45 tbl 2013

Page 1

Víkurfréttir

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150

vf.is

AÐ V E N T U BL AÐ • F IMMTUDAGUR 2 8. NÓ VE MBE R 2 0 13 • 45. TÖLU BLA Ð • 34. Á RGA NGU R

Grétar byrjaður að skreyta

2013

Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ

Á sjötta þúsund vinningar í Jólalukku VF

H

Betri kjör fyrir heldri borgara

Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.

16%afsláttur

H

inn margverðlaunaði Grétar Ólason byrjaði að skreyta hús sitt og umhverfi við Týsvelli í fyrradag. Grétar Þór aðstoðar föður sinn, enda um mikið verk að ræða. Þeir gera ráð fyrir að klára að skreyta á einni viku. Hér má sjá Grétar með tvær fígúrur sem eru þær elstu úr skrauti Grétars. VF-mynd: Olga Björt Þórðardóttir.

n Borgar L. Jónsson barðist við krabbamein:

Þakklátur daglega fyrir að vakna

að er ekki á allra færi að temja sér jákvæðni og æðruleysi í erfiðum veikindum. Borgar L. Jónsson greindist með æxli í hné árið 2007 og næstu sex ár eftir það einkenndust af óvissuferð sem hann óskar engum að þurfa að ganga í gegnum. Í þeirri ferð

12% afsláttur

af lausasölulyfjum og öðrum vörum

Við stefnum að vellíðan.

Lyfja Reykjanesbæ Krossmóa 4 Sími 421 6565

Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19 laugard. 10–16 sunnud. 12–16

kynntist hann þó einnig sjálfum sér betur og komst að því að hjónaband hans og Báru Andersdóttur var byggt á afar sterkum grunni. Borgar er í viðtali við Víkurfréttir í dag þar sem hann lýsir lífsreynslu sinni. Sjá nánar á síðum 12-13.

Ý N N ZLU R

Þ

af lyfjum utan greiðsluþátttöku

VE

in sívinsæla Jólalukka Víkurfrétta hefst nú í byrjun desember með fleiri vinningum en nokkru sinni fyrr í þrettán ára sögu þessa vinsæla skafmiðaleiks sem vart þarf að kynna fyrir Suðurnesjamönnum. Sextán verslanir og fyrirtæki í Reykjanesbæ bjóða upp á Jólalukku í ár. Vinningar eru 5300 talsins og heildarverðmæti þeirra er vel yfir 5 milljónir króna. Þar af eru 12 Evrópuferðir með Icelandair, 16 gjafabréf í Nettó eða Kaskó að upphæð 15 þúsund krónur hvert. Stærsta gjafabréfið er upp á 100 þúsund krónur í Nettó Njarðvík. Fyrirkomulagið í Jólalukkunni er einfalt. Þegar verslað er fyrir 7.500 krónur í þeim verslunum sem taka þátt í Jólalukkunni fá viðskiptavinir afhentan Jólalukkumiða og sjá um leið hvort vinningur er á miðanum. Fólk getur þá nálgast vinninginn strax hjá viðkomandi verslun eða þjónustuaðila. Ef það leynist hins vegar ekki vinningur á miðanum er ekki öll von úti því hægt er að setja nafn sitt á bakhlið miðans og skila honum í lukkupotta sem staðsettir eru í Kaskó og í Nettó. Úr lukkupottunum verða dregnir veglegir vinningar þrisvar sinnum fram að jólum. Nánari upplýsingar um Jólalukkuna er að finna í auglýsingu í Víkurfréttum og á skrifstofu VF.

www.lyfja.is

SÆLKERAVERZLUN MEÐ KJÖT OG FISK

FÍTON / SÍA

HÓLAGÖTU 15 // REYKJANESBÆ

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

ÞJÓNUM EINNIG MÖTUNEYTUM OG VEITINGASTÖÐUM AFHENDUM HEIM AÐ DYRUM UPPLÝSINGAR FÁST: RNB@SHIPOHOJ.IS // SÍMI 421 6070

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

WWW.SHIPOHOJ.IS


2

fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

LJÓSIN TENDRUÐ

-fréttir

froða!

pósturu vf@vf.is

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra klæddist búningi slökkviliðsmanns og réðst gegn eldi á skólalóðinni.

n Eldvarnaátak á landsvísu hófst í Reykjanesbæ:

Ráðherra slökkti elda S

Ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi á Tjarnargötutorgi laugardaginn 30. nóvember kl. 16:00 Dagskrá: Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Kór Holtaskóla. Sendiherra Noregs á Íslandi Dag Wernø Holter afhendir jólatréð. Tendrun: Agnes Hermannsdóttir nemandi úr Háaleitisskóla. Ávarp: Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar. Jólahljómsveit TR flytur jólalög og stjórnar dansi í kringum jólatréð. Jólasveinar koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum. Heitt kakó og piparkökur.

SUÐURNESJAMÓT Í BOCCIA Suðurnesjamót í Boccia eldri borgara verður haldið föstudaginn 13. desember kl. 09.00. Keppt verður í liðakeppni, 3 saman í liði. Skráning er á forvarnir@reykjanesbaer.is - ekkert þátttökugjald. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 898-1394. ÍT svið í samstarfi við Samsuð

HEIMIR STÍGSSON Á BREIÐTJALDI

Um helgina verða 500 ljósmyndir úr safni Heimis Stígssonar sýndar á breiðtjaldi í Bíósal Duushúsa. Myndirnar eru hluti af yfirstandandi sýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar um Heimi Stígsson, ljósmyndara. Opið 13.00 – 17.00, aðgangur ókeypis. Lítið við, tyllið ykkur og njótið.

lökkviliðsmenn um allt land taka þátt í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) í aðdraganda hátíðanna. Þeir hvetja almenning til að efla eldvarnir á heimilum en kannanir hafa sýnt að eldvarnir eru ófullnægjandi á mörgum heimilum og íbúarnir því berskjaldaðir fyrir eldsvoðum. Ungt fólk og leigjendur eru þar í mestri hættu samkvæmt könnunum sem Capacent Gallup hefur gert fyrir LSS og Eldvarnabandalagið. Allt of mörg heimili hafa engan eða of fáa reykskynjara. Þau fengju því litla eða enga viðvörun ef eldur yrði laus að næturlagi. Innan við helmingur heimila er með eldvarnabúnað sem slökkviliðsmenn telja lágmarksbúnað, það er reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi. Nú fer í hönd tími þegar eldhætta eykst á heimilum. Slökkviliðsmenn hvetja fólk því til að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana. Lágmarkseldvarnir á heimilum eru: - Reykskynjarar, tveir eða fleiri. - Slökkvitæki við helstu flóttaleið. - Eldvarnateppi á sýnilegum stað nálægt eldavél.

Mjög vantar á að þessi lágmarksbúnaður sé almennt á heimilum landsmanna. LSS efnir því til átaks um að fræða fólk um eldvarnir og mikilvægi þeirra dagana 21.-29. nóvember. Þá heimsækja slökkviliðsmenn um allt land á fimmta þúsund átta ára börn í grunnskólum til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Þeir birta einnig auglýsingar í fjölmiðlum til að minna fólk á mikilvægi reykskynjara. Átakið hófst í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ í síðutsu viku. Þar fræddu starfsmenn Brunavarna Suðurnesja börn um eldvarnir með aðstoð Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Í kjölfarið fá allir grunnskólar í landinu heimsókn frá slökkviliðinu sínu. Slökkviálfarnir Logi og Glóð aðstoða við fræðsluna og fá öll börn í 3. bekk söguna af hetjulegri baráttu þeirra systkina við Brennu-Varg að gjöf. Í sögunni er eldvarnagetraun og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem senda LSS réttar lausnir. Krakkarnir fá einnig handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimila með sér heim. Helstu styrktaraðilar Eldvarnaátaksins eru Mannvirkjastofnun, 112, Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, TM og slökkviliðin í landinu.

ÖLL HELSTU SKÓMERKIN ERU HJÁ OKKUR Six mix - Ecco - Tamaris - Vagabond, Skechers - Studio London ofl.

Hafnargötu 29, 230 Reykjanesbær - Sími 421 8585


Skemmtilegar jólagjafir í Omnis JXD S5110b 5” leikjaspjaldtölva • • • • • • • • •

5’’ HD 5-punkta fjölsnertiskjár 800x480 Dual Core 1.5GHz ARM A9 Cortex örgjörvi Dual Core Mali 400MP 1080p 3D skjákjarni 8GB FLASH og allt að 32GB Micro SD 300Mbps WiFi n þráðlaust net HDMI 1.4 mini, 1xUSB2 mini og Micro SD Android 4.1 stýrikerfi og fjöldi forrita Tengjanlegt við sjónvarp með HDMI Allir gömlu leikirnir spilast í þessu litla tæki

tilboð kr.

19.990

Vörunr.: SJ5 S5110B BK

GoXtreme Race Red

• HD Action Cam með 5cm snertiskjá • 1280x720p video með hljóði • 120° víðlinsa • 3m vatnshelt hús • 5MP kyrrmyndir • 4x digital zoom

kr.

GoXtreme Nano • • • • • • •

Örsmá Action myndavél 1280x720p video með hljóði 120° víðlinsa 3m vatnshelt hús 3MP kyrrmyndir USB 2.0 Lithium batterí innbyggt

15.990

kr.

Vörunr.: EP20101

12.990

GoXtreme HD wifi

GoXtreme GoXtreme XTasy FullHD DeepSea

• Full HD Action myndavél með WiFi • 1920x1080p video með hljóði • 120° víðlinsa • 3m vatnshelt hús • 1m höggþol • Lithium batterí innbyggt

kr.

• Xtreme Robust Full HD Action myndavél • 1080p30, 720p60, H.264 video með hljóði • 170° víðlinsa • 10m vatnsheld, 1m höggþol • 5MP kyrrmyndir • Photo burst, auto rotation

24.990

Vörunr.: EP20103

kr.

29.990

Vörunr.: EP20105

Ódýr og einfaldur filmu og slides skanni. Núna geturðu komið öllum gömlu filmunum og slides myndunum í tölvutækt form á einfaldann hátt.

kr.

Handhægur skanni, þarf ekki að tengja við tölvu skannar beint inn á Micro SD kort

12.990 Vörunr.: EP01396

444 9900

kr.

16.990 Vörunr.: EP01278

Akranesi Dalbraut 1

Easypet Cam gæludýramyndavél Hvað er kisa að gera á daginn ? Hvað er Snati að gera einn heima?

kr.

kr.

Vörunr.: EP20100

Flott myndavél í sundlaugina

CyberScanner EasyScan Basic

• Xtreme Sports Full HD Action Cam • 5cm TFT skjár • 1080P/30fps video með hljóði • 140° víðlinsa • 80m vatnshelt hús • 12MP kyrrmyndir • LED indicator light

39.990 Vörunr.: EP20104

W510 neon • • • • • • • •

Vatnsheld myndavél 10 meters vantsheldni 1 meter höggþol -10 gráðu frostolin 5 MP CMOS 12 MP kyrrmyndir 2.7”/ 6.8 cm LTPS LCD 8x digital zoom

kr.

16.990 Vörunr.: EP12003

9.990 Vörunr.: EP01422

Reykjanesbæ Tjarnargötu 7

Borgarnesi Borgarbraut 61

www.omnis.is


í jólaskapi

HamborgarHryggur Kjötsel

-41% 1.297

fransKur

áður 2.198 Kr/Kg

lambalæri fersKt

KalKúnn

-20% 1.274

áður 1.592 Kr/pK

londonlamb

bayonnesKinKa

Kjötsel

Kjötsel

1.476

1.998

1.591

áður 1.845 Kr/Kg

áður 2.498 Kr/Kg

áður 1.989 Kr/Kg

laufabrauð oKKar - 8 stK

982 áður 1.198 Kr/Kg

grafinn/reyKtur

lax - ópal sjávarfang

2.958

áður 2.898 Kr/Kg

áður 3.698 Kr/Kg

Klementínur

Hangilæri

Kjötsel - úrbeinað

-40% 2.397 áður 3.995 Kr/Kg

1 Kg í neti

-50%

199 áður 398 Kr/Kg

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


r

i

markhönnun ehf

jóladagatöl súKKulaði

199 áður 349 Kr/stK

nammi namm Jólanammið er komið í Nettó!

g

Tilboðin gilda 28. nóv - 1. des Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6

fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

Texti og mynd: Hilmar Bragi // hilmar@vf.is

Páll Ketilsson skrifar

Ekkert í lífinu er sjálfsagt

Talsvert um óhöpp í umferðinni

Okkur er kennt að temja okkur jákvæðni og æðruleysi en þetta tvennt hefur Borgar Jónsson þurft að gera. Hann greindist með með krabbamein fyrir sex árum síðan og þurfti svo að upplifa þá erfiðu staðreynd að taka þurfti af honum hægri fótinn. Borgar og Bára kona hans segja opinskátt frá þessari lífsreynslu sinni í viðtali við Víkurfréttir og að þau horfi á lífið með öðrum augum eftir þessa reynslu. Þetta er eins og gefur að skilja meiriháttar mál en þau hjón eru ótrúlega jákvæð og segjast hafa fengið mikinn stuðning frá vinum, ættingjum og vinnufélögum. Þau hafa líka verið opinská með þetta erfiða mál á samskiptamiðlinum Facebook. Borgar fékk rafknúinn fót og þarf að hlaða hann eins og farsímann. „Ef ég get gengið með fullan kaffibolla án þess að hella niður þá verð ég ánægður,“ segir hann m.a. í viðtalinu. Við erum oft minnt á að ekkert í lífinu sé sjálfsagt. Svona dæmi kannski sýna okkur það með enn sterkari hætti. Í desember er nándin við nágranna, vini og ættingja enn sterkari og endurspeglast í því þegar við sendum jólakort. Við reynum líka með ýmsum hætti að leggja þeim sem minna mega sín hjálparhönd, m.a. í gegnum ýmis félög og klúbba sem láta gott af sér leiða til þeirra sem eiga erfiðari daga af ýmsum ástæðum en aðrir. Ein stærsta gjöfin sem við getum þó veitt og kostar ekki neitt, er að vera til staðar og gefa af okkur tíma. Heimsókn til foreldra, ömmu og afa og vina er dýrmætari en marga grunar.

-instagram

#vikurfrettir

Höfundurinn

Þröstur Jóhannesson með nýju barna- og unglingabókina

n Þröstur Jóhannesson gefur út barna- og unglingabók:

Sagan af Jóa gerist í Keflavík „Sagan fjallar um Jóa, sem er 11 ára gamall strákur, og býr við bágar heimilisaðstæður. Pabbi hans er mikill drykkjumaður og það setur svip sinn á líf Jóa. Jói er hins vegar með mikið hugarflug og fer inn í hugarheima sína til að lifa af hversdagsleikann. Þetta er því tveggja heima saga. Í hugarheimum hittir Jói fyrir tvo s j ór æ n i n g j a , þ á Hafliða tvö nef og Sigurð fót. Jói fer með þessum kumpánum í táknræna ferð til að bjarga pabba sínum. Þegar líður á bókina fara heimarnir tveir að renna saman og undir lokin sameinast þeir“. Svona lýsir Keflvíkingurinn Þröstur Jóhannesson Sögunni af Jóa sem komin er út. Þetta er fyrsta bók Þrastar og er skrifuð sem barna- og unglingasaga. Bókin er tæpar 200 síður og er myndskreytt af Pétri Guðmundssyni, sem er listamaður á Ísafirði. Eins og svo oft vill verða í uppeldi barna þá byrja foreldrar að semja sögur fyrir börnin sem sagðar eru fyrir svefninn. Þannig varð Sagan

af Jóa til. Hann hefur sagt börnunum sínum þessa sögu frá því þau voru lítil. Alltaf hefur verið að bætast í söguna og elsti sonur Þrastar er kominn yfir tvítugt og getur nú í fyrsta sinn lesið söguna í heild sinni. Hún er um 11 ára strák en stelpa kemur einnig fyrir í sögunni. Þröstur segir að bókin sé ekkert frekar strákabók. Sagan sé hugsuð fyrir bæði kynin. Þá er sögusvið bókarinnar úr Keflavík þó svo að Keflavík sé ekki nefnd á nafn. Þeir sem þ ek kja til s éu fljótir að átta sig á sögusviðinu. Síðustu daga h e f u r Þ rö s tu r verið að lesa úr sögunni í skólum á Suðurnesjum. Þannig hefur hann m.a. heimsótt sína gömlu skóla, Myllubakkaskóla og Holtaskóla, og fengið góðar viðtökur. Allir hafa hlustað af áhuga. Bókin er komin í bókabúðir og er einnig til sölu í Nettó.

Þeir sem þekkja til eru fljótir að átta sig á sögusviðinu

Þegar bókin er keypt fylgir einnig rafbókarútgáfa sem má lesa í símum og spjaldtölvum.

Ljósmynd: Guðrún Lára

-mundi Hélt fyrst að þetta hefði verið mannrán. Kristjáni Pálssyni rænt í Bláa lóninu?

vf.is

SÍMI 421 0000

LÖGGAN

SILFURREF STOLIÐ Í BLÁA LÓNINU

T

ilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum á laugardag þess efnis að skinni af silfurref hefði verið stolið úr verslun Bláa lónsins. Þjófnaðurinn er talinn

hafa átt sér stað um miðjan dag og grunar lögreglu hver þar hafi verið að verki. Málið er í rannsókn.

u Nokkuð var um minni háttar umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni sem leið. Ökumaður sem ók Reykjanesbraut missti stjórn á bifreið sinni, sem hafnaði á staur. Í ljós kom að bifreiðin var ótryggð og voru skráningarmerkin því fjarlægð af henni. Ökumanninum og farþega í bílnum var ekið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þriggja bíla árekstur varð í Njarðvík, þar sem bifreið var ekið aftan á kyrrstæða og mannlausa bifreið, sem við það kastaðist á þriðju bifreiðina, sem einnig var kyrrstæð og mannlaus. Þá var lyftara bakkað á olíuflutningabifreið í Keflavík. Við Orkuna í Njarðvík var bifreið með aftanívagn bakkað á ljósastaur og annar ökumaður missti vald á bifreið sinni við Vogaafleggjara með þeim afleiðingum að bíllinn sat fastur í snjó milli akbrauta. Loks var lögreglu tilkynnt um afstungu, þar sem ekið hafði verið á mannlausa bifreið í Njarðvík og tjónvaldur ekki gert vart við sig.

Bílvelta á Grindavíkurvegi u Ökumaður og þrír farþegar voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar eftir bílveltu sem varð á Grindavíkurvegi í síðustu viku. Að sögn vegfaranda var fljúgandi hálka á Grindavíkurvegi og víða á Reykjanesbraut á þessum tíma. Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi Bárðarson á vettvangi.

Með fíkniefni og brugg uTveir ökumenn voru handteknir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra sinnti ekki stöðvunarskyldu og reyndist ekki vera með ökuskírteini meðferðis, þegar við hann var rætt. Við hlið bifreiðar hans fundu lögreglumenn svo poka með fíkniefnum, sem ökumaðurinn viðurkenndi að hafa hent út úr bílnum, þegar lögregla hafði afskipti af honum. Við leit í bifreið hans fannst flaska af heimatilbúnu áfengi. Hinn ökumaðurinn ók yfir hámarkshraða og þegar lögreglumenn tóku hann tali sáu þeir að hann bar merki fíkniefnaneyslu. Hann viðurkenndi hana og sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hafði neytt amfetamíns.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


ALLAR VÖRUR

*

s n i Aðe UDAg T m m Fi

LengRi AFgReiðsLUTími Um HeLginA

E TAX innig FRE JÓL ALJ E AF ÓSU OG M SER ÍUM FRA M S Á UNN UDA G

Húsasmiðjan og Blómaval Fitjum Reykjanesbæ Opið laugardag 30. nóvember kl. 10 - 17 Opið sunnudag 1. desember kl. 10 - 15 (Timbursala lokuð) * *

giLDiR ekki AF VÖRUm í TimBURsÖLU

giLDiR ekki AF ÖðRUm TiLBOðUm

giLDiR ekki AF VÖRUm meRkTUm „LægsTA LágA VeRði HúsAsmiðjUnnAR“ enDA eR þAð LægsTA VeRð sem Við BjóðUm á HVeRjUm TímA *

LÆG S LÁGA TA VER Ð

HÚSA SMIÐJ UNNA R

Tax free tilboð jafngildir 20,32% afslætti af almennum vörum og 6,54% af matvöru. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.

*

ALLT FRá gRUnni Að góðU HeimiLi síðAn 1956


8

fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-menning

og mannlíf

Bjöllukór úr Reykjanesbæ með Sinfóníuhljómsveitinni

J

ólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið gífurlegra vinsælda og eru fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna

á Íslandi. Í ár, sem endranær, verður hátíðleikinn í fyrirrúmi þar sem sígild jólalög og klassísk balletttónlist er í forgrunni.

Hringja bjöllum! Bjöllukór frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar mun leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands en þetta er annað árið í röð sem það gerist. Sú hefð hefur skapast á Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar að flytjendur ásamt áheyrendum sameinast í fjöldasöng á jólasálminum Heims um ból, í ár með

Frá æfingu bjöllukórsins um síðustu helgi. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Munið gjafbréfin hjá okkur

Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem hringir inn jólin. Bjöllukórinn lék fyrst með Sinfóníunni á síðasta ári og var þá í litlu hlutverki. Nú verður bjöllukórinn hins vegar settur í stærra hlutverk og m.a. settur fremst á sviðið framan við sinfóníuhljómsveitina. Karen Sturlaugsson, stjórnandi bjöllukórsins, segir það mikinn heiður fyrir tónlistarfólkið úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar að

fá þetta tækifæri og það sé mikil viðurkenning fyrir skólann að stjórnandi Sinfóníuhljósmveitar Íslands leiti til skólans tvö ár í röð eftir þessu tónlistaratriði í jólatónleika Sinfóníunnar. Fernir tónleikar eru í boði að þessu sinni, dagana 14. og 15. desember. Fáir miðar eru eftir en þeir sem vilja tryggja sér miða geta farið inn á http://www.sinfonia.is/

Jólafötin komin í

Gunnar með bókina sína Allir krakkarnir II

n Gefur út sína aðra bók: Hafnargötu 15, 230 Reykjanesbæ, Sími: 421 4440

Aðventuhátíð Kvennfélag Keflavíkur býður til Aðventuhátíðar eldri borgara á Suðurnesjum í Kirkjulundi 1. desember kl. 15:00. Kvenfélag Keflavíkur þakkar eftirtöldum fyrir stuðninginn

Keflavíkurkirkja

Reykjanesbæ

Nafnarím lengi verið áhugasvið E

flaust kannast margir við setningar eins og „ Allir k r a k k arn i r br unu ðu ni ður brekkuna nema Viðar, hann fór til hliðar“. Út er komin bókin Allir krakkarnir II sem er sjálfstætt framhald bókarinnar Allir krakkarnir sem kom út árið 1993. Í þessum bókum hefur slíkum setningum verið safnað saman. Gunnar Kr. Sigurjónsson, höfundur bókarinnar, er fæddur í Njarðvík og á ættir að rekja í Hafnir. „Mamma og pabbi, Sigurjón Vilhjálmsson og Guðrún Arnórs, byggðu Borgarveg 21 í Njarðvík og þar bjó ég fyrstu fjögur ár ævi minnar.“ Afi Gunnars var Vilhjálmur Hinrik Ívarsson, fréttastjóri úr Merkinesi í Höfnum, sem einnig var faðir systkinanna Ellýjar og Vilhjálms. Spurður um tildrög bókarinnar segir Gunnar að þegar hann var í Danmörku árið 1982 keypti hann þrjár danskar bækur með nafnarími og las þær og hafði gaman af. Rúmum áratug síðar, árið 1993, heyrði hann í morgunútvarpi Bylgjunnar, sem m.a. Þorgeir Ást-

valdsson sá um, að verið var að fjalla um íslenskt nafnarím á svipaðan hátt. Hlustendur voru hvattir til að hringja eða senda inn fleiri slík rím. „Þá mundi ég eftir dönsku bókunum og ákvað að skrá niður samsetningar á íslensku nafnarími og gefa út bókina Allir krakkarnir. Í henni voru um 400 slík rím og hún seldist upp.“ segir Gunnar. Á undanförnum árum segist Gunnar hafa tekið eftir að þessi nafnarím dúkka öðru hverju upp og síðast á vegg Fésbókarhópsins Fimmaurabrandarafjelagið. Í kjölfarið fékk Gunnar hvatningu um að gefa út nýja bók og hafa rjómann af gömlu bókinni í henni líka. „Munurinn á vinnuferlinu núna og fyrir 20 árum var aðallega sá að áður notaðist ég við símaskrána til að búa til nafnarím en núna netlista yfir samþykkt nöfn af Mannanafnanefnd,“ segir Gunnar og hlær. Bætir svo við að bókin hafi þó verið unnin á frekar skömmum tíma. Búið er að prenta 2000 eintök sem verða seld í öllum bókabúðum og helstu verslunum sem selja bækur.


20 % VILDARAFSLÁTTUR

AF ÖLLUM

JÓLAKORTUM 28. NÓV - 1. DES GILDIR Í VERSLUN EYMUNDSSON Í REYKJANESBÆ

Úrval er mismunandi eftir verslunum.


10

-

fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

jólaleiklist

„Hamagangur í hellinum“ T

- Jólaleikrit Leikfélags Keflavíkur

ö l u v e r ð f r u m s ý n i n g a rstemning var meðal Grýlu, Leppalúða og hinna félaganna hjá Leikfélagi Keflavíkur þegar blaðamaður Víkurfrétta kíkti á

Skeggræða!

æfingu hjá þeim á mánudagskvöld. Það styttist líka óðum í frumsýningu jólaleikritsins Hamagangur í Hellinum á föstudagskvöld. Verkið er unnið upp

úr öðru leikriti en stytt og staðfært á skemmtilegan hátt af leikhópnum sjálfum. Ýmsar kunnuglegar og litríkar persónur munu koma fram í verkinu sem gerist í helli Grýlu og Leppalúða þar sem jólasveinarnir undirbúa komu jólanna ásamt foreldrum sínum

Það verður Hamagangu í hellinum á föstudaginn.

Ásbrú fimmtudaginn 28. nóvember

11:00 - 14:00 - 2490kr 16:30 - 21:00 - 2790kr

Matseðill Kalkúnn í smjöri Hunangsgljáð skinka Savory “stuffing” Alvöru “Gravy” Fullt af flottu meðlæti

börn 7-12 ára - 995kr

Bollarnir með verkum eftir myndlistarkonuna Sveinbjörgu fást hjá okkur

og gæludýrum. Þrír kettir taka þátt í sýningunni; gamli jólakötturinn, nýi jólakötturinn og einn alvöruköttur. Að sögn Höllu Karenar Guðjónsdóttur, sem leikur Grýlu, leiðir sagan áhorfendur einnig inn á hótel í Reykjanesbæ þar sem skemmtilegir og óvæntir hlutir gerast. Hamagangur í hellinum er þriðja verkið sem fer á fjalir Frumleikhússins á þessu ári og það segir allt um grósku leiklistarstarfs hér á svæðinu. Enginn leikstjóri var ráðinn að þessu sinni heldur tók hópurinn að sér, í annað sinn frá upphafi, að stýra í sameiningu. Halla Karen segir það hafa gengið mjög vel. Verkið verður sýnt um helgar fram að jólum, sýningin tekur eina klukkustund og er fyrir alla fjölskylduna. Miðaverði er stillt í hóf, aðeins 1000

krónur, til þess að sem flestir geti nýtt sér það tækifæri að stíga örlítið út úr jólaösinni og njóta þessarar skemmtilegu sýningar. Meðfylgjandi myndir tók Olga Björt á æfingu nú í vikunni.

-félagsstarf Ættfræðispjall á Bókasafni Reykjanesbæjar

F

élagar á Suðurnesjum í Ættfræðifélagi Íslands ætla að hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar þriðjudaginn 3. desember n.k. kl. 1719 og spjalla saman um ættfræði. Nánari upplýsingar veitir Kristján Einarssson í síma 421-3233.

Jólabasar kvenfélagsins Gefnar í Garði

H

inn árlegi jólabasar kvenfélagisns Gefnar í Garði verður haldinn sunnudaginn 1. desember nk. kl. 15:00 í Kiwanishúsinu í Garði að Heiðartúni 4. Margt góðra muna ásamt tertum, brauði, laufabrauði, sultu, smákökum, handavinnu o.fl. verður til sölu. Allur ágóði rennur í líknarsjóð félagsins. Einnig verður hægt að setjast niður og gæða sér á kaffi og piparkökum gegn vægu gjaldi.

Basar á Nesvöllum 2 í pk á kr. 5.990,-

Hafnargötu 23 - 230 Reykjanesbæ s. 660 1757

facebook.com/krummaskud

kr. 3.600,- stk.

F

élag eldri borgara á Suðurnesjum stendur fyrir basar á Nesvöllum föstudaginn 29. nóvember kl. 14:00. Á basarnum verða í boði matur, kökur, föndur, prjónavara og ýmislegt fleira. Kaffisala og vöfflur fyrir 500 krónur. Ágóði rennur til góðgerðarmála. F.h. basarnefndar, Erna Agnarsdóttir


markhönnun ehf

gjafakort nettó er gjöf sem gleður

Þú færð gjafakortin í öllum verslunum nettó um allt land

í jólaskapi

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri


12

fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-lífsreynslusaga n Borgar L. Jónsson barðist við krabbamein og missti annan fótinn:

Þakklátur daglega fyrir að vakna Þ

að er ekki á allra færi að temja sér jákvæðni og æðruleysi í erfiðum veikindum. Borgar L. Jónsson greindist með æxli í hné árið 2007 og næstu sex ár eftir það einkenndust af óvissuferð sem hann óskar engum að þurfa að ganga í gegnum. Hún endaði á því að Borgar missti hægri fótinn. Í þeirri ferð kynntist hann þó einnig sjálfum sér betur og komst að því að hjónaband hans og Báru Andersdóttur var byggt á afar sterkum grunni.

Viðtal: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is

Krabbameinið greinist „Þetta var svokölluð risafruma sem greindist í hægra hné. Hún var góðkynja og ég fór í aðgerð þar sem hún var farlægð og bein sett í staðinn. En líkaminn hafnaði því,“ segir Borgar um upphafið að veikindum sínum. Í annarri aðgerð var sett plastefni sem hann gekk svo með í tvö ár. Á þeim tíma var æxlið búið að stökkbreytast í krabbamein en ekki var búið að greina það þá. „Árið 2010 fór ég til Svíþjóðar þar sem beinið var tekið af við hné og teinn úr efninu títaníum settur í staðinn. Þá kom í meinið í ljós og ákveðið að taka hluta af lærleggnum. „Þá sá ég hversu mikil smíði teinninn var. Hann minnti á varahlut í bíl,“ segir Borgar og rifjar upp að alltaf hefðu einhver óþægindi og verkir fylgt teininum. Hann hefði alltaf þurft að styðjast við hækjur. Við tóku þrjár lyfjameðferðir þar sem Borgar lá inni á sjúkrahúsi í fjóra daga og svo aftur í 10 daga og svo þrjár lyfjameðferðir eftir það. „Ríkið borgaði flug og uppihald fyrir eina manneskju sem fylgdi með og ég var þarna úti hjá honum ásamt Andreu dóttur okkar. Það var mér mjög mikilvægt því ég vildi ekki vera þarna ein,“ segir Bára.

Bjóst við eftirþjálfun Eftir þetta tók við venjubundið eftirlit með sneiðmyndatöku á þriggja mánaða fresti. Ekkert benti til annars en að meinið væri á bak og burt. Bára og Borgar segja lækninn í Svíþjóð hafa verið einstakalega góðan og haldið vel utan um allt saman, líka eftir að þau komu heim. Þá hélt Borgar að við tæki eftirþjálfun á Grensásdeild og sjúkraþjálfun því læknirinn úti og krabbameinslæknirinn á Íslandi hefðu talað um það. „Það var bara ekkert pælt í því. Ég hélt að þeir vildu kannski bara hvíla mig vegna þess að ég hafði verið slappur eftir lyfjameðferðirnar. Ég nennti ekki bíða eftir því og fór bara aftur að vinna,“ segir Borgar. Biðin endalausa Í maí síðastliðnum hrasaði svo Borgar í tröppum við heimili sitt þegar hann var að mála. Hann hummaði fram af sér óþægindi sem fylgdu í kjölfarið en fór svo á slysadeild viku síðar. Þar vildi læknir að teknar yrðu myndir af fætinum. Á myndunum greindust dökkir blettir fyrir ofan teininn. „Þá hófst annað ferli, sýnatökur og alls konar rannsóknir. Það tók allt sumarið að fá niðurstöður svo að ég mæli ekki með því að veikjast í byrjun sumars.

Biðin var það versta,“ segir Borgar og horfir til Báru, sem kinkar kolli og tekur undir: „Já við þurftum líka sjálf að ganga á eftir því að hann færi í rannsóknir, skrá hann inn, fá tíma og allt það því enginn var búinn að hringja til að skrá hann.“ Þegar niðurstöður komu loksins og fóturinn krufinn kom í ljós að ekki hafði verið um krabbamein að ræða heldur drep í beininu. Það stemmdi alveg við það að ekkert komið fram í hefðbundnum skoðunum.

Leggurinn tekinn að óþörfu? „Maður spurði sjálfan sig hvort þeir hefðu kannski ekki þurft að taka allan fótinn. En þeir hefðu þó þurft að taka af leggnum vegna drepsins sem var komið frekar hátt í fætinum. Aðalspurningin er bara sú hvort það hefði þurft að taka legginn alla leið eins og var gert án þess að skilja einhvern stúf eftir,“ segir Borgar. „Þeir hjá Grensási vilja meina að það þurfi 10 til 15 sentímetra stúf til þess að hægt sé að setja á gervifót. En hann var kannski bara 7 - 8 sentimetrar og jafnvel bara flækst fyrir.“ Bára segist hafa kviðið því mest að fletta sænginni af þar sem fóturinn var og sjá þegar hann var farinn en það hafi ekki verið eins erfitt og hún hélt. Hún er er örlítið hugsi og segir svo: „Við erum samt í raun ekkert búin að vinna almennilega úr þessu. Maður heyrir ekkert frá þeim á sjúkrahúsinu eftir allt saman. Læknirinn á Grensási heldur sem betur fer utan um þetta. Það er læknirinn hans Borgars núna og sér um samskipti við hina tvo.“

Ef ég get labbað með fullan kaffibolla án þess að hella niður þá verð ég ánægður.

„Þetta er búið og gert. Fóturinn kemur ekki aftur og ég horfi fram á við“ Mikill stuðningur Þau Borgar og Bára segja þó mikinn létti að ekki hafi um krabbamein að ræða þarna síðast. Þau tóku fréttunum af miklu æðruleysi. „Þetta er búið og gert. Fóturinn kemur ekki aftur og ég horfi fram á við. Ég er bjartsýnn að eðlisfari,“ segir Borgar með áherslu. Þau hjón hafa verið opinská með veikindi Borgars og reynslu sína, t.a.m. á Facebook, alveg frá byrjun. Borgar hafi líka strax sýnt að hann ætlaði sér í gegnum þetta með húmorinn að vopni. „Já

hann hringdi í mig eftir fyrstu aðgerðina þegar hann var að ranka við sér í vöknuninni og kynnti sig sem Dr. Gunna,“ segir Bára flissandi og lítur á Borgar. „Það var þá tími til að grínast! Hann var bara sá fyrsti sem hringdi í mig til að segja mér að ég mætti koma til hans eftir aðgerðina. Enginn annar hafði látið mig vita,“ segir hún. Kveðjur og bataóskir bárust þeim hjónum víða að, t.a.m. í gegnum Facebook og þau segja það hafa verið þeim mikils virði. „Bára var samt best,“


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. nóvember 2013

Það er bara nokkuð ljóst að ekkert í lífinu eð sjálfsagt. Ég sé lífið með öðrum augum í dag segir Borgar og horfir með aðdáun og örlítið feiminn til Báru sem verður þögul um stund. Svo bætir hann við: „Krakkarnir okkar hafa einnig stutt mikið við okkur. Og svo hin fjölskylda mín, vinnufélagarnir í Fríhöfninni, þar sem ég hef starfað undanfarin 27 ár sem vaktstjóri. Nokkrir vinnufélagar komu í heimsókn til mín á sjúkrahúsið strax daginn eftir fyrstu aðgerðina og ég vippaði bara sænginni upp og spurði hvort þeir vildu sjá þar sem fóturinn hafði verið. Fékk misjöfn viðbrögð við því.“ Hann segir að Ásta Dís Óladóttir og hinir framkvæmdastjórar Fríhafnarinnar í gegnum tíðina hafa verið einstök og sýnt þessu öllu mikinn skilning. Starfsfólkið hafi t.a.m. safnað fyrir spjaldtölvu og fylgihlutum handa honum þegar hann lagðist inn aftur. Borgar er ákveðinn í að fara að vinna aftur þegar hann getur. Húmorinn mikilvægur Eftir að fóturinn var tekinn höfðu læknarnir samband við stoðtækjafyrirtækið Össur og pöntuðu rafknúinn fót fyrir Borgar, sem hann fékk síðastliðinn mánudag. „Ég þarf að hlaða hann á kvöldin eins og farsímann minn,“ segir Borgar og glottir. Fóturinn virkar þannig að Borgar klæðir sig í hann utan um mjaðmirnar og strekkir síðan að eins og þarf. Þegar Borgar stígur í hælinn hjálpar gervihnéð honum að taka skref. „Það tekur tíma að læra á fótinn og treysta honum. Ég er búinn að vera að prófa hann hjá Össuri og þar eru gerðar breytingar og skelin löguð til þess að hann sé sem þægilegastur fyrir mig. Ég veit ekki hvar ég væri ef þetta stórkostlega fyrirtæki væri ekki á Íslandi.“ Þegar blaðamaður spyr hvernig tilfinningin hafi verið að prófa fótinn er Borgar fljótur að svara með kímni: „Að fara á fætur? Yndisleg tilfinning. Þeir segja að ég verði að vera með hækju fyrst um sinn. Ef ég get gengið með fullan kaffibolla án þess að hella niður þá verð ég ánægður.“ Hann segir að

tveir karlmenn á Íslandi, auk hans, séu með svona fót. Annar þeirra býr á Akureyri og hinn í Reykjavík. „Já við stofnuðum stuðningsklúbb. Ég og Reykvíkingurinn misstum sinn hvorn fótinn, þ.e. ég þann hægri og hann vinstri. Það vill svo til að við notum sama skónúmer og við höfum nú aðeins grínast með það að mæta saman í skóbúð og kaupa par,“ segir Borgar og hlær. Bára bætir við: „Já svo var hann alltaf að týna einum og einum sokk í þvotti. Nú er það vandamál frá.“ Þau hlæja dátt. Grensásdeild einstök Alla virka daga dvelur Borgar á sjúkrahóteli í Reykjavík og fer á dagdeild á Grensásdeildinni í endurhæfingu frá hálf níu að morgni til fjögur síðdegis. Hann ekur sjálfur bíl til Reykjavíkur og skilur hann þar eftir. Ferðaþjónusta fatlaða sér svo um að aka honum um innanbæjar. „Það er mjög vel haldið utan um fólk þarna á Grensási og ótrúlega magnað starf sem þar fer fram,“ segir Borgar. Bára tekur undir það og nefnir að á efstu hæð þar séu íbúðir fyrir þá sem verið er að þjálfa í að búa einir. „Það er alveg magnað!“ Þau hjón segjast vera heppin með það hafa ekki þurft að fara í dýrar framkvæmdir á heimili sínu eða sumarbústaðnum við Þingvallavatn til þess að Borgar geti farið um í hjólastólnum. Þau hafi aðeins þurft að fjarlægja þröskulda og svo greiða Sjúkratryggingar

Ég þarf að hlaða hann á kvöldin eins og farsímann minn.

„Árið 2010 fór ég til Svíþjóðar þar sem beinið var tekið af við hné og teinn úr efninu títaníum settur í staðinn. Þá kom í meinið í ljós og ákveðið að taka hluta af lærleggnum. „Þá sá ég hversu mikil smíði teinninn var. Hann minnti á varahlut í bíl,“ segir Borgar.

Hjónin Bára Andersdóttir og Borgar L. Jónsson

Íslands fyrir fótinn og stól í sturtuna á baðherberginu. Líkamsástand lykilatriði Borgar segist þakka hreyfingu og góðu líkamsástandi það að hann geti það sem hann geti í dag. Hann hefur lyft lóðum og synt frá því hann var unglingur. „Það eru gríðarleg átök að nota svona fót og mjög þreytandi ef það er lengur en tvo tíma í einu. Þeir segja að það sé 70 prósenta meira álag að nota svona fót en eigin fót. Líkamlegt ástand hafði allt að segja með það að ekki þurfti að þjálfa mig upp áður en ég notaði fótinn.“ Borgar segir að hann sjálfur og vinur hans, Magnús Jensson, hafa verið stuðning fyrir hvorn annan í gegnum árin þegar þeir voru saman í átaki í líkamsrækt. „Ég er honum mjög þakklátur honum fyrir það. Svo hefur Maggi og fjölskylda hans staðið við bakið á mér í veikindunum og komu m.a. að heimsækja mig í Svíþjóð. Allt þetta hefur hjálpað mér mikið.“ Borgar bætir við þetta að á vinnustað hans í Fríhöfninni komi reglulega hjúkrunarfræðingar og meti líkamsástand starfsfólksins. Sumir hafi fengið vakningu þar og það hafi haft mikið að segja. Einnig fái starfsfólkið frítt í Sporthúsið og í sund. „Þetta er hvetjandi og í raun synd hversu fáir nýta sér þetta á svona stórum vinnustað, kannski 10 - 15 prósent starfsfólks.“ Hann segir ávinning vera fyrir fyrirtækið að bjóða upp á þetta og hafa starfsfólk í góðu formi. Það hafi áhrif á andlega og líkamlega líðan að vinna kannski tólf tíma vaktir. Ryksugar í hjólastólnum Bára segir að stundum hafi verið eins og að hún hafi búið með sjómanni því Borgar hafi farið til vinnu klukkan fjögur að nóttu og farið að sofa klukkan átta á kvöldin. Hún hafi því stundum lítið hitt hann. Þau Borgar eiga 35 ára brúðkaupsafmæli í desember og eru búin að vera saman síðan þau voru unglingar. Þau segjast hafa fundið í veikindum Borgars hversu sterkt hjónabandið var. „Það kom nú aðallega í ljós hversu sterk Bára var. Hún er ótrúleg,“ segir Borgar stoltur. Bára dregur aðeins úr því: „Maður verður að taka öllu sem ber. Ég er þakklát fyrir að hafa unnið með

Eftir að fóturinn var tekinn höfðu læknarnir samband við stoðtækjafyrirtækið Össur og pöntuðu rafknúinn fót fyrir Borgar, sem hann fékk síðastliðinn mánudag.

fötluðum í Ragnarsseli í 20 ár. Búin að sinna fötluðum og finnst því ekkert mál að hjálpa Borgari. Búin að sjá ýmislegt erfiðara en það sem hann fæst við.“ Borgar segir að þau hafi í ferlinu reynt af fremsta megni að vera einlæg hvort við annað. „Ég hef látið skapið bitna á henni.“ Bára dregur úr því og segir að það hafi sjálfsagt verið eðlilegt í þeim aðstæðum. Hún segist ekki hika við að láta hlutina ganga sem eðlilegasta fyrir sig. „Já, hún er mjög hörð við mig, lætur mig ryksuga í hjólastólnum - jafnvel með síða hárkollu,“ segir Borgar kíminn. Bára bætir við að þau hafi aldrei beðið um hjálp og ætíð gert hlutina sjálf. Hún hafi t.a.m. málað þakið á húsinu í sumar, lofthrædda konan.

Ekkert sjálfsagt í lífinu Þegar þau eru spurð um vonir og væntingar í framtíðinni segist Borgar gjarnan vilja fara að vinna aftur því hann eigi þó nokkur ár þar eftir. Hann varð 58 ára í þessum mánuði. Hann fari hægt yfir með gervifætinum en geti farið rösklega um með hækju. Bára segir að það skipti mestu máli að láta allt ganga sem eðlilegast fyrir sig eins og áður. Borgar bætir við að lokum: „Það er bara nokkuð ljóst að ekkert í lífinu eð sjálfsagt. Ég sé lífið með öðrum augum í dag en áður. Ég þakka fyrir að vakna og líka fyrir að fara að sofa án þess að nokkuð hafi komið upp á þann dag. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við vitum ekki hver fer næstur.“


14

-

í

jólaeldhúsinu

fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

pósturu olgabjort@vf.is

Hollt og ljúffengt fyrir jólin Á

sdís Ragna Einarsdóttir verður í eld húsinu hjá okkur að þessu sinni. Hún á afmæli viku fyrir jól og segist vera mikið jólabarn og alltaf sé mikil tilhlökkun á þessum árstíma. „Ég byrja nú yfirleitt að baka í byrjun desember og baka nú yfirleitt ekki margar tegundir af smákökum en alltaf eitthvað til að eiga fyrir heimilisfólkið og gesti og gangandi. Piparkökur er alltaf vinsælt að baka hjá börnunum og höfum við reynt að halda í þann sið að baka sjálf og mála piparkökur”. Þá hittist einnig öll móðurfjölskylda hennar, fullorðnir og börn, og bakar hnetusmjörskökur hjá ömmu og afa hennar, enda séu þau bakarar með meiru. Þá segir

Ádís sörurnar hennar mömmu sinnar líka ómissandi hluta af jólunum og þær séu í miklu uppáhaldi hjá sér. Undanfarin jól hafi henni fundist spennandi að prófa sig áfram með nýjar tegundir af heilsusamlegu konfekti og hollari útgáfum af smákökum sem séu nú ekki síðri en þessar hefðbundnu. „Það er nefnilega tiltölulega einfalt mál að skipta út hvítum sykri fyrir aðeins hollari sætu og eins að nota heilhveiti og grófara korn í sumum uppskriftum í staðinn fyrir hvíta hveitið.” Jólahefðir fjölskyldunnar séu sennilega eins og gengur á flestum heimilum en í fyrsta skipti í ár ætlar Ásdís og fjölskylda að prófa að kaupa lifandi jólatré. Hún leggur

áherslu á að jólin hafi í för með sér fleiri samverustundir með fjölskyldu og vinum, góðan mat, hvíld og útiveru, spilakvöld með börnunum og svo margt fleira skemmtilegt. Ásdís lætur fylgja með uppskrift að jólakonfekti og hafra- og hnetusmjörsklöttum. Súkkulaði jólakonfekt 85% dökkt súkkulaði 1 pakki (t.d. Rapunzel) French vanilla stevia (t.d. Now) 5-10 dropar 60 gr íslenskt smjör 100 gr fínt hnetusmjör 5-7 steinalausar döðlur Smá möndlumjólk

Aðferð: *Bræða súkkulaði og smjör saman og bæta steviu út í. *Setja hnetusmjör, döðlur og möndlumjólk í matvinnsluvél þar til mjúkt eins og krem (meiri möndlumjólk ef þurfið að þynna). *Hellið smá af súkkulaðiblöndu (ca 1-2 tsk) í botninn á konfekt eða litlu muffinsformi og setjið í 5-10 mín inn í frystir eða kælir meðan stífnar. *Takið út og setjið 1 tsk af hnetufyllingunni ofan á og svo annað lag af brædda súkkulaðinu. *Hér er hægt að skreyta konfektið efst með goji berjum eða t.d. pekanhnetum. Setja svo konfektform í frystir og tilbúið eftir 1-2 klst.

Hafra og hnetusmjörsklattar 200 g smjör (kókosolía 2 dl) 140 g lífrænt hnetusmjör 160 g erythriol sykur 250 g haframjöl 200 g rúsínur 2 stór egg / 3 lítil 1 tsk vanilla 120 g fínt spelt 1 tsk matarsódi 1/2 tsk salt - hita ofn í 180°C, bökunartími 15 mín - bræða smjör, hnetusmsjör og sykur við lágan hita og taka svo af - hræra eggjum og vanillu út í með sleif - bæta rúsínum og haframjöli + öllum þurrefnum út í stóra skál og hræra - búa til hæfilega stóra klatta og inn í ofn á bökunarpappír

FRÁBÆRT ÚRVAL AF FLOTTRI GJAFAVÖRU FRÁ GEORG JENSEN, IITTALA OG ROSENDAHL

Vinabæjarjólatréð tendrað á laugardag

J

ólaljósin verða tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi á Tjarnargötutorgi í Reykjanesbæ á laugardaginn kl. 16:00. Jólasveinar eru væntanlegir í heimsókn og boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur. Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar mun leika og þá syngur Kór Holtaskóla. Sendiherra Noregs á Ísland,i Dag Wernø Holter, afhendir jólatréð en

um tendrun ljósana sér Agnes Hermannsdóttir en hún er nemandi úr Háaleitisskóla á Ásbrú. Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar, ávarpar gesti og jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytur jólalög og stjórnar dansi í kringum jólatréð. Jólasveinar koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum og þá verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur eins og áður sagði.


2.990

Vnr. 881 6 CAMILLE 7597 aðventu ljós.

kr.

5.990 Vnr. 881676 03 CHARLENE að ve

ntuljós.

kr.

VÖFFLUR OG KAFFI Boðið upp á gómsætar, nýbakaðar vöfflur og kaffi á laugardaginn milli kl. 13 og 15.

GERVIJÓLATRÉ Vnr. 88900722-67 Útisería, 40/80 eða 120 ljósa, mislit, glær eða rauð.

1.390

1.290 3.290 4.990 8.490 9.190 3.390 10.990

KLÚBB verð frá

90 cm

kr.

kr.

Almennt verð frá 1.499 kr.

120 cm

kr.

150 cm

kr.

180 cm

kr.

210 cm

kr.

Hvítt, 150 cm

kr.

Mjótt, 210 cm

kr.

LENGRI OPNUNARTÍMI Í BYKO SUÐURNESJUM

Virka daga Laugardaga

8-18 10-16

Vnr. 88167106 Stjarna með 10 ljósum, 25 cm.

1.790

Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is.

facebook.com/BYKO.is

kr.

Vnr. 88949550-619 Inniseríur, 10/20/35/50 eða 100 ljósa, glærar, rauðar eða mislitar.

Verð frá:

299

kr.

www.expo.is / EXPO auglýsingastofa

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd en minna framboð getur verið í öðrum verslunum.

Vnr. 88968024-40


16

fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir n Uppbygging á erfiðum tímum:

„Blokk á besta stað“

E

itt fyrsta fjölbýlishúsið fyrir almennan markað sem hefur verið klárað eftir hrun er við Krossmóa 5 í Reykjanesbæ.„Það hljóta að vera góðar fréttir fyrir byggðalagið,“ segir Áslaugur Einarsson, framkvæmdastjóri ÁÁ verktaka. Hann segir að kappkostað hafi verið að fá í verkið

heimafólk og það hafi gengið vel og mælst vel fyrir. Húsanes ehf hafði byggt húsið og ÁÁ verktakar síðan keyptu það uppsteypt af Íbúðalánasjóði í fyrra. „Þá var almennt rólegt hjá fyrirtækjum í þessum bransa svo að við vildum skapa okkur vinnu. Blokkin er á besta stað. Hér leikskóli við hlið-

Áslaugur Einarsson, framkvæmdastjóri ÁÁ verktaka og Halldór Magnússons, fasteignasali hjá Stuðlabergi.

ina, stutt á Nesvelli, verslunarkjarni nálægt og þetta er mjög miðsvæðis,“ segir Áslaugur. „Menn voru stórhuga“ Áslaugur segir að menn hafi verið stórhuga og með stefnu á uppbyggingu á erfiðum tímum á Suðurnesjum. Tveir verktakar hafi einnig komið að verkinu, R.H. innréttingar og S.I. verktakar. Svo bættust við eftirtalin fyrirtæki sem saman áttu veg og vanda að því að klára verkið: Kollgáta ehf, Studioola ehf, Ellert Skúlason ehf., Benni pípari eh., H. Helgason ehf og Hjalti og synir ehf. „Þetta er búið að ganga eins vel og óskað var í upphafi. Efnisval og innviðir eru mjög vönduð og vinnbrögð líka,“ segir Áslaugur. Fjölbýlishúsið er á fjórum hæðum í tveimur stigagöngum með samtals 25 íbúðum. 11 íbúðir, 2ja og 3ja herbergja, eru í vesturhluta og 14 íbúðir í austurhluta. Íbúðirnar afhendast

fullbúnar með fallegum innréttingum, vönduðu parketi og flísum á gólfum. Auk þess er lyfta í húsinu. 11 íbúðir verða tilbúnar í desember og hinn áfanginn í maí. Geta keypt húsbúnaðinn Fasteignasalan Stuðlaberg hefur íbúðirnar til sölu, en hún er í eigu Guðlaugs H. Guðlaugssonar. Halldór Magnússon, fasteignasali hjá Stuðlabergi, segir tvær íbúðir hafa

verið innréttaðar á sem heimilislegastan hátt, með húsgögnum og heimilistækjum og einhverjum myndum á veggjum þegar þær voru sýndar síðastliðinn laugardag. Væntanlegir kaupendur hafi val um hvort þeir vilji kaupa á góðu verði þann húsbúnað og tæki sem þar voru. Fjöldi manns hafi komið að skoða og mikill áhugi var á íbúðunum. Það hafi verið breiður hópur fólks á öllum aldri.

Soffía 70 ára

Þ

ann 30. nóvember nk. verður elsku mamma okkar Soffía G. Ólafsdóttir 70 ára og af því tilefni verður hún með opið hús í Samkomuhúsinu Garði frá kl. 19.00. Þeir sem vilja fagna með þessari lífsglöðu konu eru hjartanlega velkomnir. Gjafir eru afþakkaðar, en söfnunarkassi verður á staðnum fyrir þá sem vilja láta eitthvað af hendi rakna og mun afraksturinn renna til Hjartadeildar Landspítalans til að bæta aðbúnað og öryggi sjúklinga á hjartadeildinni. Ólafur, Klemenz, Hlíðar og Ína.

Brjálað að gera á „kósýkvöldi“ Betri bæjar

Þ

að var rífandi stemmning og mikil traffík í verslunum í Reykjanesbæ á „kósýkvöldi“ en tugur verslana bauð tilboð og afslætti sl. fimmutdagskvöld og var opið til kl. 22. Að sögn Kristínar Kristjánsdóttur í versluninni Kóda hitti þetta framtak verslana í mark því margir viðskiptavinir mættu og gerðu góð kaup. Kvenfólk, sem alla jafna stýrir jólainnkaupum heimilanna, ætlaði

greinilega að nýta þetta tækifæri og mátti sjá nokkra vinkvennahópa saman á röltinu í góða veðrinu á Hafnargötunni.

-póstkassinn

tvær íbúðir hafa verið innréttaðar á sem heimilislegastan hátt, með húsgögnum og heimilistækjum og einhverjum myndum á veggjum þegar þær voru sýndar síðastliðinn laugardag. Væntanlegir kaupendur hafi val um hvort þeir vilji kaupa á góðu verði þann húsbúnað og tæki sem þar voru.

pósturu vf@vf.is

n Haukur Hilmarsson, ráðgjafi skrifar:

Fjármál heimilanna - Gerum ráð fyrir þreytunni Margir taka ákvörðun um að snúa fjármálum heimilisins úr mínus í plús. Þau finna sig knúin til að bæta aðstæðurnar til að losna undan álagi og stressi sem getur fylgt fjárhagsáhyggjum. Upplýsingar um hvernig við bætum fjármál er líka auðvelt að nálgast. Til er mikið magn af greinum og efni í bókum, tímaritum og á veraldarvefnum sem gefur okkur góðar og einfaldar hugmyndir til að setja okkur raunhæf markmið og gera yfirlit.

Það er auðvelt að leggja af stað þegar við höfum tekið slíka ákvörðun. Viljinn er mikill og öflugur og verkið virðist auðvelt. En fyrir marga er viljinn ekki endalaus. Við þurfum að reka heimili og takast á við dagleg störf. Hversdagsleg þreyta og álag dregur úr okkur kjark og vilja til að laga fjármálin. Þegar við erum þreytt, önug og viljalítil eru meiri líkur á að við hættum öllum sparnaðarleiðum og allar ákvarðanir um fjárhagsáætlanir fjúka út í veður og vind. Við gefumst upp á átakinu. Ein af mörgum góðum aðferðum til þess að gefast ekki upp á miðri leið er að gera ráð fyrir þreytunni. Við

viðurkennum fyrir sjálfum okkur að það kemur staður og stund þar sem við verðum önug, þreytt og stressuð og langar að gefast upp eða hætta. Þegar við finnum fyrir þessari þreytu og vonleysi er nauðsynlegt að slaka á, safna kröftum og ná áttum. Hér eru fimm hagnýt atriði sem nota má til að forðast uppgjöf. Við einföldum óyfirstíganleg verkefni með því að hluta þau niður í stutt tímabil. Við framkvæmum svo eitt lítið verkefni í einu. Til að höggva niður skóg þá tökum við eitt tré í einu. Við gefum okkur verðlaun fyrir hvert lokið verk. Erfið markmið verða auð-

veldari ef við höfum eitthvað til að hlakka til. Góð slökun, góður matur eða sjónvarpsþáttur eftir erfiðan dag gæti breytt öllu fyrir okkur. Við segjum öðrum frá því hvað við erum að gera. Við erum ekki að kvarta heldur útiloka að við verðum þau einu sem vita um þreytu og álag dagsins. Ræðum við vini okkar sem eru góðir hlustendur. Líkur eru á að þeir hvetji okkur áfram og hrósi fyrir hvert lokið verk. Leitið leiðsagnar. Vanþekking og óvissa er ein af algengustu ástæðum þess að við stoppum eða hættum. Oft þarf ekki annað en smá spjall til að verða viss og halda áfram.

Við umgöngumst duglega fólkið. Drífandi fólk hefur jákvæð áhrif á líðan okkar. Við gerum okkar besta til að halda áfram. Þrátt fyrir að það sé erfitt að ná erfiðum markmiðum þá er ennþá erfiðara að byrja aftur ef við hættum eða tökum of langa hvíld. Við getum tekið stuttar pásur eða minnkað markmiðin til að fá kraft til að halda áfram. Haukur Hilmarsson, ráðgjafi hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar


Eins árs

afmælistilboð til 6. desember í Apóteki Suðurnesja 20% afsláttur

Meiri fylling – fyrir unglegra útlit Nýtt Eucerin® VOLUME-FILLER – fyrir unglegra útlit. Byltingarkennd formúla með Magnolol, Oligo peptíd og Hyaluronsýru endurheimta stinnleika húðarinnar og endurmóta útlínur. Innblásið af meðferðum húðsjúAkdómalækna. www.eucerin.com/volume-filler

Dr Organic – Rose Otto náttúrulegar húðvörur • Rose Otto frá Dr Organic eru marg verðlaunaðar náttúrulegar húðvörur • Mjúkar og nærandi • Rose Otto frá Dr Organic eru margverðlaunaðar náttúrulegar • Án allra skaðlegra aukaefna

• Mjúkar og nærandi. • Án allra skaðlegra aukaefna.

húðvörur.

Útsölustaðir: Heilsuver, Suðurlandsbraut 22, Árbæjarapótek, Hraunbæ 115, Lifandi Markaður, Borgartúni og Hæðarsmára.

20% afsláttur

Glæsilegar nátturulegar vörur fyrir húð og hár

Nýtt í Apóteki Suðurnesja 20% afsláttur

Afmælis vikuna verður ARTDECO með Góða kaupauka & Flott tilboð

Aðeins fáanlegar í snyrtivöruverslunum, snyrtistofum & apótekum Vöruúrvalið má sjá á www.artdeco.com & á facebook.com/artdeco/island

Þökkum ykkur fyrir frábærar mótttökur

OptiBac inniheldur aðeins vel rannsakaða góðgerla með sannaðri virkni Þú finnur réttu OptiBac vöruna fyrir þig hjá okkur! • Við lofti í maga og þembu. • Til að stöðva niðurgang. • Áhrifarík og fljótvirk leið gegn hægðatregðu. • Til að ná niður Kandíta sveppi á áhrifaríkan hátt. • Til að styrkja ónæmiskerfið og daglega þarmaheilsu. • Fyrir þá sem taka sýklalyf.

HRINGBRAUT 99 - REYKJANESBÆR


18 Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 420 2400 UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á skipinu Gulley KE-31 (áður Móna GK-303), sknr. 1396, verður háð mánudaginn 2. desember 2013 kl. 8:35 á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík. Gerðarbeiðendur eru Reykjaneshöfn og Sandgerðishöfn. Þinglýstur eigandi er Móna ehf. Sýslumaðurinn í Keflavík, 26. nóvember 2013. Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns. Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400 UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Mánudaginn 2. desember 2013 Brekkustígur 5 fnr. 209-4675, Sandgerði, þingl. eig. Eyþór Ármann Eiríksson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sandgerðisbær, mánudaginn 2. desember 2013 kl. 10:30. Grímsholt 11 fnr. 228-8175, Garður, þingl. eig. Sigurlaug Hrafnsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 2. desember 2013 kl. 09:40. Heiðarbraut 15 fnr. 209-5537, Garður, þingl. eig. Jón Einar Jónsson og Guðrún Petra Tómasdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 2. desember 2013 kl. 10:10. Heiðarholt 2 fnr. 230-2079, Garður, þingl. eig. Erna Ásta Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sveitarfélagið Garður, mánudaginn 2. desember 2013 kl. 09:50. Heiðarholt 9 fnr. 229-5076, Garður, þingl. eig. Einar Haukur Björnsson, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf, mánudaginn 2. desember 2013 kl. 10:00. Hlíðargata 1 fnr. 209-4770, Sandgerði, þingl. eig. db. Þórdísar S. Guðjónsdóttur, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Úlfar Guðmundsson hdl., mánudaginn 2. desember 2013 kl. 10:40. Hraunholt 6 fnr. 209-5556, Garður, þingl. eig. Oddur Þór Sveinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sveitarfélagið Garður, Sýslumaðurinn á Blönduósi og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 2. desember 2013 kl. 09:30. Iðngarðar 2 fnr.209-5570, Garður, þingl. eig. Ice Bike ehf, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 2. desember 2013 kl. 09:10. Lindartún 5 fnr. 222-4315, Garður, þingl. eig. Helena Ruth Hafsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 2. desember 2013 kl. 09:20. Lækjamót 31 fnr. 227-2154, Sandgerði, þingl. eig. Rafn Rafnsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sandgerðisbær, mánudaginn 2. desember 2013 kl. 10:50. Rafnkelsstaðavegur 5, fnr. 209-5975, Garður, þingl. eig. Einar Skagfjörð Steingrímsson, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Sveitarfélagið Garður, mánudaginn 2. desember 2013 kl. 09:00. Stafnesvegur 6 fnr. 209-4986, Sandgerði, þingl. eig. Robert Boryn, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 2. desember 2013 kl. 11:20. Strandgata 22 fnr. 231-0043, Sandgerði, þingl. eig. Thai-A ehf, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Sýslumaðurinn á Akranesi, mánudaginn 2. desember 2013 kl. 11:10. Túngata 6 fnr. 209-5161, Sandgerði, þingl. eig. Guðmundur Geir Björnsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 2. desember 2013 kl. 11:10. Sýslumaðurinn í Keflavík, 26. nóvember 2013, Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 420 2400 UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Þriðjudaginn 3. desember 2013 Akurgerði 14 fnr. 209-6302, Vogar, þingl. eig. Elín Þóra Albertsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 09:30. Akurgerði 8 fnr. 226-1682, Vogar, þingl. eig. Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 og Sveitarfélagið Vogar, þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 09:25. Austurhóp 4 fnr. 229-0568, Grindavík, þingl. eig. Miloslava Sigurgeirsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 10:35. Austurkot lnr. 130-828, Vogar 33,34% eignarhluti gþ., þingl. eig. Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson, gerðarbeiðandi PricewaterhouseCoopers ehf., þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 08:45. Ásabraut 5 fnr. 209-1417, Grindavík, þingl. eig. Páll Jóhannesson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 11:05. Ásabraut 8 fnr. 209-1415, Grindavík, þingl. eig. Sigurður Knútsson, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Íbúðalánasjóður og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 11:15. Brekkugata 18 fnr. 209-6364, Vogar, þingl. eig. Kjartan Hilmisson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 09:50. Brekkugata 6 fnr. 209-6069, Vogar, þingl. eig. Richard B Jacobson og Málfríður Bergljót Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sveitarfélagið Vogar, þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 09:40. Hafnargata 15 fnr. 209-6691, Vogar, þingl. eig. þb. Sigríðar Rögnu Birgisdóttur og Halldór Arnar Halldórsson, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Sveitarfélagið Vogar, Vörður tryggingar hf. og skiptastjóri Þb. Sigríðar Rögnu Birgisdóttur, þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 09:00. Hafnargata 6 fnr. 209-1723, Grindavík, þingl. eig. Bergbúar ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 11:35. Heiðardalur 4 fnr. 229-5126, Vogar, þingl. eig. Kristín Gísladóttir, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Sveitarfélagið Vogar, þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 10:00. Hólagata 2c fnr. 225-5369, Vogar, þingl. eig. Inga Þóra Kristinsdóttir og Magnús Sigurðsson, gerðarbeiðendur Drómi hf. og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 09:10. Iðndalur 2 fnr. 209-6499, Vogar, þingl. eig. MK Fasteignafélag ehf, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Sveitarfélagið Vogar, þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 10:10. Staðarhraun 23 fnr. 209-1886, Grindavík, þingl. eig. Linda Silvía Hallgrímsdóttir og Björg vin Björg vinsson, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Sjóvá-Almennar tryggingar hf og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 10:55. Vesturbraut 16 fnr. 209-2473, Grindavík, þingl. eig. Ingólfur Einarsson, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 11:25. Vesturhóp 15 fnr. 228-3313, Grindavík, þingl. eig. Hrafnhildur Birgisdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 10:45. Vogagerði 1 fnr. 209-6549, Vogar, þingl. eig. Jóna Ósk Jónasdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 09:20. Sýslumaðurinn í Keflavík, 26. nóvember 2013,

Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns. Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 420 2400 UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Miðvikudaginn 4. desember 2013 Akurbraut 30 fnr. 228-4743, Njarðvík, þingl. eig. Erla Melsteð og Árni Árnason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 11:30. Borgarvegur 24 fnr. 209-2958, Njarðvík, þingl. eig. Auður Sólborg Sigurðardóttir og Jón Sigurðsson, gerðarbeiðendur Festa - lífeyrissjóður, Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 12:35. Brekadalur 5 fnr. 231-2196, Njarðvík, þingl. eig. Héðinn Sigurjónsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 12:05. Brekkustígur 22-24 fnr. 209-3026, Njarðvík, þingl. eig. Slægingarþj Suðurnesja ehf., gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Reykjanesbær, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 08:30. Fífumói 5a fnr. 209-3173, Njarðvík, þingl. eig. Steinþór Aðalsteinsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 08:55. Funatröð 8 fnr. 209-4395, Keflavíkurflugvöllur, þingl. eig. North Atlantic Mining Assoc ehf, gerðarbeiðendur HS veitur hf, Pökkun og flutningar ehf og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 12:20. Gónhóll 25 fnr. 209-3281, Njarðvík, þingl. eig. Jónína Þóra Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 09:35. Grænás 3b fnr. 209-3336, Njarðvík, þingl. eig. Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 09:50. Hjallavegur 1 fnr. 209-3404, Njarðvík, þingl. eig. Jakob Myrkvi Garðarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 09:05. Hjallavegur 11 fnr. 209-3469, Njarðvík, þingl. eig. Erla Gyða Hermannsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 09:25. Hjallavegur 3 fnr. 209-3434, Njarðvík, þingl. eig. Marteinn Jón Ingason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 09:15. Klettás 25 fnr. 227-0157, Njarðvík, þingl. eig. Cecilie Lyberth og Sigurjón Guðleifsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 10:00. Lerkidalur 13 fnr. 230-6211, Njarðvík, þingl. eig. Árni Samúel Samúelsson, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 11:55. Lómatjörn 9 fnr. 228-6698, Njarðvík, þingl. eig. Gunnar Adam Ingvarsson, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 11:00. Njarðvíkurbraut 12 fnr. 209-3978, Njarðvík 50% eignarhl. gþ., þingl. eig. Guðmundur R Lúðvíksson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 11:25. Sjávargata 32 fnr. 221-6499, Njarðvík, þingl. eig. Jón Vigfússon, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 08:45. Steinás 15 fnr. 228-8338, Njarðvík, þingl. eig. Jón Sigurðsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 10:10. Steinás 19 fnr. 228-8344, Njarðvík, þingl. eig. J.S. Byggingaverktakar ehf, gerðarbeiðendur HS veitur hf, Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl.

10:20. Tjarnabakki 10 fnr. 227-9169, Innri Njarðvík, þingl. eig. Pétur Ragnar Árnason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn á Blönduósi, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 10:40. Tjarnabakki 12 fnr. 227-7737, Innri Njarðvík, þingl. eig. Rannveig Sigurðardóttir og Elías Kristjánsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 10:50. Tjarnabakki 4 fnr. 228-8329, Njarðvík, þingl. eig. Ósk Traustadóttir og Jóhann Viðar Jóhannsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 10:30. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9937, Njarðvík, þingl. eig. Kristjana Heiður Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 11:20. Víðidalur 18, fnr.230-5498, Innri Njarðvík, þingl. eig. Kolbrún Jóhannsdóttir og Sigmar Björgvin Árnason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 11:40. Víðidalur 20 fnr. 230-5504, Innri Njarðvík, þingl. eig. Kolbrún Jóhannsdóttir og Sigmar Björgvin Árnason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 11:45. Sýslumaðurinn í Keflavík, 26. nóvember 2013, Ásgeir Eiríkssón, staðgengill sýslumanns. Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 420 2400 UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Fimmtudaginn 5. desember 2013 Faxabraut 1 fnr. 208-7365, Keflavík, þingl. eig. Matthildur Sigríður Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 09:10. Faxabraut 2 fnr. 208-7368, Keflavík, þingl. eig. Rakel Hafsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 09:20. Faxabraut 25 fnr. 208-7422, Keflavík, þingl. eig. Ingibergur Vestmann og Sigríður Gísladóttir, gerðarbeiðandi BYR hf, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 08:50. Faxabraut 37c fnr. 208-7503, Keflavík, þingl. eig. Hjalti Ástþór Sigurðsson og Guðbjörg M Guðlaugsdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf og Landsbankinn hf., fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 12:40. Háteigur 21 fnr. 208-8320, Keflavík, þingl. eig. Sigríður A Sveinbjörnsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 10:40. Heiðarholt 30 fnr. 208-8847, Keflavík, þingl. eig. Kristín Finnbogadóttir, gerðarbeiðendur HS veitur hf og Reykjanesbær, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 10:50. Heiðarholt 32 fnr. 208-8854, Keflavík, þingl. eig. Anna Margrét Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbankinn hf. og Reykjanesbær, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 11:00. Heiðarhvammur 7 fnr. 208-8989, Keflavík, þingl. eig. Elenóra Katrín Árnadóttir, gerðarbeiðendur Heiðarhvammur 7,húsfélag, Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 11:10. Heiðarvegur 8 fnr. 208-9014, Keflavík, þingl. eig. Jóhann Halldórsson og Karen Christina Halldórsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 08:40. Hringbraut 136 fnr. 208-9434, Keflavík, þingl. eig. Stella Maris Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 13:10.

Kirkjuvegur 41 fnr. 208-9664, Keflavík, þingl. eig. Rut Sumarliðadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 10:30. Mávabraut 2 fnr. 208-9902, Keflavík, þingl. eig. Gestur Þorláksson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 12:40. Mávabraut 6 A fnr. 208-9921, Keflavík, þingl. eig. Jón Aðalsteinn Helgason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 13:00. Norðurvellir 50 fnr. 209-0199, Keflavík, þingl. eig. Haraldur Rúnar Hinriksson og Signý Ósk Marinósdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 11:20. Nónvarða 2 fnr. 209-0100, Keflavík, þingl. eig. Helgi Þór Hermannsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 11:40. Sjafnarvellir 19 fnr. 224-1411, Keflavík, þingl. eig. Inga Rut Ingvarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 11:30. Smáratún 46 fnr. 209-0446, Keflavík, þingl. eig. Ragnhildur Ragnarsdóttir og Atli Rafn Eyþórsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 11:50. Sólvallagata 28 fnr. 209-0542, Keflavík, þingl. eig. Ásta Björk Benónýsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 08:30. Sólvallagata 40 fnr.209-0569, Keflavík, þingl. eig. Davíð Jón Arngrímsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 09:00. Tjarnargata 40 fnr. 209-0950, Keflavík, þingl. eig. Kolbrún Ida Harðardóttir og Hákon Ólafur Hákonarson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf, Reykjanesbær, Sýslumaðurinn í Keflavík og Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 12:00. Túngata 13 fnr. 221-5801, Keflavík, þingl. eig. Heimahagar ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 10:00. Vesturgata 12 fnr. 209-1222, Keflavík, þingl. eig. Rudolf Francis Einarsson, gerðarbeiðendur Festa - lífeyrissjóður og Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 10:10. Vesturgata 13a fnr. 224-8291, Keflavík, þingl. eig. Guðmundur Hjaltason, gerðarbeiðendur Festa - lífeyrissjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 10:20. Víkurbraut 21-23 fnr. 209-1307, Keflavík, þingl. eig. Brautarholt 20 ehf, gerðarbeiðendur Jóhannes Karl Sveinsson og Reykjanesbær, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 09:40. Víkurbraut 21-23 fnr. 209-1308, Keflavík, þingl. eig. Brautarholt 20 ehf, gerðarbeiðendur Jóhannes Karl Sveinsson, Reykjanesbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 09:30. Þverholt 23 fnr. 209-1357, Keflavík, þingl. eig. Ágúst Ísfjörð og Kristín Einarsdóttir, gerðarbeiðendur Festa - lífeyrissjóður, Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 12:30. Þverholt 5 fnr. 209-1324, Keflavík, þingl. eig. Helga Björg Steinþórsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbankinn hf., Reykjanesbær og Sýslumaðurinn í Keflavík, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 12:20.

Sýslumaðurinn í Keflavík, 26. nóvember 2013, Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.


markhönnun ehf

Gildir 28. nóv. - 1. des. 2013

Snorri á foSSum

3.953 kr

útkall lífróður

hemmi gunn

óTTar sveinsson

orri páll ormarsson

3.953 kr

3.894 kr

Þú færð jólabókina í nettó

hjálpuðu Amal á meðan margir úr hennar eigin fjöl­ u baki við henni þegar hún tók upp samband við nn.

merkir von og henni þykir vænt um nafnið. Von ávallt verið sú að komið sé fram við hana og alla manneskjur. Af virðingu og væntumþykju.

ÓLAR

Kristjana Guðbrandsdóttir

veimur áratugum seinna, lítur Amal stolt til baka. heimili, börnin flest fullvaxta og vegnar vel, hún er maður Íslendinga af erlendum uppruna og hún er rík. ið segir hún ekki felast í peningum, heldur frelsi. mega velja hamingju og frið.

Von

VON – Saga Amal Tamimi

mi er fædd og uppalin í Jerúsalem í Palestínu. Hún egar stríðið skall á og hún horfði á lífið breytast með nsins. 13 ára var hún fangelsuð af Ísraelsmönnum kasts, 16 ára var hún gift. Amal eignaðist fimm börn sínum. Árið 1995 flúði hún heimilisofbeldi eigin­ g fór með börnin til Íslands. Flóttinn var ævintýra­ mal var hrædd um líf sitt. Á Íslandi hóf hún nýtt líf.

Höfundur bókarinnar er Kristjana Guðbrands­ dóttir. Hún hefur starfað sem blaðamaður í fjölda ára og getið sér gott orð fyrir ítarleg viðtöl og um­ fjallanir.

ISBN 978-9935-435-22-4

KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR HÓLAR

Von

Ævisaga amal Tamimi

SkagfirSkar SkemmtiSögur 3

Brauð og eftirréttir kriStu

4.193 kr

1.973 kr

2.963 kr

heilSudrykkir hildar 50 uppskrifTir

2.509 kr

MEISTARAsögur Almenningi birtist gjarnan afar einhliða mynd af íþróttamönnum. Íþróttafréttamenn spyrja þá spurninga þar sem eina mögulega svarið er í raun: „Þeir vinna leikinn sem skora fleiri mörk,“ með ýmsum tilbrigðum. Í kringum íþróttir er líf og fjör og urmull skemmtilegra sagna sem vert er að skrá.

MEISTARASÖGUR 55 ÍSLENSKIR AFREKSMENN SEGJA GAMANSÖGUR FRÁ FERLINUM

Hér er sem sagt komin bókin sem varpar ljósi á það hversu ævintýralegt það getur verið að stunda íþróttir, þar sem félagsskapurinn er góður og stórskemmtilegur. Hér getur lesandinn tekið þátt í fjölmörgum skemmtilegum uppákomum þjóðþekktra íþróttamanna.

Barnið þitt er á lífi

66 handrit úr fórum árna magnúSSonar

myndliSt í þrjátíu þúSund ár

meiStaraSögur

3.953 kr

5.273 kr

2.394 kr

2.394 kr

bækur

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri


Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum

2013

ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM Jólalukka Víkurfrétta hefst þriðjudaginn 2. desember og stendur til jóla eða á meðan birgðir endast. Þegar verslað er fyrir 7.500 kr. eða meira færðu afhentan skafmiða og sérð um leið hvort vinningur er á miðanum. Þú getur nálgast vinninginn samstundis hjá viðkomandi verslun eða þjónustuaðila. Þeir sem ekki hljóta vinninga í jólalukkunni geta sett nafn sitt á bakhlið miðans og skilað honum í kassa í Kaskó eða Nettó. Dregið verður úr skiluðum miðum þrisvar sinnum, 9., 16. des. og á Þorláksmessu. Vinningar í úrdrætti eru m.a. kr. 100.000,- matarúttekt, Evrópuferðir og fleiri veglegir vinningar.

5300 VINNINGAR FRÁ EFTIRTÖLDUM AÐILUM BÍLAHÓTEL

ÞVOTTUR F. FÓLKSBÍL/JEPPA Í ÞVOTTASTÖÐ. GILDIR TIL 1. APRÍL 2014. ALÞRIF. GILDIR TIL 1. APRÍL 2014.

BITINN

200 STÓR ÍS Í BRAUÐFORMI

BJÖRGUNARSVEITIN SUÐURNES KAPPATERTA TROÐNI FJÖLSKYLDUPAKKINN TRALLI FJÖLSKYLDUPAKKINN 1 TRÍTILL BARNAPAKKI 2” FLUGELDUR 2” FLUGELDUR, 3 STK 1,9” FLUGELDUR BLÁA LÓNIÐ

ÁRSKORT. SÓTT Á VÍKURFRÉTTIR FJÖLSKYLDUKORT. SÓTT Á VÍKURFRÉTTIR GJAFAPAKKNING MEÐ HÚÐVÖRUM. SÓTT Á VÍKURFRÉTTIR AÐGANGUR Í BETRI STOFU FYRIR TVO. SÓTT Á VÍKURFRÉTTIR VEITINGASTAÐURINN LAVA KR. 15.000. SÓTT Á VÍKURFRÉTTIR AÐGANGUR Í LÓNIÐ FYRIR TVO. SÓTT Á VÍKURFRÉTTIR

LYFJA

10.000 KR. INNEIGN

MENU

MATUR FYRIR TVO Á NESVÖLLUM

NJARÐVÍK

MIÐI FYRIR 2 Á DEILDARLEIK Í KÖRFU MIÐI FYRIR 2 Á DEILDARLEIK Í FÓTBOLTA 2013

OLSEN

OLSEN LANGLOKA OG COKE

OMNIS

7500 KR. INNEIGN

PULSUVAGNINN

PYLSA OG KÓK

SAMBÍÓIN

BÍÓMIÐI FYRIR EINN (GILDIR EKKI Á ÍSL. MYNDIR)

SIGURJÓNSBAKARÍ

SNÚÐUR OG KÓKÓMJÓLK

SKÓBÚÐIN KASKÓ KEFLAVÍK

7500 KR. INNEIGN DAIM ÍSHRINGUR FRÁ EMMESS ÍS STÓR OSTAKARFA FRÁ MS KASSI AF HLEÐSLU PRÓTEINDRYKK FRÁ MS DVD BARNAMYND FRÁ MYNDFORM EGILS APPELSÍN 2.LTR FRÁ ÖLGERÐINNI KEA SVÍNAHAMBORGARAHRYGGIR KEA HANGILÆRI ÚRBEINAÐ, BÓKIN MEISTARASÖGUR. VINNINGAR SÓTTIR Í KASKO

NETTÓ NJARÐVÍK

15.000 KRÓNA MATARKÖRFUR Í NETTÓ NJARÐVÍK BÓKIN LYGI EFTIR YRSU COKE 2.LTR FRÁ VÍFILFELL ÚTKALL LÍFRÓÐUR EFTIR ÓTTAR SVEINSSON BÓKIN SIR ALEX OG BÓKIN GULLIN SKÝ BÓK EIN Á ENDA JARÐAR – PÓLGANGA VILBORGAR GEISLADISKAR FRÁ SENU DVD DISKAR FRÁ SENU BÓKIN SKUGGASUND EFTIR ARNALD INDRIÐASON SALKA 10 BÆKUR BÓK RIPLEYS 2014 - VÍRAÐ AF VEFNUM BÓKIN WAYNE ROONEY FRÁ DRAUMSÝN. VINNINGAR SÓTTIR Í NETTÓ.

SPORTHÚSIÐ

ÞRIGGJA MÁNAÐA KORT MÁNAÐARKORT

EYMUNDSSON

7500 KR. INNEIGN

FJÓLA GULLSMIÐUR

7500 KR. INNEIGN

GALLERÍ KEFLAVÍK

7500 KR. INNEIGN

GEIMSTEINN

GEISLADISKAR. SÓTT Á VÍKURFRÉTTIR

GEORG V HANNAH

7500 KR. INNEIGN

HEILSUHÚSIÐ

7500 KR. INNEIGN

HÓTEL KEFLAVÍK

GISTING Í EINA NÓTT Á JUNIOR SVÍTU.

ICELANDAIR

GJAFABRÉF TIL EVRÓPU

K SPORT

7500 KR. INNEIGN

KAFFITÁR

KAFFIDRYKKUR

KEFLAVÍK

MIÐI FYRIR 2 Á DEILDARLEIK Í KÖRFU MIÐI FYRIR 2 Á DEILDARLEIK Í FÓTBOLTA 2013 MIÐI FYRIR 2 Á LOKAHÓF KKD KEFLAVÍKUR Í KÖRFU

KEFLAVÍK FLUGELDASALA

5000 KR. INNEIGN

KFC

MÁLTÍÐ AÐ EIGIN VALI FYRIR EINN

KÓDA

7500 KR. INNEIGN

THAI

7500 KR. INNEIGN

KRUMMASKUÐ

7500 KR. INNEIGN

VOCAL

LANGBEST

12“ PIZZATILBOÐ MEÐ ½ KÓK, 16“ PIZZATILBOÐ M/2L KÓK

HÁDEGISHLAÐBORÐ FYRIR EINN 3JA RÉTTA KVÖLDVERÐUR FYRIR EINN

LYF OG HEILSA

7500 KR. INNEIGN


JÓLALUKKAN

fæst á eftirtöldum stöðum: REYKJANESBÆ

3333 1111 0000 2222

11 Evrópuferðir með Icelandair 4 matarúttektir að upphæð 15.000 kr. í Nettó eða Kaskó og stærsti vinningurinn er

100.000 kr. matarúttekt í Nettó Njarðvík

5300 vinningar!

3 Evrópuferðir og 100 þús. kr. matarkarfa frá Nettó ásamt fleiri GEORG V. HANNAH Úr og skartgripir

veglegum vinningum í úrdráttum! Munið að skila miðum með engum vinningi í Kaskó/Nettó til að eiga möguleika á flottum vinningum í úrdrætti 9., 16. og 23. desember.


22

-viðskipti-

fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

og atvinnulíf

pósturu vf@vf.is

n Hagkvæmni og hlýleiki í fyrirrúmi:

Fjölskyldufólk stærsti markhópurinn

Knús Caffé hefur fengið mjög góðar móttökur hjá Suðurnesjamönnum.

Kaffihúsið Knús Caffé opnaði á Ljósanótt að Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ. Salurinn tekur allt að 100 manns í sæti og eigendur eru alsælir með viðtökurnar. Umtalið besta auglýsingin „Hugmyndin að nafninu kom til vegna þess að 13 ára dóttir okkar er svo mikill knúsari. Hún vill byrja daginn á að knúsa alla, þannig að á morgnana höfum við fengið kaffi og knús. Okkur fannst það passa vel saman,“ segja hjónin Guðmundur Þ. Þórðarson og Elwira Gibowicz. Þau segja viðtökur hafa verið vonum framar og umtalið líka. „Fólk taldi okkur örugglega bjartsýnasta fólk í heimi að opna kaffihús þar sem kaffihúsamenning er ekki mikil. Umtalið hefur reynst besta auglýsingin,“ segir Guðmundur og bætir við að þau hafi lagt upp með að veita persónulega og góða þjónustu og stilla verði í hóf. „Við erum ekki hluti af keðju með eitt verð, sama hvort það er í 101 Reykjavík eða úti á landi. Það verðlag finnst mér ekki henta okkar svæði og menningu. Það er ekkert eðlilegt kannski fyrir 5 manna fjölskyldu að þurfa að borga allt upp í 15.000 kall fyrir veitingar á kaffihúsi. Mér fannst það ekki hægt og vildi ekki hafa það þannig hér. Viljum líka frekar selja allar kökurnar á lægra verði en sitja uppi með þær.“ Móta staðinn með gestunum Fyrsta sem gestir taka eftir þegar þeir koma inn er gott rými og hlýleiki, en það er einmitt það sem eigendurnir hafa viljað ná fram. „Já við vildum hafa þetta eins heimilislegt og unnt væri. Eitt sófasettið er íslenskt frá 1940, kallast hörpuskel, og annað er danskt frá 1930. Svo er hér kirkjubekkur yfir 100 ára gamall frá Bandaríkjunum. Bækurnar í gluggunum eru frá ömmu og afa, sumar að nálgast 100 ára aldurinn. Svo er skilrúmið í horninu heimatilbúið úr Keflavík,“ segir Guðmundur. Búnaðinn hafi þau fengið að mestu úr Góða hirðinum og á Bland.is auk þess sem þau bjuggu sjálf til ljósakrónurnar, gólfpanellinn utan um afgreiðsluborðið sé úr Bauhaus. „Við reyndum að gera þetta á eins hagkvæman hátt og hægt var. Vildum fá þennan gamla og heimilislega stíl.“ Á einum veggjanna hanga tómir rammar Ekkert mál að taka barnavagninn inn. Það er nóg pláss fyrir mömmuhópana.

og blaðamanni lék forvitni á að vita ástæðu þess. „Já þarna áttu að vera myndir af fólki að knúsast og faðmast“ sagði Elwira hlæjandi, „en okkur fannst bara flott að hafa rammana eins og þeir eru. Það er alltaf hægt að setja eitthvað í þá og gestir hafa komið með ýmsar hugmyndir. Það er gefandi að móta hugmyndir að staðnum með gestunum og við erum opin fyrir öllu.“ Sonur „Danna pulsu“ Skærrauður litur er áberandi á staðnum og þau segja hann tengjast ítalska kaffiframleiðandanum sem þau kaupi af. „Þeir hjá Flugger mældu litinn á kaffiumbúðunum og við fengum sama lit á vegginn,“ segir Guðmundur. Einnig fer barnahornið ekki framhjá neinum.

leika sér með hrein leikföng og hafa fjölbreytni. Við erum t.d. með borð frá leikskóla í Reykjavík og höfum sankað að okkur leikföngum víða að. Einnig hafa gestir komið með leikföng og gefið okkur óumbeðnir, svo að þau eru öll með sál,“ segir Elwira brosandi. Sjálf lauk hún fæðingarorlofi á árinu en starfaði áður í tapað/fundið deildinni í Leifsstöð. Hún segist hafa lært ýmislegt þar sem nýtist henni í dag, svo sem að hlusta á viðskiptavininn og finna út hvað hann vilji. Það skipti miklu máli. Guðmundur þekkir bransann ágætlega og segist hafa verið í veitingageiranum fyrir 20 árum og alist upp við slíkt á æskuheimilinu. Faðir hans var kallaður Danni pulsa og rak fyrsta pylsuvagninn í Keflavík sem hann seldi Villa 1978.

Guðmundur og Elwira í Knús Caffé.

Sjálf eiga Guðmundur og þrjú börn og segja að áherslan hafi alltaf átt að vera á það að foreldrar gætu komið og slakað aðeins á á meðan börnin gætu notið sín. „Við vildum geta gefið börnunum gott svigrúm til að

Gestir líta í blöðin og spjalla saman í vinalegu umhverfi.

þurft góða æfingu í að ná stjórn á kaffibaununum, möluninni og hvernig best sé að búa til gott kaffi. Þau segja fólk meðal annars koma

Við viljum tengjast viðskiptavinunum, hafa þá ánægða og fá þá aftur. Það hefur tekist

Þaðan komu t.d. Villaborgararnir. „Pabbi sagði alltaf: „Gerðu pylsuna þannig að viðskiptavinurinn vilji koma aftur!“ þar fékk maður þetta í blóðið - kúnnaþjónustuna og taktíkina og einnig margt í fingurna varðandi matargerð.“ Mömmuhópar koma aftur og aftur Nánast allt sem þau selja er bakað á staðnum. Þau segja að þannig viti þau líka nákvæmlega hvað þau selja. Meðal annars glútenfrítt og ýmislegt annað til að koma til móts við sem flesta. „Uppskriftirnar koma einnig frá okkur. Það tók okkur þrjá mánuði að æfa okkur heima og prófa ýmislegt. Þurftum stundum að gráta og hringja í mömmu mína og ömmu hans til að fá ráð,“ segir Elwira hlæjandi. Guðmundur bætir við að það hafi

eftir að hafa heyrt af bökunum sem þau selji. Einnig séu margir hópar sem komi aftur og aftur, m.a. mömmuhópar með börnin sín. „Mömmurnar eru ánægðar með plássið því þær geta komið inn með vagnana í stað þess að skilja þá eftir fyrir utan,“ segir Guðmundur. Á kvöldin hafi verið lokað kl. 20 en hópar geti setið lengur ef samið er um það með fyrirvara. Tekið sé mið af eftirspurn og væntingum en þó lokað í síðasta lagi kl. 23. „Það hefur komið fyrir að staðurinn hefur yfirfyllst en það er yfirleitt bara í svona 20 mínútur. Það er oftast um hádegisbilið og svo á milli kl. 15 og 16. Um daginn voru tónleikar hjá okkur með Guðmundi Rúnari [Lúðvíkssyni] og þá komust færri að en vildu.“ Guðmundur bætir við að í desember muni tónlistarmaðurinn Guðmundur

Símonarson koma og einnig ætli Skyrgámur koma og hitta krakkana. „Hópar af leikskólakrökkum, stundum 28-30 í einu, hafa komið hingað og fengið kakó og skúffuköku. 16. desember ætla 68 krakkar að koma frá leikskólanum Hjallatúni. Við tökum tillit til þeirra þarfa líka, t.a.m. ofnæmis og óþols og bjóðum upp á sojamjólk og slíkt fyrir þau sem vilja,“ segir Elwira. Fengu það sem þau vildu Þau Elwira og Guðmundur segja að í raun hafi upphafleg áhersla gengið upp - að fá fjölskyldufólk og aldurinn 30 ára og eldri sem helstu viðskiptavini. „Við ætluðum aldrei að stíla inn á bjór- eða áfengissölu þó að slíkt sé í boði í flöskum. Þetta átti að verða fransk-ítalskt kaffihús og sú menning virðist vera að vakna á Suðunesjum. Ef þetta virkar núna þá höfum við allt til að vinna. Það er okkar að sýna fram á að þörf sé á þessari þjónustu.“ Við staðinn séu næg bílastæði auðvelt að aka að húsinu við ein fjölförnustu gatnamót miðsvæðis í bænum. Kaffihúsið eru bæði með heimasíðuna www.knuscaffe.com og Facebook síðu þar sem t.d. er hægt að vita hvaða súpa er í boði virka daga. „Við viljum tengjast viðskiptavinunum, hafa þá ánægða og fá þá aftur. Það hefur tekist,“ segir Guðmundur sem þurfti svo að sinna gestum frá Lionsfélögunum komu til að selja þeim sælgætiskransa og happdrættismiða. Þeim var að sjálfsögðu tekið opnum örmum líka.


23

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. nóvember 2013

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Skvísur í Bláa lóninu K

onur fjölmenntu á konuboð Bláa lónsins í síðustu viku. Þar var boðið upp á tilboð og afslætti í versluninni, kynningar og fjör sem snjalli tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sá um. Snyrtifræðingar kynntu allt það

nýjasta í Blue Lagoon húðvörulínunni og þá mættu fulltrúar frá mörgum af flottustu hönnunarmerkjum Íslands, þ. á m. Farmers Market, 66°Norður, Gyðja Collection, Marta Jonsson og Sigga og Tímo.

Þá var skvísunum boðið upp á ljúfar veitingar frá matreiðslumeisturum Bláa lónsins. Eins og sjá má á myndunum var góð stemmning og létt yfir dömunum.

einföld ákvörðun

veldu Öryggi fyrir þig og þína

Þú passar hann Við pössum Þig driving emotion

driving emotion

JEPPADEKK

JEPPADEKK

kornadekk

ice contact Dekkjaverkstæði

Smurþjónusta

viking contact 5 Smáviðgerðir

Hjólastillingar

Bremsuklossar

I*cePt IZ W606

I*PIke W419 Rúðuþurrkur

www.solning.is

Rúðuvökvi

Rafgeymar

Peruskipti

courser Msr

courser aXt

Fitjabraut 12, Njarðvík

☎ 421 1399 www.solning.is


24

fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu vf@vf.is

Skólafélagarnir héldu mig vera frá annari plánetu - Segir ritstjóri Vizkustykkis sem hefur fengist við skriftir frá unga aldri Hin 17 ára María Rose Bustos er ritstjóri Vizkustykkis, skólablaðs Fjölbrautaskóla Suðurnesja en blaðið kemur á næstunni. Undirbúningur fyrir útgáfu hefur verið á fullu að undanförnu og við fengum hina ungu ritstýru í viðtal og forvitnuðumst um skyldur og störf ritstjórans, en þau eru af ýmsum toga. María segir von á fersku og fjölbreyttu blaði og einnig að Suðurnesjamenn hafi verið hjálpfúsir við vinnslu blaðsins.

Ég held að ég eigi allavega þrjár „bækur“ sem ég skrifaði þegar ég var yngri, þar sem minn heitasti draumur var að vera rithöfundur.

-viðskipti-

„Það fellst margt í þessu starfi, að vera í ritnefnd snýst nefnilega ekki bara um það að skrifa greinar, heldur þurfum við að skipuleggja hvert einasta smáatriði fyrir heilt blað og það er heilmikil vinna. Að vera ritstjóri er nefnilega mun meiri vinna en margir halda, en þetta er án efa eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir María sem er afar ánægð með þá hjálp sem ritnefndin hefur fengið frá Suðurnesjamönnum við vinnslu blaðsins. „Það var alls ekkert erfitt að finna efni í blaðið því nóg er um að vera á Suðurnesjum. Núna erum við til dæmis með eiginlega of mikið efni, sem er samt bara lúxusvandamál. Okkur var alls staðar tekið mjög vel sem kom mér skemmtilega á óvart. Það eru einhvern veginn allir til í að vera með í blaðinu eða hjálpa til og langflestir eru mjög almennilegir.“ Að vanda er fjölbreytt efni í blaðinu og segir María að FS-ingar megi vænta þess að sjá margt nýtt og ferskt. „Í þessu Vizkustykki er ýmislegt sem FS-ingar hafa ekki séð áður, án þess að ég sé ekki að gefa of mikið upp. En þrátt fyrir ýmislegt nýtt erum við líka með margt gamalt og gott, eins og kynningu á nefndum og stjórninni, ásamt myndum frá liðnum viðburðum á vegum NFS.“ Gætir þú hugsað þér að vinna við ritstörf í framtíðinni? „Já, ég get vel ímyndað mér það. Mér finnst margt svo ótrúlega heillandi við blaðamennsku, þannig að það kæmi mér alls ekki á óvart,“ segir María sem telur að blaðamennskan fari vel saman við aðal áhugamálið sem eru ferðalög. „Þetta er starf sem að þú gætir sinnt

og atvinnulíf

n Veiðarfæraþjónustan laðar að sér erlenda viðskiptavini:

Traust starfsfólk og víðsýni í viðskiptum Þ

að hljóp aldeilis á snærið hjá Veiðarfæraþjónustunni ehf í Grindavík þegar asískt útgerðarfyrirtæki lagði inn hjá þeim risapöntun á smokkfisktrolli. Fyrirtækið hefur haldið öllum sínum starfsmönnum þrátt fyrir að kreppt hafi að enda hugsa menn þar út fyrir boxið. Viðskiptin undu upp á sig „Þetta kom til vegna þess að aðilar frá Asíu voru að veiða við strendur Norður-Afríku og fóru svo til Falklandseyja að veiða smokkfisk. Þá vantaði veiðarfæri til þess og við komumst saman niður á lausn og sendum þeim fyrsta trollið í september,“ segir Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri. Hann segir trollið hafa reynst svo vel að hálfu ári síðar hefðu sömu aðilar pantað helmingi stærra troll sem núna er í vinnslu hjá fyrirtækinu. Hörður segir fleiri erlendar útgerðir hafa pantað samskonar troll í kjölfarið sem nýtist vel fyrir fleiri tegundir fiska. Þessi viðskipti hefði undið upp á sig og orðið að meiru en búist var við. „Við höfum verið að eltast við að

ná einhverju svona í útflutning til að styrkja stoðirnar hérna. Einnig hafa Rússar verið að kaupa af okkur nokkur troll til grálúðuveiða við Grænland. Fyrir nokkrum árum seldum við lítil troll til Maine í Ameríku. Það týnist alltaf eitthvað til,“ segir Hörður bjartsýnn og bætir við að það þurfi að hugsa út fyrir boxið til leita að boðlegum samstarfsvettvangi. „Það verður að fara út fyrir það sem maður þekkir og láta slag standa, þó með ákveðið öryggi á bak við sig. Þýðir ekkert að hlaupa út í eitthvað og sitja svo eftir með skuldir og ógreidda reikninga,“ segir hann kíminn. Sömu starfsmenn frá upphafi Veiðarfæraþjónustan hefur ekki verið laus við niðursveiflur í kjölfar hrunsins en Hörður segir að þá hafi ekkert annað verið í stöðunni en að leita út fyrir landsteinana að verkefnum. Samhliða því hafi verið reynt að spara eins og hægt var. „Við vorum um tíma sterkir í sölu á dragnótum en í því varð töluverður samdráttur. Þorbjörn og slík stórfyrirtæki héldu þó sínum viðskiptum. Ég náði að halda öllum mínum mannskap með því að hagræða og leita að verkefnum.“ Fyrirtækið var stofnað árið 2002 á eldri grunni sem var innan Þorbjarnar áður og flestir starfsmenn hans í dag, sjö manns, hafa verið hjá honum síðan þá. „Starfsmannavelta er mjög lítil og ég er ánægður með það því langan tíma tekur að þjálfa menn í að geta tekið að sér fjölbreytt verkefni og ekki er hægt að treysta hverjum sem er.“

hvar sem er í heiminum, það skiptir mig mjög miklu máli vegna þess að ég hef mikinn áhuga á því að ferðast og sjá heiminn. Síðan er þetta bara svo ótrúlega skemmtilegt, ekki bara að skrifa greinar sem er reyndar mjög skemmtilegt, en líka að redda öllu sem þarf að redda og að reyna að gera blað sem höfðar til sem flesta. Líka það að gera blaðið eins áhugavert, frumlegt og skemmtilegt og hægt er. Þetta er mikil vinna en jafnframt ótrúlega gefandi.“ María hefur frá blautu barnsbeini verið með pennann á lofti og skrifað mikið. Hún segir að ímyndunaraflið þurfi að fá lausan tauminn. „Ég held að ég eigi allavega þrjár „bækur“ sem ég skrifaði þegar ég var yngri, þar sem minn heitasti draumur var að vera rithöfundur. Í grunnskóla voru samnemendur mínir orðnir verulega þreyttir á mér vegna þess að alltaf þegar við áttum að skrifa sögu heima og lesa síðan upp fyrir bekkinn, var ég alltaf með fáránlega langar sögur, og misskemmtilegar að sjálfsögðu. Ég var líka með svakalegt ímyndunarafl þannig að ég efast ekki um að margir hafi haldið að ég væri frá annarri plánetu,“ segir María og hlær. Eins og áður segir er verið að leggja lokahönd á Viskustykki en margir hafa lagt hönd á plóg við gerð blaðsins. „Við erum sjö í ritnefndinni sjálfri en við erum búin að fá nokkra aðila til þess að skrifa fyrir okkur. Síðan eru margir að sjá um blaðið sjálft. Það er sko alveg nóg að gera. Það er smá stress hjá mér en ég held að það sé alveg venjulegt á lokasprettinum, en það er allt að klárast og þá getum við öll andað léttar.“

pósturu vf@vf.is


25

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. nóvember 2013

-gamla

myndin

Stæltir Sandgerðingar Þ

að leynist ýmislegt í hirslum Víkurfrétta. Við teygðum okkur ofan í gamlan rykfallinn myndakassa í geymslu og drógum upp þessa skemmtilegu mynd. Þarna má sjá nokkra vel valda Sandgerðinga svona líka stælta og spengilega. Kapparnir eru eftirfarandi (standandi frá vinstri): Heiðmundur B. Clausen, Ólafur Þór Ólafsson, Pálmar Guðmundsson, Viggó Maríasson og sitjandi er Smári Guðmundsson. Víkurfréttir náðu tali af bæjarfulltrúanum Ólafi Þór sem man vel eftir þessum myndum þó ártalið sé ekki alveg á hreinu. „Þarna er um að ræða hljómsveitina Nerðir, sem var til í mjög stuttan tíma og kom fram einu sinni eða tvisvar. Þetta band spilaði frumsamið grunge-rokk og voru flestir í bandinu að spila með einhverjum öðrum böndum líka. Við erum allir Sandgerðingar sem vorum í þessu bandi,“ segir Ólafur. „Ef ég man rétt var þessi mynd tekin í tengslum við tónleika sem voru haldnir þar sem Players er núna þar sem ýmsar ungar hljómsveitir af svæðinu komu fram. Ártalið er ekki á hreinu en Smári var mjög ungur þannig að líklega eru um 20 ár síðan þetta var tekið. Gæti

trúað því að þetta sé fyrsta hljómsveitin sem Smári spilaði með opinberlega. Ég man að Rúnar heitinn Júlíusson var einn af þeim sem stóð að þessum tónleikum. Mig minnir að allar hljómsveitirnar hafi mætt í heimahús einhvers staðar í Keflavík og þar var þessi mynd tekin,“ segir Ólafur um leið og hann þakkaði blaðamanni fyrir að birta myndina góðu í blaðinu.

Nýr sviðsstjóri frístundaog menningarsviðs Grindavíkurbæjar B

æjarráð Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að ráða Þorstein Gunnarsson í starf sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs úr hópi 31 umsækjanda. Ráðningarþjónustan Intellecta var bæjarráði til ráðgjafar og hafði yfirumsjón með ráðningarferlinu. Þorsteinn er að ljúka meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík, en hefur

auk þess stundað nám í fjölmiðlafræði og upplýsingatækni. Hann hefur undanfarin 4 ár starfað sem upplýsinga- og þróunarfulltrúi Grindavíkurbæjar. Þorsteinn hefur í störfum sínum fyrir Grindavíkurbæ og íþróttahreyfinguna öðlast mikla þekkingu og reynslu á íþrótta- og frístundamálum, forvörnum og menningu. Þá hefur hann leitt stefnumótunarverkefni og hefur reynslu af

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR

Vaxtarsamningur Suðurnesja Býður Suðurnesjamönnum til uppskeruhátíðar Í bíósal Duushúsa þann 5. desember kl. 17.00. Dagskrá » Ávarp – Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra » Kynning á verkefnum Vaxtarsamnings » Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík » Guðmundur Bjarni Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kosmos og Kaos » Tómas Viktor Young, framkvæmdastjóri All Tomorrow´s Parties á Ásbrú Tilkynnt um úthlutun styrkja 2013.

heklan.is

gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana fyrir sveitarfélag. Reynsla hans og þekking á stjórnsýslu og málefnum sveitarfélaga er talsverð. Hann hefur auk þess stýrt umfangsmiklum verkefnum, m.a. menningarviðburðum í Grindavík og Vestmannaeyjum. Þorsteinn hefur störf í desember og tekur við af Kristni Jakobi Reimarssyni sem heldur til nýrra starfa í Fjallabyggð.


26

fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-póstkassinn

pósturu vf@vf.is

-fréttir

pósturu vf@vf.is

n Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar:

Áhersla á þroska einstaklingsins Fyrri hluti.

Á

rið 1997 gaf Al þjó ða hei lbrigðismálastofnunin (WHO) út skýrslu þar sem mælt var með því að sérhæfing í íþróttum eigi ekki að eiga sér stað fyrr en eftir 10 ára aldur. Í hinum fullkomna heimi ættu öll börn að stunda fjölbreyttar íþróttir fram að 10 ára aldri, þannig að þau geti þroskað með sér líkamlega færni á sem flestum sviðum. Góður þjálfari gerir sér grein fyrir að börn hafa ekki alltaf tækifæri á að vera í mörgum íþróttum. Hann ætti því að kenna þeim fjölbreyttar æfingar svo að börnin í félaginu nái að þroska með sér fjölbreytta hæfni sem gefur þeim breiðan grunn til. Gott júdófélag sér til þess að börnum,

yngri en 10 ára sé ekki einungis kennt júdó. Til dæmis má æfa fimi, jafnvægi og samhæfingu sem hafa ekkert með júdó að gera. T.d. að kasta, grípa og sparka bolta o.s.frv. Þetta ætti að vera gert til að börnin fái tækifæri til að þjálfa upp sem flesta líkamlega þætti sína. Sem foreldri ættir þú að geta séð barnið þitt framkvæma færni úr mörgum íþróttagreinum, og þróa líkamsvitund sína í júdótímum. Ekki kannski alltaf, en jafnt og þétt yfir æfingatímabilið. Við viljum að öll 10 ára börn, sem hafi verið að æfa júdó í einhvern tíma, geti hoppað, hlaupið, sippað, stokkið, kastað, gripið, sparkað, rúllað sér og auk þess að hafa öðlast grunnfærni í Júdó eins og t.d. fallæfingar, kollhnýs, grunnköst og fastatök. Í íþróttum almennt ætti áherslan aðalega að vera á að þroska einsak-

linginn frekar en að búa til meistara. Sem foreldri, vilt þú að öllum líkindum að júdóþjálfarinn og félagið sé ekki einungis að þroska barnið þitt sem júdómann, heldur sé hann og félagið líka að þroska barnið sem einstakling. Við æfingar og keppni ungra júdóiðkennda, er aðal áherslan lögð á jákvæða upplifun sem ýtir undir heilbrigðan lífsstíl. Til dæmis eru æfingar framkvæmdar í formi skemmtilegra leikja til þess að börnin fái jákvæða upplifun af æfingunum. Þetta aftur á móti verður til þess að æfingarnar verði hluti af lífi barnsins og stuðli að heilbrigðari lífsstíl. Guðmundur Stefán Gunnarsson, aðalþjálfari hjá Júdódeild Njarðvíkur

n Anna Valdís Jónsdóttir skrifar:

Sýnum kærleik í verki á Suðurnesjum K

æru Suðurnesjabúar Við hjá Fjölskylduhjálp Íslands erum flutt með alla starfsemina að Baldursgötu 14 Reykjanesbæ. Við þökkum allan veittan stuðning síðastliðinna ára sem hefur verið ómetanlegt. Nú líður brátt að jólum og við hjá Fjölskylduhjálpinni erum með jólamarkað á Baldursgötunni og biðlum nú til allra sem eiga jólaskraut, seríur og aðra skrautmuni sem þeir eru hættir að nota að hugsa til okkar. Við seljum hlutina á vægu verði og rennur peningurinn óskiptur í matarsjóð okkar. Brátt rennur hátíð ljóss og friðar í garð. Sitja landsmenn ekki allir við sama borð þar sem jólahald fer illa með marga sem eiga um sárt að binda. Gamla fólkið okkar sem á allt það besta skilið af okkur hinum á oft ekki til hnífs og skeiðar. Er þetta eitthvað sem við eigum ekki að bjóða

upp á. Einstaklingar verða oft hart úti og koma víða að lokuðum dyrum. Einstaklingar eru líka fólk. Við höfum lokað fyrir umsóknir fyrir jólaaðstoðina nú í ár þar sem takmarkað hefur þurft fjölda umsókna. Hér koma 10 - 15 fjölskyldur og einstaklingar á dag að biðja um jólaaðstoð sem vita ekki hvernig það á að fara að um jólin. Kiwanisklúbburinn Hof í Garði færði okkur 90 máltíðir af fiskibollum sem fyrirtæki í Grindavík styrkti með vinnu sinni. Ég vil biðla til allra fyrirtækja, félagasamtaka og klúbba að taka Kiwanis til fyrirmyndar. Kvenfélagið Njarðvík styrkir okkur með þriggja mánaða leigu fyrir húsnæðið að Baldursgötu 14. Fengum við einnig 60.000 kr. styrk frá manni búsettum í Bandaríkjunum. Ég vil vekja athygli á tólgar útikertum sem sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálparinnar framleiða til styrktar matarsjóði stofnunarinnar. Kertin eru unnin alfarið af sjálfboðaliðum úr tólg. Kertin

heita kærleikskerti Fjölskylduhjálpar Íslands og eru til margar fallegar áletranir eins og Elsku mamma, kærleiksljós til þín, ásamt 15 öðrum fallegum áletrunum og ættu allir að finna kerti við hæfi. Kertin lifa í um það bil níu klukkustundir. Kertin eru seld hjá okkur á Baldursgötunni, Nettó og Hagkaupum. Sýnum kærleik í verki á Suðurnesjum, tökum höndum saman því sameinuð getum við gert stóra hluti. Margt smátt getur gert kraftaverk. Einnig vil ég biðla til kvenna og karla á öllum aldri að gefa kost á sér til sjálfboðastarfa í nokkra tíma á viku og láta gott af sér leiða fyrir jólin. Upplýsingar hjá Önnu Valdísi í síma 897-8012, 421-1200 Anna Valdís Jónsdóttir stjórnarkona hjá Fjölskylduhjálp Íslands og verkefnastjóri hjálparstarfsins á Suðurnesjum.

NJARÐVÍKURKIRKJA (INNRI-NJARÐVÍK)

Aðventusamkoma verður í Njarðvíkurkirkju 1. desember kl.17:00. Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngur, en hann söng svo eftirminnilega framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sl. vor. Einnig koma fram nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Vox Felix undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og Kirkjukór Njarðvíkurkirkna undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista, sem einnig stjórnar almennum söng. Veitingar að samkomu lokinni í safnaðarheimili í boði sóknarnefndar, en þar mun Eyþór Ingi einnig taka nokkur lög. Allir velkomnir. Sóknarnefnd og sóknarprestur.

Áfram er unnið að endurbótum í Keflavíkurkirkju S

enn er liðið ár frá því að kirkjuskip Keflavíkurkirkju var opnað að nýju eftir gagngerar endurbætur. Breytingarnar hafa vakið athygli víða og hefur hönnun og handbragð fagmanna fengið lofsamlega dóma. Heimamenn unnu öll verk þar sem því var við komið og eru innréttingarnar til marks um þá miklu færni sem býr hér á þessu svæði. Sérstök ástæða er til að nefna nafn Ingva Þórs Sigríðarsonar í þessu sambandi en hann hefur gefið kirkjunni sinni framlag sitt til verksins. Ingvi Þór tók við hinum gömlu munum úr Keflavíkurkirkju sem fjarlægðir höfðu verið á sjöunda áratugnum og endurgerði þá af einstakri færni. Gamli predikunarstóllinn mátti muna sinn fífil fegurri en í höndum fagmannsins öðlaðist hann nýtt líf og prýðir nú kirkjuna að nýju í allri sinni dýrð. Þetta tæpa ár sem kirkjan hefur verið prýdd hinum nýju innréttingum hefur enn vantað á að unnt væri að ljúka verkinu. Kirkjugestum hefur þótt harla tómlegt um að litast í kór kirkjunnar fyrir framan altarið. Þar voru áður grátur með knébeð þar sem brúðhjón, altarisgestir og fermingarbörn hafa getað kropið á stórum stundum. Ekki voru til fjármunir til þess að ljúka verkinu en Ingvi Þór tók málin í sínar hendur og hóf verkið að eigin frumkvæði. Gerði hann knébeðinn og endurnýjaði gömlu pílárana og bogana. Helgi Kristinsson málaði verkið og oðraði sam-

kvæmt leiðsögn arkitektsins, Páls V. Bjarnasonar. Nú hafa hinar nýju/gömlu grátur verið settar upp í Keflavíkurkirkju og hefur svipmót kirkjuskipsins breyst til mikilla muna eins og kirkjugestir munu sjá sem leggja leið sína þangað inn. Frumkvæði Ingva Þórs Sigríðarsonar hefur orðið okkur innblástur að því að ljúka verkinu og taka einnig söngloftið í gegn. Þar er gamla orgelið sem einhverjir töldu hafa sungið sitt síðasta. Að frumkvæði sóknarnefndar var ákveðið að kanna hvort mögulegt væri að koma því í viðunandi ástand. Orgelsmiður frá Walcker verksmiðjunum í Þýskalandi hefur metið gripinn og gert tilboð í algera endurnýjun sem mun bæta við röddum og gefa orgelinu nýtt líf til næstu kynslóða. Mun framkvæmdin kosta aðeins lítinn hluta af því sem nýtt orgel hefði kostað og nú er innan seilingar að búa Keflavíkurkirkju hljóðfæri sem mun nýtast við athafnir okkur öllum til sóma. Á aðventunni munum við efna til söfnunar fyrir þessum endurbótum en þær munu kosta með breytingum á sönglofti um 18 milljónir. Við köllum eftir stuðningi einstaklinga og fyrirtækja á svæðinu að gera okkur kleift að ljúka þessu mikilvæga verki. Guð blessi góða gjafara og gott er að eiga góða að!

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001


27

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. nóvember 2013

Jólagleði í Eldey Valdimar, jólaglögg og piparkökur

H

önnuðir og frumkvöðlar í Eldey bjóða Suðurnesjamönnum til jólagleði fimmtudaginn 5. desember n.k. kl. 20:00. Tónlistarmaðurinn Valdimar mun skemmta gestum ásamt Björgvini Baldurssyni og boðið verður upp á jólaglögg og piparkökur í tilefni aðventunnar. Vinnustofur í húsinu verða opnar

Bragi byggir fyrir 130 milljónir V

erksamningur um viðbyggingu við íþróttamiðstöðina í Garði hefur verið lagður fyrir bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs. Samningurinn var nýlega undirritaður af Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra og Braga Guðmunds-

syni verktaka. Samningsfjárhæð er rétt tæpar 130 milljónir króna og framkvæmdatími er áætlaður frá 24. febrúar til 21. nóvember 2014. Bæjarráð samþykkti samhljóða að staðfesta verksamninginn.

og hönnuðir selja vörur sínar. Þá munu sprotafyrirtæki kynna ýmsa framleiðslu, s.s. GeoSilica sem býður upp á smakk á kísilvatni sem unnið er úr jarðsjó og Arctic sea salt kynnir framleiðslu á heilsusalti sem fram fer í húsinu. Þá verða fleiri verkefni í Eldey kynnt en þau eru afar fjölbreytt.

Njótum aðventunnar P I PAR\TBWA •

Gleði og jákvætt hugarfar létta lund og smita út frá sér. Leyfum jólaandanum að ríkja í ár.

SÍA •

133480

Jólalýsing

í Kirkjugarði Njarðvíkur www.lyfogheilsa.is

Keflavík

Ferskt sushi alla daga

og fullt hús af gómsætum

tælenskum mat

Byrjað verður að kveikja á jólaljósum laugardaginn 30. nóvember kl. 13.00. Opnunartímar: Þriðjudaga frá kl. 17:30 – 19:00 (3., 10. & 17. des) Fimmtudaga frá kl. 17:30 – 19:00 (5., 12. & 19. des) Laugardaga frá kl. 13:00- 17:00 (30. nóv, 7., 14. & 21. des) Síðasti dagur er 21. des.

BÍLINN Í JÓLABAÐIÐ Nú er rétti tíminn til að panta tíma svo að bíllinn komist í jólabað í desember. Vönduð vinna og sanngjarnt verð.

thaikeflavik.is // Hafnargata 39 // 421 8666

Fjölsmiðjan á Suðurnesjum // Smiðjuvellir 5 // Gamla Húsasmiðjuhúsið // Reykjanesbær // s. 421-1551


28

-

fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

ung // Snædís Glóð Vikarsdóttir

pósturu pop@vf.is

Veðurfréttir lýsa mér best Hvað gerirðu eftir skóla? Fæ mér að borða og kúri kannski smá, fer svo á æfingu. Hver eru áhugamál þín? Fimleikar, tónlist og fjölskyldan. Uppáhalds fag í skólanum? Stærðfræði og íþróttir. En leiðinlegasta? Samfélagsfræði og náttúrufræði. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Cody Simpson klárlega!

Snædís Glóð Vikarsdóttir er nemandi í 9. bekk í Heiðarskóla. Hana langar að verða sálfræðingur. Hún segist vera stórskrýtin og sprenghlægileg og segir að Þorgrímur Þráinsson sé „legend“.

-

Ef þú gætir fengið einn ofur kraft hver væri hann? Lesa hugsanir væri fínt. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Langar að verða sálfræðingur. Hver er frægastur í símanum þínum? Er með fullt af framtíðarcelebum. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?

smáauglýsingar Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 21. - 27. nóv. nk.

TIL LEIGU Grænás, Njarðvík 108fm 4ra herb. íbúð til leigu. Falleg 4ra.h íbúð til leigu. Íbúðin laus og afhent nýmáluð. Langtímal., 160 þ/ mán. S. 774 0742

• Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 29.nóv n.k. á Nesvöllum kl. 14:00. Basar FEBS Allir velkomnir

TIL SÖLU Vetradekk tveir gangar af vetradekkjum 265/75/16 og 215/50/17 góð dekk. Uppl sima 861 3247 Hjónarúm og uppþvottavél Hjónarúm ásamt gafli og náttborðum. Einnig Gram uppþvottarvél. Uppl. í síma 841 8008.

ÞJÓNUSTA ÓDÝR DJÚPHREINSUN. Við djúphreinsum teppi, sófasett, dýnur og mottur. Við hjálpum við lyktareyðingu og rykmauraeyðingu. s:780 8319 eða email: djuphreinsa@gmail.com

FUNDARBOÐ

Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/

Bílaviðgerðir Umfelgun Smurþjónusta Varahlutir Kaupum bilaða og tjónaða bíla

Iðavellir 9c -

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

GSA fundir AA húsinu, Klapparstíg 7 alla þriðjudaga kl:20. Nýliðafundir fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði kl:19:30 Allir velkomnir.

Daglegar fréttir

á vf.is

Opnunartími kl. 13:00 - 18:00 alla virka daga Laugardaga kl. 10:00 - 16:00 Njarðvíkurvíkurbraut 9, Reykjanesbæ, s. 823 4228, vinnusími 421 1052

Ég hef hitt slatta af frægu fólki, t.d. Justin Bieber, Cody Simpson og Eminem en merkilegasta fólkið hitti ég daglega. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Aldrei að vita hverju ég tæki uppá. Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Þægilegur . Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Stórskrítin og sprenghlægileg. Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Félagsskapurinn. Hvaða lag myndi lýsa þér best? I believe in miracles með Hot chocolate. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Veðurfréttir.

-

Besta: Bíómynd? Bangsímon.

Sjónvarpsþáttur? Allt nema það sem mamma horfir á. Tónlistarmaður/Hljómsveit? Cody Simpson er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Matur? Pítsa, mjög basic bara. Drykkur? Vatn. Leikari/Leikkona? Enginn sérstakur svo sem. Fatabúð? Forever 21 kemur sterk inn. Vefsíða? Facebook og Instagram eru partur af deginum haha Bók? Flestar bækur eftir Þorgrím Þráinsson, hann er legend.

fs-ingur vikunnar

Góð þátttaka á íbúafundi um frístunda- og forvarnamál uÍbúafundur um frístunda- og forvarnamál í Sandgerði var haldinn mánudaginn 11. nóvember sl. Samkvæmt tilkynningu var þátttaka góð og hugmyndir og umræður sem þar fóru fram voru áhugaverðar og gagnlegar. Kynnt var starfsemi helstu félagasamtaka sem bjóða upp á frístundastarf í Sandgerði sem og nýlegar niðustöður könnunar á íþrótta- og frístundastarfi barna og unglinga í Sandgerði. Í lokin fór fram hópavinna fundargesta sem laut að framtíð frístundastarfs í Sandgerði. Frístunda- og forvarnafulltrúi, sem og Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráð, vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra sem tóku þátt.

pósturu eythor@vf.is

Batman á Sean Connery nærbuxur Sölvi Elísabetarson er á listnámsbraut í FS. Hann hefur áhuga á kvikmyndum og gæti hugsað sér að verða leikstjóri þegar hann verður stór. Sölvi sem er 19 ára gamall er tæknilega séð frá Grafarvoginum, en hjarta hans liggur á Hvammstanga.

Ég leik mér að semja tónlist og gera stuttmyndir þegar ég hef tíma

Helsti kostur FS? Kennararnir. Hjúskaparstaða? Er á föstu með einni snót. Hvað hræðistu mest? Bílpróf. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Sigurþór Árni Þorleifsson, því húmorinn hans er top notch! Hver er fyndnastur í skólanum? Fyrir utan Sigurþór þá Ruth Rúnarsdóttir. Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd? The Counselor, sú mynd var amazing. Ridley Scott (Gladiator, Alien, Blade Runner) leikstýrir henni og höfundur No Country For Old Men skrifar hana. Góð blanda. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Hefurðu heyrt um orðið: Allt? Hver er þinn helsti galli? Get stundum verið „alveg úti á haga“ í hausnum og tala of mikið. Hvað er heitasta parið í skólanum? Guðmundur Elí og Guðrún Elva. Ég veit ekkert um hvort að þau séu heit í skólanum eða ekki en þau eru vinir mínir og hafa örugglega gaman af því að sjá nöfnin sín í Víkurfréttum.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Hvetja skemmtinefndina til þess að hafa fleiri tónleika styrkta af skólanum. Áttu þér viðurnefni? Úlpugæjinn. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „Ástin mín“. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Eins og hjartalínurit. Fer upp og niður. Áhugamál? Kvikmyndir og tónlist. Ég leik mér að semja tónlist og gera stuttmyndir þegar ég hef tíma (hef alveg tíma, er bara latur). Elska að fara í bíó sérstaklega með bestu vinum og kærustunni. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ætla að verða kvikmyndaleikstjóri. Ertu að vinna með skóla? Já, ég vinn í pósthúsinu í Keflavík. Bara stundum samt. Ég er líka Batman. Hver er best klædd/ur í FS? Íris Jónsdóttir. Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt?

Allir úr The Expendables

Eftirlætis: Kennari: Íris Jónsdóttir, Þorvaldur Sigurðsson, John Richard Middleton, Axel Gísli Sigurbjörnsson, Bragi Einarsson og Anna Karlsdóttir Taylor. Ég veit að þeir eru margir en ég dýrka þessa kennara. Fag í skólanum: Sjónlist, Enska, Listir og menning. Sjónvarpsþættir: Girls Kvikmynd: It’s a Wonderful Life, 2001 Space Odyssey og Cloud Atlas. Hljómsveit/tónlistarmaður: Diane Coffee í augnablikinu en uppáhaldið er Daft Punk. Leikari: Ryan Gosling, Tom Hardy og Mads Mikkelsen. Vefsíður: Biovefurinn.is Flíkin: Á Sean Connery nærbuxur. Skyndibiti: Villabar. Villaborgari með öllu er það besta sem ég borða. Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)?: Gimme Gimme Gimme með ABBA.


29

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. nóvember 2013

-

grunnskólar

pósturu vf@vf.is

Sömdu ljóð um betri heim Í tilefni af degi íslenskrar tungu sem var núna 16. nóvemer sl. hélt Akurskóli í Reykjanesbæ ljóðasamkeppni sem kallast Ljóðaakur. Í henni taka krakkar í 2.-10. bekk þátt og í ár var þemað Betri heimur. Krakkarnir sömdu ljóð með það þema í huga

Sigurvegararnir eru þessir: Dagrún Ragnarsdóttir í 4. bekk (yngsta stig) Stefanía Lind Guðmundsdóttir í 5. bekk (miðstig) Þórdís Anja Ragnarsdóttir í 10. bekk (elsta stig)

-

jólaspurningar

Harpa Lind Harðardóttir:

Alltaf tímanlega með jólagjafakaup Jólin hjá Hörpu Lind Harðardóttur eru misjöfn eftir því hvort hún hefur búið hérlendis eða í útlöndum. Það hefur aðallega farið eftir því með hvaða liðum eiginmaður hennar, knattspyrnumaðurinn Stefán Gíslason, hefur spilað. Í ár býr fjölskyldan í Garðabæ og verða íslenskar hefðir því kærkomnar og þau umvafin vinum og ættingjum. Jólatónlistin? Jólin eru komin þegar Frank Sinatra og fleiri snillingar í þeim dúr hljóma á Þorláksmessu. Þá getur maður slakað á og fengið jólaandann yfir sig. Svo kemst maður ekki hjá því að heyra jólalög allt í kringum sig allan desember í verslunum og útvarpinu.

Ljóð eftir Dagrúnu Ragnarsdóttur, sigurvegara á yngsta stigi

Ljóð eftir Stefaníu Lind Guðmundsdóttur, sigurvegara á miðstigi

Ljóð eftir Þórdísi Önju Ragnarsdóttur, sigurvegara á elsta stigi

Betri væri heimurinn: Betri væri heimurinn ef enginn myndi berjast betri væri heimurinn ef enginn þyrfti að verjast betri væri heimurinn ef ekki yrðu stríð betri væri heimurinn ef tilveran væri blíð

Fallegur heimur: Ég vildi að það væri til betri heimur fyrir alla, bæði fyrir börn, konur og kalla. Grasið væri grænt, fuglarnir syngja, blómin spretta og sólin skín. Það er óskin mín.

Betri heimur: Daglega ég á mér draum um dásamlegri heim glaðlega ég gef því gaum og geng á vegi þeim Batnandi heimur býr í mér betri með hverjum degi ber hann hlýju að hjarta þér og harmi frá þér beygi

Heitur matur í hádeginu í Ship o Hoj S

hip o Hoj sælkeraverzlun er byrjuð að bjóða upp á heitan bakkamat í hádeginu alla virka daga frá 11:30-14:00. Matreiðslumeistarinn Gylfi Ingason hefur nýlega verið ráðinn til starfa en með Gylfa kemur áratuga reynsla. Hann hefur m.a. unnið í rúm 20 ár við matreiðslu í fínustu veiðihúsum landsins en eins og margir vita eru kröfur á

þeim bænum miklar. Gylfi hefur einnig unnið við sölu og framleiðslu á kjöt- og fiskafurðum til fjölda ára. Í hádeginu verður boðið upp á humar- & fiskisúpu auk fisk- & kjötrétta. Gæðin verða í fyrirrúmi ásamt viðráðanlegu verði. Hráefnið kemur ferskt í hús, því verður um góðan heimilismat að ræða, segir í tilkynningu frá Ship

o Hoj. Auk þessa mun Ship o Hoj áfram bjóða upp glæsileg kjöt- og fiskborð ásamt öðrum spennandi afurðum, s.s. eðalsíld frá Fáskrúðsfirði, humar frá Vestmannaeyjum, harðfisk frá Sandgerði, signum fisk frá Garði, sjófrystar lúðusteikur, góðar sósur og meðlæti og margt margt fleira.

Fyrstu jólaminningarnar? Við skreyttum alltaf jólatréð á Þorláksmessu og borðuðum hangikjöt, grænar baunir, uppstúf, kartöflumús og laufabrauð á aðfangadag. Á jóladag fórum við alltaf í mat til ömmu og afa. Jólahefðir hjá þér? Okkar jólahefðir hafa verið svolítið breytilegar eftir því í hvaða landi við erum hverju sinni. Við höfum þó alltaf haldið í íslensku jólasveinana og hafa strákarnir okkar verið öfundsverðir af því að fá í skóinn 13 nætur í röð fyrir jól. Það hefur verið gaman að kynnast mismunandi menningu og að taka þátt í mismunandi jólahefðum. Við munum líklega skapa okkar eigin hefðir þegar við ákveðum að setjast að á einum stað til frambúðar...hvenær sem það verður! Skatan má alveg missa sín á Þorláksmessu og höfum við í staðinn eldað Gourmet plokkfisk úr matreiðslubók Gordons Ramsey, Eldað um veröld víða. Dásamlega góður plokkfiskur! Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Ég er alin upp við smákökubakstur og laufabrauðsútskurð. Það er ómissandi að baka nokkrar sortir til að maula með heitu kakói við kertaljós og svo skreyta strákarnir mínir alltaf piparkökuhús. Það er alltaf gott fyrir þá að koma inn eftir leik í snjónum og fá sér heitt kakó og smákökur. Það skapar vissan jólaanda og lifir í minningunni um ókomin ár. Jólamyndin? Við eigum nokkrar jólamyndir á DVD sem við fjölskyldan horfum á saman í desember. Engin ein sem stendur upp úr.

Hvar kaupirðu jólagjafirnar? Ég hef keypt þær erlendis þar sem ég hef búið hverju sinni. Einstaka sinnum hef ég keypt gjafir á Íslandi ef það er eitthvað séríslenskt sem við höfum ætlað að gefa. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Ég á mjög stóra fjölskyldu þannig að já þær eru nú nokkuð margar. Það er gaman að gleðja sína nánustu með góðum gjöfum. Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég er alltaf búin að versla allar jólagjafir tímanlega. Ég vil ekki lenda í stressi því ég vel allar jólagjafir gaumgæfilega. Ég er hreinlega of skipulögð til þess að þú fyndir mig ráfandi á milli verslana að reyna að kaupa síðustu jólagjöfina á Þorláksmessu eða aðfangadag. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Það er alltaf gaman að fá góða bók til að lesa um jólin en eiginmaður minn hefur verið duglegur að gefa mér fallega hluti í gegnum árin, þar á meðal undurfallegan demantshring. Hvað er í matinn á aðfangadag? Það á eftir að halda fjölskyldufund og ákveða jólamatseðilinn. En hann er breytilegur ár frá ári. Eftirminnilegustu jólin? Við ákváðum eitt árið að bregða út af vananum og fórum til Dubai yfir jól og áramót í stað þess að koma til Íslands. Það var mikil upplifun að geta farið á skíði inni í stórri verslanamiðstöð þegar maður var orðinn leiður á sólinni eða farið í safaríferð í eyðimörkinni. Án efa afslappaðasta jólafrí fyrr og síðar. Hvað langar þig í jólagjöf? Góða bók, einhverja góða sakamálasögu.

Húsnæði óskast Knattspyrnudeild Keflavíkur óskar eftir lítilli íbúð í Keflavík fyrir leikmann. Vinsamlega hafið samband á e-mail kef-fc@keflavik.is eða s. 8928058


30

fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

VIKAN Á VEFNUM Suðurnejamenn láta ekki sitt eftir liggja á samfélagsmiðlunum. Við á Víkurféttum munum framvegis birta það helsta sem ber á góma á Facebook og Twitter hjá Suðurnesjamönnum.

Herta Pálmadóttir Elska þegar pabbi ætlar að senda póst á facebook en skrifar á vegginn hjá aðilanum #noob Guðrún María Í gær gerðist sá merkis atburður að ég fór í annað skiptið á ævinni á Olsen Olsen Guðni F. Oddsson Af hverju get ég ekki keypt mandarínur 365 daga ársins #pirr #mikiðpirr Hlynur Thor Valsson Náði að gera lýtalausar, bragðgóðar, brúnaðar kartöflur í fyrsta sinn á ævinni. 150 kokkastig! Sævar Sævarsson Djöfulsins legendary leikur verður þetta á föstudaginn... Hafið þið tryggt ykkur svona bol? #kefnation #damon

Ómar Jóhannsson Stormur úti eða eins og þeir kalla það í Eyjum "Gameday" Björn Birgisson Það er blóðugur niðurskurður hjá ríkinu. Datt einhverjum í hug að RÚV slyppi við hann? Jónína Magnúsdóttir Mig sárvantar ljóta jólapeysu fyrir föstudaginn - einhver sem getur lánað mér? Helga Sigrún Harðardóttir Það er góð skemmtun að standa á höndum með Villi Pétursson í þágufalli… Þorvaldur Helgi Auðunsson Ég hélt að Garðbæingar vissu allt - greinilega veit ég þeim mun minna, glæsilegt hjá Reykjanesbæ

pósturu eythor@vf.is

ÍRB sigursæl á ÍM25

n Nýr þjálfari ánægður með móttökur:

Góðar aðstæður og frábærir krakkar AUKIN LEIKFÆRNI

Heiðar Birnir er sannfærður um góð viðbrögð við námskeiðinu.

Heiðar Birnir Torleifsson hóf formlega störf fyrsta nóvember sem þjálfari meistaraflokks kvenna og yfirþjálfari yngri flokka hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur. Ásamt því er hann íþróttafulltrúi deildarinnar. Heiðar hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur m.a. starfað hjá ýmsum félögum og við knattspyrnuskóla. Fjölskyldan á Akureyri „Ég fer aðallega á þrjá staði þegar ég er hér fyrir sunnan; Reykjaneshöllina, Íþróttahús Reykjanesbæjar og til Magga dómara [Þórissonar] að borða,“ segir Heiðar og hlær. Hann segir að honum líði mjög vel hér og hafi fengið góðar móttökur. Aðstæður séu góðar, krakkarnir frábærir og tilbúnir að leggja mikið á sig. „Hér ríkir mikil knattspyrnumenning og það er gaman að koma inn í hana. Foreldrarnir eru mjög áhugasamir og vilja allt gera fyrir börnin sín.“ Sjálfur á Heiðar og eiginkona hans, Inga María Gunnarsdóttir, þrjú börn á aldrinum 3 - 11 ára. Fjölskyldan hans býr á Akureyri þar til Inga María klárar nám í grafískri hönnun við Myndlistarskólann þar næsta vor. „Við fluttum þangað árið 2011 og leigjum húsið okkar í Hafnarfirði þangað til í mars. Þá flytjum við aftur heim,“ segir Heiðar.

áætlun í knattspyrnu sem starfar út um allan heim og er undir áhrifum frá kennslu Wiel Coerver. Alfred Galustian og Chelsea goðsögnin, Charlie Cooke, stofnuðu þetta árið 1984.“ Heiðar segir að frá stofnun hafi 8 sjónvarpsþættir á jafn

Býður upp á alþjóðlegt námskeið Heiðar er metnaðarfullur og ætlar að bjóða upp á námskeið undir merkjum Coerver Coaching í Reykjaneshöll 27. - 29. desember. „Coerver Coaching er æfinga-

mörgum tungumálum verið gerðir um þessa aðferð, auk myndbanda, mynddiska og bóka á 12 tungumálum. Þá hafi 1,5 milljónir barna og þjálfara tekið þátt í námskeiðum Coerver Coaching sem hefur verið samstarfsaðili Adidas í 20 ár.

Börnin auka leikfærni og njóta íþróttarinnar óháð eigin getu. Framfarir verða miklar og skýrar hjá þeim

Ávinningurinn barna og foreldra „Þessi hugmynda- og æfingaáætlun í knattspyrnu þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum en sérstaklega aldrinum 6-16 ára á öllum getustigum. Einnig foreldrum, þjálfurum og kennurum. Einblínt er á að þróa færni einstaklingsins og leikæfingar í smáum hópum. Virtustu knattspyrnusambönd heims, leikmenn, sérfræðingar og félög viðurkenna þetta og mæla með því,“ segir Heiðar og bætir við að ýtt sé undir sjálfstraust og sköpunargleði hjá leikmönnum með því að gera leikinn skemmtilegan á æfingum. Góður íþróttaandi sé ríkjandi og virðing fyrir öllu í öruggu og lærdómsríku umhverfi. „Ávinningurinn er ekki einungis iðkenda heldur einnig foreldra. Börnin auka leikfærni og njóta íþróttarinnar óháð eigin getu. Foreldrarnir fá gæði fyrir fjármuni sína því framfarir verða miklar og skýrar hjá börnunum. Auk þess fæst besta æfing og kennsluáætun í færni knattspyrnumanna sem völ er á í dag,“ segir Heiðar og er sannfærður um góð viðbrögð.

DAMON JOHNSON B

-molar

til Keflavíkur

andaríkjamaðurinn Damon Johnson, sem er að margra mati besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur í efstu deild körfuboltans hér á landi, kemur til Keflavíkur á næstu dögum. Hann mun leika með B-liði félagsins gegn ÍG í bikarkeppninni á morgun, föstudag. „Okkur langaði bara að hitta hann því það eru tíu ár frá því hann var hér síðast. Við vitum ekkert hvort hann sé í formi eða ekki enda skiptir það ekki máli. Þetta er bara gert upp á fjörið,“ sagði Sævar Sævarsson, stjórnarmaður í Keflavík og leikmaður B-liðs Keflavíkur. Í liðinu eru nokkrir af fyrrum snillingum Keflavíkur í körfunni. Einn þeirra er Gunnar Einarsson og hann virðist vera í toppformi á miðað við frammistöðu hans með liðinu um daginn þegar hann fór mikinn í stigaskori. „Eina sem hann bað um var að fá góða gistingu, fara í Bláa lónið og á Nonnabita,“ sagði Sævar og hló. Hann bætti því við að líklega yrði haldið upp á heimsókn Damons með stuðningsmannakvöldi eftir leikinn við ÍG. Damon fékk íslenskan ríkisborgararétt og lék nokkra landsleiki með Íslandi. Hann lék síðast árið 2003 með Keflavík en þá vann liðið Íslandsmeistaratitilinn. Hann fór eftir sigurárið 2003 til Spánar þar sem hann lék í tvö ár hjá tveimur liðum. Hann hefur síðustu árin búið á heimaslóðum í Bandaríkjunum.

uÍslandsmeistaramótið í sundi í 25 metra laug var haldið um síðastliðna helgi. Lið ÍRB þrefaldaði fjölda verðlauna sinna frá árinu 2012, en sundfólk ÍRB vann samtals 41 verðlaun á mótinu í ár. ÍRB vann flest verðlaun bæði í karla- og kvennaflokki. Liðið átti næstflesta Íslandsmeistara karla og þriðju flestu Íslandsmeistara kvenna. Í heildina var liðið með 31% allra verðlauna sem veitt voru á mótinu. Lið ÍRB var skipað 30 sundmönnum og var fjölmennasta liðið á mótinu. ÍRB keppendur á mótinu voru á aldrinum 11-18 ára en liðið er ungt og efnilegt. 10 sundmenn náðu í landsliðsverkefni. Einnig náðust lágmörk fyrir Norðurlandameistaramót unglinga sem fram fer í Færeyjum í næstu viku. Eins náðust lágmörk á Evrópumeistaramótið. Fjögur Íslandsmet í aldursflokkum voru sett á mótinu af sundmönnum ÍRB. Mörg ÍRB-, Keflavíkur- og Njarðvíkurmet voru svo slegin. ÍRB vann brons í öllum átta boðsundunum á mótinu en í fyrra unnust engin verðlaun í boðsundi hjá liðinu.

Keflvíkingar sópuðu að sér verðlaunum u 17 keppendur úr íslenska taekwondo landsliðinu kepptu á Scottish Open mótinu um helgina og þar af voru 13 frá Keflavík. Skemmst er frá því að segja að allir íslensku keppendurnir fengu verðlaun og sumir keppendur fengu nokkur verðlaun. Keflvíkingar voru sérstaklega sigursælir en af þeim 36 verðlaunum sem íslenska liðið hlaut, þá unnu Keflvíkingar 31. Íslenska landsliðið var með besta árangur allra liða í tækni (það voru bara Keflvíkingar að keppa í tækni), annan besta árangur liða í bardaga og annan besta samanlagðan árangur. Það er ótrúlega góður árangur, sérstaklega í ljósi þess að mörg önnur lið voru mun stærri en íslenska liðið. Alls tóku um 40 lið þátt í mótinu. Árangur íslenska liðsins Gull – 18 (Keflavík var með 16 af þeim) Silfur – 10 (Keflavík – 8) Brons – 8 (Keflavík – 7)

Ásmundur íþróttamaður Mána 2013

u Ásmundur Ernir Snorrason var valinn íþróttamaður Mána 2013 á aðalfundi félagsins sem haldinn var miðvikudaginn 20. nóvember síðastliðinn. Ásmundur náði mjög góðum árangri á árinu og þar má helst telja að hann varð tvöfaldur Íslandsmeistari á Íslandsmótinu sem haldið var á Akureyri í sumar. Hann varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði og samanlögðum fimmgangsgreinum. Einnig náði hann silfri í fimmgangi. Tvær efnilegar hestaíþróttastúlkur hlutu árangursverðlaun fyrir mjög góðan árangur á árinu: Jóhanna Margrét Snorradóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur og einnig Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir. Þess má til gamans geta að Ásmundur Ernir og Jóhanna Margrét eru systkini og Gyða Sveinbjörg er frænka þeirra.


31

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. nóvember 2013

Feðgarnir Sveinn Björnsson og Kristinn Rafn Sveinsson dæma saman í körfubolta:

HÁR

FAKTORÝ Sími 421-3969

ATVINNA

Eggið kennir hænunni Sveinn hætti sem „stúkudómari“ og blæs nú með stráknum.

„Ég sá námskeið auglýst á heimasíðu KKÍ í mars sl. og spurði strákinn hvort hann vildi fara á dómaranámskeið. Hann var til að fara ef ég færi með honum. Ég sló til og féll algjörlega fyrir dómgæslunni,“ segir Sveinn en hann og Kristinn Rafn sonur hans hófu nýverið feril sem dómarar í körfubolta. Kristinn æfir körfu hjá Keflavík með 11. flokki en sjálfur var Sveinn aldrei mikið í körfubolta á sínum yngri árum. Sveinn starfar í barna- og unglingaráði körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og fjölskyldan fylgist vel með körfuboltanum. „Við hjónin höfum bara fylgt okkar börnum í kringum allar þær íþróttir sem þau velja. Kristinn valdi körfuboltann, hin tvö eru í fimleikum og sjálf erum við hjónin í blaki. Þannig að það er nóg að gera á þessu heimili,“ segir Sveinn hress í bragði. Feðgarnir hafa dæmt töluvert saman en Sveinn segir að dómgæslan sé ennþá bara áhugamál hjá

sér. „Ég dæmi kannski 6-7 leiki í mánuði, síðan höfum við verið að taka leiki fyrir okkar félag þegar fjölliðamót eru um helgar.“ Kristinn er aðeins 16 ára en mælst er til þess að menn séu a.m.k. 17-18 ára í dómgæslunni. Hann kann þó sitt hvað fyrir sér og er óhræddur við að kenna pabba sínum reglurnar. „Við getum sagt að eggið hafi stundum verið að kenna hænunni. Meðan á námskeiðinu stóð ræddum við alla mögulega hluti sem gætu komið upp, svo tókum við oft s ý n i ke n nslu f y r i r hvorn annan,“ segir Sveinn en hann viðurkennir að hafa verið mjög góður svokallaður „stúkudómari“ áður en hann s ótti námskeiðið. Hann átti alls ekki von á því að enda nokkur tímann i

Hárfaktorý auglýsir til leigu frábæra aðstöðu fyrir skemmtilegan og hressan hársnyrtisvein eða meistara. Þarf að hafa góða reynslu í faginu og mikinn áhuga á starfinu. Sanngjörn leiga á besta stað í bænum. Endilega komið við eða sendið tölvupóst á harfaktory@gmail.com

FEÐGAFLAUT

Kveðja, Lilja og Gauja

dómgæslu í körfuboltanum, hvað þá með syni sínum. „Við tökum bara eitt skref í einu, en stefna er klárlega tekin lengra. Ég tel líklegt að Kristinn komi til með að dæma mikið í framtíðinni og leyfi kallinum kannski að taka einn og einn leik með sér.“

Bíll til sölu

Eðalvagn á góðu verði Nissan Note 2007 ek. 120 þús. 5 dyra, sjálfskiptur, nýlega skoðaður. Flottur fjöldskyldubíll sem eyðir litlu. Listaverð kr. 1.290.000,- en ásett verð kr. 1.050.000,- Tilboðum verður svarað. Áhvílandi hagstætt bílalán 400 Þús. Upplýsingar í síma 8230701.

F LU GU KO F I N N ÞAR SEM VEIÐISÖGURNAR VERÐA TIL

L AU G A R DAG I N N 3 0. N ÓV E M B E R K L . 14.0 0 O PN A R F LU GU KO F I N N N ÝJA O G GL Æ S I LE G A V E I Ð I VÖ R U V E R S LUN Á H A FN A R G ÖT U 2 1

V I Ð K Y N N U M Þ A Ð N Ý J A S TA F R Á S A G E , S I M M S , S C O T T O G F L E I R I F R A M L E I Ð E N D U M . ENGILBERT JENSEN VERÐUR VIÐ VÆSINN OG KAFFI Á KÖNNUNNI. J Ú LL I GE F U R G Ó Ð R Á Ð V I Ð VA L Á J Ó L A PA K K A V E I Ð I M A N N S I N S . KÍKTU VIÐ – ALLIR VELKOMNIR!

SÍMI 775-3400 // FLUGUKOFINN.IS

OPNUNARTÍMAR FRAM AÐ JÓLUM: 13.00–22.00 ALLA VIRKA DAGA & 12.00–16.00 UM HELGAR


GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ Nokkrir sýningarbílar á frábærum afslætti fram að áramótum. Fyrstir koma fyrstir fara á glæsilegum Chevrolet inn í nýtt ár.

T AÐ ALL 0 KR. .00 TTUR 0 0 5 FSLÁ A

Tryggðu þér eintak strax!

Aveo

Malibu

Orlando

Captiva

Cruze

Bílabúð Benna í Reykjanesbæ Opið alla virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Verið velkomin í reynsluakstur.

Nánari upplýsingar á benni.is Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000

Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.