• fimmtudagur 8. júní 2017 • 23. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
RAGNHEIÐUR SARA MÆLD Í BAK OG FYRIR
Sveinn tekur tímabundið við stöðu byggingarfulltrúa n Sveinn Björnsson byggingafræðingur og löggiltur aðalhönnuður hefur tekið tímabundið við stöðu byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Sveinn hefur á undanförnum árum starfað við eignaumsýslu hjá Reykjanesbæ. Sveinn hefur margs háttar reynslu af byggingafræði og starfaði um skeið sem byggingarfulltrúi í Stykkishólmi. Sveinn hefur auk þess unnið hjá Tækniþjónustu SÁ ehf., OMR verkfræðistofu ehf., THG Arkitektum ehf., Almennu Verkfræðistofunni hf. og verið sjálfstætt starfandi. Frá þessu er greint á vef bæjarins.
Sextán ára á stolnum bíl
n Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er að undirbúa sig fyrir Crossfit leikana. Sara hefur verið í þriðja sæti á leikunum síðustu tvö ár. Sara heimsótti nemendur í íþróttafræðinni hjá Háskólanum í Reykjavík í vikunni og þar var hún mæld í bak og fyrir. „Að loknum mælingum þá skoðuðum við niðurstöðurnar og bentum Söru á nokkra hluti sem hún getur sett inn í sína þjálfun til þess að gera hana enn markvissari. Það var frábært að fá Söru í heimsókn í HR. Heiður að fá að vinna með slíkri íþróttakonu,“ segir á fésbókarsíðu Íþróttafræði HR. Það var Golli ljósmyndari sem tók þessa skemmtilegu mynd af Ragnheiði Söru þegar á mælingum stóð. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi frá Íþróttafræði HR.
n Piltur sem stöðvaður var í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum aðfararnótt sunnudags reyndist aka bifreið sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi auk þess sem hann var einungis sextán ára og því réttindalaus. Þá var rökstuddur grunur um að hann væri undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Hann var færður á lögreglustöð og barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið.
Ekki alvarleg mengun eða þrávirk efni ●●Járnaruslið og tjaran verða hreinsuð burt af svæðinu ●●Seinkun á gatnagerðinni um nokkrar vikur eða mánuði
FÍTON / SÍA
Rannsóknir sem gerðar voru af Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja á Flugvöllum, ofan Iðavalla í Keflavík, og sendar til rannsóknar hjá Háskóla Íslands staðfesta að á svæðinu er hvorki um alvarlega mengun að ræða s.s. þungmálma né þrávirk efni. Þetta kom fram í máli bæjarstjóra Reykjanesbæjar á bæjarstjórnarfundi nú í vikunni. Eins og Víkurfréttir greindu frá á dögunum hefur mikið af rusli komið upp við gatnagerð á svæði ofan Iðavalla. Þá hefur tjöru einnig orðið vart. Vitað er að tunnur með tjöru voru urðaðar á svæðinu. Á sínum tíma var ákveðið að þekja svæðið með 4-5 metra lagi af jarðvegi og urða það járnarusl og drasl sem þarna var. Síðar var það tyrft að hluta og þar komið fyrir knattspyrnuæfingasvæði sem var þó víkjandi. Skýrsla sem unnin var árið 2001 af stýrihópi Staðardagskrár 21 greinir frá því að á svæðinu hafi verið urðaðar þúsundir tunna af tjöru. Skýrslan
einföld reiknivél á ebox.is
hafði enga formlega stöðu í stjórnsýslunni og var ekki dreift eða send út til umsagnar eða kynningar heldur einungis kynnt í bæjarráði og bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, sagði á fundinum að eftir að málið komst í hámæli að nýju hafi komið fram upplýsingar að tjörutunnurnar væru frekar í tugum talið eða hundruðum. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2006 hófst vinna við endurskoðun Aðalskipulags Reykjanesbæjar og stóð allt kjörtímabilið þar til það var afgreitt árið 2010. Á meðal þeirra nýjunga sem komu til sögunnar var svæði undir flugtengda starfsemi á umræddu svæði. „Engar athugasemdir bárust við þennan hluta aðalskipulagsins, hvorki frá íbúum, Heilbrigðiseftirliti, ríkinu eða öðrum. Engar ábendingar eða athugasemdir komu heldur frá öðrum aðilum,“ sagði bæjarstjóri á bæjarstjórnarfundinum í vikunni.
Tjara lekur úr jarðvegi á svæðinu ofan Iðavalla. Á fundinum kom fram að Skipulagsstofnun samþykkti því nýja aðalskipulagið án þess að nokkur úttekt eða rannsókn hefði farið fram á svæðinu. „Því var mönnum ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu við gerð deiliskipu-
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
lags, byggt á hinu nýja aðalskipulagi, og var þá strax gert ráð fyrir starfsemi sem tengdist flugi eða ferðaþjónustu s.s. fyrir bílaleigur með tilheyrandi þjónustu“. Ekki kom til lóðaúthlutana á þessum forsendum og lítil eftirspurn reyndist þá eftir lóðum undir slíka starfsemi. „Árið 2015 fundum við hins vegar fyrir vaxandi áhuga og þörf frá ýmsum aðilum fyrir lóðir undir margháttaða starfsemi tengda alþjóðafluginu og var ákveðið að deiliskipuleggja svæðið upp á nýtt, fyrst og fremst með bílaleigur í huga, sem þyrftu að geta byggt rúmgóðar þjónustubyggingar en einnig að hafa næg bílastæði undir hundruð eða þúsundir bíla. Það er það skipulag sem nú er í gildi og úthlutaðar lóðir taka mið af “.
Þegar gatnagerð hófst á svæðinu nú í vor komu menn fljótlega niður á járnarusl ýmiskonar og síðan áðurnefndar tjörutunnur. „Hvorki starfsmenn Umhverfis- og skipulagssviðs [USK] né Heilbrigðiseftirlitið vissu af þeim eða höfðu lesið hina 16 ára gömlu skýrslu Stýrihóps Staðardagskrár 21,“ sagði Kjartan Már. Járnaruslið og tjaran verða hreinsuð burt af svæðinu. Starfsmenn USK hafa verið í góðu sambandi við þá lóðarhafa sem þegar hafa tryggt sér lóðir við Flugvelli. „Ljóst er að einhver seinkun verður á gatnagerðinni vegna þessa en vonandi ekki nema nokkrar vikur eða mánuðir,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. n Sjá einnig á vf.is
2
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 8. júní 2017
Dagbók lögreglunnar
Í ölvunarakstri með barnunga dóttur
Pappríslaus Orlik ekkert á förum
Togarinn Orlik þegar hann var dreginn til Hafnarfjarðar á dögunum. Þaðan kom hann aftur nokkrum dögum síðar og var næstum sokkinn í Njarðvíkurhöfn í kjölfarið. VF-mynd: Hilmar Bragi
●●Umhverfisstofnun stöðvaði brottför Umhverfisstofnun stöðvaði brottför torgarans Orlik frá Njarðvíkurhöfn í lok síðustu viku. Danskur dráttarbátur var kominn til landsins og allt átti að vera klárt til að draga skipið úr höfn og til áfangastaðar í Evrópu þar sem rífa á skipið í brotajárn. Þá kom upp úr kafinu að samþykki Umhverfisstofnunar þarf að liggja fyrir þegar skip stærri en 300 brúttótonn eru dregin yfir hafið. Þá þarf að liggja fyrir skriflegt samþykki frá móttökulandi skipsins og frá þeim löndum sem yrðu viðkomustaðir á leiðinni á áfangastað.
Það getur tekið einhverjar vikur að útvega þau leyfi og samþykki sem þarf og á meðan hvílir togarinn áfram við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Togarinn fór á dögunum í flotkví í Hafnarfirði þar sem botn hans var skoðaður. Eitthvað fór úrskeiðis í þeirri skoðun því þegar skipið var sjósett að nýju tók sjór að flæða inn í það. Talsverður sjór var kominn í skipið þegar menn veittu því athygli að það væri að sökkva við bryggju í Njarðvík. Köfunarþjónusta Sigurðar dældi sjónum úr skipinu og þétti svæðið sem lak. Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjanes-
hafnar, segir í samtali við Víkurfréttir að hafnaryfirvöld leggi ríka áherslu á að sumarið sé nýtt til að koma skipinu í burtu. „Það er uggur í okkur og við hugsum með hryllingi til þess að skipið verði hér annan vetur,“ sagði Halldór Karl við blaðið. Hann sagði að þrýst verði á að skipið fari en það geti tekið mánuð að afla þeirra gagna sem þarf til að flutningurinn yfir hafið verði heimilaður. Á meðan mun togarinn verða fyrir augum fólks en Orlik er engin bæjarprýði eins og fram hefur komið.
ALLTAF PLÁSS DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.
SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900
NÝ VARA
BioMiracle lífrænt AloeVera spray • • • • • • • • •
98% hreint lífrænt spray fyrir andlit og líkama Ríkt af AloeVera og E vítamíni, kælir og gefur mikin raka Mjög gott undir förðun Kælir og róar sólbrennda húð Fyrir alla aldurshópa Ekki fitugt og klístrað Fyrir viðkvæma húð. Án parabena Engin gervi litarefni
Verð 1190 kr.
Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarksverði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.
Hringbraut 99 - 577 1150
Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.
Um 800 bifreiðar stöðvaðar í sérstöku eftirliti n Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 840 bifreiðar í sérstöku eftirliti með umferð um hvítasunnuhelgina. Settir voru upp stöðvunarpóstar á Reykjanesbraut, þar á meðal við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Könnuð voru réttindi svo og ástand ökumanna og ökutækja. Af þessum rúmlega 800 ökumönnum óku tveir sviptir ökuréttindum, einn ók án þess að hafa öðlast réttindi og einn var grunaður um ölvun undir stýri. Þá var einn sektaður fyrir að aka á nagladekkjum og fjórir áminntir fyrir að vera ekki með ökuskírteini meðferðis.
Hvarfakútum stolið undan sjö bílum
Í B Í L N UM
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
n Ökumaður bifreiðar sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á Þjóðbraut í Reykjanesbæ játaði að hafa neytt áfengis áður en að hann hóf akstur. Hann var með barnunga dóttur sína í bifreiðinni. Hann var færður á lögreglustöð og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart um málið. Þá voru sex ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í vikunni sem leið og ók einn þeirra sviptur ökuréttindum. Fimm ökumenn voru sektaðir fyrir að aka á negldum hjólbörðum og loks voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.
Sjóarinn síkáti haldinn hátíðlegur í Grindavík n Sjóarinn síkáti er haldinn Sjómannadagshelgina, 9.-11. júní 2017 en dagskrá hefur staðið yfir alla vikunnar. Hátíðin hefur fest sig í sessi og fjölmargir gestir sækja Grindvíkinga heim þessa helgi. Sjómannadagurinn er mikill hátíðardagur í Grindavík og er hluti hátíðarinnar. Heimamenn bjóða til mikillar veislu þar sem ungir sem aldnir finna eitthvað við sitt hæfi og fjölbreytt dagskrá bíður. Formlega hefst hátíðin á föstudagskvöld með skrúðgöngu hverfanna þar sem heimamenn klæða sig upp í litskrúðug föt í einkennislitum sinna hverfa og sameinast svo í fjölskylduskemmtun á bryggjuballi við Kvikuna. Tónleikar, sýningar og fjölbreytt mannlíf einkenna þessa skemmtilegu bæjarhátíð þar sem ungir og aldnir finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskrá Sjóarans síkáta nær að sjálfsögðu hámarki um helgina. Á föstudeginum er litaskrúðganga hverfanna á sínum stað, ásamt bryggjuballi þar
sem Ingó og veðurguðirnir munu halda uppi stuðinu. Þá mun úrval grindvískra skemmtikrafta stíga á svið á föstudagskvöldinu. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á Sjóaranum í ár. Barnadagskráin er í stóru hlutverki laugardag og sunnudag, en þá koma fram Bjarni töframaður, Solla stirða, Siggi sæti, Íþróttaálfurinn, Halla hrekkjusvín, Skoppa og skrítla, Sirkus Íslands, diskótekið Dísa og Bíbí & Björgvin. Þá verður einnig starfræktur töfraskóli á laugardeginum í umsjón Einars Mikaels. Svo má ekki gleyma leiktækjunum. Böll og dansleikir verða út um allan bæ. Síðan skein sól spilar á árlegum dansleik körfuknattleiksdeildarinnar í íþróttahúsinu, ásamt Emmsjé Gauta og DJ Agli Birgis. KK Band spilar á Fish house og Dalton á Salthúsinu. Dagskráin er aðgengilegt á vef Grindavíkurbæjar.
n Hvarfakútum hefur verið stolið undan sjö bifreiðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Þetta er mikið tjón fyrir þá bíleigendur sem orðið hafa fyrir barðinu á þessum óprúttnu aðilum því nýr hvarfakútur kostar um 200 þúsund krónur. Allir bílarnir sem kútarnir voru sagaðir undan stóðu í Njarðvík, tveir hjá Heklu bílaumboði, einn hjá Nýsprautun og fjórir hjá KG bílum. Fyrri þjófnaðurinn átti sér stað um miðjan síðasta mánuð þegar hvarfakútar voru sagaðir undan þremur bifreiðum og sá síðari var tilkynntur til lögreglu nú í vikunni þegar kútar voru sagaðir undan fjórum til viðbótar. Þeir sem búa yfir upplýsingum um þessi mál eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 4442200.
Fíkniefni fundust við húsleit á Suðurnesjum n Fíkniefni fundust við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í íbúðarhúsnæði í umdæminu nótt eina í síðustu viku. Þau fundust á baðherbergi og játaði húsráðandi að hann ætti efnin. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þá komu upp nokkur vörslumál til viðbótar þar sem smáskammtar af efnum fundust hjá ökumönnum eða farþegum í bifreiðum sem stöðvaðar voru við hefðbundið eftirlit. Fóru menn misjafnar leiðir til að reyna að fela fíkniefnin fyrir lögreglu. Til dæmis hafði einn, sem færður var á lögreglustöð, komið kannabisefnum fyrir milli fóta sér. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
Verið velkomin til Grindavíkur!
Dagskrá hátíðarinnar og allar nánari upplýsingar á
www.sjoarinnsikati.is
markhönnun ehf
Grilla um helgina KENGÚRU FILLE FROSIÐ KR KG ÁÐUR: 3.998 KR/KG
2.399
KJÚKLINGABRINGUR DANSKAR FROSNAR KR PK
1.184
GRÍSAHNAKKASNEIÐAR NEW YORK. FRÁ KJARNAFÆÐI. KR KG ÁÐUR: 1.998 KR/KG
1.399
-40%
-25%
-30% Girnilegt og gott
X-TRA FRANSKAR KARTÖFLUR Í OFN. 1 KG. KR PK ÁÐUR: 399 KR/PK
299
NAUTALUNDIR DANISH CROWN FROSNAR KR KG
2.999
LÚXUSBORGARI 2X120 GR. OSTUR, BACON, BBQ SÓSA & BRAUÐ KR PK ÁÐUR: 1.198 KR/PK
958
-20% -34% NETTÓ VÍNARPYLSUR 10 STK. KR PK ÁÐUR: 528 KR/PK
348
20% afsláttur af Santa Maria VEGAN
130 KR
AFSLÁTTUR RISTORANTE PIZZA MOZZARELLA. 26 CM. KR PK ÁÐUR: 429 KR/PK
299
SVENSKA MOROTSBIFFAR FINDUS. 360 GR. KR PK ÁÐUR: 789 KR/PK
631
FALAFEL LEBANES FINDUS. 450 GR. KR PK ÁÐUR: 619 KR/PK
495
Tilboðin gilda 8. - 11. júní 2017
GRÖNSAKSBULLAR FINDUS. 450 GR. KR PK ÁÐUR: 669 KR/PK
535
-20%
Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
-25%
-30% GRILL LAMBARIF KJÖTSEL KR KG ÁÐUR: 998 KR/KG
699
Allt á grillið!
-27% 1.094 399
-50%
1.499
DÁDÝRALUNDIR FROSNAR KR KG ÁÐUR: 5.898 KR/KG
4.541 X-TRA KREMKEX SÚKKULAÐI 500 GR. KR PK ÁÐUR: 369 KR/PK
295
-20% SPIDERMAN EGGS 10 GR. KR STK ÁÐUR: 199 KR/STK
-51%
98
-30% NESTLE SMARTIES 3 X 38 GR. KR PK ÁÐUR: 199 KR/PK
159
-20%
TWIX 4 PACK SNACKSIZE 160 GR. KR PK ÁÐUR: 298 KR/PK
209
Elduð vara þarf aðeins að hita á grillinu
-23%
GRÍSAKÓTILETTUR PIPAR MARINERAÐAR KR KG ÁÐUR: 1.498 KR/KG
KIRSUBER 400 GR FATA KR FATAN ÁÐUR: 798 KR/FATAN
GRÍSARIF BABY BACK Í BBQ KR KG ÁÐUR: 1.998 KR/KG
SÚKKULAÐIBITAKAKA QUICKBURY. 300 GR. KR STK ÁÐUR: 298 KR/STK
197
-25% GRANÓLA 425 GR. CACAO & TANGERINE KR PK ÁÐUR: 799 KR/PK
599
-34%
GRANÓLA 425 GR. FIG & CRANBERRY KR PK ÁÐUR: 799 KR/PK
599
ALLT CAVALIER Á
25% AFSLÆTTI
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Ísafjörður · Egilsstaðir · Selfoss
6
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 8. júní 2017
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Óskar Birgisson, sími 421 0002, oskar@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
„Mitt markmið var bara að útskrifast af eðlisfræðibraut“ - segir Viktor Kjartansson sem útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir 30 árum af átta brautum.
n Viktor Kjartansson brautskráðist fyrir 30 árum frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Í Víkurfréttum 12. júní 1987 birtist fyrirsögin: Brautskráður af 8 brautum. Í fréttinni er sagt frá brautskráningu frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og margir stúdentanna hafi brautskráðs frá fleiri en einni braut en einn hafi slegið öll met en hann tók við skírteinum frá átta brautum. Við heyrðum í Viktori nýlega þar sem hann búsettur í Noregi og þar sem hann starfar sem tölvunarfræðingur. Varst þú eitthvað að misskilja orðið fjölbrautaskóli. Hélstu að að þú ættir að útskrifast af fjölda brauta? „Já ég hef löngum verið duglegur að misskilja hluti,“ segir Viktor í léttum tón. Manst þú eitthvað eftir þessari brautskráningu? „Já, sagan er sú að ég ætlaði að verða viðskiptajöfur og byrjaði því á við-
skiptabraut. Eftir tvö ár fékk ég hinsvegar mikinn áhuga á stærðfræði og skipti yfir á eðlisfræðibraut. Síðan var ég í tónlistarskólanum og fékk fullt af valeiningum þaðan. Ég hafði einnig mikinn áhuga á tölvum þannig að ég tók alla tölvuáfanga sem voru í boði. Þegar öllu var safnað saman og borið saman við námsvísi í Fjölbrautaskólans eins og hann var þá þá var þetta að mig minnir: Eðlisfræðibraut, Viðskiptabraut, Tölvufræði raungreinabraut, Tölvufræði viðskiptabraut. Síðan tveggja ára brautir á báðum tölvunarfræðibrautunum og svo tónlistarbraut og fiskvinnslubraut. Mitt markmið var bara að útskrifast af eðlisfræðibraut en fékk að vita þetta svona í rétt fyrir útskrift.“ Ert þú eitthvað á leiðinni til baka til Íslands? „Nei, ég er búinn að koma mér vel fyrir hér í Noregi og líkar mun betur stöðugleikinn hér en rússíbaninn á Íslandi,“ segir Viktor að lokum.
„First Lego League“ hlaut Hvatningarverðlaun 2017 Verkefnið „First Lego League“ hlaut í dag Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar 2017, en að því koma Bryndís Guðmundsdóttir, skólastjóri Myllubakka, Ingibjörg Jóna Kristinsdóttir, Íris Dröfn Halldórsdóttir og Sveinn Ólafur Magnússon. Nemendur úr 7. bekk Myllubakkaskóla sigruðu LEGO-hönnunarkeppni sem haldin var af Háskóla Íslands laugardaginn 12. nóvember sl. Með sigrinum öðluðust nemendur þátttökurétt í úrslitakeppni „First Lego League Scandinavia“ sem haldin var í Bodø í Noregi þann 3. desember síðastliðinn, en þetta er fyrsta lið Suðurnesja sem vinnur þessa keppni. Alexander Ragnarsson, formaður fræðsluráðs Reykjanesbæjar, sagði á verðlaunaafhending-
unni, sem fram fór í Bíósal Duus safnahúsa, að svona afrek vinnist ekki nema með einstökum metnaði, sköpunargleði og frumkvæði metnaðarfulls starfsfólks. „Elja og metnaður þessa starfsfólks Myllubakkaskóla er einstakur og ber að hampa, þeim til viðurkenningar og öðrum til hvatningar.“ Einnig vann til verðlauna verkefnið „Erasmus+“, sem er samstarfsverkefni leikskólans Holts og skóla í Póllandi, Spáni og Slóveníu. Markmið þess er að rýna í lýðræði og læsi með það að markmiði að bæta vinnubrögð og læra nýja hluti. Þá var Gyða Arnmundsdóttir tilnefnd fyrir verkefnið „Sérdeildin Ösp“, en hún stóð að stofnun sérdeildarinnar Aspar árið 2002. Önnur verkefni sem hún hefur sett á laggirnar í sérdeildinni eru
m.a verkefni er varða sérhæfða lestrarkennslu. Að lokum voru tvö verkefni kynnt sem fræðsluráði fannst eiga skilið aukna athygli. En það voru verkefnin „Fjölgreindarval í Njarðvíkurskóla“ annars vegar og „Bókabéus“ hins vegar. Að Fjölgreindarvalinu komu Ásdís Birna Bjarnadóttir, Ebba Lára Júlíusdóttir, Guðrún Lísa Einarsdóttir, Hallveig Fróðadóttir, Hrafnhildur Tyrfingsdóttir, Hulda María Þorbjörnsdóttir, Jóhann Gunnar Sigmarsson, Karen Ingimundardóttir, Katrín Baldvinsdóttir, Laufey Einarsdóttir, Linda Birgisdóttir, Pálína Særós Pálsdóttir, Sigrún Hanna Sveinsdóttir og Vilborg Sævarsdóttir. Í verkefninu skipuleggja kennarar ásamt öðrum starfsmönnum skólans verkefni fyrir nemendur í 1.-4. bekk sem byggir á Fjölgreindarkenningu
Gardners. Verkefnið er afurð þróunarverkefnis sem allir kennarar unnu að skólaárin 2014-2016 með það að leiðarljósi að stuðla að fjölbreyttari kennsluháttum. Í verkefninu „Bókabéus“ eru tilnefndar Guðbjörg Rut Þórisdóttir og Salvör Gunnarsdóttir. Í því eru nemendur hvattir til að lesa sérstakar bækur og þjóðsögur. Keppt er í svipuðum stíl og í Útsvari þar sem gerðar eru spurningar upp úr bókunum og nemendur keppa sín á milli. Alexander sagði að mikilvægt væri að við gæfum okkur tíma til þess að verðlauna þá sem leggi meira á sig en til ætlist. „Ég tel að ef við gerum bara örlítið betur á hverjum degi uppskerum við miklu betra samfélag.“
Volkswagen dagurinn laugardaginn 10/06/17
Nýr Golf frumsýndur og margt fleira. Verið velkomin á Volkswagen daginn hjá HEKLU Reykjanesbæ, laugardaginn 10. júní milli kl. 12 og 16. Við frumsýnum nýjan Golf, fögnum sumrinu og bjóðum upp á léttar veitingar. Komdu í reynsluakstur og gerðu þér glaðan Volkswagen dag með okkur. Hlökkum til að sjá þig!
Við látum framtíðina rætast.
www.volkswagen.is
HEKLA Reykjanesbæ · Njarðarbraut 13 · Sími 590 5090 · heklarnb.is
1.998 kr. kg KOMIÐ aftur
Kjarnafæði Lambalærissneiðar Í raspi, frosnar
NÝTT Í BÓNUS
KOMIÐ aftur
239 kr. 330 ml
109
198
259
Nocco BCAA Orkudrykkur 330 ml
7up Mojito 500 ml
Vit-Hit Heilsudrykkur 500 ml, 2 teg.
Barebells Próteinbar 55 g
kr. 500 ml
kr. 500 ml
kr. 55 g
200 BLÖÐ á rúllu
129 kr. 750 ml
ES Salernishreinsir 750 ml
398 kr. pk.
Verð gildir til og með 11. júní eða meðan birgðir endast
ES Salernisrúllur 8 rúllur í pakka
100 % ÍSLENSKT
x90.ai
6
5/9/17
11:01
AM
midi90
-hamb-
tyle smashS
ungnautakjöt
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
398
469
kr. 2x100 g
119 kr. 2 stk.
398
Smash Style Hamborgarabrauð 2 stk. í pakka
Íslandsnaut Bernaissósa 250 ml
kr. 2x120 g
Íslandsnaut Smash Style Hamborgarar 2x100 g eða 2x120 g
kr. 250 ml
GOTT VERÐ Í BÓNUS
ÍSLENSKT
Ungnautakjöt
ÍSLENSKT
ÍSLENSKT
Grísakjöt
Lambakjöt
3.998 kr. kg
1.298 kr. kg
Íslandsnaut Ungnauta Ribeye, ferskt
Bónus Grísakótilettur Kryddaðar
ÍSLENSKT
Ungnautakjöt
1.398 kr. kg SS Lambalæri Kryddlegið, 2 teg.
FULLELDAÐ
FULLELDAÐ
Aðeins að hita
2.798 kr. kg
498
Íslandsnaut Piparsteik Ungnautasteik, fersk
Bónus Buffaló Vængir Fulleldaðir, 800 g
kr. 800 g
Aðeins að hita
26
stk. í boxi
1.098 kr. kg
Ali Spareribs Fullelduð
Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00
10
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 8. júní 2017
RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR RÆÐIR VIÐ KRISTJÁN GUNNARSSON, FORMANN VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAGS KEFLAVÍKUR OG NÁGRENNIS
Það fá allir vinnu sem vilja VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAG KEFLAVÍKUR OG NÁGRENNIS fagnar 85 ára afmæli sínu á þessu ári og er því samofið atvinnu- og uppbyggingarsögu svæðisins. Formannsskipti í félaginu hafa sannarlega ekki verið tíð og er Kristján G. Gunnarsson einungis fjórði formaður félagsins í sögu þess og hefur gegnt embætti í aldarfjórðung. Gríðarlegar breytingar hafa á átt sér stað á þessum tíma, sjómönnum og fiskvinnslufólki, sem áður voru hryggjarstykkið í félaginu hefur fækkað og starfsfólki í öðrum atvinnugreinum fjölgað að sama skapi. Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um næstu helgi og því viðeigandi að spyrja formanninn um þær breytingar sem orðið hafa á Sjómannadagshátíðarhöldunum hér á hans félagssvæði - þær eru nokkuð miklar ekki satt? Víkurfréttir fengu Ragnheiði Elínu Árnadóttur, sem gestafréttamann í þessari viku, til að ræða við Kristján um Sjómannadaginn og starfið hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. „Jú, heldur betur. Þegar ég byrjaði sem formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur var Sjómannadagurinn einn mesti hátíðisdagur ársins. Hér þyrptust allir saman niður á höfn, klæddu sig í sitt fínasta púss, menn voru heiðraðir, kepptu í alls konar íþróttum; stakkasundi, koddaslag, fólk fór í stakka og keppti í fótbolta o.s.frv. Þetta var gríðarleg hátíð sem endaði svo með mjög veglegum dansleik um kvöldið þar sem menn gerðu upp málin, kannski svona að sjómannasið. En nú er skulum við segja, öldin önnur og hægt og rólega fjaraði undan þessu eftir því sem bátunum hér í höfninni fækkaði. Þá fækkaði líka þeim sem stóðu að deginum, og hátíðahöldin hér við höfnina enduðu eiginlega sem hoppukastalar í fjölnota íþróttahúsunum og í bílasýningu, þannig að sjómennirnir fóru sjálfir í Grindavík og aðra staði þar sem þeir fundu sig betur. En við erum þó enn að halda uppi hefðinni, við höldum ennþá upp á sjómannadaginn og er það gert með mjög hátíðlegri athöfn í Keflavíkurkirkju. Þar erum við með krans sem við leggjum við minnismerki sjómanna, og gerum það í samstarfi við Skipstjóra- og stýrimannafélagið. Þetta er hátíðleg stund sem við njótum mjög vel“. Aðspurður segir Kristján að sjómönnum hafi fækkað mjög í félaginu og nefnir að í sjómannaverkfallinu nú í ársbyrjun hafi einungis 62 sjómenn úr VSFK verið á kjörskrá. Borgandi félagsmenn eru um 5200, „þannig að þetta er bara pínulítið brot af heildinni í dag. Þeir eru mest í Garðinum og eitthvað í Vogunum og minnst hér í Keflavík.“ Þetta megi glögglega sjá á höfninni sjálfri sem hann bendir á að hefur ekki mörgum bátum á að skipa, þar er nánast einungis að finna hafnsögubátinn og hvalaskoðunarbáta. Nú fagnar félagið brátt 85 ára afmæli sínu og aðspurður segir Kristján að venjulega sé haldið veglegar upp á afmælin sem standa á heilum tugum, en að afmælisins verði þó minnst þannig að félagið muni láta gott af sér leiða í tilefni dagsins. Gríðarlegar breytingar
hafa orðið á samfélaginu á starfstíma félagsins og því viðeigandi að spyrja formanninn hvaða atburðir standa helst upp úr og hver helstu tímamótin séu í þessari 85 ára sögu?
var þar bæjarstjóri allan tímann. Ég hef alltaf sagt að Ellert Eiríksson sé einhver sá öflugasti krati sem ég hafi nokkurn tíma kynnst. Öflugasti jafnaðarmaðurinn“.
„Það er margs að minnast, og auðvitað hefur breytingin verið alger úr því þegar að í félaginu a voru aðallega sjómenn og fiskvinnslufólk, þetta var útgerðarbær þar sem fiskurinn var allt umlykjandi. Í dag er það flugvöllurinn og ferðaþjónustan, þar starfa þúsundir og við eigum þúsundir félagsmanna sem vinna í kringum það. Það er okkar mesta stóriðja og á meðan við bíðum eftir því að stóriðjan í Helguvíkinni nái sér á strik og komist á koppinn þá er flugvöllurinn okkar stóriðja og er bara að gera það mjög gott. Við erum að finna það að tekjur eru að skríða upp, það er launaskrið á markaðnum og það eru bara mjög jákvæð teikn á öllum þeim málum“.
Sjálfstæðismaðurinn í hlutverki spyrilsins var aðeins hugsi yfir þessari yfirlýsingu, en eftir afar stuttar samningaviðræður ákveðum við að við getum sæst á að Ellert Eiríksson sé einfaldlega einn öflugasti einstaklingurinn sem við höfum kynnst. Og Kristján meira að segja bætir því við að “margir af mínum vinum eru Sjálfstæðismenn og okkur semur mjög vel”. En Kristján er einmitt þannig gerður að hann virðist geta unnið vel með fólki úr öllum flokkum og hvaðan sem menn koma. Ég spyr hann hvort hann geti tekið undir það mat?
Það er ekki langt síðan að stærsta baráttan á landinu, og ekki síst hér á Suðurnesjunum var við atvinnuleysið en núna erum við að sjá aðeins örfáum árum síðar allt aðra mynd - þetta eru önnur viðfangsefni sem þessu ástandi fylgir, er það ekki? „Jú, þegar ég tek við þessu hér 1992 og allar götur síðan erum við búin að vera að berjast við atvinnuleysi. Við höfðum þetta ömurlega Íslandsmet í mörg ár, að vera með mesta atvinnuleysið á landinu hér á svæðinu. Núna er hægt að segja að það sé ekkert atvinnuleysi. Þó að það séu 100 manns af þessum 5000 félagsmönnum án atvinnu, þá er það bara svona gegnumstreymi - það kemur inn og fer jafnharðan út aftur. Það fá allir vinnu sem vilja og það er verið að flytja inn fólk erlendis frá í stórum stíl til að vinna. Allar vinnufúsar hendur fá að vinna. Atvinnuleysið einkenndi okkar störf allar götur þar til núna fyrir svona tveimur árum þegar það kom verulegur viðsnúningur í þetta og hagur okkar hefur farið að vænkast. Þetta gekk mjög nærri okkur, félaginu, og við vorum farin að skera niður réttindi og styrki, en núna höfum við fundið það að með svo mikilli styrkingu
Hann þakkar fyrir og virðst bara nokkuð sammála. „Já, veistu að ég varð nú svo frægur að ég var einu sinni formaður í nefnd skipaður af Sjálfstæðisflokknum. Og Páll Pétursson skipaði mig líka einu sinni í nefnd um húsnæðismál. Já já, ég hef fengið ágætis traust frá mörgum og reynt að leiða það hjá mér að raða fólki upp eftir einhverju pólitísku litrófi. Það er gott fólk alls staðar í öllum flokkum. Það þarf bara að reyna að rækta það góða í hvort öðru og til góðra verka“. En hvað skyldi standa upp úr frá langri formennskutíð - hvaða sorgir og sigrar eru minnisstæðastir? höfum við getað farið að deila þessu út aftur. Við erum að auka styrki, við vorum að leggja 10 milljónir í verkfallssjóð þannig að við erum svona að finna okkur í þessu aftur“. Aldarfjórðungur í þessu embætti er dágóður tími, helmingur af ævi spyrjanda sem er fædd og uppalin hér á svæðinu og finnst eins og Kristján hafi alltaf verið í þessu starfi. En hver er bakgrunnurinn - hver er Kristján? „Kristján er sjómaður sem kom hingað „suðreftir“ til þess að vinna á sjó og þá kynnist ég konunni minni.
Og það var ekkert um það að ræða að maður fengi að flytja í bæinn. Ég er fæddur og uppalinn Reykvíkingur en það var aldrei neitt annað í boði en að við færum að búa hér. Ég játaði mig bara sigraðan og við erum enn ágætlega vel gift” segir hann brosandi. “Það gengur bara vel, mér líður afskaplega vel hérna, var hér í bæjarstjórn um tíma. Reyndar var ég í bæjarstjórn hér í þremur bæjarfélögum, var í bæjarstjórn Keflavíkur, bæjarstjórn Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna, og svo í fyrstu bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Þetta var mjög ánægjulegt tímabil og eftirminnilegt og Ellert Eiríksson
„Baráttan við atvinnuleysið er auðvitað búin að taka mikinn toll af manni, hún fór illa með mig og okkur öll og hún gekk mjög nærri okkur. Þá held ég að ég geti líka sagt að sigurinn sé þegar hjólin fóru að snúast með okkur á ný, að finna kraftinn í okkur aftur. Nú stendur það upp úr hverri manneskju að hér vilji fólk eiga heima, hér vill fólk vinna og búa og það er ánægt með umhverfið, það er ánægt með skólana, það er ánægt með þjónustuna. Þannig að ég horfi mjög björtum augum til framtíðarinnar hvað varðar okkar svæði“.
fimmtudagur 8. júní 2017
11
VÍKURFRÉTTIR
Höfum unnið sigra í kjarabaráttunni „Fyrir mig að segja hver mesti sigurinn var er svona eins og að gera upp á milli barnanna sinna. Ég er búin að sjá margt breytast hérna, alls konar hluti gerast í gegnum kjaramálin, við höfum verið að vinna sigra. En það er þannig í kjarabaráttunni að það er eins og menn sjái ekki sigrana fyrr en einhverjum áratugum seinna, þá eru það einhverjir sagnfræðingar sem benda mönnum á að þeir hafi kannski ekki verið svo ógurlega slæmir.” Kristján segir að hann og félagar hans í ASÍ félögunum hafi rekið ábyrga kjarabaráttu, sett fram raunhæfar, kostnaðarmetnar kröfur. Baráttan við verðbólgudrauginn sé stöðug og að þeir geri sér grein fyrir því að kröfurnar hafi afleiðingar. “Og það finnst mér hafa verið frábrugðið hjá okkur miðað við önnur sambönd, þó maður sé hér ekki til þess að gagnrýna aðra, við spyrjum hvað kröfurnar muni kosta, hvernig samfélagaið myndi líta út eftir að við erum búin að ná kröfunum í gegn. Þær hafa afleiðingar, það er bara þannig.“ Og þá liggur auðvitað beinast við að spyrja hverjar séu áskoranirnar framundan hvað hvað kjaramálin varðar og hver áherslan verði í næstu lotu? „Við munum eðlilega leggja mikla áherslun á að hækka launin, það eru einnig mörg réttindamál sem okkur finnst að þurfi að komast til betri vegar. Við erum að ná gríðarlega góðum árangri varðandi lífeyrismálin og má nefna að í næsta mánuði erum við að fá verulega góða viðbót inn í lífeyrissjóðina og það tryggir okkur þegar við verðum eldri“. Réttindamálin eru honum greinilega hugleikin, sérstaklega réttindamál erlends verkafólks en því hefur fjölgað mikið á síðustu misserum og hefur borið nokkuð á að menn séu að ráða til sín fólk á lágum eða jafnvel engum launum. Þá nefnir hann baráttuna fyrir samningsfrelsinu og sjálfan samningsréttinn, sem hann segir vera stanslausa. „Flugfreyjufélag Íslands stendur nú í stórri baráttu um það að vernda samningsréttinn og við ætlum að styðja þær og erum búin að lýsa því yfir. Og það snýst bara um réttinn til að fá að semja, gera kjarasamninga á Íslandi“. Hann segir markvissar aðgerðir vera í gangi varðandi erlenda vinnuaflið hér á svæðinu, fyrirtæki séu heimsótt og að sem betur fer sé oft einungis þörf á leiðsögn og leiðbeiningu. „Við erum með mannskap og erum þátttakendur í verkefninu „Einn réttur - ekkert svindl“. Það er nú svo skrýtið að við erum endalaust að fá kvartanir
Viðtal fyrir blað og sjónvarp Viðtal Ragnheiðar Elínar við Kristján Gunnarsson var bæði tekið fyrir blað og sjónvarp. Þannig verður viðtalið í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut og vef Víkurfrétta, vf.is og ábendingar og erum að reka mál, jafnvel til lögreglu, um mansal, bara mjög erfið mál þar sem að verið er að brjóta mjög kerfisbundið á erlenda vinnuaflinu sérstaklega. Ljót dæmi“. Hann telur þó að staðan sé ekki verri hér á svæðinu en annars staðar og að þetta sé fylgifiskur þeirrar grósku sem hér ríkir. Og hann líkir gróskunni í atvinnulífinu við aðra gróskumikla plöntu, lúpínuna. „Hér spretta upp bílaleigur á hverju horni og maður sér á vorin þegar bílaleigubílarnir koma út úr húsunum þá dreifast þeir um svæðin sem litast af bílunum. Svo fara bílarnir í leigu og þá kemur lúpínan og skríður yfir allt. Og svo koma bílarnir aftur á haustin. Það eru margir nýgræðingar í þessum bílaleigubransa sem ætla að sigra heiminn á viku og við höfum verið mikið þar í svona leiðbeinandi starfi við að benda
mönnum á það að það þurfi að fara að lögum og kjarasamningum, og vera með bókhald og svona alls konar system. Trúðu mér, það eru komnar yfir 60 bílaleigur hér á svæðið, hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum?“ En þó að málin séu nokkur leysast þau yfirleitt farsællega og eru ekki rekin í fjölmiðlum. „Við höfum ekki tekið þessi mál og verið að þyrla þeim upp í fjölmiðlum og benda á skúrka og skítmenni. Við þurfum að vinna áfram með þessu fólki. Þetta er ekki gert upp á síðum dagblaðanna, við tökum þessi
mál upp í samskiptum við fyrirtækin, við leiðbeinum fólki við að gera rétt og breyta rétt, en ef þetta er orðið ítrekað og alltaf sömu gaurarnir, þá höfum við hátt. Það hefur bara ekki reynt mikið á það“. En áður en við sleppum Kristjáni út í sumarið er rétt að forvitnast um sumarplönin hans.
ætlum að vera hér heima að mestu. Eitthvað ætlum við að kíkja erlendis eins og við höfum mikið yndi af því að gera - við erum svolitlir Kanarífuglar - höfum farið þangað á vorin og á veturna. En eitthvað gerum við og það verður gaman. Og það verður besta veðrið hér - ég hef upplýsingar um það!“
„Ég segi alltaf við þau hér á skrifstofunni hjá mér að núna fari þetta nú allt að róast hjá okkur, en svo einhvern veginn þá róast þetta aldrei. En jú jú, við hjónin ætlum að fara í frí, við
Með þeim góðu fyrirheitum kveðjum við Kristján Gunnarsson, þökkum honum fyrir spjallið og óskum honum og félagsmönnum hans gleðilegs Sjómannadags.
Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands
Stjórn Festu lífeyrissjóðs boðar til aukafundar sjóðsins miðvikudaginn 21. júní n.k. á Grand Hótel, Sigtúni, Reykjavík. Fundarstörf hefjast kl: 18:00. Það er nú svo skrýtið að við erum endalaust að fá kvartanir og ábendingar og erum að reka mál, jafnvel til lögreglu, um mansal, bara mjög erfið mál þar sem að verið er að brjóta mjög kerfisbundið á erlenda vinnuaflinu sérstaklega. Ljót dæmi...
Dagskrá: 1. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 2. Önnur mál
Stjórn Festu lífeyrissjóðs
www.festa.is
Traust - Ábyrgð - Festa
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda til 12.júní eða á meðan birgðir endast.
G
7
55 Al
Skoðaðu tilboðin á byko.is
Í verslun
BYKO Suðurnesjum Laugardaginn 10. júní frá 12-15
Boðið er upp á grillaðar pylsur, gos og safa. Sundpokar, buff og nammi fyrir ungu kynslóðina.
Sjáumst þar!
GLÆSILEGIR FLOKKAAFSLÆTTIR
BLÓMAPOTTAR - 30% BARNABÍLSTÓLAR - 25% SUMARLEIKFÖNG - 30% FERÐATÖSKUR -30% TJÖLD -30% ÖLL VIÐARVÖRN -25% PLASTBOX -30% SONAX -20% TRÖPPUR OG STIGAR -30% JÁRNHILLUR -30% REIÐHJÓL -20% SNICKERS VINNUFÖT -20% REIÐHJÓLAFYLGIHLUTIR -30% VINNUVETTLINGAR -20% GÆLUDÝRAVÖRUR -20% GRILLFYLGIHLUTIR -25% GARÐHÚSGÖGN -20%
H
A
1
7 A
FJÖLDI TILBOÐA meðal annars -25% BLÁKORN 10kg.
FERÐAGASGRILL
-35% 12.995kr. 2,93kW, svart.
50632100 Almennt verð: 19.995kr.
1.721
kr.
55095107 Almennt verð: 2.295kr.
5 og 25kg pakkningar einnig á 25% afslætti
V
-25%
-25%
-20%
GRÓÐURMOLD 40l.
739
SLÁTTUORF,
kr.
%
23.995
GROTHERM 800
55097032 Almennt verð: 985kr.
sturtutæki
14.995 15334561 Almennt verð: 19.995 kr.
74830078 Almennt verð: 29.995 kr.
kr.
kr.
-30% LERKI
alheflað og rásað, 27x117 mm.
415
WHITE OILED EIK
192x1285, 8mm þykkt.
1.695
kr./lm.
0053265 Almennt verð: 595 kr./lm.
R
%
GC-BC 31 0,7kW.
0113485 Almennt verð: 2.695kr.
SLÁTTUVÉL
kr./m2
-37%
2,3kW
22.995 53323130 Almennt verð: 32.995 kr.
HÁÞRÝSTIDÆLA,
AQT-33-11, 110 bör.
13.595 74810231 Almennt verð: 16.995 kr.
kr.
kr.
-30%
-20%
GEIRUNGSSÖG
TC-SM 2534.
29.995 74808322 Almennt verð: 39.995 kr.
kr.
-25%
AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS SENDUM ÚT UM ALLT LAND
VERIÐ VELKOMIN Í ENDURBÆTTA VERSLUN OKKAR!
14
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 8. júní 2017
HÍF OPP!
GAMANSÖGUR AF ÍSLENSKUM SJÓMÖNNUM Nýverið kom út hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Híf opp! og inniheldur hún gamansögur af íslenskum sjómönnum. Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson og hefur hann leitað efnis víða. Þarna koma meðal annars við sögu Eiríkur Kristófersson, Magni Kristjánsson, Jón Berg Halldórsson, feðgarnir Oddgeir og Addi á Grenivík, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Lási kokkur, Einar í Betel, Binni í Gröf, Snæbjörn Stefánsson, Fúsi Axels, Ingvi Mór, Slabbi djó, Doddi hestur og Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Eru þá sárafáir upp taldir. Hér á eftir koma nokkrar Suðurnesjasögur úr bókinni:
Eins og klukka Það voru tveir sjómenn í Höfnum, sem gerðu út hvor sinn bátinn að sumarlagi. Annar var kallaður Steini Árna en hinn Einsi Ól. Steini Árna átti ágætis bát með Wichmann-vél, hann var mjög vandvirkur maður og fór vel með vélar; þurfti ekki annað en rétt að koma við vélina og þá var hún komin í gang og hann af stað. En aumingja Einsi var með Solo-vél í bátnum sínum og það var oft og tíðum að hann þurfti að snúa og snúa og snúa, til að koma henni í gang. Oft þurfti hann svo að hætta að snúa og stjaka bátnum frá Kirkjuskerinu, nú eða frá Flataskeri og byrja svo upp á nýtt. Að lokum fór vélin nú alltaf í gang hjá honum, en oft eftir mikið baks og vesen. Svo var það einu sinni að þeir voru báðir komnir að og lágu með bátana við bryggjuna, þegar kemur maður niður á bryggju sem kannaðist við Einar. Hann tekur hann tali og segir við hann: „Varstu að fiska, Einar?“ „Uh … jaaá,“ sagði Einsi. „Og er þetta góður fiskur?“ „Uh … jaaáh,“ svaraði Einsi. „Og er þetta góður bátur sem þú ert með?“ „Jaaaaáh,“ sagði Einsi. „Og er vélin góð?“ „Jaaaaáh,“ sagði Einsi. „Og er hún góð í gang?“ „Eins og klukka!“ Og þá heyrðist í Steina, úr hinum bátnum: „Ehe … sko … það er nokkuð löng í henni fjöðrin!“
Hringsnerist allt skvapið Þóroddur Vilhjálmsson í Merkinesi í Höfnum var lengi á sjó, alveg frá unglingsaldri, og varð aldrei nokkru sinni sjóveikur. Það næsta sem hann komst því að verða sjóveikur, gerðist þegar hann var um borð í báti með manni sem hét Viðar Þorsteinsson frá Kirkjuvogi, en Viðar var
afskaplega þéttvaxinn og holdmikill, svo ekki sé meira sagt. „Við vorum á stími í land og Viðar hafði sofnað andspænis mér. Ég gat ekki annað en horft á ístruna á honum, því hún hreyfðist í öfugu hlutfalli við sjólagið. Þegar báturinn fór upp öldu, seig ístran á honum niður á hné, en svo þegar báturinn fór niður í öldudal, þá lyftist hún upp og small alveg upp undir höku. Þar fyrir utan þá hringsnerist allt skvapið, svo ég er ekki frá því að ég hafi í þetta fyrsta og eina skipti fundið fyrir klígju á sjó.“
Ég á undan Friðmundur Herónýmusson, oftast kallaður Freddi, formaður og útgerðarmaður í Keflavík, var bæði fljóthuga og óðamála. Hann lýsti svo átökum, sem hann lenti í: „Þegar ég kom á móti honum, piltar, með krepptan hnefann, þá tók hann sko til fótanna – og ég á undan!“
Einn uppi á dekki Eitt sinn kom Freddi um borð í bát sinn í talsverðri ylgju í Keflavíkurhöfn og varð ekki manna var ofan þilja. Snaraðist hann þá fram í lúkarsopið og öskraði niður: „Eruð þið vitlausir, strákar, að skilja bátinn svona einan eftir uppi á dekki?“
Fljótur að fara klukkutímann Nýr vélbátur, Víðir II, hafði bæst í fiskiskipaflota Suðurnesja. Eigandi bátsins, Guðmundur Jónsson á Rafnkelsstöðum í Garði, var að lýsa ágæti hans og endaði mál sitt þannig: „Já, hann er fljótur að fara klukkutímann!“
Magnús og risaskatan Einu sinni bjó í Garðinum maður sem venjulega var kallaður Magnús í Króki. Hann var talinn afbragðs verkmaður til hvers sem hann gekk, en sérstaklega er það í frásögur fært, hver afburða sjómaður hann var. Er það til marks um dirfsku hans og áræði, að eitt sinn fór hann til Vestmannaeyja og sótti þangað teinæring við þriðja mann. Þótti sú ferð erfið mjög og var lengi í minnum höfð. Óspar var Magnús að segja frá hreystiverkum sínum og svaðilförum. Til vitnis um það er meðal annars eftirfarandi saga sem höfð var eftir honum og byggir á skrifum Jóns Guðmundssonar á Kópsnesi. Einu sinni sem oftar reri Magnús til fiskjar. Var hann einn á fjögurra manna fari, sem oft var
vandi hans. Reri hann út á svonefndar Setur sem eru almenn fiskimið í Garðsjó. Leggst Magnús nú við stjóra og rennir færi, en verður ekki fisks var. Hankar hann þá upp færið og rær snertu til hafs og reynir þá fyrir sér í annað sinn. Rær hann þá enn til hafs nokkurn spöl, leggst svo við stjórann og rennir nú færi í þriðja sinn. Gengur svo æðilengi, að hann verður einskis var. Tekur honum þá að leiðast og ætlar að halda heimleiðis við svo búið, þótt sjaldan hafi hann horfið heim öngulsár með öllu. En þegar Magnús er byrjaður að draga upp færið er bitið á. Lifnar nú skjótt yfir honum og tekur hann að draga sem ákafast. En það finnur hann brátt að ekki muni það vera nein smáræðisskepna, sem hann hefur komist í kast við, því að allmjög reyndist honum erfiður drátturinn. Loks kemur að því að Magnús fær tosað þessari skepnu upp á yfirborðið og er hann þá orðinn dasaður. Sér hann um leið að þetta er skata og svo stór, að hann hefur enga slíka áður séð og hefur þó komist í færi við margar laglegar um dagana. Er það til merkis um stærð hennar, að börðin á henni náðu fram undir stafn og aftur á skut. Grípur nú Magnús til ífærunnar og leggur til skötunnar. En er hún kenndi lagsins, tekur hún svo snöggt viðbragð, að hann hrekkur útbyrðis með ífæruna í hendinni og hvolfir bátnum um leið. Svo vildi til að Magnús lenti á baki skötunar þegar hann hraut fyrir borð og barst hann nú á kaf með henni, og gekk svo æði stund. En þar kom um síðir, að draga fer af skötunni, með því líka, að hana mæddi blóðrás af sári ífærunnar og þar kom að lokum að þau berast úr kafi. Verður það þá hið fyrsta, sem fyrir Magnús ber, að hann sér bát sinn rétt hjá. Krækir hann þá til bátsins með ífærunni og fær komið honum á réttan kjöl og kemst upp í hann. Alltaf hefur Magnús haft færið í annari hendinni, en ífæruna í hinni. Er nú skatan dauð, en svo stór er hún, að með engu móti fær hann innbyrt hana.Tekur hann þá það ráð, að hann sker hana alla við borðstokkinn og innbyrðir hana með þeim hætti. En er Magnús hafði gert það er báturinn svo hlaðinn, að hann ber ekki meira. Við svo búið heldur hann til lands og þykist hafa gert góða ferð. En þegar Magnús var spurður að því síðar, hvort ekki hafi verið sleipt á skötunni, svaraði hann: „Ó, jú, nokkuð svona, þegar hún var að bretta börðin.“
Var að sækja mér kaffi Eitt sinn reri aðkomubátur austan af fjörðum, Sunna SU, á vetrarvertíð frá Sandgerði. Hann var á línu en fiskaði ekki vel, enda var skipstjóri hans ekki kunnugur helstu veiðislóðum þar. Bátur þessi var í viðskiptum við Miðnes hf. sem
gerði út Muninn. Þar var Jónas Franzson skipstjóri og fiskaði afar vel. Það fór ekki fram hjá aðkomuskipstjóranum og ákveður hann í eitt skiptið að elta Munin og leggja á svipum slóðum og hann – auðvitað í von um góða veiði. Vélstjórinn á Munin, Guðmundur Sörensen, átti útstímið. Þegar komið var til móts við Melaberg kveikir hann á vinnuljósum og fer fram í lúkar. Hann var frekar lengi á leiðinni, en þegar hann kemur aftur upp í brú kallar skipstjórinn á Austfjarðarbátnum í Munin og segist hafa lagt línuna rétt utan við hann. Vélstjórinn svaraði að bragði: „Við vorum ekki að leggja línuna, enda engan fisk að hafa hér. Ég kveikti nú bara ljósin af því að ég var að sækja mér kaffi.“
Smábræla betri en blómabeð Þekktur trollskipstjóri úr Sandgerði, Guðjón Gíslason, keypti sér hús þar í bæ og fylgdi því gríðarlega stór blómagarður. Karlinn var stundum að aðstoða konu sína í garðyrkjunni, en lítið var hann þó gefinn fyrir ræktunarstörf, öfugt við hana. Eitt sinn var umræddur skipstjóri að fara í róður á mótorbátnum Elliða og varla er hann nema nýfarinn frá bryggjunni þegar hann mætir togbáti frá sama fyrirtæki og hann starfaði hjá. Skipstjórinn þar kallar í hann og spyr: „Hva, ertu að fara út núna, maður, það spáir ekki of vel?“ „Það er örugglega betra að vera í smábrælu heldur en að skríða um í blómabeði alla helgina,“ svaraði Guðjón og þar með var það útrætt.
Á maður að geta logið endalaust? Á fyrstu árum sumarloðnuveiða var oft góð veiði í upphafi vertíðar og nú voru nokkrir bátar, þar á meðal Albert frá Grindavík, komnir á loðnuslóð. Að þessu sinni var Hafró búin að finna góðar torfur norðvestur frá Straumsnesi og mátti hefja veiðar á miðnætti þann 15. júlí – alls fyrr. Klukkan 04:00 var Albert kominn inn til Bolungarvíkur með fullfermi. Þetta hlaut að vera þjófstart og var kært til sýslumanns. Sævar Þórarinsson, skipstjóri á Alberti, var um morguninn kallaður til yfirheyrslu og lauk henni ekki fyrr en síðdegis. Skipstjórinn fór þá í koju, þreyttur og svekktur. Þegar hann var nýsofnaður var hann vakinn af stýrimanni sínum sem segir lögregluna vera á bryggjunni að spyrja um hann – hann eigi að koma til sýslumannsins aftur. „Hver andskotinn er þetta,“ stynur Sævar upp, „heldur hann að maður geti bara logið endalaust?“
fimmtudagur 8. júní 2017
15
VÍKURFRÉTTIR
Frá útskrift Háskólabrúar sumarið 2017.
80% aukning umsókna í Háskólabrú Keilis n Umsóknum í Háskólabrú Keilis fjölgar mikið milli ára og eru þær nú um 80% fleiri en á sama tíma í fyrra. Er þetta mesti fjöldi umsókna sem hefur borist í námið á sambærilegum tíma á undanförnum fimm árum. Það er því ljóst að fólk er ánægt með nýtt fyrirkomulag og lægri skólagjöld, en Í haust er í fyrsta skipti hægt að hefja nám í Háskólabrú í staðnámi bæði á Ásbrú og Akureyri, eða í fjarnámi með og án vinnu. Við þessar breytingar á fyrirkomulagi námsins ákvað Keilir einnig að lækka skólagjöld í Háskólabrú um 40% frá og með skólaárinu 2017 - 2018. Keilir hefur boðið upp á aðfaranám til háskóla frá árinu 2007. Miklar framfarir hafa orðið á þessum tíma í kennsluháttum samhliða breyttum þörfum og kröfum nemenda, og hefur Keilir brugðist við með því að innleiða nýjungar í kennsluháttum og fjölbreyttari fyrirkomulag námsins. Nú geta nemendur því valið að sækja Háskólabrú í staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu. Allt miðast þetta við að nemandinn geti tekið námið á sínum forsendum.
Á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á aðfaranám til háskóla í Keili, hafa á bilinu 150 til 200 nemendur útskrifast árlega úr stað- og fjarnámi Háskólabrúar. Samtals hafa þannig hart nær 1.500 einstaklingar lokið náminu og hefur mikill meirihluti þeirra (um 85%) haldið áfram í háskólanám bæði hérlendis og erlendis við góðan orðstír. Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir háskólans. Keilir hefur markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Kannanir í Háskóla Íslands á gengi nýnema hafa sýnt að nemendur sem koma úr Háskólabrú Keilis eru meðal þeirra efstu yfir þá sem telja sig vel undirbúna fyrir háskólanám. Umsóknarfrestur um nám á haustönn 2017 er til 12. júní næstkomandi. Nánari upplýsingar um námið má nálgast á www.haskolabru.is
Öflugt leiðsagnarmat í Njarðvíkurskóla n Í grein í síðasta tölublaði Víkurfrétta var sagt frá styrkjum til fræðslumála á Suðurnesjum. Í upptalningunni gleymdist að segja frá Njarðvíkurskóla. En hann fékk 450.000 kr. styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Verkefnið nefnist Öflugt leiðsagnarmat í Njarðvíkurskóla. Markmiðið er að fá fræðslu fyrir kennara til að styrkja þá í leiðsagnarmati fyrir nemendur til að leiðbeina þeim um hvernig þeir ná sem bestum árangri. Einnig til að aðstoða nemendur við að ná þeirri hæfni sem lagt er upp með í námi.
! ð i f or h fyrir á á Suðurnesjamagasín á Hringbraut alla fimmtudaga kl. 20:00 og 22:00
Suðurnesjamagasín er vikulegur fréttatengdur magasínþáttur frá Suðurnesjum framleiddur af starfsfólki Víkurfrétta. Ábendingar um áhugavert efni í þáttinn má senda á póstfangið vf@vf.is eða með því að hringja í síma 421 0002 milli kl. 09-17 alla virka daga.
Vilt þú leggja okkur lið við að þjónusta ferðalanga? Arion banki leitar að starfsfólki til starfa á Keflavíkurflugvelli
HVÍTA HÚSIÐ – 17–1115
Viltu vinna með skemmtilegu fólki?
Tekur þú áskorunum fagnandi?
Viltu öðlast nýja starfsreynslu?
Við óskum eftir jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum til að sinna gestgjafahlutverki, almennri gjaldkeraþjónustu og til að annast endurgreiðslu virðisaukaskatts. Ef þú hefur brennandi áhuga á því að veita góða þjónustu í lifandi umhverfi átt þú mögulega samleið með okkur. Störfin eru unnin í vaktavinnu. Hæfni og eiginleikar • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvæðni og þjónustulund
• Góð enskukunnátta • Reynsla af þjónustustörfum er æskileg
Nánari upplýsingar um starfið veita Aðalheiður Guðgeirsdóttir svæðisstjóri, netfang: adalheidur.gudgeirsdottir@arionbanki.is og Birna Dís Birgisdóttir mannauðsráðgjafi, sími 444 6385, netfang birna.birgisdottir@arionbanki.is. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2017. Sótt er um störfin á arionbanki.is. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Arion banki er líflegur og spennandi vinnustaður. Við vinnum með viðskiptavinum okkar að því að búa í haginn fyrir framtíðina. Við ræktum jákvæðan starfsanda og leggjum áherslu á að starfsfólk okkar þroskist og þróist í starfi með markvissri fræðslu og þjálfun. Straumlínustjórnun er hluti af daglegri menningu með stöðugum umbótum og samvinnu allra starfsmanna. Jafn réttur kvenna og karla til starfa er okkur hjartans mál og árið 2015 hlutum við Jafnlaunavottun VR. Saman látum við góða hluti gerast.
16
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 8. júní 2017
Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar
Á myndinni eru þær Halldóra, Bryndís, Þórunn og Brynja við afhendinguna. VF-mynd: Óskar Birgisson
Lions gefur til líknarmála ●●Æsa gefur steyptan bekk og dýnur Lionsklúbburinn Æsa afhenti gjafir til líknarmála í síðustu viku. Afhendingin fór fram fyrir framan YtriNjarðvíkurkirkju þar sem klúbburinn var með blómasölu. Allur ágóði sölunnar mun renna til líknarmála. Ágústa Guðmundsdóttir, gjaldkeri sóknarnefndar Njarðvíkurkirkju, tók við gjafabréfi fyrir steyptum bekk sem komið verður fyrir í kirkjugarðinum í Innri-Njarðvík. Þórunn Benedikts-
dóttir hjúkrunarforstjóri og Bryndís Sævarsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tóku við gjafabréfi fyrir tvær sérstakar dýnur fyrir langlegu sjúklinga. Það voru þær Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, formaður Líknarnefndar klúbbsins, og Halldóra Halldórsdóttir, formaður klúbbsins, sem afhentu gjafabréfin.
Hlíðahverfi í Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi
Engar athugasemdir við breytt deiliskipulag Hlíðahverfis Engar athugasemdir bárust við breytingu á deiliskipulagi Hlíðahverfis í Reykjanesbæ. Miðland ehf. óskaði eftir breytingunni. Einnar hæðar raðhúsabyggð með 27 íbúðareiningum í 6 lengjum verða að tveggja hæða fjölbýlishúsum með 48 íbúðum í 5 lengjum.Þessu fylgir að Grænalaut 2-12 verður Grænalaut 2-10. Heildarbyggingarmagn í Hlíðahverfi fer við þessar breytingar úr 300 í 321 íbúð. Samþykkt var á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar að senda deiliskipulagsbreytinguna til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.
Bækur um líf kvenna sem flakka í tíma og rúmi Sigríður Dögg Arnardóttir eða Sigga Dögg eins og hún er alltaf kölluð er lesandi vikunnar að þessu sinni. Sigga Dögg er kynfræðingur og hefur sjálf gefið út tvær bækur og sú þriðja er á leiðinni. Sigga Dögg er um þessar mundir í fæðingarorlofi með sínu þriðja barni en gefur sér ávallt tíma til að lesa. Hún er einmitt að byrja bókinni Dimmu eftir Ragnar Jónasson en það er fyrsta bókin sem hún les eftir hann. Hún segist vera mest fyrir bækur sem fjalla um líf kvenna sem flakka í tíma og rúmi. Hún er hrifin af persónulegum sögum og getur ekki valið einhverja eina bók sem sína uppáhalds bók en var mjög hrifin af bókunum um Harry Potter. Eins segist hún ekki geta valið einn höfund fram yfir annan og fylgi ekkert endilega eftir öllum verkum eins höfundar. Hún les frekar sögur eftir konur og er mjög hrifin af J.K.Rowling því hún notar ekki of stór orð og hún stóð frammi fyrir mörgum hindrunum sem hún yfirsteig. Einnig er Sigga Dögg mjög hrifin af verkum Gerðar Kristnýjar því hún notar fá orð til að koma sköpun sinni á framfæri. Einnig hrífst hún af rithöfundum á borð við Kristínu Marju Baldursdóttur og Vigdísi Grímsdóttur. Bækurnar sem rata einna helst til Siggu Daggar eru bækur með ævisöguþema, uppeldistengdar bækur og bækur um kynfræði. Þær bækur sem hafa haft hve mest áhrif á Siggu Dögg eru bækurnar Árin sem enginn man, Hollráð Húgós, Karítas, Ljósa og Litlar byltingar en síðustu þrjár hafa hjálpað henni að skilja íslenskar konur og þar af leiðandi sjálfa sig. Þegar Sigga Dögg er spurð hvaða bók allir ættu að lesa stendur ekki á svörum: Kjaftað um kynlíf! „Kynlíf og umræðan um það þarf að hætta að vera tabú! Þetta snertir okkur öll á einn eða annan hátt og við breytum engu til hins betra nema við byrjum að tala saman!“ Sigga Dögg veit fátt betra en að lesa út í Guðs grænni náttúrunni, í skjóli og helst sól. Þær bækur sem Sigga Dögg mælir með eru Litlar bylt-
ingar, Karítas, Harry Potter, Grandavegur 7, Bíbí, Þarmar með sjarma (hún segist sjaldan hafa vitnað eins oft í eina bók) Kjaftað um kynlíf og Á rúmstokknum. Á eyðieyju tæki Sigga Dögg ekki með sér bók til að lesa, hún tæki með sér auða dagbók. „Ég skrifa mikið og hef alltaf gert, það myndi ekki breytast á eyðieyju!“ Í sumar stefnir Sigga Dögg á að eyða tímanum með fjölskyldunni, fara á róló, í sund, í útilegur og síðast en ekki síst að klára að skrifa unglingabókina sem kemur út fyrir jól. Bókasafn Reykjanesbæjar er opið alla virka daga frá klukkan 09-18 og á laugardögum frá klukkan 11-17. Á heimasíðu safnsins http:sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn er hægt að mæla með Lesanda vikunnar.
Kynning tillögu að deiliskipulagi fyrir Aragerði 4, Sveitarfélaginu Vogum. Sveitarfélagið Vogar auglýsir hér með kynningu tillögu að deiliskipulagi fyrir Aragerði 4 vegna fyrirhugaðar byggingar fjölbýlishúss á tveimur hæðum með 6 íbúðum, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verður til sýnis og umræðu hjá skipulags- og byggingarfulltrúa þriðjudaginn 13. júní nk. á milli kl. 15:30-16:30 á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga að Iðndal 2. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is. Í kjölfar kynningarinnar verður tillagan tekin til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd og að henni lokinni lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu hennar. Gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna innan tilskilins athugasemdafrests. Vogum, 8. júní 2017 Skipulags- og byggingarfulltrúi
HS Orka í Svartsengi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
HS Orka hlýtur Energy Globe Award fyrir Auðlindagarðinn HS Orka hlaut þann 5. júní, á Alþjóðlega umhverfisdeginum, umhverfisverðlaun Energy Globe Award sem veitt eru þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa skarað fram úr í umhverfismálum. Í ár voru 178 verkefni valin víðsvegar að úr heiminum og var Auðlindagarðurinn valinn besta íslenska verkefnið. „Við erum hrærð yfir þessum verðlaunum og þeirri viðurkenningu sem Auðlindagarðinn er að fá á alþjóðavísu. Hugmyndafræðin að baki Auðlindagarðinum er einföld, það er að segja að það er ekkert sem heitir sóun. Allir straumar sem falla til við orkuvinnslu hjá okkur eru nýttir af fyrirtækjum í Auðlindagarðinum, sem eru
sjö í dag og fer fjölgandi,” segir Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku. „Albert Albertsson er hugmyndasmiðurinn að baki Auðlindagarðinum og okkar lærifaðir. Albert hefur alltaf bent okkur á að fjölþætt nýting auðlinda sé einfaldlega heilbrigð skynsemi.” HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins sem framleiðir og selur rafmagn um allt land. Fullnýting og umhyggja fyrir umhverfinu hefur ætíð verið rauði þráðurinn í starfseminni og hefur meðal annars leitt af sér stofnun Auðlindagarðs á Reykjanesi, þar sem fyrirtæki hafa sprottið upp og nýtt hina ýmsu auðlindastrauma sem verða til við framleiðslu á rafmagni
og heitu vatni. Fyrirtækin innan Auðlindagarðsins eru Bláa Lónið, Haustak, Háteigur, ORF Líftækni, Carbon Recycling International, Northern Light Inn hótel og Stolt Sea Farm. Í haust kemur í ljós hvaða fyrirtæki hlýtur Energy Globe verðlaunin á heimsvísu. Energy Globe verðlaunin eru ein virtustu umhverfsiverðlaun heims en austurríski verkfræðingurinn og frumkvöðullinn Wolfgang Neumann kom þeim á fót árið 1999. Meðal heiðursfélaga hjá Energy Globe samtökunum eru Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, og Mikhail Gorbachev, Nóbelsverðlaunahafi.
Til hamingju með daginn!
Vísir óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Visirhf.is
18
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 8. júní 2017
ÁRSÆLL AÐALBERGSSON STJÓRNAR STÆRSTU SUMARBÚÐUM LANDSINS Keflvíkingurinn Ársæll Aðalbergsson, eða Sæli eins og hann er kallaður, stjórnar Vatnaskógi, stærstu sumarbúðum landsins. Á hverjum sumri dvelja um þúsund börn og unglingar í sumarbúðunum. Þeir eru margir Suðurnesjamennirnir sem eiga góðar minningar eftir dvöl í Vatnaskógi. Á síðustu árum hefur verið mikil uppbygging í Vatnaskógi og um þessar mundir er verið að ljúka við nýja 550 m² viðbyggingu við Birkiskála sem er svefn- og þjónustuskáli staðarins og mun bæta gistiaðstöðuna til mikilli muna. Í sumar mun gistiaðstaða í fyrsta sinn vera öll undir einu þaki.
Ársæll Aðalbergsson framkvæmdastjóri Vatnaskógar. Á minni myndinni hér að neðan er Kapellan í Vatnaskógi en hún er bænahús staðarins.
Forréttindi að fá að starfa við áhugamálið
Texti og myndir: Óskar Birgisson // oskar@vf.is
„Það eru mikil forréttindi að fá að starfa við áhugamálið sitt. Það eru mjög margir sem leggja starfinu í Vatnaskógi lið og meðal þeirra eru margir af Suðurnesjum. Í dag eru tveir af stjórnarmönnum Vatnaskógar Suðurnesjamenn, þau Páll Skaftason og Nanna Guðný Sigurðardóttir,“ segir Sæli. Móinn og heiðin gáfu endalausa möguleika til leikja og ævintýra „Ég er Keflvíkingur, ólst upp á Smáratúninu og á margar góðar minningar frá þeim tíma sem ég var
●●Skátafélagið Heiðabúar fagna 80 ára afmæli
Heiðabúar setja svip á bæinn í Duus Safnahúsum
Skátafélagið Heiðabúar fagnar 80 ára afmæli í september næstkomandi og af því tilefni verður sýningin „Þau settu svip á bæinn“ opnuð föstudaginn 9. júní kl.18 í Byggðasafni Reykjanesbæjar Duushúsum. Á sýningunni verða ýmsir munir til sýnis, farið verður yfir sögu skátafélagsins og stiklað á stóru. Skátafélagið Heiðabúar var stofnað 15. september árið 1937 og aðalhvatamaður þess var Helgi S. Jónsson. Saga Heiðabúa er merkileg í skátasögunni vegna þess að í því félagi sameinast í fyrsta sinn í heiminum drengir og stúlkur í einu félagi. Heiðabúar hafa orðið þeirra gæfu aðnjótandi að þar hafa menn ekki gert aðeins stuttan stans heldur hafa þó nokkrir sinnt þörfum félagsins í mörg ár, sumir alla ævi. Skátastarfið og skátaandinn vinna eftir þaulreyndum starfsaðferðum og leitast við að skapa börnum og unglingum ánægjulega og þroskandi tómstundaiðju. Heiðabúar hafa ávallt sett svip á bæinn með virkri þátttöku í öllum helstu viðburðum bæjarins s.s. sumardaginn fyrsta, 17. júní, Ljósanótt, sumarstarfi fyrir börn og áramótum. Sunnudaginn 11. júní frá kl. 14-16 munu Heiðabúar bjóða upp á skátasmiðjur þar sem hægt verður að læra tálgun, leðurgerð, hnúta og að skapa sinn eigin fána. Sýningin í Duus stendur til 20. ágúst og er opin alla daga frá 12 til 17.
að alast upp. Hverfið sem ég ólst upp í var efsta hverfi bæjarins á þessum tíma, móinn og heiðin gáfu endalausa möguleika til leikja og ævintýra. Aðalbergur Þórarinsson faðir minn vann lengst af sem leigubílstjóri í Keflavík, hann er hættur núna og leggur áherslu á púttið þessa dagana. Ólafía Einarsdóttir móðir mín vann hjá Varnarliðinu mest af starfsævi sinni. Foreldrar mínir búa ennþá í Keflavík.“ Knattspyrnufélagið Fallbyssan „Það var mikið spilaður fótbolti í hverfinu á þeim
tíma sem ég var að alast upp. Við strákarnir í hverfinu stofnum m.a. knattspyrnufélagið Fallbyssuna. Þegar ég hugsa til baka grunar mig að nafnið hafi komið vegna þess að það voru alltof margir Arsenal-menn í hópum og við hinir vorum of ungir til að fatta það. Sjálfur hef ég verið mikill Tottenhamaðdáandi frá 1971 og nokkuð sáttur við mína menn um þessar mundir.“ Seinna heillaðist Sæli af körfuboltanum og segir að það var hafi verið mjög skemmtilegt að fara með félögunum í körfu.
fimmtudagur 8. júní 2017
19
VÍKURFRÉTTIR
Birkiskáli í Vatnaskógi, gistirými fyrir 100 manns. „Þar átti ég oft á brattann að sækja þar sem margir þeirra voru með bestu leikmönnum Íslands á þessum tíma,“ segir Sæli. Tók við stöðu framkvæmdastjóra árið 1999 „Þeir sem dvelja í Vatnaskógi eru kallaðir Skógarmenn. Eldri strákarnir í götunni voru miklir Skógarmenn og ég hreifst strax með. Ég fór fyrst í Vatnaskóg 1972, þegar ég var 10 ára gamall. Á unglingsárunum fór ég í Vatnaskóg í vinnuflokka þar sem unnin voru ýmisleg störf. Ég fór að taka þátt í starfi KFUM í Keflavík og síðar hjálpa til sem unglingur í Vatnaskógi. Ég var sumarstarfsmaður eitt sumar.“ Sæli tók ungur sæti í stjórn Vatnaskógar og var fljótlega orðinn formaður. Í kjölfar aukinnar notkunar árið 1992 var ráðinn framkvæmdastjóri og þegar hann hætti tók stjórn Vatnaskógar við verkefnunum hans. Með aukinni notkun á staðnum, fjölgaði verkefnum í Vatnaskógi og
ákveðið var að Sæli myndi hætta í stjórninni árið 1999 og taka við stöðu framkvæmdastjóra. Mikil aukning yfir vetrarmánuðina Fram til ársins 1992 var Vatnaskógur nánast eingöngu sumarbúðir og lítil sem engin starfsemi yfir vetrarmánuðina. Það var mikil breyting árið 1992 þegar Vatnaskógur tengdist hitaveitu sem verið var að koma upp í Hvalfjarðarsveit. Það að fá tengingu við hitaveituna gjörbreytti möguleikum á nýtingu á staðnum yfir vetrarmánuðina. Nú yfir háveturinn koma hópar flestar helgar, á vorin koma leikskólar og taka þátt í dagskrá sem Vatnaskógur býður upp á, þar á meðal leikskólar úr Reykjanesbæ. Í júní hefst sumarstarfið og stendur fram í ágúst en þá hefjast fermingarnámskeið sem standa fram í lok nóvember. Gauraflokkur í 10 ár „Við erum alltaf að reyna nýja hluti, sumir ganga ekki en aðrir verða fastir þættir í starfinu hjá okkur, t.d.
Gauraflokkur sem er flokkur ætlaður drengjum 10 til 12 ára sem greinst hafa með ofvirkni, athyglisbrest eða skyldar raskanir. Þar er áhersla lögð á að þátttakendur fái mikla hvatningu og þeir finni kröftum sínum uppbyggilegan farveg og örva til uppbyggilegra leikja og útiveru og nýta umhverfi sumarbúðanna til þess. Í ár fögnum við 10 ára afmælis verkefnisins. Þess má geta að einnig er í boði samskonar flokkur fyrir stúlkur í Kaldárseli, sem einnig eru sumarbúðir KFUM og KFUK“. Stelpur líka í Vatnaskógi Vatnaskógur hefur verið í gegnum tíðina verið nær eingöngu fyrir drengi. Nú hefur orðið breyting á og er einnig í boði flokkur fyrir stúlkur 12 til 14 ára í júlí og í ágúst er í boði unglingaflokkur fyrir bæði stelpur og stráka 14 til 17 ára. Auk þess starfrækir KFUM og KFUK sumarbúðir í Vindáshlíð í Kjós, Ölver undir Hafnarfjalli, Kaldársel skammt frá Hafnarfirði og Hólavatni sem er norður í Eyjafirði.
Northern Light Inn & Max’s Restaurant FRAMTÍÐARSTÖRF Við erum að stækka og ætlum að bæta við okkur fólki. Um er að ræða framtíðarstörf. Við leitum að fólki sem hefur gaman af mannlegum samskiptum, talar góða ensku og vilja vinna í góðum hópi. Jákvæða aðila sem sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. MÓTTAKA • Reception Unnið er á 2-2-3 vaktakerfi frá 07:00 – 19:00. Samskipti við ferðaskrifstofur og gesti okkar. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bílpróf þar sem hluti af starfinu er að keyra skutluna okkar í Bláa Lónið. Tölvufærni er nauðsynleg sem og góð enskukunnátta, bæði í riti og máli. AÐSTOÐ Í ELDHÚSI • Kitchen Assistant Unnið er á 2-2-3 vaktakerfi frá 10:30 - 22:30. Hefur þú áhuga á matreiðslu? Okkur vantar aðstoð við undirbúning í eldhúsinu og vinnu með kokkinum okkar. Setja fram for- og eftirrétti auk annarra tilfallandi starfa í eldhúsinu. ÞJÓNN• Server Unnið er á 2-2-3 vaktakerfi frá 10:30 – 22:30. Ef þú ert þjónn eða hefur reynslu af þjónastörfum þá viljum við heyra frá þér, líka ef þú ert fljót(ur) að læra og hefur áhuga á þjónastörfum. HEILSA OG RÆKT • Health and Fitness Unnið er á 2-2-3 vaktakerfi frá 09:00 – 21:00. Við erum að opna heilsurækt og heilsulind með gufuböðum og floti. Nú leitum við að aðila sem hefur áhuga á heilsu og rækt við líkamann. Starfið felur í sér umsjón með heilsulindinni okkar, aðstoð við gesti, tímabókanir og að halda svæðinu hreinu og fallegu. Northern Light Inn er fjölskyldurekið hótel og veitingastaður. Við erum búin að vera í rekstri frá 1983 eða í 34 ár. Núna erum við að opna 10 deluxe herbergi ásamt heilsulindinni okkar og það eru spennandi tímar framundan. Við erum staðsett 1 km frá Bláa Lóninu. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu okkar www.nli.is. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur þá endilega sendu okkur upplýsingar um þig og reynslu þína á fridrik@nli.is. Umsóknarfrestur er til 18 júní nk.
20
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 8. júní 2017
Sirkus á íþróttadegi Myllubakkaskóla Íþróttadagur var haldinn í Myllubakkaskóla í síðustu viku. Sirkus mætti á svæðið í boði foreldrafélagsins og var foreldrum velkomið að bætast í hópinn. Um hádegi var svo byrjað að grilla þar sem foreldrafélagið bauð upp á grillaðar pylsur.
Hreiðurstaður maríuerlunnar er ekkert grín
Sirkusinn var í boði foreldrafélags skólans. VF-myndir: Sólborg Guðbrandsdóttir
„Maríuerlan er búin að koma sér vel fyrir í gömlu grínvélinni. Hún verður augljóslega ekki notuð á næstunni. Náttúran verður víst að hafa sinn gang,“ segir Þór Ríkarðsson á Facebook síðu Golfklúbbs Sandgerðis, en hann og bróðir hans fundu egg Maríuerlunnar eitt kvöldið. Í samtali við Víkurfréttir segir Þór að vel sé fylgst með fuglalífinu á staðnum. „Yfir tuttugu tegundir verpa hér á eða alveg við völlinn. Maríuerlan hefur ekki verpt i vélinni áður en þetta kom skemmtilega a óvart.“
AllirVIÐBURÐIR félagar velkomnir! SJÓMANNADAGSMESSA OG DAGSKRÁ Í DUUS Sjómannamessa verður í Bíósal Duus Safnahsa á vegum Keflavíkurkirkju á sjómannadaginn 11.júní kl.11.00. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir messar. Safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar kynnir sumarsýningar í Duus Safnahúsum. Í lok dagskrár verður lagður krans við minnismerki sjómanna á Bakkalág við Hafnargötu. SUMARSÝNINGAR Í DUUS SAFNAHÚSUM Sumarsýning Byggðasafns, Þeir settu svip á bæinn og sýningar Listasafns, Það sem eftir stendur og A17-abstraktmyndlist við upphaf 21stu aldar, opna í Duus Safnahúsum föstudaginn 9. júní kl. 18.00, alls þrjár nýjar sýningar. Allir velkomnir. SUMARÁÆTLUN INNANBÆJARSTRÆTÓ Þann 15. júní breytist tímaáætlun innanbæjarstrætó í sumaráætlun. Allar nánari upplýsingar eru á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Þjónusta: Samgöngur: Innanbæjarstrætó.
Sumarferð eldri borgara Til Vestmannaeyja 4. júlí. Skráning í ferðina hjá: Brynja s. 849-6284 Bjarney s. 421-1961 / 822-1962 Örn s. 846-7334 Margrét s. 896-3173
Rútan fer frá: Auðunarstofu, Garði kl. 8:30 Nesvöllum, Reykjanesbæ kl. 9:00 Víðihlíð, Grindavík kl. 9:30 Staðfestingargjaldið er kr. 5000,greiðist fyrir miðvikudaginn 14. júní. Farið verður um Suðurstrandarveg. Geymið auglýsinguna Ferðanefndin
Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.
Tveimur fjórhjólum stolið úr gámi n Tvö fjórhjól af g e r ð i n n i Ya m a h a og bindivél hurfu úr gámi sem brotist h afð i ver i ð i n n í Njarðv í k ný verið. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær þjófnaðurinn átti sér stað. Hjólin og bindivélin voru geymd í gámi sem læstur var með hengilás. Þegar komið var að var búið að brjóta lásinn og fara inn í gáminn. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið.
Verið velkomin
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
LAUS STÖRF
Sérkennsluráðgjafi leik- og grunnskóla FRÆÐSLUSVIÐ Þroskaþjálfi HEIÐARSKÓLI Leikskólakennari LEIKSKÓLINN TJARNARSEL Umönnunarstarf á heimili MÁLEFNI FATLAÐS FÓLKS Aðstoðarleikskólastjóri LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL Leikskólakennarar LEIKSKÓLINN GARÐASEL
Dagbók lögreglunnar
Opinn dagur í Kirkjugörðum Keflavíkur Fimmtudaginn 15. júní kl. 16:00 - 18:00. Kirkjugarðurinn við Aðalgötu og Hólmsbergsgarður. Gott tækifæri fyrir aðstandendur að snyrta leiði eftir veturinn og ræða við starfsfólk garðana. Boðið upp á kaffi og kleinur. Kirkjugarðanefnd.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Við stöndum fréttavaktina alla daga vikunnar á vefnum okkar, vf.is
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SJÓMENN
Reykjanesbæ
22
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 8. júní 2017
Íþróttir á Suðurnesjum Ástkæri eiginmaður, faðir, afi og sonur,
Guðjón Svavar Jensen, Sólvallagötu 30, Keflavík,
lést á HSS 1. júní síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þann 15. júní kl.13:00. Guðrún Guðmundsdóttir Valdimar Guðjónsson Ástþór Guðjónsson Guðmundur Ágúst Skarphéðinsson Verònica Gòmez Joffre Einar Gunnarsson Anna Lilja Jóhannsdóttir Guðbjörn Gunnarsson Þórdís Þórisdóttir Foreldrar og barnabörn
Vel heppnað styrktarmót Brjóstaheilla í Leirunni
Elskuleg móðir okkar tengdamóðir, amma, langamma og langlangamma,
Anna Karólína Gústafsdóttir, áður til heimilis að Aðalgötu 5 Keflavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar 22. maí að Hrafnistu í Reykjanesbæ. Jarðaförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóhanna Gústafsdóttir, Lilja, Ragnheiður, Logi og Olga Guðmundarbörn
Um helgina var Texas Scramble-mót haldið í Leirunni við frábærar aðstæður. ■■Mótið var haldið til styrktar Brjóstaheillum, sem er stuðningshópur kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Alls tóku 76 keppendur þátt og léku golf á góðum Hólmsvelli til styrktar verðugu málefni. Á meðfylgjandi ljósmyndum má sjá að kylfingar skemmtu sér vel og sýndu margir þeirra afbragðs tilþrif á golfvellinum.
Til hamingju með daginn ykkar sjómenn
Miðnæturkyrrðin rofin í Leirunni Það var kyrrð yfir Hólmsvelli í Leiru þegar myndatökumaður Víkurfrétta setti flygildi á loft við golfvöllinn um síðustu helgi. Kyrrðin varði þó ekki lengi því tjaldur, sem hefur hreiðrað um sig í glompu á vellinum, gerði alvarlegar athugasemdir við vélfugl Víkurfrétta. Ljósmyndaranum tókst þó að smella af þessari mynd áður en hann var hrakinn á brott af tjaldinum.
fimmtudagur 8. júní 2017
23
VÍKURFRÉTTIR
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hólahverfis í Sandgerðisbæ
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hólahverfis í Sandgerðisbæ samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að raðhúsalóðunum Ásabraut 4347 og 49-53 breytt úr þriggja íbúða raðhúsalengjum í fjögurra íbúða raðhúsalengjur. Byggingarreitur lóðanna og nýtingarhlutfall breytist ekki.
Öll Suðurnesjaliðin dottin út úr Borgunarbikarkeppni karla RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, 230 Reykjanesbæ
RED CROSS STORE
ÚTSALA - SALE 50% OFF 7., 8., 14. & 15. JÚNÍ Kl. 13–17
Rauði kross Íslands á Suðurnesjum
■■Grindavík og Víðir léku bæði í sextán liða úrslitum í Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu í síðustu viku. Liðin töpuðu leikjum sínum og duttu því út úr keppninni. Víðir fékk Fylki í heimsókn á Nesfiskvöllinn og fóru Fylkismenn illa með Víðismenn og unnu leikinn 5:0. Meiri spenna var í leik Grindavíkur og Leikni sem fór fram á Leiknisvelli. Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Leikurinn endaði 6:5 fyrir Leikni eftir vítaspyrnukeppni. Þar með eru öll Suðurnesjaliðin dottin út úr Borgunarkeppni karla.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Lækjamót í Sandgerðisbæ
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Lækjamót í Sandgerðisbæ samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að hús á lóðunum 4547, 57-59 eru parhús, ekki raðhús. Lóðir 61 og 63 eru sameinaðar lóð nr. 65 og er sú lóð skipulögð fyrir 5 einnar hæðar einstaklingsíbúðir fyrir fatlaða sem verður númerað 65a-65e. Lóðirnar 81-83, 85-87 og 93-95 eru parhúsalóðir en voru áður einbýlishúsalóðir. Breytingartillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3 frá og með fimmtudeginum 8. júní til og með fimmtudagsins 20. júlí 2017. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út fimmtudaginn 20. júlí 2017. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3. Sandgerðisbæ 7. júní 2017 Skipulagsfulltrúi Sandgerðisbæjar
Grindavíkurstúlkur komnar í átta liða úrslit ■■Grindavík sigraði Sindra 5:2 í Borgunarbikarkeppni kvenna á Sindravelli í síðustu viku. Þær eru komnar í átta liða úrslit Borgunarbikarsins og fá Tindarstól í heimsókn 24. júní í Grindavík.
VIÐ BJÓÐUM Í MAT Í SUMAR! Við sérhæfum okkur í matreiðslu fyrir hefðbundin mötuneyti, stærri fyrirtæki og skóla.
Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum.
Við bjóðum upp á morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu og sérsníðum þjónustu okkar að þörfum þíns fyrirtækis. Við erum fjölskyldufyrirtæki með áratuga reynslu í matreiðslu og við hlökkum til að vinna með þér.
Reykjanesbær 27. júní Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is
skolamatur.is I Sími 420 2500 skolamatur@skolamatur.is I Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Mundi
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
facebook.com/vikurfrettirehf
twitter.com/vikurfrettir
Vonandi verður ekki boðið upp á „Gúrme“ Take Away...
instagram.com/vikurfrettir
●● Fyrsta svæðið sem Reykjanes Geopark skipuleggur og byggir frá grunni ●● Verkefnið var einstaklega krefjandi og hættulegt fyrir starfsfólk
Brimketill er „Gúrme“ n Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur tekið í notkun aðstöðu fyrir gesti við Brimketil. Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi, milli Grindavíkur og Reykjanesvita. Á sólríkum degi minnir grjótmyndunin helst á heitan pott. Brimketill og katlarnir í nágrenni hans urðu til vegna stöðugs núnings brims við hraunklettana. Þar hefur ytra álag smátt og smátt mótað bolla og katla í basalthraunið. Nýr og spennandi viðkomustaður Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og formaður stjórnar Reykjanes Geopark segir ánægjulegt að sjá loks gesti ganga um svæðið við Brimketil. Unnið hafi verið að verkefninu undanfarin þrjú ár. „Brimketill er fyrsta svæðið sem Reykjanes Geopark skipuleggur og byggir upp frá grunni. Hér skellur úthafsaldan á klettunum og gestir eiga vonandi eftir að upplifa seltuna og brimið á öruggari hátt en áður.“ Reykanes UNESCO Global Geopark fjármagnaði framkvæmdirnar, m.a. með styrkjum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, frá Bláa Lóninu og HS Orku. „Gúrme“ verkefni Landmótun og verkfræðistofan Efla sáu um hönnun palla, stíga og bíla-
stæða. Lilja Kristín Ólafsdóttir landslagsarkitekt hjá Landmótun segir verkefnið hafa verið bæði krefjandi og spennandi. „Þetta er svona verkefni sem ég kalla „Gúrme“ verkefni. Verkefni þar sem hugmyndaflugið fær að njóta sín með allskonar kröfum. Verkefni þar sem náttúruöflin eru allsráðandi. Að leyfa fólki að upplifa jarðfræðiundur og kraft sjávar er stórkostlegt tækifæri.“ Aðspurð um efnisval segir hún að við hönnun á pöllunum við Brimketil hafi mikið verið hugsað um að láta pallana falla eins vel að náttúrunni og frekast er unnt. „Manngerðir hlutir sjást auð-
Nýju útsýnispallarnir eru í magnaðri náttúru þar sem brimið leikur stórt hlutverk.
vitað alltaf en með réttu efnisvali og staðsetningu er hægt að láta palla og stíga fljóta fallega inn í umhverfið. Meðvituð ákvörðun var einnig að nota sem mest af efniviði úr nánasta umhverfi.“. Þannig má sjá á bílastæði, áningarstað og gönguleiðum mikið af hraungrýti, rekavið, sand og gróðri af svæðinu. „Mér finnst þó að mörgu leiti standa upp úr að allir þeir aðilar sem komu að þessu verkefni stóðu þétt saman og leystu þau vandamál sem komu upp í sameiningu. Samvinna margra aðila skilaði góðu og heilsteyptu verkefni sem ég er ofboðslega stolt af “ segir Lilja.
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur opnar pallana við Brimketil sl. föstuag með því að klippa á borða. VF-mynd: Hilmar Bragi
Krefjandi, hættulegt og skemmtilegt verkefni ÍAV sáu um smíði pallanna og frágangi svæðisins. Tómas S. Guðlaugsson verkstjóri hjá ÍAV hrósar hönnuðunum fyrir sín störf. „Hönnunin á útsýnispallinum er mjög góð, pallurinn fellur einstaklega vel inn í landslagið á Reykjanesinu. Grindur á palli falla vel að hraungrýtinu á staðnum og ryðgað járn á sjávar strönd, allt eins náttúrulegt og hægt er að hafa það.“ Hann segir verkefnið hafa verið einstaklega krefjandi, erfitt og hættulegt fyrir sitt starfsfólk en umfram allt skemmtilegt. „Við höfum þurft frá að hverfa í blíðskapar veðri, fengið yfir
okkur brotsjó í bestu veðrum og orðið holdvotir. Þarna kemur úthafsaldann og skellur á klettunum með ógnarkrafti og er verst þegar það hafa verið stífar sunnanáttir. Strákarnir voru farnir að kunna á sjólagið þara og farnir að vita hvaða alda myndi brjóta yfir pallinn og farnir að færa sig til eftir því,“ segir Tómas. „Á þessum stað hefur verið best að vinna þegar vindátt var búin að vera lengi norðanstæð. Maður var orðin langeygður eftir því að fá norðan átt til að hægt væri að klára þetta verkefni en eins og er hér á Reykjanesinu eru sunnanátt ríkjandi vindátt“. Sjá einnig Suðurnesjamagasín á vf.is
Kóngareið um kirkjur á Suðurnesjum ●●Karlakvartett safnar í orgelsjóð Keflavíkurkirkju Karlakvartettinn Kóngar mun hjóla í allar kirkjur á Suðurnesjum þann 1 júlí n.k. og taka lagið en markmiðið er að safna áheitum í orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Kvartettinn skipa þeir Arnór B. Vilbergsson kantor Keflavíkurkirkju og stjórnandi, Elmar Þór Hauksson, Sveinn Sveinsson, Sólmundur Friðriksson og Kristján Jóhannsson, þó ekki óperusöngvarinn að norðan. Að sögn Arnórs hafa Kóngar ávallt verið stórhuga. „Meiningin var upphaflega að hjóla hringinn í kringum landið með viðkomu í völdum kirkjum og syngja nokkur lög,“ segir Arnór. „Svo fóru menn að velta fyrir sér tímanum sem færi í þetta og Sveinn 2. bassi átti bara ekki nægilega mikið frí inni. Þá kom upp þessi hugmynd að
hjóla í kirkjurnar á Reykjanesskaganum sem tilheyra Kjalarnesprófastsdæmi. Kristján og Elmar töldu það þó vænlegri kost að taka 1-2 hringi í kringum skrúðgarðinn í Keflavík en það hlaut ekki nægjanlegar undirtektir,“ segir Arnór og hlær. Kóngar munu hjóla á milli kirkna á einum degi og eru allir velkomnir að taka þátt og hjóla með. Þeir munu syngja í hverri kirkju nokkur lög og sálma og verður bíll á staðnum sem getur hvílt hjólreiðamenn á leiðinni ef þörf krefur en leiðin er samtals 113 km. Arnór hvetur sem flesta bæjarbúa til þess að heita á kónga en allur ágóði fer í orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Þeir sem vilja styðja kóngareiðina get lagt inn á reiknng 0121-15350005, Kt 680160-5789.