Miðvikudagur 18. ágúst 2021 // 30. tbl. // 42. árg.
Ljósanótt aflýst
Hlynur ætlar að bronsa tíu þúsund sinnum!
Þurfa að endurskoða forsendur leigusamninga hjá tólf einstaklingum
Stýrihópur Ljósanætur ákvað á fundi sínum í byrjun vikunnar að aflýsa Ljósanótt 2021 sem til stóð að halda dagana 2.-5. september. Ákvörðunin er tekin í ljósi gildandi samkomutakmarkana og þeirrar stöðu sem faraldurinn er í um þessar mundir. Stýrihópurinn telur rétt að Reykjanesbær geri það sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir óþarfa útbreiðslu veirunnar á meðan álag er mikið á heilbrigðisstofnanir og aðra grunnþjónustu líkt og raunin er. Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar. Því verða engir viðburðir haldnir í nafni Ljósanætur í ár. Ljóst er að ákvörðunin hefur áhrif á fjölmarga aðila þar sem mikill undirbúningur
Niðurstöður könnunar sem framkvæmd var í sumar meðal leigjenda í félagslegu húsnæði hjá Reykjanesbæ um hvort leigjendur uppfylli skilyrði fyrir áframhaldandi búsetu í félagslega húsnæðiskerfinu voru kynntar á fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar fyrir helgi. Send voru út 154 bréf, 116 í gegnum Mitt Reykjanes og 38 í bréfpósti. Bréfunum var fylgt eftir með símtölum. Gögn eru frá 108 aðilum af 154. Svarhlutfall er 70%. Af þeim sem svöruðu uppfylla tæp 90% leigutaka skilyrði tekju- og eignamarka fyrir búsetu í félagslegu húsnæði. Hjá 12 leigjendum þarf að endurskoða forsendur leigusamninga auk þess sem það vantar gögn frá 46 leigjendum. Farið verður betur yfir stöðu þeirra einstaklinga sem ekki uppfylla lengur skilyrði fyrir búsetu í félagslegu húsnæði m.t.t. uppsagnar og leitað leiða til að afla gagna hjá þeim leigjendum sem ekki hafa skilað gögnum vegna könnunarinnar.
Auglýsa hönnun nýs hjúkrunarheimilis
Hlynur Atli Freysson, 8 ára knattspyrnupeyi úr Njarðvík fer létt með að halda bolta á lofti eða „bronsa“ eins og oft var sagt. Hlynur Atli byrjaði að leika sér með fótbolta þegar hann var sex ára og fór fljótlega að æfa sig með knöttinn eins og faðir hans, Frey Guðmundsson gerði þegar hann var strákur og vann m.a. verðlaun á pollamóti fyrir að halda bolta á lofti. Faðirinn náði því að bronsa þúsund sinnum á sínum tíma en strákurinn er búinn að slá það met og hefur náð mest yfir 1254 sinnum og stefnir á 10.000. Víkurfréttir hittu þá feðga við knattspyrnuvöll Njarðvíkinga í byrjun vikunnar og þeir feðgar verða í sviðsljósinu í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kl. 19.30.
MÁR Í TOKYO - sjá nánar í íþróttaopnu
hefur átt sér stað á síðustu vikum og mánuðum fyrir hátíðina, jafnt á vegum Reykjanesbæjar sem og fyrirtækja, félaga og einstaklinga. „Stýrihópur færir öllum þessum aðilum ómældar þakkir fyrir þeirra mikilvæga framlag og hvetur þá sem og aðra íbúa bæjarins til að halda í bjartsýni og gleði eins og kostur er,“ segir í tilkynningunni. Sjálfsagt er að halda í heiðri þær fjölskylduhefðir sem skapast hafa í kringum í Ljósanótt, svo sem að borða saman súpu, fá sér göngutúr í bæinn, líta við í safnahúsin eða á aðrar listsýningar. Um leið eru allir hvattir til varkárni og að gæta vel að persónulegum sóttvörnum.
LJÓSLEIÐARINN er kominn!
11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
hagræðingu. Væntanleg nýbygging sem hýsa mun hjúkrunarheimilið verður um 3.900 fermetrar á þremur hæðum en ljóst er að til viðbótar þarf að byggja einhverjar tengibyggingar við núverandi heimili,“ segir á vef Reykjanesbæjar. Með nýju hjúkrunarheimili eykst fjöldi hjúkrunarrýma í Reykjanesbæ um 30 en fyrirhugað er að leggja niður starfsemi á Hlévangi þegar þessi stækkun verður að veruleika. Áætlað er að framkvæmdir hefjist að lokinni hönnun og útboði framkvæmda sem gæti orðið seinni hluta 2022. Ef allt gengur að óskum verða nýju hjúkrunarrýmin tekin í notkun fyrir árslok 2024.
FLJÓTLEGT OG GOTT! 40%
28%
Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER
Auglýst hefur verið eftir tilboðum í arkitektahönnun nýs 60 rúma hjúkrunarheimilis sem rísa á að Njarðarvöllum 2 í Reykjanesbæ en þar er fyrir hjúkrunarheimili og tengd starfsemi fyrir eldri borgara á Nesvöllum. Útboðið er m.a. auglýst á útboðsvef Evrópska efnahagssvæðisins. Upphaf þessa verkefnis má rekja til ársins 2020 þegar heilbrigðisráðherra og bæjarstjóri Reykjanesbæjar skrifuðu undir samning þess efnis að byggja ætti nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili við núverandi hjúkrunarheimili. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra staðfesti þetta við Víkurfréttir í síðustu viku. „Af ýmsum ástæðum hafa tafir orðið á þessu verkefni en með þessum áfanga nú er hægt að tala um að þetta verkefni sé hafið í raun. Hugmyndir Reykjanesbæjar frá fyrstu tíð hafa snúið að því að samnýta bæri húsnæði og rekstur og þar með ná fram
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
45%
499 kr/stk
233 kr/stk
499 kr/pk
áður 699 kr
áður 389 kr
áður 899 kr
Sóma samloka Roastbeef
Red Bull Zero og Tropical
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
Beauvais Pizzasnúðar 250 gr
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Rafrænn Íbúafundur um skipulagsmál Fimmtudaginn 19. ágúst frá kl. 18:00 til 19:00
Þrjátíu og einn nemandi útskrifaðist af verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar.
Breyting á deiliskipulagi saltgeymslulóðar við Hafnargötu 81-85 Í gildandi deiliskipulagstillögu er núverandi saltgeymsla fjarlægð og heimilt er að reisa þrjú fjölbýli á lóðinni. Breytingin felst í að halda saltgeymslunni sem þjónustuhúsnæði og reisa tvö háhýsi á lóðinni. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. ágúst 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is
184 nemendur útskrifaðir af Háskólabrú hjá Keili Háskólabrú útskrifaði 31 nemanda af verk- og raunvísindadeild við hátíðlega athöfn í aðalbyggingu Keilis föstudaginn 13. ágúst síðastliðinn. Því hafa alls 184 nemendur lokið námi á Háskólabrú árið 2021. Nanna Kristjana Traustadóttir, staðgengill framkvæmdastjóra hélt hátíðarræðu og stýrði athöfn. Hjördís Rós Egilsdóttir og Alexander Grybos léku ljúfa tóna fyrir útskriftargesti. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp og
afhenti viðurkenningarskjöl ásamt Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur, verkefnastjóra Háskólabrúar. Dúx Háskólabrúar var Birna Karen Bjarkadóttir, en hún útskrifaðist með 9,41 í meðaleinkunn og fékk peningagjöf frá HS Orku í viðurkenningarskyni. Linda Ólafsdóttir hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnemenda. Háskólabrú hefur boðið upp á aðfaranám til háskóla frá árinu 2007 og hafa á þeim tíma átt sér stað miklar framfarir í kennsluháttum samhliða breyttum þörfum og kröfum nem-
Fundurinn verður einungis rafrænn en nánari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar og Facebook.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
enda. Frá stofnun Háskólabrúar hafa 2.217 lokið náminu og öðlast nýtt tækifæri til náms við allar deildir Háskóla Íslands ásamt fjölda háskóla hérlendis sem erlendis. Nemendur geta valið að sækja Háskólabrú í staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu.
Hjördís Rós Egilsdóttir og Alexander Grybos fluttu tónlistaratriði við útskriftina.
Berglind Kristjánsdóttir, forstöðukona Háskólabrúar afhenti Birnu Karen Bjarkadóttur dúx Háskólabrúar viðurkenningu.
Einstaklingum í fjárhagsaðstoð og með húsnæðisstuðning fjölgar Í júní 2021 fengu 149 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 22.084.326. Í sama mánuði 2020 fengu 134 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 18.607.766. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 11,2% milli júnímánaðar 2020 og 2021. Í júní 2021 fengu alls 277 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, sam-
tals að upphæð kr. 3.785.155. Í sama mánuði 2020 fengu 227 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.044.856. Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgar um 22% milli mánaðanna júní 2020 og júní 2021. Í júní 2021 voru 30 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. Sextán erindi voru samþykkt, níu erindum synjað og fimm erindum frestað.
Lýsa yfir ánægju með verkefnið Allir með! í Reykjanesbæ Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsir yfir ánægju með verkefnið Allir með! og telur mjög mikilvægt fyrir samfélagið að gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlunum sveitarfélagsins til framtíðar. Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála mætti á fund velferðarráðs og fór hún yfir stöðu verkefnisins Allir með! og kynnti tillögur frá stýrihópi verkefnisins um helstu verkefni ársins 2022
ásamt minnisblaði þar sem óskað er eftir að gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlunum í framtíðinni. Stýrihópurinn leggur til að fjármagnið skiptist á fræðslusvið og velferðarsvið eftir umfangi verkefna og skiptingu þeirra á milli sviða. Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunarvinnu. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, nefndarmaður í Velferðarráði er í stýrihópi verkefnisins og sat því hjá við afgreiðslu málsins.
Heimilt að nota fjarfundabúnað Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt með vísan til sveitarstjórnarlaga og ákvörðunar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að heimilt verði að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og fundum nefnda og ráða Reykjanesbæjar. Heimildin tók gildi 1. ágúst 2021 og gildir til 1. október 2021 og var samþykkt með öllum atkvæðum en vísað er til starfhæfi og ákvarðanatöku sveitarstjórna vegna COVID-19. Í bréfi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er vakin athygli sveitarstjórna á nýju heimildarákvæði sveitarstjórnarlaga og hvetur þau sveitarfélög, sem hyggjast nýta sér það, að ljúka þeirri vinnu fyrir 1. október næstkomandi.
Leikskólar verði opnir milli jóla og nýárs Starfsumhverfi leikskóla í Suðurnesjabæ var til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Þar var tekið fyrir erindi rekstrarstjóra Gefnarborgar í Garði Við afgreiðslu málsins vísar bæjarráð til afgreiðslu bæjarráðs frá 23. júní 2021, þar sem bæjarráð beindi því til rekstraraðila leikskólanna að leita leiða til þess að þjónusta leikskólanna standi börnum opin milli jóla og nýárs í ljósi niðurstöðu foreldrakönnunar. „Þannig vildi bæjarráð standa vörð um þá þjónustu sem sveitarfélagið vildi veita börnum og fjölskyldum þeirra í leikskólum sveitarfélagsins,“ segir í afgreiðslunni.
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
GÓÐ VEIÐI Á HANDFÆRUM
Aðalfundur
Þroskahjálpar á Suðurnesjum Aðalfundur Þroskahjálpar á Suðurnesjum fyrir árin 2019 og 2020 verður haldinn að Hrannargötu 6 (húsi Dósasels) í Reykjanesbæ mánudaginn 23. ágúst kl. 18:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál. Stjórnin.
ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG ERU Á TIMARIT.IS
Haustferð 2021
Félag eldri borgara á Suðurnesjum fyrirhugar haustferð fimmtudaginn 2.- 3. sept. nk. ef næg þátttaka fæst. Gist verður á Hótel Selfossi í eina nótt. Hellisheiðarvirkjun og Árnessýsla á dagskrá! Ferðin kostar kr. 20.000 á mann og greiðist við brottför í reiðufé! Fyrir einstakling þar að greiða kr. 6000 umfram vegna hótels. Innifalið í verði er léttur hádegisverður á leiðinni, gisting, þriggja rétta kvöldveður og morgunverður á hótelinu og svo léttur hádegisverður á heimleiðinni. (FEBS greiðir rútuna). Lagt verður af stað frá Nesvöllum kl.10:00 og tekið við greiðslunni þar og í rútunni. Skráning til fimmtudagsins 19. ágúst nk. hjá Margréti: 896 3173 og Ingibjörgu: 863 3443
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Um þetta leyti fyrir tveimur árum síðan var mikið líf í höfninni í Keflavík, því þá var þar makrílinn á fullu og mokveiði. Í dag er enginn makríll og enginn bátur fór á þá veiðar. Í staðinn hafa bátarnir verið á handfæraveiðum og núna í ágúst þá hafa bátarnir frá Suðurnesjunum veitt mjög vel á færunum. Á Skagaströnd er t.d Addi Afi GK sem hefur landað 24,5 tonn í 4 róðrum og mest 6,9 tonn. Guðrún Petrína GK með 20,6 tonn í 4 róðrum og mest 6,3 tonn. Kvika GK er á Bakkafirði og er búinn að landa 14,4 tn. í 5 og mest 3,5 tonnum. Sandvík KE er í Ólafsvík og hefur landað 10,4 tn. í 4 túrum. Handfærabátarnir sem landa á Suðurnesjunum eru flestir í Sandgerði og flestir þeirra á strandveiðunum og tveir á ufsanum, nánar um þá hérna neðar. Gola GK er með 1,6 tn. í 2 róðrum, Óskar KE 4 tn. í 6, Dóri í Vörum GK 3,5 tn. í 6, Jói í Seli GK 3,3 tn. í 6, Alla GK 3,1 tn. í 6, Gréta GK 2,7 tn. í 5, Fram GK 2,6 tn. í 5, Sigurörn GK 2,5 tn. í 5 og Stakasteinn GK 2,4 tn í 4. Allir í Sandgerði, reyndar eru mun fleiri bátar í Sandgerði að landa en þessir sem eru nefndir. Þess má geta að tveir af þessum bátum sem eru nefndir að ofan eru í eigu skipstjóra sem réru frá Sandgerði í ansi mörg ár, t.d er Gréta GK í eigu Karls Ólafssonar sem var lengi skipstjóri á Haferni KE og síðan Erni KE, báðir á dragnót og Stakasteinn GK er í eigu Hjartar sem var lengi skipstjóri á Njáli RE. Sæfari GK 2,1 tn. í 4, Daddi GK 1,5 tn. í 4 og Sigurvon ÁR 761 kg. í 1, allir í Grindavík Síðan eru tveir bátar að mokveiða ufsann á handfærunum. Þetta eru eikarbáturinn Margrét SU sem hefur
11-13:30
alla virka daga
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
gisli@aflafrettir.is
landað núna í ágúst 17 tn. í aðeins 3 róðrum og mest 7 tonnum í einni löndun og síðan Ragnar Alfreðs GK sem hefur verið skrifað um hérna áður, en hann hefur landað 29,4 tonnum í aðeins 4 róðrum og mest tæp 9 tonn í einni löndun. Og talandi um ufsann þá er netabáturinn Grímsnes GK byrjaður á að veiða ufsann í net meðfram suðurströndinni og er hann að landa í Þorlákshöfn. Veiðin byrjar mjög vel hjá honum og hefur báturinn landað um 97 tonnum í 5 róðrum og mest um 24 tonnum í einni löndun. Af þessum afla er ufsi 87 tonn. Aðrir netabátar eru í þorskinum og veiðin svo sem allt í lagi. Maron GK er í Sandgerði og hefur landað 30 tn. í 10 túrum og mest 6,5 tonnum. Langanes GK í Njarðvík er með 22 tn. í 11, Halldór Afi GK í Keflavík með 16
tn. í 11, Hraunsvík GK í Sandgerði og með 12 tn. í 5 túrum og Bergvík GK 24 tn. í 9 og mest 5,6 tonn. Guðrún GK 5,2 tn í 2 róðrum. Dragnótabátarnir eru byrjaðir aftur á veiðum og byrja alveg ágætlega. Sigurfari GK með 52 tn. í 2 og mest 28 tonn. Benni Sæm GK 25 tn. í 3 og mest 10 tonn og Siggi Bjarna GK 21 tn. í 3 og mest 8,3 tonn. Og talandi um Benna Sæm GK þá hefur kvótinn á bátnum aukist all svakalega síðan í júní en núna er kominn á bátinn alls um 4400 tonna kvóti. Er þetta aðallega vegna þess að frystitogarinn Baldvin Njálsson GK hefur verið seldur til þess að rýma fyrir nýjum frystitogara sem Nesfiskur er að láta smíða á Spáni. Kvótinn sem var á Baldvini Njálssyni GK var allur fluttur yfir á Benna Sæm GK og verður á honum þar til að nýi togarinn kemur. Baldvin Njálsson GK hafði veitt núna í ár alls 4369 tonn í 9 löndunum og mest 981 tonni þegar að hann var seldur.
UMRÆÐAN
Að selja frá sér hugvitið Það eru ekki margar afurðir á heimsmarkaði sem við Íslendingar getum eignað okkur. Lambakjötið okkar er oft nefnt í þessu sambandi en það er svo sem framleitt annars staðar þó að við í belgingi teljum okkur framleiða besta lambakjöt í heimi. Ein er þó afurð sem svo sannarlega er hægt að kenna við Ísland og sú afurð er íslenska skyrið. Hvergi í heiminum var að finna afurð sem var sambærileg við íslenska skyrið og maður hefði því haldið að hægt yrði að tryggja mjólkurframleiðendum betri afkomu vegna aukinna vinsælda íslenska skyrsins, en það fæst ekki séð að það hafi gerst, heldur er verið að flytja framleiðslu á þessari einstöku afurð úr landi og einhverjir aðrir en bændur njóta góðs af því.
Tölur eru sláandi Opið:
Gísli Reynisson
Það þarf ekki að leita lengi til þess að gera sér grein fyrir mikilli öfugþróun í þessum málum. Skv. frétt í Morgunblaðinu frá 19. september 2015 var greint frá nýjum samningi Íslands og ESB um
Knarrarneskirkja og efnilegt ungt fólk í íþróttum í þætti vikunnar
viðskipti með landbúnaðarvörur. Þar er m.a. sagt frá því að útflutningsheimildir íslenskra skyrframleiðeiðenda muni rúmlega tífaldast, fara úr 380 tonnum í 4.000 tonn með nýjum samningi.
Hver er staðan? Hafa Íslendingar nýtt sér þessar auknu heimildir til útflutnings á skyri til hagsbóta fyrir íslenska bændur og erum við að nýta þær heimildir sem við höfum til útflutnings á vöru sem við getum svo sannarlega talið sem okkar vöru og ættum að hafa einkaleyfi á? Því fer víðs fjárri. Skv. upplýsingum frá Hagstofu hefur útflutningur á skyri verið að dragast mjög mikið saman. Frá árinu 2010 til ársins 2018 og með nýjum samningi við ESB, jókst útflutningur á skyri úr 20 tonnum í 1.422 tonn. Síðan þá hefur sigið verulega á ógæfuhliðina. Skv. tölum Hagstofu var útflutningur á skyri 922 tonn árið 2019 en ekki nema 516 tonn árið 2020. Útflutningur á skyri fer því að nálgast það sem hann var áður en
samningurinn við ESB var undirritaður árið 2015.
Eru útlendingar þá ekki að borða íslenskt skyr? Því fer hins vegar fjarri að ekki sé verið að borða íslenskt skyr í útlöndum. Skyr er að finna í verslunum í mörgum Evrópulöndum og einnig er hægt að nálgast það í Ameríku og Asíu. Hins vegar er verið að framleiða vöruna annars staðar en á Íslandi, úr erlendri mjólk Ákveðnir aðilar hafa ákveðið að fara með vöru, sem við hefðum getað haft einkarétt á, til framleiðslu í öðrum löndum þar sem hægt er að kaupa merkt íslenskt skyr á lægra verði en við njótum hér heima á Fróni. Við getum kannski farið að flytja inn íslenskt skyr. Heitir þetta ekki að pissa í skóinn sinn? Guðbrandur Einarsson skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Kjörvari 12
í girðinguna og pallinn á BYKO.is
4.695
Lengjum sumarið
86363041-640
4 ltr.
Tilboðsverð Sláttuvél
Tilboðsverð Hekkklippur
H60cm hekkklippur með tvöföldu sagarblaði og kolalausum mótor. Hlíf fylgir með en rafhlaða fylgir ekki.
25%
32.246
7133004906
GC-PM 46 B&S 1,65 kW. Frábært tæki til að tækla þykkan gróður í garði.
55.996
30%
20% afsláttur
748300654
af öllum áltröppum og -stigum
Almennt verð: 79.995 Þú sparar:
23.999
Þú sparar:
10.749
Almennt verð: 42.995
25%
20%
Tilboðsverð
20%
afsláttur
af öllum háþrýstidælum
Þú sparar:
9.999 Kílóvött
6,9
25% afsláttur
af öllum hjólum
Brennarar
3
Gasgrill
GEM 320, eldunarsvæði: 2774 cm2. Mjög sterkar grillgrindur úr pottjárni. Ryðfrítt eldunarkerfi. Þrír ryðfríir brennarar.
39.996 50657519
Tilboðsverð Herregård pallaolía XO
Hágæða viðarolía með vörn gegn viðargráma og myglu og dregur úr sprungumyndun. Glær eða gyllt
2.796 20% 80602501/2
Almennt verð: 3.495
Verslaðu á netinu á byko.is
Almennt verð: 49.995
3.l
Tilboðsverð Rogue R425
Hágæðagrill með 3 brennara og 12,3 kW kraft og grillflöt 60x45 cm. Grillið er með Lift Ease™ tækni og því auðvelt að opna og hægt að vera með grillið alveg upp að vegg
74.996 506600036
Almennt verð: 99.995
Þú sparar:
24.999
Kílóvött
12,3
Brennarar
3
Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Olíubundin viðarvörn sem smýgur vel inn í viðinn, veitir honum góða vatnsvörn og hamlar gegn sprungumyndun.
Reiknaðu út áætlaðan kostnað
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hagafell í nýja kápu
H
afnargata 79 í Keflavík eða Hagafell er að taka stakkaskiptum um þessar mundir. Gul og ryðguð járnklæðning, sem var þyrnir í augum margra, hefur verið rifin utan af húsinu og það mun brátt klæðast nýrri kápu. Myndin af ofan var tekin nú í vikunni en til vinstri má sjá myndir af húsinu þegar það var nýbyggt og þegar það var í sínu upprunalega útliti en þær myndir voru birtar á síðunni Keflavík og Keflvíkingar á fésbókinni.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Eldgosið
í bakgarðinum
Það er stutt að fara fyrir okkur hér á suðunesjunum til þess að berja eldgosið augum. Sumir eru kannski orðnir leiðir á því og óska þess að því fari að ljúka. Svo eru aðrir sem fá aldrei nóg og leggja í hvern leiðangurinn af öðrum til að virða herlegheitin fyrir sér og þannig er komið fyrir undirrituðum. Það er magnað að sjá breytingarnar á landslaginu sem sjá má á milli ferða og að ekki sé minnst á hinar ýmsu kynjamyndir sem sjá má í hinu nýrunna hrauni sleppi maður ímyndunaraflinu lausu. Það þarf þó ekkert ímyndunarafl til þess að sjá farvegina og tjarnirnar sem hraunelfan rennur um í þessari mögnuðu sýningu nátturunnar sem er meira að segja með hléum eins og tíðkast yfirleitt í mannanna verkum.
Jón Steinar Sæmundsson
A L L A IR R Y F Ð A V H EITT ! Ó T T E N M U N U L S R E V Í TILBOÐ GILDA 19.--22. ÁGÚST
GRILLTVENNA
LAMBAMJÖÐM OG NAUTARUMPSTEIK
40% AFSLÁTTUR
2.099
32% Grísarif BBQ Stjörnugrís
AFSLÁTTUR
999
KR/KG ÁÐUR: 1.469 KR/KG
KR/KG
ÁÐUR: 3.499 KR/KG
Grillsneiðar Fjallalamb
40%
1.133
KR/KG ÁÐUR: 1.889 KR/KG
Heilsuvara vikunnar!
32% AFSLÁTTUR
25%
30%
25%
Grísakótilettur á beini Kjötborð
Collagen Peptides Powder NOW - 227 g
KR/KG ÁÐUR: 1.999 KR/KG
KR/STK ÁÐUR: 2.549 KR/STK
1.359
AFSLÁTTUR
3.399
AFSLÁTTUR
Vínber rauð
AFSLÁTTUR
Pítubuff 6x60 g - með brauði
Korean Corn Dog Deighjúpaðar pylsur
KR/PK ÁÐUR: 2.099 KR/PK
KR/PK ÁÐUR: 1.599 KR/PK
1.469
AFSLÁTTUR
1.199
249
KR/ASKJAN ÁÐUR: 498 KR/ASKJAN
50% AFSLÁTTUR
FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM
Náðu í appið og safnaðu inneign. Lægra verð – léttari innkaup
Þú getur notað Samkaupa-appið í öllum Nettó verslunum. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
National Geographic Explorer leggst að bryggju í Keflavík á mánudagsmorgun. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
SKEMMTIFERÐASKIP SÆKJA ÞJÓNUSTU TIL KEFLAVÍKURHAFNAR
Frá Keflavík í kjölfar kríunnar til Suðurskautslandsins - Enginn makríll í ár og skipulag vegna skipaþjónustuklasa að verða klárt „Það er meira um skemmtiferðaskip í ár en hingað til,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, í samtali við Víkurfréttir. Í byrjun vikunnar lagðist skipið National Geographic Explorer að bryggju í Keflavík og aðeins eru nokkrir dagar síðan annað skip frá National Geographic hafði viðkomu í Keflavík á ferðalagi sínu hér við land. Í júlí mátti svo sjá enn stærra skip á ytri höfninni. Reykjaneshöfn hefur verið í markaðsátaki til að vekja athygli á þeirri aðstöðu sem er í boði í höfnum Reykjaneshafnar þar sem bent er á nálægðina við Keflavíkurflugvöll og þá möguleika sem felast í því fyrir skipafélögin, hvort sem er í farþegaskiptum eða áhafnaskiptum. „Við höfum verið að benda á þann möguleika og menn eru núna að átta sig á tengingunni við flugvöllinn, að þeir leggja eiginlega við hliðina á flugbrautinni.“
í nokkra sólarhringa áður en skipið kom loks til hafnar í Keflavík á mánudagsmorgun. Gera þurfti minniháttar lagfæringar á jafnvægisuggum skipsins áður en það fer í úthafið og leggur upp í langferð. Þar er nefnilega ekkert smá ferðalag framundan hjá skipinu. Það heldur í kjölfar kríunnar frá Keflavík og næsti áfangastaður er Suðurskautslandið.
Úr þúsundum tonna í þrjá fiska
Hentugra og ódýrara Skipin frá National Geographic höfðu ekki bókað komur sínar fyrir sumarið, heldur hafa heimsóknir þeirra verið tilfallandi. „Mönnum finnst hentugra og ódýrara að koma hingað heldur en að leggja að í Hafn-
Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafnar. arfirði eða Reykjavík,“ segir Halldór Karl. National Geographic Explorer hafði legið á ytri höfninni í Keflavík
Það er mikil breyting á lífinu við Keflavíkurhöfn þetta sumarið og haustið. Síðasta áratuginn hafa makrílbátar verið áberandi og makrílnum jafnvel mokað upp innan hafnarinnar. Ævintýrið hófst 2011 en frá árinu 2016 hafa veiðar á makríl dregist mikið saman. Það ár
Makrílveiðar við Keflavík árið 2015. var 5.500 tonnum af makríl landað í Keflavík, tonnin voru 1.300 árið 2019 en aðeins 400 kíló í fyrra. Í ár hafa komið þrír makrílar á hafnarvogina í Keflavík, enda enginn bátur útbúinn til veiða. Veiðimenn hafa þó sést á bryggjunni í Keflavík með stangir á lofti og fengið eitthvað af makríl. „Við höfum mikið af erlendum íbúum hér í Reykjanesbæ og það er þekkt í menningu þeirra að fara niður á bryggju og veiða sér til matar, þó svo við Íslendingar kunnum þetta ekki. Það er gaman að sjá fólk koma hingað niður á bryggju og taka út stóla og nesti og gera úr þessu skemmtilega samveru við veiðiskapinn,“ segir hafnarstjórinn. Flestir eru veiðimennirnir á aðal hafnargarðinum við veiðar. Þegar þurfti að loka honum á mánudag vegna skemmtiferðaskipsins þá færðu veiðimennirnir sig yfir á aðrar bryggjur hafnarinnar en þar er reyndar ekki eins góð veiði. Ætið virðist meira við stærstu bryggjuna.
Rísandi sól í Helguvík
Aðeins komu þrjú olíuskip til Helguvíkurhafnar á síðasta ári. Þeim fer núna aftur fjölgandi.
Skipakomum olíuskipa til Helguvíkurhafnar snarfækkaði í fyrra frá árinu áður. Aðeins komu þrjú olíuskip þangað á síðasta ári miðað við ellefu skip árið áður. „Við vitum að það er aðeins farið að ganga á birgðir þannig að olíuskipin eru farin að láta sjá sig aftur. Heildar skipakomur til Helguvíkurhafnar í fyrra voru 22 á móti 33 árið 2019. Við stefnum í að nálgast 30 skipakomur þangað í ár,
þannig að það er aukning í öðrum skipum en olíuskipum.“ Aukning hefur verið í innflutningi á sementi um Helguvíkurhöfn en nú eru að koma þangað stærri skip með sementsfarma en áður með allt að tvöfalt magn í hverri ferð miðað við árin á undan. „Við fundum lægð á síðasta ári í skipakomum til Helguvíkur en núna er þar rísandi sól í þeim málum,“ segir Halldór Karl.
Unnið í skipulagsmálum vegna skipaþjónustuklasa Nú er unnið að undirbúningi fyrir hafnarframkvæmdir í Njarðvík vegna skipaþjónustuklasa sem þar mun rísa í tengslum við Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Skipulagsmál eru í vinnslu núna og þær tillögur koma fram á næstu dögum. „Þegar þær tillögur eru komnar fram geta menn haldið áfram með þá vinnu sem talað hefur verið um“.
Engin stóriðja í Helguvík Fyrir liggur að engin stóriðja rís í Helguvík á næstu árum en hafnarstjórinn á samt von á uppbyggingu þar til framtíðar sem mun skapa tekjur í hafnarsjóð. Einnig að vöruflutningar um höfnina aukist að nýju sem skilar vörugjöldum til hafnarinnar. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
Ráðherrar skoðuðu spenntir krabba í Þekkingarsetrinu.
Ríkisstjórnin hlustaði á óskir Suðurnesjabæjar og fékk tónlist og bjór
Lagið tekið í Garðskagavita með Magnúsi bæjarstjóra.
Eftir fundi ríkisstjórnarinnar á Suðurnesjum í síðustu viku heimsóttu ráðherrar Suðurnesjabæ. Fulltrúar Suðurnesjabæjar fóru á fund með fulltrúum sveitarstjórna og ríkisstjórnarinnar þar sem farið var yfir málefni sem snúa sérstaklega að Suðurnesjabæ og má þar m.a. nefna að leggja þarf stóraukna áherslu á heilbrigðisþjónstu í Suðurnesjabæ sem í dag er engin, dagdvöl og þá sértæk dagdvalarrými og sjóvarnir. Í heimsókn í Suðurnesjabæ fór Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, sér-
staklega yfir málefni sveitarfélagsins, uppbyggingu og helstu staðhætti. Í Suðurnesjabæ var stoppað á tveimur
stöðum, í Þekkingarsetri Suðurnesja þar sem starfsmenn leiddu ráðherra í sannleikann um allt það merkilega starf sem þar er unnið er og að lokum var stoppað í Garðskagavita þar sem systkinin úr Klassart, Fríða Dís og Smári, fluttu vel valin og frumsamin lög. Þá stýrði Magnús bæjarstjóri, hópnum í fjöldasöng við lagið Traustur vinur og boðið var uppá bjórsmökkun frá Litla Brugghúsinu. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni í Suðurnesjabæ.
VERKSMIÐJUSTJÓRI
FRAUÐVERKSMIÐJU Á ÁSBRÚ Við leitum að öflugum starfsmanni til að taka við stöðu verksmiðjustjóra í frauðverksmiðju Borgarplasts á Ásbrú sem endurnýjuð var árið 2018. Framundan er frekari uppbygging og aukin sjálfvirknivæðing á verksmiðjunni. Verksmiðjustjóri heyrir undir framleiðslustjóra. Helstu verkefni
Kröfur um menntun og reynslu
• Skipulagning á framleiðslu í takt við sölu og áherslu framleiðslustjóra
• Menntun á sviði vélfræði eða sambærilegra greina
• Yfirumsjón með viðhaldi allra véla og tækja sem notuð eru í framleiðslunni
• Mikil reynsla af framleiðslu og viðhaldi vélabúnaðar sem nýtist í starfi
– Daglegt viðhald véla, mótaskipti og ýmislegt fleira – Innleiðing á fyrirbyggjandi viðhaldi fyrir verksmiðjuna – Samskipti við birgja og þjónustuaðila í tengslum við viðhald á verksmiðjunni • Verkstjórn starfsmanna sem vinna í verksmiðjunni, skipulag vakta og vinnutíma • Formaður öryggisnefndar og innleiðing á stefnu Borgarplasts í öryggismálum • Greining á mögulegri hagræðingu í verksmiðju og innleiðing slíkra verkefna í samvinnu við framleiðslustjóra
• Hæfni í mannlegum samskiptum • Þekking á Microsoft Dynamics NAV er kostur
Umsóknir með kynningarbréfi og ferilskrá skal senda í gegnum starfsauglýsingu Borgarplasts á vefsíðunni alfred.is. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst 2021.
• Fylgjast með stöðu hráefna og mat á innkaupaþörf í samstarfi við framleiðslustjóra • Viðhald á uppskriftum fyrir frauðvörur og uppfærsla þeirra í framleiðslukerfi félagsins • Reglubundnar birgðatalningar á hráefnum og samvinna við afgreiðslustjóra um aðrar birgðatalningar • Tryggja að allar skráningar í samræmi við gæðakerfi félagsins séu framkvæmdar • Þétt samstarf og stuðningur við afgreiðslustjóra • Stuðningur við sölu og vöruþróun á frauðvörum fyrir viðskiptavini félagsins • Yfirumsjón með fasteign félagsins að Grænásbraut 501
Borgarplast ehf., sem fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu, er iðnfyrirtæki sem starfrækir frauðverksmiðju á Ásbrú og rekur auk þess hverfisteypu í Mosfellsbæ sem framleiðir fiskiker, fráveitulausnir og ýmsar aðrar vörur. Stærstu viðskiptavinir félagsins eru sjávarútvegsfyrirtæki, fiskeldisfyrirtæki og verktakar.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Midnight Librarian ætlar sér stóra hluti Hljómsveitin Midnight Librarian er skipuð sjö strákum af Suðurnesjum og þeir eru meira en tilbúnir til að skella sér í tónleikahald á fullu. Frægð og frami bíður handan við hornið en sveitin gaf út sitt fyrsta lag fyrir skemmstu, Funky Fresh, og hefur það fengið góðar undirtektir. Nú er fyrsta breiðskífa Midnight Librarian að líta dagsins ljós en hún ber nafnið From Birth Till Breakfast og er aðgengileg á streymisveitum. Víkurfréttir litu inn á æfingu hjá strákunum og ræddu við Þorstein, söngvara sveitarinnar, og Arnar, annan tveggja gítarleikara Midnight Librarian. „Þetta byrjaði í einhverjum bílskúr fyrir þremur árum, þá vorum við bara þrír en erum orðnir sjö núna,“ segir Þorsteinn. „Það er voða lítið annað hægt að segja.“ „Þetta hefur þróast mikið á þremur árum,“ bætir Arnar við. „Ég kom inn í bandið fyrir einu og hálfu ári ...“ „Fengum einmitt trommarann (Val, bróður Arnars) og auka gítarleikara og pródúser,“ grípur Þorsteinn fram í. „Eftir það byrjuðum við bara að taka upp á fullu.“ Þeir strákar segja að allir meðlimir hljómsveitarinnar komi frá Suðurnesjum en bandið skipa þeir Þorsteinn Helgi Kristjánsson (sér um sönginn og er úr Garðinum), Haukur Arnórsson (leikur á hljómborð og er úr Grindavík), Atli Reynir Baldursson (gítarleikari úr Garði), Arnar Ingólfsson (leikur á gítar og Talkbox, úr Njarðvík), Atli Marcher Pálsson (bassi, Njarðvík), Jón Böðvarsson (saxófónleikari úr Njarðvík) og Valur Ingólfsson (trommur, Njarðvík). „Stoltir Njarðvíkingar í meirihluta,“ segir Arnar og glottir.
Hvað í fjandanum er þetta? Midnight Librarian gaf út lagið Funky Fresh fyrir rétt um viku síðan og settu þeir lagið í spilun á Spotify. Þeir gerðu einnig tónlistarmyndband við lagið sem er aðgengilegt á YouTube. – Hvernig hafa viðtökurnar verið við laginu? Bara geggjaðar,“ segir Arnar heldur áfram: „Við erum búnir að plana
SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Þetta er einhvers konar R&B, ballöður með fönki og einhverju diskó ... rokk líka – þetta er einhvern veginn út um allt ... þetta svo lengi líka, að gefa út þessa plötu. Við erum örugglega búnir að vera í ár núna að taka hana upp og vorum alveg fastir á því að gefa hana ekki bara út. Ef við gerum ekkert í kringum útgáfuna þá gerist ekkert.“ „Týnist bara í öllum þessum milljón lögum sem eru gefin út á hverjum degi,“ skýtur Þorsteinn inn í. „Já, við vorum búnir að plana útgáfudaginn, svo kemur platan út viku eftir það og við erum að undirbúa útgáfutónleika í lok mánaðar. Við ætlum að fylgja þessu eftir og láta fólk taka eftir okkur – láta það spyrja hvað í fjandanum er þetta?“ – Þetta er ekki hefðbundin popptónlist sem þið eruð að flytja, hvernig skilgreinið þið ykkur? „Það er málið sko, það er eiginlega ekki hægt,“ svarar Þorsteinn. „Platan er eiginlega bara við að prófa okkur
áfram. Svo auðvitað sjáum við hvað fólk tekur best í.“ „Þetta er einhverskonar R&B, ballöður með fönki og einhverju diskó ... rokk líka – þetta er einhvern veginn út um allt.“
Byrja á streymisveitum Platan From Birth Till Breakfast inniheldur ellefu lög og verður gefin út á helstu streymisveitum, allavega til að byrja með. „Við höfum ekki farið út í það að gefa þetta út á diskum eða vínil,“ segja strákarnir. „Platan verður á þessum helstu streymisveitum; Spotify, YouTube og fleirum, en ef fólk er að fíla þetta og væri til í að eiga plötuna á vínil þá værum við alveg til í að gera það. Gefum þessu smá tíma og sjáum hvernig fólk grípur í þetta.“
Strákarnir hafa séð um allt útgáfuferlið sjálfir fyrir utan masteringu en um hana sá Sigurdór Guðmundsson sem er með Skonrokk Studios í Danmörku. „Við horfðum svolítið í kringum okkur en var alltaf bent á þennan dúdda – og við erum „heavy“ sáttir við útkomuna.“ – Þannig að hann kom inn á lokametrunum, þið sáuð um allt annað. „Já, hann var svona „go to“ gaurinn og það var bara geggjað að vinna með honum,“ segir Arnar. „Þetta er annars bara allt tekið upp í tölvunni, þetta er orðið svo þægilegt í dag.“
„Það sem ég er að syngja er bara tekið upp heima hjá honum,“ segir Þorsteinn. „Við erum ekkert að flækja þetta. Ég myndi samt segja að þetta „soundi“ eins og það hafi verið tekið upp einhvers staðar annars staðar. Mér finnst það allavega og ég er búinn að fá að heyra það frá öðrum.“
Sjö plús Midnight Librarian er sjö manna hljómsveit en þeir strákar eru alls ófeimnir við að fá aukahljóðfæraleikara inn í bandið finnist þeim eitthvað vanta. „Ef okkur vantar eitthvað í bandið þá fáum við fleiri í lið með okkur. Núna er til dæmis básúnuleikari á æfingu með okkur, kona saxófónleikarans, svo við leitum bara í kringum okkur – til vina og svoleiðis. Það er skemmtilegt að hafa þetta stórt.“ Flestir í hljómsveitinni hafa lagt stund nám í tónlist, mismikið þó, en það er þéttur hljómur í tónlist Midnight Librarian og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni. Hljómsveitin er með vefsíðuna midnightlibrarian.is og svo er líka hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlunum Facebook,
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
Gera allt til að viðhalda góðu félagslífi Nýr formaður NFS segir óhentugt fyrir framhaldsskólanema að sitja við tölvuna heima svo mánuðum skiptir Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is
R
únar Júlíusson er nýr formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Það má segja að Rúnar taki við kefli félagslífsins á krefjandi tímum en vegna heimsfaraldursins verður upplifun framhaldsskólanemendanna af félagslífsinu eflaust ólík upplifun flestra fyrrum FS-inga. Samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum er bæði nemendum og starfsfólki skylt að bera grímu þar sem ekki er hægt að virða eins metra nándarreglu
en þó er heimilt að víkja frá grímuskyldunni eftir að nemendur eru sestir niður inni í skólastofu. Um viðburði á vegum skóla eða nemendafélaga gildir 200 manna fjöldatakmörkun en undanfarin ár hafa um þúsund nemendur stundað nám við FS. Nýnemadagur FS var haldinn í byrjun vikunnar þar sem nýnemum var tvískipt í hópa vegna samkomutakmarkana en skólastarfið mun svo hefjast í lok vikunnar.
Hvernig er að taka við sem formaður nemendafélags í miðjum heimsfaraldri? „Það er áskorun að sjálfsögðu. Auðvitað hefði maður óskað þess að
fá Covid-laust skólaár og vonandi verður það raunin en ef ekki þá tæklum við það og markmiðið er alltaf að hafa skólaárið eins skemmtilegt og mögulegt er á hér hjá NFS.“ Er covid að hafa mikil áhrif á NFS og nemendur almennt? „Ástandið hefur augljóslega haft áhrif á NFS og án efa á alla nemendur skólans. Skólinn hefur verið með óvenjulegu sniði og hefur kennsla verið ólík þeirri sem við erum vön. Það er mjög óhentugt fyrir framhaldsskólanema
að sitja fyrir framan tölvuna heima hjá sér mánuðum saman og missa af mikilvægu félagslífi. Engin böll og ekki margt hægt að gera með allar þessar takmarkanir. Við erum búin að finna fyrir því hversu erfitt það er fyrir alla framhaldsskólanema að missa úr svona miklu á þessum skemmtilegu árum.“ Hvað er planið hjá félaginu þetta skólaárið? „Planið er að gera gott enn betra. Við í félaginu viljum öll leggja okkar að mörkum til að gera eins skemmti-
legt skólaár og hægt er. Vonandi fáum við að halda böll og viðburði án takmarkana en ef svo verður ekki viljum við hjá NFS gera skólaárið skemmtilegt fyrir alla nemendur sama hvernig fer varðandi heimsfaraldurinn. Við munum gera allt til þess að viðhalda góðu félagslífi á erfiðum tímum.“ Ef ekki væri fyrir Covid, hverju hefðirðu vilja breyta innan nemendafélagsins? „Nemendafélagið er búið að standa sig mjög vel síðastliðin skólaár og við vildum halda því áfram. Að því sögu er þó alltaf hægt að gera gott betra. Okkur langar að halda fleiri viðburði fyrir nemendur í FS og hafa þá fjölbreytta og eins skemmtilega og hægt er.“
SPENNANDI FRAMTÍÐARSTÖRF Á SUÐURNESJUM Við ætlum að stækka hópinn okkar í vinnslu félagsins í Sandgerði. Við leitum að fólki sem vill takast á við framtíðar vöxt og ná betri árangri. Samherji Fiskeldi hefur á að skipa hópi starfsmanna og stjórnenda með mikla reynslu og fjölbreytta menntun. Það er mikið framundan og við viljum bæta við góðu fólki. Við hvetjum jafnt konur og karla til að sækja um.
REKSTRARSTJÓRI Samherji fiskeldi auglýsir eftir kraftmiklum einstakling í starf rekstrarstjóra. Rekstrarstjóri ber ábyrgð á rekstri vinnslunnar, áætlanagerð, skráningum og starfsmannahaldi. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði sjávarútvegs, framleiðsu, rekstrar eða sambærilegu er skilyrði Metnaður fyrir framleiðslu hágæða matvæla Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar Geta til að starfa sjálfstætt og leiða hóp með framtíðarsýn Þekking á verkferlum og rekstri fiskvinnslu er kostur Góð tölvu- og enskukunnátta er skilyrði
VIÐHALDSSTJÓRI HÁTÆKNI VINNUÞJARKA, FISKVINNSLUVÉLA OG KÆLIKERFIS Samherji fiskeldi auglýsir eftir kraftmiklum einstaklingi í starf viðhaldsstjóra. Viðhaldsstjóri ber ábyrgð á eftirliti, þróun, umhirðu og viðhaldi véla og tækja í nýrri og fullkominni fiskvinnslu þar sem vara af bestu gæðum er framleidd í fullkomnustu tækjum sem völ er á. Menntunar- og hæfniskröfur: Menntun á sviði vélfræði, rafvirkjunar, rafeindavirkjunar eða sambærilegu er skilyrði Metnaður fyrir framleiðslu hágæða matvæla Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar Geta til að starfa sjálfstætt og og frumkvæði til að vinna að fyrirbyggjandi viðhaldi SamherjiÞekking er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki á iðnstýringum Evrópu, með fjölbreytta starfsemi víðsvegar um Jákvæðni vilji hæfu til að heim. Samherji hefur áog að skipa og takast á við nýjungar í tækni framtakssömu og stjórnendum, Góð starfsfólki tölvu- og enskukunnátta er skilyrði öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum og fullkomnum fiskvinnslum í landi.
GÆÐASTJÓRI Samherji fiskeldi auglýsir eftir kraftmiklum einstaklingi í starf gæðastjóra. Gæðastjóri ber ábyrgð á stjórnun og umsjón gæðakerfis vinnslunnar og leiðbeinir og kennir starfsfólki í samræmi við reglur gæðakerfisins. Gæðastjóri ber ábyrgð á vottunum gagnvart erlendum og íslenskum vottunar og eftirlitsaðilum. Menntunar- og hæfniskröfur: Menntun á sviði sjávarútvegsfræði, gæðastjórnunar eða sambærilegu. Reynsla af rekstri gæðakerfa, sjómennsku, fiskvinnslu, fiskeldi eða öðru sambærilegu er kostur Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð Metnaður fyrir framleiðslu hágæða matvæla Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum Góð tölvu- og enskukunnátta er skilyrði Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2021 og sækja skal um á www.mognum.is og skila ítarlegri starfsferilskrá og kynningarbréfi. Nánari upplýsingar um starfið veita Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri í síma 560 9000 og Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum, sigga@mognum.is.
Samherji er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu, með fjölbreytta starfsemi víðsvegar um heim. Samherji hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum og fullkomnum fiskvinnslum í landi. Samherji fiskeldi er dótturfyrirtæki Samherja og er fiskeldisfyrirtæki sem rekur fimm eldisstöðvar, tvær á Suðurnesjum, eina í Ölfusi og tvær í Öxarfirði. Samherji fiskeldi er sérhæft í landeldi á laxi og bleikju og rekur eina fullkomnustu fiskvinnslu landsins, sem er sérhæfð til vinnslu á bleikju. Félagið er stærsti bleikjuframleiðandi í heimi og selur afurðir sínar ferskar og frosnar til kröfuhörðustu stórmarkaða og veitingahúsa víða um heim. Samherji fiskeldi mun á næstu árum fjárfesta á fimmta tug milljarða í öflugt landeldi á laxi á Reykjanesi og mun það verða meðal stærstu landeldisstöðva á laxi í heiminum. Nánari upplýsingar á www.samherji.is
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Siggi söngvari kennir sjálfbærni og sköpun á Hallormsstað Í Hallormsstaðaskóla er verið að kenna nýtt nám í Sjálfbærni og sköpun. Námið er einstakt hér á landi og líklega þó víðar væri leitað og blandar saman fræðilegri- og verklegri nálgun á sjálfbærni með áherslu á sköpunargleði og nýsköpun. Fagstjóri námsins er Keflvíkingurinn Sigurður Eyberg Jóhannesson en hann var að ljúka doktorsnámi í umhverfisfræði. Siggi hefur komið víða við og söng með þekktum hljómsveitum bítlabæjarins, er lærður leikari frá London en hefur síðustu árin haft hugann við umhverfismál og er orðinn doktor í fræðunum. „Námið í Hallormsstaðaskóla er okkuð einstakt á íslenska vísu og leitast við að nálgast sjálfbærni með raunverulegum hætti. Nemendur geta valið sér leiðir í gegnum námið eftir áhugasviði og hvar þeir vilja helst beita sér, umhverfislega, samfélagslega eða efnahagslega. Þetta eru auðvitað þessir skilgreindu grunnþættir sjálfbærnihugtaksins og því eru nemendur í raun alltaf að vinna á öllum sviðum að einhverju leyti. Þetta er gríðarlega skemmtilegt verkefni og gaman að sjá nemendur vera að stofna fyrirtæki og alskonar eftir árið, jafnvel nemendur sem hefðu aldrei trúað að þeir ættu eftir að gera slíkt. Það er gefandi og gaman að fylgjast með svoleiðis, svo maður tali nú ekki um hvað það er samfélagslega jákvætt,“ segir Sigurður sem samkvæmt þessu er kominn í draumavinnuna þar sem sjálfbærni er stóri þátturinn.
Smellpassaði í starfið Sigurður sá auglýst eftir fagstjóra fyrir nýtt nám í Hallormsstaðaskóla, - sjálfbærni- og sköpun og smellpassaði auðvitað í starfið. Hann segir mikla frumkvöðlahugsun í gangi á Austurlandi þar sem fólk gerir matvöru og nytjahluti úr nærumhverfinu á sjálfbæran hátt. Byrjað var að kenna námið haustið 2019 en vegna Covid varð veturinn endasleppur svo segja má að aðeins
sé búið að ljúka einum heilum vetri, þ.e. síðasta vetri. „Helmingur námsins er verklegur á móti helmingi fræðilegrar nálgunar. Í verklega hlutanum læra nemendur ýmiskonar handverk og tækni til að nýta auðlindir náttúrunnar. Að sjálfsögðu er sjálfbærni leiðarljósið og því áherslan á að nýta náttúruna með sjálfbærum hætti. Námið er lotuskipt og hefur hver lota sitt þema þar sem kafað er ofaní ákveðna þætti mannlegs lífs – þá þætti sem mestu máli skipta fyrir sjálfbærni,“ segir hljómsveitarsöngvarinn að sunnan. Námið að hausti hefst með lotu sem kallast Uppskera og náttúrulegt heilbrigði. Nemendur tína og safna auðlindum náttúrunnar og veiða fisk og hráefnin síðan notuð í lotum vetrarins í náminu. Næsta lota er um mat. Í verklega hlutanum læra nemendur ýmsar aðferðir til að verka og varðveita matvæli svo sem kjöt, mjólk, korn, grænmeti og ávexti. Ein lota er um nytjahluti sem gagnast okkur í daglegu lífi. Nemendur læra að búa til ýmsa gagnlega hluti úr afurðum náttúrunnar auk þess að rannsaka umhverfisáhrif þeirra hluta sem við notum hvað mest og teljum okkur þurfa. Eftir áramótin læra nemendur textíl, læra að vefa, vinna leður og feld og ótrúlegt en satt þá er fjármálalota sem tekur á peningum og rekstri. Þá er listsköpun tekin fyrir og orka sem Sigurður segir í námslýsingu að sé eitt mikilvægasta atriðið í allri sjálfbærniumræðu og þar er sérstaklega horft til sjálfbærra leiða til virkjunar. Áhersla er lögð á smærri einingar – einingar sem nemendur gætu átt eftir að velja sér sjálfir til heimilisrekstrar eða álíka.
Nemendur læra hvernig menn bera sig að til að virkja vind, vatn og jarðvarma. Skoðuð verða umhverfisáhrif þessara orkukosta sem og annarra svo sem olíu. Nemendur fá einnig kennslu í ýmsu sem tengist húsnæði, m.a. handbragði við torf- og grjóthleðslu. Siggi segir að enn sé hægt að sækja um í námið en nemendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi.
Virkja sköpunarkraftinn Í náminu er nemendur hvattir til að einbeita sér að lausnum frekar en vandamálum og nýta sér áhugasvið sín til að virkja sköpunarkrafta sína. Það er óhægt að segja að keflvíski rokksöngvarinn hafi virkjað á mörgum stöðum í gegnum tíðina og hann er ánægður á þessum merkilega Hallormsstað. Honum fannst hann vera komin til útlanda þegar hann lenti á flugvellinum á Egilsstöðum í fyrra. Veðurblíðan var slík. Líklega minni vind(orka) en í sönní KEF. Það er mjög auðvelt að sjá að dagurinn er oft langur hjá okkar manni en er ekki samt alltaf stutt í músíkina Siggi? „Ef það er eitthvað eftir af deginum þá reynir maður að gera einhverja tónlist en miðað við afköstin með plötu á tíu ára fresti, þá sést að það er sjaldnast mikið eftir af deginum.“
Þau eru fjölbreytt og margvísleg verkefnin sem nemendur spreyta sig á í mögnuðu umhverfi Hallormsstaðaskóla.
„Helmingur námsins er verklegur á móti helmingi fræðilegrar nálgunar. Í verklega hlutanum læra nemendur ýmiskonar handverk og tækni til að nýta auðlindir náttúrunnar. Að sjálfsögðu er sjálfbærni leiðarljósið og því áherslan á að nýta náttúruna með sjálfbærum hætti.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
Bítlabæjardrengir reyndu við frægðina Sigurður Eyberg er líklega meira þekktur sem söngvari hljómsveita úr bítlabænum. Margir muna eftir Deep Jimi and the Zep Creams og Pandóru. Siggi kom fram með félögum sínum í Pandóru í Geimsteini á Ljósanótt fyrir nokkrum árum og með Deep Jimi í heimabænum og í Reykjavík árið 2019. Siggi og félagar hans í Deep Jimi reyndu við frægðina fyrir þrjátíu árum síðan en þá var hann nýbúinn að ljúka stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Náðu meira að segja plötusamningi við dótturfélag Warner Brothers sem gaf út fyrstu breiðskífu sveitarinnar og síðan fimm laga plötu með tónleikaupp-
tökum en Keflvíkingarnir fíluðu ekki að hefja ferilinn ytra sem upphitunarhljómsveit og fannst hlutirnir ekki gerast nógu hratt. Fóru því heim aftur. Sigurður bjó í nokkur ár í London og lauk þar B.A. námi í leiklistarskólanum E-15 Acting School árið 1997. Hann lék á sviði í London í nokkur árum og stofnaði m.a. leikhópinn Brian sem „starfaði á jaðri leikhúslífs Lundúna,“ eins og segir í ferilslýsingu Sigurðuar á vefsíðu Hallormsstaðaskóla. Sigurður hefur undanfarin ár starfað að málum og rannsóknum tengdum umhverfisfræðum hjá stofnunum eins og Umhverfis-
stofnun og Háskóla Íslands og þá var hann stjórnandi nýsköpunarverkefnisins Garðashólmur ses. Hann hefur ásamt bróður sínum Magnúsi einnig unnið að byggingu vindorkugarðs í Dalabyggð en þeir reka saman fyrirtækið Storm Orka ehf. Verkefnið er stutt af fyrirtækinu Siemens Games Renewable Energy en það er einn stærsti vindmylluframlandi heims. Þá vakti Sigurður athygli ekki fyrir löngu síðan þegar hann framleiddi heimildarmyndina „Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt“ en hún var sýnd á RÚV. Páll Ketilsson pket@vf.is
Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga, sem fram eiga að fara 25. september 2021, er hafin á skrifstofum sýslumannsins á Suðurnesjum og verður með eftirfarandi hætti: Í Reykjanesbæ, að Vatnsnesvegi 33: • virka daga frá 13. ágúst til 31. ágúst frá kl. 08:30 til 15:00 • virka daga frá 1. september til 24. september frá kl. 08:30 til 19:00 • alla laugardaga í september frá kl. 10:00 til 14:00.
Í Grindavík, að Víkurbraut 25: • virka daga frá 13. ágúst til 17. september frá kl. 08:30 til 13:00 • dagana 20. september til 24. september frá kl. 08:30 til 18:00.
Þegar nær dregur kosningum verða opnaðir fleiri kjörstaðir fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu, í samráði við sveitarstjórnir.
Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við kosninguna. Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram dagana 20. til 24. september nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnun. Þeir kjósendur sem uppfylla skilyrði til að greiða atkvæði í heimahúsi og óska eftir að nýta sér þann rétt skulu sækja um það skriflega til sýslumanns, eigi síðar en kl. 16:00 þriðjudaginn 21. september nk.
13. ágúst 2021 Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður.
Hljómsveitin Pandóra fyrir 31 ári síðan á mynd í sönní KEF. Siggi með Júlíusi Guðmundssyni í Geimsteini fyrir Ljósanæturtónleika 2017.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Byggðasafn Reykjanesbæjar – Safnstjóri Fræðslusvið – Sálfræðingur Garðasel - Matráður Holtaskóli - Skólasafnvörður Háaleitisskóli - Arabískumælandi starfsmaður Háaleitisskóli - Forfallakennari Leikskólinn Holt - Stuðningsaðili Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki.
Viðburðir í Reykjanesbæ Sýningar í Duus Safnahúsi
Í Listasal og Bátasal er sýningin Tegundagreining eftir Steingrím Eyfjörð þar sem eldri verk eru sett í nýtt samhengi ásamt nýjum verkum. Í Stofunni er sýning á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar þar sem Kaupfélag Suðurnesja eru gerð góð skil á 75 ára afmælisárinu.
Af hverju að sauma fyrir umhverfið?
Bókasafnið tekur þátt í átakinu Plastlaus september sem miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um ofnotkun plasts og skaðsemi plasts fyrir umhverfið. Margnota taupokar geta auðveldlega komið í stað plastpoka.
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is
sport
Miðvikudagur 18. ágúst 2021 // 30. tbl. // 42. árg.
Fjóla Margrét er 14 ára kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja. Hún varð Íslandsmeistari í holukeppni um síðustu helgi og klúbbmeistari fyrr í sumar.
Æfir með strákunum í Leirunni „Ég fór ung að árum með bróður mínum út á golfvöll og byrjaði svo að spila meira þegar ég var sex ára. Féll svo algerlega fyrir íþróttinni þegar ég varð aðeins eldri,“ segir Fjóla Margrét Viðarsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja en hún hefur unnið tvo stóra titla í golfinu í sumar. Um síðustu helgi varð hún Íslandsmeistari í holukeppni 14 ára og yngri í stúlknaflokki en leikið var á Grafarholtsvelli í Reykjavík, elsta 18 holu golfvelli landsins. Hún varð klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja fyrr í sumar og ætlar að reyna við þriðja stóra titilinn á Íslandsmótinu í höggleik um næstu helgi. Páll Ketilsson pket@vf.is
Fjóla þykir afar efnileg og er komin í meistaraflokk og niður í 4,5 í forgjöf. Bróðir hennar, Birkir, er góður kylfingur og byrjaði líka ungur að árum og hann hvatti litlu systurina áfram. Og móðirin, Lilja Kristrún Steinarsdóttir, var systkinunum mikill stuðningur og er enn með Fjólu sem sækir fjölda golfmóta víða um land. Birkir er í háskólanámi og hvílir nú aðeins golfkylfurnar. „Það er skemmtilegt og þægilegt við golfið að geta stundað það þegar það hentar manni. Maður er ekki háður því að mæta á skipulagðar æfingar eins og í mörgum hóp íþróttum. Ég var aðeins í sundi en snéri mér alveg að golfinu. Það er gott að geta ráðið sér sjálfur og vera með vinunum úti á golfvelli. Mér finnst gaman að keppa og auðvitað er skemmtilegast þegar manni gengur vel. Það gerist ekki alltaf og maður verður að taka því. Ég reyni að vera jákvæð á golfvellinum, sérstaklega þegar mér gengur ekki nógu vel. Það skiptir miklu máli. Ég verð stundum stressuð, t.d. í úrslitaleikjum eða stórum mótum en er það
Fjóla skoðar púttlínuna í Leirunni. Við ræðum líka við hana í Suðurnesjamagasíni. Sjáið flotta sveiflu stelpunnar þar!
ekki eðlilegt,“ segir þessi unga golfkona sem hefur heillað marga með framkomu sinni. „Maður sér ekki á henni hvort henni gangi vel eða illa á golfvellinum,“ segir móðirin stolt sem græðir tugi kílómetra í göngu í hverri viku með stelpunni.
Strákarnir skemmtilegir Fjóla stundar golfið stíft og spilar helst 18 holur daglega auk þess að æfa. Hún er á Hólmsvelli í Leiru flesta daga frá vori og fram á haust. „Ég spila mikið með Loga (Sigurðssyni, klúbbmeistara GS) og ég er eina stelpan sem er að æfa og keppa í golfi. Ég er með golfleiðsögn á morgnana og er að kenna yngri stelpum og vonandi koma fleiri. Íþróttin er alveg jafn mikið fyrir stelpur eins og stráka. Ég æfi með bestu strákunum í klúbbnum og sumir eru orðnir meira en fertugir en þeir eru allir mjög skemmtilegir, sérstaklega þó Guðmundur Rúnar Hallgrímsson. Hann er mjög góður í golfi og líka svo góður við alla og hann er bara besti vinur minn.“ Og hann var mættur í holukeppnismótið til að fylgjast með þér í úrslitaleiknum? „Hann kom og var kylfusveinn hjá mér í úrslitaleiknum í Íslandsmótinu í holukeppni í Grafarholti. Mamma var á pokanum hjá mér fyrstu sex holurnar og svo tók Guðmundur Rúnar við. Hann var að fylgjast með mér og var svo til í að vera kylfusveinn hjá mér. Það var frábært að hafa hann og við mamma buðum honum að borða eftir sigurinn.“ Mamma þín hefur verið með þér alltaf þegar þú ert að keppa?
Já, það er frábært og ómetanlegt að fá svona stuðning frá foreldrum og hún er alltaf með mér í þessu öllu og líka úti á golfvelli. Er kylfuberinn minn í öllum mótum.“ Fyrirmyndir Fjólu Margrétar eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir og svo Guðmundur Ágúst Kristjánsson, en þau þrjú hafa verið meðal bestu kylfinga landsins undanfarin ár. Sigurpáll Geir Sveinsson er þjálfari Fjólu Margrétar og hún segir hann frábæran golfkennara.
Stefnir á golf og skóla í Bandaríkjunum Hvert stefnir þú í golfinu? „Ég vil fara í skóla í Bandaríkjunum þegar að því kemur en mig langar líka að komast á golfmót erlendis. Stærsta mót ársins er um helgina, Íslandsmótið í höggleik unglinga og Fjóla Margrét verður þar meðal keppenda og stefnir á að gera góða hluti þar. Mótið sem hún vann var næst stærsta mót ársins, Íslandsmótið í holukeppni en henni finnst það fyrirkomulag skemmtilegra en höggleikurinn. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig henni gengur í höggleiksmótinu. Þegar hún var spurð um hverjir væru uppáhalds golfvellir hennar var hún fljót til svars. „Jaðarsvöllur á Akureyri og Urriðavöllur eru skemmtilegastir. Leiran er líka meðal uppáhaldsvalla. Sextánda brautin í Leiru er í uppáhaldi en ég á þó eftir að fara holu í höggi, þar eða einhvers staðar annars staðar,“ segir ein efnilegasta golfkona landsins.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
MÁR MÆTTUR TIL TOKYO Sundmaðurinn Már Gunnarsson er fyrstur til að keppa fyrir ÍRB, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, á Paralympics, Ólympíumóti fatlaðra, sem fram fer í Tokyo í Japan síðar í mánuðinum. Már keppir í fjórum greinum á mótinu. 50 metra skriðsundi, 100 metra baksundi, 100 metra flugsundi og 200 metra fjórsundi, í S-11 sem er flokkur alblindra. „Þetta er lengsta og erfiðasta ferðalag sem ég hef nokkurn tímann tekist á hendur. Það var flug til London og þar var sjö tíma stopp áður en lagt var upp í tólf tíma flug til Tokyo í Japan. Japan Airlines er frábært og örugglega besta flugfélag sem ég hef flogið með, alla vega besta flug sem ég hef farið. Það var frábær þjónusta um borð og allir mjög kurteisir. Prinsinn ég fékk heila sætaröð útaf fyrir mig og það var ekki leiðinlegt. Þegar við komum til Tokyo voru við um fjóra tíma að fara í gegnum flugvöllinn þar. Það þurfti að sýna marga pappíra og heilmikið vesen því landið er meira og minna lokað,“ sagði Már í viðtali við Víkurfréttir á mánudagskvöld að íslenskum tíma eða snemma á þriðjudagsmorgni í Japan. Hann hafði þá nýlokið við morgunverð og var á leiðinni í nudd á hótelinu sem íslenski Paralympics-hópurinn gistir á áður en farið verður í sjálft keppnisþorpið. Aðspurður hvernig gangi að snúa sólarhringnum við, verandi um hálfan sólarhring á undan íslensku klukkunni, sagði Már að það ætti eftir að koma í ljós um leið og hann geyspaði. „Ég verð að halda mér vakandi í dag og reyna svo að sofna í kvöld á skikkanlegum tíma.“
Hópurinn er vel vaktaður á hótelinu. Lögrelgumenn standa vakt allan sólarhringinn og óþarfar ferðir útaf hótelinu eru ekki vel séðar. Það er m.a. gert til þess að verja hópinn fyrir kórónuveirunni. „Við getum sagt að hópurinn sé í aðlögun hér á hótelinu en um komandi helgi fer hópurinn svo inn til Tokyo í sjálft keppnisþorpið og þá má segja að alvaran fari að byrja. Í dag eru ein til tvær æfingar á dag og ég reyni að synda ekki alltof lengi, heldur frekar að halda mér bara í formi þangað til kemur að keppninni.“ - Ertu spenntur fyrir mótinu og kannski með fiðrildi í maganum? „Já. Maður er ennþá að jafna sig eftir ferðalagið. Áður en ég fór út var ég eiginlega bara í einangrun útaf Covid og helsta áhyggjuefnið var að smitast en þá hefði þessi draumur verið úti. Maður hefur ekkert náð að slaka á og njóta þess að maður sé að fara á mótið. Ég hef verið stressaður yfir því að eitthvað komi uppá á lokametrunum og það getur ennþá gerst ef einhver smitast í hópnum eða að ég fái Covid sjálfur. Þá er maður farinn í sóttkví og einangrun og þá er engin keppni. Ég er því í dag í öðruvísi aðstæðum en maður er vanur. Þetta
Már Gunnarsson mættur í laugina á æfingasvæði íslenska hópsins. VF-mynd: Gunnar Már Másson
er kannski ekki eins mikil skemmtiferð hingað núna eins og þetta væri ef ekki væri veirufaraldur en við reynum að gera eins gott úr þessu eins og hægt er. Ég er búinn að
sækja góða tónlist og góðar bækur til að hlusta á. Það verður svo gaman að koma í Ólympíuþorpið og sjá aðstæður þar og sundlaugina.“
Paralympics verður sett 25. september og Már á fyrstu keppnisgrein 27. september en hann keppir samtals í fjórum greinum eins og sagt er frá í inngangi fréttarinnar.
Þingmaður byggir kirkju
Einnig í Suðurnesjamagasíni:
Fjóla Margrét kylfingur og Hlynur „bronsari“
Við skoðum glæsilega KNARRARNESKIRKJU í Suðurnesjamagasíni
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Mundi
ÆFINGAR BYRJAÐAR Á SÍGRÆNUM KNATTSPYRNUVELLI
Ég legg til að gervigrasvöllurinn fái nafnið „Hafsteinsvöllur“ til heiðurs Hafsteini Guðmundssyni!
Á annan tug slasaðra við gosið í ágústmánuði
Fyrsti gervigrasvöllurinn utandyra í fullri stærð er að verða tilbúinn í Reykjanesbæ. Æfingar eru hafnar á vellinum sjálfum en unnið er að lokafrágangi á umhverfi vallarins. Flóðlýsing er við völlinn þannig að hægt verður að æfa á honum öllum stundum, óháð dagsbirtu. Til stendur að opna völlinn formlega um næstu mánaðamót. Myndin var tekin með dróna fyrir nokkrum dögum.
Það er okkur öllum ljóst þessa dagana að það styttist í alþingiskosningar. Hver greinin á fætur annarri birtist nú á miðlunum og að venju er öllu fögru lofað. Loforðin hljóma alltaf vel því við erum svo andskoti fljót að gleyma. Sumir taka þó upp á nýjungum í baráttunni og fara óhefðbundnar leiðir eins og t.d. að éta hrátt hakk í beinni útsendingu en heilt yfir er þetta sama tuggan og venjulega. Það ætla allir að gera vel við alla, öryrkjar og aldraðir eiga von á veglegri hækkun og þá verður það leikur einn að reka heimili fyrir barnafjölskyldur landsins. Þó er þess aldrei getið hvar peningarnir eiga að koma fyrir þessu öllu saman en vinsælast
er reyndar að nefna nýsköpun því það hljómar svo ótrúlega vel. Enginn stjórnmálamaður vogar sér þó að boða löngu tímabundið aðhald í opinbera geiranum enda lang stærsti hluti kjósenda þar sem alls ekki má styggja. Niðurskurður og tiltekt í opinbera kerfinu ætti í raun að vera eitt af stóru málunum í haust því á síðustu mánuðum hafa miklir fjármunir tapast og skattahækkun á miðstéttina mun ekki ein og sér duga til. Það kæmi manni samt ekki á óvart að við myndum bæta við eins og einum til tveimur sendiráðum á næstunni enda algjörlega nauðsynlegt á þessum tímum! Báknið þenst nefnilega bara og þenst út, ef það verður ekki skorið hressilega niður
núna þá gerist það aldrei. Auðvitað eru staðir innan opinbera kerfisins þar sem mætti bæta í fjármagni en það væri gaman að sjá öflugan rekstrarmann taka til hendinni svona heilt yfir í kerfi sem þyrfti miklu meira aðhald. Hef hugmynd að atkvæðasöfnun fyrir flokkana en sá flokkur sem myndi setja það á stefnu sína (lofa) að sækja Björn Zoëga til Svíþjóðar og láta hann taka við Landspítalanum á nýjan leik myndi skora feitt. Björn hefur ekki einungis snúið rekstrinum við hjá Karólínska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi heldur þá hefur hann gert það að einu besta sjúkrahúsi í heimi. Á tímum Covid fimmfaldaði hann gjörgæsludeildina þar
LOKAORÐ
Björn heim
ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON á meðan hérna heima hafa stjórnendur og pólitíkin algjörlega sofið á verðinum. Kerfið okkar er að hrynja við nokkrar innlagnir, starfsfólkið að bugast og allt í steik. Þetta verður að laga. Fyrir einhverjum árum var það börnin heim, núna er það Björn heim.
Þegar þrettán dagar voru liðnir af ágústmánuði hafði björgunarsveitin Þorbjörn sinnt ellefu slösuðum einstaklingum á gossvæðinu á Fagradalsfjalli. „Aðstæður á fjallinu versna með hverjum degi þrátt fyrir góða veðurtíð en með aukinni umferð fólks á svæðinu sparkast möl og sandur ofan af móberginu svæðinu með þeim afleiðingum að það verður mjög hált í öllum brekkum. Undanfarna daga höfum við hvatt alla sem koma að aðgengis- og öryggismálum á svæðinu til þess að hefja lagfæringar á gönguleiðunum sem allra allra fyrst,“ segir í færslu frá björgunarsveitinni á Facebook. Í samtali við Víkurfréttir sagði björgunarsveitarmaður að í flestum tilvikum væri um áverka á ökkla að ræða hjá fólki sem væri hvorki í líkamlegu formi né í skóm til að stunda fjallgöngur.
Skráning í mataráskrift hefst 23. ágúst Skráning fer fram á www.skolamatur.is Netfang: skolamatur@skolamatur.is I Sími 420-2500
@skolamatur
skolamatur_ehf