• fimmtudagurinn 29. desember 2016 • 51. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
SUÐURNESJAMAGASÍN
á Hringbraut fimmtudagskvöld kl. 21:30
Uppgjör ársins Vilja mæla mengun frá flugi
Jólablástur í bænum
■■Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ vilja að hafist verði handa sem fyrst við mælingar á loft- og hljóðmengun frá Keflavíkurflugvelli. Frá þessu greindi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, á íbúafundi í Stapa á dögunum. Bæjaryfirvöld munu funda með fulltrúum Isavia vegna mælinganna.
■■Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék jólalög víða um bæinn nokkra daga fyrir jólin eins og undanfarin ár. Hér er sveitin í miðbæ Keflavíkur á Þorláksmessukvöld. Veðurguðirnir létu aðeins finna fyrir sér þegar leið á kvöldið eftir að hafa verið stilltir allan daginn. VF-mynd/pket.
200 milljónir í tvö hringtorg á Reykjanesbraut Alþingi samþykkti rétt fyrir jól breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs þannig að 200 milljónum verður varið í gerð tveggja hringtorga við Reykjanesbraut á næsta ári. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir alla nefndarmenn og þá fulltrúa Vegagerðarinnar sem funduðu með nefndinni hafa verið sammála um mikilvægi þess að setja hringtorgin upp á árinu. Hringtorg verða sett upp við gatnamót
Þjóðbrautar að Reykjanesbraut annars vegar og Aðalgötu og Reykjanesbrautar hins vegar. Framkvæmdir við gatnamót Hafnavegar og Reykjanesbrautar munu hefjast árið 2018. Nú rétt fyrir jól samþykkti Alþingi tveggja og hálfs milljarða auka framlag til viðhalds vega sem Vegagerðin úthlutar eftir þörfum. Silja Dögg kveðst vongóð um að hluti af þeim fjármunum renni til viðhalds á Reykjanesbraut.
Telur sameiningu við Garð og Sandgerði tímaspursmál
FÍTON / SÍA
„Ég held að þetta sé ekki spurning um hvort heldur hvenær,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, aðspurður um hugsanlega sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Sérstaklega hvað varðar sameiningu Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis. Viðræður um sameiningu Garðs og Sandgerðis eru hafnar en forsvarsmenn sveitarfélaganna ekki hafa sýnt áhuga á að hefja viðræður við Reykjanesbæ.“
einföld reiknivél á ebox.is
Kjartan Már telur fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar líklegustu ástæðuna fyrir því að Reykjanesbær er ekki með í þeim viðræðum en að þær geti eflaust verið fleiri. „Fólk hefur tilfinningar til síns uppruna. Við þekkjum það á milli hverfa í Reykjanesbæ. Þó að sameining hafi átt sér stað fyrir 22 árum síðan þá eru ennþá til heitir Keflvíkingar og sömuleiðis heitir Njarðvíkingar og örugglega heitir Hafnabúar líka. Á sínum tíma voru einhverjir sem töldu sameiningu í Reykjanesbæ rangt skref.“ Þá bendir Kjartan á að það geti tekið þrjár til
fjórar kynslóðir fyrir sameiningu sveitarfélaga að ganga í gegn. Á Norðurlöndunum hefur komið upp að ríkisvaldið hafi þvingað sveitarfélög til sameiningar með lagasetningu. Kjartan segir að ekki hafi verið áhugi, vilji né þor til slíkra aðgerða hér á landi. „Ég tel það ekki góða leið heldur á að leyfa sveitarfélögum að ná eigin sátt um þessi mál og það tekur tíma.“ Þá segir hann umræðuna sem nú sé í gangi gott skref. Lengri útgáfu af viðtalinu við Kjartan Má, sem er jafnframt sjónvarpsviðtal, má nálgast á vef Víkurfrétta, vf.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Jólabarnið á Suðurnesjum fæddist á HSS á jóladag klukkan 18:15.
Jólabarnið flýtti sér í heiminn ■■Jólabarn fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á jóladag. Þá kom stúlkubarn í heiminn klukkan 18:15. Foreldrar eru Kristín Mjöll Kristinsdóttir og Helgi Pétursson. Stúlkan var 3.470 gr og 48 cm. Henni og móður heilsast vel en þau fóru heim af fæðingardeildinni samdægurs. Móðirin fór til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á jóladag en hafði hugsað sér að eignast barnið strax á nýju ári. Stúlkan var hins vegar ekki á því og ákvað að drífa sig í heiminn snögglega.
2
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 29. desember 2016
í Suðurnesjamagasíni á Hringbraut kl. 21:30 í kvöld, fimmtudagskvöld
Brot af því besta
Það var jólastemmning á og við Hafnargötuna í Keflavík á Þorláksmessu. Jólasveinar og jólahljómsveit héldu uppi stemmningu. Krakkar fengu nammi og fólk fjölmennti að venju niður í bæ á þessu síðasta verslunarkvöldi fyrir jól.
úr 50 þáttum Sjónvarps Víkurfrétta
Jólaverslun víða góð
Verslunarstjóri óskast
Jólaverslun á Suðurnesjum var víða góð en í nokkrum verslunum í Reykjanesbæ var salan svipuð og í fyrra eða aðeins minni. Georg V. Hannah stóð vaktina 49. árið í röð í úra- og skartgripaverslun sinni. Framtíð þessarar elstu verslunar í Keflavík er þó í óvissu en Georg hyggst hætta með vorinu. Hann var ágætlega sáttur með jólaverslunina. „Þetta er svipað og í fyrra,“ sagði hann og sama sagði Kristín Kristjánsdóttir í versluninni Kóda. Þá var ágætt hljóð í fleiri kaupmönnum í Keflavík. Hjá Samkaupum var mikil ánægja með jólasöluna. „Það var mjög góð sala fyrir jólin í öllum okkar verslunum á Suðurnesjum. Þær breytingar sem hafa verið gerðar á verslunum hafa hitt í mark hjá neytendum. Viðskiptavinir okkar
í Sandgerði og Garði versluðu meira í heimabyggð en áður og þá hefur breyting okkar í Nettó að Iðavöllum í Keflavík komið vel út. Þá hefur Krambúðin okkar við Hringbraut slegið í gegn,“ sagði Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa hf. Aðspurður um sérstök dæmi úr jólaversluninni sagði Gunnar að bókasala hefði verið mjög góð og þá hafi hangikjöt verið vinsælla en áður. Þrátt fyrir margar gamlar hefðir fyrir jólin hafi einnig verið aukning í heilsu- og lífsstílsvörum fyrir jólin. „Fólk er ekki endilega að baka minna heldur hafa uppskriftir og hráefnið breyst síðustu ár. Fólk notar spelt í stað hveitis í meira mæli svo dæmi sé tekið,“ sagði Gunnar.
í Krónuna Fitjum í Njarðvík
Verkefni verslunarstjóra eru að stýra daglegum rekstri verslunarinnar, almenn sala, ábyrgð á vöruframsetningu, verkstýring starfsfólks, stjórnun þjónustu í verslun, yfirlit og ábyrgð birgða. Stuðla að hvatningu meðal starfsmanna til að ná settum markmiðum. Halda utan um dagleg störf starfsmanna. Góðir tekjumöguleikar í boði. Verslunarstjóri vinnur náið með rekstrarstjóra Krónunnar. Starfslýsing
• Innkaup og sala • Stjórnun starfsfólks í versluninni • Ábyrgð á ráðningum og tímaskráningum • Ábyrgð og umsjón með fjármunum • Ábyrgð og eftirlit með birgðum og rýrnun • Ábyrgð á útliti verslunar • Umsjón og framkvæmd vikutilboða • Samskipti við birgja • Samþykkt reikninga
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun í viðskiptafræði eða verslunar-
Georg og Eygló stóðu vaktina 49. jólin en nú eru blikur framundan í búðinni og óvíst með framtíð hennar.
stjórnun er kostur • Reynsla af matvörumarkaði er kostur • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Tölvukunnátta til að leysa dagleg verkefni í Outlook, Excel og Navision • Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
• Þátttaka í áætlanagerð og framkvæmd áætlana
Sótt er um starfið á www.kronan.is Nánari upplýsingar gefur Ólafur Rúnar svæðisstjóri í netfanginu olafur@kronan.is
Umsóknarfrestur er til og með 9. janúar 2017
Krónan er matvörukeðja í sókn sem telur sautján lágvöruverðsverslanir. Markmið Krónunnar hefur ávallt verið að veita virka samkeppni í verði og vöruúrvali auk þess að leggja áherslu á ferskleika í kjöti, ávöxtum og grænmeti.
Það er vinsælt að taka myndir af börnunum og jólasveinum.
Það voru langar raðir í Nettó í Njarðvík á aðfangadag.
! l a v r ú a r i e m i e r d l A ja s e n r u ð u S r u ð a k r a Risam MAGNAÐ IR BARDAGA R!
RISA R U RAKETT
KAK
ÁRSINSA SVAKAL ER EG!
KRAKKA PAKKAR
NÝIR FLOTTIR KAPPAR
RIR FRÁBÆYLDU K S FJÖL KKAR PA ÐIR 6 STÆR
Notum alltaf flugeldagleraugu - líka fullorðnir
Risaflugeldamarkaðurinn okkar er eins og áður í Björgunarsveitarhúsinu. Allir velkomnir.
Áramótasteikin í Nettó 40% Nautalundir Kjötbankinn - ófrosin og tilbúin til eldunar
4.498 KRKG
Áður: 4.998 kr/kg
Bú i ð a í að hanagga 30 d
Mikið úrval af nautakjöti og nautalundum fyrir áramótin
Hamborgarhryggur snyrtur og úrbeinaður - Kjötsel
1.739 KRKG
Áður: 2.898 kr/kg
20%
Dádýravöðvar frá Nýja Sjálandi
Dádýralundir frá Nýja Sjálandi
5.838 KRKG
3.198 KRKG
20%
Áður: 3.998 kr/kg
20%
Áður: 7.298 kr/kg
Nauta T-bone steik 1 stk.
3.993
KR KG
Áður: 4.698 kr/kg
Nautalundir
Nautamjaðmasteik
Danish Crown 1,2 - 1,5 kg.
3.438
Roastbeef 600 - 800 gr.
2.998
KR KG
KR KG
Áður: 4.298 kr/kg
Hreindýralundir
7.910 KRKG
Áður: 8.989 kr/kg
Humar er ómissandi á áramótaborðið!
40% Hátíðarsúpa Humarsölunnar, 850 ml
1.298
KR pK
Humar
HS Skelbrot
án skeljar 800 gr. poki.
2.999
KR pK
Áður: 4.998 kr/pk
blandað - 1 kg
3.469
KR KG
Áður: 3.898 kr/kg
Tilboðin gilda 29. – 31. desember 2016
Humar VIP millistærð 800 gr.
5.898 KRpK
Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
Mjó
ó Mackintosh 1,3 kg.
1.598 KRpK
Lambahryggur fylltur
2.935 KRKG
Áður: 3.669 kr/kg
Lambahryggur
M&M
Kryddaður - Ferskt
1.758
Peanut eða Chocolate - 165 gr.
KR KG
254 KRpK
Áður: 2.197 kr/kg
Áður: 299 kr/pk
X-tra Flögur
Coop Flögur
3 tegundir - 300 gr.
299
4 tegundir.
339
KR pK
Áður: 369 kr/pk
Ritz Crisp
X-tra Chilihnetur
Coop Salthnetur
3 tegundir - 100 gr.
500 gr.
300 gr.
299
KR pK
Áður: 399 kr/pk
KR pK
479
349 KRpK
KR pK
Áður: 529 kr/pk
Áður: 399 kr/pk
23% Downtown - ís 500 ml - 4 tegundir.
Saltstangir
Emerge Orkudrykkur
250 gr.
2 tegundir - 250 ml.
189 KRpK
698 KRpK
Áður: 798 kr/pk
99 KRstK
Áður: 129 kr/stk
Tilboð!
Opnun verslana yfir áramótin Verslun:
29. des.
30. des.
31. des.
1. jan.
2. jan
Granda og Mjódd
24 klst
24 klst
kl. 15
LOKAÐ
opnar kl. 10
Hafnarfjörður, Búðakór Salavegur, Hrísulundur Iðavellir, Selfoss
kl. 10-21
kl. 10-22
kl. 10-15
LOKAÐ
kl. 10-21
Glerártorg, Húsavík, Grindavík, Egilsstaðir, Höfn, Borgarnes
kl. 10-19
kl. 10-22
kl. 10-15
LOKAÐ
kl. 10-19
Krossmói Reykjanesbæ
kl. 9-20
kl. 10-22
kl. 10-15
LOKAÐ
kl. 10-20
www.netto.is
6 FYRIR 4
Flintstones Partýdrykkur 2 tegundir.
299 KRstK ÞÚ KAUPIR FJÓRAR 2 L PEPSI Og FÆRÐ TVÆR 2 L FRÍTT MEÐ
Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss
6
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 29. desember 2016
Kistugerði, sögu- og menningarmiðstöð Kæru Garðmenn. Ég hef hug á því að koma upp sögu- og menningarmiðstöð í Garðinum með sögu Garðs að leiðarljósi. Síðustu tvö ár hef ég sent bæjaryfirvöldum bréf vegna þessa, en fengið höfnun í bæði skiptin og rökin fyrir því ekki réttlætanleg að mínu mati. Samkomuhúsið í Garði var byggt upp úr aldamótunum 1900 og hefur ætíð verið menningarhús og er Garðbúum kært. Því tel ég tilvalið að sögu Garðs sé haldið á lofti í húsinu í máli, myndum svo og með leik- og kvikmyndasýningum. Þar verði einnig rými og aðstaða fyrir aðra fjölbreytta lista- og menningarstarfsemi. Þá er átt við: • Ljósmynda- og hreyfimyndasafn Garðs í fundarsalnum. • Leiksýningar á sögusviðinu um merka þætti í sögu og byggðaþróun Garðs.
SMÁAUGLÝSINGAR Óskast Óska eftir herbergi til leigu í Keflavík eða nágrenni. Er á miðjum aldri, hámenntaður, í öruggri vinnu og hef fín meðmæli. Tölvupóstur: django30003@gmail.com
• Kvikmyndasýningar í samvinnu við Steinboga og fleiri aðila. • Myndlistarsýningar. • Fræði- og sagnakvöld á sögusviðinu. Síðustu 10 ár hef ég safnað gríðarlega miklu efni og hef í mínum höndum þúsundir ljósmynda, gamalla og nýrra, einnig hundruð spóla með kvikmynduðu efni. Nú vantar sárlega aðstöðu til að vinna úr efninu og koma því á framfæri, til dæmis með sýningum. Ég hef því ákveðið að fara þá leið að safna undirskriftum frá ykkur, kæru Garðmenn, og skora á bæjaryfirvöld að taka jákvætt í þetta erindi. Ég mun ganga í hús í Garðinum eftir áramót og safna undirskriftum og kynna þær hugmyndir sem ég er með um húsið. Virðingarfyllst, Guðmundur Magnússon
Verið velkomin
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Medic systkinin eru fimm sem hafa unnið eða vinna nú í Nettó. Þau Milla, Lena, Snezana, Bojana og Milan Medic koma frá Serbíu en hafa verið á Suðurnesjum í mörg ár. Hreiðar Róbert Birnuson, verslunarstjóri í Nettó fékk þau til að aðstoða sig við jólalukkudráttinn.
Jólalukka 2016 - nöfn vinningshafa Rúmlega sex þúsund manns skófu til sín vinning eða voru dregnir út í Nettó í Jólalukku Víkurfrétta 2016. Þetta var í sextánda sinn sem Jólalukkan var haldin en þessi skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana hefur alltaf verið mjög vinsæll í desember. Fjórir útdrættir voru úr miðum sem skilað var í Nettóverslanir og þeir sem fengu vinninga voru eftirtaldir:
Útdráttur á Aðfangadag
Iphone 7 Hrafnhildur Arna Arnardóttir, Súlutjörn 1, Reykjanesbæ 120 þús. kr. inning í Nettó Ólafur Gunnbjörnsson, Ægisvellir 1, Reykjanesbæ Icelandair ferðavinningur Guðný Björg Elínardóttir, Vallargata 3, Sandgerði
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
s. 421 2045
HANDUNNIN LEÐURBELTI, SVÖRT OG BRÚN. MANNBRODDAR, AXLABÖND, BINDI OG SLAUFUR
SJÁÐU OKKUR Á FACEBOOK GLEÐILEGT NÝRR ÁR OG ÞAKKA FYRIR VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ER Á LÍÐA
Konfektkassi (afhentur í Nettó Njarðvík) Dröfn Vilmundsdóttir, Selsvellir 20, Grindavík Guðni Már Gilbert, Hátúni 39, Reykjanesbæ Ása Björg Ingimarsdóttir, Melteigur 23, Reykjanesbæ Eiður Vilhelmsson, Stekkjargötu 35, Reykjanesbæ Ásta A. Garðarsdóttir, Akurbraut 32, Reykjanesbæ Halldór Almarsson, Holtsbúð 12, Garðabæ Eygló Pétursdóttir, Elliðavellir 3, Reykjanesbæ Hafsteinn B. Hafsteinsson, Hraunsvegur 23, Reykjanesbæ Klara Guðjónsdóttir, Kirkjuvegi 14, Reykjanesbæ Katrín Kristjánsdóttir, Lækjarmót 53, Sandgerði Jóhanna Þórmarsdóttir, Hlíðarvegi 15, Reykjanesbæ Ásta Elín Grétarsdóttir, Háteigi 13, Reykjanesbæ Kolbrún Þórarinsdóttir, Kirkjuvegi 49, Reykjanesbæ Davíð Eyrbekk, Fagragarði 10, Reykjanesbæ Halldóra Jónsdóttir, Háholti 15, Reykjanesbæ Skúli Björnsson, Eyjavöllum 4, Reykjanesbæ Ebba Gunnlaugsdóttir, Kirkjuvegi 11, Reykjanesbæ Katrín Guðjónsdóttir, Háholti 7, Reykjanesbæ Sjöfn Garðarsdóttir, Heiðarholti 2, Reykjanesbæ Sigrún Sigvaldadóttir, Týsvellir 4, Reykjanesbæ
Útdráttur 21. des.
Iphone 7 Hafliði Hjaltalín, Laut 37, Grindavík 120 þús. kr. Nettó-gjafabréf
Hallgrímur Stefánsson, Hjallarvegi 3 f, Njarðvík Icelandair ferðavinningur Birgir Ómarsson, Hringbraut 82, Keflavík 15 þús. kr. Nettó-gjafabréf Unnar Kristjánsson, Smáratúni 46, Keflavík 10 þús. kr. Nettó-gjafabréf Sólborg Þorláksdóttir, Suðuróp 1, Grindavík 10 þús. kr. Nettó-gjafabréf Fjaðursteinn, Baðsvellir 12, Grindavík 10 þús. kr. Nettó-gjafabréf Erla Ósk Pétursdóttir, Efstahraun 32, Grindavík 10 þús. kr. Nettó-gjafabréf Hermann Ólafsson, Árnastíg 10, Grindavík 10 þús. kr. Nettó-gjafabréf Lilja Thomas, Miðóp 16, Grindavík 10 þús. kr. Nettó-gjafabréf Hildur Gunnarsdóttir, Glæsivellir 14, Grindavík
Útdráttur 14. des.
Iphone 7 Sæmundur Pétursson, Kirkjuvegi 1, Keflavík Icelandair ferðavinningur Sigrún Ingólfsdóttir, Skógarbraut 1101, Ásbrú 15 þús. kr. Nettó-gjafabréf Jónas R. Franzson, Heiðarbraut 1a, Keflavík 10 þús. kr. Nettó-gjafabréf Rakel Erlingsdóttir, Maragata 2, Grindavík 10 þús. kr. Nettó-gjafabréf Harpa Guðmundsdóttir, Selsvellir 6, Grindavík
Útdráttur 7. Des.
Iphone 7 Helga M. Pálsdóttir Suðurgötu 13 Keflavík Icelandair ferðavinningur Davíð Þór Faxabraut 36a, Keflavík 15 þús. kr. Nettó-gjafabréf María Erlinda Aðalsteinsdóttir, Akurbraut 19, Njarðvík 10 þús. kr. Nettó-gjafabréf Sigríður Kjartansdóttir, Mánagata 27, Grindavík 10 þús. kr. Nettó-gjafabréf Kristrún Ingadóttir, Skipastíg 16, Grindavík
GAT EKKI KOMIÐ Á BETRI TÍMA ●●segir Hrafnhildur Arna Arnardóttir sem fékk Iphone 7 á aðfangadag
„Ertu ekki að grínast. Ég trúi þessu ekki. Mig vantar einmitt síma því minn er að gefa upp öndina. Þetta gat ekki komið á betri tíma,“ segir Hrafnhildur Arna Arnardóttir, starfsmaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum en hún fékk fjórða Iphone 7 símann sem dreginn var út úr sneisafullum Jólalukku-kassanum í Nettó á aðfangadag. Hrafnhildur flutti frá Akureyri til Reykjanesbæjar fyrir sex árum síðan. Hún segist hafa fylgst vel með Jólalukkunni og hugsað sinn gang þegar hún fór að gera jólainnkaupin í desember. „Það er ekkert launungarmál að það hafði áhrif hvert ég fór að vita af möguleikanum að geta unnið, þetta er mikið magn af vinningum. Maður gerir sér alltaf vonir þó svo maður geri ekki ráð fyrir því að vinna. Þetta var svo yndislegt. Ég er í skýjunum. Þessi nýi Iphone er geggjaður,“ sagði Hrafnhildur með bros á vör.
„Ég er í skýjunum. Þessi nýi Iphone er geggjaður,“
Hrafnhildur Arna með símann góða sem Björn Björnsson, starfsmaður á skrifstofu Nettó afhenti henni.
Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári
HS VEITUR HF www.hsveitur.is
9
179
179
kr. 170 g
kr. 165 g
Doritos Snakk 3 tegundir, 170 g
Pringles Snakk 3 tegundir, 165 g
139 kr. 200 g
Olw Saltstangir 200 g
d R E V A M SA nd allt
198
um la
189
Olw Salthnetur 300 g
300g
kr. 175 g
Olw Kartöfluflögur 2 tegundir, 175 g
kr. 300 g
2L
0,5L
109 kr. 0,5 l
259 kr. 2 l
298
Schweppes Tonic 0,5 lítrar
Schweppes Tonic 2 lítrar
Haribo Hlaup 4 tegundir, 300 g
Verð gildir til og með 1. janúar eða meðan birgðir endast
kr. 300 g
ufugl l is e v r u k Fers gu með fyllin
9kj8öt%
1.998 kr. kg
3.198 kr. kg
Kalkúnabringa Þýskaland, frosin
998 kr. kg
Nautalundir Þýskaland, frosnar
Veislufugl Með fyllingu, ferskur
VEISLUMATUR Á GÓÐU VERÐI
Opnunartí
29. des. fim mtudagur 30. des. Fö studagur 31. des. Ga mlársdag ur Opnum aft ur á nýju ári 2. jan. Má nudagur
495 kr. 360 g
11-18:30 10-20 10-15
11-18:30
nýtt ár
Þökkum fy rir viðskip tin á árinu er að líða sem
298
2.798 kr. kg Norðanfiskur Reyktur eða grafinn lax
Gleðilegt
mi
kr. 350 ml
Bónus Graflaxsósa 350 ml
Starfsfól k
Bónus
10 stykki í pakka
498
Toblerone 360 g
kr. 10 stk.
Mars og Snickers 10 stk. í pakka
95
kr. 330 ml
49
159 kr. 250 ml
59
kr. 250 ml
kr. 0,5 l
Faxe Kondi 330 ml
Red Bull Orkudrykkur 250 ml
ES Orkudrykkur 250 ml, 3 teg.
Lander Bräu Radler Lemon, 0,5 l
Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00
DÚXINN 10
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 29. desember 2016
ER LANDSLIÐSKONA Í KÖRFU ●●Björk Gunnarsdóttir stefnir á verkfræði
„Ég hef bara svo gaman að þessu,“ segir Björk Gunnarsdóttir, nýstúdent og dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja aðspurð að því hvernig hún fari að því að ganga svona vel í skólanum og vera landsliðskona í körfubolta á sama tíma. Þegar námsefnið er skemmtilegt finnst henni gaman að læra en metnaðurinn til að gera vel á báðum stöðum drífur hana líka áfram. Björk lauk náminu á tveimur og hálfu ári og var með meðaleinkunn upp á 9,5. Björk hefur mjög gaman af stærðfræði og stefnir á að fara í verkfræði í háskóla. „Ég gæti hugsað mér að fara í heilbrigðisverkfræði. Ég ætlaði mér upphaflega að verða læknir og svo sló ég það út af borðinu vegna þess að það er ekki mjög mikil stærðfræði í því. Ég hef svo gaman að stærðfræðinni og langar að geta nýtt hana. Sem heilbrigðisverkfræðingur gæti ég til dæmis unnið sem stoðtækjafræðingur, en þá væri ég að hjálpa fólki sem vantar á útlimi, meðal annars.“ Björk segir Bandaríkin heilla og langar að geta spilað körfubolta með háskólanámi. „Ég fer núna að undirbúa umsóknir í skóla í Bandaríkjunum en það þarf oft svolítið langan fyrirvara. Ef það næst ekki þá byrja ég örugglega í skóla á Íslandi og færi svo mögulega út. Háskólinn í
Reykjavík var að bjóða mér fría önn og þeir kenna einmitt heilbrigðisverkfræði, svo kannski fer ég þangað.“ Næstu dögum mun Björk verja á landsliðsæfingum með U20 úrtakshópnum í körfubolta, en hún hefur leikið með öllum yngri landsliðunum og er lykilmaður í úrvalsdeildarliði Njarðvíkur. Björk spilar stöðu leikstjórnanda og er fastamaður í byrjunarliði Njarðvíkur sem hefur komið flestum skemmtilega á óvart með góðri frammistöðu í vetur. „Já við erum búnar að koma mjög á óvart og það bjóst enginn við þessu. Markmið okkar fyrir tímabilið var bara að halda okkur uppi en mér finnst við geta náð miklu lengra en það. Svo nú stefnum við á að komast í úrslitakeppnina. Ég hef fulla trú á liðinu.“ Aðspurð hvort hún hafi einhvern tíma afgangs fyrir félagslífið segir hún að hún mætti kannski vera örlítið duglegri þar en eigi þó góðan vinahóp sem henni þyki mjög vænt um. „Þegar maður hefur sett sér markmið að standa sig vel bæði í skólanum og íþróttum þá situr eitthvað á hakanum. En ég á mjög góða vini og fjölskyldu sem styðja þétt við bakið á mér í öllu sem ég geri,“ segir Björk að lokum.
Glæsilegur árangur Bjarkar á haustönn 2017
„Þá væri ég að hjálpa fólki sem vantar á útlimi“
Verðlaunahafar á haustönn 2016.
●●Sextíu og sex nemendur útskrifuðust ● frá haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja Björk Gunnarsdóttir er dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja á haustönn en útskrift frá FS fór fram 20. desember síðastliðinn. Björk stóð sig frábærlega og kláraði stúdentspróf á tveimur og hálfu ári og fékk 9,5 í meðaleiknunn, sannarlega glæsilegt hjá 18 ára stúlkunni. Sextíu og sex nemendur; 51 stúdent, einn af starfsbraut, átta úr verknámi og tíu úr starfsnámi voru útskrifaðir í lok haustannar. Nokkrir þeirra voru útskrifaðir af tveimur brautum. Konur voru 39 og karlar voru 27. Alls komu 45 úr Reykjanesbæ, sjö úr Grindavík, fjórir úr Garði og einn úr Vogum. Þá komu fjórir úr Vestmannaeyjum, tveir úr Kópavogi og einn nemandi frá Hafnarfirði, Neskaupstað og Patreksfirði. Dagskrá útskriftar FS var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson, skólameistari, afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari, flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Ísabella Ögn Þorsteinsdóttir, nýstúdent, flutti ávarp
fyrir hönd brautskráðra og Guðmundur Grétar Karlsson, kennari, flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju fluttu nemendur skólans tónlist við athöfnina en Þórhildur Alda Reynisdóttir, nýstúdent, lék á píanó. Þá flutti söngsveitin Drengjabandið tvö lög undir stjórn Gunnlaugs Sigurðssonar, stærðfræðikennara. Drengjabandið er hópur kennara og starfsmanna sem hittist reglulega og syngur saman. Hópurinn hefur undanfarin ár sungið við ýmsar uppákomur í skólanum við góðan orðstír. Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Kormákur Andri Þórsson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda, Hilmir Kristjánsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku og Ísabella Ögn Þorsteinsdóttir fyrir efnafræði. Ivana Lukic fékk viðurkenningu fyrir viðskipta- og hagfræði og einnig fyrir bókfærslu og Dagur Funi Brynjarsson fyrir félagsfræði og
Björk með foreldrum sínum, Gunnari Stefánssyni, Guðlaugu Pálsdóttur og Lilju Rós systur sinni.
bókfærslu. Guðný Eva Birgisdóttir og Írena Sól Jónsdóttir fengu báðar viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í spænsku og stærðfræði og þær fengu einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Birta Eik Óskarsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í viðskiptafræði annars vegar og hagfræði hins vegar og hún fékk einnig gjöf frá skólanum fyrir störf í þágu nemenda. Marinó Axel Helgason fékk verðlaun fyrir árangur sinn í spænsku og viðskiptafræði og viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda skólans. Elva Björg Elvarsdóttir fékk viðurkenningar fyrir uppeldisog sálarfræði, sögu og spænsku og hún fékk einnig viðurkenningu frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum. Nína Karen Víði-
sdóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í efnafræði og stærðfræði og hún fékk einnig gjöf frá Íslenska stærðfræðafélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði og viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja, einnig fyrir stærðfræði. Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í viðskiptafræði, hagfræði, spænsku og stærðfræði og hún fékk einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Guðmundur Marinó Jónsson fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir efnafræði, spænsku, stærðfræði og líffræði og hann fékk einnig gjafir frá Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Björk Gunnarsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í spænsku,
Brynja Ósk Gunnlaugsdóttir, Elma Rún Kristinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Hafdís Hulda Garðarsdóttir fengu allar 25.000 króna styrk fyrir góða frammistöðu í tjáningu og ræðumennsku.
efnafræði, náttúrufræði, eðlisfræði og stærðfræði. Björk fékk einnig viðurkenningar frá Landsbankanum, Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði, verðlaun frá Landsbankanum fyrir íslensku og frá Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir náttúrufræði. Þá fékk hún gjöf frá Háskólanum í Reykjavík fyrir góðan árangur í raungreinum. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Björk Gunnarsdóttir styrkinn. Björk hlaut einnig 30.000 króna styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Þær Brynja Ósk Gunnlaugsdóttir, Elma Rún Kristinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Hafdís Hulda Garðarsdóttir fengu allar 25.000 króna styrk fyrir góða frammistöðu í tjáningu og ræðumennsku.
Sjón er sögu ríkari
25%af
AFSLÁTTUR
30%af
40-60% AFSLÁTTUR af
20-50% AFSLÁTTUR af
40%af
25%af
AFSLÁTTUR
MÁLNINGU
LJÓSUM
AFSLÁTTUR
JÁRNHILLUM
POTTUM & PÖNNUM
AFSLÁTTUR
PLASTBOXUM
VÖLDUM VERKFÆRUM
20-50% AFSLÁTTUR af
40-60% AFSLÁTTUR af
VÖLDU GÓLFEFNI
JÓLAVÖRUM
(PARKET & FLÍSAR)
40%af
30%af
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
GARNI
BARNABÍLSTÓLUM
30%af
30%af
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
BAÐINNRÉTTINGUM
HÁÞRÝSTIDÆLUM
- 30% AF BARNABÍLSTÓLUM - 40% AF GARNI - 40% AF GLÖSUM, BOLLUM OG KÖNNUM - 40% AF KLUKKUM - 40% AF LEIKFÖNGUM OG SPILUM - 40% AF MYNDARÖMMUM - 40% AF MYNDLISTARVÖRUM - 30% AF DREMEL - 30% AF EINHELL RAFMAGNSVERKFÆRUM - 30% AF HÁÞRÝSTIDÆLUM - 40% AF VERKFÆRASETTUM - 40% AF VERKFÆRABOXUM - 30% AF HÖLDUM - 30% AF BAÐFYLGIHLUTUM - 30% AF BAÐINNRÉTTINGUM - 20% AF GÆLUDÝRAFÓÐRI - 40% AF VÖLDUM VINNUFATNAÐI - 30% AF VÖLDUM BÍLAVÖRUM
K
saðu! am
o
du og g
FRÁBÆR VERÐ Á VÖRUM SEM ERU AÐ HÆTTA byko.is
AFGREIÐSLUTÍMI UM ÁRAMÓT
BYKO SUÐURNES 30. desember - föstudagur 8-18 31. desember - gamlársdagur 10-12 1. janúar - nýársdagur LOKAÐ 2. janúar - mánudagur 8-18
Allar verðupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl.
GERÐU FRÁBÆR KAUP AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS
12
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 29. desember 2016
TUTTUGU OG ÁTTA VERKEFNI HLUTU STYRK FRÁ UPPBYGGINGARSJÓÐI
Úthlutað hefur verið styrkjum fyrir árið 2017 úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, 28 verkefni hlutu styrk að upphæð samtals 43,6 milljónir króna. Auglýst var eftir styrkumsóknum í október síðastliðnum. Umsóknir sem bárust voru samtals 55 talsins með styrkbeiðnum að fjárhæð 112.710.700 krónur. Heildarkostnaður við verkefnin samkvæmt mati umsækjenda er 312.038.578 krónur. Hæsti styrkurinn, 4 milljónir fór til fyrirtækisins Taramar en verkefnið lýtur að markaðssetningu á snyrtivörum þess í Bandaríkjunum.
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs velur verkefnin sem hljóta styrki en fjögur verkefnanna flokkast undir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála og hlutu þau alls 9,7 milljónir í styrk. Tólf verkefnanna eru á sviði menningar og lista og hlutu þau alls 13,8 milljónir í styrk. Tólf verkefnanna tilheyra nýsköpunog atvinnuþróun og hlutu þau alls 20,1 milljón í styrk. Eftirtalin verkefni hlutu styrk: Nr. 1. Hæfileikar SamSuð 2017 – SamSuð – Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Stefán Arinbjarnarson. Með Hæfileikum Samsuð er skapaður vettvangur fyrir ungmenni á Suðurnesjum til að sýna og rækta hæfileika sína. Slík keppni dregur einnig fram að á Suðurnesjum er margt ungt hæfileikafólk sem er um leið góðar fyrirmyndir fyrir jafningjana og hvetur þá til dáða. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 500 þús. krónur. Nr. 2. Ekki henda, ekki menga, fjölnotapoki til notkunar í grænmetisog ávaxta deildum í matvörubúðum. Umsækjandi: Lauma Gulbe og er hún jafnframt verkefnastjóri. Plast er orðið stórt vandamál sem er viðurkennt víða um heim. Umhverfisvænn lífsstíll kemur meira og meira í tísku, hópur umhverfisvænna notenda fer vaxandi. Til að uppfylla þarfir þessa markhóps er ætlunin að þróa og setja á markað fjölnotapoka. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 500 þús. krónur. Nr. 3. Söngvaskáld á Suðurnesjum – Umsækjandi: Dagný Gísladóttir og er hún jafnframt verkefnastjóri. Verkefnið miðar að því að kynna tónlistararf og tónlistarmenningu á Suðurnesjum og skapa um leið atvinnu fyrir tónlistarfólk á svæðinu sem og að auka vægi klassiskrar tónlistar á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 600 þús. krónur. Nr. 4. Leikfangasafn Helgu Ingólfsdóttur – Umsækjandi: Helga Ingólfsdóttir og er hún jafnframt verkefnastjóri. Leikfangasafnið var opnað á Ljósanótt 2016. Til sýnis eru bæði safn nýrra og gamalla leikfanga, handgerðir þjóðbúningar, gamlir þjóðlegir fylgihlutir, hús og umhverfi. Safnið er ætlað fyrir safnakennslu um gömul vinnubrögð og búninga bæði fyrir börn og full-
orðna. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 700 þús. krónur.
Nr. 5. Kynning á bókmenntaarfinum – Umsækjandi: Bókasafn Reykjanesbæjar ásamt almenningsbókasöfnunum í Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum. Verkefnastjóri: Stefanía Gunnarsdóttir. Haldin verða sex bókmenntakvöld þar sem kynntar verða íslenskar bókmenntir bæði í formi upplestra og fyrirlestra um höfunda og efni. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 700 þús. krónur. Nr. 6. Barnamenning 2017 – Umsækjandi: Menningarskrifstofa Reykjanesbæjar. Verkefnastjóri: Guðlaug María Lewis. Verkefnið er barnamenningarhátíð með þátttöku tíu leikskóla bæjarins, allra sex grunnskólanna, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og dansskólanna tveggja í bænum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 800 þús. krónur. Nr. 7. Rannsókn á áhrifum GeoSilica á heilsu. Umsækjandi: Nexis ehf. Verkefnastjóri: Jóhann Friðrik Friðriksson. Frá því að GeoSilica hóf framleiðslu og sölu á GeoSilica fæðubótarefninu hefur fyrirtækinu borist reynslusögur frá notendum sem merkja jákvæðar breytingar á járnbúskap líkamanns auk annarra líkamlegra áhrifa. Markmið verkefnisins er að framkvæma klíníska rannsókn á fyrsta stigi á áhrifum GeoSilica á heilsu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 800 þús. krónur. Nr. 8. Krabba-Saga, þekking og fræðsla á þremur tungumálum. Umsækjandi: Veitingahúsið Vitinn. Verkefnastjóri: Brynhildur Kristjánsdóttir. Veitingastaðurinn Vitinn hefur sett upp fjölmörg ker, bæði utan- og innandyra í þeim tilgangi að geta sýnt krabba og skeldýr í eins náttúrulegu umhverfi og kostur er. Krabbi og skeldýr eru á matseðli veitingastaðarins. Markmiðið með þessu verkefni er meðal annars að útbúa faglegan, skýran og vandaðan texta á fleiri tungumálum, um skeldýrin í okkar umhverfi og hvernig við nýtum þau til matar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 800 þús. krónur. Nr. 9. Náttúru- og menningarperlur Reykjaness í máli og myndum – Umsækjandi: Snorri Þór Tryggvason og er hann jafnframt verkefnastjóri. Myndir verða teknar af 70 helstu náttúru- og menningarperlum Reykjaness og opnuð vefsíða með ljósmyndunum auk ýmissa annarra nýjunga. Verkefninu er þannig ætlað að stuðla að auknum vexti á sviði menningar og ferðaþjónustu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1 milljón króna. Nr. 10. Samtvinnun tónlistar og myndlistar – Umsækjandi: Listasafn Reykjanesbæjar. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir. Markmið verkefnisins er að halda sérstakt námskeið eða vinnusmiðu með
ungu fólki þar sem unnið verður með tengingu tónlistar og myndlistar. Þátttakendur munu mála undir tónlist og semja tónverk eftir myndlist. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1 milljón króna.
Nr. 11. Reykjanesviti – Skjaldarmerkið heim – Umsækjandi: Hollvinasamtök Reykjanesvita og nágrennis. Verkefnastjóri: Hallur Gunnarsson. Í minnum manna skartaði Reykjanesviti skjaldamerki Danakonungs, allt frá vígslu hans hinn 20. mars 1908 og fram til um 1970, eða í rúm 60 ár. Hollvinasamtökin vilja gera minjum sem tengjast dönsku konungsfjölskyldunni hærra undir höfði og vilja koma skjaldarmerkinu aftur á Reykjanesvita, þar sem hann á heima. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1 milljón króna. Nr. 12. List án landamæra – Umsækjandi: Sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Guðlaug María Lewis. Markmið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. Jafnframt að koma list fólks með fötlun á framfæri og auka samstarf á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1 milljón króna. Nr. 13. Áhrif loftslagsbreytinga á farfuglastofna. Umsækjandi: Þekkingarsetur Suðurnesja. Verkefnastjóri: Sölvi Rúnar Vignisson. Tjaldurinn er einn af einkennisfuglum á fjörusvæðum Suðurnesja og gefur tegundin góða mynd af ástandi annarra fuglastofna sem nýta sér fjörur svæðisins. Hann er bæði staðfugl og varpfugl og því er hann mjög hentugt viðfangsefni við slíka rannsókn og hægt að heimfæra niðurstöður verkefnisins yfir á aðrar tegundir. Áætlaður árangur verkefnisins er margþættur. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1 milljón króna. Nr. 14. Þjóðleikur á Suðurnesjum – Guðjón Þ. Kristjánsson, sem er jafnframt verkefnastjóri. Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks og er samstarf Þjóðleikhússins og verkefnisins Þjóðleikur. Öll fagleg þekking og aðstoð við hópanna kemur frá Þjóðleikhúsinu. Þrjú þekkt leikskáld hafa samið leikrit sérstaklega fyrir Þjóðleik, sem þátttakendur velja úr og æfa. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1 milljón króna. Nr. 15. Vöruþróun á þremur nýjum vörum. Umsækjandi: GeoSilica Iceland ehf. Verkefnastjóri: Fida Abu Libdeh. Verkefnið lýtur að rannsóknum og greiningu á nýjum vörum sem byggja á Kísilvatninu sem nú þegar hefur verið þróað. Verkefnið lýtur einnig að þróun á uppskriftum og þær gerðar tilbúnar til framleiðslu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1 milljón króna. Nr. 16. Skönnun á eldri tölublöðum – Umsækjandi: Víkurfréttir. Verkefnastjóri Páll Ketilsson. Verkefnið lýtur að skönnun á tölublöðum Víkurfrétta frá árinu 1980 til
2003. Verkefnið er að minnsta kosti 15 þúsund blaðsíður og er vinnan því nokkuð tímafrek. Ætlunin er að setja blöðin á Tímarit.is þar sem allir geta haft aðgang að blöðunum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1,2 milljónir króna. Nr. 17. Gagnvirkir fræðslustígar á Reykjanesi. Google Maps í menntun, fræðslu og markaðssetningu. Umsækjandi: GeoCamp Iceland. Verkefnastjóri: Arnbjörn Ólafsson. Verkefnið miðar að því að kortleggja og skilgreina hentuga stíga í Reykjanes Geopark og mynda þá með 360° myndavélum frá Google. Afurðirnar munu nýtast við fræðslu almennings, meðal annars í jarð- og landfræðikennslu á grunnskólastigum, fyrir leiðsögumenn og í staðarleiðsögn um Geopark. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1,5 milljónir króna.
Nr. 18. Safnahelgi á Suðurnesjum – Umsækjandi: Sveitarfélögin 5 á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir Safnahelgi á Suðurnesjum er sameiginleg kynning allra safna, sýninga og setra á Suðurnesjum sem liður í menningarferðaþjónustu utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 2 milljónir króna. Nr. 19. Geopark fyrirtæki. Umsækjandi: Reykjanes Geopark. Verkefnastjóri: Eggert Sólberg Jónsson. Verkefnið lýtur að samstarfssamningum við fyrirtæki. Samningunum er ætlað að mæta þörfum gesta, fyrirtækja og samfélagsins á staðnum til að festa „geo-ferðaþjónustu“ í sessi. Fyrirtækin sem undirrita samninginn fá leyfi til þess að nýta merki Reykjanes UNESCO Global Geopark í markaðssetningu sinni. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 2 milljónir króna. Nr. 20. FlutningsVaki – Sjálfvirkt Gæðaeftirlit. Umsækjandi: Tæknifræðinám Keilis. Verkefnastjóri: Andri Þorláksson. Verkefnið snýr að hönnun og þróun á nýjum sjálfvirkum búnaði sem skrásetur hvar, hvenær og hvers konar meðhöndlun varningur í flutningi verður fyrir. Búnaðurinn verður óháður staðsetningu og tíma og býður að auki upp á skrásetningu á umhverfisbreytum eins og hitasitigi. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 2 milljónir króna. Nr. 21. Einingafjöltengi. Umsækjandi: Mekano ehf. Verkefnastjóri: Sigurður Örn Hreindal Hannesson. Á síðustu tveimur árum hefur margt gerst í verkefninu. Gerður hefur verið samstarfssamningur við fyrirtæki í USA um aðstoð við framleiðslu, dreifingu og val á verksmiðjum og birgjum. Þetta verkefni snýst um að koma einingafjöltengi Mekano í framleiðslu og á íslenskan markað. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 2 milljónir króna. Nr. 22. Fjölþætt heilsuefling í Reykjanesbæ – Leið að farsælli öldrun. Umsækjandi: Velferðarsvið
Reykjanesbæjar. Verkefnastjóri: Janus Guðlaugsson. Verkefnið lýtur að heilsueflingu eldri aldurshópa í Reykjanesbæ. Markmiðið er að draga úr öldrunareinkennum, efla og bæta lífsgæði þrátt fyrir hækkandi aldur. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 2 milljónir króna. Nr. 23. Grunnsævi Suðurnesja – nýtingarmöguleikar krabba og annarra botndýra – Umsækjandi: Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Halldór Pálmar Halldórsson. Markmiðið með verkefninu er tvíþætt, annars vegar að rannsaka lifríki hafsbotns og sjávar á grunnsævi Suðurnesja með áherslu á krabbadýr og hins vegar að kortleggja búsvæði krabbategunda og annarra mögulegra nytjategunda á svæðinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 2,5 milljónir króna. Nr. 24. Verbúðin Bakki. – Umsækjandi: Minja- og sögufélag Grindavíkur. Verkefnastjóri: Örn Sigurðsson. Verkefnið sem flokkast undir Stofnog rekstrarstyrki til menningarmála lýtur að uppbyggingu verbúðarinnar Bakka, sem hefur mikið sögu- og menningargildi fyrir Suðurnes. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 3 milljónir króna. Nr. 25. Endurbygging Fischershúss 4. áfangi – Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir. Verkefnið sem flokkast undir Stofnog rekstrarstyrki til menningarmála og lýtur að endurbyggingu Fischershúss sem Waldimar Fischer byggði árið 1881. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 3 milljónir króna. Nr. 26. Endurbygging Gömlu búðar – Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir. Verkefnið flokkast undir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála og lýtur að uppbyggingu Gömlu búðar sem reist var H.P. Duus kaupmanni í Keflavík árið 1871. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 3 milljónir króna. Nr. 27. Ferskir Vindar. – Umsækjandi: Ferskir vindar. Verkefnastjóri: Mireya Samper. Listahátíðin er alþjóðleg listahátíð og er um margt einstakur viðburður í íslensku menningarlífi. Með tilkomu hátíðarinnar hafa augu og hjörtu margra, ekki síst ungmenna, opnast fyrir nýjum möguleikum og hugmyndum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 3 milljónir króna. Nr. 28. Taramar – sókn á erlenda markaði. Umsækjandi: Taramar ehf. Verkefnastjóri. Guðrún Marteinsdóttir. Verkefnið lýtur að markaðssetningu á snyrtivörum í Bandaríkjunum. Þörf fyrir hreinar snyrtivörur fer stigvaxandi um leið og upplýsingar um óæskileg efni verða meira aðgengilegar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 4 milljónir króna.
L
andsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Hlutverk fyrirtækisins er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.
Orka til framtíðar Fyrir 80 árum var raflýsing nýlunda í Reykjavík og jóla steikin elduð á gas eða kola eldavélum. Með gangsetningu Ljósafossstöðvar árið 1937 var framboð á rafmagni á höfuðborgarsvæðinu fjór faldað. Nú var til næg orka og borgarbúar gátu fengið Rafha rafmagnseldavél með raf magnsáskriftinni. Nýtt tíma bil í orkuvinnslu var hafið.
Framundan var krefjandi verkefni við að beisla orku náttúrunnar. Markmiðið var að skapa hagsæld og tryggja orkuöryggi fyrir stækkandi þjóð. Samhliða uppbyggingu iðnaðar í landinu varð atvinnulíf fjölbreyttara. Framsækin nýsköpunarverkefni tóku að spretta upp úr íslensku hugviti.
Í heimi þar sem krafan um nýtingu endurnýjanlegra orku gjafa verður sífellt meiri er slík reynsla verðmæt auð lind. Landsvirkjun styður við þróun nýrra leiða til orkuvinnslu. Með þekkingu okkar og reynslu viljum við tryggja að endurnýjanleg orka og sjálfbær nýting færi Íslendingum orku til framtíðar.
Við óskum landsmönnum öllum gæfu á nýju ári og þökkum farsælt samstarf á liðnum árum.
Gagnvirka orkusýningin, Orka til framtíðar, er í Ljósafossstöð. Opnunartíma og leiðarlýsingar má finna á landsvirkjun.is/heimsoknir.
16
VÍKURFRÉTTIR
LAUS STÖRF AKURSKÓLI Skólaliði Staða kennara HOLTASKÓLI VELFERÐARSVIÐ Umönnun á heimili fatlaðra barna AKURSKÓLI Kennari í íslensku og samfélagsfræði Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/ storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.
VIÐBURÐIR ÍÞRÓTTAKARL OG ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2016 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar og Reykjanesbær krýna íþróttakarl og íþróttakonu ársins 2016 í íþróttahúsinu í Njarðvík laugardaginn 31. desember kl. 13:00. Einnig verða þeir sem hömpuðu Íslandsmeistaratitli á árinu heiðraðir. Allir hvattir til að samfagna með afreksíþróttafólki Reykjanesbæjar. OPNUNARTÍMI YFIR ÁRAMÓT Ráðhús -þjónustuver og bókasafn
Sundmiðstöð/Vatnaveröld
Lokað 31. desember-2. janúar
Opið 31. desember til kl. 11:00 Lokað 1. janúar
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
Duus Safnahús og Rokksafn
Lokað 31. desember og 1. janúar Lokað 31. desember og 1. janúar
fimmtudagur 29. desember 2016
Ósátt við staðsetningu þjónustubyggingar á Reykjanesi ●●Landeigandi á Reykjanesi telur farið fram fyrir sig og hyggst leita réttar síns ●●Verkefnastjóri Reykjanes Geopark segir skipulag svæðisins hafa verið kynnt vel á sínum tíma Skóflustunga var tekin að þjónustuhúsi á milli Reykjanesvita og Valahnúks á dögunum. Byggingin er á vegum Reykjanes Aurora sem var hlutskarpast þeirra sem sendu inn hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu til Reykjanes Geopark fyrr á árinu. Áætlað er að bygging hússins hefjist næsta sumar og að húsið verði um 300 fermetrar að flatarmáli og stækkanlegt. Gréta Súsanna Fjeldsted, er eigandi næstu lóðar á svæðinu, þeirrar er Reykjanesviti og íbúðarhús standa á, og hefur hún undanfarin tvö ár skipulagt byggingu á 140 fermetra þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn þar. Gangi allar þessar áætlanir eftir er því ljóst að á næstu misserum rísa tvær þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn á svæðinu. Svæðið tilheyrir Reykjanesbæ og er Gréta ósátt við að auglýst hafi verið eftir hugmyndum að þjónustu á svæðinu þegar embættismönnum bæjarfélagsins hafi verið ljóst að hún hyggðist byggja þar. „Hvað með einstaklingsframtakið? Það er undarlegt að Reykjanesbær standi með öðrum áformum og leigi lóð undir þau þegar ég er með svipuð áform á minni jörð. Þetta er ekki réttlátt,“ segir hún. Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hafa áform Reykjanes Geopark legið fyrir í nokkurn tíma. Þegar Reykjanesbær auglýsti nýtt deiliskipulag fyrir svæðið, þar sem fram kom að þar ætti að rísa þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, hafi ekki verið vitað hver myndi byggja eða reka hana. Það hafi verið verkefni Reykjanes Geopark að ganga frá því og var auglýst eftir rekstraraðilum eins og komið hefur
Gréta hyggst reisa þjónustumiðstöð við hlið húsanna tveggja á myndinni. Reykjanes Geopark auglýsti eftir hugmyndum að uppbyggingu á þjónustu á næstu lóð og hefur fyrsta skóflustunga að þjónustubyggingu á vegum Reykjanes Aurora verið tekin. Það er því ljóst að við Reykjanesvita muni tvær þjónustumiðstöðvar verða byggðar á næstunni. VF-mynd/hilmarbragi
fram. Gréta var ekki á meðal þeirra sem sóttu um. Eggert Sólberg, verkefnastjóri Reykjanes Geopark, segir markmiðið með uppbyggingu á lóðinni við hlið lóðar Grétu að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn og gesti, meðal annars með hreinlætisaðstöðu, nýjum bílastæðum og afmörkuðum og skilgreindum gönguleiðum. Hann segir Grétu hafa á öllum stigum verið upplýsta um þá vinnu sem var í gangi og um áform Reykjanes Geopark. Hann kveðst jafnframt hafa hvatt hana til að gera athugasemdir við skipulagið til Reykjanesbæjar áður en umsagnafrestur rynni út, væri hún ekki sátt. „Skipulagið fékk jafnframt ítarlega kynningu á sínum tíma. Mér vitanlega bárust ekki athugasemdir frá henni,“ segir hann.
Auglýsa eftir athugasemdum við vöktunaráætlun United Silicon
TÖLVUSTÝRÐ LYFJASKÖMMTUN GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Á SKÖMMTUNARGJÖLDUM
Það hefur verið lítið um snjómokstur í vetur.
Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.
Hringbraut 99 - 577 1150
Auglýsingasíminn er
421 0001
Gréta segir svæðið sérstakt og að eðlilegast sé að byggja þjónustuhús við hliðina á íbúarhúsi fyrrum vitavarðar líkt og hún hyggst gera. Þannig verði rask á náttúrunni sem minnst. „Það má segja að svæðið í kringum Reykjanesvita séu Þingvellir Suðurnesja. Ég bið alla þá sem er annt um svæðið að standa með mér og þrýsta á að ekki verði af þessari byggingu.“ Gréta ólst upp á Reykjanesi en faðir hennar, Sigurjón Ólafsson, var þar vitavörður. Hún kveðst vera komin með sterka fjárfesta og byggingarstjóra og tilbúin að hefja framkvæmdir. Hún fékk byggingaleyfi frá Reykjanesbæ í byrjun árs og leyfi til framkvæmdanna frá Minjastofnun í febrúar 2015. Gréta hefur fengið lögmenn í lið með sér og hyggst leita réttar síns vegna málsins.
Spara sex milljónir vegna snjóleysis ■■Kostnaður vegna snjómoksturs í Reykjanesbæ dregst saman um rúmar sex milljónir milli ára. Þrátt fyrir að tíðarfar hafi verið með besta móti frá haustinu og snjódagar teljandi á fingrum annarar handar hér á suðvesturhorninu, þá hefur Reykjanesbær áður borgað minna í snjómokstur og hálkueyðingar. Fyrri hluti ársins 2016 gerir það að verkum að heildarupphæð fyrir þennan lið er nú um 20 milljónir króna í samanburði við 26 milljónir króna fyrir árið 2015. Tíðin var sérstaklega góð árið 2014 en þá var kostnaðurinn aðeins 14,2 milljónir fyrir snjómokstur í Reykjanesbæ. Veturinn var sérstaklega harður árið 2011 en þá kostaði snjórinn Reykjanesbæ rúmar 35 milljónir króna.
■■Óskað er eftir athugasemdum við tillögu að umhverfisvöktunaráætlun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir að í starfsleyfi fyrirtækisins sé kveðið á um að það skuli standa fyrir eða taka þátt í vöktun á helstu umhverfisþáttum í nágrenni verksmiðjunnar í samræmi við losun í þeim tilgangi að meta það álag á umhverfið sem starfsemin veldur. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 13. janúar 2017.
OPIÐ ALLAN SÓLAHRINGINN 489 KR
179 KR
559 KR
104 KR
232 KR
345 KR
EPLI RAUÐ KR/KG.
EGG 10 STK. MEÐALSTÓR
SVEPPIR FLÚÐA
PK.
250 GR
RITZKEX 200 GR.
MS KÓKÓMJÓLK
MS SÝRÐUR RJÓMI 10%
1/4 LTR
180 GR.
ALLT ÞAÐ NAUÐSYNLEGASTA TIL HEIMILISINS Á HAGSTÆÐU VERÐI
SAMLOKUR & SALÖT
RJÚKANDI HEITT KAFFI
BAKAÐ Á STAÐNUM
MIKIÐ ÚRVAL, FÍNT Í HÁDEGISMATINN
NÝMALAÐ ILMANDI KAFFI
KLEINUHRINGIR, RÚNSTYKKI OG FLEIRA
O PI Ð A L LAN SÓ
LÍK A ÖL L
L AR H R I
NG I N N
Á R AM Ó TIN
HRINGBRAUT 55 | REYKJAENSBÆ
GLEÐILEGA HÁTÍÐ
18
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 29. desember 2016
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Magnús Marel Garðarsson,
trésmiður, Kjarrmóa 14, Reykjanesbæ, lést 21. desember 2016. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 6. janúar 2017 kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja. Guðmunda Helgadóttir, Elsa Lilja Eyjólfsdóttir, Garðar Helgi Magnússon, Bryndís Jóna Magnúsdóttir, Hildur María Magnúsdóttir, og barnabörn.
Linda Björk Ragnarsdóttir, Jóhann Birnir Guðmundsson, Sævar Sævarsson,
Minn besti vinur og ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Jónas Þórarinsson,
Kirkjuvegi 1, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. desember 2016. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, 4. janúar 2017 kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 0142-15-382971 kt:511297-2819. Þórunn Axelsdóttir, Magnús Rúnar Jónasson, Ágústa Ásgeirsdóttir, Þórarinn Sveinn Jónasson, Rut Jónsdóttir, Jónas Þór Jónasson, Særún Rúnarsdóttir, Sveinn Ólafur Jónasson, Herborg Hjálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Safnaðarfundur
Innri-Njarðvíkurkirkja verður haldin fimmtudaginn 12. janúar 2017 í safnaðarheimilinu Njarðvíkurbraut 38, Innri-Njarðvík kl. 20:00 Dagskrá: Kosning fulltrúa Njarðvíkursóknar, þ.e. 6 aðalmenn og 5 varamenn, í kjörnefnd Njarðvíkurprestakalls. Sóknarnefnd
Safnaðarfundur
Ytri-Njarðvíkurkirkja Safnaðarfundur Ytri-Njarðvíkursóknar verður haldin fimmtudaginn 5. janúar 2017 í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 17:00. Dagskrá: Kosning fulltrúa Ytri-Njarðvíkursóknar, þ.e. 8 aðalmenn og 8 varamenn, í kjörnefnd Njarðvíkurprestakalls. Sóknarnefnd
Auglýsingasíminn er
421 0001
Sturlaugur er hér lengst til vinstri ásamt Valgeiri Valgeirssyni og Árna Long bruggmeisturum Borgar.
Þróaði hinn margverðlaunaða Bríó ●●Sturlaugur Jón Björnsson er bruggmeistari hjá Borg ●●Fékk áhugann þegar hann var í tónlistarnámi í Boston
„Þetta var aðallega forvitni um hvernig hægt er að búa til drykk úr þessum hráefnum,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson þegar hann er spurður hvaðan áhuginn á bruggi kom upphaflega. Sturlaugur starfar sem bruggmeistari hjá Borg brugghúsi og á heiðurinn af bjórnum Bríó, fyrsta bjór Borgar, en hann hefur unnið til fjölda verðlauna á heimsvísu. Sturlaugur kemur frá Keflavík og má segja að hann hafi alist upp í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en Karen, móðir hans hefur verið aðstoðarskólastjóri þar í fjölda ára og stjórnað blásaradeildinni meðal annars. Öll fjölskyldan er viðriðin tónlist á einhvern hátt en Sturlaugur er með BMus gráðu í hornleik og tónlistarkennslufræðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í hornleik frá Boston University í Bandaríkjunum. Sturlaugur hefur spilað með Sinfóníuhljómsveit Íslands, í leikhúsum og með Óperuhljómsveitinni ásamt því að kenna en þessa dagana hefur hann nokkuð hægt um sig í tónlistinni. „Þegar ég flutti til Boston í tónlistarnám kynntist ég þeirri uppsveiflu í bjórgerð sem hafði verið að þróast þar frá upphafi níunda áratugarins og heimabruggun. Þar komst ég yfir þessi grunnhráefni, sem á þeim tíma var erfitt að fá á Íslandi, til að fikta mig áfram með.“ Sturlaugur segist hafa haft áhuga á því hvernig bjór er búinn til frá því áður en hann byrjaði sjálfur að drekka. „Mér tókst að klára tónlistarnámið þrátt fyrir að stór hluti af mínum tíma hafi farið í að ‘stúdera’ bjór og allar þær fjölmörgu samsetningar sem hægt er að mynda með þessum grunnhráefnum. Í kjölfarið fór ég í bruggaranám,“ segir Sturlaugur, en hann fór í American Brewers Guild skólann í Bandaríkjunum og lærði ölgerðarvísindi og -verkfræði. Aðspurður hver galdurinn sé þegar búa eigi til góðan og vel heppnaðan bjór segir Sturlaugur djöfulinn vera í smáatriðunum, eða „the Devil is in the detail“ eins og sagt er á ensku. „Ef galdur má kalla þá
Sturlaugur tekur hér á móti verðlaunum í European Beer Star keppninni.
tel ég, eins og í flestu, að mestu máli skipti að hafa yfirgripsmikla þekkingu á öllum breytum og ferlum sem verið er að vinna með.“ Borg brugghús tók nýlega þátt í einni virtustu bjórkeppni í heimi, European Beer Star, og vann gull fyrir hinn taðreykta Surt nr. 30 í flokki sterkra reyktra bjóra og brons fyrir Grétu í flokki Baltic Porter, en Gréta er „bragðmikill en sætur bjór þar sem súkkulaði, lakkrís og toffí mynda klassískt leiðarstef,“ að sögn Borgar. Einnig keppti Borg í pörunarkeppni í Osló þar sem bjór er paraður með mat. Tvö lið keppa á kvöldi í útsláttarkeppni og fór Borg taplaust í gegnum keppnina. „Þriggja rétta máltíð er borin fram og tvö brugghús keppast við að para einn af sínum bjórum með hverjum rétti. Hátt í 100 gestir dæma svo um hvor er betri með hverjum rétti og sigurvegari kvöldsins er sá sem vinnur fleiri paranir,“ útskýrir Sturlaugur. Aðspurður út í taðreykta bjóra segir Sturlaugur það þykja skrítið úti í heimi. Hann veit ekki til þess að malt hafi nokkurn tímann verið taðreykt fyrr en þeir fóru að gera það hjá Borg. „Sem áhugamaður um reyktan mat og drykk gekk ég með þá hugmynd í
maganum nokkuð lengi að búa til taðreyktan bjór og náði ég því takmarki þegar við settum Fenri á markað sumarið 2014. Síðan þá höfum við notað taðreykt malt í Surt Nr. 30.“ Á döfinni hjá Sturlaugi eru þorrabjórarnir en nú vinnur hann að því að koma honum í flöskur. „Svo erum við nýbúnir að setja tvo samstarfsbjóra í flöskur, annars vegar Bleika Fílinn, sem er áramótabjór og var bruggaður í samstarfi við Gæðing, og svo Vínland, sem var bruggaður í samstarfi við kanadíska brugghúsið Four Winds. Annars er maður bara að reyna að njóta lífsins með fjölskyldunni,“ segir Sturlaugur að lokum.
Sem áhugamaður um reyktan mat og drykk gekk ég með þá hugmynd í maganum nokkuð lengi
fimmtudagur 29. desember 2016
19
VÍKURFRÉTTIR
Sér Ísland með
stjörnur
í augunum eftir 17 ár í Danmörku sér Richard Eckard spennandi tækifæri á heimaslóðum Sandgerðingurinn Richard Henry Eckard hefur verið fjarri heimahögunum næstum hálfa ævina. Hann ákvað að söðla um rétt rúmlega tvítugur og flytja búferlum til Danmerkur ásamt konu sinni og tveimur börnum. Síðan eru liðin sautján ár og börnin orðin fimm. Fjölskyldan er nú flutt á heimaslóðir þar sem Richard fékk spennandi starf sem hótelstjóri hjá Base Hotel á Ásbrú. Eins og margir Suðurnesjamenn á besta aldri sem eru að flytjast aftur á svæðið, sá Richard að hér er að eiga sér stað talsverð uppbygging og nóg er af tækifærum að mati Sandgerðingsins sem hefur starfað í ferðaiðnaðinum í næstum tvo áratugi. Fjölskyldan fluttist í lítinn bæ utan við Horsens. „Við fórum til Danmerkur til þess að víkka sjóndeildarhringinn. Þetta var eins og að byrja nýtt líf, alveg á núlli. Maður kunni ekki tungumálið eða neitt. Við vorum þó ekki þessir dæmigerðu Íslendingar sem fluttu til litlu Reykjavíkur í Horsens og töluðu liggur við bara Íslensku.“ Fyrst um sinn starfaði Richard á flugvellinum á svæðinu þar sem hann hafði reynslu frá flugafgreiðslunni í Leifstöð. Þetta var reyndar skömmu eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York og varð það til þess að sú vinna gekk ekki upp að sögn Richards. Hann fékkst því við hin ýmsu störf sem buðust. Þar á
meðal vann hann í móttöku á hóteli á næturvöktum.
Syntu á móti straumnum í kreppunni
Svo fór að Richard hélt sig við hótelgeirann þar sem hann vann sig upp hjá Scandic hótelkeðjunni, sem er stærsta hótelkeðja Norðurlanda með yfir 300 hótel á sínum snærum víða um Evrópu. „Ég fékk vinnu á hóteli og fílaði það í botn. The rest is history,“ segir Richard og hlær. Fyrsta vinnan var á næturvakt en Richard vann sig upp í móttökustjóra. Á vegum keðjunnar fékk Richard tækifæri til þess að mennta sig í hótelfræðum. Hann
vildi þó sækja sér frekari menntun og fór að hugsa heim „Við fórum á móti straumnum og fluttum heim til Íslands árið 2008. Seldum húsið í Danmörku og héldum að við værum að fara heim fyrir fullt og allt. Ég fór í Keili og kláraði stúdent og fór í ferðamálafræði í háskólanum.“
Alltaf verið vandamálaleysari
Eftir rúm tvö ár heima bauðst Ásdísi Eckard, konu Richards, vinna aftur í Danmörku sem flugfreyja, en hún hafði starfað á þeim vettvangi. „Ég hafði þá samband við gamlan vinnuveitanda sem var að opna nýtt hótel á Jótlandi. Hann vantaði hjálp og ég fór þangað til starfa sem móttökustjóri. Ég var fenginn til þess að laga hlutina, en ég hef alltaf verið góður vandamálaleysari. Áður en fjölskyldan hélt heim aftur var Richard orðinn aðstoðarhótelstjóri hjá Scandic Kolding. Richard var byrjaður að leita sér að stöðu sem hótelstjóri í Danmörku þegar starf heima fyrir rak á fjörur hans. „Félagi minn lét mig vita af þessari stöðu þar sem Skúli Mogensen var að opna hótel á Ásbrú. Hvort það væri ekki spurn-
ing að koma heim aftur. Mér fannst þetta bara mjög spennandi, að koma á heimaslóðir aftur og taka þátt í einhverju svona spennandi.“
Heima er alltaf heima Richard hafði fylgst vel með því sem var að gerast á Íslandi. Hann tók auðvitað eftir því að ferðamannastraumurinn var að aukast til landsins og mikill uppgangur að eiga sér stað á Suðurnesjum. En það var ekki eina ástæðan fyrir því að fjölskyldan fluttist heim. „Kostirnir við Ísland eru helst að heima er alltaf heima. Það er frábært að koma heim. Það hefur mikið breyst síðan 2008. Þá var mikil neikvæðni í þjóðfélaginu. Við nutum þess að búa úti. Nutum þess frelsis að búa á meginlandinu þar sem við elskum að ferðast. Allur frítími og aukafé fer nánast í það að ferðast. Það skemmir ekki fyrir að starfa núna hjá manni sem á flugfélag en það veitir okkur möguleika á að ferðast þegar tími gefst til.“ Það var alltaf hugsunin að fara heim, að sögn Richards. Það var bara spurning um hvenær. „Hér er fjöl-
skylda okkar og vinir. Það var alveg erfitt að vera úti með fimm börn. Það gerði líka margt fyrir okkur. Við erum frekar náin fjölskylda einmitt út af því og vinnum vel saman öllsömul. Það hefur gefið okkur og börnunum mikið að hafa búið út í heimi og vera með annað tungumál. Maður veit ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það er öllum hollt og gott að víkka sjóndeildarhringinn. Við sjáum Ísland með meiri stjörnur í augunum en margir sem hafa verið hér alla tíð.“ Sjö manna fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir á Ásbrú þar sem stutt er í vinnuna fyrir Richard, enda þarf hann oft að vera til taks á öllum tímum sólarhringsins. Richard sér mörg tækifæri í ferðamennskunni á Suðurnesjum og hlakkar til að byggja upp hótelið. „Ég er ekkert að finna upp hjólið en ég hef ýjað að því að allir vinni saman á svæðinu. Svo við verðum ekki alltaf flugvallarbærinn þar sem ferðamaðurinn lendir og keyrir í gegnum. Við þurfum númer eitt að leggja áherslu á það sem við eigum. Það snýst allt um markaðsetningu.“
Fjöldi ferðamanna á Suðurnesjum um jól og áramót ●●Ferðamenn þegar farnir að bóka gistingu um áramótin á næsta ári Fjöldi erlendra ferðamanna ver jóla- og/eða áramótafrídögum sínum á Suðurnesjum. Hjá hótelinu Northern Light Inn í Grindavík er full bókað um áramótin og þegar orðið mikið bókað um áramótin á næsta ári. Undanfarin ár hefur verið lokað hjá hótelinu um jólin en opnað aftur 27. desember og þá hefur jafnan verið fullbókað. Að sögn Friðriks Einarssonar, hótelstjóra, koma gestirnir víðs vegar að úr heiminum, til dæmis frá Japan, Bandaríkjunum og Evrópu. Meðal gesta eru hópar en einnig fjölskyldur og einstaklingar. Boðið er upp á hátíðarhlaðborð á gamlárskvöld þar sem gestir hótelsins snæða saman hefðbundinn íslenskan hátíðarmat. Einnig er nokkuð um að bæði íslenskir og erlendir gestir komi í hátíðarmatinn. „Við höfum reynt að taka við á meðan pláss leyfir,“ segir Friðrik. Þeim gestum sem það kjósa er ekið á áramótabrennu í Grindavík. Flugeldum er einnig skotið upp við hótelið sem er rétt utan við Grindavík. „Við kaupum aðeins af björgunarsveitinni og skjótum upp. Ef veður leyfir keyrum við upp að Þorbirni þaðan sem gott útsýni er yfir flugeldana í Grindavík,“ segir hann. Hótel Jazz var opnað í ágúst síðastliðnum við Austurgötu í Reykjanesbæ í húsinu sem áður hýsti Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þar verður opið bæði yfir jól og áramót. Að sögn Kristjönu Kristjánsdóttur, hótelstjóra, hefur nýting herbergja verið vonum framar og herbergin yfir jól og áramót bókuð í október. Nú er verið að opna gistiheimili í húsi við hliðina og er fullbókað þar líka. Kristjana á von á að gestir hótelsins snæði hátíðarmatinn hjá Kaffi Duus en þar er opið yfir jól og áramót. Gestir Hótel Jazz koma flestir frá Bandaríkjunum og Evrópu. Margir gestanna eru af asískum uppruna en búsettir í Evrópu. Á Hótel Keflavík er sömu sögu að segja og uppbókað um jól og áramót á hóteli, gistiheimili og í fimm stjörnu herbergjum. Að sögn Steinþórs Jónssonar, hótelstjóra, hefur verið sérstaklega ánægjulegt hve mikil eftirspurn hefur verið eftir herbergjum á Diamond Suite sem eru fimm stjörnu herbergi á efstu hæð hótelsins. Gestirnir eru bæði fjölskyldur og pör og koma víðs
vegar að úr heiminum. „Á Diamond Suite fáum við gesti frá löndum eins og Arabaríkjum og Ísrael. Fólk þaðan hefur ekki verið algengir gestir á hótelinu og gistiheimilinu,“ segir hann. Á veitingastað hótelsins KEF Restaurant var boðið upp á jólamat á aðfangadag og um áramótin verður þeim gestum sem það panta fyrirfram boðið upp á hátíðarkvöldverð. Desembermánuður hefur verið annasamasti mánuður ársins hjá Base hotel á Ásbrú ef ágúst er undanskilinn, en þá tók hótelið til starfa. „Það hefur verið brjálað að gera hjá okkur yfir hátíðarnar og troðið af gestum,“ segir Richard Eckard, hótelstjóri,
í samtali við Víkurfréttir. Fullbókað var á jóladag og mikið af ferðamönnum sem vildu njóta jólanna á Íslandi. Richard segir alls kyns ferðamenn heimsækja landið á þessum árstíma en þó sé líklega mest um fólk frá Bandaríkjum og Kanada. „Fólk er að sækja mikið í norðurljósin og svo er það Gullni hringurinn og Reykjaneshringurinn sem er vinsælast hjá fólki.“ Richard var á báðum áttum með að hafa opið yfir hátíðarnar en sér svo sannarlega ekki eftir því. Bílaleigurnar finna líka fyrir auknum áhuga ferðamanna um hátíðirnar. Jól og áramót væru nýr toppur í starfseminni.
VF-myndir/pket.
Þetta par á Hótel Keflavík skaust inn þegar hríð gekk yfir í vikunni.
Þessir ferðamenn komu við í Nettó í Reykjanesbæ.
20
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 29. desember 2016
Rebekka fyrir framan CS100 vélina þegar hún heimsótti Bombardier verksmiðjuna í Kanada.
EKKI ANNAÐ HÆGT EN AÐ FÁ FLUGDELLU ●●Rebekka Gísladóttir eignaðist sextán nýjar vinkonur nánast á fyrsta degi í Embry-Riddle háskólanum í Flórída. ●●Starfar nú í Doha við flugáætlunargerð hjá Qatar Airways, öðru besta flugfélagi heims.
Hildur Björk Pálsdóttir hildur@vf.is
„Ég hef aldrei fundið fyrir því hér að vera dæmd fyrir að vera ekki múslími eða trúuð. Hins vegar var mikið um það í Bandaríkjunum að strangtrúað fólk sagði við mann að Guð væri eina rétta leiðin,“ segir Rebekka Gísladóttir, aðspurð hvernig sé að búa í landi þar sem sjaríalög gilda. Rebekka býr í Katar á Arabíuskaga en hún starfar í flugáætlanagerð flugfélagsins Qatar Airways, en það var valið annað besta flugfélag heims í ár.
Flugvélar aðal umræðan
Rebekka er fædd og uppalin í Keflavík og fór eftir stúdentspróf til Daytona Beach í Bandaríkjunum í háskólanám. Rebekka fékk skólastyrk hjá flugháskólanum Embry-Riddle Aeronautical University í Flórída og spilaði fótbolta með liði skólans samhliða námi í flugrekstrarfræði. „Ég
byrjaði í almennri viðskiptafræði en skipti yfir á flugsviðið eftir eina önn, en það er ekki annað hægt en að fá flugdellu þegar maður er í þessum skóla. Flugvélar voru oftar en ekki aðal umræðuefnið, flest stór verkefni voru tengd flugbransanum á einhvern hátt og skólinn er þekktur fyrir flugiðnaðarverkfræði og flugkennslu.“
Sextán nýjar vinkonur
Háskólaárin í Flórída voru góð og mælir Rebekka hiklaust með að fara erlendis í nám ef fólk hefur þess kost. Hún segist hafa lært mikið af því og þá helst á sjálfa sig. Að tvinna saman námið og fótboltann krafðist mikillar skipulagningar en þær misstu oft úr skóladaga vegna leikja. „Það var mikið að gera þegar fótboltatímabilið var í gangi en það var á haustönnum. Við æfðum fjóra daga og spiluðum tvo leiki í viku. En ég eignaðist sextán nýjar vinkonur nánast á fyrsta degi, liðið tók svo vel á móti okkur nýju leikmönnunum.“
Meðleigjandinn fékk sér rottu
Nokkrar eftirminnilegar uppákomur standa upp úr þegar litið er til baka en ein þeirra var þegar Rebekka kom heim einn daginn hafði vinkona hennar og meðleigjandi keypt sér rottu. „Ekki nóg með það heldur var þetta hárlaus rotta! Ég reyndi að búa með henni í sátt og samlyndi í tvo daga en gafst svo upp því ég gat ekki sofið almennilega. Rottunni var því fundið annað heimili. Eitt sinn lenti ég líka uppi á lögreglustöð í lygaprófi en það var lífsreynsla út af fyrir sig,“ segir Rebekka en bætir við að hápunktur hvers árs í Daytona sé Bike Week mótorhjólahátíðin og Daytona 500 NASCAR kappaksturinn. Þá fyllist bærinn af fólki og mikið er um að vera í hátíðarhöldum.
Hvað ef?
Aðspurð hvernig kom til að hún fluttist til Katar segir hún að fyrst hafi fulltrúar frá Qatar Airways komið til Daytona að leita eftir starfskrafti. „Á þeim tíma var ég ekki á leiðinni til
Rebekka var annar tveggja fyrirliða fótboltaliðsins Embry-Riddle Eagles á lokaárinu sínu.
fimmtudagur 29. desember 2016 mið-austurlandanna. Tvær vinkonur mínar fóru í viðtal og fengu starf. Þegar þær komu til Katar voru þær spurðar hvort þær vissu um ný útskrifaða nemendur og þær bentu á mig. Þá fór boltinn að rúlla. Ég sendi þeim ferilskrána mína, var svo boðuð í Skype viðtal og síðan annað viðtal úti í Katar og þar var mér boðið starf. Vinkonur mínar höfðu búið þar í nokkra mánuði og gátu sagt mér frá því hvernig væri að búa í Doha. Ég ákvað að lokum að slá til og ég held að stór partur af ástæðunni sé að annars hefði ég líklega alltaf hugsað ‘hvað ef?’ Ég vildi frekar grípa tækifærið að fá að vinna hjá stóru, fimm stjörnu flugfélagi og gæti þá alltaf bara farið heim.“
Býr á hóteli
Meirihluti íbúa Katar eru útlendingar frá öllum heimshornum og því fjölbreytt flóra menningar og trúarbragða. Rebekka kann ágætlega við sig í höfuðborginni, Doha, en hún býr á hóteli ásamt mörgum öðrum starfsmönnum Qatar Airways sem koma frá vesturlöndum. „Hér er lítið um glæpi og ég hef aldrei fundið fyrir óöryggi. Amma mín hafði verulegar áhyggjur af því að ég væri að flytja hingað en svo komu þau afi í heimsókn og höfðu orð á því hvað allt væri hreint og þau voru örugg hér, nema þá kannski í umferðinni. Ég minnti ömmu líka á það að ég hefði búið á Daytona Beach sem er klárlega mun hættulegri en Doha.“ Rebekka segir að á móti komi að hitinn sé rosalegur á sumrin, stundum fari hann upp í 50 gráður og þá fari fólk ekki út úr húsi nema nauðsyn krefji.
Lyftu bíl
Katarbúar fá engin verðlaun þegar kemur að ökuhæfni og hefur Rebekka lent í tveimur smávægilegum árekstrum sem farþegi. Hún rifjar upp atvik sem hún varð vitni að þegar hún var eitt sinn stödd í leigubíl. „Það voru tveir bílar fyrir framan leigubílinn sem ég var í. Skyndilega keyrir annar bíllinn utan í hinn svo hann veltur á hliðina. Allir ná að stöðva og ökumaðurinn liggur fastur í bílnum. Fullt af einkennisklæddum mönnum stökkva út úr bílunum sínum, hjálpast að við að lyfta bílnum upp, ökumaðurinn sem var fastur inni kemur út úr bílnum og var einnig í einkennisbúningi. Þeir hlæja nokkrir saman og svo hoppuðu allir aftur upp í bílana sína og keyrðu af stað eins og ekkert hefði í skorist. Þetta er gott dæmi um hvernig göturnar geta verið hérna.“
Býr til flugáætlun Qatar
Starfsheiti Rebekku er „Senior Scheduling Analyst“ en hún fékk stöðuhækkun í haust sem fól í sér meiri ábyrgð. Hlutverk Rebekku innan hennar deildar er að búa til flugáætlun félagsins einn mánuð í senn. „Ég byrja að vinna í henni tveimur og hálfum mánuði áður en hún tekur gildi og þarf að skila henni tíu dögum áður til þeirra sem sjá um daglegu áætlunina. Á þeim tíma vinn ég með öðrum deildum í að finna út hvert sé best að fljúga hvaða vél og breytingar á tímasetningum vegna til dæmis tengifluga eða ef lendingartími á tilteknum flugvelli er ekki laus. Ég vinn með verkfræðingunum að því að skipuleggja viðgerðir og viðhald flugvélanna á réttum tímum. Einnig þarf ég að sjá til þess að flugfélagið hafi öll tilskilin leyfi til þess að fljúga á ákveðna áfangastaði, bæði á pólitískri grundu og hvað flugvellina sjálfa varðar.“
Heimsótti Bombardier
VÍKURFRÉTTIR þotur af öllum stærðum og gerðum. Á hverju ári er um tíu nýjum áfangastöðum bætt við, svo starf Rebekku getur verið mjög krefjandi og margþætt, en hún segir gott að fá að vinna að hinum ýmsu þáttum sem tengjast rekstrinum því þá fái hún betri heildarsýn á hvernig allt „batteríið“ virkar. „Ég hef farið á nokkur námskeið hjá IATA, alþjóðlegum samtökum flugfélaga, og fór einnig í heimsókn í Bombardier verksmiðjuna í Montréal í Kanada í sumar. Það var frábær reynsla og rosalega flott að geta kynnst fólki frá öðrum flugfélögum og fá tækifæri til að stækka tengslanetið mitt,“ segir Rebekka
Trúarlög
Í Katar gilda sjaríalög sem eru trúarlög, og mega strákar og stelpur ekki hittast eða verja tíma saman, séu þau ógift. Ekki má borða svínakjöt og áfengi er bannað, nema á svokölluðum „frjálsum svæðum,“ en flest hótel selja áfengi og þar mega konur klæðast því sem þær vilja. Auk þess selur ein búð í Katar slíkan varning en sérstakt leyfi frá vinnuveitanda þarf til að mega versla þar. Rebekka segist reyna að virða þær reglur sem gilda um klæðaburð kvenna en þær eiga að hylja hné og axlir. Eitt sinn var hún þó á leið heim úr fótbolta með vinkonu sinni og vinur þeirra sem skutlaði þeim heim setti þær út á horni götunnar sem þær búa í. „Við þurftum að labba um 300 metra, báðar í stuttbuxum. Maður sem var að labba á móti okkur setti hendurnar að andliti sínu svo hann gæti ekki séð okkur á meðan við mættumst,“ segir Rebekka og bætir við að hún sé þó mjög þakklát fyrir að fá tækifærið til að búa þarna og kynnast þessum menningarheimi. „Það er margt hér sem ég er ekki sammála, eins og að konur þurfi að hylja sig, að karlmenn geti átt fleiri en eina konu og að yfirleitt eru ekki sömu tækifæri fyrir konur og karla þó að það sé þó að þokast í rétta átt, en mér finnst fréttirnar heima ekki gefa rétta mynd af samfélaginu hér.“
Rebekka segir fótboltann hafa staðið upp úr á háskólaárunum.
Mikið um að vera
Mörg stórmót í íþróttum eru haldin í Katar og stórir tónleikar, sem dæmi var heimsmeistaramótið í hjólreiðum haldið þar nýlega, HM í handbolta var haldið þar árið 2015 og á hverju ári er stórt tennismót haldið. Nýlega fór Rebekka á leik Barcelona gegn saudiarabísku liði í fótbolta. Skemmtanalífið fer fram á hótelum og á veturna er vinsælt að verja helgunum í eyðimörkinni. Þar sem Rebekka starfar hjá flugfélagi hefur hún tækifæri til að ferðast ódýrt, en hún reynir að heimsækja nýjan stað í hverjum mánuði og segir það algjöran draum. „En það eru tveir pólar á lifnaðarháttunum hér og margir búa við slæm kjör. Það getur verið erfitt að horfa á verkamennina vinna úti í 47 gráðu hita.“
Rebekka ásamt herbergisfélögum sínum, Tova og Martine á toppi Table Mountain í Suður-Afríku.
Skýr markmið
Aðspurð um framtíðaráformin segist Rebekka hafa skýr markmið hvað framann í flugheiminum varðar, það sé þó ekki endilega bundið við eitthvert ákveðið flugfélag. Hana langar að færa sig yfir til Evrópu á einhverjum tímapunkti og jafnvel heim til Íslands. „Ég hef verið erlendis undanfarin sex ár, svo ég held að fjölskyldan yrði voðalega glöð ef ég kæmi heim, eða að minnsta kosti nær Íslandi. Þetta fer allt eftir því hvar tækifærin gefast. En ég hef öðlast reynslu hérna í Katar sem ég hefði sjálfsagt hvergi fengið í Evrópu sem fyrsta starf eftir útskrift,“ segir Rebekka að lokum.
Qatar Airways flýgur til yfir 150 áfangastaða og er með 170 farþega-
„Einnig þarf ég að sjá til þess að flugfélagið hafi öll tilskilin leyfi til þess að fljúga á ákveðna áfangastaði“
Inland Sea, þar sem sést yfir til Saudi-Arabíu frá Katar.
21
Flugeldasala
knattspyrnudeildar Keflavíkur til styrktar barna- og unglingadeild, meistaraflokki kvenna og karla
Ð R E V R Æ M B U Á D FR L E G U L ÁF
Opið: 29. des. 15:00 – 22:00 30. des. 12:00 – 22:00 31. des. 10:00 – 16:00
SKOTHELD ÞJÓNUSTA
SKOTTERTURM
Í ÖLLUM STÆRÐU OG GERÐUM
við
Hr Gam ing la br K-h au ús t í ið Ke fla vík
r:
lus ta ðu
Sö
SKJÓTUM Á TOPPINN
KEFLAVÍK
MIKIÐ ÚRVAL FLUGELDA
i Sig-
24
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 29. desember 2016 Otti Sigmarsson björgunarsveitarmaður úr Grindavík
„Öskrin og ópin á leiðinni voru hræðileg, alveg svo að maður fékk illt í hjartað“
HAFÐI ÉG LÍF ÞESSARAR KONU Í HÖNDUNUM?
●●Björgunarsveitarmaðurinn Otti Sigmarsson úr Grindavík lýsir útkalli við erfiðar aðstæður fyrir ári síðan.
Ég er sjálfboðaliði. Sem slíkur hef ég ratað um allt land í verkefni, stór og smá, þar sem þátttaka mín getur og hefur skilið á milli lífs og dauða einhvers. Það á við um þúsundir annara björgunarsveitarmanna hér á landi. Það eitt og sér er ótrúlega magnað. Otti Sigmarsson, björgunarsveitarmaður frá Grindavík, skrifar áhugaverða frásögn á fésbókarsíðu sína á sunnudagskvöldið þar sem hann lýsir útkalli sem Björgunarsveitinni Þorbirni barst á sunnudagskvöldi fyrir ári síðan. Otti er sjálfboðaliði og sem slíkur hafur hann tekið þátt í verkefnum björgunarsveita, stórum og smáum, um allt land. „Þar sem þátttaka mín getur og hefur skilið á milli lífs og dauða einhvers. Það á við um þúsundir annara björgunarsveitarmanna hér á landi. Það eitt og sér er ótrúlega magnað,“ skrifar Otti í pistlinum. „Á sunnudagskvöldi fyrir ári síðan hringdi síminn og ég rauk út um dyrnar og niður í björgunarsveitarhús. Suðurstrandarvegur var ófær frá Hrauni og austur í Þorlákshöfn og hafði verið það í nokkra daga. Núna var þetta öðruvísi en dagana á undan, ekki var það fastur bíll í þetta skiptið, það var kona orðin veik í Krísuvíkurskóla og þurfti að koma henni undir læknishendur.
Vegna ófærðarinnar var ákveðið að fara á Patrol bifreið sveitarinnar tveir saman, einn bílstjóri ásamt sjúkraflutningamanni vegna þess að ef flytja á liggjandi sjúkling komast ekki fleiri fyrir í bílnum. Björgunarsveitarbíllinn er mjög vel útbúinn er varðar sjúkrabúnað og eftir að hafa kippt einni auka tösku með var ákveðið að kalla út sjúkrabílinn sjálfan þegar við ættum stutt eftir til Grindavíkur með konuna enda ekki um alvarleg veikindi að ræða. Úti var -10 stiga frost og mikill vindur og allt á kafi í snjó svona miðað við það landsvæði sem við búum á. Eftir að við ókum framhjá lokuninni við Hraun fór færðin smátt og smátt að þyngjast. Stöku skaflar breyttust í langar, harðar snjóbreiður sem minntu helst á einhvern jökul og annað slagið skóf þvert á veginn svo blint varð. Þegar við hættum að sjá í toppinn á stikunum en vorum samt á veginum miðað við GPS tækið, þyngdist færið hratt þannig að við þurftum að hleypa úr dekkjunum til þess að fá meira
Inni í jeppanum hafði verið búið um sjúklinginn til flutnings. Mynd: Otti Sigmarsson
flot í snjónum. Kaflinn frá Hrauni að Krísuvíkurskóla er um 22 km langur og tæpum klukkutíma síðar vorum við komnir að skólanum og á móti okkur tóku fullt af glöðu fólki sem vegna færðar höfðu ekki fengið gesti í tvo eða þrjá daga. Við óðum inn og heilsuðum fólkinu sem vísaði okkur svo að konunni sem var veik. Eftir skoðun kom í ljós að ástand hennar var verra en í fyrstu var talið, mun verra. Við ákváðum að kalla út tvo sjúkraflutningamenn til viðbótar og annan jeppa frá björgunarsveitinni til að flytja þá á móti okkur með lyf til að verkjastilla.
„Ég sem sjálfboðaliði stóð mig að því að hugsa út í það að á einhverjum tímapunkti hafði ég líf þessarar konu í höndunum. Ég fann hvernig ég leyfði mér að hugsa eitt andartak að maður væri kannski ekki hæfur í þetta. En svo smellti ég mér úr því. Áralöng þjálfun, menntun og reynsla að baki í fyrstu hjálp og akstri breyttra bíla. Ekkert kjaftæði hér, áfram með smjörið.“ Patrol-jeppi Björgunarveitarinnar Þorbjörns á Suðurstrandarvegi á leið til baka til Grindavíkur með sjúklinginn. Mynd: Otti Sigmarsson
Í samráði við lækni var ákveðið að undirbúa konuna til flutnings sem allra fyrst og koma henni áleiðis til læknis, það væri það besta í stöðunni. Verkirnir voru slíkir að konan gat hvorki setið né legið og þá voru góð ráð dýr. Eftir smá stund sáum við það að henni leið best liggjandi á vinstri hlið sinni. Sem betur fer vorum við með svokallaða grjónadýnu í bílnum en hún virkar þannig að þegar sjúklingurinn leggst á dýnuna er hægt að festa hana utan um viðkomandi og tæma hana svo af lofti þannig að hún verður eins og steypt mót utan um viðkomandi. Með svolítilli lagni gátum við komið konunni liggjandi á hlið á dýnuna og síðan tæmt hana af lofti þannig að hægt væri að flytja hana liggjandi á hlið. Næst kölluðum við á starfsfólk skólans sem aðstoðaði okkur við að bera konuna út. Bíllinn var klár, búið var að færa farþegasætið fram í alveg að mælaborðinu, leggja niður aftursætið og opna skottið þannig að við gátum bara rennt grjónadýnunni beint inn í bíl. Eftir að búið var að koma öllum búnaði fyrir í bílnum aftur vorum við klár til þess að leggja af stað til baka. Svolítið skak var að komast upp frá skólanum og út á veg þannig að bíllinn vaggaði til hliðar og pompaði ofan í hjólförin til skiptis þó svo að ekið væri á gönguhraða. Öskrin og ópin á leiðinni voru hræðileg, alveg svo að maður fékk illt í hjartað. Við fórum út og hleyptum meira úr dekkjunum í þeirri von að bíllinn yrði ennþá mýkri og það gekk. Þá var ekkert annað í stöðunni en að einbeita sér að því að halda áfram og næst á dagskrá var að hitta hina sjúkraflutningamennina.
Vel gekk að aka yfir mestu ófærðina og á miðjum Suðurstrandarveginum sáum við glitta í ljós sem komu á móti okkur, það var hinn bíllinn, loksins! Við mættumst á auðum kafla og hafist var handa við lyfjagjöf. Á meðan á því stóð fór ég út úr bílnum og virti fyrir mér verkefnið. Sæmilega stjörnubjart sunnudagskvöld, skítakuldi úti og við staddir úti á miðjum þjóðvegi að sinna konu sem skyndilega hafði orðið mjög veik. Ég hugsaði um það hvernig ég komst þangað, á þennan stað í lífinu og hversu mikla ábyrgð maður ber. Ég, sem sjálfboðaliði, stóð mig að því að hugsa út í það að á einhverjum tímapunkti hafði ég líf þessarar konu í höndunum. Ég fann hvernig ég leyfði mér að hugsa eitt andartak að maður væri kannski ekki hæfur í þetta. En svo smellti ég mér úr því. Áralöng þjálfun, menntun og reynsla að baki í fyrstu hjálp og akstri breyttra bíla. Ekkert kjaftæði hér, áfram með smjörið. Stuttu síðar var konan orðin betri, búið að verkjastilla og við tók akstur síðustu 15 kílómetrana eða svo að sjúkrabílnum. Þegar þangað var komið hjálpuðust allir að við að færa hana yfir í sjúkrabílinn sem síðar flutti hana til læknis. Við fengum síðar fréttir af því að veikindin hefðu verið mjög alvarleg en að hún myndi ná sér að fullu. Ég er sjálfboðaliði. Sem slíkur hef ég ratað um allt land í verkefni, stór og smá, þar sem þátttaka mín getur og hefur skilið á milli lífs og dauða einhvers. Það á við um þúsundir annarra björgunarsveitarmanna hér á landi. Það eitt og sér er ótrúlega magnað,“ skrifar Otti Sigmarsson um útkallið fyrir ári síðan.
fimmtudagur 29. desember 2016
25
VÍKURFRÉTTIR
BJÖRGUNAR-
SVEITIRNAR
TREYSTA Á
flugeldasölu
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru með flugeldamarkaði í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Í Grindavík er Þorbjörn með flugeldasölu í björgunarstöðinni og Skyggnir í Vogum selur einnig flugelda í björgunarstöðinni þar. Í Sandgerði er Sigurvon með flugeldasölu í björgunarstöðinni við Sandgerðishöfn. Í Garði sameinast björgunarsveitin Ægir og Kiwanisklúbburinn Hof um flugeldasölu í Þorsteinsbúð. Stærsti flugeldamarkaður Suðurnesja er við Holtsgötu í Njarðvík þar sem Björgunarsveitin Suðurnes er með aðsetur. Þar hefur stór hópur björgunarsveitarfólks unnið að undirbúningi flugeldasölunnar síðustu daga. Hjá Björgunarsveitinni Suðurnes hefur verið talsvert annríki vegna óveðurs síðustu daga og hópar björgunarsveitarfólks verið á þönum um allan bæ á eftir fjúkandi hlutum. Flugeldasalan var hins vegar klár fyrir opnun í gær þrátt fyrir annríkið. Flugeldamarkaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes við Holtsgötu er með mikið úrval af flugeldum, allt frá litlum stjörnublysum til skotterta sem innihalda flugeldasýningar sem enginn getur skammast sín fyrir. Eins og fram hefur komið í fréttum þá bjóða björgunarsveitirnar nú lægra verð á flugeldum en áður vegna styrkingar krónunnar og hagstæðari innkaupa.
Frá flugeldamarkaði Björgunarsveitarinnar Suðurnes á Holtsgötu í Reykjanesbæ.
VF-mynd: Hilmar Bragi
Fjölmörg útköll í óveðri Björgunarsveitarfólk frá Björgunarsveitinni Suðurnes og slökkviliðsmenn frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja hjálpuðust að við að festa þakplötur sem voru farnar að losna af húsi við Hólabraut í Keflavík á þriðjudag. Björgunarsveitarfólk hefur þurft að sinna mörgum útköllum síðustu sólarhringa. VF-mynd: Hilmar Bragi
JÓLADAGAR Í REYKJANESBÆ
ÞAKKA FYRIR SIG! Samtökin Betri bær óska Suðurnesjamönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og jólasveinum samstarfið í desember. Færum öllum aðilum sem studdu verkefnið „Jóladagar í Reykjanesbæ“ bestu þakkir.
26
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 29. desember 2016
ÍÞRÓTTIR
ATVINNA
United Silicon hf leitar að jákvæðum, reglusömum og dugmiklum starfsmönnum í verksmiðjuna. VIÐHALDSSTARFSMENN VIÐ RAF OG VÉLBÚNAÐ Starfslýsing: Við leitum að rafvirkjum, vélvirkjum og vélstjórum til að vinna við viðhald á búnaði kísilversins. Hér er um að ræða störf fyrir aðila sem hafa brennandi áhuga á fyrirbyggjandi viðhaldi. Hæfniskröfur: Mikil áhersla er lögð á skipulagt fyrirbyggjandi viðhald og störfin munu fela í sér bæði beina viðhaldsvinnu og skipulagsvinnu. Viðkomandi þurfa að vera skipulagðir og metnaðarfullir fyrir hönd búnaðar verksmiðjunnar. Viðkomandi þurfa að hafa. FRAMLEIÐSLUSTARFSMENN Starfslýsing: Við leitum að starfsmönnum til að vinna við framleiðslu á kísli. Um er að ræða störf sem snúa að umhirðu framleiðsluofns, málmtöku og útsteypingu ásamt öðrum störfum. Bæði er verið að leita að starfsfólki á vaktir og í dagvinnu. Hæfniskröfur: Viðkomandi starfsmenn þurfa að vera áhugasamir, duglegir og nákvæmir og vera tilbúnir til að setja sig inn í bæði virkni búnaðar og framleiðsluferil. Nauðsynlegt er að viðkomandi eigi auðvelt með að starfa í teymi með öðrum starfsmönnum. PRODUCTION STAFF Job description: We are looking for employees to work on the production of silicon. Work relates of care for the production furnace, metal removal and other work needed. We require workers both on shifts as day jobs. Required skills: The employees need to be motivated, efficient and accurate and be willing to put into both the effectiveness of equipment and production process. Must speak English or Icelandic. Must also be able to work in a team. Machine operating license is advantage. Upplýsingar veitir Kristleifur Andrésson í síma 6696017. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á ka@silicon.is fyrir 7. janúar 2017.
NJARÐVÍKINGUR ÞJÁLFAR Í NORSKA BOLTANUM ■■Njarðvíkingurinn Fannar Berg Gunnólfsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá norska knattspyrnuliðinu Staal sem leikur í 3. deild í Noregi. Fannar hefur undanfarin ár starfað sem unglingaþjálfari hjá norska stórliðinu Molde við góðan orðstír. Fannar, sem er 32 ára, hefur meðal annars séð um leikgreiningar fyrir aðallið Molde og hefur goðsögnin Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, miklar mætur á Fannari. „Ég hlakka til að byrja að þjálfa hjá Staal eftir tvö og hálft ár hjá Molde. Leikmannahópurinn er spennandi og leikstíllinn er mér að skapi,“ sagði Fannar í samtali við staðarblaðið Strandbuen.
Formannsskipti og stór maður til Njarðvíkur ■■Njarðvíkingar hafa samið við Bandaríkjamanninn Myron Dempsey um að leika með liðinu í Domino’s deild karla. Dempsey spilaði með Tindastól í fyrra þar sem hann skoraði 20 stig og tók 10 fráköst í leik. Þarna fer sá hávaxni leikmaður sem Njarðvíkingar hafa leitað að en þeir munu ennþá halda Atkinson. Fyrsti leikur Dempsey verður gegn grönnunum í Keflavík þann 5. janúar. Í brúnni hefur Róbert Þór Guðnason svo tekið við formannsembættinu af Gunnari Erni Örlygssyni hjá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Róbert gegndi áður hlutverki varaformanns deildarinnar en Gunnar hefur látið af störfum sem formaður sökum anna í vinnu sinni. Gunnar hefur verið formaður síðan árið 2014.
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.
SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Sunneva og Ægir íþróttafólk UMFN Sundkonan Sunneva Dögg Robertson og júdókappinn Ægir Már Baldvinsson voru í gær útnefnd íþróttakona og íþróttamaður UMFN árið 2016. Þau eru vel að þessari viðurkenningu komin enda eiga þau bæði gott íþróttaár að baki. Eftirtaldir einstaklingar voru svo útnefndir íþróttamenn deilda og fengu viðurkenningar fyrir. Júdókona UMFN 2016 er Heiðrún Fjóla Pálsdóttir Glímukona UMFN 2016 er Heiðrún Fjóla Pálsdóttir Júdómaður UMFN 2016 er Ægir Már Baldvinsson Glímumaður UMFN 2016 er Ægir Már Baldvinsson Körfuknattleikskona UMFN 2016
er Björk Gunnarsdóttir Körfuknattleiksmaður UMFN 2016 er Logi Gunnarsson Knattspyrnumaður UMFN 2016 er Arnar Helgi Magnússon Kraftlyftingarmaður UMFN 2016 er Halldór J. Vilhjálmsson Kraftlyftingarkona UMFN 2016 er Inga María Henningsdóttir Lyftingakona UMFN 2016 er Katla Björk Ketilsdóttir Lyftingamaður UMFN 2016 er Emil Ragnar Ægisson Sundkona UMFN 2016 er Sunneva Dögg Robertson Þríþrautarkona UMFN 2016 er Guðlaug Sveinsdóttir Þríþrautarmaður UMFN 2016 er Rafnkell Jónsson
Fimm Suðurnesjastúlkur í landsliðsverkefnum
ALLTAF PLÁSS Í B Í L N UM
Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is
Jón Axel nýliði vikunnar Grindvíkingurinn gerir það gott í háskólaboltanum
■■Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera það gott í körfuboltanum í Davidson háskólanum. Eftir frábæra frammistöðu í síðustu viku var Jón Axel kjörinn nýliði vikunnar í sinni deild, en hann er á sínu fyrsta ári í gamla skólanum hans Steph Curry í Norður Karolínu. Jón Axel var með 10 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar í vikunni gegn Jacksonville.
■■Þrjár Suðurnesjastúlkur hafa verið boðaðar til æfinga hjá 19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu í byrjun næsta árs. Þetta eru þær Anita Lind Daníelsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir úr Keflavík og Dröfn Einarsdóttir frá Grindavík. Hjá 17 ára landsliði kvenna voru Kristín Anitudóttir Mcmillan úr Grindavík og Íris Una Þórðardóttir úr Keflavík boðaðar til æfinga.
Efnilegir Njarðvíkingar verðlaunaðir ■■Njarðvíkingurinn Halldór Matthías Ingvarsson var á dögunum útnefndur efnilegasti glímumaður ársins af Glímusambandi Íslands. Halldór, sem er 16 ára, er jafnvígur á sókn og vörn í glímu og hefur gengið vel í keppni á undanförnum árum. Halldór hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar komið að glímuþjálfun hjá UMFN, hann er mikill keppnismaður sem virðir gildi glímunnar og er til fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan. Þá var Ægir Már Baldvinsson valinn efnilegasti júdómaður landsins á lokahófi júdósambands Íslands. Ægir var valinn júdómaður UMFN árið 2015 og hefur verið afar sigursæll á mótum undanfarin ár, jafnt innan- sem utanlands.
fimmtudagur 29. desember 2016
27
VÍKURFRÉTTIR
Við erum að flytja á Brekkustíg 38 og ætlum að vera með
20% afslátt af smurþjónustu allan janúar.
Opnum föstudaginn 30. desember.
Bílaviðgerðir- Varahlutir – Smurstöð
Ungu iðkendurnir njóta góðs af Flugeldasalan er knattspyrnudeild Keflavíkur gríðarlega mikilvæg. Ágóðinn af sölunni fer í uppbyggingu á kvennaog karlaknattspyrnunni en bæði lið eru að berjast um að vera í fremstu röð. Unglingastarfið fer ört vaxandi og segir Hermann Helgason, stjórnarmaður deildarinnar, að mikilvægt sé að unga fólkið njóti góðs af svona fjáröflun. Fjölmargir Keflvíkingar leggja leið sína í K-húsið við Hringbraut og styrkja deildina ár eftir ár að sögn Hermanns. „Það er gríðarlega mikill velvilji í garð knattspyrnudeildar-
innar. Ég vil hvetja Keflvíkinga til þess að styrkja okkur og vonandi sjáum við sem flesta. Við erum mjög þakklát fyrir þann stuðning sem okkur er sýndur.“ Úrvalið eykst ár frá ári og er mikið um fjölbreytta og skemmtilega pakka af öllum stærðum og gerðum. Sala hófst í gær og er opið frá klukkan 15:00 til 22:00 í kvöld. Þann 30. desember verður opið frá 12 til 22 og á gamlársdag frá 10 til 16.
Óskum viðskiptavinum og Suðurnesjamönnum öllum farsældar á nýju ári Þökkum viðskiptin
á árinu
Um 5000 perur í best skreytta húsinu í Grindavík ●●Heiðarhraun 26 valið best skreytta húsið í Grindavík
Nemakort á Suðurnesjum — komin í sölu
Nemendur með lögheimili á Suðurnesjum geta nú keypt sér Nemakort hjá Strætó. Kortið gildir eina önn innan svæðis á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Nemakortið kostar 84.000 kr. sem leggja þarf inn á reikning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Reikningsnúmer: 0142-26-11546 á kennitölu: 640479-0279. Svona gerir þú: - Fyrst leggur þú inn á reikning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. - Því næst sendir þú kvittun á netfangið solveiga@straeto.is, ásamt nafni, kennitölu, ljósmynd og nafni skólans. - Innan 7 til 10 virkra daga færðu Nemakortið sent í ábyrgðarpósti á lögheimili þitt. Nánari upplýsingar um Nemakort á Suðurnesjum veitir Þjónustuver Strætó í síma 540 2700.
Sendu kvittun á solveiga@straeto.is og fáðu Nemakortið sent heim.
■■Rafverktakafyrirtækið TG Raf í Grindavík stóð fyrir leik fyrir jólin þar sem valið var best skreytta húsið í bænum. Titilinn hlaut húsið við Heiðarhraun 26 en þar eru þau Hi l d u r M a r í a Br y n j ólfs dóttir og B erg v in Ólafarson húsráðendur. Þau fengu að launum 49 tommu Samsung sjónvarp. Í umsögn dómnefndar segir að skreytingin á Heiðarhrauni 26 sé virkilega stílhrein, friðsæl og vönduð. Í skreytingunum á húsinu eru um 5000 perur.
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001
Mundi
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
facebook.com/vikurfrettirehf
twitter.com/vikurfrettir
Íbúar í Reykjanesbæ þurfa ekki áramótabrennu, þeir hafa Kísilver í Helguvík.
instagram.com/vikurfrettir
Heildartekjur hæstar í Grindavík Í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum undir landsmeðaltali ■■Grindvíkingar voru með hæstu meðallaun á Suðurnesjum á síðasta ári, eða rúmlega 477.417 krónur á mánuði. Þetta kemur fram í samantekt um meðaltal heildartekna einstaklinga á vef Hagstofnunnar. Meðaltalið á landsvísu var 450.000 krónur á mánuði. Heildartekjur voru hæstar á landinu í Garðabæ á síðasta ári, eða 568.417 krónur. Meðallaun íbúa á Suðurnesjum á síðasta ári voru eftirfarandi: Garður 392.333 krónur Grindavík 477.417 krónur Reykjanesbær 410.250 krónur Sandgerði 392.667 krónur Vogar 380.083 krónur Niðurstöður samantektar á vef Hagstofunnar byggja á skattframtölum einstaklinga sem eru skattskyldir hér á landi og hafa skilað framtali til Ríkisskattstjóra.
Nýr grunnskóli rís í InnriNjarðvík ■■Undirbúningur við nýjan grunnskóla í Dalshverfi í Innri Njarðvík er hafinn en áætlað er að fyrsti áfangi skólans verði tekinn í notkun haustið 2018. Skólabörnum hefur fjölgað mikið í hverfinu undanfarin ár. Þá hefur Háaleitisskóli verið stækkaður og þar nýttar kennslustofur sem ekki höfðu verið í notkun frá því herinn fór. Húsgögn í grunnskólum bæjarins hafa verið endurnýjuð að hluta og aðstaða á skólalóðum bætt, en þetta voru meðal umkvörtunarefna ungmennaráðs, sem funda með bæjarstjórn tvisvar á ári.
Hver verður Suðurnesjamaður ársins? ■■Líkt og undanfarin ár velja Víkurfréttir Suðurnesjamann ársins. Í fyrra var það lögreglumaðurinn Sigvaldi Lárusson sem varð fyrir valinu en meðal afreka hans það árið var að ganga frá Keflavík til Hofsóss og safna tveimur milljónum til styrktar langveikum börnum. Nú þegar árið 2016 er að renna sitt skeið er komið að því að velja Suðurnesjamann ársins á ný. Víkurfréttir óska eftir ábendingum frá lesendum á netfangið vf@vf.is fyrir mánudaginn 2. janúar næstkomandi.
HEFST 9. JANÚAR 2017
OPINN KYNNINGARFUNDUR Í KVÖLD KL. 19:45 Í SPORTHÚSINU
- SKRÁNING HEFST STRAX EFTIR KYNNINGARFUND. - FRÍR PRUFUTÍMI Í KVÖLD KL. 18:30. - HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA YFIR 1.500.000.