Viljinn 1. tölublað 2018

Page 1

1. tรถlublaรฐ 2018 111. รกrgangur

1


Lárey Huld

Edda Marín

Ragnheiður Sóllilja

2

Karen Rós

Valdís Harpa

Tómas ARnar Svava

Liv

Hæ Verzlingar, Klukkan er nákvæmlega 4:00 að nóttu til. Ég er virkilega steikt eftir langan dag og nótt ef ég á að vera alveg hreinskilin. En mig langar bara að óska ykkur til hamingju með 1. tölublað Viljans á þessu ári. Vona að þið njótið lestursins! Ást&Friður Ragnheiður Sóllilja Ritstýra Viljans 17’-18’


Efnisyfirlit

Útgefandi NFVÍ Prentun Prentmet Hönnun og umbrot Lárey Huld Róbertsdóttir Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Myndvinnsla Lárey Huld Róbertsdóttir Ragnheiður Sóllilja Ábyrgðarmaður Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir

fviljinn xviljinn1617

Sérstakar þakkir

Höskuldur Þór Jónsson Ragnhildur Ásgeirsdóttir Leifur Þorsteinsson Bergur Ebbi Benediktsson Sara Bryndís Þórsdóttir Bjarki Snær Smárason Dagmar Pálsdóttir Belinda Sól Ólafsdóttir

4. Klámvæðing 6. BLANDAÐIR VERZLINGar 8. Stjörnuspá 11. Hvað ef? 12. Tæknibundin Ást 14. viðtal við berg ebba 16. Matarcombohorn Leifs 18. Gamlir Facebook statusar 19. INSTAGRAM 20. LOGNIð 22. HEITT 23. KALT 25. Hvaða Stjórnarmeðlimur ert þú? 28.Hvar sérðu þig eftir 10 ár? 31. KROSSGÁTA 35. Pizza+Swim 44. Get Ready with: Sara Bryndís MUA 46. Svefnstaðir Verzlinga

Helga Þórey Björnsdóttir Rebekka Rán Figueras Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson Selma Dröfn Fjölnisdóttir Elvar Otri Orville Magnús Secka Inga Laufey Ágústsdóttir Kristný Þorgeirsdóttir

Björn Ásgeir Guðmundsson Rán Ragnarsdóttir Karen Jacobsen Helga Lena Garðarsdóttir Málfó Óli Gunnar Gunnarsson Bjarni Ármann Atlason Diljá Pétursdóttir

3

Bryndís Bergssdóttir Thelma Lóa Margrét Sigursteinsdóttir Lóa Yona Viktor Andri Kárason Teitur Snær Tryggvason Daði Ómarsson Sara Bryndís

Bjarni Ármann Atlason Diljá Pétursdóttir Óli Gunnar Gunnarsson Magnús Ingi Gylfason Anna S. Kristjánsdóttir Pablo Discobar


Afhverju er klám slæmt? Meirihluti mannkynsins hefur einhvern tímann horft á klám á lífsleiðinni, hvort sem það var óvart eða viljandi. Margir tengja klám við góðar tilfinningar, sem er skiljanlegt þar sem heilinn framleiðir alls konar gleðihormón þegar við horfum á það, t.d. endorfín og adrenalín. Eins og svo ótalmargir hlutir, getur klámáhorf verið sniðug hugmynd on the spot, en er það ekki til lengri tíma. Burtséð frá hagnaði fólks sem vinnur líklegast ólöglega í þessum bransa og verður þunglyndara með hverjum tökudeginum sem líður, eru langtímaáhrif klámnotkunar á áhorfandann sjálfan virkilega slæm. Framboð af klámi er gríðarlegt, u.þ.b. 30% af öllu efni á netinu. Á hverjum degi skoða fleiri einstaklingar klám á netinu heldur en Amazon, Twitter og Netflix til samans. Það er því mjög auðvelt að nálgast klám á netinu, og flesir komast yfir það á einn eða annan hátt oftar en þeir kjósa. Þetta ýtir undir klámnotkun ungmenna þar sem þau mörg hver nota internetið mjög mikið á hverjum degi. Meðalaldur fólks þegar það sér klám í fyrsta skipti er 11-12 ára. Á þessum aldri hafa krakkar mjög takmarkaða vitneskju um kynlíf (m.a. sökum lélegrar kynfræðslu í grunnskólum), hvernig það virkar o.s.frv. Þau hafa eflaust fullt af pælingum/vangaveltum um þessa hluti og leita mögulegra svara í klám á netinu eða rekast á það fyrir tilviljun jafnvel.

Það sorglega er að klám er einn helsti grundvöllur nauðgunarmenningar og er þess vegna frekar glataður vettvangur sem fyrstu kynni 11 ára barns um kynlíf. Það gefur því auga leið að klámnotkun er gríðarlega líkleg til að brengla hugmyndir ungmenna um kynlíf, einkum stráka, þar sem þeir byrja almennt fyrr en stelpur að horfa á klám og sækjast meira í það. Fjöldamörg dæmi eru um það á bráðamóttöku vegna kynferðisafbrota á Íslandi þar sem stelpur og strákar leita þangað með áverka vegna nauðgana/misnotkana þar sem gróf klámatriði hafa bókstaflega verið raungerð. Þetta sýnir fram á að klámnotkun ýtir undir nauðgunarmenningu. Þá sýna rannsóknir fram á að aukin klámnotkun veldur minni ánægju af kynlífi, bæði fyrir klámleikarana og áhorfendur. Önnur afleiðing klámiðnaðarins kallast klámvæðing, en í henni felst t.d. hlutgerving kvenna í auglýsingum, tónlistarmyndböndum, bíómyndum og tímaritum, svo eitthvað sé nefnt. <1% af klámfengnu efni á netinu flokkast undir svokallað feminískt klám, enþá eru allt aðrar forsendur fyrir efninu; minni útlitspressa á leikarana, þau fá ekki borgað fyrir senurnar og eru því bara að þessu sér til gamans en ekki fyrir peninginn. Klám þarf ekki alltaf að vera slæmt, en eins og við þekkjum meirihluta þess í dag eigum við ansi langt í land. - Helga Lena, 3-B

Klámvæðing 4


5


R

D A N L B

A

6

I Ð


V R

E Z

L

7

I N G AR


STJÖRNUSPÁ Elsku besti krabbi, lífið þitt hefur verið eins og ein stór rússíbanareið sl. mánuði á öllum sviðum. Hvort sem það er í vinnunni félagslífinu eða ástarlífinu. Það hefur verið nóg um ups and downs. En ekki örvænta greyið mitt því með komandi vori mun komast á meiri stöðugleiki í þínu lífi. Þú átt eftir að brotlenda einu sinni áður en þú nærð að koma undir þig fótunum en eftir það fer allt að fara á uppleið á sama tíma og sólin fer aftur að skína í lofti því krabbinn er einfaldlega bara mikil sumarvera og þrífst best á þeim tíma árs.

Ljónið

Krabbinn

Jæja elskulega ljón. Margt hefur átt sér stað síðastliðna mánuði sem hefur veitt þér svo mikla gleði en einnig svo mikla þreytu! Á tímum sem þessum máttu ekki gleyma að hugsa um eigin vellíðan. Mikilvægt er að rækta sinn eigin garð og einbeita sér dálítið að sjálfum sér, skipta sér minna af vandamálum annara og reyna bara að brosa. Það eru eitthvað svo ótrúlega spennandi að fara eiga sér stað innan skamms. Við leggjum til að þú leyfir þér aðeins og skellir þér í Laugar spa með nokkrum vel völdum og póstir kannski í leiðinni einni mynd á insta úr gufunni.

Svo ótal margir hlutir hafa átt stað í huga þínum að þér hefur oft á tíðum liðið eins og hugur þinn sé að springa. Líf þitt hefur því síðastliðna daga einkennst af miklu kaosi en núna, loksins, fara hlutirnir að breytast. Rútínan þín er að kikka sterkt inn þar sem mun meira skipulag er komið á hlutina hjá þér og því allt farið að smella saman. Álagið hefur svo sannarlega verið mikið sem hefur þær afleiðingar að þú ert mjög þreyttur. Það er komin ákveðin lægð í ástarlífi þínu og því þarft þú að gefa ástarlífinu meiri tíma. Því ástarsambandi þarf að sinna eins og blómi, ef þú nærir það ekki deyr það að lokum. Margar breytingar hafa átt sér stað í þínu lífi á skömmum tíma. Þessar breytingar hafa veitt þér mikla hamingju en á sama tíma reynst þér erfiðar á köflum sem er alveg eðlilegt. Kannski er kominn tími til að taka aðeins til í lífinu, forgangsraða og sleppa þeim hlutum sem ekki skipta máli og veita þér ekki hamingju. Það sama á við um manneskjur, ekki eyða tíma þínum í myglað fólk, ræktaðu frekar sambönd þín með fólki sem ýta þér upp í staðinn fyrir að draga þig niður. Haltu annars áfram á þinni braut og leyfðu hlutunum að gerast. Ekki stressa þig þrátt fyrir mikið áreiti, hafðu augun á sjóndeildarhringnum og þá kemur allt heim og saman að lokum. Þó freistandi sé að spá fram í tímann skaltu frekar njóta augnabliksins sem þú ert í akkúrat núna!

Tvíburi

Naut

Það er gríðarlega spennandi tímabil framundan hjá þér, vorið fer að nálgast og allt fer að smella saman. Svo spenntu beltin og enjoy the ride! Nú þarft þú að hætta að ofhugsa og dvelja of lengi í hlutunum og gera það sem þig hefur lengi langað til, treystu á sjálft þig. Njóttu þess að vera til og live in the moment. Núvitund er virkilega mikilvæg fyrir þig elsku naut til þess að hjálpa þér að sleppa öllum áhyggjum framtíðarinnar og hugleiðsla er eitthvað sem þú þarft á að halda til þess að einbeita huga þínum að því sem skiptir raunverulega máli. Við mælum með appinu Headspace, kveiktu á einni Headspace æfingu fyrir svefninn og finndu fyrir þessari núvitund sem allir eru að tala um. Þú vaknar næsta dag súper fresh og sem ný manneksja.

Hrútur

Bogamaður

Ástin er til staðar en þú ákveður oft að horfa í hina áttina. Horfstu í augu við hana og taktu áhættu því þá fara hlutirnir loksins að gerast. Þeir skora sem þora og það er eitthvað sem þú verður að taka til þín. Ástin er bara rétt fyrir aftan þig, það eina sem þú þarft að gera er að slaka aðeins á amstri hversdagsleikans, snúa þér við og mæta henni. Góður vinur á eftir að koma þér á óvart með gleðifréttum í þessum mánuði og mikilvægt er að muna að samgleðjast frekar en að verða öfundsýkinni að bráð.

8


Elsku fiskur þú hefur verið í stöðugum snúingum og átt því erfitt með að staldra við og njóta augnabliksins. Þú átt það til að hugsa um svo mikið í einu að hugsanir þínar blandast saman í graut og þú týnir sjálfum þér í þessu stressi. Ekki bæla niður tilfinningar þínar því þú ert í þínu innsta eðli afar næm tilfinningavera og ef þú heldur þeim inni verður persónuleiki þinn þurrari en Sahara eyðimörkin. Því væri ráðlegt fyrir þig að skella í eitt juicy cozykvöld, treat yourself! Löðraðu á þig gúrme maska, láttu renna í bað, kveiktu á kertaljósum og lestu bók.

Fiskurinn

Steingeitin

Þú hefur verið frekar fjarri sjálfri þér síðastliðna daga. Þú veist einfaldlega ekki hvað þú vilt, sem getur reynst þér erfitt í þínu daglega lífi þar sem lífið er fullt af spurningum sem þarfnast svara. Svarið er yfirleitt frekar einfalt og því þarft þú að hætta flækja hlutina og svara frá hjartanu því eins og þú kannski veist þekkir þú sjálfa þig best og þarft að treysta þér. Þú hefur mikla fullkomnunarþörf og átt það oft til að festast í sömu hugsun og þar að leiðandi hleypa ekki öðrum hlutum að. Mundu að þú getur ekki borið ábyrgð á öllu og kannski er kominn tími til að hugsa um sjálfa sig. Mundu einnig að maður þarf ekki alltaf að vera bestur í öllu og stundum er nóg að vera bara góður.

Meyjan

Vatnsberinn

Elsku meyja velkomin. Þú ert á góðum stað. Blómatímabil þitt er rétt handan við hornið svo þú ættir að vera spennt. Þú hefur þraukað í gegnum svo erfitt tímabil sem er senn á enda því þú ákvaðst að taka u beygju, vel gert! Þú ert afar meðvituð um hlutina í kringum þig og með gríðarlega fullkomnunarþörf, ekki vanmeta sjálfa þig vegna þess að þú ert amazing just the way you are. Berðu höfuðið hátt og allt það góða dregst að þér en mundu það gerist bara ef þú trúir á sjálfan þig. Þú getur nefnilega allt sem þú vilt svo lengi sem þú gerir það ;)

Þú ert mjög óákveðin manneskja í eðli þínu og er þetta tímabil þér því ansi erfitt þar sem tímamót eru rétt handan við hornið. Ekki örvænta því þú hefur nægan tíma til þess að átta þig á því sem þig langar að gera. Prófaðu að sleppa takinu á litlu hlutunum og leyfðu lífinu að koma þér á óvart. Heyrst hefur að ástin hafi verið að leika við þig, prófaðu að leika við hana til baka og sjáðu hvað gerist, addaðu crushinu á snap og bjóddu á deit ef allt gengur vel. Af hverju ekki, þú hefur engu að tapa og í versta falli muntu finna fyrir smá afneitun en það er nú bara hollt fyrir alla <3

Vogin

Sporðdrekinn

Ekkert er að frétta og því þarft þú fara taka upp spilin á ný og leggja út. Þú hefur verið að synda með öldunum sem er alls ekkert slæmt en um leið og þú tekur upp árarnar og stefnir eitthvert ferðu loks á vit ævintýranna og guð má vita hvað gerist. Þú átt kannski erfitt með að hleypa fólki nálægt þér og sýna þína dúnmjúku hlið þar sem þú litli sæti sporðdreki ert algjör tilfinningavera og það er það sem gerir þig svo heillandi. Þú þarft að læra að treysta réttu manneskjunni fyrir þessum tilfinningum, það er að segja ef þú hefur ekki ennþá gert það. Þú hefur svo sterkar skoðanir og þarft því að hugsa vel áður en þú byrjar að tala vegna þess að þú getur sært aðra og sjálfan þig. Skelltu þér á Stjörnutorg næsta föstudag og trítaðu þig aðeins.

Til hamingju með afmælið þitt um daginn elsku hjartans vatnsberi. Vá hvað síðasta ár var viðburðarríkt í þínu lífi. Þú hefur gengið í gegnum margt sem hefur hjálpað þér að þroskast og afrekað allskyns hluti. Nú er sá tími kominn sem þú hefur verið að bíða lengi eftir. Núna geturu loksins leyft ljósi þínu að skína og alls ekki vera hræddur við það! Þú hefur lagt það hart að þér að þú getur leyft sjálfum þér að njóta<3 Eyddu tíma þínum með fólkinu sem þér þykir vænt um vegna þess að það er í eðli þínu að vera félagslyndur og það er einmitt þannig sem þú blómstar.

9


HVAR SEM ER Prótenríkt og Fitulaust 10

#iseyskyr


Hvað ef? Ég hugsa af og til, hvað ef? Hvað ef ég hefði valið annan menntaskóla til að fara í, væri ég sá sami einstaklingur og ég er í dag? Myndi mér líka vel við manneskjuna sem ég hefði orðið ef ég hefði valið MR eða MH. Hefði ég komið út úr skápnum fyrr ef ég hefði valið annan skóla? Myndi mér líða betur með sjálfan mig? Hvað ef? Í 10. bekk hafði ég svo sannarlega ekki fundið sjálfan mig. Ég fylgdi straumnum, gerði það sem öðrum þótti töff og gerði alls ekki það sem þótti ekki töff. Ég valdi Verzló því auðvitað ætlaði ég að fara í besta skólann sem væri erfiðast að ná aðgöngu í. Ég hafði aldrei hugsað um það að “finna sig” sem eitthvað sem flestir gerðu eða eitthvað sem væri mikilvægt að gera. Hver er ég var spurning sem ég hafði aldrei spurt mig að. Á þriðja árinu mínu í Verzló byrjaði ég að tala við strák. Ég hafði verið að hugsa um að gera eitthvað með strák í rúmt hálft ár, mig langaði bara að prufa. Svo kom það mér nokkuð á óvart að það var eitthvað sem ég myndi halda mig við. Þetta kenndi mér að ef maður er í efa með kynhneigð sína að það sé betra að prufa og sjá hvernig fer heldur en að læsa alveg fyrir þeirri hurð að sjálfum þér. Mögulega hefði ég gifst konu og verið giftur í 10 ár og þá loks áttað mig á hver ég væri.

Það var alls ekki erfitt að segja öllum frá því að ég væri samkynhneigður, allir voru mjög glaðir fyrir mig og skilningsríkir. Mér fannst mun erfiðara að átta mig á að það myndi ábyggilega alltaf vera hindranir í framtíðinni vegna kynhneigðar minnar. Kannski fordómar (þó mér væri nokkuð sama um hvað öðrum en þeim sem mér þykir vænt um finnst um mig), mun minni laug af hæfum kandídötum til að vera með og fleira. En með tímanum hef ég lært að horfast í augu við þessar hindranir og áttað mig á að ég væri mun minni ég ef ég hefði haldið mig inní skápnum. Hver ert þú? Ert þú, þú? - Björn Ásgeir, 6-X

11


það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum

Tæknibundin

það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum 12


það er munur á að vera til staðar

Ást

og að vera á staðnum það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum það er munur á að vera til staðar og að vera á staðnum 13


Hver ert þú? Ég er rithöfundur, skemmtikraftur og rannsakandi.

Bergur Ebbi

Bergur Ebbi er 36 ára sporðdreki, menntaður í framtíðarfræðum og lögfræði. Undanfarið hefur hann unnið hjörtu og kitlað hláturtaugar með uppistandshópnum Mið-Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum. Á síðasta ári gaf hann út samtímaritgerðina Stofuhita sem bylti hugsunarhætti landans til frambúðar. Fyrr í þessum mánuði eignaðist Bergur barn númer þrjú sem við óskum honum innilega til hamingju með. Við hittum Berg Ebba á Te&Kaffi í Kringlunni og spjölluðum við hann um samtímann, framtíðina og æskuárin.

Fyrir hvaða listformi hefurðu mesta ástríðu? Ég get ekki gert uppi á milli. Þetta er sinfónía og ég er syndgugur því ég er sólginn í þetta allt. Það er hefði aðspurður Le Corbusier allavega sagt, ískalt. Alveg eins og svo margt í dag er í raun margmiðlun. Í einu tónlistarmyndbandi ertu til dæmis með tónlist, samskipti og söguþráð sem þú þarft að muna og svo eru myndböndin stundum orðin bara sjálfstæð myndræn listaverk. Þannig ég er bara eins og aðrir, ég trúi á mátt hinna mörgu miðla.

Hvernig sefarðu tilvistarhrollinn? Ég sefa hann ekki beint en ég bæli hann niður og ég deyfi hann með því að tjá mig á netinu til að sjá hvort öðrum líði ekki örugglega líka illa. Það er ekkert endilega ljótt. Bara það sem samlíðan gengur út á. Ef okkur líður skringilega getum við líka alltaf gripið símann og séð að það er eitthvað að gerast einhversstaðar í Bangladesh og í smástund úthýsum við þessum svokallaða tilvistarhrolli. Hver er tilgangur samfélagsmiðla? Tilgangurinn er að tengja fólk og hugmyndir saman. Þó má spyrja sig hver hafi ákveðið það eiginlega? Það má ekki gleyma því að samfélagsmiðlar eru af þeim sem búa þá til líka bara hugsaðir sem ávanabindandi tæki sem er er ætlað að láta þig sjá auglýsingar. Hvar heldurðu að þessi þróun verði stödd eftir tuttugu ár? Það er svolítið klikkað að spá tuttugu ár fram í tímann. Það eina sem vitum fyrir víst er að þetta verður ekki eins og við sjáum það núna. Sumir spá að tæknin verði sífellt tengdari okkur líkamlega. Það er hluti af konsepti sem er kallað ,,Internet of things” og snýst um að allt verði sítengt. Með fjórðu iðnbyltingunni verður tæknin sífellt inngrónari í okkur. Síminn verður hluti af lófanum þínum og ef hann hringir fer það beint inn í taugastöðvarnar þínar. Það eru líka á reiki allskonar dystópískar pælingar um samvitund eða einvitund. Þá verðum við byrjuð að tengjast svo rosalega mikið að við hættum að vera einstaklingar. Við munum ekki geta aflað neinnar annarrar reynslu en stafrænnar reynslu. Allir subskræba bara á það sem trendar og eru með samsvarandi skoðanir hverju sinni. Við verðum eins og tvær heilafrumur í sama heilanum. Þær eru ekki einstaklingar og líkamar munu ekki skipta máli. Þá er vitund okkar 100% stafræn og við getum lifað að eilífu. Allar okkar vonir og þrár eru stimplaðar er inn í forritið og það hægt að lesa hvernig við myndum bregðast við hlutum og hvernig tilfinningar það myndi vekja upp.

14


En ég næ ekki að snerta þessar pælingar almennilega. Þó þær séu mögulegar held ég ekki að þær verði að veruleika. Fólk mun ekki vilja stafræna veröld. Fólkið mun taka þetta í sínar eigin hendur. Nota tækni eins og sýndarveruleika fyrir afþreyingu og halda svo bara áfram að borða hakk og spagettí. En tæknin hefur gjörbylt samskiptum á seinustu tuttugu árum? Ég var á fyrsta ári í menntaskóla fyrir akkúrat tuttugu árum. Ég átti kærustu mjög stutt reyndar. Hún dömpaði mér. Ég var ógeðslega leiður. Í hreinni ástarsorg. Það var föstudagskvöld og ég fór til vinar míns, Sigga. Mig langaði samt ekki til þess. Þá gæti hún nefnilega ekki náð í mig ef hún myndi hringja, því það voru bara heimasímar og ef maður fór að heiman var ekki hægt að ná í mann. Skyndilega fattaði ég að ef hún myndi hringja myndi mamma segja að ég væri hjá Sigga og hún gæti hringt þangað. Svo ákváðum við að fara frá Sigga til annarrs gæja, Valtýs. Ég hugsaði: Er einhver séns að hún muni hringja heim, fá númerið hjá Sigga, hringja þangað, fá upplýsingar um hvert við fórum næst og fylgja keðjunni alla leið hingað? Svo hringdi síminn hjá Valtý og ég kipptist við. Það var ekki hún. Auðvitað ekki. Þessi pæling er líka gjörsamlega fáránleg. Að stóla á einhverja geðveikt ólíklega atburðarás, einhverja frumstæða takkasíma svo hægt sé að ná í mann. Að þessu leyti hafa samskipti breyst gríðarlega. Núna fær maður að vita hvort einhver vill mann eða ekki, mögulega löngu áður en maður hefur nokkurntímann hitt manneskjuna. Það getur auðvitað verið hentugt að vera ekki að eyða tímanum sínum í vitleysu. Á móti getur maður misst af einhverju sem er magnaðara en forrit geta reiknað út. Hefurðu einhverja tilbúna hugmynd af Verslingum? Upprunalega leit ég á þá sem bara eitthvað snobbað lið. Fólk í merkjafötum sem borðar hamborgara í hádegishléum. Það var eitthvað sem okkur í MH fannst algjör fyrring. Á meðan borðum við samlokur með eintómum þurrum kavíar, alltaf að spara. Þetta hefur mást út með tímanum. Í dag tengi ég Verzló fyrst og fremst við framtakssemi. Það hefur ýmislegt komið þaðan sem er aðeins stærra en Versló og lifir aðeins lengur.

Hvaða skilaboðum viltu koma áleiðis til lesenda? Gerið pláss fyrir kaos í lífinu ykkar. Skipuleggið slakkerismann. Mér voru gefin þessi sömu ráð fyrir löngu og þau duguðu mér vel upp í háskóla. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir endalausum metnaði. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að koma heim eftir að hafa verið í skólanum frá átta til þrjú og læra í tvo tíma. Til þess að njóta þess að slaka á er skipulagning nauðsynleg. Þú ert í menntaskóla og þú þarft að ná þessum prófum. Mættu í tíma, fáðu blöðin sem kennarinn dreifir, annars veistu ekki hvað þú veist ekki. Gerðu svo ráð fyrir því að allt sé í fokki. Gerðu ráð fyrir því að stundum sértu bara að slökkva elda heilu dagana fyrir próf. Það er allt í lagi. Vegna þess að maður veit ekki hvað maður vill. Þú þarft smá tíma til þess að melta það. Þess vegna þarftu tíma til þess að gera ekki neitt og tíma til þess að gera eitthvað sem var aldrei partur af planinu., einskonar skipulagt kaos.

Bergur Ebbi 15

Ljósmynd: Saga Sig, 2016


Matarcombohorn

Leifs

Margblessaðir sælkerar nær og fjær, ég ber ykkur mikinn fögnuð. Hér eru samankomnir alvöru gourmet réttir sem eru einfaldir og þægilegir en fyrst og allra fremst ljúffengir. Þetta eru engir byrjendaréttir og því hvet ég styttra komna að nálgast þá með aðgát. Verði ykkur að góðu.

16


Flatkaka með smjöri, kæfu, rauðbeðum og steiktum lauk (steinselja f. lengra komna) Alvöru danskt smørrebrød sem smakkast alveg jafn vel og það lookar. Þarna erum við að vinna með sætuna frá rauðbeðunum, crunch frá lauknum og síðan ferska steinselju kapisch?

Túnfiskur, kotasæla og sulta Túnfiskur og kotasæla er vel þekkt combo í vaxtarræktarheiminum; bragðgott, stútfullt af prótíni og lítið af kolvetnum. Þessi réttur er hins vegar að hasla sér völl á almennum markaði með tilkomu sultunnar og spái ég því að þetta verði á eftirréttamatseðli allra betri matsölustaða fyrr en varir.* *áður en þú getur sagt gúrmetúnakoddariogsulta.

Spaghetti með bjúgum Leyniuppskrift frá ömmu minni sem haldist hefur í ættinni síðan hún var fundin upp sumarið ‘69. Í réttinum eru aðeins 4 hráefni; Búri, Hunts, spagh og grísabjúgu. Uppáhaldsmaturinn minn by a mile.

Reyktur lax á epli og mygluosti með dijon sinnepi

Sérstakar þakkir: @vigfus909 @gislithorgeir @gummij

Haters myndu sennilega segja að þessi réttur væri dæmdur til að mistakast. Því miður fyrir my haters þá enda þeir oftast hágrátandi á köldu sturtugólfinu eftir að hafa læst tönnunum utan um sætt eplið, safaríkan laxinn og fundið “kickið” frá mygluostinum og sinnepinu. Ömurleg tilfinning.

Þessar uppskriftir eru eingöngu ætlaðar til einkanota. Notkun sem ekki samræmist tilgreindum tilgangi er með öllu óheimil.

17


Gamlir Facebook statusar

18


f

Instagram

Hlátur lengir lífið

@emmaljosbra

@karenjac99

@juliaakristine

@idunnjohanns

140 likes kojan svo vanmetin

184 likes Fulla ferð og engar bremsur #nemo1718

148 likes Bestu vinkonur mínar urðu 20 ára í gær

186 likes TÓGAA

@brynja_

@karitasl_

@tomasarnar99

@lindadogg_

146 likes Með yndislegum vinum á frábæru kvöldi #nemo1718 Ps. Allir að kaupa miða á FRAMLEIÐENDURNIR 19. feb #vertuhýr

180 likes við frumsýnum framleiðendurna í kvöld also, breakfast club is back

@kristinmariam

@mariaajohanns

@svandisbriet

@selmakristin

139 likes NEMÓ #nemo1718

189 likes Svooo gaman á Nemó #nemo1718

160 likes Nemó í gær #nemo1718

206 likes Nemó í gær #nemo1718

19

426 likes

FRUMSÝNING NEMÓ 2018 • Nemó stráganir (Vantar Óla Gunnar) • Breakfast Club reunion (Öll í karakter) • Brönch • Poilaroid Vol.1 • Poilaroid Vol.2 • Boiz

204 likes #nemo1718


L o G Ni Ð

Mikilvægi Áttunnar

Muniði hvað 12:00 var svo miiiiklu betra þegar Nökkvi Fjalar var í nefndinni? Ég man það allavega og get ég sagt það með mikilli sorg í hjartað missti slag þegar ég gerði mér grein fyrir að Nökkvi Fjalar yrði útskrifaður þegar ég loksins byrjaði í skólanum. Lífið byrjar hér var lokalag góðu tímanna, af því sem ég hélt þá en það tók ekki Nökkva langan tíma að fá mig til að fyrirgefa sér þegar Áttan hóf göngu sína sumarið 2014. Það hefur margt gengið á síðan við kynntumst Áttunni fyrst á Vísi, sem dæmi má nefna endurkomu Arons Takts mér til mikillar gleði, Neinei, hversu oft ég hef swipað Orra til hægri á Tinder og aldrei fengið match, Áttuball Verzló. Ég gæti talað stöðugt um mikilvægi Wunderbar sem kennsluefni um Þýskaland en ég er ekki hér til þess, það er kominn tími til að tala um mikilvægi stórveldisins sem Áttan er. Áttan hefur ekki einungis unnið sig upp frá Vísi, yfir á MBL, í sitt eigið fyrirtæki sem rekur útvarpsstöð, heldur úti skemmtilegum sketsum á Facebook og semur frábær lög heldur hefur hún kennt okkur um vinskap, ástina, hvað við getum verið og um hvað tilveran er mögnuð.

Það var ekki fyrr en ég hlustaði á Ég get það þann 8. október 2017 sem ég fór að gera mér grein fyrir þessu en sama dag fattaði ég loksins að ég get gert allt sem ég vil í lífinu og enginn getur stoppað mig. Hvort sem það er að klára pullu á undir 5 sek eða setja booty mynd á insta þá get ég það og ef ég einhverntíman efast sjálfa mig veit ég að Áttan mun gefa mér sparkið í rassinn sem ég þarf og það er nákvæmlega það sem hún gerði þegar Color the World fylgdi mér meðan ég hljóp bestu 5 kílómetra lífs míns í Color Run. Vinir var líka lagið sem kenndi mér að það gengur ekki að vera með skít við vini mína þegar þeir fokka upp, þeir vaxa ekki á trjám heldur þarf ég að læra meta þá, fyrirgefa og gleyma. Allra helst vil ég þó minnast á hversu mikilvæg Áttan er sem kennsluefni í ástarlífinu. Við könnumst öll við það að vera næstum fallin fyrir þessari klassísku B5 týpu, það er ekkert að því en Neinei kenndi mér og líkt og með allar hinar týpurnar, þurfum við þær ekkert og það er allt í lagi að enda ein því við ein eigum að vera okkur næg. Við eigum að gera það sem hjartað segir okkur og ef við einhvern tímann efumst þá er mikilvægt að vera ekki að seena eða spila leiki heldur bara agogbio. Í versta falli endum við undir áhrifum og þá er allt í lagi að fá ekki nóg, vera glöð, hamingjusöm og leyfa lífinu að leika við okkur. Það er oft erfitt að útskýra mikilvægi einhvers sem er manni svona kært en vil ég minna á að þarna úti, er afl sem sér um að kenna okkur á lífið, eitthvað sem við raunverulega þurfum á að halda og mun gangast okkur þegar við þurfum að takast á við vandamálum í framtíðinni og þetta afl er Áttan.

20


Top 10 bestu vers/kaflar, í Verzló lögum Lag: Ekki í þetta sinn. (Rjóminn) https://www.youtube.com/watch?v=EYGHygZARhU&list=RDQM_WCh7uu-r-8 Hvaða kafli? Þegar engillinn bjargar ‘essu. SUBWAY. Frábær markaðssetning í nefnd sem sigraði heiminn. Lag: Rannsóknarlögreglumál. (12:00) https://www.youtube.com/watch?v=l659YXd0Az4 Hvaða kafli? Kaflinn með þennan texta: Oooo Oooo Oooo oooo Lag: Einn skóli á landinu. (Rjóminn) https://www.youtube.com/watch?v=5IwK6oDKwuQ Hvaða kafli? Hermes birtist okkur í mynd Inga Þórs! Guð hvað þetta er fallegt. Lag: Komdu mér á peysó. (Peysó) https://www.youtube.com/watch?v=piWG0W9KH4U Hvaða kafli? Rappkaflinn hjá Berglindi og Óla er eitthvað sem fær engan til þess að halda vatni. Guðdómlegt alveg hreint. Lag: Þetta er víkin. (12:00) https://www.youtube.com/watch?v=xkJA0Jf-D9E Hvaða kafli? Kafli Sandra Vítalíns (a.k.a. maðurinn sem segir “Ég keypti beyglur”) Epískt. Lag: Dansaðu Shawty. (Peysó) https://www.youtube.com/watch?v=58CZ2uXCIpQ Hvaða kafli? Eruði að spyrja? Emmsé BIBBA. Þarf að útskýra þetta? Lag: Baby I love you, (Rjóminn) https://www.youtube.com/watch?v=e2MmoJyvgM4 Hvaða kafli? Allur kaflinn þegar Geir talar útlensku er frábær og skylduáhorf fyrir alla fjölskylduna.

Lag: Viva Verzló. (12:00) https://www.youtube.com/watch?v=SQ1ksJDuso8 Hvaða kafli? Þegar þeir syngja “Viva Verzló” Iconic og eitthvað sem allir kannast við. Lag: Komdu mér á peysó. (Peysó) https://www.youtube.com/watch?v=piWG0W9KH4U Hvaða kafli? RÁN RAGNARS. Æjj bara hún að slaya. Lag: Aðeins meira en bara vinir. (12:00) https://www.youtube.com/watch?v=qeTvT92Qu0w Hvaða kafli? Pizzabátur! Hita en ekki rista ég er bestur í að hlusta.

Ég veit ekkert hvað ég er búinn að telja mörg lög en hérna eru svo nökkur lög sem mér fannst eiga skilið að hafa rappkaflana sína á listanum en ég náði ekki að velja einhvern einn kafla. Lag: Dimmalimm (Rjóminn ft. SZK) https://www.youtube.com/watch?v=WRyHJY8TvJU Besta rapplag verzló. Lag: Sumartíminn (12:00) https://www.youtube.com/watch?v=EQiLcPyDwAY Fannst skrýtið að sleppa vinsælasta Verzló lagi sögunnar. Lag: Hvað er að frella. (12:00) https://www.youtube.com/watch?v=f0Ka6HIJJEY Það eiga sér allir uppáhalds setningu í þessu lagi. Mig langar svo að taka það fram að það er hellingur af lögum sem eru frábær en ég sá mig ekki færan til þess að velja einn kafla sem væri betri en einhver annar til að koma á listann.

21


Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt Heitt

Drekka kaffi Mjög þroskað

Kósý teppi mmmm jáá..

Framleiðendurnir Vel gert Nemó!

Stormzy á Solstice We are liikeee lovin that

Lesa góða bók Róandi og upplýsandi

Núvitund Njótum <3

22

Pylsa+kókómjólk Næstum jafn gott og comboin hans Leifs


t

b5 Þið vitið öll af hverju

18 ára aldurstakmark á Nocco Síðan hvenær??? Nýja snapchat updateið Nei takk.

Plastnotkun Let’s be good to our planet while we can :)

Kvef og hálsbólga Er ekki að koma sumar?

Þegar hann segir að hann ætli að hringja í þig en gerir það síðan ekki þrátt fyrir að hafa sagt kvöldið áður að þú sért einstök og að hann haldi að hann sé að verða ástfanginn en núna eru liðnir 4 dagar og hann er ekki ennþá búinn að hringja og þú ert byrjuð að upplifa hárlos útaf stressi því þú heldur að þú eigir eftir að deyja ein með svona 69 köttum sem heita allir Jens sem borða síðan líkið þitt eftir að þú deyrð og líkið verður ekki fundið fyrr en eftir 7 ár vegna þess að það þekkir þig enginn og eftir langan tíma verður líkið það rotið að enginn mun þekkja það og þú færð nafnlausa jarðarför sem enginn mætir í, ekki einu sinni kettinir þínir því þeir verða dauðir vegna vannæringar því þú ert búin að vera dauð í 7 ár þarna helvítis fíflið þitt!!!

Óþægilegar þagnir Lífið þarf ekki að vera vandró 23

Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt Kalt


Fæst í flestum apótekum, heilsuvörubúðum og í Hagkaup Smáralind.

Náttúrulegt og lífrænt 24parabena Án Ekki prófað á dýrum


Hvaða stjórnarmeðlimur ert þú? Þegar þú ert í ræktinni…

Besti vinnustaðurinn fyrir þig er…..

Leggur þú þig 100% fram á æfingunni

Ellingsen

Ferðu í tip top ræktarföt og passar að þú sért örugglega að taka meira á því en næsta manneskja

Sambíóin Fotia

Reynir að kynnast nýju fólki

Bessastaðir

Ertu farinn út eftir 15 mín

Ef þú værir dýr þá værir þú…

Um helgar ert þú….

Grameðla

Að djamma á b5

Hestur

Að horfa á heimildamynd um ævi Elísabetar bretadrottningar

Labradorhvolpur

Að horfa á notebook

Letidýr

Að skutla 01 módelum og rukkar þau síðan

Eftir hverju leitar þú í fari maka?

Í rúminu finnst þér best að……

Jákvæðni og andlegri uppbyggingu

Hugsa um Hitler

Rapphæfileikum og artý týpu

Vera umvafin 10k seðlum

Athyglissýki og fríðleika

Gilla kæró

Félagslegu fiðrildi

Lesa bók um aldagamalt misrétti á rauðhærðum Færeyingum

Lífsmottóið þitt er... Ef þú veist svarið, ekki spyrja. Ef þú veist ekki svarið, haltu þá kjafti

Þegar þú ert í partýi….. Baðar þú þig í athygli

Nei ég var í alvörunni ekki sofandi!

Átt þú í djúpum og nærandi samræðum við vin þinn

Kindness is M A G I C Do what you want and say what you feel because those who matter don´t mind and those who mind don´t matter

Passar þú að það fari ekki allt úr böndunum Dansar þú allt kvöldið

25

Kíktu og næstu blaðsíðu...


Jæja, hvaða stjórnarmeðlimur ertu? Hvaða merki fékkstu oftast?

i n n Be

Ann a

Ása

ráð

Gei

r

la bel Ísa

Ást

Sóllil ja

Lilj a tor Vik Máni 26

ur


BORÐAPANTANIR: 575 7575

R + GO

1.500 r

A

krón u

F

RA

NSK

@

K

BOR ARI +

NGUR

Pantaðu með tölvupósti verslingur @ fabrikkan.is

S

G

S

VERS LI

KAN.I

WWW.FABRIKKAN.IS

FABRI

VERZlING urINN* létt máltíð í hádeginu Sérhannaður borgari og aðeins í boði fyrir Verzlinga!

80 gr. hágæðaungnautakjöt í Brioche brauði með bræddum osti, stökku beikoni, Boston káli og Chili-Bó sósu sem er glæný og sérhönnuð sósa fyrir Verzlinginn. Borinn fram með frönskum og gosi að eigin vali.

Skiptu í sætar franskar fyrir

Borgari + franskar + gos

1.500 kr. / 150 kr. Engar áhyggjur af tímanum. Sendu okkur tölvupóst á verslingur@fabrikkan.is og segðu okkur hve margir koma og klukkan hvað. Verzlingarnir verða tilbúnir þegar þið mætið. *Gildir frá 11:30-16:00 alla daga fyrir nemendur Verslunarskólans gegn framvísun nemendaskírteinis. Verslingurinn var hannaður í nánu samráði við nemendafélagið.Gildir eingöngu á Fabrikkunni í Kringlunni og ekki með öðrum tilboðum.

27


Hvar sérðu þig Diljá Pétursdóttir

Bjarni Ármann Atlason

Eftir 10 ár verð ég 26 ára og þá sé ég fyrir mér að ég búi í Englandi, Noregi eða Svíþjóð, líklega að mennta mig í sjúkraþjálfun/bæklunarlæknisfræði og að semja tónlist. Kannski verð ég búin í náminu og byrjuð að vinna, ég hef ekki hugmynd um hversu mörg ár þetta mun taka. Ég ætla að vera búin að læra á trommur og vera búin að fjárfesta í einu góðu setti. Svo hef ég það markmið að verða keppnismanneskja í hjólreiðum. Ég ætla allavega að búa það nálægt vinnunni/skólanum að ég geti hjólað þangað á innan við 90 mínútur. Ég ætla að eiga tvo Scottish Fold ketti og einn Samoyed hund. Ég og Daníel Óskar, maðurinn minn, munum eiga tvær dætur, eina sex ára og aðra tveggja (Bryndís Helena og Magdalín Daníelsdætur:)<3). Báðar rauðhærðar örgl. Ég ætla að eiga tvo Scottish Fold ketti og Samoyed hund.

10 ár virðast í fljótu bragði óralangur tími, en ég er viss um að næstu 10 árin hjá mér muni verða viðburðarík og líða leifturhratt. Í rauninni veit ég þó auðvitað voða lítið um það hvað framtíðin ber í skauti sér og bíð ég því spenntur eftir að sjá hvert verkefnin sem framundan eru munu leiða mig.

1. V

6. X

Eftir fjögur ár mun ég klára grunnnámið mitt við Harvard, sennilega í „biomedical engineering“ eða „neurobiology“ og að því loknu halda rakleiðis áfram í framhaldsnám, sennilega við Harvard líka. Það er hins vegar ekki fastákveðið í hverju það verður, en í augnablikinu hef ég töluverðan áhuga á að fara í MD-PhD nám við Harvard Medical School, sem myndi taka heil 8 ár en að mínu mati borga sig margfalt þegar horft er lengra fram í tímann. Annars kemur einnig sterklega til greina að fara í hefðbundið MD nám eða Mastersnám við Harvard, en ef raunin verður sú, sem er kannski líklegast, þá mun ég einmitt vera að koma mér varanlega fyrir á vinnumarkaðnum eftir 10 ár.

Ef þetta plan floppar mun ég búa í Grafarholti og stunda hnykkingar og vændi, barnlaus og með nett tattoos. Mun eiga kort í Worldclass og stunda sund. Elska Eldsmiðjuna og bara Foodco yfir höfuð.

Ég get ekki sagt að það sé eitthvað eitt ákveðið starf sem ég sé mig fyrir í á þeim tímapunkti, en það sem skiptir mig mestu máli er að það starf hafi eitthvað vægi í samfélaginu og hafi jákvæð áhrif á daglegt líf annarra, en hvort það feli í sér að stofna og eða stjórna eigin fyrirtæki, vinna við rannsóknarstörf eða þá sinna sjúklingum er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós. Þó ég ætli hvorki að gera hlé á námi eftir Verzló né grunnámið í Harvard, þá vonast ég samt til þess að ferðast töluvert næstu 10 árin og nýta sem flest af þeim tækifærum sem Harvard býður upp á hvað það varðar. Auk þess þá sé ég einnig fyrir mér að eftir 10 ár muni ég enn vera að hlaupa á fullu í frítíma mínum og ætla ég rétt að vona að á þeim tímapunkti muni ég hafa stórlega bætt mína bestu keppnistíma.

28


eftir 10 ár? Ragnhildur Ásgeirsdóttir

Óli Gunnar Gunnarsson

Jæja, unga og reynslulausa Ragnhildur þetta er erfitt núna en ekki örvænta þetta verður erfiðara svo verður þetta aðeins erfiðara en svo verður lífið gott. Það viðhorf sem er hvað mikilvægast að þú tileinkir þér sem fyrst er það að líta ekki á mistök þín sem mistök heldur sem lærdóm. Tvær annir í lögfræði í HÍ eða þessa eina önn í sálfræði í HR voru hagstæðar innborgarnir beint inn í reynslubankann ;). Þú veist þó fyrir vissu að þú munt finna þig og að framtíð þín liggur í LHÍ, sem mun svo leiða þig til London í masterinn. Hjónabandið var langt frá því að vera mistök jafnvel þótt þú hafir aðeins verið aðeins 20 ára, nýkomin til New York og hann um sextugt. Án þess hefðir þú hvorki fengið græna kortið né getað byrjað feril þinn að alvöru og unnið hjá Vouge.

Kæri ég (eftir ca. 10 ár)

3. B

2. B

Þetta er ég, þú fyrir 10 árum, ég er bara að pæla hvort þú sért loksins kominn með kærustu? Djók. Samt ekki. Ég veit ekki. Þetta er bara málefni sem liggur mér þvílíkt á hjarta þessa dagana og þess vegna finnst mér eins og ég verði að spyrja þig. Þú ert eftir allt saman ég sjálfur og ættir að skilja það best. Ertu í sambandi? Og ef svo er, er hún ekki frábær? Ég geri ráð fyrir að þetta sé “hún”, annars myndi það svo sannarlega koma mér á óvart en ég meina maður veit aldrei. Málið er að ég hætti í smá að trúa á ástina, í heilt ár réttara sagt. Ég er aðeins ný búinn að finna trú mína aftur, það að horfa á love actually þrisvar um jólin hjálpaði gríðarlega, og síðan þá er ég búinn að vera með hana á heilanum. Veistu hvað það er erfitt að reyna að finna sér maka ef maður er ekki á Snapchat!?

Þroskastu upp úr þessum yfirdrifnu skvísustælum og farðu í sjónmælingu og fáðu þér gleraugu, þú veist þú ert hálf blind og þarft þau. Ekki hætta að djamma jafnt og þétt yfir önnina, þetta eru minningarnar sem lifa enn til dagsins í dag, en þú mættir samt líka alveg læra jafnt og þétt yfir önnina. Ekki henda Crocs skónum. Ég veit að veðrið fer illa í þig en örvæntu ekki, núna er enginn eftir í þjóðkirkjunni og trúum öll á Ingó veðurguð, alltaf gott veður. Hlustaðu á fólkið í kringum þig, það veit betur en þú og hættu eftirfarandi siðum sem fyrst;

En þegar ég fékk tækifæri til að skrifa bréf til mín eftir 10 ár, þín kæri vinur, ákvað ég að skella í eina tilraun. Sjáðu til, sama hvaða stelpa situr við hliðina á þér að lesa þennan pistil þá er líklegt að ég hafi nú þegar hitt hana. Hver veit, kannski var hún með þér í menntaskóla? Svo mig langaði að nota þetta bréf til að ávarpa allar stelpur sem gætu verið að lesa Viljann: Kæru stelpur (sem eru (helst) einhleypar) Hér er símanúmerið mitt – 7711824. Þið megið endilega heyra í mér eða senda mér skilaboð ef ykkur langar í eitt stykki miðnæturrúnt, kaffibolla eða einhversskonar ævintýri. Ég meina, það sakar aldrei að tékka. Takk fyrir.

Drekka þyngd þína af amino fyrir sólarup prás Drekka Nocco eftir miðnætti Drekka mánaskins Fara í tvöfaldan ljósatíma Stífpakka Taka ekki af makeupið, svoo slæmt. Leyfa bois að spila

Vonandi í framtíðinni getur þú og kærastan þín mögulega hlegið yfir því að þetta voru orðin sem færðu ykkur saman. Og ef svo er: Það var ekkert ☺ Innilegar öfundarkveðjur, Óli 2018

29


Gæði - alla leið! ÍSLENSKA SVEITIN OG SS - FYRIR ÞIG

„Fyrir mig skipta gæði hráefnisins öllu máli. Það er frábært að vita að SS, fyrirtæki í eigu bændanna sjálfra, sækir gripina heim á bæ og tryggir gæði alla leið. Það gerir mína matseld enn betri.“ RAGNAR FREYR INGVARSSON

LÆKNIRINN Í ELDHÚSINU

Systkinin í Efstadal eru hluti þeirra 900 bænda sem saman eiga SS.

30


Krossgáta 1. Hvaða nefnd pissar alltaf í kross í nemendakjallaranum?

7. Verzlóskvís og Verzló____________??? 8. Síðasti stafurinn í stafrófinu.

2. Hverjir eru lengri og leiðinlegri útgáfa af Örkinni?

9. Hvað byrjar á k og endar á aka.

3. Hvaða kynsjúkdómi á Ísland met í?

10. Notað til að forðast óþarfa fjölgun á mannkyninu.

4. Hvaða gaur var krossfestur á föstudaginn langa?

11. Úpsí, vitlaust gat

5. Hvar á Kvasir heima?

12. Kim Kardashian

6. Aðal place Verzlinga

VASIR iljinn mYdía TuR nU inn JOMLI

If people are trying to bring you down, It means you’re above them.

You never look good trying to make someone else look bad

KL JesÚ Kri rUSL MARMa

Don’t worry about the people who aren’t happy for you. They probably aren’t happy for themselves either.

KA SMOK An

A ur L ASs 31

Be kind to unkind people; they need it the most!

Some people can’t function without negativity beacause bringing down others makes them feel better.

Jealousy is a disease, get well soon :*

People who are secure in themselves don’t put others down. They lift them up. Someone who hates you normally hates you for three reasons. They either see you as a threat. They hate themselves. Or they want to be you.



Við ætlum í háskóla íslands í haust

sPEnnandi nám OG ÖFluGt FÉlaGslíF í háskóla í FREmstu RÖð YFiR 400 námslEiðiR í BOði sæktu um á hi.is fyrir 5. júní. www.hi.is


34


Pizza + swim

Ljósmyndun: Lárey Huld Róbertsdóttir Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Tómas Arnar Þorláksson Listrænir stjórnendur: Lárey Huld Róbertsdóttir Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Svava Þorsteinsdóttir Tómas Arnar Þorláksson Fyrirsætur: Höskuldur Þór Jónsson Ragnhildur Ásgeirsdóttir

35


36


37


38


39


40


41


42


43


Get ready with: Sara Bryndís MUA

Natural Everyday Look á Bjarka Snæ Skref 1: The Pore Fessional og Becca First Light Priming Filter í grunn

Sara Bryndís er nemendi í 6-A og útskrifaðist úr Reykjavík MakeUp School í nóvember 2017. Sara tekur að sér farðanir og er Skref 2: Face and body farði frá Mac settur á húðina með hægt að nálgast hana á Instagram: sarabryndis_makeup og FaceBeauty Blender book: Sara Bryndís Makeup. Skref 3: Nars hyljari í litnum Vanilla

1

Skref 4: Kat Von D skyggingarpaletta. Dökkur litur í countour og ljósasti liturinn settur undir augun Skref 5: Bretta augnhárin Skref 6: H&M Natural Gloss settur á varirnar Skref 7: Setting Spray Fix Plus muy importante

2

3

4

5 44

6


1

9

Soft glam look á Dagmar Páls Skref 1: The Pore Fessional og Becca First Light Priming Filter í grunn Skref 2: Luminous + Smooth fit me farði borinn á alla húðina Skref 3: Age Rewind hyljari frá Maybelline settur undir augun Skref 4: Rimmel Stay Matte púðrað undir augun

2

Skref 5: Létt skygging á augnlokin með Jacqueline Hill pallettunni frá Morphe

8

Skref 6: Pigment frá Mac í litnum Tan sett á augnlokin Skref 7: Marc Jacobs bronzer notaður á kinnbeinin Skref 8: Wet N Wild kinnalitur Skref 9: Mac augabrúnagel

3

Skref 10: Highlighter Soft and Gentle frá Mac

7

Skref 11: Bretta upp augnhárin og setja síðan maskara Skref 12: Gloss Fenty Beauty settur á varirnar Skref 13: Setting Spray frá Urban Decay sprayað yfir alla húðina Skref 14: Ready, go, slay :*

4

5

6 45


Svefnstaðir Verzlinga Sama hvaða flokki sem þú ert í af staðalímyndunum í Verzló sama hvort það sé: Djammarinn, bókaormurinn, nemendafélagsfíkillinn eða íþróttagarpurinn þá hefur þú eflaust mjög oft upplifað svefnfnleysi og þar af leiðandi neyðst til þess að taka þér örlitla kríu á skólatíma. Núna er ég sjálfur mikill blundari og á einmitt svefnmetið í bekknum mínum.

Vegna svefn-hæfni minnar hef ég fengið mikið af spurningum um hvar, hvernig og hvenær sé best að sofa í skólanum. Hingað til hefur gengið sæmilega að svara þessu endalausa flóði af spurningum en núna er ég endanlega kominn með nóg! Ég er orðinn mjög þreyttur á endalausum facebook skilaboðum um hvar sé best að leggja sig og svo framvegis. Ég hef því tekið til þess ráðs að skrifa þennan stutta pistil til að geta beint fólki í rétta átt sem þráir að leggja sig á skilvirkan og áhrifaríkan hátt innan þessarar svokölluðu menntastofnunnar sem kallast Verzlunaskóli Íslands. Fyrst er vert að skoða hvar sé best að leggja sig. Margir staðir koma fyrst upp í hugann og þar fremstur af öllum er að sjálfsögðu bókasafnið. Bókasafnið býður upp á allt sem maður gæti óskað sér í fari svefnstaðar. Fyrst og fremst er enginn að fara vekja þig á bókasafninu. Þar er nóg um ró og næði (fyrir utan af og til þegar reynslulausir busar fylla bókasafnið af óþarfa látum.) Annar hlutur sem er risa stórt clutch við bókasafnið er að þar er nóg um sófa og ef þeir eru ekki lausir er alltaf hægt að breiða út úr úlpunni sinni og taka sér góða lögn undir borði. Nemendakjallarinn hentar mjög vel fyrir svefn seinnipartinn eða að nóttu til en á daginn er það ekki staður sem ég get mælt með því þar er mikil umferð um herbergin. Heimastofan er einnig vinsæl fyrir blundana og sérstaklega þá í götum eða þegar valfögin eru og engin kennsla á sér stað í stofunni. Vandamálið með heimastofuna er að maður þarf að vera rosa heppin með bekkjarfélaga og treysta því að þeir séu umburðarlyndir og traustir.

Nemendakjallarinn er annar mikilvægur og vinsæll svefnstaður, þá sérstaklega fyrir helstu nemendafélagsfíklana. Orðið á götunni er að videonefndarsjomlar og sjomlettur hafa stundað það að sofa þar yfir nóttina fyrir stóra frumsýningu. En stærsti mínusinn af öllum er án efa sá að á meðan maður er í heimastofunni er oftast kennsla í gangi svo það fer oftast eftir því hversu umburðalyndur kennarinn er gagnvart þreytu nemenda sinna. Það hefur alltaf verið hulin ráðgáta fyrir mér hvers vegna kennarar oft á tíðum bera enga eða litla virðingu fyrir svefnþörfum nemenda þar sem það er ekkert ef ekki merki um að manneskjan sé upptekin við eitthvað annað fyrir utan skólatíma, sama hvort það sé: að læra langt fram á nótt, stunda íþróttir, djamma eða setja upp leikrit. Þetta er eitthvað sem að kennarar þurfa að átta sig á og því efni ég til mikillar vitundavakningar innan kennarasamfélagsins um mikilvægi svefns fyrir ungmenni. Síðast en ekki síst er það að sjálfsögðu matbúð. Matbúð býður upp á frábæran félagsskap (matbúðarkonurnar) og þar er stutt í ljúffengt svefn-snarl sem kætir flesta og einnig besta vatnslind skólans. Í matbúð er líka girnilegasti sófi skólans og henntar hann einkar vel fyrir lagnir að flest öllu tagi. Það neikvæða við matbúð er að ef þú þráir að leggja þig þar þá þarftu eigilega að bíða þangað til eftir kl 15:00. Fram að þeim tíma er stanslaus umferð þarna um svæðið af hungruðum Verzlingum og því illviðráðanlegt að sofa þar. Þegar kemur að því hvenær sé best að taka sér lauflétta kríu á skólatíma þá er erfitt að benda á einhvern einn valmöguleika. Best af öllu væri náttúrulega að þrauka út skóladaginn og leggja sig síðan í matbúð áður en er förinni er heitið eitthvert annað. En eins og við öll vitum er það fjarrænn raunveruleiki fyrir okkur öll að þrauka út daginn. Því legg ég til og mæli með að taka sér lögn í síðasta tíma fyrir hádegi. Það gerist ekki mikið betra en að sofna eftir þrjá tíma af harki í heilar 52 mínútur og vakna síðan við það að sé verið að hringja allan skrílinn inn í hádegishlé. Matur og svefn er nefnilega ótrúlega góð samblanda og því skal ekki gleyma. Að lokum mæli ég eindregið með því að þú nemandi góður prufir þig áfram í þínum eigin svefnvenjum og finnir það sem að hentar þér best. Því öll erum við nú ólík og einstök og þar með mismunandi kröfur. - Tómas Arnar Þorláksson, 3-R

46


47


VERZLÓ

48


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.