Viljinn 4. tölublað 2017

Page 1

1


Aþena Villa

Lárey Huld

Ragnheiður Sóllilja

Tómas ARnar

Valdís Harpa

Edda Marín

Liv

Karen Rós

Kæri Verzlingur!

Útgefandi NFVÍ

Hér færð þú í hendurnar 4. tölublað Viljans á þessu ári! Eins og er, sit ég á rúminu mínu að skrifa þetta ávarp á hinum eina sanna Væls degi. Og já ég get ekki beðið eftir því að sjá þetta geggjaða show! En allavegana ég vona að þér líki vel við Viljann<3

Prentun Prentmet

Love&peace Ragnheiður Sóllilja Ritstýra Viljans ‘17-’18

2

Svava

Hönnun og umbrot Lárey Huld Róbertsdóttir Margrét Mist Tindsdóttir Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Myndvinnsla Lárey Huld Róbertsdóttir Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Ábyrgðarmaður Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir


Efnisyfirlit 4. Rætur tilfinninganna 7. Life Hacks 8. Litið inn í Híbýli Verzlinga 12. Steldu stílnum 14. Twitter 15. Instagram 17. Klósett 23. Persónulegur 24. Heitt 25. Kalt 26. Hvað vilja verzlingar í Jólagjöf? 28. Pör skólans 33. 43. Rætt Við landsliðsmann 44. er deitmenningin dauð? 46. Litið inn í dagbækur ungra verslinga fviljinn xviljinn1617

3


LIFE HACKS

Það er óumdeilanleg staðreynd að líf námsmannsins er ömurlegt. Að þurfa að vakna snemma á morgnana, hlusta á einhverja fyrirlestra sem þú hefur engan áhuga á en borgaðir fyrir af einhverri ástæðu, eiga aldrei til krónu og hafa sífelldar áhyggjur af follow ratio’inu á Insta. Smátt og smátt fer maður að sökkva í hyldýpi meðalmennskunnar og á svona köldum desembermorgni, rétt fyrir lokapróf líður manni eins og maður sé kominn á botninn. En þrátt fyrir allt þetta eru til leiðir sem gera þessa viðbjóðslegu tíma aðeins bærilegri.

1. Hádegistilboð á Domino’s, 1500 kr. fyrir miðstærð af matseðli með gosi. MIÐSTÆRÐ AF MATSEÐLI MEÐ GOSI. Þetta er betra en þriðjuhax OG gildir alla vikuna. 2. Læra jafnt og þétt yfir önnina. Heyrði einhvers staðar að þetta væri sniðugt. Ætla að gera þetta næst. Ég lofa. 3. Eiga mörg hleðslutæki. Það er svo mikið möst að eiga fleiri en einn hleddara, ég tala nú ekki um ef þú ert skilnaðarbarn, eitt heima, eitt í bílnum og eitt í skólatöskunni. 4. CamScan og OCR. Hefurðu einhvern tímann verið að leita í kennslubók og hugsað: “Woddafock, afhverju er ekki bara hægt að ýta á CTRL + F og leita í þessu helvíti!?!”? Ef svo er, er ég með lausn. Fáðu þér app sem heitir CamScan þá geturðu skannað blaðsíður í símanum og búið til pdf skjal úr þeim. Síðan notarðu OCR tæknina hjá Acrobat til þess að skanna allan textann í skjalinu. Til hamingju. Nú geturðu leitað og jafnvel copy-paste’að beint upp úr bókinni. 5. Annarra manna Quizlet. Áður en þú byrjar að leggja það á þig að búa til Quizlet farðu þá í Search og skrifaðu allt sem kæmi til greina, ef það skilar engu þá spyrðu á bekkjarchattinu. Þetta getur sparað þér svo mikla óþarfa vinnu. 6. Virkur glósubanki. Ég er tilbúinn að staðfesta það að ég hefði fallið í þýsku síðasta vor ef það hefði ekki verið fyrir glósubankann. Það verður að byrja þetta shit snemma og gera það vel. Glósubanki - í krafti fjöldans. 7. Smálá. Ertu tæp/ur fyrir vælið, nemó, peysó eða einhverja aðra rándýra samkomu sem finnst innan Verzó? Það er svo fáránlega auðvelt að senda eitt lítið SMS og fá bara 50k lagt inn á sig. 8. Kassinn. Svo hentug leið til þess að þrefalda peninginn sem þú færð í smáláninu. Þetta borgar líka næstum vextina. Næstum. 9. Verzlótilboð á Aktu Taktu.1059 kr. fyrir ostborgara, franskar og

4

gos. Ekki nóg með það hvað þetta er ógeðslega hagstætt þá er líka opið allan sólarhringinn á Skúlagötu (nema ef þú mætir á milli 1 og 8 að nóttu til. Þá er lokað.) 10. Google calendar. Langar þig að líða eins og þú sért mun skipulagðari en þú ert í raun og veru? Án gríns, fokking Google calendar. Þú þarft bara ekki einu sinni að fara eftir því sem þú setur þarna inn, bara að sjá alla þessa liti koma saman gefur þér mesta dópamín skot á markaðnum. 11. Erfitt með að sofna? Andvaka? Teldu niður frá 100 til 1. 9998-97…. 12. Nota seðla í staðin fyrir að vera með kort, þá spararðu í formi þess að þú hafir betri yfirsýn yfir eyðsluna. 13. Til að kæla gos eða mjólk mjög fljótt niður, þá vefuru dósinni útaní blautt tissjú og setur inní fristi. 14. Ef brúnkrukremið feilaði skelltu þér í bað og settu nóg af sítrónuvökva í baðið og nuddaðu með lúffu. 15. Stráðu smá matarsóda yfir tannkremið á tannburstanum þínum og bustaðu svo, matarsódi hvíttar tennurnar. 16. Ekki setja svartar gallabuxur oft í þvottavélina, frekar setja í plastpoka og inní frysti til minnka þær aftur og fríska uppá þær. 17. Nota hreinsiefnið “Cif cream”til að þrífa hvíta sóla á skóm. 18. Hafðu sama tóninn fyrir hringitón og vekjaraklukkutón. Þá ertu líklegur til að vakna á morgnanna ef einhver er a hringja. 19. Skildu síman eftir á borði svo þú þarft að standa upp til að slökkva á vekjaraklukkunni. 20. Chili og kaffi eykur brennslu. 21. Banani hægir á brennslu, borðaðu hann eftir æfingu frekar. 22. Eftir heita sturtu taktu þá 30 sek í kaldri sturtu til að loka svitaholunum.


55


Rætur tilfinninganna Jæææja elsku Verzlingar, nú ætlum við heldur betur á trúnó, Lets talk about our feelings! Hvað veitir okkur hamingju? Af hverju erum við öðru hverju ótrúlega langt frá því að vera hamingjusöm? Hvað drífur okkur áfram? Hvað heldur aftur af okkur? Ég hef pælt helling í þessu undanfarið. Tilfinningar mínar eiga sér oftast einhverja augljósa skýringu en er eitthvað aðeins dýpra sem liggur að baki þeim? Um daginn kom lítill terrier voffi hlaupandi til mín, sleikti mig og leyfði mér að klóra sér. Ég varð svo heimskulega glöð. Mér fannst ég einstök, áreiðanlega mikilvægasta mannveran í sólkerfinu. Innst inni veit ég samt alveg að ég er það að öllum líkindum ekki, nokkuð venjuleg fimmtán ára stelpa einhversstaðar úti á klaka í Atlantshafinu. Staðreyndirnar skipta mig bara engu máli. Það er nefnilega feitur misskilningur að við séum lógískar verur. Við erum frekar eins konar ólógískar tilfinningaverur. Það sem er innra með okkur stjórnar öllu sem við gerum. Litli, fallegi hvolpurinn hjálpaði mér alveg óvart að skilja hvaðan tilfinningar mínar koma. Ég þrái að vera einhvers virði. Minn stærsti ótti er að vera ekki nógu góð. Ef mér finnst ég skipta máli og vera elskuð er ég hamingjusöm. Þar liggja rætur allra minna tilfinninga. Þetta er þrá sem að ég á sameiginlega með öllum öðrum manneskjum. Þess vegna eyðum við öllu lífinu í að leitast eftir samþykki annarra. Viðurkenning frá öðrum fær okkur til að finna fyrir eigin virði. Við getum ekki bara hundsað þessa þörf, hún er innbyggð í okkur. Eini munurinn er leiðin sem við veljum.

6

Sumir sökkva sér í vinnu og verða læknar eða lögfræðingar. Aðrir fara í sjálfboðaliðavinnu. Möguleikarnir eru endalausir. Við menntskælingarnir mætum í skólann á hverjum degi og leggjum á minnið tilgangslausustu staðreyndir um rótar-flleyganir

og hitabrigðaveðrun. Ef kennarinn gefur okkur góða einkunn hljótum við að vera allavega einhvers virði. Það eykur líka möguleika okkar á að verða læknar eða lögfræðingar í framtíðinni. Annars getum við bara póstað mynd á instagram eða keypt stuttermabol á tugi þúsunda króna. Þá fyllumst við af endorfíni á meðan við uppfærum instagram á nokkurra mínútna fresta. Ekki rugla saman og uppfæra heimabankann samt. (Ekkert endorfín kikk.) Ég er langt frá því að vera sú fyrsta sem pæli í þessu. Böns af hugsuðum föttuðu þetta fyrir löngu. Frumkvöðull í sálfræði og einn af mestu heimspekingum Bandaríkjanna, William James sagði einhverntímann: Mikilvægasti þáttur mannkynsins er þörfin fyrir viðurkenningu. Sigmund Freud, annar magnaður sálfræðingur sem prýddi meðal annars bakhlið gömlu cheerios pakkanna, orðaði þetta svona: Allt sem maðurinn gerir má rekja til tveggja hvata, kynhvatar og þrár fyrir viðurkenningu. Þörfin fyrir viðurkenningu aðskilur okkur frá dýrum. Siðmenning þróaðist vegna þessarar þarfar og samfélagið byggir á henni. Hún tengir okkur öll saman, óháð því hvar á kortinu við búum eða í hvaða stöðu við erum. Fólkið í kringum okkur gefur lífinu merkingu og við gefum því tilgang á móti. Hvað myndi gerast ef við myndum viðurkenna mikilvægi allra í kringum okkur? Láta fólkið næst okkur vita hvað þau skipta okkur miklu máli. Bjóða flóttafólk velkomið. Brosa til ókunnugra. Hrósa upphátt í staðinn fyrir að hugsa það bara. Hætta að dæma fólk eftir fyrirfram ákveðnum, úreltum, stöðlum. Veita raunverulega athygli og einlægan áhuga. Myndi það breyta einhverju? Kannski ekki. Mögulega samt fyndist öllum þeir vera aðeins meira virði. Mögulega næðu allir aðeins lengra. Mögulega myndum við sjálfkrafa senda fullt af hlýju út í samfélagið. Mögulega myndi sú hlýja koma margföld til baka. Mögulega gætum við gert heiminn aðeins betri.

- Svava Þorsteinsdóttir


7


88


Við fengum að heimsækja Gabríelu Ósk í nýju íbúðina hennar á Miklubraut í Reykjavík. Íbúðin er virkilega hlýleg og stílhrein og fengum við að spurja Gabríelu nokkurra spurninga um íbúðina. Hvenær fluttir þú inn? Ég flutti inn 17. ágúst 2016 Hvað er íbúðin stór? Hún er um 55 fermetrar Hvar finnst þér best að vera í íbúðinni? Mér þykir stofan afar kósý Uppáhalds hlutur/húsgagn? Bleiku borðstofustólarnir Hvar finnst þér best að kaupa hluti inn í íbúðina þína? Flest allt punt hef ég fundið í Epal og Hrím en húsgögnin keypti ég í Dorma. Hvaðan sækir þú innblástur? Innblásturinn fæ ég aðallega frá instagram og ýmsum bloggsíðum, líkt og nordiskehjem og mynordicroom.

Litið inn í Híbýli Verzlinga

999


Gummi Emil er nýfluttur inn í íbúðina sína við Grenimel. Við fengum að kíkja í heimsókn til að sjá nýju íbúðina sem hann er ennþá að þróa. Hvenær fluttir þú inn? Ég flutti inn fyrir mánuði þannig að það er allt smá í rugli,. Ég á frekar erfitt með að vita hvað ég á að hafa á efri hæðinni og hvað ég á að hafa á neðri hæðinni. Íbúðin er nefnilega svo stór. Ég þarf eiginlega bara að finna mér kæró og við græjum þetta saman híhí. Hvað er uppáhalds húsgagnið þitt? Uppáhalds húsgagnið mitt er örugglega ískápurinn, þar get ég alltaf fundið mér skyr, egg, kjöt og fleira gotterí. Hvar finnst þér best að kaupa hluti inn í íbúðina þína? Ég veit hreinlega ekki hvar er best að versla en ég þarf að fara að gera eitthvað í íbúðinni. Í desember ætla ég að mála og eyða öllum peningum sem ég á í íbúðina og gera þetta að alvöru piparsveinsíbúð hehe, síðan tek ég bara raðgreiðslur fyrir jólagjöfunum heh. ATH: Gummi leitar að jólakæró

10 10

Litið Litiðinn innííHíbýli HíbýliVerzlinga Verzlinga


1111


Steldu stílnum Skarphéðinn

Skór: Air jordan 1 mid new love Taska: Nike Buxur: 66 North Bolur: Marvel Úlpa: Gefins

Birgitta Ósk

Skór: Puma Buxur: Topshop Bolur: Keyptur í Camden Town Sólgleraugu: Dolce & Gabbana Taska: Furla Ilmolía: Björk & berries

Gabríela Ýr

Buxur: Spúútnik Peysa: H&M Skór: Nike Taska: Marc Jacobs Sólgleraugu: Asos

Bjarni Steinn

Skyrta: Grailed Peysa: Asos Buxur: Smash Skór: Footlocker, Nike Air force

12


Steldu stílnum Arnar Gauti

Peysa: Midnight Studios x AWGE Buxur: Stone Island Skór: Vans Taska M+RC Noir

Lilja Hrund

Peysa: Episode Vintage Buxur: Zara Skór: Zara Taska: Furla Eyrnalokkar: Góði hirðirinn

Guðný Gabríela

Peysa: Spúútnik Buxur: Carhartt Belti: 66°North Skór: Nike air force Taska: Eastpak taska, keypt á Ítalíu

Vigfús Orri

Bolur: Vintage Jakki: Fear of God Buxur: Carhartt Skór: Nike Taska: Prada Gleraugu: JustCavalli Hringur: Bulgari

13


d TWITTER FLASHBACK Helena Björk @helenabjorkk

PITBULL ER BARA LIFANDI LEGEND OG ÞAÐ ER BARA ÞANNIG

1

1

Bjarki Smárason @bjarkiss

Ég elska þegar ég sé tweet um einhvern og maður fattar strax við hvern er verið að tweeta um

0

1

Hákon Örn @hakonmagg

Það sem mér langar i pizzu #þaðcreivið

0

1

Alexandra Dögg @AlexandraDgg I love my bestfriend @EmelianaBr !!! You are the best and i never want to lose you babe! <3

0

1

theódóra @theahjalta

Mig dreymdi að ég hefði fundið tangle teezer hárbursta minn ofan í kassa með bönunum í matarbúð í Dubai

0

14

Bára Dís @BaraDisB

Iceland: “Sun, where are you?”

0

0

Katrín María @katrintimonen

Going to sleep now :) Time is 00:17 am here in Iceland so good night you guys :)

0

0

Páldís Björk Guðnad. @paldisbjork Lögn í school er best

0

Saraah @saaraah_98

Motto in life: Hope the best but expect the worst

0

1

Erlingur Sigvaldason @ellivithit

At school with friends #schooliscool #swag #gautiblauti #enskupróf

1

2

Heba Friðriksdóttir @Hebafridriks

Langar að fara sofa og vakna í sumarfríi #icri #lokapróf

0

0

Arnór Hermannsson @arnorhermanns gucci chill með fellaz #GTAV #allnighter #gummihottiatwitter

0

2

guðni þór @gudnithor_

Þegar fólk breytir profile myndinni sinni aftur í profile mynd fyrir like

0

1

Ella María Bieber @EllaMariaBieber

Ástæðan afhverju ég elti þessa 8 stráka er að mamma sagði mér að eltast við drauma mína

3

21

Ella María Bieber @EllaMariaBieber Mikael is on fire

7

10

Natan Hjaltalín @NatanHjaltalin kanye: gudnite kanye, gudnite kim, gudnite nurth wezt, gudnite kanye

3

kim: u alredi sed kanye kanye: i liek kanye

2 14 14

13


f

Instagram flashback

@volundurh

@kolbrunmas

@benediktbjarna

@birtalifb

76 likes

78 ikes Var að fá gleraugu!

84 likes Verzló á mig í haust, þó svo að þessi mynd sé tekin fyrir framan MA! <3

38 likes & @valgerdur98 sæætust á stelpukvöldinu :)

@vignird

@isakolii

@gummiemil

42 likes

47 likes Frank Ocean

112 likes Árshátíðaður

@alexandermarh

@selma__eir

@skarpur

289 likes

26 likes #love#l4l#bff#bestfriends #follow4follow

@geirzoega

47 likes Rúnturinn er að skella á

125 likes Allir á leiðinni í Verzló

@hoskuldurthor

27 likes Modelingyouknow

15 15


16 16


Klosett Ljósmyndun: lárey Huld Róbertsdóttir ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir listræn stjórnun: lárey Huld Róbertsdóttir ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Módel: arnaldur karl einarsson hildur helgadóttir

17


18


19


20


21


22 22


Að taka sér persónulegan Að taka sér persónulegan eða ekki? Þessi spurning hefur verið grafin aftast í kollinum á sérhverju mannsbarni sem sest hefur á skólabekk. Hugtakið “að taka sér persónulegan” er okkur eðlislægara en frumþarfirnar sjálfar (borða, sofa og ríða). Mannkynið sjálft getur nefnilega ekki lifað af án þess að taka sér persónulegan. Meðfylgjandi er listi af nokkrum útgáfum af persónulegum svo undirritaður geti náð til ykkar flestra svo þið, kæru samnemendur, getið lifað skólagöngu ykkar af.

1 2 3

Sofa til 10:30 og fara ekki upp úr rúminu fyrr en þú ert búinn að horfa á öll story-in, bæði á snap og insta. Þegar þú loksins dröslast fram úr rúminu er ekkert annað í stöðunni en að henda í goodshit morgun-/hádegismat. Já bro, þú ert að fara gera pönnukökur með tilheyrandi og snappa það grimmt. Gym og rækt tekur síðan við í kjölfarið og þú endar daginn á góðum ísrúnti með vinum í Huppu og væntanlega færðu þér bragðaref mánaðarins. Sofa út allan skóladaginn og vakna ekki fyrr en skóladagurinn er löngu búinn. Dagurinn þinn byrjar ekki af alvöru fyrr en milli kl. 17:00-18:00. Þá sofnarðu vitaskuld ekki fyrr en morguninn eftir og sofnar þar af leiðandi ekki fyrr en morguninn eftir það. Þú ert kominn í vítahring svefnleysis og andvöku þar sem skilin milli svefns og vöku eru óljós. Þetta endurtekur sig aftur og aftur. Það er fössari og þú ákvaðst að sofa aðeins lengur. GMT og færð þér morgunmat, samt ekki of mikið því þú ert að fara upp í skóla um tólf leytið og joina lunch með næsta broseph eða brosephinu sem þú spottar á Marmz. Síðan liggur leið þín í Húrra Reykjavík þar sem þú coppar eitthvað sick drop fyrir kvöldið.

Listinn er ekki tæmandi kæri Verzlingur, það má breyta til í listanum og það þarf ekki að fylgja þessari röð. Ef þú ert feeling down eða að drukkna í heimanámi, rífðu þá þessa síðu úr blaðinu og geymdu undir koddanum þínum því þetta er undirstaða fyrir góðum persónulegum degi. En hvað veit ég, ég hef svo sem aldrei tekið mér persónulegan. 23


Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt 24

Fara til útlanda í haustfríinu Allir þurfa smá headspace

Mandarínu

Skömm You will relate

Tindur Goooooood looking

Bæjarrölt í jólastemmaranum Kemur manni í jólaskapið

Michael Bublé Klikkar aldrei

Jólasnjór ahhhh best í heimi


Lús no comment

Ljótursnjór ullabjakk

Snapchat leikir Krakkar verum bara frekar einlæg. We have all been there Að gleyma draumunum sínum Svoooo svekkjandi

Busalingar með læti á bókasafninu shhhhhh Að skafa í snjónum brrrrr

Sveinki Oj bara

Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt 25


Hvað vilja Verzlingar í jólagjöf? 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

4

5

í Markk 1 Mynd 2 Jason 3 myndaramma shoe cleaning af einhverjum sem þér þykir vænt um 1.000 kr.

Lauren 7 Ralph 8 sloppur 9.300 kr.

kit 3.290 kr.

Teddy jacket 9.700 kr.

9

Bylur peysa 15 14 13 Poloroid frá 66 north 19.990 kr. 24.500 kr.

26 26

Hliðartaska 3.600 kr.

Hátalari 13.895 kr.

TNF IC Base Camp Duffle Va. Grey 24.990 kr.

10

16

Varalitur 4500 kr.

Skartgripir frá OrraFinn 14.900 kr.

Peningaveski 30.500 kr.

Wonder mud maski frá Biotherm 5000 kr.

11

17

6

Norse Beanie Moss 8.990 kr.

Skartgripir frá Kría 17.700kr

skórnir 12 Unif 18.031 kr.

Beats 32.895 kr.

18 Tindur 90.000 kr.


KOMUM ÞÉR Í RÉTTA GÍRINN FERSKIR DJÚSAR, SAMLOKUR OG SVO MIKLU MEIRA

Sjáumst á JOE & THE JUICE. 27

LAUGAVEGI | LÁGMÚLA | SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM | LEIFSSTÖÐ


Styr og Begga Hvað hugsuðu þið þegar þið sáuð hvort annað í fyrsta skipti?

Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið saman?

Styr: Vó, sæta OG kann að rappa?! Begga: nææjuuafdklak sæti litli mjásimjásjiMJÁSIMJÁSI

Begga: Þegar ég pakka honum saman í Fifa Styr: ROADTRIP!!!

Hvar var fyrsti kossinn? Á rómantískri strönd þar sem draumar rætast (Nauthólsvík) Prumpið þið fyrir fram hvort annað? Svo mikið, svo oft.

Magnús og Tekla

Hvar og hvernig kynntst þið? Í 10 manna partý í byrjun 2016, mjög random að við vorum þarna bæði.

Begga: Kostir: Besti knúsari landsins og brandarakall Gallar: Lélegur í Fifa og tapsár þegar hann tapar fyrir mér í Fifa. Styr: Kostir: Kúrudýr og eldri Gallar: Hafnfirðingur og ökuníðingur

Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið saman? Tekla: nap-a & date night Magnús: Snertast:P

Hvert fóru þið á fyrsta deitið ykkar?

Getiði nefnt 2 kostir og 2 gallar við hvort annað?

mmmm ísrúntur - göngutúr á Gróttu - vespurúntur (highlight of the night) Elliðarárdalur - heim að horfa á top gun (Magnús valdi)

Tekla Kostir: Húmor og cute butt Gallar: Hefur aldrei tíma til að nap-a:( & catlover

Hvernig myndu þið lýsa hvort öðru í þremur orðum? Tekla: wannabe baby daddy Magnús: borða - sofa - bdsm 28

Getiði nefnt 2 kosti og 2 galla við hvort annað?

Magnús Kostir: Prankster & gillari Gallar: Workaholic & shopaholic


Daníel og Helena Hvar kynntust þið?

Hvernig var fyrsta dateið?

Sjónarhorn Daníels: Ég stóð upp á sviðinu á Marmarnum með strákunum, vorum að tala um djamm og gellur. Þá spotta ég allt í einu sæta gellu sitjandi með einhverjum skvízum á langborði hinu meginn. Ég læsi augum mínu við hennar, rétti fram höndina og labba til hennar. Ég fæ mér sæti við hliðina á henni og hvísla ,,fokk hvað þú ert heit”. Hún roðnaði í framan og ég hugsaði ,,mission accomplished”

Sjónarhorn Helenu Það var mexikó lasanja í matbúð, uppáhaldið mitt... Hann sendir mér snap og spyr hvort ég komi á hádegisdeit á marmaranum, ég segi já og þetta var eiginlega svona “útgáfupartýið” okkar sem par. Hádegishléið þar sem við urðum opinbert it -couple Verzló. Svo sátum við og spjölluðum endalaust lengi, misstum allt tímaskyn og enduðum á því að chilla á marmaranum langt eftir lokun, kiddi leyfði okkur að vera lengur í nafni ástarinnar og við enduðum í ástarleik á rauðu dýnunni..

Klara og Vésteinn Hvað finnst ykkur skemmtilegast að verst: hún er alltaf að skamma gera saman? mig fram í tímann, fyrir dót sem ég er ekkert búinn að gera. Hvað Klara: netflix and chill ;) hugsuðuð þið þegar þið sáuð Vésteinn: netflix og rill ;) hvort annað í fyrsta skipti? Hvað líkar þér best við hinn aðilann Klara: Hann var s.s. Að sækja og verst? mig og vinkonur mínar og ég þekkti hann ekki neitt og Klara: við vorum búnar að nöldra best: hann fer aldrei að sofa ef við í honum heil lengi að sækja erum ósátt okkur og ég hugsaði “Hveersu verst: hann gerir allt með tánum, vandræðanlegt”. Hann hatar mig hann er meira að segja með örugglega“ fingerprint af tánni sinni inní símann sinn. Vésteinn: Ég var að skutla Klöru og vinkonum hennar eitthvað og Vésteinn: man eftir að hafa hugsað: “Váá best: hún er alltaf fljót að fyrirgefa hvað þær eru vandræðanlegar”. mér ef ég er búinn að vera með vesen

29


Jólaprófastress Taktu fyrir eitt verkefni í einu, skipuleggðu þig, notaðu tímann fram að prófum mjög vel. Farðu vel yfir námsefnið, gerðu vinnuáætlun, hvað ætlar þú að komast yfir á hverjum degi? Hvað þarftu að leggja áherslu á umfram annað? Ef þú þarft aðstoð fáðu hana núna ekki bíða fram að prófum. Gerðu þitt besta og mundu að það má gera mistök. Við lærum af þeim, þroskumst og vitum betur næst. Hvað gerist ef okkur gengur illa, deyr einhver? Nei. Það að fara í próf gefur þér tækifæri til að láta ljós þitt skína. Þetta er ekki aftaka/útrýmingarbúðir! Ef illa gengur þá gerir þú bara betur næst. Hafðu gaman af þessu, þetta er verkefni sem verður búið áður en þú veist af! Þegar þú ert á barmi örvæntingar er gott að renna yfir þessi tips: Lavander olía á koddann Öndun 4,4,8 hugarfrelsi Gott möns Staður án truflunar Slökkva á símanum/ samfélagsmiðlum Gott skipulag; skrifa niður hvenær þú ætlar að læra hvað Kenna einhverjum öðrum það sem þú kannt/umræða getur oft hjálpað okkur að muna Fá sér ferskt loft/göngutúr Drekka nóg - Sofa nóg Ekki stressa sig á bekkjarspjallinu (setja á mute from time to time) Ekki festa þig á einhverju sem þú getur ekki í prófinu, skoðaðu það sem þú getur og byrjaðu á því, ekki missa trúna þó að þú getir ekki eitthvað dæmi. Jákvætt hugarfar skiptir miklu máli, GÆS (get, ætla, skal) Hollur matur Mikilvægt að taka pásur frá lærdómnum Farðu í heitt bað, sund, út að kaupa möns, 15 min lögn, ekki lengra, einn friends þáttur

30

DON’T STRESS. DO YOUR BEST. FORGET REST. Talningaröndunaræding Hugarfrelsis: Í þessari öndunaræfingu er öndun tengd talningu en það hefur mjög róandi áhrif. Gott er að telja í takt við sekúndur. Best er að anda inn um nef og út um munn. Lestu eftirfarandi fyrir nemandann: Andaðu rólega inn: Einn, tveir, þrír, fjórir. Haltu andanum inni: Einn, tveir, þrír, fjórir. Andaðu rólega frá: Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta. Æfingin er endurtekin 5 sinnum.


31


ljósmyndun: Lárey Huld Róbertsdóttir Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Svava Þorsteinsdóttir listrænir stjórnendur: Lárey Huld Róbertsdóttir Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Svava Þorsteinsdóttir förðun: Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir fyrirsætur: Magdalena Guðmundsdóttir GuðFinna Kristín Björnsdóttir

32


33


34


35


36


37


38


39


40


41

43


BORÐAPANTANIR: 575 7575

WWW.FABRIKKAN.IS

1.500

krónur

R

+ GO

G

R

ANSKA

@

FABR

I

BOR

I + F

AN.

S

AR

Pantaðu með tölvupósti verslingur @ fabrikkan.is

NGUR

KK

VERS

LI

v

S

I

VERSl INGur INN* létt máltíð í hádeginu

Sérhannaður borgari og aðeins í boði fyrir Verslinga! 80 gr. hágæðaungnautakjöt í Brioche brauði með bræddum osti, stökku beikoni, Boston káli og Chili-Bó sósu sem er glæný og sérhönnuð sósa fyrir Verslinginn. Borinn fram með frönskum og gosi að eigin vali. Borgari + franskar + gos

Skiptu í sætar franskar fyrir

1.500 kr. / 150 kr. Engar áhyggjur af tímanum. Sendu okkur tölvupóst á verslingur@fabrikkan.is og segðu okkur hve margir koma og klukkan hvað. Verslingarnir verða tilbúnir þegar þið mætið.

32 42

*Gildir frá 11:30-16:00 alla daga fyrir nemendur Verslunarskólans gegn framvísun nemendaskírteinis. Verslingurinn var hannaður í nánu samráði við nemendafélagið.Gildir eingöngu á Fabrikkunni í Kringlunni og ekki með öðrum tilboðum.


Rætt við landsliðsmann Við tókum viðtal við Jón Daða Böðvarsson landsliðsmann i knattspyrnu en hann spilar með Reading á Englandi. Eins og flestir vita er Jón Daði frábær knattspyrnumaður og var til að mynda valinn maður leiksins í mikilvægum leik Íslands á móti Tyrklandi í október síðastliðinn í undankeppni HM! Við vildum kynnast honum betur og fengum að spyrja hann nokkurra spurninga. Hvernig og hvenær byrjaðir þú í fótbolta? Ég byrjaði að sparka í bolta 5-6 ára. Ég bjó þá mitt fyrsta skólaár í sveit sem heitir Varmaland og er í Borgarfirðinum. Strákarnir í 10.bekk sáu mig mikið horfa á þá leika sér á fótboltavellinum í frímínútunum og leyfðu mér á endanum að vera með. Í hvaða liði ertu uppalinn? Ég er uppalinn í liði Selfoss. Ég flutti 7 ára á Selfoss og byrjaði þá formlega að æfa. Hvenær spilaðir þú þinn fyrsta landsleik og varstu í einhverjum yngri landsliðum Íslands? Ég fékk mitt fyrsta landsliðskall í u18 ára landsliðið í kringum 2009-2010. Annars var ég aldrei kallaður í hin yngri landsliðin. Mikið er um þroskamismun á þessum aldri og kannski mestu hæfileikarnir ekki ennþá komnir uppá sjónarsviðið. Hvað varstu gamall þegar þú fluttir út og fórst í atvinnumennsku? Ég flutti fyrst út tvítugur árið 2013. Ég átti þá mitt besta tímabil á Íslandi um sumarið. Ég fór á reynslu til Viking FK í Noregi og allt gekk vel, þeir höfðu áhuga, lögðu fram tilboð og á endanum samþykkti Selfoss tilboðið. Hefur þú verið í einhverju námi með fótboltanum? T.d fjarnámi Ég hef ekki komið mér ennþá í það. Ég hef alltaf átt vandamál með athyglisbrest og á því

oft erfitt með nám. Hins vegar er ég eins og er að læra spænsku. Ég fæ til mín kennara 1x í viku. Hver eru framtíðarplönin þín? Þau eru enn óljós. Hvað gerir þú í frítíma þínum? Það er allskonar. Ég reyni alltaf að gera eitthvað sem er þroskandi og lærdómsríkt. Mikið er um frítíma í atvinnumennskunni og því getur verið hættulegt að detta í vitleysu eins og að spila bara tölvuleiki og horfa á sjónvarpið alla daga. Eins og kom fram áðan þá er ég að læra spænsku. Ég hef gaman af tónlist og einnig spila ég mikið á gítar. Svo er

“Vertu þinn eigin keppinautur. Hugsaðu einungis um þig og ekki bera þig saman við aðra.” ég nýbyrjaður að fikta í myndavélum, hef mjög gaman að því að keyra eitthvað út í bláinn og taka myndir. Hvernig er þín daglega rútína? Vakna yfirleitt alla daga kl 7:00. Fer í sturtu og keyri síðan á æfingasvæðið fyrir 9:00 mætingu. Borða morgunmat þar. Æfi kl 10:30. Eftir æfingu fer ég síðan og tek

teygjuæfingar, fer eftir það í ísbað og fæ mér síðan hádegismat með strákunum. Kem heim yfirleitt í kringum 14:00. Síðan reynir maður bara það sem eftir er dags að gera eitthvað viturt af sér. Margir dagar fara hins vegar í algjöra slökun eftir vinnu. Það er mikið líkamlegt álag sem fylgir manni og því er mikilvægt að hreyfa sig ekki of mikið eftir að vinnudaginn. Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum fyrir utan Reading? Ég hef alltaf haldið með Man Utd. Annars er ég enginn harður stuðningsmaður. Bara liðið sem manni var sagt að halda með þegar maður var polli. Ertu með einhvern leyndan hæfileika? Ég tel mig nokkuð góðan á gítarinn. Hver er skemmtilegasti herbergisfélaginn í landsliðinu? Viðar Örn Kjartansson. Komum báðir frá Selfossi og höfum alltaf verið mjög góðir vinir. Hvað er það besta sem fótboltinn hefur gefið þér? Frelsi.

insta: jondadib

Það þarf ekkert að spurja þú ert væntanlega orðinn spenntur fyrir HM en hverjar eru væntingarnar? Maður er að sjálfsögðu ótrúlega spenntur. Væntingarnar hjá okkur eru bara að reyna að gera ennþá betur en við gerðum á EM. Enginn er saddur. Allir eru hungraðir og ég hugsa að það sé eitt af því sem hefur komið okkur á þann stað sem við erum á í dag. Hvaða liðum hefuru haldið með á HM fram að þessu (þegar Ísland hefur ekki verið með)? Ég hélt alltaf með Englandi. Maður ólst upp við að horfa á enska boltann alltaf heima á Íslandi. Ertu með einhver góð ráð til ungra fótboltamanna og kvenna sem langar að komast í atvinnumennsku? Vertu þinn eigin keppinautur. Hugsaðu einungis um þig og ekki bera þig saman við aðra. Settu þér markmið og vertu agaður/ öguð. Vertu tilbúin að fórna hinum og þessum þægindum.

43


Er Er deitmenningin deitmenningin áá Íslandi Íslandi dauð? dauð? Í dag er dagur sem við þurfum að horfast í augu við sorglegan sannleika. Stefnumótamenningin á Íslandi er opinberlega jafn útdauð og Geirfuglinn. Ég veit og ég veit, ég hljóma eins og heimilislaus maður sem stendur fyrir utan sjoppu með skilti sem stendur á að heimsendir sé yfirvofandi en svona er bara ástandið og það er orðið löngu tímabært að horfast í augu við það. Þetta sjáum við bara greinilega á því hvernig öll sambönd byrja með sömu fimm skrefunum. Skref 1: Manneskja sér aðra manneskju t.d. á skemmtistað eða í skólanum. Skref 2: Í staðinn fyrir að fara og tala við manneskjuna, er vinur spurður að því hvað þessi manneskja heitir á snap. Skref 3: Manneskju er addað á snap og leikarnir hefjast Skref 4: Eftir nokkrar rispur af snapchat-leikjum og -spjalli er spurt um hitting sem verður oftast að bíltúr. Skref 5: Snapchat-leikir og ísrúntar endurtaka sig þangað til þú ert að lokum komin/n með samband eða ekki samband. Það er dálítið sorgleg tilvera í dag að ástarlíf fólks gangi bara ekki upp án notkunar á snapchat eða öðrum samfélagsmiðlum. Þetta er hegðunarprísund sem við höfum sjálf skapað okkur með því að notast öll við þetta. Hvað varð um deitmenninguna? Hvað varð um það að labba upp að manneskju sem manni finnst áhugaverð og segja bara hæ. Hvað varð um það að fara á deit?? Þetta eru allt saman mikilvægar spurningar sem er vert að svara. Það er mikilvægt að muna þegar talað er um þetta ástand að svona er þetta því við kjósum að hegða okkur svona. Ástarmál fara fram á snapchat því það er þannig sem við hegðum okkur langflest. Út frá þessu má því draga þá ályktun að ef við myndum öll hætta að notast við samfélagsmiðla myndi deitmenningin blómstra á ný. Það er þó líklega ekki að fara gerast einhvern tímann fljótlega ef miða má við hve háð við erum samfélagsmiðlunum. Þess vegna ákváðum við lesandi góður að gefa þér nokkur tips og hugmyndir að hugsanlegum deitum og hlutum til að gera í staðinn fyrir þetta hefðbundna. Til hvers að vera eins og allir þegar þú getur verið sérstakur? Brjóttu normið og gerðu eitthvað nýtt, manneskjan sem þú ert að reyna heilla á eftir að dást af því.

44 44


tips fyrir deitið Sturta/bað klukkutíma áður Taka með tyggjó/ mintu Aldrei tala um ex Ekki fara í bíó mjög vandræðalegt hlé framundan, Sími ofan í vasa Mannasiðir (Gera eitthvað annað en bara ísbíltúr) Ekki væla í deitinu þínu Sjálfstraust Vertu þú sjálf/sjálfur Hrósa Ekki reyna að sanna þig og sýna, einlægni er lykillinn að góðum samskiptum

Brunch Vera góður í skóla og bjóðast til að kenna Crush-inu rétt fyrir jólapróf :** Kaffihús/rölta í bænum í jólastemmara Út að borða Fara á skauta á frosnu vatni Labba esjuna Bláa lónið baka saman jólakökur Kósý jólamynd Sund Elda saman

Hvað er hægt að gera? 45 45


Dagbækur ungra Verzlinga

Dagbókarfærslur smárra Verzlinga með mjög ákveðnar skoðanir á lífinu. Ef þig langaði að vita hvað aðrir voru að pæla og dunda sér við á meðan þú varst að detta á kynþroskaskeiðið, we got you. Við fundum nefnilega nokkra Verzlinga sem skjalfestu dagana fyrir Verzló.

Rán Ragnarsdóttir

Karen Jacobsen

46


Ingunn Anna Kristinsd.

Arnรณr Bjรถrnsson

ร sa Valdimarsdรณttir

47


48


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.