Því myndin byrjar einhvers staðar

Page 1

Því myndin byrjar einhvers staðar



Því myndin byrjar einhvers staðar Sýning í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19 4. febrúar – 17. mars 2017

Listamenn / Bragi Ásgeirsson / Davíð Örn Halldórsson / Guðmundur Thoroddsen / Heimir Björgúlfsson / Helgi Már Kristinsson / Helgi Þorgils Friðjónsson / Helgi Þórsson / Hildur Bjarnadóttir / Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir / Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir / Jóhannes Jóhannesson / Magnús Helgason / Magnús Kjartansson / Marta María Jónsdóttir / Ragnheiður Jónsdóttir Ream / Snorri Arinbjarnar / Svavar Guðnason / Vilhjálmur Bergsson / Þorvaldur Jónsson / Þorvaldur Skúlason


Þorvaldur Skúlason Fletir 1963 olía á striga 50 x 65 cm Í eigu Arion banka

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir Án titils (hluti af Blue [neo] Constructiv - Emotionalism) 2014 olía á striga 200 x 150 cm Í eigu listamanns

Þorvaldur Skúlason Silfurberg 1962–1965 olía á striga 98 x 130 cm

Marta María Jónsdóttir Án titils 2010 akrýl á striga 70 x 80 cm

Í eigu Arion banka

Í einkaeigu


Þorvaldur Skúlason Án titils 1969 olía á masónít 80 x 60 cm

Davíð Örn Halldórsson Some candy crushing 2016 blönduð tækni á fundinn við 39 x 71 cm

Í eigu Arion banka

Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís

Svavar Guðnason Án titils um 1950 olía á striga 116,5 x 92 cm

Bragi Ásgeirsson Apríl 2001 2001 olía á masónít 143 x 129 cm

Í eigu Arion banka

Í eigu Arion banka


Vilhjálmur Bergsson Jafnvægi 1975 olía á striga 100 x 100 cm Í eigu Arion banka

Snorri Arinbjarnar Án titils olía á striga 75 x 85 cm Í eigu Arion banka

Heimir Björgúlfsson Skógur með birni í er ekta á þann veg að skógur án eins er ekki 2015 akrýl og spreymálning á striga 101,6 x 76,2 cm Í eigu listamanns

Hildur Bjarnadóttir Krossmaðra og Þursaskegg 2014 handofin ull, hör, jurtalitur, akrýllitur 72 x 97 cm Í eigu Arion banka


Magnús Kjartansson Lífstafir 1973 olía á striga 80 x 100 cm

Magnús Helgason Ástæða 7 2015 fundið efni 97 x 87,5 cm

Í eigu Arion banka

Í eigu listamanns

Ragnheiður Jónsdóttir Ream Án titils um 1974 olía á striga 80 x 95 cm

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir Samtal við RJR III 2015 akrýl, viður, ull og nælon 57 x 57 cm

Í eigu Arion banka

Í eigu Arion banka


Helgi Þorgils Friðjónsson Heilög fjölskylda 1993 olía á striga 140 x 120 cm

Þorvaldur Jónsson Moldvarpa 2014 akrýl og lakk á krossvið 80 x 122 cm

Í eigu Arion banka

Í eigu Braga Guðlaugssonar

Snorri Arinbjarnar Við steypum 1948 olía á masónít 80 x 95 cm

Helgi Þórsson Án titils 2014 akrýl á striga 95 x 95 cm

Í eigu Arion banka

Í eigu listamanns


Svavar Guðnason Gríma 1939 olía á striga 100 x 80 cm

Guðmundur Thoroddsen Tip off 2015 akrýl á striga 100 x 150 cm

Í eigu Arion banka

Með leyfi listamanns og Asya Geisberg Gallery

Jóhannes Jóhannesson Dans línanna 1980–1981 olía á striga 130 x 120 cm

Helgi Már Kristinsson # 6, 2016 2016 akrýl á striga 180 x 150 cm

Í eigu Arion banka

Í eigu listamanns


„Því myndin byrjar einhvers staðar…“ sagði Þorvaldur Skúlason í samtali við Ólaf Kvaran listfræðing árið 1976. Þá var ég tveggja ára. Núna, rúmum fjörutiu árum síðar, er því eins farið; myndin byrjar einhvers staðar – ekki bara hjá Þorvaldi, heldur einnig hjá Ragnheiði, Davíð Erni, Hildi og öllum þeim sem eiga verk á þessari sýningu. Í sýningunni er tíminn stór breyta sem við þurfum að skoða nánar. Annar helmingur verkanna er úr fortíð, en hinn úr samtíð. Mörkin þarna á milli virðast vera skýr en samt er ég ekki alltaf viss um hvar ég stend. Fortíðin og samtíðin renna stundum saman. Tíðirnar skipta um hlutverk, þær elta hvor aðra og allt í einu er fortíðin núna og samtíminn orðinn eitthvað sem var. Við erum stödd í tímaflakki. Þegar verkin eru pöruð saman stillum við annað augað á árið 1939 og hitt á 2016. Og þá byrjar strax eitthvað … einhvers staðar. Því ég upplifi sjálf það sem á sér stað árið 2016 en hef einungis vitneskju um það sem gerðist árið 1939.


Hugurinn reynir að búa til skapalón. Hann leggur verkin hvort ofan á annað og leitar að samsvörun. Augu mín meðtaka liti, myndbyggingu, form, ljós og hreyfingu. En í hvert skipti sem ég sé sama lit eru formin á skjön og litablær er breytilegur, jafnvel aðeins ljósari. Þegar ég uppgötva að myndbyggingin í tveimur myndum er nánast eins, týni ég mér í þrívíðu teikningunni sem aftur eykur hreyfinguna í öðru verkinu. Þegar ég sé eitt sem passar, finn ég fjölmörg atriði sem greina verkin að. Á meðan ég er í þessum eitt-áfram-tvö-afturábak-leik verða til spurningar. Af hverju leita ég að því sem er samskonar? Erum við enn svona frumstæð að við erum alltaf að reyna að einfalda hlutina? Hvað er þetta með tímabilið, kynslóðabilið og tímann? Ég staðnæmist fyrir framan eitt málverkaparið á sýningunni, á meðan fleiri spurningar vakna. Það er þá sem eitthvað gerist, einmitt þegar fólk stendur hreyfingarlaust á söfnum. Vonandi fæ ég samt engin svör, því þá er leikurinn búinn. Dorothée Kirch 2017



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.