48tbl_nytt

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

VINSÆLASTI ORKUDRYKKUR Á ÍSLANDI Í DAG!

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

REYKJANESBÆ Heilsuform Reykjanesbæ, Krossmóum

Opið: virka daga 11-18

vf.is

F IMMTUdagur inn 6. d ese mbe r 2 0 12 • 4 8. tölubla ð • 33. á rga ngur

Lýsa upp skammdegið Nú er búið að kveikja jólaljós á trjám, í görðum og gluggum. Þessi ljós lýsa upp skammdegið nú þegar dagurinn er mjög stuttur. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar jólaljósin voru kveikt á jólatré Reykjanesbæjar um liðna helgi. Fleiri myndir frá því í blaðinu í dag.

n LEIKLIST

Bráðskemmtilegt og fjörugt jólaleikrit

A Síða 24

n heimabakstur

súkkulaðikonfekt og fleira gott

A Síða 18

n keflavíkurkirkja

opnuð að nýju eftir breytingar

A Síða 16-17

ALLT

G

45 K

Undirfatalínan „Reykjanes“ framleidd á Ásbrú

Í

dag opnar Icewear formlega saumastofu sína á Ásbrú í Reykjanesbæ. Á saumastofunni eru framleiddar vörur úr íslenskri ull og starfa alls tólf starfsmenn hjá fyrirtækinu hér á Suðurnesjum. Starfsfókið hlaut þjálfun á saumastofu fyrirtækisins í Vík. Ný vörulína fyrirtækisins, sem ber nafnið „Reykjanes“ lítur einnig dagsins ljós á morgun. Um er að ræða undirföt úr angóru- og lambsull. „Þetta er mjúk og þægileg lína sem heldur vel á hita og passar sérstaklega fyrir íslenska að-

750

KR.

OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA

stæður,“ segir Ragnar Davíð Baldvinsson hjá Icewear. „Við völdum nafnið Reykjanes þar sem við erum að framleiða þetta á nýrri saumastofu okkar að Ásbrú og fannst tilvalið að tengja þetta saman með þessum hætti. Þessi lína hefur slegið í gegn og lagerinn okkar tæmist jafnóðum. Saumastofan á Ásbrú var var opnuð í júlí og við erum sífellt að auka framleiðsluna. Við búumst við því að bæta við okkur fleira starfsfólki á næstu vikum.“ | www.flytjandi.is | sími 421 7788 |


2

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

AÐVENTA NESVELLIR

FRÉTTIR

Þorvaldur Árnason ásamt starfsfólki sínu í Apóteki Suðurnesja. VF-myndir: Jón Júlíus Karlsson

Föstudagur 7. des kl 14:00 Börn með dans og tónlistaratriði Mánudagur 10. des, kl 14:00 Eldeyjarkórinn undir stjórn Arnórs Vilbergssonar Fimmtudagurinn 13. des. kl 14:00 Bókakynning / Bókasafn Reykjanesbæjar Komið og njótið. Allir velkomnir, ungir sem aldnir

LJÓSAHÚS REYKJANESBÆJAR

Taktu þátt í vali á best skreyttu húsum bæjarins Val á Ljósahúsi Reykjanesbæjar fer fram með vefkosningu á vef Víkurfrétta vf.is 13. – 16. desember Sjá nánar á vf.is

Þorvaldur snýr heim Þ

- Apótek Suðurnesja opnar á Hringbraut

orvaldur Árnason lyfsali er snúinn aftur til Reykjanesbæjar eftir tíu ára fjarveru og hefur opnað Apótek Suðurnesja að Hringbraut 99. Segja má að Þorvaldur sé að snúa aftur í heimahaga en hann rak apótek á sama stað um nokkurra ára skeið fram til ársins 2002 er Lyfja keypti reksturinn. Þetta er fjórða apótekið sem hann rekur, en fyrir rekur hann Lyfjaval í Mjódd og Lyfjaval í Álftamýri auk þess að reka Bílaapótekið í Kópavogi. Í viðtali við Víkurfréttir þá kveðst Þorvaldur var mjög ánægður að hefja aftur rekstur í Reykjanesbæ. „Ég er mjög spenntur fyrir því að koma aftur á Suðurnesin og þjónusta Suðurnesjamenn,“ segir Þorvaldur. „Þetta húsnæði, sem er í minni eigu, var laust og er hannað fyrir apótek. Ég ákvað að nýta þetta tækifæri til að koma aftur til Reykjanesbæjar. Suðurnesjamenn hafa verðið duglegir að sækja til mín til Reykjavíkur og því þótti mér tilvalið að opna aftur apótek á svæðinu. Það starfa hjá mér fjórir starfsmenn sem voru að keyra frá Reykjanesbæ til höfuðborgarinnar í vinnu þannig að það var einnig hvati til að opna hér á ný. Ég er reynslunni ríkari eftir að hafa rekið lyfjaverslanir í Reykjavík í tíu ár og það er gott að geta þjónustað Suðurnesjamenn á ný.“

gildi, þar sem frjálsræði í stofnun apóteka var aukið. Árið 2002 keypti Lyfja reksturinn af Þorvaldi og þá söðlaði hann um og opnaði apótek í Mjóddinni vorið 2003. „Apóteksrekstur var góður þegar ég fór héðan fyrir tíu árum en ég veit ekki alveg hvernig hann er í dag. Hér er samkeppni en það er af hinu góða fyrir almenning og stuðlar að lægra lyfjaverði. Ég óttast ekki samkeppnina,“ segir Þorvaldur en hver er helsta sérstaða Lyfjavals? „Ég sem eigandi er nær rekstrinum og fólkinu sem kemur og verslar. Það er einn af kostum einstaklingsrekinna apóteka og eigendurnir eru

Hræðist ekki samkeppnina Þorvaldur er fæddur Sandgerðingur en býr nú í Garðabæ. Hann er enginn nýgræðingur á lyfjamarkaðinum í Reykjanesbæ. Hann var í 15 ár hjá Apóteki Keflavíkur en opnaði svo sjálfur einkarekið apótek árið 1996 á Hringbrautinni, en það var fyrsta apótekið sem opnaði á Íslandi eftir að ný lyfjalög tóku

tilbúnir að gera meira fyrir viðskiptavini sína. Þjónustan er betri.“ Þorvaldur gerir ráð fyrir því að Apótek Suðurnesja muni ná að festa sig í sessi í Reykjanesbæ á næstu árum. Þegar blaðamaður Víkurfrétta hitti fyrir Þorvald og starfsfólk hans þá voru nokkrir viðskiptavinir sem óskuðu Þorvaldi til hamingju með að vera kominn aftur á svæðið. Ljóst er að margir viðskiptavinir muna ennþá eftir Þorvaldi frá fyrri tíð. „Hér í Reykjanesbæ finnum við fyrir ánægju hjá viðskiptavinum apóteksins og staðsetningin frábær. .Þetta apótek er komið til að vera,“ sagði Þorvaldur að lokum.

Þorvaldur Árnason lyfsali er snúinn aftur til Reykjanesbæjar eftir tíu ára fjarveru og hefur opnað Apótek Suðurnesja að Hringbraut 99.

BÆJARSKRIFSTOFUR

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ! Þjónustuver verður lokað frá kl. 12:00 föstudaginn 7. desember.

ALÞRIF: VERÐ FRÁ 8.500,VIÐ SÆKJUM OG SKILUM

sími 421-5566 - www.bilahotel.is


3

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

PIPAR\TBWA-SÍA - 122624

Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?

Stórar hugmyndir þurfa mikið pláss

Þróunarsetrið Eldey á Ásbrú býður frumkvöðlum og fyrirtækjum með nýsköpunar­ verkefni sem þarfnast stærra rýmis að leigja frábæra aðstöðu á hagstæðu verði. Í Eldey gefst skapandi einstaklingum og fyrirtækjum tækifæri til að fá stuðning, fræðslu og ráðgjöf til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, og um leið tækifæri til að efla tengslanet sitt og finna mögulega samstarfsaðila. Tæplega 30 fyrirtæki og samtök hafa í dag aðstöðu í Eldey sem gerir þetta að einu af mest spennandi þróunarsetrum landsins. Þróunarsetrið Eldey er rekið af Heklunni, Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja. Nánari upplýsingar á asbru.is og heklan.is

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is


4

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

RITSTJÓRN RITSTJÓRNARBRÉF PÁLL KETILSSON

vf.is

Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.

Stu tta r

Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Jólakaffihúsakvöld í Eldey í kvöld

Þ

að verður jóla, jóla á kaffihúsakvöldinu í Eldey, Grænásbraut 506 á Ásbrú, í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. desember, frá kl. 20:00 - 22:00. Marta Eiríksdóttir mun kynna bókina sína: Becoming Goddess - Embracing Your Power en í henni fjallar Marta um þessa innri visku sem við eigum aðgang að í hjarta okkar. Bókin er ekta náttborðsbók, þú vilt eiga hana og fletta upp í henni þegar „lífsins skóli“ er þér um megn og þig vantar andlegan stuðning. Lifandi jólatónlist og ein allsherjar jólastemmning í húsinu: jólasápur, jólasvuntur, jólasultur og jólatilboð. Boðið verður upp á kaffi og heimabakað gegn frjálsum framlögum og vinnustofur hönnuða verða opnar. Komdu þér í jólagírinn með okkur í Eldey!

Þarftu að auglýsa? Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is

Hvar verslar þú fyrir þessi jól? Þetta er spurning sem við öll sem búum á Suðurnesjum þurfum að spyrja okkur. Hafi einhvern tíma verið mikilvægt að geta svarað þessari spurningu játandi er það nú. Hvort sem litið er til sérverslana í okkar næsta nágrenni eða matvöruverslana, þá er það nauðsynlegt að við lítum okkur nær þegar við ákveðum hvar við gerum jólainnkaupin. Rekstur verslana í okkar nærumhverfi á undir högg að sækja, sérstaklega í sérverslunum og smærri búðum. Ekki viljum við þurfa að sækja það sem við þurfum út fyrir svæðið þó svo að það sé vissulega nauðsynlegt í einhverjum tilfellum. Þróun í verslun á Suðurnesjum hefur því miður verið á þá leið að það hefur kvarnast út úr úrvalinu og þjónustunni. Vissa vöruflokka hreinlega vantar. En vonandi tekst að hífa

það upp. Gott dæmi um þetta er verslunargatan í Keflavík, Hafnargatan. Hún er götótt. Þar er pláss fyrir fleiri aðila. Þar eru þó fyrir góðir aðilar að berjast og því er það svo mikilvægt að við sýnum þeim lit, sem og öðrum viðskiptaaðilum á svæðinu. Sama má segja um matvöruna, en hér á Suðurnesjum er þriðja stærsta matvörukeðja landsins, Samkaup hf., sem hefur um árabil stutt við samfélagið í hinni margvíslegu mynd, auk þess að veita fjölmörgum atvinnu. Við hér á Víkurfréttum höfum verið í markaðsátaki, skafmiðahappdrættinu Jólalukkunni, í mörg ár með verslunum og fyrirtækjum. Verkefnið er hugsað til að sameina krafta aðila á svæðinu, styrkja verslunina og vera hvatning til bæjarbúa að gera jólainnkaupin heima. „Ég ætla að kaupa allar jólagjaf-

irnar hér heima. Við verðum að standa saman,“ sagði góður maður við okkur hér á VF um daginn. Höfum þessi orð í huga. Það er betra fyrir okkur öll.

Láttu drauminn rætast Ég man eftir þeirri stundu sem ég ákvað að verða flugmaður eins og hún hafi gerst í gær. Ég hef verið svona 6 ára gamall þegar ég fór í sumarfrí með fjölskyldunni minni til Hollands og flugstjórinn var afabróðir minn. Hann bauð mér að kíkja fram í og það er stund sem ég gleymi aldrei. Allir þessir takkar heilluðu mig og frá þeirri stundu var ekki aftur snúið. Ég var staðráðinn í að verða flugmaður. Atvinnuflugmannsnám hjá Keili Árið 2007 rættist svo draumurinn og ég útskrifaðist með einkaflugmannsskírteini sem er fyrsta skrefið í átt að atvinnuflugmannsprófi. Ég hóf svo atvinnuflugmannsnám árið 2009 hjá nýjum flugskóla Keilis og var í hópi þeirra fyrstu sem útskrifuðust úr bóklegu atvinnuflugmannsnámi frá þeim árið 2010. Atvinnuflugmannsnám skiptist í bóklegan og verklegan hluta og er mjög krefjandi og krefst mikils aga og skipulagningar. Bóklegi hlutinn fór fram í fjarnámi og var það í fyrsta skipti sem boðið var upp á það á Íslandi. Fjarnámskerfið er mjög gott, kennararnir reynslumiklir og alltaf tilbúnir til að hjálpa ef nemendur lentu í einhverjum vandræðum með námið. Eftir að ég lauk bóklega hlutanum tók við verklegt atvinnuflugmannsnám og blindflugsréttindi á fjölhreyfla flugvél hjá Keili. Það

sem heillaði mig við að taka þann hluta hjá Keili voru splunkunýjar hátækni Diamond flugvélar sem eru með fullkomnustu kennsluvélum í heiminum í dag. Það voru í raun forréttindi að fá að læra á svo góð tæki því reynslan sem ég fékk er heldur betur að reynast mér vel í dag. Keilir gerir út frá Keflavíkurflugvelli sem var önnur ástæða sem heillaði mig. Það var mjög góð reynsla að fljúga frá alþjóðaflugvelli þar sem er mikil þotuumferð og maður þarf að vera á tánum allan tímann. Aðstæður til flugnáms eru góðar Skemmtilegasti hlutinn af náminu fannst mér blindflugið. Þau rétt-

indi gera manni kleift að fljúga í lélegu skyggni og inni í skýjum og er í raun mjög öguð leið til að fljúga flugvél. Blindflugsmælitækin í vélum Keilis eru mjög flott og fullkomin sem gerði námið enn skemmtilegra og ýtti enn meira undir áhugann að læra þá list sem blindflug er. Aðstæður á Íslandi til flugnáms eru mjög góðar og oft krefjandi, sérstaklega á veturna, en vélarnar eru vel búnar til þess að takast á við íslensk skilyrði. Partur af náminu er að takast á við erfiðar aðstæður þar sem maður þarf að skipuleggja vel fram í tímann og hugsa um alla þá möguleika sem eru til staðar og vera við öllu viðbúinn. Kennararnir í verklegu deildinni voru frábærir og leiðbeindu mjög vel við allar aðstæður. Aðstaða verklegu deildarinnar er til fyrirmyndar og viðhaldið á vélunum er gott.

Atvinnuflugmaður hjá stóru flugfélagi Í kjölfar námsferils míns hjá Keili var ég ráðinn sem þjálfunarstjóri í Flugakademíu Keilis. Þar sá ég um skipulagningu verklegu deildarinnar og tók að mér ýmis önnur verkefni innan flugakademíunnar. Sú reynsla sem ég fékk í því starfi á eftir að fylgja mér til æviloka. Það opnuðust fyrir mér ótal víddir. Ég starfaði hjá Keili í tvö ár og ég kynntist fullt af frábæru fólki þar. Í dag starfa ég sem atvinnuflugmaður hjá stóru flugfélagi í Evrópu og er að fljúga Boeing 737-800. Þessa stundina er ég staðsettur í Svíþjóð og þaðan flýg ég til áfangastaða um nánast alla Evrópu. Það fylgir mikil ábyrgð að fljúga stórri þotu sem tekur um 200 farþega. Öll sú reynsla sem ég fékk í flugnáminu hjá Keili er sannarlega að skila sér núna. Ég hlaut góða þjálfun hjá Keili sem er að reynast mér afar vel í mínu starfi í dag. Ef ekki væri fyrir Keili og það frábæra fólk sem þar er þá væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Ragnar Magnússon Flugakademía Keilis býður upp á nám í einkaflugi og atvinnuflugi, auk flugtengdra greina svo sem flugumferðarstjórn og flugþjónustu. Tekið er við umsóknum fyrir vorönn 2013 til 10. desember næstkomandi. Nánari upplýsingar á www.keilir.net/flug


5

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

ÆR B Á FR OÐ B L I T

VW Passat

Comfortline

Árgerð 2007, bensín Ekinn 74.000 km, beinsk.

Ásett verð 2.090.000,Tilboðsverð

1.690.000,-

ÚRVALS

HEKLUBÍLAR í REYKJANESBÆ

Komdu til okkar á Njarðarbraut 13 og prófaðu einn af gæðingunum í notuðum bílum. Sölumenn taka vel á móti þér!

MM Pajero 3,5 GLS

Toyota RAV4

MM Pajero 3,5 GLS

Toyota Yaris

Tilboðsverð:

Tilboðsverð:

Tilboðsverð:

Tilboðsverð:

Volvo V50

Kia Sorento

Subaru Legacy

Suzuki Grand Vitara

Tilboðsverð:

Tilboðsverð:

Tilboðsverð:

Tilboðsverð:

VW Touareg 3,2 V6

Toyota

Hyundai Sonata 2,0 GLS

Tilboðsverð:

Tilboðsverð:

Árgerð 2004, bensín Ekinn 115.000 km, sjálfsk. Ásett verð 2.590.000,-

2.090.000,-

Árgerð 2006, bensín Ekinn 106.000 km, beinsk. Ásett verð 1.990.000,-

1.590.000,-

MM Colt

Rally Art

Árgerð 2010, bensín Ekinn 20.000 km, beinsk. Ásett verð 2.290.000,Tilboðsverð:

1.890.000,-

Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040

Árgerð 2005, bensín Ekinn 120.000 km, sjálfsk. Ásett verð 1.590.000,-

1.390.000,-

Árgerð 2003, bensín Ekinn 104.000 km, sjálfsk. Ásett verð 1.590.000,-

1.190.000,-

Árgerð 2004, bensín Ekinn 133.000 km, sjálfsk. Ásett verð 2.490.000,-

1.890.000,-

Árgerð 2005, bensín Ekinn 108.000 km, sjálfsk. Ásett verð 2.750.000,-

2.090.000,-

Árgerð 2009, bensín Ekinn 23.500 km, sjálfsk. Ásett verð 3.190.000,-

2.690.000,-

Land Cruiser 120 VX

Árgerð 2006, dísel Ekinn 140.000 km, sjálfsk. Ásett verð 4.790.000,-

4.390.000,-

Árgerð 2011, bensín Ekinn 50.000 km, beinsk. Ásett verð 1.990.000,-

1.790.000,-

Árgerð 2007, bensín Ekinn 85.500 km, beinsk. Ásett verð 2.190.000,-

1.890.000,-

Árgerð 2007, bensín Ekinn 121.000 km, sjálfskiptur Ásett verð 1.690.000,Tilboðsverð:

1.390.000,-


6 markhonnun.is

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Kræsingar & kostakjör

Um jólin!

hamborgarhryggur verð áður 1.989 kr/kg

-35%

1.293

kr kg

undirbúum JÓLin snemma í ár hvítlaukskryddað lambalæri

verð áður 1.498 kr/kg

1.393

kryddað lambalæri

kr kg

verð áður 1.498 kr/kg

humar skelflettur 500 G

2.999

verð áður 2.998 kr/pk

-40%

1.799

kr pk

kr pk

humar skelflettur 1 kG

verð áður 4.998 kr/pk bassets

Dós 800 g

roses eða heros celebrations Dós 800 g

Dós 855 g

Quality street Dós 820 g

1.349 stkkr 1.989 stkkr 2.489stkkr 1.899 stkkr

jólapappír mikið úrval

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


7

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

ávallt háTíðLegT! hangilæri á BEini

verð áður 2.498 kr/kg

1.749

jólahús Nettó

kr kg

ak ur ey ri | Njar ðv ík Mj ódd | Bo rgar Ne si egils stöðuM | self os si

opið 7. - 24. deseMBer

-30%

fáðu ráðleggingar hjá sérfræðingi okkar varðandi jólasteikina og hangikjötið

kjúklingur fRoSinn

verð áður 855 kr/kg

727

-50% ananas

kr kg

ferskur verð áður 249 kr/kg

125 krkg grafinn eða reyktur lax 1/2 flAk

verð áður 2.498 kr/kg

1.998

kr kg

jólasveinar velkomnir glocken safar 1 l 100% premium

178 stkkr úrval í skóinn

Tilboðin gilda 6. - 9. des Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

KJÖRSTJÓRN SUÐURKJÖRDÆMIS

heilsuhornið

Jólabakstur þessum tíma árs gef ég gjarnan jólauppskriftir Á til kúnnana minna og reyni

auglýsir eftir framboðum á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2013. Þeir flokksmenn sem hafa hug á því að taka sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar 2013 skulu senda kjörstjórn skriflega kynningu fyrir kl. 12:00, þann 28. desember 2012, þar sem frambjóðendur kynna sig og gera grein fyrir helstu baráttumálum sínum auk þess að tilgreina hvaða sætum á lista þeir sækjast eftir. Kynningunni skal fylgja ljósmynd. Sjá reglur á vef Framsóknar: www.framsokn.is/Flokkurinn/Frambodsreglur/Reglur_um_tvofalt_ kjordaemisthing Jafnframt eru flokksmenn hvattir til að tilnefna frambjóðendur með því að senda tölvupóst á framsokn@framsokn.is. Skal þar tilgreina nafn frambjóðanda, rökstuðning fyrir tilnefningu, hvaða sæti á listanum kæmu til greina og aðrar þær upplýsingar er skipta máli. Tilnefningar skulu sendar í síðasta lagi föstudaginn 14. desember n.k.

Selfossi, 29. nóvember 2012. KJÖRSTJÓRN SUÐURKJÖRDÆMIS

Jólatónleikar til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja

að hvetja þau til að prófa uppskriftir að smákökum sem eru í hollari kantinum. Þannig náum við að njóta þess að fá okkur sætindi án þess að það taki mikinn toll af heilsunni og líkamanum. Mig langar því að deila með ykkur tveimur uppskriftum að smákökum sem ættu að falla í kramið hjá flestum og þykja mjög góðar. Þið Ásdís getið notað gróft spelt t.d. á móti grasalæknir þessu fína og jafnvel heilhveiti ef þið skrifar viljið. Einnig er hægt að nota xylitol náttúrlega sætu í staðinn fyrir kókóspálmasykur og eru notuð sömu hlutföll og af venjulegum sykri ef þið viljið skipta út og breyta gömlum uppskriftum (1 b sykur = 1 b kókóspálmasykur eða xylitol, 1 b sykur = ½ - ¾ b agave síróp). Gangi ykkur vel og njótið! Hollari piparkökur 4 dl fínt speltmjöl 1 ½ dl kókóspálmasykur 2 tsk kanill 1 tsk negull 1 tsk engifer 1/8 tsk pipar 1 tsk vínsteinslyftiduft

í Stapanum 6. desember 2012 kl. 20:00 Miðaverð 1000 kr

90 g smjör ½ dl mjólk ½ dl agave síróp -blanda öllu saman og fletja út deig, skera út piparkökur -bakið við 200°C í 10-15 mín Hafra og Hnetusmjörs smákökur 2 dl kókósolía (eða 200 g smjör) 140 g lífrænt ‘crunchy’ hnetusmjör 160 g kókóspálmasykur 250 g haframjöl 200 g saxaðar döðlur og/eða rúsínur 2 stór egg eða 3 lítil 1 tsk vanilla 120 g fínt spelt 1 tsk vínsteinslyftiduft ¼ tsk salt -blanda olíu/smjöri, hnetusmjöri og kókóspálmasykri saman við lágan hita og taka af hellu -hræra eggjum og vanilla út í með sleif -bæta döðlum og haframjöli + öllum þurrefnum út í stóra skál og hræra -búa til hæfilega stóra klatta og inn í ofn á bökunarpappír -bakið við 180°C í 15 mín Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir

Fram koma: Eldey, kór eldri borgara Karlakór Keflavíkur Kór Keflavíkurkirkju Kvennakór Suðurnesja Sönghópur Suðurnesja Söngsveitin Víkingarnir

F.v.: Njarðvíkingarnir Leifur xxxsson, Arngrímur Guðmundsson og Ólafur Thordersen og Hjördís Kristinsdóttir frá Velferðasjóði með Njarðvíkurbúninginn.

Knattspyrnudeild Njarðvíkur og Landsbankinn styrkja Velferðarsjóðinn

ÓSK UM GLEÐIRÍKA JÓLAHÁTÍÐ OG FARSÆLD Á NÝJU ÁRI, ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN MIKIÐ ÚRVAL AF FLOTTUM GJAFAPAKKNINGUM, T.D. Í JÓLAPAKKANN

S

tjórnarmenn Knattspyrnudeildar Njarðvíkur færðu Velferðarsjóði Suðurnesja fjárstyrk frá deildinni ásamt innrömmuðum keppnisbúningi félagsins, en merki Velferðarsjóðsins er á öllum keppnisbúningum deildarinnar. Styrkur þessi er afrakstur hvatakerfis sem sett var upp vegna sam-

KYNNING Á KÉRASTASE FÖSTUDAGINN 7. DESEMBER 20% AFSLÁTTUR AF VÖRUM

Stóra jólablaðið í næstu viku!

Við þökkum fyrir frábærar viðtökur við sameiningu Hársnyrtistofan

Allir velkomnir! Nýtt símanúmer 421 4848 - Promoda, Nesvöllum - Reykjanesbæ

Jóhanna

Svala

Linda

Marta

starfssamings við aðalstyrktaraðila deildarinnar, Landsbankann, en hann setti sér nýja stefnu í stuðningi við íþróttafélög sem fékk heitið „Samfélag í nýjan búning“. Landsbankinn færði Velferðarsjóðnum einnig veglegan styrk er samningurinn við deildina var undirritaður á síðasta ári.


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

www.kia.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 2 0 3 0

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum.

Þér er boðið að reynsluaka nýjum

Kia cee’d Sportswagon

uki:

Kaupa Við kynnum nýjan Kia cee’d Sportswagon – stærri og rúmbetri útgáfu af hinum vinsæla Kia cee'd. Hann er vel búinn og kraftmikill en samt sparneytinn, eyðir frá aðeins 4,4 l/100 km í blönduðum akstri.

rVetra dekk

Komdu við í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum okkar og kynntu þér þennan stórglæsilega bíl. Við tökum vel á móti þér.

Verð frá 3.590.777 kr. Kia cee’d Sportswagon dísil Aðeins 30.777 kr. á mánuði í 84 mánuði* *M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,06 %.

Holtsgötu 52 · Reykjanesbær · Sími 420 5000 · ksteinarsson.is

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


10

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

FÓLK & FRÉTTIR

Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ í jólaskapi S

tarfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálpræðishersins verður nú fyrir jól að finna ýmist í Nettó Krossmóa, hjá Bónus eða í Kjarna hjá Flughótelinu, með „jólapottinn” sem notaður er til að safna inn peningum til styrktar velferðarstarfi á Suðurnesjum. Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ er eins og fyrri ár í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar og Velferðasjóð Suðurnesja hvað varðar jólaaðstoð til bágstaddra og fer 10 % af allri innkomu jólapottsins í Velferðarsjóðinn. Hjálpræðisherinn sér um að miðla jólagjöfum til barna og unglinga sem þurfa. Af því tilefni auglýsum við eftir jólagjöfum til barna og skorum á íbúa Reykjanesbæjar og fyrirtæki að vera með að gefa!

Þeir sem vilja gefa pakka geta skilað þeim hjá jólapottinum eða undir jólatréið í Kjarna. Einnig má skila pökkum á Hertexmarkað Hjálpræðishersins að Hafnargötu 50 en þar er opið alla virka daga kl 12-17 og fyrstu tvo laugardaga í desember kl 10-14. Tekið skal fram að á Hertex nytjamarkaði verður 100 kalla útsala út allan desember og einnig er boðið upp á fría súpu þar. Á aðfangadegi jóla bjóðum við svo til Vinajóla, hátíðarmat og yndislega kvöldstund og eru ALLIR velkomnir. Gestir eru beðnir að skrá sig í síma 6943146 eða hjá ester@herinn.is fyrir 21. des. Við þökkum öllum þeim sem gefa kærlega fyrir stuðninginn með ósk um gleðileg jól og blessunar Guðs.

Helgihald

á aðventu og jólum 9. desember kl. 11:00 Guðsþj. og barnast. sr. Sigfús B. Ingvason (SBI og EG) 9. desember kl. 20:00 Létt aðventustund (SBI) 16. desember kl. 11:00 Jólaball. (SSÓ og EG) 16. desember kl. 20:00 Syngjum jólin inn (SSÓ) 24. desember kl. 16:00 Jólin all staðar (EG) 24. desember kl. 18:00 Hátíðarguðsþjónusta (SSÓ og EG) 24. desember kl. 23:30 Nóttin var sú ágæt ein (SSÓ)

25. desember kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta (EG og SSÓ) 25. desember kl. 15:30 Guðþjónusta á Hlévangi (SSÓ) 31. desember 18:00 Hátíðarguðsþjónusta (SSÓ) 1. janúar kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta (EG) 6. janúar kl. 11:00 Guðsþjónusta (SSÓ) Kór Keflavíkurkirkju syngur við guðsþjónusturnar undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista.

Jólastemning í Kompunni

J

ólamarkaður Kompunnar við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ fór fram á fimmtudaginn í síðustu viku. Starfsmenn voru þá búnir að koma versluninni í jólabúning og taka fram ýmiskonar jólavörur og setja í sölu á góðu verði. Boðið var upp á kakó og piparkökur og í lok dagsins fór fram skemmtilegt uppboð á ýmsum merkilegum munum og trúbadorinn Addi tók nokkur lög. Við þetta tækifæri komu fullltrúar Suðurnesjadeildar Rauða krossins færandi hendi og færðu Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum styrk að

upphæð kr. 500.000. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á krossgötum í lífinu og rekur m.a. Kompuna, auk þess að sinna ýmsum verkefnum eins og t.d. þrifum á bílum. Syrkur Rauða krossins nýtist sannarlega vel í þeirri mikilvægu starfsemi sem fer fram hjá Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum. Nytjamarkaðurinn Kompan er opinn alla virka daga frá kl. 10:00 til 15:00 og síðast þegar blaðamaður Víkurfrétta kíkti þar við var enn hægt að gera góð kaup á ýmiskonar jólavörum.


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

Nú færð þú allt vöruúrval Sjónvarpsmiðstöðvarinnar hjá Omnis í Reykjanesbæ

Verð

Verð

99.900

Verð

159.900

199.900

Finlux 40” LCD

Panasonic 42” IPS LED

Toshiba 47” LED

Glæsilegt 40” Full HD LCD sjónvarp frá Finlux. 1920x1080 punkta upplausn, innbyggður stafrænn móttakari, 50.000:1 skerpuhlutföll. 2x HDMI tengi, 2x scart tengi. Borðstandur fylgir með.

Örþunnur IPS LED Full HD hágæða sjónvarp frá Panasonic. 150Hz backlight scanning, V-Audio Surround, Vreal Live örgjörvi. Innbyggður media spilari sem spilar af SD korti eða í gegnum USB tengi.

47” Full HD, 3D LED sjónvarp með LED Edge baklýsingu. 7.000.000:1 skerpuhlutfall. Intelligent 3D. 400 Active Motion Rate Processing. 24P mode. Innbyggður stafrænn DVB-T móttakari. 4x HDMI tengi.

Skoðaðu vöruúrvalið á vefnum www.sm.is og láttu Omnis að þjónusta þig í heimabyggð. REYKJAVÍK Ármúla 11

REYKJANESBÆR Tjarnargötu 7

AKRANES Dalbraut 1

BORGARNES Borgarbraut 61

444-9900 www.omnis.is


12

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Stu tta r

FRÉTTIR

vf@ vf.

PÓSTKASSINN

is

n Ásmundur Friðriksson skrifar:

Tilraun gerð til að lokka 9 ára telpu upp í bifreið L

ögreglunni á Suðurnesjum barst á mánudag tilkynning um að reynt hefði verið að lokka 9 ára gamla telpu upp í bifreið í Garði á Suðurnesjum. Telpan var á leið heim úr skólanum um klukkan 14 í gær þegar svartri bifreið var ekið fram hjá henni. Dökkhærður karlmaður á miðjum aldri mun þá hafa teygt sig út úr bifreiðinni í átt að telpunni og fannst henni sem maðurinn ætlaði að grípa í sig. Telpan varð hrædd, forðaði sér heim og lét móður sína vita um atvikið. Lögreglan á Suðurnesjum biður alla þá sem einhverjar upplýsingar gætu gefið um málið að hafa samband við lögregluna í síma 420 1700.

NJARÐVÍKURKIRKJA (INNRI-NJARÐVÍK)

SUNNUDAGASKÓLI 9. DESEMBER KL.11:00 Barn borið til skírnar. Kaffi, djús og kökur á eftir í safnaðarheimilinu. Aðventusamkoma 9. desember kl.17:00. Börn frá Leikskólanum Holti annast helgileik með aðstoð fóstranna. Nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar koma fram. Vox Felix kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Davíð Ólafsson bassi og Stefán Helgi Stefánsson tenór syngja nokkur lög. Kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Sóknarnefnd býður kirkjugestum að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu að samkomunni lokinni. Sjá nánar á njardvikurkirkja.is

Stóra jólablaðið í næstu viku. Verið tímanlega með auglýsingar.

Við höfum verk að vinna fyrir Suðurkjördæmi T Fjölskylduhjálp vantar sjálfboðaliða

F

jölskylduhjálp Íslands vantar sjálfboðaliða til að starfa á jólamarkaði samtakanna við Hafnargötu 90 í Keflavík. Markaðurinn er opinn alla daga vikunnar frá kl. 13-18. Anna Valdís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjölskylduhjálp á Suðurnesjum, sagði mikið annríki á jólamarkaðnum og því þyrfti aðstoð frá fleiri einstaklingum. Þeir sem vilja leggja lið geta haft samband við Önnu Valdísi í síma 421 1200 eða komið á jólamarkaðinn að Hafnargötu 90.

Tvítugar með kókaín innvortis

L

ögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft til rannsóknar mál er varðar tilraun til smygls á kókaíni til landsins. Það var 20. nóvember síðastliðinn sem tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tvær íslenskar stúlkur um tvítugt sem voru að koma frá London. Þær reyndust hafa kókaín innvortis, samtals tæplega 300 grömm. Stúlkurnar voru úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 2. desember, en hafa verið látnar lausar. Rannsókn lögreglunnar er á lokastigi og ekki hafa fleiri verið handteknir vegna málsins.

Jólatréssala hefst 8. desember kl. 14:00

Í ár selur Kiwanisklúbburinn Keilir jólatré í Húsasmiðjunni og Blómavali.

Salan fer fram í Húsasmiðjunni á Fitjum.

Opið virka daga kl. 16–21 og um helgar kl. 14–21 Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar- skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála

il að endurheimta glataðan kaupmátt og minnka skuldir þarf að framleiða útflutningsvöru fyrir þjóð sem er enn í vörn. Lækka skatta á fjölskyldur og fyrirtæki, en stækka skattstofnana með aukinni verðmætasköpun, hærri launum og meiri veltu í samfélaginu sem innistæða er fyrir. Svikin loforð um afnám verðtryggingar húsnæðislána og lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána er skammarlegt. Endurskipulagning skulda heimilanna er forsenda fyrir auknum hagvexti og framtíðaruppbyggingu íslensks þjóðfélags. Ef ekki verður snúið við af leið stöðnunar og lífi blásið í atvinnulífið er til lítils fyrir tilvonandi þingmann að eiga sér draum um bættan hag heimila og atvinnulífs. Ég ber þó þá von í brjósti að ég og kjósendur í Suðurkjördæmi eigum samleið til að tryggja bjarta framtíð í kjördæminu og landinu öllu. Að því vil ég vinna og stend við það sem ég lofa. Mismunun í byggðarmálum; Á undanförnum mörgum árum hefur átt sér stað mikil mismunun á framlögum ríkisins til samtaka sveitarfélaga. Stefna stjórnvalda í byggðarmálum hefur komið illa niður á Suðurlandi og Suðurnesjum í mörgum málaflokkum eins og sjá má í tölulegum samanburði frá árinu 2010. Framlögin eru miðuð við krónur á íbúa og með öllu óskiljanlegt hvernig ríkið hefur látið kjördæmið dragast aftur úr öðrum kjördæmum í öllum málaflokkum. Hér eru dæmin; Framlag ríkisins á árinu 2010 skiptist með eftirfarandi hætti. Málaflokkur Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum; Fræðslumiðstöð Suðurlands; Farskóli Norðurlands vestra, Þekkingarsetur Austurlands;

Framlag í mkr. Framlag pr. íbúa 19,9 932 kr. 17,2 782 kr. 28,3 3.773 kr. 39,4 3.802 kr.

Atvinnuþróun á Suðurnesjum; Atvinnuþróunarfélag Suðurlands; Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða; Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra;

5,7 22,6 41,1 21,1

268 kr. 870 kr. 5,651 kr. 2,817 kr.

Framlag v/menningarsamninga á Suðurnesjum; Eyþing/Norðurland Eystra; Suðurland; Vestfirðir; Norðurland vestra;

19,0 25,0 31,0 25,0 25,0

890 kr. 865 kr. 1,194 kr. 3,440 kr. 3,333 kr.

Framlög til heilbrigðismála, Heilbrigðisst. Suðurnesja; Heilbrigðisstofnun Suðurlands; Heilbrigðisstofnun Vesturlands,

79,862 kr. 92,361 kr. 181,007 kr.

Framlag til framhaldsskóla á Suðurnesjum, kostnaður pr. nemanda; Suðursvæði; Austursvæði; Vestursvæð;

786,364 kr. 937,380 kr. 1,064,259 kr. 1,015,982 kr.

Samkvæmt sömu heimildum eru íbúar á Suðurnesjum 67 ára og eldri 1.623 einstaklingar en hjúkrunarrými 84. Vesturland er með 1.664 íbúa á þessum aldri en þar eru 221 hjúkrunarrými. Sú mismunun sem fram kemur í þessum tölum er óþolandi fyrir íbúa í Suðurkjördæmi. Það hefur vakið undrun mína hvað lítið hefur verið fjallað um þessi mál. Ég ætla að berjast fyrir brýnum leiðréttingum á þessum grundvallarmálum. Ég mun ekki linna látum fyrr en leiðréttingar fást! Ég sækist eftir þingsæti í Suðurkjördæmi. Takist mér ekki ætlunarverkið verður seta mín skammvinn á þingi! Því lofa ég! En til þess þarf ég stuðning þinn í komandi prófkjöri sjálfstæðismanna þann 26. janúar nk. Við vinnum þetta á mannlegum nótum! Ásmundur Friðriksson fv. bæjarstjóri Sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 26. janúar nk.

Stóra jólablaðið í næstu viku!


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

SLAKAÐU Á HEIMA SETTU BLUE LAGOON UNDIR JÓLATRÉÐ FIMM MISMUNANDI JÓLAPAKKAR EÐA GJAFAKORT Í ÖSKJU Hafðu ekki áhyggjur af jólaösinni. Kauptu jólagjöfina á bluelagoon.is og fáðu vörurnar upp að dyrum, þér að kostnaðarlausu.

ÍSLENSKA SIA.IS BLA 62176 12/12

Gjafakortin og gjafapakkarnir, sem kosta frá 4.500 krónum, fást einnig í verslunum Blue Lagoon, Laugavegi 15, hjá Hreyfingu í Glæsibæ, í Bláa Lóninu og í Leifsstöð.

13


14

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

TÓNLISTARLÍFIÐ

n Gálan, Júlíus Guðmundsson, gefur út nýjan disk þar sem hann semur tónlist við texta föður síns:

Níu laga diskur við texta Rúnars Júlíussonar Júlíus Guðmundsson gefur út nýja sólóplötu nú fyrir jólin. Platan heitir Gálan, en Júlíus hefur áður gefið út tvær plötur undir þessu listamannsnafni. Platan hefur að geyma níu lög sem samin eru eftir textum og hugmyndum föður listamannsins Rúnars heitins Júlíussonar sem lést 5. desember 2008. Á plötunni annast Júlíus allan söng, en naut aðstoðar Védísar Hervarar Árnadóttur sem söng með í einu lagi. Þá leikur Júlíus á öll hljóðfæri eins og á fyrri plötum Gálunnar en notast var við hrúgu af hljóðfærum. Hann hafi þó mikið reynt að þjösnast á fiðlu og selló en það gekk ekki alveg samkvæmt áætlun þannig að Roland Hartwell var fenginn til að leika á fiðlu í einu lagi en óþarfi að hafa mörg orð um það. Júlíus segir lögin á plötunni vera „sín lög“ en hann hafi reynt að semja lög sem pössuðu textunum eftir föður hans. Aðspurður hversu

lengi hann hafi verið að vinna í plötunni, segist hann hafa hafið undirbúning fljótlega eftir andlát föður síns og farið í að finna til texta og semja við þá tónlist. „ Þetta var kannski einhvers konar aðferð til að vinna á sorgarferlinu og eftir talsverða vinnu og langan tíma var komið nægt efni til að telja í plötu“ Platan er tileinkuð móður Júlíusar enda segir Júlíus föður sinn hafa undir það síðasta samið mikið til konu sinnar, Maríu Baldursdóttur og einnig hafi hann verið að semja um lífið og dauðann. „Það má lesa það út úr

„Í sumum tilfellum vann ég bara út frá einni línu sem pabbi var byrjaður á en ekki kominn lengra, eða tók jafnvel búta úr nokkrum textum og splæsti saman í einn“ segir Júlíus.

textunum að pabbi hafi vitað í hvað stefndi. Þetta eru engir svartnættistextar en þetta er allt á mjög persónulegum nótum. Ákveðið uppgjör, ástin, lífið, dauðinn og tilveran“ segir Júlíus í samtali við Víkurfréttir. Til eru um hundruðir textahugmynda og brot eftir Rúnar sem Júlíus fór í gegnum og þar leyndust mörg gullkorn. Textinn „Allt of oft“, sem var að öllum líkindum saminn í brúðkaupsferð þeirra á Jamaica, fjallar á einstakan hátt um það hvað litlu hlutirnir í lífinu skipta miklu máli og að maður eigi að lifa fyrir daginn í dag.

Diskurinn Gálan kom út í gær, 5. desember, en þann dag fyrir fjórum árum féll Rúnar Júlíusson frá. Gálan mun taka þátt í uppskeruhátíð Geimsteins sem fram fer á Ránni í kvöld, fimmtudagskvöld. Þar koma einnig fram Bjartmar Guðlaugsson, Elísa Newman, Eldar, Klassart og Hrafnar. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30.

IN

BÓK

2012

JÓLA

Marta áritar í Lí

fl eg

og Geg h g or n ju st it ð ei nn mi bó IR Eg ðu k! ge ð rt ss frá o

MARTA EI

RÍKSDÓTT

MAR TA EIR ÍKS DÓT TIR

Mei mí beib

Mei mí beibísitt? ísitt?

í Nettó laugardaginn 8. desember kl. 15:00 - 17:00. Sértilboð verður á bókinni við það tækifæri. VÍKURFRÉT

TIR EHF. 2012

Mei mí beibísitt?

ísitt?

er söguleg skáldsa ga úr Keflavík sem gerist á sjöunda aldar. Höfundur og áttunda áratug rifjar upp og seg síðustu ir frá daglegu lífi bjó. Þetta eru min barnanna í götunn ningar um horfna i þar sem hún veröld, þar sem skapandi kraftur um að skemmta bar nan þeim sjálfum dag na sá langt á sumrin. Höfundur bókarin nar, Keflvíkingu rinn Marta Eiríksd námskeiðahald óttir, er vel þekkt á vegum Púlsins fyrir öflugt en einnig fyrir ják væð og skemm birst hafa eftir han tileg viðtöl, sem a í Víkurfréttum undanfarin tuttugu ár. Mei mí beib ísitt? er önnur bók höfundar en fyrs Goddess – Embra ta bók Mörtu Bec cing Your Power! oming kom út á ensku, á vegum Balboa innan Hay House Press, deild í Bandaríkjunum sumarið 2012.

Mei mí beib

Marta Eiríksdóttir mun árita bók sína

Æskuminni

úr bítlabæn

ngar

um Keflavík

Marta hlakkar til að hitta Suðurnesjamenn og ætlar að taka á móti þeim með kaffi og smákökum í Nettó. Verið velkomin.

n

gn

.


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

Gott fyrir heimilið

Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w

2.990,-

Blandari og matvinnsluvél

4.990,-

Spandy heimilisryksugan • 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki

5.990,-

Drive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta

6.990,-

Töfrasproti – Blandari

2.690,Öflugur djús/ávaxtablandari með 1,3 l glerkönnu

3.990,-

Vöruúrval og verð sem kemur skemmtilega á óvart.

Gott úrval jólagjafa!

Fuglavík 18, Reykjanesbæ sími 421 1090. Opið mán.–fös. kl. 8-18, Opið laugardaginn 8.12 frá 10-14

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


16

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

KEFLAVÍKURKIRKJA

Keflavíkurkirkja opnuð eftir breytingar „Nú er lokið fyrsta áfanga við endurnýjun á kirkjuskipi Keflavíkurkirkju. Sóknarbörnin sinna kirkjunni sinni vel ekki síst þegar mikið stendur til og hefur það komið vel í ljós í tengslum við þessa framkvæmd,“ sagði Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar Keflavíkurkirkju við formlega vígslu á endurbótum kirkjunnar sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði. „ Þ e g ar h e l g i d ómu r i n n v ar byggður fyrir nær 100 árum var það fyrir rausnarskap og samstöðu að það tókst að vinna það þrekvirki. Fyrir tæplega 50 árum var það einnig sameiginlegt átak sem stuðlaði að endurbótunum. Fyrir 34 árum komu steindu gluggarnir. Sú gjöf var til minningar um alla látna Keflvíkinga og verður því minnisvarði um samfélagið um alla tíð. Þeim verður fundinn staður í safnaðarheimilinu en listamaðurinn Benedikt Gunnarsson heiðraði kirkjuna með heimsókn í ágúst. Fjallaði hann um gluggana, sagði sögu þeirra og útskýrði listrænt gildi og trúarlegt táknmál þeirra, auk þess sem hann ræddi almennt hugmyndir sínar um trúarlega list innan og utan kirkjuhússins. Helgidómurinn er ein af mörgum ásýndum hvers samfélags. Keflavíkurkirkja sýnir það vel. Gestir sem ganga þar inn munu skynja þann metnað og þá fagmennsku sem samfélagið býr yfir. Nú, þegar hún hefur fengið á sig hið upp-

Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir.

Kirkjan er ein af mörgum ásýndum hvers samfélags segir sóknarnefndarformaður runalega svipmót, sýnir kirkjan það einnig hversu ríkt þetta byggðarlag er af sögu og öflugu fólki. Hún býr yfir þokka sem byggir ekki á prjáli eða íburði heldur á látleysi og sígildum stíl. Við erum líka stolt yfir því framúrskarandi handverki sem blasir nú við í kirkjuskipinu. Nær allir handverksmennirnir koma

úr samfélaginu okkar hér á Suðurnesjum. Samfélag sem hefur á að skipa svona góðri verkkunnáttu má ekki lognast út af. Okkur ber skylda til þess að leita allra leiða og beita öllum brögðum til að þetta fólk haldist hér í sveitarfélaginu og hafi vinnu við hæfi. Fagmennirnir hafa unnið sitt verk

af mikilli vandvirkni. Þeir hafa lagt alúð í hvert handtak, hverja stroku og hvert pensilfar. Þeir hafa sýnt í verki hvað þeir bera mikla virðingu fyrir kirkjunni sinni og hvern hlýhug þeir bera til hennar. Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að finna þann áhuga sem þeir hafa sýnt á verkinu. Þeir hafa komið

Markmiðið að endurheimta formfagra og stílhreina klassíska kirkju

með hugmyndir að lausnum á vandasömum úrlausnarefnum og verið boðnir og búnir til að endurgera það sem nauðsynlegt hefur verið. Þegar málararnir voru að mála áttundu umferðina yfir veggina heyrðist sagt; „Þetta er nú einu sinni kirkja“ svo þetta verður að vera almennilegt!

Páll V. Bjarnason arkitekt.

-sagði Páll V. Bjarnason arkitekt um breytingarnar í Keflavíkurkirkju

P

áll V. Bjarnason, arkitekt og formaður húsafriðunarnefndar útskýrði þær endurbætur sem gerðar hafa verið á Keflavíkurkirkju en kirkjan fagnar innan skamms aldarafmæli. Hér birtist stór hluti ávarps Páls þegar kirkjan var opnuð eftir breytingarnar 1. des. sl.: Keflavíkurkirkja var byggð árið 1914 og vígð 14. febrúar árið eftir. Hún var byggð eftir teikningum fyrsta íslenska arkitektsins, Rögnvaldar Ólafssonar, og er ásamt systurkirkjum sínum, Hafnarfjarðarkirkju og Búðakirkju á Fáskrúðsfirði, elsta steinsteypta kirkja Íslands, en Rögnvaldur hannaði þær allar. Ólafur Ólafsson verslunarstjóri hjá H.P. Duus og systir hans, ekkjufrú Kristjana Duus, voru helsta fjárhagslega driffjöðurin í byggingu þessa veglega guðshúss. Mér finnst rétt að geta þess að kirkjan hefur lengi verið talin með fegurstu og veglegustu kirkjum landsins. Það kemur fram í nokkrum vísitasíum biskupa og prófasta í gegnum tíðina. Þannig segir í biskupsvísitasíu árið 1922 “..enda væri nú kirkja þessi orðin ein af fegurstu og vistlegustu guðshúsum.” Þessi orð eru endurtekin í vísitasíum lengi vel. Ég er ekki viss um að viðstaddir geri sér grein fyrir því hversu mikið stórvirki var að byggja þessa glæsilegu kirkju árið 1914, í árdaga steinsteypunnar þegar Keflavík var 500 manna þorp og kirkjan

rúmaði um 250 – 300 manns. Löngu seinna, eða 1965 – 1967, var kirkjunni breytt mikið að innan eins og flestir vita og má segja að hin upphaflega kirkja Rögnvaldar hafi þá farið forgörðum. Á þeim tíma var hugtakið húsafriðun varla til nema í hugum nokkurra sérfræðinga og Keflavíkurkirkja var þar að auki ekki nema rúmlega fimmtug. Sú endurnýjun var því barn síns tíma og engum um að kenna. Það er heillandi verkefni að hanna endurbyggingu friðaðrar kirkju og tvinna þannig saman söguna, byggingarlistina, húsafriðun og síðast en ekki síst fallegan ramma um trúna og helgihaldið. Ég lít á að ég sé að vinna þetta verk í umboði forvera míns, sem í þessu tilfelli er Rögnvaldur Ólafsson, og því fylgir ábyrgð. Auðvitað er ekki til neitt rétt eða rangt í endurbyggingum og lausnirnar eru jafnmargar og verkefnin. Við getum ekki fært Keflavíkurkirkju í upprunalegt form, til þess þyrfti að rífa kórinn, forkirkjuna og ýmislegt fleira sem gert hefur verið í tímans rás. Það sem við getum hins vegar gert er að færa kirkjuna í upprunalegan búning og endurheimta þann anda sem sveif hér yfir vötnum í öndverðu. Þetta kostar undirbúning og rannsóknarvinnu, sem í mínum huga er einn skemmtilegasti hluti verkefnisins. Þegar kirkjunni var breytt árið 1967 var öllu hent út sem tilheyrði upphaflegu kirkjunni, en

byggðasafnsvörðurinn Guðleifur Sigurjónsson og Helgi S. Jónsson sem einnig hafði brennandi áhuga á söfnun, tókst að bjarga nokkrum munum úr ruslahrúgunni, m.a. prédikunarstólnum, sem nú stendur hér í sínu fínasta pússi, grátunum og ýmsu öðru sem ég hef notast við í minni rannsóknarvinnu. Þeir eiga heiður skilinn fyrir þetta framtak, sem hefur hjálpað okkur að endurheimta upphaflegu kirkjuna. Það var fyrirséð í byrjun þessa verkefnis að nauðsynlegt væri að skipta verkinu upp í áfanga af fjárhagsástæðum. Það reyndist hins vegar nokkuð snúið þar sem eitt leiðir af öðru og margt af þessu hangir saman og verður ekki aðskilið svo auðveldlega. Það sem fyrir augu ber í dag er einungis fyrst áfangi. Í honum fólst eftirfarandi: - Að fjarlægja innréttingar úr kirkjuskipinu, ásamt steindu gleri, veggjaklæðningar og gólfefni. - Rannsóknarvinna og hönnun á nýjum innréttingum og gólfi, veggjum og lofti. - Viðgerðir á og málun á veggjum kirkjunnar voru mjög miklar, því veggir voru illa farnir undir klæðningu. - Allt rafmagn og pípulögn í kirkjuskipinu voru endurnýjaðar og nýir pottofnar sem passa við aldur kirkjunnar settir upp. - Sett voru ný gólfefni, þ.e. sandsteinn á forkirkju, gangveg og kór í dúr við sandstein á gólfi

safnaðarheimilis, og gólfdúkur undir bekki í sama lit og var upphaflega. Leifar af honum fundust m.a. á gólfi prédikunarstólsins. - Gamli prédikunarstóllinn var lagfærður og oðraður í upprunalegum mahonýlit og englahöfuðin patíneruð og sett upp aftur. Þetta hafði í för með sér að saga þurfti op í vegginn og setja nýja hurð út í stólinn. - Gert var við altarið, sem hefur alltaf verið hulið, og það orðað í upprunalegum lit og verður nú í fyrsta sinn sýnilegt. Hvort tveggja var smíðað fyrir eldri kirkjuna, sem fauk 1902. Það hefur því enn meira varðveislugildi fyrir bragðið. - Ramminn um hina fögru altaristöflu Ásgríms Jónssonar var einnig oðraður í upprunalegum lit með gyllingu. - Nýir bekkir hafa verið settir upp. Þeir eru hannaðir með gömlu bekkina sem fyrirmynd, en eru vonandi þægilegri. Einnig studdist ég við bekki Hafnarfjarðarkirkju sem eru upprunalegir

og smíðaðir eftir sömu teikningu Rögnvaldar. Þess má geta að myntugræni liturinn á sessunum er upprunalegi liturinn á handriði gamla söngloftsins og grátunum. - Fljótlega mun ný vængjahurð verða sett úr forkirkju í kirkjuskipið, svo hurðir í kór. Í seinni áföngum munu gráturnar og knébeðurinn verða sett í kórinn. Þá er fyrirhugað að stækka söngloftið í hálfhring fram í kirkjuna til að auka rými fyrir kórinn og vonandi nýtt orgel. Þá verður skipt um glugga og upphaflegu smárúðugluggarnir settir í aftur. Eitthvað af þeim verða svo opnanlegir til loftræsingar. Það má segja að markmið mitt með þessu öllu sé að endurheimta þá formfögru og stílhreinu klassísku kirkju sem Rögnvaldur teiknaði í öndverðu og endurskapa þá umgjörð um trúarlíf bæjarbúa sem hann sá fyrir sér innan þessara veggja.


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

KEFLAVÍKURKIRKJA

Kirkja er fólk N

ærri öld er liðin síðan Keflavíkurkirkja var vígð og því vel við hæfi að taka hana í gegn í tíma fyrir 100 ára afmælið árið 2015. Það er gaman að sjá virðinguna sem verki Rögnvaldar er sýnd hér í þessu húsi í útfærslu Páls V. Bjarnasonar arkitekts sem hefur lagt sig fram um að varðveita hið vandaða verk Rögnvaldar, en til samræmis við kröfur nútímans. Skóli er ekki hús. Skóli er fólk sagði Ragnar H. Ragnar fyrrum skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði og hið sama má segja um kirkjuna. Kirkjan er ekki hús. Kirkjan er fólk. Þessi bygging væri óþörf ef ekki væri fólkið, sóknarbörnin sem hingað leita á stundum gleði og sorgar. Á helgum og hátíðum til að lofa Guð og tilbiðja. Og eins og þessi fallega kirkja hefur fengið nýtt útlit, sem byggt er á þeim grunni er lagður var í upphafi, er starf safnaðarins byggt á gömlum grunni kristinnar boðunar og gilda. Orð Guðs er alltaf nýtt og á við í öllum aðstæðum og á öllum aldursskeiðum. Hér í Keflavík hefur verið öflugt safnaðarstarf sem tekið hefur mið af þörfum safnaðarins hverju sinni. Þegar atvinnuleysi ríkir og afleiðingar þess setja svip á mannlífið gerir Kirkjan sér grein fyrir því að hlutverk hennar er mikið í samfélaginu. Hún lætur verkin tala um leið og Orðið er boðað. Jakob postuli talar um trúna og verkin í bréfi sínu í Nýja-testamentinu. Í lok kaflans segir hann: „Eins og líkaminn er dauður án anda, eins er og trúin dauð án verka“. Í Jesú nafni, í krafti trúarinnar á Jesú Krist vinnur Kirkja þessa heims. Hér í Keflavík hefur Kirkjan verið í fararbroddi bæði innan Þjóðkirkjunnar og samfélagsins hér. Hér hefur fólk verið kallað til starfa af honum er sendir og gefur styrk. Af Kristi sem segir: „Allt sem þér gerðuð einum

minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér..“ Í dag er fyrsti desember, fullveldisdagurinn. Í ár eru liðin 94 ár frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Þann dag ríkti fögnuður yfir náðum áfanga þrátt fyrir frostaveturinn mikla, Kötlugos og spönsku veikina. Við höfum risið upp eftir áföll og það munum við Íslendingar gera enn og aftur. En á meðan atvinnuleysi og allt er því fylgir er til staðar er dýrmætt að eiga trú og Kirkju sem fetar í fótspor Jesú Krists, sem kom fram við fólk af virðingu og kærleika. Kirkju sem minnist ábyrgðar sinnar gagnvart sóknarbörnunum og viðurkennir samfélagslega ábyrgð sína. Hvergi eru áhrif samdráttarins eftir hið efnahagslega hrun skýrari en á Suðurnesjum. Kirkjan hér hefur lagt sig fram um að efla bræður og systur í samfélaginu. Kirkjan hefur verið farvegur fyrir þann kærleika sem í hjörtunum býr og gert fólki kleift að styðja systkini sín á erfiðum tímum. Það hefur verið horft til barnanna og unglinganna sem og fullorðins fólks og nú fá um 50 börn mat í hádeginu á hverjum skóladegi, sem velferðarsjóður kirkjunnar greiðir. Aðventan gengur í garð á morgun. Undirbúningstími jólanna. Þá minnist Kirkjan s érstak lega þeirra sem búa við kröpp kjör eða skort. Í ár er yfirskrift söfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar „hreint vatn gerir kraftaverk.“ Vatn er lífsnauðsynlegt og af því höfum við Íslendingar nóg. Við getum fengið hreint vatn nánast hvenær sem er og hvar sem er. Það á ekki við alls staðar. Jesús talaði við samverska konu um vatnið og sagði: „...en hvern sem drekkur af vatninu er ég gef honum mun aldrei þyrsta að eilífu.“ Kirkjan flytur þann boðskap er varir að eilífu. Boðskap sem er traustur grunnur til að byggja líf sitt á. Keflavíkurkirkja er líka

byggð á traustum grunni. Grunni sem lagður var fyrir margt löngu og byggt var á þetta fallega Guðshús. En þar var ekki látið staðar numið. Í gegnum tíðina hafa endurbætur átt sér stað til að aðstaðan til að lofa Guð og ákalla væri sem best. Þar sem Orð Guðs er boðað, grunnur þess að að sýna trú sína í verki. Í þeim anda er starfið hér í söfnuðinum unnið. Þið eruð farvegurinn fyrir þau kærleiksver sem Kristur kallar okkur til þess að vinna, því kirkjan er ekki hús, hún er fólk. Til hamingju með endurbæturnar á kirkjunni ykkar. Guð blessi ykkur og allt það góða starf sem hér er unnið í hans nafni.

F.v. Prestarnir Erla Guðmundsdóttir og Sigfús B. Ingvason, Gunnar Kristjánsson prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, Agnes Sigurðardóttir biskup og Skúli S. Ólafsson sóknarprestur í Keflavíkurkirkju. VF-mynd/Páll Orri Pálsson.

Fallegar gjafavörur

í jólapakkann

Fjóla Gullsmiður - Hafnargötu 21 Sími: 421 1011

+

FENGU ÞAKKIR Við opnun kirkjunnar var sjálfboðaliðum og fagmönnum þakkað fyrir framúrskarandi störf sín við endurbæturnar. Það voru eftirtalin: Páll Bjarnason arkitekt Albert Hinriksson verkstjóri Albert Hjálmarsson byggingarstjóri Sveinn Valdimarsson verkfræðingur sá um verkfræðihönnun Brynja Eiríksdóttir ljósmyndari tók myndir meðan á verkinu stóð Róbert Guðbjörnsson og hans menn sáu um raflögn Helgi Grétar Kristinsson sá um oðrun á predikunarstól, altari og ramma um altaristöfluna Lagnaþjónusta Suðurnesja sá um pípulögn Tónabúðin sá um hljóðkerfið Trésmiðja Ella Jóns smíðaði bekkina, lagfærði predikunarstólinn, altarið og fleira Ingvi Þór Sigríðarson vann að endurgerð predikunarstólsins,

smíði á tröppum og frágang á rammanum um altaristöfluna og sálmatöflu og gaf þá vinnu í minningu bróður síns Árna og mágkonu Rutar , Gunnars Jóns Sigtryggssonar og hjónanna Þuríðar Halldórsdóttur og Árna Bjargmundar Árnasonar Stefán Stefánsson sá um dúklögn Ævar og Magnús sáu um steinlögn Trésmíði Guðjóns og hans menn sáu um smíðavinnu við gólf, veggi o.fl. JRJ verktakar sáu um málningarvinnuna Anna Pála Sigurðardóttir fægði altarismunina Einnig ber að færa þakkir til Sigurjónsbakarís, sem hefur gefið okkur brauð í ómældu magni mörg undanfarin ár. Þá tóku sóknarnefnd, messuþjónar og súpuþjónar við kirkjuna virkan þátt í vinnunni og verður því fólki seint fullþakkað fyrir störf sín.

=

FJÖLSKYLDUTILBOÐ 4 ostborgarar, franskar kartöflur og hraunbitakassi

2.995 kr.

FRÁBÆR OG FREISTANDI VEITINGATILBOÐ eða

eða

+

=

+

=

MOZZARELLASTANGIR og ½ l. Coke eða Coke light í plasti

795

kr.

SAMLOKA

Skinka, ostur, grænmeti, sósa, franskar kartöflur og ½ l. Coke eða Coke light í plasti

995 kr. N1 AÐALSTÖÐIN REYKJANESBÆ SÍMI: 421 4800


18

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Súkkulaðikonfekt

HEIMABAKSTUR

Um 20 saxaðar döðlur (stærðin á þeim miðar við þær hefðbundnu döðlur sem fást í matvöruverslunum) 4 msk kakó 3-4 msk brædd kókosolía 4 msk hnetusmjör 2 msk sýróp (agave eða annað) 1 tsk vanilludropar ögn af salti Öll innihaldsefni sett í einu í matvinnsluvél og blandað vel þangað til silkmjúkt. Uppskriftin er heldur lítil þannig að ég setti hana beint í kassalaga nestisbox og svo inn í frysti. Hún þarf að vera þar í a.m.k. 30 mín. en eftir að maður tekur þetta úr frystinum er gott að skera niður í litla bita. Tilvalið væri að eiga konfektmót til þess að gera úr þessu fallegt konfekt. Geymist best í frysti.

Súkkulaðibita blondínur

með óvæntu innihaldsefni

Blondínur eru svipaðar og brúnkur (brownies), nema ekki með súkkulaðigrunni. Til þess að gera kökur hollari er áskorunin oftast að finna einhverja fyllingu í staðinn fyrir hveiti, smjör, o.s.frv. Í þessari uppskrift eru kjúklingabaunir sem gefa aðal fyllinguna en þær eru próteinríkar, trefjaríkar, fólínsýruríkar og járnríkar. Ég lofa að maður finnur ekkert bragð af baununum þegar búið er að skola þær og bragðbæta kökurnar með hnetusmjöri og súkkulaði. Ég mana ykkur að prófa!

Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis um kjör aðalstjórnar samkvæmt A-lið laga um stjórnarkjör og stjórnar sjómannadeildar, ásamt trúnaðarmannaráði, stjórn sjúkrasjóðs, orlofsheimilasjóðs, fræðslusjóðs og varamönnum þeirra samkvæmt lögum félagsins. Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins í síðasasta lagi klukkan 15:00 föstudaginn 14. desember nk. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýsing tilskilins fjölda félagsmanna samkvæmt reglugerð ASÍ þar að lútandi. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Kjörstjórn VSFK og nágrennis

1 dós kjúklingabaunir 3/4 tsk lyftiduft 1/8 tsk matarsódi 1/4 tsk salt 1-1,5 dl (hrá)sykur 2 tsk vanilludropar 0,6 dl hnetusmjör 0,6 dl hafrar 1,5 dl súkkulaðibitar/saxað suðusúkkulaði 1/2 dl saxaðar valhnetur (ekki saxa í of litla bita) Byrjið á því að hreinsa kjúklingabaunirnar vel (gott að setja í sigti og láta renna vel af vatni á þær). Setjið því næst allt nema súkkulaðið í matvinnsluvél og blandið þangað til nokkuð mjúkt og slétt. Setjið súkkulaðibitana út í skálina og hrærið með sleif. Gott er að setja deigið í sílíkonmöffinsform og þá eiga að koma 11 blondínur út úr því. Athugið að uppskriftin er of lítil fyrir hefðbundna ferhyrnda skúffukökuformið en þetta myndi passa í minni útgáfu af því. Bakið við 180° í um 30 mín.

Hveitilausar súkkulaðibitasmákökur Ég skal viðurkenna að þetta eru ekki fallegustu smákökur sem maður hefur séð, né þær allra bestu. En fyrir þá sem eru að reyna að forðast hveiti og mikinn sykur þá eru þetta fínustu smákökur. Eiginlega bara mjög fínar, sérstaklega í millimál. Þær eru stökkar að utan og mjúkar að innan. Uppskriftin er ótrúlega einföld og allt ferlið tekur um 20 mínútur og þá er bökunartíminn meira að segja innifalinn. 3,75 dl hafrar 1/2 tsk matarsódi dass af salti 4 msk púðursykur 2-3 msk brædd kókosolía eða brætt smjör 4 msk mjólk slatti af súkkulaðibitum (saxaðar döðlur og/eða hnetur að vild) Setjið fyrstu 4 hráefnin í matvinnsluvél og blandið vel. Bætið síðan smjörinu og mjólkinni út í með sleikju og blandið síðan súkkulaðinu út í. Bakið við 180° í um 10-12 mín.


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

Tilboðin gilda 6. - 9. desember

Kuldi eftir Yrsu Sigurðardóttur Sjálfstæður tryllir í anda verðlaunabókarinnar Ég man þig. Þegar ungur maður fer að rannsaka upptökuheimili fyrir unglinga á áttunda áratug liðinnar aldar taka undarlegir atburðir að skekja tilveru hans og dóttur hans. En hvort eiga þeir rætur sínar að rekja til hörmunga sem dundu yfir unglingaheimilið eða til sviplegs fráfalls barnsmóður hans hálfu ári fyrr?

n i k ó b a l Jó í t s i n ley nettó

3.959 kr

Fyrir lísu

Steinunn Sigurðard.

hlaupið í skarðið

stelpur geta allt

3.963 kr

3.900 kr

3.439 kr

undantekningin

aþena að eilíFu kúMen

Frábært hár

3.774 kr

2.917 kr

2.955 kr

hringurinn

2.960 kr

r u k æ b

Mánasöngvarinn

tulipop

2.793 kr

sjálFstæðisFlokkurinn

Átök og uppgjör

4.899 kr www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri


20

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

MENNING OG MANNLÍF FS-INGUR VIKUNNAR

Stærðfræði hatar mig

M

arika Adrianna Gabriela Kiwatkowska er 17 ára stúlka frá Póllandi sem flutti til Keflavíkur árið 2007. Marika er á málabraut í FS en hana langar til þess að búa í útlöndum í framtíðinni og stunda þar háskólanám. Hún telur að strákarnir í Hnísunni geti öðlast heimsfrægð og ef hún væri skólameistari myndi hún hafa ókeypis hnífapör fyrir alla. Af hverju valdir þú FS?

Væri ekki til að vakna kl.6 á hverjum degi til þess að keyra í bæinn, oh hell no. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?

Mætti vera aðeins meira en annars fínt bara Áhugamál?

Dans og tíska. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?

Stefni að því að útskrifast úr FS og svo flytja eitthvert til útlanda og stunda nám í háskólanum þar og verða flugfreyja.

Alísa Rún tendraði jólaljósin J

ólaljósin á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi voru tendruð sl. laugardag. Stutt dagskrá var í tilefni með tónlist og söng frá nemendum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og kór 4. bekkjar í Holtaskóla. Sendiherra Noregs á Íslandi afhenti Reykjanesbæ jólatréð sem Alísa Rún Andrésdóttir nemandi í 6. bekk Akurskóla tendraði svo ljósin á. Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sló upp léttu jólaballi og jólasveinar sungu og trölluðu með börnunum.

Ertu að vinna með skóla?

Já, einhver þarf að gera þessar samlokur á Subway. Hvað er skemmtilegast við skólann?

Allt er æði nema stærðfræði. Stærðfræði hatar mig og ég hata stærðfræði.

Hvar hangirðu í eyðum og frímínútum?

Niðri í matsal eða fer heim.

Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum?

Já, dans í Danskompaní.

Hvað borðar þú í morgunmat?

Cocoa Puffs eða rúnstykki með osti og smjöri. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur?

Ég held nú að það séu bara strákarnir í Hnísunni. Hvað fær þig til að hlæja?

Allt.

Hvað er heitasta parið í skólanum?

Annaðhvort þau Bjarki og Lovísa eða Njáll og Unnur María! Can´t choose between. Hver er best klæddur í FS?

Það er Einar Ari Árnasson.

Hvernig myndir þú gera FS að betri skóla ef þú værir skólameistari?

Klárlega hafa ókeypis hnífapör og plast glös. Ég er nú annars ekkert eitthvað sérstaklega að pæla í því að breyta þessum skóla, It is like it is.

n SARA LIND TEITSDÓTTIR // UNG

Umsjón: Páll orri pálsson • pop@vf.is

Vakna og horfi á jólaskrípó á aðfangadag S

ara Lind Teitsdóttir er í 10. bekk í Njarðvíkurskóla. Henni finnst Home Alone 1 myndin best og opnar alltaf einn pakka fyrir mat á aðfangadagskvöld. Fyrstu jólaminningarnar?

Dettur ekkert í hug... Jólahefðir hjá þér?

Vakna alltaf og horfi á jólaskrípó og fer svo að keyra út pakkana með pabba og systkinum mínum á aðfangadegi, svo auðvitað þetta hefðbundna um kvöldið. Ertu dugleg/ur í eldhúsinu yfir hátíðirnar?

Nei, ég sé bara um að borða.

Jólabíómyndin?

Home Alone 1 langbest! Jólatónlistin?

Já, ég er mjög mikið jólabarn, elska þennan tíma.

Gefurðu mikið af jólagjöfum?

Hamborgarhryggur, mmm

Panta flest frá Ameríku.

Ég gef mömmu og pabba, systkinum mínum og kærastanum í ár.

Ertu vanafastur/föst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?

Flík

Bláa H&M peysan mín og græna, og brúna líka, elska öll fötin mín. Skyndibiti

Langbest og Villi. Kennari

Hate them all. Fag

saga.

Tónlistin

Frank Ocean, Coldplay, Ásgeir Trausti og fleiri.

Hlusta á jólalög, horfa á jólamyndir og snjórinn auðvitað! Eftirminnilegasta gjöfin?

Hef alltaf fengið mjög góðar

Föt og skó, manni vantar alltaf þannig.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Ferð á Anfield væri geggjað

Facebook.

Hvað kemur þér í jólaskap?

Opna einn pakka fyrir matinn.

Sjónvarpsþættir

J

Hvað er í matinn á aðfangadag?

Man alltaf eftir því þegar ég og systir mín fengum saman sjónvarp frá ömmu og afa, vorum svo ánægðar.

n JÓN ARNÓR SVERRISSON // UNG

Vefsíður

Ertu mikið jólabarn?

Hvar verslarðu jólagjafirnar?

Allt amerískt er æði.

Eftirlætis: EFTIRLÆTIS...

Pretty Little Liars, Grey's Anatomy, Gossip Girl, Jersey Shore og South Park.

gjafir, 66°Norður úlpan er með þeim betri alla vega!

Hvað langar þig í jólagjöf?

Umsjón: Páll orri pálsson • pop@vf.is

ón Arnór Sverrisson er í 9. bekk í Njarðvíkurskóla. Hann fer alltaf í jólaboð hjá ömmu og afa og segir að jólatónlist og snjórinn kemur honum í jólaskap.

Nei, það er ég ekki.

Fyrstu jólaminningarnar?

Mamma gerir það fyrir mig.

Hvað er í matinn á aðfangadag?

Gef mömmu og pabba.

Eftirminnilegasta gjöfin?

Þegar það kom jólasveinn heim til mín þegar ég var 4 ára. Jólahefðir hjá þér?

Engar sérstakar hefðir, bara borða góðan jólamat og vera með fjölskyldunni. Ertu dugleg/ur í eldhúsinu yfir hátíðirnar?

Hvað kemur þér í jólaskap?

Home Alone 1 og 2 eru bestar.

Jólatónlistin og snjórinn kemur mér í jólaskap!

Mörg góð jólalög, get ekki valið eitthvað eitt.

Playstation 3 er besta gjöfin.

Jólabíómyndin? Jólatónlistin?

Hvar verslarðu jólagjafirnar?

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Gefurðu mikið af jólagjöfum?

Hamborgarhryggur er í matinn.

Ertu mikið jólabarn?

Sími og borðtennisborð eru eftirminnilegustu gjafirnar.

Jáá myndi segja það!

Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?

Já, fer alltaf í jólaboð til ömmu og afa.

Hvað langar þig í jólagjöf?

Ferð á Anfield væri geggjað.


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

Kræsingar & kostakjör

um jólin

Gjafakort Nettó

er gjöf sem gleður

Þú færð gjafakortið í öllum verslunum nettó um allt land nánari upplýsingar er að finna á www.nettó.is


22

Stu tta r

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Með kannabispakkningar

L

ögreglan á Suðurnesjum handtók karlmann á þrítugsaldri, sem reyndist vera með nokkrar pakkningar sem innihéldu kannabis í vasanum. Maðurinn var farþegi í bifreið sem lögregla hafði stöðvað við hefðbundið eftirlit. Ökumaður bifreiðarinnar og farþegi voru báðir handteknir og færðir á lögreglustöð, þar sem kannabispakkningarnar fundust á þeim síðarnefnda. Ökumanninum var sleppt að lokinni leit í bifreið hans og hinum manninum einnig eftir að skýrsla hafði verið tekin af honum. Þá var annar ökumaður undir tvítugu handtekinn um helgina, grunaður um fíkniefnaakstur. Hann neitaði sök, en játaði svo brot sitt eftir að leifar af fíkniefnum og neysluáhald fundust í bifreið hans. Loks var ökumaður handtekinn vegna ölvunaraksturs. Hann var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Hamingjuhornið

na

Loksins ég fann þig! Kannski að þetta sé bara sú eina rétta! Ég átti ekki von á þessu frá honum, hélt að þetta væri eitthvað sem við konur (sumar, og ég er ein a þeim) fantaseruðum um á ákveðnum ,,bíómyndafyllerístímabilum“ í lífi okkar þar sem konan er frelsuð af hinum eina sanna prinsi á hvíta hestinum, já henni er gjörsamlega svipt burtu úr hversdagslegri grámyglu og leiðindum. Svo vöknum við flestar upp og áttum okkur á því að enginn bjargar okkur frá okkur sjálfum nema við sjálfar. Ég dembdi þessu á hann, sagðist ekki hafa trú á því að þarna úti sé ,,sú eina rétta“ fyrir hann eða ,,sá eini rétti“ fyrir mig. Held þvert á móti að við getum þroskast með einni og sömu manneskjunni í gegnum lífið eða farið í gegnum nokkra félaga til að þroskast á jákvæðan hátt í sambandi, já eða bara þroskast ljómandi vel svona ANNA LÓA ein og sér. ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR

Ertu alltaf eiiiiiiiiin: móðir mín heitin var orðin þreytt á því að þegar frænkur og vinkonur spurðu frétta af börnunum hennar fimm var iðulega spurt um eitthvað vinnu- og fjölskyldutengt nema þegar það kom að mér. Þá breyttist röddin og með svona leiðinda semingi var spurt: og hvað er svo að frétta af Önnu Lóu, er hún alltaf eiiiiiiiiiiiin!!!! Já, svona rétt eins og ég væri með ólæknandi sjúkdóm á meðan staðreyndin var að ég blómstraði á svo mörgum sviðum sem vakti ekki eins mikinn áhuga. Móðir mín var svo ótrúlega stolt af mörgu sem ég

Það fylgir því áhætta að opna hjarta sitt og hleypa annarri manneskju inn í líf sitt. gerði og fannst þessi áhersla á ,,karl eða ekki karl“ allt í senn fyndin og merkileg á tímum sjálfstæðis og jafnréttis. Undir það síðasta var hún farin að svara mjööööög ákveðin: já hún er ein, og HVAÐ með það (smá vörn ok)! Vonandi endist ÞETTA: En svo kynnist þú einhverjum og þá er það pressan – vonandi endist ÞETTA! Stundum ganga sambönd ekki þrátt fyrir kærleika og góðan ásetning í byrjun. Það fylgir því áhætta að opna hjarta sitt og hleypa annarri manneskju inn í líf sitt, en þó að sambandið sé stutt er ekki þar með sagt að það hafi verið mistök. Þú lærir og tekur með þér lærdóminn út í lífið og þrátt fyrir tár og tómleika í hjarta þá ertu reynslunni ríkari sem mun nýtast á einhvern hátt. Sambandið endist meðan það endist og engin ein rétt tímasetning hvað þetta varðar. Æ æ æ gekk‘etta‘ekki í ÞETTA skiptið, er klárlega ekki það sem þú vilt heyra. Í mínum huga eru gæði á sambandi ekki mæld í lengd þess heldur hver þú ert á meðan á sambandinu stendur.

Sandgerðingar tendruðu jólaljósin í bæjarafmæli

J

An

ólaljósin á jólatré Sandgerðisbæjar voru kveikt þann 3. desember. Það er orðinn siður í Sandgerði að kveikja jólaljósin þann 3. desember en það er afmælisdagur Sandgerðisbæjar, sem fagnaði í gær 22 ára afmæli. Það var Óðinn Pétursson frá Hafurbjarnarstöðum við Sandgerði sem kveikti jólaljósin. Hann er nýlega orðinn 6 ára gamall en sá siður hefur skapast að fá sex ára barn sem á afmæli sem næst 3. desember til að kveikja ljósin. Óðinn á afmæli í lok nóvember.

Eftir ávarp Ólafs Þórs Ólafssonar, forseta bæjarstjórnar Sandgerðis, þá söng barnakór Sandgerðis við undirleik Hobbitana. Þá kom jólasveinn í heimsókn og gladdi viðstadda. Kalt var í veðri í Sandgerði í gær en foreldrafélag Grunnskólans í Sandgerði sá til þess að allir fengju hita í kroppinn með því að bjóða upp á kakó með rjóma og piparkökur. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi.

Ló a

Þú átt skilið að hitta einhvern! Hversu oft heft ég heyrt ,,ji, skrýtið að hún sé alltaf ein, virkar svo fín og ætti skilið að hitta einhvern“. Ef þetta er sagt um aðra þá er þetta sagt um mig. Svona rétt eins og það sé búið að setja einhvern mælikvarða á fólk, sumir eiga skilið að hitta einhvern en svo eru það aðrir sem eiga skilið að enda einir eða í versta falli að enda með einhverjum drullusokknum eða sokkabuxunum! Ef þú ert lengi ein en ert ,,svoldið góð og fín“ manneskja þá er auðvitað skýring á því. Þú ert; of vandlát, of stjórnsöm, of sjálfstæð, of fljótfær, of EITTHVAÐ! Já það er klárlega eitthvað AÐ hjá þér! Svona rétt eins og það hafi ekkert með það að gera hvort þú verður ástfangin eða ekki – eða að þú veljir kannski að vera einn eða ein! Sagði vini mínum að ég samgleddist honum en útskýrði að ég væri orðin þreytt á því að vera sífellt minnt á það að þeir einhleypu væru ekki alveg normal og hamingjan væri fólgin í því að finna einu réttu manneskjuna. Það væri búið að normalisera pör og hjón þrátt fyrir að í dag vissum við betur. ,,Njóttu þess að vera í sambandi og ekki hugsa of langt fram í tímann – þú ert þó alla vega með jólakærustu ef þetta gengur næstu vikurnar“. Megir þú njóta aðventunnar með því fólki sem þú kýst að hafa nálægt þér hverju sinni. Ljós og friður. Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www. facebook.com/Hamingjuhornid


23

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

MENNING OG MANNLÍF

Sigríður Klingenberg sagðist vilja koma til Noregs og trylla Norðmenn!

Á Bling og Gling jólamarkaði kitlaði Marta hláturtaugar gesta með upplestri sínum.

Marta var beðin að kíkja við og lesa upp fyrir verðandi brúður, Berglindi Skúladóttur í gæsapartý.

Kvennahittingur með Mörtu á VOCAL sló öll aðsóknarmet.

Marta tók þátt í bókabardaga á RÁS 2.

Á bókakonfekti í Duushúsum ásamt bæjarstjórahjónunum Árna og Bryndísi.

Kvenfélög og Kínverjar í heimsókn hjá Grétari Óla

S

uðurnesjamenn og lesendur vf.is munu velja Ljóshús Reykjanesbæjar 2012 í sérstakri vefkosningu. Þetta er breyting frá því sem gert hefur verið mörg undanfarin ár þegar sérstök dómnefnd hefur valið Ljósahús ársins.

Fulltrúar frá Reykjanesbæ og Víkurfréttum hafa undanfarin ár séð um að velja fallegustu ljósahús bæjarins. Nú verður breytingin þannig að nefndin mun í kjósa tíu hús í forvali og úr þeim hópi munu bæjarbúar velja Ljósahús Reykjanesbæjar 2012 í sérstakri vefkosningu á vef Víkurfrétta, vf.is, sem mun standa yfir frá 13. til 16. des. Niðurstaða kosninganna verður tilkynnt mánudaginn 17. desember kl. 18.00 í Duushúsum og eru allir bæjarbúar velkomnir að vera viðstaddir. Húsið sem flest atkvæði fær verður Ljósahús Reykjanesbæjar og næstu tvö fá líka viðurkenningu. Verðlaunin koma eins og áður frá HS Orku/Veitu og eru inneign á rafmagnsreikning viðkomandi: 1. verðlaun: 30.000, 2. verðlaun 20.000, 3. verðlaun 15.000. Einnig fá verðlaunahafar

sérstök viðurkenningarskjöl frá Reykjanesbæ. Sama nefnd „jólanefndin“ velur jólaglugga Reykjanesbæjar og verða úrslitin tilkynnt við sama tækifæri. Grétar Ólason, eigandi Ljósahúss Reykjanesbæjar 2011 og oft áður er búinn að skreyta hús sitt og sagði hann í spjalli við Víkurfréttir að hann myndi líklega tendra ljósin á morgun, laugardaginn 1. des. „Þetta er mikil vinna en skemmtileg. Hingað hafa undanfarin ár komið fjöldi fólks, allt upp í tveggja hæða rútur. Í fyrra stóðu allt í einu sjötíu Kínverjar fyrir utan húsið. Eitt skiptið kom heil rúta með kvenfélagi og ég slapp við að gefa þeim kaffi en þær þurftu margar að koma inn og pissa. Það var skemmtileg heimsókn. En maður eldist og þetta tekur mikinn tíma. Ég hef nánast ekki gert neitt annað þessa vikuna og hefði líklega ekki klárað verkið fyrir helgina ef ég hefði ekki fengið hjálpa frá syni og tengdasyni. Ég hef sagt undanfarin ár að nú sé komið nóg en svo þegar kemur að þessu þá er bara eins og ég geti ekki hætt,“ sagði Grétar í léttum dúr við Víkurfréttir.

Í Grindavík var hlegið dátt að Mei mí beibísitt?

Keflvíkingarnir Marta rithöfundur og Einar töframaður voru með sprell í Eymundsson.

Marta á ferð og flugi með bók

M

arta Eiríksdóttir rithöfundur hefur verið á ferð og flugi með nýju bókina sína, Mei mí beibísitt?, sem er söguleg skáldsaga og æskuminningar frá bítlabænum Keflavík. Myndirnar hér að ofan hafa verið teknar á ferðum Mörtu um Suðurnes.

Ljósahús Reykjanesbæjar 2012 verður valið af lesendum vf.is

Sérfræðingur frá

verður í

Lyfju Keflavík 6. desember frá kl. 14:00 - 18:00 Með splunkunýtt, hátækni „Skin Analizer“ húðgreiningartæki, þar sem viðskiptavinir geta fengið fría húðgreiningu. Tækið greinir mjög nákvæmlega ástand húðarinnar þ.e. raka- og fitustig, litabletti, viðkvæmni, stinnleika og línur.

Komdu og láttu okkur greina húðina þína Ljósahús Reykjanesbæjar 2011, Týsvellir 1.

20% kynningarafsláttur

Lyfja Keflavík Krossmóa 4 - 260 Reykjanesbæ - Sími:421 6565


24

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Metár í sjúkraflutningum á Suðurnesjum

M

ikil aukning hefur verið í sjúkraflutningum á yfirstandandi ári og stefnir í metfjölda útkalla. Mesti fjöldi útkalla hingað til var árið 2008 en þá voru þau 2066, eftir hrun fjármálamarkaða og kreppu sem fylgdi í kjölfarið drógust sjúkraflutningar nokkuð saman og voru fæstir árið 2010 eða 1816, síðan þá hefur útköllum fjölgað og stefnir í að í ár verði metið frá 2008 slegið. Þegar tölfræðin er skoðuð vekur það athygli hversu mikil aukning hefur verið á sjúkraflutningum frá Suðurnesjum til Reykjavíkur. Árið 2007 voru um 37% allra útkalla til Reykjavíkur en í ár stefnir í að 47% allra

sjúkraflutninga séu út fyrir heilbrigðisumdæmi HSS. Ekki verður séð að nokkuð í umhverfinu hafi breyst á þessum tíma annað en að HSS hefur orðið fyrir verulegum niðurskurði sem síðan leiðir af sér aukið álag á Brunavarnir Suðurnesja. Í þessu samhengi ber að hafa í huga að sjúkraflutningur til Reykjavíkur tekur fjórum sinnum lengri tíma en sjúkraflutningur innanbæjar. Sú fjölgun og breyting á eðli útkalla gerir að verkun að eðlileg krafa um hækkun á núverandi samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Brunavarna Suðurnesja verði tekin gild. Það getur ekki talist góð eða eðlileg stjórn-

sýsla að dregið sé úr útgjöldum á einum stað, vitandi að það muni leiða til aukinna útgjalda hjá öðrum án þess að koma til móts við eðlilegar kröfur um aukin fjárframlög til þess að mæta auknum kostnaði og álagi. Það er einsdæmi meðal þeirra sem eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands um sjúkraflutninga að svo hátt hlutfall útkalla sé flutt í annað heilbrigðisumdæmi. Þrátt fyrir að reynt hafi verið að fá viðsemjendur til þess að taka tillit til þessarar staðreyndar hefur ekki tekist að ná fram þeirri hækkun sem við teljum nauðsynlega og sanngjarna. Núgildandi samningur við Sjúkratryggingar Íslands rennur út um áramót og eru viðræður í gangi milli samningsaðila. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 er gert ráð

fyrir 1,2% hækkun milli ára, sú hækkun er ekki að fylgja kjara eða verðlagsþróun, hvað þá að tekið sé tillit til verulegs aukins álags vegna fjölgunar á útköllum og ekki síst miklum fjölda sjúkraflutninga út fyrir heilbrigðisumdæmi HSS. Það er von mín að þeir stjórnmálamenn sem fara með fjárveitingarvaldið sjái þá sanngirni sem felst í þeim hógværu kröfum sem við höfum sett fram, en þær eru settar fram til þess að Brunavarnir Suðurnesja geti til framtíðar veitt Suðurnesjamönnum framúrskarandi neyðarþjónustu með vel menntuðum og öflugum starfsmönnum. Með góðum kveðjum Jón Guðlaugsson Slökkviliðsstjóri

n NÝTT JÓLALEIKRIT LEIKFÉLAGS KEFLAVÍKUR GERIR STORMANDI LUKKU:

Helga Jóhanna Oddsdóttir, gestur á 2. sýningu:

börnin kunnu vel að meta glensið og hamaganginn

É

Sprenghlægilegt jólaleikrit

L

eikfélag Keflavíkur frumsýndi um helgina nýtt frumsamið jólaleikrit eftir þá Jón Bjarna og Arnór Sindra, sem báðir eru félagar í Leikfélagi Keflavíkur. Jólaleikritið heitir Jólin koma… eða hvað? Verkið fjallar að sjálfsögðu um jólin og ýmislegt í kringum þau með óvæntum uppákomum og fjöri auk

þess sem vinsæl og þekkt jólalög óma inni á milli atriða í flutningi frábærra söngvara sem félagið er svo heppið að hafa innanborðs. Það er óhætt að segja að verkið hafi fallið vel í kramið hjá áhorfendum. Sýningin er sprenghlægileg og kútveltist salurinn um að hlátri.

g sá sýningu Leikfélags Keflavíkur á jólaleikritinu „Jólin koma- eða hvað?“ ásamt fjölskyldu sinni sl. sunnudag. Sýningin er stórvel heppnuð, mikið líf og fjör sem samtvinnast léttri jólatónlist og söng. Söguþráðurinn er léttur og rennur vel, mikið um skemmtileg atriði sem koma öllum til að hlægja dátt. Leikararnir skiluðu sínu óaðfinnanlega, mest allt ungir og undantekningarlaust hæfileikaríkir krakkar sem eiga framtíðina fyrir sér í leik og söng. Sýningin höfðar til allrar fjölskyldunnar og ekki síst barna sem kunna vel að meta glensið og hamaganginn. Það verður enginn svikinn af þessari sýningu sem er þess svo sannarlega virði að njóta á aðventunni í okkar góða bæ. Eysteinn Eyjólfsson, gestur á frumsýningu:

Jólaskapið byrjaði að geta vart við sig

V

ið feðginin fórum á jólasýningu Leikfélags Keflavíkur - Jólin koma..eða hvað? – og höfðum gaman af eins og aðrir frumsýningargestir sem voru á öllum aldri. Í sýningarlok var ekki laust við að jólaskapið hafi byrjað að gera vart við sig. Sýningin er skemmtilega skrifuð og leikstýrð af þeim Arnóri Sindra og Jóni Bjarna. Fjölmennur leikhópurinn skilar sínu vel - og rúmlega það bæði í leik og söng á þrælfyndinni sýningu. Leikfélagið og við bæjarbúar búum vel að eiga svona kraftmikinn og efnilegan hóp. Hvet sem flesta til að slá tvær flugur á aðventunni. Skella sér í Frumleikhúsið á skemmtilega sýningu og styðja um leið við græðlinga leiklistar í heimabyggð. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, gestur á frumsýningu:

Bráðskemmtileg blanda

S

aga Leikfélags Keflavíkur er mikilvægur þáttur í menningarsögu bæjarbúa í yfir 50 ár. Félagið hefur glímt við létt sem þung leikverk í gegnum árin, upplifað ládeyður og hápunkta í starfi sínu eins og gengur. En alltaf hafa risið upp ofurhugar sem hafa leitt starfið áfram. Guðný Kristjánsdóttir er í hópi þessara ofurhuga sem hefur leitt starfið með góðum hópi undanfarin ár. Að öðrum ólöstuðum má ég til meða að hrósa henni. Hún hefur náð að laða að stóran hóp efnilegs ungs fólks, sem finnur sig frábærlega í leikhlutverkum og margvíslegum störfum í þágu leikfélagsins. Vinsælir þátttakendur allt frá grunnskóla og upp í Fjölbraut, hafa náð að gera félagið öflugt og eftirsótt. Það er mjög ánægjulegt að finna hvernig leikfélagið hefur gefið ungu fólki aukin tækfæri í uppfærslum eins og sannast á því skemmtilega jólaverki sem nú er verið að sýna í Frumleikhúsinu, Jólin koma… eða hvað? Okkur Bryndísi þótti þetta bráðskemmtileg blanda af leikriti og söngleik, með fjölda góðra ungra leikara, tónlistarmanna, söngvara og allra þeirra sem létu hlutina gerast á bak við tjöldin... ótrúlega fjölhæfur hópur! Það er aldrei dauður tími í verkinu- skemmtilegar skiptingar og stórvel valið í hlutverk fjölskyldunnar. Það verður fróðlegt að fylgjast frekar með leikritshöfundunum Jóni Bjarna og Arnóri Sindra, sem báðir eru félagar í Leikfélagi Keflavíkur. Við Bryndís fórum heim af leikritinu, staðráðin í að klára að setja upp jólaseríurnar. Við mælum með verkinu!


25

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

MIKIÐ ÚRVAL AF VÖNDUÐUM ÚRUM

Vantar 85 hjúkrunar- og dvalarrými á Suðurnesjum

Á

Suðurnesjum er þörf samkvæmt landsmeðaltali fyrir 55 hjúkrunarrými til viðbótar þeim sem nú eru til staðar og þá vantar einnig 30 dvalarrými, en ekkert dvalarrými er til staðar á Suðurnesjum. Ríkisendurskoðun hefur skilað skýrslu til Alþingis um rekstur og starfsemi dvalarheimila aldraðra á árunum 2006 til 2011. Í dag eru 114 hjúkrunarrými á Suðurnesjum sem heyra undir Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samkvæmt landsmeðaltalinu vantar 55 hjúkrunarrými og 30 dvalarrými. Sé miðað við daggjöld frá ríkinu þá myndu fylgja

þessum viðbótarrýmum um 500 til 600 milljónir króna tekjur á ári frá ríkissjóði og jafnframt skapast 6070 ný störf við öldrunarþjónustu. Engin dvalarrými eru á Suðurnejsum og í dag er u 25 ný hjúkrunarrými sem fást við uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum. Enn mun þá vanta 30 dvalarrými og 30 hjúkrunarrými til að halda í við meðaltalið á landinu, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. Reykjanesbær hefur sótt eftir að fá að bæta við hæð á hjúkrunarheimilinu, sem gæti þýtt 20 viðbótar hjúkrunarrými. Þá væru Suðurnes farin að nálgast meðaltalið en langt í land með að ná fjölda dvalarrýma.

Stóra jólablaðið er í næstu viku. Verið tímanlega með efni og auglýsingar!

Bækur, tónlist og svo margt fleira kr. 8.499 kr. 3.499

1.

Hnattlíkön og atlasar.

kr. 2.999

Íslensk tónlist.

Metsölulisti Eymundsson

Yfir níuhundruð nýjir íslenskir titlar.

Tilboð

kr. 4.999

Crayola fatahönnunarsett.

Áður kr. 5.599

kr. 2.799

Tilboð

kr. 3.199 Áður kr. 3.999

kr. 7.899

Spennandi verkfærasett. Barnabækur í miklu úrvali, fyrir alla aldurshópa.

Vandaðar skákvörur.

Vinsælar sjónvarpsþáttaraðir.


26

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

sjónvarp

MENNING

Maríumessa

Bláa Lónið í Geðveikum jólum

G

- allir starfsmenn tóku þátt í gerð tónlistarmyndbands

eðveik jól er jólalagakeppni 15 fyrirtækja til styrktar Geðhjálpar. Bláa Lónið er eitt þessara fimmtán fyrirtækja og er því nokkurs konar fulltrúi Suðurnesja í keppninni. Þann 5.desember voru öll lögin frumflutt í beinni útsendingu á Skjá einum í opinni dagskrá. Að því loknu mun kosning fara fram til 19.desember á www.gedveikjol.is.

Jón Gnarr er kosningastjóri verkefnisins í gervi jólasveinsins „Geðgóður”. Allir starfsmenn Bláa Lónsins tóku þátt í undirbúningi og gerð tónlistarmyndbandsins, sem frumsýnt var í gær. Myndbandið má sjá í dag á vef Víkurfrétta, vf.is, en það er virkilega gott. Lesendur Víkurfrétta ættu því að fara inn á www. gedveikjol.is og veita myndbandi Bláa Lónsins brautargengi.

að? v h eða

- konumessa í minningu móður Jesú

M

Eftir: Jón Bjarna Ísaksson & Arnór Sindra Sölvason

Næstu sýningar

3. sýning föstudaginn 7. desember kl.20.00 4. sýning laugardaginn 8.desember kl.14.00 5. sýning sunnudaginn 9. desember kl. 14.00 Miðasala opnuð klukkutíma fyrir sýningar. Miðapantanir í síma 4212540 Haust 2012

iðvikudagskvöld, þann 12. desember klukkan 20:00, verður konumessa haldin í Keflavíkurkirkju til heiðurs Maríu Mey og er yfirskrift messunnar fyrirgefning, kærleikur og lækning. Allar konur eru hjartanlega velkomnar að sameinast í fallegri kirkjustund þetta kvöld þar sem við minnumst Maríu, konunnar sem ól af sér soninn helga, Jesú Krist. Þetta kvöld viljum við einnig heiðra minningu allra kvenna frá örófi alda. Við viljum þakka þeim fyrir allt sem þær hafa komið til leiðar fyrir kynsystur sínar og aðra íbúa jarðarinnar. Við viljum heiðra þær sem hafa þjáðst, glaðst, fætt af sér börn eða engin börn, verið til staðar fyrir aðra, tekið inn á sig fyrir aðra, verið viðkvæmar, verið sterkar, verið tryggar sama hvað, gert sitt besta til að allt fari vel, misstigið sig og gert mistök, verið niðurlægðar, upphafðar, lagðar í einelti, verið fíklar, verið heilsuhraustar, elskað, ekki getað elskað, fyrirgefið, ekki getað fyrirgefið, þráð lausn og lækningu, andans lækningu og líkamlega.

Þetta verður falleg stund í Keflavíkurkirkju á heilögum nótum þar sem Móður Jarðar er minnst ásamt Móðurinni miklu, Maríu Mey, með lofsöng og bæn. Fjallað verður um það sem vitað er um Maríu þegar hún var lítil, þegar hún var valin sem Móðirin mikla, þegar sonur hennar Jesús fæddist, þegar hann lifði og þegar hann dó, hvernig hún stóð til hliðar, var alltaf með en var samt í skugganum. Það verður falleg tónlist, einsöngur og kórsöngur. Við munum biðja bænir til Maríu en það verður einnig þögul hugleiðslustund þar sem allar konur geta beðið um lausn inn í eigið líf og fyrirgefið öðrum, fortíð sinni og sjálfri sér, svo þær geti haldið áfram, verið hugrakkar, glaðar og opnað fyrir betra líf. Komum saman kæru konur! Fyllum Keflavíkurkirkju og leyfum lifandi jólaanda að streyma inn í hjörtu okkar allra. Biðjum fyrir íbúum Jarðarinnar, fjölskyldum okkar, landi okkar og þjóð! Allar konur eru hjartanlega velkomnar í fallega kirkjustund 12. desember klukkan 20:00.

Fyrsti úrdráttur á laugardag!

lalukku-miðum Munið að skila Jó vinning í kassa sem eru ekki með ó í Nettó eða Kask Gl eð ile Gl ga eð há ile títí Gl ga ð!ð! eð há ile Gl ga eð ile títí gahá ð!ð! há

Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum

ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM

12 20 20 12 20 12 2012

urnesjum sjum og verslana á Suð Suðurne urnesjum kur Víkurfrétta tta og verslana áááSuð alei fmið Ska aleikur Víkurfré rfrétta og verslana lana Suðurnesjum fmið Ska fmiðaleikur Víku Víkurfrétta og vers Ska Skafmiðaleikur

X VEISTTSTRA OG ÞÚ STRAXX SKAFÐU ÞÚ VEIS OGHEFU ÐUÞÚ STRA X UNN T IÐ! SKAF VEIS ÞÚ R OGHEFU RT ÐUÞÚ STRA UNN HVO T IÐ! SKAF VEIS ÞÚ R OGHEFU RT ÐUÞÚ HVO R UNNIÐ! SKAF HVORT R UNNIÐ! HVORT ÞÚ HEFU

Jólalukka Víkurfrétta stendur til jóla eða á meðan birgðir endast. Þegar verslað er fyrir 5.000 kr. eða meira færðu afhentan skafmiða og sérð um leið hvort vinningur er á miðanum. Þú getur nálgast vinninginn samstundis hjá viðkomandi verslun eða þjónustuaðila.

12 Evrópuferðir með Icelandair 8 matarúttektir að upphæð 15.000 kr.

Þeir sem ekki hljóta vinninga í jólalukkunni geta sett nafn sitt á bakhlið miðans og skilað honum í kassa í Kaskó eða Nettó. Dregið verður úr skiluðum miðum þrisvar sinnum, 8., 15. des. og á Þorláksmessu. Vinningar í úrdrætti eru m.a. kr. 100.000,- matarúttekt, Evrópuferðir og fleiri veglegir vinningar.

100.000 kr. matarúttekt í Nettó Njarðvík

OPIÐ Í FLESTUM VERSLUNUM Í REYKJANESBÆ TIL KL. 18:00 LAUGARDAG

í Nettó eða Kaskó og stærsti vinningurinn er

5200 vinningar!

3 Evrópuferðir og 100 þús. kr. matarkarfa frá Nettó ásamt fleiri

veglegum vinningum í úrdráttum! Munið að skila miðum með engum vinningi í Kaskó/Nettó til að eiga möguleika á flottum vinningum í úrdrætti 8., 15. og 23. desember.


27

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

+ i da æð Kó úsn og a h da m Kó í sa u er

GOLFIÐ

Erum að taka upp fullt af nýjum vörum

Rekstur Golfklúbbs Suðurnesja gekk vel á síðasta ári og var Sigurður Garðarsson endurkjörinn formaður.

Góður rekstur í Leirunni ekstur Golfklúbbs Suðurnesja gekk vel á síðasta ári og var Sigurður Garðarsson endurkjörinn formaður á aðalfundi sem haldinn var í golfskálanum í Leiru á mánudagskvöld. Í máli formanns kom fram að starfsemin hafi verið í nokkuð föstum skorðum og reksturinn gengið ágætlega. Tekjuafgangur varð 2,7 milljónir króna. Mótahald gekk afar vel og Hólmsvöllur skartaði sínu fegursta þó þurrkatíð hafi gert vallarstarfsmönnum erfitt fyrir stóran hluta sumars. Í Golfklúbbi Suðurnesja eru rétt rúmlega 500 félagar og hefur sjá fjöldi verið nokkurn veginn sá sami undanfarin ár. „Með aðhaldssemi, útsjónarsemi og samviskusemi í öllu starfi klúbbsins hefur okkur tekist að gera mikið úr fremur takmörkuðum tekjuramma sem okkur er sniðinn. Nú er svo komið að ár eftir ár, hefur klúbbnum tekist að eiga tekjuafgang í lok árs, sem hægt er að nýta til endurnýjunar á tækjum og minniháttar endurbótum á golfvellinum og aðstöðunni í kingum hann. Það breytir þó ekki því að enn eru fjölmargar nauðsynlegar fjárfestingar sem ekki verður hægt að ráðast í fyrr en hagur klúbbsins vænkast, en þá verður vonandi hægt að ráðast í umfangsmeiri framkvæmdir eins og t.d. vatnsöflun, vökvunarkerfi, uppbyggingu á nýjum flötum og teigum, endurbætur á æfingaaðstöðu og margt, margt fleira. Til þess að ráðast í þessar fjárfestingar af þessari stærðargráðu verður ekki hjá því komist að afla utanaðkomandi aðstoðar, líkt og svo margir klúbbar hafa fengið frá sínum heima sveitarfélögum. Það er einlæg von okkar að brátt fari aðstæður í rekstri

. ús ki þ 60 isaugur ð an um vir Auktargarderkjkujm bíl e e af vgir hv fyl

sveitarfélaga að batna þannig að við getum sóst aftur eftir stuðningi þeirra. Við skulum allavega ekki láta okkar eftir liggja og munum áfram reka klúbbinn með ábyrgum hætti, stefna að fjölgun klúbbfélaga, og frekari uppbyggingu á íþróttastarfinu. Þannig vonumst við til að skilningur á mikilvægi starfsemi golfklúbbsins aukist. Golfklúbbur Suðurnesja er gott og sterkt félag sem gengið hefur farsællega á undanförnum 48 árum í sögu klúbbsins. Mörgu hefur verið komið í verk á þessum tíma, og ber þar fyrst að nefna okkar frábæru golfparadís í Leirunni, auk meistaratitla fyrri tíma sem afreksfólk klúbbsins hafa bætt í heiðurssafn klúbbsins. Brátt kemur að 50 ára afmæli klúbbsins sem eru stór tímamót. Enn er fjölmörgum verkefnum ólokið og einkar spennandi væri að tengja saman þessi tímamót og tímahvörf í starfi klúbbsins. Á tímamótum sem þessum væri t.d. gaman ef við gætum séð einhverja meiriháttar umbætur eiga sér stað á golfvellinum, eða aðstöðunni í kringum hann. En til þess þurfum við aðstoð,“ sagði formaður GS. Jóhann Magnússon, formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar hrósaði klúbbnum fyrir frábært starf og rekstur undanfarin ár og benti á að GS væri með lægstu æfingagjöld félaga innan ÍRB. Stjórn GS er óbreytt en einn nýr félagi kom inn í varastjórn: Formaður: Sigurður Garðarsson Varaformaður: Páll Ketilsson Ritari: Þröstur Ástþórsson Gjaldkeri: Karitas Sigurvinsdóttir Meðstj.: Davíð Viðarsson, Hafdís Ævarsdóttir og Heimir L. Hjartarson.

Nýtt kortatímabil

R

- Sigurður áfram formaður

Opið á laugardaginn frá kl. 10:00 - 18:00

Kóda og Kóda + • Hafnargötu 15 • Sími 421 4440

Finnskt gæðamerki Ora Trekking

Catmandoo er finnskt útivistarmerki sem hefur staðið framarlega á sínu sviði á Norðurlöndunum. Catmandoo býður bæði utanyfir- og innanundirfatnað til ýmiss konar útivistar auk þess að vera með gott úrval af skóm, bæði til göngu og til daglegra nota. Loks má geta þess að Catmandoo er einn af styrktaraðilum finnska skíðalandsliðsins og finnska golflandsliðsins.

722504-001/002

Vatnsheldir gönguskór Hydrolite

9.990 kr.

Útivistarnærföt með öndun

Nola Trekking 722401-002

Vatnsheldir, loðfóðraðir gönguskór Softshell/Hydrolite

12.990 kr. Ronny Mid-layer Set Allie W Mid-layer Set 802707-060

Fleece-sett - herra Fullorðinsstærðir

4.990 kr.

Fleece-sett - dömu Fullorðinsstærðir

4.990 kr.

Protech Inner-layer Poly-sett - herra og dömu Barna- og fullorðinsstærðir

4.990 kr.

Raine Trekking 722759-002

Vatnsheldir gönguskór Leður/Hydrolite

13.990 kr.

Fullorðinsstærðir

Afborgun á mánuði aðeins:

Chevrolet Lacetti Station - Bílalegubíll í ábyrgð árgerð 2011 - söluverð: 1.800 þús.

Tilboð: 1.590 þús.

25.910 kr.

*

Miðað við bílasamning til 72 mánaða á hagstæðum kjörum hjá bílafjármögnun Landsbankans. Reiknaðu dæmið á landsbankinn.is

Chevrolet Lacetti Station Söluverð: Bílafjármögnun: Okkar hlutur: Þín útborgun: Heildarverð til þín: Afborgun:

1.800.000 kr. 1.350.000 kr. 210.000 kr. 240.000 kr. 1.590.000 kr. 25.910 kr.

*Hlutfallskostnaður 11.92% Bílabúð Benna - Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 • Sími: 420 3330 www.benni.is • svavarg@benni.is Opið alla virka daga frá kl. 09-18 og laugardaga frá kl. 10-14


28

2

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 14. apríl 2011

SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum TIL LEIGU 80m2 neðri hæð í einbýli í Vogum á Vatnsleysuströnd. Með sér inngangi. Gæludýr leifð. Sér garður. Laus strax. Leiga 85þ á mán með hita og rafm, þriggja mánaða bankaábyrgð. ispostur@ yahoo.com s.696 2334 Raðhús til leigu - laust strax 180m 2 raðhús að Heiðarbraut 7e, Kef til leigu (eða sölu,www. asberg.is). Leiguverð 140 þús auk rafmagns og hita. Tveggja mánaða tr ygging og greiðsluþjónusta skilyrði. gsg10@hi.is Íbúð til leigu í Grindavík 108 fm íbúð er til leigu í blokkinni í Suðurhópi 1. Skilyrði er að íbúar séu 50 ára eða eldri. Upplýsingar hjá Birnu í síma 426 8181

Vikan 7. des. - 14. des. nk.

• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán Föstudaginn 7. des. Léttur föstudagur kl. 14:00: Börn með dans-og tónlistaratriði Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/

NÝTT

Forvarnir með næringu

ÓSKAST HJÁLP, HJÁLP ! Þurfum íbúð til leigu strax. Hjón á miðjum aldri, barnlaus, með tryggar tekjur. Uppl. í síma 899 2276.

ÖKUKENNSLA Ökukennsla til almennra ökuréttinda og akstursmat. Aðstoða við enduröflun ökuréttinda. Karl Einar Óskarsson löggiltur ökukennari. S: 847 2514 / 423 7873. Allar upplýsingar á www.arney.is

ÝMISLEGT

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

Carisma snyrtistofa býður upp á allar helstu snyrtimeðferðir litun og plokkun, andlitsböð, fótsnyrtingar ofl. Einnig með gjafakort sem er tilvalið í jólpakkann. Tímapantanir í síma 421-7772

Bryggjubásar - Skemmtilegur markaður í Reykjanesbæ Erum með opið föstud. frá kl. 16 til 20 og vikuna frá 17. des. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 til 18. Skemmtileg markaðsstemmning. Básaleiga s. 666-3938.

AFMÆLI

VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN

m.vf.is Elsku pabbi, afi og lang-afi til hamingju með 70 ára afmælið nk. 11.des, kveðja frá öllum gríslingunum.

Samfélagsstyrkir frá Lionsklúbbi Njarðvíkur L

ionsklúbbur Njarðvíkur hóf formlega sölu á happdrættismiðum í árlegu jólahappdrætti sínu um nýliðna helgi. Við það tækifæri var aðalvinningi happdrættisins komið fyrir í verslunarkjarnanum Krossmóa, en það er Kia Picanto frá K. Steinarssyni í Reykjanesbæ. Hagnaður af þessu árlega happdrætti er ávallt notaður til góðra samfélagsmála. Við þetta tækifæri voru afhentir nokkrir styrkir í góð málefni. Þannig fengu félagsstarf aldraðra í Selinu og á Nesvöllum myndavélar, sem verða notaðar til að mynda félagsstarfið. Þá fengu Brunavarnir Suðurnesja GSM sendi í hjartatæki í sjúkrabíl en sendirinn flytur upplýsingar úr

hjartatækinu beint á bráðamóttöku Landsspítalans og auðveldar þar með greiningu og styttir öll ferli. Lionsklúbbur Njarðvíkur styrkti kaup á sérstökum keppnishjólastól fyrir Arnar Lárusson upp á 400.000 kr. Stóllinn kostar um eina milljón króna og aðrir Lionsklúbbar og fleiri aðilar á Suðurnesjum koma einnig að kaupunum. Þá styrkti klúbburinn Velferðarsjóð Suðurnesja um 200.000 kr. Að endingu fékk Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 50.000 kr. en þrír meðlimir strengjasveitarinnar léku nokkur jólalög við þetta tækifæri.

Styrktarreikningur fyrir nýfædda dóttur með hjartagalla

S

tofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir nýfædda dóttur þeirra Söndru Valsdóttur og Garðars Magnússonar búsett í Reykjanesbæ. Þau eignuðust dóttur þann 26. nóvember síðastliðinn. Dóttirin var skírð Bryndís Hulda en hún er með mjög alvarlegan hjartagalla sem greindist í 20 vikna sónar.

Söndru var strax boði að binda enda á meðgönguna í ljósi alvarleika veikindanna en tók hún það ekki í mál. Bryndís Hulda fór ásamt foreldrum sínum í flug til Svíðþjóðar til þess að fara í stóra hjartaaðgerð þann 28. nóvember þá aðeins tveggja daga gömul. Eins og gefur að skilja þá fylgir þessu mikill

kostnaður fyrir fjölskylduna. Vinir þeirra hafa sett af stað söfnun til að styðja þessa ungu fjölskyldu. Fyrir eiga þau Sandra og Garðar tvö börn, Dagnýju og Rökkva. Allir eru hvattir til að leggja þeim lið á þessum erfiðu tímum. Upplýsingar um reikn og kennitölu kt: 190386-2879 og reikningurinn er 542-14-402847 hjá Íslandsbanka.


29

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,

Guðfinnu Guðmundsdóttur Baugholti 7, Keflavík. Jón Ásmundsson og aðrir aðstandendur.

ATVINNA

Syngja fyrir Velferðarsjóð Suðurnesja í kvöld Jólatónleikar til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja verað í stapanum í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. desember, kl. 20:00. Þar koma fram Eldey kór eldri borgara á Suðurnesjum, Karlakór Keflavíkur, Kór Keflavíkurkirkju, Kvennakór Suðurnesja, Sönghópur Suðurnesja og Söngsveitin Víkingar. Miðaverð á tónleikana er 1000 kr.

n FÍKNIEFNI: RÆKTUN OG NEYSLA

Hvað er eiginlega að gerast hjá okkur?

N

ánast daglega er einhver eða einhverjir teknir af lögreglunni undir áhrifum ólöglegra v ímuefna. Akstur undir áhrifum v ímuefna e ða undir lögaldri, vegna innbrota, skemmdarverka, ræktun og bruggun vímugjafa til sölu o.fl. o.fl. Allt þetta og meira til hefur verulega slæm og oft alvarleg áhrif á fólk sem tengist þessum aðilum. Ef við hefðum ekki svona sterka og öfluga löggæslu hér á Suðurnesjum, þá veit ég ekki hvar við værum. Það væri svakalegt. Svo heldur fólk að ástandið sé að batna hér, nei það er sko aldeilis ekki. Unglingarnir eru svo fastir í því og trúa því að það sé allt í lagi að reykja kannabis og það sé algjörlega skaðlaust, hollt og heilsusamlegt. Þvílík og önnur eins vitleysa og það sem verra er að þau eru mörg hver búin að sannfæra foreldra sína um að það sé í góðu lagi og sumir þeirra eru svo grænir að þau virkilega trúa þeim. Oft er það nú af mikilli meðvirkni og afneitun foreldra/aðstandenda sem slíkt gerist eða þá að foreldrið bara hreinlega tekur þátt í þessu bulli með börnum sínum og vinum þeirra og trúir því að það sé í lagi. Hef ég of oft heyrt um slík dæmi því miður og þykir það sorglegt. En allur þessi fjöldi sem lögreglan er að taka eiga foreldra, systkini og aðra aðstandendur sem þetta

ástand og þeirra hegðun hefur gríðarlega slæm áhrif á, bæði andlega og líkamlega. Þessir einstaklingar, (aðstandendurnir) þurfa því oft mikla aðstoð við að byggja sig upp, losna undan þeirri sjúklegu afneitun og meðvirkni sem af þessu hlýst, þó þau sjái það ekki sjálf. Veikur einstaklingur getur ekki hjálpað öðrum. Það á enginn rétt á að hafa áhrif á, eða stjórna þinni líðan, nema þú sjálfur og þú leyfir það, en það gerist í meðvirkni og afneitun. Vitneskja um eitthvað ólöglegt sem getur skaðað aðra getur haft áhrif á þig. Ekki láta stjórnast af því hvað aðrir eru að gera. Hugsaðu um þig, gerðu eitthvað fyrir þig. Ef þú veist, eða sérð eitthvað, ekki líta í hina áttina og láta sem ekkert sé. Hafðu áhrif og láttu vita, þér líður betur og getur hjálpað við að byggja upp betra samfélag. Til þess að ná betri líðan verður maður að átt a sig á því og viðurkenna að það sé eitthvað að. Eitt af því fyrsta sem þarf nauðsynlega að gera til að koma þér af stað, það er að taka upp símann og hringja, tala um þetta og fá upplýsingar um hvað er í boði og hvar. Það geta margir staðir komið til greina en síminn hjá Lundi forvarnafélagi er 772-5463 og netfangið er Lundur@ mitt.is Eigið góðan dag. Erlingur Jónsson

ATVINNA

Óskum eftir að ráða bifvélavirkja eða mann vanan bílaviðgerðum. Þarf að geta hafið störf sem fyrst

Konukvöld í Svarta pakkhúsinu

Í

kvöld, fimmtudaginn 6. desember, verður haldið konukvöld í Svarta pakkhúsinu frá kl 20:00 til 22:00. Boðið verður upp á léttar veitingar og konfekt. Trúbador sér um ljúfa tóna og einnig sýnir Leikfélag Keflavíkur brot úr jólaleikriti sínu. Þriðji fyndnasti maður Íslands sér um að kitla hláturstaugarnar. Í fremri sal Svarta pakkhússins verða gestalistamenn og konur sem verða með verkin sín til sýnis og sölu. Í innri sal verður að venju frábært úrval af handunnum gjafavörum á góðu verði og í tilefni kvöldsins verðum við með 15% afslátt af öllum vörum í innri sal. Þetta er kjörið tækifæri til að koma og skoða fjölbreytt íslenskt handverk og versla jólagjafir. Það verður nóg um að vera, hugljúft og þægilegt kvöld. Við vonumst til að sjá sem flesta líta við og njóta kvöldsins með okkur, segir í tilkynningu.

Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar auglýsir starf sérkennsluráðgjafa leikskóla, laust til umsóknar. Um er að ræða 50% stöðu og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið Sérkennsluráðgjafi starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og framtíðarstefnu Reykjanesbæjar. Starfið felst meðal annars í að greina sérkennsluvanda nemenda, aðstoða við skipulag sérkennslu, ráðgjöf við foreldra, kennara og starfsfólk leikskóla. Einnig í samskiptum við ýmsar þjónustustofnanir. Menntun og hæfni Leikskólakennari með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum og / eða öðru því sem nýtist í starfi. Reynsla af kennslu í leikskóla. Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð. Góð hæfni í samskiptum og sterk löngun til að ná árangri í starfi. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Gyða M. Arnmundsdóttir deildarstjóri sérfræðiþjónustu s. 4216700 eða 8956050, gyda.m.arnmundsdottir@reykjanesbaer.is Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2012

TILBOÐ Í DESEMBER! Við bjóðum glæsilegt tilboð á vefhýsingum hjá okkur. Kynntu þér áskriftarleiðirnar á www.netsamskipti.is

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið jon@camper.is Umsóknarfrestur er til 15. desember 2012

S: 421-6816

info@netsamskipti.is - www.netsamskipti.is

% 0 3 afsláttur

á nýjum vefhýsingum í desember, sé greitt ár fyrirfram.


30

fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

SPORT

K

nattspyrnudeild Grindavíkur gengur í gegnum mikla endurskipulagninu um þessar mundir. Karlaliðið féll úr efstu deild síðastliðið sumar og við það hafa rekstrarforsendur breyst til muna. Þrátt fyrir það býst Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildarinnar, við að halda nær öllum leikmönnum karlaliðsins á næstu leiktíð. Stefnan er sett á að fara beint upp í efstu deild á nýjan leik. „Það hefur auðvitað mikið breyst hjá okkur og við höfum þurft að endurskipuleggja rekstur okkar frá grunni,“ segir Jónas. „Sú leið sem við höfum ákveðið að fara er að lækka launakostnaðinn um 25% og borga leikmönnum laun í níu mánuði á ári, frá janúar og út september. Ef vel gengur þá munum við verðlauna okkar leikmenn. Þeir leikmenn sem við höfum viljað halda munu vera áfram hjá Grindavík. Leikmenn okkar hafa sýnt mikla tryggð við klúbbinn og það er okkur ómetanlegt. Það eru kannski ekki allir sem gera sér grein fyrir hversu stór rekstur knattspyrnudeildarinnar er. Við erum með veltu upp á annað hundruð milljónir og 20 stöðugildi. Þetta er eitt af 15 stærstu fyrirtækjunum í Grindavík. Það er einnig athyglisvert að barna- og unglingastyrkir frá sveitarfélagi og UEFA duga ekki fyrir launatengdum gjöldum. Við höfum þurft að treysta á stuðning fyrirtækja og velunnara.“ Helgi tekur við kvennaliðinu Það verða ekki bara breytingar hjá karlaliðinu því nýr þjálfari er kominn í brúnna hjá kvennaliðinu. Grindvíkingurinn Helgi Bogason, sem meðal annars þjálfaði karlalið Njarðvíkur um nokkurra ára skeið, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur sem leikur í 1. deildinni. Í kjölfar ráðningar

Efri röð: Bentína Frímannsdóttir, Þórkatla Sif Albertsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Sara Hrund Helgadóttir og Ágústa Jóna Heiðdal skrifuðu undir tveggja ára samning. Í neðri röðinni eru Jónas Þórhallsson, formaður, Helgi Bogason, Guðmundur Pálsson og Petra Rós Ólafsdóttir.

Leikmenn hafa sýnt mikla tryggð Höfum þurft að endurskipuleggja reksturinn frá grunni, segir Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildarinnar hans hafa nokkrir sterkir leikmenn ákveðið að snúa aftur heim. Í síðustu viku skrifuðu þær Bentína Frímannsdóttir, Þórkatla Sif Albertsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Sara Hrund Helgadóttir og Ágústa Jóna Heiðdal undir tveggja ára samning við félagið. „Það eru lykilleikmenn að koma heim eftir að hafa verið að spila hjá

öðrum liðum í efstu deild. Þetta eru allt heimastúlkur og við eigum von á fleirum,“ segir Jónas. „Það er oft þannig að þegar grindvískir leikmenn fara til annarra liða þá sjá þeir hversu gott þeir hafa það heima. Hjá Grindavík er mjög vel hlúð að öllum leikmönnum. Við erum mjög ánægðir með að fá Helga til starfa. Hann er frábær þjálfari og þekkir starfið hjá fé-

laginu mjög vel. Við erum mjög bjartsýnir fyrir hönd kvennaknattspyrnunnar í Grindavík.“ Breyttar áherslur eru hjá Grindvíkingum um þessar mundir. Vel hefur verið hlúð að barna- og unglingastarfi klúbbsins undanfarin ár en nú á að bæta um betur og stórefla starfið. Ægir Viktorsson hefur verið ráðinn í fullt starf sem yfirþjálfari yngri flokka hjá fé-

laginu. Hann mun einnig sjá um öll fræðslumál, dómarastjórn og samskipti við KSÍ. „Við viljum búa til leikmenn sem spila fyrir Grindavík í efstu deild. Við viljum auka gæðin og höfum bætt við þjáfurum. Scott Ramsey er meðal annars kominn í þjálfarateymið hjá okkur og í þessari endurskipulagningu höfum við sýnt mikinn styrk,“ segir Jónas að lokum.

Heimildarmynd um Guðmund Steinarsson

N

ý heimildarmynd um knattspyrnumanninn Guðmund Steinarsson verður forsýnd í Sambíóunum í Keflavík í kvöld. Myndin er eftir Keflvíkinginn Garðar Örn Arnarson og er farið yfir frábæran feril Guðmundar sem er leikja- og markahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi. Guðmundur hefur skorað 100 mörk í 289 leikjum í meistaraflokki en hann hefur leikið nær allan sinn feril hjá Keflavík.

„Ég byrjaði á þessari mynd í mars á þessu ári og upphaflega átti þetta að vera stuttmynd. Þetta verkefni stækkaði aðeins frá upphaflegri hugmynd. Ég tel að Gummi Steinars hafi ekki fengið þá virðingu sem hann á skilið í íslenska knattspyrnuheiminum og fannst hann tilvalið viðfangsefni í heimildarmynd,” segir Garðar Örn. „Ég hóf tökur á myndinni á síðasta ári og boltinn fór svo að rúlla þegar ég hóf samstarf við Stöð2 Sport. Þeir útveguðu mér mikið myndefni og í staðinn munu þeir sýna myndina eftir áramót.“ Garðar Örn útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands í mars síðastliðnum. Hann segir að það hafi verið lítið mál að fá Guðmund til að samþykkja að láta gera heimildarmynd um sig. „Það var ekkert mál. Konan hans segir að hann

kunni ekki að segja nei,“ segir Garðar léttur í bragði. „Í myndinni er farið yfir allan feril Gumma, bæði hæðir og lægðir. Hann er mjög einlægur í viðtölum en ég ræddi einnig við vini, samherja og mótherja. Farið er vel yfir tímabilið 2008 sem er mörgum Keflvíkingum erfitt.“ Garðar Örn vann að mestu myndina einn en fékk aðstoð frá félaga sínum, Davíð Erni Óskarssyni, við lokavinnslu myndarinnar. Myndin kemur út á DVD eftir helgi en þar verður talsvert af aukaefni sem ekki kemur fram í myndinni sjálfri. „Þar má m.a. sjá öll mörk hans með Keflavík á ferlinum. Gummi er búinn að sjá myndina og er mjög sáttur,“ bætti Garðar Örn við. Það er mikið að gera hjá Garðari Erni um þessar mundir og er hann einnig að vinna heimildarmynd um annan íþróttamann af Suðurnesjum, Örlyg Sturluson úr Njarðvík, sem lést langt fyrir aldur fram. Stefnt er að því að myndin komi út 21. maí næstkomandi sem var afmælisdagur Örlygs. „Ég hef unnið þessa mynd í miklu samstarfi við fjölskyldu Örlygs enda viðfangsefnið viðkvæmt. Þú gerir svona mynd bara einu sinni,“ sagði Garðar að lokum.

GS#9 KYNNIR Í SAMSTARFI VIÐ

forsýnd í kvöld í Sambíóunum Guðmundur Steinarsson hefur verið í eldlínunni að undanförnu og verður á risaskjánum í Sambíóunum í kvöld. Að ofan er hann í liðsstjórateymi körfuboltaliðs Keflavíkur B sem lék gegn Njarðvík í vikunni. Þar klæddu þeir félagar sig upp í tilefni dagsins, Guðmundur, Jón Halldór Eðvaldsson og Pétur Pétursson.

arson Eftir Garðar Örn Arn

STYRKTARAÐILAR:


31

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012

SPORT

Goðsagnirnar kjöldregnar

Einar Orri framlengir við Keflavík

E

inar Orri Einarsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík og verður hjá félaginu til ársloka 2015. Samningur Einars gilti til ársins 2014 en hefur nú verið framlengdur. Einar Orri er nýorðinn 23ja ára og hefur leikið með Keflavík allan sinn feril. Hann lék fyrst með meistaraflokki árið 2005 og á að baki 84 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim tvö mörk.

Það voru fjölmargir áhorfendur sem lögðu leið sína í Toyotahöllina síðastliðið mánudagskvöld til að fylgjast með viðureign Keflavík-B og Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Powerade-bikarins. Fjölmargar körfuboltagoðsagnir úr Keflavík léku með B-liðinu í ár sem átti hins vegar lítið erindi í úrvalsdeildarlið Njarðvíkur. Lokatölur urðu 64-130 fyrir Njarðvík. Keflavík-B hafði hins vegar talsverða yfirburði í kílóafjölda.

Keflavíkurstúlkur óstöðvandi „Það gerist ekki mikið betra en að vera taplausar þegar skammt er í jólin,“ segir Birna Valgarðsdóttir, leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Keflavík hefur leikið frábærlega það sem af er vetri og er taplaust í Dominosdeild kvenna. Keflavík hefur unnið alla sína leiki í vetur og hefur sex stiga forystu á toppnum. „Ég bjóst kannski ekki við svona góðu gengi og átti von á því að við yrðum í toppbaráttunni. Liðsheildin hefur verið frábær hjá okkur og það vita allir sitt hlutverk í liðinu. Okkar helsti styrkleiki í vetur hefur verið vörnin sem hefur verið mjög stöðug. Við eigum ennþá talsvert inni og getum bætt okkur mikið sóknarlega. Það kemur þegar það líður á tímabilið,“ segir Birna. Ke f l av í k g e r ð i g ó ð a f e r ð í Stykkishólm um síðustu helgi þegar liðið lagði Snæfell af velli, 70-74. Þessi tvö lið hafa leikið hvað best í vetur og er Keflavík nú komið í vænlega stöðu á toppnum. „Það var mjög ljúft að fara heim með sigur eftir þessa löngu bílferð,“ segir Birna. „Pressan eykst á okkur með hverjum leik og það bíða allir eftir því að við töpum okkar fyrsta leik. Það hvetur okkur áfram og við vitum að það er enginn auðveldur leikur í þessari deild.“ Það er óhætt að segja að ungu stelpurnar hafi stigið upp hjá Keflavík í ár. Yngri flokka starf félagsins er að skila upp mörgum frábærum leikmönnum sem nú þegar eru meðal betri leikmanna liðsins. „Ungu stelpurnar eru ótrúlega góðar og það koma upp frábærar stelpur á hverju ári. Þetta á bara eftir að verða betra á næstu árum og þá get ég hætt með góðri samvisku,“ segir Birna og hlær. Næsti leikur liðsins er næstkomandi laugardag þegar liðið tekur á móti Val í Toyotahöllinni.

Krakkaskák.is

Hér er ansi fallegt mát sem átti sér stað árið 1910 í Vínarborg á milli Réti og Tartakover. Þeir voru báðir meðal sterkustu skákmanna í heimi á sínum tíma. Þetta mát heitir einfaldlega Réti mát og kom upp úr afbrigði sem heitir Caro - cann vörn eða afbrigði fátæka mannsins eins og það er stundum kallað. Það er einungis búið að leika nokkrum byrjunarleikjum út og hvítur mátar svartan nú í þremur leikjum. Og skákin tók því aðeins tólf leiki sem er afar sjaldgæft á milli svo sterkra skákmanna. Lausn: 1.Dd8+ Kxd8 2.Bg5+ Kc7 3.Bd8#

Stofnað 1976

Uppskeruhátíð 2012 Fram koma:

6. desember 21:30 Ráin, Hafnargötu Miðaverð: 1.000.-

Bjartmar Guðlaugsson

Elíza Newman Gálan

Húsið opnar kl. 21:00 og tónleikarnir hefjast kl. 21:30

Diskar og fleira á sérlegu tilboðsverði

Eldar

Hrafnar

Klassart


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540

Fimmtudagurinn 6. desember 2012 • 48. tölublað • 33. árgangur

Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting

FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR

Dagbók níunnar

G

Stálu eldsneyti af sjúkrabílnum E

ldsneyti var stolið af sjúkrabíl í Reykjanesbæ í síðustu viku. Bifreiðin stóð á bílastæði við slökkvistöðina í Reykjanesbæ þegar óprúttnir aðilar í skjóli nætur tóku nær allt eldsneytið af bílnum. Þegar eldsneyti er stolið af neyðarbílum getur það haft mjög alvarlegar afleyðingar þegar til neyðartilfella kemur og viðkomandi útkallstæki er nánast eldneytislaust. Umræddur sjúkrabíll er notaður sem varasjúkrabíll þegar aðrir bílar BS eru í útkalli. Það gerist reglulega að allir sjúkrabílar svæðisins eru uppteknir og þá þarf að grípa til varabílsins. Á undanförnum vikum hefur borið á því að eldsneyti sé stolið af bílum og er skemmst að minnast elds-

voða við Iðavelli þegar verið var að dæla eldsneyti af bíl með þeim afleiðingum að eldur varð laus og mikið tjón hlaust af. „Þessir þjófnaðir virðast vera farir að færast á annað stig, þegar svo er komið að eldsneyti er stolið af neyðarbílum slökkviliðsins. Ég veit ekki hvort að þeir sem leggjast svo lágt geri sér grein fyrir því að útkallið gæti eins verið til þeirra, eða þeirra ættingja sem og annara bæjarbúa,“ segir Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Jón vill að endingu hvetja þá sem verða varir við eitthvað óeðlilegt athæfi að hafa samband við lögreglu þannig að hægt verði að stemma stigu við þessum ófögnuði sem þessir þjófnaðir eru.

angan í Litla skólann á Skólaveginum var ekki löng. Við Ragnheiður vorum samferða flesta morgna frá gatnamótum Klapparstígs og Túngötu. Hálfa leið upp Suðurgötuna. Oftar en ekki töfðumst við á leiðinni. Níu ára krakkar eru oft annars hugar. Einkunnabókin mín segir þrisvar sinnum of seint. Stafsetning og lestur í góðu lagi. Fjórða spjald undirritað af Sigurbjörgu Halldórsdóttur. Reikningur slakur og leikfimi í meðallagi. Sundtímarnir ekki á óskalistanum. Þorði ekki fyrstu árin. Svakalega vatnshræddur. Harkaði af mér um sumarið á sundnámskeiði hjá Guðmundi Óskari. Í fylgd mömmu. Sápustykkið afhent úr bogalöguðu búri sundhallarinnar. Ilmaðaði hreint út sagt vel. Ljósblátt.

Ö

kumaður bif reiðarinnar Ö-6840, gulur Fiat, hefur

í dag kl. 07.40 á Hraunsvegi við hús númer 4, gerst brotlegur gegn ákvæðum umferðarlaga, um stöðu og stöðvun ökutækja. Lagt öfugt miðað við akstursstefnu. Vegna framangreinds brots ber að greiða sekt að upphæð nýkr. 110.- í ríkissjóð. Undir þetta ritar lögreglumaður annaðhvort nr. 6 eða 13, Jóhannes Jensson. Fyrsta umferðarlagabrotið staðreynd. Nítján ára námsmaður átti ekki þennan pening. Ég hlýt að hafa verið annars hugar að leggja svona. Ástin óútreiknanleg. Þori ekki að segja pabba frá þessari vitleysu. Sumarhýran rýrnar. Andskotinn!

B

örnin nýorðin þrjú og ekki úr vegi fyrir fjölskylduna að stækka heimilið. Í bígerð að kaupa nýbyggt raðhús í Lágmóanum, í hjarta Njarðvíkur. Bæjarfélagið fagnar 50 ára afmæli og von er á forsetanum í tilefni hátíðarhaldanna. Eins og það væri ekki nóg. Hjá ungum og hraustum manni á tuttugasta og níunda ári kraumaði krafturinn undir niðri. Vildi ólmur breyta ímynd Verslunarmanna-

félagsins. Kjörin og félagsaðildin ónóg. Bauð mig fram til formanns. Jói Geirdal keppinauturinn. Taldi að viss stöðnun hefði átt sér stað og nýtt fólk yrði að koma til svo að störf félagsins breyttust, þau yrðu persónulegri. Lagði aðaláherslu á að bæta samskiptamál félagsins. Laut í lægra haldi.

T

ími tilkominn að flytja aftur til Keflavíkur. Í Háaleitið. Sumarið eitt það erfiðasta í lífinu. Missti bæði atvinnu og móður í sama mánuði. Heimurinn hrundi í einni svipan og sálarlífið stóð á brauðfótum. Á öllum sviðum. Þrjátíu og níu ára og dapur. Ómetanleg hjálp og samheldni í fjölskyldu og vinum. Sá ljósið að nýju. Allt í nýju ljósi. Ný verkefni komu upp í hendurnar. Fullviss um að öllu væri stýrt að handan. Umvafinn kærleika og hlýju. Í Jesú nafni.

F

immtudagurinn 6. desember. Fjörtíu og níu ára gamall í dag. Auðmýkt efst í huga. Best að skrifa eitthvað í dagbókina.

FRÉTTAVAKT VF Í SÍMA 898 222

Fagleg, traust og persónuleg þjónusta

Erum mætt aftur!

VIÐ ÞÖKKUM SUÐURNESJAMÖNNUM FYRIR GÓÐA MÓTTÖKUR VIÐ OPNUN APÓTEKS SUÐURNESJA Við höfum ákveðið að láta öll tilboð gilda til áramóta

20% afsláttur á Now vítamínum 15% afsláttur á Nikótínlyfjum Lágt lyfjaverð og góð þjónusta

Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Apótek Suðurnesja er opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.