Víkurfréttir
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
Hringbraut 99 - 577 1150
vf.is
F IMMTUDAGUR INN 5 . D ESE MBE R 2 0 13 • 4 6. TÖLU BLA Ð • 34. Á RGA NGU R
Jólasveinar á Skype!
Sjálfstæðismenn halda meirihluta í Reykjanesbæ
S
jálfstæðismenn halda meirihluta sínum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samkvæmt niðurstöðu úr könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans sem hún gerði fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn fengi 44,6% atkvæða og sex bæjarfulltrúa en flokkurinn var með sjö fulltrúa í síðustu kosningum, þá með 53% atkvæða. Samfylkingin sem er annar stærsti flokkurinn í bæjarfélaginu tapar nærri helmingi af sínu fylgi og missir einn mann. Flokkurinn var með 28,4% en fengi nú samkvæmt könnuninni 16,4% og tvo menn. Framsóknarflokkurinn tapar líka og fer úr 14% vorið 2010 í 11,8% nú. Tveir flokkar sem hafa aldrei boðið fram í Reykjanesbæ myndu báðir ná inn manni. Píratar fá 11,3% í könnuninni og Björt framtíð 10,3%. Vinstri græn fá nánast það sama og í síðustu kosningum eða 4,6% en voru með 4,9% síðast. Ná ekki inn manni.
Leikfélag Keflavíkur frumsýndi um síðustu helgi hressilegt jólaleikrit sem heitir Hamagangur í hellinum. Verkið hefur verið fært til nútímans og einnig staðfært til Reykjanesbæjar. Þarna má sjá jólasveina í beinu sambandi við móður sína, hana Grýlu, í gegnum Skype. Óhætt er að segja að þetta jólaverk leikfélagsins færi áhorfendum sanna jólastemmningu. Mikill húmor er í verkinu og óhætt að hvetja bæjarbúa og Suðurnesjamenn alla til að skella sér í leikhús fyrir jólin. Fleiri myndir og umsögn áhorfanda eru í blaðinu í dag.
n Ný könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands:
83% lesa Víkurfréttir M
AÐ
45 KG
0,5 x
0,5 x
0,5 m
60% sögðust hafa lesið vf.is. Miðað við þessar tölur er ljóst að fréttamiðlar Víkurfrétta eru í gríðarlega sterkri stöðu á Suðurnesjum. „Þetta er mjög já-
750
KR.
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
| www.flytjandi.is | sími 421 7788 |
Ý N N ZLU R
ALLT
Ekki er vika án Víkurfrétta hjá Suðurnesjamönnum samkvæmt könnuninni.
kvæðar fréttir fyrir okkur. Það má ekki gleyma því að samfélagið á Suðurnesjum hefur breyst mikið á undanförnum áratug með tilkomu nýs samfélags á Ásbrú og margra íbúa á Suðurnesjum frá öðrum löndum. „Samkeppni í fjölmiðlun er mjög mikil á Íslandi og inn í hana hafa komið vinsælir samfélagsmiðlar á síðustu árum. Þess vegna er gaman að sjá hvað við höldum sterkri stöðu í samfélaginu á Suðurnesjum. Það hafa engir aðrir miðlar viðlíka aðsókn eða lestur á Suðurnesjum. Þessar flottu tölur hvetja okkur á Víkurfréttum til að halda áfram að gera enn betur í okkar útgáfu,“ segir Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta.
Guðrún Dís Hafsteinsdóttir datt heldur betur í lukkupottinn í gærdag. Aðeins klukkustund eftir að Jólalukka Víkurfrétta fór í dreifingu fékk Guðrún lukkumiða sem hafði að geyma Evrópuferð með Icelandair. Jólalukkumiðann fékk Guðrún þegar hún verslaði í Nettó í Reykjanesbæ.
VE
ikill lestur er á miðlum Víkurfrétta en 83% aðspurðra í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á Suðurnesjum sagðist hafa lesið Víkurfréttir eða vf.is. Könnun Félagsvísindastofnunar fór fram í nóvember og var úrtakið 682 manns, 18 ára og eldri á Reykjanesi. Hringt var í 500 manns en netkönnun send til 182. Alls svöruðu 387 könnuninni og var nettó svarhlutfall 60%. Spurt var um hvort viðkomandi hafi lesið Víkurfréttir eða vf.is síðustu sjö daga. 52% aðspurðra sögðust hafa lesið bæði Víkurfréttir og fréttavefinn vf.is. Átta af hverjum tíu sögðust hafa lesið blaðið og tæp
Vann Evrópuferð í Jólalukku VF
SÆLKERAVERZLUN MEÐ KJÖT OG FISK HÓLAGÖTU 15 // REYKJANESBÆ
HEITUR BAKKAMATUR Í HÁDEGINU ALLA VIRKA DAGA GOTT VERÐ WWW.SHIPOHOJ.IS
2
fimmtudagurinn 5. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
LJÓSAHÚSIÐ
-fréttir
pósturu vf@vf.is
n Bæjarstjórn Grindavíkur:
Tekur undir áhyggjur af HSS u Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar tekur undir áhyggjur bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar af framlögum til heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar leggur áherslu á að
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er hornsteinn heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum og því er réttlætismál að stofnunin fái sambærileg framlög og aðrar heilbrigðisstofnanir um landið, segir m.a. í bókun bæjarstjórnar Grindavíkur.
Finnst þér gaman að skreyta? Tíu best skreyttu hús bæjarins verða valin af sérstakri jólanefnd mánudaginn 9. desember. Myndir af þeim birtast í Víkurfréttum 12. desember. Hafðu áhrif og taktu þátt í valinu! Íbúar velja síðan sjálfir Ljósahús Reykjanesbæjar, úr þessum tillögum, með vefkosningu á vef Víkurfrétta, vf.is, 12. - 15. desember. Fylgist með á vf.is
NESVELLIR AÐVENTA
Fimmtudagurinn 5. des. kl. 14:00 Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Föstudagurinn 6. des kl 14:00 Guðni Ágústsson les úr bók sinni „Guðni léttur í lund“ Fimmtudagurinn 12. des. kl 14:00 Eldeyjarkórinn undir stjórn Arnórs Vilbergssonar Allir hjartanlega velkomnir
TILKYNNING
NJARÐVÍKURBRAUT 51-55 OG 62-66 Um áramót verður öllu, í og við húsnæði Njarðvíkurbrautar 51-55 og 62-66, fargað. Þeir sem telja sig eiga þar einhver verðmæti eða eignir, vinsamlegast hafið samband við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar á netfangið usk@reykjanesbaer.is eða í síma 421-6700 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar.
TORFÆRA BÍÓSAL
Myndasýning í Bíósal Duushúsa Laugardaginn 7. des. kl. 15.00 Hreyfimyndir af torfærukeppnum og fleiru sem Jónatan Ingimarsson tók upp á sjötta og sjöunda áratugnum sýndar á breiðtjaldinu. Myndirnar verða einnig sýndar á sunnudeginum á meðan húsin eru opin, frá kl. 13.00 – 17.00. Allir velkomnir Ókeypis aðgangur
Jólahús!
Nefndarmenn munu velja 10 jólaleg hús sem svo keppa til úrslita í netkosningu.
Íbúar kjósa um jólahús Reykjanesbæjar
V
al á Ljósahúsi Reykjanesbæjar 2013 fer fram á vef Víkurfrétta en kosning um jólahúsið hefst þann 12. desember kl. 18:00 og stendur til kl. 24:00 þann 15. desember. Það verður því viðhaft íbúalýðræði við val á jólahúsinu í ár eins og í fyrra. Nýtt verklag - íbúalýðræði 1. Nefndin: Skipuð er „jólanefnd“ nokkurra aðila. Einn frá menningarsviði Reykjanesbæjar, einn frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar og einn frá Víkurfréttum. 2. Forval: Nefndin velur 10 hús í bæjarfélaginu og myndir af þeim öllum birtast í Víkurfréttum (blaði og vef ) fimmtudaginn 12. desember. 3. Netkosning: Bæjarbúar kjósa með netkosningu á Vef Víkurfrétta.
Hver og einn velur eitt hús. Hægt verður að kjósa frá kl. 18.00 þann 12. des. til kl. 24.00 þann 15. des. 4. Úrslit: Niðurstaða kosninganna verður tilkynnt mánudaginn 16. desember kl. 18.00 í Duushúsum og eru allir bæjarbúar velkomnir að vera viðstaddir. Húsið sem flest atkvæði fær verður Ljósahús Reykjanesbæjar og næstu tvö fá líka viðurkenningu. Úrslitin verða síðan birt í Víkurfréttum, bæði í blaði og á vef. 5. Góð verðlaun eru í boði en HS veitur gefa þrenn verðlaun. Val á jólaglugga Reykjanesbæjar 2013 Jólanefnd velur jólaglugga Reykjanesbæjar eins og áður og verða úrslitin tilkynnt við sama tækifæri. Veitt verður ein viðurkenning.
n Grindavík:
Vilja Landhelgisgæsluna til Reykjanesbæjar u Bæjarráð Grindavíkur styður að Alþingi feli innanríkisráðherra að hefja undirbúning að flutningi Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar og var umsögnin veitt á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur.
Afhentu 965.000 kr. til blóðlækningadeildar
K
lemenz Sæmundsson og fjölskylda hafa afhent Blóðlækningadeild LSH afrakstur söfnunarinnar sem þau stóðu fyrir í kringum afmælið hans í september sl. Þá hjólaði Klemenz hringinn um Ísland (Veg 1) og söfnunarfjárhæðin var 965.000 kr. sem mun renna í uppbyggingu á herbergi á blóðlækningadeildinni en þar dvelja oft aðstandendur sjúklinga og þar vantar
ýmsan búnað sem þarf að vera til staðar. Vonandi koma þessir fjármunir til góða, segir í innleggi á fésbókarsíðu söfnunarinnar. Að endingu má minna á Klemmann næstkomandi gamlársdagsmorgun. Þeir sem ætla að ganga fara af stað kl. 08:00 og þeir sem ætla að hlaupa og hjóla leggja af stað kl. 09:00.
SÍA
Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er.
•
jl.is
•
Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja
JÓNSSON & LE’MACKS
réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
í jólaskapi
BAYONNESTEIK
ÚR ÍSL. REYKTUM GRÍSAHN.
HANGILÆRI
999
-50%
-26%
ÁÐUR 1.998 KR/KG
M/BEINI - KJÖTSEL
1.997
ÁÐUR 2.698 KR/KG
LAMBAHRYGGUR
ÖND
FERSKUR
1.884
HEIL - 2,3 KG
1.392
ÁÐUR 2.298 KR/KG
ÁÐUR 1.698 KR/KG
KALKÚNN
FRANSKUR
1.274 ÁÐUR 1.592 KR/KG
PIZZA
ORGANIC- 3 TEG
JARÐARBER
HVÍTLAUKSBRAUÐ COOP - FÍNT/GRÓFT
498
199
ÁÐUR 579 KR/STK
ÁÐUR 299 KR/PK
250 G
-50%
299 ÁÐUR 598 KR/PK
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
markhönnun ehf
JÓLALEIKUR NETTÓ kauptu kippu af 4x2l Coke og þú getur unnið gjafabréf í Nettó fyrir sömu upphæð og þú verslaðir fyrir. Nánari uppl. í verslunum.
KJÚKLINGALEGGIR NETTÓ
782
COCA COLA
5 heppnir
Dregið 23.12 2013
JÓLAHÚS NETTÓ OPNAR 6. DESEMBER
HVÍTLAUKS
-43%
999
vinningshafar verða dregnir út í hverri nettó verslun!
ÁÐUR 878 KR/KG
KJÚKLINGAVÆNGIR
-LIGHT - ZERO 4 x 2L
398
Mjódd | Akureyri | Njarðvík | Borgarnes | Egilsstaðir | Selfoss | Grandi
ÁÐUR 698 KR/KG
OPNUNARTÍMAR VIRKIR DAGAR LAUGARDAGAR SUNNUDAGAR 19. - 23. DES. AÐFANGADAG
- Jólak
FANGAÐ affi 2013 UH ILM JÓLINN SANNA - Jólakaffi 2013 AN N A NA N A S N N I H U FANGAÐ I LM J Ó L AN N A
12 – 19 12 – 18 12 – 18 12 – 22 10 – 12
Fáðu ráðleggingar hjá sérfræðingi okkar varðandi jólasteikina og hangikjötið.
KR/PK
FROSIN BER
BLÁ-,HIND-,SKÓGARBER
-25% I ILM RÍ KT KAFF asem fangar augn . m nu lu jó á blikið frá Úrvals baunir íu íóp Eþ u, bí lum Kó fa ge a m na og Pa og kaffinu líflegt agð. skemmtilegt br
TE & KAFFI
SÚKKULAÐITERTA
JÓLAKAFFIÐ 400G
1/2
559
Úrvals ba unir frá Kólumbíu , Eþíópíu og Panam a kaffinu lífl gefa eg skemmtile t og gt bragð.
ÁÐUR 398 KR/PK
MUNIÐ TIN R O K A F A GJ
MALAÐ
-30%
ÁÐUR 798 KR/STK
ILM RÍKT K sem fanga AF F I r augnablikið á jó lunum.
299
I teogkaff i.is I Lauga vegi I Sm áralind I Kringlunni I Aðalstræ ti
KOMIÐ Í VERSLANIR Austurstræt i I Skólav örðustíg I Lækjartorgi I HR I Ak ureyri I eyri I Akur I HR I Lækjartorgi I íg ðust avör Austurstræti I Skól
Tilboðin gilda 5. - 8. des Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. ni I Aðalstræti ralind I Kringlun Laugavegi I Smá I teogkaffi.is I
6
fimmtudagurinn 5. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf
Texti og mynd: Hilmar Bragi Bárðarson // hilmar@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
Flottar fréttir til VF og Fríhafnarinnar Niðurstaða úr könnun Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands á lestri á miðlum Víkurfrétta er okkur mikið ánægjuefni. Í harðri samkeppni á fjölmiðlamarkaði erum við mjög sátt við það að rúmlega 8 af hverjum tíu íbúum á Suðurnesjum lesa Víkurfréttir eða vf.is. Þegar miðlarnir eru teknir sér segjast 80% lesa blaðið og tæp 60% vefinn. Blaðið á rúmlega 30 ára útgáfusögu og heldur enn yfirburðastöðu yfir prentmiðla á Suðurnesjum. Víkurfréttavefurinn er einnig mjög sterkur en á vefmarkaði er samkeppnin enn harðari, ekki eingöngu við aðra frétta- og afþreyingarvefmiðla heldur og samfélagsmiðla sem hafa komið fram á sjónarsviðið á undanförnum árum. Alla tíð hafa bæjarbúar á Suðurnesjum verið í mjög góðum tengslum við starfsmenn VF og það hefur mikið að segja fyrir okkur sem störfum þar. Suðurnesjamenn eru mjög duglegir að láta okkur vita af viðburðum og benda okkur á hugmyndir að efni. Þessi niðurstaða í könnuninni verður okkur hvatning til að halda áfram að gera góða miðla enn betri. Í þessu tölublaði sem er það þriðja síðasta á þessu ári en framundan eru tvö vegleg jólablöð, má sjá frétt um frábæran árangur Fríhafnarinnar sem var valin „Besta fríhöfn í Evrópu árið 2013“ af þekktu alþjóðlegu tímariti. Vel á annað hundrað manns, yfir 90% Suðurnesjamenn, starfa í Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta er mikil viðurkenning fyrir þá og stjórnendur fyrirtækisins en óhætt er að segja að endurskipulagning og endurmörkun með nýjum áherslum í rekstri Fríhafnarinnar eins og Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri verslunarinnar orðar það við VF, hafi tekist vel. Það er ástæða til að óska Fríhöfninni til hamingju með þennan árangur.
#vikurfrettir
Ljósmynd: Dagbjört Aðalheiður
-mundi Þetta var ekki PIZZA-rannsókn. Vissara að útskýra það fyrst lesskilningur er ekki meiri en þetta...
vf.is
SÍMI 421 0000
Umræðan um slakan árangur á Suðurnesjum á PISA kemur eins og köld vatnsgusa framan í okkur eftir jákvæða umræðu um skólastarf okkar undanfarna mánuði.
Árangur!
Gylfi Jón segir mikinn árangur hafa náðst frá því PISA-rannsóknin var gerð.
n Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri, um PISA-rannsókn:
Mikill árangur síðan PISA-rannsókn var gerð P
ISA-rannsóknir eru gerðar á þriggja ára fresti og eru annar mælikvarði mælikvarði á námsárangur en samræmd próf sem tekin eru í 4., 7. og 10. bekk. PISA-rannsóknin sem birt var í vikunni tekur til allra sveitarfélaganna á svæðinu en skólarnir í Grindavík og Vogum heyra ekki undir fræðsluskrifstofuna í Reykjanesbæ. Þar kemur fram að Suðurnes standi áberandi verst að vígi allra landshluta hvað varðar læsi og lesskilning grunnskólabarna. Hlutfallslega flestir nemendur á Suðurnesjum eru á eða undir þrepi 1 í lesskilningi. Þegar kemur að stærðfræðilæsi mælast u.þ.b. 40% nemenda á Suðurnesjum á þrepi 1 og undir; það þýðir að þeir geta ekki nýtt sér tölur og stærðfræði til gagns. Náttúrufræðilæsi var einnig mælt í þessari PISA-könnun og þar eru Suðurnesin einnig frábrugðin öðrum landshlutum, með miklu fleiri nemendur undir neðsta þrepi, sem endurspeglar litla sem enga kunnáttu á því sviði, samkvæmt skýrslunni. Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri í Reykjanesbæ segir í samtali við Víkurfréttir að niðurstöður fyrir Suðurnes séu algerlega óásættanlegar. Þess vegna hafi verið gripið til aðgerða strax. „Þessi nemendahópur sem kemur svona illa út, tók PISA í mars 2012 og samræmd próf haustið 2011. Áhrifa nýrrar aðferðafræði í Reykjanesbæ, Sandgerði og Garði er því ekki farið að gæta nema í mjög takmörkuðum mæli. Ein túlkun á þessum niðurstöðum PISA er að þetta er sá núllpunktur sem við gengum út frá þegar við bjuggum til sameiginlega framtíðarsýn. Ástandið var afar slæmt, við urðum að breyta. Sameiginleg framtíðarsýn okkar varð ekki til út í bláinn, hún er viðbragð við ástandi sem var algerlega óviðunandi og það endurspegla niðurstöður PISA mjög vel.
Nú erum við á hraðri siglingu upp á við og eins og niðurstöður nemenda okkar á samræmdum prófum í ár sýna. Þeir nemendur tóku ekki PISA og þess vegna er ekkert ósamræmi í því að við séum að ná árangri nú en komum illa út á PISA sem lagt var fyrir vorið 2012. Þetta sagt held ég að við höfum ákveðið forskot á aðra á Íslandi sem ætla að bregðast við þessum slæmu niðurstöðum. Hinni sameiginlegu aðferðafræði sem við erum að vinna eftir í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði, er einfaldlega ætlað að bæta árangur nemenda. Ég er þess fullviss að útkoma hér verður með allt öðrum hætti þegar við fáum niðurstöður PISA 2015 í hendurnar. Tökum höndum saman og vinnum markvisst að því. Umræðan um slakan árangur á Suðurnesjum á PISA kemur eins og köld vatnsgusa framan í okkur eftir jákvæða umræðu um skólastarf okkar undanfarna mánuði. Minni á að svona var eiginlega alltaf rætt um árangur okkar áður en við fórum að starfa eftir sameiginlegri hugmyndafræði í góðri samvinnu alls skólasamfélagsins, kennara, foreldra og nemenda. Slakur árangur leiðir af sér neikvæða umræðu, jákvæður árangur skapar jákvætt umtal, svo einfalt er það,“ segir Gylfi Jón. Niðurstöður PISA verða ræddar á fundi skólastjóra í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði strax í fyrramálið og þar verður rætt til hvaða frekari aðgerða sé hægt að grípa til. Aftur verður fundað í næstu viku með sérfræðingum PISA til að greina niðurstöður enn betur. „Hægt er að nýta slæmar niðurstöður til að bæta skólastarf með því að greina þær vel og grípa að því búnu til markvissra aðgerða og það mun skólasamfélagið svo sannarlega gera,“ sagði Gylfi Jón að lokum.
Ein túlkun á þessum niðurstöðum PISA er að þetta er sá núllpunktur sem við gengum út frá þegar við bjuggum til sameiginlega framtíðarsýn.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
20 % VILDARAFSLÁTTUR
AF ÖLLU UTANUM
JÓLAPAKKANN
5. - 8. DESEMBER GILDIR Í VERSLUN EYMUNDSSON Í REYKJANESBÆ
Úrval er mismunandi eftir verslunum.
8
fimmtudagurinn 5. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Bestu dekkin komast lengst Jólasmiðja með skreytingar og innpökkun jólagjafa G
us a l a g t Vax Visa o lt í al frá lán rcard ði te nu Mas 12 má að
Opnunartími: Virka daga: Kl. 08:00 - 18:00
Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ Sími: 420 3333 • Gsm: 825 2217 www.benni.is • nesdekkr@benni.is
BÓKMENNTAKVÖLD Á SUÐURNESJUM
Bjóðum gæðadekk frá Toyo, BFGoodrich, Maxxis og Interstate á allar gerðir bíla.
unnhildur Ása Sigurðardóttir hefur opnað Jólasmiðjuna Glitbrá að Hafnargötu 54 í Keflavík. Þar geta gestir og gangandi komið og gert sinn eigin aðventukrans, kertaskreytingu, leiðisgreinar, pakkað inn jólagjöfunum og fleira eða látið okkur gera þetta fyrir sig. Þá hefur Gunnhildur Ása boðið upp á námskeið á kvöldin í skreytingagerðinni. Hún hefur boðið þessa þjónustu í mörg ár en þá verið á eldhúsborðinu heima. Nú var hins vegar kominn tími á að opna sérstaka aðstöðu fyrir jólin. Í samtali við Víkurfréttir sagði hún að Jólasmiðjan hafi fengið góðar
BÓKMENNTAKVÖLD Bókmenntakvöld í Garði. Sigurður Karlsson og Marta Guðrún Jóhannesdóttir fjalla um finnskar bókmenntir í þýðingu Sigurðar á bókmenntakvöldi í Bókasafninu í Garði fimmtudaginn 5. desember kl. 20.
Bókmenntakvöld í Grindavík. Illugi Jökulsson, Árni Þórarinsson og Jón Kalman Stefánsson lesa úr nýjum bókum sínum á kaffihúsinu Bryggjunni miðvikudaginn 11. desember nk. kl. 21:00 á vegum Bókasafns Grindavíkur.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
viðtökur. Þar er opið daglega frá kl. 13:30 til 18:00 og svo mun opnunartíminn lengjast þegar líður nær jólum. Þá er hægt að fá keypt greni og skreytingaefni til að taka með sér heim í jólaföndrið. Flestir nýta sér þó þá þjónustu að láta Gunnhildi Ásu sjá um að útbúa skreytingarnar.
Er jólaljósin ljóma Aðventukvöld í Keflavíkurkirkju uKór Keflavíkurkirkju flytur að venju hátíðleg jólalög á aðventukvöldi í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 8. desember nk. Prestur er sr. Sigfús B. Ingvarsson. Stundin hefst klukkan 20:00 og eru allir boðnir velkomnir. Engin aðgangseyrir.
Dagskráin er samstarfsverkefni almenningsbókasafna á Suðurnesjum “Kynning á bókmenntaarfinum” og styrktur af Menningarráði Suðurnesja.
FYRRA JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA KEMUR ÚT Í NÆSTU VIKU! Leturgerð: Letter Gothic STD Bold C 100 M 0 Y 16 K 11
PANTONE 3135
C 0 M 15 Y 70
PANTONE 4505
Skemmtilegar jólagjafir í Omnis AppleTV Apple MacBook fartölvur frá kr.
22.990
169.990
Apple iPad
Apple iPod
54.990
frá kr.
9.990
GoXtreme HD wifi
GoXtreme GoXtreme XTasy FullHD DeepSea
Birt með fyrrivara um prentvillur og myndabrengl.
frá kr.
kr.
GoXtreme Race Red
• HD Action Cam með 5cm snertiskjá • 1280x720p video með hljóði • 3m vatnshelt hús • 5MP kyrrmyndir • 4x digital zoom
kr.
GoXtreme Nano • • • • • •
Örsmá Action myndavél 1280x720p video með hljóði 120° víðlinsa 3m vatnshelt hús 3MP kyrrmyndir Lithium batterí innbyggt
15.990
kr.
Vörunr.: EP20101
12.990
• Full HD Action myndavél með WiFi • 1920x1080p video með hljóði • 3m vatnshelt hús • 1m höggþol • Lithium batterí innbyggt
kr.
• Xtreme Robust Full HD Action myndavél • 1080p30, 720p60, H.264 video með hljóði • 10m vatnsheld, 1m höggþol • 5MP kyrrmyndir
24.990
Vörunr.: EP20103
kr.
29.990
Vörunr.: ep20105
Ódýr og einfaldur filmu og slides skanni. Núna geturðu komið öllum gömlu filmunum og slides myndunum í tölvutækt form á einfaldann hátt.
kr.
Handhægur skanni, þarf ekki að tengja við tölvu skannar beint inn á Micro SD kort
12.990 Vörunr.: EP01396
444 9900
kr.
16.990 Vörunr.: EP01278
Akranesi Dalbraut 1
Easypet Cam gæludýramyndavél Hvað er kisa að gera á daginn ? Hvað er Snati að gera einn heima?
kr.
Full HD Action Cam 5cm TFT skjár 1080P/30fps video með hljóði 80m vatnshelt hús 12MP kyrrmyndir LED indicator light
kr.
Vörunr.: EP20100
Flott myndavél í sundlaugina
CyberScanner EasyScan Basic
• • • • • •
39.990 Vörunr.: EP20104
W510 neon • • • • • • • •
Vatnsheld myndavél 10 meters vantsheldni 1 meter höggþol -10 gráðu frostolin 5 MP CMOS 12 MP kyrrmyndir 2.7”/ 6.8 cm LTPS LCD 8x digital zoom
kr.
16.990 Vörunr.: EP20103
9.990 Vörunr.: EP01422
Reykjanesbæ Tjarnargötu 7
Borgarnesi Borgarbraut 61
www.omnis.is
10
fimmtudagurinn 5. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlífið
Borghildur sýnir myndlist á Kaffitári u Borghildur Guðmundsdóttir, listakona verður með myndlistasýningu á Kaffitári á Stapabraut, nú í desember. Borghildur útskrifaðist úr Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri árið 2010 og hefur starfað sem listamaður á Akureyri síðan hún útskrifaðist. Hún sýnir málverk sem eru unnin á þessu ári, ýmist með olíu eða blandaðri tækni. „Vonandi gefur fólk sér tíma á aðventunni til að koma við á kaffihúsinu og skoða myndirnar mínar. Ég vil að áhorfandinn staldri við og upplifi listaverkin á sinn hátt en ég leitast alltaf við að hafa fagurfræðina að leiðarljósi í verkum mínum. Sýningin er einstaklega falleg og friðsæl eins og aðventan er og því gaman að sýna þessar myndir núna,“ segir Borghildur. Sýningin stendur yfir alla aðventuna og er opin á opnunartíma Kaffitárs.
pósturu vf@vf.is
Vinabæjartréð tendrað í 51. skipti A
ðalheiður Agnes Hermannsdóttir, nemandi úr 6. bekk Háaleitisskóla tendraði jólajósin á vinabæjarjólatrénu í Tjarnargötutorgi í Reykjanesbæ sl. laugardag að viðstöddum fjölda bæjarbúa. Sú hefð hefur skapast að nemandi úr 6. bekk er valin til að sinna þessu skemmtilega verkefni. Vinabæjartréð frá Kristiansand, vinabæ Reykja-
nesbæjar var nú tendrað í fimmtugasta og fyrsta sinn. Það var sendiherra Noregs á Íslandi, Dag WernØ Holter, sem afhenti tréð fyrir hönd Kristiansand og Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar sem veitti því viðtöku. Böðvar fjallaði um þá áherslu sem lögð hefur verið á að gera samfélagið í Reykjanesbæ sem fjölskylduvænast og hvernig það skilar sér margfalt til baka. Hann
nefndi sem dæmi góðan árangur nemenda í samræmdum prófum í haust og óskaði hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn. Gestir á Tjarnargötutorgi fengu kakó og piparkökur og margir dönsuðu í kringum jólatréð, börn og fullorðnir. Jólasveinar komu á veglegum slökkvibíl og að venju vöktu þeir rauðklæddu mikla athygli hjá ungdómnum.
Jolablað 1 í næstu viku!
KOMDU TIL LIÐS VIÐ OKKUR
TÆKNIÞJÓNUSTA ICELANDAIR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI ÓSKAR EFTIR RAFEINDAVIRKJA Í FRAMTÍÐARSTARF. Við leitum að öflugum liðsmanni til starfa í stærsta flugskýli landsins í tæknivæddu og alþjóðlegu umhverfi. Um er að ræða spennandi og krefjandi framtíðarstarf í góðu starfsumhverfi þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæðavinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að ná árangri í starfi og hafa metnað til að vinna sem hluti af öflugri liðsheild.
STARFSSVIÐ: ■
Almenn Rafeindavirkjastörf
HÆFNISKRÖFUR: ■
Próf frá viðurkenndum skóla í Rafeindavirkjun
■
Lögð er áhersla á færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
■
Góð enskukunnátta er nauðsynleg
■
Reynsla af vinnu í tölvuvæddu umhverfi
Nánari upplýsingar veita: Theodór Brynjólfsson, netfang: tbrynjol@its.is Steinunn Una Sigurðardóttir, netfang: unasig@icelandair.is + Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 12. desember.
BLUE LAGOON UNDIR JÓLATRÉÐ
JÓLAPAKKAR
GJAFAKORT
SÖLUSTAÐIR
Veldu úr mismunandi jólagjafahugmyndum Bláa Lónsins. Verð frá 4.900 kr
Þú velur upphæðina. Gjafakortinu er pakkað í fallega öskju og gildir fyrir alla vöru og þjónustu
Verslun Blue Lagoon Laugavegi Verslun Bláa Lóninu Vefverslun bluelagoon.is Verslun Leifsstöð Hreyfing Glæsibæ
12
fimmtudagurinn 5. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
n Falla ekki frá gjaldtöku á gámaplönum:
Kalka býður gjaldfrjálsa hreinsunardaga T
visvar á ári, t.d. vor og haust, verður boðið upp á gjaldfrjálsa hreinsunardaga hjá Kölku. Þetta er svar Sorpeyðinarstöðvar Suðurnesja við óskum Reykjanesbæjar um að hætta gjaldtöku á einstaklinga á gámasvæðum Kölku. Tillaga framkvæmdastjóra Kölku hefur verið samþykkt í stjórn fyrirtækisins. Þar segir að gjaldtöku verði haldið áfram á gámaplönum fyrirtækisins, en að teknu tilliti til athugasemda og umræðu sem fram hefur farið um málið. Þó eru lagðar til ákveðnar breytingar. Þær eru m.a.
að gjald fyrir öll stærri húsgögn s.s. sófasett, stóra stóla, stórar rúmdýnur o.þ.h. verði lækkað þannig að hver eining beri lágmarksgjald sem er nú kr. 875.m/vsk. Að öll vörubretti sem eru sannarlega endurnýtanleg verði ekki gjaldskyld og að gjaldskrá á gámaplönum fyrirtækisins verði ekki hækkuð á árinu 2014. Tvisvar á ári, t.d. vor og haust verði í nánu samstarfi við sveitarfélögin á Suðurnesjum sam-
eiginlega, ráðist í ákveðið markaðsátak til að auka umhverfisvitund íbúanna. Hluti af því feli í sér að auglýstir verði ákveðnir gjaldfrjálsir hreinsunardagar fyrir heimili og einstaklinga á svæðinu. Tímasetningar og framkvæmd slíkra hreinsunardaga verði unnin með þeim hætti að stofnað verði til samráðsvettvangs milli aðila og lagt verði upp með að hreinsunardagar verði á sama tíma í öllum sveitarfélögunum.
Foreldrar hvattir til að tala við börn og lesa fyrir börn
Jólakvöld í Heilsumiðstöðinni uKæru vinir. Mig langar að eiga fallega jólakvöldstund með ykkur hérna í Heilsumiðstöðinni við Hafnargötu 48 þann 9. desember klukkan átta. Hvað er líka betra en að njóta saman mánudagskvölds á aðventunni? Eiga kvöldið með góðum vinum, drekka kaffi, fá sér dropa af góðu koníaki og einn og einn konfektmola í tilefni samverunnar. Kaffitár sér um kaffið. Ég ætla að halda fyrirlestur um heilsuna eins og mér er einni lagið og svo mun Vigdís Grímsdóttir rithöfundur koma í heimsókn til okkar og tala um og lesa upp úr nýju bókinni sinni sem heitir Dísusaga-konan með gulu töskuna. Ég hlakka til að vita hvað leynist í þeirri tösku, það mun vera ýmislegt! Vigdís mun síðan árita bókina fyrir þá sem vilja. Ég er viss um að þetta verður nammikvöld og gleðikvöld og ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hlakka til að sjá ykkur. Birgitta Jónsdóttir Klasen Heilsumiðstöð Birgittu Hafnargötu 48
H
austið 2011 var farið af stað með nýjar og markvissar áherslur á læsi og stærðfræði í leikskólum Reykjanesbæjar, Garði og Sandgerði. Leikskólarnir hafa unnið ötullega að þessum markmiðum eftir fjölbreyttum leiðum.
Foreldrar eru ákaflega mikilvægir þegar kemur að því að efla færni barna og hjálpa þeim fyrstu skrefin í átt að læsi. Í leikskólunum hefur verið lögð rík áhersla á mikilvægi þeirra hlutverks. Umræður hafa verið meðal leikskólakennara um hvernig hægt væri að styrkja foreldra til að
undirbúa barnið sitt sem best fyrir nám í lestri. Í framhaldi af því kom upp sú hugmynd að láta gera segla sem foreldrar geta fest á ísskápinn þannig að góðu ráðin séu ávallt innan seilingar. Er það von okkar að seglar með góðum ráðum styðji foreldra.
Vel lukkað konukvöld Húsasmiðjunnar og Blómavals
H
úsasmiðjan og Blómaval héldu konukvöld á dögunum sem gekk alveg ljómandi vel að söghn Einars L Ragnarssonar rekstrarstjóra Húsasmiðjunnar í Reykjanesbæ. Um 270 konur mættu í boðið. Lifandi tónlist, frábær humarsúpa og heimabakað brauð ásamt ilmandi
kaffi frá Kaffitár var á boðstólnum og hægt var að gera góð kaup þar sem góður afsláttur var af öllum vörum. Húsasmiðju- og Blómavalsfólk var mjög ánægt með góða mætingu og hvað allar komu með góða skapið, segir Einar.
Ertu að taka myndir af jóla-mannlífi í desember? Deildu þeim með lesendum Víkurfrétta og sendu myndir á vf@vf.is
Níu lestrar og sálmar u Næstkomandi föstudagskvöld kl. 20 verður haldið árlegt aðventukvöld í safnaðarheimili Aðventkirkjunnar, Blikabraut 2, Keflavík. Dagskráin verður í anda „Níu lestra og sálma“ (A festival of nine lessons and carols) sem er gömul og þekkt ensk jólahefð, blanda af ritningalestrum og jólasálmum. Meðal tónlistaratriða verður m.a. Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem mun spila undir stjórn Karenar Sturlaugssonar. Á eftir verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Fyrsti kossinn - Hljómar í 50 ár u Safnplata í tilefni 50 ára starfsafmælis hljómsveitarinnar er komin út hjá Senu. Einkar veglegur safnplötupakki me ð einni vinsælustu h lj ómsveit Íslands fyrr og síðar en hljómsveitin fagnar 50 ára starfsafmæli á þessu ári. Fyrsti kossinn inniheldur tvær plötur með öllum bestu og vinsælustu lögum Hljóma, safnplötu með lögum Hljóma sem hafa verið endurgerð í gegnum tíðina með vinsælum íslenskum flytjendum og DVD-mynddisk með efni frá Ríkisútvarpinu, heimildarmynd og efni frá síðari tímum.
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 65597 11/13
EVRÓPA FRÁ 31.900 KR. eða 27.900 Vildarpunktar og 12.000 kr.* NORÐUR-AMERÍKA FRÁ 54.900 KR. eða 47.900 Vildarpunktar og 22.000 kr.* Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 14. apríl 2014 (síðasti ferðadagur). Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld Icelandair.
+ icelandair.is
Vertu með okkur
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, ein taska til Evrópu, allt að 23 kg, og tvær töskur til N-Ameríku, allt að 23 kg hvor. Sölutímabil er frá 23. nóv. til 24. des. 2013 kl. 18.00. Bókunartímabil jólafargjalda er frá 18. des. 2013 til og með 11. jan. 2014. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Þessar ferðir gefa 3.000–16.200 Vildarpunkta. Jólafargjöld eru ekki í boði í hverju flugi og sætaframboð er takmarkað. Sjá nánar á icelandair.is.
14
fimmtudagurinn 5. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlífið
Mér er auðvitað mjög umhugað um Suðurnesin, hér er ég búsett og hér slær hjartað.
pósturu vf@vf.is
ÞINGMAÐUR OG SVARIÐ ER S
uðurnesjamenn hafa aldrei áður átt eins marga fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Af þingmönnum Suðurkjördæmis eru sjö búsettir á Suðurnesjum og þá er einn þeirra jafnframt með ráðherraembætti. Í vetur ætlum við hjá Víkurfréttum að fylgjast vel með störfum þingmanna okkar og spyrja þá reglulega út í málefni sem tengjast Suðurnesjum á einn eða annan hátt. Við viljum einnig gefa lesendum kost á að senda inn spurningar sem við vinnum úr og berum undir þingmenn svæðisins. Spurningar má senda á vf@vf.is
Að þessu sinni situr Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir svörum. . Nú hefur verið skorað á þingmenn að hafna fjárlögum ef ekki verði leiðrétt mismunun í fjárlögum til HSS. Hefur þú trú á að stjórnarþingmenn í kjördæminu hafni fjárlögunum. Hvað ætlar þú að gera? „Það er alveg ljóst að mjög alvarleg staða mun koma upp ef ekki verður gerð leiðrétting á fjárlögum ársins 2014 til HSS. Stofnunin mun ekki geta sinnt hlutverki sínu á viðunandi hátt sem mun leiða til skertrar þjónustu og fjölda uppsagna heilbrigðisstarfsfólks. HSS er einn af hornsteinum samfélaganna á Suðurnesjum traust og örugg þjónusta stofnunarinnar er nauðsynleg fyrir góð búsetuskilyrði á svæðinu. Því kemur ekkert annað til greina að mínu mati en að þingmenn kjördæmisins standi saman að kröfum um breytingatillögur við fjárlagafrumvarpið sem verði til þess að þjónusta við íbúa verði ekki skert frá því sem nú er. Í fjárlögum ársins 2013, sem samþykkt voru síðla árs 2012, var ekki gert ráð fyrir niðurskurði á rekstri heilbrigðisstofnana. Þvert á móti var byrjað að gefa til baka meðal annars til geðheilbrigðismála á HSS. Ég mun styðja aukin fjárframlög til HSS. Hins vegar hef ég ekki mikla trú á því að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn fjárlagafrumvarpinu því það væri í raun yfirlýsing um vantraust þeirra á ríkisstjórninni þar sem frumvarpið er helsta stefnuplagg hennar.“ . Hvaða skoðun hefur þú á áherslum núverandi ríkisstjórnar? „Það þarf ekki að koma neinum á óvart að áherslur ríkisstjórnarinnar eru ekki að mínu skapi. Stefna hennar sem sett er fram með fjárlagafrumvarpinu er afskaplega gamaldags, sama hvort heldur er í byggðamálum, menntamálum eða atvinnumálum. Það sýnir, t.d. ekki mikinn skilning á stöðu ríkissjóðs að gefa útgerðum stórkostlegan afslátt af veiðigjaldi eða að gefa erlendum ferðamönnum afslátt af neysluskatti og boða um leið niðurskurð í ríkisrekstri. Það er ekki trúverðugt eða líklegt til að auka skilning á skertri þjónustu stofnana, erfiðum uppsögnum ríkisstarfsmanna eða frestun á mikilvægum verkefnum. Þessi forgangsröðun skýtur líka skökku við þar sem að fyrirtækin sem fá afsláttinn standa fyrst og fremst vel vegna falls krónunnar og ódýru sérleyfi sem veitir þeim aðgang að auðlindum þjóðarinnar. Almenningur tapaði hins vegar umtalsvert á falli krónunnar og það gerði ríkissjóður líka. Við Suðurnesjamenn þurfum að berjast fyrir okkar lykilstofnum eins og HSS og Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS). Framlög til framhaldsskóla eru skorin niður líkt og til heilbrigðisstofnana. Framlög til þróunarstarfs í skólum er skorið harkalega niður sem kemur helst niður á skólum sem hafa tekið ríkan þátt í slíku starfi eins og FS hefur gert. Framlag til að greiða fyrir aðgengi ungs fólks í framhaldsskóla og til að stuðla að fjölbreyttara námsframboði er skorið niður og Þróunarsjóður fyrir starfsnám er lagður af. Framtíðarhugsunina vantar algerlega í aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Það verður að stefna að fjölbreyttara námsframboði og enn betra skólastarfi. Ef ekki verða breytingar á fjárframlögum til FS er hættan sú að skólinn verði að vísa frá nemendum. Það væri mjög alvarleg staða og til þess fallin að draga ungt fólk niður sem jafnvel fær ekki heldur störf við sitt hæfi. Markmiðið ætti að vera að styðja við unga fólkið okkar og tryggja virkni þeirra hvort sem er í námi eða starfi. Skortur á slíkum stuðningi felur í sér áhættu á að slæmar aukaverkanir setji mark á líf ungmennanna fram eftir ævi. Ríkisstjórnin talar fjálglega um mikilvægi hagvaxtar til framtíðar en lítur fram hjá því að ef auka á þann hag-
vöxt sem hver einstaklingur skapar, er nauðsynlegt að raða menntun framar og tryggja gott aðgengi að námi á framhaldsskólastigi.“ . Hvaða trú hefur þú á uppbyggingu stórra atvinnuverkefna á Suðurnesjum? Hver er tilfinning þín fyrir álversuppbyggingu í Helguvík eða annarri stærri atvinnusköpun á svæðinu? „Sami skortur á hugsun til framtíðar birtist í stefnu ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum. Framlög til nýsköpunar og skapandi greina eru harkalega skorin niður þó í þeim búi hagvöxturinn til lengri tíma og þau nauðsynlegur vaxtarbroddur samfélaganna á Suðurnesjum. Sá mikli niðurskurður mun bitna helst á frumkvöðlastarfi sem byggt hefur verið upp í tíð fyrri ríkisstjórnar með atvinnuþróunarfélaginu Heklu, auknum stuðningi við nýsköpun og hærri framlögum til menningar- og vaxtasamninga ríkisins við sveitarfélögin á Suðurnesjum. Ástæða er því til að hafa áhyggjur af því að stefnubreytingin hafi slæm áhrif á þróun hagvaxtar og hagsældar á kjörtímabilinu. Atvinnutækifærum á Suðurnesjum hefur fjölgað mikið frá hruni og má þar nefna nýtt gagnaver, nýjar fiskvinnslustöðvar, fiskeldi og störf vegna umtalsverðrar fjölgunar ferðamanna og umferðar á Keflavíkurflugvelli. Atvinnuleysi hefur minnkað og fjöldi þeirra sem greiða félagsgjöld í stéttarfélögin vaxið ár frá ári. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur studdi við þessa þróun með ýmsum hætti svo sem með fjárfestingasamningum vegna stórra framkvæmda sem ætlaðir eru til að laða fyrirtæki að svæðinu. Við Suðurnesjamenn þurfum að byggja upp margvísleg vel launuð störf og gera svæðið eftirsóknarvert fyrir fólk með fjölbreytta menntun og starfsreynslu. Það gerum við með áherslu á nýsköpun, frumkvöðlastarfi ásamt stærri verkefnum en ekki með gamaldags áherslum eins og ný ríkisstjórn boðar og niðurskurði á stuðningi við þau verkefni sem líkleg eru til að vaxa til framtíðar. Ekki þarf að fara yfir það með okkur Suðurnesjamönnum hvaða áhrif álver í Helguvík hefði á samfélögin. Því myndi fylgja fjöldi starfa bæði við álverið og einnig margvísleg störf vegna þjónustu við álverið. Biðin eftir því er orðin löng og afar brýnt fyrir okkur Suðurnesjamenn að niðurstaða fáist sem allra fyrst um hvort það tekur til starfa eða ekki. Ef HS Orka og Norðurál ná ekki saman um orkuverð þá mun álver í Helguvík ekki verða að veruleika. Jafnvel þó sá samningur náist þarf til viðbótar að ná samningum við önnur orkufyrirtæki um þá orku sem upp á vantar fyrir starfsemina. Vonandi kemur niðurstaða í þær viðræður sem fyrst því aðalatriðið er uppbygging atvinnu á Suðurnesjum. Á meðan samningar takast ekki líður tíminn og lengist biðin eftir atvinnutækifærunum. Önnur tækifæri sem gætu nýst Suðurnesjamönnum fara framhjá þar sem öll orka sem mögulega er hægt að nýta er upppöntuð fyrir álverið sem kannski kemur ekki. Það skiptir því mjög miklu máli að niðurstaða fáist þannig að álverið fari sem fyrst í gang eða ekki. Ef það yrði niðurstaðan þarf að setja kraft í að fá önnur fyrirtæki á svæðið. Mér finnst hins vegar alls ekki koma til greina að almenningur greiði niður orku til stórra alþjóðlegra fyrirtækja, eins og manni heyrist stundum kallað á. Við skulum ekki gleyma því að fyrirtækin hvert um sig hugsa um sinn hag fyrst og fremst en það er hlutverk sveitarstjórnarmanna og þingmanna að gæta að hag almennings. Að lokum vil ég óska lesendum Víkurfrétta gleðilegra jóla og friðsællar aðventu.“
Jólablað nr. 1 í næstu viku. Verið tímanlega með auglýsingar
Hamagangur í hellinum - Leikfélag Keflavíkur
GÓÐUR HÚMOR U
m síðustu helgi ákváðum við fjölskyldan að skella okkur í leikhús og efst á listanum var auðvitað Leikfélag Keflavíkur en þar var verið að sýna leikritið ,,Hamagangur í hellinum“. Og ekki varð maður fyrir vonbrigðum frekar en fyrri daginn þegar þetta öfluga leikhús tekur til hendinni. Í leikritinu er verið að skyggnast inn í hversdagslíf og jólaundirbúninginn hjá þeim Grýlu og Leppalúða ásamt jólasveinunum, jólakettinum og fleirum. Tæknin hafði greinilega rutt sér til rúms hjá þessari vinsælu fjölskyldu en meðlimir hennar virtust þó vera misgóðir í að tileinka sér hana. Ekki þori ég að segja meira til þess að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að sjá leikritið en í gegnum það allt var fullt af góðum húmor, útúrsnúningum og uppásnúningum í textum og lögum í leikritinu ásamt góðum boðskap í aðdraganda jólanna. Leikararnir stóðu sig með miklum ágætum bæði í söng og leik. Sumir eru auðvitað vanari en aðrir en allt kom þetta vel út í heildina. Það er alltaf jafn hátíðleg og góð tilfinning að koma í leikhús. Bæði er það spennan sem fylgir því að sjá nýtt leikrit og sjá hvernig tekst til en einnig hugsunin um þá gríðarlegu vinnu sem liggur í uppsetningu á leikritum. Leikfélag Keflavíkur er áhugamannaleikhús og því fær enginn greitt fyrir þá vinnu sem þeir leggja fram sem leikarar eða baksviðs. Hér var því fólk að sýna okkur leikrit sem það hafði æft mánuðum saman auk þess að mæta í vinnu til þess að við hin gætum gert okkur dagamun. Það má því í raun segja að það sé siðferðileg skylda okkar hinna að mæta á sýningar sem þessar og styðja þannig við menningarstarf í sveitarfélaginu. Ég fer reyndar aldrei í leikhús vegna einhverrar skyldu. Mér finnst bara alltaf svo rosalega gaman að fara í leikhús en ekki síst í aðdraganda jóla. Njótið aðventunnar, Sölvi Rafn Rafnsson
! C á j F , K á j Já, xmáltíð á Ný bo
i r a g r o r-b
e g n i Z wer
jóðs g o berg ilsósa ! e c i , i t u, os eða kokte f í k s u artöfl s og maís k ð e ari m nskar, go g r o b nger- ings, fra i Z r e Tow rír Hot W Sjóðheit ' n i z a þ , Bl boxmáltí sósu i ð r t i e á aðeins h
To
1.590 k r.
PIPAR \ TBWA •
SÍA •
133370
svooogott
™
FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI
WWW.KFC.IS
16
fimmtudagurinn 5. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
n Eðvarð Þór Eðvarðsson er metnaðarfullur skólastjóri Myllubakkaskóla:
„ÉG HEF GOTT FÓLK MEÐ MÉR“ Á
rangur nemenda nokkurra grunnskóla á Suðurnesjum í samræmdum prófum hefur varla farið fram hjá neinum. Meðaltalsárangur nemenda í þessum skólum er sá besti frá upphafi. Myllubakkaskóli hefur komið einkar vel út, en hann var meðal efstu í þremur fögum af sjö yfir grunnskóla á landinu. „Markvissir, fagmennska og mikill metnaður hafa skilað árangri,“ segir skólastjórinn Eðvarð Þór Eðvarðsson.
Starfsfólkið uppspretta svo margs góðs Eðvarð Þór tók við stöðu skólastjóra Myllubakkaskóla í ágúst 2012. Þá hafði hann starfað sem aðstoðarskólastjóri í Holtaskóla í tæp fimm ár, deildarstjóri þar á undan auk þrettá ára í kennslu. Ég hef gott fólk með mér. Það skiptir miklu máli,“ segir Eðvar Þór og bætir við að innri uppbygging skólans og ferli séu sífellt að verða betri. „Þegar ég kom hingað skoðaði ég hvaða hefðir höfðu skilað árangri því ég vildi leggja áherslu á það
sem gekk vel.“ Hann segir mikinn metnað ríkja í skólanum fyrir hönd nemenda, hugsað sé um hvern og einn og markvisst tengst meira foreldrum þeirra sem þurfa á því að halda. Starfsfólk sé faglegt, viti hvað það vilji en sé alltaf reiðubúið
Ég reyni bara að vera þokkalegur við fólk og býst við einhverju svipuðu til baka að læra eitthvað nýtt. „Kennararnir og starfsfólkið eru sjálfbærir og hrein og tær uppspretta svo margs góðs. Hér ungt og ferskt fólk í bland við reynslumikið fólk og það er mjög góð blanda. Kennarar með hæstan starfsaldur í Reykjanesbæ eru hérna hjá mér og það nýtist skólanum vel,“ segir Eðvarð Þór stoltur.
Eðvarð Þór með nokkrum nemendum og starfsfólki
Börnin nái grunnstoðunum Hann segir nýju verkferlana ganga út á það að enginn nemandi fari í gegnum námsefni án þess að kannað sé hvort hann hafi náð þokkalegum tökum á því. Ef það vanti upp á er farið betur í það með þeim tiltekna nemanda. „Stundum þarf átak til þess að ná þeim viðmiðum sem við viljum ná í hverjum árgangi. Lagðar eru línur í samstarfi við foreldra er varðar lestur og stærðfræði. Við viljum að börnin nái þessum grunnstoðum til þess að geta bætt betur við sig.“ Eðvarð Þór tekur sérstaklega fram að í Myllubakkaskóla hafi hlutfall nemenda sem þurfa mestu úrræðin og aðstoðina minnkað. „Við pössum eins vel og við getum upp á þessa nemendur því þar leynast oft úrvalsnemendur sem eiga kannski bara erfitt með heimanám.“ Þéttari kjarni hærra meðaltal Þá segist Eðvarð Þór vera afar hlynntur samræmdu prófunum. Það hljóti að vera metnaður hvers skóla að ná viðmiðum út frá aðalnámskrá og sýna fram á það sem vel hefur tekist. Annað sé bara tvíverknaður. „Þetta eru leiðsagnarpróf, það felst í orðinu sjálfu,“ segir hann. Hann segir að í Myllubakkaskóla hafi sérkennslunni verið breytt þannig að hún nái til fleiri aðila og nái frá 1. og upp í 10. bekk. „Við viljum tryggja utanumhald og tengsl við umsjónarkennara. Höfum stefnt á með lestri, stærðfræði og sérkennslu að ná utanumhaldi og að nemendur komi fyrr úr sérkennslunni og verði samferða nemendum í sínum árgangi. Þeim mun þéttari kjarni í hverjum bekk, því hærra meðaltal í bekkjum.“
Sérhæfð í að efla styrkleika nýbúa Hæsta hlutfall nemenda af erlendum uppruna í grunnskólum á Suðurnesjum er í Myllubakkaskóla. Í ár stunda yfir 70 slíkir nemendur nám við skólann, eða fjórðungur nemenda. „Það er okkar sérhæfni að taka á móti nemendum af öðrum þjóðernum. Við höfum lagað okkur að því og ég held að það hafi tekist í flestum tilfellum bara bærilega. Þetta eru engir töfrar, heldur bara vinna sem skilar árangri,“ segir Eðvarð Þór. Hann bætir við að vinnan í kringum fjölþjóðadeildina, sem er ígildi formlegu sérdeildarinnar sem áður var, hafi skilað sér og starfsfólk bæti sig sífellt í að vinna með þennan hóp. Hann telur utanumhald um þessa nemendur og að einblína á styrkleika þeirra hafi skipt miklu máli og séu meginástæður góðs árangurs þeirra í skólanum. „Námið er þeim oft erfitt í 4. bekk og þar sleppir hluti þeirra nemenda t.d. prófum í íslensku því þeir eru kannski búnir að vera hér í svo skamman tíma að þeir geta ekki tjáð sig eða skrifað á íslensku. Aftur á móti hafa þeir sýnt fram að vera sterkir t.d. í stærðfræði og koma með sína styrkleika inn í skólann,“ segir Eðvarð Þór.
„Þá sæki ég um hjá sjálfum mér“ Einnig segir Eðvarð Þór að lykilatriði í góðu skólastarfi sé að finna aðferðirnar sem virki og festa þær í sessi. Ekki gera of mikið og átta sig svo á því að helmingurinn virkar ekki og byrja þá á ný. Það sé bara tímasóun. Ef nemendur skynji þetta náist meiri árangur. „Skólastarf á að vera einfalt, þ.e.a.s. það sem snýr að foreldrum og nemendum; líðan og árangur. Slíkt helst í hendur og vegur hvort annað upp. „Það er ekki hægt að fá nemendur til að ná góðum árangri ef þeim líður ekki vel. Á móti líður nemendum vel þegar árangur er góður.“ Aðspurður segir Eðvarð Þór að oftast sé starfið skemmtilegt en leiðinlegir hlutir séu líka hluti af starfinu. „Ef laun kennara væru hærri væri ég allt eins að kenna í dag. Finnst það skemmtilegra en að vera skólastjóri. Ef laun kennara koma til með að hækka verulega þá sæki ég um hjá sjálfum mér,“ segir hann og hlær. Hann segist þó ekki sjálfur vera dómbær á hvort hann sé betri kennari eða skólastjóri. „Ég reyni bara að vera þokkalegur við fólk og býst við einhverju svipuðu til baka,“ segir hann og brosir. Hann hafi fyrst og fremst gaman af því að ná árangri og sækist eftir því. Segir árangur koma af því að búa til heilsteyptan pakka; ferla og vinnu sem skili árangri. „Ég sé kennara sem blómstra á sínu sviði, það er frábært og veitir mér mikla ánægju. Það verður svo til þess að hver nemandi brennur mest úr býtum“. „Leiðrétta þarf laun kennara“ Eðvarð Þór segist hafa mikið dálæti á kennurum. Þeir sinni skemmtilegu en jafnframt erfiðu starfi. „Maður heyrir fólk tala fjálglega um kennslu og það einkennist líklega af einhverri vanþekkingu á starfinu. Það yrði hollt fyrir almenning að koma og kenna í eina viku; upplifa kennslu eins og hún er. Ef það væri góðæri þá værum við með hálftóma skóla af kennurum því viðmiðunarhópar hafa farið langt fram úr þeim í launum.“ Hann segir álagið geta farið að hafa áhrif á störf kennara. Brúnin sé farin að þyngjast hjá mörgum. „Ef við náum ekki ásættanlegri niður-
stöðu eftir áramót í kjaramálum þá er ég hræddur um að starfsánægjan verði ekki sú sama. Það voru taktísk mistök gerð á sínum tíma með lengingu kennaranáms. Það fælir fólk frá náminu og stéttinni um leið. Það er ekki hægt að keyra endalaust á hugsjóninni. Fólk fer að eldast í greininni og við viljum faglega og flotta endurnýjun á réttum forsendum,“ segir Eðvarð Þór með áherslu. Syndir lítið en hleypur í staðinn Eftir vinnu í Myllubakkaskóla þjálfar Eðvarð Þór 10-13 ára krakka í sundi sex sinnum í viku. Honum finnst ofboðslega gaman að vera í tengslum við sundíþróttina þó hann syndi ekki oft núorðið. „Ég hleyp, tek heilmaraþon og ætla að ná betri tíma í Reykjavíkurmaraþoninu næst. Náði tímanum 3:44:00 síðast og ætla reyna að ná 3:30:00, sem er bærilegt fyrir kall eins og mig,“ segir hann og bætir við að hann reyni að hlaupa 5 sinnum í viku, stundum með félaga sínum. „Maður verður að gera eitthvað annars hleypur maður í spik. Ég hef fundið fyrir því að ef ég hreyfi mig ekki þá verð ég óþreyjufullur. Ég hefði örugglega fengið einhverjar töflur við ofvirkni þegar ég var lítill ef ég hefði ekki verið í íþróttum. Maður hreyfði sig í svona 4-5 tíma á dag.“ Hann segir mýmörg dæmi um að ungt fólk hafi fundið sinn farveg í íþróttum og að hann hafi tröllatrú á því. „Ég nýt mín í að finna leiðir til að veita þann stuðning sem hægt er. Það eru skemmilegustu verkefnin. Þá er maður aldrei meira tilbúinn. Ef það er samtakamáttur til að lyfta upp því sem þarf, þá er það gert. Í því felst starfsánægjan mín, segir Eðvarð Þór. Spurður um hvaða eiginleikar hans njóti sín best í störfum sínum nefnir hann helst skipulag og jákvæðni, svona langoftast. „Á það til að vera dulur en að eðlisfari er ég bjartsýnn og horfi fram á veginn. Stórt atriði að loka ekki á neitt. Að allir eigi möguleika. Ekki dæma neitt; nemendur eða bekki eða árgang. Bara að bretta upp ermar og gera eins vel og hægt er,“ segir Eðvarð Þór að lokum.
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. desember 2013
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Ný slökkvistöð á Fitjum? B
runavarnir Suðurnesja hafa áhuga á að ný slökkvistöð rísi að Njarðarbraut 11 í Reykjanesbæ. Núverandi slökkvistöð við Hringbraut 125 hefur fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið og þar er þröngt um slökkviliðs- og sjúkrabíla, auk þess sem starfsmannaaðstaða er í gámum á baklóð slökkvistöðvarinnar. Stjórn Brunavarna Suðurnesja hefur nú augastað á húsnæði sem þegar hefur verið steypt upp að Njarðarbraut 11 á Fitjum í Reykjanesbæ. Húsnæðið er í eigu Landsbankans. Teiknuð hafa verið drög að slökkvistöð í húsinu og hefur erindi verið sent til sveitarfélaga sem koma að rekstri Brunavarna Suður-
nesja. Þar er óskað eftir heimild til að ganga til samninga um kaup á húsnæðinu og fjármögnun framkvæmda. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta myndi slökkvistöðin kosta um 300 milljónir króna en gangi hugmyndir stjórnar Brunavarna Suðurnesja eftir gæti slökkviliðið verið flutt inn í nýtt húsnæði innan árs. Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að fá slökkviliðsstjóra til fundar með bæjarfulltrúum til kynningar á málinu. VF-mynd: Hilmar Bragi
F
Flugbúðir Keilis í jólapakkann
lugakademía Keilis býður upp á Flugbúðir fyrir áhugafólk um flug sem og þá sem hyggja á nám innan fluggeirans. Sú nýlunda verður að boðið verður bæði upp á helgarnámskeið fyrir 16 ára og eldri um miðjan febrúar ásamt sumarnámskeiði fyrir unglinga í júní. Gríðarlegur áhugi var fyrir Flugbúðunum síðastliðið sumar og komust færri að en vildu. Magnús Ágústsson, flugkennari hjá Keili, heldur utan um námskeiðin. „Ég er spenntur fyrir námskeiðinu í febrúar en nú verður innihaldið miðað við aldurshópinn 16 ára og eldri“ segir Magnús flugkennari. „Kannski leynast einhverjir með brennandi flugdellu þarna úti sem vantar bara að taka fyrsta skrefið. Þá er þetta upplagður vettvangur til að fá innsýn inn í flugheiminn. Við munum fleyta rjómann af því áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum. Kynnast því hvernig veður hefur áhrif á flug, uppbyggingu flugvéla og hvernig þær fljúga. Einnig skoðum við aðrar hliðar flugheimsins, til
dæmis flugvirkjun og flugumferðastjórn. Allt eru þetta spennandi fög en oft framandi venjulegu fólki. Vettvangsferðirnar okkar skipta líka miklu máli – það er mikil upplifun að fá að fara inn á flugverndarsvæðið og sjá þá fjölbreyttu flóru af flugtengdum vinnustöðum sem yfirleitt eru lokaðir almenningi“. Flugbúðirnar í febrúar verða stútfullar af spennandi efni. Þar verður til skiptis kennsla og fyrirlestrar í bland við vettvangsferðir og gestafyrirlesara. „Flugmaðurinn sem heimsótti okkur í sumar vakti mikla lukku“, segir Magnús. „Hann sagði frá daglegu lífi sínu sem millilandaflugmaður og svaraði spurningum um starfið og vinnuaðstæðurnar“. Rúsínan í pylsuendanum verður svo heimsókn í verklegu aðstöðu Keilis, þar sem verklega flugnámið er kennt. Með námskeiðinu fylgir gjafabréf fyrir kynnisflugi með flugkennara sem hægt er að nýta sér þegar veður og aðstæður leyfa. Í sumar er svo stefnt að því að bjóða upp á Flugbúðir með svipuðu sniði og síðast, fyrir unglinga frá 13 ára aldri. „Sumarnámskeiðið verður á
sömu nótum og helgarnámskeiðið, bara aðlagað aðeins yngri aldurshópi“, segir Magnús. „Við verðum tveir að sjá um hópinn, Júlíus Gunnar Sveinsson flugkennari, verður með mér í þessu. Það er mikilvægt að halda vel utan um krakkana, sérstaklega í vettvangsferðunum“. Flugbúðir sem þessar eru að erlendri fyrirmynd og algjör viðbót í flóru sumarnámskeiða á Íslandi. Miðað við umsagnir þátttakenda eftir síðasta námskeið, ættu menn ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. „Skemmtileg og góð reynsla“, „gott og vel skipulagt námskeið“ og „besta námskeið í heimi“ eru dæmi um umsagnir frá þátttakendum. Það verður spennandi að sjá hvernig áframhaldið verður. „Ég held að þetta verkefni sé komið til að vera“, segir Magnús og bætir við að hér sé komin tilvalin jólagjöf fyrir flugáhugamanninn. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Keilis: www.keilir.net/is/ keilir/namsframbod/viskubrunnur/ flugbudir
Handsmíðaðir skartgripir 25.900
12.900
4.800
12.900
9.200
11.900
4.800
27.900
9.200
22.900
3.600
33.900 45.900
23.900
15.600-26.900
Vinnustofan er opin alla virka daga frá kl. 13.00-18.00 og laugardaga frá kl. 10.00-14.00 að Laufdal 53 Innri-Njarðvík
MOV
22.900
12.900
22.900
Gullsmiður Símar 421-7433 / 662-5019
18
-hollt
fimmtudagurinn 5. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
og gott um jólin
Jólin í hollari kantinum
Sirrý Svöludóttir reynir að halda sig á hollu nótunum yfir hátíðirnar. Hún reynir af fremsta megni að njóta þess að borða en fer eftir línunni gæði umfram magn þegar kemur að mat. Sirrý er sölu- og markaðsstjóri hjá Yggdrasil, en þar er hollustan í fyrirrúmi. Við fengum Sirrý til þess að deila með okkur hollum uppskriftum sem njóta má yfir jólin. Auk þess spurðum við hana um matarvenjur hennar yfir hátíðirnar. Hvað er í matinn hjá þér um jólin? Mamma mín og Ævar sjá um jólamatinn minn. Ég fæ eiginlega það besta úr báðum „heimum“, Ævar útbýr hamborgarhr ygginn og mamma hnetusteikina eða kalkúnabringur og allir fá eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir vilja eitthvað létt eða þungt. Ævar gerir svo ljúffengan heimatilbúinn ís sem er uppskrift frá ömmu Sigrúnu, mömmu hans. Hvernig hagar þú mataræðinu yfir hátíðarnar? Ég reyni bara að njóta vel og lengi með þakklæti efst í huga fyrir hvern munnbita sem ég fæ og fyrir hverja stund sem ég nýt með fjölskyldunni minni.
Ertu að borða eitthvað óhollt yfir jólin? Já, eins og hjá flestum þá er ýmislegt í boði yfir hátíðarnar sem er venjulega ekki á boðstólum. Það besta sem ég fæ er grafinn lax og graflaxsósa ofan á hvítt ristað brauð. Svo eru Sörurnar hennar mömmu alveg ómissandi. Hvað gerir þú til þess að halda „sukkinu“ í lágmarki? Mér líður langbest þegar ég takmarka sykur, sem er ekkert mál í dag sem betur fer. Ég reyni líka að velja vel hvað fer ofan í minn maga. Gæði umfram magn er ágætis þumalputtaregla.
Hefur þú ráð til fólks um hvernig sé best að halda sömu reglunni þrátt fyrir jólaboðin og allan matinn sem er á boðstólum yfir hátíðarnar? Ég held að það sé gott ráð að venja sig á að borða góðan morgunmat sem er ríkur af próteinum, fitu og góðum kolvetnum og tryggja líkamanum góða næringu og mettun áður en farið er í jólaboðin. T.d. eggjahræru með avókadó og tómötum. Svo má ekki gleyma að hreyfa sig, þá líður manni svo ótrúlega vel og maður nýtur dagsins helmingi betur en ella.
Frönsk súkkulaðikaka sem klikkar aldrei „Maður fær alltaf punkta í kladdann hjá gestunum fyrir þessa.“ Innihald: 4 vistvæn egg, t.d. grænegg 2 dl reyrsykur frá Himneskri Hollustu 200 g Rapunzel 70% súkkulaði 200 g hreint smjör 1 dl fínmalað spelt frá Himneskri Hollustu 1 dl möndluflögur Aðferð: Þeyta saman egg og sykur, bræða súkkulaði og smjör og kæla. Blanda súkkulaðismjörblöndunni varlega saman við eggjablönduna. Blanda hægt og rólega fínmöluðu spelti út í ásamt möndluflögunum. Baka við 170°C í 30-45 mín.
JÓLABLAÐ 1 VÍKURFRÉTTA KEMUR ÚT Í NÆSTU VIKU, FIMMTUDAGINN 12. DESEMBER!
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
Lágkolvetna bollakaka Maður getur auðveldlega „hent“ í þessa á innan við mínútu!
Krem: 50 g hreint smjör 2 msk Allos Agave síróp 100 g Rapunzel 70% súkkulaði Hitað og blandað saman í potti, kælt og hellt yfir kökuna. Skorin fersk jarðarber með og þeyttur rjómi gera kökuna enn ljúffengri.
1 stk. 1 vistvænt egg, t.d. grænegg 2-3 tsk af Dr. Goerg kókoshveiti ½ tsk vínsteinslyftiduft 1 tsk psyllium husk frá NOW 2 tsk Erythritol sætuefni frá NOW 2-3 dropar vanilluextract frá NOW Dass af rjóma til að bleyta vel upp í. „Öllu hráefninu hrært í bolla/pínulítið eldfast mót og bakað við 180°C í nokkrar mínútur þar til bollakakan er tilbúin. Best að borða volga með þeyttum rjóma. Gott að smyrja bollann/litla eldfasta mótið áður. Sumir hafa sett þessa í örbylgjuna, en mér finnst best að baka í ofni.“
Fróðleikur: Nokkur góð sætuefni sem má nota í stað hefðbundins hvíts sykurs í jólabaksturinn Erythritol er hvítt duft og keimlíkt sykri í útliti. · Bragðast líkt og hvítur sykur – ekkert eftirbragð · Er 70% jafn sætt og hvítur sykur · 0 kaloríur · Hefur engin áhrif á blóðsykur · Hefur engin áhrif á tennur · Hentugt í alla matargerð og sem strásykur · 100% hreint – úr óerfðabreyttum maís Stevía er 200% sætari en sykur en
hefur engin áhrif á blóðsykur. Stevían vinnur best að mínu mati með annarri sætu t.d. erythritoli. Aðeins eru notaðir örfáir dropar af stevíu í bakstur, þeytinga eða eftirrétti. Stevían hefur rammt eftirbragð og því er gott að nota aðeins 1-2 dropa í byrjun og smakka sig til. Best er að nota stevíu með annarri sætu, hvort sem það er til að minnka magn venjulegs sykurs í uppskriftum eða með sætuefni á borð við Erythritol. Ég nota bragðbætta Stevíu frá NOW t.d. út í þeyttan rjóma, þeytinga eða morgungraut en þá nánast alltaf með Erythritoli eða vanilludufti sem sætir alltaf aðeins með.
Prótein- og trefjaríkur þeytingur fyrir 2-3 „Ég fæ mér oft þeyting eftir æfingar eða milli mála. Aðallega vegna þess að mér finnst þetta svo góð leið fyrir mig að nálgast gott prótein, fitu og aðra holla og góða næringu. Svo eru þeir bara svo ofboðslega góðir og þessi leið hentar mér einstaklega vel þar sem tíminn er oft af skornum skammti. Þeir sem vilja „vegan“ útgáfu geta notað PEA prótein frá NOW í stað mysupróteins. Góður eftir æfingu Seðjandi, prótein- og trefjaríkur Án sykurs, en þó sætur á bragðið 1 skeið af hreinu mysupróteini eða PEA próteini. Próteinin frá NOW eru án allra uppfylliefna og aukefna og því mæli ég sérstaklega með þeim. 1 msk af Flaxseed meal frá NOW 1-2 bréf Slender sticks vítamínbættu bragðefni frá NOW 1 tsk Fruits and greens grænfóður frá NOW 1 þroskað avókadó 1 bolli frosin jarðarber Klakar Möndlumjólk (magn eftir smekk) Aðferð: Allt hráefni sett í blandara ásamt möndlumjólkinni. Sumir blandarar þurfa smá hjálp og því er gott að setja eitt hráefni í einu. Þeir sem eiga Vitamix eða álíka blandara ættu ekki að eiga í vandræðum með að hakka hráefnið niður þar til úr verður ljúffengur þeytingur.
Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum
JÓLALUKKAN VEKUR LUKKU! Fyrsti Icelandair ferðavinningurinn flaug út í vikunni! (Jóla)lukkan var með henni Guðrúnu Dís Hafsteinsdóttur þegar hún var að versla í Nettó í vikunni. Icelandair Evrópuferð leyndist á miðanum hennar og hún getur því hlakkað til að fljúga á vit ævintýra, bara fyrir það eitt að hafa gert innkaupin í Nettó. Þú færð Jólalukku Víkurfrétta í 18 verslunum/ þjónustuaðilum í Reykjanesbæ. Á sjötta þúsund vinningar eru í boði, Icelandair ferðavinningar, veglegar úttektir í Nettó og þúsundir annarra.
2013
Fyrsti úrdráttur á mánudaginn!
sem eru lalukku-miðum Munið að skila Jó a Kaskó eð ttó í kassa í Ne ekki með vinning
13 20 20 13 20 13 2013
5300 vinningar!
Þeir sem ekki hljóta vinninga í jólalukkunni geta skrifað nafn sitt á bakhlið miðans og skilað honum í kassa í Nettó eða Kaskó. Það verður dregið úr þeim miðum þrisvar sinnum fyrir jól, 9., 16. og 23. des. Þar er hæsti vinningurinn 100 þús. kr. gjafabréf frá Nettó og Evrópuferð með Icelandair.
11 Evrópuferðir með Icelandair 8 gjafabréf að upphæð 15.000 kr.
JÓLALUKKAN
100.000 kr. gjafabréf í Nettó Njarðvík
í Nettó eða Kaskó og stærsti vinningurinn er
fæst á eftirtöldum stöðum: REYKJANESBÆ
Reykjanesbæ og Grindavík
VERTU MEÐ Í ÚRDRÁTTUM
3 Evrópuferðir og 100 þús. kr. gjafabréf frá Nettó ásamt fleiri
veglegum vinningum í úrdráttum! Munið að skila miðum með engum vinningi í Kaskó/Nettó til að eiga möguleika á flottum vinningum í úrdrætti 9., 16. og 23. desember.
20
fimmtudagurinn 5. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-grunnskóli
Grindavíkur
pósturu vf@vf.is
n Grindvíkingar frumherjar í að bæta líðan grunnskólabarna:
Slökunarherbergi fyrir nemendur Í
Grunnskóla Grindavíkur er slökunar- og skynörvunarrými sem notað er til þess að kenna nemendum að slaka á, læra á tilfinningar sínar og koma þeim í farveg. Guðrún Inga Bragadóttir, námsráðgjafi við skólann, segist ekki vita til þess að slíkt rými sé til í öðrum grunnskólum á landinu. Öfunduð af tækjunum „Þarna læra nemendur íhugun og slökun sem þau jafnvel læra hvergi annars staðar,“ segir Guðrún Inga Bragadóttir, námsráðgjafi við Grunnskóla Grindavíkur. Hún segir að misjafnt sé hvaða tæki sé notað hverju sinni og skynörvun gangi til dæmis út á það að hafa ekki alltaf kveikt á öllu í einu. Þarna er „hellir“ með ljósum á sem skipta litum, hengirúm, lampar með loftbólum, myndvarpi sem varpar fiðrildamyndum á vegg, dýnur og þægilegir púðar. Guðrún Inga segir tækin upphaflega hafa verið keypt fyrir húsnæði nýja skólans sem í dag hýsir nemendur 1.-3. bekkjar. „Tækin voru svo ekki notuð og við vildum gera eitthvað markvisst með þau. Margir öfunda okkur af þeim,“ segir hún og brosir.
Hefur haft góð áhrif Guðrún Inga telur að grunnskólinn þar sem hún starfar sé mögulega frumherji á þessu sviði í grunnskólastarfi og gæti orðið leiðbeinandi fyrir aðra skóla. „Svona tæki eru mikið notuð með fötluðum til skynörvunar. Ég var fyrst með jógadýnur og slökunartónlist en þetta er miklu áhrifaríkara.“ Hún segir 50-60 nemendur nýta sér rýmið, meðal annars börn sem hafa fengið greiningu hjá BUGL. „Já, þau hafa gott af skynörvun, einnig nemendur sem haldnir eru kvíða eða eru í meðferð vegna reiðistjórnunar. Þetta er ákveðinn þáttur í sjálfsstyrkingu hjá þeim við að þekkja tilfinningar sínar og koma þeim í farveg. Þetta hefur haft góð áhrif á þau,“ segir Guðrún Inga og bætir við að misjafnt sé hversu oft þau komi. Það fari eftir eðli meðferðarinnar og hverjum og einum. Starfsfólkið hefði gott af slökun líka Guðrún Inga fékk Ragnar Jóakim Óskarsson, nemanda í 5. bekk, til þess að sýna blaðamanni hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Hann var fljótur að koma sér fyrir í hengirúminu og loka augunum. Þá las Guðrún Inga fyrir hann upp úr ævin-
Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verkalýðs og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis um kjör aðalstjórnar samkvæmt B-lið laga um stjórnarkjör og stjórnar sjómannadeildar, ásamt trúnaðar-mannaráði, stjórn sjúkrasjóðs, orlofsheimilasjóðs, fræðslusjóðs og varamönnum þeirra samkvæmt lögum félagsins. Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins í síðasasta lagi klukkan 16:00 fimmtudaginn 12. desember nk. Hverri tillögu skal fylgja stuðnings-yfirlýsing tilskilins fjölda félagmanna samkvæmt reglugerð ASÍ þar að lútandi.
týrabók í sérstakri slökunarútgáfu á meðan róandi tónlist ómaði úr geislaspilara. „Stundum hugsa ég til þess hversu gott við, starfsfólk skólans, hefðum líka af því að fá að koma hér inn í skamma stund í amstri dagsins,“ segir Guðrún Inga dreymin að lokum.
20% kynningarafsláttur af skartgripum frá
dagana 6. des. - 9. des. ÍSLENSK HÖNNUN - asajewellery.com
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Kjörstjórn VSFK og nágrennis
Fjóla Gullsmiður - Hafnargötu 29 - Sími: 421 1011
Taktu á móti póstinum þínum í Möppunni Nú geturðu fengið allan póstinn þinn rafrænt í Möppuna. Enginn pappír og þú getur nálgast póstinn hvar og hvenær sem er. Hvernig geri ég pappírspóstinn rafrænan? Við einfaldlega skönnum hann inn fyrir þig. Skráðu þig á Mappan.is og sæktu um skönnunarþjónustu!
Mappan Stórhöfða 29 110 Reykjavík 580 1000
• • • • •
Þægileg - Aðgengileg hvar og hvenær sem er Umhverfisvæn - Pappírslaus póstur Örugg - Pósturinn er geymdur á öruggu formi Ókeypis - Þú borgar ekkert fyrir Möppuna Fljótleg - Pósturinn berst þér samdægurs
facebook.com/mappan.is
www.mappan.is
22
-viðskipta-
fimmtudagurinn 5. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
og atvinnulíf
n Góðir hlutir að gerast í Leifsstöð:
Fríhöfnin sú besta í Evrópu F
ríhöfnin á Keflavíkurflugvelli hefur verið valin „Besta fríhöfn í Evrópu árið 2013“ af tímaritinu Business Destinations. „The Business Destinations Travel Awards“, sem nú eru veitt í fimmta skipti, njóta virðingar í alþjóðlegri ferðaþjónustu. Sigurvegarar eru valdir með kosningu fjölmenns hóps áhrifamanna á sviði viðskiptaferðalaga. Yfirlýst markmið með veitingu verðlaunanna er að vekja athygli á þeim aðilum sem hafa náð athyglisverðum árangri í rekstri og eða nýsköpun og snjöllum lausnum á hinum ólíku sviðum ferðaþjónustunnar. Í skýjunum með verðlaunin „Við hjá Fríhöfninni erum alveg í skýjunum með þessi verðlaun og ákaflega stolt. Þetta er ánægjuleg viðurkenning sem hefur mikla þýðingu fyrir okkur og er staðfesting á þeim árangri sem við höfum náð með endurskipulagningu á rekstrinum og endurmörkun fyrirtækisins síðustu ár,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. Hún segir að slag-
orð Fríhafnarinnar, þess virði að upplifa, standi svo sannarlega undir nafni. „Verslanir okkar hafa verið endurhannaðar, nýjar verslanir teknar í notkun, áherslum í rekstri breytt og vöruúrval stóraukið,“ segir Ásta Dís. Mikil veltuaukning Þá hefur veltan aukist um 44% frá árinu 2010 sem líklega er ein mesta veltuaukning fríhafna í Evrópu. Ásta Dís segir að það megi að miklu leyti rekja til aukinna viðskipta erlendra farþega. Útlendingar kaupi meira af íslenskum vörum en áður og Fríhöfnin hafi stóraukið verslun við innlenda birgja og innlenda hönnuði. „Þjónustukannanir sýna að viðskiptavinir fara mjög ánægðir frá okkur enda er starfsfólk Fríhafnarinnar einstaklega þjónustulundað og verðlaunin eru fyrst og fremst þeirra. Það að vinna „The Business Destination Travel Awards“ sýnir að árangur okkar vekur athygli út fyrir landsteinana,“ segir Ásta Dís.
pósturu vf@vf.is
23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. desember 2013
-fréttir
pósturu vf@vf.is
HEILSUHORNIÐ
Hvað er stevía? Stevía (Stevia rebaudiana) er jurt sem er upprunalega ættuð frá Suður Ameríku og í dag er hún ræktuð mjög víða og notuð sem sætuefni. Stevía er margfalt sætari en hvítur sykur og þarf því að nota mun minna af henni til að fá sætubragð heldur en sykri. Stevía er talin með betri náttúrulegum sætuefnum sem eru fáanleg og virðist hafa minnstu áhrifin á líkamann, allavega miðað við þær upplýsingar sem til eru um stevíuna fram til dagsins í dag. Hún inniheldur enginn kolvetni og er kaloríulaus. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á stevíunni gefa til kynna ÁSDÍS að hún hefur ekki hækkGRASALÆKNIR andi áhrif á blóðsykur SKRIFAR og hentar þ.a.l. sykursjúkum og þeim sem eru að glíma við mikla sykurlöngun eða ofþyngd. Sjálf jurtin hefur heilsueflandi eiginlega eins og andoxunaráhrif og væg bólgueyðandi áhrif. Aukaverkanir af jurtinni eru afar sjaldgjæfar en þó eru einstaklingar sem hafa fundið fyrir lítilsháttar ógleði og óþægindum í meltinarvegi út frá of mikilli notkun. Stevían sem verið er að nota í vörum í dag er unnin þannig að búið er að einangra virk sætuefnin (stevioside og rebaudioside) úr stevíu jurtinni og verður hún því mun sterkari og sætari en fersk jurtin. Jurtin sjálf er hins vegar örlítið beisk og með lakkrís eftirkeim. Stevían er hentug til að sæta hreint jógúrt eða skyr, út á grauta, út í boosta, í eftirrétti, krem og kökur, í heita drykki eins og kakó, kaffi og te. Þar sem stevían er svo sæt þarf að varast að nota ekki of mikið en 5 dropar af stevíu samsvara 1 tsk af sykri. Stevían fæst bæði í dufti og fljótandi formi en sjálf myndi ég mæla með fljótandi dropunum en hægt er að fá stevíu dropa í ýmsum bragðtegundum. Stevían er í rauninni besta og öruggasta val á sætuefnum sem völ er á í dag. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir
Norðmenn taka við flugösku úr Helguvík
70% bréfa til íslensku jólasveinanna frá Þýskalandi S
em kunnugt er settu íslensku jólasveinarnir upp sína eigin póstkassa í sumar m.a. í miðbæ Akureyrar, í Reykjavík við Litlu jólabúðina og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Jólasveinunum hefur borist gríðarlegur fjöldi af bréfum, þá helst frá erlendum ferðamönnum. Bréfin sem jólasveinarnir hafa fengið eru mörg hver afar persónuleg og bera flest vitnisburð um ánægða gesti sem hingað hafa komið. Þeir dásama land og þjóð, matinn, fólkið og landið. Þess má geta að flest bréfanna eru frá Þýskalandi, sennilega um 70% þeirra. En það eru einnig bréf frá Úkraínu,
Rússlandi, Hong Kong, Englandi, Írlandi, Bandaríkjunum og frá Norðurlöndunum svo eitthvað sé nefnt. Nú fer í hönd mikil vinna hjá jólasveinunum við að svara öllum þessum bréfum en hverju bréfi er svarað með lítilli gjöf sem minnir á Ísland. Jólasveinarnir létu sérprenta fyrir sig m.a. umslög undir bréfin. Svo áttu þeir samstarf við Raven Design í Reykjanesbæ við gerð og hönnun gjafanna. Íslensku jólasveinarnir eru með eigin heimasíðu; www.icelandicsantaclaus.com og svo eru þeir einnig á Facebook.
u Sorpeyðingarstöð Suðurnesja hefur borist nýtt tilboð frá NOAH í Noregi um flutning og eyðingu á flugöskubirgðum fyrirtækisins. Tilboðið kemur í framhaldi af samningaviðræðum við fulltrúa NOAH sem fram fóru í Noregi 17. október sl. NOAH býður nú verð sem eru frá því að vera 11,85% til 25,93% lægri en upphaflegt tilboð var, eftir því hvaða aðferð við flutning og afhendingu er mögulegt að nota. Málið þarf að vinna í samráði við Umhverfisstofnun. Fyrir liggur að talsverðar athuganir og undirbúningsvinna þurfa að fara fram áður en hægt verður að taka ákvörðun um flutningsaðferð og einnig mun líða nokkur tími þar til hægt verður að tímasetja afhendingu og flutning öskunnar. Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja hefur samþykkt að fela framkvæmdastjóra að staðfesta samþykkt á tilboði NOAH og vinna áfram að framgangi málsins.
Skötuhlaðborð
á Nesvöllum 23. desember frá kl. 12:00 - 14:30 - Síldarsalöt 3 teg - Reyktur silung með Piparótarsósu - Grafinn silungur með sinnepssósu - Sjávarrétta Salat - Heitreyktur lax með kornasinnepshjúp - Villibráðar pate - Kæst skata og tindabykkja - Skötu stappa - Siginn fiskur
-
Plokkfiskur Saltfiskur Hangikjöt með uppstúf Hnoðmör, Hamsatólg, lauksmjör, hrásalat, Laufabrauð, rúgbrauð, kartöflusalat, grænar baunir, rauðkál, - Ris Almande
Lifandi tónlist Borðapantanir í síma 421 4797
Verð kr. 3650,-
Grænásbraut 619. 230 Reykjanesbæ // veislur@simnet.is // Tel 4214797 / 8613376
24
fimmtudagurinn 5. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Aðventa
í Keflavíkurkirkju Sunnudaginn 8. desember kl. 11:00 Guðsþjónusta og barnastarf kl. 20:00 Aðventuhátíð með Kór Keflavíkurkirkju Þriðjudaginn 10. desember kl. 20:00 Gamla góða jólasveiflan Arnór er við hljóðfærið, sr. Skúli kynnir og fjöldi tónlistarmanna tekur þátt.
Frá undirritun samnings milli Isavia og danska fyrirtækisins Crisplant A/S.
Endurbætt farangursflokkunarkerfi fyrir 645 milljónir króna I
savia og danska fyrirtækið Crisplant A/S hafa undirritað samning um stækkun og endurbætur á farangursflokkunarkerfi Keflavíkurflugvallar sem lokið verður við í byrjun sumars. Verksamningurinn felur í sér tvöföldun á afkastagetu farangursflokkunarkerfisins sem eftir breytinguna getur flokkað alls 86 farangurstöskur á mínútu. Farangursflokkun fer fram með tölvustýrðu færibandakerfi sem flokkar og flytur farangur að vögnum fyrir hverja flugvél og er hann jafnframt skimaður um leið í leit að ólöglegum varningi vegna flugverndar. Mikil umferðaraukning hefur orðið á Keflavíkurflugvelli að undan-
förnu og hefur búnaðurinn verið starfræktur með hámarksafköstum undanfarin tvö ár. Með endurbótunum fæst aukið öryggi og jafnvægi í rekstrinum og er stýribúnaður endurnýjaður til samræmis við nýjustu þjónustukröfur. Smíði og uppsetning kerfisins var boðin út á vegum Ríkiskaupa fyrr á þessu ári en Crisplant A/S er umsvifamikill framleiðandi flokkunarkerfa fyrir flugstöðvar, vöruhús og dreifingarmiðstöðvar. Þrjú tilboð bárust og er heildarupphæð samningsins um 645 milljónir króna.
Sunnudaginn 15. desember kl. 11:00 Jólaball sunnudagaskólans Sunnudaginn 22. desember kl. 10:00 Maríumessa, sr. Erlu Guðmundsdóttur
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Stofnað 1976
Allir að mæta í uppáhalds jólapeysunni sinni! Miðaverð kr. 1.500 sem rennur óskipt í orgelsjóð
Uppskeruhátíð 2013 Fram koma:
5. desember 20:00
Védís Hervör
Paddy’s, Hafnargötu 38
Dr.Gunni og vinir hans
Miðaverð: 1.000.-
Íkorni Gálan
Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast kl. 21:00
Diskar og bolir á spottprís fyrir áhugasama Sjáumst hress og fögnum góðu ári saman
25
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. desember 2013
Litlujólin í Múrbúðinni VIKAN Á VEFNUM Suðurnejamenn láta ekki sitt eftir liggja á samfélagsmiðlunum. Við á Víkurféttum munum framvegis birta það helsta sem ber á góma á Facebook og Twitter hjá Suðurnesjamönnum.
Sigurbjörn Bæjarstjóri Arnar Jónsson: Þá er það er Round Table fundur hjá RT 10. Orðið nokkuð síðan að við vorum með eðlilegan fund.
Á MÚRBÚÐARVERÐI
ALLAR JÓLAKÚLUR = TVEIR FYRIR EINN
Guðrún Emilía Guðnadóttir: Bara rétt að segja HÆ! og láta vita að dagarnir núna eru yndislegir, gleðin og kærleikurinn eru við völd á þessu heimili eins og reyndar ætíð, en núna er það alveg extra mikið. Erum öll að fara að borða saman í kvöld hlakka mikið til. Knús knús á línuna. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson: Í augnablikinu er ég upptekinn, ég utan þjónustusvæðis, eða allar helvítis línur uppteknar...veriði sæl.. Ásdís Ragna Einarsdóttir: Einhver sem býr svo vel að eiga jógúrt eða ísvél til að lána mér í stuttan tíma? Geirþrúður Ósk Geirsdóttir: Smellti mér á Mary Poppins með Ásu systir og Mikael frænda, alveg frábærislega æðisleg sýning — feeling Supercalifragilisticexpialidocious.
2.295
Þú tekur 2 pakka og greiðir fyrir 1
LED INNI netljós 2x2 m rauð gardína
1.995 Jólakúlur 14 cm 4 stk.
Jólakúlur 10 cm 6 stk. Jólakúlur 10 cm 6 stk.
290
390
Margir litir
Jólakúlur 10 cm 6 stk. Jólakúlur 7 cm 12 stk.
498
Margir litir
Teitur Örlygsson: Læsi minnst á Suðurnesjum. Getur einhver sagt mér hvað stendur í þessari grein? #ghettoið Rósa Guðmundsdóttir: Körfuboltamót check! Næst á dagskrá er jólasýning Bryn í Andrews. Stóru stelpurnar báðar að sýna kl. 14 og svo allar þrjár kl. 16:30. Engin lognmolla hér frekar en fyrri daginn.
Jólastjarna/inni í glugga
290
695
Margir litir
Jólahreindýr
499
Helios 20 ljósa innisería Innisería 50 ljósa
1.495
3.995
Álstigi 12 þrep 3,38 m
Ljósastjarna/inni
7.890
í glugga
1.295
Kökudunkar 3 stk.
999
Áltrappa 4 þrep
4.990
Jólatré 120 cm
995
Jólakrans 30 cm
395
Einnig til 150 cm
1.995
Strappbönd 150mm 50stk
Límbandsrúlla
120
39
Gjafapokar margar stærðir. Verð frá
199
3 metra rafmagnssnúra
990
Fjöltengi 3 innstungur
2 metra rafmagnssnúra
Jólaskraut 4 teg.
595
595
690
Detectomat reykskynjari HD3000 m/lithium rafhlöðu
10 metra rafmagnssnúra
2.390
TES Pappír 2 metrar
125
2.390 Fuglavík 18. Reykjanesbæ Opið virka daga kl. 8-18
TES Pappír 6 metrar
299
Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
Er jólaljósin ljóma
Þorsteinn Gísla: Maður var að skrúfa skrúfu í vegg og rétti vini sínum vasaljós og sagði: "Lýstu mér. Þú ert 184 á hæð cirka 86 kg, dökkhærður með blá augu." hahaha — feeling fíla 5aur. Inga Rut: Ég held að ég sé ástfangin. Hvað á ég að gera?
695
Helios 20 ljósa útisería
K
Aðventukvöld í Keflavíkurkirkju
ór Kef lav í kurk irkju flytur að venju hátíðleg jólalög á aðventukvöldi í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 8. desember nk. Prestur
er sr. Sigfús B. Ingvarsson. Stundin hefst klukkan 20:00 og eru allir boðnir velkomnir. Engin aðgangseyrir.
26
fimmtudagurinn 5. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-póstkassinn
pósturu vf@vf.is
n Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar:
Áhersla á þroska einstaklingsins Seinni hluti.
Í
síðasta blaði ritaði ég grein um þjálfun barna upp að tíu ára aldri. Þar kom m.a. fram að áherslan ætti að vera á þroska einstaklingsins og fjölbreytta hreyfingu en ekki að gera meistara úr börnum. Æfingar eiga að vera krefjandi en þjálfun barna og meistaraflokks er sinn hvor hluturinn.
Í þessum síðari hluta greinarinnar kem ég inn á félagslegan hluta íþróttarinnar, aga og mikilvægi gagnkvæmra samskipta foreldra og þjálfara. Náin líkamleg samskipti, sem er stór hluti júdós, geta verið mikilvæg í þróun félagsfærni og gert líkamlega umgengni við önnur börn auðveldari. Þetta er gott til að kenna börnum að hverskonar líkamleg snerting er viðeigandi í daglegum samskiptum. Börn læra fljótt að júdó er líkamlega erfitt og að vinna með félaga er betra en að vinna á móti honum. Félagslega gefur júdóiðkun börnum tækifæri á því að umgangast börn úr öllu bæjarfélaginu og e.t.v. öllu landinu. Félög eru oftast með æfingar hverja á eftir annarri, þannig umgangast yngri börn þau eldri sem getur leitt til vináttu og uppgötvunar nýrra fyrir-
mynda. Félagið sér einnig til þess að félagslegir viðburðir og önnur færni ótengd júdó séu viðhafðir í félaginu. Mikilvægur hluti af júdó, er sjálfsstjórn.
Við hjá Júdódeild Njarðvíkur viljum kynna börnunum fyrir erfiðri líkamlegri þjálfun og styrkja þau, en það er einungis hluti af áætlun til að kynna íþróttagreinina fyrir barninu þínu.
Barnaþjálfun ekki það sama og meistaraflokksþjálfun
Góð samskipti við foreldra mikilvæg
Við höfum haft í heiðri japanska siði og venjur eins og að hneigja sig fyrir hvoru öðru o.fl. Þessir siðir og venjur eru verkfæri sem að júdóþjálfari notar til að þroska barnið þitt og hjálpa því að þróa með sér félagslega hegðun sem hefur jákvæð áhrif á barnið og aðra sem það umgengst. Kennarar í skólanum munu mjög líklega taka eftir hegðunarbreytingum eftir að barnið byrjar að æfa júdó. Orðin „öruggt“, „skemmtilegt“ og „þroski“ eru lykillinn. Barnið ætti að vera öruggt og finnast það vera öruggt. Æfingarnar ættu að vera öruggar og barnið ætti ekki að meiðast í júdó. Það mun að öllum líkindum fá skrámur og marbletti, og því miður henda slysin stundum. En barn ætti aldrei að verða fyrir ofþjálfun í júdó. Barnajúdó er ekki það sama og meistaraflokksþjálfun, þó að erfiðleikastigið þurfi stundum að vera hátt og mun reyna á barnið. Æfingarnar eiga ekki að vera erfiðar í hverri viku.
Júdóþjálfarar reyna eftir bestu getu að eiga góð samskipti við foreldra þeirra barna sem þeir eru að þjálfa. Það getur verið vegna júdótækni, útbúnaðar eða vegna þess að barnið á erfitt með að hemja reiði á vissu þroskastigi, o.s.frv. Foreldrar ættu líka að vera í gagnkvæmum samskiptum við þjálfarann um hverskyns þroska og sigra og/eða vandamál heima fyrir. Gott júdófélag og góður júdóþjálfari taka alltaf við innleggi/ábendingum frá foreldrum og vinna með þeim þannig að barnið þroskist sem best og njóti alls þess sem júdóiðkun hefur upp á að bjóða. Þér og barninu þínu ættu að finnast júdófélagið vera öruggt og skemmtilegur staður þar sem barninu þínu er gefið tækifæri á því að þroskast bæði líkamlega og andlega. Guðmundur Stefán Gunnarsson, aðalþjálfari Júdódeildar Njarðvíkur.
n Jórunn Tómasdóttir framhaldsskólakennari skrifar:
PISA vangaveltur Þ
að er gott til þess að vita að nemendum líður vel í skólanum okkar. Það er gott til þess að vita að einelti hefur minnkað í skólanum okkar. Annað er ekki eins gott. Það er ekki til nein einföld lausn á vanda skólakerfisins en það eru örugglega til ráð til úrbóta. Í mörg ár hafa fjölmargir skólamenn og konur bent á meinin og komið með tillögur sem gætu orðið til bóta en ætíð verið á eintali við tómið. Það hlustar enginn. Þó svo að gott, faglegt, fallegt og þróttmikið starf sé unnið í skólum landsins og allir séu að vinna af alúð og metnaði fær skólakerfið okkar falleinkunn enn einu sinni. Það sem þarf að gera er augljóst: Það þarf að leggja til hliðar pólitískan rétttrúnað, setjast niður, skoða, greina og meta vandann ískalt, setja raunhæf markmið og þróa ferli og leiðir að þeim. Við verðum að spyrja okkur að því í
einlægni hvað við eigum við með orðinu menntun; hvernig menntakerfi við viljum hafa, hvað við viljum að börnin okkar læri og hvað við viljum að börnin okkar kunni að námi loknu. Hvernig einstaklinga viljum við móta til að skapa hér mennskt, vel menntað samfélag. Ef við viljum í einlægni og einurð skóla án aðgreiningar og skóla fyrir alla verðum við að axla þá ábyrgð og skapa viðunandi námsumhverfi fyrir alla nemendur og kennara einnig. Ef við viljum í einlægni og einurð skapa góðan skóla verðum við að axla þá ábyrgð og bjóða kennurum mannsæmandi laun. Kennarastarfið þarf að verða eftirsóknarvert - ekki bara vegna sumarleyfisins. Það þarf að skoða inntak kennaranámsins, auka vægi íslensku, stærðfræði og raungreina. Það þarf að skoða námskrár skólanna, námslýsingar og námsmarkmið. Það þarf að spyrja hvort eðlilegt sé að það sé hindrunarlaust frjálst flæði nemenda úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla sem
skapar vanda framhaldsskólans bæði hvað varðar fall nemenda og brottfall. Það þarf að skoða hvort grunnskólarnir líði fyrir það að vera í forsjá sveitarfélaganna. Það þarf að skoða hvort skólinn sé í takt við þá veröld sem hann hrærist í. Spurningarnar eru mýmargar og fjölmargt sem þarf að gaumgæfa. En eitt er alveg víst: Skólinn batnar ekki við það að sífellt sé verið að krukka í hann eingöngu með sparnað að leiðarljósi. Hann batnar ekki heldur við það að kennarar séu hafðir á ósæmandi launum. Skólinn þarf að vera lifandi afl, síkraumandi deigla, spegill vaxandi og metnaðarfulls samfélags. Skólinn þarf að sinna þörfum og áhuga allra sinna nemenda. Allt kostar þetta mikla vinnu, mikinn metnað, mikið áræði, mikinn áhuga. Og ekki hvað síst, peninga.
dag, fimmtudaginn 5. desember, kl. 17 verður tilkynnt um úthlutun styrkja Vaxtarsamnings Suðurnesja í fjórða sinn. Athöfnin fer fram í bíósal Duushúsa. Samningur um Vaxtarsamning var gerður milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og ríkisins til fjögurra ára og er sá samningur nú að
renna sitt skeið á enda. Það þýðir þó ekki að þetta góða verkefni sem hefur hleypt krafti í nýsköpun á svæðinu, haldi ekki áfram. Á þessu tímabili hafa mörg frábær sprota- og þróunarverkefni hlotið stuðning. Verkefni sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni. Þetta kraftmikla fólk, sem hefur brennandi áhuga á því sem
Fuglarnir í garðinum M
argar fuglategundir sem halda til á Íslandi yfir veturinn treysta á matargjafir yfir kaldasta tíma ársins. Mikil orka fer í að halda á sér hita og það getur verið erfitt að kroppa eftir fræjum eða grasi í frostinu. Lítil fuglahús á staur eða tré geta bjargað lífi snjótittlinga á veturna og á vorin setjast kannski að í þeim fiðraðir nágrannar. Það er sorgleg staðreynd hve miklum mat við mennirnir hendum og því er tilvalið að leita annarra ráða fyrir matarafgangana okkar en að henda þeim beint í ruslið. Hér koma nokkrar tillögur að matargjöfum fyrir fuglana. Athugið að fóðra verður með það í huga að kettir eigi ekki greiðan aðgang að fuglunum (nota trjágreinarnar og/eða fóðurpalla).
mjög lítið kryddað). Sumir setja út hrátt hakk og líkar fuglunum það vel. Ávextir: Fuglar eins og starrar og þrestir eru sólgnir í epli, perur og vínber. Best er að skera eplin og perurnar í helminga og stinga upp á greinarenda eða koma þeim fyrir á fóðurpöllum. Þurrkaðir ávextir: Rúsínur og sveskjur eru einnig vinsælar hjá smáfuglunum. Gott er að leggja rúsínurnar og sveskjurnar aðeins í bleyti áður en þær eru settar út í garð. Brauðmeti: Brauðmeti, sérstaklega ef það er blandað smá feiti (matarolíu, smjöri eða annarri fitu) er vel þegið í kuldanum. Haframjöl: Haframjöl með feiti út á er góð og mettandi næring yfir veturinn. Best er að sjóða vatn og hella yfir haframjölið þannig að mjölið drekki í sig vökvann og setja svo smávegis af matar- eða kókosolíu yfir.
Feiti og mör: Flestir smáfuglar þurfa á mikilli fitu að halda yfir veturinn. Því er tilvalið að nýta steikingarfeitina af laufabrauðinu og setja t.d. haframjöl út í það og láta harðna. Hægt er að hella feitinni í plastbox og hvolfa svo úr boxinu þegar feitin hefur harðnað. Það sama má gera þegar kjöt er soðið í pottum eða ofni, láta vatnið kólna og veiða fituna ofan af. Lang flestir fuglar eru einnig sólgnir í mör, svo ef einhver á afgangsmör síðan úr sláturgerðinni þá má alltaf setja hana út fyrir fuglana.
Korn: Snjótittlingar vilja helst maískorn, sólblómafræ eða finkukorn. Dúfur og rjúpur sækja stundum í garða í harðindum en þær eru einmitt líka kornætur. Svo bjóða flestar matvörubúðir upp á sérstakar fóðurkúlur sem eru alltaf vinsælar. Þær innihalda allt það sem smáfuglarnir þurfa, prótín, kolvetni og nóg af fitu. Kúlurnar eru ódýrarar og auðvelt er að hengja þær t.d. á trjágreinar.
Kjöt: Yfir vetrartímann vantar fuglana prótín þar sem skordýrin og fræin eru ekki til staðar og þá er tilvalið að setja út kjötsag og kjötafganga (ekki kryddaða eða a.m.k.
Fuglar á Reykjanesi, áhugamannahópur.
Hitablásarar
Jórunn Tómasdóttir framhaldsskólakennari
Uppskeruhátíð Vaxtarsamnings Suðurnesja í dag Í
n Fuglar á Reykjanesi, áhugamannahópur skrifar:
það er að gera, nær vonandi allt markmiðum sínum, segir í frétt á vef Vaxtarsamnings Suðurnesja. Styrkur frá Vaxtarsamningi hefur fyrir marga frumkvöðla verið mikil hvatning og viðurkenning fyrir verkefnið og hleypt enn frekari krafti í vinnuna. Uppskeruhátíðin er opin öllum.
Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa
6.990
Rafmagnshitablásari 3Kw 1 fasa
8.990
Rafmagnshitablásari 9Kw 3 fasa
17.990
Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa
12.990
15 metra rafmagnssnúra
2.995
Rafmagnshitablásari 2Kw
1.890
Rafmagnshitablásari 15Kw 3 fasa
28.890
Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
27
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. desember 2013
RÁÐGJAFI ÓSKAST Á SVIÐI
STARFSENDURHÆFINGAR Stéttarfélög á Suðurnesjum leita að ráðgjafa í fullt starf til að starfa á sviði starfsendurhæfingar. Aðsetur verður á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurnesjum að Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ. Starf ráðgjafans er samstarfsverkefni milli stéttarfélaganna og VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs. Ráðgjafinn mun halda utan um starfsendurhæfingarmál einstaklinga sem eru með skerta vinnugetu vegna slysa eða sjúkdóma í þeim tilgangi að aðstoða þá við að auka vinnugetu sína og varðveita vinnusamband þeirra. Um er að ræða mjög krefjandi starf í umhverfi sem er enn í mótun og uppbyggingu.
Helstu verkefni: • Stuðningur og ráðgjöf fyrir einstaklinga • Upplýsingaöflun og mat skv. viðurkenndum aðferðum • Umsjón, eftirfylgni og leiðsögn varðandi endurhæfingaráætlanir einstaklinga í samstarfi við fagaðila • Náin samvinna við atvinnurekendur og stéttarfélög með það að markmiði að auka starfshæfni Kröfur um hæfni: • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda sem nýtist í starfi (t.d. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar,
iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar) • Reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar • Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund • Áhugi á að vinna með einstaklingum • Geta til að skilja og setja sig inn í mismunandi aðstæður einstaklinga • Góð þekking á vinnumarkaði og nærsamfélagi • Sveigjanleiki, færni og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð • Geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti
Nánari upplýsingar um starf ráðgjafa og starfsemi VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs er að finna á heimasíðu sjóðsins www.virk.is. Til að tryggja þekkingu og símenntun ráðgjafans mun hann fá sérstaka þjálfun sem skipulögð er af VIRK - Starfsendurhæfingarsjóði. Umsókn um starfið skal skilað fyrir kl. 15:00, föstudaginn 20. desember n.k. á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis að Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ í lokuðu umslagi merktu VIRK – Starfsendurhæfing/umsókn um starf.
NOTALEGAR JÓLAGJAFIR Hjá okkur finnur þú mikið úrval fallegra jólagjafa og sælkeravöru sem gera jólin enn notalegri.
Jólagjafakassar Settu saman þinn eigin gjafakassa, fullan af dásamlegum, heilnæmum vörum.
Svarið býr í náttúrunni
heilsuhusid.is Facebook: Heilsuhúsið
28
-
fimmtudagurinn 5. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
ung // Sigurður Salómon Guðlaugsson
Ég kem á óvart Hvað gerirðu eftir skóla? Fer heim, fæ mér nokkra kexmola og horfi á Friends eða einhvað slíkt.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Það myndi vera Bent.
Hver eru áhugamál þín? Tónlist, íshokkí, körfubolti og amerískur fótbolti.
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Myndi fara í bankann og stela pening.
Uppáhalds fag í skólanum? Það er íþróttir. En leiðinlegasta? Danska.
Sigurður Salómon Guðlaugsson er í UNG vikunnar. Hann hefur áhuga á tónlist og íþróttum og segir að danska sé leiðinlegasta fagið í skólanum. Hann væri til í að geta flogið og hitt rapparann Lil Wayne.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Rapparinn Lil Wayne, klárlega. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að geta flogið yrði gaman. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Einhvað sem er vel borgað, en ég þyrfti ekki að gera neitt. Hver er frægastur í símanum þínum? Maggi Mix.
ATVINNA
Ægir sjávarfang ehf óskar eftir að ráða starfsfólk í snyrtingu og pökkun, bílstjóra og vélamann til starfa í verksmiðju félagsins í Grindavík. Upplýsingar gefur Sigurjón í síma 663-7224. Einnig má senda umsóknir á info@aegirseafood.is Ægir sjávarfang sérhæfir sig í niðursuðu á þorsklifur og hefur verið starfandi frá árinu 1995.
PRACA!!!
Ægir sjávarfang ehf. w Grindavíku poszukuje pracowników w fabryce rybnej: -do obróbki i pakowania ryb -kierowcy -mężczyznę do obsługi maszyn Kontakt pod nr tel. 6637224, Sigurjón lub email: info@aegirseafood.is Aplikacje prosimy wysyłać na adres: info@aegirseafood.is Firma specjalizuje się w obróbce ryb, głównie dorsza. Firma istnieje na rynku od 1995roku.
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Fatastíllin minn er eins og súkkulaði sem rennur ljúft niður fjallarbergið í gegnum fossinn. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Ég kem á óvart. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Mo Money Mo Problems - Biggie. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Friends.
-
Nú er rétti tíminn til að panta tíma svo að bíllinn komist í jólabað í desember. Vönduð vinna og sanngjarnt verð.
Bíómynd? Forrest Gump er í uppáhaldi. Sjónvarpsþáttur? Friends, klárlega.
N
æstkomandi föstudagskvöld kl. 20 verður haldið árlegt aðventukvöld í safnaðarheimili Aðventkirkjunnar, Blikabraut 2, Keflavík. Dagskráin verður í anda „Níu lestra og sálma“ (A festival of nine lessons and carols) sem er gömul og þekkt ensk jólahefð, blanda af ritningalestrum og jólasálmum. Meðal tónlistaratriða verður m.a. Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem mun spila undir stjórn Karenar Sturlaugssonar. Á eftir verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Tónlistarmaður/Hljómsveit? Kendrick Lamar. Matur? Pizza er besti matur. Drykkur? Kók. Leikari/Leikkona? Adam Sandler. Lið í Ensku deildinni? Ég held með Liverpool. Lið í NBA? New York Knicks. Vefsíða? Twitter.
pósturu eythor@vf.is
Myndi giftast ungum Will Smith FS-ingur vikunnar að þessu sinni er Keflvíkingurinn Katrín Mist Jónsdóttir. Katrín stundar nám á viðskiptaog hagfræðibraut FS. Hún segist eiga í fjarsambandi með Ryan Gosling en gæti þó hugsað sér að giftast Will Smith. Eftirlætis bíómyndin hennar er Christmas Vacation.
Ég ætla í spinning í fyrramálið, svo er það bara að bíða og sjá
Helsti kostur FS? Lyfturnar.
neytið? Eðlilegan og þykkan hafragraut.
Hjúskaparstaða? Ég og Ryan Gosling erum í fjarsambandi, ég er augljóslega aðal ástæðan fyrir því hvað hann er farinn að láta sjá sig óvenju mikið á Keflavíkurflugvelli.
Hver er þinn helsti galli? Ég á virkilega erfitt með að umgangast fólk sem andar hátt og gefur frá sér óþarfa hljóð. Gott merki um að ég endi ein.
Hvað hræðistu mest? Að deyja ein með kisum.
Hver er fyndnastur í skólanum? Ég? Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd? Bad Grandpa – besta mynd lífs míns, ég grenjaði. Hvað finnst þér vanta í mötu-
Hvað er heitasta parið í skólanum? Það par sem kyssist á göngunum er að mínu mati heitasta parið. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi í fyrsta lagi vilja setja rúm eða svefnsófa í lessalinn. Í öðru lagi myndi ég vilja setja juke-box í matsalinn. Og í þriðja og síðasta lagi myndi ég leyfa veikindaskráningar eftir klukkan 10. Áttu þér viðurnefni? Er yfirleitt bara Katrín. En innan fjölskyldunnar er ég: Trinitý gúdsnap, Jónsí, Mista, Tríns, Trína eða Kata – það fer eftir dögum.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Örugglega „sko“’ eins og annar hver íslendingur. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það má bæta það. Áhugamál? Rómantískar göngur á ströndum Íslands. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég ætla í spinning í fyrramálið, svo er það bara að bíða og sjá. Ertu að vinna með skóla? Já, ég er að vinna í Fjörheimum. Hver er best klædd/ur í FS? Bergrún á þann heiður skilið. Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt? Brooke Shields á yngri árum, hún er óhugnalega líka mér í myndinni Blue Lagoon.
Eftirlætis: Kennari: Ég elska Hörð. Fag í skólanum: Enska. Sjónvarpsþættir: Ég er sökker fyrir raunveruleikaþáttum. En The Fresh Prince of Bel-Air verður alltaf í uppáhaldi.
Fjölsmiðjan á Suðurnesjum // Smiðjuvellir 5 // Gamla Húsasmiðjuhúsið // Reykjanesbær // s. 421-1551
lestrar og sálmar
Besta:
fs-ingur vikunnar
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Bíddu, ég hélt að Ísak Ernir væri forseti Íslands.
BÍLINN Í JÓLABAÐIÐ
9
pósturu pop@vf.is
Kvikmynd: Christmas Vacation er uppáhaldið mitt, mér er sama þó að hún sé jólamynd.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Beyonce, Drake, Kanye West, Jay-Z og The Weeknd eru í miklu uppáhaldi fyrir utan Celine Dion. Leikari: Will Smith, þá sérstaklega þegar hann var ungur, ég myndi allan daginn giftast þeirri útgáfu.
Vefsíður: Myspace. Flíkin: Dr. Martens skórnir mínir. Skyndibiti: Er Saffran skyndibiti?? Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)?: Ætli það sé ekki bara Timber með Pitbull og Keshu.
29
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. desember 2013
-
jólaspurningar
-
smáauglýsingar FUNDARBOÐ
TIL LEIGU Notaleg 3 ja herbergja íbúð á efri hæð að Vesturgötu í Keflavík. Leigan er 85 þúsund á mánuði, rafmagn og hita innifalið. Greiðslur í gegnum greiðsluþjónustu og greiðist fyrirfram. Langtíma leiga. Laus um miðjan desember. Uppl. gefur Frímann í síma 892 3172
Silla Ólafsdóttir:
Sonurinn besta jólagjöfin Njarðvíkingurinn Silla Ólafsdóttir er mikið jólabarn og hefur yndi af því að skreyta heimili sitt fallega fyrir jólin. Hún á þrjú börn og þrjú ömmubörn sem eru líf hennar og yndi. Fyrstu jólaminningarnar? Ég á bara yndislegar minningar um jólin. Við vorum sjö systkinin og alltaf mikið fjör. Mamma saumaði eins kjóla á mig og elstu systur mína, Þórdísi, og spenningurinn var alltaf mikill að sjá hvernig þeir litu út. Á Þorláksmessu voru allir settir í bað, spennur í hárið sem við sváfum með svo að hárið yrði krullað á aðfangadag. Allt var voða hátíðlegt, ilmurinn af eplum og appelsínum var alltaf svo góður. Við hjálpuðum mömmu að baka margar sortir af smákökum. Svo var límt yfir boxin og þau voru sett upp á háaloft en við systur áttum það gjarnan til að læðast þangað upp, opna boxin og fá okkur smá smakk. Það var æðislega gott. Við höfðum alltaf hrygg á aðfangadag og heimatilbúinn ís. Geisli, malt og appelsín var drukkið með. Þegar búið var að setja í uppþvottavélina, sem var sjaldgæft heimilistæki í þá daga, voru pakkarnir opnaðir. Seint á aðfangadagskvöldi fannst mér ætíð best að fá mér smákökur, ískalda mjólk og lesa bók. Jólahefðir hjá þér? Alltaf er farið í kirkjugarðinn á aðfangadag og kveikt á kertum hjá ástvinum og ættingjum. Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Já, ég fæ líka góða aðstoð frá eiginmanni mínum, Einari. Hann brúnar heimsins bestu kartöflur. Jólamyndin? Það er engin ein sérstök mynd í uppáhaldi. En margar eru þær fallegar. Jólatónlistin? Lagið Ó, helga nótt með Heru Björk og Margréti Eir. Hvar kaupirðu jólagjafirnar? Í Reykjanesbæ. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Já, frekar mikið.
Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Þegar bjöllurnar hringja kl.18 þá faðmast fjölskyldan og svo hefst maturinn. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ég fékk hana árið 1972 þegar ég fæddi son minn Gísla Níls 21. desember. Fékk að fara heim með hann á jóladag það ár. Hvað er í matinn á aðfangadag? Reyktur lambahryggur, brúnaðar kartöflur og alls kyns meðlæti. Og iðulega gómsætur eftirréttur en ekki alltaf sá sami. Eftirminnilegustu jólin? Það voru jólin 1995 í Afríku. Þá bjuggum við í Úganda í borg sem heitir Jinja. Þar bjuggum við í fallegu einbýlishúsi og höfðum allt til alls. Við fengum sent jólatré, hangikjöt og Ora grænar baunir frá Íslandi og höfðum haft með okkur jólaskraut í farteskinu þegar við fórum þangað. Við vorum með þjónustufólk sem bjó í litlu húsi við hliðina á okkur og við buðum þeim í mat á jóladag. Við elduðum jólakalkún með góðri fyllingu, kartöflur og alls konar salöt með. Þær fóru í sitt fínasta púss og höfðu aldrei séð svona fallegt jólatré og jólaskraut. Þær fengu allar jólapakka og mat eins og þær vildu. Gleðin skein svo úr hverju andliti að maður var gráti næst að horfa á þær. Þeirra jólatré var bara trjágrein sem þær stungu ofan í fötu, settu smá bómull hér og þar og nokkrar uppblásnar blöðrur. Við gáfum þeim jólaskraut og jóladúk til þess að hafa hjá sér og það var eins og við hefðum gefið þeim gull. Hvað langar þig í jólagjöf? Leyndó. Það besta við jólin eru hefðirnar, kærleikurinn og að allir eru góðir við hvern annan. Þakklæti, friður og ljós til ykkar um jólin.
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
Grænás, Njarðvík Íbúð til leigu. Falleg 108fm 4ra herb. íbúð til leigu. Skilvís og reglusemi áskilin! Íbúðin er laus núna, langtimaleiga 140 þ m/öllu S.774 0742
ÞJÓNUSTA Trésmiður Reyndur,vandvirkur trésmiður sveinspróf 1971, tekur að sér alla almenna trésmíði, flísalagnir og málningu á sanngjörnu tímaverði eða föstu verði eftir samkomulagi. Stefán 659 5648 Ódýrt djúp/húsgagnahreinsun Við djúphreinsum teppi, sófasett,stólar, dýnur og mottur Við hjálpum við lyktareyðingu og rykmauraeyðingu. Hafið samband 780 8319
GÆLUDÝR Hundasnyrting. Nú er tími til að huga að jólaklippingunni fyrir hundinn. Löng reynsla og vönduð vinnubrögð. Sjá FB síðu Hundasnyrting. Kristín s.897 9002.
GSA fundir AA húsinu, Klapparstíg 7 alla þriðjudaga kl:20. Nýliðafundir fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði kl:19:30 Allir velkomnir.
TIL SÖLU Sörur fyrir jólin ! Vantar þig Sörur fyrir jólin ? Sel Sörur, 50 stk í poka. Uppl. í síma 865 6740. Jólakveðja Helga.
NÝTT
Forvarnir með næringu
Nuddmeistari Reynir Katrínarson - Nuddmeðferðir, - Heilun, Tímapantanir í síma 861 2004
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 5. - 11. des. nk.
• Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Fimmtudagurinn 5. des kl 14:00 Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Föstudaginn 6 des Guðni Léttur í Lund Fimmtudagurinn 12 des Eldeyjarkórinn Allir velkomnir
Opið alla daga fram á kvöld
STAPAFELL
Hafnargötu 50, Keflavík
Daglegar fréttir á vf.is
Opnunartími kl. 13:00 - 18:00 alla virka daga Laugardaga kl. 10:00 - 16:00 Njarðvíkurvíkurbraut 9, Reykjanesbæ, s. 823 4228, vinnusími 421 1052
Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/
Bílaviðgerðir Umfelgun Smurþjónusta Varahlutir Kaupum bilaða og tjónaða bíla
Iðavellir 9c -
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
30
fimmtudagurinn 5. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu eythor@vf.is
Sundið á góðu skriði í Reykjanesbæ - Gríðarlegar framfarir hjá liði ÍRB
L
ið ÍRB varð bikarmeistari í kvennaflokki og hafnaði í öðru sæti í karlaflokki í bikarkeppni Sundsambands Íslands sem fram fór í Laugardalslaug um nýliðna helgi. Liðið hefur náð frábærum árangri í ár og er á stöðugri uppleið. Anthony Kattan, þjálfari ÍRB, hefur náð frábærum árangri með liðinu síðan hann tók við árið 2010. Hann segir samkeppnina vera mikla í sundinu hér í bæ. Hér sé eitt öflugasta og stærsta sundfélag landsins en liðið var það fjölmennasta
aðþjóðamælikvarða. „Okkar sundfólk í ÍRB er þó mjög sterkt á íslenskan mælikvarða og í stöðugri framför.“ ÍRB reynir eftir fremsta megni að keppa erlendis meðal þeirra bestu og nú í febrúar n.k. mun liðið halda á sterkt mót í Lúxemborg þar sem þekktir heimsmethafar mæta til leiks. Anthony segir ómögulegt að segja til um hvort ÍRB eigi tilvonandi Ólympíufara innan sinna raða. „Sífellt er verið að þyngja lágmörkin sem þarf til þess að komast á leikana. Svo er svo margt sem spilar inn í varðandi
son hæstur núverandi sundmanna með 743 stig. ÍRB hefur átt alls sex sundmenn sem hafa náð yfir núverandi 750 FINA stigum en þau eru: Erla Dögg Haraldsóttir, Örn Arnarson, Árni Már Árnarson, Jón Oddur Sigurðsson, Sindri Þór Jakobsson og Eðvarð Þór Eðvarðsson.
Elstu sundmenn okkar fá reglulega tilboð um að ganga til liðs við háskóla í Bandaríkjunum. Þar eru miklir hagsmunir í húfi enda boðið upp á frítt nám í dýrum háskólum. Af hverju ættu þau ekki að grípa tækifærið? Heimsmet gefur 1000 FINA stig á stigvaxandi kúrfu. Því nær sem þú ert 1000 stigum því meira hækka stigin við hverja sekúndu.
á stórmótum þessa árs. Anthony telur að til þess að Íslendingar geti tekið næsta skref í sundinu þurfi meiri samkeppni. „Sundfólk þarf öfluga samkeppni til þess að vaxa og dafna. Hér er ekki eins erfitt að vinna til verðlauna og komast í landsliðsklassa og víðs vegar í öðrum löndum,“ segir þjálfarinn en hann telur að vinna þurfi betur í því að fá ungt og efnilegt íþróttafólk til þess að stunda sund til þess að auka samkeppni. Aðspurður um getu og hæfileika sundfólks okkar hér í Reykjanesbæ og á Íslandi almennt þá segir Anthony að enn sé nokkuð í land með það að sundfólk okkar sé sterkt á
þroska, áhuga og hugarfar þegar á móti blæs hjá sundmönnum. Árið 2013 hefur verið það langbesta hjá ÍRB síðan Anthony kom til starfa en liðið hefur tekið stórstígum framförum á árinu. Þegar Nýsjálendingurinn kom til landsins voru fimm stúlkur og tveir drengir með yfir 600 FINA stig. Enginn sundmaður sem var að æfa þá var yfir 700 FINA stig. Þessa stundina eru 11 stúlkur og fjórir drengir með yfir 600 FINA stig. Þegar Anthony kom til landsins var enginn sundmaður sem var að synda þá hjá ÍRB með yfir 700 stig en síðan þá hafa sex sundmenn náð þessum viðmiðum og er Kristófer Sigurðs-
Liðsmenn ÍRB eiga 82 Íslandsmet í öllum aldursflokkum Til marks um framfarir hjá ÍRB liðinu unga eru 82 Íslandsmet í aldursflokkum bæði einstaklingsmet og boðsundsmet í eigu liðsins en flest þeirra hafa verið slegin á undanförnum árum. Margir sundmenn eru svo ansi nálægt metum sem afburðasundmenn settu á sínum tíma. Eins og áður segir þarf margt til þess að ná árangri, það má segja um flestar íþróttir. Sund er þó íþrótt þar sem ástundun og agi spila líklega stærri rullu en í flestum öðrum greinum. „Sund er erfið íþrótt og þeir sem hafa einbeitinguna, seigluna og stunda íþróttina lengi og vel, ná að verða bestir á endanum.“ Anthony nefnir hinn 18 ára Kristófer Sigurðsson sem gott dæmi en hann hefur hægt og bítandi verið að koma sterkur inn hjá ÍRB og er að toppa núna og vann t.a.m Íslandsmeistaratitil á árinu.
Meðalaldur liðsins á ÍM25 og Bikar var 14,5 ár Stuðningur frá fjölskyldunni er einnig afar mikilvægur og segir Anthony að sá stuðningur hafi aukist töluvert síðan hann tók við liði ÍRB. Þegar Anthony hóf störf voru um 18 sundmenn í hans hópi. Nú eru þeir um 30. Á morgunæfingum voru stundum fimm eða færri sem mættu en nú eru oftast um 20 krakkar sem mæta. Það er ekki orðum aukið að kalla sundfólkið krakka, en liðið er afar ungt þar sem meðalaldur liðsins sem fór á ÍM25 og Bikar var 14,5 ár. Anthony segir erfitt fyrir sundmenn sem eru komnir á háskólaaldur að halda áfram að æfa af sama kappi. Sérstaklega ef farið er í háskóla í Reykjavík og æfingar stundaðar með ÍRB í Reykjanesbæ. Því komi það oft til að margir hætti á þeim aldri þegar háskólanám hefst eða færi sig í önnur lið. Í auknum mæli eru sundmenn þó að fara erlendis til náms og æfinga, þá einkum til Bandaríkjanna. Sundmenn eins og Erla Dögg, Árni Már, Davíð Hildiberg og Jóna Helena hafa öll farið til Bandaríkjanna eftir feril sinn hjá ÍRB. „Elstu sundmenn okkar fá reglulega tilboð um að ganga til liðs við háskóla í Bandaríkjunum. Þar eru miklir hagsmunir í húfi enda boðið upp á frítt nám í dýrum háskólum. Af hverju ættu þau ekki að grípa tækifærið? Þannig að í nánustu framtíð sé ég fram á það að ÍRB verði fyrst og fremst byggt upp á ungum og efnilegum sundmönnum upp að 19 ára aldri. Það
er þó í góðu lagi. Við vitum hver við erum, við getum alið upp frábæra sundmenn en samt sem áður stefnt að því að ná árangri með þeim unga hóp sem við höfum.“ Metfjöldi verðlauna í ár Sem dæmi um framfarir liðsins má nefna að í ár vann lið ÍRB til 41 verðlauna á Íslandsmeistaramóti í 25 metra laug. Til samanburðar unnust 12 verðlaun árið 2010 16 árið 2011og 14 í fyrra, sem gera samtals 42. Það er virkilega stórt stökk sérstaklega ef litið er til þess að áður voru iðkendur ÍRB sem sóttu skóla í Bandaríkjunum reglulega á meðal keppenda. Núna eru allir sundmenn búsettir hér á svæðinu. ÍRB sigraði AMÍ í þriðja sinn í röð í ár en þar keppir sundfólk sem er yngra en 15 ára. Liðið sankaði að sér fleiri verðlaunum en liðin í öðru og þriðja sæti samanlagt, alls 142 verðlaunapeningum. ÍRB vann einnig flest verðlaun, eða 64, á Unglingameistaramóti Íslands sem er keppni unglinga 15-20 ára. ÍRB á um 50% allra keppenda í yngri landsliðum Íslands en framfarirnar koma bersýnilega í ljós þegar til þess er litið. Í félaginu eru 16 sundmenn sem á einhverjum tímapunkti hafa keppt fyrir Íslands hönd á síðustu tveimur árum. Árið 2011-2012 voru aðeins sex keppendur frá ÍRB í landsliðsverkefnum, þar af þrír sem búsettir voru í Bandaríkjunum. Þannig að óhætt er að fullyrða að framfarirnar eru gríðarlega miklar.
31
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. desember 2013
Grindavík og Njarðvík mætast í bikarnum - Keflavík og Njarðvík í kvennaflokki
G
rannaslagir af bestu gerð verða í bikarkeppnum karla og kvenna í körfuboltanum að þessu sinni, en dregið var í 8-liða úrslitum fyrir skömmu. Í Karlaflokki mætast Grindvíkingar og Njarðvíkingar í Röstinni í Grindavík og verður það að teljast stórleikur umferðarinnar. B-lið Keflvíkinga fer í heimsókn í Breiðholtið og mætir lærisveinum Njarðvíkingsins Örvars
Kristjánssonar í ÍR. Hjá konunum er rimma um Reykjanesbæ, en Keflvíkingar taka þá á móti grönnum sínum í Njarðvík. Liðin eru á sínum hvorum enda Domino´s deildarinnar í dag en þó er alltaf um hörkuleiki að ræða þegar þessi lið mætast. Grindvíkingar taka svo á móti KRingum í Grindavík. Leikirnir fara fram 18.-20. janúar 2014.
8-liða úrslit karla Grindavík - Njarðvík Fjölnir - Tindastóll Þór Þorlákshöfn - Haukar ÍR - Keflavík b 8-liða úrslit kvenna Grindavík - KR Valur - Snæfell Keflavík - Njarðvík Fjölnir - Haukar
Nágrannaslagir
Grindavík - Njarðvík mætast í karlaflokki og Keflavík - Njarðvík í kvennaflokki
-molar
Víðismenn farnir að huga að sumri
Tjú tjú!
Damon skoraði 31 stig af öllum gerðum
Damon fór á kostum með „hraðlest“ Keflavíkur
D
amon Johnson fór mikinn þegar B-lið Keflavíkur sigraði ÍG í Grindavík með tuttugu stiga mun. Lokatölur urðu 80100 og skoraði Damon Johnson 31 stig og sýndi gamla takta með gömlu „hraðlestinni“ sem fór aðeins hægar yfir í þessum leik en sýndi engu að síður frábæra takta. Keflvíkingar buðu Damon að koma í heimsókn og leika með þeim þennan leik í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. B-liðið er að mestu leyti skipað sömu leikmönnum og voru kjölfestan í Keflavíkurhraðlestinni sem vann allnokkra Íslands- og bikarmeistaratitla í körfuboltanum. L e i k u r i n n í G r i n d av í k v a r skemmtilegur fyrir þær sakir að
gömlu kapparnir eins og Gunnar Einarsson, Sverrir Sverrisson, Albert Óskarsson, Sigurður Ingimundarson og Guðjón Skúlason ásamt fleirum, höfðu gaman af og skoruðu margar flottar körfur. Lið ÍG átti lítið í þessa reynslubolta þó þeir væru flestir nokkrum kílóum þyngri. Keflvíkingarnir göntuðust með það að þeir ætluðu sér í úrslitin í Laugardalshöllinni. Það yrði saga til næsta bæjar. Í því fjöri var talað um að ná í Damon aftur fyrir næsta leik en hver veit hvað gerist í þeim efnum. Damon skoraði 31 stig af öllum gerðum og Gunnar Einarsson var með 19 stig, Sverrir Þór með 11 en aðrir minna.
Í
Aftur berjast Keflvíkingar og Grindvíkingar
kvöld mætast lið Keflvíkinga og Grindvíkinga í Domino´s deild karla í körfubolta í TMHöllinni í Keflavík. Liðin áttust einnig við í bikarnum á mánudag þar sem Grindvíkingar höfðu
sigur á heimavelli Keflvíkinga í baráttuleik, 68-72. Sem stendur eru Keflvíkingar í öðru sæti deildarinnar en Grindvíkingar í því þriðja, en tvö stig skilja liðin að.
uVíðismenn í Garði eru þegar byrjaðir að styrkja sig fyrir komandi átök í knattspyrnunni næsta sumar. Undanfarið hefur nýr þjálfari, Rafn Markús Vilbergsson, verið að sanka að sér leikmönnum sem koma til með að styrkja liðið í baráttunni í 3. deild. Víðir Garði hafnaði í 4. sæti 3. deildarinnar á liðnu tímabili en félagið hefur unnið í leikmannamálum síðustu daga og fyrir helgi skrifuðu nýir leikmenn undir samninga. Ísak Örn Þórðarson kemur frá Keflavík. Ísak Örn er uppalinn í Njarðvík. Hann hefur samtals spilað 80 leiki á Íslandsmóti og bikarkeppni fyrir Njarðvík, Hauka og Keflavík og skorað í þeim 11 mörk. Gylfi Örn Á Öfjörð er kominn frá Grindavík. Garðmaðurinn Hörður Ingi Harðarson er kominn aftur í Víði. Hann lék síðast með Víði árið 2011. Þrír ungir leikmenn sem allir eru fæddir árið 1994 skrifuðu svo undir félagaskipti yfir í Víði á dögunum. Það eru þeir Aron Hlynur Ásgeirsson, Sigurður Þór Hallgrímsson og Tómas Jónsson. Allir fá þeir félagsskipti frá Njarðvík.
Landsliðsþjálfarinn í handbolta í heimsókn A
ron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik stjórnaði æfingu hjá Handknattleiksfélagi Reykjanesbæjar í vikunni. „Þetta er hluti af útbreiðslustarfi handknattleikssambandsins. Við höfum verið á fleiri stöðum og fengið góðar móttökur á Ísafirði og víðar. Hér á Suðurnesjum var handbolti vinsæll á árum áður og hann er á uppleið á nýjan leik í Reykjanesbæ. Við
vitum af mjög efnilegum handboltaköppum hér,“ sagði Aron í spjalli við Víkurfréttir. Aron kenndi ungu handboltafólki á æfingunni hinar ýmsu æfingar og fleira tengt tækni og afbrigðum í vörn. Einar Sigurpálsson hjá handknattleiksdeildinni sagðist afar ánægður með heimsókn landsliðsþjálfarans.
PIPAR\TBWA-SÍA - 133538
Eldey frumkvöðlasetur á Ásbrú
Velkomin í jólagleði í Eldey á Ásbrú fimmtudaginn 5. desember kl. 20.00
og gaman
Jólagleði í Eldey Frumkvöðlar í húsinu bjóða upp á létta jólastemningu með jólaglögg og piparkökum. Hinn geðþekki söngvari Valdimar Guðmundsson tekur lagið ásamt Björgvini Baldurssyni. Sprotafyrirtæki kynna ýmsa framleiðslu og fjölbreytt verkefni. Opnar vinnustofur hönnuða og sölutorg. Gerðu frábær kaup fyrir jólin!
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is