Helgi Þórsson
Sýning á verkum Helga Þórssonar í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. 3. nóvember 2012 - 4. janúar 2013.
Vasi 2011 52 x 69 Blönduð tækni
Án titils 2012 190 x 170 Akrýl á striga
Heimur geimtíma World space time 2011 170 x 170 Akrýl á striga
Tími ársins 2011 190 x 170 Akrýl á striga
Vasi 2011 76 x 37 Blönduð tækni
Án titils 2012 50 x 60 Blönduð tækni
Bennys badekar 2012 50 x 70 Blönduð tækni
Án titils eins og er 2012 36 x 69 Trélitur og akrýl á krossvið
Án titils 2012 30 x 40 Akrýl á korki
Deep river 2009 76 x 100 Blönduð tækni
SMDMT 2011 200 x 190 Akrýl á striga
Án titils 2012 50 x 40 Blönduð tækni
Arion banki 2012 40 x 40 Akrýl á striga
Nýr ilmur 2012 50 x 40 Blönduð tækni á gleri
Kjallarinn í Hvammsgerði 2012 50 x 60 Akrýl á striga
Bono 2008 135 x 100 x 78 Blönduð tækni
Helgi 2011 70 x 60 Akrýl á striga
Tony 2012 32 x 32 Blek á pappír
3D 2012 100 x 60 Akrýl á striga
8&3 2012 72 x 97 Blönduð tækni
Uppstilling 2012 50 x 60 Blönduð tækni
Bono & Yogo 2011 170 x 130 Akrýl á striga
Sögulegur vasi 2009 150 x 93,5 Akrýl á timbri
Sögulegur vasi 2009 150 x 93,5 Akrýl á timbri
Hættur á hafsbotni 2011 190 x 170 Akrýl á stiga
12. 3. 6. 9. 2011 190 x 200 Akrýl á striga
Geometric study 2008 80 x 100 Akrýl á striga
Czechoslovakia 2008 120 x 80 Akrýl á striga
Helgi Þórsson (f. 1975) hefur mótað sérstakan myndheim og eru höfundareinkennin greinileg hverjum sem hefur einverju sinni séð verk hans. Þar er handverk í hávegum haft og þá ekki endilega í þeim skilningi að verk hans séu svo nostursamleg, heldur bera þau með sér að vera handmótuð, máluð og samsett frá grunni af mikilli sköpunargleði. Innsetningar hans hafa til dæmis verið gerðar úr ógrynni af fundnu glingri þar sem minibarir eða skemmtarar geta verið miðpunkturinn og síðan hleður Helgi alls konar dótaríi utan á þá. Maður getur auðveldlega gleymt stund og stað við að rannsaka allt það sem borið er á borð í flóknustu verkunum. Hann mótar stóra skúlptúra sem sýna notahluti eða fígúrur sem hann málar í ýmsum litum og gæðir gjarnan lífi með einhvers konar tækni, hljóði, ljósi eða hreyfingu. Persónur, vasar, lampar og aðrir ámálaðir munir koma síðan fyrir í málverkunum. Skúlptúrar og málverk renna saman í eitt og má vart á milli sjá hvorum megin fyrirmyndina er að finna. Þannig býr hann til sjálfstæða heima þar sem allt kallast þó á innbyrðis og stutt er í frásagnarlistina. Málverk og teikningar sýna fólk og fyrirbæri, hluti sem má hafa gagn og gaman af, leikjaborð og spil, en einnig abstrakt mynstur lita og forma. Litapallettan er oftar en ekki hálfgerð litleysa, muskutónar á óræðum skala eins og húðlitur, brúnn og mosagrænn. Hver litur er notaður einn og óblandaður og ekki gerð tilraun til að móta þrívídd eða skyggingu. Fyrir vikið virka málverkin einföld og jafnvel barnaleg og hlægileg og myndefnið ýkir þá tilfinningu þegar teiknimyndafígúrur skjóta upp kollinum. Myndheimur Helga er fáránlegur og skemmtilegur, aðlaðandi og fráhrindandi í senn. Þar virkar fljótt á litið allt einhvern veginn yfirdrifið og ýkt en í samhenginu sín á milli gætir í innsetningum, skúlptúrum og málverkum Helga jafnframt yfirvegunar og hversdagslegrar melankólíu. Markús Þór Andrésson
Lj贸smyndun Gu冒mundur Ing贸lfsson