9.tbl.2013

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Hringbraut 99 - 577 1150

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

vf.is

F IMMTUdagur inn 7. mars 2 0 13 • 9. tö lubla ð • 34. á rga ngur

Atvinnuleysi minnkar hratt Á fjórða hundrað fleiri í vinnu á einu ári. „Allt að snúast í rétta átt,“ segir formaður VSFK

Þ

etta er allt að snúast í rétta átt. Við erum hætt að skrapa botninn,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum hefur fækkað mikið á einu ári og talan hefur hefur lækkað verulega á síðustu vikum og mánuðum. Kristján segir margt að gerast á svæðinu og margt í pípunum. Þegar atvinnuleysi mældist mest hjá verkalýðsfélaginu var um fjórðungur félagsmanna í VSFK atvinnulaus en nú er sú tala helmingi minni eða 13%. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru 993 einstaklingar án atvinnu í lok janúar síðastliðinn. Í desember 2012 voru þeir 76 fleiri sem voru án atvinnu eða alls 1069 en í

janúar 2012 voru þeir hins vegar 1309. Á einu ári hefur tala atvinnulausra því lækkað um 316 eða um fjórðung. Nú í febrúar lækkaði talan enn meira, um alla vega nokkra tugi. Nákvæmar tölur um það liggja þó ekki fyrir. Linda Ásgrímsdóttir hjá Vinnumálastofnun segir að margir sem hafi dottið út af bótum um áramót hafi fengið störf í gegnum Liðsstyrk sem er átaksverkefni stofnunarinnar. Í prósentum talið er atvinnuleysið þó enn mest á Suðurnesjum eða 9,5% en það fór mest í 14,5 árið 2010 og 14,3% 2011 en hefur farið lækkandi síðan. Næstmest er það á höfuðborgarsvæðinu eða 5,8% og á flestum stöðum landsins er atvinnuleysi um helmingi minna en á Suðurnesjum. Af fjölda atvinnulausra á Suðurnesjum voru flestir atvinnu-

lausir í Reykjanesbæ eða um 80% hópsins. Fæstir hlutfallslega eru án atvinnu í Grindavík eða 67 manns í janúar. Ýmis vinnumarkaðsverkefni sem boðið hefur verið upp á hafa hjálpað til en megnið er þó ný störf hjá fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu. Kristján sagði það þó áhyggjuefni að í hópi atvinnulausra væru 100 manns í verslun og þjónustu. Ljóst væri að verslunargreinin væri í erfiðleikum en á heildina litið væri ástandið á réttri leið. „Hljóðið í fólki er allt annað. Við erum að sjá marga sem höfðu verið atvinnulausir í langan tíma vera farna að brosa á nýjan leik og komna út á vinnumarkaðinn á nýjan leik. Það skiptir gríðarmiklu máli.“

Fyrsta ferming ársins í Njarðvíkurkirkju Ert þú að kaupa eða selja skip eða bát? Þá erum við reiðubúnir til þjónustu. Bátar og búnaður www.batarb.is Sími 562 2551- skip@batarb.is

FÍTON / SÍA

Fyrsta ferming ársins fór fram í Njarðvíkurkirkju í Innri Njarðvík á sunnudagsmorgun. Þá fermdi séra Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur fimmtán börn. Samtals verða 80 börn fermd í Njarðvíkurkirkju á þessu ári og munu fermingar dreifast yfir langan tíma en síðasta fermingin verður um hvítasunnuna.

������� ��������� � e���.��

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


2

fimmtudagurinn 7. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR

VINNUSKÓLI REYKJANESBÆJAR

SUMARSTÖRF

Flokkstjórar í Vinnuskóla Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 14 til 16 ára við ýmis umhverfisstörf. Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 19 ára aldri. Flokkstjórar þurfa að vera hvetjandi, stundvísir, samviskusamir og góðar fyrirmyndir. Flokkstjórar hefja störf 23. maí Yfirflokkstjóri Vinnuskóla Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuskólanum sumarið 2013. Eftirlit með vinnuhópum og dagleg verkefnastýring. Umsækjendur skulu vera 25 ára eða eldri með bílpróf. Yfirflokkstjóri skal vera stundvís, jákvæður, lipur og eiga auðvelt með mannleg samskipti. Umsóknir berist í gegnum vef Reykjanesbæjar, http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, fyrir 18. mars 2013. Eingöngu er tekið á móti rafrænum umsóknum. Frekari upplýsingar veitir Berglind Ásgeirsdóttir í síma 840-1556. Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaður Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar.

VIRKJUN Á ÁSBRÚ Opin öllum og allt í fullu fjöri. Fullt af námskeiðum og annarri afþreyingu að byrja. Nánari upplýsingar er að finna á netsíðunni virkjun.net. Allir velkomnir.

NJARÐVÍKURSKÓLI

Grunnskólakennari óskast til afleysinga v/fæðingarorlofs frá 3. apríl til 12. júní nk. Starfssvið: Umsjónarkennari á yngra stigi Menntunar og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla. Góð mannleg samskipti Umsóknarfrestur er til 14. mars nk. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri í s. 420 3000/863 2426 Njarðvíkurskóli er samfélag sem einkennist af virðingu, ábyrgð og vinsemd. Njarðvíkurskóli hefur innleitt PBS (stuðning við jákvæða hegðun) innan skólans. Skólinn hefur undir sinni stjórn tvær sérdeildir sem þjóna öllum grunnskólum á Suðurnesjum, önnur deildin er fyrir börn með þroskahamlanir og hin fyrir börn með alvarleg frávik í atferli og hegðun. Mikil vinna er hafin við endurskipulagningu skólastarfsins með það í huga að bæta árangur nemenda skólans. Sjá nánar um skólann á njardvikurskoli.is

Geri ráð fyrir um 3,5 milljarða kr. framlagi -frá ríkinu til Helguvíkur, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar

E

ftir fund me ð fjármálaráðherra og tveimur þingmönnum Samfylkingarinnar úr Suðurkjördæmi hef ég jákvæðar væntingar til þess að hið sama gildi um stuðning við Helguvík og nú er verið að samþykkja á Bakka,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ eftir fund hans með Katrínu Júlíusdóttur, fjármálaráðherra sl. föstudag. Eftir milljarða samninga um framkvæmdir á Bakka gaf ríkisstjórn Íslands út að sambærilegir samningar yrðu gerðir vegna framkvæmda í Helguvík. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar staðfesti það í samtali við Víkurfréttir daginn fyrir fundinn. Árni Sigfússon sagði þetta eftir fundinn í grein á vef Víkurfrétta: „Hvað er verið að samþykkja á Bakka? Þar á Vegagerðin að leggja 1,8 milljarða í vegaframkvæmdir, þar er ríkið að leggja 560 milljónir kr. í undirbúning lóðar, einnig leggur ríkið fram þálfunarstyrk upp á 340 milljónir kr. og um 800 milljónir kr. í hafnargerð. Þetta eru samtals um 3,5 milljarðar kr. Ég geri einmitt ráð fyrir að um 3,5 milljarða kr. framlag komi til okkar. Til að vera nákvæmari með okkar kostnað þá hefur Reykjanesbær þegar fjármagnað flestar framkvæmdir, þar á meðal vegalagningu sem kostar reyndar ekki nema um um 500 milljónir kr. Þá væri ríkið að greiða um 2 milljarða króna vegna hafnargerðar í tengslum við bæði álver og kísilver. Það eru um 60% framkvæmdakostnaðar. Hitt tekur bærinn á sig. Þá hljóta þálfunarstyrkir að vera a.m.k. sambærilegir eða hærri hér því atvinnuverkefnið hér er mun umfangsmeira en upphafsverkið á Bakka. Þá er uppreiknaður framkvæmdakostnaður hafnarinnar vegna lóðar um 750 milljónir. Miðað við að frumvarp ríkis-

Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar í ræðustól. Eysteinn Eyjólfsson til hliðar. Björk Þorsteinsdóttir er á milli þeirra.

stjórnarinnar vegna Bakka er þegar komið til þingsins hljótum við að sjá sambærileg handtök fyrir okkur. Ég ítreka að við erum ekki að tala um viljayfirlýsingar heldur skuldbindingar. Ég trúi því að þingmenn okkar í þessu kjördæmi fylgi þessu vel eftir við fjármálaráðherra og núverandi ríkisstjórn. Þeir hafa lofað því!“ Fögnum ákvörðun ríkisstjórnarinnar „Við fögnum ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá föstudeginum 1. mars um að ganga til viðræðna við Reykjanesbæ um málefni Helguvíkurhafnar og fjárframlag ríkisins til uppbyggingar þar. Í framhaldi viðræðnanna verður málið síðan afgreitt með lögum frá Alþingi,“ segir í bókun Samfylkingarinnar (sem leggja átti fram á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjdag en var ekki gert vegna formgalla að mati forseta bæjarstjórnar) en var birt á vef Víkurfrétta. Þar með er ljóst að ekki mun standa á hafnarframkvæmdum til að gera þjónustu mögulega við þau fyrirtæki sem hefja vilja starfsemi sína í Helguvík en sem kunnugt er þá liggja fyrir staðfestir fjárfestingar-

samningar vegna álvers og kísilvers í Helguvík. Suðurnesjamenn hafa í næstum áratug sóst eftir fjárhagslegum stuðningi við Helguvíkurhöfn en ekki haft árangur sem erfiði. Þrátt fyrir að þingmenn, bæjarfulltrúar og ráðherrar hafi unnið hörðum höndum að verkefninu hefur ekkert þokast fyrr en nú. Niðurstaða vinnuhóps sem Oddný G Harðardóttir, þáverandi fjármála- og iðnaðarráðherra, setti af stað vorið 2012 með það verkefni að vinna að undirbúningi aðkomu ríkisins að hafnargerð í Helguvík og að Bakka, markaði tímamót fyrir baráttu okkar Suðurnesjamanna fyrir uppbyggingu í Helguvík. Skýrar yfirlýsingar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og Katrínar Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra styðja framhald verksins. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar tryggir áframhaldandi uppbyggingu í Helguvík, mikilvægt verkefni fyrir Suðurnesjamenn alla. Nú er fjármögnun frá ríkinu til hafnaruppbyggingar loks í höfn og það á vakt ríkisstjórnar jafnaðarmanna“. Friðjón Einarsson Eysteinn Eyjólfsson Hjörtur M Guðbjartsson

Bæjarfulltrúa vísað úr pontu Ó

- og fundarhamarinn brotnaði í öllu fjörinu

vænt uppákoma varð á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sl. þriðjudag þegar Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar vísaði Eysteini Eyjólfssyni, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, úr ræðustól. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður á fundi bæjarstjórnar. Ástæðan fyrir uppákomunni var sú að forseti gerði athugasemd við það þegar Eysteinn hóf að ræða um málefni Helguvíkur en þau voru ekki á dagskrá í fundargerðum bæjarráðs sem voru til umræðu. Slíkt væri ekki heimilt samkvæmt fundarsköpum bæjarstjórnar, að fjalla um efni sem væri ekki á dagskrá. Þessu mótmælti Eysteinn og taldi slíkt oft hafa gerst áður. Böðvar sagði svo ekki vera. Eysteinn óskaði eftir fundarhléi og ræddu þá saman

oddviti Samfylkingar og forseti bæjarstjórnar. Niðurstaðan var óbreytt. Málið fengi ekki að koma á dagskrá. Síðar á fundinum í umræðum um fundargerð íþrótta- og tómstundasviðs gerði Eysteinn athugasemd við það að forseti bæjarstjórnar væri ekki hlutlaus því hann hefði gert átölulaust að Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi og formaður ráðsins, fjallaði um Nettó-mótið, þó svo það væri ekki á dagskrá fundargerðarinnar. Böðvar svaraði því til að málefni Nettó-mótsins væru öllum kunn en svo væri ekki um að ræða í þessu tilviki með málefni Helguvíkur. Síðan var einnig bent á það að í fundargerðum íþrótta -og tómstundasviðs væri verið að ræða um þakkir UMFÍ til Reykjanesbæjar vegna stuðnings

Hjörtur Zakaríasson, bæjarritari með fundarhamarinn sem gaf sig þegar forseti lamdi honum hressilega þegar hann var að útskýra fundarsköp í „óvæntu uppákomunni“.

við Nettó-mótið. Því færi Eysteinn ekki með rétt mál þegar hann talaði um hlutdrægni forseta. „Þetta er alveg skýrt í fundarsköpunum. Mál eru ekki tekin fyrir ef þau eru ekki á dagskrá. Langflestir bæjarfulltrúar vissu ekkert um málið og því óundirbúnir að ræða það. Mér fannst þessi uppákoma mjög leiðinleg og hef aldrei lent í svona löguðu áður,“ sagði Böðvar Jónsson við VF eftir fundinn.


236x360 mm MANNVIT Heilsíða - Víkurfréttir

3

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 7. mars 2013

1

2

3

4

5

6

A

A

B

B

C

C

D

D

E

E

F

F

sÍa •

G

jl.is

Við þökkum samstarfsaðilum okkar og viðskiptavinum fyrir farsælt samstarf í hálfa öld. Megi næstu 50 ár leiða af sér aukna velferð með traust, víðsýni, þekkingu og gleði að leiðarljósi.

G

Frá árinu 1963 hefur starfsfólk Mannvits og forverar þess verið leiðandi í ráðgjöf á fjölþættu sviði orkunýtingar, iðnaðar og mannvirkja á Íslandi.

Jónsson & Le’macks

Árið 1963 hófst eldgos undir hafsbotni sem vitnar um hina gríðarlegu orku sem býr í jarðgrunni Íslands. Surtsey reis úr sæ og hefur nú staðið af sér brimrót í 50 ár. Þessa orku hefur Íslendingum tekist að beisla og nýta landi og þjóð til velferðar og hagsbóta.

mynd: sigurJón einarsson

FRAMFARIR Í 50 ÁR

H

H

1

2

3

4

5

6


4

fimmtudagurinn 7. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR

RITSTJÓRNARBRÉF Páll Ketilsson

vf.is

Erum hætt að skrapa botninn Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Það er allt annað og betra hljóðið í Kristjáni Gunnarssyni, formanni Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Atvinnuleysi er á hraðri niðurleið á Suðurnesjum. Á einu ári hefur atvinnulausum á Suðurnesjum fækkað um rúmlega 300 manns. Það munar svo sannarlega um minna. „Þyngslin eru að baki og við erum hætt að skrapa botninn. Nú liggur leiðin upp á við,“ sagði formaðurinn við Víkurfréttir. Vöxtur hefur verið verulegur í fiskvinnslu, ekki síst í Sandgerði þar sem fyrirtæki eru í miklum vexti sem og ný fyrirtæki að hefja rekstur. Einnig er mikill vöxtur í kringum flugið í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verkefni fyrir einn og hálfan milljarð í flugstöðinni eru komin í gang. Ljóst er einnig að innan skamms mun atvinnutækifærum fjölga mikið í Helguvík, sé ekki talað um ef og þegar álver kemst í gang. Ekki má gleyma miklum fjölda sprotafyrirtækja sem eru farin að búa til störf

hægt og bítandi og ótrúlegri uppbyggingu á Ásbrú eins og sjá má í annarri frétt. Með jákvæðri þróun í atvinnumálum mun verslun og þjónusta vonandi rétta aftur úr kútnum en sú grein hefur átt mjög erfitt á Suðurnesjum en 100 manns í verslunargeira eru án atvinnu. Kristján Gunnarsson segir mikilvægt að horft sé til framtíðar og að íbúar á Suðurnesjum sameinist í jákvæðu viðhorfi og umræðu. Samstaða og samvinna sé mikilvæg.

Nettó-mótið Eitt stærsta íþróttamót sem haldið er hér á landi, Nettó-mótið í körfuknattleik var haldið um sl. helgi. Um 1500 ungmenni sprikluðu í íþróttahúsum og gistu á svæðinu. Foreldrar fylgdu með. Talið er að um og yfir þrjú þúsund manns hafi heimsótt Reykjanesbæ og hluti af þeim fjölda kom við í Garðinum þar sem einnig

var keppt í íþróttahúsinu þar. Fram kom á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ að körfuboltagestir hafi verið duglegir að nota veitingastaði, gistihús og heimsótt menningarhúsin okkar. Ljóst sé þó að með meira samstarfi sé hægt að gera betur á því sviði. Tugir fyrirtækja komu að mótinu með liðunum Keflavík og Njarðvík með Nettó á toppnum og 250 sjálfboðaliðar hjálpuðu til við framkvæmdina. Vel að verki staðið hjá félögunum. Það hefur sýnt sig að íþróttahreyfingin dregur að fólk í þessu móti sem og mörgum öðrum. Þannig gefur hreyfingin til baka til aðila í verslun og viðskiptum. Það ætti að auðvelda henni að fá velvild og styrki frá þeim aðilum.

Síðasta sýningarhelgi á Lögum unga fólksins

U

m helgina lýkur sýningunni Lög unga fólksins í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Sýningin sem var opnuð þann 26. janúar hefur notið mikillar hylli. Á henni er að finna ný verk, málverk, skúlptúra og innsetningar, eftir sex myndlistarmenn, Davíð Örn Halldórsson, Guðmund Thoroddsen, Jóhönnu Kristbjörgu Sigurðardóttur, Mörtu Maríu Jónsdóttur, Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur og Ragnar Jónasson. Öll eru þau fædd á árunum 1974 til 1982 og eiga að baki bæði einkasýningar og samsýningar heima og erlendis. Heiti sýningarinnar er tvírætt, vísar bæði til áhuga listamannanna á dægurtónlist og dægurmenningu almennt og hins „lagskipta málverks“, bæði í tæknilegu og menningarlegu tilliti, enda eru verk þeirra samsett úr mörgum lögum nútíma sjónmenningar. Þetta eru verk máluð á striga, tréplötur, viðarbúta og aðskotahluti, höggin í rótarhnyðjur, hlaðin úr keramikvösum, að ógleymdum verkum eftir Davíð Örn og Ingunni Fjólu, sem gerð eru sérstaklega fyrir sýningarrýmið. Á meðal gesta sem lagt hafa leið sína í Listasafnið eru um það bil 350 nemendur sem hafa fengið leiðsögn um sýninguna sem höfðar sérlega vel til þeirra. Um miðjan febrúar var Sigrún Sandra Ólafsdóttir, annar tveggja sýningarstjóranna, með leiðsögn um sýninguna sem varpaði ljósi á hugmyndina á bak við sýninguna, sérkenni hvers listamanns og hvað það var sem gerði það að verkum að leiðir þeirra lágu saman í þessari sýningu. Sýningarstjórar eru Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og Sigrún Sandra Ólafsdóttir, sem til skamms tíma rak Gallerí Ágúst. Síðasti sýningardagur er 10. mars. Safnið er opið alla virka daga frá kl. 12.00-17.00 og um helgar frá kl. 13.00-17.00. Ókeypis aðgangur.

Myllukrakkar á ferð og flugi í Danmörku Þ

ann 8. október 2012 fór 10. bekkur í Myllubakkaskóla í ferðalag til Danmerkur, að heimsækja danska krakka sem við höfðum verið að vinna með í ýmsum skemmtilegum verkefnum frá því í byrjun 10. bekkjar. Þessi hugmynd kom fram þegar við vorum í 9. bekk og þá sóttu kennararnir okkar um styrk til Nordplus. Við fengum svo jákvætt svar í júní 2012. Við mættum öll ólýsanlega spennt á flugvöllinn klukkan 5 á mánudagsmorgni en fundum ekki fyrir þreytu vegna spennings. Ferðalagið gekk vel og þegar við komum til Aarup biðu krakkarnir okkar á lestarstöðinni, gleðin skein af þeim og þetta var þvílíkt gaman. Það tók okkur ekki langan tíma að kynnast krökkunum enda flest mjög opin og skemmtileg. Við fórum svo beint í skólann þar sem búið var að skipuleggja verkefni fyrir okkur. Að því loknu fórum við heim með dönsku krökkunum sem við áttum að gista hjá. Á þriðjudeginum tókum við lest til Odense sem er u.þ.b. hálftíma frá Aarup. Við fórum á H.C Andersen safnið og á Fyns Kunstmuseum, svo fengum við að rölta um og spóka okkur í góða veðrinu. Á fimmtudeginum var verkefni dagsins að undirbúa veislu fyrir kvöldið sem var haldin í íþróttasal skólans. Okkur var skipt í hópa, sum okkar fengu það verkefni að elda mat fyrir kvöldið, aðrir að skreyta salinn og svo var margt fleira sem þurfti að koma í verk til að gera kvöldið sem skemmtilegast. Þetta heppnaðist allt saman mjög vel og það var gott að vinna með Dönunum þrátt fyrir að hafa aðeins þekkt þá í 3 daga. Kvöldið var skemmtilegt og það var mikið hlegið. Tíminn var ofboðslega fljótur að líða og áður en við vissum af var vikan á enda og kominn

föstudagur en þá var íþróttadagur skólans. Um morguninn mættu allir nemendur út á skólalóð og við hituðum upp með því að dansa við hið heimsfræga Gangnam Style lag sem var að slá í gegn á þessum tíma. Eftir hlaupið fórum við í bíó á danska mynd. Þessir dagar sem við eyddum með dönsku krökkunum og fjölskyldum þeirra voru mjög skemmtilegir og það var mikil reynsla fyrir okkur öll að vera inni á öðru heimili, í öðru landi og frá okkar foreldrum í heila viku. Við fengum að kynnast öðrum lifnaðarháttum og menningu þó svo að Danmörk sé ekki svo langt frá okkar litla Íslandi. Við héldum til Kaupmannahafnar á laugardagsmorgni og okkur fannst erfitt að þurfa að kveðja krakkana, en við gátum huggað okkur við það að við sjáum þá aftur núna í maí á

þessu ári. Það var ótrúlega gaman í Kaupmannahöfn. Á laugardagskvöldinu fórum við í Tivoli sem var rosalega gaman. Við eyddum sunnudeginum líka í Kaupmannahöfn, skoðuðum t.d. Litlu hafmeyjuna, konungshöllina o.fl. Ferðalagið heim gekk vel fyrir sig og við pössuðum öll upp á hvort annað, við erum heppin með kennara og samnemendur. Allt gekk upp og við erum endalaust þakklát fyrir allt sem hefur verið gert fyrir okkur. Ferðin okkar til Danmerkur var frábær frá upphafi til enda og skapaði ómetanlegar minningar sem við munum aldrei gleyma. Anita Lind Fisher 10. UG Rannveig Ósk Smáradóttir 10. ÞG


5

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 7. mars 2013

nautahaKK

Kræsingar & kostakjör

100% hreint nautahaKK

verðsprengja!

899 áður 1.498 kr/kg

399

Kr pK

KjúKlingavængir

goða pylsur

tex mex

10 styKKi

395 tómatar Í lausu, verð 256 Kr/Kg 365 Kr buff 2 stK , verð 160 Kr 229 Kr Cherry 250gr, verð 181 Kr/pK 259 Kr Cherry gulir 250gr, verð 279 Kr/pK 398 Kr tommies shaKer 250gr verð, 195 Kr/pK 279 Kr

% afsláttur

30

ur t t á l s f a % 50

Kr Kg

rúnstyKKi - gróf/döKK - með sesam - fjölKorna - sólKjarna - grasKers - blönduð

40

áður 79 kr/stk

Tilboðin gilda 07. mars - 10. mars Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6

fimmtudagurinn 7. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR

LEIKSKÓLINN HOLT Óskar eftir leikskólakennara í 100% stöðu deildarstjóra frá og með 15. apríl 2013. Í leikskólanum er unnið í anda Reggio Emilia með áherslu á útinám og skapandi starf. Unnið er með jákvæð og gefandi samskipti og er góður starfsandi ríkjandi í skólanum. Hafir þú áhuga á að vinna í lifandi og metnaðarfullu starfsumhverfi með skemmtilegu fólki þá hafðu samband. Frá og með 1. maí næstkomandi stækkar skólinn um eina deild og verður fimm deilda leikskóli. Helstu verkefni og ábyrgð - Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t: - Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni - Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar - Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá - Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu Hæfniskröfur - Leikskólakennaramenntun - Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg - Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum - Frumkvæði í starfi - Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð - Góð íslenskukunnátta Einnig er óskað eftir leikskólakennurum eða öðru uppeldismenntuðu starfsfólki í þrjár stöður. Við hvetjum jafnt karla sem konur til að sækja um. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Frekari upplýsingar veitir Kristín Helgadóttir leikskólastjóri s.4216100 / 8966104 eða Kristin.helgadottir@leikskolinnholt.is

n Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco:

600 störf á Ásbrú Og 115 fyrirtæki Í

dag starfa yfir 600 manns á Ásbrú og þar eru starfrækt 115 fyrirtæki. Þá búa um 2000 manns á Ásbrú. Verkefnið sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, fékk í hendurnar við brotthvarf Varnarliðsins 2006 hefur gengið vonum framar, segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, í viðtali við Suðurnesjamagasín Víkurfrétta. „Grundvöllurinn sem skapaður hefur verið undir framtíðaruppbyggingu er mjög sterkur og mun leiða til framtíðar vaxtar á svæðinu, þar sem við erum með verkefni sem er samsett úr fræðilegum grundvelli undir allt verkefnið, sem er Keilir og rannsóknarsetur því tengt. Keilir starfar á sömu sviðum og við erum að leggja áherslu á í atvinnuuppbyggingu. Við erum líka með farveg fyrir nýjar hugmyndir, sprotafyrirtæki og frumkvöðla. Þá höfum við mjög markvissa stefnu í að þjónusta mjög vel stór nýsköpunarverkefni sem hafa verið að koma hér inn á svæðið og festa rætur eins og gagnaver Verne og fleira. Í grunninn erum við með

Um 2000 manns búa á Ásbrú og þar blómstrar mannlífið. Hér eru börnin að leik í snjónum.

þekkingargrundvöllinn, við erum með stóru nýsköpunarverkefnin sem skapa grundvöll fyrir hin minni til að blómstra og þetta mun vaxa áfram,“ segir Kjartan Þór. - Það hefur orðið gríðarlega mikil atvinna hér á örfáum árum. „Það er alveg rétt. Þetta hefur skilað miklu inn í samfélagið. Það eru miklir fjármunir sem hefur verið

LÖG UNGA FÓLKSINS Síðasta sýningarhelgi Í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum Allir velkomnir , ókeypis aðgangur Opið 13:00 – 17:00

ATVINNA - FÉLAGSRÁÐGJAFI

Staða félagsráðgjafa hjá Fjölskylduog félagssviði Reykjanesbæjar Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar (FFR) auglýsir eftir starfsmanni í 100% stöðu á skrifstofu FFR. Starfið felst í vinnu við fjárhagsaðstoð og ráðgjöf á stoðdeild sviðsins og krefst góðrar nærveru og hæfni í samskiptum við fólk. Menntun og reynsla: Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið félagsráðgjafanámi til starfsréttinda og sé með reynslu af störfum við félagsþjónustu sveitarfélaga. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru skv. samningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi fagfélags.

Minjastofnun Íslands Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2013 Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2013 Frá og með 1. janúar 2013 tóku gildi ný lög um menningarminjar nr. 80/2012. Með gildistöku þessara laga voru Húsafriðunarnefnd og Fornleifavernd ríkisins sameinaðar í nýja stofnun, Minjastofnun Íslands. Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr húsafriðunarsjóði. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 182/2013. Sjóðurinn veitir styrki til viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum. Sjóðnum er einnig heimilt að veita styrki til viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. Sjóðnum ber einnig að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.

Umsóknarfrestur er til 21. mars 2013.

Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis hennar fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar.

Nánari upplýsingar veitir Hera Ósk Einarsdóttir, forstöðumaður stoðdeildar, hera.o.einarsdottir@reykjanesbaer.is í síma 421-6700,

Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, husafridun.is eða í síma 570 1300. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2013.

Fjölskyldu- og félagssvið

Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að þær framkvæmdir sem hún styrkir séu viðunandi af hendi leystar og í samræmi við innsend gögn. Bent er á leiðbeiningarit Húsafriðunarnefndar og Húsverndarstofu um viðhald og viðgerðir eldri húsa í Minjasafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni.

Umsóknum skal skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar http://reykjanesbaer.is.

fjárfest hér í uppbyggingu sem hafa nær allir farið inn í samfélagið hér á Suðurnesjum og skipta milljörðum króna“. Kjartan Þór sagði í viðtalinu að Þróunarfélag Keflavíkur, Kadeco, væri sjálfbært. Tekjur af sölu og leigu fasteigna hafa algjörlega staðið undir þróuninni hingað til. „Fjármunum, sem við höfum innheimt vegna sölu fasteigna, hefur verið skilað til ríkisins og við síðan fengið hluta af þeim til baka á fjárlögum, fyrir utan öll þau fyrirtæki sem hingað eru að koma og þeirra fjárfestingu á svæðinu“. Fjárfestingar á Ásbrú eru jafnframt að hafa þýðingu langt út fyrir þetta hverfi. Fólk í öllum stéttum er að njóta góðs af þeirri uppbyggingu sem er að eiga sér stað hér á Ásbrú. Sérstakur þáttur um Ásbrú verður í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á sjónvarpsstöðinni ÍNN á næstu vikum.

Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík

Ölvaður ökumaður keyrði út í vínbúð

L

ögreglunni á Suðurnesjum barst fyrir helgi tilkynning þess efnis að tvær bifreiðar hefðu rekist saman á bílastæði í umdæminu, og stæðu þær þannig að framendar þeirra snertust. Er lögreglumenn mættu á staðinn sáu þeir hvar kona, sem greinilega var ökumaður annars bílsins, kom út úr vínbúð við planið og setti hvítan poka inn í hann. Þegar lögreglumennirnir ræddu við konuna var talsverð áfengislykt af henni. Hún var því handtekin og færð á lögreglustöð. Hún kvaðst hafa dreypt lítillega á rauðvíni kvöldið áður. Öndunarpróf bentu til þess að hún hefði neytt áfengis. Í hvíta pokanum voru þrír áfengispelar og svo heil flaska til viðbótar og voru allar flöskurnar óuppteknar.


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 7. mars 2013

7


8

fimmtudagurinn 7. mars 2013 โ ข Vร KURFRร TTIR

Kรญsill sem fรฆรฐubรณt

Hanna Ragnheiรฐur Ingadรณttir, Burkni Pรกlsson og Fida Abu Libdeh รญ hรบsnรฆรฐi geoSilica.

- geoSilica undirbรฝr framleiรฐslu รญ frumkvรถรฐlasetrinu Eldey M

eรฐal รพeirra sem eru aรฐ stรญga sรญn fyrstu skref sem frumkvรถรฐlar รญ Eldey frumkvรถรฐlasetri รก ร sbrรบ eru Fida Abu Libdeh og Burkni Pรกlsson en รพau stofnuรฐu รก sรญรฐasta รกri fyrirtรฆkiรฐ geoSilica รญ framhaldi af lokaverkefnum beggja viรฐ tรฆknifrรฆรฐinรกm hjรก Keili. Fyrirtรฆkiรฐ, sem mun sรฉrhรฆfa sig รญ vinnslu รก kรญsil sem nรฆringarefnis, fรฉkk รญ haust styrk frรก Tรฆkniรพrรณunarsjรณรฐi sem tryggir รพvรญ rekstur nรฆstu รพrjรบ รกrin.

Lokaverkefni Burkna fjallaรฐi um aรฐferรฐir viรฐ hreinsun kรญsils sem fellur รบt รบr heitum jarรฐsjรณ viรฐ kรณlnun, en Fida rannsakaรฐi รกhrif kรญsils sem nรฆringarefnis og m.a. hvernig hann virkar รก bakterรญur. ร ar kom รญ ljรณs aรฐ kรญsillinn hefur hemjandi รกhrif รก bakterรญur en รกรฐur hafรฐi veriรฐ taliรฐ aรฐ saltiรฐ รญ heitum sjรณ vรฆri orsakavaldurinn. ร รณ ekki sรฉ enn vitaรฐ hvaรฐ รพaรฐ er รญ kรญslinum sem veldur รพessari virkni รพรก er ljรณst aรฐ hann bรฝr yfir sรถmu eiginleikum og mรถrg sรณtthreinsandi efni. ร egar Fida fรณr aรฐ rรฆรฐa viรฐ Burkna um kรญsil sem nรฆringar- og fรฆรฐubรณtarefni og hve mikil verรฐmรฆti vรฆru รญ hreinum kรญsil, komu รพau fljรณtt auga รก mรถguleikana sem felast รญ vinnslu kรญsils รบr affallsvatni jarรฐhitavirkjana รก svรฆรฐinu. Vatniรฐ frรก รพessum

virkjunum rennur nรบ รณhindraรฐ รญ sjรณ eรฐa er dรฆlt aftur niรฐur รญ jรถrรฐina รกn รพess aรฐ nokkur sรฉ aรฐ nรฝta รพaรฐ. ร litlegasti kosturinn var vatn frรก Hellisheiรฐi vegna efnasamsetningar

รพess. ร au settu sig รญ samband viรฐ Orkuveitu Reykjavรญkur sem sรฝndu verkefninu strax mikinn รกhuga รพar sem um var aรฐ rรฆรฐa nรฝtingu รก vatni sem รพeir รพurfa aรฐ hafa mikiรฐ fyrir aรฐ losa sig viรฐ. ร kjรถlfariรฐ fengu รพau viljayfirlรฝsingu frรก OR um samstarf og aรฐ รพau fรกi aรฐ nรฝta affallsvatn

frรก Hellisheiรฐarvirkjun aรฐ vild. Til viรฐbรณtar fรก รพau aรฐ nรฝta afgangs varma frรก virkjuninni viรฐ aรฐ forvinna vatniรฐ รกรฐur en รพaรฐ er flutt รก vinnslustaรฐ. Algjรถr nรฝjung ,,ร essi aรฐferรฐ viรฐ kรญsilvinnslu er algjรถr nรฝjung og skapar okkur hjรก geoSilica mikla sรฉrstรถรฐu, รพar sem hvergi annars staรฐar รญ heiminum er veriรฐ aรฐ hreinsa kรญsil รก nรกttรบrulegan hรกtt." segir Burkni. Venjan hafi hingaรฐ til veriรฐ aรฐ nota รฝmis efnasambรถnd til aรฐ vinna kรญsil รบr jarรฐvegi og bergi. Fida segir aรฐ menn sรฉu fyrst nรบna aรฐ รกtta sig รก รพessum undraverรฐu eiginleikum kรญsils sem fรฆรฐubรณtaefnis รก lรญkamann og ekki sรญรฐur til รบtlosunar รณรฆskilegra efna sem hlaรฐast upp รญ lรญkamanum. Einnig er taliรฐ aรฐ kรญsill geti komiรฐ รญ veg fyrir รฝmis รถnnur vandamรกl s.s. beinรพynningu og mjรถg sennilegt aรฐ fleiri kostir efnisins komi รญ ljรณs fyrr en sรญรฐar. Fyrsti starfsmaรฐurinn rรกรฐinn Fyrirtรฆkiรฐ hefur sรญรฐan รญ haust leigt aรฐstรถรฐu hjรก Eldey frumkvรถรฐlasetri

Auglรฝsing um atkvรฆรฐagreiรฐslu utan kjรถrfundar vegna kosninga til Alรพingis Utankjรถrfundaratkvรฆรฐagreiรฐsla vegna alรพingiskosninga, sem fram eiga aรฐ fara 27. aprรญl 2013 er hafin hjรก sรฝslumanninum รญ Keflavรญk, og verรฐur sem hรฉr segir รก skrifstofum sรฝslumannsins รญ Keflavรญk, Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbรฆ og Vรญkurbraut 25, neรฐri hรฆรฐ, Grindavรญk: Reykjanesbรฆr: s Alla virka daga til og meรฐ 5. aprรญl frรก kl. 08:30 til 15:00. s Alla virka daga 8.-26. aprรญl frรก kl. 08:30 til 19:00. s Alla laugardaga รญ aprรญl, รพ.m.t. รก kjรถrdag 27. aprรญl, frรก kl. 10:00 til 12:00. s Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. aprรญl, frรก kl. 10:00 til 14:00. Grindavรญk:

Aรฐeins opiรฐ virka daga sem hรฉr segir: s Frรก og meรฐ 11. mars til og meรฐ 19. aprรญl frรก kl. 08:30 til 13:00. s Dagana 22.- 24. og 26. aprรญl frรก kl. 08:30 til 18:00. Opiรฐ รญ Keflavรญk รก sumardaginn fyrsta.

og รพar er nรบ veriรฐ aรฐ leggja lokahรถnd รก standsetningu iรฐnaรฐarrรฝmis fyrir starfsemina. Fyrsti starfsmaรฐurinn hefur veriรฐ rรกรฐinn en รพaรฐ er Hanna Ragnheiรฐur Ingadรณttir sem mun sinna verkefnastjรณrn รญ vรถruรพrรณun. Fyrsta vรถrutegundin, fรฆรฐubรณtarefni รบr kรญsil, er nรบ รก prรณfunarstigi og eru รพau nรบ รพegar meรฐ aรฐra vรถru รก teikniborรฐinu en รพaรฐ er steinefnarรญkur nรฆringardrykkur. Fida og Burkni segjast finna fyrir miklum meรฐbyr hjรก fyrirtรฆkjum og einstaklingum รก svรฆรฐinu og eru mjรถg รพakklรกt fyrir allan stuรฐning sem รพau hafa fengiรฐ viรฐ fyrstu skrefin. Og รพรณ svo aรฐ vatniรฐ sรฉ aรฐfengiรฐ sรฉ stefna geoSilica aรฐ hafa starfsemina รก Reykjanesi, leita ekki langt yfir skammt og nรฝta alla รพรก รพjรณnustu sem svรฆรฐiรฐ hefur upp รก aรฐ bjรณรฐa. Framundan er standsetning vinnslulรญnu samhliรฐa vรถruรพrรณun og markaรฐssetningu รก netinu รพar sem sigtaรฐ er รก stรฆrstu sรถluaรฐilana. Markmiรฐiรฐ er svo aรฐ vera komin af staรฐ meรฐ framleiรฐslu รก รกrinu og fyrstu vรถruna รญ sรถlu รก seinni hluta รพessa รกrs.

Fร LAG ร HUGAFร LKS OG Aร STANDENDA ALZHEIMERSSJร KLINGA OG ANNARRA MEร SKYLDA SJร KDร MA Kaffihรบsaspjall og pรถnnukรถkur! Tenglar FAAS รก Suรฐurnesjum halda sinn 2. frรฆรฐslufund mรกnudaginn 11. mars kl. 16:30 รญ Selinu, Vallarbraut 4, (Njarรฐvรญk) Reykjanesbรฆ.

Dagskrรก: t .FOUJT$VSB FIG LZOOJS OรขKB BยงGFSยงBGSย ยงJ WJยง HSFJOJOHV ร heilasjรบkdรณmum รบt frรก skjรณtari niรฐurstรถรฐum og miklu รถryggi t ร NTBS HBHOMFHBS VQQMรขTJOHBS GZSJS BMESBยงB NJOOJTTLFSUB PH รพeirra aรฐstandendur, hvetjum alla til aรฐ mรฆta. t 'ZSJSTQVSOJS PH VNSย ยงVS Allir velunnarar FAAS รกsamt รถllu รกhugafรณlki um mรกlefni fรฉlagsins velkomnir. Viรฐ hvetjum fรณlk til aรฐ lรกta sig mรกliรฐ varรฐa, styรฐja รพannig viรฐ fรฉlagiรฐ og fรก frรฆรฐslu um รถldrunarmรกl รก heimaslรณรฐum Kaffiveitingar verรฐa รญ boรฐi okkar Kveรฐja, FAAS tenglar รก Suรฐurnesjum

Atkvรฆรฐagreiรฐsla รก sjรบkrahรบsum og dvalarheimilum aldraรฐra fer fram 22. til 24. aprรญl nk. skv. nรกnari auglรฝsingu รก viรฐkomandi stofnunum.

Sรฝslumaรฐurinn รญ Keflavรญk 4. mars 2013 ร รณrรณlfur Halldรณrsson sรฝslumaรฐur

Q SUร URNESJAMAGASร N รถll Mร NUDAGSKVร LD

KL. 21:30

รก ร NN, Kapalkerfinu รญ Reykjanesbรฆ og รก vf.is Q Skemmtilegar รกbendingar um efni berist til vf@vf.is Q


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 7. mars 2013

MMC Pajero Árgerð 2009, dísel Ekinn 72.000 km, sjálfsk.

Ásett verð

6.390.000,-

ÚRVALS

NOTAÐIR BÍLAR í REYKJANESBÆ

Komdu til okkar á Njarðarbraut 13 og prófaðu einn af gæðingunum í notuðum bílum. Sölumenn taka vel á móti þér!

MMC Pajero

AUDI A4

Árgerð 2011, dísel Ekinn 23.000 km, sjálfsk.

MMC Pajero Sport Árgerð 2006, dísel Ekinn 176.000 km, beinsk.

Ásett verð:

Ásett verð

Ásett verð

5.190.000,-

5.200.000,-

5.490.000,-

1.550.000,-

OPEL Zafira

SKODA Superb

Árgerð 2011, dísel Ekinn 69.000 km, sjálfskiptur

SUZUKI Grand Vitara diesel Árgerð 2009, dísel Ekinn 53.000 km, beinsk.

TOYOTA Land Cruiser 150 Árgerð 2011, dísel Ekinn 43.000 km, sjálfsk.

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

2.120.000,-

4.200.000,-

3.550.000,-

VW Passat

VW Polo

Árgerð 2012, dísel Ekinn 28.000 km, beinsk.

VW Transporter

Árgerð 2006, dísel Ekinn 153.000 km, sjálfsk.

Árgerð 2007, dísel Ekinn 121.000 km, beinsk.

Árgerð 2008, bensín Ekinn 61.000 km, sjálfsk.

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

1.990.000,-

2.350.000,-

1.650.000,-

CHEVROLET Captiva Árgerð 2010, dísel Ekinn 27.000 km, sjálfsk. Ásett verð

Árgerð 2006, bensín Ekinn 101.000 km, sjálfsk.

Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040 www.heklarnb.is

Árgerð 2007, dísel Ekinn 89.000 km, sjálfsk.

Ásett verð

8.990.000,-

kasten

LEXUS Rx350

5.950.000,-


10

fimmtudagurinn 7. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR

grinda-víkurfréttir Tillaga um endurbættan miðbæ í Grindavík lögð fram T

illaga að nýju miðbæjarsskipulagi í Grindavík hefur verið lögð fram. Nái tillagan fram að ganga mun verða talsverð breyting á ásýnd miðbæjarsins í Grindavík. Það er svæðið í kringum Festi sem er álitið sem miðbær í Grindavík en það var niðurstaða íbúafundar um málið síðla árs 2010. Grindavíkurbær fékk Atla Ráðgjafarfyrirtæki til að vinna að tillögu að nýjum miðbæ. Tillagan felur í sér nokkuð róttæka breytingu á götumyndinni á Víkurbraut og Ránargötu á milli Festi, Grindavíkurkirkju og Landsbankans. Með þessari

breytingu á að reyna að tengja betur miðbæinn í kringum Festi og svo hafnarsvæðið. „Það var boðað til íbúafundur í október 2010 þar sem kallað var eftir ábendingum og sjónarmiðum íbúa,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur. „Meginniðurstaða þess íbúafundar var að miðbær Grindavíkur væri eitt hjarta með tvö hólf; annars vegar hafnarsvæðið og hins vegar svæðið í kringum Festi og þar sem stjórnsýslan er í dag. Við erum að ljúka fyrsta áfanga í þessari skipulagsvinnu sem er skipulag í kringum Festi og stjórnsýsluhúsið og í

kjölfarið munum við svo vinna að skipulagi hafnasvæðisins og gáttarinnar, Ránargatan sem tengir þessi tvö svæði saman.“ Megininntak deiliskipulagstillögunnar er að skapa umgjörð um lifandi miðbæ í Grindavík með blandaðri starfsemi verslunar, þjónustu og íbúða. Áhersla er lögð á að uppbygging falli vel að því byggðamynstri sem fyrir er. Gert er ráð fyrir að nýjar byggingar verði að mestu tveggja hæða hús en í stöku tilfellum verði heimilaðar þrjár hæðir sem og einnar hæðar byggingar. Einnig er lögð áhersla á að auka umferðaröryggi í miðbænum,

Miðbær Grindavíkur.

draga úr umferðarhraða og gera gangandi og hjólandi vegfarendum hærra undir höfði. Breytingar á gatnamótum Víkurbrautar og Ránargötu verða gerðar til að stuðla að betra umferðarflæði milli miðbæjar og hafnar. Víkurbraut og Ránargata munu gegna hlutverki aðalgötu og verður hámarkshraði á Ránargötu frá Víkurbraut að Túngötu 30 km/klst. Gert er ráð fyrir að þess hluti Ránargötu fái annað yfirbragð með breyttum

yfirborðsefnum, lýsingu, bílastæðum við götu o.fl. Grindvíkingar hafa tíma til 15. apríl til að koma með athugasemdir við tillögunni. Grindavíkurbær lét útbúa kynningarmyndband þar sem ítarlega er greint frá tillögunni. Róbert segir að það ferli hafi heppnast vel og að reynt verði að hafa sama hátt þegar farið verður í meiriháttar skipulagsbreytingar líkt og hér er um að ræða.

Glæsileg dagskrá á Menningarviku Grindavíkur

M

Sumarafleysingar - Tollafulltrúi DHL Express á Íslandi óskar eftir að ráða tollafulltrúa í sumarafleysingar á starfsstöð sinni á Keflavíkurflugvelli. Starfssvið: • Tollskýrslugerð • Náin samvinna með tollgæslunni • Reikningagerð • Samskipti við viðskiptavini og samstarfsmenn í öðrum deildum • Þátttaka í öðrum verkefnum innan deildarinnar

Menntunar- og hæfniskröfur: • Framúrskarandi þjónustulund & lipurð í mannlegum samskiptum • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð • Frumkvæði og geta til þess að vinna undir álagi • Gott vald á íslensku og ensku, töluðu og rituðu máli • Góð almenn tölvukunnátta, kunnátta í Navision æskileg • Tollmiðlararéttindi eru æskileg • Hreint sakarvottorð er skilyrði

Umsóknarfrestur til og með apríl 2013 Áhugasamir eru hvattir til að senda ferilskrá á netfangið atvinna@dhl.com Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Tómasdóttir, starfsmannastjóri DHL Express á Íslandi, í síma 535-1100. DHL Express á Íslandi

enningarvika í Grindavík er haldin í fimmta sinn 9.-17. mars næstkomandi. Menningarvikan var fyrst haldin árið 2009 og hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Tónleikar, listasýningar, vísnakvöld o.fl. er meðal þeirra viðburða sem er á dagskrá á Menningarvikunni í ár. Auk fjölmargra grindvískra tónlistarmanna þá stígur einnig á stokk rokkhljómsveitin Skálmöld í Kvikunni þann 16. mars. Magnús og Jóhann halda einnig tónleika á Bryggjunni þann 17. mars. „Markmiðið með vikunni er að draga Grindvíkinga, sem eru í listum, sem mest fram í sviðsljósið og leyfa svo okkur hinum í samfélaginu að njóta. Þetta hefur gengið framar vonum og á hverju ári stíga nýir Grindvíkingar á stokk,“ segir Kristinn Reimarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarviðs Grindavíkurbæjar. Hvað er það sem stendur upp úr í Menningarvikunni í ár? „Á hverju ári er það framlag heimamanna sem stendur upp úr en við höfum á hverju ári reynt að fá til okkar þekkta listamenn. Í ár eru það tónleikar með Magnúsi og Jóhanni á Bryggjunni, sunnudaginn 17. mars og svo með hljómsveitinni Skálmöld í Kvikunni laugardagskvöldið 16. mars. Þetta eru viðburðir sem enginn má missa af. Annars höfðar dagskráin til allra aldurshópa og skólastofnanir bæjarins eru mjög virkir þátttakendur í vikunni.“

Frá menningarviku Grindavíkur 2011

Hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið í Grindavík Undirbúningur fyrir hátíðina hófst í byrjun janúar og eru fjölmargir listamenn úr Grindavík sem taka þátt. „Það verða tvær myndlistarsýningar með fimm grindvískum áhugamyndlistarmálurum. Nokkur fjöldi tónlistarmanna kemur fram, bæði í grindvískum atriðum eða með öðrum. Svo verður grindvískt vísna- og sagnakvöld í Kvikunni þriðjudaginn 12. mars þar sem fjöldi Grindvíkinga mun stíga á svið þannig að það eru nokkuð margir Grindvíkingar sem munu láta ljós sitt skína í menningarvikunni,“ segir Kristinn. Hann telur Menningarvikuna hafa mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. „Hún hefur töluverða þýðingu og þá helst í þá veru að hún þjappar

fólki saman og blæs jákvæðni í fólk eftir myrka vetrardaga. Samfélagið finnur að það er margt gott í gangi í Grindavík og ekki þarf að sækja alla menningarviðburði til höfuðborgarinnar. Andrúmsloftið meðal íbúa er gott og það eru margir sem bíða spenntir eftir þessari viku. Ég hvet fólk til að kynna sér dagskrána vel og vera virkir þátttakendur. Mjög margir nota tækifærið og bjóða ættingjum og vinum í heimsókn til Grindavíkur þessa daga,“ segir Kristinn Sú nýjung verður í boði í ár að hægt verður að nálgast fréttir og dagskrá vikunnar í snjallsímum með sérstöku snjallforriti sem verður aðgengilegt á heimasíðu Grindavíkurbæjar frá með deginum í dag. Þar verða einnig fluttar daglegar fréttir frá vikunni.

Q SUÐURNESJAMAGASÍN öll MÁNUDAGSKVÖLD

KL. 21:30

á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is Q Skemmtilegar ábendingar um efni berist til vf@vf.is Q


auglvikurfrettir:Layout 1

5.3.2013

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 7. mars 2013

15:19

Page 1

11

Skálmöld með tónleika í Kvikunni laugardaginn 16.mars kl. 20:30. Verð: 3.000 kr. í forsölu sem hefst laugardaginn 9. mars í Kvikunni. Verð 4.000 kr. við innganginn.

Magnús Þór og Jóhann

Menningarvika MENNING ER MANNSINS GAMAN

í Grindavíkurbæ 9.-17. mars

Eyþór Ingi

Lógos

Pálmar

Formleg opnun menningarviku í Grindavíkurkirkju laugardaginn 9. mars kl. 14:00 Glæsileg dagskrá alla vikuna: • Fjölbrey�ir tónleikar • Myndlistasýningar • Leikskýningar fyrir börnin • Barnatónleikar • Gospelmessa • Safnahelgi á Suðurnesjum • Po�aspjall Alþingisframbjóðenda í sundlauginni • Kvennakvöld körfuboltans • Kútmagakvöld Lions • Hugmyndasmiðja um Gamla bæinn • Uppskriftakeppni um besta saltfiskré�inn 2013 • Ýmsar uppákomur á vegum Tónlistarskólans • Og ýmislegt fleira spennandi. Sjá dagskrá í heild sinni á www.grindavik.is

McKinley Black

Gísli Einarsson

Poppkórinn Vocal project

Jóhann Sigurðarson

Bakkalábandið

Agnar og félagar

SAMSAM

Heiðar


12

fimmtudagurinn 7. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Arsenal Soffía Ólafsdóttir mætt á völlinn í Arsenal-gallanum og með íslenska fánann.

G

Hjálmfríður Kristinsdóttir, Elín Ólafsdóttir, Soffía Klemenzdóttir og Katrín Sigurðardóttir.

Mætt fyrir utan Arsenal-pöbbinn.

arðmærin Soffía Ólafsdóttir fór frekar ótroðnar slóðir þegar jólagjafirnar árið 2011 voru annars vegar. Hún vann sér líklega inn mörg prik hjá börnum sínum, barna- og tengdabörnum enda gjöf Soffíu afar rausnarleg það árið. Hún ákvað að bjóða allri stórfjölskyldunni á knattspyrnuleik í London, en þar leikur liðið sem á hug og hjarta flestra í fjölskyldunni. „Ég fylgi strákunum mínum. Þeir hafa haldið með Arsenal frá því að þeir voru litlir pollar,“ segir Soffía en faðir þeirra Sæmundur Klemenzson heitinn var þó stuðningsmaður Manchester United. „Þetta var á þeim tíma þegar Arsenal voru sigursælir og pabbi þeirra þóttist halda með Arsenal í léttri stríðni. Seinna kom svo í ljós að hann var Manchester maður, en þeir stóðu áfram með sínu liði.“ Ferðin var farin til minningar um fjölskylduföðurinn Sæmund sem lést árið 2010. „Það er Hlíðari syni mínum að þakka að mörg barnabörnin styðja Arsenal. Hann var að ota að þeim alls kyns dóti sem hann fékk frá Arsenalklúbbnum í gegnum árin. Þetta hefur því sameinað fjölskylduna að vissu leyti.“ Soffía og Sæmundur áttu

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Opið hús í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Mánudaginn 11. mars verður opið hús í FS frá kl. 17:00 – 19:00.

saman fjögur börn. Þau eru Ólafur, Hlíðar, Klemenz og Guðjónína. Soffía segir að hún fylgist lítillega með fótboltanum en annað slagið kíki hún á leiki í sjónvarpinu þegar strákarnir hennar eru að glápa. Alls fóru 26 manns á vegum Soffíu í ferð sem Arsenal klúbburinn á Íslandi stóð fyrir. 240 manns fóru frá Íslandi að sjá leik Arsenal og QPR á Emirates leikvangi þeirra Arsenal-manna. Fengu ekki fleiri jólagjafir Soffía hafði heyrt af því að Arsenal klúbburinn á Íslandi ætti 30 ára afmæli og farin yrði ferð af því tilefni. Hún fór þá að huga að því að það gæti verið gaman að fara með fjölskylduna í fótboltaferð. „Þetta er ferð sem maður fer einu sinni á ævinni með fjölskyldunni allri,“ segir Soffía en hún ákvað að fyrst hún hefði efni á að gera þetta skyldi hún láta slag standa. Þó svo að ferðin hafi kostað skildinginn þá var hún hverrar krónu virði í huga Soffíu. „Ég var ekkert að gefa þeim aðrar jólagjafir það árið,“ segir Soffía og hlær. Mikil kátína ríkti þegar barnabörnin opnuðu gjafirnar og einhver þeirra voru töluverðan tíma að átta sig á því að þau væri virkilega að fara að berja eftirlætis fótboltagoðin augum. Upplifunin var að sögn Soffíu frábær. Að fara á pöbbinn að upplifa menninguna, ef menningu mætti kalla var alveg einstakt að hennar sögn. „Þar var verið að spila og syngja. Svo voru bikarar á staðnum sem hægt var að mynda sig með. Þetta var mikil upplifun og þá sérstaklega fyrir börnin. Þegar komið var á völlinn var sérstakt að sjá þegar leikvangurinn fylltist hægt og bítandi.“ „Sem betur fer var þetta sigurleikur en það var á síðustu stundu sem mínir menn skoruðu sigurmarkið,“ segir Soffía en henni þótti gaman að sjá viðbrögðin hjá fólkinu. „Ég myndi mæla með því að fólk færi á einn svona leik á ævinni. Þetta er alveg toppurinn.“ Sérstaklega segir hún gaman að hafa farið með eldheitum

stuðningsmönnum og upplifa þeirra gleði og ástríðu á leiknum. Nokkrir fjölskyldumeðlimir eru farnir að skipuleggja ferð á Arsenal leik á næsta ári þar sem dóttursonur Soffíu fermist. „Fyrir mörgum árum þá talaði hann um að hans heitasta ósk væri að fá í fermingargjöf ferð á Arsenal leik og það hefur svo sannarlega ekki breyst þó þessi ferð hafi verið farin, heldur bara styrkst ef eitthvað er.“ Hópurinn fór í sérstaka skoðunarferð þar sem leikvangurinn var skoðaður. Þar er farið í búningsklefa, blaðamannastúkur og fleiri sérstaka staði sem almennt eru ekki opnir fyrir áhorfendur. Hópurinn borðaði á veitingastað á leikvellinum og þar kom m.a. Ray Parlour, fyrrum leikmaður liðsins og heilsaði upp á Íslendingana. Fjörugra er áramótaskaupið „Það er svo gaman að fylgjast með umstanginu í kringum þetta. Enda mikið gert úr þessu hjá Englendingum,“ segir Soffía en hún getur vel hugsað sér að fara aðra slíka ferð í góðra vina hópi. Ferðin tókst með miklum ágætum en Soffía lofar skipulag aðdáendaklúbbsins sérstaklega. Meira var gert en að horfa á fótbolta en fjölskyldan skellti sér á sýninguna um Konung ljónanna sem sýnd hefur verið við frábærar undirtektir í fjölda ára. Tíminn var einnig nýttur til þess að versla og njóta lífsins í Lundúnarborg. „Samvera með sínu fólki skapar frábærar minningar og t.d. á Gamlárskvöld var sýnt myndband frá Arsenal-ferðinni en öll fjölskyldan var heima hjá mér og höfðu allir mjög gaman af og var mikið hlegið, já meira en af Áramótaskaupinu,“ segir Soffía létt í bragði. Soffía hefur unun af því að ferðast og fyrirhuguð er ferð með fjölskyldunni til Dubai en áður hafa þau farið í siglinu um Karabíahafið. „Maður á að njóta lífsins á meðan það er mögulegt,“ segir Arsenal-amman Soffía að lokum.

10. bekkingar sem eru að útskrifast í vor eru hvattir til að koma og bjóða foreldrum sínum með. Kynning verður á námsframboði skólans, inntökuskilyrðum, húsnæði, félagslífi og fleiru. Allir velkomnir Skólameistari Ólafur, Guðjónína, Hlíðar, Soffía og Klemenz.

Viðtal: Eyþór Sæmundsson • Ljósmyndir: Ólafur Sæmundsson

- Gaf fjölskyldunni fótboltaferð í jó


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 7. mars 2013

al amma Soffía Ólafsdóttir og Þóra Kristín Klemensdóttir

rð í jólagjöf

Hlíðar Sæmundsson fremstur í flokki með íslenska fánann.

PIPAR \ TBWA • SÍA • 130507

Við mælum heilsuna í Keflavík Lyf & heilsa Keflavík bjóða upp á blóðþrýstings-, blóðfitu- og blóðsykursmælingar sem geta gefið vísbendingar um líkamsástand þitt til framtíðar. Gott líkamlegt ástand er lykillinn að betra lífi. Með því að vera meðvituð um starfsemi líkamans og bera ábyrgð á heilsu okkar getum við oft og tíðum gripið inn í og komið í veg fyrir þróun sjúkdóma. Kíktu inn og við mælum þig.

Sími 421 3200

Opið kl. 9–19 virka daga 10–14 um helgar

Keflavík


14

fimmtudagurinn 7. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Q SUÐURNESJAMAGASÍN • frumsýnt öll MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:30 á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is

Jesus Christ Superstar Kumasi Máni og í Keflavíkurkirkju Járnið í gyminu FS-INGUR VIKUNNAR

Þ

orsteinn Helgason er 16 ár a Kef lvíkingur. Hann er á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann væri til í að fá gos í mötuneyti skólans og helst myndi hann vilja að það væri frí í skólanum daginn eftir böll. Af hverju valdir þú FS? Ég nennti ekki vera að fara í Reykjavík. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er mjög gott. Áhugamál? Fótbolti og líkamsrækt.

K

eflavíkurkirkja hefur undanfarin ár ekki legið á liði sínu í öflugu tónlistarstarfi Reykjanesbæjar og ræðst nú í enn eitt metnaðarfullt verkefni á föstunni. Samkvæmt hefðinni er það píslarsagan sem er umfjöllunarefnið en á nokkuð nýstárlegan hátt, því nú standa yfir í kirkjunni æfingar á völdum lögum úr rokkóperunni ,,Jesus Christ Superstar". Um er að ræða messu sem flutt verður í kirkjum á Suðurnesjum í dymbilviku af Kór Keflavíkurkirkju ásamt hljómsveit og völdum söngvurum með væntanlegan Eurovisionfara Eyþór Inga í fararbroddi. Stjórnandi verksins er Arnór B. Vilbergsson organisti í Keflavíkurkirkju en hann hefur einnig útsett tónlistina sérstaklega fyrir kórinn og hljómsveitina. Eins og flestir vita er tónlistin eftir Andrew Loyd Webber og Tim Rice en Hannes Örn Blandon þýddi textann á íslensku. Sr. Skúli S. Ólafsson hefur samið hugleiðingar um síðustu daga Krists sem verða fluttar milli laganna af sóknarprestum hverrar kirkju. Þegar Arnór var inntur eftir því hvernig þetta hefði komið til sagðist hann vera búinn að ganga með þessa hugmynd í áratug. Hann hafði sett þetta upp í miklu smærri mynd í Stærra-Árskógskirkju í Eyjafirði, þar sem hann starfaði sem organisti áður

en hann réðst til starfa í Keflavík. Síðan hafi hann beðið eftir rétta tækifærinu til að setja verkið upp með þeim myndugleik sem nú er gert. ,,Ég hafði tvennt að leiðarljósi við útsetningarnar. Í fyrsta lagi að þetta sé messa þar sem prestur tengi saman lögin með hugleiðingu um efnið og svo fær kórinn miklu stærra hlutverk en er í óperunni. Með því að auka vægi kórsins er ætlunin að magna upp áhrifin þar sem hann leysir af hólmi strengja- og blásturshljóðfærin í upprunalegu útsetningunni. Auk kórsins eru valinn maður í hverju rúmi við einsöng og hljóðfæraleik. Með hlutverk Jesú og Júdasar fara þeir Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Sigurður Ingimarsson en sá síðarnefndi þandi svo eftirminnilega raddböndin í U2 messunni sem Arnór og kirkjukórinn sungu fyrir tveimur árum. Auk þeirra sjá félagar úr kórnum um einsöng og hljóðfæraleik með aðstoð góðra hljóðfæraleikara sem hafa veitt liðsinni við uppákomur af þessu tagi í gegnum árin. Fyrirhugaðar messur eru þrjár: Á pálmasunnudag 24. mars í Keflavíkurkirkju, þann 25. mars í Safnaðarheimilinu í Sandgerði og 26. mars í Grindavíkurkirkju og hefjast kl. 20. Ekki verður krafist aðgangseyris að þessum viðburði en safnað á staðnum frjálsum framlögum í orgelsjóð Keflavíkurkirkju.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Atvinnumaður í fótbolta. Ertu að vinna með skóla? Neibb. Hver er best klæddur í FS? Rosalega margir flottir, get hreinlega ekki valið. Hvað er skemmtilegast við skólann? Félagslífið. Hvar hangirðu í eyðum og frímínútum? Oftast bara í matsalnum eða heima. Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum? Æfi Fótbolta með Keflavík. Hvað borðar þú í morgunmat? Skyr og Hámark. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Það mun vera Samúel Kári Friðjónsson. Hver er fyndnastur í skólanum? Örugglega Vignir Páll Pálson, fær mig alltaf til að hlægja. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Gos væri fínt. Hvað er heitasta parið í skólanum? Kumasi Máni og Járnið í gyminu. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Frí daginn eftir böll. Eftirlætis: EFTIRLÆTIS... Sjónvarpsþættir Community, Dexter, Game of Thrones, Breaking bad og House Vefsíður Facebook, Youtube, Fótbolti.net Flík Cheap Monday buxur mínar Skyndibiti Subway og Panda Kennari Anna Taylor Fag Stærðfræði Tónlistin A$ap Rocky, Frank Ocean, Kendrick Lamar, Biggie Smalls, Macklemore. Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Diamonds með Rihanna er alveg mjög gott

Q SUÐURNESJAMAGASÍN öll MÁNUDAGSKVÖLD

KL. 21:30

á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is Q Skemmtilegar ábendingar um efni berist til vf@vf.is Q

Nóg um að vera í Gömlu Grágás - miðstöð ungs fólks

D

agana 22. febrúar til 4. mars hefur hópur ungmenna frá RV projects í Bretlandi verið hér í Reykjanesbæ. Hópar á vegum RV Projects fara víða um Evrópu og vinna sjálfboðavinnu þar sem þess er þörf og fá einingar í framhaldsskóla svæðisins sem þau koma frá. Hingað komu 9 ungmenni ásamt 2 leiðtogum til að vinna sjálfboðavinnu í Grágás sem er félagsmiðstöð ungs fólks og er samstarfsverkefni Keflavíkurkirkju og

Hjálpræðishersins fyrir 16-25 ára ungmenni. Þar er rekin kaffistofa, búð með notuðum fötum, saumastofa fyrir þá sem vilja endurhanna gamlan fatnað og margt fleira. Sjálfboðaliðarnir sáu um að parketleggja lítinn sal á efri hæð hússins þar sem meiningin er að hafa danshópa og drama, mála og flikka upp á staðinn. Gamla Grágás — miðstöð ungs fólks er félagsmiðstöð fyrir ungt fólk og sem dæmi um viðburði á vegum miðstöðvar-

n Azra Crnac // UNG

Umsjón: Páll orri pálsson • pop@vf.is

Er metnaðarfull og ákveðin A

zra Crnac er nemandi í 10. Bekk Heiðarskóla. Samfélagsfræði er uppáhalds fagið hennar og leiðinlegasta er Stærfræði. Henni langar að verða rannsóknarlögregla í framtíðinni.

Hvað geriru eftir skóla?

Bara mjög misjafnt, kem heim og fer að læra, fer stundum á fundi og skipulegg viðburði eða eins og hver annar unglingur ligg ég í leti. Hver eru áhugamál þín? Verð að segja íþróttir og tómstundir. Uppáhalds fag í skólanum? Samfélagsfræði. Fæ að tala svo mikið í þeim tíma. En leiðinlegasta? Stærðfræði... Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Nervo systurnar klárlega, þær eru svo mikið flottastar! Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?

Að geta flogið! Þó svo að ég sé sjúklega lofthrædd. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Mig langar svo að verða rannsóknarlögregla. Hver er frægastur í símanum þínum? Erfið spurning, hörð barátta

innar má nefna Krakkasprell fyrir unga foreldra með lítil börn á þriðjudögum kl. 16-18.30, föstudagskvöld sem eru spilaog spjallkvöld og opið frá 20-01 og svo Grágásarhátíð sem verður helgina 15. og 16. mars n.k. og verður nánar auglýst síðar. Endilega líkið við síðuna á facebook www.facebook.com/GamlaGragasMidstodUngsFolks en þar er hægt að nálgast frekari dagskrá.

Instagram

á milli Thelmu, Guggu og Nilla.. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Man bara eftir því þegar ég var 7 ára og fékk að hitta ,,idolið“ mitt hana Birgittu Haukdal. Ég hélt að það myndi líða yfir mig. Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Hræða líftóruna úr fólki. Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum? Bara mjög einfaldur, ekkert þæginlegra en jogging buxur og hettupeysa. Uppáhalds! Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu? Ég er mjög metnaðarfull og ákveðin. Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Það að allir eru alltaf jákvæðir. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Það er ekki beint neitt lag sem lýsir mér, en Paralyzer-Finger

: #vikur

frettir

Eleven er svona uppáhalds í augnablikinu. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Modern Family.

Besta: Bíómynd? Notebook. Sjónvarpsþáttur? Criminal Minds og Vampire Diaries Tónlistarmaður/Hljómsveit? Nervo og Nirvana. Matur? Kjúklingasalat. Drykkur? Sprite er besti drykkurinn. Leikari/Leikkona? Mila Kunis, hún er hrikalega flott! Fatabúð? Vero Moda. Vefsíða? Facebook, ekki spurning.


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 7. mars 2013

Brekkustíg 39

(á móti Nettó krossmóum)

15


16

fimmtudagurinn 7. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Q SUÐURNESJAMAGASÍN öll MÁNUDAGSKVÖLD

KL. 21:30

á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is Q Skemmtilegar ábendingar um efni berist til vf@vf.is Q

Instagram

VF

Plankafjölskylda

F

jölbreytnin er alltaf í fyrirrúmi í Instagram leik Víkurfrétta. Margar skemmtilegar myndir berast reglulega til okkar á #vikurfréttir hashtag-ið á Instagram. Að þessu sinni sjáum við ansi skemmtilega mynd af fjölskyldu sem tók sig til og plankaði svona líka rosalega. Þarna eru líka hressar fimleikastelpur og vinkonur sem skelltu sér í Bláa lónið. Veðrið gerði líka vart við sig og þarna er flott mynd af ísilögðum bekk. Í næstu viku munum við velja þrjár myndir sem þykja áhugaverðastar. Það er því um að gera að halda áfram að merkja myndirnar en það er aldrei að vita nema þú lumir á mynd sem gæti sigrað.

Stórtónleikar forskólanema

S

tór-tónleikar voru haldnir í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur sl. þriðjudagskvöld. Þar komu fram nemendur á seinna ári í Forskóladeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, þ.e. allir nemendur í 2. bekk grunnskóla bæjarins, ásamt Lúðrasveit og Strengjasveit skólans. Flytjendur voru um 250 talsins og tónleikagestir fylltu Íþróttamiðstöðina. Forskólabörnin spiluðu á blokkflautur milli þess sem þau sungu og léku á handtrommur, þríhorn og stafi. Efnisskrá tónleikanna var fjölbreytt og komið víða við í tegund tónlistar og tíma, byrjað á rokklaginu „Blokklingarnir“, sungið um kall sem sat undir kletti og leikið hið þekkta stef „Óðurinn til gleðinnar“ eftir Beethoven, svo eitthvað sé nefnt. Hópurinn endaði svo á þekktu lagi úr söngleiknum Mary Poppins „Flýgur flugdrekinn“ sem forskólabörn sungu af miklum krafti og innlifun. Geirþrúður Fanney Bogadóttir deildarstjóri Forskóladeildarinnar sem jafnframt sá um kynningu á tónleikunum, var að vonum yfir sig ánægð með afraksturinn og frammistöðu allra sem tóku þátt í uppsetningunni. Þetta er 10. árið sem Forskóladeild og Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar standa saman að tónleikum. Fyrsta árið voru það einungis um 40 forskólanemendur sem léku með lúðrasveitinni í

Kirkjulundi. Fullt var út úr dyrum og ljóst að hafa yrði annan hátt á, svo að sem flestir fengju að njóta. Þá varð úr að lúðrasveitin yrði á faraldsfæti, kæmi í alla 6 grunnskólana og léki þar á tónleikum ásamt nemendum í Forskóla 2. Seinna var umfangið aukið enn frekar með því að bæta við fleiri samspilshópum úr TR, svo sem rokksveitum, trommusveit og að þessu sinni strengjasveit, ásamt því að efna til kvöldtónleika fyrir almenning. Það krefst mikils dugnaðar af forskólanemendunum, að æfa og læra utan bókar tónleikadagskrá, þar sem þeir syngja, spila á blokkflautur og ýmis ásláttarhljóðfæri með hljómsveitarundirleik undir stjórn hljómsveitarstjóra. Það reynir ekki síður á hljómsveitarmeðlimi, en auk þess að spila á 6 tónleikum í grunn-

skólunum á tveimur morgnum og halda síðan stór-tónleika að kvöldi síðari dagsins, þurfa þeir að bregða sér í hlutverk rótara og það er ekki lítið. Lúðrasveit og Strengjasveit fylgja ótal hljóðfæri og annar búnaður. Hljóðfæraleikararnir þurfa að hafa hraðar hendur við að stilla öllu upp og gera hljóðfærin klár, spila og ganga vel frá öllu aftur, koma búnaðinum í strætó og halda í næsta grunnskóla og endurtaka leikinn. Svona stórt verkefni verður ekki að veruleika nema með samspili ýmissa aðila. Fyrir utan samvinnu Tónlistarskólans og grunnskólanna, koma að þess verkefni með einum eða öðrum hætti, Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar, SBK, Íþróttamiðstöð Njarðvíkur, Karlakór Keflavíkur, Ytri-Njarðvíkurkirkja og SSbílaleiga.

heilsuhornið

Glúteinlaust og próteinríkt brauð g hef orðið vitni að því undanfarið að það er É nokkuð um að fólk sé að

MUNDU EFTIR AÐ MERKJA MYNDIRNAR ÞÍNAR Á INSTAGRAM

prófa ýmsar útfærslur af lágkolvetna mataræði en á slíku mataræði er venjulegt brauð yfirleitt ekki á boðstólum og flest kolvetni í lágmarki. Sjálfri finnst mér gott að geta fengið mér saðsamt brauð með góðu áleggi við og við en finnst hins vegar vanta verulega Ásdís upp á úrvalið af góðu grasalæknir br au ð m e t i s e m e r skrifar laust við ger, hveiti og aukaefni. Ég mæli oft með að fólk prófi súrdeigsbrauð og reyni að velja grófustu brauðin en algengt er að fólk sé að borða of mikið af ger/hveitibrauði. Hér er uppskrift að mjög góðu brauði sem hentar fyrir okkur öll en sérstaklega fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir glúteini eða vilja breyta til og prófa öðruvísi útgáfu af brauði.

Paleo Brauð: 1 ½ b möndluhveiti 2 msk kókóshveiti ¼ b möluð ljós hörfræ ¼ tsk sjávarsalt 1 ½ tsk matarsóda 1/4 b kókósolía 1 msk hunang 1 msk eplaedik 5 egg Setjið möndluhveiti, kókóshveiti, salt, hörfræ og matarsóda í matvinnsluvél og blandið saman. Bætið við eggjum, olíu, ediki og hunangi og látið hrærast saman. Smyrjið brauðform eða setjið bökunarpappír ofan í og hellið deiginu í Bakið við í 175°C í 40 mín. Kæla og borða! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir


50% afsláttur af lántökugjöldum Það er gaman að fá sér nýjan bíl. Í mars býður Ergo 50% afslátt af lántökugjöldum bílalána og bílasamninga þegar þú fjármagnar kaup á bíl. Það gildir einu hvort bíllinn kemur beint úr kassanum eða er kominn með reynslu. Við aðstoðum þig með ánægju!

Suðurlandsbraut 14

>

sími 440 4400

>

www.ergo.is

>

ergo@ergo.is

ENNEMM / SÍA / NM56890

17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 7. mars 2013


18

fimmtudagurinn 7. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Farþegaaukning í febrúar PÓSTKASSINN 23,5% farþegaaukning varð á Keflavíkurflugvelli í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra. Fimm flugfélög halda uppi áætlunarflugi í vetur og vel hefur tekist til við fjölgun ferðamanna utan sumaráætlunar og lengingu ferðatíma vor og haust. Isavia hefur hafið framkvæmdir í flugstöðinni til undirbúnings fyrir áætlaða metumferð í sumar og vonast til þess að þær valdi farþegum ekki óþægindum. „Við erum mjög ánægð með þessa

farþegaaukningu fyrstu mánuðina á árinu og sjáum klárlega aukna eftirspurn og sölu á íslenskri hönnun. Þetta hefur gengið vonum framar hjá okkur og það lítur út fyrir að árið verði farsælt ef marka má sölu fyrstu tvo mánuði ársins.Við hlökkum til að taka á móti auknum straumi ferðamanna sem fara í gegnum flugstöðina,“ segir Kjartan Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Epal sem rekur glæsilega verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Nú fáanlegt í Apóteki Suðurnesja

25%

kynningarafsláttur út mars

Páskabingó Kiwanisklúbburinn Varða verður með Páskabingó í Kiwanishúsinu að Iðavöllum 1 miðvikudaginn 13. mars kl. 19:30. Allur ágóði af bingóinu rennur til líknarmála.

TIL LEIGU Iðnaðarhúsnæði til leigu 150m2 á Iðavöllum í Keflavík. Upplýsingar í síma 421 4443 á milli 9:00 og 15:00.

HEYRNARÞJÓNUSTA Kæru Suðurnesjamenn Verðum á Nesvöllum í Reykjanesbæ föstudaginn 15. mars Verið velkomin

Ellisif Katrín Björnsdóttir Heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf

Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Heyrn, Hlíðasmára 11, Kópavogur

Tímapantanir - 534 9600

n Kosningarnar snúast um málefni, skrifar Ásmundur Friðriksson:

FER ATVINNULÍFIÐ Í GANG EÐA EKKI Um það verður kosið 27. apríl nk.

Það fer að hitna undir pólitískri umræðu og kapp hlaupið í marga frambjóðendur.Við sjálfstæðismenn höfum valið okkar forystu og frambjóðendur til að koma stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í framkvæmd. Þá snýr umræðan að því sem er mikilvægast, málefnum og framtíðinni. Ég hef sagt það áður að nú eigum við ekki að vera með langa loforðalista. Landsfundur ályktar um flest mál sem stór stjórnmálaflokkur lætur sig varða. Kosningarnar snúast um það hvort á komandi kjörtímabili verði skuldavandi heimilanna leystur og við tryggjum fjárhagslegt öryggi þeirra og hvort við skjótum styrkari stoðum undir atvinnulífið. Þessi tvö atriði eiga að vera forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar með því að vinna verði hafin við að leysa skuldavandann og koma hjólum atvinnulífsins í gang. Þetta er spurningin um að komast út úr gjaldeyrishöftum, auknar fjárfestingar í atvinnulífinu, verðmætasköpun, fjölgun atvinnutækifæra og auka kaupmátt. Setjum kröfur á atvinnulífið að það standi undir þeim væntingum. Álver í Helguvík verður að komast í gang með því að Norðurál og HS Orka ljúki samningum um verð á orku til álversins. Fyrirtækin verða að rísa undir þeirri ábyrgð sem þau tókust á hendur með því að koma verkefninu af stað. Það eru 10.000 ársstörf í húfi, milljarður á mánuði í tekjur í ríkissjóð og á annað þúsund vel launuð framtíðarstörf. Við þurfum ný tækifæri

á Suðurlandi, en þar eru öflugir innviðir til að byggja á. Það er alls staðar hrópað á atvinnu. Og við megum ekki ganga að þeim atvinnugreinum sem staðið hafa undir verðmætasköpun þjóðarinnar nær dauða en lífi. Kvótakerfið er í uppnámi og grundvöllur hagræðingar í hættu. Við verðum að gæta að því að sá ávinningur sem kvótakerfið hefur skapað verði ekki brenndur á öfundarbáli pólitískrar hefndargirni. En jafnframt að gæta þess hvað hagræðingin gangi langt. Það þarf flóru stærri og smærri fyrirtækja og útgerða sem búa við stöðugt og heilbrigt umhverfi til að starfa í. Nýsköpun og klasaverkefni spretta upp við aðstæður þar sem hlúð er að umhverfinu. Vinnum í anda þeirrar sáttar sem þar skapaðist í upphafi kjörtímabilsins með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi. Við megum heldur aldrei gleyma þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa barist áfram þrátt fyrir ýmsa erfiðleika á leiðinni sl. ár. Þar hafa heimilin borið þyngstu byrðina og þeirri byrði verður að létta. Í kosningunum 27. apríl nk. verður kosið um atvinnu og heimilin. Það er grundvöllur hagvaxtar, aukins kaupmáttar og velferðar. Ég mun standa við mitt að koma atvinnulífinu af stað og verja heimilin. Þegar þau loforð verða komin í höfn verða næstu skref stigin. Að setja X við D er leiðin til framfara. Kjósum framfarir í stað stöðnunar. Ásmundur Friðriksson skipar 3. sæti á listaSjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

n INGA SIGRÚN ATLADÓTTIR SKRIFAR:

Raflínur hluti af rammaáætlun Ein af grunnstoðum Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs er náttúruvernd. Náttúruvernd er ekki bara að passa upp á að náttúran sé ekki eyðilögð heldur er náttúruvernd auðmjúk afstaða þeirra sem telja sig ekki yfir náttúruna hafna. Náttúruvernd ítrekar þannig það viðhorf að maðurinn er hluti af náttúrunni, gæslumaður hennar og ábyrgðaraðili. Þess vegna snýst náttúruvernd um að vernda möguleika mannsins til að vera til á jörðinni í langri framtíð. Landið okkar eigum við öll saman og því er mikilvægt að umgengni um það sé í sem víðtækastri sátt. Á landsfundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs 2013 var samþykkt að í næsta áfanga rammaáætlunar verði flutningskerfi raforku hluti af áætluninni og því lagt til að aðferðafræði rammaáætlunarinnar verði lögð til grundvallar áframhaldandi stefnumótun. Þetta er í samræmi við niðurstöðu jarðstrengjanefndar sem var skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra í samræmi við ályktun Alþingis frá í fyrra. Í nefndinni komu m.a. saman fulltrúar Landsnets, orkufyrirtækja, landeigenda og Landverndar og leitast við að ná víðtækri sátt um málið. Nefndin var einhuga um það að bæta þyrfti tafarlaust

úr því formleysi sem kerfisáætlun Landsnets býr í framkvæmd við. Áætlunin er í dag innanhússplagg sem yfirvöld koma hvergi að. Sem slík er kerfisáætlun algerlega óskuldbindandi fyrir sveitarfélög, við skipulagsgerð og ákvarðanir um einstakar framkvæmdir. Meðal annarra niðurstaðna nefndarinnar er að Landsneti skuli gert að leggja fram til kynningar raunhæfa valkosti fyrir hverja framkvæmd fyrir sig. Sú leið er farin víða erlendis. Í stefnu Vinstri grænna er víðtæk niðurstaða nefndarinnar hluti af næsta áfanga rammaáætlunar og þar sem Landsnet stóð sjálft að ákvörðunum nefndarinnar má ætla að fyrirtækið sé sátt við niðurstöðuna. Það er ánægjulegt að sátt sé að nást um flutningskerfi raforku á Íslandi því ekki aðeins hafa sveitarstjórnir og landeigendur kvartað yfir því hve illa lögfest vinnubrögð Landsnets eru heldur hefur forstjórinn einnig ítrekað að formfesta þyrfti betur þær leiðir sem fyrirtækið fer í stefnumótun sinni. Slík sátt snýst ekki aðeins um hvar eiga að vera loftlínur og hvar eiga að vera jarðstrengir heldur einnig um nýtingarmöguleika og ásýnd landsins okkar til lengri og skemmri tíma. Inga Sigrún Atladóttir guðfræðingur skipar 2. sæti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.

n Páll valur björnsson SKRIFAR:

Dyggðir stjórnmála Stjórnmál, hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum? Það er von að margir velti því fyrir sér þessa dagana hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum eins og staðan á stjórnarheimilinu og hinu háa Alþingi er um þessar mundir. Þar virðist hver höndin vera upp á móti annarri og ekki vinnandi vegur að fá niðurstöður í nokkurt mál, mál sem brenna á þjóðinni eins og t.d. stjórnarskrármálið. Hvernig má það vera eftir allt sem á undan er gengið að alþingismenn þjóðarinnar geti ekki með nokkru móti unnið saman að farsælum lausnum fyrir land og þjóð?

Það er sama hvaða mál eru á dagskrá það logar allt stafna á milli og enginn gefur þumlung eftir og dýrmætum tíma Alþingis er sóað í endalaust málþóf og þrætur sem ætlar alla lifandi að drepa úr leiðindum. Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur hefur skrifað bækurnar, Orðspor- gildin í samfélaginu og Gæfuspor-gildin í lífinu, afar merkilegar og fræðandi bækur sem ég tel að ættu að vera til í bókasafni allra þeirra sem starfa við stjórnmál. Gunnar Hersveinn segir m.a. að: „Starf í stjórnmálum sé göfugt vegna þess að sá eða sú sem stundar það á að vinna að hamingju og heill þjóðar sinnar. Nafn starfslýsingarinnar er farsæld þjóðar“. Hann nefnir að mælikvarðinn í stjórnmálum sé hugtakið almannaheill. Þegar maður stendur álengdar og fylgist með því sem fram fer í sölum Alþingis efast maður á stundum um að það sé tilgangurinn með öllu þessu ati. Gunnar heldur áfram og segir: „Þroski þeirra sem iðka stjórnmál felst í því að ná árangri í ræktun fjögurra sammannlegra dyggða: réttlætis, visku, hófsemdar og hugrekkis, og forðast af alefli fjóra (sam)mannlega lesti: hroka, ágirnd, öfund og heift“. Þó að blessuðum fulltrúunum okkar á þingi sé ekki alls varnað þá finnst manni meira bera á hroka og heift í samskiptum þeirra í millum

en réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Það leiðir svo hugann að því hvers vegna virðingu fyrir Alþingi hefur hrakað svo mikið sem raun ber vitni. Gunnar Hersveinn fjallar um virðinguna í Gæfusporinu og segir okkur hversu þýðingarmikil virðingin er í mannlegum samskiptum og hún sé meðal máttarstólpa lýðræðisins. Sá sem ber virðingu fyrir öðrum öðlast virðingu annarra er lögmál virðingarinnar og hún er helsta dyggð mannréttinda. Það er ljóst í mínum huga að til þess að hefja virðingu Alþingis á hærra plan og ekki síst virðingu almennings fyrir stjórnmálamönnum verða þeir sem kjörnir eru til starfa á Alþingi að sýna hver öðrum meiri virðingu og ekki síst auðmýkt. Auðmýkt felst m.a. í því að finnast til um verk annarra og sá sem nemur auðmýkt verður mjúklyndur í hjarta. Andstaða auðmýktar er hroki sem er galli í mannlegum samskiptum og sá sem er fullur af hroka telur sig yfir aðra hafinn. Hann sýnir öðrum lítilsvirðingu og traðkar á skoðunum þeirra, rökum og ástæðum. Það hefur verið einkar dapurlegt að hlusta á stjórnmálafólk og þá ekki síst foringja gömlu flokkanna tala af hroka og lítilsvirðingu um Bjarta framtíð, samtök sem vilja nálgast stjórnmálin af réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Í ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar nr. 1 segir m.a.: „Áhersla sé lögð á sáttaferli ýmiss konar og forn rígur milli flokka, bæjarfélaga, fjölskyldna, einstaklinga, félagasamtaka og annarra, sem oft stendur í vegi fyrir framförum og heilbrigðri skynsemi, verði meðhöndlaður markvisst. Virðing Alþingis verði endurreist og þar ríki meiri sanngirni í orðaskiptum, kurteisi, gleði og jafnframt festa í vinnubrögðum líkt og tíðkast á mörgum öðrum sviðum samfélagsins, s.s. í fyrirtækja- og félagamenningu nútímans“. Látum þetta verða eitt af leiðarljósum okkar í komandi framtíð. Lifið heil. Páll Valur Björnsson 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi.


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 7. mars 2013

Vertu á verði! Nú er nóg komið af verðhækkunum Aðildarfélög ASÍ hvetja landsmenn til að snúast af alefli gegn verðhækkunum. Tökum höndum saman og látum vita af óeðlilegum verðhækkunum með því að senda inn myndir eða tilkynningar á vertuáverði.is. Stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar!

19


20

fimmtudagurinn 7. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Svör HSS við opnu bréfi

S

vör við spurningum formanns Styrktarfélags HSS og varaformanns FEBS í Víkurfréttum 28. febrúar 2013

Q SUÐURNESJAMAGASÍN öll MÁNUDAGSKVÖLD

KL. 21:30

á ÍNN, Kapalkerfinu í Reykjanesbæ og á vf.is

VÍKURFRÉTTIR 2Q Skemmtilegar ábendingar um efni berist til vf@vf.is Q

SMÁAUGLÝSiNGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 7. mars - 13. mars. nk.

TIL LEIGU Íbúð til leigu 105m 2 4 herbergja enda íbúð á jarðhæð við hliðina á Akurskóla Innri-Njarðvík til leigu. Laus frá 20. mars leiga 110 þús á mánuði. Tryggingar krafist. Uppl í síma 867-6677

ÓSKAST Herbergi óskast til leigu Herbergi óskast til leigu í Keflavík sem fyrst upl í síma 6606154 Rakel

• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán Föstudaginn 8. mars Léttur föstudagur kl. 14:00: Sigríður Pálína frá Lyfju Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/

Húsnæði óskast Hjón um fimmtugt vantar húsnæði sem fyrst. Helst í Vogum. Uppl. í síma 899 2276 Gunnar.

ÝMISLEGT Tiltekt í bílskúrnum ýmislegt dót fæst gefins gegn því að það verði sótt. Sumt þarfnast smá lagfæringar annað er í lagi. Græjur, vínilplötur, húsgögn og fleira. Uppl.fást í síma 420 2106 Sigurlín.

Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Þórhallur Guðmundsson verður með einkatíma þriðjudaginn 12. mars. Einnig verður hann með fjöldafund fimmtudaginn 21. mars.

UNGBARNASUND HEiÐRÚNAR Síðustu námskeið fyrir sumarfrí eru að hefjast. Skráning í síma: 8632480 eða á heidrun.sigmars@gmail.com Munið facebook síðuna mína: „Ungbarnasund Heidrunar“

NÝTT

Forvarnir með næringu

Tímabókanir og nánari upplýsingar í síma 421-3348 og 866-0345.

www.vf.iS

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

Áhrif hrunsins Það er nauðsynlegt að rifja upp að frá árinu 2008 höfum við þurft að draga saman í rekstri um 25%. Þegar slíkt gerist þarf að forgangsraða, þ.e. hvaða þjónusta kemur sér best fyrir flesta íbúa og hvernig forgangsröðun heilbrigðisþjónustunnar er í lögum um heilbrigðisþjónustu. Sú forgangsröðun hefur verið virt. Heilbrigði íbúa á Suðurnesjunum er ekki háð rekstri skurðstofa eða fæðingaþjónustu heldur almennri grunnþjónustu, þ.e. heilsugæslu, almennri hjúkrunarog öldrunarþjónustu, heimahjúkrun, almennum lyflækningum og slysa- og bráðaþjónustu. Skurðlækningar og áhættufæðingar flokkast ekki undir almenna heilbrigðisþjónustu heldur sérhæfða þjónustu. Almennur læknaskortur Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að á Íslandi er skortur á læknum. Við á HSS erum ekki verst sett, þó við vildum gjarnan hafa fleiri starfandi lækna. Yfirlýsingar og dylgjur sem gjarnan hafa heyrst í okkar garð, laða ekki að dýrmætt fólk til starfa, hvorki lækna, hjúkrunarfræðinga né annað starfsfólk. Það gerir það frekar að verkum að fólk tekur ákvarðanir „með fótunum“. Allt það góða sem er gert Það er umhugsunarefni af hverju aldrei er minnst á allt það sem vel er gert á HSS en það er margt. Við höfum frábært starfsfólk sem vinnur af metnaði, við erfiðar kringumstæður og leggur mikið á sig. Þetta starfsfólk fær ekki mikla jákvæða hvatningu frá samfélaginu. Á HSS hefur mikil uppbygging átt sér stað í heilsugæslunni, það eru nefnilega fleiri starfsmenn en læknar sem þar sinna verðmætu starfi. Við erum með öfluga hjúkrunarmóttöku sem sinnir umfangsmiklu hlutverki; við erum með sykursýkismóttöku, eina þá framsýnustu á landinu; við erum í fararbroddi í þjónustu við geðfatlaða en sú þjónusta hefur verið í þróun frá árinu 2005 og er til fyrirmyndar á landinu öllu. Við rekum mjög góða öldrunar- og hjúkrunarþjónustu og bið hjá okkur er nánast engin, hverju sem er haldið fram á öðrum vettvangi; heimahjúkrunin er frábær og kemur í veg fyrir óþarfa innlagnir á sjúkrahúsið og flýtir fyrir útskriftum annarra. Slysa- og bráðadeildin afkastar ótrúlega miklu þrátt fyrir fátt starfsfólk og óhentug húsakynni. Sjúkrahúsið er með öfluga almenna sjúkradeild þar sem úrvalsstarfsfólk vinnur (ennþá) og veitir fyrsta flokks þjónustu. Samstarf milli deilda og stétta er gott á HSS og sennilega með því besta sem gerist. Það er góð samvinna á milli HSS og heimaþjónustu sveitarfélaganna og það er gott samstarf við Landspítalann. Hvað gengur fólki til með endalausum niðurrifsskrifum um starfsemina í stað þess að sjá eitthvað jákvætt við störf okkar? Svör við spurningum Varðandi spurningar formanns styrktarfélags HSS og varaformanns FEBS skal því svarað hér að neðan. Það hefði hins vegar verið auðvelt fyrir ritara greinarinnar að fá allar meðfylgjandi upplýsingar með því að lyfta upp símtóli eða koma til okkar í heimsókn. Við erum alltaf boðin og búin að taka á móti fólki og kynna starfsemina. Á hvaða forsendum fæst starfsfólk ekki til að vinna á skurðstofum? Almenn þróun á Íslandi og reyndar um allan heim er sú að sérhæfð og kostnaðarsöm þjónusta eins og t.d. skurðlækningar og fæðingaþjónusta sem getur krafist inngripa (áhættufæðingar) færist yfir á stærri stofnanir þar sem auðveldara er að tryggja öryggi skjólstæðinga. Það getur því verið mjög erfitt að manna slíka þjónustu á smærri stöðum. Það var t.d.

sérstaklega erfitt að fá svæfingalækna á HSS og þurfti að flytja þá reglulega inn frá Svíþjóð á síðustu starfsárum skurðstofu HSS með ærnum kostnaði. Svæfingalæknar á LSH vildu ekki vinna á HSS. Einnig getur verið erfitt að fá skurðlækna til starfa í mörgum sérgreinum á minni stofnunum. Skurðstofurnar hjá okkur voru ekki starfandi nema hluta af vikunni og með mjög takmörkuðum bakvöktum í mörg ár og öryggi t.d. gagnvart fæðandi konum því mjög falskt eins og margoft hefur verið upplýst um. Skurðlækningar krefjast mikillar þjálfunar og hver skurðlæknir þarf ákveðinn fjölda sjúklinga til að halda færni sinni. Á smærri stofnunum er erfitt að tryggja að skurðlæknar, svæfingalæknar og annað starfsfólk fái nægilega þjálfun, mistök verða tíðari og öryggi sjúklinga kann því að vera ógnað. Í dag er fagfólk ekki tilbúið til að taka slíka áhættu og vinna við slíkar aðstæður. Á hverra höndum er í dag, ákvarðanataka um rekstur? Framkvæmdastjórn tekur ákvarðanir um rekstur, en tekur þær byggðar á upplýsingum frá fagfólki, lögum um heilbrigðisþjónustu, m.a. um forgangsröðun þjónustu og fjárlögum. Samráð í öllum meginatriðum er við velferðarráðuneytið og starfsfólk þess. Hver er framtíðarsýn þín og/eða rekstraraðila á rekstri HSS? Framtíðarsýn um heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur tekið miklum breytingum frá hruni, sem hefur haft afdrifaríkar afleiðingar á starfsemi HSS (og allra heilbrigðisstofnana). Þjónustan hefur því tekið breytingum á sl. áratug sem hafa þó alls ekki allar verið til ills. Almenna reglan er sú að sérhæfðasta, sjaldgæfasta og kostnaðarsamasta þjónustan er veitt á höfuðborgarsvæðinu. Grunnþjónusta og almenn sjúkrahúsþjónusta er veitt á landsbyggðinni. Áfram er stuðst við forgangsröðun í anda laga um heilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan er sett í forgang. Síðan er það almenn sjúkrahúsþjónusta, en í henni felast almennar lyflækningar og endurhæfing. Heimahjúkrun, hjúkrunar- og öldrunarþjónusta er umfangsmikil. Slysa- og neyðarþjónusta er veitt allan sólarhringinn alla daga ársins. Hvernig er ráðningu lækna háttað í dag? Mikill skortur er á læknum á Íslandi í dag eins og áður hefur verið minnst á. Þeir læknar sem hingað leita og uppfylla kröfur eru ráðnir skv. kjarasamningum lækna. Mikill tími hefur reyndar farið í að leita uppi lækna og fá þá hingað í vinnu. Einungis 2-3 læknar búa hér á svæðinu og er einn þeirra á förum. Þetta er umhugsunarefni, hvað veldur? Af þeim læknum sem hér starfa eru margir að minnka við sig vinnu. Sömu þróun má sjá víða um landið. Hvers vegna hafa Suðurnesjamenn ekki heimilislækna? Væntanlega er hér átt við ákveðna heimilislækna. Hér starfa að meðaltali 6-10 sérfræðingar í heimilislækningum og með unglæknum eru þeir 12 - 15. Á læknum heilsugæslunnar hvílir mikil vaktabyrði og um leið ávinna þeir sér frí eftir vaktir. Vegna þessara áunninna fría, er fjöldi lækna ekki nægilegur til að bjóða íbúum upp á að hafa ákveðinn heimilislækni. Það fyrirkomulag sem er við lýði þjónar fleirum. Eru læknar ráðnir með það í huga að þeir vinni að hluta hjá Heilsugæslu Suðurnesja og hluta til erlendis eða á landsbyggðinni? Læknar sem hér starfa eru ráðnir á HSS, hvað þeir gera í sínum uppsöfnuðu og lögbundnu fríum er þeirra mál eins og hjá öllu öðru starfandi fólki. Er talið að það þjóni fólkinu hér best að læknar stoppi stutt við og séu helst viðlátnir í 1-2 vikur í senn? Nei, það segir sig sjálft, helst vildum við hafa sem flesta lækna í föstu starfi til langs tíma og margir læknar hafa starfað á HSS árum saman. Kannski að samfélagið ætti að horfa í eigin barm og athuga hvort hægt sé að taka

betur á móti dýrmætu „aðkomufagfólki“ og meta betur við það það sem vel er gert. Er það í þágu okkar Suðurnesjamanna að Fæðingadeildin sem talin var ein af þeim bestu á landinu verði í komandi framtíð lögð af? Það er eftirsjá að vinsælli og góðri fæðingadeild eins og fæðingadeild HSS hefur verið. En tímarnir breytast. Fæðingum hefur fækkað mikið eins og alls staðar á landsbyggðinni. Deildin er nú rekin sem Ljósmæðravakt af ljósmæðrum á svipaðan hátt og á Selfossi, þ.e. áhersla er áfram á meðgönguvernd, heilbrigði kvenna og þjónustu til heilbrigðra fæðandi kvenna sem ekki eru í áhættumeðgöngu eða hafa fyrirsjáanleg vandamál í fæðingu. Áfram verður reynt að þróa þjónustu til hagsbóta fyrir sem flesta. Hvað framtíðin ber í skauti sér er erfitt að sjá fyrir en öryggi móður og barns verður alltaf að vera í öndvegi. Er stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja heimilt að lána eða gefa tæki sem félagasamtök, einFimmtudagurinn 14. apríl 2011 staklingar og fyrirtæki hafa gefið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja? Engin gjafatæki hafa verið lánuð, gefin eða seld. Þetta er margbúið að koma fram. Með von um að Suðurnesjabúar læri að meta það sem vel er gert á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Við erum ekki hafin yfir gagnrýni en við förum fram á faglega og málefnalega umræðu um starfsemina um leið og okkur þætti vænt um að íbúar reyni að sjá allt það góða sem hér er gert. Ekki síst á niðurskurðartímum. Að veita okkur stuðning á erfiðum tímum væri vel þegið. Framkvæmdastjórn Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Elís Reynarsson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs Sigurður Þór Sigurðarson, framkvæmdastjóri lækninga Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Hjúkrunarstjórn Bryndís Sævarsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur sjúkrahúsi Edda Bára Sigurjónsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur Víðihlíð Hrönn Harðardóttir, yfirhjúkrunarfræðingur geðsviðs Ingibjörg Steindórsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu Reykjanesbæ Jónína Birgisdóttir, yfirljósmóðir Laufey Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu Grindavík Lækningastjórn Fjölnir G. Guðmundsson, staðgengill yfirlæknis heilsugæslu Konráð Lúðvíksson, kvensjúkdómalæknir og yfirlæknir Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsugæslu Steingerður A. Gunnarsdóttir, yfirlæknir sjúkrahúsi Formenn ráða Ástríður Sigþórsdóttir, formaður starfsmannaráðs Bragi Þór Stefánsson, varaformaður læknaráðs Garðar Örn Þórsson, formaður hjúkrunarráðs Jón B.G. Jónsson, formaður læknaráðs


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 7. mars 2013

Ódýrast í sund í Reykjanesbæ

An

na

Hamingjuhornið

Kæra Anna yngismær!

V

erðlagseftirlit ASÍ kannaði verðbreytingar á gjaldskrám sundstaða hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2012. til 1. janúar 2013. Lægsta staka gjaldið er í Reykjanesbæ eða 400 kr. en hæsta staka gjaldið er á 550 kr. í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Árborg og Sveitarfélaginu Skagafirði. Tólf sveitarfélög hafa hækkað gjaldið á stökum miða í sund fyrir fullorðna. Árið 2012 kostaði 370 krónur fyrir fullorðna í Reykjanesbæ og hefur gjaldið því hækkað um 8%. Árskort hafa svo hækkað úr 20.000 í 22.000 í Reykjanesbæ, eða um 10%. Stakt gjald í sund kostar 505 kr. að meðaltali hjá þeim 15 sveitarfélögum sem skoðuð voru.

Ímyndaðu þér þegar þú varst 2ja mánaða og lífið var frekar einfalt. Ef þú grést þá fékkstu að drekka, vars tekin í hlýjan faðminn eða fékkst nýja bleyju. Þú fékkst frumþörfum þínum fullnægt og varst örugglega aldrei í vafa um að þú ættir það skilið. Sem börn erum við með ákveðnar þarfir og ætlumst til að fá þær uppfylltar. Skynsemin er ekki að þvælast fyrir okkur á þessum aldri. Síðan vöxum við úr grasi og tökum málin í okkar hendur. Okkur er gefin hæfileikinn til að hugsa en hvernig við förum með þann hæfileika er undir okkur sjálfum komið. Ef við erum ekki meðvituð um hugsanir okkar þá leiðar þær okkur oft á villigötur. Við getum t.d. efast um að við eigum skilið að fá þörfum okkar fullnægt og alls kyns órökréttar ANNA LÓA hugsanir taka völdin. Þannig ÓLAFSDÓTTIR finnst okkur við jafnvel ekki eiga SKRIFAR skilið að vera elskuð vegna þess að við erum ekki eins klár, falleg, skemmtileg, rík eða fræg eins og næsta manneskja. Við förum að miða okkur við aðra og gleymum því að öryggið okkar byggir mikið til á því hvernig við hugsum um okkur og aðstæður okkar en ekki aðstæðurnar sjálfar.

Metaðsókn í Vatnaveröld

U

m 2500 manns heimsóttu Vatnaveröld um helgina og hafa aldrei fleiri gestir sótt laugina á einni helgi. Fjölmennasti hópurinn tengdist Nettómótinu í körfu, en öll börn fengu frítt í laugina auk liðsstjóra og þá nýttu foreldrar sér að heimsækja laugina á milli leikja. Um 1300 manns komu á laugardeginum og 1200 á sunnudeginum.

Þegar við förum að taka eftir öllum fallegu hlutunum sem eru í lífi okkar fer okkur að líða betur hið innra. Þegar við upplifum jákvæða eiginleika í fari annarra förum við jafnvel að taka eftir þeim og rækta hjá okkur sjálfum. Þegar við hrósum öðrum af einlægni líður okkur betur innra með okkur sjálfum og allir græða. Þegar við skoðum viðhorf okkar til lífsins og reynum að sjá glasið hálf-fullt í stað hálftómt, fer margt að breytast til betri vegar. Þegar við þorum að takast á við lífið og þau verkefni sem því fylgir erum við að efla heiðarleikann, hugrekkið, seigluna, örlætið og auðmýktina í lífi okkar. Ef ég mundi hitta yngra eintak af sjálfri mér mundi ég ráðleggja eftirfarandi: Vertu óhrædd við að gera mistök því sá sem gerir engin mistök gerir aldrei neitt. Það er alveg sama hvað við tökum okkur fyrir hendur – ef við höfum ekki gert það áður þá er líklegt að við gerum einhver mis-

tök. Flestir sem eru góðir í einhverju hafa verið duglegir að æfa sig en ekki endilega fæðst ótrúlega hæfileikaríkir. Taktu sjálfa þig ekki of alvarlega – enginn annar gerir það. Þegar þú þorir að vera þú sjálf og hleypir slatta af húmor og gleði inn í líf þitt, verður allt mun auðveldara. Hláturinn er ekki bara líffræðilega góður, hann minnkar líka andlegar þrautir. Klífðu fleiri fjöll, syntu í fleiri ám, hjólaðu um fallega landið þitt og búðu þannig til minningar sem lifa með þér út lífið. Ekki bíða eftir rétta augnablikinu til að byrja að lifa lífinu, það kemur kannski aldrei. Reyndu að halda heimatilbúnu vandamálunum í lágmarki og taktu með skynsemi á þeim sem eru alvöru. Flest af okkar ,,vandamálum“ eru búin til í hausnum á okkur. Ekki miða þig við aðra – þú sjálf ert besta eintakið af þér. Finndu hamingjuna með sjálfri þér áður en þú leitar að henni annars staðar. Það er yndislegt að vera ástfangin en besta tegund af ást kveikir von um nýja hamingju en ekki flótta frá gamalli óhamingju. Dansaðu eins og enginn sé að horfa, syngdu eins og enginn sé að hlusta og elskaðu eins og þú hafir aldrei lent í ástarsorg. Lífið er stutt – njótum þess alls! Þangað til næst – gangi þér vel! Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www. facebook.com/Hamingjuhornid

1 2 - 2 5 5 9 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Þegar við metum samferðarfólk okkar gerum við það yfirleitt út frá þeim eiginleikum sem prýðir það. Þannig skipta heiðarleiki, hugrekki, seigla, örlæti og auðmýkt okkur mun meira máli en útlit eða greind. Þrátt fyrir það fyllumst við oft efasemdum um okkur sjálf og óskum einskis frekar en að vera fallegri eða greindari og oft vantar virðingu fyrir eigin sjálfi.

Þannig skipta heiðarleiki, hugrekki, seigla, örlæti og auðmýkt okkur mun meira máli en útlit eða greind.

Viltu þjóna flugi með okkur? Við leitum að tækniteiknara á rekstarsvið Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt, eiga auðvelt með að umgangast fólk, geta unnið undir álagi og vera áhugasamur um störf sín. Reynsla af teiknivinnu er æskileg. Helstu verkefni: • Teiknivinna í AutoCAD og Revit • Utanumhald og uppfærslur teiknigrunna og Revitmodela • Utanumhald útboðsgagna og handbóka Umsóknum skal skila inn rafrænt á www.isavia.is/atvinna, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 21. mars.

FYLGIST MEÐ LAUSUM STÖRFUM HJÁ ISAVIA Á WWW.ISAVIA.IS/ATVINNA Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia starfa um 650 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.

Ló a


22

fimmtudagurinn 7. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Beykidalur 2 fnr. 229-8437, Njarðvík, þingl. eig. Rolandas Zalneravicius og Grazina Norkeviciene, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 11:35. Furudalur 1 fnr. 230-6203, Njarðvík, þingl. eig. Egill Arnar Rossen, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 11:25. Grænás 2b fnr. 209-3327, Njarðvík, þingl. eig. Evy Britta Kristinsdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf, Landsbankinn hf. og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 09:50. Guðnýjarbraut 13 fnr. 228-7013, Njarðvík, þingl. eig. þb. Toppurinn, innflutningur ehf, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 10:35. Háseyla 16 fnr. 209-3366, Njarðvík , þingl. eig. Hólmgrímur S Sigvaldason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 10:05. Hjallavegur 11 fnr. 209-3473, Njarðvík, þingl. eig. Berglind Ómarsdóttir, gerðarbeiðendur Hjallavegur 11,húsfélag og Reykjanesbær, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 09:00. Hjallavegur 3 fnr. 209-3426, Njarðvík, þingl. eig. Jóna Karen Valþórsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 08:30. Hjallavegur 5 fnr. 209-3447, Njarðvík, þingl. eig. Þórir Jónsson, gerðarbeiðendur Hjallavegur 5,húsfélag, Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vörður tryggingar hf., mánudaginn 11. mars 2013 kl. 08:40. Hjallavegur 7 fnr. 209-3456, Njarðvík, þingl. eig. Melanie Varon Mamailao og Smári Hjálmarsson, gerðarbeiðendur Hjallavegur 7,húsfélag, Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 08:50. Hólagata 33 fnr. 209-3587, Njarðvík, þingl. eig. Sigurlaug Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 09:20. Hraundalur 2 fnr. 229-2872, Njarðvík, þingl. eig. Magnús Heimisson, gerðarbeiðendur Reykjanesbær, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 11:05. Hvammsdalur 2 fnr. 224-9753, Vogar, þingl. eig. Valgerður Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf og Sveitarfélagið Vogar, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 12:15. Klapparstígur 1 fnr. 209-4168, Njarðvík, þingl. eig. Bára Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Festa - lífeyrissjóður, Íbúðalánasjóður og Stafir lífeyrissjóður, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 09:40. Leynisbraut 10 fnr. 209-2025, Grindavík, þingl. eig. Ingveldur Eiðsdóttir og Jón Guðmundsson, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Íbúðalánasjóður, Sjóvá-Almennar tryggingar hf og Sýslumaðurinn í Keflavík, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 13:00.

Leynisbraut 13a fnr. 209-1841, Grindavík, þingl. eig. Hrefna Þórunnardóttir, gerðarbeiðandi Grindavíkurbær, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 13:10. Móavegur 5, fnr. 209-3952, Njarðvík, þingl. eig. María Björnsdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf og Reykjanesbær, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 09:10. Njarðvíkurbraut 2 fnr. 209-3963, Njarðvík, þingl. eig. Guðný Helga Jóhannsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 10:15. Njarðvíkurbraut 23 fnr. 209-3994, Njarðvík, þingl. eig. Mohamed Boutaayacht og Bryndís Gísladóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Íslandsbanki hf og Njarðvíkurbraut 23,húsfélag, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 10:25. Reykjanesvegur 50 fnr. 209-4055, Njarðvík, þingl. eig. Ingi Gunnar Ólafsson, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 09:30. Súlutjörn 9-15 fnr. 228-3658, Njarðvík, þingl. eig. Kristjana Þórunn Fjeldsted, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 10:55. Tjarnabakki 14 fnr. 227-8782, Njarðvík, þingl. eig. Bjarni Steinar Hauksson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 10:45. Túngata 10 fnr. 209-2424, Grindavík, þingl. eig. Daníel Snorri Karlsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn á Blönduósi, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 13:20. Vesturhóp 10 fnr. 229-0773, Grindavík, þingl. eig. Nýtt hús Grindavík ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 13:30. Víkurbraut 48 fnr. 209-2551, Grindavík, þingl. eig. Þorlákur Karlsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., mánudaginn 11. mars 2013 kl. 12:40. Sýslumaðurinn í Keflavík, 5. mars 2013. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.

gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 10:15. Ósbraut 2 fnr. 228-9120, Garður, þingl. eig. Ásta Björg Jónsdóttir og Jóhann O Steingrímsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 09:50. Silfurtún 13 fnr. 231-6832, Garður, þingl. eig. Elísa Rún Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sveitarfélagið Garður, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 08:50. Sóltún 1 fnr. 228-2028, Garður, þingl. eig. Guðmundur Ingi Ólafsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf, N1 hf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf og Sveitarfélagið Garður, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 09:00. Suðurgata 12 fnr. 209-5078, Sandgerði, þingl. eig. Jóhanna Sól Haraldsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 10:55. Suðurgata 26 fnr. 209-5109, Sandgerði, þingl. eig. Sigurjón Jónsson og Margrét J Magnúsdóttir, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 11:05. Urðarbraut 7 fnr. 209-5782, Garður, þingl. eig. Sigurbjörg Ragnarsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sjóvá-Almennar tryggingar hf og Sveitarfélagið Garður, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 09:40. Vallargata 16a fnr. 209-5238, Sandgerði, þingl. eig. Lidia Dorota Szablewska og Dariusz Szablewski, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og N1 hf., þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 10:35. Vallargata 8 fnr. 209-5222, Sandgerði, þingl. eig. Hanna Björg Kjartansdóttir, gerðarbeiðendur Gildi -lífeyrissjóður, Íbúðalánasjóður og Sandgerðisbær, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 10:25. Sýslumaðurinn í Keflavík, 5. mars 2013. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.

Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Dynhóll 8 fnr. 231-8248, Sandgerði, þingl. eig. Helgi Rúnar Friðbjörnsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sandgerðisbær og Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 11:25. Garðbraut 65 fnr. 209-5433, Garður, þingl. eig. Kristján Salvar Davíðsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sjóvá-Almennar tryggingar hf og Sveitarfélagið Garður, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 08:40. H r a u n h o l t 1 5 f n r. 2 0 9 - 5 5 6 8 , Garður, þingl. eig. Margrét De Leon Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 09:10. Lyngbraut 12 fnr. 209-5626, Garður, þingl. eig. Sigurbjörn Freyr Bragason, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Sveitarfélagið Garður, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 09:30. Lyngbraut 9 fnr, 209-5621, Garður, þingl. eig. Elísabet Ólöf Sigurðardóttir og Sverrir H Hjálmarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sjóvá-Almennar tryggingar hf og Sveitarfélagið Garður, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 09:20. Lækjamót 67 fnr. 229-0724, Sandgerði, þingl. eig. Guðbjörg Sigríður Óskarsdóttir og Hans Ómar Borgarsson, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 11:15. Norðurgata 11a fnr. 209-4921, Sandgerði, þingl. eig. N.G. matvæli ehf,

Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400

Heiðarholt 1d fnr. 208-8704, Keflavík, þingl. eig. Gróa Björk Hjörleifsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 11:10. Hólabraut 6 fnr. 208-9083, Keflavík, þingl. eig. Jóhann Halldórsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 09:30. Hrannargata 3 fnr. 228-2197, 228-2198, Keflavík, þingl. eig. Eiríkur Hjartarson, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 10:10. Hringbraut 44 fnr. 208-9207, Keflavík, þingl. eig. Hjalti Gústafsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 11:00. Iðavellir 10a fnr. 208-9499, Keflavík, þingl. eig. Iðavellir 10A ehf., gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 11:40. Kirkjuvegur 14 fnr. 208-9627, Keflavík, þingl. eig. Elías Sigurþórsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 10:30. Mávabraut 11 fnr. 208-9972, Keflavík, þingl. eig. Ásgeir Henningsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Mávabraut 9-11,húsfélag, Reykjanesbær og SjóváAlmennar tryggingar hf, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 09:00. Njarðargata 12 fnr. 209-0095, Keflavík, þingl. eig. Björn Ragnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 09:40. Ránarvellir 9 fnr. 209-0255, Keflavík, þingl. eig. Patrik Thor Reynisson og Anna Valdís Kristmundsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 11:20. Tjarnargata 40 fnr. 209-0950, Keflavík, þingl. eig. Kolbrún Ida Harðardóttir og Hákon Ólafur Hákonarson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 12:00. Sýslumaðurinn í Keflavík, 5. mars 2013. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Baldursgata 14 fnr. 208-6996, Keflavík, þingl. eig. Fasteignin Baldursgata 14 ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 10:00. Birkiteigur 1 fnr. 208-7060, Keflavík, þingl. eig. Ómar Þór Kristinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 10:50. Djúpivogur 22 fnr. 209-4302, Hafnir, þingl. eig. Sólrún Jensdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 08:40. Faxabraut 39a fnr. 208-7519, Keflavík, þingl. eig. Jón Brynjólfur Sigurðsson, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf, Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 09:10. Garðavegur 11 fnr. 208-7738, Keflavík, þingl. eig. Magnús Örn Haraldsson og Dóra Bryndís Ársælsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 10:20. Greniteigur 13 fnr. 208-7765, Keflavík, þingl. eig. Ásdís Jóhannesdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 10:40. Hafnargata 91 fnr. 229-5358, Keflavík, þingl. eig. Sæld ehf, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 09:50. Hátún 5 fnr. 208-8341, Keflavík, þingl. eig. Matthildur Birgisdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 11:50.

Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Uppboð á skipinu Gerður ÞH, óskráð, þingl. eig. Ronko International Ltd., gerðarbeiðandi Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., verður haldið fimmtudaginn 14. mars 2013 kl. 09:45 á skrifstofu Sýslumannsins í Keflavík. Sýslumaðurinn í Keflavík, 5. mars 2013. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.

Uppskriftakeppni um besta saltfiskinn

L

ífið er saltfiskur, saltfiskhelgi MSM og Grindavíkurbæjar, saltfiskuppskriftakeppni, saltfiskveisla, saltfisksýning. Félagið Matur-saga-menning (MSM) og Grindavíkurbær standa fyrir uppskriftakeppni um besta saltfiskréttinn 2013. Matreiðslumennirnir Sigurvin Gunnarsson og Friðrik V. Karlsson meðlimir í MSM velja fimm uppskriftir. Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til sigurvingunnars@simnet.is í síðasta lagi 17. mars Vinningsuppskriftir verða valdar í lok Menningarviku Grindavíkur, sjá nánar um fjölbreytta dagskrá á www.grindavik.is 1. verðlaun eru kr. 30.000, 2. verðlaun kr. 20.000, 3. verðlaun kr. 10.000, 4. verðlaun kr. 5.000 og 5. verðlaun kr. 5.000. Vinningsuppskriftir verða sýnilegar á vefsíðum www.matarsetur.is og www.grindavik.is. Í Menningarviku mun Salthúsið í Grindavík bjóða upp á saltfiskrétti sjá www.salthusid.is

Létu greipar sópa í geymslum í Grindavík B

rotist var inn í allar geymslur fjölbýlishúss í Grindavík um helgina. Voru læsingar brotnar upp á þeim geymslum sem höfðu verið læstar. Hinir óboðnu gestir rótuðu til og höfðu á brott með sér lítlis háttar af áfengi. Einnig höfðu þjófarnir á brott með sér borvél og skrúfvél. Við athugun lögreglunnar á Suðurnesjum kom í ljós að einnig hafði verið brotist inn í tvær geymslur í nágrenninu og þaðan stolið leikjatölvum, golfsetti og tölvuskjá. Málið er í rannsókn.

Bílar skemmdir og stolið úr þeim N

okkuð var um skemmdir á bifreiðum og þjófnað úr þeim í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Úr einni þeirra var stolið heyrnartólum, Ipod og fleiri munum. Þá var brotist inn í vöruskemmu í Grindavík, með því að skera gat á segldúk á stafni hennar. Þar inni stóð húsbíll. Hafði verið farið upp á þak hans, brotin upp topplúga og farið þar inn. Loks var afturrúða brotin í bifreið sem stóð í yfirbyggðri bílageymslu. Grjót fannst við bíllinn, sem líklega hefur verið notað til að vinna skemmdarverkið. Málin eru öll í rannsókn.

AÐALFUNDUR knattspyrnudeildar Reynis Sandgerði verður haldinn fimmtudaginn 14. mars 2013 kl. 20:00 í Reynisheimilinu Stafnesvegi 7, Sandgerði. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning stjórnar. Ársreikningar lagðir fram og önnur mál. Allir velkomnir Stjórn knattspyrnudeildar Reynis.


23

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 7. mars 2013

Stærsta Nettómót sögunnar - sjáið einnig ljósmyndasöfn og myndband á vf.is

Öll gistipláss bókuð

M

etfjöldi keppenda mætti til leiks á Nettómótið í körfubolta sem haldið var í Reykjanesbæ um síðastliðna helgi.1200 körfuboltakrakkar heimsóttu Reykjanesbæ en það mun vera 10% aukning frá síðasta ári. Aldur keppenda var 6-11 ára (1.-6. bekkur) af báðum kynjum. Stigin eru ekki talin í mótinu en leikgleðin ræður ríkjum hjá keppendum. Allir þátttakendur fengu verðlaunapening að móti loknu og vakti kvöldvakan sérstaka lukku að vanda. Ýmis skemmtiatriði voru þar í boði og veitingar á boðstólum alla helgina. Góð samvinna körfuknattleiksdeilda UMFN og Keflavíkur sást bersýnilega og heppnaðist mótið með miklum ágætum. Falur Harðarson einn af skipuleggjendum mótsins, var hæstánægður með viðtökur gesta og sagðist hafa heyrt af því að öll gistipláss í Reykjanesbæ hefðu verið uppbókuð. Íþróttahúsið í Garðinum var einnig í notkun og Falur sagði að með aðstoð nágrannasveitarfélaganna væri hægt að hafa mótið enn stærra. Hann kvaðst þó ekki vera viss um að slíkt væri fyrirhugað enda mótið nú þegar eitt það stærsta sem haldið er fyrir ungt íþróttafólk hér á landi. Myndir og myndband frá mótinu má finna á vf.is.

TIL LEIGU

Aðalfundir Ungmennafélags Njarðvíkur 11. mars Sunddeild UMFN í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 20:00 13. mars Knattspyrnudeild UMFN í sal Knattspyrnudeildar kl. 19:00 18. mars 3N UMFN í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 20:00

170m2 atvinnuhúsnæði að Fitjabakka 1e Laust frá og með 1.apríl. Upplýsingar í síma 899 0552 og 615 2552.

19. mars Körfuknattleiksdeild UMFN í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 20:00 20. mars Júdódeild UMFN í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 20:00 21. mars Líkams- og Lyftingadeild UMFN í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 20:00 26. mars Aðalstjórn UMFN í sal Njarðvíkurskóla kl. 20:00


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

FIMMTUDAGURINN 7. MARS 2013 • 9. tölublað • 34. árgangur

Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540

Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting

FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR

Þ

Meðalið svo gott

að var sérlega ánægjulegt að vera viðstaddur afhendingu verðlauna frá Reykjanesbæ fyrir fjölskylduvæn fyrirtæki í bæjarfélaginu. Fjölskyldan og starfið tvinnast ótrúlega mikið saman. Það er ekki sjálfgefið að atvinnurekendur taki tillit til allra þeirra þátta sem fjölskylda starfsmanns þarfnast í daglegu amstri. Við þurfum t.d. að skreppa í foreldraviðtöl í skólann, til læknis, með bílinn í viðgerð, mæta við jarðarfarir eða sækja barnið fyrr til dagmömmunnar. Við megum heldur ekki gleyma að endurgjalda greiðann þegar atvinnurekandinn þarf á því að halda.

S

tarfsmannafélagið á mínum vinnustað hefur það að leiðarljósi í starfsáætlun sinni að fínpússa sambandið á milli þessara þátta. Árshátíðin að venju miðdepill ársins en bíóferðir, gönguferðir, keila, sumarhátíð, jólahlaðborð eða villibráðakvöld, að ógleymdum leikhúsferðum, standa starfsfólki til boða fyrir hóflegt verð. Ég nýtti mér einmitt slíkt tilboð fyrir stuttu og bauð frúnni með mér á Mary Poppins í Borgarleikhúsinu. Einhverra hluta vegna kom Sigurður Fáfnisbani upp í huga minn á leiðinni í bæinn en í barnslegri minningu var leikritið meira og minna sveipað svartri dulu. Mundi þó vel eftir aðalpersónunni, sverðinu og drekanum sem hann vó.

Í

Völsunga sögu eru hetjukvæði um Sigurð Fáfnisbana sem drap drekann Fáfni, gekk að eiga Guðrúnu Gjúkadóttur og reið yfir vafurlogann til Brynhildar Buðladóttur. Brátt kom upp ósætti í fjölskyldunni og Gunnar Gjúkason, eiginmaður Brynhildar en mágur Sigurðar og vinur, drap Sigurð. Brynhildur gekk á bál og Guðrún Gjúkadóttir var gefin Atla sem síðan vó bræður hennar, Gunnar og Högna. Guðrún hefndi svo bræðra sinna með því að myrða eiginmann sinn og unga syni þeirra. Kemur tilboðinu áðurnefnda ekkert við, bara smá sögulegur útúrdúr.

S

ýningin í Borgarleikhúsinu var eitt leiftrandi sjónarspil. Hún var eiginlega þokkalega pottþétt. Lífið hjá bankastarfsmanninum George Banks eins og klippt út úr íslenskum raunveruleika, nema hvað frúin var heimavinnandi með barnfóstru og þjónustufólk. Gerðist enda löngu fyrir fjölskylduvænu atvinnumenninguna. Krakkaormarnir í Kirsutrjárunni ærslafull eins og börnin á Birkiteig. Sótarinn eflaust komið ungviðinu á sýningunni undarlega fyrir sjónir, enda stromparnir aflagðir fyrir langa löngu með innreið hitaveitunnar. Fáir sem ganga um bæinn með hringlaga kúst nú til dags. Foreldrarnir muna máski eftir götusópurunum. En hin óviðjafnanlega Mary Poppins átti engan sinn líka. Sveif um á regnhlífinni einni saman og söng, eins og engill af himnum ofan, um sléttfulla matskeið af sykri sem gerir meðalið svo gott. Jafnvel miðaldra gumi eins og ég fékk gæsahúð upp eftir öllum kroppnum.

BÆTT ÞJÓNUSTA VIÐ ÍBÚA Á SUÐURNESJUM

490

NÝJAR FERÐIR MILLI SUÐURNESJA OG HÖFUÐBORGAR­ SVÆÐISINS

1. MARS

VAR TEKIN Í NOTKUN NÝ AKSTURSÁÆTLUN Á MILLI SUÐURNESJA OG REYKJAVÍKUR. KYNNTU ÞÉR BÆTTA SAMGÖNGUÁÆTLUN Á REXBUS.IS

SAMBANd SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.