„STEMMNINGIN Í RÚSSLANDI VAR GJÖRSAMLEGA STURLUГ
Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18
HM- STEMMNING Í MIÐOPNU
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
Áfram aðhald Kjartan Már endurráðinn bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Ný bæjarstjórn Samfylkingar og óháðra, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar tók við stjórnartaumum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sl. þriðjudag en þá fór fram fyrsti fundur eftir sveitarstjórnarkosningar. Nýr forseti bæjarstjórnar, Jóhann Friðrik Friðriksson, oddviti Framsóknarflokks, stýrði fundinum sem var fjörlegri og lengri en margir áttu von á en fulltrúar minnihlutans ræddu ýmis mál sem mætti fara í en viðbrögð bæjarstjóra og formanns bæjarráðs voru þannig á fundinum að halda yrði áfram fast um budduna.
fimmtudagur 21. júní 2018 // 25. tbl. // 39. árg.
S TÆ R S TA F R É T TA - O G A U G L Ý S I N G A BLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Friðjón Einarsson verður áfram formaður bæjarráðs og hann sagði eftir að Sjálfstæðismenn og Gunnar Þórarinsson frá Frjálsu afli höfðu sagt að það þyrfti að skoða betur ýmis mál eins og strætókerfi og íþróttamannvirki að mikilvægt væri fyrir nýja bæjarstjórn að framfylgja aðlögunaráætlun. Í henni sé ekki mikið svigrúm til framkvæmda sem ekki hefur verið gert ráð fyrir. Í aðlögunaráætlun þurfi að vera búið að koma skuldaviðmiði niður í 150% fyrir árslok 2022. „Það er ekki mikið svigrúm því í aðlögunaráætlun er búið að gera ráð fyrir meira en 90% af tekjum bæjarins. Þess vegna verðum við að fara varlega,“ sagði Friðjón.
Fulltrúar minnihlutans ræddu einnig um að fasteignaskattar væru háir í Reykjanesbæ en svar meirihlutans var á þá leið að svo væri ekki og framundan væri t.d. 300 milljóna króna lækkun fyrir bæjarsjóð þegar útsvar lækkar um næstu áramót. Umræður voru annars góðar og bæjarfulltrúar sem fóru í pontu sammála um að það væri nokkuð mikill samhljómur í áherslum allra framboða. Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar og reyndasti bæjarfulltrúi þessarar bæjarstjórnar greindi frá því að kosningaþátttaka hafi verið minnst í Reykjanesbæ eða 57%. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi (S) sagði að það væri eitt af
málum sem framtíðarnefnd, ein af þremur nýjum nefndum bæjarins, muni skoða auk fleiri mála eins og málefna í Helguvík. Nýr meirihluti hefur samið við Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra, um áframhaldandi störf. Á þessum fyrsta fundi var kosið í nefndir. Stærsta nefndin er bæjarráð og í henni eru þrír fulltrúar úr meirihlutanum, þeir Friðjón Einarsson, Samfylkingu, Guðbrandur Einarsson, Beinni leið og Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsóknarflokki. Frá Sjálfstæðisflokki kemur Margrét Sanders og fimmti í ráðinu er Gunnar Þórarinsson, Frjálsu afli. Jóhann Friðrik var kjörinn forseti bæjarstjórnar og mun sinna því fyrstu tvö árin en Guðbrandur Einarsson mun taka við næstu tvö ár á eftir. Fyrsti varaforseti var kjörin Guðný B. Guðmundsdóttir og annar varaforseti Baldur Þ. Guðmundsson. Víkurfréttir sýndu beint frá fyrsta fundinum á Facebook síðu VF þar sem hægt er að sjá upptökuna en einnig er hægt að sjá hana á vf.is.
Ný bæjarstjórn eftir fyrsta fund í Reykjanesbæ 19. apríl 2018. F.v. Margrét Sanders (D), Gunnar Felix Rúnarsson (M), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Styrmir Gauti Fjeldsteð (S), Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Baldur Þórir Guðmundsson (D), Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Díana Hilmarsdóttir (B) og Gunnar Þórarinsson (Á). VF-mynd/pket.
AÐALSÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001 ■ FRÉTTASÍMINN 421 0002 DORITOS OG UNGNAUTA OSTASÓSA HAMBORGARAR HRINGBRAUT MÖGNUÐ JÚNÍTILBOÐ
HNETUVÍNARBRAUÐ OG FLÓRÍDANA HEILSUSAFI
ÞÚ GETUR LÍKA HORFT Á ÞÁTTINN Á VF.IS Í TÖLVUNNI EÐA SNJALLTÆKINU
Suðurnesjamagasín
- Síðasti þáttur fyrir sumarfrí er fimmtudagskvöld kl. 20:00 á Hringbraut og vf.is
AFGREIÐSLUTÍMAR:
VIRKA DAGA
ALLTAF OPIÐ GÓÐ
TVENNA
REYKJANESBÆ
4X90 GR M/BRAUÐI
598 KR
959 KR
GOTT
298 KR
KOMBO
HELGAR
ALLTAF OPIÐ
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 21. júní 2018 // 25. tbl. // 39. árg.
ÞRJÁR NÝJAR NEFNDIR OG KJARTAN ÁFRAM BÆJARSTJÓRI Helstu áhersluatriði nýs meirihluta eru að áfram verður unnið skv. þeirri aðlögunaráætlun sem í gildi er og lögbundnu skuldaviðmiði náð fyrir árið 2022. Skattheimtu verði stillt í hóf og áfram verði unnið að því að bæta og opna stjórnsýslu sem verður endurskoðuð á kjörtímabilinu.
F.v. Guðný B. Gunnarsdóttir, Samfylkingu, Guðbrandur Einarsson, Beinni leið, Jóhann F. Friðriksson, Framsóknarflokki, Díana Hilmarsdóttir, Framsóknarflokki, Styrmir Gauti Fjeldsted og Friðjón Einarsson báðir Samfylkingu. VF-mynd/pket.
Bjartir tímar framundan - segir nýr meirihluti Reykjanesbæjar
Friðjón formaður bæjarráðs. Jóhann og Guðbrandur skipta með sér forsetaembættinu „Við erum mjög ánægð með þessa útkomu og það hefur verið mikill og góður taktur, samheldni og heilindi í þeirri vinnu að gera þennan málefnasamning. Við náðum góðri lendingu í öllum stóru málunum og við hlökkum til samstarfsins,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, oddviti Framsóknarflokksins og nýliði í bæjarstjórn, en hann verður forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrstu tvö árin. Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar, mun taka við forsetaembættinu eftir tvö ár og sinna því seinni helming
kjörtímabilsins. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar, verður formaður bæjarráðs en flokkurinn er stærstur í meirihlutasamstarfinu með þrjá bæjarfulltrúa, Framsókn tvo og Bein leið með einn. „Nýr meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar mun leiða mikilvæg verkefni á næstu árum í góðu samstarfi við fulltrúa allra flokka í bæjarstjórn og íbúa Reykjanesbæjar. Það eru bjartir tímar framundan og saman munum við gera gott samfélag enn betra,“ segir í upphafi málefnasamningsins.
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
„Brátt mun Reykjanesbær verða fjölmennasta bæjarfélag landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikill viðsnúningur í rekstri Reykjanesbæjar en bærinn hefur glímt við verulega fjárhagserfiðleika sem vonandi sér brátt fyrir endann á. Mikil fólksfjölgun og breytt samfélagsmynstur kallar á aukna þjónustu og hraða uppbyggingu innviða. Brýnt er að mæta þeirri þörf, en í senn tryggja áfram trausta fjármálastjórn og niðurgreiðslu skulda.“
D-listi Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ styður nýjan meirihluta í að eitt af forgangsmálum á nýbyrjuðu kjörtímabili sé að ná lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022. Þetta kemur fram í bókun D-listans sem var lögð fram á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ síðdegis á þriðjudag.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Árni Þór Guðjónsson, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@ vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
Talning ekki í samræmi við lög Framkvæmd talningar atkvæða við kosningar til sveitarstjórnar í Reykjanesbæ þann 26. maí 2018 var ekki í samræmi við ákvæði í 1. málsgrein 76. greinar laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna. Þetta kemur fram í úrskurði vegna kæru Pírata á framkvæmd talningar í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ. Kæran er dagsett þann 31. maí 2018 og er borin fram af umboðsmönnum framboðslista Pírtata í Reykjanesbæ, þeim Albert Svan Sigurðssyni og Þórólfi Júlían Dagssyni. Í kærunni er vísað í bókun umboðsmanns fyrir hönd Pírata í gerðabók yfirkjörstjórnar Reykjanesbæjar þar sem segir að ekki hafi verið farið að lögum á kjörstað í Reykjanesbæ við umræddar kosningar. Ekki eru settar fram efnislegar kröfur í kærunni.
Þá er ekki byggt á því að talning atkvæða hafi ekki sýnt réttar niðurstöður. Af þeim sökum, og með vísan til 94. greinar laga nr. 5/1998 til sveitarstjórna, tekur nefndin ekki til athugunar hvort ógilda beri kosningarnar. Einnig er tekið fram að jafnvel þó aðfinnslur yrðu mögulega gerðar við umrædda framkvæmd telji yfirkjörstjórn útilokað að þær gætu leitt til óglildingar kosninganna, sbr. 94. grein laganna.
– þverpólitískur hópur berjist fyrir heilsugæslunni, segir D-listinn í bókun
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
og leita lausna svo tryggja megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ sé ávallt í sátt við íbúa. Unnið verði áfram að atvinnuuppbyggingu í Helguvík með það að leiðarljósi að nýta hafnarmannvirki og efla enn frekar kjarnastarfsemi Reykjaneshafnar. Kjartan Már Kjartansson, núverandi bæjarstjóri, verður endurráðinn.
STYÐJA MEIRIHLUTANN Í AÐ NÁ LÖGBUNDNU SKULDAVIÐMIÐI
SUÐURNES - REYK JAVÍK
845 0900
Þrjár nýjar nefndir verða settar á laggirnar, lýðheilsunefnd, framtíðarnefnd og markaðs-, atvinnu- og ferðamálanefnd. Þá verður auknum fjármunum varið í fræðslumál til þess að bæta aðbúnað og aðstöðu bæði í leik- og grunnskólum. Nýr meirihluti hafnar mengandi stóriðju í Helguvík og mun nýtt Framtíðarráð fjalla um starfsemina
Bókunin er í níu liðum og tekur á fjármálum og stjórnun, íþróttum fyrir alla, leikskóla- og dagmæðramálum, frístundaskóla, strætó, snjallvæðingu, húsnæðis- og skipulagsmálum, umhverfismálum og heilbrigðismálum. Í bókuninni óskar D-listinn nýkjörnum meirihluta til hamingju með málefnasamninginn til næstu fjögurra ára og vill á sama tíma koma á framfæri áherslum sínum fyrir árið 2018. D- listinn mun síðan leggja fram áherslur sínar á hverju ári út kjörtímabilið. Þá segir D-listinn að auknu svigrúmi í fjármálum skuli varið í að minnka álögur á íbúa, hlúa að innviðum en alls ekki til að auka bákn sveitarfélagsins. Þá eigi að lækka fasteignaskatta strax
Keilir og HS veitur fyrstu vetnis kúnnarnir Arnbjörn Ólafsson hjá Keili dæ á Fitjum vetnisbíl fyrirtækisins. VF-my ldi á nýjan ndir/pket. Júlíus Jónsson, forstjóri HS veitna, segir stefnuna að fjölga umhverfisvænum bílum í fyrirtækinu. Ný afgreiðslustöð fyrir vetnisbifreiðar var opnuð á Fitjum í Njarðvík í síðustu viku. Fyrstu afgreiðslurnnar voru á nýjar bifreiðar í eigu Keilis á Ásbrú og HS veitna. Sjálfsafgreiðslustöðin er í eigu Orkunnar en sama dag opnaði fyrirtækið aðra í Reykjavík.
„Vetnisnotkun og -framleiðsla er lykill að sjálfbærni Íslands í orkumálum. Vetnið er eini orkugjafinn sem hægt er að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota Íslendinga samhliða rafbílavæðingu. Hér á landi eru gríðarleg tækifæri við raforkuframleiðslu til umbreytingar raforku í vetni og er landið því vel í stakk búið til þess að koma sér upp nægjanlegum birgðum til þess að knýja bílaflotann,“ segir m.a. í tilkynningu frá Orkunni. Arinbjörn Ólafsson hjá Keili var
til móts við hækkun fasteignamats á síðustu 3 árum og þá miklu hækkun sem taka á gildi þann 1. janúar 2019. D-listinn fagnar því í bókuninni að núverandi meirihluti setji á oddinn aðferð þá er D-listinn kynnti fyrir kosningar að þverpólitískur hópur yrði myndaður um eflingu heilsugæslunnar. D-listinn telur þó að með stofnun Lýðheilsuráðs um málaflokkinn ásamt öðrum mikilvægum málum verði fókusinn ekki nægur og mælir því með að myndaður verði sérstakur þverpólitískur hópur til að berjast fyrir heilsugæslunni og að þeim hópi komi einnig heilbrigðisstarfsmenn. Hópurinn vinni að forgangsröðun, setji upp aðgerðaráætlun og tímalínu til að ná árangri. Bókunina má lesa í heild sinni á vef Víkurfrétta, vf.is.
Nýja vetnisdælan er á Fitjum í Njarðvík. fyrstur til að „dæla“ úr nýju afgreiðslunni á Fitjum á vetnisbíl Keilis. Hann sagði kaup á vetnisbíl vera í takti við umhverfisstefnu fyrirtækisins en fyrir eru fleiri umhverfisvænir bílar í eigu Keilis, bæði rafmagns- og metanbíll. Júlíus Jónsson, forstjóri HS veitna, fyllti nýjasta vetnisbíl fyrirtækisins við opnunina á Fitjum. Hann sagði að þetta væri ellefti umhverfisvæni bíllinn hjá fyrirtækinu en stefnt væri að því að taka fleiri í notkun eins og hægt væri en HS veitur eru með um fimmtíu bíla í notkun.
JÓNSMESSUGANGA Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar verður farin laugardaginn 23. júní. Gangan hefst kl. 19:00 og lagt verður af stað frá Sundlaug Grindavíkur.
Upplifðu töframátt Jónsmessunnar á bjartri sumarnótt Gengið verður upp á fjallið Þorbjörn þar sem varðeldur verður tendraður. Áætlað er að ferðin taki um tvær og hálfa klukkustund. Gunnar og Hebbi úr hljómsveitinni Skítamóral munu spila tónlist við varðeldinn á fjallinu. Ekkert þátttökugjald er í gönguna og eru þátttakendur á eigin ábyrgð. Þeir sem vilja slaka á í Bláa Lóninu að göngu lokinni eru beðnir um að bóka tímanlega á heimasíðu Bláa Lónsins – www.bluelagoon.is og greiða fyrir það sérstaklega. Bláa Lónið er opið til 23:00 en hægt er að slaka á ofan í lóninu til 23:30.
4
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 21. júní 2018 // 25. tbl. // 39. árg.
Bæjarstjóri Sandgerðis þakkar fyrir sig Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri Sandgerðis sendi bæjarbúum kveðjuorð á heimasíðu Sandgerðis en hún hefur látið af störfum sem bæjarstjóri nú þegar nýtt sameinað sveitarfélag hefur tekið til starfa. Kveðjuna má lesa hér fyrir neðan. Kæru bæjarbúar og samferðafólk. Mig langar til að þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir samfylgdina síðastliðin átta ár eða frá því að ég flutti hingað til Sandgerðis og tók við starfi bæjarstjóra. Tíminn hér og samneyti við ykkur hefur verið auðgandi og gefandi og fyrir það er ég og verð ævinlega þakklát. Snemma í vor tók ég ákvörðun um að rétt væri að breyta til og gef því ekki kost á mér til áframhaldandi starfa. Nú er komið að kaflaskilum og nýr bæjarstjóri verður brátt ráðinn til starfa í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs. Það eru bæði forréttindi og heiður að hafa fengið tækifæri til að vinna að hag samfélagsins þessi ár. Stærsta áskorunin var að snúa við rekstri bæjarfélagsins í kjölfar erfiðra tíma eftir fjármálahrun, áföll og atvinnuleysi, ná tökum á skuldum og veita þá þjónustu sem sveitarfélögum ber að gera. Þetta
tímabil hefur verið allt í senn skemmtilegt, krefjandi og lærdómsrík. Hér hafa allir þurft að taka á því og deila byrðum, bæjarbúar, fyrirtækin í bænum, bæjarfulltrúar og starfsfólk bæjarfélagsins. Fyrir fjórum árum í lok síðasta kjörtímabils vorum við komin yfir ána miðja. Núna erum við komin vel upp á bakkann handan árinnar og það er bjart framundan: reksturinn er í jafnvægi, skuldir svo gott sem komnar undir sett viðmið og þjónusta hér, leyfi ég mér að segja, til fyrirmyndar. Samfélagið er orðið stærra og sterkara samfélag og atvinnulífið blómstrar. Hér í Sandgerði hefur valist gott og öflugt fólk til forystu í sveitarstjórnarmálum, fólk sem staðið hefur saman með velferð heildarinnar að leiðarljósi. Ég þakka fráfarandi bæjarstjórn og samstarfsfólki einstaklega gott
Ljósmynd: Guðmundur Sigurðsson
samstarf og nýrri bæjarstjórn óska ég velfarnaðar. Ykkur öllum, kæru bæjarbúar sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs, óska ég gæfu og velgengni um alla framtíð. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri
Kollagenverksmiðja rís í Grindavík Þann 24. maí sl. sendi Samkeppniseftirlitið frá sér tilkynningu að það telji ekki ástæðu til að aðhafast vegna fyrirhugaðrar kollagenverksmiðju sem nokkur af stærstu sjávarútvegfélögum landsins hafa sameinast um að reisa á Suðurnesjum í samvinnu við Codland, fyrirtæki sem stofnað var innan Sjávarklasans árið 2012. Fiskifréttir greina frá þessu. Verksmiðjan mun vera samstarfsverkefni Samherja, HB Granda, Vísis og Þorbjarnar, sem öll eiga jafnan hlut í fyrirtækinu, ásamt spænska félaginu Juncá Gelatines en
það fyrirtæki er með mikla reynslu af því að vinna kollagen og gelatín úr svínshúðum. Víkufréttir ræddu við Pétur Pálsson, framkvæmdarstjóra Vísis, á dögunum þar sem
hann sagði meðal annars frá þessum áformum. „Við höfum náttúrlega haldið áfram með hönnunina á verksmiðjunni meðan við biðum, og það hefur gengið mjög vel. Við höfum alltaf tekið smá skref og erum núna komnir með þetta græna ljós sem er bara frábært,“ segir Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri hjá Codland, í samtali við Fiskifréttir.
Grunnskólar frá Suðurnesjum fengu úthlutað úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar
Alls fengu þrjátíu skólar víðs vegar á landinu úthlutað fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Heildarúthlutun sjóðsins fyrir árið 2018 er 4.100.000 í formi fjárstyrkja og 4.550.000 í formi tölvubúnaðar. Styrkurinn skal nýttur í að þjálfa kennara til að búa betur undir forritunarkennslu fyrir nemendur og frá stofnun hans árið 2014 hefur verið úthlutað til skóla landsins styrkjum fyrir ríflega 40 milljónir króna.
Um Forritara framtíðarinnar Sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Hollvinir sjóðsins eru Reiknistofa bankanna, Íslandsbanki, Landsbankinn, CCP, Icelandair, Össur, Advania, KOM,WebMo og Menntamálaráðuneytið. Í stjórn sitja Arnheiður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Ský og UTmessunnar, Bjarki Snær Bragason deildarstjóri hugbúnaðardeildar hjá Össuri, Elsa Ágústsdóttir forstöðumaður markaðsmála hjá RB, Friðrik Guðjón Guðnason forstöðumaður hjá Landsbankanum og Sigfríður Sigurðardóttir skrifstofustjóri CCP sem er einnig formaður stjórnar.
Skólarnir skuldbinda sig með styrknum til að hafa forritun sem hluta af námskrá skólans í að minnsta kosti tvö ár og hlutu grunnskóli Grindavíkur og Gerðaskóli Garði styrk frá sjóðnum. „Það er ánægjulegt að geta stutt við forritunarkennslu í skólum landsins á þennan hátt. Auk þess að stuðla að aukinni fræðslu þá er einnig markmið sjóðsins að auka áhuga barna og unglinga á forritun og tækni. Það er ljóst að það er mikilvægt í skólastarfi að efla forritunarkunnáttu skólabarna enda byggja þær tækniframfarir sem eru að eiga sér stað núna á stafrænum grunni sem tengir ýmsa tækni saman og mun hafa áhrif á fyrirtæki og samfélög til lengri tíma,“ segir Sigfríður Sigurðardóttir, stjórnarformaður Forritara framtíðarinnar.
Síðasti fundur í sögu Sveitarfélagsins Garðs
Síðasti fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs fór fram þann 6. júní síðastliðinn en fundurinn var sá 171. í röðinni. Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar Garðs, sagði meðal annars frá því á fundinum að fyrsti fundur bæjarstjórnarinnar hafi verið haldinn þann 3. mars 2004 í fundarsal samkomuhússins í Garði. „Á þeim fundi áttu sæti tveir af núverandi bæjarfulltrúum, þeir Gísli Heiðarsson og Einar Jón Pálsson. Ritari þess fundar var sá sami og þessa fundar, Halla Þórhallsdóttir. Alls hafa fundir bæjarstjórnar verið 171 og hafa 32 aðal- og varabæjarfulltrúar setið þá sem og fjórir bæjarstjórar. Sá sem setið hefur flesta fundi er núverandi forseti bæjarstjórnar eða 161 alls.“ Fimm af sjö bæjarfulltrúum Garðs ákváðu að láta staðar numið við þessi tímamót og gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Mikil reynsla býr að baki störfum þeirra og segir Einar að það beri að þakka þeim sérstaklega fyrir þeirra góðu störf fyrir sveitarfélagið. „Nú þegar Sveitarfélagið Garður sameinast Sandgerðisbæ, og ný bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags tekur til starfa, lætur Halla Þórhallsdóttir skrifstofustjóri og ritari bæjarstjórnar af starfi sem ritari bæjarstjórnar. Halla ritaði fyrstu fundargerð fyrir hreppsnefnd Gerðahrepps 2. september 1998 og hefur ritað fundargerðir bæjarstjórnar frá fyrsta fundi. Ekki liggur fyrir hve margir fundirnir eru orðnir í heild en af þeim 171 fundi bæjarstjórnar hefur hún annast fundarritun á 141 fundi.
Bæjarstjórn færir Höllu Þórhallsdóttur kærar þakkir fyrir hennar störf og trúmennsku, fyrst sem ritari hreppsnefndar og síðar sem ritari bæjarstjórnar.“ Þá segir Einar að lokum: „Fyrir hönd bæjarstjórnar vil ég þakka öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir störf þeirra og gott samstarf á liðnum árum og þá vil ég sérstaklega þakka bæjarstjóra og ritara bæjarstjórnar ánægjulegt og mjög gott samstarf. Starfsfólki og bæjarfulltrúum óska ég gleðilegs sumars og farsældar í þeim störfum sem eru framundan. Framtíð hins nýja sveitarfélags er björt og tækifærin mörg. Íbúum öllum óska ég farsældar og vona að við öll horfum til framtíðar með bjartsýnina að leiðarljósi, þannig náum við langt.“
Eitt sveitarfélag með tvö ráðhús
Í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis verða bæði ráðhúsin nýtt áfram undir þjónustu við íbúa. Þjónustudeildunum hefur nú verið skipt upp og starfsfólk fært á milli staða eftir þeirri skiptingu.
Stjórnsýslusvið og umhverfissvið eru staðsett í ráðhúsinu í Garði. Þar geta íbúar sótt þjónustu sem varðar fjármál, stjórnsýslu, íbúaskráningar, skipulagsmál, umhverfismál og byggingamál.
Fjölskyldusvið er staðsett í ráðhúsinu í Sandgerði. Þar geta íbúar sótt þjónustu sem varðar fræðslumál, félagsþjónustu, frístundamál og menningarmál.
Nú standa yfir breytingar og flutningar starfsmanna milli starfsstöðva, þannig að viðbúið er að það hafi áhrif á þjónustuna, beðist er velvirðingar á þeim óþægindum. Símanúmer og netföng haldast óbreytt um sinn.
Ásgeir áfram bæjarstjóri í Vogum Láttu okkur hugsa um bílinn þinn! Brekkustíg 42 // Reykjanesbæ // Sími 855-9595
Ásgeir Eiríksson mun vera áfram bæjarstjóri í Vogum en þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Voga. Í fundargerð segir: „Bæjarstjórn samþykkir að ráða Ásgeir Eiríksson sem bæjarstjóra Sveitarfélagsins Voga kjörtímabilið 2018–2022. Bæjarstjórn samþykkir að veita forseta heimild til að ganga til samninga við Ásgeir og að ráðningarsamningur verði lagður fram til staðfestingar á næsta fundi bæjarráðs.“ Samþykkt var að ráða Ásgeir áfram samhljóða með sjö atkvæðum.
HM-GRILLKJÖTIÐ ER Í NETTÓ!
-50%
NKYÝNNINTGATR-! AFSLÁTTUR
-25%
-16%
LÚXUSGRILLPAKKI SÉRVALDAR LAMBAGRILLSNEIÐAR MARINERAÐAR KR KG
ÓDÝRAR NAUTALUNDIR KR KG
HAMBORGARAR DRY AGED 8 X 120G KR PK 8 STK
2.999
1.594
1.244
ÁÐUR: 3.998 KR/KG
ÁÐUR: 2.488 KR/KG
-50%
-50%
BAYONNE SKINKA KR KG
-20%
LÚXUS GRÍSAGRILLPAKKI BÓGSNEIÐAR, HNAKKASNEIÐ OG KÓTILETTUR KR PK
998
949
ÁÐUR: 1.995 KR/KG
ÁÐUR: 1.898 KR/PK
-20% LAMBA T-BONE MEÐ RÓSMARÍN MARINERINGU KR KG
2.958
ÁÐUR: 3.698 KR/KG
2.158
ÁÐUR: 2.698 KR/KG
„ MELÓNUDAGAR” 30% AF ÖLLUM MELÓNUM!
-30%
KJÚKLINGABRINGA HVÍTLAUKSKRYDDUÐ KR KG
-20% SMOKKFISKUR BOLIR KR KG
1.537
-25% GRÍSAKÓTILETTUR PIPAR MARINERAÐAR KR KG
1.249
ÁÐUR: 1.665 KR/KG
ÁÐUR: 1.921 KR/KG
Tilboðin gilda 21. - 24. júní 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss
www.netto.is
6
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 21. júní 2018 // 25. tbl. // 39. árg.
Hulda Björk dró fánann að húni í skrúðgarðinum
Hulda Björk Þorkelsdóttir fékk aðstoð frá skátunum við fánahyllinguna. VF-myndir/ÁrniÞór.
Fjölmargir sóttu hátíðarhöld í tilefni þjóðhátíðardags 17. júní í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ sl. sunnudag og létu óþekka veðurguði ekki stoppa sig. Hulda Björk Þorkelsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar, dró þjóðfánann að húni eins og venja er. Sú athöfn fór fram í samvinnu við Skátafélagið Heiðabúa en skátarnir komu í skrúðgöngu með lúðrasveit í skrúðgarðinn þar sem þeir bera stærsta fána á Íslandi. Eftir fánahyllingu söng Karlakór Keflavíkur þjóðsönginn en það er ein af mörgum hefðum í þjóðhátíðardagskránni í Reykjanesbæ. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, setti hátíðina en í ræðu hans kom hann inn á dræma kosningaþátttöku í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningunum. Guðbrandur greindi frá vali á listamanni Reykjanesbæjar sem er valinn á fjögurra ára fresti. Í ár hlaut Eiríkur Árni Sigtryggson, tónskáld, þann heiður og tók hann við viðurkenningu í tilefni útnefningarinnar. Ávarp fjallkonu flutti Sandra Dögg Georgsdóttir, nýstúdent, og þjóðhátíðarræðan var í höndum Dagnýjar Gísladóttur, verkefnisstjóra hjá At-
vinnuþróunarfélaginu Heklunni. Þar fjallaði hún um menningararfinn og sagði m.a.: „Á að varðveita gömlu sundhöllina sem er merki um dug og áræðni Keflvíkinga sem söfnuðu fyrir henni um árabil, á að viðhalda ásýnd herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli, er keflvíska kokteilsósan menningararfur – og var bara allt í lagi að rífa Brautarnesti?“ Fjölbreytt skemmtidagskrá var á sviði þar sem áhersla var lögð á að skemmta yngri kynslóðinni. Bryn Ballett akademían sýndi dans og þá var atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi í höndum Leikfélags Keflavíkur auk fleiri atriða. Þá var ýmislegt í boði fyrir krakkana í skrúðgarðinum sem ýmis félög úr bæjarfélaginu sáu um. Svo var einnig skemmtidagskrá um kvöldið í Ungmennagarðinum þar sem m.a. Klaka Boys og Danskompaní komu fram.
Sandra Dögg Georgsdóttir flutti ávarp fjallkonu.
Ungir dansarar frá Bryn Ballett sýndu listir sínar.
Hulda með Herði Ragnarssyni, eiginmanni sínum, í skrúðgarðinum.
Eiríkur Árni listamaður Reykjanesbæjar 2018 Eiríkur Árni Sigtryggsson, listmaður Reykjanesbæjar.
Eiríkur Árni Sigtryggsson hefur verið útnefndur listamaður Reykjanesbæjar. Listamaður Reykjanesbæjar er útnefndur einu sinni á hverju kjörtímabili og er það bæjarráð sem velur hann formlega eftir tillögu frá menningarráði sem unnið hefur út frá tilnefningum sem borist hafa frá bæjarbúum. Eiríkur Árni Sigtryggsson er fæddur í Keflavík 14. september árið 1943. Hann hefur starfað sem tónskáld, tónlistarkennari og myndlistarmaður um langt árabil, bæði innanlands og erlendis en lengst af hefur Eiríkur þó starfað í Reykjanesbæ. Hann er afkastamikill listamaður á sviði tónsmíða og hafa mörg tónverka hans verið flutt hérlendis sem og erlendis, allt frá einleiks- og ein-
söngsverkum til hljómsveita- og kórverka. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur flutt verk eftir Eirík, ýmsir kammerhópar, kórar, einleikarar og einsöngvarar hafa flutt verk eftir hann og mörg þeirra hafa verið sérpöntuð af listamönnunum. Eiríkur hefur átt verk á tónlistarhátíðinni „Myrkir músíkdagar“ og nú s.l. haust var verk hans „Lútherskantata“ frumflutt af Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna, kirkjukórum Kjalarnesprófastsdæmis og einsöngvurum, en Kjalarnesprófastsdæmi pantaði verkið hjá honum í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar. Eiríkur Árni starfaði við tónlistarkennslu í Reykjanesbæ frá árinu 1987, fyrst við Tónlistarskólann í Keflavík frá 1987 og svo við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá stofnun hans árið 1999 þar til hann hætti störfum vegna aldurs árið 2010. Vinir og velunnarar Eiríks ætla að standa að hátíðartónleikum í Bergi í Hljómahöll, laugardaginn 29. september n.k. í tilefni af 75 ára afmæli Eiríks Árna. Á efnisskrá verða eingöngu lög og tónverk eftir hann og flytjendur eru nokkrir af færustu tónlistarmönnum þjóðarinnar á sviði klassískrar tónlistar, en auk þeirra mun Kvennakór Suðurnesja flytja lög sem Eiríkur samdi sérstaklega fyrir kórinn fyrir nokkrum árum. Eiríkur hefur einnig verið virkur í myndlistinni og haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Eiríkur kenndi einnig lengi á myndlistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga. Eiríkur Árni Sigtryggsson hefur lagt mikið af mörkum á sviði lista og menningar og hefur átt sinn þátt í að litið er til Reykjanesbæjar sem menningarbæjar.
MANNLร F ร SUร URNESJUM
fimmtudagur 21. jรบnรญ 2018 // 25. tbl. // 39. รกrg.
7
EITT ร R ร SUร URNESJUM
Kvennakรณr frรก Norรฐur-Amerรญku รญ Reykjanesbรฆ Kvennakรณrinn SPIRITSONG heldur vinnusmiรฐju og tรณnleika รญ Bรญรณsal Duus Safnahรบsa miรฐvikudaginn 27. jรบnรญ รญ samstarfi viรฐ Kvennakรณr Suรฐurnesja. SPIRITSONG er skipaรฐur konum frรก Kanada og Bandarรญkjunum og er tilgangur kรณrsins aรฐ efla friรฐ, tengsl og samstรถรฐu um allan heim sem og รก heimaslรณรฐum. Kรณrinn var stofnaรฐur รกriรฐ 2001 og hefur sungiรฐ รญ Kรญna, Tansanรญu, Kosta Rรญka, Grikklandi og ร rlandi auk Kanada og Bandarรญkjunum. Nรบ er fรถrinni heitiรฐ til ร slands en kรณrinn mun ferรฐast um landiรฐ รญ lok jรบnรญ og byrjun jรบlรญ og halda tรณnleika og vinnusmiรฐjur รญ Reykjanesbรฆ, รก Sauรฐรกrkrรณki og Hรบsavรญk auk รพess aรฐ koma fram รก รพjรณรฐlagahรกtรญรฐ รก Siglufirรฐi. Yfirskrift tรณnleikaferรฐarinnar til ร slands er โ Frรก รพjรณรฐ til รพjรณรฐarโ . Tรณnlistin sem kรณrinn flytur endurspeglar hinar fjรถlbreyttu rรฆtur Norรฐur-Amerรญskrar รพjรณรฐlagatรณnlistar en tรบlkar um leiรฐ รพrรก mannanna eftir friรฐi, frelsi, virรฐingu og tengslum. Flutningur SPIRITSONG er svokallaรฐur โ choral theaterโ รพar sem tรณnlistin er tรบlkuรฐ รพannig aรฐ boรฐskapur tรณnlistarinnar skili sรฉr sem og tรณnlistin sjรกlf. Lรถgin renna saman รญ eina heild og mynda einstaka kรณraupplifun. Meรฐ vinnusmiรฐjunum sem verรฐa
haldnar รก ร slandi er รฆtlunin aรฐ mynda tengsl viรฐ konur รก ร slandi og syngja meรฐ รพeim. Kรณrkonur vonast til aรฐ lรฆra eitt eรฐa tvรถ einfรถld รญslensk lรถg og jafnframt munu รพรฆr kenna รพรกtttakendum nokkur auรฐlรฆrรฐ lรถg รบr tรณnleikadagskrรก kรณrsins sem munu sรญรฐan verรฐa flutt รก tรณnleikunum sรญรฐar um kvรถldiรฐ. Fรฉlagar รบr Kvennakรณr Suรฐurnesja, Kvennakรณr Hafnarfjarรฐar og Kvennakรณr Garรฐabรฆjar taka รพรกtt รญ vinnusmiรฐjunni รญ Reykjanesbรฆ en aรฐrar sรถngkonur eru velkomnar. Hรฆgt er aรฐ skrรก sig meรฐ รพvรญ aรฐ senda tรถlvupรณst รก kvennakorsudurnesja@gmail. com. Skrรกningu lรฝkur mรกnudaginn 25. jรบnรญ. Eins og รกรฐur sagรฐi verรฐur vinnusmiรฐja og tรณnleikar รญ Bรญรณsal Duus Safnahรบsa miรฐvikudaginn 27. jรบnรญ. Vinnusmiรฐjan verรฐur frรก kl. 17:00 til 19:30 og tรณnleikarnir hefjast kl. 20:30. Miรฐaverรฐ รก tรณnleikana er 1.000 kr. og verรฐur miรฐasala viรฐ innganginn.
Hร NNUN: Vร KURFRร TTIR
-heldur vinnusmiรฐju og tรณnleika รญ Bรญรณsal Duus Safnahรบsa
TA K T U M Y N D LJร SMYNDASAMKEPPNI ร SUร URNESJUM
OPIร FYRIR ALLA OG MYNDEFNIร Mร VERA HVAร SEM ER: DAGLEGT Lร F, Nร TTร RAN, Fร LK, Hร Tร ร IR, Dร R Eร A STAร IR โ OG AUร VITAร Mร NOTA Sร MANN EINS OG MYNDAVร L. EINA SKILYRร Iร ER Aร MYNDIN Sร TEKIN ร SUร URNESJUM! DAGLEGT Lร F ร SUร URNESJUM ร Tร MABILINU 17. Jร Nร 2017 TIL 17. Jร Nร 2018. ALLAR LJร SMYNDIRNAR VERร A Sร NDAR ร DUUS - SAFNAHร SUM ร Nร STU LJร SANร TT OG SETTAR ร VEGLEGA Sร NINGARSKRร . Sร ร ASTI SKILADAGUR ER 1. Jร Lร 2018. Nร NARI UPPLร SINGAR ร HEIMASร ร U LISTASAFNS REYKJANESBร JAR: LISTASAFN.REYKJANESBAER.IS
ร ร GETUR Lร KA HORFT ร ร ร TTINN ร VF.IS ร Tร LVUNNI Eร A SNJALLTร KINU
Suรฐurnesjamagasรญn
- Sรญรฐasti รพรกttur fyrir sumarfrรญ er fimmtudagskvรถld kl. 20:00 รก Hringbraut og vf.is
8
HM STEMMNINGIN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 21. júní 2018 // 25. tbl. // 39. árg.
Jóhann D. Bianco fór á leik Íslands og Argentínu í Rússlandi:
„STEMMNINGIN Í RÚSSLANDI VAR GJÖRSAMLEGA STURLUГ
vorum við settir ásamt allnokkrum Íslendingum innan um argentínsku hersinguna fyrir aftan annað markið vinstra megin frá okkur séð á meðan mesti fjöldi Íslendinganna var alveg hægra megin.“ Jói segir að þannig hafi stemmningin slitnað örlítið í sundur sem hafi verið mjög pirrandi en þeir höfðu séð fyrir sér sömu grjóthörðu samstöðuna og eininguna og í Frakklandi þar sem Bláa hafið var ein risastór eining. „Á meðan strákarnir voru að fagna stiginu hinum megin við okkur ákváðum við bara að henda í HÚH-ið eftir leik með öllum í stúkunni. Mér finnst þetta mjög lélegt hjá FIFA og verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður í næstu tveimur leikjum hjá okkur en við vonum það besta.“
SLÖKKTUM Á MESSI OG RONALDO
Tveir leikir eru eftir í riðlinum og eru margir bjartsýnir eftir fyrsta leik og við spurðum Jóa hvort Ísland kæmist upp úr riðlinum. „Ég er mikill bjartsýnismaður að eðlisfari og reyni alltaf að sjá björtu hliðarnar í öllu í lífinu, en það verður að viðurkennast að við erum ekki í auðveldasta riðli í heimi. Að því sögðu þá var það auðvitað risastórt dæmi að henda bara í 1-1 gegn þessari mögnuðu knattspyrnuþjóð og slökkva bara á Messi líkt og við gerðum við Ronaldo fyrir tveimur árum. Þessi byrjun gerir það að verkum að leikurinn gegn Nígeríu er gríðarlega stór og þar verðum við að taka sigur. Þá er þetta farið að líta ansi sexý út og allt galopið i lokaleiknum gegn Króatíu, eins og planið var alltaf.“
„Við upplifðum bara sama pakka og í Frakklandi fyrir tveimur árum. Íslendingar þarna úti eru bara algjörar rokkstjörnur og öllum langar að taka myndir, myndbönd og viðtöl við Íslendingana, án djóks. Það er helvíti magnað að upplifa þetta, sérstaklega fyrir þá sem eru að sjá þetta í fyrsta skipti,“ segir Jóhann D. Bianco, Jói „drummer“, sem flestir ættu að kannast við en hann er einn af dyggustu stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í knattspyrnu og meðlimur Tólfunnar, stuðningssveitar landsliðsins. Jói var staddur í Rússlandi á fyrsta leiknum og við fengum hann til þess að svara nokkrum spurningum fyrir okkur um leikinn, HÚH-ið heimsfræga og hvað sé framundan hjá honum.
VIÐTAL
Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is
SAMVERA VIÐ AÐRA STUÐNINGSMENN SKEMMTILEG
Jói segir að það sé ekkert eitt sem sé skemmtilegra en annað sem stuðningsmaður íslenska liðsins, hann sé orðinn nokkuð sjóaður í þessu öllu saman eftir EM-ævintýrið og marga landsleiki á erlendri grundu. „Mér finnst oft samskipti og samvera með stuðningsmönnum annarra þjóða vera mjög skemmtileg. Virðingin sem við fáum þarna úti er rosaleg og það eru einhvern veginn allir á Íslandsvagninum.“ Jói segir ennfremur að við eigum að njóta og halda áfram að hlaða í magnaðan minningarbanka því þessir tímar sem við erum að upplifa í dag séu einstakir. „Þetta er alls ekki sjálfsagt en við höfum unnið vel fyrir þessu og nú erum við einfaldlega að uppskera, þetta er svo mikil veisla maður.“
og fá sér kannski einn öl í góðum félagsskap. „Maður telur svo bara niður dagana fyrir leikinn gegn Nígeríu þar sem við ætlum öll að fjölmenna í Hljómskálagarðinn yfir leiknum sem er okkar heimavöllur á HM í sumar. Hvet svo að sjálfsögðu þá Suðurnesjamenn sem ekki sjá sér fært að rúlla í bæinn að mæta á torgið við skrúðgarðinn í Keflavík að styðja okkar menn. Svo hendir maður sér bara aftur út til Rússlands daginn fyrir leik gegn Króatíu og setur allan sinn kraft í það ásamt Tólfunni minni og Bláa hafinu að koma strákunum okkar í sextán liða úrslitin.“
HVETUR ALLA TIL AÐ STYÐJA STRÁKANA
Framundan hjá Jóa er sumarfrí og á meðan hann er í því ætlar hann að horfa á fallegan fótbolta, njóta lífsins
WHAT A TIME TO BE ALIVE! ÁFRAM ÍSLAND!
Sumarmót Hvítasunnumanna haldið í Keflavík 21.–24. júní 2018. Hvítasunnukirkjunni Hafnargötu 84
HVAR VAR HÚH-IÐ?
HÚH-ið heimsfræga var ekki tekið í leikslok með leikmönnum eins og glöggir áhorfendur tóku eftir en mikil stemmning myndaðist í Frakklandi þegar leikmenn tóku HÚH-ið með
leikmönnum. „Við tókum það í lokin en ekki beint með leikmönnum eins og við gerðum í Frakklandi. Sætaskipan og miðaúthlutun á þessum leik var eiginlega í bullinu eins og hefur komið fram í fjölmiðlum og
Skemmtilegt starf í boði
Samkomur: Fimmtudagur kl. 20.00 Samkoma, ræðumaður Aron Hinriksson Föstudagur kl. 20.00 Samkoma í Ytri Njarðvíkurkirkju, Söngsveit Fíladelfíu undir stjórn Óskars Einarssonar og ræðumaður Helgi Guðnason Laugardagur kl. 20.00 Samkoma í umsjón unga fólksins Sunnudagur kl. 11.00 Samkoma Samal Hanni, mótsslit Aðrar uppákomur: Föstudagur kl. 12.30–14.30 Skoðunarferð um Reykjanes Föstudagur kl. 15.00 Horft á HM Ísland-Nígería Laugardagur kl. 13.00–16.00 Grill og karnival Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis á alla atburði.
Víkurfréttir óska eftir að ráða starfsmann í eftirfarandi starf
Fréttamaður Við leitum eftir einstaklingi í fréttadeildina okkar til að vinna við fréttamennsku fyrir blað, vef og sjónvarp. Þetta er líflegt starf og skemmtilegt. Hér er nauðsynlegt að vera pennafær og hafa gott vald á íslensku. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Þá skemmir ekki að vera með nett fréttanef og þekkingu á samfélaginu á Suðurnesjum.
tölvupósti Umsóknir berist í á pket @vf.is til Páls Ketilssonar örfin upplýsingar um st Hann veitir nánari
daga frá kl. 09-17 virka Vinnudagurinn er í útköll á kvöldin og um helgar Stundum förum við
tilegt!
skemm Starfið er líflegt og
Um okkur Víkurfréttir ehf. eru fjölmiðlafyrirtæki á Suðurnesjum sem hefur verið starfandi frá árinu 1983. Fyrirtækið rekur vikulegt fréttablað, fréttavefinn vf.is og golfvefinn Kylfingur.is. Þá halda Víkurfréttir úti vikulegum sjónvarpsþætti á Hringbraut.
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
HM STEMMNINGIN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 21. júní 2018 // 25. tbl. // 39. árg.
9
Það er víða HM stemmning í fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum eins og þessar myndir sýna.
Ingólfur með Pétri Karli syni sínum í Rússlandi, þeir verða á næstu tveimur leikjum Íslands á HM.
Ógleymanlegt í Rússlandi – segir Ingólfur Karlsson, veitingamaður á Suðurnesjum, sem sækir alla riðlaleiki Íslands á HM í Rússlandi
SUMARFRÍ
Ingó og Trausti, pabbi Arnórs Ingva.
Rauðakrossbúðin er komin í sumarfrí
„Þetta var algerlega æðislegt og stóðst allar væntingar. Að vera á geggjuðum 45 þúsund manna leikvangi innan um ansi marga Argentínumen er ógleymanlegt. Úrslitin auðvitað frábær,“ sagði Ingólfur Karlsson, veitingamaður á Langbest í Reykjanesbæ en hann var einn fjölmargra Suðurnesjamanna á fyrsta landsleik Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi. Ingólfur var að láta 20 ára gamlan draum rætast en þegar hann fór á
Opnum aftur 15. ágúst. Gleðilegt sumar.
HM árið 1998 lofaði hann sér því að fara á HM þegar Ísland yrði meðal þjóða á mótinu. Ingólfur kom heim á mánudag en fer svo aftur utan á næstu tvo leiki. „Ég var að kaupa einhverja vörn. Þetta verður eitthvað, mikil stækja þarna niður frá og flugur í kaupbæti. Enn ein ný áskorunin fyrir Íslendinga sem eru aldir upp í kaldra loftslagi. Svo verður síðasti leikurinn í Rostock, heimavelli Ragnars og Björns Bergmanns. Við þurfum tvö jafntefli og einn sigur. Er það ekki bara raunhæft,“ sagði Ingólfur sem fer utan í næstu tvo leiki með Pétri Karli syni sínum en hann var með föður sínum í Moskvu ásamt Helenu eiginkonu sinni og Öldu tengdadóttur sinni.
sslandi. FAN-ID merkt okkar manni í Rú
Sandgerði og Garður er nýtt sterkt sameinað sveitarfélag á Suðurnesjum með um 3.400 íbúa. Þar er fjölskylduog barnvænt samfélag og kraftmikið atvinnulíf. Í sveitarfélaginu eru tvö ráðhús, bæði í Garði og Sandgerði, og hefur bæjarstjóri starfsstöð í þeim báðum. Sjá nánar á www.sandgerdi.is og www.svgardur.is
BÆJARSTJÓRI Ný bæjarstjórn óskar eftir að ráða öflugan bæjarstjóra til að leiða sameinað sveitarfélag og þær breytingar sem hafnar eru. Framundan eru fjölmörg krefjandi verkefni við að sameina íbúa og starfsfólk um nýtt sveitarfélag, og spennandi tækifæri sem m.a. tengjast alþjóðaflugvelli í landi sveitarfélagsins. Starfs- og ábyrgðarsvið:
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og hefur yfirumsjón með starfsemi þess og sér um framkvæmd þeirra ákvarðana sem bæjarstjórn tekur • Bæjarstjóri skipuleggur og undirbýr dagskrá funda bæjarráðs og bæjarstjórnar • Bæjarstjóri gætir hagsmuna bæjarfélagsins út á við og annast samskipti við stofnanir, fyrirtæki og samtök • Sameining stofnana/skipulagsbreytingar
• Háskólamenntun er æskileg • Farsæl reynsla á sviði rekstrar og stjórnunar • Þekking og reynsla af stjórnun breytinga æskileg • Leiðtogahæfni, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum • Áhugi á að takast á við uppbyggingu bæjarfélagsins • Þekking á opinberri stjórnsýslu er skilyrði • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
Upplýsingar veitir: Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 26. júní nk. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.
10
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 21. júní 2018 // 25. tbl. // 39. árg.
Ég mun aldrei sjá eftir þessu ~ Salka Björt Kristjánsdóttir flutti sextán ára til Akureyrar ~
„Það er svo hollt að stíga út fyrir þægindarammann, hvort sem maður kýs að gera það þegar maður fer í framhaldsskóla, háskólanám eða hvenær sem er á lífsleiðinni, á einhverjum tímapunkti verður maður bara að gera það,“ segir Salka Björt Kristjánsdóttir sem flutti aðeins sextán ára gömul frá fjölskyldu sinni í Njarðvík til að stunda nám við Menntaskólann á Akureyri, en þaðan útskrifaðist hún síðasta sumar. Salka þroskaðist mikið fyrir norðan og segist ekki sjá eftir því að hafa farið. „Þetta var mjög góður tími og þeir vinir sem ég eignaðist þar eru ómetanlegir.“ Móðir Sölku, Svanhildur Eiríksdóttir, stundaði einnig nám við Menntaskólann á Akureyri og talaði svo fallega um skólann og bæinn við fjölskylduna svo líklegt er að norðurlandið hafi af þeim sökum heillað Sölku. „Mamma segir að ég hafi ákveðið það mjög ung að fara til Akureyrar í menntaskólann þar. Mamma fann sjálf þessa þörf að komast eitthvað í burtu þegar hún fór í framhaldsskóla og það var gaman að fá að kynnast einhverju af fólkinu sem hún kynntist á Akureyri. Skóla-
stjórinn núna var til dæmis íslenskukennarinn hennar og annar kennari sem kenndi okkur báðum. Mömmu fannst alltaf rosalega gaman að koma til mín,“ segir Salka.
Verðmæt vinátta fyrir norðan
Fyrstu dagarnir í nýju aðstæðunum á Akureyri voru þó erfiðir fyrir sextán ára stelpu sem ætlaði að fara að standa á eigin fótum og segist Salka ábyggilega hafa hringt þrisvar sinnum grátandi í pabba sinn. „Ég var bara einmana fyrst, það tók tíma að kynnast fólkinu. Ég bjóst einhvern veginn við því að ég myndi bara strax eignast geðveikt góða vini, en það kom þó fljótt,“ segir hún. Hún kynntist fullt af krökkum frá Akureyri sem hún heldur ennþá sambandi við í dag. „Ég get ekki ímyndað mér að missa sambandið við vini mína á Akureyri. Það er alveg staðreynd að fólk sem maður kynnist á þessum árum verða áfram bestu vinir manns.“ Salka bjó á heimavistinni í skólanum fyrstu tvö árin en fékk svo leið á því og ákvað að byrja að leigja íbúð með vinkonu sinni frá Akureyri, Margréti.
VIÐTAL
Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is
Ég styrktist mjög mikið sem persóna eftir að hafa farið. Ég hætti að pæla hvað öðrum fyndist um mig og hvernig ég klæddi mig. Mér varð bara alveg sama. „Á vistinni gat maður ekki eldað sjálfur, það var fylgst með því hvort við værum dugleg að þrífa herbergið okkar og mig langaði að verða aðeins sjálfstæðari þannig við fórum að leigja, fyrst niðri í bæ og svo í pínulítilli kjallaraíbúð sem var bara með tveimur gluggum, en það var samt yndislegt,“ segir Salka og brosir.
Nýtti hverja krónu
Lífið var þó ekki alltaf dans á rósum hjá fátækum námsmanni á Akureyri og þurfti Salka að læra að velja og hafna. „Ég man eftir einu skipti þar sem ég átti ég 138 krónur á kortinu mínu en hrísmjólk kostaði
Húsvörður óskast til starfa við Iðuna, Ásabraut 2 og Suðurhóp 2 Starfið felst í umsjón með húsnæði Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut og Suðurhóp auk Tónlistarskóla og Bókasafns við Ásabraut. Viðkomandi hefur einnig umsjón með búnaði, tækjum, skólalóð og lausum munum. Æskilegt er að viðkomandi sé iðnmenntaður og laghentur. Einnig þarf viðkomandi að hafa ríka þjónustulund og hafa ánægju af að umgangast börn og ungmenni.
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Umsóknarfrestur er til 6. júlí en ráðið er í stöðuna frá 15. ágúst 2018. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja eða Verkalýðsfélagi Grindavíkur. Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri í síma 420-1200/898-6842.
139 krónur. Þá borgaði ég eina krónu og kláraði út af kortinu svo ég gæti fengið mér kvöldmat. Stundum fór peningurinn bara í aðeins of mikið djamm og þá varð maður bara að læra að lifa ódýrt,“ segir hún en Salka var einnig svo heppin að fjölskylda Oddu, góðrar vinkonu hennar, tók henni með opnum örmum og henni var reglulega boðið í mat til þeirra. Annars var Salka svo lánsöm að geta hringt í foreldra sína fyrir sunnan sem aðstoðuðu hana.
Spilaði á selló með Sinfóníunni
Salka var á tónlistarlínu í skólanum, en þegar hún útskrifaðist frá MA hafði hún verið í tónlistarskóla í tólf ár, þar sem hún æfði á selló. „Ég var meira og minna niðri í tónlistarskóla. Ég fékk það sem ég gerði þar metið sem áfanga í skólanum. Það var ekki gert upp á milli áhugamála sem ég kunni rosalega að meta, hvort sem það voru íþróttir eða tónlist,” segir Salka, en á Akureyri fékk hún meðal annars tækifæri til að spila með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Öðlaðist sjálfstæði og styrktist
Kaffihúsadeit, öll stórskrýtnu teitin og hinir litlu hlutirnir eru það sem
stendur upp úr þegar Salka lítur til baka yfir þessi fjögur ár sem hún bjó á Akureyri. „Svo eru það öll kvöldin, sem ég átti með Margréti, sem ég leigði með. Þau voru svo skemmtileg. Það að hafa fengið tækifæri að búa með þessari frábæru vinkonu var svo gaman. Þarna var enginn að segja manni að nú þyrfti maður að taka til eða að nú væri kominn matur, maður gerði bara allt á sínum eigin forsendum.“ Salka segist klárlega mæla með þessu ævintýri, það sé gott til að öðlast sjálfstæði og finna sjálfan sig. „Ég styrktist mjög mikið sem persóna eftir að hafa farið. Ég hætti að pæla hvað öðrum fyndist um mig og hvernig ég klæddi mig. Mér varð bara alveg sama, ég kynntist fólki sem gerði nákvæmlega það sem það vildi,“ segir hún.
Langar að læra lögfræði
Þessa dagana undirbýr Salka sig undir inntökupróf fyrir Háskóla Íslands þar sem hún stefnir á nám í lögfræði. „Ef ég kemst ekki inn langar mig í heimsreisu eða að gera eitthvað allt annað, en ég krossa fingur. Ég held ég verði annars áfram í Keflavík næstu árin,“ segir hún, en Akureyri og fólkið þaðan þykir henni mjög vænt um. „Akureyri mun alltaf eiga stað í hjarta mínu.“
UNGA FÓLKIÐ Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 21. júní 2018 // 25. tbl. // 39. árg.
11
„Við vinnum enga leiki ef allir eru svona neikvæðir“
„Við vinnum enga leiki ef allir eru svona neikvæðir, við þurfum að vera jákvæð, mæta á leikina og peppa strákana,“ segir Sævar Ingi Örlygsson, meðlimur PeppSquadKefBois.
Fimmtán ára í Pepsi-deildinni
Davíð Snær Jóhannsson spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í knattspyrnu aðeins 15 ára gamall með Keflavík á móti KR síðastliðinn fimmtudag, hann lék leikinn daginn fyrir sextán ára afmælið sitt. Framtíð Davíðs í boltanum er björt, en hann er í U16 og U17 ára landsliðinu og í meistaraflokk Keflavíkur. Hann náði þessu öllu áður en hann varð sextán ára og verður það að teljast vera nokkuð vel gert.
Við heyrðum í Davíð eftir leikinn og spurðum fyrst hvernig það hafi verið að koma inn á í sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni? „Það var mjög góð tilfinning en mig er búið að dreyma um þetta síðan ég var lítill polli að horfa á pabba spila.“ Þess má geta að faðir Davíðs er Jóhann B. Guðmundsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og atvinnumaður í knattspyrnu. Áttu von á því að fá fleiri tækifæri með liðinu i sumar? „Já, ég á von á því. Ég ætla allavega að leggja mig
allan fram við að fá fleiri tækifæri.“ Hvernig gekk þér í leiknum? „Mér fannst mér ganga nokkuð vel, reyndi að koma með kraft og vilja í leikinn og mér fannst ég hafa gert það.“ Hvernig er stemmingin hjá liði sem situr í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar? „Hún er kannski ekki eins og við viljum hafa hana, en þetta er bara eitthvað sem við sem lið verðum að finna út úr og ég hef fulla trú að við munum gera það.“ Leikurinn var auðvitað á seinasta deginum þínum 15 ára, er ekki gott að hafa náð a.m.k einum leik á aðeins 15 ára aldri? „Já það hefur verið markmið í nokkurn tíma.“ arnithor02@gmail.com
ÁRNAFRÉTTIR
PeppSquadKefBois er stuðningsmannasveit Keflavíkur í knattspyrnu. Í henni eru rúmlega tutt-
ugu ungir strákar sem vilja ekkert annað en að liðið sitt sigri. Þess vegna eru þeir búnir að mæta á hvern einasta leik á tímabilinu til að láta strákana vita að þeir standa með þeim. Þó að strákarnir í Keflavík séu búnir að gera þrjú jafntefli og tapa sex leikjum og hafi ekki enn náð að landa sigri í deildinni, halda PeppSquadKefBois áfram að mæta og styðja þá, því þeir þurfa á stuðningnum að halda.
UMSJÓN: Árni Þór Guðjónsson arnithor02@gmail.com
Sextán ára í atvinnumennsku – mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér
Við höfum nýlega séð fréttir af ungum Keflvískum fótboltastrákum sem eru að standa sig vel og gera góða hluti. Einn þeirra er Stefán Alexander Ljubičič, sem fór aðeins 16 ára í atvinnumennsku til Brighton á Englandi. Lífið hjá Stefáni snýst allt um fótbolta en hann er staddur hér á landi í stuttu fríi. Nú ert þú búinn að vera í Brighton síðan 2016, hvernig er búið að ganga? „Það er búið að ganga ljómandi vel, við unnum tvöfalt þetta ár og erum á réttri leið, þetta er alveg geggjað.“ Hvernig kom það til að þú fórst svona ungur útí atvinnumennsku? „Ég fór út, fékk reynslu og sá að það voru margir strákar að fara út þannig ég tók sénsinn. Ég fór og leist ógeðslega vel á þetta og fékk tilboð frá Brighton eftir fyrstu reynsluna sem var erfitt að hafna og þetta er bara búið að vera það besta sem ég hef gert.“ Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? „Ég byrjaði bara þegar maður gat byrjað, í 8. flokk í TM-höllinni.“ Var þetta alltaf markmiðið eða ætlaðir þú t.d. að fara í meistaraflokk á Íslandi? „Já, áður en ég fór út fékk ég að spila fyrsta leikinn minn í Pepsideildinni áður en Keflavík féll. En alltaf þegar ég var lítill sá ég strákana
Eftir fimm ár vonast ég til að vera í A-landsliðinu, kannski að fara á HM eftir fjögur ár ...
keppa í sjónvarpinu og vildi komast þangað. Núna er ég á réttri leið og held áfram.“ Hvernig er hefðbundinn dagur hjá þér í Brighton? „Það er eiginlega alltaf það sama, á hverjum einasta degi vakna ég klukkan átta eða níu, fer í sturtu, fer á æfingu og það er eiginlega hefbundinn dagur í Brighton.“ Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? „Eftir fimm ár vonast ég til að vera í A-landsliðinu, kannski að fara á HM
eftir fjögur ár ef við komumst annars bara í deild þeirra bestu.“ Ísland er auðvitað að fara að keppa á HM í sumar, heldur þú að þú verðir í liðinu næst eftir fjögur ár? „Já ég hef mikla trú á því, ég var að komast núna í U21 landsliðið og er ennþá átján ára. Ég hef mikla trú á mér sjálfum og geri það besta sem ég get.“ Ef þú mættir velja, með hvaða liði myndir þú helst vilja að spila fyrir í atvinnumennsku? „Ég held nú með Manchester United þannig draumurinn er að spila þar en ef það er atvinnumennska þá hvaða lið sem er.“ Hefurðu ráð fyrir unga fótboltastráka og stelpur sem vilja komast í atvinnumennsku? „Já, fara á aukaæfingar og hugsa vel um sjálfan sig það er það eina sem þú getur gert. Svo er mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér, hlusta á þjálfarann og gera allt sem þú mögulega getur.“
Instagram-leikur Víkurfrétta
#vikurfrettir
Í sumar verða Víkurfréttir með myndaleik á samfélagsmiðlinum Instagram. Eina sem þú þarft að gera er að setja hasstaggið #vikurfrettir með næstu Instagram-mynd sem þú tekur. Við munum velja mynd vikulega í blaðið og oftar á vf.is ef viðbrögð verða góð. Besta mynd vikunnar verður valin og fær eigandi hennar pítsuverðlaun frá Langbest. Í lok sumars munum við velja bestu mynd sumarsins og fær eigandi hennar vegleg verðlaun. Verið dugleg að nota #vikurfrettir í sumar og það er flott að sjá eitthvað HM-tengt í þessari viku!
#vikurfrettir
12
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 21. júní 2018 // 25. tbl. // 39. árg.
JÓGAKENNARINN BRYNDÍS KJARTANSDÓTTIR ER LESANDI VIKUNNAR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR
ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGT AÐ VERA Í LESHRING BÓKSAFNSINS Hvaða bók ert að lesa núna? Núna er ég að byrja á bók sem heitir Það sem dvelur í þögninni. Ég er svo heppin að vera í Leshring Bókasafns Reykjanesbæjar, þar ákveðum við eina bók í sameiningu, lesum hana og hittumst svo einu sinni í mánuði og ræðum bókina. Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt og ég mæli með þessu, allir svo mikið velkomnir. Við í Reykjanesbæ eigum svo frábært bókasafn og þetta er eitt af því flotta sem þau sem þar vinna bjóða upp á. Hver er uppáhaldsbókin? Ég á ótrúlega margar uppáhalds. Hver er uppáhaldshöfundurinn þinn? Enginn sérstakur. Hvaða tegund bóka lestu helst? Ég get lesið nánast allt nema ljótar sögur, það get ég ekki. Ég er alltaf með bækur um heimspekina á bak við jógafræðin mín, það er ómissandi speki fyrir mig. Þegar ég finn að ljósið í sálinni er að dofna þá gríp ég í þessa speki og áður en að ég veit af er brosið orðið bjartara og augun skærari út á það gengur þetta að líða vel í sálinni og bækur geta svo sannarlega hjálpað okkur þar. Hvaða bók hefur haft mestu áhrif á þig? Flestar bækur sem ég les hafa áhrif, en ég get til dæmis nefnt bók sem ég fékk í jólagjöf árið 1976 þá tíu ára en hún heitir Litla dansmærin og ég man ennþá eftir henni. Borða
biðja elska hafði líka mikil áhrif á mig en ég hef farið tvisvar til Balí eftir að ég las hana. Síðast var það Handan fyrirgefningarinnar eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur sem hafði mikil áhrif á mig enda mögnuð bók. Hvaða bók ættu allir að lesa? Lífsreglurnar fjórar eftir Don Miguel Ruiz. Hvar finnst þér best að lesa? Í bleika stólnum okkar í stofunni með svakalega góðan kaffibolla. Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur? Þegar ég las Sjálfstætt fólk eftir Laxness ákváðum ég og ein af mínum allra bestu að lesa hana einu sinni á ári, það gekk í nokkur ár. Ég þori alveg að mæla með henni, Bjartur í Sumarhúsum er bara svo áhugaverður. Ef þú værir föst á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu? Litla dansmærin.
BÍLAVERKSTÆÐI Starfsmenn óskast
WARSZTAT SAMOCHODOWY Zatrudni pracowników
Akurskóli – Skólaliðar Málefni fatlaðs fólks – Umönnunarstörf á heimilum Umsóknir um auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.
Viðburðir í Reykjanesbæ Hvað ætlar barnið þitt að gera í sumar? Á vefnum Sumar í Reykjanesbæ, sumar.rnb.is, er að finna þau tómstunda- og íþróttanámskeið sem stendur börnum og ungmennum í Reykjanesbæ til boða í sumar. Minnum á að hvatagreiðslur er hægt að nýta til niðurgreiðslu á þessum námskeiðum. Upplýsingar um þær eru einnig á vefnum. Sumaropnun Sundmiðstöðvar Mánudaga til fimmtudag kl. 6:30 - 21:30 Föstudaga kl. 6:30 - 20:30 Laugardaga og sunnudaga kl. 9:00 - 18:00
Sveinn Jensson, 90 ára íbúi í Reykjanesbæ vill færa börnum sínum þakkir fyrir að halda honum veislu í tilefni 90 ára afmælis síns 12. júní sl. Sveinn er fyrrverandi matreiðslumaður hjá Sameinuðum verktökum og Íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli og fagnaði nýlega þessum merku tímamótum með fjölskyldu sinni.
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
Þau sögðust „geta gert það“
Lesandi vikunnar er samstarfsverkefni Bókasafns Reykjanesbæjar og Víkurfrétta og verður nýr lesandi valinn í hverri viku í sumar. Þau sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda geta skráð sig á heimasíðunni sofn.reykjanesbaer. is/bokasafn eða í afgreiðslu Bókasafnsins að Tjarnargötu 12.
Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar er Bryndís Kjartansdóttir jógakennari og starfsmaður á skrifstofu Verslunarmannafélags Suðurnesja. Bryndís er í Leshring bókasafnsins sem hittist einu sinni í mánuði og spjallar um eina ákveðna bók sem hópurinn velur saman.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Þakkir
Nýsprautun ehf er bíla- og réttingarverkstæði í Reykjanesbæ. Vegna aukinna verkefna vantar okkur nú þegar starfsmenn í eftirtaldar stöður: • Starfsmann í móttöku/skrifstofustarf • Málara á sprautverkstæði, helst vanan • Starfsmann í almennar viðgerðir/þrif/standsetningu
Nýsprautun ehf warsztat mechaniki samochodowej oraz blacharsko lakierniczy w Reykjanesbæ. W związku ze zwiększonymi projektami potrzebujemy pracowników na następujących stanowiskach: • Pracownik recepcji / pracownik biurowy • Lakiernik samochodowy z doświadczeniem • Pracownik w zakresie napraw ogólnych / myjnia / demontaż i montaż. Nýsprautun ehf. • Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ Upplýsingar: Sverrir s. 896-1717 • nysprautun@nysprautun.is
Atvinna Jobs available Nánar inná www.betrithrif.is/fyrirtaekid/laus-storf
Nú hefur Samfylkingin, Framsóknarflokkur og Bein leið myndað nýjan meirihluta í Reykjanesbæ og eftir að hafa lesið yfir málefnasamninginn milli flokkana þá er greinilegt hver stefnan verður. Engin lausn fyrir Helguvík og málið sett í nefnd. Þar með koma litlar sem engar tekjur inn fyrir þeim skuldaklafa sem höfnin er í og skuldir Reykjanesbæjar halda áfram að vaxa. Árleg vaxtagjöld Reykjaneshafnar eru nær helmingi hærri en tekjurnar. Mér er spurn, hvernig ætla menn að ná að greiða niður skuldir þegar augljós tekjuaukning er ýtt út af borðinu? Á sama tíma og verið er að gera ráð fyrir þessum tekjum í aðlögunarætlun Reykjanesbæjar og stefnt að því að ná lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022. Þegar málefnasamningurinn var kynntur tók ég eftir því hvað oddviti Framsóknarflokksins stoltur af honum. Ég fylgdist vel með í kosningabaráttunni og kynnti mér loforðaflaum Framsóknarflokksins ágætlega. Þeir vildu fara aðrar leiðir og ég hef gaman af því þegar fólk hugsar út fyrir kassann, hvort sem það sé í stjórnmálum eða atvinnulífinu. Þeir vildu t.a.m yfirtaka rekstur heilsugæslunnar, lofuðu kennurum árlega 500 þúsund króna eingreiðslu óháð kjarasamningum og kjörorðið var „Við getum gert það“. Ég geri ráð fyrir því að margir kennarar og fjölskyldur þeirra hafi hoppað á vagninn og kosið B-lista með von um að fá þessa launahækkun, enda sögðust þau geta gert það. Lesandi yfir málefnasamninginn er ekki annað að sjá en að það sé ansi rýr uppskera hjá Framsóknarflokknum og að prinsippum hafi verið kastað á glæ til að komast til valda. Þau hafa ekki náð inn einu einasta af sínum helstu loforðum; en eru samt stolt og ánægð með fengin hlut: Forseti bæjarstjórnar seinni hluta kjörtímabilsins. Kannski var bara markmiðið að komast í meirihluta, skítt með málefnin og fólkið sem kaus þau. Þau sögðust „geta gert það“. Samkvæmt þessum samningi munu þau ekki geta það! Kæri kjósandi Framsóknarflokksins, þú hefur verið snuðaður! Davíð P. Viðarsson
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 21. júní 2018 // 25. tbl. // 39. árg.
13
GREIÐARI LEIÐ AÐ FLUGUPPLÝSINGUM ❱❱ Nýr vefur Isavia farinn í loftið ❱❱ Hægt að fá upplýsingar um flug og þjónustu á Keflavíkurflugvelli í gegnum Twitter og Facebook Messenger ❱❱ 11 milljón flettingar á vef Isavia á ársgrundvelli Allir farþegar sem fara í gegnum Keflavíkurflugvöll geta nú fengið upplýsingar um bókuð flug sendar beint til sín á Twitter og Facebook Messenger. Þetta er meðal þeirrar þjónustu sem er í boði á nýjum vef Isavia og gagnast fólki nú þegar lagt er í langferð í sumar. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, opnaði vefinn á aðalfundi félagsins í byrjun apríl. Þar er öll upplýsingagjöf um flugvelli Isavia á einum stað. Við gerð vefsíðunnar var byggt á nýrri hugmyndafræði og hún skipulögð út frá þörfum notenda. Vefsíður Isavia og Keflavíkurflugvallar voru sameinaðar. Þrettán áætlunarflugvellir eru á einum stað, en hver þeirra með sjálfstæða undirsíðu. Síðan er auðveldlega aðgengileg hvort sem er í tölvum eða snjalltækjum.
NÝR VEFUR – NÝ ÞJÓNUSTA
Með nýrri þjónustu frá írska fyrirtækinu BizTweet er gervigreind nýtt til að koma upplýsingum til notenda með þeim hætti sem þeir kjósa. Hægt að fá upplýsingar um flug og þjónustu á Keflavíkurflugvelli sendar í gegnum Twitter eða Messenger forrit Facebook. Helstu flugvellir heims eru farnir að nýta sér þessa þjónustu, þar á meðal alþjóðaflugvellirnir í Melbourne í Ástralíu og Dúbaí sem og London City-flugvöllur.
Farþegar geta þannig fengið upplýsingar um flug sitt í rauntíma á þeim samskiptamiðli sem þeir velja. Hvert skref í þeirra ferðalagi er tíundað þar til lent er á áfangastað. „Isavia vill veita farþegum greiðan aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa að fá þegar þeim hentar og með þeim hætti sem þeir vilja,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Til þess viljum við nýta nýjustu og bestu tækni. BizTweet hefur gert okkur þetta mögulegt.“ Paul Brugger, framkvæmdastjóri
BizTweet segir það mikið ánægjuefni að veita Isavia þessa þjónustu. „Nýstárleg tækni BizTweet gefur flugvallarrekendum einstakt tækifæri til að veita skilaboð sem byggja á raungögnum. Þetta þýðir að viðskiptavinir Isavia, þ.e. farþegarnir, fá upplýsingar sem eiga beint erindi við þá.“
11 MILLJÓN FLETTINGAR Á VEFNUM
Vefir Isavia hafa verið mikið notaðir. Síðastliðið ár fóru um ein og hálf milljón netenda í 4,8 milljónir heimsókna á vef Keflavíkurflugvallar
Þjónustufulltrúi á Reykjanesi Kristinn Óskarsson til Reykjanesbæjar Kristinn Óskarsson hefur verið ráðinn mannauðsstjóri Reykjanesbæjar eftir ráðningarferli í samvinnu við Hagvang. Alls sóttu tíu mjög hæfir einstaklingar um stöðuna. Kristinn er menntaður íþróttakennari og starfaði í Heiðarskóla í Reykjanesbæ um níu ára skeið, frá 1999 til 2008. Árið 2007 lauk Kristinn diplómanámi í mannauðsstjórnun fá Endurmenntunarstofnun HÍ og árið 2009 meistaraprófi í viðskiptastjórnun (MBA) frá Háskóla Íslands. Sama ár hóf hann störf hjá Securitas hf. þar sem hann starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri starfsmannasviðs og frá 2014 sem framkvæmdastjóri Securitas Reykjanesi. Kristinn hefur lokið námi sem stjórnendamarkþjálfi (Executive Coaching) og er einn reyndasti körfuboltadómari landsins.
Dagar hf. óska eftir að ráða þjónustufulltrúa á Reykjanesi í 100% starf. Starfslýsing: Starfið felur annars vegar í sér stjórnun og eftirlit með þjónustunni og hins vegar samskipti við viðskiptavini. Næsti yfirmaður þjónustufulltrúa er sviðsstjóri sem er í reglulegu samráði um útfærslu starfsins. Hæfniskröfur: Þjónustufulltrúi þarf að vera mjög liðlegur í mannlegum samskiptum, hafa ríka þjónustulund og góða tölvukunáttu. Umsækjendur verða að hafa hreint sakavottorð og tala íslensku. Áhugasöm sendi umsókn ásamt ferilskrá á netfangið ivar@dagar.is fyrir þann 25. júní 2018.
sem þýðir að hver notandi fer rúmlega þrisvar sinnum á ári að meðaltali inn á vefinn. Fjórar milljónir flettinga voru á ensku síðunni á ársgrundvelli en sjö milljónir flettinga á íslensku síðunni. Með aukinni þjónustu og greiðara aðgengi að upplýsingum um Keflavíkurflugvöll, alla aðra flugvelli landsins, komur og brottfarir og fjölbreytta þjónustu Isavia má ætla að umferð um nýjan vef fyrirtækisins verði jafnvel enn meiri.
14
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 21. júní 2018 // 25. tbl. // 39. árg.
Gáfu utanyfirgalla án auglýsinga
– Samherji og Skinnfiskur styðja barna- og unglingastarf Víðis/Reynis Barna- og unglingastarfið hjá Reyni/Víði fékk glæsilegan styrk á dögunum þegar allir iðkendur í knattspyrnu hjá yngri flokkum félaganna fengu gefins utanyfirgalla sem þau munu vera í á mótum og leikjum í sumar. Fyrirtækin Skinnfiskur og Samherji, sem eru með starfsemi í bæjarfélaginu, vildu leggja sitt af mörkum til stuðnings við heilsueflandi samfélag og ákváðu að styrkja yngri barnastarfið hjá knattspyrnunni með því að gefa iðkendum utanyfirgalla. Engar auglýsingar verða á göllunum, aðeins merki félagsins og nafn iðkanda. Að mæta til keppni sem eitt lið eflir samheldnina, hópinn og liðsheildina. „Þetta er frábær stuðningur við það starf sem fram fer hjá félögunum, rausnarlegur styrkur sem barna- og unglingaráðin hjá Víði/Reyni eru afar þakklát fyrir,“ segir Lóa Gestsdóttir í samtali við Víkurfréttir.
Elvar Már á leið í atvinnumennsku
Körfuboltamaðurinn og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur skrifað undir samning við franska liðið Denain Voltaire en liðið leikur í næst efstu deildinni í Frakklandi. Elvar Már útskrifaðist frá Barry háskólanum í Bandaríkjunum í vor eftir þriggja ára nám þar sem hann hlaut fjölmargar viðurkenningar og verðlaun en hann mun skrifa sig í sögubækurnar í skólanum sem einn besti leikmaður í sögu Barry háskólans. Elvar leikur tvo landsleiki með A-landsliði karla í körfu í undankeppni HM í sumar og hefur síðan atvinnumennsku í Frakklandi að því loknu.
Tíu leikmenn semja við Grindavík
Myndarlegur hópur barna og ungmenna í Víði/Reyni í nýju utanyfirgöllunum. VF-mynd: Hilmar Bragi
FJÓRAR FRÁ SUÐURNESJUM Í U20 ÁRA LANDSLIÐINU Björk Gunnarsdóttir, Njarðvík, Hulda Bergsteinsdóttir, Njarðvík, Katla Rún Garðarsdóttir, Keflavík og Thelma Dís Ágústdóttir, Keflavík hafa verið valdar í lokahóp U20 ára landsliðs kvenna í körfu sem mun leika á Evrópumóti U20 sem fram fer í Rúmeníu dagana 7.–15. júlí. Liðið leikur í B-riðli með Hvíta Rússlandi, Danmörku, Tyrklandi, Búlgaríu og Tékklandi.
Breyting á svæðisskipulagi Suðurnesja verkefnislýsing Lögð er fram til kynningar verkefnislýsing vegna breytinga á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar felast í breyttri afmörkun vatnsverndarsvæða í Reykjanesbæ og nýs flugbrautarkerfis Keflavíkurflugvallar.
Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna má skila til skrifstofu SSS eða á netfangið sss@sss.is. Æskilegt er að þær berist fyrir 20. ágúst 2018. Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Suðurnesja Ólafur Þór Ólafsson, formaður
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu vegna fráfalls okkar ástkæra
ÓLAFS ÁSBJÖRNS JÓNSSONAR Baugholti 1, Keflavík
Þróttur Vogum og Víðir Garði mættust á Víðisvelli í sjöundu umferð í 2. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir Þrótti og eru nýliðar Þróttar komnir á topp deildarinnar með 18 stig eftir sjö leiki en Víðir situr í því níunda. Fyrsta mark leiksins skoraði Róbert Örn Ólafsson fyrir Víði á 13. mínútu en Þróttarar jöfnuðu metin fljótlega með marki frá Ragnari Þór Gunnarssyni á 15.
mínútu. Staðan var jöfn í hálfleik en á lokamínútum leiksins tryggði Viktor Smári Segatta Þrótturum sigurinn með marki á 87. mínútu.
ALDREI AÐ GEFAST UPP ÞÓ Á MÓTI BLÁSI Örn Rúnar Magnússon, leikmaður Þróttar Vogum í knattspyrnu er í Sport spjalli vikunnar, uppáhalds staður hans á Íslandi er Leifsstöð, hann er með 4,8 í forgjöf í golfi og Örn segir okkur einnig frá skemmtilegri sögu af ferlinum. Fullt nafn: Örn Rúnar Magnússon. Íþrótt: Knattspyrna. Félag: Þróttur Vogum. Hjúskaparstaða: Lausu. Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Ætli ég hafi ekki verið um 4-5 ára. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Robbi Magg, fyrrverandi leikmaður FH. Hvað er framundan? Hörkubarátta í 2. deildinni í sumar þar sem ekkert verður gefið eftir. Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Bikarmeistari með FH í 2. flokki og að fara upp um deild með Þrótti Vogum í fyrra.
Örn (fyrir miðju) ásamt liðsfélögum í Þrótti Vogum. Hvað vitum við ekki um þig? Er vel liðtækur í golfinu með 4,8 í forgjöf. Hvernig æfir þú til að ná árangri? Mikilvægt að leggja sig alltaf 100% fram í öllum æfingum til að fá sem mest úr þeim. Aukaæfingin skiptir líka alltaf miklu máli til að ná meiri og betri árangri. Hver eru helstu markmið þín? Helstu markmið mín í sumar eru þau sömu og liðsins, taka einn leik í einu og reyna enda sem hæst í töflunni eins og mögulegt er. En markmiðið er að sjálfsögðu alltaf að gera sitt besta. Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Fyrsta sem kemur upp í hugann er leikur við Magna í 3. deildinni sem
Hafið hjartans þakkir fyrir, blessuð sé minning hans. Emma Hanna Einarsdóttir Einar Ásbjörn Ólafsson Elfa Hrund Guttormsdóttir Ólafía Ólafsdóttir Gísli M. Eyjólfsson Jón Sigurbjörn Ólafsson Jónína St. Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn
Uppáhalds...
Frá vinstri: Arna Sif Elíasdóttir, Halla Emilía Garðarsdóttir, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir, Erna Rún Magnúsdóttir, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir, Ólöf Rún Óladóttir, Andra Björk Gunnarsdóttir, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir, Angela Björg Steingrímsdóttir og Jenný Geirdal Kjartansdóttir.
...leikari: Leonardo DiCaprio. ...bíómynd: Lord of the Rings myndirnar. ...bók: Les mjög lítið en verð að segja Ævisaga Alex Ferguson. ...Alþingismaður: Bjarni okkar allra Ben. ...staður á Íslandi: Leifsstöð.
SPORTSPJALL
Verkefnislýsing er aðgengileg á skrifstofu SSS, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær, á vefsíðu www.sss.is/svaedisskipulag og á vefsíðum sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Þróttur á toppinn
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við tíu leikmenn sem munu leika með meistaraflokki kvenna í 1. deildinni í vetur, leikmennirnir skrifuðu allir undir tveggja ára samninga. Níu yngstu leikmennirnir léku með meistaraflokki á síðasta tímabili og auk þeirra skrifaði reynsluboltinn Erna Rún Magnúsdóttir undir samning en hefur leikið með Þór Akureyri undanfarin ár.
fór fram á Grenivík árið 2014. Ég var að spila með ÍH á þeim tíma. Við vorum með frekar vængbrotið lið og með útileikmann í markinu. Staðan var 3-1 fyrir okkur í hálfeik. Þegar lítið var eftir vorum við að vinna 4-3 og dómarinn bætti að mig minnir um átta mínútum við af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Nema hvað þeir fá dæmda vítaspyrnu á lokasekúndunni og allt á suðupunkti. Útileikmaðurinn okkar sem var í markinu gerði sér lítið fyrir og varði vítið en boltinn fór út í teig og þeir fylgja eftir og skora en dómarinn flautar leikinn af í þann mund sem Magna leikmaðurinn skaut og því markið ekki gilt. Þið getið rétt ímyndað ykkur að allt varð vitlaust á þeim tímapunkti, við fögnuðum gífurlega en Magnamenn brjálaðir að sjálfsögðu. Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Aldrei að gefast upp þó á móti blási og að vera alltaf besta útgáfan af sjálfum sér.
HM tilboð
Múrbúðarinnar 20%
AFSLÁTTUR
18.990 áður 23.990
25%
AFSLÁTTU R
29.990
Kaliber Black gasgrill
Grillboð
44.900
39.900
3x3kw brennarar (9KW). Grillflötur 41x56cm
20%
Kaliber Red gasgrill 4 brennara (12KW) + hliðarhella (2.5KW). Grillflötur 41x56cm
49.990
AFSLÁTTU R
áður 39.990
áður 62.990
20%
AFSLÁTTU R
Made by Lavor
MOWER CJ18 bensínsláttuvél
BS 3,5hp Briggs&Stratton mótor, rúmtak 125 CC, skurðarvídd 46cm/18”. Safnpoki að aftan 60 L, skurðhæð og staða 25-85mm/8
HM tilboðin gilda til og með 23/6/2018
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
MOWER CJ20 bensínsláttuvél
14.390 áður 17.990 Lavor Galaxy 150 háþrýstidæla 150 bör max, 450 lítr/klst. 2100W
Sláttuvél m/drifi, BS 5,0 hp Briggs&Stratton mótor. Rúmtak 150 CC, skurðarvídd 51cm/20”, sjálfknúin 3,6 km/h, safnpoki að aftan 65 L, hliðar útskilun, skurðhæð og staða 25-75mm/8
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Hvern hefði órað fyrir því nokkurn tíma að Íslendingar ættu eftir að keppa í heimsmeistraramótinu í knattspyrnu. Ég sem aldrei hef verið áhugasöm um fótbolta sat sem límd fyrir framan skjáinn og horfði á Íslendinga „vinna“ jafntefli gegn Argentínu, Hannes verja víti frá stærsta fótboltagoði allra tíma og tæp 2% Íslendinga á áhorfendapöllum að styðja liðið með sínu heimsfræga HÚH-i. Ég breyttist í fótboltabullu, fór að droppa frösum sem ég vissi ekki að ég kynni, talaði upphátt til leikmanna og horfði á manninn minn gráta þegar Alfreð jafnaði beint í smettið á Argentínu. Föðurlandsástin og þjóðarstoltið verður aldrei meira, allir klæðast landsliðstreyju, mála sig í framan og syngja þjóðsönginn, meira að segja heima í stofu. Það eitt er brjálæðislega fyndið konsept en þessir góðu straumar skila sér út í kosmósið. Pottþétt! Messi var ekki ánægður með úrslitin. Hann lét hafa það eftir sér að Arg entína hefði átt að vinna því hann hefði átt skora úr vítinu. Ef Ísland hefði ekki pakkað í vörn og sótt meira þá hefði leikurinn spilast öðruvísi. Ef og hefði. En hann skoraði ekki úr vítinu og þjálfarar Íslands voru búnir að kortleggja mótherjana þann ig að leikurinn þróaðist eins og liðinu hentaði best. Niðurstaðan varð að Argentína vann ekki sinn „sanngjarna og verðskuldaða“ sigur eins og öllum Íslendingum er ljóst. „Ef og hefði“ er alltof útbreitt við
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Litlu munaði að stórtjón yrði í flugeldhúsi IGS
LOKAORÐ
ef og hefði
Sími: 421 0000
Nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis: Hannes!
INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR horf þeirra sem ætla ekki að horfast í augu við eigin mistök og verða af því dýrmæta tækifæri að læra af þeim. Endalausar afsakanir og útskýringar. Þetta er sérstaklega algengt í keppnis íþróttum. Þjálfarar kvarta ítrekað yfir dómurum í flestum boltaíþróttum: „Ef dómarinn hefði dæmt vítið sem við áttum að fá þarna þá hefði þetta spilast allt öðruvísi“, „ef ég hefði ekki misst stutta púttið á 16. holu“ o.s.frv. „Ef og hefði“ er hins vegar ekki raun veruleikinn, eingöngu afsakanir sem gripið er til svo menn líti betur út. En fyrir allar ómeðvirkar manneskjur hefur þetta þveröfug áhrif því úrslit eru úrslit og það er eini sannleikur inn. Annað er bara afneitun. Þeir sem bera gæfu til að sleppa „ef og hefði“ en horfa þess í stað filters laust í eigin barm eru þeir sem læra af reynslunni sem felst í mótlæti og koma sterkari út úr hverri raun. Ísland varð ekki sjálfstætt ríki vegna „ef og hefði“. Íslenska landsliðið í knattspyrnu komst ekki í lokakeppni HM með „ef og hefði“. Á sama hátt kemst Íslenska kvennalandsliðið ekki í lokakeppni HM nema með því að vinna Þjóðverja í september. Það er ekkert „ef og hefði“ í því.
Litlu munaði að stórtjón yrði þegar eldur kom upp í þaki í húsnæði flugeldhúss IGS á Keflavíkurflugvelli. Eldurinn blossaði upp þegar verið var að vinna við lagningu þakpappa á húsnæðinu. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja mætti með mikinn búnað og mannskap en Flugvallarþjónusta Isavia kom þar einnig að.
Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkvi stjóra, stóð slökkvistarf yfir í nokkurn tíma og að því loknu verða starfsmenn BS með öryggisvakt fram eftir degi. „Þetta hefði getað farið miklu verr og orðið stórtjón en sem betur fer gekk slökkvistarf vel,“ sagði Jón.
Frá slökkvistarfi á þaki flugeldhússins. VF-mynd/pket.
V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?
S É R F R ÆÐI N G U R ÖRYGGISM Á L A Við óskum eftir öflugum og áhugasömum einstakling í starf sérfræðings öryggismála á Keflavíkurflugvelli. Starfið felur í sér orsakagreiningu, úrbótavinnu og eftirfylgni ásamt því að sinna eftirliti og úttektum á starfsemi tengt öryggi flugafgreiðsluaðila. Mikil samvinna og samskipti við notendur og hagsmunaaðila flugvallarins sem og virk þátttaka í öryggisog gæðastarfi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Fjóla Guðjónsdóttir, fjola.gudjonsdottir@isavia.is.
Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Menntun eða reynsla á svið flugtengdrar starfsemi er kostur • Þekking og reynsla á öryggisog gæðastjórnunarkerfum • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Mjög góð íslensku og enskukunnátta
Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti og hvetjum við bæði konur og karla til að sækja um þau störf sem í boði eru.
S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K
UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A
UMSÓKNARFRESTUR: 8. JÚLÍ
Maren og Jón Kolbeinn starfa sem verkfræðingar hjá Isavia og vinna að uppbyggingu Keflavíkurflugvallar.