46 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Nýr& betri opnunartími

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Virka daga 9-20

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

Helgar 10-20 Nettó reykjaNesbæ

Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

F IMMTUDAGUR 2 6. NÓ VE MBE R 2 0 15 • 4 6. TÖLU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Þriðjungi hærri laun í Auðlindagarðinum -Starfsemi Auðlindagarðsins á Reykjanesi vekur mikla athygli og verður m.a. kynnt á loftslagsráðstefnu í París í desember

A

SUNGU FYRIR INGIBJÖRGU XXNemendur í 3. bekk í Myllubakkaskóla sungu Aravísur af miklum krafti fyrir Ingubjörgu Þorbergs sem samdi lagið. Sjá meira á bls. 27 og einnig skemmtilegt innslag í þætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. VF-mynd/dagnyhulda

Farþegaaukningin 203% frá árinu 2010

F

arþegaaukning frá árinu 2010 til 2016 er 203%. Í júlí síðastliðnum komu 45 þúsund fleiri farþegar til Íslands en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Þessi gríðarlega aukning hefur haft vaxtaverki með sér,“ sagði Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia á morgunverðarfundi Íslandsbanka í Hljómahöllinni í gær. Elín sagði að svo hröð sé þróunin búin að vera að þegar sérfræðingar Isavia hafa reiknað út farþegaspár þurfi oftast að vinna nýja spá strax á eftir því fréttir af væntan-

legri farþegaaukningu berist stöðugt. Hún sagði í erindi sínu á fundinum að Isavia ynni mikið í því að nýta rólegri tíma í flugstöðinni. Þá hefðu flugfélögum verið boðin betri kjör og bónusar gegn því að fljúga allt árið og fjölga farþegum sem og að nýta tíma utan núverandi háannar. Elín nefndi dæmi um aukn-

inguna að nýliðinn októbermánuður hefði verið jafn stór og júní í fyrra. Gríðarleg vinna færi nú fram til að mæta farþegaaukningu með stækkun á flugstöð og fleiri aðgerðum. Næsta sumar verður flugstöðvarbyggingin um 16% stærri en hún var í byrjun árs en meðal stækkana er 3 þús. fermetra viðbygging til vesturs sem mun hýsa nýtt farangursflokkunarkerfi. Þá verður bætt við 3 flugvélastæðum. Sumarið 2016 munu 25 flugfélög fljúga til 80 áfangastaða frá Keflavíkurflugvelli.

tvinnutekjur eru að jafnaði um 30% hærri í Auðlindagarðinum á Reykjanesi en á landsvísu. Þær eru um 540 þús. kr. en meðalmánaðarlaun á landsvísu hjá 16 ára og eldri eru um 390 þús. kr. Meðaltekjur á Suðurnesjum eru aðeins hærri en landsmeðaltalið eða 406 þús. kr. Hér er tekið mið af launum fólks í störfum en ekki af tekjum vegna atvinnuleysis eða frá lífeyrissjóði. Þetta kemur fram í skýrslu GAMMA ráðgjafar en hún fjallar um efnahagsleg áhrif Auðlindagarðsins á Reykjanesi. Í Auðlindagarðinum er þyrping fyrirtækja sem byggja framleiðslu sína á samnýtingu jarðvarma frá tveimur orkuverum HS Orku en það er stærsta fyrirtækið í garðinum en litlu minni eru Bláa lónið og HS Veitur. Nærri 600 manns vinna hjá fyrirtækjum innan Auðlindagarðsins. Fyrirhuguð fjárfesting hjá þeim á næstu 2 til 5 árum nema 20 til 25 milljörðum króna í veglegum uppbyggingaráformum. Starfsemi Auðindagarðsins hefur vakið mikla athygli en hún verður m.a. kynnt á loftslagsráðstefnu í París í desember. Markmið Auðlindagarðsins er „Samfélag án sóunar“ það er að nýta beri alla þá auðlindastrauma sem streyma inn í og frá fyrirtækjum garðsins til fulls og á sem ábyrgastan hátt, samfélaginu til framþróunar og heilla. Fyrirtæki Auðlindagarðsins nýta hvert um sig með beinum hætti tvo eða fleiri auðlindastrauma frá jarðvarmaverum HS Orku og verða því af augljósum ástæðum að vera staðsett á Suðurnesjum í grennd við jarðvarmaverin. Starfsemi Auðlindagarðsins hefur byggst upp á sameiginlegum hagsmunum fyrirtækjanna, þ.e. affall eins er hráefni fyrir annan, nálægðinni og nánu þverfaglegu samstarfi. Þannig endurnýtir eitt nýjasta fyrirtækið í Auðlindagarðinum, fiskeldið Stolt Seafarm, sjó sem hefur verið notaður til kælingar á túrbínum Reykjanesvirkjunar, til

ræktunar á einum verðmætasta fiski sem framleiddur er á Íslandi. Auðlindagarðurinn er hugmynd Alberts Albertssonar, verkfræðings og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suðurnesja og núverandi hugmyndasmiðs hjá HS Orku, en hann hefur sagt að kveikjan hafi verið þegar fólk fór að baða sig í heitum vökvanum frá orkuverinu í Svartsengi. Það varð fyrsti vísir að Bláa lóninu sem er næst stæsta fyrirtækið í garðinum en veitir um rúmlega helming starfa innan hans. Orkuverið í Svartsengi var fyrsta stóra verkefni Hitaveitu Suðurnesja sem sveitarfélögin á Suðurnesjum stóðu saman að stofnun í samvinnu við ríkið fyrir fjórum áratugum síðan.

ATH!

FÍTON / SÍA

NÝR OG BETRI einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

OPNUNARTÍMI Virka daga

10:00 – 19:00

Helgar

10:00 – 18:00

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

KASKO • IÐAVÖLLUM 14 • REYKJANESBÆ


2

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

SKÓLARITARI ÓSKAST Skólaritari óskast til starfa við Akurskóla. Ritari er tengiliður skólans við foreldra, nemendur og aðra sem eiga erindi við skólann, hann sér um birgðavörslu og innkaup, vefi skólans og varðveislu mynda, skráningu nýrra nema, skráningu í Mentor og almenn ritarastörf s.s. símsvörun, ljósritun og fleira. Vinnutími er frá 7:30 – 15:30.

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Elvar Ö. Brynjólfsson, Guðmundur H. Hallsson, Birgir Ólafsson, Anton H. Pálsson, Eyþór R. Þórarinsson. Frá íbúafundinum í Stapa. Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í ræðustól.

Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur. Umsóknarfrestur er til 10. desember og þarf viðkomandi að geta hafið störf um miðjan janúar. Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri í síma 420 4550/849 3822 eða á netfanginu sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is.

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR

BÓKAKONFEKT

Fimmtudagskvöldið 26. nóvember verður árlegt Bókakonfekt Bókasafnsins í Ráðhúsinu, Tjarnargötu 12. Rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson, Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Ásmundur Friðriksson lesa upp úr nýjustu bókum sínum. Þau tengjast öll Suðurnesjum á einn eða annan hátt. Kaffi og konfekt og lifandi tónlist frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Húsið opnar kl. 19:30. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.

JÓLAORIGAMI Laugardaginn 28. nóvember kl. 15:00 verður boðið upp á jólaorigami, japanskt pappírsbrot, í skapandi samverustund í Bókasafninu. Leiðbeinendur verða á staðnum og allt efni til staðar. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.

LJÓSIN TENDRUÐ Ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi á Tjarnargötutorgi laugardaginn 28. nóvember kl. 17:00. Sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Landsverk afhendir jólatréð og Fannar Snævar Hauksson nemandi í Njarðvíkurskóla tendrar. Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar flytur ávarp. Langleggur og Skjóða, systkini jólasveinanna, skemmta börnunum og jólasveinar koma í heimsókn og dansa með börnunum í kringum jólatréð. Heitt kakó og piparkökur.

TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR

BURTFARARTÓNLEIKAR

Díana Lind Monzon, nemandi á klassískan gítar, heldur framhaldsprófs- og burtfarartónleika í Bergi, Hljómahöll, laugardaginn 28. nóvember kl.15.00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Skólastjóri

KVENNAVELDIÐ LEIÐSÖGN

Sunnudaginn 29. nóvember kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna KVENNAVELDIÐ í sýningarsal Listasafnsins í Duus Safnahúsum. Leiðsögnin verður í höndum sýningarstjórans Aðalsteins Ingólfssonar og Guðrúnar Tryggvadóttur eins listamannanna. Verið velkomin.

Áhyggjur af mengun en eftirlit sagt tryggt Íbúakosning í Reykjanesbæ kynnt í Stapa

Í

búafundur vegna rafrænnar íbúakosningar í Reykjanesbæ um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík var haldinn í Stapa í síðustu viku. Þar fjallaði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar um aðdraganda og fyrirkomulag kosninganna sem sem hófust sl. þiðjudag og standa til 4. desember n.k. Á fundinum var gerð grein fyrir sjónarmiðum bæjaryfirvalda og íbúa sem eru mótfallnir deiliskipulagsbreytingunni í Helguvík. Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi Beinnar leiðar talaði fyrir bæjaryfirvöld og Dagný Alda Steinsdóttir fyrir hönd íbúa sem óskað hafa eftir íbúakosningu. Að loknum erindum frummælenda sátu þeir fyrir svörum í pallborði ásamt bæjarfulltrúunum Gunnari Þórarinssyni, Böðvari Jónssyni, Kristni Jakobssyni, Friðjóni Einarssyni og Ragnheiði Þorgrímsdóttur, bónda á Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit sem sagði frá því hvaða áhrif nábýlið við stóriðju hefði haft á búskap sinn. Íbúum var tíðrætt um hugsanlega mengun af starfsemi sem fyrirhuguð er í Helguvík og spurðu mest um það. Í svari bæjarfulltrúa kom fram að vel yrði fylgst með

þróuninni m.a. í gegnum sameiginlegan umhverfisvöktunarvettvang. Á iðnaðarsvæði Helguvíkurhafnar verður starfandi sameiginlegur vettvangur umhverfisvöktunar undir stjórn Reykjanesbæjar sem í eiga sæti fulltrúar fyrirtækja sem eru aðilar að vöktuninni, auk formanns sem skipaður er af bæjarráði Reykjanesbæjar. Fram kom í máli bæjarfulltrúa á fundinum að traust verði lagt á eftirlitsstofnanir og brugðist verði við ef mengun fari upp fyrir leyfileg mörk. Þá voru umræður um komandi kosningu og hvort hún skipti máli og um íbúakosningar almennt t.a.m. var rætt um þá hugmynd Guðbrandar að leggja nýtt aðalskipulag Reykjanesbæjar sem nú er í endurskoðun fyrir íbúa í íbúakosningu. Undir lokin var spurt um það hvort satt væri að bæjarfulltrúar hafi neitað að mæta ef Helgi Hrafn Gunnarsson fulltrúi Pírata hefði verið framsögumaður á fundinum og sögðu þeir það af og frá og tilkynningu pírata til fjölmiðla í þá veru hreinlega ranga. Reykjanesbær opnaði fyrr í mánuðinum kosningavef á slóðinni ibuakosning.is þar sem nálgast má allar upplýsingar um kosninguna.

Telur ólíklegt að álver rísi í Helguvík

- Álver Norðuráls í Helguvík ekki í fjárhagsspám Reykjanesbæjar XXÁlver Norðuráls í Helguvík er ekki lengur inni í efnahagsspám Reykjanesbæjar. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Guðbrands E i n a r s s o n a r, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, á íbúafundi í Stapa í liðinni viku. Um 70 manns mættu á fundinn þar sem til umræðu var íbúakosning um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík vegna byggingar á kísilveri fyrirtækisins Thorsil. Í máli Guðbrands kom fram að ólíklegt væri að álver Norðuráls myndi rísa í Helguvík og að ekki hafi verið gert ráð fyrir því í fjárhagsspám um nokkurt skeið en að hins vegar væru kísilverin tvö þar inni.

Rekstur Sandgerðisbæjar:

Verði kominn í jafnvægi árið 2018

S

amkvæmt fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar tímabilið 2016 til 2019 er áætlað að reksturinn nái jafnvægi í lok árs 2018. Frá hruni hefur bæjarfélagið glímt við fjárhagsvanda en að sögn Sigrúnar Árnadóttur bæjarstjóra í Sandgerði horfir reksturinn nú til betri vegar. „Við gerum ráð fyrir að skila neikvæðri rekstrarniðurstöðu á næsta og þar næsta ári en ná svo jafnvægi í lok árs 2018.“ Viðmið ríkisins um fjárhag sveitarfélaga er að skuldir nemi ekki meiru en 149,9 prósentum af árlegum tekjum. Áætlað er að í lok þessa árs verði hlutfall Sandgerðisbæjar

189 prósent og í lok þess næsta 177 prósent. Miðað við fjárhagsáætlun er svo fyrirséð að reksturinn fari undir viðmiðið árið 2019. „Árið

2012 settum við okkur skýr markmið til ársins 2022 um að komast undir viðmiðin. Við tókum vel til í rekstrinum en gættum þess að halda uppi öflugri grunnþjónustu. Það hefur gengið vel að fara eftir áætlunum og það er að skila sér núna.“ Að sögn Sigrúnar voru skuldir bæjarins meðal annars til komnar vegna mikillar uppbyggingar í bænum. Sundlaug og íþróttahús, grunnskóli og samkomuhús voru seld til Fasteignar ehf. og svo leigði bærinn þær af fyrirtækinu. Nú eru eignirnar aftur komnar í eigu bæjarins.


TAX

ALLAR VÖRUR

*

FREE S N I ÐE A G A D U T M M I F

LENGRI AFGREIÐSLUTÍMI UM HELGINA

Einnig TAXF R JÓLA EEAF LJÓS UM OGSE RÍ FRAM UM SUNN Á UDAG

Húsasmiðjan Fitjum Reykjanesbæ Opið laugardag 28. nóvember kl. 10 - 14 Opið sunnudag 29. nóvember kl. 11 - 15 (Timbursala lokuð) GILDIR EKKI AF VÖRUM Í TIMBURSÖLU GILDIR EKKI AF TILBOÐSVÖRUM, WEBER GRILLUM OG KITCHENAID VÖRUM * GILDIR EKKI AF VÖRUM MERKTUM „LÆGSTA LÁGA VERÐI HÚSASMIÐJUNNAR“ ENDA ER ÞAÐ LÆGSTA VERÐ SEM VIÐ BJÓÐUM Á HVERJUM TÍMA * *

LÆGST LÁGA A VERÐ

HÚSASM IÐJUNNA R

Tax free tilboð jafngildir 19,35% afslætti af almennum vörum og 9,91% af matvörum. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.

H L U T I A F BY G M A


4

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

30% AFSLÁTTUR

BLACK

GRÍSARIF FULLELDUÐ Í BBQ-MARINERINGU

FRIDAY

VERÐ ÁÐUR 698 KR/KG

26. - 29. NÓV.

489

KR KG

40% AFSLÁTTUR

35% AFSLÁTTUR

SS LAMBALÆRI FROSIÐ - LANGT LÆRI

KJÚKLINGAVÆNGIR NETTÓ - FERSKIR

VERÐ ÁÐUR 1.298 KR/KG

VERÐ ÁÐUR 398 KR/KG

259

1.168

KR KG

24.700

KR KG

HS SKELBROT - 1 KG VERÐ ÁÐUR 3.898 KR/PK

VERÐ ÁÐUR 49.400 KR/STK

AFSLÁTTUR

VERÐ ÁÐUR 3.998 KR/KG

2.399

KR KG

GAMPINGAZ GASGRILL ADELEIDE - 3. BRENNARA

50%

HEILL LAX REYKTUR / GRAFINN

3.469

KR STK

KR PK

42% AFSLÁTTUR

FROZEN SÁPUKREM 400 ML

COOP WC PAPPÍR 16 RÚLLUR VERÐ ÁÐUR 1.198 KR/PK

699 BLACK FRIDAY

KR PK

43% AFSLÁTTUR

VERÐ ÁÐUR 349 KR/STK

199

KR STK

ICARE - 30 STK AUGNHREINSIKLÚTAR VERÐ ÁÐUR 379 KR/PK

179

KR PK

Tilboðin gilda 26. - 29. nóvember


40% AFSLÁTTUR

NETTÓ KJÚKLINGABRINGUR FERSKAR

LAMBASVIÐ - FROSIN

VERÐ ÁÐUR 2.098 KR/KG

VERÐ ÁÐUR 498 KR/KG

299

1.888

KR KG

KR KG

41% AFSLÁTTUR

KALKÚNABOLLUR LAUSFRYSTAR

KJÚKLINGALUNDIR - 700 G VERÐ ÁÐUR 1.689 KR/PK

997

40% AFSLÁTTUR

KR PK

VERÐ ÁÐUR 1.498 KR/KG

899

KR KG

75% AFSLÁTTUR

PEPSI - 330 ML PEPSI MAX - 330 ML

7-UP/ MOUNTAINDEW - 330 ML

VERÐ ÁÐUR 76 KR/STK

VERÐ ÁÐUR 76 KR/STK

59

59

KR STK

VERÐ ÁÐUR 398 KR/KG

99

KR STK

KR KG

43%

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

GREEN SHIELD ÞVOTTAEFNI 5,9 L - 200 ÞVOTTAR

SIMPLE SOAP BERRY 946 ML - 128 ÞVOTTAR VERÐ ÁÐUR 2.998 KR/PK

1.499

KLEMENTÍNUR

KR PK

VERÐ ÁÐUR 3.950 KR/PK

50% 1.975 AFSLÁTTUR

KR PK

CIF POWER SHINE HREINSIKLÚTAR - 30 STK VERÐ ÁÐUR 349 KR/PK

199

KR PK

netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR RITSTJÓRNARPISTILL PÁLL KETILSSON

vf.is

Auðlindagarður og meistaradeildin ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN: AUGLÝSINGASTJÓRI: UMBROT OG HÖNNUN: AFGREIÐSLA: PRENTVINNSLA: UPPLAG: DREIFING: DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

Væntingarvísitala landsmanna er á uppleið og sama sagan er hér á Suðurnesjum. Á morgunverðarfundi Íslandsbanka kom fram að einkaneysla og fjárfesting myndi drífa áfram hagvöxt landsins á næsta ári en þó eru væringar varðandi verðbólgu sem gæti hækkað m.a. vegna mikilla launahækkana. Við greinum frá því í Víkurfréttum í dag að nærri 600 starfsmenn hjá fyrirtækjum í Auðlindagarðinum á Reykjanesi eru með um þriðjungi hærra kaup en landsmeðaltal. Þar vekur líka athygli að laun á Suðurnesjum eru örlítið hærri en landsmeðaltalið. Þetta eru ánægjulegar niðurstöður sérfræðinga Gamma ráðgjafar, fyrirtækis sem gerði úttekt á efnahagslegum áhrifum Auðlindagarðsins á Reykjanesi. Auðlindagarðurinn hljómar ekki kunnuglega í eyrum flestra en hann er magnað fyrirbæri og hugmyndasmiðurinn er Albert Albertsson, verkfræðingur, aðstoðarforstjóri Hitaveitu Suðurnesja til margra ára og núverandi hugmyndasmiður hjá HS Orku. Í Auðlindagarðinum á Reykjanesi eru starfrækt níu fyrirtæki og þau byggja framleiðslu sína á samnýtingu jarðvarma frá tveimur orkuverum HS Orku. Fyrirtækin eru með fjölbreytta starfsemi en þekktast þeirra er Bláa lónið sem er með á fjórða hundrað manns í vinnu og reyndar fleiri síðasta

sumar. Þar eru líka fiskþurrkunarfyrirtæki og fiskeldi, hótel, líftæknifyrirtæki og nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling sem framleiðir metanól, m.a. til íblöndunar í bensín. Stolt Sea Farm fiskeldisfyrirtækið nýtir sjó sem kemur frá orkuverinu eftir að hafa kælt hverfla þess á Reykjanesi og með smá blöndu verður til kjörhitastig til að rækta Senegalflúru en það er einn verðmætasti fiskur í heimi. Auðlindagarðurinn varð smám saman að veruleika eftir að fólk byrjaði að baða sig í heitu vatni sem rann frá orkuverinu í Svartsengi. Það eru nærri fjörutíu ár síðan. Albert hugmyndasmiður hefur leitt þessa þróun sem hefur skapað þetta flotta fyrirbæri í „grænu“ umhverfi sem skapar núna nærri 600 störf, milljarða í tekjur og er „Samfélag án sóunar“. Á fyrrnefndum fundi Íslandsbanka kynnti Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia stöðuna í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Farþegaaukningin er gríðarlega mikil að það er talað um partý á Íslandi. Það vilja allir koma. Á næsta ári munu 25 flugfélög fljúga frá Keflavík til 80 áfangastaða. Vaxtaverkirnir hafa verið nokkrir enda eitthvað sem enginn trúði að myndi gerast. Á sjöundu milljón farþega munu fara um KEFlavíkurflugvöll á næsta ári. Elín sagði að miðað við stærð hans þá væri hægt að segja að hann væri kominn í meistaradeildina. Það er gaman að vita til þess að Ísland eigi aðila í meistaradeild ferðaþjónustunnar í heiminum.

Sparkvöllur í Vogum:

Kanna möguleika á að skipta út dekkjakurli - í ljósi umræðu um skaðsemi dekkjakurls

V

ið Stóru-Vogaskóla er sparkvöllur með gúmmíkurli því sem Læknafélag Íslands hefur ályktað að brýnt sé að fjarlægja. Samkvæmt upplýsingum frá bæjaryfirvöldum í Vogum var farið í reglubundið viðhald á sparkvellinum síðasta sumar áður en umræða um dekkjakurl kom upp. Í viðhaldinu fólst að fjarlægja óhreinindi og bæta við gúmmíi. Kostnaður við viðhaldið nam 165.000 krónum. Nú í haust lagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokks, fram þingskjal þess efnis að notkun gúmmíkurls úr dekkjum verði bönnuð. Ekki er ljóst hvenær málið kemst á dagskrá þingsins. Eftir að umræða um dekkjakurl kom upp í haust hefur staðan verið metin af bæjaryfirvöldum í Vogum og stendur sú vinna enn yfir. Nýlega barst bænum tilboð varðandi þá kosti sem í boði eru, verði ákveðið að skipta gúmmíinu út fyrir annað efni.

Suðurnesjamaður vikunnar

Gunnuhver fallegasta náttúruperlan á Suðurnesjum Sigurður Örn Stefánsson, eða Siggi kafari, er Suðurnesjamaður vikunnar. Siggi er kafari að atvinnu og hefur frá árinu 1998 rekið köfunarþjónustu. Á dögunum tók hann þátt í að koma tveimur skipum á flot, fyrst í Njarðvíkurhöfn en síðan sanddæluskipinu Perlu í Reykjavíkurhöfn. Nafn: Sigurður Örn Stefánsson. Aldur: 40 ára. Fjölskylda: Eiginkona og fjórir synir. Áhugamál: Skotveiði og köfun. Leyndur hæfileiki: Hann er ekki fundinn ennþá.

Fyrsta bernskuminningin: Að renna á snjóþotu í Kópavogi, í brekku fyrir utan blokk. Uppáhaldsnammi: Twix. Uppáhaldsbók: Bækurnar um Elías. Gæludýr: Hundurinn Perla. Fallegasta náttúruperla á Suðurnesjum: Gunnuhver.

Bestu djúpsteikjarar Lundúna til Grindavíkur H

- fiskur og franskar á Fjörugum föstudegi í Grindavík

inn árlegi Fjörugi föstudagur á Hafnargötunni í Grindavík og verður hann haldinn nk. föstudag. Er þetta í fimmta sinn sem hann er haldinn síðasta föstudag í nóvember. Tónlist, kynningar, piparkökur, jólaglögg, konfekt, fish´n´chips og margt fleira í boði. Þannig mæta færustu djúpsteikjarar frá keðju 40 fish´n´chips staða í London til Grindavíkur og matreiða fisk og

franskar hjá Þorbirni hf. í Grindavík. Jólasveinar verða á ferðinni frá klukkan 17 og eiga kannski eitthvað gott í pokanum fyrir góðu börnin. Hinir ýmsu þjónustu- og verslunaraðilar við Hafnargötuna í Grindavík bjóða upp á góð tilboð og bjóða einnig fólk velkomið að kíkja í heimsókn og sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða.


t s m e r f g – fyrst o

ódýr!

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl

Glæsilegt kjötborð

u ð r Ge aup k ð ó g ngu ö g n i e r i d l i g ð i Tilboð jum t i F á i n n u n ó r íK

15

17

%ur

%tur

afslátt

afslát

1899 Verð áður 2299 kr. kg

kr. kg

699

kr. kg

Verð áður 828 kr. kg ÍM ferskur heill kjúklingur

íM kjúklingabringur

ð í t á h r a ð r ö j Þakkarg PY P A H NKS THA ING GIV Ferskur

Black y

1099 21% Verð áður 1398 kr. kg Matfugl veislufugl með fyllingu

kr. kg

Frida

afsláttur

TILBOÐ KRÓNUNNAR Fylgstu með á föstudaginn

Opnunartímar í Krónunni á Fitjum Reykjanesbæ

Opið virka daga 9-20 Opið um helgar 10-19


8

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis um kjör aðalstjórnar samkvæmt B-lið laga um stjórnarkjör og stjórnar sjómannadeildar, ásamt trúnaðar-mannaráði, stjórn sjúkrasjóðs, orlofsheimilasjóðs, fræðslusjóðs og varamönnum þeirra samkvæmt lögum félagsins. Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins í síðasasta lagi klukkan 15:00 föstudaginn 4. desember 2015. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýsing tilskilins fjölda félagsmanna samkvæmt reglugerð ASÍ þar að lútandi. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Kjörstjórn VSFK og nágrennis Við afhendingu herbergjanna í síðustu viku. Frá vinstri Fanney St. Sigurðardóttir, Unnur H. Ævarsdóttir, Jóna Halla Hallsdóttir, Guðrún Halla Jónsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Þórarinn Guðbergsson og Guðlaugur H. Sigurjónsson.

Ágóði Skötumessu í Garði til Hæfingarstöðvarinnar - Afhentu skynörvunar- og hreyfiherbergi.

Á

góði Skötumessunnar sem haldin var í Garði í júlí síðastliðnum var nýttur til að útbúa skynörvunar- og hreyfiherbergi hjá Hæfingarstöðinni á Ásbrú. Herbergið var formlega afhent í síðustu viku. Að sögn Fanneyjar St. Sigurðardóttur, forstöðuþroskaþjálfa hjá Hæfingarstöðinni, mun tilkoma herbergisins bjóða upp á fjölbreyttara starf með notendum þar. „Herbergið er ætlað til að auka og örva skynjun og ná slökun. Skynjun felur í sér að nema áreiti í umhverfinu. Við skynjum áreiti með sjón, heyrn, lykt, bragði og snertingu,“ segir hún.

DEKA PROJEKT INNIMÁLNING

Á MÚRBÚÐARVERÐI

Deka Projekt 10, 10 lítrar (stofn A)

6.990

Deka Projekt 05, 10 lítrar (stofn A)

6.195

Deka Projekt 02, 10 lítrar (stofn A)

5.390

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Í skynörvunarherberginu er sérhannað rúm sem bassakeilur eru

Þóra Kristín Hermannsdóttir, Ástvaldur Ragnar Bjarnasson og Kara Hafstein Ævarsdóttir.

tengdar við. Í lofti og á veggjum eru ljós og myndir og þannig örvast skynjun þeirra sem í herberginu eru. Í hreyfiherberginu eru göngubretti, þrekhjól og jógaaðstaða sem nýtt er til að auka hreyfingu samkvæmt getu hvers og eins notanda.

Vilja heiðursborgara og meira fé F

- til hátíðarhalda í Vogum

rístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga [FMN] ræddi á síðasta fundi sínum hugmynd um að útnefna heiðursborgara sveitarfélagsins. Nefndin telur mikilvægt að móta reglur og verklag um útnefningar heiðursborgara. Vi n n a v i ð ge rð fjárhagsáætlunar 2016 stendur nú sem hæst. Á síðasta f u n d i F M N v ar rætt um að nefndin myndi koma með sínar áherslur varðandi fjárhagsáætlun. FMN vill sjá hækkun á fjárframlagi sveitarfélagsins til Fjölskyldudaga í tilefni af tuttugasta ári hátíðahalda. Einnig er áréttað mikilvægi þess að gert sé ráð fyrir fjárframlögum til starfsemi félagasamtaka í sveitar-

félaginu samkvæmt samstarfssamningum. Nefndin telur brýnt að haldið verði áfram með vinnu við tjaldsvæði og gert verði ráð fyrir fjármagni til hönnunar tjaldsvæðis. Enn fremur var rætt um að gera ráð fyrir fjármagni til 17. júní hátíðahalda þar sem sveitarfélagið stæði fyrir dagskrá í samstarfi við félagasamtök. Gera þarf ráð fyrir fjármagni til menningarviðburða yfir vetrartímann, t.d. Safnahelgi og jafnvel fleiri viðburða. Áríðandi er að fara í björgunaraðgerðir á félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Vatnsleysuströnd. Að síðustu vill nefndin benda á mikilvægi þess að íþróttavellir verði afgirtir til að vernda verðmæti sveitarfélagsins.

Ásmundur Friðriksson þingmaður afhenti herbergin fyrir hönd þeirra sem að Skötumessunni stóðu og kom í þakkarræðu sinni á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við að framkvæmdina.

Jólabasar í Garðinum XXKvenfélagið Gefn í Garði heldur sinn árlega jólabasar í Kiwanishúsinu Heiðartúni 4 Garði kl. 15:00 sunnudaginn 29. nóvember, að lokinni aðventumessu í Útskálakirkju. Á boðstólum eru hannyrðir, kökur, brauð og margs konar eigulegir munir. Allur ágóði rennur til góðgerðarmála. Komið og styrkið góð málefni. Ath. Erum ekki með posa. Basarnefndin

Kristiansand gefur jólatré XXReykjanesbær hefur móttekið jólatré sem staðsett verður á torginu við Tjarnargötu eins og mörg undanfarin ár. Ljósin á jólatrénu frá vinabænum Kristiansand verða kveikt laugardaginn 28. nóvember kl. 17.00 á hefðbundnum stað, Tjarnargötutorgi. Á fundi menningarráðs þann 12. nóvember sl. þakkar menningarráð Reykanesbæjar bæjarstjórn Kristiansand gjöfina.


Ljósa hátíð 25% afsláttur

vöffluveisla á laugardag!

ÚRVAL AF INNI- OG ÚTISERÍUM

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gildi til og með 30. nóvember.

AF ÖLLUM SERÍUM, AÐVENTULJÓSUM OG KERTUM

ÚRVAL AF AÐVENTULJÓSUM OG KERTUM

byko.is

Opið lengur Laugardag 10 - 16


10

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Kids Sound Lab í úrslit á Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar alþjóðlegu BETT ráðstefnunni

F

immtudagskvöldið 26. nóvember nk. verður hið árlega Bókakonfekt Bókasafnsins í Ráðhúsinu, Tjarnargötu 12. Rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson, Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Ásmundur Friðriksson lesa upp úr nýjustu bókum sínum. Þau tengjast öll Suðurnesjum á einn eða annan hátt. Eitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson er framhald ættarsögunnar Fiskarnir hafa enga fætur en sögusvið bókanna teygist frá Norðfirði forðum til Keflavíkur nútímans. Tapað – fundið er fyrsta skáldsaga Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur. Bókin fjallar um lögfræðinginn Höllu Bryndísi sem, á ferð sinni

til London, fær ranga ferðatösku við lendingu. Hvað gerir kona með ókunnugan fataskáp þegar mikið liggur við? Hrekkjalómafélagið: prakkarastrik og púðurkerlingar er 20 ára saga Hrekkjalómafélagsins í Vestmannaeyjum sem Ásmundur Friðriksson rekur. Í bókinni er undirbúningi hrekkjanna lýst, hrekkjunum sjálfum, viðbrögðum og afleiðingum þeirra. Gestum er boðið upp á jólastemningu með lifandi tónlist frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Boðið verður upp á kaffi og konfekt. Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurnesja. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

S

máforritið Kids Sound Lab er eitt sjö smáforrita sem valið hefur verið til úrslita á alþjóðlegu BETT ráðstefnunni sem haldin verður í janúar á næsta ári. Á ráðstefnunni er fjallað um upplýsingatækni í menntun og er hún sú stærsta sinnar tegundar í Bretlandi. Í fyrra sóttu ráðstefnuna yfir 35 þúsund gestir frá yfir 110 þjóðlöndum. Forritið byggir á sömu aðferðafræði og íslenska smáforritið Lærum og leikum með hljóðin, sem er íslenskt hugvit og aðferð sem Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur hefur þróað í starfi sínu um árabil og gefið út sem þjálfunarefni. Fjölmörg íslensk börn þekkja efnið bæði í bókum, spilum og smáforritum. Á vef Nýsköpunarmiðstöðvar kemur fram að það sé talsvert afrek

að komast í úrslit hjá svo stórum erlendum aðilum á sviði tækni og menntunar. Þetta gerist á sama tíma og þjóðarátak í læsi standi yfir

hér á landi og er gríðarlega mikil viðurkenning á vinnu Bryndísar og samstarfsaðila hennar á sviði menntunar, málþroska og læsis.

Velferðarráðuneyti hafnaði beiðni um undanþágu www.sapa.is Allar bestu hárvörurnar á einum stað

Hringdu og fáðu faglega ráðgjöf

Pantaðu í netverslun okkar og fáðu sent heim

Úrval af fallegum jólagjöfum

Laugavegi 61

101 Reykjavík

s. 511-1141

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

Aðventuhátíð

V

elferðarráðuneyti hefur hafnað beiðni bæjaryfirvalda í Garði, Vogum, Grindavík og Sandgerði um undanþágu frá ákvæði í lögum um að 8.000 íbúar að lágmarki skuli vera á þjónustusvæði vegna þjónustusamninga um málefni fólks með fötlun. Þau málefni fluttust frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 og voru þá lögin sett. Félagsþjónusta á Suðurnesjum; í Reykjanesbæ, Grindavík og sameiginleg félagsþjónusta Sandgerðis, Garðs og Voga myndar nú eitt þjónustusvæði en því verður að breyta vegna nýrra ákvæða í sveitarstjórnarlögum sem tóku

Kvenfélag Keflavíkur býður til Aðventuhátíðar eldri borgara á Suðurnesjum í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 29. nóvember kl. 15:00. Kaffiveitingar, söngur, skemmtiatriði og jólahugvekja. Allir eldri borgarar hjartanlega velkomnir. Kvenfélag Keflavíkur þakkar eftirtöldum fyrir stuðninginn

- Íbúar á þjónustusvæði skulu að lágmarki vera 8.000. gildi um síðustu áramót. Nýju ákvæðin kveða á um að samstarf sveitarfélaga skuli annað hvort vera í byggðasamlagi eða þar sem eitt sveitarfélagið er svokallað leiðandi sveitarfélag. Bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar eru mótfallin því að starfsemin verði í byggðasamlagi en eru reiðubúin til að vera leiðandi sveitarfélag. Hin sveitarfélögin vilja hins vegar stofna byggðasamlag. Þegar þetta lá fyrir var ákveðið að bæjaryfirvöld allra sveitarfélaga á Suðurnesjum, utan Reykjanesbæjar, myndu sækja um undanþágu frá 8.000 íbúa markinu en samanlagður íbúafjöldi þeirra er um 7.000. Samkvæmt úrskurði Velferðarráðuneytis var ekki fallist á undanþáguna. Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, er sveitarfélögunum á Suðurnesum gert að finna lausn á samstarfinu. „Það er annað hvort byggðasamlag eða samstarf undir forystu leiðandi sveitarfélags. Málið er því komið í hring,“ segir hann. Í fundargerð bæjarráðs Voga frá 21. október síðastliðnum kemur fram að ljóst sé að sveitarfélögin á Suðurnesjum þurfi að finna sameiginlega lausn málsins. Ráðið leggur til að það verði tekið upp á vettvangi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum með það að markmiði að finna ásættanlega niðurstöðu þess.

Í skriflegu svari við fyrirspurn Víkurfrétta um afstöðu Reykjanesbæjar, frá Heru Ósk Einarsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, segir að Reykjanesbær fái 350 milljónir frá ríkinu í ár vegna þjónustu við fatlað fólk en að kostnaður bæjarins verði hátt í 500 milljónir. „Hér er um að ræða þjónustu sem var á höndum ríkisins fram til ársins 2011 þegar málaflokkurinn var færður til sveitarfélaga. Ríkið hefur ekki mætt breyttum þjónustuþörfum og nýjum áherslum í málaflokknum sem kallar á aukið fjármagn til hans og því hefur vaxandi kostnaður vegna þessa verkefnis fallið á sveitarfélagið.“ Sama staða sé uppi í mörgum öðrum sveitarfélögum og ljóst að ekki sé hægt að halda áfram á þeirri braut. „Í fyrstu drögum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 var áætluð fjárþörf til málaflokksins metin um 700 milljónir, það er tvöfalt meira en áætlað framlag ríkisins til hans og því ljóst að ekki verður hægt að mæta öllum óskum um þjónustu og nýbreytni í þjónustu við fatlað fólk og hætt við að aukin bið verði eftir ákveðinni þjónustu,“ segir í svari Heru Óskar. Málið var á dagskrá fundar stjórnar SSS nýlega þar sem bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga var lögð fram. Fulltrúar sveitarfélaganna munu halda áfram að ræða málin og er óformlegur viðræðufundur á dagskrá í þessari viku.

Keflavíkurkirkja

Reykjanesbæ

+ www.vf.is

83% LESTUR


Markhönnun ehf

aðeins

TILBOÐ Á

r k 9 4 3 . 3

Jólabókum

I

í Nettó Gildir 26.-29. nóvember

Verð: 3.215 kr

Verð: 4.549 kr

Verð: 3.215 kr

Verð: 4.549 kr Verð: 5.694 kr

Verð: 4.689 kr

Verð: 3.818 kr

Verð: 4.689 kr

Verð: 4.689 kr

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Í NETTÓ GRANDA OG NETTÓ MJÓDD Mjódd · Grandi · Salavegur · Búðakór · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.


12

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

Ljós og hiti TY2007W Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera

5.390

TY2007X Vinnuljóskastari ECO perur 2x400W tvöfaldur á fæti

TY2007K Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera, 1,8m snúra

6.590

Leiðsögn um KVENNAVELDIÐ:

T38 Vinnuljós

3.290 4.990

Telescopic þrífótur fyrir halogen lampa

6.790

SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8m snúra

6.990

Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa

12.830

Rafmagnshitablásari 9Kw 3 fasa

17.990

SHA-8083 3x36W Halogen

16.990

Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

Konur og kynvitund, í Listasafni Reykjanesbæjar

S

unnudaginn 29. nóvember kl. 15:00 verður Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri og listfræðingur með leiðsögn um sýningu Listasafns Reykjanesbæjar, KVENNAVELDIÐ: Konur og kynvitund, sem opnuð var 13. nóvember sl. Með honum verður Guðrún Tryggvadóttir, ein listakvennanna sem á verk á sýningunni og mögulega fleiri úr stórum hópi sýnenda. Á sýningunni er að finna verk eftir tólf listakonur, Doddu Maggý, Guðnýju Kristmanns, Guðrúnu Tryggvadóttur, Hlaðgerði Íris, Huldu Vilhjálmsdóttur, Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Louise Harris, Magdalenu Margréti Kjartansdóttur, Rósku, Valgerði Guðlaugsdóttur og Þórdísi Aðalsteinsdóttur. Leiðarstef sýningarinnar er að finna í texta sem bandaríska skáldkonan Joan Didion skrifaði um konur og femínisma, nefnilega: „Hvað það

LAUST STARF

Á AÐALSKRIFSTOFU IGS Laus til umsóknar fjölbreytt starf á aðalskrifsstofu IGS ehf. IGS leitar að öflugum, jákvæðum og ábyrgðum einstaklingi til almennra skrifsstofustarfa á aðalskrifstofu félagsins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni: - Almenn skrifstofustörf - Móttaka, símavarsla og upplýsingagjöf - Reikningsgerð - Ýmsar skráningar, samantekt gagna og upplýsinga - Önnur tilfallandi verkefni

pósturu vf@vf.is

Menntun og hæfniskröfur: - Stúdentspróf og/ eða menntun sem nýtist í starfi - Reynsla af sambærilegu starfi - Góð íslensku og enskukunnátta - Tölvukunnátta - Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð - Hæfni í mannlegum samskiptum - Útsjónarsemi og heiðarleiki

Um er að ræða fullt starf Umsóknir óskast fylltar út á vefsíðu IGS: www.igs.is eigi síðar en 1. desember.

er að vera kona, ósættanlegar andstæðurnar sem í því felast – hvernig það er að lifa dýpsta vitundarlífi sínu líkt og neðansjávar, við dimman nið blóðs, barnsburða og dauða“. Í þessum texta deilir rithöfundurinn einnig á bandarískan femínisma, sem hún taldi gera lítið úr girnd, myrku ímyndunarafli og líkamlega tengdum áhyggjum þroskaðra nútímakvenna. Um listakonurnar á sýningunni segir í sýningarskrá: „(Þær) fara ekki í felur með langanir sínar og ímyndanir. Þær segja frá tilurð kynhvatar og kynþroska, opna meira að segja fyrir eldfima umræðuna um kynþokka barna, upphefja áður „óumræðanleg“ fyrirbæri á borð við sköp og fýsn kvenna, flétta saman eigin líffræði, tákn-

fræði og sagnfræði...Áhorfandinn fær á tilfinninguna að í hispursleysi sínu séu myndlistarkonur komnar lengra í tilfinningaþroska en karlkyns starfsbræður þeirra, sjálfskipaðir umsjónarmenn stórra sanninda.“ Í sýningarskrá er einnig að finna ritgerð eftir Sigríði Þorgeirsdóttur, prófessor í heimspeki, sem ber heitið „Meiri spennu og minna stríð milli kynjanna“. Þar deilir hún m.a. á peningahagkerfi nútímans, sem „á upptök sín í hlutgervingu kvenna og meinar þeim á margan hátt að vera þær sjálfar.“ Sýningin í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum stendur til 24. janúar 2016 og er opin frá 12.00-17.00 alla daga.

Reykjanesbær:

Ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu á laugardag

N

æstkomandi laugardag kl. 17 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Tjarnargötutorgi sem er vinabær Reykjanesbæjar í Noregi, Kristiansand, hefur fært íbúum bæjarins að gjöf í yfir 50 ár. Sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Landsverk, mun afhenda tréð og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Guðbrandur Einarsson, veitir því viðtöku. Að venju kemur það í hlut grunnskólanemanda úr 6. bekk að kveikja ljósin á trénu og í ár er það Fannar Snævar Hauksson úr Njarðvíkurskóla sem fær það skemmtilega hlutverk. Þegar ljósin hafa verið kveikt er von á góðum gestum, hinum eldhressu og skemmtilegu Skjóðu og Langleggi sem eru systkini jólasveinanna og þykir fátt skemmtilegra en að vera í jólaskapi. Skjóðu finnst gaman að segja sögur og hún lumar á alls kyns undarlegum sögum beint úr Grýluhelli. Í sögunum hennar Skjóðu getur margt gerst og þarf hún oftast hjálp frá börnunum til að leiða sig á réttan stað svo sagan fái farsælan endi. Langleggur er frábær píanóleikari og Skjóða á það til að fá börnin til að syngja með sér uppáhalds jólalögin sín við fallegan undirleik. Mörg börn þ ek kj a Skj ó ðu úr Jól ad agatali Hurðaskellis og Skjóðu sem

sýnt var á youtube í fyrra. Skjóða og Langleggur stýra loks dansi í kringum jólatréð og jólasveinar koma í heimsókn. Til að halda hita á mannskapnum verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur.


Atvinnustarfsemi í Helguvík í sátt við umhverfið

Vegna nýhafinna íbúakosninga um deiliskipulag í Helguvík teljum við rétt að halda eftirfarandi atriðum til haga: • Með skipulagi Helguvíkur sem atvinnusvæðis og með þeim undirbúningi og innviðum sem þar hefur verið fjárfest í, hefur Reykjanesbær markvisst unnið að því að laða til sín atvinnufyrirtæki sem hafa takmörkuð og ásættanleg umhverfisáhrif. Thorsil valdi Helguvík vegna jákvæðra viðhorfa bæjaryfirvalda, traustra innviða á svæðinu, aðgangs að hæfu vinnuafli og vel staðsettrar hafnarlóðar fyrir starfsemi sína. • Thorsil er eina fyrirtækið í orkufrekum iðnaði á Íslandi sem alfarið er í eigu íslenskra aðila og mun greiða sín opinberu gjöld á Íslandi. • Thorsil mun hafa jákvæð áhrif á rekstur Reykjanes­ bæjar vegna beinna og óbeinna tekna sem skapast vegna starfseminnar. Gert er ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins verði yfir 700 milljónum króna á ári fyrstu tíu árin, eingöngu vegna starfsemi Thorsil og starfa sem fyrirtækið skapar. • Thorsil mun verða veruleg lyftistöng í atvinnumálum á Suðurnesjum. Við kísilver Torsils munu starfa 130 starfsmenn og gert er ráð fyrir að meðallaun starfs­ manna verði rúmlega 600.000 krónur á mánuði. Fyrir hvert eitt starf hjá Thorsil má reikna með að í Reykja­ nesbæ skapist tvö til þrjú ný afleidd störf eða samtals 260 til 390 störf. Útsvarsgreiðslur starfsmanna Thorsils eru áætlaðar um 149 milljónir króna á ári. • Allur tæknibúnaður kísilvers Thorsil verður nýr og af bestu fáanlegri gerð. Það á ekki síst við um mengunar varnarbúnað og hreinsivirki.

• Opinberir eftirlitsaðilar telja að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs frá allri fyrirhugaðri atvinnustarfsemi í Helguvík verði neðan allra viðmiðunarmarka, hvort heldur sem litið er til klukkustundar­ eða sólarhringsgilda eða ársmeðaltals. Er þá miðað við að kísilver Thorsils, kísilver United Silicon og álver Norðuráls myndu starfa í fullri stærð og á fullum afköstum. Á vef Umhverfisstofnunar (www.ust.is) má til saman­ burðar sjá reglubundnar mælingar þar sem fylgst er með styrk brennisteinsdíoxíðs í byggð, t.d. við Grensásveg í Reykjavík og Dalsmára í Kópavogi. Þær mælingar sýna að jafnaði sambærilegan styrk brennisteinsdíoxíðs í lofti í byggð og fylgja mun fyrirhugaðri starfsemi allra þriggja fyrirtækja í Helguvík miðað við hámarksstærð og afköst sam­ kvæmt fyrirliggjandi starfsleyfum. • Tekið skal fram að enginn flúor er í þeim hráefnum sem nýtt eru í kísilveri Thorsil og því verður enginn flúor í útblæstri frá kísilverinu. • Benda má á að samkvæmt rannsóknum dregur notkun á kísil og kísilsamböndum umtalsvert meira úr kolefnislosun en myndast við vinnsluna. Rannsókn óháðra aðila sem gerð var fyrir samtök notenda kísilmálms (www.siliconescarbonbalance. eu) sýnir að jákvæð áhrif kísils á kolefnisjöfnuð á heimsvísu eru níu sinnum meiri en neikvæðu kolefnisáhrifin sem fylgja vinnslu kísilsins. Þessi rannsókn var rýnd og aðferðafræði hennar staðfest af alþjóðlega viðurkenndum fræðimanni á sviði um­ hverfisefnaverkfræði, prófessor Asida Azapagic. Gera má ráð fyrir að þessi jákvæðu áhrif séu enn meiri hjá Thorsil þar sem eingöngu verður nýtt umhverfisvæn græn orka við vinnsluna. Thorsil hefur frá upphafi og mun áfram leggja sig fram um að starfa í sátt við íbúa og umhverfi á Reykjanesi um ókomna tíð.


ÐIN

14

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

HEFURU TÍMA AFLÖGU ? Okkar vantar sjálfboðaliða í heimanámsaðstoð fyrir grunnskólanema af erlendum uppruna frá og með janúar 2016 á Bókasafni Reykjanesbæjar. Verkefnið heyrir undir Heimsóknarvini hjá Rauða krossinum.

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Talið er að um 200.000 erlendir ferðamenn fari að Reykjanesvita ár hvert. Á myndinni má sjá Valahnúk og Reykjanesvita.

Miðað verður við tvisvar í viku eftir klukkan tvö á daginn (mánudagar 14:00 - 15:30 og miðvikudagar 14:30 - 16:00). Áhugasamir mega hafa samband við skrifstofu Rauða krossins (Fanney) í síma 4204700 eða Kolbrúnu, umsjónarmanneskju verkefnisins - kolbrunbjork@gmail.com. Rauði krossinn á Suðurnesjum

RAFRÆN ÍBÚAKOSNING HAFIN Rafræn íbúakosning um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík er hafin. Kosning stendur til kl. 02:00 4. desember 2015. Tengill í kosningakerfið er á vefsíðunum www.ibuakosning.is, www.reykjanesbaer.is, www.island.is og á Facebook síðu Reykjanesbæjar. Boðið er upp á aðgang að tölvum í Bókasafni Reykjanesbæjar og aðstoð við rafrænt auðkenni kjósenda.

Reykjanes Geopark á lista UNESCO Nýtist fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum í markaðssetningu

„Þetta er gæðastimpill fyrir þau verkefni sem hefur verið unnið að undanfarin ár og við erum afskaplega stolt,“ segir Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóri hjá Reykjanes Geopark. Á dögunum samþykkti UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, að búa til þriðju stóru áætlun sína, það er áætlun um jarðvanga. Á Íslandi eru starfandi tveir slíkir, það er Reykjanes Geopark og Katla Geopark. „Við erum búin að Eggert Sólfara í gegnum ítarberg Jónsson, lega skoðun til að verkefnastjóri komast á þennan Reykjanes lista enda eru Geopark. kröfurnar miklar.“ Svæði eru á listanum í fjögur ár í senn og er þá gerð úttekt á þeim aftur og uppfylli þau skilyrðin eru þau þar áfram. Til að komast á lista UNESCO þarf að vera eitthvað sérstakt á svæðinu sem ekki er að finna annars staðar í heiminum. „Hér á Reykjanesi kemur Atlantshafshryggurinn á land, með þeim afleiðingum að hér er jarðhiti, sprungur, jarðskjálftar og hreyfingar jarðfleka og eldsumbrot,“ segir Eggert. Þess má geta að aðeins tvö önnur íslensk svæði eru á listum hjá UNESCO, Þingvellir og Surtsey sem eru á heimsminjaskránni. Geoparkar UNESCO búa yfir merkilegum jarðminjum á heimsvísu sem skýra frá mótun lands frá upphafi og áhrifum jarðfræðinnar á þróunarsögu, menningu og lífríki svæðanna. Svæðin hafa því mikið fræðslugildi vegna fjölbreytilegrar náttúru og sjaldgæfra jarðminja. „Við búum á einstöku svæði sem er núna komið á lista hjá UNESCO og eigum að vera stolt af því. Fyrirtæki, skólar og stofnanir á Suðurnesjum geta og ættu að nýta sér þessa viðurkenningu í markaðs-

sókn sinni. Þá geta fyrirtækin vakið athygli á því að þau séu staðsett í Reykjanes UNESCO Global Geopark, til dæmis ferðaþjónustu- og framleiðslufyrirtæki. Svæðið fær meiri athygli eftir þessa viðurkenningu UNESCO og það getur orðið til þess að samsetning ferðamanna breytist og fólk dvelji lengur á svæðinu. Með Reykjanes Geopark hafa sveitarfélög, hagsmunaaðilar og ekki síst ferðaþjónstuaðilar byggt grunn að heildarskipulagi og stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á svæðinu til framtíðar. Það er í raun einstakt að heill landshluti búi yfir því skipulagi.“ segir Eggert. Á undanförnum árum hefur meðal gistináttafjöldi hvers ferðamanns

á Reykjanesi lengst og er gert ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Þannig verði hægt að fjölga gistinóttum án þess endilega að fjölga ferðamönnum. „Þá er Reykjanesið orðið áfangastaður fyrir ferðamenn en ekki aðeins viðkomustaður.“

Reykjanes Geopark nær yfir land sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum, eða um 829 ferkílómetra. Ætlunin er að byggja upp áningarstaði fyrir ferðamenn á Reykjanesi og segir Eggert að megin áherslan í fyrstu sé á ferðamannaveg sem tengi saman sveitarfélögin á nyrðri hluta Reykjanesskagans og Grindavík. Á næsta ári er horft á svæðið í kringum Reykjanesvita og að færa bílastæði fjær klettanefinu og koma upp þjónustu. Áætlað er að um 200.000 erlendir ferðamenn fari á svæðið í kringum Reykjanesvita ár hvert án þess að aðstaða sé þar til þess að taka á móti þeim fjölda. Eggert segir mikla þörf á að bæta aðstöðuna þar um leið og byggðir verða upp fleiri áningarstaðir. Brimketill er sjávarlaug í fjöruborðinu á milli Grindavíkur og Reykjaness. Eggert segir brýnt öryggisatriði að koma upp aðstöðu fyrir ferðamenn þar enda sé hættulegt að vera þar við vissar aðstæður fari fólk ekki varlega. Eggert segir að uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn fylgi alltaf rask og eru það arkitektar sem fá það vandasama verkefni að skipuleggja svæðið. „ Þess vegna er einmitt gott fyrir okkur að vera í góðu sambandi við erlenda geoparka og hafa aðgang að þekkingu erlendra sérfræðinga og fá að fylgjast með því sem þeir hafa verið að gera.“

Brýnt er að setja upp aðstöðu við Brimketil.


Jólatilboð 26.– 2. desember

Gifts of Nature

30% afsláttur af vinsælustu vörunum okkar í verslunum og vefverslun Bláa Lónsins 26. nóvember til 2. desember.

Ísköld þrenna


16

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Íslenskt ungnautahakk

2.298 kr. kg

2.998 kr. kg

Kjarnafæði Hangiframpartur Kofareyktur, úrbeinaður

Kjarnafæði Hangilæri Kofareykt, úrbeinað

1.198 kr. 800 g

SS Ungnautahakk Frosið, 800 g

Roð- og beinlaus

N

1.298 kr. kg

598 kr. kg

Ali Grísabógur Ferskur

1.198 kr. kg

Norðanfiskur Ýsubitar Roð- og beinlausir, frosnir

Ali Bayonneskinka 1. flokkur, úr læri

198 kr. 237 g

1.998 kr. kg

298

Bónus Samlokuskinka, 237 g

Kjarnafæði Lambakótilettur Í raspi, frosnar

Bónus Vínarpylsur 10 stk., 485 g

kr. 485 g

398 kr. stk.

398 kr. 750 ml

298 kr. pk.

498

Bónus Scrubstone Með svampi

Ajax Hreinsiefni Glass eða Universal, 750 ml

Þrif Heimilisklútar Sítrónuilmur, 60 stk.

Rúðuvökvi Frostþol -9°C, 5 lítrar

Verð í þessari auglýsingu gilda til og með 29. nóvember a.m.k.

kr. 5 l


Ný uppskera beint frá Spáni

Ný uppskera

2,3 kg

749 kr. 2,3 kg

259 kr. kg

Robin Klementínur 2,3 kg

Appelsínur Beint frá Spáni

SPARAÐU MEÐ BÓNUS!

NÝBAKAÐ!

359 kr. 4 stk.

NÝBAKAÐ!

598 kr. 470 g

Bónus Kjallarabollur með osti, 4 stk.

Bónus Vínarbrauðslengja Nýbökuð, 470 g

Vistvæn egg

- beint frá bón

da

20

% afsláttur

775 kr. 4x2 l

Appelsín, Pepsi og Pepsi Max Kippa, 4x2 lítrar

559 kr. pk.

Stjörnuegg 12 vistvæn hvít egg, 816 g Verð áður 698 kr

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


18

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu dagnyhulda@vf.is

Rafverkstæði með sömu kennitöluna í 50 ár

Lykillinn að hafa gott starfsfólk R

afverkstæði I.B. fagnaði 50 ára afmæli á dögunum. Fyrsti lærlingur verkstæðisins er orðinn 69 ára og starfar þar núna. Ragnhildur Helga Ingólfsdóttir segir fólk sem komið er á efri ár einkar dýrmæta starfskrafta sem geti miðlað miklu til unga fólksins. Rafverkstæði I.B. í Njarðvík fagnaði á dögunum hálfrar aldar afmæli sínu. Fyrirtækið var stofnað af Ingólfi Bárðarsyni, rafvirkjameistara, árið 1965. Hann féll frá fyrir fjórum árum og tóku tvö barna hans þá við rekstrinum, þau Guðmundur Þórir og Ragnhildur Helga Ingólfsbörn, en móðir þeirra er meirihlutaeigandi í dag. Þau höfðu áður starfað þar með hléum og með öðrum störfum frá 18 ára aldri. Ingólfur greindist með krabbamein árið 2011 og lést svo þremur mánuðum síðar. Hann hefði orðið 78 ára þann 9. október síðastliðinn

og því völdu þau þann dag til að halda hátíðlega upp á afmæli fyrirtækisins. „Eftir að hann dó upplifðum við hve víða hann hafði látið til sín taka, það var miklu víðar en við höfðum áður gert okkur grein fyrir,“ segir Ragnhildur. Það er ekki sjálfgefið að fyrirtæki nái því afreki að starfa óslitið í hálfa öld og segja systkinin að róðurinn hafi stundum verið þungur en að með útsjónarsemi og dugnaði hafi föður þeirra tekist að halda rekstrinum úti allan þennan tíma. Við stofnun var fyrirtækið skráð á kennitölu Ingólfs og fékk svo fyrirtækjakennitölu og ehf. skráningu árið 1998 þegar slíkt kom til sögunnar. „Hrunið tók sinn toll en við ákváðum ásamt móður okkar að sigla í þann erfiða tíma og horfum bjartsýn til framtíðar. Í gegnum tíðina var pabbi alltaf á tánum varðandi öflun verkefna og passaði

Lúðvík Gunnarsson, Víðir Tómasson, Ásmundur S. Jónsson, Ólafur Eyjólfsson og Tryggvi Þ. Bragason í afmælisfagnaði Rafverkstæðis I.B. Ásmundur var fyrsti lærlingurinn sem kom til starfa hjá Rafverkstæði I.B.

Ragnhildur Helga og Guðmundur Þórir, stjórnendur Rafverkstæði I.B.

mundur er rafvirkjameistari og hefur lokið námi í rafmagnsiðnfræði frá Odense Tekniske skole. Hann hefur unnið hjá fjölskyldufyrirtækinu meira og minna frá 18 ára aldri. „Pabbi lagði þó mikið upp úr því að ég myndi prufa aðra vinnu sem ég gerði en endaði svo hér í rafmagninu sem ég sé ekki eftir í dag,“ segir Guðmundur. Ragnhildur bætir við að þær systurnar hafi Öll fjölskyldan ekki verið hvattar sérhefur tekið þátt staklega til þess að R agnhildur fæddverða rafvirkjar. Elsti ist sama ár og pabbi bróðirinn í hópnum, hennar stofnaði verkIngólfur Bárðarson. Arnar Ingólfsson, stæðið og hefur hún starfaði lengi með því tekið þátt í rekstrinum með ýmsum hætti frá unga pabba sínum en stýrir nú útibúi aldri. Systkinin eru fimm talsins Verkfræðistofu Eflu á Suðurog hjá fjölskyldunni var verka- nesjum. skiptingin í þeim anda er tíðkaðist á þeim tíma. Fyrstu árin eftir að Byrjaði í skúrnum fyrirtækið var stofnað sinnti móðir Rafverkstæðið var fyrst til húsa í þeirra, Halldóra Jóna Guðmunds- bílskúrnum við heimili fjölskylddóttir, heimilinu. „Það var ekki unnar að Hlíðarvegi 19 í Njarðvík fyrr en síðar að ég áttaði mig á og flutti svo að Bolafæti 11 og síðar því hve stóran hlut mamma á í því að Bolafæti 3. Árið 1998 flutti starfhve vel rafverkstæðið gekk. Pabbi semin svo á Fitjabakka þar sem hún hefði ekki getað sinnt vinnunni og er enn. Fjölmargir rafvirkjar, læráhugamálum eins vel og hann gerði lingar og verkamenn hafa starfað nema fyrir dugnað mömmu heima hjá fyrirtækinu í gegnum árin. Ásfyrir. Eftir að pabbi lést snérum mundur Jónsson rafvirki var fyrsti við Guðmundur bökum saman og lærlingurinn sem kom til starfa og sjáum um reksturinn saman,“ segir svo skemmtilega vill til að hann starfar þar í dag. Ásmundur kom Ragnhildur. fyrst til starfa hjá Ingólfi árið 1967 Systkinin eru fimm og hafa þrjú og stofnaði síðar sitt eigið fyrirþeirra starfað hjá fjölskyldufyrir- tæki. Árið 2003 kom hann aftur á tækinu um lengri og skemmri tíma gamla vinnustaðinn. Ásmundur og börn þeirra sum hver líka. Guð- er nú 69 ára og segir Ragnhildur fólk sem komið er á efri ár vera einkar dýrmæta starfskrafta. „Það er nauðsynlegt fyrir unga fólkið að fá tækifæri til að vinna með eldra fólki. Mér finnst það vanta svolítið vel að setja ekki öll eggin í sömu körfuna og það skipti sköpum,“ segir Guðmundur. „Hann var mjög hagsýnn og nýtinn. Yfirbyggingin hefur alltaf verið lítil og það örlaði aldrei á neinni mikilmennsku,“ segir Ragnhildur. Þau segja uppskriftina að farsælum rekstri í hálfa öld þó fyrst og fremst liggja í því að hafa haft gott starfsfólk.

Fjögur systkinanna ásamt móður sinni. Frá vinstri Arnar Ingólfsson, Ragnhildur Helga Ingólfsdóttir, Halldóra Jóna Guðmundsdóttir, Brynja Ingólfsdóttir og Guðmundur Þ. Ingólfsson.

í íslenskt atvinnulíf þar sem miðað er við að fólk sé 67 ára þegar það fer á eftirlaun.“ Þau segja að pabbi þeirra hafi alltaf viljað gefa fólki tækifæri og ráðið menn með misjafna reynslu til vinnu og leyft þeim að sanna sig. Nú starfa sjö til níu faglærðir rafvirkjar hjá fyrirtækinu en þegar mest var á árunum fyrir hrun voru þeir nítján. Á þeim tíma skilaði fyrirtækið af sér rafmagnsvinnu við hundrað íbúðir á ári. Þau segja að Hljómahöllin hafi verið mjög krefjandi verkefni sem fyrirtækið er mjög ánægt með. Nú er innistæða fyrir þenslunni Ragnhildur og Guðmundur eru sammála því að nokkur breyting sé á byggingamarkaði nú og því bjartir tímar framundan. Þau telja að á næstunni fari að vanta rafvirkja á Íslandi, bæði vegna þess að margir fluttu til Noregs eftir hrun og færri hafa útskrifast úr námi. Margir eru þó komnir til baka frá Noregi en hafa leitað í önnur störf en hefðbundna rafvirkjavinnu sem þau segja miður. Þau systkinin eru sammála um að rafvirkjun sé enn í dag karlafag og að gaman væri ef fleiri konur myndu prufa enda geti starfið hentað báðum kynjum. „Við hvetum alla til að fara í rafvirkjanám, jafnt stelpur sem stráka. Þetta er mjög skemmtilegt starf sem krefst þess að fólk sýni útsjónarsemi, sé lunkið að leita að bilunum og sinna ýmsum ólíkum verkefnum og beita rökhugsun,“ segir Guðmundur. Í tilefni af afmælinu var heimasíða fyrirtækisins opnuð, www.rafib.is. Guðmundur segir verkefnastöðu fyrirtækisins í dag góða og því líti þau björtum augum til framtíðar.

Elvar Ö. Brynjólfsson, Guðmundur H. Hallsson, Birgir Ólafsson, Anton H. Pálsson, Eyþór R. Þórarinsson.


VIÐ EIGUM AFMÆLI Við þökkum Suðurnesjamönnum frábærar viðtökur og ánægjuleg viðskipti Í tilefni af afmæli okkar bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á

ÝMIS TILBOÐ

og kaupauka í afmælisvikunni

Ef keypt er NIVEAQ10 Dagkrem þá fylgir NIVEAQ10 Næturkrem með Snyrtitaska fylgir frítt með NIVEAQ10 Serum perlum

20% AFMÆLISAFSLÁTTUR

gildir dagar 26.nóvember – 5.desember

KYNNINGAR Mánudag 30.nóvember - Benecos lífrænat vottaðar snyrtivörur

Miðvikudag 2. desember - Hap+ sykurlausir molar - Konjac náttúrulegir svampar

Fimmtudag 3.desember Lee Stafford hárvörur Levante sokkabuxur

Föstudag 4.desember -Max factor snyrtivörur

Gott ú

á gæð rval a vöru á góðu v erði Hringbraut 99 - 577 1150 Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.


20

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Kótiletturnar rökuðu inn peningum – fyrir langveik börn á Suðurnesjum

G

öngugarpurinn og lögreglumaðurinn Sigvaldi Arnar Lárusson hefur verið duglegur að safna fjármunum fyrir veik börn á Suðurnesjum. Hann stóð fyrir kótilettukvöldi á dögunum þar sem enn meira fé var safnað. Fyrir kótilettukvöldið hafði Sigvaldi Arnar safnað um 2,5 milljónum króna fyrir Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna og fyrir börn á Suðurnesjum sem glíma við langvinn veikindi. Kótilettukvöldið gaf einnig af sér væna fjárhæð inn í söfnunina en 140 manns mættu í kótilettur og með því í Officeraklúbbnum á Ásbrú. Auk matarveislu sáu þeir Gísli Einarsson úr Landanum og Gunnar á Völlum um skemmtun. Þá spiluðu tónlistarmennirnir Herbert Guðmundsson og Guðmundur Hermannsson, auk þess sem margt annað var gert til skemmtunar. Haldið var glæsilegt happdrætti þar sem vinningar fyrir hundruð þúsunda voru dregnir út. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í kótilettuveislunni í Officeraklúbbnum.

aðdraganda jóla er gott að geta dregið sig út úr jólastressinu og átt notalega fjölskyldustund með smáfólkinu. Í Duus Safnahúsum hafa jólasveinarnir og þeirra nánasta fjölskylda falið sig vítt og breytt í Bryggjuhúsinu og nú er þörf á hjálp barnanna við að finna þá í tæka tíð fyrir jólin svo þeir komist nú með gjafirnar í skóinn. Til að finna þá þarf að leysa þrautir í skemmtilegum fjölskylduratleik. Í Stofunni, einum sala Duus Safnahúsa, geta börnin skrifað og skreytt óskalista til jólasveinanna. Skessan í hellinum, sem er frænka

jólasveinanna, tekur á móti þeim í póstkassann sinn og hefur lofað að færa jólasveinunum óskalistana tímanlega. Hún er komin í mikið jólaskap og ætlar að skreyta hellinn sinn í byrjun desember og hlakkar mikið til að fá heimsóknir frá kátum krökkum. Eftir ratleik og gönguferð í Skessuhelli er tilvalið að koma við á Kaffi Duus þar sem börnum, í fylgd fullorðinna, er boðið upp á kakóbolla og piparköku í verðlaun fyrir þátttöku í ratleiknum. Jóladagskrá fjölskyldunnar hefst laugardaginn 28. nóvember og stendur til 6. janúar.

smáauglýsingar TIL LEIGU

TIL SÖLU

Til leigu 200 fm. einbýlishús á besta stað í Innri Njarðvík. Eignin skiptist í 140 fm. hús ásamt 60 fm. skúr þar af 50 fm. herbergi. Eignin er laus í byrjun desember, leiguverð 195.000 kr. Uppl í síma 696-7536.

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

Fræðslukvöld um jákvæða sálfræði H

pósturu vf@vf.is

Jóladagskrá fjölskyldunnar í Duus Safnahúsum Í

-

■■Krabbameinsfélag Suðurnesja:

austið 2014 hófst kennsla í jákvæði sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands. Í kjölfarið hefur skapast umræða í samfélaginu um þetta fag og hvað þarna er á ferðinni. Nú gefst kjörið tækifæri á að kynna sér það, því þiðjudaginn 1. desember kl. 20 mun Jóhanna Marín Jónsdóttir sjúkraþjálfari og jógakennari vera með erindi hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja. Þar mun hún kynna ýmsar æfingar sem sýnt hefur verið fram á að auki vellíðan og hamingju og hjálpi fólki að komast í gegnum áföll af ýmsu tagi. M.a. verður fjallað um núvitund og núvitund með sjálfs-hluttekningu (mindfullness with selfcompassion) og nokkrar æfingar prófaðar.

-fréttir

Rætt verður um markþjálfun og möguleika á að nýta hana, talað um persónu styrkleika og VIA styrkleikaprófið kynnt. Ýmsar aðferðir sem hafa verið rannsakaðar innan jákvæðu sálfræðinnar til að auka velferð og vellíðan skoðaðar. Fjallað um hvaða hugarfar og inngrip hjálpa fólki í gegnum erfið áföll og hvernig fólk getur, þrátt fyrir áföll, byggt sig upp og náð að blómstra í lífinu, svo eitthvað sé nefnt. Fræðslukvöldið er hugsað sem lifandi og notaleg kvöldstund með virkri þátttöku og að fólk fari heim með nokkur ný „verkfæri í verkfæratöskunni sinni“. Krabbameinsfélag Suðurnesja.

-uppboð Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 458 2200.

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Einnig birt á www.naudungarsolur. is. Eftirtalin ökutæki verða seld á nauðungaruppboði laugardaginn 5. desember nk. kl. 11 í aðstöðu Vöku, Skútuvogi 8, Reykjavík. AH788 DR515

Hyundai i30 - 2013 árgerð Til sölu hvítur Hyundai i30 2013 árgerð. Ekinn 90 þúsund km. Beinskiptur sex gíra. Vel með farinn bíll sem er þægilegur í rekstri sem og akstri. Ásett verð er um 2 milljónir en er tilbúinn að skoða öll raunhæf tilboð. Engin skipti möguleg. Upplýsingar í síma 869 3317.

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

NÝTT

Forvarnir með næringu

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

EL099 FS976 JX891 OL952 PY699 VV897 YJ220 YR421 Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 24 nóvember 2015 Ásgeir Eiríksson, staðgengill Sýslumanns.

Opið alla daga fram á kvöld

WWW.VF.IS

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001


DEKKJAÞJÓNUSTA Í ÞINNI HEIMABYGGÐ

NÚ ER TÍMI VETRARDEKKJANNA! Fáðu aðstoð sérfræðinga okkar við val á réttum dekkjum fyrir bílinn þinn. GSI-5

G3S - ICE

Ice Terrain

Tranpath S1

Harðskeljadekk

Ice Zero Friction

G-Force Stud

Arctic Trekker NP3/NS3

Winter Claw Extreme

www.nesdekk.is reykjanes@nesdekk.is

H09

Harðskeljadekk

Ice Zero

G-Force Winter

Presa Spike

Winter Claw SPORT SXI

Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333

Winter Sottozero 3

Scorpion Winter

Winter Snowcontrol 3

Activan Winter

Mud Terrain KM2

All Terrain

AT 771

Mudder MT 754

Bighorn

IWT-2 EVO

IWT-ST

ITR-1

Opið Virka daga frá 8 til 18 Laugadaga frá 11 til 14


22

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

-aðsent

pósturu vf@vf.is

■■Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru-Vogaskóla skrifar:

Lestrarhátíð í Stóru-Vogaskóla Á

Mótmæla stækkun alifuglabús Nesbús á Vatnsleysuströnd:

Óttast lyktarmengun og að eignir rýrni í verði T

íu ábúendur og landeigendur í nágrenni Nesbús mótmæla í bréfi til bæjaryfirvalda í Vogum fyrirhuguðum framkvæmdum við stækkun búsins. Því er haldið fram í bréfinu til umhverfis- og skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga að stækkunin muni hafa margvísleg neikvæð áhrif á búsetuskilyrði svæðisins. Þar segir að engin trygging sé fyrir því að með stækkuninni aukist ekki fuglafjöldi á búinu, lyktarmengun muni þar með aukast. Vegna lyktar- og sjónmengunar rýrni verðgildi eigna og dragi úr möguleikum á uppbyggingu í ferðaþjónustu. Þá dragi úr áhuga fólks á búsetu á svæðinu. Sveitarfélagið Vogar auglýsti á dögunum deiliskipulagstillögu fyrir alifugalbúið Nesbú á Vatnsleysuströnd. Tvær athugasemdir bárust, sú sem greint er frá hér að framan og einnig í bréfi frá eigendum Narfakots. Í athugasemd þeirra er mótmælt auglýstri deiliskipulagstillögu á ætlaðri lóð Nesbús. Er því haldið fram að lögformleg skipti hafi ekki farið fram á landinu og því ekki heimilt að deiliskipuleggja svæðið. Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar á athugasemd tíu ábúenda og landeigenda í nágrenni Nesbús segir að samkvæmt greinargerð deiliskipulagsins sé verið að bæta húsakost búsins til að mæta kröfum um

velferð dýra skv. nýsettum lögum þar um og að fuglum verði ekki fjölgað á búinu frá því sem nú er. Eftirlit með starfsemi búsins sé í höndum opinberra eftirlitsaðila sem m.a. fylgjast með fuglafjölda og meðferð úrgangs og er vísað til þess eftirlits varðandi þau atriði. Skv. gildandi aðalskipulagi er lóðin á iðnaðarsvæði og umhverfi er skilgreint landbúnaðarsvæði, engu sé verið að breyta varðandi þá landnotkun. Deiliskipulagið eitt og sér ætti því ekki að breyta neinu í þeim efnum sem snúa að búsetuskilyrðum fólks s.s. lyktarog sjónmengun, rýrara verðgildi eigna, minni möguleikum á uppbyggingu í ferðaþjónustu eða að dragi úr áhuga fólks á búsetu á svæðinu. Afgreiðsla nefndarinnar á athugasemd frá eigendum Narfakots er sú að samkvæmt landeignaskrá sem er hluti af fasteignaskrá og m.a. hefur tilvísun í afmörkun og eignarhald í samræmi við þinglýstar heimildir sé Nesbúegg ehf. þinglýstur eigandi lóðarinnar. Það er sú opinbera skrá sem umhverfis- og skipulagsnefnd gengur út frá og telur hún það ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr ágreiningi varðandi landamerki. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur því lagt til við bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga að deiliskipulagstillagan verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu.

degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, blés Foreldrarafélag og starfsmenn Stóru-Vogaskóla til lestrarhátíðar. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að kynna nýja lestrarstefnu skólans sem var unnin af kennurum síðasta skólaár. Okkur fannst vel við hæfi að fá upplestur frá nokkrum nemendum skólans bæði ungum og þeim eldri. Nemendur úr 2. bekk, Emilía Rós og Heiðar Sær, lásu stuttan texta úr lestrarbókum sínum, nemandi úr 4. bekk, Jenetta, las ljóð, nemendur úr 5. bekk, Ívan Andri og Kjartan, lásu stuttar þjóðsögur og 8. bekkingarnir, Guðbjörg og Sigurbjörg, lásu fræðilegan texta úr stærðfræðibókinni og náttúrufræðibókinni. Þá kom til okkar Sólveig Karlsdóttir frá Heimili og skóla og flutti fyrirlesturinn Saman náum við árangri. Á öllum góðum hátíðum er tónlistarflutningur og svo var líka á lestrarhátíðinni. Nemendur í 3. og 9. bekk sungu skólasönginn, 1. bekkingar sungu Stafrófslagið, með táknmáli og 10. bekkur söng Það er gott að lesa. Undirspil önnuðust Kaleb nemandi í 10.bekk og Þorvaldur Örn kennari. Að lokum fóru foreldrar í þá tíma sem börnin þeirra voru í og þar unnu þau verkefni saman tengd lestri. Sem dæmi má nefna að í sundtíma var kennarinn búinn að koma plöstuðum spjöldum fyrir á botninum og áttu nemendur að kafa eftir spjöldunum og lesa upphátt fyrir hina. Dagskráin var metnaðarfull og skemmtileg. Nemendur komu að

-fs-ingur

JÓHANNA MARÍN JÓNSDÓTTIR SJÚKRAÞJÁLFARI OG JÓGAKENNARI mun halda erindi um jákvæða sálfræði. Sagt verður frá aðferðum innan hennar sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að auki vellíðan og hjálpi fólki að komast í gegnum áföll. Nokkrar einfaldar æfingar verða kynntar og þær prófaðar. Lögð verður áhersla á að skapa notalega stund og að fólk fari með nýjar hugmyndir með sér af fundinum sem geta nýst í daglegu lífi.

Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru-Vogaskóla

Út með trébekkina Pétur Brim Þórarinsson er FS-ingur vikunnar. Hann er á náttúrufræðibraut og hefur áhuga á að stunda mótocross og snjóbretti. Á hvaða braut ertu?

Ég er á náttúrufræðibraut. Hvaðan ertu og aldur?

Ég er frá Keflavík og er 18 ára.

Páll Orri.

Hvað sástu síðast í bíó?

Helsti kostur FS? Áhugamál?

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Hvað hræðistu mest?

Hunda sem ég þekki ekki neitt. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?

Árni Fannar verður kominn á forsíðu PlayGirl áður en þið vitið af.

Special K bar.

Ætla mér í flugmanninn.

Facebook, Snapchat og Instagram. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?

Hljómsveit/tónlistarmaður:

Fag í skólanum:

Leikari:

Sjónvarpsþættir:

Vefsíður:

Kvikmynd:

Flíkin:

Ætli það sé ekki Home alone yfir hátíðarnar.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?

Svakalega óstundvís.

Kennari:

Sons of Anarchy.

„Það er heldur betur upp á þér typpið.“ Geggjað.

Eftirlætis Félagsfræði.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?

Hver er þinn helsti galli?

Taka þessa trébekki og henda í sófa.

Bogi Ragg.

N

Hver er fyndnastur í skólanum?

Knútur dró mig á eitthvað Péturæ Pan sull sem ég svaf yfir held ég.

Motorcross og snjóbretti.

Þriðjudaginn 1. desember kl. 20:00 verður haldin fræðslufundur hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja Smiðjuvöllum 8, í húsi Rauðakrossins.

einhvern hátt að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Það var því mikil eftirvænting hjá hópnum um morguninn en árangur erfiðisins lét ekki á sér standa. Það mættu um 70 foreldrar og var það samróma álit allra að sérlega vel hefði til tekist. Í haust undirrituðu menntamálaráðherra, sveitarstjórar landsins og fulltrúar frá Heimili og skóla Þjóðarsáttmála um læsi. Sá sáttmáli gengur í stuttu máli út á það að ráðuneytið, sveitarfélögin, skólarnir og foreldrar taki höndum saman um að efla læsi barna á Íslandi. Við munum ekki láta okkar eftir liggja og göngum jákvæð og full eftirvætningar til verks.

vikunnar

Krakkarnir.

FRÆÐSLUFUNDUR

undirbúningi hátíðarinnar á margvíslegan hátt m.a. með auglýsingagerð. Nemendur í 8. bekk hönnuðu auglýsingu sem nemendur í 6 .bekk báru út í öll hús í Vogunum. Þá léku nemendur í 7.bekk auglýsingu sem var birt á Facebooksíðum skólans, bekkja- og bæjarsíðunni. Skólinn sendi auglýsingu til foreldra í gegnum Mentor og stórum auglýsingum var dreift um bæinn. Nemendur settu einnig bækling og bókamerki um þjóðarsáttmálann um læsi í umslag sl. fimmtudag, merktu það foreldrum sínum og afhentu þegar þau komu heim, auglýsing var sett á heimasíðu skólans og kvöldið fyrir dag íslenskrar tungu, fengu allir foreldrar sms – skilaboð, þar sem minnt var á lestrarhátíðina. Lagt var upp með að allir nemendur skólans kæmu á

King Justin Bieber. Jennifer Aniston. Facebook. Frakkinn minn. Skyndibiti:

Fernando's.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?

Hver er best klædd/ur í FS?

Aron Róberts.

G S u


Á dagskrá í kvöld á ÍNN

a tt é fr ur k í V p ar v n ó j S fish'n'chips frá Grindavík

HávD f.is

Bretar borða þúsundir tonna af þorski og ýsu frá Þorbirni í Grindavík í þjóðarréttinum fish'n'chips.

Aravísur

Ingibjargar Þorbergs Nemendur Myllubakkaskóla sungu Aravísur fyrir Ingibjörgu Þorbergs. Sjáið það og viðtal við Ingibjörgu í þættinum.

Norðurljósabærinn á Garðskaga Garður er hinn íslenski norðurljósabær. Sjónvarp Víkurfrétta kynnti sér fyrirhugaða uppbyggingu í ferðamálum á Garðskaga.

HávD f.is

Bjölluhljómar með Sinfó Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er einstakur. Hann leikur með Sinfó á jólatónleikum fjórða árið í röð. Sjónvarp Víkurfrétta kíkti á æfingu.

fimmtudagskvöld kl. 21:30 og á vf.is SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA - alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!


24

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu dagnyhulda@vf.is

Sendir frá sér bók um dapran draugastrák:

BESTU ÆSKUMINNINGARNAR AF KIRKJUTEIGNUM Kristín Þórunn Kristinsdóttir sendi á dögunum frá sér barnabókina Draugastrákurinn dapri. Kristín er úr Keflavík en býr núna ásamt eiginmanni og börnum í Danmörku. Hún ætlar að koma til Íslands í aðventuferð á næstu dögum og halda útgáfupartý. Fjölskyldan heldur fast í íslensku jólahefðirnar og skreytir jólatréð á Þorláksmessu og lætur það standa fram að þrettándanum.

K

ristín Þórunn Kristinsdóttur hefur skrifað sögur og ljóð frá unga aldri og er með fjörugt ímyndunarafl. „Ég teiknaði heilu teiknimyndasögurnar og stóð meira að segja í blaðaútgáfu með vinkonum mínum,“ segir hún og hlær. „Það var reyndar mjög skrautleg tímaritaútgáfa þar sem við handskrifuðum nokkur eintök sem voru öll alveg eins. Við fengum gefins afgangspappír í Grágás og fórum í hús og reyndum að selja. Mig minnir að blaðið hafi heitið Krakkablaðið. Ég man ekki hvernig það tókst til en þetta var eins konar okkar útgáfa af ABC tímaritinu. Ég hef alltaf verið mjög bókelsk og lesið mikið.“

Mamma Kristínar er úr Kjós og pabbi hennar frá Ólafsvík en Kristín ólst upp í Keflavík. Lengst af bjó hún við Kirkjuteig og á sínar bestu æskuminningar þaðan. „Þar hópuðumst við krakkarnir saman í útileiki eins og eina krónu og kallinn í tunglinu og söfnuðum reglulega í tombólu. Það var gott og öruggt að alast upp í Keflavík.“ Þegar Kristín var níu ára gömul ákvað hún að verða kennari, rithöfundur og arkitekt. „Arkitektadraumurinn hefur þurft að lúta lægra haldi en ég elska kennarastarfið. Þörfin til að skrifa sögur fyrir börn kviknaði einmitt fyrst þegar ég var að kenna við Njarðvíkurskóla.“

Barnabækur eiga að vera grípandi Bók Kristínar sem kom út á dögunum fjallar um dapran lítinn draugastrák sem býr einn í yfirgefnu draugahúsi. Hann lendir í ýmsum uppákomum þar sem þjófar, óþekktarormar og norn koma við sögu. „Mér finnst að barnabækur eigi fyrst og fremst að vera grípandi og skemmtilegar. Ef hægt er að koma góðum boðskap áleiðis og gefa tilefni til að ræða hann eftir lesturinn þannig að sagan skilji eitthvað eftir sig þá er það ennþá betra,“ segir Kristín. Hún sendi frá sér bókina Ferðalag Freyju framtannar árið 2013 og fjallaði hún á ævintýralegan hátt um tennurnar og tannheilsu. Kristín kveðst hafa fengið mjög góðar móttökur þegar sú bók kom út en bókin var seld á marga leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í bókinni um draugastrákinn dapra er boðskapurinn meðal annars sá að ekki eigi að dæma eftir útlitinu og segir Kristín það gefa tilefni til að ræða um einelti og mismunandi tilfinningar við börnin. Kristín fær margar hugmyndir í kollinn en hugmyndin að sögunni um dapra draugastrákinn skar sig úr því hún fékk ekki frið fyrir henni og settist því að lokum niður og byrjaði að skrifa. „Mér finnst ekki svo erfitt að skrifa, það kemur frekar auðveldlega hjá mér

að skapa söguna sjálfa en svo er auðvitað heilmikil vinna eftir á við að fínpússa textann og svoleiðis.“ Það er Óðinsauga útgáfa sem gefur bókina út, eins og þá fyrri. „Ég hef verið svo lánsöm að útgáfufyrirtæki sjá eitthvað grípandi við sögurnar mínar og vilja gefa þær út. Myndskreytari er Lukas Banas sem starfar fyrir Óðinsauga. Ég fékk sýnishorn frá nokkrum myndskreyturum og Lukas varð fyrir valinu. Hans hlutverk er að teikna myndirnar eftir mínum lýsingum og það gerir hann mjög vel, myndirnar eru Sagan um draug astrákinn dapra fjal alveg eins og ég sá lar um dra ugastrák fyrir mér þegar ég skrifaði sögsem býr ei nn í yfirgef nu draugah una.“ Kristín segir það skemmtiúsi. legasta við vinnu barnabókar að sjá myndirnar sem hún sá fyrir sér verða að veruleika. Langar að flytja aftur til Íslands Kristín og fjölskylda bjuggu í Noregi í fjögur ár en eru nýflutt til Danmerkur. Eiginmaður Kristínar er Rúnar Þór Guðmundsson, tenór söngvari og húsasmiður. Eftir bankahrun var hann án vinnu og fékk boð um að vinna í Noregi.

Kristín ásamt eiginmanni sínum Rúnari Þór Guðmundssyni og börnunum þeim Eyþóri, Hafsteini, Loga Geir, Brimari Inga og Guðrúnu Valdísi. Ljósmynd: Ljósmyndastofa Oddgeirs

Mér finnst að barnabækur eigi fyrst og fremst að vera grípandi og skemmtilegar Nú er Rúnar í byggingafræðinámi í Danmörku. Í Noregi söng Rúnar mikið samhliða smíðastarfinu og fær ennþá beiðnir um að koma til Noregs í ýmis söngverkefni. Úti hefur Kristín bæði unnið sem kennari og sjúkraliði en ætlar í meistaranám í kennslufræðum eftir áramót. Hún segir tímann í Noregi hafa verið yndislegan. „Norskt samfélag er svo heilbrigt, réttlátt og fallegt. Ég hef minni reynslu af Danmörku eins og er en þar er líka gott að vera og mikið um að vera fyrir fjölskyldufólk.“ Þau hafa tekið þá ákvörðun að flytja aftur heim til Íslands að námi loknu. „Rúnar hlakkar mikið til að syngja aftur fyrir Suðurnesjabúa og ég hlakka til að fara að kenna íslensku aftur. Þó að það sé dýrmæt upplifun að búa erlendis finnst okkur samt best að vera heima á Íslandi þar sem fjölskyldan og vinirnir eru.“ Síðustu fjögur ár hefur fjölskyldan verið í Noregi yfir jólin og segir Kristín jólahefðirnar þar ekki ósvipaðar þeim íslensku. „Norðmenn borða svokallað pinnakjöt á aðfangadag sem er saltað og reykt lambakjöt, borið fram með súrkáli og rófustöppu. Okkur hefur fundist notalegt að vera ein fjölskyldan á jólunum þó að við höfum saknað jólaboðanna heima. Gamlárs-

kvöldin eru auðvitað flottust á Íslandi og nánast ekkert skotið upp í Noregi miðað við Ísland. Það verður spennandi að upplifa dönsk jól i ár. Mér skilst að Danir skreyti mikið en strax á annan í jólum er allt jólaskrautið tekið niður og áramótaskrautið sett upp.“ Kristín og fjölskylda halda sig við íslensku jólahefðirnar og setja jólatréð upp á Þorláksmessu og taka það og skrautið ekki niður fyrr en á þrettándanum. Hún kemur í aðventuheimsókn til Íslands í næstu viku og ætlar þá að halda útgáfuteiti vegna bókarinnar. Kristín segir ekki mikið upp úr því að hafa fjárhagslega að skrifa barnabækur, enda geri hún þetta því henni finnist það gaman og gefandi. „Það þurfa að seljast margar bækur til að ég fái einhver höfundarlaun í minn vasa. Útgefandinn þarf auðvitað fyrst að standa straum af útgáfukostnaði, auglýsingum og slíku. Í þetta skiptið setti ég í útgáfusamninginn að fái ég einhver höfundarlaun þá renni þau til Umhyggju, styrktarsjóðs langveikra barna. Þetta er mitt tækifæri til að láta gott af mér leiða. Ég er svo lánsöm að eiga fimm heilbrigð börn og geri mér grein fyrir að það er mikil blessun. Ég vona svo sannarlega að bókin seljist það vel að Umhyggja njóti góðs af.“


2015 Glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Hefst fyrstu helgina í desember. 6 þúsund vinningar að verðmæti um 7 milljónir króna TUTTUGU VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUAÐILAR Á SUÐURNESJUM BJÓÐA UPP Á JÓLALUKKU VF Í FIMMTÁNDA SINN. Ef þú verslar fyrir 5.000,- kr. eða meira færðu skafmiða sem getur fært þér veglegan vinning. Skilaðu skafmiða með engum vinningi í verslun Nettó eða Kaskó og þú átt annan möguleika á úrdráttarvinningi.

FJÓRIR ÚRDRÆTTIR 9., 16., 21. OG 24. DESEMBER.

Dregið verður 4 sinnum fyrir jól!

MEÐAL 6.000 VINNINGA: 11 ICEALANDAIR ferðavinningar 55” Finlux LCD sjónvarp frá Nettó Vegleg gjafakort í Bláa Lónið 90 jólabækur m.a. eftir Arnald Indriaðson og Yrsu 60 KEA hamborgarhryggir og hangilæri ÞAÐ GETUR FY 100 pulsur og kók á Pylsuvagninum GERA JÓLAI LGT ÞVÍ MIKIL LUKKA A Ð NNKAUPIN Á SUÐURNESJ 50 máltíðir á KFC UM 2 0 1 2 5 0 1 50 snúðar og Héðinsbollur frá Sigurjónsbakaríi 2220001115555 Skkafmið Sk leikur V 40 bíómiðar í Sambíó miðaale Sk aafvfm o ikur Vík S íkur fré ale le e m rið ogagagffv ik So sla ið la k a n e au m Vðík r ik áurr s ið Su v a uurreffrrééttttttaa n u le e a V r o ik u á s ík g la S u v n r a ðuuururrnrn Vðík f sju og veerrsslanaaáá Su jutm lana á SSuðurrnnefesrsrju éétm tm aa 4 þúsund 2 lítra Coca Cola eða Egils Appelsín uðurneesjutm sjum


a tt é fr ur k í V p var Sjónfish'n'chips 26

-mannlíf

Innilega þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát elskulegu dóttur okkar, systur og frænku,

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

HávD f.is

frá Grindavík Sonju Reynisdóttur, Ásaþing 10,

sem lést á líknardeild Landsspítalans þann 16. nóvember.

Bretar borða þúsundir tonna af þorski og ýsu Reynir Guðmannsson, Ólöf Magnúsdóttir, Guðrún Reynisdóttir, frá Þorbirni í Grindavík í þjóðarréttinum Íris Reynisdóttir, Benóný Benónýsson, og barnabörn. fish'n'chips.

Aravísur

Jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur

Ingibjargar Þorbergs Mikið um að vera í Auðarstofu í Garði:

XGlæsilegur X Toyota Aygo að verðmæti 1840 þús. verður aðalvinningur í Jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur. Heildarverðmæti vinninga er rúmar 2,5 millj. kr. sungu Aravísur fyrir Lionsmenn munu afhenda styrkiNemendur á sunnudaginn Myllubakkaskóla en allur ágóði af starfsemi klúbbsins rennur til góðgerðarmála á Suðurnesjum. Félagar í Þorbergs. það og viðtal við klúbbnum hafa þegar byrjað sölu á Ingibjörgu happdrættismiðum og vonast til Sjáið að fá góð viðbrögð eins og áður. Ingibjörgu í þættinum.

Sviðamessa og handavinna

Í

Auðarstofu fer fram félagsstarf fyrir Garðbúa sem náð hafa 60 ára aldri, í myndarlegu og góðu húsnæði í eigu Sveitarfélagsins Garðs. Þar er jafnan mikið um að vera, vel mætt og þátttaka í starfíld er silfur hafsins. Knatt- tilheyrir, segir í tilkynningu frá inu er góð. spyrnudeild UMFN hefur tek- UMFN. Þann 28. október sl. var haldin Garður er hinn íslenski ist á víð nýstárleganorðurljósabær. fjáröflun og mikil sviðaveisla þar sem þeir sem hyggst halda síldarhlaðborð með Ekki þarf að orða það frekar. Öll mættu klæddust bleikum litum og Sjónvarp Víkurfrétta kynnti sér fyrirhugaða síldin sem boðið er upp á er MSC margir höfðu hatta á höfði. tilheyrandi nk. föstudagskvöld. Verður skemmtunin haldin í vottuð, sem þýðir að síldin sem Þá var handavinnusýning og vöffluuppbyggingu í ferðamálum á Garðskaga. Víkingaheimum Í Njarðvík og er notuð er í réttina á síldarhlaðborð- kaffi fyrir stuttu, þar sem mættu það við hæfi. Munu matreiðslu- inu er sjálfbær. Ekki þarf að hafa um 200 gestir og vöfflur voru borðmeistarar deildarinnar bjóða upp áhyggjur af ofveiði eða rányrkju aðar af um 120 manns. á frábæra síldarrétti. Auk hefð- á þeim síldarstofni sem sildin er Það er ánægjulegt hve kröftugt Bjöllukór hafa í huga. Tónlistarskóla bundinna rétta s.s. hinnar ómiss- veidd úr. Það er gott að og uppbyggilegt starfReykjanesbæjar á sér stað í andi edikverkuðu lauksíldar sem Þá er og gott að hafa í huga að Auðarstofu, segir Magnús Stefánseinstakur. Hann leikur síldarflestir kannast við, þá verður boðið verður upp á vín með er son bæjarstjóri í Garði semmeð birti Sinfó á boðið upp á hinar ýmsu útgáfur réttunum sem eru lífrænt ræktuð. jólatónleikum einnig tvær skemmtilegar myndir fjórða árið í röð. af síldarréttum. Að sjálfsögðu Knattspyrnudeildin vill leggja nátt- úr sviðamessunni sem sjá má með verður boðið upp á meðlæti sem úrunni lið eftir því sem hægt er. þessariVíkurfrétta frétt. Sjónvarp kíkti á æfingu.

Norðurljósabærinn Síldarveisla UMFN á Garðskaga S

Bjölluhljómar með Sinfó

HávD f.is

fimmtudagskvöld kl. 21:30 og á vf.is SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA - alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!

KULDASKÓR MEÐ MANNBRODDUM Á HERRA OG DÖMUR (STÆRÐIR 36-46)

FLOTTIR LEÐUR KULDASKÓR, LOÐFÓÐRAÐIR MEÐ LAMBS ULL OG INNFELLDUM MANNBRODDUM. VERÐ: KR. 19.995,-

Bergrisinn hylltur við Víkingaheima á fullveldisdaginn

S

Hafnargötu 29 - s. 421 8585

á siður hefur myndast á Fullveldisdaginn 1. desember að hópur fólks hefur komið saman og haldið Landvættablót við Garðskagavita til að hylla bergrisann sem er landvættur Suðurlands. Nú hefur verið ákveðið að flytja Landvættablótið að Víkingaheimum þar sem höfuð bergrisans eftir Jón Adolf Steinólfsson stendur nú og bíður þess að verða fullgert. Safnast verður saman við Víkingaheima og hefst athöfnin klukkan 18:00 og mun Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði stýra henni. Landvættir hafa samkvæmt fornum sögum gætt landsins síðan í árdaga

og í Landnámu segir frá því þegar Haraldur konungur Gormsson sem var illa þokkaður af Íslendingum sendi njósnara sinn í hvalslíki til landsins og landvættirnir tóku á móti honum og flæmdu burt frá landinu. Þegar hann kom vestur um land segir svo: Brott fór hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á Vikarsheiði. Þar kom á móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með honum. Boðið verður upp á kaffi að lokinni athöfn.


27

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 26. nóvember 2015

pósturu vf@vf.is

Fjör á konukvöldi

Bláa Lónsins

Það var skemmtileg stemmning á konukvöldi Bláa lónsins sl. fimmtudagskvöld. Var skvísunum boðið í léttar veitingar en auk þess gátu þær notið þess að kaupa Blue Lagoon húðvörur og fleiri vörur með afslætti. Ljósmyndari Bláa Lónsins smellti þessum myndum og eins og sjá má voru dömurnar í stuði.

Ingibjörg Þorbergs hlýddi á söng barnanna af svölum íbúðar sinnar.

Sungu Aravísur fyrir Ingibjörgu Þorbergs N

Hugmyndin kviknaði á degi íslenskrar tungu

emendur í 3. bekk Myllubakkaskóla í Keflavík gengu í gær saman að heimili Ingibjargar Þorbergs og sungu fyrir hana Aravísur en Ingibjörg samdi lagið á sínum tíma við ljóð Stefáns Jónssonar. Ingibjörg hlýddi á sönginn af svölum íbúðar sinnar og var hrifin af uppátæki barnanna enda sungu þau með miklum tilþrifum. Á degi íslenskrar tungu á dögunum sungu börnin í 3. bekk í Myllubakkaskóla lög eftir Ingibjörgu og

þegar þau fréttu að hún ætti heima í næsta nágrenni við skólann kviknaði sú hugmynd að kíkja í heimsókn til hennar og syngja. Ingibjörg er 88 ára og hefur búið í Keflavík undanfarin ár. Hún er mörgum kunn fyrir störf sín á sviði tónlistar. Ingibjörg hefur samið fjölda laga og texta, leikið á hljóðfæri og sungið. Þá starfaði hún við dagskrárgerð á RÚV í tæplega fjörutíu ár. Nánar verður fjallað um heimsókn barnanna í Myllubakkaskóla og rætt við Ingibjörgu í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld.


28

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent

pósturu vf@vf.is

■■Benóný Harðarson skrifar:

■■Jórunn Alda Guðmundsdóttir skrifar:

Að læra af fortíðinni Hver vill sameinast þeim, Í

búakosningar um fyrirhugað kísilver í Helguvík standa yfir dagana 24. nóvember-4. desember.

Íbúar Reykjanesbæjar eru ekki aðeins að kjósa um loftgæðin í umhverfi sínu, og hvort þeir vilji hafa verksmiðju aðeins rúman kílómetra í burtu frá byggð, þeir eru einnig að kjósa um gæði umhverfisins fyrir börn sín og barnabörn, þær kynslóðir sem á eftir okkur koma. Lengi hafa atvinnumál á Suðurnesjum verið erfið, fyrst eftir að herinn fór og svo efnahagshrunið, tölur sýna og umræðan að nú vantar fólk í vinnu, það eru því ekki þeir hvatar sem ýta mönnum áfram í þessum málum.

Í fréttum þessa dagana hóta stjórnendur álversins í Hafnarfirði að loka álverinu, ef þeir sem vinna hjá þeim ganga ekki að þeirra kröfum í kjaraviðræðum, þetta sýnir auðvitað að erlendum stórfyrirtækjum er alveg sama um þau samfélög sem þau erum í, þau koma og hirða gróðann, og hóta svo að fara ef gróðinn minnkar eða menn gera ekki nákvæmlega eins og fyrirtækin vilja. Er þetta rétta leiðin fyrir íbúa Reykjanesbæjar? Er rétta leiðin að leyfa erlendu stórfyrirtæki að menga umhverfið, eyðileggja loftgæðin, og þrátt fyrir það veistu aldrei hvenær fyrirtækið lokar og fer. Ekki viljum við að það sama gerist og þegar herinn fór, vítin eru nefnilega til að varast. Segjum nei við þessu kísilveri. Stöndum með samfélaginu á Suðurnesjum! Benóný Harðarson

■■Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar skrifar:

Bann og brostnar vonir R

í k isstjórnarflokkarnir s am þ y k ktu m e ð fjárlögum 2015 að fækka nemendum í framhaldsskólum með því að setja fjöldatakmarkanir á nemendur 25 ára og eldri sem vilja stunda bóknám. Þegar menntamálaráðherrann svaraði gagnrýni á þessa „menntastefnu“ þá gerði hann lítið úr afleiðingunum og sló úr og í. Hann nefndi að best væri að í skólunum væru nemendur á svipuðum aldri og æskilegt að framhaldsskólarnir væru ungdómsskólar. Ekki væri mögulegt að beita aldurstengdum fjöldatakmörkunum í starfsnámi því þar væri meðalaldur nemenda um 25 ár. Skólum væri auk þess ekki bannað að innrita eldri nemendur þó fjárveitingar til þeirra gerðu ráð fyrir fækkun nemenda. Sem sagt: þeir mega taka við eldri nemendum en fá ekki endilega borgað fyrir að kenna þeim. Afleiðingar koma í ljós Nú, aðeins einu ári seinna hafa afleiðingarnar þegar komið í ljós. Þær eru ekki í samræmi við fyrri svör ráðherrans. Í framhaldsskólunum hefur nemendum 25 ára og eldri fækkað um 447 í bóknámi og um 295 í list- og verknámi, alls um 742 einstaklinga. Skilaboðin um fjöldatakmörkun hafa augljóslega orðið til þess að þeir sem eru 25 ára eða eldri sækja síður um skólavist og telja sig ekki lengur velkomna í framhaldsskólana. Öll þekkjum við fólk sem hefur flosnað upp úr framhaldsskólanámi eða orðið að hætta vegna ýmissa ófyrirsjáanlegra aðstæðna svo sem veikinda eða fjárskorts. Við þekkjum líka öll fólk sem hefur farið aftur í

framhaldsskóla í heimahéraði eftir slíkt hlé. Mörg þeirra voru orðin 25 ára og hafa lokið stúdentsprófi og háskólaprófi í kjölfarið. Þau starfa um allt land, í leikskólum, grunnskólum, heilbrigðisstofnunum og tæknigreinum svo dæmi séu tekin. Landsbyggðin hefur treyst á menntun og störf þessara einstaklinga. Nú er búið að loka fyrir þessa leið. Það er mikill missir fyrir einstaklingana sem hafa ekki tækifæri til að styrkja stöðu sína með öðrum hætti. Missirinn verður ekki síður mikill fyrir samfélagið í heild til lengri tíma litið. Landsbyggðirnar tapa Rannsóknir sýna að gott aðgengi að námi skiptir miklu ef hækka á menntunarstig þjóðar. Menntamálaráðherra hefur ferðast um landið og talað um mikilvægi læsis og menntunar fyrir hagvöxt og hagsæld í landinu. Á sama tíma skerðir hann aðgengi að menntun sem mun koma harðast niður á ungu fólki á landsbyggðinni. Þeim er boðið í staðinn að flytja búferlum og fara í einkaskóla á Suðurnesjum, Reykjavík eða í Borgarfirði eða stunda dreifnám við þá skóla með ærnum tilkostnaði. Enginn vafi er á að með þessari ráðstöfun mun opinberum störfum á landsbyggðinni fækka enn frekar og erfiðara verður að fá fólk með fagmenntun til starfa. Byggðastefna ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er í besta falli handahófskennd en þessi menntastefna er einfaldlega rugl. Ómögulegt er að átta sig á hvort ráðherrarnir og þingmennirnir sem þá styðja, eru að koma eða fara í þeim efnum. Það verður að taka af þeim völdin áður en frekari skaði hlýst af vanhugsuðum ákvörðunum þeirra. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar

+ www.vf.is

83% LESTUR

sem vill ekki samstarf? Þ

essi spurning var það fyrsta sem kom í hugann þegar ég las fyrirsögnina á forsíðu síðustu Víkurfrétta. Svo hvarflaði að mér, að þeir sem vilja ekki samstarf viti lík lega ek ki hver merking orðsins er, en samstarf er samkvæmt orðabók Máls og Menningar „ samvinna, en samvinna þýðir það að menn vinni saman og hjálpi hverjir öðrum.“ Það væri því sorglegt að vita til þess, ef til eru menn sem vilja ekki vinna saman að framtíðarskipulagi öldrunarþjónustu á Suðurnesjum. Við þurfum einmitt á því að halda núna að vinna saman, ekki snúa baki við samvinnu heldur snúa bökum saman. Núna skiptir það máli að komast að samkomulagi og fyrst og fremst vita hvert við stefnum í allri þjónustu við aldraða. Hættum að velta þessu fram og til baka með því að þrasa um hver ræður mestu eða hefur mestan ávinninginn, þá verða allar framkvæmdir í skötulíki. Ég sat sem gestur á síðasta aðalfundi DS þar var samþykkt samhljóða tillaga um endurbyggingu Garðvangs þannig að þar verði hægt að reka allt að 30 hjúkrunarrými. Í greinargerð með þessari tillögu segir m.a. „Stjórnin telur að rekstur 30 hjúkrunarrýma á Garðvangi undir stjórn HSS verði til þess að leysa þann bráðavanda sem upp er kominn í þjónustu við aldrað fólk á svæðinu. Þá þarf að efla og samþætta betur

samstarf félagsþjónustu sveitarfélaganna og HSS. Hugsa þarf til framtíðar og byrja undirbúning nýrrar 60 rýma álmu við Nesvelli.“ Samstaða fulltrúa DS á fundinum um samvinnu að uppbyggingu þjónustu við aldraða á Suðurnesjum var mikil og lofaði góðu. Samhljómur var einnig á síðasta aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, þar sem málefni aldraðra voru í brennidepli, en í ályktun, sem samþykkt var kom m.a. fram „ Það hlýtur að vera forgangsmál að vinna nú þegar að fjölgun hjúkrunarrýma á Suðurnesjum.“ Orð eru til alls fyrst hugsaði ég eftir þessa fundi, nú verður farið í umræður um uppbyggingu og framtíðarsýn. En nú virðast áðurnefndar samþykktir ekki skipta máli, talað um sorglegt samstarf og finna leið út úr þeim verkefnum sem menn telja sig geta gert betur sjálfir. Gott og vel þá er þar komin tillaga, sem vinna þarf að og gerir áðurnefndar samþykktir viðkomandi ómerkar. Við höfum alltaf val, en verum sjálfum okkur samkvæm þegar við vinnum með jafnviðkvæman málaflokk sem þjónusta við aldraða er, málaflokk sem fer ört vaxandi og kallar á samstöðu og jákvæðan vilja til að takast á við verkefnið. Ég tel mikilvægt að öll sveitarfélögin á Suðurnesjum vinni saman, gott og vel ef aðrir vilja annað en þá þarf að takast á við það. Það er svo ótalmargt ógert, bæði í nærumhverfi hvers sveitarfélags og í stærri verkefnum

eins og byggingu og rekstri hjúkrunarrýma. Nýlega hef ég skoðað aðstöðuna í Víðihlíð og á Hlévangi, þangað var gott að koma og ég fann góðan anda og vellíðan fólksins, en á báðum stöðum þarf að bæta og laga húsnæðið til að nýta það betur og bæta aðstöðu þeirra sem þar búa. Hér þarf að taka afstöðu, viljum við vinna þessi verkefni saman? Við þurfum að huga að samvinnu og samþættingu á þjónustu við aldraða í sem víðasta skilningi. Þar þurfum við líka að vita hvert við stefnum fá heildarsýn, hætta að vera eins og Lísa í Undralandi sem spurði köttinn „Viltu vinsamlegast segja mér hvaða leið ég á að fara héðan“ og hann svaraði „ Það fer mikið eftir því hvert þú vilt fara.“ „Mér er svosem alveg sama hvert,“ sagði Lísa. „ Þá skiptir engu máli hvaða leið þú velur“ sagði kötturinn. Kæru Suðurnesjamenn stefnum öll í sömu átt með sömu framtíðarsýn þegar við byggjum upp góða og öfluga þjónustu fyrir aldraða, ræðum saman og finnum lausn. Það skiptir máli að komast að niðurstöðu, hvort sem það verður á þann veg að halda áfram samstarfi eða að slíta því. Við eldri borgarar á Suðurnesjum erum tilbúnir í samstarf, getum miðlað reynslu og hugmyndum um hvernig okkar framtíðarsýn er. Með kærri kveðju Jórunn Alda Guðmundsdóttir Sandgerði.

Ég er rauðhetta -fyrir börn og fullorðna

L

eikfélag Keflavíkur frumsýndi á dögunum leikritið Rauðhettu eftir Jewgeni Schwarz í þýðingu Stefáns Baldurssonar og í leikstjórn Víkings Kristjánssonar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikfélagið setur þetta verk á fjalirnar en það var einnig sett upp árið 1981 og þá notast við sömu leikgerð. Einn leikara, Gísli B. Gunnarsson tekur nú aftur þátt, 34 árum síðar og sama má segja um unga stúlku, Guðnýju Kristjánsdóttur sem ekki hefur sagt skilið við félagið síðan og verið ein af aðaldriffjöðrum þess undanfarna áratugi. Það er einmitt ómetanlegt að hafa öflugt leikfélag í heimabyggð og Leikfélag Keflavíkur getur stært sig af því að vera eitt af öflugustu áhugaleikfélögum á Íslandi. Maður veltir því fyrir sér hvað liggi að baki eljunni og áhuganum hjá þessum þétta hópi sem staðið hefur á bak við leikfélagið í gegnum árin og sífellt bætist nýtt hæfileikafólk í hópinn. Þá hafa margir leikarar og leikstjórar stigið sín fyrstu spor á fjölum LK og fengið þar tækifæri og reynslu til þess að halda áfram á sömu braut. Þau eru lítil launin sem beðið er um, einungis að bæjarbúar komi og sjái það sem félagið hefur upp á að bjóða. Það er auðvelt að mæla með þessari nýjustu sýningu leikfélagsins sem hentar bæði fyrir börn og fullorðna, sannkölluð fjölskyldusýning. Börnin voru vel með á nótunum

og svo var það ýmislegt sem hinir fullorðnu gátu hlegið að – en börnin skildu síður. Það er þéttur og hæfileikaríkur hópur sem færir okkur ævintýrið um Rauðhettu á skemmtilegan og nýstárlegan hátt. Má þar nefna hina ráðagóðu og sterku rauðhettu sem leikin er snaggaralega af Ritu Kristínu Prigge, Sigurður Smári Hansson túlkar vel hégómagjarnan og nokkuð skuggalegan úlfinn og sló algjörri þögn á salinn þegar hann birtist sem verður að teljast góður mælikvarði á barnasýningu, Þur-

íður Birna Björnsdóttir Debes lék hugrakka Hvíteyra af miklu öryggi og hinn útsjónarsami refur Burkna Birgissonar veitti úlfinum harða samkeppni í ráðabruggi og lymskuhætti. Þá voru þeir óborganlegir furðufuglarnir Uno og Dos sem fylgdu rauðhettu eftir og veittu góð ráð eftir bestu getu og kitluðu um leið hláturtaugarnar. Þá léku þeir Yngvi Þór Geirsson og Guðsteinn Fannar Ellertsson. Aðrir leikarar voru Guðný Andrésdóttir, Hulda

Björk Stefánsdóttir, Rúnar Þór Sigurbjörnsson, Arnar Helgason og Gísli B. Gunnarsson og komust allir vel frá sínu enda er leikarahópurinn allur mjög sterkur. Höfundur tónlistar er Arnór B. Vilbergsson en hún var samin sérstaklega fyrir uppfærsluna og fannst mér hún falla vel að verkinu, hún var einföld og alls ekki yfirgnæfandi. Það sama má segja um alla umgjörð sýningarinnar. Þar eru lausnir hugvitsamlegar og einfaldar og má þar nefna leikmynd sem unnin er af meistaranum Davíð Arnari Óskarssyni, búninga og gervi sem unnið var af Söru Dögg Gylfadóttur og Helgu Guðnýju Árdal og ljósahönnun sem var í höndum Kjartans Þórissonar. Það eru ótrúlega margir sem koma að slíkri sýningu og ekki hægt að telja þá alla upp en heildin var góð. Ekki er allt sem sýnist í skóginum hennar rauðhettu. Það getur bara verið einn einvaldur í skóginum en rauðhetta reynist hörkutól og hetja og það er alveg ofboðslega vandræðalegt fyrir úlfinn. Rauðhetta lætur ekki blekkjast, hún reynist klók og sér við úlfinum og þar hefur hún með sér hugrakka vini sína sem gefast aldrei upp. „Ég er rauðhetta“ er sungið í lokin, erum við ekki öll rauðhetta og hvar skyldi skógurinn vera? Gef þessu 4 drullukökur af fimm mögulegum. Allir í leikhús. Dagný Gísladóttir.


2015 Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum

NÚ BORGAR SIG AÐ SKILA

Jólalukku miðum í Nettó eð a Kaskó þv 4 sinnum í desember og með í það verður dregið al vinninga eru

4 STK. IPHONE 6S 2 STK. 120.000,- KR GJAFABRÉF FRÁ NETTÓ 4 STK. ICELANDAIR FERÐA VINNINGAR 10 STK. 10.000,- OG 4 STK . 15.000,- KR. GJAFABRÉF FRÁ NETTÓ Í NJARÐVÍK OG GRINDAVÍK 20 STK. KONFEKTKASSAR Dregið verður 4 sinnum og vinningshafa á vf.is og í pren tilkynnt um tútgáfu Víkurfrétta.

ÞAÐ GETUR FY GERA JÓLAI LGT ÞVÍ MIKIL LUKKA A Ð NNKAUPIN Á SUÐURNESJ UM 201 20 555 2220001111 55

Skkafmið Sk leikur V miðaale Sk aafvfm o ikur Vík S íkur fré ale le e m rið ogagagffv ik So sla ið la k a n e au m Vðík r ik áurr s ið Su v a uurreffrrééttttttaa n u le e a V r o ik u á s ík g la S u v n r a ðuuururrnrn Vðík f sju og veerrsslanaaáá Su jutm lana á SSuðurrnnefesrsrju éétm tm aa uðurneesjutm sjum


30

fimmtudagur 26. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

Magnús stóð sig vel í toppslagnum gegn KR. Ljósmynd: Eyþór Sæmundsson

Ákvað að taka áhættu Magnús Már Traustason tjáir sig um umdeild vistaskipti sín frá Njarðvík yfir í Keflavík. Hann nýtir tækifærið til fullnustu en þessi 19 ára leikmaður er með bestu skotnýtingu Domino’s deildarinnar og hefur unnið sér fastan sess í byrjunarliði toppliðsins.

T

alsvert var gert úr vistaskiptum Magnúsar í sumar þegar hann ákvað að yfirgefa uppeldisfélagið í Njarðvík og ganga til liðs við erkifjendurna í Keflavík. Þegar horft er til spilatíma og það hvernig pilturinn er að standa sig, þá mætti færa rök fyrir því að hann hafi tekið góða ákvörðun. Hann er með bestu skotnýtingu allra leikmanna í deildinni, þegar kemur að skotum í teignum. Hefur sett niður 30 af 43 skotum sínum í vetur. Það gerir rétt tæplega 70% nýtingu, hvorki meira né minna. Magnús er að spila um 24 mín-

Ég ákvað að prófa að taka slaginn með Keflavík, taka smá áhættu. Ég þurfti bara aðeins að breyta til, það var málið

útur í leik. Hann skorar 10,6 stig að meðaltali og tekur 2,7 fráköst. Vildi bara fá að spila Varðandi góða byrjun Keflavíkur sem enn eru taplausir á toppi deildarinnar, segir Magnús að góður andi og rétt samsetning leikmanna sé að skila þessum árangri. Mikið sé af fjölhæfum leikmönnum í liðinu sem vega hvern annan upp. Hann gerði sér engar vonir um að komast í byrjunarlið Keflvíkinga og hvað þá um þetta gengi sem Keflavíkurliði státar af. „Nei ég var bara að vonast eftir að fá að spila 10-15 mínútur í leik. Ég kom ekki með neinar svakalegar væntingar eða loforð um ákveðið hlutverk í liðinu. Ég vildi bara fá aðeins að spila. Ég nýtti tækifærið á undirbúningstímabilinu með Keflavík þar sem ég fékk að spila mikið. Þá var kannski ljóst að ég myndi fá mínútur í vetur.“ Er öðruvísi leikmaður Magnús Már hefur á sínum ferli spilað allar stöður á vellinum. Hann er hávaxinn, lipur og frár á fæti. Eins og skotnýtingin gefur til kynna er hann með frábært „touch“ í kringum körfuna. Hann segist hafa verið að vinna í því að þyngja sig svo hann eigi meira í sterku strákana í teignum. Það hefur tekist vel en samhliða vinnu í lyftingasalnum hefur múrvinnan hjá föður hans verið að skila sér í auknum styrk og vöðvamassa. Hann á erfitt með að benda á sína sterkustu stöðu á vellinum, í raun geti hann spilað sem skotbakvörður, fram-

herji og kraftframherji. Þegar hann leikur með unglingaflokki, leikur hann gjarnan sem miðherji. „Ég er frekar öðruvísi leikmaður. Ég get alveg póstað upp eða skotið boltanum. Ég get líka alveg keyrt á körfuna. Ég er nokkuð fjölhæfur en mætti vera enn fjölhæfari, t.d. með því að bæta boltameðferðina,“ segir Magnús. Talið berst að því þegar Magnús ákvað að ganga til liðs við Keflvíkinga. Sú ákvörðun var tvímælalaust stór og virkilega erfið. „Ég var orðinn áhugalítill undir lokin á tímabilinu í fyrra. Ég veit ekki alveg af hverju, en ég var að velta því jafnvel fyrir mér að hætta í körfubolta. Svo langaði mig að vera áfram í Njarðvík en sá ekki fram á fleiri mínútur, þar sem Njarðvík er með mjög góða leikmenn í mínum stöðum, t.d. Hjört, Ólaf Helga og Maciek. Þannig að ég ákvað að prófa að taka slaginn með Keflavík, taka smá áhættu. Ég þurfti bara aðeins að breyta til, það var málið.“ Var þetta erfið ákvörðun? „Já þetta var virkilega erfið ákvörðun en ég sé ekki eftir henni núna. Fjölskyldan stóð við bakið á mér og það er eina sem skiptir máli.“ Nokkuð heitar umræður áttu sér stað á samfélagsmiðlunum eftir að Magnús var genginn til liðs við Keflvíkinga. „Ég sá þetta allt saman sem var verið að skrifa. Það var svolítið erfitt. Ég hélt bara áfram að spila körfubolta og reyna að hafa gaman af honum. Ég var ekki að svara neinu af þessu. Hélt bara áfram mínu striki.“

72.7% (8/11)

83.3% (10/12)

0% (0/0) 50% (1/2)

0% (0/0) 50% (1/2)

100% (1/1)

0% (0/2)

SKOTNÝTING MAGNÚSAR Í VETUR

„Nei ég vissi það reyndar ekki. Pældu í því maður,“ segir Magnús og hlær þegar blaðamaður segir honum frá því að hann sé með bestu skotnýtingu í deildinni. „Í kringum teiginn er ég að hitta vel enda er það skot sem ég er að vinna mikið með. Annars er ég ekki að skjóta mikið fyrir utan. Það er erfitt með þessar skyttur í liðinu.“ „Það kom bara í ljós hverjir voru vinir mínir þegar ég fór yfir. Þannig að ég er búinn að ræða við mína félaga í Njarðvík síðan ég fór yfir og þeir styðja mig.“ Þó segir Magnús að einhverjir í kringum félagið tali ekki við hann eftir skiptin. Myndi hann spila aftur fyrir Njarðvík? „Maður á aldrei að segja

aldrei en mér líður mjög vel í Keflavík. Maður veit ekki, ég er bara að verða 19 ára þannig að þetta er rétt að byrja.“ „Það eina sem ég ætlaði að gera var að hafa gaman af körfubolta. Svona fyrst maður er í þessu alla daga. Það hefur heldur betur skilað sér. Þetta er virkilega gaman og ég hlakka til að mæta á allar æfingar.“


31

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 26. nóvember 2015

Eyþór Sæmundsson // pósturu eythor@vf.is

Afrek Njarðvíkinga halda áfram

Hera Sóley Sölvadóttir sækir hér að körfu Fjölnis.

Njarðvíkurkonur sigruðu Fjölni á heimavelli

N

jarðvíkingar unnu 45-37 sigur á Fjölni þegar liðin mættust í 1. deild kvenna á dögunum. Segja má að Njarðvíkingar hafi landað sigrinum í 1. leikhluta þar sem þær náðu tíu stiga forskoti sem þær létu ekki af hendi það sem eftir lifði leiks.

Einar Orri frá Keflavík? X„Ég X er opinn fyrir öllu. Auðvitað er maður Keflvíkingur en stundum er líka ágætt að prufa eitthvað annað,“ sagði Keflvíkingurinn Einar Orri Einarsson við Fótb olta.net en hann gæti verið á förum frá Bítlabæjarliðinu eftir að hafa spilað með liðinu allan sinn feril. Einar Orri, sem er 26 ára og hefur leikið í vörn og á miðjunni hjá Keflavík, varð samningslaus í síðasta mánuði og viðræður um nýjan samning hafa gengið illa. „Það gengur illa að semja. Eins og staðan er núna eru samningaviðræður strand,“ sagði Einar Orri. „Ég er með öðruvísi sýn á þetta en stjórnin. Það er stundum þannig í samningaviðræðum þannig að þetta var aðeins sett í frysti. Það er ekkert útilokað að það náist samningar en það er ekkert í gangi núna.“

Reynismenn enn án sigurs XXEftir fimm umferðir eru Reynismenn enn án sigurs í 1. deild karla í körfubolta. Nú síðast töpuðu Sandgerðingar 68-106 á heimavelli sínum gegn Fjölni. Atli Karl Sigurbjartsson var stigahæstur Reynismanna í leiknum með 12 stig.

Sandgerðingar eru í neðsta sæti deildarinnar ásamt Ármenningum.

Hjá heimakonum var Soffía Rún Skúladóttir stigahæst með 13 stig en Þóra Jónsdóttir skoraði níu stig. Eftir leikinn eru Njarðvíkingar í fjórða sæti deildarinnar en þær eiga þó leik til góða.

XXNjarðvíkingar náðu góðum árangri á fjórðungsmeistaramóti Glímusambands Íslands. Njarðv í k ingar mættu me ð fimm mann lið skipað þremur 12 ára drengjum, þeim Daníel Degi Árnasyni, Gunnari Erni Guðmundssyni og Jóel Helga Reynissyni sem kepptu í Opnum flokki 12 ára, Halldóri Matthíasi Ingvarssyni sem keppti í flokki 15-17 ára og fullorðinsflokki og Kristjáni Snæ Jónssyni sem keppti í fullorðinsflokki. Daníel Dagur hreppti 2. sætið í flokki 12 ára eftir margar flottar viðureignir og tapaði hann í úrslitaviðureigninni. Gunnar og Jóel mættust í baráttunni um þriðja sætið og varð Gunnar hlutskarpari að þessu sinni. Halldór sigraði í úrslitaviðureigninni í unglingaflokki með hælkrók hægri á vinstri og varð því fjórðungsmeistari í þessum flokki. Hefur nú þessi ungi og efnilegi bardagamaður úr Reykjanesbæ stimplað sig inn í íslenska glímu því hann nældi sér í brons í fullorðinsflokki þrátt fyrir að vera eins 14 ára. Njarðvíkingurinn og fyrrverandi fjórðungsmeistari í unglingaflokki, Kristján Snær Jónsson, varð annar í fullorðinsflokki eftir mjög erfiðar glímur en þessi ungi maður á greinilega framtíðina fyrir sér i íþróttinni. Það sem af er þessu ári hafa Njarðvíkingar unnið til flestra þeirra titla sem í boði eru í íslensku fangbragðasenunni, júdó, Bjj, glímu og öðrum fangbrögðum.

Grindavík nælir í annan efnilegan frá Keflavík XXGrindvíkingar hafa samið við efnilegan knattspyrnumann sem kemur frá grönnunum í Keflavík. Sá heitir Arnór Breki Atlason og er 17 ára gamall. Hann gerði tveggja ára samning við Grindvíkinga. Á dögunum sömdu Grindvíkingar við Ólaf Inga Jóhannsson sem kemur einnig frá Keflvíkingum. Bæði lið munu leika í 1. deild á næsta ári.

Gull og silfur í bikarkeppni

K

vennalið ÍRB hafnaði í öðru sæti í bikarkeppni Sundasambands Íslands sem fram fór um liðna helgi, á meðan karlaliðið varð í fjórða sæti. Bikarkeppni fór fram í Laugardalslauginni þar sem öflugt og fjölmennt lið ÍRB átti kvennalið bæði í 1. og 2. deild og karlalið í 1. deildinni. Keppnin í 1. deild kvenna var æsispennandi en lokaniðurstaðan

varð sú að annað sætið var hlutskipti ÍRB, aðeins 379 stigum á eftir SH eftir hörkukeppni. Karlalið ÍRB lenti í fjórða sæti í karlaflokki, en liðið er mjög ungt að árum og þar er mikil endurnýjun í gangi. Þrátt fyrir að Íslandsmeistaramótinu í 25m laug sé nýlokið og álagið sé mikið, þá var talsvert um bætingar, og mörg góð sund hjá sundfólki ÍRB.

SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR

Hver er staðan? Hvar liggja tækifærin á Suðurnesjum og hverjar eru hindranirnar? Heklan býður til fundar um atvinnu- og menntamál í Bergi, Hljómahöll fimmtudaginn 3. desember kl. 12:00. 11.50 – 12.15 Létt hádegissnarl 12.20 – 12.40 Skúli Mogensen forstjóri Wow air – Tækifærin eru raunveruleg. 12.40 – 13.00 Sváfnir Sigurðarson og Kristján Hjálmarsson frá HN markaðssamskiptum – Hver er ímynd Suðurnesja? 13.00 – 13.20 Tómas Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Codland – Nýsköpun í sjávarútvegi. 13.20 – 13.40 Kristján Ásmundsson skólameistari FS – Starfsnám/iðnnám á Suðurnesjum. 13.40 – 14.00 Magnea Guðmundsdóttir Upplýsingafulltrúi Bláa Lónsins – Upplifun gesta og mikilvægi mannauðs. Fundarstjóri – Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Heklunnar. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Skráning fer fram á heklan.is.

heklan.is


vf.is

-mundi Sjóarinn síkáti er okkar maður í „The Voice Ísland“

FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER • 46. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

markhönnun ehf

BLACK

NÝR & BETRI

Y FRI29D. NA ÓV. 26. -

OPNUNARTÍMI

Nettó Reykjanesbæ VIRKA DAGA 9-20

HELGAR 10-20

50%

20%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

NÓA SÚKKÚLAÐI POPP 250 G VERÐ ÁÐUR 390 KR/STK Ellert Heiðar Jóhannsson, sjómaður og söngvari úr Grindavík.

195

Ellert Heiðar komst áfram í The Voice

KR STK

50% AFSLÁTTUR

GALAXY COOKIE - 119 G

GALAXY MILK - 114 G

135

199

VERÐ ÁÐUR 269 KR/STK

VERÐ ÁÐUR 249 KR/STK

KR STK

55%

30%

XEllert X Heiðar Jóhannsson, sjómaður úr Grindavík, verður meðal átta keppenda í þættinum The Voice Ísland á Skjá einum annað kvöld. Þátturinn er sá næst síðasti og verður símakosning í lokin þar sem þjóðin fær að velja þá fjóra sem komast áfram í úrslitaþáttinn í næstu viku.

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

OREO KEX - 66 G

90

COCA COLA - 1 L

MARS SNACKSIZE 4PK

VERÐ ÁÐUR 129 KR/PK

Til mikils er að vinna fyrir þann söngvara sem stendur uppi sem sigurvegari því ein milljón króna í peningum, afnot af Toyota Aigo í ár, ásamt upptökutímum í stúdíói og útgáfu eru í verðlaun.

KR STK

VERÐ ÁÐUR 219 KR/STK

VERÐ ÁÐUR 329 KR/PK

199

KR PK

99

KR PK

KR STK

75% AFSLÁTTUR

Ellert er sjómaður á bátnum Auði Vésteins frá Grindavík. Hann er frá Sauðárkróki en flutti til Grindavíkur fyrir sjö árum. Hann var söngvari hljómsveitarinnar Vonar frá Sauðárkróki í nokkur ár.

VERÐ ÁÐUR 398 KR/KG

VERÐ ÁÐUR 98 KR/STK

69

ÍSKASSI - KIDS MIX 22 STK - 975 G

KLEMENTÍNUR

HÁTÍÐARBLANDA - 0,5 L

99

KR STK

VERÐ ÁÐUR 1.179 KR/PK

899

KR KG

NICE ‘N EASY PIZZA STONE BAKED

41% AFSLÁTTUR

ÓDÝR ÍS - 900 ML

M. SÚKKULAÐI-, JARÐARBERJAEÐA VANILLUBRAGÐI VERÐ ÁÐUR 359 KR/PK

ÝMSAR TEGUNDIR VERÐ ÁÐUR 439 KR/PK

259

KR PK

259

KR PK

KR PK

Einn kettlinganna lifði af XEinn X af þeim þremur kettlingunum sem gotið var utan við heimili lögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnsjum í síðustu viku lifði ævintýrið af. Frá þessu er sagt á Facebook-síðu lögreglustjórans á Suðurnesjum. Einn kettlinganna dó strax og annar daginn eftir. Læðan sem gaut kettlingunum náðist að lokum og var henni komið til kettlingana, en hún hafnaði þeim daginn eftir og lést einn kettlingurinn stuttu eftir það. Þessum eina sem lifði var komið í fóstur hjá læðu sem gaut sama dag og kettlingarnir þrír fæddust. Kettlingnum var gefið nafnið Glódís og braggast hún vel, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Heill kjúlli + 2L Coke, Coke Light eða Coke Zero, á tilboðsverði út nóv

1.198 kr

gildir aðeins í nettó reykjanesbæ

netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.