1
Á sama tíma að ári
Borgarleikhúsið 2012–2013
2
Bernard Slade
Á sama tíma að ári Íslensk þýðing: Karl Ágúst Úlfsson
Borgarleikhúsið 2012 / 2013
Persónur og leikendur Doris. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nína Dögg Filippusdóttir Georg. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Davíð Karlsson
Leikstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Bjarni Haukur Þórsson og Sigurður Sigurjónsson Leikmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ásta Björk Ríkharðsdóttir Búningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefanía Adolfsdóttir Lýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Garðar Borgþórsson og Þórður Orri Pétursson Hljóð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ólafur Örn Thoroddsen Danshöfundar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðmundur Elías Knudsen og Sibylle Köll Leikgervi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Árdís Bjarnþórsdóttir
Borgarleikhúsið 2012–2013
4
Sýningarstjórn Pála Kristjánsdóttir
Ljósadeild Hlynur Daði Sævarsson Gísli Bergur Sigurðsson
Tónlistarstjórn Frank Hall Búningagerð Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Ingunn Lára Brynjólfsdóttir
Leiksvið Kjartan Þórisson Friðþjófur Sigurðsson Þorbjörn Þorgeirsson Richard H. Sævarsson Ögmundur Jónsson
Leikgervi Árdís Bjarnþórsdóttir Elín Gísladóttir
Tónlistin í sýningunni Á sama tíma að ári Höfundur: Björn Jr. Friðbjörnsson Flytjendur: Hljómsveitin Tilbury Soffía Björg Óðinsdóttir: söngur Kristinn Evertsson: hljómborð Örn Eldjárn, gítar Óskar Guðmundsson, bassi Magnús Tryggvason Elíasen, trommur Þormóður Dagsson, söngur Útsetning: Tilbury Upptökustjórn: Tilbury Upptaka og hljóðblöndun: Kristinn Evertsson Tónjöfnin: Finnur Hákonarson
Leikmyndagerð Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Gunnlaugur Einarsson Haraldur Halldórsson Ingvar Einarsson Karl Jóhann Baldursson Leikmunir Móeiður Helgadóttir Aðalheiður Jóhannesdóttir Nína Rún Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir
Tennessee Waltz Höfundur: Pee Wee King/Redd Stewart Flytjandi: Patti Page The Fly Höfundur: John Madara/D. Bergen White Flytjandi: Chubby Checker
Hljóðdeild Ólafur Örn Thoroddsen Thorbjørn Knudsen Gunnar Sigurbjörnsson
You’re Gonna Miss Me Höfundur: Eddie Curtis/Roky Erickson Flytjandi: 13th Floor Elevators If I Were Your Woman Höfundur: Clay McMurray/Gloria Jones/Pam Sawyer Flytjandi: Gladys Knight & The Pips
Ljósadeild Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Magnús Helgi Kristjánsson Garðar Borgþórsson
Before The Next Teardrop Falls Höfundur: Venna Keith/Vivian Keith/Ben Petters Flytjandi: Freddy Fender Birt með fyrirvara um breytingar
Leikskrá: Á sama tíma að ári er 565. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur Á sama tíma að ári (Same Time, Next Year) var frumflutt í Brooks Atkinson leikhúsinu í New York 14. mars 1975. Þjóðleikhúsið frumsýndi leikritið á Húsavík 3. mars 1978 og leikfélagið Loftkastalinn frumsýndi verkið í júní 1996. Einnig á Húsavík.
Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi : Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri : Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun : Grímur Bjarnason Útlit : Fíton Umbrot : Jorri Prentun : Oddi
Sýningaréttur: Nordiska ApS - København Frumsýning 28. september 2012 á Stóra sviði Borgarleikhússins Sýningartími er u.þ.b. tvær klukkustundir Eitt hlé er á sýningunni. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.
5
Á sama tíma að ári
Um höfundinn Bernard Slade
Bernard Slade, fæddur 14. maí 1930 í St. Catharines við Ontariovatnið í Kanada. Hann hóf feril sinn sem leikari og lék í um það bil áratug áður en hann sneri sér að leikritun. Hann er höfundur ótal sjónvarpsleikrita og sjónvarpsmyndasyrpa: The Flying Nun, Tha Partridge Family, Bridget Loves Bernie, The Girl With Something Extra svo einungis fáeinar séu nefndar. Þrátt fyrir mikla velgengni í sjónvarpi sneri Bernard Slade sér aftur að leikhúsinu og hóf að skrifa leikrit. Fyrsta verk hans Á sama tíma að ári (Same Time, Next Year) var fyrst forsýnt í Boston en sló rækilega í gegn strax við frumsýningu í New York árið 1975. Sýningar urðu þá 1453 og hlaut Drama Desk verðlaunin og var tilnefnt til Tony-verðlauna sem besti gamanleikurinn. Þremur árum síðar sendi hann frá sér leikritið Tribute þar sem Jack Lemmon lék aðalhlutverkið en þrátt fyrir það urðu sýningar ekki nema 212. Þriðja leikrit hans, Romantic Comedy sem frumsýnt var árið 1979 með Antony Perkins og Miu Farrow í aðalhlutverkum gekk mun betur en náði ekki vinsældum í líkingu við Á sama tíma að ári. Slade skrifaði kvikmyndahandrit að öllum þremur leikritunum og var tilnefndur til Óskars-verðlauna sem handritshöfundur Á sama tíma að ári. Slade hefur ætíð haldið sig við svipað efni í handritavinnu sinni: Ástir, kynlíf, hjónabönd og framhjáhöld.
Borgarleikhúsið 2012–2013
6
7
Á sama tíma að ári
Borgarleikhúsið 2012–2013
8
9
Á sama tíma að ári
Á sama tíma að ári
eftir Bernard Slade
Þær tvær spurningar, sem leikritahöfundur er oftast spurður eru: „Hvaðan fékkst þú hugmyndina að leikriti þínu?“ og „Hve lengi hefur þú haft verkið í smíðum?“ Svar mitt við þessum spurningum er ætíð hið sama: „Ég veit það ekki.“ Þegar fyrir kemur að ég reyni að rifja upp hvernig ég hef fengið hugmyndina, minnist ég alltaf þess, þegar við vorum nýflutt milli landshluta og dóttir mín, sem þá var sex ára, spurði mig hvernig hún gæti fundið sér leikfélaga. Ég sagði: „ Nú þú hefur getað fundið þér leikfélaga hingað til“. Þá sagði hún: „Já, en ég man aldrei hvernig ég fór að því.“ Ég held að hugmyndin að Á sama tíma að ári hafi fyrst kviknað fyrir nokkrum árum, þegar við hjónin áttum saman friðsæla helgi á notalegri, afskekktri krá í Norður-Karólínu. Mér fannst að herbergi eins og það, sem við gistum í – fullt af antíkhúsgögnum og –munum, með stóru óstilltu píanói og arni – myndi vera tilvalin umgjörð fyrir rómantískan gamanleik. Mig hafði lengi langað til að skrifa leikrit með aðeins tveim persónum, svo að ég geymdi þessi húsakynni í undirvitundinni. Á næstu árum skaut hugmyndinni upp öðru hverju í ýmsum myndum, þangað til dag nokkurn, að ég var í flugvél á leið til Hawai, og fann að nú var stundin komin, leikritið gat ekki beðið lengur. Þegar ég var búinn að horfa á kvikmyndina, sem sýnd var á leiðinni, hellti ég mér út í skriftirnar. Og þá er það spurningin: Hve lengi varstu að skrifa leikritið? Í rauninni tók það mig um það bil tvo mánuði að koma því á blað en erfiðasta hluta verksins, sjálfa úthugsun þess, er ekki hægt að tímasetja. Reyndar er þessi úthugsunar- eða meðgöngutími skínandi afsökun fyrir því að sleppa við sitthvað óþægilegt. Ef ég lá til dæmis í sólbaði úti á svölum og konan bað mig að tæma ruslafötuna, gat ég alltaf sagt: „Sérðu ekki að ég er önnum kafinn.“ Þegar konan mín las leikritið í fyrsta skipti voru viðbrögð hennar mjög ákveðin, það eina sem hún sagði var: „Hvaðan kemur þér öll þessi vitneskja um framhjáhald?“ Ég svaraði: „Leikari þarf ekki að hafa drepið mann til þess að leika morðingja.“ Og flýtti mér að bæta við: „Rithöfundur notar ímyndunaraflið. Hann þarf ekki að hafa reynt hlutina sjálfur.“ Og enn hélt ég áfram: „Sumir menn segja frá draumum sínum. Ég skrifa um þá!“ Þá benti hún á handritið og sagði: „Er þetta ekki það sem alla dreymir um?“ Sá næsti sem las leikritið var sextán ára sonur minn, Christopher. Hann rétti mér handritið aftur með árituninni: Ágætiseinkunn. Hvattur af þessum góðu móttökum, sem verkið hafði fengið hjá fjölskyldu minni, lét ég vin minn einn, rithöfund, fá það til lestrar og bað um álit hans. Nokkrum klukkustundum síðar kom hann með handritið í höndunum, dapur á svip. Ég beið þolinmóður – en ummælin virtust vefjast fyrir honum. Loksins stundi hann upp: „Ekki sem verst“. Ég leit aftur á dapurlegan svip hans og sjálfstraust mitt óx verulega. Fyrst annar rithöfundur var svona niðurdreginn yfir verkinu, hafði ég ef til vill hitt í mark. Þegar búið er að frumsýna leikrit, langar höfundinn að sjálfsögðu að vita hver viðbrögð áhorfenda eru. Kvöld nokkurt, meðan við vorum að reyna leikritið á áhorfendum í Boston, vildi svo til að ég
Borgarleikhúsið 2012–2013
10
var fjarverandi en þegar ég kom aftur sagði leikstjórinn, Gene Saks: „Heyrðu, það var áhorfandi í salnum sem kastaði upp.“ „Á hvaða setningu?“ spurði ég strax. Leikritahöfundar eru stundum dálítið furðulegir. Einhver bestu viðbrögðin við verkinu heyrði ég eftir eina af forsýningunum. Kona, sem var að minnsta kosti sjötug, sagði við vinkonu sína, sem var eitthvað eldri: „Veistu hvað, Vivian, ef þetta hefðum verið við, þá hefðum við nú ekki látið okkur nægja eitt skipti á ári.“ Eftir að leikritið hafði verið frumsýnt í New York, sat ég kvöld nokkurt á veitingastað og heyrði þá mann við næsta borð segja við stúlkuna, sem var með honum: „Við verðum að sjá þetta leikrit. Það heitir Á sama tíma eftir mánuð og fjallar um tvenn hjón, sem hittast einu sinni í mánuði og hafa makaskipti.“ Ég verð að viðurkenna að þetta hljómaði spennandi, þótt ekki stæðist það alveg, svo að ég var að því kominn að snúa mér að honum og leiðrétta hann, þegar borðdaman hans sagði spennt: „O, hvað þetta hljómar spennandi, við verðum að sjá það.“ Öðru hverju hefur fólk, sem séð hefur leikritið, spurt mig hvort ég sé sjálfur fyrirmynd karlhlutverksins í leiknum. Ég skal gjarnan svara því. Georg burðast með sektarkennd, er fremur taugaóstyrkur og yfirleitt töluverð plága. En hann er líka töfrandi, viðkvæmur, fyndinn og í aðalatriðum elskulegur. Helmingurinn á við mig. Úr leikskrá Þjóðleikhússins 1978. Birt með góðu leyfi
11
Á sama tíma að ári
Borgarleikhúsið 2012–2013
12
13
Á sama tíma að ári
Borgarleikhúsið 2012–2013
14
15
Á sama tíma að ári
Tími verksins Leikritið á sér stað á herbergi á hótelinu Sjávarslóð í Mendacino sýslu norður af San Fransisco í Kaliforníu ríki, þar sem George og Doris hittast einu sinni á ári 1951 - 1. Atriði - Kjarnorkutilraunir hefjast í Nevada eyðimörkinni - Teiknimyndasagan um Denna dæmalausa birtist í fyrsta skipti í dagblöðum - Bjargvætturinn í grasinu eftir J. D. Salinger kemur út - Winston Churchill verður forsætisráðherra í Bretlandi - Kvikmyndin African Queen með Humphrey Bogart og Katharine Hepburn frumsýnd 1956 - 2. Atriði - Elvis Presley kemur sínu fyrsta lagi, Heartbreak Hotel, á vinsældarlista í Bandaríkjunum - Söngleikurinn My Fair Lady frumsýndur í New York - Þungavigtarboxarinn Rocky Marciano leggur skóna á hilluna taplaus - Horfðu reiður um öxl frumsýnt í London - Sovétmenn ráðast inn í Ungverjaland - Dwight D. Eisenhower er endurkosinn forseti Bandaríkjanna 1961 - 3. Atriði - Bandaríkin slíta diplómatísku sambandi við Kúbu - John F. Kennedy verður 35. forseti Bandaríkjanna - Bítlarnir koma fram í fyrsta skipti í Cavern klúbbnum í Liverpool - Berlínarmúrinn er reistur Hlé 1967 - 4. Atriði - Víetnamstríðið geysar og mætir vaxandi andspyrnu, sérstaklega meðal hippana - Bítlarnir gefa út Sgt. Peppers - Einhverjar mestu óeirðir í sögu Bandaríkjanna í Detroit, sem síðar berast til annara borga, ástæðan er undirliggjandi reiði meðal blökkumanna - A Fistful of Dollars, fyrst spagettí vestrinn, frumsýndur í Bandaríkjunum 1970 - 5. Atriði - Dana syngur All Kinds of Everything í Eurovision, vinnur hug og hjörtu Evrópubúa og keppnina í leiðinni - Richard Nixon er forseti Bandaríkjanna - Bítlarnir hætta - Konur fara í svokallað verkfall í New York til að vekja athygli á jafnréttismálum - Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er haldin í Mexíkó og Brasilía vinnur - Ítalíu 4-1 í úrslitaleiknum 1975 - 6. Atriði - Bobby Fischer neitar að tefla við Karpov og Karpov hlýtur því heimsmeistaratitilinn í skák - Víetnamsstríðinu lýkur - Kvikmyndin Rocky Horror Picture Show frumsýnd í Bandaríkjunum - Gerald Ford er forseti Bandaríkjanna - Bill Gates skrifar félaga sínum hugmynd að nafni á fyrirtæki sem hannar forrit fyrir tölvur - Micro-Soft kallar hann það. - Margaret Thatcher verður formaður breska Íhaldsflokksins, fyrst kvenna til að verða formaður bresks stjórnmálaflokks
Borgarleikhúsið 2012–2013
16
17
Á sama tíma að ári
Borgarleikhúsið 2012–2013
18
19
Á sama tíma að ári
Guðjón Davíð Karlsson
Nína Dögg Filippusdóttir
útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2005. Guðjón tók þátt í nokkrum söngleikjum fyrir útskrift og má þar nefna Grease sem sýndur var í Borgarleikhúsinu 2003, Hárið í Austurbæ 2004, Kabarett í Íslensku óperunni 2005. Hann var fastráðinn við Leikfélag Akureyrar strax eftir útskrift og var einn helsti burðarás leikhússins þar til hann var ráðinn til Borgarleikhússins árið 2008. Hjá LA fór Guðjón með fjölmörg hlutverk, m. a. Markó í Pakkinu á móti, Bjarna í Fullkomnu Brúðkaupi, Baldur í Litlu hryllingsbúðinni, Díma í Maríubjöllunni, Ralf í Herra Kolbert, Davey í Svörtum ketti og ýmis hlutverk í Ökutímum. Guðjón fór með stórt hlutverk í kvikmyndunum um Sveppa og hann var einnig umsjónarmaður skemmtiþáttarins Hringekjunnar í Sjónvarpinu. Guðjón Davíð er fastráðinn leikari Borgarleikhússins og hefur leikið í Fló á skinni, Fólkinu í blokkinni, Söngvaseið, Heima er best, Gauragangi, Fólkinu í kjallaranum, Ofviðrinu, Nei, ráðherra, Kirsuberjagarðinum og Eldhafi.
útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Síðan hefur hún starfað við leikhús og kvikmyndir hérlendis sem og erlendis. Hún er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlía, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúninni og Faust. Meðal annarra hlutverka Nínu eru Karen í Englabörnum í Hafnafjarðaleikhúsinu, Stjarna í Rambó 7 og Katrín í Átta konum í Þjóðleikhúsinu. Nína er fastráðin við Borgarleikhúsið og meðal sýninga þar eru Kryddlegin hjörtu, Púntilla og Matti, Fjölskyldan, Dúfurnar og Elsku barn. Nína lék einnig Önnu í Don Jon í uppsetningu breska leikhópsins Kneehigh og ferðaðist með þá sýningu um Bretland. Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljós, Hafið, Börn og Foreldrar, Sveitabrúðkaup og Kóngavegur og sjónvarpsþáttunum Stelpurnar. Nína Dögg var valin Shooting Star 2003, hún hefur verið tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem og Edduverðlaunanna og hlaut styrk úr Minningasjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005.
Sýningar Guðjóns Davíðs á leikárinu: Á sama tíma að ári, Eldfærin, Mýs og menn og Mary Poppins
Sýningar Nínu Daggar á leikárinu: Á sama tíma að ári, Bastarðar og Núna!
Borgarleikhúsið 2012–2013
20
Sibylle Köll
Guðmundur Elías Knudsen
stundaði ballett- og tónlistarnám frá 6 ára aldri, sem hún fylgdi síðar eftir með dansnámi við Hogeschool voor de Kunsten Arnhem í Hollandi. Hún stundaði söngnám við Royal Conservatory The Hague í Hollandi og Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan bæði einsöngvaraprófi og söngkennaraprófi LRSM undir leiðsögn Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Margrétar Bóasdóttur. Sibylle starfar nú sem kennari í söngtækni og sviðslistum við Söngskólann í Reykjavík. Hún hefur sungið með Óperukórnum síðan 1998 og tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum Íslensku óperunnar. Hún hefur víða komið fram sem einsöngvari, m.a. í Íslensku óperunni, með Óperukórnum hér heima og erlendis og við ýmsar kirkjulegar athafnir og tónleika. Sibylle hefur einnig unnið með Íslenska dansflokknum og kennt nútíma jazz, dans og ballett. Frá árinu 2004 hefur hún unnið að sviðsetningum með Nemendaóperu Söngskólans, bæði sem danshöfundur og leikstjóri.
stundaði nám við Listdansskóla Íslands á árunum 1994 til 1996 og fór svo til Hollands í nám við Hogeschool voor de Kunsten Arnhem og útskrifaðist þaðan vorið 2000. Guðmundur vann með Dansleikhúsi Ekka eftir útskrift og var svo fastráðinn við Íslanska dansflokkinn frá hausti 2001-2011 og hefur tekið þátt í flestum uppfærslum flokksins á því tímabili. Guðmundur dansar annað tveggja hlutverka í dansmynd Katrínar Hall “Burst” sem hlaut verðlaun á danshátíð í Toronto, Kanada. G.Elías er fjölhæfur maður og er einnig meðlimur í spunagrínhópnum Follow the fun. Guðmundur tók þátt í Footlose, Chicago, Sól og Mána og Gulleyjunni í Borgarleikhúsinu og var hreyfimeistari fyrir Algjör sveppur, Dagur í lífi drengs, sem fékk tilnefningu til Grímunnar sem besta barnasýningin.
21
Á sama tíma að ári
Borgarleikhúsið 2012–2013
22
23
Á sama tíma að ári
Karl Ágúst Úlfsson
lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981 og lék í mörg ár á sviði, í sjónvarpi og í kvikmyndum. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék hann m.a. í Undir álminum, Írlandskortinu og Draumi á jónsmessunótt. Hjá Þjóðleikhúsinu lék hann m.a. í Skugga-Sveini, Valborgu og bekknum og Uppreisn á Ísafirði. Á síðari árum hefur hann einkum starfað í leikhúsi og við sjónvarp sem höfundur, leikstjóri og þýðandi. Karl Ágúst lauk MFA-gráðu í leikritun og handritagerð við Ohio University árið 1994. Fjögur verka hans hafa verið sett á svið í Bandaríkjunum, The Guarding Angel, A Guy Named Al, Body Parts og The Iceman Is Here. Meðal leikverka Karls Ágústs sem sýnd hafa verið á Íslandi eru Í hvítu myrkri í Þjóðleikhúsinu, söngleikirnir Fagra veröld, Sól og Máni og Gosi í Borgarleikhúsinu og Ó, þessi þjóð í Kaffileikhúsinu. Útvarpsleikrit hans Ómerktur ópus í C-moll var tilnefnt til Grímuverðlauna árið 2006. Auk þess hefur hann þýtt yfir þrjátíu leikverk fyrir útvarp og leiksvið, þar á meðal Pétur Gaut, Leitt hún skyldi vera skækja og Með fullri reisn fyrir Þjóðleikhúsið og Kabarett, Galdrakarlinn í Oz, Pétur Pan og Jesus Christ Superstar fyrir Borgarleikhúsið. Karl Ágúst skrifaði einnig handritið að Gulleyjunni, sem sýnd var hjá Leikfélagi Akureyrar og Borgarleikhúsinu.
Bjarni Haukur Þórsson
útskrifaðist frá The American Academy of Dramatic Arts í New York árið 1995 og lék með The Willow Cabin Theater Group á Off Broadway í um ár eftir útskrift, ásamt því að leika og framleiða sýninguna Standing On My Knees í Westbeth Theater í New York . Við heimkomu leikstýrði hann Master Class eftir Terrence McNally í Íslensku óperunni. Ári síðar leikstýrði Bjarni Trainspotting með Ingvari E . Sigurðssyni í aðalhlutverki í Loftkastalanum. Árið 1998 lék Bjarni hlutverk Hellisbúans í Íslensku óperunni og lék þá sýningu í um þrjú ár. Árið 2007 frumsýndi Bjarni hinn geysivinsæla einleik Pabbann sem sýndur var í um tvö ár hérlendis einnig skrifaði hann og leikstýrði Afanum með Sigurði Sigurjónssyni sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir fullu húsi á síðasta leikári. Alls eru um tuttugu erlendar uppsetningar á Pabbanum og Afanum á fjölunum víðs vegar um heiminn. Bjarni hefur leikstýrt fjölda leikverka á Íslandi sem og erlendis og má þar nefna; Grease í Göta Lejon í Stockhólmi, Hellisbúann í Chat Noir í Osló, The Sunshine Boy’s í China Teater í Stockhólmi, Pabbann í Chat Noir í Osló. Sem framleiðandi hefur Bjarni framleitt yfir fjörtíu sýningar í sjö löndum . Einnig hefur Bjarni skrifað og leikstýrt fyrir sjónvarpsstöðvar á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Bjarni samdi og flytur sýninguna How to become Icelandic in 60 mintues sem sýnd hefur verið í Hörpu við góðan orðstír.
Sigurður Sigurjónsson
lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1976 og lék lengi vel hjá Þjóðleikhúsinu. Meðal hlutverka hans þar má nefna Kalla í Stalín er ekki hér, Árna í Stundarfriði, Amadeus í samnefndu verki, Vlas í Sumargestum, Ragga í Bílaverkstæði Badda, Dofrann í Pétri Gaut, Sigurð Pétursson í Gleðispilinu, Mikka ref í Dýrunum í Hálsaskógi, Ranúr í Gauragangi, Martini í Gaukshreiðrinu, Sganarelle í Don Juan, Gregers Werle í Villiöndinni, Asdak og fleiri hlutverk í Krítarhringnum í Kákasus, Alfreð í Allir á svið og F2 og Albert í Edith Piaf. Í Borgarleikhúsinu lék Sigurður í Harry og Heimi, Dúfunum, Afanum og Nei, ráðherra. Þá hefur Sigurður leikið í fjölmörgum íslenskum kvikmyndum og í sjónvarpi, meðal annars með Spaugstofunni. Sigurður hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 1978. Á síðari árum hefur Sigurður snúið sér í auknum mæli að leikstjórn. Hann leikstýrði Hellisbúanum í Íslensku óperunni, Dýrunum i Hálsaskógi, Gamansama harmleiknum, Manni í mislitum sokkum, barnaleikritinu Glanna glæp í Latabæ, Dýrunum í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu og Gulleyjunni í Borgarleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar. Sigurður leikstýrði einnig sýningunni Óvitum hjá LA.
Ásta Björk Ríkharðsdóttir
lærði myndlist á Íslandi, Hollandi og í Bandaríkjunum og að loknu myndlistarnámi lagði hún stund á leikmyndahönnun í New York University. Ásta starfaði í tíu ár á hönnunarstofum í New York borg, þar á meðal fyrir ABC fréttastofuna. Í New York vann hún jöfnum höndum að leikhús- og sjónvarpsverkum. Ásta hóf störf hjá Ríkisútvarpinu árið 1999 og hannaði yfir 30 leikmyndir á tíu ára starfsferli sínum þar. Eins hefur hún hannað leikmyndir fyrir Skjá Einn, unnið við auglýsingar, hannað sýningarrými og hannaði leikmynd og búninga í stuttmyndinni Konfektkassanum. Ásta var tilnefnd til Edduverðlauna 2002 fyrir leikmynd í sjónvarpsleikritinu „Allir hlutir fallegir / Hvernig sem við reynum“ í leikstjórn Ragnars Bragasonar og Benedikts Erlingssonar.
Stefanía Adolfsdóttir
las búningasögu í París og er kjólameistari úr Iðnskólanum í Reykjavík. Hún starfaði við búningagerð og hönnun á meginlandinu, m.a. við Stadttheater Luzern í Sviss, Þjóðarballettinn í Lissabon og Óperuhúsið í Ankara, Tyrklandi. Stefanía hefur verið forstöðumaður búningadeildar Borgarleikhússins frá árinu 1992 og hefur hannað búninga fyrir fjölmargar sýningar Leikfélags Reykjavíkur, m.a. Þrúgur reiðinnar, Vanja frænda og Platonov eftir Tsjekhov. Blóðbræður, Sporvagninn Girnd, Beðið eftir Godot, Heimili dökku fiðrildanna, Sumargesti, Draumleik, Sölku Völku, Hryðjuverk, Lé konung, Don Kíkóta, Sex í sveit, Söngvaseið, And Björk, of course... , Belgísku Kongó, Einhver í dyrunum og Svar við bréfi Helgu. Stefanía hefur einnig hannað búninga fyrir Íslenska dansflokkinn; Da, Milli heima, Plan B, Critic‘s choice og Þjóðleikhúsið; Gleðispilið, Rómeó og Júlía og Íslensku óperuna. Borgarleikhúsið 2012–2013
24
Garðar Borgþórsson
hefur starfað sem ljósa- og tæknimaður frá árinu 2002. Hann var tæknistjóri Hafnarfjarðarleikhússins á árunum 2005 til 2010. Garðar er nú fastráðinn ljósamaður við Borgarleikhúsið. Hann hefur hannað lýsingar fyrir fjölda leiksýninga. Þar á meðal Sellofón í Iðnó, Himnaríki, Abbababb, Draumalandið, Svartur fugl, Halla og Kári, MammaMamma, Steinar í djúpinu (tilnefndur til Grímuverðlaunana 2009), Dubbeldusch, Húmanímal, Ufsagrýlur í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Skilaboðaskjóðan í Þjóðleikhúsinu, Ljós og tónlist í Svikaranum í uppsetningu Labloka, Úps! í uppsetningu Íslensku Hreyfiþróunarsamsteypunar í Tjarnarbíó og Hrekkjusvín í Gamla bíó. Einnig hefur hann hannað lýsingu fyrir fjölda danssýninga.
Þórður Orri Pétursson
er forstöðumaður ljósadeildar Borgarleikhússins. Hann lærði leikhúslýsingu við Central School of Speech and Drama og síðar meistaranám í byggingalýsingu við Bartlett School of Architecture. Hann starfaði í fimm ár hjá virtum arkitekta- og lýsingafyrirtækjum í London og vann að byggingalýsingum víða um heim. Meðal leiksýninga sem Þórður hefur unnið við í Borgarleikhúsinu eru Rústað, Söngvaseiður, Faust, Dúfurnar, Elsku barn, Húsmóðirin, Galdrakarlinn í Oz, Eldhaf og Hótel Volkswagen. Þórður fékk tilnefningar til Grímunnar fyrir Rústað og Faust.
Ólafur Örn Thoroddsen
lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1976 og lék hjá Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur áður en hann gerðist tæknistjóri Leiklistarskóla Íslands árið 1981. Þar var hann hljóð- og ljósahönnuður. Hann var tæknistjóri leikflokksins Bandamenn á leikferð um heiminn og lýsti m. a. Bandamannasögu. Ólafur hefur verið fastráðinn hljóðhönnuður við Borgarleikhúsið frá opnun þess og unnið við fjölda sýninga, m.a. Einhver í dyrunum, Öndvegiskonur, Boðorðin 9, Híbýli vindanna, Woyzeck, Ófagra veröld, Amadeus, Dauðasyndirnar og Harry og Heimir. Ólafur var tilnefndur til Grímunnar fyrir hljóðhönnun fyrir síðastnefnda verkið.
Árdís Bjarnþórsdóttir
nam leikhús- og kvikmyndaförðun í Los Angeles á árunum 1988-1990. Hún nam einnig hárkollugerð hjá Margréti Matthíasdóttur. Árdís hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu árið1991 og tók þar við stöðu forstöðumanns hákollu-og förðunardeildar árið 2003. Hún sinnti því starfi fram til ársins 2011 en tók þá við stöðu deildarstjóra leikgervadeildar Borgarleikhússins. Árdís hefur sinnt fjölda leikhúsförðunarverkefna hjá Þjóðleikhúsinu og má þar nefna Utan gátta, Frida viva la vida, Oliver Twist, Hart í bak auk fjölda annarra sýninga í gegnum árin. Árdís hannaði leikgervi fyrir Galdrakarlinn í Oz og Kirsuberjagarðinn á Stóra sviði Borgarleikhússins. Auk starfa í leikhúsinu hefur Árdís sinnt ýmiss konar kvikmynda- og auglýsingaverkefnum.
Pála Kristjánsdóttir
útskrifaðist sem sýninga- og tæknistjóri frá Bristol Old Vic Theatre school 1998 og starfaði í Englandi í ár eftir útskrift m.a. hjá Theatre Royal í Bristol og Royal Exchange í Manchester. Á Íslandi hefur hún m.a. starfað sem aðstoðarmaður við dagskrágerð hjá RÚV, verkefnastjóri hjá Listahátíð í Reykjavík og hjá Sigur Rós, sýningastjóri hjá Leikfélagi Íslands, Leikfélagi Akureyrar og fastráðin hjá Borgarleikhúsinu frá árinu 2004.
25
Á sama tíma að ári
Borgarleikhúsið 2012–2013
26
27
Á sama tíma að ári
Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.
Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur
•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •.Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 –
Stjórn Borgarleikhússins
Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur
•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steindór Hjörleifsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir
Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins. Í dag sitja stjórn þau Inga Jóna Þórðardóttir, formaður. Marta Nordal, ritari, Þórólfur Árnason, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir og Theódór Júlíusson. Varamenn eru Edda Þórarinsdóttir og Finnur Oddsson.
Borgarleikhúsið 2012–2013
28
Fastráðnir starfsmenn Yfirstjórn og skrifstofa Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, (Jorri) hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Álfrún Helga Örnólfsdóttir Bergur Þór Ingólfsson Brynhildur Guðjónsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María Karlsdóttir Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Lára Jóhanna Jónsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Ólafur Darri Ólafsson Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Theodór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson
Hljóð- og tölvudeild Ólafur Örn Thoroddsen, forstöðumaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Gunnar Sigurbjörnsson, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir, leikgervahönnuður Margrét Benediktsdóttir, leikgervahönnuður Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Aðalheiður Jóhannesdóttir, yfirleikmunavörður Nína Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir Smíðaverkstæði Gunnlaugur Einarsson, forstöðumaður Ingvar Einarsson, smiður Haraldur Björn Haraldsson, smiður Karl Jóhann Baldursson, smiður
Listrænir stjórnendur Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Snorri Freyr Hilmarsson, leikmyndahönnuður
Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölu- og framhússtjóri Vigdís Theodórsdóttir, vaktstjóri Ingibjörg Magnúsdóttir, ræstitæknir
Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið
Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir Stefanía Þórarinsdóttir
Leiksvið Kjartan Þórisson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður Þorbjörn Þorgeirsson, sviðsmaður
Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari
Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Magnús Helgi Kristjánsson, ljósamaður Garðar Borgþórsson, ljósamaður
Umsjón húss Ögmundur Þór Jóhannesson Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
29
Á sama tíma að ári
Mary Poppins Einn vinsælasti söngleikur heims – nú loksins á Íslandi
Allt getur gerst í söngleiknum um Mary Poppins – ef þú leyfir því að gerast! Hér er ekkert venjulegt leikverk á ferðinni; sagan er leiftrandi og sjónarspilinu eru engin takmörk sett. Áhorfendur fylgjast með Mary Poppins lífga upp á heimilislífið í Kirsutrjárunni, breyta grárri Lundúnaborg í litríkt ævintýri þar sem sótarar dansa upp um veggi og loft. Tónlistina þekkja allir og hún birtist hér í nýjum heillandi útsetningum. Dansatriðin í Mary Poppins eru stórglæsi- leg enda gengur Íslenski dansflokkurinn til liðs við listamenn Borgarleikhússins í þessari stórsýningu. Kvikmyndin um Mary Poppins sló rækilega í gegn um allan heim þegar hún var frumsýnd árið 1964 með Julie Andrews í aðalhlutverkinu. Myndin fékk fimm Óskarsverðlaun og er löngu orðin sígild. Það var svo árið 2004 að loks var gerður söngleikur. Hann fékk hreint ótrúlegar viðtökur þegar hann var frumsýndur á West End; hlaut sjö Tony verðlaun, m.a. sem besti söngleikurinn. Síðan hefur Mary Poppins farið sigurför um heiminn og notið mikilla vinsælda. Söngleikurinn um Mary Poppins hefur aldrei áður verið sýndur á Íslandi og ljóst að margir bíða spenntir eftir því að kynnast konunni sem kann að gera lífið ögn skemmtilegra. Frumsýnt 22. febrúar 2013 á Stóra sviðinu
Borgarleikhúsið 2012–2013
30
Byggt á sögum P.L. Travers og kvikmynd frá Walt Disney Handrit: Julian Fellowes Tónlist og texti: Richard M. Sherman og Robert B. Sherman Ný lög og textar: George Stiles og Antgony Drewe Upphaflega sett upp af Cameron Mackintosh og Thomas Schumacher fyrir Disney Sett upp með leyfi Josef Weinberger Limited fyrir Music Theatre International í New York.
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Íslenskun á lausu máli og bundnu: Gísli Rúnar Jónsson Leikmynd: Petr Hloušek Búningar: María Ólafsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlistarstjórn: Agnar Már Magnússon Hljóð: Thorbjørn Knudsen Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfa- son, Esther Thalía Casey, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Hallgrímur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Álfrún Örnólfsdóttir, Þórir Sæmundsson, Margrét Eir Hjartardóttir, Theodór Júlíusson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, kór, dansarar Íslenska dans- flokksins og fleiri.
Gullregn
Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré
Indíana Jónsdóttir býr í blokk í Fellahverfinu umkringd fólki af erlendum uppruna sem hún fyrirlítur. Indíana lifir á bótum en er fullkomlega heilbrigð. Hún kann á kerfið – er svokallaður kerfisfræðingur. Í litla garðskikanum fyrir aftan íbúðina hefur hún ræktað tré sem er hennar stolt og yndi – Gullregn. Þegar fulltrúi Umhverfisráðuneytisins bankar upp á og tilkynnir að uppræta skuli allar gróðurtegundir sem ekki voru til staðar á Íslandi fyrir árið 1900 snýst heimur Indíönu á hvolf með baráttu upp á líf og dauða.
Höfundur og leikstjórn: Ragnar Bragason Leikmynd: Hálfdán Pedersen Búningar: Helga Rós V. Hannam Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Mugison Leikarar: Sigrún Edda Björnsdóttir Hallgrímur Ólafsson Halldóra Geirharðsdóttir Brynhildur Guðjónsdóttir Halldór Gylfason
Gullregn Ragnars Bragasonar er mannlegt og broslegt en um leið harmrænt verk um fólk sem við þekkjum öll. Hér birtast Íslendingar nútímans með öllum sínum kostum og göllum. Hrár og ómengaður samtími. Ragnar Bragason er í fremsta flokki íslenskra kvikmyndagerðarmanna en meðal verka hans eru Börn, Foreldrar, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin og Bjarnfreðarson. Aðferðin við sköpun Gullregns er sú sama og Ragnar hefur notað í kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni síðasta áratuginn. Persónur eru þróaðar í samvinnu við hvern og einn leikara í tiltölulega langan tíma. Það skemmir svo ekki fyrir að þjóðargersemin Mugison semur tónlistina við verkið og er þetta frumraun þeirra beggja í íslensku leikhúsi. Frumsýnt í byrjun nóvember 2012 á Nýja sviðinu 31
Á sama tíma að ári
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.
Borgarleikhúsið 2012–2013
32
Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is
VERÐ FRÁ kR. EINTAkIÐ
6.990
Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.
33
Á sama tíma að ári
Borgarleikhúsið 2012–2013
34
35
Á sama tíma að ári
Borgarleikhúsið 2012–2013
36