Gleðilega Ljósanótt!
Fjölbreytt dagskrá í boði
„Dagskráin er mjög vegleg. Það er allt með hefðbundnu sniði og allir fastir liðir á sínum stað.
Þá eru allskonar aðilar sem koma að þessu og og skreyta þessa hátíð,“ segir Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi í Reykjanesbæ. Tuttugasta og önnur Ljósanótt hefst formlega á fimmtudag og stendur í fjóra daga, til sunnudags. Dagskrá hátíðarinnar er í miðopnu blaðsins. Í rafrænum Víkurfréttum er auðvelt að skoða hana þegar gestir eru komnir á ferðina.
Ljósanæturblað VF er 64 blaðsíður, annað tveggja stærstu blaða ársins. Í því er að finna fjölbreytt efni sem lesendur geta notið. Á meðfylgjandi mynd má sjá myndlistarmanninn Seweryn Chwata frá Póllandi en hann var að ljúka við stórt og glæsilegt skilti sem fer framan á Svarta pakkhúsið en þar eru margar listsýningar. Hann sýnir þar myndir sínar ásamt fleirum en Chwata hefur búið í Reykjanesbæ í fjögur ár og er að sýna í annað sinn á Ljósanótt. VF-mynd/pket.
64 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar SJÁUMST Á LJÓSANÓTT
Ljósanótt
MEÐAL EFNIS Í BLAÐINU Guðrún ljósmóðir í 47 ár
á
2023
Andrea er transkona Marína syngur á Ljósanótt Horn í horn á fjórhjólum Þingmaður hleður batteríin Stúss í heimafiskeldi Veðurblíðan framlenging á sumarfríinu Stingur af frá Ljósanótt Elinrós gefur 50 málverk VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA UNNUR@ALLT.IS 560-5506 ELÍN ELIN@ALLT.IS 560-5521 HAUKUR HAUKUR@ALLT.IS 560-5525 SIGURJÓN SIGURJON@ALLT.IS 560-5524 HELGA HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA DISA@ALLT.IS 560-5510 ELÍNBORG ÓSK ELINBORG@ALLT.IS 560-5509 PÁLL PALL@ALLT.IS 560-5501 Miðvikudagur 30. ágúst 2023 // 32. tbl. // 44. árg.
JÖFNUNARSTYRKUR
TIL NÁMS
Umsóknarfrestur á haustönn 2023 er til 15. október n.k.
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Menntasjóði námsmanna geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu.
• Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms og greiða leigu).
• Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla).
Opnað er fyrir umsóknir 1. september 2023.
Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á „Mitt Lán“ sem aðgengilegt er í gegnum heimasíðu okkar www.menntasjodur.is eða island. is. Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef Menntasjóðsins.
Menntasjóður námsmanna Námsstyrkjanefnd
Yfir 60 fyrirtæki styrkja Ljósanótt
n Styrktarsamningar við helstu bakhjarla Ljósanætur voru undirritaðir í síðustu viku en hátíðin verður haldin í 22. sinn dagana 31. ágúst - 3. september.
Yfir sextíu fyrirtæki styrkja Ljósanótt í ár með fjárhagslegum stuðningi og/eða öðru framlagi. Það er ljóst að án aðkomu þeirra væri Ljósanótt ekki haldin með jafn kröftugum hætti og raunin er. Helstu bakhjarlar Ljósanætur eru sterkir aðilar úr atvinnulífi svæðisins og sagði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri við undirritun samninganna það vera ómetanlegt þegar fyrirtæki á svæðinu láti sig samfélagið varða enda mikill fjöldi íbúa sem starfi hjá þeim. Hann sagðist sannfærður um að sýnilegur stuðningur fyrirtækjanna auki traust starfsfólks til atvinnurekenda sinna og sagði það ánægjulegt þegar allir leggi sín lóð á vogarskálarnar til að vel megi takast til.
Aðalstyrktaraðilar Ljósanætur 2023 eru Landsbankinn, Isavia, Icelandair, Skólamatur, BUS4U, Bakað og WIZ. Með stuðningi sínum taka fyrirtækin þátt í því að auðga bæjarlífið og styrkja um leið þá þætti sem eru órjúfanlegur hluti þess að skapa starfsmönnum sínum og viðskiptavinum eftirsóknarvert umhverfi til að lifa og starfa í.
Allir að gera
Samhliða undirritunum kynnti
Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi og verkefnastjóri hátíðarinnar, dagskrá Ljósanætur þar sem kennir ýmissa grasa. Alla dagskrá hátíðarinnar er að finna á vefnum Ljósanótt.is og þar má einnig sjá yfirlit yfir alla styrktaraðila hátíðarinnar. Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð og dregur nafn sitt af
lýsingu á sjávarhömrum „Bergsins“ sem blasir við af hátíðarsvæðinu. Lýsingin eða ljósaverkið var unnið eftir hugmynd Steinþórs Jónssonar, fyrsta formanns Ljósanæturnefndar, og afhjúpað á fyrstu Ljósanóttinni árið 2000. Allar götur síðan hefur verið kveikt á ljósunum þegar hátíðin nær hápunkti sínum með stórtónleikum og flugeldasýningu á laugardagskvöldi Ljósanætur. Á Ljósanótt er lögð áhersla á fjölbreyttar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags. Menningaráhersla hefur verið aðalsmerki hátíðarinnar frá upphafi og hafa tónlist og myndlist jafnan verið þar í fararbroddi enda bærinn annálaður tónlistarbær.
eitthvað skemmtilegt
„Dagskráin er mjög vegleg. Það er allt með hefðbundnu sniði og allir fastir liðir á sínum stað. Þá eru allskonar aðilar sem koma að þessu og og skreyta þessa hátíð,“ segir Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi í Reykjanesbæ. Ljósanótt hefst formlega á fimmtudag og stendur í fjóra daga, til sunnudags. Nokkrir viðburðir eru þó farnir að stinga sér út fyrir þessa daga. Þannig var Ljósanæturhlaupið á þriðjudag og unglingadansleikur er á miðvikudegi. En formleg setning hátíðarinnar er á fimmtudagsmorgni í skrúðgarðinum í Keflavík með leik- og grunnskólabörnum.
Hvert er markmiðið hjá Reykjanesbæ með Ljósanótt? Þú lýstir því á kynningarfundi að þetta væri eins og þið bökuðuð kökuna en síðan ættu allir hinir að koma og hjálpa til við að skreyta hana.
„Já, þetta er svona þátttökuhátíð. Reykjanesbær skapar umgjörðina með stórum og veglegum viðburðum en síðan er þarna tækifæri fyrir fólk til að gera allskonar sýningar, tónleika eða hvað sem því dettur í hug. Markmiðið er klárlega að skapa vettvang til að láta ljós sitt skína og að virkja íbúa. Við viljum fá fólk út úr húsunum sínum, koma saman og eiga saman góðar stundir.“
Hverjir eru burðar viðburðir hátíðarinnar?
„Ég vil nefna setningarhátíðna á fimmtudagsmorgun, því þar er svo breið þátttaka allra skólanna okkar
sem síðan eru með viðburði hver í sínum skóla. Allar listsýningar í bænum verða svo opnaðar kl. 17 og við byrjum í Duus-húsum þar sem opnaðar verða sýningar og við ætlum að taka nýja lyftu í Bryggju-
húsinu formlega í notkun. Ég vil einnig nefna tónleika á fimmtudagskvöldinu, eins og Valdimar í Hljómahöll og Jönu Maríu Guðmundsdóttur.
Á föstudeginum er það klárlega kjötsúpan sem er ómissandi þáttur í dagskránni og við erum með flotta dagskrá á sviðinu en viðburðurinn verður að þessu sinni á torginu framan við ráðhús bæjarins. Þá eru heimatónleikar í gamla bænum og í holtunum.
Á laugardeginum er árgangagangan og allir mætast við stóra sviðið. Þá er blússandi dagskrá um allan bæ og stórtónleikar um kvöldið og flugeldasýningin. Akstur fornbíla verður á laugardeginum en hefur verið fluttur af Hafnargötunni yfir á Ægisgötu. Þá endar hátíðin á sunnudegi og þá er einnig margt skemmtilegt í boði að vanda.“
Þessi veglega dagskrá er að verða þéttari með hverju árinu og byggist á ákveðnum turnum.
„Já, hugmyndin er að allir komi að þessu og það er gaman að sjá fyrirtækin í bænum, hótelin og veitingastaðina að það eru allir að gera eitthvað skemmtilegt.“
Nú í haust hófst nám í pípulögnum við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Af því tilefni færði BYKO pípulagnadeildinni ýmis tæki og búnað.
Um er að ræða átta pressuvélar frá General Fittings og tvær Rehau hulsuvélar en auk þess lánar BYKO snittvél út önnina.
Að auki fékk deildin átta klósettkassa og skálar, fimm handlaugartæki, sturtutæki, eldhústæki og handlaugar auk fylgihluta. Um mjög veglega gjöf er að ræða sem á eftir að nýtast nemendum vel.
Það var Áskell Viðar Bjarnason frá BYKO sem kom færandi hendi en Kristján Ásmundsson skólameistari og Jóhannes Gylfi Ólafsson kennari í pípulögnum tóku á móti henni fyrir hönd skólans.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
MYRKVUNARGARDÍNUR
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á vf is
BYKO færði nýrri pípulagningadeild FS veglega gjöf
2 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Gleðilega Ljósanótt
Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar. Við óskum Suðurnesjafólki og öðrum gestum Ljósanætur gleðilegrar hátíðar.
Kynntu þér dagskrá hátíðarinnar á ljosanott.is
GLEÐILEGA LJÓSANÓTT
20% afsláttur af öllum húð- og snyrtivörum dagana 31. ágúst–3. september í tilefni af Ljósanótt.
Kynning verður á húðlækningarvörunum La Roche Posay og Vichy kl. 14–18.
Veglegir kaupaukar í boði.
VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN Í LYFJU
Opnunartími:
09–19 virka daga
11–18 laugardaga
12–16 sunnudaga
Síðasti spölur Tana í grafreit að Skálum á Langanesi
Síðasta ósk Tana, Jónatans Jóhanns Stefánssonar, var uppfyllt í síðustu viku. Það voru félagar Tana, þeir Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Magnús Elentínusar, Steingrímur J. Sigfússon sem fluttu duftker með jarðneskum leifum hans í grafreit á Skálum á Langanesi. Hann vildi hvíla hjá afa sínum Jóhanni Stefánssyni og hann er því kominn heim þar sem amma og aðrir ættingjar hvíla.
afi áttu heima. Kristján Valur var prestur að Skálum fyrir 50 árum en hann kom loks í grafreitinn í dag,“ skrifar Ásmudur jafnframt í færslunni um ferðalagið með jarðneskar leifar Tana.
„Við komum keri hans fyrir í leiði afa hans og settum upp myndarlegan kross með áletrun,“ segir Ásmundur í færslu á fésbókinni. Það var mikið ferðalag norður á Langanes en hópurinn hittist hjá Steingrími J. á Gunnarsstöðum í hressingu áður en lagt var í tveggja tíma akstur að Skálum og svo í tveggja kílómetra göngu að grafreit sem stendur í fallegri hlíð við þverhnípt bjargið þar sem útsýnið er magnað yfir Skála, haf og land.
„Við tókum allir þátt í að grafa litla gröf í leiði afa hans og þar var hann kominn heim. Eftir greftrun og blessun Kristjáns Vals var gengið í votviðrinu til baka að Skálum þar sem amma hans og
Bílaviðgerðir
Rétturinn
Ljú engur heimilismatur
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
í hádeginu Opið: 11-13:30
alla virk a daga
Að Skálum áttu um 130 manns heima þegar fjölmennast var og tugir skúta frá Færeyjum og Frakklandi gerðu út árabáta til veiða yfir sumarmánuðina frá Skálum. Þegar mest var voru 200 árabátar gerðir út frá Skálum sem fiskuðu upp í 800 tonn á sumri. Aflinn var saltaður um borð í skútunum í landi.
Að Skálum var reist annað frystihúsið á Íslandi eftir Íshúsinu í Vestmannaeyjum. Þeir seldu sjómönnum ís til að geyma og kæla
beituna. Þar var líka lifrabræðsla og sjá má lifrapottinn og mannvirki við bryggjuna auk húsarústa íbúðarhúsa og vinnsluhúsa.
„Þetta var alveg magnaður dagur. Gangan í grafreitinn var lengri en við gerðum ráð fyrir og rigning og þoka settu dulúð á umhverfið og maður setti sig inn í bæjarbraginn í huganum á þessum útkjálka landsins fjarri öllu mannlífi í landinu. Merkilegt að þarna var fjölbreytt mannlíf, öflugt atvinnulíf
sem skóp góðar tekjur fyrir land og þjóð.
Nú er Tani kominn heim og við gleðjumst með honum og þökkum fyrir gönguna saman síðasta spottann. Gangan var blaut en ánægjan að uppfylla hans hinstu ósk var okkur öllum mikilvægust í magnaðri fegurð Skála á Langanesi,“ skrifar Ásmundur að endingu.
Hólmsteinn GK átti sér langa sögu í útgerð á Suðurnesjum
Hver bæjarhátíðin af annarri er að klárast núna og nýverið kláraðist það sem eitt sinn hét Sandgerðisdagar en heitir núna Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar –og hún endaði rétt við bátinn Hólmstein GK.
Báturinn Hólmsteinn GK átti sér langa sögu í útgerð frá Suðurnesjum og hét aðeins tveimur nöfnum. Báturinn var smíðaður árið 1946 af Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. í Hafnarfirði og hét fyrst Hafdís GK 20 en var síðan seldur 1958 í Garðinn og fékk þá nafnið Hólmsteinn GK 20.
Með því nafni réri báturinn til 2005 en síðasta löndun bátsins var í enda mars árið 2005 og landaði hann þá 2,5 tonnum á netum. Samtals var því báturinn gerður út í 59 ár, þar af í 47 ár undir nafninu Hólmsteinn GK 20.
Báturinn stundaði nokkuð fjölbreyttan veiðiskap en net voru þó aðalveiðarfæri bátsins. Báturinn stundaði einnig veiðar með línu, færum, dragnót, trolli og síld.
Meðan báturinn var með nafnið Hólmsteinn GK 20 var hann skráður með heimahöfn í Garðinum en þó var hans aðallöndunarhöfn Sandgerði og þar landaði báturinn svo til mest öllum afla sínum þessi 47 ár sem hann var gerður út.
Fallegur bátur og vel gert hjá
Nesfiski, sem var síðasti eigandi bátsins, að gefa hann til safnins á Garðskaga en saga bátsins var í heildina mjög farsæl en endaði frekar furðulega. Báturinn hafði legið við höfn við Suðurgarðinn í Sandgerði í um þrjú ár þegar að stálbáturinn Hafdís GK var að færa sig innan hafnar og sigldi á Hólmstein GK sem varð til þess að báturinn sökk við bryggju – en hann náðist upp og var í framhaldinu fluttur út í Garðinn þar sem báturinn er búinn að vera síðan.
AFLAFRÉTTIR
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu
Það fór ekkert á milli mála hvar eigendur og útgerðarmenn Hólmsteins GK áttu heima því þeir voru með fiskverkun í Garðinum, ekki langt frá Útskálakirkju og rétt hjá Skagabraut númer 24. Þar á bílskúrnum var stórt og mikið málverk af Hólmsteini og áhöfn bátsins við netaveiðar í nokkuð þungum sjó því það sást ansi vel í öldurnar á þeirri mynd. Því miður er búið að mála yfir þessa fallegu og merkilegu mynd en margir lesendur þessa pistil vita alveg hvaða mynd ég er að tala um.
Annars er ég staddur núna í Borgarnesi og jú, þar er bryggja en enginn útgerð og í raun kannski ekki mikið um tengingar við sjávarútveginn á Suðurnesjum við Borgarnes. Þó svo að Borgarnes sé við Faxaflóann, eins og t.d. Garður og Keflavík.
Ég minntist að ofan á Hólmstein GK og netaveiðar og talandi um netaveiðar þá hafa þrír bátar verið á netum frá Keflavík og Njarðvík og hefur veiðin hjá þeim verið bara ansi góð. Halldór Afi GK er nýbyrjaður og kominn með 4,2 tonn í tveimur róðrum, Sunna Líf GK 33 tonn í tólf róðrum og mest 5,4 tonn í einni löndun og Maron GK með 97 tonn í fimmtán
róðrum, eða 6,5 tonn í róðri að meðtaltali og mest 12,5 tonn. Þetta er ansi góður netaafli miðað við að núna er ágústmánuður. Talandi um góðan afla þá eru tveir línubátar af minni gerðinni að róa núna frá Sandgerði. Jón Ásbjörnsson RE er kominn þangað og fyrir var Margrét GK sem hefur veitt ansi vel núna í ágúst, landað alls 74 tonnum í aðeins tíu róðrum. Þetta er ansi góður afli því undanfarin ár þá hefur nú ekki verið mikið um að línubátar af minni gerðinni rói fyrir sunnan, þeir fara allir norður eða austur.
Af stóru línubátunum þá kom Páll Jónsson GK með 75 tonn til Grindavíkur og var keila uppistaðan í aflanum eða 54 tonn, 12,4 tonn af löngu og aðeins 1,2 tonn af þorski. Sighvatur GK kom líka til Grindavíkur og var með 69 tonn, af því þá var keila 60,5 tonn og langa 3,4 tonn en aðeins 1,1 tonn af þorski.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Smurþjónusta
Varahlutir
Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI
HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF
//
vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
HEYRN.IS
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Kristján Valur Ingólfsson biskup emeritus jarðsöng Jónatan.
Góðir félagar Tana við grafreitinn að Skálum á Langanesi. F.v.: Steingrímur J., Maggi El, Birgir Þórarins og Ásmundur Friðriks. Innfellda myndin er af Tana, Jónatani Jóhanni Stefánssyni.
Félagar Tana tóku allir þátt í að grafa holu fyrir duftkerið.
6 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Hafnargata 23 | Sími 588-6777 | www.zolo.is LJÓSANÓTT
afsláttur af öllum vörum 50% af völdum vörum
frá kl 11.00 - 22.00 miðvikud til laugardags & frá kl 13.00 - 18.00 sunnudag
2023 20%
Opið
Vikulangri bæjarhátíð í Suðurnesjabæ lauk á sunnudaginn. Hátíðin fór vel fram og náði hámarki á laugardagskvöld með tónleikum á Garðskaga og myndarlegri flugeldasýningu. Bæjarhátíðin hófst með ljósagöngu á mánudagskvöldi þar sem íbúar í Garði og Sandgerði gengu frá sínum byggðakjörnum og hittust á golfvellinum við Kirkjuból. Alla daga vikunnar voru svo einhverjir viðburðir fyrir íbúa bæjarfélagsins.
Veðrið lék við hátíðargesti alla dagana nema á fyrri hluta laugardagsins, þegar rigndi eins og enginn væri morgundagurinn. Um kvöldið var veðrið skaplegt og fólk fjölmennti á Garðskaga og naut tónlistar og flugeldasýningar. Dagskránni lauk svo á sunnudaginn með fornbílasýningu á Garðskaga og bílabíói í Garðinum þar sem tvær klassískar íslenskar kvikmyndir voru sýndar. Meðfylgjandi myndir voru teknar við nokkra viðburði á hátíðinni.
Hoppað í höfnina
Gamlar dráttarvélar og bílar af ýmsum gerðum og stærðum vöktu athygli á fornbíla- og tækjadegi á Garðskaga á sunnudaginn. Gamlar vélar voru gangsettar og á byggðasafninu voru sýningar sem vöktu athygli, en þar eru m.a. til sýnis perluverk sem bjóða má í.
Unga fólkið skemmti sér á föstudaginn við það að stökkva af háum palli í höfnina í Sandgerði. Þar voru margir ofurhugar á ferð.
Gömul
Árlegur leikur Norðurbæjar og Suðurbæjar fór fram á Reynisvellinum í Sandgerði.
tæki á Garðskaga
Boltafjör 8 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
HAFÐU ÞAÐ EXTRA GOTT Á Glowsticks Gasblöðrur Partýsleikjóar Pepsi/Pepsi Max, Doritos 170 g og To ee Crisp Aunt Mabel mu ins & Kókómjólk Sóma samloka & gos 500 ml* Verð frá 199 kr. stk. 499 kr. stk. 299 Verð frá 1349 Verð frá 99 kr. stk. 699 COMBO TILBOÐ! COMBO TILBOÐ! COMBO TILBOÐ! *0,5 l gos í plasti frá Ölgerðinni Hell Energy 250ml kr. stk. 169 Hell íska i 250 ml kr. stk. 249 ÍSKAFFIORKUDRYKKIGEFUMHELLOG BIRGÐIRÁMEÐAN ENDAST 2.SEPTEMBERFRÁKL.13:00 OPIÐ 24/7 HAFNARGÖTU 51, 230 KEFLAVÍK
L JÓ SANÓTT
Þriðji ættliður sem fasteignasali
Emilía Ösp Guðlaugsdóttir er 17 ára nemi á viðskipta- og hagfræðibraut í FS. Emilía er alltaf brosandi og hlæjandi og finnst félagslífið hápunktur skólagöngunnar.
FS-INGURINN Ljósmyndasýning um krabbameinsferli Sóleyjar Bjargar Ingibergsdóttur í Vatnaveröld
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Ég sakna krakkana mest.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í Fs? Ég vildi fara í FS vegna þess að félagslífið er svo gott.
Hvaða Fs-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Óskar Kristinn, vegna þess að hann er nú þegar tiktok „famous“.
Hver er fyndnastur í skólanum? Hildir Hrafn.
Hvað hræðist þú mest? Deyja í bílslysi.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt er „straight fit“ joggingbuxur, kalt „skinny jeans“.
Hvert er uppáhalds lagið þitt? Get Along Better- Drake.
Hver er þinn helsti kostur? Always on time.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Myndi segja annaðhvort snapchat eða TikTok.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Verða þriðji ættliður sem fasteignasali.
Fs-ingur
Nafn: Emilía Ösp Guðlaugsdóttir
aldur: 17 ára
Námsbraut: Viðskipta hagfræði áhugamál: Vera með vinum og fjölskyldu
Hver er þinn stærsti draumur? Verða „housewife“.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Brosmild, ég er alltaf hlæjandi.
UNGMENNI VIKUNNAR
Langfyndnastur
Mikael Máni Hjaltason er 14 ára gamall fótboltakappi úr Akurskóla.
Mikael var að byrja í 10. bekk og segist hann ætla að reyna að vera góður við alla þar sem það er hans helsti eiginleiki.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir er langbesta fag skólans.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Það kæmi mér ekki á óvart að það væri Sóley fyrir leikstjórn.
skemmtilegasta saga úr skólanum: Örugglega að hann Garðar húsvörður bjó í kjallaranum.
Hver er fyndnastur í skólanum? Ég er alveg langfyndnastur.
Hvert er uppáhalds lagið þitt? Rúntarinn með Steinda jr.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Saltað hrossakjöt.
Hver er uppáhalds bíómyndin þín? Allar Cars myndirnar
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Stebba vin minn, kærustuna mína og bát með bensíni.
Hver er þinn helsti kostur? Ég reyni mitt besta í að vera skemmtilegur við alla.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég væri til í að geta flogið, það er draumur.
ljósmyndasýning sem sýnir myndir frá sóleyju björgu ingibergsdóttur þegar hún gekk í gegnum krabbameinsferli verður opnuð í vatnaveröld, sundmiðstöð keflavíkur miðvikudaginn 30. ágúst kl.18. brakkasamtökin bjóða á sýninguna sem er eftir Þórdísi Erlu ágústsdóttur.
„Við erum stolt af því að ljósmyndasýningin hefur farið um landið, byrjaði í Reykjavík, fór þaðan til Vestmannaeyja síðan Reyðarfjarðar, Akureyrar og er nú að koma í heimabæ Sóleyjar,“ segir í tilkynningu frá Brakkasamtökunum sem bjóða upp á sýninguna.
„Það verður áhugavert að sjá þessar myndir aftur af erfiðasta og stærsta verkefni sem ég hef fengið. Þægindaramminn hvarf þegar ég ákvað að taka þátt í þessu verkefni með elsku Þórdísi og er ég stolt og ánægð með útkomuna, svo hráar og tilfinningalegar myndir sem sýna nákvæmlega frá öllu mínu
Krabbameinsferli,“ segir Sóley Björg. Víkurfréttir ræddu við Sóleyju fyrir tveimur árum og sögðu sögu hennar.
Þegar Sóley Björg var 25 ára og Íslensk erfðagreining opnaði aðgang að upplýsingum um vissar stökkbreytingar á svipuðum tíma datt henni í hug að athuga hvort hún hefði BRCA2 meinvaldandi breytingu sem eykur líkur á krabbameini. Það kom í ljós að hún er BRCA arfberi. Þar sem hún var 25 ára á þessum tíma og ekki þekkt áhætta um krabbamein í fjölskyldu hennar fékk hún ekki að fara í reglulegt eftirlit. Tveimur
árum síðar fann Sóley Björg sjálf hnút í brjósti og greinist í kjölfarið með brjóstakrabbamein. Hún undirgekkst lyfjameðferð, tvöfalt brjóstnám og geislameðferð. Markmið ljósmyndarans, Þórdísar Erlu Ágústsdóttur, er að sýna á raunsæjan hátt hvernig BRCA getur umbylt lífi fólks. Lífið með krabbamein er hörð og miskunnarlaus barátta. Jafnframt er sýningin hugsuð til vitundarvakningar.
Sýningin verður opin í u.þ.b. mánuð.
Sjá link hér að neðan á viðtalið við Sóleyju í Suðurnesjamagasíni í fyrra.
Nafn: Mikael Máni Hjaltason
skóli: Akurskóli.
bekkur: Ég er í 10. bekk.
áhugamál: Fótbolti.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Flytja til Spánar.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Fyndinn
Of ung fyrir krabbamein - baráttusaga ungrar konu
10 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Sóley Björg er flugmaður hjá Air Atlanta.
LJÓSANÆTUR TILBOÐ
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: Virka daga 8-23:30 Helgar 9-23:30
190 kr/stk áður 399 kr Powerade Mountain Blast 0,5 l 50% Góu Hraun Lítið pepsi max 0,5l + Doritos nacho cheese 170 g GILDIR Á HRINGBRAUT Krap Lítill og miðstærð 50% Andlitsmálning fyrir krakkana á Hringbraut, laugardag frá kl. 11-13 259 kr/stk 189 kr/stk GOTT VERÐ GOTT VERÐ Stjörnupopp og ostapopp 99 kr/stk TVENNU TILBOÐ 450 kr
Baldur KE fær andlitsupplyftingu
Fiskibáturinn baldur sem hefur verið sýningargripur við höfnina í gróf undanfarin ár, fékk óvænt andlitsupplyftingu fyrir ljósanótt en nokkrir félagar tóku sig til og máluðu hann svo baldur mun skarta sínu fegursta þegar kemur að þessari stærstu helgi ársins í reykjanesbæ.
veislu. Ólafur gaf Reykjanesbæ
bátinn sem hefur verið sýningargripur við höfnina í Gróf í rúm tíu
Baldur er fyrir margt merkilegur en hann var fyrsti báturinn hér á landi sem notaði skuttog. Baldur er samofinn útgerðarsögu Keflavíkur, hann var smíðaður í Svíþjóð og kom til landsins árið 1961 og reyndist mikið happafley, fiskaði mikið og aldrei urðu óhöpp á bátnum. Það var útgerðarmaðurinn Ólafur Björnsson sem gerði Baldur út allt til ársins 1986, þegar Nesfiskur í Garði eignaðist hann en þegar honum var lagt árið 2003 fékk Ólafur bátinn aftur til varð-
ár. Eitthvað hefur viðhaldi verið ábótavant og því tóku nokkrir félagar sig til og ákváðu að gefa Baldri andlitslyftingu fyrir Ljósanótt.
Félagarnir eru Friðrik Þorbergsson, Gunnar Alexandersson, Arnar Jónsson, Jakob Vagn Guðmundsson, Guðmundur Ingi
Aðalsteinsson og Guðmundur
Garðarsson. Friðrik sagði að hugmyndin hefði fæðst á laugardagsrúnti fyrir skömmu. „Við félagarnir erum aldnir upp hér í Keflavík og munum eftir því þegar bærinn var
útgerðarbær, hann varð það löngu áður en herinn kom hingað. Það voru fiskverkanir hér út um allt og mikið í gangi og við viljum halda þessari sögu hátt á lofti, þessi bátur er góður minnisvarði um hana. Baldur var hins vegar farinn að láta ansi mikið á sjá og í raun farinn að grotna niður og á rúnti um bæinn fæddist þessi hugmynd, að gefa Baldri flotta andlitslyftingu og láta hann líta glæsilega út fyrir Ljósanótt. Við erum að gera þetta í sjálfboðavinnu, okkur er annt um þessa sögu og viljum með þessu leggja okkur að mörkum svo saga útgerðar í Keflavík lifi,“ sagði Friðrik.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Galvaskir málarar sem tóku sig til og hresstu upp á útlitið á Baldri KE í Grófinni í Keflavík.
Guðmundur Garðarsson með rauða botnmálningu í rúllunni.
Sími 575 0050 Bolafæti 1 Reykjanesbæ Starfsfólk Sindra Reykjanesbæ óskar öllum gleðilegrar Ljósanætur. 12 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
SYKURLAUS
Blöðrusleppingarnar voru alltaf einstakar
Elín rafnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Myllubakkaskóla, var mikið á ferðinni í sumar og segir ferð til tenerife hafa staðið upp úr. á komandi vetri bíður hún eftir því að skólinn hennar rísi og vinnan komist aftur í eðlilegt horf. Elín ætlar að taka virkan þátt í dagskrá ljósanætur, eins og reyndar mörg undanfarin ár.
á þessum mótum í brekkunni við Sundlaug Akureyrar. Svo er náttúrlega Garðskagi alveg sér á báti, maður fyllist svo mikilli orku og gleði á þeim töfrastað.
Hvernig varðir þú sumarfríinu?
Sumarið fór að mestu leyti í ýmiskonar ferðalög hjá okkur fjölskyldunni. Við hjónin fylgdum dóttur okkar á smáþjóðaleikana
á Möltu í byrjun júní. Malta er stórkostleg eyja og forréttindi að fá að heimsækja hana ásamt því að fylgjast með okkar frábæra íþróttafólki. Í lok júní tók við ferð til Akureyrar með syni okkar sem keppti á aldursflokkamóti Íslands, veðrið lék við okkur sem var góð tilbreyting frá kuldanum sem júní bauð okkur upp á hér fyrir sunnan. Við stórfjölskyldan fórum svo í tveggja vikna ferð til Tenerife í lok júlí. Öll börnin okkar og tengdasonur fóru með okkur ásamt barnabarni okkar og foreldrum mínum. Ferðin var stórkostleg og Tenerife er alltaf jafn skemmtileg.
Hvað stóð upp úr?
Ferðin með stórfjölskyldunni minni til Tene stóð upp úr í sumar. Það eru svo mikil forréttindi að fá að verja góðum tíma með fjölskyldunni sinni, það eru bestu tímarnir. Það spillir líka ekki að vera í 28 gráðum og sól og þurfa ekki að elda og þrífa í leiðinni.
Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?
Veðrið síðari hluta sumars var eiginlega það sem kom mest á óvart. Miðað við veðrið sem maí og júní bauð upp á var maður ekki vongóður um gott sumar. En það er víst alltaf gott að enda á góðum endaspretti.
Áttu þér uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands?
Ég held að Akureyri sé eiginlega minn uppáhaldsstaður fyrir utan Reykjanesið. Ég á svo margar góðar minningar frá þeim fjölmörgu sundmótum sem við höfum fylgt börnunum okkar eftir á til Akureyrar, ásamt þeim frábæra vinskap sem hefur myndast
Hvað ætlar þú að gera í vetur?
Þessi vetur verður svo sem svipaður og síðasti vetur þar sem ég bíð eftir að skólinn minn rísi og vinnan mín komist í eðlilegt horf. Ég er mjög spennt fyrir því að flytja inn í nýjan skóla í vetur. Einnig verðum við hjónin
fimmtug á næsta ári og við erum að íhuga fimmtugsferð með vinum okkar. Annars ætla ég bara að vinna vinnuna mína vel og sinna fólkinu mínu í vonandi snjóléttum vetri.
Hvernig finnst þér Ljósanótt? Ég elska Ljósanótt. Bærinn einhvernvegin lifnar við og allir fyllast gleði og bjartsýni.
Við förum alltaf á eins margar sýningar og listviðburði og við getum á Ljósanótt.
Við ætlum að fara að fá okkur bestu kjötsúpu landsins á föstudeginum ásamt því að hlusta á frábæra tónlistarmenn á „Í holtunum heima“ um kvöldið. Við maðurinn minn erum bæði fædd 1974 og höfum sjaldan látið okkur vanta í árgangagöngunni á laugardeginum.
Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?
Fimmtudagskvöldið á Ljósanótt er alltaf æðislegt, gaman að fara á sýningar og sjá hve miklir hæfileikar búa hér í bænum okkar. Svo hittir maður svo margt skemmtilegt fólk röltandi um á Hafnargötunni. Við ætlum að fara að fá okkur bestu kjötsúpu landsins á föstudeginum ásamt því að hlusta á frábæra tónlistarmenn á „Í holtunum heima“ um kvöldið. Við maðurinn minn erum bæði fædd 1974 og höfum sjaldan látið okkur vanta í árgangagöngunni á laugardeginum. Svo er náttúrlega algjört möst að fara á björtustu flugeldasýningu landsins á laugardagskvöldinu.
Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?
Við fjölskyldan höfum tekið virkan þátt í hátíðarhöldunum
á Ljósanótt frá upphafi. Það eru því margar góðar minningar sem tengjast hátíðinni, blöðrusleppingarnar sem voru hér
áður fyrir utan Myllubakkaskóla voru alltaf einstakar og ótrúlega skemmtilegur viðburður. Svo voru tónleikar sem Valdimar hélt í Hafnarkirkju alveg æðislegir ásamt tónleikunum sem voru í Holtunum heima í fyrra þegar náttúruöflin ákváðu að kveðja okkur með stórkostlegri Norðurljósasýningu í lok tónleikanna.
Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Það eru endalausar hefðir hjá okkur á Ljósanótt. Við hittum alltaf vinafólk okkar á fimmtudeginum og tökum „sýningarölt“. Kjötsúpan og tónlistarviðburðir á föstudeginum eru fastir liðir og árgangagangan sem við höfum bara einu sinni misst af. Við grillum svo alltaf einhverjar dýrindis krásir á laugardagskvöldinu með vinum okkar og krökkunum okkar. Röltum svo niður í bæ í tæka tíð fyrir skemmtiatriðin og flugeldasýninguna.
LJÓSANÓTT 2023
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Elín og Falur Daðason maður hennar.
14 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Hjónin, börnin og barnabarn í fríi í sumar.
Heilsu- og lífsstílsdagar
31. ágúst–10. september
Opnunarhátíð Heilsudaga á Ljósanótt
Velkomin á veglega opnunarhátíð í Nettó Krossmóa á Ljósanótt, fimmtudaginn 31. ágúst kl. 16–21.
Fjölbreytt dagskrá! Frábær tilboð!
• Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur og kynlífsráðgjafi kynnir og áritar bókina Lífið er kynlíf
• Ragga nagli kynnir vörur frá NOW og MUNA og gefur góð heilsuráð
• Vörukynningar: Ella Stína vegan, Treck, Sonett, MUNA, Primus próteinvatn frá Örnu, Happy Hydrate, BonAqua, Mist og Fitfood
Allt að 25% afsláttur af rúmlega 3.500 vörum og vegleg apptilboð á hverjum degi. Skannið kóðann og kynnið ykkur tilboðin í heilsublaðinu.
ALLT AÐ OG APPTILBOÐ Á HVERJUM DEGI
Tilboð gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
25% AFSLÁTTUR
rúnar ingi Hannah, forsprakki breiðbandsins, er kominn í fiskeldi í garðinum heima hjá sér og segir að kettirnir í hverfinu hafi komist að því hvað sé í tjörninni í garði söngvara breiðbandsins. rú er spenntur fyrir námi í rafvirkjun sem hefst í haust og hann hefur skráð sig í, því húsasmíðanámi í síðdegisskóla var frestar til áramóta.
Í versta falli gistum við fangageymslur fyrir óviðeigandi grín
LJÓSANÓTT 2023
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Hvernig varðir þú sumarfríinu? Þar sem ég byrjaði á nýjum vinnustað í vor sem landamæravörður hjá lögreglunni á Suðurnesjum þá var ekkert eiginlegt sumarfrí. En frítíminn sem ég fékk í vaktarfríum var notaður til að vinna heima við og í helgarferðir upp í bústað foreldrana á Flúðum og einstaka sinnum tekinn góður rúntur á mótorhjólinu.
Hvað stóð upp úr?
Stúss í kringum fiskeldið heima hjá mér. Við erum með tjörn sem fór að leka og fór mikill tími í að laga það. Á meðan fengu hornsíli sem voru í tjörninni bráðabirgðaaðstöðu í fiskikari. Þau eru núna komin aftur í tjörnina og virðast braggast vel. Reyndar eru kettir hverfisins búnir að upp götva hornsílin mér til pirrings.
Hvernig er það annars, er ekki kominn tími til að banna lausa göngu katta hér í bæ? Einnig fórum við í göngutúr um æsku slóðir föður míns og hans systkina í miðbæ Reykjavíkur og var það mjög skemmtilegt og fræðandi.
Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?
Hvað það er gaman í vinnunni. Flottur vinnustaður og skemmti legir vinnufélagar. Það er mjög nærandi þegar manni hlakkar til að fara í vinnuna. Ég fer brosandi í vinnuna og kem brosandi heim.
Áttu þér uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands?
Minn uppáhaldsstaður er heim ilið mitt enda segi ég oft að það sé sumarbústaðurinn minn líka.
Finn mér alltaf eitthvað skemmti legt til dundurs þar. Í góðu veðri er ég að ditta að hinu og þessu og eyða tíma í vinnuskúrnum mínum við smíðar. Í vondum veðrum er ég í fjölskylduher-
berginu að spila billiard eða bæta þar við nýjum hlutum.
Hvað ætlar þú að gera í vetur?
Ég skráði mig í síðdegisskóla í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í húsasmíði. Svo var því námi frestað til áramóta svo ég svissaði skyndilega yfir í rafvirkjanám því það var laust í það. Þó svo þetta hafi ekki verið planað er ég mjög spenntur (rafvirkjabrandari) yfir nýrri áskorun. Stundum er eins og einhver annar kippi í strengina í lífinu.
Hvernig finnst þér Ljósanótt?
Frábær. Þetta er árshátíð og uppskeruhátíð okkar sem búum hérna. Bærinn skartar sínu fegursta og svo hefur maður á
síðustu tuttugu árum tekið þátt á ýmsa vegu með Breiðbandinu.
Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?
Fyrir mig verður aðalviðburðurinn tónleikarnir í Holtunum heima þar sem Breiðbandið mun koma fram en hljómsveitin á tuttugu ára afmæli í ár. Það seldist upp á þessa tónleika á mettíma og erum við félagarnir í Breiðbandinu sannfærðir um það að það sé eingöngu út af því að við erum að koma fram. Það er langt síðan Breiðbandið hefur spilað upp á sviði fyrir framan fleiri hundruð manns. Vonandi verður hlegið og við ekki púaðir niður. Í versta falli gistum við fangageymslur fyrir óviðeigandi
Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?
Árið 2006 kom Breiðbandið fram á tónleikum og víðar og auglýsti að Kristján Jóhannsson stórsöngvari myndi taka með okkur lagið. Sá Kristján hefur komið víða við í menningarmálum hér í bæ. Fjölmiðlar landsins misskildu þetta og nefndu í fréttum að hinn heimsfrægi óperusöngvari
Kristján Jóhannsson kæmi fram með Breiðbandinu. Þáverandi menningarmálafulltrúi hafði orð á því að hafa aldrei þurft að svara eins mörgum spurningum frá fjölmiðlum sem óskuðu eftir frekari upplýsingum um þetta óvænta atriði. Hið sáluga
Fréttablað tók viðtal við „okkar“
Kristján Jóhannsson stórsöngvara
í tilefni þessa „misskilnings“. Erum að spá í að fá einhverja
Björk Guðmundsdóttur til að koma fram með okkur við tækifæri svo ef einhver alnafna söngkonunar les þetta þá má hún endilega hafa samband við okkur.
Ekki myndi skemma fyrir ef hún getur sungið.
Rúnar og Ösp Birgisdóttir kona hans á góðri stunduu.
Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Við förum niður í bæ alla dagana og tökum þátt í eins miklu og við getum. Annars er mest gaman að hitta brottflutta sem maður hefur ekki séð í mörg ár.
Farið var á æskuslóðir föðurfjölskyldu Rúnars. Á myndinni eru systkinin Georg, Bryndís og Guðmundur Hannah.
16 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
AF ÖLLUM LJÓSUM OG SERÍUM -25%
OPIÐ LAUGARDAG FR Á 10-13
SJÁUMST Á LJÓSANÓTT!
Þegar allir dagar eru sunnudagar er mikilvægt að hafa rútínu
ragnheiður ásta Magnúsdóttir ætlar að taka þátt í fornbílaakstri á ljósanótt með bónda sínum, konráð lúðvíkssyni. Þau munu aka um hátíðarsvæðið á gömlum Pontiac. Hún segir sumarið búið að vera dýrðlegt sólskinssumar þar sem margt hefur verið gert og margar góðar minningar skapaðar.
2023
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Hvernig varðir þú sumarfríinu?
Sumarið mitt er búið að vera dýrðlegt sólskinssumar. Skemmtileg ferðalög, brúðkaup, ferming, árleg veiði með yndislegum vinum, sundmót, ferð á æskustöðvarnar, fjallkona í fjölskyldunni og sól og ylur.
Í maíbyrjun fórum við hjónin til Madeira, blómaeyjunnar, og fengum innblástur fyrir garðræktina okkar. Síðan fórum við með börnunum okkar til Akureyrar til að fylgjast með sonar- og dótturdóttur keppa á sundmóti. Í ágústbyrjun fór ég með systkinum mínum og mökum í ferð á æskuslóðir, en ég er fædd og uppalin
á Flateyri, og síðan er ég á leið á Tröllaskaga með gömlum skólasystrum og mökum til að halda upp á 55 ára stúdentsafmæli.
Hvað stóð upp úr?
Góða veðrið! Það var sólskin allan tímann í öllum ferðunum.
Madeira kom mest á óvart enda hafði ég ekki komið þangað fyrr.
Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?
Eftir langan og veðrasaman vetur og kuldakast í vor leit ekki
út fyrir að gróðurinn yrði fallegur í sumar en ég held að blómgun hafi aldrei fyrr verið jafn mikil í garðinum okkar.
Áttu þér uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands?
Við eigum sumarbústað á YtraFelli í Dölum og þangað förum við gjarnan enda algjör náttúru-
perla. Þar erum við hjónin búin að koma okkur upp sælureit. Við gerðumst skógarbændur fyrir þremur árum svo verkefnin í Dölunum eru mörg. En ég á marga aðra uppáhaldsstaði og get ekki annað en nefnt Önundarfjörð –og svo elska ég Suðurnesin.
Hvað ætlar þú að gera í vetur? Á mínum aldri, þegar allir dagar eru sunnudagar, þá er mikilvægt að hafa rútínu sem virkjar mann. Ég ætla fyrst og fremst að sinna fjölskyldunni og vinum. Ég er búin að taka að mér að vera forseti í kvennaklúbbi sem ég tilheyri, Inner Wheel, og þar bíða spennandi verkefni. Ég leiði stafgöngu í Sandgerði tvo daga í viku eins og undanfarin ár. Þó ég sé hætt sem sóknarnefndarformaður ætla ég að vera sjálfboðaliði í kirkjunni minni og gerast Gæðakona en það eru konur (og
Ég er búin að taka að mér að vera forseti í kvennaklúbbi sem ég tilheyri, Inner Wheel, og þar bíða spennandi verkefni.
menn) sem búa til gæðasúpur á miðvikudögum fyrir þá sem sækja kyrrðarstundir. Ég er svo heppin að eiga góða vini og vera í ýmsum klúbbum eins og bókaklúbbi, saumaklúbbi og svo á ég stóra fjölskyldu sem ég nýt samvista við.
Hvernig finnst þér Ljósanótt?
Mér finnst Ljósanótt frábær en sú hugsun hefur hvarflað að mér að það mætti dreifa öllum þessum skemmtilegu viðburðum yfir sumarið. Ég kemst aldrei yfir að sækja alla viðburði sem ég hef áhuga á.
Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?
U2 messu í Keflavíkurkirkju, listsýningarnar, Horfin hús, horfinn heimur á Bókasafninu.
Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?
Ég held ég verði að segja þegar Íslendingur sigldi um Stakksfjörð og kveikt var á Berginu í fyrsta sinn og flugeldasýningin lýsti upp himininn.
Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Kveikja á ljósum í garðinum. Við borðum með Rótarýklúbbnum á fimmtudagskvöldinu og förum svo og skoðum sýningarnar – og svo tökum við þátt í fornbílaakstrinum í gamla Pontíaknum hans bónda míns. Stundum hef ég verið með opið hús og boðið fólki að koma og fá sér súpu og brauð með okkur en þá gefst síður tækifæri til að fara og skoða svo ég hef gert minna af því í seinni tíð.
LJÓSANÓTT
Ragnheiður Ásta á Madeira fyrr á árinu.
18 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Ragnheiður Ásta og Konráð Lúðvíksson í Tjöruhúsinu á Ísafirði.
FATAÐU ÞIG FYRIR LJÓSANÓTT
Batteríin vel hlaðin fyrir veturinn í góðu sumarveðri
Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður, segist fara inn í veturinn með vel hlaðin batterí eftir gott sumarveður þar sem hann kom ýmsu í framkvæmd. Þá var farið víða og meðal annars á heimatónleika hjá stebba Jak í Mývatnssveitinni. Í ár verður ekkert slegið af Í holtunum heima og munu breiðbandið, una torfa, björn Jörundur og Hjálmar koma fram á tónleikunum sem má segja að séu allt að því í bakgarði þingmannsins.
LJÓSANÓTT 2023
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Hvernig varðir þú sumarfríinu?
Við fjölskyldan vörðum sumarfríinu innanlands í sumar og fórum víða, m.a. til Akureyrar. Við ferðuðumst einnig um Suðurland og dvöldum í Borgarfirðinum. Við hjónin fórum saman í tvær veiðiferðir með góðum vinum og svo heimsóttum við dóttur okkar og tengdason sem nýverið fluttust búferlum til Vestmannaeyja. Eins og gengur eru ýmis áhugaverð erindi sem fylgja þingmannsstarfinu yfir sumarið og skipa heimsóknir, viðburðir og fundir um kjördæmið þar stóran sess. 50 ára goslokahátíðin í Vestmannaeyjum var virkilega eftirminnileg og svo gosið við LitlaHrút að sjálfsögðu.
Hvað stóð upp úr?
Veðurblíðan í júlí og ágúst gerði það að verkum að ég kom mörgu í verk heimafyrir. Við réðumst loksins í það að byggja pall við húsið okkar í fyrra og eftir þann atgang þurfti að laga lóðina og klára ýmislegt sem út af stóð. Það má segja að veðrið hafi staðið upp úr þetta sumarið og því eru batteríin vel hlaðin fyrir veturinn.
Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?
Í ferð okkar til Akureyrar í sumar heimsóttum við listasafn Akureyrar og skoðuðum sýningu Ragnars Kjartanssonar, Gestirnir/The Visitors. Verkið er mjög áhrifaríkt og eftirminnilegt.
Ég mæli eindregið með því að fólk
láti verkið ekki framhjá sér fara. Einnig heimsóttum við Safnasafnið á Svalbarðseyri og fórum á heimatónleika í Mývatnssveitinni í bílskúrnum hjá Stefáni Jakobssyni. Stebbi Jak fór þar á kostum og óhætt að segja að sá viðburður hafi komið skemmtilega á óvart.
Áttu þér uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands?
Það er erfitt að nefna einn uppáhaldsstað á Íslandi. Landið er svo fjölbreytt og magnað í alla staði. Náttúrufegurðin hér á Reykjanesi er gott dæmi um magnaðan stað sem nú hefur fengið meiri athygli í kjölfarið á þremur eldgosum með stuttu millibili. Ef ég þarf að velja held ég þó að Bláa lónið hafi vinninginn, það er ekkert sem toppar þann magnaða stað.
Hvað ætlar þú að gera í vetur?
Starfið tekur stóran hluta af mínum tíma en þess utan ætla ég að nýta tímann vel með fjölskyldunni.
Hvernig finnst þér Ljósanótt?
Mér finnst Ljósanótt frábær og hef alltaf tekið virkan þátt í hátíðinni í gegnum tíðina. Í fyrra héldum við í fyrsta skipti útitónleikana Í holtunum heima sem heppnuðust frábærlega og fékk viðburðurinn mjög góðar viðtökur. Í ár verður ekkert slegið af og munu Breiðbandið, Una Torfa, Björn Jörundur og Hjálmar
koma fram á tónleikunum. Það er skemmtilegt að halda viðburð sem þennan með frábærum hópi nágranna sem allir leggja sitt af mörkum. Ljósanótt er í mínum huga menningar- og fjölskylduhátíð sem er í sífelldri þróun án þess að glata sínum séreinkennum. Mér finnst bragurinn í kringum bæjar- og menningarhátíðir á Íslandi lýsandi dæmi um sköpunarkraftinn og dugnaðinn í landanum. Þúsundir Íslendinga leggja mikið á sig til þess að gera hátíðarnar ógleymanlegar, bæði fyrir heimafólk og gesti. Það er samvinnan og samveran sem gefur lífinu gildi.
Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?
Það verður erfitt að velja úr viðburðum enda dagskráin aldrei verið betri. Það sem kemur upp
Veðurblíðan í júlí og ágúst gerði það að verkum að ég kom mörgu í verk heimafyrir. Við réðumst loksins í það að byggja pall við húsið okkar í fyrra og eftir þann atgang þurfti að laga lóðina og klára ýmislegt sem út af stóð.
í hugann er Jazzbandið Þríó sem mun spila í Bókasafni Reykjanesbæjar. Ég er að vonast eftir því að ná miða á tónleika GÓSS í Kirkjuvogskirkju í Höfnum og svo fer ég að sjálfsögðu í árgangagönguna. Hátíðardagskráin á laugardagskvöldið markar alltaf hápunkt Ljósanætur og þá fer öll fjölskyldan saman niður á hátíðarsvæði til þess að njóta tónlistar og horfa á flugeldasýninguna.
Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?
Ég á mér margar góðar minningar frá Ljósanótt í gegnum tíðina. Ég man til dæmis eftir því þegar Ljósanæturlagið Velkomin
á Ljósanótt kom út á sínum tíma. Mig minnir að það hafi verið árið 2002. Lag og text er eftir heimamanninn Ásmund Örn Valgeirsson og flutti Einar Ágúst lagið. Lagið er í mínum huga hið eina sanna Ljósanæturlag. Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Sú hefð hefur skapast á Ljósanótt að ég býð vinum og fjölskyldu í humarsúpu. Stór þáttur Ljósanætur í mínum huga er samveran og þá má góður matur ekki vera langt undan.
vf
is
20 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Við óskum nág r önnum okka r og g e stum þeir r a góðrar skemmtunar á Ljó s anó .
Ljósanótt er bjartasta hátíðin
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, fjölskyldufræðingur hjá sálfræðistofu suðurnesja, ferðaðist um vestfirði í fyrsta skipti í sumar og segist dolfallin af náttúrunni og fjöllunum. Í vetur ætlar hún að passa upp á að næra bæði líkama og sál.
Hvernig varðir þú sumarfríinu?
Við fjölskyldan fórum á Vestfirði í fyrsta sinn og ferðuðumst um alla firðina. Vorum á Ísafirði í viku og keyrðum þaðan eitthvað á hverjum degi enda nóg að skoða. Eftir Vestfirði skutumst við á Raufarhöfn í heimsókn til góðrar vinkonu. Einnig vorum við á Hvammstanga í nokkra daga en þar bjuggum við í sex ár. Alltaf gott að koma þangað og hitta fólkið sitt þar.
Hvað stóð upp úr?
Vestfirðir, enda vorum við að koma þangað í fyrsta sinn. Við vorum alveg dolfallin yfir náttúrunni í fjöllunum og öllu þessu útsýni sem við upplifðum þar.
Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?
Sonur minn er tíu ára ég fékk að fara einn í sund í sumar. Það hefur komið mér á óvart hvað hann og vinir hans eru búnir að vera duglegir að nýta sér þetta. Þeir hafa verið að fara einu sinni upp í fjórum sinnum í sund á dag, þeir hafa varla þornað. Starfsfólkið í Vatnaveröld á hrós skilið fyrir uppeldið á þeim í sumar.
Áttu þér uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands?
Mér finnst landið okkar gríðarlega fallegt og dásamlegt að sjá hvað landslagið er misjafnt eftir landshlutum. En uppáhalds-
staðurinn minn er Garðskagi og Reykjanesið. Á Garðskaga er alltaf hægt að ná sér í orku og endurnæra sig og Reykjanesið hefur allt sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða.
Hvað ætlar þú að gera í vetur?
Það verður nóg að gera í vetur og gott að komast í rútínuna aftur. Ég vinn sjálfstætt hjá Sálfræðistofu Suðurnesja og ætla að vera þar. Einnig er ég að vinna
í Holtaskóla í nýju verkefni þar sem ég kem til með að vinna með nemendum og fjölskyldum í ýmsum verkefnum, eins og t.d. skólaforðun þar sem sam-
starf á milli heimilis og skóla er gríðarlega mikilvægt. Síðan er ég að vinna í verkefni sem heitir Bjargráð – fagleg aðstoð við fjölskyldur fanga og vona ég að það haldi áfram næstu árin. Svo að þetta gangi nú allt vel þarf ég að passa upp á að næra líkama og sál með góðri samveru fjölskyldu og vina.
Hvernig finnst þér Ljósanótt?
Mér finnst hún frábær enda bjartasta hátíðin.
Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?
Ég ætla á heimatónleika á föstudeginum og skoða alls konar sýningar.
Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?
Minningar um Ljósanaótt eru eru svo margar. Ein er þegar Harpa systir var með ljósmyndasýningu og svo er það að hitta alla. Þetta er eins og stórt reunion, fólk jákvætt og glatt.
Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Það eru fimmtudagskvöldin þegar röltið er tekið með góðum konum á Hafnargötuna og kíkt á sýningar og fleira. Allt skannað svo að hægt sé að fara aftur um helgina og skoða betur. Við gerum líka súpu fyrir laugardaginn þar
sem fjölskylda og vinir hafa mætt áður en haldið er niður í bæ á tónleika.
Skemmtum okkur fallega á Ljósanótt
Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð í Reykjanesbæ sem fram fer árlega fyrstu helgina í september. Fjölskyldur eru hvattar til þess að skemmta sér saman og njóta þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem verður í boði.
Jákvæð samvera með fjölskyldunni skapar öryggi og hefur mikið forvarnargildi fyrir börn og ungmenni.
Þann 1. september tekur vetrarútivistartíminn gildi en þá mega börn 12 ára og yngri ekki vera ein úti eftir kl. 20:00 og ungmenni 13 til 16 ára mega ekki vera ein úti eftir kl. 22:00.
Þeim tilmælum er beint til foreldra og forráðamanna að tryggja að ungmenni séu ekki ein eftirlitslaus á hátíðarsvæði eftir kl. 22:00.
Skemmtum okkur fallega saman á Ljósanótt 2023.
Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Kristján Freyr Geirsson varðstjóri forvarna hjá lögreglunnni á Suðurnesjum
LJÓSANÓTT 2023
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
22 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
EKKI MISSA AF LJÓSANÓTT
31. ÁGÚST - 3. SEPTEMBER
Ljósanótt er rétt handan við hornið. Að venju verður lögð áhersla á fjölbreyttar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags. Hámarki nær hátíðin á laugardagskvöldið með stórtónleikum á útisviði, lýsingu Bergsins og glæsilegri flugeldasýningu.
Eins og alltaf fær Ljósanótt ómetanlegt framlag frá bæjarbúum sem standa fyrir heimatónleikum, myndlistarsýningum eða öðrum viðburðum sem gerir hátíðina svo sérstaka, bæði fyrir þátttakendur og samfélagið í heild. Fyrir það ber að þakka.
Yfir sextíu fyrirtæki í Reykjanesbæ og víðar styrkja hátíðina í ár með fjárhagslegum stuðningi eða öðru framlagi. Án þeirra tækist þetta ekki og viljum við þakka þeim kærlega fyrir ómetanlegan stuðning. Helstu bakhjarlar Ljósanætur eru Reykjanesbær, Landsbankinn, Skólamatur, Isavia, Wiz, Icelandair, Bakað og Bus4u.
Verið öll hjartanlega velkomin á Ljósanótt og ekki síst nýir íbúar sem hafa ekki verið með okkur áður. Við hlökkum til að sjá ykkur og kynnast ykkur betur á götum Reykjanesbæjar. Höfum gaman saman á Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð.
Kíktu á nýju heimasíðuna - ljosanott.is
Upphafsfólk Ljósanætur verði gert að heiðursborgurum
listakonan Fríða rögnvaldsdóttir rifjar upp þegar hún ætlaði að setja upp listsýningu í gömlu búð að í kjallara hússins voru tvö risastór býflugnabú og flugurnar voru síður en svo sáttar við að setja átti upp myndlistasýningu á heimili þeirra. Flugurnar voru fjarlægðar og sýningin varð að veruleika.
Hvernig varðir þú sumarfríinu?
Ég fór með vinum til Tenerife í lok maí í eina viku, var orðin smá leið á rigningunni og kuldanum hér heima.
Hvað stóð upp úr?
Bara allt, gott veður, góður matur skemmtilegt fólk og svo fórum við tvisvar í golf.
Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?
Hvað gosið stóð stutt.
Átt þú uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands?
Já, Garðskagavitinn og fjaran þar. Þangað hef ég sótt í öllum veðrum. Það er fátt sem hressir bætir og kætir betur en góður göngutúr í fjörunni.
Hvað ætlar þú að gera í vetur?
Steypa og mála á vinnustofunni minn, vinna í ART67 á föstudögum, fara í sund og hitta sundfélagana mína til 25 ára. Það er góð byrjun á deginum að synda 500 metra, hitta svo félagana í heita pottinum og ræða málin áður en að farið er í kalda pottinn og hittast svo í smá kaffispjall. Svo er afmæliskaffi fastur liður hjá okkur, þá er lagt fallega á borð frammi og afmælissöngurinn sunginn. Svo ætla ég að njóta þess að vera með mínum allra bestu, hlúa að því sem mér er kærast og muna að „Lífið er núna“.
Hvernig finnst þér Ljósanótt?
Mér finnst Ljósanótt æðisleg og skemmtileg stemmningin sem myndast í bænum dagana fyrir aðaldaginn. Mér finnst að þeir sem áttu hugmyndina og stóðu að þessum viðburði í upphafi verði gerðir að heiðursborgurum Reykjanesbæjar.
Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?
Ég ætla að reyna að sjá sem mest, fara í Bókasafnið og hlusta á ljóðalestur, renna suður í Hafnir og skoða Ljósið í kjallaranum, fara í Fischershús og Oddfellowheimilið, skoða litasprengjuna hennar Heiðu Dísar og taka þátt
í Ljósanæturpúttmótinu svo fátt eitt sé nefnt.
Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?
Besta minningin af mörgum góðum sem tengjast Ljósanótt er frá árinu 2007. Þá fékk ég að sýna í Gömlu Búð sem var þá mjög skemmd eftir bruna, allt mjög hrátt að innan sem mér fannst mjög spennandi og passa vel við steyptu myndirnar mínar.
Axel minn heitinn kom með mér til að skoða rýmið og ákveða
Mér þótti mjög vænt um að fá að sýna í Gömlu Búð því móðir mín fæddist þar 1918.
hvað við vildum gera, ég tók eftir nokkrum dauðum randaflugum á gólfinu en pældi ekkert í því frekar. Svo mætum við nokkrum dögum seinna til að klæða einn vegginn með jarðvegsdúk og þá verður skyndilega dimmt inni og ástæðan var að anddyrið var krökkt af suðandi æstum randa-
flugum. Við flúðum út með jakkana yfir höfðinu. Þetta var eins og í hryllingsmynd eftir Hitchcock en við gátum hlegið að þessu seinna.
Nú voru góð ráð dýr, aðeins ein vika í Ljósanótt og ekki hægt að sýna neitt við þessar aðstæður. Mikill eðalmaður var umsjónamaður hjá Byggðarsafninu og hét Björn Ragnarsson og annar eðalmaður, Ingi (Guðmundur Ingi Hildisson) sem var umsjónarmaður Duus húsa, tóku til sinna ráða, fundu út að bú væri undir húsinu sem yrði að fjarlægja. Bjössi tók að sér að skríða inn í kjallarann og þar fann hann tvö risastór bú.
Hvernig farið var að því að fjarlægja búin veit ég ekki en Bjössi sagði brosandi að hann ætlaði aldrei að borða hunang aftur. Sýningin gekk mjög vel og áfallalaust.
Mér þótti mjög vænt um að fá að sýna í Gömlu Búð því móðir mín fæddist þar 1918. Ég átti svo eftir að sýna þar einu sinni enn áður en að Gamla Búð var gerð upp í það glæsilega hús sem það er í dag, það var árið 2016 þá sýndum við Stefán Ólafsson skólabróðir minn saman, hann með ljósmyndir og ég með mína steypu.Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Já, ég mæti alltaf í árgangagönguna og kjötsúpu hjá vini mínum Axel Jónssyni.
LJÓSANÓTT 2023
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Fríða og Dóri maður hennar í sólinni á Tene.
Fríða með sundfélögunum.
24 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Það hressir, bætir og kætir að fara út að Garðskagavita.
Gleðilega Ljósanótt! Bílaapótek Lyfjavals á Aðaltorgi er opið 9-21
Útbúa huggulegan garð fyrir bæjarbúa
Garðyrkjufélag Suðurnesja er í samstarfi við Bókasafn Reykjanesbæjar og Erasmus verkefni, sem stýrt er af Stefaníu Gunnarsdóttir forstöðumanni safnsins og Berglindi Ásgeirsdóttur umhverfisstjóra Reykjanesbæjar, um Andrými - huggulegan garð fyrir bæjarbúa. Garðurinn er á lóð Ráðhúss Reykjanesbæjar.
Hugmyndin með verkefninu er að nýta svæði sem er austan megin við Bókasafnið, þar sem fyrir voru steyptir bekkir og beð, sem er frekar kuldalegt og illa nýtt. Nú er unnið að því að gera þetta svæði huggulegt fyrir íbúa bæjarins til að geta sest niður og notið dagsins.
Í garðinum er fallegt stuðlaberg og nú er unnið að því að koma fyrir nýjum bekkjum í stað steinbekkja sem enginn vildi setjast á. Gróðurinn sem er þar fyrir hefur verið illa hirtur og nú er unnið að því að skipta honum út og setja niður falleg tré, sumarblóm og sígrænan gróður. Það gæti lyft svæðinu upp allt árið um kring.
Í garðinum eru einnig gróðurkassar sem í eru kryddjurta/mat-
jurtir sem íbúar bæjarins geta sótt í, taka með sér heim til eigin nota. Jafnvel að koma með annað í staðinn, nokkurs konar skiptimarkaður.
Umsjónarfólk verkefnisins um garðinn segja að hægt væri að bjóða upp á kennslu við að útbúa sinn eigin garð, hvort heldur á
svölum eða í beði heima. Ef allt gengur vel er möguleiki á að útvíkka verkefnið.
Þau segja að umhverfisvitund hafi farið stigvaxandi í samfélaginu og meira hugsað um sjálfbærni og minni sóun. Þetta tengist því sem bærinn okkar stefnir að.
Hugmyndin er að erlendri fyrirmynd sem er á nokkrum stöðum á Norðurlöndunum eins og t.d. í Danmörku, þar er það kallast „Hygge garður.“
Í sumar mættu um þrjátíu sjálfboðaliðar þegar byrjað var á framkvæmdum við garðinn og í síðustu viku mætti einnig hópur fólks til að hreinsa beð og planta. Þá voru væntanlegir smiðir til að smíða bekki.
Í þessari viku er hér á landi gestir frá Slóvakíu og Noregi að kynna sér garðinn og fleira, en þau eru í Erasmus+ verkefni með Bókasafni Reykjanesbæjar.
TÓNLEIKAR Á LJÓSANÓTT, 3. SEPTEMBER KL. 20:00 Í HLJÓMAHÖLL
Kvöldstund með Marínu Ósk: Dægurlagaperlur af Reykjanesi
Marína Ósk flytur hugljúfa tóna frá heimafólki á borð við
Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, Shady Owens, Valdimar og hana sjálfa.
Miðar á tix.is
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Stólarnir og borðið í garðinum kom frá Gunnari Már. Bekkurinn verður gerður af Fagmennska. Trjágróður kemur frá Glitbrá í Sandgerði en blóminn frá Garðheimum.
26 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Nýr Nissan Qashqai
Fullkominn borgarjepplingur magnaður með Mild Hybrid tækni
Verð frá: 5.890.000 kr.
SPENNANDI VALKOSTIR Í SALNUM BÍLASALA REYKJANESS
Í sýningarsalnum okkar á Holtsgötu eru tveir af mest spennandi bílum haustsins: 100% rafdrifinn Hyundai IONIQ 5 og NISSAN Qashqai með Mild Hybrid tækni.
Komdu, skoðaðu og reynsluaktu.
5
Umboðsaðili BL á Reykjanesi – Holtsgata 52 – 260 Reykjanesbær Sími: 547 9100 – info@bilasalareykjaness.is
100% rafmagn. Verð frá : 7.190.000 kr.
IONIQ
Framkvæmdir við niðurrif á gömlu Steypustöðinni á Fitjum í Njarðvík hefjast á næstunni en það er hluti samkomulags milli Reykjanesbæjar og World Class sem skiptu
World Class byrjar framkvæmdir á Fitjum á niðurrifi
n Stefnt að opnun nýrrar líkamsræktarstöðvar, 120 herbergja heilsuhótels og veitingastaðar á Fitjum í Njarðvík fyrir árslok 2026. Reykjanesbær skipti á lóðum við World Class. Framkvæmdir ættu að geta hafist eftir eitt ár.
Framkvæmdir við niðurrif á gömlu Steypustöðinni á Fitjum í Njarðvík hefjast á næstunni en það er hluti samkomulags milli Reykjanesbæjar og World Class sem skiptu á lóðum. Nýja lóðin sem World Class fékk í skiptunum, mun hýsa líkamsræktarstöð, heilsuhótel og veitingastað. Fyrir utan verður risastórt baðlón, heitir pottar og gufur og í fjörunni munu verða heitir pottar fyrir þá sem vilja stunda sjósund. Stefnt er á að framkvæmdir hefjist eftir eitt ár og þeim verði lokið fyrir árslok 2026.
World Class opnaði fyrstu stöð sína í Skeifunni í Reykjavík árið 1985 og er í dag með átján stöðvar víðsvegar um landið, sú stærsta er Laugar í Laugardalnum. Björn Leifsson er einn aðal eigenda World class, hann fór yfir hvernig áhugi hans á Reykjanesbæ kom til og hvernig verkefnið er statt í dag. „Fyrir fjórum árum var mér bent á svæðið þar sem húsnæði gömlu steypustöðvarinnar er í dag í Njarðvík. Ég fór að skoða málið
og úr varð að ég tók þátt í söluútboði og varð hlutskarpastur en Reykjanesbær gerði mér tilboð og
bauð mér aðra lóð gegn því að ég myndi rífa gömlu Steypustöðina niður. Þar á að rísa fallegt útivistarsvæði en lóðin sem mér bauðst í staðinn hentar miklu betur fyrir það sem ég vil gera. Þarna mun
rísa tíu þúsund fermetra húsnæði sem verður í senn World Classstöð, 120 herbergja heilsuhótel og veitingastaður. Fyrir utan verður 2400 fermetra baðlón, útisturtur, heitir pottar, gufur og auk þess verða heitir pottar í fjörunni sem eru m.a. hugsaðir fyrir þá sem vilja stunda sjósund.
Framkvæmdir hefjast fljótlega
Verkefnið er statt þannig í dag að ég er búinn að semja við verktaka um að rífa gömlu steypustöðina og ættu framkvæmdir að geta hafist fljótlega. Það eru tæp þrjú ár síðan ég skrifaði undir kauptilboðið en síðan þá hefur málið verið að velkjast um í skipulagsmálum Reykjanesbæjar, deiliskipulagið passaði ekki inn í aðalskipulagið svo þetta fór fram og til baka og var langt ferli en nú sér fyrir endann á því. Þá get ég loksins farið að láta hanna bygginguna. Það mun taka u.þ.b. ár svo framkvæmdir ættu að geta hafist næsta haust og m.v. forsendurnar í dag ættu þær að taka um tvö ár. Því ætti að vera hægt að opna fyrir árslok 2026.“
Nálægð við alþjóðaflugvöll
Nálægðin við flugvöllinn og það að þetta er miðsvæðis í Reykjanesbæ er aðalástæða þessarar
framkvæmdar sem mun skapa fjölda starfa.
„Þetta er mjög spennandi dæmi, ég man hvað ég var spenntur á sínum tíma þegar við byggðum Laugar en þetta er mun stærra. Það er nálægðin við alþjóðaflugvöll sem ég horfi mest til, það er mikið af farþegum sem eru að stoppa í nokkrar klukkustundir á milli flugferða og geta þá skotist á fimm mínútum í ræktina eða í baðlónið. Útsýnið á þessum stað yfir voginn og út á sjó er stórfenglegt og þarna er eitt stærsta fuglaskoðunarsvæði á Íslandi. Fólk af höfuðborgarsvæðinu á eftir að gera sér ferð suður með sjó og fara í ræktina eða baða sig og kaupa aðra þjónustu í Reykjanesbæ. Ég geri ráð fyrir að þessi starfsemi muni skapa 60-80 störf, ég hlakka mikið til samstarfsins við Suðurnesin,“ sagði Björn að lokum.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
KJÖTSÚPAN Á
SKÓLAMATUR BÝÐUR Í KJÖTSÚPU VIÐ
GAMLA SLIPPINN HJÁ SMÁBÁTAHÖFNINNI.
FÖSTUDAGINN 1 SEPTEMBER MILLI KL 18-20
Skólamatarlestin leggur af stað frá Iðavöllum kl 17:15
Grænkerasúpa fyrir þá sem vilja
á lóðum. VF-mynd: Hilmar Bragi
S E P T E M B E R K L . 1 8 - 2 0 1 . @ s k o l a m a t u r @ s k o l a m a t u r e h f s k o l a m a t u r @ s k o l a m a t u r i s | S : 4 2 0 - 2 5 0 0
LJÓSANÓTT
28 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Tölvuteikning af fyrirhugaðri byggingu World Class á Fitjum í Njarðvík.
Gleðilega Ljósanótt!
Komdu á björtustu flugeldasýningu landsins
Við erum stoltur styrktaraðili Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar. Við óskum Suðurnesjafólki og öðrum gestum góðrar skemmtunar og vonum að hátíðin skapi dýrmætar minningar.
Kynntu þér dagskrána á ljosanott.is
LJÓSANÓTT 2023
söngkonan Marína Ósk Þórólfsdóttir er fædd og uppalin í keflavík en hefur undanfarin ár búið utan heimahaganna. Hún hefur verið á kafi í tónlist nánast frá fæðingu. Hún hefur gefið út tvær plötur og fleiri eru á leiðinni en hún hlaut nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lagasmíðar sínar. Marínu hefur lengi dreymt um að koma aftur heim og halda tónleika og lætur verða að því á komandi ljósanótt. á tónleikunum sunnudaginn 3. september ætlar hún að gera tónlist af suðurnesjum hátt undir höfði og mun standa ein á sviðinu, vopnuð gítar og píanói.
Marína Ósk snýr aftur til heimahagana
Einlægir tónleikar í Hljómahöll. Lúxusvandamál að velja lögin.
Marína Ósk gekk í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og er ánægð með að tónleikarnir séu í Berginu. „Þessi salur, Bergið, er mér mjög kær en ég nánast flutti í Hljómahöllina þegar ég var að kenna við tónlistarskólann árið 2017. Ég dvaldi mjög mikið í húsinu á milli þess sem ég var að kenna og æfði mig og samdi tónlist. Mér líður vel í Hljómahöllinni enda góður andi í húsinu. Ég ólst upp í tónlistarskólanum þegar hann var á Austurgötunni og þykir sömuleiðis mjög vænt um þann tíma. Þar lærði ég mikið og fékk góðan stuðning og hvatningu en ég tel þennan tónlistarskóla vera með þeim bestu á landinu. Þess vegna þykir mér kærkomið að koma aftur heim og fá að halda tónleika í Hljómahöll. Ég hef í raun ekki gert það síðan ég hélt útskriftartónleikana mína frá tónlistarskólanum.“
Lifir fyrir fjölbreytni
Það hefur verið nóg að gera hjá Marínu Ósk að undanförnu og hún hlakkar mikið til tónleikanna í Bergi. „Það hefur verið mjög mikið að gera í tónlistinni síðustu mánuði, bæði í að flytja jazz á hinum og þessum stöðum og svo hef ég verið mikið í húsi Máls & Menningar á Laugaveginum með húsbandinu, The Honkytonks. Þar erum við að spila gömul og góð rokk- og popplög sem allir þekkja og geta sungið með og í sumar hafa ferðamenn fyllt húsið kvöld eftir kvöld. Stundum hefur það komið fyrir að ég hef tekið jazzgigg eða brúðkaup um daginn og verið mætt á sviðið á Máli & Menningu um kvöldið, sem er dýrðlegt. Ég lifi fyrir þessa fjölbreytni, að fá að spila allskonar tónlist með góðu fólki. Út af þessari miklu spila -
mennsku hefur ekki gefist mikill tími til lagasmíða undanfarið en það kemur vonandi með kalda vindinum og haustinu. Ég er með tvær ólíkar plötur í kollinum sem þurfa að fara að komast út.“
Hlýleg og skemmtileg stemning
Marína er búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í talsverðan tíma. „Þessir tónleikar hafa blundað í mér í nokkurn tíma. Þegar ég sá að Menningarsjóður Reykjanesbæjar var að auglýsa eftir umsóknum í vor ákvað ég að klára hugmyndina og sækja um. Þau samþykktu verkefnið og þá fór allt í gang. Ég fékk til liðs við mig Martin L. Sörensen hjá MX verkefnum sem heldur utan um viðburðinn. Mig langaði líka til að tengja tónleikana við Ljósa-
Nettó safnar fimm milljónum króna fyrir Ljósið
Samstarfsverkefni Nettó og
Ljóssins hefur skilað 5 milljónum króna sem renna nú óskipt til endurhæfingar fólks sem greinist með krabbamein. Söfnunarátakinu var formlega hleypt af stokkunum 1. júlí sl. með sölu á taupokum og spilastokkum í verslunum Nettó, skreyttum verkinu Keramik sem Þorvaldur Jónsson málaði fyrir Ljósið. Þessu til viðbótar runnu 25% af söluandvirði Nice & Soft salernispappírs frá Coop til átaksins á söfnunartímabilinu. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á mikilvægi endurhæfingar krabbameinsgreindra og á sama tíma að safna fyrir Ljósið. „Við erum mjög ánægð að hafa fundið jafn öflugan samstarfsaðila og Nettó til að leggja með okkur grunn að vitundarvakningu og taka þátt í fjáröflun fyrir nýju húsnæði fyrir Ljósið. Þá var skemmtilegt
að listaverkið sem prýddi pokana vísaði í keramikgerð en auk æfinga með sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum er hægt að spreyta sig á ýmiss konar handiðn í Ljósinu,“ segir Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins. „Við erum þakklát fyrir samstarfið við Nettó og verður ágóði samstarfsins ómetanlegur fyrir fólk sem hefur greinst með
krabbamein og aðstandendur þess sem nýta sér þjónustu okkar.“
Markaðsstjóri Nettó segir söfnunina hafa farið fram úr björtustu vonum. Hún segir stefnt að því að héðan í frá verði júlí mánuður Ljóssins með árlegu styrktarátaki.
„Allir einstaklingar sem greinast með krabbamein eiga rétt á þjónustu Ljóssins, sama hvar þeir búa á landinu. Því fannst okkur í Nettó tilvalið að nota matvöruverslanir okkar, sem eru staðsettar um land allt, sem vettvang til að vekja athygli á Ljósinu og koma vörunum á framfæri,“ segir Helga
Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó.
Nettó vinnur markvisst eftir samfélagsstefnu Samkaupa þar sem lögð er mikil áhersla á samfélagslega ábyrgð og fyrirtækið hefur mikinn metnað til að vera
nótt og var mjög glöð að þau tóku vel í hugmyndina. Ég ætla að flytja tónlist sem á rætur sínar að rekja hingað heim á Reykjanesið og er annaðhvort samin eða flutt af heimafólki. Mér eiginlega brá þegar ég byrjaði að safna saman lögum fyrir efnisskrána. Tónlistararfurinn sem frá þessu svæði kemur er risastór og það var því algert lúxus vandamál að velja lögin. Ég gæti líklega haldið tíu svona tónleika með mismunandi efni og aldrei að vita hvað gerist! Ég ætla að hafa þetta dálítið innilegt. Ég mun segja frá lögunum, höfundunum og flytjendunum og flytja tónlistina svo í eigin útsetningum. Svo er aldrei að vita nema lag eftir sjálfa mig fái að fljóta með. Ég held að það geti myndast hlýleg og skemmtileg stemning á þessum tónleikum og ég hlakka mikið til,“ sagði Marína Ósk að lokum.
traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Árlega styrkir Nettó m.a. verkefni á sviði góðgerðarmála, æskulýðs- og forvarnarstarfa, heilbrigðs lífsstíls og umhverfismála.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
30 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Marín Ósk tilbúin í gigg með tré-Hjálmum í Hljómahöll. VF-mynd/Sigurbjörn.
*GILDIR HELGINA 1. – 3. SEPT
skemmtun um helgina á Ljósanótt.
Góða
KLIPPA ÚT 1.000 KR 1.000 KR 1.000 KR 1.000 KR .................... .................... .................... 4 LITLIR BRAGÐAREFIR Á 1.000 KR STK. MÁN–FÖS 14–23 LAU–SUN 12–23 Hafnargata 90A TILBOÐ
HUPP HUPP HÚRRA
LJÓSANÓTT 2023
TÍMASETT DAGSKRÁ EFTIR DÖGUM, MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR
Nánari upplýsingar um alla viðburði má finna á
ljosanott.is
Dagskráin er lifandi og getur enn tekið breytingum á vefnum.
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST
Kl. 19:00 – 21:00
GÖTULEIKHÚSNÁMSKEIÐ Frumleikhúsið, Vesturbraut 17
Kl. 20:00 – 21:00
LJÓSANÆTURGOSPEL VOX FELIX –ÓKEYPIS AÐGANGUR Ytri Njarðvíkurkirkja
Kl. 20:00 – 22:00
VALDIMAR Á TRÚNÓ Í BERGI: UNDRALAND Hljómahöll, Hjallavegi 2
Kl. 21:00 - 23:00
LJÓSANÆTURBALL FYRIR 8. – 10. BEKK Hljómahöll, Hjallavegi 2
Fram koma Sprite Zero Klan, DJ Ólafur Jóhann og Friðrik Dór
Kl. 21:00 - 01:00
HJÖBBQUIZ Á PADDY‘S Paddy‘s, Hafnargötu 38
Kl. 17:00 – 22:00
OPNUN LISTSÝNINGA UM ALLAN BÆ
Kl. 17:00 – 22:00
HÖNNUN, MYNDLIST OG FJÖR Á PARK INN BY RADISSON Hafnargata 57
Kl. 17:00-17:30
LJÓÐAGJÖRNINGUR
Bókasafn Reykjanesbæjar, Tjarnargata 12
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST
Kl. 10:30-11:30
SETNING LJÓSANÆTUR Skrúðgarðurinn í Keflavík
Kl. 12:15 – 12:45
UMHVERFISVIÐURKENNINGAR
Tjarnargata 12
Kl. 12:15 – 12:45
OPIN SÖNGSTUND Í RÁÐHÚSI
REYKJANESBÆJAR
Tjarnargata 12
Kl. 13:00 - 14:30
LJÓSANÆTUR PÚTTMÓT Í BOÐI TOYOTA Í
REYKJANESBÆ
Púttvöllur við Mánagötu
Kl. 17:00 – 19:00
SUNDLAUGARPARTÝ FYRIR 5. – 7. BEKK Sundmiðstöðin við Sunnubraut
Kl. 17:30-18:00
OPNUN: HORFIN HÚS – HORFINN HEIMURLJÓSMYNDASÝNING
Bókasafn Reykjanesbæjar, Tjarnargata 12
Kl. 18:00 – 20:00
OPNUN LJÓSANÆTURSÝNINGA Í DUUS SAFNAHÚSUM
Duus Safnahús, Duusgötu 2-8
Kl. 20:00 – 21:15
EFTIRSTRÍÐSÁRIN – JANA MARÍA SYNGUR Í STAPA Hljómahöll, Hjallavegi 2
Kl. 20:00 – 22:00
VALDIMAR Á TRÚNÓ Í BERGI: UM STUND Hljómahöll, Hjallavegi 2
Kl. 20:00 – 23:00
KAFFIHÚSAKVÖLD Í FRUMLEIKHÚSINU Frumleikhúsið, Vesturbraut 17
Kl. 21:00 – 23:00
KONUKVÖLD MEÐ EYFA Ráin, Hafnargötu 19
Kl. 21:00 – 01:00
JÓN JÓNSSON Á BRONS Brons, Sólvallagata 2
Kl. 22:00 – 01:00
LJÓSANÆTURQUIZ EVU RUZA OG HJÁLMARS Paddy‘s, Hafnargötu 38
SYNGJANDI SVEIFLA Í DUUS SAFNAHÚSUM
Duus Safnahús, Duusgötu 2-8
kl. 14:30 Gryfja
Félag harmonikuunnenda
kl. 15:00 Bíósalur
Kvennakór Suðurnesja
kl. 15:30 Gryfja
Söngsveitin Víkingar
kl. 16:00 Bíósalur
Karlakór Keflavíkur
kl. 16:30 Bíósalur
Alexandra Chernyshova, Aríur úr óperunni „Skáldið og Biskupsdóttirin“
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER
Kl. 16:00 – 17:00
LJÓÐALESTUR VINNINGSHAFA Í
LJÓÐASAMKEPPNI BRYGGJUSKÁLDA Bókasafn Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12enningarfélagið Bryg
Kl. 17:30 – 18:10
MASTER HILARION ÓMAR Í LISTASAFNI REYKJANESBÆJAR
Listasafn Reykjanesbæjar, Duusgötu 2-8
Kl. 18:00 – 21:30
TÓNLEIKAR VIÐ KJÖTSÚPUSVIÐIÐ Tónleikar í gamla slippnum við Smábátahöfnina Páll Óskar, Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson, Midnight Librarian, Demo, Sissa, Kósýbandið og Hæfileikakeppni Ljósanætur
Kl. 18:00 – 20:00
SKÓLAMATUR BÝÐUR Í KJÖTSÚPU
Fyrir framan gamla slippinn á smábátahöfninni
Kl. 19:00 – 00:00
PÍLUMÓT, LJÓSANÆTURMEISTARINN 2023
Keilisbraut 775, Ásbrú
Kl. 20:30-23:00
Í HOLTUNUM HEIMA Háholt 15-17
Kl. 21:00 – 23:00
HEIMATÓNLEIKAR Í GAMLA BÆNUM Gamli bærinn
Kl. 21:00 – 02:00
HREIMUR OG FÉLAGAR Á BRONS Brons, Sólvallagata 2
Kl. 23:00 – 05:00
ARON CAN Á PADDY‘S Paddy‘s, Hafnargötu 38
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER
Kl. 10:00 – 13:00
MORGUNVERÐARHLAÐBORÐ KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KEFLAVÍKUR Blue Höllin, Sunnubraut 34
Kl. 10:30 – 11:30
LÁRA OG LJÓNSI – ÓKEYPIS VIÐBURÐUR Hljómahöll, Hjallavegi 2
Kl. 13:00 – 23:00
BMW MOTORRAD KYNNING Vesturbraut 12
Kl. 13:30
ÁRGANGAGANGAN MÍNUS 20 (t.d. sá sem er fæddur 1950 mætir við Hafnargötu 30) Hafnargata. Árgangur ´01 og yngri hittast við 88 húsið.
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER KL. 14:30–17:00
ÓKEYPIS BARNADAGSKRÁ Í SKRÚÐGARÐINUM Í KEFLAVIK
Kl. 11:30 – 17:00 Hoppukastalaland
Kl. 12:30 – 16:00 Skynjunarleikir, litríkar blöður og sápukúlur
Kl. 14:30 – 16:30 Andlitsmálning
Kl. 14:30 – 17:00 Hestateyming
Kl. 16:00 – 16:30 Kósýbandið með krakkadanspartý
Kl. 16:00 – 16:30 Sirkus Ananas
Leikfélag Keflavíkur með götuleikhús um allan bæ DansKompaní með danssýningar um allan bæ
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER KL. 14:30–17:00
ljosanott.is
32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
SÝNINGAR Á LJÓSANÓTT 2023
Opnun listsýninga um allan bæ á fimmtudegi.
Ávallt er mikið um dýrðir seinnipart fimmtudags og fram á kvöld þegar listsýningar opna hver á fætur annarri víðs vegar um bæinn. Mikil stemning skapast í bænum á þessu kvöldi, verslanir eru með góð tilboð og heimamenn og gestir flykkjast á sýningarnar og eiga saman frábæra kvöldstund. Sýningarnar standa opnar fram á sunnudag.
Nánar um hverja sýningu og opnunartíma er að finna á vefnum www.ljosanott.is
Larz – Ljósmyndasýningin Paradís
– Hafnargata 27
Drífa keramik – sölusýningin Líf, gleði og ró
– Bústoð, Tjarnargata 2
Lína Rut – Opin vinnustofa
– Vallarbraut 14
Halldóra Sif – Konur í allri sinni dýrð
– Gallerí Keflavík, Hafnargötu 32
Agnes Yrja - Skrímslin mín
– Verma, Grófin 10a
Ásdís Erla (diserla), KONUR – Opin vinnustofa og
listasýning
– Skólavegur 42
Sissý – Minningar – Eignamiðlun Suðurnesja,
– Hafnargötu 50
Heiða Dís - Litasprengjan
– Kirkjuvegur 15, bílskúr
Aldís Yngvadóttir – Ljós í kjallaranum
– Hafnagata 33B, Hafnir
Þórdís Erla Ágústsdóttir – Ljósmyndasýningin Of ung fyrir krabbamein?
– Vatnaveröld sundmiðstöð, Sunnubraut 31
Dagbjört Magnúsdóttir
– Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja, Víkurbraut 13
Jón Hilmars
– Ljósmyndasýningin Óður til Reykjaness
– í gamla SBK húsinu, Grófinni 2
Duus handverk, Grófin 2
Pakkið í Pakkhúsinu
– Svarta Pakkhúsið, Hafnargata 2
Horfin hús – Horfin heimur, Átthagastofa Bókasafns Reykjanesbæjar,
– Tjarnargötu 12
Kl. 13:30-14:30
FLAMINGOKNAPAR MÆTA Í ÁRGANGAGÖNGUNA
Kl. 13:30 – 16:30
DJ RAGGA HOLM Á HAFNARGÖTUNNI
Hafnargata 27a
Kl. 14:00 – 16:00
OPIÐ HÚS Í FRUMLEIKHÚSINU
Frumleikhúsið, Vesturbraut 17
Kl. 14:00 – 15:00
DAGSKRÁ Á AÐALSVIÐI
Hátíðarsvæði
Stórsveit Suðurnesja, Kjartan
Már Kjartansson, heimsmeistarar heiðraðir, Heiður spilar þar til hópakstur ekur fram hjá aðalsviði.
Kl. 14:30 – 16:30
TUFTI RISATRÖLL HEILSAR UPP Á
BÖRN Á HÁTÍÐARSVÆÐINU
Kl. 16:00 – 17:00
BMX BRÓS MEÐ SÝNINGU OG
ÞRAUTABRAUT
á Vesturgötu við hringtorg á Hafnargötu
Kl. 14:30 – 17:00
VELTIBÍLLINN Í BOÐI SJÓVÁ
Duus Safnahús
Opið: fimmtudagur 18:00-20:00, föstudagur 12:0018:00, laugardagur 12:00-18:00 og sunnudagur 12:0017:00.
„Eins manns rusl er annars gull“ í Byggðasafni Reykjanesbæjar. Hvað eiga pennar, plastpokar, bíóprógrömm, servíettur og eldfæri sameiginlegt? Á sýningunni má sjá smáhluti sem hafa borist Byggðasafni Reykjanesbæjar sem heildstæð einkasöfn eða hluti af öðrum gjöfum. Leiðsögn um sýninguna verður sunnudaginn 3. september Kl. 13:30-14:30
„Endurlit“, sýning Lindu Steinþórsdóttur í Bíósal Duus Safnahúsa í samstarfi við Listasafn Reykjanesbæjar. „Boðflenna“, sýning Snorra Ásmundssonar í Listasafni Reykjanesbæjar. Listamanna – og sýningarstjóraspjall verður sunnudaginn 3. september kl. 13:00-14:00.
„XXXreyri“ heimildarmynd Snorra Ásmundssonar og Kára G. Schram um kynlífsbyltinguna á Íslandi í upphafi 21. aldar verður sýnd í Bíósal Duus Safnahúsa. Að sýningu lokinni munu Snorri og Kári svara spurningum áhorfenda í pallborðsumræðum en Helga Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar verður fundarstjóri.
Listasmiðja Gallerý Grind
– Baugholtsróló Slökkviliðsminjasafn Íslands opið
– Njarðarbraut 3 Rokksafn Íslands opið – Hjallavegur 2 Handverkstjaldið á Hátíðarsvæðinu Slökkviliðsminjasafn Íslands opið – Njarðargata
Tjarnargata við Hafnargötu
Kl. 15:00 – 16:00
HÓPAKSTUR Á LJÓSANÓTT
Ægisgata fram hjá aðalsviði, leggja bílum og hjólum sitt hvoru megin við Duus Safnahús
Kl. 22:00
BJARTASTA FLUGELDASÝNING LANDSINS
Hátíðarsvæði, Hafnargötu
Kl. 23:30 – 02:00
HERRA HNETUSMJÖR Á BRONS Brons, Sólvallagata 2
Kl. 23:30 – 05:00
BABIES BALL Á PADDY‘S Paddy‘s, Hafnargötu 38
Kl. 22:30 – 03:00
PALLABALL Í STAPA Hljómahöll, Hjallavegi 2
ljosanott.is
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER KL. 22:00
Fischershús, Hafnargötu 2
Opið: fimmtudagur 17:00-22:00, föstudagur 17:0022:00, laugardagur 14:00-18:00 og sunnudagur 13:00-16:00.
Elinrós - Freyju flautur Elísabet Ásberg List Gunnhildur Þórðardóttir - Bland í poka Adam Dereszkiewicz, Blaut Blágerð og Einn hlutur Tobba – Norræn goðafræði
Hönnun, myndlist og fjör á Park Inn by Radisson, Hafnargötu 57 Opið: fimmtudagur 17:00-22:00, föstudagur 16:0020:00, laugardagur 13:00-19:00 og sunnudagur 13:00-17:00.
Sjö konur með samsýningu: Dagmar Róbertsdóttir (Dalla), Fjóla Jóns, Íris Rós Söring, María Arnardóttir (Maju Men), Marta Eiríksdóttir, Sigga Dís og Sigrún Ýr (byKrummi.is)
Fluga design SAJAARTS
Nánar um þátttakendur á ljosanott.is
BJARTASTA FLUGELDASÝNING LANDSINS
Hátíðarsvæði, Hafnargötu
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER KL. 20:00–22:30
STÓRTÓNLEIKAR Á AÐALSVIÐI
Hátíðarsvæði, Hafnargötu
Fram koma:
Daniil
Bríet
Love Guru
Írafár
Friðrik Dór
Flugeldasýning
Emmsjé Gauti
Kl. 21:00 – 21:30 LED LJÓSASÝNING HÚLLADÚLLUNNAR Hátíðarsvæðið Frábær eldsýning frá Húlladúllunni.
SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER
Kl. 07:00 – 17:00
LJÓSANÆTURGOLFMÓT GS OG HÓTEL KEF
Hólmsvöllur í Leiru
Kl. 13:00 – 14:00
BOÐFLENNA: LISTAMANNA- OG SÝNINGARSTJÓRASPJALL
Duus Safnahús, Listasafn Reykjanesbæjar
Kl. 13:30 – 14:30
LEIÐSÖGN - EINS MANNS RUSL
ER ANNARS GULL
Duus Safnahús, Byggðasafn Reykjanesbæjar
Kl. 14:00 – 15:30
XXXreyri: SÝNING OG
PALLBORÐSUMRÆÐUR
Duus Safnahús, Listasafn Reykjanesbæjar
Kl. 13:00 – 18:00
HÁTÍÐ Í HÖFNUM Gamli skólinn í Höfnum og Safnaðarheimilið
Kl. 14:00 – 17:00
KRAKKASTUÐ Í SKRÚÐGARÐINUM Í BOÐI FUNDACJA ZABIEGANI. HOPPUKASTALAR, CANDYFLOSS, SÁPUKÚLUR OG MARGT FLEIRA SKEMMTILEGT. ÓKEYPIS VIÐBURÐUR Skrúðgarðurinn í Keflavík
Kl. 14:00 – 15:00
VAR ALDAUÐINN TIL Í HÖFNUM? GÍSLI PÁLSSON REKUR SÖGU SÍÐUSTU GEIRFUGLANNA. ÓKEYPIS VIÐBURÐUR Nesvegur 4, Hafnir
Kl. 16:00 – 17:30
GÓSS (SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, SIGRÍÐUR THORLACIUS OG GUÐMUNDUR ÓSKAR) og ELÍZA NEWMAN Í KIRKJUVOGSKIRKJU Kirkjuvogskirkja
Kl. 20:00 – 21:00
U2 MESSA – ÓKEYPIS VIÐBURÐUR Keflavíkurkirkja
Nánari upplýsingar á VÍKURFRÉTTIR
// 33
Á SUÐURNESJUM
Bíður spennt eftir opnun nýrrar heilsugæslu
LJÓSANÓTT 2023
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Við fjölskyldan fórum snemma í frí þetta árið og vorum erlendis mestan hluta júní mánaðarins. Þegar komið var heim var æðislegt að skella sér aftur í úlpuna, húfuna og vettlingana þegar farið var út að labba með hundinn – en svo kom þetta fallega veður í júlí og ágúst og við tóku stuttar ferðir
í nærumhverfinu og þerapían sem fylgir því að vera með græna fingur og vera á kafi í garðinum.
Hvað kom skemmtilega á óvart
í sumar?
tanja veselinovic, lyfsöluleyfishafi og lyfjafræðingur hjá lyfjavali í reykjanesbæ, nýtti frábært veður í júlí og ágúst til að fara í stuttar ferðir í nærumhverfinu og að vera með græna fingur á kafi í garðinum. Hvernig varðir þú sumarfríinu?
Veðurblíðan er búin að vera
frábær. Þetta stórflotta veður sem við fengum hér seinni hluta sumarsins, fyrir mig var þetta eins og framlenging á sumarfíinu.
Við breyttum aðeins vöktum í vinnunni og þá áttum við kost á því að hætta fyrr á daginn, þ.e. að njóta veðurblíðunnar var meira en vanalega gerist í svona starfi
Ómetanlegt að hitta fólk
Þórey Óladóttir, leikskólakennari á leikskólanum tjarnarseli í keflavík, er með stefnuna á tónleikana Í Holtunum heima á ljósanótt. Þar mun eiginmaðurinn stíga á stokk með breiðbandinu en sveitin er tuttugu ára um þessar mundir. Þórey segir bestu minningar ljósanætur tengjast því þegar vinir koma saman og ómetanlegt að hitta fólk sem maður hafi ekki hitt lengi.
LJÓSANÓTT 2023
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Hvernig varðir þú sumarfríinu?
Ég fór til Tékklands, nánar tiltekið til Prag í nokkra daga ásamt eiginmanninum. Hafði reyndar farið þangað tvisvar áður með leikskólanum Tjarnarsel sem ég vinn í og var svo heilluð að ég varð að fara aftur og skoða meira og upplifa. Fór í sumarbústað með góðum vinum eina helgi en
annars var ég mikið utanhúss og naut veðurblíðunnar í núvitund við garðvinnu, gönguferðir og slökun.
Hvað stóð upp úr? Pragferðin var algjör dásemd, sá svo margt fallegt og safnaði minningum og upplifunum.
Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Ég held að veðrið
hafi komið mest á óvart í sumar hér á Suðurnesjunum, magnað að hafa sól og blíðu marga daga í röð.
Áttu þér uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands?
Já, á alveg eftir að fara austur og þá langar mig mest til að sjá Stuðlagil í Jökuldalnum og auðvitað alla hina fallegu staðina fyrir austan.
Hvað ætlar þú að gera í vetur? í vetur ætla ég að fara á olíumálunarnámskeið hjá MSS, fara eina helgi í Húsafell og jafnvel út fyrir landsteinana.
Hvernig finnst þér Ljósanótt?
Mér finnst Ljósanótt dásamleg hátíð sem markar upphaf að haustinu, þeim notalega tíma. Gaman að sjá hvað það eru margir og fjölbreyttir viðburðir frá ári til árs og mikið af hæfileikaríku heimafólki og öðrum sem koma hingað sem leggja sitt að mörkum til að hátíðin sé jafn frábær eins og raun ber vitni.
Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?
Ég ætla að fara á fimmtudagskvöldinu á opnun sýninga, á föstudagskvöldinu er stefnan tekin á tónleikana Í Holtunum heima þar sem eiginmaðurinn mun stíga á stokk ásamt Breiðbandinu og fleiri tónlistarmönnum og á laugardeginum er það árgangagangan ásamt besta árganginum frá ‘73 sem fagnar 50 árunum. Þetta er svona það helsta en örugglega verða fleiri viðburðir sem fanga athyglina.
Hver er besta minningin þín frá
Ljósanótt?
Bestu minningar mínar frá
Ljósanótt eru tengdar þeim skiptum sem við vinirnir höfum komið saman í súpu heima hjá vinahjónum okkar á laugardeginum en auðvitað er líka ómetanlegt að hitta fólk sem maður hefur ekki hitt lengi og endurnýja kynnin, það eru góðar minningar.
Hefur skapast hefð í tengslum við eitthvað sem þú gerir á Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Ég er alltaf dugleg að skreyta með ljósum jafnt úti sem inni og lýsa upp þessa helgi og svo áfram inn í haustið. Það er líka orðinn fastur liður að fara á opnun sýninganna á fimmtudagskvöldinu en aðallega er það samveran með fjölskyldu og vinum.
34 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
og þar af leiðandi meiri samvera með fjölskyldunni.
Áttu þér uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands?
Já, það er Snæfellsnesið fyrir mig og Hvalfjörðurinn. Það er eitthvað sem við fjölskyldan gerum á hverju sumri, að skella okkur á Snæfellsnesið. Það er eitthvað svo magnað þar. Þar er ég bara með strákunum mínum
að kíkja á og príla upp hóla, fjöll, fossa og strendur.
Hvað ætlar þú að gera í vetur?
Dagskrá vetrarins er að vinna.
Apótek Suðurnesja er tiltölulega nýflutt í glæsilegt, nýtt húsnæði við Aðaltorg í Keflavík með fjórum lúgum og skemmtilegri búð. Þar bíðum við spennt eftir opnun nýrrar heilsugæslu, sem verður staðsett við hliðina
á okkar starfsemi. Við stækkuðum mikið á stuttum tíma og erum orðin sautján starfsmenn en vorum fimm, þannig að það er nóg að gera. Svo er það skólinn minn, framhaldsnám í náttúrulækningum frá skólanum á NýjaSjálandi, þar er ég komin á annað ár og svo tek ég auðvitað púlsinn á bæjarpólitíkinni.
n Listakonan Lína Rut ætlar að búa í gamla bænum í Keflavík og einnig í litlu þorpi í Frakklandi
Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Fyrst og fremst er hefðin hjá okkur að fara saman í kjötsúpuna á föstudagskvöldinu niður í bæ, hitta og heilsa upp á vini og kunningja. Á laugardeginum er farið og kíkt á handverk heimamanna og listasýningar með kaffibollann í hendinni. Um kvöldið höfum við alltaf farið á tónleika og hlustað á
...Það er hvorki rafmagn né hiti en ég vildi hús í lélegu ástandi því ég vil taka allt í gegn og gera húsið að mínu...
góða tónlist og beðið svo spennt eftir flugeldasýningu, sem hefur orðið glæsilegri með hverjum ári. Hvað er eftirminnilegast frá Ljósanótt?
Eftirminnilegast var veðurblíðan í fyrra. Ég man að það var rölt léttklædd í flottu veðri, stemmningin í fólkinu var frábær.
Lína Rut og blindu krílin
„Síðastliðin ár hef ég verið að fókusa mikið á Krílin mín, en það eru litlar fígúrur sem ég byrjaði að gera þegar kreppan reið yfir um 2008, þá hafði hugmyndin mallað með mér lengi en ég hafði aldrei tíma til að byrja. Þegar svo kreppan reið yfir þá taldi ég að ég myndi ekki selja mikið af málverkum, taldi að fólk myndi leita í minni og ódýrari verk. Það reyndist að vísu ekki rétt en það má segja að kreppan hafi valdið því að ég hrinti hugmyndinni í framkvæmd,“ segir listakonan Lína Rut sem býr í gamla bænum í Keflavík, nánar tiltekið í gamla prentsmiðjuhúsi Grágásar, en hún verður með sýningu á Ljósanótt 2023.
Lína hefur áður sýnt á Ljósanótt. Hún segist hafa verið að þróa hugmyndina og að krílafjölskyldan sé að stækka hægt og rólega. „Ég fókusa mikið á Blind Kríli, því mig langaði að láta gott af mér leiða og styðja við Blindrafélagið á Íslandi. Blind Kríli eru fígúrur þar sem búningurinn sem þær eru í fer yfir augun, þannig að augun sjást ekki heldur einungis munnur og nef.
Það er gaman að segja frá því að fyrst þótti mörgum Blindu Krílín „creepy“ og margir vildu Kríli með augum, en í dag er því öfugt farið, flestir kjósa Blind Kríli. Það er einsog margir hafi bara þurft einhvern tíma til að venjast þeim. Fyrir rúmu ári opnaði ég í sal á Hverfisgötu 108, margir skilja ekki af hverju þar er alltaf lokað, en ég var ekki að opna verslun heldur er fókusinn á sýningarrými þar sem ég hef krílin til sýnis. Ég hitti svo fólk þar að sjálfsögðu eftir hentugleika. Krílin njóta sín mun betur að ég tel þegar fólk sér þau með berum augum. Ég næ mikið til túr-
ista þarna og mig langar að dreifa verkunum út um allan heim.“
Fiðrildaáhrif
Undanfarið hefur staðið yfir sýning hjá Línu Rut í Gallerí Fold, við Hlemm en það er langt síðan hún hélt sýningu á Íslandi, eða 2005. „En ég hef sýnt víða erlendis, í Kaupmannahöfn, Amsterdam, Lúxemborg og síðasta einkasýningin mín var í íslenska sendiráðinu í London 2017.
Sýningin heitir Fiðrildaáhrif eða „The Butterfly Effect“. Þar sýni ég 20 málverk. Í sýningaskrá stendur m.a. „Líta má á list mína sem ferðalag, litað bæði af áföllum og gleði. Ég sé fyrir mér gjörðir og tilfinningar sem eru tengdar á ósýnilegan hátt, um leið eru þær flæktar inn í daglegt líf okkar. Smátt og smátt hleðst eitthvað upp innra með okkur, eitthvað sem erfitt er að henda reiður á eða nefna og
á örskotsstundu getur öll tilvera okkar kollvarpast. Vængjasláttur
fiðrildis getur valdið ringulreið sem hefur áhrif á nálæg laufblöð, blóm og önnur fiðrildi og jafnvel valdið stormi víðsfjarri. Líkt og fiðrildaáhrifin, geta ótengd atvik og tilfinningar tengdar þeim haft stórvægilegar afleiðingar í lífi hvers og eins. Þau geta borið í sér þann kraft að umbreyta manneskju alfjörlega, bæði andlega og líkamlega og hafa áhrif á allt umhverfis hana. Hvernig finnum við leið til að lifa með áföllum og gleðinni sem innra með okkur býr? Minningunum um allt sem var og þá mögu-
legu framtíð sem þær eitt sinn áttu. Gærdagurinn skapar daginn í dag, dagurinn í dag sigrar gærdaginn og skorar jafnframt á morgundaginn og alla möguleika hans.“ Sýningin í Gallerí Fold stendur yfir til 2. september.
Heimili í Frakklandi og á Íslandi
Hvað er annað í gangi hjá listakonunni Línu Rut?
„Það er mikið að gerast, t.d. var ég loksins að fjárfesta í húsi í Suður Frakklandi. Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var í námi í París ung að árum.
Ítalía og Spánn voru líka inni í myndinni og síðastliðið sumar fór ég ásamt yngsta syni mínum Nóa, í mánaðar ferðalag á bílnum mínum til að skoða og meta aðstæður. Við tókum Norrænu og keyrðum um og niðurstaðan var að fókusa á Frakkland og Ítalíu og ég fann rétta húsið í Frakklandi. Ég keypti hús í mikilli niðurníslu, hluti af því er verri en fokheldur því ég þarf að byrja á að rífa út. Það er hvorki rafmagn né hiti en ég vildi hús í lélegu ástandi því ég vil taka allt í gegn og gera húsið að mínu. Ég byrjaði að leita fyrir alvöru fyrir um fjórum árum, var með ákveðin stíl í huga, ég fókusaði á iðnaðarhúsnæði eða húsnæði með gamla sjarmanum, skilyrði númer eitt var að hafa hátt til lofts og að vera ekki langt frá stórborg, þannig að það var mikil vinna sem
fór í að skoða á netinu því það var erfitt að finna hús sem uppfyllti mínar óskir. Húsið sem ég keypti er í litlu þorpi og því ekki mikið um að vera þar en mér finnst gott að búa í rólegu umhverfi og sækja svo í ys og þys þegar þannig er gállinn á mér, svona eins og núna. Ég bý í rólegheitunum í Reykjanesbæ en get farið til Reykjavíkur þegar mig lystir. Það eru tuttugu mínútur í næsta bæjarfélag þar sem búa um 35.000 manns og þar fæ ég alla þá þjónustu sem ég þarf og það er einungis um klukkustund til Toulouse sem er kölluð Bleika borgin, því þegar sólin sest þá fellur bleik slikja yfir borgina sem er víst einstaklega fallegt. Þar búa um milljón manns. Í þorpinu mínu er þó kaffihús, banki og apótek og sitthvað fleira, þannig að bærinn er ekki algjör svefnbær.
Húsið verður gert upp á listrænan máta, en samt haldið ákveðnum einfaldleika.
Það að búa á meginlandinu mun auðvelda líf mitt mikið sem listamaður því ég ætla að halda áfram að sýna erlendis og það er dýrt og mikið vesen að koma verkum til útlanda. Þegar ég er í Frakklandi get ég sett verkin mín í bílinn og keyrt með þau nánast hvert sem er. Ég flyt þangað í haust og mun búa á báðum stöðum. Það hefur verið minn draumur frá því ég dvaldi í París að eiga heimili á tveimur stöðum til að fá að njóta þess besta úr báðum heimum.“
Fyrst og fremst er hefðin hjá okkur að fara saman í kjötsúpuna
á föstudagskvöldinu niður
í bæ, hitta og heilsa upp á vini og kunningja.
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 35
Lína Rut verður með sýningu á vinnustofu sinni að Vallargötu 14 í Keflavík á Ljósanótt.
Árið 2000
Upphafið að einhverju stóru
Fyrsta Ljósanæturhátíðin árið 2000 heppnaðist mjög vel en var ekki fjölmenn miðað við seinni hátíðir en mjór er mikils vísir. Þetta má sjá á myndinni frá flugeldasýningunni, þar er ekki þéttur mannfjöldi niðri við sjó. Eitthvað var um skemmtiatriði og nokkuð um listsýningar en menning og listir áttu sannarlega eftir að aukast mikið á komandi árum. Þá voru verslunareigendur og þjónustuaðilar einnig fljótir að taka við sér með tilboð. Á myndinni til vinstri má sjá gesti pútta á Keflavíkurtúni og gamla svip á Duus-húsum.
LJÓSANÓTT
Gulldrengirnir verðlaunaðir
Árið 2004 voru Gulldrengir Keflavíkur heiðraðir með stjörnuspori fyrir framan K-sport á Hafnargötunni í miðbæ Keflavíkur. Þetta voru náttúrulega knattspyrnuhetjur bítlabæjarins sem unnu fjóra Íslandsmeistaratitla á árunum 1964 til 1973 og einn bikarmeistaratitil til viðbótar. Meðal atriða var heimsókn Landhelgisgæslunnar en þyrla frá henni kom til Keflavíkur og
Endurgerð brunnsins við Brunnstíg vígð
Árið 2004
Íslendingur lýstur upp á Ljósanótt
Víkingaskipið Íslendingur sigldi inn Stakksfjörðinn með tilkomumiklum hætti á þriðju hátíðinni, árið 2002. Það var ljósum prýtt í tilefni Ljósanætur. Hér (á myndinni að neðan) sést fleyið koma inn að Keflavíkurbergi sem er upplýst. Veðurblíða var eins og svo oft á Ljósanótt mörg fyrstu árin.
Árið 2002
ólfssonar afhjúpað
Sparisjóðurinn og Gunnar Eyjólfs
Á rni Sigfússon, bæjarstjóri, vígði á Ljósa nótt end urgerð brunnsins við Brunnstíg við upphaf sögugöngu um bæinn. Á brunninn er nú komin á ný dæla sem Árni notaði til þess að dæla vatni ofan í þyrsta göngu fara en Árni gat þess í ræðu sinni að skortur á neysluvatni hafi lengi ver ið mik ill vandi á Suðurnesjum og hafi þeir brunn ar sem fyr ir voru, áður en brunnurinn við brunnstíg var gerð ur, ver ið rammsaltir. Sú gamansaga hafi því gengið lengi vel á Innesjum að Suðurnesjamenn hefðu ævinlega með sér salt stauk til að strá í kaffið er þeir kæmu í höfuðstaðinn . Þrátt fyrir hráslagalegt veður var góð mæting í sögugönguna sem
Árið 2007
skemmti legt ávarp þar sem hann rifj aði upp
Í tilefni 100 ára afmælis Sparisjóðsins í Keflavík hlaut þessi merka stofnun, sem nú heyrir sögunni til, Söguspor Reykjanesbæjar árið 2007. Sama ár var Gunnar Eyjólfsson, einn af sonum Keflavíkur, stórleikari og skátahöfðingi, heiðraður með Stjörnuspori. Var það afhjúpað á æskuslóðum Gunnars á Þá var sama ár vígð endurgerð (vatns)brunnsins við Brunnstíg í Keflavík og
víkurþorpi, og í kjölfar tíðinda af tauga veiki sýktu vatns bóli í Reykja vík boð aði hann til fundar þar sem samþykkt var að Duusverslun myndi sjá til þess að ævinlega væru tvö vatnsból í tryggu og góðu standi í kauptúninu. Á móti féllust húsfeður sem brunnana notuðu að greiða sérstakan vatnsskatt árlega með lóð ar leigu gjöld um í allt að 20 ár eða þar til útgjöld verslunarinn ar ásamt vöxt um væru að fullu greidd. Fram kvæmd ir hófust árið 1907 og var grafinn brunnur vestan Norðfjörðstún. Þegar Duusverslun hóf að innheimta hinn um samda vatnsskatt vildu heim il is feð ur ekki borga. Í fyrsta lagi voru þeir ósátt ir við að þurfa að greiða kostnað vegna vegar sem gerður var að nýja vatns bólinu (og síð ar varð Brunn stíg ur). Ennfremur biluðu brunndælurnar fljótlega svo oft var ógjörningur að ná vatni úr brunnunum. Þá
LJÓSANÓTT
Styrkur til Skessuhellis í minningu Vilhjálms
Peningaframlag úr Minningarsjóði Vilhjálms Ketilssonar var afhent fyrir Ljósanótt 2008 til byggingar á Skessuhelli í Grófinni. Styrkinn átti að nota til að taka á móti skólabörnum í Skessuhellinum en hann var formlega opnaður á Ljósanótt þetta ár. Vilhjálmur var mikill skólamaður og skólastjóri Myllubakkaskóla í Keflavík. Hann varð bráðkvaddur á Ljósanótt árið 2003. Við afhendingu á styrknum kom fram að Vilhjálmur hafði haft sérstakt dálæti af skessusögum og því hafi verið kærkomið að styrkja verkefnið um Skessuhellinn í Gróf.
Endurgerð brunnsins við Brunnstíg vígð
Árið 2005
Virk þátttaka
Árið 2008
neitaði verslunarstjóri hjá Duus að kosta viðgerðir og brunnurinn lá ónotaður næstu árin. Það var ekki fyrr en 1911 að hnúturinn leystist með nýrri lagasetningu Alþingis sem heimilaði að hreppsnefndir innheimtu vatnsskatt og í framhaldi breyttist viðhorfið til vatnsveitu í þorpinu. Keflavíkurhreppur keypti vatnsbólin tvö af verslun H.P. Duus árið 1917 fyrir 1.500 krónur og annaðist þau eftirleiðis.
skemmtilegan blæ
Ellý og Vilhjálmur og Flags of our Fathers
Minning söngsystkinanna Ellýjar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna úr Höfnum á Reykjanesi var heiðruð á Ljósanótt árið 2005. Stjörnuspor með nöfnum þeirra var afhjúpað fyrir framan skemmtistaðinn Rána á Hafnargötunni. Háværar raddir voru um það að kvikmyndastjarnan og leikstjórinn Clint Eastwood myndi mæta en svo var nú ekki en kappinn tók upp myndina Flags of our fathers að stórum hluta í Sandvík í Höfnum. Clint sendi þakkir fyrir samstarfið og skjöldur þessu til minningar var afhjúpaður fyrir framan Sambíóin í Keflavík. Ári síðar, 2006 fékk Guðrún Bjarnadóttir, Ungfrú heimur
Stjörnuspor Gunnars Eyjólfssonar afhjúpa
ingar- og fjölskylduhátíð sem nú var hald in í 7. sinn þótti takast Dagskráin þessa há tíð ar daga var gríð ar lega fjölbreytt og var nú sem fyrr snið in að þörfum allrar Reyknesinga nú sem fyrr setur
Þrátt fyrir hráslagalegt veður var góð mæting í sögugönguna sem
rún Bjarnadóttir
ósátt ir við að þurfa að greiða kostnað vegna vegar sem gerður var að nýja vatns bólinu (og síð ar varð Brunn stíg ur). Ennfremur biluðu brunndælurnar fljótlega svo oft var ógjörningur að ná vatni úr brunnunum. Þá neitaði verslunarstjóri hjá Duus að kosta viðgerðir og brunnurinn lá ónotaður næstu árin. Það var ekki fyrr en 1911 að hnúturinn leystist með nýrri lagasetn-
40.000
var hrærð ur mjög þeg ar hann lyfti hul unni af spor inu og að því loknu flutti hann afar
Sparisjóðurinn í Keflavík fékk
Lifandi myndir Reykjanesbæ efsjónvarp á vf.is Kapalsjónvarpið
Sögusporsins framan við Sparisjóðinn í Keflavík. Steinþór Jónsson og Geirmundur Kristinsson. VF-mynd: elg
36 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
31.ágúst - 3. september 20% afsláttur af útifötum
*
*í verslun okkar í Krossmóa
Árið 2011 Árið 2012
úr ávöxtum og grænmeti. Þá voru gerðar athyglisverðar tilraunir með
Grænmeti og ávextir
Skemmtileg keppni milli bæjarfélaga fór fram á Flughóteli á Ljósanótt árið 2012 þar sem m.a. voru smíðuð farartæki úr ávöxtum og grænmeti. Þá voru gerðar athyglisverðar tilraunir með egg. Glæsileg dagskrá var á hátíðarsviðinu þar sem minning söngsystkinanna Ellýar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna var heiðruð með vandaðri söngdagskrá. Að venju voru listamenn duglegir að sýna verk sín. Halla Har, einn af eldri listamönnum bæjarins var ein af mjög mörgum sem sýndu á Ljósanótt í mörg ár. Þá var setning Ljósanætur litMagnús og Árgangagangan
Magnús Jónsson, bróðir Steinþórs Jónssonar sem er einn af upphafsmönnum Ljósanætur, átti þessa frábæru hugmynd að Árgangagöngunni, sem nú er orðið eitt vinsælasta atriðið á Ljósanótt. Hér er Maggi í göngunni í sólinni 2011 en honum við hlið er nýbökuð bæjarstjórafrú, Jónína Guðjónsdóttir og fremst til hægri er Elísabet Magnúsdóttir, ritari bæjarstjórans. Meðal atriða þetta árið 2011 var Með blik í auga í fyrsta sinn og þótti heppnast afar vel. Á myndinni má sjá söngkonurnar Fríðu Dís Guðmundsdóttur og Birnu Rúnarsdóttur á sviðinu.
Halla Har hefur tekið þátt í Ljósanótt frá uppog ávallt sýnt sín nýjustu verk.
Árið 2014
Magnús og Bó og stefnumótastaurinn
1962 skipaði sérstakan sess í árgangagöngu þetta árið. Hér er fyrirliði árgangsins.
Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson, einn af „sonum“ Keflavíkur, kveikti á Stefnumótastaur á horni Hafnargötu og Tjarnargötu í Keflavík á Ljósanótt 2014. Hugmyndin að staurnum á rætur að rekja til lags Magnúsar Kjartanssonar, Skólaball, sem hljómsveitin Brimkló flutti svo eftir- minnilega á sínum tíma. Björgvin Halldórsson söng lagið og segir það eitt af vinsælustu lögum sem hann hafi sungið í gegnum tíðina. Á þessari Ljósanótt var einnig opnað fjölskyldusetur auk fleiri flottra viðburða eins og ljósmyndasýningar 1940-1960.
Fjölmennasta hátíðin?
Fjölmennasta Ljósanæturhátíðin frá upphafi segir í miðopnu Víkurfrétta árið 2016 en mjög vel þótti takast til í hátíðarhöldum með mjög virkri þátttöku bæjarbúa. Þetta var í sautjánda sinn sem hátíðin var haldin. Ein breyting varð á við setningu Ljósanætur en í fyrsta sinn, allt frá því að leikskólabörn og yngstu grunnskólanemendur slepptu blöðrum við Myllubakkaskóla, var það ekki gert. Stórum boltum var hent á milli en höfðu all nokkrir á orði að þeir söknuðu þess að sjá blöðrum fljúga út í himinhvolfið. Allt gekk þó vel í fjölbreyttri dagskrá
Árið 2016
Árið 2018
Barnavagnar og ljósmyndasýning
Íbúar Reykjanesbæjar voru þátttakendur í stærstu sýningunni á Ljósanótt 2018 en það var ljósmyndasýningin „Ein mynd segir meira en þúsund orð“. Sextíu ljósmyndarar sendu nærri 400 myndir í keppnina og afraksturinn var sýningur á hátíðinni í aðalsal Duus-safnahúsa. Ein af sérstæðum sýningum
á Ljósanótt 2018 var í Stofunni í Duus en þar voru sýndir Silver Cross barnavagnar, gamlir og nýir. Mörg undanfarin ár hefur verið menningardagskrá í Höfnum, minnsta hverfi Reykjanesbæjar. Elíza Newman hefur í mörg ár staðið fyrir tónleikum og fengið iðulega þekkta tónlistarmenn til að koma og leika í Kirkjuvogskirkju. Þá var á Ljósanótt 2018 skemmtilegt sagnarölt um Hafnirnar.
Árið 2015
Andlit bæjarbúa og heimatónleikar
„Andlit bæjarins“ var aðal sýning Ljósanætur 2015 en Björgvin Guðmundsson, ljósmyndari í áhugaljósmyndarafélaginu Ljósopi og félagar hans í því settu upp magnaða sýningu af 300 bæjarbúum sem teknar voru fyrir sýningu. Að vanda var dagskráin fjölbreytt með tugum sýninga og viðburða um allan bæ. Þá var í fyrsta sinn boðið upp á „heimatónleika“ en þar skemmta og syngja tónlistarmenn við eða í heimahúsum í gamla bænum í Keflavík.
náðu
38 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Eyðibýli frá afskekktum sveitabæ
Gunnar Ingi Guðmundsson er að nema kvikmyndatónsmíðar
„Ég sá fyrir mér afskekktan sveitabæ sem hafði farið í eyði,“ segir tónlistarmaðurinn gunnar ingi guðmundsson, sem er að gefa út sólóplötu sem hann nefnir Eyðibýli.
Gunnar hefur verið viðloðandi tónlist í langan tíma, tók þátt í sveitaballapoppinu á sínum tíma, hefur samið talsvert af efni, bæði
komu í heimsókn o.fl. og fannst að þar með þyrfti tónlistin að vera svolítið dökk og dramatísk en þó björt á köflum. Úr varð saga sem kemur fram á tíu nýjum tónverkum á plötunni sem kemur út á Spotify og öllum helstu veitum 1. september. Upptökur fóru fram í
listarfólk úr Sinfóníuhljómsveit Íslands til að spila inn á plötuna og Stefán Örn Gunnlaugsson annaðist upptökur og hljóðblöndun. Markmið mitt með gerð þessarar plötu er að vekja athygli á mér sem tónskáldi og höfundi, með þeirri von að ég fái verkefni við að semja tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti,“ sagði þessi efnilegi
Þegar ég byrjaði að vinna Eyðibýli og var að ákveða þema plötunnar, sá ég fyrir mér afsekktan sveitabæ,
fannst að þar með þyrfti tónlistin að vera svolítið
LJÓMAÐU Á LJÓSANÓTT Apótekarinn Ke avík Suðurgötu 2 S: 421 3200
gildir 31. ágúst til 3. september
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Afsláttur
- læ g r a ve r ð v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 39
20% AFSLÁTTUR AF HÚÐVÖRUM, SNYRTIVÖRUM OG VÍTAMÍNUM
Ungversk gúllassúpa fyrir óvænta gesti
tilbúin á eldavélinni
anita Engley guðbergsdóttir er starfsmaður Hljómahallar og kynntist ljósanótt fyrst árið 2012 þegar hún flutti til reykjanesbæjar. Hún segir hátíðinu eina skemmtilegustu bæjarhátíð landsins.
LJÓSANÓTT 2023
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Hvernig varðir þú sumarfríinu?
Fyrri partur sumarfrísins fór því miður í veikindi sem tók smá tíma að vinna sig út úr en þó var Norðurlandið heimsótt í rétt rúma viku með stærsta part fjölskyldunnar þar sem leitað var að góða veðrinu. Var það svo bara fundið heima í Njarðvík eftir allt saman þar sem notið var á pallinum, farið í göngur um Reykjanesbæ, hjólað í kaffi til vinkvenna, flughátíðin á Hellu heimsótt og ættarmót í Ásahreppi. Seinni part sumars var skipt á milli vinnu og góðrar ferðar til Ítalíu þar sem við eignuðumst nýja vini og unnustinn bar upp bónorðið í Feneyjum.
Hvað stóð upp úr?
Þakklæti fyrir tímanum með fjölskyldunni, stundir með nýjum og gömlum vinum ásamt ástinni allt í kringum mig.
Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?
Að veikindin fyrr í sumar hafi skilað mér þakklæti fyrir lífinu og að deila því þakklæti með ást og hlýju til fólksins í kringum mig.
Einnig að gera meira af því að hlæja í lífinu og hafa gaman af því, sem og litlu ómerkilegu hlutunum í gráma hversdagsleikans.
Áttu þér uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands?
Æskuslóðirnar Hveragerði standa ofarlega í hjartastað enda svo ofboðslega fallegt þar. En Vestfirðirnir eru líka staður sem ég get gleymt stund og stað í náttúrunni og notið í fjörðunum á milli fjallanna.
Hvað ætlar þú að gera í vetur? Á planinu í vetur er að vinna áfram hér í bæ og byrja mitt fimmta ár hjá Hljómahöll og
Rokksafni Íslands sem er auðvita skemmtilegasti vinnustaður landsins. Einnig er ein utanlandsferð á planinu í aðventunni og svo brúðkaup með vorinu. Nóg um að vera og hlakka til.
Hvernig finnst þér Ljósanótt? Ég kynnist ljósanótt 2012 þegar ég flutti til Reykjanesbæjar og hefur mér fundist þetta ein af skemmtilegustu bæjarhátíðum landsins. Mér hefur þótt gaman að sjá hvað árgangar hafa nýtt sér hátíðina með afmælishittingum og skapað sína hefð sem kannski skapaðist í kringum árgangagönguna. Einnig hef ég gaman af því að sjá hvað menningarstarfið í bæjarfélaginu er öflugt í þátttöku hátíðarinnar.
Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?
Fimmtudagurinn verður notaður í hvítvínsröltið með vinkonum, Duus verður heimsótt og nýja listasýningin verður skoðuð með börnunum ásamt öðrum listasýningum sem opna þessa helgi, kjötsúpan mun ekki fara framhjá mér né hátíðardagskráin á laugardagskvöldinu – en kvöldið verður klárað í vinnu á Ljósanæturballinu í Stapanum fram eftir nóttu.
Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?
Ég verð að nefna Árgangagönguna og þó ég væri aðflutt þá hafði hún mikil áhrif á mig og hefur hún alltaf gert. Ég fyllist svo miklu þakklæti til þess duglega fólks sem kom á undan okkur og byggði þetta fallega samfélag. Ég verð alltaf svo meir að innan
Blik í auga litaði Ljósanótt
„sumrinu var varið í ferðalög innanlands. Ég starfa sem leiðsögumaður meðfram vinnu minni hjá Njarðvíkurkirkjum. Ég er búinn að fara víða um land í sumar, þrisvar sinnum hringinn, einnig um suðurland, snæfellsnes og vestfirði, auk ferða með fjölskyldunni,“ segir kristján Jóhannsson um sumarið sem nú hallar að hausti. kristján hafði það hlutverk margar undanfarnar ljósanætur að vera kynnir á söngskemmtunum sem kenndar eru við blik í auga.
Hvað stóð upp úr í sumar?
þegar ég geng í gegnum hvert ártalið fyrir sig og sjá fólkið sem býður í vegkantinum eldast og get ekki komist hjá því að hugsa; „þetta fólk hefur unnið allt sitt líf og lagt allt sitt að mörkum og við hin yngri göngum hér í dag niður Hafnargötuna til njóta alls erfiðisins.“ Eitt sinn, rétt niður við Koda, sá ég eldri mann í hjólastól sem hafði ekki tök á að taka þátt í göngunni sjálfur en til þess stóðu hjá honum afkomendur sem ýttu honum svo af stað í gönguna og gerðu honum kleift að taka þátt. Þetta þótti mér svo táknrænt og fallegt. Að labba í gegnum Hafnargötuna í árgangagöngu er eins og að labba aftur á bak í tímann og nota ég þá stund til að þakka þeim í huganum sem á undan hafa farið.
Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf? Já, saumaklúbburinn fer alltaf saman á fimmtudagsröltið. Stundum höfum við farið út að borða fyrst og kvöldið endað í dansi með undirspili Eyfa (Eyjólfi Kristjánssyni) á Ránni. En þetta kvöld er alltaf tekið frá fyrir vináttuna. Ljósanótt er fjölskylduhátíð og hefur það ávallt verið útgangspunkturinn minn og því eru sem flestir viðburðir sóttir með henni. Kjötsúpan er nauðsynlegur punktur sem og hátíðardagskráin á laugardeginum en stundum hef ég haft ungverska gúllassúpu tilbúna á eldavélinni á laugardeginum því stundum stoppa fjölskylda og vinir úr Reykjavík við og er þá alltaf eitthvað heitt og gott á eldavélinni í dagskrá stoppinu fyrir kvölddagskrá.
Ferð með hluta af fjölskyldunni um Syðra-Fjallabak í júlí. Konan mín, elsta dóttirinn og kærastinn hennar gengu Laugaveginn frá Landmannalaugum í Þórsmörk en ég keyrði á milli skála á jeppa með farangur og mat. Algjört ævintýri. Auk þess tólf daga ferð með útlendinga hringinn um landið með Vestfjörðum nýlega. Sú ferð var eftirminnileg sökum fjölbreytni.
Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?
Veðrið. Það var að vísu ansi blautt í júní hér á suðvesturhorninu en þá var brakandi blíða fyrir austan og norðan.
Áttu þér uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands?
Þórsmörk hefur verið minn uppáhaldsstaður um árabil og það
mun sennilega aldrei breytast. Þaðan eigum við fjölskyldan góðar minningar. Einnig finnst mér Snæfellsnesið þar sem viðSvanhildur giftum okkur 2002 alltaf heillandi sem og Reykjanesið. Við eigum hreint ótrúlega fallegt land og það eru enn staðir þar sem ég er að koma í fyrsta skipti og enn fleiri sem ég á eftir að heimsækja. Hef þó farið víða. Hvað ætlar þú að gera í vetur? Ég er búin að skrá mig í söngnám í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eftir 25 ára hlé. Er þó búinn að vera syngjandi allan tímann. Ég geri ráð fyrir að taka eina og eina dagsferð með ferðamenn í vetur svona til að halda mér við og svo bara að sinna mínum störfum og reyna að láta gott af mér leiða. Svo bíða nokkur verkefni heimavið. Mér á pottþétt ekki eftir að leiðast.
40 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Hvernig finnst þér Ljósanótt?
Ljósanótt hefur stimplað sig rækilega inn hjá okkur bæjarbúum. Ég var lengi beinn þátttakandi í skemmtanahaldi Ljósanætur ásamt félögum mínum í Blik í auga. Ljósanóttin var svolítið lituð af því verkefni – en Ljósanótt á og á að vera drifin áfram af krafti bæjarbúa. Við eigum að vera óhrædd að breyta til og brydda upp á nýjungum. Heimatónleikarnir og tónleikarnir í Holtinu eru gott dæmi um frumkvæði bæjarbúa. En satt best að segja er ég misupplagður í Ljósanótt. Var í engu stuði í fyrra og fór á fáa viðburði.
Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?
Veit það ekki ennþá. Ég ætlaði á tónleikana í Holtinu á föstudagskvöldinu en missti af miðasölunni. Þannig ef einhver á miða á þann viðburð sem hann þarf ekki að nota þá er ég til í að kaupa tvo!
Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?
Mínar bestu minningar tengjast að sjálfsögðu Blik í auga tónleikunum sem gengu í tíu ár. Sú sýning þróaðist skemmtilega á þessum árum og við reyndum alltaf að gera betur en árið á
LJÓSANÓTT 2023
undan. Svo er það stemmning tengd því að hitta fólk og sjá skemmtilegar sýningar.
Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf? Nei, ekki í seinni tíð. Fer eftir stemmningunni og verkefnastöðunni nú til dags.
L J Ó S A N Æ T U R T I L B O Ð E R S L U N U M O G Á V E I T I N G A S T Ö Ð U M L E N G R I O P N U N F R M I Ð V I K U D E G I T I L S U N N V E R I Ð V E L K O M I N Í B E T R E Y K J A N E S B Æ Betri Bær - Reykjanesbær Betri Bær , Reykjanesbær stjorn@betribaer.is betribaer.is Í R E Y K J A N E S B Æ Í R E Y K J A N E S B Æ 3 0 . Á G Ú S T - 3 . S E P T E M B E R 3 0 . Á G Ú S T - 3 . S E P T E M B E R L J Ó S A N Ó T T L J Ó S A N Ó T T 2 0 2 3 2 0 2 3 K Y N N I Ð Y K K U R o p n u n a r t í m a H J Á H V E R J U F Y R I R T Æ K I F Y R I R S I G K Y N N I Ð Y K K U R o p n u n a r t í m a H J Á H V E R J U F Y R I R T Æ K I F Y R I R S I G v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 41
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Fornbílar og fjöldi í súpu
Árið 2017 var óvænt hætt við árlega sýningu fornbíla sem jafnan aka niður Hafnargötu. Það féll í grýttan jarðveg og lögreglustjóri opnaði fyrir það aftur ári síðar. Hátíðin fór vel fram og á milli 5 og 6 þúsund skammtar af kjötsúpu runnu ofan í gesti sem skemmtu sér vel, m.a. á tónleikum á hátíðarsviðinu á laugardagskvöld.
Árið 2017
Hilmar Bragi skellti drónanum á loft við upphaf tónlistardagskrár á laugadagskvöldi á Ljósanótt 2018. Fólk var að tínast á svæðið þegar smellt var af en myndin er skemmtileg og sýnir vel yfir hátíðarsvæðið. Að venju verður vegleg tónlistardagskrá og mæta fjölmargir þekktir tónlistarmenn á svæðið.
Árið 2019
Líf og fjör á 20. Ljósanóttinni
Ljósanótt 2019 heppnaðist vel og tugir þúsunda gesta úr heimabyggð og nágrenni sóttu hátíðina heim. Dagskráin stóð yfir frá miðvikudegi til sunnudagskvölds. Tónleikar Bliks í auga settu Ljósanótt í gegn og enginn annar en kóngurinn Bubbi Morthens setti punktinn yfir i-ið á tónleikum í Keflavíkurkirkju.
Líklega er þetta mesta menningar-, lista- og tónlistarhátíð landsins. Yfir 150 viðburðir voru í boði og megnið af þeim tengdust menningu, list og tónlist.
Fimmtugum frestað!
Þeir sem eru 50 ára á árinu eru afmælisárgangurinn sem er í aðalhlutverki í árgangagöngunni á Ljósanótt. Árið 2020 var hins vegar engin Ljósanótt og gangan verður ekki farin. Hvað gerir 50 ára árgangurinn þá? Víkurfréttir hittu fyrir hóp ungmenna úr þessum árgangi 1970 á hátíðarsvæðinu á Bakkalág í Keflavík þar sem árgangur hittist til myndatöku án þess að fá að láta ljós sitt skína í sjálfri árgangagöngunni.
Árið 2020
Sjónvarp Víkurfrétta er í snjallsjónvarpinu þínu
Auðvitað er áskriftin að Sjónvarpi Víkurfrétta ókeypis!
á og leitaðu að Sjónvarp Víkurfrétta.
Smelltu
Þegar þú hefur fundið rásina smellir þú á Í ÁSKRIFT
42 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Einstaklega vel heppnaðri Ljósanæturhátíð 2022 lauk á sunnudagskvöld eftir fjögurra daga viðburðaveislu sem fram fór í blíðskaparveðri í Reykjanesbæ. Talið er að yfir 30 þúsund gestir hafi verið á hátíðarsvæðinu á laugardagskvöld þegar hápunkti hátíðarinnar var náð með glæsilegri flugeldasýningu stórtónleikum þar sem fram komu hljómsveitirnar Flott og Vök ásamt Bubba Morthens og Birni.
Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri hátíðarinnar, segir að það hafi mátt skynja mikla ánægju meðal gesta sem virtust njóta þess einstaklega vel að geta loks komið saman á nýjan leik eftir þriggja ára hlé vegna samkomutakmarkana. Hún segir á annað hundrað dagskrárliða hafa verið á dagskrá hátíðarinnar og því sannarlega af nægu að taka fyrir gesti Ljósanætur. Hún segir frábært að upplifa hvernig verslanir, skemmtistaðir og veitingastaðir hafi tekið fullan þátt í að bjóða upp á glæsilega dagskrá á Ljósanótt og þá fari íbúaverkefnum fjölgandi sem sé ánægjuleg þróun. Guðlaug segir að hátíð eins og Ljósanótt sé gríðarleg lyftistöng fyrir samfélagið allt og það hafi verið einkar áberandi núna eftir þetta langa hlé og frábært að sjá hvernig allt hafi hreinlega lifnað við og sprungið út þessa síðustu daga.
Ljósanæturtilboð
20%
afsláttur af húðvörum, vítamínum og bætiefnum
í Reykjanesapóteki að Hólagötu og Fitjum
Opnunartími á Fitjum: 10–18 virka daga og laugardaga 10–14.
Opnunartími á Hólagötu: 9–20 virka daga og 12–19 laugardaga og sunnudaga.
Árið 2022 Árið 2022 Reykjanesapótek: Hólagötu 15 Fitjum 2 260 Reykjanesbæ 260 Reykjanesbæ Vaktsími: 821-1128 Sími: 421-3393 Sími: 421-3383
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 43
lionsklúbburinn Freyja samanstendur af 38 konum úr reykjanesbæ. klúbburinn var stofnaður sem lionessuklúbbur árið 1982 en breyttist í lionsklúbb árið 2020. Myndlistarkonan Elinrós Eyjólfsdóttir bættist í hópinn fyrir nokkrum árum og hún ætlar að gefa 50 málverk, sem verða til sýnis á málverkasýningunni Freyju - flautur í Fisherhúsinu á ljósanótt, frá 31. ágúst til 3. september. söluandvirðið mun allt renna í líknarsjóð Freyju en þetta er í annað sinn sem Elinrós gefur málverk til lions, hún gerði það líka árið 2012 og eftir það gekk hún í félagið.
Freyjur flauta til málverkasýningar
Elínrós gefur 50 málverk. Lionessuklúbbur Keflavíkur var síðasti Lionessuklúbbur Íslands.
Lionshreyfingin varð til árið 1917 í Bandaríkjunum og ruddi sér til rúms hér á Íslandi árið 1951. Í dag starfa yfir 1,4 milljónir fólks í um 46 þúsund Lionsklúbbum í 206 löndum. Lions er óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum, tilgangur félagsins er líknarstarf, að leggja þeim lið sem minna mega sín og þá kannski helst að hjálpa í sínu nærumhverfi. Þegar hamfarir eiga sér stað úti í heimi, er Lions alltaf með þeim fyrstu til að rétta fram hjálparhönd.
Í dag eru fjórir Lionsklúbbar í Reykjanesbæ, Lionsklúbbar Keflavíkur og Njarðvíkur eru skipaðir karlmönnum og svo Lionsklúbbarnir Æsa og Freyja sem eru báðir skipaðir konum.
Hildur Ellertsdóttir er núverandi formaður Freyju, hún fór yfir sögu klúbbsins og hvernig starfseminni er háttað. „Lionessuklúbbur Keflavíkur var stofnaður 26. maí árið 1982, þetta voru eiginkonur félaga í Lionsklúbbi Keflavíkur. Svo fóru aðrar konur að ganga í klúbbinn sem óx fiskur um hrygg því konurnar sáu að þær gátu alveg gert sömu hluti og karlarnir. Lög Lions á heimsvísu voru samt þannig að Lionessuklúbbar höfðu hvorki tillögu- né atkvæðisrétt á þingum og þegar reglur breyttust innan Lionshreyfingarinnar, fóru Lionessuklúbbar á Íslandi að breyta sínum klúbbum í Lionsklúbba. Félagskonur í Freyju voru samt lengi vel andvígar því, þar sem almenn ánægja var innan klúbbsins með starfið en svo kom að því árið 2020 að við létum til leiðast, lögðum Lionessuklúbbinn niður og stofnuðum Lionsklúbbinn Freyju. Við viljum gjarnan fá fleiri konur í Freyju og ef karlmaður myndi sækja um að ganga í klúbbinn yrði það skoðað.
Okkar helsta fjáröflun á hverju ári er sala á sælgætishringjum fyrir jólin, þá hittast félagskonur í október og nóvember og hnýta sælgætishringi og selja til fyrirtækja og einstaklinga. Svo koma alltaf upp hinar og þessar fjáraflanir, t.d. þessi frábæra fjáröflun sem Elinrós á frumkvæði að núna fyrir Ljósanótt. Við styrkjum ýmis samtök og einstaklinga, t.d. Sjúkrahúsið, Nesvelli, Þroskahjálp, Björgunarsveit Suðurnesja, Skátana, Rauða krossinn, Velferðarsjóð og Hjálparsjóð kirkjunnar.
Lionsstarfið byggist á vináttu og við Freyjur leggjum mikið upp úr skemmtilegri samveru. Yfir vetrarmánuðina fundum við alltaf annan þriðjudag í mánuði. Hittumst, borðum saman og eigum ánægjustund. Í vetur ætlum við reyndar að hafa aukahitting í hverjum mánuði þar sem við gerum eitthvað skemmtilegt saman. Heyrst hefur að skemmtinefndin ætli að standa fyrir utanlandsferð næsta vor.“
Elinrós Eyjólfsdóttir er rúmlega áttræð, málar heima hjá sér og
finnst gaman að geta látið gott af sér leiða. „Þegar ég var fertug og var búin að eignast börnin mín, ákvað ég að læra að mála en ég hafði alltaf haft áhuga á því. Ég fór í Lista- og handíðaskóla Íslands í fjögur ár en þar áður hafði ég verið að kenna að mála á postulín. Eftir námið fór ég svo í mastersnám til Bandaríkjanna og var í sex sumur. Ég hef síðan farið út um allan heima og heimsótt listamenn sem ég hef dálæti á og hef lært af, var einmitt í Englandi í sumar að læra að mála rósir. Ég byrjaði á námskeiði fyrir þremur árum hjá bandarískri konu en þar sem COVID var í gangi var bara kennt á ZOOM, því var gaman að geta farið til Englands í sumar og hitta þessa listakonu. Ég lærði nýja litafræði og hef getað nýtt mér hana við að mála rósir, sem ég rækta líka sjálf. Ég man það eins og hafi gerst í gær, þegar Eydís systir mín og Drífa vinkona komu til mín í heimsókn á sínum tíma, þær voru að fara afhenda sjónvarp til fjölskyldu fyrir Líknarsjóð Lions. Ég heillaðist af þessu og vildi líka láta gott af mér leiða og ákvað því að gefa fjölda málverka sem voru svo seld á sýningu árið 2012. Eftir þetta gekk ég sjálf í félagið og hef verið virk í starfinu síðan. Svo fæddist hugmynd af því að halda aðra sýningu og ég ákvað að gefa 50 málverk núna. Þetta eru allt frá litlum myndum til stórra málverka og þau hafa orðið til allt frá síðustu sýningu til dagsins í dag. Ég hef verið mjög dugleg að undanförnu og er að vinna í nokkrum myndum en allt verður tilbúið áður en sýningin hefst fimmtudaginn 31. ágúst. Ég hlakka mikið til og vona að sem flestir kíki við og vonandi seljast öll málverkin, söluandvirðið verður í góðum höndum Líknarsjóðs Lionsklúbbsins Freyju,“ sagði Elinrós að lokum.
LJÓSANÓTT
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
2023
Frá vinstri: Bergþóra G. Bergsteinsdóttir, Hildur Ellertsdóttir, Elinrós Eyjólfsdóttir og Inga Guðmundsdóttir.
44 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Listakonan Elinrós með postulín vasa sem hún málaði sjálf
10kr. AFSLÁTTUR
MEÐ ORKULYKLI
orkan.is
Skannaðu QR kóðann og sæktu Orkulykilinn í símann
á öllum stöðvum Orkunnar, nema á Bústaðavegi, Dalvegi, Mýrarvegi, Reykjavíkurvegi og Suðurfelli. Þar gildir okkar lægsta verð, alltaf.
Þá er ég bara ég – eins og
ég
ætti að vera
Andrea Þórmarsdóttir er 22 ára transkona sem ólst upp sem Andri, ósköp venjulegur strákur í Garðinum. Andrea kom út sem kynsegin fyrir nokkrum árum en komst svo að því að hún væri trans og bíður spennt eftir að hefja kynleiðréttingarferli. Víkurfréttir ræddu á hispurslausum nótum við Andreu til að fræðast um ferlið sem liggur að baki því að breytast úr strák í stelpu.
Dæmigerður strákur
Ef við byrjum á byrjuninni. Þú fæðist sem strákur og elst upp sem strákur.
„Nákvæmlega, það var ekkert sem gaf til kynna að ég væri stelpuleg þegar ég var yngri. Ég var enginn dúkkustrákur heldur lék mér með Lego og var í byssuleikjum, svona dæmigerður strákur.
Árið 2017 kom ég út sem kynsegin [non-binary; hugtak sem nær yfir einstaklinga sem skilgreina sig sem ekki eingöngu karlkyns eða kvenkyns. Heimild: Heilsuvera.is] og var þannig í nokkur ár. Kannski er ég hvorugt, það skipti mig ekki máli.“
Andrea segist hafa litið á sjálfa sig sem kynsegin í nokkur ár og breyttist lítið við það, hélt áfram að klæðast sömu fötunum og vera eins og áður. Hafði ekki þörf fyrir neina sérstaka skilgreiningu og segist ekki taka því illa sama hvaða fornafni fólk kýs að kalla hana. „Ef þú segir hún, hán eða „whatever“ þá skiptir það mig ekki máli – það var alltaf notað hann af því að ég breyttist ekkert í útliti.
Ég kom út sem kynsegin sautján ára gömul en þremur árum síðar fór ég í smá naflaskoðun. Ég fór
að velta fyrir mér hvort ég væri kannski trans og byrjaði að prófa mig áfram með því að breyta fatastílnum og hvernig ég er – hvernig ég sýnist eða hvernig fólk lítur á mig. Þá var ég bara: Ó, damn! Ókei, þetta er ég.“
Þér hefur þá ekkert liðið illa sem strákur, upplifað þig sem fanga í eigin líkama eða eitthvað í þá áttina?
„Nei, í rauninni ekki. Ég breytti t.d. nafninu mínu ekkert mikið, Andri yfir í Andrea,“ segir hún og hlær. „Ég lít ekkert á fyrra nafnið sem eitthvað tabú, margir þola ekki gamla nafnið sitt en þetta er bara einhver sem ég var. Sumir taka upp ný og allt öðruvísi nöfn. Ég fór yfir öll skráð kvennanöfn og endaði á nánast sama nafni og ég var með fyrir.“
Hvað með unglingsárin og svona, áttirðu kærustur?
„Já og ég myndi eiginlega segja að ég sé lesbísk. Ekki það að ég hafi neitt á móti karlmönnum, ég get alveg séð mig með karlmanni en myndi segja að það væri svona níutíu prósent gegn tíu prósent. Ég hef alltaf verið með konum og sé mig frekar með þeim en körlum,“ segir Andrea.
Lífsstílsbreyting sem er ekki hægt að snúa við Þrátt fyrir að ákvörðunin um að taka skrefið og fara í kynleiðréttingu hafi verið ansi stór segist Andrea í raun ekki hafa verið lengi að ákveða sig.
„Það var af því að ég vissi að ég væri með gott stuðningsnet í kringum mig og mér fannst ekkert hræðilegt við að koma svona út. Ég var kannski smá hrædd um viðbrögð ömmu og afa en svo voru þau alveg góð með þetta.“
Andrea tók sér nokkra mánuði til að velta hlutunum fyrir sér áður en hún tók ákvörðun um að hefja kynleiðréttingarferlið og naut þar leiðsagnar transteymis Landspítalans. Hún fór í þrjú viðtöl en segir að niðurstaðan hafi í raun allan tímann legið ljóst fyrir.
Transteymi Landspítalans fer yfir allt ferlið með umsækjendum í þremur viðtölum og líður hálfur mánuður til mánuður á milli tíma.
Fyrsti tíminn fer í að kynna ferlið fyrir viðkomandi, annar tíminn segir hverjar breytingarnar verða og farið er yfir væntingar umsækjanda. Þriðji tíminn er í raun bara til að staðfesta að þetta sé virkilega það sem umsækjandi vill.
„Sá tími tók mig fimm til tíu mínútur. Svona er þetta, ég er bara svona. Ég tók samt alveg ár í það að
ákveða hvort ég vildi fara í aðgerð
eða ekki – það er stærsti þátturinn í þessu öllu saman, það er aðgerð.
Þú ert að breyta líkamanum og
það er óafturkræft því það þarf að breyta upphaflegu kynfærunum og
þá er ekki hægt að snúa til baka.
Ég er ennþá að bíða eftir að byrja í hormónameðferð en það eru níu mánuðir síðan ég sótti um.“
Þetta er þá kannski miklu frekar lífsstílsbreyting heldur en líkamleg breyting. „Algerlega.“
Andrea segir að það séu um níu til tólf mánaða bið eftir hormónameðferð en þriggja ára bið er eftir að komast í aðgerð. Það sé þó styttri bið en áður því núna eru allar aðgerðirnar gerðar í Svíþjóð og þegar röðin kemur að henni flýgur hún út til Svíþjóðar og verður þar í þrjár vikur.
Manni heyrist á öllu að fólk hafi tekið þessu vel, allsstaðar. „Mjög vel. Fjölskyldan, pabba míns megin, fékk smá svona aðlögun af því að frændi minn kom
út sem trans líka. Við fæddumst á sama ári, það er mánuður og ellefu dagar á milli okkar, og vorum alltaf mjög náin en svo kom hún út sem strákur þannig að þau fengu smá æfingu svona þremur árum áður en ég kom út.“
Andrea vinnur sem sölumaður í Tölvulistanum í Reykjanesbæ og hefur gert frá árinu 2017. Hún kom út eftir að hún hóf störf þar og þrátt fyrir allt tal um fordóma í garð hinsegin fólks í samfélaginu okkar ber það kannski vott um jákvæða hugarfarsbreytingu að það var aldrei neitt vandamál innan fyrirtækisins.
„Já, það tóku allir vel í þetta og ég veit að ég er ekki eina transmanneskjan í fyrirtækinu. Um leið og ég kom út og breytti nafninu mínu bað ég um að einhverju öðru yrði breytt, ég man bara ekki nákvæmlega hverju,“ segir Andrea hugsandi. „Þau spurðu bara hvort við ættum ekki að breyta öllu; þessu, þessu, þessu og þessu ... og ég sagði bara; ókei, kúl. Þannig að hugmyndin var í raun og veru þeirra – að breyta öllu.“
Það er gaman að heyra að þú eigir gott bakland og hafir ekki upplifað fordóma í þinn garð.
„Já, ég get ekki sagt að ég hafi upplifað fordóma. Af og til eitthvað smávegis á netinu,“ segir hún og hlær að því. „Mér er sama. Það er alls ekki mikið miðað við það sem ég hef heyrt, t.d. af fólki í öðrum löndum og hvað það er að ganga í gegnum þar. Enda sýna allir þeir listar sem ég hef séð yfir vinalegustu hinsegin löndin í heiminum að Ísland er á toppnum. Ísland er númer eitt á öllum listum.“
Hvert er svo framhaldið? Þú gengur í gegnum leiðréttingarferlið og hvað tekur svo við? „Þá er ég bara ég – eins og ég ætti að vera í raun og veru. Margt transfólk, alls ekki allt transfólk, gengur í gegnum það sem er kallað kynami [e. gender dysphoria]. Þú lítur á líkamann þinn og segir:
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Þú ert að breyta líkamanum og það er óafturkræft því það þarf að breyta kynfærunumupphaflegu og þá er ekki hægt að snúa til baka ...
Andri var ósköp venjulegur strákur í Garðinum.
Andri og XXX, litla systir, saman í útilegu.
46 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Andrea mætir viðskiptavinum alltaf með brosi í Tölvulistanum. VF/JPK
„Þetta er ekki ég. Þessi líkami passar ekki við andlitið á mér.“
Það getur verið mjög slæmt fyrir fólk að lenda í því en kynama getur fylgt þunglyndi, kvíði og fleira. Hjá mörgum getur þetta varað í mörg ár, þeir eru jafnvel búnir að fara í kynleiðréttingu og hormónameðferð en upplifa það samt. Ef við tökum dæmi um transmenn; það fylltist kannski ekki út í líkamann hjá þeim eins og þeir vildu og þeir voru ennþá með mjaðmir og mitti. Þá líta þeir ekki á þetta sem hluta af sínum líkama og finnst þeir ennþá konulegir.
Ég upplifði þetta alveg til að byrja með, þ.e.a.s. fyrst eftir að ég kom út, af því ég var ekki viss hvernig ég átti að vera, hvernig ég átti að klæða mig til að passa betur við mig eins og ég leit á mig. Það tímabil varði í svona fjóra mánuði en svo tók ég sjálfa mig í sátt því ég vissi að þetta myndi gerast, það tæki bara sinn tíma.“
Andrea mun þurfa á hormónameðferð að halda alla tíð eftir kynleiðréttingarferlið þar sem líkaminn var upphaflega ekki gerður í þeirri mynd sem hann verður þá kominn í. Þá á hún eftir að finna fyrir skapgerðarbreytingum en Andrea segir að skapgerð karla breytist frá degi til dags á meðan konur ganga í gegnum mánaðarlegar breytingar í takt við tíðahringinn.
Fara transkonur þá á blæðingar?
„Já og nei, transkonur sem fara á hormóna fara í raun ekki á blæðingar en geta upplifað krampana og skapsveiflurnar sem ættu að koma með þeim, en ekkert blóð. Þær fá þetta skemmtilega; sársaukann og krampana – ekki hitt,“ segir Andrea hlæjandi. „Það getur þó gerst að þær fái einhverjar blæðingar, ég vona að ég sleppi við það en ef ekki þá er það bara hluti af pakkanum.“
Hrósar þeim sem spyrja
Nú hefur þú afgreitt mig hérna í Tölvulistanum frá því að þú varst strákur en ég beit næstum úr mér tunguna þegar þú varst að aðstoða mig fyrir stuttu og ég sagði: „Takk vinur!“ Þá var ég ekki viss hvað þú værir eða vildir láta kalla þig.
„En svo spurðir þú mig út í það. Það eru mjög fáir sem spyrja og ég hrósa alltaf fólki þegar það spyr mig. „Já, ég er hún. Takk fyrir að spyrja.“ Þegar það er augljóst að fólk er að breytast er gott að spyrja frekar en að misskilja fólk. Ef fólk misskilur mig þá angrar það mig ekki neitt, skiptir mig engu máli –en aðrir geta verið viðkvæmir fyrir því.
Af því að þetta angrar mig ekki neitt þá er mér alveg sama – en ef það spyr þá er það alveg geðveikt, haltu áfram að spyrja,“ segir Andrea og bætir við að það sé af
hinu góða að kynna sér það sem fólk skilur ekki. Fordómar byggjast á fáfræði og vanþekkingu og sá sem spyr ekki lærir ekki neitt.
Tekur þú þátt í Pride-göngunni?
„Ég ætlaði að gera það núna en komst ekki. Þú trúi því kannski ekki en ég hef aldrei farið í
gönguna. Ég er alltaf á leiðinni en einhverra hluta vegna er alltaf brjálað að gera hjá mér í vinnu í ágúst, þá eru útsölur og svona – en ég ætla að fara á næsta ári og er búin að tilkynna vinnufélögunum það,“ sagði transkonan Andrea Þórmarsdóttir að lokum.
SAMTAKA HÓPURINN
SAMVERA ER BESTA FORVÖRNIN!
Söfnum góðum fjölskylduminningum, höfum gaman saman á Ljósanótt. Verum samferða heim.
Það eru mjög fáir sem spyrja og ég hrósa alltaf fólki þegar það spyr mig. „Já, ég er hún. Takk fyrir að spyrja.“
Það fer vel á með Andreu og samstarfsfólki hennar í Tölvulistanum.
Fjölskyldan studdi Andreu sem er þakklát fyrir að eiga það góða bakland.
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 47
Eldsneytisdrægnikvíði tók að þjaka fimmtán ferðalanga
n Horn í horn í horn á sjö dögum
Melrakkar er fjórhjóla- og buggy-félag sem hefur gaman af ferðalögum um hálendi Íslands. síðasta árið hefur verið í undirbúningi sjö daga ferð frá reykjanestá til Fonts á langanestá og lögðu fimmtán manns af stað miðvikudaginn 19. júlí síðastliðinn. víkurfréttir spjölluðu við guðberg reynisson, einn ferðalanga, og báðu hann að segja okkur frá ferðinni.
Guðbergur Reynisson og eiginkona hans, Arnbjörg Elsa Hannesdóttir, voru meðal horn í horn-fara en aðrir með í för voru Karl Eiríkur Hrólfsson, Karítas Gunnarsdóttir, Íris Sigtryggsdóttir, Elmar Magnússon, Íris Erlingsdóttir, Sæmundur Sæmundsson, Garðar Gunnarsson, Harpa María Sturludóttir, Valtýr Gunnlaugsson, Kristinn Jakobsson og Ólöf Kristín Sveinsdóttir.
Lagt var af stað snemma miðvikudagsmorgun og þrátt fyrir byrjunarbilunarvesen þá komst hópurinn af stað rétt eftir hádegið. Fyrsti leggur var framhjá Eldvörpum inn í Grindavík, framhjá gossvæðinu, austur að Kleifarvatni, yfir á Bláfjallaafleggjara og línuveginn austur að svifflugvellinum á Sandskeiði.
„Í þetta skipti náðum við ekki að gæða okkur á Hlöllabát á Litlu kaffistofunni,“ sagði Guðbergur undrandi; „því af óútskýranlegum ástæðum lokar þar kl. 16:00.“ Uppi á Hellisheiði er stórskemmtileg Þúsundvatnaleið sem má segja að sé uppáhaldsleiksvæði fjórhjólamanna en þeim finnst mjög gaman að göslast annað slagið.
Veðrið var með eindæmum gott og enginn að flýta sér svo farið var í rólegheitum gegnum Grafninginn norður að Þingvallavatni. Hópurinn náði á fyrsta leiðarenda í Reykjaskógi upp úr klukkan níu um kvöldið.
Beggi segir að gistingar í svona ferð geti verið mjög misjafnar. „Í Reykjaskógi gistum við í sumarbústað en næstu nætur í fjallaskálum og til dæmis í samkomuhúsi á Svalbarði á Melrakkasléttunni.“
Tafir vegna veðurs
„Dagur tvö var langur dagur þar sem bæði þurfti að keyra Hrunamannaafréttinn og Sprengisandinn en við höfðum ákveðið fyrir ferðina að skoða eins mikið og hægt var og stóðum við við það. Hægt er að sjá Gullfoss sunnan megin við Hvítánna og stoppuðum við aðeins þar. Eftir Hrunamannaafréttinn er skyldustopp við Háafoss og útsýnið vestur Þjórsárdalinn frá Háafossi er guðdómlegt.“
Þegar komið var yfir stífluna við Tröllkonuhlaup undir Búrfelli var ákveðið að koma við í Áfangagili sem er ótrúlega fallegur staður segir Beggi, „en vegna veðurs eyddum við allt of löngum tíma þar liggjandi í sólinni í algerri afslöppun. Það er nefnilega þannig að lítið sem ekkert símasamband er á fjöllum og því er hægt að kúpla sig algjörlega út.“
Ferðinni var haldið áfram og komið m.a. við í Sigöldufossi áður en stoppað var í kaffi í Hrauneyjum og til að taka bensín – og aldrei þessu vant var í lagi með bensíndæluna þar.
Nýyrðið eldsneytisdrægnikvíði varð til í ferðinni því endalaust var verið að velta því fyrir sér hvort hópurinn myndi ná á næstu bensínstöð og hve langt væri frá hálendishótelinu í Hrauneyjum og í næsta bensín á Möðrudal fyrir norðan.
Undirbúningurinn mikil áskorun
Það að fara með fimmtán manns á hálendið getur verið mikil áskorun, þar sem allir hafa skoðun á leiðarvali og fjölda daga. Þess vegna getur verið að leiðarval breytist oft
Það má nefnilega ekki gleyma frelsinu sem verið er að leita eftir og því má ekki binda sig of mikið við áfangastaði, enda er það ferðalagið sem skiptir máli en ekki kappakstur um það hver er fyrstur í mark ...
í undirbúningi en þegar á hólminn er komið er reynt eftir besta megni að halda áætlun og að allir haldi sínum stað í röðinni og hjálpist að við að komast heil á leiðarenda.
Melrakkar segja að gæta þurfi að skipuleggja ekki of mikið þannig að hægt sé að breyta í miðri ferð. „Það má nefnilega ekki gleyma frelsinu sem verið er að leita eftir og því má ekki binda sig of mikið við áfangastaði, enda er það ferðalagið sem skiptir máli en ekki kappakstur um það hver er fyrstur í mark.“
Hver einasti aðili hefur tilgang í ferðinni, hvort sem er á ferðinni, við undirbúning á svefnstöðum eða vegna viðgerða og þess háttar. Allir taka þátt að einhverju leyti og þess vegna myndast tengsl milli
ferðafélaga sem erfitt er að rjúfa á meðan á ferð stendur.
Eftir stopp í Hrauneyjum var farið yfir Sprengisand og þó svo honum sé oft lýst sem ferð til tunglsins, og að þar sé ekkert að sjá nema endalausar sandöldur, þá er eitthvað við þetta landsvæði sem heillar ferðamanninn. Yfirleitt er rok á Sprengisandi en það er mishvasst. „Eina stundina ertu í vandræðum með að sitja á farartækinu vegna þess hversu hvasst er og hina stundina ertu í vandræðum með flugu vegna dúnalogns – að ekki sé talað um rokið sem kemur úr öllum áttum, einnig getur líka komið hellirigning og jafnvel snjóað þótt komið sé mitt sumar.
Á þessum árstíma er bjart langt fram eftir og því getur dagurinn
verið langur í keyrslu. Þegar við fórum yfir Hagakvíslina og beygðum inn á Ódáðahraun og Gæsavatnaleið var klukkan orðin margt en veðrið var að spila með okkur svo það kom ekki að sök hversu seint við komum á næsta áfangastað, sem var Gæsavatnaskáli.“
Að morgni þriðja dags vöknum við í Gæsavatnaskála sem er fallegur skáli og rúmar vel fimmtán ferðalanga með kojum sitt hvoru megin herbergis og svefnlofti.
Maður þarf að vera útsjónarsamur þar sem kalt vatn, rafmagn og aðrir veraldlegir hlutir eru af skornum skammti og hvorki netné símasamband – þú ert algjörlega á eigin vegum þar.
48 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
„Eftir dvöl í Gæsavatnaskála var ekin Gæsavatnaleið ofan Vatnajökuls og þvílík náttúruundur sem verða á vegi manns, dökkgrátt landslag með oddmjóum fjöllum í nokkra tugi kílómetra,“ segir Beggi. „Síðan kemur Urðarhálsinn, ljósgrár og erfiður yfirferðar, en þar er ekið á tíu til tuttugu kílómetra hraða og margur ferðalangurinn gæti orðið pirraður á skjöktinu en síðan koma verðlaunin; sem eru sandarnir við Flæðurnar. Margir kílómetrar af leirsöndum á landsvæði sem tekur breytingum á hverjum degi. Flæðurnar geta verið stórvarasamar þar sem mikið vatn bleytir upp leirinn og geta ökutækin sokkið í dýið ef ekki er ekið ákveðið yfir. Þegar við fórum yfir Flæðurnar voru þær nánast þurrar, enda reyndum við að fara snemma yfir þær – en kannski of snemma.
Eftir Flæðurnar komum við að ljósbrúnum leir og vikri og þar var hægt að halda níutíu til hundrað kílómetra hraða og bæta upp Urðarhálsinn og okkur leiddist það ekki. Hugsanir manns fara á örskotsstundu úr; „hvernig datt okkur í hug að fara í þessa ferð?“ yfir í, „þetta er skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í.“
Eftir Flæðurnar komum við í Drekagil sem er dásamlega fallegur staður og skemmtileg gönguleið er að finna inn í gilið.
Að sjálfsögðu kíktum við upp í
Öskju en þá byrjaði að hellirigna og við ákváðum því að ganga ekki þessa tveggja kílómetra göngu í Öskju en vorum svo lánsöm að fá „lánaðar“ myndir (AirDrop) af Öskjuvatni hjá vinalegum bandarískum hjónum sem voru að koma úr göngunni, í svona ferðalagi snýst allt um að vera útsjónarsamur,“ segir Beggi íbygginn á svip.
Á síðustu dropunum
Framhjá Herðubreið og gegnum Ódáðahraunið var rigningin flúin en vegurinn liggur í miklum hlykkjum svo einhvern veginn var hópurinn alltaf að keyra aftur inn í regnskýin. Góður regngalli gerði það þó að verkum að ferðalangarnir fundu lítið fyrir bleytunni. Áfram var haldið og ekið yfir Jökulsárnar á Fjöllum og Brú og aftur fór eldsneytisdrægnikvíðinn
að gera vart við sig því mörg tækjanna voru á síðustu dropunum og eldsneytisgufunum þegar hópurinn náði loks á bensínstöð við þjóðveginn í Möðrudalsöræfum.
Eftir kærkomið bensínstopp var mál málanna að koma sér norður Dettifossafleggjarann og yfir Öxnadalsheiðina til að ná á náttstað að Svalbarði. „Veðrið var orðið svo ótrúlega gott að við létum það eftir okkur að stoppa í Ásbyrgi og nutum veðurblíðunnar í smá tíma.
Að aka yfir Öxnadalsheiði á Melrakkasléttu á svo góðu sumarkvöldi er algjör draumur enda erum við komin svo norðarlega að sólin nánast sest ekki á þessum árstíma. Ofan af Öxarfjarðarheiði sá maður þokuna liggja yfir Langanesinu eins og snjóhvítan jökul og þegar við vöknuðum að morgni í Svalbarði sást ekki neitt vegna svartaþoku sem kunnugir segja á þessu svæði að sé svona annan hvern dag eða oftar.“
Eftir smávægilegar viðgerðir og reimaskipti var lagt af stað út á Langanesið og skiptist á milli þoku og sólskin þessa fjörutíu, fimmtíu kílómetra leið. Komið var við í Þórshöfn og eldsneyti tekið áður en lagt var af stað í lokakaflann.
Uppi á Hellisheiði er stórskemmtileg Þúsundvatnaleið sem má segja að sé uppáhaldsleiksvæði fjórhjólamanna en þeim finnst mjög gaman að göslast annað slagið ...
Stoltið leyndi sér ekki
Melrökkum þótti góð tilfinning að koma loksins á Font þótt þykk þokan byrgði sýn en þó glitti aðeins í hafflötinn á Langanestánni. Fegnir ferðalangar tóku myndir af afrekinu og stoltið leyndi sér ekki á mörgum sem voru að koma í fyrsta skipti en eknir voru 905 kílómetrar á þremur og hálfum degi.
Eftir ferðina út á Langanes var snætt saman á Þórshöfn og hópurinn fékk heldur betur vitundarvakningu þegar þjónninn benti á að eingöngu væru til sex nautasteikur, fjórir lambaborgarar og átta eftirréttir – við erum of góðu vön. Eftir góða daga á Svalbarði hófst undirbúningur vegna heimferðar.
Að morgni fimmta dags var lagt af stað frá Svalbarði þar sem gist var í tvær nætur. „Regngallarnir komu að góðum notum þar sem þétt rigning ferðaðist með okkur alla leið á Mývatn og niður Bárðardal, inn á Sprengisand og yfir á næsta náttstað sem var í Laugafelli sem er rétt suður af Eyjafjarðarleið, hæsta fjallvegar landsins sem liggur í 940 metra hæð yfir sjávarmáli.“
Í Laugafelli er heit laug, eins konar vin í eyðimörkinni mitt á Sprengisandi það sem nánast ekkert vex eða þrífst vegna ágangs svakalegra veðuröfga.
Í Laugafelli er ferðalangurinn yfirleitt tekinn úr þægindarammanum þar sem gistingin er þannig að allir eru saman á háalofti, í þröngu rými á dýnum með fæturna á móti hver öðrum. „Hér er keppnin um að fara fyrstur að sofa ef þú ætlar að sofna á undan hrotukórnum sem lætur ekki á sér standa. Þá koma eyrnatappar sér vel.“
Á sjötta degi var ekið suður Sprengisand og Hrunamannaafréttinn. Síðustu nóttina var aftur gist í Reykjaskógi og seinasti dagurinn heim var ansi tíðindalaus; „fyrir utan að við áttuðum okkur á að við værum algjörlega búin að aftengja okkur frá lífsins amstri og batteríin voru vel hlaðin.
Þess má geta að við steingleymdum eldgosinu í Litla-Hrút, hugsuðum ekkert um fylgi stjórnmálaflokka eða stríðið í Úkraínu.“
Eknir voru samtals 1.730 kílómetrar um hálendið frá Reykjanestá til Langanestáar og allir ferðalangarnir fimmtán voru strax tilbúnir að fara aftur í langferð. Á þessum sjö dögum gæddu ferðalangarnir sér á góðum mat, hlógu mikið og nutu samverunnar og þeirrar yndislegu náttúru sem okkar fagra Ísland hefur upp á að bjóða.
Á næsta ári er áformað að fara frá Gerpi, sem er austasti tangi landsins, vestur á Látrabjarg, sem er vestasti tanginn, en meira um það síðar.
Hluti leiðangursmanna eftir vel heppnaða hálendisferð.
Beggi og Elsa vígaleg á fjöllum.
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 49
Njótum saman á Ljósanótt!
Játa að ég verð í Stokkhólmi þessa Ljósanótt
Róbert J. Guðmundsson, málari og formaður umhverfisog skipulagsráðs Reykjanesbæjar, nýtur þess að veiða og ferðast um á vélhjólinu sínu. Róbert hefur alltaf reynt að fara á heimatónleikana á Ljósanótt en þetta árið verður hann í Svíþjóð og missir þar af leiðandi af Ljósanótt í fyrsta sinn.
Hvernig varðir þú sumarfríinu?
Við hjónin fórum í sumarfríinu okkar til Ítalíu. Flugum til Bologna vorum þar í tvo daga svo tókum við lest til Florence og vorum þar í þrjá daga þaðan héldum við í strandbæ sem heitir Viareggio þar vorum við í tíu daga.
Hvað stóð upp úr?
Við ferðuðumst víða frá Viareggio t.d. til Cinque Terre það eru fimm smábæir sem eru á heimsminjaskrá sameinuðu þjóðana algerlega stórkostlegt að koma þangað. Við ferðuðumst á milli staða með lestum sem gekk mjög
Áttu þér uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands?
Við höfum ekki ferðast mikið innanlands nú í sumar, ég hef mjög gaman af stangaveiði svo hef ég aðeins farið um á mótorhjóli sem mér finnst alveg frábært, þá sérstaklega að fara Hvalfjörðinn og svo er líka ótrúlega gaman að fara Reykjanesið þar sem er mjög
mikið að sjá og skoða.
Hvað ætlar þú að gera í vetur?
Í vetur verður sennilega unnið mikið eins og venjulega það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur hjá Málningarþjónustu JRJ og mér
Hvernig finnst þér Ljósanótt? Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?
Ljósanótt, nú þarf ég bara að játa að ég verð í Stokkhólmi þessa Ljósanótt sem er kannski ekki gott fyrir formann umhverfis og skipalagsráðs. Ljósanótt er alger-
Hefur skapast hefð í tengslum
við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Við höfum alltaf reynt að ná miðum á heimatónleikana sem hefur alltaf verið stress og allir með tölvurnar í gangi þegar miðasalan hefst að reyna að ná miða.
Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?
Betri Bær - Reykjanesbær Betri Bær , Reykjanesbær stjorn@betribaer.is betribaer.is H E Y ! ! E R T U A Ð G L E Y M A E I N H V E R J U ? Á T T U G J A F A B R É F F R Á B E T R I B Æ ? N Ú N A E R F R Á B Æ R T Í M I T I L A Ð N O T A Þ A Ð . 50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
HLÖKKUM MIKIÐ TIL SAFNAÐARSTARFSINS
Vetrarstarfið er við það að fara í gang í kirkjum landsins og í Njarðvíkursókn hafa verið lögð drög að því starfi sem framundan er. Víkurfréttir hittu organistann Rafn Hlíðkvist og Höllu Marie Smith, sem sér um barna- og ungliðastarfið í Njarðvíkursókn, og þau sögðu frá starfinu sem er framundan í söfnuðinum.
Rafn segir að það séu fleiri hlutir í gangi í kirkjunni. „Það eru t.d. Vinavoðir en þar prjóna þátttakendur og hekla bænasjöl sem er síðan dreift út í samfélagið. Vinavoðir eru á þriðjudögum kl. 11–14 í Ytri-Njarðvíkurkirkju,“ segir hann.
„Þar eru líka haldnir AA-fundir alla miðvikudaga kl. 20:00 og svo er fermingarfræðslan að fara af stað hjá okkur. Skráning er í fullum gangi á vefsíðunni okkar, njardvikurkirkja.is,“ sögðu þau Rafn og Halla að lokum og bæta við að verið sé að skipuleggja enn fleiri viðburði í kirkjunum.
Rafn Hlíðkvist hefur hefur verið ráðinn organisti Njarðvíkursóknar og er nýtekinn við starfinu. Hann gegnir einnig stöðu tónlistarstjóri kórs Njarðvíkurkirkju en Rafn hefur m.a. stjórnað kórnum Vox Felix við góðan orðstír.
Rafn segir að hann hlakki mikið til starfsins og hefur þegar hafist handa við að fá fólk í kórastarfið. „Kóræfingar eru hafnar og verða opnar eitthvað áfram, allir velkomnir að kíkja og prófa að vera með. Æfingarnar verða í YtriNjarðvíkurkirkju á milli klukkan sjö og níu á fimmtudagskvöldum,“ segir kórstjórinn og bætir við að allir séu boðnir velkomnir.
Eins og fyrr segir er Rafn einnig stjórnandi Vox Felix sem mun bjóða upp á tónleika í Ytri-Njarð-
víkurkirkju á Ljósanótt. „Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn
30. ágúst og hefjast klukkan 20:00. Það kostar ekkert inn og ég lofa frábærri skemmtun,“ segir Rafn og hlakkar sýnilega til tónleikanna.
Margt spennandi framundan í kirkjunni
Þau Halla og Rafn segja að margt muni vera á döfinni í vetur. „Á miðvikudögum kl. 10:30–12:00 verða tímar í safnaðarheimilinu Innri-Njarðvík sem við köllum Krí lakrútt og eru fyrir ung börn sem eru ekki byrjuð á leikskóla og for ráðamenn þeirra,“ segir Halla. „Þar verður boðið er upp á smá veitingar og við njótum þess að vera saman með börnunum en auk þess verður af og til boðið upp á fræðsluerindi. Krílakrútt er þegar farið af stað og það kostar ekkert að taka þátt. Við erum líka með Facebook-síðu sem heitir Krílakrútt.
Svo verður fyrir börn tólf ára og yngri í Ytri-Njarðvíkurkirkju (nýrri kirkjan) á sunnudögum kl.12:30–13:30. Við byrjum 10. september og forráðamenn eru að sjálfsögðu velkominn með börnunum. Við syngjum saman nokkur sígild sunnudagaskólalög, brúðurnar Rebbi og Músapési koma í heim sókn og við heyrum biblíusögu. Eftir stundina förum við inn í safnaðarheimili þar sem við getum litað, föndrað og fengið okkur eitt hvað gott í gogginn áður en haldið er heim.“
Diddi og Ási árita nýju bók þeirra „Lífssaga
Didda Frissa“
Allir velkomnir!
á „ganginum“ á Park Inn hótelinu í Keflavík, fimmtudag til laugardags á Ljósanótt.
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Rafn lærði píanóleik en hann er viðbúinn lærdómsríkum og skemmtilegum tíma sem organisti í Njarðvíkursókn.
Halla hefur yndi af því að vinna með börnum og unglingum í kirkjustarfinu. Hér er hún með brúðunni Rebba sem krökkunum finnst sérstaklega skemmtilegur.
Músapési vildi fá að spila með Rafni á píanóið.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 51
Minningarskjöldur um Þormóðsslysið afhjúpaður á Garðskaga
Fyrir áttatíu árum, 18. febrúar 1943, varð eitthvert mannskæðasta slys Íslandssögunnar þegar 31 maður fórst við garðskaga í fárviðri. samúð þjóðarinnar beindist að sjávarþorpinu bíldudal sem varð fyrir mestum mannskaðanum. Níu konur og eitt barn voru um borð og fern hjón. Þau sem fórust áttu 56 börn.
ÞORMÓÐSSLYSIÐ
Vélskipið Þormóður BA fórst við Garðskaga eftir langa og stranga baráttu í óveðri á utanverðum Faxaflóa. Skipið var á leið frá Norðurlandshöfnum og Vestfjörðum með farþega og farm. Með skipinu fórust 31 maður, 24 farþegar og sjö í áhöfn. Fern hjón voru í hópi farþega og eitt barn. Margir farþeganna voru frá Bíldudal. Minningarskjöldur um Þormóðsslysið var afhjúpaður á Garðskaga í hádeginu síðasta laugardag. Egill Þórðarson loftskeytamaður fór yfir aðstæður á vettvangi í aðdraganda sjóslyssins aðfaranótt 18. febrúar 1943 og raunar frá því að skipið lagði upp frá Ólafsvík og fór fyrir Snæfellsnesið daginn áður. Einnig sagði Jakob Ágúst Hjálmarsson prestur nokkur orð. Jakob tók saman bókina „Allt þetta fólk“ árið 2013, sem fjallar um þennan harmleik sem þetta stóra sjóslys var. Þá stýrði Hörður Gíslason dagskránni og leiddi inn í athöfnina.
Það er Garðmaðurinn Bárður Bragason sem á heiðurinn af því að minningarskjöldurinn var settur upp við grjótgarðinn undir ljósi
Garðskagavita. Bárður ber nafn
Bárðar Bjarnasonar stýrimanns á Þormóði BA, sem hafði vitjað nafns
í draumum hjá foreldrum Bárðar.
Bárður sagði að það hafi sótt á hann lengi að setja upp minningarmark um þennan atburð á Garðskaga en eftir sagnastundina
í vetur, þar sem Þormóðsslyssins var minnst, var ekki aftur snúið.
Með fullt af þreyttu, slæptu og sjóveiku fólki um borð Í erindi Egils Þórðarsonar loftskeytamanns segir: Það var í febrúar árið 1943, það var vetur og það var stríð sem náði líka til Íslands. Veðurfregnir voru hernaðarleyndarmál, sem ekki mátti útvarpa vegna stríðsrekstursins og hættu sem stafaði af kafbátum sem lágu m.a. hér við Garðskagann. Strjálar ferðir strandferðaskipanna voru ekki auglýstar af sömu ástæðum. Þau bara komu og þau fóru án þess að vitað væri mikið um ferðir þeirra.
Ég heyrði fólk stundum tala um Þormóðsslysið heima í Ólafsvík og það var eins og færðist dimmur skuggi yfir það, þegar það talaði um þennan voðaatburð. Ég vil þakka Sr. Jakobi Ágústi Hjálmarssyni fyrir það mikla átak, að skrifa bókina “Allt þetta fólk”, þaðan er það litla sem ég veit um þennan atburð.
16. febrúar 1943 kom strandferðabáturinn Þormóður á Bíldudal, Esjan hafði ekki komið
síðan í nóvember. Þormóður var að koma frá Hvammstanga með frosið kjöt fyrir herinn í Reykjavík. Fólk þurfti að komast suður, - margt fólk.
Þetta er harmsaga þar sem mönnum var eins og ýtt inn í hverja óyndis aðstöðuna af fætur annari. Nokkuð sem við getum séð eftir á. Þeir komu við á Patreksfirði og síðan var haldið suður Breiðafjörð í suðvestan þungum sjó, lagst undir Ólafsvíkurenni um nóttina og beðið átekta. Skyldi hann lægja með morgninum? Hann lægði ekkert með morgninum og það
= Í
gengur mér hjarta nær að lesa lýsingu Jónasar Guðmundssonar í Brekkuhúsi, þar sem hann á landleið horfði á Þormóð halda út fyrir og fyrir Nes í þessu líka veðri og við vitum að hann var með með fullt af þreyttu, slæptu og sjóveiku fólki um borð.
Skipstjórnarmennirnir voru ekki öfundsverðir af hlutverki sínu, þeim var nauðugur einn kostur. Siglingatækin voru fábreytt, einn segulkompás og kannski snúrulogg, ekkert annað. Enginn radar, enginn dýptarmælir, engin miðunarstöð og auðvitað ekkert GPS.
Sigldur leiðarreikningur og þurft að gera ráð fyrir afdrift á móti SVáttinni, þurft að fara djúpt fyrir Snæfellsnes vegna lélegs skyggnis - og siglingin endaði á þennan hörmulega hátt. Í dag þegar við erum að ergja okkur yfir öllum þessum reglugerðum um búnað skipa, menntunar-, mönnunar- og skráningarkröfum og fleiru sem gerir útgerð svo flókna, þá er okkur hollt að minnast þess að allt er þetta gert af góðum vilja og þekkingu til að hamla því að atburðir sem þessi endurtaki sig. Mikið hefur áunnist,
en við þurfum sífellt að halda vöku okkar, því að við erum ekki herrar jarðarinnar, þar er einn sem öllu ræður og við skiljum ekki allt. Ég vil að lokum þakka þeim feðgum, Bárði Bragasyni vinnufélaga mínum úr hraðfrystihúsinu Garðskaga og Hilmari Braga Bárðarsyni, syni hans, sem hóf blaðamennskuferil sinn innan við fermingu á skrifstofunni hjá mér niðri í Kothúsum, fyrir að minnast þessa atburðar af þeirri hógværð, alúð og myndarskap sem við erum nú vitni að, sagði Egill.
Allt þetta fólk Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson skrifaði bókina Allt þetta fólk. Hún fjallar um Þormóðsslysið, aðdraganda þess og eftirköst. Jakob kom í vetur á sagnastund á Garðskaga þar sem hann fór yfir þennan harmleik sem Þormóðsslysið var. Bókin kom út fyrir tíu árum, þegar sjötíu ár voru liðin frá slysinu. Jakob ritaði einnig grein í Morgunblaðið á þeim tímamótum en eftirfarandi kafli úr greininni lýsir vel þeim aðstæðum sem við var að eiga:
Of margt fólk til þess að það geti farið vel um það Það er áfram logn þegar siglt er út Arnarfjörðinn og komið á Patreksfjörð. Þar eru presturinn í Sauðlauksdal og skipstjóri af öðru skipi teknir um borð eftir talsverða bið og þá eru þau orðin 31 um borð. Þetta er of margt fólk til þess að
MINNINGU UM ALLT ÞETTA FÓLK =
ÞORMÓÐSSLYSIÐ 18. FEBRÚAR 1943
Vélskipið Þormóður BA 291 frá Bíldudal fórst við Garðskaga 18. febrúar 1943 eftir langa og stranga baráttu í óveðri á utanverðum Faxaflóa. Með skipinu fórust þrjátíu og einn, tuttugu og fjórir farþegar og sjö í áhöfn. Fern hjón voru í hópi farþega og eitt barn.
Skipverjar á Þormóði BA 291: Farþegar úr Dalahreppi:
= Gísli Guðmundsson, skipstjóri
= Bárður Bjarnason, stýrimaður
= Lárus Ágústsson, 1. vélstjóri
= Jóhann Kr. Guðmundsson, 2. vélstjóri
= Gunnlaugur Jóhannsson, matsveinn
= Björn Pétursson, háseti
= Ólafur Ögmundsson, háseti
Farþegar frá Patreksfirði:
= Séra Þorsteinn Kristjánsson = Þórður Þorsteinsson = Benedikta Jensdóttir = Guðbjörg Elíasdóttir
Farþegi frá Hvammstanga: = Guðmundur Pétursson
Farþegar frá Bíldudal:
= Ágúst Sigurðsson = Jakobína Pálsdóttir
= Áslaug Jensdóttir
= Bjarni Pétursson = Fjóla Ásgeirsdóttir
= Gísli Kristjánsson = Séra Jón Jakobsson = Jón Þ. Jónsson = Karl Eiríksson = Kristján Guðmundsson = Indíana Jónsdóttir = Loftur Jónsson = Málfríður Jónsdóttir = Óskar Jónsson = Salóme Kristjánsdóttir
= Þorkell Jónsson
= Sigríður Eyjólfsdóttir
= Bjarni (sjö ára sonur Sigríðar og Þorkels) = Þorvaldur Friðfinnsson
BA291 L STO
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Hörður Gíslason leiddi inn í athöfnina á Garðskaga.
Á myndinni eru f.v.: Bárður Kristinn Bragason, Egill Þórðarson, Þorsteinn Erlingsson, Þórður Kr Kristjánsson, Ásgeir Kjartansson og Hörður Gíslason. Að neðan má sjá þann texta og mynd sem sett var á minningarskjöldinn.
52 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Bárður afhjúpar minningarskjöldinn.
Kort úr bókinni Allt þetta fólk sem sýnir siglingaleið skipsins frá Ólafsvíkurenni, að Stafnesi. Skyggðu svæðin á kortinu við Reykjanesskagann sýna þau svæði þar sem Þormóður var í fjarskiptasambandi við land. Mynd: Jóhann Jónsson / Jói Listó
það geti farið vel um það. Þetta skip er ekki neitt farþegaskip. Þetta er línuveiðari og síldarskip; leigt í strandflutninga af Skipaútgerðinni til að bæta upp siglingaleysi vegna stríðsins.
Það er farið að kula þegar komið er fyrir Blakk og í Grindavík er komið illviðri. Þá er um að gera að komast suður áður en hann nær inn á landið og á siglingaleiðina af alvöru. Þormóður er gangskip eftir því sem gerist og getur verið kominn til Reykjavíkur áður en langt verði liðið á næsta dag. Verst með þessar tafir allar. Skipið hefði eiginlega getað verið komið langleiðina suður núna. En það er vont að átta sig á veðrinu þegar engar eru veðurfréttirnar.
Það er orðið ærið hvasst þegar komið er undir Snæfellsnes og skynsamlegt að leita vars. En þá er eins víst að kjötið verði ónýtt. Alls er óvíst hversu lengi veðrið standi. Þormóður ver sig vel og vindurinn er svo sunnanstæður að það getur orðið skaplegt sjólag þegar komið
verður inn á Faxaflóa. Öldurnar ganga yfir skipið í röstinni við Öndverðarnesið og um borð eru flestir orðnir sjóveikir og bera sig illa. Þetta verður mikill barningur áður en yfir lýkur.
Ofviðri
Voðalega er veðrið orðið slæmt!
Það rýkur allur flóinn og allt að fjúka sem laust er. Vindurinn vælir um ufsirnar á Stýrimannastígnum og hriktir í húsinu. Ætti Þormóður ekki að vera kominn? Hefði hann ekki átt að vera kominn í morgun og nú er komið fram yfir hádegi?
Það er vont að bíða í óvissu eftir sínum nánustu og vita af þeim í óveðri á hafinu.
Radíóið er fengið að kalla hann upp en fær ekkert svar. Það er snarvitlaust veður og öll skip í höfn sem við strendur eru. Ellefu vindstig á Hellissandi. Það er fárviðri!
Varðskipið Sæbjörg er á leið inn Faxaflóann og reynir að ná sambandi en á nóg með sig að komast
í heila höfn. Loks næst samband um kvöldmatarleytið. Það er spurt hvenær Þormóður sé væntanlegur:
„Slóum Faxabugt. Get ekki sagt um það núna,“ er svarið. Þá er skipið búið að berjast í vaxandi illviðri frá því um nóttina og berst nú í ofsaviðri við stórvaxnar öldurnar.
Það er ekki um annað að ræða en að láta skipið horfa beint upp í og áfram verður það að halda því ekki tjóir að slá undan. Það er bara að vona að stefnan verði ekki of grunnt og skipið lendi í Garðskagaröstinni. Um hálf ellefu hefur skipið tekið í sig mikinn sjó, því í skeyti frá því segir: „Erum djúpt úti af Stafnesi. Mikill leki kominn að skipinu. Eina vonin er að hjálpin komi fljótt.“ Það er þá komið vestur úr röstinni og veðurhamurinn ólýsanlegur og öngþveitið og háskinn hefur fangað hverja sál. Brotsjór hefur riðið yfir skipið og tekið burtu björgunarbátinn og flekann og svipt burtu öllu sem enn var ofanþilja. Það allt rak við Melaberg rétt við Hvalsnes.
Fjölmennt var við minningarathöfnina á Garðskaga á laugardaginn. Athöfnin fór fram á byggðasafninu og þar skammt frá, milli safnsins og gamla vitans, þar sem minningarskjöldurinn hefur verið settur upp.
Áfram heldur barátta skipverjanna
við að halda skipinu á floti í nokkra klukkutíma en hún verður árangurslaus.
Sjórinn verður brátt svo mikill í skipinu að vélin stöðvast, og þá er stríðið tapað. Vélarvana skip á sér varla neina von í slíkum hamförum náttúrunnar. Enn ríður brotsjór yfir og brýtur af brúna og stjórnlaust berst Þormóður með stormi og straumi í norðausturátt og að lokum upp á Garðskagaflösina þar
sem hann brotnar. Flakið berst í sjólokunum inn með landi og hverfur þar í djúpið. Klukkan er 3:13 aðfaranótt 18. febrúar. Allt þetta fólk lætur líf sitt. Ekkert þeirra var til frásagnar um þann mikla hildarleik sem háður var né þá angist sem heltók hjartarætur mæðra og feðra um borð um hvernig börnum þreirra sem heima biðu ótíðindanna mundi farnast án forsjár þeirra.
Bræðurnir Hans Wíum og Bárður Kristinn Bragasynir við minningarskjöldinn sem settur hefur verið upp á Garðskaga. Steinninn sem skjöldurinn er festur á var sóttur í fjöruna á Garðskaga ekki langt frá þeim stað þar sem flak Þormóðs BA er talið hafa legið á hafsbotni. VF-mynd: Hilmar Bragi
Góður stuðningur við verkefnið
Feðgarnir Bárður Bragason og Hilmar Bragi Bárðarson leituðu á nokkra staði eftir stuðningi við verkefnið. Leitað var til Garðmannsins Kjartans Ólafssonar, sem á þessum tíma var stjórnarformaður Arnarlax á Bíldudal við Arnarfjörð. Það varð úr að Arnarlax studdi af myndarskap við verkefnið. Einnig studdu tvö fyrirtæki úr Garðinum verkefnið. Það eru SI Raf ehf. og Bragi
Guðmundsson ehf. Þá fær Hans Wíum Bragason þakkir fyrir ómælda aðstoð við uppsetningu á minningarskyldinum. Einnig fær listamaðurinn Jóhann Jónsson, Jói Listó, frá Vestmannaeyjum þakkir fyrir mynd af Þormóði BA sem hann teiknaði fyrir bókina Allt þetta fólk. Hann útfærði myndina einnig sérstaklega fyrir minningarskjöldinn og gaf vinnuna við verkið. Hann teiknaði jafnframt kortið sem er hér með þessari umfjöllun og sýnir siglingaleið Þormóðs BA fyrir Snæfellsnes og að Stafnesi, þaðan sem neyðarkall berst frá áhöfninni. Þar er Þormóði snúið við en hann er svo talinn hafa brotnað á Garðskagaflösinni og sokkið í kjölfarið.
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson þakkaði framtakið og bað blessunar öllum þeim sem fórust í þessu slysi og afkomendum þeirra. Þá vildi hann koma á framfæri þökkum til allra þeirra manna sem gengu fjörur dagana eftir slysið.
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 53
Ljósmóðir í hálfa öld
n Tók á móti um 2.500 börnum. Þrír ættliðir í fæðingu. Hestamennska aðaláhugamálið hjá
Guðrúnu Guðbjartsdsdóttur en hún er nýhætt sem ljósmóðir í Keflavík eftir hálfrar aldar starf.
guðrún guðbjartsdóttir er ekkert endilega nafn sem fólk kveikir á einn, tveir og þrír en þegar betur er að gáð, hefur hún komið við sögu í lífi fjölmargra á beinan og óbeinan hátt, guðrún er ljósmóðir sem tók á móti um 2500 börnum. Hún tók á móti sínu síðasta barni í júní á þessu ári og er farin að njóta heldri áranna. Hún og maðurinn hennar eru í hestasportinu, þau fengu sér hjólhýsi í fyrra og ætla líka að skoða það sem landið hefur uppá að bjóða þannig en ekki bara á hestbaki.
Guðrún er fædd og uppalin í Reykjavík en fluttist svo til Keflavíkur. „Ég get ekki tengt mig við neitt eitt hverfi í Reykjavík því við bjuggum aldrei lengur en tvö ár á hverjum stað. Um tíma fluttum við svo í sveit en foreldrar mínir voru á leigumarkaðnum og þurftu oft að skipta um húsnæði. Pabbi átti alltaf hesta, var nánast hálfur maður og hálfur hestur og ég tók fljótt ástfóstri við hestana líka. Þegar ég var nítján ára kynntist ég verðandi eiginmanni mínum, Alberti Hinrikssyni á árshátíð Hestamannafélagsins Geysis svo það má segja að hesturinn hafi leitt okkur saman. Tvítug skráði ég mig í Ljósmæðraskólann og útskrifaðist 22 ára árið 1976. Þá hófum við Albert sambúð í Keflavík og ég fékk strax vinnu á Sjúkrahúsinu í Keflavík og vann þar allan minn starfsferil sem ljósmóðir.“
Meiri ábyrgð úti á landi
Ljósmæður úti á landi þurftu að sýna meira sjálfstæði heldur en stöllur þeirra í höfuðborginni. „Á sjúkrahúsum úti á landi voru
venjulega ekki fæðingarlæknar og
því þurftu ljósmæður að takast á hendur meiri ábyrgð. Ég kunni vel við þetta og vann þannig þar til Konráð Lúðvíksson tók til starfa árið 1984. Fram að því þurfti ljós-
móðirin ein að fylgja fæðingunni eftir og ákveða hvort hún gæti farið fram á eðlilegan máta eða hvort grípa þyrfti til inngripa eins og t.d keisaraskurðs. Á þessum tíma tíðkaðist ekki mænudeyfing eða neitt
slíkt, konur fengu verkjasprautu í fæðingu ef þær þurftu. Það var mjög gott að fá Konráð, hann varð strax okkar besti vinur og félagi, við kölluðum hann til við fæðingarnar daga og nætur. Hann kenndi okkur margt og hjálpaði okkar að gera deildina okkar að bestu fæðingardeild á landinu fyrir konurnar okkar. Konráð var svo góður í mannlegum samskiptum, gat alltaf leyst öll mál sem upp komu en á þessum tíma voru miklu fleiri fæðingar í Keflavík en því miður
var honum sagt upp þegar skurðstofunni í Keflavík var lokað árið 2010. Eftir það fækkaði fæðingum mjög mikið, konum fannst ekki gott að hafa ekki lengur það bakland sem skurðstofa er og færðu sig meira til höfuðborgarinnar.
Hér áður fyrr voru konur að eignast börn yngri og ég tók sérstaklega eftir konum frá Sandgerði og Garði, þær voru ansi margar sem komu þaðan mjög ungar að eignast sín fyrstu börn, oft 17-18 ára gamlar. Út af hverju skal ég ekki segja, kannski voru konurnar einfaldlega búnar að stofna heimili með sínum manni ungar,“ segir Guðrún.
... Hér áður fyrr voru konur að eignast börn yngri og ég tók sérstaklega eftir konum frá Sandgerði og Garði, þær voru ansi margar sem komu þaðan mjög ungar að eignast sín fyrstu börn, oft 17-18 ára gamlar. ...
Guðrún á góðri stundu með nokkrum samstarfskonum sínum á fæðingardeild HSS.
Með tvö í fanginu eftir vel heppnaða fæðingu.
54 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Þrír ættliðir og eftirminnilegar fæðingar
Þar sem Guðrún var lengi í bransanum, hefur hún tekið á móti mjög mörgum börnum. „Þegar ég byrjaði var ég að taka á móti börnum mæðra sem voru á svipuðum aldri og ég, þá voru þær eins og vinkonur en eftir því sem árunum fjölgaði fór mér að líða eins og mamma
þeirra og að lokum eins og amma
þeirra. Gaman frá því að segja að fyrir ári tók ég á móti þriðja ættliðnum, ég tók á móti „ömmunni“
árið 1977, „pabbanum“ árið 1994 og svo kom drengur í heiminn í fyrra og fullkomnaði þrennuna.
Af u.þ.b. 2500 fæðingum eru sumar eftirminnilegri en aðrar.
Því miður er sú eftirminnilegasta
fæðing sem endaði með dauða barnsins. Konan var drifin í bráðakeisara og reynt var að endurlífga barnið en því miður tókst það ekki. Þetta tók ofboðslega á mig, á þessum tíma var ekki sjálfsagt að fá áfallahjálp og ég hugsaði mig lengi um hvort ég vildi halda áfram að starfa sem ljósmóðir.
Sem betur fer voru samt vel heppnuðu fæðingarnar miklu fleiri, það er engin ein sem stendur upp
úr. Hver fæðing er einstök, svolítið eins og að fara í fallhlífarstökk, þú færð kusk í augað þegar krílið andar og grætur í fangi foreldranna. Líklega eru fæðingarnar frá fyrstu árunum sem ljósmóðir hvað eftirminnilegastar, þá voru konurnar á svipuðum aldri og ég. Það var líka gaman að fá sömu konuna
Fyrir um þrjátíu árum síðan var fæðandi konum boðið að eiga í baði sem var sérstaklega útbúið á hinni vinsælu fæðingardeild á HSS. Hér er Guðrún sjálf komin ofan í.
aftur og aftur og svo hef ég líka tekið talsvert á móti börnum innan fjölskyldunnar minnar, t.d. hringdi ein í fjölskyldunni í mig á gamlársdegi og ég var með henni fram á nýársdag þegar barnið fæddist, það var lítið skotið upp hjá mér þau áramótin! Ég man líka eftir því þegar einn pabbinn bankaði upp
á um nótt heima, konan hans vildi að ég myndi taka á móti og auðvitað svaraði ég kallinu. Svo hef ég auðvitað tekið á móti nokkrum af ömmubörnunum mínum, það er mjög sérstök tilfinning. Áttunda barnabarnið er væntanlegt á næstunni, ég myndi helst vilja vera með puttana í fæðingunni, við sjáum nú til með það.“
Kíkt í pakkann
Guðrún kunni betur að meta þegar kyn barnsins kom á óvart.
„Ég á 47 ára feril sem ljósmóðir að baki og man tímana tvenna. Hér áður fyrr var ekki hægt að vita kyn barnsins nema þegar konur fóru í legvatnsástungu, þá var hægt að vita kynið en þá var tíðarandinn einhvern veginn öðruvísi. Þá vildu foreldrar ekkert vera að „kíkja í pakkann.“ Sónarinn kemur svo til sögunnar og eftir því sem þeirri tækni fleytti fram, varð auðveldara að sjá kynið og svo bara einhvern veginn breyttist tíðarandinn, þá vildu foreldrar fara að vita kynið fyrirfram. Auðvitað er það alltaf val hvers og eins en ég er gamaldags, mér fannst alltaf skemmtilegra að láta kynið koma á óvart. Ég er ekki
... Auðvitað er það alltaf val hvers og eins en ég er gamaldags, mér fannst alltaf skemmtilegra að láta kynið koma á óvart. Ég er ekki frá því að fæðingarnar hafi gengið betur þegar kynið var ekki vitað, þá var eftirvæntingin svo mikil sem hjálpaði til við fæðinguna. ...
frá því að fæðingarnar hafi gengið betur þegar kynið var ekki vitað, þá var eftirvæntingin svo mikil sem hjálpaði til við fæðinguna. Hvað tekur við núna þegar ég er komin á eftirlaun verður spennandi. Við hjónin erum á kafi í hestamennsku og getum sinnt því ennþá betur núna. Við erum með hestana okkar fyrir austan á sumrin, erum með sumarbústað í Árbæjarhelli og erum með hestana okkar þar. Við tökum þá svo suður yfir veturinn og ríðum út héðan. Við fengum okkur hjólhýsi í fyrra og höfum farið í nokkur þannig ferðalög og höfðum mjög gaman af því og munum pottþétt gera meira af því í framtíðinni,“ sagði Guðrún að lokum.
Guðrún með eitt af um tvöþúsund og fimm hundruð börnum sem hefur hefur tekið á móti á hálfri öld.
Guðrún var kvödd með blómum á síðasta degi hennar í starfi.
Hestakonan Guðrún kann vel við sig á baki og í návist hrossa.
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 55
Hér er rólegt
... stundum fullrólegt
segir Yi liu sem á og rekur veitingastaðinn kína Panda við Hafnargötu í reykjanesbæ. Yi flutti til Íslands árið 2005 eftir að hafa séð auglýst eftir asískum matreiðslumönnum til að starfa á Íslandi. Nú hefur hann stofnað til fjölskyldu í reykjanesbæ sem unir hag sínum vel í bænum.
„Ég fékk tilboð um að koma til Íslands og vissi ekki neitt um landið, vissi ekki einu sinni hvar það var. Faðir minn þekkti lítillega til landsins því íslensk fyrirtæki höfðu pantað ellefu skip frá Kína en pabbi vann í skipasmíðastöð sem smíðaði fjögur þeirra. Hann sagði Ísland vera gott og öruggt land svo ég kom hingað árið 2005, fyrir næstum tuttugu árum.“
Lífið er gott á Íslandi
Yi kynntist Xuewen, eiginkonu sinni á Íslandi en hún er einnig frá
Kína. Xuewen hafði búið á Íslandi frá 1998 en þau gengu í hjónaband
árið 2009 og eiga tvo syni, Ragnar Liu og Aron Liu. Hjónin vinna og reka Kína Panda á Hafnargötu í Reykjanesbæ og synirnir láta sitt ekki eftir liggja og hafa unnið með foreldrum sínum í sumarfríinu.
Aðalskipulag í Reykjanesbæ
Auglýsing um óverulega breytingar á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Bæjarstjórnar samþykkti 22. ágúst 2023 tvær óverulegar breytingar á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2023.
Breytingu á miðsvæði M9 Vatnsnes. Heimild verði fyrr 1250 íbúðum og heildar byggingarmagni að 125.000m2.
Tilfærsla á stuttum kafla á jarðstreng milli Fitja og Ásbrúar (AT4), sem felst í færslu norður fyrir svæði sem tilgreint er sem IB11 á aðalskipulaginu.
Breytingar hafa verið sendar Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/20110. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær 30. ágúst 2023
„Við Xuewen kynntumst hér á Íslandi og gengum í hjónaband árið 2009. Þegar við giftum okkur héldum við þrjár brúðkaupsveislur, sú fyrsta var haldin hér en svo héldum við líka veislur í heimaborg minni og hennar,“ segir Yi en þau halda góðum tengslum við heimalandið sem þau heimsækja á hverju ári, „... en ekki eftir Covid. Við höfum bara haldið okkur hérna.“
Hvernig gengur að reka asískan veitingastað í Reykjanesbæ?
„Reksturinn gengur ágætlega. Íslendingum finnst asískur matur góður og það er ekki alltaf hægt að borða það sama, fólk vill tilbreytingu annað slagið. Það er eins með okkur Asíubúa, við borðum ekki hrísgrjón alla daga. Stundum fáum við okkur hamborgara,“ segir Yi og hlær.
Er allt starfsfólkið kínversk?
„Já, allir kokkarnir hjá okkur koma frá Kína. Asísk matreiðsla er svo frábrugðin annarri matargerð að við ráðum kínverska kokka til okkar.“
Yi segir að venjan sé að kokkarnir komi einir. Það fylgja því ýmis vandamál ef fjölskyldurnar koma líka. „Eiginkonurnar þurfa líka vinnu og það er svolítið erfitt núna,“ segir Yi sem kom á sínum tíma sem svona farandkokkur og hóf þá störf hjá Nings.
Hvernig gekk reksturinn í Covid?
„Það var allt í lagi. Við seldum mikið í heimtöku [e. take away] og þurftum að fækka borðum í salnum til að gæta fjarlægðar milli viðskiptavina. Það gekk allt ágætlega,“ segir Yi sem hefur tekið eftir breytingum eftir faraldurinn.
„Reksturinn í dag er ekki alveg eins og hann var fyrir Covid. Í dag erum við með færri borð í salnum, fólk borðar sjaldnar á staðnum en tekur matinn frekar með sér. Núna er hlutfallið mjög svipað milli þeirra sem borða hér og þeirra sem taka matinn heim.“
Kanntu vel við þig hér í Reykjanesbæ?
„Já, ég kann mjög vel við mig hérna. Hér er rólegt og öruggt að búa, stundum kannski fullrólegt ... jafnvel leiðinlegt,“ segir hann og hlær. „Ég veit ekki hver staðan væri ef ég ætti ekki fjölskyldu hér.
Þá væri ég kannski hluta úr ári á Íslandi og héldi að hluta til í Kína hjá foreldrum mínum en þau eru tekin að eldast.“ Yi er einkabarn foreldra sinna þar sem Kínverjum var einungis heimilt að eignast eitt barn á sínum tíma. Hann hefur því áhyggjur af því hvernig foreldrum hans muni reiða af á eldri árum og mun hugsanlega verja meiri tíma hjá þeim eftir því sem þau eldast.
Heldurðu að þið komið til með að búa á Íslandi það sem eftir er?
„Já, við ætlum okkur það. Ég á samt stóra fjölskyldu í Kína, foreldrar mínir máttu bara eignast eitt barn en þau eiga líka systkini og systkinabörn. Svo ég á nokkuð stóra fjölskyldu þar.“
Vinnan og fjölskyldan áhugamálin
Yi hefur ekki mikinn frítíma en megnið af hans tíma fer í veitingastaðinn. „Vinnudagarnir eru langir
Íslendingum finnst asískur
matur góður og það er ekki alltaf hægt að borða það sama, fólk vill tilbreytingu
annað slagið. Það er eins með okkur Asíubúa, við borðum ekki hrísgrjón alla daga. Stundum fáum við okkur hamborgara ...
svo það gefst ekki mikill tími til að sinna áhugamálum, vinnan og fjölskyldan eru mín aðaláhugamál og stundum fer ég í sund. Það er gott að slaka á í sundi ef maður er þreyttur eftir mikla vinnu.“
Þið rekið líka verslun samhliða veitingastaðnum. Hvernig kom það til?
„Í Covid hækkaði verð á aðföngum fyrir veitingastaði mjög mikið og það var erfitt að fá vörur. Ég fór því að skoða það að panta vörur frá Evrópu en birgjunum þóttu pantanir frá litlum veitingastað á Íslandi of litlar. Við vorum með annan sal sem hafði verið notaður fyrir einkasamkvæmi og þess háttar og ég ákvað ég að prófa að opna verslun í honum. Þannig gat ég pantað og flutt inn stærri sendingar, hluti þess fer í veitingastaðinn og hluti í smásölu,“ segir Yi en Kína Panda selur allt á milli himins og jarðar í versluninni; sósur, krydd, núðlur, leikföng, reykelsi og hvað eina.
„Núna er Covid liðið hjá og mun auðveldara að verða sér úti um aðföng. Hins vegar eru þeir afslættir sem við fáum ekki eins miklir og stóru veitingastaðirnir á Reykjavíkursvæðinu fá þannig að við höfum haldið áfram okkar innflutningi. Svo eru margir viðskiptavinir okkar sem vilja prófa að elda asískan mat sjálfir og þeir hafa verið duglegir að kaupa það sem vantar í matreiðsluna hjá okkur. Svo núna getum við eiginlega ekki lokað versluninni,“ sagði Yi Liu að lokum.
–
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Hjónin Xuewen og Yi Liu eru eigendur Kína Panda við Hafnargötu í Reykjanesbæ. VF/JPK
Ragnar, eldri sonur hjónanna, mættur til vinnu á veitingastaðnum eftir að hafa skilað sínu í unglingavinnunni hjá Reykjanesbæ.
Aron stóð vaktina í verslun Kína Panda þegar ljósmyndara bar að garði.
56 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
VELKOMIN Í KROSSMÓA Á LJÓSANÓTT
LJÓSANÓTT OPNUN
OPNUN Í SAMEIGN TIL KL. 21:00
OPIÐ VERÐUR
KL.
Í NETTÓ KROSSMÓA, LYFJU, LINDEX
SERRANO. PENNINN EYMUNDSSON OPIÐ TIL KL. 20:00.
FIMMTUDAGINN 31. ÁGÚST 2023 LJÓSANÆTURTILBOÐ Í GANGI
TIL
21:00
OG
ÚTBOÐ
LHG – NÝTT AÐGANGS- OG
ÖRYGGISHLIÐ Á ÖRYGGISSVÆÐINU Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
ÚTBOÐ NR. 22023
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir og Ríkiskaup, f.h. Landhelgisgæslu Íslands, varnarmálasvið, óska eftir tilboðum í framkvæmdir við nýtt aðgangs- og öryggishlið, móttökuhús, lagnavinnu, girðingar og yfirborðsfrágang lóðar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Til þess að komast á verkstað skal verktaki útvega sér aðgangsheimild inn á vinnusvæðið og fylgja öllum öryggis- og aðgangsreglum og fyrirmælum sem gilda fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli, samanber varnarmálalög og reglugerð nr. 959/2012.
Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna í umboði utanríkisráðuneytisins á grundvelli þjónustusamnings sbr. 7. gr. a. varnarmálalaga nr. 34/2008.
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 31. desember 2024.
Útboðsgögn eru aðgengileg á https://utbodsvefur. is/. Tilboðin verða opnuð á TendSign vef Ríkiskaupa 22. september 2023.
FRAMKVÆMDASÝSLAN - RÍKISEIGNIR
Kvennakraftur í hjarta bæjarins
Það er engin lognmolla í kringum þessar hressu konur, sem tóku sig saman og bjóða gestum ljósanætur upp á skemmtilega upplifun á hótelinu Park inn by radisson að Hafnargötu 57 í keflavík.
Þær eru mjög öflugar, hver á sínu sviði. Sjö konur talsins en fjórar þeirra ætla að sýna málverk, ein þeirra skapar skart, önnur býr til gæðakerti og sú sjöunda í röðinni sinnir ritlist.
Þær eru allar sammála um það að Ljósanótt sé frábær vettvangur fyrir listafólk til að koma úr felum. Ljósanótt hefur frá upphafi gefið bæði óþekktu og þekktu listafólki tækifæri til að kynna sig betur. Þær eru að vísu flestar búnar að sýna áður á Ljósanótt og segja þessa hátíð vera sannkallaða gleðihátíð.
Allar eru þær vel þekktar fyrir sköpunarverk sín. Nú þykir þeim mjög spennandi að taka þátt sameinaðar undir einu þaki í miðbænum.
Sjö konur, hverjar eru þær? Dagmar Róbertsdóttir vinnur með akrýl og blandaða tækni. Einfaldleiki og litagleði skipa stóran sess í hennar verkum. Dalla er þekktust fyrir frauðkúlufígururnar sínar. Fjölbreytni finnst henni skemmtilegust í myndlistinni, sem hún mun sýna núna. Myndlist veitir henni hugarró.
Fjóla Jóns segist mála myndir til að fá gleðina fram í þeim sem horfa. Fyndnar fígúrur hafa verið fyrirferðarmiklar hjá henni en nú segist hún vera að þróast yfir í abstrakt. Húmorinn svífur enn yfir vötnum. Henni þykir gaman að fá áhorfendur til að spá og spekúlera í abstraktmyndum sínum. Íris Rós vinnur mikið með fígúratív verk og abstrakt í bland. Hún vinnur með blandaða tækni í leir, tré og striga. Stutt er í gleðina í verkum hennar og þörfin til að skapa er stór þáttur í lífi hennar. María Arnardóttir hefur undanfarin þrettán ár notað hekl við sköpun sína á skartgripum undir nafninu Maju Men. Hekl hefur ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá henni og einnig reynst henni sem
þerapía í gegnum ævina. Í dag vinnur Maja meðal annars með náttúrusteina, glerperlur, kristalla og fleira í sköpun sinni. Marta Eiríksdóttir, rithöfundur og jógakennari, ætlar að kynna tvær nýjar bækur sem hún gefur út á þessu ári. Fyrri bókin kom út í byrjun maí en sú seinni kemur út á Ljósanótt. Marta segir rithöfundinn í sér vera að taka meira pláss og nú vilji hún sinna meira ritlistinni ásamt jógakennslu. Sigga Dís segist skapa sínar myndir af þörf en þær konurnar segjast allar sammála henni þar.
Það er þessi þörf að skapa og svara kallinu frá hjartanu. Sigga Dís segist vera í algjörri núvitund þegar hún málar og það gefur henni mjög mikið. Hún segist einnig vinna með blandaða tækni og mála aðallega konur og engla. Sigrún Ýr Hjörleifsdóttir stofnaði byKrummi haustið 2021 ásamt móðursystur sinni. Þær útbjuggu fyrst kertaföndurkassa sem innihélt allt sem þarf til kertagerðar og seldu almenningi. Svo fór fólk að vilja kaupa tilbúin kerti af þeim.
Diddi og Ási árita
Nýlega kom út bókin
Lífssaga Didda Frissa sem Ásmundur
Friðriksson skrifaði.
Þeir félagar Ási og Diddi verða á „ganginum“ á Park Inn hótelinu fimmtudag til laugardags á Ljósanótt og munu árita bækur.
Í dag framleiða þær einnig hrein, hágæða ilmkerti úr bestu fáanlegu hráefnum til kertagerðar.
Ljósanótt er gleðisprengja!
Þær eru allar sammála um að Ljósanótt sé gleðihátíð ársins fyrir bæjarbúa og brottflutta. Það er svo gaman að hitta gamla vini þessa helgi og gamla bekkjarfélaga. Árgangagangan niður Hafnargötuna er stórskemmtileg upplifun á laugardeginum.
Þær sem hafa reynslu af því að sýna á Ljósanótt segja þessa daga vera algjöra gleðisprengju. Allir svo glaðir og líka bara svo gaman að hitta alls konar fólk. Fyrir listamenn bæjarins er þetta einskonar uppskeruhátíð.
Þær hlakka allar mikið til að vinna saman á Ljósanótt og ætla að taka sérlega vel á móti gestum og gangandi. „Þetta verður sko stuð,“ segja þær og eru roknar burt að ákveða hvernig þær ætla að stilla upp í salnum sem þær fá til afnota á Ljósanótt, sem er með inngangi beint frá Hafnargötu.
F.v.: María, Dagmar, Íris, Fjóla, Marta, Sigrún og Sigga Dís.
Hafnargötu
S. 421 7510 Opið Mán -
8 - 18 Lau 10 - 14 TURTLE WAX 58 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
52, 260 Reykjanesbæ
fös
G óða skemmtun á
óskum bæjarbúum til hamingju með 25 ára afmæli
og
Reykjanesbæjar REYKJANESBÆ
Tannlæknastofur Benedikts og Theódórs Tjarnargötu 2
Happdrætti á Ljósanótt hjá Raven Ink á Hafnargötu
allt frá litlum
og krúttlegum húðflúrum
Húðflúrarinn dagný draupnisdóttir byrjaði með eigin húðflúrstofu á Hafnargötu 35 árið 2018. Þá var hún með aðstöðu í galleríi hjá listakonunni tobbu. síðan tobba flutti galleríið sitt til árs 2019 hafa þau Jón Þór Ísberg og svanlaug birna sverrisdóttir bæst í hópinn. Jón Þór er flúrari eins og dagný en svanlaug býður upp á líkamsgatanir.
Samstarf þeirra Dagnýjar og Jóns Þórs hófst fyrir um einu og hálfu ári síðan þegar vinur Jóns Þórs benti honum á stofuna hennar Dagnýjar en Dagný hafði lært hjá þessum vini hans.
„Svanur benti mér á að tala við hana og sagði mér aðeins frá stofunni. Ég labbaði nokkrum sinnum framhjá stofunni hérna á Hafnargötunni án þess að finna hana en þá leit þetta út eins og listagallerí,“ segir Jón Þór. „Þegar ég kom fékk Dagný smá spark í rassinn og ásýndin á húsnæðinu breyttist úr listagallerí í tattoostofu og listagallerí.“
„Ég var búin að hafa það mjög gott í kúlunni minni og var ekki að auglýsa, finnst mjög óþægilegt að vera áberandi. Ég var bara ein með mína föstu kúnna og það var að ganga vel. Ég er svolítið kassalöguð og ekkert mikið fyrir að fólk detti bara inn af götunni í óbókaða tíma. Svo kom Jón inn og hann er allt öðruvísi en ég,“ segir Dagný. Jón Þór bættist í hópinn fyrir um einu og hálfu ári síðan en hann er alls enginn nýgræðingur í húðflúrfaginu. Jón Þór fagnar 25 ára starfsafmæli í næsta mánuði.
Ég er rosalega mikið í „dot work“ og „fine line“. Bara svona fínar línur, mandöluog blómaflúr. Svona lítil og krúttleg sem hann er ekki hrifinn af ...
„Ég byrjaði að læra hjá Helga tattoo en síðan fluttist ég til Englands í nokkur ár og kom svo aftur til Íslands í nokkur ár áður en ég fór að ferðast um heiminn þangað til Covid byrjaði. Þá breyttist raunveruleikinn hjá mér eins og svo mörgum,“ segir Jón Þór sem hefur unnið í hátt í hundrað stúdíóum á þessum 25 árum. „Ég hef pikkað upp eitt og annað, héðan og þaðan á þessum tíma og hér er ég í einhverjum litlum smábæ á Íslandi, sem var ekki alveg planið, en er samt afskaplega ánægður með það.“
Dagný, þú ert nú ekki alveg með 25 ára starfsreynslu, er það?
„Nei, ekki alveg. Ég byrjaði að flúra árið 2017 hjá Svani á Tattoo og skart.“
En þú Svanhildur, hefur þú verið lengi að gata?
„Ég get ekki sagt það, ég fór til Bretlands fyrir um einu og hálfu ári síðan og lærði götun þar. Það er lítið sem ekkert hægt að læra
götun á Íslandi svo ég notaði tækifærið og skellti mér til Bretlands á námskeið.
Ég er hérna að meðaltali svona einn dag í viku að gata en svo rek ég líka hárgreiðslustofu hér á hæðinni fyrir ofan,“ segir Svanhildur.
Gerólíkir stílar
Dagný og Jón Þór eru mjög ólíkir flúrarar og má segja að þau vegi hvort annað upp.
„Hún er ennþá í bleyjunni en það á eftir að rætast úr þessari ungu stúlku,“ segir Jón Þór hlæjandi.
„Hún er ung og efnileg en ég bara gamall og bitur og búinn að hlaupa nokkra hringi í kringum blokkina – en það er heilmikill munur okkar á milli. Aftur á móti þá vinnum við mjög vel saman en stílarnir eru alveg svartir og hvítir.“
„Það er mjög fínt. Það eru mörg verk sem ég treysti mér engan veginn í og þá vísa ég hiklaust á Jón Þór,“ segir Dagný og Jón Þór tekur undir það. Ég segi það sama, hún er betri í sumum verkum og þá sendi ég á hana. Þetta er mjög þægilegt upp á það að gera,“ segir Jón Þór.
„Ég er rosalega mikið í „dot work“ og „fine line“. Bara svona fínar línur, mandölu- og blómaflúr. Svona lítil og krúttleg sem hann er ekki hrifinn af,“ segir Dagný og hlær.
„Ég leyfi henni alveg að eiga það,“ segir Jón. „Ég hef rosalega gaman af að vinna stór verkefni, mér þykir líka gaman að vinna svona „dot work“ en í stærri skala, svona japönsku og svo mörgu öðru. Ég hef mjög gaman af formum sem maður vinnur saman, býr til einhverja heild og grípur mann.“
Jón Þór hefur verið lengi í bransanum og segist fær í flestan sjó.
„Ég get gert nánast allt en það eru
Hún er ennþá í bleyjunni en það á eftir að rætast úr þessari ungu stúlku ...
sumir stílar sem ég er ekki góður í. Þá bendi ég á aðra sem geta gert það margfalt betur en ég og bið fólk að heyra í þeim. Ég væri alveg til í peninginn en eftir alla þá reynslu sem ég hef safnað mér þá myndi ég skammast mín fyrir að taka þannig verk að mér. Ég nefni t.d. stíl sem hefur verið mjög vinsæll að undanförnu, svona „water color effect“, það eru aðrir svo miklu betri en ég í þeim.“ Jón Þór vinnur mikið með lituð verk en vatnslitastíllinn hentar honum ekki. Flúrin hennar Dagnýjar eru flest í svart/hvítu. „Þau eru langmest svart/hvít en það koma alveg litaverk inn á milli,“ segir hún.
Bæði Dagný og Jón Þór vinna að annarri list sem má sjá uppi á veggjum á húðflúrstofunni. Það má segja það sama um listaverkin þeirra, þau eru mjög ólík. Þau
til að sinna myndlistinni þessa dagana því það sé svo mikið að gera í að flúra.
Flass-happdrættið sló í gegn á síðustu Ljósanótt Þau á Raven Ink voru með uppákomu á síðustu Ljósanótt þar sem þau buðu viðskiptavinum að taka þátt í flass-happdrætti. Það gengur þannig fyrir sig að í pottinum eru 45 myndir og fimm gjafabréf á stofuna sem eru hvert að verðmæti 15.000 til 50.000 krónur. Þeir sem taka þátt í happdrættinu borga 10.000 krónur og draga óvænt flúr en ef þeir eru ekki ánægðir með myndina geta þeir borgað fimm þúsund kall til að velja sér mynd úr pottinum. „Í fyrra þurftum við að bæta við tímum á laugardeginum því það komu miklu fleiri en við bjuggumst við,“ segja þær Dagný og Svanlaug. „Við bjuggumst alls ekki við þessu í fyrra og vorum alveg í sjokki,“ segir Svanlaug.
„Já, við ætluðum að panta pizzu áður en við byrjuðum og hafa það bara kósí á milli þess að flúra,“ segir Dagný. „Við náðum ekki einu sinni að grípa súkkulaðistykki á milli, það var svo mikil traffík.
Ég býst við að við höfum aftur opið á laugardeginum þótt happdrættið verði búið. Þá getur fólk bara komið í svona „walk in“ ef það vill,“ sagði Dagný að lokum.
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Svanlaug Selma sér um að gata líkama á Raven Ink.
Jón Þór fagnar 25 ára starfsafmæli eftir nokkra daga. Að neðan má sjá húðflúr eftir hann.
60 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Dagný er aðallega í „dot work“ og „fine line“ húðflúrum. Að neðan má sjá nokkur krúttleg húðflúr sem hún hefur gert.
óða
og óskum bæjarbúum til hamingju með 25 ára afmæli Reykjanesbæjar MIÐSTÖÐ
Iðavellir 3 - Reykjanesbær - geisliehf@simnet.is S.Á. verkstæði ehf. Fitjabraut 2 260 Reykjanesbæ, Sími 893-1391
G
skemmtun á
SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM
Þórarinn Íslandsmeistari
í pútti eldri borgara
Þrír Suðurnesjamenn voru efstir og jafnir í Íslandsmóti í pútti eldri borgara sem haldið var á Mánaflöt í Keflavík í umsjá Púttklúbbs Suðurnesja. Sigurvegari eftir bráðabana var Þórarinn Ólason en hann lék á 8 undir pari, 64 höggum en sama gerðu þeir Þorsteinn Geirharðsson og Ragnar Hauksson. Þorsteinn endaði í 2. sæti og Ragnar í því þriðja. Um 90 manns mættu til leiks og púttuðu á góðum púttvelli.
Rúnar Þór genginn til liðs við Willen II
Rúnar Þór Sigurgeirson hefur gengið til liðs við Willem II sem er í þriðja sæti hollensku B-deildarinnar í knattspyrnu en tímabilið í Hollandi er nýhafið og þriðja umferð í gangi.
Rúnar gekk til liðs við sænska liðið Öster eftir síðasta tímabil með Keflavík en hann er lék í yngri flokkum Víðis áður en hann gekk til liðs við Keflavík. Hann lék vel með Öster sem varð til þess að vekja áhuga á honum í efstu deild Svíþjóðar og víðar.
Rúnar er 23 ára og hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann byrjaði sextán leiki með Öster í sænsku B-deildinni, skoraði eitt mark og lagði upp tvö.
62 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
G óða skemmtun á
og óskum bæjarbúum til hamingju með 25 ára afmæli Reykjanesbæjar
Íslandshús
HRAFNISTA WWW.ICELANDAIR.IS
LJÓSANÆTUR TILBOÐ 40% AF ÖLLUM VÖRUM OG ANNAÐ PAR FYLGIR ÖLLUM MARGSKIPTUM GLERJUM OPTICALSTUDIO.IS TILBOÐIÐ GILDIR ÚT 3. SEPTEMBER Reykjanesbæ - Hafnargötu 45 OPIÐ 10-18 ALLA VIRKA DAGA OG LAUGARDAGINN 2. SEPT. 421-3811