Víkurfréttir 12. tbl. 40. árg.

Page 1

Stelpur vilja slást! Opnunartími

magasín SUÐURNESJA

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

á Hringbraut og vf.is öll :30 fimmtudagskvöld kl. 20

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

fimmtudagur 21. mars 2019 // 12. tbl. // 40. árg.

Moka upp þorski kjaftfullum af loðnu

Sjómenn hafa síðustu daga verið að moka upp þorski við Garðskaga. Fiskurinn er fallegur og kjaftfullur af loðnu. Veiðin hefur verið góð alveg frá áramótum segir Valur Þór Guðjónsson skipstjóri á Sunnu Líf GK. Víkurfréttir tóku hann tali þar sem hann var að landa í Sandgerði á föstudag. Sunna Líf GK er netabátur sem hefur verið að gera það gott síðustu daga. Tveir karlar eru um borð og þeir hafa fengið 60 tonn af fallegum fiski á nokkrum dögum. Báturinn er nýlega byrjaður á veiðum eftir að hafa verið í miklum endurbótum og breytingum. Valur segir að á föstudag hafi þeir aðeins verið með tvær níu neta trossur og þær hafi verið fullar af fiski þegar þær voru dregnar snemma á föstudagsmorgun. Fiskiríið er þannig að Valur ákvað að fækka um eina trossu því báturinn ber bara ekki meira en það sem t.d. kom í trossurnar þann daginn. Meira að segja varð annar bátur að draga fjögur net fyrir áhöfnina á Sunnu Líf GK, þar sem allt var orðið fullt af fiski og ekki um neitt annað að ræða en að koma sér í land með aflann. Valur lýsir ástandinu í hafinu þannig að það sé allt fullt af fiski. Greinilegt er að þorskurinn er í mikilli loðnu og sjómennirnir á smábátunum eru að sjá loðnuna um allt. Hann segir gott að þorskurinn sitji nú að því veisluborði sem loðnan er svona rétt áður en þorskurinn hrygnir.

Sunna Líf GK er netabátur sem hefur verið að gera það gott síðustu daga. Tveir karlar eru um borð og þeir hafa fengið 60 tonn af fallegum fiski á nokkrum dögum. Hér er landað fullfermi úr bátnum við Sandgerðishöfn á föstudaginn. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Dræm þátttaka þegar VS samþykkti sameiningu við VR „Dræm þátttaka félagsmanna er auðvitað umhugsunarefni,“ segir Guðbrandur Einarsson, formaður VS Félagsmenn Verslunarmannafélags Suðurnesja samþykktu sameiningu við VR í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi miðvikudaginn 13. mars. Á kjörskrá voru 1.213 og alls greiddu 315 atkvæði eða 25,97%. Já sögðu 260 eða 82,54%, nei sögðu 54 eða 17,14% og einn skilaði auðu. „Niðurstaðan í þessari kosningu er afgerandi og góð fyrir framhaldið en dræm þátttaka félagsmanna er auðvitað umhugsunarefni. Við erum núna að undirbúa sameininguna við

VR sem öðlast gildi þann 1. apríl og erum að gera það eins vel og við getum. VR hefur boðið öllum starfsmönnum áframhaldandi vinnu en við erum að meta stöðu okkar og

Sex ára ferðalag húss frá Keflavík í Hafnir senn á enda Suðurgata 19 í Keflavík lagði upp í ferðalag í byrjun sumars árið 2013 þegar húsinu var lyft af grunni sínum og það sett á flutningabíl. Síðan þá hefur húsið verið á geymslusvæði en er núna, sex árum síðar að fá nýtt heimilisfang. Þórunn Sveinsdóttir hefur óskar

heimildar til að koma fyrir byggingu á lóðinni Hafnagötu 31b Höfnum. Um er að ræða húsið sem stóð áður við Suðurgötu 19. Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur samþykkt staðsetningu hússins í Höfnum með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

verðum komin að niðurstöðu fyrir sameiningu,“ sagði Guðbrandur Einarsson formaður VS í samtali við Víkurfréttir. VR mun taka fyrir tillögu um sameiningu á aðalfundi VR þann 27. mars nk. og mun sameining taka gildi 1. apríl nk.

Milljónum stolið úr spilakössum Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum rannsakar nú innbrot í spilakassa á veitingastað í umdæminu sem átti sér stað nýlega. Um er að ræða þrettán spilakassa sem voru skemmdir, með því að spenna þá upp, og tæmdir. Ætla má að sex til átta milljónir króna hafi verið samanlagt í þeim. Ekki er unnt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Frábær tilboð í Nettó Bayonne skinka Kjötsel

998

KR/KG

ÁÐUR: 1.995 KR/KG

-50%

Svínahakk Ferskt

499

-56%

KR/KG

ÁÐUR: 1.135 KR/KG

Jarðarber

289

-50%

KR/ASKJA

ÁÐUR: 579 KR/ASKJA

Tilboðin gilda 21. - 24. mars 2019

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. mars 2019 // 12. tbl. // 40. árg.

Rauðvínið reyndist amfetamínbasi Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur til rannsóknar fíkniefnamál sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar íslenskur karlmaður á sextugsaldri reyndi að smygla rúmlega einum og hálfum lítra af amfetamínvökva inn í landið. Maðurinn var að koma frá Barcelona á Spáni þegar tollverðir stöðvuðu hann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í farangri hans voru tvær 780 millilítra rauðvínsflöskur sem reyndust innihalda amfetamínvökvann. Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi og miðar rannsókn málsins vel.

Boeing 777-31H(ER) farþegaþota frá Emirates lenti á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með veikan farþega. Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var á vettvangi. VF-mynd: Hilmar Bragi

Risaþotur leita hjálpar á Keflavíkurflugvelli Boeing 777-31H(ER) farþegaþota frá Emirates lenti á Keflavíkurgflugvelli í síðustu viku með veikan farþega. Þotan var að koma frá Dubai og á leið til New York en Keflavíkurflugvöllur er á flugleiðinni milli þessara tveggja staða. Sjúkrabíll frá Brunavörnum Suðurnesja beið eftir vélinni og flutti sjúklinginn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Tveir á sjúkrahús eftir bílveltu Tveir voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að bílvelta varð á Suðurstrandarvegi á laugardagskvöld. Meiðsl þeirra reyndust ekki alvarlegs eðlis. Mikil hálka var á vettvangi þegar óhappið varð. Áður hafði orðið umferðaróhapp á Norðurljósavegi þegar ökumaður missti bifreið sína út af og hafnaði hún í hrauninu við veginn. Ökumaður slapp ómeiddur en bifreiðin var talsvert skemmd.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Millilendingar á Keflavíkurflugvelli með veika farþega eru næstum daglegt brauð en tíundi hver sjúkraflutningur á Suðurnesjum tengist flugstöðinni og flugvellinum. Það eru ekki bara veikindi farþega

Boeing 777-200 þota British Airways á Keflavíkurflugvelli, þar sem vélin lenti vegna reyks um borð. VF-mynd: Hilmar Bragi

BÆJARSTJÓRINN Í VOGUM HÚÐSKAMMAR BÆJARBÚA Ásgeir Eiríkssonm, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum lætur ökumenn í sveitarfélaginu heyra það í pistli sem hann ritar sl. föstudag. Pistillinn heitir „Samfélagsmein – tökum okkur á!“ og er þörf lesning. Pistillinn fjallar um hraðakstur í sveitarfélaginu en búnaður hefur verið settur upp sem mælir hraða allra ökutækja sem fara um Stapaveg í Vogum. Þar er 30 km. hámarkshraði en meðalhraði á veginum er hins vegar 53 km. á klukkustund eða næstum tvöfaldur hámarkshraði. Sá sem hraðast ók var hins vegar á rúmlega þreföldum hámarskshraða. Hér er pistill bæjarstjórans: Í pistli mínum þann 1. mars s.l. sagði ég frá uppsetningu hraðaviðvörunarskilta í Vogum. Skiltin segja ökumönnum til um á hvaða hraða er ekið, og séu ökumenn innan löglegs hámarkshraða skiptast á að birtast vingjarnlegur broskarl og hraðinn sem viðkomandi ekur á, í fagurgrænum lit. Sé hins vegar ekið umfram leyfilegan hámarkshraða verður broskarlinn að fýlukarli, rauðum á lit.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

sem beina flugvélum til Keflavíkurflugvallar því á dögunum komu t.a.m. tvær þotur British Airways sama daginn vegna tæknilegra vandamála um borð.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Það sem ekki kom hins vegar fram í fréttinni var að tækið er með þeim ágætum, að það safnar saman tölfræði um hraða ökutækjanna sem fram hjá þeim aka. Nú höfum við tekið út tölfræðina fyrir fyrstu tvær vikurnar frá því þau voru sett upp. Niðurstöðurnar eru ekki góðar og okkur ökumönnum sem aka um Vogana til háborinnar skammar. Skoðum tölfræðina frá Stapaveginum. Munum að Stapavegurinn er inni í bænum og það er 30 km hámarkshraði á klukkustund. Samkvæmt greiningunni var meðalhraði allra ökutækja sem um götuna fóru á tímabilinu 1. – 13. mars 53 km/klst. Sá sem hraðast ók mældist á 93 km hraða á klst. Þetta er meira en þrefaldur hámarkshraði, og flokkast væntanlega undir ofsaakstur. Slíkur akstur varðar ökuleyfissviptingu. HÁMARKSHRAÐINN ER 30 KM/KLST – ÞETTA ER INNI Í MIÐJUM BÆ!!!! Hvers konar framkoma er þetta eiginlega? Hvað á það að þýða að nánast

Sveitarfélagið Vogar. Mynd: Gagnaveitan allir sem aka fram hjá þessu skilti virða ekki hámarkshraðann? Ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur hvað hitt hraðaviðvörunarskiltið segir okkur – það eru verri tölur. Það sjáum við hraða sem mælist í þriggja stafa tölum. Þar sem hámarkshraðinn er 30 km/klst. Berum við enga virðingu lengur fyrir leikreglunum í samfélaginu? Gefum við einfaldlega skít í öryggi gangandi vegfarenda – sérstaklega barnanna okkar? Er hámarkshraðinn einungis til þess að skreyta sig með á tyllidögum? Það er fjöldinn allur af skólabörnum sem fer yfir þessa götu á hverjum degi á leið sinni til og frá skóla - samkvæmt þessu eru þau í bráðri hættu. Sem betur fer hafa ekki nein slys orðið á gangandi

vegfarendum hjá okkur – en samkvæmt þessum mælingum er hættan til staðar. Góðir hálsar! Þetta er grafalvarlegt mál, sem við sem samfélag eigum ekki að líða – og alls ekki láta viðgangast. Tökum höndum saman, tökum okkur á og sýnum ábyrga hegðun í umferðinni. Það að aka umfram leyfilegan hámarkshraða flýtir för okkar einungis um örfáar sekúndur, sem á ögurstundu geta reynst örlagaríkar og dýrkeyptar. Líf og heilsa barnanna okkar og annarra vegfarenda eru í húfi. Látum ekki spyrjast á okkur að við séum umferðardólgar – tökum okkur tak og sameinumst um að laga þetta. Strax. Svona gerum við ekki. Og hana nú.

MSS býður upp á endurmenntun atvinnubílstjóra Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum býður upp á aukið námskeiðsframboð með tilkomu vottunar sem Samgöngustofa hefur nýverið veitt MSS til að halda úti endurmenntun atvinnubílstjóra. Námið er fyrir bílstjóra sem aka stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni. Endurmenntunina skulu atvinnubílstjórar taka á fimm ára fresti til að viðhalda atvinnuréttindum sínum. Að sögn Smára Þorbjörnssonar verkefnastjóra hefur nokkur eftirspurn verið eftir námsframboði sem þessu og leggur MSS áherslu á að svara kalli atvinnulífs og samfélagsins m.a. með þessum hætti. Námið skiptist í þrjá hluta, kjarna, valkjarna og valfög. Allir þátttakendur í endurmenntun taka kjarnafögin þrjú; lög og reglur, umferðaröryggi og vistakstur en þau eru grunnur námsins. Þátttakendur geta svo valið á milli námskeiðanna farmflutningar eða vöruflutningar í valkjarnafögum. Í valfögum geta svo þátttakendur valið á milli námskeiðanna skyndihjálp eða faglegi þátturinn. ,,Við erum afar ánægð með að hafa tekist

að setja þetta nám saman og geta þjónustað þennan hóp hér á svæðinu, við vonumst til þess að námið hljóti

góðan hljómgrunn á Suðurnesjum og hlökkum til að taka á móti flottum hópi atvinnubílstjóra hér í MSS,“ segir Smári. Námið er eins og áður sagði vottað af Samgöngustofu en námskeiðin eru öll viðurkennd af þeirri stofnun, þá er sérstaklega passað uppá að gæði námsins séu með besta móti og að kennsla og framkvæmd séu í nákvæmum tengslum við hæfniviðmið og markmið í náminu. Áhugasömum er bent á að kíkja við á heimasíðu MSS þar sem allar nánari upplýsingar er að finna, auk þess sem hægt er að skrá sig á þau námskeið í boði eru. ,,Eins er hægt að hafa samband ef einhverjar vangaveltur eða spurningar vakna eða kíkja við hjá okkur í MSS, við erum alltaf með heitt á könnunni og tökum vel á móti öllum sem til okkar leita,“ segir Smári að lokum.


25%

20%

afsláttur

afsláttur af öllum vöfflujárnum

m Við böku illi vöfflur m3 11 og 1 nn gi laugarda rs 23. ma

Tilboðsverð

20%

Alþjóðlegi vöffludagurinn

65103497

Almennt verð: 6.495

25. mars

Tilboðsverð Keðjusög

18V keðjusög með 30cm blaði. Rafhlaða fylgir ekki með.

29.995 7133002829

Almennt verð: 39.995

25%

25%

Tilboðsverð Hekksnyrtir

AHS 50-16 450W. Ódýr og góð hekkklippa sem er auðveld í notkun.Klippir 50 cm á breidd og getur klippt greinarsem eru allt að 16 mm sverar.

12.745

Tilboðsverð Rafmagnsklippur EasyPrun 3,6V 1,5Ah

13.496 74897859

74890008

Almennt verð: 17.995

Almennt verð: 16.995

16“

850W Gerir 5 hjartalaga vöfflur 5 Hitastillingar. Non-stick húð. Ljós fyrir bökunartíma.

5.196

Uppáhalds dagurinn okkar!

25%

Vöfflujárn

16“

27“

27“

Barnareiðhjól

Barnareiðhjól

Götureiðhjól

Götureiðhjól

24.995

24.995

59.995

59.995

16“ reiðhjól fyrir börn á aldrinum 4-6 ára. Hjálpardekk fylgja.

49620062A

16“ reiðhjól fyrir börn á aldrinum 4-6 ára. Hjálpardekk fylgja.

Svart 21 gíra 700C reiðhjól 27“ með léttum álramma og 700c dekkjum.

49620063A

49620117

MARKAÐS-

DAGAR

Aðstoðar þig við að klippa þykkari greinar

Síðasta helgin gerðu góð kaup!

Komdu og gramsaðu! AUKA 30% afsláttur* *reiknast á kassa

Ánægðustu viðskiptavinirnir 2 ár í röð! Auðvelt að versla á byko.is

Hvítt 21 gíra 700C reiðhjól 27“ með léttum álramma og 700c dekkjum.

49620118

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndbrengl.

af öllum bökunarvörum


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. mars 2019 // 12. tbl. // 40. árg.

Flottustu fötin hjá Rauða krossinum koma frá ferðaglöðum Suðurnesjamönnum „Langbestu og flottustu fötin koma frá Suðurnesjum á landsvísu í verslanir Rauða krossins segjum við sem vinnum hérna. Skýringin er kannski sú að fólk af þessu svæði er duglegt að ferðast til útlanda og kaupa sér föt. Hingað fáum við fullt af fatnaði sem sumt er alveg ónotað,“ segir Anna Helga Gylfadóttir, verkefnastjóri og sjálfskipaður stílisti, fataverslunar Rauða krossins í Reykjanesbæ. Við litum inn í Rauða krossbúðina á Smiðjuvöllum við Iðavelli í Keflavík en þar gefur að líta margt forvitnilegra muna frá ýmsum tímabilum, hluti sem stillt hefur verið upp í hillu, gestum og gangandi til sýnis.

Notað og nýtt

„Ég er búin að vera tína til fullt af gömlu dóti sem hefur borist okkur og sumt kemur úr einkasafni mínu en ég safna allskonar hlutum. Okkur langaði að leyfa fólki að sjá þessa hluti en margir þeirra kalla fram bros því

það sem þótti rosa flott einu sinni er frekar hallærislegt í dag. Ég undirbjó þessa sýningu sem fær að standa eitt­ hvað áfram hjá okkur. Hér í búðinni seljum við fatnað, skó og fylgihluti handa konum, körlum og börnum. Einnig erum við með sængurföt, dúka

og gardínur. Allt er þetta notað en sumt er ónotað og kemur hingað jafnvel með merki­ miðanum ennþá á flíkinni,“ segir Anna Helga. Rauða kross­ búðirnar eru mikilvægur hlekkur í fjár­ öflun félagsins. Það er skemmti­ legt að gramsa í hill­ unum þarna og skoða fata­ slárnar í búðinni. Fullt af forvitnilegu dóti innan um.

Konuhópar velkomnir

Anna Helga er einnig stílisti búðar­ innar og segist vilja bjóða vinkonu­ hópa velkomna, stutt er síðan hún var einmitt með einn slíkan í heimsókn.

VIÐTAL Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Þóranna Gunnlaugsdóttir og Jóhann Björgólfsson starfa við flokkun hjá Rauða krossinum. „Mig langar að bjóða kvennahópum að panta tíma hjá okkur ef þær vilja eiga skemmtilega samverustund hérna. Þær geta komið hingað og mátað saman. Það skapar alltaf góða stemningu þegar þær eru að prófa ýmislegt fyrir framan hver aðra. Þá er einnig mikið hlegið og sumar fara út með flíkur sem hitta í mark. Ég var með helgaropnun fyrir stuttu og hingað kom fullt af fólki sem var að uppgötva hvað það er mikið til af fínum fatnaði hjá okkur. Umhverfis­ vitund fólks er að aukast og eitt af því sem er umhverfisvænt er að láta fötin ganga áfram til næstu manneskju. Við erum til dæmis að fá inn konur sem hefðu aldrei keypt sér notuð föt áður en vegna breyttra tíma þá kaupa

þær notað í dag. Sjálf klæðist ég oft notuðum fötum og fæ hrós vegna þess hvað þetta eða hitt er smart. Það er fullt til af fínum fatnaði hjá okkur. Það er einnig margt furðulegt til en sumar koma hingað því það er ljótupeysudagur í vinnunni eða þær vantar einhver hallærisleg föt út af einhverju tilefni. Við eigum til alls­ konar fatnað. Ef fólk hefur samband með fyrirvara og lætur okkur vita þá getum við útvegað ýmislegt sniðugt. Verðlag er sanngjarnt í búðinni,“ segir Anna Helga. Rauða krossbúðin er með opið miðvikudaga og fimmtudaga frá klukkan 13 til 17. Einnig má panta fyrir vinkonuhópa utan venjulegs opnunartíma.


QuickDrive™

– – ByltiNg í ÞVottatíMa

Mun styttri þvottatími, allt að helmingi á venjulegum prógrömum.

TM

TM

WD80N642 Þvottavél/Þurrkari

Q DRIVE. 8 KG. Þvotti. 5 KG. Þurrki 1400 SN. Eco Bubble. Sambyggð þvottavél og þurrkari. Þvær og þurrkar á 3 tímum og öllu stýrt frá símanum.

Verð 159.900,-

WW80M642 Þvottavél

Q DRIVE. 8 KG. 1400 SN. Eco Bubble. „Add wash“ Orkunýting A+++ 10 ára ábyrgð á mótor. Hægt að stilla allt í símanum.

Verð 139.900,-

TM

DV80M62532 Þurrkari

Q DRIVE. Barkalaus. 8 KG. 1400 SN. Orkunýting A+++. „Air wash“ 81 mín. þurrktími í hraðþurrkun. Hægt að stilla allt í símanum.

Verð 139.900,-

WW90M643 Þvottavél

Q DRIVE. 9 KG. 1400 SN. Eco Bubble. Styttir þvottatíma um nær helming. Ný og bætt hugsun í ullarþvotti. Hægt að stilla allt í símanum.

Verð 119.900,-

SaMSUNg Q-Rator í símanum ath öllu þessu er hægt að stýra frá síma eða tölvu.

Mest prófuðu tæki sem Samsung hefur sent frá sér. Sem hafa staðfest endingu yfir 20.000 þvotta. tromlan er tvískipt og snýst í sitt hvora áttina. Þvottaefnið er leyst upp undir þrýstingi til að ná að leysa það upp mun hraðar og auka virkni þess. ( eco bubble*)

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Skoðaðu okkar á efur nýr vúrvalið

Netverslun Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Laugardaga kl. 11-15.

ormsson

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535

Greiðslukjör *SENDUM UM LAND ALLT

Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. mars 2019 // 12. tbl. // 40. árg.

Segja skort á samráði við sveitarfélög – í úrræðum í þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd

Velferðarráð Reykjanesbæjar telur það fyrirkomulag sem ríkið viðhefur í dag, við að koma á fót úrræðum í þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, óásættanlegt og skorta verulega á samráð við sveitarfélög þegar ríkið kemur slíkum úrræðum á fót. Ráðið vill að settar verði reglur varðandi úrræði og aðkomu sveitarfélaga að þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og að fleiri sveitarfélög komi að þessari þjónustu.

Brunavarnir Suðurnesja og Félag sjúkraflutningamanna í Grindavík fengu á dögunum afhentan nýjan þjálfunarbúnað að gjöf.

Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum fá langþráðan æfingabúnað Brunavarnir Suðurnesja og Félag sjúkraflutningamanna í Grindavík fengu á dögunum afhentan nýjan þjálfunarbúnað að gjöf sem er einn sá fullkomnasti sinnar tegundar hér á landi. Bláa Lónið gaf búnaðinn, dúkku á unglingsstigi, sem ætlað er að veita þjálfun og kennslu í sérhæfðri öndum og endurlífgun á einstaklingi með fjöláverka. „Við erum búin að bíða býsna lengi eftir að fá svona dúkku. Kostnaðurinn er gríðarlegur en búnaðurinn er ómetanlegur og stórt skref fram á við í þjálfun á mannskap,“ sagði Eyþór Rúnar Þórarinsson, varðstjóri Brunavarna Suðurnesja, við afhendingu gjafarinnar. Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum hafa fyrir tilkomu búnaðarins þurft að sækja þjálfun í bráðahermi í Reykjavík sem hefur bæði kostað tíma og fyrirhöfn. „Ávinningurinn er mikill af því að fá búnaðinn til okkar. Það er afar brýnt að viðhalda þekkingu og færni viðbragðsaðila og þessi búnaður gerir þeim kleift að framkalla raunveruleg tilfelli og æfa þau sem alvarlegri eru og koma sjaldnar upp, sem við höfum ekki getað áður. Það skiptir öllu máli að vera búinn að æfa sig nokkrum sinnum á ári þegar kallið kemur.“

Félögin tvö munu í kjölfarið veita völdum starfsmönnum Bláa Lónsins þjálfun í sérhæfðri öndunaraðstoð og endurlífgun þar sem umræddur búnaður verður notaður. Guðrún Lísa Sigurðardóttir, öryggis Bláa Lónsins, segir það mikils virði þar sem öflug þjálfun, gott samstarf við viðbragðsaðila og fumlaus viðbrögð starfsfólks komi í veg fyrir slys og bjargi mannslífum. „Öryggi gesta og starfsmanna hafa alla tíð verið Bláa Lóninu hjartans mál. Neyðarviðbrögð starfsfólks í erfiðum aðstæðum hafa verið til fyrirmyndar og við erum afar þakklát fyrir gott samstarf við utanaðkomandi aðila. Bláa Lónið leitar stöðugt leiða til að efla þekkingu í neyðarviðbrögðum og erum við því bæði ánægð og þakklát fyrir að geta eflt samstarfið enn frekar.”

Velferðarráð Reykjanesbæjar fundaði á dögunum með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga um verklag ríkisins, þ.e. Útlendingastofnunar, við að setja niður þjónustu sína við umsækjendur um alþjóðlega vernd í sveitarfélögum, án þess að sveitarfélög hafi eitthvað um það að segja. Ráðið gerir einnig athugasemd við það að ekki sé tekið tillit til annarra þátta en fjárhagslegs hagkvæmis fyrir ríkið og nálægðar við höfuðborgina vegna verkefna og hlutverks Útlendingastofnunar. „Nýjasta dæmið er leiga Útlendingastofnunar á húsnæði á Ásbrú, Reykjanesbæ, en sami háttur hefur verið hafður á á höfuðborgarsvæðinu. Önnur sveitarfélög á Íslandi virðast undanskilin og/eða hafa ekki, að því er velferðarráð best veit, sýnt neinn áhuga á að sinna þessu verkefni, þ.e. þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd,“ segir í bókun ráðsins. Reykjanesbær hefur til langs tíma bent á að framlögum ríkisins til uppbyggingar innviða eins og heil-

brigðisþjónustu og löggæslu hefur verið verulega ábótavant, ekki hvað síst í ljósi þeirrar íbúafjölgunar sem er orðin í sveitarfélaginu og á Suðurnesjum. Einnig er rétt að benda á að Reykjanesbæ hefur í skipulagsvinnu sinni lagt ríka áherslu á að vanda vel til uppbyggingar á Ásbrú, sem er nýjasti bæjarhluti sveitarfélagsins, ungt og viðkvæmt hverfi sem er að þróast sem nýr bæjarhluti. Anna Guðrún Björnsdóttir sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs og Guðjón Bragason sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu á fund velferðarráðs. Í máli þeirra kom fram að í stefnumótun Sambandsins um málefni flóttamanna sé horft til þess að huga þurfi sérstaklega að móttökusveitarfélögum flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Ráðið mun í framhaldi óska eftir fundi með dómsmálaráðuneytinu um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Hvalaskoðunarskipið Ópal sýndi sig í Keflavík

Ástkær faðir okkar

AÐALSTEINN GUÐMUNDSSON áður Holtsgötu 10 Ytri Njarðvík

lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ miðvikudaginn 6. mars. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir færum við starfsfólki Hlévangs. Guðmundur I. Aðalsteinsson Rósant G. Aðalsteinsson Guðrún Högnadóttir Soffía Aðalsteinsdóttir Erlendur Guðnason Ingveldur M. Aðalsteinsddóttir Sigurður Garðarsson og afkomendur

Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,

Skonnortan Ópal frá Norðursiglingu á Húsavík sýndi sig í Keflavík sl. laugardag. Hún vakti athygli fyrir fegurð sína og margir Suðurnesjamenn tóku upp símann og smelltu mynd af fleyinu sem blasti við öllum við óku Hafnargötuna eða Ægisgötuna. Ópal sinnir hvalaskoðunarsiglingum frá Húsavík og er eitt skipa í flota Norðursiglingar. Þetta flotta fley var byggt árið 1951 í Þýskalandi og hefur

frá þeim tíma siglt um öll heimsins höf. Ópal kom til Húsavíkur árið 2013 og hefur síðan þá siglt með ferðamenn í hvalaskoðunum. Í skipinu

Verið velkomin

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

GUÐRÚNAR JÓNÍNU EINARSDÓTTUR (Nínu) Kirkjuvegi 5, Reykjanesbæ,

sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudagskvöldið 24. janúar. Loftur Eðvarð Pálsson Einar Marteinn Þórðarsson Helga Sigurðardóttir Viktor Rúnar Þórðarson Hrafnhildur Ósk Sigurðardóttir Viktoría Loftsdóttir Ómar Guðmundsson Guðbjartur Páll Loftsson Lára Ottesen Eðvarð Eyberg Loftsson Þórey Guðný Marinósdóttir Sigrún Signý Loftsdóttir Guðrún Loftsdóttir ömmu- og langömmubörn

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979

eru sjö tveggja manna káetur. Það rúmar um 60 farþega, er 24 metra langt og 7 metra breitt. Ópal notar seglin og vindinn en er einnig með vél knúna rafmagni. Það heyrist því lítið í skipinu þegar það er á slóðum hvala í sjónum við Ísland. Albert Svan tók þessa flottu mynd af Ópal í Keflavík og sendi okkur.

UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir Tjarnabakki 1, Innri Njarðvík, fnr. 228-4348. Þingl. eig. Magnea Lynn Fisher og Ellert Hannesson, gerðarbeiðendur Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Íbúðalánasjóður. Þriðjudaginn 26. mars nk. kl. 09:30.

www.bilarogpartar.is

Suðurnesjamagasín

fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 18. mars 2019.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. mars 2019 // 12. tbl. // 40. árg.

7

Stórtónleikar forskóladeildar TR Fimmtudaginn 21. mars stendur forskóladeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fyrir tvennum stórtónleikum í Stapa, Hljómahöll. Á tónleikunum koma fram nemendur í Forskóla 2, sem eru allir nemendur 2. bekkjar grunnskólanna (sjö ára börn) ásamt Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og einni af rokkhljómsveitum skólans. Fyrri tónleikarnir verða kl. 17 og á þeim koma fram forskólanemendur úr Akurskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Stapaskóla. Seinni tónleikarnir verða kl. 18 og á þeim koma fram forskólanemendur úr Háaleitisskóla, Heiðarskóla og Njarðvíkurskóla. Tónleikarnir taka um 30 mínútur hvor. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Forskóladeildin hefur um árabil staðið fyrir tónleikahaldi einu sinni á vetri, ásamt lúðrasveitinni. Á fyrstu

tónleikunum voru það einungis um 40 forskólanemendur sem léku sem gestir með lúðrasveitinni á tónleikum í Kirkjulundi, en strax árið eftir var ákveðið að fara með tónleikana á milli allra grunnskólanna þar sem forskólinn væri í fyrirrúmi og hafa aðra hljómsveit með auk lúðrasveitarinnar, sem hafa ýmist verið rokkhljómsveit, trommusveit eða strengjasveit. Þessu fyrirkomulagi var haldið þar til fyrir fjórum árum, að ákveðið var að fara ekki í grunnskólana með tónleikahaldið, heldur halda tvenna tónleika í Stapa, þeim glæsilega tónleikasal sem þá var kominn til skjalanna. Mikil ánægja hefur verið með það fyrirkomulag og forskólatónleikarnir verða því með sama sniði nú. Á tónleikunum koma fram alls um 320 börn og unglingar, þar af um 285 forskólanemendur, sem flytja fjölbreytta og stórskemmtilega efnisskrá. Allir eru hjarlanlega velkomnir.

Óheppin kona datt í stóra lukkupottinn FRÁBÆRT FJÖLSKYLDUTILBOÐ Bandarískur grunnskólakennari, kona á besta aldri, datt í lukkupottinn þegar hún vann samkeppnina #FeelingBlue sem bílaleigan Blue Car Rental stóð fyrir. Þar var mjög seinheppnu fólki boðið að senda inn myndband með raunarsögu sinni. Sá þátttakandi sem var búinn að vera hvað óheppnastur síðustu misseri var valinn sigurvegari og kom til Íslands í eina heljarinnar skemmtiferð. Auðvitað var allt til gamans gert og þátttakendur eindregið hvattir til að sýna spaugilegu hliðina á vandræðum sínum. Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Blue Car Rental, segir þetta hafa verið skemmtilega og vel heppnaða tilraun. „Fólk tengir þetta „Feeling Blue“ óhjákvæmilega við eitthvað neikvætt þannig að okkur datt í hug að reyna að breyta því. Það heppnaðist svona líka vel og sigurvegarinn var alveg í skýjunum auðvitað.“ #FeelingBlue keppnin vakti mikla athygli um heim allan og bílaleigunni bárust fjölmörg myndbönd frá óheppnu fólki sem sagði sína sögu á skemmtilegan hátt. Þó enginn eins og sigurvegarinn, Liz Connor frá Bandaríkjunum. Hún var á endanum valin heppnasti óheppnasti þátttakandinn fyrir myndband sem samstarfsfélagar hennar hjálpuðu henni að búa til. Liz, sem er grunnskólakennari á besta aldri, hafði ekki átt sjö dagana sæla. Hrakfallasaga hennar ætlaði engan

endi að taka en hún hafði meðal annars runnið í sömu bleytunni í skólanum þrisvar og slasað sig í hvert skipti, dottið af stól og brotið á sér rófubeinið og brotið tönn þegar hún beit í rækju á skemmtiferðaskipi. Liz var þrumu lostin og yfir sig ánægð þegar hún frétti að hún væri að koma til Íslands í skemmtiferð í boði Blue bílaleigunnar. Hún og sonur hennar komu skömmu fyrir jól og fengu vægast sagt konunglegar móttökur. Þau fóru víða um land, sáu helstu náttúruperlurnar og skelltu sér í nokkrar ferðir, meðal annars á hestbak, á fjórhjól og RIB-bát í Reykjavíkuhöfn. Ferðin gekk frábærlega í alla staði og Liz lítur ekki lengur á sjálfa sig sem óheppna konu. Við mælum sterklega með áhorfi á myndbandið sem segir hennar sögu en það er að finna á vef Víkurfrétta, vf.is.

starfsfólk óskast Vegna aukinna verkefna vantar okkur ...

... bílstjóra í nokkrar stöður frá 1. maí ... vakstjóra ... starfsfólk í þrif á bifreiðum (næturvaktir) Föst störf og sumarafleysingar eru í boði.

umsóknir sendist á netfangið info@bus4u.is bus4u er vaxandi hópferða– og ferðaþjónustufyrirtæki Hjá félaginu starfa hátt í 60 manns en það sinnir hvers kyns hópferðum með bíla í öllum stærðarflokkum. Bílaflotinn telur yfir 30 bíla og fer stækkandi.

dagana 21.–28. mars

Eldsteiktir ostborgarar,

m. grænmeti, sósu, frönskum* og 2L gosi

4

kr. x 3.550 verð áður 4.850 kr.

*(stór skammtur af frönskum)

6

kr. x 5.295 verð áður 6.995 kr.

*(stór og lítill skammtur af frönskum)


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. mars 2019 // 12. tbl. // 40. árg.

VILTU VERÐA SJÓMAÐUR EÐA VERKFRÆÐINGUR? því verðum við að horfa frekar til þess að skapa okkur stöðu í landi. Fáar brautir eins þverfaglegar eins og vélstjórn og því hentar þessi braut ákaflega vel sem undirbúningur fyrir tækni- og verkfræðinám. Vélstjórn er ekki einkaeign stráka, stelpur eiga jafn mikið heima hér, samanber að á hverju ári eru háskólarnir okkar að útskrifa margar frábærar stelpur úr tækni- og verkfræðinámi. Því erum við ekki að nota þetta öfluga nám sem vélstjórnin er til að undirbúa þær og gera þær enn þá betri? Rauði þráðurinn hjá mér er sá að við ættum að fara horfa til þess að vélstjórarnir okkar fara ekki bara út á sjó heldur einnig beint í háskólanám og það ætti að setja aukna áherslu á að beina mönnum þangað,“ segir Þórarinn.

Kennarar í vélstjórnardeild FS, Þórarinn Ægir Guðmundsson og Ívar Valbergsson. Vélstjórnarnám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja opnar ekki bara ýmsa möguleika fyrir þá sem vilja vinna til sjós heldur og einnig þeim sem vilja verða verkfræðingar. Að þessu komumst við í vikunni eftir að hafa spjallað við þá kennara sem stýra náminu í þessari verknámsdeild skólans. Einnig tókum við tali nemendur deildarinnar. Við deildina í dag stunda rúmlega þrjátíu karlkynsnemendur nám.

VIÐTAL

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Framtíðarmöguleikar mjög fjölbreyttir

Ívar Valbergsson hefur kennt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja undanfarin tuttugu ár. Hann er vélfræðingur að mennt með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Ívar hefur mótað vélstjórnardeild skólans eins og við þekkjum hana í dag en þar fer aðallega fram vendinám. „Ég er sjálfur með lesblindu og fór að nota tölvur og herma til þess að fræða nemendur mína. Vendinám er stórsniðug kennsluaðferð og sú sem við notum mest í þessari deild í dag. Hún hvetur nemandann áfram. Vélstjórnarnám er í raun vélrænt og rafrænt nám. Þar sem er vélbúnaður þar eru vélstjórar. Störfin og framtíðarmöguleikar eru ótalmörg og launin eru yfirleitt mjög góð. Það hefur aldrei verið atvinnuleysi í þessari stétt. Sjálfur hef ég valið kennslu af hugsjón eins og svo margir aðrir kennarar. Stelpur eiga alveg heima í þessu námi. Á rúmum tuttugu árum hafa fjórar stelpur verið nemendur hjá okkur,“ segir Ívar sem vill efla iðn- og verkmenntun allra nemenda. Staðreyndin er sú að á Íslandi erum

Leiðtogaefni framtíðarinnar gætu lært hér

við að útskrifa mun færri úr þessum greinum en til að mynda Noregur. „Á meðan Íslendingar útskrifa í kringum 12% þá eru Norðmenn að útskrifa 40%,“ segir menntamálaráðherrann Lilja Alfreðsdóttir sem vill efla iðn- og verknám í landinu.

Vélstjórar þurfa að kunna margt

„Góður vélstjóri þarf að vera mjög fjölhæfur. Þessi deild hentar ekki aðeins þeim sem stefna í sjómennsku eða í vinnu í landi sem vélstjórar. Nefnum sem dæmi þann sem langar að verða verkfræðingur þá er stórsniðugt að fara í vélstjórnarnám fyrst, því hér lærirðu um fjölmörg kerfi sem eru í vélarrúmi til dæmis frysti-, vatnsveitu-, vökva- og rafveitukerfi og fleira. Verkkunnátta þjálfast og meiri skilningur skilar sér með verklegu námi. Ég heyrði um yfirmann í álveri sem lét alla nýja verkfræðinga byrja fyrst að vinna í verksmiðjunni sjálfri, áður en sá hinn sami settist inn á skrifstofu. Verkþjálfun fullkomnar verkfræðinámið samkvæmt þessu, tæknileiknin verður raunveruleg. Stærðfræði og eðlisfræði verða þér ljóslifandi á verklegan hátt í vélstjórnarnámi. Nemendur á raungreinabraut hafa einnig valgreinar hér í FS til þess að leika sér með, ef þú ætlar að verða bæklunarlæknir eða tannlæknir. Þá mæli ég með málmsuðu. Tengja saman hug og hönd. Nemendur þurfa að átta sig á heildarmyndinni, vera skynsöm og hafa þannig forgjöf á aðra sem útskrifast úr sama námi. Ef þú ætlar að verða arkitekt eða byggingaverkfræðingur þá er stórsniðugt að velja nokkra áfanga í tréiðn. Þú hefur valeiningar til að leika þér með,“ segir Ívar.

Fleiri stelpur í vélstjórnarnám

Þórarinn Ægir Guðmundsson er vélfræðingur að mennt en hann byrjaði að kenna við vélstjórnardeildina síðastliðið haust. „Ég er sammála því að stelpur eigi heima í þessu námi. Sjómennska, fjarvera frá heimili og skítug verkstæðisvinna dettur flestum í hug sem heyra á þetta nám minnst og ég held að stelpur haldi að sú sé raunin sem er tómur misskilningur. Þessi deild opnar þér tækifæri inn í svo mörg önnur framtíðarstörf. Flestar stelpur laðast yfirleitt ekki að störfum sem krefjast fjarveru. Hrein og fín störf laða frekar kvenfólk til sín. Það hefur sýnt sig að blandaðir vinnustaðir séu betri á margan hátt. Það kallar á öðruvísi vinnubrögð þegar kynin starfa saman, allt frá mannlegum samskiptum yfir í líkamlega beitingu. Sjónarhornið sem ég er með á vélstjórnarnáminu er að við þurfum að horfa til þess að skipum fer fækkandi

Bergvin Stefánsson, 18 ára:

Námsráðgjafi benti mér á þetta nám

„Ég er á þriðja ári núna og útskrifast með B réttindi næstu jól. Þá held ég að ég fari í Tækniskólann og klári D stigið þar. Ég hef alltaf haft áhuga á bátum, bílum, flugvélum og öllum vélum, alveg síðan ég var krakki. Þegar ég var í 10. bekk fór ég til námsráðgjafa sem ráðlagði mér að fara í þetta nám út frá áhugasviði mínu. Ég ætlaði alltaf í bifvélavirkjun en ef ég er með vélstjórnarréttindi þá er ég kominn með góðan grunn í bílaviðgerðum. Á fimm árum í vélstjórnarnámi er hægt að útskrifast með stúdentspróf og full réttindi sem vélstjóri. Það eru vélstjórar alls staðar að vinna, hjá Kölku, HS Orku og í álveri til dæmis. Virkjanir eru með vélstjóra einnig. Það er næg atvinna og fín laun á flestum stöðum. Maður þarf ekkert að enda á sjó. Ég væri samt til í að prófa sjómennsku í einhvern tíma en ekki sem ævistarf. Ég vil vinna við það sem ég hef áhuga á. Það hefur alveg hvarflað að mér að fara í flugvirkjann. Ég þori ekki að taka mér pásu frá námi og vil frekar klára námið áður en ég fer að vinna. Maður getur nefnilega vanist því að hafa peninga á milli handanna. Ég er mjög ánægður með kennsluna í FS. Kennararnir eru mjög hæfir og hafa greinilega gaman af starfinu sínu.“

Elvar Jósefsson, 24 ára:

Ætlaði í háskólann eins og allir hinir „Ég vissi ekki hvað mig langaði að

„Vélstjórnardeildin hefur margt fram að færa og hér færðu að þjálfa upp tæknileikni þína. Ef þú ert að hugsa um að verða tækni- eða verkfræðingur til dæmis þá áttu heima hér. Fólk þarf að átta sig á þessari tengingu. Stjórnendur á verkfræðistofum hafa sagt að vélstjórnarnámið sé frábær undirbúningur, bæði fyrir nám í tæknifræði og verkfræði. Möguleikarnir eru mjög fjölbreyttir. Það

vantar stelpur í vélstjórnarnám. Vélfræðingar geta orðið leiðtogar hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum sem eru leiðandi fyrirtæki í iðnaði hér á landi og erlendis. Hugsanlega er starfsmannasamsetningin hjá þeim þannig að vélstjórar slæðast með, það hefur maður séð og heyrt. Þetta er tækninám þar sem þú eflir verkkunnáttu þína. Margir hafa sett læknisfræðinám í samhengi við nám af náttúrufræðibraut og verkfræðinám með undirbúningi af raungreinasviði. Það er þessi áskorun í stærðfræði og eðlisfræði. Það sem við höfum framyfir er einstakt því við höfum svo mikla tengingu á milli allra faggreina. Margir nemendur spyrja sig í grunnskóla afhverju þeir séu að læra algebru til dæmis. Hjá okkur gerum við verklegar æfingar þar sem þessar grunnfræðilegu kenningar eru prófaðar og tengingin milli kenningar og virkni kemur í ljós. Oftar en ekki heyrir maður sagt: „Við hefðum átt að hlusta betur á stærðfræðikennarann,“ segir Þórarinn. Báðir eru þeir Ívar og Þórarinn sammála um að best sé að kveikja í nemendum því þá fer hann af stað sjálfur til að afla sér þekkingar. Eldmóður er drifið sem keyrir alla áfram. „Hlutverk okkar sem kennara er að kveikja í eldmóði nemenda til að nám geti átt sér stað,“ segir Ívar að lokum.

Lifandi nám, vendinám,  er nám  sem opnar nýjar dyr  í  kennslu og gerir skólastofuna að  opnu og  öflugu námsumhverfi  þar sem nemandinn er virkasti  þátttakandinn. Kennslustundir í skólanum verða fyrir vikið öðruvísi. Þar vinna nemendur verkefnin, oftast saman í hóp og kennarar aðstoða eftir þörfum við úrlausnir. Lærdómurinn virkjar nemendur á skemmtilegan hátt. Námið er eftir sem áður alltaf á ábyrgð nemenda. verða, byrjaði eins og allir hinir, tók stúdentspróf og ætlaði í tæknifræði eða verkfræði í háskólanum. Það er þessi hjarðhegðun að taka stúdentspróf og fara í háskólann. Ég fór að vinna í frystihúsi í Garðinum eftir stúdentspróf, ætlaði að taka mér pásu í eitt ár og þéna pening til að eiga fyrir háskólanáminu því ég vildi ekki taka námslán. Þetta urðu þrjú ár í fiskvinnslu. Það var í frystihúsinu sem ég fékk áhuga á kælitækni sem ýtti mér út í vélstjórnarnámið hér í FS. Ég er með stúdentspróf af náttúrufræðibraut sem hjálpar ansi mikið á vélstjórnarbraut vegna stærðfræðinnar. Hér þjálfa ég verklega þáttinn. Nú hef ég verið hér í tvö ár og útskrifast líklega með B stigið eftir ár. Þá ætla ég að klára D stigið í Tækniskóla Íslands eða í VMA á Akureyri. Hér í FS tek ég aðeins A og B stig. Ég er mikill skipaáhugamaður og hef mun meiri áhuga á vélum í dag. Þetta var svona undirliggjandi og blundaði í mér allt saman. Núna er ég á leið í kæliiðnaðinn eða í virkjanabransann, hjá Landsvirkjun og svoleiðis. Ég væri alveg til í að prófa að fara á sjó en ég vil ekki vera sjómaður fyrir lífstíð. Námið er mun skemmtilegra en ég hélt áður en ég byrjaði. Ég gæti haldið áfram eftir þetta nám í verkfræðideild Háskóla Íslands. Þegar þú ert búin að læra svona tegund af iðnnámi þá ertu betur undir það búinn að fara í tæknifræði eða verkfræði, hér lærum við að skilja alla ferla betur því hér er verknám. Við ræsum vélar og lærum meira um hvernig ferlið virkar þannig. Maður skilur

betur virknina. Það er fín kennsla hérna og við fáum alvöru verkefni.“

Emil Dagur Garðarsson, 24 ára:

Árið á sjó kveikti eldinn í mér

„Vé l s t j ó r n er akkúrat það sem mig langaði að læra. Það er hagkvæmara að læra hér í heimabyggð en ég prófaði að læra innfrá, það var bæði dýrt og ekki eins gaman. Þetta er búið að taka nokkur ár hjá mér því mér fannst bækurnar þurrar og var ekki nógu áhugasamur í skóla. Það vantaði neistann í mig. Ég kom hingað fyrst sextán ára, var óþroskaður og svona. Svo fór ég á sjó allt árið 2018 og líkaði mjög vel. Eftir þann tíma fékk ég meiri áhuga og mér fannst ég þroskast. Ég var búinn að ná mér í réttindi sem vélavörður og vann við það um borð. Þetta ár á sjó kveikti eldinn í mér. Nú sakna ég þess að vera ekki á sjó og hlakka til að fara aftur. Ég hef alltaf elskað vélar og þegar þúsund hlutir koma saman til þess að afkasta einhverju, það finnst mér list. Ég á kannski eitt ár eftir núna í náminu. Mér finnst þessi deild ná til mín og ég fæ verkefni hérna sem eru lík raunverulegum verkefnum á sjó. Það kemur kannski verkefni frá kennaranum sem ég á að leysa og þarf að leita að upplýsingunum sjálfur, sem er mjög raunveruleg þjálfun. Verkefnin reyna á svo marga hæfileika í manni. Allir kennararnir hérna eru meira en færir, þessir menn eru meistarar. Ástríða þeirra fyrir kennslu er smitandi.“


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. mars 2019 // 12. tbl. // 40. árg.

9

Dagbjört Líf Hafþórsdóttir, Margrét Sif Sigurðardóttir, Gyða Björk Hilmarsdóttir og Jónína Surada Thirataya Gyðudóttir.

Ánægðar í sveitakyrrðinni VIÐTAL – lúxus suður með sjó Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Hvað á fólk að gera sem getur ekki eignast húsnæði því það er of tekjulágt til þess að standast greiðslumat frá bankanum? Frænkurnar, Gyða Björk Hilmarsdóttir og Margrét Sif Sigurðardóttir, fundu lausn á þessu máli sem fleiri gætu kannski tekið sér til fyrirmyndar. Þær tóku sig saman, sendu inn sameiginlegar tekjur í greiðslumat, fengu grænt ljós frá bankanum og gátu keypt sér saman einbýlishús í Garðinum.

Þreyttar á leigumarkaði

„Ég leigði af Íbúðalánasjóði, þetta var íbúð sem ég missti í hruninu en fékk að leigja hjá þeim áfram. Þeir voru samt alltaf að anda köldu ofan í hálsmálið mitt, senda mér bréf reglulega og segja mér að nú færi íbúðin á sölu, hvort ég vildi leigja áfram. Mér fannst þeir alltaf vera að fá mig til að skjálfa, hækkuðu leiguna reglulega og svona. Þetta var mjög óþægilegt og mig langaði að flytja í meira öryggi. Það er svo vont að hafa ekki öruggt húsaskjól,“ segir Margrét Sif, verkstjóri í flugeldhúsi Icelandair, sem átti heima í Reykjanesbæ áður en hún flutti í Garðinn. „Það var búið að segja mér upp leigunni í Hafnarfirði og ég átti að fara út eftir þrjá mánuði. Við Magga frænka vorum búnar að vera tala um þetta óöryggi og hvað það væri gott að eiga heima í eigin húsnæði. Við fórum að kíkja á fasteignavefinn. Sagan er þannig að við vorum á rúntinum og vorum að koma úr Sandgerði þar sem við skoðuðum hús. Þá hringir síminn og fasteignasalinn spyr hvar

Við ræðum saman hlutina og erum sammála um hvernig við viljum hafa þetta. Við erum farnar að þekkja pirringsmörk hvor annarrar, einlægni er lykillinn.

við séum og hvort við séum tilbúnar að bíða í hálftíma til að fá að skoða þetta hús hér. Hjónin sem áttu húsið komu og sýndu okkur það. Okkur leist strax rosalega vel á þetta hús. Við vorum með vin okkar með okkur sem er smiður og hann skoðaði allt mjög vel,“ segir Gyða, kennari við Háaleitisskóla á Ásbrú. „Við löbbuðum inn og sögðum báðar vá hvað þetta er flott og góður andi hér inni! Við prófuðum að bjóða í það, aðeins lægra en uppsett verð og bjuggust ekki við neinu. Tilboðinu var tekið og þegar við vorum komnar út í bíl frá fasteignasalanum þá urðum við svo spenntar og glaðar. Við vorum að kaupa okkur hús, sögðum við báðar í kór. Þetta gerðist allt mjög hratt,“ segir Margrét Sif.

Saman stóðust þær greiðslumat

„Ég stóðst ekki greiðslumat og heldur ekki Magga en saman rúlluðum við í gegn. Bankastarfsmaðurinn sagði: „Já, já þetta er ekkert mál,“ allar dyr opnuðust og við eignuðumst heimili.

Þetta var eins og í ævintýri,“ segir Gyða. Húsið er 187 fermetrar að stærð með bílskúr, heitum potti og glerskála. Garðurinn er stór með útsýni til sjávar bakatil. Þær frænkur eru barnabörn Kára heitins Þórðarsonar, rafveitustjóra í Keflavík. „Við höfum alltaf verið mjög nánar frænkur og leigt saman áður. Það gekk vel en það var fyrir mörgum árum þannig að okkur fannst ekkert mál að búa saman aftur. Nú erum við með sitthvora dóttur með okkur og ég er einnig með tvo hunda en áður vorum við með eldri börnin okkar sem eru fullorðið fólk í dag. Núna vorum við svona þrjá mánuði að aðlagast því við höfum báðar búið einar undanfarin ár og ráðið okkur sjálfar. Kannski er það aldurinn einnig? Maður þarf að læra að búa með öðrum, sérstaklega þegar við höfum verið einar með líf okkar. Nú þurfum við að taka meira tillit en það er allt í lagi. Þetta er allt að venjast en við erum hreinskilnar hvor við aðra, það þarf. Kostirnir við svona sambúð eru svo miklu fleiri en ókostirnir. Húsið, staðsetningin og Garðurinn er bara æði,“ segir Margrét Sif og brosir. „Það er svo gaman að vera í svona stóru, fallegu húsi, fjárhagslega mun léttara hjá okkur. Okkur finnst það líka miklu meira öryggi að eiga okkar eigið heimili. Við ræðum saman hlutina og erum sammála um hvernig við viljum hafa þetta. Við erum farnar að þekkja pirringsmörk hvor annarrar, einlægni er lykillinn. Mér finnst frábært að Magga eldar matinn því það er ekki uppáhalds hjá mér. Dóttir mín er alveg að fíla þetta því nú fær hún alltaf heimilismat en ég viðurkenni að ég gat verið löt að elda frá grunni,“ segir Gyða og hlær. Hvað finnst dætrunum? Frænkurnar eru með tvær dætur með sér í sambúðinni. Okkur lék forvitni á að vita hvað þeim fyndist um þessa sambúð. Dagbört Líf Hafþórsdóttir, 21

árs, er dóttir Margrétar. Jónína Surada Thirataya Gyðudóttir er þrettán ára. „Það var erfitt fyrst að venjast því að vera fleiri á heimilinu því við mamma höfum verið tvær síðan ég var átta ára. Núna finnst mér gaman að við búum svona margar saman. Þetta er meira heimili svona. Margir við matarborðið. Svona vil ég hafa þetta. Mér finnst þetta æðislegt. Alltaf einhver heima. Bara mjög notalegt. Við erum líka með bröns reglulega á sunnudögum og þá bjóðum við systur minni og börnum hennar, ömmu og frænku,“ segir Dagbjört. „Mér fannst þetta erfitt fyrst en aðallega út af skólanum, ég var kvíðin að þurfa að flytja frá vinum mínum í Hafnarfirði og var hrædd við að byrja í nýjum skóla. Nú hef ég eignast marga vini í skólanum hér. Dagbjört hefur hjálpað mér mikið og mér gengur betur. Mig langaði alltaf í hund og núna búum við með tveimur hundum, það er gaman,“ segir Jónína.

Er þetta framtíðin? „Við styðjum hvor aðra og ef önnur okkar er að vinna frameftir þá er alltaf einhver heima. Þetta gæti verið leið fyrir fólk í framtíðinni, að fólk taki sig saman og leysi húsnæðisvanda sinn svona. Einu sinni bjuggu fleiri ættliðir saman á heimili, kannski þurfum við að byrja á því aftur? Mig hafði alltaf dreymt um svona líf og sá alltaf fyrir mér stórfjölskylduna saman á einum bletti, á einu landi þar sem margir byggðu sér lítil hús fyrir sig, ræktuðu eigin mat og svona,“ segir Margrét Sif. „Já, þetta er draumur Möggu en minn er að sitja úti í náttúrunni og mála myndir. Og nú er ég farin að gera það hérna í glerskálanum okkar,“ segir Gyða og bætir við þegar hún horfir út á sólpallinn þar sem heiti potturinn er staðsettur, að þeim finnist líka æðislegt að vera með heitan pott. Allan þennan lúxus fengu þær frænkurnar suður með sjó.

TÓNLEIKAR FRAMHALDSNEMENDA verða haldnir í Bergi, Hljómahöll, mánudaginn 25. mars kl. 19.30. Auk þeirra koma fram nemendur sem eru langt komnir í miðnámi. Fjölbreytt og spennandi efnisskrá.

Allir velkomnir, Skólastjóri


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. mars 2019 // 12. tbl. // 40. árg.

„Mikilvægt að ungt fólk viti hvað sé í gangi“ BRYNJAR FREYR GARÐARSSON ER NÝR FORMAÐUR HEIMIS

Brynjar Freyr Garðarsson var kjörinn formaður Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, á aðalfundi félagsins sem haldinn var á dögunum. Góð mæting var á fundinn og er mikil tilhlökkun hjá nýrri stjórn að hefja störf. Brynjar hefur verið viðloðinn starf Heimis frá árinu 2016 en þar fyrir utan er hann að klára grunnnám í lögfræði við Háskóla Reykjavíkur, starfar hjá Geysi Bílaleigu, spilar fótbolta með Njarðvík, situr í stjórn Lögréttu, félags laganema við HR, og situr einnig sem aðalmaður í íþróttaog tómstundaráði Reykjanesbæjar. Í samtali við Víkurfréttir segir Brynjar nóg að gera hjá sér. „Nokkrir innan flokksins voru búnir að pota í mig og spyrja mig hvort ég hefði ekki áhuga að taka við sem formaður Heimis. Starfið hjá Heimi er búið að vera í smá lægð síðustu ár þannig ég ákvað að slá til og bjóða fram krafta mína. Ég náði að plata þónokkra með mér í þetta verkefni sem er framundan og stjórnin er mjög vel skipuð. Við erum á breiðu aldursbili, með mismunandi reynslu og þekkingu,“ segir Brynjar en ásamt

honum sitja í stjórn þau Bergur Daði Ágústsson, Elvar Þór Traustason, Geirmundur Ingi Eiríksson, Guðni Ívar Guðmundsson, Hermann Nökkvi Gunnarsson, Júlíus Viggó Ólafsson, Kristín Fjóla Theódórsdóttir, Páll Orri Pálsson, Ragnar Snorri Magnússon, Sigga Sanders og Súsanna Edith Guðlaugsdóttir. „Ný stjórn kemur saman núna á næstu dögum og þar munum við fara yfir árið og byrja að skipuleggja þá viðburði sem við ætlum okkur að halda. Við viljum fyrst og fremst efla pólitískt starf og gera það áhugavert. Pólitík er og hefur undanfarin misseri ekki verið í miklum vinsældum hjá landsmönnum en pólitík snertir aftur á móti alla og ég tel það mikilvægt að fólk, þá sérstaklega þeir sem yngri eru, viti hvað sé í gangi. Það eru alltaf einhverjir hlutir til umræðu sem snerta mann á einn eða annan hátt. Við stefnum á að halda einhverja málfundi, fara í heimsóknir og upplýsa fólk um starfið og það sem við erum að gera.“

Gott í gogginn! MUNIÐ EFTIR SMÁFUGLUNUM. VF-MYND: HILMAR BRAGI

Vilja Bæjarbót inn á timarit.is Á fundi frístunda- og menningarnefndar þann 6. febrúar var stafræn endurgerð Bæjarbótar rædd en hugmyndir eru uppi um að öll tölublöð Bæjarbótar frá árinu 1982–1995 verði aðgengileg á Tímarit.is. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar. Nefndin fól Eggerti Sólberg Jónssyni, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, að leita eftir samningum við annars vegar útgefanda Bæjarbótar á sínum tíma, Björn Birgisson og hins vegar Landsbókasafn Íslands um stafræna endurgerð blaðsins. „Það þarf ekki að leita eftir samningum við mig vegna þessa verkefnis.

Hef heyrt óformlega af þessari hugmynd og komið því á framfæri að ég fagna henni. Vilji bæjaryfirvöld ráðast í þetta verkefni – að gera þetta efni aðgengilegt í stafrænu formi – þá gera þau það með mínu sjálfsagða samþykki,“ segir Björn Birgisson, fv. ritstjóri Bæjarbótar á fésbókarsíðu sinni.

Viðburðir í Reykjanesbæ Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - tónleikar framundan Tvennir forskólatónleikar verða haldnir í Stapa fimmtudaginn 21. mars, kl. 17 og kl. 18. Fram koma Forskóli 2 ásamt Lúðrasveit og Rokkhljómsveit. Sjá nánar á facebooksíðu TR. Samtaka hópurinn - fræðsla um skaðsemi fíkniefna Fræðsla um skaðsemi fíkniefna verður á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja mánudaginn 25. mars klukkan 17.00 – 18.30. Fyrirlesari er Sigvaldi Lárusson lögreglumaður. Sérstakir gestir fundarins eru frá minningarsjóði Einars Darra. Bókasafn Reykjanesbæjar - Spilavinir með borðspil Laugardagurinn 23. mars: Spilavinir mæta kl. 13-14.30 með vinsæl borðspil sem allir geta prófað.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Akurskóli – aðstoðarskólastjóri Velferðarsvið – þjónustufulltrúi í tímabundið starf Tjarnarsel – deildarstjóri Umhverfissvið – tæknifulltrúi Velferðarsvið – sumarstarf fyrir sérfræðing eða háskólanema Háaleitisskóli – grunnskólakennari og forfallakennari

magasín SUÐURNESJA

l á Hringbraut og vf.is öl :30 fimmtudagskvöld kl. 20

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. mars 2019 // 12. tbl. // 40. árg.

! g i þ á j s Láttu

Hafði aldrei öðlast ökuréttindi Fjórtán ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Einn þeirra, karlmaður á þrítugsaldri, hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Annar viðurkenndi ölvun við akstur, svo og hraðaksturinn. Sá þriðji var grunaður um fíkniefnaakstur og farþegi í bifreið hans var með meint fíkniefni í fórum sínum.

Þrír miðlar Víkurfrétta tryggja þér hámarksárangur!

1

Með fíkniefni í faramgursrými Ökumaður sem lögregla tók úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur um helgina reyndist hafa fleira á samviskunni því meint fíkniefni fundust í farangursrými bifreiðar viðkomandi. Um tíu ökumenn aðrir voru einnig teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur. Einn þeirra ók bifreið sem var óskoðuð, auk þess sem öryggisbúnaði hennar var verulega áfátt og voru skráningarmerki tekin af henni.

Úrslitakeppni Domino’s karla hefst á fimmtudag Úrslitakeppni Domino’s-deildar karla í körfubolta hefst fimmtudagskvöldið 21. mars en þá leika Njarðvíkingar gegn ÍR í Ljónagryfjunni og á sama tíma heimsækja Grindvíkinga Stjörnumenn heim í Garðabæinn. Keflvíkingar leika á föstudag 22. mars og fá KR í heimsókn. Njarðvíkingar enduðu í öðru sæti deildarinnar, Keflvíkingar í því fjórða og Grindavík var í áttunda sæti. Önnur umferð fer fram þremur dögum síðar, Njarðvík og Grindavík leika á sunnudag og Keflavík aftur á mánudag.

11

Valdimar með tvenn verðlaun Valdimar Guðmundsson vann til tvennra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum sem afhent voru í Hörpu í síðustu viku. Valdimar átti rokkplötu ársins en platan Sitt sýnist hverjum þykir afar sterkt verk þar sem að textarnir spila stóra rullu og hljóðheimurinn er bæði stór og mikilfenglegur. Valdimar var einnig valinn söngvari ársins fyrir frábæra frammistöðu sína í Sitt sýnist hverjum sem gefin var út á síðasta ári en Valdimar býr yfir einstaklega fallegri rödd með ótal blæbrigðum, flauelsmjúk og kraftmikil í senn, segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar.

2

3

VÍKURFRÉTTIR

VF.IS

SUÐURNESJAMAGASÍN

er vikulegt blað sem dreift er inn á hvert heimili og í fyrirtæki á Suðurnesjum í 9 þúsund eintökum. Fréttir, viðtöl, mannlíf, menning, listir og íþróttirnar.

er frétta-vefmiðill Suðurnesjamanna enda sækja hann um 5 þúsund manns á hverjum degi. Nýjustu fréttir frá Suðurnesjum á hverjum degi.

er vikulegur sjónvarpsþáttur Víkurfrétta, sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, sjónvarpsrás Kapalvæðingar og á vf.is. Margir Suðurnesjamenn horfa en líka margir utan svæðisins.

! tt Ný AUGLÝSING Sjónvarpsborði 1720 x 200 pixlar Birtingartími 7 sekúndur

Fáðu tilboð í þínar auglýsingar í alla okkar miðla í síma 421 0000

ATVINNA Sumarafleysingar

Fjármálasvið Samkaupa óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingu á skrifstofum Samkaupa, Krossmóa 4 – Reykjanesbæ. Helstu verkefni:

Hæfniskröfur:

• Almennt bókhald

• Reynsla af bókhaldi

• Skráning reikninga og uppgjör

• Góð almenn tölvukunnátta

• Afstemmingar

• Góð færni í mannlegum samskiptum

• Önnur tilfallandi störf

• Skipulögð og áreiðanleg vinnubrögð

Umsækjendur skulu sækja um störf á www.samkaup.is -> Mannauður -> Atvinnuumsókn Nánari upplýsingar veitir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs; gunnur@samkaup.is Umsóknarfrestur er til 10. apríl

Samkaup hefur hlotið jafnlaunavottun


12

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. mars 2019 // 12. tbl. // 40. árg.

Læsi til framtíðar

STAPAHVERFI ER MIÐJA REYKJANESSKAGANS Stapahverfi, sem nær frá Fitjum um Innri-Njarðvík og út á Stapa, er að verða fjölmennasta hverfi í Reykjanesbæ og mín skoðun er sú að Innri-Njarðvík hafi í gegnum tíðina verið sett niður af stjórnendum YtriNjarðvíkur og síðan Reykjanesbæjar. Nú er komið að þeim tímapunkti að ákvarðanir verða teknar um hverfið, til framtíðar, sem skipta meira máli en menn grunar. Ég hvet íbúa til að láta til sín taka og stofna íbúasamtök til að hafa áhrif á þessar ákvarðanir. Horfum á nokkrar staðreyndir: Stapahverfi verður fjölmennasta hverfi bæjarins innan mjög skamms tíma þó bæjarfulltrúar vilji þétta byggð annars staðar í Reykjanesbæ. Nú hefur íþróttaráði verið falið í samvinnu við íþróttafélögin í bænum að móta framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja, þetta eru flottir aðilar en staðreyndin er sú að hjarta Íþrótta- og ungmennafélagsins Keflavíkur slær í Holtahverfi og hjarta Ungmennafélag

Njarðvíkur slær í Ytri-Njarðvík. Ef vel ætti að vera þá ætti ungt fólk í Stapahverfi að taka sig saman og stofna Íþrótta- og ungmennfélagið Stapa. Yfir íþróttaráði er síðan bæjarstjórn skipuð afskaplega hæfu fólki en þægindarammi þeirra flestra, eða sjö er í kringum Skólaveg í Keflavík, eitt í Ytri Njarðvík og tvö í Ásahverfi (Fitjahverfi), 0 í Stapahverfi. Íbúar í Keflavík og Ytri-Njarðvík þurfa ekki að sækja neina þjónustu í Stapahverfi í dag en íbúar í Stapahverfi þurfa að sækja nær alla þjónustu til Ytri-Njarðvíkur og Keflavíkur. Þá er ég að tala um bæjarfélagið, ríkið, tryggingarfélög og banka, sjúkrahús og Fjölbrautaskóla, fyrir utan verslanir og matstaði o.fl. Ég óttast að menn ætli að vera skammsýnir og spara í Stapahverfi og ætli að byggja lítið íþróttahús og litla sundlaug o.fl. í þeim dúr. Horfum til framtíðar, ég sé fyrir mér að í Stapahverfi rísi stærsta sundlaug á Reykjanesi með rennibrautum og til-

heyrandi, jafnvel í samvinnu við Bláa lónið. Þarna rísi stærsta íþróttahús á Reykjanesi og íþróttasvæði með frjálsíþróttaaðstöðu o.fl. Þarna rísi nýr spítali og nýr Fjölbrautaskóli og þangað flytji sjórnsýslan enda horfum við fram á frekari samvinnu sveitarfélaganna á Suðurnesjum og jafnvel frekari sameiningu. Þá yrði Stapahverfi hjartað í Reykjanesborg eða Suðurnesjaborg og jafnvel ástæða til að ræða þessi mál við Vogamenn, Grindvíkinga og Suðurnesjabæinga um að þeir fái að hafa umsögn um skipulagið. Fyrsta skref er að íbúar í Stapahverfi taki málin í sínar eigin hendur og stofni íbúasamtök og að bæjarstjórn stofni til íbúaþings í Stapahverfi og ræði við íbúana um framtíðina í stað þess að taka einhverjar spariákvarðanir. Áfram Reykjanesbær! Hjalti Örn Ólason, áhugamaður um skipulagsmál o.fl.

Á dögunum hélt Hermundur Sigmundsson prófessor frá Háskólanum í Þrándheimi í Noregi erindi um læsi í Reykjanesbæ fyrir fullum sal af fólki sem starfar og hefur áhuga á menntun og skólakerfinu. Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar bauð til erindisins en Hermundur hefur skrifað marga pistla í blöðin á undanförnum vikum svo margir þekktu efnið sem hann hefur fjallað um. Hann leggur áherslu á læsi og að nota rétta aðferðafræði þegar kemur að lestrarkennslu. Skólarnir þurfa að nota viðurkenndar aðferðir fyrir byrjendur, bókstafs-hljóða aðferð. Fremstu vísindamenn heims á sviði lestrar hafa fundið út með rannsóknum að börn þurfa að kunna bókstafina og hljóð þeirra til þess að brjóta lestrarkóðann eða að ná læsi. Einnig er mikilvægt að skapa áhuga og finna réttar bækur við hæfi hvers og eins. Bókasöfnin eiga að vera gullnáma fyrir börn og unglinga. Þjálfun er svo lykilatriðið og þar koma allir að, skólarnir og heimilin. Foreldrar og kennarar ættu alltaf að spyrja börnin hversu margar bækur þau lásu í síðasta mánuði og hvaða þrjár voru skemmtilegastar. Allt samfélagið þarf að koma að lestri og lestrarþjálfun barna og það ætti að vera okkar helsta verkefni í Reykjanesbæ – eflum lestur fyrir framtíð barna okkar. Við þurfum að halda áfram og finna leiðir til að hjálpa öllum nemendum til að ná árangri í námi og líða vel í skólum. Lesturinn er lykilatriði til að vel gangi í öllu námi og ekki bara í grunnskóla heldur einnig í framhaldsskóla. PISA 2015 sýndi að 28% drengja, fimmtán ára gamlir, eru á stigi eitt, sem sagt eiga erfitt með að skilja textann sem þeir lesa. Það má því reikna með að séu um 30% barna sem þurfa aðstoð við lestur á yngsta stigi en samkvæmt líffræðilegum rannsóknum eru um 5% barna með lesblindu. Hvað er þá að valda erfiðleikum allra hinna barnanna í lestri? Hefur það með kennslu í skólanum að gera, vöntun á áhuga eða er það ekki nægileg þjálfun heima eða samspil þessara þátta. Við verðum að átta okkur á því að lestur er færni sem þarfnast mikillar þjálfunar. Við þurfum að bæta úr þessu með

aðstoð kennara, foreldra, skólanna og sveitafélagsins alls. Við getum alveg náð árangri í lestri því við erum með framúrskarandi leikskóla, mjög góða grunnskóla og frábært starfsfólk. Við höfum einnig glæsilegt bókasafn í Reykjanesbæ en kannski gætum við gert betur í skólabókasöfnum. Við verðum að bjóða upp á mjög gott úrval af bókum og þá skiptir máli að öll skólabókasöfn séu með bækur sem höfða til beggja kynja. Bækurnar þurfa að kveikja áhuga barnanna því þær eru í samkeppni við símana, spjaldtölvurnar og tölvuleiki. Að lesa margar bækur skiptir máli fyrir lesskilning og þannig byggjum við upp sterka og djúpa þekkingu. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, BA sálfræði og MBA, bæjarfulltrúi D-listans í Reykjanesbæ.

ÚTHLUTUN ORLOFSHÚSA SUMARIÐ 2019 Opnað hefur verið fyrir úthlutun orlofshúsa fyrir sumarið 2019 á vef félagsins vs.is. Valkostir: Hraunborgir í Grímsnesi, tvö hús Ölfusborgir, eitt hús Svignaskarð, eitt hús Flúðir, eitt hús Akureyri, eitt íbúð Orlofshúsin eru leigð viku í senn frá föstudegi til föstudags

ATVINNA Óskum eftir að ráða bílstjóra. Upplýsingar í síma 893-9916 eða á staðnum.

Verð kr. 25.000.- pr. viku. Fyrstur kemur – fyrstur fær

Leigurétt hafa einungis þeir félagsmenn sem náð hafa 18 ára aldri

Iðavöllum 11 b, Keflavík

magasín SUÐURNESJA

á Hringbraut og vf.is öll :30 fimmtudagskvöld kl. 20


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. mars 2019 // 12. tbl. // 40. árg.

13

Hagnýta pottaplöntubókin Séreignarsparnaður og húsnæði – mikilvægt úrræði fellt niður

Líkt og koma Astoríu, fyrsta skemmtiferðaskips sumars til Reykjavíkur boðar vorið, hefur svartþrösturinn hafið upp vorraust sína í görðum landsmanna í innsveitum og á suðvesturhorninu eftir langa vetrarþögn. Þessi nýbúi á Íslandi er mikill aufúsugestur, minnir mann í senn á söng Bítlana (Black Bird) og færni Rodgers Whittakers í varaleik með blísturshljóðum sínum. Mögnuð framsetning vortóna svartþrastarins minnir oft á tíðum á dúett, þar sem hvellir undirtónar harmónera við spuna hátóna þá karlfuglinn hreykir sér í trjátoppum löngu fyrir birtingu, sérstaklega þá dumbungur er. Svartþrösturinn fellur því undir skilgreiningu á A-einstaklingi, árrisull eins og þeir sem fyrstir mæta í íþróttamiðstöðvarnar eða spranga um götur áður en vinna hefst. Hann er þegar farinn að líta eftir hentugu hreiðurstæði og má búast við að fyrstu eggin líti ljós í lok mars, þrjú til fimm verða þau á stærð við tíukrónupening. Vinkona mín í Sandgerði býr í sambýli við hann og fylgist með mikilli frjósemi, þar sem hann kemur upp þremur fjölskyldum yfir sumarið. Ritari er enn ekki farinn að fjarlægja lítinn, fallegan þin sem komið var fyrir undir skyggni við innganginn á húsinu og skreyttur var led-ljósaperum um jólin. Ástæðan sú, að svarþrösturinn gerði sig heimakominn í tréð að kvöldlagi, sérstaklega ef veður voru válynd, og hreyfði sig ekki þótt gengið væri framhjá honum. Líkt og aðrir vorboðar vaknar Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands upp af vetrardróma og hvetur til vorverka. Nú er rétti tíminn til tiltektar í garðinum, klippingar runna og fellingar trjáa. Gott er að nýta suðurglugga til að sá fyrir sumarplöntum sem síðar eru færðar í potta til þroska. Gott er að forrækta tómata, chilipipar, papriku og fenníku. Gróðurhús og reitir skulu hreinsuð og skipt um mold eftir þörfum. Þá má bæta Moltu í beðin þar sem ræktun matjurta fer fram. Enn er helst til snemmt að hreinsa blómabeðin því þar fer fram rotnun laufblaða eftir veturinn, sem verndar þær plöntur sem fyrir eru, auk þess að bæta við lífríki moldarinnar. Suðurnesjadeildin ætlar að hefja vorstarfið með því að kynna til sögunnar nýútkomna bók á vegum Forlagsins

í samvinnu við Bókasafn Reykjanesbæjar sem verður gestgjafinn að þessu sinni. Bókin, Hagnýta pottaplöntubókin, er biblía áhugafólks um hvernig á að halda plöntum á lífi. Þar er lýst á einfaldan og skýran hátt, skref fyrir skref, hvernig hægt er að rækta blómlegar og heilbrigðar pottaplöntur og tryggja að þær dafni sem best allan ársins hring. Ljóst er að bókin er mikill fengur fyrir íslensk heimili, þar sem þykir afskaplega móðins nú um stundir að fylla heimilið af blómum. Við fáum að hlýða á tvo löngu landskunna garðyrkjufræðinga sem fylgja bókinni úr hlaði. Annars vegar Hafstein Hafliðason, heiðursfélaga garðyrkjunnar, sem lengst af starfaði hjá Blómavali. Hann er mikil goðsögn um garðryrkju og heldur úti virkri ræktunarsíðu á Fésbók.

NÝR

Hins vegar Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu og verkefnastjóra Garðyrkjufélags Íslands og nú framkvæmdastjóra félagsins. Hann er Suðurnesjadeildinni löngu kunnur fyrir sín fræðastörf og hefur marg oft haldið hér fyrirlestra. Báðir þessir fyrirlesarar hafa komið að uppbyggingu bókarinnar sem er í þýðingu Margrétar J. Matthíasdóttur. Fundurinn verður haldinn á Bókasafni Reykjanesbæjar, mánudaginn 25. mars kl. 19.30. Öllum er frjáls aðgangur að þessum hlýlega fundarsal, léttar veitingar í boði. Konráð Lúðvíksson, formaður Suðurnesjadeildar Garðyrkjufélags Íslands.

STAÐUR

17’’ RISA new york pizza af matseðli

Ein 2850 KR. Tvær 4850 KR. aðeins

aðeins

5141414 fitjum reykjanesbæ

Að greiða niður skuldir er árangursrík leið til eignamyndunar og eiga stjórnvöld á hverjum tíma að leitast við að skapa aðstæður sem hvetja íbúðaeigendur til að greiða niður skuldir eins og kostur er. Með því að greiða inn á íbúðalán með viðbótarlífeyrissparnaði nýtur viðkomandi skattaafsláttar og mótframlags launagreiðanda auk þess sem innborgunin lækkar heildarvaxtagreiðslu og verðbætur. Hér hefur verið um mikilvægt úrræði að ræða sem felur í sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar til íbúðakaupa og inn á höfuðstól húsnæðislána. Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðum hefur þetta úrræði verið töluvert notað. Í dag nýta nokkur þúsund einstaklingar sér þetta úrræði og mánaðarlega berast á milli 300 og 400 nýjar umsóknir. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Hvað íbúðakaup varðar hafa þeir sem nýtt hafa sér þetta úrræði getað fengið séreign útborgaða skattfrjálst upp í kaup á íbúð. Inn á höfuðstól húsnæðislána hefur verið heimilt að greiða allt að 4% framlag launþega og 2% framlag launagreiðanda, hámark 500.000 krónur á ári fyrir einstakling en 750.000 krónur á ári fyrir hjón, eða aðra sem uppfylla skilyrði til samsköttunar.

Nýting séreignarsparnaðar felld niður þvert á ráðleggingar

Verð á fasteignum hefur hækkað verulega á undanförnum árum. Þrátt fyrir þetta hefur ríkisstjórnin ákveðið að falla frá heimild til nýtingar séreignarsparnaðar til íbúðakaupa og niðurgreiðslu íbúðalána. Áfram verður þó

hægt að nýta séreignarsparnaðinn fyrir þá sem eru að kaupa íbúð í fyrsta sinn. Þetta var samþykkt í fjárlögum og á að taka gildi um mitt þetta ár. Hér er um óskynsamlega ráðstöfun að hálfu ríkisstjórnarinnar að ræða. Starfshópur sem forsætisráðherra (júní 2017) skipaði til að fara yfir hlutverk lífeyrissjóða í uppbyggingu atvinnulífs lagði áherslu á að auka svigrúm til séreignar- og húsnæðissparnaðar. Starfshópurinn leggur til að tryggður verði sveigjanleiki sjóðsfélaga til að nýta séreignarsparnaðinn til að greiða inn á húsnæðislán og/eða við kaup á íbúð. Ekki verður sé annað en að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fella niður þetta mikilvæga úrræði gangi þvert á tillögur starfshópsins og eru það mikil vonbrigði.

Lagafrumvarp Miðflokksins – áfram verði hægt að nýta séreignarsparnað

Fyrir síðustu jól lagði ég til breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið, þess efnis að heimildarákvæðið til nýtingar séreignarsparnaðar til íbúðakaupa og niðurgreiðslu íbúðalána yrði framlengt. Tillagan var því miður felld af ríkisstjórnarflokkunum. Ég hef nú gert aðra tilraun og lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um sama efni – að áfram verði hægt að nýta séreignarsparnaðinn til íbúðakaupa og sem greiðslu inn á íbúðalán. Fróðlegt verður að sjá hvort að ríkisstjórnarflokkarnir; Vinstri grænir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur standi áfram í vegi fyrir þessu mikilvæga úrræði fyrir almenning. Birgir Þórarinsson, höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. mars 2019 // 12. tbl. // 40. árg.

FSingur vikunnar:

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Traust er það besta Gylfi Sig selur kvótalausa

Huldu með áhöfn

Sandgerðingurinn, Sindri Lars Ómarsson, er nýorðinn 21.árs. Hann er skíthræddur við rússibana. Honum finnst traust vera það besta í fari fólks. Sindri Lars er FSingur vikunnar.

- Stóru línubátarnir allir með fullfermi

Ragnar Umsjón JónMagnússon

Uppáhalds... ...kennari? King Bogi Ragnarsson. ...skólafag? Félagsfræði. ...sjónvarpsþættir? Klassískt svar, Friends. Aðeins of góðir. ...kvikmynd? Die Hard, sú er í bullinu.

...hljómsveit? Drake er tónlistarmaðurinn. ...leikari? Will Ferrell, maður grenjar alltaf úr hlátri þegar maður horfir á þennan gæja.

Tveir bátar sem áður hefur verið minnst á í þessum pistlum eru komnir á veiðar. Valþór GK er annar þeirra og byrjaði í Þorákshöfn. Hefur landað 35 tonnum í 10 róðrum. Sunna Líf GK er með 60 tonn í aðeins átta róðrum eða um 7,5 tonn í róðri og mest komið með í land 14 tonn. Greinilegt er að báturinn er orðinn burðarmeiri núna eftir breytingar því áður enn bátnum var breytt náði Sunna Líf GK aldrei að koma með 14 tonn úr róðri í land í einni löndun. Dragnótabátarnir hafa líka fiskað vel. Sigurfari GK var með 139 tonn í 12 róðrum og mest 28 tonn. Siggi Bjarna GK með 134 tonn í tólf róðrum og mest 18 tonn í róðri. Benni Sæm GK með 122 tonn í tólf og mest 18 tonn í róðri. Aðalbjörg RE landaði 40 tonnum í átta löndunum. Eins og minnst var á í síðasta pistli þá var talað um að allir bátarnir væru komnir aftur. Þessi hópur báta var að mestu á veiðum utan við Sandgerði í fyrstu. Flotinn færði sig svo að mestu á veiðislóð úti fyrir Grindavík, að undanskilinni Hafdísi SU og nokkrum öðrum. Línubátarnir hafa fiskað nokkuð vel. Sturla GK er með 293 tonn í þremur og mest 124 tonn. Jóhanna Gísladóttir GK 287 tonn í tveimur róðrum. Hrafn GK 251 tonn í þremur og mest 121 tonn. Valdimar GK 228 tonn í þremur róðrum og mest 105 tonn. Fjölnir GK 220 tonn í

Endurmenntun atvinnubílstjóra — Námskeið vottuð af Samgöngustofu

• Umferðaröryggi • Vistakstur

FÁÐU TILBOÐ Í AUGLÝSINGAPAKKA Í BLAÐIÐ OG Á VEFINN!

Hafðu samband í síma 421 0001 eða á póstfangið andrea@vf.is

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

tveimur og mest 117 tonn. Kristín GK 215 tonn í þremur og mest 101 tonn. Páll Jónsson GK 206 tonn í tveimur og mest 106 tonn. Athygli vekur með þessa línubáta að framan, sem allt eru stórir bátar, að eins og sést þá hafa þeir allir landað yfir 100 tonnum í einni löndun og er þetta fullfermi hjá þeim öllum. Það er t.d. ekki oft sem Kristín GK nær yfir 100 tonnum í einni löndun. Hjá minni bátunum er líka fín veiði. Kristján HF var með 151 tonn í tólf löndunum en hann hefur landað bæði í Sandgerði og Grindavík. Það hefur Sandfell SU líka gert og er hann með 141 tonn í fjórtán löndunum. Daðey GK er með 99 tonn í fjórtán löndunum, Gísli Súrsson GK með 98 tonn í tíu og Hafdís SU með 103 tonn í ellefu. Sævík GK var með 105 tonn í ellefu. Von GK 80 tonn í níu. Dúddi Gísla GK 72 tonn í sjö og mest 15 tonn. Steinunn HF 54 tonn í tíu og Bergur Vigfús GK 53 tonn í átta. Guðrún Petrína GK 43 tonn í 8átta, Addi Afi GK 33 tonn, einnig í átta löndunum. Eitt sem er að aukast mikið núna í mars er fjöldi handfærabáta sem komnir eru á veiðar. Langmestur fjöldi bátanna landar í Sandgerði. Þar er t.d. Katrín II SH með 11,5 tonn í tíu löndunum. Hilmir SH með 9,2 tonn í átta. Þórdís GK er í Grindavík með 7,1 tonn í sex. Þar er líka Sæfari GK með 5,8 tonn í sex. Þá er það Hulda GK. Hún er í eigu Blikabergs ehf., sem er í eigu Sigurðar Aðalsteinsonar og sonar hans, Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem er kannski þekktastur fyrir að spila fótbolta. Þeir eiga sama fiskverkun í Sandgerði og hafa gert út bátinn Huldu GK. Núna er búið að selja bátinn ásamt áhöfn enn engum kvóta. Kaupandinn er Háaöxl ehf. sem er staðsett á Fáskrúðsfirði. Þetta fyrirtæki er að mestu í eigu Loðnuvinnslunar þar í bænum og Kjartan Reynisson, sem er útgerðarstjóri Loðnuvinnslunar, er stjórnarformaður Háuaxlar. Hulda GK er seld án kvóta og hefur fengið nýtt nafn, Hafrafell SU 65, og bætist þar með í hóp með Sandfelli SU sem er í eigu Loðnuvinnslunar. Smá kvóti var á Huldu GK og færðst hann yfir á Alla GK, sem er líka í eigu Blikabergs ehf. Þar með er eignarkvóti kominn á Alla GK sem og óveiddur leigukvóti sem var á Huldu GK.

Þekking í þína þágu

• Lög og reglur

AFLA

Á hvaða braut ertu? Á eldgömlu fjölgreinabrautinni. Hver er helsti kostur FS? Félagslífið. Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti Hvað hræðistu mest? Ég er skíthræddur við rússibana. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Helgi Líndal, það er staðreynd að hann verður heimsfrægur skóhönnuður. Hver er fyndnastur í skólanum? Úff góð spurning, ég þekki fjölmarga trúða sem eiga sín augnablik en ég verð að gefa honum Karli Sævari þennan heiður. Hvað sástu síðast í bíó? A star is born, minnir mig, sturluð mynd. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Nocco á góðu verði! Hver er helsti gallinn þinn? Ég kann ekki að spara pening. Hver er helsti kostur þinn? Stutt í grínið, góður við alla. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Instagram og Twitter Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Nocco í mötuneytið á 200 krónur og frjálsar mætingar. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Traust er mikilvægast myndi ég segja. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mjög gott, ekki hægt að segja annað. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ekkert ákveðið, því miður. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Kostirnir eru þeir að maður þekkir fjölmarga og getur gert nánast allt hérna.

FRÉTTIR

Marsmánuður er hálfnaður og eins og við var að búast þá er búin að vera mjög góð veiði hjá bátunum. Helst eru það netabátarnir sem hafa verið að mokveiða. Bergvík GK er með 54 tnonn í átta löndunum. Erling KE með 234 tonn í 12 löndunum. Grímsnes GK með 137 tonn í 13 löndunum. Maron GK með 104 tonn í 12. Þorsteinn ÞH með 80 tonn í tíu sjóferðum. Halldór Afi GK var með 47 tonn í tólf löndunum og Hraunsvík GK með 43 tonn í tólf löndunum.

30. mars 7. apríl 11. maí

Skráningu lýkur viku áður en námskeið hefst. Nánari upplýsingar má nálgast á mss.is eða á smari@mss.is — 412 5982.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. mars 2019 // 12. tbl. // 40. árg.

15

Stelpur vilja slást í nýju bardagahúsi – Mikil aukning hjá Júdódeild UMFN

Gummi og stelpurnar. VF-myndir: PKet Gífurleg aukning stelpna í bardagaíþróttum hefur átt sér stað síðustu ár og fleiri stelpur æfa nú hjá júdódeild UMFN en nokkru sinni fyrr. Stofnaður hefur verið sérstakur stúlknahópur innan deildarinnar sem er skipaður stelpum, alls staðar af á Suðurnesjum, á aldrinum ellefu til sextán ára. Guðmundur Stefán Gunnarsson og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir eru þjálfarar þeirra og segjast gífurlega ánægð með þróunina. Hópurinn sé skipaður öflugum og sérlega efnilegum einstaklingum.

hefur verið mikil aukning frá áramótum,“ segir Guðmundur Gunnarsson, þjálfari í bardagaíþróttum

vf@vf.is

Ungmennafélags Njarðvíkur, en hann er líka í skýjunum með nýju aðstöðuna, nýtt bardagahús við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ. Um 80 til 100 manns æfa bardagaíþróttir hjá félaginu, sá elsti 74 ára og yngsti fjögurra ára og hefur verið sérstaklega mikil fjölgun hjá kvenþjóðinni. „Við erum sérstaklega ánægð að fá stelpurnar inn í húsið. Þær eru tæknilegar, einbeittar en þurfa bara að taka sitt pláss eins og það heitir. Þessi hópur sem er kominn til okkar er mjög góður. Líkalega sá besti á landinu,“ sagði Guðmundur með bros á vör og bætti því við að aðstaðan í nýja bardagahúsinu væri frábær. „Þetta er örugglega besta æfingaaðstaða sem iðkendur í fjölbragðaglímum hér á landi hafa. Alger bylting.“

Sjáið stelpurnar í „aksjón“ í Suðurnesja­ magasíni vikunnar

Njarðvíkingar sigursælir fyrir norðan Vormót JSÍ í júdó fór fram um síðustu helgi á Akureyri en Njarðvíkingar mættu þangað með alls þrettán keppendur. Krakkarnir í yngri flokkum, fjórtán ára og yngri, stóðu sig með prýði en flest þeirra voru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni.

„Við erum í skýjunum með þennan aukna áhuga hjá kvenfólkinu. Það

Jón sterki styrkir Þrótt Vogum – Menningarmiðstöð Vogamanna slær í gegn

Sandra Helgadóttir, rekstraraðili veitingastaðarins Jóns sterka, með keppnistreyju Þróttar í Vogum. Veitingastaðurinn Jón Sterki í Vogum flutti sig um set í lok árs 2018 og er nú orðin hálfgerð menningarmiðstöð fyrir Vogabúa og aðra. Boltinn í beinni, félagsvist er spiluð annað hvert sunnudagskvöld, sönghópurinn Uppsigling mætir einu sinni í mánuði og syngur með Vogabúum, barnaafmæli og svo mætti lengi telja. „Bæjarbúar hafa tekið okkur vel og við tökum á móti öllum, sem vilja líta

VIÐTAL Sólborg Guðbrandsdóttir

inn til okkar, opnum örmum,“ segir Sandra Helgadóttir rekstraraðili

staðarins í frétt frá knattspyrnudeild Þróttar. „Þetta er fyrst og fremst samverustaður og við viljum auðvitað að öllum líði vel hjá okkur,“ segir Sandra í fréttinni „Jón Sterki ætlar að hjálpa okkur við að bæta umgjörðina í kringum meistaraflokkinn og einnig fá yngri flokkar félagsins sérkjör þegar verið er að halda félagslega hittinga,“ segir Haukur Harðarson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar Vogum. „Þróttarar hafa staðið sig vel síðustu árin og mig langar að leggja mitt að mörkum, sýna stuðning. Ég sat í stjórn félagsins á sínum tíma og svo er Gunni bróðir á fullu í þessu og hefur verið það frá því að ég man eftir mér. Það eru of fáir sjálfboðaliðar í starfinu, ég þekki það vel, og það þurfa allir sem vettlingi geta valdið að taka þátt og hjálpa til við uppbygginguna, sérstaklega í svona litlu samfélagi. Þetta er mitt framtak,“ segir Sandra að lokum.

Þau Damjan Tisma, Mariam Badawy og Rinesa Sopi unnu til silfurverðlauna og Styrmir Marteinn Arngrímsson varð þriðji í sínum flokki. Í flokki fimmtán til sautján ára sigraði Ingólfur Rögnvaldsson með nokkrum yfirburðum og hann stóð einnig uppi sem sigurvegari í flokki 18–20 ára. Þá nældu Viljar Goði Sigurðsson (U15 +90kg) og Daníel Dagur Árnason (U18 -60kg) sér í silfur í sínum flokkum og Gunnar Örn Guðmundsson hneppti brons í

flokki U18 -73kg, þrátt fyrir að hafa meiðst í sinni fyrstu viðureign. Ægir Már Baldvinsson sigraði sinn flokk, átján til tuttugu ára, eftir langt hlé frá keppni og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir sigraði flokk -78kg kvenna, í tveimur viðureignum vann hún fullnaðarsigur með ippon (sigurkasti). Þá nældi Daníel Dagur sér einnig í brons í flokki U21 -60kg og Bjarni Darri Sigfússon (U21 -81kg) fékk líka brons í sínum flokki.

Yngri flokkar: Fv. Benedikt Natan Ástþórsson, Marmiam Elsayed Badawy, Damjan Tisma, Styrmir Marteinn Arngrímsson, Rinesa Sopi, Helgi Þór Guðmundsson. Á myndina vantar Viljar Goða.


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Flest eigum við okkur fyrirmyndir. Fyrirmyndir sem hafa haft áhrif á okkur og mótað okkar viðhorf og gildismat. Jafnvel haft áhrif á það hvernig manneskjur við erum. Það mótmæla því eflaust ekki margir að það sé hverjum manni hollt að eiga sér góða fyrirmynd. Góðar fyrirmyndir sem afreka hluti eða lifa sínu lífi á eftirtektarverðan og eftirsóknarverðan hátt. En hvað er „góð“ fyrirmynd? Fyrirmyndir eru mennskar og fólk hefur breyskleika. Þegar maður þekkir fyrirmynd sína ekki persónulega vitum við eingöngu það sem við lesum um eða sjáum um viðkomandi og fyllum inn í eyðurnar varðandi restina. Þannig setjum við fyrirmyndina yfirleitt á stall sem í raun enginn gæti lifað eftir, því öll erum við mannleg og breysk. En hvað vitum við þegar öll sagan er sögð? Fyrir nokkrum árum hélt ég fyrirlestur þar sem ég ræddi einmitt mínar fyrirmyndir og með hvaða hætti viðkomandi aðilar hefðu haft áhrif á mig. Það var hollt en á sama tíma skrýtið að fara í gegnum það. Fyrirmyndir mínar voru bæði aðilar nátengdir mér en líka fólk sem ég hafði aldrei hitt, eingöngu fylgst með og lesið um. Ein slík fyrirmynd var goðið Michael Jackson. Ég hlustaði á og dansaði með tónlistinni hans daginn inn og út á yngri árum. Mér fannst mikið til hans koma og þar á meðal hvernig hann notaði frægðina og ímynd sína til góðra verka. Nú hefur hins vegar komið í ljós að hann misnotaði líka

Póstur: vf@vf.is

LOKAORÐ

Ó-fyrirmyndir

Sími: 421 0000

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Það var ekki eins mikið í kjörkössunum og í spilakössunum ...

Kyrrsettar á Keflavíkurflugvelli

Ingu Birnu Ragnarsdóttur frægðina gagnvart ungum drengjum og fjölskyldum þeirra um áratuga skeið á ógeðfelldan hátt, eins og fram kom í heimildarmyndinni „Leaving Neverland“ sem sýnd var á RÚV í síðustu viku. Þessi heimildamynd situr í mér. Ég er með óbragð í munni og varð verulega óglatt af meintri áratuga kynferðislegri misnotkun goðsins á ungum og saklausum drengjum. Goðsins sem ég hlustaði á daglega sem unglingur, goðsins sem ég dansaði með, goðsins míns sem ég fann til með þegar ég eltist. Þetta leiðir að sjálfsögðu hugann að fyrirmyndum yngri kynslóða og áhrifum þeirra á þær. Samfélagsmiðlar eru þar mjög áhrifaríkur miðill. Það mætti halda því fram að þau sem hafi flesta fylgjendur þar séu áhrifavaldar og jafnvel fyrirmyndir komandi kynslóða upp að vissu marki. Maður spyr sig því hvaða viðhorfum og gildum Kylie Jenner, Selena Gomez, Cristiano Ronaldo, Justin Bieber og Kim Kardashian West séu að fara að skila til komandi kynslóða? Eru þetta góðar fyrirmyndir? Ég leyfi mér að efast um það.

Sex Boeing 737 MAX-8 farþegaþotur Icelandair eru nú á Keflavíkurflugvallar þar sem þær hafa verið kyrrsettar. Bannað hefur verið að fljúga vélunum á meðan unnið er að rannsókn flugslyss sem tengist flugvélartegundinni. Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, tók

meðfylgjandi mynd af tveimur af þotunum þar sem þeim hefur verið raðað upp á flughlaði á austursvæði Keflavíkurflugvallar. Flugturninn á Keflavíkurflugvelli í baksýn og ný brautarljós við austur/vestur-flugbrautina í forgrunni.

Frænkur keyptu sér hús í Suðurnesjabæ

Lúxus suður með sjó í sveitasælu í Garði

magasín SUÐURNESJA

l á Hringbraut og vf.is öl :30 fimmtudagskvöld kl. 20

Kæru Suðurnesjabúar,

SÓLNING í Njarðvik er opin alla virka daga frá kl. 8 til 17. Ávallt heitt á könnunni! Verið velkomin, starfsmenn Sólningar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.