5. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 3. febrúar 2011 Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi
Umfangsmikil leit
L
ögregla og björgunarsveitarmenn hafa fundið Frank Dalgarno Mcgregor sem lýst hafði verið eftir. Fjölmenn leit að manninum hófst á Suðurnesjum í fyrrinótt og lauk henni um hádegið í gær. Þá voru um 80 björgunarsveitarmenn að störfum í Sandgerði. Nánari upplýsingar um málið var ekki að hafa hjá lögreglu þegar blaðið fór í prentun skömmu eftir hádegið í gær.
Mikil samstaða kvenna á Suðurnesjum S
amstaða kvenna á Suðurnesjum hefur vakið athygli en í september komu rúmlega 100 konur saman til að stofna SKASS, Samtök kraftmikilla, alvöru, skapandi Suðurnesjakvenna. SKASS eru opin samtök fyrir konur á Suðurnesjunum. Tilgangurinn er að efla tengslanet kvenna á svæðinu, fræðast og fræða, efla okkur sjálfar og um leið hvor aðra og styðja konur á Suðurnesjunum til dáða í námi og starfi. Konurnar bættu um betur á þriðjudagskvöldið þegar þær fjölmenntu í Frumkvöðlasetrið á Ásbrú þar sem var fjölbreytt dagskrá og kynningar. - Nánar á vf.is.
HÁDEGISTILBOÐ ALLA ALLA VIRKA VIRKA DAGA DAGA FRÁ FRÁ 11:30 11:30 -- 14:00 14:00
MATUR, GOS OG KAFFI AÐEINS KR. 1290,-
Das Auto.
Nýttu þér kosti metans með Volkswagen. Metan er innlendur og umhverfisvænn orkugjafi sem er helmingi ódýrari en bensín.
FRÁBÆR TAKE AWAY TILBOÐ! Konur af Suðurnesjum troðfylltu Frumkvöðlasetrið að Ásbrú á þriðjudagskvöldið og tóku þar þátt í fyrirlestrum og kynningum margskonar.
Hafnargata 39 - 421 8666
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |
K. Steinarsson – Njarðarbraut 13 420 5000 - heklakef@heklakef.is
Grillaður KjúKlinGur og 2l Coke
998kr
Pissaði fyrir lögguna
DAGUR LEIKSKÓLANS Dagur leikskólans 6. febrúar er nú haldinn í fjórða sinn. Dagurinn er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitafélaga og Heimilis og skóla. Af þessu tilefni verður opið hús í leikskólanum Holti föstudaginn 4. febrúar kl. 10:00 - 11:00. Yfirskrift dagsins verður Gleði-Virðing-Sköpun og Þekkingarleit sem eru jafnframt einkunnarorð leikskólans Holts. Gestum er boðið að koma og njóta leikskólastarfsins með börnum og kennurum. Viljum við sjá sem flesta koma og kynna sér það fjölbreytta starf sem fram fer í leikskólanum.
30 KM HÁMARKSHRAÐI AKIÐ VARLEGA Reykjanesbær minnir á 30 km hámarkshraða í íbúahverfum. Umhverfis- og skipulagssvið
ER NÁGRANNAVARSLA Í ÞINNI GÖTU? Reykjanesbær minnir á nágrannavörslu þar sem íbúar geta gert samkomulag um vöktun í sinni götu. Hvernig tek ég þátt? Til þess að taka þátt þarf undirskriftir allra íbúa í götunni og er hún og húsin þá merkt sérstaklega nágrannavörslu. Nágrannavarsla felur í sér að tilkynna til lögreglu um grunsamlega hegðun í götunni en íbúar geta gert með sér samkomulag um eðli nágrannavörslunnar í hvert sinn. Hafið samband usk@reykjanesbaer.is Góður granni er áhrifaríkasta afbrotavörnin!
BÓKASAFN Áttu ennþá gamla myndbandstækið þitt? Leiga á myndbandsspólu kostar ekki krónu. Bókasafn Reykjanesbæjar -heilsulind hugans
L
ögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ungan ökumann í Reykjanesbæ rétt eftir miðnætti á mánudagskvöld. Maðurinn gaf þvagsýni, að beiðni lögreglu, og í því kom í ljós að hann hafði neytt kannabisefna í nokkru magni.
Hákarl í hringtorgi
Þ
að var óvanalegur gestur sem stoppaði á hringtorginu á mótum Njarðarbrautar og Bólafóts í Njarðvík á mánudagsmorgun. Um fjögurra metra hákarl lá á götunni eftir að hafa runnið af pallbíl. Ökumaður pallbílsins gætti ekki að sér og tók sennilega of krappa beygju á hringtorginu þannig að hákarlinn rann af pallinum. Hákarlinn var hífður með lyftara upp á pallbílinn og nú skyldi ekið varlegar svo hann kæmist til verkunar. Það heyrir líka til tíðinda að á sama tíma og hákarlar eru að bíta og éta fólk við strendur Ástralíu eru Íslendingar að bíta í og éta hákarl á Íslandsströndum. Svona getur lífið hjá hákörlum verið misjafnt á suðurhveli og norðurhveli jarðar. VF-Mynd/siggijóns
Þrennt í jeppa sem valt
J
eppabifreið valt á Grindavíkurvegi á níunda tímanum á mánudagskvöld. Sjúkrabílar frá Grindavík og Reykjanesbæ voru sendir á slysstað en þrennt var í bílnum sem valt. Slysið varð á móts við Seltjörn, en þar hafði talsverð hálka myndast, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki en jeppinn er mikið skemmdur eftir veltuna.
Stofna atvinnuþróunarskrifstofu fyrir Suðurnes N
ý atvinnuþróunarskrifstofa fyrir Suðurnes er að verða að veruleika. Þetta upplýsti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra við afhendingu styrkja vegna vaxtarsamnings Suðurnesja í Reykjanesbæ á dögunum. Samþykkt hefur verið í ríkisstjórn að stofna til skrifstofunnar í samvinnu við Samband
sveitarfélaga á Suðurnesjum. Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS, sagði í samtali við Víkurfréttir að fulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum fari til fundar við forsætisráðuneytið í vikunni vegna málsins. Ekki er vitað hversu stór skrifstofan verði eða hversu mörg störf verða við hana.
Góðar ábendingar! Lumar þú á ábendingu um áhugaverða frétt eða annað efni í blaðið. Sendu okkur línu á vf@vf.is eða hringdu í síma 421 0002 hjá fréttadeild Víkurfrétta.
VELFERÐARÞING Í KEFLAVÍKURKIRKJU kl. 12:30 hefst velferðarþing í Kirkjulundi, en það hefur verið árlegur viðburður í safnaðarstarfinu frá árinu 2009. Eftirtaldir koma fram: Edda Heiðrún Backman, leikkona ávarpar þingið og fjallar hún um innri styrk í mótlæti. Ragnheiður Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri kærleiksþjónustunnar á biskupsstofu ræðir um heimsóknarþjónustu í söfnuðum. Lovísa Lilliendahl, verkefnisstjóri hóps á vegum velferðarráðuneytisins ræðir um framtíðarsýn í verkefnum á Suðurnesjum. Veittar verða viðurkenningar til þeirra fyrirtækja og hópa sem styrkt hafa Velferðarsjóðinn á síðasta ári. Allir eru velkomnir
Keflavíkurkirkja 2
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
5 ára ábyrgð
Þvottavél
parke Eikar plast
EWF 106410W 1000 sn, 6kg
t
85x60x60 cm. 1805650
1.190kr/m
2
Fylgir öllum a þvott vélum
LÆGS LÁGA TA VERÐ HÚSA S
Eik 3ja stafa
6mm Plastparket frá Egger Austurríki, fæst líka í Hnotu
64.900,-
MIÐJ UNN AR*
LÆGS LÁGA TA VERÐ HÚSA S
146956
LÆGRA VERÐ
MIÐJ UNN AR*
Í ÖLLUM HELSTU VÖRUFLOKKUM 4.995,-
Sturtuhaus
LÆGS LÁGA TA VERÐ HÚSA S
990,-
Temrit / Kim 8016007
LÆGS LÁGA TA VERÐ HÚ SASM IÐJU NNA R*
SASM IÐJU NNA R*
Útiljós
PowerPlus. Ryksugar bæði ryk og vatn. 1200W, 20 ltr. 5247007
7.849,-
MIÐJU NNA R*
LÆGS LÁGA TA VERÐ HÚ SASM IÐJU NNA R*
Innimálning hvít 10 ltr, gljástig 10 7119961
BÍLAR VÖRU U Í MIKL I A ÚRV L
1.990,LÆGS LÁGA TA VERÐ HÚ
Ryksuga
Gufustraujárn 1600W
1840861
2.999 Olía
2.490,-
LÆGS TA LÁ
10W-40, VE GA RÐ 5 ltr 5023101
LÆGS LÁGA TA VERÐ HÚ
HÚSA SMIÐ JUNN AR*
Marika
SASM IÐJU NNA R*
6000770
AÐEINS BROT AF ÚRVALINU! KYNNTU ÞÉR LÆGSTA LÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR. *Vörur merktar “Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar” er lægsta verð sem Húsasmiðjan býður á viðkomandi vörum á hverjum tíma. Húsasmiðjan leggur sig fram um að bjóða alltaf lágt verð en ábyrgist ekki að “Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar” sé alltaf lægsta verð á markaðnum. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 3. FEBRÚAR 2011
3
AÐALSKIPULAG
Tilkynning frá Spkef sparisjóði
V
Samþykkt bæjarstjórnar á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur samþykkt Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 2008-2024. Í samþykktu skipulagi eru gerðar nokkrar breytingar á auglýstri skipulagstillögu til að koma til móts við framkomnar athugasemdir. Helstu breytingarnar felast í: að sameinuð eru gatnamót við nýtt atvinnusvæði á Miðnesheiði, settir ítarlegri skilmálar um hæðir bygginga í nágrenni ratsjárstöðvarinnar, áfangaskiptingu byggðar á svokölluðum Suðurreit og við Nátthaga, og göngutenging yfir Leiruna er felld út. Bæjarstjórn hefur sent Skipulagsstofnun samþykkt skipulag skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Sandgerðisbæjar. Bæjarstjóri Sandgerðisbæjar
Þarftu að auglýsa? síminn er 421 0001
egna þeirrar umræðu sem verið hefur í fjölmiðlum undanfarna daga vilja ný stjórn og nýr sparisjóðsstjóri Spkef sparisjóðs taka eftirfarandi fram: Nauðsynlegt er að aðgreina á milli aðila þegar fjallað er um lánveitingaákvarðanir Sparisjóðs Keflavíkur. Þann 22. apríl 2010 var nýr sparisjóður reistur við undir merkjum Spkef sparisjóðs. Rannsókn stendur nú yfir af hálfu Fjármálaeftirlitsins (FME) á gamla Sparisjóði Keflavíkur og sinnir PWC þeirri rannsókn fyrir hönd FME. Stjórn og sparisjóðsstjóri nýja Spkef telja nauðsynlegt að bíða endanlegra niðurstaðna rannsóknar FME til að fá heildarmynd af starfsemi gamla Sparisjóðs Keflavíkur áður en hægt er að fella einhverja dóma byggða á umfjöllun fjölmiðla. Allir hlutaðeigandi hljóta þó að telja eðlilegt að slík skoðun fari fram. Það er mikilvægt í þeirri umræðu sem verið hefur undanfarið í fjölmiðlum að allir þeir aðilar sem til skoðunar eru vegna starfsemi gamla Sparisjóðs Keflavíkur njóti sannmælis og sanngirni. Stjórn hins nýja Spkef sparisjóðs vill taka það fram að hvorki hún né stjórnendur nýja sjóðsins eru beinir þátttakendur í þeirri rannsókn. Þá hafa málefni nýja Spkef sparisjóðs, sem endurreistur var, einnig verið til umfjöllunar. Þeirri endurreisn miðar vel áfram. Umtalsverð vinna hefur verið lögð í endurskipulagningu á starfsemi sparisjóðsins, á endurútreikningum á íbúðarlánum, stofnfjárlánum, erlendum lánum og endurskipulagningu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þá hefur skipulag sjóðsins verið endurskoðað og dregið hefur verið úr kostnaði. Unnið er að því hörðum höndum að stilla upp stofnefnahagsreikning nýs sparisjóðs með það fyrir augum að leiða í ljós endurfjármögnunarþörf hans. Er þá meðtalinn skuldbinding ríkisins vegna innistæðna og mismunur á milli skulda og eigna. Áréttað skal að allar innistæður í sparisjóðum og útibúum þeirra eru að fullu tryggðar, í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þess efnis. Niðurstaða vinnunnar við endurskipulagninguna mun liggja fyrir í lok febrúar. f.h. stjórnar SpKef Ásta Dís Óladóttir, formaður f.h. SpKef Einar Hannesson, sparisjóðsstjóri
STAÐA FYRIRTÆKJA Á REYKJANESI
HVAÐ GERUM VIÐ?
Samtök a
HV
SAMTÖK ATVINNUREKENDA Á REYKJANESI BOÐA TIL OPINS FÉLAGAFUNDAR Á RÁNNI MÁNUDAGINN 7. FEBRÚAR, FRÁ KL. 18:00 - 19:30.
DAGSKRÁ:
Kísilmálm
Yfirferð framkvæmdastjóra: · Hvað hefur SAR gert fyrir meðlimi sína frá stofnfundi 2010? · Hvernig komum við okkur út úr þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin í atvinnumálum Reykjaness? Umræður fundarmanna um sameiginlega niðurstöðu fundar: · Almenn umræða! · Hvað er til ráða?
Fundurinn er öllum opinn!
SAR hvetur meðlimi sína og alla þá er áhuga hafa á atvinnumálum að mæta og sýna samstöðu! 4
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR
SAR SAMTÖK ATVINNUREKENDA Á REYKJANESI
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
Þarfnast fyrirtæki þitt �járhagslegrar endurskipulagningar? WWW.LSFINANCE.IS
Við aðstoðum fyrirtæki þitt við að komast á Beinu brautina
Kynntu þér málið frekar á WWW.LSFINANCE.IS
Hönnun: LS Finance
Hvað er Beina brautin?
Beina brautin er samkomulag um úrvinnslu skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Markmið samkomulagsins er að �lýta fyrir �járhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja. Samkomulagið tekur mið af fyrirtækjum í �járhagsvanda sem skulda allt að 1.000 m.kr. Gert er ráð fyrir að tillögugerð um �járhagslega endurskipulagningu fyrirtækja verði lokið fyrir 1. júní næstkomandi.
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 3. FEBRÚAR 2011
5
Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.
Ritstjórnarpistill Víkurfrétta
Viljum við sparisjóð?
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Sigurður Jónsson, sími 421 0004, siggi@vf.is Auglýsingadeild: Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Útlit, umbrot og prenvistun: Víkurfréttir ehf. Auglýsingagerð: Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is og Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is E R F I S ME HV og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is R M Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Upplag: 8500 eintök. 141 776 Dreifing: Íslandspóstur PRENTGRIPUR Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Þ
að er erfitt að skrifa eða tala Sparisjóðnum til varnar þessa dagana í ljósi ömurlegra frétta sem RÚV hefur sagt frá núna nokkrum sinnum. Eða hvað? Ef við viljum hafa sparisjóð áfram á Suðurnesjum þá er ljóst að Suðurnesjamenn verða að standa saman um framtíð hans. Ef við ætlum að tryggja það verðum við að hætta að horfa í baksýnisspegilinn og horfa fram á við. Þetta er erfitt fyrir marga sem eru sárir og svekktir eftir að hafa tapað fé við gjaldþrot Sparisjóðsins í Keflavík. Horfa upp á þá ömurlegu staðreynd og horfa á sama tíma á fréttir dag eftir dag um klúður í rekstri gamla sparisjóðsins. Sá sem þetta ritar var í hópi þeirra sem átti stofnfé í Sparisjóðnum sem nú er glatað. Og er
KI
U
Páll Ketilsson, ritstjóri
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
líka sár og svekktur. Við skulum samt ekki gleyma því að sýna skal aðgát í nærveru sálar þegar rætt er um stjórnendur gamla sjóðsins. Þeir vissulega gerðu mörg mistök og hér er ekki verið að draga fjöður yfir það. Rannsókn stendur yfir á gamla Sparisjóðnum og mun leiða sannleikann í ljós í þeim efnum. Við skulum þó ekki gleyma því að margir nutu þess á ýmsan hátt þegar vel gekk á góðærisárum SpKef. Þegar gamli Sparisjóðurinn fór yfir um voru margir sem töluðu um að endurnýja þyrfti í stjórnendateymi. Það var gert. Nýr sparisjóðsstjóri og nýtt fólk stendur nú að mestu leyti í brúnni. Ef við viljum að nýr sparisjóður verði öflugur sjóður Suðurnesjamanna eins og hann hafði verið í eina öld áður en ósköpin dundu yfir, þá verðum við að standa saman og styðja við þá baráttu. Eitt helsta markmið í rekstri sparisjóðsins, eitt af gömlu
gildunum, fyrir utan að veita góða bankaþjónustu, – er að vera samofinn samfélaginu í blíðu og stríðu. Styrkja íþróttir og menningu og veita einstaklingum og fyrirtækjum fjárhagslega fyrirgreiðslu eins og hægt er. Það vita allir sem til Sparisjóðsins hafa leitað að þar eru önnur viðbrögð við styrkbeiðnum en hjá viðskiptabönkunum. Þar gilda önnur viðskiptaleg gildi. Þannig hefur það verið. Samkeppni er til góðs og nýr sparisjóður þarf að geta keppt við viðskiptabankana. Það má ekki gleyma því að fólk tapaði peningum á falli þeirra líka. Fall þeirra var upphaf hrunsins á Íslandi. Ef við viljum að nýr sparisjóður fái tækifæri á að lifa sem lang flestir eru líklega sammála um, skulum við sýna það í verki og leggja til hliðar það sem liðið er og byggja saman sterkan sjóð sem getur þjónað fólki og fyrirtækjum á svæðinu.
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 10. febrúar. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Björn Björnsson - minning
Framhaldsnámskeið í bridge
F
ramhaldsnámskeið í bridge fyrir þá sem vilja bæta sig í þessu skemmtilega spili. Á námskeiðinu læra þátttakendur áfram að nýta sér það sem þeir lærðu í byrjendanámskeiðinu og lögð er mikil áhersla á að hafa fleiri spilaæfingar. Höfð verður sú breytni á að þátttakendur borgi 500 krónur í hvert skipti sem þeir koma á námskeiðið og er áætlað að hafa þetta námskeið fram í miðjan maí. Eingöngu þeir sem eru skráðir á námskeiðið fá að mæta á þetta námskeið. Kennt verður á mánudagskvöldum í félagsheimili á Mánagrund kl. 19:00 til 22:00. Lágmark er 12 manns og hámark 20 manns. Leiðbeinandi er Hjálmtýr R. Baldursson. Tími: 7. febrúar fram í miðjan maí. Verð: 500 krónur í hvert skipti (kvöld).
Góðar ábendingar! Lumar þú á ábendingu um áhugaverða frétt eða annað efni í blaðið. Sendu okkur línu á vf@vf.is eða hringdu í síma 421 0002 hjá fréttadeild Víkurfrétta.
f. 12. maí 1960 - d. 22. janúar 2011
H
verfulleiki tilverunnar birtist í hinum ýmsu myndum og á stundu sem þessari, hugsum við um tilurð alls. Fyrir tæpum tveimur áratugum síðan stofnuðum við frændurnir veiðihóp, sem farið hefur reglulega á vit ævintýranna og notið samvista í náttúrunni við veiðar. Í dag horfum við á eftir leiðtoga okkar og leiðbeinanda, Birni Björnssyni. Það gerðist nefnilega ekkert af viti nema karlinn léti í sér heyra og setti stefnuna. Bræðurnir Björn og Ólafur oftast sammála um hvað gera skyldi fyrir hópinn. Við hinir fylgdum í humátt á eftir. Nutum leiðsagnar þeirra og velvildar og Björn ávallt í fararbroddi. Vöðlur, skór og stangir í boði ef við byrjendurnir misstum fótanna í veiðihamnum. Ófáar flugurnar sem hann hnýtti og stakk í boxið okkar þegar honum fannst það fátæklegt. Kenndi okkur fræðin í leiðinni og fangbrögðin. „Bússmann“ túpan
ómissandi í hvern túr! Vakti okkur á morgnana þegar þynnkan og þreytan gerði vart við sig hjá okkur svefnenglunum. „Ræs!“ glumdi í morgunsárið og við hlýddum eins og skólastrákar í sumarbúðum. Keypti verðlaunagripi til að styrkja sjálfstraustið hjá frændum sínum, stærsti fiskur, flestir fiskar, flugufiskurinn og maður ársins. Bikarar sem veittir voru á árshátíð og uppgjöri með frændakonum. Björn var samt ekki mikið fyrir að trana sér fram, nema til þess að herða okkur frændurna. Hann sýndi okkur og sannaði að hann var hörkutól og gerði óspart grín að okkur. Við höfðum þó á hann, að okkur fyndist hann full ýktur í frásögnum af eigin veiði og gripi alltof oft til skáldaleyfis í þeim efnum. Honum þótti vænt um þær athugasemdir og bætti frekar í en að draga úr, þegar um var rætt. Við nutum frásagnanna enn frekar fyrir
vikið. Gerðum óspart grín að hvorum öðrum með hans aðstoð. Tryggðum enn frekar frændskapinn og gerum enn. Ræktarsemi og hjálpsemi er ekki öllum gefin en sannarlega var það Birni hugleikið að sinna því af eljusemi. Fyrir vikið nutum við þess í hvívetna enda honum mikilsvert og samofið. Aldrei gerði hann upp á milli landshlutanna sem hann átti ættir að rekja til. Þegar við sunnanmenn þöndum okkar vegferð í dagsins erli og leik, var hann beggja blands og leysti það með prýði. Beitti okkur óspart norðlenskunni í stríðinu um hagsæld sveitarfélaganna, þegar honum fannst við „rembast eins og rjúpan við staurinn!“ Við munum sakna hans breiða faðms, hjartahlýju, dugnaðar, elju og fylgni. Vonandi höfum við lært af honum ýmislegt til eftirbreytni á vegferð okkar um landsins drauma og lindir. Án efa munum við halda merki hans á lofti um ókomin ár og í komandi ævintýrum. Minningin um frændsemi hans og góðan vilja mun lifa með okkur um aldur og ævi. Hafnamenn. siggi@vf.is
Spurning vikunnar // „Hefur atvinnuástandið hér á Suðurnesjum haft áhrif á þig og þína?“
Dagfríður Arnardóttir „Nei, sem betur fer ekki.“
6
Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir „Ekki á okkur. Höfum bara lifað gamaldags lífi og skuldum ekki neitt.“
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR
Jón Björgvin Stefánsson „Nei, ég vil bara hafa sem minnst að gera.“
Rut Sumarliðadóttir „Nei, ekki innan fjölskyldunnar.“
Friðjón Jóhannsson „Já, mög mikið í fjölskyldunni.“
Birna Ísaksdóttir „Nei, mitt fólk er með vinnu og erum við mjög heppin.“
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
Í leikskóla er gaman... Þ
íslenskt fæðubótarefni á n al l ra auk e fna
VÖÐVABYGGING
Holtsgötu 24 - 260 Reykjanesbæ Sími:421 5010
Valdimar syngur titillag í nýrri gamanmynd
M
emfismafía og Valdimar Guðmundsson hafa sent frá sér lagið Okkar eigin Osló sem er titillag nýrrar gamanmyndar í leikstjórn Reynis Lyngdal. Valdimar kemur frá Keflavík og er betur þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Valdimar. Þeir hafa verið að gera það gott í tónlistarbransanum um þessar mundir en Valdimar er einnig mikill básúnuleikari.
etta eru orð að sönnu, í leikskólanum á að ríkja gleði og gaman. Í mínum huga er gleði upphaf og endir alls starfs sem fram fer í leikskóla. Leikskólinn er stór hluti af tilveru fjölmargra barna og fjölskyldna þeirra. Leikskólinn er viðurkenndur sem fyrsta skólastig barnsins og mikilvægt fyrir hvern einstakling að upplifa leikskólann sem hluta af tilveru sinni. Á bernskuárum er leikur lífstjáning barns og mikilvægasta náms- og þroskaleið þess. Leikur er hornsteinn leikskólastarfsins og lífstjáning og gleðigjafi barns. Í leik lærir barn margt sem enginn getur kennt því. Í leik felst því mikið sjálfsnám, honum fylgir bæði gaman og alvara. Reynsluheimur barnsins endurspeglast í leiknum. Til þess að leikurinn geti þróast og eflst þarf barn upplifun, hugmyndaflug og efnivið. Hver leikskóli reynir að skapa barni nægan efnivið sem ýtir undir hugmyndaflug gleði og ánægju þess. Leikskólakennari þarf að vera næmur á andlegar og líkamlegar þarfir barnsins og fylgjast gaumgæfilega með börnum í leik. Þannig kynnist hann börnunum betur og getur áttað sig á hvað leikurinn kann að endurspegla. Það krefst fagmennsku að skapa börnum skilyrði til leiks og þroska. Börn dvelja að öllu jöfnu lengur við leik og störf ef leikskólakennari er nálægur. Návist kennarans veitir barni öryggi og stuðning. Með þátttöku í barnahópi — stórum eða litlum — öðlast barn margþætta félagslega reynslu. Það þarf að finna að það hafi hlutverki að gegna og tilheyri hópnum. Barn á að fá margvísleg tækifæri til að njóta samverustunda og gleðjast með öðrum. Leikskólakennarar í Reykjanesbæ eru mjög metnaðarfullir og leikskólarnir faglega reknir, þar er leitast við af fremsta megni að efla hvern einstakling og ýta undir hugmyndaflug barna. Við leikskóla Reykjanesbæjar starfar áhugasamur hópur kennara sem vill leggja sitt af mörkum til að efla samfélagið okkar. Skila út í samfélagið áhugasömu ungu fólki með réttlætiskennd og góð gildi. Það er
ekki sjálfgefið að leikskólar séu vel reknir og góðir skólar, því fer fjarri. Til að hægt sé að tala um góðan skóla þurfa að vera þar fyrir áhugasamir, umhyggjusamir og vel ígrundandi kennarar. Í hverjum skóla starfar fólk sem endurspeglar starf og gæði skólans. Við þurfum í samfélaginu okkar að hlúa vel að yngsta aldurshópnum og á krepputímum er enn meiri þörf en annars að leggja alúð við rekstur leik- og grunnskóla. Kennarar skóla þurfa að leggja mikið á sig til að halda uppi góðu skólastarfi og það ber að meta. Samfélagið þarf líka að leggja sitt af mörkum til að góðir skólar séu til staðar og ekki síður yfirstjórn bæjarfélagsins. Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn sunnudaginn 6. febrúar 2011. Dagurinn er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Þann 6. febrúar 1950 stofnuðu fumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmið með verkefninu er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla og mikilvæga starfi sem þar fer fram, hvetja til aukinnar umræðu um leikskólastarf og gera það sýnilegra. Þar sem dagurinn er á sunnudegi munu leikskólar landsins halda daginn hátíðlegan föstudaginn 4. febrúar. Í tilefni af Degi leikskólans ætlum við í leikskólanum Holti að opna skólann okkar og bjóða bæjarbúum að koma og njóta leikskólastarfsins með börnum og kennurum. Það verður opið hús föstudaginn 4. febrúar kl. 10:00-11:00 þar sem stöðvavinna verður í gangi og kynning á starfi í stöðvavinnu. Þær stöðvar sem verða í boði eru: -ljós og skuggar, -listasmiðja, -kubbasmiðja, -móasmiðja/gönguferð, -vísindakrókur, -leir, hlutverkakrókur. Við vonumst til að sjá sem flesta koma og kynna sér það fjölbreytta starf sem fram fer í leikskólanum. Kristín Helgadóttir, leikskólastjóri Holti
Áskorun um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja
J
óhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra hefur verið send áskorun til ríkisstjórnar Íslands um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar. Það eru þingmenn Suðurkjördæmis og allir oddvitar meirihluta og minnihluta á Suðurnesjum sem standa að áskoruninni. Nánar á vf.is.
Daglega nýjustu fréttir á vef Víkurfrétta, www.vf.is STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 3. FEBRÚAR 2011
7
VIÐTALIÐ
D
avíð Ingi Jóhannsson er 31 árs Njarðvíkingur sem ætlaði sér að verða flugmaður þegar hann var strákur, litblinda sá hins vegar til þess að sá draumur brotlenti í flugtaki og hann varð því að leita á önnur mið. Hann fór til Orlando árið 2001 til að læra þrívíddarteikningu og þar kviknaði áhugi hans á hreyfimyndagerð (animation). Hann starfar um þessar mundir hjá teiknimyndasmiðjunni Caoz sem kvikari sem er íslenskur titill yfir teiknimyndasmið. Caoz stendur í ströngu við framleiðslu fyrstu íslensku þrívíddarteiknimyndarinnar í fullri lengd en hún segir frá ásnum Þór Óðinssyni á unglingsaldri, hvernig hann kynnist hamrinum Mjölni, samskiptum hans við föður sinn og baráttu þeirra við Hel og fylgdarlið hennar. Davíð sem er búsettur í Njarðvík er giftur Jónu Björgu Jónsdóttur og eiga þau saman þrjú börn, Elvu Rún, Írisi Björk og lítinn glænýjan dreng sem fæddist 12. janúar síðastliðinn. Víkurfétttir fengu Davíð Inga til að fræða okkur aðeins um heim þrívíddar og teiknimynda á Íslandi.
Teiknimyndasmiðurinn Davíð
Þrívíddargrafík það sem ég hafði leitað að „Hugtakið „Grafísk hönnun“ hafði lengi heillað en ég var samt ekki alveg viss um hvað grafíska hönnunin sem slík snerist. Þegar ég fór að skoða það nánar minnkaði áhuginn aðeins en komst fljótlega að því að það væri til námskeið í Rafiðnaðarskólanum sem hét Þrívíddargrafík og Margmiðlun. Það var töluvert nær því sem ég hafði hugsað mér grafísku hönnunina. Ég skráði mig á námskeiðið með mjög stuttum fyrirvara og þegar allt var komið á fullt, fann ég að þrívíddargrafíkin var það sem
ég hafði verið að leita að. Áður en þetta árslanga námskeið var búið hafði ég sótt um, og fengið inngöngu í skóla í Bandaríkjunum sem kenndi þrívíddarteikningu,“ segir Davíð um af hverju hann heillaðist af þessu námi og bætti hann við að hann hafi í raun ekki teiknað mikið sem barn, þó aðallega ýmislegt tengt körfubolta sem átti hug hans allan. Alltaf verið teiknimyndanörd Davíð hefur eiginlega alltaf verið mikið teiknimyndanörd. En það var samt aldrei planið hjá
honumað búa þær til. „Ég fór út í skóla til að læra þrívíddarteikningu og ég var eiginlega ekki alveg viss út í hvað ég var að fara nákvæmlega. Áherslan var fyrst og fremst lögð á að gera flott karaktermódel og komast einhvers staðar í vinnu við það. En svo þróaðist þetta hægt og rólega út í hreyfimyndagerð þegar ég fór að fikta og fylgjast meira með því sem var að gerast í bransanum,“ sagði Davíð aðspurður um hvenær áhugi hans á hreyfimyndagerð hafi kviknað.
Aðalfundur sjálfstæðisfélags Keflavíkur verður haldinn fimmtudaginn 10. febrúar n.k. kl: 20 í Sjálfstæðishúsinu að Hólagötu 15, í Njarðvík. Venjuleg aðalfundarstörf. Sérstakur gestur fundarins verður Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður. Stjórn sjálfstæðisfélags Keflavíkur
www.xdreykjanes.is 8
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR
Tveggja ára nám á 14 mánuðum í Flórída Í febrúar 2001 fór hann til Orlando í Flórída í skóla sem heitir Full Sail. Þegar hann byrjaði í skólanum voru 6 brautir í boði og nemendur útskrifaðir með svokallaða Associate of Science gráðu, sem er í raun bara metið sem diplomanám. Í dag býður skólinn upp á BS-gráðu á 10 brautum og Mastersgráðu á tveimur þeirra. Full Sail kennir tveggja ára nám á 14 mánaða stanslausri keyrslu. „Dagurinn skiptist í tvo hluta; annars vegar fjögurra klukkustunda fyrirlestur og hins vegar fjögurra klukkustunda vinnutíma. Vinnutímarnir voru kenndir allan sólarhringinn. Flestir fyrirlestrar voru kenndir á morgnana og vinnutímar seinnipartinn. Við lentum mjög oft í því að vera í tölvuverinu frá 1-5 á nóttunni. Ástæðurnar fyrir þessu voru tvær. Í fyrsta lagi voru teknir inn nýir nemendur í hverjum mánuði og við skiptum um áfanga um hver mánaðamót með prófum og litlum lokaverkefnum. Því var keyrslan rosaleg og vinnustofurnar þétt setnar allan sólarhringinn. Í öðru lagi var verið að búa nemendur undir pressuna sem fylgir bransanum, því ef komið er að skilum og þú ert ekki búinn með verkið, skiptir engu máli hvað klukkan er, þú verður að klára.“ Í hverju felst námið? „Þrívíddarteikningin skiptist í rauninni í nokkra hluta. Módelsmíði, áferðavinnu, lýsingu, hreyfimyndagerð og svo renderingu (sem er í raun bara framköllun). Í náminu mínu voru okkur kennd grundvallaratriði í hverjum hluta og svo var okkur kennt að sameina alla hlutana í eitt lokaverkefni. Í rauninni var námið alltof stutt og þá sérstaklega hvað varðar hreyfimyndahlutann (animation), sem hefði einn og sér átt að fá a.m.k. 14 mánaða athygli. Þannig að ég í raun lærði allt sem ég kann
í sambandi við hreyfimyndir sjálfur eftir að ég kom heim frá Orlando. En það voru aðrir þættir sem ég náði að nýta mér úr skólanum, eins og t.d. módelsmíðin sem gagnast mér vel í starfi í dag.“ Er þetta nám til hérlendis? „Já, Margmiðlunarskólinn er deild innan Tækniskólans þar sem þetta er kennt að hluta. Eins og er blandast þrívíddarteikningin við vefsíðugerð og annarskonar margmiðlun en það stendur til að slíta það í sundur og bjóða upp á þrívíddina sem sérgrein.“ Betri atvinnumöguleikar núna Aðspurður um atvinnumöguleikana í greininni telur hann að þeir séu ágætir. „Möguleikarnir eru alla vega töluvert betri núna en þegar ég útskrifaðist 2002. Það er bara þannig í þessum bransa að þeir sem eru klárir og geta sýnt fram á það í verki fá
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
nóg að gera, hvort sem það er á Íslandi eða úti í heimi.“ Nú er þessi mynd um Þór gríðarlega stórt verkefni, er þetta ekki stórt tækifæri bæði fyrir þig persónulega sem og fyrirtækið? „Jú ekki spurning. Þetta bætir helling í reynslubankann minn sem og fyrirtækisins. Ef myndinni gengur vel úti í heimi ættum við vonandi fljótlega að geta farið af stað með þá næstu. Það er bara þannig í þessu eins og í flestum öðrum listgreinum að það er verkefnamappan sem kemur manni áfram og það að hafa unnið að svona mynd er mjög gott veganesti.“ Gott að skila sjö sekúndum á viku „Við erum í mjög erfiðu kapphlaupi við tímann og í rauninni erum við að vinna þetta á helmingi styttri tíma en gengur og gerist úti í heimi. Við fáum tæpt ár til þess að vinna alla hreyfimyndina í myndina og því teljast sjö sekúndur nokkuð góður afrakstur á viku. Þetta var t.d. töluverð breyting fyrir Óskar Jónasson leikstjóra myndarinnar. Hann er vanur að vinna beint með leikurum og sjá afraksturinn samstundis á skjá fyrir framan sig. Svo kemur hann inn í þennan heim þar sem hann lendir í að leikstýra kvikurunum (animator) sem síðan setjast fyrir framan tölvuna og reyna að
koma skilaboðunum áleiðis til „leikaranna“ á skjánum. Afraksturinn sér hann kannski á fundi með kvikurunum þremur dögum seinna, sem oftar en ekki leiðir til frekari breytinga sem leikstjórinn síðan sér ekki fyrr en eftir aðra 3 daga. En þetta gengur mjög vel og þeir sem ekki voru vanir þessum hraða áður, vöndust honum mjög fljótlega. Okkur kvikurum, finnst þetta svo brjálæðislega gaman og gefandi að við pælum ekkert í tímanum sem fer í þessar sjö sekúndur.“ Lúmskur áhugi fyrir norrænni goðafræði úti í heimi Um mögulega velgengni myndarinnar sagði Davíð: „Ég er nokkuð bjartsýnn. Það gengur vel að selja myndina til sýninga um allan heim. Eins og er verður hún sýnd í yfir 40 löndum og dreifingaraðilinn lofar að vera búinn að ná 100 löndum áður en myndin kemur út. Það er augljóslega lúmskur áhugi fyrir norrænni goðafræði út um allan heim og vonandi hafa sýnishornin úr myndinni sömu áhrif á bíógesti og þau höfðu á þá sem kaupa myndirnar inn.“ Að lokum hvatti Davíð alla Suðurnesjamenn til að skella sér í bíó þegar myndin kemur út seinna á árinu.
Kristófer Haukur fer á heimsmeistaramót unglinga í standarddönsum
K
ristófer Haukur Hauksson 14 ára dansari úr Njarðvík vann um sl. helgi, ásamt dansdömu sinni Herborgu Lúðvíksdóttur, rétt til að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti unglinga í standarddönsum sem fer fram í Moldavíu í október. Þetta er frábær árangur og heiður fyrir þennan unga efnilega dansara að keppa fyrir hönd Íslands á þessu móti, en einungis 2 pör frá hverju landi fá þennan heiður. Náðu þau þessum rétti með því að lenda í 2. sæti á Íslandsmótinu sem var nú um helgina.
Vetrarfrí Í HÖFUÐBORGINNI
Nú eru útsölur í fullum gangi og kjörið að skella sér í borgarferð. Vetrartilboð á gistingu í hjarta miðbæjarins. Room With A View er staðsett í hjarta borgarinnar með iðandi menningarlíf, leikhús, verslun, veitingahús og næturlíf á næsta leiti. Á hótelinu er að finna bókabúð og kaffihús sem bjóða upp á menningartengda dagskrá allar helgar. • Frítt þráðlaust net í öllum íbúðum • Eldhús í öllum íbúðum • Heitir pottar og gufubað • Frí bílastæði
Vetrartilboð Studioíbúð fyrir 2 frá
12.900 kr. nóttin
með morgunmat.
Fjölskylduíbúð fyrir 4 frá
16.900 kr. nóttin
með morgunmat.
Einnig 2,3,4 og 5 svefnherbergja íbúðir. Tilvalið fyrir fjölskyldur og hópa.
Room With A View • Laugavegi 18 • 101 Reykjavík • s. 552 7262 • info @roomwithaview.is
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 3. FEBRÚAR 2011
9
FS-ingur vikunnar er...
Magdalena Margrét M
agdalena Margrét Jóhannsdóttir er FS-ingur vikunnar að þessu sinni en hún er nýlega tekin við embætti ritara í stjórn nemendafélagsins. Magdalena er 17 ára og stundar nám á hrað-náttúrufræðibraut en það er flýtinám fyrir duglega nemendur. Hún vinnur við afgreiðslustörf hjá Fitjagrilli með skóla og æfir Jazzballet hjá Danskompaníinu. Nú er Magdalena á fullu að skipuleggja Vizkustykki sem er skólablað nemendafélagsins og er það ritarans að vinna. „Fyrsti fundur gekk ljómandi vel og er ég mjög bjartsýn á komandi tíma,“ sagði Magdalena og greinilegt að það er nóg að gera hjá henni.
Uppáhalds...
Kvikmynd: Það eru myndir á borð við Clueless og Sex and the City sem trylla mig. Sjónvarpsþættir: Modern Family! Hljómsveit: Antony and the Johnsons eiga alltaf hug minn og hjarta en annars er ég mikið fyrir að eiga mjög margar uppáhalds hljómsveitir. Skyndibiti: Subway. Fag í skólanum: Það er danskan þar sem hún er langauðveldust og æðislegt tungumál. Ég ætti í rauninni að taka meira af henni þegar ég hugsa út í það. Kennari: Haukur Ægis, sem ég lít á sem hálfgerðan FS-föður minn þar sem hann hefur fylgt okkur hraðferðarkrökkunum frá busaönninni okkar og er alltaf jafn ljúfur og góður við okkur. Það er þó alltaf stutt í stríðnina hjá honum.
Spurningar…
Hvert er framtíðarstarfið? Ef ég bara vissi. Það sem er þó heitast hjá mér þessa dagana er sálfræðin. Ég heillast mjög af henni en hver veit nema ég endi kannski bara á Alþingi eða jafnvel sem forseti. Hvaða fimm vefsíður skoðar þú mest (fyrir utan facebook)? Lookbook.nu, youtube.com, forever21.com, google.com og blogspot.com Borðar þú þorramat? Ég myndi ekki segja að ég setjist niður á þorranum og gæði mér á þorramat eins og sannir Íslendingar en mér finnst flatkaka með hangikjöti, harðfiskur, slátur og blóðmör samt sem áður algjört lostæti. Svo ég myndi segja að ég borði vægan þorramat. Hvað gerir ritari NFS? Fyrst og fremst sér ritari NFS um skólablaðið Vizkustykki og að skrifa niður fundargerðir á fundum. Svo eru strákarnir í stjórninni eitthvað smeykir við stelpukvöldið svo ætli ég verði ekki látin sjá um það ásamt Ólöfu þar sem við erum einu stelpurnar í stjórninni.
SPARIDAGAR fyrir eldri borgara á Örkinni 3. - 8. apríl 2011
Kr. 39.500.- á mann í 2ja manna herbergi, aukagreiðsla fyrir eins manns herbergi er kr 9.000.Skráning fyrir félagsmenn FEB hjá: Jórunni í síma 898 2540, Lellu í síma 861 8133, Ragnheiði í síma 895 9936, Kristínu Thorstensen í síma 8951898 og Oddnýju í síma 695 9474 Ath! Áríðandi að láta vita um forföll. Geymið auglýsinguna.
10
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR
SamFés-söngur í Garðinum
S
íðustu helgi hélt Félagsmiðstöðin Eldingin í Garðinum, landshluta-úrslit í söngkeppni SamFés. Þar komu saman sigurvegarar söngkeppna sinna félagsmiðstöðva eða frá félagsmiðstöðinni á Álftanesi, Bólinu í Mosfellsbæ, Selinu Seltjarnarnesi, Fjörheimum Reykjanesbæ, Garðalundi Garðabæ, Þrumunni Grindavík, Borunni Vogum og Eldingunni Garðinum. Hver félagsmiðstöð kom með sitt stuðningslið svo þarna komu saman ríflega 300 krakkar til að styðja sinn fulltrúa. Ekki var tilkynnt um sigurvegara, en fjórir keppendur komust áfram í stóru söngkeppni SamFés sem fer fram í byrjun mars, en það verða keppendur Fjörheima, Selsins, Bólsins og Garðalundar sem stíga á stóra sviðið. Dómnefnd skipuðu þeir Júlíus Guðmundsson, Björgvin Ívar Baldursson og Hlynur Valsson. Eftir keppnina var slegið upp balli þar sem DJ Joey D spilaði og krakkarnir dönsuðu og sungu.
Björgunarsveitir í útrás U
ndanfarna mánuði hefur Ellert Skúlason ehf unnið að endurbótum á fráveitu í sveitarfélaginu Vogum. Í síðustu viku var unnið að því að leggja sjólögn útrásar við hafnargarð og þurftu fjölmargir að koma að því verki. Björgunarsveitir í Garði, Sandgerði, Grindavík og Vogum komu að verkefninu með verktaka með því að leggja til báta og starfsfólk í þessa umfangsmiklu aðgerð. Á þennan hátt vildi verktakinn leggja sitt af mörkum til að styrkja björgunarsveitir á Suðurnesjum. Áður var búið að leggja útrás frá suðurhluta byggðar út í Vogavík. Lögnin var lögð rúmlega 400 metra frá landi. Nú tekur við frágangur á lögnum og mun þeirri vinnu verða lokið fljótlega. Með þessu hefur útrásum verið fækkað úr fjórum í tvær. Eftir framkvæmdirnar munu fráveitumál í Vogum standast ströngustu kröfur í umhverfismálum og nú geta íbúar sveitarfélagsins notið þess að eiga hreinar fjörur til gönguferða og útivistar.
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
sjóður, miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 11:10.
ingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 09:15.
Þórustígur 9 fnr. 221-6267, Njarðvík, þingl. eig. Slars Karl Stefan Samuelsson og Slars Sólrún H. Samuelsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 11:55.
Brekkustígur 35c fnr. 209-3084, Njarðvík, þingl. eig. Sigurður Kristinn Sigurðsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 08:50.
Sýslumaðurinn í Keflavík, 1. febrúar 2011. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi. Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Bergvegur 20 fnr. 209-1373, Keflavík, þingl. eig. Katrin Ovadóttir Johannesen, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 10:20. Brekkustígur 6 fnr. 209-3005, Njarðvík, þingl. eig. Arinbjörn Þór Kristinsson, gerðarbeiðandi NBI hf, miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 12:05. Fitjabraut 6b fnr. 209-3231, Njarðvík, þingl. eig. Tomasz Miroslaw Kuklinski, gerðarbeiðendur Reykjanesbær, Sýslumaðurinn á Blönduósi og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 12:15. Hafnargata 60 fnr. 208-8097, Keflavík, þingl. eig. Fasteignamiðlun Reykjanesbæ ehf, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 10:40. Heiðarhvammur 7 fnr. 208-8986, Keflavík, þingl. eig. Wojciech Jósef Szablowski og Ewelina Szablowska, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 09:55. Hjallavegur 5 fnr. 209-3439, Njarðvík, þingl. eig. Karl A Sanders, gerðarbeiðendur Hjallavegur 5,húsfélag, Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 11:45.
Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400
UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Beykidalur 10 fnr. 230-3177, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 10:40. Beykidalur 10 fnr. 230-3178, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 10:40. Beykidalur 10 fnr. 230-3179, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 10:40. Beykidalur 10 fnr. 230-3188, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 10:40. Beykidalur 10 fnr. 230-3189, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Samskip hf og Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 10:40. Beykidalur 10 fnr. 230-3190, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 10:40.
Klapparstígur 5 fnr 208-9701, Keflavík, þingl. eig. db.Svanberg T Ingimundarson, gerðarbeiðandi Ásbjörn Jónsson, miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 10:30.
Beykidalur 2 fnr. 229-8433, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 10:15.
Smáratún 33 fnr. 209-0411, Keflavík, þingl. eig. Geirþrúður Ósk Geirsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 10:05.
Beykidalur 6 fnr. 230-3156, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 10:20.
Suðurgata 31 fnr. 209-0725, Keflavík, þingl. eig. Margrét Pétursdóttir, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 10:50.
Beykidalur 6 fnr. 230-3158, Njarðvík, þingl. eig. Hörður Pálsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 10:25.
Suðurgata 31 fnr. 209-0726, Keflavík, þingl. eig. Margrét Pétursdóttir, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 10:50.
Beykidalur 8 fnr. 230-3161, Njarðvík, þingl. eig. Nesbyggð eignarhaldsfélag ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 10:30.
Suðurgata 33 fnr. 209-0730, Keflavík, þingl. eig. Árný Atladóttir, gerðarbeiðandi NBI hf, miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 11:00.
Beykidalur 8 fnr. 230-3173, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 10:30.
Vatnsnesvegur 30 fnr. 209-1149, Keflavík, þingl. eig. Sævar Ingi Borgarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalána-
Blikatjörn 1 fnr. 228-1755, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Trygg-
Guðnýjarbraut 3 fnr. 228-7314, Njarðvík, þingl. eig. Leiðarendi ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 09:50. Hjallavegur 11 fnr. 209-3467, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 09:00. Mardalur 14 fnr. 229-7741, Njarðvík, þingl. eig. Gunnólfur Árnason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 10:00. Súlutjörn 17-23 fnr. 228-3640, Njarðvík, þingl. eig. Guðbergur Ingólfur Reynisson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 09:25. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9917, Njarðvík, þingl. eig. SJ-Hús ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 09:35. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9918, Njarðvík, þingl. eig. SJ-Hús ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 09:35. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9921, Njarðvík, þingl. eig. SJ-Hús ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 09:35. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9923, Njarðvík, þingl. eig. SJ-Hús ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 09:35. Sýslumaðurinn í Keflavík, 1. febrúar 2011. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400
UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Aragerði 10 fnr. 209-6320, Vogar, þingl. eig. Ólafur Valtýr Rögnvaldsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sveitarfélagið Vogar, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Ásgarður 1 fnr. 208-6874, Keflavík, þingl. eig. Anna Björg Þormóðsdóttir og Erling Kristinsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Bergvegur 17 fnr. 209-1361, Keflavík, þingl. eig. Tinna María Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!
Beykidalur 6 fnr. 230-3157, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Garðbraut 79 fnr. 209-5456, Garður 50% eignahl gþ., þingl. eig. Jóhanna Guðrún Gísladóttir, gerðarbeiðandi Lýsing hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Beykidalur 8 fnr. 230-3169, Njarðvík, þingl. eig. Vydas Anzelis og Marija Anzeliene, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Grímsholt 5 fnr. 228-8169, Garður, þingl. eig. Birgitta Sædís Eymundsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vörður tryggingar hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Borgarhraun 4 fnr. 209-1566, Grindavík, þingl. eig. Thelma Rán Gylfadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Guðnýjarbraut 14 landnr. 202283, Njarðvík, þingl. eig. Toppurinn,innflutningur ehf, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Brekkugata 18 fnr. 209-6364, Vogar, þingl. eig. Kjartan Hilmisson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Hafnargata 21 fnr. 208-7994, Keflavík, þingl. eig. Arnarþing ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Efstahraun 13 fnr. 209-1638, Grindavík, þingl. eig. Guðrún Kristinsdóttir, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Hafnargata 22 fnr. 209-6403, Vogar, þingl. eig. Pétur Þór Birgisson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sveitarfélagið Vogar, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Efstahraun 5 fnr. 209-1622, Grindavík, þingl. eig. Sigurbjörg K Róbertsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Engjadalur 2 fnr. 228-8353, Njarðvík, þingl. eig. Piotr Jacek Mazepa og Erwin Adam Mazepa, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Faxabraut 3 fnr. 208-7374, Keflavík, þingl. eig. Róbert Árni Hreiðarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Faxabraut 33b fnr. 208-7462, Keflavík, þingl. eig. Magnús Valgarðsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær, Sýslumaðurinn á Blönduósi og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Faxabraut 34a fnr. 208-7469, Keflavík, þingl. eig. Ingi Gunnar Ólafsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Fitjabraut 6a fnr. 209-3234, Njarðvík, þingl. eig. Þorgrímur Dúi Jósefsson, gerðarbeiðandi Tollstjóri, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Fífumói 1b fnr. 209-3102, Njarðvík 50% eignahl gþ., þingl. eig. Valgerður G Eyjólfsdóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Borgarnesi, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Framnesvegur 14 fnr. 208-7662, Keflavík, þingl. eig. Guðmundur Eyjólfur Jóelsson og Riduan, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Furudalur 10 fnr. 231-2278, Njarðvík, þingl. eig. S.K. Verktakar ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Garðar GK-053, skrn. 1305, þingl. eig. Vestursigling ehf, gerðarbeiðandi Tollstjóri, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Garðbraut 15 fnr. 209-5394, Garður, þingl. eig. Finnbogi Björnsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Hafnargata 54 fnr. 208-8081, Keflavík, þingl. eig. H54 ehf, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Heiðarból 10 fnr. 208-8473, Keflavík, þingl. eig. Selma Stefánsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Heiðarholt 32 fnr. 208-8855, Keflavík, þingl. eig. Kristófer Daníel Richardsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Blönduósi, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Heiðarhvammur 1 fnr. 208-8944, Keflavík, þingl. eig. Gestur Arnar Gylfason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Heiðarhvammur 7 fnr. 208-8987, Keflavík, þingl. eig. Ólöf Karlsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Heiðarvegur 25a fnr. 208-9056, Keflavík, þingl. eig. Gabríel Sveinn Bragason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Hjallavegur 1 fnr. 209-3402, Njarðvík, þingl. eig. Bjarkey Björnsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Hólmgarður 2b fnr. 208-9143, Keflavík, þingl. eig. Elín Halldórsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Reykjavíkur/nágr hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Hringbraut 83 fnr. 208-9330, Keflavík, þingl. eig. Friðrik Alexandersson, gerðarbeiðandi Borgun hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Hvassahraun landnr. 130856, Vogar, þingl. eig. Lónakot ehf, gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Vogar, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Laufdalur 27 fnr. 230-9618, Njarðvík, þingl. eig. Eðaltré ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 3. FEBRÚAR 2011
11
Laut 16 fnr. 230-9750, Grindavík, þingl. eig. LMD ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Lækjamót 6 fnr. 231-2337, Sandgerði, þingl. eig. Agnúi ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Mávabraut 7 fnr. 208-9933, Keflavík, þingl. eig. Andrzej Stanislaw Milewski, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Norðurgata 11a fnr. 209-4921, Sandgerði, þingl. eig. N.G. matvæli ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Norðurgata 28 fnr. 209-4934, Sandgerði, þingl. eig. Petrica Ardalic, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Spkef sparisjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Silfurtún 13 fnr. 231-6832, Garður, þingl. eig. Elísa Rún Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Og fjarskipti ehf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Skagabraut 28 fnr. 209-5710, Garður, þingl. eig. Guðmundur Örn Ólafsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Smáratún 29 fnr. 209-0399, Keflavík, þingl. eig. Koppurinn sf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Smáratún 29 fnr. 209-0400, Keflavík, þingl. eig. Sigurður Kristinn Jónsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Sólbakki 129158 fnr. 209-2706, Grindavík, þingl. eig. Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og Sólveig Magnea Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Borgun hf og Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Sólvallagata 40 fnr. 209-0572, Keflavík, þingl. eig. Óskar Örn Guðmundsson og Jenny Katarína Pétursdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Reykjanesbær og Sýslumaðurinn í Keflavík, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Tjarnabakki 8 fnr. 228-5090, Njarðvík, þingl. eig. Inga Ósk Jóhannsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Tjarnabakki 8 fnr. 228-5106, Njarðvík, þingl. eig. Bæjarvirki ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9915, Njarðvík, þingl. eig. SJ-Hús ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9916, Njarðvík, þingl. eig. SJ-Hús ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9920, Njarðvík, þingl. eig. Magnús Guðmundsson eigandi skv kaupsamningi og SJ-Hús ehf eigandi skv. afsali, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9922, Njarðvík, þingl. eig. SJ-Hús ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9924, Njarðvík, þingl. eig. Birgir Sigdórsson, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9928, Njarðvík, þingl. eig. Sigurður Júlíus Jónsson og Einar Aðalsteinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9929, Njarðvík, þingl. eig. Sturla Már Jónasson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Vesturbraut 2 fnr. 209-2452, Grindavík, þingl. eig. Mae Ramil Opina, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Víkurbraut 19 fnr. 209-2499, Grindavík, þingl. eig. Ingi Björn Björnsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Víkurbraut 4 fnr. 209-1282, Keflavík, þingl. eig. Bröllt ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn í Keflavík, 1. febrúar 2011. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
Sýslumaðurinn í Keflavík, 1. febrúar 2011. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400
Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400
UPPBOÐ
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir
Arnarhraun 10 fnr. 209-1409, Grindavík, þingl. eig. Ragnar Theódór Atlason og Ósk Kjartansdóttir, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 14:20.
Faxagrund 20 fnr. 222-4523, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 09:00.
Beykidalur 10 fnr. 230-3187, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:40. Gerðavegur 16 fnr. 224-0755, Garður, þingl. eig. Sigmar Arndal Eyþórsson, gerðarbeiðandi Sparisjóðurinn í Keflavík, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 08:45.
Suðurgata 36 fnr. 226-9100, Sandgerði, þingl. eig. Soffía Gunnþórsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Tjarnabraut 14 fnr. 228-9933, Njarðvík, þingl. eig. HK húseignir ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Hvassahraun 7 landnr. 200875, Vogar, þingl. eig. NORÐURHELLA 5 ehf, gerðarbeiðandi NBI hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 15:00.
Tjarnabakki 4 fnr. 228-8331, Njarðvík, þingl. eig. Bæjarvirki ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Tjarnabraut 14 fnr. 228-9934, Njarðvík, þingl. eig. HK húseignir ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Tjarnabakki 4 fnr. 228-8332, Njarðvík, þingl. eig. Bæjarvirki ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00. Tjarnabakki 4 fnr. 228-8335, Njarðvík, þingl. eig. Hildur Dröfn Guðmundsdóttir og Leifur Már Leifsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vörður tryggingar hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Tjarnabraut 14 fnr. 228-9935, Njarðvík, þingl. eig. SJ-Hús ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Tjarnabakki 6 fnr. 229-8544, Njarðvík, þingl. eig. Guðni Hörðdal Jónasson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, 12
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR
Tangasund 1 fnr. 209-2401, Grindavík, þingl. eig. Bílaþjónustan Bíllinn ehf, gerðarbeiðendur Spkef sparisjóður, Stilling hf og Vörður tryggingar hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 14:05. Þórkötlustaðir Vestur fnr. 209-2860, Grindavík, þingl. eig. Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og Sólveig Magnea Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Almenni lífeyrissjóðurinn, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 13:50.
Hafnargata 15 fnr. 226-5759, Hafnir , þingl. eig. Valgerður Samsonardóttir og Haukur Vilbertsson, gerðarbeiðendur Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 13:00.
Túngata 13 fnr. 221-5802, Keflavík, þingl. eig. Almenna leigufélagið ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Suðurhóp 6 fnr. 228-5564, Grindavík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 13:35.
Þórustígur 4 fnr. 223-0261, Njarðvík, þingl. eig. Valgerður G Eyjólfsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Tjarnabraut 14 fnr. 228-9932, Njarðvík, þingl. eig. HK húseignir ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
Tjarnabraut 14 fnr. 228-9936, Njarðvík, þingl. eig. Sigurður Ásmundsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 10:00.
og Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 09:25.
Staðarhraun 26 fnr. 209-1870, Grindavík, þingl. eig. Kristbjörg Árný Jensen og Friðrik Ómar Erlendsson, gerðarbeiðandi NBI hf, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 14:30. Suðurgata 1 fnr. 209-5054, Sandgerði, þingl. eig. Kristín Dögg Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Spkef sparisjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 09:05. Suðurgata 10 fnr. 209-5073, Sandgerði, þingl. eig. Svandís Georgsdóttir og Sigurvin Jón Kristjánsson, gerðarbeiðendur Sandgerðisbær og Spkef sparisjóður, föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 09:15. Suðurgata 11 fnr. 209-5075, Sandgerði, þingl. eig. Jón Þórólfur Ragnarsson og Hulda Laxdal Hauksdóttir, gerðarbeiðendur Festa - lífeyrissjóður
Fífumói 5c fnr. 209-3188, Njarðvík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Fífumói 5c,húsfélag og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:30 Hafnargata 32 fnr. 226-7140, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 12:00. Hafnargata 32 fnr. 226-7141, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 12:00. Hafnargata 75 fnr, 208-8141, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:45. Hafnargata 75 fnr. 208-8140, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:45. Háteigur 16 fnr. 208-8309, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Háteigur 16,húsfélag, Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 09:25. Heiðarholt 26 fnr. 208-8828, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Heiðarholt 26,húsfélag og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 09:15. Hringbraut 128 fnr. 208-9408, Kefla-
vík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:20. Hringbraut 128 fnr. 208-9409, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:20. Hringbraut 128 fnr. 208-9410, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:20. Hringbraut 128 fnr. 208-9411, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:20. Hringbraut 128 fnr. 208-9412, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:20. Hringbraut 128 fnr. 208-9413, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:20. Hringbraut 128 fnr. 208-9414, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:20. Hringbraut 128 fnr. 208-9415, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:20. Hringbraut 128 fnr. 208-9416, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:20. Hringbraut 128 fnr. 208-9417, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:20. Hringbraut 128 fnr. 208-9418, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:20. Hringbraut 128 fnr. 208-9420, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:20. Hringbraut 70 fnr. 208-9290, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 09:35. Hringbraut 70 fnr. 208-9291, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
Afgreiðsla stefnubirtinga færist til sýslumannsins í Keflavík I
nnanríkisráðuneytið hefur falið sýslumanninum í Keflavík að sjá um afgreiðslu stefnubirtinga samkvæmt Haagsamningum um birtingar á réttarskjölum
hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 09:35. Hringbraut 70 fnr. 208-9292, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 09:35. Hringbraut 70 fnr. 208-9293, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 09:35. Hringbraut 72 fnr. 208-9297, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 09:50. Hringbraut 72 fnr. 208-9298, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 09:50. Hringbraut 72 fnr. 208-9299, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 09:50. Hringbraut 72 fnr. 208-9300, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 09:50. Hringbraut 94 fnr. 208-9376, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:05. Hringbraut 94 fnr. 231-3706, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:05. Mávabraut 11 fnr. 208-9973, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:05.
og utanréttarskjölum í einkamálum og verslunarmálum frá og með 1. febrúar 2011. Sýslumanninum hefur einnig verið falið að sjá um stefnubirtingar á grundvelli Norðurlandasamnings um gagnkvæma dómsmálaaðstoð frá 26. maí 1975. Þessi breyting er gerð í framhaldi af fullgildingu íslenskra stjórnvalda á Haag-samningi um birtingu á stefnum o.fl. og Haag-samningi um öflun sönnunargagna sem tóku gildi á Íslandi 1. júlí 2010. Utanríkisráðuneytið, sem hafði milligöngu um slíkar birtingar þar til samningurinn var fullgiltur, hefur áfram milligöngu um stefnubirtingar í þeim ríkjum sem ekki eru aðilar að þessum samningi. Sýslumaðurinn í Keflavík er til húsa við Vatnsnesveg 33, 230 Keflavík. Umsjón með birtingunum hefur Inga Lóa Steinarsdóttir, sími: 420-2433, netfang: ingaloa@syslumenn.is.
Mávabraut 11 fnr. 208-9976, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:05.
Mávabraut 9 fnr. 208-9947, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:05.
Mávabraut 11 fnr. 208-9977, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:05.
Mávabraut 9 fnr. 208-9948, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:05.
Mávabraut 11 fnr. 208-9980, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:05.
Mávabraut 9 fnr. 208-9950, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:05.
Mávabraut 11 fnr. 208-9983, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:05.
Mávabraut 9 fnr. 208-9951, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:05.
Mávabraut 7 fnr. 208-9930, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:45.
Mávabraut 9 fnr. 208-9956, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:05.
Mávabraut 7 fnr. 208-9931, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:45.
Mávabraut 9 fnr. 208-9957, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:05.
Mávabraut 7 fnr. 208-9934, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:45.
Mávabraut 9 fnr. 208-9958, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:05.
Mávabraut 7 fnr. 208-9937, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:45.
Mávabraut 9 fnr. 208-9960, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:05.
Mávabraut 7 fnr. 208-9938, Keflavík, þingl. eig. Fjárfestinga/umsýs Norðurkl ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:45.
Sýslumaðurinn í Keflavík, 1. febrúar 2011. Ásgeir Eiríksson, ýslumannsfulltrúi.
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!
Börnin smakka þorramat í Hjallatúni
Þ
að var mikið fjör á þorrablóti í leikskólanum Hjallatúni þar sem börn og starfsfólk fögnuðu þorranum. Starfsfólk leikskólans setti upp leiksýningu um Búkollu og svo komu Þorri og Kári í heimsókn og sungu með börnunum Þorraþræl og önnur skemmtileg vetrarlög. Börnin höfðu búið til kórónur í tilefni dagsins og fengu síðan að smakka þorramat eins og hákarl, harðfisk og sviðasultu í hádeginu. Einnig fengu þau að skoða gamla muni og leikföng sem börn léku sér með hér árum áður og kynnast því hvernig fólk klæddi sig í gamla daga. Börnin voru yfir sig hrifin af þessum gömlu siðum og klæðum og skemmtu sér konunglega á þorrablótinu.
Gefnarborg þátttakandi í „Ferskum vindum í Garði“
B
örnin í leikskólanum Gefnarborg tóku virkan þátt í listaverkefninu „Ferskir vindar í Garði“ sem staðið hefur yfir í Garðinum frá því í nóvember s.l. Meðal þess sem börnin gerðu var að fara í fjöruna og finna steina sem þau síðan máluðu og gáfu listamönnunum til minjar um Garðinn og þátttöku þeirra í þessu verkefni. Af þessu tilefni var listasmiðja starfrækt í leikskólanum í desember þar sem fjölbreytt listastarf fór fram. Þangað komu erlendir listamenn í heimsókn og unnu með börnunum að ýmis konar verkefnum. Börnin máluðu skilti sem vísað hafa á þær sýningar sem hafa verið í gangi. Einnig máluðu þau skilti sem sett verður upp við bílastæði leikskólans
þar sem bílstjórar eru beðnir að drepa á bílunum. Auk þess gerðu þau sameiginlega mósaik-mynd, endurunnu pappír og ýmislegt fleira. Börnin fóru í heimsóknir á vinnustofur listamannanna og fylgdust með þeim að störfum. Þetta var mikil hvatning fyrir listastarfið í leikskólanum og skemmtileg tilbreyting í hefðbundið leikskólastarf. Í tilefni af Degi leikskólans sem er sunnudaginn 6. febrúar verður opið hús í leikskólanum föstudaginn 4. febrúar milli kl. 8:10 og 12:00. Þar verða sýndar ljósmyndir frá þessari vinnu ásamt listaverkum sem unnin voru. Við hvetjum alla til að koma og sjá árangur þessa áhugaverða verkefnis.
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 3. FEBRÚAR 2011
13
Góðar ábendingar! Lumar þú á ábendingu um áhugaverða frétt eða annað efni í blaðið. Sendu okkur línu á vf@vf.is eða hringdu í síma 421 0002 hjá fréttadeild Víkurfrétta.
KVENFÉLAG KEFLAVÍKUR Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 7. febrúar kl. 20:00 í Rauðakross húsinu. Upplýsingar í síma 691 7949 eða kvenfelagkeflavikur@simnet.is Við erum líka á Facebook
Þökkum af alhug fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát ástkærs föður okkar, tengdaföður, vinar og afa,
Halldórs Rósmundar Helgasonar, Pósthússtræti 3, Reykjanesbæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og krabbameinslækningardeildar á LSH fyrir hlýhug og kærleiksríka umönnun. Magnea Halldórsdóttir, Kristján Ingi Helgason, Ragnar Helgi Halldórsson, Þórunn Friðriksdóttir, Halldóra Halldórsdóttir, Erlingur Rúnar Hannesson, Guðrún Bjarnadóttir, afabörn og fjölskyldur.
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU
Hafnargata 90 e.h. - S. 420 6070
Gisting Akureyri Tilboð. Frá 15. nóv – 15. apríl er vikuleiga með tveim uppábúnum rúmum, kr. 52.000 sjá gistingamaro.is. Sími 461 5403. Stúdíóíbúð, hagstæð leiga. S. 895 8230 og 860 8909. Til leigu 70m atvinnuhúsnæði við Víkurbraut og Hrannargötu, hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. 2
Ýmsar stærðir og gerðir af herbergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og allur sameiginlegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. Innri-Njarðvík nýlegt 168m 2 parhús, bílageymsla, 4 svefnherbergi. Laus frá og með 1. mars. Upplýsingar í síma 861 5599. Studíóíbúð. Leigist á 40 þús. pr. mán. m/rafmagni og hita. Laus strax. Uppl. í síma 699 4557. 3ja herbergja íbúð að Heiðarhvammi í Keflavík. Leigist á 100.000 m. hita/rafmagni og hússjóði. Uppl. í síma 865 4236. 120m2 einbýli til leigu miðsvæðis í Keflavík. Laust nú þegar. 120 þús. á mán. + rafm. og hiti. Uppl í síma 691 1535. Lítið einbýlishús við sjóinn til leigu. Einstakur staður í InnriNjarðvík. Fullbúið, kjallari, hæð og ris. Hafið samband, tölvupóstur: katharinahelene@gmail.com
ÓSKAST Óska eftir að kaupa ameríska þvottavél 110 volt. Á sama stað er til sölu spennibreytar 1000 watta (2 stk.) og1500 watta (1 stk.). Uppl í síma 698 6417.
HEILSA Meiri orka – Betri líðan! H3O Pro Isotonic drykkurinn, ShapeWorks & flr. góðar vörur. Ásdís og Jónas Herbalife dreifingaraðilar. S: 843-0656 (Á), 864-2634 (J) og 421-4656. Tölvupóstur: asdisjul@internet.is Heimasíða/netverslun: http:// www.betriheilsa.is/aj
ATVINNA ATVINNUTÆKIFÆRI Ti l s ö lu vers lu n i n C O O L á Hafnargötu 32, frábært tækifæri fyrir duglegan aðila með áhuga á veslunarrekstri. Mjög auðveld kaup. Verð 1900 þús. með lager, innréttingum og öllu sem þarf fyrir svona rekstur! Langtímaleiga eða kaup á húsnæðinu. Þessi verslun hefur verið starfrækt í 6 ár með góðum árangri Nánari upplýsingar í 893 9959 Rakel eða coolehf@ simnet.is
ÝMISLEGT Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. í s: 864 3567. Búslóðaflutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.
AFMÆLI
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður,
Árna Baldvins Hermannssonar, Hátúni 26 Keflavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa öllu því yndislega starfsfólki D-deildar HSS fyrir ómetanlegan stuðning og kærleik. Guð blessi ykkur öll Þóra Svanlaug Ólafsdóttir Sveindís Árnadóttir Hermann Árnason Ásta Baldvinsdóttir Jón Ólafur Árnason Soffía Karen Grímsdóttir Sigríður Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
14
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR
BIFREIÐASKOÐUN Njarðarbraut 7, Sími 570 9090. Opið frá kl. 8 -17 virka daga www. frumherji.is
Grindavíkurkirkja Sunnudaginn 6. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11:00 Batamessa kl. 17:00 Hægt er að lesa um Batamessur á Heimasíðunni. viniribata.is Allir velkomnir. Sr. Elínborg Gísladóttir
Valgerður Backmann miðill og heilari ætlar að starfa hjá okkur í fyrsta sinn, þann 9.2. og 16.2. Upplýsingar og tímapantanir í síma 421 3348.
BÓKHALD & SKATTUR ehf. Bókhald, ársreikn, skattframtöl og stofnun félaga. Bókhald & skattur ehf. Iðavöllum 9, S: 421-8001 / 899-0820 Ingimundur Kárason viðskiptafræðingur cand. oecon. Netfang: ingimundur@mitt.is
Öll almenn
ÖKUKENNSLA Ökukennsla til almennra ökuréttinda. Framkvæmi einnig akstursmat. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ökunáms og kostnað eru aðgengilegar á síðunni: aka. blog.is. Skarphéðinn Jónsson, ökukennari símar: 456-3170 og 777-9464. Netfang: sk.jonsson@gmail.com
Kirkjur og samkomur: Hvítasunnukirkjan Hafnargötu 84 Keflavík. Samkomur sunnudaga kl. 11:00 Opið hús alla föstudaga kl. 20:00 Bænasamkomur þriðjudaga kl. 20.00. Bænastundir þriðjudaga,fimmtudaga kl. 12.00. Súpa og brauð í hádeginu á föstudögum kl. 11.30 - 13.00 (ókeypis) Allir velkomnir.
pípulagningaþjónusta Viðgerðir - Nýlagnir Gerum tilboð Ætla að halda upp á 60 ára afmælið laugardaginn 5. febrúar í verkalýðshúsinu í Grindavík. Mæting kl. 19:00 Sigurður R. Ólafsson
Hvít Víðbláinn
- Nuddmeðferðir, - Heilun, - Miðlun.
Tímap. í síma 861 2004 Reynir Katrínarson, Nuddmeistari.
Nú pantar þú og greiðir smáauglýsingar á vef Víkurfrétta, vf.is/smaauglysingar
sími 864 0966 - byrehf@simnet.is
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 3. feb. - 9. feb. nk.
• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Léttur föstudagur á Nesvöllum 4. feb. nk. Sagnasíðdegi: Lesið úr Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi. Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
SPORT Kvennalið Keflavíkur fær liðsstyrk
Alen Sutej frá Keflavík í lið FH
K
vennalið Keflavíkur hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök en stúlkan sem um ræðir heitir Marina Caran og kemur frá Serbíu. Marina er fædd 1984 og er 180 cm á hæð. Hún spilaði m.a. með liði Keltern í Þýskalandi, en það er sama lið og Jacqueline Adamshick spilaði fyrir. Þessi styrking á kvennaliði Keflavíkur er liður í því að ná settum markmiðum á tímabilinu. Þess ber að geta að það voru velunnarar kvennakörfunnar í Keflavík sem tóku sig saman og stóðu að fjármögnun leikmannsins.
Kevin Sims í raðir Grindavíkur
G
rindvíkingar hafa loks gefið upp hver nýi leikimaðurinn er en hann heitir Kevin Sims. Kevin spilar stöðu leikstjórnanda eins og áður var greint frá á vf.is og var áður í Tulane háskólanum. Hann er fæddur árið 1988 og er 178 cm á hæð. Miklar vonir eru bundnar við Kevin en liðið tapaði seinasta leik með 19 stigum gegn Haukum. Hann mun spila sinn fyrsta leik í kvöld en þá mætir Grindavík ÍR í Breiðholtinu.
V
Fimleikaæfing fyrir stráka vakti mikla lukku
S
túlkurnar í Fimleikafélagi Keflavíkur buðu strákum að prófa fimleika við bestu mögulegu aðstæður í Akademíunni í Reykjanesbæ. Þetta var partur af fjáröflun fyrir æfingaferð og kostaði aðeins 500 kr. á æfinguna. Strákarnir voru rennandi
sveittir og dauðþreyttir strax eftir upphitun en stelpurnar voru ekkert að gefa eftir. Stelpurnar fóru með strákana í gegnum grunntækni í fimleikum og fengu þeir að prófa alls konar áhöld eins og trampolín, tvíslá, jafnvægisslá og margt fleira.
Í lokin var tekinn þrekhringur og var strákunum lítið skemmt en létu sig þó hafa það. Þetta vakti mikla lukku og er stefnt á að hafa æfingar á föstudögum í vetur fyrir strákana en flestir þeirra skráðu sig strax aftur á næstu æfingu.
arnarmaðurinn Alen Sutej er genginn í raðir FH og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Alen Sutej er 25 ára gamall slóvenskur varnarmaður sem hefur spilað með Keflavík undanfarin ár. Hann hefur spilað ýmist sem miðvörður eða vinstri bakvörður hjá Keflavík og er ætlað að leysa hlutverk Hjartar Loga Valgarðssonar hjá FH en hann gekk til liðs við Gautaborg í síðustu viku. Alen Sutej var fastamaður í liði Keflavíkur undanfarin tvö ár og spilaði alla leiki nema einn í deild og bikar. Samtals lék hann því 48 leiki og skoraði í þeim þrjú mörk.
Keflavík í úrslitum í Fótbolta.net mótinu
Nágrannaslagur í undmætir ÍBV í úranúrslitum Powerade- K eflavík slitum í Fótbolta.net sem hefur staðið yfir síðustu vikur. Leikurinn fer bikarkeppni kvenna mótinu fram laugardaginn 5. febrúar
S
Vatnsnesbásar!
tórleikur í Powerade-bikarkeppni kvenna fer fram á morgun í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar Keflavík heimsækir Njarðvík í undanúrslitum kl. 19:15. Sigurvegarinn í þessum leik kemst í úrslitaleikinn í Laugardalshöll, annað hvort gegn Hamri eða KR. Því er mikið undir og víst að bæði lið ætla sér sigur.
kl. 13:00 í Kórnum. Keflavík sigraði tvo leiki af þremur í sínum riðli og endaði þar með efst en síðasti leikur var gegn HK þar sem Keflavík sigraði 4-2. Mótsstjórar segja mótið hafa gengið mjög vel og stefna á að halda þetta mót árlega og er þetta gott tækifæri fyrir unga og efnilega leikmenn til að spreyta sig.
Tæmdu fataskápinn þinn!
Tilboðshelgi! 2.500kr dagurinn. Hafðu samband og pantaðu þér bás á vatnsnesbasar@hotmail.com eða hringdu í síma 6996802 (eftir kl.17) Einnig er hægt að leigja húsnæðið fyrir ýmsar uppákomur, fermingarafmæli, afmæli eða hvað sem þér dettur í hug. Flott húsnæði sem hefur upp á margt að bjóða. Áhugasamir endilega hafið samband.
Hlakka til að sjá þig um helgina, Kveðja, Vatnsnesbásar.
SUMARSTÖRF Nord veitingastaður í Leifsstöð óskar eftir hressum og skemmtilegum einstaklingum í þjónustu. Þurfa að hafa góða þjónustulund og geta unnið undir álagi. Unnið er í vaktavinnu
Flóamarkaður BODYBUILDER.IS
netverslun með fæðubótarefni og aðrar vörur tengdar líkamsrækt. Erum með fyrsta flokks fæðubótarefni frá Fusion Bodybuilding, sem og MuscleTech, Gaspari ofl.
Föstudaginn 4. febrúar nk., verður haldinn flóamarkaður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ, frá kl. 13:00 - 16:30
Hæfniskröfur: • Góða íslensku- og enskukunnáttu. • Gott að hafa reynslu í þjónustörfum. • Frábæra samskiptahæfileika. Umsóknum skal skilað rafrænt til Magneu Óskar á eftirfarandi póstfang: maggy.nord@live.com Öllum umsóknum verður svarað fyrir 1. mars.
Fólk fyllir innkaupapoka af fatnaði og hann kostar kr. 1.000.Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 3. FEBRÚAR 2011
15
����� ������ ������ ��� �� ������
���������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������������������ �������������������������������������������������������������������� ����������������������������� �����������������������������������
���������������������������� ������������������� �������������