8 tbl 2014

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

d OÐ AR Gol B k n L TI UNN trile u N VIK slátt af

f

a % 0 2

Auglýsingasíminn er 421 0001

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Hringbraut 99 - 577 1150

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 27. F E BR ÚAR 2 0 14 • 8. TÖ LU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R

Hundruð milljóna hagnaður af herþotugný -Suðurnesjafyrirtæki njóta góðs af Loftrýmisgæslu NATO

H

erþotugnýr og hamagangur í loftrýmisgæslu NATO og samnorræna þjálfunarverkefninu Iceland Air Meet 2014, sem stóð yfir í febrúar á Keflavíkurflugvelli og nágrenni, skilar Suðurnesjamönnum viðskiptum upp á hundruð milljóna króna. Samtals voru þessir þrír herir; Svía, Norðmanna og Finna með á fjórða hundrað manns í Reykjanesbæ í febrúar en auk þeirra starfaði fjöldi heimamanna við loftrýmisverkefnið en það hefur verið hér reglulega frá því Varnarliðið fór frá Keflavík 2006, með manni og mús. Hópurinn flutti gríðarlega mikið af búnaði til Keflavíkurflugvallar en m.a. tóku 18 her-

þotur og flugvélar og tvær þyrlur þátt í verkefninu.

Svona NATO verkefni skilur eftir sig viðskipti við aðila á Suðurnesjum

upp á hundruð milljónir króna. Því er nú lokið en á meðan það stóð yfir var öll hótelgisting nýtt en um helmingur hópsins gisti á hótelum en hinn hlutinn í íbúðum á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Veitingastaðir og fleiri þjónustuaðilar nutu góðs af heimsókn frænda okkar frá Skandinavíu. Einn þessara aðila var veitingafyrirtækið Menu Veitingar sem er með aðsetur í gamla Yfirmannaklúbbnum á Ásbrú. „Svona heimsóknir koma mjög sterkt inn í okkar rekstur og skipta okkur miklu máli. Við vorum að útbúa um tólf hundruð máltíðir á dag þegar hópurinn var hér nær allan febrúar. Næsta heimsókn verður í maí þegar

ÞRETTÁN Í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐISMANNA

Þ

rettán manns bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sem fram fer á laugardag. Óhætt er að segja að óvæntri „sprengju“ hafi verið varpað í vikunni þegar Gunnar Þórarinsson, forseti bæjarstjórnar og 2. maður á lista flokksins við síðustu kosningar, sagðist ætla beita sér fyrir því að ráðinn yrði nýr og ópólitískur bæjarstjóri, fengi hann til þess brautagengi í prófkjörinu. Gunnar býður sig fram í 1.-2. sætið. „Ráðinn verði karl eða kona sem er fagmaður í rekstri og beintengist ekki stjórnmálaöflum í bæjarfélaginu,“ segir Gunnar í grein á vf.is og í auglýsingu í Víkurfréttum. Það vakti einnig athygli að í stuðnings-auglýsingu sem birt

var í Víkurfréttum, t i l hand a Ár na Sigfússyni, bæjarstjóra, skrifa undir hana allir núverandi bæjarfulltrúar utan Gunnars, formenn allra ráða flokksins sem og nær allir frambjóðendurnir í prófkjörinu. Flokkurinn var með sjö bæjarfulltrúa eftir síðustu kosningar og hefur verið með hreinan meirihluta þrjú síðustu kjörtímabil í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Í skoðanakönnun sem gerð var nýlega hélt flokkurinn meirihlutanum en með sex bæjarfulltrúum í stað sjö áður. Úrslit úr prófkjörinu verða birt um leið og nýjustu tölur berast á vef Víkurfrétta á laugardaginn.

Bandaríkjamenn koma og sinna loftrýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli. Þá verða steiktar stórsteikur eins og forðum daga hér í gamla Yfirmannaklúbbnum á Vellinum,“ sagði Ásbjörn og lofaði samstarf við alla aðila sem koma að loftrýmisgæslunni, bæði Íslendingana og útlendingana. Í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld kl. 21:30 Heimsókn í Menu Veitingar og innslag um Iceland Air Meet 2014 er hluti af efni í 3. Suðurnesjaþætti Sjónvarps Víkurfrétta sem sýndur er í kvöld á ÍNN kl. 21:30, á Kapalvæðingu Suðurnesja og á Víkurfréttavefnum, vf.is.

www.lyfja.is

Skelfilegt ástand á Stapa

Á

- ruslið fýkur yfir Reykjanesbæ

standið á jarðvegslosunarsvæði Reykjanesbæjar á Stapanum, rétt innan við byggðina í Dalshverfi, er skelfilegt. Þar fara umhverfissóðar í skjóli myrkurs og jafnvel um hábjartan daginn og losa sig við rusl sem alls ekki má losa á þessum stað. Meðfylgjandi ljósmyndir tók ljósmyndari Víkurfrétta á losunarsvæðinu sl. föstudag og það þarf ekki að hafa mörg orð um það sem sést á myndunum. Ástandið er skelfilegt, svo vitnað sé til íbúa sem hafði samband við blaðið og blöskraði ástandið. Á svæðinu eru að myndast risastórir haugar og rusl og drasl fýkur um allar jarðir og yfir byggðina í Innri Njarðvík. - Sjá nánar vf.is

Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ Betri kjör fyrir heldri borgara

Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.

16%afsláttur

af lyfjum utan greiðsluþátttöku

12% afsláttur

af lausasölulyfjum og öðrum vörum

FÍTON / SÍA

Við stefnum að vellíðan. einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Lyfja Reykjanesbæ Krossmóa 4 Sími 421 6565

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19 laugard. 10–16 sunnud. 12–16


2

fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Í móðurmálsviku 21. - 28. febrúar vekjum við athygli á safnkosti á erlendum tungumálum og bókum sem eru skrifaðar á tveimur eða fleiri tungumálum.

BANN VIÐ BIFREIÐASTÖÐUM

n Akurskóli hlýtur alþjóðlega viðurkenningu í annað sinn:

450 tóku á móti Grænfánanum

Bannað verður að leggja bílum við Sunnubraut á milli Þjóðbrautar og Vallarbrautar. Breytingin tekur gildi föstudaginn 28. mars 2014. Framkvæmdarstjóri umhverfis- og skipulagssviðs

BARNAHÁTÍÐ Í REYKJANESBÆ 10. OG 11. MAÍ

3

90 nemendur og 60 starfsmenn Akurskóla gengu fylktu liði frá skólanum að Narfakotsseylu í blíðskaparveðri þegar Grænfáninn var af hentur í morgun. Þetta er í annað sinn sem Akurskóli fær Grænfánann. Nemendur efri deilda leiddu yngri nemendur; 10. bekkur leiddi 1. bekk, 9. bekkur leiddi 2. bekk o.s.frv.

Þegar hópurinn kom á áfangastað hrósaði Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri, nemendum fyrir hversu vel þeir stóðu sig í að halda hópinn á leiðinni og hversu góður hópur þau væru. Einn kennari hafði það á orði við blaðamann að árgangur 10. bekkjar þetta árið væri einstaklega góður. Kennarinn hafði kennt mörgum nemendum í þeim ár-

Nefnd skipuð um búsetumál eldri borgara

B

æjarráð Grindavíkurbæjar hefur skipað fimm manna nefnd til að fara yfir búsetumál eldri borgara í Grindavík. Skal nefndin afla gagna til að meta þörf fyrir íbúðir og þjónustu fyrir eldri borgara í bænum til næstu 10 ára, með hliðsjón af íbúaþróun. Nefndin skal framkvæma könnun meðal eldri borgara um búsetuóskir þeirra. Nefndin skal skila bæjarstjórn þarfagreiningu og tillögum eigi síðar en 15. apríl 2014. Starfsmaður nefndarinnar

er sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs. Nefndina skipa: f.h. félagsmálanefndar: Anna Sigríður Jónsdóttir f.h. félags eldri borgara í Grindavík: Sverrir Vilbergsson f.h. Miðgarðs: Stefanía Sigríður Jónsdóttir f.h. minnihluta bæjarstjórnar: Hjálmar Hallgrímsson f.h. meirihluta bæjarstjórnar: Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm

Ef þú lumar á góðri hugmynd, vilt standa fyrir viðburði eða bjóða upp á atriði, hafðu þá endilega samband og við skoðum málið. Vel verður tekið á móti öllum hugmyndum.

Veitingahúsa- og verslunareigendur, félagasamtök, íþrótta-, tómstunda- og menningarhópar, grípið gæsina og sendið inn upplýsingar um sérstakar uppákomur eða dagskrá í tilefni hátíðarinnar. Sendið okkur línu á barnahatid@reykjanesbaer.is með hugmyndir eða spurningar varðandi Barnahátíð 2014.

Fjölskylduvænustu fyrirtækin í Reyjanesbæ uMyllubakkaskóli, Garðasel og lögreglan eru fjölskylduvænustu fyrirtækin í Reykjanesbæ árið 2014. Þetta var tilkynnt á degi fjölskyldunnar haldinn var á Nesvöllum um nýliðna helgi. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum og urðu þessu þrjú fyrirtæki hlutskörpust.

Vilja tilraunaverkefni um rafræna íbúakosningu uN-listinn í Garði lagði á dögunum fram tillögu í bæjarráði Garðs um að Sveitarfélagið Garður verði tilraunasveitarfélag þegar kemur að rafrænum íbúakosningum.

Vertu með! Við leitum að atriðum, viðburðum, hugmyndum? Barnahátíð í Reykjanesbæ verður haldin í 9. sinn helgina 10. og 11. maí. Um er að ræða hátíð þar sem börn og fullorðnir geta saman tekið þátt í ýmsum dagskrárviðburðum þeim að kostnaðarlausu.

Hér er einnig einstakt tilefni fyrir alls kyns hópa og einstaklinga til að koma þjónustu eða tilboðum sem snúa að börnum á framfæri. Þeir eru hvattir til að nýta tækifærið og kynna sig á Barnahátíð.

gangi og héldi hvert ár að hún væri búin að ná toppnum hvað varðar góða nemendur. Við afhendinguna fengu svo allir hressingu, sungu saman lagið Enga fordóma og gengu að því loknu saman til baka að Akurskóla þar sem fáninn var dreginn að húni.

80% barna í skólahóp á leikskólanum Heiðarseli geta lesið Á

leikskólanum Heiðarseli í Reykjanesbæ hefur verið lögð sérstök áhersla á læsi og lestur. Það hefur skilað eftirtektarverðum árangri, þar sem almenna reglan er að við útskrift úr leikskólanum geti meirihluti nemenda í skólahóp lesið einfaldan texta. Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar þakkar þennan árangur markvissri vinnu kenn-

ara sem unnin er í góðri samvinnu við fjölskyldur barnanna. Gylfi Jón segir að leikskólar í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði starfi eftir sameiginlegri framtíðarsýn þar sem lögð sé sérstök áhersla á læsi og stærðfræði frá fyrsta degi skólagöngu. Það skili sér í því að nemendur komi nú betur undirbúnir undir grunnskólagöngu en áður, og árangur nemenda á Heiðarseli sé gott dæmi um það.

Eftirfarandi tillaga frá N-lista var lögð fram: Umsókn til Þjóðskrár að Sveitarfélagið Garður verði tilraunasveitarfélag að rafrænum íbúakosningum. N-listinn leggur til að Sveitarfélagið Garður sæki um til Þjóðskrár að verða tilraunasveitarfélag vegna rafrænna íbúakosninga og er umsóknarfrestur til 25. febrúar 2014. N-listinn leggur jafnframt til að íbúar sveitarfélagsins fái þar með að kjósa um hvort vilji sé fyrir persónukjöri í næstu sveitarstjórnarkosningum sem verða árið 2018. Tillaga N-listans var felld með atkvæðum D- og L-lista í bæjarráði.

Þrír teknir úr umferð uLögreglan á Suðurnesjum tók þrjá ökumenn úr umferð um helgina. Einn þeirra var grunaður um ölvun við akstur. Annar var staðinn að akstri sviptur ökuréttindum og þá er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þriðji ökumaðurinn var einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.


Markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

Gulrófur kílóverð Áður 359

-50%

180,-

Sprengidagur!

-50%

Saltkjöt - verð frá

Gulrætur 500 gr erlendar verð per poka Áður 329

279

165,-

kr/kg

blandað 979 kr/kg | ódýrt 479 kr/kg | síðubitar 279 kr/kg

höldum bolludaginn hátíðlegan kjötfarS á góðu verði!

kjötfars 500 gr goði verð per stk Áður 426

298,-

kjötfars saltað 500 gr goði verð per stk Áður 459

298,-

kjötfars nýtt 500 gr nettó verð per stk Áður 349

279,-

tilboðin gilda 27. feb - 2. mar 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4

fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

Fjölskylduvænustu fyrirtækin í Reyjanesbæ

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

uMyllubakkaskóli, Garðasel og lögreglan eru fjölskylduvænustu fyrirtækin í Reykjanesbæ árið 2014. Þetta var tilkynnt á degi fjölskyldunnar haldinn var á Nesvöllum um nýliðna helgi. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum og urðu þessu þrjú fyrirtæki hlutskörpust.

VERKALÝÐSFÉLAG GRINDAVÍKUR ER AÐILI AÐ ÞEIM KJARASAMNINGUM SEM SKRIFAÐ VAR UNDIR 21. DESEMBER OG MUN HEFJA ATKVÆÐAGREIÐSLU SÍNA UM SAMNINGANA FÖSTUDAGINN 28. FEBRÚAR KL. 12:00 Í HÚSI FÉLAGSINS OG MUN HENNI LJÚKA FIMMTUDAGINN 6. MARS KL. 16:00.

Góð samvera í hádeginu á Vocal

V

askar Suðurnesjakonur hafa um hríð efnt til samveru í hádeginu á fimmtudögum á veitingastaðnum Vocal í Reykjanesbæ. Þar stíga á stokk öflugar konur sem kynna starfsemi sína eða flytja erindi fyrir viðstadda. Þetta hefur mælst vel fyrir og verið vinsælt. Mikil samheldni hefur myndast í kjarnahópnum og allar konur eru velkomnar.

Í síðustu viku mættu fulltrúar OM setursins og kynntu sína starfsemi, auk þess sem fjórir framboðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ tóku til máls. Þá sýndi Sigrún frá Krabbameinsfélaginu hvað selt verður í tilefni Mottumars í ár.

1. SÆTIÐ ER LEIÐTOGASÆTI

Árni Sigfússon bæjarstjóri hefur veitt Reykjanesbæ sterka forystu á erfiðum tímum. Hann hefur ótrauður talað í bæjarbúa kjark og stendur með þeim sem eru hjálpar þurfi. Enginn forystumaður á landinu er jafn mikill baráttumaður fyrir betri menntun og uppeldi barna okkar. Árni hefur staðið í stafni við mótun betra umhverfis, öflugri menningar, íþrótta- og tónlistarlífs og unnið að fjölbreyttum og vel launuðum atvinnutækifærum sem nú eru að stinga upp sprotum sínum. Markviss og fagleg vinnubrögð hans við mótun skýrrar „framtíðarsýnar“, þar sem allir geta átt hlut að máli, hafa markað brautina á flestum sviðum samfélagsins. Reykjanesbær er nú að rísa og bæjarbúar finna það. Við hvetjum ykkur til að veita Árna ótvírætt umboð til að ljúka þeim verkefnum sem hann hefur staðið í stafni fyrir og vera áfram okkar leiðtogi og berjast fyrir og með okkur bæjarbúum. Fyrsta skrefið er í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna 1. mars nk.

Runólfur Sanders, (Runólfur er formaður Fulltrúaráðsins sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ) Guðbergur Reynisson, (Guðbergur er formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur) Hildur Gunnarsdóttir, ( Hildur er formaður Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna, Njarðvík, Keflavík og Hafnir) Hrefna Gunnarsdóttir, (Hrefna er formaður sjálfstæðiskvennafélagsins Sóknar) Karvel Granz, (Karvel er formaður sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings) Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Björk Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Einar Magnússon, bæjarfulltrúi Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Björk Guðjónsdóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi Garðar Vilhjálmsson, fyrrv. bæjarfulltrúi Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi Steinþór Jónsson, fyrrv. bæjarfulltrúi Þorsteinn Erlingsson, fyrrv. bæjarfulltrúi Birgitta Jónsdóttir Klasen, frambjóðandi Guðmundur Pétursson, frambjóðandi Ísak Ernir Kristinsson, frambjóðandi Jóhann Snorri Sigurbergsson, frambjóðandi Una Sigurðardóttir, frambjóðandi


FÁÐU MEIRA ÖRYGGI

Þ Bíll á mynd: Chevrolet Spark LTZ

SPARK ER SÁ ÖRUGGASTI

Bílaöryggisstofnun Bandaríkjanna IIHS, hefur kynnt niðurstöður sínar úr árekstraprófun smábíla fyrir árið 2014. Chevrolet Spark var eini smábíllinn sem stóðst hámarkskröfur stofnunarinnar „Top Safety Pick“.

E GT V ÚLE

.0 0 6.0 1.0L 3 7 . N 1 NSÍ A ÓTR

E R LS B K. 5 DY S B

Hafðu í huga að Chevrolet Spark er með flottan staðalbúnað og jafnframt á ótrúlega hagstæðu verði. Þess vegna hvetjum við þig til að gera samanburð á verði og búnaði bíla í sama flokki og fá meira fyrir peninginn - sjá meira á benni.is

Bílabúð Benna í Reykjanesbæ Opið alla virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Verið velkomin í reynsluakstur.

Nánari upplýsingar á benni.is Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000

Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636


6

fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

Mynd/Texti: Olga Björt Þórðardóttir // eythor@vf.is

Páll Ketilsson skrifar

Hvað skilur herþotugnýr eftir sig á Suðurnesjum?

Bannað að leggja vegna ófremdarástands u Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt til við umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar að bannað verði að leggja á Sunnubraut milli Þjóðbrautar og Vallarbrautar, sem er vegur sem liggur á milli Reykjaneshallar og Íþróttaakademíunnar. Lögreglan leggur eindregið til að bannað verði að leggja bifreiðum á þessum götukafla vegna ófremdarástands sem skapast þegar haldin eru mót í íþróttahúsum við þessa götu. Ráðið samþykkir tillögu lögreglu að bannað verði að leggja við Sunnubraut á milli Þjóðbrautar og Vallarbrautar.

Herþotugnýr sem íbúar í Reykjanesbæ og nágrenni fundu fyrir í þessum febrúarmánuði minnti okkur á gamla tíma, þegar Varnarliðið var og hét. Þá var svona herþotuhljóð algengt og hvernig svo sem það hljómar við lestur, þá voru fáir sem tuðuðu yfir óhljóðunum og sama virtist uppi á teningnum nú. Óhljóðin voru sjaldan og ekki mikil en skildu eftir, nú sem fyrr, veruleg viðskipti í ýmsu formi og meiri atvinnu fyrir Suðurnesjamenn. Nú í febrúar gistu hér í Reykjanesbæ nokkur hundruð útlendingar sem sinntu störfum Norðurlandaþjóðanna Svíðþjóðar, Finnlands og Noregs í loftrýmisgæslu NATO sem og samnorræna þjálfunarverkefninu Iceland Air Meet 2014. Samtals voru þessir þrír herir með á fjórða hundrað manns í Reykjanesbæ í febrúar en auk þeirra starfaði fjöldi heimamanna við loftrýmisverkefnið en það hefur verið hér reglulega frá því Varnarliðið fór frá Keflavík 2006, með manni og mús. Svona verkefni skilur eftir sig viðskipti við aðila á Suðurnesjum upp á hundruð milljóna króna. Verkefninu er nú lokið en á meðan það stóð yfir var öll hótelgisting nýtt en um helmingur hópsins gisti á hótelum en hinn hlutinn á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá voru tugir bílaleigubíla leigðir, þúsundir lítra af eldsneyti keyptir og margvísleg önnur þjónusta keypt á svæðinu. Samtals fyrir mikla peninga. Víkurfréttir tóku hús á Menu Veitingum sem er með eldhús og aðstöðu í húsnæði gamla Yfirmannaklúbbsins á Ásbrú og munum sýna innslag í Sjónvarpi Víkurfrétta frá þeirri heimsókn. Ásbjörn Pálsson og hans fólk í Menu afgreiddi um 1200 máltíðir á dag og hann segir þessar reglulegu loftrýmisæfingar á Keflavíkurflugvelli skipta orðið verulega í rekstri Menu en á meðan á heimsókninni stendur þarf Menu að fjölga starfsfólki. Sama má segja um aðra aðila sem njóta þessarar heimsóknar í rekstri. Í grein Böðvars Jónssonar á vf.is í vikunni bendir hann á mikla fjölgun starfa sem hafa orðið á undanförnum árum og fleira er í pípunum og er þá ekki verið að ræða um álver í Helguvík. Þessar staðreyndir blasa við í tölum um fjölda atvinnulausra sem hefur ekki verið lægri frá hruni. Við erum á uppleið, hægt og bítandi. Ein ný ráðning var í vikunni sem vakti athygli og var ánægjuleg fyrir Suðurnesjamenn þegar heimamaður var ráðinn framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar hjá Isavia. Það hefur oft verið talað um að heimamenn fengju ekki feitu bitana í stóru störfunum. Hér kom einn stórlax á krókinn.

Innri-Njarðvíkurkirkja alfa námskeið Mánudaginn 3. mars kl. 19:00 verður kynningafundur vegna alfa námskeiðs sem verður haldið í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju. Það eru allir velkomnir. Hvað eru Alfa námskeið? Alfa er lifandi og skemmtilegt 10 vikna námskeið um kristna trú. Námskeiðið hefur notið gríðarlegra vinsælda og náð útbreiðslu um heim allan. Alfa er haldið í flestum kristnum kirkjudeildum í yfir 130 þjóðlöndum. Hægt er að fara inn á heimasíðu www.alfa.is og finna þar ýmsan fróðleik um þessi skemmtilegu og fræðandi námskeið. Einnig er hægt að senda tölvupóst á petur@solmani.is eða hringja í síma 823-7772 (Pétur) til að fá meiri upplýsingar um námskeiðið.

vf.is

SÍMI 421 0000

n Nýr framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar:

ÞEKKIR ALLA FLUGVELLI Á LANDINU „Ég var með afbragðsgóðan yfirmann, Ómar Sveinsson, sem ég lærði vel af. Hann hélt í höndina á mér á meðan ég steig mín fyrstu skref, frá maí og þar til hann lést í desember. Ég er því með gott veganesti, segir Þröstur Valmundsson Söring, nýráðinn framkvæmdastjóri Kef lav í kurf lug va l lar. Hann hefur starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri sviðsins síðan í maí í fyrra. Fram að því starfaði Þröstur hjá Flugmálastjórn Íslands.

Traust og gott samstarfsfólk Starf Þrastar felst í að reka flugvallaþjónustu, slökkvilið, snjóruðning og allt viðhald, fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tæplega 80 manns starfa undir hans stjórn, fyrir utan verktaka. Skrifstofa Þrastar er í húsnæði slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. „Sem drengur ætlaði ég fyrst að verða slökkviliðsmaður, síðan smiður og er núna lærður smiður og tæknifræðingur,“ segir Þröstur og bætir við að öll svona grunnþekking nýtist mjög vel, sérstaklega iðnmenntun. „Margir iðnaðarmenn starfa hérna og það er gott að hafa smá innsýn inn í þeirra störf. Tala sama mál og þeir.“ Hann segir einnig margt gott fólk vinna með sér í flugstöðinni, bæði fólkið í yfirstjórninni og á gólfinu. „Það gerir manni lífið miklu auðveldara og það munar öllu þegar maður er í stjórnandastöðu að hafa fólk í vinnu sem maður treystir. Maður drepur niður allan starfsanda og sköpunargleði ef maður er horfandi yfir öxlina á fólki,“ segir Þröstur með áherslu.

Allir flugvellir hafi sín sérkenni Þröstur hefur heimsótt alla flugvelli á landinu mörgum sinnum og þekkir þá mjög vel, sem og fólkið sem vinnur þar líka. Uppáhaldsflugvöllur er Keflavíkurflugvöllur, enda sá langstærsti á Íslandi og saga hans er löng og merk. „Ef maður hefur löngun til að vinna á flugvelli þá er þetta aðalvöllurinn. Langmest samskipti við erlenda aðila sem gera miklar kröfur. Stundum er sagt á meðal þeirra sem eru í þessum flugvallabransa að ef þú þekkir einn flugvöll, þá þekkirðu einn flugvöll.“ Allir flugvellir hafi sín sérkenni. Flugvöllurinn á Gjögri þjóni t.d. 50 manna byggð en hafi ákveðinn sjarma og hlutverk. „Þar er áætlunarflug og í augum íbúanna er flugvöllurinn gríðarlega stór og mikilvægur af því hann er þeirra líflína vegna slæmra samgangna á veturna,“ segir Þröstur.

Bærinn er allur miklu skemmtilegri og áferðarbetri

Kominn aftur heim Þröstur flutti með fjölskyldu sinni til Reykjanesbæjar í september og er Keflvíkingur sjálfur. Hann segir tímasetninguna hafa hentað mjög vel. „Yngsti sonurinn var akkurat að hefja grunnskólanám og næstyngsti að hefja nám í framhaldsskóla svo að það hitti vel á. Ég sagði bara við konuna mína: Annað hvort flytjum við núna eða bara ekki. Og við sjáum ekki eftir því.“ Sjálfur futti Þröstur til Reykjavíkur fyrir 25 árum og er því kominn aftur heim. „Bærinn er allur miklu skemmtilegri og áferðarbetri en hann var á sínum tíma,“ segir Þröstur, sem hlakkar til að takast á við nýtt starf.

Bannað að leggja vegna ófremdarástands u Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt til við umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar að bannað verði að leggja á Sunnubraut milli Þjóðbrautar og Vallarbrautar, sem er vegur sem liggur á milli Reykjaneshallar og Íþróttaakademíunnar. Lögreglan leggur eindregið til að bannað verði að leggja bifreiðum á þessum götukafla vegna ófremdarástands sem skapast þegar haldin eru mót í íþróttahúsum við þessa götu. Ráðið samþykkir tillögu lögreglu að bannað verði að leggja við Sunnubraut á milli Þjóðbrautar og Vallarbrautar.

Framlengja samningi við Hollvini Unu uHollvinir Unu í Sjólyst í Garði hafa óskað eftir að samningur við Sveitarfélagið Garð um að Hollvinir hafi Sjólyst til umráða verði framlengdur til ársins 2017, en gildandi samningur rennur út í júní 2014. Samþykkt var samhljóða í bæjarráði Garðs að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Hollvini Unu í Sjólyst til ársins 2017. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar

Vilja lögheimili í Hvassahrauni u Bréf Hannesar Eðvarðs Ívarssonar o.fl., dags. 26.11.2013 var lagt fyrir bæjarráð Voga á dögunum. Í bréfinu er þess farið á leit við sveitarfélagið að það heimili skráningu lögheimils í frístundabyggðinni við Hvassahraun. Samkvæmt lögum um lögheimili nr. 21/1990 er óheimilt að skrá lögheimili í frístundabyggð. Ekki eru uppi áform um að breyta gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins hvað Hvassahraun varðar. Bæjarráð getur því ekki orðið við erindinu, segir í fundargerð bæjarráðs Voga.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


t i a r e v ð s ú L Vestmannaeyja & Þorlákshafnar

Fjallabræður &JónasSig kynna

ví a d in í G r22. marsk

DúnDurtónleikar í íþróttahúsinu í GrinDavík lauGarDaGinn 22. mars kl. 20:30 í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis GrinDavíkur. fjallabræður oG jónas siG flytja sín helstu löG ásamt hljómsveit oG sameinuðum 80 manna lúðrasveitum vestmannaeyja oG þorlákshafnar. húsið opnar kl. 19:30. aðGanGseyrir 3.900 kr. miðasala í sj0ppunni aðal-braut, víkurbraut 31, GrinDavík.


8

fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

UPPELDI BARNA MEÐ ADHD / ADD

-fréttir

pósturu vf@vf.is kaupa á EKG hjartalínuritstæki fyrir heilsugæslu - 485.000 Rauði krossinn á Íslandi til kaupa á búnaði til hjálparstarfa - 500.000 Barnaheill vegna átaksins Jólapeysan 2013 - 100.000 Blái herinn vegna umhverfishreinsunar - 150.000 Flugmálaútgáfan til útgáfu tímaritsins Flugið - 250.000 Heiðarholt – skammtímavistun til smíði á aðstöðu fyrir vistmenn 300.000

Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar stendur fyrir námskeiði sem ætlað er foreldrum barna með athyglisbrest og/eða ofvirkni (ADHD/ADD) og ekki flóknar fylgiraskanir s.s. einhverfu. Á námskeiðinu fá foreldrar fræðslu um ADHD, hvaða þættir geta styrkt ADHD einkenni í sessi og hvað dregið úr þeim. Foreldrar deila með sér hugmyndum um hvað hefur gagnast þeim í uppeldinu. Umsjón verður í höndum Ingibjargar S. Hjartardóttur og Sigurðar Þ. Þorsteinssonar, sálfræðinga á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Námskeiðið fer fram í Holtaskóla og er opið öllum sem búa á þjónustusvæði Fræðsluskrifstofunnar. Tími: Sex skipti, tvo tíma í senn. Hefst 12. mars og lýkur 30. apríl. Tveggja vikna hlé er á milli 5. tíma (9. apríl) og 6. tíma (30. apríl). Skráning fer fram í síma 421-6700, skráningarfrestur er til og með 9. mars. Verð: 3000 kr fyrir einstaklinga / 5000 kr fyrir pör.

ÖSKUDAGURINN 2014

Isavia veitir 3 milljónum til samfélagsverkefna - Sjóðnum bárust nærri 100 umsóknir

S

tyrktarsjóður Isavia hefur veitt 2.925.000 króna til níu samfélagsverkefna sem tengjast forvörnum ungmenna, líknarmálum, góðgerðarmálum, umhverfismálum og flugtengdum verkefnum. Sjóðnum bárust nærri 100 umsóknir vegna margvíslegra góðgerðarmálefna á liðnu ári og voru styrkir afhentir í aðalstöðvum Isavia á Reykjavíkurflugvelli sl. föstudag.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrki Isavia að þessu sinni: Félag heyrnarlausra til framleiðslu á fræðsluefninu Tinna táknmálsálfur - 350.000 Fræðsla og forvarnir til endurútgáfu bókarinnar Fíkniefni og forvarnir - 300.000 Átakið „Allir öruggir heim“ til kaupa á endurskinsvestum fyrir leikskólabörn - 490.000 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til

Styður fjölda samfélagsverkefna Auk ofangreindra samfélagsverkefna styður Styrktarsjóður Isavia Slysavarnafélagið Landsbjörgu sem hefur með höndum afar mikilvæga viðbragðsþjónustu vegna flugvalla Isavia um land allt. Jafnframt styrkir félagið Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands vegna meistara- og doktorsverkefna og veitir aðstöðu fyrir söfnunarbauka góðgerðarfélaga í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem 2,5 3 milljónir króna söfnuðust á nýliðnu ári. Isavia annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla ríkisins og stýrir flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er eitt hið stærsta í heiminum. Um 650 manns starfa hjá félaginu auk 175 hjá dótturfélögunum Fríhöfninni og Tern Systems.

Spenntu tvíhöfðann við undirritun samstarfssamninga S

Miðvikudaginn 5. mars verður haldin öskudagshátíð fyrir 1.-6. bekk í Reykjaneshöll við Sunnubraut. Hátíðin stendur yfir frá kl. 14 – 16. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti: Kötturinn sleginn úr tunnunni, hoppukastalar, leikir, dans, glens og grín. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar sér um framkvæmdina. Foreldrar yngri barna eru beðnir um að taka virkan þátt í þessari skemmtun og aðstoða börnin. Ömmur og afar eru velkomin. Menningarsvið.

ATVINNA

amstarfssamningar Sandgerðisbæjar við íþróttafélögin í Sandgerði voru undirritaðir í síðustu viku. Hittust fulltrúar Knattspyrnufélagsins Reynis, Golfklúbbs Sandgerðis og Sandgerðisbæjar á hádegisfundi og undirrituðu samstarfssamningana sem framlengdir hafa verið um eitt ár. Rætt var um hvernig íþróttastarfið í bæjarfélaginu gengi, aðstöðu íþróttafélaganna og fleira. Tækifærið var notað og smellt af mynd þar sem fulltrúarnir spenntu tvíhöfðann á höfðinglegan hátt. Á meðfylgjandi mynd eru: Rut Sigurðardóttir, frístunda- og forvarnafulltrúi Sandgerðisbæjar, Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðis, Tyrfingur Andrésson, formaður aðalstjórnar Reynis, Sig-

urður Jóhannsson, varaformaður Knattspyrnudeildar Reynis, Ingibjörg Oddný Karlsdóttir, fulltrúi unglingaráðs knattspyrnudeildar Reynis, Guðmundur Einarsson,

fulltrúi Golfklúbbs Sandgerðis, Sveinn Hans Gíslason, formaður Körfuknattleiksdeildar Reynis og Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis.

LAUST STARF Á HEIMILI FATLAÐS FÓLKS Framtíðarstarf – 70% staða - vaktavinna Helstu verkefni: Veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs, heimilishald og samfélagslega þátttöku. Hæfniskröfur: Reynsla í starfi með fötluðu fólki Áhugi á málefnum fatlaðra Hæfni í mannlegum samskiptum Jákvæðni og víðsýni Framtakssemi Þjónustulund Aldurslágmark 20 ára Menntun á sviði fötlunarmála er kostur Umsóknum skal skilað á www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf fyrir 13. mars n.k. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. Laun samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.

B JÖ R K ó ska r e f tir s tuðn ingi í

5. SÆTIÐ í p r ó f k jö r i Sjál f s tæ ð is f l o k k s ins í R ey k janes b æ 1 . mar s


Seljandi getur lánað kaupendum 10% lán ofan 80% frá banka eða Íbúðalánasjóði. SELD SELD

SELD

SELD

SELD

FULLBÚNAR GLÆSILEGAR 2JA OG 3JA HERBERGJA ÍBÚÐIR

OPIÐ HÚS LAUGARDAGINN 1. MARS, KL. 12:00 – 15:00. VERIÐ VELKOMIN! ÍBÚÐIR Á FRÁBÆRUM STAÐ Í REYKJANESBÆ Í GÖNGUFÆRI VIÐ ÍÞRÓTTASVÆÐI, SKÓLA, LEIKSKÓLA, BANKA, APÓTEK, MATVÖRUVERSLUN OG FL.

Verndun og viðhald fasteigna

Stuðlaberg - Hafnargata 20 - 230 Reykjanesbæ - Sími 420 4000 - www.studlaberg.is

Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggiltur fasteignasali

Halldór Magnússon Löggiltur fasteignasali

Haraldur Freyr Guðmundsson Sölumaður


10

fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

SUÐURNES GARÐUR GRINDAVÍK REYKJANESBÆR SANDGERÐI VOGAR

HVAÐ VILTU VITA? Heklan býður upp á námskeið, fyrirlestra og kynningarfundi í samstarfi við Eldey frumkvöðlasetur, Reykjanes jarðvang, íslenska sjávarklasann og Markaðsstofu Reykjaness.

4. MARS KL. 12:00 – 12:45

AÐ BYGGJA Á STYRKLEIKUM SVÆÐA – STEINGERÐUR HREINSDÓTTIR

Rekstrarstjóri Kötlu jarðvangs fer yfir áhrif jarðvangsins á samfélag og atvinnulíf á starfssvæði hans, helstu verkefni og tækifæri til framtíðar. Staðsetning: Kaffi Duus í Reykjanesbæ. 5. MARS KL. 9:00-10:00

SAMSTARF Í HAFTENGDRI STARFSEMI - MENNTATEYMI SJÁVARKLASANS Á SUÐURNESJUM

Íslenski sjávarklasinn, og mennta- og rannsóknarstofnanir á Suðurnesjum: Kynna fyrir fyrirtækjum í haftengdri starfsemi og tengdum greinum í Reykjanesbæ þá aðstöðu og þekkingu sem þær búa yfir. Farið verður yfir þá möguleika sem eru fyrir hendi varðandi samstarf við kennara, nemendur og/eða önnur fyrirtæki. Léttar veitingar verða í boði Reykjanesbæjar. Staðsetning: Kaffi Duus í Reykjanesbæ. Skráning og nánari upplýsingar: Hafið samband við Kristinn Jón Ólafsson, verkefnastjóra Sjávarklasans, í síma 611 2301 eða netfangið kristinn@sjavarklasinn.is, fyrir hádegi þann 4. mars. 11. MARS KL. 12:00 – 12:45

MÓTTAKA BLAÐAMANNA OG FERÐASKRIFSTOFUAÐILA – MAGNEA GUÐMUNDSDÓTTIR KYNNINGARSTJÓRI BLÁA LÓNSINS

Árlega berst fjöldi fyrirspurna frá ferðasöluaðilum, blaðamönnum, ljósmyndurum og bloggurum sem ákafir vilja nýta þjónustu fyrirtækja í ferðaþjónustu endurgjaldslaust. Í staðinn bjóða þau þjónustu sína. Veljum við úr hópnum? Tökum við á móti öllum? Hvernig tökum við á móti þessum aðilum og tölum við þá til að nýta þennan þátt í markaðssetningu fyrirtækisins? Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri hjá Bláa lóninu fer yfir þessi mál en fyrirtækið hefur mikla reynslu af móttöku slíkra hópa. Staðsetning: Bláa lónið. 18. MARS KL. 12:00 – 12:45

FACEBOOK FYRIR BYRJENDUR – ÞÓRANNA JÓNSDÓTTIR

Markaðssérfræðingur frá Markaðsmál á mannamáli segir frá því hvernig Facebook getur nýst fyrirtækjum í markaðsstarfi. Staðsetning: Eldey, frumkvöðlasetur Grænásbraut 506, 235 Ásbrú. 5. – 15. MARS

HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ REYKJANESSKAGANN? Reykjanes jarðvangur og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum standa fyrir námskeiði í staðarleiðsögn á Reykjanesi 5. - 15. mars 2014 sem unnið er að erlendri fyrirmynd. Skráning fer fram á mss.is en verð er kr. 10.000. Nánari upplýsingar á jenny@mss.is. 25. MARS KL. 12:00 – 12:45

AF STAÐ

– MATTI ÓSVALD STEFÁNSSON Farið verður í þau lykilskref sem gott er að hafa í huga áður en þú leggur af stað í átt að draumalífinu. Matti Ósvald er heildrænn heilsufræðingur og vottaður markþjálfi frá ICF. Staðsetning: Eldey frumkvöðlasetur, Grænásbraut 506, 235 Ásbrú. 21. MARS KL. 8:30 – 10:00

UPPBYGGING Á REYKJANESI Reykjanes jarðvangur boðar til málþings um uppbyggingu á Reykjanesi en á svæðinu eru fjölsóttir ferðamannastaðir s.s. Valahnúkur, Reykjanesviti og Gunnuhver. Á fundinum verða skoðaðir möguleikar og tækifæri sem felast í uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Staðsetning: Eldey frumkvöðlasetur, Grænásbraut 506, 235 Ásbrú.

Stórtónleikar í íþróttahúsinu í Grindavík - með Jónasi Sig, Fjallabræðrum og Lúðrasveitum Vestmannaeyja og Þorlákshafnar

Í

ár fagnar Grindavík 40 ára kaupstaðarafmæli og verður haldið upp á það með ýmsum hætti allt árið. Liður í hátíðarhöldunum er Menningarvika Grindavíkur sem haldin verður í sjötta sinn dagana 15. - 22. mars nk. en hún verður einstaklega viðamikil að þessu sinni í tilefni stórafmælisins. Hápunktur Menningarvikunnar verða stórtónleikar í Íþróttahúsinu laugardaginn 22. mars kl. 20:30 þar sem hinir alkunnu Fjallabræður og hinn geðþekki Jónas Sig munu flytja verk sín ásamt 80 manna Lúðrasveit Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Þessir aðilar eru ekki með öllu ókunnugir hver öðrum, enda hefur samstarf þessara tónlistarhópa að undanförnu skilað mikilli gleði og ánægju jafnt til flytjenda sem og áhorfenda. Lúðrasveit Vestmannaeyja og Fjallabræður eiga sameiginlega sögu frá því þeir hittust fyrst 2010 á Þjóðhátið. Þjóðhátíðarlagið 2012 „Þar sem hjartað slær“ þekkja flestir, en það er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni stjórnanda Fjallabræðra og flutt af Kórnum og Lúðrasveitinni. Þá hafa þessir aðilar haldið sameiginlega tónleika í Reykjavík, Ísafirði og nú síðast á goslokahátíð í Vesmannaeyjum þar sem um 1700 manns skemmtu sér hið besta. Lúðrasveit Þorlákshafnar og Jónas Sig hafa átt í afar farsælu sambandi enda Jónas sjálfur frá Þorlákshöfn

og hóf þar sinn tónlistarferil sem bassatrommuleikari hjá Róberti Darling stjórnanda Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Saman gáfu Jónas Sig og Lúðrasveit Þorlákshafnar út diskinn „Þar sem himinn ber við haf “ og voru í framhaldi af því með tónleikaröð í Þorlákshöfn og á Borgarfirði Eystri. Skemmst er frá því að segja að uppselt hefur verið á alla viðburði sem þessir hópar hafa haldið saman og lætur nærri að um 10.000 manns hafi sótt viðburði þessa. Auk þess hafa afurðir hópanna vermt efstu sæti vinældarlista útvarpsstöðva. Þessi viðburður er sérstaklega settur saman fyrir afmæli Grindavíkurkaupstaðar. Þessir aðilar hafa ekki komið saman á þennan hátt áður og verður hér um einstakan viðburð að ræða þar sem blandað verður saman því besta sem þeir hafa fram að færa. Þarna munu saman koma hópar frá sjávarplássunum Flateyri, Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum í sjávarplássinu Grindavík. Eins og öllum er kunnugt sem á annað borð þekkja til þessara sjávarplássa, þá eru náttúruöflin kröftug og það sama má segja um fólkið sem þar býr og því er óhætt að lofa kraftmiklum og stórskemmtilegum tónleikum sem enginn má láta framhjá sér fara! Miðasala er hafin í sjoppunni Aðalbraut, Víkurbraut 31, Grindavík. Miðaverð á tónleikana er 3.900 kr. Stefnan er að fylla íþróttahúsið í Grindavík.

Orlofshús VSFK Páskar 2014 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 16. apríl til og með miðvikudeginum 23. apríl 2014. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og er umsóknarfrestur til kl. 15:00 föstudaginn 7. mars 2014. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi.

Orlofsstjórn VSFK


Markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

lamba prime rib-eye kílóverð Áður 4.298

-35%

2.794,-

fyllt laxaumslöG m/rjómaosti pakkaverð Áður 1.698

-30%

þorskhnakki í kryddmareneríngu pakkaverð Áður 1.398

-30%

1.189,kjúklinGur heill frosinn kílóverð Áður 855

kauptu 4pk af 2l Coke oG fáðu kippu 4pk af 2l Coke Zero frítt með

675,-

979,-

bolla

Bollukaffi bolla

bolla vatnsdeiGsbollur myllu 6 stk

398,-

ostabolla bakað Á staðnum stykkjaverð

kaffi nettó 400 g pakkaverð

Áður 198 kr

Áður 549 kr

499,-

Gerbollur myllu m/súkkul 6 stk

99,-

-50%

-34%

449,-

jarðarber alletiders - frosin 400 Gr pakninG Áður 299

197,-

safi – náttúra appelsínu/epla 1 lítir Áður 149

129,-

safi – náttúra ace 1 lítir Áður 189

159,-

tilboðin gilda 27. feb - 2. mar 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


12

fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Efna til lestrarkeppni í Reykjanesbæ L

estrarkeppni hefst í Reykjanesb æ 20. febr úar n k. Keppnin er samvinnuverkefni Bókasafnsins og Samtakahópsins í Reykjanesbæ og er ætluð til að hvetja ungt fólk á aldrinum 6-18 ára til aukins lesturs. Ákveðið var að leita til styrktaraðila svo hægt yrði að veita vegleg verðlaun í keppninni. Bláa lónið gefur fjölskyldukort sem gildir í eitt ár, Sambíóið gefur kort sem gildir á allar sýningar í eitt ár, Bókasafnið gefur árskort fyrir fullorðna auk bókagjafa, Forvarnarsjóður gefur reiðhjól og 4 leikhúsmiða og Tómstundasjóður

gefur 4 miða á Samfésballið. Lestrarkeppnin er einnig á milli skóla, þ.m.t. Fjölbrautaskólans og mun sá skóli sem á nemendur sem lesa flestar bækur á tímabilinu 20. febrúar til 11. apríl 2014 fá borðtennisborð í verðlaun eða annað leiktæki að vali viðkomandi nemendaráðs. Bókasafnið mun hafa umsjón með verkefninu og vera með miða á safninu sem ungmenni geta fengið þegar þau fá lánaðar bækur. Þegar þau skila bókunum þarf miðinn að vera útfylltur með staðfestingu foreldris/forráðamanns og hann settur í sér-

stakan kassa á bókasafninu. Það má lesa eins margar bækur (aðrar en námsbækur) eins og hægt er. Dregið verður úr innsendum miðum 11. apríl nk. Lestrarkeppnin hefst formlega í Bókasafninu kl. 17:00 fimmtudaginn 20. febrúar með því að tveir fulltrúar úr Ungmennaráði Reykjanesbæjar fá að láni fyrstu bækurnar. Þær Azra Crnac og Sóley Þrastardóttir, formaður Ungmennaráðs, munu fylgja verkefninu úr hlaði með stuttu ávarpi ásamt Árna Sigfússyni bæjarstjóra og Gylfa Jóni Gylfasyni fræðslustjóra.

Minna-Knarrarnes á Vatnsleysuströnd.

Kirkja verður byggð að Minna-Knarrarnesi B

æjarráð Voga hefur samþykkt erindi Birgis Þórarinssonar um byggingu 40 fermetra kirkju að Minna-Knarrarnesi. Með bréfi þann 12. febrúar sl. óskar Birgir jafnframt eftir því að leitað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar fyrir framkvæmdinni. Loks kemur fram að stefnt sé að gerð deiliskipulags fyrir Minna-Knarrarnes á næstu mánuðum og á að ljúka þeirri vinnu innan 1 árs.

Frá fyrirtækjasýningunni í Garði sl. haust. VF-mynd: Hilmar Bragi

BÍLALEIGA ÓSKAR EFTIR STARFSKRAFTI Bílaleiga staðsett í Reykjanesbæ óskar eftir að ráða starfsmann í kvöld og helgarvinnu með möguleika á fullri vinnu á komandi sumri. Hæfniskröfur: Sjálfstæð vinnubrögð og útsjónarsemi Jákvætt hugarfar og rík þjónustulund Góð enskukunnátta (vald á öðrum tungumálum kostur) Almenn tölvukunnátta og bílpróf

Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið go@goiceland.com

3000 manns mættu á sýningu í Garði U

m 3000 manns mættu á fyrirtækjasýningu em haldin var í Garði sl. haust af Markaðsog atvinnumálanefnd Garðs. Á fundi nefndarinnar nú í mánuðinum kom fram að sýningin hafi í alla staði tekist vel Ásgeir Hjálmarsson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, fór yfir gang sýningarinnar og benti á örfá atriði sem má skoða betur fyrir næstu

sýningu t.d. að auglýsa sýninguna betur. Einnig má skoða að sýningin verði á 3 ára fresti, segir í fundargerð nefndarinnar. Þá leggur nefndin til að sett verði af stað markaðsátak fyrir Garðinn og þá með það í huga að fá utanaðkomandi fyrirtæki til að koma og kynna sér kosti sveitarfélagsins og gera áætlun að auknum atvinnuskapandi verkefnum.


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. febrúar 2014

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Iðandi leikhúslíf í Reykjanesbæ - Leikfélag Keflavíkur frumsýnir Ávaxtakörfuna í Frumleikhúsinu

F

östudaginn 7. mars frumsýnir Leikfélag Keflavíkur söngleikinn Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur eða Kikku eins og hún er oftast kölluð. Kikka skrifaði Ávaxtakörfuna fyrir 15 árum síðan og því skemmtilegt að Leikfélag Keflavíkur fái að setja verkið á svið í Frumleikhúsinu á þessum tímamótum. Gunnar Helgason leikstjóri verksins sagði í samtali við VF að leikarahópurinn væri frábær, valin manneskja í hverju hlutverki og lifandi hljómsveit á sviðinu sem spilar undir. Þrotlausar æfingar hafa staðið yfir frá því um miðjan janúar og gríðarleg vinna liggur að baki uppsetningu sem þessari.

Það er því einlæg ósk þeirra sem að sýningunni standa að suðurnesjamenn fjölmenni á þessa frábæru sýningu sem fjallar um það hvernig einelti getur átt sér stað, hvar og hvenær sem er og hvernig hægt er að vinna með vináttuna. Þetta er sýning sem á erindi við alla fjölskylduna. Eins og áður sagði verður frumsýning föstudaginn 7. mars, kl.20.00, 2. sýning sunnudaginn 9. mars kl.14.00, 3. Sýning laugardaginn 15.mars kl.14.00 og 4. sýning sunnudaginn 16. mars kl.14.00. Miðapantanir eru í síma 4212540. Almennt miðaverð er 2000 kr. en börn á leikskólaaldri greiða aðeins 1500 kr. Sjá allar nánari upplýsingar í næsta tölublaði VF og á vf.is.

RÁÐUM FAGMANN Í STÖÐU BÆJARSTJÓRA M

eð nýjum sveitarstjórnarlögum og fjárhagsreglum sveitarfélaga eru fjármál og skuldir þeirra í brennidepli. Við verðum að horfast í augu við þá alvarlegu staðreynd að skuldastaða Reykjanesbæjar er enn vel yfir þeim viðmiðunarmörkum sem yfirvöld hafa sett. Þar er gert ráð fyrir 150% skuldahlutfalli sem hámarki miðað við tekjur. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar er langt yfir þeim mörkum. Á þessu kjörtímabili hefur náðst allnokkur árangur í lækkun skulda bæjarfélagsins, en það hefur fyrst og fremst byggst á samningum um lækkun skulda og sölu eigna. Til að ná viðunandi árangri verðum við að sýna meiri aga og aðhald. Nú er nauðsynlegt að gera hvort tveggja að lækka útgjöld og auka tekjur, eigi einhver árangur að nást í áframhaldandi lækkun skulda. Við

þurfum fleiri öflug, atvinnuskapandi fyrirtæki sem greiða há laun til að tekjur sveitarfélagsins aukist. Við þurfum ekki síður að draga markvisst úr rekstrarútgjöldum og stöðva ýmsar fjárfestingar sem vel geta beðið. Við það ástand sem ríkir í okkar bæjarfélagi verðum við að hafa manndóm í okkur til að greina á milli nauðsynlegra verkefna og æskilegra verkefna. Til þess að ná árangri í lækkun skulda er að mínu mati nauðsynlegt að skipta um skipstjóra í brúnni. Þar er ég ekki að halla á núverandi bæjarstjóra sem persónu enda er hann hinn vænsti maður. En fái ég til þess brautargengi í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna 1. mars n.k., mun ég beita mér fyrir því að ráðinn verði bæjarstjóri sem kemur ekki úr röðum bæjarfulltrúa. Ráðinn verði karl eða kona sem er fagmaður í rekstri og beintengist ekki

stjórnmálaöflum í bæjarfélaginu. Þessi aðili getur þá tekið rekstur bæjarins föstum tökum og einbeitt sér að því að koma fjármálunum í lag. Þannig náum við bestum árangri í rekstri sveitarfélagsins okkar. Reykjanesbær á sér bjarta framtíð verði rétt á málum haldið. Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi


14

fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent

BALDUR

Í 4. SÆTIÐ – ENGIN SPURNING

4.TI

pósturu vf@vf.is

n Konráð Lúðvíksson, formaður skrifar:

Vorverkin í garðinum G

etur það hugsast að vorið sé að banka á dyrnar? Gaman ef væri, þótt enn sé aðeins febrúar. Hvað boða þessar 6 heiðlóur sem sáust á Seltjarnarnesinu annað en vor. Þær sáust síðast í nóvember og því mætti ætla að þessar væru fyrstu vorboðarnir. Í bernsku dvaldi ritari löngum hér úti á Garðskaga hjá ömmu og afa og síðar móðurbróður og fjölskyldu hans. Sá var í mörgu sérstakur maður, sannkallað náttúrubarn, hávaðasamur og veðurbarinn, enda alltaf að kallast á við útsynninginn. Hann hafði hins vegar þá sérstöku eiginleika að líta á alla viðmælendur sem jafningja, hvort sem um börn eða fullorðna var að ræða. Hann var einn af fyrstu áhugamönnum um fuglamerkingar sem á þeim tíma var grundvöllur að þekkingu á ferðum og lífsháttum farfugla sem menn vissu harla lítið um. Snörur voru lagðar í ilmandi þarann í fjörunni, fuglarnir veiddir og hringmerktir. Seinna bárust tilkynningar um fund þeirra á fjarlægum stöðum, eftir að þeir höfðu fundist dauðir eða verið skotnir. Þannig aflaðist þekking

um ferðir þeirra og að nokkru leyti um aldur. Sagnir lifðu um hátterni Frakka sem sagðir voru éta þúfutittlingsungana beint upp úr hreiðrinu, marineraða í rauðvíni. Fyrir ungan dreng voru það viss forréttindi að fá að kynnast náttúrunni á þennan hátt og beinlínis vera þátttakandi í vísindastarfi áhugamannsins. Heiðlóan skipaði ætíð sérstakt virðingarsæti í allri umgengni við fugla, hún bar af, sannkölluð þokkadís, hnarreist, hógvær og ætíð boðskapur um eitthvað eðlislega gott, hvar sem maður rakst á hana. Aldrei hefur ritari heyrt heiðlóu hallmælt. Það bar stundum til að í henni heyrðist á dimmum desemberkvöldum niðri í fjöru, eins hún væri að kveðja með angurværum rómi. Henni var óskað góðrar ferðar á langri leið yfir höfin og væntingar um endurkomu látnar í ljós. Að hún birtist í febrúarmánuði lét enginn sér detta í hug, hennar mánuður var apríl. Krían kom 11. maí glaðklakkaleg og uppveðruð, en aldrei fyrr á Garðskagann. Enda lét heldur engum sér detta í hug að rækta rósir í þá daga. Gæti það hugsanlega verið, að þessar 6 heiðlóur af Seltjarnarnesinu hafi dvalið hér í allan vetur, líkt og sumir farfuglar, sem eru í reynd að dvelja www.lyfja.is

TILKOMUMIKIL AUGU á einfaldan hátt

HYPNÔSE DRAMA EYES SKUGGAPALLETTUR & MASKARI

Augnförðun hefur aldrei verið eins auðveld. Sjáðu meira á Lancome.com

LANCÔME KYNNING OG FÖRÐUN FYRIR GÓUGLEÐINA FIMMTUDAGINN 27. OG FÖSTUDAGINN 28. FEBRÚAR KRISTJANA GUÐNÝ LANCÔME NATIONAL MAKE-UP ARTIST OG ÞÓRUNN GUNNARSDÓTTIR FÖRÐUNARMEISTARI FARÐA Í LYFJU Á FÖSTUDAG kl. 12 – 18. Kynning fImmtudag kl. 13 – 18 og föstudag kl. 11 – 18. Frábær afsláttur og kaupaukar.

Þeim sem kaupa Lancôme vörur fyrir 8.900 eða meira býðst förðun á föstudag. Nauðsynlegt er að panta tíma.

25%

*Einn kaupauki á viðskiptavin. Gildir meðan birgðir endast.

Vertu velkomin við aðstoðum þig með allt sem þig vantar.

KYNNING ARAFSLÁTTU R AF ÖLLUM LANCÔME VÖRUM.

Þegar þú kaupir Lancôme vörur fyrir 8.900 eða meira færum* við þér snyrtibuddu fulla af spennandi vörum

Tilboðið gildir í Lyfju Keflavík - sími 421 6565

hér í auknum mæli allt árið? Slíkar hafa veðrabreytingar orðið á undanförnum árum, að við lifum við gjörbreyttar aðstæður. Ritari á samt erfitt með að trúa að fuglar séu farnir að flýja bresku eyjarnar í leit að betri skilyrðum á Íslandi, eins og gefið hefur verið í skyn, skárra væri það. Hvað sem öðru líður hvetur heiðlóan okkur til verka – við eigum að vaka og vinna, annars gerist fátt. Við hjá Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands ætlum að hefjast handa og hefja fræðslustarfsemi vorsins. Við ákváðum að finna nýjar víddir í fræðslustarfseminni og taka fyrir verkefni sem ekki hefur verið minnst á áður eins og ræktun fjölæringa, grjót og tjarnir í garðinum, auk þess sem við hugsum okkur að fá nokkra garðeigendur á Suðurnesjum til að koma saman og ræða um það sem vel hefur tekist í þeirra garði og stendur upp úr. Í okkar nánasta ranni er t.d. einstaklingur sem tekist hefur afburða vel með grasflötina sína. Hann gæti hugsanlega opinberað sitt leyndarmál. Ritari veit reyndar að hann þekur flötina með sandi og sáir grasfræi á hverju vori. Ekki tókst betur en svo hjá ritara að fræið fauk út í blómabeðin til mikillar armæðu, en flötin fúl sem áður. Þá langar okkur að fá til okkur svokallaðan garðanörd, en það er einstaklingur sem nánast sefur í garðinum sínum, merkir hverja einustu plöntu og sópar grasflötina á hverjum degi. Hann býr sér einnig til eigin drykki úr garðinum, sápu eða áburð og er fullkomlega sannfærður um eigið ágæti. Í sumar hugsum við okkur að heimsækja garða á Suðurnesjum, þegar þeir eru í blóma, gjarnan undir góðri leiðsögn. En fyrst eru það vorverkin. Hvenær á að byrja og hvað má gera? Ritari vonar að þeir sem ætla að sá fyrir eigin sumarblómum séu farnir að huga að því. Febrúarmánuður er mánuður sumarblómasáningar en mars garðplantanna. Veljið góðan vesturglugga í húsinu, fáið ykkur sáðmold og bakka, vætið moldina vel áður en sáð er og þekið síðan fræin með örlitlu lagi af mold. Það gefst vel að setja síðan bakkann í glæran plastpoka á meðan fræin spíra til að forðast ofþornun. Athugið að sólarljósið í suðurglugga getur verið svo sterkt að plönturnar hreinlega soðna eða verða veiklulegar. Við erum svo heppin að Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur og fræðslustjóri Garðyrkjufélags Íslands ætlar að hefja fundarröðina með okkur og fjalla um vorverkin. Hann mun beina athyglinni að vörnum við illgresi og óværu á garðplöntum og runnum. Þá tekur hann fyrir grasflötina sem mörgum reynist erfið að viðhalda fallegri, auk þess að fjalla um grundvallaratriði í trjáklippingu. Við eigum von á vörukynningu frá Litlu garðabúðinni sem selur afar skemmtilegan klæðnað fyrir konurnar í garðinum (Garden Girl) auk almennra ræktunarvara. Við hvetjum ykkur áhugafólk að koma, því þið takið alltaf eitthvað með ykkur heim og skiljið gjarnan annað eftir hjá okkur hinum til gagns. Fundurinn verður haldinn í Húsinu okkar (K-húsið) við Hringbraut fimmtudaginn 27. febrúar og hefst kl. 20 að vanda. Aðgangseyrir 500 fyrir alla, léttar veitingar í fundarhléi. Konráð Lúðvíksson, formaður


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. febrúar 2014

-mannlíf

Fyrirlestrar og fjölbreytni á þemadögum FS U

m 50 fjölbreytt námskeið voru í boði fyrir nemendur á þemadögum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Nemendur sóttu ýmsa fyrirlestra og gerðu margt annað eins og að skreyta bollakökur, sóttu suðunámskeið, lærðu hárgreiðslu og þá stóð nemendum til boða að fara í blóðmælingu og margt fleira. Meðfylgjandi myndir voru teknar á fyrri degi Þemadaga í FS.

pósturu vf@vf.is

ATKVÆÐAGREIÐSLA UM NÝJAN KJARASAMNING Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning er hafin og lýkur henni kl. 14:00 föstudaginn 28. febrúar 2014. Nýr kjarasamningur hefur verið kynntur með bréfi til félagsmanna. Opnaður hefur verið kjörfundur í húsnæði félagsins að Vatnsnesvegi14 í Reykjanesbæ og mun hann vera opinn til kl. 14:00 föstudaginn 28. febrúar. Atkvæðaseðill er afhentur á staðnum. Félagsmenn eru hvattir til að að nýta sér atkvæðisrétt og taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Kjörstjórn

MAGNEU

GUÐMUNDSDÓTTUR Í SÆTI. Ágæti kjósandi, Ég óska eftir þínum stuðningi í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ þann 1. mars.


16

fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

Sótt um Bláfána fyrir smábátahöfnina í Gróf

F

ramkvæmdastjóri Reykjaneshafnar hefur lagt fram umsókn um Bláfána í smábátahöfnina í Gróf. Umbætur og skiltagerð í tengslum við það að uppfylla skilyrði sem Landvernd setur til að fá að flagga Bláfánanum eru óverulegar og

innan ramma fjárhagsáætlunar Reykjaneshafnar. Atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar væntir þess að umsóknin verði samþykkt og felur framkvæmdastjóra að fylgja umsókninni eftir.

Stofna félag um veitingarekstur í Hljómahöll

B

æjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt með fjórum atkvæðum að stofna einkahlutafélagið Hljómahöll veitingar ehf. Um er að ræða

tilraunaverkefni og ákveðið að taka málið upp aftur eftir eitt ár. Kristinn Jakobsson sat hjá við afgreiðslu málsins í bæjarráði.

Kveikti varðeld sem barst í sinu

L

ögreglunni á Suðurnesjum v ar ti l k y n nt u m m i k inn sinueld í umdæminu um helgina, í nágrenni við Hafnir. Þar hafði einstaklingur kveikt varðeld án heimildar. Eldur-

inn komst í sinu og mátti litlu muna að hann næði að læsa sig í sumarbústað þarna nærri. Allt fór þó vel og tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann barst í sumarbústaðinn.

oroblu stemning LyFJu reykJanesBæ

Heimskonur/Women of the World á Bókasafni Reykjanesbæjar H

eimskonur/The Women of the World er hópur sem stofnaður var fyrir rúmu ári síðan á Bókasafni Reykjanesbæjar. Í hópnum hittast konur af erlendum sem og íslenskum uppruna, skiptast á sögum og reynslu og njóta samveru saman. Allar fá færi á því að tjá sig og markmið okkar er að hópurinn sé stuðningsnet fyrir konur í Reykjanesbæ í vinalegu andrúmslofti og umhverfi. Allar konur eru velkomnar.

Tími og staður: Bóksafn Reykjanesbæjar (kaffihús) á Tjarnargötu 12, fyrsta laugardag í mánuði kl. 13. Næsti fundur er laugardaginn 1. mars 2014. Time and place: The Reykjanes Public Library (Coffee-shop) at Tjarnargata 12, first Saturday of the month at 1pm. Our next meeting is on March 1st 2014. Heimskonur/The Women of the World group began a little over a

year ago at the Reykjanes Public Library. The group is intended for women who are interested in enjoying good company and exchanging stories and experience. Our aim is to include all women in Reykjanesbær, both immigrant and Icelandic, in a supportive group and friendly environment. All women are welcome. We‘re on Facebook: Heimskonur/Women of the World

SUÐURNES GARÐUR GRINDAVÍK REYKJANESBÆR SANDGERÐI VOGAR

MENNINGARSJÓÐUR SUÐURNESJA STYRKIR Menningarráð Suðurnesja auglýsir eftir styrkumsóknum vegna menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu með fyrirvara um staðfestingu mennta- og menningarmálaráðuneytis um nýjan samning.

föstudaginn 28. febrúar kl. 13-18 HeIðar JónssOn verður á svæðInu Og veItIr góð ráð FyrIr OrOBLu sOkkaBuxur.

25% afsláttur

aF OrOBLu, L’OréaL Og MayBeLLIne Meðan á kynnIngu stenDur.

VERKEFNASTYRKIR Þeir aðilar hafa forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: · Verkefni milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað á Suðurnesjum · Verkefni sem efla nýsköpun á sviði lista- og menningarstarfs · Verkefni sem miða að fjölgun starfa · Verkefni sem styðja við samstarf í ferðaþjónustu og menningu STOFN OG REKSTRARSTYRKIR Umsækjendur geta verið félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurnesjum. Umsækjendur þurfa að skila ítarlegum upplýsingum um starfsemina ásamt síðasta ársreikningi. Þeir hafa forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: · Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs · Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi · Stuðla að og styðja við starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu Úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á menning.sss.is. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 27. mars 2014.

Heiðar Jónsson Förðunarfræðingur og Image designer kennari frá First Impressions í Bretlandi. Diplómagráða í litafræðum frá L’Oréal Paris.

Frekari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir verkefnastjóri í síma 420 3288. Umsóknum skal skilað í 6 eintökum á skrifstofu Heklunnar Grænásbraut 506, 235 Reykjanesbæ eða á netfangið menning@heklan.is.


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. febrúar 2014

Authorized Service Contractor

HEILSUHORNIÐ Hörfræ og samlokugrillið góða    Þar sem mér hefur lengi fundist vanta upp á góð gæði þegar kemur að brauðúrvali í matvörubúðum landsins, hef ég orðið að útbúa sjálf ýmsar útgáfur af hollara brauðmeti heima fyrir. Nú er nefnilega hægt að baka brauð, lummur, pönnslur og bakkelsi úr ýmsu nýstárlegu hollu hráefni eins og möndluhveiti, kókóshveiti, chia mjöli og hörfræjamjöli. Ég hef notað hörfræ í mörg ár og núna er ég farin að baka upp úr hörfræjamjöli hægri vinstri enda keyrir það upp hollustugildið í hvaða brauðmeti sem er. Hörfræ innihalda 3 afar mikilvæg efni fyrir heilsuna; hátt hlutfall omega 3 fitusýra (alpha-linolenic acid og linoleic acid), lignans plöntuefni ÁSDÍS og mikið af trefjum. Þessi svokölluðu lignans GRASALÆKNIR efni hafa jafnvægisstillandi áhrif á hormónakerfi kvenna með því að umbreyta óæskilegu formi af SKRIFAR estrógeni í vægara form sem er heilsuvænna fyrir konur. Hörfræ eru talin hafa vernandi áhrif gegn ýmsum kvillum eins og háþrýstingi, hárri blóðfitu, offitu, hægðatregðu, sykursýki og hormónatengdum kvillum í konum og körlum (sérstaklega fyrirtíðarspennu, breytingaskeiði og blöðruhálskirtilsvandamálum). Hörfræ eru einstaklega góð fyrir meltinguna og hafa mild hægðalosandi áhrif. Það er því auðséð að hörfræ eru hin besta næring fyrir okkur og sniðugt að hafa þau inni í fæðunni okkar en til að ná að nýta næringu þeirra er ráðlagt að nota þau helst möluð en hægt er að mala þau í kaffikvörn, blandara eða kaupa þau tilbúin sem hörfræjamjöl (flax seed meal). Svo er um að gera að strá þeim yfir hafragrautinn, ofan á grísku jógúrtina, út á salat, út í boostið eða baka upp úr þeim alls kyns brauðmeti. Það sem hefur slegið í gegn á mínu heimili er samlokubrauð úr hörfræjamjöli og því búið að gefa gamla samlokugrillinu nýtt gildi eftir langt hlé... 30 g eða 1 dl hörfræjamjöl (t.d. golden flax meal frá Now) ½ tsk psyllium husk duft ¼ tsk vínsteinslyftiduft (½ tsk krydd að eigin vali ef vill) 2 msk vatn Smá salt 1 egg

-öllu hrært saman í skál með gaffli -sett í heitt samlokugrill og grillað í 4 mín (með skeið á milli til að leyfa lyftast) -skera í tvennt og bæta hollu áleggi ofan á eins og pestó, avokadó, kotasælu, grænmeti, o.fl.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir

Óskum eftir starfsmanni í almennt skrifstofustarf Við leitum af þjónustuliprum, jákvæðum og sveigjanlegum einstakling til að takast á við fjölbreytt verkefni.

Starfssvið: • • • • •

Hæfniskröfur:

Tollskjalagerð Skráning gagna Símavarsla Erlend samskipti Ýmis tilfallandi störf í frakt og tolladeild

• • • • • • •

Stúdentspróf skilyrði Góð tölvukunnátta skilyrði Þekking á Navision æskileg Reynsla í tollskjalgerð æskileg Góð enskukunnátta, rituð og töluð Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Aldurstakmark 20 ár

Umsóknarfrestur er til 7. mars 2014 Umsóknir sendist í gegnum heimasíðu okkar www.express.is. Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Sigtryggsdóttir, kolbrun@express.is Express ehf. er umboðsaðili United Parcel Service á Íslandi. UPS er stærsta og öflugasta hraðsendingafyrirtæki heims með þjónustunet til rúmlega 220 landa um allan heim.

Daglegar fréttir á vf.is

FUNDARBOÐ AÐALFUNDIR DEILDA KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA VERÐA HALDNIR SAMKVÆMT SAMÞYKKTUM FÉLAGSINS SEM HÉR SEGIR: Deildir

Dagsetning

Dagur

Tími

Staður

1. deild 13. mars Keflavík norðan Aðalgötu

Fimmtudagur

kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

2. deild 13. mars Keflavík sunnan Aðalgötu

Fimmtudagur

kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

3. deild Njarðvík-Hafnir-Vogar

13. mars

Fimmtudagur

kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

4. deild Grindavík

6. mars

Þriðjudagur

kl. 17:00

Sjómannastofan Vör

5. deild Sandgerði

5. mars

Miðvikudagur

kl. 18:30

Efra Sandgerði

6. deild Garði

5. mars

Miðvikudagur

kl. 17:00

Réttarholtsvegi 13, Garði

Mánudagur

kl. 17:00

Súfistinn, Strandgötu 8 Hafnarfirði

8. deild 3. mars Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes, Kópavogur, Seltjarnarnes, Reykjavík

Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409


18

fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

ATVINNA

Viltu slást í hópinn?

-aðsent

pósturu vf@vf.is

n Brynja Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi skrifar:

Sorg og reiði íbúa M

i k i l s or g o g reiði ríkir hjá íbúum Garðs vegna þeirrar stöðu nú að Garðvangi verði lokað um næstu mánaðamót. Íbúar Garðs sem komnir eru á efri ár, og jafnvel íbúar annarra bæjarfélaga á Suðurnesjum er höfðu hugsað sér að eyða ævikvöldinu á Garðvangi, sjá nú fram á að sú von hefur verið að engu gerð. Ástæðan er yfirgangur og valdníðsla tveggja bæjarfélaga af fjórum í samstarfi um öldrunarmál hér á svæðinu. Ekki er fyrirsjáanlegt að ný hjúkrunarrými komi til úthlutunar fyrir Suðurnesin næstu árin eins og kom fram á fundi í Velferðarráðuneytinu. Það sama á við um lán úr Framkvæmdasjóði aldraðra þar sem búið er að úthluta fjármunum langt fram í tímann. Aldrei á þessum mánuðum sem breyting þessi hefur staðið yfir hafa bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar óskað eftir fundi með okkur bæjarfulltrúum Garðs. Einn fundur hefur verið haldinn og það var að okkar ósk. Þar kom skýrt fram af okkar hálfu að við óskuðum eftir að halda 15 hjúkrunarrýmum á Garðvangi og myndum síðan sjálf standa að fjármögnun endurbóta á Garðvangi þar

til fjármagn til þess fengist. Þessi beiðni var ekki virt viðlits eins og ljóst er nú og sýnir okkur að samstarf eða samvinna er ekki að skila okkur því sem hún ætti að gera. Fyrir bæjarfélagið Garð er það sorgleg staðreynd að með lokun Garðvangs munu um 60 heil eða hlutastörf flytjast úr bæjarfélaginu sem er það sama og ef 600 störf væru flutt úr Reykjanesbæ. Er ekki líklegt að þingmenn og ráðherra á Suðurnesjum létu í sér heyra ef svo yrði? Fáir hafa haft samband eða lagt okkur lið, sama í hvaða flokki þeir standa. Sorglegast er það þó með samflokksráðherra og þingmenn á Suðurnesjum fyrir utan einn Ásmund Friðriksson. Starfsfólk Garðvangs hefur verið í erfiðri stöðu í þeirri óvissu sem ríkt hefur undanfarna mánuði vegna þessa og ber að þakka þeim fyrir þann dugnað og þolinmæði sem þau hafa sýnt. Til okkar, íbúa Garðs, vil ég segja að við gefumst ekki upp þótt á móti blási. Framtíð okkar í öldrunarmálum verður skoðuð ítarlega og vonandi tekst að finna ásættanlega leið fyrir okkur öll til framtíðar. Brynja Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi í Garði

Almennar hæfniskröfur fyrir öll störf hjá Securitas: Hreint sakavottorð Mjög góð íslensku og enskukunnátta Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Sjálfstæð vinnubrögð

Vegna aukinna verkefna vill Securitas Reykjanesi ráða í eftirtalin störf: Þjónusta við fatlaða og hreyfihamlaða (PRM) í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, almenn störf 20 ára aldurstakmark 100% störf og hlutastörf Sjá nánar í starfslýsingu STL-RE03-02 á www.securitas.is

Viðbótar hæfniskröfur: Gilt ökuskírteini Tölvukunnátta Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi s.s. iðnmenntun Sjá nánar í starfslýsingu STL-RE03-01 á www.securitas.is

Vaktstjórar Þjónustu við fatlaða og hreyfihamlaða (PRM) í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 25 ára aldurstakmark 100% störf Viðbótar hæfniskröfur: Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi s.s. sjúkraliðamenntun Sjá nánar í starfslýsingu STL-RE03-03 á www.securitas.is

Þjónustufulltrúi í afgreiðslu 25 ára aldurstakmark Viðbótar hæfniskröfur: Mjög góð tölvukunnátta Sjá nánar í starfslýsingu STL-RE02-01á www.securitas.is

Öryggisverðir í farandgæslu og staðbundna gæslu 25 ára aldurstakmark Sumarstörf, áframhaldandi ráðning möguleg

Tæknimaður Viðbótar hæfniskröfur: Gilt ökuskírteini Þekking á tölvu- og netkerfum Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi s.s. rafvirkjun, rafeindavirkjun Sjá nánar í starfslýsingu STL-RE04-02 á www.securitas.is

Umsækjendur þurfa að geta framvísað málaskrá lögreglu og sækja undirbúningsnámskeið. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Securitas Reykjanesi, Hafnargötu 60, Reykjanesbæ, sími 5807200, netfang reykjanes@securitas.is. Umsóknir berist fyrir 7. mars í gegnum heimasíðu fyrirtækisins; www.securitas.is

Securitas er stærsta öryggisþjónustufyrirtæki landsins með um 400 starfsmenn. Securitas rekur útibú og starfsstöðvar víða um land, m.a. á Reykjanesi, en höfustöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík. Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra þjónustu. Mikil áhersla er lögð á þjálfun og starfsþróun. Störfin henta bæði körlum og konum.

INNBROTAVIÐVÖRUN

BRUNAVARNIR GASSKYNJARI VATNSKYNJARI

AÐGANGSSTYRIKERFI

MYNDAEFTIRLIT FARANDGÆSLA

OKKAR VAKT LÝKUR ALDREI

n Stjórn ferðamálasamtakana skrifar:

Snúum vörn í sókn – Byggjum upp þjónustumiðstöð

S

tjórn Ferðamálasamtaka Reykjaness fagnar þeim aukna áhuga sem svæðinu hefur verið sýnt að undanförnu. Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes Jarðvangur, ásamt ýmsum ferðaþjónustufyrirtækjum, hafa verið ötul við að kynna Reykjanesið sem áhugaverðan áfangastað innlendra og erlendra ferðamanna. Tækifærin eru ótal mörg enda hefur svæðið mikið upp á að bjóða. Stórbrotna náttúru með sín miklu háhitasvæði með tilheyrandi hverum, gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum. Hér er einnig að finna miklar og fagrar strendur með ólgandi brimi, kirkjur hver með sína sögu og sinn sjarma að ógleymdum söfnum sem finna má víða á Reykjanesinu sem gegna veigamiklu hlutverki í menningu íbúa á svæðinu. Brúin á milli heimsálfa er einstök, Gunnuhver og Reykjanesviti hafa mikið aðdráttarafl, vitarnir, Bláa lónið og svona mætti lengi áfram telja. Reykjanesið er á margan hátt vannýtt náttúruperla sem býður upp á mikla möguleika. Því ætti Reykjaneshringurinn ekki að geta orðið eins vinsæll og Gullni hringurinn? Hér liggja ýmis tækifæri til sóknar sem myndu skapa mikið af nýjum störfum, auka arðsemi fyrirtækja og ekki síst auka tekjur til sveitarfélaganna.

En ef öflugur Reykjaneshringur á að verða að veruleika þurfa allir að taka höndum saman og vinna sameiginlega að þeim markmiðum og þeirri stefnu sem Ferðamálasamtök Reykjaness hafa lagt fram til að gera Reykjanesið að áfangastað ferðamanna í fremstu röð. Stjórn samtakanna sér fyrir sér góða og veglega þjónustumiðstöð úti á Reykjanesi sem myndi tengja svæðið og efla ferðaþjónustuna enn frekar. Að mati stjórnar Ferðamálasamtaka Reykjaness er nauðsynlegt fyrir frekari vöxt og uppgang ferðaþjónustunnar á svæðinu að sveitarfélögin í samvinnu við aðra hagsmunaaðila fjárfesti í alvöru þjónustumiðstöð og skipuleggi svæðið vel. Lykilatriðið felst í góðri samvinnu á milli fyrirtækja og sveitarfélaga. Því er nauðsynlegt að öll sveitarfélögin komi að skipulagsvinnu og uppbyggingu nýrrar þjónustumiðstöðvar á svæðinu og hvetur stjórn Ferðamálasamtaka Reykjaness þau öll til að stíga skrefið í sameiningu fram á við, stilla saman strengi sína, vinna sameiginlega að því að styrkja innviðina til að koma Reykjaneshringnum á kortið og gera svæðið að vinsælasta áfangastað ferðamanna á Íslandi. Snúum vörn í sókn og nýtum öll þau tækifæri sem blasa við okkur. Stjórn Ferðamálasamtaka Reykjaness.


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. febrúar 2014

+ www.vf.is

83%

LESTUR

VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Eflum atvinnu auðgum mannlíf Gunnar Þórarinsson gefur kost á sér í 1.-2. sæti í prófkjörinu Helstu áherslur hans eru þessar: Treysta rekstrargrundvöll Reykjanesbæjar með markvissri hagræðingu og aukinni atvinnuuppbyggingu Ráða ópólitískan bæjarstjóra sem er fagmaður í rekstri og einbeitir sér að því að koma fjármálum bæjarfélagsins í lag Skapa íbúum Reykjanesbæjar skilyrði til vel launaðra starfa hjá traustum fyrirtækjum Standa vörð um velferð, menntun og íþrótta- og æskulýðsstarf

Opið hús í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Mánudaginn 3. mars verður opið hús í FS frá kl. 17:00 – 19:00. 10. bekkingar sem eru að útskrifast í vor eru hvattir til að koma og bjóða foreldrum sínum með. Kynning verður á námsframboði skólans, inntökuskilyrðum, húsnæði, félagslífi og fleiru. Allir velkomnir Skólameistari

Stuðningsmenn

Ég vil gera góðan bæ betri

Einar Þ. Magnússon facebook.com/ Einar Þ Magnússon

Ég vil vinna að velferð allra bæjarbúa Atvinnuöryggi er undirstaðan Vinnan er móðir alls

4.sæti

Ég þarf þinn stuðning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 1. mars

HEIÐARLEIKI

TRAUST

ELJA


20

-

fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

smáauglýsingar Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

TIL LEIGU Vatnsnesvegur 5 70m2 atvinnuhúsnæði með innkeyrsludyrum og góðri lofthæð á besta stað í Keflavík. Mjög auðveld aðkoma. Frekari upplýsingar í síma 661 7000.

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

Helgar-vikuleiga á Akureyri. Til leigu íbúð í raðhúsi á Akureyri nokkra daga í senn. Rúm fyrir fimm manns + rimlarúm. Hægt að fá aukadýnur. Upplýsingar í síma 771 1261 eða 824 1261 Ingunn

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

-fs-ingur

vikunnar

Er með allt of mikla fullkomnunaráráttu Thor Andri Hallgrímsson er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hann er Njarðvíkingur á 18. aldursári sem hefur áhuga á fótbolta, hestum og tísku. Mark Wahlberg eða Jason Statham myndu sennilega leika hann ef gerð yrði kvikmynd um líf hans. Mark Wahlberg ef hann nær að halda öllu hárinu og Jason Statham ef hann nær því ekki. Hvaðan ertu og aldur? Ég er úr Njarðvík og er á 18. aldursári Helsti kostur FS? Allan ársins hring er það hin vel valda stríðsnefnd okkar. Klárlega helsti kosturinn við skólann. Hjúskaparstaða? Ég er á lausu.

Íbúðarskúr til leigu. Allar upplýsingar í síma 777 6637.

ÞJÓNUSTA

NÝTT

Vantar þig iðnaðarmann ? Lærður húsasmiður getur bætt við sig verkefnum, utan sem innanhúss. Áratuga reynsla. s.863 6095.

Forvarnir með næringu

Hvað hræðistu mest? Að stíga úr bílnum hans Ásgeirs, maður veit aldrei hvort maður fái þumalinn eða ekki. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Elvar Friðriks í körfubolta.

Vantar þig bókara? Vanur bókari tekur að sér að bóka fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Mjög nákvæm vinnubrögð. Allar nánari upplýsingar hjá Ingu í síma 699 2094 eða e-mail ingabokhald@gmail.com.

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Verktakar, fyrirtæki og félagasamtök athugið! Ég get bætt á mig verkefnum: Færi fjárhagsbókhald, sé um vsk-skil, launavinnslu, uppgjör, ársreikningaog framtalsgerð. Hrefna Díana Viðarsdóttir Viðurkenndur bókari S. 695 6371

Hafnargötu 50, Keflavík

GÆLUDÝR Kisan okkar er týnd. Hún er smágerð grábröndótt týndist laugardaginn 15 feb var í heiðarhverfi en býr ekki þar og er ekki merkt. Hennar er sárt saknað ef þú sérð hana eða ef hún er hjá þér látið vita í síma 846 7717.

Daglegar fréttir á vf.is

pósturu eythor@vf.is

Hver er fyndnastur í skólanum? Teitur Árni, eða Sleggjan úr Njarðlem. Hvað sástu síðast í bíó? Sá Lífsleikni Gillz seinast í bíó og fannst hún bara skítsæmileg. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Góðan mat. Hver er þinn helsti galli? Er með allt of mikla fullkomnunaráráttu. Hvað er heitasta parið í skólanum? Ragnar Friðriks og Andrea Una eru sjóðheit.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Betra wifi er það fyrsta sem mér dettur í hug. Áttu þér viðurnefni? Alltaf bara kallaður Thor Andri. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Búinn að vera að vinna mikið með „ooh killem“ nýlega. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er á uppleið!

EFTIRLÆTIS Kennari: Richard Fag í skólanum: Kristinn Sveinn Sjónvarpsþættir: Breaking Bad, Dexter, The Big Bang Theory og Two and a half men Kvikmynd: Shawshank Redemption

Áhugamál? Fótbolti, hestar og tíska.

Hljómsveit/ tónlistarmaður: Drake, The Weeknd , ASAP Rocky, ASAP Ferg og Schoolboy Q. Leikari: Leonardo DiCaprio

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Hún er sett á útlandið, stóra spurningin er hvar endar maður og að gera hvað. Ertu að vinna með skóla? Nei, ekki eins og er alla vega. Hver er best klædd/ur í FS? Þeir eru nokkrir sem koma til greina. Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt? Annað hvort Mark Wahlberg eða Jason Statham. Mark Wahlberg ef ég næ að halda öllu hárinu og Jason Statham ef ég næ því ekki.

Vefsíður: Facebook, twitter og fotbolti.net Flíkin: 66 úlpan mín Skyndibiti: Olsen Olsen Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Nýjasta lagið með Tósa Ljósár, Steina Pipar og Snorra Gunn - PLG. Þið getið checkað á því á soundcloud/AppleJews.

Samstarfssamningur við sönghópinn Áttundirnar - Efla samstarf og forvarnastarf

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

U

ndirritaður hefur verið samstarfssamningur milli sönghópsins Áttundanna, Hvalsneskirkju, Grunnskólans í Sandgerði og Sandgerðisbæjar. Með samningnum vilja þessir aðilar efla samstarf með áherslu á að styðja við starf sönghópsins Áttundanna og á sama tíma við forvarnaog frístundastarf fyrir börn og ungmenni í Sandgerði. Sönghópurinn Áttundirnar er afsprengi

Jón Ásmundsson, Baugholti 7, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, miðvikudaginn 12. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Krabbameinsfélag Íslands njóta þess. Innilegar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun og hlýju.

Olgeir Jón Jónsson, Þórdís Guðný Harvey, barnabörn og barnabarnabörn.

Ronny Earl Harvey,

Eldhús- og skolvaskar I Á MÚRBÚÐARVERÐ Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm

7.490 11.990

Mikið úrval af blöndunartækjum.

Tölvuþjónustubraut ROM MAC AGP

(fleiri stærðir til)

Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm

hins frábæra barna- og unglingakórsstarfs sem unnið hefur verið í Sandgerði síðustu ár. Sönghópurinn er fyrir þá sem hafa náð góðum árangri í söng og er hugsaður sem hvatning og markmið fyrir aðra að komast í hópinn. Hópurinn mun koma fram á hinum ýmsu viðburðum á vegum kirkjunnar, skólans og/eða bæjarins.

CR Plast skolvaskur 55x34x21cm með botnventli og vatnslás

LAN CAT RAM

7.890

Ertu orðin/n 23 ára? viltu bæta við formlEga mEnntun þína á framhaldsskólastigi? viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði? Þá er raunfærnimat fyrir þig!

Cisa blöndunartæki Gua-543-1 vegghengdur, 1mm stál, einnig fáanlegur í borð kr. 17.990

19.900

4.990

Gua 539-1 með veggstálplötu, grind fylgir, 1mm stál

16.990

LINUX C++ HTML

BIOS SCSI PCI

Botnventill og vatnslásar fylgja öllum vöskum nánari upplýsingar og skráning áhugasamra hjá Miðstöð síMenntunar á suðurnesjuM síMi 421-7500/412-5958 / jonina@mss.is

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. febrúar 2014

Daglegar fréttir á vf.is

ÚTBOÐ

Samsýning í Sandgerði Myndlistarfélag Kópavogs opnar samsýningu laugardaginn 1.mars til 31. mars í Listatorgi í Sandgerði Vitatorgi 9:00 - 11:00. Léttar veitingar eru í boði kl. 15:00 - 17:00 á laugardaginn.

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið Endurgerð gatna 2014 Kirkjugerði - suðurhluti Verkið felst í endurgerð suðurhluta Kirkjugerðis á milli Ægisgötu og Tjarnargötu. Um er að ræða upprif malbiks/olíumalar og steyptra gangstétta, uppgröft ónothæfs efnis, afréttingu götuyfirborðs ásamt styrkingu burðarlags, jöfnunarlag, malbik, vélsteyptan kantstein og hellulögn. Einnig verða endurnýjuð niðurföll og þeim fjölgað, grafnir upp jarðaðir brunnar og þeir hækkaðir upp í yfirborð, auk endurnýjunar fráveitu- og vatnslagna eftir þörfum skv. nánara mati verkkaupa við framkvæmd verksins, auk annars lagnafrágangs. Helstu magntölur eru u.þ.b: Uppgröftur Fyllingar Hellulagðar gangstéttar Vélsteyptur kantsteinn Malbik Fráveitulagnir

550 m³ 550 m³ 365 m² 160 m 1390 m² 80 m

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 16. júní 2014. Útboðsgögn verða seld á diski á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum, á kr. 3.000,-, frá og með föstudeginum 28. febrúar 2014. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 12. mars 2014, kl. 11:00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Sveitarfélagið Vogar

Allir velkomnir.

Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu 2014

Álftanes, Garðabær, Garður, Grindavík, Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Sandgerði, Seltjarnarnes og Vogar. Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Ítalíutöfrar; Toskana, Pisa og Flórens 7. – 14. júní Bodensee í Þýskalandi og Lichtenstein 23. – 28. september Aðventuferð til Innsbruck 4. – 7. desember Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum í síma á milli kl. 17:00 og 19:00 á virkum dögum frá 3. – 12. mars. Svanhvít Jónsdóttir, s. 565 3708 Ína Jónsdóttir, s. 421 2876 Guðrún Eyvindsdóttir, s. 422 7174 Valdís Ólafsdóttir, s. 566 6635 Sigrún Jörundsdóttir, s. 565 6551 Orlofsnefndin

Kæri kjósandi, Ég heiti Guðmundur Pétursson, fæddur 1951, og sækist eftir 5.-7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í komandi prófkjöri þann 1. mars 2014. Ég er húsasmíðameistari og starfa sem framkvæmdastjóri hjá IAV Þjónustu ehf og Skólum ehf, en Skólar reka t.d. 5 leikskóla á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu. Konan mín, Bára Hansdóttir, lést úr krabbameini í september 2011. Við eigum tvö börn, Pétur Rúðrik 41 árs, sem býr í Grindavík, og Sólveigu Gígju 21 árs, sem býr í Reykjanesbæ. Ég var formaður Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar 1994-1998 og formaður framkvæmda- og tækniráðs Reykjanesbæjar 1998-2000. Þá sat ég sem ráðgjafi utanríkisráðuneytisins í vinnuhóp um brotthvarf varnarliðsins og var í vinnuhóp sem iðnaðarráðuneytið skipaði 2010 um atvinnumál á Suðurnesjum. Ég sit í stjórn atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar fyrir hönd Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi (S.A.R) en þar hef ég verið formaður síðan 2011. Mikinn áhuga hef ég haft á atvinnumálum og hef undanfarin 3 ár verið að vinna m.a. í stýrihóp vegna norðurslóðaverkefna og sit í stjórn norðurslóða viðskiptaráði sem stofnuð var í maí 2013. Markmið ráðsins er að efla og viðhalda viðskiptatengslum milli Íslands og annarra norðurslóðaríkja. Ég hef tekið virkan þátt í flokksstarfinu, var formaður Sjálfstæðisfélagsins Keflvíkings, hef setið í stjórn fulltrúaráðsins í fjölmörg ár og núna síðast sem formaður stjórnar fulltrúaráðsins. Ég hef mikinn áhuga á að koma með reynslu mína af atvinnumálum inn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ef ég fæ umboð til þess. Það eru spennandi tímar framundan hér á Reykjanesi með alþjóðaflugvöll og Helguvíkina sem grunnstoðir fyrir ný verkefni. Ég vil leggja krafta mína fram í þeirri þróun og óska því eftir stuðningi þínum í 5.-7. sætið í prófkjörinu þann 1. mars næstkomandi.

Baráttukveðjur, Guðmundur Pétursson


22

fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

ÆSKUDRAUMUR AÐ RÆTAST -Paxel hver? Bjóðið velkominn Jaxel!

Jón Axel á fullri ferð í bikarúrslitaleiknum. VF/myndir Páll Orri

J

ón Axel Guðmundsson vakti mikla athygli fyrir töffaralega innkomu í bikarúrslitaleik karla um síðastliðna helgi, þar sem Grindvíkingar fögnuðu sigri gegn ÍR. Grindvíkingurinn ungi var svellkaldur í fjórða leikhluta og setti niður öll fjögur skot sín, þar af tvær þriggja stiga körfur í horninu. Jón Axel hefur verið viðloðinn meistaraflokk í að verða þrjú ár þrátt fyrir að verða ekki 18 ára fyrr en síðar á árinu. Körfuboltaspekingar vita af honum enda er hann gríðarlegt efni. Eftir að Jón Axel steig á stóra sviðið á laugardaginn og sýndi hæfileika sína, vita eflaust fleiri hver þessi gutti er. Hvað flaug í gegnum hausinn á bakverðinum unga í fjórða leikhluta? „Ég hugsaði bara um að gera mitt besta. Sverrir sagði að ef ég fengi opin skot þá ætti ég að taka þau. Ég fékk skotin og lét bara vaða.“ Jón Axel segir að það hafi verið draumi líkast að setja niður þessi stóru skot fyrir framan fulla stúku af glöðum Grindvíkingum. „Maður ímyndar sér að svona skot heppnist einn daginn þegar maður er að fíflast með félögum sínum. Svo gerðist þetta bara. Æsku-

draumur rætist.“ Jón Axel lék aðeins í 16 mínútur í leiknum en lét mikið að sér kveða, átti tvær stoðsendingar, stal tveimur boltum og hirti eitt frákast, auk þess að skora 10 stig. Jón Axel segir að hann hafi bætt sig töluvert sem leikmaður á undanförnu ári. Hann sé umvafinn reynsluboltum sem séu duglegir að leiðbeina honum til betri vegar. Hann er duglegur að æfa sig aukalega og stefnir hátt í boltanum. Stefnan er tekin til Bandaríkjanna, en ef allt gengur að óskum mun bakvörðurinn leika í framhaldsskóla í Philadelphiu næsta haust. Það er þegar komið í ferli en fyrst skal klára tímabilið með stæl á Íslandi. „Það væri ekki leiðinlegt að taka tvöfalt í ár og vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð áður en ég fer til Bandaríkjanna,“ en Grindvíkingar hafa unnið titilinn undanfarin tvö ár. Einhver bið hafði þó verið eftir bikartitlinum sem síðast kom til Grindavíkur árið 2006. Fékk gæsahúð þegar flautan gall „Þetta er langþráður titill. Þegar um 30 sekúndur voru eftir af

leiknum áttaði maður sig á því að þetta væri orðið að raunveruleika. Ég fékk þvílíka gæsahúð þegar fagnaðarlætin brutust úr, þetta var alveg geðveikt,“ rifjar Jón Axel upp. Faðir Jóns er goðsögn í Grindavík, Guðmundur Bragason, sem af mörgum er talinn besti miðherji sem Ísland hefur alið. Sjónvarpsmyndavélarnar voru duglegar að sína þann gamla í stúkunni sem skiljanlega var að rifna úr stolti yfir syninum. „Hann sagði mér að hann væri ótrúlega stoltur af mér eftir leikinn. Sagði mér að ég hafi sýnt hvar í mér býr, að þetta væri bara spurning um að þora.“ Samkeppni er hörð í sterku Grindavíkurliði. Jón Axel leggur hart að sér til þess að fá sem flest tækifæri. Ef hann nýtir þau eins og hann gerði í Laugardalshöll þá eru honum allir vegir færir. „Draumur minn er að komast í byrjunarliðið. Það er erfitt en maður verður að vinna sér inn mínútur,“ segir bakvörðurinn ungi. Draumurinn er á endanum að komast í háskólaboltann vestanhafs en það verður tíminn að leiða í ljós.

Hver er fyrirmynd þín í körfubolta? Pabbi hefur alltaf verið fyrirmyndin mín en nú er hann hættur, þannig að Lebron James og Jón Arnór eru spilandi menn sem ég lít upp til núna. Hvernig myndir þú lýsa þér sem leikmanni? Mér finnst frekar gott að klappa boltanum, en ef menn eru opnir þá hika ég ekki við að gefa boltann. Ég á það til að vera frekar villtur leikmaður en annars er ég bara mjög mikill alhliða leikmaður, get skotið, gefið, drive-að, dripplað og póstað. Eftirlætislið í NBA? Miami og já, ég er einn af þessum Lebron James gæjum. Eins og staðan er í dag, hvor vinnur í 1-á-1, þú eða pabbi gamli? Sko, pabbi er ekki lengur jafn frár á fæti og hann var, þannig að ég hef hann. Hann er lúmskur í sókninni sá gamli en vörnin drepur hann alltaf. Hver er furðufuglinn í Grindavíkurliðinu? Það muna vera Ómar, en Óli Óla er ekki langt á eftir honum. Hvernig er framtíðin hjá Grindavík?

Framtíðin í Grindavik er mjög björt og unglingastarfið er virkilega gott. Ég er sáttur með leikmenn sem eru að leggja mikið aukalega á sig með einstaklingsæfingum. Áttu þér einhverjar hefðir varðandi körfuboltann. Hjátrú? Ég er ekki með sérstakar hefðir fyrir utan það að ég er með lagalista sem heitir leikdagur sem ég hlusta á fyrir alla leiki. Lög sem peppa mig upp eru m.a. Ain't worried 'bout nothin' með French Montana og Lebron James með Yo gotti. Hver eru markmið þín sem körfuboltamaður? Það er helst að bæta mig með hverjum deginum. Ef maður gerir það mun maður ná langt! Hvor er sætari, Bikarinn eða Íslandsmeistaratitilinn? Ég myndi segja Íslandsmeistaratitillinn því maður er búinn að vera heila úrslitakeppni að berjast fyrir honum. Annars er svo lítill munur á þessu, bæði geðveik tilfinning en sá stóri er aðeins betri. Áttu þér viðurnefni? Páll Axel var alltaf kallaður Paxel og svo þegar ég mætti í meistaraflokk þá byrjaði hann bara að kalla mig Jaxel, þannig hefur það verið síðan.


23

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. febrúar 2014

Til hamingju Grindvíkingar! REYKJANESBÆ

Loksins fór „hinn“ bikarinn á loft

- Grindvíkingar bikarmeistarar eftir hremmingar undanfarin ár í Laugardalshöll

G

rindvíkingar lönduðu langþráðum bikarmeistaratitli í körfubolta um helgina með nokkuð þægilegum sigri gegn ÍR-ingum í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 89-77 fyrir þá gulklæddu úr Grindavík. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára voru hungraðir í bikartitilinn sem hafði runnið þeim úr greipum í síðustu þremur heimsóknum þeirra í Höllina. Grindvíkingar mættu einbeittir og vel undirbúnir til leiks og voru þeir ávallt skrefinu á undan Breiðhyltingum. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn þó svo að ÍR-ingar hafi oft og tíðum verið líklegir. Vörn Íslandsmeistaranna var gríðarsterk og þvinguðu þeir ÍR-inga oft til þess að taka erfið skot. Allir leikmenn skiluðu góðu framlagi í leiknum en frammistaða Sigurðar Gunnars og hins unga Jóns Axels vakti hvað mesta athygli. Munurinn á liðunum var fimm stig

í hálfleik en Grindvíkingar sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta og lögðu grunninn að góðum sigri. Stemningin var skiljanlega góð hjá Grindvíkingum og sjá mátti að fólki var létt yfir þessum bikarsigri, en liðið varð síðast bikarmeistari árið 2006. „Ég var í liðinu í síðustu þremur tapleikjum. Þetta er miklu betri tilfinning. Við héldum okkur við leikskipulagið og börðumst vel, allir sem einn,“ sagði Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga. Miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson var valinn maður leiksins og fór hamförum í seinni hálfleik þegar Grindvíkingar voru að stinga ÍR-inga af í lokaleikhlutanum. „Við náðum að hrista þá af okkur í lokin. Þetta var sætur sigur og þessu munum við fagna,“ sagði risinn sem hefur aldrei leikið betur en í vetur. Hann skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Lewis Clinch Jr. gerði líka 20 stig, þar af 16 í fyrri hálfleik.

Jóhann Árni keyrir að körfu ÍR-inga. Sigurður Gunnar var valinn maður leiksins. VF/myndir Páll Orri


vf.is

-mundi FIMMTUDAGURINN 27. FEBRÚAR 2014 • 8. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

VIKAN

Fjör á föstudegi

Á VEFNUM Jón Björn Ólafsson karfan.is Þá er það bara brottför til Sochi næsta sunnudag og mitt fyrsta Vetrarólympíumót fatlaðra í uppsiglingu. Ekki laust við að maður sé orðinn svaðalega spenntur fyrir verkefninu enda sýndur sá heiður að fá að vera aðalfararstjóri í ferðinni.

Júlíus Guðmundsson Þarf ekki að búa til vefsíðu þar sem að myndir eru birtar af þeim sem kusu SDG og VH til valda? Árni Sigfússon: "Hafa nammibæ, legóbæ, nýja höll fyrir bæjarstjórann, íkorna, legórennibraut, alltaf sumar og sól, bleika fugla í bæinn, prinsessukastala, litlar eðlur, hafmeyju, skemmtigarð, heitan pott..." Þetta eru falleg heilabú að fullum störfum, á milli lestrarverkefna, stærðfræðiþrauta, hönnunar, hláturs og slökunar. Fékk kubbafisk í hádeginu, með bestu máltíðum sem ég hef fengið“ Ragnheiður Elín Árnadóttir Að vakna við óhljóð breimakatta er ekki góð skemmtun...úff!

Var einhver að prumpa í partýinu hjá Sjálfstæðismönnum?

Almar gudbrandsson Sama hvaða lið vinnur þennann bikar þá er bikarinn alltaf kominn heim. Hvar á þessi bikar heima?

Á morgun föstudaginn 28. febrúar er Léttur föstudagur á Nesvöllum kl.14:00. Hljómsveit hússins mætir og heldur uppi fjörinu. Vöfflukaffi á boðstólum á kr. 500. Landsmótsfarar sjá um baksturinn. Skemmtinefnd FEBS

Sigurður Gunnar Þorsteinsson körfuboltamaður Það er ekkert í vatninu hjá okkur í dag #korfubolti #jack #bikarurslit Þórhallur A Vilbergsson Er ennþá að jafna mig eftir þessa sýningu #dirtynfs Sigurgestur Guðlaugs Aðeins eitt framboð í Reykjanesbæ velur á lista sinn með lýðræðislegum hætti. Hvað er það? #búsáhaldabyltingin #xd

Nýr fallegur salur til leigu á Ásbrú Tekur 50 manns í sæti. Fullkomið eldhús.

Tinna Rún Frabær syning Dirty Dancing & nu ætla eg ad fara æfa dans! Mega flottar stelpurnar!

Start Hostel

Lindarbraut 637 // start@starthostel.is // www.starthostel.is // Sími 420 6050

SALTFISKVEISLA OG GESTAKOKKUR FRÁ SPÁNI Í BLÁA LÓNINU Saltfiskur matreiddur að hætti Spánverja verður í boði á LAVA, veitingastað Bláa Lónsins, föstudaginn 28. febrúar. Mikel Población, stjörnukokkur frá Bilbao á Spáni, verður gestakokkur í Bláa Lóninu þennan dag.

KVÖLDMATSEÐILL Saltfisk brandade með hægelduðu eggi og reyktu stökku brauði Kryddsoðinn saltfiskur með soði af kræklingi og saffran Marglaga kaka með sykruðum eplum og kanil Verð: 7.900 kr.

Bókanir á sales@bluelagoon.is eða í síma 420 8800


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.