Víkurfréttir
Nýr& betri opnunartími
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Virka daga 9-20
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
Helgar 10-20 Nettó reykjaNesbæ
Auglýsingasíminn er 421 0001
vf.is
Þ R IÐ JUDAGUR 2 2 . D ESE MBE R 2 0 15 • 5 0. TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Hefð hjá mörgum að koma til kirkju um jólin
Jólasnjór í gamla bænum
-segir Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur Keflavíkurkirkju. Annasamt ár hjá nýjum sóknarpresti og í hundrað ára kirkju
Georg V. Hannah úrsmiður í Reykjanesbæ hefur staðið vaktina við Hafnargötuna í Keflavík í 48 ár. Hann var að huga að úrum í sýningarglugga verslunarinnar þegar ljósmyndari átti leið þar hjá. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólaverslunin að ná hámarki á Suðurnesjum:
Staðið vaktina í 48 ár
J
ólaverslunin nær hámarki nú síðustu dagana fyrir jól. Aðilar í verslun á Suðurnesjum eru flestir nokkuð sáttir en þó hefur heyrst að sums staðar hafi hún farið nokkuð seint af stað. Ómar Valdimarsson, forstjóri hjá Samkaupum, er mjög sáttur við jólaverslunina í ár en segir að öll kurl komi auðvitað ekki til grafar fyrr en búið er að telja upp úr kössunum í árslok. Hann segir að margt spili inn í þegar kemur að kauphegðun, eins og veður og dagsetningar hátíðardaga, en hann
á von á því að þessir síðustu dagar fyrir jól verði annasömustu dagar ársins. „Við erum tilbúin í lokatörnina og staðan er góð, við erum vel sátt,“ segir Ómar. Það eru jól númer 48 hjá Georg V. Hannah í versluninni við Hafnargötu 49 sem ber nafn úrsmiðsins. Hann segir verslun ganga sinn vanagang en þó hafi hann fundið fyrir uppsveiflu í fyrra sem virðist einnig vera í ár. Hjá honum eru skartgripir eins og hálsmen og eyrnalokkar ávallt vinsælastir og er engin breyting þar á í ár. Í úrunum eru Daniel
Wellington og Henry London vinsælust í ár. Vönduð svissnesk úr eru einnig í mikilli sókn enda klassísk gjafavara. Að sögn Guðrúnar Reynisdóttur, eiganda tískuverslunarinnar Gallerí Keflavík, við Hafnargötu, hefur jólaverslunin farið ágætlega af stað. „Það er þó mest stemmning allra síðustu dagana fyrir jól,“ segir hún. Guðrún segir líklegt að álíka mikið hafi verið verslað hjá Gallerí Keflavík fyrir jólin í ár og í fyrra. Viðskiptavinir eru þá ýmist að versla gjafir eða tískufatnað á sig.
XX„Hjá mörgum fjölskyldum er það hefð að koma til kirkju um jólin þó þær komi ekki á öðrum árstímum. Það er því mikil fjölbreytni sem er skemmtilegt og fallegt. Fólk vill heyra jólaguðspjallið lesið, syngja Heims um ból og upplifa anda jólanna í helgidómnum,“ segir Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkurkirkju í viðtali við Víkurfréttir. Árið hefur verið annasamt hjá Erlu en hún tók við sem sóknarpestur á aldarafmæli Keflavíkurkirkju á árinu. Prestkosning fór fram en stór hópur fólks vildi tryggja það að Erla fengi starfið. Hún segir að það hafi tekið á þó svo kosningin hafi gengið vel. „Mér fannst óþarflega mikið af myndum af mér í fjölmiðlum enda finnst mér óþægilegt að vekja þannig athygli, þó að mér líði alltaf vel að tala við fjölda fólks í kirkjunni.“ Prestskosningar fóru fram í vor og var Erla ein í framboði. Hún kveðst hafa verið létt að ekki hefði komið mótframboð. „Ég hefði varla haft tíma til þess enda vorum við að setja upp stóran söngleik og að ferma fjöldann allan af börnum á þessum tíma.“ Keflavíkurkirkja er ein af fyrstu steinsteypu kirkjum landsins og þótti gríðarlega mikið mannvirki á sínum tíma enda var þá gert ráð fyrir að hún gæti rúmað meirihluta bæjarbúa. Langamma- og afi Erlu þjónuðu mikið í kirkjunni og á skrifstofu sinni í kirkjunni situr Erla við skrifborð hans. Í fjölskyldu Erlu hefur alltaf verið talað um hana Keflavíkurkirkju. „Ég upplifi hana sem eina af okkur. Hún hefur staðið hérna í heila öld og er fólkið sem myndar hana. Það hefur alltaf verið þannig að fjöldi fólks hefur viljað þjóna henni. Fólk vill hafa þennan helgidóm til staðar og að hann sé prýði.“ Sjáið viðtal við Erlu á bls. 8.
ATH!
NÝR OG BETRI FÍTON / SÍA
OPNUNARTÍMI einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Virka daga
10:00 – 19:00
Helgar
10:00 – 18:00
KASKO • IÐAVÖLLUM 14 • REYKJANESBÆ
2
þriðjudagur 22. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
OPNUNARTÍMI
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Flugfreyja festi fingur í klukkustund á salerni
YFIR JÓL OG ÁRAMÓT
Ráðhús – Þjónustuver og Bókasafn Lokað 24. – 27. desember Opnað 28. desember kl. 10:00 Lokað 31. desember – 4. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími
XXLenda þurfti farþegavél frá Turkish Airlines á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna flugfreyju sem hafði slasað sig um borð. Einnig hafði kvenfarþegi veikst í fluginu og voru þær báðar fluttar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Flugfreyjan hafði fest tvo fingur í ruslaopi inni á salerni vélarinnar og sat þar föst í um klukkustund. Í vélinni var bráðaliði sem gat aðstoðað við að losa fingurna. Við skoðun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja kom í ljós að fingur flugfreyjunnar voru óbrotnir og farþeginn fékk einnig leyfi hjá lækni til að halda áfram för sinni til áfangastaðar.
Duus Safnahús og Rokksafn Íslands Lokað 24. og 25. desember Lokað 31. desember og 1. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími Sundmiðstöð/Vatnaveröld Opið 23. desember til kl. 16:00 Lokað 24. – 26. desember Opið 31. desember til kl 10.00 Lokað 1. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími Íþróttamiðstöð Njarðvíkur Opið 23. desember til kl. 13:00 Lokað 24. – 26. desember Lokað 31. desember og 1. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími
AKSTUR STRÆTÓ Strætóferðir innan Reykjanesbæjar falla niður eftirtalda daga yfir jólahátíðina: Aðfangadag 24. desember, jóladag 25. desember, annan í jólum 26.desember, gamlársdag 30. desember og nýársdag 1. janúar.
VILTU KOMA Í TEYMIÐ OKKAR? Umhverfissvið óskar eftir húsumsjónarmanni. Starfið felst m.a. í viðhaldi og umsjón fasteigna Reykjanesbæjar auk annarra starfa. Leitað er eftir áhugasömum og úrræðagóðum starfsmanni sem getur unnið sjálfstætt og hefur til að bera ríka þjónustulund og mikla færni í mannlegum samskiptum. Krafa um iðnmenntun eða reynslu sem nýtist starfi. Ökuréttindi skilyrði. Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2016. Umsóknum skal skila rafrænt á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs í síma 4216739 eða netfangið gudlaugur.h.sigurjonsson@reykjanesbaer.is.
DUUS SAFNAHÚS
JÓLAGJAFIR
Sigrún Ólafsdóttir með nýjan iPhone 6S.
Sigrún hringir myndsímtöl í barnabörnin úr nýjum iPhone 6S
S
igrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Reykjanesbæ, hafði heppnina með sér þegar dregið var úr Jólalukkumiðum sem borist hafa í Nettó og Kaskó í Reykjanesbæ. Þegar dreginn var út þriðji iPhone 6S snjallsíminn var nafn Sigrúnar á miðanum. Hafsteinn Hafsteinsson á Hraunsvegi 23 í Reykjanesbæ fékk ferðavinning með Icelandair í sama útdrætti. Þá vann Oddný Ragna Fahning Vesturvegi 21 í Vestmannaeyjum 15.000 kr. gjafabréf í Nettó. Sigrún var ánægð með að fá símann, enda var hún að safna sér fyrir snjalltæki til að geta átt myndsamtöl við börn og barnabörn í útlöndum. Margrét Hróarsdóttir, einstæð tveggja barna móðir og nemi í orkutæknifræði hjá Keili á Ásbrú var heldur betur með heppnina með sér í síðustu viku þegar Jólalukku-miði með hennar nafni var dreginn út í öðrum útdrætti í Jólalukku Víkurfrétta. Hún, eins og Sigrún, vann iPhone 6s. Það hafa fleiri haft heppnina með sér í Jólalukkunni. Einn af stærstu vinningum Jólalukkunnar, 55” flatskjár frá Nettó, er kominn fram. Það var Hrefna Gunnarsdóttir sem hlaut þann vinning. Hún er á einn-
Farþegavélin frá Turkish Airlines á Keflavíkurflugvelli um sl. helgi. Ljósmynd: Kjartan Guðmundur Júlíusson
Verktakar á Suðurnesjum skoða mönnun framtíðarverkefna
Hrefna Gunnarsdóttir vann 55” flatskjá frá Nettó á Jólalukkumiða.
ig af myndunum sem fylgja þessari frétt ásamt Jóni Eyberg Helgasyni, starfsmanni Nettó í Reykjanesbæ. Síðasti útdráttur í Jólalukkunni verður að morgni aðfangadags. Það er því ástæða til að hvetja fólk til að skila lukkumiðum í kassana sem eru staðsettir í Nettó og Kaskó í Reykjanesbæ því ennþá er til mikils að vinna í þessum magnaða jólaleik Víkurfrétta og verslana.
XXSamtök atvinnurekenda á Reykjanesi, SAR, boðuðu til fundar með nokkrum verktökum sem eru innan samtakana til að fara yfir þau verkefni sem eru framundan næstu árin á Reykjanesi. Voru kynnt verkefni sem fyrirhugað er að fara í á næstu 15-20 árum fyrir um 200 milljarða.
Góðar umræður voru á fundinum yfir hvernig hægt verði að manna þessi verkefni. Einnig rætt um að fjölga þarf iðnaðarmönnum og hvernig auglýsa skuli iðnaðarstörf sem framtíðarstarf fyrir ungt fólk. Að sögn Guðmundar Péturssonar formanns SAR var ákveðið að boða til fundar með öllum verktökum á svæðinu í lok janúar eða í byrjun febrúar og fara yfir stöðuna og hvernig bregðast megi við.
Samkaup úthluta styrkjum til samfélagsmála fyrir jólin
S
amakup hf., sem m.a. rekur verslunarkeðjurnar Nettó, Samkaup Úrval, Samkaup Strax og Kaskó. úthluta árlega í desember fjölmörgum styrkjum til hinna ýmsu samfélagsmála. Þetta er gert samkvæmt stefnu félagsins um samfélagslega ábyrgð. Koma þessir styrkir til viðbótar við önnur samstarfsverkefni sem Samkaup styrkja víðsvegar um landið á hinum ýmsu sviðum allt árið um kring.
Kerti og spil og bækur fyrir alla. Jólagjafir handa heimamönnum, brottfluttum og öðrum áhugasömum.
Nú í desember voru veittir styrkir til: Velferðarsjóðs Suðurnesja sem er í umsjón Keflavíkurkirkju, Velferðarsjóðs Ytri-Njarðvíkurkirkju, Grindavíkurkirkju, Hjálpræðishersins í Reykjavík, Fjölskylduhjálpar Íslands, Borgarneskirkju, Selfossprestakalls, Mæðrastyrksnefndar Akureykar, Samhljóms sem er fjölskyldu- og styrktarsjóður í Þingeyjarsýlsu, Styrktarsjóðs Húnvetninga, Karmelsystra á Akureyri, Karmelítuklausturs í Hafnarfirði og til kærleiksboðbera í Reykjavík.
Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa frá Grindavíkurkirkju, Velferðarsjóði Suðurnesja og Njarðvíkurkirkju ásamt Bjarka Þór Árnasyni verslunarstjóra.
Fríhöfnin óskar þér gleðilegrar hátíðar og endalausra ævintýra á nýju ári. www.dutyfree.is
HVÍTA HÚSIÐ | SÍA 2015
MUNUM EFTIR AÐ GLEÐJA OG NJÓTA UM HÁTÍÐARNAR
4 markhönnun ehf
þriðjudagur 22. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Humar um jólin HS SKELBROT 1 KG BLANDAÐ
HUMAR ÁN SKELJAR 1 KG POKI
HUMAR 2 KG ASKJA
HUMAR VIP ASKJA 800 G
3.898 kr 8.998 kr
20% AFSLÁTTUR
798
3.598 kr/kg
6.570 kr
Taðreykt hangikjöt
kr/kg
Kjötsel reyktur svínabógur
NAUTALUNDIR NÝSJÁLENSKAR
3.998 kr
DANISH CROWN HÁGÆÐA NAUTALUND
3.998 kr/kg
BEST 2015
KENGÚRUFILLE
3.478 kr/kg
30% AFSLÁTTUR
STJÖRNUGRÍS SÆNSK JÓLASKINKA
1.399
kr/kg
DÁDÝRAVÖÐVI NÝSJÁLENSKIR
3.598 kr/kg
GÆSABRINGUR
3.498 kr/kg
OPIÐ TIL 22:00 Í KVÖLD Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
KJÖTSEL HANGIFRAMPARTUR ÚRBEINAÐUR
KJÖTSEL HAMBORGARHRYGGUR
2.548 kr/kg
1.399 kr/kg
22%
AFSLÁTTUR
gshryggur Vinnin
2014
15%
AFSLÁTTUR
KJÖTSEL HANGILÆRI ÚRBEINAÐ
2.398 kr/kg
15%
AFSLÁTTUR
15%
AFSLÁTTUR
KJÖTSEL HANGILÆRI M/BEINI
2.379 kr/kg Akureyri Borgarnes Egilsstaðir Grindavík Höfn Salavegur Reykjanesbær Selfoss
Jólaopnun Nettó
22.
23.
24.
25.
desember −
Þorláksmessa −
Aðfangadag −
10-22
10-23
10-13
lokað
lokað
Búðakór
10-22
10-23
10-13
lokað
Grandi Mjódd
opið 24t
opið 24t
opið til
13
jóladag −
26.
lokað
annan −
30.
31.
1.
desember −
gamlárs −
10-22
10-15
lokað
10-21
10-22
10-15
lokað
10 -
opið 24t
opið til
opið 24t
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
15
janúar −
lokað
6
þriðjudagur 22. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu hilmar@vf.is
Valgeir Þorláksson bakarameistari sestur í helgan stein:
„Endarnir eru alltaf góðir“ – Ekki hægt að gera upp á milli barnanna sinna „Þetta eru orðin 45 ár plús og þeir segja það gárungarnir að ég eigi orðið nokkuð mikið inni af sumarfríi,“ sagði Valgeir Þorláksson bakarameistari í Valgeirsbakaríi þegar hann var kvaddur í bakaríinu sl. laugardag. Síðasti formlegi vinnudagur Valgeirs er hins vegar í dag, þriðjudag. Hver er með sumarfríið þitt á hreinu? „Jaaa, það veit það eiginlega enginn. Ekki einu sinni Lena, sem er nú góður reikningshaus“. Ef þú horfir til baka, hvað er eftirminnilegast úr bakaríinu? „Eftirminnilegast er þegar við byrjuðum með bakaríið því þá vorum við næstum með tvær hendur tómar og baráttan var mikil. Þá voru tvö bakarí fyrir í Keflavík og þetta var Njarðvíkurbakaríið. Það má segja frá því að Ameríkaninn tók mér fagnandi og það var hann sem hélt í mér lífinu um tíma. Svo kom þetta smátt og smátt. Þegar við byggðum hérna þá var eins og fólk tæki okkur í arma sína því að í hvert skipti sem var steypt þá fylltist gamla bakaríið“. Hefur reksturinn gengið vel alla tíð? „Okkur hefur alltaf gengið vel. Ég held að það hafi aldrei verið tap nema rétt fyrsta árið. Eftir það var þetta alltaf stigvaxandi og gekk mjög vel“. Eru uppskriftirnar 45 ára? „Já, sumar þeirra. Snúðarnir, fransbrauðið, formkökurnar eru eftir uppskrift frá upphafi“. Eitthvað sem hefur verið vinsælla en annað? „Formkökurnar og normalbrauðið hefur alltaf slegið í gegn. Einnig snúðarnir og vínarbrauðið“. Það er oft talað um að vinnudagurinn hjá bökurum sé mjög langur. Þið byrjið snemma og eruð á ferðinni áður en aðrir bæjarbúar vakna.
„Vinnudagurinn er allan sólarhringinn, liggur við“. Er það lykill að velgengninni að þið hafið verið í þessu mikið sjálf? „Já og vegna þess líka að við höfum haft áhuga á þessu og þetta hefur verið okkar áhugastarf. Lena kona mín hafði alltaf áhuga á því að afgreiða og umgangast fólk sem hún gerir einnig í dag. Ég kynntist henni þegar hún var að vinna í Gunnarsbakaríi,“ segir Valgeir og hlær. Stalstu henni úr öðru bakaríi? „Já. Gunnar heitinn vildi nú helst að bakaríin sameinuðust en ég vildi það ekki“. Hafa viðskiptavinirnir eingöngu verið úr Njarðvík? „Nei, þeir hafa komið frá öllu svæðinu. Við vorum í heilsölu um tíma en þegar við hættum því þá fór skútan verulega af stað. Heildsalan tók svo mikið frá okkur og við gátum ekki sinnt búðinni okkar hér í bakaríinu því það fór allt í heildsöluna“. Hvernig líst þér svo á nýjan eiganda bakarísins? „Mér líst bara vel á hann og ég vona bara að Suðurnesjamenn taki vel á móti honum og ég veit að hann á eftir að gera góða hluti“. Áttu eftir að koma hingað og fá þér brauð og snúð? „Það er ekki spurning. En ekki kannski snúð en vínarbrauð, já, vínarbrauðið hefur verið mjög gott hjá okkur í gegnum tíðina“. Ég get ekki sleppt þér án þess að spyrja þig hvað sé uppáhaldið þitt í bakaríinu? „Endarnir eru alltof góðir,“ segir Valgeir og brosir sínu breiðasta. „Það var alltaf sagt við mann að það sé ekki hægt að gera upp á milli barnanna sinna og það verður mitt lokasvar,“ segir Valgeir Þorláksson, bakarameistari í Valgeirsbakaríi, að endingu.
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri kom færandi hendi með blómvönd frá Reykjanesbæ til Valgeirs og Ásmundar sonar hans. VF-myndir/pket.
Valgeirsbakarí verður ekki Starbucks á morgun J
- segir Jón Arilíus
ón Arilíus, bakarameistari úr Kökulist í Hafnarfirði, hefur keypt rekstur og fasteign Valgeirsbakarís í Njarðvík. Valgeir Þorláksson bakarameistari lætur formlega af störfum í dag eftir rúmlega 45 ára starf. Jón þekkir vel til í Reykjanesbæ. Konan hans, Elín María Nielsen, er úr Keflavík. Þá bjó hann í Reykjanesbæ í hálft ár fyrir átta árum síðan. Þau Jón og Elín María eiga sex börn en ekki hefur verið tekin um það ákvörðun á heimilinu hvort fjölskyldan flytji frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar. Hvað kemur til að menn koma til Njarðvíkur og kaupa heilt bakarí? „Valgeirsbakarí er stórkostleg eining. Konan mín er einnig héðan þannig að það kom eiginlega ekkert annað til greina“. Þú hefur verið í svona rekstri í Hafnarfirði lengi. „Ég hef verið með bakaríið Kökulist í Hafnarfirði í nítján ár og þetta er flott útrás“. Og er skemmtilegt að koma til Njarðvíkur og taka yfir 45 ára gamalt bakarí? „Þetta er bara einstakt. Stóru áhyggjurnar mínar í upphafi voru hvort mér yrði tekið vel. Strax hafa tugir manna tekið í höndina á mér og óskað mér velfarnaðar þannig að það er stórkostlegt að koma hingað“. Hér er bakaríið fullt af gúmmelaði sem hefur verið í boði frá degi eitt. Hvað ætlar þú að gera? „Það er búið að leggja mér línurnar. Fléttubrauðin mega ekki breytast,
vf.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Eyjólfur Hafsteinsson bakaði áður í Gunnarsbakaríi og Nýja bakaríinu. Nú er hann kominn í Valgeirsbakarí.
snúðarnir verða að vera eins og líka kringlurnar. Það er ekki spurning að þetta verður áfram svona. Ég keypti Valgeirsbakarí og ég er ekki að fara að breyta þessu í Starbucksstað á morgun. Ég ætla að byggja á því sem fyrir er. Þetta er flottur rekstur, flott bakarí og geggjaðar vörur. Það er verið að keyra á áratuga gömlum uppskriftum og grunnhráefnum. Þetta eru frábærir sökklar að byggja á. Með hækkandi sól ætlum við að opna hérna kaffiaðstöðu í hinum helmingnum af framhliðinni. Við erum full af hugmyndum og mjög spennt og þessar stórkostlegu móttökur eru ómetanlegar. Ég held að ég verði að setjast niður milli jóla og nýárs og skrifa 15.000 þakkarkveðjur til bæjarbúa fyrir hlýhug og velvilja“. Það hefur ekki verið beygur í þér að koma til Reykjanesbæjar þar sem umræðan um bæinn hefur verið misjöfn að undanförnu? „Ég bjó hérna í hálft ár fyrir átta árum síðan og ég hef vitað af ValÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN: AUGLÝSINGASTJÓRI: UMBROT OG HÖNNUN: AFGREIÐSLA: PRENTVINNSLA: UPPLAG: DREIFING: DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA:
geirsbakaríi alla tíð. Síðan ég bjó hérna hefur miðbær Reykjanesbæjar alltaf verið að færast nær bakaríinu. Ég bý í dag syðst í Hafnarfirði og á 20 mínútna gæðastund í bílnum á morgnanna á leið til vinnu og aftur síðdegis á bakaleiðinni. Við erum að taka við grónu fyrirtæki og miklum hefðum og þetta leggst vel í mig“. Ætlar þú að vera hér að baka eða áfram í bakaríinu í Hafnarfirði? „Við flytjum alla framleiðslu fyrir Kökulist hingað og komum með talsvert af störfum með okkur. Þetta er bara mjög jákvætt og fín aðstaða hérna. Svo koma alltaf nýjar áherslur með nýju fólki og við höfum bæði verið sterk í veisluþjónustu og hátíðartertum og munum leggja áherslu á það hérna sem og einnig heilsubrauð sem hafa verið vinsæl hjá okkur í Hafnarfirði. Við verðum með brot af því besta hérna hjá okkur í Valgeirsbakaríi,“ segir Jón Arelíus bakarameistari í viðtali við Víkurfréttir.
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is og kylfingur.is
t s m e r f g – fyrst o
ódýr!
r a m í t r a n u n p O t ó m a r á g o l ó yfir j í Krónunni á Fitjum 09-22 Lokað 09-20 09-22 10-19 09-15 09-14 09-20 Lokað Lokað 09-20 Þriðjudagur 22. desember:
Laugardagur 26. desember:
Miðvikudagur 30. desember:
Miðvikudagur 23. desember:
Sunnudagur 27. desember:
Fimmtudagur 31. desember:
Fimmtudagur 24. desember:
Mánudagur 28. desember:
Föstudagur 1. janúar:
Föstudagur 25. desember:
Þriðjudagur 29. desember:
649
kr. askjan
Jarðarber í öskju, 250 g
699
kr. pk.
Bandarískt T&A Sweet Gem salat
Bandarískt rósakál, 280 g
899
kr. pk.
i g u l f ð e m t k Fers il jóla
PG Haricot baunir, frá Guatemala, 450 g
alla daga t
599 599 kr. pk.
Ferskar nir, strengjambaagun mikið
kr. pk.
Brómber frá Mexíkó í boxi, 125 g
549 749 kr. pk.
Hollenskir Portobello sveppir, 200 g
kr. pk.
Hollenskir grillsveppir í boxi, 500 g
Sjá opnunartíma verslana Krónunnar á www.kronan.is
S
8
þriðjudagur 22. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu dagnyhulda@vf.is
REYNIR AÐ BAKA EINS OG MAMMA
Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur í Keflavíkurkirkju heldur fast í jólahefðir og er búin að þrífa hátt og lágt og hengja jólaljósin upp fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Á námsárunum bjó hún í Danmörku með eiginmanni sínum og elsta barninu og þar sköpuðu þau sínar eigin jólahefðir, eins og að útbúa góðgæti handa smáfuglunum.
E
rla Guðmundsdóttir var kjörin sóknarprestur í Keflavíkurkirkju í vor. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti og jafnframt fyrsti innfæddi Keflvíkingurinn sem það gerir. Áður hafði hún gegnt starfi æskulýðsfulltrúa hjá Keflavíkurkirkju. Árið 2009 var hún vígður prestur safnaðarins og starfaði þá við hlið sr. Skúla og sr. Sigfúsar. Erla segir það töluverð viðbrigði að gegna nú starfi sóknarprests. „Mörg eru ósýnilegu verkin í þessu nýja embætti sem ég er enn að máta mig í,“ segir hún. Erla bendir á að fólki fjölgi á Suðurnesjum en prestum ekki. „Það er því mikið að gera hjá okkur í sálgæslunni og hjálparstarfinu. Það góða við fólkið okkar er að það gerir kröfur til kirkjunnar. Það vill að hún standi sig og sé til staðar og við viljum mæta því.“ Erla og eiginmaður hennar Sveinn Ólafur Magnússon eiga þrjú börn, þau Helgu 13 ára, Hinrik 5 ára og Guðríði 3 ára. Erla og Sveinn byrjuðu ung saman og segist hún varla þekkja lífið án hans. Þau fluttu til Kaupmannahafnar í kringum tvítugsaldurinn og fóru bæði í nám, hún í guðfræði og hann í framleiðslutæknifræði. „Við tókum með okkur 14 tommu túbusjónvarp, fjóra kassa og sængur og ætluðum aðeins að stoppa þarna við. Árin í Kaupmannahöfn urðu svo átta og þegar við komum heim vorum við gift, með barn og heilan gám af búslóð,“ segir hún.
Sköpuðu jólahefðir í Kaupmannahöfn Erla og fjölskylda sköpuðu sínar eigin jólahefðir á námsárunum í Kaupmannahöfn og heldur hún mikið upp á þær allar. „Ég er mikil hefðakona og manninum mínum þykir stundum um og ó. Ég skrifa meir að segja niður hvaða hefðir eru og hverju þarf að bæta við. Ég er alin upp við margar hefðir við hátíðar og í hversdagslífi og þannig vil ég búa börnum mínum. Þetta verða svo dýrmætar minningar. Það var svo dásamlegt hvernig mamma undirbjó aðventu og jól. Allt var þrifið, pússað og skreytt fyrir fyrsta sunnudag í aðventu og öllum þessum verkum fylgdi aldrei stress hjá mömmu. Við hjálpuðumst að og undir hljómuðu jólalög af plötuspilarnum hans pabba. Þann háttinn hef ég haft eftir að ég hóf búskap. Ég er hætt að lesa greinar frá fólki um að maður eigi ekki að vera að stressa sig að þrífa inni í skápum og ofan í skúffum því þar heldur maður ekki jólin. Ég fussa bara yfir þessu og enginn þarf að segja hvernig við háttum okkar undirbúningi,“ segir Erla og hlær. „Maður getur gengið í öll verk með ákveðnu hugarfari og fyrir suma eru þrif afslöppun undir jólalagatónum og öll fjölskyldan er að hjálpast að að gera heimilið fínt fyrir hátíðina.“ Aðventukransinn á sérstakan sess á heimili Erlu og eiga þau fjölskyldan alltaf góðar stundir þegar kveikt er á hverju kerti. „Þá syngjum við
saman lagið Við kveikjum einu kerti á. Dóttir mín er að læra á flautu og spilar undir.“ Stundum er Erla að vinna á sunnudögum og þá kveikja þau á kertinu á laugardegi eða mánudegi. Erla bakar smákökur fyrir jólin og reynir alltaf að gera eins kökur og mamma hennar. „Þó árin líði þá verða þær aldrei alveg eins og hjá mömmu en hún á það til að bæta stundum í boxin mín.“ Önnur skemmtileg hefð hjá Erlu og fjölskyldu er húslestur. Þá lækka þau í símum og öðrum tækjum og hlusta saman á sögu. Núna í ár er það Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson sem þau hjónin lesa með elstu dótturinni. „Það er ákveðinn sjarmi yfir húslestri og sumar sögur er hægt að lesa um hverja aðventu.“ Í Danmörku tók fjölskyldan upp þá skemmtilegu jólahefð að útbúa góðgæti fyrir fuglana og setja í trén. Fæddi jólabarn Erla hefur alla ævi hlýtt á jólaguðspjallið á aðfangadag, með einni undantekningu, þegar hún fæddi dóttur sína aðfangadagskvöldið árið 2002 sem hún segir hafa verið einstaka stund. Það er því alltaf afmælisveisla á heimilinu á aðfangadag og ekki minnst á jólin fyrr en mamma gerir sig klára til vinnu klukkan 15. Þau hafa alltaf passað vel upp á að afmæli dótturinnar gleymist ekki í öllu umstanginu á aðfangadag. Á aðfangadag er alltaf messa klukkan 16, aftansöngur klukkan 18 og svo miðnæturmessa klukkan 23:30 og því miðast dagskrá aðfangadagsins hjá þeim fjölskyldunni við það. Hún kveðst vera vel gift og því gangi þetta upp. Sama sé að segja um fólkið í kórnum og messuþjóna sem eiga góða fjölskyldu á meðan þjónað er í hátíðarguðsþjónustum. Í fyrra komu börn Erlu í messu á aðfangadag og voru þau yngri heldur óþolinmóð að bíða eftir því að mamma þeirra hætti að tala. „Þau voru oft að spyrja hátt og skýrt hvort mamma þeirri færi ekki að verða búin tala. Þetta var því heldur heimilislegt að prestsbörnin voru komin með nóg en vonandi hafa allir umburðarlyndi fyrir óþreyjufullum börnum á aðfangadag.“
Fjölbreyttur hópur kirkjugesta Erla segir gaman að sjá hve margir komi til messu um jólin. „Hjá mörgum fjölskyldum er það hefð að koma til kirkju um jólin þó þær komi ekki á öðrum árstímum. Það er því mikil fjölbreytni sem er skemmtilegt og fallegt. Fólk vill heyra jólaguðspjallið lesið, syngja Heims um ból og upplifa anda jólanna í helgidómnum.“
mikið af myndum af mér í fjölmiðlum enda finnst mér óþægilegt að vekja þannig athygli, þó að mér líði alltaf vel að tala við fjölda fólks í kirkjunni.“ Prestskosningar fóru fram í vor og var Erla ein í framboði. Hún kveðst hafa verið létt að ekki hefði komið mótframboð. „Ég hefði varla haft tíma til þess enda vorum við að setja upp stóran söngleik og að ferma fjöldann allan af börnum á þessum tíma.“
Þvert á það sem flestir myndu eflaust halda segir Erla vera rólegra yfirbragð í starfi prestsins yfir hátíðisdaga jólanna. Á aðventunni sjálfri er aftur á móti í mörg horn að líta og það hlýjar prestunum að upplifa hversu margir vilja fá þá í heimsókn eins og í öllum þeim félagasamtökum sem starfrækt eru á svæðinu. „Það er dásamlegt og manni eru ekki settar skorður um hvað má ræða svo maður talar bara opinskátt um Jesúbarnið.“ Hún segir einstakt hve mörg mannúðarfélög og líknarfélagasamtök séu starfandi á Suðurnesjum sem styðji við hin ýmsu málefni.
Á kjörskrá voru 4577 og var kjörsóknin 21 prósent. Erla segir sér hafa hlýnað um hjartarætur við hve margir lögðu leið sína á kjörstað til að kjósa. „Mér þótti vænt um þetta og finnst þetta góð kjörsókn miðað við að ég var ein í framboði og þá var þetta sértaklega góður stuðningur inn í starfið. Ég átta mig núna á velvilja fólks í garð kirkjunnar og okkar sem þar störfum. Ég finn fyrir því að fólk lætur sér annt um okkur sem þjónum í Keflavíkurkirkju; Arnór organista, Þórunni rekstrarstjóra, Önu sem stendur vaktina við að hafa allt fallegt og hreint, sem og um okkur prestana en Eva Björk Valdimarsdóttir var sett í embætti prests í haust. Hún er Akureyringur sem finnur að samfélagið vill að henni líði vel hér í bænum okkar.“
Janúar er einnig oft annasamur tími í kirkjunni og segir Erla hann jafnvel erfiðasta mánuðinn. „Þá birtast eftirköst jólanna á svo margan hátt. Það er erfitt fyrir fólk sem situr í fyrsta sinn við hátíðarborðið á aðfangadagskvöld og það er autt sæti vegna ástvinar sem hefur fallið frá. Það er líka oft erfitt í janúar eftir öll útgjöldin í desember. Svo bíður fólk stundum með hjónaskilnaði þangað til eftir áramót. Það má því segja að janúar sé erfiður mánuður fyrir margra hluta sakir.“ Þakklát fyrir kosningu Erla tók við embætti sóknarprests við Keflavíkurkirkju fyrr á árinu þegar Skúli S. Ólafsson, þáverandi sóknarprestur, fór til starfa hjá Neskirkju. Fólk innan kirkjunnar kallaði eftir því að fram færu kosningar því það vildi tryggja að Erla hlyti embættið. Því var gengið í hús og undirskriftum safnað til að knýja á um að prestskosningar yrðu haldnar. Hún segir það því hafa verið blessun sína að fólk hafi arkað af stað til að safna undirskriftum. Hún viðurkennir þó að þetta ferli hafi tekið á. „Mér fannst óþarflega
Erla mætti með gleði í sunnudagaskólann í Keflavíkurkirkju í æsku, fermdist þar, gifti sig og lét skíra börn sín. Hún er því þakklát fyrir að þjóna þar nú sem sóknarprestur. 100 ára afmæli kirkjunnar var fagnað árinu en hún var byggð í sjálfboðastarfi, meðal annars af forfeðrum Erlu. Keflavíkurkirkja er ein af fyrstu steinsteypu kirkjum landsins og þótti gríðarlega mikið mannvirki á sínum tíma enda var þá gert ráð fyrir að hún gæti rúmað meirihluta bæjarbúa. Langammaog afi Erlu þjónuðu mikið í kirkjunni og á skrifstofu sinni í kirkjunni situr Erla við skrifborð hans. Í fjölskyldu Erlu hefur alltaf verið talað um hana Keflavíkurkirkju. „Ég upplifi hana sem eina af okkur. Hún hefur staðið hérna í heila öld og er fólkið sem myndar hana. Það hefur alltaf verið þannig að fjöldi fólks hefur viljað þjóna henni. Fólk vill hafa þennan helgidóm til staðar og að hann sé prýði.“
1 5 - 2 9 6 5 – H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
Starfsfólk Isavia óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
10
þriðjudagur 22. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu eythor@vf.is
Skák fremur en slagsmál Sandgerðingurinn Margrét Guðrún er ein efnilegasta hnefaleikakona landsins
M
argrét Guðrún Svavarsdóttir hóf að stunda hnefaleika rétt um fermingu. Áður hafði hún æft fimleika. Hún segist hafa fengið leið á fimleikunum og langaði að prófa eitthvað nýtt. Hún sló til og þótti íþróttin gríðarlega skemmtileg. Margrét sem núna er 17 ára og að margra mati efnilegasta hnefaleikakona landsins. Hún er ein kvenna sem hefur hlotið svokallað silfurmerki í íþróttinni en stefnan er sett á gullið snemma á nýju ári. Hvað var það sem heillaði Margréti við hnefaleika? „Þetta er svo mikil útrás sem þú færð á æfingum,“ segir Margrét sem öðlast hefur aðra sýn á hnefaleika frá því að hún kynnist íþróttinni fyrst. „Maður leit á þetta sem einhver slagsmál og var smá hikandi við að byrja. Þetta er langt því frá að vera þannig. Þetta er eins og skák þar sem þú hugsar nokkra leiki fram í tímann.“ Hún segir fjölskylduna sína hafa verið hikandi í fyrstu varðandi boxið en núna hafi þau mjög jákvætt viðhorf í garð íþróttarinnar.
Kom heim með gull frá Danmörku Fyrsta ólympíska viðureign Margrétar fór fram árið 2014 á alþjóðlegu móti í Hvidovre, Danmörku. Á mótinu hlaut hún gullverðlaun fyrir að sigra sinn þyngdarflokk. Hún er með í hópi þriggja fyrstu Íslendinga til þess að snúa heim með gullið af Hvidovre Box cup, og eina konan. Sama ár hlaut hún gull fyrir sigur sinn á móti Hnefaleikafélags Kópavogs. Þessi afrek leiddu til þess að hún var valin hnefaleikakona Reykjanesbæjar 2014. Til þess að standast það álag sem hnefaleikakappar verða fyrir í bardaga þarf mikla þjálfun og undirbúning. „Þú þarft að prófa að verða fyrir því álagi á æfingum með því að fara á móti mismunandi andstæðingum. Þannig finnur þú hvernig þú bregst við mismunandi aðstæðum,“ segir Margrét. Stærsta mót hennar í ólympískri grein núna í ár var á Grænlandi, en þar mætti Margrét sínum harðasta andstæðing til þessa. Margrét sýndi mikla yfirburði í fyrstu og annari
þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða og gleðilegt nýtt ár
lotu en var stöðvuð í þriðju lotu á skrokkhöggi. Var það þó mikil reynsla fyrir þessa ungu íþróttakonu. „Andlega geta hnefaleikar verið mjög erfiðir og það getur verið erfitt að koma sér í „mómentið“. Þetta er ótrúlega stór hluti af hnefaleikum og ef þú hefur ekki þennan andlega hluta þá eru minni líkur á því að ná langt. Ef þú nærð ekki að einbeita þér þá mun þér ekki ganga vel,“ segir Sandgerðingurinn Margrét. Keppir reglulega við stákana Það hefur alltaf reynst erfitt að finna andstæðinga fyrir Margréti, en stelpur á þessum aldri og þyngdarflokk (75kg) eru ekki á hverju strái. Það breyttist allt 2014 með tilkomu diploma hnefaleika. Slík umgjörð er gerð til að íþróttamenn geti sýnt fram á tæknikunnáttu gegn andstæðingi óháð þyngd og kyni. Hún hefur keppt flesta sína bardaga á móti strákum yfir hennar þyngdarflokki en aldrei átt í neinum erfiðleikum með það. Hún er mjög vön því að fara gegn körlum á æfingu og fyrir marga hefur það verið
auðmýkjandi reynsla að boxa við hana. Hún var í hópi þeirra fyrstu á landinu til að fá diploma í hnefaleikum hérlendis, en slíkar viðurkenningar hafa ekki verið gefnar út áður. Í febrúar síðastliðnum hlaut hún bronsmerki í diploma fyrir framúrskarandi einkunn í fimm bardögum. Næst hlaut hún silfur og var fyrst á landinu til þess, núna í september. Á næsta ári stendur hún til með að taka þátt m.a. í Íslandsmóti ásamt því að vinna sér inn gullmerki í diploma, en eftir einn bardaga til viðbótar verður hún fyrsta stelpan til að ná þeim árangri. Eini sem hefur fengið gullmerki hingað til er æfingafélagi hennar, Arnar Smári Þorsteinsson. Hafa miklar mætur á Margréti Björn Snævar Björnsson yfirþjálfari Hnefaleikafélags Reykjaness rifjar upp þegar þessi 13 ára stelpa mætti fyrst á æfingar. „Hún hafði eignileika til aðlögunar sem ekkert okkar hafði orðið vitni að áður. Það tekur örskamma stund fyrir hana að skilja aðstæður,“ segir Björn.
Margréti var snemma boðið að fara upp í keppnishóp til að sækja æfingar 6 daga vikunna, með iðkendum sem eru lengra komnir. Mæting hennar hefur alltaf verið til fyrirmyndar að sögn þjálfarans. Margrét er í miklum metum hjá æfingafélögum sínum sem segja hana vera m.a.: Óútreiknanlega, skemmtilega, hreinskilina, óstöðvandi, ástríðufulla, metnaðarfulla og heiðarlega. Stefnir út fyrir landssteinana Í framtíðinni sér Margrét fyrir sér að fara erlendis að keppa í auknum mæli. Þannig öðlist hún víðtæka reynslu og kynnist mismunandi stílbrigðum. „Ég tel mig vera mjög höggþunga og það hefur reynst mér vel. Ég spila inn á það og því kannski lakari í vörninni. Ég er sífellt að reyna að bæta það sem ég er veikust í.“ Margrét er fremur hávaxin og hún segir það vera þægilegt að vera með lengri útlimi en andstæðingurinn. Áhugavert verður að fylgjast með Margréti á nýju ári þar sem hennar bíða spennandi verkefni.
11
VÍKURFRÉTTIR • þriðjudagur 22. desember 2015
Opnunartími yfir hátíðarnar Miðvikudagur 23. desember og Þorláksmessa Opið frá kl. 5:50 - 22:00 Barnagæsla frá kl. 08:45 - 13:15 Fimmtudagur 24. desember. Aðfangadagur Opið 09:00 - 14:00 • Barnagæsla lokuð. Föstudagur 25. desember. Jóladagur Lokað. Laugardagur 26. desember. Annar í jólum Opið 9:00 - 14:00 • Barnagæsla lokuð. Fimmtudagur 31. desember. Gamlársdagur Opið 9:00 - 14:00 • Barnagæsla lokuð Föstudagur 1. janúar. Nýársdagur Lokað.
Óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is
Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!
Ásabyggð Leigufélag
Skipting ehf
Norðlenskt hangikjöt á frábæru verði
1.959 kr. kg
2.498 kr. kg
Fjalla Hangiframpartur Úrbeinaður
Fjalla Hangilæri Úrbeinað
1.998 kr. kg
2.798 kr. kg
Kjarnafæði Hangiframpartur Kofareyktur, úrbeinaður
Kjarnafæði Hangilæri Kofareykt, úrbeinað
SPARAÐU MEÐ BÓNUS! r Veislumatu rði á góðu ve
598
Ali Grísabógur Ferskur
kr. kg
Í
kur slens
lax
2.579 kr. kg
Framleiddur af
1.259 kr. kg
Bónus Hamborgarhryggur Með beini
ugl f u l s i Ve ingu l l y f með
Norðanfiskur Reyktur eða grafinn lax
998 kr. kg
Veislufugl Með fyllingu, ferskur
Verð í þessari auglýsingu gilda til og með 27. desember a.m.k.
og farsælt komandi ár, þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.
i m í t r a Opnun ar n ir ð tí á h r fi y g o r e b í desem
ur g a d u j ið r þ . s e d . 22 ur g a d u ik v ið m . s e d . 23 agur d a g n a f ð A . s e d . 24 óla og j i l il M r u t f a m u Opn ur 27. des. sunnudag
10-21 10-22 10-14
nýárs 12-18
Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00
14
þriðjudagur 22. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
„Þurfum ekki að vera stærst, við þurfum bara að vera ánægð“ -Húsgangaverslunin Bústoð fagnar 40 ára afmæli á þessu ári
Á
stin kviknaði á táningsaldri í Kaupfélaginu sáluga hjá þeim Róberti og Hafdísi sem í daglegu tali eru kennd við húsgangaverslunina Bústoð í Reykjanesbæ sem fangar 40 ára starfsafmæli á þessu ári. Þau ólust upp í Kaupfélaginu ef svo mætti segja og ákváðu þau sjálf að reyna sér í verslunarrekstri þegar þau voru rétt tæplega þrítug. „Verslun var það sem við kunnum. Það var verið í að pæla í ýmsu og m.a. byggingarvöruverslun og matvöruverslun. „Svo enduðum við í húsgögnunum sem er sennilega happaspor,“ segir Róbert. „Það hafði enginn trú á því að þetta gengi og mörgum leist ekkert á þetta þegar við opnuðum. Okkur var ekki spáð langlífi í þessu,“ bætir Hafdís við. Fyrstu árin voru líka nokkuð strembin. Róbert vann þá allar nætur við að vigta afla í fiskiðjunni, frá klukkan 20:00 til 4 á nóttunni. Hafdís stóð vaktina í búðinni en Róbert mætti þangað um klukkan 11:00 á morgnana. „Við tókum engin laun út úr fyrirtækinu fyrstu árin. Það er grunnurinn að þessu að fyrirtækið skuldaði alltaf lítið og skuldar ekkert í dag. Þannig stóðum við af okkur kreppuna með
því að eiga allan lager, húsnæði og allt.“ Þann 14. mars árið 1975 opnar Bústoð. Á sama tíma var verið að ganga inn í EFTA og við það féllu niður tollar af húsgögnum. Þau hjónin fór því að flytja inn erlend húsgögn árið 1976 og voru þau meðal þeirra fyrstu hérlendis sem það gerðu. „Þegar tollarnir fóru af þá varð þarna gullaldartími, gekk rosalega vel. Við seldum á fyrsta mánuðinum það sem við höfðum áætlað að selja yfir árið,“ segir Róbert. Verslunin var 250 m2 fyrst um sinn en stækkaði fljótlega um helming og var svo orðin 1000 m2 áður en langt um leið. Búðin var þá á Vatnsnesvegi 14. Það er svo árið 1985 sem starfsemin fluttist á núverandi stað á Tjarnargötu 2 í glæsilegt 1600 m2 húsnæði. Síðan eru liðin 40 ár og reksturinn hefur gengið vel á þeim tíma og er líklega bara ein verslun sem hefur hærri starfsaldur, en það er verslun Georg V. Hannah. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel. Þetta er mjög skemmtilegur bransi en auðvitað hefur verið tröppugangur,stundum í takt við árferðið,“ segir Róbert. Á þessum tíma hafa komið ýmsar tískusveiflur í húsgagnabransanum. Hafdís segir að tískan sé nú komin í
hring. Margt sem var á boðstólnum þegar þau voru að hefja rekstur, sé nú komið aftur í tísku hjá unga fólkinu. „Við eigum okkar kúnna frá því að við byrjuðum. Þeir koma alltaf aftur og aftur, allt innbúið er jafnvel frá okkur,“ segir Hafdís. Nú sé svo komið að þriðja kynslóð af viðskiptavinum er að sækja til þeirra, sem segir ýmislegt um traustið sem borið er til þeirra. Þau þakka velgengni sinni góðu starfsfólki og tryggum kúnnum. Alla tíð hefur fólk hvaðanæva að á landinu haldið tryggð við verslunina. Róbert segir að skýringuna á því megi fyrst og fremst þakka góðu og samkeppnishæfu verði og fjölbreyttu úrvali. Netið hefur breytt talsverðu í verslun og segja þau hjónin að margir viðskiptavinir rati til þeirra eftir að hafa fundið gott verð og úrval hjá þeim á netinu. „Við viljum endilega fá að þakka fyrir að hafa fengið að vera með viðskiptavinum okkar í þessi 40 ár og vonum að þeir séu jafn ánægðir og við. Sérstaklega viljum við þakka okkar frábæra starfsfólki í gegnum tíðina sem hefur reynst okkur vel. Þau hjónin eru sammála um að mikilvægt sé að fylgjast með nýjustum straumum og tísku í þessum geira. Á hverju ári fara þau á stórar húsgagnasýningar erlendis þar sem
þau hafa myndað mikil og góð sambönd í gegnum tíðina. Jafnvel eignast kæra vini sem starfa í þessum sama bransa. „Það er líka gott að vera sjálf í afgreiðslunni því þá fær maður beint samband við kúnnann. Maður sér hverju hann er að leita eftir,“ segir Róbert. Eftir efnahagshrun kom upp sú hugmynd hjá þáverandi starfsfólki þeim Reyni og Ásu hvort ekki væri rétt að opna gjafavöru- og ljósadeild í versluninni og það varð úr
og reyndist þetta gott innlegg í verslunina því húsgagnasala hafði dregist mikið saman við hrunið. Þetta var kærkomin viðbót við verslunina og hefur verið vinsæl hjá viðskiptavinum alveg frá upphafi. Á þessum 40 árum hafa ýmis aðilar sýnt fyrirtækinu áhuga. Fólk hefur viljað fá þau í eins konar útrás á höfuðborgarsvæðið og viljað stækka verslunina frekar. „Við höfum alltaf sagt sjálfum okkur að
15
VÍKURFRÉTTIR • þriðjudagur 22. desember 2015
pósturu eythor@vf.is
við þurfum ekki að vera stærst, við þurfum bara að vera ánægð,“ segir Róbert. Verslun í bæjarfélaginu hefur farið aðeins niður að þeirra mati. „Þegar við byggðum hér þá var aðal vandamálið að hér voru ekki bílastæði í kring. Það hefur ekki verið vandamál síðustu ár. Ég hugsa að það verði nú ekki spennandi að búa hérna ef verslanir hérna hverfa hreinlega á brott,“ segir Róbert en hann telur að bæjarbúar veriði að standa saman í að tryggja verslun og þjónustu á svæðinu.
Starfsfólkið á allt sama afmælisdag Fyrir tveimur árum stóðu hjónin í ráðningum á starfsfólki og sóttu margir frambærilegir um. „Það var svo ráðið í þrjár stöður eftir viðtöl og allt það ferli. Þá kemur það í ljós að þau eru öll fædd sama daginn, þann 4. október. Hverjar eru líkurnar á því, þetta er alveg einstakt,“ segir Hafdís og Róbert skellir upp úr. „Þetta er rosalega þægilegt fyrir okkur því nú er bara haldin ein afmælisveisla á ári fyrir starfsfólkið.“ „Það er alltaf voðalega gaman í þessu en ætlum við þurfum ekki að
fara að huga að starfslokum, búin að vera í þessu í fjörtíu ár ,. Ætli hrunið hafi ekki seinkað okkur aðeins í þeim málum. Núna síðustu ár er verslun orðin góð aftur og því er hægt að fara að skoða starfslokin,“ segir Róbert en þau eru rétt kominn á löglegan aldur til þess að fara að huga að eftirlaunum. „Við viljum svo óska öllum viðskiptavinum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti í 40 ár“ segja þau Hafdís og Róbert að lokum.
Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!
ÍSLANDSBLEIKJA GRINDAVÍK
Kæliþjónusta Gísla Wium
16
þriðjudagur 22. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu eythor@vf.is
AÐLÖGUN SNÝST UM VIRÐINGU FYRIR HEFÐUM OG SIÐUM - Jasmina Crnac heldur þrenn jól á ári
Jasmina Crnac fluttist til Íslands þegar hún var 16 ára gömul. Hún kom hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni frá Bosníu. Stríð hafði geisað í heimalandi hennar í fjögur ár. Hún varð móðir í fyrsta sinn það sama ár og hún fluttist til Íslands. Hún hefur nú búið á Íslandi í 19 ár. Móðurbróðir hennar Daði Dervic var að spila fótbolta á Ólafsfirði og eftir að stríðinu lauk og landamærin opnuðust í Bosníu fór fjölskyldan norður. Þar vantaði fólk í vinnu og því var ákveðið að slá til og flytja til Ólafsfjarðar. Þar bjó Jasmina í fjögur ár. Hún fluttist svo til Ólafsvíkur og Mosfellbæjar áður en hún fluttist til Reykjanesbæjar árið 2011. Fjögur börn eru á heimilinu auk þess sem foreldrar hennar búa hjá þeim, þannig að þar er mikið líf. Fór í framboð og hóf háskólanám Jasmina hóf nýlega nám í stjórnmálafræði viðHáskóla Íslands. Hún var á lista hjá Frjálsu afli í Reykjanesbæ í síðustu kosningum og á nú sæti í velferðarráði Reykjanesbæjar. Hún hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og hefur sterkar skoðanir á hlutunum í samfélaginu. „Mig langaði að gera eitthvað meira í lífinu heldur en að vera bara verkakona. Þegar ég skildi við manninn minn ákvað ég því að fara beint í skóla.“ Hún kláraði menntastoðir hjá MSS og hóf síðan nám hjá Keili þar sem hún náði sér í stúdentspróf. „Mér finnst þetta aldrei vera of seint. Ég er þannig týpa að mér finnst að fólk eigi að gera það sem það langar til. Maður lifir bara einu sinni.“ Hún hefur alltaf átt auðvelt með að læra og hún náði tökum á íslenskunni á skömmum tíma. „Ég er rosalega mikil félagsvera þannig að það var lítið mál fyrir mig að koma mér inn í hlutina og læra íslensku. Eftir ár var ég mjög góð í íslensku, þó ég segi sjálf frá. Þetta hefur gengið ofsalega vel og mér líkar rosalega vel við Ísland. Ég hugsa aldrei um að fara heim. Ég
Ég skil ekki tilganginn með jólastressi. Ég held að tilgangurinn sé að slaka á og njóta þess að vera með fjölskyldunni
tala bæði um Ísland og Bosníu sem heimili mitt. Ég er fædd og uppalin þar og hef auðvitað ákveðin tengsl. Ég á samt heima hérna. Börnin mín eru fædd og uppalin hérna og þekkja ekkert annað.“ Jasminu finnst mikilvægt að halda tengslum við heimalandið. Hún hefur alið börnin sín þannig upp að þau tala bosnísku. Ber virðingu fyrir trúnni og hefðum frá heimalandinu Fjölskylan er múslimar. Jasmina heldur ennþá í jólahefðir frá heimalandinu og heldur jól að sið múslima. „Ég er ekki strangtrúuð og var ekki alin þannig upp. Ég var þó alin upp við að bera virðingu fyrir trúnni minni og hefðum.“ Um 40% Bosníumanna eru múslimar. Þar sem fjölskylda Jasminu bjó var fjölbreytt flóra trúarbragða en alls voru 16 mismunandi þjóðarbrot í hennar sveitafélagi. „Það var mikið um fjölbreyttar og mismunandi hefði. Maður lærði mikið af því og ég mæli sterklega með því að maður kynnist þeim flestum. Þannig lærir maður að taka tillit til allra.“ Jasmina segir að út frá umræðunni um múslima í samfélaginu á þessum tímapunkti, sé mikilvægt að það komi fram að Bosníu múslimar eru misjafnir. „Flestir aðlagast vestrænni menningu mjög hratt því hún er ekki svo mikið frábrugðin bosnískri menningu. Þeir Bosníu múslimar sem ég þekki á Íslandi, sem eru fjölmargir, eru búin að aðlagast mjög vel. Þannig að alhæfingar sem eru í þjóðfélaginu um að múslimar aðlagist samfélaginu illa eru ekki alveg réttar. Það eru ekki bara múslimar í Araba ríkjum, þeir eru líka í öllum heimsálfum og hefðir í hverju landi fyrir sig spila mikið inni þetta. Að aðlagast sam-
félaginu er ekki endilega að halda upp á jól, eins og ég upplífði oft og tíðum, að ef ég held ekki jól þá er ég ekki búin að aðlagast, heldur allt hitt; að bera virðingu fyrir hefðum og siðum, lögum og reglum sem gilda í því landi sem fólkið býr í. Að læra tungumálið er náttúrulega aðalmálið. Síðan spilar menningin mikið inn í hver gildin eru. Öfgar eru í öllum trúabrögðum og samfélögum þannig að það er mikilvægt að vera vel upplýstur og ekki vera með fórdóma.“ Þegar Jasmina var að alast upp þá gaf fjölskyldan engar jólagjafir. Fjölskyldan hittist og borðaði saman og svo var farið að heimsækja stórfjölskylduna, rétt eins og tíðkast hérlendis. Hún segir það þó vera að breytast og nú sé fólk byrjað að gefa gjafir. Fyrrverandi maðurinn hennar sem fluttist með henni til Íslands er einnig múslimi. „Það sem ég ól börnin mín upp við er að þau fóru alltaf á morgnana á jólum og báðu fyrir jólunum. Síðan var fólki boðið í hádegismat heima hjá mér. Þannig er það ennþá í dag. Eftir að við erum búin að borða þá fá börnin svo jólagjafir. „Maðurinn minn núverandi er íslenskur og við höldum líka íslensk jól eins og aðrir. Ég hef t.d. alltaf skreytt húsið þó svo að ég hafi ekki haldið jól áður fyrr. Mér finnst bara svo dimmt úti. Mér finnst það rosalega gaman og börnunum mínum líka. Við bökum líka piparkökur og börnin mín fara alltaf að hitta jólasveininn og hafa fengið í skóinn. Við erum ekki strangtrúuð og jólasveinninn hefur ekkert með trú að gera,“ segir Jasmina. „Mér finnst það vera þannig að fólk sem er trúað sæki í ákveðin gildi og vilji fara eftir þeim. Þetta hefur meira með hefðir að gera heldur
en annað. Maður verður bara að bera virðingu fyrir því þó maður sé ekki alltaf sammála.“ Hún segist vera frjálslynd í trúmálum en telur mikilvægt að börn hennar viti af sínum uppruna. „Börnin mín fara ekki í mosku né heldur kirkju. Þau eru ekki skírð né fermd en þau geta tekið þessa ákvörðun þegar þau verða 18 ára. Þeim er velkomið að gera það sem þau vilja. Azra 18 ára dóttir mín er virk í samfélaginu. Hún hefur tekið þátt í umræðunni um múslima. Hún telur sig vera múslima en er ekki strangtrúuð. Ég er mjög svo fjálslynd með þetta. Eina sem ég vil passa upp á er að þau viti af sínum uppruna. Þau tala öll bosnísku, við sækjum mikið út og við viljum að þau geti talað við sitt fólk úti.“ Reyktur kjúklingur á jólunum „Það eru bara venjuleg jól hjá okkur klukkan sex og svo pakkar. Við borðuðum alltaf reyktan kjúkling á íslensku jólunum hér áður fyrr. Það var svolítið skondið að þegar ég kynntist núverandi manninum mínum þá kom í ljós að hann var alltaf með kjúkling á aðfangadag. Ég spurði hvort honum þætti reyktur kjúklingur góður, en hann hafði ekki smakkað reyktan. Ég gaf honum svo að smakka og síðan hefur þetta verið á jólunum hjá okkur. Svo er hamborgarhryggur daginn eftir.“ Jasmina segist vera mikill Íslendingur og elskar allan íslenskan mat. Hún telur skötu vera ómissandi hluta af jólunum. „Ég borða allan íslenskan mat nema sviðalappir, annars allan þorramat. Það er svo alltaf skata heima hjá mér á Þorláksmessu. Mér finnst hún ofsalega góð með stöppu og öllu. Við sjóðum hana heima og þetta er ómissandi yfir jólin. Þó svo að unglingarnir séu ekki ánægðir með þetta.“
Þrenn jól á ári Jólin hjá múslimum, sem eru tvisvar á ári, færast um tíu daga ár frá ári en það er vegna þess að notast er við gamalt tímatal í trúnni. Fyrri jól, sem standa í þrjá daga og koma alltaf eftir Ramadan sem er föstumánuður, voru þannig í júlí í ár og seinni jól koma alltaf tveimur mánuðum og tíu dögum síðar. Þá er hefð víða í múslimasamfélögum að slátra dýrum og deila út kjötinu til þeirra sem minna mega sín. Þá eru haldin jól sem standa í fjóra daga. Þá er mikið bakað og eldað og oftast er þá um að ræða gamaldags, hefðbundinn mat og kökur, allt frá 6-10 réttir. Það er súpa í forrétt og svo er valið úr fjölmörgum aðalréttum og eftirréttum. „Börnin mín græða á því að við erum með þrjú jól á ári. Þeim finnst það alveg geggjað. Það er alltaf hefð hjá okkur að baka smákökur á aðventunni og þá er hlustað á jólalög. Þetta geri ég fyrir krakkana því þeim finnst þetta svo mikil stemmning.“ Jasmina segist ekki tengja jólin beint við trúarbrögð, heldur frekar hefðir og venjur. „Ég upplifi þetta ekki sem mjög trúarlega hátíð á Íslandi. Áður fyrr var það eflaust meira en samfélög breytast. Ég tek eftir því að í Bosníu hefur margt breyst frá því að ég var lítil.“ Fyrir henni er það ósköp eðlilegt að halda þrenn jól á ári. Hún er ekki að stressa sig um of og tekur því rólega í kringum þessar hátíðir. „Ég man að mamma málaði alltaf fyrir jól og gerði allt svo fínt og flott. Ég geri það aldrei heima hjá mér. Ég þríf alltaf reglulega og hef snyrtilegt heima hjá mér þannig að ég sé enga ástæðu til þess að gera þetta öðruvísi um jólin. Ég skil ekki tilganginn með jólastressi. Ég held að tilgangurinn sé að slaka á og njóta þess að vera með fjölskyldunni.“
-fréttir
LAUS STÖRF Í FARÞEGAAFGREIÐSLU IGS 2016
IGS LEITAR AÐ ÖFLUGUM EINSTAKLINGUM Í FJÖLBREYTILEG OG SKEMMTILEG STÖRF HJÁ FYRIRTÆKINU Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni. Unnið er á vöktum. FARÞEGAAFGREIÐSLA Starfið felst m.a. í innritun farþega og annarri tengdri þjónustu við þá. Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði, góð tungumála -og tölvukunnátta Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið. Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 20. janúar 2016.
18
þriðjudagur 22. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
ATVINNA Vegna góðra verkefna stöðu óskar Góð gæði eftir vélamanni, þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skilirði,vinnuvélaréttindi, kostur að hafa meirapróf. Upplýsingar veitir Guðni í síma 892 8043.
Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. ÍSLANDSBLEIKJA Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
gleðilega jólahátíð og farsældar á komandi ári. Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða.
-jólatónar
pósturu vf@vf.is
MAFÍAN KEMUR MEÐ JÓLIN María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, dj. flugvélar og geimskips og Hjálma, elskar hreinlega plötuna Nú stendur mikið til, sem Njarðvíkingurinn Sigurður Guðmundsson og Memfismafían sendu frá sér árið 2008. Enda er platan klassík. Er líða fer að jólum - af plötunni Í hátíðarskapi - Ragnar Bjarnason
Ég hlustaði mikið á plötuna „Í hátíðarskapi“ þegar ég var lítil og beið spennt eftir jólunum. Platan var til á vínyl heima og ég lá á gólf inu við plötuspilarann og lét mig dreyma. Þetta var eflaust ekki eftirlætislagið mitt þá en þetta er lagið sem eldist best að mínu mati. Jólin eru hér - af plötunni Nú stendur mikið til - Sigurður Guðmundsson og Memfismafían
Ég var viðstö dd upptökur á þessari jólaplötu og vissi þá strax að um
væri að ræða plötu sem yrði klassík um leið og hún kæmi út. Það er erfitt að velja lag af plötunni því ég elska hana í heild sinni, en það er eitthvað svo sætt við þennan texta: „systkini sem eru svo spennt fyrir jólunum að þau læðast niður um nótt til að líta alla dýrðina augum.“ Jólakötturinn - af plötunni Hvít er borg og bær - Björk Guðmundsdóttir
Æi, þetta er bara svo íslenskt og flott. Hvaða önnur þjóð á jólakött sem étur aumingja börnin sem fá ekki nýja flík fyrir jólin? Svo passar lagið hennar Ingibjargar Þorbergs fullkomlega við kvæðið hans Jóhannesar út Kötlum.
Someday at Christmas - Stevie Wonder
Stevie Wonder og jólin? Það þarf nú ekki að segja mikið meira um það. Svo er boðskapurinn fallegur og óskin góð: „W h e n w e have found what life's really worth, there'll be peace on earth.“ Yfir fannhvíta jörð - af plötunni Jólin eru að koma - KK og Ellen
Friðsælt, fallegt og hlýlegt - alveg eins og jólin.
Hægt verður að nálgast jólatóna Víkurfrétta á vefsíðu okkar www.vf.is en þar má meðal annars hlusta á öll lögin á Spotify tónlistarveitunni.
Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!
Verndun og viðhald fasteigna
Fiskverkun Ásbergs
Guðrún Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali GSM 876 54321
Hafnargata 20 230 Reykjanesbæ
Völlur Leikskóli
Hótel Grásteinn ehf
Sími 420 4000 prodomo@prodomo.is
C10 M0 Y10 K60
www.prodomo.is
C0 M60 Y100 K0
19
VÍKURFRÉTTIR • þriðjudagur 22. desember 2015
Mikill jólaandi í Washington -segir Keflavíkurmærin Guðbjörg Ozgun Bjarnadóttir sem hefur búið í Washington í 35 ár Guðbjörg Ozgun Bjarnadóttir er ein af all nokkrum Suðurnesjamönnum sem hafa ílengst í útlöndum en hún fór snemma til Bandaríkjanna og hefur verið þar í þrjátíu og fimm ár. Hún starfar núna í íslenska sendiráðinu en fjölskylda hennar hefur einnig verið með verslunarrekstur í borginni. Við slógum á þráðinn til Washington og spurðum Guðbjörgu út í jólahaldið þar í borg. „Jólahald í Washington er fallegt og skemmtilegt. Hér er fólk frá mörgum mismunandi þjóðernum og halda ekkert endilega jól, en samt er eins og allir fari í „jólaskap“. Fólk sem heldur jólahátíðina hátíðlega fer í kirkju og mikið er af fallegum uppákomum, eins og til dæmis söfnun á hlutum og dóti fyrir fólk sem minna á,“ segir Keflvíkingurinn Guðbjörg. Guðbjörg eða Gulla eins og hún er kölluð segir mikinn jólaanda í borginni allt frá því nóvember. „Það er mikið skreytt hér í Washington, falleg ljós, og jólatónlist um allt sem byrjar oftast strax í lok nóvember. Veðrið er misjafnt, t.d. var 22 stiga hiti hér um miðjan desember og nokkuð víst að það snjóar ekki hér um jólin, þó það hafi nú stundum verið þannig.“ Hún fór ung kona til Bandaríkjanna en ætlaði sér nú ekki að dvelja lengi. „Upphaflega ætlaði ég bara að staldra við hér í eitt ár, og svo eins og oft gerist þá greip ástin unglinginn og hef ég verið hér nú í rúm 35 ár. Ég fór þó heim eftir árið og fór í nám í tvö ár, kom síðan aftur hingað og giftist drengnum sem ég hafði kynnst. Við hjónin fluttum til Íslands 1987-88, eftir að við eignuðumst fyrstu dóttur okkar, það var frábær ákvörðun þar sem Ali eiginmaður minn gat unnið og kynnst fjölskyldu minni og vinum. Við komum aftur heim 1988 og eignuðumst aðra dóttur
árið 1990. Við fjölskyldan erum dugleg að koma heim og er ég mjög hamingjusöm að hafa getað það í gegnum árin.“ Hjónin hafa lengi verið í eigin rekstri í byggingageiranum en hafa undanfarin ár rekið verslun með ágætum árangri. „Við erum búin að vera í okkar eigin rekstri sem verktakar, og síðar opnuðum við búð og flytjum inn evrópskar innréttingar. Árið 2009 fór ég í afleysingar hjá íslenska sendiráðinu í Washingotn DC til eins árs, síðan losnaði staða þar aftur haustið 2011 og er ég búin að vinna þar síðan. Það er alltaf nóg að gera í sendiráðinu og mér þykir þetta skemmtileg vinna. Ég er helst að aðstoða Íslendinga hér ,við vegabréf og allskonar mál sem koma upp.“ Guðbjörg segir að þó hún kunni vel við sig í Bandaríkjunum sé alltaf söknuður til Íslands. „Ég sakna alltaf Íslands og þá sérstaklega fjölskyldu minnar og vina. Við erum heppin að eiga tvær yndislegar dætur og núna tengdason og tvo ömmu- og afastráka sem gera lífið skemmtilegra. Við höldum jól með íslenskum venjum, borðum hangikjöt, uppstúf, rauðkál og rófur, malt og appelsín og meira að segja laufabrauð sem mín yndislega fjölskylda sendir okkur frá Íslandi. Það er alveg ómissandi að fá íslensk jól,“ segir Guðbjörg og sendir góðar kveðjur til Íslands.
AUGLÝSING
UM SKIPULAG Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Vogabraut
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 16. desember 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir iðnaðarsvæði við Vogabraut vegna áforma um byggingu súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og vísast til hennar um nánari upplýsingar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með mánudeginum 21. desember 2015 til og með mánudagsins 1. febrúar 2016. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en mánudaginn 1. febrúar 2016. Vogum, 21. desember 2015 f.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Sendum félagsmönnum og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarf á árinu sem er að líða. Blái herinn sendir öllum einlægar hátíðarkveðjur og þakkar fyrir frábært samstarf og stuðning í 20 ár
20
þriðjudagur 22. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Sylvía Rut er dúx
haustannar FS F immtíu og þrír nemendur útskrifuðust á haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja en brautskráning fór fram á sal skólans sl. laugardag. Sylvía Rut Káradóttir var með hæstu meðaleinkunina á stúdentsprófi og því dúx haustannar. Stúdentar voru flestir brautskráðra eða 42, einn var af starfsbraut, átta úr verknámi og þrír úr starfsnámi. Nokkrir útskrifuðust af tveimur brautum. Karlar voru 30 og konur voru 23. Alls komu 40 úr Reykjanesbæ, 4 úr Grindavík, 3 úr Garði og einn úr Sandgerði. Þá kom einn nemandi frá Kópavogi, Kópaskeri, Kjalarnesi, Grenivík og Selfossi.
Dagskrá brautskráningar var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Bjarni Halldór Janusson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Guðni Kjartansson kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju fluttu nemendur skólans tónlist við athöfnina en Sólborg, Gunnar og Einar Guðbrandsbörn sungu og faðir þeirra Guðbrandur Einarsson lék undir á píanó. Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Bjarni Halldór Janusson og María Rose Bustos fengu viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda. Sandra Ósk Jónsdóttir og Stefán Birgir Jóhannesson fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í félagsfræði og Ásgeir Valur Jónsson fyrir bókfærslu. Heiðar Örn Hönnuson fékk gjöf frá danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku. Gunnlaugur Árni Jónsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í félagsfræði og
heimspeki. Birta Rós Ágústsdóttir fékk viðurkenningu fyrir árangur sinn í fata- og textílhönnun og spænsku og hún fékk einnig verðlaun frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í textílgreinum. Þá fékk Birta Rós 30.000 styrk frá Isavia fyrir bestan árangur í list- og verknámi en hún útskrifaðist af listnámsbraut. Helena Ósk Árnadóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í efnafræði, stærðfræði og spænsku og gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Alexandra Sæmundsdóttir fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir góðan námsárangur í efnafræði, stærðfræði og spænsku. Alexandra fékk einnig gjafir frá Íslenska stærðfræðifélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Sylvía Rut Káradóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í lífeðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og spænsku. Hún fékk síðan verðlaun frá Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir góðan árangur í náttúrufræði og verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Sylvía Rut Káradóttir styrkinn. Sylvía Rut hlaut einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms,
Sylvía með Önnu Garðarsdóttur móður sinni og Sigurjóni Sveinssyni fósturföður sínum.
að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Þau Friðrika Ína Hjartardóttir, Guðrún Lára Árnadóttir, Sigurborg Lúthersdóttir og Halldór Bragi Skúlason fengu öll 20.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu í lífsleikni og ræðumennsku.
Nokkrir nemendur fengu styrki úr styrktarsjóði FS sem var stofnaður af Gunnari Sveinssyni og Kaupfélagi Suðurnesja.
Nemendur sem fengu viðurkenningar við útskriftina.
Við lok athafnarinnar veitti skólameistari Ásu Valgerði Einarsdóttur kennara gullmerki FS en hún hefur starfað við skólann í 25 ár.
21
VÍKURFRÉTTIR • þriðjudagur 22. desember 2015
-jólatónar
pósturu vf@vf.is
JÓLAKÖTTURINN MEÐ MIKILVÆG SKILABOÐ
Þetta lag er bara æði. Þegar ég heyri það verð ég aftur lítil og fæ á tilfinninguna að jólin séu alveg að koma. Finn spenninginn og gleðina hríslast um mig og man af hverju mér finnst jólin svona skemmtileg. Björk - Jólakötturinn
Jólin eru fyrst og fremst barnanna. Þegar ég var krakki fannst mér ekkert skemmtilegra heldur e n a ð ve r a ævintýralega hrædd við allar þessar óværur íslenskrar þjóðtrúar. Það eru jólin, þessar sterku andstæður. Allt þetta hræðilega sem undirstrikar kærleikann og yndisleg heitin. Eftir að ég eignaðist börn hef ég líka haft þá
2015 2015 2015 2015 2015 Víkurfrétta SkafmiðaleikurVíkurfrétta Skafmiðaleikur Víkurfrétta Skafmiðaleikur Suðurnesjum verslanaááSuðurnesjum ogverslana Víkurfrétta Skafmiðaleikur og Víkurfrétta Skafmiðaleikur Suðurnesjum á verslana og Suðurnesjum verslanaááSuðurnesjum ogverslana og
mín
Karlmennirnir halda fast í hefðirnar Jónína Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og starfsmaður hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum býr með fjórum karlmönnum og þeir halda fast í jólahefðirnar. Hún er að vinna í smá breytingu fyrir næsta ár hvað það varðar.
Keflvíkingurinn Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, einn af stofnmeðlimum Kolrössu Krókríðandi, bassaleikari Singapore Sling og meistaranemi í stjórnun og stefnumótun, heldur mikið upp á lagið um Jólaköttinn. Í æsku þótti henni fátt skemmtilegra en sögur af óværum íslenskrar þjóðtrúar. Katla María - Ég fæ jólagjöf
- jólin
Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið? Engin mynd bara jólalög.
skemmtun að hræða börnin fyrir jólin og við skemmtum okkur aldrei betur. Jólakötturinn hefur líka þau skilaboð að við eigum að huga að öllum á jólunum. Passa að allir hafi eitthvað fyrir jólin. Það er það sem er svo fallegt við þessa þulu. Allir í sveitinni leggjast á eitt til að bjarga fátæku börnunum frá Jólakettinum. Það er kannski það eina sem virkar að hræða neyslusamfélagið til að deila og gefa með sér. Wham! - Last Christmas
Þetta lag á alltaf stað í hjarta mér síðan ég var Wham aðdáandi sem ungur unglingur. Það er bara ekki hægt að hrista þannig ást úr sér.
Þrjú á Palli - Gilsbakkaþula
Þetta er hátíðlegt eins og allt þetta gamla og góða. Í rauninni finnst mér bara gömul
lög vera jólaleg. Líklega er það enn og aftur barna nostalgían sem ræður því. Ég er að verða gömul, aaarrrg! Jólin alls staðar - Ellý Vilhjálms
Þetta er fallegt og gamalt eins og annað á þessum lista, hátíðlegt og hugljúft. Annars má ég til með að segja að Halli og Laddi eiga líka mikilvægan sess á mínu heimili með til dæmis Sveinn minn Jóla og auðvitað Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða!
Hægt verður að nálgast jólatóna Víkurfrétta á vefsíðu okkar www.vf.is en þar má meðal annars hlusta á öll lögin á Spotify tónlistarveitunni.
ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM
VIÐ BREYTUM!
Sendir þú jólakort eða hefur facebook tekið yfir? Sendi venjulega jólakort eða jólafréttabréf en hef ákveðið að senda ekki jólakort í ár og styrkja góð málefni í staðinn. Ertu vanafastur/föst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Sjálf er ég ekki svo vanaföst og alveg tilbúin í breytingar, en ég bý með 4 karlmönnum sem halda fast í hefðir og ég er sátt við það. Annars eru hefðirnar flestar tengdar samveru með fjölskyldu og vinum. Til dæmis fer fjölskylda eiginmannsins alltaf í íþróttahúsið í Garðinum þar sem ekkert er gefið eftir í badmintonkeppni. Það er klikkað keppnisskap í þessari fjölskyldu. Hér er ekki í boði að leyfa litlu börnunum að vinna. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Miðjudrengurinn sem kom rétt eftir jólin 2003 en átti að fæðast miðjan janúar 2004. Eitthvað sérstaklega eftirminnilegt frá jólum þegar þú varst yngri? Þegar ég og systir mín fengum risastórar dúkkur og barbie dúkkur frá mömmu og pabba, gleymi ekki gleðinni hjá litlu stelpunni þann aðfangadaginn. Hvað er í matinn á aðfangadag? Svínahamborgarhryggur og meðlæti eins og mamma gerði hann. Annars var ég með sérþarfir í fyrra og gerði lambalundir og kanilkar-
töflur, hugsa að ég hafi tvíréttað í ár líka. Hvenær eru jólin komin fyrir þér? Fyrsta í aðventu. Hefur þú verið eða gætir þú verið hugsað þér að vera erlendis um jólin? Já ég er að reyna að sannfæra fastheldnu karlmennina í mínu lífi til að vera á Flórida næstu jól og áramót, sjáum hvernig það gengur. Hvernig brástu við þegar þú komst að leyndarmálinu um jólasveininn? Ég geymdi það hjá mér svo jólasveinninn hélt áfram að vitja mín langt fram eftir aldri. Áttu þér uppáhalds jólaskraut? Stóri jólasveininn sem mamma prjónaði og svo ylja hvít jólaljós mér mikið í skammdeginu.
MIKIÐ ÚRVAL AF LEÐURBELTUM AXLABÖNDUM MANNBRODDUM INNLEGGJUM
Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
LANGBEST VERÐUR LOKAÐ MILLI JÓLA OG NÝÁRS VEGNA BREYTINGA.
VIÐ OPNUM ENDURBÆTTAN VEITINGASTAÐ 2. JANÚAR. Óskum viðskiptavinum gleðilegrar hátíðar og sjáumst hress á nýju ári. Í nafni Rebekku má segja punkt á eftir J Starfsfólk Langbest Endilega sendu mér svo aftur þegar búið er að leiðrétta.
Krossmóa 4 // 421 2045
Elsku litla barnabarnið okkar
Cayden Alexander Guercio F. 24. maí 2015 - D. 12. nóvember 2015 á sjúkrahúsi í Pensacola Flórída. Foreldrar hans Ásdís Guðgeirsdóttir Guercio og Dennis Guercio vilja senda bestu þakkir til allra þeirra sem styrktu þau og sendu þeim fallegar kveðjur á þessum erfiða tíma. Sendum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur, Rebekka J. Ragnarsdóttir og Guðgeir Smári Árnason.
22
þriðjudagur 22. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Er með æði fyrir verkfærum Tobba listakona ætlar að dvelja í Glasgow um jólin hjá mömmu sinni. Tobba er þúsundþjalasmiður og skapar ýmis konar list í skúrnum við hús sitt, þar á meðal fallega aðventukransa.
Þ
orbjörg Magnea Óskarsdóttir, eða Tobba listakona, eins og hún er betur þekkt, er með mörg járn í eldinum í skúrnum við húsið sitt. Þar málar hún myndir, smíðar skartgripi, taflborð, styttur af lundum, vitum og krummum, gerir skúlptúra og nú síðast aðventukransa. Þá er aðeins fátt eitt nefnt. Tobba er úr Njarðvík og byrjaði að mála í
kringum 16 ára aldurinn en hefur fengist við sköpun alla tíð. „Ég leiraði mikið með mömmu sem krakki og fór svo síðar að mála. Ég er með ADHD og lesblindu og gekk mjög illa í grunnskóla. Ég var alltaf teiknandi í bækurnar í skólanum og það kom fyrir að ég væri rekin úr tíma fyrir það,“ segir hún. Tobba sér sjálf um alla smíðavinnu við listsköpunina og
á orðið gott safn verkfæra. ,,Það má eiginlega segja að ég sé með æði fyrir verkfærum því ég nota þau mikið og safna þeim.“ Tobba vinnur í föndurbúð á daginn en sinnir svo listinni á kvöldin og um helgar, fyrir utan að sinna syni sínum sem er 8 ára. Hún hefur líka kennt á námskeiðum hjá Símennt víða um land og segir það vera mjög gefandi.
Hátíðarguðsþjónustur yfir jól og áramót í Keflavíkurkirkju Aðfangadagur 24. desember Jólin allstaðar, hátíðar barna- og fjölskyldustund kl. 16:00
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Kl. 15:00 Nesvellir - hjúkrunarheimili Kl. 15:30 Hlévangur - hjúkrunarheimili
Jólaguðspjall sett upp og jólasálmar sungnir.
Gamlársdagur 31. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 18:00.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 18:00 Nóttin var sú ágæt ein kl. 23:30 Miðnæturstund í kirkjunni. Söngsveitin Kóngarnir syngja undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Jóladagur 25. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 Helgistundir á stofnunum á Jóladag Kl. 13:00. Helgistund
Hugmyndirnar koma á kvöldin Hugmyndir að listaverkum koma yfirleitt til Tobbu á kvöldin þegar hún er að fara að sofa. Áður fyrr fór hún því oft að skapa á nóttunni en hætti því eftir að sonurinn fæddist. Nú leggur hún hugmyndirnar á minnið og hefst handa strax næsta morgunn. Tobba er nú byrjuð að undirbúa sýningu sem verður á Ljósanótt. Þar ætlar hún að sýna skúlptúra. „Þessir skúlptúrar fjalla um það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Þeir tákna ýmist sorg, kvíða, einmanaleika eða ofbeldi. Svo er einn þeirra sem táknar geðrof,“ útskýrir Tobba. Vinkona hennar fékk geðrof og fannst Tobbu á lýsingunum frá henni að það væri eins og að vera með fíl í höfðinu því fólk skynjar hluti sem aðrir gera ekki, eins og bleika fíla. Sá skúlptúr er því manneskja með bleikan fíl inni í hausnum.
Nýársdagur 1. janúar Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Kjartan Már Kjartansson flytur hátíðarræðu. Kór Keflavíkurkirkju, messuþjónar, organisti og prestar þjóna við hátíðarguðsþjónustur. Útvarpað verður frá Keflavíkurkirkju á Hljóðbylgju Suðurnesja fm 101.2
Vildi gera sinn eiginn krans Skúlptúrar Tobbu hafa verið til sölu í versluninni Smíði og skart við Skólavörðustíg í Reykjavík og hafa notið mikilla vinsælda. Hún hefur einnig málað myndir af norðurljósunum sem ferðamenn hafa verið hrifnir af. Tobba rak áður Gallerý 8 með nokkrum öðrum listakonum við Hafnargötuna en starfsemin fjaraði svo út. Þær hafa nú opnað jólamarkað í húsnæðinu og eru aðventukransarnir fáanlegir þar. Um
Einn skúlptúra Tobbu heitir Geðhvörf. Sá er af manneskju með bleikan fíl inni í hausnum því þannig túlkaði Tobba lýsingar konu sem hafði fengið geðhvörf.
tilurð kransanna segir Tobba að hana hafi langað til að gera sinn eiginn krans. „Það kom tískubóla fyrir ári síðan og allir gerðu kransa úr trékúlum. Ég vildi gera eitthvað öðruvísi og gerði því mína eigin. Svo hefur fólk verið hrifið af þeim, enda ekki mikið úrval af krönsum til sölu.“ Engir tveir kransar eru eins hjá Tobbu. Er mikið jólabarn Tobba er mikið jólabarn og hlakkar alltaf til jólanna. Hún ætlar að skreyta heimilið í vikunni með syni sínum en þau ætla svo að verja jólunum í Glasgow hjá mömmu Tobbu. Á aðfangadagskvöld verður kalkúnn á veisluborðinu og svo íslenskur lambahryggur á jóladag. „Ég tek rauðkálið og annað íslenskt og ómissandi með mér út. Við ætlum líka að hafa kjötsúpu einhvern tíma um jólin og ég fer með hráefni í hana með mér út. Það verður gaman um jólin núna eins og alltaf.“
23
VÍKURFRÉTTIR • þriðjudagur 22. desember 2015
-jólatónar
pósturu vf@vf.is
ÁHUGI Á BÍTLUNUM Í VÖGGUGJÖF
Ég fékk áhugann á Bítlunum í vöggugjöf. Hljómsveitin sem slík var þó ekki mikið að gefa út j ól atón list, en það var þó aðeins um það eftir að þeir fóru hver sína leið. Þetta lag er að mínu mati besta jólalag Bítils, og ekki skemmir boðskapur lagsins fyrir. Er þetta þrátt fyrir gaulið í Yoko Ono. Ave Maria - Maria Callas
Það má ef til vill velta vöngum yfir því hvort þessi fallega tónsmíð Schubert sé eiginlegt jólalag, ég tengi það hins vegar alltaf við hátíðarnar. Þetta lag hefur verið gefið út í ótal útgáfum en sú sem mér finnst bera einna hæst er útgáfa Grísku dívunnar Mariu Callas. Óhemju fallegt.
smáauglýsingar TIL LEIGU
Studeoíbúð í Njarðvík, ca. 50 fm. til leigu, laus strax. Óskað er eftir leigjanda 55ára eða eldri. Upplýsingar í síma 8673909 eftir kl. 17:00
Pálmar Guðmundsson, sölu- og rekstrarstjóri hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf - Kadeco, er mikill áhugamaður um tónlist og grípur í bassann þegar sá gállinn er á honum. Hann tengir lagið Ave Maria alltaf við jólahátíðina. Happy Xmas (War is over) - John Winston Lennon
-
Ég vildi ég væri - Ómar Ragnarsson
Ég get ekki valið uppáhalds jólalög án þess að tala um plötuna Skemmtilegustu lög Gáttaþefs. Þessa plötu hlustaði ég á næstum daglega frá 1. desember og fram að jólum ár eftir ár. Ég hefði viljað velja öll lögin af þessari plötu en þetta lag fékk þann heiður að komast á listann.
Til leigu - 4.herb íbúð í Holtaskólahverfi 185.000kr á mánuði með hita og rafmagni 2 mán í tryggingu Samb í síma 693-2080
Chrismas album árið 1957, flottur jólablús. White Christmas – Bing Crosby
Þessi útgáfa lagsins var gefið út árið 1942. Það er einhver hátíðarbragur yfir þessari útgáfu sem erfitt er að henda reiður á. Þetta er lag sem maður setur á fóninn þegar maður les jólabækurnar við kertaljós og vindurinn lemur gluggann.
Til leigu 2. herbergja rúmgóð og falleg íbúð. Verð 115 með rafmagn/ hita. Laus. 1 mán fyrirfram +1 mán trygging S: 7752580 eftir kl. 16.00
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Aðfangadagur kl. 17:00 Hátíðarsamkoma Sunnudagur 27. des. Samkoma kl. 11.00 Gamlársdagur kl. 16:30 Þakkargjörðarsamkoma. Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Til leigu verslunarhúsnæði á Hafnargötu 54 40m2 verð 50.000.- 6911685
TIL LEIGU
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla
Blue Christmas – Elvis Presley
Þegar ég var gutti á Hlíðargötunni í Sandgerði sá ég svokallaða 68“ endurkomu tónleika Elvis. Hann var í svörtum leðurgalla og spilaður var r yt hmablús af gamla skólanum. Það var ekki að sökum að spyrja að ég varð forfallinn Elvis aðdáandi á stundinni. Útgáfa Elvis af laginu kom út á plötunni Elvis‘
Verið velkomin
Hægt verður að nálgast jólatóna Víkurfrétta á vefsíðu okkar www.vf.is en þar má meðal annars hlusta á öll lögin á Spotify tónlistarveitunni.
Jólaböll, pakkaheimsóknir og ýmsir aðrir viðburðir. Jólasveina þjónusta Stekkjastaurs. Upplýsingar í síma 7773888 email. stekkjastaurjolasveinn@gmail.com
Skyrgámur og félagar
hans mæta á Hafnargötuna
Það hefur verið ómissandi þáttur í jólaundirbúningi Betri bæjar í Reykjanesbæ að fá Skyrgám í heimsókn á Þorláksmessu niður í bæ. Hann og bræður hans munu gefa börnunum nammipoka og með jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar halda uppi fjöri og jólastemmningu rétt áður en jólin ganga í garð. Opið í verslunum 22. desember til kl. 22:00, Þorláksmessu til kl. 23:00 og á aðfangadag kl. 10:00 - 12:00.
Gleðileg jól í Betri bæ
Stærstu styrktaraðilar jóladaga eru:
Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
vf.is
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER • 50. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR
í jólaskapi VINNINGSHAFAR Í ÞRIÐJA ÚTDRÆTTI Phone 6S
- Sigrún Ólafsdóttir Bergási 10 Reykjanesbæ
Icelandair ferðavinningur
- Hafsteinn Hafsteinsson Hraunsvegi 23 Reykjanesbæ
-mundi Óska Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Kjötsel Hamborgarhryggur
gshryggur Vinnin
2014
AÐEINS
1.399
15.000 kr. gjafabréf í Nettó
kr/kg
- Oddný Ragna Fahning Vesturvegi 21 Vestmannaeyjum
10 þús. kr. Nettó-gjafabréf
- Stefanía Bragadóttir, Túngata 23. Grindavík
10 þús. kr. Nettó-gjafabréf
- Steinunn H Sig Heiðarhrauni 19. Grindavík
NÚ BORGAR SIG AÐ SKILA 2 STK. 120.000,- KR GJAFABRÉF FRÁ NETTÓ 4 STK. ICELANDAIR FERÐAVINNINGAR 10 STK. 10.000,- OG 4 STK. 15.000,- KR. GJAFABRÉF FRÁ NETTÓ Í NJARÐVÍK OG GRINDAVÍK 20 STK. KONFEKTKASSAR
Vinningskjötið í ár BEST 2015
Kjötsel hangikjöt 22001555 2220001111 55 Skafmið Sk aleikur afmiðal Sk af eikur Ví mrs Víkurfré og Sk iðla ve alna af ei m og Sk ku ið kurfrétt tta ve al af ei m Ví rs og árr ku ið la ku Su ve al na rf a ðu ei Ví rs og ré ku la rn ku Su tt ve na es rf ðu Ví rs og ju áár ré la rn ku ma Su tt ve na es rf ðu rs ju ré la rn m Su tt na es aa ðu ju ááSu rn m es ðu ju rn m es ju m
Netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.