Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku
Sími: 421 0000
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
Hringbraut 99 - 577 1150
vf.is
F IMMTUDAGUR INN 15 . MAÍ 2 0 14 • 19. TÖ LU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R
Ungmenni stökkva í sjóinn vegna áskorunar á Facebook
Heilnæmt iðnaðarskolp í Auðlindagarði einn stærsti atvinnuveitandinn á Suðurnesjum:
Getur verið hættulegt að stökkva af bryggjum
– samkvæmt könnun Fréttablaðsins
M
ikið hefur borið á því að ungmenni séu að stinga sér til sunds við bryggjur Suðurnesja að undanförnu. Reyndar tíðkast þetta víða um land en ástæðan ku vera áskorun á facebook þar sem fólk er hvatt til þess að stökkva í sjóinn, ellegar þurfa að sæta refsingu í staðinn t.d. með því að borga áskoranda pítsu eða bjór. Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík hefur nokkrar áhyggjur af því að ungmennin séu að stökkva án eftirlits í sjóinn. Hann sendi heimasíðu bæjarsins línu þar sem hann brýnir fyrir ungu fólki að fara með gát. „Ég hef mestar áhyggjur af hættunni á því að börnin fái krampa. Ég reyni að brýna fyrir þeim að synda ekki á milli bryggja og vera ekki lengur í vatninu en þrjár mínútur í mesta lagi vegna hættu á ofkælingu. Ef þau fá krampa þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ég legg til að við öll, foreldrar og skólar, brýnum fyrir þeim að fara ekki langt frá bryggjum og alls ekki reyna að synda á milli þeirra og helst fara beint upp úr sjónum. Best væri að hafa einhverja áætlun um hvernig hægt er að fá hjálp ef eitthvað fer úrskeiðis,“ segir hafnarstjórinn.
FÍTON / SÍA
Mynd úr safni.
einföld reiknivél á ebox.is
MEIRIHLUTINN KOLFALLINN M
Afgangs jarðhiti býr til um 400 störf
H
eilnæmt „iðnaðarskolp“ eða hrakstraumar frá orkuverum HS Orku í Svartsengi og á Reykjanesi eru nýtt til atvinnuskapandi verkefna hjá mörgum fyrirtækjum og hafa gefið af sér um 400 störf og fer fjölgandi. Fyrirtækin sem nýta þennan afgang eru samtals orðin jafn stór og HS Orka, eigandi orkuveranna, en með miklu fleiri starfsmenn. Þar ber hæst Bláa lónið sem er orðið eitt öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri HS Orku segir í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta að líklega hefði Bláa lónið ekki orðið til miðað við regluverkið sem er við lýði í dag því ekki fengist leyfi til að dæla jarðhitavökva frá orkuverinu í Svartsengi út í náttúruna. Albert útskýrir í viðtalinu hvernig svokallaður Auðlindagarður á Reykjanesi hefur þróast frá því orkuverið í Svartsengi var stofnsett. Þar er endurnýtingin á jarðhitavökva sem kemur út úr orkuverunum ein stærsta búbót eða bónus sem engir gátu séð fyrir þegar Hitaveita Suðurnesja var stofnuð. Mikil vinna hefur verið lögð í að formgera Auðlindagarðinn á Reykjanesi á síðustu mánuðum. Sýnin er einföld; endurnýjanleg auðlind og sjálfbær vinnsla samfélag án úrgangs – 100% grænn Auðlindagarður
með jarðvarma í grunninn, þar sem ekkert fer til spillis og hrat frá einu fyrirtæki getur verið aðföng annars. Þverfaglegt samstarf og samhæfing ólíkra þátta til að hámarka árangur, nýtingu og virkni. Í vikulegum þætti Sjónvarps Víkurfrétta frá Suðurnesjum er einnig spjallað við Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku um breytingar á lögum um orkumál og hvaða þýðingu þau höfðu. Hann tók við sem forstjóri fyrirtækisins um síðustu áramót. Ásgeir segir umræðuna um fyrirtækið oft hafa verið á villigötum en mörg bæjarfélög á Suðurnesjum seldu hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja þegar ný lög um skiptingu fyrirtækisins í HS Veitur og HS Orku, tóku gildi. HS Orka á orkuverin í Svartsengi og á Reykjanesi en leigir landssvæðin af Grindavíkurbæ og ríkinu. Hann segir að íbúar á Suðurnesjum þurfi ekki að hafa áhyggjur af því þótt eigandi að um 2/3 hluta fyrirtækisins sé kanadískt orkufyrirtæki en 14 íslenskir lífeyrissjóðir eiga um þriðjung. Fyrrverandi eigendur hefðu ekki haft bolmagn og fjármagn sem til þurfti til eflingar þess inn í framtíðina. Þá segir hann HS Orku mjög meðvitaða um að auðlindin sé ekki ótakmörkuð og náttúran sé alltaf í öndvegi. Þátturinn er á ÍNN í kvöld kl. 21:30.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
eirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ er kolfallinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í gær. Flokkurinn fær 30,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa, en fékk 52,8 prósent í kosningunum árið 2010 og sjö bæjarfulltrúa. Samfylkingin tapar einnig talsverðu fylgi frá síðustu kosningum en 19,6% ætla að kjósa flokkinn núna. Það skilar Samfylkingunni tveimur bæjarfulltrúum en fyrir fjórum árum fékk flokkurinn 28,4% atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Þetta gerir um þriðjungi minna fylgi. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar einnig um þriðjung. Flokkurinn fer úr 14% fylgi í 9,3% í könnunni. Flokkurinn heldur sínum eina bæjarfulltrúa. Frjálst afl, sem er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum er stærst nýrra framboða í Reykjanesbæ, samkvæmt könnuninni. Frjálst afl fær 18,6% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa. Píratar fá 10,4% atkvæða samkvæmt könnuninni og einn mann kjörinn. Bein leið fær 9,8% atkvæða og einn bæjarfulltrúa. Nánar má lesa um könnunina á vf.is.
KRISTÍN LEA Í VONARSTRÆTI KEFLVÍKINGURINN KRISTÍN LEA LEIKUR Í NÝRRI ÍSLENSKRI KVIKMYND SEM VAKIÐ HEFUR ATHYGLI
2
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Sætta sig ekki við það að þurfa að sækja póstþjónustu annað M Sláturpotturinn sem allt snerist um.
Lögreglan og slökkvilið í soðið slátur M
ikla brunalykt lagði frá íbúðarhúsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og var hún kvödd á vettvang, ásamt slökkviliði Brunavarna Suðurnesja. Lögreglumenn skrúfuðu upp opnanlegt fag á eldhúsglugga og fóru inn. Lagði reyk frá potti á eldavél. Húsráðandi hafði verið að sjóða slátur, en brugðið sér af bæ án þess að slökkva áður undir honum. Slökkviliðið reykræsti húsnæðið og urðu engar skemmdir af völdum slátursuðunnar.
agnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, hefur sent erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem fyrirhugaðri lokun póstafgreiðslu Íslandspósts í Garðinum er harðlega mótmælt. Í bréfi bæjarstjóra kemur fram bókun bæjarráðs þar sem bæjarráð Garðs mótmælir harðlega áformum Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu í Garði. Þá kemur fram í bréfi bæjarstjóra að vakin er athygli á því að Íslandspóstur hefur á engan hátt verið í sambandi við bæjarstjóra né bæjarstjórn um þau áform að loka póstafgreiðslunni í Garði, né að kynntar hafi verið hugmyndir um það hvernig fyrirtækið hyggst veita íbúum í sveitarfélaginu þjónustu ef til þess kemur að fyrirtækið lokar afgreiðslunni. Bæjarstjóri mótmælir þessum vinnubrögðum fyrir hönd bæjarstjórnar, ekki síst framkomu Íslandspósts. Um er að ræða ríkisfyrirtæki sem starfar að hluta í skjóli einkaréttar og ætti í nútímanum ekki að ástunda þau vinnubrögð sem raun ber vitni. Bæjar-
Landsnet sækir um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2
L
stjóri hvetur Póst- og fjarskiptastofnun til þess að koma þessum umkvörtunum um vinnubrögð og framkomu Íslandspósts á framfæri við fyrirtækið við frekari vinnslu málsins.
Þá kemur fram í bréfi bæjarstjóra að hvað varði möguleika fyrir íbúa Garðs að sækja póstþjónustu annað, þá munu íbúar í sveitarfélagi sem telur um 1.400 íbúa ekki sætta sig við það að þurfa að sækja póstþjónustu í önnur byggðarlög.
andsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um mitt þetta ár og þeim ljúki í árslok 2015, fyrir utan frágangsvinnu sem verði lokið um mitt ár 2016. Orkustofnun hefur veitt Landsneti leyfi til að reisa og reka flutningsvirkið Suðurnesjalínu 2, 220 kílóvolta (kV) háspennulínu frá Hamranesi í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartsengis. Telur Landsnet nauðsynlegt að hefja framkvæmdina sem fyrst þar sem þörfin á Suðurnesjalínu 2 sé aðkallandi og er óskað eftir því að sveitarfélögin fjögur veiti umbeðið framkvæmdaleyfi, í samræmi við gildandi aðalskipulag, við fyrsta tækifæri.
GARÐAÚÐUN Úðum gegn: Roðamaur, kóngulóm og fl. 822-3577 · 699-5571 · 421-5571
Viltu gerast stuðningsfjölskylda? Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga óskar eftir samstarfi við fjölskyldur sem eru reiðubúnar að taka reglubundið börn til dvalar á heimili sínu. Algengast er að barn dvelji hjá stuðningsfjölskyldu eina til tvær helgar í mánuði. Helstu verkefni og ábyrgð Helstu verkefni stuðningsfjölskyldna eru að taka reglubundið á móti barni í dvöl og að leyfa barni að taka þátt í daglegu fjölskyldu lífi. Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barnanna, veita börnunum tilbreytingu og stuðning auk þess að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum. Reynslan hefur sýnt að stuðningsfjölskyldurnar vinna öflugt forvarnarstarf til að tryggja og viðhalda festu og öryggi í lífi þeirra barna sem til þeirra koma. Hæfniskröfur · Góðir samskiptahæfileikar · Sjálfstæði í vinnubrögðum · Áhugi og reynsla af vinnu með börnum · Hreint sakarvottorð Frekari upplýsingar um starfið Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur og er mikil áhersla lögð á trúnað í starfi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Thelma Björk Guðbjörnsdóttir í síma 420-7555 eða með því að senda fyrirspurn á thelma@sandgerdi.is
Nemendur 8. bekkjar í Akurskóla með iPad. VF-mynd: Hilmar Bragi
■■iPadvæðing á unglingastigi í grunnskólum Reykjanesbæjar:
Kostnaður heimila minnkar R
eykjanesbær er að iPadvæða kennslu á öllu unglingastigi í skólum segir að stefnt sé að því að á næstu bæjarins. Það er gert í þremur þrepum. Einn árgangur í hverjum tveimur árum verði allir kennarar skóla hefur þegar fengið iPad til notkunar í námi sínu. Þá eru tveir af bæjarins komnir með slík tæki í hverjum þremur grunnskólakennurum í bæjarfélaginu komnir með hendurnar. Aðbúnaður nemenda og kennara verður að vera góður Ipad. Að sögn Haraldar Axels Einars- því samfélagi sem skólinn starfi og tryggja þarf að skólinn fylgist sonar, aðstoðarskólastjóra í Heiðar- í. Nauðsynlegt sé að skólamenn vel með til að geta skilað hlutverki skóla, minnkar kostnaður heim- fylgist vel með tækniframförum sínu og undirbúið nemendur undir ilanna mikið við Ipadvæðinguna. og setji þær jafnóðum inn í skólana þátttöku í flóknu samfélagi sem tekur örum breytingum. NauðsynÞannig fer kostnaður heimilanna á sem eðlilegan hluta skólastarfs. hvern nemanda við upphaf annar Tveir af hverjum þremur grunn- leg forsenda þess er að kappkosta úr 8-10 þúsund krónum niður í skólakennurum í Reykjanesbæ að vinnumhverfi kennara sé gott, núll. Nemendur gætu reyndar eru nú komnir með Ipad sem þeir þeir geti fylgst vel með nýjungum hugsanlega þurft að endurnýja nýta við störf sín. Gylfi Jón Gylfa- og noti nýjustu tækni í kennslu. gúmmí framan á pennum sem not- son, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, aðir eru þegar skrifað er á Ipadinn. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Frá stuttmyndakynningu á samskiptadegi í Reykjanesbæjar segir að þar sem Heiðarskóla í vikunni. VF-mynd: pket allir fái afhenta iPadana til persónulegrar notkunar, jafni það félagslega stöðu nemenda. Með þessu hafa allir nemendur jöfn tækifæri til að kynna sér og nota hina nýju tækni, ekki bara þau börn sem koma frá efnameiri heimilunum. Það nýti mannauðinn betur og auki hamingju barnanna. Gylfi Jón segir mikilvægt að nemendur tileinki sér strax þá möguleika sem felast í nýrri tækni, það sé hlutverk grunnskólans að laða fram það besta sem býr í hverjum og einum og búa undir fullorðinsárin. Það geti grunnskólinn ekki nema að starf hans taki mið af
xdreykjanes.is
Vinnum áfram – að fjölskyldu- og félagsmálum
Fjölskyldan
– hornsteinn samfélagsins Við leggjum áherslu á að ef við byrjum snemma að vernda börnin og veita þeim bestu aðstæður til náms og þroska, þá er það besta veganesti sem við getum veitt þeim. • Hærri umönnunargreiðslur • Ókeypis uppeldisnámskeið • Snemmtæk íhlutun í leikskólum • Betri menntun • Betri þjónustu við eldri borgara • Betri heilsugæslu • Fatlaðir fái þá þjónustu sem þeir þurfa við hæfi hvers og eins og við höldum áfram að efla úrræði í búsetumálum • Eldri borgarar njóti góðrar þjónustu og eigi áhyggjulaust ævikvöld
Komum að rekstri Heilbrigðisstofnunar
Við viljum hækka þjónustustig heilsugæslunnar þannig að bið eftir sjálfsagðri þjónustu verði styttri og í samræmi við það sem best gerist á höfuðborgarsvæðinu. Að okkar mati verður þetta einungis gert með því að Reykjanesbær komi að gerð framtíðarsýnar og markmiðasetningu fyrir stofnunina.
Sjálfboðaliðar í velferðarmálum
Ráðum verkefnastjóra sem hafi yfirsýn yfir það sem unnt er að gera í sjálfboðastarfi í Reykjanesbæ á sviði umhverfis-, félags- og velferðarmála.
Fjölskyldusetur opnað
Fjölskyldusetrið er samhent aðgerð samfélagsins í Reykjanesbæ til að fagaðilar nái til allra foreldra og barna með jákvæðri fræðslu og aðstoð, allt frá fæðingu barns fram á fullorðinsár.
Lausnir í húsnæðismálum
Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að leyst verði úr húsnæðisvanda margra íbúa í kjölfar efnahagskreppunnar. Rætt verði við aðila sem búi yfir lausu húsnæði, s.s. Íbúðalánasjóð og banka og leitað nýrra lausna strax á þessu sumri.
Dagar fjölmenningar
Við fögnum fjölbreytileikanum í samfélaginu um leið og við tökum vel á móti gestum okkar og þeim sem vilja búa í okkar samfélagi.
Styðjum þá sem minna mega sín
Reykjanesbær hefur á undanförnum árum verið í forystu nýrra leiða til að styðja einstaklinga sem búa við skerta möguleika í lífinu m.a. vegna líkamlegra, andlegra eða efnahagslegra hafta.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ Á kosningamiðstöð okkar að Hafnagötu 90 bjóðum við uppá súpu í hádeginu á virkum dögum, við grillum pylsur á milli kl. 14 og 16 á laugardögum og bökum saman vöfflur alla sunnudaga frá 14 til 16. Síminn hjá kosningastjóra er 848-2424.
Líttu við!
Vinnum áfram
4
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
ATVINNA
HEILSULEIKSKÓLINN HEIÐARSEL Óskar eftir deildarstjóra í 100% stöðu frá og með 28. júlí 2014. Frá og með 28. júlí næstkomandi stækkar leikskólinn um eina deild og verður fjögurra deilda leikskóli.
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Glæsilegur árangur Háaleitisskóla
Helstu verkefni og ábyrgð • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildastjóra, þ.m.t: • Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni • Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar • Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá • Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu Hæfniskröfur • Leikskólakennaramenntun • Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með börnum • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Umsóknarfrestur er til 30. maí nk. Við hvetjum jafnt karla sem konur til að sækja um. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar. http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Frekari upplýsingar veitir Kolbrún Sigurðardóttir leikskólastjóri í síma 420 3131/866 5936 eða kolbrún.sigurdardottir@heidarsel.is
TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR
FRAMHALDSPRÓFSOG BURTFARARTÓNLEIKAR Arnar Freyr Valsson, gítar, heldur framhaldsprófs- og burtfarartónleika sína í Bergi, Hljómahöll, laugardaginn 17. maí kl. 16.00. Meðleikarar eru Díana Lind Monzon, gítar, og Sigrún Gróa Magnúsdóttir, píanó.
Gísli Freyr Björnsson ásamt Jóni Bjarka frá Keili.
– í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda
N
emendur í 5.-7. bekk í Háaleitisskóla hafa unnið hörðum höndum að undirbúningi fyrir Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda undir leiðsögn Jóns Bjarka, nemanda í tæknifræði hjá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Háaleitisskóli, Keilir og Kadeco hafa verið í samstarfi í vetur um að efla nýsköpun á Ásbrú meðal grunnskólanemenda með því að taka höndum saman og gera nemendum Háaleitisskóla kleift að taka þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda.
Frístundaúrræði fyrir fatlaða í Grindavík – Þjónustan rekin af Grindavíkurbæ
Í
janúar hófst þjónusta við fatlaða grunnskólanemendur í Grindavík samkvæmt frístundaúrræði. Starfsemi þessi er rekin af Grindavíkurbæ. Áður höfðu nemendur verið keyrðir til Reykjanesbæjar þar sem þeir höfðu verið í frístundaúrræði fyrir fatlaða í Holtaskóla og Njarðvíkurskóla. Þetta er í raun frístundaklúbbur sem starfræktur er dags þegar nestið er borðað. Farið er í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir í bænum. samkvæmt lögum um þjónustu við fatlaða. Opnunartími er frá því að nemendur eru búnir í skól- Starfsmenn eru Marko Valdimar Stefánsson og Bjarnanum og til kl. 16. Úrræði þetta er ætlað að mæta fötl- ey Steinunn Einarsdóttir en umsjónaraðili er Ásdís Kjartansdóttir þroskaþjálfi. Starfsemin er í þróun þar uðum nemendum í 4. - 10. bekk. Frístundarklúbburinn hefur aðsetur í tónmenntar- sem þetta hefur bara verið starfrækt frá því í janúar og stofunni í Hópsskóla en reynt er að vera bara þar í lok verður að sögn spennandi að fylgja verkefninu eftir.
Birta Rós Arnórsdóttir, sópran, heldur framhaldsprófs- og burtfarartónleika sína í Bergi, Hljómahöll, miðvikudaginn 21. maí kl. 20.00. Meðleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó.
Þóra Guðrún hlýtur viðurkenningu Heimilis og skóla
Aðgangur á báða tónleikana er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Skólastjóri
Þ
HANDVERKSSÝNING Á NESVÖLLUM Þann 16. maí kl. 14.00 opnar handverkssýning eldri borgara á Nesvöllum. Sýningin verður opin frá 16. maí til 23. maí. Skemmtiatriðið verða daglega og kaffihúsið verður opið. Allir velkomnir
VINNUSKÓLI REYKJANESBÆJAR Minnum á breytta staðsetningu Vinnuskólans í sumar. Aðsetur hans verður í Reykjaneshöll.
Verkefnið hefur gengið vonum framar og hefur einn nemandi skólans, Gísli Freyr Björnsson, verið valinn einn af 45 þátttakendum keppninnar til að taka þátt í vinnusmiðju á vegum Nýsköpunarkeppninnar. Alls tóku 1800 nemendur af landinu þátt í keppninni í ár og einungis 45 nemendur fá tækifæri til að útfæra sína hugmynd enn frekar. Vinnusmiðjan er haldin í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Til stendur að útfæra þessa reynslu frekar og hafa hana árvissa enda nýsköpun öllum mikilvæg.
Þóra Guðrún Einarsdóttir.
óra Guðrún Einarsdóttir og stærðfræðikennarar í Heiðarskóla voru tilnefnd til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2014 fyrir spjaldtölvuvæðingu. Í umsögn kemur fram að stærðfræðikennararnir, með Þóru Guðrúnu í fararbroddi, eru tilnefndir fyrir að gera nám aðgengilegra og skemmtilegra fyrir nemendur. Þóra
Guðrún veitti viðurkenningunni viðtöku í Þjóðmenningarhúsinu 8. maí sl. Þar ávarpaði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, samkomuna og veitti verðlaunin ásamt formanni nefndarinnar Gísla Hildibrandi Guðlaugssyni og formanni Heimilis og skóla Önnu Margréti Sigurðardóttur. Við óskum Þóru Guðrúnu og stærðfræðikennurunum innilega til hamingju með þessa góðu viðurkenningu, segir í tilkynningu frá Heiðarskóla.
+ www.vf.is
83% LESTUR
PIPAR \ TBWA •
SÍA •
140845
799 kr.
svooogott
™
FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI
WWW.KFC.IS
6
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf Páll Ketilsson skrifar
Stærsta auðlind Suðurnesjamanna
SÍMI 421 0000
Fastagestur á forsetalistanum - Með 9,5 í meðaleinkunn þessa önnina
L
Auðlindir þjóðarinnar um allt land hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár, ekki síst fiskurinn og orkan. Stofnun Hitaveitu Suðurnesja fyrir fjórum áratugum reyndist magnað framfaraspor sem forsvarsmenn sveitarfélaganna á Suðurnesjum stigu fyrir íbúa á Suðurnesjum. Í dag njóta Suðurnesjamenn þess að fá ótakmarkað og ódýrt, heitt og kalt vatn og rafmagn, frá HS Orku og HS Veitum. Árið 2008 voru sett lög um skiptingu orkufyrirtækja og þessi tvö félög urðu til við skiptingu Hitaveitu Suðurnesja. Það er nokkuð víst að þó forsvarsmenn okkar við stofnun HS á sínum tíma, hafi verið framsýnir mjög, hafi þá örugglega ekki grunað hversu magnað framhaldið yrði hér á Suðurnesjum. Fjórum áratugum síðar er gjarnan talað um Auðlindagarð á Reykjanesi og hefur að geyma tvö orkuver á Reykjanesi og í Svartsengi í Grindavík, - sem endurnýjanlega auðlind og sjálfbæra vinnslu, 100% grænn með jarðvarma í grunninn, þar sem ekkert fer til spillis og hrat eða afgangur frá einu fyrirtæki verður að aðföngum annars. Algerlega einstakt fyrirbrigði í heiminum. Jefferson William Tester prófessor við Cornell háskóla í Bandaríkjunum er einn af virtustu fræðimönnum í heimi á sviði orkumála og hefur látið í veðri vaka að Auðlindagarðurinn á Reykjanesi sé besta dæmið um nýtingu jarðhita í heiminum. Þar sé fjölnýting í hávegum höfð og aukaframleiðslu-áhrifin („spin off “) hreint út sagt ótrúleg. Hann var einn af fyrirlesurum á Nýsköpunarþingi sem haldið var á Ásbrú síðasta haust. Í viðtölum Sjónvarps Víkurfrétta við Albert Albertsson, aðstoðarforstjóra og Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku, fara þeir yfir stöðu mála. Albert lýsir því hvernig iðnaðarskolp eins og hann kallar það gjarnan, er nýtt til atvinnuskapandi verkefna hjá fjölda fyrirtækja á Suðurnesjum. Hjá þessum fyrirtækjum hafa skapast um 400 störf og fer fjölgandi. Þar fer Bláa Lónið auðvitað fremst í flokki en þarna má líka nefna fyrirtæki eins og Stolt Seafarm en það rekur fiskeldi sem framleiðir einn verðmætasta flatfisk í heimi, sem og fleiri aðila í sjávarútvegi og öðrum greinum. Iðnaðarskolpið sem Albert nefnir er vökvinn sem kemur út úr orkuverunum eftir notkun, jafnan kallaður hrakstraumar. Hið öfluga fyrirtæki Bláa Lónið, nýtir hrakstrauma frá orkuverinu í Svartsengi sem annars væri hent. Bláa lónið fer enn lengra í nýtingu fleiri efna eins og kísilinn og rækta síðan þörunga, til framleiðslu snyrtivara. Úr jarðhitanum myndast líka gas sem nýtist nýlegu fyrirtæki sem nefndist Carbon Recycling Int. og býr til íblöndunarefni í bensín. Á Reykjanesi eru 3 fyrirtæki sem tengjast Reykjanesvirkjun og nýta hrakstrauma. Stolt Seafarm, flatfiskeldið, nýtir helmings þess sjávar sem dælt er inn í orkuverið og kemur út 40 gráðu heitur eftir að hafa kælt túrbínur orkuversins. Afgangs orkuvers-sjórinn býr til rándýran flatfisk, Senegalflúru. Ásgeir forstjóri HS Orku segir umræðuna um fyrirtækið oft hafa verið á villigötum en mörg bæjarfélög á Suðurnesjum seldu hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja þegar ný lög um skiptingu fyrirtækisins í HS Veitur og HS Orku, tóku gildi. HS Orka á orkuverin í Svartsengi og á Reykjanesi en leigir landssvæðin af Grindavíkurbæ og ríkinu. Hann segir að ef nýir eigendur hefðu ekki komið að fyrirtækinu hefði verið erfitt að fara í fjárfrekar framkvæmdir í framtíðinni. Hitaveita Suðurnesja, nú HS Orka og HS Veitur, skipa stóran sess hjá Suðurnesjamönnum og munu gera um ókomna tíð. Framherjum svæðisins fyrir fjörutíu árum ber að þakka framsýnina og kraftinn. vf.is
Mynd: Gísli Dúa//Texti: Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is
aganeminn Guðrún Ólöf Olsen hefur afrekað það að komast á svokallaðan forsetalista Háskólans í Reykjavík allar annir sínar við skólann. Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverju próftímabili eiga kost á að komast á forsetalista skólans og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld. Keflvíkingurinn Guðrún Ólöf er á sínu öðru ári við skólann en hún hefur í raun sífellt verið að bæta sig og einkunnirnar hækka stöðugt. Þessa önn var Guðrún með 9,5 í meðaleinkunn og mun það vera hæsta meðaleinkunn sem náðst hefur í lögfræðinni við skólann. Það er ekki amaleg búbót að þurfa ekki að borga skólagjöldin en í HR eru þau með hærra móti miðað við aðra háskóla á landinu. Guðrún sem er 21 árs á sér stóra drauma en hana langar til þess að stunda framhaldsnám erlendis. „Stefnan er tekin til Danmerkur að loknu B.A námi, svo ætla ég að fara í Harvard eftir svona tíu ár, maður verður að eiga sér háleit markmið,“ segir Guðrún og hlær. „Eftir námið langar mig að ferðast áður en ég fer að vinna en þá er draumurinn að fá starf á flottri lögmannsstofu og opna mína eigin þegar ég hef öðlast smá reynslu í reynslubankann.“ Skólinn annað heimili Slíkur árangur krefst mikillar vinnu en Guðrún segist vera sam viskusöm og einbeitir sér að lestr inum þegar svo ber undir. „Það skiptir máli að láta ekki Facebook og aðrar vefsíður trufla sig við lesturinn. Sem sagt, vera að læra þegar maður á að vera að læra,“ segir hún létt í bragði. Prófatíðin er sérstaklega ströng en þá hreiðrar Guðrún um sig í skólanum allan liðlangan daginn. „Þegar kemur að prófunum þá á ég mér ekkert líf. Ég fer upp í skóla klukkan níu og er að læra stöðugt nánast fram að kvöld mat. Skólinn er mitt annað heimili á þeim tíma.“
Guðrún var í Heiðarskóla á æsku árunum en stundaði framhalds skólanám í Verzlunarskóla Íslands þar sem eldri systkini hennar höfðu stundað nám, en þau báru skól anum vel söguna. „Ég heillaðist einnig af bekkjarkerfi sem reyndist mjög skemmtilegt. Við fluttum í Kópavog þegar ég var búin að vera í skólanum í eitt ár,“ segir Guðrún en segist snemma hafa sett stefn una á lögfræði þegar háskólanám kom inn í myndina. „Stefnan var alltaf sett á lögfræði þrátt fyrir að ég hefði ekki minnstu hugmynd um hvað fólst í náminu áður en ég byrjaði. Mér finnst mjög gaman að rökræða þannig að laganámið var spennandi kostur. Þegar kom að því að velja skóla fannst mér Háskólinn í Reykjavík spennandi kostur þar sem námið byggist mikið á raunhæfum verkefnum sem eru nátengd atvinnulífinu.“ Var í unglingalandsliðinu í fótbolta Guðrún segir álagið vera mikið í náminu og sérstaklega þegar metnaðurinn er mikill eins og í hennar tilfelli. Guðrún hefur ekki unnið með náminu heldur nýtir
hún þann tíma sem hún hefur aukalega til að slaka á og njóta lífs ins. Hún stundar líkamsrækt með náminu enda segir hún nauðsyn legt að taka sér pásu frá bókunum af og til. Hún æfir síðan fótbolta á sumrin þar sem hún hefur m.a. leikið með Keflavík, Stjörnunni, Fram og KR. Hún tók meðvitaða ákvörðun um að minnka við sig í fótboltanum þegar námið hófst, en á árum áður var Guðrún m.a. í unglingalandsliði Íslands. Vegna vinnu á sumrin og anna í námi gefst ekki eins mikill tími til þess að stunda fótboltann af krafti en Guðrún æfir með KR um þessar mundir. Á dögunum fagnaði liðið m.a. sigri í Lengjubikarnum. Í sumar mun hún starfa sem flug freyja hjá Icelandair en það hefur hún gert undanfarin sumur. Guð rún hefur ákaflega gaman af því að ferðast og segir starfið fjölbreytt og skemmtilegt. Önnur áhugamál hennar snúa að mestu að lögfræð inni og skólanum enda tengist lög fræðin öllu því sem maður gerir í lífinu að sögn Guðrúnar.
Nýstofnað ungmennaráð í Grindavík Nýtt ungmennaráð hefur verið stofnað í Grindavík. Ungmenn aráð hefur áður verið starfandi en nokkuð er síðan það lagðist af. Í nýstofnuðu ráði eru vaskir ungl ingar ásamt Jóhanni Ólafssyni starfsmanni bæjarins. Jóhann er nýráðinn frístundaleiðbeinandi hjá Grindavíkurbæ en það starf byggir á samstarfi skólans og frí stunda- og menningarsviðs. Þor steinn Gunnarsson er yfir sviðinu og höfðu þeir samband við ung mennin um stofnun ráðsins. Mark miðið er að hugmyndir og sjónar mið yngri kynslóðarinnar komist á framfæri og tillögur þeirra komist á borð bæjarstjórnar. Lárus Guð mundsson er formaður, Nökkvi Harðarson varaformaður en ásamt þeim eru Elsa Katrín Eiríksdóttir, Karín Óla Eiríksdóttir, Katrín Lóa Sigurðardóttir og Þórveig Hulda Frímannsdóttir. Hafa þau fengið
kennslu um fundarsköp og eins stendur til að nokkir meðlimir haldi á þing ungmennaráða á Ísa firði þann 10. apríl til þess að dýpka þekkingu sína á fundarsetum og tilgangi ungmennaráða. Fund irnir fara fram á bókasafni skól ans tvisvar í mánuði en auk þeirra funda sitja þau bæjarstjórnarfundi tvisvar á ári. Fyrstu mál nýstofnaðs ráðs er að finna leiðir til þess að ná til unglinga og fá þeirra sjónar mið fram, s.s netsíða þar sem hægt væri að segja sínar skoðanir og meiningar. Ráðið mæti allar
ábendingar og bæri raunhæfar til lögur undir bæjarstjórn. Eins hafa ungmennin í hyggju að berjast fyrir lengri vinnutíma unglinga í bæjar vinnunni þannig að kostur verði á vinnu allt sumarið. Eins er hug mynd uppi um menningarapp sem Grindvíkingar gætu notað til að finna alla viðburði sem eru á dag skrá í bæjarfélaginu. Eva Björg Sigurðardóttir nemi í Tómstunda- og félagsmálafr. við HÍ.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
7
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. maí 2014
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
■■Viðurkenningar til ungs fólks:
Laxnessfjöðrin afhent í Stapa S
amtök móðurmálskennara völdu grunnskólana á Suðurnesjum til að taka þátt í verkefninu Laxnessfjöðrin á þessu skólaári. Viðurkenningunni er ætlað að örva æskufólk til að leggja rækt við íslenska tungu með námskeiði í ritun og sköpun og verðlauna börn og unglinga fyrir ritlist. Kynnir var rithöfundurinn og þýð- nessfjöðrina við hátíðlega athöfn í andinn Rúnar Helgi Vignisson, en Stapa 8. maí og fengu fjórir nemhann sagði m.a. að besta leiðin til endur fjöðrina fyrir smásögur sínar að verða góður textahöfundur sé auk þess sem eitt hópverkefni fékk að lesa margt efni eftir aðra höf- viðurkenningu. Það verkefni var unda. Hvatti hann nemendur til kynnt við afhendinguna. að tileinka sér lestur og njóta hans. Vigdís sagði nemendum söguna Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- af því hvernig Erlingur Jónsson, verandi forseti Íslands, afhenti Lax- myndhöggvari og bæjarlistamaður
Reykjanesbæjar, líkir Halldóri Laxness við örn sem svífur yfir og hefur allt á valdi sínu með sinni óumræðanlegu snilld og þegar hann fann arnarfjöður þá hugsaði hann með sér að þetta væri Laxnessfjöðrin og hún er fyrirmynd listaverksins sem staðsett er við gamla barnaskólann við Skólaveg hér í Reykjanesbæ. Nemendur 9. bekkjar fjögurra skóla á svæðinu tóku þátt í verkefninu; Grunnskólinn í Sandgerði, Holtaskóli, Njarðvíkurskóli og Myllubakkaskóli.
Fjölskyldudagur – allir velkomnir
Vinnum áfram
Fjölskyldudagur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ verður haldinn laugardaginn 17. maí frá kl 14 til 16 í kosningamiðstöð að Hafnargötu 90. Fjölbreytt dagskrá: andlitsmálning, hoppukastali, pylsur og skemmtiatriði.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ Á kosningamiðstöð okkar að Hafnagötu 90 bjóðum við uppá súpu í hádeginu á virkum dögum, við grillum pylsur á milli kl. 14 og 16 á laugardögum og bökum saman vöfflur alla sunnudaga frá 14 til 16. Síminn hjá kosningastjóra er 848-2424.
Líttu við!
xdreykjanes.is
8
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
ð í t á h a n r a B ð u n Vel hepp B
arnahátíð í Reykjanesbæ tókst afar vel um síðustu helgi en hún var haldin í níunda sinn. Dagskráin hófst á miðvikudag í síðustu viku og náði hápunkti sínum um helgina með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Á sjötta tug atriða voru á dagskrá hátíðarinnar og ókeypis á þá alla. Allir 10 leikskólar bæjarins, allir 6 grunnskólarnir, tónlistarskólinn og dansskólarnir Bryn Ballett Akademían og Danskompaní tóku þátt í hátíðinni. Um helgina fóru fram hátíðarhöld á svæðinu við Víkingaheima og Duushús. Fjöldi fólks var á ferðinni og virtist njóta sín ljómandi vel við þátttöku í hinum ýmsu viðburðum hátíðarinnar. Meðal þess sem boðið var upp á var sirkussýning og smiðja, leikfangamarkaður barnanna, hestateyming, bangsasmiðja, galdrakarla- og nornasmiðja, lummur hjá Skessunni, tívolítæki, lifandi tónlistar- og dansatriði á hinum ýmsu stöðum og svona mætti áfram telja. Þótt hátíðinni sé formlega lokið stendur glæsileg Listahátíð barna áfram í Duushúsum til 22. maí. Markmið þessarar árlegu Barnahátíðar er að skapa vettvang og koma á framfæri því frábæra starfi sem unnið er með börnum í bæ auk þess að bjóða upp á möguleika til skemmtilegrar og skapandi samveru foreldra og barna, óháð efnahag, enda allt ókeypis, segir á heimasíðu Reykjanesbæjar.
9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. maí 2014
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Keflavíkurfreyjur á ferðinni
Þ
ær Halldís Jónsdóttir og Helga Auðunsdóttir, flugfreyjur hjá Icelandair brostu breitt rétt áður en þær fóru inn í Boeing 757 flugvél félagsins, Skjaldbreið, á leið sinni til Vancouver í Kanada sl. þriðjudag. Áhöfnin stillti sér upp fyrir ljósmyndara Víkurfrétta, áður en hún hóf störf. Þetta var fyrsta ferð Icelandair til borgarinnar frá Keflavík en fyrir skömmu fór félagið í fyrsta sinn til Edmonton, annarrar borgar í Kanada. VF-mynd/pket.
HEILSUHORNIÐ Náttúruleg ráð gegn frjókornaofnæmi Frjókornaofnæmi getur verið ansi hvimleitt og valdið viðkomandi miklum óþægindum. Frjókorn frá ýmsum gróðri geta valdið bólguviðbrögðum í ónæmiskerfinu með aukinni framleiðslu á histamíni, prostaglandínum og fleiri bólgumyndandi efnum. Áhrifin eru fyrst og fremst í slímhúð efri öndunarfæra og helstu einkenni eru augnkláði, kláði í nefi og hálsi, nefstíflur, nefrennsli, hnerri, þreyta og þrýstingur í höfði. Hægt er að halda einkennum í lágmarki með náttúrulegum leiðum en hafa ber í huga að sumir þurfa þó á ofnæmislyfjum að halda ef einkenni eru mjög mikil.
ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR
Vel samsett og næringarrík fæða er að sjálfsögðu undirstaðan að sterku og heilbrigðu ónæmiskerfi. Ákveðin náttúruefni hafa jákvæð áhrif á einkenni frjókornaofnæmis eins og omega 3 fitusýrur, quercetin og C vítamín. Quercetin virðist koma í veg fyrir losun histamíns og er einna helst að finna í berjum, lauk, grapeávexti og eplum. Omega 3 fitusýrur fáum við með góðu móti úr lýsi, hörfræolíu og valhnetum. C vítamín finnst víða í grænmeti og ávöxtum og þá sérstaklega í sítrusávöxtum og papriku. Acidophilus meltingagerlar stuðla að heilbrigðri þarmaflóru í meltingarvegi og hafa þannig styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Ýmsar jurtir geta dregið úr einkennum frjókornaofnæmis og ber helst að nefna brenninettlu, vallhumal, ylliblóm, kamilla, engifer og morgunfrú. Hægt er að drekka þessar jurtir í teformi eða taka inn í hylkjum en það þarf að taka þær inn frekar reglulega til að draga úr einkennum. Einnig er gagnlegt að setja eucalyptus ilmkjarnaolíu í pott af heitu vatni og anda að sér (gufuinnöndun) en það hefur slímlosandi áhrif. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is
Nemendur sýna í Landsbankanum
Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN og vf.is
ór Ha
lld
a ór lld
Framsókn í Reykjanesbæ framsokn.com
br ún Ko l
du
r
Ha
in
n
un
8. Björn Ingvar Björnsson 9. Ingibjörg Oddný Karlsdóttir 10. Thelma Hlöðversdóttir 11. Linda Bj. Ársælsdóttir 12. Sigurpáll Árnason 13. Sveinbjörg Eydís Eiríksdóttir 14. Þórunn Björk Tryggvadóttir
Gu ðm
Listinn í heild sinni: 1. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir 2. Tyrfingur Andrésson 3. Elín Björg Gissurardóttir 4. Gísli Þór Þórhallsson 5. Ólafur Oddgeir Einarsson 6. Gyða Björg Guðjónsdóttir 7. Margrét Bjarnadóttir
ist
XXHólmfríður Skarphéðinsdóttir skipar efsta sæti á framboðslista sjálfstæðismanna og óháðra í Sandgerðisbæ fyrir sveitastjórnarkosn ingarnar í vor.
Kr
Hólmfríður leiðir í Sandgerði
Betri bæjarstjórn skilar meiri árangri
ey
Í lok þessarar annar sýna nemendur í áfanganum afrakstur annarinnar í Landsbankanum í Keflavík. Hver nemandi sýnir tvö til þrjú verk í afgreiðslu bankans í einn dag og stendur sýningin yfir frá 9. til 20. maí.
ar n
emendur í THL 406, sem er lokaáfangi í fata- og textílhönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, vinna sjálfstætt að hönnunarverkefni í formi þemavinnu. Eitt af markmiðum áfangans er að nemendur sýni afurðir sínar opinberlega.
Bj
N
-40%
Kræsingar & kostakjör
-40% GrísaGrillsneiðar STjöRnuGRíS Kílóverð VERð áðuR 1.498,-
Grísakótelettur M/BEini kRyddAð Kílóverð VERð áðuR 1.798,-
kjúklinGur íSfuGl HEill - fERSkuR Kílóverð VERð áðuR 1.049,-
sveppir 250 G Box paKKaverð VERð áðuR 298,-
899,-
1.079,-
797,-
149,-50%
kleinuhrinGur nýBAkAðuR styKKjaverð VERð áðuR 189,-
95,-
-25% coop bláber stór 250 G paKKaverð VERð áðuR 399,-
299,-
-25% jarðarber AllETidERS fRoSin 400 G paKKaverð VERð áðuR 299,-
224,-
Tilboðin gilda 15. – 18. maí 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
GrísahryGGjafile marinerað STjöRnuGRíS Kílóverð VERð áðuR 2.498,-
lambalærissneiðar GRill M/SAlT oG pipAR Kílóverð VERð áðuR 2.398,-
1.499,-
1.799,-40%
kh þorskbitar Roð oG BEinlAuSiR -fRoSið Kílóverð VERð áðuR 1.498,-
coop franskar RifflAðAR 900G poKaverð VERð áðuR 439,-
347,-30%
nice’n easy pizzur 4 TEGundiR - STEinBAkAðAR styKKjaverð VERð áðuR 426,-
be n oG dum ne á a ttó ð k á s ask am ó e aG rm óð eð a v sö er mu ðin v u öru
298,-
r
899,-
við
%
-25%
-40%
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
12
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Hér má sjá nokkrar af vinkonum Jennýjar úr Reykjanesbæ í opnunarhófi staðarins.
Jenný opnar KEF resturant
Jenný og Gunnar maður hennar, rekstraraðilar KEF resturants á Hótel Keflavík.
Keflvíska matreiðslumærin Jenný Rúnarsdóttir hefur opnað veitingastað í glersal Hótels Keflavíkur. Jenný vakti landsathygli í fyrra þegar hún varð önnur í keppninni „Meistarakokkurinn“ á Stöð 2. Jenný er komin aftur í heimahagana í bítlabænum en hún fór ung á stjá ef svo má segja og starfaði m.a. með föður sínum, Rúnari Marvinssyni, matreiðslumanni úr Sandgerði, bæði á veitingahúsinu Við Tjörnina og á Hótel Búðum en Rúnar var á báðum þessum stöðum um árabil. „Já, nú er ég komin aftur heim og þetta er mjög spennandi tækifæri sem Valgerður Pálsdóttir, móðir Jennýjar, og við Gunnar Ingi Halldórsson, Bryndís Guðmundsmaðurinn minn, ákváðum að láta dóttir, bæjarstjórafrú ekki framhjá okkur fara, þegar og talmeinafræðingur. það bauðst.“
Jenný segist ánægð með nafnið sem þau fundu á staðinn, KEF. Það vísar bæði í staðsetninguna og bæjarfélagið. „Við verðum með opið í hádeginu miðvikudaga til föstudaga til að byrja með og ætlum að bjóða upp á fisk og súpu dagsins, salat og eitthvað heilsutengt. Við verðum með opið öll kvöld þar sem bjóðum upp á „A la Carte“ matseðil sem vorum að útbúa. Þá munum við taka að okkur veislur og mannfagnaði og bjóða upp á pinna- og partýmat, að ógleymdum ostakökum. Móðir mín er sérfræðingur í þeim og ætlar að hjálpa mér með þær,“ sagði Jenný.
Jenný með hótelfeðgunum, Jóni William, Davíð og Steinþóri Jónssonum.
Axel Jónsson veitingamaður með eigendum sælkeraverslunarinnar Ship-O-Hoj, Gunnari Sigurðssyni og Margréti Örlygsdóttur og Bertu Guðmundsdóttur.
AUGLÝSING VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2014
EFTIRTALDIR FRAMBOÐSLISTAR ER VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNIN
Á-Listi Fráls afls
B-Listi Framsóknarflokks
D-Listi Sjálfstæðisflokks
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22.
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22.
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22.
Gunnar Þórarinsson Elín Rós Bjarnsdóttir Davíð Páll Viðarsson Alexander Ragnarsson Jasmína Crnac Eva Björk Sveinsdóttir Guðni Jósep Einarsson Guðbjörg Ingimundardóttir Þórður Karlsson Reynir Ólafsson Gunnar Örlygsson Ásgeir Hilmarsson Baldur Rafn Sigurðsson Örvar Kristjánsson Grétar Ólason Elínborg Ósk Jensdóttir Hólmfríður Karlsdóttir Geir Gunnarsson Bryndís Guðmundsdóttir Ása Ásmundsdóttir Kristján Friðjónsson Steinn Erlingsson
Kristinn Jakobsson Halldóra Hreinsdóttir Halldór Ármannsson Bjarney Rut Jensdóttir Guðmundur Stefán Gunnarsson Kolbrún Marelsdóttir Baldvin Gunnarsson Magnea Lynn Fisher Einar Friðrik Brynjarsson Þóra Lilja Ragnarsdóttir Valgeir Freyr Sverrisson Jóhanna María Kristinsdóttir Eyþór Rúnar Þórarinsson Magnea Herborg Björnsdóttir Jón Halldór Sigurðsson Ólafía Guðrún Bragadóttir Birkir Freyr Guðbjartsson Kristrún Jónsdóttir Ingvi Þór Hákonarson Oddný J B Mattadóttir Hilmar Pétursson Silja Dögg Gunnarsdóttir
Árni Sigfússon Magnea Guðmundsdóttir Böðvar Jónsson Baldur Guðmundsson Björk Þorsteinsdóttir Ingigerður Sæmundsdóttir Jóhann S Sigurbergsson Steinunn Una Sigurðardóttir Ísak Ernir Kristinsson Guðmundur Pétursson Hildur Gunnarsdóttir Hanna Björg Konráðsdóttir Þórarinn Gunnarsson Anna Sigríður Jóhannesdóttiir Rúnar Arnarson Haraldur Helgason Sigrún I Ævarsdóttir Erlingur Bjarnason Gígja Sigríður Guðjónsdóttir Grétar Guðlaugsson Einar Magnússon Ragnheiður Elín Árnadóttir
13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. maí 2014
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Óli Björns níræður bauð upp á hval og loðnu Afmælisbarnið með einum af sonum sínum, Birni Ólafssyni.
Óli Björns var harður krati. Hér má sjá kunna krata í veislunni, f.v.: Árni P. Árnason, Vilhjálmur Skarphéðinsson, Karl Steinar Guðnason og Björgvin G. Sigurðsson.
Afmælisbarnið með tveimur barnabörnum sínum, Garðari K. Vilhjálmssyni og Ólafi G. Gunnarssyni.
F
jöldi vina og ættingja heimsóttu Ólaf Björnsson, fyrrverandi útgerðarmann í Keflavík, á 90 ára afmæli hans nýlega.
lét t.d. smíða fyrsta frambyggða bátinn og notaði fyrstur skutdrátt á Baldri KE sem varð mikill aflabátur. Á seinni árum byrjaði Ólafur að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir og sjóstangaveiði í Faxaflóa.
Kappinn er enn við ágæta heilsu og spjallaði hann við gesti í afmælishófinu þó sjónin sé farin að daprast. Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælishófinu.
Ólafur var frumherji í sjóstangaveiði og hvalaskoðun. Valdimar Guðmundsson sinnti sömu þjónustu á sjónum og hér taka þeir spjall saman.
Þórunn Þórisdóttir, Sturlaugur Björnsson og Matthildur kona hans.
Guðrún Ólöf Guðjónsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir.
Þjónustumiðstöð Miðhúsa. Ólafur bauð meðal annars upp á steikta loðnu og hvalkjöt í veislunni sem haldin var í Duushúsum í Keflavík og þótti mörgum það við hæfi. Ólafur var atkvæðamikill á mörgum sviðum í atvinnu- og mannlífinu í bæjarfélaginu og þótti framsýnn á mörgum sviðum. Hann
Húsið er opið frá 10:00 – 16:00 frá mánudegi til fimmtudags. Handavinna alla daga Boccia á þriðjudögum kl. 13:00 Bingo á miðvikudögum kl. 14:00 Allir eru velkomnir.
Ketill Vilhjálmsson, Svanur Vilhjálmsson og Þórir Ólafsson.
R ERU Í KJÖRI Í REYKJANESBÆ NINGA SEM FRAM FARA 31. MAÍ 2014 S-Listi Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ
Y-Listi Beinnar leiðar
Þ-Listi Pírata í Reykjanesbæ
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22.
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22.
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14.
Friðjón Einarsson Guðný Birna Guðmundsóttir Eysteinn Eyjólfsson Dagný Steinsdóttir Sigurrós Antonsdóttir Gunnar Hörður Garðarsson Jón Haukur Hafsteinsson Jóhanna Sigurbjörnsdóttir Ómar Jóhannsson Katarzyna Jolanta Kraciuk Teitur Örlygsson Heba Maren Sigurpálsdóttir Hinrik Hafsteinsson Valgeir Ólason Elínborg Herbertsdóttir Elfa Hrund Guttormsdóttir Arnbjörn H Arnbjörnsson Margrét Blöndal Vilborg Jónsdóttir Bjarni Stefánsson Ásmundur Jónsson Erna Þórdís Guðmundsdóttir
Guðbrandur Einarsson Anna Lóa Ólafsdóttir Kolbrún Jóna Pétursdóttir Kristján Jóhannsson Helga María Finnbjörnsdóttir Lovísa N Hafsteinsdóttir Sólmundur Friðriksson Dominika Wróblewska Davíð Örn Óskarsson Una María Unnarsdóttir Birgir Már Bragason Anar Ingi Tryggvason Baldvin Lárus Sigurbjartsson Guðný Backmann Jóelsdóttir Hafdís Lind Magnúsdóttir Tobías Brynleifsson Hrafn Ásgeirsson Kristín Gyða Njálsdóttir Freydís Kneif Kolbeinsdóttir Einar Magnússon Margrét Soffía Björnsdóttir Hulda Björk Þorkelsdóttir
Trausti Björgvinsson Tómas Elí Guðmundsson Einar Bragi Einarsson Páll Árnason Arnleif Axelsdóttir Hrafnkell Brimar Hallmundsson Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir Bergþór Árni Pálsson Gústaf Ingi Pálsson Friðrik Guðmundsson Sigrún Björg Ásgeirsdóttir Guðleif Harpa Jóhannsdóttir Linda Kristín Pálsdóttir Unnur Einarsdóttir
Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar,
Otto Jörgensen, Krisbjörn Albertsson, Hildur Ellertsdóttir, Bára Benediktsdóttir, Ásdís Óskarsdóttir, Stefán Ólafsson.
14
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu vf@vf.is
Keflvíkingurinn Kristín Lea leikur í nýrri íslenskri kvikmynd sem vakið hefur athygli
KRISTÍN LEA GENGUR VONARSTRÆTI L
eikkonan Kristín Lea Sigríðardóttir fer með eitt af stóru hlutverkunum í kvikmyndinni Vonarstræti sem vakið hefur töluverða athygli að undanförnu. Kristín Lea leikur Agnesi eiginkonu persónu Þorvaldar Davíðs í myndinni en hann leikur fyrrum atvinnumann í knattspyrnu sem nú starfar í bankageiranum. Kristín útskrifaðist frá kvikmyndaskólanum árið 2011 en þá vann hún lokaverkefni sitt með Baldvini Z sem leikstýrir myndinni Vonarstræti. „Við höfðum samband við hann á sínum tíma og náðum að plata hann til þess að taka þátt í lokaverkefninu okkar,“ segir Kristín hress í bragði. Það samstarf tókst vel upp enda vann stuttmynd þeirra verðlaun sem besta myndin við útskrift Kristínar.
Upphaflega stóð til að Kristín færi með minna hlutverk í Vonarstræti en á einni æfingunni var hún látin lesa fyrir eiginkonu bankamannsins og fyrrum knattspyrnuhetjunnar. „Eftir þann fund þá gekk ég í raun út með það hlutverk,“ segir Kristín sem fór þá að þróa með sér karakter fótbolta eiginkonu, eða „footballers wife,“ eins og það kallast á enskunni. Kristín segir það hafa gengið vel að móta karakterinn en hún sótti meðal annars í nokkrar fyrirmyndir hér á Íslandi. „Agnes er sterk og ákveðin kona. Hún er mjög klár, fjölskyldan er henni allt enda og hún stolt af sínum manni og stendur þétt honum við hlið. Við fáum svo að fylgjast með hvernig samband þeirra þróast þegar allt er á niðurleið.“ Myndin er dramatísk en þó með kómísku ívafi, en Kristín segir að allra tilfinningaríkustu atriðin hafi ekki endilega verið þau erfiðustu að leika í. „Oftast er bara hreinlega erfiðast að vera sem eðlilegust og bara leyfa sér að vera,“ segir hún og hlær. ,,Leyfa litlu fallegu hlutunum að lifa, mikið er ekki endilega alltaf best,“ bætir hún við. „Baldvin leikstjóri er eins og galdramaður. Hann nær til allra leikara á einstakan hátt, bæði þeirra reyndu og svo til leikara sem eru að stíga sín fyrstu skref, eins og ég.“
Kærastinn sýnir mikinn stuðning Kristín átti eins og gefur að skilja nokkrar innilegar senur með Þorvaldi Davíð og margir hafa spurt að því hvort kærastinn sé sáttur við atriðin með hjartaknúsaranum. „Vigfús kærastinn minn vann líka við framleiðslu myndarinnar og er í þessum bransa. Mig langar að þakka honum opinberlega fyrir allan stuðninginn. Fólk hefur ósjaldan spurt hvort honum finnist þetta ekki óþægilegt að ég sé að leika á móti Þorvaldi í erfiðum senum og svo framvegis. Hann skilur sem betur fer þessa vinnu svo vel og sýndi 110% stuðning allan tímann. Ég gæti ekki verið heppnari,“ segir Kristín og brosir. Kristín hefur unnið að ýmsum verkefnum en hún og kærasti hennar eru bæði í kvikmyndabransanum eins og áður. Hún
segir að það geti verið heilmikið puð að vera í þessum bransa sem er frekar magnaður að hennar mati. Stundum er ekki neitt að gera en stundum er nóg um verkefni. Oft verði að búa sér til verkefni sjálfur og það gerir Kristín Lea, en ásamt því að leika skrifar hún handrit og framleiðir. Hormón á forsýningu Kristín segir Vonarstræti líklega vera eina af bestu íslensku myndunum sem komið hafa út í langan tíma. „Svona ef ég reyni að vera alveg hlutlaus,“ segir hún og hlær. Hún hefur miklar mætur á Bald-
vini leikstjóra. „Hann myndar sérstakt samband við leikarana, sem býr til einstakt traust. Það var eignlega það sem ég leitaði í þegar leið að forsýningu í öllu stressinu. Ef ég efaðist eitthvað um mína frammistöðu í myndinni, en auðvitað hugsar maður oft að maður hefði getað gert hlutina betur, þá gat ég alltaf stutt mig við það að Baldvin myndi aldrei birta senu nema hann væri ánægður.“ Á forsýningu á dögunum segist Kristín hafa átt erfitt með sig. „Ég var rosalega uppspennt á hátíðar forsýningunni og náði ekki almennilega að byra að njóta myndarinnar fyrr en hún
náði aðeins að slaka á seinni helminginn. „Svo eru auðvitað hormónin í botni,“ segir hún og hlær en Kristín á von á sínu öðru barni á næstu dögum. Einnig ber Kristín samstarfsfólki sínu vel söguna en hún fékk tækifæri til þess að kynnast fjöldanum öllum af hæfileikaríku fólki. „Ég fékk að kynnast yndislegu fólki við gerð myndarinnar. Þetta væri ekki hægt nema fyrir hvern og einn sem tók þátt við gerð myndarinnar,“ segir Kristín að lokum. Myndin fer í almennar sýningar um helgina. Um myndina Vonarstræti Vonarstræti fjallar um óvæga fortíðardrauga, þöggun, sársauka og syndaaflausn. Myndin segir frá þremur ólíkum persónum sem reyna að fóta sig í íslensku samfélagi á árunum rétt fyrir hrun og því hvernig örlög þeirra fléttast saman á áhrifaríkan máta. Gömul og ný leyndarmál hrinda aðalpersónunum hverri í átt að annarri í hörkuspennandi og átakanlegri atburðarás sem lætur engan ósnortinn. Kvikmyndin er innblásin af sönnum atburðum og áhorfendur gætu því kannast við tilteknar aðstæður, persónur eða atburði úr raunveruleikanum, enda ekki langt um liðið síðan útrásin stóð sem hæst.
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. maí 2014
-menning
pósturu vf@vf.is
Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur S
– ásamt Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
einni vortónleikar Karlakórs Keflavíkur ásamt Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verða í kvöld, fimmtudaginn 15. maí kl. 20:30 í Hljómahöllinni. Karlakór Keflavíkur heldur sína árlegu vortónleika í 60. skiptið þriðjudaginn 13. og fimmtudaginn 15. maí 2014 í Stapa í Hljómahöll. Kórinn varð 60 ára í desember síðastliðinn og efnir því til veglegra tónleika af því tilefni. Stjórnandi kórsins er Helga Bryndís Magnúsdóttir. Að þessu sinni hefur kórinn fengið til liðs við sig hina frábæru Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar undir stjórn Karenar Sturlaugsson og Geirþrúði Fanneyju Bogadóttur píanóleikara. Þrír félagar úr karlakórnum munu syngja einsöng með kórnum á tónleikunum en það eru þeir Ingólfur Ólafsson, Kristján Þ. Guðjónsson og Þorvarður Guðmundsson. Þeir hafa allir stundað söngnám í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Á tónleikunum verður boðið upp á mjög fjölbreytta söngskrá. Má þar nefna hefðbundin karlakóralög, rammíslensk kvæðalög, vinsæl dægurlög frá ýmsum tímum, lög úr þekktum söngleikjum eftir Andrew Lloyd Webber eins og
Jesus Christ Superstar, The Phantom of the Opera og fleiri og þá verða þekktir óperukórar áberandi í dagskránni þar sem Lúðrasveit Tónlistarskólans fær að njóta sín. Þar má nefna Steðjakórinn úr Il Trovatore eftir Giuseppe Verdi, Pílagrímakórinn úr Tannhauser eftir Robert Wagner, Hermannakórinn úr Faust eftir Ch.Gounod, Veiðimannakórinn eftir Carl Maria von Weber og Gullnu vængir eftir Giuseppe Verdi. Það er því óhætt að segja að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á tónleikunum.
Karlakór Keflavíkur.
Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
83% LESTUR
+ www.vf.is Tvennir vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM
Sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 31. maí 2014
K
vennakór Suðurnesja hélt tvenna vortónleika í hinum nýja sal, Bergi, í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í síðustu viku. Dagskrá tónleikanna litaðist af því að kórinn mun í haust taka þátt í hátíð Leifs Eiríkssonar sem haldin er árlega í Minneapolis í Bandaríkjunum og verður Kvennakór Suðurnesja fyrsti íslenski kórinn til að koma fram á þessari hátíð. Kórinn var því á þjóðlegu nótunum og söng eingöngu íslensk lög á tónleikunum; þjóðlög, ættjarðarlög, dægurlög og lög eftir íslensk samtímaskáld. Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Meðfylgjandi mynd var tekin á tónleikunum.
Framboðslistar D - listi Sjálfstæðismenn og óháðir 1. Einar Jón Pálsson 2. Jónína Magnúsdóttir 3. Gísli Rúnar Heiðarsson 4. Einar Tryggvason 5. Brynja Kristjánsdóttir 6. Björn Bergmann Vilhjálmsson 7. Bjarki Ásgeirsson 8. Svava Guðrún Hólmbergsdóttir 9. Hafrún Ægisdóttir 10. Sigurður Smári Hansson 11. Ingibjörg Lilja Hólmarsdóttir 12. Guðmundur Magnússon 13. Ólafur Róbertsson 14. Ásmundur Friðriksson
N - listi Listi nýrra tíma 1. Jónína Holm 2. Pálmi Steinar Guðmundsson 3. Álfhildur Sigurjónsdóttir 4. Ólafur Ágúst Hlíðarsson 5. Heiðrún Tara Stefánsdóttir 6. Bragi Einarsson 7. Helgi Þór Jónsson 8. Sigurbjörg Ragnarsdóttir 9. Díana Ester Einarsdóttir 10. Markús Finnbjörnsson 11. Ásta Óskarsdóttir 12. Jón Sverrir Garðarsson 13. Viggó Benediktsson 14. Þorbjörg Bergsdóttir
Z - listi Samstaða 1. Hildur Sigfúsdóttir 2. Jóna Rut Gísladóttir 3. Linda Rós Björgvinsdóttir 4. Jóhanna Pálsdóttir 5. Sigrún Sigurðardóttir 6. Elín Arnbjörnsdóttir 7. Anna Elísabet Gestsdóttir
Kjörstjórn Sveitarfélagsins Garðs
Auðlindagarðurinn á Reykjanesi vf.is
SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA Í KVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN OG Á VEF VÍKURFRÉTTA, VF.IS
16
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Ungmennaráð á bæjarstjórnarfundi í Garði Á
bæjarstjórnarfundi í Sveitarfélaginu Garði á miðvikudag í síðustu viku gerðist sá merki atburður, í fyrsta skipti í Garðinum, að fulltrúar í ungmennaráði sátu bæjarstjórnarfund. Formaður ungmennaráðsins, María Ósk Guðmundsdóttir, bar fram tillögu, sem bæjarstjórn samþykkti og vísaði til bæjarráðs og skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar. María Ósk Guðmundsdóttir er því fyrsti fulltrúi ungmennaráðs Garðs til að stíga í ræðustól bæjarstjórnar.
Birta Rós Arnórsdóttir heldur burtfarartónleika miðvikudaginn 21. maí. VF-mynd: Hilmar Bragi
Arnar og Birta með burtfarartónleika Halldór Gísli Ólafsson fór einnig í ræðustól og sagði frá ungmennaráðstefnu UMFÍ, sem hann og María sóttu á Ísafjörð, og lesa má um í fyrri fréttum á heimasíðu Garðs. Á þeirri ráðstefnu samþykktu ungmennin ályktanir til bæjarstjórna og alþingismanna, sem Halldór las upp fyrir bæjarstjórn og afhenti, en á ráðstefn-
unni voru um 70 ungmenni frá ungmennaráðum bæjarfélaga, hringinn í kringum landið. Í erindisbréfi ungmennaráðs segir að ráðið skuli minnst sitja einn fund á ári með bæjarstjóra, einn fund með æskulýðsnefnd og einn fund með bæjarstjórn. Ráðið tók til starfa sl. haust og hélt sinn fyrsta fund þann
Sex með þungan -aðsent bensínfót
S
ex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Allir voru þeir á ferð á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 130 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af tveimur bifreiðum sem ekki höfðu verið færðar tímanlega til endurskoðunar.
Opin áskorun – til allra framboða í Reykjanesbæ
Bindindissamtökin IOGT á Íslandi skora á framboðin í Reykjanesbæ að bjóða ekki upp á áfengi eða önnur vímuefni á framboðsskrifstofum sínum eða viðburðum á þeirra vegum.
17. desember 2013. Ráðið hefur síðan fundað með æskulýðsnefnd í janúar á þessu ári og nú með bæjarstjórn. Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með að ungmennaráð sé tekið til starfa í Garðinum og vonast eftir að slíkt starf eigi eftir að gera Garðinn að betri bæ til að búa í, segir í frétt á vef Sveitarfélagsins Garðs.
pósturu vf@vf.is
■■ Álfhildur Sigurjónsdóttir skrifar:
Orðum fylgir ábyrgð Ágætu kjósendur í Garði! Ég er fædd og uppalin í Garðinum og hér á ég mínar rætur. Uppvaxin börn mín og barnabörn búa í Garðinum og vil ég leggja mitt af mörkum til þess að þau og aðrir njóti tilveru sinnar hér. Orð eru til alls fyrst og orðum fylgir ábyrgð. Ég vil að athafnir fylgi orðum bæjarstjórnar og mun leggja áherslu á þau vinnubrögð næsta kjörtímabil. Síðustu fjögur ár hef ég starfað með N-listanum og hefur mér líkað vel þau heiðarlegu vinnubrögð sem þar eru viðhöfð. Á kjörtímabilinu hef ég setið í ýmsum nefndum bæjarins bæði sem aðal- og eða varamaður. Ég gef kost á mér í þriðja sæti N-lista, lista nýrra tíma með það markmið að sjá Garðinn blómstra sem líflegan fjölskyldubæ. Ég vil að bæjaryfirvöld leggi áherslu á að friður ríki um skólastarfið. Allir starfsmenn Sveitarfélagsins Garðs, eiga að vera góðar fyrirmyndir og líti á sig sem slíkar. Sama krafa er gerð til þeirra sem vinna sem þjálfarar og leiðtogar í íþrótta-, félags- og menningarstarfsemi á vegum bæjarins. Það þarf að lyfta grettistaki í félagsmálum bæjarbúa. Stór þáttur í því átaki væri að koma upp samkomustað
eða félagsheimili sem bæjarbúar gætu verið stoltir af. Samkomuhúsið sem þjónað hefur íbúum síðan 1910 þarfnast gagngerðra endurbóta svo sómi verði að. Ég tel að vinna þurfi að úrbótum í þessum málum svo blása megi nýju lífi í gamlar glæður og efla og bæta félagslífið í okkar annars ágæta bæjarfélagi. Mér finnst mjög brýnt að komið verði á hvatastyrk vegna tómstundaþátttöku barna og unglinga. Auka þarf fjölbreytni í tómstundavali þar sem börnin okkar hafa mismunandi áhugamál og öll eiga þau að fá að njóta sín á því sviði sem áhugi þeirra liggur. Það er bæjaryfirvalda að koma til móts við þennan hóp. Það kom mér ekki á óvart að 600 manns skrifuðu nafn sitt við spurninguna „Styður þú persónukjör í Garðinum?“ Ég vil að hlustað sé á raddir bæjarbúa hér í samfélaginu og að íbúalýðræði verði virkt, t.d. með rafrænum kosningum um hin ýmsu málefni og framkvæmdir. N-listi leggur áherslu á að sveitarfélagið verði tilraunasveitarfélag í persónukjöri kosningaárið 2018. Setjum X við N og njótum alls þess er Garðurinn hefur upp á að bjóða og gerum enn betur saman. Álfhildur Sigurjónsdóttir frambjóðandi í 3. sæti fyrir N-lista, lista nýrra tíma
T
veir nemendur við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar halda burtfarartónleika sína á næstu dögum. Laugardaginn 17. maí kl.16.00 mun Arnar Freyr Valsson, nemandi í klassískum gítarleik, halda burtfarartónleika í Bergi, hinum nýja og glæsilega tónleikasal í Hljómahöll. Arnar Freyr hóf nám í klassískum gítarleik við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar árið 2001, auk þess sem hann stundaði nám í rafgítarleik um árabil samhliða klassíska gítarnum. Arnar Freyr hefur á námstímanum við skólann, sótt námskeið og mastersklassa, m.a. New York Guitar Seminar. Arnar Freyr hefur verið rafgítarleikari Léttsveitarinnar undanfarin ár og leikið með eldri Gítarsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, auk þess að koma fram við ýmiss tækifæri á vegum skólans sem einleikari á klassískan gítar. Kennari Arnars Freys á klassískan gítar, hefur frá upphafi verið Þorvaldur Már Guðmundsson. Birta Rós Arnórsdóttir, söngnemandi, mun halda burtfarartónleika, sömuleiðis í Bergi, miðvikudaginn 21. maí kl. 20.00. Birta Rós hóf söngnám við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar árið 2008 undir handleiðslu Dagnýjar Þ. Jónsdóttur, sem hefur verið kennari hennar síðan. Þar áður stundaði hún píanónám við Tónlistarskólann í Garði. Birta Rós syngur með Kór Söngdeildar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar auk þess sem hún hefur oft komið fram sem einsöngvari á vegum skólans við hin ýmsu tækifæri. Birta Rós er félagi í Kvennakór Suðurnesja og hefur komið fram sem einsöngvari með kórnum.
Samstarf milli Flugakademíu Keilis og Flugskóla Akureyrar F
lugakademía Keilis og Flugskóli Akureyrar undirrituðu þann 7. maí sameiginlega viljayfirlýsingu um samstarf með það að markmiði að auka gæði og fjölbreytileika námsframboðs, sem og efla þjónustu við viðskiptavini skólanna. Í viljayfirlýsingunni kemur fyrir að atvinnuflugmannsnáms hjá Flug- á framtíðarsamstarf við Flugskóla Flugakademía Keilis og Flugskóli akademíu Keilis, samnýtingu og Akureyrar. Samstarfið verður Akureyrar lýsa yfir vilja til aukins sameiginlega þróun á kennsluefni, formlega kynnt síðar og mun þá verða greint betur frá helstu samsamstarfs á fjölmörgum sviðum, þróun á nýju námsframboði, o.fl. þar á meðal gagnkvæma kynningu Starfsfólk og kennarar Flugaka- starfsliðum. á námsframboði skólanna, sér í demíu Keilis fagna þessari viljalagi sem snýr að möguleikum til yfirlýsingu og líta björtum augum
Friðrik Ólafsson, yfirmaður bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Keilis og Kristján Kristjánsson framkvæmdastóri Flugskóla Akureyrar undirrituðu samninginn í flugskýli Flugskóla Akureyrar.
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. maí 2014
-aðsent
pósturu vf@vf.is
■■ Ásmundur Friðriksson alþingismaður skrifar:
Skilaboð ríkisstjórnarinnar eru góð fyrir heimili og fyrirtækin – 20 atriði um lægri skatta og velferð Það er ágætt að fara me ð b ætt a stö ðu heimila og f yrirtækja inn í sumarið og skoða 20 jákvæð atriði sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur komið í verk. Ríkisstjórnin lagði upp með það að lækka álögur á heimilin og atvinnulífið í landinu. Það hefur tekist og ríkisstjórnin hefur beygt inn á þá leið sem lofað var og sýnt á spilin en mörg tromp eru enn á hendinni sem spilað verður út á kjörtímabilinu. Ríkisstjórnin skilaði fyrstu hallalausum fjárlögum í 4 ár sem eru afar mikilvæg skilaboð um bætta fjárhagsstjórn í landinu. Á næstu árum skapast svigrúm til að greiða niður 400 ma gat á fjárlögum síðustu ára og lækka skuldir ríkisins. Það mun takast ef við höldum áfram á sömu braut og komum stóru tækifærunum í atvinnulífinu í gang. Lækkun skatta á einstaklinga um 5.000 milljónir þótti mörgum ekki mikil lækkun, en í því ljósi að fyrrverandi ríkisstjórn ætlaði áfram að hækka skatta voru skilaboðin skýr og áfram verður haldið með
skattalækkanir á einstaklinga og fyrirtæki. Ósanngjarn auðlegðarskattur sem fyrst og fremst lagðist á eldra fólk verður ekki framlengdur og fyrsta skrefið í lækkun Tryggingagjalds um 1.000 milljónir er vísbending um að á kjörtímabilinu verði það lækkað um 4.000 milljónir. Þá stóð ríkisstjórnin fyrir lækkun veiðigjalda en í ár eru veiðigjöld áætluð 8.000 milljónir en fyrri ríkisstjórn hafði áætlað 18.000 milljónir í veiðigjöld á árinu 2014. Þetta gera lækkun skatta um 25.000 milljónir. Þá eru ótaldar gjaldskrárlækkanir tengdar kjarasamningum sem eru að koma frá þinginu og lög verða samþykkt á Alþingi fyrir þinglok sem tryggja 150.000 milljóna króna lækkun á skuldum heimilanna með blandaðri leið sparnaðar og niðurfærslu höfuðstóls. Einu aðilarnir sem skattar hafa verið hækkaðir á eru slitastjórnir föllnu bankanna og fjármálafyrirtæki og greiða þau 20.000 milljónir á ári og verða þeir fjármunir nýttir til að lækka skuldir heimilanna eins og fram hefur komið. Hefur einhver á móti því? Dregið var úr skerðingum bóta ellilífeyrisþega og öryrkja og frí-
tekjumark hækkað úr 490.000 á ári í um 1.100.000 og nú geta bótaþegar unnið sér inn aukalega 109.000 kr. á mánuði án þess að skerða bætur. Kostnaður vegna þessa nemur 8.000 milljónum á árinu 2014 auk þess sem 10.000 milljónir voru settar í heilbrigðiskerfið og við ætlum ekki að staðnæmast þar. Endurreisn heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni og bætt aðstaða Landspítalans eru næstu verkefni. Það eru jákvæð teikn á lofti, hagvöxtur er 3,3%, aukin áhugi erlendra fjárfesta á landinu, það er eftirspurn eftir nýju íbúðarhúsnæði og fleiri flytja til landsins en frá því. Endurskoðun virðisaukaskattsins er hafin þar sem einföldun er höfð að leiðarljósi, bætt innheimta og fækka undanþágum. Við ætlum að halda áfram á leið lægri skatta, aukins kaupmáttar og velmegunar í samfélaginu. Bæta heilbrigðiskerfið, skólana og einfalda umgjörðina og regluverkið um atvinnulífið. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er á réttri leið.
Ólafur Þór leiðir S-listann í Sandgerði XXS-listi Samfylkingarinnar og óháðra borgara í Sandgerði kynnti framboðslista sinn 1. maí. Listinn sem verður boðinn fram í bæjarstjórnarkosningunum 31. maí 2014 er þannig skipaður: 1. Ólafur Þór Ólafsson 2. Sigursveinn Bjarni Jónsson 3. Fríða Stefánsdóttir 4. Andri Þór Ólafsson 5. Kristinn Halldórsson 6. Sæunn Guðrún Guðjónsdóttir 7. Rakel Ósk Eckard
8. Lúðvík Júlíusson 9. Thelma Guðlaug Arnarsdóttir 10. Rakel Rós Ævarsdóttir 11. Sævar Sigurðsson 12. Sif Karlsdóttir 13. Jónas Ingason 14. Helga Karlsdóttir
Ásmundur Friðriksson alþingismaður.
Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN og vf.is
Eftirtaldir framboðslistar eru í kjöri í Sandgerðsbæ vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 31. maí 2014 B - listi Framsóknarfélag Sandgerðis og óháðir 1. Guðmundur Skúlason 2. Daði Bergþórsson 3.Valgerður Guðbjörnsdóttir 4. Jóna María Viktorsdóttir 5. Eyjólfur Ólafsson 6. Berglind Mjöll Tómasdóttir 7. Hjörtur Fjeldsted 8. Guðrún Pétursdóttir 9. Þorgeir Karl Gunnarsson 10. Agnieszka Woskresinska 11. Bjarki Dagsson 12. Gréta Ágústsdóttir 13. Jón Sigurðsson 14. Unnur Sveindís Óskarsdóttir
D - listi Sjálfstæðismenn og óháðir 1. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir 2. Tyrfingur Andrésson 3. Elín Björg Gissurardóttir 4. Gísli Þór Þórhallsson 5. Ólafur Oddgeir Einarsson 6. Gyða Björk Guðjónsdóttir 7. Margrét Bjarnadóttir 8. Björn Ingvar Björnsson 9. Ingibjörg Oddný Karlsdóttir 10. Thelma S. Fuglö Hlöðversdóttir 11. Linda Björk Ársælsdóttir 12. Sigurpáll Árnason 13. Sveinbjörg Eydís Eiríksdóttir 14. Þórunn Björk Tryggvadóttir
H - listi Listi Fólksins 1. Magnús Sigfús Magnússon 2. Helga Björk Stefánsdóttir 3. Svavar Grétarsson 4. Jóna Kristín Sigurjónsdóttir 5. Haukur Andrésson 6. Andrea Dögg Færseth 7. Kjartan Dagsson 8. Andrea Bára Andrésdóttir 9. Ingi Björn Sigurðsson 10. Jóna Júlíusdóttir 11. Ásta Laufey Sigurjónsdóttir 12. Björgvin Guðmundsson 13. Rafn Magnússon 14. Ottó Þormar
S - listi Samfylkingin og óháðir borgarar 1. Ólafur Þór Ólafsson 2. Sigursveinn Bjarni Jónsson 3. Fríða Stefánsdóttir 4. Andri Þór Ólafsson 5. Kristinn Halldórsson 6. Sæunn Guðrún Guðjónsdóttir 7. Rakel Ósk Eckard 8. Lúðvík Júlíusson 9. Thelma Guðlaug Arnarsdóttir 10. Rakel Rós Ævarsdóttir 11. Sævar Sigurðsson 12. Sif Karlsdóttir 13. Jónas Ingason 14. Helga Karlsdóttir
Kjörstjörn Sandgerðisbæjar
18
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-aðsent
pósturu vf@vf.is
■■ Einar Bragi Einarsson skrifar:
Velkomin
ÞRJÚ FRAMBOÐ Í GARÐI
Þ
Gerum betur
rjú framboð verða í Garði fyrir komandi sveitarstjórnarkosninar. Þau eru D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra, N-listinn, listi nýrra tíma og svo nýtt framboð sem heitir Samstaða - samstarf, samfélagsleg ábyrgð, samvinna og býður fram undir listabókstafnum Z. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka eru einnig þrjú framboð með bæjarfulltrúa. L-listinn er eitt þeirra og skipar hann meirihluta í Garði ásamt Sjálfstæðisflokknum. L-listinn býður ekki fram í komandi kosningum en bæjarfulltrúi L-listans segist vera hlaðinn verkefnum í námi og því ekki tími til að stunda bæjarmál af sama kappi. Því hafi verið ákveðið að bjóða ekki fram að þessu sinni.
Undanfarna daga hef ég verið að keyra um bæinn líkt og margir aðrir. Á þessum ferðum mínum hef ég rekið augun á svo margt sem betur mætti fara. Það er einn hlutur sem ég verð frekar mikið var við og langar mig að nota tækifærið til að vekja athygli á þeim ákveðna hlut eða ætti ég að segja vandamáli. Á nokkrum stöðum hér í Reykjanesbæ er erfitt fyrir suma einstaklinga sem glíma við fötlun að komast leiðar sinnar hindrunarlaust. Hvort sem um ræðir einstaklinga sem notast við hjólastóla, göngugrindur eða glíma við fötlun af einhverju öðru tagi. Það sýnir sig að enn í dag, í okkar nútímasamfélagi sem við erum svo stolt af, gleymist alltaf einhver og því miður er það oftast sami hópurinn sem verður útundan. Það eru til dæmi um stórfyrirtæki sem eru með útibú hér, en svo virðist sem að þau hafi ekki gert ráð fyrir að-
gengi fatlaðra. Sem dæmi má nefna var ég að versla hjá ónefndu fyrirtæki hér í Reykjanesbæ. Þennan dag var ágætis veður úti, ég sá tvo einstaklinga koma inn planið. Annar þeirra var í hjólastól og hinn var gangandi, þegar þeir voru komnir upp að þeirri verslun sem þeir ætluðu að fara í fór sá aðili sem gat gengið, inn og átti ekki í neinum vandræðum með að versla og sinna sínum erindum, en sá
á opnun kosningamiðstöðvar okkar
Elskulegur sonur minn og bróðir okkar
kæri kjósandi er ekki kominn tími á að við tryggjum öllum jafnt aðgengi og að við getum verið stolt af því að vera bæjarfélag fyrir alla, er ekki tími breytinga og lagfæringa? Píratar í Reykjanesbæ vilja að allir njóti sömu forréttinda og berjast fyrir hagsmunum allra. Einar Bragi Einarsson, skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjanesbæ
■■ Anna Sigríður Jóhannesdóttir skrifar:
Rafrænar kosningar um skólamat B ör nu m o g u n g l ingum er t amt að nýta tölvutækni í leik og starfi. Með spjaldtölvuvæðingu í grunnskólunum aukum við möguleika á að nýta tölvutæknina á margan hátt. Eitt af því sem við sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ viljum gera er að bjóða nemendum grunnskólanna að kjósa rafrænt um holla matseðla og hafa þannig áhrif á val hádegismáltíðar sem er í skólunum. Slíkt eflir lýðræðisvitund meðal grunnskólabarna í bænum, undirbýr þau við að taka eigin ákvarðanir, kennir þeim hvernig ná megi samstöðu og málamiðlunum og vekur upp ábyrgðartilfinningu meðal þeirra. Tæknin er til staðar, hvort sem unnið verður í gegnum íbúavefinn eða með sér-
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ opnar kosningamiðstöð sína að verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju Hafnargötu föstudaginn 16. maí 2014 kl.13:00. 90, fimmtudaginn 1. maí.
Hallgrímur Sigurðsson,
Vatnsnesvegi 22, Reykjanesbæ
sem sat í hjólastólnum þurfti að dúsa fyrir utan á meðan bara vegna þess að hann komst hvergi inn á stólnum, þetta var sárt að horfa upp á og situr fast í minningunni. Endilega segið mér hvað er rétt við þetta? Erum við ekki öll jöfn og ættum við ekki að sitja við sama borð? Hvað á að gera fyrir þessa einstaklinga sem komast ekki allt vegna fötlunar sinnar? Ég spyr þig
Svava Hallgrímsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Valgerður Sigurðardóttir, Svava Sigurðardóttir, Ásdís Sigurðardóttir. Af því tilefni bjóðum við þér að koma til okkar milli kl. 16.00 og 18.00. Boðið verður upp á skemmtiatriði og léttar veitingar og að sjálfsögðu verða frambjóðendur á staðnum til að ræða málefnin og áherslur okkar.
stökum kosningum í skólunum. Myndræn framsetning gefur jafnframt yngri börnum skólanna tækifæri á að taka þátt í slíkri kosningu.
Börnin fá hafragraut á morgnana og hollt í hádeginu Við sjálfstæðismenn erum stolt af því að hafa verið í forystu fyrir meira en 10 árum síðan við að bjóða heitan mat í hádeginu í öllum grunnskólum sveitarfélagsins. Skólamáltíðin er ódýrust í Reykjanesbæ þegar borin eru saman stærstu sveitarfélög landsins og munum við tryggja áfram ódýrar og góðar hádegismáltíðir í grunnskólunum og tryggja gæði og heilbrigði þeirra. En við viljum stíga skrefinu lengra. Mörg börn í Reykjanesbæ hefja daginn snemma t.d. með íþróttaæfingum fyrir skólatíma á morgnana og fara jafnvel á
aðrar æfingar seinna um daginn eða í leikfimi og sund í skólanum. Mikilvægt er að huga að næringu og svefni allra barna, þetta eru lykilþættir sem skipta miklu máli í lífi barnsins. Því er brýnt að orkuþörf þeirra sé svarað þegar þau koma í skóla að morgni. Við viljum bjóða upp á hafragraut í morgunmat fyrir þau börn sem þess óska sér að kostnaðarlausu. Í þessari viku munu öll börn í grunnskólum Reykjanesbæjar geta fengið sér hafragraut í löngu frímínútunum. Fái Sjálfstæðisflokkurinn til þess stuðning í kosningunum 31.maí munu íbúar sjá þessar hugmyndir verða að veruleika strax á næsta skólaári. Anna Sigríður Jóhannesdóttir frambjóðandi D-lista sjálfstæðismanna
■■ Kristinn Þór Jakobsson skrifar:
Öldungar til áhrifa
Kosningamiðstöðin verður opin alla virka daga kl. 10–18 og 11–16 um helgar. Boðið verður upp á súpu í hádeginu alla virka daga frá og með mánudeginum 5. maí.
E i n af þ e i m hu g myndum sem Framsókn í Reykjanesbæ er Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi með á sinni stefnuskrá er Frístundakort fyrir Jónas G. Ingimundarson aldraða. Frístundakortið væri á sama andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 11. maí. formi og sambærilegt Sjálfstæðisflokkurinnkort í Reykjanesbæ fyrir börn og unglinga. Íbúar Reykjanesbæjar sem náð hafa 67 ára Fanney Elísdóttir aldri gætu sótt um slíkt kort og notað Jónas Dagur Jónasson Katrín Guðmundsdóttir það til niðurgreiðslu tómstundastarfs. Bryndís B. Jónasdóttir Bjarni Sigurðsson Framsókn vill einnig að stofnað verði Önundur Jónasson Díana Hilmarsdóttir Öldungaráð, og form þess yrði það Og barnabörn sama og Ungmennaráðs sem starfað hefur í 2 ár með góðum árangri. Sjáumst á fimmtudaginn!
Maður er manns gaman Tómstundastarf fyrir eldri borgara er nokkuð blómlegt í Reykjanesbæ og eldri borgarar eru duglegir að nýta sér það sem í boði er. Maður er manns gaman og það eykur lífsgæði verulega að eiga líflegt félagslíf, hvort sem maður er ungur eða gamall. Frístundakortið myndi gilda fyrir allar tómstundir, hvort sem þær
væru á vegum bæjarins eða ekki. Eina skilyrðið væri að viðkomandi tómstundafélag gerði samning við Reykjanesbæ um starf sitt í þágu eldri borgara. Syngjum og syndum Kortið myndi til dæmis nýtast á þá leið að „Jóna“ setti hluta af upphæð kortsins í að kaupa árskort í sund og síðan hluta í að greiða fyrir kórinn eða þann klúbb sem hún vill starfa í. Ef Jóna stundar ekki sund gæti hún notað allt kortið eða hluta þess í annað frístundastarf. Aðalatriðið er að allir sem náð hafa ellilífeyrisaldri gætu sótt um frístundakort og nýtt til að greiða fyrir þátttöku í félagsstarfi sem gert hefur tilhlýðandi samning við Reykjanesbæ. Kostnaður bæjarsjóðs er áætlaður um 200 milljónir miðað við 1200 eldri borgara. Fjármögnun væri tryggð með því að hagræða í rekstri og forgangsraða á annan hátt en gert hefur verið sl. 12 ár. Það eru innviðirnir sem skipta máli, ekki yfirborðið.
Aldnir og vitrir Framsókn í Reykjanesbæ mun styðja stofnun Öldungaráðs sem mun hafa það hlutverk að fjalla um og koma að stefnumótun í málefnum aldraðra. Eitt af þeim málefnum sem Framsókn átti frumkvæði að á liðnu kjörtímabili var stofnun Ungmennaráðs sem hefur komið með og mótað hugmyndir er varða starf og málefni ungmenna í Reykjanesbæ. Ráðið hefur starfað í um 2 ár og kom m.a. með hugmynd að stofnun ungmennagarðs við 88 húsið sem vakið hefur mikla lukku. Öldungaráð yrði vettvangur skoðana og stefnumótunar fyrir eldri borgara. Eldri borgara vilja nefnilega ekki bara fá þjónustu, þeir vilja líka hafa eitthvað um málin að segja og hafa áhrif í bæjarfélaginu. Framsókn ætlar að beita sér fyrir að svo verði. Kristinn Þór Jakobsson, oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ
■■ Guðni Þór Gunnarsson skrifar:
AÐALFUNDUR SAMTAKA ATVINNUREKENDA Á REYKJANESI VERÐUR HALDINN FIMMTUDAGINN 22. MAÍ GRÆNÁSBRAUT 506, ÁSBRÚ KLUKKAN 17:00
Getur tap verið hagstætt? Talsvert hefur verið fjallað um ársreikning Reykjanesbæjar síðustu vikurnar. Fjármálastjóri bæjarins hefur í þeirri umræðu látið hafa eftir sér að reksturinn sé hagkvæmur en ársreikningur sýnir samt gífurlegt tap. Hvernig getur viðvarandi taprekstur verið hagkvæmur? Ég á nokkuð erfitt með að skilja hvað fjármálastjóri Reykjanesbæjar er að fara með yfirlýsingu sinni. Á árinu 2013 tapaði bæjarsjóður um 540 milljónum króna. Öll vitum við að þegar við eyðum meiru en
við öflum þá þurfum við að fá lán. Það hefur bæjarsjóður gert og rúmlega það. Tekin voru ný lán upp á 1,4 milljarða til að fjármagna tap og afborganir eldri lána Reykjanesbæjar. Ársreikningur bæjarins segir þá einföldu sögu að kostnaður er meiri en tekjur og þess vegna þurfti bærinn að fjármagna sig með nýjum lántökum. Það er ekki vegna þess að reksturinn sé hagkvæmur, heldur þvert á móti. Reksturinn er ekki sjálfbær og það veit aldrei á gott. Rekstur bæjarfélags er rétt eins og rekstur heimilis, tekjur þurfa að vera jafnar eða hærri en útgjöldin annars lendum við í vandræðum. Þá þurfum við að redda okkur t.d. með því að
taka út lífeyrissparnaðinn, selja fjölskyldusilfrið eða ef við höfum veðhæfar eignir með því að taka lán. Það hefur Reykjanesbær gert síðstu ár. Undanfarna mánuði hefur bærinn vígt falleg hús og ýmsa garða og annað sem er mjög fallegt og skemmtilegt. Þetta er hins vegar dýr skemmtun og minnir á árið 2007 þegar við gátum gert allt sem okkur langaði. Er ekki kominn tími til að bæjarfélagið verði rekið miðað við forsendur ársins 2014. Ég kýs ábyrga fjármálastjórn og set mitt X við Álistann. Guðni Þór Gunnarsson, endurskoðandi.
Vegna aukinna verkefna óskar ÍAV Þjónusta eftir umsóknum í störf: • Trésmiða • Pípulagningarmanna • Rafvirkja • Byggingaverkamanna Iðnnemar búsettir á Suðurnesjum eru sérstaklega hvattir til að senda inn umsókn. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Pétursson s. 617-8900. Umsóknum skal skila á heimasíðu ÍAV, www.iav.is Megin starfsemi ÍAV Þjónustu er á Reykjanesi, en félagið sinnir einnig sérhæfðum verkefnum og stjórnun verka á öðrum stöðum á Íslandi. Starfsmenn félagsins hafa yfir að ráða viðamikilli þekkingu á byggingum og öðrum mannvirkjum á Ásbrú.
ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins og býr það yfir áratuga reynslu í mannvirkjagerð. Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum byggingariðnaðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar eða aðra mannvirkjagerð sem og jarðgangagerð og jarðvinnuframkvæmdir bæði hérlendis og erlendis. Við leggjum mikla áherslu á að ráða til okkar kraftmikla og framsækna einstaklinga, með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og erum stolt af starfsandanum og þeim metnaði sem hjá okkur ríkir.
ÍAV Þjónusta | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is
20
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-aðsent
pósturu vf@vf.is
■■ Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar:
■■ Hjördís Árnadóttir skrifar:
Á ensku er til hugtak (self-fulfilling prophecy) sem merkir að þegar einstaklingar hafa miklar væntingar til einhvers verður það til þess að rætist úr væntingunum, vegna þeirrar miklu trúar á að þær geti orðið að veruleika. Mér hefur oft sárlega þótt vanta þýðingu á þessu hugtaki þar sem ég er hjartanlega sammála inntakinu. Ég hef líka oft orðið vitni að því í mínu starfi sem kennari að þetta virkar. Ef ég sýni að ég trúi að einhver muni ná árangri í sínu námi og hef jákvæðar væntingar, þá er mun líklegra að hann muni gera það. Þetta getur átt við einstaklinga sem og hóp fólks. En því miður, samkvæmt hugtakinu, virkar þetta í báðar áttir og rannsóknir sýna að að neikvæðar væntingar hafa meiri áhrif en jákvæðar. Ef ég trúi því að einhverjum muni mistakast og hef neikvæðar væntingar, þá er ekki ólíklegt að það verði raunin. Ástæðan fyrir því að ég ákveð að gera þetta hugtak að umtalsefni hér er sú að mér þykir svo mikilvægt að við sem íbúar Reykjanesbæjar byrjum á byrjuninni. Við verðum að hafa trú á því að við getum orðið sú breyting sem við viljum sjá hér í Reykjanesbæ. Ég trúi því að frumforsenda þess að góðar breytingar geti átt sér stað, sé
Lífið heldur áfram á meðan við eigum það og því mikilvægt að lifa því vel. Það reyni ég að gera og er meðvitaðri eftir því sem árin færast yfir. Ég er að uppgötva að starfsævin mín er að styttast í annan endann og hlakka til, en um leið veit ég að ég mun sakna starfsins míns með öllum þeim verkefnum og tækifærum sem í því felast. Ég hef verið svo lánsöm á minni starfsævi að starfa með litríku fólki, bæði sem samstarfsmaður, félagi og ráðgjafi. Það hefur mótað mig sem manneskju og ég er bara nokkuð ánægð með þá manneskju í dag. Ég hlakka til að mæta til vinnu á hverjum degi. Ég hef mjög gaman af að takast á við þau krefjandi verkefni sem starfið kallar á og finn hvað það er gott að vinna með fólki sem treystir manni, en ekki síður að treysta öðrum.
Í hvernig samfélagi vilt þú búa?
sú að við trúum því að þær geti orðið og að þeirra sé þörf. Ég flutti hingað með fjölskyldunni minni vegna þess að hér finnst mér gott að vera og vegna þess að mér finnst svo mörg tækifæri í kringum okkur til að líða enn betur hér í fallega bænum okkar. Ég held að ef við horfum í kringum okkur, þá eigum við flest auðvelt með að sjá tækifæri til úrbóta og auka með því hamingjustigið hjá okkur íbúunum, eins og Anna Lóa vinkona mín segir. Þegar við förum svo að líta í kringum okkur og hafa skoðanir á hvernig við getum hlúð betur að sjálfum okkur og fólkinu í bænum okkar, þá erum við farin að taka þátt í pólitík sem er okkar allra. Ég heyrði í útvarpsviðtali um daginn setninguna „Þótt þú skiptir þér ekki af pólitík þá skiptir hún sér af þér.“ Þetta er svo sannarlega rétt. En við hjá Beinni leið, viljum gefa þér aukin tækifæri til að koma þínum skoðunum áleiðis og við viljum taka ákvarðanir í samráði við þig. Þess vegna spyr ég þig: Í hvernig samfélagi vilt ÞÚ búa? Hvað getur samfélagið gert betur fyrir ÞIG? Og að lokum: Viltu þú taka þátt í því með Beinni leið að gera það að raunveruleika? Helga María Finnbjörnsdóttir í framboði fyrir Beina leið
■■ Eysteinn Eyjólfsson skrifar:
Ef við leggjumst öll á eitt þá getum við breytt! Þessa dagana berum við frambjóðendur S-lista Samfylkingar og óháðra stefnumiðin okkar í hvert hús í Reykjanesbæ en þau má einnig nálgast á xsreykjanesbaer.is og fræðast nánar um í kosningamiðstöðinni okkar að Hafnargötu 25 – heitt á könnunni og allir velkomnir. Við bjóðum bæjarbúum nýja sýn, viljum móta samfélag grundvallað á jöfnuði, lýðræði, ábyrgð og gegnsæi með fjölskylduna í fyrirrúmi og við munum stjórna bænum á opnari og ábyrgari hátt en nú er gert. Stefnumiðin hvíla á fjórum grunnstoðum; lýðræði, atvinnu, fjölskyldunni og umhverfinu. Ný lýðræðissýn Gerum stjórnsýslu bæjarins skilvirkari, opnari og gegnsærri. Íbúar Reykjanesbæjar eiga rétt á að vera upplýstir um tengsl og hagsmuni kjörinna fulltrúa og um stöðu bæjarins. Auðveldum aðgengi að upplýsingum og gerum bæjarbúum auðveldara að taka þátt í umræðunni, krefjast svara og atkvæðagreiðslna um mikilvæg mál. Stjórnum bænum saman. Ný sýn í atvinnumálum Setjum bænum okkar nýja og fjölbreyttari sýn í atvinnumálum sem virkjar mannauð og sköpunarkraft bæjarbúa til að skapa fleiri vel launuð og fjölbreytt störf. Nýtum sérstöðu okkar og styrkleika í ríkari mæli og á vistvænni forsendum en nú er gert. Eflum og styrkjum nýsköpun, skapandi greinar, ferðaþjónustu og minni og meðalstór fyrirtæki. Breytum saman áherslum í atvinnumálum. Ný forgangsröðun fyrir fjölskyldur Breytum forgangsröðun í bænum okkar og gerum hag fjölskyldna
vænni og með því bæinn okkar betri. Ve r ju m f j öl s k y l d urnar á erfiðum tímum og tryggjum öllum börnum aðkomu að í þrótt a-, menningar- og tómstundastarfi með því t.d. að þrefalda hvatagreiðslur. Eflum og styðjum frábært starf sem unnið er á öllum skólastigum og fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar. Skiljum engan útundan! Ný sýn í umhverfismálum Breytum umhverfisáherslum í bænum okkar og gerum hann vistvænni. Þéttum byggð í okkar langa bæ, sinnum gleymdum svæðum og fjölgum göngu- og hjólastígum innanbæjar og við önnur sveitarfélög. Setjum Reykjanesbæ metnaðarfulla umhverfisstefnu og auðveldum íbúum sorpflokkun og endurvinnslu. Tökum umhverfisvæna skrefið saman inn í 21. öldina. Til þjónustu reiðubúinn Breytingarandi er í loftinu í Reykjanesbæ – ef við leggjumst öll á eitt þá getum við breytt! Ég er í baráttusæti S-listans samkvæmt síðustu skoðanakönnun, kominn með fjögurra ára reynslu í bæjarstjórn, brimafullur af metnaði fyrir hönd bæjarins okkar og til þjónustu reiðubúinn. Við verðum að breyta áherslum og búa til samfélag þar sem öllum bjóðast jöfn tækifæri. Reka bæinn okkar af ábyrgð, nýta tækifærin af skynsemi og skila bænum betri til barnanna okkar. Framtíðin er núna. Eysteinn Eyjólfsson 3. sæti S-lista Samfylkingar og óháðra
Í aðdraganda bæjarstjórnarkosninga 31. maí 2014
Velferð frá vöggu til grafar Velferðarmál hafa fylgt mannkyninu frá upphafi og fólk fengið misjöfn gæði í vöggugjöf. Viðhorf til velferðarmála er misjafnt, en mikilvægt að við hlúum hvert að öðru og berum virðingu fyrir hverri mannveru, hvar sem við stöndum í lífinu hverju sinni. Við höfum öll eitthvað sem gerir okkur sérstök og það er svo mikilvægt að fá að vera sérstakur. Kosningar Framundan eru tímamót í sveitarfélögum landsins, en þann 31. maí kjósum við okkur nýja bæjarfulltrúa til næstu fjögurra ára. Margir gefa kost á sér, en fáir eru útvaldir. Það er mikil ábyrgð og vinna sem felst í því að stjórna sveitarfélagi. Í Reykjanesbæ er margt frambærilegt fólk í framboði, þar af margir vinir mínir og kunningjar sem ég veit að hafa margt til að bera og vilja bænum okkar það besta. Við verðum samt að kjósa einn flokk, því annað er ekki í boði. Og þá þarf hver og einn kosningabær einstaklingur að leggjast yfir það, hvaða flokki hann treystir best næstu fjögur árin til að leiða þjónustuna í sveitarfélaginu sínu.
Leiðtogar Ég hef unnið með fjölmörgum meirihlutum úr öllu litrófi stjórnmálanna á þeim þrjátíu árum sem ég hef starfað fyrir sveitarfélögin, Keflavíkurbæ, Njarðvíkurbæ og nú Reykjanesbæ. Sem starfsmaður sveitarfélags reynir mest á samstarfið við bæjarstjórana sem eru framkvæmdastjórar meirihlutans hverju sinni og hef ég notið þess að vinna með þeim hverjum og einum. Síðastliðin 12 ár hefur Árni Sigfússon verið bæjarstjóri okkar sveitarfélags og verið minn næsti yfirmaður. Það hefur verið mikill og góður lærdómur að vinna með honum og ég hef gert upp við mig að ég vil mjög gjarnan vinna áfram með honum þann tíma sem ég á eftir af starfsævinni eða næstu þrjú árin. Ég veit að velferðarmálin verða áfram mikilvægust ef hann fær einhverju um það ráðið. Þegar ég tala um velferðarmál, á ég við allt sem snýr að mannlegum þáttum íbúanna. Árni er leiðtogi sem tileinkar sér fyrst og fremst „þjónandi forystu“ og ætlar okkur slíkt hið sama. Árni hefur þá hæfileika að sjá stóru myndina og metnað og dug til að koma verkefnum
áfram. Það sést best á þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið á umhverfi bæjarins síðustu árin. Hann ber virðingu fyrir öllu fólki og einlægni hans kemur best fram þegar maður finnur hvað hann tekur nærri sér þegar fólk er með ómálefnaleg og oft meiðandi ummæli hvort sem þau beinast að honum sjálfum eða öðrum. Félagsþjónustan hefur átt góðan bakhjarl í Árna, hann hvetur okkur til dáða við erfiðar aðstæður og ætlast um leið til þess að við gerum okkar besta við að skapa úrræði sem henta hverjum og einum. Árni er með duglegri mönnum og unir sér sjaldan hvíldar og hann gerir þær kröfur til starfsmanna bæjarins að við séum vakin og sofin yfir störfum okkar og þjónustu við íbúana. Árni Sigfússon er ein af mínum bestu fyrirmyndum í dag og ég tel mig betri manneskju fyrir vikið. Tjáningarfrelsi Einhverjir kunna að vera þeirrar skoðunar að framkvæmdastjórar starfssviða bæjarins eigi ekki að gefa út yfirlýsingar um hverja þeir styðja til forystu. Ég er ekki sammála því, því slíkt væri skerðing á tjáningarfrelsi. Ég mun að sjálfsögðu virða niðurstöður kosninga og kvíði því ekkert að vinna með því frambærilega fólki sem kosið verður í stjórn bæjarins, en ég trúi því að stjórn sveitarfélagsins okkar verði best borgið með Árna Sigfússon sem bæjarstjóra næstu fjögur árin. Ég mun því setja X við D á kjördag. Hjördís Árnadóttir
■■ Viktor Scheving Ingvarsson skrifar:
Það skiptir ekki máli hvernig við föllum, heldur hvernig við stöndum upp! Mi k i l umr æ ða og ólga hefur verið í okkar samfélagi vegna vandamála í Grunnskóla Grindavíkur. Rótin er eineltismál. Þegar málið kemur upp er það rannsakað, að því loknu liggur fyrir niðurstaða. Ekki er deilt um niðurstöðuna, heldur hvernig brugðist var við. Aðgerðaáætlun skólans í kjölfar málsins var að margra mati ófullnægjandi, þjónaði ekki þolendum og skapaði mikla óánægju og ólgu. Málið fer hátt og ratar í fjölmiðla. Því miður. Ég er stjúpfaðir þolanda í þessu máli. Margir bíða eftir því að ég tjái mig um málið. Það er ekki undarlegt, ég hef ekki að öllu leyti verið sáttur við vinnubrögð skólans í málinu. Mig langar til að segja ykkur frá minni framtíðarsýn um verklag í nákvæmlega svona málum. Þetta er ekki flókið, bara einfalt vinnulag sem kæmi í flestum tilfellum í veg fyrir að allt fari í háaloft í smærri samfélögum eða að óhugnaður eins og þöggun þrífist. Drögum lærdóm af þessu leiðinlega máli, reynum að koma í veg fyrir að það sama hendi annars staðar. En það myndi þýða breytingar á verklagi á milli ríkis og sveitarfélaga.
Þegar niðurstaða lá fyrir í þessu máli, hófust vandræðin. Eðlilega bjóst ég við að heilbrigð aðgerðaáætlun fylgdi strax í kjölfar niðurstöðunnar. Því miður varð brotalöm á því og tortryggni og efsemdarfræjum sáð. Ísland er fámennt og um allt eru vensl og tengsl. Þannig var það í þessu máli. Gerandinn starfsmaður til áratuga. Lítið samfélag á í miklum erfiðleikum með mál af þessu tagi. Þau verða ofhlaðin tilfinningum. Það sannar sagan. Það þarf sterk bein til taka á svona málum og þau eru ekki alltaf til staðar. Þá er þöggunin oft lausnin. Skelfileg lausn! Hana verður að uppræta. Í þessari grein ætla ég ekki að fara frekar út í málið sjálft en ég ætla í staðinn að koma með tillögu til ykkar. Tillögu að úrlausn eineltismála þegar um er að ræða starfsmann og nemanda. Tillögu um hvernig við vinnum svona mál í framtíðinni. Tillögu sem við útfærum og kynnum menntamálaráðherra sem fyrirmynd að lagasetningu um viðbrögð við svona kringumstæðum. Tökum forystu í því hvernig á að leysa svona mál. Tillagan gengur út á það að við gerum ekki neitt, þegar fyrir liggur að starfsmaður hefur lagt barn í einelti. Þetta hljómar kannski fáránlega. En það sem ég á við er að málið fari, sam-
kvæmt nýjum lögum, á annað stig. Við fengjum utanaðkomandi aðila til að rannsaka málið og réttast væri að óháðir aðilar í menntamálaráðuneyti færu svo yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og tækju ákvörðun um viðbrögð. Ég sæi fyrir mér að þarna yrði umboðsmaður barna, maður frá Kennarasambandinu, sál- og lögfræðingar. Þetta yrði mun betra fyrirkomulag fyrir yfirmann fræðslusviðs, skólameistara og bæjarstjórn. Auðvitað yrði fólk ekki alltaf sátt við niðurstöðu einstakra mála, en vonandi væri hún byggð á skynsemi ekki tilfinningum. Það er lykilatriði! Særindin yrðu líka örugglega minni. Fólk myndi upplifa þessa leið sem leið réttlættis. Það er verðugt markmið! Nýtum okkar reynslu af þessu máli og öðrum sambærilegum. Tökum forystu í því að útfæra þessar einföldu grunnhugmyndir. Kynnum þær réttum aðilum. Það skiptir ekki máli hvernig við föllum, heldur hvernig við stöndum upp! Viktor Scheving Ingvarsson áhugamaður um betra mannlíf. Undirrtitaður er skipstjóri og situr í þriðja sæti á lista Samfylkingar í Grindavík.
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001 Póstfang: fusi@vf.is
21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. maí 2014
-
smáauglýsingar ÓSKAST
TIL LEIGU Vatnsnesvegur 5 - íbúðarhúsnæði /bílskúr til leigu 110 fm bílskúr með 2 innkeyrsluhurðum miðsvæðis i Keflavík til leigu! Þá eru til leigu 45-50 fm stúdíóíbúðir á sama stað. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661-7000 Fiskvinnsluhúsnæði til leigu Til leigu vottað 350 m2 fiskvinnsluhúsnæði á Hrannargötu. Uppl. í síma 860 8909 og 895 8230. Íbúð til leigu Til leigu 160 m2, 5 herbergja íbúð í tvíbýli við Sjávargötu. Langtímaleiga. Leiguverð 150.000 kr. með hita og rafmagni. Uppl. í síma 860 8909 og 895 8230.
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla
Óska eftir húsi til leigu í Reykjanesbæ. 6 manna fjölskylda óskar eftir 4+ svefnherbergja húsi til leigu frá og með 15 júlí, reyklaus, reglusöm og skilvísum greiðslum heitið, endilega hafið samband á netfangið buhamar1@gmail.com eða í síma 845-2092/869-4187 Íbúð óskast Okkur bráð vantar 4-5 herb, íbúð til leigu fljótlega helst langtímaleigu í Reykjanesbæ (ekki skilyrði) erum hjón með 3 börn, uppl, í síma 780 6923. Íbúðahúsnæði óskast. Óska eftir að taka á leigu íbúðarhúsnæði í Keflavík eða Njarðvík þarf að vera 4-5 herbergja. Vinsamlegast hafið samband við Harald síma 618 6465 eða Ingibjörgu síma 896 4065 Innri Njarðvík. Bil 1, 170 fm iðnaðarbil með mjög stórri innkeyrsluhurð leiga 110 þús. Bil 2, 88 fm leiga 80 þús, Bil 3, 95 fm leiga 80 þús. Ath. hiti og rafmagn ekki innifalið, trygging fyrir leigu er 1 mánuður í peningum. Frekari upplýsingar veitir Hjalti s. 846 0622 eða hjaltig@simnet.is
-aðsent
pósturu vf@vf.is
■■ Stefán Bjarkason skrifar:
Ótrúlegur fjöldi Íslandsmeistara í Reykjanesbæ Í tilefni þess að Reykjanesbær á 20 ára afmæli á þessu ári, nánar tiltekið þann 11. júní, hafa hin ýmsu svið bæjarins verið að taka saman tölulegar upplýsingar. Íþrótta- og tómstundasvið hefur undanfarin 10 ár í góðu samstarfi við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB) staðið fyrir glæsilegri uppskeruhátíð þann 31. desember. Þá koma saman þeir sem hafa verið tilnefndir sem besti íþróttamaðurinn ár hvert í þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru innan vébanda ÍRB. Sú hefð hefur skapast að Reykjanesbær heiðrar á þessari hátíð alla þá sem hlotið hafa Íslandsmeistaratitil á árinu sem er að líða. Sérhver Íslandsmeistari fær gullpening um hálsinn með áletruninni Til hamingju Íslandsmeistari. Á síðustu hátíð voru öll fyrri met slegin varðandi fjölda einstaklinga sem náð hafði þessum árangri eða alls 269 Íslandsmeistarar. Í þau tíu ár
sem þessi hátíð hefur verið haldin er samanlagður fjöldi Íslandsmeistara tæplega 2000 og gera má ráð fyrir því að á síðustu 20 árum sé fjöldinn hátt í 4000. Flestir Íslandsmeistararnir koma frá körfuknattleiksdeildum UMFN og Keflavíkur og sundfólkið okkar er líka mjög öflugt. Segja má að á þessum 20 árum hafi náðst Íslandsmeistaratitill í nánast öllum þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru innan ÍRB. Þá eru ótaldir allir bikarmeistaratitlarnir, en
þeir skipta hundruðum. Ekki ólíklegt að Íslandsmeistaratitlum muni fjölga, ef marka má þann árangur sem þegar hefur náðst á árinu t.d. í yngri flokkum körfuboltans. Til þeirra og alls íþróttafólks sem nú þegar hefur náð þessum árangri segi ég: Til hamingju Íslandsmeistari. Stefán Bjarkason Framkvæmdastjóri ÍT sviðs.
Bifvélavirki óskast Óskum eftir að ráða bifvélavirkja með réttindi og staðgóða þekkingu á rafkerfum. Upplýsingar í síma 420 6610 og 842 6615
ATVINNA Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Æco þjónusta ehf Njarðarbraut 17 Njarðvík
Garðsláttur Óskum eftir unglingi til að slá grasflöt tvisvar í mánuði í sumar. Upplýsingar í síma 894 4380.
Nýr veitingastaður hefur opnað í Reykjanesbæ Hollt og gott í hádeginu Fjölbreyttur matseðill Tökum að okkur veislur
Opnunartími: Mánudaga til föstudaga 18:00 til 21:30. Laugardaga og sunnudaga 16:00 til 21:30 (barinn opinn lengur) . Hádegisopnun: Miðvikudaga til föstudaga 11:30 til 14:00. KEF Restaurant, Hótel Keflavík Vatnsnesvegi 12-14, 230 Reykjanesbæ Sími 420-7011
Starfsfólk óskast í eldhús og þjónustu í sal Upplýsingar í símum 845-0666 og 868-6819.
uðurnes890
asteignasaavík
22
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu eythor@vf.is
Hrannar ráðinn landsliðsþjálfari Dana XXKeflvíkingurinn Hrannar Hólm hefur verið ráðinn þjálfari danska kvennalandsliðsins í körfuknattleik til næstu þriggja ára. Hrannar hefur náð frábærum árangri með danska kvennaliðið SISU en undir hans stjórn hefur félagið orðið tvöfaldur meistari í Danmörku und anfarin fjögur ár. Hrannar var svo á dögunum útnefndur þjálfari ársins í dönsku úrvalsdeildinni annað árið í röð. „Ég hlakka mjög til þess að taka þetta verkefni að mér. Það eru margir hæfileika ríkir leikmenn til staðar og það verður áhugavert að sjá hvernig liðið stendur sig í leikjum á móti Austurríki og Íslandi í júlí,“ segir Hrannar Hólm á vef danska körfuknattleikssambandsins en mbl.is greinir frá.
Keflvíkingar með yfirburði gegn Blikum K
eflvíkingar náðu að tylla sér á topp Pepsi-deildar karla í knattspyrnu með góðum 2-0 sigri gegn Breiðablik á Nettóvellinum á mánudag. Það var Elías Már Ómarsson sem skoraði bæði mörk Keflvíkinga í leiknum en með smá heppni hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri. Keflvíkingar voru betri á öllum sviðum og hafa eftir leikinn níu stig eftir þrjá leiki, fullt hús takk fyrir. Næsti leikur liðsins er svo gegn KR sunnudaginn 18. maí á Nettóvellinum.
Er Elías næstur í röðinni? Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur nú skorað fjögur mörk í efstu deild en þau hafa öll komið gegn Breiðablik. Hann skoraði í báðum leikjum liðanna í fyrra og bætti tveimur í safnið gegn landsliðsmarkmanninum Gunnleifi Gunnleifssyni og félögum í leiknum á mánudag. Elías þykir eiga framtíðina fyrir sér. Hann er enn einn efnilegi framherjinn sem Bítlabærinn elur af sér. Í hópi framherja sem hafa fengið tækifæri með Keflvíkingum í efstu deild ungir að árum, eru t.d: Haukur Ingi Guðnason, Guðmundur Steinarsson, Þórarinn Kristjánsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson og Hörður Sveinsson. Þessir kappar eru töluvert eldri en Elías og langt er síðan álíka efnilegur sóknarmaður og Elías hefur komið fram á sjónarsviðið hjá Keflvíkingum. Ef til vill mikil pressa að setja á ungar herðar Elíasar en sjálfur finnur hann ekki fyrir álaginu. „Mér finnst engin pressa á mér. Ég spila bara minn leik hverju sinni og geri mitt besta fyrir félagið mitt. Ég bjóst við því að spila aðeins meira með meistaraflokknum í ár. Markmið mitt var að fá fleiri mínútur og ég ætla að reyna að skora fleiri
„Ég er í betra formi og hef meira sjálfstraust,“ segir Elías sem kom við sögu í 17 leikjum hjá Keflavík á síðasta tímabili. Hann hefur þegar skorað jafnmörg mörk og í fyrra.)
mörk en þessi tvö. Við Keflvíkingar stefnum saman á að ýta okkur frá botnbaráttunni,“ segir hinn 19 ára gamli sóknarmaður. Elías hefur
YFIR 300 EIGNIR Á SUÐURNESJUM TIL SÖLU HJÁ OKKUR Skoðið heimasíðu okkar alltfasteignir.is
Grindavík sími 426-8890 Dagbjartur Willardsson sölustjóri gsm 861 7507 // Þórir Sigfússon sölufulltrúi gsm 612 2266 // Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali gsm 898 1233.
Mórallinn er virkilega góður í liðinu og allir eru að ná vel saman. Það er mjög gaman hjá okkur um þessar mundir, en það skiptir töluverðu máli í boltanum verið duglegur að æfa aukalega í vetur ásamt Theodóri Guðna liðsfélaga sínum sem einnig hefur verið nefndur meðal efnilegra framherja hjá félaginu „Við höfum verið duglegir að lyfta og æfa aukalega,“ segir Elías sem er metnaðarfullur þegar kemur að fótboltanum, en hann tók sér frí frá skólanum þessa önn og æfði af krafti. Hann hefur verið í hópnum hjá U-19 landsliði Íslands og eins og svo marga unga knattspyrnumenn dreymir hann um að leika sem atvinnumaður. Í vetur æfði hann nánast sem slíkur en hann segist sjálfur hafa styrkst mikið og formið hafi aldrei verið betra. „Ég er í betra formi og hef meira sjálfstraust. Þetta er allt að koma,“ segir Elías af yfirvegun en andlegi þátturinn hefur líka styrkst hjá honum. „Ég tel mig vera orðinn þroskaðri leikmann en í fyrra. Mórallinn er virkilega góður í liðinu og allir eru að ná vel saman. Það er mjög gaman hjá okkur um þessar mundir, en það skiptir töluverðu máli í boltanum.“
Tók 14 umferðir að ná yfir níu stig í fyrra XXÞað tók Keflvíkinga 14 umferðir að ná í meira en níu stig í Pepsi-deild karla í fyrra. Nú situr liðið á toppi deildarinar með níu stig eftir þrjár umferðir. Eftir tíu umferðir í fyrra hafði liðið átta stig en með sigri í 14. umferð gegn Víkingum komust Keflvíknigar í 11 stig. Í síðustu sjö umferðunum náðu Keflvíkingar svo að hala inn 13 stigum og tryggja sæti sitt í deildinni, en liðið hafnaði í 9. sæti deildarinar með 24 stig.
Elvar og Bryndís í úrvalsliði KKÍ - Craion besti erlendi leikmaðurinn XXLokahóf KKÍ fór fram á dögunum en þar var körfuboltaárið gert upp og ýmsir þeir sem þóttu skara framúr verðlaunaðir fyrir góðan árangur. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var einn Suðurnesjamanna í úrvalsliði karla en Elvar, sem brátt reynir fyrir sér í háskólaboltanum í Bandaríkjunum, átti frábært tímabil með Njarðvík. Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir var eini fulltrúi Suðurnesjakvenna í úrvalsliði kvenna en hún var einn besti leikmaður deildarinnar þetta tímabil og máttarstólpi í ungu Keflavíkurliði. Michael Craion hjá Keflavík var svo kjörinn besti erlendi leikmaður deildarinnar enda illviðráðanlegur í vetur.
Geta vegur þyngra en aldur - Njarðvíkingar taka á móti Reyni á laugardag XXNjarðvíkingar taka á móti grönnum sínum frá Sandgerði í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardag. Liðin hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár í deildinni en jafnan eru leikir liðanna mikil skemmtun þar sem boðið er upp á nóg af mörkum. Miklar mannabreytingar hafa orðið á báðum liðum og eru ungir og efnilegir þjálfarar hjá liðunum að stíga sín fyrstu skref í þjálfun. Guðmundur Steinarsson kom sem kunnugt er frá Keflvíkingum yfir til þeirra grænklæddu í fyrra en hann hefur nú tekið við þjálfun liðsins. Guðmundur segir Njarðvíkinga koma vel undan vetri en liðið er að mestu leyti skipað ungum og sprækum leikmönnum. „Ég ber traust til þessara ungu stráka. Okkar stærsta verkefni er að ná stöðugleika. Ég horfi ekkert sérstaklega í aldurinn en leikmenn eru að fá tækifæri vegna getu sinnar. Við Ómar (Jóhannsson) erum mjög sáttir við okkar leikmannahóp í dag.“ Guðmundur býst við jafnri deild verið spáð ofar í deildinni. Þeir en flest liðin eru að upplifa miklar hafa verið að fá til sín sterka leikmannabreytingar. Hann telur menn. Gummi er heilmikill refur að þrjú lið séu líklegust til þess og það verður gaman að fylgjast að berjast á toppnum en önnur með þeim í sumar.“ Egill var að verði að ná að stilla sig saman þjálfa 4. deildarlið KB í fyrra en hið fyrsta og byrja að hala inn hann er 32 ár gamall. Egill er stigum. Þjálfarinn er vongóður lunkinn leikmaður en hann á að fyrir viðureignina gegn Sand- baki langan feril þar sem hann lék gerðingum. „Þeir eru í svipuðum lengst af með Víkingum R. „Ég er sporum og við. Miklar breytingar með takkaskóna reimaða á öllum og nýr þjálfari. Það er gaman æfingum og er klár í slaginn á að spila á móti þeim. Þetta eru meðan ég er ekki sleginn út úr leikir sem gefa sumrinu lit enda liðinu,“ segir Egill. Sú hugmynd líklega flestir sem mæta á þetta kom upp að hann myndi koma litla Suðurnesja-derby,“ segir inn sem spilandi þjálfari eftir að Guðmundur en leikir liðanna faðir hans hætti. „Svo þurfti að hafa verið augnakonfekt og mikið ræða ýmislegt. Það er heilmikil skorað. „Egill hjá Reyni er nú vinna hérna framundan. Það er gamall sóknarmaður að upplagi. auðvelt að hugsa um bara næsta Eigum við því ekki að segja að von tímabil en það verður að passa að sé á sóknarbolta og mörkum á hafa fókusinn í lagi og hugsa til laugardaginn,“ segir Guðmundur. framtíðar. Það þarf að vera þannig að allir séu að keppa að sömu verðlaunum,“ segir Egill sem lofar Reynismenn taka einn leik í einu Egill Atlason tók við stjórnar- aðstöðuna í Sandgerði í hástert. taumunum hjá Reynismönnum Hann vill sem minnst segja fyrir eftir að faðir hans Atli Eðvaldsson viðureignina gegn Njarðvík en lét af störfum. Miklar breytingar ætlar sér að sjálfsögðu að sækja hafa verið á hópnum og eru Sand- þrjú stig. gerðingar í yngri kantinum líkt „Maður fer í hvern einasta leik og Njarðvíkingar þetta sumarið. til þess að vinna hann. Þeir sem „Samkeppnin um stöður er mikil halda öðru fram eru einfaldlega sem er jákvætt.“ Egill segir að að blekkja sig. Við pössum okkur þetta sumar verði áhugavert og þó að fara ekki framúr okkur. Við ekki verði farið af stað með miklar hugsum bara um næsta leik og yfirlýsingar. Egill þekkir ágætlega hvernig skal nálgast hann.“ Leikur til Njarðvíkinga en hann telur Njarðvíkinga og Reynismanna fer þá til alls líklega. „Það kom mér fram í Njarðvík og hefst klukkan í raun á óvart að þeim hafi ekki 14:00 á laugardag.
Sterkasta taekwondomót sem haldið hefur verið á Suðurnesjunum XXNorðurlandamótið í taekwondo verður haldið næstu helgi í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Það eru rúmlega 20 Suðurnesjamenn að keppa frá Sandgerði, Reykjanesbæ, Garði og Grindavík. Auk þeirra eru aðrir keppendur úr landsliði Íslands og um 100 erlendir keppendur. Þetta er því tvímælalaust sterkasta taekwondomót sem haldið hefur verið á Suðurnesjum. Mótið byrjar kl. 9:00 á laugardagsmorgun og er aðgangur opinn gestum. Suðurnesjamenn eru hvattir til að mæta og hvetja Íslendingana áfram.
23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. maí 2014
-íþróttir
pósturu eythor@vf.is
Áframhald á samstarfi Þróttar og Landsbankans XXUngmennafélagið Þróttur og Landsbankinn hafa framlengt samning sinn til eins árs. Líkt og síðustu ár er Landsbankinn einn af stærstu samstarfsaðilum félagsins að sveitarfélaginu undanskildu en frá þessu er greint í tilkynningu sem Þróttarar sendu frá sér. Landsbankinn hefur lagt áherslu á að vera í góðum tengslum við íþróttahreyfinguna á Suðurnesjunum. Með endur-
nýjun samningsins vill Landsbankinn sýna í verki áhuga sinn og stuðning við æskulýðs- og íþróttamál og um leið leggja áherslu á forvarnarþátt þess starfs. Einnig fellur samningurinn vel að markmiðum Landsbankans hvað varðar stuðning við íþrótta- og forvarnarstarfsemi með sérstakri áherslu á barna- og unglingastarf.
Arnar æfir við heimsklassa aðstæður í Sviss – Stefnir á Evrópumótið í Wales
A
rnar Helgi Lárusson er þessi dægrin staddur í Sviss við æfingar og keppni en hann berst nú við að ná lágmörkum í hjólastólakappakstri fyrir Evrópumeistaramót fatlaðra sem fram fer í borginni Swansea í Wales í ágústmánuði. Arnar Helgi er eini hjólastólakappakstursmaðurinn á Íslandi en greinin er ein sú allra stærsta og vinsælasta í íþróttum fatlaðra. Arnar Helgi hefur þegar verið í og útibrautir og 15-20 manns á Sviss í nokkra daga en senn líður æfingum svo maður er alltaf með að keppni og það vantar ekki einhvern við hliðina á sér sem er álagið en okkar maður er skráður t.d. sambærilegur manni í getu,“ í 100, 200, 400, 800, 1500, 5000 sagði Arnar Helgi sem nýtur nú og 10000 m keppnir sem og sjálft leiðsagnar landsliðsþjálfara Svissmaraþonið! Allir helstu stólamenn lendinga í hjólastólakappakstri. heims eru samankomnir í Sviss og „Paul er heimsklassa þjálfari og aðstæðurnar: „Þær eru einfald- þetta er hálfgert „Mecca“ hérna í lega þær bestu í heiminum, það er hjólastólakappakstri,“ sagði Arnar allt hérna, æfingahjól í kyrrstöðu sem æfir m.a. með köppum á borð fyrir tugi manns, innibrautir sem við Marcel Hug og Heinz Frei sem
hafa unnið nánast allar keppnir sem í boði eru innan greinarinnar. „Allt er þetta liður í því að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í Swansea,“ sagði Arnar sem keppti fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramótinu í Lyon í Frakklandi síðastliðið sumar. Arnar fór út með tvo keppnisstóla, sá eldri er keppnisstóll sem Lionsklúbbur Njarðvíkur gaf Arnari í upphafi ferilsins en síðan þá hefur Arnar smíðað nýjan stól sem hann tók með sér til Sviss og mun m.a. prófa hann í fyrsta sinn í alþjóðlegri keppni.
Sigríður Íslands meistari í pílukasti S
igríður Guðrún Jónsdóttir, félagi í Pílufélagi Reykjanesbæjar, varð nýverið Íslandsmeistari í pílukasti í 501 leik, sem er aðalkeppnisleikur félagsins. Sigríður er Íslandsmeistari í einmenningi og einnig í tvímenningi. Hún sigraði Petreu
Kr. Friðriksdóttur í úrslitaleik í einmenningi, en þær unnu svo keppnina í tvímenningi saman. Að sögn spilaði Sigríður frábæran leik enda er stutt í að hún keppi á Norðurlandamóti sem fram fer nú í enda mánaðarins á Hótel Natura í Reykjavík.
Ertu góður félagi? Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga óskar eftir samstarfi við einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa mikinn áhuga á starfi með börnum og ungmennum. Um er að ræða starf sem persónulegur ráðgjafi. Helstu verkefni og ábyrgð Helstu verkefni persónulegra ráðgjafa er að sinna stuðningi við barn og að vera því góð fyrirmynd. Hlutverk persónulegs ráðgjafa skv. barnaverndarlögum er að veita barni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja það félagslega og tilfinningalega svo sem í sambandi við tómstundir, menntun og vinnu. Samband persónulegs ráðgjafa og barns byggist á gagnkvæmu trausti og vinsemd. Hæfniskröfur · Góðir samskiptahæfileikar · Sjálfstæði í vinnubrögðum · Áhugi og reynsla af vinnu með börnum · Hreint sakarvottorð Frekari upplýsingar um starfið Algengast er að um 12 klst. sé að ræða á mánuði, en vinnutími er sveigjanlegur og fer eftir þörfum hvers og eins. Karlmenn eru sérstaklega hvattir til þess að leggja inn umsókn. Starfið hentar einstaklega vel sem hlutastarf með námi og er góður undirbúningur fyrir alla sem hyggjast stunda nám og/eða störf sem krefjast mannlegra samskipta. Ekki er krafist tiltekinnar menntunar eða reynslu, öll lífsreynsla getur komið að notum! Einnig vantar okkur fólk á skrá til að sinna liðveislu í málefnum fatlaðra. Nánari upplýsingar um starfið veitir Thelma Björk Guðbjörnsdóttir í síma 420-7555 eða með því að senda fyrirspurn á thelma@sandgerdi.is
AUGLÝSING VEGNA KOSNINGA TIL SVEITARSTJÓRNAR 31. MAÍ 2014
KJÖRSKRÁ OG KJÖRSTAÐIR Í REYKJANESBÆ
Kjörskrá í Reykjanesbæ vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 31. maí 2014 liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar frá 20. maí 2014 fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar
S. 517 2600 gunnlaugur@fastko.is
S. 420 4000 studlaberg@studlaberg.is
Selás 5, Reykjanesbær
Opið hús fimmtudag 15. maí kl. 18.00 - 19.00
OP
IÐ
HÚ
S
Glæsilegt 311m2 2ja íbúða nýtt hús m/bílskúr. Á neðri hæð er fullbúinn glæsileg íbúð og bílskúr. Efrihæð er tilbúinn undir innréttingar. Húsið er staðsteypt og með hvass salla. Innveggir eru hlaðnir steinveggir. Frábært tækifæri fyrir stórfjölskyldu eða aukaíbúð til að leigja út. Verð kr. 49,9 milj. Ath. að m2 verð er aðeins 159.000Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Hilmarsson, lögg. fasteignasali og viðskiptafræðingur í síma 777 56 56, gunnlaugur@fastko.is www.fastko.is og Halldór Magnússon lögg.fasteignasali í 863-4495, dori@studlaberg.is
Vegna mikillar sölu vantar fleiri eignir á skrá.
-mundi
vf.is
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • 19. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR
Óli Geir með 72 millj. kr. gjaldþrot T
ónleikahaldarinn og plötusnúðurinn Óli Geir Jónsson var úrskurðaður gjaldþrota nýlega. Gjaldþrotið nemur 72,5 millj. kr. og kemur fram í Lögbirtingablaðinu að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur í búinu. Óli Geir hélt ásamt félaga sínum, Pálma Þór Erlingssyni, tónlistarhátíðina Keflavík Music Festival í fyrrasumar. Mikil
VIKAN Á VEFNUM Arnór Ingvi Traustason Mikið gríðarlega er ég ánægður! Keep on going boys! #keflavík Sigurpáll Árnason Keflavík bara í alvöru að fara að planta sér á toppinn?? Veeel gert! #fotbolti Jón Ágúst Eyjólfsson Ég vil benda á að Grindavík var á toppi deildarinnar eftir 9 umferðir (af 18) árið 2006, þeir féllu þetta ár. #3leikirbúnir Þorsteinn Surmeli „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir.“ Góð lína í góðu leikhúsi. #steingrímurj>#vigdíshauks Guðrún María Hvað er samt að frétta með þessa áskorun um að hoppa í sjóinn?
Oddný Harðardóttir Í dag var ég í viðtali við japanska sjónvarpsstöð um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Spyrillinn talaði bara japönsku sem var reyndar þýdd yfir á ensku. Þetta var skemmtileg lífsreynsla :) Guðmundur Lúðvíksson Steingrímur J leggur fram tilllögu á þingi að “Haltu kjafti karamellurnar” verði framvegis kallaðar “ Vigdís þegiðu”. Eysteinn Eyjólfsson Alltaf fundist gaman að hlaupa – helst á víðavangi einn og sér og ekki í smærri hópum Var rétt í þessu að fara út fyrir þægindahringinn og skrá mig í fyrsta sinn til leiks í 10km í Reykjavíkurmaraþoninu. Fínt að setja sér skýr markmið - nú verður hlaupið sem vindurinn!
vandræði sköpuðust á hátíðinni vegna vanefnda þeirra félaga sem gerði það einnig að verkum að margar hljómsveitir mættu ekki á hátíðina. Í viðtali við mbl. is segir Óli Geir að hluti gjaldþrotsins tengdist hátíðinni. Hann hafði áður sagt í tilkynningu að tap vegna hátíðarinnar í fyrra hafi verið um 30 millj. kr.
Viltu læra að tína og nota íslenskar lækningajurtir? Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir Ásdís hefur um margra ára skeið bætt lífsægði og heilsu fólks með lífrænum jurtum.
• • • • •
Hvernig á að tína, þurrka og geyma jurtir Hvernig útbúa á jurtate, seyði, tinktúru og jurtablöndur Virk efni í jurtum og heilsubætandi áhrif þeirra Algengar íslenskar jurtir og notkun í daglegu lífi Uppskriftir að jurtablöndum
Fimmtudaginn 22. maí kl. 20:00 - 21:30 í Heilsuhúsinu Hafnargötu 27. Verð 4.500 kr. og vegleg námskeiðsgögn innifalin. Upplýsingar og skráning í 899 8069 / asdis@grasalaeknir.is
SUMARKORT 2014
16.990 kr.
gildir til 1. sept. 2014
heilsurækt fyrir alla
REYKJANESBÆR
www.sporthusid.is