Víkurfréttir
Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
Tökum að okkur allt
prentverk og hönnun! Upplýsingar í síma 421 0000
Auglýsingasíminn er 421 0001
vf.is
Fimmtudag urinn 2. FEBRÚAR 2012 • 5. tölubl að • 33. árgangur
Þriggja milljarða fiskeldi
OFNAR
F
yrsta skóflustungan að nýrri fiskeldisstöð við hlið Reykjanesvirkjunar verður tekin um miðjan mánuðinn. Framkvæmdir við stöðina kosta um 3 milljarða króna en gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi stöðvarinnar verði tilbúinn í haust. Nú er unnið að frágangi byggingarnefndarteikninga og allar skipulagssamþykktir liggja fyrir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir samstarf bæjarins, Stolt Seafarms og HS Orku með miklum ágætum.
14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011
Fuglavík 18, Reykjanesbæ Sími 421 1090 Opið virka daga kl. 8-18
Íbúum fjölgaði um 25%
spennandi uknattleikir
Margar stærðir Vottuð vara Hagstætt verð
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Í
ehf.
Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17
to.
kosti með gen.
endur vænn er ari
búum fjölgar mest á Suðurnesjum á árunum 20042010. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands en íbúafjöldinn fór úr 17.090 íbúum árið 2004 í 21.359 íbúa Þetta nemur 25% fjölgun íbúa á svæðinu á þessu 6 ára tímabili sem er það mesta á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgar íbúum næst mest eða um 18% en Suðurland kemur þar næst á eftir með 10% fjölgun. Íbúum á Vestfjörðum fækkar um 4% og á Norðurlandi vestra fækkar íbúum um heil 18%. Á Félagarnir Axel, Róbert og Óðinn tóku á móti ljósmyndara Víkurfrétta framan við Iðndal 2 í Vogum nú landsvísu fjölgar íbúum um 8%. í vikunni. Þar eru til húsa bæjarskrifstofur sveitarfélagsins, afgreiðsla Landsbankans, póstafgreiðsla, Fjöldi nemenda í grunnskólum bensínstöð og svo matvöruverslun, sem nú hefur verið lokað. Þeir fá því ekki bland í poka félagarnir eykst einnig mest hér á svæðinu allan nema að það sé keypt utan sveitarfélagsins. Víkurfréttamynd: HilmarOpið Bragi Bárðarson en fjölgun nemur 10%. Á öllum sólarhringinn öðrum stöðum á landinu fækkar ›› Einu matvöruversluninni í Vogum lokað: nemendum í grunnskóla nema á höfuðborgarsvæðinu en þar fjölgar grunnskólanemendum um 6% á árunum 2004-2010. Sem dæmi þá fjölgar yngstu nemendunum í grunnskóla mest hér á Suðurnesjum, en nemendum í 1. bekk fjölgaði búar í Vogum þurfa að sé lokuð tímabundið. Beðist tali viðMVíkurfréttir, vonast til um 20% frá 2004-2010 en orgunv ferli sem sækja mjólk, brauð og aðra sé velvirðingar á ónæðinu sem þess að það erverslunin sé höfuðborgarsvæðið státar aðmatseð ðarÞað er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. KR að eigast viðÞá í undantíma þettaog kann valda. er bent í núna taki stuttan út fyrir bæjar-Keflavík ill því talseins af sömu tölum. Ef litið er nauðsynjavöru Aðeins úrslitum yngstu Icelandnemendana Express-deildar karla eftir í körfuknattleik og staðanáí að viðureign er 2:2.veiti verður áhugi í b á i því í bænum frekariliðanna upplýsingar mörkin að einu matvöruá til fjölgunar Subwayer oð Fitjum verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu Reykjavík ekki minni ERGOSpennan lögmennerog gefið upp að taka við rekstri verslunar í verslun bæjarins varí lokað nú í kvöld. á Oddaleikur landsvísu þá eru Suðurnesin Keflavíkur í kvennaboltanum. er staðan reyndar bæjarfélaginu ef fyrri eigendur þeirra.orðin 2:0 á dögunum. Nú blasir við til-Þar símanúmer þarí úrslitaviðureign langt fyrir ofan meðaltal enog Njarðvíkur fyrir Keflavíkfjölgar eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið AÍslandsmeistarar Sigrún tladóttir, forseti halda ekki áfram starfseminni. í útidyrum verslunar- Inga nemendum aðeins um kynning sigri á allt. Njarðvíkurstúlkum í Keflavík kvöld, föstudagskvöld. bæjarstjórnarVF-mynd: Voga, segirHBB í saminnar sem segir annað að verslunin 3%kvenna ef horftmeð er á landið
Vogamenn þurfa að sækja Fitjum mjólk og -brauð út fyrir bæinn N sjá nánar á bls. 23 TM
ÝT T
Í
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND
Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946
| www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |
rðarbraut 13 @heklakef.is
Easy ÞvoTTaEfni
Easy MýkingarEfni
aloE vEra
2l
2
FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
›› Suðurnes:
Faglærðum leikskólakennurum fjölgar töluvert á Suðurnesjum
S
kólaskýrsla fyrir árið 2011 kom út á dögunum en þar eru birtar tölulegar upplýsingar um skólamál á Íslandi. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað. Í skýrslunni kemur margt forvitnilegt í ljós og Suðurnesin standa vel að vígi. Þegar horft er til fjölda starfsmanna við uppeldis- og menntunarstörf á leikskólum á Suðurnesjum þá hefur starfsmönnum fjölgað um 52 á milli áranna 2006 og 2010. Menntuðum leikskólakennurum hefur fjölgað um 34, eða frá 79 í 113 og jafnframt hefur þá ófaglærðum starfsmönnum fækkað um 4 á þessu tímabili. Starfsmenn með annars konar uppeldismenntun voru 27 árið 2010 en einungis 5 árið 2006,
Magnús Þórarinn Daníelsson
þar er því um töluverða breytingu að ræða. Til samanburðar má nefna það að á Vestfjörðum fækkaði faglærðum leikskólakennurum um 1 á þessu sama tímabili. Í Reykjavík fækkaði lærðum leikskólakennurum um 10. Á árunum 2006-2010 fjölgaði leikskólabörnum á Suðurnesjum um 247 og það sem ennfremur vekur athygli er að frá árinu 1998 hefur börnum á leikskólaaldri fjölgað um 60%, eða frá 837 börnum árið 1998, til 1.340 barna árið 2010. Hvergi á landinu er aukningin sambærileg nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem leikskólabörnum fjölgaði um 65% frá 1998. Skýrsluna vann Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hagog upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Einar G. Gunnarsson
›› Hallgrímur SI-77 fórst:
Taldir af eftir sjóslys við Noreg
rír menn eru taldir af eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 sökk úti fyrir ströndum Noregs í síðustu viku. Tveir þessara manna, Magnús Daníelsson og Gísli Garðarsson, eru Suðurnesjamenn en sá þriðji frá Reykjavík. Fjórir menn voru á skipinu sem verið var að ferja frá Íslandi til Noregs. Fjórða manninum var bjargað úr sjónum eftir að hafa verið þar í þrjár og hálfa klukkustund. Hann var fluttur á sjúkrahús í Álasundi í Noregi en er kominn heim til Íslands.
Nöfn þeirra sem eru taldir af: Magnús Þórarinn Daníelsson, Mávatjörn 17, Reykjanesbæ, fæddur árið 1947. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn. Magnús var skipstjóri Hallgríms SI-77. Gísli Garðarsson, Vatnsholti 26, Reykjanesbæ fæddur árið 1949. Hann lætur eftir sig eiginkonu. Einar G. Gunnarsson, Logafold 29, Reykjavík, fæddur 1944. Hann lætur eftir sig eiginkonu, fjórar uppkomnar dætur og eitt barnabarn.
Fræðast um Neyðarlínuna 112
U
ndanfarna mánuði hafa starfsmenn Ne yðarlínu heimsótt nemendur 8. og 9. bekkjar á höfuðborgarsvæðinu en þessa dagana er komið að nemendum Reykjanesbæjar. Starfsmenn Neyðarlínu - EINN EINN TVEIR hafa verð að kynna neyðarnúmerið skólum á Suðurnesjum í síðustu og þessari viku. Þar er farið yfir hvenær rétt er að hringja og hvernig best er að bera
Frábær upplifun í Carnegie Hall
R
ósalind Gísladóttir, óperusöngkona og söngkennari við Tónlistarskóla Grindavíkur, sem nýverið sigraði í söngkeppninni Barry Alexander International Vocal Competition (BAVIC), söng um helgina í hinu víðfræga tónlistarhúsi Carnegie Hall í New York. Rósalind sagði í samtali við RÚV að þetta hefði verið frábær upplifun. Hún stefnir að því að komast lengra í óperuheiminum en segir samkeppnina harða. Tónleikahaldarar voru ánægðir með Rósalind.
Fjórtán spila golf í Finnlandi
V
Gísli Garðarsson
Þ
›› FRÉTTIR ‹‹
sig að þegar hringt er þannig að allar upplýsingar séu sem bestar svo hægt sé að aðstoða á sem bestan hátt. Kynningar munu halda áfram í þessari og næstu viku. Nú fer senn að líða að EINN EINN TVEIR deginum og þemað verður neyðarnúmerið 112, því er mikilvægt að almenningur sé sem best upplýstur þegar eitthvað gerist og það þarf aðstoð hvort sem er við slys eða veikindi.
inabæjamót í íþróttum fer fram í 39. sinn nú í ár og að þessu sinni verður keppt í golfi í Kerava í Finnlandi 25. júní. Undirbúningur er hafinn hjá Reykjanesbæ og er stefnt að því að sjö stúlkur og sjö drengir á aldrinum 14 –16 ára frá Golfklúbbi Suðurnesja taki þátt í mótinu. Undirbúningur hjá GS hófst síðasta haust. Gunnar Þórarinsson og Anna Pála Magnúsdóttir verða fulltrúar íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar á mótinu.
638.343 gestir í íþróttamannvirki
A
lls komu 638.343 gestir í íþróttamannvirki Reykjanesbæjar á síðasta ári en voru 598.110 árið 2010. Flestir komu í Sundmiðstöðina eða um 131.000 gestir.
Tvær milljónir farþega
F
lugfarþegum fjölgaði á öllum stærstu flugvöllum á Norðurlöndunum á síðasta ári, hvergi þó meira í prósentum talið en á Keflavíkurflugvelli, þar sem fjölgun farþega nam tæpum 18%. Á Keflavíkurflugvelli voru farþegar rúmlega tvær milljónir og fjölgaði þeim um 17,9 %. Flestir lögðu leið sína um Kastrup í Kaupmannahöfn, eða 23 milljónir farþega. En þar var aukningin aftur á móti minnst. Þetta kemur fram á vefsíðunni túristi.is.
Ættfræðifundur fellur niður
Æ
ttfræðifundurinn á bókasafninu í Keflavík fellur niður þriðjudaginn 7. febrúar 2012.
›› vf.is ‹‹
Ð
3
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012
Íslenska Gámafélagið þakkar íbúum Suðurnesja innilega fyrir 30 ára samstarf um heimilissorp ...
áður Njarðtak
... en við erum hvergi nærri hætt!
Áfram munum við veita íbúum, fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum góða, örugga og árangurs ríka þjónustu, eins og undanfarna þrjá áratugi.
Íslenska Gámafélagið var valið fyrirtæki ársins 2010 & 2011 og hlaut Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins árið 2009. Alls starfa 15 starfsmenn hjá okkur á Suðurnesjum og munum áfram veita atvinnu á svæðinu og styðja við íþrótta og æskulýðsmál.
ÍSLENSKA GÁMAFÉLAGIÐ 577 5757 www.gamur.is gamur@gamur.is Sogin á Reykjanesi
ÍSLENSKA
4 markhonnun.is
FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
nautamínútusteik fersk
30 % afsláttur
Kræsingar & kostakjör
2.449
kr/kg áður 3.498 kr/kg
góður matur lambafile
ferskt með fitu
3.365kr/kg
makrílflök með roði
l
r
1.498kr/kg
áður 3.698 kr/kg
léttsaltaður
þorskhnakki
bláskel
frá hrísey
blámar
1.689kr/kg
999kr/pk.
áður 1.898 kr/kg
áður 1.298 kr/pk.
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes - Egilsstaðir
x
5
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012
nautapottréttur
25 % afsláttur
ferskur
1.499
kr/kg áður 1.998 kr/kg
í skammdeginu lúðusteikur
þorskbitar
2.579kr/kg
798kr/pk.
áður 2.898
áður 998 kr/pk.
x-tra
hvítlauksbrauð 175 g
95kr/stk. áður 119 kr/stk.
ódýrt fyrir heimlið 800g
perur
50 % afsláttur
120kr/kg áður 239 kr/kg
Tilboðin gilda 02. - 05. febrúar eða meðan birgðir endast
Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
roð og beinl.
6
FIMMTUdagurinn 26. 2. FEBRúar janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Leiðari Víkurfrétta
vf.is
Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Mjólkurleysi og íbúafjölgun H
vergi fjölgar íbúum meira en á Suðurnesjum en fjölgunin nemur 25% á sex árum, 2004 til 2010. Á sama tíma heldur fólk áfram að flytja frá Vestfjörðum. Þar er næg atvinna en að sama skapi ekki hér á Suðurnesjum nú um stundir. Svolítið öfugsnúið. Fjöldi nemenda í grunnskólum hefur einnig fjölgað mest hér á Suðurnesjum yfir allt landið eða um 10%. Aðstaða til skólahalds er til fyrirmyndar í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum, margir nýir skólar eða gamlir verið stækkaðir og endurbyggðir á síðasta áratug og því auðveldlega hægt að taka við fjölgun nemenda. Dökka hliðin á allri þessari fjölgun er þó sú að á sama tíma og mikil fjölgun hefur orðið hefur ástand í atvinnumálum versnað gríðarlega mikið eftir kreppu. Þessi fjölgun kemur því tímabundið illa fyrir sveitarfélögin. Minni tekjur bæjarbúa þýða minni útsvarsgreiðslur til sveitarfélaganna og meira atvinnu-
leysi þýðir líka að auknar byrðir lenda á sveitarfélögunum. Kannski ástæðan fyrir því að forráðamenn Reykjanesbæjar eru hættir að fagna fjölguninni á skiltinu flotta sem var við Reykjanesbraut. Hluti af fjölgun í Reykjanesbæ eru nýbúar á gamla varnarsvæðinu, nú Ásbrú. Þar búa aðallega nemendur sem skila litlum tekjum til bæjarins en nýta sér margvíslega þjónustu hans. Hér hefur orðið kostnaðaraukning fyrir Reykjanesbæ sem ríkið hefur ekki mætt eins og rætt var um þegar ákveðið var að breyta gamla Vellinum í skólabæ. Hér er alls ekki verið að tala niður til þessa fólks, síður en svo, það mun skila sínu til samfélagsins á margvíslegan hátt þegar það hafa lokið sínu námi og ekki vildum við hafa gamla varnarsvæðið með tómum byggingum. Þessir íbúar nota líka verslun og þjónustu á svæðinu sem er gott. Við vorum með Kanann í rúma hálfa öld og hingað fluttu margir til að starfa þar. Þegar Kaninn fór var besta björgunarráðið í
PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI
margvíslegu tilliti að gera hersvæðið að skólabæ var því lofað af ríkinu að hjálpa til í því efni. Ríkið lofaði líka að hjálpa til við að finna rúmlega eitt þúsund manns sem misstu atvinnu sína hjá Varnarliðinu ný störf. Við þetta tvennt hefur ekki verið staðið. Það er miður. Það má þó ekki gera lítið úr því að það samfélag sem er að verða til á Ásbrú hefur skapað störf fyrir marga bæjarbúa í Reykjanesbæ sem skilar skatttekjum í bæjarsjóð. Það er sérstakt ástand sem íbúar í sveitarfélaginu Vogum á Vatnsleysuströnd búa við. Þeir geta ekki farið út í búð í sveitarfélaginu og keypt helstu nauðsynjavörur eins og mjólk og brauð því verslunin sem þar hefur verið starfrækt hefur lokað. Um ellefu hundruð íbúar þurfa því að kaupa sínar helstu nauðsynjar í öðrum bæjarfélögum. Í Vogum hefur orðið mikil íbúafjölgun á síðasta áratug en þeir þurfa að sækja margvíslega þjónustu
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 9. febrúar 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Í Njarðvíkurskóla hefur umhverfismennt og umhverfismál skipað stóran sess í skólastarfinu. Meginmarkmið með umhverfismennt er að auka þekkingu og virðingu nemenda fyrir umhverfi sínu og skapa jákvætt viðhorf nemenda og starfsmanna til umhverfismála.
Njarðvíkurskóli í 70 ár N
jarðvíkurskóli var stofnaður árið 1942 og höldum við því upp á 70 ára afmæli skólans nú í ár með ýmsum hætti. Hafinn er undirbúningur að þemadögum í byrjun maí sem verða í tengslum við afmæli skólans. Búið er að fá leikstjóra til að setja upp leiksýningu með elstu nemendum skólans vegna afmælisársins og verður einnig unnið með nemendum á miðstigi í leikrænni tjáningu og hópefli. Skólablaðið Njörður hefur komið út á hverju ári frá árinu 1962 og verður blaðið í ár veglegra vegna afmælisárs Njarðvíkurskóla og fimmtíu ára útgáfuárs blaðsins. Í ritstjórn eru nemendur á unglingastigi undir handleiðslu kennara. Einkunnarorð Njarðvíkurskóla eru menntun og mannrækt. Skólinn leggur áherslu á lestrarnám á öllum stigum. Lestrarfærni og lesskilningur er undirstaða í öllu námi og í ár hefur aukin áhersla verið lögð á að efla lestur og lestrarkennslu í öllum árgöngum. Hefur í því sambandi verið útbúin lestrarstefna sem á að stuðla að því að gera lestrarnámið markvissara. Við gerum ráð fyrir að þjálfunin sé sameiginlegt verkefni skóla og heimilis og áherslur eiga að taka mið af stöðu nemandans hverju sinni. Skimanir eru notaðar til að meta stöðuna og til að taka ákvarðanir um framhaldið. Nú þegar greinum við miklar framfarir hjá
nemendum sem tengja má beint við aukna þjálfun í lestri bæði heima og í skóla. Í Njarðvíkurskóla hefur umhverfismennt og umhverfismál skipað stóran sess í skólastarfinu. Meginmarkmið með umhverfismennt er að auka þekkingu og virðingu nemenda fyrir umhverfi sínu og skapa jákvætt viðhorf nemenda og starfsmanna til umhverfismála. Skólinn er umhverfisvænn og státar af Grænfánanum frá árinu 2007 en hann er viðurkenning Landverndar. Á tveggja ára fresti þarf að endurnýja umsókn um fánann og er þá gerð úttekt á umhverfisstefnu skólans og framkvæmd hennar. Skólinn fékk Grænfánann afhentan í annað sinn í febrúar 2010 og stefnir að því að fá hann aftur nú í vor. Í skólanum er starfandi umhverfisnefnd sem samanstendur af nemendum, kennurum, foreldrum og öðru starfsfólki skólans. Gerðar hafa verið áætlanir um aðgerðir og markmið í umhverfismálum og umhverfissáttmáli settur fram. Einnig er staða umhverfismála metin, þannig að stöðugt eftirlit og endurmat er í gangi ár hvert. Okkur finnst mikilvægt að viðhalda fyrri stefnu og erum stolt af þeirri vinnu sem hér hefur verið unnin. Að auki er ætlunin að gera umhverfisvernd og markmið Njarðvíkurskóla í umhverfismálum sýnilegri í grenndarsamfélaginu. Næsta skref í þessum
efnum er að tengja saman óhefðbundið nám og nærumhverfi með því að taka svæði í Grænásnum, Barnalund, í fóstur. Njarðvíkurskóli og leikskólinn Gimli hafa
unnið saman að ýmsum sameiginlegum verkefnum og því var tilvalið að þessir tveir skólar leituðu til umhverfissviðs Reykjanesbæjar síðastliðið vor og óskuðu eftir því að fá þetta svæði til að hugsa um og efla frekara nám í umhverfismennt. Tekið var vel í þá beiðni og verkefnið styrkt af Skólaþróunarsjóði Reykjanesbæjar. Þetta svæði er áhugavert skólaþróunarverkefni sem snertir útinám og kennslu, þar sem börn geta lært, upplifað og leikið. Svæðið eflir útikennslu í skólanum og styrkir tengsl barna við náttúruna. Það mun opna nýja möguleika í kennslu í öllum námsgreinum, sem og fjölga kennsluleiðum, auka fjölbreytileika og stækka kennslurýmið. Nú fer fram undirbúningsvinna innan skólans en á vordögum byrjum við að nota
svæðið til útikennslu. Árið 1990 gróðursetti Vigdís Finnbogadóttir fyrstu trjáplönturnar í Barnalund ásamt nemendum frá Gimli. Það er því afar kært að fá tækifæri til að vinna þetta verkefni í samvinnu við leikskólann Gimli. Njarðvíkurskóli vinnur eftir heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun (PBS) sem er aðferð til að skapa gott andrúmsloft í skólanum ásamt því að tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni. Starfsfólk gefur jákvæðri hegðun gaum með markvissum hætti og samræmir viðbrögð gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun. Viðhorf okkar fullorðnu til nemenda breytist þegar athyglin skal vera á því jákvæða í fari og hegðun hvers og eins og börnin læra að virða leikreglur þess samfélags sem skólinn er. Með því að fá nemendur til að haga sér á viðeigandi hátt þá næst frekar að kveikja hjá þeim þann áhuga sem þarf til að ná árangri í námi. Skólinn á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af virðingu, ábyrgð og vinsemd. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Guðný Björg Karlsdóttir, aðstoðarskólastjóri.
7
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012
›› MSS með nám fyrir leiðsögumenn sem geta útskrifast í vor:
Enga mjólk eða brauð er að hafa í verslun í Vogum og þurfa íbúar því að sækja nauðsynjar annað. út fyrir bæjarfélagið. Ef þeir vilja fá þjónustu í bæjarfélagið, þó ekki væri nema þá allra nauðsynlegustu eins og matvöruverslun, þá verða þeir að skipta við hana. Í þessu sambandi er hægt að vísa þessari ábendingu til bæjarbúa í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Ef við viljum hafa þjónustu þá verðum við að nýta hana á staðnum, hvort sem það eru kaup á mjólk, fatnaði eða annarri nauðsynjavöru. Hljóðið í verslunareigendum í Reykjanesbæ hefur þyngst að undanförnu því verslun hefur færst í nokkrum flokkum til höfuðborgarsvæðisins og til útlanda. Sama gæti gerst þar og í Vogum ef við beinum okkar viðskiptum ekki til verslunar og þjónustu í okkar bæjarfélagi.
Mikil aukning ferðamanna í sumar - fleiri störf
M
ikil hefur verið talað um fjölgun ferðamanna og allar spár segja að metár verði í fjölda þeirra. Spurning er hvað Suðurnesjamenn ætla sér stóran hluta af kökunni og reyni að fá ferðamenn til að dvelja og nota þá þjónustu sem boðið er upp á hér á svæðinu. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hyggst fara af stað með Svæðisbundið leiðsögunám um Reykjanes í febrúar og að sögn Guðjónínu Sæmundsdóttur forstöðumanns MSS munu þátttakendur útskrifast í vor og geta farið strax að vinna sem leiðsögumenn. Það er nauðsynlegt að hér á svæðinu sé mikil þekking sem hægt er að miðla til gesta okkar og er það ein af undirstöðum þess að svæðið fái ferðamenn til að dvelja hér. Námið er unnið í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi sem metur námið.
Síðast var Svæðisbundið leiðsögunám um Reykjanes kennt á árunum 2004 – 2005 og í þeim hópi var m.a. Rannveig Garðarsdóttir, Nanný, en hún hefur verið mjög öflug við að fara með hópa um Reykjannesið eftir útskrift og staðið fyrir mörgum skemmtilegum og fróðlegum ferðum um svæðið. „Ég útskrifaðist sem svæðisleiðsögumaður árið 2005 eftir mjög skemmtilegt nám hjá MSS, þar kynntist ég góðu fólki sem hafði sama áhuga og ég á að kynnast sínu nánasta umhverfi betur og ekki síður fannst mér ánægjulegt að kynnast kennurunum sem voru afbragðs góðir og áhugasamir. Þegar ég byrjaði í leiðsögunáminu hafði ég ekkert í farteskinu sem ég hélt að ég þyrfti að hafa sem leiðsögumaður nema áhugann á náttúru svæðisins og útivist. Allra síst hafði mér dottið í hug að ég
Ekki í eigu banka
R
anghermt var í frétt í síðasta blaði að skip sem Vísir hf. í Grindavík var að kaupa hafi verið í eigu banka. Það var í eigu útgerðarfélags í Eyjum og leiðréttist það hér með.
Fór ekki á flakk
H
ljóðnemi sem lýst var eftir á vef Víkurfrétta og sagður á flakki um Suðurnes fór alls ekki á flakk og er fundinn, rykfallinn og í fínu ástandi.
gæti talað fyrir framan stóra hópa af fólki. Í náminu var áhugi minn vakinn á ótrúlegustu atriðum varðandi svæðið t.d jarðfræði, landamörkum, grafskriftum og rúnasteinum. Þjálfun í að tala fyrir framan fólk var stór hluti af náminu og ótrúlegt en satt þá tókst með ágætum að venja mig við það. Með þetta nám upp á vasann opnast mörg tækifæri, hægt er að sérhæfa sig í ýmsum greinum eða áhugaefnum eins og gönguferðum, rútuferðum, svæðum eða því sem fólk hefur áhuga á. Einnig má bæta við sig Meiraprófi eða nýju tungumáli og þá opnast enn aðrir möguleikar. Ég hef starfað við leiðsögn síðan ég útskrifaðist árið 2005 og hef ennþá sömu ánægjuna af starfinu. Ég nýti mér starfið sem aukavinnu og sérhæfði mig í gönguleiðsögn og býð upp á vikulegar gönguferðir um Reykjanes á sumrin. Einnig hef ég unnið við leiðsögn í rútuferðum, verið leiðbeinandi á námskeiðum í ferðaþjónustu, staðið fyrir sagnakvöldum í kirkjum á svæðinu og ýmislegt fleira. Mín tilfinning er sú að ferðaþjónusta á þessu svæði sé eins og óplægður akur, að það séu gríðarlega mörg tækifæri sem felast í henni og auðvelt að búa sér til atvinnu með leiðsögupróf upp á vasann. Ég tel að þörfin fyrir menntaða leiðsögumenn um Reykjanes sé mikil. Leiðsögunámið er því mjög hagnýtt nám og býður upp á mörg atvinnutækifæri þar sem
Rannveig Lilja Garðarsdóttir mikill skortur hefur verið á fagmenntuðum leiðsögumönnum í dagsferðir um Reykjanes yfir sumartímann, meðal annars vegna aukinnar flugumferðar til landsins. Sem dæmi þá munu ellefu flugfélög fljúga reglulega til landsins í sumar og tel ég að það sé hægt að bjóða farþegum upp á stuttar rútu- eða gönguferðir um svæðið og einnig hefur aukist fjöldi skemmtiferðaskipa í Reykjavíkurhöfn. Námið er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa sem leiðsögumenn á Reykjanesi, það nýtist einnig vel þeim sem starfa nú þegar í greininni m.a. starfsfólki ferðaskrifstofa, upplýsingamiðstöðva, hópferðafyrirtækja, gestamóttöku hótela o.s.frv. Ég mæli hiklaust með náminu og hvet alla þá sem hafa áhuga á ferðaþjónustu og langar að skapa sér nýjan starfsvettvang að skrá sig í námið,“ segir Nanný að lokum. Umsóknarfrestur í námið er til 13. febrúar og kennsla hefst mánudaginn 20. febrúar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má finna á www.mss.is eða hjá Hjörleifi Hannessyni í síma 421 7500.
Sjónmælingar eru okkar fag Pantaðu þér fría sjónmælingu hjá okkur í síma 421 3811
Jóna Ragnarsdóttir sjónfræðingur við störf í Optical Studio
8
FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
FYRIRLESTUR um Gunnar Gunnarsson Fyrirlestur um Gunnar Gunnarsson, rithöfund, í Álfagerði í Vogum, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 20. Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur, fjallar um ævi Gunnars og verk. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir! Gunnar Gunnarsson var einn af áhrifamestu rithöfundum Íslendinga á tuttugustu öld. Fjallað verður um rithöfundarferil hans, tengslin við heimalöndin tvö, Ísland og Danmörku og vikið að einkalífi skáldsins. Fyrirlesturinn er hluti af verkefninu Kynning á bókmenntaarfinum sem almenningsbókasöfnin á Suðurnesjum standa saman að. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.
›› Haustak hreinsar yfir 3000 tonn af salti:
Fisksalt endurnýtt sem hálkuvarnarsalt Þ egar bæjaryfirvöld í Grindavík gerðu athugasemdir við að fisksalti sem búið var að nota var sturtað í sjóinn þá voru góð ráð dýr. Eftir töluverð heilabrot fannst afbragðs gott ráð sem byggir á því að endurnota saltið til hálkuvarna og slá þannig tvær flugur í einu höggi; leysa upphaflega vandamálið varðandi förgun og auk heldur að skapa umtalsverðar tekjur í kassann! Iðnaðarráðuneytið greinir frá þessu á vef sínum undir vefhlutanum „Hækkandi sól - ein góð frétt á dag“. Fyrirtækið Haustak í Grindavík hreinsar yfir 3.000 tonn af fisksalti sem gegnt hefur hlutverki sínu og selur sem hálkuvarnarsalt og efni til rykbindingar. Tilraunir og þróun vegna þessarar endurvinnslu hafa
staðið í tvö ár og smiðaðar hafa verið þar til gerðar vélar til að hreinsa alla fiskbita úr saltinu. Ábatinn af þessu verkefni er margþættur. Auk þess að skapa atvinnu þá fylgir því umtalsverður gjaldeyrissparnaður að endurnýta fisksaltið sem annars hefði verið fargað. Þá fær Vegagerðin úrvals hálkuvarnarsalt og rykbindingarefni á hagstæðara verði en ella. Haustak er í eigu útgerðarfélaganna Vísis og Þorbjarnar í Grindavík. Auk salthreinsunarinnar vinnur fyrirtækið m.a. að því að þurrka þorskhausa. Endurnýting fisksaltsins er eitt af þeim 16 verkefnum sem fengu styrk úr vaxtarsamningi Suðurnesja í desember.
AUGLÝSING
SKIPULAGS- OG MATSLÝSINGAR FYRIR AÐALSKIPULAGSBREYTINGU Sveitarfélaginu Vogum vegna athafnasvæðis Keilisnesi
Í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Sveitarfélagið Vogar hér með kynningu á skipulagsog matslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 vegna áforma um matvæla- og líftækniklasa á svæðinu við Keilisnes í landi Flekkuvíkur og Kálfatjarnar á Vatnsleysuströnd. Lýsingin er sett fram í greinargerð og má nálgast hana á heimasíðu sveitarfélagsins www.vogar.is. Hún liggur einnig frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Iðndal 2, 190 Vogum. Meðan á kynningu lýsingarinnar stendur gefst almenningi kostur á að koma með athugasemdir eða ábendingar og þurfa þær að berast eigi síðar en 17. febrúar 2012 til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum. Vogum, 27. janúar 2012. F.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
G
uðlaugur H. Sigurjónsson er 42 ára, þriggja barna faðir, giftur Önnu Maríu Sigurðardóttur kennslustjóra hjá Keili. Guðlaugur starfar sem framkvæmdastjóri Umhverfisog skipulagssviðs hjá Reykjanesbæ og hefur gert frá árinu 2008. „ Ég hef mikinn áhuga á líkamsrækt, og reyni að stunda hana eins vel og ég get. Segi svo bara eins og fegurðardísirnar, hef mikinn áhuga á útivist, ferðalögum, tónlist og menningu. Svo hef ég mjög gaman af starfi mínu sem er mjög áhugavert og tímafrekt.“ Guðlaugur segist vera nokkuð liðtækur í eldhúsinu. Hann hefur mjög gaman af matargerð og sérstaklega þegar að kemur af því að prófa eitthvað nýtt. Jói fel er í miklu uppáhaldi hjá Guðlaugi, og horfir hann á hvern einasta þátt eins og allir í fjölskyldunni. „Fjölskyldan veit þá yfirleitt hvað er í matinn helgina eftir,“ segir Guðlaugur léttur í bragði. Guðlaugur segist njóta þeirra forréttinda að fá að elda allan „sparimat“ heima hjá sér, og hann eldi t.d. alltaf um helgar. Hann er duglegur við grilla allan ársins hring. „Þannig mat hef ég yfirleitt á föstudögum og laugardögum, en svo á sunnudögum er tiltekt í ísskápnum, þá er oft svokallaðar kreppusúpur og réttir td. eins og Pollo con Pils þar sem hægt er að nota næstum hvað sem er í þann rétt. Ísskápurinn er því hreinsaður af því sem til er eftir helgina og ekkert fer til spillis. Guðlaugur deilir hér réttinum Pollo com Pils með lesendum Víkurfrétta og um leið viljum við benda fólki sem hefur gaman af matreiðslu og vill deila skemmtilegri uppskrift með lesendum Víkurfrétta að hafa samband á
Í eldhúsinu
UMSJÓN EYÞÓR SÆMUNDSSON
vf@vf.is. Einnig má koma með ábendingar á aðra sem eru liðtækir í eldhúsinu. Uppskrift: 16 kjúklingaleggir (2 pakkar) 6 hvítlauksgeirar - fínt saxaðið Ólífuolía til steikingar Grænmeti til steikingar Gulrætur Rauðlaukur Paprika engifer
Allt (flest) það grænmeti sem til er í ísskápnum og hentar til steikingar má nota. (td. allt rótargrænmeti)
Grænmeti svissað og steikt á pönnunni, síðan tekið til hliðar. Fínt saxaður hvítlaukur steiktur up úr olíu þar til hann verður "gullinn". Kjúllinn húðflettur og steiktur upp úr hvítlauknum og ólífuolíunni. Grænmetinu sem áður var steikt á pönnunni bætt við og síðan hellt yfir 1,5 - 2 dósir ( 0,5 l) af pilsner og látið malla í 30 min. Með þessu sætar kartöflur,soðnar og skornar í teninga, kryddað með basillikku. Meðlæti er spínat, rucola og fetasostur. Vel hægt að útbúa góða sósu með soðinu með því að „þykkja það upp“.
9
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012
Landsbankinn lækkar vexti á bílasamningum Landsbankinn kynnir hagstæð kjör á óverðtryggðum bílasamningum. Vextir lækka í 8,50% og eru fastir fyrstu 36 mánuðina. Það þýðir að greiðslur eru fastar fyrstu 3 ár samningstímans.
» Fastir 8,50% vextir fyrstu 36 mánuðina » Hámarkslánstími er 7 ár að frádregnum aldri bíls » Lánshlutfall allt að 70%
Þessir vextir gilda aðeins til 24. febrúar.
» Engin stimpil- eða þinglýsingargjöld
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Skilmála og nánari upplýsingar má finna á landsbankinn.is eða hjá Bíla- og tækja�ármögnun Landsbankans í Sigtúni 42.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4800
10
FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Ítrekuð útköll að sama húsinu vegna foks
›› Reykjanesbær:
Starfar þú hjá fjölskylduvænu fyrirtæki? B
Í
fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar er kveðið á um að árlega skuli veittar viðurkenningar til fjölskylduvænna fyrirtækja í Reykjanesbæ. Með því vill Reykjanesbær hvetja stjórnendur fyrirtækja til að setja sér fjölskyldustefnu. Þetta er í tíunda sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar og hafa fjölmörg fyrirtæki þegar hlotið nafnbótina "fjölskylduvænt fyrirtæki". Í blaðinu í dag er auglýst eftir t i lnef ningum f rá STARFSMÖNNUM fyrirtækja sem telja sinn vinnustað fjölskylduvænan. Rökstuðningur og fjölskyldustefna fyrirtækisins þarf að fylgja. Sé fyrirtækið sem þú vinnur hjá
fjölskylduvænt, en ekki með formlega fjölskyldustefnu, er tekið við tilnefningu með rökstuðningi og í framhaldinu boðin aðstoð við gerð fjölskyldustefnu. Viðurkenningar verða veittar á degi um málefni fjölskyldunnar sem haldinn verður þann 25. febrúar nk. í Íþróttaakademíunni. Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir 9. febrúar til Fjölskylduog félagssviðs Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ, merktar FJÖLSKYLDUVÆN FYRIRTÆKI. Einnig má senda tilnefningar með netpósti á netfangið fjolskyldan@reykjanesbaer.is. Félagsmálastjóri
jörgunarsveitin Ægir í Garði var kölluð út fyrir síðustu helgi til að festa niður þakjárn á gömlu íbúðarhúsi í Garði. Björgunarsveitin hefur ítrekað farið í útköll að þessu húsi á síðustu vikum og mánuðum þar sem þakjárn hefur verið að losna. Það var lögreglan á Suðurnesjum sem óskaði eftir aðstoð björgunarsveitarinnar en íbúar í nágrenni við húsið voru einnig búnir að vera í sambandi við björgunarsveitina af ótta við að þakjárn myndi fara að fjúka og valda tjóni í nágrenninu.
n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000
Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222
S
vona á nýju ári er mörgum u m hu g a ð u m a ð b æ t a heilsu sína með ýmsum leiðum en næstu vikurnar mun ég miðla til ykkar heilsutengdum fróðleik sem gæti nýst ykkur í að efla heilsu ykkar. Við getum haft svo mikil áhrif á líðan og heilsu okkar ef við erum að fá fjölbreytta og holla næringu daglega ásamt reglulegri hreyfingu. Það eru þessir grunnþættir sem er svo mikilvægt að hafa sem hluta af okkar lífsstíl og eru undirstaða góðrar heilsu. Við vitum nú til dags að í fæðunni okkar er að finna fjölmörg virk efni sem hafa fyrirbyggjandi áhrif gegn ýmsum sjúkdómum og með þetta í huga ættum við því að reyna temja okkur hollar matarvenjur og vanda valið þegar kemur að því að velja matinn sem fer ofan í okkur. Þar sem morgunmaturinn kemur okkur af stað inn í daginn langar mig í þetta
skiptið að deila með ykkur uppskrift að góðum morgunhristing sem er sneisafullur af góðri næringu. Þessi hristingur gefur okkur t.d. prótein, trefjar, vítamín og andoxunarefni og hollar omega 3 fitusýrur. Einnig hægt að nota rís/möndlumjólk og avokadó í staðinn fyrir mjólkurvörur ef vill og bæta við t.d. chia fræjum, kókósflögum, banana, kanildufti o.fl. Prófið ykkur áfram með nýjar og hollari fæðutegundir sem gefa líkamanum fjölbreytta næringu. Morgunhristingur 400 ml vatn 5 msk grísk jógúrt 1 b frosin ber ½ b frosið mangó 1 msk hveitikím 1 msk hörfræolía Smá vanilluduft Allt sett í blandara og bæta vatni ef þörf. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
Skattamál
AÐALFUNDUR
Fróðleiksfundur á Suðurnesjum
Verður haldinn fimmtudaginn 9. febrúar kl. 20:00 í Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15, Njarðvík
10. feb. | kl. 9 -11 | Krossmóa 4, Reykjanesbæ
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál.
á hverju ári eru fjöldi skattalagabreytinga sem snerta fólk og fyrirtæki. á þessum fróðleiksfundi verða helstu breytingarnar kynntar auk þess sem handbók kPmG um skattamál verður dreift.
Gestur fundarins: Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður. Stjórnin
kpmg.is
Dagskrá fróðleiksfundarins Reykjavík Borgartúni 27 sími: 545 6000
Reykjanesbær krossmóum 4 sími: 421 8330
Skatta- og lögfræ
Helstu skattalagabreytingar árið 2011 Alexander G. Eðvardsson, KPMG Akureyri glerárgötu 24 sími: 461 6500
Borgarnes Bjarnarbraut 8 sími: 433 7550
Egilsstaðir fagradalsbraut 11 sími: 470 6500
Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur
ðiSvið
Skattabæklingur 2012
Sauðárkrókur Borgarmýri 1 sími: 455 6500
Upplýsingar um skattamál einstaklinga og rekstrarað ila 2011 / 2012
Selfoss austurvegi 4 sími: 480 6500
kpmg.is
Skagaströnd oddagötu 22 sími: 452 2990
Virðisaukaskattur - hvað fer helst úrskeiðis Soffía Eydís Björgvinsdóttir, KPMG www.kpmg.is
Í bæklingi þessum koma fram fyrirtækja eða einstaklinga. almennar upplýsingar og meginreglur. Í honum er ekki lýst Enginn ætti að grípa aðstæðum sínum aðstæðum tiltekinna til aðgerða á grundvelli eða leita faglegrar þessara upplýsinga aðstoðar um það nema tengja þær tilvik sem um ræðir. © 2012 kPMg ehf., íslenski aðilinn að kPMg international samvinnufélagi. allur Cooperative (“kPMg réttur áskilinn. Nafn international“), svissnesku og kennimark kPMg eru vörumerki kPMg KPMG Iceland international Cooperative.
Hvernig er stjórnun í þínu fyrirtæki? Halla Björg Evans, KPMG
Skráning og frekari upplýsingar um fróðleiksfundinn er að finna á kpmg.is
kpmg.is
Borgartúni 27 105 Reykjavík T: +354 545 6000 E: tax@kpmg.is
www.kpmg.is
This booklet is intended to offer the user brief general information The information provided is not intended of interest and does to replace or serve where KPMG is not cover special permitted to practice as substitute for cases. any legal (in those law), accounting, service. You should jurisdictions tax, or other professional consult with a KPMG advice, consultation, professional in the professional area. or respective legal, Based on specific accounting, tax, facts or circumstances or other , the application © 2012 KPMG ehf., of laws and regulations an Icelandic limited may vary. liability partnership independent member and a member firm firms affiliated with of the KPMG network KPMG International entity. all rights reserved. of Cooperative (“KPMG International”), a Swiss Printed in Iceland.
Tax
Icelandic Tax Facts 2012 In-depth Informatio n on the Icelandic Tax System kpmg.is
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001
11
DAGSVERK / 0212
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012
Sumarstörf 2012 Airport Associates óskar eftir að ráða fjölmarga einstaklinga í fjölbreytt og skemmtileg störf í alþjóðlegu starfsumhverfi á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða hluta- og heilsdagsstörf þar sem unnið er á vöktum. Einnig bjóðum við kvöldvinnu eingöngu. Umsækjendur þurfa í sumum tilfellum að sækja undirbúningsnámskeið áður en til starfa kemur. Umsækjendur þurfa að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, hafa ríka þjónustulund, vera stundvísir og agaðir í starfi en jafnframt sveigjanlegir. Reynsla á sviði flugafgreiðslu er kostur. Hægt er að sækja um störfin á vefsíðu fyrirtækisins
www.airportassociates.com
Eftirtalin störf eru í boði: Farþega- og farangursþjónusta Innritun, byrðing og ýmis þjónusta við farþega. Tölvukunnátta, góð tungumálakunnátta og stúdentspróf eða sambærilega menntun æskileg. Lágmarksaldur 20 ár.
Flugvélaþrif Ökuréttindi, enskukunnátta. Lágmarksaldur 18 ár.
Fraktþjónusta Ökuréttindi, tölvukunnátta,enskukunnátta, vinnuvélaréttindi æskileg. Lágmarksaldur 18 ár.
Hlaðdeild Ökuréttindi, enskukunnátta, vinnuvélaréttindi æskileg. Lágmarksaldur 18 ár.
Hleðslueftirlit Starfið felur meðal annars í sér gerð hleðsluskráa, þjónstu við áhafnir og samræmingu gagna frá öðrum deildum. Tölvukunnátta, góð enskukunnátta, stúdentspróf eða sambærileg menntun. Lágmarksaldur 20 ár.
Starfsemi Airport Associates tekur til allrar þjónustu við farþegaog fraktflugvélar svo sem hleðslu flugvéla sem og annarar þjónustu á flughlaði, farþegainnritunar, hleðslueftirlits og alls þess er lítur að flugvélaafgreiðslu. Meðal viðskiptavina okkar eru: Delta Airlines, easyJet, Primera, Airberlin, Germanwings, Norwegian, Transavia, FlyNiki, Bluebird Cargo, UPS og fleiri félög.
12
FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
& atvinnulíf Umsjón: Hilmar Bragi Bárðarson / hilmar@vf.is
Með 5 leikskóla og 130 starfsmenn - og Heilsustefnan í hávegum höfð Skólar ehf.
Fyrirtækið var stofnað árið 2000 af feðgunum Pétri Guðmundssyni og Guðmundi Péturssyni. Kjarnastarfssemi fyrirtækisins er skólarekstur og reka Skólar fimm leikskóla í dag en tveir þeirra eru á Suðurnesjum, annar í Grindavík og hinn á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hjá fyrirtækinu starfa í dag allt að 130 starfsmenn og þar af eru 97 í 100% stöðugildi. Leikskólar Skóla ehf. eru Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík, Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi, Heilsuleikskólinn Hamravellir í Hafnarfriði, Heilsuleikskólinn Háaleiti í Reykjanesbæ og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Guðmundur Pétursson og eru aðalskrifstofur Skóla ehf. á Ásbrú en fyrirtækið er einnig með skrifstofu á Höfðabakka 9 í Reykjavík. Hugmyndin fæðist Þegar fyrirtækið var stofnað í upphafi undir nafninu R.V. Ráðgjöf - verktaka ehf., þá voru þar tvær deildir, skóla- og ráðgjafardeild sem einnig var í aðstöðustjórnun. Tildrög þess að stofnuð var skóladeild hjá fyrirtækinu var sú að Pétur heimsótti MOA, Markaðsog atvinnumálaskrifstofu Suðurnesja, sem þá var starfandi fyrir Suðurnesin í Reykjanesbæ, með þá hugmynd að byggja og reka lítinn leikskóla í Grindavík. Á þessum tíma vantaði sárlega leikskólapláss í Grindavík og í framhaldi sendi Pétur, með aðstoð MOA, inn bréf til Grindavíkurbæjar þar sem þessi hugmynd var viðruð. Bæjaryfirvöld í Grindavík tóku vel í hugmyndina og gerðu í raun enn betur. Hún var útfærð í það sem mörg sveitafélög eru að gera í dag og er þetta orðinn góður valkostur fyrir sveitarfélög þegar kemur að rekstri leikskóla. Þess má geta að
Hádegisverður á leikskólanum Háaleiti á Ásbrú í Reykjanessbæ
Frá leikskólanum Króki í Grindavík Grindavíkurbær var eitt af fyrstu sveitarfélögunum á landinu til að fara í svona framsækið verkefni og hafa önnur fylgt í kjölfarið. Grindavíkurbær bauð út rekstur á fjögurra deilda leikskóla í framhaldinu og urðu R.V. Ráðgjöf – verktaka ehf. hlutskarpastir og hóf fyrirtækið rekstur á leikskólanum Krók þann 5. febrúar 2001. Með áherslu á frjálsan leik og heilsueflingu „Ákveðið var strax í upphafi að leggja áherslu á frjálsan leik og heilsueflingu undir kjörorðinu „heilbrigð sál í hraustum líkama“. Í leit okkar að markvissum leiðum til að vinna að þessum hugmyndum okkar, þá kynntumst við starfsháttum á Heilsuleikskólanum Urðarhóli og ákváðum að kynna okkur nánar starfsaðferðir
Frá leikskólanum Háaleiti á Ásbrú í Reykjanessbæ
Heilsustefnunnar sem þar er í hávegum höfð,“ segir Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri Skóla ehf. Markvisst unnið að því að undirbúa og aðlaga okkur að heilsustefnunni „Haustið 2002 keyptum við afnotarétt að Heilsubók barnsins sem að leikskólakennarar á Urðarhóli sömdu og var unnið markvisst að því að undirbúa og aðlaga okkur að Heilsustefnunni. Þann 5. nóvember 2003 var leikskólinn Krókur formlega vígður sem Heilsuleikskóli að viðstöddum heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra og fleiri góðum gestum við hátíðlega athöfn. Síðan þá höfum við rekið leikskólann Krók við góðan orðstír,“ segir Guðmundur. Í janúar 2006 var fyrirtækið ÍAV Þjónusta stofnað og hefur ráðgjafardeildin fært sig þangað og er Guðmundur Pétursson jafnframt framkvæmdastjóri þess fyrirtækis. Guðmundur er reyndar nýlega tekinn við framkvæmdastjórn Skóla ehf. af Pétri syni sínum sem er sestur á skólabekk að nema guðfræði. Skerpt á hlutverki fyrirtækisins Nafni fyrirtækisins var breytt árið 2006 úr R.V. Ráðgjöf - verktaka ehf. yfir í Skólar ehf. til að skerpa á hlutverki fyrirtækisins. Það sama ár tók fyrirtækið þátt í útboði á leikskólanum Kór í Kópavogi. „Þetta var nýr sex deilda leikskóli og í því útboði urðum við hlutskarpastir og hófum við rekstur
leikskólans þann 1. júní 2006. Jafnframt var Unnur Stefánsdóttir ráðin sem framkvæmdastjóri skólasviðs en henni var ætlað að leiða þessa framrás hjá fyrirtækinu. Unnur var hugmyndasmiður og frumkvöðull Heilsustefnunnar á Íslandi og var skólastjóri Skólatraðar (síðar Urðarhóls) þar sem Heilsustefnan var mótuð“. Unnur lést síðasta haust af völdum krabbameins en Guðmundur segir að nafni hennar verði haldið á lofti og áfram verði unnið eftir þeirri stefnu sem hún hafi þróað í um tvo áratugi. Ólöf Kristín Sívertsen hefur tekið við keflinu af Unni og mun hún, ásamt öðru fagfólki Skóla, vinna ötullega að þeirri stefnu fyrirtækisins að auka veg Heilsustefnunnar og fjölga heilsuskólum á Íslandi. Reynt að gera betur við starfsfólkið Sé litið til rekstrarformsins segir Guðmundur að Skólar ehf. séu í raun að gera nákvæmlega það sama og sveitarfélögin en í einkarekstri sé frjálsræðið þó að aðeins meira og reynt sé að gera betur við starfsfólkið innan þess ramma sem einkareknum leikskólum sé skapaður. Það kostar það sama að hafa börn á einkareknum leikskóla og þeim sem sveitarfélagið rekur. Leikskólagjaldið, sem foreldrar greiða með hverju barni, er líka bara toppurinn á ísjakanum, ef svo má að orði komast, því það lætur nærri að kostnaður við hvert barn
á leikskóla sé nálægt einni milljón króna á ári og þaugjöld sem foreldrar greiða fyrir fulla vistun séu ekki nema þriðjungur af þeim kostnaði. Það sem upp á vanti sé greitt af viðkomandi sveitarfélagi. Frá því að fyrirtækið var stofnað hafa eigendur þess verið að byggja undir stoðir til að geta farið í framrás í skólarekstri. Í dag eru stoðirnar traustar og er unnið í litlum og öruggum skrefum í átt að þessari framrás. Varðandi frekari útrás Skóla ehf. segir Guðmundur að nú sé beðið svara við útboði á rekstri leikskóla í Vestmannaeyjum. Þá hafi möguleiki á að setja upp heilsuleikskóla í Sandgerði verið skoðaður en þau mál verið sett á ís í upphafi kreppunnar. Þá eru Skólar ehf. að vinna að þróunarverkefninu „Vitund, virkni og vellíðan“ með tveimur skólum í Eistlandi og Lettlandi til þriggja ára með styrk frá Nordplus (norrænu menntaáætluninni) en verkefnið felst í að þróa heilsustefnunámskrá fyrir grunnskólastigið. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er jafnframt orðinn þátttakandi í verkefninu. Í náinni framtíð er ætlunin að skoða með rekstur grunnskóla á Íslandi og telur Guðmundur að Skólar ehf. geti verið tilbúnir í það verkefni eftir tvö ár.
Frá leikskólanum Króki í Grindavík
13
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012
Þeir leikskólar sem Skólar ehf. reka eru:
›› Ellert Grétarsson og Oddgeir Karlsson taka höndum saman:
Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík sem tók til starfa 5. febrúar 2001. Leikskólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára. Það eru fjórar leikstofur á leikskólanum og geta 105 börn dvalið þar samtímis. Krókur er 684,7 m2 að stærð. Skólinn var vígður sem Heilsuleikskóli 5. nóvember 2003. Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi sem tók til starfa 1. júní 2006. Leikskólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára. Það eru sex leikstofur á leikskólanum og geta 124 börn dvalið þar samtímis. Kór er 842 m2 að stærð. Skólinn var vígður sem Heilsuleikskóli 1. desember 2008. Heilsuleikskólinn Hamravellir í Hafnarfirði tók til starfa 1. júní 2008. Leikskólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára. Það eru fimm leikstofur á leikskólanum og geta 120 börn dvalið þar samtímis. Hamravellir er 725,5 m2 og laus útistofa er 120 m2 að stærð. Skólinn var vígður sem Heilsuleikskóli 1. desember 2008. Heilsuleikskólinn Háaleiti í Reykjanesbæ sem tók til starfa 1. september 2008. Leikskólinn er fyrir börn frá 22 mánaða aldri til 6 ára. Það eru þrjár leikstofur á leikskólanum og geta 80 börn dvalið þar samtímis. Háaleiti er 1090 m2 að stærð. Skólinn var vígður sem Heilsuleikskóli 11. júní 2010. –Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík sem tók til starfa 1. desember 2008. Leikskólinn er fyrir börn frá 9 mánaða aldri til 3 ára. Það eru tvær leikstofur á leikskólanum og geta 48 börn dvalið þar samtímis. Ársól er 419 m2. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bæta við tveimur deildum í framtíðinni. Skólinn er að þróa viðmið Heilsustefnunar fyrir börn á þessum aldri, í samvinnu við Samtök heilsuleikskóla, og fær að öllum líkindum vígslu sem Heilsuleikskóli árið 2012. Byggingar skólanna eru annað hvort í eigu sveitarfélaga eða fasteignafélaga.
Ellert Grétarsson og Oddgeir Karlsson taka höndum saman og halda námskeið í stafrænni ljósmyndun.
Lærðu á DSLR myndavélina þína
L
jósmyndararnir Ellert Grétarsson og Oddgeir Karlsson ætla að bjóða ljósmyndaáhugafólki á Suðurnesjum upp á námskeið nú í febrúar fyrir þá sem vilja læra betur á myndavélarnar sínar og kunna betur skil á grunvallaratriðum stafrænnar ljósmyndunar. Þeir félagar eru Suðurnesjamönnum vel kunnir, Ellert fyrir framúrskarandi náttúrumyndir sínar og Oddgeir sem hefur rekið ljósmyndastofu sína við góðan orðstír um árabil. Um er að ræða þriggja tíma kvöldnámskeið sem fara fram á Ljósmyndastofu Oddgeirs að Borgarvegi 8 í Njarðvík. Þátttaka verður takmörkuð við einungis 8 manns
á hvert námskeið svo hægt verði að sinna betur þörfum hvers þátttakanda. Fyrsta námskeiðið fer fram 14. febrúar fyrir eigendur DSLR myndavéla sem vilja læra betur á vélarnar sínar og nýta möguleika þeirra. Útskýrð verða helstu tæknileg atriði og áhrif þeirra á lýsingu myndar. Einnig verður farið lauslega í ýmis praktísk atriði ljósmyndunar. Fullbókað er á námskeiðið 14. febrúar en skráning er hafin á það næsta sem verður haldið 15. febrúar. Þriðjudaginn 21. febrúar verður svo boðið upp á námskeiðið „Taktu betri myndir“. Námskeiðið hentar mjög vel fyrir þá sem hafa lært
betur á myndavélina sína og aðra sem vilja fræðast meira um ljósmyndun. Farið verður í praktísk atriði ljósmyndunar og nálgun á mismunandi viðfangsefni t.d. landslags- og náttúrumyndatökur, barna- og fjölskyldumyndatökur ásamt öðru hagnýtu og fróðlegu. Fleiri námskeiðum verður bætt við verði eftirspurn næg. Fleiri námskeið verða í boði í mars, s.s. í myndvinnslu, og verða þau kynnt nánar þegar nær dregur. Þátttökugald er kr. 4,500. Hægt er að skrá sig á Ljósmyndastofu Oddgeirs í síma 421 6556 eða ok@mitt. is eða elg@elg.is
14
FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Arges PRO og DIY
fyrir handlagna
Rafhlöðuborvél með höggi, HDA2544
17.900,-
Slípirokkur HDA 436 1050w
Rafmagnsborvél, HDA 310
7.990,-
12.990,Rafhlöðuborvél /skrúfvél HDD 3213 18V DIY
8.990,-
Slípirokkur HDD432 800W 125mm DIY
4.790,-
HDD1106 580W stingsög DIY
4.690,-
Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir,
Kristín Sigurvinsdóttir, Framnesvegi 15, Keflavík lést á Landspítalanum Fossvogi, miðvikudaginn 25. janúar. Útför verður frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 3. febrúar kl. 13:00
Hreinn Steinþórsson, Sigurvin Hreinsson, Steinþór Hreinsson, Jóhann Hreinsson, Jóhanna Karlsdóttir, barnabörn.
Ágústa K. Jónsdóttir, Elísabet Kristinsdóttir, Þorgerður Halldórsdóttir,
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu,
Bjarkeyjar Sigurðardóttur, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 16. janúar sl.
Páll Sveinsson, Unnur Pálsdóttir, Gylfi Pálsson, Guðlaug M. Pálsdóttir, og barnabörn.
Delia Neri, Gunnar Stefánsson,
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurður Björn Jónsson, Kirkjuvegi 14 Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 20. janúar 2012. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Jón Sævar Sigurðsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Anna Sigga Húnadóttir, Kristinn Sævar Magnússon, Mikael Orri Emilsson,
Ólöf Hafdís Gunnarsdóttir, Magnús Kristinsson, Emil Helgi Valsson, Sigurður Sindri Magnússon, Tómas Aron Emilsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Valgeir Ólafur Helgason, Reykjanesvegi 12, Njarðvík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 27. janúar, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 6. febrúar kl. 14:00
Júlíus H. Valgeirsson, Ásgerður Þorgeirsdóttir, Guðrún Bergmann Valgeirsdóttir, Sigfús R. Eysteinsson, Leifur Gunnlaugsson, Erla Valgeirsdóttir, Guðni Grétarsson, Einar Valgeirsson, Unnur M. Magnadóttir, Susan A. Wilson, barnabörn og barnabarnabörn.
›› Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar í Vogum skrifar:
Undirskriftarlisti vegna lokunar deildar á Suðurvöllum S íðastliðna mánuði hafa nokkrir bæjarbúar safnað undirskriftum gegn því að hætt verði að taka inn börn á leikskólann Suðurvelli sem eru yngri en 2 ára og yngstu deildinni lokað í kjölfarið. Bæjarfulltrúar hafa átt ágætar samræður við forsvarsmenn undirskriftarlistans og fengið gagnlegar athugasemdir. Við tókum mið af þeim athugasemdum og því var frestað að loka yngstu deildinni þar til árgangur 2007, sem er sérstaklega fjölmennur, fer í grunnskóla (það er sumarið 2013). Þá losna óvenju mörg pláss og því verða biðlistar eftir plássi styttri. Á síðasta ári auglýstum við eftir dagmæðrum í sveitarfélagið og því miður hefur sú auglýsing ekki borið árangur. Með því að fresta lokununni gefst meiri tími til að finna einstaklinga sem vilja starfa sem dagforeldrar í sveitarfélaginu. Við höfum hlotið mikla gagnrýni vegna þess að við viljum ekki draga þessa ákvörðun til baka. Rök okkar eru þau að í bæjarstjórn var á sínum tíma alger samstaða um ákvörðunina, málið var einnig kynnt
í fræðslunefnd á sínum tíma, án athugasemda. Í nágrannasveitarfélögum eru leikskólarnir að öllu jöfnu ekki að taka inn börn yngri en 2 ára og umönnun svo ungra barna er að mínu mati ekki síður vel sinnt í því persónulega umhverfi sem dagforeldrar geta boðið upp á. Með þessum skrifum er ég ekki að gagnrýna undirskriftarlistann og geri ekki athugasemdir við að söfnuninni sé haldið áfram þrátt fyrir að bæjarstjórn hafi komið til móts við kröfur hópsins. Það er réttur bæjarbúa að safna undirskriftum og ef næg þátttaka verður þannig að farið verður í íbúakosningu, þá verður það að sjálfsögðu gert. Ég vona að við getum fengið dagmæður í okkar góða sveitarfélag áður en til lokunarinnar kemur. Ef það markmið næst ekki er sjálfsagt að skoða málið aftur. Ég vil að lokum nota tækifærið og minna á að sveitarfélagið leitar eftir dagforeldrum í sveitarfélagið og bið alla sem hafa áhuga á slíku starfi að setja sig í samband við félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga. Með vinsemd, Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum
›› Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður skrifar:
Orkunýting og atvinnusköpun í héraði S kynsamleg og sjálfbær orkunýting er ein helsta aflvél nýsköpunar í atvinnuháttum. Endurnýjanlegar orkulindir eru sóknarfæri okkar og sérstaða sem þjóðar, til þess fá nauðsynlega erlenda fjárfestingu inn í landið. Umræða um orkumál og nýtingu auðlindanna fellur hins vegar oft í grafir hefðbundinna stjórnmáladeilna málaflokknum til trafala. Því er brýnt að skapa breiða samstöðu um nýtingu orkunnar og hvaða kostir eru í kortunum og hverju er brýnast að breyta í okkar lagaumhverfi. Þar skiptir rammaáætlun um vernd og nýtingu orkukosta öllu máli. Áætlunin er nú fyrir þinginu og mikilvægt að hún sé afgreidd þaðan hratt og vel. Þá þarf að liggja skýrt fyrir að þegar teknar verða ákvarðanir um nýja raforkuframleiðslu þá verði skilgreindur hluti orkunnar nýttur í héraði. Hvort sem um ræðir Suðurland, Suðurnes eða Norðurland. Slík uppbygging mun fjölga störfum og hækka launastig og er nauðsynleg viðbót í flóruna sem er fyrir.
Fjárfestingarkostirnir Til að varpa ljósi á þá fjölmörgu kosti sem við búum yfir í orkunýtingu og nýfjárfestingum er gagnlegt að fara yfir svið þeirra verkefna sem stjórnvöld undir forystu iðnaðarráðherra vinna nú að. Til að undirstrika stærðirnar sem um ræðir má nefna, að fjármálaráðuneytið metur það svo í þjóðhagsspá sinni að stækkun álversins í Straumsvík og bygging álversins í Helguvík muni auka landsframleiðsluna um 4,2% að raungildi og kosta yfir 400 milljarða króna á tímabilinu 20092015. Þá mun gagnaver Verne Holding og Kísilverksmiðjan í Helguvík skapa nokkur hundruð störf til lengri tíma litið og enn fleiri á uppbyggingartíma. Mestu skiptir að
eftir situr öflugra atvinnulíf sem grundvallast á fleiri stoðum en fyrrum. Stærsta einstaka verkefnið er álver Norðuráls í Helguvík. Gerðardómur kvað upp úr um að samningar um orkusölu til verkefnisins skyldu standa. Eru því jákvæðar horfur um að þetta stærsta einstaka atvinnuverkefni gangi eftir og framkvæmdir við það haldi áfram. Græn orkustefna Ákvarðanir sem við tökum á næstunni um nýtingu á orku fallvatna og jarðvarma skipta miklu máli við að ákvarða lífskjör og efnalega stöðu landsins í bráð og lengd. Þess vegna þarf að móta heildstæða orkustefnu og er sú vinna langt komin og verður rædd í þinginu á næstunni. Orkuvinnsla er nýting á takmörkuðum gæðum og því þarf að vanda til vals og verka í því ferli frá upphafi til framkvæmda. Brýnt er að leggja mikla áherslu á grænu stoðina undir hagkerfinu sem meðal annars felst í hátækniiðnaði og endurnýjanlegum orkulindum. Gott dæmi um það er nýhafin bygging verksmiðju Carbon Recycling International við Svartsengi en þar verður útblæstri jarðvarmavera og álvera breytt í eldsneytið metanól. Merkilegt verkefni sem er leiðandi á heimsvísu í þess konar framleiðslu á metanóli. Þá er hið tröllvaxna gróðurhús sem byggja á við Hellisheiðavirkjun og mun skapa yfir 150 störf mikið fagnaðarefni og minnir á mikilvægi þess að skaffa raforku á sanngjörnu verði til grænu stóriðjunnar. Möguleikarnir á nýfjárfestingum í fjölbreyttum orkuiðnaði eru fjöldamargir. Þeir eru aflvélarnar til öflugra og fjölbreyttara atvinnulífs sem hvílir á fjölbreyttum stoðum framleiðslu og þjónustu hverskonar. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og formaður allsherjar-og menntamálanefndar.
15
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012
Nýr hliðvörður Grindavíkur?
Aðeins um líffærin okkar
Á
dögunum voru hjónin Anna Álfheiður Hlöðversdóttir og Magnús H. Hauksson á leið til Grindavíkur þegar þau ráku augum í myndarlega fálka sem kom sér makindalega fyrir á hliðinu á Grindavíkurvegi. Anna Álfheiður greip myndavélina og náði skemmtilegum myndum af þessum nýja hliðverði.
Birgitta Jónsdóttir Klasen hefur opnað Heilsumiðstöð Birgittu að Hafnargötu 48a í Keflavík. Í nýju heilsumiðstöðinni mun Birgitta stunda náttúrulækningar, þrýstipunktameðferð, heilsunudd, reiki, svæðanudd fyrir giktarsjúklinga, næringarráðgjöf fyrir börn og unglinga og ráðgjöf fyrir unglinga. Í meðferðum sínum kemur Birgitta inn á virkni fjölda líffæra í líkama okkar. Í þessum pistli skýrir hún virkni nokkurra veigamikilla líffæra mannslíkamans.
M
aginn kemur í framhaldi af vélindanu og liggur milli lifrar og milta. Miltað getur tvöfaldað stærð sína, það geymir einn lítra af blóði til þess að eiga nægar birgðir ef eitthvað skyldi koma upp á, til dæmis ef blóðskortur verður. Brisið liggur við magann, það losar sig við um það bil hálfan til einn lítra af brissafa á dag sem það sendir í þarmana.
L
ifrin er stærsti aukakirtill meltingarkerfisins. Hana má finna ofarlega í kviðarholinu, hægra megin. Lifrin vegur 1,5 kíló og er þyngsta líffæri líkamans. Hún framleiðir 0,6 til 1,2 lítra af gallsafa á dag og er virkust á nóttunni. Lifrin er mikilvæg fyrir efnaskipti kolvetna og próteina þar sem hún virkar sem eins konar járngeymsla.
S
máþarmar eru mikilvægasti hluti meltingarkerfisins. Fyrsti hluti smáþarma er skeifugörn. Í smáþörmum fer fram gerjun úrgangsefna með hjálp vatns. Botnlangi er með loku með tveimur vörum, sem eiga að vinna gegn því að eitthvað komist úr ristli til baka í smáþarma. Endaþarmur ber ábyrgð á því að tæmast reglulega, í besta falli tvisvar á dag.
MEIRAPRÓFSBÍLSTJÓRI
H
Vantar starfsmann í sumarafleysingar við eldsneytisáfyllingar á flugvélar á Keflavíkurflugvelli.
jartað er mótor blóðrásarinnar og er um það bil eins stórt og mannshnefi. Hjartsláttur hefur tvo tóna. Venjuleg hjartsláttartíðni telst vera 70 til 80 slög á mínútu en hún er þó háð aldri, kyni og taugakerfi.
N
Vaktavinna Viðkomandi þarf að hafa meirapróf og trailer réttindi. Hreint sakavottorð er skilyrði.
ýru eru, fyrir utan lungu, mikilvægustu hreinsunarlíffæri mannslíkamans. Þau liggja báðum megin hryggjarsúlu, við efstu lendarliði bak við magann. Hægra nýrað má finna undir lifrinni en það vinstra undir miltanu. Hvort nýra vegur um 150 grömm. Nýrnaslagæðar færa nýrum um það bil þriðjung þess blóðmagns sem um blóðrásarkerfið fer. Á einum degi flæða um 1500 lítrar af blóði í gegnum nýrun. Þrátt fyrir það er maðurinn aðeins með fimm til sex lítra af blóði í líkamanum sem hreinsast aftur og aftur. Nýrun sía úrgangsefni úr blóðinu sem fara í þvagpípu yfir í þvagblöðruna og þaðan úr líkamanum. Birgitta Jónsdóttir Klasen
Upplýsingar veitir Halldór í síma 425-0751 og halldor@eak.is Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli
Toyota rafmagns- og dísellyftarar Verðdæmi 1 Toyota dísellyftari - Gámagengur með 2.500 kg. lyftigetu - 2012 árgerð Tvöfalt mastur, ökumannshús með tvöfaldri miðstöð, vökvaúttak fyrir snúning, innbyggð vog, fingurstýrð stjórntæki og greiningartölva. Verð: 4.490.000.- kr. án vsk.* * Gengi EUR 160.
Verðdæmi 2 Toyota rafmagnslyftari - Gámagengur með 2.500 kg. lyftigetu - 2012 árgerð Tvöfalt mastur, strikfrí dekk, vökvaúttak fyrir snúning, fingurstýrð stjórntæki, viðhaldslausar bremsur í olíubaði og greiningartölva. Verð: 4.990.000.- kr. án vsk.*
anburð
rðsam Gerðu ve
* Gengi EUR 160.
Vertu í sambandi við sölumenn okkar og fáðu tilboð í tæki sem hentar þínu fyrirtæki. Nánari upplýsingar má finna á www.kraftvelar.is.
Eigum til nýja rafmagns- og dísellyftara á lager, tilbúna til afhendingar.
Þýska tímaritið „DHF Intralogistik“ hefur mælt veltu allra lyftaraframleiðanda heims um árabil, og samkvæmt þeim mælingum hefur Toyota Industrial verið stærsti lyftaraframleiðandi heims undanfarin 9 ár.
Dalvegi 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is
16
FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
M
Dagur leikskólans
ánu d a g i n n 6 . fe br ú ar verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og
menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Í tilefni af þessum degi viljum við beina ljósinu að barninu og því námi sem fær að blómstra í góðum leikskóla. Í leikskólum leggjum við
áherslu á að barnið sé í brennidepli og fái að skapa á sinn hátt og njóta líðandi stundar í samvistum við aðra. Sögugerð og skapandi skrif eru eitt af mörgum viðfangsefnum leikskólans, hér má sjá nokkrar sögur og ljóð eftir leikskólabörn í leikskólanum Holti. Kristín Helgadóttir leikskólastjóri Holti
Sögur og ljóð eftir leikskólabörn Skýið sem var bófi
Höf.:Ástrós Ylfa Þrastardóttir Stelpan fór út í búð að kaupa nammi, þá var laugardagur og hún spurði mömmu sína til að fá pening hjá henni og fara út í sjoppu og kaupa nammi. Stelpan mátti það og svo keypti hún allt of mikið og gubbaði. Og svo kom löggubíllinn og handjárnaði skýið út af því það var bófi. Það var að stela öllu sem var uppi í himninum. Hún (stelpan) kallaði á alla vini sína og skýin og svo komu allir vinir hennar og tóku sólina og allt. Svo komu appelsínugulu stjörnurnar og þá bráðnaði snjórinn og svo fór stelpan, hún átti að fara að borða en þá kom álfkonan, stelpan var með hlaupabólu, þannig að hún átti að leggjast upp í skýin. Skýin voru uppi í himninum og hún átti heima uppi í himninum. Og mamman (álfkonan) kom fljúgandi og talaði við hana og löggubíllinn var út um allt, babú, babú, babú. Endir.
Norskar poppstjörnur
Leigðu kvikmyndaverið á Ásbrú
T
ökur á nýju tónlistarmyndbandi með norsku poppstjörnunni Atle Pettersen og hinum upprennandi rappara Rex, fóru fram í Atlantic Studios á Ásbrú í síðustu viku. Atlantic Studios er kvikmyndaver í gömlum húsakynnum herflugvéla bandaríska hersins. Blaðamaður Víkurfrétta kíkti á tökustað og fylgdist með því hvernig tónlistarmyndband verður til. Daniel Hamnes, umboðsmaður Rex er hálfíslenskur og hann hafði leng i langað að vinna á Íslandi sagði Rex í samtali við Víkurfréttir. Rex vildi einnig ólmur koma hingað og leist vel á aðstæðurnar og þær hugmyndir sem kynntar voru fyrir þeim þegar þeim stóð til boða að taka myndbandið upp hérlendis. Hann sagði að þeir Atle væru aðallega búnir að vera í tökum frá því að þeir komu til landsins en til stæði að heimsækja Bláa lónið þá um kvöldið. Rex samdi lagið fyrir um ári síðan og fékk í kjölfarið Atle til liðs við sig og hafa þeir félagar mikla trú á laginu sem er kröftugt rapplag með rokkívafi. Haffi Haff er listrænn stjórnandi myndbandsins og hann var önnum kafinn þegar blaðamann bar að garði og augljóst að hann var allt í öllu á staðnum.
Atle Pettersen er sjóðheitur í Noregi um þessar mundir. Hann hefur átt mörg lög á vinsældalistum og varð hlutskarpastur í sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars. Áður hafði hann lent í öðru sæti í X-Factor þar í landi. Lagið sem þeir Rex syngja í myndbandinu heitir Amazing og leikstjóri er Gus Ólafsson sem hefur starfað mikið úti í Los Angeles. Að sögn Elísabetar Thoroddsen hjá auglýsingastofunni PIPAR/ TBWA þá er umb o ðsskrifstofan sem Daniel vinnur hjá á meðal þeirra f imm st ærstu í Noreg i. „ Það er mikill áhugi fyrir Íslandi úti. Þeim finnst þetta dálítið framandi að koma hingað og vinna. Það er fullt af listamönnum sem hafa áhuga á að koma hingað og þetta myndband gæti orðið farvegur fyrir einhver fleiri skemmtileg og stór verkefni. Framkvæmdarstjóri PIPAR/ TBWA, Valgeir Magnússon, eða Valli sport eins hann er oft nefndur, segir að hann hafi fengið hugmyndina af því að nota kvikmyndaverið á Ásbrú því að hann vantaði stærðina sem það hefur upp á að bjóða. Þarna sé hægt að taka upp allar senur myndbandsins án vandkvæða og segir hann húsnæðið vera kjörið fyrir verkefni sem þessi.
Leikritið „Blóðið lekur“.
Höf.: Lárus, Karolína, Ægir Páll og Salvar Gauti, Guðrún Ósk og Ástrós Ylfa Einu sinni voru tvær stúlkur einar heima að horfa á sjónvarpið. Þá hringdi síminn. Já, svaraði önnur stúlkan. „Blóðið lekur, blóðið lekur“ sagði rödd í símanum. Stúlkan skellti á rosalega hrædd. Þá hringdi síminn aftur. Hin stúlkan svaraði. „Blóðið lekur, ég er 10 skref frá húsinu“ sagði röddin. Stúlkan skellti símanum rosalega hrædd. Nú voru stúlkurnar mjög hræddar. Þá hringdi síminn aftur. Önnur stúlkan svaraði. „Blóðið lekur, ég er 7 skref frá húsinu“ sagði röddin. Stúlkan skellti á mjög hrædd. Síminn hringdi aftur og hin stúlkan svaraði. „Blóðið lekur, ég er 4 skref frá húsinu“ sagði röddin. Stúlkan skellti á mjög hrædd. Síminn hringdi enn aftur og önnur stúlkan svaraði. „Blóðið lekur og nú er ég komin að hurðinni“. Stúlkan skellti á alveg ofsalega hrædd. Og nú voru þær orðnar mjög, mjög hræddar. Allt í einu var barið að dyrum. Hin stúlkan fór til dyra, samt mjög hrædd. Úti stóð bróðir einnar þeirra og sagði: „Blóðið lekur, áttu plástur“.
Vonda steindrottningin
Höf.: Álfrún Ragnarsdóttir Vonda steindrottningin hatar allt fallegt. Hún var einu sinni systir þaraprinsessunnar og hún hætti að vera í góða liðinu og fór í vonda liðið. Hana langaði svo að horfa á sjónvarpið og bora í nefið. Systir hennar bannaði henni það. Við þurfum að fara í hellinn lengst í Kína þar er töfrasverð sem lætur hana verða aftur góða. Við getum ekki farið á morgun, ekki hinn, heldur hinn.
Ljóð eftir Viktor Óla um Stjána bláa Stjáni blái, hann er svooooo flottur í öllum heiminum. Já, ég veit hann er sterkur í öllum heiminum. Ég veit að Stjáni er rosa, Já ég veit að Stjáni blái, já ég veit Stjáni, já ég veit Stjáni blááái.
17
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012
B
örnin í Tjarnarseli velta merkingu orða heilmikið fyrir sér enda þaulvön í þeim efnum. Þessi áhugi kemur mikið til vegna þess að leikskólakennarar í Tjarnarseli hafa þróað aðferð sem þeir kalla Orðaspjall en hún felst í að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bóklestri.
Leikskólinn Tjarnarsel setur bóklestur fyrir börn í brennidepil Um þessar mundir er unnið að handbók um Orðaspjallsaðferðina í samvinnu við Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið hefur notið styrkja frá Þróunarsjóði námsgagna og Skólaþróunarsjóði fræðsluráðs Reykjanesbæjar.
Afi er þetta dýrmæt skeið? Eftirfarandi sögu fengum við frá afa sem á barnabarn í leikskólanum sem er lýsandi dæmi um það hvernig orðaspjallið er að nýtast börnunum. Afinn var að gefa drengnum morgunmat og morgunkornið var komið í skálina. Afinn rétti honum skeið sem hann hafði sjálfur átt sem lítill drengur og segir um leið; ,,ég borðaði alltaf morgunmatinn með þessari skeið þegar ég var lítill eins og þú ert núna.” Stráksi tók við skeiðinni, horfði athugunaraugum á afa sinn og spurði síðan; ,,Afi, er þetta þá dýrmæt skeið?” Börnin höfðu lært hvað orðið dýrmætt þýddi nokkru áður í tengslum við foreldraverkefnið Bók að heiman. Tvö börn komu með fágætar bækur úr eigu foreldra sinna í leikskólann. Í kjölfar þess var mikið rætt um dýrmæta hluti og bækur, strákurinn var greinilega búinn að læra orðið og skilja merkingu þess og ekki síst að ýmsir hlutir frá gamalli tíð geta verið dýrmætir í huga okkar.
Dagur leikskólans Mánudaginn 6. febrúar ætla leikskólar Reykjanesbæjar að bjóða bæjarbúum upp á margbreytilega dagskrá í sínum skóla. Tilefnið er dagur leikskólans sem er haldinn hátíðlegur í fimmta sinn. Tilgangurinn er að m.a. að vekja athygli á mikilvægu hlutverki leikskólans og hvaða nám fer þar fram. Í tilefni dagsins verða sett upp gullkorn leikskólabarnanna í Tjarnarseli sem heyrst hafa undanfarinn mánuð. Gullkornin lýsa opinni, skemmtilegri og frjórri hugsun barna. Ásamt gullkornunum verða handarför þeirra til sýnis í gluggum leikskólans, vegfarendum til skemmtunar og yndisauka.
Sölumenn óSkaSt í SumarafleySingar Við hjá ELKO leggjum áherslu á góðan starfsanda, mikla þjónustulipurð og skemmtilegan vinnustað. Laus er til umsóknar staða sölumanna við sumarafleysingar. Unnið er á vöktum í verslun ELKO í Fríhöfn. Helsta starfssvið sölufólks • Sala og ráðgjöf til viðskiptavina ELKO • Umsjón með útliti og vörum verslunar Hæfniskröfur • 20 ára eða eldri • Þekking á raftækjum er kostur • Nákvæm vinnubrögð og stundvísi • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Viðkomandi þarf að geta hafið störf í maí Sótt er um á vef ELKO, www.elkodutyfree.is og www.elko.is Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.
RISA ÚTSALA lýkur um helgina! g
Innimálnin
20%
afsláttur Verkfæri
15-40%
afsláttur
ki
Smáraftæ
20-30% afsláttur
Allar upplýsingar birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana
LÆ LÁ GST VE GA A RÐ
HÚ SA SM IÐ JU NN AR *
*Afsláttur gildir ekki af vörum merktum Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar
ki
Heimilistæ
20-30% afsláttur
18
FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Sameiginlegur skólastjóri og bæjarstjóri Garðs og Sandgerðis?
D
avíð Ásgeirsson, bæjarfulltrúi L-listans í Garði, vill að kannað verði hversu miklum sparnaði mætti ná með því að samreka skólastjóra og bæjarstjóra með Sandgerði. Davíð lagði fram tillögu í bæjarstjórn Garðs í kjölfar samstarfssamnings um sameiginlegan skipulags- og byggingafulltrúa Garðs og Sandgerðis sem er svohljóðandi: „Fyrst svona mikill sparnaður næst
með því að reka sameiginlega byggingarfulltrúa og forstöðumann íþróttahúss með Sandgerði, vill ég leggja til að forseta bæjarstjórnar verði falið að kanna hversu miklum sparnaði við náum með því að samreka skólastjóra og bæjarstjóra með Sandgerði“. Tillaga L-listans var felld með atkvæðum D-lista en fulltrúar N-lista sátu hjá.
ATVINNA Starfsmaður óskast á sveitabæ með blandaðan búrekstur á Norðurlandi. Fjölbreitt viðfangsefni fyrir áhugasaman starfsmann, helst reyklausan. Fæði og húsnæði á staðnum. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Upplýsingar í síma 898 0719.
Til sölu:
Verslunin ORGINAL
Tískuverslun með herra og dömufatnað á besta stað í miðbæ Keflavíkur.
Góður rekstur, góð afkoma, auðveld kaup. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Guðna í símum 414 1200 eða 771 6661, gudni@kontakt.is
Haukur 02.12
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
KYLFINGAR
ATHUGIÐ! 8 vikna golf fitness námskeið hefjast í líkamsræktarstöð Átaks á Nesvöllum í næstu viku. Áhersla er lögð á styrk, liðleika og jafnvægi sem þarf til þess að framkvæma góða golfsveiflu. Tímar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:05, 17:15 eða 18:30 og einnig eru opnir tímar á laugardögum. Laugardaginn 4. febrúar verða prufutímar, aðeins 8 komast að í hvern tíma svo hringja þarf og skrá sig. Upplýsingar og skráning í síma 695-6890 eða karen@einfaltgolf.is
Fréttavakt í síma 898 2222
Suðurnesjamenn taka þátt í Sushi-æðinu
V
eitingastaðurinn Thai Keflavík hóf í gær sölu á Sushi en mikil vöntun hefur verið hér á Suðurnesjum eftir þessum vinsæla og holla bita. Magnús Heimisson einn af eigendum Thai Keflavík segir að viðbrögðin hafi verið frábær enn sem komið er, en í gær fór salan vel af stað. „Viðbrögðin hafa verið framar björtustu vonum og bara í dag erum við búin að selja mun meira en við gerðum ráð fyrir,“ sagði Magnús í samtali við blaðamann sem náði sér í bakka í hádeginu. Yfirkokkurinn á Thai Keflavík er nýlega komin heim frá einum virtasta Sushiskóla í Asíu þaðan sem hún útsrifaðist með prýði. Hún er nú með lærling í kennslu enda er nóg að gera. „Þetta fer vel af stað og við erum með ýmislegt planað ef að þetta gegnur vel,“ bætti Magnús við. Magnús segir að núna sé eingöngu hægt að kaupa bakka með 10 blönduðum bitum saman en það standi til að auka framboð og úrval, það fari bara eftir því hvernig Suðurnesjamenn taki í þennan vinsæla og holla mat.
Ertu heiðarleg mín kæra? Heiðarleiki felst í því að eiga í samskiptum án þess að bogna eða brjóta á öðrum. Sá sem vill verða heill til orðs og æðis þarf að finna jafnvægið milli sín og samfélags. Heiðarleiki er samhljómur milli hugsjóna og aðgerða og samfélagið verður opið og gagnsætt (Gunnar Hersveinn í bókinni Þjóðgildin). Mér hefur verið hugleikið þetta hugtak undanfarið og átt spjall við vini mína um mikilvægi þess að vera heiðarlegur. Maður opnar ekki fjölmiðla án þess að þar sé minnst á óheiðarleika, svik og pretti í einhverri mynd. En þurfum við ekki að byrja á okkur sjálfum og skoða hvaða þættir það eru í lífi okkar sem útheimta heiðarleika? Það sem einkennir líf mitt öðru fremur er að ég fæ send allskonar verkefni, svona mannbótarverkefni og þá einmitt þegar ég hef sett fram staðhæfingar eins og: auðvitað borgar sig alltaf að vera heiðarlegur þrátt fyrir að maður komist upp með annað. Þá sé ég fyrir mér hóp af siðgæðispostulum sitja saman í hóp og kalla upp yfir sig: Anna Lóa var að kasta fram heiðarleikastaðhæfingu, sendum henni eitt stykki verkefni og sjáum hvað er þarna á bak við. Ekki leið á löngu þar til ég fékk sent slíkt heiðarleikaverkefni og þá reynir fyrst á mann. Þetta byrjaði nú allt saman með því að ég ákvað að vera ungfrú skipulögð og staðföst á þessu ári og fór með bílinn minn í skoðun í byrjun janúar. Það var smá kvíðahnútur sem fylgdi því þar sem glæsikerran er á 11. aldursári og framundan unglingsárin með tilheyrandi áhættuhegðun og óvissu. Það var því mikill léttir þegar starfsmaður bílaskoðunar sagði að ég fengi fulla skoðun en hann hefði eina athugasemd: hjólbarðarnir að framan hefðu verið settir vitlaust á, sá sem ætti að vera vinstra megin væri á hægri hlið og öfugt. Hum, þetta útskýrði margt, því mér hefur fundist ég hálf áttavillt upp á síðkastið og ekki vitað hvort ég væri að fara til hægri eða vinstri og fannst gott að fá skýringu á þessu. Ég dreif mig því á hjólbarðaverkstæðið ,,mitt“ og sagði mönnum þar á bæ að þetta væru auðvitað ekki nógu góð vinnubrögð - dekkin væru ekki rétt sett á. Þar á bæ klóruðu menn sér í hausnum, skildu ekkert hver gæti verið sekur um svona mistök og spurðu hvort ég mundi hver hafði skipt um dekkin. Ég reyndi að útskýra að ég ætti erfitt með að muna hvernig synir mínir litu út að kvöldi dags svo það væri algjörlega af og frá að ég gæti rifjað slíkt upp. Skipt var um dekkin og ég á leið inn í bíl þegar það kom hik á einn starfsmannanna og hann spurði hvort ég ætlaði ekki að borga. Þá setti ég mig samstundis í ,,stattu með sjálfri
þér gírinn“ og sagði eins og var að mér þætti slíkt ekki rétt þar sem þetta væru augljóslega þeirra mistök. Það kom smá óþægileg þögn (sem reyndi á mig sem þarf alltaf að fylla andrúmsloftið með blaðri) en síðan sagði maðurinn að við skyldum þá sleppa greiðslunni. Ég var ánægð með mig og hugsaði með mér að einhvern tímann hefði ég ekki verið svona ákveðin, heldur borgað og verið svo hundsvekkt út í sjálfa mig eftir á. Aumingjans synir mínir þurfa að sitja undir allskyns mannlífspælingum mínum og því þurfti ég að sjálfsögðu að hringja í þann eldri og deila því með honum að nú gæti hann verið stoltur af móður sinni - hún hafi svo sannarlega farið og staðið upp í hárinu á þessum köllum (greyin, voru kannski rúmlega tvítugir en sagan hljómaði skemmtilegri með því að lýsa þeim sem hóp af þroskuðum kraftajötnum sem ég hafi fellt, hvern á fætur öðrum). Sonur minn hlustaði með þolinmæði og sagði svo: en mamma, það var ég sem setti dekkin undir í vetur!! Það þyrmdi yfir mig og konan sem gleymir öllu jafnóðum gat með erfiðismunum rifjað upp þar sem sonur hennar hafði tekið þátt í sparnaðarátaki heimilisins með því að skipta sjálfur um öll dekk á flotanum í stað þess að fara á verkstæði. Nú voru góð ráð dýr! Ég var búin að brjóta margfalt af mér því ekki nóg með að ég hafi sleppt því að borga fyrir dekkjaskiptin, ég hafði líka gefið í skyn að ófaglega hafi verið staðið að verki og sýnt með því ákveðinn hroka. Úff, mér leið hræðilega, en þurfti nokkur að komast að þessu!! Það var einmitt á þessari stundu sem mér var hugsað til siðgæðispostulanna sem sitja einhvers staðar með veðmál í gangi ,,á hún eftir að fara eftir eigin heilræðum eða lætur hún eins og þetta hafi aldrei gerst“. Ósjálfrátt leit ég til himins og kallaði: ,,ok, ok, ég er að fara niður á bifreiðaverkstæði, give me a break“. Toppurinn á deginum var þegar ég hunskaðist inn á bifreiðaverkstæðið og muldraði fyrst hálf skömmustulega ofan í hálsmálið að ég hefði haft rangt fyrir mér þarna fyrr um daginn og væri komin til að borga skuldina. Brosið sem ég fékk á móti mér varð til þess að ég gleymdi alveg að vera skömmustuleg og gat gert grín að sjálfri mér og í stað þess að ég afsakaði mig frekar þá var slegið á létta strengi yfir þessum ,,misskilningi“ mínum. Ég labbaði út með bros á vör - leit til himins, baðaði út höndum að hætti Ítala og kallaði: ,,hvað haldið þið eiginlega að ég sé, auðvitað fór ég og borgaði“. Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Ólafsdóttir
19
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012
›› Framtíðarsýn Reykjanesbæjar til ásins 2015:
Hljómahöll lokið 2015
-framkvæmdir við elsta hús bæjarins, meira líf við Hafnargötuna og sjópsport á Fitjum
F
ramtíðarsýn Reykjanesbæjar til ársins 2015 var kynnt á síðasta bæjarstjórnarfundi en í henni eru tilteknir nær allir þættir í starfsemi bæjarfélagsins. Síðari umræða um framtíðarsýnina verður á bæjarstjórnarfundi sem verður í næstu viku. Hér getur að líta nokkur atriði úr Framtíðarsýn Reykjanesbæjar til ársins 2015: Hljómahöllin kláruð 2015 Hljómahöllin mun sinna margs konar hlutverki þegar henni er að fullu lokið. Í henni verður félagsheimili, tónleikasalur, tónlistarskóli og sýningarhús. Byggingu hennar verður lokið í þremur áföngum sem skiptist þannig: Stapinn 2012, Tónlistarskólinn 2012-2013 og poppminjasýningin 2012-2014. Þarna verður framtíðaraðstaða Tónlistarskólans en hann er stærsti tónlistarskóli landsins með um 800 nemendur. Þarna verða líka fjöldi
tónlistarsala, upptökuaðstaða og einstök sýning á íslenskri popptónlist og helstu áhrifavöldum hennar. Heildarkostnaður við endurnýjun og stækkun Stapans, nýbyggingu tónlistarsýningar með popp- og rokkminjasafni, nýjum tónlistarskóla og aðstöðusköpun m.a. á Ásbrú er samtals um 2 milljarðar kr. Þegar hafa verið lagður um 1,5 milljarður í framkvæmdir. Framkvæmdir við bryggjuhús Framkvæmdir við bryggjuhús í Duus-húsalengjunni innanhúss hófust nýlega og eru á áætlun til ársins 2014. Þá er gert ráð fyrir að opna sögu bæjarins í tengslum við 20 ára afmæli Reykjanesbæjar. Þá er gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir við endurgerð Gömlu búðar árið 2015 Tvær tónlistarhátíðir Undirbúningur að tveimur sér-
stökum tónlistarhátíðum verður settur af stað í samvinnu við starfandi tónlistarmenn úr ýmsum áttum. Á annarri hátíðinni verður byggt á hefðinni „Bítlabærinn“ og popptónlisitn höfð í fyrirrúmi og á hinni verður klassíkin, jafnvel óperan í fyrirrúmi. Stapinn yrði aðal miðstöðin í þessum hátíðum en þó kæmi annað húsnæði í bæntum einnig til nota. Stefnt er að fyrstu hátíðinni í mars 2013. Parket á B-salinn í Íþróttahúsi Keflavíkur Nýtt gólfefni verður lagt á B-salinn í Íþróttahúsi Keflavíkur. Notast verður við sams konar gólfefni og sett var á A-salinn. Leitað verður eftir góðu samstarfi við körfuknattleiksdeild Keflavíkur við framkvæmd verkþátta. Ekki er talað um tímasetningu í þessu sambandi. Fleiri krakkar í ókeypis sund Áfram verða notaðar margvíslegar leiðir og verðlaunaleikir til að hvetja börn til þess að koma í sund og minna þau og foreldra þeirra að það er frítt í sundlaugarar í Reykjanesbæ fyrir grunnskólanemendur. Gerð verður langtímaáætlun um bætta aðstöðu í Sundmiðstöðinni með því að skipta út leiktækjum og setja upp ný. Samkvæmt nýlegri BS ritgerð Þórunnar Magnússóttur, íþróttakennara kom í ljós að að-
Í tengslum við sjóvarnargarðinn og leirurnar á Fitjum í Njarðvík verði unnið að aðstöðu til útivistar, s.s. sjósport, sjósund og fuglaskoðun á leirunum. Þá verði unnið að bættu umhverfi við ströndina á Fitjum, gerð göngubryggju og fuglaskoðunaraðstöðu á leirunum. Gert er ráð fyrir þessum framkvæmdum 2013-14.
sókn barna sem ekki æfa íþróttir hafði aukist um tæplega 7 þús. börn frá því að gefið var frítt í sund árið 2006. Meira líf við Hafnargötuna - nýtt torg Unnið verði að því að glæða Hafnargötuna og umhverfi hennar með því að birkja og bæta opin svæði. Torg hafa í aldaraðir gegnt mikilvægu hlutverki í borgum og bæjrum. Svæði mili Félagsbíós og Hafnargötu 26 verður þróað sem torg þar sem íbúar geti notið samveru í notalegu umhverfi í hjarta
bæjarins. Árstíðabundna viðburði má tengja við svæðið t.d. jólatorg og markaði. Sjósport á Fitjum Í tengslum við sjóvarnargarðinn og leirurnar á Fitjum í Njarðvík verði unnið að aðstöðu til útivistar, s.s. sjósport, sjósund og fuglaskoðun á leirunum. Þá verði unnið að bættu umhverfi við ströndina á Fitjum, gerð göngubr yggju og fuglaskoðunaraðstöðu á leirunum. Gert er ráð fyrir þessum framkvæmdum 2013-14.
Vann 70.000 kr. í skrúfuleik BYKO
R
agnar Guðleifsson hafði heppnina með sér í skemmtilegum leik í BYKO í Reykjanesbæ á dögunum. Settur var upp plastkassi og spurt hversu margar skrúfur væru í kassanum. Sá sem væri næstur réttum fjölda myndi hljóta gjafakörfu frá BYKO að andvirði 70.000 kr. Skrúfurnar voru samtals 527 og Ragnar var næstur þeirri tölu en hann vantaði aðeins 9 skrúfur upp á að hitta á réttu töluna. Á meðfylgjandi mynd tekur hann við vinningnum úr hendi Þórarins Péturssonar, deildarstjóra BYKO á Suðurnesjum. BYKO fagnar 50 ára afmæli á þessu ári og í tilefni af afmælinu verður afmælisleikur allt árið þar sem í boði verða 200.000 króna vinningar í hverjum mánuði og þá mun BYKO ánafna örðu eins til góðgerðarmála. Þeir sem versla í BYKO og eru í BYKO-klúbbnum geta tekið þátt í leiknum.
Atvinna!
Leitum að skipulögðum, duglegum og jákvæðum einstaklingi til starfa í eldhúsi okkar að Iðavöllum 1. Vinnutíminn er 7-15 alla virka daga. Áhugasamir hafið samband við Fanný í síma 420 2500 Netfang: fanny@skolamatur.is
MAGNAÐIR LITIR - MAGNAÐ VERÐ 30% AFSLÁTTUR AF SHISEIDO LITAVÖRU 2. - 4. FEBRÚAR í Hagkaup Njarðvík. Sérfræðingur frá Shiseido verður á staðnum.
Hollt, gott og heimilislegt
20
FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Sáttmáli gegn einelti í Grindavík
A
llir nemendur Grunnskóla Grindavíkur skrifuðu undir sáttmála gegn einelti og tóku þátt í umræðu um jákvæð samskipti í desembermánuði. Meginmarkmið með þessari aðgerð er að fylgja eftir útgáfu á bæklingi um einelti sem gefinn var út í Grindavík og síðast en ekki síst
vekja samfélagið til umhugsunar um þessi mál og fá opna umræðu um eineltismál almennt og hvetja til samstöðu í jákvæðum samskiptum. Nú hefur sáttmálinn verið stækkaður upp og afhendur nemendum í báðum skólum Grunnskóla Grindavíkur. Það voru þeir Róbert
Ragnarsson bæjarstjóri og Pálmi Ingólfsson skólastjóri sem færðu nemendum sáttmálann á bóndadaginn. Nemendur úr nemendaráði sáu síðan um að hengja sáttmálann upp á áberandi stað á sal skólans.
& atvinnulíf Umsjón: Hilmar Bragi Bárðarson / hilmar@vf.is
Mynd: www.grindavik.is
Tímamót urðu nú í vikunni þegar Íslenska gámafélagið hætti að hirða heimilissorp á Suðurnesjum. Fyrirtækið, sem áður hét Njarðtak, hefur séð um sorphirðu á heimilissorpi Suðurnesjamanna í rétt tæpa þrjá áratugi. Það var því nokkuð sérstakt fyrir Ólaf Thordersen að vakna í gærmorgun og þurfa ekki að hafa frekari áhyggjur af heimilissorpinu.
Þjónum áfram 50 og 300 heimilum á n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000
2 VÍKURFRÉTTIR Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU
ÝMISLEGT Búsló ðaf lutningar og al lur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.
Ýmsar stærðir og gerðir af herbergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og allur sameiginlegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. Gisting Amaró. Gisting í skemmtilegum íbúðum við göngugötuna Akureyri. Gott verð. Sjá www.gistingamaro.is S: 461 5403 Studíóíbúð í miðbæ Keflavíkur, allur búnaður fylgir. Uppl. í síma 698 7626. Til leigu 3ja herbergja nýleg íbúð í Innri Njarðvík Uppl. í síma 696 9638. Íbúð til leigu á góðum stað í Keflavík 4. Herbergja,neðri sérhæð í tvíbýli, leiga samkomulag, upplýsingar í síma 660.2624.eða asdisjoh@ gmail.com. Til leigu stórt einbýli í Garðinum. Er laust frá 1.mars. Upplýsingar í síma 898 4694
TIL SÖLU Íbúð við Faxabraut hjá fasteignasölunni Landhelgi. Uppl. veitir Bjarni í síma 527 1048 beint númer og 847 0938.
Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 1. - 18. feb. nk.
• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi • Dansleikfimi • Jóga á boltum • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Tölvuklúbbur FEBS Léttur föstudagur Föstudaginn 3. febrúar Kl. 14:00 - 16:00 Kaffihús opið kl. 15:00 Arnór og félagar Nánari upplýsingar í síma 420 3400
www.heilsa-fegurd.com Have you already thought of a Valentines gift for your loved one? Also offering personal consulting & home presentations Tel.: 865-2554
ÓSKAST Óskum eftir 3-4 herb íbúð til leigu í Rnb. Erum róleg og reglusöm. S: 869 6169. Ung par að leita af stúdíó íbúð eða 2ja til 3ja herbergja íbúð í Keflavík eða Njarðvík (230). Endilega hafið samband. Sími: 771 8211. 4ra herbergja íbúð óskast sem fyrst. Vinsamlega hafið samband í síma 892 5521. Ung hjón óskar eftir 4-5 herb einbýlishúsi helst i Njarðvik eða Keflavik simi 8490240 eða 8452139
OK GÆLUDÝRAFÓÐUR
Gæðavara á góðu verði. Opið fram á kvöld alla daga. STAPAFELL - Hafnargötu 50.
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM WWW.VF.IS
Þ
ó svo samningurinn um hirðingu heimilissorps sé farinn til annars verktaka þá hefur Íslenska gámafélagið ekki sagt skilið við Suðurnes, síður en svo. Fyrirtækið annast áfram alla sorphirðu frá 500 fyrirtækjum á Suðurnesjum, þjónustar grænu tunnuna á um 300 heimilum á Suðurnesjum, sér um alla flutninga fyrir Kölku frá gámasvæðum Kölku og ýmislegt fleira. Þá er fyrirtækið með flokkunarstöð í Helguvík. Ólafur hefði í útboðinu á sorphirðunni sem fram fór á dög-
unum sjá Kölku stíga skref í átt til frekari umhverfisverndar og taka upp tveggja flokka kerfi sem hefði þýtt að tvær tunnur væru við hvert heimili. Íslenska gámaFimmtudagurinn 14. apríl 2011 félagið gerði Kölku gott tilboð í þá veru því Evrópusamþykktir gera ráð fyrir að þetta skref verði stigið mjög fljótlega. Kerfið virkar þannig að hálfsmánaðarlega yrði losað almennt heimilissorp og einu sinni í mánuði er losuð græn endurvinnslutunna með pappír, dagblöðum, tímaritum, bæklingum, mjólkurfernum, plastumbúðum, niðursuðudósum og minni málm-
ATVINNA - LEIKSKÓLAFULLTRÚI
Reykjanesbær ætlar að ráða í 60% stöðu leikskólafulltrúa. Leikskólafulltrúi hefur í samvinnu við fræðslustjóra umsjón og eftirlit með faglegu starfi og rekstri leikskóla. Meginverkefni: ˾ ÏÓÕÝÕŇÖËÐßÖÖÞÜŴÓ ÒÏÐßÜ ß×ÝÔŇØ ×σ ÓØØÖÏÓƒÓØÑß ÐÜË×ÞĜƒËÜÝƇØËÜ Reykjanesbæjar í samvinnu við fræðslustjóra og leikskólastjóra. ˾ ÏÓÕÝÕŇÖËÐßÖÖÞÜŴÓ ÏÜ ÞËÖÝ×˃ßÜ ×åÖËʮÙÕÕÝÓØÝ ˛ ˾ ÏÓÕÝÕŇÖËÐßÖÖÞÜŴÓ ËƒÝÞÙƒËÜ ÖÏÓÕÝÕŇÖËÝÞÔŇÜË àÓƒ ÑÏ܃ ʪåÜÒËÑÝåôÞÖßØËÜ Ĝ ÝË×ÜåƒÓ àÓƒ ʪåÜ×åÖË ̎ ÙÑ ÐÜôƒÝÖßÝÞÔŇÜË ˾ ÏÓÕÝÕŇÖËÐßÖÖÞÜŴÓ àÏÓÞÓÜ ÜåƒÑÔŊÐ ß× ÓØØÜË ÝÞËÜÐ ÝÕŇÖË ˾ ÏÓÕÝÕŇÖËÐßÖÖÞÜŴÓ àÏÓÞÓÜ ÜÏÕÝÞÜËÜ˃ÓÖß× ÜåƒÑÔŊÐ àË܃ËØÎÓ ÌÜÏãÞÓØÑËÜ ÙÑ ØƇÐÜË×Õàô×ÎÓÜ ˾ ÏÓÕÝÕŇÖËÐßÖÖÞÜŴÓ ÒÏÖÎßÜ ÜÏÑÖßÖÏÑË ÐßØÎÓ ×σ ÖÏÓÕÝÕŇÖËÝÞÔŇÜß× ÙÑ stuðlar að samvinnu þeirra á milli ˾ ÏÓÕÝÕŇÖËÐßÖÖÞÜŴÓ ÒÏÐßÜ ãʨÜß×ÝÔŇØ ×σ ÓØØÜÓÞßØ ÌËÜØË Ĝ ÖÏÓÕÝÕŇÖË Menntunar og hæfniskröfur: ˾ ʨÜÑÜÓÚÝ×ÓÕÓÖ ÜÏãØÝÖË ËÐ ÖÏÓÕÝÕŇÖËÝÞËÜʨ˛ ˾ ÏãØÝÖË ËÐ ÜåƒÑÔŊÐ àÓƒ ÖÏÓÕÝÕŇÖËÝÞËÜÐ ˾ ÏãØÝÖË ËÐ ÝÞÔŇÜØßØ ÖÏÓÕÝÕŇÖË ˾ ÏÓÕÝÕŇÖËÕÏØØËÜË×ÏØØÞßØ ˾ ÜË×ÒËÖÎÝ×ÏØØÞßØ å ÝàÓƒÓ ÖÏÓÕÝÕŇÖËÝÞËÜÐÝ ˾ ôÐØÓ Ĝ ×ËØØÖÏÑß× ÝË×ÝÕÓÚÞß× ÙÑ ÜåƒÑÔŊÐ ˾ ÔåÖÐÝÞôƒ àÓØØßÌÜŊу˜ åÕàσØÓ˜ ÐÜß×ÕàôƒÓ˜ ÝÕÓÚßÖËÑÝÒôÐØÓ˜ ×ÏÞØ˃ßÜ ÓƒÕÙ×ËØÎÓ ƓËÜР˃ ÑÏÞË ÒËʨƒ ÝÞŊÜÐ ÝÏ× ÐãÜÝÞ˛ ËßØ ÏÜß ÝË×Õàô×Þ ÝË×ØÓØÑÓ ÖËßØËØÏÐØÎËÜ ÝàÏÓÞËÜÐĀÖËÑÝ ÙÑ àÓƒÕÙ×ËØÎÓ ÐËÑÐĀÖËÑݲ Nánari upplýsingar veitir Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri í síma 4216700. ×ÝŇÕØÓÜ ÌÏÜÓÝÞ ÞÓÖ ÞËÜÐÝƓÜŇßØËÜÝÞÔŇÜË ÏãÕÔËØÏÝÌôÔËܘ ÔËÜØËÜÑŊÞß ͓͒˜ ͓͔͑ ÏãÕÔËØÏÝÌô˜ ÐãÜÓÜ ͖͒˛ ÐÏÌÜŴËÜ ÏƒË å ×ÓʵÜÏãÕÔËØÏݲÓÝ
21
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012
Leyfi veitt að nýju fyrir niðurrennslislögn
H
Ólafur Thordersen, framkvæmdastjóri hjá Íslenska gámafélaginu í flokkunarstöð fyrirtækisins í Helguvík. Texti og myndir: Hilmar Bragi
500 fyrirtækjum m á Suðurnesjum hlutum. Ólafur segir að með þessu kerfi myndu Suðurnesjamenn taka 40-50 tonn til endurvinnslu á mánuði, sem nú fara beint í brennslu. Hjá Íslenska gámafélaginu eru 15 starfsmenn á Suðurnesjum og stærstur hluti þeirra heldur vinnu sinni áfram, enda næg verkefni framundan og hluti af mannskapnum mun færast á milli starfsstöðva fyrirtækisins, sem er mjög öflugt á höfuðborgarsvæðinu og víða um land.
Hjá Íslenska gámafélaginu starfa 230 manns á landsvísu og er fyrirtækið leiðandi í endurvinnslu frá a-ö. Þá hefur fyrirtækið verið að breyta bílakosti sínum yfir í metanbíla, enda metan orkugjafi sem unninn er úr sorphaugum. Ólafur sagði að fyrirtækið verði áfram mjög sýnilegt á Suðurnesjum, a.m.k. næstu 30 árin og áfram ætli Íslenska gámafélagið að styðja við íþrótta- og æskulýðsstarf á Suðurnesjum.
S-orka hf sótti um framkvæmdaleyfi að nýju til að leggja niðurrennslislögn frá orkuverinu í Svartsengi að niðurrennslisholum í Skipsstígshrauni. Grindavíkurbær hafði áður veitt leyfi fyrir framkvæmdinni en það er fallið úr gildi þar sem að framkvæmdin hófst ekki innan tilskilins tíma. Greinargerð vegna niðurrennslislagnarinnar er lögð fram unnin af VSÓ ráðgjöf dags. október 2011. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að framkvæmdaleyfið verði samþykkt skv. 1. mgr. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var samþykkt samhljóða í Bæjarstjórn Grindavíkur.
Víkurbraut 6. (sömu götu og Byko)
Málverka- og skartgripanámskeið á þriðjudögum og fimmtudögum Opið allar helgar frá kl. 14:00 - 18:00 Básaleiga 849 3028
Vertu í góðu sambandi við Víkurfréttir n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000
Viðhaldsstjóri og vaktmaður óskast Advania, sem sér um rekstur á �arskiptastöðinni í Grindavík, óskar e�ir að ráða viðhaldsstjóra/vaktmann til stöðvarinnar. Meginverkefni hennar er að tryggja stöðugar útsendingar frá �arskiptasendum ásamt rekstri varaaflstöðvar og viðhaldi mannvirkja. Við stöðina starfa 14 manns og flestir á vöktum. Meginverkefni stöðvarinnar er að tryggja stöðugar útsendingar frá �arskiptasendum ásamt rekstri varaaflstöðvar.
Verk- og ábyrgðarsvið · Starfsmaður sinnir bæði störfum viðhaldsstjóra og vaktmanns í �arskiptastöðinni í Grindavík. Starf viðhaldsstjóra er innt af hendi á hefðbundnum dagvinnutíma en starf vaktmanns er innt af hendi á dag- og næturvöktum tæknimanna. · Starfsmaður er ábyrgur fyrir rekstri og viðhaldi á fasteignum og búnaði í �arskiptastöðinni og sinnir jafnframt almennum störfum vaktmanns.
Sorphirðubíll Íslenska gámafélagsins við Stóru Vogaskóla þar sem unnið var að losun á grænu tunnunni.
Menntun og hæfniskröfur
Tökum að okkur allt
prentverk og hönnun! vf.is
Upplýsingar í síma 421 0000
· · · ·
Sveinspróf í rafvirkjun auk víðtækrar reynslu Almenn þekking og reynsla af viðhaldi á fasteignum Góð enskukunná�a, jafnt rituð sem töluð Þekking á rekstri dísilvéla kostur
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir staðarstjóri í síma 898 8505 eða í tölvupósti einarjon@advania.is. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á ofangreint netfang fyrir 9. febrúar nk.
22
FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
vf.is
Allt er þá þrennt er Herði Axel líkar lífið í Þýskalandi H
örður Axel Vilhjálmsson hefur látið til sín taka á körfuboltavellinum að undanförnu en kappinn samdi við lið í Þýskalandi nú í sumar og hefur honum gengið vel að aðlagast lífinu í Þýskalandi. Hann er næst stigahæstur í liði sínu Mitteldeutschland Basketball Club (oftast kallað MBC) sem er þessa stundina í efsta sæti í þýsku Pro A deildinni en liðið féll úr úrvalsdeild í fyrra. Hann býr í bænum Weissenfels ásamt unnustu sinni Hafdísi Hafsteinsdóttur en blaðamaður heyrði hljóðið í Herði og forvitnaðist um þýskan körfubolta og líf atvinnumannsins þar í landi. Upphaflega stóð til að Hörður yrði vara leikstjórnandi hjá liðinu en hann var fljótur að vinna sér sæti í byrjunarliðinu og hefur nú byrjað alla leikina nema fjóra. „Núna hef ég verið færður upp í skotbakvörðinn vegna meiðsla annarra leikmanna, einnig hafa leikmenn sem stóðu ekki undir væntingum yfirgefið liðið. Þannig það má í raun segja að það gangi betur en við var búist,“ segir Hörður sem er með 11,2 stig að meðaltali í leik, 3,8 stoðsendingar og 2,1 frákast og leikur að jafnaði 23,55 mínútur með MBC. Tölurnar hafa verið upp á við hjá Herði að undanförnu en hann hefur verið í miklu stuði upp á síðkastið. Stefndi alltaf út í atvinnumennskuna Hörður er með umboðsmann sem hefur unnið markvisst með honum síðasta ár, en Hörður hafði
sett stefnuna á atvinnumennsku. Umboðsmaðurinn fann nokkur lið sem höfðu áhuga á Herði og þetta lið bauð honum út til að kíkja á aðstæður. „Það endaði síðan með því að mér leist það vel á klúbbinn, og þeim á mig, að ég skrifaði undir samning á meðan ég var enn úti á reynslu,“ segir Hörður en hann telur liðið vera býsna sterkt. „Samkvæmt fólki hérna erum við með mannskap sem myndi spjara sig ágætlega í efstu deild í Þýskalandi,“ en liðið stefnir hraðbyr þangað. Eini útlendingurinn eftir í liðinu Hörður segir allt vera til fyrirmyndar hjá liðinu og allt á fagmannlegu nótunum. Æft er tvisvar á dag og liðið borðar ávallt hádegismat saman enda er mikið lagt upp úr því að leikmönnum líði sem best. Einhverjar breytingar hafa verið á leikmannahópnum og er Hörður einn eftir af þeim erlendu leikmönnum sem komu til liðsins fyrir tímabilið. „Menn hafa verið að meiðast og svo hafa einhverjir einfaldlega ekki verið að standa undir væntingum. Ég er því eini útlendingurinn sem er eftir sem samdi við liðið í upphafi tímabils.“ Hvernig hefur gengið það sem af er tímabili? „Liðinu hefur gengið mjög vel við erum eins og er efstir í deildinni með fjögurra stiga forskot og innbyrðis viðureignir á næstu lið. Við fórum aðeins af sporinu rétt fyrir jól og töpuðum þar tveimur leikjum í röð, þar fór takturinn aðeins úr liðinu. Ef það hefði ekki verið fyrir þann slæma kafla værum við líklega
búnir að tryggja okkur heimavallarétt í úrslitakeppninni þótt enn séu tíu leiki eftir í deildinni.“ Persónulega hefur gengið vel hjá Herði. „Ég kom hingað út og átti að vera varamaður, það hefur gerjast þannig að ég vann mér sæti í byrjunarliðinu og hef byrjað alla leiki nema fjóra,“ segir Hörður sem jafnan er vanur að setja markið hátt. Þú ert vanur að setja þér markmið, hver eru þín markmið hjá þessu liði? „Mitt fyrsta og helsta markmið er að komast upp með liðinu. Það væri mjög stórt skref fyrir ferilinn að spila í Bundes-deildinni á næsta ári. Svo eru ýmis lítil markmið sem ég hef sett mér sem ég hef ýmist náð eða er enn að vinna að,“ segir Hörður sem er þekktur fyrir vinnusemi sína og gríðarlegan metnað. Hann segist stefna á það að klára tímabilið með liðinu en hann hefur ekki enn lokið heilu tímabili á erlendri grundu þrátt fyrir að hafa farið tvívegis utan á yngri árum. Allt er þá þrennt er 17 ára gamall fluttist Hörður til Kanaríeyja þar sem hann hugðist hefja atvinnumannaferil sinn en á þeim tíma var Hörður eitt mesta efni sem Ísland hafði séð í áraraðir. Það fór ekki betur en svo að hann var engan veginn tilbúinn í heim atvinnumennskunnar og hélt heim eftir aðeins fimm mánaða veru á Spáni þar sem hann kláraði tímabilið með uppeldisfélagi sínu Fjölni. Næsta tímabil ákvað Hörður að söðla um og gekk til liðs við Njarð-
vík eftir misheppnaða tilraun til að komast að hjá liði á Ítalíu. Hörður lýsir því tímabili sem því furðulegasta sem hann hafi upplifað í körfuboltanum. „Ég eignaðist nokkra af mínum bestu vinum í Njarðvík og kynntist einnig unnustu minni þar. En inni á vellinum var þetta án efa slakasta tímabil mitt hingað til,“ segir Hörður en þrátt fyrir slakt tímabil var honum boðinn samningur á Spáni eftir tímabilið sem hann þáði. Það gekk hins vegar ekki upp og að lokum var Hörður látinn fara frá félaginu eftir stutta dvöl. Við það mótlæti umturnaðist líf Harðar. Hann áleit sjálfan sig ekki nógu góðan til að spila á atvinnumannastigi. „Ég ákvað að gera allt sem ég gæti til þess að ég myndi b æ ð i aldrei upplifa þessa tilfinningu aftur og til þess að sanna fyrir þeim sem ráku mig að þarna hefðu þeir gert mikil mistök.“ Hörður setti sér því 10 ára markmið. Hann ákvað strax frá fyrsta degi að hann ætlaði sér að leika þrjú ár heima og undirbúa sig, bæði líkamlega, andlega og tæknilega fyrir atvinnumennskuna. Hann gekk því næst til liðs við Keflavík, sem hann segir vera bestu ákvörðun á sínum körfuboltaferli. „Núna er ég á fjórða ári í mínum markmiðum. Eins og er þá er ég á pari, kominn út eins og ég ætlaði mér. Auðvitað hafa komið upp nokkrir hlutir sem hafa ekki gengið upp, eins og t.d. ætlaði ég mér að hafa unnið Íslandsmeistaratitil nú þegar. En það gekk ekki, enda ganga ekki öll markmið upp,“ segir Hörður. Lækkuðu meðalaldurinn í bænum töluvert Það er margt auðveldara heldur en þýska tungumálið að mati Harðar en hann hefur náð tökum á setningum og orðum en þó ekki eins hratt og hann hefði viljað. „Vonandi kemur hún nú fljótlega ef ég verð hér aftur næsta tímabil,“ segir Hörður en hann segir lífið í bænum oft á tíðum vera full rólegt. „Það eru um 30 þúsund manns sem búa hér og með tilkomu mín og Hafdísar lækkaði meðalaldurinn talsvert í bænum. Annars er bærinn mjög vingjarnlegur og fólkið hérna er tilbúið að gera allt fyrir mann. Þannig að við höfum vanist þessu ágætlega en betra væri að hafa aðeins meira að gera á frídögum og milli æfinga.“
Kærustuparið Hörður og Hafdís njóta sín í Þýskalandi
Unnustan gerir allt auðveldara Hvernig er þessi dvöl búin að vera frábrugðin því þegar þú hefur áður farið út? „Ég hef enst hérna,“ segir Hörður
í léttu gríni en hann telur sjálfan sig vera töluvert breyttan frá því að hann reyndi fyrir sér sem atvinnumaður áður fyrr. „Það sem ég tel vera mest frábrugðið er í rauninni ég sjálfur. Ég hef þroskast mjög mikið, bæði sem leikmaður og manneskja síðan ég var seinast úti. Ég vann markvisst að því að gera mig tilbúinn í nokkur ár og það virðist hafa skilað sér nokkuð vel, allavega kann ég mjög vel við mig hérna og þeir eru sáttir við það framlag sem ég veiti þeim,“ en Hörður fór ekki einn í þetta skiptið eins og áður. „Að hafa Hafdísi hér hjá mér er líka ómetanlegt, hún gerir allt mun auðveldara heldur en það væri ef ég væri hér einn, og er ég henni ævinlega þakklátur fyrir að hafa komið með mér og hjálpað mér að láta einn af mínum draumum verða að veruleika.“ Hvernig er körfuboltinn þarna úti? „Körfuboltinn er mjög frábrugðinn því sem maður hefur vanist heima og það tók mig tíma að venjast boltanum hérna. Þetta er mun agaðri körfubolti hérna, vel skipulagður bæði sóknarlega og varnarlega. Við förum t.d. vel yfir hvern einasta andstæðing og eyðum 2-3 dögum í hverri viku að fara yfir kerfi andstæðingsins og hreyfingar leikmannanna þeirra. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef tekið þátt í svona miklum undirbúning fyrir hvern einasta leik og mér finnst það mjög spennandi,“ segir Hörður sem augljóslega kann vel við sig í umhverfi atvinnumannsins en hann hefur lengi sóst eftir þessu tækifæri. Andrúmsloftið eins og í úrslitakeppni í hverri viku Deildin er mun sterkari en Hörður bjóst við. Flest lið eru með 4-5 Kana en reyndar er regla í deildinni sem setur þau takmörk að tveir Þjóðverjar verða að vera inná hverju sinni. „Leikmennirnir hér
23
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagurinn 2. FEBRúar 2012 eru töluvert hávaxnari en heima þannig að maður þurfti að aðlaga leik sinn töluvert að því með því að klára hraðar svo að stóru mennirnir komist ekki að boltanum. Annars þarf maður einfaldlega bara að fara hærra til að klára færin,“ en Hörður er þekktur fyrir að vera mikill háloftafugl þrátt fyrir að gegna jafnan stöðu leikstjórnanda og vera ekki ýkja hár í loftinu, svona eins og gengur og gerist hjá körfuboltamönnum en Hörður nær þó 1. 94 cm. Það eru að jafnaði að mæta um 3000 manns á leiki hjá MBC og Hörður lýsir stemningunni líkt og þar sé ávallt úrslitakeppni eins og við þekkjum hér heima. „Stemningin á heimaleikjum á það til að vera svakaleg, maður er í raun að spila í úrslitakeppnis andrúmslofti í hverri viku. Umgjörðin er til fyrirmyndar, klappstýrur, lukkudýr, grill og með því á öllum leikjum. Svo er seldur varningur tengdur liðinu á leikjum s.s.: treflar, búningar, fánar og margt fleira. Hafdís ekki mikið fyrir að sitja heima Hafdísi unnustu Harðar líður mjög vel úti en það hefur hins vegar verið ágæt áskorun að finna eitthvað að gera hérna fyrir hana þar sem hún er ekki mikið fyrir það að sitja heima að sögn Harðar. Hún stefnir á að byrja í fjarnámi við Bifröst næsta haust þar sem er tekið mikið tillit til aðstæðna. Hafdís fékk vinnu í fatabúðinni Hollister og er að byrja þar eftir helgi. „Þar sem bærinn er mjög lítill þekkjast allir og er komið ótrúlega vel fram við okkur, Hafdís æfir til dæmis frítt í mjög flottri æfingastöð fyrir konur og hefur verið dugleg að mæta þangað. Við erum annars dugleg að kikja til Leipzig sem er borg hálftíma frá okkur á frídögum og gera eitthvað saman. Þar sem við erum einstaklega heppin með fjölskyldu og vini þá höfum við verið með gesti í hverjum mánuði frá því við fluttum
útspark
Ómar Jóhannsson
Hætt á toppnum Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. Það getur verið erfitt að hætta einhverju sem er skemmtilegt. Einhverju sem þú hefur stundað í 20-30 ár. Ef þú spilar íþróttir í efstu deild hér á landi eða hvar sem er í heiminum svo sem, þá leggur þú mikinn tíma í það. Þú æfir flesta daga vikunnar eða spilar leik, nánast allann ársins hring. Þú hittir liðsfélagana meira heldur en fjölskylduna þína. Menn fara í vinnuna eða skólann, þaðan á æfingu og svo er komið heim, bara til að gúffa í sig kvöldmat og koma krökkunum í háttinn. Liðsfélagar skiptast á sögum í klefanum. Fara svo út og hlaupa saman í rigningunni, tækla hvorn annan og faðmast ef einhver skorar. Svo er farið saman í sturtu eftir þetta allt saman. Þetta verður ansi náið samband oft á tíðum. Þetta verður ekki bara hluti af lífi manns heldur er þetta lífið manns. Íþróttin verður hluti af persónuleika þess sem stundar hana.
Hörður áritar bolta fyrir áhorfendur út og eru fleiri heimsóknir bókaðar á næstunni. Svo tíminn hefur verið ótrúlega fljótur að líða og minnum við okkur reglulega á að njóta þess að vera hérna saman.“ Vægi útlendingana komið út í öfgar Hörður fylgist með gangi mála í körfunni á Íslandi en hann reynir alltaf að sjá leik á netinu í hverri umferð. „Þar sem Keflavík er ekki með beinar útsendingar verður maður að sætta sig við að horfa á önnur lið,“ segir Hörður sem styður jafnan Keflvíkingana. „Ég verð nú að segja að ég fylgist mest með Keflavík og styð þá. En annars fylgist ég vel með Fjölni þegar Hjalti bróðir er að spila.“ Hann segir deildina vera mjög jafna og spennandi. „Mér finnst reyndar vægi útlendinganna komið út í öfgar, lítið er um Íslendinga sem eru í afgerandi hlutverkum í sínum liðum.“
Fer vel um ykkur þarna? „Íbúðin sem við fengum er mjög fín og höfum við reynt að gera hana að okkar með að setja myndir og annað að heiman. Við fengum einnig nýjan bíl og gerir liðið hérna allt til að láta okkur líða vel. Þegar eitthvað hefur bilað eða eitthvað vantar er búið að laga það samdægurs. Okkur hefur gengið vel að komast inn í menninguna hérna þar sem allt er mun agaðara, t.d eru engar búðir opnar lengur en til 10 á kvöldin og allt er lokað á sunnudögum sem eru fjölskyldudagar hérna.“ Ertu búinn að kynnast liðsfélögunum vel, gerir liðið eitthvað saman? „Ég hef kynnst öllum þokkalega. Við höfum gert margt saman, við höfum mest verið með Könunum í liðinu, aðallega þeim sem eru með kærustur með sér. Við höfum t.d. haldið Thanksgiving saman, fagnað nýju ári, og boðið að borða til skiptis. Síðan bara þetta venjulega, Playstation við og við og þess háttar.“ Hvernig sérðu framhaldið þarna hjá þér? „Ég samdi hér til þriggja ára. Eins og er, erum við bara að einblína á þetta tímabili, að koma liðinu upp, svo sér maður til hvað gerist í framhaldinu,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Þegar ég fór í uppskurð vegna meiðsla á öxl þá missti ég nánast af heilu fótboltasumri. Þá var ég 28 ára og ég og konan mín áttum von á okkar öðru barni. Það sumar ferðaðist ég um landið í fyrsta sinn á ævinni í sumarfríinu mínu. Í fyrsta sinn ótengt fótbolta það er að segja. Ég ætti auðveldara með að finna fótboltavöllinn á Siglufirði en Gullfoss. Þá tel ég ekki með verslunarmannahelgina sem við fáum oftast frí frá boltanum heila helgi takk fyrir! Hef farið í einhver minna gáfuleg ferðalög þá helgi sem þarf ekki að skrifa um. Þetta á alls ekki að vera neitt væl, heldur bara dæmi um tíma sem fer í íþróttir hjá fólki. Ég man þegar ég var í grunnskóla. Þá voru krakkar sem æfðu sund búin með eina æfingu áður en þau mættu í skólann. Mér þótti það afrek að vakna í skólann. Þetta leggja sundmenn á sig sem vilja ná árangri og margt fleira. Það getur verið ansi erfitt að hætta einhverju sem hefur verið svona stór hluti af lífi þínu í svo mörg ár. Ég skil vel að mörgum tekst ekki að hætta í fyrstu tilraun. Það getur verið meira en að segja það að fylla upp í það tómarúm sem íþróttin skilur eftir sig. Það er ekki að ástæðulausu sem að mikið er fjallað um þunglyndi hjá fyrrverandi knattspyrnumönum á Englandi þessa dagana. Oft er talað um að menn eigi að hætta á toppnum. Það er kannski það vitlausasta sem ég hef heyrt. Hverjum dettur í hug að hætta einhverju þegar það er sem skemmtilegast? Spurning að Lionel Messi fari að segja þetta gott 24 ára gamall. Unnið allt sem hann getur með félagsliðinu sínu og var valinn besti leikmaður heims í þriðja sinn um daginn, toppiði það! Hvernig veistu hvenær þú ert á toppnum annars? Ekki margir sem sjá inn í framtíðina. Back to the future var ekki sannsöguleg mynd, því miður. Ég er ekki farinn að sjá fyrir endann á mínum ferli ennþá, þó að ég hafi skemmt mér vel í mínu eina sumarfríi hingað til. Sem betur fer eru líka leikmenn sem hætta við að hætta eftir að hafa hætt of snemma (prufið að segja þetta 5 sinnum hratt). Fátt skemmtilegra en að sjá góðan leikmann koma með vel heppnað “comeback”. Nú ef það verður ekki jafn vel lukkað og ætlunin var þá veit maður í það minnsta að það ver rétt ákvörðun að hætta. Í versta falli þá hittirðu gömlu félagana aftur og kemst með þeim í sturtu.
Meira sport á vf.is
VIÐTALSTÍMI ÞINGMANNA HREYFINGARINNAR Systurnar Helga og Hafdís með Hörð á milli sín
ÍSLENSKA GÁMAFÉLAGIÐ ÆTLAR AÐ BJÓÐA STUÐNINGSMÖNNUM FRÍTT Á LEIK KEFLAVÍKUR OG VALS
FIMMTUDAGINN 2. FEBRÚAR KL. 19:15
Við, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, þingmenn Hreyfingarinnar, verðum með viðtalstíma á Hótel Keflavík, Vatnsnesvegi 12,
MÁNUDAGINN 6. FEBRÚAR, FRÁ KL. 17:00 TIL 19:00. SJÁUMST!
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is
Fimmtudagurinn 2. febrúar 2012 • 5. tölublað • 33. árgangur
FIMMTUDAGSVALS Valur Ketilsson skrifar
Þ
Leyndarmál í vestri
essa stundina er ég staddur í henni stóru Ameríku. Get ekki sagt að hún heilli mig sérstaklega, en mikið djöfull er hún stór. Hér er líka allt stórt. Smáa hluti færðu eiginlega ekki, nema leita vel. Það var svo sem ekki tilgangur ferðarinnar, að leita að einhverju smáu, heldur öðru. Finna leyndarmálið að svolitlu, sem ég get ekki sagt ykkur frá. Lak því reyndar heima fyrir, svo ég færi með friði. Indíánarnir reyktu jafnan friðarpípu til að ganga frá slíku, ég lét mér nægja að setja upp gamalkunnan svip, sem aldrei svíkur.
H
ér er líka allt önnur menning, sem við Evrópubúar könnumst við en brúkum að minnsta kosti minna. Sífellt verið að þakka manni fyrir að vera til. Vinsamlega komdu aftur. Þakkir fyrir viðskiptin. Skiptir ekki máli þó þú kaupir þér kaffibolla, þér líður eins og lávarði á Laugaveginum. Þér er þakkað innilega fyrir komuna á Starbuck‘s og boðinn hjartanlega velkominn aftur. Ég mátti líka segja vinum mínum og ættingjum frá þeim. Já, já, þetta var nú bara kaffibolli! Róa sig!
E
n nú er ég sem sagt kominn á kaf í viðskipti, sem landanum mun líka. Ég lofa því! Kallinn kominn á kreik og nú er bara að velja réttu græjurnar. Lendar, læri, mál og vog. Ilmur, angan, útlit, fas. Eruð þið nokkru nær? Ekki ég. Þetta er allt of mikið fyrir skrifstofublókina. Hér er allt of mikið til, allt of mikið að velja, allt of mikið af öllu. Held þó að þetta sé allt á réttri leið. Kemur allt í ljós. Allsherjar dulúð yfir þessu öllu!
V
erð þó að viðurkenna, að ég mun læra mikið af þessari ferð. Kaninn alltaf samur við sig. Kann að hantera hlutina betur en við. Allt niðurneglt í bókum og fræðum, sem gera þarf. Búinn að greina manneskjuna út í hörgul. Hvernig við bregðumst við áreiti í sölumennsku, hvernig við viljum versla og hvað hugurinn girnist. Saklausi sveitapilturinn úr víkinni getur ekki annað en hrifist. Velti því þó fyrir mér, að sennilega er ég best geymdur heima. Lesið eldri pistla á http://www.vf.is/fimmtudagsvals/
Gondólafæri á Hafnargötu Hafnargatan var eins og Feneyjar norðursins undir lok síðustu viku. Þegar veðurguðirnir höfðu leyst niður um sig og látið vaða úr blöðrunni eftir einn mesta snjóakafla í áratugi, þá var ekki að spyrja að því. Það fór allt á syngjandi kaf í leysingavatni, Hafnargatan varð eins og árfarvegur og allt safnaðist vatnið fyrir á einum stað neðarlega á götunni. Vopnaðir skóflum og stórvirkri vinnuvél tókst að brjóta klaka af niðurföllum og koma leysingavatninu til sjávar. Flestir vonast nú til að snjóþyngslum og leysingum sé lokið. Febrúar er hins vegar rétt að ganga í garð og allra veðra von. Hraustlegar febrúarlægðir eru þekktar og gott ef það er ekki tími kominn á a.m.k. eins svoleiðis. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Stórútsala skór
K-vörur Allar úlpur 30% 30% 20%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
50%
30%
30%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR