Velgengni fyrirtækisins okkar frábæru starfsmenn
GOTT FYRIR HELGINA 31. MARS--3. APRÍL
- sjá miðopnu
30%
35%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Bæonne-skinka
Lambahryggur ½, ostafylltur
KR/KG ÁÐUR: 1.999 KR/KG
KR/KG ÁÐUR: 4.899 KR/KG
1.299
3.429
Miðvikudagur 30. mars 2022 // 13. tbl. // 43. árg.
„Nú er gaman,“ segir Hallgrímur Sigurðsson, skipstjóri á Halldóri Afa GK 222. Netabátarnir sækja stóran þorsk rétt utan landssteinanna í Keflavík.
Félagarnir Georg Jónsson og Hallgrímur Sigurðsson með væna þorska úr Faxaflóa. Kaupandinn, Hólmgrímur Sigvaldason, flutti fiskinn í flutningabíl í fiskverkun sína í nágrenninu.
Boltaþorskur úr Faxaflóa VF-myndir: pket
„Nú er gaman. Við höfum verið að koma með fullan bát af boltaþorski dag eftir dag,“ segir Hallgrímur Sigurðsson, skipstjóri á Halldóri Afa GK þegar Víkurfréttir hittu á hann við löndun úr fullum bát í Keflavíkurhöfn á þriðjudag. „Það er kjaftfullt af boltaþorski hérna í Faxaflóanum, bara hérna rétt úti við Vatnsnes. Við höfum verið að leggja net að morgni og komið daginn eftir og fyllt bátinn. Ég hef ekki skýringar á því en það er alla vega mikið af stórum þorski hérna í flóanum. Við höfum oftast verið að landa einu sinni á dag en nokkrum sinnum höfum við landað tvisvar sama daginn. Þetta er alveg magnað. Þetta hefur ekki verið svona undanfarin ár en er alla vega núna,“ sagði Hallgrímur en hann á ekki langt að sækja
fiskigenin og var sjálfur með fiskbúð í Keflavík fyrir allnokkrum árum síðan. Allur fiskurinn af Halldóri Afa GK fer í útgerð Hólmgríms Sigvaldasonar, HSS Fiskverkun. Hann var á kajanum á flutningabíl þegar verið var að landa og keyrði full kör af fallegum þorski í verkunina skammt frá. Hann var ánægður með aflann og sagði að það væri mikil eftirspurn. Þessi þorskur færi allur í salt og eftirspurnin væri það mikil að hann gæti selt hann mörgum sinnum. „Það er nóg af kaupendum,“ sagði Hólmgrímur en starfsemi hans hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Hallgrímur skipstjóri sagði að netin væru með mjög stórum riðli eða 10,5 tommum og því væri aflinn eingöngu boltaþorskur. Tíðindamaður Víkurfrétta hitti stórfrænda
hans, Guðmund Rúnar Hallgrímsson, fyrrverandi skipsstjóra á aflafleyinu Happasæl og spurði hann hvort hann vissi ástæðuna fyrir þessu stóra fiski í Faxaflóa, skammt frá landi. „Ég held að ein ástæðan hljóti að vera sú að það er mikið æti hérna nálægt landinu. Þegar við vildum á sínum tíma ná í minni þorsk sem hentaði betur í saltfiskinn fórum við lengra út,“ sagði Guðmundur Rúnar en hann er föðurbróðir Hallgríms skipstjóra. Í aflafréttum, vikulegum sjávarútvegspistli í Víkurfréttum, er sagt frá metafla í marsmánuði. Fleiri bátar en Halldór Afi GK hafa verið að veiðum í stórþorskinum, m.a. Bergvík GK sem hafði í upphafi vikunnar landað 58 tonnum í átján róðrum í mánuðinum. Nánar um það og fleiri tíðindi af sjónum í Aflafréttum á síðu 6 í blaðinu.
V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.
DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
A S TA@A L LT.I S | 560-5507
J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508
E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509
U N N U R@A L LT.I S | 560-5506
SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR
S I G R I D U R@A L LT.I S | 560-5520
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Endurvinnslan hf. skipar út gleri frá Helguvík Hafnarstjóri kynnti drög að samningi við Endurvinnsluna hf. varðandi útskipun á gleri um Helguvíkurhöfn til endurvinnslu erlendis á síðasta fundi hafnarstjórnar Reykjaneshafnar. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti fyrirliggjandi drög samhljóða og fól hafnarstjóra að undirrita þau.
Skoða umhverfisvæna endurvinnslu á áli í Helguvík
Aukasýning á GRÍS í Heiðarskóla Leiklistarval unglinga í Heiðarskóla frumsýndi á árshátíð skólans söngleikinn Grís í leikstjórn þeirra Daníellu, Estherar og Guðnýjar sem allar eru kennarar við skólann. Að venju voru haldnar almennar sýningar á mánudag og þriðjudag. Vegna góðrar aðsóknar var ákveðið að skella í aukasýningu miðvikudag kl. 20:00. Sýnt er á sal skólans og er miðaverð 1.000 krónur. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Reykjanesbær og bandaríska fyrirtækið Almex USA Inc., í gegnum íslenskt dótturfélag, hafa náð samkomulagi um að skoða möguleika þess að setja upp umhverfisvæna endurvinnslu á áli í Helguvík. Almex USA Inc sérhæfir sig í framleiðslu á búnaði fyrir úrvinnslu og endurvinnslu á hágæða áli ásamt fjárfestingum í skyldum iðnaði, er leiðandi á sviði endurvinnslu léttmálma og með sérstöðu hvað varðar framleiðslu á áli fyrir geimferða- og flugvélaiðnaðinn. Telur
fyrirtækið Ísland vera hentuga staðsetningu fyrir þessa starfsemi. Samkomulagið var samþykkt samhljóða á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í morgun. Bæjarráð hefur heimilað Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu þess efnis. Um er að ræða umhverfisvæna starfsemi sem yrði hluti af sjálfbæru hringrásarhagkerfi og er áætluð ársframleiðsla 45.000 tonn í fyrri áfanga. Reiknað er með að starfsmenn verði um 60 þegar fullum af-
Guðbjörg Kristmundsdóttir kjörin varaformaður SGS Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðsog sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis er nýr varaformaður Starfsgreinasambandsins, SGS. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness var kosinn nýr formaður sambandsins á 8. þingi sambandsins á Akureyri sem fram fór fyrir síðustu helgi. Vilhjálmur Birgisson hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. Nýr varaformaður var kjörin Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðsog sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.
köstum er náð. Reykjanesbær horfir jafnframt til þess að afleidd tækifæri af slíkri starfsemi geti styrkt atvinnuþróun á svæðinu. Verkefnið er í samræmi við þá stefnu Reykjanesbæjar að í Helguvík byggist upp iðnaður sem hafi jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið. Markmið Reykjanesbæjar er að efla Helguvík sem iðnaðarsvæði sem styður við þá stefnu og hringrásarhagkerfið.
Prins Póló & Moses Hightower í Hljómahöll Prinsinn og Moses ætla að fagna sjálfum sér og hvor öðrum, sem og glóðvolgri músík sem þeir eru að þrykkja út í kosmósið. Tónleikarnir fara fram fimmtudaginn 12. maí í Stapa í Hljómahöll. Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikar hefjast kl. 20:00. Miðasala hefst kl 11:00 föstudaginn 25. mars á hljomaholl.is.
Eldri borgarar á Suðurnesjum skora á ríkisstjórn og Alþingi Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum hefur samþykkt áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis sem Sigurgeir Jónsson úr Sandgerði lagði fram á fundinum. Áskorunina og greinargerð má lesa hér að neðan. Áskorun. Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum, haldinn í Reykjanesbæ 4. mars 2022, skorar á ríkisstjórn og Alþingi að framfylgja 69. grein laga nr. 100/2007, um að hækkanir á bótum til aldraðra og öryrkja skuli fylgja launaþróun og ef ágiskuð hækkun í fjárlögum, sem greidd er úr 1. jan. hvert ár, fyrir viðkomandi ár, reynist lægri en meðallaunaþróun ársins, samkvæmt útgefinni meðallaunaþróun af Hagstofu
Íslands fyrir það ár, skuli Tryggingastofnun ríkisins greiða mismuninn til bótaþega 1. júlí. Greinargerð. Á síðustu árum hefur sú ágiskaða launaþróun, sem hefur verið tilgreind í fjárlögum þegar kemur að hækkun bóta til aldraðra og öryrkja, reynst lægri en sú meðallaunaþróun útgefin af Hagstofu Íslands, hefur reynst fyrir hvert ár. Í fjárlögum fyrir árið 2020, samþykktum af Alþingi 2019, var ágiskuð launaþróun ársins 2020, 3,6%. Á vef Hagstofu Íslands um meðallaunaþróun ársins 2020, kemur fram að meðallaunaþróun ársins 2020 reyndist 7,0%. Mismunur á launaþróun 3,4%. Ágiskuð launaþróun í fjárlögum fyrir árið 2021, samþykktum af Alþingi
• Jón og Margeir • Grindavíkurdætur • Sálumessa Mozarts
2020 var 3,6%. Meðallaunaþróun fyrir árið 2021, samkvæmt Hagstofu Íslands reyndist 7,5%. Mismunur 3,9%. Eðlilegt hlýtur að teljast samkvæmt 69. gr. laga nr. 100/2007, að Tryggingastofnun verði gert að greiða mismuninn og sambærilegan mismun í framtíðinni, sem upp kann að koma. Umboðsmaður Alþingis sendi bréf til ráðherra og Velferðarnefndar Alþingis, dags. 1. október 2019, þar sem hann gerði athugasemd við afgreiðslu stjórnvalda á því ákvæði í lögum almannatrygginga er varðar viðmið um launaþróun og bendir hann á að bæta verði úr því. Við því hafa stjórnvöld og Alþingi ekki orðið.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 3
Skólastjóri Sandgerðisskóla Suðurnesjabær óskar eftir að ráða skólastjóra Sandgerðisskóla. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að viðhalda öflugu skólasamfélagi í samvinnu við íbúa og starfsfólk skólans. Suðurnesjabær er næst stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 3.800 íbúa og um 280 starfsmenn. Í Suðurnesjabæ eru tveir grunnskólar, leikskólar og tónlistaskólar. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Veita skólanum faglega forystu • Móta framtíðarstefnu skólans innan ramma laga og reglugerða í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og menntastefnu Suðurnesjabæjar • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun • Stuðla að framförum, árangri, velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins • Vera í samvinnu við fræðsluyfirvöld í sveitarfélaginu um stefnumótun og ákvarðanatökur
Sandgerðisskóli er heildstæður og heilsueflandi grunnskóli með 300 nemendur. Í skólastarfinu er unnið eftir stefnu um „Uppeldi til ábyrgðar“ og lögð áhersla á virðingu gagnvart umhverfinu. Lögð er áhersla á teymiskennslu í lærdómssamfélagi nemenda og starfsmanna þar sem virðing og traust ríkir. Húsnæði skólans er rúmgott og skólalóðin stór og skemmtileg til útivistar. Gott samstarf er við Tónlistarskóla Sandgerðis sem er í húsnæði skólans. Leiðarljós Sandgerðisskóla eru: vöxtur – virðing – vilji - vinátta
Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfisbréf grunnskólakennara • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða • Farsæl reynsla af skólastjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi • Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
Sótt er um starfið á hagvangur.is
Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl 2022. Nánari upplýsingar veita: Inga Steinunn Arnardóttir, inga@hagvangur.is og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
hagvangur.is
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR
Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is
TSA BREKKUSTÍG 38 NJARÐVÍK
ATVINNA
TSA verktakar óska eftir trémiðum og iðnverkamönnum. Upplýsingar veita Stefán í s. 896-2788 og Ari í s. 894-0354. Einnig má senda upplýsingar á tsa@tsa.is
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Akurskóli – Kennari í smíði og hönnun Aspardalur – Búsetuúrræði fyrir fatlaða Njarðvíkurskóli - Dönskukennsla í 7.-10. bekk Leikskólinn Holt - Deildarstjórar Leikskólinn Holt - Leikskólakennarar Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna. Velferðarsvið – Stuðningsfjölskyldur Velferðarsvið - Sérfræðingur í barnaverndarteymi Starf við liðveislu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
á timarit.is
www.bilarogpartar.is
Fyrsta skóflustunga að nýju húsnæði Skólamatar. Starfsmenn nálgast tvöhundruð.
Skólamatur stækkar og starfsemin eykst Fyrsta skóflustunga var tekin að nýju húsnæði Skólamatar var tekin á föstudag. Axel Jónsson og Þórunn Halldórsdóttir, eiginkona hans, eigendur Skólamatar, tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddu starfsfólki Skólamatar. Framkvæmdir hefjast í beinu framhaldi og stefnt er að því að húsnæðið verði tilbúið að mestu leyti í haust. Nýja húsnæðið er um 400 fermetra viðbygging þar sem gert er ráð fyrir eldhúsi á neðri hæð og skrifstofu og matsal á efri hæð. Samhliða byggingunni munu verða gerðar breytingar á fyrra húsnæði.
Flóknari starfsemi En af hverju er fyrirtækið að stækka við sig? „Fyrst og fremst er starfsemin okkar alltaf að verða flóknari. Við sérhæfum okkur í heildarlausnum í matarmálum fyrir leik- og grunnskóla. Daglega bjóðum við upp á morgunmat, ávaxtastund, tvíréttaðan hádegismat með meðlætisbar og síðdegishressingu. En auk þess sjáum við um að útvega mat fyrir hverskyns uppbrotsdaga, til dæmis nesti fyrir skólaferðalög, þorra smakk, rjómabollur á bolludaginn og pylsuveislur. Þá er sífellt að fjölga í hópi nemenda sem þurfa á sérfæði að halda, en það eru þeir nemendur sem vegna óþols, ofnæmis, trúareða lífstílsskoðana geta ekki neitt matar af hefðbundnum matseðli,“ segir Axel Jónsson í samtali við Víkurfréttir. Máltíðir Skólamatar eru undirbúnar í framleiðslueldhúsi í Reykjanesbæ. Þaðan eru þær keyrðar út í skólana þar sem eldunin fer fram. „Hluti af þeim máltíðum sem við bjóðum upp á eru eldaðar frá grunni í framleiðslueldhúsinu okkar, til dæmis lasagna, fiskibollurnar og plokkfiskurinn. Aðrir réttir eru útbúnir af innlendum framleiðendum eftir uppskriftum frá Skólamat. Stærsti misskilningurinn hjá fólki er að það heldur að maturinn sé allur eldaður hér í Reykjanesbæ og svo keyrður út í skólana. Hið rétta er að maturinn er undirbúinn í Reykjanesbæ og svo sér starfsfólk okkar úti í skólunum um að elda matinn.
Starfsfólk skólanna sér einnig um að skera niður ferska ávexti og grænmeti fyrir meðlætisbarinn. Ný og bætt aðstaða mun gera okkur kleift að bæta gæði þjónustu okkar enn frekar, meðal annars með því að auka okkar framleiðslu og bæta vöruframboð,“ Axel segir að þessar framkvæmdir séu mikilvægt skref til þess að geta áfram boðið upp á fyrsta flokks þjónustu fyrir alla viðskiptavini. „Með árunum hefur starfsemi Skólamatar orðið sífellt flóknari og fjölbreyttari. Nauðsynlegt er að öll aðstaða sé til fyrirmyndar svo hægt sé að mæta þeim kröfum sem bæði við og viðskiptavinir gera til okkar,“ bætir Axel við.
170 starfsmenn Starfsfólki Skólamatar hefur fjölgað jafnt og þétt í takt við aukin umsvif fyrirtækisins, en hjá því starfa nú um 170 starfsmenn en um 50 þeirra hafa starfsstöð á Iðavöllum. „Það er orðið ansi þröngt um okkur hér í núverandi húsnæði. Með tilkomu nýja húsnæðisins mun öll starfsmannaaðstaða batna. Við verðum meðal annars með stórt og flott mötuneyti á eftir hæðinni þar sem verður nóg pláss fyrir alla að borða saman. Við erum, líkt og flestir aðrir, erum búin að fá alveg nóg af hólfaskiptingum og öðrum samkomutakmörkunum sem við höfum þurft að lifa við undanfarin tvö ár. Við vorum þó svo heppin að ná að halda árshátíð síðastliðið haust og þá fundum við vel hversu mikilvægt það er að fá að hittast og hafa gaman saman,“ sagði Fanný Axelsdóttir mannauðsstjóri Skólamatar.
Ný verkefni og áskoranir Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar, segir að afleysingarþjónusta hafi aukist mikið hjá fyrirtækinu síðan að kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir skólar og leikskólar sem eru að upplifa tímabundin vandræði með matarþjónustu hafa nýtt sér þjónustu Skólamatar í lengri eða skemmri tíma.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Skólamatarfjölskyldan; Jón og Fanný Axelsbörn, Þórunn Halldórsdóttir og Axel Jónsson, stofnandi fyrirtækisins.
„Við höfum meðal annars þjónustað leik- og grunnskóla þar sem upp hefur komið mygla og nauðsynlegt var að flytja starfsemina í annað húsnæði en einnig hefur verið mikið um afleysingarverkefni þar sem matráðar eru fjarverandi vegna veikinda,“ segir Jón. Skólamatur þjónustar nú leik- og grunnskóla í níu sveitarfélögum á suðvestur horninu. „Við sjáum að á undanförnum árum hefur vöxturinn verið í fjölgun leikskóla. Við finnum fyrir áframhaldandi eftirspurn og þessar framkvæmdir eru að sjálfsögðu einnig partur af því að geta tekist á við aukna eftirspurn.“ Veturinn í vetur hefur gengið vel að mestu en þó hefur bæði covid og veðrið sett strik í reikninginn. „Það er búið að vera mikið um veikindi hjá okkur líkt og alls staðar í samfélaginu. Þetta hefur þó gengið ótrúlega vel. Við erum svo heppin að hjá okkur starfar frábært starfsfólk sem hefur lagt á sig mikla vinnu til þess að láta hlutina ganga upp. Samstarf okkar við starfsfólk skóla og leikskóla hefur einnig verið til fyrirmyndar og við höfum fengið ómetanlega aðstoð frá þeim á krefjandi tímum. Við öll sem samfélag höfum lært mikið af fyrri bylgjum faraldursins og upplifun okkar er sú að allir hafi lagst á eitt, hvort heldur sem um ræðir nemendur, foreldra eða starfsmenn við að finna lausnir á þeim vandamálum sem upp hafa komið,“ segir Jón. Veðrið í vetur er önnur áskorun sem Skólamatur hefur þurft að takast á við. „Veturinn er búinn að vera þungur veðurfarslega. Hingað til hefur verið mjög óvenjulegt að Reykjanesbrautinni sé lokað vegna veðurs en það hefur komið upp nokkrum sinnum í vetur. Þetta hefur eðlilega haft áhrif á okkur og skapað auka álag á starfsfólkið okkar. En nú eru bjartari tímar framundan og við erum spennt fyrir komandi tímum og hlökkum til að taka nýja aðstöðu í gagnið. Við trúum því að nýja húsnæðið muni hjálpa til að ná þeim markmiðum sem við í Skólamat höfum sett okkur fyrir komandi framtíð,“ sagði Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 5
FRÉTTIR AF FRAMBOÐSMÁLUM Í GRINDAVÍK
Hjálmar leiðir hjá sjálfstæðismönnum
WOLFGANG AMADEUS
Hjálmar Hallgrímsson mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem fara fram 14. maí næstkomandi. Birgitta H. Ramsey Káradóttir skipar annað sætið og Irmy Rós Þorsteinsdóttir það þriðja. Lista Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar má sjá í heild sinni hér að neðan: 1. sæti Hjálmar Hallgrímsson 2. sæti Birgitta H. Ramsey Káradóttir 3. sæti Irmý Rós Þorsteinsdóttir 4. sæti Eva Lind Matthíasdóttir 5. sæti Sæmundur Halldórsson 6. sæti Ólöf Rún Óladóttir 7. sæti Ómar Davíð Ólafsson 8. sæti Viktor Bergman Brynjarsson 9. sæti Erla Ósk Pétursdóttir 10. sæti Valgerður Söring Valmundsdóttir 11. sæti Garðar Alfreðsson 12.sæti Sigurður Guðjón Gíslason 13. sæti Theresa Birta Björnsdóttir 14. sæti Guðmundur Pálsson
MOZART REQUIEM
Bátasal Duus húsa
8. apríl kl. 20 og 9. apríl kl. 14 Kór, einsöngvarar og sinfoníuhljómsveit Miðasala á tix.is Stjórnandi Jóhann Smári Sævarsson Konsertmeistari Una Sveinbjarnardóttir
„Blanda af reynslu og þekkingu í pólitík ásamt ferskleika“ Framboðslisti X-M í Grindavík við kosningar til sveitarstjórnar sem verða 14. maí nk. hefur verið lagður fram. Á listanum eru átta konur og sex karlmenn, blanda af reynslu og þekkingu í pólitík ásamt ferskleika, segir í kynningu. „Það er gaman að vera fyrst í Grindavík til að tilkynna framboðslista sem lýsir kraftinum í okkar fólki. Á næstu vikum fram að kosningum munum við hefja málefnavinnu og funda með hagaðilum í Grindavík til að hlusta og heyra hvað virkilega brennur á fólkinu í bæjarfélaginu,“ segir jafnframt í kynningunni. 1. Hallfríður Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi. 2. Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, húsmóðir. 3. Gunnar Már Gunnarsson, umboðsmaður Sjóvá 4. Unnar Á Magnússon, vélsmiður. 5. Hulda Kristín Smáradóttir, stuðningsfulltrúi. 6. Páll Gíslason, verktaki. 7. Snædís Ósk Guðjónsdóttir, starfar með fötluðum einstaklingum. 8. Gerða Kristín Hammer, stuðningsfulltrúi. 9. Sigurjón Veigar Þórðarson, vélstjóri. 10. Steinberg Reynisson, verktaki 11. Auður Arna Guðfinnsdóttir, matráður. 12. Aníta Björk Sveinsdóttir, iðjuþjálfi. 13. Anton Ingi Rúnarsson, smiður og knattspyrnuþjálfari. 14. Ragna Fossádal, ellilífeyrisþegi.
Einsöngvarar Birna Rúnarsdóttir Bragi Jónsson Bryndís Schram Reed Egill Árni Pálsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Guja Sandholt Hjördís Einarsdóttir Ingi Eggert Ásbjarnarson Jelena Raschke Jóhanna María Kristinsdóttir Júlíus Karl Einarsson Steinunn Björg Ólafsdóttir Sveinn Enok Jóhannsson Tómas Haarde Una María Bergmann
VANTAR ÞIG HEYRNARTÆKI? Nýju MORE heyrnartækin eru þjálfuð til að þekkja hljóð. Innbyggt djúptauganet skilar einstaklega nákvæmri hljóðvinnslu og skýrum hljómgæðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur hjá Heyrnartækni verður í Reykjanesbæ 11. apríl við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja.
Tímabókanir í síma 568 6880
Glæsibæ | Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Heyrnartaekni.is | 568 6880
• Jón og Margeir • Grindavíkurdætur • Sálumessa Mozarts FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Kalla eftir sveigjanleika vegna gleymdra aðgangskorta Umræður voru á síðasta fundi ungmennaráðs Suðurnesjabæjar um óánægju vegna aðgangskorta í kjölfar aðgangshliða í íþróttamiðstöðvum bæjarins. Börn muna illa eftir að hafa kortin með sér og umræður voru um hvort það væri hægt að hafa möguleikann á hafa þau rafræn.
Lagt er til að starfsfólk íþróttamiðstöðva sýni sveigjanleika þegar fólk gleymir kortunum sínum og fulltrúar ungmennaráðsins kanni hvort möguleiki á að hafa rafræna útfærslu á aðgangskortunum, segir í afgreiðslu ráðsins.
Leita leiða til að geta endurgreitt 80% fargjalds í strætó Suðurnesjabær hefur hingað til greitt niður 80% fargjalds í strætó fyrir ungmenni, aldraða og öryrkja með því að selja strætómiða í íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins. Vegna breytinga hjá Strætó þar sem sölu strætómiða hefur verið hætt, hafa starfsmenn sveitarfélagsins lagt sig fram í að finna leiðir til að geta haldið þeim afslætti sem sveitarfélagið hefur veitt, þó svo miðasala einstakra miða hætti. Suðurnesjabær
mun leita eftir samtali við Vegagerðina og Strætó vegna frekari þróunar strætóapps og þjónustuleiða. Þangað til verður hægt að fá endurgreitt 80% af keyptum miðum gegn framsali kvittana fyrir greiðslu eða kaupa fargjöld í íþróttamiðstöðvum og fá senda miða í strætóappið í síma kaupanda. Nánari upplýsingar munu birtast á heimasíðu Suðurnesjabæjar, segir í fundargögnum frá síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Sólpallur verði settur í forgang Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga hvetur til þess að farið verði í það að gera sólpall við Dagdvöl aldraðra á Garðvangi í Garði. Áhersla verði lögð á að pallurinn verði tilbúin í byrjun sumars 2022. Jafnframt verði farið í gerð göngustígs milli Melteigs og Garðvangs til að auðvelda aðgengi.
MOKVEIÐI Í MARS
Þar sem ég sit núna í rútunni og horfi útum gluggan sést skrifað þar á hús, Húsafell Activity Center. Já, er sem sagt staddur í Húsafelli að skrifa þennan pistil. Ekki er nú hægt að segja að hægt sé að tengja Húsafell við útgerð eða fiskvinnslu frá Suðurnesjunum og því þurfum við ekkert að eiga meiri orð um það. Aftur á móti er mars mánuðurinn að verða búinn og það er búið að vera mokveiði hjá bátunum frá Suðurnesjum og má segja að hópurinn hafi færst svo til til því í byrjun mars var svo til mest allur línuflotinn að veiðum utan við Sandgerði en um miðjan mars færði hann sig útaf Grindavík á Selvogsbankann sem eru mjög þekkt fiskimið. Reyndar er mjög mikill floti af togurum, bæði 29 metra togurum og stærri skipum búnir að vera á veiðum þarna utan Grindavíkur. Aftur á móti hefur enginn netabátur verið þar að veiðum, en það gæti breyst því Þórsnes SH og Kap II VE voru komnir þarna þegar þessi pistill var skrifaður. Þó svo að mikill fjöldi hafi verið á veiðum utan við Grindavík þá er það bara brotabrot af þeim fjölda sem var á veiðum þarna fyrir um 30 til 40 árum síðan. Þá var mikill floti bæði í Þorlákshöfn og Grindavík á netaveiðum. Í mars árið 1983 var til að mynda 91 bátur á netum frá Þorlákshöfn og Grindavík og af þeim voru um 55 frá Grindavík á netum. Þetta er all svakalegur fjöldi af bátum og magnið af netum sem voru í sjó. Ef við gefum okkur að hver bátur hafi verið með 6 trossur og hver trossa sé 15 neta þá eru þetta samtals um 8200 net í sjó á dag þegar allir þessir bátar voru á sjó. Ansi mikill
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
munur á 39 árum, úr 91 netabát og yfir í engann. Þeir netabátar sem núna eru á veiðum frá Suðurnesjunum hafa allir verið með netin sín í Faxaflóanum og reyndar hafa þrír þeirra verið með netin svo til rétt utan við Vatnsnes og því ansi stutt sigling fyrir þá báta þar sem þeir hafa verið að landa í Keflavík. Bergvík GK er með 58 tonn í 18 róðrum og mest 6,4 tonn í einni löndun. Sunna Líf GK 7,3 tonn í 9 og Halldór Afi GK 44 tonn í 17, en þessir þrír bátar hafa verið þarna utan við Vatnsnes. Hinir þrír bátanna hafa verið lengra inn í Faxaflóanum og eru þeir allir komnir með yfir 100 tonna afla núna í mars. Maron GK er með 101 tonn í 15 róðrum og mest 16 tonn. Grímsnes GK 189 tonn í 20 róðrum og mest 20 tonn og Erling KE 289 tonn í 15 róðrum og mest 33 tonn. Að ofan var minnst á mikinn fjölda af togbátum sem hafa verið við veiðar á miðunum út frá Grindavík, þeir voru reyndar líka á veiðum á miðunum út af Sandgerði, en það virðst vera mjög mikið af fiski út af báðum stöðunum og mokveiði á báðum svæðum.
Ef við lítum aðeins á togskipin þá er Sturla GK með 535 tonn í 8 löndunum og mest 73 tonn. Vörður ÞH er með 393 tonn í 5 róðrum og mest 95 tonn. Áskell ÞH 365 tonn í 4, Jóhanna Gísladóttir GK 343 tonn í 5 löndunum og Pálína Þórunn GK 340 tonn í 5 túrum og mest 72 tonn. Hérna að ofan eru nefnd fimm togskip. Vörður ÞH og Áskell ÞH eru systurskip bæði smíðuð í Noregi og komu 7 togarar eins og þau til Íslands á árunum 2018 til 2019. Þetta voru: Vörður ÞH og Áskell ÞH sem Gjögur ehf. gerir út. Gjögur ehf. er frá Grenivík en er með fiskvinnslu líka í Grindavík og á sér langa sögu í útgerð og vinnslu í Grindavík og Grenivík, Bergey VE og Vestmannaey VE sem Bergur- Huginn í Vestmannaeyjum gerir út, Þinganes SF og Steinunn SF sem Skinney Þinganes á Hornafirði gerir út og síðan Harðbakur EA sem Útgerðarfélag Akureyrar gerir út. Sturla GK og Pálína Þórunn GK eru svipaðir togarar. Sturla GK var smíðuð 2007 í Póllandi. Pálína Þórunn GK var smíðuð í Kína árið 2001. Báðir eru svipað langir, nema að Sturla GK er metra breiðari en Pálína Þórunn GK. Aftur á móti þá er vélin í Pálínu stærri, hún er 952 hestöfl enn 700 hestöfl í Sturlu GK.
Sturla GK 12.
SUMARSTARF Bílanaust leitar að sumarstarfsfólki og námsmönnum í vinnu með skóla í verslun okkar að Hafnargötu 52. Áhugasamir sendi umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið kjartan@bilanaust.is Nánari upplýsingar í síma 6993432
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 7
Styrkja verkefni sem eru líkleg til að efla menningarstarfsemi í Reykjanesbæ
Frá sýningu DansKompaní frá síðasta sumri. VF-mynd: Hílmar Bragi Menningar- og atvinnuráð samþykkir endurskoðaðar reglur um Menningarsjóð Reykjanesbæjar á síðasta fundi sínum. Alls bárust 24 umsóknir um verkefnastyrki upp á tæpar nítján milljónir króna og ellefu menningarhópar sóttu um endurnýjun á þjónustusamningi við sveitarfélagið. Heildarupphæð til úthlutunar úr sjóðnum er kr. 4.890.000. Megin markmið sjóðsins er að styrkja verkefni sem eru líkleg til að efla menningarstarfsemi í Reykjanesbæ. Tólf verkefni hlutu styrk að þessu sinni að upphæð kr. 3.250.000 og kr. 1.640.000 var veitt í þjónustusamninga við starfandi menningarhópa í sveitarfélaginu.
Úthlutanir til þjónustusamninga:
• Eldey, kór eldri borgara, kr. 70.000,• Danskompaní, kr. 300.000,• Norræna félagið, kr. 70.000,• Sönghópur Suðurnesja, kr. 70.000,• Söngsveitin Víkingar, kr. 70.000,• Kvennakór Suðurnesja, kr. 170.000,• Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum, kr. 70.000,• Ljósop, félag áhugaljósmyndara, kr. 70.000,• Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ, kr. 80.000,• Leikfélag Keflavíkur, kr. 500.000,• Karlakór Keflavíkur, kr. 170.000,-
Úthlutanir verkefnastyrkja:
• Óperustúdíó Norðuróps, Mozart Requiem, kr. 800.000,• Rúnar Þór Guðmundsson, Þrír tenórar, tónleikar, kr. 150.000,• Steinbogi ehf., Ein elti fugla, stuttmynd, kr. 200.000,• Sólmundur Friðriksson, Fast þeir sóttu „showin“, kr. 300.000,• Natalia Chwala, Vinnustofur í myndlist fyrir börn af pólskum uppruna, kr. 300.000,• Alexandra Chernyshova, Nýárs tónleikar, kr. 150.000,• Svanur Gísli Þorkelsson, Keflavík er drullutík, bók, kr. 300.000,• Kristján Jóhannsson, Kóngarnir karlakvartett, tónleikar, kr. 150.000,-
• Jón Rúnar Hilmarsson, Eldgosið í Fagradalsfjalli, heimildamynd og ljósmyndasýning, kr. 150.000,• Brynja Ýr Júlíusdóttir, Söngleikjatónleikar Leikfélags Keflavíkur, kr. 150.000,• Jóhanna María Kristinsdóttir, Kennaratónleikar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, kr. 600.000,-
Beiðni hafnað að þessu sinni:
• Sigmar Þór Matthíasson, tónleikar í Bergi. • Brekvirki ehf., tónleikar í Bergi og á Hrafnistu. • Gunnhildur Þórðardóttir, Myndlistarskóli Reykjanesbæjar. • Dominika Anna Madajczak, þýðing heimasíðu Reykjanesbæjar á pólsku.
• Kvennakór Suðurnesja, Vortónleikar - Perlur - hittarar frá 1940 til nútímans. • Nína Rún Bergsdóttir, sviðsbardaganámskeið. • Svanur Gísli Þorkelsson, ljóð og píanó. • Sirkus Ananas, sirkussýningin Glappakast. • Víkingaheimar ehf., sýndarveruleiki í Víkingaheimum. • Gunnar Ingi Guðmundsson, upptökur á nýrri tónlist. • Gerður Sigurðardóttir, námskeið hjá Duus handverk. • Fjörheimar, Skapandi smiðjur Vinnuskólans og Fjörheima. • Orkustöðin ehf., kyrrðarstundir í Reykjanesbæ.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Flutningabíll í fullum skrúða og í einkennislitum fyrirtækisins.
Það var mikið um dýrðir hjá grindvíska fyrirtækinu Jón og Margeir ehf. síðastliðið föstudagskvöld. Þá komu saman núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins ásamt fulltrúum fjölmargra viðskiptavina til að fagna 30 ára afmæli fyrirtækisins. Höfuðstöðvunum við Seljabót hafði verið breytt í forláta skemmtistað. Feðgarnir Margeir Jónsson og Jón Gunnar Margeirsson eru miklir aðdáendur Volvo. Gylltir Volvo-bílar eru einkennandi fyrir fyrirtækið og því var barinn í veislunni smíðaður úr yfirbyggingu af Volvo. Afmælisveislan tókst vel en þar tróðu m.a. upp landskunnir tónlistarmenn eins og Helgi Björnsson og Jón Jónsson.
Feðgarnir Margeir og Jón Gunnar. Volvobarinn á bakvið.
Velgengni fyrirtækisins okkar frábæru starfsmenn Páll Ketilsson pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Jón og Margeir ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var í Grindavík í upphafi árs 1992. Stofnendur og eigendur þess eru Jón Gunnar Margeirsson og faðir hans, Margeir Jónsson. Margeir hafði þá verið með rekstur undir eigin nafni frá árinu 1970, fyrst um sinn með vörubíl en fljótlega einnig kranabíl. Í dag eru enn gerðir út tveir öflugir og vel útbúnir kranabílar undir nafni Margeirs en merkjum og litum Jóns og Margeirs ehf. Með þeim eru hin ýmsu verkefni leyst af hendi fyrir afar fjölbreyttan hóp viðskiptavina þessara tveggja fyrirtækja. Starfsemi Jóns og Margeirs ehf. hófst að sama skapi með einum bíl. Sá var með lokuðum flutningskassa enda félagið upphaflega stofnað með þá hugsjón að flytja sjávarútvegsafurðir á milli landshluta. Sú starfsemi fór ört vaxandi og í dag eru gerðir út alls sextán bílar, níu kælivagnar, tvær gámalyftur, átta malarvagnar, flatvagn og öflugur vélaflutningavagn. Volvo-vörubílar eru einkennandi fyrir flotann hjá þeim feðgum og liturinn er gylltur. Árið 2015 fóru eigendur að horfa til betri nýtingar tækjakosts á ársgrundvelli og ákváðu þeir því að fjárfesta í jarðvélum. Sú eining innan félagsins hefur einnig dafnað vel undanfarin ár og hefur þar áunnist gott orðspor í jarðvinnuverkefnum fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga í Grindavík og nágrannabæjum á Suðurnesjum og Suðurlandi. Jón og Margeir ehf. eru til húsa að Seljabót 12 í Grindavík. Þar á félagið húseign sem skiptist upp í skrifstofu, verkstæði, þvottaaðstöðu og aðstöðu starfsfólks. Árið 2018 var ákveðið að ráðast í endurbætur og viðbyggingu við húsnæðiskost félagsins þar sem
byggð var þvottaaðstaða fyrir tækjakost félagsins sem þó er aðskilin frá verkstæðinu. Á verkstæðinu er viðhaldi og viðgerðum tækja sinnt auk þess sem þar hefur verið starfrækt hliðarbúgrein, ef svo má kalla, frá haustinu 2019 en þá fjárfestu Jón og Margeir ehf. í bílalyftum og dekkjavélum og opnuðu dekkjaverkstæði fyrir allar stærðir og gerðir bíla. Með því jókst nýtingin á húsnæði og verkstæðismanni og hefur dekkjaverkstæðið fengið góðar viðtökur. Við stofnun félagsins störfuðu einungis tveir starfsmenn hjá félaginu en starfsfólkið telur tuttugu og tvo í dag. Starfsfólkið er reynslumikið og áreiðanlegt, hvort sem það er í flutningum, stjórnun vinnuvéla við jarðvinnuverkefni, á verkstæði eða skrifstofu. Hjá félaginu er lagður metnaður í að bjóða upp á áreiðanlega, fjölbreytta og lausnamiðaða þjónustu. Verkefni félagsins frá degi til dags snúa að því að þjónusta þau fyrirtæki sem lengi hafa verið í hópi viðskiptavina okkar. Staða félagsins er góð og mikil verkefni framundan bæði í flutningum, malbikun og jarðvinnu. Útsendarar Víkurfrétta tóku hús á þeim feðgum, Margeiri Jónssyni og Jóni Gunnari syni hans, þegar
þeir voru að leggja lokahönd á undirbúning fyrir afmælisveisluna í Grindavík slíðasta föstudag. Það hefur staðið til í nokkurn tíma að halda upp á afmæli fyrirtækisins en vegna samkomutakmarkana útaf kórónuveirufaraldri hefur ekki verið hægt að blása til veislu fyrr en núna. Fyrsta spurning blaðamanns var að forvitnast um forsöguna, því Margeir hefur verið á vörubíl í rúma hálfa öld.
Byrjaði 1970 með vörubíl með krana Margeir: „Ég eignaðist minn fyrsta vörubíl 1. nóvember 1970. Ég byrjaði þá á vörubílastöðinni í Grindavík og hef verið með vörubíla síðan þá. Ég var að flytja það sem til féll, fisk, sand, efni og annað. Ég kaupi fljótlega krana og set á bílinn og hef nánast verið með krana óslitið síðan.“ Hvernig var andinn í Grindavík á þessum árum eftir 1970? Margeir: „Hann var góður. Það var mikil traffík og mikið að gera í kringum útgerðina og mest á veturna. Það var hægara fyrst yfir sumartímann en svo fór það að
Margeir á fyrstu árunum með vörubílinn í Grindavík.
breytast. Eftir Vestmannaeyjagosið 1973 verður mikil uppbygging hérna í Grindavík, það var verið að leggja Grindavíkurveginn og vinnan jókst, fiskflutningarnir og allt sem tilheyrir því.“ Það hefur verið sérstakt að taka þátt í uppbyggingu nýrrar Eyjabyggðar í Grindavík? Margeir: „Jú, það var það. Þarna var unnin mjög langur vinnudagur, langt fram á kvöld. Það var mikil pressa að leggja göturnar og gera púða undir húsin. Mig minnir að hvert hús hafi verið í fjórum einingum og það var spennandi að sjá þegar þeir komu Svíarnir með húsin. Þeim var sturtað af bílunum og raðað saman. Það var greinilegt að þeir voru búnir að gera þetta mjög lengi.“
Fyrirtækið stækkaði hratt Jón Gunnar, sonur Margeirs, var ekki hár í loftinu þegar hann var byrjaður að flækjast með pabba sínum í vörubílnum út um allar koppagrundir. Það þurfti því ekki að koma á óvart að þeir myndu stofna saman fyrirtæki um vörubíla. Jón Gunnar: „Það var árið 1992 sem við stofnum Jón og Margeir ehf. Leiðin lá þangað. Ég var búinn að vera að fikta í þessu dóti í mörg ár, vera í kringum þetta og alast upp í þessu. Við sátum saman eitt kvöld og úr varð að við stofnuðum fyrirtækið. Við kaupum okkur fyrst sendibíl eða flutningabíl og fórum að keyra fisk. Fljótlega vorum við komnir með trailer, farnir að keyra malbik, svo gámalyftu og keyra gámum fyrir fyrirtækin hér. Starfsemin hefur vaxið í seinni tíð.“ Var stefnan fljótlega tekin í þá átt að vera stærri og meiri? Jón Gunnar: „Við vorum fljótlega eða ári síðar komnir með þrjá eða fjóra bíla og fleiri starfsmenn bættust í hópinn. Þetta vatt upp á sig og varð aukin vinna. Það var mikil
breyting hér í fiskhúsunum og fór að færast meira út í gáma en var áður. Þegar togararnir komu í land var öllu landað í gáma, þannig að þetta varð viðameira.“ Hvað er þetta orðin mikil starfsemi í dag? Jón Gunnar: „Við erum tuttugu og tvö hérna í dag og erum með sextán bíla og fjórar gröfur. Við fórum í jarðvinnudeildina 2016 og þetta heldur undið upp á sig. Við höfum verið með verkefni fyrir Sveitarfélagið Voga, Grindavík og Sveitarfélagið Ölfus, ásamt fullt af öðru í kringum þetta. Þetta passar vel með annarri vinnu hjá okkur. Þegar það er rólegra í fiskflutningum á sumrin þá erum við í jarðvinnu, þannig að þetta fer vel saman í dag.“ Þannig að það er ekki lengur einn karl á vörubíl með krana? Margeir: „Nei, það er orðin mikil breyting. Nú kíkir maður á þetta annað slagið og er bara með góða menn á kranabílunum. Ég tek svona dag og dag, ef þess þarf með, en ég ætla að fara að hægja á því. Við erum með flotta stráka, alla alveg 150% á öllum bílum og tækjum. Það er lykillinn að þessu.“
Í ferðalag með fjölskylduna á vörubílnum Margeir segir að synirnir, Jón Gunnar og Árni, hafi varla verið fermdir þegar þeir voru farnir að hjálpa föður sínum og byrjaðir að létta undir. Hann segir að þeir hafi ekki verið háir í loftinu þegar þeir voru farnir að fara með pabba sínum í vörubílinn. Það hafi ekki verið komnir bílstólar eða öryggisbelti á þeim árum en allt hafi farið vel. Margeir rifjar upp að einu sinni hafi verið farið í viku ferðalag í sumarbústað í Borgarfirði og ferðalagið hafi verið farið á vörubílnum með farangurinn á pallinum. „Það var farið í útilegur á vörubílnum, því það var enginn annar
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9 bíll á heimilinu og það var bara gaman að þessu,“ segir Margeir og Jón Gunnar blandar sér í umræðuna og segist hafa grun um að hann hafi verið getinn í vörubíl pabba síns. „Við þurfum kannski aðeins að fara yfir þetta með mömmu,“ segir hann og þeir hlæja báðir. Jón Gunnar: „Velgengni fyrirtækisins er þessir frábæru starfsmenn sem við erum með og geggjaðir viðskiptavinir og að fá að vera hlekkur í keðjunni hjá þeim. Ég get alveg haldið því fram að við erum með landslið af bílstjórum. Við erum heppnir með það hvað það hefur laðast að okkur mikið af góðum starfsmönnum.“ Fiskflutningar eru stór þáttur í ykkar starfsemi? Jón Gunnar: „Flutningur á fiski er gríðarlega mikill. Á haustin hafa Grindavíkurbátarnir verið að landa á Siglufirði, Ísafirði og Djúpavogi. Við sækjum fiskinn á þessa staði í kældum vögnum. Það er mikið fjör hérna frá því um miðjan ágúst og fram yfir jól.“
Rokið er óvinur vörubílstjórans Jón Gunnar segir lítið mál að keyra í snjó og hálku enda flutningabílarnir frábærir og auðveldir í akstri. Rokið er mesta áskorun bílstjóranna í dag. Það sé erfitt að ráða við það og þá þurfi bílstjórarnir að bíða af sér veðrið. Jón Gunnar: „Við höfum blessunarlega verið lausir við tjón. Það skiptir máli að vera með góða starfsmenn sem lesa aðstæður vel og meta hvernig hlutirnir eru. Út á það
Höfuðstöðvar Jóns og Margeirs ehf. við Seljabót í Grindavík ásamt hluta af flota fyrirtækisins.
gengur þetta og mikilvægt að mannskapurinn og farmurinn komst heill heim.“ Fulllestaður fiskflutningabíll er 49 tonn, þannig að farmurinn, kör, fiskur og ís er um 26 tonn af heildarþyngdinni. Mikil breyting hefur orðið á vörubílum frá því Margeir byrjaði fyrir rúmri hálfri öld. Þá var bíllinn lítið annað en gírstöng og stýri. Ekki þetta rafmagnsvesen og bilanir sem því fylgja. Margeir: „Miðstöðvarnar voru stundum ekki burðugar, þannig að stundum var maður bara með kósan-gaskútinn við hliðina á sér til að hafa hita í frostunum, þannig að breytingin er alveg óskaplega mikil. Að keyra svona bíla eins og við erum með í dag er léttara en að vera á fólksbíl, það er ekki spurning.“
Dottað fram á stýrið Þegar Margeir byrjaði með vörubíl á sínum tíma var vinnan helst í því að keyra fiskinn frá bryggjunum og upp í fiskvinnsluhúsin. Þá var mikið um báta af öllum Suðurnesjum sem lönduðu í Grindavík og fiskinum m.a. ekið til Keflavíkur, í Garð, Sandgerði, í Voga og inn í Hafnarfjörð. Á þessum árum komu flutningaskipin til Keflavíkur og þangað var sótt salt og afurðir fluttar til Keflavíkur til útskipunar, hvort sem það var beinamjöli, saltsíld eða saltfiski, áður en höfnin í Grindavík lagaðist. Á fyrstu árum fiskimjölsverksmiðjunnar í Grindavík var líka mikil vinna fyrir vörubíla, því loðnunni var ekið frá vörubílum frá skipshlið og í verksmiðjuna. Margeir segir að í löndunum hafi þetta verið vinna sól-
arhringana út. Þá voru ekki vökulög eins og í dag og menn dottuðu bara fram á stýrið ef það kom stund.
Algjör unaður að keyra þessa vörubíla Í dag eru breyttir tímar og aðbúnaður bílstjóra orðinn allt annar. Jón Gunnar: „Kerfið er orðið flóknara en það er auðveldara að keyra bílana og algjör unaður í dag. Vökulögin segja að það megi keyra í tíu tíma á dag. Þú keyrir í fjóran og hálfan tíma og verður að taka þér þriggja kortera hlé og svo heldur þú áfram. Þetta er öðruvísi í dag en áður en þetta venst.“ Margeir: „Þetta mátti breytast frá því sem þetta var en öllum bílstjórum í dag finnst þetta heldur stíft. Það væri allt í lagi að geta ekið
í tíu til tólf tíma, en það er bannað. Í dag má keyra níu tíma á sólarhring með undanþágu upp í tíu tíma. Og allir vörubílar eru innsiglaðir í 90 km./klst. í dag, þannig að það er ekki hægt að komast hraðar.“ Þeir feðgar eru sammála um að það sé gott að reka fyrirtæki í Grindavík og það sé yfirleitt nóg að gera. Hjá fyrirtækinu er líka lögð áhersla á góða símsvörun og út á það gangi þetta, að vera alltaf tilbúinn og veita góða þjónustu. Það sé grunnurinn að því að menn komi aftur. Þeir eru sammála um að fyrirtækið sé með trygga viðskiptavini í Grindavík og Suðurnesjum öllum. Viðskiptavinir sem hafa verið hjá fyrirtækinu í fjölda ára.
VF-myndir: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Svipmyndir úr afmælishófinu
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Stór hluti hópsins á æfingu í Hljómahöllinni undir stjórn Jóhanns Smára. Hluti tónanna verður í Suðurnesjamagasíni vikunnar. VF-mynd/pket
Eitt fallegasta og vinsælsta kórverk sögunnar í Duus Safnahúsum Sálumessa Mozarts flutt á tvennum tónleikum 8. og 9. apríl. Tuttugu og fimm manna sinfóníuhljómsveit og 50 manna kór. Hljómburður í bátasalnum hentar vel fyrir Sálumessuna. Páll Ketilsson pket@vf.is
„Þetta er eitt fallegasta kórverk sem skrifað hefur verið og eitt það vinsælasta, sálumessa Mozarts. Hann var að skrifa þetta þegar hann lést og klárað af öðru tónskáldi. Þetta er flutt reglulega um allan heim og nú ætlum við að flytja þetta á tvennum tónleikum í Duus Safnahúsum í Reykjanesbæ og verðum með frábæra söngvara og kór,“ segir Jóhann Smári Sævarsson hjá Óperufélaginu Norðurópi sem í samvinnu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er að ráðast í það stórvirki að flytja Requiem (Sálumessu) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Sálumessan er um það bil 50 mínútna langt tónverk fyrir fjóra ein-
söngvara, kór og sinfóníuhljómsveit og er ein allra þekktasta sálumessa tónbókmenntanna. Verkið er flutt árlega um allan heim, en afar sjaldan hér á landi. Að sögn Jóhanns Smára verður verður verkið í þessari tónleikauppfærslu flutt af 25 manna sinfóníuhljómsveit, tæplega 50 manna kór einsöngsmenntaðra söngvara, langt kominna söngnemenda og þjálfaðra áhugasöngvara, sem skipta svo með sér einsöngsatriðum. Hljómburðurinn í Bátasal Listasafns Reykjanesbæjar hentar Sálumessunni mjög vel og lýsing verður viðeigandi og glæsileg. Stjórnandi er Jóhann Smári Sævarsson, konsertmeistari Una Sveinbjarnardóttir og ljósameistari Magnús Helgi Kristjánsson. Norðuróp stofnaði fyrir nokkrum árum nokkurs konar óperustúdíó í Reykjanesbæ í samvinnu við Tón-
listarskóla Reykjanesbæjar og Hljómahöll, með uppfærslu á óperunni „Brúðkaup Fígarós“ eftir W.A. Mozart. Verkefnið var opið öllum söngvurum og söngnemendum Tónlistarskólans sem og efnilegum söngvurum hér á Suðurnesjum og annars staðar að af landinu. Við höfum reynsluna og þekkinguna á svæðinu til að leiða slík spennandi verkefni, sem gefa ungum listamönnum frábær tækifæri til að auka þekkingu sína og reynslu á óperusviðinu um leið og við aukum við menningarflóruna á svæðinu. „Eftir mjög vel heppnaða og fjölsótta uppfærslu Norðuróps og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á söngleiknum „Fiðlarinn á þakinu“ eftir J. Bock sem sýndur var í Stapa, haustið 2019 í tilefni af tuttugu ára afmælum beggja, og þann mikla áhuga þeirra sem tóku þátt og ann-
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta í rafrænni útgáfu Víkurfrétta frá og með 31. mars
arra söngvara og hljóðfæraleikara af svæðinu, þá höfum við ákveðið að nota meðbyrinn og halda þessu jákvæða samstarfi Norðuróps og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar áfram
og ráðast í flutning þessa magnaða verks, Sálumessu eftir W.A. Mozart, sem við efumst ekki um að muni falla í góðan jarðveg hjá Suðurnesjamönnum,“ segir Jóhann Smári.
STYRKTAR TÓNLEIKAR
FYRIR FLÓTTAFÓLK FRÁ ÚKRAÍNU
í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00 Keflavíkurkirkja í samstarfi við frábært tónlistarfólk frá Suðurnesjum stendur fyrir styrktartónleikum fyrir flóttafólk frá Úkraínu fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00. Alexandra Chernyshova, Fríða Dís Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson og Valdimar Guðmundsson koma fram ásamt Regnbogaröddum Keflavíkurkirkju, Kór Keflavíkurkirkju og Vox Felix. Aðgangseyrir er 2.500 kr. sem rennur óskiptur í neyðarsöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar svo hægt sé að veita íbúum frá Úkraínu neyðaraðstoð og sálfélagslegan stuðning.
TÓNLEIKUNUM VERÐUR STREYMT Á FACEBOOK-SÍÐUM KEFLAVÍKURKIRKJU OG VÍKURFRÉTTA
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11
Grindavík fær gullmerki PWC Niðurstöðuskýrsla jafnlaunagreiningar 2022, sem unnin var af PWC fyrir Grindavíkurbæ, vegna janúarlauna 2022 var lögð fram í bæjarráði Grindavíkur í síðustu viku. Niðurstaðan er sú að launamunur heildarlauna, að teknu tilliti til persónubundinna þátta, er 3,4% körlum í vil og er þá komin undir jafnlaunamarkmið Grindavíkurbæjar sem er 3,5%. PWC veitir gullmerki þeim fyrirtækjum sem eru undir 3,5% markinu og Grindavík hlýtur því gullmerki PwC, fyrir góðan árangur í jafnlaunagreiningunni, sem Grindavíkurbæ er heimilt að nota.
Grindavíkurbær borgar rafmagnið fyrir björgunarskipið Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að styrkja Björgunarsveitina Þorbjörn, sem leitaði til bæjaryfirvalda eftir stuðningi. Sveitin óskaði eftir styrk sem nemur kostnaði vegna rafmagnsnotkunar í Grindavíkurhöfn fyrir björgunarskipið Odd V. Gíslason. Bæjarráð samþykkir styrkveitinguna.
Villtir ferðamenn við gosstöðvarnar Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út í síðustu viku vegna tveggja villtra ferðamanna við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Ferðamennirnir höfðu verið á gangi í sex klukkutíma og höfðu villst af leið í þoku en gátu komið hnitum úr farsíma til björgunarsveita, þar sem þau voru í símasambandi. Vel gekk að finna þá þar sem rétt um hálftíma eftir að útkall barst var björgunarsveitarfólk komið til þeirra og fylgdi þeim niður á bílastæði. Ferðamennirnir voru óslasaðir og nokkuð brattir og voru allir hópar komnir í hús rétt rúmlega sjö.
Einn yngsti kór landsins. Æfa lög eftir óþekktan höfund úr heimabænum.
Grindavíkurdætur á æfingu í Kvikunni.
Grindavíkurdætrum fjölgaði í kóvid Grindavíkurdætur er kvennakór frá Grindavík sem var stofnaður í árslok 2018 að frumkvæði Bertu Drafnar Ómarsdóttur, Sigurlaugar Pétursdóttur og Rósu Ragnarsdóttur. Berta er kórstjórinn og hinir stofnendurnir syngja í kórnum sem í dag telur 33 hressar grindvískar konur. Það hefur fjölgað jafnt og þétt frá stofnun þrátt fyrir ákveðna veiru sem hefur herjað á heimsbyggðina undanfarin tvö ár. Grindavíkurdætur hafa eingöngu sungið þekkt tökulög til þessa en í byrjun síðasta hausts, hafði Kristín Matthíasdóttir samband við Bertu og vildi kanna áhuga hennar og Grindavíkurdætra á að skoða þau lög og ljóð sem hún hafði samið. Berta hélt það nú og úr varð samstarf sem er þó á algeru byrjunarstigi en stefnt er á frumflutning á þessum lögum Kristínar í mars á næsta ári. Kristín hefur aldrei verið kennd við tónlist á einn né annan hátt og hefur aldrei sungið opinberlega, hún spilar ekki á hljóðfæri og hlaut ekki tónlistarlegt uppeldi og því kom það mjög á óvart þegar hún hafði samband við Grindavíkurdætur. Víkurfréttir kíktu á æfingu hjá þeim í Kvikunni í Grindavík.
Ungur kvennakór Berta sem er menntuð söngkona ásamt því að hafa lært kór- og hljómsveitarstjórn. „Við stofnuðum kórinn nokkar vinkonurnar í árslok 2018 og hófum æfingar strax í byrjun árs 2019. Kórinn er því ungur að árum og þar fyrir utan erum við allar tiltölulega ungar miðað við aðra kvennakóra. Kórinn er vaxandi en við byrjuðum rúmlega tuttugu en erum í dag þrjátíu og þrjár. Það er kannski
nokkuð merkilegt því kórar voru ekki mikið að stækka í kóvid en það er eitthvað magnað í gangi hjá okkur, það er mjög gaman og stelpurnar bæta alltaf við sig þegar þær syngja fyrir framan fólk. Það er mjög gaman að vinna með þeim.“ Berta er menntuð söngkona, fór bæði í Söngskóla Reykjavíkur og til Ítalíu og kláraði þar mastersgráðu í klassískum söng. „Samhliða söngnáminu tók ég alltaf aukafög, bæði kór- og hljómsveitarstjórnun. Hef þefað uppi mörg námskeið er lúta að þessum fögum og fór líka í nám í skapandi tónlistarstjórnun. Hef sankað að mér reynslu héðan og þaðan.“ Kristín hlaut ekki tónlistarlegt uppeldi og hefur aldrei sungið opinberlega. „Það er rétt og ég og hef aldrei sungið opinberlega og spila ekki á neitt hljóðfæri. Leyfði Grétari bróður að sjá um það. Þó var nokkuð mikið um rím inni á heimilinu því pabbi [Faðir Kristínar er einn af betri sonum Grindavíkur, Matthías Grindvik Guðmundsson heitinn. Innsk. blaðamanns] hafði mikinn áhuga á því. Það blundaði því nokkuð í mér en fyrir nokkrum árum fór þetta að þróast, ég fór að semja meira og vinna með þetta. Líklega er þetta hluti af andlegu ferðalagi
Vinna 100.000 rúmmetra grjóts úr Eldvarpahrauni Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar hefur óskað eftir heimild til að hefja vinnu við að óska framkvæmdaleyfis fyrir grjótnámu í Eldvarpahrauni. Svæðið er þegar raskað vegna grjótvinnslu m.a. þegar sjóvarnargarðar voru settir við Grindavíkurhöfn. Á aðalskipulagi er svæðið merkt sem E6 og gert er ráð fyrir að vinna 100 þúsund rúmmetra grjóts. Skipulagsnefnd Grindavíkur samþykkir að heimila sviðsstjóra að hefja vinnuna.
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta í rafrænni útgáfu Víkurfrétta frá og með 31. mars
mínu en lögin koma einhvern veginn til mín, ég heyri þau en þar sem ég spila ekki á neitt hljóðfæri þarf ég nýta mér tæknina og syng lagahugmyndirnar inn á símann minn svo ég gleymi þeim ekki.“
Einstakt samstarf Berta tók undir að þetta væri ansi einstakt en hvernig kom samstarfið til? Kristín: „Ég hafði trú á þessu efni mínu en var ekki viss hvað ég gæti gert við það því það var nokkuð ljóst að ég var ekki að fara flytja þetta sjálf. Ég leyfði mömmu [Móðir Kristínar er nafna kórstjórans, Berta Grétarsdóttir. Innsk. blaðamanns] að hlusta og hún vissi nákvæmlega við hvern ég ætti að tala, nöfnu sína. Ég viðurkenni fúslega að fyrsta símtalið til Bertu var erfitt en hún tók strax vel í þetta. Skoðaði ljóðabókina mína og hlustaði á lagahugmyndirnar og við ákváðum að við yrðum að gera eitthvað með þetta.“ Berta segir að semja kórverk og frumflytja sé langt ferli. „Kristín hringdi í mig í lok síðasta sumars en það er langt og strangt ferli að koma svona tónsmíð alla leið á svið fyrir kór. Ég þarf að pikka upp það sem hún sendir mér, skrifa upp nótur fyrir kórinn og útsetja. Þetta
er mjög mikil vinna og kórinn hefur t.d. ekki ennþá fengið að heyra neitt en við erum ákveðnar í því að frumflutningur á þessum lögum Kristínar verði að ári, vonandi í kringum 20. mars. Upprunalega planið var að flytja tólf lög en Kristín virðist vera eins og gosbrunnur, lögin hreinlega flæða frá henni og hver veit hvernig þetta verður að ári.“ Nafn kórsins minnir aðeins á aðrar dætur sem kenna sig við Reykjavík en þær komust einmitt langt í Eurovision, munu Kristín og Grindavíkurdætur feta í fótsporin? Berta: „Við áttum í erfiðleikum með að finna nafn á kórinn. Hjá okkur ríkir lýðræði, við veljum lögin saman og tökum allar ákvarðanir saman en við vorum nafnlausar lengi vel. Engar almennilegar hugmyndir komu fram og það var í raun kórstjóri Léttsveitar Reykjavíkur, Gísli Magna, sem kom með hugmyndina en á sameiginlegum tónleikum í Grindavíkurkirkju, þá kynnti hann okkur bara sem Grindavíkurdætur og þar við stóð.“ Kristín: „Það er aldrei að vita nema við förum í Eurovision að ári, hver veit? Maður á aldrei að segja aldrei.“ Hvað er fram undan hjá Grindavíkurdætrum og tónskáldinu? Berta: „Við komum nokkuð vel undan COVID, við höfum verið duglegar að æfa og erum að verða tilbúnar með prógramm. Við ætlum að halda tónleika í Grindavíkurkirkju 19. maí en þar áður höldum við stutta tónleika í Hörpuhorninu í Hörpu. Það detta alltaf inn beiðnir um að troða upp í einkasamkvæmum og við reynum að sinna því eins og við getum. Í haust munu svo æfingar hefjast á tónsmíðum Kristínar ásamt æfingum fyrir hina árlegu jólatónleika okkar en vor- og jólatónleikar eru fastir punktar hjá okkur.“ Kristín: „Ég held að ég muni bara halda áfram að hlaða niður lögum en fjölskyldan mín grínast með það, segir að ég sé bara í „dánlódi“. Mér finnst þetta ofboðslega skemmtilegt og gefandi. Það er gaman að sækja innblástur í allt sem verður á vegi manns.“
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjornd@gmail.is
FS-ingur vikunnar: Leó Máni Quyen Nguyén
Nadía Líf Pálsdóttir er sextán ára og kemur frá Njarðvík. Hún æfir körfubolta og er meðlimur unglingaráðs Fjörheima. Nadía Líf er að eigin sögn opin og áhugaverð. Henni finnst gaman að hitta vini sína og tala um stráka. Nadía Líf er ungmenni vikunnar. Leó Máni Quyen Nguyén er sautján ára og kemur frá Keflavík. Hann situr í ungmennaráði Reykjanesbæjar og er í markaðsnefnd nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Auk þess þjálfar hann og æfir körfubolta með Keflavík. Leó Máni er FS-ingur vikunnar. Á hvaða braut ertu? Ég er á fjölgreinabraut. Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn við FS er myndi ég segja bara þetta geggjaða fólk svo auðvitað félagslífið, NFS er að slátra þessu. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Finnbogi Páll, fyrir að vera með heitasta mulletið á landinu. Skemmtilegasta sagan úr FS: Það er þegar við vorum í bingó á spiladeginum og vinkona mín hélt hún væri með sprunginn botnlanga. Hver er fyndnastur í skólanum? Grétar Snær Haraldsson punktur. Hver eru áhugamálin þín? Ég hef gaman af körfubolta, ræktinni, spila á gítar, elda og baka. Hvað hræðistu mest? Að vera blankur.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Það fer oft bara eftir hvernig skapi ég er í en ég læt allt með Khalid sleppa. Hver er þinn helsti kostur? Ég er skipulagður, kurteis, jákvæður, eiginlega alltaf brosandi og kann að smita gleðinni. Hver er þinn helsti galli? Hef lítinn tíma fyrir mig sjálfan og ofhugsa hluti. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat og Instagram, svo nota ég YouTube eitthvað smá. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar það er heiðarlegt og jákvætt. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan er að verða ríkur. Nei segi svona, ætla fyrst og fremst að klára stúdentinn, svo græða peninginn og fara út í skóla. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Amazing.
Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk. Í hvaða skóla ertu? Njarðvíkurskóla.
ekkert en það að hugsa um að deyja og að vera ekki lengur til er pínu óþægilegt.
Hvað gerir þú utan skóla? Er alltaf annað hvort heima sofandi, á körfuboltaæfingu eða að hitta vini mína.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Starlight með Dave eða Waves með Kanye West.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Ég myndi segja að það væri stærðfræði, þegar að ég skil hvað er í gangi.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er almennileg við alla og frekar opin manneskja.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Salvar, hann verður klárlega söngvari.
Hver er þinn helsti galli? Pæli of mikið í hvað öðrum finnst.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar að allt nemendaráðið var í feluleik og ég var búin að vera leita og leita heillengi af öllum en svo kom í ljós að þau voru búin að læsa mig inni í skólanum og biðu eftir mér í niðri við inngang skólans.
Ung(menni) vikunnar: Yasmin Nadía Líf Pálsdóttir
Almennileg við alla
a g e l n i Eig alltaf i d n a s o br 12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok og Spotify. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar að fólk er ekki feimið og það er kostur ef það er auðvelt að detta í gott spjall.
Hver er fyndnastur í skólanum? Yngvi kennari, hann er kóngur skólans.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Það er mjög góð spurning.
Hver eru áhugamálin þín? Að hitta vini mína, list og körfubolti. Svo er líka að tala um stráka mjög hátt á listanum.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Áhugaverð.
Hvað hræðistu mest? Að deyja. Ég veit að þegar að maður deyr gerist mögulega
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
SKÓLI EINNIG STOFNAÐUR Í GARÐINUM 1872
Stofnaður var barnaskóli í Garði sama ár og í Vatnsleysustrandarhreppi, að frumkvæði séra Sigurðar Br. Sivertsen, prests að Útskálum. Lagði hann til og safnaði fé, og var strax byggt hús í Gerðum. Var skólinn vígður 7. október 1872, starfaði þann fyrsta vetur til 7. maí með fimmtán til átján nemendum á aldrinum átta til fjórtán ára. Var næstu ár kennt frá klukkan 10 til 15 sex daga vikunnar á tímabilinu frá 1. október til 1. apríl, líkt og í Vatnsleysustrandarhreppi. Nemendur voru á bilinu 25 til 45 flest árin fram
undir miðja 20. öld. Stundum var aðeins einn kennari og öllum kennt í einum hópi en oft var aðstoðarkennari og kennt í tveimur deildum, eftir aldri og þroska. Flest fyrstu árin var góður kennari, Þorgrímur Þórðarson, 22 ára er hann hóf störf, með reynslu frá Eyrarbakka, en svo voru um tíma lítt hæfir kennarar. Kaupið var um 70 kr á mánuði, auk svefnherbergis í skólahúsinu og aðstöðu til að stunda sjóróðra, sem var góður kaupauki á vorin þegar vel aflaðist. Fyrsta skólahúsið reyndist ekki vel. Það var byggt í fjörunni, flaut sjór umhverfis og jafnvel inn í það, olli skemmdum og var oft hættulegt fyrir börnin að leika sér úti. Húsið var kalt og dimmt og illa búið og hóstandi kennarar og nemendur kvörtuðu oft um kulda og reyk. Þannig var ástandið fyrstu fimmtán árin þar til 1887 að skólinn var fluttur í tvö leiguherbergi í Miðhúsum og starfaði þar næstu þrjú árin við betri skilyrði. Fékk skólinn þá ný borð og bekki, veggtöflur og ýmisleg áhöld, svo sem tellúríum, veggkort og myndir. Haustið 1880 flutti skólinn í eigið húsnæði að Út-
skálum, þar sem aðstaða var mun betri, síðan í sérbyggt skólahús 1910, sem er elsti hluti núverandi húss. Árið 1887 kom merkur skólamaður til starfa í Gerðaskóla, Ögmundur Sigurðsson, og kenndi til 1896 nema eitt skólaár, 1891–1892, þegar hann var í kennaraskóla í Chicaco, líklega fyrstur íslenskra skólamanna til að stunda nám í Bandaríkjunum. Áður hafði hann stundað kennaranám í Kaupmannahöfn. Ögmundur mótaði starf skólans til frambúðar og tók kennsluna föstum tökum. Hann tók fyrir það að foreldrar tækju börnin úr skólanum þegar hentaði að hafa þau í vinnu heima, sem hafði oft valdið ruglingi og erfiðleikum fyrir kennarann. Veturinn 1889 til 1890 var 41 barn í skólanum, í tveimur deildum. Kennslutími var sex mánuðir; engum nemanda var veitt móttaka eftir 2. október og engum gefið burtfararleyfi allan skólatímann. Við skólann voru tveir kennarar og auk þess tímakennari í söng. Kennslugreinar voru lestur, biflíusögur, kver, landafræði, skrift og rjettritun í báðum deildum, og náttúrusaga og íslenzka í efri deild. Söngur var kenndur í
13. ÞÁTTUR
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. báðum deildum. Kristin fræði voru fyrirferðarmikil í námsefni skólans og vildi Ögmundur auka vægi vísindagreina sem hann taldi notadrýgri. Hann var ekki mikið fyrir vitnisburðarbækur og einkunnagjöf. Skólinn naut styrkja úr Thorchilliisjóði fyrir fátæk heimili. Það voru t.d. sjö börn árið 1909, fengu 20 kr. hvert. Aðrir foreldrar greiddu skólagjöld, sem gátu fyrir árið numið vikulaunum heimilisföður.
Bjarni Jónsson tók við af Ögmundi 1896 og var aðalkennarinn næstu fimm ár. Hann var mikið fyrir söng og bænir, spilaði á fiðlu og lét börnin syngja. Skyldi skólinn vera kristilegur og þjóðlegur. Síðan tóku við ung hjón, Matthildur Finnsdóttir og Einar Magnússon, og báru uppi skólastarf og héraðsmenningu í meira en fjóra áratugi, allt frá aldamótum og fram í seinna stríð.
Heimildir: Gerðaskóli í 130 ár 1872 – 2002, eftir Einar Georg Einarsson, bók m.a. hugsuð sem kennslubók fyrir nemendur skólans, bæði með fróðleik, myndum og verkefnum. Að vissu leyti saga Garðsins. Grein Ögmundar: Um skóla á Suðurnesjum. Tímarit um uppeldi og menntnamál 3. árg. 1990, bls. 87–98.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13
Framkvæmd aðgerðar áætlunar í leikskólamálum
Minningarorð frá vinkonu Ingibergur Þór Kristinsson
Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs og oddviti S-listans. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi í fræðsluráði og skipar 8. sæti S-lista Samfylkingar og óháðra. Ljóst er að mikil fjölgun ungra barna í Reykjanesbæ hefur haft mikil áhrif á stefnumótun núverandi meirihluta. Búið er að rýna til gagns og greina betur þörfina hvar ber að staðsetja leikskóla til framtíðar. Í dag eru 1.274 börn á leikskólum Reykjanesbæjar. Börn fædd á árinu 2020 eru tæplega 300 talsins og þau munu öll fá pláss á leikskólum á árinu 2022, þ.e. innan tveggja ára aldurs. Þegar horft er til 2021 árgangsins er fjöldi barna um 280 talsins. Flest þeirra, eða 90 börn, búa í Innri-Njarðvík, bæði í Tjarnar- og Dalshverfi. Er því ljóst að næsti leikskóli verður að koma í því hverfi. Leikskóli í Dalshverfi 3 vorið 2023 Vorið 2023 mun rísa nýr leikskóli í Dalshverfi 3, gert er ráð fyrir 120
börnum. Fljótlega verður boðin út nýbygging við Stapaskóla, en gert er ráð fyrir 120 börnum, sem mun leysa af 85 barna núverandi leikskóla sem er í bráðabirgðahúsnæði. Með þessu móti munu 155 ný pláss skapast í Dalshverfi en auk þess mun rísa ný álma við leikskólann Holt sem verður tekin í gagnið í haust n.k., þar er gert ráð fyrir 36 börnum. Þessi fjölgun sýnir vel áherslur meirihlutans að búa vel að börnum. Leikskóli í Hlíðarhverfi Stefnt er að því að byggja nýjan leikskóla í Hlíðarhverfi og eru viðræður þar af lútandi nú þegar í gangi. Vonast er til að þeim viðræðum ljúki fljótlega og við getum hafist handa við að byggja þann leikskóla.
Ljóst er að uppbygging bæjarins hefur verið hröð og við höfum lagt okkur öll fram við að bæta stöðu barna með bættri aðstöðu og aukinni þjónustu við barnafjölskyldur. Til að brúa bilið og koma til móts við foreldra ungra barna meðan beðið er eftir fleiri leikskólaplássum var tekin ákvörðun í bæjarstjórn að niðurgreiða foreldrum gjald sem greitt er til dagforeldra ef barnið er orðið átján mánaða eða eldra og hefur ekki fengið leikskólapláss. Allt þetta og margt annað eins og auknar hvatagreiðslur og stuðningur við tómstunda- og íþróttaiðkun barna sýnir að við erum á réttri leið og allar vonir standa til þess að með áframhaldandi öruggum rekstri bæjarins verði mögulegt að taka stærri skref í leikskólamálum á næsta kjörtímabili.
Keilir fagnar 15 ára afmæli með opnu húsi Vorið 2007 hóf Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, starfsemi og fagnar því fimmtán ára afmæli í ár. Í tilefni þess verður opið hús hjá Keili laugardaginn 2. apríl næstkomandi milli kl. 13.00 og 15.00 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú þar sem gestum og gangandi er boðið að þiggja veitingar, kynnast fjölbreyttu námsframboði miðstöðvarinnar og fagna þessum áfanga.
„Mikið verður um að vera hjá okkur þennan dag og vonum við innilega að sem flestir geri sér glaðan dag með okkur og kíki í heimsókn. Hvort sem það sé í þeim tilgangi að kynna sér ákveðnar námsleiðir, fá sér kökusneið, prófa flughermi eða til þess að fá kynningarmerðferð hjá nemendum okkar í fótaaðgerðafræði. Við munum taka vel á móti öllum gestum,“ segir Alexandra Tómasdóttir, markaðsstjóri Keilis. Eins og áður segir verða flughermar opnir, kynningarmeðferðir í fótaaðgerðafræði standa til boða og hægt verður að prófa tölvuleiki nemenda Menntaskólans á Ásbrú. Hlaðvarp og upptökuherbergi verða opin gestum, örkynningar á námsframboði verða og munu vélar Flugakademíunnar taka flug yfir Ásbrú svo eitthvað sé nefnt. Keilir hefur það að markmiði að byggja upp námsmannasamfélag þar sem boðið er upp á vandað nám með áherslu á nýstárlega kennsluhætti og fyrsta flokks aðstöðu. Mikil þróun hefur orðið á námsframboði Keilis síðustu ár og í dag eru fjórir skólar með fjölbreyttar námsleiðir starfandi undir Keili: Háskólabrú, Heilsuakademía, Flugakademía Íslands og Menntaskólinn á Ásbrú. Frá árinu 2007 hafa rúmlega 4.300 manns útskrifast af tuttugu brautum frá Keili og í dag eru núverandi nemendur á annað þúsund í skólum Keilis.
Frá hátíðlegri athöfn sem Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, hélt í Hljómahöll fyrr í ár í tilefni útskriftar frá Háskólabrú og Heilsuakademíu Keilis.
Ingibergur Þór Kristinsson vinur minn er látinn. Augnablikið þegar Rúna vinkona mín kynnti mig fyrir kærastanum sínum, honum Inga, er mér ferskt í minni líkt og það hafi verið í gær. En það var ekki í gær heldur fyrir tæpum fimmtíu árum. Tíminn telur ekki þegar sönn vinátta er annars vegar. Þannig var vinátta okkar. Við gengum samstíga inn í fullorðinslífið. Giftum okkur og fórum að búa sama árið, fjölguðum mannkyninu á svipuðum tíma, hlúðum hvert að öðru í mótbyr og glöddumst saman í meðbyr. Fjölskyldur okkar tengdust órjúfanlegum tengslum. Það var sjaldnast lognmolla í kringum okkur, við gátum tekist á um málefni með virðingu fyrir skoðunum hvers annars.
Inn við beinið vorum við hippakynslóðin í öllu sínu veldi og erum enn á vissan hátt sem ég þakka fyrst og fremst Inga vini mínum. Hann kunni að varðveita hippann í sjálfum sér og hreyf okkur hin með. Eitt besta vitnið um það er nafn einnar af mörgum hljómsveitum sem hann átti þátt í að stofna „Hippar í handbremsu“. Á tímamótum lífs og dauða Inga vinar míns, er ég í líkama, órafjarri Rúnu minni og fjölskyldu þeirra Inga. En hugur minn og kærleikur er hjá þeim og kallar þau saman í stórt og kærleiksríkt hópknús og segir þeim hvað ég er þakklát fyrir að vera þeim samferða um Lífið. Ykkar vinkona, Hjördís.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
INGIBERGUR ÞÓR KRISTINSSON
Lionsklúbbar á Suðurnesjum safna fyrir leiðsöguhundum Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum taka þátt í söfnunarátakinu „Rauða fjöðrin“ nú um helgina til að tryggja félagsmönnum Blindrafélagsins framboð af þjálfuðum leiðsöguhundum. Söfnunarátakið er samvinnuverkefni Lionshreyfingarinnar á Íslandi og Blindrafélagsins. Leiðsöguhundar eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og alvarlega sjónskert fólk og veita þeir notendum mikið frelsi og aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, innan dyra sem utan. Hundarnir leiða notendur sína fram hjá hindrunum sem í vegi þeirra verða og þeir gæta þess að notandinn fái ekki trjágreinar í andlitið þar sem þær slúta yfir gangstéttir. Þeir finna auð sæti fyrir notendur sína þar sem það á við og þeir eru þjálfaðir til þess að finna ýmsa hluti svo sem lykla eða hanska sem notendur missa á ferðum sínum með hundinum. Leiðsöguhundar eru ekki síður góðir félagar og mörg dæmi eru um að þeir hafi rofið félagslega einangrun notenda sinna og stuðlað að virkari þátttöku þeirra í samfélaginu. Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum munu selja Rauðu fjöðrina dagana 31. mars til 3. apríl næstkomandi og við hvetjum alla til að taka vel á móti sölufólki okkar og hvetjum við alla til að styðja við þetta mikilvæga verkefni. Víðir Tómasson, svæðisstjóri.
Vallargötu 21, Keflavík
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu fimmtudaginn 24. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 7. apríl klukkan 13. Guðrún Júlíusdóttir Lárus Kristján Ingibergsson Amal El Idrissi Kamilla Ingibergsdóttir Ingi Þór Ingibergsson Anna Margrét Ólafsdóttir og barnabörn
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR H. ÓSKARSDÓTTIR Diddý Aðalgötu 5, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 24. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 8. apríl klukkan 12. Ólafía Lóa Bragadóttir Hilmar Símonarson Freyr Bragason Sesselja Østerby Óskar Guðfinnur Bragason Sigurbjörg Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Gerðaskóli
Skólaárið 2022 – 2023 Gerðaskóli auglýsir eftirfarandi stöður lausar fyrir næsta skólaár: Umsjónarkennari á yngsta stigi Heimilisfræði Sérkennari Þroskaþjálfi Tómstundafræðingur – umsjón með frístund Stuðningsfulltrúi í 80% starf Bókasafns- og upplýsingafræðingur í 80% starf Í Gerðaskóla eru um 250 nemendur. Við skólann starfa áhugsamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans eru virðing, ábyrgð, ánægja, árangur. Lögð er áhersla á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Ráðið er í öll störf óháð kyni og er umsóknarfrestur til 14. apríl 2022. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum skulu berast á netfangið eva@gerdaskoli.is. Nánari upplýsingar veitir Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri í síma 425 3050
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar og afi
ÞÓRIR SÆVAR MARONSSON Fv. yfirlögregluþjónn í Keflavík
lést á Sólvangi 27 mars. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 1. apríl kl 15. Védís Elsa Kristjánsdóttir Pálmar Örn Þórisson Margrét Sigríður Þórisdóttir Elsa Dóróthea Gísladóttir Kristján Einar Gíslason og afabörn.
SKIL Á AÐSENDU EFNI Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið
vf@vf.is
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, spáir UMFN Íslandsmeistaratitli í karla- og kvennaflokki.
sport
það er svo miklu meira undir núna en bara montrétturinn
„Það þarf líka að ala upp næstu kynslóðir. Þjálfun gengur út á það að skila leikmönnum upp í meistaraflokkana og hér eru margir áhugasamir og efnilegir strákar. Körfuboltinn er klárlega búinn að vera á uppleið í mörg ár. Iðkendur eru alltaf að verða betri, íþróttin að verða vinsælli og fær meira áhorf og fleiri styrktaraðila með hverju árinu. Kakan er alltaf að stækka og körfuboltaíþróttin er orðin fjandi myndarleg kaka í dag,“ segir Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Njarðvík, þegar Víkurfréttir hittu á hann í Ljónagryfjunni þar sem hann var að þjálfa stráka í sjöunda og áttunda flokki.
Njarðvíkingar fögnuðu innilega löngu tímabærum titli í fyrra – hvað gera þeir nú?
Nú lýkur deildarkeppninni í þessari viku og úrslitakeppnin í Subway-deildunum er rétt handan við hornið. Í lokaumferð Subwaydeildar karla mætast nágrannafélögin og erkióvinirnir Njarðvík og Keflavík sem hafa bæði að miklu að keppa. Keflavík er í þriðja sæti og Njarðvíkingar eru í kjörstöðu til að vinna deildina eftir að Þórsarar frá Þorlákshöfn töpuðu fyrir Tindastóli í næstsíðustu umferð en þeir höfðu tveggja stiga forskot fyrir þann leik.
„Þessi deild er nú bara svona – hvaða leikur sem er getur farið hvernig sem er. Það er ekkert í hendi,“ segir Benedikt. Nú er þetta í ykkar höndum.
„Já, þetta flakkar á milli handa. Fyrst var REYK J A NES BÆR
þetta í okkar höndum, svo í þeirra höndum [Þórs Þorlákshöfn] – og núna er þetta aftur í okkar höndum.“ Það má reikna með hörkuleik á fimmtudaginn þegar Njarðvík og Keflavík mætast. „Burtséð frá þessari stöðu þá má alltaf reikna með hörkuleik þegar þessi lið mætast en ég held að deildarleikur milli þessara tveggja félaga hafi aldrei verið eins stór og leikurinn á fimmtudaginn verður. Þetta er gríðarlega þýðingarmikill leikur fyrir bæði lið, við erum að berjast um fyrsta sætið og þeir eru að berjast um þriðja sæti og heimavallaréttinn. Þannig að það er svo miklu meira undir núna en bara montrétturinn og stigin tvö.“
Það hefur orðið gríðarlegur viðsnúningur á gengi Njarðvíkinga á einu ári en í fyrra voru þeir í bullandi fallbaráttu. Síðan þá hefur bikarmeistaratitill bæst í safnið og þeir eru efstir í deildinni. Þið eru ekki orðnir saddir núna, eða hvað? „Nei, alls ekki. Mikið hungur í hópnum og vonandi getum við stillt fljótlega upp okkar sterkasta liði. Það er möguleiki á öðrum titli hérna og í meistaraflokki snýst þetta um að ná í titla. Við ætlum klárlega að leggja allt í sölurnar til að fá þennan bikar. Ef það tekst ekki, „so be it“, en við munum gera allt sem við getum.“ Að lokum, hverjum spáir þú Íslandsmeistaratitlum karla og kvenna í ár? „Ég get nú ekki annað en spáð okkur sigri, kannski er það bara óskhyggja en ég vona að Njarðvík vinni báða titlana,“ segir Benedikt að lokum. JPK
REYK J A NES BÆR
Auglýsing vegna sveitarstjórnarkosninga 2022
Skil á framboðslistum Guðmundur Ólafsson hér að komast fram hjá leikmanni Leiknis og setja niður tvö stig. VF-myndir: JPK
Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 14. maí 2022. Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar veitir framboðslistum móttöku á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, frá kl. 11:00 til 12:00 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022. Mikilvægt er að skila framboðsgögnum einnig á tölvutæku formi til yfirkjörstjórnar. Jafnframt er vísað til upplýsinga og leiðbeininga á kosningavef dómsmálaráðuneytisins, www.kosning.is, undir sveitarstjórnarkosningar 2022.
Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar, Jóna H Bergsteinsdóttir, Magnea H Björnsdóttir og Valur Á Gunnarsson
Þróttarar leika til úrslita í 2. deild karla Þróttur Vogum mætti Leikni Reykjavík um helgina í undanúrslitum 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem íþróttahúsið í Vogum er óleikhæft eftir að hafa orðið fyrir vatnstjóni fyrir skemmstu.
Þróttarar sýndu mikla yfirburði í leiknum og höfðu að lokum 34 stiga sigur (92:58). Þróttur mætir Ármanni í úrslitum um sæti í 1. deild eftir að Ármann hafði betur í sínum leik gegn Snæfelli. Fyrra liðið til að vinna tvo leiki stendur uppi sem sigurvegari 2. deildar karla og teku sæti ÍA í næstefstu deild að ári. Birkir Alfons Rúnarsson, formaður meistaraflokks Þróttar, segist spenntur fyrir úrslitaviðureignunum gegn Ármanni og hann hvetur Þróttara og aðra Suðurnesjamenn til að mæta á leikina og styðja við bakið á sínu liði. Stutt er síðan Þróttur stofnaði meistaraflokk í körfuknattleik og er þetta annað tímabilið sem liðið tekur þátt í á Íslandsmóti.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15
Fjóla Margrét fór holu í höggi á Valle del Este
MEÐ HNÚUM OG HNEFUM Vel heppnað Norðurlandamót í hnefaleikum var haldið í Akurskóla um helgina Norðurlandamót í hnefaleikum fór í fyrsta sinn fram á Íslandi um síðustu helgi og var það haldið í Akurskóla í Reykjanesbæ. Hildur Ósk Indriðadóttir úr Hnefaleikafélagi Reykjaness var eina konan sem keppti fyrir Íslands hönd.
Áhorfendur voru vel með á nótunum og hvöttu sitt fólk til dáða.
Mótið átti upprunalega að vera haldið árið 2020 en vegna kórónaveirufaraldursins var ekki hægt að halda það fyrr en nú. Þetta er í fyrsta skipti sem keppni af þessari stærðargráðu er haldin á Íslandi og létu keppendur vel af aðstæðum og mótahaldi. Mótið var gríðarlega sterkt og hingað mættu keppendur sem eru að keppa meðal hinna bestu í heimi í sínum þyngdarflokkum, má því auðveldlega segja að þetta sé sterkasta mót sem haldið hefur verið á Íslandi í hnefaleikum. Með því að halda mótið hérlendis hefur Ísland tryggt sér fast sæti á öllum Norðurlandamótum framvegis. Það voru alls 74 keppendur, sautján ára og eldri, sem tóku þátt í mótinu í ár og var margt af öflugasta hnefaleikafólki Norðurlanda mætt til keppni. Tíu Íslendingar voru skráðir til keppni en einn þurfti því miður að hætta við á síðustu stundu vegna Covid.
„Þetta fer í reynslubankann,“ sagði Hildur Ósk eftir að hafa tekið þátt í sínu fyrsta Norðurlandamóti
Hildur Ósk fylgdist með keppni um helgina.
Hildur Ósk Indriðadóttir úr Hnefaleikafélagi Reykjaness keppti fyrir Íslands hönd í flokki kvenna fullorðinna, -66 kg. Hildur mætti sterkum mótherja frá Noregi á föstudag og eftir snarpa viðureign hafði sú norska sigur og Hildur Ósk komst því ekki áfram í úrslit. Hildur, sem byrjaði að stunda hnefaleika fyrir sex árum, fylgdist áhugasöm með mótinu úr áhorfendastæðunum yfir helgina enda ekki á hverjum degi sem hægt er að fylgjast með þvílíkum fjölda keppenda í þessum gæðaflokki hérlendis. Hildur fékk erfiðan andstæðing í sinni fyrstu viðureign á Norðulandamóti en hún segir bardagann fara í reynslubankann og muni efalaust gera hana að sterkari hnefaleikara enda sé hún hvergi nærri hætt.
Nokkrir iðkendur úr unglinga- og afreksstarfi Golfklúbbs Suðurnesja fóru í æfingaferð til Spánar dagana 19.–26. mars. Farið var til Valle del Este í Almeria-héraði þar sem hópurinn æfði og spilaði við frábærar aðstæður þó svo að veðrið hafi ekki verið mjög spánarlegt en það truflaði golfið lítið. Hápunktur ferðarinnar var þegar Fjóla Margrét, tvöfaldur Íslandsmeistari og núverandi klúbbmeistari GS, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í fyrsta sinn og örugglega ekki það síðasta. Holan er 90 metra löng og notaði hún fleygjárn í draumahöggið sem flaug fram yfir stöngina og spinnaði ofan í holuna. Hópurinn samanstóð af iðkendum, þremur foreldrum og Sigurpáli Geir Sveinssyni, íþróttastjóra GS. Keppnishópur GS ætti því að koma vel undirbúinn í keppnistímabilið hér heima sem hefst eftir rúman mánuð.
SKILAFRESTUR FRAMBOÐSLISTA VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM 14. MAÍ 2022 Vakin er athygli á að framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi þann 8. apríl. Tekið er á móti framboðslistum á milli kl. 10-12 þennan sama dag, á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2. Mikilvægt er að skila framboðsgögnum á tölvutæku formi. Leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast bjóða fram lista: n Framboðslisti skal tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðenda, kennitölu þeirra, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. n Gæta skal að reglum um hámarks- og lágmarksfjölda á lista. n Listi með nægilegum fjölda meðmælenda þarf að fylgja. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. n Tilnefna þarf tvo umboðsmenn. n Tilgreina ber nafn framboðs. n Heimilt er að skila inn með listanum beiðni um tiltekinn listabókstaf. Vakin er athygli á nýjum kosningalögum nr. 112 25. júní 2021. Frekari upplýsingar má finna á vef Stjórnarráðs Íslands, www.stjornarradid.is. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga
AUGLÝSING VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2022 Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí 2022. Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 8. apríl. Yfirkjörstjórn Suðurnesjabæjar veitir framboðslistum móttöku þann dag frá kl. 10:00 til kl. 12:00 á hádegi á fyrstu hæð Vörðunnar, Miðnestorgi 3.
Mynd: HNÍ
Mynd: HNÍ
„Hildur að keppa á Norðurlandamóti um helgina á móti öflugustu stelpu Noregs. Geggjaður árangur, vel uppsett og skipulagt mót. Algjör fagmennska á fyrsta NM sem Ísland heldur og það að hafa það í Reykjanesbæ er flottur bónus,“ sagði Björn Björnsson, yfirþjálfari Hnefaleikafélags Reykjaness í Facebook-færslu eftir mótið.
Yfirkjörstjórn vekur sérstaka athygli á 39. gr. laga um kosningu til sveitarstjórna nr. 112/2021, en þar er kveðið á um fjölda meðmælenda með framboðslistum. Skulu meðmælendur hvers lista vera að lágmarki 40 og að hámarki 80.
Yfirkjörstjórn Suðurnesjabæjar
EKKERT NEMA URÐ OG GRJÓT Umboðsmaður barna sendi nýverið mennta- og barnamálaráðherra mjög áhugavert bréf um þolpróf, eða svokölluð „píp-test“. Tilkynningar höfðu borist um að börn hefðu ofreynt sig í ákafa sínum til að gera vel og hefðu einnig fundið fyrir vanlíðan og kvíða tengdum prófinu sjálfu. Einnig hefðu börn upplifað niðurlægingu á því að falla snemma úr leik í prófinu. Við lestur bréfsins vakna upp margar spurningar. Ein til dæmis ef skipt væri út orðinu „þolpróf“ fyrir „stærðfræðipróf“. Fylgir því eitthvað minni kvíði hjá börnum í dag að fara í próf en það hefur gert síðustu áratugina. Ég man nánast til ekki eftir einu einasta prófi á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólagöngu minni sem ég var ekki með kvíða, spenning, stress eða hvað þið viljið kalla það. Mér gekk almennt vel í þeim prófum þar sem ég hafði hagað undirbúningi vel. Það breytti ekki því að það var alltaf smá hnútur í maganum og spenna. Oft bara yfir
því hverjar spurningarnar yrðu. Ef undirbúningur var slakur, var niðurstaðan eins. Sum próf voru voru löng og erfið – önnur stutt og létt. Mér eru sérstaklega minnistæð örpróf sem við tókum í grunnskóla. Áttum að læra utan að ljóð. Sum löngu gleymd og grafin. Önnur föst í minninu til lífstíðar. Urð og grjót. Upp í mót. Ekkert nema urð og grjót. Klífa skriður. Skriða kletta. Velta niður. Vera að detta. Hrufla sig á hverjum steini. Halda að sárið nái beini. Finna hvernig hjartað berst, holdið merst, og tungan skerst. Ráma allt í einu í Drottinn. Elsku Drottinn, núna var ég nærri dottinn. Þér ég lofa því að fara, þvílíkt aldrei framar, bara ef þú heldur í mig núna. Öðlast lítinn styrk við trúna. Vera að missa vit og ráð, þegar hæsta hjalla er náð. (höf: Tómas Guðmundsson). Ef umboðsmaður barna vill nú banna „píptest“, þá hlýtur fyrir löngu að vera búið að banna
LOKAORÐ Margeirs Vilhjálmssonar
utanbókarlærdóm á íslenskri ljóðlist. Hún greipist í huga manns í tugi ára. Stórhættuleg. Hvort tilgangurinn með utanbókarlærdómnum var að kenna manni ljóðlistina – eða einfaldlega tækni til að hjálpa manni að muna og læra texta, þá virkaði bæði. Maður kunni kannski ekki að meta það þá, en gerir nú. Þessar tilfinningar eru ekki eingöngu tengdar við próf. Ég fann fyrir þeim öllum líka í íþróttakeppnum. Ég finn ennþá fyrir þeim þegar ég keppi í golfi á gamals aldri. En þær virka líka þannig að þær skerpa hugann og hjálpa oft til við að ná betri fókus og einbeitingu að efninu. Þannig þurfa allir að læra að takast á við tilfinningar, hverjar svo sem þær eru. Tilfinningar verða alltaf til staðar. Þær hverfa ekki. Það mikilvæga er hæfileiki okkar til að takast á við þær. Þann hæfileika þarf að rækta frá barnsaldri.
Mundi Hvaða píp er þetta í þér Margeir?
Crete er nýjasta verk Smára Guðmundssonar
Smári Guðmundsson hefur gefið út smáskífuna Crete sem inniheldur tvö ný lög. Lögin voru samin á Krít þegar Smári var þar við vinnu við undirbúning hátíðarinnar We Love Stories sem fer fram á grísku eyjunni í apríl á þessu ári.
Smári Guðmundsson hefur gefið út smáskífuna Crete sem inniheldur tvö ný lög. Lögin voru samin á Krít þegar Smári var þar við vinnu við undirbúning hátíðarinnar We Love Stories sem fer fram á grísku eyjunni í apríl á þessu ári. Hátíðin We Love Stories er sett upp af listahópnum Story for Food sem Smári hefur áður unnið með við uppsetningu útvarpsleikrita í Berlín í Þýskalandi. Á hátíðinni koma rithöfundar og sögufólk saman og lesa upp úr verkum sínum. Smári sá um að semja og taka upp hljóðheiminn sem mun hljóma undir upplestri höfundanna. Þá daga sem Smári dvaldi á Krít fékkst hann einnig við að semja nýja tónlist sem sækir innblástur í umhverfi og menningu Miðjarðarhafseyjarinnar. Sú tónlist kemur nú út á
smáskífunni Crete. Heyra má sterk grísk áhrif í tónlistinni sem er drifin áfram af hinu klassíska gríska hljóðfæri bouszouki. Smári Guðmundsson er þekktastur sem hluti af hinni góðukunnu hljómsveit Klassart. Hann hefur
einnig gefið út tónlist undir eigin nafni svo sem stórvirkið The Apotheker sem kom út árinu 2021. Þá hefur Smári fengist við að semja fyrir leiksviðið og var verk hans Mystery Boy, í uppsetningu Leikfélags Keflavíkur, valin áhugaleiksýning ársins 2018 og sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Upptökur á Crete fóru að mestu leyti fram á Krít en þó einnig á Íslandi í hljóðverinu Smástirni. Smári sá sjálfur um allan hljóðfæraleik utan þess að Halldór Lárusson spilaði á trommur í öðru laganna. Stefán Gunnlaugsson í Stúdíó Bambus sá um listræna hljóðblöndun og Sigurdór Guðmundsson í Skonrokk Studios hljóðjafnaði. Hönnun umslags var í höndum Björgvins Guðjónssonar. Hægt er að nálgast Crete á öllum helstu streymisveitum.
ÍBÚAFUNDUR VEGNA VINNSLUTILLÖGU AÐALSKIPULAGS SUÐURNESJABÆJAR 2022-2034
Kynningarfundur og opið hús í Samkomuhúsinu í Sandgerði Suðurnesjabær boðar til íbúafundar vegna endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Til kynningar er vinnslutillaga Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022–2034.
Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja kynna sér og ræða einstök viðfangsefni og tillögur að stefnu Suðurnesjabæjar í endurskoðuðu aðalskipulagi. Fundurinn verður haldinn í Samkomuhúsinu í Sandgerði 5. apríl nk. og hefst kl. 20.00. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Suðurnesjabæjar.