Georg Guรฐni
Sýning á verkum Georgs Guðna í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19 12. september til 11. desember 2015.
Búrfell 2009 Olía á striga 30 x 50 cm hvert Í eigu Sigrúnar Jónasdóttur
Án titils 2007 Olía á striga 50 x 50 cm Í einkaeigu
Án titils 2005 Olía á striga 190 x 140 cm Með leyfi Sigrúnar Jónasdóttur og Hverfisgallerís
Án titils 2005 Vatnslitur á pappír 37,5 x 56,5 cm Í einkaeigu
Án titils 2005 Vatnslitur á pappír 37,5 x 56,5 cm Í einkaeigu
Án titils 2004 Olía á striga 70 x 130 cm Í eigu Arion banka
Án titils 2002 Olía á striga 50 x 55 cm Í einkaeigu
Án titils 2001 Olía á striga 200 x 180 cm Í eigu Ingunnar Wernersdóttur
Án titils 2000 Olía á striga 135,5 x 150 cm Í eigu Arion banka
Án titils 1999 Olía á striga 100 x 110 cm Með leyfi Sigrúnar Jónasdóttur og Hverfisgallerís
Án titils 1998 Olía á striga 193 x 223,5 cm Í eigu Listasafns Íslands
Án titils 1996 Olía á striga 135,5 x,150 cm Í eigu Arion banka
Án titils 1995/2000 Olía á striga 32 x 64,5 cm Í eigu Braga Guðlaugssonar
Án titils 1994 Olía á striga 50 x 75 cm Í eigu Sigrúnar Jónasdóttur
Án titils 1990 Blýantur á pappír 99 x 66 cm / 106,5 x 75 cm Í eigu Sigrúnar Jónasdóttur
Án titils 1990 Olía á striga 200 x 140 cm Í eigu Listasafns Íslands
Án titils Olía á striga 65 x 55 cm Í eigu Sigrúnar Jónasdóttur
Löðmundur 1987 Blýantur á pappír 62,5 x 94,5 cm / 66,5 x 98,5 cm Í eigu Sigrúnar Jónasdóttur
Helgafell á Snæfellsnesi 1986 Blýantur á pappír 20 x 28 cm / 35,5 x 42,5 cm Í eigu Listasafns Íslands
Herðubreið 1985 Olía á striga 75,5 x 115,5 cm Í eigu Sigrúnar Jónasdóttur
Kögunarhóll 1985 Olía á striga 144 x 187,5 cm Í eigu Listasafns Íslands
Án titils 1985 Blýantur á pappír 19,5 x 29,5 cm / 34,5 x 43,5 cm Í eigu Listasafns Íslands
Skjaldbreiður 1985 Blýantur á pappír 19,5 x 29,5 cm / 34,5 x 43,5 cm Í eigu Listasafns Íslands
Án titils 1985 Blýantur á pappír 20 x 30 cm / 40 x 55 cm Í eigu Braga Guðlaugssonar
MAÐURINN OG FJALLIÐ Georg Guðni umbreytti heiminum í mynd með því að færa honum líkama sinn. Honum var ekki eiginlegt að draga markalínu á milli sín og heimsins, heldur var líkami hans eitt með verunni, í stöðugu samtali við náttúruna jafnt sem málverkið. Í raun má segja að hann hafi verið vísindamaður skynfæranna og að verk hans varpi skýru ljósi á þann næma skilning sem hann hafði á þeirri mikilvægu þekkingu sem streymir í gegnum líkamann á hverju augnabliki. Upplifunum sínum umbreytti hann í myndir líkt og fyrir töfra. Málverk hans opna augu okkar fyrir veröldinni handan ásýndar hlutanna. Frammi fyrir verkum hans svífum við um óravíddir málverksins, í fullkominni samsvörun við myndefnið í verkum hans. Verk hans afklæða okkur úti á berangri, þar sem við stöndum líkt og umkomulausar sálir, hjálparvana og undrandi, í sömu andrá og skilningur okkar á lífinu vaknar. Verk Georgs Guðna grundvallast á algerri opnun skilningarvitanna, ásamt næmri vitund hans og skilningi fyrir umhverfinu hverju sinni. Þannig laukst fjallið upp fyrir honum sem raunverulegur íverustaður mikilvægra upplifanna, þar sem heildartilfinning skynjandi mannveru í náttúrunni líkt og holdgerðust í vitund hans. Með þessum hætti nálgaðist hann hina upprunalegu heild náttúrunnar, sem hann meðtók ætíð í hinu kosmíska samhengi sínu, þar sem sérhver hlutur, fyrirbæri og vera, er virkur þátttakandi í samtali og mótun alheimsins. Sá magnþrungni kraftur sem birtist okkur í verkum hans er afrakstur stefnumóts við sjálfa veruna. Í þeim renna saman heildaráhrif þeirra upplifana, minninga, sögu og væntinga sem kynni hans af náttúrunni hafa veitt honum aðgang að. Nálgun hans nemur aldrei staðar við yfirborð hlutanna, heldur kafar hann í sífellu á vit þeirra djúpstæðu kennda sem búa innra með okkur og skilgreina okkur sem mannverur.
Með verkum sínum færir hann okkur aftur þá veröld sem við töldum glataða. Í þeim birtist ekki eingöngu sú fagra ásýnd íslenskrar náttúru sem okkur er orðið tamt að sjá, heldur birtast okkur þar bæði óminnis ásar og sögulaus auðn, jafnt ókunnir dalir sem nafnlaus fjöll. Sem áhorfendur upplifum við okkur eiginlega alls staðar og hvergi, áttavillt í nýsköpuðu en jafnframt kunnuglegu landslagi. Hér birtist okkur náttúran með sama hætti og hún birtist í huga málarans, á svæði hugsunar þar sem ímyndun og veruleiki renna saman. Georg Guðni þræddi uppgötvanir sínar vandlega inn í flókinn málaravef sinn. Innan hans erum við sem fangar ákveðins hugsunarkerfis, þar sem sjálf frumefnin í tilveru okkar kristallast. Dag eftir dag, lag fyrir lag, málverk eftir málverk, þar sem þolinmæði hinna síkviku pensilstroka teygir sig til ólíkra átta. Þannig lifnuðu myndir hans, af innsæi þeirrar elju, sem aðeins kviknar af raunverulegum kynnum þeirrar heildarupplifunar sem felst í því að standa í miðju veraldarinnar. Nú er Georg Guðni horfinn á vit sinna draumsýna. Honum tókst það ætlunarverk sitt að mála sjálfan sig í fjallið. Líkami hans er orðinn eitt með náttúrunni og himinninn yfir höfði hans hefur smokrað sér ofan í dalina. Sjóndeildarhringurinn tók hann allt of snemma, fyllti allar glufur, öll vit og sérhverja æð líkamans. Tíminn hljóp frá honum á leið sinni inn í nýjar víddir tilverunnar. Íslensk náttúra er ekki söm eftir þessi kynni. Ekki fremur en við sem höfum verið svo lánsöm að eignast hlutdeild í verkum hans. Brotthvarfið er sárara en orð fá lýst, en skilningur okkar á lífinu er nú orðinn allur annar.
Einar Garibaldi Eiríksson