Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Hringbraut 99 - 577 1150
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
vf.is
F IMMTUdagur inn 2 8. F E BRÚAR 2 0 13 • 8. tölubla ð • 34. á rga ngur
Tróðu í 500 kútmaga Á
annað hundrað manns skemmtu sér vel á kútmagakvöldi Lionsklúbbs Keflavíkur í Stapa sl. laugardagskvöld en það er ekki síður fjör í undirbúningi kvöldsins. Lionskallarnir tróðu nefnilega í fimm hundruð kútamaga í húsnæði Saltvers í Njarðvík. Lionsklúbbur Keflavíkur er einn elsti félagsskapur á Suðurnesjum. Í mörg ár hafa þeir haldið kútmagakvöld en það hefur verið ein stærsta fjáröflun klúbbsins í áraraðir. Þá bjóða Lionsfélagar vinum og kunningjum til þessarar stóru veislu þar sem kútmagar og annað ljúffengt sjávarfang er á borðum. Hafsteinn Guðnason er skólastjóri Kútmagaskólans og hefur á undanförnum árum „útskrifað“ fjölda nemenda. Afkoma kútmagakvöldsins rennur öll til góðgerðarmála. Nánar um þetta í Suðurnesjamagasíni, frétta- og mannlífsþætti Víkurfrétta á ÍNN nk. mánudagskvöld kl. 21:30
Ert þú að kaupa eða selja skip eða bát? Þá erum við reiðubúnir til þjónustu. Bátar og búnaður www.batarb.is Sími 562 2551- skip@batarb.is
FALIN MYNDAVÉL VIÐ NJARÐVÍKURHÖFN F
FÍTON / SÍA
a l i n n i my n d avél v ar komið fyrir í bifreið sem lagt hafði verið við Njarðvíkurhöfn. Bifreiðin er skráð í eigu bílaleigu norðan heiða. Myndavélinni var beint að hafnarsvæðinu. Þeir sem
������� ��������� � e���.��
starfa við höfnina fannst bifreiðin grunsamleg og við skoðun kom í ljós að myndavél var falin í skut bifreiðarinnar og myndaði út um afturglugga. Pétri Jóhannssyni, hafnar-
stjóra Reykjaneshafnar, var ekki kunnugt um tilvist földu myndavélarinnar þegar Víkurfréttir höfðu samband við hann. Öll spjót beindust að Fiskistofu og kom í ljós að bíllinn og myndavélin var á vegum
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
Fiskistofu. Lögregla var kölluð til og í framhaldinu var bíllinn með myndavélinni fjarlægður. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort mál földu myndavélarinnar mun hafa eftirmála. VF-myndir: Hilmar Bragi
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
2
fimmtudagurinn 28. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
UPPELDI BARNA MEÐ ADHD Námskeið um uppeldi barna með ADHD Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar auglýsir námskeið fyrir foreldra barna með ADHD. Námskeiðið er hannað til að hjálpa foreldrum að tileinka sér gagnreyndar uppeldisaðferðir til að takast á við vandamál sem algeng eru hjá börnum með ADHD. Æskilegt er að báðir foreldrar sæki námskeiðið. Námskeiðið er ætlað foreldrum barna á aldrinum 5-12 ára sem greind hafa verið með athyglisbrest með eða án ofvirkni (ADHD/ADD) og eru ekki með alvarlegar eða fjölbreyttar fylgiraskanir. Námskeiðið er 12 klst. og skiptist í 6 hluta, í tvo tíma í senn. Námskeiðið verður á þriðjudögum kl. 19:30-21:30 í Holtaskóla. Kennsla fer fram dagana 2., 9., 16. og 23. apríl og 7. og 14. maí. Þátttökugjald er 3.000 kr fyrir einstaklinga og 5.000 kr fyrir pör. Skráning fer fram í síma 421-6700 og skráningu lýkur 22. mars. Leiðbeinendur: Agnes Björg Tryggvadóttir og Sigurður Þ. Þorsteinsson, sálfræðingar
TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR
STÓR-TÓNLEIKAR FORSKÓLA, LÚÐRASVEITAR OG STENGJASVEITAR
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur þriðjudaginn 5. mars kl. 19:30. Fram koma Forskóli 2 (allir nemendur í 2. bekk) ásamt Lúðrasveit og Strengjasveit skólans. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Skólastjóri
NESVELLIR Léttur föstudagur 1. mars 2013 kl. 14.00 Arnór og félagar Jónína Ben, Lífsstíll og sjúkdómar, lausnir og ráð. Listasmiðja Námskeið í Harðangri, leir, silkimálun og silkiborðasaum verða haldin á næstunni í Listasmiðjunni á Nesvöllum. Upplýsingar og skráning í síma 896-3008
ÁHUGAVERÐAR LJÓSMYNDIR Í DUUSHÚSUM
Vogamenn samþykkja 4. hæðina B
440 milljón króna hagnaður hjá HS Veitum H
eildarhagnaður HS Veitna fyrir árið 2012, samkvæmt ársreikningi, nam 442 milljónum kr. Í ársreikningi kemur fram að fjárhagsstaða HS Veitna er sterk og horfur góðar. Eiginfjárhlutfall í árslok 2012 var 52,1%. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) árið 2012 var 1.570 m.kr. (33,4%). Sem kunnugt er keypti Reykjanesbær meirihluta í HS Veitum við uppskipti Hitaveitu Suðurnesja í HS Orku og HS Veitur. Reykjanesbær á nú tæplega 67% eignarhlut í HS Veitum hf. en Orkuveitan og Hafnarfjörður eiga um 16% hvor. Tekjur hækkuðu um 6% á milli ára. Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur HS Veitna hf á árinu 4.699 m.kr. þar af vegna raforku-
dreifingar 2.348 m.kr., vegna sölu og dreifingar á heitu vatni 1.522 m.kr., vegna sölu og dreifingar á fersku vatni 501 m.kr. og vegna annarrar starfsemi 328 m.kr. Sambærilegar tölur fyrir árið 2011 eru eftirfarandi: rekstrartekjur 4.431 m.kr. þar af vegna raforkudreifingar 2.259 m.kr., vegna sölu og dreifingar á heitu vatni 1.433 m.kr., vegna sölu og dreifingar á fersku vatni 435 m.kr. og vegna annarrar starfsemi 304 m.kr. Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir HS Veitna hf þann 31. desember 2012 bókfærðar á 17.127 m.kr. Skuldir HS Veitna hf nema 8.195 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi, þar af eru skammtímaskuldir 456 m.kr.
æjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkir fyrir sitt leyti stuðning við þá hugmynd að 4. hæð hjúkrunarheimilis að Nesvöllum verði byggð og að fjöldi rýma á heimilinu fari úr 60 í 80. Þetta var samþykkt samhljóða. Lagður fram tölvupóstur bæjarstjóra Reykjanesbæjar á síðasta fundi bæjarráðs Voga, auk útreikninga og teikninga vegna hugsanlegra endurbóta á Garðvangi í Garði. Reykjanesbær hefur bent á mikinn kostnað við endurbætur á Garðvangi og nefnt að hagræði felist í því að stækka frekar nýtt hjúkrunarheimili við Nesvelli í Reykjanesbæ.
Má ekki vera óstaðsettur L
ögð var fram flutningstilkynning fyrir bæjarráð Voga frá einstaklingi sem óskar eftir að skrá sig sem óstaðsettan í hús í sveitarfélaginu. Viðkomandi einstaklingur býr í húsnæði sem uppfyllir ekki skilyrði laga um lögheimilisskráningu. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fellst ekki á beiðnina og synjar beiðninni.
n 16 kynferðisbrotamál til meðferðar lögreglu á Suðurnesjum:
Börn brotaþolar í 12 málum A
lls eru nú 16 kynferðisbrotamál til meðferðar við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, 13 þeirra eru enn til rannsóknar en 3 eru til afgreiðslu hjá lögfræðideild embættisins. Frá áramótum hafa 12 kynferðisbrot komið til rannsóknar sem er talsverður fjöldi mála á tæplega tveimur mánuðum. Börn eru brotaþolar í 12 þessara mála. Í 6 tilvikum er um ný eða nýleg brot að ræða en í 6 tilvikum gömul brot sem ætla má að séu
fyrnd í einhverjum tilvikum. Í 3 tilvikum af þessum gömlu brotum voru brotaþolar börn þegar brotin áttu sér stað en skýrðu ekki frá þeim fyrr en á fullorðinsaldri. Þess má geta að í framangreindum málum var í tveimur tilvikum um tælingu/tilraun til tælingar í gegnum internetið að ræða. Af þeim kynferðisbrotamálum sem komu til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum árið 2012 voru 8 nauðgunarmál og voru 5 þeirra afgreidd fyrir áramótin.
Meðal rannsóknartími þeirra var 47,6 dagar og meðalmeðferðartími hjá lögfræðideild 7,4 dagar. Tvö málanna voru afgreidd eftir áramótin þannig að eitt er enn til rannsóknar. Í rannsóknardeild alvarlegra mála hjá embættinu starfa 5 rannsóknarlögreglumenn sem auk kynferðisbrotarannsókna sinna rannsóknum annarra ofbeldisbrota í umdæminu ásamt fjölda annarra alvarlegra brotaflokka.
ÚTBOÐ
HJÚKRUNARHEIMILIÐ REYKJANESBÆ Reykjanesbær, óskar eftir tilboðum í frágang innanhúss vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili að Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ. Verkið felur í sér að ljúka frágangi innanhúss á 60 nýjum hjúkrunaríbúðum auk sameiginlegra rýma. Byggingin er á þremur hæðum auk kjallara og tengibyggingar. Grunnflötur hússins er 4.338 m².
Sýning á ljósmyndum Þorsteins Jósepssonar, frá miðri síðustu öld, verður opnuð í Bíósal Duushúsa laugardaginn 2. mars kl 14.00. Sýningin kemur frá Þjóðminjasafni Íslands og er liður í átaki þeirra að afla upplýsinga um myndirnar sem eru allar frá Gullbringusýslu. Sýningin stendur til 7. apríl og aðgangur er ókeypis. Byggðasafn Reykjanesbæjar.
Helstu magntölur eru: Vatns- og hitalagnir 5.500 m Rafstrengir 7.700 m Lampar 1.300 stk Gólfdúkur 3.700 m² Loftræsistokkar 4.500 kg Framkvæmdum skal vera lokið eigi síðar en 18. janúar 2014. Útboðsgögn verða afhent rafrænt á verkefnavef verksins, lykilorð að útboðsgögnum veitir Karl Á. Ágústsson karl@thg.is. Einnig er hægt að fá gögnin afhent á geisladisk frá kl. 13:00 föstudaginn 1. mars nk. á skrifstofu THG Arkitekta Faxafeni 9, 108 Reykjavík. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Nesvalla Njarðarvöllum 4, 260 Reykjanesbæ mánudaginn 25. mars nk. kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
3
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. febrúar 2013
BÆTT ÞJÓNUSTA VIÐ ÍBÚA Á SUÐURNESJUM
490
NÝJAR FERÐIR MILLI SUÐURNESJA OG HÖFUÐBORGAR SVÆÐISINS
FÖSTUDAGINN
1. MARS
VERÐUR TEKIN Í NOTKUN NÝ AKSTURSÁÆTLUN Á MILLI SUÐURNESJA OG REYKJAVÍKUR. KYNNTU ÞÉR BÆTTA SAMGÖNGUÁÆTLUN Á REXBUS.IS
SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM
4
fimmtudagurinn 28. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Q SUÐURNESJAMAGASÍN • frumsýnt öll MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30 á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is RITSTJÓRNARBRÉF Páll Ketilsson
vf.is
Verður heilbrigðisstofnun á forgangslista? Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Það er þyngra en tárum taki sú staða að skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði lokað endanlega eftir að hafa staðið ónotaðar í þrjú ár. Stjórnendur HSS vilja að rými þeirra verði nýtt í annað því ljóst sé að þær verði ekki teknar í notkun aftur á næstunni. Því sé alveg eins gott að nýta rýmið fyrir heilsugæslu sem býr við þröngan húsakost. Oft og reglulega er starfsemi HSS í umræðunni hér á Suðurnesjum. Á undanförnum árum hefur HSS þurft að þola stöðugan niðurskurð frá fjárveitingavaldi ríkisins og ljóst að þjónustan hefur minnkað í samræmi við það þó svo að starfsfólk geri sitt besta í erfiðu árferði. Forráðamenn núverandi ríkisstjórnar hafa sagt að grunnþjónustan, en heilbrigðisþjónustan er hluti hennar, hafi verið varin af fremsta megni. Ljóst er að ekki eru allir sammála því. Fyrir nokkrum árum síðan voru Suðurnesjamenn með, að margra mati, eina
bestu fæðingardeild á landinu og hér voru framkvæmdar skurðaðgerðir í fínu skurðstofunum okkar. Við vitum stöðu skurðstofanna og fæðingardeildin hefur verið færð niður um flokk vegna niðurskurðar og lokunar skurðstofanna. Þjónustunni á heilsugæslunni hefur einnig hrakað. Bráðavakt er orðin nokkurs konar læknavakt þar sem fólk fær læknisþjónustu samdægurs með því að fara í langa biðröð á heilsugæslunni. Ef hringt er eftir tíma hjá lækni er biðin hins vegar talin í vikum. Margir kjósa að fara ferð á Reykjanesbrautina og sækja læknisþjónustu til höfuðborgarinnar. Það er auðvitað alls ekki nógu gott. Í aðsendri grein í blaðinu í dag eru lagðar spurningar fyrir forstjóra HSS. Þar segir m.a.: „Metnaðar- og viljaleysi stjórnenda og rekstraraðila til að byggja upp og hafa hér á svæðinu góða þjónustu sem fólkið getur treyst hefur náð botninum, nú
þarf viðsnúning sem allra fyrst. Vilji okkar er að hafa hér góða þjónustu sem við getum treyst, fæðingardeild sem er öllum opin og aðgerðir á skurðstofum, sem geta nýst okkur og öðrum landsmönnum. Vinnum saman með góðum starfsmönnum að góðri þjónustu.“ Kannski eru metnaðar- og viljaleysi stór orð í þessu sambandi en lýsir kannski vel þeirri skoðun sem margir hafa á stöðunni. Þessar spurningar koma frá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum og Styrktarfélagi HSS. Í áratugi hafa Suðurnesjamenn lagt mikið til HSS með endalausum gjöfum á tækjum og búnaði. Spurt er t.d. hvort stjórnendum HSS sé heimilt að lána eða gefa slíkar gjafir. Margir telja mælinn fullan og hafa misst þolinmæðina. Öll viljum við trausta heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Hana þurfum við að endurheimta. Það verkefni hlýtur að vera á forgangslista þeirra Suðurnesjamanna sem munu hafa áhrif á Alþingi eftir næstu kosningar.
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Forskólatónleikar í grunnskólum bæjarins - og Stór-tónleikar í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
D
agana 4. og 5. mars nk. mun Forskóladeild Tónlistarskóla Re ykjanesbæjar ásamt C-sveit Lúðrasveitarinnar og Strengjasveit skólans halda tónleika fyrir nemendur í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Þetta er tíunda árið í röð sem Forskóladeildin og Lúðrasveitin standa saman að grunnskólatónleikum og annað árið sem Strengjasveit skólans tekur þátt. Umfang verkefnisins hefur vaxið ár frá ári og hefur sú hefð myndast að því ljúki með stór-tónleikum ætluðum almenningi og hafa börnin ávallt spilað og sungið fyrir troðfullu húsi og algerlega slegið í gegn. Alls verða haldnir 6 skólatónleikar á þessum tveimur dögum og eins og hefðin býður og áður er getið, mun tónleikaröðinni ljúka með Stór-tónleikum í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur þriðjudaginn 5. mars. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30. Þar koma fram nemendur Forskóla 2 í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, en hann skipa allir nemendur í 2. bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ, alls um 200 börn, ásamt Lúðrasveit skólans, C-sveit, og Strengjasveit skólans. Á þessum tónleikum koma því fram um 250 nemendur. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
„Algjört draumastarf“ Á
undanförnum árum hafa margir innlendir og erlendir háskólanemar í meistara- og doktorsnámi verið við nám og rannsóknarstörf hjá Þekkingarsetri Suðurnesja. Ein þeirra er Njarðvíkurmærin Ásdís Ólafsdóttir. Hjá henni kom aldrei annað til greina en að fara í háskólanám og hún vissi snemma að áhuginn lægi innan náttúruvísinda, enda alltaf haft áhuga á dýrum og á náttúrunni. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi af náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja lá leið hennar í líffræði við Háskóla Íslands. Jarðfræði kom líka til greina en það var að miklu leyti líffræðikennara sem hún hitti á opnum degi Háskólans að þakka að líffræðin varð fyrir valinu. Stökkið frá framhaldsskóla yfir í háskóla var talsvert mikið að sögn Ásdísar, jafnvel þó að undirbúningur hafi verið góður úr FS. Helst fannst henni hafa vantað upp á meiri reynslu af tilraunum og rannsóknastofuvinnu. Hún fylltist dálitlu óöryggi innan um allar fínu græjurnar í HÍ. Áhersla á verklega kennslu var mikil og verklegu tímarnir voru erfiðastir. Þetta hafðist þó allt saman og eftir fyrsta árið í
skólanum var hún komin á gott skrið og búin að aðlagast þessu nýja umhverfi og vinnulagi. Á síðasta ári grunnnámsins, sem tekur þrjú ár, er hægt að velja sér sérhæfingu til meistaranáms og eiturefnavistfræði heillaði Ásdísi mest. Eiturefnavistfræði er mjög fjölbreytt svið og hagnýtt þar sem sífellt er verið að athuga eiturefnalosun, mæla eiturefni í lífverum, matvælum, vatni og sjó. Líffræðingar sem eru sérfræðingar í eiturefnavistfræði starfa bæði inni á rannsóknastofum og úti í náttúrunni sem býður upp á mikla fjölbreytni í starfi. Þegar Ásdís ræddi við einn af kennurum sínum um mögulegt meistaraverkefni á þessu sviði kom í ljós að stór rannsókn var að hefjast við Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Sandgerði á áhrifum olíumengunar á sjávarlífverur. Þar er líkt eftir olíuslysi í sjó og áhrif mengunarinnar á erfðaefni kræklings og þorsks könnuð. Ásdís bendir á að vitað er að olía sé krabbameinsvaldandi en mengunin getur einnig skemmt kynfrumur dýranna sem til dæmis verður til þess að þau fjölga sér ekki. Tilefni rannsóknarinnar er því ærið. Rannsóknin sem Ásdís starfar við er unnin í
samstarfi við háskóla og rannsóknarstofnanir í Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og á Grænlandi. Hún hefur því fengið tækifæri til að ferðast samhliða rannsóknavinnunni og kynnast öðrum vísindamönnum. Ásdís telur sig sérstaklega heppna að hafa komist að í þessu rannsóknarverkefni og fengið starf í kjölfarið hjá Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum. Störf sem þessi eru ekki á hverju strái fyrir líffræðinema hér á landi. Aðstaðan í húsi Þekkingarsetursins er til fyrirmyndar og býður upp á mikla möguleika til rannsókna í sjávarlíffræði og eiturefnavistfræði, meðal annars vegna þess að hreinn sjór fæst úr borholu beint fyrir utan húsið. Þegar Ásdís byrjaði að stunda nám við HÍ hefði hún aldrei getað séð fyrir sér hvernig námið þróaðist og er þess fullviss að starf hennar hjá Rannsóknasetrinu eigi eftir að veita henni fleiri tækifæri á svæðinu. Þetta er það sem hún sér fyrir sér að starfa við í framtíðinni enda algjört draumastarf. Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja
Q SUÐURNESJAMAGASÍN
öll MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30 á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is Q Skemmtilegar ábendingar um efni berist til vf@vf.is Q
5
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. febrúar 2013
Vaxtaþrep 30 dagar:
Leggðu grunn að framtíðarsparnaði
Vaxtaþrep 30 dagar er bundinn, óverðtryggður innlánsreikningur þar sem vextirnir hækka í þrepum eftir fjárhæð innistæðunnar.
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
Úttektir af reikningnum þarf að tilkynna með 30 daga fyrirvara en á móti eru vextirnir hærri en á almennum óbundnum innlánsreikningum og eru þeir greiddir út mánaðarlega inn á ráðstöfunarreikning að eigin vali.
Vaxtaþrep 30 dagar hentar því þeim sem vilja örugga og háa ávöxtun en vilja jafnframt að innistæðan sé laus með skömmum fyrirvara. Fáðu nánari upplýsingar um Vaxtaþrep 30 dagar í næsta útibúi eða á islandsbanki.is.
6
fimmtudagurinn 28. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Q SUÐURNESJAMAGASÍN • frumsýnt öll MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30 á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is n Fyrstu stöðumælaverðirnir senn til starfa á Suðurnesjum:
Sandgerðisbær stofnar bílastæðasjóð S
tarf stöðumælavarða verður senn til á Suðurnesjum. Sandgerðisbær er að stofna til bílastæðasjóðs en skv. 108 gr. umferðarlaga er sveitarsjóðum einum heimilt að reka bílastæðasjóði. Bílastæðasjóðurinn er stofnaður að beiðni ISAVIA og kemur til vegna aukinnar umferðar um Keflavíkurflugvöll hin síðari ár. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, sagði í sam-
tali við Víkurfréttir að aukinni flugumferð hafi fylgt samsvarandi álag á umferðarmannvirkin við flugstöðina og í nágrenni hennar. Flugstöðin er innan bæjarmarka Sandgerðisbæjar og því kemur það í hlut bæjarins að stofna sjóðinn. Þessu hafa fylgt ýmis vandamál við stjórnun umferðarinnar eins og við rekstur ógjaldskyldra stöðureita og tíðni umferðarlagabrota þar sem bifreiðum er lagt ólöglega hefur aukist umtalsvert.
n Rútuferðum til Reykjavíkur fjölgar:
Miklar samgöngubætur á Suðurnesjum
Í
38.010 krónur fyrir svöng börn Börnin í útskriftarárgangi leikskólans Völlur á Ásbrú í Reykjanesbæ gerðu heldur betur góðverk á dögunum. Þau afhentu Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands samtals 38.010 krónur sem þau söfnuðu með því að halda listaverkauppboð og selja myndir sem þau höfðu teiknað. Þessi söfnun er orðinn árviss viðburður á leikskólanum.
AUGLÝSING UM TILLÖGUR AÐ DEILISKIPULAGI 1. Í samræmi við 41. gr.skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með endurauglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Reykjanesbæ. Tillaga að deiliskipulagi tengivirkis við Njarðvíkurheiði var auglýst 4.6.2009 og var athugasemdafrestur til 31.7.2009. Engar athugasemdir bárust og samþykkti bæjarstjórn deiliskipulagstillöguna 21.12.2010. Hins vegar var ekki lokið við málsmeðferð skipulagstillögunnar í samræmi við þágildandi skipulagslög, sem fólst í að eftir var að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar hefur Reykjanesbær ákveðið að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi tengivirkis, ásamt umhverfisskýrslu, í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Þar sem allar forsendur eru þær sömu og engin breyting hefur verið gerð á deiliskipulaginu er óþarfi að vinna skipulagslýsingu. Jafnframt liggja allar meginforsendur deiliskipulagsins fyrir í staðfestu Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 28. febrúar 2013 til 28. mars 2013. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 11. apríl 2013. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana. 2. Hér með tilkynnist að þann 19. febrúar 2013 samþykkti bæjarstjórn Reykjanesbæjar deiliskipulag af athafnasvæði Tæknivalla á Ásbrú, ásamt greinagerð og umhverfisáhrifum deiliskipulagsins. Einnig voru samþykkt svör við athugasemdum sem bárust. Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar
kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar á síðasta ári að leggja einn milljarð króna í almenningssamgöngur á Íslandi hafa 29 milljónir króna komið aukalega til málaflokksins á Suðurnesjum og því hefur Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 49 milljónir króna í ár til að efla samgöngur í héraði við höfuðborgarsvæðið. Samgöngur milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins verða efldar með því að tveimur ferðum á dag verður bætt við frá Suðurnesjum og þannig fyllt í gat sem var í áætluninni. Nýjar ferðir eru frá Reykjanesbæ kl. 10:30 og 13:00 og einnig eru nýjar ferðir frá Reykjavík kl. 13:00 og 17:00. Ásmundur Friðriksson, verkefnisstjóri, segir að með þessu sé verið að svara ákveðinni þörf. Vonast er til að nýju tímarnir verði til að auka farþegafjöldann en ekki bara dreifa þeim fjölda sem notar samgöngumátann í dag. Auk þess að fjölga ferðum frá Reykjanesbæ, þá verður ferðum úr Vogum og Grindavík að Reykjanesbrautinni fjölgað. Markhópurinn í þessum farþegaflutningum er annars vegar skólafólk og hins vegar fólk sem stundar atvinnu á höfuðborgarsvæðinu. Tíðar ferðir milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins eru einnig kostur fyrir þá sem þurfa að leita sér lækninga
eða ná í aðra þjónustu. Samtals er viðbótin upp á 490 ferðir á ársgrundvelli á virkum dögum. Samhliða fjölgun ferða þá er Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum að taka upp samstarf við Strætó bs þannig að þjónustuborð Strætó bs mun þjónusta íbúa á Suðurnesjum með allar upplýsingar um samgöngur eða annað það sem fólk þarf upplýsingar um varðandi aksturinn eða jafnvel kaup á farmiðum. Þannig er núna mögulegt að kaupa t.a.m. far frá Reykjanesbæ norður til Akureyrar. Þá er samhliða breytingunum sem taka gildi 1. mars verið að taka upp skiptimiðakerfi. Allir sem taka vagn frá Suðurnesjum til höfuðborgarsvæðisins fá skiptimiða sem gildir í 90 mínútur. Þá er gert ráð fyrir því að 45 mínútur af ferðinni fari í að komast á höfuðborgarsvæðið og þá gildir miðinn þar áfram í 45 mínútur. Ásmundur vildi taka fram að hér Suður með sjó séu menn afar ánægðir með samstarfið við innanríkisráðuneytið og Ögmund Jónasson í þessum samgöngumálum. Ásmundur sagði hann hafa staðið þétt við bakið á sveitarfélögunum hér í þessu máli og það beri að þakka. Allar upplýsingar um ferðir er að finna á vefsíðunni REXBUS.IS. Einnig má finna upplýsingar á síðu SBK og hjá sveitarfélögunum.
Stofnaðilar að félagi um jarðvarmaklasa
M
ikið jarðhitasvæði er innan marka Reykjanesbæjar á Reykjanesi, auk þess sem bærinn er meirihlutaeigandi í HS Veitum hf. sem veita heitu og köldu vatni auk rafmagns til heimila og fyrirtækja á Suðurnesjum og víðar. Þau tækifæri sem felast í nýtingu jarðvarma eru í auknum mæli að verða að atvinnuverkefnum á svæðinu. Má þar nefna fiskþurrkun og fullvinnslu sjávarafurða á Reykjanesi auk fiskeldisstöðva þar eins og Stolt Seafarm og Stofnfisk og raforkuframleiðslu fyrir stóriðnað í Helguvík, auk almennrar heitavatns- og raforkusölu til stórra sem smárra fyrirtækja á svæðinu. Því þótti bæjarráði Reykjanesbæjar mikilvægt að verða fyrsta sveitarfélagið til að gerast stofnaðili að
hinum almennu jarðvarmasamtökum, Iceland geothermal. Hlutverk samtakanna er að efla samkeppnishæfni innan hins íslenska jarðvarmaklasa með virðisauka greinarinnar og bætta nýtingu auðlindarinnar að leiðarljósi. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með skipulögðu samstarfi. Stofnaðilar eru 43. Auk Reykjanesbæjar eru þar helstu jarðvarmafyrirtæki landsins, menntastofnanir og fjölmörg fyrirtæki sem sinna greininni. Þar sést glöggt hversu víðtæk áhrif jarðvarmaklasans á atvinnulífið eru nú þegar. Fjölmörg þátttökufyrirtæki hafa starfsstöðvar á Reykjanesi. Meðal aðila með lögheimili í Reykjanesbæ eru Keilir, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og HS Orka hf.
7
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. febrúar 2013
Halló, Vetur.
*Besti 4x4 bíll ársins samkvæmt Total 4x4 Magazine.
við bjuggum okkur undir komu þína með skynvæddu fjórhjóladrifi.
HALLÓ. MEIRA NÝTT. Með CR-V erum við vel undirbúin þegar snjórinn kastar til okkar tækifærum. Skynvætt stöðugt vaktandi fjórhjóladrif reiknar út þörfina á gripi og dreifir aflinu aðeins í þau dekk sem þurfa þess. Á meðan brekku-hraðastjórnandinn hjálpar þér að halda fullri stjórn og mýkt niður brekkuna, án þess að þú þurfir að bremsa. Fjórða kynslóð Honda CR-V setur ný viðmið í ferðaþægindum, gæði innréttinga og gagnsemi í akstri. Náðu taki á vetrinum. Lifðu meira nýtt, keyrðu Honda CR-V. Besta 4x4 bíl ársins*.
www.honda.is/cr-v
www.honda.is
Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is
8
fimmtudagurinn 28. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Q SUÐURNESJAMAGASÍN • frumsýnt öll MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30 á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is
grinda-víkurfréttir
vf@ vf.
is
Raggi Bjarna söng fyrir konur í Vatnaveröld
Þ
að var sannkallað konudagsfjör í Vatnaveröld í Reykjanesbæ þegar Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson héldu uppi stuði og stemmningu með söng og tónlist. Yfir 500 manns mættu í Vatnaveröld á konudaginn. Vel var gert við skvísur dagsins því þær fengu gjöf frá Bláa lóninu, kaffiveitingar voru á boðstólum og síðan var 50% afsláttur á árskorti í Vatnaveröld sem um 50 manns nýttu sér. „Það vakti athygli að fjöldi barna mætti með mæðrum sínum sem segir okkur að karlpeningurinn má ekki við neinni truflun meðan hann eldar kvöldmatinn fyrir frúna,“ sagði Ragnar Örn Pétursson, forstöðumaður hjá Reykjanesbæ í léttum dúr.
Hafnargötu 57 - Flughóteli - s. 421 7772
Senn líður að árshátíðum og fermingum. Bjóðum upp á allar helstu snyrtimeðferðir hvort sem er fyrir hann eða hana. Opið alla daga frá kl. 8:30 til 16:00 og fimmtudaga til kl. 20:00.
Metnaðarfull uppbygging íþróttamannvirkja í Grindavík
M
ikil uppbygging íþróttamannvirkja er framundan í Grindavík. Stefnt er að því að leggja til 7-800 milljónir króna í byggingu íþróttamannvirkja sem myndu binda allar deildir UMFG saman og jafnframt skapa aðstöðu fyrir deildirnar undir sama þaki. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum eftir fjögur ár en hin nýja aðstaða mun gjörbylta starfsumhverfi UMFG. Fyrsti áfangi verður boðinn út innan skamms. „Við fjármögnum þetta með veltufé úr rekstri sveitarfélagsins. Reksturinn hjá Grindavíkurbæ er kominn
FORVAL
Grindavíkurbær óskar eftir verktökum til að taka þátt í lokuðu útboði vegna uppsteypu og fullnaðarfrágangi á viðbyggingu bókasafns og tónlistarskóla við Grunnskóla Grindavíkur. Um er að ræða tvær hæðir og kjallara, alls um 1130m2. Áætlað er að verk geti hafist 6. júní 2013 og er áætlaður verktími 12 mánuðir. Forvalsgögn verða send á tölvutæku formi til þeirra er þess óska frá og með mánudeginum 4. mars 2013. Áhugasamir skulu senda upplýsingar um fyrirhugaðan bjóðanda ásamt tengilið, síma og netfangi til Tækniþjónustu SÁ ehf á netfangið sigurdur@bergfast.is eða í síma 421-5105. Gögnum skal skila til Tækniþjónustu SÁ ehf, Hafnargötu 60, Reykjanesbæ eigi síðar en mánudaginn 11. mars 2013 fyrir kl. 16.00. Að loknu forvali verða 5 aðilar valdir til að taka þátt í lokuðu útboði.
á rétt ról og getur skilað fjármunum til fjárfestinga. Við eigum 1400 milljónir í svokölluðum hitaveitusjóð og við munum nýta um 400 milljónir af þeim í þessi verkefni,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur. Rekstur Grindavíkurbæjar hefur gengið mjög vel undanfarin ár. Bæjarfélagið seldi sinn hlut í Hitaveitu Suðurnesja fyrir nokkrum árum og er nánast skuldlaust. Bæjarstjórn hefur sett sér markmið að hitaveitusjóðurinn muni aldrei fara undir milljarð. Fjárhagsstaða Grindavíkurbæjar er líklega ein sú besta á landinu í samanburði við önnur sveitarfélög. Nýlega var Grindavíkurbær á lista yfir best settu sveitarfélög landsins í skýrslu Íslandsbanka. Róbert segir að stefnt sé að miklum framkvæmdum í Grindavík á næstu árum. „Þetta er mikil innspýting fyrir hagkerfið í Grindavík. Samhliða erum við í smærri framkvæmdum eins og stíga- og gatnagerð sem fylgir rekstri sveitarfélags. Jafnframt erum við að byggja við grunnskólann þar sem nýtt húsnæði bókasafns og tónlistarskólans mun rísa. Það verða margar framkvæmdir í gangi hjá okkur á næstu árum.“ Íþróttalífið fær hjarta sem slær í takt Ungmennafélag Grindavíkur hafði haft aðsetur í félagsheimilinu Festi um árabil. Nú hefur Grindavíkurbær selt Festi en húsnæðið liggur
undir skemmdum og ætla nýir eigendur að gera þetta sögufræga félagsheimili upp. Þörfin á nýju húsnæði fyrir UMFG var því talsverð. „Þetta er mikil aðstöðubreyting fyrir UMFG og við bindum miklar vonir við þetta nýja hjarta sem verður til þegar allar deildir félagsins verða samankomnar undir sama þaki. Þetta verður eitt hjarta sem mun slá fyrir allar deildir,“ segir Róbert. Félagsstarfið fær tækifæri á að blómstra Grindavík er mikill íþróttabær og þrátt fyrir að aðeins séu tæplega 3000 íbúar þá hefur bæjarfélagið teflt fram íþróttaliðum í fremstu röð bæði í knattspyrnu og körfuknattleik. Líklega eru það þó minni íþróttir sem munu helst njóta ávinnings af væntanlegri uppbyggingu. „Þó að íbúafjöldi Grindavíkur sé tæplega 3000 þá eigum við fjölnota íþróttahús og glæsilega knattspyrnuvelli. Minni íþróttir líkt og bardagagreinar, fimleikar og fleira hafa kannski setið aðeins á hakanum og við viljum bæta úr því. Einnig hefur verið skortur á félagsaðstöðu fyrir UMFG. Ungmennafélag er ekki bara íþróttafélag heldur einnig félagsskapur fólks sem hefur áhuga á sínu samfélagi. Með þessari nýju aðstöðu skapast tækifæri fyrir félagsstarfið til að blómstra líkt og íþróttirnar.“
VILT ÞÚ VINNA ÚTI Í SUMAR? Okkur vantar sumarstarfsmenn. Um er að ræða 4 stöður þar sem mikill kostur er að vera með vinnuvélaréttindi. Umsóknir á www.gardlist.is eða thorey@gardlist.is
9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. febrúar 2013
Kræsingar & kostakjör
28. feb - 10. mars
x-tra dagar x-tra góðar vörur í Nettó! á x-tra góðu verði Matarolía repja 1 ltR
398
kr stk
NÝR X-TRABÆKLINGUR KOMINN Í HÚS!
súkkulaðiálegg 400 G
STÚTFULLUR AF FRÁBÆRUM VÖRUM I! Á ÓTRÚLEGU VERÐ
279
kr stk
hefur þú prófað x-tra vörurnar? Með x-tra getur þú verslað ódýrt án þess að það komi niður á gæðunum. allar okkar x-tra vörur eru gæðaprófaðar og uppfylla kröfur um siðfræðilega og umhverfisvæna framleiðslu. þess vegna finnur þú meðal annars skráargats merktar vörur í bland við mikið vöruúrval af ódýrum vörum.
nesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
ri · Höfn · Grindavík · Reykja www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akurey
súkkulaði ljóst/dökkt
pastasósa m/basil
100 g
159
690 g
Hot mix
kr stk
300 g
289
kr pk
129
kr pk
pastaskrúfur 500 g
299
kr pk
10
fimmtudagurinn 28. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Q SUÐURNESJAMAGASÍN • frumsýnt öll MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30 á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is „Þetta er skemmtilegt áhugamál og frábær félagsskapur. Við unum okkur mjög vel í bílskúrnum,“ segja bræðurnir og Garðmennirnir Jón, Ólafur og Magnús Jónssynir. Það er víða dundað og grúskað í bílskúrum á Suðurnesjum og þeir bræður eru í þeim hópi. Kannski aðeins ýktari en margir aðrir því þeirra áhugamál er að gera upp fjalla- eða ferðabíla. Eyða hundruðum klukkustunda við iðjuna. Í bílskúrnum við Iðngarða í Garði eru þeir með þrjá Ford Econoline bíla í endurgerð. Einn er kominn á götuna og aðeins nokkur smáatriði sem á eftir að ljúka en tveir eru skemmra á veg komnir. Stefnt er að því að annar þeirra komi á götuna í sumar. Verði tilbúinn fyrir ferða- og veiðisumarið 2013.
Bræðurnir í bílskúrnum innan um „Ekonlænana“ þrjá.
Q Þrír bílabræður í Garðinum eyða frístundunum í bílskúrnum:
Gamlir Econoline gerðir að frábærum ferðabílum
Bræðralagið er í fullu gildi í bílskúrnum því þeir hjálpast að við lagfæringar bílanna. Bræðurnir eru fæddir á Akranesi en hafa allir búið stærstan hluta ævinnar í Garðinum. Ólafur og Magnús eru rétt rúmlega fimmtugir tvíburar en Ólafur er fjórum árum yngri og verður fimmtugur á næsta ári. „Við vinnum mikið saman í öllum bílunum en svo er hver og einn einnig að vinna í sínum bíl. Það er misjafnt hvar styrkleikar og kunnátta okkar liggur. Við leggjum bara áherslu á að sameina krafta og kunnáttu,“ segja þeir aðspurðir um verklagið í bílskúrnum innan um þrjá „Ekonlæna“. Þeir eru ekki lærðir í bílaviðgerðum en segjast hafa þetta í blóðinu, fikti sig áfram og fylgist vel með hjá öðrum líka hvernig hlutirnir eru gerðir. Segjast ekki fara í tölvuna og gúgla eða fara á Youtube ef það vanti upplýsingar. Hlægja að spurningunni. Econlæninn vinsæll Sögurnar af því hvernig þeir eignuðust bílana eru misjafnar og þeir lifa sig inn í þær þegar þeir segja frá
þeim. Þeir leita uppi eldri gerðir af Econoline bílum sem þeir segja að sé sífellt erfiðara að verða sér úti um. „Reynslan af þessum bílum er mjög góð þannig að eftirspurnin er orðin mjög mikil, eiginlega þannig að framboðið er mjög lítið. Verðið hefur því hækkað. „Ég bauð í minn í fyrra og sagði við eigandann að ég ætti bara þrjúhundruð þúsund kall. Hann vildi fá helmingi meira en svo sagðist hann vilja koma hingað suður eftir til að sýna mér bílinn. Hann kom og við hittumst á Fitjum í Njarðvík. Ég benti honum á nokkur atriði sem voru ekki í lagi og sagðist ekki eiga meiri pening. Á endanum samþykkti hann tilboðið,“ segir Magnús og brosir. Aðspurðir um það hvernig þeir verði sér úti um varahluti segir Ólafur að þeir kaupi það héðan og þaðan og stundum endi það þannig að þeir kaupi hræ sem þeir nýta varahluti úr. „Við byrjum á því að skera allt ryð úr bílunum og svo er tjargað vel undir í botninn og skipt um allt sem þarf að skipta um. Það er allt tekið í gegn, hvert einasta snitti í bílnum.
Svo er innréttað með leðurlíki. Við setjum upp bekk og borð og húsbílainnréttingu. Við útbúum bílana þannig að þetta verða frábærir ferðabílar.“ En fá þeir alla vinnuna sem þeir leggja í bílana greidda í hærra bílverði? „Nei, það fáum við aldrei en við höfum þó haft ágætt upp úr einum og einum bíl. Ef við reiknum út tímana sem fara í vinnuna er kaupið eflaust ekki hátt enda snýst þetta ekki um það. Við erum að þessu til að hafa gaman af og til að eiga góða ferðabíla,“ segir Ólafur. Hinn tvíburinn, Jón Einar, tekur undir það og segir okkur sögu frá því þegar hann vildi kaskótryggja nýendurgerða bílinn. Fyrstu svör tryggingafélagsins hafi verið á þá leið að það væri ekki hægt því bíllinn væri svo gamall. Eftir að starfsmaður trygginganna hafði skoðað bílinn var allt annað hljóð í strokknum. Kaskótryggingin samþykkt að sjálfsögðu. Frábærir ferðabílar Jón Einar segir aðspurður að
Bræðurnir vinna í einum bílnum hér að ofan. Til hliðar er búið að kveikja upp í kolunum og allt klárt!
Við bílabreytingar í bílskúrnum við Iðngarða í Garði.
þeir útbúi bílana þannig að það sé hægt að sofa í þeim og ferðast á þægilegan hátt. Innréttingarnar séu þannig að fjallabílarnir séu í raun líka húsbílar. Besta orðið sé í raun ferðabílar. „Stangveiði er t.d. áhugamál hjá okkur öllum og það er auðvelt að fara um landið í vel búnum bílum. Þeir komast nánast allt enda á stórum dekkjum og með öflugar og stórar dísilvélar og ég er með bílbelti fyrir 8 manns,“ bætir Jón Einar við og sýnir fréttamönnum VF inn í bílinn sinn. „Hér er hægt með einu handtaki að leggja niður setubekki og borð og útbúa hjónarúm. Í bílinn er komin húsbílainnrétting, gasmiðstöð, skápar og húsbílaeldhús. Frúin saumaði svo gardínur svo þetta liti vel út. Það er ekki leiðinlegt að vakna í íslenskri náttúru, líta út í fegurðina á meðan maður lagar sér nýtt kaffi,“ segir Jón og giskar á að það hafi tekið á þriðja ár að klára bílinn. Bætir svo við að hálfbróðir þeirra, Eyþór, sjái um að sprauta bílana. „Hann gerir það vel þó hann hafi aldrei lært bílasprautun,“ segir Jón. Ólafur er sjómaður en á milli túra fara margir tímar í að breyta Fordinum sem kom í skúrinn í fyrra eftir hagstæð kaup á Fitjunum. En
hvernig útskýrir hann svona bíladellu? „Ég held að ég hafi fæðst með blöndung og alternator í höndunum, svei mér þá. Ekkert golf en veiðin heillar. Við höfum farið í nokkra frábæra túra í Veiðivötn og víðar.“ Bræðurnir fóru með tíðindamenn VF í bíltúr í Garðinum, nettan rúnt út á Garðskaga. Það er ljóst á öllu að bíladellan á hug þeirra allan. Aðspurðir hvort þetta sé ekki dýrt áhugamál að gera upp gamla bíla, neita þeir því. Uppgerðir bílarnir verði verðmætari eftir breytingar. En hvað með eldsneytiseyðslu? „Svona bílar eyða náttúrulega meira en smábíll en við keyrum á þægilegum ferðahraða í lengri túrum, 80-90 km þannig að eyðslan sé sem minnst. Eyðslan er að jafnaði um 18 lítrar á hundraðið en minnkar í langkeyrslu. Þetta eru stórir og þungir bílar og því er eðlilegt að eyðslan sé nokkur en ekkert sem við missum svefn yfir. Þetta er svo gaman“.
Þeir bræður voru í sviðsljósinu í Suðurnesja-magasíni VF sem hægt er að sjá í VefTV vf.is, á Kapalrásinni og á ÍNN.
11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. febrúar 2013
fYrir HeiLBrigða og eNDurNærða Húð eiNs og efTir góðaN NæTursvefN
NÝTT INNIHELDUR ÞYKKNI ÚR gojI-bERjUM. FRÍSKAR HÚÐINA og MINNKAR ÞREYTUMERKI. NIvEA.com
12
fimmtudagurinn 28. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Q SUÐURNESJAMAGASÍN • frumsýnt öll MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30 á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is
Dagur fjölskyldunnar hjá Reykjanesbæ:
Sex aðilar fengu viðurkenningu
S
ex fyrirtæki eða stofnanir fengu viðurkenningu sem fjölskylduvænir atvinnurekendur á degi fjölskyldunnar í Reykjanesbæ sem haldinn var í fjórtánda sinn sl. laugardag. Það er Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar sem stendur fyrir þessum degi, sem er m.a. ætlað að vekja athygli á jafnvægi fjölskylduog athafnalífs. Árni Sigfússon, bæjarstjóri minnti á í ávarpi sínu að fjölskyldan væri hornsteinn hvers samfélags. Jóhann Geirdal, skólastjóri í Holtaskóla, fór yfir velgengni grunnskólanna í Reykjanesbæ á síðustu árum, sem hann þakkaði ekki hvað síst samvinnu við fjölskyldur barnanna. Ungur grunnskólanemi sagði frá
mikilvægi þess að eiga góða fjölskyldu, ekki síst á mótunarárunum. Unglingar úr Heiðarskóla sýndu atriði úr söngleik sem frumsýndur verður á árshátíð skólans. Að lokum voru veittar viðurkenningar til sex fyrirtækja eða stofnana, eftir tilnefningar frá starfsmönnum þeirra, sem sýndu fram á að þau tækju tillit til fjölskyldunnar í skipulagi starfseminnar. Hugað er að öllu við skipulag svona uppákomu, svo fjölskyldan geti öll tekið þátt. Því var boðið upp á barnapössun og var stór barnaskari við leik undir eftirliti starfsmanna barnaverndar. Um 100 manns tóku þátt í deginum. Eftirtalin fyrirtæki hlutu viðurkenn-
ingu sem fjölskylduvænt fyrirtæki og/eða stofnun: Fríhöfnin Isavia Heiðarskóli Lögfræðistofa Suðurnesja Heilsuleikskólinn Háaleiti Kosmos & Kaos Alls hafa nú 31 fyrirtæki og/eða stofnanir hlotið þessa viðurkenningu.
Tekist vel við mörkun góðrar fjölskyldustefnu S
Fulltrúar Lögfræðistofu Suðurnesja.
Guðmundur Bjarni Sigurðsson frá Kosmos & Kaos ásamt þeim Ingigerði Sæmundsdóttur og Hjördísi Árnadóttur frá Reykjanesbæ.
-segir Sigurður Ólafsson starfsmannastjóri Isavia
tarfsmenn Isavia á Keflavíkurflugvelli og dótturfélagsins Fríhafnarinnar telja fyrirtækin mjög fjölskylduvæn og tilnefndu þau til viðurkenningar Reykjanesbæjar sem veitt voru fyrirtækjunum ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum í bænum fyrir árangursríka fjölskyldustefnu. „Þetta er ánægjuleg og jafnframt eftirtektarverð niðurstaða þegar litið er til þess að meirihluti starfsmanna okkar er í vaktavinnu sem hingað til hefur ekki verið talin mjög fjölskylduvæn. Hún sýnir að fyrirtækjunum hefur tekist vel við mörkun góðrar fjölskyldustefnu sem nýtist starfsfólki jafnt í dagvinnu og vaktavinnu,“ segir Sigurður Ólafsson starfsmannastjóri Isavia. Hvað gerir fyrirtækin fjölskylduvæn? Svörin er að finna hjá nokkrum þeirra fjölmörgu starfsmanna sem sendu inn tilnefningar til Reykjanesbæjar: Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli „Mig langar að tilnefna vinnustaðinn minn Fríhöfnin ehf. á Keflavíkurflugvelli sem fjölskylduvænan vinnustað. Minn vinnuveitandi tekur tillit til þess þegar ég þarf að skreppa frá t.d. vegna foreldraviðtala, læknisheimsókna, skreppa í banka og þess háttar, einnig ef andlát ber að höndum. Hlutastörf eru í boði sem jafnan hentar hverjum og einum. Fríhöfnin er skemmtilegur og spennandi vinnustaður sem gaman er að vinna á, með hressu og skemmtilegu starfsfólki.“ Isavia „Kemur til móts við starfsmenn vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna. Býður upp á heilsuvernd fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Er með heilsustefnu og hvetur starfsmenn til að stunda líkamsrækt,
Fulltrúar Heilsuleikskólans Háaleiti.
m.a. með lyftingaaðstöðu í FLE og líkamsræktarstyrk mánaðarlega. Styður starfsfólk til að sækja sér fræðslu og þjálfun út fyrir fyrirtækið. Styður öflugan starfsmannafélag sem er oft á ári með fjölskylduvæna viðburði og margt fleira.“ Isavia „Ég hef unnið hjá Isavia ohf. á Keflavíkurflugvelli frá stofnun þess fyrirtækis árið 2010. Fyrirtækið Isavia ohf. er á margan hátt mjög fjölskylduvænt, má þar t.d. nefna að í fyrirtækinu er mjög öflugt starfsmannafélag. Það heldur árlega hin ýmsu fjölskyldumót, t.d. sumarferðir þar sem öllum fjölskyldumeðlimum er boðið með ásamt því að farið er í sameiginlega fjölskylduferð í Esjuna í desember og sótt jólatré þar sem jólasveinar o.fl. er á staðnum til gamans fyrir foreldra og börnin. Starfsmannafélagið leggur mikið upp úr því að allir viðburðir eru fyrir maka starfsmanns líka. Það má líka minnast á glæsilegar matargjafir hver jól, stór pakki, fullur af kræsingum fyrir fjölskylduna. Isavia ohf hefur gegnum tíðina sýnt fjölskyldum starfsmanna mik-
inn skilning hafi komið upp veikindi í fjölskyldu starfsmanns og oft á tíðum gengið lengra í þeim efnum en fyrirtækinu ber í raun og veru, það eitt og sér finnst mér að Isavia ohf. eigi skilið að fá viðurkenningu sem fjölskylduvænt fyrirtæki, en það er af mörgu að taka til að tala um það jákvæða sem fyrirtækið Isavia ohf hefur sýnt gegnum árin en ég læt hér við sitja að sinni.“
Hér eru það fulltrúar Heiðarskóla sem fengu viðurkenningu
Að sögn Ástu er margt sem hægt er að telja upp sem einkennir frábæran vinnustað. „Hvatning til að stunda heilsurækt og styrkur til þess, aðgangur að heilbrigðisstarfsfólki fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra, markviss fræðsla og þjálfun, Fríhafnarskólinn, niðurgreiddar máltíðir, skóstyrkur, bónuskerfi, akstur til og frá vinnu og svo mætti lengi telja“. Myndin er úr Fríhafnarskólanum.
13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. febrúar 2013
Q SUÐURNESJAMAGASÍN • frumsýnt öll MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30 á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is
Fríhöfnin sankar að sér verðlaunum:
Mikill heiður að fá þessa viðurkenningu -segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdstjóri „Það er mikill heiður að hljóta viðurkenningu sem þessa,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar en þetta er önnur viðurkenningin sem Fríhöfnin fær nú í febrúarmánuði. Starfsmenntaverðlaun SAF voru veitt 1. febrúar sl. fyrir öflugt menntastarf fyrirtækisins. Ásta segir að það sé ekki auðvelt mæta til hennar. Hver vill vakna á að samræma svo vel sé svo stóran milli fjögur og fimm á næturnar til vinnustað sem hefur opið 364 daga að mæta til vinnu. Þetta er erfiður ársins, nánast allan sólarhringinn tími en það er gaman að heyra frá við öfluga fjölskyldustefnu. „Meiri- viðskiptavinum sem eru að koma hluti starfsmanna okkar er í vakta- til okkar kannski upp úr kl 5.30 á vinnu og því erum við afar stolt af morgnana að þeirra bíði brosandi þessari tilnefningu, en hún kemur starfsfólk í Fríhöfninni sem tekur frá starfsmönnunum sjálfum og vel á móti þeim. Starfsfólkið kann þarf meirihluti starfsmanna að vel að meta sveigjanleikann sem skrifa undir hana. Því sýnist mér á fylgir slíkri vaktavinnu, annars væri starfsaldurinn ekki svona hár hjá öllu að það sé að takast. Hjá félaginu er í gildi jafnrétt- fyrirtækinu en þeir sem hafa unnið isáætlun. Í henni er sérstaklega lengst eru komnir yfir 40 árin og fjallað um samræmingu fjölskyldu eiga nóg eftir,“ segir Ásta. og vinnu og hvernig skuli tryggja forsendur fyrir slíku jafnvægi, sér- Að sögn Ástu er margt sem hægt staklega þar sem hátt hlutfall starfs- er að telja upp sem einkennir frámanna er í vaktavinnu. Því getur oft bæran vinnustað. „Hvatning til að reynst erfitt að bjóða upp á sveigjan- stunda heilsurækt og styrkur til legan vinnutíma en í boði eru þess, aðgangur að heilbrigðisstarfshlutastörf þar sem starfsmenn geta fólki fyrir starfsmenn og fjölskyldur unnið fyrir hádegi og eftir hádegi. þeirra, markviss fræðsla og þjálfun, Einnig er öllum konum sem koma Fríhafnarskólinn, niðurgreiddar til baka úr fæðingarorlofi gefin máltíðir, skóstyrkur, bónuskerfi, kostur á að vinna á kvöldin í allt að akstur til og frá vinnu og svo mætti tvö ár. Karlmennirnir hafa kost á lengi telja. Vinnustaðagreiningar því að taka feðraorlof en verslunar- sýna að ánægja starfsmanna er stjóri Fríhafnarinnar er einmitt í mikil. Eins og starfsmenn sögðu feðraorlofi um þessar mundir. sjálfir: ,,Fríhöfnin er bara mjög Við reynum því að koma til móts skemmtilegur vinnustaður sem við starfsfólk eins og kostur. Hið gaman er að vinna á, með hressu sama gildir þegar taka þarf tillit til og skemmtilegu samstarfsfólki“. persónulegra aðstæðna en komið er til móts við starfsfólk þegar það þarf að skreppa frá vegna þeirra. Eins má segja að vinnustaðurinn sé eins og ein stór fjölskylda þegar eitthvað alvarlegt kemur upp á og er reynt að sýna eins mikinn stuðning og hægt er þegar starfsfólk á erfitt. Hér gildir mottóið; einn fyrir alla og allir fyrir einn. Við viljum að okkar fólki líði vel í vinnunni og að það hlakki til að
Boðið var upp á barnapössun á degi fjölskyldunnar.
Fulltrúar Fríhafnarinnar og Isavia með viðurkenningar Reykjanesbæjar.
Smur- og hjólbarðaþjónustan ehf. Vatnsnesveg 16 og Framnesveg 23 - 230 Reykjanesbæ
PERUR
SMUROLÍUOG SÍUSKIPTI
ÞURRKUR
Eigum á lager flestar stærðir hjólbarða LÁTTU OKKUR GEYMA DEKKIN ERUM MEÐ FLESTAR GERÐIR HJÓLBARÐA
BREMSUVIÐGERÐIR OG ÝMSAR SMÁVIÐGERÐIR
14
fimmtudagurinn 28. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Q SUÐURNESJAMAGASÍN • frumsýnt öll MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30 á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is FS-INGUR VIKUNNAR
Ætlar að ná langt í boltanum J
Af hverju valdir þú FS?
Ég bý rétt hjá FS og hafði heyrt fínustu hluti um skólann. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Nokkuð gott bara. Áhugamál? Fótbolti og líkamsrækt. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ná sem lengst í boltanum. Hvað finnst þér um Hnísuna? Mjög skemmtileg, fær mann alltaf til að hlæja! Á hvaða braut ertu? Náttúrufræðibraut. Ertu að vinna með skóla? Nei. Hver er best klæddur í FS? Annel Fannar er alltaf fínn í tauinu, Maciek á það líka til að vera þokkalega klæddur. Hvað er skemmtilegast við skólann? Að vera í kringum vinina held ég bara. Hvar hangirðu í eyðum og frímínútum? Í matsalnum eða bara heima. Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum? Æfi fótbolta með Keflavík. Hvað borðar þú í morgunmat? Kellogg's Special-K verður oftast fyrir valinu. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Auðveld þessi, það er hann Samúel Kári Friðjónsson. Hver er fyndnastur í skólanum? Vignir Páll eða V-Pain eins og hann kýs að vera kallaður. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Ísvél. Hvað er heitasta parið í skólanum? Magnús Ríkharðs og Sigurbjörg, klárt mál. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Myndi gera dönsku að valfagi.
Eftirlætis: EFTIRLÆTIS... Sjónvarpsþáttur Dexter og Breaking Bad Vefsíður Facebook, Fótbolti.net og 433.is Flík Man Utd bolirnir mínir. Skyndibiti Olsen Olsen Kennari Þorvaldur, klárlega! Fag Stærðfræðin held ég. Tónlistin Hlusta mest á rapp en Hjálmar eru einnig í miklu uppáhaldi. Hvaða tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Ætli það sé ekki JB.
Instagram: #vikurfrettir
Melkorka hlaut Hljóðnemann
„Ég átti ekki von á þessum sigri – þetta kom á óvart. Það voru mjög margir góðir í Hljóðnemanum í ár og erfitt að átta sig á því hver myndi vinna,“ segir Vogamærin Melkorka Rós Hjartardóttir sem bar sigur úr býtum í Hljóðnemanum, söngvakeppni Fjölbrautaskóla Suðurnesja í síðustu viku. Melkorka söng lagið I Can't Make You Love Me eftir Bonnie Raitt. Keppnin var hin glæsilegasta og haldin í Andrews leikhúsinu á Ásbrú. Þar var
mikið fjölmenni og mikil stemning. Í öðru sæti höfnuðu systurnar Sigríður og Sólborg Guðbrandsdætur ásamt Smára Hanssyni. Þriðju voru svo þau Ástþór Baldursson og Andrea Lind Hannah. Hressu krakkarnir í Big Band Theory tóku lagið og bæði Danskompaní og Bryn ballett skemmtu í hléi. Þorsteinn Guðmundsson var kynnir og var grínistinn góður að vanda. „Ég vissi ekki alveg hvaða lag ég ætti að syngja þannig að ég valdi þetta. Það er
svolítið erfitt að velja sér lag fyrir svona keppni,“ segir Melkorka sem mun taka þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd FS. Syngja þarf lagið á íslensku og mun Melkorka fá aðstoð frá Bríeti Sunnu Valdimarsdóttur, söngkonu, í að snara textanum yfir á íslensku. „Aðalkeppnin leggst vel í mig og ég er ekkert smeyk,“ segir Melkorka sem sigraði Samfés, söngkeppni grunnskólanna á síðasta ári. Hún er á sínu fyrsta ári í FS og sigraði í Hljóðnemanum í fyrstu tilraun.
ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 63267 02/13
ón Tómas Rúnarsson er tæplega 17 ára Keflvíkingur sem stundar nám á Náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann æfir fótbolta með Keflavík en stefnan er sett á að ná árangri á þeim vettvangi. Ef Jón Tómas v ær i sk ól am ei st ar i FS myndi hann gera dönsku að valfagi, hugsanlega myndi hann líka planta ísvél í matsalinn.
Tombóla Ásta Rún Arnmundsdóttir, Ásthildur Eva Hólmarsdóttir Olsen, Steinunn Ástrós Sighvatsdóttir, Erna Björg Rán Arnardóttir og Lovísa Gunnlaugsdóttir héldu tombólu þar sem þær söfnuðu 11.205 krónum sem þær afhentu Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands.
n ARNÓR ELÍ GUÐJÓNSSON // UNG
Umsjón: Páll orri pálsson • pop@vf.is
Fer eftir tískunni A
rnór Elí Guðjónsson er nemandi í 9. bekk Heiðarskóla. Körfubolti er helsta áhugamál hans og hann væri til í að vera flugmaður í framtíðinni.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Örugglega Hopsin bara. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Stríða vinunum og ræna banka. Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Ég held ég fari bara eftir tískunni, og finnst samt líka flott að vera pínu öðruvísi.
Hvað gerirðu eftir skóla?
Annað hvort fer ég í tölvuna eða fer að sofa haha. Hver eru áhugamál þín? Körfubolti er svona aðal áhugamálið. Uppáhalds fag í skólanum? Íþróttir og samfélagsfræði hjá meistara Mörtu. En leiðinlegasta? Íslenska og stærfræði Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? A$AP ROCKY eða Kevin Durant. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Það væri fínt að geta lesið hugsanir, eða bara flogið. Hvað er draumastarfið í
framtíðinni? Ég væri til í að verða flugmaður. Hver er frægastur í símanum þínum? Magga á Ungó.
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Krakkarnir bara. Hvaða lag myndi lýsa þér best? 'Hey mama' með Kanye West. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Community.
Besta: Bíómynd? Anger Management. Sjónvarpsþáttur? Prison Break all the way. Tónlistarmaður/Hljómsveit? A$AP ROCKY er maðurinn. Matur? Pizza er besti maturinn. Drykkur? Það er Dr. Pepper. Leikari/Leikkona? Adam Sandler og Morgan Freeman. Lið í Ensku deildinni? You'll never walk alone, Liverpool! Lið í NBA? Oklahoma City Thunder. Vefsíða? Ég er frekar mikið inni á Facebook.
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. febrúar 2013
NÝR RAV4
ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 63267 02/13
ÆVINTÝRIÐ BÍÐUR
FRUMSÝNUM NÝJAN RAV4 LAUGARDAG MILLI KL. 12 OG 16 ToyoTA ReykJANeSBÆ Uppgötvaðu ævintýrin í lífi þínu á ný. Það er innblásturinn að baki endurhönnun á RAV4. Ökutæki sem er fullkominn félagi fyrir skemmtun með vinum og fjölskyldu. RAV4 hefur burði til að koma þér hvert sem þú vilt fara og það er nóg rými fyrir farþega og farangur. Hann er hljóðlátur, öruggur og með framúrskarandi aksturseiginleika. Komdu og reynsluaktu alveg nýrri kynslóð af RAV4. Ævintýrið bíður. Komdu við hjá viðurkenndum söluaðila Toyota Reykjanesbæ laugardaginn 2. mars kl. 12-16 og skoðaðu nýjan RAV4. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi
5 ÁRA ÁBYRGÐ
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600
*Bíllinn á myndinni kann að vera búinn aukahlutum sem ekki eiga við uppgefið verð og allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.
15
16
fimmtudagurinn 28. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Q SUÐURNESJAMAGASÍN • frumsýnt öll MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30 á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is
VF
Vel pressaður bjór Sigurvegari Instagram leiks VF þessa vikuna er Ari Lár Valsson. Ari er aðstoðarverslunarstjóri í Vínbúðinni í Reykjanesbæ og hefur tekið þátt í leik Víkurfrétta síðustu vikur. Ari fékk venju samkvæmt vegleg verðlaun frá Langbest, Sambíóunum og Bláa lóninu. Ari tók skemmtilega mynd sem sýnir hann halda á bretti hlöðnum páskabjór sem fer brátt í sölu. Ari viðurkennir að hann hafi notið aðstoðar lyftara við lyftuna. Það kemur þó ekki að sök en myndin er skemmtileg.
vf@ vf.
PÓSTKASSINN
is
n ÁRNI SIGFÚSSON SKRIFAR:
Þakkir fyrir málefnalega umræðu! Þ
að var mjög ánægjulegt að sjá að samfylkingarmenn fóru mikinn í síðustu viku í heimablöðunum. Umfjöllunarefnið voru þeir hagstæðu samningar sem Reykjanesbær og 9 önnur sveitarfélög náðu við Fasteign og lánastofnanir tengdar félaginu um lækkun leigu og breytingar á endurkaupareglu. (sjá grein mína í VF 4. tbl. 31. janúar sl.) Einn ólmast við að kalla þessa samninga „nauðasamninga“ og fer ósatt með verð og tölur. Einmitt þegar rætt hefur verið að þetta séu stærstu „frjálsu“ samningar síðan
eftir hrun vill hann að allir læri orðið „nauðsamningar“ eins og við þekkjum ekki í dag muninn á frjálsum samningum og nauðasamningum. Annan langar ólman að halda því fram að við segjum að leigan lækki um 60% á ári á næstu 2 árum þegar hún í raun lækki um 50% – sem við einmitt segjum. Þriðji skrifar í síðasta Víkurfréttablað að hann ætli ekki að láta, að því er virðist að hans mati, eitthvert ógnarvald sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fæla sig frá því að skrifa grein þar sem hann líkir mér við bæjarstjóra í Danmörku, drykkfelldan, sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar í Danmörku fyrir mútuþægni. Yfirleitt er best að sleppa því að svara svo alvarlegum og fáránlegum ásökunum. Ég vildi bara láta hann vita að
þótt honum hafi greinilega mislíkað eitthvað við mig og það sem ég geri og þótt hann viðri jafnvel svona illar skoðanir þá hef ég fyrirgefið honum. Hvers vegna fara menn þessa leið í skrifum sínum? Getur verið að þetta sé síðasta haldreipið sem þeir hafa hangið í til að gagnrýna sjálfstæðismenn í bæjarstjórn? En nú liggja fyrir lyktir þess máls. Bærinn getur, ef hann vill og þegar hann vill, keypt eignirnar til baka. Nánast allar „leigugreiðslur“ bæjarins til félagsins (sem hann á í meirihluta) fara í að greiða niður lánin að baki eignunum, sem bærinn eignast í lok leigutímans. Árni Sigfússon, bæjarstjóri.
n INGA SIGRÚN ATLADÓTTIR SKRIFAR:
Verðtrygging Í
1.
2.
3.
samfélagi sem reist er á grunni almannahagsmuna og réttlætis gengur ekki að fjármagnseigendur séu tryggðir fyrir áföllum í hagkerfinu en almennir borgarar beri áhættuna og kostnaðinn. Við sem höfum tekið lán á síðustu árum vitum að verðtryggingin hefur leikið okkur grátt þegar verðbólga hefur verið allt að 18%. Það vandamál er samt sem áður lítið í samanburði við það sem hún leiddi yfir foreldra mína og þeirra kynslóð í yfir 100% verðbólgu. Slíkt er ekki hægt að líkja við annað en hamfarir og á meðan verðtrygging er eins og hún er í dag eru slíkar hamfarir alltaf yfirvofandi. Árið 1980 byggðu foreldrar mínir hús í nýju hverfi. Þau höfðu góðar tekjur og sáu að sjö manna fjölskylda gat ekki búið lengur í þriggja herbergja íbúð. Í júní árið áður
hafði þingið sett svokölluð Ólafslög sem fela í sér verðtryggingu fjárskuldbindinga. Á þeirri stundu sem þau tóku ákvörðunina um húsbygginguna höfðu þau enga möguleika á að sjá fyrir þær hörmungar sem þau voru að kalla yfir sig. Næstu 10 ár snerist líf þeirra um að bjarga sér frá gjaldþroti og uppboðum og við systurnar sáum varla foreldra okkar á meðan á því björgunarstarfi stóð. Ég man vel eftir mömmu grátandi yfir lánayfirlitinu og í baráttu þeirra við yfirlitið voru sumarfrí og verklausar stundir ekki lengur hluti af lífi fjölskyldunnar. Þeim gekk aðeins það eitt til að eignast þak yfir höfuðið. Þá vissi ég ekkert um verðtryggingu en ég sá að þeir sem höfðu byggt hús nokkrum árum fyrr gátu leyft sér ýmislegt sem fólkið í götunni okkar gat ekki. Allir í götunni virtust vera í sömu stöðu. Þeir sem ekki höfðu möguleika á endalausri vinnu misstu húsin sín eða seldu án þess að eiga nokkra möguleika á því að húsverðið næði að borga lánin.
Margar glæsilegar myndir hafa borist okkur í gegnum Instagram síðustu daga. Í öðru sæti hafnaði Lísbet Helga Helgadóttir fyrir þessa fallegu mynd frá Kleifarvatni. Andrea Una varð í þriðja sæti fyrir listræna mynd. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessum skemmtilega leik hjá okkur. Við munum áfram birta skemmtilegar myndir í blaðinu og á vefnum okkar, vf.is. Verðlaunahafar eru svo tilkynntir hálfsmánaðarlega. Munið því að merkja myndirnar á Instagram #vikurfrettir.
Í mínum huga var algerlega augljóst að það var eitthvað mikið að því kerfi sem foreldrar mínir voru lentir í og það stríð sem þau þurftu að há var handan þess sem hægt er að ætlast til af nokkrum manni. Í ályktun Landsfundar Vinstri grænna sem haldinn var um síðustu helgi var því kerfi hafnað sem býr að baki verðtryggðum lánum og lagt til að fjármálakerfið á Íslandi verði endurskoðað með réttlæti og almannahagsmuni að leiðarljósi. Samþykkt var að taka sérstaklega á þeirri ójöfnu stöðu sem lántakendur hafa gagnvart lánveitendum í verðtryggðu lánakerfi. Þess vegna verða Vinstri græn að beita sér gegn verðtryggingunni, ekki bara vegna þess að það er í tísku og gæti gefið atkvæði – heldur vegna þess að það er óásættanlegt að bjóða upp á verðtryggingu í samfélagi þar sem réttlæti ríkir og gæðum er jafnt skipt. Inga Sigrún Atladóttir 2. sæti VG í Suðurkjördæmi
heilsuhornið
Betri morgunmatur vernig getum við nært okkur á besta mögulega H máta þegar kemur að morgun-
matnum okkar? Sumir borða sama kornf lexið á hverjum morgni alla sína tíð sem er gott og gilt en hvernig væri að bregða út af vananum og prófa eitthvað öðruvísi til tilbreytingar og fá fullt af nýjum og fjölbreyttum næringarefnum í kroppinn! Sumir byrja t.d. morgnana á því að fá sér heitt vatn með sítrónusafa á Ásdís fastandi maga og fá sér svo góðan grasalæknir morgunmat, þetta kveikir aðeins á skrifar meltingunni og er líka hreinsandi fyrir líkamann. Hér koma nokkrar tillögur að morgunmat sem gætu hentað flestum og eru í senn góðir á bragðið og góðir fyrir heilsuna;) Omeletta með grænmeti Súrdeigsbrauð með reyktum lax og avokadósneiðum Hafragrautur með kanil, rifnum eplum og rúsínum Quinoa eða hirsigrautur með ferskum mangóbitum og kókósflögum
Chia fræ grautur með gojiberjum, möndluflögum og kakónibs Grísk jógúrt með lífrænu hunangi og ferskum bláberjum Hveitikímsklattar með kotasælu eða geitaosti og eplasneiðum Nýpressaður grænmetissafi og ristað súrdeigsbrauð með harðsoðnu eggi Berjaboost eða grænt spínatboost Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. febrúar 2013
Q SUÐURNESJAMAGASÍN • frumsýnt öll MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30 á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is
An
na
Hamingjuhornið
Lissabon-Munchen-London-Kef!
Slökkviliðssýning í Ramma með vorinu M
enningarráð Reykjanesb æjar hefur sam þy k kt samning mi l li Byggðasafns Reykjanesbæjar og ÁSSÍ, sem eru Áhugasamtök um sögu slökkviliða á Íslandi. Samningur þessi fól í sér samstarf þessara tveggja aðila um varðveislu og eflingu þekkingar á sögu slökkviliða á Íslandi og felur m.a. í sér að hópurinn fær að hreiðra um sig í Rammahúsinu í Innri-Njarðvík til að setja þar upp sögusýningu sem verður opin almenningi. Fyrirhugað er að opna sýninguna í tilefni 100 ára afmælis Brunavarna Suðurnesja um miðjan apríl. Af því tilefni verður elsti slökkvibíll Brunavarnanna sýndur en hann hefur farið í gegnum allsherjar viðgerð. Fleiri bílar og annað sem tengist sögunni verður til sýnis.
Stundum hef ég á tilfinningunni að sá sem öllu ræður ákveði að leggja fyrir okkur mannfólkið sérstök verkefni til að prófa okkur. Þannig séu það ákveðnir dagar sem fari í að æfa þolinmæðina, aðrir þegar heiðarleikinn er tekinn fyrir og svo er það geðprýðin. Svo held ég að það geti alveg gerst að maður sé settur í eitt allsherjar próf þar sem allir þessir þættir og meira til sé prófað á manni. Tekst manni að halda glasinu hálf fullu þegar á móti blæs! Held að þetta hafi bara byrjað strax um morguninn – illa sofin og langur dagur fyrir höndum. Ég og samstarfsfélagi á leið heim eftir nokkurra daga fundarsetu í útlöndum og alltaf gott að koma heim. Á flugvellinum í Lissabon ákvað ég að kaupa mér vatnsflösku og borgaði með 20 evrum. Fékk 2 evrur til baka þar sem afANNA LÓA greiðslustúlkan stóð föst á því að ÓLAFSDÓTTIR ég hefði borgað með 5 evru seðli. SKRIFAR Ég stóð á mínu en hún neitaði að opna kassann aftur og talaði við mig eins og ég væri að gera tilraun til að svíkja út milljónir. Ég veit ekki enn þann dag í dag hvor hafði rétt fyrir sér en ég drakk vatnið eins og um dýrustu kampavínsflösku væri að ræða og svei mér þá ef það bragðaðist ekki aðeins öðruvísi en vanalega. Glasið enn hálf fullt. Flugum til Munchen og áttum pantað flug þaðan til Íslands. Þar tók við ótrúleg atburðarás: biðum í röð eftir að fá nýtt brottfaraspjald, en komumst að því að við vorum ekki bara í vitlausri röð – við vorum líka í röngum terminal. Keppnismenn í hlaupum hefðu verið stoltir af því að ná þeim hraða sem við náðum í bjartsýnistilraun að ná fluginu, en þegar við náðum í
terminal 1 var flugið okkar farið og ekkert flug til Íslands næstu daga. Nokkuð ljóst að við þyrftum að kaupa nýja miða og okkur var ráðlagt að fara aftur í terminal 2 á efri hæð, þegar þangað var komið var okkur ráðlagt að fara á neðri hæð, nú eitthvað hefur þeim fundist við geta hreyft okkur meira því aftur vorum við sendar upp á þá efri. Keyptum nýjan miða, og þá tók við leit að töskunum. Fórum í gegnum tollinn, inn í töskusal, biðum en engar töskur, út aftur. Þurftum að tékka okkur inn aftur, anda inn og út og bíða eftir brottför til London sem yrði áfangastaður okkar á leið til Íslands! Aðeins byrjað að leka úr glasinu – en ekkert alvarlega! Flugum til London og fundum til léttis þegar Íslendingar fóru að vera áberandi svo ekki sé talað um íslenska landsliðið í fótbolta sem var á leið heim eftir að hafa spilað leik á móti Albönum. Loksins gátum við aðeins slakað á og kíkt í búðir. En áður en við vissum af var komið á skjáinn: gate is closing! Ég sá undir iljarnar á
samstarfsfélaga mínum sem ætlaði ekki að missa af tveimur flugum á sama sólarhringnum – enn eitt íþróttaafrekið þann daginn. Glasið hálf-fullt aftur. Það er alltaf ótrúlega notalegt að koma um borð í íslenska flugvél - sérstaklega þegar heimaslóðirnar virtust fjarlægur draumur fyrr um daginn. Náðum vélinni og ég fékk sæti með landsliðsfyrirliðann öðrum megin við mig og annan skotglaðan leikmann hinum megin. Fylltist öryggistilfinningu – íslenska seiglan og baráttuviljinn holdi klædd, einmitt það sem ég þurfti. Ég ætlaði að slaka á og njóta þess að vera innan um íslensku glaðværðina eftir frækilegan sigur á Albönum við erfiðar aðstæður. Þeir gætu sagt mér hvernig væri að spila sundbolta í þrumum og eldingum og ég deilt ótrúlegu ferðasögunni minni. Já kannski gæti ég deilt eitthvað af reynslu minni og visku og bent þeim á hvað það skipti miklu máli að sjá glasið hálf-fullt en ekki hálf-tómt. Já kannski yrði ég bara næsti ráðgjafi íslenska landsliðsins........ Fyrirgefðu fröken; það var yndisleg flugfreyja sem ýtti við mér og vakti mig úr dagdraumum mínum: má ekki bjóða þér að færa þig, nóg pláss hér fyrir framan og alveg óþarfi að þið sitjið svona þröngt. Hvað átti ég að segja: neeeeeei, ég vil vera hérna hjá strákunum! Kannski ekki alveg það sem maður gerir í þessum aðstæðum enda gæti það svo auðveldlega misskilist á þessum síðustu og verstu. Stóð upp og færði mig og kvaddi „næstum“ skjólstæðinga mína og nýja starfsferilinn. Er ekki frá því að glasið hafi orðið hálf-tómt einmitt þarna – ég er jú bara mannleg! Þangað til næst – gangi þér vel! Anna Lóa Fylgstu með mér – http://www. facebook.com/Hamingjuhornid
FUNDARBOÐ AÐALFUNDIR DEILDA KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA VERÐA HALDNIR SEM HÉR SEGIR. DAGSKRÁ SAMKVÆMT SAMÞYKKTUM FÉLAGSINS. Deildir
Dagsetning
Dagur
Tími
Staður
1. deild 11. mars Keflavík norðan Aðalgötu
Mánudagur
kl. 17:00
Krossmóa 4, 5. hæð
2. deild 11. mars Keflavík sunnan Aðalgötu
Mánudagur
kl. 17:00
Krossmóa 4, 5. hæð
3. deild Njarðvík-Hafnir-Vogar
11. mars
Mánudagur
kl. 17:00
Krossmóa 4, 5. hæð
4. deild Grindavík
5. mars
Þriðjudagur
kl. 17:00
Sjómannastofan Vör
5. deild Sandgerði
6. mars
Miðvikudagur
kl. 18:30
Efra Sandgerði
6. deild Garði
6. mars
Miðvikudagur
kl. 17:30
Réttarholtsvegi 13, Garði
Föstudagur
kl. 15:00
Súfistinn Strandgötu 8 Hafnarfirði
8. deild 1. mars Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes, Kópavogur, Seltjarnarnes, Reykjavík
Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409
Ló a
18
fimmtudagurinn 28. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Q SUÐURNESJAMAGASÍN • frumsýnt öll MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30 á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is
Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu 2013
Álftanes, Garðabær, Garður, Grindavík, Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Sandgerði, Seltjarnarnes, Vogar. Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver kona sem veitir, eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf. Eystrasaltssigling - Stokkhólmur, Tallinn, St. Pétursborg og Helsinki - 7. -12. maí Töfraperlur Spánar - Barcelona o.fl - 6. - 13. ágúst Aðventuferð til München - 5. - 8. desember Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum í síma á milli kl. 17:00 og 19:00 á virkum dögum frá 4. – 11. mars. Svanhvít Jónsdóttir, s. 565 3708 Ína Jónsdóttir, s. 421 2876 Guðrún Eyvindsdóttir, s. 422 7174 Valdís Ólafsdóttir, s. 566 6635 Sigrún Jörundsdóttir, s. 565 6551
Opið bréf til forstjóra HSS, Heilbrigðistofnunar Suðurnesja
Í
- frú Sigríðar Snæbjörnsdóttur og rekstraraðila HSS.
Víkurfréttum 20. febrúar sl. er haft eftir forstjóra HSS að dýrt sé að láta húsnæði eins og skurðstofur standa auðar og nær að loka þeim og nota þetta rými fyrir heilsugæslu og aðra starfsemi. Enn fremur kemur fram að starfsfólk skurðstofanna sýni engan áhuga á að flytja sig til stofnunarinnar. Í framhaldi af þessari frétt viljum við undirritaðar fá svör hér í blaðinu við eftirfarandi spurningum: 1. Af hvaða forsendum fæst starfsfólk ekki til að vinna á skurðstofum? 2. Á hverra höndum er í dag, ákvarðanataka um rekstur? 3. Hver er framtíðarsýn þín og/eða rekstraraðila á rekstri HSS? 4. Hvernig er ráðningu lækna háttað í dag?
Orlofsnefndin
5. Hvers vegna hafa Suðurnesjamenn ekki heimilislækna?
Frétta- og mannlífsþátturinn
Q SUÐURNESJAMAGASÍN MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30
6. Eru læknar ráðnir með það í huga að þeir vinni að hluta til hjá Heilsugæslu Suðurnesja og hluta til erlendis eða á landsbyggðinni? 7. Er talið að það þjóni fólkinu hér best að læknar stoppi hér stutt og séu helst viðlátnir í 1-2 vikur í senn?
ÍNN, KapalLINN Reykjanesbæ og vf.is
Q Skemmtilegar ábendingar um efni berist til vf@vf.is
S P Z Gt EBOKIM ZALEM ZAWIADAMIAMY ZE W DNIU 18 LUTEGO 2013 ZMARL
JANUSZ PIOTR MALKOWSKI ODSZEDL OD NAS CZLOWIEK WIELKIEGO SERCA WYJATKOWO SKROMNY I ZYCZLIWY UROCZYSTOSCI POGRZEBOWE ODBEDA SIE 5 MARCA 2013 ROKU O GODZ 13.00 W KAPLICY ŚW. BARBARY PRZY ul. SKÓLAVEGI 38 W KEFLAVIKU POGRAZONA W SMUTKU I ZALU RODZINA. Með miklum söknuði tilkynnum við að þann 18. febrúar 2013 lést
JANUSZ PIOTR MALKOWSKI Frá okkur er farinn hjartahlýr og einstaklega hógvær og góður maður. Útförin fer fram frá St. Barbörukapellu, Skólavegi 38 Keflavík þann 5. mars kl:13:00 Jarðsett verður í Hólmsbergskirkjugarði að athöfn lokinni. Með sorg í hjarta, Fjölskylda hins látna.
AÐALFUNDUR Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum á Nesvöllum laugardaginn 9. mars 2013, kl. 13:30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kaffi í boði Landsbanka Íslands, Reykjanesbæ og Félags eldri borgara á Suðurnesjum.
8. Er það í þágu okkar Suðurnesjamanna að Fæðingardeildin sem talin var eina af þeim bestu á landinu verði í komandi framtíð lögð af?
aðila til að byggja upp og hafa hér á svæðinu góða þjónustu sem fólkið getur treyst hefur náð botninum, nú þarf viðsnúning sem allra fyrst.
9. Er stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja heimilt að lána eða gefa tæki sem félagasamtök, einstaklingar og fyrirtæki hafa gefið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja?
Vilji okkar er að hafa hér góða þjónustu sem við getum treyst, fæðingardeild sem er öllum opin og aðgerðir á skurðstofum, sem geta nýst okkur og öðrum landsmönnum. Vinnum saman með góðum starfsmönnum að góðri þjónustu.
Spurningar sem þessar brenna á okkur sem búum á Suðurnesjum. Með síðasta útspili forstjóra um að rífa niður skurðstofur sem barist var fyrir og fá til að auka og bæta þjónustuna fær okkur til að segja: „Hingað og ekki lengra“. Metnaðarog viljaleysi stjórnenda og rekstar-
Þorbjörg Pálsdóttir Formaður Styrktarfélags HSS, S.H.S. Jórunn Alda Guðmundsdóttir Varaformaður FEBS.
n Friðrik guðmundsson SKRIFAR:
Aðgengismál fatlaðra í Reykjanesbæ É
g heiti Friðrik og bý í Yt r i - Nj a r ð v í k . Ég er búinn að vera bundinn við hjólastól síðan ég var 10 ára og bý á sambýli með bróður mínum og tveimur öðrum mér óskyldum strákum sem eru með fötlun líka. Bærinn á húsið en við borgum húsaleigu og deilum kostnaði saman. Við höfum starfsfólk sem aðstoðar okkur allan sólarhringinn með allar þarfir okkar. Tilgangur pistilsins er að fræða fólk um aðgengismál í Reykjanesbæ og þar sem ég hef farið vítt og breitt um allt á hjólastólnum og hef kynnst öllu sem viðkemur aðgengi, langar mig að vekja áhuga fólks á ákveðnum málum bæði góðum og slæmum sem þarf að ræða um. Þessir pistlar eru hluti af verkefni sem ég er að gera í starfstengdu námi á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og það eiga
eftir að koma þrír pistlar í viðbót frá mér. Hafnargatan lítur vel út eftir að hafa verið tekin í gegn árið 2003 en það er mjög erfitt fyrir mig að keyra á hellum af því þær eru misjafnar og það þarf að bæta gangbrautarkantana þegar maður fer yfir götuna. Aðgengi í flestum verslunum bæjarins við Hafnargötu þarf að laga. Það þarf annað hvort að lækka þröskulda, búa til skábraut eða steypa skábraut til að komast inn í verslanir og það er ljóst að bein fjárframlög opinberra aðila til að bæta aðgengi eru lítil sem engin. Það væri hægt að fá styrki frá góðgerðarsamtökum til þess að aðstoða við fjármögnun á aðgengi og það eru lítil dæmi um framlög frá ríkinu og góðgerðarsamtökum til þess að bæta aðgengi. Þetta verður að breytast og ef litið er til reynslu frænda okkar á Norðurlöndunum er nauðsynlegt að sem allra fyrst verði gripið til aðgerða til að flýta fyrir þróun mála í Reykjanesbæ og á öllu landinu. Ég keyri mikið á stólnum niðri í bæ, sæki flesta menningarviðburði sem eru að
ATVINNA Starfsmaður óskast í afgreiðslu og lagerstarf hjá Olís Í Reykjanesbæ Fitjabakka 2 - 4. Um er að ræða framtíðarstarf Umsóknareyðublöð eru á staðnum, einnig er hægt að sækja um á steinar@olis.is. Æskilegt að umsækjandi sé ekki yngri en 20 ára.
gerast í bænum, svo sem bíó, tónleika eða leikhús. Aðgengi í bíóinu þarf að laga því ég get bara lagt rafmagnshjólastólnum fremst og fæ hálsríg af því að sitja svona nálægt tjaldinu. Það er ekkert aðgengi í strætó, það myndi þurfa að setja braut sem er hægt að leggja út eða eitthvað annað og það þyrfti smá fjármagn til þess að gera þetta. Það væri hægt að spara í ferðaþjónustu fatlaðra með því að gera strætó aðgengilegri og með tímanum myndi bílaflotinn breytast og hægt væri að leysa vandamálið í eitt skipti fyrir öll. Reykjanesbær gerði verksamning við Hópferðir Sævars sem sjá um akstur á fólki með fötlun og vorið 2007 ákváðu eigendur Hópferða Sævars að stofna dótturfyrirtæki sem heitir Ferðaþjónusta Fatlaðra á Reykjanesi. Því er ætlað að mæta akstursþörfum einstaklinga með fötlun sem búa á Reykjanessvæðinu. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu, stuttan viðbragðstíma og öryggi. Markmið ferðaþjónustu fatlaðra er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki kleift að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda. Sveitarfélög setja reglur um rekstur ferðaþjónustu fatlaðra. Það jákvæða er að bærinn hefur bætt aðgengi í sumum byggingum eins og opinberum byggingum í eigu bæjarins sem verða samkvæmt nýjum lögum að hafa lyftu og gott aðgengi. Einnig verslunum í verslunarkjarnanum Krossmóa en þar er búið að bæta aðgengið, það er nýtt húsnæði og húsnæðið þar sem Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum er með aðstöðu. Ég vil bara koma á framfæri að ég mun halda áfram að berjast fyrir betra aðgengi og tala um málefni fatlaðra, það er líka margt gott í þessum bæ hvað varðar aðgengi. Kær Kveðja Friðrik Guðmundsson Heimildir: Friðrik Guðmundsson 2013, 25.Febrúar. Sagan – Slóðin: www.bus4u.is
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. febrúar 2013
VINNINGSHAFINN. Samspil náttúru, vísinda og hönnunar í tuttugu ár. Bláa Lónið er handhafi Íslensku þekkingarverðlaunanna árið 2013.
19
20 2
fimmtudagurinn 28.Fimmtudagurinn febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR 14. apríl 2011
VÍKURFRÉTTIR
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
vf@ vf.
Ásbrúarfréttir
is
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 28. feb. - 6. mars. nk.
ÓSKAST 2ja herb. íbúð óskast til leigu sem fyrst í Keflavík eða Njarðvík, er með gæludýr. Uppl. Larisa í síma 847 7415.
• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán Föstudaginn 1. mars Léttur föstudagur kl. 14:00:
TAPAÐ/FUNDIÐ
Arnór og félagar Jónína Ben .Lífsstíll og sjúkdómar, lausnir og ráð. Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/
Týnd kisa Kisan okkar týndis aðfaranótt fimmtudagsins 7. febrúar frá Ásbrú Reykjanesbæ. Hann er bröndóttur með hvítar hosur og eins og hvítan dropa framan á andlitinu. Hann er líka með bláa hálsól og neðan úr henni hangir appelsínugult skilti með nafninu hans, símanúmeri o.fl. Ef þið sjáið hann þá er síminn hjá mér er 421-1229 og 690-2416
VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN
m.vf.is
AÐALFUNDUR Norræna félagsins í Reykjanesbæ
verður haldinn mánudaginn 11. mars kl. 20:00 í sal á jarðhæð Aðalgötu 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin
TIL LEIGU 170m2 atvinnuhúsnæði að Fitjabakka 1e
Laust frá og með 1.apríl. Upplýsingar í síma 899 0552 og 615 2552.
Aðalfundur
Aðalfundur Rauða krossins á Suðurnesjum verður haldinn fimmtudaginn 7. mars 2012 kl. 20:00 að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kaffiveitingar Önnur mál. Hvetjum alla Rauða kross félaga til að mæta og taka þátt í starfi deildarinnar. Rauði kross Íslands á Suðurnesjum
Útskrifuð! Kristín Örlygsdóttir t.v., og Ólafur Árni Halldórsson t.h. og á milli þeirra er Dagný Gísladóttir, verkefnastjóri hjá Heklunni.
Útskrifuð úr Eldey K
ristín Örlygsdóttir og Ólafur Árni Halldórsson settust á nýliðnu ári að í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú. Sápan er fyrirtæki Ólafs Árna en Kristín er með fyrirtækið Blámar. Þessi tvö fyrirtæki hafa vaxið hratt síðan þau settust að í frumkvöðlasetrinu og þau hafa nú flutt starfsemina úr Eldey. Ólafur Árni er að flytja Sápuna í húsnæði við Brekkustíg og Kristín er að opna fiskvinnslustöð við Bakkastíg þar sem fyrirtæki hennar mun framleiða þær afurðir sem Blámar er með á markaði. Dagný Gísladóttir er verkefnastjóri hjá Heklunni og hefur umsjón með þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem setjast að í Eldey. Blaðamaður Víkurfrétta settist niður með Kristínu, Ólafi Árna og Dagnýju á þessum tímamótum þegar tvö fyrstu fyrirtækin eru að „útskrifast“ úr frumkvöðlasetrinu eftir að Heklan tók við rekstri setursins.
Sápan fimmfaldaði veltuna Ólafur Árni fékk starfsleyfi fyrir Sápuna í frumkvöðlasetrinu Eldey í mars á sl. ári. Áður hafði hann verið við sápuframleiðslu og þróun í eldhúsinu heima hjá sér. Það þarf ekki að hafa mörg orð um vöxt fyrirtækisins frá því það settist að í Eldey snemma á síðasta ári. Reksturinn fimmfaldaðist á nýliðnu ári og nú er svo komið að fyrirtækið er að hreiðra um sig við Brekkustíg 41 í sama húsi og Netaverkstæði Suðurnesja. Vinsælustu sápurnar sem Sápan framleiðir eru með tengingar við eldgos. Önnur þeirra heitir Eyjafjallajökull en hin Gjóska en stærstur hluti af framleiðslu Sápunnar fer í ferðamannaverslanir á landinu. Þessa dagana er Ólafur Árni einnig að vinna með hraunefni af Reykjanesinu þannig að í boði verði sápur unnar úr efnum úr nýjum jarðvangi sem unnið er að á Reykjanesi. Þá hefur hann jafnframt verið að leika sér með áferð í sápunni og búið til sannkallaða norðurljósasápu sem vakið hefur athygli. Sápan er einnig að fara í framleiðslu á fljótandi handsápum og nokkrum gerðum af hársápu. Í nýrri aðstöðu fyrirtækisins við Brekkustíg 41 verður hægt að taka á móti ferðamönnum og þar verður sérstök verslun fyrir þá. Blámar í útflutning Kristín Örlygsdóttir er með fyrirtækið Blámar og settist að í Eldey á miðju síðasta ári. Fyrst hafði hún verið með starfsemina heima hjá sér. Þegar umfangið varð meira á rekstrinum þurfti meira næði fyrir skrifstofuhaldið og því var skrifstofa í Eldey góður kostur. Blámar er í úrvinnslu og sölu á sjávarfangi ýmiskonar og er með nokkra vöruflokka á innanlandsmarkaði. Nú er Blámar kominn í samstarf við Ósk ehf. um samnýtingu á húsnæði við Bakkastíg
þar sem Ósk hefur verið að rækta og framleiða bláskel. Blámar hefur ráðið til sín 4 nýja starfsmenn og er að fara í frekari framleiðslu í fiski með því að kaupa hráefni beint af markaði. Þá er Blámar kominn með verkefni utan landsteinanna. Kristín segir mikla vitundarvakningu vera á Suðurnesjum í tengslum við fiskvinnslu og þá hrósar hún Fisktækniskólanum í Grindavík sem hafi opnað augun hjá ungu fólki fyrir því að það eru tækifæri í sjávarútvegi og góð laun í boði. Þörf sé fyrir sérmenntað fólk í fiskvinnslu t.a.m. í gæðastjórnun og önnur sambærileg störf. Biðlistar eftir plássi í Eldey Þó svo Sápan og Blámar hafi verið útskrifuð úr Eldey, þá stóðu starfsstöðvar fyrirtækjanna ekki lengi auðar. Starfsemi er þegar komin í þær báðar og segir Dagný Gísladóttir, verkefnastjóri í Eldey, að nú séu biðlistar eftir plássi og eftirspurnin mikil. Dagný sagði að mikið væri að gera hjá öllum þeim litlu sprotum sem sett hafa sig niður á Ásbrú og mikill vöxtur hjá þeim aðilum sem eru í Eldey. Hún sagði Eldey vera nokkurs konar stoppistöð fyrir fyrirtæki og frumkvöðla. Þau komi og fari og það sé markmiðið að fyrirtækin nái að vaxa og dafna í Eldey og geti svo flutt sig í stærra húsnæði og haldið áfram að blómstra.
Kristín Örlygsdóttir segir að það hjálpi fyrirtækjum í sínum fyrstu skrefum að fá aðstöðu eins og í Eldey, þar sem í boði er ódýrt húsnæði og hægt að nálgast góða leiðsögn. Það sé gott fyrir fyrirtæki á fyrstu metrunum að hafa lágan rekstrarkostnað, að fá tilfinningu fyrir markaðnum og að frumkvöðlarnir geti greitt sér laun. Þjónusta Heklunnar Heklan styður bæði við ný sprotafyrirtæki sem og fyrirtæki í nýsköpun og starfsvæði hennar er öll Suðurnes. Stuðningur við frumkvöðla felst m.a. í leigu á aðstöðu í þróunarsetrinu Eldey en þar er jafnframt boðið upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið. Ráðgjafar Heklunnar veita aðstoð við gerð viðskiptaáætlana, markaðsáætlana og veita viðtöl og ráðgjöf til þess að fylgja nýsköpunarverkefnum eftir. Heklan hefur umsjón með Vaxtarsamningi Suðurnesja og Menningarsjóði Suðurnesja og veitir jafnframt aðstoð við umsóknir um styrki í aðra sjóði. Boðið er upp á fjölbreytta kynningarfundi, fræðslu og námskeið en að auki er Heklan tengiliður við stoðkerfið. Heklan er í Eldey að Grænásbraut 506 á Ásbrú. Síminn er 420 3288 og póstfangið heklan@heklan.is.
21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. febrúar 2013
FRÆÐSLUFUNDUR UM NOTENDASTÝRÐA PERSÓNULEGA AÐSTOÐ (NPA) OG SJÁLFSTÆTT LÍF FATLAÐS FÓLKS
Laugardaginn 2. mars, kl. 11:00 - 15:00 á Nesvöllum í Reykjanesbæ Við hvetjum fatlað fólk, aðstandendur, fagfólk og sveitarstjórnarfólk til að mæta
Vinsamlegast sendið tölvupóst á skrifstofa@npa.is með 2ja daga fyrirvara ef óskað er eftir aðstoð táknmálstúlks á fundinum
22
fimmtudagurinn 28. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Q SUÐURNESJAMAGASÍN • frumsýnt öll MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30 á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is
KR lagði Keflavík í Ragnarsmótinu
K
R-ingar sigruðu enn og aftur á Ragnarsmótinu í knattspyrnu eftir að hafa lagt Keflvíkinga í úrslitaleik en mótið fór fram í Reykjaneshöllinni sl. laugardag. Mótið er haldið til minningar um Ragnar Margeirsson, einn dáðasta knattspyrnumann Íslands, en hann lést langt um aldur fram. Mótið er hraðmót og aldurstakmarkið er 35 ár og yfir. Að venju mátti sjá kunna kappa sem flestir hafa lagt skóna á hilluna. Frábær tilþrif sáust á gervigrasinu. Ágóði af mótinu fór að þessu sinni til fjölskyldu Steingríms Jóhannessonar, knattspyrnumanns úr Eyjum. Meðfylgjandi myndir tók Páll Orri Pálsson í Reykjaneshöllinni.
Iðavöllum 12 breytt í bardagahús
Flakki Taekwondo og Júdósins lokið í bili G
læsilegt bardagahús var formlega opnað í síðustu viku að Iðavöllum 12 í Reykjanesbæ. Um er að ræða húsnæði sem Tekwondodeild Keflavíkur og Júdódeild Njarðvíkur hafa verið í frá því í nóvember og hefur húsnæðið nýst deildunum vel. Síðastliðinn fimmtudag fengu deildirnar húsnæðið formlega afhent til næstu þriggja ára. „Við erum afar glöð með að vera með öruggt húsnæði næstu þrjú árin,“ segir Guðlaug Emma Hallbjörnsdóttir, formaður Taekwondodeildar Keflavíkur. „Við erum búin að vera hér síðan í byrjun nóvember og finnum strax fyrir aukningu í iðkendum enda er staðsetningin mjög góð. Deildin er
Róbert ráðinn vallarstjóri á Húsatóftavelli R
óbert Halldórsson hefur verið ráðinn nýr vallarstjóri hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Hann tekur við starfinu af Bjarna Hannessyni sem var ráðinn vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Keili síðastaliðið haust. Samningur milli Róberts og GG var undirritaður á laugardag. Róbert hefur undanfarin ár starfað sem vallarstjóri á Garðavelli fyrir Golfklúbb Reykjavíkur. Eftir að Leynir tók aftur við Garðavelli var ákveðið að endurskipuleggja rekstur klúbbsins og helstu starfsmönnum klúbbsins sagt upp störfum. Róbert var einn þeirra sem sótti um starfið hjá Golfklúbbi Grindavíkur og hreppti starfið. Hann mun hefja störf hjá klúbbnum þann 1. mars næstkomandi.
Róbert hefur farið víða á ferli sínum sem golfvallastarfsmaður. Hann er menntaður frá Skotlandi og hefur unnið á völlum í Bandaríkjunum, Noregi, Skotlandi og einnig á Írlandi þar sem hann vann á K-Club vellinum fræga þar sem Ryder-bikarinn fór fram árið 2006. Hann var aðstoðarvallarstjóri í tvö ár á Grafarholtsvelli áður en hann tók við Garðavelli. Húsatóftavöllur stækkaði í 18 holur síðastaliðið sumar og enn á eftir að gera nokkrar breytingar á vellinum til framtíðar. Klúbburinn tók einnig í notkun nýjan golfskála síðastliðið sumar og er mikill uppgangur í golfinu í Grindavík. Um 220 félagar eru í GG.
KAUPA EÐA LEIGJA Um er að ræða vel starfræktan og vel kynntan rekstur í plastiðnaði í Grindavík. Þrennt kemur til greina: • Kaupa reksturinn ásamt húsnæði, bílakosti, lyftara, tækjum og tólum og öðru tilheyrandi. • Kaupa reksturinn með tækjum og tólum en leigja húsnæðið. • Leigja allan pakkann. Sími: 864 4589
búin að vera á flakki síðustu ár og það hefur auðvitað ekki verið gott fyrir okkur. Vonandi er sá kafli úr sögunni.“
Best á landinu Taekwondodeild Keflavíkur er án nokkurs vafa sú besta á landinu í dag. Deildin er ríkjandi Íslandsog bikarmeistari í bæði bardaga og formi. Jafnframt koma Taekwondomaður og -kona ársins úr Reykjanesbæ en það eru þau Ástrós Brynjarsdóttir og Kristmundur Gíslason. Þeim var afhentur 50 þúsund króna ferðastyrkur við athöfnina í síðustu viku en bæði eru þau gríðarlega efnileg. „Ástæðan fyrir þessum frábæra árangri er fyrst og fremst gríðar-
legur metnaður. Ég fullyrði að við erum með besta þjálfara landsins, Helga Rafn Guðmundsson. Hann er gríðarlega metnaðarfullur og á stóran þátt í velgengni Taekwondosins í Reykjanesbæ,“ segir Guðlaug. Hún bindur vonir við að á næstu árum rísi húsnæði fyrir allar bardagaíþróttir í Reykjanesbæ. „Við vonum auðvitað að þessi frábæri árangur opni augun hjá sveitarfélaginu. Að fá húsnæði fyrir allar bardaga- og jaðaríþróttir undir sama þaki væri mikil lyftistöng fyrir þessar íþróttir og íþróttalífið í Reykjanesbæ. Íþróttafélögin eru farin að ræða tillögur í þessum málum og vonandi kemst málið á dagskrá hjá Reykjanesbæ innan tíðar.“
Sindri Freyr Norðurlandameistari í kraftlyftingum
S
indri Freyr Arnarsson úr Massa í Reykjanesbæ varð Norðurlandameistari í -66,0 kg unglingaflokki karla í kraftlyftingum um síðastliðna helgi í íþróttahúsi Ármanns í Reykjavík. Fjórir keppendur komu úr lyftingadeild Massa. Sindri Freyr var að keppa í fyrsta sinn á Norðurlandamótinu og stóð sig frábærlega. Hann lyfti samanlagt 490 kg. „Ég er búinn að keppa í kraftlyftingum í þrjú ár og þetta er aðaláhugamálið mitt,“ segir Sindri Freyr. „Ég byrjaði að æfa af alvöru á síðasta ári og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Að verða Norðurlandameistari er stór titill fyrir mig. Næst á dagskrá er keppni í Evrópumótinu í apríl og þar ætla ég mér stóra hluti.“ Lyftir 205 kg í réttstöðulyftu Það er heldur betur kraftur í Sindra. Hann er tvítugur að aldri og 65 kg að þyngd. Keppt er í þremur greinum í kraftlyftingum; bekkpressu, hnébeygju og réttstöðulyftu. Sindri kveðst vera bestur í réttstöðulyftu. „Það er mín besta grein. Ég á best 205 kg í þeirri grein sem er góður árangur og gefur mörg stig,“ segir Sindri. Stemmningin er góð hjá Massa í Njarðvík um þessar mundir og iðkendum hefur fjölgað. „Það eru ekki margir sem stunda kraftlyftingar hjá Massa en þeim fer fjölgandi. Það vantar algjörlega stelpur hjá okkur. Stelpurnar
halda að þetta snúist um að vera með eins mikinn vöðvamassa utan á sér og mögulegt er en það er alls ekki þannig. Við æfum mikið með að bæta snerpu og sprengikraft sem skilar meiri styrk. Vonandi fara stelpurnar að láta sjá sig á æfingum hjá okkur.“ Í -74 kg flokki hafnaði Daði Már Jónsson í 4. sæti með 535 kg. Tveir efnilegir Massa-strákar í viðbót kepptu fyrir Íslands hönd. Ólafur Hrafn Ólafsson bætti sig í öllum greinum og endaði í fjórða sæti í -93 kg flokki með 715,0 kg. Til samanburðar má geta að Ólafur tók þátt í Norðurlandamóti í fyrra og hafnaði þá í 6. sæti með 647,5 kg. Félagi hans Þorvarður Ólafsson keppti í -120 kg flokki og vann þar til bronsverðlauna með 755 kg eftir harða atlögu að silfrinu.
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. febrúar 2013
Brekkustíg 39
(á móti Nettó krossmóum)
23
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is
Fimmtudagurinn 28. FEBRúar 2013 • 8. tölublað • 34. árgangur
Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540
Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting
FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR
Hvað ef farði gæti umbreytt húðinni þinni á 4 vikum?
Ég lofa því
TEINT VISIONNAIRE
H
élt landsfundinn minn um helgina. Laugardagurinn féll einkar vel að uppgjöri síðastliðinna fjögurra ára. Flokkurinn minn er í einmenningskjördæmi og stendur og fellur með loforðum sem skráð eru á tossamiða. Alltaf gaman að strika út það sem búið er að gera. Og lofa. Stefnan var mörkuð í miðju hruni og ráðgert að klára allt á tilsettum tíma, svo lengi sem fjármagnið leyfði eða aurarnir dygðu. Þetta myndi allt blessast að lokum. Hugurinn valdi og taldi verkefnin af kostgæfni. Ég fór vel af stað. Af ástríðu og eldmóði. Allt lék í höndunum á mér.
erkefnin voru misstór og tímafrek. Sum framkvæmd oftar en einu sinni. Eitt og annað var afgreitt á einum degi. Annað tók vikur eða mánuði. Það þurfti að skipta um blöndunartæki, sturtuhaus, vatnslás, sturta-niður græjur í salerniskassanum, viftu á baðinu, hitaelement í lokuðu lagnakerfi, krækjur á svalahurð, klæða bílskúrinn, mála glugga og veggi inni, mála glugga, hurðar og húsið að utan, loka gemsa, slípa og bera á sólpallinn, laga ljós í eldhúsi, bæta við reykskynjurum, láta gera við þurrkarann, þvottavélina, sjónvarpið og örbylgjuofninn.
S
vo er alltaf eitthvað sem mögulega dregst fram á næsta kjörtímabil. Það á eftir að klára rafmagnið og ljósin í bílskúrnum, lakka gólfið og setja upp hillur á sama stað að ógleymdum bílskúrshurðaopnaranum, setja lofttúðu á þakið, viftu í þvottahúsið, laga húninn á sólpallshurðinni, tengja ljósin í gemsanum, setja flasningar yfir rennur, tengja dyrabjölluna og setja húsnúmer á framhliðina. Svo langar mig ofsalega til þess að slípa parketið og lakka. Ég treysti því að vinir mínir lesi valsinn og fari að mæta í kaffi og með því. Sumir hlutir gerast hægt en með góðri samvinnu og samheldni ávinnur flokkurinn sér traust sem tryggir honum áframhaldandi búsetu eftir kjördag. Þolinmæði þrautir vinnur allar.
Þ
á er að smala atkvæðum. Ég stend frammi fyrir því, að þurfa að svara fyrir gjörðir mínar. Eflaust einhverjir sem hefðu geta gert þetta betur. Eða verið fljótari að afgreiða verkefnin. Ég vísa óunnum málum til föðurhúsanna og kenni öðrum alfarið um það sem aflaga fór. Fjármunum var einnig ráðstafað á allt annan veg en til stóð samkvæmt tossamiða. Fullyrði þó að þeir voru nýttir í þágu góðra málefna. Það býr heill hellingur í mér ennþá og ég mun stoltur ljúka öllu því sem útaf stendur sem og að takast á við ný verkefni. Algerlega í lófa lagið. Ég lofa því.
LANCÔME KYNNING
í LYFJU Reykjanesbæ föstudaginn 1. mars Sérfræðingur frá Lancôme tekur vel á móti þér og kynnir nýja Visionnaire farðann frá Lancôme og margt fleira frá kl. 11-18. Superserum öskjur með verðlaunadropunum Visionnaire og Genifique á frábæru verði. Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir Lancôme vörur fyrir 8.900 krónur eða meira: ~ Lancôme taska ~ Hypnôse Doll eyes maskari ferðastærð ~ Visionnaire dropar 7 ml. ~ Genifique dropar 7 ml. ~ Genifique dagkrem 15 ml. ~ Genifique augnkrem 5 ml.
20%
afsláttur Lancôm af e kynning á unni.
Verðmæti kaupaukans 14.460 krónur
*Einn kaupauki á viðskiptavin. Gildir meðan birgðir
V
NÝ SÝN Á FULLKOMIÐ LITARHAFT
Krossmóum 4 - Keflavík - sími 421 6565
Frétta- og mannlífsþátturinn
Q SUÐURNESJAMAGASÍN MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30
ÍNN, KapalLINN Reykjanesbæ og vf.is
Q Skemmtilegar ábendingar um efni berist til vf@vf.is