey Ingadóttir keppti í 1. þrepi í 11 ára flokki. Hún hafnaði í 2. sæti á stökki, 1. sæti á gólfi og 3. sæti samanlagt. Alísa Rún Andrésdóttir keppti í 1. þrepi 12 ára og eldri. Hafnaði í 2.sæti á slá og 1.sæti á gólfi. Katla Björk Ketilsdóttir keppti í 1. þrepi 12 ára og eldri hafnaði í 1. sæti í stökki.

Notalegt í nóvember í Eldey

XXÞað verður heldur betur Norræn menningarveisla næsta laugardag í Kvikunni í Grindavík en þá verður m.a. málþing um Norræna samvinnu og Norræn deild í Grindavík endurvakin kl. 14:00. Jafnframt verður Norrænt ljóða- og vísnakvöld í Kvikunni kl. 17:00 í umsjá Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar rithöfundar og tónlistarmanns. Upphitun hefst um morguninn kl. 10:00 í Kvikunni en þá heldur Aðalsteinn Ásber hraðnámskeið í nútíma ljóðagerð. Starfsemi Norrænu deildarinnar í Grindavík hefur legið niðri mörg undanfarin ár en nú er áhugi fyrir að endurvekja hana. Í tilefni þess og að Grindavíkurbær heldur upp á 40 ára kaupstaðarafmæli sitt, stendur Kvikan fyrir þessum skemmtilega viðburði. Sérstakur gestir gestir á ljóðaog vísnakvöldinu verða Satu Takkinen frá Piteå, vinabæ Grindavíkur í Svíþjóð, sem flytur frumsamin ljóð og lög, Halldór Lárusson bæjarlistamaður og fleira tónlistarfólk tengt Norðurlöndunum. Ýmis tækifæri eru í Norrænni samvinnu og verður sérstakt málþing um það um leið og Grindavíkudeildin verður endurtakin. Sérstakir gestir á málþingionu veðra Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, formaður Norræna félagsins á Íslandi og deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Ásdís Eva Hannesdóttir framkvæmdastjóri Norræna félagsins. Þá mun Kristín Pálsdóttir fara yfir sögu deildar Norræna félgsins í Grindavík. Allir eru velkomnir í Kvikuna á laugardaginn. Viðburðurinn er styrktur af Menningarráði Suðurnesja. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu bæjarins, www.grindavik.is

TILBOÐ

fimmtudag | föstudag | laugardag | mánudag

FROSTI kr 12.990 Þær Alísa, Katla og Laufey stóðu sig með prýði.

kr 16.990

YLJA kr 7.990 kr 9.990

STEIKARKVÖLD KKDK föstudaginn 14. nóvember, TM-höllin Nautalund // Lambalæri // Kalkúnabrina m/fyllingu // Bernaise & Villisveppasósa // Meðlæti

ÍSA kr 9.990

kr 12.990

GLANNI kr 2.790 kr 3.490

Húsið opnar kl. 19:00. Miðaverð: 6.900,Miðapantanir hjá eftirtöldum aðilum: Ásgeir Elvar - asgeir@geysir.is - s, 663 2346 Garðar Örn - gardarorn@stod2.is - s. 848 5375 Sævar Sævars - saevar03@gmail.com - s. 869 1926

JÖKULL kr 11.990 kr 14.990

LEIKA kr 13.990 kr 17.990

GOÐAFOSS kr 2.390 kr 2.990

Hafnargata 29 Sími: 4214017


vf.is

FIMMTUDAGINN 13. NÓVEMBER 2014 • 44. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

-mundi Var innbrotsþjófurinn að reyna að þvo samviskuna í baðinu?

VIKAN Á VEFNUM Sævar Sævarsson Svokölluð sókn sem nýr meirihluti í RNB boðaði er sem sé sú að sækja svo fast á heimilin í bænum að þau verði sigruð í einni leiftursókn… Magnús Jón Kjartansson Bláu augun þín var kosið lag áratugarins að 1973. Ég er hjartanlega sammála þeirri niðurstöðu. Þetta lag varð til þess að kveikja eldana sem komu mörgum af stað til að semja sína eigin tónlist. Það er mikilvægast.

Tómas Young Er mjög stoltur af því að Norræna ráðherranefndin mun funda í Hljómahöll í vikunni. Umfang fundarins er mikið og auk þess verður stór tveggja daga ráðstefna haldin í Stapa á sama tíma í tengslum við ráðherrafundinn. Við getum þakkað tvennu fyrir það að Hljómahöll varð fyrir valinu; nálægðin við flugvöllinn og aðstaðan í Hljómahöll.

#

víkurfréttir

Þessi hlustuðu á tónleika Moses Hightower á baðsloppunum og gæddu sér á veitingum frá LAVA.

Hljómsveitirnar Kaleo, Agent Fresco og Moses Hightower komu fram á viðburðinum Blue Lagoon Chill í ár. Um 1500 manns kíktu í Lónið á vegum Airwaves.

Bláa Lónið með í Airwaves frá upphafi B

láa Lónið hefur verið hluti af tónlistarhátíðinni vinsælu, Iceland Airwaves, allt frá upphafi og verið eini staðurinn utan höfuðborgarsvæðisins sem hefur tekið þátt í fjörinu allt frá árinu 1999. Á hátíðinni í ár komu daglega um 500 manns í sal veitingastaðarins LAVA, yfir þá þrjá daga sem hátíðin stóð. Bláa Lónið hefur verið hluti af Airwaves tónlistarhátíðinni allt frá árinu 1999 þegar Airwaves var haldið í fyrsta sinn. Sá viðburður var upphaflega hugsaður fyrir blaðamenn og starfsmenn útgáfu-

fyrirtækja sem komu hingað til lands. „Við tókum vel í hugmyndina og settum upp tónlistarviðburð þar sem hljómsveitin Fálkar frá Keflavík kom fram og vakti mikla lukku á meðal gesta. Fleiri góðir tónlistarmenn hafa komið fram á Airwaves í Bláa Lóninu en viðburðurinn hefur vaxið og dafnað með fyrirtækinu. Fyrstu árin voru það fyrst og fremst boðsgestir sem komu á tónleikana en fljótlega var farið að bjóða upp á pakka fyrir almenna gesti hátíðarinnar,“ segir Magnea Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Bláa Lónsins.

Ferðaþjónustan hefur notið góðs af Airwaves og einmitt þess vegna kom Bláa Lónið að hátíðinni á sínum tíma. „Það hefur skipt okkur miklu máli að taka þátt í hátíðinni. Hingað höfum við boðið blaðamönnum í gegnum árin og þannig stuðlað að landkynningu í gegnum Airwaves. Þannig vekjum við áhuga á Íslandi fyrir tónlistina. Þá finnst mér svo vel við hæfi að hafa svona viðburð hérna í Bláa Lóninu af því að Suðurnesin eru auðvitað stórveldi í tónlist,“ segir Magnea.

1 4 - 2 5 0 2 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Páll Valur Björnsson Heimsótti minn gamla vinnustað, Njarðvíkurskóla í dag og átti góða stund með fyrrum

nemendum mínum og vinnufélögum. Mér líður alltaf svo vel í hjartanu þegar ég er búinn að vera með þessum yndislegu manneskjum sem þarna starfa og nema.

Viltu þjóna flugi með okkur? Isavia óskar eftir öflugum starfsmanni í 50% starf ritara flugumferðarþjónustu.

/ / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

Leitað er að sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna undir álagi. Gerð er krafa um stúdentspróf og reynsla af skrifstofustörfum er æskileg. Um 50% starf er að ræða og felst það meðal annars í vaktskrá flugumferðarstjóra, umsjón með starfsmannaskrá, tölfræði, uppsetningu skjala og öðrum almennum skrifstofustörfum.

Umsóknum skal skila inn rafrænt á www.isavia.is/atvinna, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember.

Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.