Víkurfréttir
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
Hringbraut 99 - 577 1150
vf.is
VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
JÓ L ABL AÐ 1 • F IMMTUDAGUR INN 12 . D ESE MBE R 2 0 13 • 47. TÖLU BLA Ð • 34. Á RGA NGU R
Fallega skreytt Möllershús að er mikill jólasvipur að koma á heimili Suðurnesjamanna nú þegar 12 dagar eru til jóla. Tíu jólaleg hús hafa verið valin í Reykjanesbæ og nú fá lesendur Víkurfrétta að velja jólahúsið 2013 með því að fara inn á vefinn okkar, vf.is, og greiða þar atkvæði. Kosningin hefst í dag og stendur fram á miðnætti á sunnudagskvöld. Meðfylgjandi mynd var tekin við Möllershús í Keflavík síðdegis í gær. Húsið er í gamla bænum í Kefavík og er byggt árið 1896. Það er smekklega skreytt eins og sjá má með marglitum ljósum og jólagreni. Suðurnesjamenn eru hvattir til að kíkja á rúntinn og skoða jólahúsin og veita þeim svo atkvæði sitt á vf.is.
ALLT
AÐ
45 KG
0,5 x
0,5 x
0,5 m
Síður 36-37
HÆTTI Í BESTA FORMI LÍFS SÍNS
SÆLKERAVERZLUN MEÐ KJÖT OG FISK
- Gunnar Einarsson segir líf eftir körfuboltann.
750
KR.
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
Ý N N ZLU R VE
Þ
HÓLAGÖTU 15 // REYKJANESBÆ
| www.flytjandi.is | sími 421 7788 |
SKATAN ER KOMIN 990 KR/KG WWW.SHIPOHOJ.IS
2
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
ÚTSVAR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Baldur, Hulda og Grétar mæta liði Akraness í Útsvari á RÚV föstudaginn. Áfram Reykjanesbær!
BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR
GEFÐU VON
Dansað! Bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International stendur nú yfir á Bókasafninu. Þú getur tekið þátt í baráttu þeirra gegn mannréttindabrotum með því að skrifa nafn þitt og þjóðland á kort og setja í kassa í afgreiðslu safnsins. Við komum kortunum til skila. Hver undirskrift hefur áhrif, það hefur sannast. Gefðu von.
LISTASAFN REYKJANESBÆJAR
ENDURFUNDIR
Sýningu Kristbergs Ó. Péturssonar og Þórðar Hall, Endurfundir, lýkur um helgina. Opið 13.00 – 17.00. Ókeypis aðgangur.
JÓLASKÁKMÓT 2013 Samsuð og krakkaskak.is halda jólaskákmót í Grunnskóla Grindavíkur sunnudaginn 15. des kl. 13.00. Mótið er opið fyrir öll börn á Suðurnesjum. Keppt verður með skákklukkum, 10 mín. umhugsunartími. Keppt verður í stúlkna- og drengjaflokkum 7-10 ára og 11-16 ára. Góð verðlaun og happdrættisvinningar dregnir út í lokin. Skráning fer fram á heimasíðu krakkaskak.is
Leikskólabörn í Reykjanesbæ dönsuðu í kringum jólatréð á Tjarnargötutorgi í gærmorgun.
Metár í nauðungarsölum í uppsiglingu - ætla að kanna afdrif fólks sem missir eignir á uppboði
uNauðungarsölum heimila á Suðurnesjum hefur farið fjölgandi undanfarin ár. Þróun í nauðungarsölum síðastliðin ár gefur til kynna að erfiðleikar íbúa á svæðinu hafi í raun hafist fyrir hrun, en strax árið 2008 varð mikil aukning í nauðungarsölum íbúðarhúsnæðis hjá sýslumanninum í Keflavík. Árið 2012 náðu nauðungarsölurnar hámarki en þá var fjöldi nauðungarsölumála alls 285 og er þá átt við bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Árið 2013 höfðu þann 27. nóvember verið seldar alls 283 eignir (235 íbúðir, 37 atvinnuhúsnæði, 11 annað) og við blasir að seldar eignir í árslok verði fleiri en árið 2012, eða rétt um 300 talsins. Þetta kemur fram í nýrri áfangaskýrslu Suðurnesjavaktarinnar. Þrátt fyrir þennan fjölda nauðungarsölumála er hlutfall íbúa á Suðurnesjum hátt sem gert hafa greiðsluaðlögunarsamninga samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga og staðið við þá. Slíkum málum getur lokið með því að eigendur leggi inn beiðni um að sýslumaður afmái af eign þeirra þann hluta áhvílandi veðskulda sem er umfram markaðsverð íbúðar þeirra. Á árinu 2013 hefur nokkrum málum lokið með þessum hætti þar sem umsækjendur hafa fengið afmáningu veðskulda hjá sýslumanni að undangengnu greiðslumati hjá Umboðsmanni skuldara. Í megindráttum deilist fjöldi nauðungarseldra eigna á sveitarfélögin í líkum hlutföllum og íbúafjöldi, þó eru hlutfallslega seldar aðeins fleiri eignir í Sandgerði og Garði miðað við íbúafjölda. Árið 2012 kom út skýrsla um rannsókn á orsökum
nauðungarsala heimila á Suðurnesjum árin 2001-2011 en sú rannsókn var unnin á vegum sýslumannsembættisins í Keflavík. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að á tímabilinu voru 840 íbúðir á Suðurnesjum seldar á nauðungarsölu, þar af voru 595 (71%) í eigu einstaklinga á móti 245 (29%) í eigu lögaðila. Mikill meirihluti nauðungarseldra íbúða á tímabilinu 2007–2011 var keyptur eða byggður 2002 eða síðar. Jafnframt voru 66% af nauðungarseldum íbúðum einstaklinga á tímabilinu aðeins í eigu þeirra í 2–4 ár og um 20% íbúðanna í 5–7 ár. Um 470 manns, eða 46% einstaklinganna sem misstu íbúð sína á nauðungarsölu á tímabilinu öllu, voru skráðir til lögheimilis í hinni nauðungarseldu íbúð á degi sölunnar. Í 320 málum voru eigendur skráðir til heimilis annars staðar, flestir á Suðurnesjum (47%), næstflestir á höfuðborgarsvæðinu (28,5%), í öðrum landshlutum bjuggu 10,5% og tæp 14% bjuggu í útlöndum. Fjölskyldugerð þeirra einstaklinga sem misstu íbúðir sínar á tímabilinu skiptist þannig að í um 40% mála voru eigendur í sambúð eða hjónabandi og í tæpum helmingi málanna, eða 290 málum alls, voru börn á heimilinu, þar af áttu börnin í 131 máli (22%) lögheimili í hinni seldu íbúð. Í framhaldi af niðurstöðum skýrslunnar er fyrirhugað að leggja fram könnun á stöðu þeirra sem misstu húsnæði sitt á nauðungarsölu á Suðurnesjum á árunum 2006-2010 þar sem kannaður verður sérstaklega aðdragandi að húsnæðismissi svo og afdrif einstaklinga og fjölskyldna, með sérstakri áherslu á barnafjölskyldur.
Hlökkum til að sjá ykkur.
JÓLATÓNLEIKAR TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR • Jólatónleikar Söngdeildar, fimmtudaginn 12. des. kl. 20.00, Bíósal Duushúsa. • Stofutónleikar yngstu lúðrasveitar, mánudaginn 16. des. kl. 15.00, Austurgötu. • Stofutónleikar mið lúðrasveitar, þriðjudaginn 17. des, kl. 15.00, Austurgötu. • Jólatónleikar gítarsamspilshópa, þriðjudaginn 17. des, kl. 18.00, Ytri-Njarðvíkurkirkju. Síðasti kennsludagur fyrir jól verður þriðjudaginn 17. desember. Skólastjóri
Óskum félagsmönnum okkar og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða
vinsælar jólagjafir Fjölnotamen
frá kansla of sweden Armband Hálsfesti Gleraugnafesti
Hentugt fyrir aðgangskort, skilríki, síma og margt fleira
RB 3025 L2821 / L0205
Jólatilboð 19.200 kr.
Frá kr. 4.500.til 10.700 kr.
Bretta- og skíðagleraugu
XS O-Frame Snow Jet Black w/Persimmon. Kr. 7.900-
www.opticalstudio.is / www.facebook.com/OpticalStudio
Crowbar Snow Matte White w/Fire. kr. 27.600-
4
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-Suðurnesjavaktin
pósturu vf@vf.is
Birtir til í atvinnumálum á Suðurnesjum
V
erulega hefur dregið úr atvinnuleysi á Suðurnesjum frá því fyrsta áfangaskýrsla Suðurnesjavaktarinnar kom út, en í mars 2011 mældist atvinnuleysi 14,5% á meðan það var 8,6% yfir landið allt. Í september 2013 var hlutfall atvinnuleysis á svæðinu komið niður í 5,4% en yfir landið allt var hlutfallið 3,8%. Þessa fækkun má að einhverju leyti rekja til þess að bótatímabil var fært aftur niður í þrjú ár um síðustu áramót. Á árinu 2012 voru 108 einstaklingar sem fullnýttu bótarétt sinn og gert er ráð fyrir að 128 einstaklingar muni fullnýta bótarétt sinn á þessu ári. Þá hefur Liðsstyrkur, átak sem nú er í gangi og miðar að því að aðstoða þá sem lengst eru komnir með að nýta bótarétt sinn við að fá vinnu, gengið ágætlega. Það virðist vera að birta til í atvinnumálum á svæðinu og þeim fjölgar sem skrá sig af bótum vegna þess að þeir eru komnir með vinnu eða eru að fara í nám. Hlutfall á milli kynja á atvinnuleysisskrá hefur verið nokkuð jafnt en undanfarið hefur körlum fækkað meira og eru þeir 42% hópsins en konur eru 58%. Á svæðinu hefur mest dregið úr atvinnuleysi í Sandgerði. Í maí 2012 mældist atvinnuleysi í Sandgerði 11,4% en í september síðastliðnum mældist það 5,7%. Eins og áður mældist minnsta atvinnuleysið í Grindavík eða 2,6%. Margir búnir að vera mjög lengi á atvinnuleysisskrá Íris Guðmundsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á
Hér eru einnig margir sem eru búnir að vera mjög lengi á skrá og eru jafnvel ekki lengur vinnufærir og þeir einstaklingar þurfa þá að komast í viðeigandi úrræði. Suðurnesjum, segir að markmiðið hjá stofnuninni sé að bæta yfirsýnina og greina atvinnuleitendur betur. „Við þurfum að gera þarfagreiningu á hópnum sem við erum með á skrá til þess að geta þjónustað einstaklingana betur. Hér eru einnig margir sem eru búnir að vera mjög lengi á skrá og eru jafnvel ekki lengur vinnufærir og þeir einstaklingar þurfa þá að komast í viðeigandi úrræði,“ segir Íris. Að sögn Írisar eru tæp 32% þeirra sem eru á skrá undir 30 ára aldri. Þrátt fyrir að það hlutfall hafi minnkað um 5% frá því á síðasta ári þá sé það ekki góð staða og mikilvægt sé að halda þessum hópi í virkni og þjálfun. Í síðustu áfangaskýrslum Suðurnesjavaktarinnar hefur komið fram að menntunarstig atvinnuleitenda á Suðurnesjum sé mun lægra samanborið við landið allt. Sú staðreynd á enn við en 72,5%
atvinnuleitenda á Suðurnesjum eru einungis með grunnskólapróf en á landsvísu er hlutfallið 44%. Hlutfall atvinnuleitenda á Suðurnesjum sem lokið hafa háskólaprófi er 6,3% en yfir landið allt er hlutfallið 22%, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Þess má geta að í maí 2012 var hlutfall atvinnuleitenda á Suðurnesjum sem lokið hafa háskólaprófi 5,3%. Vorið 2012 var STARF vinnumiðlun sett á laggirnar en það er þriggja ára tilraunaverkefni á vegum velferðarráðuneytisins, Vinnumálastofnunar, Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Markmið verkefnisins er að efla vinnumiðlun og stuðla að virkari vinnumarkaðsaðgerðum sem jafnframt auki líkur atvinnuleitenda á því að fá störf á vinnumarkaði að nýju. Verkefnið nær meðal annars til þeirra atvinnu-
leitenda á Suðurnesjum sem eru félagsmenn í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Sjómannaog vélstjórafélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis og FIT (Félag iðn- og tæknigreina). Þessi stéttarfélög sameinast um þjónustumiðstöð í húsnæði Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Þriðja kynslóðin á skrá sig á bætur Guðbjörg Kristmundsdóttir er atvinnuráðgjafi hjá STARF á Suðurnesjum og segir hún nokkuð meiri bjartsýni ríkja meðal fólks en fyrir um ári síðan. „Fyrir um ári síðan var alls enga vinnu að fá en það virðist vera að breytast en störfin mættu auðvitað vera mun fleiri,“ segir Guðbjörg. Hún segir jafnframt að atvinnuleitendur séu misjafnlega duglegir
í atvinnuleit en á meðan flestir reyna hvað þeir geta til þess að fá starf þá séu einstaklingar innan um sem leggi sig ekki nógu vel fram og það þurfi að vinna sérstaklega með þann hóp. „Það sem við höfum helst áhyggjur af er yngri hópurinn eða einstaklingar upp úr tvítugu sem eru komnir á bætur. Við sjáum það líka koma fyrir að þriðja kynslóðin kemur og skráir sig hjá okkur og það er ekki góð þróun. Þessi hópur þarf mikla hvatningu og mikilvægt að hann nýti sér öll þau úrræði sem eru í boði,“ segir Guðbjörg. Um þriðjungur þeirra sem eru á skrá hjá STARF á Suðurnesjum eru Pólverjar en þeir hafa sérstaklega verið hvattir til þess að nýta sér íslenskunámskeið og fleira sem stendur þeim til boða. Guðbjörg segir að STARF leggi mikla áherslu á vinnumiðlunarþáttinn og eigi í góðum samskiptum við atvinnurekendur á svæðinu. STARF er með þjónustumiðstöðvar í fleiri landshlutum og segist Guðbjörg ekki geta sagt til um hvort staðan á Suðurnesjum sé mikið verri en annars staðar. Hóparnir sem fá þjónustu séu mjög ólíkir og erfitt sé að bera þá saman. Bæði Íris og Guðbjörg taka undir að það ríki meiri bjartsýni á svæðinu um þessar mundir hvað atvinnumálin varðar og það sé mjög jákvætt hve allir aðilar sem koma að þessum málum (með einhverjum hætti) séu tilbúnir til þess að vinna saman að því að bæta stöðuna í samfélaginu. Myndin er frá fundi Suðurnesjavaktarinnar í vikunni.
17% íbúa á Suðurnesjum í alvarlegum vanskilum
Njótum aðventunnar P I PAR\TBWA •
Gleði og jákvætt hugarfar létta lund og smita út frá sér. Leyfum jólaandanum að ríkja í ár.
SÍA •
133480
www.lyfogheilsa.is
Keflavík
uÍ skýrslu frá Creditinfo kemur fram að í apríl 2013 voru 2602 einstaklingar sem áttu í alvarlegum vanskilum e ð a 17% íbú a á Suðurnesjum yfir 18 ára aldri. Næst á eftir Suðurnesjum kom Suðurland með 10,7% og höfuðborgarsvæðið með 9,7%. Þetta kemur fram í nýrri áfangaskýrslu Suðurnesjavaktarinnar sem kynnt var í vikunni. Að sögn Ásdísar Leifsdóttur sem starfað hefur hjá Umboðsmanni skuldara á Suðurnesjum eru margir sem eiga mjög erfitt. „Það hefur ekki dregið úr aðsókn til okkar og ég get ekki sagt að ástandið sé bjart, að minnsta kosti ekki frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Ásdís í samtali við skýrsluhöfunda. „Það ríkir mikil reiði yfir þessari stöðu en fólk er að vonast
til þess að ný ríkisstjórn muni láta til sín taka.“ Ásdís segir að húsnæðismálin séu sérstaklega slæm á svæðinu, mikil eftirspurn sé eftir leiguhúsnæði og að löng bið sé eftir félagslegu húsnæði að sögn þeirra sem til hennar leita. Umboðsmaður skuldara hefur verið starfandi á svæðinu síðastliðin 3 ár en í kjölfar niðurskurðar á þessu ári hefur dregið úr þjónustu til íbúa á svæðinu með þeim hætti að ekki var ráðið í stöðu starfsmanns sem lét af störfum um mitt ár. Þá hefur opnunartími verið styttur en starfsmaður er nú með viðveru þrjá daga í viku í stað fimm. Telst það skjóta skökku við að dregið sé úr nærþjónustunni á því svæði þar sem vandinn er einna mestur.
heimkaup.is
SENDUM FRÍTT, HVERT Á LAND SEM ER og bjóðum innpökkun líka!
Veldu handa hverjum gjöfin er, aldur og áhugamál og við hjálpum þér að finna réttu gjöfina.
Við getum pakkað henni inn í fallegan gjafapappír og skrifað á gjafakortið fyrir þig.
Við sendum gjöfina til þín frítt – eða beint til viðtakanda hvar sem er á landinu.
PIPAR \ TBWA • SÍA • 133275
1 2 3
KLÁRAÐU JÓLAGJAFIRNAR Á EINU BRETTI Heimkaup – beint undir tréð
Smáratorgi 3 / 201 Kópavogi / 550 2700
heimkaup.is
Örugg vefverslun
Hagstætt verð
Hraðsending
Sendum um allt land
6
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf
Texti og mynd: Páll Ketilsson // pket@vf.is
Páll Ketilsson skrifar
Dimmir dagar þrátt fyrir batahorfur Þrátt fyrir að sjá megi batahorfur í verulega minnkandi atvinnuleysi á Suðurnesjum er ljóst að betur má ef duga skal. Atvinnuleysi mældist mest á Suðurnesjum eftir bankahrun 14,5% í mars 2011 á meðan það var 8,6% yfir landið. Í september síðastliðnum var hlutfall atvinnuleysis komið niður í 5,4% hér á svæðinu en 3,8% á landinu öllu. Þessa lækkun má þó að einhverju leyti rekja til þess að bótatímabil var fært aftur niður í 3 ár um síðustu áramót. Hluti atvinnuleysisvandans færist því á bæjarfélögin um næstu áramót. Félagsráðgjafi hjá Reykjanesbæ segir síðastliðinn vetur hafa verið mörgum erfiður, mikil reiði var áberandi meðal einstaklinga og kom fyrir að starfsfólki væri ögrað og jafnvel hótað. Prestur á svæðinu sagði við VF að ekki væri mikil fjölgun hjá þeim sem leituðu til kirkjunnar vegna erfiðleika en staðan hjá þeim sem væru í vandræðum hafi versnað. Íris Guðmundsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir að markmiðið hjá stofnuninni sé að bæta yfirsýnina og greina atvinnuleitendur betur. „Hér eru margir sem eru búnir að vera mjög lengi á skrá og eru jafnvel ekki lengur vinnufærir og þeir einstaklingar þurfa þá að komast í viðeigandi úrræði,“ segir Íris en tæp 32% þeirra sem eru á skrá eru undir 30 ára aldri. Þrátt fyrir að það hlutfall hafi minnkað um 5% frá því á síðasta ári þá sé það ekki góð staða og mikilvægt sé að halda þessum hópi í virkni og þjálfun. Í þessu tölublaði er fjallað um niðurstöður úr áfangaskýrslu „Suðurnesjavaktarinnar“ en henni var komið á fót til að greina ástandið á Suðurnesjum og að koma á samráði og samstarfi aðila sem vinna að velferðarmálum á svæðinu. Þrátt fyrir að ákveðnum markmiðum hafi verið náð leiðir þriðja áfangaskýrsla vaktarinnar, sem kynnt var nýlega, í ljós að Suðurnesjamenn eiga enn nokkuð í land til þess að allar stoðir samfélagsins á Suðurnesjum nái sínu rétta jafnvægi. Á Suðurnesjum er hlutfall vanskila hæst, eignir Íbúðalánasjóðs eru flestar hér suður með sjó og nauðungarsölur einnig hvergi fleiri. Þetta eru ekki góðar fréttir nú í skammdeginu í nánd jóla. Það hefur reynt verulega á þolrif og þolinmæði Suðurnesjamanna. Við skulum vona að ástandið lagist þegar birta tekur á nýju ári. Lausnin felst í styrkingu atvinnustigsins. Um það eru flestir sammála. Mikil aukning í ferðaþjónustu hefur komið svæðinu vel. Mikill vöxtur í stofnun sprotafyrirtækja er jákvæður en álver í Helguvík yrði risastór vítamínssprauta sem svæðið þarf nauðsynlega á að halda.
-instagram #vikurfrettir
-mundi Ljósmynd: Jónína Kristjana
Nú þarf ráðherra að mæta með alvöru kjördæmapot og splæsa í nýjan vaxtarsamning... :) vf.is
SÍMI 421 0000
Brosandi
Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ásamt Tómasi Young, sem fékk styrk úr Vaxtarsamningi Suðurnesja fyrir tónlistarhátíð á Ásbrú.
n Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra:
Vaxtarsamningurinn er mikikvægur í atvinnuuppbyggingu S
íðasta úthlutun úr Vaxtarsamningi Suðurnesja fór fram í bíósal Duushúsa í síðustu viku. Samtals hafa komið 100 milljónir króna frá ríkisvaldinu í gegnum þessa samninga til verkefna á Suðurnesjum á síðustu fjórum árum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir í viðtali við Víkurfréttir að fullur vilji sé til þess að vaxtarsamningar með einhverju sniði verði áfram, enda mikilvægt tæki til atvinnuuppbygginar. - Hversu mikla þýðingu hefur Vaxtarsamningurinn fyrir svæðið sem hefur átt erfitt uppdráttar í atvinnulífinu? „Ég held að þetta hafi haft gríðarlega þýðingu. Á síðustu fjórum árum hafa verið settar 100 milljónir króna í Vaxtarsamning Suðurnesja og annað eins hefur komið í mótframlög frá þeim sem hlotið hafa styrkinn. Þetta er því 200 milljóna króna innspýting í nýsköpun og atvinnuþróun á Suðurnesjum. Þetta er innspýting sem við sem vitum að vantaði. Ég sé það einnig á þeim verkefnum sem hér er verið að styrkja að þetta er gríðarlega mikilvægt. Ég vona svo sannarlega að við getum haldið þessu áfram því þetta er sprotar sem vaxa og geta orðið stórir og það eru fjölmörg verkefni hérna sem verður fróðlegt að fylgjast með“.
áfram. Það er ekki nóg að láta sprotana verða til. Það þarf að vökva þá og viðhalda þeim. Það þarf líka skapa atvinnulífinu hér og annars staðar þær aðstæður að það geti vaxið og dafnað þannig að við getum haldið áfram að sjá árangur af þessu starfi“. - Hvaða lærdóm getum við dregið af þessu verkefni? „Við lærum af öllu sem við erum að gera. Þetta er dæmi um það að við erum að dreifa kröftunum og við erum að setja eggin í fleiri körfur. Hér var verið að styrkja 15 verkefni um samtals 25 milljónir króna. Verkefnin eru í alskyns greinum og þannig dreifum við kröftunum og búum til ný tækifæri og verkefni. Við skoðum árangurinn af þessum verkefnum nú þegar þessu tímabili er lokið og sjáum hvað við getum lært af þessu. Er eitthvað sem við getum gert betur og er eitthvað sem við getum lagt meiri rækt við? Það er sú vinna sem við erum í þessa dagana, að meta þá samninga sem verið er að klára og læra af þeim til framtíðar“.
200 milljóna króna innspýting í nýsköpun og atvinnuþróun.
- Og þetta eru verkefni sem verða til í kreppunni? „Það eru fjölmörg dæmi um það. Fólk sem hefur misst vinnuna og hefur þurft að leita sér að nýjum tækifærum. Það eru tækifæri sem felast í öllu og það er gott ef við getum nýtt tækifærin. Við þurfum líka að halda
- Verður framhald á Vaxtarsamningi Suðurnesja? „Ég vona það svo sannarlega. Það eru breytingar á forræði samningsins með breytingum á ráðuneytaskipan. Það er fullur vilji innan ríkisstjórnarinnar að halda atvinnusköpunar- og nýsköpunarverkefnum sem þessum áfram. Hvort þetta heita vaxtarsamningar eða eitthvað annað. Það verður eitthvað af þessu tagi í framhaldinu, við munum sjá til þess því þetta hefur sýnt sig sem gríðarlega mikilvægt tæki til atvinnuuppbyggingar“.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Skemmtilegar jólagjafir í Omnis Úrval aukahluta fyrir GoPro vélar
HERO 3+ Black Edition HERO 3 Black Edition tilboð kr.
64.995
GoXtreme Race Red
• HD Action Cam með 5cm snertiskjá • 1280x720p video með hljóði • 120° víðlinsa • 3m vatnshelt hús • 5MP kyrrmyndir • 4x digital zoom
kr.
JXD S5110b 5” leikjaspjaldtölva
HERO3+ er mun öflugri, 20% minni og léttari, endurhannað batterí, 30% lengri upptökutími
kr.
82.995
GoXtreme Nano • • • • • • •
Örsmá Action myndavél 1280x720p video með hljóði 120° víðlinsa 3m vatnshelt hús 3MP kyrrmyndir USB 2.0 Lithium batterí innbyggt
15.990
kr.
Vörunr.: EP20101
Fyrsta Android leikjatölvan í heimi með öllum klassísku tökkunum ásamt 5” kristaltærum HD snertiskjá og ótrúlegu úrvali af leikjum.
12.990
GoXtreme GoXtreme XTasy FullHD DeepSea
• Full HD Action myndavél með WiFi • 1920x1080p video með hljóði • 120° víðlinsa • 3m vatnshelt hús • 1m höggþol • Lithium batterí innbyggt
• Xtreme Robust Full HD Action myndavél • 1080p30, 720p60, H.264 video með hljóði • 170° víðlinsa • 10m vatnsheld, 1m höggþol • 5MP kyrrmyndir • Photo burst, auto rotation
24.990
Vörunr.: EP20103
kr.
Ódýr og einfaldur filmu og slides skanni. Núna geturðu komið öllum gömlu filmunum og slides myndunum í tölvutækt form á einfaldann hátt.
kr.
Handhægur skanni, þarf ekki að tengja við tölvu skannar beint inn á Micro SD kort
12.990 Vörunr.: EP01396
444 9900
kr.
16.990 Vörunr.: EP01278
Akranesi Dalbraut 1
kr.
Vörunr.: EP20100
Easypet Cam gæludýramyndavél Hvað er kisa að gera á daginn ? Hvað er Snati að gera einn heima?
kr.
• Xtreme Sports Full HD Action Cam • 5cm TFT skjár • 1080P/30fps video með hljóði • 140° víðlinsa • 80m vatnshelt hús • 12MP kyrrmyndir • LED indicator light
29.990
Vörunr.: EP20105
Flott myndavél í sundlaugina
CyberScanner EasyScan Basic
19.990
Vörunr.: SJ5 S5110B BK
GoXtreme HD wifi
kr.
tilboð kr.
39.990 Vörunr.: EP20104
W510 neon • • • • • • • •
Vatnsheld myndavél 10 meters vantsheldni 1 meter höggþol -10 gráðu frostolin 5 MP CMOS 12 MP kyrrmyndir 2.7”/ 6.8 cm LTPS LCD 8x digital zoom
kr.
16.990 Vörunr.: EP12003
9.990 Vörunr.: EP01422
Reykjanesbæ Tjarnargötu 7
Borgarnesi Borgarbraut 61
www.omnis.is
8
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Hjúkrunarráð HSS hvetur þingmenn til að hafna fjárlögum
H
júkrunarráð hvetur þingmenn Suðurkjördæmis til þess að hafna fjárlögum ársins 2014. Þetta kemur fram í ályktun ráðsins. Þar segir einnig að samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið er ljóst að framlög til heilbrigðismála á landsvísu eru lægst á Suðurnesjum á hvern íbúa og hefur það bein áhrif á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). HSS hefur verið fjársvelt svo árum skiptir og er ljóst að þolmörkum er löngu náð. Hjúkrunarráð fer þess á leit við alþingismenn Suðurkjördæmis að þeir skýri út hvers vegna þessi mismunur hefur verið. HSS sinnir bæði grunnþjónustu og sérhæfðri þjónustu við Suðurnesjamenn og hefur hjúkrunarráð miklar áhyggjur af þeim mikla sparnaði sem gengið hefur yfir stofnunina og til þess að HSS geti viðhaldið núverandi þjónustu og gert ennþá betur verður að gera lagfæringar á framlögum til heilbrigðismála á Suðurnesjum. Ef ekki verður gerð leiðrétting á fjárlögum ársins 2014 til HSS er ljóst að stofnunin mun ekki geta sinnt sínu hlutverki á viðunandi hátt sem leiðir til skertrar þjónustu og fjölda uppsagna heilbrigðisstarfsfólks. Undir ályktunina skrifa fyrir hönd hjúkrunarráðs HSS þau Garðar Örn Þórsson, hjúkrunarfræðingur, formaður, Steina VF121213.pdf 5.12.2013 Þórey Ragnarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Katrín Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Vigdís Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Styrkur
Lionsmenn úr Njarðvík veittu myndarlega styrki.
Lionsmenn í Njarðvík veita styrki upp á 1,4 milljónir
Á
rlegt jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur er hafið en dregið verður á Þorláksmessu um glæsilega vinninga þar sem bifreið er í aðalvinning. Útgefnir miðar í happdrættinu eru 2000 talsins og miðinn kostar 2000 krónur. Við upphaf aðventu komu félagar í Lionsklúbbi Njarðvíkur saman og
veittu styrki úr sjóðum klúbbsins. Að þessu sinni voru um 1,4 milljónir króna sem voru greiddar út í styrki til ýmissra verkefna. Velferðarsjóður Suðurnesja fékk krónur 200.000 en Þórunn Þórisdóttir tók við styrknum fyrir hönd sjóðsins. Landssöfnun Þjóðkirkjunnar var styrkt um 150.000 krónur. Nýr línuhraðall verður
keyptur á Landspítalann til meðferðar á krabbameini. Það var Kristján Friðjónsson sem tók við styrknum f.h. Njarðvíkursóknar. Árni Brynjólfur Hjaltason tók við 200.000 króna styrk í hjálparstarf Lions vegna náttúruhamfara á Filipseyjum. Akurskóli, leikskólinn Holt og leikskólinn Akur hafa unnið að skemmtilegu verkefni á
Narfakotsseylu. Það verkefni var styrkt um 75.000 krónur. Þá var Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar styrkt um 50.000 krónur. Að auki hefur Lionsklúbbur Njarðvíkur styrkt fjölskyldur á þessu ári sem eiga um sárt að binda eða eiga í erfiðleikum og nemur sú upphæð 700.000 krónum.
Síðasta blað ársins! kemur út fimmtudaginn 19. desember. Verið tímanlega með auglýsingar. Sími auglýsingadeildar er 421 0001 og tölvupóstur: fusi@vf.is
16:11:53
Ásgeir Margeirsson
Júlíus Jónsson
Ásgeir forstjóri HS Orku og Júlíus stýrir HS Veitum C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Á
sgeir Margeirsson mun taka við starfi forstjóra HS Orku hf. af Júlíusi Jónssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra fyrirtækisins og forverans, Hitaveitu Suðurnesja hf, frá 1992 og starfi fjármálastjóra Hitaveitu Suðurnesja frá 1982. Júlíus verður áfram forsjóri HS Veitna hf. Ásgeir Margeirsson hefur setið í stjórn HS Orku og Hitaveitu Suðurnesja frá 2007 og verið stjórnarformaður HS Orku frá 2010. Ásgeir er 52 ára, menntaður byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og Tækniháskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hann lauk framhaldsskólanámi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ásgeir hefur starfað í orkuiðnaði í yfir 20 ár og komið að fjölmörgum verkefnum á Íslandi og erlendis. Ásgeir er kvæntur Sveinbjörgu Einarsdóttur, hjúkr-
unarfræðingi og eiga þau þrjá syni á þrítugsaldri. Þann 1. janúar 2014 taka gildi lög nr. 58/2008 um aðskilnað orkufyrirtækja í einkaleyfisrekstur og sérleyfisrekstur. Vegna þessarar lagasetningar var Hitaveitu Suðurnesja hf skipt upp 1. desember 2008 í HS Orku hf. og HS Veitur hf. Júlíus Jónsson hafði gegnt starfi forstjóra Hitaveitu Suðurnesja frá 1. júlí 1992 og hafði þá frá 1982 verið fjármálastjóri fyrirtækisins. Eftir uppskiptinguna varð hann forstjóri HS Orku en gegndi í samræmi við verksamning milli HS Orku og HS Veitna einnig starfi forstjóra HS Veitna. Við gildistöku laganna hefur verið ákveðið að breyta þessu fyrirkomulagi þannig að fyrirtækin hafi hvort sinn forstjóra frá 1. janúar 2014 að telja.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 3 0 5 2
ÍSLENSKUR ÁLIÐNAÐUR SKIPTIR MÁLI FYRIR ALLT SAMFÉLAGIÐ
40 milljarðar
20 milljarðar
40 milljarðar
100
Viðskipti við 700 innlend fyrirtæki Á síðasta ári greiddi áliðnaðurinn um 40 milljarða fyrir vörur og þjónustu á Íslandi og var það fyrir utan raforkukaup.Yfir 700 innlend fyrirtæki nutu góðs af þessum viðskiptum.
Laun og opinber gjöld Áliðnaðurinn greiddi tæpa 15 milljarða í laun og launatengd gjöld á síðasta ári. Opinber gjöld námu um 5 milljörðum. Um 2.100 manns vinna hjá íslenskum álverum og gera má ráð fyrir um 5.000 afleiddum störfum.
Raforkukaup Raforkukaup álfyrirtækjanna árið 2012 námu um 40 milljörðum. Miðað er við heildarraforkusölu í GWh og meðalorkuverð til orkufreks iðnaðar skv. opinberum tölum Landsvirkjunar.
275 milljónir á dag eftir í landinu Árlega verða eftir í landinu rúmir 100 milljarðar vegna starfsemi í áliðnaði.
milljarðar
Þó að ál sé léttur málmur vegur áliðnaðurinn þungt í íslenska hagkerfinu. Staðreyndirnar tala sínu máli um mikilvægi álframleiðslunnar fyrir þjóðarbúið.
Samál • Sími: 571 5300 • Fax: 571 5301 • www.samal.is
markhönnun ehf
í jólaskapi
Jólabæklingurinn er kominn í hús – fullur af frábærum tilboðum
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
jólahús Nettó
ak ur ey ri | Njar ðv ík Bo rgar Ne si | egils stöðum | se lf os si mj ódd | gr aN da
opið 6. - 24. desemBer fáðu ráðleggingar hjá sérfræðingi okkar varðandi jólasteikina og hangikjötið
Munið gjafakortin
Tilboðin gilda 12. - 18. des Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
12
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-Vaxtarsamningur
Suðurnesja
pósturu vf@vf.is
25 milljónum úthlutað T
ilkynnt var um 25 milljóna króna úthlutun styrkja úr Vaxtarsamningi Suðurnesja fyrir helgi. Þetta var fjórða úthlutun styrkja úr samningnum en samtals hefur verið úthlutað 100 milljónum króna. Samningur um Vaxtarsamning var gerður milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og ríkisins til fjögurra ára og er sá samningur nú að renna sitt skeið á enda. Fram kom hjá Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra að áframhald verði á styrkjum sem þessum og unnið sé að útfærslu þeirra. Á þessu tímabili hafa mörg frábær sprota- og þróunarverkefni hlotið stuðning, segir í frétt frá Vaxtarsamningi Suðurnesja. Verkefni sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni. Árið 2013 var úthlutun úr Vaxtarsamningi alls kr. 25.000.000. Markaðssetning Orkurannsókna ehf. Orkurannsóknir ehf. Orkurannsóknir ehf er sjálfstætt starfandi eining innan Keilis. Stefnt er að markaðssetningu þjónustu á sviði efnagreininga, rannsókna á endurnýjanlegri orku og sjálfstýringartækni (mekatronic). Þjónustan sem boðið verður upp á er sérhæfð en jafnframt mjög brýn og gagnast mörgum fyrirtækjum í nærumhverfinu ásamt því að skapa fjölbreytt tækifæri til nýsköpunar á Reykjanesi. Styrkur kr. 500 þúsund.
Markaðs- og kynningarstarf á nýrri námsbraut í ævintýraleiðsögn. Keilir, Miðstöð, vísinda, fræða og atvinnulífs. Markmiðið með verkefninu er að byggja upp námsbraut Keilis í ævintýraleiðsögn á alþjóðlegum grunni, m.a. með inntöku erlendra nemenda og útvíkkun námskeiða fyrir erlenda nemendur. Mikill áhugi er á Íslandi bæði sem áfangastaður í ævintýraferðamennsku, en ekki síður fyrir þá aðila sem vilja mennta sig í leiðsögn í ævintýraferðamennsku við krefjandi aðstæður. Styrkur kr. 500 þúsund. Menntatengd ferðamennska á Suðurnesjum. GeoCamp Iceland. Verkefnið miðar að því að nýta einstaka náttúru á Reykjanesinu og nágrenni til að byggja upp og efla menntatengda ferðamennsku á Íslandi með áherslu á erlenda námsmannahópa. Mikill vöxtur er í menntatengdri ferðaþjónustu og sýna rannsóknir að þessir ferðamenn eyði meira en hefðbundnir ferðamenn og eru líklegir til að koma aftur síðar, þá oft með fjölskyldum sínum. Þetta er hópur sem ekki hefur verið sinnt að neinu ráði utan háskólastigsins á Íslandi. Styrkur kr. 800 þúsund.
Þetta var fjórða úthlutun styrkja úr Vaxtarsamningi Suðurnesja en samtals hefur verið úthlutað 100 milljónum króna. aðsstarfi um samstarf og útflutning á ArcCels einingum fyrirtækisins. Um verulegan ávinning gæti verið að ræða varðandi tæknisamstarf og áframhaldandi vöruþróun, en ekki síst sköpun fjölda nýrra starfa við framleiðslu á vörum fyrirtækisins. Styrkur kr. 1 milljón. Seafoodkitchen, Travel, Try and Taste in Sandgerði. Skref fyrir skref ráðgjöf. Verkefnið snýst um að búa til tekjur af ferðamönnum með því að bjóða þeim í ferðalag og heimsókn í áhugavert sjávarréttaeldhús þar sem þeim býðst að elda sjálfir gæðamat úr sjávarfangi. Ferðalaginu lýkur með því að borða heimatilbúna hollusturétti undir leiðsögn matreiðslumeistara í náttúrulegu sjávarumhverfi þar sem lífið er fiskur. Styrkur kr. 1 milljón. Samstarfsverkefni um erlent markaðsstarf. Keilir Aviation Academy ehf. Verkefnið snýr að nýrri nálgun í markaðsvinnu Flugakademíu Keilis í samvinnu við AST í Skotlandi. Flugakademían hefur stofnað til samstarfsbandalags um markaðssetningu erlendis á vörum og þjónustu sinni. Að auki hefur AST og Flugakademían gert með sér gagnvirka samstarfssamninga þar sem unnið verður að því að markaðssetja og fjölga erlendum nemendum í flugvirkjun hingað til lands. Styrkur kr. 1 milljón. Reiðhjólaferð um orkustíg. Fjórhjólaævintýri ehf. Verkefninu er ætlað að auka afþreyingu fyrir ferðamenn og lengja viðveru þeirra á Suðurnesjum. Reiðhjólaferðir frá Bláa lóninu og um Reykjanesið er nýjung og í þróun. Farnar voru nokkrar ferðir sl. sumar með erlenda ferðamenn. Stefnt er að enn frekari markaðssetningu á þessari vöru. Styrkur kr. 1 milljón. Íslandshús, ArcCels einingar og Dvergarnir. Íslandshús ehf. Verkefnið lýtur að erlendu mark-
Keilir heilsukoddi. Hulda Sveinsdóttir. Verkefnið er nýsköpunarverkefni á alþjóðavísu og byggir á persónulegri reynslu frumkvöðulsins sem leitaði að kodda sem veitti meiri stuðning undir höfuð/hálssvæði, sem reyndist ófáanlegur. Búið er að ganga frá hönnunarvernd á koddann í nokkrum löndum. Heilsukoddinn hefur unnið til fjölmargra verðlauna erlendis m.a. í Bandaríkjunum og í kjölfarið er nú markaðssetning hafin þar í landi. Verkefnið lýtur að enn frekari markaðssetningu erlendis. Styrkur kr. 1,2 milljón. Heilsa og trú. Heilsuhótel Íslands. Verkefnið er útvíkkun á núverandi verkefnum Heilsuhótelsins og á sér fáar hliðstæður á Íslandi eða Norðurlöndunum og þó víða væri leitað. Heilsuhótel Íslands hefur náð góðum árangri í heilsutengdri ferðaþjónustu og hlotið hvatningarverðlaun iðnaðarráðherra. Nýjungin er fólgin í að tengja saman heildræna heilsuuppbyggingu einstaklingsins við íslenska menningu og náttúru samhliða því að tekið er á innri og ytri þáttum manneskjunnar. Um er að ræða heilsuferðir fyrir erlenda aðila. Styrkur kr. 1,5 milljón.
All Tomorrow´s Parties á Ásbrú. Ómstríð ehf. Hér er um framhald á verkefni að ræða sem lýtur að alþjóðlegri tón-
listarhátíð á Ásbrú. Hugmyndin að verkefninu fæddist árið 2011 og hefur þróast töluvert síðan. Samstarf um verkefnið er við stjórnendur ATP hátíðarinnar í Bretlandi. Með öflugri markaðssetningu gæti hátíðin orðið hornsteinn ferðaþjónustu þá viku sem hún fer fram þegar fram í sækir. Styrkur kr. 1,5 milljón. GrasPro. Pitch ehf. Verkefnið GrasPro lýtur að þróun hugbúnaðar sem heldur utan um skráningar á gildum sem tengjast tæknilegum og faglegum rekstri grasvalla. Hér er um framhaldsstyrk að ræða sem lýtur að enn frekari markaðssetningu erlendis. Styrkur kr. 2 milljónir.
Þróun fellingarbúnaðs fyrir kísil úr jarðsjó til framleiðslu á vinnanlegum efnum. Arctic sea salt. Megin markmið verkefnisins er að afla þekkingar og undirbúa framleiðslu á verðmætum efnum úr jarðsjó og hafsjó á Reykjanesi. Í framhaldinu verður þróuð aðferð til fullvinslu á vinnanlegum efnum ásamt því að þróaðir verða framleiðsluferlar fyrir heilsusalt úr jarðsjó og hafsjó sem dælt er úr hraunlögum á Reykjanesi. Styrkur kr. 2 milljónir. Reykjanes Geopark Project. SES/Atvinnuþróunarfélagið Heklan. Jarðvangur er gæðastimpill á svæði sem inniheldur merkilegar eða einstakar jarðminjar og kemur þeim á framfæri. Lögð er áhersla á að koma sérstöðunni á framfæri með það að markmiði að upplýsa gesti um jarðfræðiarfleiðina ásamt sögu og menningu svæðisins. Um leið er reynt að vekja samfélagið
til umhugsunar um þau tækifæri sem felast í nærumhverfinu til að styrkja stoðir fjölbreyttrar atvinnustarfsemi, s.s. ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og fleira. Verkefnið hlýtur framhaldsstyrk til enn frekari þróunar verkefnisins. Styrkur kr. 3 milljónir.
Próteinverksmiðja í Garði. Prótein ehf. Prótein ehf hefur þróað litla vélasamstæðu sem er til þess bær að framleiða mjöl og fiskolíu úr slóg og öðrum aukaafurðum sem ekki eru nýttar í dag. Hér er um framhaldsstyrk að ræða sem lýtur að lokaþróun verksmiðjunnar og markaðssetningu afurða. Styrkur kr. 4 milljónir. Kísilfæðubótarefni unnið úr affallsvatni. GeoSilica Iceland ehf. Markmið verkefnisins er vöruþróun, framleiðsla og markaðssetning á hágæða kísilfæðubótarefni unnið úr kísilríku affallsvatni Hellisheiðarvirkjunar. Markaðurinn fyrir kísilfæðubótarefni er nýr og ört vaxandi þar sem vitund almennings um nauðsyn kísils fyrir mannslíkamann fer vaxandi eftir því sem læknisfræðilegum rannsóknum sem staðfesta það fer fjölgandi. Styrkur kr. 4 milljónir.
NÆSTA BLAÐ 19. DESEMBER
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
40 % VILDARAFSLÁTTUR
AF ÖLLU UTAN UM
JÓLAPAKKANN
OG 20% VILDARAFSLÁTTUR
AF HINU GLÆSILEGA ÍSLANDSSÖGUSPILI
12. - 15. DESEMBER GILDIR Í VERSLUN EYMUNDSSON Í REYKJANESBÆ
Úrval er mismunandi eftir verslunum.
14
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
Þjófnaður á Suðurnesjum uÞvottakar og aðgerðarborð hurfu frá fiskverkunarfyrirtæki í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í síðustu viku. Karið og borðið, sem eru úr áli, voru staðsett utan dyra. Þykir ljóst að þurft hafi bæði lyftara og vörubifreið til að fjarlægja þessa hluti vegna stærðar og þyngdar þeirra. Þá hurfu verkfæri úr íbúð í umdæminu. Eigandi íbúðarinnar vinnur að endurbótum á henni en býr annars staðar meðan á þeim stendur. Þegar hann hugðist halda verkinu áfram á mánudagsmorgun voru tvær Dewalt hleðsluborvélar horfnar, svo og hleðslurafhlaða fyrir vélarnar og hleðslutæki. Sömu sögu er að segja af fimmtán borum fyrir vélarnar. Loks var verkfærum stolið úr iðnaðarhúsnæði, en þar var farið inn með því að spenna upp glugga. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þessi mál.
Kannabisræktun stöðvuð u Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í umdæminu í síðustu viku. Sterk kannabislykt á svæðinu leiddi lögreglumenn að upplýstu iðnaðarhússnæði, sem reyndist vera læst. Enginn kom til dyra þegar bankað var, svo lásasmiður var fenginn á staðinn. Þegar hann byrjaði að bora kom karlmaður til dyra. Við leit, sem hann heimilaði, fundust nær 90 kannabisplöntur og talsvert magn af þurrkuðu kannabis. Karlmaðurinn kvaðst eiga ræktunina, en annar maður sem var með honum í húsnæðinu var einnig handtekinn vegna málsins. Starfsmenn frá HS veitum voru kallaðir á staðinn og staðfestu þeir að tengt hefði verið framhjá rafmagnsmæli með því að setja upp svokallað millivar.
Bílvelta á Garðvegi u Bíll valt á Garðskagavegi um miðjan dag á sunnudag. Fljúgandi hálka var á veginum, sem varð til þess að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór eina veltu utan vegar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum slasaðist ökumaðurinn ekki og gat ekið bifreiðinni af vettvangi þótt hún væri töluvert skemmd.
AUGLÝSTU!
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
pósturu vf@vf.is
Velvilji á Suðurnesjum fyrir komu Landhelgisgæslunnar A
llsherjar- og menntamálanefnd hefur nú til umfjöllunar tillögu til þingsályktunar um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi, mælti fyrir málinu á Alþingi á dögunum en alls eru níu þingmenn flutningsmenn á málinu en auk Silju Daggar eru það Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálsson, Haraldur Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ásmundur Friðriksson, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Elsa Lára Arnardóttir. Í þingsályktuninni segir að Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að hefja undirbúning að flutningi Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar. Í greinargerð með tillögunni segir að umræða um flutning stofnunarinnar í hentugt og rúmgott húsnæði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefur staðið um nokkurra missera skeið. Að mati flutningsmanna fylgja fjölmargir kostir því að flytja alla starfsemi Landhelgisgæslunnar á Suðurnesin, nánar tiltekið á öryggissvæðið á Ásbrú, en nú þegar er Landhelgisgæslan með umfangsmikla starfsemi á svæðinu og þúsundir fermetra af vannýttu húsnæði. Það fylgir því mikil hagræðing að hafa alla starfsemina á einum stað og þjónusta og öryggi munu einnig aukast þar sem viðbragðstími Landhelgisgæslunnar styttist með því að færa alla starfsemi hennar. Einnig mun flugfloti gæslunnar komast í gott framtíðarhúsnæði sem uppfyllir öryggisstaðla. Viðbragðstími flugmanna styttist mikið með breyttu vaktafyrirkomulagi Fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, fékk Deloitte til að gera hagkvæmnisathugun á að flytja Landhelgisgæslu Íslands til Suðurnesja. Úttektin er dagsett 14. apríl 2011 og niðurstaða er að kostnaðarsamt sé að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar, m.a. vegna aukins flutningskostnaðar starfsmanna frá Reykjavík til Suðurnesja, en sá kostnaður er bundinn kjarasamningum. Einnig er nefndur verulegur kostnaður við að breyta bakvaktarfyrirkomulagi þyrlusveitar í viðverufyrirkomulag. Þá þyrfti að fjölga þyrluflugmönnum um 50% þannig að rekstrarkostnaður ykist verulega. Þess ber þó að geta að með breyttu vaktafyrir-
komulagi styttist viðbragðstími flugmanna mikið. Niðurstaða úttektarinnar er umdeild, m.a. bent á að forsendur hennar fyrir auknum kostnaði séu ekki réttar enda segja skýrsluhöfundar að við útreikninga séu forsendur ýmissa þátta háðar óvissu. Þeir benda einnig á að úttektin horfi eingöngu til fjárhagslegra áhrifa en einnig þurfi að meta þætti er varða öryggismál þegar ákvörðun um mögulegan flutning verður tekin. Höfundarnir segja: „Aðstaðan í heild er því nógu góð til skemmri tíma en það þyrfti að bæta aðstöðuna til lengri tíma litið, sérstaklega ef áætlanir eru um eflingu starfseminnar.“ Í umræddri athugun kemur fram að um 40 manns starfi nú við loftvarnaeftirlit (IADS) en það er tengt öllum loftvarnaupplýsingakerfum NATO. Hins vegar er ekki nefnt í úttektinni að Landhelgisgæslan rekur nú þegar mörg mannvirki á öryggissvæðinu sem eru ekkert eða lítið nýtt. Afar heppileg aðstaða fyrir alla starfsemi Landhelgisgæslunnar Á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli er til staðar afar heppileg aðstaða fyrir alla starfsemi Land-
helgisgæslunnar til framtíðar. Þar er húsnæði, flugbrautir, góð hafnaraðstaða og stoðkerfi sem fullnægir þörfum Landhelgisgæslunnar að öllu leyti. Nú er Landhelgisgæslan með starfsemina dreifða í leiguhúsnæði á mörgum stöðum, þ.m.t. á öryggissvæðinu á Ásbrú. Stækkunarmöguleikar eru t.d. ekki á Reykjavíkurflugvelli þar sem þyrlusveitin er nú og húsnæðið mjög óhentugt í alla staði. Í byggingum á öryggissvæðinu er hins vegar aðstaða fyrir alla starfsemi gæslunnar. Þar er landsvæði sem hægt er að laga að þörfum stofnunarinnar og velvilji er hjá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Mannvirkin sem um ræðir á öryggissvæðinu eru nú þegar í rekstri Landhelgisgæslunnar og með því að nýta þau betur undir starfsemi gæslunnar næðist mikil fjárhagsleg hagræðing fyrir ríkið til lengri tíma. Hér má nefna stóra flugskýlið (12.200 m2) sem endurnýjað var árið 2000 og þjónustubyggingar sem má nýta fyrir flugvélar, þyrlur og viðhald. Óverulegar breytingar þarf að gera á þessum byggingum svo þær henti starfsemi gæslunnar og í þessu samhengi er rétt að benda á ábyrgð ríkisins gagn-
vart Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins varðandi viðhald og rekstur mannvirkjanna. Með flutningi til Suðurnesja fengi Landhelgisgæslan gott framtíðarhúsnæði og stórbætta aðstöðu. Góð hafnaraðstaða í Reykjanesbæ Á svæðinu er einkar góð hafnaraðstaða: Njarðvíkurhöfn, Keflavíkurhöfn og Helguvíkurhöfn. Nú þegar ber Landhelgisgæslan ábyrgð á rekstri hluta Helguvíkurhafnar, þ.e. þess hluta sem er á eignaskrá Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins. Úttekt á nauðsynlegum breytingum á hafnaraðstöðu liggur fyrir (2009). Njarðvíkurhöfn getur strax tekið við skipaflota Landhelgisgæslunnar og Helguvíkurhöfn kemur einnig til greina. Staðsetning hafna út frá öryggissjónarmiðum mundi batna frá því sem nú er þar sem styttra yrði fyrir varðskipin að komast út á aðalstarfssvæði Landhelgisgæslunnar, hafsvæðið í kringum Ísland. Með samþættingu verkefna munu möguleikar Landhelgisgæslunnar til að sinna leit og björgun í samstarfi við nágrannaþjóðir margfaldast en Landhelgisgæslan nýtir nú þegar öryggissvæðið í þeim tilgangi. Það hefur háð Landhelgisgæslunni að hafa ekki verið með viðeigandi tengimöguleika sem eru til staðar suður frá á sviði leitar og björgunar, öryggis- og varnarmála og löggæslu og umhverfisverndar og auðlindagæslu við stofnanir nágrannaríkja sem flestar eru herir eða stofnanir á vegum varnarmálaráðuneyta samstarfsþjóðanna. Þegar með mikla starfsemi á Keflavíkurflugvelli Landhelgisgæslan rekur nú þegar öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli og fer með framkvæmd öryggis- og varnartengdra verkefna, sbr. varnarmálalög, nr. 34/2008, auk þess sem sprengjueyðingarsveitin hefur aðstöðu á svæðinu. Þess má einnig geta að sérsveit ríkislögreglustjóra er með aðstöðu á öryggissvæðinu og hópar á vegum lögreglu og Lögregluskólans æfa þar. Með flutningi Landhelgisgæslunnar á Suðurnes mundi ríkisvaldið gera Landhelgisgæsluna að enn öflugri stofnun til hagsbóta fyrir landsmenn alla, aðstaðan fyrir starfsemina yrði mun betri og tryggð til framtíðar og síðast en ekki síst mundi flutningurinn styðja við atvinnuuppbyggingu á svæðinu öllu. hilmar@vf.is
BLUE LAGOON UNDIR JÓLATRÉÐ
JÓLAPAKKAR
GJAFAKORT
SÖLUSTAÐIR
Veldu úr mismunandi jólagjafahugmyndum Bláa Lónsins. Verð frá 4.900 kr
Þú velur upphæðina. Gjafakortinu er pakkað í fallega öskju og gildir fyrir alla vöru og þjónustu
Verslun Blue Lagoon Laugavegi Verslun Bláa Lóninu Vefverslun bluelagoon.is Verslun Leifsstöð Hreyfing Glæsibæ
16
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-Reykjanesbær
Þú velur jólahúsið! V
al á Ljósahúsi Reykjanesbæjar 2013 fer fram á vef Víkurfrétta en kosning um jólahúsið hefst í dag, 12. desember kl. 18:00 og stendur til kl. 24:00 þann 15. desember. Það verður því viðhaft íbúalýðræði við val á jólahúsinu í ár eins og í fyrra. Jólanefnd hefur valið 10 hús í bæjarfélaginu og myndir af þeim öllum birtast hér og á
vf.is. Bæjarbúar kjósa svo með netkosningu á Vef Víkurfrétta. Hver og einn velur eitt hús. Niðurstaða kosninganna verður tilkynnt mánudaginn 16. desember kl. 18.00 í Duushúsum og eru allir bæjarbúar velkomnir að vera viðstaddir. Húsið sem flest atkvæði fær verður Ljósahús Reykjanesbæjar og næstu tvö fá líka viðurkenningu.
Kjósið jólahúsið á vf.is
Bragavellir 3.
Bragavellir 17.
Borgarvegur 25.
Heiðarból 19.
Heiðarbraut 5C.
Miðgarður 2.
Óðinsvellir 7.
Túngata 14.
Týsvellir 1.
Þverholt 18.
20%
CLINIQUE
TUR AFSLÁT
Jólagjafir í Lyfju GIORGIO ARMANI
Sí dömuilmur Sí er nýr, kvenlegur, lostafullur og tælandi ilmur. Sí EdP 30 ml og húðmjólk 75 ml. Verð: 9.290 kr.
DIESEL
Diesel herra Diesel Only The Brave Tattoo, ilmur hugrekkis og uppreisnar EdT 35 ml, sturtusápa 50 ml og after-shave balm 50 ml. Verð: 6.490 kr.
LANCÔME
Hydra Zen rakakrem Rakakrem 50 ml, næturkrem 15 ml, Génifique serumdropar 7 ml og Génifique Light-Pearl augnserum 5 ml. Verð: 8.998 kr.
OG UM SSUM M L I AF AFAKÖ . 14 GJ ILM 12. - BER EM DES
Clinique High Impact High Impact Maskari, svartur. Cream Shaper For Eyes. All About Eyes Serum De Puffing Eye Massage/roll-on 5 ml. Verð: 4.890 kr.
BEURER
MAYBELLINE
Manicure - Pedicure sett Með 7 aukahlutum. Verð: 6.990 kr.
Colorshow gjafaaskja Fjögur naglalökk. Verð: 2.990 kr.
Rocket gjafaaskja Maskari ásamt eyeliner. Verð: 3.790 kr.
MY SIGNATURE
Flísnáttgallar Verð: 4.290 kr. Dömunáttföt Verð: 2.990 kr.
Fyrir þann sem þér þykir vænt um Body Scrup og Fragrance. Verð: 4.490 kr.
Vivian Gray Precious Crystals Red, Silver og Hearts - handsápur. Verð: 2.590 kr. stk.
Lifið heil um jólin!
í jólaskapi
Úrval af jólavöru
40% afsláttur
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
18
-
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
jólaspurningar
Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður Rauða krossins á Suðurnesjum, afhenti framlagið en Þórunn Íris Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju, veitti framlaginu viðtöku.
Elísabet Marý Leo Þrastardóttir:
Ilmurinn af glænýjum eplum fyllti húsið Elísabet Marý Leo Þrastardóttir er húsmóðir í Sandgerði og mikill dýravinur. Hún er einnig hannyrðakona mikil og í ár heklar hún allar jólagjafirnar sem hún gefur. Fyrstu jólaminningarnar? „Frá mínum fyrstu jólum fékk afi stóran kassa af glænýjum eplum um hver jól frá fyrirtækinu sínu svo ilmurinn af eplum fyllti húsið. Einnig þegar ég var 5 ára, þá saumaði mamma fallega síða jólakjóla á mig og frænku mína. Þetta eru góðar minningar“. Jólahefðir hjá þér? „Að baka piparkökurnar saman. Það er oft mikið um að vera þar sem húsið fyllist af öllum mínum börnum, tengdabörnum og barnabörnum“. Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? „Ég var það áður en ég veiktist. Núna er ég meiri verkstjóri í eldhúsinu og maðurinn minn sér um flest verkefnin“. Uppáhalds jólamyndin? „Grinch, þegar trölli stal jólunum“. Uppáhalds jólatónlistin? „Ég er hrifin af allri jólatónlist, en elska sérstaklega hátíðlega kórsöngva“.
Gefurðu mikið af jólagjöfum? „Nei ég get ekki sagt að ég gefi margar jólagjafir. Mömmu, pabba, börnunum fjórum og barnabörnunum átta“. Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? „Já á sjálfan jóladag er ALLTAF hangikjöt í matinn“. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Gullhringur frá manninum mínum“ Hvað er í matinn á aðfangadag? „Bayonne skinka“. Eftirminnilegustu jólin? „Bestu jólin eru alveg 100% jólin sem mamma og dætur mínar tvær grétu af gleði þegar þær opnuðu pakkann frá mér“. Hvað langar þig í jólagjöf? „Heklubók María og Heklubók Þóra. Þó er margt annað sem mig vantar og væri skynsamlegra og nytsamlegra“.
Hvar verslarðu jólagjafirnar? „Ég hekla allar jólagjafir í ár“.
-
fréttir
Rauði krossinn á Suðurnesjum styður Velferðarsjóðinn
R
auði krossinn á Suðurnesjum afhenti nýverið Velferðarsjóði Suðurnesja framlag upp á 600.000 krónur. Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður Rauða krossins á Suðurnesjum, afhenti framlagið en Þórunn Íris Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju, veitti framlaginu viðtöku.
Velferðarsjóður Suðurnesja hefur gegnt veigamiklu hlutverki í jólamánuðinum en sjóðurinn hefur stutt við fjölskyldur og einstaklinga sem hafa lítil fjárráð. Markmið sjóðsins eru þau að veita neyðaraðstoð umfram það sem Hjálparstarf kirkjunnar veitir í innanlandsaðstoð sinni.
83% lestur á Víkurfréttum samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hvar ert þú að auglýsa?
Ferskt sushi alla daga
og fullt hús af gómsætum
tælenskum mat
thaikeflavik.is // Hafnargata 39 // 421 8666
Hafið bláa hafið í Hlöðunni F
- föstudaginn 13. desember
östudaginn 13. desember nk. opna nemendur úr 1. bekk Stóru-Vogaskóla og börn af Staðarborg elstu deild leikskólans Suðurvalla sýninguna Hafið bláa hafið kl. 10:00 í Hlöðunni við Egilsgötu 8 í Vogunum. Sýningin verður einnig opin laugardaginn 14. desember frá kl. 14:00-17:00 og eftir samkomulagi dagana 15.-18. desember. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hafið bláa hafið er samstarfsverkefni Stóru-Vogaskóla og leikskólans Suðurvalla í Vogum en í nóvembermánuði síðastliðnum komu börn úr 1. bekk í Stóru-Vogaskóla og börn af Staðarborg elstu deild leikskólans Suðurvalla saman í hópum og unnu hlið við hlið að bátasmíði. Rætt var við börnin um fiskveiðar við ströndina í Vog-
unum og á Vatnsleysuströndinni og þeim sýndar myndir af bátum fyrr á tímum. Þau sáu einnig myndir af ýmsum farkostum á hafi við strendur Íslands og rætt var um hlutverk hvers og eins (skútur, trillur, skuttogarar, farþegaferjur, flutningaskip, hvalveiðiskip, varðskip o.s.frv.).
markhönnun ehf
Gildir 13. - 15. des. 2013
rangStæður í reykJavík
ólæSinginn …
2.789 kr
2.960kr
gunnar helgason
Jonas Jonasson
Þú færð jólabókina í nettó
Stóra handavinnubókin
Múrinn
sif sigmarsdóttir
tíMakiStan
naglaSkraut
5.593 kr
2.960kr
andri snær magnason
Sigrún og Friðgeir
við Jóhanna
griMMd
glæpurinn
3.894 kr
3.343 kr
sigrún Pálsdóttir
3.788 kr
Jónína leósdóttir
4.133 kr
bækur
2.985 kr
stefán máni
2.793 kr
árni Þórarinsson
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri
20
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-
jólaspurningar heimabyggð og reyni það eftir fremsta megni. Þetta haustið fór ég í ráðstefnuferð til Washington og keypti flestar gjafirnar þar en það sem eftir er verður að öllum líkindum keypt hér í Reykjanesbæ. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Já, ætli þær séu ekki rúmlega tuttugu.
Heiða Ingólfsdóttir:
Jólastuð í Eldey Jólatónlistin í Þ að var sannkölluð jólastemmning á jólagleði í Eldey þar sem sprotafyrirtæki og hönnuðir kynntu framleiðslu sína. Boðið var upp á heita jólaglögg og piparkökur og söngvarinn Valdimar Guðmundsson tók lagið ásamt Björgvini Ívari Baldurssyni. Þá lét flautukvartettinn, Jólaseríurnar, jólalög um allt hús. Í búðinni í Eldey var „pop up markaður“ gestahönnuða en jafnframt voru vinnustofur hönnuða í Eldey opnar. GeoSilica bauð gestum að smakka kísilvatn en fyrirtækið framleiðir kísil-heilsuvörur úr
kísilríku affallsvatni jarðvarmavirkjana sem í dag er að mestu leyti ónýtt auðlind. Þá kynnti Arctic Sea Salt vinnslu sína á heilsusalti en fyrirtækið þróar nú vinnsluaðferð til þess að minnka sodium innihald í saltinu. Hönnuður í Eldey verða með opnar vinnustofur á aðventunni á sameiginlegum opnunartíma alla fimmtudaga kl. 15:00 – 18:00. Eldey er staðsett að Grænásbraut 506, 235 Ásbrú. Hönnun og vandað handverk af Suðurnesjum – styðjum við menningu fyrir jólin.
miklu uppáhaldi
Heiða Ingólfsdóttir er sérkennslustjóri á leiskólanum Holti, móðir fjögurra stráka og kemur sjálf úr hópi fimm systkina. Heiða er mikið jólabarn og veit fátt skemmtilegra en tíma aðventunnar. Hún segir það fyrst og fremst vera tíma barnanna og jólin eigi að vera þeim gleðileg og eftirminnileg. Fyrstu jólaminningarnar? Þær eru af Hraunsveginum í Njarðvík þar sem ég ólst upp í stórum systkinahópi. Stofunni var lokað á aðfangadagsmorgun svo að allt væri eins fínt og flott og hægt var. Eldhúsborðið var fært inn í stofu og þar borðuðum við jólamatinn. Ég man líka eftir því hvað það var erfitt að bíða eftir því að mega opna pakkana. Pabbi þóttist þurfa að leggja sig eftir matinn og við systurnar drógum hann inn í stofu svo að hægt væri að opna pakkana. Jólahefðir hjá þér? Desember er eins og hjá svo mörgum mjög annasamur mánuður. Það er jólamatarklúbbur, jólagleði í vinnunni, jólahlaðborð og fleira en þegar jólin sjálf nálgast þá hafa þau verið í nokkuð föstum skorðum hjá okkur. Við hjónin höfum haldið okkar eigin jól frá því að elsti sonur okkar fæddist og fannst mikilvægt að skapa okkar eigin hefðir og venjur. Jólin byrja á skötuveislu hjá mömmu fyrir þá sem borða skötu. Það er vanalega eiginmaðurinn, mágur og bróðir sem borða hana en við hin forðumst lyktina og förum með pabba út að borða. Aðfangadagur er yndislegur. Þá fer fjölskyldan án mín á rúntinn með restina af jólakortunum og með pakka á nokkra staði. Þá stússast ég í eldhúsinu og
Hvernig sæki ég um leigueign hjá Íbúðalánasjóði? Íbúðalánasjóður auglýsir eignir til leigu á fasteignir.is og mbl.is undir leiga. Áhugasömum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur á vef Íbúðalánasjóðs. ils.is/leiga www.ils.is | Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími: 569 6900, 800 6969
undirbý hátíðina. Jóladagur hefur líka verið fjölskyldudagur. Þá eru jólaboð bæði í minni fjölskyldu og í tengdafjölskyldunni. Annar í jólum er rólegi dagurinn okkar. Þá höfum við oft humar eða eitthvað álíka í matinn og horfum á sjónvarpið, lesum og leikum og njótum þess að vera í jólafríi. Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Jólin snúast mikið um mat þannig að ég held að ég sé nokkuð dugleg í eldhúsinu á þessum árstíma. Jólamyndin? The Holiday. Mér finnst hún voða skemmtileg. Mér finnst líka gaman að horfa á jólamyndir með strákunum og þá skiptir ekki öllu hvað horft er á. Jólatónlistin? Ég byrja snemma að hlusta á jólatónlist, laumast stundum til að hlusta aðeins í október. Ég hef mjög gaman af allri tónlist en jólatónlistin er í miklu uppáhaldi og þá er margt sem kemur upp í hugann. Ég hef hlustað mikið á Frostrósir og Josh Groban undanfarin jól en svo er Léttbylgjan líka frábær á þessum árstíma. Hvar kaupirðu jólagjafirnar? Mér finnst mikilvægt að versla í
K-slaufan til sölu fyrir hátíðarnar
Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég sýð hangikjöt á Þorláksmessu þó ég borði ekki mikið af því sjálf, ætli það sé ekki lyktin sem ég sæki í. Jólasósan með jólasteikinni skiptir líka miklu máli í minni fjölskyldu. Ég á uppskrift að henni en hringi alltaf í mömmu til öryggis. Heimagerði jólaísinn er ómissandi. Svo hlusta ég á messu á Rás 1 klukkan 18 á aðfangadagskvöld og raula með. Þá er hátíðleiki jólanna í hámarki. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ég veit ekki með bestu jólagjöfina en þær eru nokkrar eftirminnilegar. Gjafir sem strákarnir hafa gefið mér í gegnum tíðina standa upp úr og ég vil helst að þeir gefi mér eitthvað sem þeir hafa búið til sjálfir. Þær finnst mér vænst um. Svo finnst mér líka voða gaman að fá eitthvað frá manninum mínum sem hann velur sjálfur. Systir mín hefur svo oft gefið mér flottar gjafir. Við ákváðum fyrir mörgum árum síðan að gefa hvor annarri bara eitthvað fyrir okkur. Hvað er í matinn á aðfangadag? Ég held við höfum alltaf verið með hamborgarhrygg en þessi jól erum við að hugsa um að breyta til. Við ræddum þetta fjölskyldan en höfum ekki tekið ákvörðun um hvað verður. Það kemur margt til greina. Eftirminnilegustu jólin? Ætli það hafi ekki verið þau ár sem ég bjó í Bretlandi. Jólin voru svo ólík því sem ég átti að venjast. Það vantaði einhvern veginn allan hátíðleikann sem ég finn hjá okkur á Íslandi. Þá fann ég líka hvað mér finnst mikilvægt að halda jól með þeim sem standa mér næst. Hvað langar þig í jólagjöf? Ég veit það ekki. Jólin hafa alltaf snúist um börnin og að gera þeirra jól gleðileg og eftirminnileg. Mér finnst jólin vera þeirra hátíð, ef þau eru glöð og hamingjusöm þá er ég ánægð. Jólin snúast svo mikið um minningar úr æsku. Börn eiga að fá að vera börn og upplifa gleði og hamingju í faðmi fjölskyldunnar.
83% lestur Víkurfrétta!
H
ver vill ekki vera hipp og kúl um hátíðirnar? Þá er um að gera að panta sér K-slaufuna hjá Kvennaráði Keflavíkur, aðeins 4000 þúsund krónur og kemur í fallegri gjafapakkningu. Tilvalin jólagjöf og að sjálfsögðu staðalbúnaður á hið margrómaða Þorrablóti Keflavíkur! Nánari upplýsingar um K-slaufuna má nálgast hjá Kvennaráði Keflavíkur. KVENNARÁÐ KKDK Anna María Sveinsdóttir - Gsm: 892-3034
Anna Pála Magnúsdóttir - Gsm: 849-9644 Björg Hafsteinsdóttir - Gsm: 899-6490 Erla Reynisdótti - Gsm: 840-1221 Kristín Blöndal - Gsm: 699-8318 Marín Rós Karlsdóttir - Gsm: 696-8389
... samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Hvar ert þú að auglýsa?
21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. desember 2013
Kirkjukór á jólalegum nótum Húsfyllir var á aðventukvöldi í Keflavíkurkirkju þar sem kór Keflavíkurkirkju flutti hátíðleg jólalög. Þá ræddi sr. Skúli S. Ólafsson við söfnuðinn á milli söngatriða. Meðfylgjandi myndir voru teknar á aðventukvöldinu.
Munið gjafabréfin hjá okkur
20% afsláttur af öllum skóm fimmtudag til laugardags
Mikið um að vera hjá Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ
Þ
að er mikið um að vera hjá Hjálpræ ðishernum í Re y kjanesb æ um þ essar mundir. Herinn opnaði nýja Hertex verslun með notuð föt að Hafnargötu 18, mánudaginn 2. desember. Verslunin er rekin með það að markmiði að styrkja það starf sem Hjálpræðisherinn er með hér í bænum. Tekið er á móti fötum í gáma bæði á Vallargötu 18 (gamla Grágásarhúsinu) og á Ásbrú, Flugvallarbraut 730. Desembermánuður er annasamur mánuður hjá Hjálpræðishernum. Þá er settur út jólapotturinn þar sem safnað er fyrir velferðarstarfinu sem rekið er árið um kring. Að þessu sinni verður herinn mest sýnilegur við Nettó og Bónus en einnig verður jólapottur við verslunina að Hafnargötu. Á aðfangadag verða eins og undanfarin jól haldin vinajól á Hernum. Hátíðin er fyrir þá sem af einhverjum orsökum ekki treysta sér til að halda jólin sín einir. Skráning er hafin á hjor-
dis@herinn.is eða í síma 6943146. Hjálpræðisherinn mun í samstarfi við kirkjuna deila út jólagjöfum til þeirra sem þess þurfa fyrir þessi jól. Þeir sem vilja koma pökkum til okkar geta fengið upplýsingar í ofangreindu netfangi eða síma. Auk þessa sem sagt hefur verið frá verða aðventustundir að Flugvallarbraut 730 alla sunnudaga í aðventu kl. 12.30 með heitri máltíð að henni lokinni og laugardaginn 14. desember kl. 16 verða jólatónleikar m.a. með Gospelkrökkum undir stjórn Bríetar Sunnu. Þangað eru allir velkomnir. Hjálpræðisherinn vill þakka bæjarbúum fyrir allan þann stuðning og velvild sem veitt hefur verið á undanförnum árum. Við biðjum ykkur Guðs blessunar með ósk um yndislega jólahátíð. Elin Kyseth, Ingvi Skjaldarson og Hjördís Kristinsdóttir
Nýtt kortatímabil
Hafnargötu 15, 230 Reykjanesbæ, Sími: 421 4440
VÖNDUÐ ÚR OG HANDSMÍÐAÐ SKART
22
-
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
jólaspurningar
Þórður Helgi Þórðarson:
Er sósumeistarinn á heimilinu Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli, er dagskrárgerðarmaður og tæknimaður á Rás 2. Hann á þrjú börn sem hjálpa honum við að halda í jólabarnið í sér sem hann annars væri ekki. Hann segir þau þó aðeins misskilja boðskapinn og hugsa bara um gjafir og skó í glugga. Fyrstu jólaminningarnar? Ég held að það sé jólagjöf sem ég fékk frá ömmu og afa í Kópavogi. Það var einhvers konar steypustöð með hrærivélum, vörubílum og öllu tilheyrandi, þar á meðal gervisandur úr plasti sem var fljótur að berast um allt hús. Amma (í Njarðvík, þar sem ég bjó) var alveg brjáluð. Einnig er mér í fersku minni mynd sem var tekin af mér sitjandi á gólfinu að horfa á sjónvarpið í fallegri hvítri skyrtu og rauðu prjónavesti og flauelsbuxum en ég var ekki í sokkum og var að reyna að fela á mér tærnar. Spéhræðsla á hæsta stigi. Jólahefðir hjá þér? Það gengur illa að skapa alvöru jólahefðir með minni fjölskyldu eins og grjónagrauturinn sem amma bauð alltaf upp á í hádeginu á aðfangadag. Börnin mín eru hrifin af grautnum en þeim dettur ekki til hugar að skella sér í pabbahefð og „gúffa“ grjónum. Það eru bara piparkökur (og hvað? Á maður að segja nei, þið borðið graut!) Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Já ég myndi segja það, þar sæki ég kannski í hefðirnar á mitt gamla heimili. Afi var gífurlega duglegur á jólum og áramótum. Ég er og verð sósumeistarinn á mínu heimili en ég tek drjúgan þátt í eldhúsinu á jólum. Jólamyndin? Ég tók alveg 10-15 ár í Ebenezer Scrooge fíling eftir að ég flutti að heiman og losaði mig við allan jólaanda en með elli og börnum hef ég meyrnað og get með herkjum horft á eitthvað af barnaefninu með krökkunum. Þær jólamyndir sem ég man eftir núna og færa mér einhverja gleði eru Elf með Will Ferrell og Bad Santa með Billy Bob Thornton, sem er kannski ekki sú jólalegasta. Jólatónlistin? Þar hittirðu Hr. Scrooge, bahh hunbúkk! Mér finnst jólatónlist afskaplega leiðinleg með einstaka undantekningum. Nat King Cole jólaplatan er frábær, jóla-James Brown er stuð og Brunaliðsjólin er flott plata. Sú besta er frá Þremur á palli – Hátíð fer að höndum ein, það hefur væntanlega eitthvað að gera með hefðirnar frá Hlíðarvegi 5. Jú Enya er ljúf en aðrir fjölskyldumeðlimir telja hana tómt gaul.
Keilisfólk í
i ð e l g a l ó j r ofu Þ
að ríkis sannkölluð ofurjólagleði í Keili á Ásbrú. Skólinn hefur verið skreyttur frá innstu geymslu og upp í rjáfur. Þegar öllu skrautinu hafði verið stungið í samband var kölluð til dómnefnd sem skipuð var þeim Skúla S. Ólafssyni presti, Árna Sigfússyni bæjarstjóra og Hilmari Braga Bárðarsyni blaðamanni. Þeir fóru um skólann og mátu skreytingar og verðlaunuðu þær með súkkulaði og kampavíni.
Hvar kaupirðu jólagjafirnar? Læt konuna fá veskið og er svo tvo mánuði að vesenast með hennar gjöf. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Allt of mikið. Ertu vanafastur um jólin? Ekki svo, í minni vinnu er ekki mikið um frí svo ég vinn oft mikið í kringum jólin en einu skiptin sem ég kaupi mér grafinn lax er um jólin og það er prýðis hefð. Eitthvað sem þú gerir alltaf? Nei, en það sem ég ætla alltaf að gera er að lesa bækurnar sem ég fæ í jólagjöf og hlusta á plöturnar sem ég fæ. Ég fæ aldrei bækur og börnin mín sjá til þess að ég er ekkert að fara leggjast og slaka á! Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Þetta er náttúrulega rugl spurning! Ég hélt að ég væri að fá bestu jólagjöf sögunnar í fyrra, plötuspilara. Hann var svo síðan algjört drasl og ég hef ekkert notað hann. Talandi um plötur, ég man að Krummi frændi minn gaf mér einu sinni Pretenders plötu í jólagjöf og ég skipti henni í plötu með Söndru og hann talaði ekki við mig í mánuði. Finnst alltaf vænt um þessa sögu og hef sagt hana oft. Hvað er í matinn á aðfangadag? Því miður erum við föst í hamborgarhrygg (frúin ekki til í hreindýr).
Arinneldur í öllum tölvum
.
Þessi arinn þótti heimilislegur.
Eftirminnilegustu jólin? Ætli það séu ekki jólin þegar ég bjó á Langeyri við Súðavík sem var verbúð. Ég hafði ekki efni á því að fara heim til Njarðvíkur og ætlaði bara að fullkomna Ebenezer Scrooge fílinginn einn og yfirgefinn þegar Helen og Steini komu og heimtuðu mig í mat á aðfangadag sem var virkilega vel séð. Þá eru sérstaklega eftirminnileg jólin hjá ömmu og afa á unglingsárunum. Afi var alltaf með framandi og flotta rétti og allt til alls og svo hittumst við vinirnir alltaf í kirkju að kvöldi aðfangadags og bárum saman bækur okkar í jólagjafagróða og sungum svo hástöfum með kórnum. Hvað langar þig í jólagjöf? Plötuspilara. Þessar höfðu svolítið að fela á bakvið sig. Myndataka bönnuð!
23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. desember 2013
OPNUNARTÍMI VERSLANA Laugardagur Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Mánudagur Þriiðjudagur
VERSLUM HEIMA! -HAGUR Í HEIMABYGGÐ
JÓLASVEINAR SPRELLA UM BÆINN Föstudaginn Föstudaginn Laugardaginn Sunnudaginn Þorláksmessu
13. des. 20. des. 21. des. 23. des. 23. des.
kl. 15.00-17.00 kl. 15.00-17.00 kl. 15.00-17.00 kl. 15.00-17.00 kl. 15.00-17.00 og 20.00-23.00
14. des. 15. des. 16. des. 17. des. 18. des. 19. des. 20. des. 21. des. 22. des. 23. des. 24. des.
kl. 10:00 - 18:00 kl. 13:00 - 18:00 kl. 10:00 - 22:00 kl. 10:00 - 22:00 kl. 10:00 - 22:00 kl. 10:00 - 22:00 kl. 10:00 - 22:00 kl. 10:00 - 22:00 kl. 10:00 - 22:00 kl. 10:00 - 23:00 kl. 10-13
Stærstu styrktaraðilar jóladaga eru:
Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! Fitjar flutningar ehf.
Hársnyrtistofan Kamilla
Jón Björn Sigtryggson, Sturla Þórðarson, Benedikt Jónsson, Kolbeinn Viðar Jónsson og starfsfólk tannlækningastofunnar
Kæliþjónusta Gísla Wium
ehf. Trésmiðja - Verktakar Iðavellir 4b - 420 0303
Kt: 621071-0689
24
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Ingó fékk 500 kr. þakkargjörðar-þjórfé
-
jólaspurningar
Burkni Birgisson:
Málverk af Chaplin á jólum í LA
„Þetta var skemmtileg heimsókn og það er auðvitað alltaf gaman að fá þjórfé þó það sé sjaldgæft hér á Íslandi,“ sagði Ingólfur Karlsson eigandi veitingastaðarins Langbest sem veifaði 500 króna peningaseðli í lok dags en boðið var upp á þakkargjörðarkalkún með tilheyrandi meðlæti á staðnum á þakkargjörðardeginum í lok nóvember. Heimamenn hafa tekið kalkúnaveislunni vel á Langbest og nú mættu nærri 300 manns í mat þennan fimmtudag, í hádeginu eða um kvöldið. Tveir viðskiptavina staðarins voru bandarískir flugmenn sem voru fastir á eyjunni köldu en gistu í nágrenni gamla hervallarins á hóteli í Keflavík. Þar fengu þeir þær upplýsingar að það væri „amerískur“ þakkargjörðarmatur á veitingastaðnum þar sem áður voru amerískir veitingastaðir á tímum Varnarliðsins. Þeir mættu og borðuðu af bestu lyst og voru svo ánægðir að þeir „tipsuðu“ Ingó. Færðu honum 500 króna seðil í þjórfé og þökkuðu honum innilega fyrir frábæra máltíð. Það fylgdi sögunni að þeir hefðu aldrei verið í útlöndum á þessum degi áður og því hafi Ingó bjargað þakkargjörðardeginum þeirra.
„Það var gaman að fá þá. Við fáum af og til skemmtilegar heimsóknir útlendinga en þeir hafa verið fjölmennir hér við gæslustörf á þessu ári,“ sagði Ingó hress að vanda.
Burkni Birgisson er yfirmaður optikerasviðs hjá Optical Studio. Jólin 2003 eru ennþá í fersku minni en þá bjó hann í Los Angeles og fékk foreldra sína í heimsókn um jólin og þeir mættu með málverk af Chaplin í jólagjöf. Fyrstu jólaminningarnar? „Ég á afmæli á jóladag, svo fyrsta jólaminning blandast eflaust aðeins við afmæli. Ætli það sé ekki leikfangabíll (gulur og grænn á lit) sem var hægt að sitja á“. Jólahefðir hjá þér? „Jólahefðirnar eru að skrifa jólakort. Hef þó verið duglegri að fá þau og lesa en ég þarf að bæta mig þar“. Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar? „Jú, tel mig nokkuð liðtækan í eldhúsinu“. Uppáhalds jólamyndin? „Home Alone“. Uppáhalds jólatónlistin? „Band aid; do they know it's christmas. Held mikið upp á það lag“. Hvar verslarðu jólagjafirnar? „Í heimabænum reyni ég að versla flestar gjafirnar“. Gefurðu mikið af jólagjöfum?
„Ætli ég gefi ekki um tíu jólagjafir“. Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? „Var vanafastari áður, til dæmis að heimsækja ömmu og afa. Núna finnst mér jólalegt að fara út í göngu yfir hátíðarnar í nýföllnum snjó“. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Fékk foreldra mína í heimsókn til LA um jólin þegar ég bjó þar og fékk málverk frá þeim af Charlie Chaplin (frá Kúpu). Held mikið upp á þessa mynd“. Hvað er í matinn á aðfangadag? „Ég er ekki svo vanafastur á aðgangadagsmatinn. Allt frá hamborgarhrygg til rjúpu en ég er að vísu ekki svo spenntur fyrir henni“. Eftirminnilegustu jólin? „Það eru sennilega jólin 2003 þegar ég bjó í LA“. Hvað langar þig í jólagjöf? „Langar í mótorhjólasokka“.
Jólastemmning á kertatónleikum í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Þ
að var sannkölluð jólastemmning á kertatónleikum Karlakórs Keflavíkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Kvennakór Suðurnesja og Kór Holtaskóla sungu einnig á tónleikunum. Kórarnir komu fram hver í sínu lagi en einnig sungu þeir saman, m.a. í þremur síðustu lögunum á tónleikunum. Jólaandinn á tón-
leikunum náði hápunkti þegar allir kórarnir og gestir sem nær fylltu kirkjuna, sungu saman í lokalaginu „Heims um ból“. Karlakór Keflavíkur fagnaði 60 ára afmæli á árinu og fagnaði því með tónleikum og tónleikaferð til Rússlands. Starfið í kórnum er öflugt en sama er hægt að segja um Kvennakór Suðurnesja sem er 45 ára og
er því óhætt að segja að þessir gamalgrónu kórar setji svip sinn á tónlistarlífið á Suðurnesjum. Kór Holtaskóla hefur starfað í fimm ár undir stjórn Styrmis Barkarsonar. Holtaskólakrakkarnir eru í hörku prógrammi á næstunni en þeir sungu einnig á þessum jólatónleikum Karlakórsins í fyrra.
Gjörið svo vel - gangið í bæinn
Í
kvöld, fimmtudagskvöldið 12. desember, opna 12 einstaklingar úr Reykjanesbæ og Garði myndlistarsýningu sem kallast „Gjörið svo vel - gangið í bæinn“. Á sýningunni eru eingöngu málverk af húsum, m.a. úr Reykjanesbæ og Garði. Sýningin fer fram í húsnæði þar sem bókasafnið hafði
áður aðstöðu í miðkjarnanum við Icelandair Hótel. Sýningin opnar kl. 20.00 og að vanda er boðið upp á léttar veitingar o.fl. Allir eru velkomnir. Verkin munu síðan fá að hanga uppi einhverja daga eða jafnvel fram yfir jól.
83% Suðurnesjamanna lesa Víkurfréttir
25
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. desember 2013
HR AF N I S T A R E Y KJ ANE S B Æ
Starfsfólk óskast á hjúkrunarheimilið Nesvelli í Reykjanesbæ sem opnar í mars 2014 Við leitum að:
• starfsfólki í ummönnun
• sjúkraliðum
• hjúkrunarfræðingum
• iðjuþjálfa
Hrafnista á Nesvöllum verður rekin eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu. Rík áhersla er lögð á sjálfsákvörðunarrétt og þátttöku íbúa. Við tökum það besta frá sjálfstæðri búsetu og sameinum það öryggi hjúkrunarheimilis. Starfsfólk og íbúar vinna saman við að skapa heimilislegt, hlýlegt og virkt samfélag.
Við leitum að starfsfólki sem: • hefur jákvætt viðmót og góða samskiptahæfileika • er opið fyrir nýjungum og er tilbúið að fara nýjar leiðir Starfshlutfall og vinnutími er samkomulagsatriði. Umsóknarfrestur er til 7. janúar 2014 Nánari upplýsingar: Hrönn Ljótsdóttir / sími: 531 4010 og 664 9550 / hronn.ljotsdóttir@hrafnista.is
Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!
nota þetta
Á. Á. verktakar
Fitjabakka 1b - 260 Reykjanesbær - 421 6530
Blikksmiðja
Ágústar Guðjónssonar ehf.
Brautarnesti
26
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-póstkassinn
pósturu vf@vf.is
n Ólafur Björnsson skrifar:
n Kristinn Jakobsson Verkefnastjóri hjá MSS skrifar:
Ekki flugufótur Hvað er þetta með Suðurnesin? É
g hef látið mig hafa það að hlusta á rugl sem nýkomið er út á hljó ðdisk. Höfundurinn gefur því nafnið „Fiskarnir hafa enga fætur“. Mér til stórfurðu er þessu tekið með miklum látum og nefnt til verðlauna. Mér finnst betur til hæfis að gefa því nafnið „Ekki flugufótur“. Greinilega vill höfundur koma sem mestu óorði á Keflavík. Jón lýsir leiðinni til Keflavíkur, þegar hann kemur að Innri Njarðvík að þá blasa við honum húsin á hraunbreiðu. Seinna held ég að hann sé kominn með hraunið til Ytri Njarðvíkur og jökullinn sér hann í vestur. Þetta læt ég nægja um lýsingar Jóns á staðháttum. Honum er hugleikið að fjalla um samskipti Keflvíkinga við herinn. Umfram allt er það kvenfólkið sem hann vill koma óorði á. Þegar hann talar um frystihús þá ruglar hann að minnsta kosti tveimur saman eða fleirum. Mestar mætur hefur hann á stórum frystiklefa sem Bandaríkjamenn leigðu fyrir frosnar matvörur. Hraðfrystistöðin byggði þessa miklu geymslu
3. hluti
og leigði hana Varnarliðsmönnum um árabil. Jón segir að Kanarnir hafi komið á hverjum föstudegi til að sækja vörur. Fyrir þessu liði fór ungur „hershöfðingi“. Það voru aldrei neinir hershöfðingjar á Keflavíkurflugvelli. Hann gaf skrifstofufólki og forstjóra kjúklinga en almennt kvenfólk fór út í smóktime til að sjá þessa dýrð, hvernig sem veður var. Það var þó undantekning, stjúpa Jóns. Hún fór fyrir horn og var ein og sér með sígarettu þar. Hún hafði hvorki mætur á Könum eða kalkún. Svo bar til eitt sinn að stjúpan var að totta sína sígarettu að hún sér stúlku sem gengur ákveðnum skrefum niður í fjöru og klöngraðist niður grjótið og út í sjó. Stjúpan sér að stúlkan ætlaði að fyrirfara sér. Hún rýkur til og nær henni og dregur hana í land. Flestir kannast við litlu milljón sem Ofnasmiðjan er staðsett í dag. Allir geta sannreynt að frá litlu milljón sést ekki í fjöru og þar hefur aldrei verið nein fjara. Þetta ætla ég að láta nægja þó að nógu sé af taka.
Hvaða nám fyrir hvaða störf? Orka – fiskur – náttúra Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) rannsakaði í vor hver þekkingarþörf atvinnulífs á Suðurnesjum í samstarfi við fjöldann allan af félögum og stofnunum á svæðinu. Þetta er þriðja síðasta grein um niðurstöður þessarar rannsóknar, í henni verður fjallað hvaða möguleg atvinnutækifæri skapast og hvaða nám er þörf á ef þau fara af stað. Á Suðurnesjum er kjörið tækifæri til klasamyndunar fyrirtækja í sjávarútvegi, því undirstöðurnar eru mjög sterkar ef litið er á Suðurnesin sem eitt atvinnusvæði. Þar má finna tæknifyrirtæki í sjávarútvegi, fjöldann allan af fiskvinnslufyrirtækjum sem vinna að fullvinnslu afurða, fimm fiskiskipahafnir og stórskipahöfn, fisktækninám og rannsóknaaðstöðu, smiðjur ýmiskonar og skipasmíðaog viðgerðastöð. Með þeim áformum sem Stolt Sea Farm á Reykjanesi hefur í fiskeldi og Cotland í Grindavík er
fyrirtækja tengdri grænni orku. Líkur er á að Orkuklasi Ásbrúar verði einstakur á heimsvísu vegna aðgangs að hreinni orku úr jarðvarmavirkjunum hér á svæðinu. Samfara þessari þróun verður þörf á fólki með tækni og verkfræðimenntun auk jarð- og auðlindafræðimenntaðra efna og eðlifræðinga. Sköpun? Nýsköpun? Auk starfa sem áður voru upp talin verður alltaf þörf á fólki með staðgóða menntun og reynslu til að setja á stofn og reka framsækin fyrirtæki. Frumkvöðlasetur er í Eldey, húsnæði á Ásbrú sem Heklan atvinnuþróunarfélag Suðurnesja rekur. Heklan atvinnuþróunarfélag Suðurnesja mun taka þátt í og vera í forystu um uppbyggingu þekkingarseturs á Suðurnesjum með þeim stofnunum á Suðurnesjum sem eru hluti þekkingarsamfélagsins á svæðinu. Hekla beitir sér fyrir sem nánustu samstarfi allra aðila í stoðkerfinu á Suðurnesjum og koma þannig í veg fyrir tvíverknað og árekstra. Heklan vinnur með fræðsluaðilum á Suðurnesjum að aðstoð og ráðgjöf og mótun náms fyrir frumkvöðla.
Ólafur Björnsson
Sendum Suðurnesjamönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
H
F
IÐAVÖLLUM 6 - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 421 4700 - FAX 421 3320
með uppi um að margfalda verðmæti hvers fisks úr sjó verður aukin þörf á starfsfólki með menntun í matvælaframleiðslu þar sem áhersla er á gæði vöru, rannsóknir og þróun, aukin þekking sjómanna og fiskeldis- og fiskvinnslufólks, matreiðslumanna, matartækna og matvælafræðinga. Leiðin að þessari menntun er m.a. í gegnum Fisktækniskólann í Grindavík, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keilir, Menntaskólann í Kópavogi og Háskóla Íslands. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa samþykkt að vinna að stofnun og þróun jarðvangs (e. geopark) á svæðinu. Stefnt er að því að sækja um alþjóðlega vottun á jarðvanginum og er hafinn undirbúningur umsóknar um aðild að European Geoparks Network og UNESCO Global Geoparks Network. Bundnar eru vonir við að árangur verkefnisins skili sér í fjölgun ferðafólks á svæðinu, eflingu vísindarannsókna, meiri samvinnu og uppbyggingu í ferðaþjónustu og dýpri og aukinni þekkingu á viðfangsefninu jarðvangur. Með uppbyggingu innan jarðvangins verður til þörf og tækifæri fyrir fólk með menntun innan ferðaþjónustunnar s.s. markaðsmálum, jarðfræði, leiðsögn. Að auki er ætlunin að virkja fræðsluaðila á Reykjanesi með í átaki í fræðslu almennings á jarðfræði innan jarðvangsins. Á Reykjanesskaganum hefur á undanförnum áratugum byggst upp mikil þekking á nýtingu á náttúruvænum orkugjöfum. Klasi utan um starfsemi grænnar orku er þegar til staðar á svæðinu en hann samanstendur af fyrirtækjum sem framleiða græna orku, nýta græna orku og bæta nýtingu á orkunni. Ásbrú mun verða vettvangur fyrir stóraukna starfsemi
Hvar á að nema? Tækifæri til framhaldsnáms á Suðurnesjum eru fjölbreytt. Menntastofnanir á Suðurnesjum sem sinna framhaldsmenntun eru Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fisktækniskóli Íslands, Keilir og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Fjölbrautaskóli Suðurnesja Fjölbrautaskóli Suðurnesja er framhaldsskóli sem býður fjölbreytt bóklegt og verklegt nám.. Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja geta valið um bóklegt nám sem lýkur með stúdentsprófi, fjölbreytt iðnnám og styttri starfsnámsbrautir. Skólinn útskrifar einnig sjúkraliða. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er kjarnaskóli í netagerð og hefur því frumkvæði að þróun og nýjungum í námi og endurmenntun netagerðarmanna. Í skólanum er einnig í boði almenn braut-fornám fyrir nemendur sem ekki hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi einkunnum til að hefja nám á öðrum brautum. Þá rekur skólinn starfsbraut fyrir fatlaða nemendur. (www.fss.is) Fisktækniskóli Íslands Fisktækniskóli Suðurnesja í Grindavík hefur það að markmiði að bjóða grunnnám á sviði veiða (hásetanám), fiskvinnslu og fiskeldis á framhaldsskólastigi ásamt endurmenntun fyrir starfandi fólk. Að námi loknu og tilsvarandi vinnustaðanámi hefur nemandi öðlast grunnþekkingu og leikni í öllum almennum þáttum sjávarútvegs. (www.fiskt.is) Keilir Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Keilir starfar sem stendur í fjórum skólum. Háskólabrú Á Háskólabrú fer fram undirbúningsnám fyrir háskólanám. Nemendur skulu hafa lokið um 70 einingum í
framhaldsskóla en ljúka að ári liðnu námi á Háskólabrú sem veitir inngöngu í háskóla. Íþróttaakademía Íþróttaakademía Keilis leggur áherslu á að þróa og bjóða uppá nám á sviði heilsu- heilbrigðis- og íþróttafræða. Tæknifræði Keilir býður upp á fjölfaglegt og hagnýtt tæknifræðinám á háskólastigi í samstarfi við Háskóla Íslands. Námið er þriggja ára fullgilt 214 ECTS eininga starfsréttindanám sem veitir rétt til að sækja um starfsheiti tæknifræðings. Nemendur geta valið um mekatróník hátæknifræði eða orkuog umhverfistæknifræði. Flugakademían Flugakademía Keilis stefnir að því að hafa allt flugtengt nám undir einum hatti og skipa því verðugan sess í skólakerfinu. Hægt er að læra til einka- og atvinnuflugréttinda, flugrekstrar, flugþjónustu, auk náms í flugumferðarstjórn og flugvirkjun. (www.keilir.net) Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum leggur metnað sinn í að skapa tækifæri til menntunar og anna mikilli eftirspurn eftir fjölbreyttum námsleiðum. Námsleiðir og smiðjur hafa verið svar við alvarlegu atvinnuástandi og erfiðleikum í atvinnulífi á Suðurnesjum. Þar hefur MSS einblínt á leiðir til þess að veita nemendum tækifæri til að nýta námskeið og námsleiðir sem stökkpall í meira nám. Segja má að með þessum námsmöguleikum sé komið til móts við þá einstaklinga sem áður hafa fallið úr námi en aðstæður í MSS eru kjörnar til þess að byggja upp aukið sjálfstraust og fá nýja sýn á nám og störf. Hlutverk Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum er að efla endur- og símenntun Suðurnesjamanna og auka menntun og lífgæði íbúa svæðisins og efla þannig einstaklinga og atvinnulíf. Miðstöðin veitir náms og starfsráðgjöf og persónulega þjónustu og umhverfi til náms þar sem einstaklingum líður vel. MSS hefur auðveldað fólki sem hætti í námi einhverra hluta vegna, að hefja aftur nám. Nemendur úr Menntastoðum MSS fá aðgang að Háskólabrú Keilis og Frumgreinadeildum Háskólans á Bifröst og Háskóla Reykjavíkur. Einnig sér MSS um fjarnámsaðstöðu nema við Háskólann á Akureyri. (www.mss.is) Samfélagið á Suðurnesjum mun ekki fara varhluta af þeim breytingum sem nú ganga yfir Ísland og umheiminn þar sem meiri áhersla er lögð á þjónustu og þekkingu. Eitt af markmiðum samfélagsins ætti að vera að gera hvern og einn einasta karl og konu að þekkingarstarfsmanni, þann sem býr yfir þekkingu um starf sitt, vill öðlast eða afla sér þekkingar um það og miðla henni. Ávinningur af réttri menntun í samræmi við þróun atvinnutækifæra felst í aukinni atvinnusköpun og hagvexti á Íslandi. Langtíma marmikið samfélagsins ætti að vera að tryggja atvinnu við hæfi sem flestrar, þannig að tækifæri til menntunar haldist í hendur við þróun atvinnu, svo að hver einstaklingur geti og vilji takast hendur nám sem tryggir honum atvinnu, þar sem hann fær notið sín og umleið skapað þjóðfélagslegan vöxt sem tryggir velferð. Kristinn Þór Jakobsson Verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
27
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. desember 2013
RÁÐGJAFI ÓSKAST Á SVIÐI
STARFSENDURHÆFINGAR Stéttarfélög á Suðurnesjum leita að ráðgjafa í fullt starf til að starfa á sviði starfsendurhæfingar. Aðsetur verður á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurnesjum að Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ. Starf ráðgjafans er samstarfsverkefni milli stéttarfélaganna og VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs. Ráðgjafinn mun halda utan um starfsendurhæfingarmál einstaklinga sem eru með skerta vinnugetu vegna slysa eða sjúkdóma í þeim tilgangi að aðstoða þá við að auka vinnugetu sína og varðveita vinnusamband þeirra. Um er að ræða mjög krefjandi starf í umhverfi sem er enn í mótun og uppbyggingu.
Helstu verkefni: • Stuðningur og ráðgjöf fyrir einstaklinga • Upplýsingaöflun og mat skv. viðurkenndum aðferðum • Umsjón, eftirfylgni og leiðsögn varðandi endurhæfingaráætlanir einstaklinga í samstarfi við fagaðila • Náin samvinna við atvinnurekendur og stéttarfélög með það að markmiði að auka starfshæfni Kröfur um hæfni: • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda sem nýtist í starfi (t.d. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar,
iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar) • Reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar • Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund • Áhugi á að vinna með einstaklingum • Geta til að skilja og setja sig inn í mismunandi aðstæður einstaklinga • Góð þekking á vinnumarkaði og nærsamfélagi • Sveigjanleiki, færni og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð • Geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti
Nánari upplýsingar um starf ráðgjafa og starfsemi VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs er að finna á heimasíðu sjóðsins www.virk.is. Til að tryggja þekkingu og símenntun ráðgjafans mun hann fá sérstaka þjálfun sem skipulögð er af VIRK - Starfsendurhæfingarsjóði. Umsókn um starfið skal skilað fyrir kl. 15:00, föstudaginn 20. desember n.k. á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis að Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ í lokuðu umslagi merktu VIRK – Starfsendurhæfing/umsókn um starf.
Glæsilegir skartgripir 23.900 5.100
4.100 11.900
14.900
18.000
5.400 stk.
9.200 stk.
23.900 Vinnustofan er opin alla virka daga frá kl. 13.00-18.00 og laugardaga frá kl. 10.00-14.00 að Laufdal 53 Innri-Njarðvík
9.200 stk.
23.900
MOV
Gullsmiður Símar 421-7433 / 662-5019
28
-
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
jólaspurningar
-bókakafli
pósturu vf@vf.is
Fyrsti kafli
Björn Ísberg Björnsson:
JÓI KEMUR Í HEIMINN
Er „sökker“ fyrir Love Actually Björn Ísberg Björnsson á það til að borða yfir sig af humri um jólin en hann passar sérstaklega upp á að mamma sín sé ekki að breyta uppskriftinni að humrinum of mikið. Besta jólagjöfin sem Björn hefur fengið er kassagítar sem hann hefur ekki lært á, hann væri því til í gítarfingur í jólagjöf. Fyrstu jólaminningarnar? „Ég beið alltaf spenntur eftir að Skyrgámur kæmi í heimsókn. Hann fékk ekkert skyr samt.“ Jólahefðir hjá þér? „Ætli jólabjórasmökkunin sé ekki eina hefðin hjá mér.“ Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar? „Ég er duglegur að passa upp á að mamma sé ekki að breyta uppskriftinni að humrinum of mikið. Hún á það til að vera stundum of tilraunasöm.“ Jólamyndin? „Ég kemst í jólafíling við að horfa á Lord Of The Rings og Christmas Vacation. Er líka sökker fyrir Love Actually og er þegar búinn að þjófstarta með að horfa á hana.“ Jólatónlistin? „Nei.“ Hvar verslarðu jólagjafirnar? „Það mega allir búast við að fá eitthvað úr versluninni Brim. Á auðvelt með að finna eitthvað flott þar.“ Gefurðu mikið af jólagjöfum? „Ekki nógu mikið. Væri til í að gefa öllum jólagjöf. Það er sælla að gefa en þiggja, en mig vantar bara stærri
buddu.“ Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? „Við höfum oftast sömu rútínu í fjölskyldunni minni. Við kallarnir spilum.“ Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Kassagítarinn sem ég hef ekki ennþá lært að spila á. Samt eru nokkrir slitnir strengir.“ Hvað er í matinn á aðfangadag? „Humar í forrétt (ég borða mig yfirleitt saddan af honum), hamborgarhryggur og heimatilbúinn ís í eftirrétt. Svo skemmir ekki að fá kaffi og koníak á meðan pakkarnir eru opnaðir.“ Eftirminnilegustu jólin? „Ég er svo ótrúlega gleyminn að ég man bara síðustu jól. Voru þau ekki í apríl?“ Hvað langar þig í jólagjöf? „Ég væri alveg til í að vakna á jóladagsmorgun með hár á kollinum og gítarfingur, svo ég geti loksins spilað nokkur lög á gítarinn minn. En ég er sáttur að geta heimsótt fjölskyldu mína og vini.“
VIÐ ÓSKUM SAMSTARFSAÐILUM OKKAR Á SUÐURNESJUM OG LANDSMÖNNUM ÖLLUM
GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI
Þ
egar Jói kom í heiminn eftir allnokkra bið varð afi Tóti stoltur og dansaði tangó í litlu stofunni sinni inná Hlíf. Honum höfðu borist fréttirnar frá Ingu f r æ n ku í g e g nu m s í m a n n . Mamma og pabbi Jóa voru þó ekki á þeim buxunum að dansa, enda hafði meðgangan staðið yfir í heila öld og fæðingin reynt á þolrifin. En foreldrarnir voru auðsýnilega bæði stolt og hamingjusöm að landa svo fallegum dreng í heiminn. Hann var líka fyrsta barn þeirra hjóna og mikið voru þau Guði þakklát fyrir svo fallegan og heilbrigðan dreng. Galvösk ljósmóðirin á sjúkrahúsinu hóf Jóa á loft og sagði að hann væri einsog snýttur út úr nösinni á pabba sínum. Því samsinnti Þorsteinn yfirlæknir og furðaði sig í leiðinni á því hve stórt barnið væri. „Hann er örugglega fimm kíló,“ sagði hann íhugull á svip. Að svo mæltu gekk yfirlæknirinn út úr stofunni en ljósmóðirin fór fram að segja pabbanum tíðindin. Meðan þessu fór fram sat Inga frænka heima á Suðurgötu 19 og grét af gleði. Hennar hlutverk var að gæta hússins og færa vinum og ættingjum fréttirnar. Jói var baðaður ástríki og aðdáun fyrstu dagana og þótti myndardrengur. Hann var meðhöndlaður einsog brothættur gullmoli, vafinn inní hlýjar ábreiður og reifaður einsog sjálft Jesúbarnið og lagður í jötu. Margir lögðu leið sína á sængurdeildina til að fagna komu hans og líkt og vitringarnir forðum komu þeir færandi hendi. Fyrir vikið hlóðust upp háir staflar af gjöfum hjá nýbakaðri mömmu og barni enda voru þær ófáar kerlingarnar sem leitað höfðu til Önnu Þórðardóttur saumakonu í gegnum tíðina. Pabbi Jóa, sem óvænt hafði fengið vikufrí á sjónum, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í öllum þessum ósköpum. Fólk virtist streyma hvaðanæva og engu var líkara en hálfur heimurinn vildi óska honum til hamingju með barnið. Ekki tók betra við þegar hann uppgötvaði sér til mikillar skelfingar að þess var vænst að hann héldi uppi samræðum við allt þetta fólk. Á því augnabliki vildi svo vel til að Gunnari J. Jökulssyni, pabba Jóa, kom til hugar gjöfin sem hann átti eftir að kaupa fyrir ný-
fæddan son sinn og með það sama var hann á brott. Gunnar J. Jökulsson, sem alla jafna var lítt gefinn fyrir búðir, naut sín að þessu sinni í búðarápinu. Hann þræddi bæinn þveran og endilangan og gaf sér góðan tíma á hverjum stað til að skoða vöruúrvalið og gerðist meira að segja svo djarfur að spyrja um verð í nokkrum búðum. Að endingu fann hann tvær ófrýnilegar rykfallnar sjóræningjabrúður í Hafnarbúðinni en sú ágæta búð var reyndar í sjónmáli frá heimili hans, Suðurgötu 19. Í Hafnarbúðinni ægði öllu saman: Hamborgarar, franskar og spælegg voru sérgrein búðarinnar. Kaffi og meðþví fyrir þá sem það vildu. Svo mátti líka finna sitthvað brúklegt: dónablöð, rakspíra, rúðuþurrkur, sjóvinnugalla, svuntur, vinnuvettlinga, ermahlífar, gallabuxur, baujuflögg, netanálar og prjónagarn. Og svo auðvitað dótahornið sem samanstóð af stórum trékassa fullum af allskonar misgagnlegum hlutum. Þar á botninum, innan um bolta, tindáta og flugvélamódel, fann Gunnar J. Jökulsson þessar rykföllnu sjóræningjabrúður. Æ, þær voru etthvað svo einar og á svo kaldri braut að hann stóðst ekki mátið að bjarga þeim. Hann ætlaði þó varla að hafa það af að afgreiðsluborðinu sökum margmennisins í búðinni. „Þú mátt eiga þær,“ tilkynnti afgreiðslustúlkan lafmóð, þegar röðin kom loksins að honum. „Ég hef ekki hugmynd um hvað sjóræningjarnir kosta. Sonur minn segir að þessi með bótina heiti Sigurður fótur. Hinn, þessi þybbni, heitir víst Hafliði tvö nef. Meira veit ég ekki. – Jú, fyrirgefðu,“ bætti hún við áður en Gunnar J. Jökulsson sneri frá afgreiðsluborðinu. „Sjóræningjaskipið þeirra heitir víst Algata …“ Gunnar J. Jökulsson þakkaði ringlaður fyrir sig. Já, annríkið var svo sannarlega mikið fyrir nýbakaðan pabba. Og það var kannski einmitt öllu þessu annríki að þakka að honum tókst að halda sig réttum megin við strikið að þessu sinni en hvernig honum tókst að vera í viku í landi án þess að dett‘íða var fjölskyldunni hulin ráðgáta. Það var kannski vegna afstöðu himintunglanna eða kannski vegna þess hvernig stóð á flóði eða fjöru, allavega var sá gállinn á Gunnari J. Jökulssyni að drekka ekki dropa. Gaf hann aldrei neina yfirlýsingu af eða á. Var bara fyrirmyndarfaðir í hvívetna og gladdi mjög þakklátt hjarta Önnu Þórðardóttur konu sinnar, sem ávallt hafði óbilandi trú á manni sínum þrátt fyrir allt. Jói var fluttur af sjúkrahúsinu í heiðgulu burðarrúmi og hjalaði strákurinn alla leiðina heim. Þau hjónin gengu með hann því stutt var heim frá sjúkrahúsinu. „Strákurinn er að hjala við sjóræn-
ingjana,“ útskýrði pabbinn hróðugur. „Ljóti ófögnuðurinn þessir sprellikarlar,“ andmælti mamma Jóa. „Og alger óþarfi að troða þeim oní burðarrúmið.“ En innst inni var hún stolt af manni sínum fyrir að hafa tekið uppá því að færa syni sínum gjöf, svona uppá eigin spýtur. Já, sól skein í heiði og mávar sungu. Heima beið Inga frænka með nýlagað kaffi og heitar pönnsur. Jói var ekki nema tíu mánaða gamall þegar pabba hans varð það á að setja gallsúra mjólk á pelann hans. Viðbrögð Jóa við framtakinu voru þau að blána í framan, því kekkjótt mjólkin vildi ekki svo glatt niður heldur stóð föst í hálsinum á honum og lokaði öndunarveginum fyrir allri umferð. Snör handtök mömmu hans á ögurstundu björguðu lífi Jóa að þessu sinni. Fyrir tóma tilviljun hafði hún hrokkið upp þegar svefnherbergisglugginn slóst til og var rétt nýbúin að loka honum þegar ambur heyrðist úr vöggunni og þá hafði hún ákveðið að gá. Meðan á þessu öllu stóð sat Gunnar J. Jökulsson að drykkju niðrí kjallara og lét sig dreyma stóra drauma, enda hafði hann staðið við sitt þetta kvöld og meira að segja tekið það að sér – af eintómum elskulegheitum – að sjá um drenginn: „Ég skal svæfa drenginn, Anna mín,“ hafði hann tilkynnt. „Þér veitir ekki af hvíldinni, elskan!“ Þó var það aldrei meiningin hjá honum að svæfa litla kútinn svefninum langa. Þetta taut setti Gunnar J. Jökulsson fram í varnarskyni á meðan Arnbjörn læknir skoðaði Jóa. Mamma Jóa gaf manni sínum illt auga en lét það ógert að segja nokkuð á meðan læknirinn heyrði til. En þegar hann var á brott setti mamma Jóa hnefann í borðið og sagði hátt og skýrt: „Hingað og ekki lengra, Gunnar J. Jökulsson, nú ferð þú að gera eitthvað í þínum málum. Þú verður að láta renna af þér í eitt skipti fyrir öll, annars endar þessi vitleysa hjá þér með ósköpum.“ Gunnar J. Jökulsson hlustaði með athygli á þessi vísdómsorð eiginkonu sinnar en sagði svo sakleysislega: „Hvað er þetta, kona, ég ætlaði ekki að drepa drenginn.“ Já, það var margt sem Gunnar J. Jökulsson ætlaði sér ekki að gera en gerði samt. Á næstu árum rak hvert fylleríið annað og skandalarnir hlóðust upp. Sagan af Jóa © Þröstur Jóhannesson Bókabeitan, Reykjavík 2013 Öll réttindi áskilin.
29
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. desember 2013
-menning
pósturu eythor@vf.is
83%
+ www.vf.is LESTUR
VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM
Opnar ÁBREIÐUR FRÁ VALDIMAR vinnustofur T - öðruvísi jólatónleikar frá Súluhöfunum
ónlistarmenn hafa í nógu að snúast um jólin. Þá eru jú skemmtanir og jólahlaðborð um allar trissur. Þeir félagar úr hljómsveitinni Valdimar, Ásgeir, Högni og Valdi ætla að halda aðeins öðruvísi tónleika núna fyrir jólin en þeir munu setja ýmiss þekkt íslensk dægurlög í nýjan búning. Valdi söngvari segir að strákarnir í Valdimar séu líklega ekki að fara að herja á jólamarkaðinn en þó verður leikið jólalag á tónleikunum sem fara fram í kvöld á Duus í Reykjanesbæ. Á dagskránni eru m.a. lög eftir: KK, Björk, Bubba Morthens, Emilíönu Torrini, Megas, Hjálma og fleiri. Bæði verða leiknar þekktar perlur sem og minna þekkt lög. Valdimar Guðmundsson söngvari
segist ekki hlusta mikið á jólatónlist nema þá helst í bílnum þegar hann er á ferðinni. Hann viðurkennir þó að nokkur jólalög snerti hjá honum jólataugina. „Christmas Song með Nat King Cole hefur mér alltaf fundist voða fínt. Svo náttúrulega All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey og Last Christmas með Wham.“ Valdi segir að jólavertíðin sé strembin hjá tónlistarmönnum og hann sé yfirleitt frekar upptekinn í desember. Varla gefist tími til þess að bregða sér á jólahlaðborð eða á tónleika eins og tíðkast. Valdi sækir þá helst slíkar skemmtanir þegar hann mætir þangað til þess að syngja. Það er ákveðið jólalag sem Valdimar hefur sérstaklega gaman af að syngja en það er Hinsegin jólatré sem Bogomil Font söng með Stór-
sveit Reykjavíkur hér um árið.
Svínakótilettur í raspi um jólin Þegar blaðamaður hjó eftir jólahefðum hjá Valda þá var ekki um auðugan garð að gresja. Hann fer þó alltaf í jólamat til föður síns þar sem fremur óvenjulegur matur er borinn á borð. „Það hefur verið hefð hjá minni fjölskyldu að borða svínakótilettur í raspi á aðfangaeða jóladag. Ég held að pabbi ætli reyndar að fara út fyrir hefðina þetta árið og hafa önd í matinn,“ segir Valdi en kótiletturnar eru framreiddar með brúnuðum kartöflum, rauðkáli, grænum og gulum baunum og svo sultu eins og lög gera ráð fyrir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 Aðgangseyrir er 1500 krónur.
hönnuða í Eldey Alla fimmtudaga á aðventu kl. 15:00 – 18:00
Hönnun og vandað handverk af Suðurnesjum Verið velkomin Eldey frumkvöðlasetur, Grænásbraut 506, 235 Ásbrú
einföld ákvörðun
veldu Öryggi fyrir þig og þína
Þú passar hann Við pössum Þig driving emotion
driving emotion
JEPPADEKK
JEPPADEKK
kornadekk
ice contact Dekkjaverkstæði
Smurþjónusta
viking contact 5 Smáviðgerðir
Hjólastillingar
Bremsuklossar
I*cePt IZ W606
I*PIke W419 Rúðuþurrkur
www.solning.is
Rúðuvökvi
Rafgeymar
Peruskipti
courser Msr
courser aXt
Fitjabraut 12, Njarðvík
☎ 421 1399 www.solning.is
30
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
Parið Friðrik Friðriksson og Álfrún Örnólfsdóttir eru bæði leikarar og búa í miðborg Reykjavíkur með dætrum sínum tveimur, Margréti og Kolbrúnu Helgu. Friðrik leikur í Óvitum og Karíusi og Baktusi og Álfrún í Mary Poppins. Þegar þau eru í fríi eru flestir aðrir að vinna og þau þakka tengslaneti góðra fjölskyldna beggja vegna hversu vel hlutirnir ganga upp. Olga Björt, blaðamaður Víkurfrétta, heimsótti Friðrik og fjölskyldu hans og ræddi við hann um leiklistina og æskuár hans í Njarðvík.
n Leikarastarfið getur gefið og tekið:
Vinn þegar flestir aðrir eiga frí „Ég hata Mary Poppins!“ „Karíus og Baktus eru í fríi fram yfir áramót en ég er að æfa fyrir leikrit sem nefnist Lúkas sem verður frumsýnt milli jóla og nýárs. Ég er líka að byrja að æfa annað leikrit sem verður sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í febrúar og svo taka fleiri verkefni við eftir það. Maður er stanslaust að vinna í leikhúsinu frá því maður er lokaður inni á haustin þar til manni er hleypt út á vorin með beljunum,“ segir Friðrik um starfið sitt. Skilningur ríki á milli hans og Álfrúnar gagnvart vinnutímanum. Varðandi skilning annarra segir Friðrik glettinn: „Þeir vinir sem við eigum eftir skilja þetta enda mikið til fólk sem er í sama bransa og við og þekkja þetta. Reyndar er Gísli Nils vinur minn löngu hættur að bjóða mér í skírnir og svoleiðis,“ segir hann og hlær. Álfrún bætir við: „Þetta fer eiginlega í báðar áttir. Það getur komið sér illa þegar við erum bæði í vinnunni á sama tíma. Reyndar hefur það verið fínt í vetur því þá hefur Friðrik ekki verið að sýna á kvöldin. Í fyrravor voru þrjú kvöld í viku sem við vorum bæði að vinna, auk helganna. Þá sagði Margrét dóttir okkar: „Ég hata Mary Poppins!““ Dýrmæt tengsl við ömmu og afa Þau Friðrik og Álfrún segja sterkt tengslanet beggja fjölskyldna hjálpa mikið til við að þau geti sinnt því störfum sínum. Ættingjar skiptist á að gæta dætranna og þær séu ekki miklir vandræðagripir. „Það er miklu betra að hafa ömmur og
afa til að passa þær en einhverjar stelpur úti í bæ,“ segir Álfrún og Friðrik bætir við: „Svo er líka gott og dýrmætt að rækta þessi mikilvægu tengsl við ömmur og afa. Ég fékk ekki að kynnast slíku, bara annarri ömmu minni.“ Leiklistarhæfileikarnir erfast greinilega á milli kynslóða því eldri dóttir þeirra, Margrét, er þegar farin að láta til sín taka á sviði. Hún sýnir í leikriti Skoppu og Skrýtlu, þrjár sýningar aðra hverja helgi. Margrét skottast í kringum blaðamann í fallegum rauðum kjól og réttir stolt fram nýjustu föndursköpun sína. Svo spyr hún glaðlega hvenær verði eiginlega tekin mynd af henni. Friðrik segir: „Já hér er föndrað, litað, leikið og dansað alla daga.“
átti Baden Powell skátabók með hnútaaðferðum í og upplýsingum um hvernig á að bjarga sér í náttúrunni. „Ég var mjög upptekinn af þessu og fannst það mjög heillandi.
Kaninn við leiksvæðið Eftir að hafa búið í Reykjavík í 20 ár finnst Friðriki hann vera orðinn meiri Reykvíkingur en Njarðvíkingur þótt ræturnar liggi suður með sjó. Á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar bar hluti íbúabyggðarinnar í Ytri-Njarðvík enn merki hersetunnar frá stríðsárum. Þar voru enn yfirgefnir braggar og girðingin sem aðskildi svæðið sem tilheyrði hernum og íbúabyggðina í Njarðvík náði inn á svæði þar sem íslenskir krakkar sóttu í að leika sér. „Þar stutt í Kanann, hjólastíginn, heiðina og girðinguna. Sem krakki eyddi ég þó meirhluta leiktíma míns niðri í fjöru við að byggja fleka og gera eitthvað sem líklega mætti ekki í dag,“ segir Friðrik. Einnig var hann mikið í skátunum, enda ævintýramaður í sér og hrifinn af alls kyns leiðöngrum. Hann
Við fengum gamlan bakpoka lánaðan frá bróður mínum, settum í hann nokkrar mandarínur, tepoka, eitt vasaljós og Baden Powell bókina. Svo gengum við frá Njarðvík í átt að Svartsengi - þvert yfir hraunið.
Gengu yfir hraunið til Svartsengis Lengsti leiðangur sem ég fór í var þegar ég dró Dofra Örn vin minn og Jón Inga frænda hans með mér í „smá“ ævintýraferð. „Við fengum gamlan bakpoka lánaðan frá bróður mínum, settum í hann nokkrar mandarínur, tepoka, eitt vasaljós og Baden Powell bókina. Svo gengum við frá Njarðvík í átt að Svartsengi - þvert yfir hraunið.“ Friðrik giskar á að þeir félagar hafi verið eitthvað aðeins undir 10 ára
aldri. Komið var kvöld þegar þeir voru komnir áleiðis og þeir orðnir hræddir. „Við stefndum bara á reykinn frá Svartsengi, misstum rafhlöðuna úr vasaljósinu ofan í gjótu og urðum skíthræddir.“ Svo þegar út í Svartsengi var komið tóku starfsmenn Hitaveitunnar á móti þeim. „Ég man að við horfðum á þátt með MASH hjá þeim og borðuðum smákökur og mjólk. Svo komu foreldrar Dofra og sóttu okkur - ekki sáttir,“ segir Friðrik og hlær. Langaði í fimleika Friðriki leið vel í Njarðvík og sem barni en í minningunni segir hann að ekki verið mikið um að vera þar miðað við það sem er í boði í dag. „Ég var ekkert fyrir boltaíþróttir og hefði viljað æfa fimleika. Það var svo lítið annað íþróttastarf í boði fyrir þá örfáu sem höfðu ekki áhuga á boltanum.“ Hann segist þó hafa gert tilraun og farið í körfuboltatíma í litla salnum í kjallara íþróttahússins í Njarðvík. „Mér fannst svo mikil læti þarna. Ég er enginn hópíþróttamaður,. Ég fór bara að gráta og var sóttur,“ segir Friðrik og brosir. Hann tekur þó fram að svona miklir íþróttabæir eins og Njarðvík séu af því góða fyrir þá sem hafa áhuga á því. Hann hafi bara þurft að fara annað til að finna sína fjöl. Forvitnin hjálpaði mikið Þá segist Friðrik ekki hafa haft mikið fyrir náminu í grunnskóla og ekki lagt mikla stund á það. „Það fór heldur ekki mikið fyrir mér í tímum. Ég fylgdist vel með og
hafði áhuga á öllu, einhver eðlislæg forvitni. Ég hafði sérstakan áhuga á raunvísindum og náttúrufræði. Forvitnin dreif mig áfram og einhvern veginn festist allt inni sem meðtók. Ég fékk verðlaun fyrir námsárangur þegar ég útskrifaðist.“ Eitthvað dró úr þessu þegar hann fór í menntaskóla því hann segist þá hafa uppgötvað að til væri félagslíf og annað fólk og hægt að gera svo margt annað. Eins og vill verða með marga aðra. Lærði leiklist hjá fréttamanni Aðspurður segir Friðrik leiklistaárhugann hafa kviknað í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en að Dofri Örn vinur hans vilji meina að hann hafi kviknað í grunnskóla því Friðrik hefði komið fram og leikið þá. Friðrik segist ekki muna eftir neinum meistaratöktum þar. Það sem hafi í raun virkjað þetta áhugasvið hans var að hann þurfti að hætta námi í Menntaskólanum við Sund þegar foreldrar hans fluttu tímabundið aftur í Njarðvíkur. „Þá fór ég í FS og var á sama tíma eitthvað að dúlla með skátunum. Ingólfur Níels Árnason, núverandi óperuleikstjóri á Ítalíu, var í skátunum og ég spurði hann hvaða fög ég ætti að velja í FS. Hann sagði mér að velja Listir 103 og Leiklist 103, því þar væru eru engin próf og ógeðslega gaman. Mér leist ljómandi vel á það.“ Borgþór Arngrímsson, fyrrverandi fréttamaður, kenndi báða áfangana og Friðrik segir að hjá honum hafi hann farið að gera eitthvað sem hann hafði aldrei gert áður. „Maður fékk svona umsögn í stað einkunna. Borgþór spurði mig
31
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. desember 2013
RÉTTURINN LEITAR EFTIR STARFSFÓLKI Í VINNU Um er að ræða dagvinnu og kvöldvinnu. Umsækjendur þurfa að getað gengið í öll störf á staðnum svo sem aðstoð í eldhúsi, þrif, tekið á móti kúnnum í afgreiðslu og getað unnið sjálfstætt. Gott væri að hafa einhverja reynslu af störfum í eldhúsi og afgreiðslu. Æskilegt er að umsækjendur tali íslensku. Um er að ræða framtíðarstörf fyrir rétta aðilla. Kvöldvinnan sniðug fyrir duglegt framhaldsskólafólk sem vill vinnu með skóla.
hvort ég hefði verið í leiklist áður eða verið í leikfélagi, því honum fannst það einhvern veginn. Ég væri eitthvað svo góður með mig. Fannst ég hafa eitthvað í þetta. Ég var svo upp með mér og það gaf mér sjálfstraust áfram,“ segir Friðrik.
SÝNUM ALLA HELSTU ÍÞRÓTTAVIÐBURÐI Á BREIÐTJALDI
Boltinn byrjaði að rúlla með Vox Arena Þá fór hann að starfa með Vox Arena, leikfélagi FS, og þar hafi boltinn byrjað að rúlla. „Fyrsta hlutverkið var sem slökkviliðsmaður í Sköllóttu söngkonunni og ári síðar lék ég Woyzeck í leikstjórn Hávars Sigurjónssonar með fólki sem enn eru vinir mínir í dag.“ Sjálfur segist Friðrik ekki hafa vitað þá að hægt væri að læra leiklist á Íslandi í sérstökum leiklistarskóla. „Ég hélt bara að þetta væri fólk sem hefði mikinn áhuga á því og færi svo bara að vinna í Þjóðleikhúsinu,“ segir hann og hlær. Hann starfaði svo með Leikfélagi Keflavíkur í tvö ár eftir námið í FS. Svo sótti hann um inngöngu í Leiklistarskóla Íslands og undirbjó mig aðeins en komst ekki inn; komst í lokaúrtak. Þá voru bara 8 teknir inn.“ En fyrst Friðrik var kominn svona langt þá leit hann á það sem ákveðna staðfestingu á því að hann væri á réttri leið. „Ég undirbjó mig bara betur, sótti um árið eftir og komst inn. Útskrifaðist svo 1998 og þetta er búið að vera líf mitt síðan,“ segir Friðrik. Hann segir alla strákana í hópnum starfa við leiklist í dag en tvær af stelpunum hafi síðar farið í sálfræði og lögfræði. Ekki lítil hlutverk heldur litlir leikarar Friðrik segist hafa verið heppinn með að krækja strax í hlutverk áður en hann útskrifaðist. Þórhildur Þorleifsdóttir, þáverandi leikhússtjóri Borgarleikhússins bauð honum hlutverk Péturs Pan, fyrir frumsýningu útskriftarverkefnis Leiklistarskólans. Í kjölfarið hafi svo komið fleiri hlutverk. „Ég lék nördinn Eugene í uppfærslu Grease sumarið eftir útskrift. Það var ekki stórt hlutverk. En eins og sagt er í leiklistinni eru ekki til lítil hlutverk bara litlir leikarar. Maður reynir að gera mikið úr litlu,“ segir Friðrik. Hann er búinn að vera fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu í dálítiinn tíma og finnst það mjög fínt. „Leikarastarfið er hark fyrir flesta og launin ekki há. Innan BHM erum við láglaunastétt. Svo fer oft mikill tími fer í þetta. Við erum að vinna þegar aðrir eru í fríi. Við höfum varla hitt sumt fólkið okkar síðan í haust. Á móti kemur að sem fastráðinn
an
-S
hf
M
ía
-e
Fa c
eb
oo
k:
dg
er
Heimsendingar: fimmtudag - sunnudags
M
am
m
a-
mánud: Lokað þrið-fim: 17:00 - 21:00 fös-lau:17:00 - 22:00 sun: 17:00 - 21:00
ði
KALDUR Á KRANA
Ytri-Njarðvíkurkirkja Aðventusamkoma 15. desember kl.17:00 Ragnar Bjarnason syngur og sonur hans Henry Lárus Ragnarsson flytur hugleiðingu. Leikskólabörn á Hjallatúni flytja helgileik. Einnig koma fram nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Kirkjukór Njarðvíkurkirkna undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista, sem einnig stjórnar almennum söng. Minnum einnig á jólaballið í kirkjunni 22. desember kl.11. Jólasveinn úr fjallinu Keilir mætir og gefur börnum eitthvað gott. Allir velkomnir
leikari fæ ég langt sumarfrí og hef það gott þá. Þetta er svona tarnavinna, næstum eins og vertíð. Við erum að vinna alla daga milli jóla og nýárs núna. Eina alvöru lögbundna fríið okkar er um páska,“ segir hann. Eigin verk mest gefandi Spurður um hvar hann sjái sig eftir tíu ár segist Friðrik helst vilja sjá börnin sín vaxa út grasi og verða hamingjusöm. Og að leiklistin taki ekki svona langan tíma frá honum og að áhugi og tími fáist fyrir aðra hluti fyrir utan vinnuna. „Lífið er ekki bara leikhús. Kannski fer maður í annað framhaldsnám. Þau verkefni sem hafa sprottið
frá manni sjálfum hafa verið mest spennandi og gefandi.“ Friðrik er í leikhópi sem heitir Ég og vinir mínir og segir hópinn vera að fá tilboð með að fara út í heim með verkefni. Hann bindur vonir við eitthvað svona í framtíðinni. „Ég er með góða reynslu af söngleikjum, barnaleikritum og ýmsu öðru. Ég er að fara að gera einleik í vor í leikstjórn Friðgeirs Einarssonar sem nefnist Unglamb. Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður, ætlar að skrifa efnið með okkur. Svo eigum við okkur fjarlægan draum um að heimsækja vinkonu Álfrúnar sem býr syðst í Suður Ameríku. Það gæti verið gaman líka.“ Álfrún tekur undir það.
Óskum Suðurnesjabúum gleðilegra jóla Holtsgötu 52 - Reykjanesbæ.
STAÐA MÓT LAUS Á R
32
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu eythor@vf.is
Keflvíkingurinn Ragnar Friðriksson starfar sem framkvæmdastjóri virtustu og elstu matreiðslusamtaka heims. Samtökin eru með 10 milljón kokka á sínum snærum víðs vegar um heiminn. Ragnar hefur verið fjarri heimahögum síðan á tvítugsaldri en hann er nú búsettur í kampavínshéraðinu í Frakklandi ásamt fjölskyldu sinni.
ERUM EINS OG FIFA Í KOKKABRANSANUM - Segir Keflvíkingurinn Ragnar Friðriksson framkvæmdastjóri virtustu og elstu matreiðslusamtaka heimsins
R
agnar er fæddur og uppalinn í Keflavík og þaðan á hann góðar minningar. Eins og svo margir úr Bítlabænum þá spilaði Ragnar körfubolta og vann hann fjölda titla með sigursælum árgangi sem m.a. Hjörtur Harðarson og Nökkvi Már Jónsson léku með. Friðrik Ragnarsson, faðir Ragnars var hinn dæmigerði Keflvíkingur, en hann spilaði með gullaldarliði Keflavíkur í fótboltanum á sjöunda áratugnum og var auk þess í hljómsveit eins og tíðkaðist í Keflavík á þeim tíma. Ragnar segist koma skammarlega lítið á æskuslóðirnar en hann kom síðast til Íslands í haust til þess að vera viðstaddur brúðkaup systur sinnar sem búsett er í Reykjanesbæ. Þá kíkti hann á Ljósanótt og rakst á mörg kunnugleg andlit. Á faraldsfæti frá unga aldri Ragnar eyddi æskuárunum í Keflavík en hann hefur ávallt verið á faraldsfæti. Faðir hann fluttist til Englands þegar Ragnar var ungur og þar dvaldi hann löngum stundum. Þegar hann var 16 ára fór
hann sem skiptinemi til frönskumælandi Kanada. Hann fluttist til Reykjavíkur þegar hann var 18 ára til þess að sækja þjónanám á Grillinu og síðar í Perlunni. Hann fluttist síðar til Noregs þar sem hann nam hótelrekstur í háskóla. Þar bjó hann um fimm ára skeið, starfaði og kláraði háskólanámið. Leiðin lá svo til Englands þar sem Ragnar fór í meistaranám í tvö ár. Þar kynntist Ragnar fyrrum eiginkonu sinni og saman fluttu þau til heimalands hennar, Frakklands en þar hefur Ragnar búið síðustu 13 ár. Í Frakklandi var Ragnar að fást við útgáfu bóka, þá aðallega matreiðslubóka, þar til fyrir fjórum árum síðan, þegar honum bauðst spennandi starf sem framkvæmdastjóri alheimssamtaka kokka (WACS Worldchefs). Ragnar þekkir vel inn á starfssvið kokka en hans starf fellst fyrst og fremst í markaðssetningu og stjórnun samtakanna. Árið 2008 var Gissur Guðmundsson kjörinn forseti samtakanna. Hann átti sér þá hugsjón að samtökin ættu að eiga sér skrif-
stofu sem helst ætti að vera staðsett í París. Þannig komst hann í kynni við Ragnar sem var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri. Ragnar segir að þeir félagar hafi nánast þurft að byrja starfið á núlli þrátt fyrir að um gamalgróin samtök sé að ræða. „Þetta eru 85 ára gömul samtök en engu að síður var engin skrifstofa til staðar og starfið ekki ýkja skipulagt,“ segir Ragnar en nú hefur starfsfólk verið ráðið til samtakanna víðs vegar um heiminn. Ragnar hefur verið á ferð og flugi að undanförnu en þegar blaðamaður náði af honum tali var hann staddur í Sviss á kokkakeppni. Skömmu áður hafði blaðamaður samband þegar Ragnar var staddur í hæstu byggingu heims í Dubai. Þar áður var Ragnar í Asíu en hann hefur verið á miklu ferðalagi undanfarinn mánuð. Það virðist því margt framandi og spennandi við starf Ragnars. „Við erum svona eins og FIFA í fótboltanum. Hér á þessari keppni í Sviss er einmitt verið að notast við
Ragnar kann sitt hvað fyrir sér í eldhúsinu. Hann er algjörlega fallinn fyrir franskri matargerð og reiðir fram veislu af frönskum sið um jólin.
33
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. desember 2013
Jólatréssala hefst 14. desember kl. 14:00
Í ár selur Kiwanisklúbburinn Keilir jólatré í Húsasmiðjunni og Blómavali.
Salan fer fram í Húsasmiðjunni á Fitjum.
Opið virka daga kl. 16–20 og um helgar kl. 14–20 reglur frá okkur sem ákveðnar eru af sérstakri nefnd kokka frá öllum heimshornum,“ segir Ragnar en starf hans fellst að miklu leyti í því að kenna kokkum þessar reglur þar sem þeir geti svo dæmt í slíkum keppnum sjálfir. Einnig beita samtökin sér að krafti fyrir menntunarmálum kokka þannig að samræma megi gæðastimpil kokka alls staðar úr heiminum með alþjóðlegum skírteinum. „Það er þannig með kokkanámið að gæði og nám eru mismunandi milli landa og okkar starf er að reyna að samræma gæðin og kröfurnar í námi.“
„Litlu“ Íslendingarnir í fararbroddi WACS Worldchefs samtökin eru þau stærstu og virtustu í heimi matreiðslunnar. Tæplega 100 lönd eru meðlimir í samtökunum sem m.a. vinna mikið að mannúðarmálum. Ragnar segir að íslensk
Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar- skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála
matargerð sé fremur hátt skrifuð í matarheiminum og norræn matargerð er sífellt að sækja í sig veðrið. Forseti, framkvæmdastjóri, ritari og varaforseti þessara virtu samtaka eru allir íslenskir. Það þykir ansi merkilegt. „Þetta er í fyrsta skipti í sögu samtakanna sem svona lítil þjóð er í fararbroddi. Við erum líka afar stoltir af því að það hefur aldrei eins mikið gerst síðan íslenska liðið tók við stjórnartaumunum,“ en vegna stöðu sinnar hafa Íslendingarnir gott tækifæri til þess að kynna íslenska matarmenningu og landið sjálft. Ragnar segir að það felist m.a. í því að efla ímynd norrænnar matargerðar og ekki síst orðspor íslenskra matreiðslumeistara. Ragnar telur að í þeirri vinnu þurfi samtökin á stuðningi íslenskra hagsmunaaðila að halda, stjórnvalda, fyrirtækja og hagsmunasamtaka á sviði ferðamála.
Knús Caffè DESEMBER Fimmtudaginn 19. des. kl. 20.00
Lifandi tónlist og Hrafnhildur Valgarðsdóttir rithöfundur les úr nýrri bók sinni Söngur Súlunnar
Laugardaginn 21. des. kl. 15.00
Skyrgámur hinn eini sanni kemur og skemmtir börnunum. Mömmur og pabbar geta tekið myndir
Þorláksmessa 23. des. kl. 20.00
Gummi Símonar kemur okkur í jólaskap með ljúfum tónum
Mikið nýtt á Matseðlinum, m.a.:
Pastrami Samloka, Nýjar tegundir af bökum, Belgískar Vöur, Fjölbreytt úrval af Te í lausu Hafnargata 90 • 230 Reykjanesbær • Sími: 571 1222 • knus@knuscaffe.com • www.facebook.com/knuscaffe
Franskur um jólin Frakkland hefur unnið sér stað í hjarta Ragnars og þegar kemur að því að halda jólin segist hann vera orðinn mjög franskur. Á boðstólnum á hans heimili eru kræsingar sem við hér á Fróni erum líklega ekki vön á sjá um jólin. „Ég geri yfirleitt fjögurra rétta máltíð. Þar er ég með steikta hörpuskel í forrétt en auðvitað byrjar maður á kampavíninu. Því næst er ég með nautalundir með steiktri andarlifur, það er ofsalega gott. Svo eru það bara ostar og eftirréttir að frönskum sið.“ Ragnar tekur það þó fram að íslenskt góðgæti laumist stundum með. Þá sérstaklega hangikjöt og grafinn íslenskur lax.
Sendum félagsmönnum og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.
34
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
Ég er búinn að hitta tvo Ísfirðinga sem eru búnir að bjóða í mig. Ég á reyndar mjög litlar rætur að rekja til Vestfjarða svo að það gengur ekki upp
AÐVENTUFUNDUR Fimmtudaginn 12. desember kl 19:30 mun Krabbameinsfélag Suðurnesja halda Aðventufund að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ í húsnæði Rauða krossins. Gestur fundarins er Matti Osvalad Heilsuráðgjafi og nuddari sem haldið hefur fjölda fyrirlestra á undanförnum árum þar sem hann miðlar af reynslu sinni af þúsundum lífsstílsviðtala síðustu árin. Erindi hans fjallar um Heilbrigða skynsemi heilsunnar vegna og Lykilatriðin í öflugu hugarfari. Boðið verður upp á heitt súkkulaði, kaffi og smákökur. Allir eru velkomnir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Pétur Jóhannsson, Langholti 8, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 4. desember.
Sveinbjörg V. Karlsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ingunn St. Pétursdóttir, Sævar Pétursson, Bragi Guðmundsson, Pétur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn.
-fréttir
Kristinn Sverrisson, Matthildur Einarsdóttir, Valgerður Þorvaldsdóttir, Sigríður K. Steinarsdóttir,
pósturu vf@vf.is
ATP haldin aftur á Ásbrú T
ónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties verður haldin í annað sinn á Ásbrú næstkomandi sumar, dagana 10.-12. júlí. Hátíðin verður að þessu sinni þrjú kvöld en var áður tvö kvöld. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn á Íslandi síðastliðið sumar þar sem hljómsveitir á borð við Nick Cave & The Bad Seeds, The Fall, Thee Oh Sees, Botnleðju og Múm komu fram. Barry Hogan, stofnandi ATP,
segir: „Eftir fyrstu ATP-hátíðina sem haldin var fyrr á árinu, þar sem Nick Cave var stærsta nafnið, er mjög gaman að segja frá því að hátíðin verður haldin aftur í júlí á næsta ári. Við erum að leggja lokahönd á frábæran lista af hljómsveitum sem við munum segja frá mjög fljótlega!“ ATP var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi og hafa viðburðir á vegum ATP verið haldnir víða um heim við góðan orðstír.
Velgengni Reyknesinga Reykjanesbæjar í Útsvari hefur víða vakið lukku:
Fólk hringdi og þakkaði mér fyrir „Við lögðum tvöfaldan sigurvegara og það fór illa hjá þeim. Fólk hefur hringt utan af landi til að þakka mér fyrir,“ segir Baldur Guðmundsson, útibússtjóri Sjóvá í Reykjanesbæ og liðsstjóri Reyknesinga í spurninga- og skemmtiþættinum Útsvari á RÚV. Liðið sló afar sterkt lið Garðbæinga úr keppninni fyrir skömmu með 105 stigum gegn 39. Gálgahúmorinn vakti mikla athygli Spurður um liðsmenn mótherjanna segir Baldur Vilhjálm Bjarnason vera búinn að stýra aðgerðum. Það hafi komið fram í þættinum að liðsmenn hans hafi þurft til dæmis að kynna sér ákveðnar heimsálfur og hitt og þetta. „Garðbæingar hafa sýnt viðbrögð við sigrinum, t.a.m. búa tengdaforeldrar mínir þar. Garðabær er svona einskis manns land,“ segir Baldur með stríðnistón. Og Baldur er ekki bara stríðinn. Hann þykir ansi hnyttinn og fljótur að hugsa. Undir lok viðureignarinnar á móti Garðbæingum sagði hann: „Ég vil nú ekki vera með neinn gálgahúmor en við hraunuðum yfir Garðabæ.“ Þessi ummæli Baldurs hafa vakið mikla athygli og hann segist aldrei hafa fengið eins mikil viðbrögð við neinu áður. „Ingrid og Karen hlógu en Villa fannst það ekkert fyndið, enda mikill keppnismaður.“ Baldur segist reyndar sjálfur vera mikill keppnismaður en kunna að taka ósigri. „Ef maður færi í gegnum lífið með alla ósigra á bakinu sem maður hefur þolað í þessum leikjum, þá svæfi maður nú lítið. Það er eiginlega verst ef maður þyrði ekki að taka þátt,“ segir hann. Ísfirðingar buðu í hann Baldri finnst skemmtilegt hversu mikið er í raun á „harða diskinum“ sem poppar óvænt upp þegar á reynir í spurningakeppnum. Hann muni allt í einu eitthvað algjörlega óvart sem hann man ekki eftir að hafa munað. Hann segist ekki lengur búa sig undir viðureignir í Útsvarinu þó hann hafi áður gert það. „Það var auðveldara að lesa spurningahöfundinn sem var áður. Núna veit maður ekkert; hann [Stefán Pálsson] veit svo margt um margt og reynir að vera með fróðleik sem honum finnst að ætti
að vera alkunna en svo veit það enginn,“ segir Baldur en bætir við að reyndar hafi hann hitt vel á vitneskju liðs Reyknesinga í síðasta þætti. En svo hafi lið eins og Ísafjörður farið heim með aðeins tíu stig. „Ég er búinn að hitta tvo Ísfirðinga sem eru búnir að bjóða í mig. Ég á reyndar mjög litlar rætur að rekja til Vestfjarða svo að það gengur ekki upp,“ segir Baldur hlæjandi. Á að vita tónlistarspurningarnar Han n s e g i r ke ppn i n a mj ö g skemmtilega þegar spurningar höfundar hitti vel á sig og að keppnin taki ekki of mikinn tíma frá honum. „Ég sanka að mér innantómum fróðleik jafnóðum. Síðast hittist liðið í sjónvarpssal, ekkert fyrir það. Við prófuðum einhvern tímann að gera merkjakerfi fyrir leikinn en svo mikill tími fór í að stúdera merkin að maður gleymdi að láta flæða. Komum aldrei eins illa út og þá,“ segir Baldur. Liðið sem sigraði þau í fyrra hafi þó unnið þau á merkjakerfi svo að það sé misjafnt hversu vel það gangi upp.
Eina sem stressar mig er þetta píanólag því það finnst öllum að ég eigi að kunna það
Hann segist yfirleitt vera pollrólegur meðan á keppni stendur, enda sé hann vanur svona keppnum og einnig að koma fram við ýmis tilefni, verið með útvarpsþátt og oft verið á sviði. Þessi keppni sé fín áskorun. „Eina sem stressar mig er þetta píanólag því það finnst öllum að ég eigi að kunna það. Hef klikkað illilega á þeim lið en oftast hef ég verið með það. Ég geri þær kröfur til mín að kunna tónlistarspurningarnar,“ segir Baldur með áherslu og bætir svo hlæjandi við: „Eitt sinn var ég þó búinn að undir-
búa mig fyrir ákveðinn spurningaflokk sem kom svo í allt öðrum þætti.“ Semur erfiðar spurningar „Ég var alltaf bestur í bleiku spurningunum í Trivial Pursuit, góður í þeim brúnu en hef aukið þekkingu mína í landafræði [bláu spurningunum] eftir því sem árin hafa liðið. Ég er langslappastur í raungreinunum, get ekki fest hugann við þær,“ segir Baldur sem stundaði nám í viðskiptafræði á árum áður. Hann segir að þótt það hafi gengið vel hafi hann oft haldið til á bókasafninu við að skoða eitthvað allt annað. „Ég hef alltaf sökkt mér í ýmislegt. Þannig var það á mínu uppeldisheimili. Mikið var til af efni um tónlist, bæði bækur og annað.“ Hann bætir við að það haldi áfram yfir í næstu kynslóð því strákarnir hans séu einnig miklir spurninganerðir. Hann tekur vinsæla leikinn Quiz Up sem dæmi um áhugasvið þeirra. „Svo datt ég inn í Pub Quiz og hef nokkrum sinnum verið fenginn til að semja spurningar. Reyndar eru spurningarnar alltaf svo erfiðar hjá mér. Ég legg af stað með góðan vilja og finnst efnið vera alkunna en svo er það bara alls ekki. Það er líka dálítið síðan ég hef verið beðinn um það. Ég hef aftur á móti oft verið í sigurliðinu í Pub Quiz,“ segir Baldur og glottir. Mun hætta eftir þetta tímabil Spurningakeppnir hafa lengi verið vinsælt sjónvarpsefni, bæði hérlendis og í útlöndum. Útsvarið hefur verið með einna mest áhorf í íslensku sjónvarpi. Baldur segir að svona keppnir einfaldlega virki. Alltaf sé hægt að vera heima og fagna því að vita eitthvað. Þetta haustið er fimmta tímabilið sem Baldur tekur þátt og mun næsta viðureign Reyknesinga verða á morgun, 13. desember. „Þá keppum við við lið sem við höfum tvisvar unnið áður en það er ekki ávísun á einn eða neinn árangur. Svo er þetta orðið ágætt, ég vil hætta eftir þetta tímabil. Það er örugglega fullt af fólki sem langar að vera í liðinu,“ segir Baldur að lokum.
35
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. desember 2013
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
n Flöskuskeytið er fyrsta bók Sigríðar Dúu:
Stútfull bók af ævintýrum æskunnar L
íklega þekkja allir eða muna eftir leyndardómi og spenningi sem fylgir flöskuskeytum. Margir hafa hent flösku út í sjó í von um að hún reki á framandi slóðir. Einhverjir hafa fundið flöskuskeyti og jafnvel tengst fólki böndum úr fjarlægum heimi. Í fyrstu bók Njarðvíkingins Sigríðar Dúu Goldsworthy kemur flöskuskeyti við sögu og ýmis ævintýri sem nútímakrakkar gætu lent í. Sagan gerist í nútímanum „Hugmyndin að bókinni byrjaði þannig að það er tún fyrir utan þar sem ég bý í Hafnarfirði og þar var dóttir mín í leiknum í Einni krónu. Þá var mér hugsað til stóra túnsins við Klapparstíginn og Tunguveginn í Njarðvík. Svo varð sagan smátt og smátt til,“ segir Sigríður Dúa. Dísa og Daníel eru aðalpersónurnar og sagan tekur yfir eitt ár í lífi
Dísu. Ævintýrin stigmagnast sem þau lenda í. Við sögu koma meðal annars draugar, glæpamenn, skóli, björgunarsveit, lögregla, peningar, bækur og tónlist. Sagan gerist í nútímanum og því eiga krakkarnir ipod og tölvur. „Fullorðnir sem hafa lesið bókina finnst þeir upplifa á ný þeir gerðu í æsku. Í henni er alvarlegur undirtónn annað slagið; hvernig sé að vera einn, að það borgi sig ekki að vera vondur við aðra og áhrif kreppunnar á börn. Börn hafa nefnilega upplifað að eitthvað sem gerðist sem var ekki gott og renna einhvern veginn í gegnum lífið án þess að það sé rætt almennilega við þau.“ Bókin er skrifuð með aldurinn 8 - 12 ára í huga. „Hún er stútfull af ævintýrum æskunnar. Farið er niður í fjöru og ýmislegt gerist. Krakkar eru fullir af ævintýrum. Bæta dýrðarljóma á lífið sem fullorðna fólkið gleymir,“ segir Sigríður Dúa.
-viðtal
Hefur gaman af „sultusession“
A
ndrea Lind Hannah sigraði Hljóðnemann, söngkeppni FS á dögunum. Keppnin fór fram með miklum glæsibrag í Andrews leikhúsinu á Ásbrú. Andrea sem er að verða 18 ára í desember, var að taka þátt í keppninni í þriðja sinn. Í fyrra hafnaði Andrea í þriðja sæti þar sem hún söng lagið Clarity með Zedd. Nú í ár varð lag söngkonunnar vinsælu Miley Cyrus fyrir valinu. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því að ég ákvað að syngja lagið Wrecking Ball. Það hentar mér að syngja það hvað varðar getu í söng, tónsvið og þess háttar, svo þekkja líka flestir lagið og það er kraftur í því,“ segir Andrea. Við undirbúning keppninnar segist Andrea hafa hlustað ótal sinnis á lagið en auk þess fékk hún aðstoð varðandi útsetningu frá Arnóri Vilbergssyni sem spilaði í húshljómsveit keppninnar. Andrea hóf nám í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í haust en þar er hún að læra söng. Hún segist vel getað hugsað sér að halda áfram á tónlistarbrautinni. „Ég hef verið að æfa nokkur lög með snillingunum í hljómsveitinni Sígull og ég væri alveg til í að vera áfram í einhverri hljómsveit. Hef ótrúlega gaman af því að syngja og vera í kringum tónlistarunnendur, hvað þá að fá að vera á staðnum þegar „sultusession“ er í gangi,“
segir Andrea en þar á hún við svokallað Jam session sem þýða mætti á íslensku sem spunastund. Á það til að fá heiftarlegan sviðsskrekk Sigurinn í Hljóðnemanum kom Andreu nokkuð á óvart en henni fannst ekki allt ganga upp á úrslitakvöldinu. „Mér gekk mun betur á æfingunum. Þetta kom mér rosalega á óvart og ég bjóst ekki við fyrsta sætinu,“ sigurinn var því enn sætari fyrir vikið og Andrea segist hafa upplifað öll stigin á tilfinningaskalanum eftir að úrslit voru kunngjörð. „Ánægja, gleði, hamingja, kvíði. Svo uppgvötaði ég að nú þyrfti ég að syngja lagið aftur og ég var með tyggjó uppí mér, en því fylgdi smá ráðaleysi, og síðan meira stress. Sigurtilfinningin varði þó í marga daga eftir þetta og ég finn ennþá til hennar inn á milli.“ Nokkur óvissa ríkir með áframhaldandi þátttöku Andreu þar sem hún er mögulega að færa sig í annan skóla eftir áramót. „Ef ég kemst þar inn á næstu önn þá veit ég ekki hvort ég muni fara fyrir hönd FS í lokakeppnina. Ef ég hins vegar mun fara þá vona ég innilega að ég þurfi ekki að þýða blessað lagið. Ég verð mjög stressuð ef ég þarf að syngja í stóru keppninni því ég á það til að fá heiftarlegan sviðsskrekk, en þó ekki alltaf.“
Farið er niður í fjöru og ýmislegt gerist. Krakkar eru fullir af ævintýrum. Bæta dýrðarljóma á lífið sem fullorðna fólkið gleymir Skrifaði í erfiðum veikindum Sigríður Dúa segist hafa lengi haft bókina í maganum, finnist gott og gaman að skrifa og sé hálfgerður skúffurithöfundur. Hún veiktist fyrir nokkrum árum, fékk gigtar- og sjálfsofnæmissjúkdóm
sem erfitt var að eiga við. Hann ræðst á líkamann og líffærin eins og aðskotahlut. „Þegar maður er svona mikið veikur hefur maður tíma til að hugsa. Ég samdi í huganum þegar ég var að einbeita mér að jákvæðni. Þetta óhapp mitt að verða veik reyndist grunnurinn að því að skrifa þessa bók,“ segir Sigríður Dúa brosandi og bætir við: „Ég hugsaði: Já, ég get eitthvað. Ég er ekki bara föst á hliðarlínunni. Ég get skrifað bók.“ Þá segir hún að tilfinningin að fá bókina í hendur hafi verið einstök; eiginlega eins og að á lítið barn í hendurnar. „Svo þarf ég að hleypa því einu út í heiminn og vona að það fái góðar móttökur.“ Var föðurlaus til tvítugs Sigríður Dúa er fædd og uppalin í Njarðvík og á bandarískan föður sem sem dó 1996. „Ég kynntist honum ekki fyrr en ég var orðin tvítug. Núna á ég níu systkini í Banda-
ríkjunum sem er aldeilis breyting frá því að eiga eina systur á Íslandi. Það var alltaf dálítið gat í sálinni þegar ég var föðurlaus. Grímur móðurbróðir minn hefur alltaf verið mér sem faðir og hefur aldrei átt börn sjálfur. Hann er rosalega góður við mig og systur mína og ég á honum svo margt að þakka.“ Hún segir ólikar fjölskyldugerðir koma fram í bókinni Flöskuskeytið og til að mynda eigi önnur aðalpersónan, Daníel, engan pabba. „Það er ein persóna í sögunni raunveruleg, kötturinn Moli, hann heldur til hérna við lækinn í Hafnarfirði og er mjög hændur að börnunum sem þangað koma,“ segir Sigríður Dúa. Bókin Flöskuskeytið er seld í helstu bókaverslunum landsins. Útgáfuteitið verður haldið á efri hæð Eymundssonar við Austurstræti á morgun, föstudaginn 13. desember, klukkan 18:00.
36
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
Gunnar var kosinn besti leikmaður úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfuknattleik 2008. Á stóru myndinni er Gunnar með ipad í hönd en hann nýtir sér nýjustu tækni við þjálfun.
pósturu eythor@vf.is
Mig svíður þegar ég sé hæfileikaríkt íþróttafólk sem gæti orðið svo mikið betra ef það einfaldlega myndi breyta um lífsstíl
HÆTTI Í BESTA FORMI LÍFS SÍNS - Gunnar Einarsson um lífið eftir körfuboltann
37
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. desember 2013
Gunnar og Ásdís Þorgilsdóttir eiginkona hans í sal Lífsstíls.
G
unnar E inarss on s agði skilið við körfuboltann fyrir tveimur árum. Eftir að hafa unnið allt með sem í boði var með einu sigursælasta liði sem hefur leikið körfubolta á Íslandi, ákvað Gunnar að leggja skóna á hilluna. Margir voru undrandi yfir ákvörðun Gunnars en þegar hann hætti virtist hann ennþá eiga fullt erindi meðal þeirra bestu, enda hafði hann sjaldan verið í betra formi. Ástæðan fyrir því að Gunnar var svona vel á sig kominn í lok ferilsins var nýja ástríðan, líkamsræktin. Gunnar sneri sér að einkaþjálfun eftir að ferlinum lauk en hann segir sjálfur að sá vettvangur eigi afar vel við sig. Þar getur hann miðlað af reynslu sinni sem fyrrum íþróttamaður í fremstu röð. Hvenær vaknaði þessi brennandi áhugi hjá þér á líkamsræktinni? „Áhuginn var alltaf til staðar en alls ekki í þeirri mynd sem hann er í dag hjá mér. Ég átti það til að vera voða duglegur yfir sumarið að æfa í lyftingasalnum en svo hætti maður því um leið og körfuboltatímabilið tók við. Seinna meir áttaði ég mig á því að ég var að græða mikið meira á því að æfa á ársgrundvelli og þegar ég fór að taka til í mataræðinu þá var eins og þetta hafi smollið allt saman. Boltinn fór að rúlla og hér er ég í dag að vinna við það sem ég elska og er gríðarlega þakklátur fyrir það,“ segir Gunnar en honum hefur gengið vel á nýjum vettvangi og vakið þar nokkra athygli. Hann rekur í dag Einka.is í samstarfi við Ásdísi Þorgilsdóttur eiginkonu sína sem einnig er einkaþjálfari. „Ég vil vera þessi þjálfari sem ég hefði viljað hitta þegar ég var yngri, það sem ég veit í dag vil ég miðlað til annara íþróttamanna svo þeir geti náð ennþá lengra í sinni íþrótt. Mig svíður þegar ég sé hæfileikaríkt íþróttafólk sem gæti orðið svo mikið betra ef það einfaldlega myndi breyta um lífsstíl. Ég get miðlað minni reynslu frá mínum íþróttabakgrunni, sem maður les ekki í neinni bók og er ómetanlegt að mínu mati.“
Á dögunum tók Gunnar körfuboltaskóna fram aftur en hann lék þá með stjörnum prýddu liði sem í daglegu tali er nefnt B-lið Keflvíkinga. Liðið tók þátt í bikarkeppninni og er komið í átta liða úrslit, á meðan A-liðið svokallaða er úr leik. Sérstaka athygli vakti koma Damon Johnson til landsins en hann spilaði með gömlu kempunum í sigri gegn ÍG frá Grindavík. Damon sem er af mörgum talinn vera besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi, virtist
engu hafa gleymt og skoraði 31 stig í leiknum. Gunnar sjálfur var svo með 19 stig og virkaði í fanta formi. Pulsur, Appelsín og Mix frekar en Lónið „Eftir að hafa verið í fjarsambandi í 10 ár var mjög gaman að hitta Damon aftur. Ég tala nú ekki um að stíga inn á parketið aftur og taka einn leik saman, þetta var hrikalega gaman,“ en Gunnar sótti Damon á flugvöllinn og síðan tók við fararstjórn hjá Gunnari þar sem gamlir kunningjar Damon voru m.a. heimsóttir. „Damon er frábær náungi og sést það best á því hve fólk er fljótt að líka vel við hann og hve fólk er ennþá hrifið af honum. Ég vildi endilega bjóða honum út að borða eftir æfinguna sem við tókum fyrir leikinn, en ég var búinn að láta mér detta í hug að fara með hann í Bláa Lónið að borða. Hann þráði hins vegar ekkert heitara en að fá pulsu af Pulsuvagninum og var hvað erfiðast fyrir hann að velja sér hvort hann ætti að fá sér Appelsín eða Mix með pulsunum,“ segir Gunnar og hlær. Börnin tekin við í körfunni 34 ára gamall gekk Gunnar í burtu frá körfuboltanum. Gunnar er leikjahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi en hann á rúmlega 800 leiki að baki og á þeim tíma lyfti hann 21 titli með liðinu. Þar af eru sex Íslandsmeistaratitlar og þrír bikarmeistaratitlar. Gunnar lék 27 landsleiki fyrir Íslands hönd á ferlinum. Körfuboltinn var stór partur af þínu lífi, langar þig að koma nálægt honum aftur að einhverju leyti, með þjálfun jafnvel? „Það er óhætt að segja að hann hafi verið stór partur af mínu lífi. Í minni fjölskyldu snérist alltaf allt um að púsla öllu í kringum körfuboltann. En ég sé mig ekki ennþá vera á leið út í þjálfun í körfubolta á næstunni, en það getur auðvitað breyst. En börnin á heimilinu eru núna tekinn við í körfuboltanum og nú er ég bara tekinn við af pabba mínum þ.e.a.s. blístrandi upp í stúku og hvetjandi þau áfram.“ Algjör yfirhalning eftir ein jólin Gunnar tók sjálfan sig taki árið 2005. Hann var þá þegar leikmaður í fremstu röð en var ekki fullkomlega sáttur við sjálfan sig, enda annálaður keppnismaður. „Ástæðan fyrir því að ég tók skrefið enn lengra eitt árið varðandi að bæta mig sem íþróttamann, var sú að ég lenti á vegg ein jólin. Þar var jólamaturinn eitthvað að hafa áhrif á frammistöðu á æfingum eftir
jólafríið. Ég hélt í alvörunni að ég kæmist ekki í gegnum fyrstu æfinguna sem var í erfiðari kantinum undir stjórn Sigga Ingimundar. Eftir æfinguna kom ég heim, fór á nærbuxurnar og bað konuna mína að smella af mér mynd, því að hér ætlaði ég að breyta öllu, borða hollt og hugsa um líkamann eins og best væri á kosið. Þetta var árið 2005 og fann ég fljótt hvernig ég varð strax orkumeiri og leið mikið betur. Ég var líka fljótari að jafna mig á milli æfinga.“ Aðeins þremur árum síðar var Gunnar kosinn besti leikmaður úrslitakeppninnar 2008 en það ár léku þó þrír erlendir leikmenn með Keflavíkurliðinu. Þú virðist ennþá eiga fullt erindi í úrvalsdeildina. Kitlar það ekkert að vita að þú eigir jafnvel heima þar ennþá? „Það er ansi þægilegt að vera í B-liðinu. Við æfum ekkert og mætum bara í leiki, sem er ekki beint uppskriftin að titli. Þessir leikir eru ekkert í líkingu við það að spila í úrvalsdeildinni þrátt fyrir að mikil reynsla og leikgleði sé í þessum leikjum þá er ekki alveg sama harkan. Þetta er engu að síður mjög gaman og alltaf skemmtilegt að geta sannað það fyrir sjálfum sér að það sé alveg enn smá körfubolti til staðar í manni,“ segir Gunnar hógværðin uppmáluð. Vaktar hetjurnar við skyndibitastaðina Hvernig líst þér á möguleika ykkar í bikarnum gegn ÍR? „Satt best að segja er ég ekki mikið að spá í þessum leik enda ekki fyrr en á næsta ári. En ætli við þurfum ekki að æfa aðeins oftar fyrir þennan leik þar sem þetta lið er í úrvalsdeildinni. Ég er ekki í neinum vafa um að við eigum eftir að sigra ÍR liðið í þessum leik ef mér tekst að koma liðinu í gott form fyrir leikinn. Nú þegar eru ansi margir úr liðinu komnir í þjálfun til mín og hinir með æfingakerfi sem þeir eiga að styðjast við. Þannig að ef þið sjáið einhverja af þessum B-liðs hetjum á skyndibitastöðunum þá vil ég endilega að fólk láti mig vita,“ segir Gunnar og hlær. Blaðamaður stóðst ekki mátið og spurði Gunnar hvort hann myndi svara kallinu ef Keflvíkingar væru nálægt því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í vor og myndu óska eftir hans aðstoð? „Það er nú þegar búið að hafa samband við mig en ég er ekki í neinum vafa um að Keflavík verði Íslandsmeistarar í ár, enda með gott lið,“ sagði Gunnar Einarsson kokhraustur að vanda.
2005 2013
Gunnar aðstoðar viðskiptavin í þrekasalnum.
Þjálfarar í fremstu röð leita ráða hjá Gunna Gunnar hefur verið með margt besta íþróttafólk Íslands í þjálfun en þar má helst nefna Jón Arnór Stefánsson körfuboltamann á Spáni. Hann hefur verið í þjálfun hjá Gunnari síðustu sumur og náð eftirtektarverðum árangri. „Það er gaman frá því að segja að hann hefur náð það miklum framförum að styrkjarþjálfarinn á spáni vildi fá upplýsingar hjá mér hvaða aðferðum ég væri að beita í þjálfunni. Ég að sjálfsögðu sagði þeim að láta hann taka pokann sinn og fá okkur hjónin bara í staðinn. En það er ótrúlega gaman hvað maður fer að fylgjast meira með þeim sem hafa verið og eru í þjálfun hjá mér og fer að finnast maður „eiga“ eitthvað í þeim eftir tímann og vinnuna sem búið er að leggja í styrktarþáttinn,“ segir Gunnar en hann á einnig mikið í árangri þeirra Arnórs Ingva Traustasonar og Harðar Axels Vilhjálssonar sem báðir starfa sem atvinnumenn í dag. Auk þess þjálfar hann fjölda knattspyrnu, - og körfuboltamanna í fremstu röð á Íslandi.
38
fimmtudagurinn 12. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR
ung // Sigurður Salómon Guðlaugsson
-
pósturu pop@vf.is
-
íþróttir
pósturu eythor@vf.is
Fer í sund á Þorláksmessu Þröstur Ingi Smárason er mikið jólabarn. Hann bakar smákökur á jóladag og fer í sund á Þorláksmessu. Hann kaupir gjafirnar í Smáralind og segir að Christmas Vacation sé besta jólamyndin. Fyrstu jólaminningarnar? Fara í sund á Þorláksmessu með mömmu og systur minni. Jólahefðir hjá þér? Við förum alltaf til ömmu mnnar á jóladag og bækum smákökur og færum í sund á Þorláksmessu. Ertu dugleg/ur í eldhúsinu yfir hátíðarnar? Nei, ég get ekki sagt það. Jólabíómyndin? Christmas Vacation svíkur aldrei.
-
uNjarðvíkingurinn Aníta Lóa Hauksdóttir og dansfélagi hennar, Pétur Fannar Gunnarsson, hrepptu 7. sæti í tveimur keppnum á opnu heimsmeistaramóti unglinga í samkvæmisdönsum, sem haldið var í París um síðastliðna helgi. Aníta og Pétur eru meðal sterkustu dansara í heimi á þeirra aldri. Einnig tóku þau þátt í Disneycup sem var keppni haldin samhliða heimsmeistaramótinu og náðu þar 3. sæti í Latin-dönsum og 6. sætinu í ballroom dönsum.
Ertu mikið jólabarn? Já, mjög mikið. Hvað kemur þér í jólaskap? Þegar við byrjum að skreyta. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? iPod Touch. Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur.
Jólatónlistin? Last Christmas.
Eftirminnilegasta gjöfin? Liverpool markmannsbúningur.
Hvar verslarðu jólagjafirnar? Líklega í Smáralindinni.
Hvað langar þig í jólagjöf? Mig svona mest í Playstation 4.
sportmolar
Aníta Lóa í fremstu röð á heimsmeistaramóti í dansi
Gefurðu mikið af jólagjöfum? Nei, bara fjórar.
pósturu eythor@vf.is
Árni nýr formaður AÍFS u Árni Gunnlaugsson hefur verið kjörinn formaður Akstursíþróttafélags Suðurnesja (AÍFS) en aðalfundur félagsins var haldinn á dögunum. Á fundinum voru einnig Íslandsmeistarar ársins 2013 heiðraðir en þeir eru fimm talsins þetta árið. Einnig var valinn akstursíþróttamaður ársins 2013 en það voru tveir aðilar að þessu sinni, félagarnir og Rallýmennirnir Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson sem urðu Íslandsmeistarar í Rallýakstri 2013.
Jólaskákmót Samsuð og krakkaskak.is uSamsuð og krakkaskak.is standa fyrir jólaskákmóti í Grunnskóla Grindavíkur sunnudaginn 15. desember og hefst það kl. 13. Mótið er opið fyrir alla krakka á Suðurn e s j u m o g v e rð u r keppt í tveimur aldursflokkum, 7-10 ára og 11-16 ára, í drengja- og stúlknaflokkum. Keppt verður með skákklukkum og verður 10 mín. umhugsunartími. Skráning fer tram á krakkaskak.is.
Íris Ósk Norðurlandameistari í sundi Í
ris Ósk Hilmarsdóttir úr ÍRB varð Norðurlandameistari unglinga í 200 metra baksundi á Norðurlandamóti unglinga í sundi sem lauk í Færeyjum í gærkvöldi. Íris sem er 15 ára gömul kom í mark á tímanum 2.14,55 mínútum. Íris vann einnig til
gullverðlauna á sama móti í 200 metra baksundi í fyrra en þá á tímanum 2.14,18 mínútum. Fleiri Suðurnesjamenn unnu til verðlauna á mótinu. Kristófer Sigurðsson vann silfur í 400m skriðsundi og Sunneva Dögg Friðriksdóttir brons í 800m skriðsundi.
Skólamet slegin í skólahreystikeppni Heiðarskóla u Skólahreystikeppni Heiðarskóla var haldin nýverið í íþróttasal skólans. Þar öttu kraftmiklir krakkar úr 8.-10. bekk kappi og stóðu þau sig öll frábærlega. Skólamet voru slegin í hraðaþraut stúlkna, dýfum, upphífingum og höngu. Þau Arnór Elí
í 10. AÓ og Katla Rún í 9. EP voru fljótust í gegnum hreystibrautina, Andri Már 10. AÓ gerði flestar upphífingar og dýfur og Elma Rósný 9. EP gerði flestar armbeygjur og hékk lengst.
3333 1111 0000 2222
r!
THELMA OG HJÖRDÍS Á LEIÐ Í HÁLOFTIN Vinningshafar í fyrsta úrdrætti af þremur:
2013
VERTU MEÐ Í ÚRDRÁTTUM 3 Evrópuferðir og 100 þús. kr. gjafabréf frá Nettó ásamt fleiri
veglegum vinningum í úrdráttum! Munið að skila miðum með engum vinningi í Kaskó/Nettó til að eiga möguleika á flottum vinningum í úrdrætti 9., 16. og 23. desember.
Thelma Rut Kristinsdóttir, Norðurvellir 26, Keflavík, Icelandair ferðavinningur til Evrópu. Tinna Torfadóttir, Greniteig 35, Keflavík, kr. 15.000,- gjafabréf í Nettó. Marlena Kuznicka, Skógarbraut 110, Ásbrú, kr. 15.000,- gjafabréf í Nettó.
ÞAÐ ER GOTT AÐ VERSLA HEIMA!
s Bjarnadóttir Húsvíkingurinn Hjördí þegar hún gerði datt í Jólalukku-pottinn jólainnkaupinn í Nettó
5300 vinningar!
11 Evrópuferðir með Icelandair 8 gjafabréf að upphæð 15.000 kr. í Nettó eða Kaskó og stærsti vinningurinn er
100.000 kr. gjafabréf í Nettó Njarðvík
39
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. desember 2013
Gleðilega hátíð kæru viðskiptavinir bæði til sjávar og sveita Við vildum minna ykkur á það að fara varlega í jólaösinni nú í desember. Klikkið nú ekki á því að nærast vel skammdeginu því maturinn bætir, hressir og kætir. Við ætlum að hafa lokað daganna 24. desember til 2. janúar og eiga góða stund þá með fjölskyldu og vinum. Við vonum innilega að jólahatíðin verði einnig ánægjuleg hjá ykkur.
Lokað daganna 24. desember til 2. janúar -
Einnig viljum við minna á skötuna hjá okkur bæði í hádeginu og um kvöldið á Þorláksmessu. Starfsfólkið á Réttinum
smáauglýsingar ÞJÓNUSTA
TIL LEIGU Grænás, Njarðvík Íbúð til leigu. Falleg 108fm 4ra herb. íbúð til leigu. Skilvís og reglusemi áskilin! Íbúðin er laus núna, langtimaleiga 160 þ m/öllu S.774 0742 Falleg 64fm 2herbergja íbúð til leigu. Leigan er 100 þúsund á mánuði m/öllu. Greiðist fyrirfram 100 þúsund. Uppl. í s 857 9576.
Trésmiður Reyndur,vandvirkur trésmiður sveinspróf 1971, tekur að sér alla almenna trésmíði, flísalagnir og málningu á sanngjörnu tímaverði eða föstu verði eftir samkomulagi. Stefán 659 5648 ÓDÝRT DJÚPHREINSUN Við djúphreinsum: sófasett, stóla, hæginastóla, teppi, dýnur og mottur. Einnig djúphreinsum bíla. Komum heim til fólks, ekkert vesen. s:780 8319
AFMÆLI
Opnunartími Þjónustumiðstöðin Nesvöllum
Sörur fyrir jólin ! Vantar þig Sörur fyrir jólin ? Sel Sörur, 50 stk í poka. Uppl. í síma 865 6740. Jólakveðja Helga.
• Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Fimmtudagurinn 12. des. kl. 14:00 Eldeyjarkórinn undir stjórn Arnórs Vilbergssonar Föstudaginn 13. des kl. 14:00 Flugfreyjukórinn undir stjóron Magnúsar Kjartanssonar Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/
ÓSKAST Stúdíó íbúð eða lítil íbúð óskast til leigu fyrir reglusaman og þrifin einstakling. Vinsamlega hringið í síma 863 4762 eða 699 7284.
GÆLUDÝR Hundasnyrting Nú er tími til að huga að baði og jólaklippingunni fyrir hundinn. Vönduð vinnubrögð og gott verð. Sjá FB síðu Hundasnyrting. Kristín s. 897 9002
Bílaviðgerðir Umfelgun Smurþjónusta Varahlutir Kaupum bilaða og tjónaða bíla Þessi yndislega kona verður 50 ára föstudaginn 13.des. Við fjölskyldan viljum óska henni til hamingju með með þennan frábæra áfanga:-) Njóttu dagsins. Kær kveðja Fjölskyldan
Demantsbrúðkaup! Hjónin, Hannesína Tyrfingsdóttir og Andrés M. Eggertsson eiga demantsbrúðkaup í dag. Þið eruð yndisleg, kveðja frá börnum og fjölskyldum þeirra.
Njarðvíkurvíkurbraut 9, Reykjanesbæ, s. 823 4228, vinnusími 421 1052
Vikan 12. - 18. des. nk.
TIL SÖLU Rekstur til sölu Tölvuskóli Suðurnesja er til sölu, hentar vel fyrir sjálfstæða einstaklinga, góðir tekjumöguleikar. Upplýsingar gefur Ragnar í síma 899 4370
kl. 13:00 - 18:00 alla virka daga Laugardaga kl. 10:00 - 16:00
Gefðu gjöf að betri HEILSU OG VELLÍÐAN
asdis@grasalaeknir.is / 899 8069
Iðavellir 9c -
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
83%
+ www.vf.is LESTUR
VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM
vf.is
#vikurfrettir
FIMMTUDAGURINN 12. DESEMBER 2013 • 47. TÖLUBLAÐ • 34. ÁRGANGUR
HOHO HÓ!! ÚRBÚÐARVERÐI
VIKAN Á VEFNUM Suðurnejamenn láta ekki sitt eftir liggja á samfélagsmiðlunum. Við á Víkurféttum munum framvegis birta það helsta sem ber á góma á Facebook og Twitter hjá Suðurnesjamönnum.
Á M
ALLAR JÓLAKÚLUR = TVEIR FYRIR EINN
Jólastjarna/inni í glugga
2.295 LED INNI netljós 2x2 m rauð gardína
Þú tekur 2 pakka og greiðir fyrir 1
1.995 Jólakúlur 14 cm 4 stk.
Imba Þórðardóttir: Flott kennitala fyrir þau börn sem fæðast í dag 11.12.13 Guðfinnur Sigurvinsson Lokaverkefni og próf frá í dag og önninni þar með lokað. Nú fer ég rakleitt heim þar sem ég ætla með einbeittum brotavilja að sötra nokkra bjóra og sofna. Já eða drepast bara svo við notum almennilega íslensku. ;-D — at Háskóli Íslands. Robert Fisher Þá er það mér ljóst. Get farið í splitt og spíkat. Verð aumur í einhvern tíma. Djöfuls, hálkan.
695 Jólakúlur 10 cm 6 stk. Jólakúlur 10 cm 6 stk.
290 Margir litir
Eyrún Ösp Ingólfsdóttir Búin að gera Sörur með múttu, fór svo í jólasmiðjuna Hafnargötu 54 og skreytti krans og jólaskreytingar, yndislegar dömur þarna. Eiríkur Sigurjónsson Úff! Vonandi gengur þessi spá nú ekki eftir en spákortið á að gilda fyrir laugardaginn næsta þann 14. desember og sýnir þá kröppustu lægð við landið sem ég man eftir að hafa nokkurntímann séð! Auðvitað getur spáin breyst mikið þá daga sem eftir eru þangað til. Við skulum vona það.
Jólakúlur 10 cm 6 stk. Jólakúlur 7 cm 12 stk.
Innisería 50 ljósa
Á MÚRBÚÐARVERÐI
Jólastjarna/inni í glugga
2.295
LED INNI netljós 2x2 m rauð gardína
1.995
Jólakúlur 14 cm 4 stk.
695
498
Margir litir
290
HOHO HÓ!! ALLAR JÓLAKÚLUR = TVEIR FYRIR EINN
Þú tekur 2 pakka og greiðir fyrir 1
Jólakúlur 10 cm 6 stk. Jólakúlur 10 cm 6 stk.
290
390
Margir litir
Margir litir
Jólakúlur 10 cm 6 stk.
290
Jólakúlur 7 cm 12 stk.
498
Innisería 50 ljósa
1.495
Margir litir
Jólatré 120 cm
Black&Decker háþrýstidæla max bar 110
995
Helios 20 ljósa innisería
Helios 20 ljósa útisería
695
3.995
Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w
14.990
Einnig til 150 cm
1.995
TES Pappír 2 metrar
125
2.490
1400W, 360 lítr./ klst. Þolir 50°C heitt vatn 5 metra barki, sápubox
1.495
Djús/ávaxtablandari með glerkönnu, mylur ís, 400w 1,3l.
3.990
Töfrasproti – Blandari
1.890
TES Pappír 6 metrar
299
NOVA TWISTER 4,8V Skrúfvél og skrúfbitar
1.790
Blandari og matvinnsluvél
Jólakrans 30 cm
395
4.990
LED Þríhyrningsljós
990
DASH PRO höggborvél stiglaus hraði 2 rafhlöður 18V 1,5Ah
ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm
3 metra rafmagnssnúra
990 2 metra rafmagnssnúra
690
37 stykkja Tacticx ¼” topplyklasett.
3.990
14.990
11.990
(mikið úrval lyklasetta)
Rafhlöðuborvél /skrúfvél HDD 3213 18V DIY
HDD1106 580W stingsög DIY
Detectomat reykskynjari HD3000 m/lithium rafhlöðu
2.390
Fjöltengi 3 innstungur
595
2.790
8.990
AB693 150W Pússvél 93x185mm
5.890
Slípirokkur HDD432 800W 125mm DIY
4.890
LED pera 3W
1.195
Fuglavík 18. Reykjanesbæ Opið virka daga kl. 8-18
Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
Margir litir Jólatré 120 cm
Black&Decker háþrýstidæla max bar 110
995 1.995
TES Pappír 2 metrar
125
Helios 20 ljósa innisería
Helios 20 ljósa útisería
695
3.995
Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w
14.990
Einnig til 150 cm
Silja Dögg Gunnarsdóttir Ég náði að smella í fimm sortir í dag og kíkja í aðventukaffi til bróður míns. Kertaljós, kökuilmur og snjóbylur. Elska desember :-) Jóhanna Björk Pálmadóttir Heitt kakó með rjóma, teppi og kertaljós. Reyni að ná hita í kroppinn ef það gengur ekki þá er það bara sængin og ullarbrók. Þessi kuldi minnir óneitanlega á Noreg hér um árið þegar frostið gat farið vel yfir -20 gráðurnar....burrrr.
390
2.490
1400W, 360 lítr./ klst. Þolir 50°C heitt vatn 5 metra barki, sápubox
Djús/ávaxtablandari með glerkönnu, mylur ís, 400w 1,3l.
3.990 Töfrasproti – Blandari
1.890
TES Pappír 6 metrar
299
NOVA TWISTER 4,8V Skrúfvél og skrúfbitar
1.790
Blandari og matvinnsluvél Jólakrans 30 cm
4.990
LED Þríhyrningsljós
395
990
DASH PRO höggborvél stiglaus hraði 2 rafhlöður 18V 1,5Ah
ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm 3 metra rafmagnssnúra
37 stykkja Tacticx ¼” topplyklasett.
990
3.990
14.990
11.990
(mikið úrval lyklasetta)
2 metra rafmagnssnúra
690
Rafhlöðuborvél /skrúfvél HDD 3213 18V DIY HDD1106 580W stingsög DIY Detectomat reykskynjari HD3000 m/lithium rafhlöðu
2.390
Fjöltengi 3 innstungur
595
2.790
8.990
AB693 150W Pússvél 93x185mm
5.890
Slípirokkur HDD432 800W 125mm DIY
4.890
LED pera 3W
1.195 Fuglavík 18. Reykjanesbæ Opið virka daga kl. 8-18
Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
+ www.vf.is
83%
LESTUR
VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM