Vonin nýnemablað 2017

Page 1

V

ð

a bl

a

m ne

N i n o

s

n ja

l

Vi

7

1 20


Nafn:___________________________________ Bekkur:_________________________________ Uppáhalds matur:_________________________

Útgefandi: N.F.V.Í Prentun: Prentmet Umbrot: Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Lárey Huld Róbertsdóttir Myndvinnsla: Lárey Huld Róbertsdóttir Ljósmyndir: Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Atli Geir Alfreðsson Forsíða: Lárey Huld Róbertsdóttir Ragnheiður Sóllilja Ábyrgðamaður: Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir

Þakkir

Andri Már Guðmundsson Alexander Þór Gunnarsson Aníta Lív Þórisdóttir Anna S. Kristjánsdóttir Birta María Birnisdóttir Björk Orradóttir Daníel Hjörvar Guðmundsson Daníel Hugi Magnússon Diljá Pétursdóttir Edda Kristín Óttarsdóttir Egill Sigurðsson Kristófer Baldur Sverrisson Margrét Mist Tindsdóttir Sandra Rós Davíðsdóttir Skarphéðinn Vernharðsson Sóley Bjarkadóttir Sólveig Björt Hlynsdóttir Stefanía Elín Linnet Stjórn N.F.V.Í. Þórhildur Marey Sigurjónsdóttir


Efnisyfirlit

4. Ritstjórapistill 5. Ávarp Forseta 7. School essentials 8. Viðburðadagatal 12. Viljinn 13. V84 14. Skemmtó 15. Íþró 16. Listó 17. Nemó 18. Málfó 19. Hagsmunaráðið 20. Busarnir okkar 23. Tips and tricks 24. Ráð frá gömlum Verzlingum 27. Heitt og kalt 28. Starfsfólk Verzló 33. Busar x gæludýr 34. Kort af skólanum


Lárey Huld

Karen Rós

Aþena villa

Edda Marín

Valdís Harpa

Atli Geir

Ragnheiður Sóllilja

Elsku nýnemi

Til hamingju með inngöngu þína í Verzló! Nú er að byrja tími sem á eftir að breyta lífi þínu til hins betra. Þú ert ekki bara kominn inn í einn flottasta skóla landsins heldur getur þú nú tekið þátt í nett- asta nemendafélagi Íslands. Þessi þrjú ár eru einstaklega dýrmæt, þú færð þau aðeins einu sinni og því segi ég; nýttu þau vel! Gríptu öll tækifæri sem þér gefast og reyndu að prófa eins marga nýja hluti og þér er mögulegt þó svo að þeir hræði þig smá. Lífið byrjar nefnilega fyrir alvöru fyrir utan þægindarammann. Mundu að njóta,

Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Ritstjóri Viljans


Kæri nýnemi

Til að byrja með vona ég að sumarið hafi verið framúrskarandi og að grunnskólinn hafi verið skemmtilegur - lol. Það er mér sannur heiður að fá að bjóða þig velkominn í þrjú bestu ár lífs þíns. Verzlunarskóli Íslands er góður menntaskóli. Frábær kennsla, flottur aðbúnaður og framúrskarandi matbúð. Ég get þó lofað þér því að það sem gerir Verzló að skólanum sem hann er, er ekkert að ofangreindu. Það er félagslífið.

Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands, betur þekkt sem NFVÍ, er stærsta nemendafélag á Íslandi og tekst að toppa sig á ári hverju. Þetta skólaár verður engin undantekning og ég hvet þig, kæri busalingur, að taka eins mikinn þátt í því og þú mögulega getur. Mættu á hvert einasta ball, hvern einasta viðburð og taktu þátt. Viðtöl í nefndir, frumsýningar í bláa sal eða Nemó. Ekki hika og vertu með. Ég heiti Benedikt og var í vor kjörinn forseti nemendafélagsins. Hlutverk mitt er nokkurn veginn að sjá til þess að allt fari ekki til fjandans, ekki hika við að heyra í mér ef þú þarft einhverja hjálp með Verzló lífið í síma 6187931.

Frá vinstri: Ástráður Sigurðsson markaðsstjóri, Benedikt Bjarnason forseti, Anna Bryndís Zingsheim féhirðir, Máni Huginsson formaður Nemó, Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir ritstjóri Viljans, Ísabella Örk Hlynsdóttir formaður Íþró, Geir Zoega formaður Skemmtó, Ása Valdimarsdóttir formaður Listó, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir ritstjóri V84, Viktor Pétur Finnsson formaður Málfó.


Íris Frímannsdóttir Amanda Lind Davíðsdóttir Ég var í þrjár vikur á Spáni með sumarbúðunum Mundo og voru þær einar af skemmtilegustu og eftirminnilegustu vikum lífs míns. Það var alltaf nóg að gera og því flaug tíminn einfaldlega áfram. Það kom mjög á óvart hvernig allir í bænum vissu að við, íslensku krakkarnir, værum að koma. Fólk vildi endilega kynnast okkur sem gerði það að verkum að ég eignaðist fullt af spænskum vinum sem ég er enn í miklu sambandi við. Kynningin á sumarbúðunum hljómaði mjög vel en upplifunin sjálf var ólýsanleg. Ég mæli eindregið með sumarbúðunum því þetta er klárlega eitthvað sem þú vilt ekki missa af!

Í sumar fór ég (ásamt 18 öðrum íslenskum krökkum) með ferðaskrifstofu Mundo í þriggja vikna sumarbúðir til Zafra, sem er bær á Spáni. Þessar þrjár vikur voru fullar af áskorunum og skemmtilegheitum. Til að mynda bjó ég hjá spænskri fjölskyldu sem talaði litla sem enga ensku og þurftu því samskiptin fyrstu dagana að eiga sér stað á annan máta, hvort sem það var með leikrænni tjáningu eða með hjálp frá google translate. Ég kynntist frábæru fólki, bæði Íslendingum og Spánverjum. Við gerðum margt skemmtilegt saman; fórum í vatnsleikjagarð, á ströndina og skoðuðum rústir rómverjanna svo dæmi séu nefnd. Ég fór svo sannarlega út fyrir þægindarammann á þessum þremur vikum, kynntist nýju fólki og annarri menningu ásamt því að fá góða innsýn inn í spænskuna.


S C H O O L

1. Skólataska 2. Tölva 3. Sími 4. Hleðslutæki 5. Heyrnatól 6. Pennaveski 7. Pennar og blýantar 8. Handáburður 9. Stílabækur 10.Vatnsflaska 11. Verzlóspilastokkur 12. Orkusteinar - jákvæð orka er key á erfiðum skóladegi 13. Snarl - hnetur og rúsínur eru hollar og góðar 14. Verzló bolli - óþarfi að eyða of mikið af einnota bollum í kaffi 15. Veski

7

E S S E T I A L S


Viðburðardagatal Hinseginsfélagsvika Nýnemavika

VÍ - mr Nýnemaferð

r

be ó t k

O

er b m

Góðgerðarvika

pte

Se t

s Ágú

Málfóvika Nýnemaviðtöl


Verzló Waves Vælið

Íþróvika

er b m

e

Des

er

mb e v Nó

Jólafrí

Listóvika

Gleðigæsluvika

Haustfrí

Haustönn


Viðburðardagatal

Demó

Valentínusarvikan

rs

Ma

r

úa r b e

F r

úa n a J

Nemó

V84


Peysó

Kosningavika

Í

Ma íl

Apr

Sumarfrí

Páskafrí

Vorönn


VILJINN Viljinn er blaðið sem allir hljóta að þekkja. Það er blaðið sem gleður hjörtu allra nemenda Verzlunarskólans á erfiðum skóladegi. Viljinn er gefinn ekki bara einu sinni út á önn heldur tvisvar og þá í heildina fjórum sinnum yfir skólaárið! Innihald Viljans er mjög fjölbreytt og reynir ritnefndin að sjá til þess að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Viljinn er ekki bara eitthvað skólablað heldur er hann skólablað Verzlinga þar sem allir geta látið ljós sitt skína. Þess vegna hvetjum við ykkur öll til að senda inn efni, hvort sem það eru ljósmyndir, ljóð, hugleiðingar eða bara hvað sem er. Eins og er, er laust pláss innan nefndarinnar svo við hvetjum þig til þess að kíkja við í nefndarviðtal þegar að því kemur! Við hlökkum til að sjá þig! Instagram: viljinn snap: viljinn1617

12


V 8 4

Verzlunarskólablaðið er í raun ekkert blað heldur tæplega 300 blaðsíðna bók sem kemur út í mars á ári hverju og fá allir nemendur og kennarar skólans eintak. Verzlunarskólablaðið er hálfgerð árbók verzlinga þar sem félagslífið er gert upp og leggjum við mikið upp úr því að sem flestir komi að gerð bókarinnar. Blaðið er fullt af allskonar viðtölum, myndaþáttum, greinum og fleira skemmtilegu efni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í bókinni. Í ár verður 84. eintak bókarinnar gefið út. Auk Verzlunarskólablaðsins sjálfs hefur nefndin undanfarin ár séð um að gefa út skóladagbók Verzlinga sem heitir Snobbið. Í ár verður þó annar hàttur á og koma allir nemendur skólans til með að fá fyrstu stílabók verzlunarskolablaðsins á fyrsta skóladegi í staðinn.

13


Skemmtó Skemmtó Skemmtó Hæ krakkar. Þetta er ekki flókið Við höldum busavikuna og busaferðina EKKI BUSABALLIÐ Vælið (söngkeppnina) Paintballið og lazertagið Valentínusarvikuna ásamt listó Við erum besta nefndin Við heitum Arnór, Berglind, Bjarki, Egill, Geir, Ragna, Vignir og Völundur. Lærið nöfnin okkar, það mun hagnast ykkur gríðarlega mikið í busavikunni. PS. Ef þið viljið láta reyna við ykkur, fá dank memes eða spyrja spurninga eins og: “hverju á ég að fara í a busaballið?” Addið þá @geirzoega á snap

14


Íþró

Við í Íþró viljum bjóða ykkur velkomin í Verzló og kynna ykkur örlítið fyrir hlutverkum og viðburðum Íþró.

Meðal þessara viðburða eru einnig margir aðrir minni viðburðir eins og fótboltamót, keilumót og fyrirlestrar.

Fyrsti viðburður Íþró er golfmótið þar sem að Verzlingar fá að sýna sig og sanna. Hefðin er svo að busar séu kaddýar fyrir þáttakendurna. Um kvöldið er svo haldið til veislu og Verzlingar skemmta sér saman.

P.S. Íþró stofnaði Íþró fantasy deild Verzló í pepsí kvenna og karla! Skráning á síðunni (fyrir kvenna): https://azazo.fotbolti.net/ https://www.facebook.com/images/emoji.php/v9/faf/1/16/26bd.png Kóðinn er: s4SJg6aADS

Svo er það hin árlega Íþróttavika þar sem íþróttalíf skólans blómstrar og Skráning á síðunni (fyrir karla): nær hámarki. https://eyjabiti.fotbolti.net/ https://www.facebook.com/imagÍ þessari viku gefst nemendum es/emoji.php/v9/faf/1/16/26bd.png kostur á að fylgjast með og taka Kóðinn er: gPM2Zr564U þátt í fjölbreyttum íþróttum og eru íþróttaviðburðir í hverju hléi og eftir Við erum búin að redda helling af skóla. flottum vinningum og hvetjum alla til að taka þátt!!! Í byrjun vorannar skipuleggur Íþró skíðaferð og er hún vanalega haldin P.S.S. Íþró er á Snapchat: á Akureyri yfir eina helgi. ithroverzlo & Instagram: ithrottafelagvi & Twitter: ithroverzlo addið fyrir gott íþrótta pepp!!

15


L I S T Ó

Halla vi er Listó. Dette året skal vi gjøre SKAM, vor eget SKAM. Hot. Fyrir þá sem ekki vita er Listafélagið annað af tveimur leikfélögum Verzló og er þekkt fyrir að gera leikrit í Bláa salnum í skólanum fyrir áramót. Í fyrra var sett upp geysivinsæla leikritið The Breakfast club en í ár verður Listafélagið með uppsetningu af Okkar eigin skömm, byggt á norsku þáttaröðinni SKAM. Við munum vinna úr vandamálum og skemmtanalífi Verzlinga. Þar sem Listó er besta nefnd skólans fer ekki á milli mála að þetta leikrit á eftir að vera einn stórfenglegasti viðburður skólans þetta árið. Hlutir sem listó gerir fyrir utan leikritið: - sjá um Leiktu betur, spunakeppni framhaldsskólanna - Skipuleggja Valentínusarvikuna í samstarfi við Skemmtó - Tala um allskonar lista (to do lista, innkaupalista o.s.frv.) - Tala um allskonar listir

16


NEMÓ

Allir siðmenntaðir Íslendingar ættu að vita hvað Nemó er. Ef að þú veist það samt ekki (skamm) þá setur Nemó upp bæði stærsta menntaskólasöngleik og ball á landinu! En áður en að við förum út í frekari smáatriði þarft þú sem nýbakaður Verzlingur að þekkja grunninn. Nemó er stytting á orðinu Nemendamót. Alveg síðan 1932 hefur Verzló haldið Nemendamótið sem er árshátíð Verzlinga. Í ár er Nemendamótsdagurinn fimmtudaginn 1. febrúar. Þá er frí í skólanum. Venjan er sú að bekkurinn hittist í hádegismat, fer síðan og horfir á söngleikinn, ball um kvöldið og svo er frí í skólanum daginn eftir. Nemónefndin er venjulega skipuð átta manns en í ár er eitt pláss skilið eftir fyrir nýnema! En örvæntu ekki, ef að þú kemst ekki inn í nefndina getur þú farið í undirnefndarviðtöl eða í prufur fyrir sviðslistahópinn. Alltaf er haldið leyndu hverjir listrænu stjórnendurnir eru og hvaða söngleik nefndin hefur ákveðið að setja upp. En núna bætist við enn ein ráðgátan: hvar verður sýningin sett upp þar sem búið er að loka Austurbæ? Allt þetta kemur í ljós í lok september!

17


Málfó Málfundafélag NFVÍ eða Málfó eða Peysusölunefndin eða Sumarpakkanefndin er elsta félag skólans og elsta núlifandi nefnd íslenskra framhaldsskóla. Nefndin sér um t.d. Gettu Betur, Morfís og samsvarandi keppnir innanskóla, VÍ-mr daginn, peysusöluna og margt fleira sem þú munt komast að á komandi ári. Málfó gefur þér greiða leið strax inn í félagslífið ef þú hefur áhuga á því enda höldum við fullt af innanskólakeppnum dreyft yfir allt árið. Svo er hellingur af nýjungum á leiðinni. Formaður vor er Viktor Pétur Finnsson og ef þig þyrstir í upplýsingar eða vitneskju er hann og öll nefndin tilbúin að svara allan sólahringinn. Viva Verzló.

18


H A X

Hagsmunaráðið eða oftast þekkt betur sem einræðisherrar NFVÍ, er sú nefnd sem þú leitar til þegar þér finnst illa komið fram við þig, hvort sem það sé innan NFVÍ eða frá skólanum. Sama hvað málið er, hvort það sé spilling, brot á NFVÍ lögunum eða álag í skólanum þá erum við trúnaðar milliliðurinn. Við sjáum einnig um viðburði á borð við lagabreytinga fundina og steiktu skólastjórnina. Ekki hika við að leita til okkar ef eitthvað bjátar á.

Bátur dagsins

629 kr. 6 tommur

Kæri Verzlingur! Það er mikilvægt að næra sig vel til þess að læra vel.

Ítalskur BMT


Skarphéðinn

Þórhildur

björk

Busarnir okkar diljá

Diljá

kristófer

20

Andri


Skarphéðinn

Þórhildur

Ertu með eitthvað target? Berglind Alda Sætasti/a í Verzló? Begga, ég elska Beggu Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? (Lítill í mér) Afhverju Verzló? Útaf því að Arnór talaði svo vel um

Verzló.

Hver eru markmiðin þín í Verzló? Kynnast sem flestum og njóta Ertu með eitthvað target? Einhver brúnn og massaður fuckboy Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti kossinn? I don’t kiss and tell Hver eru helstu áhugamálin þín? Ball is life and life is ball

Björk Sætust/sætastur í Verzló? Mikki. Hvaða nefnd er best? Viljinn selvfølgelig. Hvernig myndiru lýsa þér í þremur orðum? Fyndin, stjórnsöm og áreiðanleg.

Diljá Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Hættulega þykk, stundvís. Hver myndir þú vilja vera ef þú værir einhver annar en þú sjálf? Væri til í að vera Aron Can. Hver er hjúskaparstaðan þín? Lausu :pppppp

Kristófer Hverju ertu spenntastur fyrir í Verzló? Stærðfræðitímum. Hver eru markmiðin þín í Verzló? Að falla ekki í stærðfræði Hvernig sérðu Verzló fyrir þér, þ.e.a.s. hvernig ímyndaru þér að vera í Verzló? Draumahöll, fögur paradís þar sem Vit-hittið flæðir eins og vatn og allir eru fallegir.

Andri Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Sjúk lega nettur Afhverju Verzló? Frábært nám, geggjað félagslíf Hver er hjúskaparstaðan þín? Sambönd eru vesen

Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti kossinn? Man ekki hvenær en var í sundi með eh grúbbu og það bara gerðist.

21



23


RÁÐ FRÁ VERZLINGUM 24


Daníel

Edda

Hvað finnst þér best við Verzló? 100% það besta við verzló er félagslífið, erum með steraðasta nemendafelag líklegast í heiminum sem sér til þess að það er aldrei ekkert að gerast

Hvað finnst þér best við Verzló? Ritskoðun Kúkaru í skólanum? Ef svo er, hvar er best að gera það? Kringlunni.

Kúkaru í skólanum? Ef svo er, hvar er best að gera það? Nei. Þannig hluti gerir maður heima hjá sér, en ef þú þarft þá ferðu í Hellinn (fyrsta hæð, hjá raungreinastofunum)

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Halldóra sögukennari. Hvað er besta ballið? Rave ft dj musc...nei ég meina post... nei ekkert gleymum þessu.

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Eiríkur Kolbeinn Björnsson er ekki bara besti kennarinn, heldur besta manneskja sem hefur stigið fæti inn í Verzló.

Finnst þér mikið að læra? Já það er alveg mikið sem ég gæti verið að læra.

Hvað er besta ballið? Sean kingston ballið er besta ballið.

Hvað er uppáhalds fagið þitt? TÖN213 án efa, mæli með, ef þú ert ekki í þeim áfanga hentu þér inná verslo.is => fjarnám og skelltu þér í hann.

Finnst þér mikið að læra? Neinei ekkert alltof mikið. Hvað er uppáhalds fagið þitt? Íþróttir hjá Erni.

Hvað er best að borða í hádeginu? Persónulega tek ég alltaf nesti og hef gert frá því ég var busi, það hefur reynst mér vel.

Hvað er best að borða í hádeginu? Alvöru verzlingar fara í Matbúð og stundum í skvízujoe á Joe and the Juice en aðallega matbúð.

Hvað gerirðu í korterinu? Lit la herbergi.

Hvað gerir þú í korterinu? Fer á Marmarann að sjomlast, vænt.

Hvað er best í matbúð? Hummus og speltkex.

Hvað er best í matbúð? VIT-HIT tvímælalaust.

Hvað er nauðsynlegt að hafa með sér í skólann? Kanilgott.

Hvað er nauðsynlegt að hafa með sér í skólann? Og af hverju? Held að það sem maður notar mest sé síminn og síðan bækur og eh.

Hver er uppáhalds nefndin þín? Skáknefnd.

Hver er uppáhalds nefndin þín? Og afhverju? LIT í ár svo er Kvasir og 12:00 líka gg cool. Rjóminn er minnst uppáhalds nefndin mín.

Hver er uppáhalds viðburðurinn þinn? Og af hverju? Skákvikan, því það er lang stærsta vikan á skólaárinu.

Hver er uppáhalds viðburðurinn þinn? Og afhverju? Liklegast vikan eftir Nemó, hef heyrt að hún verði lit.

25



Druslur

2000’s vibes sólgleraugu

Verzló spinnerar

Fallegar stílabækur

Kennarasleikjur

Fegurðarsamkeppnir

Cooper test

Sunny beach

27


Starfsfólk verzló Ingi

Á þriðju hæðinni finnur þú konung Verzlunarskólans, hann Inga skólastjóra. Ingi er ekki einungis mikilvægasti maður skólans heldur einnig stórbóndi af Snæfellsnesinu. Hann er flottur en ákveðinn maður og er tilbúinn til að aðstoða alla þá sem eiga það skilið. Störf Inga eru okkur að mestu ókunnug en þó heyrum við reglulega í honum á helstu viðburðum skólans þar sem hann heldur sínar stórkostlegu ræður. Hann, ásamt Klöru áfangastjóra og Þorkeli yfirkennara, sér um að tannhjól Verzlunarskólans gangi smurð fyrir sig. Ingi er frábær kall sem gaman er að spjalla við og hafa í sínu liði.

Þorkell Diego

Þorkell Diego er yfirkennari skólans. Hann er maðurinn sem leita skal til ef þú ert til að mynda mjög ánægður, nú eða óánægður með eitthvað og vilt koma þeim athugasemdum á framfæri. Þorkell er að koma aftur til starfa eftir að hafa verið í árs leyfi. Hann stundaði sjálfur nám við Verzlunarskólann og hefur því kynnst starfssemi skólans mjög vel og kannast því sjálfur við verkefnin sem koma inn á hans borð. Hann er hress náungi sem gott er að leita til. Lausnarmiðaður og snöggur að leysa hlutina.

Klara

Hún Klara er áfangastjóri Verzlunarskólans og sér um að öllum miði vel áfram með sína menntun. Hún er sú sem leita skal til ef eitthvað tengt náminu kemur upp, til dæmis ef þú vilt breyta einhverju eða bæta við þig. Hún tekur öllum fagnandi og hefur hjálpað ótal mörgum nemendum skólans að ljúka námi sínu með glæsibrag. Hún er ljúf og brosmild og hefur lausnir við öllum okkar námsvandamálum. Það er ekki hægt að biðja um betri þrennu en þessi þrjú. Við mælum eindregið með því að þú kíkir á hana ef eitthvað er, hún veit alltaf hvað gera skal.

28


Skrifstofukonurnar

Þær Jónína og Eygló vita allt sem vita þarf. Svo ef þú þarft að fá svar við þinni spurningu, stekkur þú einfaldlega niður á þriðju hæð þar sem þær munu leiðbeina þér á réttan stað eða til réttu manneskjunnar. Tilkynning veikinda og skil vottorða fara í gegnum þær og sjá þær til þess að mætingin þín sé í topp standi.

Bókasafnskonurnar

Á fjórðu hæð skólans er bókasafnið og þar er að finna þrjá bjargvætti en það eru þær Klara, Helga og Þóra. Þær munu gera skólagönguna örlítið auðveldari, t.d. ef þú gleymir hleðslutæki, vantar námsbók eða jafnvel gleymdir tölvunni heima! Þangað ferðu einnig þegar þú þarft að prenta út hax glósur eða gömul próf. Það er eins gott að skila bókum á réttum tíma því annað er ekki vinsælt! Bókasafnið er crucial staður í prófunum og er ótrúlega kósý að fara í korterinu að vinna upp heimavinnu eða jafnvel leggja sig aðeins.

Félagslífsfulltrúarnir

Guðrún og Pálína eru félagslífsfulltrúarnir okkar. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða þarft að hafa samband við einhvern varðandi mál sem tengjast forvörnum og félgaslífi nemenda getur þú alltaf leitað til okkar yndislegu félagslífsfulltrúa í algjörum trúnaði. Vinna þeirra er að sjá um okkar fjölbreytta og skemmtilega félagslíf ásamt nemendum og skipuleggja umsjón og eftirlit með samkomum nemenda skólans.

29


Námsráðgjafar

Í Verzló höfum við þrjá æðislega námsráðgjafa þær Helgu, Sóleyju og Kristínu. Skrifstofur þeirra eru staðsettar á 1. hæð við aðalinnganginn sem beinist að Kringlunni. Við þær geturu talað ef þú vilt fá ráð varðandi námið og skipulagningu eða til að kynna þér nýjar námsaðferðir sem munu mögulega geta hjálpað þér til komast í gegnum námið á auðveldari máta. Síðan geturu alltaf komið við hjá þeim í smá spjall, þær eru alltaf til í það. Einnig er líka vert að nefna það að Sóley er forvarnarfulltrúi skólans og er því gott að leita til hennar varðandi slík mál.

Kiddi og árni

Kristinn F. Kristinsson og Árni Steinsson betur þekktir sem Kiddi húsvörður og Árni vaktmaður láta ekki mikið fyrir sér fara. Þeir sjá um að halda skólanum tip top! Árni elskar Verzló og er því næstum 24/7 þar. Ef þú lendir í vandræðum eða gleymir einhverju í skólanum skaltu ekki hafa áhyggjur því Árni mun redda þér. Árni er staðsettur á 2. hæð. Kiddi sinnir ýmsum verkefnum í skólanum og hann sér einnig um almennt viðhald í skólanum. Hann er líka maðurinn sem finnur alla týnda hluti í skólanum. Skrifstofan hans er staðsett á 1. hæð. Kiddi og Árni eru ómissandi fyrir Verzlinga!

30


Matbúðarkonurnar

Konurnar sem sjá um ljúffenga matinn sem hægt er að fá í matbúð heita Arnþrúður, Elínborg, Ingibjörg, Sigrún og Valgerður. Þær eru ekki bara góðar í að smyrja alls kyns ljúffeng rúnstykki og beyglur heldur elda þær bæði góðan og hollan heitan hádegismat. Maturinn er það góður að ef þú vilt ekki að röðin sé komin inná Marmara þegar þú mætir, biðuru um að fá að fara á klósettið 5 mínútum fyrir matarhlé. Hádegismaturinn í matbúð er á reglulega góðu verði borið saman við hversu góð hráefni eru notuð sem leiðir okkur að því að hægt er að tryggja sér sérstaklega góðan díl á matnum þar með því að kaupa sér matarkort þar sem þú færð 100 krónu afslátt á hverri máltíð (Viljinn mælir með). Konurnar í matbúð eru svo sannarlega einstaklega góðir kokkar en svo er líka bara svo svakalega gaman að detta í spjall með þeim, þær vita nefnilega allt nýjasta gossipið ;);)

31



busar X gæludýr Sólveig Björt Hlynsdóttir & Tumi

Sóley Bjarkadóttir & Kolur

Sandra Rós Davíðsdóttir & Kubbur

Birta María Birnisdóttir & Oreo

Egill Sigurðsson, Snati, Dimma, Aþena & Birta

33


Rauði salur er minnsti fyrirlestra salur skólans.

Græni salur er líkur Bláa sal en hugsaður fyrir minni hópa. Þar eru haldnir fyrirlestrar um alls konar málefni.

1. hæð 34

Inngangur


Nemendakjallarinn er aðsetur nefndanna í Verzló. Honum er skipt í nefndarherbergi og þar er líka ljósmyndaherbergi þar sem t.d. eru teknar skólamyndir af nemendum.

35


Í Bláa sal fara fram alls konar viðburðir og þið eigið örugglega eftir að verja miklum tíma þar. T.d. er Listafélagið með FloTt og stórt leikrit í Bláa sal. Þar eru einnig oft haldnir fyrirlestrar

og 12:00 og Rjóminn sýna þættina sína í hádeginu þar.

Marmarinn er matsalur Verzlinga en þar fer þó miklu meira fram. Á Marmaranum er svið þar sem ýmsir listamenn koma fram og skemmta Verzlingum t.d. í hádeginu. Þar er oft mikið stuð og við mælum með að þú mætir á marmarann í mat í staðinn fyrir að sitja í kennslustofunni þinni.

2. hæð 36


Inngangur

Inngangur

Í matbúð Finnur þú allt sem hugann girnist, sama hvort það SÉ beygla, hafraklatti eða ilmandi heitur hádegisverður. Þar getur þú verið sniðugur og keypt matbúðarkort sem eru 10 hádegismáltíðir og sparað helling og einnig keypt þér grautaskál í korterinu og fengið þér dýrindis hafragraut og lýsi. Matbúðarkonurnar eru yndislegustu konur heims og eiga þær eftir að taka á móti þér með brosi og ilmandi kanilsnúðum.

Inngangur

37


Skrifstofan getur alltaf hjálpað þér. Sama hvort þú þarft að gata blöð, gorma verkefni, HaFir týnt einhverju eða sért einfaldlega veikur, þá taka ljúfu dömurnar á skrifstofunni vel á móti þér. Þær eru til staðar frá 8-16 alla daga á þriðju hæðinni og vilja allt fyrir þig gera.

3. hæð 38


39


4. hรฆรฐ

40


Á bókasafninu getur þú fengið allt sem þig vantar að láni. Sama hvort það er hleðslutæki fyrir síma eða tölvu, bækur, gömul verslóblöð, tölvu eða bara hvað sem er. Þangað er líka sniðugt fyrir ykkur kæru nýnemar að fara og vinna í Summu (sem þið munið kynnast seinna;)) eða bara prenta út, það er líka sniðugt. Helga bókó mun taka vel á móti ykkur en ef þið gleymið að skila einhverju þá fáið þið non-stop sms frá henni þar til lánsgripurinn er kominn á sinn stað (EKKI GLEYMA AÐ SKILA).

41



ert þú ready í Verzló?

43


Nærbuxur,

1499,-


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.