48 tbl 2013

Page 1

J ÓL ABL AÐ 2 • F IMMTUDAGUR INN 19. D ESE MBE R 2013 • 48. TÖLU BLA Ð • 34. Á RGA NGU R

vf.is

LJÓSMYNDARINN ANNA ÓSK ERLINGSDÓTTIR

ÉG VEIT HVAÐ ÉG VIL EYÞÓR SÆMUNDSSON Í ÞÝSKALANDI

RAUÐ JÓL Í BERLÍN MAGNÚS STEFÁNSSON BÆJARSTJÓRI Í GARÐI

ÉG ER STUNDUM OF HÓGVÆR

Náði botninum sem matarfíkill og við tók miklu betra líf:

Mikið frelsi að viðurkenna vanmátt minn

ð í t á h a g e l Gleði Ólíkur menningarheimur fjölskyldu í Miðausturlöndum:

Með vinnumann og vinnukonu

Lúlla í Lyngholti tekur á móti fólkinu sínu allar helgar:

Ég átti heimsins besta karl


2

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

n Bæjarstjórnarkosningar vorið 2014:

Árni undir feldi til áramóta -verður barátta um oddvitasæti Samfylkingarinnar?

Á

rni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, ætlar að greina frá ákvörðun sinni um áramótin, hvort hann ætli að gefa kost á sér áfram. Árni kom til Reykjanesbæjar árið 2000 og hefur verið oddviti og bæjarstjóri í bráðum þrjú kjörtímabil. Vitað er að þrýstingur er á Árna um halda áfram og klára eitt kjörtímabil í viðbót. Flestir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hug á að bjóða fram krafta sína áfram þó þeir hafi ekki allir ákveðið sig endanlega. Ekki er vitað um mörg ný nöfn nema Guðmund Pétursson sem m.a. hefur rekið fyrirtækið

ÍAV þjónustu. Mikil endurnýjun varð á lista Sjálfstæðismanna við síðustu kosningar þegar sjö af tíu efstu á listanum voru nýir fulltrúar. Nefnd á vegum Sjálfstæðisflokksins hefur að undanförnu rætt við bæjarfulltrúa. Á fundi fulltrúaráðs 16. jan. n.k. verður lagt fyrir fundinn hvort stilla eigi upp lista eða efna til prófkjörs sem þá yrði haldið í febrúar. Gefi Árni kost á sér áfram og flestir núverandi bæjarfulltrúar er jafnvel talið líklegt að stillt yrði upp á lista. Samkvæmt skoðanakönnun Morgunblaðsins í nóvember myndi flokkurinn halda 6 mönnum af 7 og hreinum meirihluta áfram í bæjarfélaginu, ef kosið yrði í dag.

Árni Sigfússon

Friðjón Einarsson

Barátta hjá Samfylkingu Hjá Samfylkingunni hefur Friðjón Einarsson gefið það út að hann ætli að halda áfram en hann var efstur á lista fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Heyrst hefur að Ey-

Eysteinn Eyjólfsson

Kristinn Jakobsson

steinn Eyjólfsson sem skipað hefur 2. sæti flokksins í bæjarfélaginu hafi áhuga á að bjóða sig í oddvitasætið. Hann sagði í samtali við VF að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun en væri að velta því fyrir

sér. Þriðji bæjarfulltrúi flokksins, Guðný Kristjánsdóttir er að hugsa sinn gang. Kristinn Jakobsson, oddviti og eini bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, mun líklega leiða listann áfram en hann hefur óskað eftir því. Á fundi Framsóknarfélags Reykjanesbæjar í nóv. sl. var samþykkt að stilla upp á lista. Forráðamenn Vinstri Grænna í Reykjanesbæ hafa sagt að þeir muni ekki bjóða fram í vor. Ekki er vitað um stöðu hjá Bjartri framtíð og Pírötum sem fengu góða niðurstöðu í skoðanakönnun nýlega en hvorugt framboðið hefur boðið áður fram í Reykjanesbæ.

Vilja blása lífi í byggingaframkvæmdir í Reykjanesbæ

B

æjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti tillögu Umhverfis- og skipulagsráðs um að gatnagerðargjöld verði lækkuð um 30% á árinu 2014. Með lækkuninni verði stuðlað að því að blása lífi í glæður byggingaframkvæmda í Reykjanesbæ á nýjan leik. Frá því að ný gjaldskrá gatnagerðargjalda tók gildi í Reykjanesbæ árið 2007 hefur byggingarvísitala hækkað um 61,5%. Gjöldin séu því orðin verulega hár kostnaðarliður við nýbyggingu

húsa og íbúða og einn af ráðandi þáttum þegar húsbyggjendur taka ákvörðun um staðsetningu. Frá hruni hefur lítið gerst í nýbyggingu húsa og íbúða en merki eru um betri horfur í þeim efnum á næstunnni. Lækkun gatnagerðargjalda mun ekki hafa áhrif á fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2014 að öðru leyti en því að auknar framkvæmdir gætu skilað auknum tekjum fyrir bæjarfélagið.

Blása á lífi í byggingaframkvæmdir með lækkun gatnagerðargjalda um 30% á árinu 2014.

Frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á dögunum.

Reykjanesbær fær 1,5 milljarð fyrir sölu á 15% hlut í HS Veitum -heldur áfram 51% hlut í félaginu. Minnihluti Samfylkingar á móti sölunni. Segir söluna takmarka meirihlutavald bæjarins.

B Ý N N ZLU R

VE

SÆLKERAVERZLUN MEÐ KJÖT OG FISK HÓLAGÖTU 15 // REYKJANESBÆ

SKATAN ER KOMIN 990 KR/KG WWW.SHIPOHOJ.IS

ÞAKKIR TIL SNJÓMOKTURSMANNA

K

ona úr Innri-Njarðvík hringdi og vildi koma á framfæri þakklæti til aðila sem sinnti snjómokstri í síðustu viku við Akurbraut. Þegar snjóruðningstækin fara um Akurbrautina lokast oft innkeyrslan hjá konunni en þessi góði maður kom aukaferð og hreinsaði frá innkeyrslunni.

æjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að selja 15% hlut bæjarins í HS Veitum að verðmæti um 1,5 milljarð króna. Fulltrúar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði á móti. Fulltrúi Framsóknar greiddi atkvæði með tillögunni. Reykjanesbær á 51% í HS Veitum eftir þessa sölu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri sagði að þessir peningar yrðu notaðir til að greiða niður skuldir. Salan væri hagstæð fyrir Reykjanesbæ því áfram héldi hann meirihluta í félaginu sem væri mikilvægt. Kaupandi er fjárfestingafélagið Úrsus. Fulltrúar Samfylkingar voru ósáttir við þennan gjörning og bókuðu á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðjudag að með sölunni á hlutnum fylgi hluthafasamkomulag sem takmarka muni meirihlutavald Reykjanesbæjar verulega. „Á undan-

förnum árum hefur hlutur Reykjanesbæjar í fyrirtækjunum HS-veitum og HSorku, fyrrum Hitaveitu Suðurnesja, farið síminnkandi vegna sölustefnu meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Markvisst hefur verið unnið að því að færa þessi mikilvægu undirstöðufyrirtæki úr almannaeigu í einkaeign. Við erum nú, sem fyrr, mótfallin sölu hlutar Reykjanesbæjar í HS-veitum og greiðum atkvæði gegn fyrirliggjandi kaupsamningi,“ segir í bókuninni. Nokkur umræða varð á bæjarstjórnarfundinum um þetta mál þar sem fulltrúar Samfylkingar fóru nokkuð mikinn í því að bæjarfélagið myndi ekki halda sömu völdum með þessari sölu því vald stjórnar HS Veitna myndi færast yfir til hluthafafundar. Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar, sagði þessa breytingu litlu skipta og alls ekki vera takmörkun á valdi.

Næsta blað fimmtudaginn 2. janúar 2014



4

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

„Það er gott að gefa til baka“ u„Fyrir tveimur árum greindist Einar sonur minn með sykursýki og við dvöldum yfir jólin á Barnaspítala Hringsins. Einari áskotnaðist Playstation 3 leikjatölva og átti slíka fyrir og að hans frumkvæði gáfum við Barnaspítala Hringsins tölvuna til þess að krakkarnir geti stytt sér stundir,“ segir Gunnar Einarsson, ÍAK þjálfari. Fjölskylda Einars er afar þakklát

starfsfólki spítalans og Gunnar segir leikstofuna þar einstakan stað og alltaf sé gott að hitta starfsfólkið. Þau fari þangað á 2ja til 3ja mánaða fresti með Einar í reglubundið eftirlit. „Það er alltaf svo indælt og kemur fram við okkur eins og það hafi þekkt okkur lengi. Það var kominn tími til að gefa til baka,“ segir Gunnar. VF/Olga Björt

Flippar!

Starfsmenn flugstöðvarinnar bökuðu pönnukökur eins og þeir hefðu aldrei gert annað!

Pönnukökur flugu út í flugstöðinni u easyJet, eitt stærsta flugfélag Evrópu, hóf í síðustu viku beint áætlunarflug frá Íslandi til borgarinnar Bristol í Englandi. Þetta er fjórða flugleið easyJet frá Íslandi en félagið flýgur þegar í beinu flugi frá Keflavík til London, Manchester og Edinborgar. Til að fagna þessari nýjustu flugleið Íslendinga bauð Isavia flugfarþegum sem voru að koma frá eða voru á leið til Bristol, Manchester og London með easyJet upp á íslenskar jólakræsingar: Nýbakaðar pönnukökur, randalínur, jólasmákökur, mandarínur, malt og appels-

ÖLL HELSTU SKÓMERKIN ERU HJÁ OKKUR Six mix - Ecco - Tamaris - Vagabond, Skechers - Studio London ofl. Munið gjafabréfin Opið til kl. 22:00 til jóla.

ín og heitt kakó. Alls voru það um 900 manns sem fengu að kynnast íslenskri jólastemningu og hlýða á ljúfa tóna íslenskra jólalaga. Flogið verður til Bristol tvisvar í viku allt árið um kring, á fimmtudögum og sunnudögum. Keflavík - Bristol er fyrsta heilsársflugleiðin

frá Íslandi sem hleypt er af stokkunum í desembermánuði. Algengast er að flugfélög kjósi að fara af stað með nýjar flugleiðir á háannatíma, s.s. í byrjun sumars en easyJet hefur mikla trú á möguleikum Íslands sem áfangastaðar allt árið. VF/Hilmar Bragi

Blásið til Ferskra vinda í Garði í þriðja sinn

L

istahátíðin Ferskir Vindar verður nú haldin í þriðja sinn og mun hátíðin hefjast 21. desember nk. og standa til 26. janúar 2014. Þema hátíðarinnar í ár er „víðáttan“ og markar það útgangspunkt fyrir

listafólkið sem streymir að úr öllum heimshornum í Garð. Von er á fjölda listafólks úr öllum listgreinum alls staðar að úr heiminum, eða um 45-50 listamönnum af um það bil 20 þjóðernum. VF/Hilmar Bragi

Hafnargötu 29, 230 Reykjanesbær - Sími 421 8585

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150


PIPAR\TBWA-SÍA

Gleðileg jól Starfsfólk Kadeco sendir íbúum og fyrirtækjum á Ásbrú − viðskiptavinum og landsmönnum öllum − innilegar óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Upplýsingar um Ásbrú má finna á www.asbru.is

Sími 425 2100 | www.kadeco.is


6

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf Páll Ketilsson skrifar

Hátíð hjartanu næst Að margra mati eru jólin skemmtilegasti og mikilvægasti tími ársins þar sem fjölskyldur þessa lands sameinast í hátíð ljóss og friðar. Við hlökkum lang flest mikið til þessa tíma sem okkur finnst svo dýrmætur með okkar nánustu þegar dagurinn er hvað stystur á árinu. „Sjá, ennþá rís stjarnan, sem brennur björtust og villtust á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta lands. Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldust og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur manns“. Þannig heilsar Steinn Steinarr skáld þeirri hátíð sem nú er þegar farið að bjarma af, heilagri jólahátíð. Og áreiðanlega talar hann fyrir munn mjög margra, bæði á okkar landi og raunar miklu víðar, þegar hann segir að jólin séu hjartanu skyldust, standi mannlegu hjarta næst, af öllum hátíðum ársins. Því er þó ekki að neita að þegar kemur að jólahaldi eru við mörg föst í viðjum markaðsvæðingar og gleymum okkur í jólastressi. Við viljum gera svo mikið á aðventunni, borða góðan mat og gefa fallegar gjafir. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, kannski bara svolítið mannlegt. En við getum kannski gert aðeins betur. Hugað meira að náunganum sem á kannski erfitt. Hér á Suðurnesjum er fólk sem á bágt en hér eru líka margir sem hugsa meira um „að gefa en þiggja“ eins og t.d. tónlistarkennarinn Styrmir Barkarson í Reykjanesbæ. Hann sýndi skemmtilegt frumkvæði þegar hann safnaði mörg hundruð skógjöfum til barna sem koma frá fjölskyldum sem eiga um sárt að binda um þessar mundir. „Ég var nýbúinn að lesa fréttir um hræðilegt ástand fjölmargra fjölskyldna hér á Suðurnesjum sem lifa við sára fátækt og mér varð hugsað til barnanna. Þeirra sem jólasveinarnir sneiða hjá þegar þeir dreifa gjöfum í skó á aðventunni. Þeirra sem horfa þögul í gaupnir sér meðan jafnaldrar þeirra ræða nýjustu jólamyndina í bíó. Barnanna sem geta ekki tekið þátt í frjálsu góðgætisnesti í skólanum eða splæst límmiðum og silfurpennum á jólakortin í skólanum“ segir Styrmir í viðtali við Víkurfréttir. Með náungakærleika og bjartsýni náði hann mögnuðum árangri með hjálp vina sinna á samfélagsmiðlinum Facebook. Virkilega skemmtilegt framtak. Við höfum líka sagt frá velvild og kærleika margra annarra hér á svæðinu en mörg félög og samtök hafa fært gjafir til ýmissa aðila eins og Velferðarsjóðs Suðurnesja. Í jólapistli séra Björns heitins Jónssonar, sóknarprests í Keflavíkurkirkju fyrir nákvæmlega 30 árum síðan kemur hann einmitt inn á jólahald fólks á þeim tíma. Og það virðist hafa verið svipað uppi á teningnum þá og nú að mörgu leyti. „Það er eðlilegt og sjálfsagt að gera sér einhvern dagamun í sambandi við helgihald jólanna. En það er ekki eins og það á að vera, ef jólin okkar ná ekki lengra en til hins ytra undirbúnings, hversu ríkmannlegur sem hann kann að vera,“ sagði Björn m.a. í jólahugvekju sem birtist í jólablaði VF 1983. Höfum þetta í huga nú þegar jólin ganga í garð.

Gleðilega hátíð.

mur út Næsta blað ke núar 2014 ja . 2 n in g a d u fimmt

-mundi Gleðilega jólahátíð elskurnar mínar nær og fjær!

vf.is

SÍMI 421 0000

Í skóinn!

Jólasveinninn getur verið ósanngjarn þegar kemur að því að deila út skógjöfum.

n Styrmir Barkarson fékk litla hugmynd sem varð risastór:

Aðstoðar jólasveininn með skógjafir og fleira É

g var nýbúinn að lesa fréttir um hræðilegt ástand fjölmargra fjölskyldna hér á Suðurnesjum sem lifa við sára fátækt og mér varð hugsað til barnanna. Þeirra sem jólasveinarnir sneiða hjá þegar þeir dreifa gjöfum í skó á aðventunni. Þeirra sem horfa þögul í gaupnir sér meðan jafnaldrar þeirra ræða nýjustu jólamyndina í bíó. Barnanna sem geta ekki tekið þátt í frjálsu góðgætisnesti í skólanum eða splæst límmiðum og silfurpennum á jólakortin í skólanum“. Svona lýsir Styrmir Barkarson í Keflavík því þegar hann fékk litla hugmynd nú á aðventunni sem skyndilega varð eins og flóðgátt sem opnaðist. Í bjartsýniskasti og trú á náungakærleik skrifaði hann stöðuuppfærslu á Facebook og kastaði fram þeirri hugmynd að ef fólkið sem hana læsi legði til peninga gætum við í sameiningu búið til pakka með skógjöfum og létt undir með þeim sem verst hafa það. „Ég opnaði bara flóðgátt og það er allt yndislega fólkið sem fylgdi á eftir sem hefur gert þetta að því sem þetta er í dag,“ segir Styrmir Barkarson í Reykjanesbæ sem fékk litla hugmynd og framkvæmdi hana með vinum sínum á Facebook. Styrmir ákvað að setja af stað söfnun fyrir skógjöfum á Facebook og fékk strax ótrúleg viðbrögð. Hann gaf upp reikningsnúmer og þegar fóru að berast fjárframlög og fyrirtæki tóku sig til og gáfu gjafir. Á mánudag fór Styrmir með yfir 500 gjafir til Keflavíkurkirkju en Velferðarsjóður Suðurnesja mun sjá um að útdeila gjöfunum á rétta staði. Verkefninu er alls ekki lokið og Styrmir ætlar að halda áfram fram að jólum og lengur ef svo ber undir. Á

þriðjudagskvöld höfðu safnast vel yfir 300.000 krónur og fjöldi gjafa hafði einnig borist. Skógjafirnar hafa allar verið keyptar og næsta verkefni er að kaupa ýmsar aðrar jólagjafir fyrir börn og unglinga. Styrmir segir að það vanti mikið jólagjafir fyrir unglinga og þá hallar verulega á stráka þegar kemur að gjöfum sem berast í svona safnanir. „Það er sagt að lítil þúfa geti velt stóru hlassi og það hef ég upplifað svo um munar á síðustu dögum. Ein lítil Facebook stöðuuppfærsla hefur hrundið af stað atburðarás sem minnir okkur á allt það góða sem í okkur býr. Hjarta mitt er fullt af þakklæti og bjartsýni og ég vil ekki hætta. Ekki núna þegar ég sé hvað við getum gert saman. Ég ætla að halda áfram á þessari braut með það að markmiði að hlífa börnum þeirra sem sárast þjást og gera hvað ég get til að leyfa þeim að eiga þessar ljúfu litlu stundir sem ekkert barn ætti að fara á mis við. Eins og viðtökurnar hafa verið vil ég helst halda áfram svo lengi sem allt þetta yndislega fólk gerir mér það kleift. Þegar jólunum lýkur tekur ýmislegt annað við. Skorturinn varir allt árið þó jólin minni okkur illþyrmilega á hann. Það eiga t.d. ekki allir fyrir gjöfum til að taka með sér í bekkjarafmælin sem þeim er boðið í og svo fá ekki heldur allir afmælisgjafir. Og í upphafi skólaárs eru það pennaveskin og skemmtilegu strokleðrin sem eiga hug þeirra allan. Það er svo margt ef að er gáð,“ segir Styrmir Barkarson. Söfnunarreikningurinn er 0542-14-403565 á kennitölu 281080-4909. VF/Hilmar Bragi

Ég opnaði bara flóðgátt

Gömlu góðu barnalögin komin út Ú

t er kominn nýr barnadiskur sem ber heitið Gömlu góðu barnalögin og 8 skrítnar barnasögur. Guðmundur R Lúðvíksson gefur út diskinn sjálfur og sér einnig um dreifingu á honum. Á disknum eru 12 íslensk þjóðkunn

barnalög ásamt 8 frumsömdum smásögum sem eru lesnar upp. Meðal laga má nefna Ein ég sit og sauma, Fimmeyringurinn, Fimm fílar lögðu af stað, Meistari Jakob, Afi minn og amma mín o.fl. lög. Allar sögurnar eru það sem kalla

má örsögur og fjalla m.a. um Kónginn í Litalandi, Hundinn Blett og fleiri skrítna hluti sem vekja börn til umhugsunar og eru með lærdómsinnlegg.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 – 2 7 8 8

Á JÓLUNUM ER GLEÐI OG GAMAN

Óskum þér og þínum gleðilegrar hátíðar og þökkum samstarfið á árinu. Megi komandi ár færa okkur öllum giftu og gleði og auðvitað nóg af góðu súkkulaði.

Besta Fríhöfn Evrópu 2013


8

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

ð a t s m u j ý n á g n i n ý s a Jól Árleg jólafimleikasýning Fimleikadeildar Keflavíkur var haldin um nýliðna helgi í Akademíunni í Reykjanesbæ en þar er æfingaaðstaða fimleikadeildarinnar. Eins og undanfarin ár hefur sýningin hlotið mikið lof frá þeim sem sækja hana og margir tala um að eftir jólasýningu fimleikadeildarinnar þá hefjast jólin. Sýningin þótti heppnast mjög vel og fékk deildin mikið lof fyrir. VF-myndir: Páll Orri Pálsson.


Audioline Pro 200

JXD S5110b 5” leikjaspjaldtölva

Heimasímar í úrvali

frá kr.

Fyrsta Android leikjatölvan í heimi með öllum klassísku tökkunum ásamt 5” kristaltærum HD snertiskjá og ótrúlegu úrvali af leikjum.

• • • • •

Birt með fyrrivara um prentvillur og myndabrengl.

Jólagjafir fyrir þig

4.990

• HDMI 1.4 mini, 1xUSB2 mini og Micro SD • Android 4.1 stýrikerfi og fjöldi forrita • Allir gömlu leikirnir spilast í þessu litla tæki

5’’ HD 5-punkta fjölsnertiskjár 800x480 Dual Core 1.5GHz ARM A9 Cortex örgjörvi Dual Core Mali 400MP 1080p 3D skjákjarni 8GB FLASH og allt að 32GB Micro SD 300Mbps WiFi n þráðlaust net

tilboð kr.

19.990

Vörunr.: SJ5 S5110B BK

Dualsim Tvö sim-kort

Blaupunkt Soundbar með bassaboxi

Samsung GT E1200

Samsung Galaxy Y Duos S6312

Ódýr og þægilegur sími með enskri valmynd. Dual Band, 200 númera símaskrá, reiknivél, SMS, dagatal, allt að 720klst í bið og 7 klst í tali.

Tveggja korta snertisími á frábæru verði úr Galaxy línu Samsung. Síminn er með Android stýrikerfi og býður uppá möguleika að tengjast netinu.

• 80 wött RMS • Tengi: optical/coax/RCA • Mál á soundbar

kr.

100,5 x 6,4 x 5 cm

• Mál á bassaboxi 24 x 24 x 30 cm

kr.

4.990

kr.

29.990

34.990 GoXtreme

CyberScanner Basic

hasarmyndavélar frá kr. 12.990

Ódýr og einfaldur filmu og slides skanni. Núna geturðu komið öllum gömlu filmunum og slides myndunum í tölvutækt form á einfaldann hátt.

kr.

12.990 Vörunr.: EP01396

EasyPhone EP5 snjallsími GoPro HERO 3 frá kr.

44.990

Dualsim

Flottur tveggja korta snjallsími frá EasyPix, 5 tommu skjár, aukabök, aukarafhlaða og snjallpenni fylgja. Flottur sími á frábæru verði. Quadband, AndroidOS 4.1, styður allt að 64GB microSD minniskort, 5MP myndavél. Einn sími, tvö simkort það er snjallt.

Tvö sim-kort

kr.

39.990

Opnunartími 20. des 21. des 22. des

Föstudagur Laugardagur Sunnudagur

10-22 11-22 12-18

23. des 24. des

Þorláksmessa Aðfangadagur

10-23 10-12

Frábær hljómgæði góðu verði - Mikið úrval verð frá kr. 1.990 Akranesi Dalbraut 1

Borgarnesi Borgarbraut 61

Reykjanesbæ Tjarnargötu 7

www.omnis.is


L

andsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Hlutverk fyrirtækisins er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Framundan eru spennandi áskoranir við að móta framtíð íslenskrar orkuvinnslu.

Farsæld á komandi árum Aflstöðin við Búðarháls er

Byggingu vatnsaflsstöðvar

Búðarhálsstöð skapar veruleg

nýjasta vatnsaflsstöð Íslendinga.

fylgir rask og því er mikilvægt

verðmæti með því að fullnýta

Hún verður gangsett snemma

að skoða þegar í upphafi hvort

fall vatns frá Hrauneyjafossi að

árs 2014 og mun vinna um 585

mögulegir virkjanakostir séu

Sultartangalóni. Við byggingu

GWst af rafmagni inn á orku-

ásættanlegir frá sjónarmiði

hennar voru eldri efnisnámur

kerfi landsmanna. Með Búðar-

umhverfisverndar, hagkvæmir

endurnýttar og flest mann-

hálsstöð er virkjað áður ónýtt

og tæknilega leysanlegir. Eftir

virki eru neðanjarðar. Á nýju

40 metra fall á Þjórsár- og

að framkvæmdum er lokið og

ári verður unnið að frágangi og

Tungnaársvæðinu á meðan nei-

rekstur hafinn er raforka úr

uppgræðslu með það að mark-

kvæðum umhverfisáhrifum er

vatnsafli þó líklega hreinasta

miði að ný aflstöð við Búðarháls

haldið í lágmarki.

orka sem völ er á.

verði okkur öllum til sóma.

Við óskum landsmönnum farsældar á komandi árum og þökkum fyrir gifturíkt samstarf á árinu sem er að líða. www.landsvirkjun.is



12

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-jólaspurningar

-aðventan

Elísabet Karlsdóttir:

Frá afhendingu styrkjanna, talið frá vinstri: Erlingur Hannesson, Anna Valdís Jónsdóttir frá Fjölskylduhjálpinni, Þórunn Þórisdóttir frá Velferðarsjóði Suðurnesja, Jón Ragnar Reynisson forseti Keilis, Ragnar Örn Pétursson, Arnar Ingólfsson og Andrés K. Hjaltason.

Kiwanisklúbburinn Keilir veitir styrki K

iwanisklúbburinn Keilir í Keflavík veitti á dögunum veglega styrki til Fjölskylduhjálpar Íslands og Velferðarsjóðs Suðurnesja. Styrkirnir voru veittir um sama leyti og Keilir opnaði sína árlegu jólatréssölu sem er í Húsasmiðjunni á Fitjum. Tvö atriði sem tengjast jólunum og gerast alltaf ár eftir ár er koma jólasveinanna til byggða og opnun jólatréssölu Keilis, en klúbburinn hefur selt Suðurnesjabúum jólatré, skreytta krossa og greinar sem

Sínawikklúbburinn í Keflavík hefur útbúið í hátt í 30 ár. Allur ágóði sölunnar rennur til líknarmála. Velferðarsjóður Suðurnesja og Fjölskylduhjálpin fengu peningastyrki og gjafabréf til úttektar á jólatrjám. Bæði þessi samtök hafa styrkt fjölmargar fjölskyldur og nú í ár er útibú Fjölskylduhjálparinnar á Suðurnesjum að styrka í fjórða sinn, en því miður þurfa samtökin að neita 15-20 manns á hverjum degi.

Maríumessa í Keflavíkurkirkju

S

unnudaginn 22. desember verður Maríumessa haldin í annað sinn í Keflavíkurkirkju klukkan 10:00 árdegis. Morgunmessan er til heiðurs Maríu Mey og er yfirskrift hennar: „Að fylgja rödd hjartans“. Allar konur eru hjartanlega vel-

komnar að sameinast í fallegri kirkjustund, þar sem við minnumst konunnar sem ól af sér Jesúbarnið. Messuþjónar Keflavíkurkirkju bjóða upp á morgunkaffi að messu lokinni. Komum saman kæru konur, fyllum helgidóminn og leyfum lifandi tónlist og upp-

byggjandi orðum að næra hjarta okkar og opna fyrir jólandann. Við hlökkum til að sjá ykkur! Sr. Erla Guðmundsdóttir, Anna Lóa Ólafsdóttir, Ása Kristín Margeirsdóttir og Marta Eiríksdóttir.

Kósý náttfatadagur á jóladag Elísabet Karlsdóttir heldur í nokkrar skemmtilegar hefðir um jólin. Seint á aðfangadagskvöld sest fjölskyldan saman púslar saman jólapúsl. Eins bakar hún og skreytir piparkökum um jólin með barnabörnunum. Fyrstu jólaminningarnar? Heima í Njarðvík með mömmu, pabba og bróður mínum, allir fullir tilhlökkunar í sínum fínustu fötum og Old Spice ilmurinn af pabba blandaðist lyktinni af lambahryggnum í ofninum. Eftir jólamessuna í útvarpinu var borðað, svo vaskað upp og hellt uppá kaffi og síðan settumst við niður til að opna pakkana og skoða jólakortin. Jólahefðir hjá þér? Nokkrar jólahefðir hef ég haft lengi eins og að baka hveiti-flatkökur eins og mamma bakaði, þær eru ómissandi á jólum. Svo er það sænska jólaskinkan, hún er góð á flatkökurnar og ein sér til að narta í yfir bókalestrinum á jóladag. Ekki má gleyma jólakettinum, hann er útskorinn úr tré og málaður af dætrunum, hann fer alltaf fyrstur á jólatréð. Jólapúslið er líka hefð en þá sest fjölskyldan saman seint á aðfangadagskvöld og púslar. Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Nei, ekki get ég sagt það. Heitur matur á aðfangadag og jóladag og svo kalt borð sem hægt er að gera tilbúið fyrirfram og auðvelt að taka fram. Lærði það þegar ég bjó í Svíþjóð, en Svíar hafa kalt borð á jólum sem dugar í marga daga, það þarf aðeins að hita kartöflurnar og meðlætið og veislan er tilbúin. Jólamyndin? Engin sérstök en helst einhver gamaldags með góðum endi.

83% LESTUR

ALLT

45 KG

0,5 x

0,5 x

0,5 m

750

KR.

OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA

VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM

Jólatónlistin? Jólarokk, sígild tónlist, erlend og íslensk jólatónlist í bland. Bara það sé jóla kemst ég í jólaskap. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Í ár keypti ég fyrstu jólagjöfina á Ljósanótt og þá síðustu í Reykjavík. Svo ég verð víst að segja að það sé misjafnt hvar ég versla. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Nei það held ég ekki, aðallega er það fjölskyldan sem fær gjafir frá mér. Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég baka piparkökur og skreyti þær, áður með dætrunum en nú með barnabörnunum. Á Þorláksmessu er jólatréð skreytt og síðan er farið með ljós á leiðin hjá foreldrum mínum. Í hádeginu á aðfangadag borðum við jólagrautinn og einhver fær möndlugjöfina. Svo er kósý náttfatadagur á jóladag. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Erfitt að gera upp á milli því dæturnar hitta alltaf í mark. Hvað er í matinn á aðfangadag? Áður var það rjúpa en nú kalkúnn, humar í forrétt og einhver spennandi eftirréttur, ef pláss er fyrir hann. Hvað langar þig í jólagjöf? Eitthvað óvænt

+

www.vf.is

| www.flytjandi.is | sími 421 7788 |


50

Yfir heppnir vinningshafar geta fengið jólainnkaupin endurgreidd

Jólaleikur Nettó Vinnur þú ævintýraferð fyrir fjölskylduna til World í Flórída?

Þú kaupir kippu af 4x2ltr Coke*, skrifar nafn, símanúmer og netfang aftan á kassakvittun og setur í Coke kassann í næstu Nettó verslun. Á Þorláksmessu vinnur einn heppinn viðskiptavinur ferð fyrir fjóra í Disney World Flórída. Þar að auki fá yfir 50 heppnir gjafabréf í Nettó fyrir sömu upphæð og er á kassakvittun.

*Gildir um 4x2L Coke, Coke light eða Coke Zero á meðan birgðir endast. ** Flug og gisting fyrir fjóra.

www.netto.is

Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


14

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-jólastemmning

Misstu sig í skrifstofuskreytingum

S

tarfsmenn Reykjanesbæjar misstu sig gjörsamlega þegar kom að skrifstofuleikunum í jólaskreytingum 2013 sem haldnir voru á Tjarnargötu 12 í síðustu viku. Starfsmenn á skrifstofum bæjarins hafa mátt búa þröngt síðustu misseri en þrátt fyrir þrengsli þá virtist nóg pláss fyrir jólaskraut eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem ljósmyndari Víkurfrétta tók.

SENDUM ÍBÚUM, FYRIRTÆKJUM OG STOFNUNUM ALLRA SVEITARFÉLAGA Á REYKJANESI OKKAR BESTU JÓLA- OG NÝÁRSKVEÐJUR. ÞÖKKUM FYRIR ÁNÆGJULEG SAMSKIPTI Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA. STARFSFÓLK SECURITAS Á REYKJANESI



16

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-jólahúsin

Týsvellir 1.

Heiðarból 19.

Hallbjörn Sæmundsson

Hætti við að hætta vegna barnanna

H

allbjörn Sæmundsson er eigandi Jólahússins 2013 við Túngötu 14 og hefur haft veg og vanda að skreytingu þess. Hann var að vonum sáttur við viðurkenninguna þegar Víkurfréttir höfðu samband við hann. „Þetta er flott, maður. Þetta hefur alltaf verið jólahús og ég sé ekki alveg muninn á jólahúsi og ljósahúsi. Þetta er eitthvað sem nefndin ákvað og íbúarnir í ár,“ segir Hallbjörn. Hann hafði áður fengið viðurkenningar í ramma fyrir skreytingar og það sé alltaf skemmtilegt. Keppnin um Jólahúsið hófst árið 2000 en Hallbjörn segist hafa byrjað að skreyta miklu fyrr. Húsið á jólakorti í Ástralíu Hann segir að stanslaust sé keyrt framhjá húsinu og þannig hafi það verið í gegnum árin. „Svo eru það blessuð börnin. Enda er maður að hugsa fyrst og fremst um þau. Ég var að spá í að hætta þessu en fékk svo samviskubit yfir því út af þeim. Það eru heilu leikskólarnir sem koma og alltaf á svipuðum tíma. Núna koma stúlkur, sem áður komu sem leikskólabörn, með barnavagna og skoða. Það er skemmtilegt,“ segir Hallbjörn. Hann segir konu hafa hringt í sig og tjáð sér að það væri mynd af húsinu á jólakorti í Ástralíu. Einnig viti hann af mynd af húsinu á Facebook. Keypti mikið af skrauti í siglingum Sjálfur segist hann alltaf hafa verið jólabarn og mikið fyrir glingur frá því hann var barn. Hann bjó áður í fjölbýlishúsi en skreytti þá bara vel inni. „Ég var í siglingum í 11 ár hjá Eimskipafélaginu og keypti mikið af skrauti þá. Sankaði að mér. Þegar skipsfélagarnir fóru í verkfærabúðir fór ég í jólabúðir,“ segir Hallbjörn glaðbeittur. Hann hefur búið við Túngötuna í um 16 ár og hefur þróað skreytingarnar smám saman. „Sumt af þessu er heimasmíðað, t.d. líkan af húsinu og hellir, sveitabær og kirkja. Hellirinn er með Grýlu, Leppalúða og öllu liðinu, maður.“

Jólahúsið!

Túngata 14 í Keflavík var valin sem jólahús Reykjanesbæjar 2013

Túngata 14 Jólahús Reykjanesbæjar 2013 R

eykjanesbær hefur staðið fyrir samkeppni um Ljósahús/Jólahús bæjarins frá árinu 2001 og er þetta því í þrettánda sinn sem veittar eru viðurkenningar fyrir bestu ljósaskreytingarnar í bænum. Reykjanesbær hefur lengi verið þekktur fyrir mikla ljósadýrð og margir gera sér sérstaka ferð á aðventunni til bæjarins til að skoða ljósadýrðina. Viðurkenningar í samkeppninni um Ljósahús Reykjanesbæjar 2013 voru afhentar mánudaginn 16. desember kl. 18.00. Í ár var hafður sami háttur á valinu eins

Líkanið vekur mesta athygli Hann segir litla líkanið af húsinu sjálfu gjarnan vekja mesta athygli því frá því hljóma jólalög. „Þetta er Útvarp Latibær og krakkarnir hafa gaman að því að dansa við gömlu góðu jólaballalögin með Ómari Ragnarssyni og fleirum,“ segir Hallbjörn og bætir við að hann slökkvi á útsendingunni um níuleytið á kvöldin til að pirra ekki nágrannana. Annars segir hann ekki mikið um kvartanir. „Ef nágrannar kvarta þá gera þeir það bara. Ef þeir þola ekki jólin einu sinni á ári verða þeir bara að flytja úr landi,“ segir Hallbjörn kíminn.

Nanna Jónsdóttir, eigandi Draumalands fyrir framan einn af gluggum verslunarinnar með dómnefndarfólkinu, Magneu, Björk og Páli.

og í fyrra, þ.e. að hin skipaða „jólanefnd“ tilnefndi tíu hús sem bæjarbúar sjálfir fengu svo að velja úr í rafrænni kosningu á vef Víkurfrétta. Tæplega 1.000 manns tóku þátt í valinu og er það miklu fleira fólk en sendi venjulega inn tilnefningar. Þessi aðferð virðist því ná betur til íbúanna og ákveðið er að halda þessu verklagi áfram á næsta ári. Í valnefndinni sátu fulltrúar frá menningarráði, umhverfisog skipulagsráði ásamt fulltrúa Víkurfrétta en það voru auðvitað íbúarnir sjálfir sem kusu sér Ljósahús. Verðlaunahafar fengu viðurkenningar-

skjal frá Reykjanesbæ og frá HS Orku og HS Veitum fengust ávísanir upp í orkureikninginn í desember að upphæð kr. 30.000 fyrir fyrsta sætið, 20.000 fyrir annað sætið og 15.000 fyrir þriðja sætið. Enn er hægt að sjá hvaða hús voru tilnefnd og myndir af þeim öllum á vef Víkurfrétta vf.is. Úrslitin urðu eftirfarandi: 1.Túngata 14 2. Týsvellir 1 3. Heiðarból 19

Handhafar viðurkenninga og eigendur jólahúsa í Reykjanesbæ ásamt fulltrúa frá HS Orku og HS Veitum sem gefa verðlaun, bæjarstjóra og nokkrum bæjarfulltrúum úr Reykjanesbæ.

Magdalena S. Þórisdóttir, ein af lystagyðjunum í Gallerý 8 fyrir framan verslunina.

Kristín og Hildur fyrir framan Kóda.

FALLEGASTI JÓLAGLUGGINN Í DRAUMALANDI

V

erslunin Draumaland í Reykjanesbæ er með fallegasta jólagluggann í ár en slík viðurkenning hefur verið veitt undanfarin ár.

Verslunin Kóda þótti vera með næst fallegasta gluggann og Gallerý 8 fékk 3. verðlaun en báðar verslanirnar eru við Hafnargötu en Draumaland er skammt frá, við Tjarnargötu. Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar afhenti viðurkenn-

ingarnar í Duushúsum. Hún sagði við þetta tækifæri að velja jólagluggann í Reykjanesbæ væri skemmtilegt verkefni. „Þeir sem standa vaktina í verslunum okkar hér í miðbæ Reykjanesbæjar gleðja okkur hin með líflegum og fallegum skreytingum. Hátíðarandi færist yfir bæinn og við njótum fallegs umhverfis á aðventunni. Ásýnd verslana og húsa í miðbænun er einn mikilvægasti þátturinn í útliti miðbæjarins.“ Í umsögn dómnefndar segir að Draumaland hafi vakið athygli fyrir bjartan og fallegan jólaglugga. Draumaland er

gamalgróin verslun í bæjarfélaginu, með mikið úrval af gjafavöru og blómum. Verslunin Koda fékk viðurkenningu fyrir samræmt útlit skreytinga innan- og utanhúss. Í versluninni Gallerý 8 þar sem íslensk hönnun er í fyrirrúmi nýtur hönnunin sín einnig vel í gluggaskreytingum. Nefndina skipuðu bæjarfulltrúarnir Magnea Guðmundsdóttir og Björk Þorsteinsdóttir og Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta.


SÍA •

jl.is • JÓNSSON & LE’MACKS

TM sendir þér og þínum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Kveðja, starfsfólk TM

Tryggingamiðstöðin Strandvegi 63

Sími 515 2690 tm@tm.is afhverju.tm.is


18

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-jólin n Sækja innblástur til íslenskra einkenna:

Raven design í stöðugri sókn J

ólin eru komin á vinnustofu Huldu Sveinsdóttur og Hrafn Jónssonar, enda stutt til jóla. Þar eru langir vinnudagar og margt að gera en handverkin verða öll til á vinnustofunni þeirra í frumkvöðlasetrinu í Eldey.

Pæling á bak við hvern óróa Þau hafa hannað og framleitt jólaóróa úr við og plexígleri síðan 2004 og það kemur nýr jólaórói á hverju ári. Í ár er hann þjóðlegur og kallast „Ísland ögrum skorið“. „Það er alltaf mikil pæling eða saga á bak við hvern jólaóróa. Árið 2009 vorum við t.a.m. með Vonarstjörnu til að horfa fram á við og Ást og engla þar á eftir til að minna okkur á ástvinin allt í kring. Kærleikur var pælingin 2011 og í fyrra var það Jólasnjór, einstakur eins og við öll,“ segir Hulda. Í ár fannst þeim kjörið að hafa Ísland í nýjasta jólaóróanum enda ekki bara fallegt land heldur einstakt í lögun. Jólatrén fást m.a. hjá WOW air Þá eru jólasveinarnir þeirra úr við og koma núna til byggða einn af öðrum, Grýla ógnandi, Leppalúði töffarinn og Jólakötturinn sérlega illkvittinn svo að fólk verður að passa sig vel. Það nýjasta í plexígleri hjá þeim eru falleg borð-jólatré sem hægt er að fá í tveimur stærðum, bæði glær eða úr hömruðu plexígleri sem stirnir skemmtilega á í loga frá kertaljósi. „Það er gaman að segja frá því að þessi jólatré fast núna m.a. hjá WOW air ásamt öðrum vörum sem við erum að búa til hér á vinnustofunni okkar,“bætir Hulda við. Byrjaði allt árið 1999 Þau hjónin byrjuðum með handverki árið 1999 en fyrirtækið Raven Design var formlega stofnað 2009.

Þau sækja innblástur sinn aðallega til lögunar Íslands en einnig búa þau til glasabakka, ostabakka og kertastjaka í þremur útfærslum. Svo og servíettuhringi í lögun landsins úr hömruðu plexígler. Að auki gera þau skart svo sem hrafnahálsmen og Íslanshálsmen úr plexígleri og einnig armbönd og fleira úr leðri. Þau Hulda og Krummi senda bestu þakkir til allra sem hafa stutt þau á handverksferðalagi sínu. „Raven Design er í stöðugri sókn og kúnnar okkar eiga sérstakar þakkir fyrir allar stuðninginn,“ segir Hulda að lokum.

Skötuhlaðborð

á Nesvöllum 23. desember frá kl. 12:00 - 14:30 - Síldarsalöt 3 teg - Reyktur silung með Piparótarsósu - Grafinn silungur með sinnepssósu - Sjávarrétta Salat - Heitreyktur lax með kornasinnepshjúp - Villibráðar pate - Kæst skata og tindabykkja - Skötu stappa - Siginn fiskur

-

Plokkfiskur Saltfiskur Hangikjöt með uppstúf Hnoðmör, Hamsatólg, lauksmjör, hrásalat, Laufabrauð, rúgbrauð, kartöflusalat, grænar baunir, rauðkál, - Ris Almande

Lifandi tónlist Borðapantanir í síma 421 4797

Verð kr. 3650,-

Grænásbraut 619. 230 Reykjanesbæ // veislur@simnet.is // Tel 4214797 / 8613376


í jólaskapi

Þessar öskjur færðu hjá okkur í Nettó um allt land

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


egið sinn og ð kúlunum alsmenið nginn n svo í stíl.

20

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-viðskipti

Texti: Jóhann Páll Kristbjörnsson

Flugukofinn opnar á Hafnargötu F

lugukofinn hefur opnað nýja, stærri og glæsilegri verslun við Hafnargötu 21, í húsnæði sem getur sinnt allri þjónustu við veiðimenn. Þar tekur Júlíus Gunnlaugsson, Júlli í Flugukofanum, vel á móti öllum þeim sem vantar eitthvað veiðitengt.

Skipst á sögum.

G

Flugukofinn hefur verið starfræktur í Reykjanesbæ síðan árið 2009. Í upphafi var hann hugsaður sem viðbót við helsta áhugamál Júlla, sem hafði stundað fluguhnýtingar af miklum móð en saknaði þess sárlega að geta verslað það sem til þurfti í sinni heimabyggð. Í byrjun var Flugukofinn aðeins nettur rekstur í litlu hliðarhúsi við Sólvallagötu sem sérhæfði sig í efnum og áhöldum til fluguhnýtinga. En fljótlega fór að bera á eftirspurn eftir fleiri vörum sem sneru að veiðiskap. Fyrst bættust við vörur tengdum fluguveiði, og svo almennt allri stanga- og sjóstanga-

Veiði!

Júlíus Gunnlaugsson í Flugukofanum.

ileg Jó ð e l l

veiði. Nú undir það síðasta hefur skotveiðin verið að bætast við. Það var því löngu ljóst að húsnæðið við Sólvallagötu var sprungið enda hefur umfang Flugukofans aukist jafnt og þétt. Síðasta sumar gegndi Júlíus starfi yfirleiðsögumanns í Ytri-Rangá, en auk þess að vera með veiðibúð hefur hann verið leiðsögumaður stangveiðimanna undanfarin ár. Því má segja að ekki sé komið að tómum kofanum þegar leitað er til Júlla eftir ráðleggingum um val á veiðibúnaði. Laugardaginn 2. desember sl. var formleg opnun Flugukofans á nýjum stað. Eins og meðfylgjandi myndir sýna mættu margir góðir

gestir á Hafnargötuna til að berja nýju búðina augum og kynna sér allt það nýjasta sem er í boði í veiðiheiminum í dag. Engilbert Jensen sýndi einstaka takta og töfraði fram einstakar veiðiflugur fyrir augum gesta og gangandi, en fáir eru jafn færir og hann þegar kemur að fluguhnýtingum. Þó að á þessum árstíma sé öll veiði í lágmarki er eftirvænting veiðimanna mikil og veiðibúðir gegna því mikilvæga hlutverki að stytta mönnum stundir við biðina eftir næstu veiðitíð, þar hittast þeir til að skiptast á veiðisögum og ráðleggingum. Í Flugukofanum verða veiðisögurnar til.

Hafnargötu 23 - 230 Reykjanesbæ s. 660 1757

facebook.com/krummaskud

Gamlir munir. Stingur skemmtilega í stúf við nýjustu græjurnar í búðinni.

Skartgripir í jólapakkann Kaupfélagi Suðurnesja sendir félagsmönnum sínum bestu óskir um Fjóla Gullsmiður - Hafnargötu 29 Sími: 421 1011

gleðileg jól


25 % VILDARAFSLÁTTUR

AF ÖLLUM TOP MODEL

VÖRUM 19. - 22. DESEMBER

GILDIR Í VERSLUN EYMUNDSSON Í REYKJANESBÆ

Úrval er mismunandi eftir verslunum.


22

-

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

jólaspurningar

200 dansnemar á jólasýningu

Birta Rós Arnórsdóttir:

Útvarpsmessan á þegar maturinn er borðaður Birta Rós Arnórsdóttir er komin á kaf í jólaundirbúning. Meðfram öllu jólastússinu er hún í söngnámi þar sem hún leggur stund á klassískt söngnám sem hún mun ljúka næsta vor. Birta Rós er á milli starfa en mun leysa af í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eftir áramót og stefnir svo á háskólanám næsta haust. Hún svaraði nokkrum léttum jólaspurningum Víkurfrétta. Fyrstu jólaminningarnar? Það var þegar langamma og langafi voru á lífi og gistu hjá okkur yfir jólin. Á eina minningu um mig og langömmu sitjandi við eldhúsborðið og spjallandi um daginn og veginn. Jólahefðir hjá þér? Ég er alin upp við það að við mamma skreyttum alltaf á Þorláksmessu. Ég skreyti því frekar seint, og ekki mikið heldur. Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Já, ég myndi segja það. Ég hef gaman af því að elda hátíðarmat, og bjóða fólki heim. Jólamyndin? Chevy Chase Christmas Vacation og Grinch eru ómissandi. Svo er líka notalegt að sjá Scrooge. Góður boðskapur. Jólatónlistin? Öll íslensk jólatónlist fellur í kramið hjá mér. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Hvar sem er. Reyni samt að versla heima. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Nei. Gef eiginmanni, börnum, foreldrum og tengdaforeldrum. Við hjónin erum einkabörn svo það eru engin systkini eða systkinabörn. Svo er ein fjölskyldugjöf sem við gefum bestu æskuvinum okkar. Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég og pabbi höfum yfirleitt farið tvö saman á röltið á Þorláksmessukvöld. Og svo á aðfanga-

83% LESTUR

VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM

dagskvöld þegar börnin eru farin í háttinn, þá setjumst við hjónin niður og opnum jólakortin. Þeim fer reyndar fækkandi með ári hverju, en ég nýt þess að lesa þau sem ég fæ. Þá vil ég hafa útvarpsmessuna á þegar við borðum matinn. Það minnir mig á afa Hilla og ömmu Rögnu. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Þetta er auðvelt. Gítarinn sem mamma og pabbi gáfu mér þegar ég var 14 ára. Ég þurfti að hafa dálítið fyrir því að finna hann. Þau voru búin að gera hálfgerðan ratleik sem endaði í litlum skáp á neðri hæðinni. Ég á gítarinn ennþá og hann er mikið notaður af mér og elstu dóttur minni. Hvað er í matinn á aðfangadag? Svínahamborgarhryggur og meðlæti. Það er hefð hjá foreldrum mínum og tengdaforeldrum. Þau eru einmitt alltaf hjá okkur á aðfangadagskvöld, og ég vil aldrei breyta því. Maðurinn minn gerir líka besta eplasalat í heimi, og toblerone ísinn í eftirrétt. Eftirminnilegustu jólin? Jólin 1997. Þá lést amma Ragna á aðfangadagskvöld klukkan 8 um kvöldið. Aðfangadagur er því oft ljúfsár í minni fjölskyldu. Hvað langar þig í jólagjöf? Ég er mikill bókaormur og vil helst fá bók í jólagjöf. Fjölskyldan þekkir mig vel og það hefur ekki klikkað hingað til.

+ www.vf.is

Bryn Ballett Akademían, Listdansskóli Reykjanesbæjar, hélt sína árlegu jólasýningu í Andrews menningarhúsinu á Ásbrú nú á dögunum. Þar sýndu nemendur skólans það sem þeir hafa verið að læra við skólann frá því í haust. Um 200 nemendur skólans tóku þátt í jólasýningunni og var mikil tilhlökkun í hópnum fyrir sýninguna en mikill undirbúningur hafði verið lagður í dagskránna. Meðfylgjandi myndir voru teknar á jólasýningunni.


Vínbúðin Reykjanesbæ

Vínbúðin Grindavík

Föstudagur

20. des.

kl. 11.00 - 20.00

Föstudagur

20. des.

kl. 12.00 - 18.00

Laugardagur

21. des.

kl. 11.00 - 18.00

Laugardagur

21. des.

Lokað

Sunnudagur

22. des.

Lokað

Sunnudagur

22. des.

Lokað

Mánudagur

23. des.

kl. 10.00 - 22.00

Mánudagur

23. des.

kl. 12.00 - 19.00

Þriðjudagur

24. des.

kl. 10.00 - 13.00

Þriðjudagur

24. des.

kl. 10.00 - 12.00

Miðvikudagur 25. des.

Lokað

Miðvikudagur 25. des.

Lokað

Fimmtudagur 26. des.

Lokað

Fimmtudagur 26. des.

Lokað

Föstudagur

27. des.

kl. 11.00 - 19.00

Föstudagur

27. des.

kl. 12.00 - 18.00

Laugardagur

28. des.

kl. 11.00 - 16.00

Laugardagur

28. des.

kl. 11.00 - 14.00

Sunnudagur

29. des.

Lokað

Sunnudagur

29. des.

Lokað

Mánudagur

30. des.

kl. 11.00 - 20.00

Mánudagur

30. des.

kl. 12.00 - 19.00

Þriðjudagur

31. des.

kl. 10.00 - 14.00

Þriðjudagur

31. des.

kl. 10.00 - 12.00

Miðvikudagur 1. jan.

Lokað

Miðvikudagur 1. jan.

Lokað

Fimmtudagur 2. jan.

Talning, opið kl. 16 - 18

Fimmtudagur 2. jan.

Talning, opið kl. 16 - 18

Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is

Vínbúðirnar hlutu gullmerki í Jafnlaunaúttekt PwC 2013. Við erum afar stolt af verðlaununum enda eru samfélagsleg ábyrgð og jafnréttishugsun órjúfanlegur hluti af stefnu Vínbúðanna.

ENNEMM / SÍA / NM60574

OPNUNARTÍMI UM HÁTÍÐIRNAR


markhönnun ehf

í jólaskapi

Jólakjöt frá SS, keA, Fjallalambi,kjarnafæði og kjötsel á frábærum verðum!

Jóakim

3.798 kr Besta svarið

4.990 kr

Meistarasögur

1.995 kr

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

T


m!

Macintosh epli 1,36 kg

jólahús Nettó

50%

ak ur ey ri | Njar ðv ík Bo rgar Ne si | egils stöðum | se lf os si mj ódd | gr aN da

afsláttur

294

opið 6. - 24. desemBer fáðu ráðleggingar hjá sérfræðingi okkar varðandi jólasteikina og hangikjötið

kr/pk

Verð áður 588 kr/pk

Akureyri

BOrGArNeS eGiLSSTAÐirMackintosh GriNDAVÍk 820gr reykJANeSBÆr kr/pk HVerAFOLD HÖFN

12. FIM

10 - 22

10 - 19

13. FÖS

10 - 22

14. LAu 15. SuN

Celebrations 750g kr/pk

1.999

Opið fram 16. MÁN 17. ÞRI að jólum 18. MIÐ 12. 19. FIM FIM 13. FÖS 20. FÖS

SALAVeGur

Toblerone 400g MJÓDD kr/pk GrANDi SeLFOSS

10 - 21

10 - 21

10 - 20

DAG&NÓTT

10 - 19

10 - 21

10 - 21

10 - 20

DAG&NÓTT

10 - 22

10 - 18

10 - 21

10 - 21

10 - 20

DAG&NÓTT

12 - 18

12 - 18 BOrGArNeS eGiLSSTAÐir 10 - 19 GriNDAVÍk 10 - 19 reykJANeSBÆr HÖFN 10 - 19 10 -- 22 19 10

12 - 19

12 - 18

10 - 20

DAG&NÓTT

10 - 21

10 - 21

10 - 20

DAG&NÓTT

10 - 21 HVerAFOLD 10 - 21

10 - 21 SALAVeGur 10 - 21

10 - 20 SeLFOSS 10 - 20

DAG&NÓTT MJÓDD GrANDi DAG&NÓTT

10 -- 22 21 10 10 10 -- 21 22

10 10 -- 21 22 10 10 -- 21 22

10 10 -- 20 22 10 10 -- 20 22

DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT

10 21 10 -- 22 12 19 10 -- 22

10 21 10 -- 22 12 18 10 -- 22

10 20 10 -- 22 10 20 10 -- 22

DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT

10 10 -- 21 23 10 10 -- 2113

10 10 -- 21 23 10 10 -- 2113

10 10 -- 20 23 10 10 -- 20 13

DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT OPiÐ TiL 13

10 - 22 10 - 22 Akureyri 10 - 22 10 10 -- 22 22 10 10 -- 22 22

14. 21. 15. 22.

LAu LAU SuN SUN

10 22 10 -- 22 12 18 10 -- 22

16. 23. 17. 24.

MÁN MÁN ÞRI Þri

10 10 -- 22 23 10 -- 22 10 13

1.698

10 10 -- 19 22 10 18 10 -- 22 12 18 10 -- 22 10 10 -- 19 23 10 -- 1913 10 - 19 LOkAÐ

989

DAG&NÓTT 10 - 21 10 - 21 10 - 20 10 - 22 18. LOkAÐ LOkAÐ LOkAÐ LOkAÐ LOkAÐ 25. MIÐ MiÐ DAG&NÓTT 10 - 22 - 22 10 - 22 10 - 22 19. - 22. 10 - 22 19. LOkAÐ LOkAÐ LOkAÐ LOkAÐ LOkAÐ 26. FIM FiM Tilboðin gilda des 10LOkAÐ DAG&NÓTT 10 10 22 10 10 10 FÖS OPNAR KL 10 10 -- 22 21 | Vöruúrval 10 --getur 21 verið breytilegt 10 -- 22 20 milli verslana. 10 -- 22 19 og myndavíxl 10 -- 22 19 um prentvillur Tilboðin gilda meðan birgðir endast.20. 27.| Birt FÖSmeð fyrirvara DAG&NÓTT 10 10 10 10 10 21. DAG&NÓTT 10 -- 22 21 10 -- 22 21 10 -- 22 20 10 -- 22 18 10 -- 22 18 28. LAU LAu 22. 29. 23. 30.

SUN SuN MÁN MÁN

10 12 -- 22 18 10 -- 22 23 10

10 12 -- 22 18 10 -- 22 23 10

10 12 -- 22 19 10 10 -- 23 22

10 12 -- 22 18 10 10 -- 23 22

10 10 -- 22 20 10 10 -- 23 22

DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT


26

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-Vogar

Lúlla segir þetta eins gaman og það geti verið.

n Lúlla í Lyngholti tekur á móti fólkinu sínu í Vogum allar helgar:

ÉG ÁTTI HEIMSINS BESTA KARL G

uðrún Lovísa Magnúsdóttir, eða Lúlla í Lyngholti, er 91 árs og hefur búið í Vogunum síðan árið 1941. Hún hefur alla tíð tekið vel á móti sínu fólki og hefur opið hús fyrir það alla laugardags- og sunnudagsmorgna í „Lúllukaffi“. Afkomendurnir eru komir vel á annað hundrað, þar af 33 barnabörn og 62 langömmubörn og tvö eru á leiðinni á næsta ári. Lúlla tók hlýlega og glaðlega á móti blaðamanni sem leið eins og einum úr hópnum á meðan á heimsókninni stóð. Eins gaman og það getur orðið „Hér er alltaf opið ef einhver nennir að koma. Auðvitað vil ég sjá þessa krakka mína. Þetta er bara alveg yndislegt og ég er sem betur fer svo frísk og ég get bakað það sem ég þarf og svo koma dæturnar, tengdadæturnar og allir með köku og kaffibrúsa. Þetta er eins gaman og það getur verið,“ segir Lúlla og brosir breitt. Fleiri komi reyndar á laugardögum en sunnudögum því margir leiki sér á sunnudögum. Lúlla heldur dagbók og í einni færslunni kemur fram að 23 hefðu komið einn laugardagsmorguninn. „Það var fullmikið en ég segi að þetta haldi mér lifandi. Það er rosalega frískandi að fá þessa krakka í heimsókn.“ Ekkert forvitin Lúlla heyrir orðið illa en sjái þó betur. Hún notar heyrnartæki og er viðkvæm fyrir miklu glamri

þegar allir spjalla í einu. „Ég heyri stundum ekkert hvað þau eru að bulla. Ég sé það bara á þeim og er ekkert forvitin heldur. Einhvern tímann var Anna systir hjá mér og lýsti yfir áhyggjum af því að ég hefði of mikið að gera. Þá sagði Haukur sonur minn: Nei, nei, mamma gerir

Auðvitað vilég sjá þessa krakka mína. Þetta er eins gaman og það getur verið.

ekki neitt. Við vöskum alltaf upp.“ Hún skellihlær og segir þetta alltaf svo góðan brandara. Er að yngjast upp Lúlla bakar flatkökur, kúmenbrauð, döðlubrauð og jólakökur og alltaf eitthvað í hverri viku. „Ég er orðin svolítill klaufi en ég held að það sé vegna þess að ég er að yngjast upp. Um daginn var ég í vandræðum með kökurnar. Það er svo vont að stilla ofninn sem ég á núna, hann var betri sem ég átti áður en ég flutti hingað. Verður stundum hálfgert basl.“ Ekki var annað að sjá en að vel hafi tekist til því gestir fengu sér vel af veitingunum. Einnig hafi hún prjónað mikið og saumað og fór t.a.m. á saumastofu hjá Önnu

Gestir gæða sér á veitingum.

Ég heyri stundum ekkert hvað þau eru að bulla. Ég sé það bara á þeim og er ekkert forvitin heldur. Sigurðardóttur í Ási í Hafnarfirði þegar hún var sextán ára. „Við vorum þarna fjórar, stundum fimm, og hún kenndi mér það sem ég þurfti.“

Lúlla ræðir við Hreiðar son sinn.

Hópurinn þennan laugardagsmorgun.

Byggði þrjú hús fyri konuna sína Um þetta leyti var Lúlla trúlofuð og farin að búa. „Ég átti heimsins besta karl. Það er nú ekki verst,“ segir hún dreymin. Eiginmaður hennar var Guðmundur Björgvin Jónsson, en hann lést árið 1998. Hann var frá Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Þau eignuðust 12 börn á 19 árum og gekk oft mikið á á stóru heimili. Guðmundur byggði þrjú hús fyrir konuna sína eftir því sem barnahópurinn stækkaði. „Þegar ég flutti til hans bjuggum við um tíma í Sandgerði með nýfæddan frumburðinn. Við fengum

bragga niður við sjó og þar vorum við með stórt eldhús og pínulitla herbergiskytru. Svo fluttum við í húsið sem hann byggði í Vogunum og þar bjó ég þar til ég fór á elliheimili,“ segir Lúlla. Gengur úti á hverjum degi Spurð um hver sé lykillinn að langlífi og góðri heilsu segir Lúlla að móðir hennar hafi náð tæplega 105 ára aldri og því sé langlífi líklega í móðurættinni. „Pabba fólk lifði styttra, hann var 82 ára þegar hann lést,“ segir hún. Þá sé hún dugleg að vera úti, gangi í hálftíma til klukkutíma á dag, og hafi alla tíð staðið upp á endann og gert það sem hún þurfti að gera. „Ef maður á svona stóra fjölskyldu þá þarf maður að vera á fótunum og gera ýmislegt. Það hef ég alltaf gert,“ segir Lúlla. VF/ Olga Björt

Hluti af heimilislegu veitingunum.

*Inn Lág


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 65597 11/13

EVRÓPA FRÁ 31.900 KR. eða 27.900 Vildarpunktar og 12.000 kr.* NORÐUR-AMERÍKA FRÁ 54.900 KR. eða 47.900 Vildarpunktar og 22.000 kr.* Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 14. apríl 2014 (síðasti ferðadagur). Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld Icelandair.

+ icelandair.is

Vertu með okkur

*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, ein taska til Evrópu, allt að 23 kg, og tvær töskur til N-Ameríku, allt að 23 kg hvor. Sölutímabil er frá 23. nóv. til 24. des. 2013 kl. 18.00. Bókunartímabil jólafargjalda er frá 18. des. 2013 til og með 11. jan. 2014. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Þessar ferðir gefa 3.000–16.200 Vildarpunkta. Jólafargjöld eru ekki í boði í hverju flugi og sætaframboð er takmarkað. Sjá nánar á icelandair.is.


28

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir n Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2014:

Gjaldskrár ekki hækkaðar F

járhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2014 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Reykjanesbær mun ekki hækka gjaldskrár nú um áramót og skipa sér þar með í hóp margra af stærri sveitarfélögum landsins sem tekið hafa sambærilega ákvörðun. Þannig er komið til móts við margar fjölskyldur sem enn hafa ekki náð að vinna sig út úr erfiðu efnahagsástandi, segir m.a. í frétt frá Reykjanesbæ. Sem kunnugt er bjóðast nú þegar gjaldfrjálsar almenningssamgöngur og frí sundiðkun barna í Reykjanesbæ auk þess sem gjaldskrá há-

degismatar í grunnskólum er með því lægsta sem býðst á landinu, segir í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. Um leið og fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir rekstrarafgangi bæjarsjóðs eins og undanfarin ár ber hún vitni um árangursríka uppbyggingu í forvörnum, fjölskyldumálum, menntamálum, umhverfismálum, menningarmálum og atvinnuþróun. Í erfiðu efnahagsástandi hefur ríkt samstaða bæjarbúa um skólastarfið og málefni fjölskyldna. Það hefur reynst nær ómetanlegt að flugsamgöngur og ferðaþjónusta hafa skapað mörg ný störf, þegar aðrar greinar hafa gefið eftir. Lenging ferðamannatímans

gerir það einnig að verkum að færri fara á atvinnuleysisskrá að hausti. Á nýju ári sjást merki um uppvöxt nýrra atvinnutækifæra með stórri fiskeldisverksmiðju á Reykjanesi, þörungagróðurhúsi að Ásbrú og stuðningi ríkisstjórnarinnar við uppbyggingu atvinnuverkefna m.a. í Helguvík. Þá er ánægjulegt að áfram er unnið að uppbyggingu gagnavera að Ásbrú og styrkingu þess frumkvöðlasetur sem þar er með menntastofnunina Keili í forgrunni. Margvísleg verkefni á næsta ári munu stuðla að styrkingu í þágu barna og menningar í samfélagi okkar. Þar má nefna aukinn stuðning við æskulýðs-

starf í gegnum íþróttahreyfinguna og margvíslega starfsemi í þágu barna, hærri hvatagreiðslur, aukinn tæknibúnað til grunnskóla og leikskóla og tölvuþróunar í skólum, aukin framlög til manngildissjóðs, nýja byggingu og búnað fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, tónlistarsýningu í Hljómahöll og áframhaldandi uppbyggingu garðyrkjudeildar. Um leið er áhersla er lögð á að allar lykiltölur í rekstri verði jákvæðar. Áætlunin 2014 gerir ráð fyrir að bæjarsjóður skili um 2,5 milljörðum kr. í veltufjármuni og 5,6 milljörðum kr. hjá samstæðu. Veltufé frá rekstri verður um 770 milljónir kr. fyrir

bæjarsjóð og um 2,65 milljarðar hjá samstæðu. Heildartekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar tæplega 9,6 milljarðar kr. og heildartekjur samstæðu um 15,8 milljarðar kr. Reykjanesbæ hefur tekist að standa við greiðslu allra skuldbindinga sinna í erfiðu efnahagsástandi og mun svo verða á árinu 2014. Enn er unnið að niðurgreiðslu skulda en gert er ráð fyrir að skuldahlutfallið verði rétt um helmingur af skuldahlutfalli ríkisins á næsta ári. Reykjanesbær stefnir á að eignir umfram skuldir á hvern íbúa verði um 524 þúsund á árinu 2014 og haldið verði áfram niðurgreiðslu skulda.

Breyta verður áherslum í rekstri bæjarins ef ekki á að fara verr

B

ókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar vegna fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar 2014 á bæjarstjórnarfundi 17. desember 2013: Rekstur bæjarsjóðs Reykjanesbæjar árið 2013 einkennist enn og aftur af rekstrarerfiðleikum og þröngri stöðu í fjármálum sveitarfélagsins. Enn eitt árið var lítið svigrúm til framkvæmda og viðhald í lágmarki. Að venju var eignasala mest áberandi en á árinu 2013 stefnir í að eignir verði seldar fyrir rúmlega tvo milljarða. Það er nöturleg staðreynd að án eignasölu hefi veltufjárhlutfall Reykjanesbæjar á árinu 2013 farið undir 1,0, handbært fé orðið neikvætt og þurft hefði að reka bæinn með lántöku. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2014 ber merki áralangrar óstjórnar og staðan er grafalvarleg. Þrátt fyrir tugmilljarða eignasölu á undanförnum áratug er ljóst að allar helstu kenni-

tölur í rekstrinum versna á árinu. Að öllu óbreyttu mun veltufjárhlutfall bæjarsjóðs lækka úr 1,49 í 1,03. Sama gildir um eiginfjárhlutfallið en það lækkar um tæplega 10%. Skuldir á hvern íbúa hækka og eignir standa nánast í stað. Rekstur B-hluta fyrirtækja er á svipuðu róli og hallarekstur verður viðvarandi áfram. Staða Reykjaneshafnar er sérstaklega erfið og ljóst að þar mun Reykjanesbær þurfa að halda áfram að leggja til fé á næstu árum. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar byggist einn eitt árið á draumsýn þar sem tekjur eru ofáætlaðar um allt að 300 milljónir. Fasteignir Reykjanesbæjar eru í slæmri stöðu og áfram þarf að fjármagna hallarekstur fyrri ára. Alvarlegast er að enga stefnubreytingu er að merkja í fjárhagsáætlun Reykjansbæjar fyrir árið 2014. Fastur rekstrarkostnaður fer hækkandi, handbært fé minnkar, skuldir hækka og ef ekki kæmi til tímabundin frestun á vaxtagreiðslum vegna Eignar-

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um

gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!

Grindavík

haldsfélagsins Fasteignar myndi rekstur bæjarsjóðs og samstæðu vera neikvæður um hundruð milljóna króna. Ljóst er að ekki verður við svo búið til langframa og breyta verður áherslum í rekstri bæjarins ef ekki á að fara verr. Undanfarin ár hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lagt fram ítarlegar tillögur að breytingum á einstökum liðum fjárhagsáætlunar en í ljósi stöðu bæjarsjóðs leggjum við nú til að skipaður verði vinnuhópur sem endurskoði ásamt sérfræðingum allan rekstur bæjarsjóðs og samstæðu og skili inn tillögum til úrbóta til bæjarstjórnar á vormánuðum 2014. Friðjón Einarsson. Guðný Kristjánsdóttir. Eysteinn Eyjólfsson.


opnunartímar um jól & áramót

verslun okkar á

hringbraut er opin:

mán. 23.

þri. 24.

10-22 9-15

mið. 25.

lokað

fim. 26. 13-18

þri. 31.

mið. 1.

fim 2.

9-15 12-20 10-22

með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári


30

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal Kari Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði og á bakvið má sjá þær Jenný Kamillu Harðardóttir, Karitas Söru G Haesler og Margréti Haraldsdóttur.

FJ Ö L H Æ F U R B Æ J A R S TJ Ó R I Í GA R Ð I

„Ég er stundum of hógvær“ MAGNÚS STEFÁNSSON

Þegar hóf störf sem bæjarstjóri í Garði fyrir einu og hálfu ári þekkti hann ekki mikið til þar. Honum finnst þó margt líkt með Garði og heimabæ sínum, Ólafsvík, og hann hefur aðlagast menningunni og fólkinu vel. Hann segist eiga auðvelt með að láta sér lynda við aðra en sumir segi hann ekki nógu mikinn „nagla“. Olga Björt ræddi við Magnús um starfið, stjórnmálin og tónlistina, en hann leggur drög að nýrri hljómplötu með Upplyftingu með óútgefnu efni eftir Jóhann G. Jóhannsson heitinn. Opinn fyrir því að starfa áfram „Ef meirihlutinn sem tók við aftur í fyrra hefði viljað skipta um bæjarstóra þá hefðu þeir bara gert það. Þá hefði ekkert verið við því að segja. Sem betur fer höfum við náð mjög góðu samstarfi og óskað var eftir því að ég starfaði áfram. Og það var alveg sjálfsagt af minni hálfu.“ segir Magnús. Samningurinn sem hann skrifaði undir í byrjun gildir út kjörtímabilið sem endar í maí. „Ég er alveg opinn fyrir því að vera áfram en það er aldrei hægt að segja neitt um slíkt fyrirfram. Ég er bara jákvæður fyrir því ef til þess kemur,“ segir hann. Garður sé gott bæjarfélag og ágætt að starfa þar og eiga samstarf við íbúana. Hann hefur ekki orðið var við að sterkar fjölskyldur eða ættarveldi ráði mikið í stjórnmálum í Garði, a.m.k. ekkert umfram það sem gerist í öðrum sveitarfélögum á landinu. Það sé ekkert í tengslum við slíkt sem trufli hann í starfi. Ýmislegt líkt með Garði og Ólafsvík Hann segir að það sem einkenni Garðinn sé rólegt samfélag og umhverfið mjög fallegt. Garðskaginn sé einstakt landsvæði og á björtum degi sé flott útsýni út á Snæfellsjökul sem hann, sem Ólafsvíkingur, kunni mjög vel að meta. „Það er margt líkt með Garðinum og Ólafsvík. Garður er í grunninn sjávarútvegsbær þó að engin höfn sé hér núna. Einnig er hugarfar íbúanna svipað og ýmislegt í menningunni,“ segir Magnús. Hann var sveitarstjóri í Grundarfirði frá 1990 - 1995 og var svo kosinn á Alþingi 1995. Þar var hann meira og minna til ársins 2009. Einnig var hann framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi í tvö ár og hefur því víða komið við. Ekki skemmtileg reynsla að missa starfið „Í þessum bransa veit maður aldrei hversu lengi maður staldrar við. Þetta umhverfi er nú þannig að starf bæjarstjóra er mjög ótryggt. Það hefur sannað sig og sýnt í mörgum sveitarfélögum í gegnum tíðina. Svo er þetta í raun tímabundið til fjögurra ára hverju sinni og svo er maður í lausu lofti fram að kosningum,“ segir Magnús en bætir við að hann

sé orðinn ansi vanur slíku umhverfi. „Ég missti starf mitt sem þingmaður í miðjum alþingiskosningum. Það var ekki skemmtileg reynsla en svona er þetta bara. Maður verður bara að tækla það, standa sig vel og reyna að leggja sig fram svo að það hjálpi manni í framhaldinu.“ Meira „fútt“ í því að vera bæjarstjóri en þingmaður Magnús segir bæjarpólitíkina vera meira lifandi en þingstörfin því þar gerist hlutirnir. „Þegar maður er bæjarstjóri, sérstaklega í sveitarfélagi eins og hér, þá eru nánast öll mál á borðinu hjá manni. Á þingi er umhverfið öðruvísi, meiri umræður og minna sem kemur til framkvæmda. Reyndar gerði ég töluvert af því sem ráðherra. Það er meira „fútt“ í því að koma málum til framkvæmda en að ræða þau.“ Bjóst við erfiðu samstarfi vegna átakamála Magnús segir ýmislegt hafa gengið á í bæjarfélagsmálum og skólamálum í Garði áður en hann kom og hann hélt að samstarfið yrði erfitt en raunin hafi orðið önnur. „Fólk tók bara saman höndum með að koma málum í lag. Lagði til hliðar allar væringar sem voru til staðar. Það hefur gengið mjög vel.“ Hann bætir við að lykillinn að góðu samstarfi sé mannlegi þátturinn. Að fólk tali saman og virði skoðanir hvers annars og beri virðingu fyrir hvert öðru. „Í svona sveitarfélagi eru ekki mörg stór mál svona átakamál á milli meirihluta og minnihluta. Að mestu leyti eru þetta samstæðir hlutir sem hægt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu um og hafa hagsmuni bæjarins í fyrirrúmi. Það er mín reynsla,“ segir Magnús. Veðurfarið betra en hann bjóst við Magnús hafði komið nokkrum sinnum í Garð á árum áður og keppt við Víði í fótbolta en þekkti örfáa sem hann vissi að byggju þar. „Svo hafði maður þá ímynd af Garðinum að hér væri alltaf rok og leiðinlegt veður en það hefur algjörlega afsannast í mínum huga. Það hefur komið skemmtilega á óvart hvað veðurfarið er gott.“ Magnús býr í Árbæjarhverfi Reykjavíkur og ekur á milli. Hann segist gefa sér þrjú korter í það

hvora leið. Hann segist hafa tekið eftir því þegar hann keyri á milli t.d. yfir vetrartímann að það snjóar minna í Garði en t.d. í Reykjanesbæ. „Oft er hlýrra hér á skaganum en á leiðinni og alls ekki meiri vindur en annars staðar sem ég hef búið. Veðrið hefur í raun komið mér mest á óvart. Svo bara samfélagið. Þegar maður kemur alveg svona nýr inn í samfélag þá veit maður ekki alltaf á hverju maður á von. En þetta hefur virkað mjög vel á mig og fólk hefur tekið mér mjög vel,“ segir Magnús brosandi. Ekki nógu mikill nagli Spurður um eiginleika sína sem endurspeglast best í því sem hann gerir segir hann að líklega sé það að hann á auðvelt með að starfa með öllu fólki. „Það skiptir einfaldlega mestu máli. Ef mannlegu samskiptin ganga vel þá er svo margt annað gott sem fylgir og gengur vel. Ég hef lært það í gegnum tíðina að lynda vel við alla sem ég starfa með og finna lausnir, miðla málum og framvegis. Sumir segja að ég sé alltof hógvær og ekki nógu mikill nagli. Ég á alveg naglann til en maður beitir honum bara þegar á þarf að halda. Ef maður ofnotar svoleiðis lendir maður bara í einhverjum öngstrætum og það gerir öll samskipti erfiðari,“ segir Magnús. Ný plata í deiglunni Tónlist er eitt af stærstu áhugamálum Magnúsar og hann hefur stundum gripið í gítarinn þegar tilefni er til, svo sem á þorrablóti og á Sólseturshátíðinni. Einnig spilar hann öðru hverju með hljómsveit sinni, Upplyftingu. „Við æfum ekki mikið, en það kemur fyrir. Höfum verið að dunda við upptökur og draumurinn er að gefa út plötu með nýju efni.“ Laga- og textahöfundurinn Jóhann G. Jóhannsson heitinn lét meðlimi sveitarinnar fá fjölda laga áður en hann lést. „Við erum með slatta af óútgefnu efni eftir hann og gætum í raun gefið út eina eða tvær plötur. Erum langt komnir með efni á eina plötu og það yrði gaman ef hún gæti komið út á nýju ári,“ segir Magnús að lokum. Viðtal og mynd: Olga Björt Þórðardóttir


www.kia.com

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum.

Nýr Sorento

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 3 1 3 2

í ábyrgð til 2020

Kia Sorento er einhver áhugaverðasti og hagkvæmasti kosturinn í jeppakaupum. Að sjálfsögðu er 7 ára ábyrgð á nýjum Kia Sorento, svo hún gildir til ársins 2020.

Nokkrir kostir Kia Sorento: • • • • • • •

197 hestafla dísilvél, eyðir frá 6,7 l/100 km Sex þrepa sjálfskipting LED-ljós að framan Frábærir aksturseiginleikar Fáanlegur með bakkmyndavél Mjög rúmgóður Fáanlegur sjö sæta

Komdu og reynsluaktu glæsilegum Sorento. Sölumenn okkar eru í samningastuði!

Holtsgötu 52 · Reykjanesbær · Sími 420 5000 · ksteinarsson.is

Verð frá 7.350.777 kr. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


32

-

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

smáauglýsingar

TIL LEIGU Atvinnuhúsnæði til leigu Til leigu 110 m2 atvinnuhúsnæði við Hrannargötu, góð lofthæð og bílalyfta. Hagstætt leiguverð. Uppl.í símum 895 8230 og 860 8909.

-mannlíf

Bílaviðgerðir Umfelgun Smurþjónusta Varahlutir Kaupum bilaða og tjónaða bíla

Iðavellir 9c -

ÝMISLEGT VIÐ DJÚPHREINSUM SÓFASETT, STÓLA, HÆGINASTÓLA, TEPPI, DÝNUR OG MOTTUR. LYKTAREYÐING OG RYKMAURAEYÐING Komum heim til fólks, ekkert vesen. Sími: 780 8319

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Syngjandi jólasveifla

+

www.vf.is

83% LESTUR VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM

Ingveldur Hafdís Guðmundsdóttir, Garðvangi, Garði verður níræð 23. desember. Hún tekur á móti gestum sunnudaginn, 22. desember kl. 14.00 í sal eldri borgara að Nesvöllum í Reykjanesbæ.

ATVINNA

Þ

að var heldur betur jólasveifla í Keflavíkurkirkju í síðustu viku. Þá komu fram þau Einar Júlíusson, Elmar Þór Hauksson, Birta Sigurjónsdóttir, Sveinn Sveinsson og Sólmundur Friðriksson ásamt hljómsveit undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Þá söng Vox Felix einnig á tónleikunum. Aðgangseyrir að jólasveiflunni rann óskiptur í orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikunum. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Menu veitingar ehf óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti og uppvaskara í stóreldhúsi okkar í Officeraklúbbnum. Umsækjendur verða að vera 20 ára og eldri. Einungis íslenskumælandi koma til greina Hreint sakavottorð og bílpróf skilyrði. Nánari upplysingar í síma 421-4797 frá kl.12:00

BRUNAVARNIR SUÐURNESJA VILJA KOMA Á FRAMFÆRI ÞÖKKUM TIL ÞEIRRA SEM LÖGÐU VERKEFNINU LIÐ VIÐ KAUP Á LÚKAS HJARTAHNOÐTÆKI. Eftirtaldir aðlar stóðu að verkefnið Lionsklúbbur Njarðvíkur, Lionsklúbburinn í Garði, Lionsklúbburinn Æsa í Njarðvík, Lionessuklúbbur Keflavíkur, Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í minningu Jóhanns Einvarðssonar, Maríu Hermannsdóttur og Hildar Guðmundsdóttur),

Sjálfsbjörg Suðurnesjum, Kiwanisklúbburinn Hof Garði, Oddfellowstúkan Njörður, Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild, Björgunarsveitin Suðurnes og Soroptimistaklúbbur Keflavíkur.

Slökkviliðið mun selja dagatalið sitt í Nettó um helgina

SENDUM BÆJARBÚUM OKKAR BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR

Óskum Grindvíkingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári


33

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. desember 2013

-mannlíf

Gleðilega hátíð

Takk fyrir viðskiptin á árinu J

Jólaball Isavia

ólaball Isavia var haldið á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og heppnaðist mjög vel. Ballið er haldið árlega fyrir allt starfsfólk flugstöðvarinnar og er orðið ómissandi þáttur í jólastemningunni hjá þeim sem það sækja. Um 600 manns mættu á jólaballið í gær. Ingó veðurguð hélt uppi miklu fjöri og sjálfur íþróttaálfurinn lét sjá sig og gerði armbeygjur og fleira með krökkunum. Bjúgnakrækir og Kertasníkir rötuðu á söng barnanna og glöddu þau með skemmtun og gjöfum. Þá bauð bróðir þeirra, Stekkjastaur, öllum sem vildu að fá fallega mynd með sér.

Opnunartími: Virka daga: Kl. 08:00 - 18:00

Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ Sími: 420 3333 • Gsm: 825 2217 www.benni.is • nesdekkr@benni.is


34

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

OPNUNARTÍMI YFIR JÓL OG ÁRAMÓT

-

jólaspurningar Jólamyndin? A Christmas carol frá 2009 með Jim Carrey og Trading places frá 1983 með Eddy Murphy og Dan Akroyd.

Ráðhús Ráðhús og Bókasafn verður lokað 24. - 26. desember. Opnað verður föstudaginn 27. desember kl. 10.00. Um áramótin verður lokað 31. desember - 2. janúar. Opnað verður föstudaginn 3. janúar kl. 09:00. Opnunartími Ráðhúskaffis helst í hendur við opnunartíma Ráðhúss.

Jólatónlistin? Er líða fer að jólum með Ragga Bjarna, The Christmas song með Nat King Cole og svo jóladiskur Andy Williams eins og hann leggur sig. Hvar kaupirðu jólagjafirnar? Konan kaupir þær í Boston.

Sundmiðstöð / Vatnaveröld Þorláksmessa; opið kl. 06:30 – 16:00. Lokað 24. – 26. desember. Gamlársdagur; opið kl. 06:30 – 10:30. Lokað 1. janúar. Að öðru leyti gildir venjulegur opnunartími. Íþróttamiðstöð við Heiðarskóla, Myllubakkaskóla og Akurskóla, Reykjaneshöll, íþróttahús Sunnubraut og Njarðvík. Lokað 23. – 26. desember og 31. desember – 1. janúar. Skessan í hellinum Skessan bregður sér af bæ um hátíðarnar og hellirinn því lokaður frá 21. desember til 2. janúar. Duushús Lokað frá 21. desember til 2. janúar. Víkingaheimar Lokað 23. – 26. desember og 31. desember til 2. janúar.

112

Gefurðu mikið af jólagjöfum? Jú það má alveg segja það.

Marinó Már Magnússon:

Konan kaupir gjafirnar í Boston Marinó Már Magnússon er lögreglumaður og starfs síns vegna hefur hann oft verið á vakt á aðfangadag. Hann nýtur þá tímans í staðinn með fjölskyldunni með því að halda hefð eins og að fara á Árbæjarsafnið og fá gömlu jólin beint í æð eða rölta um bæinn á Þorláksmessu.

ÞEGAR ÁHYGGJUR ERU AF LÍÐAN OG UMÖNNUN BARNA

Fyrstu jólaminningarnar? Jólin á Óðinsgötunni hjá ömmu og afa. Líklega verið 2 ára gamall.

frí um jól síðastliðin 15 ár. Verð á næturvakt núna á aðfangadagskvöld. Er orðinn vanur því.

Barnavernd Reykjanesbæjar vill minna á að hægt er að tilkynna til barnaverndarnefndar í gegnum 112 ef áhyggjur eru af því að barn búi við óviðunandi uppeldis -aðstæður, að það verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að heilsu þess og þroska sé stefnt í alvarlega hættu.

Jólahefðir hjá þér? Undanfarin 20 ár hefur vinnan átt stóran þátt í að móta jólahefðirnar mínar. Hef ekki átt almennilegt

Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Já ef ég er ekki að vinna.

Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Höfum verið dugleg undanfarin ár að fara á Árbæjarsafnið og fá þar gömlu jólin beint í æð. Hlusta á jólakveðjurnar og svo er það bæjarrölt á Þorláksmessu með fjölskyldunni. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Það var þegar dóttir okkar fæddist rétt fyrir jólin 2004. Hvað er í matinn á aðfangadag? Ég var alinn upp við rjúpur en síðustu ár hefur það verið hamborgarhryggur. Sakna rjúpnanna óendanlega mikið. Eftirminnilegustu jólin? Það voru klárlega jólin 2004 þegar dóttirin fæddist. En þau sömu jól féll faðir minn Magnús Blöndal frá. Hvað langar þig í jólagjöf. Æ bara þetta klassíska, góða bók.

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR

ATVINNA Um er að ræða 50% stöðu. Vinnutími er morgun- , síðdegis- og helgarvaktir. Verksvið eru almenn þjónustustörf í útlánadeild safnsins ásamt uppröðun, frágangi og viðgerðum safnkosts. Starfið krefst góðrar almennrar þekkingar, áhuga á lestri og bókmenntum, tölvu- og tungumálakunnáttu auk þjónustulipurðar og samstarfshæfni. Menntunarkröfur: Stúdentspróf eða hliðstæð menntun. Á vefsíðu bókasafnsins reykjanesbaer.is/bokasafn eru nánari upplýsingar um starfsemina og markmið safnsins.

Ef þú lendir í tjóni þá sér Bílnet um málin ! Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á. Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð. Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í samstarfi við Poulsen.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem eru að líða Þjónusta í boði hjá Bílneti

Bílasprautun - Bílaréttingar - Tjónaskoðun - Plastviðgerðir Bílrúðuskipti - Mössun - Sprautulökkun

Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður, í síma 421 6770.

• Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 • Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti Bílnet ehf. - 420 0020 - Brekkustíg 38 - 260 Reykjanesbæ - www.bilnet.is

Umsóknarfrestur er til 3. janúar nk. og skulu umsóknir berast á vef Reykjanesbæjar: www.reykjanesbaer.is

Nýársblað Víkurfrétta

kemur út fimmtudaginn 2. janúar 2014 Auglýsingar berist á: fusi@vf.is


35

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. desember 2013

-póstkassinn Þorsteinn Erlingsson framkvæmdastjóri og eigandi Saltvers skrifar:

Fiskistofa gegn Saltveri S

í ðd e g is föstudaginn 1. apríl birtist skyndilega yfir 20 manna hópur einkennisklæddra manna á vegum Fi s k i s tof u á s amt l ö g re g lu á sk rifstofu Saltvers, að heimilum eigenda og stjórnenda og um borð í netabát fyrirtækisins sem var að leggja að bryggju með þorskafla dagsins. Lagt var hald á bókhald og tölvur gerðar upptækar, bæði fyrirtækisog einkatölvur. Einnig var lagt hald á merkt heimilisbókhald auk skipsdagbóka og annarra gagna úr bátnum. Kæligeymslur voru innsiglaðar og starfsfólk yfirheyrt. Ástæðan var rannsókn á nýtingu sjávarafla hjá Saltveri. Var þetta vægast sagt mjög óþægileg lífsreynsla sem líður seint eða aldrei úr minni. Langur tími Daginn eftir var tekið eitt sýni úr óunnum afla frá deginum áður. Þrjátíu og tveimur mánuðum (!) síðar felldi Fiskistofa úrskurð sinn á grundvelli þessa eina sýnis, hinn 1. mars 2013, og sektaði Saltver um tæpar 33 milljónir króna sem fyrirtækinu var gert að greiða án tafar. Ástæðan var það mat stofnunarinnar að fyrirtækið hefði meðhöndlað 93 tonn af sjávarafla sem ekki hefði verið löglega veginn og skráður á 15 mánaða tímabili. Saltver kærði þegar ákvörðunina til úrskurðarnefndar, enda hafði fyrirtækið undir höndum niðurstöður úr nýtingarprufum frá óháðum sérfræðifyrirtækjum á þessu sviði, Matís ohf. og Sýni ehf. sem voru í engu samræmi við niðurstöðu í nýtingarprufu Fiskistofu. Málið fellt niður Á meðferðartímabilinu, áður en Fiskistofa felldi úrskurð sinn, var niðurstöðum Matís og Sýnis komið á framfæri við Fiskistofu en hún kaus að hafa þær að engu. Eftir skoðun úrskurðarnefndar á málsgögnum tók það hana aðeins nokkra daga að úrskurða um að málið skyldi fellt niður, þar sem það væri „ekki hafið yfir allan vafa að nýtingarprufa sem gerð var af starfmönnum Fiskistofu hinn 2. apríl 2011 gefi nákvæma mynd af meðalnýtingu í fiskvinnslu Saltvers“. Eftir standa þó alvarlegar ásakanir um brot á landslögum og atvinnurógur í garð fyrirtækisins og starfsfólks þess. Rannsókn á fiski í dauðastirðnun Allir vita sem til þekkja í sjávarútvegi að nýting þorsks er breytileg eftir árstíma, allt frá um 49 prósentum og upp í 54%. Í nýtingarrannsókninni var nýtingarhlutfallið 49,25%. Hefði það verið 50% eða hærra hefði málinu lokið án eftirkasta. Sýnið var tekið á þeim árstíma þegar þorskurinn er að hrygna eða ljúka hrygningu. Þá er líkamlegt ástand hans hvað lélegast, fiskurinn magur, fituinnihald lítið og fiskurinn viðkvæmur fyrir hnjaski. Þrátt fyrir þetta er nýtingarhlutfallið 49,25% innan eðlilegra og þekktra marka. Nær-

tækara og eðlilegra hefði þó verið að taka f leiri sýni eins og tíðkast við fagleg vinnubrögð færustu sérfræðinga. Í kjölfar niðurstöðu Fiskistofu leitaði Saltver til Matíss og Sýnis þar sem beðið var um sýnatökur og nýtingarrannsóknir í samræmi við vinnsluaðferðir Saltvers. Niðurstaða Matíss var að sýnataka og mælingar Fiskistofu hefðu farið fram í apríl þegar hráefnið er viðkvæmt fyrir söltun vegna hrygningartímabilsins. Jafnframt að Fiskistofa hefði notað of ferskt hráefni og að fiskurinn hefði verið enn í dauðastirðnun. Hjá Saltveri fer vinnsla aldrei fram meðan fiskur er í dauðastirðnun. Tvær nýtingarrannsóknir Sýni f ramkvæmdi tvær nýtingarrannsóknir í samræmi við vinnsluaðferðir Saltvers. Í fyrri tilrauninni var nýtingarhlutfallið 53,3% og 51%, í þeirri síðari. Af þessu má draga þá ályktun að rannsókn Fiskistofu hafi ekki getað verið í samræmi við vinnsluaðferðir Saltvers. Mælingarnar leiddu jafnframt í ljós ákveðna nýtingu á þeim árstíma sem tilraunir voru framkvæmdar. Það var mat Sýnis að gera þyrfti fleiri nýtingarprufur til að fá vísbendingar um nýtingu í vinnsluhúsum, en kunnugir vita að hún breytist milli mánaða og ára og margir þættir hafa þar áhrif. Þeim sem vinna við rannsóknir á nýtingu fiskafurða er ljóst fiskur í dauðastirðnun nýtist verr heldur sá sem verkaður er annaðhvort fyrir eða eftir dauðastirðnun. Ekki sannleikanum samkvæmt Fiskistofa segir framkvæmd sýnatöku og rannsóknar stofnunarinnar á nýtingarhlutfalli hafa verið framkvæmda í samræmi við vinnsluaðferðir Saltvers. Það er alrangt. Enginn hjá Saltveri hafði neitt með framkvæmdina að gera. Að mati færustu sérfræðinga á nýtingu þorsks er 49,25 prósenta nýting aðeins möguleg ef þekking á kjöraðstæðum lélegrar nýtingar er höfð að leiðarljósi við nýtingartilraun, þar er, ef valinn er fiskur í aprílmánuði í dauðastirðnun til rannsóknar. Ósk um bætt vinnubrögð Alræði Fiskistofu er algert og Saltver gat ekkert gert nema lúta þeirra valdi með alvarlegar ásakanar um brot á landslögum og atvinnuróg í garð fyrirtækisins og starfsfólki þess á herðunum. Það verður að gera þá kröfu til opinberra eftirlitsstofnana að þær ræki hlutverk sitt þannig að fagleg vinnubrögð þeirra séu hafin yfir allan vafa. Að mínu mati var svo alls ekki í þessu máli. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem hafa liðsinnt okkur meðan á málinu stóð, ekki síst starfsfólkinu og öðrum sem vitað hafa allan tímann að aðgerðir Fiskistofu voru tilefnislausar og illa ígrundaðar. Þorsteinn Erlingsson framkvæmdastjóri og eigandi Saltvers

Næsta blað fimmtudaginn 2. janúar 2014

Bestu jóla- og nýárskveðjur sendum við til ættingja og vina með þakklæti fyrir liðnar stundir. Heimilisfólk og starfsmenn Garðvangs.


36

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Þórunn Íris Þórisdóttir tekur við framlaginu frá Herborgu Hjálmarsdóttur. Myndin var tekin þegar framlagið í Velferðarsjóðinn var afhent.

Eldri borgarar gáfu í Velferðarsjóðinn

F

élag eldri borgara á Su ð u r n e s ju m afhenti á dögunum afrakstur af árlegum jólabasar til Velferðarsjóðs Suðurnesja. Það var Árni Júlíusson, for-

Lionsfélagar úr Keflavík afhentu Velferðarsjóði Suðurnesja 360.000 krónur.

maður FEB á Suðurnesjum, sem afhenti framlagið en Þórunn Íris Þórisdóttir tók við því fyrir hönd Velferðarsjóðs Suðurnesja.

Þórunn Íris Þórisdóttir og Árni Júlíusson.

Gefn styrkir Velferðarsjóð Suðurnesja

K

venfélagið Gefn í Garði hefur veitt myndarlegt framlag til Velferðarsjóðs Suðurnesja. Herborg Hjálmarsdóttir formaður Gefnar afhenti sjóðnum 300.000 krónur sem eru m.a. afrakstur af árlegum jólabasar kvenfélagsins. Þórunn Íris Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju, veitti

L

Lionsmenn styrkja Velferðarsjóðinn

ionsklúbbur Keflavíkur styrkti á dögunum Velferðarsjó ð Suðurnesja með fjárframlagi upp á 360.000 krónur. Framlagið er í formi inneignarkorta í verslunum Nettó en klúbburinn keypti kort

framlaginu viðtöku. Kvenfélagið Gefn er öflugt kvenfélag í Garðinum. Um 100 konur eru skráðar í félagið og 50-60 eru virkar í starfinu. Árlega veitir kvenfélagið um eina og hálfa milljón króna í styrki til samfélagsmála í Garði og á Suðurnesjum.

-

af Nettó fyrir 330.000 krónur og Nettó bætti 30.000 krónum við upphæðina. Þórunn Íris Þórisdóttir rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju tók við framlaginu fyrir hönd Velferðarsjóðs Suðurnesja.

jólaspurningar

Þorsteinn Ingimarsson:

Sofnaði í Jordan skónum Njarðvíkingurinn Þorsteinn Ingimarsson segist ekki hafa tölu á þeim fjölda gjafa sem hann gefur um jólin. Hann man þó sjálfur sérstaklega eftir einni gjöf úr æsku, en þá fékk hann vinsæla körfuboltaskó í jólagjöf sem hittu beint í mark. Fyrstu jólaminningarnar? Þegar ég sá að jólasveinninn var með alveg eins úr og hring eins og pabbi. Jólahefðir hjá þér? Að fara í jólaboð, hlusta á kirkjubjöllunar klukkan sex á aðfangadag það má ekki klikka, borða yfir mig af góðum mat þangað til ég verð að hneppa frá það er svona það helsta, síðan bara að hafa það notalegt yfir jólin. Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Nei ég fer alltaf í mat til foreldra minna yfir jólin þannig að mamma á allan heiðurinn af því að vera dugleg í eldhúsinu. Jólamyndin? The polar express Jólatónlistin? Gömlu góðu íslensku jólalögin kveikja alltaf aðeins í manni.

Hvar verslarðu jólagjafirnar? Vildi að ég gæti sagt í Keflavík, en allavegana á Íslandi. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Allavega það margar að ég hef ekki tölu á því. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Þegar ég var 10 ára þá fékk ég Jordan körfuboltaskó í jólagjöf, en það var aðal sportið í þá daga! Ég var svo ánægður með þá að ég sofnaði í þeim. Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur. Eftirminnilegustu jólin? Svo sem ekkert sem stendur uppúr, en ætli það hafi ekki verið þegar við vorum nýlega flutt á Gónhólinn og það voru nánast enginn húsgögn en það var samt jólatré í stofunni. Hvað langar þig í jólagjöf? Bara einhvað ógeðslega flott


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. desember 2013

Óskum starfsmönnum okkar og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla

HS Veitur hf hsveitur.is og á

37


38

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

Að þekkja rétta fólkið er oftast metið meira en hæfileikar og það er því miður sannleikurinn en ég læt það ekkert á mig fá Tekin í Sandvík 2013 og hefur verið birt á heimasíðu Vogue Italia.

n Tískuljósmyndun er skemmtilegur en harður bransi:

„ÉG VEIT HVAÐ ÉG VIL“ Ljósmyndarinn og Sandgerðismærin Anna Ósk Erlingsdóttir hefur búið í Gautaborg í rúm þrjú ár. Einnig bjó hún þar á árunum 2002 til 2006 en flutti til Queensland í Ástralíu og lærði ljósmyndun í rúm 2 ár. Hún segir ævintýraþrána hafa lokkaði sig til útlanda og hún hafi búið í útlöndum af og til frá því hún var 16 ára, þegar hún fór til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Starf tískuljósmyndara gangi mikið út á það að þekkja rétta fólkið en hún blæs á það og fer sínar eigin leiðir. Er mikil flökkukind Ýmislegt hefur á daga Önnu Óskar drifið á erlendri grundu. Hún segist vera mikil flökkukind sem hafi búið í Noregi, Bandaríkjunum, Ástralíu og svo núna í Svíþjóð. „Þrátt fyrir heimþrá af og til þá held ég að ég hafi tekið góða ákvörðun með að flytja erlendis. Ég hefði sjálfsagt annars ekki byrjað í ljósmyndun. Í Gautaborg kynntist ég mjög listrænu fólki og það leiddi mig á þá braut sem ég er núna og til mannsins í lífi mínu, þannig að ég kvarta ekki,“ segir Anna Ósk ánægð. Fólkið er skemmtilegast Önnu Ósk finnst fólkið án efa skemmtilegasti hlutinn af starfi sínu sem ljósmyndari. Það sé alltaf gaman að hitta nýtt fólk og skapa eitthvað fallegt með því. Einnig sé alltaf gaman að sjá afrakstur hugmyndavinnunnar. Hún telur erfiðast við starfið að sitja tímum saman í eftirvinnu fyrir framan tölvuna. Það sé oft erfitt, fyrir bæði bak og aðra líkamshluta. Sandstormur og mikill kuldi Spurð um eftirminnileg atvik segir Anna Ósk að slík atvik komi alltaf upp í myndatökum og í raun sé erfitt að velja á milli þeirra. Að vinna með skapandi fólki sé alltaf mjög gefandi og það sé alltaf gaman í tökum hjá sér. „Ég er heppin að því leytinu til að ég fæ að velja opið og skemmtilegt fólk að vinna með og það gefur mér mikið. Það er enginn dans á rósum að vera ljósmyndari eins og margir virðast oft halda. Ég hef þurft að vaða í vatni upp að mitti til að fá þá mynd sem ég vildi fá. Einnig hef ég lent í svakalegum sandstormi og varla getað staðið í lappirnar. Svo hef ég verið í svo miklum kulda að hendurnar á mér voru orðnar bláar í enda dagsins. En þetta er allt þess virði ef maður fær þær myndir sem maður vill fá í lokin,“ segir Anna Ósk með áherslu.

Íslensk náttúra besti bakgrunnurinn Hún segist alltaf koma reglulega heim til Íslands og það sé alveg nauðsynlegt. Þá verji hún oftast góðum tíma með fjölskyldu og vinum. Fjölskyldan sé alltaf númer eitt á listanum hjá henni. Þá elskar hún einnig að ferðast um landið og fá innblástur frá náttúrunni. Hún segir enga spurningu um það að hafa lært að meta betur heimalandið úr fjarlægð. „Ég er mjög stoltur Íslendingur og tala oft um Ísland og mæli með að fólk ferðist þangað. Sem ljósmyndari saknar ég oft íslensku náttúrunnar sem bakgrunns í myndatökum. Það er ekki hægt að líkja Íslandi við neitt annað,“ segir Anna Ósk. Saknar íslensks matar og sælgætis Anna Ósk viðurkennir einnig að hún sakni sárlega íslensks matar og sælgætis. Henni líki líka vel við Íslendinga og einkenni þeirra. „Þeir eru svo hreinir og beinir, segja það sem þeir hugsa og eru ekki með eilífar krúsídúllur. Þeir eru óhræddir við að segja sínar skoðanir og ég kann vel að meta það.“ Þegar hún bjó sjálf á Íslandi stundaði Anna Ósk, eins og margir Suðurnesjabúar, nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og seinna í Viðskipta- og tölvuskólanum, sem var og hét, og nældi sér þar í markaðs- og sölugráðu. Eftir það tók við ljósmyndunarnámið í Ástralíu. Veit hvað hún vill Við báðum hana um að lýsa því hvernig venjulegur dagur hjá henni gengi fyrir sig. Hún segir það alveg fara eftir því hvað standi til. „Ef ég er að ljósmynda þá byrjar dagurinn með hárgreiðslu og förðun og það tekur oftast sinn tíma. Oft tekur það lengri tíma en sjálf myndatakan.“ Hún segist vera nokkuð þekkt fyrir að vita hvað hún vill og tökurnar hennar séu oft ekki langar. „Það er mjög mikilvægt að vita hvað maður vill í þessum bransa því þá er auðveldrara fyrir fyrirsæturnar að gefa manni í

raun það sem maður vill. Þegar tökum er lokið vil ég oftast byrja að vinna myndir sem fyrst svo að tilfinningin og stemmningin úr tökunni sé ennþá lifandi,“ segir Anna Ósk. Forsíðubirting algjör draumur Varðandi birtingu í tímarit og víðar segir Anna Ósk að slíkt sé alltaf mjög mikilvægt fyrir ljósmyndara. Það sé auglýsing sem erfitt sé að toppa. „Að fá forsíðu er algjör draumur. Því miður þá er birting i veftímariti og mörgum öðrum tímaritum oft ekki borguð og er því einungis auglýsing fyrir ljósmyndarann og „teymið“ hans. Því miður þá er tískubransinn mjög illa borgaður á meðan að þú ert að klífa upp metorðastigann en síðan ef þú ert heppin að fá greitt fyrir vinnu þá er verið að tala um fjárhæðir sem flestir láta sig bara dreyma um.“ Þá segir hún bæði klíkuskap og baktal vera í þessum bransa eins og mörgum öðrum. „Að þekkja rétta fólkið er oftast metið meira en hæfileikar og það er því miður sannleikurinn en ég læt það ekkert á mig fá. Ég tel mig vera með ansi harða skel og hætti ekkert fyrr en ég er kominn á toppinn,“ segir Anna Ósk ákveðin að lokum.


39

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. desember 2013

Í Gautaborg kynntist ég mjög listrænu fólki og það leiddi mig á þá braut sem ég er núna og til mannsins í lífi mínu, þannig að ég kvarta ekki Tekin fyrir Mýr Design (hönnuður og módel frá Suðurnesjum).

Mynd fyrir Ida Wadenrud design, tekin í vetur í Gautaborg og er á heimasíðu Vogue italia.

Mynd tekin hér á Islandi 2010 Mynd fyrir Linn Becker design, tekin í Gautaborg 2013

Þessi var birt á heimasíðu Vogue Italia

Þessi mynd er tekin í Ástraliu 2012 og verður notuð í Canon auglýsingu núna á næstu dögum. Hún hefur verið opnumynd á heimasíðu Vogue Italia.


40

-

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

jólaspurningar

Pakkatré Fjölskylduhjálpar í Nettó

Söfnuðu fyrir Rauða krossinn Þessir duglegu krakkar gáfu Rauða krossinum á Suðurnesjum andvirði tombólu sem þau héldu. Þau heita frá vinstri: Nökkvi Freyr,

Salka Björk Jónasdóttir, Anna Rakel Guðjónsdóttir og Hrefna Líf Björnsdóttir.

Engin jól nema rifið sé í spil Grunnskólakennarinn Berglind Kristjánsdóttir hefur gaman af því að spila með fjölskyldu og vinum um jólin. Áður fyrr var hún frekar vanaföst en hefur slakað á í þeim efnum síðustu ár. Berglind segir að persónulegar og óvæntar jólagjafir hitti alltaf í mark, en þannig gjöf er einmitt sú eftirminnilegasta sem hún hefur fengið.

Jólahefðir hjá þér? „Það hafa verið að skapast nýjar hefðir síðustu ár vegna breyttra aðstæðna. Nú hefur þetta snúist og eru það börnin okkar sem fá að opna pakka fyrir matinn á aðfangadag líkt og ég fékk. Síðustu 7 ár höfum við verið á okkar heimili á aðfangadag en fengið foreldra okkar og bræður mína til okkar nánast á hverju ári. Undanfarin ár höfum við síðan farið í skötuveislu til bróður mannsins á Þorláksmessu. Annars erum við bara í rólegheitum öll jólin, slökum á og reynum að rífa í spil með fjölskyldu og vinum.“ Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? „Því miður þá þróast það alltaf þannig að kokkurinn gerir mest í eldhúsinu, mig langar alveg að vera dugleg en stundum er bara dálítið þægilegt að hafa einhvern sem er með þetta á hreinu. Jólamaturinn er hans en ég er duglegri í bakstrinum.“ Jólamyndin? „Klárlega „Christmas Vacation“ held að ég hafi horft á hana hver einustu jól síðan 1996.“ Jólatónlistin? „Ég er alæta á tónlist og eru öll jólalög yndisleg svona yfir jólahátíðina. En lagið ,,Það snjóar“ með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni og gamla góða „Wham“ lagið

Anna Valdís Jónsdóttir verkefnastjóri starfsins á Suðurnesjum og stjórnarkona.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Berglind Kristjánsdóttir:

Fyrstu jólaminningarnar? „Fyrstu jólaminningarnar eru hjá ömmu og afa á Sólhaga. Það voru alltaf margir í mat hjá ömmu og afa þar sem hangikjöt var á boðstólum með tilheyrandi meðlæti. Hlustað var á jólamessuna í útvarpinu áður en það var borðað. Þá fékk ég alltaf að opna einn pakka fyrir matinn sem hélt spennustiginu aðeins niðri í biðinni eftir pökkunum. Eftir pakkagleðina var alltaf sami eftirrétturinn, rjómaterta með ávöxtum.“

Kæru Suðurnesjabúar! Ég vil minna á jólatréð í Nettó þar sem safnað er saman jólapökkum fyrir þau börn og fullorðna, sem minna mega sín. Tökum höndum saman og hjálpumst að við að gleðja þau, svo þau geti líka átt gleðileg jól. Hátíðarkveðjur til allra þeirra sem hafa stutt okkur í gegnum árin.

„Last Christmas“ eru í uppáhaldi.“ Hvar verslarðu jólagjafirnar? „Eiginlega bara hér og þar. Ef ég kemst erlendis þá reyni ég ávallt að kaupa sem mest þar, bæði meira úrval og betra verð.“ Gefurðu mikið af jólagjöfum? „Bara hæfilega margar held ég.“

VF121213.pdf

Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? „Ég var alltaf frekar vanaföst en hef slakað á síðustu ár. En ég sendi alltaf jólakort og er rúntur tekin með þau og jólapakkana til ættingja og vina sem eru hér á svæðinu. Þá eru heldur engin jól nema að rífa í spil með fjölskyldunni og helst a.m.k. einu sinni með vinkonunum. Einnig fer ég alltaf í kirkjugarðinn og tendra þar ljós.“ Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Persónuleg úrklippubók sem ég fékk frá manninum mínum árið 2006. Þar eru ótal minningar í myndum og fallegum orðum sem ég held mikið upp á. Hann kom mér svo aftur á óvart síðustu jól og bætti við bókina. Þetta er án efa fallegasta og besta gjöf sem ég hef fengið og mun aldrei gleyma henni.“ C

M

Y

CM

MY

CY

Hvað er í matinn á aðfangadag? „Í ár verður tvíréttað, hamborgarhryggur og nautalund með alls konar meðlæti. Í eftirrétt verður svo heimalagaður ís.“ CMY

K

Eftirminnilegustu jólin? „Það er erfitt að velja á milli en held að það séu fyrstu jólin sem ég átti með frumburðinum og eiginmanninum. Annars eru flest öll jól ánægjuleg og ljúf í minningunni.“ Hvað langar þig í jólagjöf? „Er aldrei með kröfur varðandi jólagjafir. Er þakklát fyrir allar gjafir sem ég fæ en eitthvað óvænt og persónulegt hittir alltaf í mark.“

5.12.2013

16:11:53


markhonnun.is

Gleðileg jól og farsæld á komandi ári! hamborgarhryggur

22:00 0 :0 0 1 r u g a d u 20. des föst :00-22:00 0 1 il t r u g a rd a g 21. des lau 22:00 0 :0 0 1 il t r u g a 22. des sunnud :00-22:00 0 1 il t a s s e m s k 23. des Þorlá :00 - 13:00 0 1 r u g a d a g n fa 24. des Að

% 5 2 afsláttur 1.649

kr/kg Verð áður 1.989 kr/kg

Léttreyktur

hangiframpartur úrbeinaður

Lambahryggur

% 0 3 afsláttur 2.185

2.029

kr/kg Verð áður 2.698 kr/kg

humar

% 3 3 afsláttur

1 kg skeLbrot

1.997

kr/kg Verð áður 2.980 kr/kg

Húsavík

kr/kg Verð áður 2.898 kr/kg

LondonLamb

1.998

kr/kg Verð áður 2.498 kr/kg

örugglega ódýrt um jólin!

www.kasko.is

Verð birt með fyrirvara um prentvillur

Gildir 19. - 22. des. eða meðan birgðir endast


42

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

HEILSUHORNIÐ

Nokkur trix fyrir heilsusamlegri jól

n Feðgar úr Njarðvík láta gott af sér leiða í Bandaríkjunum:

Hlutu æðstu viðurkenningu fyrir samfélagsþjónustu N

jarðv í k ing urinn Stein þór Þórðarson og synir hans þrír, Þröstur, Guðsteinn og Haukur, hlutu fyrir skömmu æðsta heiður sem veittur er hjá Andrews University of Alumni Association í Bandaríkjunum. Verðlaunin eru árleg og voru fyrst veitt fyrir meira en 50 árum þegar samþykkt var að veita einstaklingum viðurkenningu fyrir framúrskarandi þjónustu til samfélagsins á staðnum. Fyrstu Íslendingarnir Í umsögn um verðlaunin kemur fram að ekki sé hægt að vinna að þeim, uppfylla kröfur til né sækja um þau. Fólk og verðleikar þess eru tilnefnd af fulltrúum frá Alumni

Association vegna árangurs og fulltrúar háskólans kjósa um tilnefningarnar. Aðeins er vitað til þess að einni annarri fjölskyldu hafi hlotnast þessi heiður, en hann er venjulega aðeins veittur einstaklingum. Að sögn Þrastar, sonar Steinþórs, hafa margir Íslendingar stundað nám við Andrews University og búið á staðnum en engir Íslendingar hafa fengið þessa viðurkenningu áður. Hann segist afar auðmjúkur og er fyrst og fremst ánægður með að foreldrar sínir hafi fengið viðurkenningu fyrir sín góðu störf um langt skeið. Starfaði víða sem prestur Steinþór Þórðarson var prestur og hélt námskeið í Biblíulegum

OPNUNARTÍMAR UM JÓL OG ÁRAMÓT

fræðum í meira en hálfa öld, bæði hérlendis og víðar, m.a. Nígeríu og Zimbabwe frá 1978 til 1988. Kona hans var Lilja Guðsteinsdóttir, sem kenndi við Njarðvíkurskóla sem stjórnandi sérkennsludeildar. Hún kenndi þar þangað til heilsan brást og hún flutti til Indiana til að vera nálægt börnum þeirra Steinþórs síðustu árin. Lilja lést 2010 en fékk einnig viðurkenningu af sama tilefni. Hún starfaði sem skólastjóri í Harare, Zimbabwe þegar Steinþór starfaði þar. Árið 2001 stofnaði Steinþór, ásamt nokkrum áhugasömum mönnum, útvarp Boðun FM 105,5 og jafnframt varð Boðunarkirkjan til, sem starfar enn í dag að Álfaskeiði 115 Hafnarfirði.

• Muna eftir að borða reglulega yfir daginn. Þannig höldum við blóðsykrinum í jafnvægi og dettum síður í óhollustuna og ofát. Sumir eiga það til að borða óreglulega á hlaupum í jólastressinu og gott að minna sig á að næra sig vel þrátt fyrir allt sem á eftir að gera. • Halda sig við að æfa reglulega. Betra að æfa snemma dags á þessum tíma þar sem það vill oft verða minni tími þegar líður á daginn í öllum hamagangnum. • Passa inntöku á fljótandi kolvetnum eins og gosi, jólaöli, djús og áfengi. Vissulega sumt af þessu allt í góðu svona spari yfir hátíðarnar en stundum er þetta of mikið af hinu góða. Þetta ÁSDÍS tikkar lúmskt inn hjá fólki án þess að það átti GRASALÆKNIR sig á því. Gleymum ekki vatninu góða. SKRIFAR • Muna eftir grænmetinu og ávöxtunum. Þó að smákökur og konfekt séu á hverju borði um þessar mundir þá megum við ekki gleyma holla matnum og afar mikilvægt að hafa jafnvægi í deginum okkar og halda sig við góðu venjurnar sínar. • Drekkum heilsubætandi jurtate fyrir meltinguna eins og fennelte, myntute, lakkríste, o.fl. Getum þannig hjálpað meltingunni betur og stuðlað að minni uppþembu og óþægindum í maga. • Notum heilsubætandi krydd yfir jólin eins og múskat, kanil, kardimommur, engifer og negul. Allar þessar jurtir eru þrælvirkar og hafa fjölbreytt áhrif á heilsu okkar. • Prófa náttúruleg sætuefni í baksturinn eins og erythriol, xylitol, sukrin, pálmasykur og stevíu. Auðvelt að nota og skipta út og hefur lítil áhrif á líkamann samanborðið við hvítann sykur. • Borðum hægar og í hófi. Hófsemi er lykilatriði þegar kemur að öllum jólaboðunum og jólamatnum. Njótum þess að borða mat sem erum ekki vön að leyfa okkur annars og ef við gætum hófsemi í mat og drykk þá erum við í góðum málum. • Slepptu samviskubitinu og njóttu! Jólakveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir

Jólagjöfin í ár IQ massager pro er rafbylgjunuddtæki á stærð við ipod. Hentar öllum með vöðvabólgu, verki eða önnur stoðkerfisvandamál. Verð 14.900 kr. Nánari upplýsingar á www. komfort.us eða í síma 898-3062.

Starfstöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum verða lokaðar á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Að öðru leyti verða starfstöðvar fyrirtækisins opnar eins og venjulega. Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.kalka.is Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða!

83%

+ www.vf.is LESTUR

VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári


3.594 kr Útkallsbækur Óttars Sveinssonar eru eitt vinsælasta lesefni Íslendinga 20 ár í röð Magnþrungnar frásagnir úr íslenskum veruleika. Hér er lýst fórnfýsi og þrautseigju hversdagsfólks á úrslitastundum. Hver einustu jól grúfa þúsundir Íslendinga sig niður í Útkallsbækurnar. Eftir að jeppa er ekið yfir sprungu á Langjökli í janúar 2010 á sér stað slys. Móðir og sjö ára sonur hennar falla niður í sprungu og festast á dýpi sem svarar til átta hæða húss. Tólf íslenskir síldveiðisjómenn höfðu verið hátt í viku í björgunarbátum í Norður-Íshafi þegar fólk í landi fór loks að sakna þeirra.

TVÆr SPENNANDI Í NETTÓ

3.594 kr Elín Hirst er þekkt fjölmiðlakona eftir 30 ára starf á þeim vettvangi. Hún skrifaði sögu Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur sem kom út árið 2011. Einnig hefur hún framleitt margar heimildarmyndir. Elín er með meistaragráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í fjölmiðlun frá University of Florida. Hún situr nú á Alþingi Íslendinga. Þegar Ranka fæðir langþráð barnrétt eftir að stríð skellur á í Júgóslavíu er henni sagt að það sé dáið. Hún og maður hennar hrekjast til Belgrad þar sem þau lifa við hörmuleg kjör sem flóttamenn, en þá kemur Kastljós Sjónvarpsins til sögunnar. Þegar Ranka lýsir neyð sinni grátandi í viðtali sem flestir Íslendingar sjá bregst Ingibjörg Vagnsdóttir úr Bolungarvík við og segir: ‚‚Ég ætla að bjarga Rönku.“

r u k æ b


Gildir 19. - 22. des. 2013

partíréttir

Nýjir heilsuréttir fjölskylduNNar

leiðiN til sigurs

2.599 kr

3.244 kr

2.594 kr

GunnlauGur Guðmunsson

Þú fÆrð jÓlAbÓkINA Í NETTÓ

flottar Neglur

1.965 kr

ísleNsku dýriN míN

1.979 kr

amma glÆpoN

heilsubakstur

2.793 kr

2.583 kr

DaVID WIllIams

oNe directioN

1.393 kr

auður I. konráðsDóttIr

dagbókiN míN

1.973 kr

dúkkulýsutaskaN míN

1.973 kr

óvÆNt viNátta

jennIfer s. hollanD

1.973 kr www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri


46

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

n Náði botninum sem matarfíkill og við tók miklu betra líf:

Mikið frelsi að viðurkenna vanmátt minn Þorsteinn Gunnarsson starfar sem sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs hjá Grindavíkurbæ og hefur auk þess undanfarin fjögur ár starfað sem upplýsinga- og þróunarfulltrúi þar. Hann er að ljúka meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði um tíma sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og stundaði nám í fjölmiðlafræði og upplýsingatækni í Svíþjóð. Olga Björt hitti Þorstein í húsnæði bæjarskrifstofunnar í Grindavík og ræddi við hann um störfin, námið, vestmannaeyska bakgrunninn, gjörbreyttan lífsstíl og umdeilt mál þar sem hann sagði upp störfum og ákvað að hætta sem formaður knattspyrnudeildarinnar fyrir tveimur árum. Ráðið í starfið eftir áramót „Þetta var nýtt starf hjá bænum þegar ég hóf störf sem upplýsinga- og þróunarfulltrúi 2009 og hefur þróast talsvert með mér. Ég hef sjálfur þróað starf mitt hér og meðal verkefna eru heimasíðan, fréttabréfið, upplýsingamál og fjölmiðlatengsl út á við, ferðaþjónusta og fleira. Svo vann ég náið með fráfarandi sviðsstjóra frístunda- og menningarmála. Við höfum séð saman um Sjóarann síkáta og fleiri viðburði. Þegar hann lét af störfum og starfið auglýst ákvað ég að sækja um og var ráðinn. Þetta er spennandi starf enda eru frístunda- og menningarmál mín áhugasvið. Síðan verður ráðið í mitt gamla starf eftir áramót en ég tek þó með mér viss verkefni í nýja starfið eins og ritstjórn heimasíðunnar, ferðaþjónustumálin og fleira og fréttabréfið. Starfinu verður breytt þannig að það verður upplýsinga- og skjalafulltrúi. Meiri áhersla verður á skjalastjórnun, það er nýbúið að auglýsa það og hægt að nálgast nánari upplýsingar á heimasíðu bæjarins“ segir Þorsteinn. Margt líkt með Eyjum og Grindavík Þorsteinn er uppalinn í Vestmannaeyjum og segir margt sameiginlegt og líkt með Eyjum og Grindavík. „Þetta eru bæði sjávarútvegspláss og eðli málsins vegna líður mér vel hér. Kröftug samfélög og fólk vinnusamt og duglegt. Ég fór til að mynda snemma út á vinnumarkaðinn.“ Helsti munur sem finna megi á sveitarfélögunum tveimur er að í Vestmannaeyjum þarf samfélagið að vera sjálfu sér nægt um alla þjónustu, félagsstarf og slíkt enda eysamfélag og ekki hægt að skjótast í burtu til að sækja

aðra þjónustu. Það þurfi að gerast á eyjunni. Grindavík sé hluti af stærra svæði, Reykjanesinu, stutt á höfuðborgarsvæðið og menningu annars staðar. Í Vestmannaeyjum sé líf og fjör yfir sumartímann á meðan Grindvíkingar fari meira úr bænum til að sækja sér afþreyingu, sér í lagi um helgar. Miklar framkvæmdir og ekki króna í lán Tæplega 3000 manns búa í Grindavík um um 4300 í Vestmannaeyjum og Grindavíkurbær er eitt best stadda samfélag á landinu. „Arion banki gerði nýverið úttekt á fjárhagslegri stöðu á öllum sveitarfélögum á landinu og þar trónir Grindavíkurbær á toppnum,“ segir Þorsteinn og bætir við að það sem tryggi þennan árangur sé sú staðreynd að í Grindavík eru öflug sjávarútvegsfyrirtæki og búið sé að halda skynsamlega á málum í kjölfar hrunsins og bæjarstjórnin staðið þétt saman á þessu kjörtímabili. Bærinn standi ótrúlega vel og miklar framkvæmdir séu framundan. „Hér er verið að byggja nýjan tónlistarskóla, bókasafn og íþróttamannvirki sem verða tilbúin á næsta ári og ekki er tekin króna í lán sem hlýtur að vera einstakt.“ Þá sé mikill uppgangur í ferðaþjónustu og gott samstarf við Bláa lónið og ferðaþjónustufyrirtæki í Grindavík. Til að mynda sé búið að gera fimm kílómetra hjólreiðaog göngustíg frá Grindavík til Bláa lónsins og reyndar unnið sérstakt átaksverkefni í lagningu stíga víða í bænum. Í fullu meistaranámi samhliða vinnu Fjölmargir sækja atvinnu til Grindavíkur og að sama skapi

starfa þó nokkrir Grindvíkingar annars staðar á Reykjanesinu og á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu níu árin sem Þorsteinn bjó í Grindavík starfaði hann sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og keyrði á milli. Eiginkona hans er Grindvíkingur og margt af hennar fólki býr þar. „Þegar ég starfaði ekki hér í bænum var ég auðvitað ekki inni í hringiðunni. En núna er ég kominn vel inn í samfélagið enda felst það m.a. í starfi upplýsingafulltrúa að vera með puttann á púlsinum á því sem hér er að gerast. Hér er gott

Ég er í bata og verð aldrei læknaður. Það er bara ákveðinn lífsstíll sem ég er búinn að tileinka mér að ala upp börn og okkur líður vel hér. Það kom mér á óvart hversu mikið menningarlíf er hér og þátttaka bæjarbúa mikil í því,“ segir Þorsteinn. Hann er ekki alveg laus við að keyra á milli Reykjavíkur og Grindavíkur því hann stundar staðnám í Verkefnastjórnun á meistarastigi (MPM) við HR. Íslendingar vilja taka upp skófluna og moka strax Mörg verkefni sem hann hefur fengist við og þekkir vel tengjast náminu og hefur lengi blundað í

Þorsteini að fara í frekara nám og hann sótti um í MPM í HR. Hann komst þar inn ásamt 35 öðrum og mun útskrifast í vor. „Þetta er frábært nám sem rammar inn áhugasvið mitt í dag, sem er stjórnun. Ég finn hversu mikið námið styrkir mig í starfi. Forstöðumenn MPM námsins eru annars vegar verkfræðingur og hins vegar sálfræðingur sem endurspeglar breiddina í náminu. Þarna fáum við tæki og tól úr verkfræði, siðfræði og stjórnun og ekki síst um mannlega þáttinn sem umlykur alla stjórnun og blandast inn í þetta saman og það er heillandi,“ segir Þorsteinn og bætir við að lykillinn sé að fá fólk til að vinna saman. Það sé mikil verkefnastjórnun í öllu sem við fáumst við dags daglega. „Íslendingar eru þannig að þeir vilja bara taka upp skófluna og byrja að moka strax. En við þurfum að staldra við og eyða meiri tíma í undirbúning og gera vandaðar verklagsáætlanir og fá fólk til að taka þátt í þeim undirbúningi. Það er ákveðin þjálfun að gera það. Maður er ekki endilega sérfræðingurinn í því sem verið er að gera en safnar saman hópi af sérfræðingum og fær þá til að vinna saman eins og íþróttalið. Ég er að æfa mig á fullu í því núna,“ segir hann brosandi enda ekki ókunnur íþróttaheiminum. Stjórnendur gleyma mannlega þættinum Þorsteinn tekur fram að hann sé langt í frá sérfræðingur í verkefnastjórnun en hann sé dellukall, verkefnastjórnun hafi heltekið hann því námið sé algjörlega frábært. Aðspurður segir hann að líklega sé ástæðan fyrir því að mörg verkefni mistakist hjá stjórnendum sú að mannlegi þátturinn gleymist

oft; að fá fólk til að vinna saman og búa til samskiptaáætlanir því þar sem reyni á samskipti verði helstu núningarnir, misskilningur og mistök. „Það þarf allt að vera uppi á borði til þess að hlutirnir gangi upp. Alveg sama hversu stór eða lítil verkefnin eru, þar sem eru samskipti, þar verða árekstrar og misskilningur.“ Hann segir mikla vakningu vera almennt í gæðastjórnun verkefna og bendir á að nú sé nýkominn ISO-staðall fyrir verkefnastjórnun. Mikil þörf sé fyrir gæða verkefnastjórnun í opinberri stjórnsýslu og ráðuneytin séu t.d. farin að opna augun fyrir gæðastjórnun. Þorsteinn hefur ekki haft mikil mannaforráð í gegnum árin nema í gegnum íþróttahreyfinguna en hann telur, m.a. út frá fræðunum, að helstu mistök sem stjórnendur geri séu að gleyma mannlega þættinum. „Breytingastjórnun er hluti af verkefnastjórnun og hún er mjög vandasöm og mistekst oftar en ekki því eitthvað er keyrt í gegn án þess að undirbúa jarðveginn og starfsfólkið, innleiðingin er vanhugsuð og eftirfylgnin engin. Þetta snýst svo mikið um samskipti og undirbúning. Það eru lykilatriðin,“ ítrekar Þorsteinn. Náði botninum í æfingaferð á Spáni Stærsta verkefnið sem Þorsteinn hefur þó fengist við er hann sjálfur. Hann gjörbreytti um lífsstíl árið 2010, hefur lést um 50 kíló en segir kílóafjölda þó skipta svo litlu máli þegar fram líða stundir. „Ég hef alltaf glímt við ofþyngd en var reyndar mikið í íþróttum áður fyrr, m.a. í marki hjá ÍBV í knattspyrnu sem hélt mér við efnið. Ég hætti alltof snemma, aðeins 26 eða 27 ára, því ég var of þungur.“


47

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. desember 2013 Hann hefur alla tíð haft gaman að íþróttum, sem hefur reyndar verið hans ástríða, og fór að vinna í sjónvarpi sem íþróttafréttamaður og var formaður Samtaka íþróttafréttamanna í nokkur ár. „Það hélt aftur af mér og ég þurfti að passa upp á mig. Svo í hruninu 2008 missti ég vinnuna í hópuppsögnum á Stöð 2. Það var gríðarlegt áfall og fyrsta árið þyngdist ég og missti tökin á þessu. Svo einhvern veginn náði ég mínum botni þegar ég var formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, þegar ég var fararstjóri í æfingaferð hjá Grindavík á Spáni en þá var ég formaður deildarinnar. Þá fann ég að ég var til í að gera hvað sem er til að bæta stöðuna. Þá einfaldlega viðurkenndi ég vanmátt minn. Var búinn að prófa allt mögulegt áður til að ná stjórn á þyngdinni án árangurs,“ segir Þorsteinn. Stórt skref að viðurkenna matarfíkn Hann las viðtal í Fréttablaðinu við Ester Helgu Guðmundsdóttur, fyrrum kórstjóra í Grindavík, sem setti á laggirnar miðstöð fyrir matarfíkla (MFM) fyrir 8 árum. Hann kannaðist aðeins við hana og fann þá að þetta gæti verið lausnin sem hann leitaði aðvar komin fyrir sig. „Ég fór í meðferð hjá MFM þar og greindist sem matarfíkill. Við tók prógramm frá maí 2010 fram að næstu áramótum. Ég hafði ekki stigið á vigt í marga mánuði og var tíu kílóum þyngri en ég hélt að ég væri,“ segir Þorsteinn. Hann fór í svokallað fráhald og sleppti sykri og hveiti úr matnum og setti sér strangar reglur varðandi mat. „Ákveðnar fæðutegundir kveikja fíkilinn í mér. Það var mjög

stórt skref að viðurkenna fyrir sjálfum sér að vera matarfíkill og hafa ekki stjórn á sjálfum sér. En um leið og ég tók þá ákvörðun að svona væri fyrir mér komið fylgdi svo mikið frelsi.“ Hann segir frábært starf unnið hjá meðferðarmiðstöðinni. Varð að setja sjálfan mig í fyrsta sæti Hann segir sjálfsvinnuna hjá meðferðarmiðstöðinni að mestum hluta til vera andlegt 12 spora ferðalag. Matarfíklar borði sífellt yfir einhvers konar tilfinningar og það þurfi að fara í gegnum hvaða tilfinningar þetta eru sem borðað sé yfir, skref fyrir skref. Svo sé því viðhaldið með því að lesa og fara á fundi. „Það er hluti af batanum og sækja svo fundi og lesa. Ég er í bata og verð aldrei læknaður, þetta er mitt stóra verkefni í lífinu. Þetta er bara ákveðinn lífsstíll sem ég er búinn að tileinka mér,“ segir Þorsteinn. Í meðferðinni hafi hann einnig áttað sig á því að hann er meðvirkur og hafi tekist á við það. Hann þurfti að verða eigingjarn og setja sjálfan sig í fyrsta sæti til að ná tökum á sjálfum sér. „Þetta var oft og tíðum örugglega ekki auðvelt fyrir fjölskylduna. Ég held þó að ég sé miklu meðfærilegri í dag en ég var. En ég varð að setja mig í fyrsta sæti til að sinna mínum þörfum, líkamlega og andlega, til að geta virkað í samfélaginu og gefið af mér. Mitt lífsmottó í dag er að vera samkvæmur sjálfum mér og vera svona einskonar ljósker; vera fyrirmynd fyrir börnin mín aðra og þá sem skipta mig máli aðra. Það get ég ekki nema fylgja prógramminu alla leið,“ segir Þorsteinn.

Hljóp Laugaveginn á átta tímum Allt þetta gerði það að verkum að Þorsteinn fór að hreyfa sig aftur; fyrst að skokka. Það byrjaði smátt en hann tók svo nokkur hálfmaraþon. Einnig hljóp hann heilt maraþon árið 2011 og Laugaveginn í fyrra á 8 tímum. „Ég er ekki hraðskreiður en ótrúlega seigur, svona eins og gamall traktor sem fer þetta áfram hægt en örggulega. Þetta var mjög erfitt en líklegasta það skemmtilegasta sem ég hef gert. Maður náði svo sem ekkert að drekka í sig náttúrufegurðina á þessu 55 km haupi í þessari ferð heldur einbeitti sér að hlaupinu, enda var ég búinn að undirbúa mig rosalega vel. Fékk prógramm hjá Sigurði P. Sigmundssyni, gömlum Íslandsmeistara í maraþonhlaupum. Ég hefði aldrei gert þetta nema að ákveða að fara alla leið varðandi undirbúningin,“ segir Þorsteinn með áherslu. Þá hafi verið mikil áskorun fyrir matarfíkil, sem borðar ekki mikið af kolvetnum, að fara út í þetta og hann hafi kviðið fyrir því. „Það þarf kolvetni fyrir brennsluna og í staðinn hlóð mig af próteinum, sem eru í sjálfu sér ekki síðri, og tók líka carbon load sem hafði góð áhrif á mig.“ Fékk í bakið á miðri leið Þorsteinn segir það hafa verið ákveðna þolraun út af fyrir sig að vera einn með sjálfum sér á þessari löngu vegalengd. Hann hafi einnig verið búinn að undirbúa sig andlega því hann vissi að það yrði erfiðast. „Ég var í líkamlegu dúndurformi og mér tókst að fókusa á hlaupið. Maður á það til að detta einhvern veginn út eftir að hafa hlaupið í marga klukkutíma.

Ég fór með möntrur og annað til að halda mér gangandi. Á miðri leið fékk ég í bakið í 15 - 20 mínútur og leist ekkert á blikuna. Svo þurfti ég að stökkva yfir einhvern læk og lenti jafnfætis. Þá small eitthvað og verkurinn hvarf, þetta var lygilegt,“ segir Þorsteinn. Gekk mjög nærri sér Þegar hann svo kom inn í Þórsmörk fylltist hann krafti og hafði meira að segja kraft til að taka endasprett þrátt fyrir að fá ægilegan sinadrátt þegar 300 metrar voru í mark. „Ég veit ekki hvaðan sá kraftur kom. Fólk tók svo á móti manni, hvetjandi og fagnandi. Það var einstök tilfinning. Í rútunni á leiðinni til baka varð ég að standa upp öðru hverju því ég fékk svo oft sinadrátt. Ég endaði með að taka íbúfen til að róa líkamann. Maður gekk mjög nærri mér þarna en ég er ákveðinn í að taka þátt aftur seinna,“ segir Þorsteinn sem heldur sér í formi með því að æfa í Metabolic hjá Helga Jónasi í Grindavík og hlaupa. Andlegi þátturinn erfiðastur Þorsteinn segist lánsamur að hafa þurft að hafa í gegnum árin haft lítið fyrir fráhaldinu. Hann borði mikinn mat, þrisvar á dag, og vigti og mæli matinn. Það finnist honum samt minnsta málið. Andlegi þátturinn sé mesta áskorunin. „Fráhaldið hefur gert mér kleift að fara í námið sem ég stunda og í hlaupin og takast á við lífið og tilveruna. Það fylgir því mikið frelsi að viðurkenna vanmátt sinn og styrkir mann rosalega. Ég hef stundum hugsað til þess ef maður hefði haft þennan andlega þroska fyrir 20 árum sem maður hefur í dag, hvar maður væri staddur. En það þýðir ekki að hugsa þannig. Ég lít á sjálfan mig sem verkefni og er með ákveðna verkefnaáætlun í gangi varðandi sjálfan mig og ég hef alveg fylgt henni. Það eru mörg spennandi verkefni framundan í lífi og starfi og ég horfi bjartsýnn fram á veginn,“ segir Þorsteinn kátur.

GEKK NÆRRI SÉR

„Ég veit ekki hvaðan krafturinn kom. Fólk tók svo á móti manni, hvetjandi og fagnandi. Það var einstök tilfinning.“

Vildi ekki taka þátt í þessu Þorsteinn er mikill knattspyrnuáhugamaður, stuðningsmaður Grindavíkur og ÍBV í knattspyrnu og mætir á alla leiki sem hann kemst á. Einnig er hann núna orðinn yfirmaður íþróttamála í Grindavík sem sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og

kemur því að þeim frá annarri hlið en þegar hann var formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur fyrir tveimur árum. Þá ákvað hann að láta af formennsku í kjölfar þess að meirihluti stjórnar knattspyrnudeildar ákvað að fara í samningaviðræður við Guðjón Þórðarson. Þorsteinn segist hafa stigið til hliðar á þessum tíma því hann taldi einfaldlega að Guðjón væri ekki rétti maðurinn í starfið. Þorsteinn segist sjálfur hafa verið kominn á góðan stað og búinn að vinna mikið í sjálfum sér. „Stundum er talað um að þegar maður fer í fráhald þá renni svona einhvern veginn af manni. Ég var búinn að stíga út úr meðvirkninni og vildi taka ekki þátt í þessu. Tók bara ákvörðun sem mínir samferðamenn í stjórn sýndu held ég virðingu og ég virti þeirra ákvörðun að vilja fara þessa leið og ákvað að fylgjast bara með sem stuðningsmaður liðsins. Ég er svolítið ofvirkur stundum og ég vildi bara eyða kröftum mínum í annað en formennskuna og ákvað að setjast á skólabekk,“ segir Þorsteinn. Vill hag íþróttanna sem mestan Hann segir einhverja fjölmiðlaumræðu hafa orðið í kjölfarið sem eiginlega hafi gerst fyrir utan gluggann einhvern veginn og ekki snert hann persónulega. „Því miður fór þetta eins og það fór hjá Grindavíkurliðinu, það tók mig sárt að sjá það falla. Ég veit ekki hvernig þetta það mál Guðjóns og knattspyrnudeildarinnar er statt í dag nema ég las það um daginn að það er fyrir dómstólum. Ég þekkti auðvitað Guðjón og til hans starfa og hann náði góðum árangri á sínum tíma og hann er fínn kall. En að mínu mati var hann ekki rétti maðurinn í starfið á þeim tíma eins og ég tók nú fram opinberlega á sínum tíma. Ég hafði bara mínar forsendur fyrir því,“ segir Þorsteinn. Þessu máli sé löngu lokið af hans hálfu og hann nenni varla að rifja það upp. Ég fylgist bara með því í fjölmiðlum eins og aðrir. Í dag kem ég að íþróttunum í gegnum nýja starfið mitt hjá Grindvíkurbæ og þar vil ég veg þeirra sem mestan og ég mun leggja metnað minn í það eins og alls sem ég kem nálægt, og mun halda því áfram, eins og góðum dellukalli sæmir“ segir Þorsteinn að lokum.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári

Dalvegur 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is Toyota rafmagnslyftarar

Toyota dísellyftarar

New Holland skotbómulyftarar

BT brettatjakkar


48

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-jólapistill

pósturu eythor@vf.is

Við Íslendingar erum vön að skilja skóinn eftir í glugganum en hér tíðskast það að setja skótauið fyrir framan útidyrahurðina

Rauð

jól í Berlínarborg

-Glühwein yljar líkama og sál á aðventunni

B

laðamaður Víkurfrétta Eyþór Sæmundsson er búsettur í Berlínarborg þessi misseri. Þar hefur hann undanfarið verið með myndavélina á lofti og rannsakað jólamenningu hjá Þjóðverjum. Ýmislegt er öðruvísi í ríki Angelu Merkel. Maturinn er ekki eins góður, hér hefur ekkert snjóað og maður fær bara einu sinni í skóinn.

„Ég hef upplifað jólin víða í gegnum tíðina. Á ströndum Kanaríeyja, á sundlaugarbakka í Flórída, í Vínarborg og núna í Berlín. Þar er ég búsettur um stund og hef undanfarið notið þess sem borgin hefur upp á að bjóða þegar kemur að jólunum. Þjóðverjar eru ekki duglegir

að skreyta heimili sín, hvort sem það er að utan eða innan, en ferðamannastaðir og verslunarkjarnar eru þó skreyttir hátt og lágt. Jólamarkaðir í Þýskalandi eru heimsfræg fyrirbæri og hér í Berlín er aragrúi af slíkum mörkuðum. Þar safnast fólk saman og fær sér snarl en þó aðallega til þess að hitta vini og fá sér í aðra tána. Sérstakt jólaglögg er afar vinsælt hér í landi, en það kallast Glühwein, en það er drykkur sem settur er saman úr hituðu rauðvíni, kanil, negul og ýmsum. Það eru til ótal afbrigði af drykknum og m.a. rákust við á íslenska útgáfu af drykknum. Við könnuðumst satt best að segja lítið við drykkinn sem var gerður úr rommi, dökkum bjór og appelsínu-

Jólamarkaðurinn í Charlottenburg er gríðarlega stór og vinsæll. Öll kvöld vikunnar er líf og fjör við þessa fyrrum konungshöll.

safa. Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt í útlöndum. Það er notalegt að vita til þess að alltaf er stutt í næsta bás sem selur Glühweinið góða en það yljar vel á köldum vetrarkvöldum. Ristaðar hnetur og möndlur eru afar vinsælar hér á jólamörkuðum en þær eru húðaðar með karamellu og ilmurinn af þeim er alveg sérstaklega lokkandi. Hefðir og venjur eru misjafnar milli landa og eiga Þjóðverjar sér nokkrar hefðir sem við könnumst lítið við heima á Fróni. Þýskaland er stórt og venjurnar eru a.m.k. jafn margar og sambandslöndin innan ríkisins eru mörg. Hér er t.a.m. aðeins einn jólasveinn en hann kallast Sankti Nikulás. Hann

Glühwein yljar, hressir og kætir í svartasta skammdeginu. Ég er ekki frá því að hér eftir verði jólahefð hjá mér að dreypa á örlitlu Glühwein yfir hátíðarnar.

kemur til byggða þann 6. desember og gefur börnum gott í skóinn. Við Íslendingar erum vön að skilja skóinn eftir í glugganum en hér tíðskast það að setja skótauið fyrir framan útidyrahurðina. Einn jólasiður sem tíðkast í Þýskalandi þótti mér sérstakur. Á aðfangadag eru Þjóðverjar vanir að drekka töluvert magn af áfengi, bæði með matnum og síðar um kvöldið. Þá hittast gjarnan vinir og fara út á knæpu eða halda veislur í heimahúsum. Þetta yrði líklega litið hornauga á Íslandi en sjaldgæft er að boðið sé upp á nokkuð sterkara en malt á aðfangadag. Jólaverslunin er að sjálfsögðu af svipuðum toga og heima á Ís-

landi. Í verlsunarmiðstöðvum er ys og þys og sama stressið og við þekkjum frá heimahögunum. Andstæðurnar í Berlín eru þó skemmtilegar. Hér eru nútímalegar byggingar með risastórum glerhúsum og tilheyrandi verslunarkjörnum. Þegar farið er í eldri hverfin eru fleiri litlar huggulegar búðir þar sem „kaupmaðurinn á horninu“ hefur hreiðrað um sig. Það sem einkennir borgina er að maður þarf að hafa örlítið fyrir því að sækja sér jólaandann. Fyrir utan markaði og stórar verslanir er ekki ýkja jólalegt á götum borgarinnar. Snjóleysið hefur liklega eitthvað með það að gera að ekki er eins og jólalegt og heima á Íslandi.


49

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. desember 2013

Hér má sjá vinsælt jólaskraut í Þýskalandi en annars eru Þjóðverjar ekki eins duglegir og við Íslendingar að skreyta. Hér er t.d. fremur sjaldgæft að sjá jólaljós í gluggum.

Það er vinsælt að hitta vini og kunningja á jólamörkuðum og fá sér í aðra tána. Flestir gæta hófs en einnig er oft líf í tuskunum.

Á jólamörkuðum eru gjarnan sett upp ýmis skemmtitæki og finna því börn og fullorðnir eitthvað við sitt hæfi.

Íslenskt jóla-Glühwein. Uppskriftin er romm, dökkur bjór og appelsínusafi. Bragðast nokkuð vel en ekki kannast ég við að þetta sé eitthvað sér íslenskt. Í íslenska básnum var boðið upp á harðfisk með glögginu og gamla góða Góu Hraunið, það gladdi okkur Íslendingana mikið.

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um

gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!

Fitjatorg.is

20

0

Reykjaneshöfn

Radionaust Iðavellir 4b - 420 0303


50

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

SENDUM ÍBÚUM Í VOGUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR

-

jólaspurningar

Katrín Marsí Aradóttir:

Baggalútur klikkar aldrei Katrín Marsí Aradóttir segir að bæjarrölt á Þorláksmessu sé ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Hún segist ekki alveg búin að ákveða hvað verði í matinn á aðfangadag en líklega verður purusteik fyrir valinu.

Óskum Suðurnesjamönnum öllum

gleðilegra jóla, árs og friðar

með þökk fyrir árið sem er að líða

Fyrstu jólaminningarnar? Allar jólaminningar eru góðar en sérstaklega jólaminningarnar með dætrum mínum og maka. Jólahefðir hjá þér? Ég og stelpurnar mínar bökum alltaf piparkökur fyrsta í aðventu og svo er það hefð hjá okkur fjölskyldunni að fara eina fjölskylduferð til Reykjavíkur og eiga góðan dag saman. Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Já ég tel mig vera það. Við fjölskyldan hjálpumst mikið að í eldhúsinu.

Gleðilega hátíð og verðum í stuði á nýju ári.

Jólamyndin? Christmas Vacation er alltaf góð.

Jólatónlistin? Baggalútur klikkar aldrei.

frá þeim sem þær föndra í skólanum og leikskólanum.

Hvar verslarðu jólagjafirnar? Misjafnt en oftast í Reykjavík.

Hvað er í matinn á aðfangadag? Ekki búin að ákveða ennþá en það er komin ósk um purusteik. Var með það í fyrra og það féll vel í kramið hjá prinsessunum á heimilinu.

Gefurðu mikið af jólagjöfum? Já og nei. Bara passlega myndi ég segja. Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég fer alltaf með stelpurnar mínar í barnamessu kl. 17:00 á aðfangadag og svo er það bæjarröltið á Þorláksmessu sem er fastur liður. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Jólagjafirnar frá dætrum mínum. Það er alltaf jafn spennandi að opna pakkana

Eftirminnilegustu jólin? Fyrstu jólin sem við fjölskyldan héldum heima, yndisleg alveg. Svo eru fyrstu jól dætra minna eftirminnileg. Hvað langar þig í jólagjöf? Kósý náttföt, ilmvatn og nýjan síma auðvitað.

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Við viljum þakka ykkur, fólkinu í Suðurkjördæmi, fyrir þann góða stuðning sem okkur var sýndur í kosningunum í vor. Óskum ykkur öllum, fjölskyldum og ástvinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Ragnheiður Elín Árnadóttir Unnur Brá Konráðsdóttir Ásmundur Friðriksson Vilhjálmur Árnason Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi


Handsmíðaðir skartgripir

29.900

26.900

25.900

Við þökkum fyrir frábært ár og hlökkum til að takast á við verkefni þess næsta - Starfsfólk Keilis

9.900

26.900

Vinnustofan er opin alla virka daga frá kl. 13.00-18.00 og laugardaga frá kl. 10.00-14.00. Þorláksmessu frá kl. 13.00-20.00 Aðfangadag frá kl. 11.00-14.00 að Laufdal 53 Innri-Njarðvík

26.900

MOV

Gullsmiður 12.900

Símar 421-7433 / 662-5019


-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

Lauga og vinkona hennar Barbara

n Ólíkur menningarheimur fjölskyldu í Miðausturlöndum:

MEÐ VINNUMANN OG VINNUKONU Keflvíkingurinn Guðlaug Ólöf Sigfúsdóttir Laursen (Lauga) og eiginmaður hennar, Mikael Lykkegarad Laursen, búa á eyjunni Bahrain í Persaflóa ásamt börnum sínum. Í raun samanstendur eyjan af 33 litlum eyjum þar sem sú stærsta er 55 km löng og 18 km breið. Á Bahrain búa 1,3 milljónir manna, þar af 600 þúsund manns sem ekki eiga uppruna sinn þaðan. Guðlaug sagði blaðamanni Víkurfrétta frá reynslu sinni af því að búa svona fjarri Íslandi og menningunni sem oft er ansi ólík þeirri íslensku. Hugsuðu sig ekki tvisvar um „Maðurinn minn vann sem flugmaður hjá félaginu Astraeus, sem flaug fyrir Iceland Express, en það fóru á hausinn korteri í jól 2011. Eftir að hafa sent starfsumsóknir út um allt bauðst honum flugstjórastaða hjá DHL hér í Bahrain. Þrátt fyrir efasemdaraddir hugsuðum við okkur ekki tvisvar um og Mikael var kominn hingað þremur vikum seinna. Ég og börnin komum svo eftir að skólinn kláraðist heima vorið 2012,“ segir Lauga. Hitinn fer upp í 55 gráður Lauga segir yndislegt að búa á Bahrain, fólkið sé alveg dásamlegt og vilji allt fyrir þau gera og ekki skemmi hlýja og milda veðurfarið fyrir heldur. „Kannski verður aðeins of heitt hérna í júlí og ágúst, en þá er meðalhitinn um 45 gráður og fer alveg uppí 55 gráður.“ Lífernið á Bahrain er mjög ólíkt því sem gerist og gengur á Íslandi. „Vildi þrífa mitt hús sjálf“ Vegna þess að Lauga og Mikael eru útlendingar þarna með ágætis innkomu er ætlast til að þau séum með þjónustustúlku og í raun eru öll húsin á svæðinu með sér vinnukonuherbergi og aðstöðu fyrir hana og jafnvel bílstjóraherbergi auk aðstöðu fyrir hann. Í slíkum húsum eru stundum þrjú

eldhús. „Ég þrjóskaðist við að fá mér vinnukonu, ætlaði nú bara að þrífa mitt hús sjálf. En eftir þrjá mánuði lét ég undan og núna erum við með vinnukonu sem kemur þrisvar til fjórum sinnum í viku og þrífur allt hátt og lágt. Svo erum við með vinnumann sem þrífur bílana annan hvern dag. Það má segja að maður lifi hálfgerðu prinsessulífinu hérna,“ segir Lauga og hlær. Börnin í skóla á sunnudögum Vikan hjá fjölskyldunni er ósköp venjuleg, nema hjá þeim er að helgin föstudagur og laugardagur. „Það tók okkur smá tíma að venjast því að senda krakkana í skólann á sunnudögum. Krakkarnir eru í skólanum frá hálf átta til tvö og á meðan þau eru í skólanum þá reyni ég að vinna. En ég var svo heppin að fá vinnu á fasteignasölu fyrir ári síðan og þar er vinnutíminn mjög sveigjanlegur. Það er í raun búin að vera frábær reynsla. Ég er búin að sjá þvílíkar villur hérna sem að maður gæti nú alveg hugsað sér að eiga svona í ellinni og kynnast skemmtilegu fólki í gegnum starfið,“ segir Lauga. Fjölskylduvænt umhverfi Um helgar reynir fjölskyldan að gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum, sérstaklega þeim yngsta, Sebastian, því sú næstHjónin Lauga og Mikael á góðri stundu.

yngsta, Þóra Snædís, er með fulla dagskrá allar helgar með sínum vinahóp. „Það er mikið af allskyns görðum sem fyllast af fjölskyldufólki um helgar. Svo ef það er eitthvað um að vera á Formúlubrautinni þá förum við þangað,“ segir Lauga og bæti við að mikið sé lagt upp úr því að fjölskyldur geri eitthvað saman og það sé frítt í flesta þessa garða. Þá segist hún einnig vera fastagestur „súkkinu“ sem sé útimarkaður. Þar eigi hún orðið góða vini sem að hringi í hana þegar þeir fái nýjar sendingar af vörum.

Þeir keyra hérna eins og brjálæðingar með kannski þrjú laus börn í framsætinu og svo liggur einn krakki í glugganum aftur í Selja svínakjöt og áfengi Lauga segir að í Bahrain sé fátt sem bannað sé að selja og í flestum verslunum sé nokkurs konar „svínakjötshorn“ það sem hægt sé að kaupa ýmis konar kjöt og annað. „Við höfum haldið okkur mikið við það sem að við borðum á Íslandi en erum svona aðeins að prófa nýtt. Ég kollféll tildæmis fyrir líbönskum mat. En ég hef ekki farið út í það að kaupa fisk hérna. Ég hef séð ferskan fisk í verslunum hér en líst ekkert á hann þótt hann sé líklega ekkert verri en annars staðar,“ segir Lauga. Einnig eru þarna verslanir með svínakjöt og áfengi og ekki þarf sérstakt leyfi til að versla þar. „Svo er gaman að segja frá því að það eru 19 kirkjur hérna,“ bætir hún við. Konur mega kjósa og keyra Ansi margt hefur komið fjölskyldunni á óvart í Bahrain. Lauga segir að hún eins, og margir aðrir, hafi verið búin að mynda sér skoðun á múslimum áður en hún flutti út og sú skoðun hafi mikið til verið mótuð út frá neikvæðum frétta-

flutningi. „Vissulega er ástandið slæmt í sumum Miðausturlöndum, illa farið með konur og réttur þeirra enginn. Sú er þó ekki raunin hér. Hérna er ekki mikið um strangtrúaaða múslima heldur er allt frekar frjálslynt. Konur mega keyra og fengu kosningarétt að mig minnir árið 2004.“ Lauga telur að þau sem þekki ekki mikið til múslima séu svolítið mikið barnaleg eða meira svona fáfróð í garð þeirra. „Ég hef reynt að taka alla mína gesti í aðalmoskuna hérna þar sem að maður fær skoðunarferð. Það er alveg magnað og ótrúlega margt sem að kemur manni á óvart.“ Þarf ekki að hylja axlir og hné Þegar fjölskyldan var nýkomin þarna út hafði Lauga verið búin að lesa sig til um hvernig konur ættu að haga sér og klæða sig, það er að hylja axlir og hné. „Við kynnt-

umst innfæddum fljótlega eftir að við fluttum hingað og fórum að spyrja hann út í þetta allt saman. Hann hló sig máttlausan og sagði að við gætum gert allt það sama og í Evrópu. Eina væri kannski það að það yrði meira horft á okkur ef við værum í hlýrabol eða stuttu pilsi,“ segir Lauga. Þekkti ekki eiginkonur pabba síns Lauga segir íbúa eyjunnar yndislega, alveg ótrúlega barngóða og ljúfa. Hún telur að í raun megi segja að þar sem að Bahrain sé ekki beint þekkt sem ferðamannastaður, öfugt við Dubai til dæmis, þá hafi innfæddir haldið sínum yndisleika og að sumu leyti saklausa viðmóti. Einu sinni varð hún algjörlega kjaftstopp þegar innfæddur vinur fjölskyldunnar var í heimsókn að tala um bróðir sinn sem að var að fara að gifta sig. „Ég spurði hann

Lauga segist líklega vera eina manneskjan sem hefur fest bíl sinn í eyðimerkursandi þarna.


53

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. desember 2013

Aðalmoskan

Yifrlitsmynd yfir hluta Bahrain

Lauga, Sebastian og Þóra Snædís

Sebastian Sigfús við Laugulaug

hvað hann ætti mörg systkini, en hann gat ekki svarað því vegna þess að pabbi hans á þrjár konur og vinur minn hafði ekki hugmynd um hverjar hinar konurnar voru eða hvar þær byggju. Þannig að það er ekki eins og við höldum heima á Íslandi að þeir Arabar, sem að eiga fleiri ein eina konu, búi allir undir sama þaki. Þeir efnameiri sem eiga fleiri en eina konu þurfa að halda fleiri heimili. Hérna í Bahrain má karlmaður eiga 4 eiginkonur,“ segir Lauga. Yrði gott að fá harðfisk í gegnum Skype Spurð um hvort þau sakni ekki fjölskyldu og vina frá Íslandi segir Lauga þau vera búin að vera ótrúlega heppin með að það sé búinn að vera mikill gestagangur hjá þeim. „Í raun hef ég ekki fengið tækifæri til að vera með einhverja heimþrá. En það koma tímar sem að maður saknar fjölskyldu og vina og núna mætti alveg vera snjór. Ég er samt með Skype og það er lítið mál að redda því sem ég sakna frá Íslandi. Verst að það er ekki hægt að senda harðfisk í gegnum Skype,“ segir Lauga hlæjandi. Í raun hafi hún ekki lært að meta Ísland meira úr fjarlægð. Dvölin ytra hafi frekar opnað augu hennar varðandi menninguna sem er til staðar í Bahrain. Brenna dekk til að mótmæla Ríkið Bahrain skiptist í þjóðarhópana sunni- og shia múslima. Konungurinn er sunni en þó eru einungis 30 prósent múslima á svæðinu það líka. Rígur hefur verið á milli þessara tveggja hópa í nokkur ár. „Til að mótmæla aðferðum konungsins fara shia múslimar út á götuhorn með gúmmídekk og brenna þau. Eitt aðalhornið þeirra er hérna rétt hjá okkur og köllum við það öskubakkahornið. Um daginn var akandi á leið í búð og að koma að þessu horni. Þá komu um 20 drengir hlaupandi úr öllum áttum með dekk og einn stoppar beint fyrir framan bílinn og ætlar

að henda brennandi dekkinu fyrir framan bílinn. Svo lítur hann inn í bílinn og sér að ég er útlendingur og ákveður í staðinn að henda dekkinu við hliðina á bílnum,“ segir Lauga og viðurkennir að hjartað hafi slegið heldur örar en venjulega þá stundina. Shia múslimar hafa sagt að þeir vilji alls ekki beina sínum mótmælum að útlendingum. Brjálaðir ökumenn og hafa aldrei rangt fyrir sér Lauga segir að ef það er eitthvað sem að henni mislíki þar sem hún býr sé það umferðarmenningin. „Þeir keyra hérna eins og brjálæðingar með kannski þrjú laus börn í framsætinu og svo liggur einn krakki í glugganum aftur í. Rauð ljós eru eitthvað sem þeir virða ekki. Kannski eru þeir litblindir, ég veit ekki. Einn daginn var miðfingurinn minn ansi virkur og nýlega þakkaði ég fyrir að ég beindi honum ekki að röngum bílstjóra því að þá hefði mér verið hent úr landi. En ég er nú aðeins farin að hemja mig núna og bít bara á jaxlinn og tel upp að tíu.“ Aftur móti segir Lauga að fólkið í Bahrain sé afskaplega afslappað í hugsunarhætti. Fólk sem komi frá Evrópu vilji helst að hlutir séu lagaðir strax. Einnig ef eitthvað sé að eða ef gögn vanti eða svör við einhverju. „Þú getur gleymt því hérna. Það er mjög sérstakt ef að maður fær til dæmis svar við tölvupósti. Eða ef þeir ætla að hringja til baka, það bara gerist ekki. Svo hafa þeir aldrei rangt fyrir sér.“ Laugulaug í garðinum Í þessu samhengi nefnir Lauga einnig að þegar fjölskylda hennar flutti í hverfið sem þau búa núna báðu þau um einkasundlaug og sagt að það væri lítið mál. Gæti tekið þrjár til fjórar vikur. Þegar fjórir mánuðir voru liðnir voru þau enn með stóra holu og sandhól í garðinum eftir framkvæmdir en enga sundlaug. „Þá lét ég nú aðeins í mér heyra og sagði við eigand-

ann að í Evrópu væru þetta svik vegna þess að við vorum búin að borga fyrir laugina síðan frá byrjun framkvæmda. Næsta sem að við fréttum er að vinnuveitandi Mikaels, DHL, hefur samband við okkur og okkur tjáð að leigusali okkar hafi ekki verið sáttur við það sem að ég hafði sagt og hefði rift leigusamningnum. Eftir þónokkur símtöl og pósta okkar á milli hætti hann við að rifta samningnum og sundlaugin var tilbúin tveimur mánuðum seinna. En það var alveg þess virði að bíða eftir henni í 6 mánuði. Við köllum hana Laugulaug“ segir Lauga. Léttbylgjan og jólakveðjur á RÚV Nú líður að jólum og þótt þau séu ekki haldin hátíðleg að kristinna manna sið þá er þjóðhátíðardagur Bahrain er 16. desember og þá er allt skreytt hátt og lágt. Lauga segir að fyrir fjölskyldu hennar séu það jólaskreytingar. „Ég er afskaplega mikið jólabarn og held í hefðir og skreyti snemma. En það er ekki auðvelt og dálítið einkennilegt að skreyta hérna og skella sér í sundlaugina sama dag í 27 gráðu hita. En það má segja að Léttbylgjan sé búin að hjálpa mér mikið með jólaskapið og til að fá almennilega jólastemningu hlusta ég á jólakveðjurnar á vefsíðu RÚV.“ Áramótin í Dubai Jólahaldið hjá þeim verður eins og heima á Íslandi. Tvær dætur Laugu sem eru í skóla á Íslandi koma út til þeirra og þau verða með hamborgarhrygg á aðfangadag. „Við erum meira að segja komin með hangikjöt sem við ætlum að hafa á jóladag. Á milli jóla og nýárs ætlum við svo að vera með matarboð fyrir þá fáu Íslendinga sem eru hérna í Bahrain. Áramótunum ætlum við svo að verja í Dubai. Þar vorum þar í fyrra og flugeldasýningin var næstum eins flott og á Íslandi á Ljósanótt,“ segir Lauga brosandi að lokum.


54

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á árinu

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra hátíðar og takk fyrir viðskiptin á árinu.

-jólauppskrift

pósturu eythor@vf.is

Toblerone ís og lagkaka Heimilisfræðikennarinn Unnur Guðrún Knútsdóttir deilir uppskriftum með lesendum Víkurfrétta Unnur Guðrún Knútsdóttir er fædd og uppalin í Garðinum og hefur alla tíð búið þar. Unnur hefur kennt heimilisfræði í sjö ár, fjögur ár í Gerðaskóla en hún er nú á sínu þriðja ári í Akurskóla í Reykjanesbæ og líkar mjög vel. „Nemendur eru mjög áhugasamir, þakklátir og upp til hópa finnst þeim mjög skemmtilegt í heimilisfræði,“ segir Unnur. Hún hefur gaman af því að elda og baka og gerir mikið af því heima hjá sér. Þá sérstaklega yfir jólin. „Hefðir eru miklar hjá okkur fjölskyldunni um hátíðirnar þar sem hamborgarhryggur er á boðstólum á aðfangadag og frómas minnar kæru móður er ómissandi eftirréttur með möndlu í. Á gamlárskvöld borðum við kalkún og í eftirrétt er Toblerone ís sem er í miklu uppáhaldi. Unnur deilir uppskrift að þeim ljúffenga ís ásamt uppskrift að brúnni lagköku. „Uppskriftirnar eru einfaldar og góðar og allir geta auðveldlega gert þær. Njótið vel og megi friður og kærleikur vera með ykkur um hátíðirnar.“

Toblerone ís 6 eggjarauður 3 dl púðursykur 3 tsk vanillusykur ½ lítri þeyttur rjómi 100 g Toblerone súkkulaði

Bráðum koma blessuð jólin...

Aðferð: Eggjarauðum, púðursykri og vanillusykri þeytt mjög vel saman. Þeyttum rjóma bætt út í og að endingu er brytjuðu Toblerone blandað saman við. Sett í form og inn í frysti. Verði ykkur að góðu.

10cm 6 stk.

290

Margir litir

10cm 6 stk.

390

Margir litir

10cm 6 stk.

7cm 12 stk.

290

498

Margir litir

ALLAR JÓLAKÚLUR = ÞRÍR FYRIR EINN Jólakrans 30 cm

295

14cm 4 stk.

695

Þú tekur 3 pakka og greiðir fyrir 1

Jólatré 120 cm

750

Einnig til 150 cm

1.250 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri

83%

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

+ www.vf.is LESTUR

VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM

Brún lagkaka (hrærð) 1 bolli smjörlíki (smjör) 3 bollar sykur 4½ bolli hveiti ½ bolli kakó 2 tsk lyftiduft 2 tsk matarsódi ½ tsk salt 2 tsk brúnkökukrydd 2 bollar mjólk ½ bolli vatn 1 tsk vanilludropar 3 egg Aðferð: Sykur, smjörlíki (smjör) og egg hrært mjög vel saman þar til deigið verður ljóst og létt. Öllum þurrefnum bætt út í og hrært. Loks er mjólk, vatni og vanilludropum bætt út í og hrært örlítið saman, skipt niður á tvær plötur. Bakað í 15 mínútur við 200°C blástur

Krem: 125 gr. Smjörlíki 300 gr. flórsykur 1 egg 1 tsk vanilludropar Öllu hrært saman og smurt á deig. Verði ykkur að góðu.


Skyrgámur og félagar

hans mæta á Hafnargötuna

Það hefur verið ómissandi þáttur í jólaundirbúningi Betri bæjar í Reykjanesbæ að fá Skyrgám í heimsókn á Þorláksmessu niður í bæ. Hann og bræður hans munu gefa börnunum nammipoka og með jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar halda uppi fjöri og jólastemmningu rétt áður en jólin ganga í garð. Opið í verslunum 19., 20., 21. og 22. desember til kl. 22:00, Þorláksmessu til kl. 23:00 og á aðfangadag kl. 10:00 - 13:00.

Gleðileg jól í Betri bæ

Stærstu styrktaraðilar jóladaga eru:

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um

gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!

RISS GRÓFIN 14B - 230 REYKJANESBÆR SÍMI: 421 4566 - tv @ i4tec.com

Tannlæknastofan Skólavegi 10

H

Þvottahöllin

F

Vökvatengi

TSA ehf.


56

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-jólauppskrift

ÞORLÁKUR OPIÐ 17:00 - 22:00 Svaka leikur á Þorlák kl. 20:00 Arsenal-Chelsea

oo k:

Sa n

f-

M

am am M

Sjáið opnunartíma yfir hátíðirnar á Facebook síðu okkar

Treystir pabba fyrir jólamatnum

a-

eh

Fa c í eb

Elsku viðskiptavinir Við óskum ykkur gleðilega hátíð og takk fyrir góð viðskiptin.

dg er ði

Stór á krana kr. 600,-

pósturu eythor@vf.is

Óskum öllum nemendum og Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Matreiðslumaðurinn Lárus Jóhannsson hefur dvalið í Noregi síðustu 12 ár en upphaflega stóð til að hann færi þangað yfir sumar til þess að vinna. „Það sumar er nú orðið ansi langt,“ segir Lárus sem hefur verið að vinna sem matreiðslumaður allt frá fyrsta degi í Noregi. Hann segir lífið í Noregi vera dásamlegt en hann er búsettur í Kristiansand í Suður-Noregi. Að sögn Lárusar er Noregur alls ekki ósvipað land og Ísland, fyrir utan það að sumrin eru örlítið betri hjá Norðmönnum. Áhuginn á eldamennsku kviknaði á unga aldri hjá Lárusi og þá í gegnum föður hans og frænda. „Pabbi er dútlari í eldhúsinu og eldar svakalega góðan mat. Svo er Silli frændi kokkur og það ýtti undir áhugann.“ Lárus byrjaði að vinna við eldamennsku á Café Opera strax eftir grunnskóla og kláraði svo kokkanámið í Noregi. Lárus er duglegur í eldhúsinu utan vinnutíma, en hann og sonur hans eru sérstaklega duglegir að elda saman. Lárus hefur sérstakt dálæti á því að elda það sem dregið hefur verið úr sjó. En hvað er kokkurinn að elda um jólin? „Um jólin er alltaf farið heim til elsku Keflavíkur. Eins og fyrr segir er pabbi algjör snillingur við pottana og treysti ég honum alveg fyrir þessu á meðan ég læt fara vel um mig á sófanum.“ Lárus var svo elskulegur að deila með okkur glæsilegri uppskrift en þar reiðir hann fram safaríka andarbringu sem eflaust fer á diskinn hjá fjölmörgum yfir hátíðirnar.

Önd „Öndina tek ég og sker í fituna og set hana á kalda pönnuna með fituna niður og steiki þar til hún er gullin. Set svo vel af smjöri, eys vel yfir með skeið, læt bringuna svo hvíla í smjörinu í u.þ.b. 8 mínútur.“

Pikklað grænmeti og laukur Nota svokallaða 1-2-3, en þá nota ég: 1 hluta edik 2 hluta sykur 3 hluta vatn

„Blanda öllu í pott og sýð upp. Gott er að hafa piparkorn og lárviðarlauf til að bragðbæta. Þessi marinering passar afar vel við allt rótargrænmeti sem passar svakalega vel með kjöti/fiski og ekki síður í salöt. Þarna nota ég frekar rauðan lauk og gulrætur. Rósakál sem ég blanda í saltvatni með vel af smjöri.“

Rauðbeður-purra „Baka rauðbeður í grófu salti þar til þær eru meyrar, keyri þær svo í mixer þar til þær verða silkimjúkar. Smakka svo til með salti, pipar og smjöri.“ „Mæli með góðri rauðvíns- eða púrtvínssósu.“

DYNAMO REYKJAVIK

Starfsfólk Olís óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða.

ódýrt bensín Sími 420 2500

www.skolamatur.is

Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær

Fitjabakka 2-4

Fitjabakka Njarðvík

Básinn Vatnsnesvegur 16


Gleðilega hátíð Við óskum þér gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Starfsfólk Íslandsbanka Reykjanesbæ

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Sendum SuðurneSjamönnum beStu óSkir um gleðileg jól og farSæld á nýju ári Starfsfólk Blue Lagoon


58

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Glaumur og gleði á jólaballi bæjarstjóra M

ikil gleði ríkti meðal gesta frá Þroskahjálp á Suðurnesjum á árlegu jólaballi Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, og veitingamannsins Björns Vífils Þorleifssonar, sem haldið var á Ránni í síðustu viku.

Söngkonan Védís Hervör flutti jólalög við undirleik Baldurs Guðmundssonar og jólasveinninn Skyrgámur kætti viðstadda. Jólaandinn sveif yfir vötnum og gestir voru duglegir að taka sporin í kringum jólatréð.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Sendum bæjarbúum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.


Skötuhlaðborð

Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur verður haldið í Sjálfstæðishúsinu á Hólagötu í Njarðvík á Þorláksmessu frá kl. 11:00-16:00. Ship og Hoj mun sjá um matreiðsluna. Miðaverð kr. 2500,Miðapantanir á tölvupóstfangið karfan@umfn.is

Kæru stuðningsmenn, Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða, Jólakveðja, Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur

Reykjanesbæ

Verndun og viðhald fasteigna letur: helvetica neue


60

-

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

ung // Ásdís Eva Steinarsdóttir

Er ekkert alltaf velkomin í eldhúsið í jólastressinu Fyrstu jólaminningarnar? Ég held að ég hafi verið sjö eða átta ára, þá fékk ég Bratz mikrafón og headset, svona sem maður gat tekið sig upp syngja og eitthvað svaka flott. Og með þeim pakka var Bratz dúkka sem var með eins headset og hljóðnema og þetta var bara í mjög stóru uppáhaldi hjá mér í langan tíma. Jólahefðir hjá þér? Ég er núna búin að búa í Danmörku í fimm ár svo við erum bara foreldrar mínir og systur mínar um jólin. Ég verð alltaf vakin af systrum minum sem eru voða spenntar yfir að fá að vita hvað ég fékk í skóinn af jólasveininum. Siðan ver ég bara deginum með fjölskyldunni. Við horfum á sjónvarpið, spilum og ég fer stundum út að leika í snjónum með systrum mínum. Þegar það er komið að matnum borðum við öll saman. Þegar það er búið að vaska upp setjumst við öll inn í stofu og lesum jólakortin. Eftir það opnum við pakkana og restina af kvöldinu erum við oftast á skype við ömmu og afa til að segja gleðileg jól og þakka fyrir gjafirnar og svona.

pósturu pop@vf.is Ásdís Eva Steinarsdóttir er Keflvíkingur en á heima í Danmörku. Hún kemur heim til Íslands á jólunum og ver hátíðunum með fjölskyldunni. Home alone og How the grinch stole christmas eru uppáhalds jólamyndirnar hennar.

Hvar verslarðu jólagjafirnar? Aðallega í H&M. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Aðallega bara til bestu vina minna og fjölskyldu. Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Það er ekki svo mikið. Það er alltaf það sama að borða, sama í eftirrétt og allt er gert í sömu röð eftir matinn. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ég held bara að besta jólagjöfin hafi verið bókin 'Undir fögru skinni' sem ég fékk frá ömmu minni og afa í fyrra. Þessi bók er i miklu uppáhaldi. Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur. Eftirminnilegasta gjöfin? Ég held að það hafi verið fyrir tveimum árum siðan, þá fékk ég peysu og hálsmen frá pabba sem ég alveg bara elska út af lífinu, geng alltaf með hálsmenið og er næstum því alltaf í peysunni. Hvað langar þig í jólagjöf? Ég væri ekkert á móti því að fá nýja tölvu, en annars bara föt og snyrtidót. Mig vantar voða litið.

Jólabíómyndin? Home alone og How the grinch stole christmas.

Nudd

GJA

FAB RÉF TÆK & IFÆ GJA RISFIR

PÖNTUNA RSÍMI 51280 40 Sjá nánar

www.heilsuh otel.is

Djúpvöðvanudd, klassískt heildrænt nudd (heilsunudd), svæðanudd, ilmolíuog sogæðanudd, aromatherapy, meðgöngunudd, saltskrúbb. Eykur blóðstreymi og súrefni til vöðva. Losar um spennu og bólgur. Komdu í dekur, upplifðu og njóttu. Upplagt fyrir vini, pör og saumaklúbba.

jólaspurningar

Jólatónlistin? Ég hlakka svo til - Svala Björgvins. Þetta lag er í miklu uppáhaldi hjá mér og pabba.

Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðarnar? Ég reyni að hjálpa eins og ég get. Það er ekki alltaf víst að maður sé neitt sérstaklega velkominn inn í eldhús í jólastressinu. Haha.

Vellíðan og jafnvægi

-

Tíu tíma

kort

1fs5lá% ttur a

Alexandra Sæmundsdóttir:

Hundurinn reif upp pakkana Alexandra Sæmundsdóttir er 17 ára Keflvíkingur. Hún nýtur þess að horfa á sem flestar bíómyndir um jólin og borða sem mest af Sörum. Hún reynir sitt besta í eldhúsinu en tekst þó yfirleitt að klúðra bakstrinum. Fyrstu jólaminningarnar? „Það hlýtur bara að vera þegar ég var að kafna úr spenningi yfir pökkunum og leika mér úti á sleða.“

Gefurðu mikið af jólagjöfum? „Já ég á marga nána vini sem fá alltaf gjöf frá mér.“

Jólahefðir hjá þér? „Ég horfi alltaf á Jólaósk Önnu Bellu.“

Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? „Já, horfi á eins margar bíómyndir og ég get og klára Sörurnar. Mæti svo auðvitað líka í öll ættarboðin.

Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? „Ég reyni það en mér tekst alltaf að klúðra bakstrinum.“

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Örugglega skíðin sem ég fékk frá mömmu og pabba á sínum tíma.“

Jólamyndin? „Jólaósk Önnu Bellu og The Polar express.“

Hvað er í matinn á aðfangadag? „Hamborgarhryggur.“

Jólatónlistin? „Elska róleg jólalög ensk og íslensk.“

Eftirminnilegustu jólin? „Gleymi því aldrei þegar gamli ruglaði hundurinn okkar reif upp alla pakkana á aðfangadag.“

Hvar verslarðu jólagjafirnar? „Ég versla heima hér í Keflavík.“

Hvað langar þig í jólagjöf? „Aðallega nýja úlpu og skó.“

Bestu jóla- og nýárskveðjur sendum við til ættingja og vina með þakklæti fyrir liðnar stundir. Heimilisfólk og starfsmenn Hlévangs

Óska Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla Nýtt Brýnum hnífa

artími Lengri opnun yfir jólin

S : 421-2045. Verslunarmiðstöðin Krossmói


r!

LOKAÚRDRÁTTUR Á AÐFANGADAGSMORGUN Evrópuferð og 100 þús. kr. gjafabréf frá Nettó ásamt 20 öðrum vinningum í lokaúrdrættinum! Munið að skila miðum með engum vinningi í Kaskó/Nettó til að eiga möguleika á flottum vinningum í lokaúrdrættinum. í JólalukkuTheadór Kárason datt rði nn pottinn þegar ha ge ttó Ne í jólainnkaupinn

2013

THEODÓR OG GÍSLA HÖFÐU HEPPNINA MEÐ SÉR

3333 1111 0000 2222

JÓLALUKKAN

fæst á eftirtöldum stöðum: REYKJANESBÆ

Vinningshafar í fyrsta úrdrætti af þremur: Gísla Vigfúsdóttir, Urðarbraut 4, Garði, Icelandair ferðavinningur til Evrópu. Aníta K. Carter, Tjarnabakki 6, Njarðvík, kr. 15.000,- gjafabréf í Nettó. Birna Nielsdóttir, kr. 15.000,- gjafabréf í Nettó.

5300 vinningar!

Reykjanesbæ og Grindavík

11 Evrópuferðir með Icelandair 8 gjafabréf að upphæð 15.000 kr.

ÞAÐ ER GOTT AÐ VERSLA HEIMA!

í Nettó eða Kaskó og stærsti vinningurinn er

100.000 kr. gjafabréf í Nettó Njarðvík

SKATA OG MEÐ ÞVÍ! Við klikkum ekki á skötunni á Þorláksmessu Aðrir réttir sem verða í boði á Þorlák eru: og bjóðum uppá úrvals skötu ásamt meðlæti Purusteik, djúpsteikt ýsa, saltfiskur, á 2000.- kr. ef borðað er í sal og 1500.- kr. heit svið og lambakótilettur í raspi. ef þú tekur með heim. Opnunartími yfir jólin: Þorláksmessa opið frá 11:00 - 14:00 og 17:00 - 20:00. Lokað frá 24. desember til 02. janúar. Bestu kveðjur. Starfsfólkið á Réttinum.


62

fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

Vinna með stæl, tapa með sæmd Ótrúleg sigurganga kvennakörfunnar í Keflavík Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Steinarsson lauk fyrr á þessu ári námi í íþróttafræði frá Háskóla Reykjavíkur. Þegar kom að því að velja ritgerðarefni til þess að landa gráðunni sótti Guðmundur í íþrótt sem er honum afar kunnug, nefnilega körfubolta. Guðmundur hefur allt frá unga aldri verið viðloðinn körfuboltann í Keflavík og þá sérstaklega hjá konunum. „Ég hef fylgst með þeim í mun lengri tíma en mig óraði fyrir. Fyrst sem pjakkur sem hékk uppi í íþróttahúsi, síðar sem kærasti leikmanns og svo sem eiginmaður sjúkraþjálfara liðsins.“

G

uðmundur telur að stelpurnar fái ekki þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. „Það er ekki langt síðan að kvennaíþróttir fóru að fá meiri umfjöllun. En þessi mikla sigurganga hefur ekki verið mikið auglýst. Sérstaklega ekki fyrir utan bæjarmörkin,“ segir Guðmundur en hann telur að ótrúleg sigurganga Keflvíkinga í kvennaboltanum eigi sér enga hliðstæðu hérlendis í hópíþróttum. Guðmundur leyfði blaðamanni Víkurfrétta að glugga í ritgerðina en þar kennir ýmissa grasa varðandi sögu kvennakörfunnar í Keflavík en ekki er til mikið á prenti um sögu kvennaboltans. Hér er stiklað á stóru varðandi glæsta sigra og hvað það er sem gerir Keflavík að stórveldi í kvennaboltanum. Keflavík hóf skipulagðar körfuboltaæfingar fyrir stúlkur árið 1978. Stúlkurnar tóku fyrst þátt í keppni árið 1981 en þá eingöngu í 3. flokki. Það var svo árið 1984 sem Keflavík mætti fyrst til leiks með meistaraflokk, þá í 2. deild sem þær unnu í fyrstu atrennu. Fyrsta tímabil Keflavíkurstúlkna í efstu deild var tímabilið 1985-1986. Það tók kvennalið Keflavíkur þrjú ár að ná í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil en það var tímabilið 1987-1988. Stelpurnar unnu tvöfalt það ár og reyndar næstu þrjú árin. Síðan þá hefur liðið ekki endað neðar en þriðja sæti í deild. Fáir yngri flokkar voru í boði á landinu þessi fyrstu ár kvennaboltans í Keflavík. Í dag eru sjö yngri flokkar kvenna sem hægt er að

keppa í til Íslands- og bikarmeistaratitils og svo meistaraflokkur. Kvennakörfuboltinn í Keflavík hefur frá því að þær komust í efstu deild tekið þátt í öllum þeim yngri flokkum sem hægt var. Keflavík er það lið í kvennaflokki sem er sigursælast á Íslandi frá upphafi þrátt fyrir að hafa byrjað að stunda körfubolta 32 árum eftir að kvennakörfubolti hófst á Íslandi. Þegar rýnt er í hvernig Keflavíkurkonur hafa staðið sig síðan þær hófu leik í 1. deild árið 1985 er árangurinn eftirtektarverður. Ekkert lið kemst með tærnar þar sem kvennalið Keflavíkur hefur hælana. Næsta lið er 100 titlum frá Keflvíkingum Kvennakörfuboltinn í Keflavík hefur samtals unnið 143 Íslandsmeistara- og bikartitla í öllum flokkum, en næsta lið þar á eftir er með 43 titla. Kvennalið Keflavíkur hefur frá því að það hóf leik í efstu deild aldrei lent neðar en í þriðja sæti. Keflavík hefur orðið Íslandsmeistari 15 sinnum í meistaraflokki í 28 tilraunum sem gerir 53,5% sigurhlutfall í titlum talið. Í bikarkeppninni hefur Keflavík leikið til úrslita 20 sinnum af 28 skiptum og unnið 13 sinnum, það gerir 46% sigurhlutfall. Ekkert annað félag getur státað af slíkum árangri. Þegar árangur yngri flokka er skoðaður kemur í ljós að Keflavík hefur tekið þátt í 135 Íslandsmótum og sigrað í 71 þeirra, það er sigurhlutfall upp á 52,9%, Einnig er keppt í bikarkeppni í yngri flokkum

kvenna, þó ekki öllum, en Keflavík hefur tekið þátt í 75 bikarkeppnum og unnið 37 þeirra 49,3% sigurhlutfall þar. Árangur síðustu þriggja ára í körfubolta kvenna sýnir að Keflavík hefur unnið 21 Íslandsmeistaratitil af 24 sem keppt var um eða 87,5%. Í bikarkeppninni hefur Keflavík unnið 10 titla af 15 eða 67%. Í heildina gerir þetta 31 titil af 39 mögulegum eða 79,5% af öllum titlum sem keppt hefur verið um í kvennakörfubolta á landinu. Vinna með stæl, tapa með sæmd Keflavík hefur tileinkað sér speki sem Ellen Wies þjálfari í Orono High School í Bandaríkjunum byrjaði með. Hennar speki snýst um að eiga lið sem er sífellt að keppa að sigrum í sínum keppnum. Iðkendum er kennt að svindla ekki og niðurlægja ekki andstæðinga. Bera virðingu fyrir dómurum, andstæðingum og áhorfendum. Liðið vinnur með stæl, og tapar með sæmd. Keflavík mun alltaf mæta til leiks með harðfylgið, duglegt lið sem spilar sem ein heild. Félagið leitast við að þróa sjálfstæði í ungum iðkendum sem fara frá yngri flokka starfi félagsins með góðar minningar sem og að þau þurfi að hafa fyrir öllum hlutum í


63

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. desember 2013 lífinu. Æfingin er það mikilvægasta af öllu, það er ekki nóg bara að mæta. Keflavík hefur síðan haldið fyrir sig sínum auka áherslum ef svo mætti kalla. En það eru áherslur sem eru í anda þeirrar hugmyndafræði sem Keflavík hefur. Í þessum efnum er Keflavík með ákveðnar æfingar sem stelpurnar læra snemma og þróa svo með sér upp alla flokkana.

aðrar íþróttagreinar. Sérstaklega þeim sem þykja efnilegir. Þjálfarar hafa litla þolinmæði gagnvart því ef iðkendur eru að æfa aðrar íþróttagreinar. Er það einfaldlega þannig að þeir sem eru að æfa fleiri en eina íþróttagrein eða í tónlistarnámi og mæta þar af leiðandi ekki á allar æfingar fá að spila minna en aðrir. Þeir sem vilja æfa körfubolta sem líkamsrækt eða til að rækta félagsskapinn, er ekki boðið upp á slíkt.

Ótrúleg endurkoma Íslandsmeistaranna

Rebekka í úrvalsliði í háskólaboltanum

K

Árangur ofar öllu Hættan sem er að skapast í kvennakörfuboltanum í dag í Keflavík er að stelpur eru að fara ungar í meistaraflokk, allt að 16 ára gamlar. Þær stúlkur æfa þá með meistaraflokki og eru að spila með 1-2 öðrum flokkum í leiðinni. Fyrir vikið þá eru þessar stelpur á færri æfingum en spila meira af leikjum og missa þar af leiðandi af kennslu í grunnatriðum. Keflavík hefur spornað við þessu með að bjóða upp á aukaæfingar sem eru fastir tímar í hverri viku. Á þessum aukaæfingum er bara unnið í grunnatriðum. Keflavík byrjar fyrr að leggja áherslu á árangur í keppni en stefna ÍSÍ segir til um. Félagið byrjar frá 11 ára aldri að leggja áherslu á árangur í keppni, á meðan stefna ÍSÍ segir að það eigi að gera frá 15 ára aldri. Eftir að krakkar mæta á æfingar hjá körfuboltanum í Keflavík þá reyna þjálfarar að halda þeim hjá sér og reyna að passa að þeir fari ekki í

Árangur er það sem skiptir öllu og eru þjálfarar duglegir að láta þá bestu spila mest á kostnað annarra til þess eins að vinna leiki. Þessi speki og hugmyndafræði er þó að breytast. Yfirþjálfari yngri flokka, Einar Einarsson er farinn að leggja meiri áherslu á að þjálfarar kenni iðkendum sínum og reyni að skila sem hæfileikaríkustum einstaklingum frá sér eftir hvern vetur. Von er til þess að skila sem flestum einstaklingum frá yngri flokka starfinu og upp í meistaraflokk. Í dag er lið meistaraflokks kvenna það yngsta í úrvalsdeildinni. Liðið er í öðru sæti deildarinnar eftir að hafa leitt mótið frá upphafi þess. Nokkur enduruppbygging er í gangi í Keflavík og eru nokkrir sigursælustu yngri flokkar félagsins frá upphafi væntanlegir í meistaraflokk innan fárra ára. Ekkert lát virðist því á frábæru gengi Keflavíkur ef áfram heldur sem horfir.

eflvíkingurinn Rebekka Gísladóttir lék heldur betur vel með liði sínu í bandaríska háskólafótboltanum í ár. Rebekka sem er á síðasta ári við Embry Riddle skólann í Daytona Florida, var valin í All-American liðið 2013, sem er viðurkenning fyrir góðan árangur í háskólafótboltanum í Bandaríkjunum. Valin eru lið 1-3 og var Rebekka

Sigur gegn Stjörnunni í síðasta leik Nigel Moore

Friðjón Einarsson nýr formaður Golfklúbbs Suðurnesja F

ANNA MARÍA LEIKMAÐUR ALDARINNAR Í byrjun nýrrar aldar eða árið 2001 útnefndi KKÍ lið aldarinnar í kvennakörfuboltanum. Þar áttu Keflavíkurstelpur 2 leikmenn af 5 í byrjunarliðinu og svo 4 til viðbótar af 7 á varamannabekknum. Önnu Maríu Sveinsdóttur hlotnaðist svo sá heiður að fá titilinn leikmaður aldarinnar í kvennakörfuboltanum á Íslandi. Það er athyglisvert að skoða viðurkenningar sem veittar eru

í mótslok, en þar hafa leikmenn Keflavíkur látið til sín taka. Alls 12 sinnum hefur Keflavík átt leikmann ársins sem er met, en verðlaunin voru fyrst afhent árið 1982 og hafa því verið afhent alls 32 sinnum. Þá hefur félagið 7 sinnum átt besta unga leikmanninn sem er met, verðlaunin voru afhent fyrst árið 1994 og hafa verið veitt alls 18 sinnum.

valin í All-American lið númer tvö af National Association of Intercollegiate Athletics - og valin í lið númer eitt af þjálfurum deildarinnar. Rebekka hefur sýnt ótrúlegan árangur, en hún fór í brjósklosaðgerð í baki sumarið 2012 en kom tvíelfd tilbaka. Rebekka hefur verið einn af tveimur fyrirliðum skólans þetta fótboltaár en hún leikur sem varnarmaður hjá liðinu.

u Grindvíkingar sóttu magnaðan sigur gegn Skallagrími eftir að leikurinn virtist svo gott sem tapaður í hálfleik hjá Suðurnesjapiltum. Borgnesingar sem léku á heimavelli voru sjóðheitir í fyrri hálfleik en munurinn var 18 stig þegar liðin gengu til klefa í hálfleik og útlitið svart hjá Grindvíkingum. Sverrir Þór Sverrisson hefur látið nokkur vel valin orð falla í klefanum í hálfleik en Grindvíkingar hreinlega skelltu í lás í vörninni þegar aftur var flautað til leiks. Borgnesingar skoruðu aðeins 23 í seinni hálfleik gegn varnarmúr Grindvíkinga, á meðan Íslandsmeistararnir sölluðu niður 53 stigum. Lokatölur urðu 73-85 Grindvíkingum í vil.

riðjón Einarsson er nýr for m a ð u r G o l f k l ú b b s Suðurnesja en aðalfundur klúbbsins var haldinn 5. des. sl. Hann tekur við af Sigurði Garðarssyni sem lætur af embætti eftir fimm ár. Á fundinum kom fram að rekstur GS hafi verið í ágætum málum þó svo að tekjur hafi dregist nokkuð saman en þá gerðist það líka gjaldamegin. Reksturinn var því réttu megin við núllið og hagnaður 2,5 milljónir kr. „Ég vil þakka það traust og þann heiður sem mér er sýndur með þessu kjöri og ég lofa því að ég mun gera mitt besta í því að halda áfram því góða starfi sem hér hefur verið unnið undir forystu Sigurðar Garðarssonar,“ sagði Friðjón í tölvupósti sem lesinn var upp á aðalfundinum. Friðjón var ekki viðstaddur þegar hann var kosinn á fundinum þar sem hann var hjá syni sínum og eiginkonu í Reading í Englandi. Sonur hans æfir knattspyrnu með enska félaginu í samnefndum bæ. „Golfárið sem nú er að baki var gott golfár að mörgu leyti, þar sem starfsmenn og sjálfboðaliðar GS stóðu fyrir meira en 50 skráðum golfviðburðum. Þar á meðal voru a.m.k. 4 stórir golfviðburðir fyrir GSÍ eins og t.d. KPMG bikarinn, Eimskipsmótaröðin, Sveitakeppni GSÍ 1. deild kvenna og Íslandsmót unglinga,“ sagði Sigurður Garðarsson, fráfarandi formaður GS m.a. í skýrslu stjórnar. Hann

sagði félagsstarf í klúbbnum gott og félagar væru duglegir að taka þátt í sjálfboðastarfi sem fylgir miklu mótahaldi. Golfíþróttin hefur átt undir högg að sækja meðal barna og unglinga og GS hefur ekki farið varhluta af því. Reynt hefur verið að laða ungmenni á golfvöllinn og á næsta ári verður til að mynda ókeypis fyrir 14 ára og yngri að ganga í klúbbinn. Auk Sigurðar gengu Páll Ketilsson, varaformaður og Heimir Hjartarson, út úr stjórn og Gylfi Kristinsson sem var í varastjórn hætti einnig. Þeir komu með Sigurði inn í stjórn fyrir fimm árum síðan. Auk Friðjóns í formannsembættið komu Jóhann Páll Kristbjörnsson og Jón Ingi Ægisson nýir inn í stjórn og Guðmundur R. Hallgrímsson í varastjórn. GS verður 50 ára á næsta ári og verður tímamótunum fagnað með veglegum hætti. Ný stjórn GS er þannig skipuð: Friðjón Einarsson formaður Jóhann Páll Kristbjörnsson Jón Ingi Ægisson Karitas Sigurvinsdóttir Hafdís Ævarsdóttir Davíð Viðarsson Þröstur Ástþórsson Varastjórn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson Örn Ævar Hjartarson Hilmar Björgvinsson

uNjarðvíkingar báru sigurorð af Stjörnumönnum, 98-87 í Domino´s deild karla í körfubolta í síðasta leik fyrir jólafrí. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af en Njarðvíkingar reyndust sterkari í síðasta leikhluta. Elvar Már Friðriksson lék afbragðsvel hjá heimamönnum í Njarðvík en hann skoraði 31 stig í leiknum. Nigel Moore kvaddi Ljónagryfjuna með skínandi góðum leik en kappinn hnoðaði í tvennu, 21 stig og 12 fráköst. Það verður eftirsjá af Nigel í Njarðvík en það er ljóst að liðið er vel mannað af bakvörðum og skortir kraft í teiginn. Nigel mun ganga til liðs við ÍR en þar er Njarðvíkingurinn Örvar Kristjánsson þjálfari.

Öruggur Keflavíkursigur uKeflvíkingar voru í stuði gegn Snæfellingum um helgina og unnu öruggan sigur í Domino´s deild karla. Keflvíkingar lögðu grunn að sigrinum með frábærum fyrsta leikhluta þar sem þeir náðu 20 stiga forystu, 34-14. Að lokum fór það svo að Keflvíkingar lönduðu 103-77 sigri.


Eimskipafélag Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla! Eimskipafélagið var stofnað 17. janúar 1914, með stórkostlegri samstöðu Íslendinga beggja vegna Atlantshafsins. Félagið hefur vaxið og dafnað með þjóðinni. Í áranna rás hefur Eimskip leitast við að leggja íslensku samfélagi lið á margvíslegan hátt með framlagi til forvarnarmála, hjálparstarfs og góðgerðamála ásamt uppbyggingu á íþróttastarfsemi fyrir börn og unglinga sem og stuðningi við menningu og list í landinu. HOHO HÓ!! Á MÚRBÚÐARVERÐI

ALLAR JÓLAKÚLUR = TVEIR FYRIR EINN

Jólastjarna/inni í glugga

2.295

LED INNI netljós 2x2 m rauð gardína

Þú tekur 2 pakka og greiðir fyrir 1

1.995

Jólakúlur 14 cm 4 stk.

695

Jólakúlur 10 cm 6 stk. Jólakúlur 10 cm 6 stk.

290

390

Margir litir

Jólakúlur 10 cm 6 stk.

290

Jólakúlur 7 cm 12 stk.

498

Margir litir

Innisería 50 ljósa

1.495

Margir litir

Jólatré 120 cm

Black&Decker háþrýstidæla max bar 110

995

Helios 20 ljósa innisería

Helios 20 ljósa útisería

695

3.995

Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w

14.990

Einnig til 150 cm

1.995

TES Pappír 2 metrar

125

2.490

1400W, 360 lítr./ klst. Þolir 50°C heitt vatn 5 metra barki, sápubox

Djús/ávaxtablandari með glerkönnu, mylur ís, 400w 1,3l.

3.990

Töfrasproti – Blandari

1.890

TES Pappír 6 metrar

299

NOVA TWISTER 4,8V Skrúfvél og skrúfbitar

1.790

Blandari og matvinnsluvél

Jólakrans 30 cm

4.990

LED Þríhyrningsljós

395

990

DASH PRO höggborvél stiglaus hraði 2 rafhlöður 18V 1,5Ah

ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm

3 metra rafmagnssnúra

37 stykkja Tacticx ¼” topplyklasett.

990

3.990

14.990

11.990

(mikið úrval lyklasetta)

2 metra rafmagnssnúra

690

Rafhlöðuborvél /skrúfvél HDD 3213 18V DIY

HDD1106 580W stingsög DIY

Detectomat reykskynjari HD3000 m/lithium rafhlöðu

2.390

Fjöltengi 3 innstungur

595

2.790

8.990

AB693 150W Pússvél 93x185mm

5.890

Slípirokkur HDD432 800W 125mm DIY

4.890

LED pera 3W

1.195

Fuglavík 18. Reykjanesbæ Opið virka daga kl. 8-18

Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!

Eimskipafélag Íslands lítur því með stolti yfir farinn veg og þakkar landsmönnum sem og starfsfólki félagsins af alhug ánægjuleg samskipti.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.