25.tbl.35.árg.

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku

Sími: 421 0000

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Hringbraut 99 - 577 1150

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

vf.is

f immtudagur inn 2 6. júní 2 0 14 • 2 5 . TÖ LUBLAÐ • 35. Á RGANGUR

Garðaúðun og garðsláttur Gumma Emils

Fyrsti fundurinn! Bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar sem sóttu fyrsta bæjarstjórnarfund Reykjanesbæjar 24. júní 2014. F.v. Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Kristinn Jakobsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Elín Rós Bjarnadóttir, Gunnar Þórarinsson, Guðný Gunnarsdóttir, Friðjón Einarsson, Kolbún Jóna Pétursdóttir, Jóhann Sigurbergsson og Anna Lóa Guðmundsdóttir. Kolbrún, Jóhann og Ingigerður voru varamenn fyrir Guðbrand Einarsson, Magneu Guðmundsdóttur og Baldur Guðmundsson. VF-mynd/OlgaBjört.

30 ára reynsla í garðaúðun og full réttindi til jafnlangs tíma.

893 0705

Nýr bæjarstjóri verður á milli þriggja elda -sagði Böðvar Jónsson, fráfarandi forseti bæjarstjórnar. Taugatitringur segir oddviti Samfylkingarinnar.

N

okkur úlfaþytur varð í kringum stærsta mál fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, ráðningu nýs bæjarstjóra. Böðvar Jónsson, fráfarandi forseti bæjarstjórnar síðustu þriggja ára, sagði það yrði ekki auðvelt fyrir nýjan bæjarstjóra að starfa á milli þriggja elda auk þess að vera ekki andlit bæjarins. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og verðandi formaður bæjarráðs, sagði þetta ekki rétt hjá Böðvari. Nýr bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar yrðu báðir andlit bæjarins út á við. „Ég er þeirrar skoðunar að þessi stærri bæjarfélög eins og okkar þurfi að hafa mjög afgerandi pólitískan leiðtoga. Sveitarfélög sem eru með fagmenn á stærri sviðum eins og á félagsmálasviði, fjármálasviði, í skólamálum og fleirum þurfi að hafa pólitískan leiðtoga sem stýrir verkunum og fylgir ákvörðunum meirihlutans. Þannig er það í flestum stærstu sveitarfélögum landsins.

Það hefur líka reynst vel hér í Reykjanesbæ, í tuttugu ára sögu hans m.a. vegna þeirrar skýru sýnar sem bæjarstjórar okkar hafa haft á þau verkefni sem bæjarstjórn hefur viljað ná fram hverju sinni. Ég benti líka á það að nýr meirihluti hefur gefið það út að forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar verði andlit bæjarins út á við og það muni gera nýjum bæjarstjóra erfitt fyrir, verandi á milli þriggja elda, þriggja flokka í meirihluta. Hann muni eiga erfitt með að taka ákvarðanir sem oft þarf að gera með skömmum fyrirvara,“ sagði Böðvar sem einnig gagnrýndi viðveru Friðjóns Einarssonar á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar. Hann þyrfti að gæta að valdheimildum sínum en Friðjón, næsti formaður bæjarráðs, hefur haft aðstöðu á skrifstofunni frá því bæjarstjóri hætti.

Friðjón sagði þetta pólitískan leik hjá Böðvari og greinilegan taugatitring hjá Sjálfstæðismönnum eftir kosningar. „Staðreyndin er sú að okkur fannst nauðsynlegt að einhver frá okkur þyrfti að vera á bæjarskrifstofunni til taks, til upplýsinga, m.a. til svara starfsmönnum bæjarins um hin ýmsu mál,“ sagði Friðjón. Hann bætti því við að það ætti ekki að verða neitt vandamál varðandi „andlit“ bæjarins. Bæjarstjóri og forseti myndu sinna því eins og verið hefur áður. „Bæjarstjóri mun verða æðsti embættismaður bæjarins og mun þannig verða andlit bæjarins út á við. Á ákveðnum viðburðum mun forseti bæjarstjórnar verða andlit bæjarins, líkt og verið hefur í tíð fyrri meirihluta. Við ætlum ekki að breyta neinu í því. Nýr bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri bæjarins og mun svara sem slíkur út á við. Auglýst verður eftir bæjarstjóra á næstu dögum og vonandi lýkur því ferli fyrir lok ágúst mánaðar og ný manneskja geti komið til starfa sem fyrst.“

Sjónvarp Víkurfrétta öll fimmtudagskvöld

HRAUSTASTA KONA SUÐURNESJA HESTAFÓLK HELDUR Á LANDSMÓT LÍFIÐ Í DUUSHÚSUM ÆVINTÝRI HJÁ KEILI HANDAGANGA OG TÓNLIST

Í KVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN

Fæddist heima á stofugólfi

FÍTON / SÍA

Síða 7:

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


2

fimmtudagurinn 26. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR

ATVINNA

NJARÐVÍKURSKÓLI Laus er til umsóknar staða íslenskukennara á unglingastigi fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 10. júlí n.k. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar þar sem einnig er að finna menntunar- og hæfniskröfur og nánari upplýsingar um starfið. http://www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf. Nánari upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri í síma: 420 3000/863 2426 eða í gegnum netfangið asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is

ATVINNA

HOLTASKÓLI Laus er til umsóknar staða dönskukennara við Holtaskóla á mið- og unglingastigi. Umsóknarfrestur er til 7. júlí nk. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar þar sem einnig er að finna menntunar- og hæfniskröfur og nánari upplýsingar um starfið. http://www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf. Nánari upplýsingar veita Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóri í síma 420-3500 eða 842-5640 og Helga Hildur Snorradóttir aðstoðarskólastjóri í síma 420-3500 og 848-1268. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netföngin edvard.t.edvardsson@holtaskoli.is og helga.h.snorradottir@holtaskoli.is

ATVINNA

FÉLAGSRÁÐGJAFARSTAÐA

-fréttir

pósturu vf@vf.is

■■Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar:

Fundarhlé þurfti vegna Framsóknar -samþykkt að auglýsa eftir bæjarstjóra

N

ý bæjarstjórn hélt sinn fyrsta fund í Reykjanesbæ sl. þriðjudag. Kynntar voru kosningar í nefndir og ráð bæjarfélagsins og samþykkt að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra. Fráfarandi forseti bæjarstjórnar, Böðvar Jónsson sagði að það yrði án efa erfitt fyrir nýjan bæjarstjóra að starfa á milli þriggja elda, og vitnaði þar til þriggja oddvita og flokka í nýjum meirihluta bæjarstjórnar. Tillaga um að auglýsa eftir bæjarstjóra var samþykkt með atkvæðum bæjarfulltrúa nýja meirihlutans en samið hefur verið við ráðgjafafyrirtækið Hagvang sem mun sjá um faglegt ráðningaferli. Anna Lóa Ólafsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar og tók við stjórn fundarins eftir að Böðvar Jónsson, fráfarandi forseti og með lengstan feril núverandi bæjarfulltrúa í bæjarstjórn, hafði sett fundinn og skýrt frá niðurstöðum kosninga. Anna Lóa stýrði fyrsta máli fundarins sem var kosning í stjórnir og ráð. Hún fékk eldskírn í embættinu þegar Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins óskaði eftir því að flokkurinn fengi áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og vitnaði þar til nýrra starfsreglna bæjarfélagsins sem voru samþykktar á síðasta ári. Anna Lóa

vildi vísa málinu til bæjarráðs en Kristinn kom þá aftur í pontu og mótmælti því og fór nokkuð mikinn í pontu. Óskaði meirihlutinn þá eftir að gert yrði fundarhlé þar sem þessi mál voru rædd. Eftir fundarsetningu á nýjan leik var ósk Kristins samþykkt en öðrum óskum um áheyrnarfulltrúa í helstu nefndir bæjarsins sem og að þeir fengju sömu kjör og aðalfulltrúar, var vísað til afgreiðslu í bæjarráði. Oddvitar meirihlutaflokkanna, Gunnar Þórarinsson frá Frjálsu

afli, Guðbrandur frá Beinni leið og Friðjón Einarsson, ásamt Árna Sigfússyni og Böðvari Jónssyni frá Sjálfstæðisflokki voru kjörnir í bæjarráð en það er nokkurs konar framkvæmdaráð bæjarfélagsins og fundar vikulega. Friðjón var kjörinn formaður þess. Ellefu fulltrúa bæjarstjórn fundar tvisvar í mánuði en tekur um tveggja mánaða frí á sumrin. Þessi fundur var sá síðasti þar til eftir sumarfrí bæjarstjórnar en næsti fundur verður í ágúst.

Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar (FFR) auglýsir eftir félagsráðgjafa í 100% starf á skrifstofu FFR. Starfssvið: • Starfið felst í vinnu í barnavernd sem felur meðal annars í sér ráðgjöf við foreldra og börn í Reykjanesbæ. • Vinna í samstarfi við leik- og grunnskóla og aðrar stofnanir sem tengjast börnum. Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí nk. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar þar sem einnig er að finna menntunar- og hæfniskröfur og nánari upplýsingar um starfið. http://www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. september 2014. Nánari upplýsingar veitir María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, í síma 421-6700, maria.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

LEIKHÓPURINN LOTTA

HRÓI HÖTTUR

Kaus ekki sjálfa sig

XXVerulega reyndi á nýkjörinn forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á fyrsta fundinum en hlutverkið er nokkuð stórt og því fylgja skyldur og reglur.

Anna Lóa Ólafsdóttir fékk að finna fyrir því, meðal annars þegar kosning um embætti forsetans fór fram. Þá höfðu allir bæjarfulltrúar rétt upp hönd nema hún. Anna gerði grín að atkvikinu á Facebook síðu sinni eftir fundinn og skrifaði þar m.a.: „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari. Við þurfum öll að fá að læra og pínu fyndið að ég gleymdi að kjósa sjálfa mig sem forseta.“

ÁSY heitir hún

XXGárungarnir voru strax búnir að finna nafn á nýju bæjarstjórnina og byggja það upp á bókstöfunum sem flokkarnir fengu í

kosningunum: ÁSY. Það er alveg hægt að leika sér með þetta nafn.

Hjörtur bæjarstjóri

XXHjörtur Zakaríasson er starfandi bæjarstjóri þangað til nýr verður ráðinn. Hjörtur hefur setið lang flesta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í embætti sínu sem bæjarritari. Hjörtur sat sjálfur í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Keflavík árin 1982-1986 en var svo ráðinn sem bæjarritari í meirihlutatíð Alþýðuflokksins árið 1986. Hann hefur verið bæjarritari síðan og gegnt stöðu staðgengils bæjarstjóra í forföllum hans eða fríi.

Róbert endurráðinn sem bæjarstjóri Grindavíkur Leikhópurinn Lotta sýnir leikritið Hrói höttur í skrúðgarðinum við Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag klukkan 18:00. Miðaverð 1.900 kr. Miðar seldir á staðnum. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á www.leikhopurinnlotta.is

Á

fundi nýrrar bæjarstjórnar Grindavíkur var Róbert Ragnarsson endurráðinn sem bæjarstjóri bæjarstjóri Grindavíkur á kjörtímabilinu 2014 til 2018. Ráðningarsamningur við bæjarstjóra var lagður fram til stað-

festingar og var hann samþykktur af öllum bæjarfulltrúum. Þetta er því annað kjörtímabilið sem Róbert verður bæjarstjóri í Grindavík en þar áður var hann bæjarstjóri í Vogum.

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001


AUDI A4

limousine

Árgerð 2012, dísil Ekinn 44.000 km, sjálfsk.

Ásett verð:

5.290.000,-

ÚRVALS

NOTAÐIR BÍLAR í REYKJANESBÆ

Komdu til okkar á Njarðarbraut 13 og prófaðu einn af gæðingunum í notuðum bílum. Sölumenn taka vel á móti þér!

MMC Pajero did Árgerð 2005, dísil Ekinn 177.000 km, sjálfsk.

TOYOTA Auris sol Árgerð 2009, dísil Ekinn 49.000 km, sjálfsk.

SKODA Superb

ambition 170 hö. Árgerð 2012, dísil Ekinn 173.000 km, sjálfsk.

SKODA Superb

Ásett verð:

Ásett verð:

Ásett verð

2.390.000,-

2.290.000,-

3.490.000,-

Ásett verð

MMC Pajero instyle 35” Árgerð 2007, bensín Ekinn 146.000 km, sjálfsk.

VW Caddy 2.0 sdi sendibíll Árgerð 2006, dísil Ekinn 243.000 km, beinsk.

NISSAN Micra

visia Árgerð 2010, bensín Ekinn 67.000 km, sjálfsk.

VW Passat

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

3.390.000,-

690.000,-

1.650.000-

3.750.000,-

VW Passat comfortline

TOYOTA Land cruiser 120 Árgerð 2005, dísil Ekinn 170.000 km, sjálfsk.

TOYOTA Land cruiser 150 Árgerð 2012, dísil Ekinn 43.000 km, sjálfsk.

TOYOTA Avensis

Árgerð 2005, bensín Ekinn 150.000 km, sjálfsk. Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

1.990.000,-

4.190.000,-

8.790.000,-

3.790.000,-

Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040 www.heklarnb.is

ambition 170 hö. Árgerð 2012, dísil Ekinn 161.000 km, sjálfsk.

3.990.000,-

Árgerð 2011, bensín Ekinn 74.000 km, sjálfsk.

Árgerð 2012, bensín Ekinn 30.000 km, beinsk.


Kræsingar & kostakjör

-50%

grísakótelettur RAuðVínSkRyddAðAR kílóverð VERð áðuR 2.398,-

1.199,-

við ur ör uv öm u ð s ðin me er er a v kó óð as a g ð k am áa ás um tó nD et be og n

lambagrillsneiðar ESjA kílóverð VERð áðuR 1.298,-

1.090,-

-25%

kjúklingaleggir 2 kg poki kílóverð VERð áðuR 798,-

599,-

-40% kjúklingavængir tex mex kílóverð VERð áðuR 598,-

nautalunDir Danskar kílóverð

359,-

3.789,-50%

-40%

grísagrillsneiðar stjörnuGrís kílóverð VERð áðuR 1.498,-

899,-

-40% organic pizzur 3 teG stykkjaverð VERð áðuR fRá 579,-

grísarifjabitar Grill kílóverð VERð áðuR 898,-

498,-

449,-40%

orkubolti - brauð 750 g bakað á staðnum stykkjaverð VERð áðuR 498,-

299,-

-36% heimilisbrauð myllan stykkjaverð VERð áðuR 355,-

213,-

fitnessbrauð rúgkjarnabrauð mestemacher stykkjaverð VERð áðuR 259,-

166,-

-30%

pecan vínarbrauð bakað á staðnum stykkjaverð VERð áðuR 198,-

139,-

Tilboðin gilda 26. - 29. júní 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

c 3 p V

1


-

-40kR Doritos 3 teG pokaverð VERð áðuR 239

Discovery SAlSASóSuR 290G stykkjaverð VERð áðuR 389,-

199,-

299 ,berocca boost pakkaverð VERð áðuR 1.795,-

caDbury picnic 3 í pakka pakkaverð VERð áðuR 249,-

1.436,-

199,-

0g

freezy monsters frosthyrnur pakkaverð

299,-30%

berocca performance pakkaverð VERð áðuR 1.565,-

1.252,-

-50%

vatnsmelónur fRá Spáni kílóverð VERð áðuR 259,-

130,-

pepsi eða pepsi max 33 cl stykkjaverð VERð áðuR 99,-

69,-

ms kókómjólk 6 í pakka pakkaverð VERð áðuR 499,-

469,-

fabfresh ilmsprey stykkjaverð

299,-

www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


6

fimmtudagurinn 26. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Eyþór Sæmundsson skrifar

Snillingar frá Suðurnesjum Það er alltaf ánægjulegt þegar Suðurnesjamenn eru að gera það gott um víða veröld. Fáir eru líklega að gera það eins gott og Sigtryggur Kjartansson sem útskrifaðist nýlega frá MIT háskólanum í Bandaríkjunum. Þar útskrifaðist hann með hæstu einkunn og komst fyrir vikið í sérstakt heiðursfélag með ýmsum heimsfrægum fyrirmennum. Í tölublaði vikunnar er Sigtryggur tekinn tali en hann undirbýr nú flutninga til Kaliforníu þar sem hann hefur verið ráðinn til vinnu hjá tæknirisanum Oracle. Blaðamaður heyrði hljóðið í föður Sigtryggs sem skiljanlega var að rifna úr stolti. Sigtryggur sjálfur er hógvær og er ekki mikið að hampa sjálfum sér. Allt frá því hann var strákur hefur Sigtryggur verið virkur meðlimur í samfélaginu í Reykjanesbæ og í Garðinum þar sem hann bjó fyrstu ár ævi sinnar. Hann stundaði nám við tónlistarskólann í Reykjanesbæ með góðum árangri og spilaði fótbolta með Keflavík. Kjartan faðir hans sagði að Sigtryggur hafi alltaf verið með skýr markmið og ætlað sér langt. Hann hafi þó alltaf verið afar hjálpsamur og oftar en ekki rétti hann samnemendum sínum hjálparhönd þegar kom að náminu. Það gerir Sigtryggur enn þann dag í dag. Í stað þess að hjálpa nemendum í Gerðaskóla, Heiðarskóla eða FS, er hann að kenna og leiðbeina við einn af bestu háskólum heims. Stór tæknifyrirtæki vildu ólm fá Sigtrygg til vinnu en hann valdi það fyrirtæki þar sem kröfurnar voru miklar og hann fengi að takast á við spennandi verkefni. Það er hálf súrrealískt að hugsa til þess að fyrrum dúx úr litla FS sé nú að brillera í svo virtum skóla og þurfi að velja úr störfum hjá ýmsum virtustu fyrirtækjum heims. Það sýnir okkur bara að allt er hægt ef viljinn og metnaðurinn eru fyrir hendi. Sigtryggur er vissulega gáfum gæddur en hann hefur ávallt stefnt hátt og lagt mjög hart að sér. Það er líka gaman að segja frá að Sigtryggur hlaut silfurmerki FS árið 2009 við útskrift. Merkið bar Sigtryggur með stolti á útskriftardaginn við MIT. Daníel Guðbjartsson er annar FS-ingur sem hefur gert það gott en hann er á nýjum lista Thompson Reuters fjölmiðla- og upplýsingasamsteypunnar yfir áhrifamestu vísindamenn samtímans. Njarðvíkingurinn Daníel starfar sem vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu og er rannsóknaprófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann útskrifaðist frá hinum virta Duke háskóla í Bandaríkjunum á sínum tíma. Það er svo ekki langt síðan við birtum viðtal við Guðrúnu Ólöfu Olsen sem náð hefur hæstu meðaleinkunn í lögfræði við Háskóla Reykjavíkur. Við erum hreinlega að rækta snillinga hérna á Suðurnesjum. Skólamálin hafa verið í umræðunni á Suðurnesjum um árabil. Neikvæðar fréttir voru áberandi í þeim málum um lengri tíma en núna horfir öðruvísi við. Suðurnesjamenn geta stoltir talað um skóla sína og frábært fólk sem nær árangri á hinum ýmsu sviðum.

RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ

Rauðakrossbúðin er komin í sumarfrí við munum mæta aftur til starfa þann 7. ágúst. Rauði krossinn á Suðurnesjum

vf.is

SÍMI 421 0000

Í draumavinnu hjá tæknirisa

Foreldrar Sigtryggs, bróðir hans, ömmur og afar voru viðstödd útskriftina á dögunum. Fjölskyldan gerði sér glaðan dag og fór út að borða.

- Suðurnesjamaðurinn Sigtryggur Kjartansson með fullkomna meðaleinkunn frá einum besta háskóla heims. Í heiðursfélagi ásamt 17 Bandaríkjaforsetum. sá hann m.a. um að fara yfir heimavinnu samnemenda sinna.

Sigtryggur reffilegur við útskriftina. Sigtryggur bar silfurmerki FS á kuflinum við útskriftina í MIT.

S

igtryggur Kjartansson útskrifaðist á dögunum frá hinum virta MIT háskóla í Massachusetts í Bandaríkjunum. Sigtryggur gerði sér lítið fyrir og úrskrifaðist með fullkomna meðaleinkunn og komst fyrir vikið inn í Phi Beta Kappa heiðurs­fé­lagið þar sem fyrrum Bandaríkjaforsetar eru meðal meðlima. Sigtryggur er þegar kominn með starf hjá tæknirisanum Oracle en honum bauðst einnig að starfa fyrir vefrisana Google og Amazon. Aðeins um 8% þeirra sem sækja um að komast inn í MIT skólann fá inngöngu en rúmlega 10.000 nemendur eru við skólann hverju sinni. Sigtryggur býr sig þessa dagana undir að flytja búferlum til Kaliforníu en þar mun hann hefja störf hjá tæknirisanum Oracle. Sigtryggur hafði ákaflega gaman af skólagöngunni í þessum virta háskóla og eignaðist marga góða vini. „Þetta er frábært umhverfi. Menntunarstigið er hátt og meðalaldurinn lágur. Þannig að hérna er mikið til fólk sem er á svipuðum stað í lífinu og ég,“ en Sigtryggur lauk grunn­námi í stærðfræði og tölv­un­ ar­fræði við skólann sem jafnan er talinn meðal bestu háskóla heimsins. Sigtryggur starfaði m.a. sem aðstoðarkennari við MIT samhliða náminu síðustu þrjár annir en þar

Í heiðursfélagi ásamt 17 Bandaríkjaforsetum og Nobelsverðlaunahöfum Sigtryggur útskrifaðist með láði frá skólanum og komst fyrir vikið í sérstakt heiðursfélag, Phi Beta Kappa, þar sem mikilmenni og 17 fyrrum Bandaríkjaforsetar eru meðal meðlima. MIT skólinn (Massachusetts Institute of Technology) gefur engin verðlaun eða útnefnir dúxa til þess að skapa ekki spennu milli nemenda. Það að komast í þennan virta félagsskap þýðir því í raun að Sigtryggur hafi verið meðal hæstu nemenda í sínum árgangi en auk þess er félagið mikið tengslanet. Ekki skemmir fyrir að hafa slíkan árangur á ferilskránni. Hafnaði Google og Amazon Sigtryggur þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fá ekki atvinnu vestanhafs en hann hefur þegar ráðið sig í vinnu hjá tæknirisanum Oracle. Hann fékk einnig atvinnutilboð frá Google og Amazon sem eru afar mikils metin fyrirtæki, en Sigtryggur starfaði m.a. tímabundið hjá Amazon í Seattle. Oracle er tæknirisi sem er með puttana í nánast öllu sem viðkemur tækni.

starfa að tæknihönnun, jafnvel við „startup“ fyrirtæki,“ en slík frumkvöðlafyrirtæki eru í mikilli sókn. Því virðist sem Sigtryggur sé ekki á heimleið í bráð. Það leggst vel í Sigtrygg að flytja til Kaliforníu í næsta mánuði en hann kemur þó heim til Íslands í millitíðinni. Sigtryggur segist líka hafa töluvert ferðast á þessari önn í nafni útskriftar. Annars fór mikill tími í námið fyrst um sinn en Sigtryggur leyfði sér aðeins að slaka á og ferðast undir það síðasta í náminu. „Það fer heljarinnar tími í að læra. Þegar þú ert ekki að læra þá ertu með samviskubit. Maður verður þó að taka sér frí annað slagið, annars missir maður bara vitið,“ segir hann léttur í bragði. Töluverðir peningar eru í tæknigeiranum og Sigtryggur viðurkennir að hann sé ekki á flæðiskeri staddur um þessar mundir. Þegar Sigtryggur skrifaði undir ráðningarsamning þá fékk hann ríflega summu og eins er Oracle að flytja hann milli fylkja og koma undir hann fótunum á vesturströndinni. „Það borgar sig alveg að fara í erfiðari skóla. Ef þú kemur úr MIT þá færðu líka betur borgað. Þetta er mjög vel borgað,“ segir Sigtryggur sem ávallt hefur verið vinnusamur í sínu námi.

Það fer heljarinnar tími í að læra. Þegar þú ert ekki að læra þá ertu með samviskubit. Maður verður þó að taka sér frí annað slagið, annars missir maður bara vitið Sigtryggur verður í sérstöku gagnagrunnsteymi í fyrirtækinu. Hann er ekki viss um hver hans fyrstu verkefni verða en hann verður hluti af teymi sem sér um að gera gagnagrunna hraðari og áreiðanlegri. Einnig vonast hann til þess að vinna að rannsóknum síðar meir hjá fyrirtækinu. Sigtryggur segist vera kominn í draumavinnuna, enn sem komið er. „Ég ætla mér lengra. Ætlunin er að vinna í 1-2 ár og fara síðan í meistaranám í tölvunarfræði. Eftir það langar mig að

Þegar Sigtryggur var í Heiðarskóla sem unglingur þá sá hann fyrir sér að fara í háskóla í Bandaríkjunum. Hann taldi það nokkuð raunhæft allt frá unga aldri að útskrifast frá virtum skóla. „Ég hef unnið að þessu allan minn námsferil og nú er ég að uppskera.“ Það verður að viðurkennast að þetta er talsvert afrek hjá Keflvíkingnum. Það að útskrifast með hæstu einkunn frá einum virtasta háskóla heims er ekki á allra færi og líklega hafa fáir Íslendingar leikið það eftir.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


7

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 26. júní 2014

-viðtal

pósturu vf@vf.is

■■Glænýr Garðbúi kom í heiminn með stæl:

Fæddist á stofugólfinu á slaginu fimm Fjölskyldan saman komin, fyrir utan eina dóttur sem var stödd hjá föður sínum.

Faðirinn, Ágúst, og Kristján sjúkraflutningamaður athuga hvort allt sé í lagi.

Sjúkraflutningamennirnir Kristján og Bjarni Rúnar með „Litlu“.

Glæný, komin í fang móður sinnar.

„Ein amman kallar hana Bríeti þar til hún fær nafn af því að hún fæddist 19. júní. Við köllum hana Litlu. Hún er líka minnsta barnið mitt,“ segir Díana Ester Einarsdóttir, sem fæddi dóttur á stofugólfinu heima hjá sér fyrir viku síðan. Díana býr í Garðinum ásamt eiginmanni sínum, Ágústi Arnari Jakobssyni, og fimm börnum sínum. Saman eiga hún og Ágúst tvö þeirra. Þau hjón voru komin upp í rúm að sofa miðvikudagskvöldið 18. júní þegar hríðir byrjuðu og Díana fékk sér verkjatöflu til að geta sofið. „Ég vildi reyna að þrauka til kl. átta til að láta skoða mig á HSS í stað þess að rjúka til Reykjavíkur,“ segir Díana. Klukkan fjögur vakti hún Ágúst og þau bræddu með sér hvort þau ættu að hringja á sjúkrabíl. „Ég

Slétt, fín og mannaleg „Litla“.

settist í hægindastól í stofunni til að klæða mig í sokka og þá fór vatnið. Þá hringdi Ágúst á sjúkrabíl sem var kominn hingað eftir fimm mínútur.“ Þær mínútur liðu þó eins og eilífð og það var farið að sjást í kollinn á litlu dömunni þegar sjúkraflutningamennirnir Bjarni Rúnar og Kristján mættu á staðinn. Á slaginu fimm fæddist svo daman, sannur Garðbúi, og verður líklega bæði stundvís og sjálfstæð.

Framtíðarstörf

Við viljum fá þig í hópinn

Við leitum að framtíðarstarfsfólki í eftirfarandi stöður: Herbergisþernur Almenn þrif á herbergjum og sameiginlegum rýmum hótelsins. Unnið er á 2-2-3 vaktakerfi og vinnutími er frá kl. 08:00 til 15:00.

Morgunmatur og aðstoð í eldhúsi Ert þú hressa A týpan sem vill taka daginn snemma? Starfið felst í að bera fram morgunmat, aðstoða gesti okkar og bjóða þeim góðan daginn með bros á vör. Vaktavinna 2-2-3 á milli kl. 05:00 og 11:00 árdegis.

Vaktstjóri í veitingasal Við erum að leita að manneskju með reynslu af störfum þjóns. Um er að ræða stöðu vaktstjóra á veitingastað hótelsins, Max’s Restaurant. Unnið er á 2-2-3 vaktakerfi og vinnutími er frá kl. 11:00 til 23:00.

Northern Light Inn er 32 herbergja hótel í Svartsengi (við Bláa Lónið), Grindavík. Við erum einnig með veitingastaðinn Max’s Restaurant á sama stað sem tekur 150 manns í sæti. Á Northern Light Inn / Max’s Restaurant starfar hópur af samhentu starfsfólki og við leggjum áherslu á að fá til liðs við okkur fólk sem hefur gaman af vinnunni, er þjónustulundað, gestrisið og leggur áherslu á samvinnu og gleði. Nauðsynlegt er að starfsmenn okkar geti átt samskipti við gesti á enskri tungu. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur hafðu þá endilega samband við Friðrik Einarsson í síma 852 1907 eða sendu tölvupóst með upplýsingum um þig á fridrik@nli.is. Öllum umsóknum verður svarað og við hvetjum konur sem karla til að sækja um hjá okkur. Umsóknarfrestur er til og með 3. júlí 2014.


8 ■■Lífsviðhorf og stuðningur skipta

fimmtudagurinn 26. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR

mestu máli í erfiðleikum:

Ég myndi ekki vilja breyta neinu í mínu lífi

Faðmar fastar og oftar

unarvélinni og heimtaði Hraun að borða, sem ég mátti að sjálfsögðu ekki fá. Ég reyndist síðan vera með skerta lungnastarfsemi í kjölfar lyfjameðferðanna sem ég er enn að jafna mig á. Það sem hjálpar mér er að ég er ung og ég ætla,“ segir Nílla með áherslu.

Fagnar góðum niðurstöðum ásamt foreldrum sínum, Einari S. Guðjónssyni og Sigurbjörgu Ólafsdóttur.

N

jarðvíkurmærin Nílsína Larsen Einarsdóttir vill að fólk minnist sín sem Níllu með síða hárið og krullurnar. Undanfarin þrjú ár hefur hún tekist á við erfið veikindi sem hún segir ekki hafa breytt sér í grunninn. Hún hafi heldur náð að virkja grunn sinn vel og er full af þakklæti og bjartsýni. Hvatning og svigrúm fjölskyldunnar Með útbreiddan faðminn tekur Nílla á móti mér á kaffihúsi í höfuðborginni. Þau sem þekkja Níllu kannast við gleðina, hlýjuna og smitandi hláturinn sem einkenna hana. Ég spurði hana hvaðan hún hefði þessa eiginleika. „Veistu, ég er svo heppin. Ég á foreldra sem báðir hafa upplifað ýmislegt í lífinu og alist upp við það að lífið er verkefni sem þarf að inna af hendi. Pabbi er mín helsta fyrirmynd og mamma. Svo á ég æðislega vini í systkinum mínum. Þau eru öll svo jákvæð,“ segir Nílla og að hún hafi alltaf átt náið samband við þau og alltaf geta rætt málin. „Ég hef alltaf

fengið tækifæri, einhverra hluta vegna, til að segja meira en aðrir í fjölskyldunni. Ég er bara mjög hreinskilin og heiðarleg og ekkert að velta mér upp úr því hvernig ég segi hlutina.“ Hún segir föður sinn stundum rifja upp að hún hafi sett hönd á mjöðm og krafist fjölskyldufundar vegna einhvers sem hún skildi ekki. Einnig hafi hún fengið mikið svigrúm til að reka sig á. „Ég hef alltaf verið hvött til að gera það sem mig langar og svo grípur fjölskyldan mig ef eitthvað kemur upp á. Við erum öll með rosalega stóran tilfinningaskala. Ég ferðast ekki upp og niður skalann heldur hoppa bara svona endanna á milli,“ segir Nílla hlæjandi. Greindist með eitlakrabbamein Samheldni og stuðningur fjölskyldu Níllu endurspeglaðist vel þegar hún greindist með Hodgkins eitlakrabbamein á 3. stigi í lok ágúst 2010, sem oftast er læknanlegt með fyrstu meðferð. Hún hafði verið með þrálátan hósta í eitt ár. Fyrsta meðferð gekk ekki og næsta árið

tóku við þrír erfiðir lyfjakúrar. „Svo fór ég í PET-skanna í Danmörku og þar kom í ljós að engar virkar krabbameinsfrumur sáust. Þá fór ég í svokallaða háskammtameðferð sem var lyfjainnhelling allan sólarhringinn í fimm sólarhringa og fékk að lokum ígræddar í mig mínar eigin stofnfrumur. Af því tilefni klæddi ég mig í kjól og sokkabuxur og endurfæddist,“ segir Nílla, sem finnst mikilvægt að gleðjast og þakka fyrir öll góð skref. Í lok desember 2011 átti Nílla skyndilega erfitt með andardrátt sem læknar telja að hafi verið vegna eitrunaráhrifa af lyfjameðferðunum. Ákveðið var að Nílla færi í öndunarvél. „Ég vildi það ekki. Allar fyrirsagnir í fjölmiðlum um fólk sem hafði verið haldið sofandi í öndunarvél fóru í gegnum hugann og hræddu mig,“ segir Nílla. Hún gaf á endanum eftir en heilsunni hrakaði og um tíma var Níllu vart hugað líf og haldið sofandi í þrjá sólarhringa um áramótin 20112012. „Fólkið mitt bjó sig undir að kveðja mig en ég vaknaði víst með dramatískum viðsnúningi úr önd-

Áhyggjur aðstandenda erfiðastar Nílla lýsir því að þegar hún greindist hafi hún upplifað sig aleina í djúpum, dimmum og rökum helli með blautan eldspýtustokk og eina eldspýtu sem hún náði ekki að kveikja á. „Þá sá ég fólkið mitt fyrir mér kalla á mig niður: Þetta er allt í lagi, við erum hér. Komdu! Þú getur þetta! Svo henti einhver smávegis reipi og svo næsti o.s.frv. og með tíð og tíma var ég hífð upp.“ Langerfiðast við veikindaferlið fannst Níllu þó að horfa á vanlíðanina og áhyggjurnar í augunum á fólkinu sem hún elskar mest. „Mér þykir svo leitt að þau skuli hafa haft svona miklar áhyggjur af mér. Það hefur verið rosalega erfitt að eiga við það. Ég var alltaf að reyna að leita leiða til að gera hlutina bærilegri. Og af því ég var að því, var fólk til í það með mér,“ segir Nílla. Allir lögðust á eitt við að gera hlutina bærilegri. Nílla skreytti sjúkrahúsherbergið sitt með fjölskylduvegg. Allir sem komu í heimsókn áttu að taka með sér mynd til að Með litla frænda, viku áður en hún fór í öndunarvél.

setja á vegginn. „Ég vissi hversu kvíðvænlegt er að ganga ganginn þarna á krabbameinsdeildinni. Þar er margt mjög veikt fólk, fólk sem er að deyja. Ég reyndi að láta alla vera upptekna af því að finna mynd til að setja á vegginn. Fyrsta sem sagt var þegar fólk kom var: Ertu með mynd? Hengjum hana upp og gerum eitthvað saman.“ Nílla tók einnig mynd af himninum við Kúagerði sem vinir hennar stækkuðu upp og settu á vegginn. „Mamma kom með lampa og vinkona mín með listaverk. Enginn hafði séð svona herbergi áður. Það var umtalað. Þetta fékk ég svolítið frá ömmu Níllu því hún átti flottasta herbergið á Garðvangi af því að þar var mikið krútterí í gangi,“ segir Nílla. Ljósvíkingarnir í Team Nílla Meðan á veikindunum stóð stofnaði Nílla lokaðan Facebook hóp, Team Nílla, með liðstjóra, þjálfurum og símalínu ef eitthvað kæmi upp á. Hún kallar þá Ljósvíkingana sína. „Þetta er byggt á hugmyndafræði sem heitir „Share the care“. Mig vantaði ekki einhvern til að koma og þrífa heima hjá mér. Mig vantaði einhvern til þess að segja mér frá lífinu, menningarviðburðum, koma með bækur til að lesa eða sitja og hafa smá þögn og nærveru,“ segir Nílla og bætir við að sumum hafi fundist óþægilegt að


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 26. júní 2014

Þeir voru ekkert að pæla í hvort ég væri veik, eða sköllótt og hugsuðu bara um leikina sem við lékum víkinga; vera Ljósvíkingur sjálf.“ Það að vera veik segir Nílla að hafi ekki breytt sér í grunninn. Hún hafi bara náð að virkja grunn sinn vel í veikindunum. „Ég er kannski aðeins væmnari og er forvitnari um aðra. Ég held að það hafi verið hluti af því að mér finnst gaman að fá að vera með, hvort sem er í gleði eða erfiðleikum. Ég legg mig meira fram við það í dag.“ Í ABC barnaþorpi í Kenýa í águst 2010, um mánuði fyrir greiningu.

hún væri að biðja um svona skipulagða vináttu. „Auðvitað verður visst ójafnvægi í vinskap þegar svona gerist. Róðurinn þyngdist þegar ég varð veikari og allur gangur á því hverjir stöldruðu við og einnig bættust þá einhverjir við í staðinn. Auðvitað verður hver að huga að sjálfum sér og sinni líðan líka. Þetta bara gekk einhvern veginn og var í rauninni ótrúleg upplifun og lífsreynsla.“ Þá hafi einnig verið erfitt fyrir marga hversu veik Nílla varð og þótti erfitt að kíkja til hennar. „En þeir voru duglegir að senda mér eitthvað fallegt og ótrúlegasta fólk setti sig í samband við mig. Sumir af Ljósvíkingunum voru ekki einu sinni vinir mínir fyrir, bara fólk sem ég hafði einhvern tímann hitt eða unnið með, fólk sem mér þótti skemmtilegt og áhugavert. Facebook síðan var svo á vissum tímapunkti meira notuð til að deila upplýsingum um líðan mína.“

Hnefaleikaþjálfarinn Gísli bróðir Í öllum lyfjameðferðum dvaldi Nílla heima hjá Gísla bróður sínum og fjölskyldunni hans í Reykjavík. „Gísli bróðir þekkir mig svo vel. Hann er hnefaleikaþjálfarinn minn. Alltaf til í að faðma mig á milli lota en sendir mig svo alltaf út að berjast. Hann segir: Það er búið að slá í bjölluna, þú verður að fara.“ Heima hjá Gísla hitti Nílla fólkið sitt. „Ég man helst eftir lyfjameðferðunum þannig að það var gaman og ég var umvafin fólki sem þykir vænt um mig og það sýnir hvað góður félagsskapur hefur mikið að segja. Við hlógum mikið saman, segir Nílla. Gísli á tvo unga syni og Níllu finnst mjög mikilvægt að standa sig í frænkuhlutverkinu. „Þegar ég var hjá þeim gerði ég allt til að stundirnar væru sem minnisstæðastar. Það var að hluta til vegna

þess að ég vildi að þeir myndu muna mig ef ég myndi deyja.“ Samveran með frændunum hafi einnig hjálpað henni mikið. „Þeir voru ekkert að pæla í hvort ég væri veik, eða sköllótt og hugsuðu bara um leikina sem við lékum. Ég fór bara á sama stað og þeir og það var mjög gott. Þegar lífið er flókið er svo gott að gera eitthvað einfalt,“ segir Nílla. Erfitt að mega ekki faðma Litlu hlutirnir vega meira hjá Níllu en áður en hún varð veik. „Þeir eru með meira vægi. Gull og grænir skógar er eitthvað sem við sjáum á kvikmyndatjaldi í bíó. Að verja

tíma með fólki er eitthvað sem ég met ákaflega mikils. Ég er svo rík af góðu fólki sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig. Það sankast einhvern veginn að mér jákvætt, bjartsýnt, gott og hjartahlýtt fólk sem er tilbúið að vera með mér í liði.“ Hún er mikil félagsvera og því hafi verið erfitt að vera í einangrun um tíma. „Að mega ekki koma við litlu frændur mína því ég var eitruð eða þegar mamma mátti ekki faðma mig því ég var svo veik. Það var hrikalega erfitt. Núna er ég með markmiðið 'live a lot'. Reyna að gefa af mér eins og ég get og vera til staðar fyrir mína Ljós-

„Símaloftnetið“ í stofnfrumusöfnuninni.

Ég var alltaf að reyna að leita leiða til að gera hlutina bærilegri. Og af því ég var að því var fólk til í það með mér

Stofnfrumusöfnun.

Gerir upp tilfinningarnar Nílla lætur ekki deigan síga í uppbyggingarferli sínu. Hún er í stuðningsneti hjá Krafti og í stjórn SÍBS, auk þess sem hún sinnir nefndarstarfi um erlent hjálparstarf hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Þá hefur hún unnið hlutastarf sem deildarstjóri hjá Bryn Ballett Akademíunni, Listdansskóla Reykjanesbæjar, í vetur. „Svo er ég að sinna furðufuglunum mínum, en það eru handgerðir origami óróar sem ég bý til og eru til sölu í Aurum. Það verkefni vaknaði til lífsins í veikindunum.“ Hún segist alltaf hafa verið heppin með að fá að vinna við það sem henni finnst skemmtilegt og lært hluti sem henni finnast skemmtilegir. „Konfúsíus sagði: Veldu starf sem þú elskar og þú munt ekki þurfa að vinna einn einasta dag á ævinni. Ég hef verið að vinna á vettvangi frítímans í mörg ár.“ segir Nílla og bætir við að einnig sé hún nýbúin að klára grunnbókhaldsnám og sé á leiðinni í frekara nám því tengdu og sé núna að kynnast sjálfri sér upp á nýtt. „Lyfin, sterarnir, þyngdaraukning og annað hafa haft víðtæk áhrif. Ég þarf að vera virk í því að gera það sem gerir mér gott. Ég er í mikilli tilfinningalegri úrvinnslu núna því það var ekki svig-

rúm til þess á meðan ég var veik. Er svolítið að skilja hlutina eftir þar sem þeir eiga að vera. Nú get ég skipulagt og endurraðað. Tilfinningalegur farangur er allt of þungur að burðast með. Ég þarf að gráta oft bæði af gleði og sorg og faðma fastar og oftar. Vera í kringum fólkið mitt.“ Nílla og Gísli tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu 2012 til þess að safna peningum fyrir Kraft. „Ég var síðust í mark í 10 km hópnum af rúmlega 4600 manns. En var samt sigurvegari í mínum huga. Gísli bar súrefniskútinn fyrir mig alla leiðina.“ Óbilandi bjartsýnismanneskjan Um þessar mundir er Nílla í eftirfylgni og næsta rannsókn á heilsu hennar er í september. Það hefur ekki greinst í henni krabbamein síðan í október 2011. Hún er ákveðin í að verða ekki fórnarlamb aðstæðna þrátt fyrir reynslu sína af veikindunum. „Ég vil ekki vera þekkt sem Nílla með krabbameinið heldur Nílla með ljósu, síðu krullurnar. Óbilandi bjartsýnismanneskjan,“ segir hún og skellihlær. Hún trúir því að það sem maður setji út og kalli markvisst eftir komi margfalt til baka. „Það þarf að leggja sig fram við að vera jákvæður. Ég veit að fólkið mitt mun áfram hjálpa mér að halda dampi. Ég er ekki þekkt fyrir að vera mjög kappsöm, mér er sama hvort ég sigra eða tapa. Ég vil bara halda áfram og vera svolítið hress. Það þarf að vera einhver ástríða til þess að lífið sé skemmtilegt í bland við það að það sé erfitt. Ég myndi ekki vilja breyta neinu í mínu lífi. Maður er eins og maður er vegna þess sem maður hefur upplifað. Það þýðir ekkert að sparka í sig liggjandi,“ segir Nílla brosandi að endingu.

Fjölskylduveggurinn góði.


10

fimmtudagurinn 26. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu vf@vf.is

Um sannkallað fjölskyldufyrirtæki er að ræða en unglingsstúlkurnar tvær á heimilinu eru duglegar að hjálpa til við reksturinn.

Hvítahúsinu - Böðvar og Guðrún reka gistihús á besta stað á Akureyri

Hjónin Böðvar Kristjánsson og Guðrún Karitas Garðarsdóttir ákváðu fyrir skömmu að ráðast í rekstur gistiheimilis á Akureyri en þar í bæ hafa þau verið með annan fótinn um allnokkurt skeið. Böðvar er Keflvíkingur í húð og hár en körfuboltinn togaði hann norður á sínum tíma. Guðrún sem er Reykvíkingur bjó um árabil í Reykjanesbæ á árum áður. „Það var bara ævintýramennska sem dró okkur út í þetta. Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt,“ segir Guðrún í samtali við VF en þau hjónin höfðu talsvert verið að ferðast og lengi haft áhuga á ferðabransanum. Gistihúsið kallast Hvítahúsið en upphaflega var það nú bara grín hjá þeim hjónum. „Það átti vel við

og við höfum haldið okkur við það, húsið er jú hvítt,“ segir Guðrún og hlær. „Ég vil þó síður að það sé svarað í símann „The White house,“ þegar útlendingarnir hringja, það er ekki alveg að ganga upp,“ bætir hún við hress í bragði. Um sannkallað fjölskyldufyrirtæki er að ræða en unglingsstúlkurnar tvær á heimilinu eru duglegar að

hjálpa til. „Þannig gengur þetta upp en vissulega er þetta erilsamt og mikil binding sem fylgir þessu.“ Húsið er byggt árið 1946 og staðsett í eldri hluta Akureyrar á milli miðbæjar og sundlaugar. Sem sagt á besta stað í bænum. Þau Guðrún og Böðvar kunna ákaflega vel við sig fyrir norðan og hafa í nógu að snúast. „Það er ótrúlega fínt að vera á Akureyri. Sumrin geta verið svo ótrúlega góð hérna og á veturna hefur maður Hlíðarfjallið, svo finnst mér bara mjög stutt til höfuðborgarinnar, það er ekki mikið mál að skjótast suður,“ segir Guðrún. „Ég hugsa að maður sé ekki á leiðinni „heim.“ Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir Böðvar sem þó fylgist vel með gangi mála á Suðurnesjunum. Mynda gott teymi „Við keyptum húsið gagngert til þess að fara út í þennan rekstur. Við vildum finna hús sem gæti hentað sem húsnæði fyrir okkur og sem gistihús.“ Böðvar er húsasmíðameistari og byggingarfræðingur og hann tók að sér breytingar á húsnæðinu, svo það hentaði sem gistirými. „Guðrún er að koma með þessar hugmyndir og svo segir hún mér bara hvað ég á að smíða. Við náum vel saman í vinnu,“ segir Böðvar. Guðrún er viðskiptafræðingur svo hún tók bókhaldið að sér. „Þetta er fín blanda hjá okkur,“ segir Guðrún en þau Böðvar eru með mikið á sinni könnu þar sem Böðvar setti nýlega á laggirnar byggingafyrirtæki. Þannig að bæði eru þau í fullri vinnu og Guðrún heldur utan um bókhald fyrir þessi tvö litlu fjölskyldufyrirtæki auk þess að vera verslunarstjóri hjá Eymundsson. „Við reynum svo að fara í golf þess á milli, þannig að það er aldrei dauð stund,“ segir Guðrún. Böðvar flutti upphaflega norður árið 1995 til þess að spila körfubolta

Böðvar var verkefnastjóri hjá stærsta byggingarverktaka á Akureyri en honum fannst sem hann væri staðnaður þar. Hann fór því að starfa sjálfstætt við verkefnastjórnun. „Síðan er ég beðinn um að stofna byggingarfyrirtæki ásamt kunningja mínum. Ég ákveð að láta slag standa. Það er mjög mikið að gera hérna í byggingarbransanum.“

með Þórsurum. Hann hefur svo alla tíð síðan verið viðloðinn körfuboltann og m.a. þjálfað um árabil. Nú hefur hann lagt körfuboltann til hliðar enda hefur gistibransinn farið vel af stað hjá þeim hjónum. „Við höfum fengið hlýlegar móttökur og fólki finnst vera góður andi í húsinu. Þetta hefur verið ákaflega skemmtilegt,“ segir Keflvíkingurinn. „Það er búið að vera miklu meira að gera en við gerðum ráð fyrir. Sumarið lítur rosalega vel út og þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt. Hér hafa verið margir Íslendingar frá því við opnuðum í febrúar. Það er alltaf eitthvað um að vera á Akureyri,“ segir Guðrún. Hún segir Suðurnesjamenn hafa rekið inn nefið hjá þeim en hún vill sjá fleiri slíka. „Þetta er auðvitað eðalfólk, það er bara þannig,“ bætir hún við.

Smáatriðin eru oft stærstu atriðin Hjónin hafa lagt áherslu á að fylgja stemmingu hússins (það er byggt 1946). Þau leggja upp með að finna gamla hluti og nota þá til að gera gistiheimilið hlýlegt og heimilislegt. Þetta mjatlast því inn því hver hlutur sem kemur inn er úthugsaður. Guðrún eyddi t.d. nóvember til janúar í að gera upp gamla stóla og borð. Bæði er það ódýr leið til að mubla upp eitt stykki gistiheimili nú og svo er það hlýlegt og umfram allt umhverfisvænt. Fatahengin koma svo úr Kjarnaskógi og hinni íslensku fjöru. Böðvar sá um að smíða bekki í setustofu sem og rúmgafla og náttborð.

-fréttir

pósturu vf@vf.is

■■Leikum og lesum í Vogunum:

■■Sveitarfélagið Garður:

Einar Jón forseti og Jónína formaður E

Duglegir nemendur sem auka lestrarkunnáttu sína í sumarfríinu Þ

essa dagana eru nemendur í 1.- 4. bekk í Stóru-Vogaskóla á námskeiði sem hefur það að markmiði að auka lestrarfærni þeirra. Þrettán nemendum var boðin þátttaka og þáðu allir boðið. Á námskeiðinu eru notaðar tvær stofur, (hreyfistofa og vinnustofa), útisvæði og bókasafn. Unnið er með nemendum á fjölbreyttan hátt þar sem skiptast á leikir og lestrarverkefni. Áhersla er lögð á samhæfingu hugar og handar, hlustun, minni, einbeitingu, málörvun, hreyfileiki o.fl. Öll verkefni eru þannig sett upp að allir geti tekið þátt og skemmt sér. Einn reyndur kennari skipuleggur stofu þar sem unnin eru alls konar námskeiðið og hefur sér til að- lestrarverkefni. Í frímínútum er stoðar þrjá nemendur úr vinnu- farið í skipulagða leiki þar sem reynir á einbeitingu, jafnvægi og skólanum. Hver dagur hefst í hreyfistofunni samhæfingu. Þá er komið inn í þar sem unnið er með málörvun nesti og kenndur nýr hreyfileikur og hreyfingu. Þá er farið í vinnu- áður en farið er í vinnustofu þar

sem unnin eru lestrarverkefni og endað á félagalestri (PALS, pör að lesa saman). Í lok dags er slakað á í hreyfistofunni, rifjaður upp lærdómur dagsins, og allir fara sáttir og glaðir heim. Síðan verður boðið upp á framhaldsnámskeið í ágúst. „Það er virkilega gaman að fylgjast með glöðum og eftirvæntingarfullum börnunum, áhugasömum og flottum unglingunum og kennara dansa, leika og síðast en ekki síst lesa,“ segir Svava Bogadóttir skólastjóri Stóru-Vogaskóla.

inar Jón Pálsson verður fo r s e t i b æ j a r s tj ó r n a r Sveitarfélagsins Garðs næstu fjögur árin. Þetta var samþykkt með fimm atkvæðum D-lista á fundi bæjarstjórnar Garðs þann 18. júní sl. Fulltrúar Nlista sátu hjá. Brynja Kristjánsdóttir verður fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Jónína Hólm 2. varaforseti.

Jónína Magnúsdóttir verður formaður bæjarráðs. Skipað var í bæjarráð til eins árs en auk Jónínu Magnúsdóttur skipa það þau Gísli Heiðarsson og Jónína Hólm. Varamenn í bæjarráði eru Einar Tryggvason, Brynja Kristjánsdóttir og Pálmi Guðmundsson en bæjarráð var samþykkt samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri B

æjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að ráða Magnús Stefánsson sem bæjarstjóra Garðs og gildir ráðningin fyrir kjörtímabilið 2014 til 2018, með þeim fyrirvara að ef honum verður sagt upp áður en kjörtímabilinu lýkur fái hann laun í sex mánuði. Einari Jóni Pálssyni, forseta bæjarstjórnar, hefur verið falið

að gera ráðningarsamning við bæjarstjóra sem verður lagður fyrir bæjarráð og staðfestur af bæjarstjórn. Magnús var ráðinn sem bæjarstjóri í Garði á nýliðnu kjörtímabili eftir að meirihluti sjálfstæðismanna klofnaði og Ásmundi Friðrikssyni var sagt upp starfi bæjarstjóra.


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 26. júní 2014

-fréttir

pósturu vf@vf.is

■■Hundurinn Hunter fannst í hólmanum Einbúa við Ósabotna:

Valdi hundabúr í stað hótelherbergis síðustu nóttina á Íslandi

Catharina Reinhall var vafin í teppi eftir að hafa vaðið sjó til að ná til Hunters sem fannst í hólmanum Einbúa við Þórshöfn í Ósabotnum. VF-myndir: Hilmar Bragi

H

undurinn Hunter, sem slapp út af Keflavíkurflugvelli þann 13. júní fannst að kvöldi 18. júní, í hólmanum Einbúa við Þórshöfn í Ósabotnum. Það var eigandi Hunters, Catharina Reinhall, sem kom auga á hundinn í hólmanum en hún var við leit á svæðinu og naut m.a. aðstoðar björgunarsveitarmanna. Þá var Árni Ólafsson jeppakarl í Reykjanesbæ Catharinu innan handar og sá um að aka henni um leitarsvæðið í allt að 18 klukkustundir á dag þá daga sem Hunter var týndur. Hröð atburðarás Atburðarásin var hröð á miðvikudagskvöldið í síðustu viku þegar Hunter fannst. Það var á tíunda tímanum um kvöldið sem spor sáust í fjörunni við Þórshöfn sem bentu til þess að Hunter hefði verið þar á ferðinni. Catharina var sannfærð um að Hunter væri í nágrenninu og það reyndist rétt því skömmu síðar sá hún til hans í hólmanum Einbúa. Catharina beið ekki boðanna og óð út í hólmann og náði sjórinn henni í mitti þar sem hann var dýpstur. Henni gekk í fyrstu illa að ná til Hunters og þurfti að tala dýrið til. Hún óð svo með hundinn út í sjó til að koma honum í land. Þegar Catharina var komin á ný út í sjó upp í mitti og með hundinn kallaði hún eftir aðstoð björgunarsveitarmanna. Félagarnir Björn Bergmann Vil-

hjálmsson og Ingólfur Einar Sigurjónsson úr Björgunarsveitinni Ægi í Garði óðu þá út í sjóinn á móti Catharinu og báru Hunter í land. Þegar í land var komið var Catharinu og Hunter strax komið inn í heitan jeppa hjá Árna Ólafssyni. Án sníkjudýra Fulltrúi Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli kom þá á staðinn og óskaði eftir því að farið yrði með hundinn beint upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem sérstakt búr er fyrir gæludýr sem verið er að flytja á milli landa. Dýralæknir Matvælastofnunar skoðaði hundinn þá um kvöldið. Hann reyndist vera í góðu ásigkomulagi miðað við aðstæður. Tekin voru sýni úr hundinum til rannsókna á smitefnum og sníkjudýrum. Niðurstöður liggja þegar fyrir varðandi sníkjudýrarann-

sóknina sem gerð var á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum og beindist sérstaklega að iðraorminum Strongyloides stercoralis. Lirfur ormsins fundust ekki. Í kjölfar óhappsins þegar Hunter slapp úr búri á Keflavíkurflugvelli verður farið yfir verklag við flutninga á gæludýrum í flugi. Flutningar dýra eru mjög algengir og hafa í raun aukist með aukinni flugumferð. Þreytt en hamingjusöm Catharina Reinhall eigandi Hunters, var þreytt en hamingjusöm þegar Víkurfréttir náðu af henni tali skömmu eftir endurfundi hennar við hundinn sinn. „Þegar ég sá fótsporin þá hugsaði ég að þau væru eftir hundinn minn. Það var stutt á milli sporanna og ég hugsaði að hann væri þreyttur. Ég sá hann svo úti á skerinu og byrjaði að kalla á hann. Ég óð út í og björgunarsveitarmennirnir á eftir mér, það var heppni að hann var á eyjunni þar sem hann gat ekki flúið frá okkur.“ Catharina hikaði hvergi og óð strax út í sjóinn. „Það var dálítið kalt, en

ég vildi bara ná í hundinn minn. Hann var hræddur við mig í upphafi svo ég þurfti að tala til hans og róa hann niður. „Þetta ert þú mamma,“ hugsaði hann sjálfsagt. Ég er svo ánægð með að hafa loksins fundið hann en þetta hafa verið hræðilegir dagar að undanförnu sem einkennst hafa af streitu og sársauka.“ Catharina segist vera afar þakklát fyrir alla hjálpina og góðmennskuna sem fólk hefur sýnt henni. „Það er ótrúlegt hve mikla samúð fólk getur sýnt manneskju í þessari stöðu. Ég mun minnast Íslands með hlýju í hjarta. Ég þakka ykkur öllum fyrir allt saman.“ Aðspurð um líðan Hunters segir Catharina að hann sé þreyttur en í ágætis ásigkomulagi. „Ég hélt að

þetta yrði verra en hann lítur vel út.“ – Misstir þú einhvern tímann vonina? „Já í rauninni gerði ég það. Ég var ekki viss um að ég myndi sjá hann aftur. Það var erfið ákvörðun fyrir mig hvenær ég þyrfti að fara heima, þar sem börnin mín eru í Stokkhólmi. Þetta hafðist þó á endanum, loksins. Nú get ég farið heim.“ Catharina hafði hótelherbergi á Icelandair hótelinu í Keflavík á meðan á leitinni stóð. Kvöldið sem Hunter fannst kom hún hins vegar á hótelið og fór í hressandi sturtu og skráði sig síðan út. Hún ætlaði að verja síðustu nóttinni á Íslandi með Hunter í búrinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Björgunarmenn frá Ægi í Garði bera Hunter í land. VF-mynd: Oddur Jónsson

AUGLÝSING FRÁ REYKJANESBÆ: KYNNING Á LÝSINGU VERKEFNIS AÐ BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI REYKJANESBÆJAR 2008-2024

BREYTING Á VERSLUNAR- OG ÞJÓNUSTUSVÆÐI VÞ5 SUNNAN FITJA Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að vinna að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Auglýst er lýsing skipulagsverkefnis skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig er kynnt vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi. Öll gögn eru aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar (www.reykjanesbaer.is). Einnig er opið hús kl. 14-16 í Ráðhúsi Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, þann 11. júlí. Skipulagsgögn munu liggja frammi og þar er hægt að koma á framfæri ábendingum og fá svör við spurningum. Breytingin á aðalskipulagi snýr að aukningu byggingarmagns og hækkunar nýtingarhlutfalls úr 0,3 í 0,7. Athugasemdafrestur eru til 1. ágúst nk. Hægt verður að senda ábendingar á skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar, sveinn.numi.vilhjalmsson@reykjanesbaer.is eða athugasemdir merktar Aðalskipulag Reykjanesbæjar á póstfangið, Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær.


12

fimmtudagurinn 26. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent

pósturu vf@vf.is

■■Særún Rósa Ástþórsdóttir skrifar:

Leggur þú af stað í haust?

hvaða áhrif þau hafa á mann. Því fylgir sömuleiðis mikil vellíðunartilfinning að hafa áorkað einhverju sem maður hefur áður efast um að væri mögulegt. Í haust leggjum við hjá MSS af stað með nemendum okkar, upp í hlíðar og yfir ása í ýmsum námsleiðum. Þar er okkar hlutverk að leiða og styðja að áfangastað, vera sá sem hvetur á hliðarlínunni og hugar að öryggisatriðum. Og að sjálfsögðu

-

Þ

að að hefja nám má líkja við að leggja af stað í fjallgöngu eða takast á við nýtt verkefni sem ekki hefur verið hluti af daglega lífinu. Þegar lagt er af stað hvílir óvissa yfir komandi verkefni og ef fjallið er alveg nýtt er óvíst hvað bíður manns þegar komið er á toppinn. Fyrsta alvöru fjallgangan mín stóð í sjö klukkutíma og að henni lokinni hafði ég farið yfir fimm tinda. Ég gekk af stað með góðum vinum, í góðum gönguskóm með eitthvað af nesti og klár í slaginn. Við vinirnir höfðum oft horft á þessa fjallaskeifu og hugsað með okkur að ganga eftir henni allri án þess að vita í raun hvernig leiðin yrði, hversu lengi við yrðum að ganga og hvað biði okkar uppi á toppnum. Við komumst fljótt að því að margt var ólíkt því sem við höfðum búist við; fjallsbrúnin sem virtist svo auðveld var stórgrýtt og mun erfiðari yfirferðar en klifrið upp brattann sem ég hafði hræðst áður en við fórum af stað. Um miðbik skeifunnar var ég við það að snúa við og hætta við

allt saman en skynsemin réði för, enda lítið vit í að ganga jafn langa leið til baka í stað þess að horfa fram á við og halda áfram veginn. Auk þess var löngunin til þess að klára og komast á leiðarenda uppgjöfinni sterkari. Í fjallgöngu öðlast maður nefnilega nýtt sjónarhorn á umhverfið og sér allt í einu hina hliðina, sem áður var falin auganu. Allt í einu verður það sem virtist óyfirstíganlegt ekki eins risavaxið og áður. Sú var raunin í fimm tinda ferðalaginu og eftir gönguna voru komin fram plön um næstu göngu og fleiri tinda. Ég er ekkert feimin við að viðurkenna að þetta var mjög erfið ferð og ég átti ekki mikla orku eftir þegar niður var komið. Á stundum var ég við það að öskra eða leggjast niður og gefast upp en svo færði gangan mér óvænta gleði í dúnamjúku rúmi búnu til úr mosa eða klettagjá þar sem krummar höfðu varpstað og þá gleymdust erfiðu steinaklappirnar sem ætluðu engan endi að taka.

Á göngunni varð mér margoft hugsað til nemenda minna sem höfðu lagt í ekki ósvipaða för með því að fara í skóla sem fullorðnir námsmenn. Sá sem byrjar í námi á fullorðinsárum stendur einmitt í þessum sporum. Hann hefur tekið ákvörðun um að leggja af stað og undirbúið sig eins og hægt er en það ríkir óvissa í loftinu og blendnar tilfinningar um ferðina framundan. Óvissuþátturinn í fjallgöngunni var einmitt nokkur og það var spennandi að fara af stað án þess að vita nákvæmlega hvað biði handan við næsta ás. Þegar nemendur koma í fyrsta sinn í nám hjá MSS nefna þeir oft að þeir ætli að sjá til hvort þeir haldi áfram eða hvað þeir geri með námið í framtíðinni. Þeir eru óvissir um eigin getu og hvort nám sem slíkt sé eitthvað sem hentar þeim, þangað til þeir komast yfir fyrsta ásinn og forvitnin vaknar. Þegar maður stendur uppi í fjallshlíð og horfir yfir mikilfenglegt landslagið verður spennandi að skoða fleiri staði, komast upp á fjöllin í grenndinni og sjá

fagna innilega þegar toppnum er náð. Á heimasíðu MSS finnur þú fjöllin, ferðamöguleikana og farastjóra með fjölbreytta reynslu sem eru klárir í að takast á við fjallgönguna með þér, hvort sem fyrsta skrefið er stórt eða smátt. Hlökkum til ferðarinnar með þér! Særún Rósa Ástþórsdóttir Verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum

smáauglýsingar TIL SÖLU

TIL LEIGU

65 og 110 m2 bílskúrar til leigu miðsvæðis í Keflavík Til leigu tveir bílskúrar á Vatnsnesvegi 5, 230 Keflavík. Góð lofthæð, rafmagnshurð og þægileg aðkoma. Verð 65.000 og 95.000 Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir í síma 661 7000.

Nýlegur 20 feta gámur, einangraður með glugga og hurð. Upplýsingar í síma 898-4913. Tjaldvagn Combi Camp Family tjaldvagn, árg. 1991, ásamt fortjaldi, gaseldavél, geymslukassa á beisli. Breið dekk ásamt 2 varadekkjum. Nýlegt segl, nýlegar dýnur. Skoðaður í maí 2014. Verð: 290.000. Upplýsingar í síma 421 1863, 863 0178 og 821 2461.

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

Til leigu 5 herbergja íbúð 5 herbergja íbúð til leigu í Keflavík frá júlí og út október. Upplýsingar í síma 899 5964.

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

ÞJÓNUSTA

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Garðsláttur Tek að mér garðslátt og fleira. Uppl. í síma 661 3570. Múr- og steypuviðgerðir Lekaþéttingar. Uppl. í síma 844 5695 eða 421 2590. Netfang murogsteypa@gmail.com

Deildastjóri sérkennslu Grunnskólinn í Sandgerði auglýsir efir öflugum einstaklingi til starfa frá og með 1. ágúst 2014 Um er að ræða 50% starf deildastjóra sérkennslu. Starfssvið: Deildastjóri er millistjórnandi sem hefur mannaforráð og stýrir hluta af skólastarfinu í samráði við skólastjóra. Hann fylgist með nýjungum á sviði kennslu og er leiðandi í faglegu starfi. Er í góðum tengslum við kennara, nemendur og foreldra. Hann hefur umsjón með og skipuleggur sérúrræði nemenda í samráði við kennara og skólastjórnendur auk þess sem hann stýrir teymisfundum. Deildastjóri vinnur að gerð einstaklingsúrræða í teymi stjórnenda og annarra sérfæðinga skólans. Menntunar og hæfniskröfur deildastjóra sérkennslu: • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla skilyrði. • Viðbótarmenntun í sérkennslufræðum kostur. • Reynsla af sérkennslu og starfi með börnum með sérþarfir æskileg. • Framúrskarandi hæfni í samskiptum mikilvæg. • Góðir skipulagshæfileikar. • Góð þekking á stoðþjónustu. Umsóknarfrestur er til 11. júlí Umsóknir og fyrirspurnir má senda rafrænt á netfangið fanney@sandgerdisskoli.is eða á skrifstofu skólans, Skólastræti, 245 Sandgerði. Upplýsingar um starfið veitir: Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, skólastjóri í síma 420-7500 eða 899-7496

Atvinna Bílstjóra vantar í útkeyrslu. Upplýsingar ekki veittar í síma. Umsóknareyðublöð í afgreiðslu Fitjabraut 1b.

Handflakara vantar strax! PORTZEBNI FILECIARZE OD ZARAZ!

Okkur vantar vana handflakara, unnið í akkorði. Nánari upplýsingar eru veittar á staðnum Grófinni 18 c eða hjá Rúnari í síma 780-2050. Fiskflök ehf, Grófinni 18c, 230 Reykjanesbæ Sími 780-2050, fiskflok@gmail.com


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 26. júní 2014

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Tugir lása hengdir á brúna á undanförnum árum:

■■ Mikil fjölgun erlendra gesta í Víkingaheimum:

Fengu viðurkenningu Tripadvisor „Það var góður byr í seglin að opna bréf sem barst í síðustu viku frá ferðaþjónustufyrirtækinu Tripadvisor, með hamingjuóskum og vottorði upp á það að Víkingheimar hafi hlotið „Certifacate of Excellence,“ sem má útleggja sem vottorð um það sem er framúrskarandi,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi hjá Reykjanesbæ, sem sinnir framkvæmdastjórn Víkingaheima. Það besta sé hins vegar að viðurkenningin byggist á mati gestanna sjálfra sem gefa Víkingaheimum fjóra og hálfa „stjörnu“ af fimm mögulegum á vefsíðu Tripadvisor.

og gera betur í dag en í gær,“ segir Valgerður. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá því Víkingheimar í Reykjanesbæ voru formlega opnaðir hefur mikið vatn runnið til sjávar. Sýningar hafa verið endurnýjaðar og uppfærðar. Ný hefð virðist hafa fest sig í sessi á brúnni milli heimsálfa upp af Sandvík á Reykjanesi. Tugir lása hafa verið festir á brúna, auk vinabands. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru margir lásanna áletraðir og sumir hverjir

afar litríkir. Þá hefur hjarta verið mótað með steinum í sandinn neðan við brúna og því virðist sem ástin sé hugleikin fólki sem þangað kemur. Skemmst er að minnast hefðar sem Daniel Alexandersson, nemi í

Akurskóla, kom af stað fyrr á árinu um að „halda á brúnni“. Fjölmargir hafa leikið það eftir og birt myndir á samfélagsmiðlum. Núna geta ferðamenn og heimamenn byrjað á því að hengja lás á brúna og haldið síðan á henni.

Hvatning um að gera enn betur Valgerður segir slíka viðurkenningu gríðarlega mikilvæga í markaðssókn Víkingaheima. „Hverjum treystir maður betur á ferðum sínum en öðrum ferðamönnum þegar kemur að því að ákveða hvað skal velja til að skoða. Með vottorð Tripadvisor upp á vasann getur viðskiptavinurinn verið viss um að fá eitthvað fyrir sinn snúð með heimsókninni. Slík viðurkenning er því mikil hvatning til að halda uppbyggingu Víkingaheima áfram

-fréttir

Gestum fjölgar jafnt og þétt Þær fimm sýningar sem nú eru í húsinu, með víkingaskipið Íslending í forgrunni, hafa fengið mikið lof ferðamanna og kynningarfyrirtækja. Gestum hefur að sama skapi fjölgað jafnt og þétt. Árið 2010 voru þeir 8500 en árið 2013 voru þeir orðnir 20.800. Það sem af er þessu ári hefur erlendum gestum enn fjölgað í hverjum mánuði og því má reikna með að nýtt aðsóknarmet verði slegið þetta árið einnig. Valgerður segir það ánægjuleg tíðindi að gestum fjölgi en það sé ennþá mikilvægara að upplifun gestanna sé góð og þeir fari ríkari út en þeir komu inn.

pósturu vf@vf.is

Gáfu milljón í nafni Ölla M

Sólseturshátíð í Garði í þessari viku XXSólseturshátíðin í Garði nær hámarki um komandi helgi en dagskrá mun standa yfir alla þessa viku. Dagskráin hófst á þriðjudag og nær hámarki nk. laugardag. Dagskráin hófst með knattspyrnumóti fyrir þau yngstu. Síðan rekur hver viðburðurinn annan út vikuna. Fróðleiksganga var í gær, miðvikudag, með Ásgeiri Hjálmarssyni. Nesfisksgrill er í dag, fimmtudag, Götuhverfagrill,

knattspyrnuleikur, strandblakmót og golfmót á morgun, föstudag. Á laugardag verður svo stærsti dagur hátíðarinnar þegar Garðskaginn verður settur í hátíðarbúning og fjöldi þjóðþekktra listamanna mætir og treður upp fyrir íbúa í Garði og aðra gesti. Gjald verður rukkað í fyrsta skipti fyrir húsbílaaðstöðu, en gengið verður á bíla og rukkað 2500 kr. fyrir helgina og er rafmagn innifalið í því.

Daníel meðal áhrifamestu vísindamanna samtímans Alls eru 11 vísindamenn sem starfa á Íslandi á lista Thompson Reuters fjölmiðla- og upplýsingasamsteypunnar yfir áhrifamestu vísindamenn samtímans. Þeirra á meðal er Njarðvíkingurinn Daníel Guðbjartsson sem er vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu og rannsóknaprófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Á vef Háskóla Íslands segir að það sé einstakt afrek að komast

á þennan eftirsótta lista en hann staðfestir að vísindamenn sem starfa á Íslandi eru komnir í röð þeirra allra öflugustu í heiminum í dag. Á listanum eru rúmlega 3000 vísindamenn sem að mati Thomson Reuters hafa mest áhrif á sínu vísindasviði í heiminum í dag. Listinn nær til allra greina vísinda og fræða, en hugvísindi eru þó undanskilin. Listann má finna á http:// highlycited.com/

inningarsjóður Ölla gaf Fjölskylduhjálp Íslands eina milljón króna til að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Minningarsjóður Ölla var stofnaður haustið 2013 í kringum frumsýningu á heimildarmyndinni um Örlyg Aron Sturluson, einn allra efnilegasta körfuboltamann sem Ísland hefur átt. Ölli lék með meistaraliði Njarðvíkur og A-landsliði Íslands og var valinn fyrstur í lið í fyrsta Stjörnuleik Körfuknattleikssambands Íslands. Ölli lést af slysförum þann 16. janúar árið 2000, daginn eftir Stjörnuleikinn, aðeins 18 ára gamall. Lítil frændsystkini Ölla afhentu peningagjöfina en Fjölskylduhjálp Íslands þakkaði styrkinn sem á eftir að gleðja mörg börn. Áætlað er að um 12.000 börn á Íslandi búi við fátækt. Þessi börn eru mun ólíklegri til að stunda íþróttir og eru almennt í mikilli hættu á að einangrast félagslega. Á Facebooksíðu Minningarsjóðs Ölla er hægt að kaupa heimildarmyndina um Ölla á 1.500 krónur en allur ágóði rennur beint í Minningarsjóðinn.

Einnig geta hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 2014 hlaupið fyrir sjóðinn með því að skrá sig á hlaupastyrkur.is. Búið er að stofna hlaupahóp á Facebook sem telur um 200 manns en vonast er til þess að stór hluti þess fólks muni hlaupa fyrir málefnið. Sjóðurinn tekur jafnframt á móti frjálsum framlögum en reiknings-

númer sjóðsins er 0322-26-021585, kt. 461113-1090. Minningarsjóðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/minningarsjodurolla Hlaupahópurinn á Facebook: https://www.facebook.com/groups/1381669902093168/?fref=ts Heimildarmyndin á Facebook: https://www.facebook.com/7olli

+ www.vf.is

83% LESTUR


14

fimmtudagurinn 26. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is sigra þessa keppni aftur, vonandi gengur það.“

Hraustasta kona landsins er meðal þeirra bestu í Crossfit-heiminum R

agnheiður Sara Sigmundsdóttir er 21 árs Njarðvíkingur. Hún hefur alltaf verið frekar sterk að eigin sögn en aldrei fundið sig í neinum íþróttum. Hún slysaðist inn í Crossfit fyrir ekki svo löngu og hefur ekki litið um öxl síðan. Hún gerði sér lítið fyrir og sigraði sterkt alþjóðlegt mót í París um síðustu helgi. Hún stefnir að því að skáka Crossfit-drottningunni Annie Mist en eins heillar atvinnumennskan hana á erlendri grundu. Hún er ríkjandi Hraustasta kona Íslands og landsliðskona í ólympískum lyftingum.

Ætlar að ná Annie Mist Sara byrjaði að mæta í ræktina fyrir u.þ.b. fimm árum en hún fór ekki að stunda Crossfit fyrr en í september árið 2012. Margar æfingarnar eru ansi krefjandi en Sara segir að Crossfit snúist mjög mikið um tækni og í raun geti hver sem er framkvæmt Crossfitæfingar. „Þú þarft að vinna þig hægt og rólega upp í íþróttinni til þess að ná langt.“ Sara stefnir sjálf á toppinn í Crossfit en þar er Annie Mist Þórisdóttir ríkjandi drottning. „Auðvitað ætla ég að ná henni. Stefnan er sett á heimsleikana á næsta ári. Markmiðin verða svo hærri eftir það,“ segir Sara kokhraust en aðeins þeir þrír bestu frá Evrópu komast á heimsleikana hverju sinni. Eins og staðan er núna er Sara nærri því að vinna sér sæti á heimsleikunum en hún segist þurfa að bæta sig í fimleikum. Sér til aðstoðar hefur hún því fengið Evrópumeistarann og Keflvíkinginn Heiðrúnu Rós til þess að þjálfa sig. „Ég hef trú á því að hún bjargi mér,“ segir Sara og hlær.

Krísa í Grindavík?

- Óskar Pétursson skammast sín fyrir spilamennskuna hjá Grindvíkingum XXÞað er óhætt að segja að Grindvíkingar hafi ekki staðið undir væntingum í 1. deild karla í fótboltanum. Liðið var grátlega nærri því að komast upp í Pepsideildina í fyrra og í ár var búist við þeim gulklæddu sterkari til leiks. Þeir hafa einungis sigrað einn leik af sjö þetta sumarið og sitja sem stendur í næstneðsta sæti deildarinnar og fallið blasir við. Grindvíkingar eru að sjálfsögðu ekki af baki dottnir en þeir hafa séð það svartara. Markvörðurinn Óskar Pétursson hefur háð margar fallbaráttur í gegnum árin en hann viðurkennir að Grindvíkingar séu alls ekki í neinni óskastöðu. „Það er hálfgerð krísa í Grindavík. Þetta er afleit byrjun og það hefur allt fallið á móti okkur. Við erum þó fyrst og fremst búnir að spila illa og ekki hægt að afsaka það,“ segir Óskar hreinskilinn. Hann segir að liðið hafi mætt tilbúið til leiks en eitthvað virðist vera að hrjá leikmenn. „Ég held að menn hafi mætt tilbúnir í þetta mót. Það tekur á þegar illa gengur, menn eiga erfitt með að glíma við þetta. Við þurfum að snúa blaðinu við, sýna karakter

og hífa okkur upp töfluna.“ Grindvíkingar hafa sest niður og rætt gengi liðsins. „Það var fyrst gert eftir tapið í fyrsta leik. Okkur fannst strax sem um krísu væri að ræða þá,“ segir Óskar en hann horfir þó á björtu hliðarnar. „Núna er ekkert annað í stöðunni en að reyna að finna gleðina á ný.“

Ætlum að gera hið ómögulega og fara upp

Þeir sem fylgjast með fótbolta á Íslandi kepptust við að spá Grindvíkingum öruggu sæti í Pepsi-deildinni að ári. Grindvíkingar eru með gríðarlega sterkan hóp og Óskar veit af því. „Það er skrítin tilfinning að vera með besta hópinn í deildinni, að

mínu mati, og vera í næstneðsta sætinu. Það er eitthvað að þegar staðan er þannig. Við þurfum að finna hvað er að og laga það ef ekki á illa að fara.“ Enn er nóg eftir að mótinu og ekki öll nótt úti fyrir Grindvíkinga. Þeir ætla sér ennþá sæti í deild þeirra bestu. „Við ætlum bara að gera hið ómögulega og komast samt upp í úrvalsdeild. Það er núna yfirlýst markmið. Við þurfum að vona að mótið verði jafnt og við fáum tækifæri til þess að koma okkur inn í þetta aftur.“ Óskar segist ekki vita hvað hafi breyst frá því í fyrra, þegar liðinu gekk vel og var nærri því að komast upp. Umgjörðin og stuðningurinn við liðið sé ennþá til fyrirmyndar. „Það eru allir í kringum klúbbinn búnir að standa sig frábærlega og umgjörðin er eins og best verður á kosið á Íslandi. Maður hálfpartinn skammast sín yfir því hvernig við erum búnir að vera að spila. Þetta er nánast vanvirðing við þá sem eru búnir að standa með okkur. Við erum þó öll saman í þessu, vinnum saman og töpum saman,“ segir Grindvíkingurinn að lokum.

Sara rekur Crossfit Suðurnes ásamt Andra Þór Guðjónssyni kærasta sínum. Þau hafa komið sér vel fyrir í Sporthúsinu á Ásbrú og æfa þar af krafti ásamt fjölda fólks. Leiðin inn í Crossfit var þyrnum stráð Sara hún vissi ekki af íþróttinni fyrr en hún slysaðist til þátttöku. Á sínum yngri árum stundaði hún sund en þar fann hún sig ekki. Hún þreifaði fyrir sér í öðrum íþróttum en fótaði sig hvergi. Sara tók þátt á Boot camp námskeiði þegar hún var 17 ára og var hæstánægð með að ná fimm armbeygjum á tánum. „Mér fannst ég vera svakalega sterk, eina stelpan sem náði armbeygjum á tánum“ segir Sara og hlær dátt. „Mér fannst leiðinlegt í sundi þegar ég var yngri og fann alltaf afsakanir til þess að mæta ekki á æfingar. Ég hef alltaf verið mjög sterk en aldrei fundið mig í neinu áður,“ segir Sara sem þó fann sig vel í íþróttum í leikfimi en þar var hún yfirleitt sterkari en aðrar stelpur. Í landsliðinu í ólympískum lyftingum Nýlega byrjaði Sara að stunda ólympískar lyftingar og hafnaði hún í 3. sæti á Norðurlandamótinu á dögunum. Hún komst í landsliðið í þeirri grein eftir að hafa keppt á aðeins einu móti. Hún hélt svo til Kýpur skömmu síðar og hafnaði í 2. sæti á sterku Crossfitmóti. Síðustu helgi gerði hún sér lítið fyrir og sigraði alþjóðlegt mót í Frakklandi þar sem margt öflugasta Crossfitfólk í Evrópu mætti til leiks. „Ég er alltaf að bæta mig. Nú er það bara að halda fyrsta sætinu.“ Einnig ber Sara titilinn Hraustasta kona Íslands, en hún sigraði stigakeppni Þrekmótaraðarinnar árið 2013. Blaðamaður spyr hvor hún telji sig standa undir því nafni „Já ég er líklega ein af þeim,“ segir hún með trega. „Ég stefni að því að

Keppnisskapið kom fram í Crossfit „Ég er mjög mikil keppnismanneskja,“ segir Sara og hlær. Hún vissi hreinlega ekki af keppnisskapinu áður en hún fór að stunda Crossfit. „Það hjálpar vissulega til þess að ná árangri en stundum verður kappið of mikið.“ Það á sérstaklega við þegar hún og kærastinn æfa saman. „Þá missi ég mig stundum,“ segir Sara en hún þvertekur fyrir það að kærastinn eigi roð í hana. Sara segist æfa tvisvar á dag og auk þess er hún að þjálfa Crossfit. Hún æfir ekki eins stíft um helgar en hvíldin er mikilvæg í hennar augum. Andlegt ástand er einnig mikilvægt í þessari íþrótt. „Eftir því sem reynslan verður meiri þá verður auðveldara að yfirstíga stressið. Einnig er mikilvægt að borða vel fyrir keppni, mataræðið er gífurlega mikilvægt,“ en Sara segir félagsskapinn vera mikinn styrk, enda styðji félagar hennar vel við bakið á henni. Finnur jafnan happapening á flugvöllum Sara hefur lent ítrekað í því að finna smámynt á flugvellinum þegar hún fer erlendis að keppa. „Þetta er frekar ótrúlegt en ég trúi ekki mikið á svona hjátrú, enda fann ég í fyrsta skipti ekki pening þegar ég fór til Frakklands, og þá vann ég,“ segir hún og hlær. Sara fór ekki með miklar væntingar til Frakklands en hún hafði það markmið að komast á verðlaunapall. „Ég ákvað bara að gefa allt í botn þrátt fyrir að aðrar stelpur þarna væru hugsanlega betri en ég.“ Allt virtist ganga upp á mótinu og Sara fagnaði sigri eins og áður segir. Stefnir í atvinnumennsku Crossfitheimurinn er stór á heimsvísu og íþróttin er ört vaxandi. Nú er svo komið að Íslendingar eru að koma sér á kortið sem atvinnumenn í Crossfit, en þangað stefnir Sara. Hún er þegar komin á samning hjá stórum fæðubótaefnaframleiðanda sem sér um að styrkja hana í keppnum erlendis. Íslensku stelpurnar vekja jafnan athygli á erlendri grundu og keppa oftast sín á milli um sigra á alþjóðlegum mótum. Þrjár þeirra eru þegar komnar í atvinnumennskuna, en ein þeirra er sú sem hafnaði í öðru sæti á eftir Söru í Frakklandi á dögunum. „Það er stefnan á næsta ári að komast í atvinnumennskuna, það er bara þannig.“ Það er óneitanlega sérstakt að konurnar frá litla Íslandi séu í heimsklassa í Crossfit. „Þeir segja að það sé eitthvað í vatninu á Íslandi. Þetta er alveg magnað en vinsældirnar hafa aukist gríðarlega eftir að Annie Mist sigraði á Heimsleikunum,“ segir Sara að lokum.

Fjölskylduíþrótt við Mánagrund:

Fjögur úr sömu fjölskyldu keppa á Landsmóti XXLandsmót hestamanna fer fram við Hellu um næstu helgi. Fjórir einstaklingar úr sömu fjölskyldunni munu keppa fyrir hönd Hestamannafélagsins Mána; systkinin Ásmundur Ernir, Jóhanna Margrét og Signý Sól Snorrabörn og Stella Sólveig Pálmarsdóttir, unnusta Ásmundar. Signý Sól keppir í fyrsta sinn en hin hafa keppt töluvert oftar. Á myndinni er hópurinn ásamt foreldrum systkinanna, Snorra Ólafssyni og Hrönn Ásmundsdóttur. Sjónvarp Víkurfrétta tók viðtal við þau sem frumsýnt verður á ÍNN kl. 21:30 í kvöld.


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 26. júní 2014

Kinga Korpak

Íslandsmeistari í holukeppni

eyrar áttust við í úrslitaleiknum og hafði Korpak betur 5/4. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir frá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík varð þriðja en hún sigraði Zuzanna Korpak úr GS 2/0.

Í undanúrslitum mættust systurnar Kinga og Zuzanna og lauk þeim leik með 1/0 sigri Kinga.

Suðurnesjamenn á Skaganum - Norðurálsmótið fór fram um helgina

A

lls mættu um 1200 hressir þátttakendur frá 26 félögum á Norðurálsmótið í fótbolta sem haldið var á Akranesi um liðna helgi. Þar af mættu Suðurnesjaliðin til leiks en mótið er fyrir

drengi sjö ára og yngri. Hér má sjá nokkrar myndir af Keflvíkingum, Njarðvíkingum, Grindvíkingum og Reyni/Víði í fullu fjöri, en fleiri myndir má sjá á ljósmyndavef Víkurfrétta á vf.is.

K

inga Korpak úr Golfklúbbi Suðurnesja varð um helgina Íslandsmeistari í holukeppni í

flokki 14 ára og yngri í stúlknaflokki. Korpak og Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr Golfklúbbi Akur-

Kinga er aðeins 10 ára gömul og er þetta þriðja mótið í röð sem hún vinnur á Íslandsbankamótaröðinni á þessu tímabili. Mótið fór fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Þá varð Birkir Orri Viðarsson frá Golfklúbbi Suðurnesja í 2. sæti í drengjaflokki 14 ára og yngri. Hann lék best í undankeppninni og vann þrjá andstæðinga sína á leið í úrslitaleikinn sem hann tapaði í spennandi leik gegn Sigurði A. Garðarssyni úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Nýr þjálfari í júdó hjá UMFN

Glæsilegur hópur hjá Reyni/Víði L

íf og fjör var á Nesfiskvellinum í síðustu viku en þá komu saman í kringum hundrað krakkar á vegum R/V sem er sameiginlegt lið Reynis Sandgerði og Víðis Garði í knattspyrnu. Krakkarnir voru þarna saman komnir til að frumsýna nýjan keppnisbúning R/V og af því tilefni bauð Nesfiskur fótboltakrökkunum og gestum þeirra til grillveislu en Nesfiskur ásamt Fúsa ehf og Skinnfiski eru styrktaraðilar yngri flokka í Sandgerði og Garði. Reynir og Víðir hafa átt í góðu sam- verkefnið hófst með sameiginlegu starfi með yngri flokkana í knatt- liði í 4. fl. kk. en frá þeim tíma hefur spyrnu undanfarin ár eða allt frá samstarfið verið eflt enn frekar og árinu 2004, með hléum þó, árið nú tefla félögin fram sameiginlegu 2010 var settur kraftur í starfið og liði í öllum flokkum frá 7. fl. – 4.fl.

XXHin 23 ára Carla Garcia Jurado hefur bæst í þjálfarateymi júdódeildar UMFN. Carla kemur frá Spáni þar sem hún hefur æft frá því hún var sex ára og hefur því mikla reynslu í íþróttinni. Hún hefur æft undir japanska kennaranum Go Tsunoda. Þá hefur Carla fjórum sinnum lent þriðja sæti á Spánarmeistara-

mótinu og hún hefur einnig orðið Spánarmeistari með liði sínu frá Katalóníu. Júdódeildin mun í sumar bjóða upp á námskeið sem eingöngu er ætlað konum og unglingum sem ekki hafa komið nálægt bardagaíþróttum. Nánari upplýsingar er að finna á www.bjjudo.com.

Aðalfundur Rafiðnaðarfélags Suðurnesja verður haldinn fimmtudaginn 3. júlí í sal Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36.

og ber þessi flotti hópur merki þess. Í dag æfa um 140 ungmenni með R/V og er stefnan sett á enn fleiri iðkendur. Liðin eiga einnig í samstarfi við hin nágrannafélögin á Suðurnesjum, Keflavík í kvennaboltanum í 3., 4. og 5. fl. og Njarðvík í 3. fl. kk. Liðin hafa farið þessa leið til að tryggja sem flestum börnum og unglingum á svæðinu knattspyrnuþjálfun við hæfi.

OPNA SÓLSETURSHÁTÍÐARMÓTIÐ HÓLMSVELLI Í LEIRU FÖSTUDAGINN 27. JÚNÍ 2014

LEIKIN VERÐUR PUNKTAKEPPNI MEÐ FORGJÖF OG EINNIG ERU VEITT VERÐLAUN FYRIR BESTA SKOR. RÆST ÚT AF ÖLLUM TEIGUM SAMTÍMIS KL 18.00. SKRÁNING Á GOLF.IS OG Í SÍMA 421-4100

Fundurinn hefst kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

GOLFKLÚBBUR SUÐURNESJA, Í SAMSTARFI VIÐ SVEITARFÉLAGIÐ GARÐ, HELDUR MÓTIÐ OG ER ÞAÐ HLUTI AF SÓLSETURSHÁTÍÐINNI Í GARÐI (NÁNARI UPPLÝSINGAR Á GS.IS).


vf.is

-mundi

Er eitthvað bitastætt í fréttum ... annað en HM?

fimmtudagurinn 26. júní 2014 • 25. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

Allt gott í útiverkin VIKAN Á VEFNUM

7.390

ODEN þekjandi viðarvörn. 1 líter

4.498

Dicht-Fix þéttiefni. 750ml

1.995 1.890

6.590

Black&Decker háþrýstidæla Max bar 110

Rafmagnshitablásari 2Kw

2.190 LLA-211 PRO álstigi/trappa 2x11 þrep 3,11-5,34 m

1400W, 360 min/ lit/klst Þolir 50°C heitt vatn 5 metra barki, sápubox

17.490

llir EN

14.990

GAH þýskir byggingarvinklar. Mikið úrval

n

ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 2,7 lítrar

MIKIÐ ÚRVAL AF

RISAPOTTUM

Teitur Ingólfsson Nýtt met í Grindavík, það er ekki búið að rigna í 10 minútur..

Áltrappa 4 þrep

Stefán Birgir Ég veit afhverju það rignir bara á sumrin, þá koma unglingavinnu krakkarnir í beðin og þau drepa alla járnsmiðina, óþolandi !!

Ásta Dís Óladóttir Í lestinni hans langafa

AMERÍSKI steypugljáinn sem endist! A4 og A2 ryðfríar skrúfur. Mikið úrval

DEKA SÍLAN vatnsfæla, 5 lítrar

Gauti Birgisson Þetta Happy lag með Pharrell hefur snúist í andhverfu sína og í hvert skipti sem ég heyri það verð ég alveg hoppandi trítilóður í skapinu.

Logi Geirsson Ég útskrifadist í dag með fyrstu einkunn sem Vidskiptafræðingur. Hélt ræðu fyrir 580 manns og var með hæstu einkunn fyrir lokaverkefnid mitt. #bigday

2.790

DEKAPRO útimálning, 10 lítrar (A stofn)

aðalin

Róbert Þór Tobíasson Vá hvað Suarez datt fáranlega illa á öxlina á Chiellini, meiddur á næsta tímabili í svona 10 leiki #ái

Sjá verðlista á www.murbudin.is

Tréolía 3O, 3 lítrar á pallinn og annað tréverk

-131 st

Ómar Jóhannsson Afhverju skallaði Suarez hann ekki bara eins og venjulegir fótboltamenn gera…

Frábært verð á stál- og plastþakrennum.

Uppfy

Ingibjörg Ýr Íslenskar útvarpsstöðvar verða að fara að fatta að þessir morgunþættir þar sem er talað endalaust eru ekki að virka

1 gallon og 5 gallon

4.990

Jarðvegsdúkur 10x1,2 m

1.490

Áltrappa 3 þrep 3.990 Áltrappa 5 þrep 6.390

Garðkarfa 65L

Garðkanna 10 L

795

1,990 Garðkarfa 25L

990

Strákústur 30cm breiður

TIA PRO álstigi 2x12 þrep 3,61-6,1 m

795 Gluggaþvottakústur, gegn um

rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun

2.690

Alvöru græja!

28.990 2.190 1.690

2.190 110 cm

1.690

Þrýstiúðabrúsi

1.690 5 lítra bensínbrúsi

990 Þorsteinn Kristinsson Verið dugleg að borða fisk krakkar mínir, þá verðið þið stór og sterk :) Anna Lóa Ólafsdóttir Eldskírn á fyrsta fundi - já það er mikið rétt hjá þeim Víkurfréttamönnum. Sonur minn segir að það sé eins gott - annars eigi maður það bara eftir. Hann veit sínu viti :)

1/2” slanga 15 metra með stút og tengjum

1.490

Fuglavík 18. Reykjanesbæ

Opið 9-12 og 13-18 virka d.

Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!

Víkurfréttir koma næst út fimmtudaginn 3. júlí.

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.