Víkurfréttir 39. tbl. 42. árg.

Page 1

ÓTLEGR J I FL

Leiðarljós í lífhöfn K

Corny súkkulaði 50Reykjanesvita gr Áhugaverð sýning um og sögu sjóslysa við Reykjanes

OS

TURIN

N

FLJÓTLEGRI KOSTURINN Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

Mexíkóskt þema í kvöld?

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

SJÁIÐ UMFJÖLLUN Í MIÐOPNU OG Í SUÐURNESJAMAGASÍNI

Miðvikudagur 20. október 2021 // 39. tbl. // 42. árg.

Svaf ölvunarsvefni undir stýri með tónlistina í botni Ökumaður sem lögregla hafði afskipti af fyrir helgi svaf ölvunarsvefni undir stýri í bifreið sinni þegar að var komið. Bifreiðin var í gangi og tónlist í botni. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Annar ökumaður sem handtekinn var fyrr í vikunni sem leið vegna ölvunaraksturs var með þriggja ára barn sitt með sér í bifreiðinni. Tilkynning var send á barnavernd. Í bifreið sem stöðvuð var við hefðbundið eftirlit fundust meint kannabisefni við leit að fenginni heimild. Þrjú ólögráða ungmenni voru í bifreiðinni, ásamt ökumanni, og var haft samband við foreldra þeirra og málið tilkynnt til barnaverndar.

Myllubakkaskóli verður 70 ára á næsta ári. Nú herjar mygla á húsnæðið.

Mygla í elsta skóla Reykjanesbæjar – Skólastjórinn í veikindaleyfi. Starfshópar skipaðir og unnið að heildarlausn.

Mygla hefur greinst í Myllubakkaskóla í Keflavík og hafa nokkrir starfsmenn og nemendur fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar á þessum sjötuga grunnskóla hafa farið fram en hafa ekki borið fullnægjandi árangur. Skólastjóri Myllubakkaskóla er einn þeirra sem er í veikindaleyfi vegna myglunnar en einnig fleiri starfsmenn. Nærri tvö ár eru síðan myglan greindist fyrst að sögn Helga Arnar-

sonar, sviðsstjóra fræðslusviðs Reykjanesbæjar, en málið hefur reynst erfiðara en áætlað var. Mygla hefur fundist á mörgum stöðum í byggingunni en elsti hluti hennar er frá árinu 1952. „Við höfum fengið sjö skýrslur sem hafa verið unnar eftir sýnatökur og sýna allar einhverja myglu. Það er búið að lagfæra fullt en þegar mygla var farin að finnast víðar í húsnæðinu var talið rétt að hætta að vera með einhverjar reddingar og

fara í heildstæðari aðgerðir,“ segir Helgi. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar síðastliðinn fimmtudag. Þar lagði formaður bæjarráðs til að stofnaðir yrðu tveir starfshópar sem tækju strax til starfa við að kanna umfang vandans og leita leiða til úrbóta eins fljótt og auðið er. Annar starfshópurinn myndi skoða aðgerðir sem snúa að núverandi húsnæði en hinn myndi finna

lausn með bráðabirgðahúsnæði ef þess gerist þörf. „Við ætlum sem sagt að staldra við núna og stöðva framkvæmdir sem voru hafnar eða voru á teikniborðinu og fá álit frá fleiri sérfræðingum. Við höfum verið með sérfræðinga með okkur í þessu en aðrir skólar sem hafa lent í svipuðum málum hafa nýtt sér þjónustu fleiri sérfræðinga. Þetta er stærra vandamál en við gerðum okkur grein fyrir. Það er ljóst að það þarf að gera verulegar

endurbætur á þessum elsta grunnskóla bæjarins. Nú er tengibygging í skólanum innsigluð og þar af leiðandi lokuð en að öðru leyti er allt annað húsnæði skólans í notkun. Vonandi gengur okkur vel í þessari vinnu í starfshópunum og finnum endanlega lausn á vandamálinu,“ sagði Helgi. Í Myllubakkaskóla eru um 370 nemendur og kennarar eru á fjórða tug.

V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.

DÍSA EDWARDS

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR

PÁLL ÞOR BJÖRNSSON

D I S A E@A L LT.I S | 560-5510

A S TA@A L LT.I S | 560-5507

J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508

E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509

U N N U R@A L LT.I S | 560-5506

PA L L@A L LT.I S | 560-5501

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

128 fengu fjárhagsaðstoð

230 þúsunda króna sekt fyrir hraðakstur Talsverðar annir voru hjá lögreglu yfir helgina vegna brota og óhappa í umferðinni. Ökumaður var stöðvaður og reyndist hann vera aðeins sextán ára og því réttindalaus. Rætt var við piltinn og honum gerð grein fyrir alvarleika málsins. Einnig var rætt við forráðamann hans. Afskipti voru svo höfð af allmörgum ökumönnum sem höfðu gerst brotlegir í umferðinni. Nokkrir voru kærðir fyrir of hraðan akstur.

Í september 2021 fengu 128 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 19.944.928. Á sama tímabili 2020 fengu 147 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð og voru alls greiddar kr. 20.683.006. Í september 2021 fengu alls 277 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals að upphæð kr. 3.805.100. Í sama mánuði 2020 fengu 232 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.150.289.

Sá sem hraðast ók mældist á 159 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Hans bíður 230 þúsunda króna sekt. Annar ökumaður, 17 ára gamall var tekinn á 137 km. hraða og var haft samband við forráðamann og tilkynning send á barnavernd. Fáeinir voru teknir úr umferð vegna vímuefnaaksturs og höfðu tveir þeirra verið sviptir ökuréttindum áður.

Óska eftir undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda

Hraðahindrun veldur ónæði

Séð yfir hluta Dalshverfis II en Dalshverfi III mun rísa innan við það hverfi.

Íbúi við Fagragarð í Keflavík hefur sent umhverfissviði Reykjanesbæjar erindi þar sem þess er óskað að hraðahindrun við Fagragarð verði fjarlægð. Íbúinn segir að hraðahindrunin valdi ónæði. Í stað hennar verði komið fyrir þrengingu. Starfsfólki umhverfissviðs hefur verið falið að koma með tillögu að lausn á málinu og þangað til er afgreiðslu þess frestað.

Á sjötta hundrað nafnatillögur bárust Reykjanesbær óskaði eftir tillögum frá almenningi um nöfn á nýjar götur og torg í Dalshverfi III á dögunum. Íbúar tóku heldur betur við sér og á sjötta hundrað nafnatillögur bárust. Það verður

Tengingu lokað til reynslu Íbúar við Melteig í Reykjanesbæ lögðu fram erindi 26. ágúst 2021 um breytt fyrirkomulag umferðar um Melteig vegna öryggis vegfarenda og íbúa, eins og greint hefur verið frá hér í Víkurfréttum. Erindinu var frestað og starfsfólki umhverfissviðs Reykjanesbæjar falið að kanna tillögur að lausn. Óskað var umsagna lögreglu sem mælir með lokunum sambærilegum við tillögu íbúa. Lagt er til að boganum sé lokað við Aðalgötu og tengingu Kirkjuteigs og Melteigs verði lokað. Erindi samþykkt til reynslu til eins árs.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

því úr vöndu að ráða hjá starfsfólki umhverfissviðs Reykjanesbæjar að velja bestu nöfnin á nýju göturnar en götuheitin eiga að enda á „dalur“.

Akbrautin Kilo fær andlitslyftingu Endurbótum á Kilo, einni af meginakbrautunum í flugbrautakerfi Keflavíkurflugvallar, sem hófust í sumar er nú lokið. Um er að ræða einn hluta af endurbótum á brautakerfinu sem um leið er liður í stórframkvæmdum á vellinum sem kynntar voru fyrir nokkrum mánuðum og hrint var af stað í kjölfar hlutafjáraukningar ríkisins í Isavia. Núverandi akbraut var fræst, gert var við hana og ráðist í yfirlögn á henni með tilheyrandi undirvinnu. Þessu til viðbótar var ljósabúnaðurinn á akbrautinni

endurnýjaður. Efnið sem fræst var upp verður notað síðar í öðrum verkefnum á vellinum. Það er liður í hringrásarhagkerfinu. „Framkvæmdin hefur gengið vonum framar,“ segir Ingunn Loftsdóttir, deildarstjóri flugbrauta og vega hjá Isavia. „Við réðumst í verkið í vor og vannst það vel þrátt fyrir að veðuraðstæður hafi ekki alltaf verið okkur hliðhollar. Endurnýjunin á Kilo var mikilvægt verkefni og mun hún bæta þjónustuna á vellinum.“

Ekki henda raftækjum á víðavangi! Það kostar ekkert að losa sig við raftæki og tölvubúnað á móttökustöðvum Kölku.

, k í v u g l e H 0 krónur í um g o V g o k í Grindav Nánar á kalka.is

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Á fundi fjölskyldu- og velferðarráðs Suðurnesjabæjar nýverið var samþykkt að leggja til við bæjaryfirvöld að hafnar verði viðræður við sveitarfélögin á Suðurnesjum um samstarf um umdæmisráð barnaverndar. Jafnframt er lagt til að Suðurnesjabær sæki um undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda að baki barnaverndarþjónustu á grundvelli fagþekkingar á fjölskyldusviði. Ráðið samþykkti að vísa málinu áfram til bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Þar var samþykkt að óska eftir viðræðum við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum um samstarf um umdæmisráð barnaverndar. Jafnframt var samþykkt að óskað verði eftir undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda að baki barnaverndarþjónustu á grundvelli fagþekkingar á fjölskyldusviði.


Við trúum á góðar hugmyndir Við viljum vera hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Í nóvember verða veittir styrkir úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka til verkefna sem styðja við þau fjögur heimsmarkmið sem bankinn leggur sérstaka áherslu á:

Opnað hefur verið fyrir umsóknir. Alls verða um 10 styrkir veittir og nema þeir frá 1-5 milljónum króna á hvert verkefni. Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember 2021. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar má finna á islandsbanki.is/frumkvodlasjodur


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

VIÐ FÖRUM Í LEIKHÚS TIL

að upplifa töfra

Þau Guðrún Lísa Einarsdóttir, Sólborg Guðbrandsdóttir og Arnór Sindri Sölvason tilheyra hópnum sem er hvað mest á sviðinu. Öll hafa þau mikla reynslu á sviði, bæði sem leikarar og söngvarar, en eru sammála um að þessi sýning sé ein sú umfangmesta sem sett hefur verið á svið hjá leikfélaginu. Við settumst niður með þeim í smá spjall. Hvað fær ykkur til þess að taka þátt í uppsetningu með lLK, vitandi af þeim gífurlega tíma sem fer í æfingar og sýningar? „Það er tvímælalaust félagsskapurinn og gleðin. Félagsskapurinn er frábær, það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi. Ferlið er langt og strangt, tekur vissulega á og á köflum hugsar maður: „Hvers vegna í ósköpunum er ég að leggja þetta á mig og fjölskylduna og það launalaust?“ Á næstu æfingu þegar maður hittir leikhópinn þá man maður svarið:„Af því að þetta er svo skemmtilegt.“ Það er svo mikil gleði í þessu ferli sem vegur upp á móti þessu erfiða, öllum marblettunum eftir dansatriðin, svitanum eftir dansæfingarnar, fúlheitum þegar fólk er ekki sammála, þreytunni að mæta kvöld eftir kvöld

og æfa og Lísa leggur áherslu samviskubitið yfir því að geta ekki lesið fyrir dætur sínar á háttatíma. Það allt eins og það getur tekið mikið á sálina, einhvernveginn gufar upp þegar sýningin er tilbúin og fólk er mætt í hús. Þessi orka, þessi gjafmildi að standa á sviði og gefa ókunnugu fólki allt sem þú átt innra með þér og berskjalda þig, það er bara ekki hægt að lýsa þessu án þess að hafa verið í þessum sporum. Það er bara málið. Þú ferð ekki í svona ferli nema til að fara alla leið og gera þitt allra besta. Þú getur alveg sett á þig kisueyru, mjálmað einu sinni og þóst vera kisa en fólk sér alltaf í gegnum það. Ef þú ferð í kisubúning, málar þig og hagar þér eins og kisa, það er leikhús. Fólkið er komið að sjá kisuna og söguna hennar en

ekki manneskjuna með kisueyrun sem mjálmaði einu sinni og reyndi þannig að telja okkur trú um að hún væri í raun kisa. Við förum í leikhús til að upplifa töfra.“ Hvernig er leikarahópurinn? „Dásamlegur. Algjörlega dásamlegur. Ólíkt fólk með ólíkar skoðanir og hæfileika og á öllum aldri svo okkur er óhætt að segja að allir hafi lært eitthvað af öllum. Einstakur og þéttur hópur sem er duglegur að gera hluti saman.“ Frumsýning eftir nokkra daga. Er komin spenna í mannskapinn? „Já það er komin eftirvænting. Það er kominn fiðringur sem mun magnast enn meira á sjálfum frumsýningardeginum og mun sennilega birtast hjá manni í lystarleysi, einbeitingarskorti í vinnu, óþolinmæði, ofvirkni og mikilli gleði en það er allt partur af programmet.“ Þau eru

sammála um að spennan sé óvenju mikil núna „Það er öllu tjaldað til og við erum tilbúin að fá að sýna fólki þetta show!“

Arnór bætir við: „Þetta er partý með öllum þeim hæðum og lægðum sem partýstandi fylgir.“

Við hverju má fólk búast sem mætir á sýninguna? „Það má búast við tilfinningarússíbana með flottum dans- og söngatriðum. Sviðsmyndin er ótrúlegar flott, ljósin mögnuð og krafturinn rosalegur. Einhverjir eiga örugglega eftir að rifja upp gamlar minningar við að heyra lögin, aðrir skapa nýjar í gegnum áhorfið en flestir munu hugsa: „Þetta er frábær sýning! Það þurfa allir að sjá hana!.“

Hvað er það besta við að taka þátt í leiksýningu? „Fyrir utan félagsskapinn og gleðina við að koma fram þá er það skólinn sem fylgir því að fara í gegnum svona langt og strangt æfingarferli og að setja upp verk. Það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt þó maður hafi stigið fæti á þetta svið áður og það er svo skemmtilegt. Alltaf eitthvað nýtt að bætast við í verkfærapokann.“

Spennan magnast með hverjum deginum Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að framundan er frumsýning Leikfélags Keflavíkur á söngleiknum Fyrsti kossinn. Við hjá Víkurfréttum höfum fylgst með æfingum, tekið viðtöl og verið með vikulega umfjöllun um sýninguna og afmæli Leikfélagsins hér í blaðinu og nú er eins og fyrr sagði komið að frumsýningu. Það er augljóst að það liggur mikil vinna að baki uppsetningu leiksýningar og enn meiri þegar um tónlist og dans er að ræða eins og í þessari sýningu. Það er ekki aðeins fólkið sem sést á sviðinu sem kemur að sýningum heldur er líka hópur fólks sem vinnur á bakvið tjöldin og aldrei sést. Tæknifólk, förðunar- og hárgreiðslufólk, þeir sem sjá um búningana, ljósmyndarar og fleiri. Leikstjórinn þarf aðstoðarmanneskju og í þessari sýningu er Kristín Rán Júlíusdóttir sérleg aðstoðarkona Karls Ágústs Úlfssonar, leikstjóra. Okkur lék forvitni á að vita hvert væri hlutverk hennar í þessari sýningu og hvernig þetta gengur fyrir sig.

Arnór Sindri.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Hvað gerir aðstoðarkona leikstjóra? „Hún í rauninni gerir bara allt sem hún er beðin um. Ég læt leikhópinn fá æfingaplan og læt vita ef það eru breytingar á skipulagi. Ég er á handritinu ef leikurum vantar línur og hleyp í skarðið ef einhvern vantar á æfingu. Það er í rauninni hægt að treysta á mig í næstum allt, nema kannski sem statista í dansinum og að hella upp á kaffi.“ Hvernig er að vinna með Kalla? „Það er bara mjög þægilegt og skemmtilegt. Hann er yfirvegaður og vinnur í lausnum, sem er mjög gott. Svo eru sögurnar sem hann hefur að segja alveg hreint æðislegar og gaman að hlusta á þær. Búið að vera frábært að vinna með honum og maður á alveg pínu eftir að sakna þess eftir ferlið.“

Kristín Rán, aðstoðarleikstjóri.

Er leikhópurinn að standa sig vel? „Alveg ótrúlega vel. Það er búið að vera æðislegt að fylgjast með þeim undanfarnar vikur. Er rosalegt stolt af þeim.“ Geturðu sagt í fáum orðum hvernig ein æfing gengur fyrir sig? „Það er alltaf mikil gleði á æfingum. Við förum í gegnum ákveðin atriði eða tökum rennsli þar sem ég sit með handritið ef ske kynni að leikarar gleyma línum eða „kjúum“, sem gerist reyndar alls ekki oft. Milli þess er mikið fjör og mikið gaman.“ Spenna fyrir frumsýningunni? „Já, mjög mikil. Hún magnast bara með hverjum deginum. Þetta verður geðveikt!“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 5

Stórir pollar á vellinum og vallarhúsið í Njarðvík farið að láta á sjá – Komið að þolmörkum á mörgu og tími kominn á uppfærslu eða endurnýjun við Afreksbraut Staða knattspyrnudeildar Ungmennafélags Njarðvíkur og rekstrarsamningur íþróttasvæðis var til umfjöllunar í bæjarráði Reykjanesbæjar sem hefur samþykkt að leggja til eina milljón króna til að ganga frá knattspyrnuvellinum við Afreksbraut 10 fyrir veturinn. Bæjarráð samþykkir flutning fjárheimilda milli deilda. Formaður UMFN ritaði erindi til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ um stöðu knattspyrnudeildar UMFN og rekstrarsamning íþróttasvæðis. „Knattspyrnudeild Njarðvíkur, með samþykki formanns aðalstjórnar, sendir ykkur erindi þetta er varðar stöðu knattspyrnudeildarinnar og rekstrarsamning íþróttasvæðisins við Afreksbraut 10. Það er óþarfi að hafa orðalengingar um fortíðina, brostin loforð og bága aðstöðu. Núgildandi samningur um rekstur íþróttasvæða í Reykjanesbæ sem gerður var við knattspyrnudeildina 26. janúar 2021 var að fjárhæð kr. 13.030.000. Deildin telur að hækka þurfi fjárhæðina verulega fyrir nk. tímabil. Líkt og kom fram á 126. fundi ÍT-ráðs, er Einar Friðrik Brynjarsson, umhverfisfræðingur, mætti sem gestur undir liðinn, kostir og gallar þess að leggja gras

eða gervigras á knattspyrnuvelli, þá er undirlagið á Rafholtsvelli verulega slæmt, og hefur verið það frá fyrsta degi. Aðspurður um það hvort hagstæðast væri að fletta ofan af vellinum og setja gervigras í staðinn sagði Einar að með mikilli vinnu og miklu viðhaldi yrði möguleiki að ná vellinum góðum. Með mikilli vinnu síðustu tvö sumur, ásamt tilheyrandi kostnaði, hefur knattspyrnuvöllurinn við Afreksbraut 10 (Rafholtsvöllurinn) aldrei verið betri. Hins vegar er enn langt í land, völlurinn drenar illa og þegar rignir mikið myndast stórir pollar á vellinum. Jafnframt er vallarhúsið farið að láta á sig sjá. Í sumar var borið á allt húsið og síðastliðinn vetur að okkar frumkvæði og á eigin kostnað bjuggum við til 15x30 metra gervigrasvöll. Hins vegar er komið að þolmörkum á mörgu og tími kominn á uppfærslu eða endurnýjun: • Í klefum er farið að sjást á gólfum, • Sturtuklefar farnir að vera ljótir • Gólf farin að molna niður vegna utanaðkomandi bleytu • Hurðar orðnar lélegar og sumar hverjar ónýtar • Þakrennur ónýtar

Baráttumál eldri borgara Öldungaráð Suðurnesja hélt aðalfund sinn 15. október síðastliðinn Það var árið 2014 sem Öldungaráð Suðurnesja var stofnað og hefur á þessum árum unnið ötullega að baráttumálum eldri borgara á Suðurnesjum og þótt nokkur árangur hafi náðst eru ansi mörg hagsmunamál enn eftir sem árangur þarf að nást í. Nú er nýtt kjörtímabil að hefjast á Alþingi. Það eru sex þingmenn sem sitja á nýju þingi sem búsetir eru hér á Suðurnesjum. Öldungaráð væntir þess að geta átt gott samstarf við þessa þingmenn til að ná fram okkar hagsmunamálum.

Nýtt hjúkrunarheimili Samþykktir liggja fyrir um að hafin skuli bygging á nýju 60 rúma hjúkrunarheimi í nágrenni Nesvalla. Við það munu skapast 30 ný rými þar sem starfsemi á Hlévangi verður hætt. Þrátt fyrir þessi fögru fyrirheit hefur skóflustunga að nýju heimili ekki átt sér stað. Það verður því verk að vinna fyrir Öldungaráð að ýta á eftir þessu framfaramáli.

Dagdvalarrými Samningar hafa tekist um að reka átta dagdvalarrými í Suðurnesjabæ á Garðvangi. Þessu ber að fagna og að sjálfsögðu munum við fylgjast með að þetta verði að raunveruleika. Þetta er mjög góð leið fyrir þá eldri borgara sem geta ekki dvalið að öllu leyti á sínu heimili og fá þannig góða þjónustu yfir daginn.

Fjögur þúsund sækja þjónustu annað Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur í mörg ár verið mikið til umræðu. Margir kvarta yfir að lækna-

þjónusta sé engan veginn nógu góð. Það virðist t.d. með öllu útilokað að við hér á Suðurnesjum getum fengið okkar eigin heimilislækni. Þetta hefur þýtt það að yfir 4.000 einstaklingar leita eftir læknisþjónustu á Reykjavíkursvæðið. Það ættu allir að geta verið sammála um að þetta getur ekki gengið svona áfram.

Nýjar heilsugæslustöðvar Heilbrigðisráðherra hefur gefið út vilyrði fyrir nýrri heilsugæslustöð í Njarðvík. Þrátt fyrir það hefur ekki sést nein auglýsing um húsnæði eða frekari samninga. Það verður því hlutverk Öldungaráðs að knýja á um að þessi mál fái jákvæða niðurstöðu í góðu samstarfi með þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum. Það væri mjög æskilegt að rekstur þessarar nýju heilsugæslustöðvar verði boðinn út þannig að einkaaðilar tækju að sér reksturinn. Það fyrirkomulag þýðir ekki að viðskiptavinir borgi hærra gjald. Þeir borga það sama og HSS. Með þessu myndu ansi margir af þeim fjögur þúsund sem sækja þjónustu annað koma til baka. Ný heilsugæslustöð myndi einnig verða til þess að bæta heilsugæslustöðina á HSS. Í framhaldinu þarf svo einnig að huga að nýrri heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ.

Bæta þarf kjörin Í kosningabaráttunni ræddu allir flokkar að bæta þyrfti kjör eldri borgara. Öldungaráð Suðurnesja mun fylgja þessum málum eftir. Það eru allt of margir eldri borgarar sem búa við slök kjör. Það gengur ekki lengur að þessi mál verði áfram óbreytt. Það þarf og verður að bæta kjör þessa hóps. Sigurður Jónsson, formaður Öldungaráðs Suðurnesja

Horft yfir íþróttasvæði Njarðvíkinga við Afreksbraut. • Bæta þarf lýsingu á húsinu • Gólfdúkurinn er orðinn mjög lélegur í öllu húsinu • Áhaldageymsla fyrir vélar og tæki er orðin mjög léleg, hún er staðsett í tveimur gámum við enda vallarhússins og hvorki tengd rennandi vatni né rafmagni og leka gámarnir einnig þannig að vélar og áhöld eyðileggjast fljótt þar inni. Ofangreindur listi er einvörðungu hluti af þeim verkefnum sem þarf að ráðast í. Það má einnig nefna framkvæmdir líkt og að ganga frá pallinum við völlinn sem gerður var fyrir þremur árum, bæta aðstöðu fyrir fjölskyldufólk og börn, loka stúkunni, heildaryfirhalningu á vallarhúsinu utandyra o.fl. en deildin tók saman fyrr í sumar framkvæmdir sem þurfti að ráðast í. Í samantekt sem finna má á fylgiskjali eitt er áætlun um rekstur vallarins með hliðsjón af þeim kostnaði

sem deildin hefur þurft að leggja út þetta sumarið. Þessi áætlun er gerð til að viðhalda núverandi ástandi. Þar er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum áhöldum, neinni útkeyptri vinnu við viðhald á öðru en sjálfu grassvæðinu. Líkt og sjá má þá vantar nokkuð upp á það að möguleiki sé að reka deildina með fullnægjandi hætti. Stjórn deildarinnar óskar því eftir að bætt verði í samningsfjárhæð rekstrarsamningsins fyrir árið 2022. Stjórn deildarinnar sér jafnframt ekki fram á það að möguleiki sé að ganga frá vellinum fyrir veturinn með fullnægjandi hætti þar sem fjármagn er ekki til staðar til þess að tappagata og sanda allt svæðið. Óskar stjórn knattspyrnudeildarinnar þar af leiðandi eftir fjármagni frá Reykjanesbæ til þess að ganga frá vellinum, til að hið góða starf sem unnið hefur verið sumrin 2020 og 2021 fari ekki út um gluggan yfir veturinn. Neðangreindur kostnaður er við að tappagata allt svæðið, samtals um 21.800 m2:

• Tappagötun: 20,8 kr./m2 * 21.800 = kr. 453.440,• Sandur: kr. 1.200.000,- (u.þ.b. 12.000 kr./m3) • Samtals: kr. 1.653.440,Stjórn deildarinnar vill að endingu enn og aftur lýsa yfir ánægju sinni og þakklæti fyrir framlag Reykjanesbæjar. Deildin hefur fengið framlag í formi starfsmanna, sértækum COVID-styrkjum ásamt reglulegu fjárframlagi. Rekstur íþróttafélaga getur verið snúinn, hvað þá á tímum sem þessum, þar sem óvissan ræður ríkjum. Íþróttastarf er hins vegar hornsteinninn í hverju samfélagi og þurfum við í Reykjanesbæ að hlúa vel að því. Hvort það snýr að æskulýðsstarfi eða afreksstarfi,“ segir í erindinu sem Ólafur Eyjólfsson, formaður, sendir fyrir hönd Ungmennafélags Njarðvíkur.

Inflúensubólusetning 2021 Bólusetningar við inflúensu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefst 21. október 2021. Bólusett er á Iðavöllum 12 a. Tímanir eru vefbókanlegir á Heilsuvera.is og hvetjum við alla til að nýta tæknina og minnka álagið á símsvörun á HSS. Fyrstu tvær vikurnar bólusetjum við forgangshópa. 8. nóvember verður opnað fyrir almennar bólusetningar. Forgangshópar í bólusetningu eru: • Þau sem eru 60 ára eða eldri • Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. • Þungaðar konur Þessir hópar fá bóluefnið frítt en borga komugjald, 500 kr., nema eldri borgarar og öryrkjar sem eru undanþegnir komugjaldi Til að flýta fyrir er best að vera í stutterma bol eða stutterma skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg. Munið eftir grímu og komið ekki í bólusetningu ef einhver flensu einkenni eru til staðar. Að minnsta kosti fjórtán dagar þurfa að líða á milli bólusetningar gegn COVID-19 og inflúensubólusetningar. Þau sem eru yngri en 60 ára og tilheyra ekki áhættuhópum samkvæmt skilgreiningu Embættis landlæknis borga bæði komugjald, 500 kr., og bóluefnið (Vaxigrip Tetra) sem kostar nú 1.800 kr.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Jóhanna Gísladóttir GK

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Hvaðan kemur þetta nafn Jóhanna Gísladóttir?

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Ekki hafa nú veðurguðirnir verið hliðhollir útgerð á Suðurnesjum núna frá því að síðasti pistill var skrifaður. Reyndar þá fóru strákarnir sem voru að róa á Gulltoppi GK frá Sandgerði, þeir Axel og Ragnar, norður til Siglufjarðar og sóttu Hópsnes GK og sigldu honum til Sandgerðis. Voru þeir um 26 klukkutíma á siglingu og lentu í leiðindaveðri þegar þeir sigldu yfir Faxaflóann, sigldi togarinn Sóley Sigurjóns GK með þeim og skýldi fyrir versta veðrinu. Þeir komust þó klakklaust yfir. Það er mikið búið að vera að gerast hjá Vísi ehf. í Grindavík undafarin ár. Miklar breytingar hafa orðið á bátaflota þeirra. Nýsmíði Páll Jónsson GK og tveir eldri bátar teknir í miklar endurbætur og breytt í línubáta, Fjölnir GK og Sighvatur GK. Eftir stendur svo flaggskip þeirra, Jóhanna Gísladóttir GK, sem á sér ansi langa og farsæla sögu í útgerð hérna við land og að mestu þá sem loðnuskip. Kannski nánar um það síðar. Stærsta breytingin sem Vísir ehf. gerði tengdist einmitt Jóhönnu Gísladóttir ÍS, því í staðinn fyrir að breyta bátnum þá keypti fyrirtækið togarann Berg VE og hann heitir í dag Jóhanna Gísladóttir GK. Togarinn er smíðaður í Skagen í Danmörku árið 1988 en var innfluttur árið 2005. Hann er 35,3 metrar á lengd og 10,5 metrar á breidd og um borð er 1.300 hestafla MAN vél. Gamla Jóhanna Gísladóttir GK er smíðuð á Akranesi árið 1969, er 57 metrar á lengd og átta metrar á breidd og um borð er 1.020 hk vél af Wichmann gerð.

Jú, það er nefnilega þannig að núverandi eigendur Vísis eru meðal annars þeir bræður Páll Jóhann og Pétur Hafsteins Pálssynir. Afi þeirra og amma voru Páll Jónsson, fæddur 12. desember árið 1904 og lést 25. nóvember 1943, og Jóhanna Daðey Gísladóttir, fædd 17. janúar árið 1908 og dó 2. júlí árið 1981. Páll Jónsson átti tvo báta, Fjölnir ÍS 7 sem hann eignaðist árið 1933 og Hilmir ÍS sem var nýsmíði og var smíðaður árið 1943 á Akureyri. Báturinn hafði farið nokkrar ferðir milli Snæfellsnes og Reykjavíkur með vikurfarm fyrir Víkurfjelagið og var báturinn á leið í sína sjöundu ferð yfir til Arnarstapa þegar það fórst. Um borð í bátnum voru sjö skipverjar og fjórir farþegar, af þessum farþegum var sjö ára strákur. Allir um borð fórust. Leitað var að bátnum en ekkert fannst af honum og voru uppi getgátur um að báturinn hefði farist af hernaðar völdum. Eftir þetta hörmulega sjóslys gerði Jóhanna Gísladóttir út hinn bátinn, Fjölni ÍS, en sá bátur var smíðaður út stáli árið 1922 í Englandi og var með 200 hestafla gufuvél. Sá bátur fórst árið 1945 eftir árekstur við breskt skip, Larids Growe, undan strönd Írlands og með honum fórust fimm menn en öðrum fimm var bjargað. Þau Páll og Jóhanna eignuðust fimm börn og eitt af þeim Páll Hreinn Pálsson sem fæddist 3. júní árið 1932 og lést 16. febrúar árið 2015. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum árið 1953 og sama ár kaupir hann bátinn Eldey EA 110 og skírir hann Fjölni ÍS 177. Þann bát gerði Páll út til ársins 1972 þegar að sá bátur var talinn ónýtur. Árið 1965 kaupir Páll Hreinn, ásamt Kristmundi Finnbogasyni og Ásgeiri Lúðvíkssyni, fyrirtækið Sævík í Keflavík sem gerði út bátinn Vísi KE 70 og upp frá því var útgerðarfélagið Vísir hf. stofnað. Þess má geta að mörg þessara nafna hafa komið fram í bátum á vegum fyrirtækisins. Núna, árið 2021, er t.d. gerður út um tuttugu tonna línubátur sem heitir Daðey GK og annar svipað stór bátur er gerður út sem heitir Sævík GK. Vísir hefur ekki gert út marga togara í gegnum tíðina og því verður áhugavert að sjá hvernig nýju Jóhönnu Gísladóttir GK muni ganga þegar togarinn hefur veiðar.

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

Jóhanna Gísladóttir kemur til Grindavíkur

Jón Steinar Sæmundsson

Nýtt skip bættist í flota Vísis hf. í Grindavík þegar ný Jóhanna Gísladóttir GK 357 kom til hafnar í Grindavík síðastliðinn fimmtudag. Jóhanna var smíðuð hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998 og er 36 metrar að lengd og breiddin er 10,5 metrar. Hét upphaflega Westro skráður í Skotlandi, síðan Brodd 1 og var gerður út frá Álasundi. Bergur ehf. í Vestmannaeyjum keypti hann til landsins frá Noregi haustið 2005 og skírði Berg VE 44, nafn sem hann bar til nú að Vísir eignast skipið.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7

Frá tónleikum í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Launafulltrúi Skólamatur auglýsir eftir umsóknum í stöðu launafulltrúa í Reykjanesbæ. Starfið felst í launavinnslu, bókhaldi og almennum skrifstofustörfum.

Níu hundruð og tveir í tónlistarnámi í Reykjanesbæ Nemendur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru nú 902, þar af eru 423 í hljóðfæra- og söngnámi, 234 í forskóla 1 og 245 í forskóla 2. Á biðlista eru 170 umsækjendur. Starfsmenn skólans eru 45 í 34,42 stöðugildum, þar af eru kennarar og stjórnendur 42. Þetta kemur fram í gögnum fræðsluráðs Reykjanesbæjar þar sem Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, mætti og kynnti starfsemi skólans á yfirstandandi skólaári.

Að venju stendur tónlistarskólinn fyrir fjölda tónleika og fleiri viðburðum. Þó nú geti áhorfendur mætt á tónleika verður þeim einnig streymt áfram. Einnig taka nemendur og kennarar þátt í ýmsum viðburðum utan skólans, þar má nefna að þrír nemendur tóku þátt í tónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem haldnir voru í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 26. september en sveitin var skipuð um 80 ungmennum úr tónlistarskólum landsins.

Nánari upplýsingar um starfið má finna á alfred.is eða hjá mannauðsstjóra, fanny@skolamatur.is

Matreiðslumaður @skolamatur @Skólamatur ehf

Nánari upplýsingar um starfið má finna á alfred.is eða hjá mannauðsstjóra, fanny@skolamatur.is

Ekki þörf fyrir þriðju félagsmiðstöð aldraðra í Suðurnesjabæ Bæjarráð Suðurnesjabæjar tekur undir með öldrunarráði að mikilvægt er að í sveitarfélaginu sé fjölbreytt og gott framboð af íbúðarhúsnæði. „Bæjarráð telur að eins og staðan er nú í sveitarfélaginu sé ekki þörf fyrir að bæta félagsmiðstöð fyrir aldraða við þær tvær sem nú þegar eru í starfsemi en mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu göngustíga og gróður-

Skólamatur auglýsir eftir umsóknum í stöðu matreiðslumanns í miðlægt eldhús sitt í Reykjanesbæ. Starfið fellst í undirbúningi, framleiðslu og eldun á hádegismáltíðum fyrir leik- og grunnskóla. Vinnutíminn er frá kl.6:00 til 15:00 alla virka daga.

setningu trjágróðurs. Öðrum ábendingum í bókuninni, svo sem varðandi búsetu eldri borgara, vísar bæjarráð til áframhaldandi umfjöllunar hjá fjölskyldusviði með hliðsjón af húsnæðisáætlun sveitarfélagsins,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar á fundargerð Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga.

www.skolamatur.is I skolamatur@skolamatur.is I Sími 420-2500

Vilja ekki Ölla Krók

á timarit.is

Erindi með boði um forkaupsrétt Suðurnesjabæjar á fiskiskipinu Ölla Krók GK 211, sem selst án aflaheimilda og án aflamarks, var tekið fyrir í bæjarráði Suðurnesjabæjar á dögunum. Þar var samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Ölla Krók GK 211.

ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

SUÐURNESJABÆJAR LEITAR EFTIR ÖFLUGUM FORSTÖÐUMANNI FYRIR FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar óskar eftir öflugum og skapandi leiðtoga í 100 % starf forstöðumanns félagsstarfs aldraðra. Suðurnesjabær er næst stærsta sveitafélagið á Suðurnesjum með um 3.700 íbúa og um 280 starfsmenn. Áhersla er að hjá sveitarfélaginu starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fræðslu, hreyfingu og námskeið. Félagsstarfið er starfrækt bæði í Miðhúsum í Sandgerði og Auðarstofu í Garði. Helstu verkefni forstöðumanns eru: n Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi félagsstarfsins n Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi félagsstarfsins n Þverfagleg teymisvinna og mannauðsmál n Skipulagning starfsins í samráði við eldri borgara og starfsmenn n Þátttaka í að móta stefnu og framtíðarsýn

Menntunar- og hæfniskröfur n Háskólamenntun sem nýtist í starfi n Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni n Reynsla af starfi með eldri borgurum n Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð n Áhugi á frístunda- og félagsstarfi og kunnátta sem nýtist í starfinu n Góð íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til 29. október 2021 Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starf. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is Allar frekari upplýsingar veitir deildarstjóri frístundadeildar gudrun@sudurnesjabaer.is


Fyrsti viti landsins

inn 1. desember 1878 var kveikt á fyrsta vita landsins, Reykjanesvita, og var hann um

0 ára skeið eini viti landsins þar til byggðir voru vitarnir á Garðskaga og Gróttu árið

8einnig // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Ífyrir 40 ÁRReykjavíkurhöfn. desember 1878 byggður var kveikt á fyrsta vita landsins, Reykjanesvita, og var hann um 897. ÞaðHinn ár1.var innsiglingaviti 20 ára skeið eini viti landsins þar til byggðir voru vitarnir á Garðskaga og Gróttu árið 1897. Það ár var einnig byggður innsiglingaviti fyrir Reykjavíkurhöfn.

Fyrsti viti landsins

itann hannaði danski verkfræðingurinn Alexander Rothe sem hafði jafnframt umsjón

Leiðarljós í lífhöfn

Vitann hannaði danski verkfræðingurinn Alexander Rothe sem hafði jafnframt umsjón

með verkinu á byggingarstað og upp setti upp ljóstæki var áttstrendur turn, með verkinu á byggingarstað og setti ljóstæki vitans. Vitinn var vitans. áttstrendurVitinn turn,

undirstaða og veggir voru hlaðin úr tilhöggnu kalklímdu grjóti, 4,5 metrar í þvermál og ndirstaða og veggir voru hlaðin úr tilhöggnu kalklímdu grjóti, 4,5 metrar í þvermál og 6,2 metrar á hæð og ljóshæðin 54 metrar yfir sjávarmáli. Turninn skiptist í jarðhæð og

efriá hæð þar sem vaktherbergi. Stallur var undir þakskeggi en upp af því járnhandrið ,2 metrar hæð ogvarljóshæðin 54 metrar yfir sjávarmáli. Turninn skiptist í jarðhæð og og net til varnar því að fuglar flygju á ljóshúsið. Fuglanetið var fljótlega tekið niður því

fri hæð þar sem vaktherbergi. Stallur þakskeggi en upp af því járnhandrið ekki varð vartvar við að fuglar blinduðust af ljósinu ogvar flygjuundir á ljóshúsið eins og reynsla

af erlendis. g net tilvar varnar því að fuglar flygju á ljóshúsið. Fuglanetið var fljótlega tekið niður því

nn 1. desember 1878 var kveikt á þremur fyrsta landsins, Reykjanesvita, varoghann um kki varð vart við aðvarfuglar blinduðust afvita ljósinu flygju á ljóshúsið og eins reynsla Ári eftir að vitinn tekinn í notkun var lömpum bætt viðog til að styrkja ljósið til norðvesturs. Árið 1897 var skipt um ljósabúnað vitans en gömlu olíulamparnir og

0arára skeið eini viti landsins þar til byggðir voru vitarnir á Garðskaga og Gróttu árið af erlendis. speglarnir upprunalegu voru víða endurnýttir í innsiglingarljós, t.d. í Hafnarfirði. Þegar

var byggður linsan og ljóstækið frá 1897 flutt í nýbyggðan Siglunesvita og 897. Þaðnýr árviti var einnigvoru byggður innsiglingaviti fyrir Reykjavíkurhöfn. var linsan notuð þar til ársins 1992.

ri eftir að vitinn var tekinn í notkun var þremur lömpum bætt við til að styrkja ljósið

Árið 1905 var svo komið að jarðskjálftar og brim höfðu brotið svo mikið úr Valahnúk að l norðvesturs. Árið 1897 var skipt um Alexander ljósabúnaðRothe vitanssem en gömlu olíulamparnir og tann hannaði danski verkfræðingurinn hafði jafnframt umsjón hætta var talin á að vitinn félli í hafið. Á árunum 1907 til 1908 var því byggður nýr viti á

Bæjarfelli en gamli vitinn, sá fyrsti á landinu, varupp felldurljóstæki meðísprengingu 16. apríl Vitinn 1908. t.d. peglarnir upprunalegu voru víða endurnýttir innsiglingarljós, í Hafnarfirði. eð verkinu á byggingarstað og setti vitans. var áttstrendur Þegar turn,

ýr viti var byggður 1897 flutt í nýbyggðan Siglunesvita ndirstaða og veggir voru voru linsan hlaðinog úr ljóstækið tilhöggnufrá kalklímdu grjóti, 4,5 metrar í þvermál og Í kjölfarið á byggingu vitans á Valahnúk komst mikil hreyfing á vitamál við strendur

Þegar sáu og fundu hagræði og öryggi sem ljósvitar á ströndum armetrar linsanlandsins. notuð þar til ársins 1992. 2 á hæð ogsjómenn ljóshæðin 54það metrar yfir sjávarmáli. Turninn skiptist í jarðhæð og landsins veittu óskuðu þeir eftir fleiri vitum. Í janúar 1901 skrifaði m.a. Skipstjórafélagið

ri hæð þar sem var bréf vaktherbergi. Stallur var þakskeggi en upp af því járnhandrið Aldan í Reykjavík til landshöfðingja þar sem óskað varundir sérstaklega eftir vita í Vestmannaeyjum en þar á eftir á Dyrhólaey. 1905 var svo komið að jarðskjálftar og brimFuglanetið höfðu brotið mikið úr Valahnúk að grið net til varnar því að fuglar flygju á ljóshúsið. varsvo fljótlega tekið niður því

ætta var vart talinvið á að í hafið. Á árunum 1907 til 1908 var því byggður viti á kki varð aðvitinn fuglarfélli blinduðust af ljósinu og flygju á ljóshúsið eins ognýr reynsla æjarfelli en gamli vitinn, sá fyrsti á landinu, var felldur með sprengingu 16. apríl 1908. ar af erlendis.

ÁHUGAVERÐ SÝNING UM REYKJANESVITA OG SÖGU SJÓSLYSA Á REYKJANESI

byggingu vitansí notkun á Valahnúk komst mikil hreyfing á vitamál við strendur rikjölfarið eftir að ávitinn var tekinn var þremur lömpum bætt við til að styrkja ljósið andsins. Þegar Árið sjómenn sáu fundu það hagræði og öryggi ljósvitar á ströndum norðvesturs. 1897 varogskipt um ljósabúnað vitans en sem gömlu olíulamparnir og

andsins veittu óskuðu þeir vitum. Í janúar 1901 skrifaði m.a. Skipstjórafélagið peglarnir upprunalegu vorueftir víðafleiri endurnýttir í innsiglingarljós, t.d. í Hafnarfirði. Þegar ldan í Reykjavík bréf til landshöfðingja þar sem óskað var sérstaklega eftir vita í Vestýr viti var byggður voru linsan og ljóstækið frá 1897 flutt í nýbyggðan Siglunesvita og

„Þetta er skemmtilegt verkefni sem við byrjuðum á árið 2018 þegar við settum upp skjöldinn á Reykjanesvita og í framhaldi af því tókum við þetta húsnæði á leigu og höfum verið að taka það í gegn. Það hefur verið málað að utan sem innan og skipt um glugga. Það er alveg draumur Lagt af stað byggingarefni að í vitann frá höfninni í rið 1905 var svo komið að jarðskjálftar og brim höfðu brotið svo mikið úrmeð Valahnúk að sjá að þetta sé að smella,“ segir Hallur J. Gunnarsson sem fer fyrirÞaðan Hollvinasamtökum Keflavík. var efnið flutt út á Valahnúk á hestum. ætta var talin á að vitinn félli í hafið. Á árunum 1907 til 1908 var því byggður nýr viti á Reykjanesvita. Félagsskapurinn opnaði sýninguna Leiðarljós í lífhöfn – Saga Reykjanesvita æjarfelli en gamli vitinn, sá fyrsti á landinu, var felldur með sprengingu 16. apríl 1908. og sjóslysa í gamla vélarhúsinu við Reykjanesvita á safnahelgi á Suðurnesjum. Sýningin er samstarfsverkefni Hollvinasamtaka Reykjanesvita og nágrennis og Byggðasafns Reykjaneskjölfarið bæjar. á byggingu vitansog á hönnuður Valahnúkerkomst hreyfing á vitamál við strendur „Vitabyggingin á Reykjanesi þykir sein, dýr og erfið. Sýningarstjóri Eiríkurmikil P. Jörundsson.

mannaeyjum en þar á á Dyrhólaey. ar linsan notuð tileftir ársins 1992.

miðjum þ. m. á mán. var turninn orðinn aðeins 9 feta ndsins. Þegar sjómenn sáu og fundu það hagræði og öryggi sem Íljósvitar ströndum

yfir grundvöll á aðog verða rúml. 30 fet á hæð, árihár á árunum 1900(hann til 1950 þá var

ndsins veittu óskuðu þeir eftir fleiri vitum. Í janúar 1901 skrifaði íslenska m.a. Skipstjórafélagið áttstrendur en mjór á kanta). Erfiðleikarnir eru miklir, þjóðin innan við 180.000 því 16 manns hafa nú staðið þar að starfi í meira en manns. Þetta dan í Reykjavík bréf til landshöfðingja þar sem óskað var sérstaklega eftirvoru vitagríðarlegir í Vest-tollar 2 mánuði. Grjót allt verður að flytja langt að, fyrst á

annaeyjum en þar á eftir á Dyrhólaey.

sem við vorum að greiða Ægi konbáti, en síðan á hestum og börum, því allt grjót þar ungi fyrir afnot af hafinu og fiskisem vitinn er settur, er brunagrjót ónýtt í veggi. Rothe miðunum.“ ingeneur er þar sjálfur til forsagnar en Lyders múrsmið hefir mest að segja við verkið sjálft, og er ötull

Engum dattlengi í hug sigla maður. Fyrst gekkað mikill starfi til þess að grafa tiltilÍslands á heppnaðist veturna ekki fyrr en eptir margar tilvatns, sem raunir voru gjörðar. Byggingarmennirnir búa í tjöldum

Hversu mikið þaðall-langan árið og verður allt til mál þeirravar að flytja og slæman 1878 reisa fyrsta vita landsins veg. að Guðmundur sýslumaður Pálsson var nýlega hér á Reykjanesi af hverju var sendur þangað meðog tveim úttektarmönnum, til þess að taka út og mæla stæði fyrir bæ þann, sem jafn- Allt byggingarefni í Reykjanesvita var flutt á hestum frá hann staðsettur hér? Lagt af stað með byggingarefni í vitann frá höfninni í framt íbúðar „Þaðererbyggður gamanviðaðvitann segjatil frá þvíumsjónarmanni. Keflavík og út á Reykjanes. Að ofan má sjá vitann nýbyggðan Þaðan var efnið flutt á Valahnúk á hestum. Fylla tekur hér fengu kalk ogsjálfflytur til Keflavík. vitans. Má aðHerskipið þegar Íslendingar á Valahnúk. Myndirnar eru á út sýningunni á Reykjanesi. landssjóður vor, að sögn, búast við að hið ánafnaða fé stjórn og sitt eigið löggjafarþing vitagjörðar þessararárið endist miðurþá en ætlað var.” ogtilfjárveitingarvald 1874, ingu vita. Fram að þeim tíma höfðu sigla hingað frá Evrópu á veturna. var þetta eitt af fyrstu málunum á bara verið siglingar til landsins á Með vaxandi kaupmannastétt í Júlí 1878 fyrsta þinginu að samþykkja Þjóðólfur bygg- 24. sumrin og það datt engum í hug að lok 19. aldar þá fer að koma þörf fyrir vita því það vildi enginn sigla Málverk sýnir fyrsta vita Íslands á Valahnúk í lok 19. aldar. hingað yfir vetrarmánuðina nema Víkurfréttir tóku hús á Halli og Ei- reyndar um aldir. Árabátarnir fórust það væri viti og í raun kom hvergi ríki, fyrrum forstöðumanni Byggða- hér alveg umvörpum og þetta var annars staðar til greina að setja vita safns Reykjanesbæjar, sem Hallur mikið högg fyrir þessi litlu samfélög. hér á sein, Reykjanestánni. koma „Vitabyggingin á Reykjanesi en þykir dýr og Hér erfið. fékk til liðs við Hollvinasamtök Á vegg hér á sýningunni verðum við menn upp að landinu og mikilvægt Í miðjum þ. m. mán. var turninn orðinn aðeins 9 feta Reykjanesvita við uppsetningu með nöfn allra þeirra sem fórust í að það sjáist strax hér hvað þú ert sýningarinnar. sjóslysum við Íslandsstrendur ár 20. var 30 því fet ráðist í það hár yfir grundvöll (hann á aðstaddur. verða Það rúml. á hæð, Sýningin á Reykjanesi er í húsi öldinni. Það er gert sem virðingarstrax að koma upp þessum vita því áttstrendur en mjór á kanta).þessi eru miklir, sem var byggt 1936 sem radíóviti en vottur og að fólk átti sig á því hvað siglingaleið fyrir Reykjanesið Lagt af stað með byggingarefni Erfiðleikarnir í vitann frá höfninni í hefur lengi vel verið kallað vélarhús. þetta er mikið fyrir þessa litlu þjóð. hættuleg og flestá semen voru því 16 manns nú staðið þar að starfi í skip meira Keflavík. Þaðan hafa var efnið flutt er út á Valahnúk hestum. Nú stendur til að merkja húsið sem Megnið af þessum sjósköðum urðu á að koma frá Evrópu voru á leið til 2 mánuði. Grjót allt verður að flytja langt á radíóvita en auk sýningarrýmis er í fyrri hluta aldarinnar. Þetta eru um Reykjavíkur. Mennað, fórufyrst því í þetta húsinu salernisaðstaða fyrir ferða- 3.500 manns sem fórust á síðustu brölt og fengu Dani með sér í báti, en síðan á hestum og börum, því allt grjót þar lið. Félagarnir Hallur J. Gunnarsson og Eiríkur P. Jörundsson fólk sem leggur leið sína að Reykja- öld en það eru að jafnaði 35 manns Danskur verkfræðingur hannaði sem vitinn er settur, ónýtt í veggi. Rothe í viðtali við Suðurnesjamagasín Víkurfrétta þegar þeir er brunagrjót nesvita. á ári alla síðustu öld og þætti mikið í vitann og sá um framkvæmdir unnu að uppsetningu sýningarinnar á Reykjanesi. dag. Á fyrri hluta síðustu aldar voru hérna 1878en en þeir voru hérna ingeneur er þar sjálfur til forsagnar Lyders múr-allt Gríðarlegur tollur þetta 54 sem fórust að meðaltali á sumarið og fram á haust. Þetta var smið hefir mest að segja viðgríðarlega verkið erfitt. sjálft, og var er afskekkt ötull til Ægis konungs Þetta og hér var ekkert nálægt. Það var maður. Fyrst lengi gekk mikill starfi til þess að erfið. grafa „Vitabyggingin á Reykjanesi þykir dýr og Eiríkur P. Jörundsson kom að uppekki hægtsein, að lenda bátum í fjörunni vatns, sem ekki fyrr en eptir tilsetningu sýningarinnar um Reykjaog hestar þurftu að margar fara9yfir úfið Ítilmiðjum þ. m.heppnaðist mán. var turninn orðinn aðeins feta nesvita og sögu sjóslysa við Reykjahraun. Það var ekki hægt að nota raunir voru gjörðar. Byggingarmennirnir búa í tjöldum hár yfir grundvöll (hann á aðneitt verða 30 fet hæð, nesskagann. Hann segir efnið vera á grjótrúml. hér í kring þvíáhér er og verður allt þeirra að flytja all-langan og sínu áhugasviði en Eiríkur skrifaði bara hraun. Það þurfti þvíslæman að flytja áttstrendur entil mjór á kanta). Erfiðleikarnir eru miklir, meistararitgerð um fiskveiðar við allt um langan veg. Það sem kom veg.16 Guðmundur sýslumaður Pálsson var nýlega því manns hafa nú staðiðaðþar meira en Faxaflóa og vann í áratug á Sjóminjautanað varstarfi sett á íland í Keflavík. sendur þangað með tveim úttektarmönnum, til þess safninu í Reykjavík. „Ég þekki þessi Það var flutt á litlum bátum í land 2 mánuði. Grjót allt verður að flytja langt að, fyrst á í mál vel og hef kynnst þeim og það Keflavík þar dröslað á hesta að taka út og mæla stæði fyrir bæ og þann, sem upp jafnbáti, en síðan á hestum og börum, grjót þar hefur verið mjög gaman að taka þátt sem fluttuþví þaðallt hingað á Reykjanes. framt er byggður við vitann Hér til íbúðar umsjónarmanni. í þessu verkefni. Þetta er svo gríðarhýrðust menn í tjöldum, hátt sem vitinn er settur, er brunagrjót ónýtt í veggi. Rothe lega mikil saga þegar við tökum sjóí tuttugu manns sumarið, Herskipið Fylla tekur hér kalk og flytur tilallt vitans. Máog ingeneur er þar sjálfur til forsagnar en Lyders múrslysin inn í þetta og tengjum það sá danski kvartaði yfir því meira landssjóður vor, að sögn, búast við allt að sumarið hið ánafnaða fé við samfélagið sem er að breytast og minna að það væri smið hefir mest að segja við verkið sjálft, og er ötull Í einu sýningarrýminu þar sem upplýsandi spjöld og myndir eru og uppbygging á þessu neti vita í alltaf kolvitlaust veður. Þetta gekk til vitagjörðar þessarar endist miður en ætlað var.” á veggjum. Kommóðan er úr olíuskipinu Clam sem strandaði við kringum landið og hvernig menn maður. Fyrst lengi gekk mikill þess að grafa því starfi ekki einstil hratt og menn ætluðu hafa verið að bæta öryggi sjófarenda. Valahnúk árið 1950 en myndin í glugganum er frá því strandi. sér en þetta tókst og það var kveikt á til vatns, sem heppnaðist ekki fyrr en eptir margar tilÞetta var rosalegt á síðustu öld og vitanum 1. desember 1878 og þá var Þjóðólfur 24. Júlí 1878

raunir voru gjörðar. Byggingarmennirnir búa í tjöldum og verður allt til þeirra að flytja all-langan og slæman veg. Guðmundur sýslumaður Pálsson var nýlega


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9 fyrsti viti landsins kominn í gagnið,“ segir Eiríkur.

Margir að uppgötva þetta svæði í dag Hallur fer fyrir Hollvinasamtökum Reykjanesvita og segist hafa haft áhuga á sögu og minjum allt frá barnæsku. Í gegnum Sögu- og minjafélag Grindavíkur hafi áhuginn á Reykjanesvita vaknað. Fyrir nokkrum árum hafi hann, ásamt Ólafi Sigurðssyni, farið og skoðað konungsskildina sem voru á Reykjanesvita á Bæjarfelli þegar hann var reistur. Þar hafi boltinn farið að rúlla og ákveðið að stofna sérstakt félag um verkefnið á Reykjanesi, sem var uppsetning á konungsskjöldunum, sýningin í radíóvitanum og framtíðardraumurinn er, að sögn Halls, að semja við Vegagerðina, sem á og rekur Reykjanesvita, um að þar verði leyfilegt að taka á móti fólki og hleypa því upp í vitann. „Svo vitum við að Reykjanes Geopark er búinn að undirbúa gönguleiðir um svæðið en á þessu svæði er hægt að gera svo margt skemmtilegt. Það eru til dæmis ennþá til steinar hérna úr fyrsta vitanum sem mætti færa til, raða upp og gera eitthvað skemmtilegt með,“ segir Hallur og Eiríkur bætir við: „Það eru margir að uppgötva þetta svæði í dag. Við erum hérna í október og það er stöðugur straumur af fólki hérna, ferðamönnum. Þegar við fórum að grúska í þessari sögu þá kemur í ljós að vitinn hérna varð strax vinsæll til heimsókna. Menn voru að koma hérna á sumrin og fá að skoða vitann. Ásóknin var svo mikil að vitaverðir voru farnir að kvarta undan þessu því það tók frá þeim tíma að vera alltaf að taka á móti gestum og svo þurfti að bjóða uppá kaffi og með því, þannig að þetta voru heilmikil útgjöld fyrir vitaverðina. Vitaverðir sóttu því um heimild fyrir því að selja inn í vitana. Það var leyft og jafnframt var sett reglugerð hvernig á að meðhöndla þessa gesti.“

Leiðarljós að lífhöfn Saga Reykjanesvita og sjóslysa

Um aldir, líkast til alveg frá landnámi, hafa Íslendingar þurft að færa Ægi konungi stórar fórnir. Annars vegar veitti hafið landsmönnum greiða för milla staða og landa og í djúpin sóttu menn í gullkistuna sem fiskimiðin hafa ætíð verið hér við land. Hins vegar voru siglingar og veiðar hættuspil, ekki síst yfir skammdegið þegar allra veðra var von. Sjóskaðar og manntjón voru daglegt brauð og oft voru hoggin stór skörð í lítil samfélög þegar skip og bátar fórust. Bygging Reykjanesvita á Valahnúk árið 1878 markaði tímamót í siglingsögu landsins. Það sýnir vel þá þörf sem landsmenn höfðu fyrir vita og öruggari siglingar að og umhverfis Ísland að frumvarp um byggingu vita var lagt fyrir á fyrsta löggjafarþinginu árið 1874, eftir að Íslendingar fengu stjórnarskrá og Alþingi fékk löggjafar- og fjárveitingavald. Ekki er að sjá að komið hafi til greina að reisa fyrsta vita á Íslandi annars staðar en á Reykjanesi, enda munu langflest skip sem til Íslands komu hafa átt erindi fyrir Reykjanes og leituðu því upp að suðvesturhorni landsins. Þúsundir og aftur þúsundir Íslendinga hafa farist á sjó í gegnum aldirnar og sjómenn eiga skilið að þeirra fórna sé minnst. Þessi saga er hrikaleg og erfið oft á tíðum að meðtaka en um leið er þetta saga hugrekkis og krafta sem tekst að leysa úr læðingi þegar aðstæður krefjast og menn þurfa að snúa bökum saman.

Um sýninguna á Reykjanesi

Sýningunni er ætlað að veita örlitla innsýn í mikla og mikilvæga sögu sjóslysa og uppbyggingar á vitum til að auka öryggi sjófarenda. Um leið gera aðstandendur hennar sér vonir um og fyrirætlan að sýningin vaxi og geri sögunni betri skil til lengri tíma. Til stendur að reisa þjónustu- og upplýsingamiðstöð í því magnaða umhverfi og náttúru sem umlykja Reykjanesvita og þangað á slík sýning mikið erindi.

Um aldir, líkast til alveg frá landnámi, hafa Ís- og öruggari siglingar að og umhverfis Ísland að lendingar frumvarp um byggingu vita var lagt fyrir á fyrsta Um sýningunaþurft að færa Ægi konungi miklar fórnir. Annars vegar veitti hafið landsmönnum greiða löggjafarþinginu árið 1874, eftir að Íslendingar Sýningin er samstarfsverkefni Hollvinasamtaka Reykjanesvita og nágrennis og Byggðasafns Reykjanesbæjar för milli staða og landa og í djúpin sóttu menn í fengu stjórnarskrá og Alþingi fékk löggjafar- og Sýningarstjóri og hönnuður: Eiríkur P. Jörundsson gullkistuna sem fiskimiðin hafa ætíð verið hér við fjárveitingavald. Ekki er að sjá að komið hafi til Listar með nöfnumvegar látinna sjómanna voru unnir á vegum í Reykjavík, greina Borgarsögusafni. land. Hins voru siglingar og Sjóminjasafnsins veiðar hættuað reisa fyrsta vita á Íslandi annars staðar Kort af sjóslysum við Ísland voru unnin af Guðjóni Inga Haukssyni og Agnari Jónasi Jónssyni. spil, ekki síst yfir skammdegið þegar allra veðra en á Reykjanesi, enda munu langflest skip sem til Eftirfarandi styrktu framkvæmdir við og uppsetninguvoru sýningarinnar: var von. Sjóskaðar oghúsið manntjón daglegt Íslands komu hafa átt erindi fyrir Reykjanes og Uppbyggingarsjóður Suðurnesja brauð og oft voru hoggin stór skörð í lítil samfélög leituðu því upp að suðvesturhorni landsins. Safnasjóður þegar skip og bátar fórust. Þúsundir og aftur þúsundir Íslendinga hafa Bygging Reykjanesvita á Valahnúk árið 1878 farist á sjó í gegnum aldirnar og sjómenn eiga Slippfélagið Vegagerðin tímamót í siglingsögu landsins. Það skilið að þeirra fórna sé minnst. Þessi saga er markaði sýnir vel þá þörf sem landsmenn höfðu fyrir vita hrikaleg og erfið oft á tíðum að meðtaka en um

Nýr viti reistur

Í gegnum tíðina hafa orðið hér mörg alvarleg sjóslys. Núverandi viti sem stendur á Bæjarfelli var byggður veturinn 1907–1908. Danska vitalagði í fyrstu til að reistur yrði 70 feta hár járngrindarviti á Bæjarfelli árið „Já og við verðum meðmálastofnunin sjóslysa1908okkur en ný heimastjórn landsins taldi ekki verjandi að bíða svo lengi þar sem hætta var kort hérna sem var unnið fyrir talin á sem að vitinn á Valahnúk félli í hafið. Veitti Alþingi því fé til að reisa vitann þegar árið og munum sýna alla sjóskaða 1907. orðið hafa við Reykjanesið og Var þeirþetta fyrsta stórverkefnið sem ráðist var í á ábyrgð heimastjórnar. eruu gríðarlega margir því ég held að það hafi hvergi á landinu orðið fleiri Ákveðið var að byggja turn úr tilhöggnu grjóti og steinsteypu. Hönnuðir voru Thorvald Reykjanesviti þurfti mikla umhirðu fyrstu áratugina eins og sjóskaðar en við Reykjanes. Þetta Krabbe, síðar vitamálastjóri, og Frederik Kiørboe arkitekt. Framkvæmdum lauk á Þorláksvar algeng siglingaleið og svo var messu en ljóshúsi ogalmennt ljóstækjumávar komið fyrir í byrjun var á byggður vitanum vitar þeim tímum. Þar árs að 1908. auki Kveikt var hann vetrarvertíðin hér í skammdeginu þann 20. mars sama ár. Reykjanesviti er sívalur kónískur turn, 20 metra hár, og stendur á afskekktum stað og torfarið að komast að og frá vitanum. og versta veðrinu,“ segir Eiríkur. á breiðri 2,2 metra hárri undirstöðu. Ljóshúsið er 4,5 metrar á hæð og er heildarhæð

Fyrsti vitavörðurinn

Því var ekki annað til ráða en að hafa starfandi vitavörð í fullu starfi sem byggi á staðnum og sinnti vitanum.

vitans því 26,7 metrar. Árið 1929 var byggt við vitann anddyri og gashylkjageymsla úr

Le i ð a r steinsteypu.

Stórslys á forsíðum blaðanna

ljós að lífhöfn

Upphaflegur ljósgjafi vitans var steinolíulampi og var ljós hans með 500 mm Þámagnað féll Arnbirni illa að búa í Á sýningunni í Radíóvitanum á Þar sem vitagæslan þurfti snúningslinsu.að Þetta knúið af lóðum sem vitavörðurinn upp með verasnúningstæki stöðug varðvar ekki þeirri mikludró einangrun sem Reykjanesi eru m.a. forsíður dagGastæki var að setthafa í vitann árið 1929 og var þá gasþrýstingurinn látinnvið komist hjá því fylgdi vistinni. Þegar blaða frá síðustu öld þarreglulegu sem sagtmillibili. snúa linsunni. þar Vitinn var rafvæddur árið 1957. a.m.k. tvo menn bættist að brunnurinn var frá stórum sjóslysum. Meðal aðvitar störfum. Arnbirni varð stundum vatnsReykjanesviti mikla fyrstu áratugina almennt á þeim annars erþurfti sagt fráumhirðu strandi Jóns for-eins og tímum. Þar að auki var hann byggður á afskekktum stað og að komast Ótorfarið l a f s sy nReykjanesvita i , faðy rs t a fram til ársins 1999 var vitavörður laus áþar veturna Alltáhöfnin frá upphafi reksturs búsettur.svo seta á Stafnesi. Þar fórst öll og frá vitanum. Því var ekki annað til ráða en að hafa starfandi vitavörð í fullu starfi var1878 var byggður torfbær og útihús heimilisfólkið varð að Þegar vitinn á vitaverðinum, Valahnúk var reistur undir Bæjarfelli sem á staðnum og sinnti vitanum. en byggi í landi stóðu menn og horfðu skylt að haldaúraðláta sér nægja „klaka S fyrir vitavörðinn og íbúðarhús timbri smíðað þar árið 1892. Þau húsakynni og önnur á og gátu ekkert gert. Slysið við aga R En þar sem vitagæslan þurfti að vera stöðug varð ekki komist hjá því að hafa þar stoðarmann ogeru greiða ogfyrir skítugan snjó“ y kbyggt sem byggð í þeirra horfin. Árið 1947evar íbúðarhús vitavörðinn Stafnes varð endanleg kveikja þess j a.m.k. tvo menn að störfum. Arnbirni Ólafssyni, fyrstavoru vitaverðinum, varstað skylt að a n e s v i svo dögum skipti og honum kaup af árshalda aðstoðarmannvoru og greiða honum úr kaup af árslaunum sínum. Honum þótti hins t að stofnaðar slysavarnadeildir steinsteypu sem enn stendur. Það var hannað af Ágústi Pálssyni arkitekt. a o g ásvitavarðavegar launin lág og þegar haustið 1879 var kominn í hannlaunum brottfararhugur. Í bréfi sínum. Honum torfþakið j ó U m a ld s um allt land. l y irhann sa hans til Jóns Jónssonar landritara segir sé alltaf að sjá betur og betur , lí k aað s t hann þótti hins vegar launin bænum lak svo hann fó rn ir. tigæta l a lv e Á sýningunni á Reykjanesi er fjöldi að ómögulegt sé að „komast af með 2 menn vitans, þess að verði AÁ g fr ávegna er einnig steinsteypt hús fyrir raíóvita sem byggt var árið 1936 en n n abæjarstæðinu rstilvað laog n d n þegar s ó tt e g lág haustið varð fullur af sagga varð a á u r eitthvað að öðrum þeirra, eða þurfi að leita til byggða einhverra orsaka vegna, þá m m e n nog fróð- v e it ti h i, h a fa ljósmynda og upplýsandi radíóviti í notkun Reykjanesvita í g u ll k var a aððkomist Ís le n d frá árinu 1936 til ársloka 1992. Radíóvitinn gekk gfullröskum laín d er ef til vill ekki fært öðrumin en karlmanni og þó1879 valla fi is tu ar og in g a r var kominn í hann vistin lítt eftirsóknarverð. sverði m ö ntil v e ið a r s e mfyrir þu legur texti. Sýndar eru myndir af nera óumflýjanlega n uljósavélum rf t eftir m g re fi baka aptur sama dag þegarostuttur Þess vegna nauðsynfyrstu orku frá en a ð fæ1957 fékk vitinn orku frá rafveitu. Í háratugina s g m a ner dagur. k æ im ið in tt u s p ilbrottfararhugur. ra Æ g a fö r m n tj óog bréfiiðhans Arnbjörn sagði endanlega h a faÍæ , ekki n veinnig i fyrsta vitanum á Valahnúk legt að hafa 3ja mann yfir k il o oveturinn...„ o la ru g b á ta dag n s tí ís tjafnan ungi s s ta ð a og er sýningin d a g leþetta hús vélarhúsið staðsett þar. vArnbjörn y fi r s k undir ðnafninu e ri ð h Ólafsson r fó ru s gengur o g la24. t b raJóns ra r og tófékk a m m d landritara é r v ið var fæddur nupp t. Eins gtil u ð o gJónssonar dmaí 1849 frá byggingu vitans á Bæjarfelli. e g iðogþvar trésmiður. laHann n d . var uppalinna áo g í d jú ftað Þá féll Arnbirni illa að búa í þeirri miklu einangrun sem fylgdi vistinni. o Þegar H in e g a r aað sjá v ovið p s ru in lausn frá embsegir hann hann sé alltaf v B e h ll Fljótshlíð y g g in g a rþegar o g g inFlókastöðum í ra og í dag þá höfðu áhrif v e ð raen bjó í Garði v o ru s g R eFastri bættist að brunnurinn varðjarðskjálftar stundum vatnslaus á veturna svo heimilisfólkið varð sog tósótti vvar hann um vitavarðastöðuna. r íbúðarhúsið y k ja n ebúsetu ig a r v osíðar vitavarða árið 1999 selt einkaaðilum. Vitinn s kö ls ýogn ir rð betur og lauk betur séí að 1. sað ágúst n . S til v it a á skipti lí ti l s a ættinu að láta sér nægja „klaka skítugan svo sdögum og torfþakið á vita-að ómögulegt vdaga. jó Arnbjörn fór til Danmerkur vorið 1879 e l þ ásnjó“ á Reykjanesi í gamla Fljótlega, kaðar V m a þ la fé ö heftirsóknarverð. rf s friðaður. Ís lavarð lö g þ er nú n ú k á riaf með 2 menn kynna sér umhirðu vitans. 1884. e varðabænum lak svo hann af sagga varð vistin lítt n d fullur m „komast til að gæta Við stöðe gar sk a ð fr usíðar, var la n d s m ð 187 eða um ttuttugu árum m v a rp ip 8 m a rk en e ft ir Arnbjörn sagði endanlega upp lausn frá uembættinu 1. ágúst n h ö1884. a ðogÍsfékk a ðverði m b y g vitans, fð u fy þess vegna að eitthvað unni tók Jón i tí m a m le n d in ri farið að huga ágBæjargstarfinu r v it a o in g u v til ársins Við stöðunni tók Jón að Gunnlaugsson skipasmiður og gegndi 1902. e rnýjum ó t a r fe a ð s já vita í s it g þurfi ig li n g Gunnlaugsson a v a rþeirra, n g u s tjað öðrum a ko m g g a riað leita s ö g u la la g t fy eðaö ru ó rn a rs felli því jarðskjálftar n e s i, e ogðbrim iðhöfðu s ig li n g ri r á fy n d s in s h a fi ti k rá o g nda m a r a ð skipasmiður rs ta lö vegna, l g retil . Það A lþ in g byggða einhverra orsaka u n hafði og um in le it u ð Hrunið u g a g la áhrif á Valahnúk. úr a ja fa rþ i fé k k n g fl e s ð re is a h rf is u því u in lö t g inou gá g ev e s k ip fy gg pp að rs ja ta g n di þá er ef til vill ekki fært öðrum en fa s Vitaverðir Reykjanesvita e ri ð 1 8 v it a á r- o g fj m ti l Ís s u ð vað klettinum og ef ekkert hefði verið 74, e s tu rh Ís la n d á rv in la n d s Þúsun o rn i la i avalla ko m u n n a rsað e it g a v a ld til starfinu fullröskum karlmanni og þó d irfallið n h d gert þá hefði vitinn fyrir björg s a fa á tt s in s o g a ft 1878 – 1884 . Ekki ta ð a r íevita Arnbjörn Ólafsson gesta s k il ið ur þús eheimsóknir n á R e1902. ri n d i dag að þe komist verði. til bakaReglur apturum sama u n d ir fy ri r R ársins y k ja og íGunnlaugsson hafið. u m le ir ra fó Ís le n d Jón 1884 e y k ja n rn a s é– 1902 in e ið e r þ g s a og Þess vegna er h a fa fa er dagur. in n s t.þegar stuttur Þórður Þórðarson –m 1903 e tt a s1902 k re fj a s ri s t á s Veturnir voru oft langir og tilbreytingasnauðir á afskekktum Þessi aga hu t og m jóvitastöðum saga e og lengi var á Reykjanesvita. En vitarnir urðu í g e g n líkt að Jón Helgason – g1915 re k k isóumflýjanlega hafa e n n 1903 r h ri nauðsynlegt u o g k ra þ u rf a m k a a le g fljótt ld ir n aá sumrin og jafnvel svo að vörðum til heimsókna ft a s eyfir Vigfús Sigurðsson 1915 a–ð1925 o g vinsælir snúa b r o g s jó e...“. m teveturinn 3ja rfum. S ý n in g ið Vitaverðir ö k umann o ft á við Faxaflóavitana k s t a þótti nóg undan því mkvörtuðu u e m

Vitavörðurinn

n n n e ig ð le y s Ólafur Pétur Sveinsson 1925 – 1930 tí ð u m saman a ú rfyrir b y g g in n i e r æ tl a ð að m . að þeir yrðu töfum fráevinnu og hefðuaþar að læumtalsverðum að ð in g i gar á Jón Ágúst Páll Guðmundsson 1938 ta k a e þ e g a r útgjöldðvið a ö rl it v it u m 1930 v–e it n v o nKetilsson auki „eigi allsjaldan önnur óbeinlínis ir u m a ð s tæ slíkar gestati l a ð – 1943 la in n s Kristín Guðmundsdóttir 1938 o g fy ri auka ö ð fóru ýn í m pket@vf.is r fram á komur samkvæmt gamalli íslenskri siðvenju.“ Þeir u s te n d u ræ tl1943 ik la o g ry g g i a n a ð – 1947 Einar Jónsson r a ð re s jó Arnbjörn Ólafsson var fæddur 24. maí 1849 og var trésmiður. m fa re n d ikheimild s ý n in g gjald af gestum og var það samþykkt árið il v ætil is a þ jó sem u g aað staka a Um in v a x Sigurjón Ólafsson 1947 n u s tu -– 1976 öárum m ly k ja g u fyrr le ið 1910. i o g gvar. uppalinn Nokkrum veriðígefnar út sérstakar reglur s jóhöfðu Hann á Flókastöðum Fljótshlíð en bjó í Garði þegar o g R g s e e ly e ra u y ri sa og p p lý s in k ja n1976 a ð s ta n gesta í vitana, sögun Björn Kári Björnsson e s v it a– 1977 up eins og fram g a m iðsótti n bvarðandi dendu p - kemur í fór til Danmerkur e tr i s kheimsóknir g þan Arnbjörn s tö ð í umi vitavarðastöðuna. rsegir Valgerður Hilmar Hanna Bragi Jóh. Bárðarson 1977 –o1992 h e il g a ðhann n Stjórnartíðindum frá 1897. Þar m.a.: ti n þ l le n g ar sér ví mag á s lí k ri tí m a hilmar@vf.is n a ð a u sér s1879 ý n in g til að Pétur Kúld 1992 – 1999 vorið kynna umhirðu U mIngólfsson . T vitans. m s ý n in g

S ý n in g S ý n in g

in e r sa m st

a rs tj ó

m ik ið

una

a rf sv e

ri o g h önnu

il h e rf i eAðkomumenn ri n d i. skuluvrita o gsín,nstöðu nöfn heimili í þar til gjörða á tt úog ru bók, áður en þeim er sýndur vitinn. Ekki má hleypa fleirum inn í

rk e fn i

vitann en rúm leyfir. Vitavörður verður að leggja ríkt að við að-

H o ll v in

a sa m ta

komendur að snerta ekki á nokkrum áhöldum vitans, gæta þess

ka Rey k ja

ð u r: E ir ík u r L is ta r P. J ö ru með n n d ss o ö fn u m n Ko rt a lá ti n n a f sj ó

n e sv it

að þeir séu ekki í votum klæðum, taki ekki með sjer göngustafi

a og n á g re

eða regnhlífar í vitann. Tóbaksreyking er öllum fyrirboðin í

nvitanum, n is o g bæði vitamönnum og öðrum; vitavörður skal biðja menn Byggð a sa um að þurka af sjer á gólfmottunum, áður en þeir ganga um fn s R

leið er þetta saga hugrekkis og krafta sem tekst að leysa úr læðingi þegar aðstæður krefjast og menn þurfa að snúa bökum saman. Sýningunni er ætlað að veita örlitla innsýn í mikla og mikilvæga sögu sjóslysa og uppbyggingar á vitum til að auka öryggi sjófarenda. Um leið gera aðstandendur hennar sér vonir um og fyrirætlan að sýningin vaxi og geri sögunni betri skil til lengri tíma. Til stendur að reisa þjónustu- og upplýsingamiðstöð í því magnaða umhverfi og náttúru sem umlykur Reykjanesvita og þangað á slík sýning mikið erindi.

Reglur um heimsóknir gesta í vita Veturnir voru oft langir og tilbreytingasnauðir á afskekktum vitastöðum líkt og lengi var á Reykjanesvita – en vitarnir urðu fljótt vinsælir til heimsókna á sumrin og jafnvel svo að vörðum þótti nóg um. Vitaverðir við Faxaflóavitana kvörtuðu undan því að þeir yrðu fyrir umtalsverðum töfum frá vinnu og hefðu þar að auki „eigi allsjaldan önnur óbeinlínis útgjöld við slíkar gestakomur samkvæmt gamalli íslenskri siðvenju“. Þeir fóru fram á heimild til að taka gjald af gestum og var það samþykkt árið 1910. Nokkrum árum fyrr höfðu verið gefnar út sérstakar reglur varðandi heimsóknir gesta í vitana, eins og fram kemur í Stjórnartíðindum frá 1897. Þar segir m.a.: „Aðkomumenn skulu rita nöfn sín, stöðu og heimili í þar til gjörða bók, áður en þeim er sýndur vitinn. Ekki má hleypa fleirum inn í vitann en rúm leyfir. Vitavörður verður að leggja ríkt að við aðkomendur að snerta ekki á nokkrum áhöldum vitans, gæta þess að þeir séu ekki í votum klæðum, taki ekki með sjer göngustafi eða regnhlífar í vitann. Tóbaksreyking er öllum fyrirboðin í vitanum, bæði vitamönnum og öðrum; vitavörður skal biðja menn um að þurka af sjer á gólfmottunum, áður en þeir ganga um vitann, og brýna fyrir þeim að þeir megi ekki hrækja á gólfin, og hundar mega alls ekki koma í vitann. Það er fyrirboðið að leyfa nokkrum ölvuðum manni að ganga í vitann, eða þeim, sem eru ræflalega til fara. Vitavörður skal vera þægilegur í viðmóti við þá, sem óska að sjá vitann, og skýra þeim frá ásigkomulagi allra vitafæranna. Á þeim tíma, er logar á vitanum, leyfist engum aðkomandi manni að ganga í vitann.“

Nýr viti reistur

Núverandi viti sem stendur á Bæjarfelli var byggður veturinn 1907–1908. D

málastofnunin lagði í fyrstu til að reistur yrði 70 feta hár járngrindarviti á Bæ

1908 en ný heimastjórn landsins taldi ekki verjandi að bíða svo lengi þar se

talin á að vitinn á Valahnúk félli í hafið. Veitti Alþingi því fé til að reisa vitan

1907. Var þetta fyrsta stórverkefnið sem ráðist var í á ábyrgð heimastjórna

Ákveðið var að byggja turn úr tilhöggnu grjóti og steinsteypu. Hönnuðir vo

Krabbe, síðar vitamálastjóri, og Frederik Kiørboe arkitekt. Framkvæmdum lau

Nánar er fjallað um Reykjanesvita og sögur tengdar honum í Suðurnesjamagasíni á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 19:30.

messu en ljóshúsi og ljóstækjum var komið fyrir í byrjun árs 1908. Kveikt v

þann 20. mars sama ár. Reykjanesviti er sívalur kónískur turn, 20 metra hár

á breiðri 2,2 metra hárri undirstöðu. Ljóshúsið er 4,5 metrar á hæð og er

vitans því 26,7 metrar. Árið 1929 var byggt við vitann anddyri og gashylkj steinsteypu.

Upphaflegur ljósgjafi vitans var steinolíulampi og var ljós hans magnað m

snúningslinsu. Þetta snúningstæki var knúið af lóðum sem vitavörðurinn d

reglulegu millibili. Gastæki var sett í vitann árið 1929 og var þá gasþrýsting snúa linsunni. Vitinn var rafvæddur árið 1957.

Allt frá upphafi reksturs Reykjanesvita fram til ársins 1999 var vitavörður þ

Þegar vitinn á Valahnúk var reistur 1878 var byggður torfbær og útihús und

fyrir vitavörðinn og íbúðarhús úr timbri smíðað þar árið 1892. Þau húsakyn

sem byggð voru í þeirra stað eru horfin. Árið 1947 var byggt íbúðarhús fyrir

úr steinsteypu sem enn stendur. Það var hannað af Ágústi Pálssyni arkitekt

Á bæjarstæðinu er einnig steinsteypt hús fyrir raíóvita sem byggt var á

radíóviti var í notkun í Reykjanesvita frá árinu 1936 til ársloka 1992. Radí

fyrstu áratugina fyrir orku frá ljósavélum en eftir 1957 fékk vitinn orku f

dag gengur þetta hús jafnan undir nafninu vélarhúsið og er sýningin staðs

Fastri búsetu vitavarða lauk árið 1999 og íbúðarhúsið var síðar selt einkaað er nú friðaður.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

SKEMMTILEG TÓNLIST

með fallegum melódíum

Óperan Góðan daginn, frú forseti verður frumsýnd næstkomandi laugardag í Grafarvogskirkju. Óperan er tileinkuð frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta kvenforseta í heiminum, og fjallar um ævi hennar og störf. ­Alexandra Chernyshova, sópransöngkona og tónskáld, hefur staðið í stöngu undanfarnar vikur að undirbúa sýninguna en að henni koma rúmlega 60 manns, stór hljómsveit, tólf einsöngvarar og tveir kórar. Alexandra, sem er handhafi Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar, er núna að sjá fyrir endann á sjö ára ferli með frumsýningunni og hvetur alla Suðurnesjamenn og unnendur góðrar tónlistar að koma og sjá verkið. Einn af stofnendum Íslensku óperunnar er hljómsveitarstjóri Garðar Cortes er hljómsveitarstjóri sýningarinnar. „Alexandra er rosalega dugleg og atorkusöm og gerir hluti sem ganga upp, þess vegna ákvað ég að taka þátt í verkefninu,“ sagði Garðar. Garðar Cortes, sem er skólastjóri Tónlistarskóla Reykjavíkur, var einn af stofnendum Óperu Íslands og þekkir því vel til óperusviðsins. „Tónlistin í óperunni er góð og Alexandra gefur okkur ferskan blæ með tónlistarsköpun sinni,“ heldur Garðar áfram. „Einnig gaman að sjá sögu frú Vigdísar í tónlistarformi sem þessu, við sjáum nýja hlið á forsetanum okkar í óperunni.“

Sagan er frábær og Alexandra er einstök að taka þetta verkefni sér fyrir hendur, semja óperuna, fá allt þetta tónlistarfólk og syngja sjálf aðalhlutverkið,“ sagði Dagný að lokum.

Lunkinn melódíusmiður og skemmtileg tónlist Garðar Cortes, skólastjóri Tónlistar­skóla Reykjavíkur og einn af stofnendum Óperu Íslands, er hljómsveitarstjóri óperunnar.

Kvennakór Suðurnesja tekur þátt Kvennakór Suðurnesja tekur þátt í verkefninu og þar er Dagný Jónsdóttir, söngkennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, stjórnandi. „Þetta er búið að vera yndislegt að taka þátt í verkefninu en um leið mjög krefjandi, bæði vegna Covidaðstæðna og einnig þar sem við erum ekki vanar að taka þátt í svona stóru óperuverkefni, ferlið er búið að vera lærdómsríkt og skemmtilegt,“ sagði Dagný þegar Víkurfréttir hittu á hana á miðri æfingu í Grafarvogskirkju. Tónlistin er mjög aðgengileg, fallegar laglínur og skemmtilegur texti.

Tólf einsöngvarar koma fram á sýningunni, Viðar Gunnarsson, bassi, og Gissur Páll Gissurarson, tenór, fara annars vegar með hlutverk Finnboga, föður frú Vigdísar, og Magnúsar Magnússonar, sjónvarpsmanns og vinar Vigdísar. Tón-

listin er verulega skemmtileg að mati Viðars og líkti senu í fyrsta þætti við ítölsku óperuna Cavalleria rusticana. „Það hefur verið gaman að fylgjast með æfinginum og ferlinu, að sjá óperu fæðast og límast saman. Alexandra er einstaklega lunkinn melódíusmiður þannig að ég er mjög ánægður og hrifinn,“ sagði Gissur Páll. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á æfingarnar og síðan verður lokahnykkurinn á laugardaginn í Grafarvogskirkju með frumsýningunni. Miðasala fer fram á tix. is og við innganginn.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

Vistbók

Við erum í samstarfi við Byko og fleiri aðila í þessari þróun og þar sem þetta er frekar nýtt fyrir flestum þá erum við öll að læra heilmikið í þessari vegferð, m.a. áttuðu starfsmenn Byko sig á að mun stærri hluti þeirra byggingavöru er þegar með umhverfisvottun.“

Gagnabanki fyrir umhverfisvottuð byggingarefni

Til mikils að vinna

Vistbók er verkefni þriggja kvenna úr Grindavík, Rósu Daggar Þorsteinsdóttur, lýsingarhönnuðar, Svölu Jónsdóttur, innanhúsarkitekts, og Berglindar Ómarsdóttur, tölvunarfræðings. Nýlega hefur síðan Davíð Halldórsson, rekstrarhagfræðingur úr Hafnarfirði, komið til liðs við teymið. Markmið verkefnisins er að hanna og þróa gagnagrunn og leitarvél sem gerir notandanum kleift að sækja upplýsingar um allar umhverfisvottaðar byggingarvörur hérlendis og vera þannig drifkraftur í að flýta fyrir grænni byggingariðnaði fagaðila og einstaklinga sem standa í byggingarframkvæmdum og um leið tækifæri fyrir þá að skilja eftir sig græn spor til framtíðar.

Verkefnið hefur fengið styrki úr Hönnunarsjóði Frumkvöðlaverkefnið gengur vel að sögn Rósu Daggar og Svölu. Teymið

hefur fengið styrki frá Hönnunarsjóði og núna er verið að vinna í gagnagrunni leitarvélarinnar, síðan kemur til með að byggjast ofan á leitarvélina hugbúnaðarlausn í formi vefsíðu sem nýtist notendum og sparar hönnuðum, arkitektum og verktökum tíma í að setja upp verkefni sín og viða að sér umverfisvottuðum efnum sem þeir þurfa í verkefni sín. Verkefnið er tímafrekt og flókið, gagnagrunnurinn kemur m.a. til með að halda utan um uppruna allra efna, skjöl sem þurfa að fara til vottunaraðila að sögn Rósu Daggar. „Við erum að bæta þessa ferla þannig að ferlið verði auðveldara, einfaldara

og hagkvæmara fyrir þá sem vilja byggja með þessum hætti,“ bætti Svala við.

Við erum að vakna til meðvitundar Íslendingar eru að verða meðvitaðir um vistvænan og umhverfisvænan byggingarmáta að mati Rósu og Svölu en alltaf má gera betur. „Við erum á eftir Norðurlöndunum í umhverfisvottuðum byggingarverkefnum. Ríkið hefur þó staðið sig ágætlega í þessum efnum og má þar nefna byggingar eins og Veröld - hús Vigdísar, Skriðuklaustur og

Jón Hilmarsson ungo@simnet.is

fangelsið á Hólmsheiði eru allar BREEAM-vottaðar, sem er alþjóðlegt umhverfisvottunarkerfi. Fyrsta umhverfisvottaða einbýlishúsið var síðan byggt í Urriðaholti árið 2017.

Hagur þeirra sem vilja byggja og búa í umhverfisvottuðum byggingum liggur í bættu heilsufari og síðan spilla þær ekki umhverfinu – tvö vottunarkerfi eru aðallega notuð hér á landi, annars vegar Svansvottunin, þar sem meginmarkmiðið er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og þeirra sem nota bygginguna eftir að hún er tekin í notkun, hins vegar er það BREEAM-vottunin, sem leggur áherslu á að draga úr kolefnisspori byggingarinnar að sögn Svölu. „Byggingariðnaðurinn er að losa meira kolefni en við gerum okkur grein fyrir í dag, við vitum að hann er ábyrgur fyrir um 40% losun á heimsvísu en hérna á Íslandi hefur þetta ekki verið mælt.“ Þær stöllur sjá mikla viðhorfsbreytingu og aukna vitundarvakningu gagnvart heilsubætandi umhverfi og þá m.a. í umhverfisvottuðum byggingum. „Hafnarfjarðarbær er meira að segja að gefa afslátt á lóðarverði þegar um vottaða byggingu er að ræða. Við erum núna á fullu að koma vefnum í loftið og vonandi verðum klár innan fárra mánaða,“ sögðu Rósa Dögg og Svala að lokum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Foreldramorgun - svefn ungbarna Fimmtudaginn 21. október kl. 11.00 mætir Arna Skúladóttir höfundur bókarinnar Draumalandið í Bókasafn Reykjanesbæjar og fjallar um svefn ungbarna. Arna er hjúkrunarfræðingur og helsti sérfræðingur landsins í svefni ungbarna. Hún starfar meðal annars við svefnráðgjöf á Landsspítalanum. Allir foreldrar hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Notaleg sögustund með Höllu Karen

ORGÓBER 24. október kl 17.00

LÁRA BRYNDÍS EGGERTSDÓTTIR, organisti við Neskirkju, leikur valin orgelverk. Kór Keflavíkurkirkju flytur Gloria eftir Vivaldi.

Fimmtudaginn 21. október kl. 11.00 er notaleg sögustund með Höllu Karen. Að þessu sinni er lesið og sungið úr sögunni um Latabæ. Ókeypis er á viðburðinn og allir hjartanlega velkomnir

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið - Stapaskóli – Kennari Umhverfissvið - Verkefnisstjóri skipulagsmála Fræðslusvið, Háaleitisskóli – Starfsmaður skóla Fræðslusvið, Háaleitisskóli – Kennari Nýheima, móttökudeild fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

www.keflavikurkirkja.is

Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

í Akurskóla og nemendur áhugasamir um lestrarupplifunina Skólaslit og bíða spenntir eftir nýjum kafla á hverjum degi „Þetta heppnaðist svo vel. Við ákváðum að aldursblanda öllum skólanum frá fyrsta upp í tíunda bekk og höfum verið með þema í anda hrollvekju sem tókst rosalega vel. Það voru margir góðir gestir hjá okkur hér í dag,“ sagði Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, í viðtali við Víkurfréttir eftir opið hús í Akurskóla þar sem öllum nemendum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, var boðið í ferðalag í gegnum draugahús og að skoða metnaðarfullar hrekkjavökuskreytingar í skólanum. Íbúar Innri-Njarðvíkur hafa einmitt verið duglegir síðustu ár að halda upp á hrekkjavökuna og hafa skreytt hverfið sitt fyrir þann dag. Skólastjórinn segir að það skipti máli að foreldrar eða forráðamenn sjái hvað börnin eru að gera í skólanum. Það hefur greinilega verið lögð mikil vinna í þetta? „Já en samt á stuttum tíma. Það lögðu sig allir fram og kennararnir unnu í hópum og engin kennsla á

meðan. Þetta var bara frábært og krakkarnir mjög áhugasamir.“ Hrekkjavakan hefur verið að stækka undanfarin ár. „Já og sérstaklega hérna í InnriNjarðvík. Foreldrar hafa verið duglegir að skreyta húsin sín og þá hafa krakkar verið að ganga á milli húsa, banka upp á og fá sælgæti í poka. Þá hefur foreldrafélagið í skólanum verið mjög virkt á hrekkjavökunni.“ Á göngum skólans mátti sjá ýmsa hrollvekjandi muni. Risakönguló hafði étið einhvern þannig að aðeins voru fætur sem stóðu út úr munninum á henni. Líkkista var á einum stað og vofur og köngulær hangandi niður úr loftum og á veggjum og skólastjórinn talar um að það sé mikill hugmyndaauðgi í skólanum og það sé nauðsynlegt að brjóta upp skólastarfið hjá krökkunum með svona viðburði. „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem við getum gert eitthvað svona,“ segir Sigurbjörg og vísar til kórónuveirufaraldursins. Aðspurð

Nánar er fjallað um málið í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 19:30

að því hver hafi verið kveikjan að draugahúsinu í skólanum segir Sigurbjörg það vera lestrarupplifunina Skólaslit sem m.a. allir skólar í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og

Vogum taka þátt í núna í október. Þar fer Ævar Þór Benediktsson á kostum með hrollvekju sem gerist í ónefndum skóla á Suðurnesjum á hrekkjavökunni.

Hvernig hafa viðbrögðin við Skólaslitum verið? „Bara mjög góð. Krakkarnir eru áhugasamir og hlusta á hverjum einasta degi. Það er beðið eftir því á hverjum einasta degi þegar kennararnir kveikja á spilaranum eða lesa sjálfir fyrir nemendur.“ Sigurbjörg segir að Skólaslit kveiki áhuga allra á lestri, ekki bara drengja. Hún vonast til að framhald verði á verkefninu. Við höfum öll áhyggjur af því að krakkar og sérstaklega strákar séu ekki nógu duglegir að lesa. Hefur þú trú á að svona aðgerð hafi góð áhrif? „Það hefur allt áhrif. Aðaláhrifin hafa líka foreldrar, að sýna áhuga á lestri og ýta undir þetta heima, það hefur gríðarleg áhrif. Þetta kveikir líka undir í foreldrum að koma hingað og sjá þetta og vonandi hefur þetta allt áhrif á lesturinn,“ segir Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, í samtali við Víkurfréttir.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Það sem stríðið skildi eftir sýnt í Ramma Í

safnamiðstöðinni í Ramma var boðið upp á áhugaverða sýningu einkasafnara og Byggðasafns Reykjanesbæjar á munum tengdum hernaði. Sýningin var haldin í tengslum við Safnahelgi á Suðurnesjum sem fram fór um síðustu helgi. Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur verið með söfnunarátak á munum og minjum sem tengjast veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hluti þess sem safnast

hefur var til sýnis. Ásamt Byggðasafninu sýndu fimmtán einkasafnarar hluta af afrakstri söfnunar sinnar á munum sem tengjast veru hers á Íslandi. Þar mátti m.a. sjá farartæki, líkön, vopn, orður og einkennisbúninga. Meðfylgjandi myndir voru teknar í safnamiðstöðinni og einnig á Bókasafni Reykjanesbæjar þar sem Midnight Librarian héldu tónleika. VF-myndir: Páll Ketilsson

Frá tónleikum Midnight Librarian í Bókasafni Reykjanesbæjar.


Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is

NAFN:

sport Mér finnst körfubolti svo rosalega skemmtilegur

ALDUR:

STAÐA Á VELLINUM:

30 ÁRA

LÍTILL FRAMHERJI (SMALL FORWARD), KRAFTFRAMHERJI (POWER FORWARD)

14

Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? „Eina sem ég geri er að passa að ég sé með næga orku á tanknum þegar leikurinn byrjar. Ég passa mig á að borða vel fjórum, fimm tímum fyrir leik og borða svo eitthvað á milli fram að leik, t.d. ávexti.“ Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? „Ég byrjaði um fimm ára að æfa körfu. Það er mikill körfubolti í minni fjölskyldu, pabbi og öll systkini mín spiluðu körfu þannig það var einhvern veginn gefið að ég valdi körfu – en aðalástæðan er sú að mér finnst körfubolti svo rosalega skemmtilegur og finnst það ennþá í dag.“ Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? „Michael Jordan [NBA: Chicago Bulls].“ Hver er þín helsta fyrirmynd? „Ég horfði mikið upp til bræðra minna.“ Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? „Þegar við urðum Íslandsmeistarar tvö ár í röð. Svo verð ég að segja atvikið inn í Ásgarði þegar ég fór úr lið á ökklanum! Erfitt að gleyma því.“ Hver er besti samherjinn? „Þeir eru svo margir gæti talið endalaust upp.“

ÓLAFUR ÓLAFSSON TREYJA NÚMER:

Miðvikudagur 20. október 2021 // 39. tbl. // 42. árg.

Hver er erfiðasti andstæðingurinn? „Hlynur Bæringsson.“ Hver eru markmið þín á þessu tímabili? „Mín markmið er að sjálfsögðu að verða Íslands- og bikarmeistarar. Svo að hjálpa liðinu mínu að vera betra með hverjum degi.“ Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? „Alltaf á toppinn.“ Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? „C: Tryggvi Snær Hlinason (Basket Zaragoza), PF: Ólafur Ólafur (Grindavík), SF: Haukur Helgi Pálsson (Njarðvík), SG: Martin Hermannsson (Valencia), PG: Elvar Már Friðriksson (Antwerp Giants).“ Fjölskylda/maki: „Katrín Ösp Eyberg Rúnarsdóttir, Írena Eyberg Ólafsdóttir og Ölver Óli Ólafsson.“ Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? „Börnin mín.“ Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? „Fótbolti, píla og útivist.“ Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? „Borða góðan mat, slappa af og eyða tíma með fjölskyldunni minni. “

MOTTÓ:

TAKA EINN DAG Í EINU OG VERA ÞAKKLÁTUR FYRIR FÓLKIÐ Í LÍFINU ÞÍNU. KOMA FRAM VIÐ NÁUNGANN EINS OG ÞÚ VILT AÐ NÁUNGINN KOMI FRAM VIÐ ÞIG. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er einn af leikreyndari mönnum Subway-deildar karla. Hann hefur leikið 38 leiki fyrir Íslands hönd með A-landsliði karla auk þess að leika með liðum í Frakklandi og Þýskalandi. Ólafur svaraði nokkrum laufléttum spurningum Víkurfrétta í uppleggi vikunnar.

Hlynur Bæringsson í leik gegn Keflavík.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Saltfiskur.“ Ertu öflug(ug) í eldhúsinu? „Já, þegar ég ákveð að elda þá er ég „all in“ og það má enginn hjálpa mér.“

Ólafi finnst ennþá rosalega gaman í körfubolta. Ivan Aurrecoechea Alcolado, liðsfélagi hans, virðist ekki skemmta sér síður.

Býrðu yfir leyndum hæfileika? „Já, ég syng ágætlega.“ Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? „Óstundvísi. Þoli ekki að vera seinn eða þegar fólk mætir seint.“

UPPRENNANDI KÖRFUBOLTASNILLINGUR KÖRFUBOLTASNILLINGUR Í GRINDAVÍK NAFN:

HVAÐ FINNST ÞÉR SKEMMTILEGAST VIÐ KÖRFUBOLTA?

HELGA JARA BJARNADÓTTIR.

SPILA HANN.

ALDUR:

HEFURÐU EIGNAST MARGA VINI Í KÖRFUBOLTANUM?

TÓLF ÁRA.

JÁ.

SKÓLI:

HVERJIR ERU BESTU LEIKMENN GRINDAVÍKUR KARLA OG KVENNA?

GRUNNSKÓLI GRINDAVÍKUR. HVAÐ ERTU BÚIN AÐ ÆFA KÖRFUBOLTA LENGI?

ÞAÐ ERU MARGIR EN IVAN, NAOR OG TRAVIS ERU GÓÐIR OG Í KVENNA ERU ROBBY OG HEKLA EN SÆDÍS ER BESTI ÞJÁLFARINN.

SJÖ ÁR.

HVER ER BESTUR Í HEIMI?

LEBRON [JAMES, NBA: L.A. LAKERS]


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Rífandi gangur hjá sundfólki Það var sannarlega góð útkoma hjá sundmönnum ÍRB á Extramóti Sundfélags Hafnarfjarðar helgina 16.–17. október. Tveir sundmenn náðu sínum fyrstu ÍM 25 lágmörkum, það voru þau Freydís Lilja Bergþórsdóttir og Nikolai Leo Jónsson. Árni Þór Pálmason lét sitt ekki eftir liggja heldur bætti ÍRB metið í 200 metra skriðsundi í flokki 11–12 ára sveina. Mörg athyglisverð og sterk úrslit litu dagsins ljós og línur teknar að skýrast fyrir ÍM 25. Alexander Logi Jónsson fékk sérstök verðlaun fyrir bætingu á milli móta í 800 metra Árni Þór bætti met í 200 metra skriðsundi.

Eiður Ben tekur við Þrótti Vogum

Þróttur Vogum hefur ráðið Eið Benedikt Eiríksson, einn efnilegasta þjálfara landsins, til að taka við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Eiður Ben er fæddur árið 1991 og uppalinn hjá Fjölni. Undanfarin ár hefur hann þjálfað lið Íslandsmeistara Vals í efstu deild kvenna ásamt Pétri Péturssyni en samstarf þeirra skilaði Val tveimur Íslandsmeistaratitlum á þremur árum. Þróttur Vogum varð deildarmeistari 2. deildar karla í ár og mun

félagið því leika í fyrsta sinn í næstefstu deild á næsta tímabili ásamt því að fagna 90 ára afmæli sínu. Í fréttatilkynningu sem Þróttur sendi frá sér er lýst yfir mikilli ánægju með að fá einn efnilegasta þjálfara landsins í sínar raðir og tilhlökkunar til samstarfsins.

Sunneva og Eva Margrét.

skriðsundi og þær Eva Margrét Falsdóttir og Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir fengu peningaverðlaun fyrir að vera í topp tíu af bestu afrekum mótsins, Eva Margrét varð í þriðja sæti en Sunneva Bergmann varð í sjöunda sæti. Margir sundmenn eru alveg við innanfélagsmet í aldursflokkum og stemmningin og liðsheildin er til fyrirmyndar í sunddeild ÍRB. Næsta mót er svo Íslandsmótið í 25 metra laug dagana 12.–14. nóvember.

Keflavík og Njarðvík hlutu hvatningarverðlaun UMFÍ

BLEIK MESSA í Sandgerðiskirkju sunnudagskvöldið 24. október kl. 20.00.

Félagar úr Kór Útskála- og Hvalsnessókna syngja undir stjórn Keith Reed organista.

Alexander Logi fékk sérstök verðlaun fyrir bætingu.

Einar Haraldsson, formaður Keflavík, Ólafur Eyjólfsson, formaður Njarðvíkur, og fulltrúi Fjölnis sem tók við hvatningarverðlaunum fyrir hönd síns félags. Mynd: UMFÍ.is

Keflavík og Njarðvík var veitt hvatningarverðlaun Ungmennafélags Íslands á sambandsþingi UMFÍ sem haldið var um helgina fyrir sameiginlegt átak þeirra til að auka þátttöku barna með sérstakar stuðningsþarfir í íþróttum. Félögin buðu upp á sameiginlegt námskeið í knattspyrnu og körfubolta í ár. Verkefnið þótti heppnast vel og var almenn ánægja með framtakið sem var haldið í tengslum við átakið Allir með! í Reykjanesbæ. Formenn félaganna, Einar Haraldsson frá Keflavík og Ólafur Eyjólfsson frá Njarðvík, tóku við viðurkenningunnum.

Formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja, Styrmir Geir Jónsson, verður með kynningu á félaginu. Sigrún Harpa Arnrúnardóttir deilir reynslusögu sinni að greinast með krabbamein. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. Allir velkomnir

Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir Æfingarnar eru ætlaðar börnum á aldrinum sex til þrettán ára með mismunandi stuðningsþarfir. Æfingarnar fara fram í íþróttasalnum við Akurskóla á sunnudögum kl. 14:00 til 14:50. Æfingarnar verða fjölbreyttar og skemmtilegar og öllum börnum mætt á þeirra forsendum. Námskeiðið hefst 24. október og lýkur 12. desember. Gjald fyrir hvern iðkanda er 20.000 kr. ATH! Muna að nýta frístundastyrk. Skráning er hafin á sportabler www.sportabler.com/shop/keflaviknjardvik www.keflavik.is

Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra og Íþróttafélagið Nes

www.umfn.is


Ópera um frú Vigdísi Finnbogadóttur

Leiðarljós í lífhöfn

... og hrollvekjandi draugahús í Akurskóla

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Northern Challenge, árleg æfing sprengjusérfræðinga, hófst formlega á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag og stendur fram í næstu viku. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem Landhelgisgæslan hefur veg og vanda af. Hún fer að stærstum hluta fram á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Þetta er í tuttugasta sinn sem æfingin er haldin. Markmið æfingarinnar er að æfa viðbrögð við hryðjuverkum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Verkefni sprengjusérfræðinganna er

að leysa slíkan vanda. Samskonar búnaður og fundist hefur víðs vegar um heim er útbúinn og aðstæður hafðar eins raunverulegar og kostur er. Æfingin fer fram við fjölbreyttar aðstæður, t.d. á flugvelli, í höfn, í skipi og við bryggju. Sérhæfð stjórnstöð er jafnframt virkjuð þar sem öll uppsetning og vinnubrögð eru samkvæmt alþjóðlegu vinnulagi Atlantshafsbandalagsins. Að þessu sinni eru þátttakendurnir frá 15 þjóðum og alls eru 30 lið skráð til leiks. Þeir sem koma lengst að eru frá Nýja-Sjálandi en að æfingunni koma hátt í 300 manns.

Er elsti skóli Reykjanesbæjar ekki bara eins og góður ostur?

Ég um mig frá mér til mín Fjölmargir eru þeirrar skoðunar að mun meira vit sé að hafa persónukosningar til Alþingis í stað þess að kjósa flokka. Aðrir hafa bent á að ýmsir gallar séu á því fyrirkomulagi að kjósa persónur beint en ekki flokka. Það skiptir engu máli á hvorri skoðuninni þú ert, því nú liggur ljóst fyrir að fólkið sem kemst á lista flokkanna lítur svo á að um persónukosningar sé að ræða. Strax um kosningahelgina var ljóst að talningarmistök höfðu átt sér stað í einu kjördæmi. Að lokinni endurtalningu riðlaðist röð uppbótarþingmanna þannig að sex einstaklingar sem kynntir höfðu verið í fjölmiðlum töpuðu sætum sínum en aðrir sex einstaklingar úr nákvæmlega sömu flokkum komust inn á Alþingi. Enginn flokkur missti sæti og enginn flokkur græddi aukasæti.

Einstaklingarnir sem misstu sætin hafa kært kosningarnar. Þeir vilja komast að. Dómarar í kærumálinu eru m.a. alþingismennirnir sem fengu sætin. Merkilegt nokk. Kjósandi á þess eingöngu val að kjósa flokka. Um leið og talningu er lokið, þá er flokkakosningin orðin að persónukjöri. Opinberlega heyrist ekkert frá flokkunum enda tap þeirra ekkert og gróðinn enginn. Bara sex manns í fýlu og sex í sælu. Skiljanlegt enda er þingsæti yfir 100 milljón króna virði á einu kjörtímabili. Engin mætingaskylda í vinnu. Geggjaður díll. Til að kóróna allt og sýna kjósendum skilning frambjóðenda á flokkakosningakerfinu stökk forystusauður Miðflokksins í Suðurkjördæmi yfir í Sjálfstæðisflokkinn á fimmta degi eftir kosningar. Auðvitað voru kjósendur Miðflokksins að kjósa hann persónulega og prívat.

LOKAORÐ

Sprengjusérfræðingar æfa á Keflavíkurflugvelli

Mundi

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR Hann er maðurinn, mátturinn og dýrðin. Amen. Við höfum svo sem séð þetta áður, bara ekki alveg í þessari mynd. Íslensk pólitík. Engin prinsipp. Engin stefna. Bara eiginhagsmunir. Algerlega óháð stjórnmálaflokkum. Það hafa kjósendur nú fengið að sjá í sinni skýrustu mynd.

Alla leið á öruggari dekkjum Pantaðu tíma í dekkjaskipti á n1.is

Cooper Discoverer Snow Claw

Cooper Weather-Master WSC

Cooper WM SA2+

Hannað fyrir krefjandi vetraraðstæður

Öflugt og gott grip við erfiðar aðstæður

Mjúk gúmmíblanda fyrir hámarksafköst við lágt hitastig

Mikið skorið og stefnuvirkt mynstur fyrir jeppa og jepplinga

Míkróskorin óneglanleg vetrardekk

Afburðagott grip, neglanlegt

Flott dekk fyrir íslenskt veðurfar

SWR og 3PMS merking

Vefverslun

Afburða veggrip og stutt hemlunarvegalengd Mjúk í akstri með góða vatnslosun

Skoðaðu úrvalið og skráðu þitt fyrirtæki

Notaðu N1 kortið

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433

Opið mán – fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is

ALLA LEIÐ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.