Víkurfréttir 9. tbl. 39. árg.

Page 1

FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:00 Á HRINGBRAUT OG VF.IS • MÖMMUMORGNAR Á BÓKASAFNI • AÐSTOÐARRALLÖKUMAÐUR • ÞINGVALLAMYNDIR Í LISTASAFNI

Dekurtjútt Tilboðsdagar 1.–11. mars í öllum verslunum Lyfju

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN

lyfja.is | Krossmóa 4

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

FJÖLÞJÓÐLEG VEISLA Í HÁALEITISSKÓLA

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg.

Safnahelgi á Suðurnesjum um aðra helgi - von á fjölda gesta til Suðurnesja

Háaleitisskóli á Ásbrú hélt upp á 10 ára afmæli sitt sl. föstudag. Hann er yngsti skóli bæjarins en skólastarf í Háaleitisskóla hófst 2008. Fyrst var skólinn rekinn sem útibú frá Njarðvíkurskóla en síðustu fimm ár hefur skólinn verið sjálfstæður. Nemendur og foreldrar fjölmenntu á afmælishátíðina. Skemmtun var haldin á sal skólans og síðan var öllum boðið til veislu í íþróttasalnum. Þar voru bæði afmæliskökur en einnig réttir sem foreldrar komu með. Þar voru m.a. réttir frá framandi löndum en nemendur í Háaleitisskóla eru af um 30 þjóðernum. VF-mynd: Hilmar Bragi

Stærsti körfuboltaviðburður ársins í vöggu körfuboltans um helgina:

YFIR 1300 KÖRFUBOLTAKRAKKAR Á NETTÓMÓTI „Miklu meira en körfuboltamót þó þetta sé orðinn einn stærsti körfuboltaviðburður ársins,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Yfir þrettán hundruð körfuboltakrakkar á aldrinum sex til tíu ára leggja undir sig Reykjanesbæ dagana 3.-4.mars. Nettómótið í körfubolta er haldið árlega við góðan orðstýr enda um svo miklu meira en körfuboltamót að ræða. Mótið er orðið að stærsta einstaka íþróttaviðburði ársins í Reykjanesbæ og raun stærsta körfuboltaviðburði á landsvísu ár hvert. Alls koma saman tæplega 240 keppnislið hvaðanæva að af landinu, sem skipuð eru drengjum og stúlkum 10

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

ára og yngri. Í fyrra voru leiknir alls 548 leikir á meðan á mótinu stóð, á fimmtán völlum í einu. „Þetta er svo miklu meira en körfuboltamót þó svo að þetta sé orðinn einn stærsti körfuboltaviðburður ársins. Að auki má tala um þetta sem eina stóra fjölskylduhátíð sem hefst klukkan átta að morgni laugardags og stendur yfir til klukkan 16.00 á sunnudegi. Í fyrra voru keppendur um þrettán hundruð talsins og heildarfjöldi gesta hátt í fimm þúsund. Við höfum þess vegna lagt okkur fram um að búa til gott mót sem heldur vel utan um keppendur en ekki síður fjölskyldurnar þeirra sem fylgja með og það hefur tekist gríðarlega vel. Við hjá Nettó erum reglulega stolt af að taka þátt í þessu

Berjadagar

markhönnun ehf

Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin um aðra helgi, dagana 10. til 11. mars, í öllum fimm sveitarfélögum Suðurnesja. Þessi viðburður hefur ávallt vakið mikla ánægju gesta og heimamanna. Viðburðurinn er sameiginleg kynning allra safna, sýninga og setra á Suðurnesjum sem liður í menningarferðaþjónustu utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Helsti markhópur Safnahelgar eru íbúar höfuðborgarsvæðisins auk heimamanna. Gestum hefur fjölgað ár frá ári sem sækir Suðurnes heim vegna þessa viðburðar. Metnaður hefur verið lagður í dagskrá Safnahelgar á Suðurnesjum en menningarfulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum hafa lagt mikla vinnu í undirbúning fyrir helgina. Í öllum sveitarfélögum verða opnar sýningar, bæði á vegum sveitarfélaganna en einnig einkasýningar. Þá hafa veitingastaðir verið hvattir til þátttöku í viðburðinum, enda von á fjölmörgum gestum til Suðurnesja, sé mið tekið af reynslu síðustu ára en t.a.m. komu þúsundir gesta á þær sýningar og söfn sem voru opin á Safnahelgi í fyrra og þar af voru fjölmargir gestkomandi á svæðinu en mikið er lagt upp úr auglýsingu safnarhelgarinnar utan Suðurnesja með auglýsingum í útvarpi, sjónvarpi og bæjarblöðum á höfuðborgarsvæðinu. Dagskrá Safnahelgar á Suðurnesjum verður aðgengileg á vefnum safnahelgi.is á allra næstu dögum. Hún verður einnig birt í Víkurfréttum í næstu viku.

stórkostlega verkefni með okkar heimabæ sem og öllu því öfluga fólki sem leggur metnað sinn í að skapa þessa ólýsanlegu stemningu sem ríkir í kringum körfuboltann hérna,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Nettó hefur verið aðal bakhjarl mótsins um árabil og má með sanni segja að Nettó körfuboltamótið hafi fyrir löngu fest sig í sessi. Það er nú haldið í 28. skipti í ár. Mótið, sem eins og fyrr segir er orðið stærst sinnar tengundar hér á landi, er samstarfsverkefni barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, Nettó og Reykjanesbæjar.

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001 Gómsæt og safarík ber í miklu úrvali

FRÉTTASÍMINN 421 0002

-30%

Kosið um nýtt nafn á Garð og Sandgerði fyrir páska Nafnanefnd fyrir sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs sendi alls tíu nöfn til umsagnar Örnefnanefndar en alls bárust 392 tillögur að nýju nafni á sameinað sveitarfélag. Örnefnanefnd hefur umsagnarfrest til annarar viku mars, en áætlað er að atkvæðagreiðsla fari fram fyrir páska.

BRÓMBER 250 GR. KR PK ÁÐUR: 779 KR/PK

545

HINDBER 250 GR.

RIFSBER 125 GR.

ÁÐUR: 779 KR/PK

ÁÐUR: 779 KR/PK

545 KRPK

545 KRPK

Tilboðin gilda 1. - 6. mars 2018

JARÐARBER 250 GR. KR PK ÁÐUR: 484 KR/PK

339

S U Ð U R N E S J A

BLÁBER 125 GR BOX KR PK ÁÐUR: 427 KR/PK

MAGASÍN

299

www.netto.is

Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is

fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg.

Suðurnesin bæta stöðu sína enn frekar Suðurnes koma vel úr í samanburði á efnahagslegri og félagslegri stöðu á Norðurlöndum í nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar State of the Nordic regions. Frá þessu er greint á vef Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Nordregio, rannsóknarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar vann skýrsluna þar sem metin er samkeppnishæfni sveitarfélaga til að laða að sér fjármagn, störf og mannauð.

Suðurnesin mega vel við una en þau hafa hækkað sig um sex sæti á listanum frá því fyrir tveimur árum. Fyrir tveimur árum vermdu þau 18. sæti á listanum en hafa hækkað sig upp í tólfta sæti, “ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, starfsmaður Nordregio. Þar á hún við lista þar sem öllum stjórnsýslusvæðum Norðurlandanna er raðað niður eftir mati á framtíðarhorfum þeirra eða eftir svokölluðu „Nordregio Regional Potential Index“. Við samanburðinn var horft til þeirra breytinga

sem orðið hafa á síðustu tveimur árum hvað varðar þróun íbúafjölda og samsetningu, atvinnustig og þátttöku á vinnumarkaði og þróun hagvaxtar. Í skýrslunni er Norðurlöndunum skipt niður í 74 stjórnsýslusvæði, af þeim eru átta á Íslandi. Aðeins höfuðborgarsvæðið er ofar Suðurnesjum af íslenskum stjórnsýslusvæðunum en Suðurnes eru þó í 1. sæti á listanum yfir sveitarfélög í dreifðri byggð á Norðurlöndunum. Athygli vekur að þau svæði sem hækka sig á

listanum eru flest á Íslandi en landið kom almennt vel út í samanburðinum. „Miklu skiptir að á Íslandi er staða vinnumarkaðarins almennt góð, atvinnuþátttaka er mikil og atvinnuleysi ungs fólks lítið samanborið við önnur svæði,“ segir Hjördís. State of the Nordic Region er samantekt þekkingar og upplýsinga til að gefa heildarsýn á þróunina á Norðurlöndum og er ætlað sem hjálpartól norrænna valdhafa þegar móta á nýjar stefnur.

ARION BANKI TEKUR YFIR ALLAR HELSTU EIGNIR USI Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Nýtt félag verður stofnað um starfsemi kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Markmið Arion banka er að vinna að úrbótum á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og auðið er, segir á heimasíðu bankans.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Tímabært að tekið sé á málefnum Suðurnesjabúa með skipulögðum hætti Þingmennirnir Oddný G. Harðardóttir, Logi Einarsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson og Helga Vala Helgadóttir hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að skipa starfshóp fulltrúa sveitarfélaga á Suðurnesjum og fimm sérfræðinga úr forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti til að vinna tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á Suðurnesjum og mæta mikilli fólksfjölgun á svæðinu. Starfshópurinn skili skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. september 2018. Forsætisráðherra kynni Alþingi niðurstöður starfshópsins. Í greinargerð með þingsályktuninni segir: Það er löngu tímabært að tekið sé á málefnum Suðurnesjabúa með skipulögðum hætti og gerð sé aðgerðaáætlun til að styrkja samfélagið þar sem íbúar eru um 25.000 og hafa undanfarinn rúman áratug orðið fyrir miklum áföllum sem reynst hefur erfitt að yfirvinna. Brotthvarf varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli árið 2006 eftir 55 ára veru olli straumhvörfum í atvinnulífi á Suðurnesjum þegar um 600 störf voru lögð niður. Suðurnesin urðu illa úti í efnahags-

hruninu en atvinnuleysi jókst gríðarlega í aðdraganda hrunsins og kjölfar þess og segja má að þar hafi annað áfall dunið yfir svæðið. Nú er staðan hins vegar sú að íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár, eða um tæplega 5.000 manns á sex árum, en hlutfallslega mest síðastliðin tvö ár. Slíkri fólksfjölgun fylgja óhjákvæmilega margvíslegar áskoranir fyrir samfélagið á svæðinu. Stór hluti nýrra íbúa er af erlendu bergi brotinn, talar ekki íslensku og þarfnast af þeim sökum meiri þjónustu og aðstoðar ýmissa félagslegra innviða en ella væri. Heilbrigðisþjónusta og aðrir félagslegir innviðir stóðu veikir fyrir þegar herða tók á fólksfjölguninni. Samhliða fjölgun íbúa á svæðinu, sem skýrist fyrst og fremst af stórauknum ferðamannastraumi til landsins og fjölgun starfa í tengslum við millilandaflug, hefur húsnæðisskortur gert vart við sig. Fjöldi íbúa á Ásbrú, þar sem bandarískir hermenn dvöldu á meðan herinn var hér á landi, hefur tvöfaldast á undanförnum sex árum. Bandaríkjaher yfirgaf herstöðina sem varð við það hverfi í Reykjanesbæ, þó að með lögum sem sett voru 2006 hafi bæjarfélaginu verið skylt að gefa ríkinu afslátt af fasteignagjöldum. Sá afsláttur taldi í árslok 2016 rúman hálfan milljarð króna en á sama tíma hefur ríkið selt eignir sem herinn skildi eftir fyrir marga milljarða króna. Í úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið

Aton vann fyrir Reykjanesbæ á fjárveitingum til ríkisstofnana á Suðurnesjum koma fram skýrar tölulegar upplýsingar um að fjárframlög á hvern íbúa fari hratt lækkandi á Suðurnesjum. Flutningsmönnum þessarar þingsályktunartillögu þykir ótækt að á sama tíma og nauðsynlegt er að ráðast í bætur á vegum og almenningssamgöngum og auka við í menntun, til nýsköpunar og til uppbyggingar félagslegra innviða vegna framangreindra áskorana í tengslum við fólksfjölgun og vaxandi hlutfall erlendra íbúa á svæðinu sé staðan sú að ríkisframlög á hvern íbúa til heilbrigðismála og löggæslu, svo dæmi séu tekin, dragist saman. Flutningsmenn tillögunnar eru meðvitaðir um að sveitarfélögin á Suðurnesjum vilja bjóða alla íbúa velkomna, jafnt innlenda sem erlenda, og veita þeim fyrsta flokks þjónustu. Það verður þó ekki gert án þess að ríkið sláist með í för. Hafa ber í huga að fólksfjölgunin kemur til vegna atvinnugreinar sem öll þjóðin nýtur góðs af. Með þessari þingsályktunartillögu er lagt til að skipaður verði starfshópur fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem fari heildstætt yfir stöðu sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum með tilliti til þess sem að framan hefur verið rakið. Samfélagsleg áhrif fólksfjölgunarinnar verði könnuð og sérstakt mat lagt á hvort fjárframlög til ríkisstofnana á svæðinu hafi fylgt þróun mála á Suðurnesjum, hvort sem er félagslegri eða efnahagslegri.


markhönnun ehf

Alvöru helgartilboðin eru hjá okkur!

ÓDÝRT Í

KJÚKLINGALUNDIR 700 GR. KR PK ÁÐUR: 1.498 KR/PK

-40% 899 PÍTUBUFF 6X60 GR. M/BRAUÐI KR PK ÁÐUR: 1.598 KR/PK

! tt go & t Fljótleg

KJÚKLINGUR 1/1 KR KG ÁÐUR: 798 KR/KG

662

-20%

1.278

-32%

NAUTABORGARAR 4X90 GR. M/BRAUÐI KR PK ÁÐUR: 1.164 KR/PK

792

-32%

VÍNARSNITSEL 2 STK Í RASPI

1.598

KR KG ÁÐUR: 1.998 KR/KG

LAMBALÆRI KRYDDAÐ

1.291

KR KG ÁÐUR: 1.898 KR/KG

-30%

-20% SKINNEY ÞORSKBITAR 1 KG POKI KR KG ÁÐUR: 1.498 KR/KG

1.049

-30% JARÐARBER 250 GR. KR PK ÁÐUR: 484 KR/PK

339

BLÁBER 125 GR BOX KR PK ÁÐUR: 427 KR/PK

-30% 299

Tilboðin gilda 1. - 4. mars 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


1kg

4x2L

259 kr. 1 kg

Bónus Kornbrauð 1 kg

759 kr. 4x2 l

Pepsi og Pepsi Max Kippa, 4x2 lítrar

259

259

Bónus Kanilsnúðar 300 g

Bónus Appelsínukaka Með súkkulaðibitum, 260 g

kr. 300 g

kr. 260 g

VEISLUMATUR á góðu verði

Fullmeyrnað

ÍSLENSKT Ungnautakjöt

750g

298 kr. 750 g

4.598 kr. kg

398

Aviko Steikar Franskar Kartöflur Frosnar, 750 g

Íslandsnaut Ungnauta Ribeye

Íslandsnaut Bernaissósa 250 ml

Verð gildir til og með 4. mars eða meðan birgðir endast

kr. 250 ml


ÍSLENSKT Lambakjöt

1.998 kr. kg

1.998 kr. kg

1.998 kr. kg

Kjarnafæði Lambasneiðar Framhryggjasneiðar, frosnar

Kjarnafæði Lambasneiðar Kótilettur, frosnar

Kjarnafæði Lambasneiðar Lambalærissneiðar, frosnar

SAMA VERd

um land allt ÍSLENSKT Grísakjöt

LAMBALÆRI með villtum íslenskum kryddjurtum

1.198 kr. kg

1.359 kr. kg

Bónus Grísakótilettur Ferskar, með beini

Kjarnafæði Heiðalamb Kryddað lambalæri

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg.

Poppaðir afmælistónleikar KVENNAKÓRS SUÐURNESJA Í HLJÓMAHÖLL

Kvennakór Suðurnesja fagnaði 50 ára starfsafmæli kórsins með glæsilegri tónlistarveislu í Hljómahöll sl. fimmtudag þar sem fram komu auk kórsins söngvararnir Valdimar Guðmundsson og Fríða Dís Guðmundsdóttir. Kórinn er elsti starfandi kvennakór landsins og eiga stofnendur kórsins mikinn þátt í því að vel var staðið að uppbyggingu fyrstu árin þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Fjölmargar konur af Suðurnesjum hafa átt þátt í að syngja með kórnum og halda honum gangandi. Áhersla var lögð á söngperlur af Suðurnesjum sem er einkar ánægjulegt enda Suðurnesjamenn ríkir af tónlist og mætti gera meira af því að halda henni á lofti. Mikið var lagt í dagskrá og umgjörð tónleikanna sem voru hinir glæsilegustu. Á dagskrá voru m.a. lög eftir söngvaskáldin Sigvalda Kaldalóns, Rúnna Júll, Gunna Þórðar, Jóhann G., Magnús Kjartansson, Of Monsters And Men, Þorstein Eggertsson og fleiri mætti telja. Kórnum til halds og traust var hljóm-

sveit enda tónleikarnir nokkuð poppaðir í takt við lögin sem flutt voru. Að auki lék undir á píanó Geirþrúður Fanney Bogadóttir og þá lék á trompet

Harpa Jóhannesdóttur sem hefur m.a. leikið með Björk. Stjórnandi kórsins er Dagný Jónsdóttir og hefur hún starfað með honum frá árinu 2004.

SUMARSTÖRF Í VOGUM 2018 Eftirtalin sumarstörf eru laus til umsóknar hjá sveitarfélaginu sumarið 2018: Stöður flokkstjóra í vinnuskóla Vélamaður í vinnuskóla Umsjónarmaður leikjanámskeiðs Matráður/heimþjónusta Sumarafleysingar í íþróttamiðstöð Nánari upplýsingar um störfin veita frístunda- og menningarfulltrúi í síma 440-6225 og 8678854 og forstöðumaður umhverfis og eigna í síma 8936983. Umsókn sendist rafrænt á stefan@vogar.is eða skilist á pappír á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsmiðstöðvar, í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar eða á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur fyrir umrædd störf er til 12. mars 2018. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja. Námsmenn jafnt sem atvinnuleitendur, karlar og konur eru hvött til að sækja um ofangreind störf.

Fékk hún til liðs við sig valinkunna menn til þess að útsetja lögin sem flutt voru og má þar nefna Arnór B. Vilbergsson, Heiðar Sigurðsson og

Gróu Hreinsdóttur. Það var því mikið í lagt og ánægjulegt að heyra þessi þekktu popplög okkar Suðurnesjamanna í nýjum búningi. Það er án efa vandasamt að útsetja popplög sem henta vel kvennakór og voru þær misgóðar. Útsetningar Arnórs báru af til að mynda í lögunum Gamli grafreiturinn, Keflavíkurnætur og Yfirgefinn en einnig var lag Of Monsters and Men vel heppnað í útsetningu Heiðars Sigurðssonar. Kórnum til halds og trausts voru kynnarnir Kristín og Margrét Pálsdætur sem stóðu sig vel en hugsanlega hefði mátt skera þann þátt eitthvað niður þar sem kynningar lengdu tónleikana nokkuð og tóku að mínu mati að nokkru athyglina frá afmælisbarninu sjálfu. Afmælisgestir voru hins vegar vel með á nótunum í troðfullum Stapa enda uppselt á tónleikana og óska ég kvennakórskonum til hamingju með vel heppnaða tónleika og afmælið. Dagný Maggýjar

Stórtónleikar Forskóladeildar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Þriðjudaginn 6. mars stendur Forskóladeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fyrir tvennum stórtónleikum í Stapa, Hljómahöll. Á tónleikunum koma fram nemendur í Forskóla 2, sem eru allir nemendur 2. bekkjar grunnskólanna (7 ára börn) ásamt Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. og einni af rokkhljómsveitum skólans. Fyrri tónleikarnir eru kl. 17 og á þeim koma fram forskólanemendur úr Akurskóla, Akurskóla – stofum við Dalsbraut, Háaleitisskóla og Holtaskóla. Seinni tónleikarnir eru kl.18 og á þeim koma fram forskólanemendur úr Heiðarskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla. Hvorir tónleikarnir um sig taka um 30 mínútur. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Forskóladeildin hefur um árabil staðið fyrir tónleikahaldi einu

sinni á vetri, ásamt lúðrasveitinni. Á fyrstu tónleikunum voru það einungis um 40 forskólanemendur sem léku sem gestir með lúðrasveitinni á tónleikum í Kirkjulundi, en strax árið eftir var ákveðið að fara með tónleikana á milli allra grunnskólanna þar sem forskólinn væri í fyrirrúmi og hafa aðra hljómsveit með auk lúðrasveitarinnar, sem hafa ýmist verið rokkhljómsveit, trommusveit eða strengjasveit. Þessu fyrirkomulagi var haldið þar til fyrir þremur árum, að ákveðið var að fara ekki í grunnskólana með tónleikahaldið, heldur halda tvenna tónleika í Stapa. Almenn ánægja hefur verið með það fyrirkomulag og forskólatónleikarnir verða því með sama sniði nú. Á tónleikunum koma fram alls um 290 börn og unglingar, þar af um 260 forskólanemendur. Allir eru velkomnir.


ÁÆTLUÐ AFHENDING 1. ÁFANGI: 6. MARS 2. ÁFANGI: 1. JÚNÍ

Nýjar og glæsilegar íbúðir við Trönudal í Innri-Njarðvík

SÖLUSÝNING

Sérlega vandaðar íbúðir, fullbúnar að innan sem utan. 3-4 herbergja frá 82-112,5 fm. Verð frá 32 til 42 millj.

VERIÐ VELKOMIN! LAUGARDAGINN 3. MARS Kl. 12 – 14


8

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Við náðum inn fræðslusjóðunum á árinu 2000 og það hefur nýst félagsmönnum okkar mjög vel og við erum stöðugt að auka réttindin þar.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

EINNIG MÁ SENDA TÖLVUPÓST TIL OKKAR Á VF@VF.IS

SUNNUDAGURINN 4. MARS KL. 11:00

Messa í Keflavíkurkirkju kl.11:00, sr. Fritz Már þjónar ásamt messuþjónunum Þórey Eyþórsdóttur og Helgu Jakobsdóttur. Guðspjall sunnudagsins fjallar um það þegar Jesús rekur út illan anda og er sérlega spennandi. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað undir styrkri leiðsögn Systu, Helgu, Jóhönnu og Jóns Árna. Eftir samveruna er boðið upp á eðalsúpu í Kirkjulundi ásamt nýbökuðu brauði frá Sigurjónsbakaríi sem Jón Ísleifsson færir okkur. MIÐVIKUDAGURINN 7. MARS KL. 12:00

Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar í umsjón presta og Arnórs organista, komum saman og njótum góðrar stundar í hádeginu. Gæðakonur bjóða í súpu og samfélag eftir stundina. MIÐVIKUDAGURINN 7. MARS KL.13:00

Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda tekur á móti innflytjendum og flóttafólki ásamt prestum Keflavíkurkirkju og leiðir bænastund með þeim á ensku. MIÐVIKUDAGURINN 7. MARS KL.17.30

Helgihald í

Njarðvíkurprestakalli 1. mars til 7. mars 2018.

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Fermingarmessa 4. mars kl. 10:30 í Njarðvíkurkirkju (Innri). Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 6. mars kl.19:30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 7. mars kl.10:30-13:30.

Njarðvíkurkirkja (Innri)

Fermingarmessa 4. mars kl. 10:30 í Njarðvíkurkirkju (Innri). Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 6. mars kl.10.30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Njarðvíkurkirkju (Innri) 1. mars kl. 19:30-20:30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson.

Samtal um sorg og sorgarviðbrögð í Keflavíkurkirkju. Flutt verður erindi þar sem fjallað verður um sorgina, birtingarmyndir hennar og leiðir til að vinna úr sorginni. Umsjón með samverunni hafa sr. Erla Guðmundsdóttir og sr. Fritz Már Jörgensson. Allir eru innilega velkomnir.

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

VALDÍS VALGEIRSDÓTTIR Suðurgötu 4a, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, mánudaginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 1. mars kl.13. Vilhelm Sigmarsson Kristjana Vilhelmsdóttir Anton Kristinsson Sigmar Valgeir Vilhelmsson Bergþóra Vilhelmsdóttir Baldvin Gunnarsson Sigrún Vilhelmsdóttir Georg Georgsson barnabörn og barnabarnabörn.

Elskulegur eiginmaður minn og faðir,

GARÐAR ÓSKARSSON Holtsgötu 10, Njarðvík,

lést föstudaginn 9. febrúar á HSS í Keflavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki heimahjúkrunar og D-deildar HSS fyrir umhyggju, ástúð og góða umönnun Árný G. Jakobsdóttir Jakob M. Garðarsson og fjölskylda.

Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.

Félagsmenn VS munu ákveða hvort þeir vilji viðhalda stöðugleikanum - segir Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja „Félagið stendur sterkt, rekstur þess hefur verið stöðugur um árabil og skilað jákvæðri afkomu. Við höfum verið í góðu samstarfi á landsvísu og teljum mikilvægt að það verði þannig áfram. Félagsmenn munu nú eiga þess kost að ákveða hvort þeir vilji viðhalda þessum stöðugleika. Við sem höfum stýrt félaginu erum reiðubúin til að leggja okkar að mörkum til að svo megi verða,“ segir Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja. Guðbrandur hefur verið formaður frá árinu 1998 og framkvæmdastjóri félagsins á sama tíma. Nú hefur borist mótframboð vegna kjörs í stjórn og trúnaðarráð Verslunarmannafélags Suðurnesja fyrir næsta starfsár. Tómas Elí Guðmundsson, starfsmaður söluskrifstofu Icelandair, gefur kost á sér til formanns VS gegn Guðbrandi Einarssyni, sitjandi formanni, sem gefur kost á sér áfram á lista sem stjórn og trúnaðarráð VS leggur fram. Kjörnefnd mun úrskurða um lögmæti framboða í framhaldinu, ákveða kjördag og fyrirkomulag kosninga. Um allsherjaratkvæðagreiðslu er að ræða þ.e. kosið er á milli lista sem hvor um sig inniheldur nöfn 24 einstaklinga sem gefa kost á sér til formanns, stjórnar, trúnaðarráðs og sem félagslegir endurskoðendur. Guðbrandur segir margt sem fólk lítur á sem sjálfsagðan hlut í dag hafa náðst í gegn fyrir tilstuðlan samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Við náðum inn fræðslusjóðunum á árinu 2000 og það hefur nýst félagsmönnum okkar mjög vel og við erum stöðugt að auka réttindin þar. Þá má einnig nefna Virk starfsendurhæfingu sem varð til í kjarasamningunum 2008, þegar að starfsendurhæfingarsjóðirnir náðust í gegn. Framlög í fullorðinsfræðslu hafa komið í gegnum kjarasamninga og það hefur ráðið tilvist símenntunarmiðstöðvanna sem nú eru í öllum landshlutum. Það nýjasta er auðvitað stofnstyrkirnir frá ríki og sveitarfélögunum sem náðust í gegn í kjarasamningnum 2015. Þar var um að ræða styrki til byggingar 2.300 íbúða fyrir tekjulága einstaklinga og það er ánægjulegt að segja frá því að það verkefni hófst fyrir alvöru þegar að fyrsta skóflustungan var tekin vegna byggingar á 155 íbúðum fyrir fáeinum dögum,“ segir Guðbrandur. - Nú hefur þú fengið mótframboð. Hver eru viðbrögð þín við því? „Fyrir okkur er þetta bara veruleiki sem verður bara að vinna með. Það er auðvitað réttur félagsmanna að gefa kost á sér til ábyrgðarstarfa innan félagsins og ánægjulegt ef slíkt er að gerast. Þannig hefur það hins vegar ekki verið í gegnum tíðina. En þetta gefur okkur sem stýrt höfum félaginu um árabil tækifæri til að draga fram þann árangur sem náðst hefur, ekki bara á sviði kjaramála heldur einnig í rekstri félagsins“. - Ertu búinn að vera of lengi á formannsstóli?

„Það má vera að margir líti þannig á. Ég hef hins vegar þá skoðun að reynsla sé af hinu góða. Mér hefur verið treyst fyrir ýmsum verkum á sameiginlegu borði stéttarfélaganna s.s. formennsku í Landssambandi verslunarmanna og sæti í miðstjórn ASÍ þrátt fyrir að stærð Verslunarmannafélags Suðurnesja [VS] gefi ekki tilefni til þess. Rödd VS hefur verið við borðið. Það má einnig benda á að Magnús L. Sveinsson, fyrrverandi formaður VR, sat sem framkvæmdastjóri í 20 ár og síðan sem formaður í 24 ár til viðbótar. Allan þann tíma ríkti mikill stöðugleiki í rekstri VR. Það hefur einnig ríkt mikill stöðugleiki í rekstri VS. Félagið hefur verið mjög heppið með starfsfólk og starfsmannavelta verið mjög lítil. Varaformaður VS, Bryndís Kjartansdóttir, sem einnig er í stjórnarkjöri núna hefur verið í starfi fyrir félagið allan minn tíma hjá félaginu. Það er mikill kostur að hafa slíka samstarfsmenn. Félagið stendur sterkt þrátt fyrir að ýmislegt hafi dunið á s.s. brotthvarf hersins og efnahagshrunið sem fór illa með marga félagsmenn“. - Fer saman að vera formaður stéttarfélags og starfa í pólitík? „Já ég lít svo á. Ég hef verið áhugamaður um samfélagsmál alveg frá fyrstu tíð og tekið þátt á þeim vettvangi lengi vel. Það fer saman með hagsmunum félagsmanna VS að reyna að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Það að hækka hvatagreiðslur, hafa ókeypis ritföng í skólum og vinna að lækkun skatta hefur jákvæð áhrif á marga okkar félagsmenn og við erum stöðugt að reyna að hafa áhrif á stjórnvöld í heilbrigðis- og velferðarmálum á vettvangi ASÍ. Þannig vinnum við að því að bæta aðstæður okkar félagsmanna“. - Burtséð frá stjórnarkjöri í Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Hvað er framundan hjá félaginu? „Launahækkanir kjararáðs til handa æðstu embættismönnum hefur skapað mikla óánægju í samfélaginu. Það er auðvitað ótækt að verið sé að skammta þessum hópum launahækkanir langt umfram það sem launafólk á almennum vinnumarkaði hefur fengið. Við því þarf að bregðast með einhverjum hætti. Núgildandi kjarasamningur rennur út um næstu áramót en þessa dagana er verið að ræða hvort honum verður sagt upp. Félagsmönnum hefur fjölgað mikið eða um ca. eitt þúsund félagsmenn frá því að ég kom að félaginu. Við erum þó enn þrjú sem störfum hér á skrifstofu. Við höfum verið að bæta okkur á ýmsum sviðum, tekið í gagnið rafrænan orlofsvef og vinnuveitendur geta nú skilað gjöldum rafrænt til okkar. Næsta verkefni sem við erum að vinna að eru svokallaðar „Mínar síður“ sem gera félagsmanninum kleift að sjá stöðu sína í sjóðum félagsins og skila inn umsóknum rafrænt,“ segir Guðbrandur Einarsson, formaður VS í samtali við Víkurfréttir.


Opið lengur í Lyfju

Við getum aðstoðað alla daga Verslun okkar í Reykjanesbæ er nú opin lengur alla daga vikunnar. mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

lyfja.is


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg.

Söngvaskáldið Magnús Kjartansson:

Laumað inn í Stapa 14 ára gömlum Tónlistarmaðurinn fjölhæfi Magnús Kjartansson er næsta viðfangsefni Söngvaskálda á Suðurnesjum en hann á að baki fjölbreyttan feril og virðist hafa leikið með flestum hljómsveitum á Íslandi. Magnús hefur starfað sem lagahöfundur, tónlistarstjóri, píanóleikari, upptökustjóri, útsetjari og söngv­ ari svo eitthvað sé nefnt en færri vita að tónlistarferill hans hófst í Drengja­ lúðrasveit Keflavíkur.

„Svo nam ég píanóleik hjá Ragnari Björnssyni en þá var æft í bílskúrnum hjá Kalla á Ísbarnum og þar var maður fyrst laminn á puttana sem þætti ekki til fyrirmyndar í dag.” Markmið Magnúsar var alla tíð að verða tónlistarkennari en hann átti eftir að fara aðra leið. „Keflavík var orðinn Bítlabær og það var mikil gróska í tónlistarlífinu. Þar var allt að gerast og þá ekki síst í kringum völlinn. Það voru amerískir hermenn út um allt og strákarnir gengu í smygluðum gallabuxum. Þá fórum við strákarnir að safna hári eins og bítlarnir.”

VIÐTAL

„Þar lærði ég að spila á trompet níu ára gamall hjá Herbert Ágústssyni en þar var ég svo heppinn að mamma sá um undirleik með lúðrasveitinni. Enda hef ég aldrei orðið stressaður á sviði, er alltaf bara á leið upp á svið með minni elskulegu mömmu í huganum, “ segir Magnús. Lúðrasveitin spilaði víða þau ár sem hún starfaði og fór m.a. Í tónleikaferð í kringum landið með strandferðaskipinu Esju og vann sér það jafnframt til frægðar að koma fram í sérstökum þætti sem Kanasjónvarpið gerði um hana.

dagny@vf.is

Trompetleikurinn gerði það að verkum að Magnús komst fyrst í Stapann 14 ára gamall en þá höfðu Hljómar beðið hann um að leika trompetpart með sér. „Strákarnir laumuðu mér inn bakdyramegin enda hafði ég ekki aldur til að vera þar inni, ég passaði mig samt á því að fara ekki út eftir trompetleik-

Viltu fjárfesta á vaxtarsvæði? GRÆNÁSBRAUT 720 Stærð: 4316 m2 Byggt: 1972 Tegund: Atvinnuhúsnæði Fasteignamat: 196.400.000 kr.

Pipar\TBWA \ SÍA \ 174921

Opið hús 7. og 14. mars frá kl. 13–14. Tilboð óskast eigi síðar en kl. 11, þriðjudaginn 20. mars í lokuðu umslagi. Eignin hýsti áður matvöruverslun varnarliðsins og skiptist í tvær vöruskemmur, 1873 m2 og 1944 m2 að stærð auk 373 m2 tengibyggingar. Nánari upplýsingar á kadeco.is Á innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þróttmikið og litríkt samfélag með öfluga menntastofnun, fjölda spennandi fyrirtækja, gróskumikla nýsköpun og blómstrandi mannlíf. Hröð uppbygging í gagnaveraiðnaði og örþörungarækt, ásamt nálægð við Keflavíkurflugvöll gera Ásbrú að sönnu vaxtarsvæði til framtíðar.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.is

... var ég svo heppinn að mamma sá um undir­ leik með lúðrasveitinni. Enda hef ég aldrei orðið stressaður á sviði, er alltaf bara á leið upp á svið með minni elskulegu mömmu í huganum.

Dagný Maggýjar

inn svo þetta var líka fyrsta ballið mitt,” segir Magnús og hlær. Magnús minnist þess að hafa fylgst með æfingum Hljóma í Krossinum í mikill andtakt og hafði þá ekki órað fyrir því að hann ætti eftir að spila með Rúnna og Gunnari í vinsælustu hljómsveit Íslands, Trúbrot. „Það var ekki hægt að lifa á tónlistinni einni saman og því var maður að vinna í frystihúsi Sjöstjörnunnar í Keflavík. Þar kynntist ég ungri stúlku,

Patricia Owens sem seinna tók sér listamannsnafnið Shady. Mér varð strax vel við stúlkuna og hún fékk að syngja með Óðmönnum á klúbbunum upp á vell eða alveg þangað til Hljómar stálu henni sem voru að sjálfsögðu mikil vonbrigði.” En vonbrigðin áttu ekki eftir að endast lengi því vorið 1970 bauðst Magnúsi að ganga til liðs við Trúbrot sem var þá án nokkurs vafa stærsta hljómsveit landsins.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg.

11

Synir Rúnars á trúnó Sögur um lífið eru tónleikar tileinkaðir tónlistarferli Rúnars Júlíussonar. Synir Rúnars, Júlíus og Baldur, fara yfir hæðir og lægðir í fjölbreyttum ferli Rúnars þar sem kennir ýmissa grasa. Rúnar reyndi fyrir sér í rokki og róli, kántrí og western, reggí, disco og funk tónlist. Samferðarmenn voru einnig af fjölbreyttara taginu.

Trúbrot átti erfitt með að fóta sig á sveitaballamarkaðnum en ein slík tilraun endaði með því að Magnús gekk í hjónaband á mánudagsmorgni. „Það kom ekki kjaftur á ballið en messufallið hafði áhrif á fjárhaginn og þá var illt í efni. Ég og unnusta mín, Sigríður Kolbrún Oddsdóttir, hófum þegar um helgina undirbúning þess að giftast svo hægt væri að leysa út sparimerkin. Fulltrúi sýslumanns brá þegar hann heyrði erindið og fékk leyfi hjá þeim til að fara heim í sturtu. Á meðan sátum við á skrifstofunni í bættum gallabuxum og hippamussum.” Eiginkona Magnúsar kemur einmitt við sögu í einu þekktasta laga hans, Skólaball, þar sem sungið er um unglingsástir en að lokum varð stúlkan í laginu hans. „Það vissu einhverjir að ég hafði samið þennan texta og lag því það vantaði lag á plötu sem Brimkló gerði á sínum tíma. Þetta bara lak úr pennanum og varð til. Þarna var ég að rifja

Þeim til halds og trausts verður hljómsveit skipuð Arnari Gíslasyni á trommur, Inga Birni Ingasyni á bassa og Birki Rafni Gíslasyni á gítar.

Tónleikarnir verða á afmælisdegi Rúnars, 13. apríl, í Bergi, Hljómahöll og hefjast kl. 20.

Leiðrétting á auglýsingu frá Starfsmannafélagi Suðurnesja vegna stjórnarkjörs 2018 Það slæddist inn meinleg villa í auglýsingunni sem kom í blaði Víkurfrétta 28. febrúar. Þar kemur fram að formaður stjórnar sé í kjöri ásamt tveimur aðalmönnum og tveimur varamönnum í stjórn. Það rétta er að formaður er ekki í kjöri þetta árið, hann var kosinn í fyrra, 2017, til tveggja ára.

Uppstillingarnefnd

Eiginkona Magnúsar kemur einmitt við sögu í einu þekktasta laga hans, Skólaball, þar sem sungið er um unglingsástir en að lokum varð stúlkan í laginu hans.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Hjónaband á mánudagsmorgni

upp það sem við kölluðum skólaböll og æskulýðsböll um helgar. Við vorum tveir mjög góðir vinir að slást um sömu stúlkuna eins og gerist og gengur. Ég tók þetta mjög alvarlega víst, samkvæmt textanum. Og ekki lýgur minnið þegar maður skrifar svona,“ segir Magnús brosandi. Á um­rædd­um stað hef­ur nú verið sett­ur upp stór og mik­ill tréljósastaur frá þess­um árum, þar sem lesa má um til­urð lags­ins og texta og jafn­framt er hægt að hlusta á brot úr lag­inu. Sviðið er að sögn Magnúsar vinnustaðurinn hans og starfar hann enn í dag við tónlist og stjórnar einum kór á Suðurnesjum, Sönghóp Suðurnesja sem oft hefur flutt þekkt lög Magnúsar og því óhætt að segja að þau lifi mörg góðu lífi enn í dag. Tónleikarnir um Magnús verða haldnir í Bergi, Hljómahöll, og hefjast þeir stundvíslega kl. 20:00. Flytjendur eru Dagný Maggýjar, Elmar Þór Hauksson og Arnór B. Vilbergsson. Miðasala fer fram á hljomaholl.is.

Fyrri tilkynning er ógild

SKIPULAGSLÝSING VEGNA DEILISKIPULAGS FYRIR NÝTT ÍBÚÐARSVÆÐI Í GRINDAVÍK Sveitarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti þann 30.01.2018 að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna skipulagsáforma Grindavíkurbæjar um nýtt íbúðarsvæði í Grindavík. Íbúafundur vegna lýsingarinnar verður haldinn miðvikudaginn 07. 03.2018 kl 17:00 í Kvikunni, Hafnargötu 12 í Grindavík. Umrætt svæði fyrir íbúðarbyggð liggur norðaustan við Hópsbraut og norðan við Austurveg innan Grindavíkurbæjar. Áætlað er að á svæðinu rísi blönduð íbúðarbyggð ásamt samfélagsþjónustu sem samræmist gildandi Aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030. Lýsingin verður til sýnis á vefsíðu Grindavíkurbæjar www.grindavik.is og á skrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, 640 Grindavík frá 23.02.2018 – 20.03.2018 á skrifstofutíma. Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Grindavíkurbæjar eða á netfangið armann@grindavik.is eigi síðar en 20.03.2018. Ármann Halldórsson sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg.

Starfsmannafélag Slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli 50 ára:

MINNTUST TÍMAMÓTANNA MEÐ SÖGUM OG SÖNG AÐALFUNDUR Aðalfundur Rauða krossins á Suðurnesjum verður haldinn miðvikudaginn 7. mars 2018 kl: 20.00 að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf Kaffiveitingar Önnur mál Hvetjum alla Rauða kross félaga til að mæta og taka þátt í starfi deildarinnar Rauði krossinn á Suðurnesjum

TÓNLISTARSKÓLI SANDGERÐIS

TÓNLISTARSKÓLI SANDGERÐIS ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA GÍTARKENNARA Í FULLT STARF Æskilegt er að viðkomandi geti: • sinnt einkakennslu á rafgítar • sinnt einkakennslu byrjenda á klassískan gítar • stjórnað rytmískum og blönduðum samspilum og útsett fyrir þau • sinnt hópakennslu í forskóla grunnskóla • sinnt upptökum og hafi þekkingu á helstu tónvinnsluforritum • sinnt undirleik hjá kór og útsetningum Við leitum að reynslumiklum, áhugasömum og skapandi einstaklingi sem hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af mismunandi stílbrigðum, s.s. poppi, rokki, jazz, kántrý o.sv.fr. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2018

Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli á sér merka sögu sem ekki verður sögð í stuttu máli. Fram til ársins 1963 var slökkviliðinu stjórnað og að mestu leyti mannað bandarískum hermönnum, en nokkrir Íslendingar hófu þar störf eftir árið 1960. Sveinn R. Eiríksson tók við stjórn liðsins árið 1963 og eftir það fjölgaði Íslendingum jafnt og þétt í liðinu. Hinn 21. febrúar 1968 var Starfsmannafélag Slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli stofnað, en þá var slökkviliðið að miklum meirihluta skipað Íslendingum. Í tilefni af 50 ára afmæli starfsmannafélagsins kom hópur fyrrverandi og núverandi slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli saman í eftirmiðdagskaffi á Hótel Keflavík í síðustu viku til að minnast þessara tímamóta. Jónas Marteinsson stjórnaði dagskránni, Karl Taylor og Guðmundur Haraldsson fyrrverandi formenn starfsmannafélagsins sögðu frá stofnun þess og rifjuðu upp ýmislegt úr félagsstarfinu, m.a. stofnun Lífeyrissjóðs slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli og margt fleira. Gamall söngkvartett skaut þarna upp kollinum, sá eini á Íslandi sem saman stendur af fimm meðlimum sem eru Geir Newman, Jón Norðfjörð, Karl Hermannsson sem komst ekki vegna veðurs, Karl Taylor og Stefán Bjarkason. Þeir létu ljós sitt skína og rifjaðir voru upp gamlir og góðir söngtextar frá fyrri árum. Kvartettinn söng af stakri snilld við mikinn fögnum afmælisgesta. Allt fór þetta mjög vel fram, vinir og fyrrverandi samstarfsmenn rifjuðu upp gömlu góðu dagana. Allar veitingar voru í boði eigenda Hótels Keflavíkur og vilja slökkviliðsmenn af Keflavíkurflugvelli koma á framfæri kærum þökkum fyrir þær.

NÝTT

Forvarnir með næringu

Nánari upplýsingar gefur Halldór Lárusson skólastjóri: tonosand@tonosand.is eða í síma 420 7580 Umsóknir sendist á: tonosand@tonosand.is

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

ATVINNA Í BOÐI Óskum eftir starfsfólki í hefðbundin fiskvinnslustörf í fiskvinnslu í Reykjanesbæ. Áhugasamir hafi samband við verkstjóra í síma 852-2272


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg.

13

STARFSFÓLK ÓSKAST Í KRÓNUNA FITJUM Um er að ræða 100% starf í dagvinnu Starfslýsing

Hæfniskröfur

• Þjónusta við viðskiptavini

• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

NÝR ÚTIBÚSSTJÓRI SJÓVÁR Í REYKJANESBÆ

• Verkstjórnun og þjálfun starfsfólks

• Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund

• Ábyrgð og umsjón með fjármunum

• Aldurstakmark er 18 ára

Arngrímur Guðmundsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Sjóvár í Reykjanesbæ og hefur hann störf þann 1. mars. Arngrímur tekur við starfinu af Baldri Guðmundssyni sem stýrt hefur útibúinu frá árinu 2010. Arngrímur hefur verið búsettur í Reykjanesbæ frá 1983. Hann er húsasmiður og lögreglumaður að mennt, en hefur einnig lokið námi í Gæðastjórnun hjá EHÍ og námi hjá Cranfield University í Bretlandi í Crisis management. Arngrímur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri flugverndarsviðs hjá WOW air, en áður starfaði hann sem lögreglufulltrúi hjá Sérstökum

• Almenn verslunarstörf

• Hreint sakavottorð

saksóknara og hjá Lögreglustjóra Suðurness. Þann 1. mars mun útibúið einnig flytja frá Hafnargötu í útibú Landsbankans við Krossmóa 4a. Í útibúi Sjóvár í Reykjanesbæ starfa ásamt Arngrími þau Ingibjörg Óskarsdóttir sölu- og þjónustustjóri og Sigurbjörn Gústavsson ráðgjafi. „Ég hlakka til að takast á við nýjar áskoranir og hitta nýtt fólk. Í útibúinu starfar reynslumikið teymi sem ég mun treysta mikið á. Við erum að flytja í nýja og betri aðstöðu, það verður alltaf heitt á könnunni hjá okkur og við hlökkum til að taka á móti fólki á nýjum stað,“ segir Arngrímur.

Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2018 Umsækjendur senda umsókn á: freyr@kronan.is

SUMARSTÖRF Airport fashion er norsk keðja sem er með glæsilega verslun á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að einstaklega þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika og með mikla söluhæfileika, um er að ræða sumarstörf.

6. mars í FS kl. 12:30–14 Kynning á öllu háskólanámi á Íslandi Allir velkomnir!

Okkur vantar starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu, umsækjendur þurfa að vera eldri en 20 ára . Íslenskukunnátta er skilyrði. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á inga.reynisdottir@airportretail.is

Framhaldsaðalfundur Framsóknarfélags Sandgerðis 1. mars 2018 kl. 20:30–22:00 Haldinn verður framhaldsaðalfundur hjá Framsóknarfélagi Sandgerðis Auðarstofu, Heiðartúni 2 í Garði, fimmtudaginn 1. mars kl. 20:30. Dagskrá: 1. Sameining Framsóknarfélags Garðs og Voga við Framsóknarfélag Sandgerðis. 2. Kosning stjórnar. 3. Sveitarstjórnarkosningar 2018. 1. Aðferð við val á framboðslista. 2. Málefnastarf. 4. Kosning fulltrúa á flokksþing 9.–11. mars 5. Önnur mál. Áhugasamir einstaklingar sem vilja taka þátt í málefnavinnu og sæti á B-lista Famsóknar og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí eru beðnir að senda tölvupóst á netfangið jonsigbondi@gmail.com. Allir eru hjartanlega velkomnir í hópinn! Stjórn Framsóknarfélags Sandgerðis.

SUÐURNESJAMAGASÍN FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20 Á HRINGBRAUT OG VF.IS


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg.

r a v ð i m á n a l ó k Hás ð r e f a n a b í s s ú r a r þriggja á DAVÍÐ MÁR GUNNARSSON STUNDAÐI NÁM Í KAOSPILOT SKÓLANUM Í ÁRÓSUM OG VANN AÐ FJÖLBREYTTUM VERKEFNUM Í NEW YORK, BERLÍN, SUÐUR AFRÍKU OG HOLLANDI. Davíð Már Gunnarsson er 29 ára Keflvíkingur sem lauk nýverið þriggja ára námi í Kaospilot. Heiti skólans gefur til kynna um hvað hann snýst; að móta eitthvað skapandi úr óreiðunni - kaos pilot. Skólinn er staðsettur í Árósum í Danmörku en Davíð dvaldi einnig á námsárunum í New York, Berlín, Suður Afríku og Hollandi þar sem hann stýrði hinum ýmsu verkefnum. Í dag býr Davíð í Lissabon í Portúgal þar sem hann vinnur að verkefni fyrir Startup Guide sem er ráðgjafafyrirtæki fyrir frumkvöðla. Hann stefnir á að ferðast um landið, semja og taka upp tónlist og er opinn fyrir öllum mögulegum verkefnum í framtíðinni þar sem hæfileikar hans í skapandi verkefnastjórnun fá að njóta sín.

BÍLAVERKSTÆÐI SÍMAR 456 7600 / 861 7600

Almenn bifreiðaþjónusta og varahlutir

Laghentir ehf.

Bolafæti 1, 230 Reykjanesbæ, Símar 456 7600 / 861 7600

ATVINNA Óska eftir vönum manni á hjólagröfu og beltagröfu. Upplýsingar í sími 897 0731.

GÓ VERK EHF S TÖ R F Í F R A M L EI Ð S LUDEILD

TARAMAR

Við erum að leita eftir samviskusömum og ábyrgðarfullum aðilum til starfa í pökkun og við þrif í framleiðsludeild okkar. T A R A M A R framleiðir lúxus húðvörur í Sandgerði sem seldar eru um allan heim. Um er að ræða störf með nokkuð sveig janlegum vinnutíma. Óskað er eftir ferilskrá og kynningarbréfi frá umsækjendum sem sendist á netfangið info@taramar.is fyrir 12. mars. Nánari upplýsingar veita Ragnhildur eða Viðar í síma 570 7100.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Kaospilot er öðruvísi, tilfinningaríkur og mannlegur skóli

Eftir að hafa lokið háskólanámi í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2013 var Davíð Már óákveðinn með framtíðina, vissi ekki nákvæmlega hvað hann vildi gera og hafði áhuga á alltof mörgum hlutum í einu. Hann hafði hugsað sér að flytja til útlanda og ákvað að sækja um í Kaospilot, óhefðbundnu námi í skapandi viðskipta- og verkefnastjórnun. Helstu námsefnin í skólanum eru verkefnastjórnun, ferlahönnun, viðskiptafræði og stjórnun og er margt ólíkt með Kaospilot og hefðbundnu háskólanámi. „Fyrir mér er Kaospilot kraftmikill, krefjandi, þorinn, öðruvísi, tilfinningaríkur og mannlegur skóli sem hefur gefið mér þrjú af mínum bestu árum, frábæra vini til lífstíðar og fullt af spennandi og ótrúlegum tækifærum sem ég hefði aldrei getað hugsað mér. Það er í raun pínu súrrealískt að líta á þetta sem skóla, því hann er ólíkur öllum öðrum skólum sem ég þekki til. Kaospilot hefur stundum verið lýst af nemendum sem þriggja ára rússíbanaferð, ég held ég geti verið sammála því,“ segir Davíð. Nám eins og Kaospilot á vel við í dag í svokallaðri fjórðu iðnbyltingu þar sem stöðug tækniþróun mun hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn og fækka hefðbundnum störfum. Í því samhengi segir Davíð að hann upplifi sig

sem einstakling sem tilheyrir kynslóð sem lifi í heimi sem ekki er hægt að vita hvernig muni líta út eftir 15-20 ár. „Þegar maður veit ekki hvernig heimurinn mun líta út í framtíðinni, getur verið erfitt að ákveða hvernig maður eigi að fjárfesta tímanum sínum til að undirbúa sig fyrir framtíðarheiminn. Ég hef alltaf haft áhuga á mörgum mismunandi hlutum, en aldrei vitað nákvæmlega hvað það er sem mig langar til þess að gera að starfi. Ég er nokkuð viss um að ég sé ekki einn um það. Svo ég fór að hugsa um það hvað ég vissi með 100% vissu að yrði til staðar í framtíðinni sem ég hef áhuga á. Fyrir mér er það er að vinna með fólki og gera eitthvað skapandi. Það er það sem ég hef verið að læra í Kaospilot.“

Nemendur skólans taka virkan þátt í umsóknarferli nýrra nemenda

Kaospilot er öðruvísi en flestir skólar að flestu leyti og einnig þegar kemur að inntökuviðmiðum- og prófum. Í skólanum eru þrír árgangar og 35 nemendur komast inn á hverju ári. Þessir 35 einstaklingar eru ekki valdir eftir ákveðu stigaskori, heldur er valið í hópinn eftir því hvaða einstaklingar eru líklegastir til þess að mynda besta hópinn hverju sinni, út frá persónuleika, hæfni og fjölbreytileika. Nemendur skólans taka virkan þátt í umsóknarferli nýrra nemenda ásamt starfsfólki og stjórnendum. 100 manns er boðið til Danmerkur í þriggja daga inntökupróf þar sem fók vinnur saman að hinum ýmsu skapandi verkefnum og þrautum sem eru mismunandi á hverju ári.

Fyrir mér er það er að vinna með fólki og gera eitthvað skapandi. Það er það sem ég hef verið að læra í Kaospilot.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg. í samfélaginu, utan veggja skólans en er ekki einungis verkefni upp úr skúffu hjá kennaranum. Ég lærði líka alveg heilan helling um sjálfan mig, hvaðan ég kem og hvaða hlutir það eru sem eru mér mikilvægir.“

Bestu ákvarðanirnar þær sem maður er skíthræddur við að taka

Aðspurður hvaða lærdóm Davíð hafi helst hlotið af þriggja ára Kaospilot námi er fullt af tólum, tækjum og aðferðafræði á sviðum viðskiptafræða og verkefnastjórnunar sem á eftir að nýtast í hvaða verkefnum sem er, hvort sem það er fyrir vinnuveitanda eða í frumkvöðlastarfsemi. „Ég held að ég hafi öðlast mjög góða færni til þess að aðlagast aðstæðunum sem ég er í hverju sinni og að vita hvað þarf að vera til staðar til að vinna með mismunandi fólki með mismunandi bakgrunn. En mest af öllu held ég að námið eigi eftir að nýtast mér við

mannleg samskipti og þróun góðra sambanda, bæði faglegra, almennra og samband mitt við sjálfan mig.“ Davíð Már hvetur alla til þess að stökkva á þau tækifæri sem bjóðast og segir bestu ákvarðanirnar hans vera þær sem hann er skíthræddur við að taka. „Þú finnur fyrir því í líkamanum þegar þú stendur frammi fyrir að taka stóra ákvörðun, og að vera hræddur við að taka ákvörðun þýðir einfaldlega það að hún skiptir þig miklu máli. Og það er jákvæð tilfinning - ekki neikvæð.“ Hann sér ekki eftir því að að hafa flutt til útlanda enda hafi hann kynnst nýrri menningu, fólki og sjálfum sér betur í leiðinni. Þegar verkefninu hans lýkur í Lissabon er stefnan tekin á að leita sér að vinnu til lengri tíma í Portúgal þar sem honum líkar vel, en þó er hann opinn fyrir öllum spennandi tækifærum sem gætu bankað upp á, á Íslandi eða hvar sem er í heiminum.

15

UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp fimmtudaginn 8. mars nk. kl. 12:15 við skrifstofur sýslumannsins á Suðurnesjum, Vatnsnesvegi 33, Keflavík: AE867 AH923 AM291 BK748 BN681 DH383 DJ742 FS976 FTF28 HAS02 IR373 JJ580 JN337 JS444 KAD77 KM938 KS965 KY886 LG898 LJ034 LK626 LX785 MBP65 MG658 MK160 MX662 NP164 NR326 NRJ11 NV627 OR357 OS317 OS640 OZE57 PB463 PD679 PN640 PY699 RA407 RO846 RO878 RS808 RV078 SK118 SMX49 SS200 ST054 TT130 TVX45 UG027 US625 UZ022 VF533 VTE58 YR321 YS330 YU399 ZR457 ZY987 Greiðsla áskilin við hamarshögg. Að öðruleyti er vísað til uppboðsskilmála sem birtir eru í auglýsingu nr. 42/1992. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 27. febrúar 2018 Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Davíð var einn af 35 nemendum sem komust inn og flutti til Árósa þar sem hann naut þess að búa. „Ég bjó í Reykjavík áður en ég flutti út og Árósir virkaði svolítið á mig eins og stóra systir Reykjavíkur. Nógu stór til þess að hafa gott menningarlíf og nógu smá til þess að halda í kósý sjarmann. Það er mikið af námsfólki í borginni, þannig að það er nóg um að vera fyrir ungt fólk. Það eru fallegir almenningsgarðar og mikið um menningarviðburði, þá sérstaklega árið 2017 þar sem Árósir var valin höfuðborg evrópskrar menningar 2017“ segir Davíð Már.

Lærði mest á því að óhreinka puttana og fá að gera mistök

Kaospilot námið er sett þannig upp að nemendur eyða ákveðnu tímabili í skólanum að læra ákveðin viðfangsefni samkvæmt námskrá. Inn á milli eru verkefnatímabil þar sem nemendur taka þátt í verkefnum utan veggja skólans. Þau verkefni geta verið af öllum gerðum og er það undir hverjum og einum komið að finna verkefni við hæfi. Það er mikil áhersla lögð á að læra með því að framkvæma, sjálfstæð vinnubrögð og að vera úrræðagóður. „Mér fannst ég læra mest á því að vera í umhverfi þar sem ég fæ að prófa það sem ég er að læra í alvöru aðstæðum, gera

898 2222

mistök og óhreinka puttana. Það er líka eitthvað sem mér fannst ég ekki fá nóg af í háskólanum á Íslandi.“ Davíð tók þátt í fjölbreyttum verkefnum um allan heim. Hann tók þátt í því að stofna nýtt ungmennahús í Vejle í Danmörku, vann fyrir ráðgjafafyrirtæki í New York, tók þátt í að stofna nýjan skóla í Berlín, vann að menningarhátíð í Suður Afríku og setti upp hljóðlistarsýningu í Hollandi. „Ég lærði mjög mikið um verkefnastjórnun í mismunandi menningarsamhengi. Verkefnin voru líka öll á einhvern hátt tengd áhugamálunum mínum, sem er ótrúlega skilvirk leið til þess að auka metnað í námi. Fólk finnur fyrir mun meiri ábyrgð á því sem það er að gera ef það hefur alvöru vægi og afleiðingar

Viðhaldsstjóri Við leitum að viðhaldsstjóra til starfa við Fjarskiptastöðina í Grindavík.

Starfssvið Við leitum logandi ljósi að frábærum viðhaldsstjóra. Starfið felur í sér viðhald fasteigna og búnaðar í Fjarskiptastöðinni. Starfsmaðurinn þarf að vera tilbúinn til að taka að sér tilfallandi afleysingar fyrir tæknimenn á vöktum og felst sú vinna einkum í rekstri vélbúnaðar, bilanagreiningu og útskiptingu bilaðra íhluta. Starfið er því aðallega hefðbundin dagvinna en reikna má með auka vöktum vegna afleysinga. Menntunar- og hæfniskröfur • Sveinspróf í rafeindavirkjun eða rafvirkjun • Víðtæk starfsreynsla • Rík þjónustulund og gott viðmót • Góð enskukunnátta, í ræðu og riti • Krafa er gerð um hreint sakarvottorð

Tekið er á móti umsóknum á www.advania.is/atvinna. Nánari upplýsingar veitir Einar Jón Pálsson, forstöðumaður Fjarskiptastöðvarinnar í Grindavík, einar.jon.palsson@advania.is / 420 7255 og Sigríður Gisela Stefánsdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði, radningar@advania.is / 440 9000


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg.

Þorrablót á Nesvöllum

Mystery Boy NÝR SÖNGLEIKUR Í FRUMLEIKHÚSINU

Í kjölfarið á ótrúlegri velgengni á sýningunni „Dýrin í Hálsaskógi“ hefur Leikfélag Keflavíkur ákveðið að venda kvæði sínu í kross og setja á svið glænýjan söngleik sem hefur verið í smíðum undanfarin misseri og stefnt er að því að frumsýna í apríl. Um er að ræða verk eftir Gudmundson sem er listamannsnafn Smára Guðmundssonar sem Suðurnesjamenn ættu flestir að kannast við fyrir afrek sín á sviði tónlistar, en hann hefur átt góðu gengi að fagna sem meðlimur hljómsveitarinnar Klassart og fleiri verkefna. Söngleikurinn er saminn í kringum hliðarsjálf Smára, Mystery Boy, og hefur hann lagt nótt við nýtan dag undanfarið við að skrifa söngleikinn auk þess sem hann semur alla tónlist verksins sjálfur. Mystery Boy er kómísk ástarsaga um ungt fólk sem í leit sinni að sannleikanum og

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

ástinni lendir í furðulegu ferðalagi og óvæntum ævintýrum. Sagan er lauslega byggð á reynslu höfundar af baráttu við fíknina og dvölum hans á meðferðarheimilum. En þrátt fyrir að viðfangsefnið sé alvarlegt er mikilvægt að koma auga á spaugilegu hliðarnar og hafa gaman. Því má með sanni segja að um sé að ræða verk beint frá býli, sjálfbært og án allra aukaefna. Félagið hefur ráðið til sín leikstjórann Jóel Inga Sæmundsson sem margir ættu að þekkja úr nýlegri uppsetningu á hinu sívinsæla verki „Hellisbúinn“ sem enn verið að sýna víða um landið. Jóel hefur einnig nýlega lokið við að leika aðalhlutverkið í sænsku stórmyndinni „Pity The Lovers“ sem frumsýnd verður á þessu ári. Þekktastur er hann þó líklega fyrir að hafa verið maðurinn sem opnaði dyrnar á þyrlunni í þáttaröðinni „Ófærð“ sem hélt landsmönnum í heljargreipum í upphafi síðasta árs. Jóel hefur einnig látið til sín taka á körfuboltavellinum og þótti liðtækur þegar hann lék með KR á árum áður. Jóel sótti leikaramenntun sína til London og hefur starfað við fagið frá útskrift. Aðspurður segist Jóel vera mjög spenntur fyrir því sem framundan er og þá sérstaklega að fá að kljást við nýtt verk með nýrri tónlist.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Kæru Suðurnesjamenn.

Verðum á heilsugæslunni í Keflavík fimmtudaginn 8. mars. Tímapantanir í síma 534 9600. Nánari upplýsingar www.heyrn.is Ellisif Katrín Björnsdóttir Heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf

HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrn // Hlíðasmára 11 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is //

Á Nesvöllum í Reykjanesbæ var fjölmenni á blótinu sem haldið var föstudaginn 26. janúar og var dagskráin með sama sniði og á Hlévangi þar sem þeir félagar í Harmonikkufélagi Suðurnesja, Baldvin Elís Arason og Þórólfur Þorsteinsson; Baldvin og Dói eins og þeir eru kallaðir, þöndu nikkurnar. Myndirnar voru teknar við þetta tækifæri.


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg.

17

BARÁTTA VERKALÝÐSINS - WALKA ROBOTNIKÓW Ég var spurður að því um daginn hver tilgangurinn væri með framboði mínu í stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja. Stutta svarið er, vegna þess að ég get það. Langa svarið er hins vegar, það er löngu komin þörf á endurnýjun þess umboðs sem núverandi formaður hefur. Þó að ég sé ekki formannsefnið í komandi kosningum þá tek ég heilshugar þátt í því starfi sem ný stjórn tekur sér fyrir hendur. Það er sorglegt hvernig verkalýðsbaráttan dó á sínum tíma með Guðmundi J Guðmundssyni eða Gvendi Jaka eins og hann var oftast nefndur, blessuð sé minning hans. Þar var maður sem ötull barðist með kjafti og klóm fyrir félagsmenn sína og nutum við hin oftar en ekki góðs af hans baráttu fyrir verkalýðinn. Eftir rúman áratug í dvala, undir ógnarvaldi ASÍ, er að færast líf í baráttuna að nýju. Vilhjálmur Birgisson var kosinn formaður í Verkalýðsfélagi Akraness, þá lifnaði aftur í glæðunum og fer bálið stækkandi jafnt og þétt. Nú síðast bættist við nýr formaður í VR hann Ragnar Þór og vonandi heldur bálið áfram að stækka með nýju formannsefni Eflingar henni Sólveigu

Önnu. Ég óska Sólveigu og hennar fólki alls hins besta í komandi kosningum og er ég ekki í vafa um að félagsmenn Eflingar taki henni fagnandi hendi. Í ljósi þess sem að ofan er talið spyr ég, ætlum við íbúar Suðurnesja að sitja eftir eða ætlum við að taka þátt í þeirri baráttu sem hafin er? Eigum við ekki að slást í för með þeim félögum sem vilja bættari kjör. Verslunar- og verkafólk hafa setið á hakanum í baráttunni um mannsæmandi laun og er það ekki boðlegt lengur. T.d. hafa flugvallarstarfsmenn setið eftir á meðan flugmenn, flugliðar, flugvirkjar og aðrir starfsmenn þess geira hafa fengið hækkun ofan á hækkun og er það ekki ásættanlegt lengur. Nú er tími til kominn að rísa upp og krefjast þess að útborguð laun þeirra lægst launuðu dugi út mánuðinn. Ég skora á félagsmenn Verslunarmannafélags Suðurnesja að taka þátt í komandi kosningu og nýta rétt sinn til að kjósa um nýjar áherslur og nýja stjórn. Við stöndum á mikilvægum tímamótum. Nýtum okkur tækifærin sem fylgja nýrri forystu í stærstu verkalýðsfélögum landsins og tökum

þátt í baráttunni um réttlátara samfélag.

Walka robotników

Zapytano mnie ostatnio jaki jest cel mojej kandydatury w zarządzie związków zawodowych Verslunarmannafélag Suðurnesja. Krótka odpowiedź jest taka, ponieważ mogę. Dłuższa odpowiedź jest natomiast taka że potrzeba nam odnowy zarządu obecnego przewodniczącego. Pomimo tego że nie jestem idealnym kandydatem na przewodniczącego w nadchodzących wyborach to jednak z całym sercem uczestniczę w pracach nowego zarządu. To smutne jak walka klasy robotniczej umarła wraz ze świętej pamięci Guðmundurem J. Guðmundssonem lub Gvendim Jaka jak go nazywano. To był człowiek który zakasał rękawy i zawzięcie walczył dla swoich członków a my cieszyliśmy się owocami jego walk. Po dziesięcioletnim okresie uśpienia, pod groźbą ASÍ (Federacja Islandzkich Związków Zawodowych), walka budzi się do życia na nowo. Vilhjálmur Birgisson został wybrany na przewodniczącego związków zawodowych w Akranes, wraz z nim ogień się wzniecił a jego płomienie rosną

równomiernie. Ostatnio dołączył do VR nowy prezes Ragnar Thor, mam więc nadzieje że ten płomień nadal będzie wzrastał, wraz z nowym prezesem Eflingu Sólveig Anną. Życzę Sólveig i jej zespołowi powodzenia w nadchodzących wyborach i jestem pewien że członkowie Eflingu przyjmą ją z otwartymi ramionami. W świetle tego co napisałem powyżej pytam, czy my mieszkańcy Suðurnes mamy zamiar siedzieć i nic nie robić czy zamierzamy uczestniczyć w rozpoczętej walce? Czy nie powinniśmy dołączyć do tych którzy wybrali lepsze warunki dla swoich członków? Handlowcy i robotnicy są w tyle w walce o godne wynagrodzenie i jest to nie do przyjęcia. Na przykład pracownicy na lotnisku mieli mniejsze wynagrodzenie niż w tym samym czasie piloci, załoga lotnicza, kontroler ruchu lotni-

czego i inni pracownicy tego sektora dostali podwyżkę za podwyżką i jest to nie do przyjęcia. Teraz jest czas aby się podnieść i zażądać aby wypłata tych najmniej zarabiających starczała na cały miesiąc. Wzywam więc członków związków zawodowych Verslunarmannafélag Suðurnesja do wzięcia udziału w nadchodzących wyborach i skorzystania z przysługującego im prawa do głosowania na nowy zarząd i nowe kierownictwo. Stoimy w ważnym punkcie zwrotnym. Skorzystaj z możliwości, jakie towarzyszą nowemu przywództwu w największych związkach zawodowych w kraju i weź udział w walce o sprawiedliwsze społeczeństwo. Einar M. Atlason

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Fiskeldisfræðingur og sumarstarfsmenn Stofnfiskur hf. óskar eftir að ráða fiskeldisfræðing í framtíðarstarf og tvo sumarstarfsmenn í hrognkelsaeldi fyrirtækisins í Höfnum, Reykjanesi.

Foreldrar bera ábyrgð á uppeldi barna sinna og menntun fram að 18 ára aldri en foreldrahlutverkið er margþætt og stundum flókið. Það er afar mikilvægt fyrir foreldra að fylgjast með líðan barnanna sinna og eiga við þau góð samskipti. Rannsóknir hafa sýnt að stuðningur og viðhorf foreldra skiptir miklu máli þegar kemur að námsárangri, líðan og forvörnum gegn áfengis-og vímuefnaneyslu. Unglingar sem upplifa umhyggju og aðhald frá foreldrum sínum gengur gjarnan betur í skóla og tileinki sér frekar heilbrigðan lífsstíl. Eftir því sem börnin eldast höfum við tilhneigingu til þess að missa sjónar af því sem börnin okkar aðhafast. Þá er stundum talað um að slaka á taumnum en ekki sleppa enda mikilvægt að foreldrar haldi áfram að leiðbeina börnum sínum, sýna viðfangsefnum þeirra áhuga og setja þeim skýr mörk. Börn og unglingar líta upp til foreldra sinna og hegða sér gjarnan í takt við væntingar sem til þeirra eru gerðar. Viðhorf foreldra og væntingar geta því skipt sköpum fyrir velferð barna þeirra. Foreldrar geta þannig tekið þátt í að efla forvarnir og styðja við barnið í uppvextinum en samskipti foreldra og skóla hafa jákvæð áhrif á allt skólastarf og ávinningur er aukið sjálfstraust nemenda, betri líðan í skóla, aukinn áhugi og bættur námsárangur. Við minnum á erindi í Akademíunni 5. mars kl: 17-19 fyrir foreldra barna 13-18 ára. Sérfræðingur frá Rannsóknum og greiningu mun fara yfir þætti sem snúa að líðan barna okkar og verkefnastjóri frá Heimili og skóla fjalla um mikilvægi foreldra í forvörnum og 18 ára ábyrgð. Verkefnastjórar FFGÍR Anna Hulda og Anna Sigríður

Starfssvið og ábyrgð:

Menntunar og hæfniskröfur:

- Almenn eldisstörf við eldi á hrognkelsum: - fóðrun og umhirða á fiski, seiðum og hrognum - þrif á eldiskerum og ýmiskonar viðhald - ýmis ábyrgðarverkefni samkvæmt fyrirmælum stöðvarstjóra/ aðstoðar stöðvarstjóra

- Fiskeldismenntun æskileg en ekki skilyrði - Áhugi og reynsla af fiskeldi er mikill kostur - Jákvæðni og lipurð í samskiptum - Vinna vel í teymi - Dugnaður, vandvirkni og skynsemi

Skrifleg umsókn ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið unnur@stofnfiskur.is fyrir 16. mars næstkomandi Frekari upplýsingar um Stofnfisk hf. má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins www.stofnfiskur.is Frekari upplýsingar um starfið má nálgast á unnur@stofnfiskur.is

ATVINNA

MCRENT ICELAND, HÚSBÍLALEIGA, AUGLÝSIR EFTIR STARFSFÓLKI Í EFTIRFARANDI STÖRF:

ÞRIF Á BIFREIÐUM

AFGREIÐSLA

VIÐGERÐIR

Um er að ræða lausar stöður í inniog útiþrifum.

Starfið felur einkum í sér almenna þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins, kennslu á tæki og skjalafrágang.

Laus staða er við viðhald og viðgerðir húsbíla fyrirtækisins. Um er að ræða fastráðningu, frábært tækifæri fyrir áhugasama.

Hæfniskröfur: Rík þjónustulund, tölvukunnátta, tungumálakunnátta, bílpróf og áhugi á ferðaþjónustu.

Hæfniskröfur: Reynsla af viðgerðum, eða smíðavinnu, mikill kostur.

Hæfniskröfur: Bílpróf er nauðsynlegt, reynsla af þrifum er kostur. Lágmarksaldur er 17 ár.

Lágmarksaldur er 20 ár.

Lágmarksaldur er 25 ár.

Við sækjumst eftir duglegu fólki af báðum kynjum í skemmtileg og krefjandi störf, frá apríl fram til loka október 2017, með möguleika á fastri ráðningu. Ítarleg kennsla fer fram áður en starfsfólk hefur störf að starfsstöð okkar, Smiðjuvöllum 5 a, Reykjanesbæ. Umsókn sendist með upplýsingum um starfsferil (CV) og mynd á: iceland@mcrent.is. Tekið er við umsóknum fram til 23.3.2018. Allar nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti: iceland@mcrent.is. HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

FORELDRAR ERU BESTIR Í FORVÖRNUM

Í boði er spennandi starf hjá framsæknu fyrirtæki í örum vexti sem hefur á að skipa metnaðarfullu og samhentu starfsfólki.

Smiðjuvöllum 5 a // 230 Reykjanesbær // Sími: 578-6070


18

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Knattspyrnumaðurinn og leikmaður Njarðvíkur, Styrmir Gauti Fjeldsted, meiddist á æfingu fyrir rúmri viku og nú er komið í ljós að innra liðband á hné er slitið en allt annað heilt. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort hann fari í aðgerð eða þetta verði látið gróa að sjálfu sér. Það er ljóst að hann verður frá keppni og æfingum í átta til tólf vikur en Styrmir hefur verið lykilmaður í vörninni hjá Njarðvík síðustu ár. Annar lykilmaður frá því í fyrrasumar, Magnús Þór Magnússon, er einnig að ná sér eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna kvið-

slits (Sports Hemia) sem hefur háð honum. Magnús Þór kláraði nám í Bandaríkjunum fyrir jólin og er komin heim og hefur æfingar fljótlega með Njarðvík.

AÐALFUNDUR UMFN verður haldinn miðvikudaginn 21. mars 2018 kl. 20:00 í íþróttahúsinu í Njarðvík, félagssal okkar á annarri hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kaffiveitingar Bjóðum alla velkomna, Ólafur Eyjólfsson formaður

Gerðu alltaf þitt besta Knattspyrnukonan Þóra Kristín Klemenzdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, var valin leikmaður ársins hjá Keflavík í fyrra. Hún hefur æft knattspyrnu frá ellefu ára aldri og henni líður best heima hjá sér. Víkurfréttir fengu Þóru til að svara nokkrum spurningum í Sportspjalli. Fullt nafn: Þóra Kristín Klemenzdóttir. Íþrótt: Fótbolti. Félag: Keflavík. Hjúskaparstaða: Einhleyp. Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? 11 ára. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Elis Kristjánsson. Hvað er framundan? Framundan í fótboltanum er Íslandsmótið sem er í sumar og erum við í fullum undirbúningi fyrir það. Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Myndi segja í fyrra þegar ég

var valin leikmaður ársins í meistaraflokks kvenna 2017.

Uppáhalds...:

...leikari: Melissa McCarthy. ...bíómynd: Titanic. ...bók: Mýrin. ...alþingismaður: Ekki hugmynd. ...staður á Íslandi: Heima er best. Hvað vitum við ekki um þig? Ég byrjaði fótboltaferilinn sem markmaður í nokkur ár og var bara nokkuð góð en ég get samt ekkert í marki núna. Hvernig æfir þú til að ná árangri?

UTANVALLAR

STYRMIR FRÁ KEPPNI Í ÁTTA TIL TÓLF VIKUR

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg.

Mæti á allar æfingar með það markmið að leggja mig 100% fram. Hver eru helstu markmið þín? Langar að klára háskólanám en stunda fótboltann með því og auðvitað komast eins langt og ég get í honum Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Það er alltaf skemmtilegt að rifja upp söguna af því þegar við vorum skelfilega lélegar á tímabili fyrir nokkrum árum og töpuðum öllum leikjum mjög illa, en í einum leiknum þá náðum við jafntefli og okkur leið auðvitað eins og við hefðum bara sigrað heiminn og fögnuðum því með því að fara út að borða og svona því ég meina við töpuðum ekki, gleymi þessu aldrei. Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Gerðu alltaf þitt besta, sama hvað það er.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stjórnsýslusvið – Verkefnastjóri viðskiptaþróunar Málefni fatlaðs fólks – Starfsfólk í sumardagvistun Hæfingarstöðin – Sumarstörf Velferðarsvið – Verkefnastjóri fjölmenningarmála Hæfingarstöð – Ræstingar, 30% starfshlutfall Málefni fatlaðs fólks – Umönnunarstörf á heimilum Vinnuskólinn – Yfirflokksstjóri Vinnuskólinn – flokkstjórar Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf.

Viðburðir í Reykjanesbæ Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - tónleikar Tónleikar Forskóladeildar í Stapa 6. mars kl. 17 og 18. Tónleikar framhaldsnámsnemenda í Bergi 7. mars kl. 19:30. Nánari upplýsingar á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is Bókasafn Reykjanesbæjar Fimmtudaginn 1. mars kl. 11.00 verður kynning á skyndihjálp fyrir ungabörn á Foreldramorgni á vegum Rauða krossins. Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir. Foreldrafærninámskeið framundan Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar: Hefst 12. mars Klókir litlir krakkar: Hefst 21. mars Nánari upplýsingar á www.reykjanesbaer.is

Björn Íslandsmeistari í hnefaleikum Björn Björnsson frá Hnefaleikafélagi Reykjaness varð Íslandsmeistari í -75 kg flokki á Íslandsmótinu í hnefaleikum sem fram fór um síðastliðna helgi. Mótið var haldið í aðstöðu Hnefaleikafélags Reykjaness í gömlu sundlauginni. Björn keppti, ásamt Magnúsi Marcin, fyrir hönd Hnefaleikafélags Reykjaness en Björn keppti í tveimur flokkum og bar sigur úr býtum í báðum viðureignum sínum. Þess má geta að Björn er einnig yfirþjálfari hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness.

Magnús hlaut silfrið í -81 kg flokki eftir mjög jafnan úrslitabardaga. Margrét Guðrún Svavarsdóttir, Íslandsmeistari kvenna í 75 kg flokki og hnefaleikakona ársins 2017, gat því miður ekki keppt að þessu sinni.

Mynd: Gunnar Jónatansson

SARA RÚN MEÐ SÖGULEGAN ÁRANGUR – Rauf 1000 stiga múrinn

Sara Rún Hinriksdóttir náði sögulegum árangri með liði sínu Canisius í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta sl. laugardag þegar hún náði þeim áfanga að ná þúsund stigum í háskólaboltanum á sínum ferli. Sara Rún náði þúsund stigunum snemma í leiknum, leikurinn endaði með tapi Canisius en liðið mætti Siena College og urðu lokatölur leiksins 59-68 fyrir Siena. Sara skoraði alls 20 stig í leiknum, tók sex fráköst og átti tvær stoðsendingar, Sara Rún lék 39 mínútur í leiknum.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. mars 2018 // 9. tbl. // 39. árg.

19

Allar í stíl á gönguskíðum - Kristín Jóna Hilmarsdóttir stundar gönguskíði í góðum félagsskap „Ég er í gönguhóp sem samanstendur af fjórtán konum og fyrir um það bil fimm árum fórum við að tala um að æfa okkur á gönguskíðum yfir vetratímann en sumar í hópnum höfðu áður verið á gönguskíðum sem krakkar. Úr var að ég fékk gönguskíði í jólagjöf árið 2013 og fór með stelpunum upp í Bláfjöll,“ segir Kristín Jóna aðspurð hvað hafi upphaflega fengið hana í íþróttina. „Milla vinkona mín kenndi mér undirstöðuatriðin, svo æfði ég mig bara og þá aðallega í að detta, þar sem jafnvægið er nú svolítið öðruvísi en á svigskíðum. En sem betur fer var ég vön skíðakona svo þetta var nú frekar fljótt að koma en maður er alltaf að læra. Þegar við vorum að byrja að fara í Bláfjöllin var nánast enginn á gönguskíðum, þetta þótti nú bara pínu „halló,“ en fyrir vikið áttum við svæðið.“ Hópurinn æfir aðallega í Bláfjöllum en þar eru lagðar brautir og aðstaðan góð. „Við hittumst stelpurnar, þær koma sem komast og svo eru sumar búnar að draga makana með. Kærastinn minn er mjög duglegur að koma með mér. Í Bláfjöllum er ýmist hægt að fara stuttan hring á flatanum eða lengri hring sem eru rúmir 10 km upp á heiði sem mér finnst æðislegt í góðu veðri.“ Árið 2016 tók Kristín þátt í fyrstu skíðagöngukeppninni, Skarverennett, í Noregi með nokkrum vinkonum. „Það var bara byrjunin, 38 km, sem mér fannst alveg hellingur svona í fyrsta skipti. En það gekk svona svakalega vel, við fengum okkur allar eins galla og höfum við haldið okkur við það að kaupa okkur eins „outfit,“ segir Kristín og neitar því ekki að það veki athygli. „Okkur finnst það ekki leiðinlegt, maður þarf að „lúkka“ vel!“ Í fyrra var svo förinni heitið í stóra 90 km keppni í Svíþjóð sem kallast Vasaloppett. Þar eru keppendur um sextán þúsund og taka margir af frægustu gönguskíðaköppunum þátt árlega. „Við vorum stór hópur sem fórum saman. Við gistum í Trysel í Noregi sem er æðislegt gönguskíðasvæði og æfðum við okkur í nokkra daga fyrir keppni. Keppnin sjálf var mjög erfið og ég var bara mjög sátt að geta klárað.“ Nýlega fór hópurinn á gönguskíðanámskeiðið „Bara ég og stelpurnar“ á Ísafirði, annað árið í röð. „Þetta var alveg ótrúlega gaman og mikið fjör, við lærðum svo margt enda flottir kennarar og allt til fyrirmyndar. Þarna voru 60

Sjóvá

440 2000

Við flytjum Frá og með fimmtudeginum 1. mars tökum við vel á móti ykkur í útibúi Landsbankans, Krossmóa 4a. Hlökkum til að sjá ykkur á nýjum stað.

sjova.is

LOKASPRETTURINN Í DEILDINNI

konur samankomnar, bæði byrjendur og lengra komnar og var okkur raðað í hópa eftir því. Gönguskíðasvæðið á Ísafirði er eins og það gerist best í útlöndum, svona þegar veðrið er til friðs. En það er bara svo ótrúlegt að þegar maður er kominn út, sama hvernig veðrið er þá er það ekki spurning um veðrið heldur hvernig maður klæðir sig,“ segir Kristín. Er íþróttin að verða sífellt vinsælli hér á landi? Já, gönguskíðin eru orðin mjög vinsæl hér á landi og ótrúlegur fjöldi að stunda þau. Þetta er nefnilega svo góð hreyfing fyrir allan líkamann, engin högg á liðina og fyrir mig til dæmis, sem má helst ekki hlaupa, þá er þetta alveg fullkomið. Það sem er líka svo gaman er að við erum búin að kynnast svo mikið af skemmtilegu fólki og alltaf er verið að plana eitthvað skemmtilegt. Næst á dagskrá er Fossavatnsgangan á Ísafirði í apríl en hópurinn er að sjálfsögðu farinn að skoða fleiri keppnir erlendis á næsta ári. „Það er nefnilega svo gaman að hafa eitthvað til að stefna að og æfa fyrir, það gerir þetta allt svo skemmtilegt,“ segir Kristín og bætir við að þegar fer að vora og snjó tekur að leysa færa þær sig yfir í annað sport, fjallaskíðin. „Ekki er það nú síðra og farið að verða ansi vinsælt á Íslandi.. en það er efni í annað viðtal,“ segir Kristín að lokum og hlær.

MIÐVIKUDAGUR KL. 19:15

DOMINO’S-DEILD KVENNA

KEFLAVÍK - SNÆFELL FIMMTUDAGUR KL. 19:15

DOMINO’S-DEILD KARLA

KEFLAVÍK - NJARÐVÍK BORGARAR KLÁRIR 18:30

ALLIR Í TM-HÖLLINA

ÁFRAM KEFLAVÍK


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Það fennir seint yfir sumar fréttir.

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

LOKAORÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR

Nýtt líf - nýtt hlutverk Hversu stórkostlegt er það þegar lífið færir manni nýtt hlutverk? Mikilvægt hlutverk sem það er eins gott að maður standi sig í, hlutverk sem skiptir meira máli en flest annað, hlutverk sem leggur á mann þó nokkrar skyldur, hlutverk sem færir manni talsverða ábyrgð, hlutverk sem mun færa manni meiri gleði en mann getur órað fyrir. Ég er í þessum sporum akkúrat núna og ég er að springa úr hamingju. Þvílík forréttindi. Ég hlakka óendanlega til þess að takast á við þetta nýja hlutverk og er full af þakklæti og staðráðin í því að sinna því eins vel og

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

ÚR SAFNI VÍKURFRÉTTA

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

ég get. Ég kann þetta hlutverk ekki, hef ekki gengt því áður, en ég veit samt að ég get orðið mjög góð í þessu. Þetta mun vonandi krefjast mikillar vinnu, talsverðs tíma á öllum tímum sólarhringsins, kannski einhverra andvökunótta jafnvel, hver veit? Hlutverkinu fylgir stór titill sem maður þarf að leggja talsvert mikið á sig til að standa undir og heilmikil vegsemd. Þetta er æviráðning og þessu hlutverki mun maður aldrei vilja sleppa. Ég vil yfirleitt fá að stjórna og er vön því að fá mínu fram. Þetta hlutverk mun hins vegar örugglega krefjast þess að ég þurfi að sætta mig við að ráða engu, en hins vegar alltaf þurfa að vera til taks. Ég kem inn í þetta hlutverk aðeins á ská og mun deila því með stórum hópi af frábæru fólki. Það verður ekki vandamál því þetta hlutverk er þannig að það beinlínis kallar á samstarf og laðar fram það allra besta í öllum. Ég verð að viðurkenna að mér finnst ég kannski aðeins of ung til að takast á við þetta hlutverk, en ég hef sem betur fer fjölmargar frábærar fyrirmyndir sem ég get leitað til. Þetta nýja hlutverk breytir öllu og það verður ekkert eins og áður. Það gerðist eitthvað inni í mér þegar ég fékk símtalið. Hjartað stækkaði og ég gat ekki hætt að brosa. Maðurinn minn sagði mér að það væri fæddur drengur, afastrákurinn væri kominn í heiminn, hraustur og fallegur. Það tísti í honum og heyrði beinlínis í brosinu. Og með þessu nýja lífi kemur þetta nýja fallega hlutverk - ég fæ að vera ein af ömmunum. Velkominn í heiminn elsku drengur.

HAFNFIRÐINGAR TÝNDU BÍL Í SNJÓSKAFLI Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Ung hjón úr Hafnarfirði urðu fyrir óskemmtilegri reynslu er þau skruppu í helgarferð til London. Þau lögðu bifreið sinni á bílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli fyrir Lundúnaferðina. Þegar þau komu til landsins á þriðjudeginum sást hvorki tangur né tetur af bílnum og varð ungu hjónunum hverft við sem von er. Það er ástæða til að greina frá því að þetta gerðist í mars árið 1983 eða fyrir 35 árum síðan. Einmitt þessa helgi kom mikið snjóaveður og á staðnum þar sem bílnum hafði verið lagt var kominn stór snjóskafl. Vaknaði því

grunur um að bifreiðina væri að finna í skaflinum og var hafist handa við að grafa strax morguninn eftir og fengin grafa til verksins því ekki dugðu nein vettlingatök við moksturinn. Í frétt Víkurfrétta frá þessum tíma segir að bíllinn hafi fundist í skaflinum að nokkurri stund liðinni. Bíllinn reyndist einnig óskemmdur, eftir að hafa verið dúðaður í skaflinum meðan eigendurnir skemmtu sér í London. Myndirnar með fréttinni tók Páll Ketilsson, sem núna 35 árum síðar, er enn að mynda snjóskafla fyrir Víkurfréttir.

FUNDARBOÐ AÐALFUNDIR DEILDA KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA VERÐA HALDNIR SAMKVÆMT SAMÞYKKTUM FÉLAGSINS SEM HÉR SEGIR: Dagsetning

Dagur

Tími

Staður

1. deild 8. mars 2018 Keflavík norðan Aðalgötu

Fimmtudagur

kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

2. deild 8. mars 2018 Keflavík sunnan Aðalgötu

Fimmtudagur

kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

3. deild Njarðvík-Hafnir-Vogar

8. mars 2018

Fimmtudagur

kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

4. deild Grindavík

5. mars 2018

Mánudagur

kl. 17:00

Sjómannastofan Vör

5. deild Sandgerði

6. mars 2018

Þriðjudagur

kl. 18:30

Efra Sandgerði

6. deild Garði

6. mars 2018

Þriðjudagur

kl. 17:00

Réttarholtsvegi 13, Garði

Miðvikudagur

kl. 17:00

Nettó - Miðvangi 41 Hafnarfirði

8. deild 7. mars 2018 Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes, Kópavogur, Seltjarnarnes, Reykjavík

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Deildir

Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.