Viljinn 2. tölublað 2018

Page 1

2. tbl 2018 111. รกrgangur

1


Ragnheiður Sóllilja

Kæri Verzlingur, Nú er komið að því. Síðasti Viljinn á þessu skólaári og allra síðasti Viljinn minn. Þetta er eitthvað voðalega súrrealískt. Svo skrítið að þetta sé allt búið allt í einu. En ég verð bara að segja það að ég svo ótrúlega þakklát fyrir að fá að hafa fengið að vera partur af þessu fáránlega lærdómsríka og skemmtilega ferli. Svona í alvörunni, mjög þakklát. Þetta er búið að vera bæði erfitt en samt alveg þess virði. Ég mun búa að þessari reynslu alla ævi. Svo má ég auðvitað ekki gleyma öllu hæfileikaríka og frábæra fólkinu sem ég hef fengið að kynnast og vil þakka allri nefndinni sérstaklega fyrir þetta allt saman. Án gríns eruð best<3 En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra. Ég segi nú bara njóttu Viljans og sjáumst í Mexico!!! Ragnheiður Sóllilja Ritstýra Viljans 17’-18’

Útgefandi NFVÍ Prentun Prentmet Hönnun og umbrot Lárey Huld Róbertsdóttir Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Myndvinnsla Lárey Huld Róbertsdóttir Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Ábyrgðarmaður Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir

fviljinn xviljinn1617

Edda marín

Karen Rós

Liv

valdís harpa

tómas arnar

LÁrey Huld 2

Svava


Efnisyfirlit 4. Bless verzló grein 6. LJóð 9. Femme 20. Hvað ætlaru að gera eftir Verzló? 22. Gangatíska 26. Heitt 27. Kalt 28. Kef lavík 32. Karlmennska 35. Teach me baby 43. Hvað sem þú gerir, ekki lesa þetta 44. Eðlutunga 46. Viljaferlið

Sérstakar þakkir

Bjarki Sigurðsson Selma Dröfn Fjölinsdóttir Daníel Hjörvarsson Anna Bryndís Zingsheim Katrín María Timonen Helgi Tómas Helgason Erlingur Sigvaldason Vignir Daði Valtýsson

Kjalar Kollmar Martinsson Ágúst Óli Benedikt Bjarnason Óli Njáll Ingólfsson Katrín Ólafsdóttir Halldóra Ósk Hallgrímsdóttir Jónína Þórdís Karlsdóttir Atli Freyr Hallbjörnsson

Arnór Björnsson Kef Lavík Magdalena Guðmundsdóttir Bjarki Sigurðsson Malín Ingadóttir Bryndís Bergsdóttir Katla Einarsdóttir 3 Bjarki Snær Smárason

Tinna Sigurðardóttir Guðný Gabríela Róbert Vilhjálmur Ásta Sóley Hilmisdóttir Guðfinna Kristín Björnsdóttir


Bless Verzló Grein Hæ. Það er fullt af dóti sem að ég pæli geggjað mikið í en segi svo ekki. En nú er ég er að fara að útskrifast. Þannig ég get sagt basicly hvað sem er og fólk mun bara hata mig í smá stund, eða þúst, það mun hata kannski lengi en það mun ekki skipta málið því bráðum hætti ég að hitta þetta fólk reglulega. Ok. Hér er fullt af dóti sem mig langar að segja:

Af hverju kaupa stelpur alltaf nýjan kjól fyrir hvert ball? Og hvað verður um kjólana sem þið keyptuð fyrir öll hin böllin? Eruði með þá svona innrammaða inni hjá ykkur? Og kaupiði þá nýjan ramma fyrir hvern kjól? Hvað haldiði að gerist ef þið mætið í sama kjól á 2 viðburði í röð? Ég skal segja ykkur hvað gerist. Heimsendir. Gunninga, eða Ingi eða hver sem er sem ber ábyrgð á ritskoðun í Verzló. Ritskoðun er jákvætt dæmi, hún kemur í veg fyrir fullt af illa séðu shitti. En holy shit smurðu mig með glassúr og kallaðu mig séra Gunnþór hvað það er steikt pæling að vínglös mega ekki vera í mynd í skets. Ehv plís breyta því og gera ehv í því

Strákar. Við verðum að passa okkur í lífinu að raunverulega hlusta á stelpurnar sem eru með okkur í bekk, nefnd, íþróttum, listum, hverju sem er. Of oft hunsum við ummæli stelpna í kringum okkur, virðum skoðanir þeirra minna og gagnrýnum þær bara því þær eru stelpur. Ég ætla ekkert að mála mig upp sem einhverja fullkomna hetju. Ég er alveg jafn sekur og hver annar strákur sem er. Pointið mitt er bara að við verðum að hafa þetta í huga næst þegar við ætlum að tala hærra en þær í skólastofunni til að ná okkar máli á framfæri, því þetta er í undirmeðvitundinni okkar. Ef við hugsum um þetta verður heimurinn aðeins meira næs konsept held ég <3

Ú já annað, til þeirra sem þora ekki að syngja eða klappa á marmaranum þegar það er ehv að frella í hádegum: Engar áhyggjur, Verzló á að vera heimavöllur ykkar þar sem ykkur líður vel. Hér er enginn að dæma, ókei kannski eru dáldið margir að dæma en allir þeir sem eru að dæma líður bara ótrúlega illa í eigin skinni vegna þess að þau fylgja öllum ótal ömurlegu óskrifuðu reglum skólan því Ókei næsta dæmi: Hversu fast þarftu að vera bundinn að þau eru sjálf svo hrædd um að vera dæmd. Hvílíkur við hlekki kapítalismans til þess að einhver geti sannfært vítahringur. Ekki gaman. þig að útlínur á pöddum er flott á fötum? Krakkar, útlínur á pöddum er ekki nett dæmi. Allaveganna ekki Ókei ég sé að þessar pælingar eru alveg ekkert það 50.000 króna dæmi. Notaðu þennan pening frekar í 50 merkilegar og svona. En þúst, mér er sama. Ég er þreytþriðjudagstilboð eða föðurást eða ehv. tur. Það er eithvað fokking spænskupróf á morgun og ég er ekkert að pæla hvað ég er að gera. En já, þetta er svona Á sömu nótum: ath þeir sem ganga með gucci belti. Þið ehv smá dót. Ég ákvað bara að láta vaða því einn daginn getið, í staðin fyrir að fara til útlanda og kaupa belti og verður það eina sem ég get komið á framfæri skrifað á ehv, tekið bara venjulegt belti af pabba ykkar og heftað legsteininn minn og maður fær bara fokking fá orð á leg30.000kr. við það. Þá eruði komin með sama message, steininn sinn. Þannig...já. minni vinnu, og, arguably, flottara belti. -Arnór Björnsson Af hverju er öllum ekki aðeins meira drullusama um hvort að annað fólk sé að kyssast eða leiðast á ganginum? Svo lengi sem þau eru ekki með tungunar sínar í munninum ykkar þá ætti ykkur að vera sama in my opinion. Ekki láta ástlausa æsku ykkar bitna á samböndum annara. Ekki gaman.

4


5


Ég horfi ljóðrænt

90´s tölvuleikur

Ljóðrænt ljóð

Út bensínstöðvarfjörðinn Leyfi sjónum að renna Um holurnar í hjartanu mínu -Mér finnst fínt að vera til þó ég hafi aldrei prófað hitt Ég á um það bil núll svör En fullt af fálmandi myrkfælnum getgátum Þannig ég held áfram að stara ljóðrænt Út bensínstöðvarfjörðinn

Lífið er 90´s tölvuleikur Er kallinn þinn blár eða bleikur? Þú kemst í næsta borð ef hann er heitur

Suma skaltu borða Frá öðrum skaltu þér forða Pínu eins og Pac-Man Plús brotin sjálfsmynd og blíðan 6


Hvernig ætlar þú að eyða tímanum Ef þú ert alltaf að spara hann? Og afhverju er tíminn alltaf Of fljótur Eða

Tíminn í þátíð

Alltof hægur Tíminn er aldrei fyrir vissu Enda afstætt hugtak, En eitt er fyrir víst: Að eini tíminn Þar sem tíminn skiptir ekki máli Er tíminn sem ég eyði með þér

Þegar mistrið legst yfir allt en hverfur svo aftur Þegar gleðin verður að öldungi sem að er haltur Þegar öll bros á allra vörum verða að engu Þegar það verður ekkert eftir hér lengur Þegar allt sem við þekkjum verður að eyði

Endalok

Þegar ekkert er eftir nema öll heimsins leiði Þegar hræ-ætur rífí sig matinn sinn Þá mun ég samt vera þinn Allt fram að endalokum Okkar gröf mokum 7


8


Ljósmyndun Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Fyrirsæta Selma Dröfn Fjölnisdóttir Art direction Lárey Huld Róbertsdóttir Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir

Femme 9


10


11


12


13


14


15


16


17


18


18GB, ENDALAUSAR MÍNÚTUR OG SMS FYRIR 3.000 KR. Á MÁNUÐI

19


Hvað ætlaru að gera eftir Verzló Ég veit heldur ekkert hvað ég mun vinna við Ég veit heldur ekkert hvað ég mun vinna við í framtíðinni. í framtíðinni. En mig langar að vinna vinnu sem skiptir mig persónulega miklu máli, eins og baráttan gegn eyðileggingu jarðarinnar En mig langar vegna mengunar og stríða og, auðvitað, dýravernd og jafnrétti. Hagkerfin okkar hafa hvað mest áhrif á umhverfið og, á sama máta, töpum við nokkrum milljörðum á ári vegna að vinna vinnu umhverfismengunar. Þetta er ástæðan fyrir því að mig langar leggja áherslu á hagfræði og alþjóðleg samskipti. Ég hugsaði sem skiptiraðaðmig London yrði fullkominn staður fyrir mig þar sem borgin er þungamiðja viðskipta og menningar, og jafnframt er England ekki jafn mikið þrot og Bandaríkin nú til dags, að mínu mati. persónulega Auk þess borga ég mun lægri skólagjöld á Englandi þar sem ég þýskur ríkisborgari. miklu máli, ereins Ég ákvað að sækja um þrjá skóla á Englandi: King‘s College í and Management, UCL í Information Management og baráttanEconomics gegn for Business og Queen Mary í Economics and Finance with a Year Abroad. Mig langaði mest í King‘s en ég sótti einnig um í eyðileggingu UCL, bara til að sjá hvort ég kæmist inn, því hann er mjög hátt metinn á heimsmælikvarða, aðeins hærra en King‘s. Það er mikið haldið utan um nema úr menntaskóla hvað varðar jarðarinnarekki háskóla og hvað þá erlenda háskóla, þannig ég var svolítið ein í umsóknarferlinu. Það er allt mjög strangt í útlöndum og ég vegna mengunar fór svona milljón sinnum yfir umsóknina og tók mér langan tíma í að fullkomna ritgerðina. Ég hafði einnig enga hugmynd hvar ég stæði miðað við aðra umsækjendur. Þar af leiðandi og stríða og,um sótti ég einnig um í Queen Mary, sem ég vonaðist eftir að væri léttari að komast inn í en hinir skólarnir, ef þeir myndu auðvitað, mun ekki samþykkja umsóknina mína. Guess what, ég komst inn í þá alla. dýravernd og Núna er ég á leiðinni í draumaháskólann í London og er að fara þaðan í skiptinám í Hong Kong University á jafnrétti. stefnan öðru ári mínu, en námið er þrjú 20 ár í heild. Og ég er þvílikt spennt.

Anna Zingsheim

Það kemur kannski engum á óvart en ég elska nám. Hins vegar vissi ég aldrei í hvaða háskóla mig langaði, enda hélt ég alltaf að ég yrði bara í Þýskalandi allt mitt líf. En eftir að ég flutti til Íslands og kynntist fullt af hæfileikaríku fólki og nýjum möguleikum, þá fór mig svona aðeins að dreyma varðandi nám. Það eina sem ég vissi að þyrfti til að komast í nám í enskumælandi landi var að að taka nokkur SAT og TOEFL próf og standa mig mjög vel í náminu hérlendis til að eiga nokkurn möguleika á því að fá inntöku í þessum virtu háskólum. Síðan er það einmitt það að einkunnir eru alls ekki það eina sem skiptir máli, maður þarf helst að brillera á öllum sviðum og hafa sýnt skólanum mikinn áhuga á því námi sem maður sækir um.


Eftir Verzló ætla ég að drekka í mig franska menningu og læra frönsku í Montpellier sem er staðsett í Suður-Frakklandi. Ég stefni á að dvelja þar allan næsta vetur og svo kemur í ljós hvert stefnan verður tekin eftir veturinn. Ég ætla að vera í útlendingadeild í frönskum háskóla, Université Paul-Valéry, og verð því útlendingur meðal útlendinga en þó á sameiginlegu skólasvæði með Frökkum.

Montpellier skaust strax í efstu sæti yfir Hugmyndin um að fara að læra frönsku hefur í raun blundað í mér í lengri tíma en það er stutt síðan ég opinberaði skemmtilegustu þessi áform mín. Mig minnir að ég hafi byrjað að gæla við hugmyndina um að flytja til Frakklands eftir stúdentspróf þegar borgir sem égégfór til Rennes og Parísar haustið 2015 undir fararstjórn Sigrúnar Höllu og Gerðar Hörpu. Sú ferð var farin í tengslum við nemendaskiptaverkefni hér í Verzló en það var jafnframt í hef heimsótt fyrsta sinn sem ég fór til Frakklands og þá var ekki aftur snúið. og ég varð Ég hef alltaf verið hrifin af tungumálum og þau hafa legið vel fyrir mér. Ég ólst upp við að foreldrar mínir töluðu sitthvort tungumálið við mig. Ég talaði þrjú tungumál reiprennandi þegar eiginlega alveg ég var fimm ára þó ég hafi að vísu glatað einu þeirra síðan. Ég hef alltaf verið hrifin af rómönskum málum en langhrifnust heilluð af henni. er ég af frönskunni þó mér finnist skemmtilegast að dilla mér við ,,latino tónlist”. Ég hef lengi verið staðráðin í að breyta um umhverfi eftir Verzló. Saga og menning Frakklands, hlýrra veðurfar, og ekki síst ,,osta og vín-menningin” heilla mig og hið ljúfa líf sem maður sér fyrir sér að því fylgi.

Ég ákvað að skella mér til Montpellier í páskafríinu til þess að kynnast borginni örlítið og hreinlega til þess að svala forvitni minni. Þá urðu áform mín raunverulegri og nú þekki ég örlítið til. Montpellier skaust strax í efstu sæti yfir skemmtilegustu borgir sem ég hef heimsótt og ég varð eiginlega alveg heilluð af henni. Allir virtust svo afslappaðir og vinalegir. Ég laumaðist meira að segja inn í skólann til þess að skoða hann og hann virkaði mjög fínn. Það voru froskar sem kvökuðu í kór fyrir utan eina bygginguna, það fannst mér skemmtilegt og framandi!

Eftir stúdentinn eru allar leiðir færar og þessa Frakklandsdvöl mína hugsa ég sem upphaf að einhverju sem ég veit ekki hvað er… Allavega ekki ennþá! 21

Katrín María

Mér finnst mesti sjarminn við að fara ein og þurfa að spjara mig sjálf í nýju landi. Þá veit ég að ég er að gera þetta á réttum forsendum-því MIG langar til þess. Ég veit að það verður erfitt og sérstaklega til að byrja með en ég er viss um að Frakklandsdvölin verður fyrst og fremst þroskandi. Svo er ég auðvitað spennt að læra frönskuna betur því við hvert tungumál sem maður lærir opnast nýr heimur.


G A N G A T Í S K A

22


G A N G A T Í S K A

G A N G A T Í S K A

23


24


Jæja þá fer busaárinu senn að ljúka og ég segi hér og skrifa að þetta var skemmtilegasta ár sem ég hef upplifað. Busaárið er árið sem maður nýtir í að gera mistök og læra af þeim, kannski detta á marmaranum, finna fullkomið klósett til að droppa nr 2 og margt fleira. Fyrstu tvo mánuðina í skólanum busaði ég svo sannarlega yfir mig og vann alla heimavinnuna mína á bókasafninu eftir skóla, glósaði í tímum og tók eftir. Fljótlega fór þetta að þróast í hina áttina og fallbaráttan hófst. Það er mjög mikilvægt að labba á hurðina á marmaranum eftir kl 15 að minnsta kosti einu sinni á ævinni (brutal upplifun). Maður finnur sjálfsvirðinguna leka af manni í hvert skipti sem maður snýr við og labbar til baka í leit að næstu opnu hurð. Ég kíkti að sjálfsögðu í busaviðtöl í nefndir, labbaði inn í viðtal til Nemó og ruglaði þeim saman við Skemmtó og byrjaði að blaðra um að þau héldu söngvakeppnina og Nemendamótið. Svo sagði ég að Nemó nafnið standi fyrir “Nemendafélagsnefnd” skólans eða eitthvað í þá áttina (var eiginlega í black outi af stressi, man ekki mikið). Ekki var þetta nógu vandræðalegt heldur þegar þau spurðu mig hvort ég byggi yfir einhverjum leyndum hæfileikum tók ég mig til og sagði að ég gæti ropað hvenær sem ég vildi. Ég henti í eitt gott og fékk misjákvæð viðbrögð frá nefndarmeðlimum. Ekki gerði ég þetta bara hjá Nemó heldur tók ég mig til og púllaði sama rop move á Viljann, en þetta var greinilega nóg til að heilla Viljann og hér er ég að reyna finna minn innri penna. Svo eru það afmælin sem krefjast skilríkja þar sem mætingareinkunnin mín var í kringum 90% fyrri önnina, en það er no shame in the busagame. Ég lærði það að, að borða nokkrum sinnum í viku á Stjörnutorgi er afar dýr lífstíll sem ég mæli ekki með að tileinka sér. En you live and you learn, Stjörnutorg er lúxusstaður og Bónus og Matbúð eru MVP. Það versta sem busalingar gera er að reyna of mikið að vera ekki busar, það er mikilvægt að embrace-a það að vera busi því flestir fá bara að vera það einu sinni. -Liv Benediktsdóttir

25


Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt

Ykkur Án gríns, mér líður eins og þú sért ekki að hlusta á mig

Cardi B mmmm jáá..

Tala um tilfinningar Hollt og gott

Rave ballið Svo fáranlega heitt

Morfís Viva VERZLÓ

Perlan Svo kósý

26

Að ná öllum prófunum Þá ganga allir sælir í sumarfrí


t

Bóluefnin fyrir Mexico Heyrðu, þau koma allavega aftur í lok árs :)

Árekstar á Verzlóbílastæðinu Hjalp

Dópmenning í rappi Snýst ekki lífið um eitthvað aðeins meira en það?

Yfirborðskenndar samræður Let’s cut the crap Group seen á Messenger Ái.

Ljósabekkir Ekki hollt

Að vera broke ass bitch Lífið fyrir útskrift. Hopefully it will get better 27

Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt


sér neitt hvað varðar viðbrögð fólks fyrirfram,

Hvaðan kemur nafnið Kef LAVÍK?

en mér sýnist að því dýpra sem maður grefur í verstu og ljótustu atburðarásunum sem maður

Kef LAVÍK er að sjálfsögðu eitthvað afskræmi

lifir, viðbjóðslegustu hlutunum af heilanum og

af staðarheitinu Keflavík sem að vísar til

ömurlegustu samtölunum, því meira finn ég

umfjöllunarefnissins á fyrstu 3 plötunum okkar

tengingu frá öðru fólki við efnistökin.

þar sem Keflavík þjónar sem afar mikilvægt tákn. Ég held að stílíseringin sé bara einfaldlega

Kalt mat er að þetta sé einfaldlega vegna þess

til þess að hafa þetta aðeins meira abstrakt en

að það er sama drulla inn í hauskúpunni á okkur

einfaldlega „Keflavík“.

öllum þrátt fyrir að hún virki að stórum hluta öðruvísi hjá hverjum einstaklingi; manneskjan

Hvað var það sem fékk ykkur til að byrja gera tónlist?

við hliðina á þér hlýtur þannig í grófum dráttum að hugsa sama viðbjóðinn og þú sjálfur gerir, og

Það er nokkurn veginn það sama og ástæðan

skammast sín svo svipað mikið fyrir það. Það

fyrir því að við höldum áfram að gera tónlist.

eru einhver þægindi í því að vita af því og ég

Einhver blanda af allt of mikilli tjáningarþörf og

held að tengingingin sé þaðan.

forvitni.

Hvernig finnst ykkur tónlistin ykkar og textanir hafa þróast síðan þið gáfuð út fyrstu lögin ykkar? Hvernig hefur stíllinn ykkar breyst á þessum tíma?

Bjuggust þið við því að svona mikið af fólki tengdi jafn sterklega og það gerir við lögin ykkar? Og hvers vegna haldið þið að svo er?

Tónlistin

hefur

farið

frá

því

vera

tilraunakenndari bæði hvað varðar undirspil og

Eins og ég segi þá drífur forvitnin okkur að hluta

texta yfir í að verða heilsteyptari. Ég held að

til áfram: Hvernig viðbrögðin eru og hvaðan þau

„þroski“ sé ekki alveg rétta orðið til að lýsa því

koma. Við fáum að sjálfsögðu mikil viðbrögð fyrir

- svona úr því að við tölum enn þá alveg jafn

svokallað „shock value“ - það er, athygli sem við

mikið um að ríða og gubba og á fyrstu plötunni

fáum með því að vekja óhug áheyrenda/ganga

núna í dag - en „þróun“ ætti að vera næst því af

fram af þeim. Það er í rauninni ekki hægt að gefa 28


öllum þeim orðum sem mér dettur í hug. Við erum samt ekki að fara að hætta að tala um að ríða og gubba, það er alveg klárt mál.

Hvernig finnst ykkur fólki ganga að greina textana ykkar? Líður ykkur einhverntíman eins og fólk sé að ofgreina?

Hvernig er Kef Lavíkur “Konseptið” núna eftir að þið kláruðuð þríleikin sem endaði á Vesæl í Kuldanum? Er umfjöllunarefnið enn það sama eða er einhver nýr innblástur á bakið Ágæt ein og komandi efni? Kef LAVÍK-ur conceptið er að sjálfsögðu saga

Mörgum virðist ganga skítsæmilega að greina textana. Allir setja sitt eigið persónulega „twist“ á margt og svo misskilja menn hitt og þetta þegar við erum að blanda saman raunveruleikanum og táknum jafn mikið og við gerum. Ég hugsa að menn séu ekki nauðsynlega að ofgreina neitt, það eru t.a.m. enn þá fjölmörg „easter eggs“ sem ég hef ekki séð minnst á sem er spennandi að vita hvort einhver spotti.

Kef LAVÍK 29


sem er búið að segja að nánast öllu leiti (þrátt

fyrirmynd: Á endanum viljum við hljóma alveg

fyrir að það munu eflaust koma einhverjar

eins og Leonard Cohen á lyfseðilsskyldum

rispur úr henni áfram). Ég myndi kalla Ágæt

lyfjum að semja handrit að klámmynd.

ein svona „appendix“ eða viðauka á efnið þar á undan - nokkrir hlutir sem átti eftir að segja,

Meiri details: Við erum náttúrulega að vinna

nokkrir hlutir sem að komust ekki fyrir og svo var

með svona raftónlistar-popp-rapp-r’n’b tónlist

eitthvað sem var aðeins nær okkur í tíma hvað

a.m.k. hvað undirspilin varðar, þar væri til dæmis

efnistök varðar. T.a.m. er Leiðirnar til himna

hægt að nefna gamla The Weeknd efnið, Sylvan

samið á ca. sama tíma og Vesæl í kuldanum,

Esso, Yung Lean, FKA Twigs, Majid Jordan, SZA.

á meðan Nóttin var sú I, II og Myndirnar úr

Síðan er innblásturinn fyrir textana kannski

Reykjavík eru samin allt að 1 og hálfu ári seinna.

talsvert víðfeðmari; hvað tónlistarmenn varðar væri hægt að nefna Joanna Newsom, Wye Oak,

Nýrra efni sem við höfum gefið út (einungis

Sufjan Stevens á seinni tímum, Anaïs Mitchell.

American Legend í þessum töluðu orðum -

Þá er líka hægt að minnast á Faulkner, Nabokov

meira á leiðinni) er síðan spánýtt „concept“ -

í klassískari bókmennta-kantinum.

örlítið heiðarlega í þeim skilningi að það stólar

Relationship status?

minna á huglægara myndmál. Þetta verður stuttur sprettur núna þar sem við erum að kaupa okkur tíma í að gera vonandi stærri hluti

Í sambúð og svona klukkutími og korter í

á komandi ári.

sambúð.

Hverjar eru ykkar helstu fyrirmyndir þegar það kemur að tónlist og textasmíð?

Hvert og í hvað sækið þið innblástur? Að tala saman, að hlusta á tónlist, konur, sígarettur, konur, myndlist að horfa á flotta hluti,

Það var einhver sem sagði að eftir því sem við

duft, konur, áfengi, klám, kvikmyndir, pillur, fólk

eldumst verður þetta meira eins og „Leonard

að berja hvort annað, konur, að lesa, að ríða og

Cohen á Oxycontin að semja handrit að

að vera kalt og/eða heitt. Þegar maður ætlar að

klámmynd“. Ég held að það sé einhvers konar

semja lag er alltaf best að hrynja fyrst í það 30


og drulla rækilega á sig og fara síðan að semja lagið daginn eftir.

utan er innblásturinn einfaldlega atburðarásin sem lýst er - svona með bessaleyfi listamannsins

Hvað er framundan fyrir Kef Lavík? Má maður búast við nýju hlutum fljótlega?

til að breyta smáatriðum.

Hvernig myndu þið lýsa Kef Lavík í einni setningu?

Við ætlum að gefa út nýtt efni fyrir sumar, og svo ætlum við að gera eitthvað geggjað. Við fluttum einmitt eitt nýtt lag sem kemur út bráðum í

„sjáðu þennan gaur þarna að chugga breezer

hádegishléi í VÍ bara í síðasta mánuði!

standandi á höndum, veit hann ekki að það er þriðjudagur“

Hvaðan kemur innblásturinn að textanum við Leiðirnar til Himna?

Af hverju spilið þið aldrei á Solstice?

Ég held að textinn við Leiðirnar til himna sé

Annar okkar er sjómaður að sumri til en er

svona eins bókstaflegur og þeir gerast, svona ef

tilbúinn til þess að spila á Solstice ef þeir

maður lítur fram hjá einu og öðru stílbragðinu.

yfirbjóða tekjurnar. Sem er jú alls ekki að fara

Leiðirnar til himna er nafn á allsvaðalegri

að gerast.

ljóðabók eftir Soffíu Láru sem hún gaf út 2015,

Eruði edrú (notið þið eiturlyf?)

ásamt því sem að við erum að vísa í Stairway to Heaven eftir Led Zeppelin og svo eru auðvitað hinar og þessar myndlíkingar sem vísa kannski

Ég þori að fullyrða það að í þessum töluðu

meira í fíkniefni og dauða.

orðum eru báðir meðlimir kef LAVÍKur innan ramma laganna hvað reglulega neyslu á vímuefnum varðar.

Hver er heimspeki Kef Lavík? Eitthvað 31

stökkbreytt

afkvæmi

stöðugrar

tilvistakreppu og að chugga breezer á hvolfi.


#KarlmennskaN Ég var oft kallaður bæði hommi eða stelpa því ég æfði leiklist þegar ég var yngri. Ef ég hefði ekki haft mikið sjálfstraust og látið þessi orð fram hjá mér fara þá væri ég á allt öðrum stað í lífinu í dag. Ég hefði aldrei eltst við draumana mína og látið þá verða að veruleika. Ég velti því stundum fyrir mér hvort að þetta hafi í raun bara verið óöruggi eða afbrýðisemi hjá þeim strákum sem gagnrýndu mig. Kannski höfðu þessir strákar hreinlega bara ekki sjálfstraustið til þess að fara út fyrir þessa týpísku strákastaðalímynd. Það eru alltof margir strákar sem eltast ekki við drauminn sinn. Alltof margir draumar sem fara í vaskinn. -Vignir Daði

Tár er eitthvað sem allar manneskjur geta framleitt en útaf einhverri ástæðu þá er bara eðlilegt fyrir annað kynið að framleiða það. Oft á minni stuttu ævi hefur mig langað að gráta en ekki gat ég gert það hvar sem er. Fyrir ári síðan þegar mamma mín hringdi í mig til að láta mig vita að afi minn hafi látist var ég á meðal bestu vina minna, í staðinn fyrir að fella tár sem mig langaði að gera á því augnabliki setti ég frekar upp grímu og lét eins og ekkert hafi skeð. Karlmenn gráta ekki, þeir eru sterkir og sýna bara tilfinningarnar gleði og reiði annars eru þeir kallaðir aumingar. Þetta er hugsun sem þarf að breyta. Aldrei fyrr en nýlega hefur mér fundist í lagi með að gráta á almannafæri. Treystu mér, það er alltaf gott að gráta af og til. #Karlmennskan -Helgi Tómas

Ég var einu sinni í sambandi, og finnst eins og tilfinningarnar mínar hafi verið bældar niður af stelpunni, af því að ég er strákur. Mín vandamál voru ekki tekin alvarlega, mér leið eins og henni fannst að ég ætti ekki að þurfa að vera með vandamál. Ég fékk nokkrum sinnum að heyra „en þú ert strákur, þú þarft ekki að taka þessu svona illa“ eða eitthvað í þá áttina. Mér fannst að frá hennar sjónarhorni átti að leysa vandamál svona; strákurinn þarf að taka á sig sökina, hvort sem það var honum að kenna eða ekki og ekki kvarta yfir því. Ég er örugglega að láta þetta hljóma verra en það var í raun og veru en þetta var ennþá til staðar. -Kjalar Kollmar Ég var nýkominn úr klefanum eftir æfingu þegar ég fæ símtal og mér sagt að langafi minn væri látinn. Ég stóð á ganginum og vildi gráta en ég hélt því inni í mér. Ég talaði við nokkra sem voru þarna í kring um allt annað en langafa minn. Ég vildi ekki líta út eins og vælukjói heldur vildi ég vera eins og “Karlmaður”. Um leið og ég var kominn út úr íþróttahúsinu grét ég og gerði það allt kvöldið. -Ágúst Óli

32

Við erum þáttakendur í samfélagi þar sem kvenleiki jafngildir veikleika. Þar sem strákar eiga alltaf að vera sterkir, kjarkaðir og harðir. Þetta er hugmyndafræði sem hentaði hellisbúum kannski ágætlega en við sitjum uppi með hana núna. Við getum ekki bara skellt skuldinni á samfélagið vegna þess að við erum samfélagið.


Þegar ég var að koma út úr skápnum þá gerði það mér erfitt fyrir að koma út hvað samskipti milli jafnaldra stráka einkenndust af niðrandi orðalagi í garð kvenleika og tengingu samkynhneigðar einmitt við kvenleikann. Var ég í raun hræddur við að koma út af ótta við að missa karlmennskuna sem ég taldi mig búa yfir í augum hinna strákanna. En það sem ýtti mér lengst inn í skápinn fyrir þennan tíma var hann faðir minn. Hann er svona týpískur karlmaður sem maður hefur aldrei séð gráta og segir karlrembubrandara með vinum sínum. Hafði ég það mikið á tilfinningunni að ég væri að bregðast honum þar sem hann var með þær væntingar til mín að ég ætti að eignast kærustu og hann myndi fá tengdadóttur sem ég myndi framleiða barnabörnin hans með. Þegar kom að því að ég kom loksins út fyrir honum eftir að hafa frestað því í langan tíma fékk ég ekki það samþykki sem ég var að sækjast eftir heldur gerði hann mér grein fyrir því að þetta væri einungis tímabil og að þetta væri eflaust vitleysa. Karlmennskan hans þurfti greinilega smá tíma til að melta þessi skilaboð en hann baðst afsökunar á því sem hann sagði nokkrum vikum síðar. Það sýndi að karlmennskan hans var ekki óbrjótanleg og tókst mér að breyta viðhorfi hans nokkuð. -Erlingur Sigvaldason

Skilgreining karlmennsku er einn af þeim hlutum sem hafa vafist fyrir mér hvað mest á lífsleiðinni. Ég hef verið gagnrýndur fyrir kvenlega hegðun í gegnum ævina. Mögulega er það vegna þess að ég ólst upp með tvíburasystur minni og eignaðist mikið af stelpuvinkonum mjög snemma og kunni vel að meta samveru kvenna. Ég veit að samkvæmt túlkun mjög margra á karlmennsku fell ég ekkert beint undir þann hatt. Ég nota hyljara og púður flesta daga vikunnar, á fleiri snyrtivörur en kærastan mín og er með einhversskonar látbragð í samskiptum sem hefur fengið flesta nema sjálfan mig til að efast um gagnkynhneigð mína. Ég hef aldrei stressað mig neitt sérstaklega á að vera karlmaðurinn sem samfélagið segir mér að vera. Mér finnst reyndar að enginn ætti að eyða orku í að velta fyrir sér þeim samfélagslegu normum sem viðgangast í hverju kyni fyrir sig. Miklu frekar finnst mér að fólk ætti að temja sér ákveðin gildi í lífinu sem skilgreina hver maður er. Að vera kurteis við fólkið í kringum sig, að skila öllu vel frá sér, að svíkja aldrei maka eða vini eða eitthvað þvíumlíkt. Í lok dags þá er það þessi gildi sem munu geisla frá okkur og skilgreina hver við erum. Sannur karlmaður er nógu viss um karlmennsku sína til að þurfa ekki að sanna hana fyrir neinum. Ég vona að í kjölfarið á #karlmennskan átti fólk sig á því að það er bara geggjað þegar karlmenn gráta, nota farða og geri bara nákvæmlega það sem þeim sýnist án þess að þurfa að sæta gagnrýni. Það þurfa samt fleiri karlmenn að bera miklu meiri virðingu fyrir konum, þeir karlmenn sem gera það ekki finnst mér vera aumingjar. Jæja takk fyrir mig. -Benedikt Bjarnason

33


Eftir Lรกreyju Huld

34


Teach me baby

Ljósmyndun: Liv Benediktsdóttir Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Art direction: Liv Benediktsdóttir Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Fyrirsætur: Halldóra Ósk Hallgrímsdóttir Katrín Ólafsdóttir Óli Njáll Ingólfsson

35


H A L L D Ó R A S A G A

36


37


38


Ó L I N J Á L L S A G A

39


K A T A S A G A

40


41


42


Hvað ertu að gera? ... Hættu! Ég sagði ekki lesa mig. Án djóks, okay fyrstu þrjár setninganar voru í lagi en nú er þetta komið út í öfgar. Hættu eins og skot eða þú munt hljóta verra af! Okay þú ert að biðja um þetta ég varaði þig við, ekki lesa næstu málsgrein því þér mun ekki líka við það sem stendur þar! Þú ert kúkur. Þarna! Ég sagði það! Og hvað?? Ég varaði þig við, er það ekki? Ha? En þú gerðir það bara samt! Hvers konar illa upp alin manneskja ert þú eigilega? Sko ef þú heldur áfram að lesa næstu efnisgrein þá verð ég sko fyrst í raun og veru raunverulega pirraður! Vá.. Þú ert bara í alvörunni ennþá að lesa. Sem er í raun og veru magnað því þú hefur örugglega aldrei lesið Vilja grein áður eða þá kanski byrjað að lesa hana en síðan svona: Æhhj ég myndi klára hana en ég þarf að fara á snapchat og láta bestu vini mína vita að ég er að borða tortilla í hádegismat.“ En ekki misskilja mig ég er alls ekki að dæma þig eða reyna koma biturð frá mér á einhvern hátt! Ef ég ætla vera sjálfur algjörlega hreinskilinn þá les ég ekki greinar, svona oftast allavega. En þú ert allavega ennþá að lesa þessa grein og það er rosalegt ef miða má við að ég síendurtekið búinn að banna þér að lesa! Sem er kanski ekkert það magnað því þú ert örugglega bara lesa því ég sagði þér ekki að gera það. Það er áhugavert hvernig heilinn okkar virkar. Það er eins og okkur langi aldrei að gera eitthvað jafn mikið og þegar við megum ekki það eða ef við getum ekki gert það. Þetta má yfirfæra á mörg svið eins og til dæmis; ást eða frama. Eins og núna er ég til dæmis alveg hættur að banna þér að lesa greinina og kanski fyrir vikið ertu hætt að lesa og ef svo er er þessi setning algjörlega tilgangslaus. Því að setning án lesanda er jafn tilgangslaus og alheimur án einhverskonar lífforms. Ef þú skildir ekki síðustu málsgrein prufaðu þá að hugsa um hana svona tvisvar til þrisvar, ef það kemur ekki til þín eftir það er síminn minn alltaf opinn. Eina ástæðan fyrir því að þú ert örugglega ennþá að lesa einmitt núna er til að sjá hvernig þessi grein um ekki neitt endar. En hún endar á þennan hátt: Takk. Takk fyrir að lesa þessa grein og takk fyrir að opna síðustu þrjú Viljablöð. Ég vil þakka þér! Já þér Karen, ég sé þig alveg! .. djók, eða þú veist fyrir alla nema Kareni haha því fyrir hana var þetta örugglega mjög fyndið. En í allri alvöru þá langaði mig að segja fyrir hönd nefndarinnar: Takk. Takk fyrir að sjá blaðið á borðinu þínu, takk fyrir að opna það, takk fyrir að skoða allar myndinar, takk fyrir að lesa allt blaðið og takk fyrir að taka blaðið með þér heim. Því að hvort sem þú gerðir einn af þessum hlutum eða alla þá veitir þú, lesandi góður, blaðinu tilgang og það var eitthvað sem við hefðum ekki getað gert án þín. <3 -Tómas Arnar

Hvað sem þú gerir, EKKI LESA MIG! 43


Hey! Ein pæling...

Jam, hvað?

Ef þú mættir velja þér einn ofurkraft, hver væri hann?

Eftir Valdísi Hörpu Porca Leikarar: Atli Freyr Hallbjörnsson Jónína Þórdís Karlsdóttir

Svarið er einfalt.. eðlutunga

Djöfull er hún steikt

44


Eรฐlutunga hehe!

Omg slay!

45


Viljaferlið Viljaferlið Viljaferlið Viljaferlið Viljaferlið Viljaferlið Viljaferlið Viljaferlið Viljaferlið Viljaferlið Viljaferlið Viljaferlið 46


Nú er síðasti Vilji skólaársins kominn út og flæða margar tilfinningar um hjörtu okkar á þessari stundu. Það verður erfitt að kveðja litlu Vilja-fjölluna en nú höldum við öll í sitthvora áttina. Liv og Svava halda ótrauðar áfram í það að gera Viljann flottan og fínan. Við hin Edda, Lárey, Karen, Sóllilja, Tómas og Valdís, munum öll útskrifast núna í maí og bíðum spennt eftir því finna út hvað það er sem framtíð okkar ber í skauti sér. Viljaferlið er búið að vera krefjandi en samt sem áður ótrúlega gefandi og 100% þess virði. Við í nefndinni urðum fljótt góðir vinir og áttum auðvelt með að vinna með hvort öðru. Þrátt fyrir að við erum öll mjög ólíkir einstaklingar með mismunandi áhugamál hefur skapast ótrúlega dýrmætur vinskapur okkar á milli. Það var aldrei leiðinlegt hjá okkur hvort sem við sátum sveitt að funda í nemendakjallaranum eða í myndatökum út um allan bæ, enda erum við öll miklir grínistar með mikinn húmor og höfðum gaman af því að gera grín af hvort öðru. Eftir mikil erfiði og mikið gaman og grín erum við búin að gefa út eitt ótrúlega vel heppnað nýnemablað og fjóra mjög ólíka, frumlega, skemmtilega, geggjaða og frábæra Vilja á þessu skólaári. Við í nefndinni gætum ekki verið stoltari af sjálfum okkur og öllum okkar blöðum. Við vonum einnig að þið kæru samnemendur séuð jafn ánægð og við erum.

47


Við ætlum í háskóla íslands í haust

sPEnnandi nám OG ÖFluGt FÉlaGslíF í háskóla í FREmstu RÖð YFiR 400 námslEiðiR í BOði sæktu um á hi.is fyrir 5. júní. 48

www.hi.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.