Kristinn E. Hrafnsson
Staðir Sýning á verkum Kristins E. Hrafnssonar í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19 9. apríl til 12. ágúst 2016.
Óríon og næsta nágrenni 2016 ryðfrítt stál stærð breytileg (60 hlutar) Í eigu Arion banka
6 verk úr grafíkseríu 2008 þrykk á pappír 59 x 44.5 cm hvert Í eigu Gunnars Dungal og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur
Söguleg samtíð (rithönd Dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups) 1997 þrykk á pappír 66 x 106 cm Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
7 vatnsborð (umsnúnar eftirmyndir) 1994 þrykk á pappír 60 x 46 cm hver Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Norður #2 2011 stál þvermál 462 cm Í eigu Arion banka
Tímamót 2011 stál 14.8 x 120 cm Í eigu listamannsins
Dimmblár hálfhringur úr ljóði Sigfúsar Daðasonar 2013 þrykk á pappír 48.5 x 39 cm Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Grænn ferhyrndur flötur úr ljóði Sigurðar Pálssonar 2014 þrykk á pappír 48.5 x 39 cm Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Árlykkja sólar 2013 prent á pappír 101 x 30.5 cm Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
9 staðir 1994/2005 þrykk á pappír (skúlptúrskissa) 53 x 44 cm Í eigu Önnu Bjargar Siggeirsdóttur
Staður fyrir mikið útsýni og lítið ímyndunarafl (tileinkað K.G.) 2001 beyki, mahóní, ryðfrítt stál og frakki 86 x 58 x 57 cm Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Staður (tímamót) 2008 pottjárn 240 x 29 x 5 cm (byggt á ljóðinu Tímamót eftir Sjón) Í eigu Arion banka
Áttatal 2015 þrykk á pappír 81 x 62 cm Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Næturljóð á vaxandi hálfu tungli 2014 ljósmynd 80 x 80 cm hvort Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Næturljóð á þverrandi tungli 2014 ljósmynd 80 x 80 cm hvort Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Vitar og leiðarljós / Dufl 2013 þrykk á pappír 50.5 x 39 cm hvort Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Tillaga (úr handriti tónverksins Hallgrímur kvað eftir Karl Sighvatsson) 2012 þrykkt blaðsilfur á karton 51 x 42 cm (Í samvinnu við Stúdíó Granda) Í eigu listamannsins
Án titils 2002 þrykk á karton 42.5 x 30.5 cm Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Staður 1994 ljósmynd 70 x 70 cm Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Yfirborðsmörk 1994 ljósmynd 70 x 70 cm Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Brottfall orðanna I 1999 þrykk á pappír 84 x 79 cm hvert (byggt á ljóðinu 11 eftir Hannes Pétursson) Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Landslag / Yfirborð 1994 járn og pottjárn 114 x 75 x 40 cm Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Norðrið mætir suðrinu 2015 stál 88.5 x þvermál 70 cm Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Brottfall orðanna II 1999 þrykk á pappír 84 x 79 cm hvert (byggt á ljóðinu Aldinn eftir Gyrði Elíasson) Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Brottfall orðanna III 1999 þrykk á pappír 84 x 79 cm (byggt á ljóðinu Leiðarmörk eftir Þorstein frá Hamri) Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Næturljóð á fjórða kvartili 2014 ljósmynd 80 x 80 cm hvort Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Næturljóð á hálfu minnkandi tungli 2014 ljósmynd 80 x 80 cm hvort Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Án titils 1988 vélritaður texti á pappír 58 x 28.5 cm hvort Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Án titils 2005 þrykk á pappír 43 x 57 cm hvort Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Yfirborð - Reykjavík 1992 ljósmynd 51.5 x 51.5 cm Í eigu listamannsins
Leyndarmál sjómannsins 2008 vatnslitur og penni á pappír 48 x 38 cm hvort Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Marconi skeyti I / Marconi skeyti II 2006 koparplata 50 x 50 cm hver Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Staður I (fyrir Heidegger) 1990 járn 140 x 134 x 12 cm Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
32 strik (hluti) 2006 prent á pappír 101.5 x 41.5 cm hver Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Stöðug óvissa (rithönd H.F.) 2005 askur, hnota og hæðarþrykk á karton 35 x 44,5 x 200 cm Í eigu Gunnars Dungal og Þórdísar Öldur Sigurðardóttur
Innan að – utan frá 2012 stál 340 x 110 cm Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Lægð 2012 stál 210 x 210 cm Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Farið með strönd – valin lína 1998 túss á pappír 52 x 52 cm hver Með leyfi listamanns og Hverfisgallerís
Farið með á – valin lína 1998 túss á pappír 52 x 52 cm hver Í eigu Listasafns ASÍ
STAÐIR Kristinn E. Hrafnsson er best þekktur fyrir skúlptúrverk í opinberu rými sem víða má finna á Íslandi, m.a. í miðbæ Reykjavíkur, við Háskólann á Akureyri og verslunarmiðstöðinni Kringlunni. Nú síðast hefur Kristinn verið að vinna að stóru verkefni í Grímsey ásamt arkitektastofunni Studio Granda. Verkin á sýningunni STAÐIR spanna allan hans feril; allt frá konkretljóðum sem hann gerði á námsárum sínum í Þýskalandi og verkinu Staður I (fyrir Heidegger), frá árinu 1990 til Óríon og næsta nágrenni, sem er nýtt verk og sýnt í fyrsta sinn. Af þessu úrvali verka má glögglega sjá að hann hefur fengist við mun fleira heldur en skúlptúrlist og þau sýna aðra hlið á honum sem listamanni. Kristinn hefur unnið talsvert af grafík- og ljósmyndaverkum og nú síðustu ár hefur hann einnig unnið vídeóverk og framið gjörninga. Í grafíkverkunum sýnir Kristinn á sér persónulegri hlið þar sem hann vinnur með og brýtur til mergjar ýmsar hugmyndir sem eru útfærðar í skúlptúrverkunum. Í þeim má líka koma auga á þann innblástur sem Kristinn hefur þegið frá öðrum listamönnum, einkum ljóðskáldum og rithöfundum. Nýjasta verkið á sýningunni, Óríon og næsta nágrenni, er gert úr gljáfægðum, íhvolfum stálhólkum sem festir eru á vegg í sömu innbyrðis afstöðu og stjörnurnar í samnefndu stjörnumerki eins og þær birtast okkur á himinhvolfinu. Stjörnumerkið sést vel bæði á norður- og suðurhveli jarðar og hefur frá örófi alda verið vel þekkt í menningarsamfélögum hringinn í kringum jörðina. En Óríon stjörnumerkið er tilbúningur, það er mynd sem varpað hefur verið á þyrpingu skærra stjarna til að auðvelda mönnum að þekkja þær, muna eftir þeim og miða hluti út frá þeim. Eitt af leiðarstefjum í verkum Kristins hefur verið margslungið samspil skynjunar og hugsunar sem leitast við að gefa óreiðu heimsins reglu og skipulag.
Óríon kallast á við annað verk á sýningunni, Norður #2, frá árinu 2011. Norður er textahringur úr járnplötum sem liggja á jörðinni og líta út eins og áttaviti, nema að allar merkingar fyrir áttir vísa í norður. Verkið er viss ráðgáta, því hvernig geta allar áttir vísað í norður? Hér er á ferðinni svipuð hugleiðing um samspil skynjunar og þeirrar reglu sem gefin er með hugsuninni. Allir skipstjórar þekkja þá óþægilegu tilfinningu að vera á skipi í þoku og vita að skipið er á hreyfingu en hafa ekki hugmynd um hvert stefnir. Norður getur legið hvar sem er. Það er munur á stefnu, hvernig við skynjum hvert við snúum og hreyfumst úr stað, og áttum, sem er sú almenna og sammannlega regla sem notuð er til að henda reiður á hreyfingu. Það má segja að áttir séu mælitæki sem er lagt á stefnur á svipaðan hátt og mynd er varpað á stjörnur til að gefa þeim skipulag. Flest verk Kristins eru tilbrigði við grundvallareiginleika hluta eins og staði, stefnur, hreyfingu, áttir og tíma, sem hafa jafnmikla þýðingu hvort sem er í listum, verkviti eða vísindum. Þessir eiginleikar fléttast saman í listaverkum Kristins með listrænu ímyndunarafli, heimspekilegu innsæi og óaðfinnanlegu handverki. Gunnar J. Árnason