Bastarðar

Page 1

1

Bastarรฐar


Borgarleikhúsið 2012–2013

2


Gísli Örn Garðarsson / Richard LaGravenese

Bastarðar

Borgarleikhúsið í samstarfi við Vesturport 2012 / 2013


Persónur og leikendur Magnús . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jóhann Sigurðarson Margrét, unnusta hans. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nína Dögg Filippusdóttir Börn Magnúsar: Mikael. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Hallur Stefánsson Jóhann. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hilmir Snær Guðnason Alex. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Þór Óskarsson Marta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórunn Erna Clausen Natalía, eiginkona Jóhanns. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Elva Ósk Ólafsdóttir Ríkharður, eiginmaður Mörtu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Víkingur Kristjánsson Hans, listmálari . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jóhannes Níels Sigurðsson

Leikstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Gísli Örn Garðarsson Leikmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Börkur Jónsson Búningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Maria Gyllenhoff Lýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Carina Persson / Þórður Orri Pétursson Tónlist. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lars Danielsson og Cæcilie Norby Hljóðmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Thorbjørn Knudsen Hljóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Gunnar Sigurbjörnsson Gervi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Árdís Bjarnþórsdóttir

Borgarleikhúsið 2012–2013

4


Aðstoðarleikstjórn Selma Björnsdóttir

Leikmunir Móeiður Helgadóttir Aðalheiður Jóhannesdóttir Nína Rún Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir Þorleikur Karlsson

Aðstoðarmaður leikstjóra Reshmi Hazra Sýningarstjórn Hlynur Páll Pálsson

Hljóðdeild Ólafur Örn Thoroddsen Thorbjørn Knudsen Gunnar Sigurbjörnsson

Ljósakeyrsla Elmar Þórarinsson Hljóðkeyrsla Gunnar Sigurbjörnsson

Ljósadeild Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Magnús Helgi Kristjánsson Garðar Borgþórsson

Framkvæmdastjórn Dýri Jónsson Búningagerð Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Ingunn Lára Brynjólfsdóttir

Eltiljós Halla Káradóttir Stefán Hauser Magnússon Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir Bjarni Antonsson

Leikgervi Árdís Bjarnþórsdóttir Sigurbjörg Íris Hólmgeirsdóttir Margrét Benediktsdóttir Selma Hafsteinsdóttir

Leiksvið Kjartan Þórisson Friðþjófur Sigurðsson Þorbjörn Þorgeirsson Richard H. Sævarsson Ögmundur Jónsson Haraldur Unnar Guðmundsson

Leikmyndagerð Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Gunnlaugur Einarsson, Haraldur Halldórsson Ingvar Einarsson Victor Cilia Böðvar Jónsson Pétur Snorrason Zetrus sviðsmyndagerð Elín Gísladóttir Klara Sigurðardóttir Gunnhildur Erlingsdóttir Móeiður Helgadóttir o.fl.

Leikskrá: Bastarðar er 566. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur Frumsýning 27. október 2012 á Stóra sviði Borgarleikhússins Bastarðar (Bastards) var sýnd í sirkustjaldi í Malmö í ágúst síðast liðnum og í Kaupmannahöfn í september 2012 þar sem danskir, sænskir og íslenskir leikarar léku. Sýningartími er u.þ.b. tvær klukkustundir og þrjátíu mínútur Eitt hlé er á sýningunni. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.

Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi : Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri : Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun : Grímur Bjarnason Útlit : Fíton Umbrot : Jorri Prentun : Oddi

5

Bastarðar


Sjálfstætt fólk er ekki í Hollywood Samtal við Richard LaGravenese, handritshöfund Hver eru tengsl þín við leikhúsið? Ég útskrifaðist með magistergráðu í tilraunakenndu leikhúsi frá New York-háskóla. Ég vann t.d. með leikstjórum eins og Anne Bogart. Þar upplifði ég fyrst þessa skapandi innspýtingu sem leikhúsið getur gefið. Ég kolféll fyrir því.

Hver er munurinn á leikhúsi og kvikmyndum gagnvart áhorfendum? Það er enginn milliliður í leikhúsinu, það er lifandi og gagnvirkt. Áhorfendurnir eru jafn stór þáttur í þessari skapandi upplifun og listamennirnir á sviðinu og baksviðs. Minningin er hið eina sem lifir og einungis hægt að rifjað hana upp. Kvikmyndir getur maður alltaf séð aftur þó reyndar sé sjaldgæft að maður upplifi þær eins og í fyrsta sinn.

Nú ertu að skrifa leikrit en hefur áður skrifað kvikmyndahandrit, er munur á því hvernig þú skrifar fyrir leikhús annars vegar og kvikmyndir hins vegar? Gísli og Vesturport vinna í óvenju skapandi umhverfi. Þau hafa sitt sjálfstæði. Í kvikmyndabransanum hafa höfundarnir ekki fulla stjórn á verkum sínum. Um leið og maður er búinn að fá borgað þá á framleiðslufyrirtækið verkið og það getur gert við það sem því sýnist. Svo eru mun fleiri í kvikmyndabransanum sem skipta sér af lokaútgáfunni. Það er ekki raunverulegt listrænt frelsi. Leikhúsið býður upp á fleiri möguleika í rannsóknum og umfjöllunarefni, bandarískir kvikmyndaframleiðendur eru ekki til í að fjalla um hvað sem er í okkar samtíma. Þess utan finnst mér leikhúsið ekki vera eins bókstaflegt og kvikmyndin og hugmyndaflugið getur leitt mann í allar áttir.

Hugsarðu á annan hátt þegar þú skrifar fyrir leikhúsið? Hvað er mest krefjandi? Ég á mér þá einlægu ósk að geta skrifað án hvers kyns takmarkana. Það er reyndar orðið talsvert síðan ég skrifaði síðast kvikmyndahandrit. Þetta hafa mest verið samstarfsverkefni. Svo er það nú einu sinni þannig að ég bý í Bandaríkjunum og vinn sem handritshöfundur og því átti ég litla möguleika á því að koma til Íslands og vinna með leikhópnum. Því urðum við Gísli að senda handritið fram og til baka á milli okkar. Svo vildi þannig til að á sama tíma var ég að leikstýra kvikmynd. En ég náði að vera örlítið með í lokaferlinu í Danmörk og Svíþjóð.

Segðu okkur frá efni verksins Sagan um Karamazov bræður eftir Dostojevskij var innblásturinn og út frá henni komum við okkur niður á þrjár manngerðir sem áttu að endurspegla þrjár hliðar manneskjunnar: Skynfærin, tilfinningarnar og hugsunin. Og svo fórum við að hugsa um fjölskylduna. Mér finnst gaman að vinna með sjálfselsku foreldra, það er alltaf spennandi efni sem erfitt er að horfast í augu við. Gísli gaf mér líka Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness og ég var mjög hrifinn af henni. Það er falleg bók. Bjartur lítur svo á að hann skapi sinn eigin heim og þurfi ekki hjálp frá neinum. Þetta takmarkalausa sjálfstæði var líka innblástur fyrir Magnús, föðurinn í Bastörðum.

Borgarleikhúsið 2012–2013

6


Upphafin náttúra og tímaleysi Samtal við tónskáldin Lars Danielsson og Cæcilie Norby Hvernig er að gera tónlist við leikverk, nú er þetta í fyrsta skipti sem þið gerið það? Cæcile Norby: Um leið og við fengum fyrsta uppkast af handriti varð til eitthvað andrúmsloft sem við fundum bæði fyrir. Við urðum líka fyrir miklum áhrifum af fyrstu teikningum af leikmyndinni, þar var gras, skógur, vatn og tré. Þetta vakti hjá okkur tilfinningu fyrir upphafinni náttúru og tímaleysi og þessi tilfinning seytlaði inn í tónlistina. Lars Danielsson: Það var mikil reynsla fyrir mig að gera tónlist við leikverk þó við höfum reyndar áður samið tónlist við kvikmyndir. Öll list miðar að því að gefa áhorfendunum tilfinningaríka upplifun. Það er mjög spennandi að vinna í samspili texta, ljósa og leikmyndar og búa til úr því eina stóra heild.

Hver er ykkar tilfinning gagnvart Norðurlöndunum? Hvaða norrænu einkenni takið þið með ykkur út í heiminn? Lars: Þegar ég túra, spila á tónleikum og tónleikahátíðum, þá finn ég sterkt fyrir norrænu rótunum. Ég held að ég tengi meira við norræna sjálfsmynd en eldri kollegar mínir, þeir sem má segja að hafi búið til skandinavíska djassinn. Ég á mér margar fyrirmyndir frá Norðurlöndum, t.d. Jan Garbarek, Carl Nielsen, Jan Johansson og fleiri. Ég held að eldri kynslóð djasstónlistarmanna hafi sótt meiri innblástur í ameríska djasstónlist en ég. Cæcilie: Maður tekur eiginlega mest eftir norræna karakternum þegar maður ferðast út fyrir Norðurlöndin. En í þessu samstarfi um Bastarða tek ég líka eftir muninum á okkur Norðurlandabúum. Ef ég fer út á hálan ís og lýsi okkur með þremur lýsingarorðum, þá myndi ég líklega lýsa Svíunum sem vinnusömum, afslöppuðum og beinskeyttum, Íslendingarnir eru viljasterkir, afslappaðir og jarðbundnir og við Danirnir kannski analítiskir, kaldhæðnir og málgefnir. En ég hef alltaf upplifað mjög sterka gagnkvæma virðingu milli okkar. Við getum enn lært fjölmargt hvert af öðru en samnorræni grunntónninn er mjög litaður af melankólíu og kaldhæðni.

Er djassinn ykkar norrænn? Hver eru tengslin milli ameríska djassins og hins norræna? Lars. Ég held að tónlistin sem ég geri sé einhvers konar blanda af klassík og djassi. Tónlistin í Bastörðum á lítið skylt við djass. Ég leik á selló, píanó og trommur en ekki kontrabassa sem er alla jafna mitt aðalhljóðfæri. Þetta var ekki fyrirfram ákveðið - þetta þróaðist bara svona eftir því sem sýningin þróaðist.

Hvernig mynduð þið lýsa tónlistinni í Bastörðum? Lars: Hún er blanda af skrifaðri klassískri tónlist og spunninni tónlist. DR UnderholdningsOrkestret (Kammersveit danska ríkisútvarpsins) flytur tónlistina og í þeirra meðförum er hún íburðarmikil og melankólísk - sem má segja að einkenni megnið af minni tónlist. Í þessu verki notast ég svo líka mjög mikið við guðdómlega rödd Cæcilie Norby. Við byrjuðum að leggja línurnar þegar við lásum handritið. Þó hún hafi breyst talsvert frá því í upphafi þá lá það alltaf fyrir að hún yrði blanda af klassík og spuna en sú blanda er nokkuð sem okkur sem tónlistarmönnum hugnast mjög. Þegar það fór að koma meiri mynd á þetta, þá höfðum við samband við DR UnderholdningsOrkestret, sem við höfum unnið oft með áður og erum mjög ánægð með. Hljómsveitin var mjög til í verkefnið og þá höfðum við ramma til að vinna innan. Okkur langaði líka til þess að nýta okkar sterku hliðar, þ.e.a.s. rödd Cæcilie, sem hentar bæði klassík og djassi, og selllóleik minn. Niðurstaðan er sú að Bastarðatónlistin á ekkert skylt við djass. Þetta hljómar talsvert ólíkt þeirri tónlist sem við erum vön að gera en ég held að stíllinn okkar skíni samt í gegn. Við tókum tónlistina að mestu upp í hljóðveri hljómsveitarinnar en hluta hennar í hljóðveri í Reykjavík. Cæcilie: Þessi spunna en þó skrifaða tónlist í Bastörðum ber höfundareinkenni okkar Lars, hvort sem er í þeirri tónlist sem við höfum gert saman eða í sitt hvoru lagi. Meginþemun í sýningunni eru hins vegar mjög klassísk í eðli sínu. Eins og Lars sagði þá unnum við með DR hljómsveitinni en líka kórnum Ars Nova - sem má segja að gefi tónlistinni blæ óratoríunnar - og það er skemmtileg andstæða við texta verksins.

7

Bastarðar


Borgarleikhúsið 2012–2013

8


9

Bastarรฐar


Hin fullkomna fjölskylda er ekki til Í framtíðinni á fjölskyldan eftir að breytast afar mikið. Hin norræna fjölskylda stefnir að fullkomnun, stefnir að gulli slegnu fjölskyldulífi. Magnús er sannarlega ekki venjulegur fjölskyldufaðir. Börn hans skipta hann ekki miklu máli og hann sinnir þeim ekki. Hann er djöfull í mannsmynd og vill flokkast sem eins konar ættarhöfðingi og er ansi langt frá þeirri mynd sem við höfum af „nútímalegum“ norrænum fjölskylduföður og „nútímalegu“ fjölskyldumunstri Evrópu. Ættfaðirinn er aflagður fyrir löngu og hefðbundinn evrópskur faðir er bæði umhyggjusamur og karlmannlegur. Engu að síður er hann breytingum háður og svo virðist sem hann nálgist æ meir hina karlmannlegu ímynd á kostnað hinnar umhyggjusömu. Fjölskyldumynstrið á Norðurlöndum er svipað, þar er að finna „nútímalegustu“ fjölskyldurnar með sterk jafnréttissjónarmið, jafnvel þótt ímynd ættföðurins sé furðulega lífsseig. En fjölskyldan stendur frammi fyrir miklum áskorunum: Í fyrsta lagi er það gjáin á milli drauma og hversdagslegs veruleika. Fjölskyldur Norðurlanda leggja hart að sér til að halda fjölskyldunni saman og keppa að lífsgæðum. Þegar öryggisleysi herjar á – erum við raunveruleg fjölskylda, stöndumst við álagið? – er áhersla fjölskyldunnar ekki síst sú að standast álit og skoðanir annarra á hugtakinu fjölskylda. Álagið er mikið: Fullkomin fjölskylda skoðar okkur ásakandi úr öllum áttum. Í auglýsingabæklingum ferðaskrifstofanna birtist okkur yndisleg fjölskylda í sumarleyfi, sömuleiðis í sápuóperum sjónvarpsstöðvanna og svo er það náttúrlega fullkomna fjölskyldan sem skrifar daglega á fésbókarsíðuna sína þar sem við fáum sterklega á tilfinninguna að lífið sé eilífur dans á rósum. Fólk getur bugast af öllu þessum kröfum að verða, þurfa, eiga, „trying to be a family...“ Þá gæti það virst einhvers konar öryggi að vita að flestar aðrar fjölskyldur eru brotnar og sundurtættar á einhvern hátt og hvernig ættu þær þá að geta uppfyllt allar þessar kröfur samtímans um fullkomleika, sátt, samlyndi, umhyggju og skilyrðislausa eilífa ást? Í öðru lagi er æ flóknari fjölskyldusamsetning í takt við fjölda skilnaða og sambúðarslita. Börnin mín og börnin þín, helgarbörnin, forræðisbörnin og sambandið við vinina eða sína „fyrrverandi“? Flókið samband úrræða, þátttöku og tilfinninga. Jafnframt stendur fjölskyldan traustum fótum í huga fólks. Öll saga nútímalegrar fjölskyldu, sem nær vart lengra aftur í tímann en til nítjándu aldar þegar kjarnafjölskyldan og heimilið varð hugmyndalegur hornsteinn samfélagsins, hefur einkennst af upplausnarógn. Við hlustum í undrun á umræðurnar sem áttu sér stað í kring um árið 1950 um hrun fjölskyldunnar. Þetta er einmitt það tímaskeið sem við horfum til með eftirsjá sem tíma hinnar fullkomnu fjölskyldu. Hvernig lítur framtíðin út? Er fjölskyldan í hættu? Hugsunin um þetta hlýtur að leiða til þess að hugtakið um hina tryggu og heilbrigðu fjölskyldu er að miklum hluta goðsagnakennd.

Borgarleikhúsið 2012–2013

10


Fjölskyldugildin hafa breyst og eru ekki jafn hefðbundin og fyrir tuttugu árum síðan. „Samningafjölskyldan“ er orðin staðreynd þar sem gerður er kaupmáli og samið er um flest í hjúskapnum: skiptingu eigna og fjármuna, verkaskiptingu og svo framvegis. Þetta er daglegt brauð nútímans. Einnig hafa vinir, nágrannar og starfsfélagar orðið það sem kallað er manns nánustu. Auk þess er minna rými fyrir sterkar tilfinningar í skipulagsvíti samningafjölskyldunnar. Fjölskyldan sem eins konar stofnun tekur sífelldum breytingum á sama hátt og samskipti kynjanna. Sambönd framtíðarinnar munu áreiðanlega breytast frá því sem nú er en það er erfitt að spá um hvernig fjölskyldan mun verða og hugsanlegt að undarlegir hlutir komi okkur á óvart handan við hornið. Orvar Lövgren, prófessor emeritus í mannfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð.

11

Bastarðar


Borgarleikhúsið 2012–2013

12


13

Bastarรฐar


Borgarleikhúsið 2012–2013

14


15

Bastarรฐar


Norræna samstarfið Bastarðar er upphaflega mjög viðamikið samstarf fjögurra leikhúsa, Borgarleikhússins, Vesturports, Får302 og Malmö Stadsteater. Einnig má segja að Bandaríkin eigi sinn þátt í verkinu, því verkið er skrifað af Gísla Erni í samvinnu við bandaríska handritshöfundinn Richard LaGravinese. Samstarfið hófst með vinnuferð á Seyðisfjörð þar sem sænskir, íslenskir og danskir leikarar og aðstandendur sýningarinnar hófu undirbúningsvinnu og æfingar. Öll umgjörð sýningarinnar var unnin í Borgarleikhúsinu og að lokinni undirbúningsvinnu hófust æfingar hér vorið 2012. Verkið var svo forsýnt hér í Reykjavík á Listahátíð sumarið 2012. Bastarðar fór svo til Malmö þar sem það var sýnt í stóru sirkustjaldi og þaðan til Kaupmannahafnar þar sem sýningum lauk í lok sumars. Verkið var svo tekið aftur til æfinga með eingöngu íslenskum leikurum hér í Borgarleikhúsinu. Malmö Stadsteater er eitt af stærstu leikhúsum Svíþjóðar, þar eru frumsýnd u.þ.b. fimmtán verkefni á hverju ári. Verkefnaval leikhússins er fjölbreytt, ný innlend og erlend leikrit ásamt klassískum verkum. Leikhúsið er með fastan hóp leikara og í húsinu eru þrjú svið. Íslendingar hafa áður komið við sögu í Malmö leikhúsinu, Gísli Örn setti þar upp Hamskiptin og Guðjón Pedersen, fyrrum leikhússtjóri Borgarleikhússins, setti einnig upp Ofviðrið. Teater Får302 er sennilega minnsta leikhús Danmerkur í fermetrum talið, það rúmar 48 manns í sæti. Það er hins vegar eitt af framsæknustu leikhúsum þeirra Dana og hefur lagt sérstaka áherslu á samvinnu við önnur norræn og stærri leikhús. Frá árinu 2009 hefur leikhúsið nær alfarið einbeitt sér að norrænum verkefnum og til dæmis hefur Íslendingurinn Egill Heiðar Anton Pálsson leikstýrt þar verkinu Dvergurinn og einnig sýndi leikhúsið verkið Djúpið eftir Jón Atla Jónasson.

Borgarleikhúsið 2012–2013

16


17

Bastarรฐar


Borgarleikhúsið 2012–2013

18


19

Bastarรฐar


Jóhann Sigurðarson

Nína Dögg Filippusdóttir

lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981 og var fyrst um sinn fastráðinn hjá LR þar sem hann lék mörg burðarhlutverk, til að mynda titilhlutverkið í Jóa, Arnald í Sölku Völku, Leslie í Gísl og Kjartan í Guðrúnu og í söngleiknum Gretti og í Gosa. Jóhann lék svo í Þjóðleikhúsinu til fjölda ára, m.a. í Aurasálinni, Hafinu, Trígorín í Mávinum, titilhlutverkið í Don Juan, í Þreki og tárum, Grandavegi 7, Abel Snorko býr einn, Krítarhringnum, Vegurinn brennur, Ivanov og Öllum sonum mínum. Jóhann er nú fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu hefur m.a. leikið í Milljarðamærin snýr aftur, Fólkinu í blokkinni, Gauragangi, Ofviðrinu og Fólkinu í kjallaranum. Einnig má nefna aðalhlutverk í nokkrum söngleikjum; Vesalingunum, Söngvaseiði, My Fair Lady og Fiðlaranum á þakinu auk hlutverka í Íslensku óperunni; Valdi örlaganna og Rakaranum í Sevilla. Meðal kvikmynda sem Jóhann hefur leikið í eru Óðal feðranna, Eins og skepnan deyr, Húsið, Tár úr steini, 101 Reykjavík, Brúðguminn og Heiðin. Jóhann var tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir leik sinn í Svartri mjólk, söngleiknum Gretti, Öllum sonum mínum, Fólkinu í kjallaranum og Fanný og Alexander.

útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Síðan hefur hún starfað við leikhús og kvikmyndir hérlendis sem og erlendis. Hún er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlía, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúninni og Faust. Meðal annarra hlutverka Nínu eru Karen í Englabörnum í Hafnafjarðaleikhúsinu, Stjarna í Rambó 7 og Katrín í Átta konum í Þjóðleikhúsinu. Nína er fastráðin við Borgarleikhúsið og meðal sýninga þar eru Kryddlegin hjörtu, Púntilla og Matti, Fjölskyldan, Dúfurnar og Elsku barn. Nína lék einnig Önnu í Don Jon í uppsetningu breska leikhópsins Kneehigh og ferðaðist með þá sýningu um Bretland. Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljós, Hafið, Börn og Foreldrar, Sveitabrúðkaup, Brim, Kóngavegur og sjónvarpsþáttunum Stelpurnar og Heimsendir. Nína Dögg var valin Shooting Star 2003, hún hefur verið tilnefnd til Grímuverðlauna sem og Edduverðlauna og hlaut þau fyrir kvikmyndina Brim. Nína hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005.

Sýningar Jóhanns á leikárinu: Rautt, Galdrakarlinn í Oz, Bastarðar og Mary Poppins

Borgarleikhúsið 2012–2013

20

Sýningar Nínu Daggar á leikárinu: Á sama tíma að ári, Bastarðar og Núna!


Hilmir Snær Guðnason

Stefán Hallur Stefánsson

lauk námi við Leiklistarskóla Íslands árið 1994 og síðan þá farið með fjölmörg veigamikil hlutverk í leikhúsum landsins. Meðal sýninga eru Fávitinn, Þrjár systur, Hamlet, Listaverkið, Veislan, Með fulla vasa af grjóti og Ríkarður þriðji. Hann lék í söngleikjunum Hárið og Rocky Horror hjá Flugfélaginu Lofti og Beðið eftir Godot, Amadeus, Milljarðamærin snýr aftur, Dúfunum, Ofviðrinu, Faust og Strýhærða Pétri hér í Borgarleikhúsinu. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Agnesi, 101 Reykjavík, Englum alheimsins, Brúðgumanum, Hafinu og hann fékk Edduna fyrir leik sinn í Mávahlátri og Brúðgumanum. Hilmir hefur einnig leikið í þýskum og breskum kvikmyndum. Meðal leikstjórnarverkefna Hilmis eru Krákuhöllin hjá Nemendaleikhúsinu, Abigail heldur partí, Dagur vonar, Fjölskyldan og Kirsuberjagarðurinn í Borgarleikhúsinu, Töfraflautan í Íslensku óperunni, Hinn fullkomni maður á vegum Draumasmiðjunnar, Gullna hliðið í Þjóðleikhúsinu. Hilmir Snær fékk Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir Hamlet, Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Veislunni og Ég er mín eigin kona og Grímuverðlaun árið 2010 fyrir leikstjórn sína á Fjölskyldunni. Hilmir hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2000.

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006. Hann hefur starfað við Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið, Vesturport, Vér morðingja, Sokkabandið, ART í Bandaríkjunum og CDN Orleans í Frakklandi. Eftir útskrift réðist hann til Þjóðleikhússins og lék þar m.a. Díónýsos í Bakkynjum og titilhlutverkið í Macbeth. Meðal nýlegra verkefna hans í Þjóðleikhúsinu eru Gerpla, Íslandsklukkan, Sá ljóti, Baðstofan og Sædýrasafnið. Hann lék í Sjöundá á vegum Aldrei óstelandi. Hann lék í Enron hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Mojito í Tjarnarbíói, Ritskoðaranum og Hér & Nú hjá Sokkabandinu, Penetreitor og Bubba Kóngi hjá Vér Morðingjum, Afgöngum hjá Austurbæ og Woyzeck hjá Vesturporti. Stefán Hallur hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpi, meðal annars í Pressu, Jóhannesi, Desember, Roklandi og Djúpinu. Hann er stundakennari við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Stefán Hallur leikstýrði Eftir lokin á vegum SuðSuðVestur í Tjarnarbíói. Hann var aðstoðarleikstjóri í Vesalingunum, Afmælisveislunni, Jónsmessunótt og Tveggja þjóni hjá Þjóðleikhúsinu.

21

Bastarðar


Sigurður Þór Óskarsson

Þórunn Erna Clausen

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands með BFA gráðu árið 2012. Að lokinni útskrift réði hann sig til Borgarleikhússins og er nú fastráðinn leikari þar. Sigurður lék í Grease 2009 í Loftkastalanum, barnaleikritinu Jólaævintýri 2010, í Gosa í Borgarleikhúsinu árið 2007, fuglahræðuna í Galdrakarlinum í Oz árið 2012 og í Gulleyjunni. Sigurður hefur talsett fjölda teiknimynda fyrir sjónvarp og kvikmyndahús.

útskrifaðist sem leikkona frá Webber Douglas Academy í London árið 2001. Meðal hlutverka og leiksýninga í Þjóðleikhúsinu má nefna Ragnheiði Birnu í Þetta er allt að koma, Sitji Guðs Englar, Gott kvöld, Leitin að jólunum og Syngjandi í rigningunni. Hún lék Nansí í Olíver hjá Leikfélagi Akureyrar 2005. Þórunn var tilnefnd til Grímunnar fyrir hlutverk sitt í Dýrlingagenginu sem sett var upp í Listasafni Reykjavíkur og var tvívegis til Eddunnar fyrir hlutverk sín í kvikmyndinni Dís og þáttunum Reykjavíkurnætur. Önnur verkefni eru m.a. einleikurinn Ferðasaga Guðríðar, leikstjórn hjá áhugaleikfélögum ásamt því að hafa fengist töluvert við textagerð og söng utan leikhússins. Hjá Borgarleikhúsinu hefur Þórunn leikið í Söngvaseiði, Fjölskyldunni og Lilith í Faust í leikferð Borgarleikhússins og Vesturports til Kóreu 2011. Hún var einnig aðstoðarleikstjóri í Fjölskyldunni og Galdrakarlinum í Oz. Þórunn lék í Gulleyjunni þegar hún var sýnd á Akureyri á síðasta leikári.

Sýningar Sigurðar á leikárinu: Gulleyjan, Bastarðar, Mýs og menn, Galdrakarlinn í Oz, Mary Poppins og Núna!

Sýningar Þórunnar á leikárinu: Gulleyjan og Bastarðar

Borgarleikhúsið 2012–2013

22


Elva Ósk Ólafsdóttir

Víkingur Kristjánsson

lauk námi við Leiklistarskóla Íslands 1989. Hún hefur farið með fjölda burðarhlutverka við Þjóðleikhúsið, meðal annars í Gauragangi, Oleönnu, Stakkaskiptum, Þreki og tárum, Sem yður þóknast, Óskastjörnunni, Komdu nær, Brúðuheimilinu, Horfðu reiður um öxl, Vilja Emmu, Veislunni, Þetta er allt að koma, Öxinni og jörðinni, Dínamíti og Hjónabandsglæpum. Hún lék veigamikil hlutverk í Húsi Bernörðu Alba og Íslandsklukkunni hjá Leikfélagi Akureyrar og í Ég er meistarinn, Kjöti, Heima hjá ömmu og Englum í Ameríku hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hún lék í Hamskiptunum með Vesturporti bæði hér heima og erlendis. Elva Ósk hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars í Stuttum frakka, Benjamín dúfu, Ikingut, Hafinu og Kaldri slóð. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Hafinu. Hún lék einnig í framhaldsþáttunum Erninum hjá Danmarks Radio. Elva Ósk hlaut Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir túlkun sína á hlutverki Nóru í Brúðuheimilinu og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í Veislunni og Hjónabandsglæpum. Elva Ósk Ólafsdóttir hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2007.

útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands vorið 2001. Hann er einn af stofnendum Vesturports og hefur tekið þátt í mörgum af verkefnum hópsins. Má þar nefna Rómeó og Júlíu, Woyzeck, Titus Andrónikus, Discopigs, Brim, Ást, Faust og Húsmóðirin. Víkingur hefur sem leikari unnið í leikhúsi, leikið í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og fyrir útvarp. Hann hefur auk þess leikstýrt og unnið sem listrænn leiðbeinandi. Víkingur skrifaði leikritið Kringlunni rústað, sem Vesturport setti upp 2004 og söngleikinn Ást, ásamt Gísla Erni Garðarssyni, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu árið 2006 og í Lyric Hammersmith leikhúsinu í London 2008. Auk þessa var hann einn af handritshöfundum kvikmyndarinnar Foreldrar.

Sýningar Elvu Óskar á leikárinu: Bastarðar og Nóttin nærist á deginum.

23

Bastarðar


Jóhannes Níels Sigurðsson er íþróttakennari og fimleikaþjálfari. Hann hefur tekið þátt í ýmsum sýninga Vesturports: Rómeó og Júlíu, Voyzeck, Faust og Húsmóðurinni. Hann lék einnig í kvikmyndinni Börn og sjónvarpsþáttunum Fangavaktin. Jóhannes hefur stundað fimleika í úrvalshópi frá þrettán ára aldri og er jafnframt listmálari og hefur haldið fjölda einkasýninga á verkum sínum.

Borgarleikhúsið 2012–2013

24


25

Bastarรฐar


Richard LaGravenese

er einn þekktasti handritshöfundur í Hollywood og starfar auk þess sem kvikmyndaleikstjóri. Hann útskrifaðist frá Tisch School of the Art við New York-háskóla og hefur verið tilnefndur til Oscars verðlauna fyrir handritið að The Fischer King í leikstjórn Terry Giliam. Richard LaGravenese er einnig höfundur handritanna The Bridges of Madison County sem Clint Eastwood leikstýrði, The Horse Whisperer í leikstjórn Robert Redfords, P.S. I Love you sem hann leikstýrði sjálfur og Water for Elephants í leikstjórn Francis Lawrence. Hann skrifaði handrit og leikstýrði kvikmyndinni Living out Loud með Danny DeVito og Holly Hunter, Freedom Writers með Hillary Swank og Patrick Dempsey, Paris Je t‘aime með Fanny Ardent og Bob Hoskins. Á næsta ári verður myndin Beauteful Creatures frumsýnd. Richard er bæði handritshöfundur og leikstjóri. Leikarar eru meðal annarra Alice Englert, Alden Ehrenreich, Emma Thompson, Jeremy Irons. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Kami Garcia og Margaret Stohl. Nýlega hefur Richard lokið við að gera kvikmyndahandrit eftir metsölubókinni Unbroken eftir Laura Hillenbrand. Síðastliðið sumar fóru fram tökur á kvikmyndahandriti hans Liberace: Behind the Candlebra með leikurunum Matt Damon og Michael Douglas í leikstjórn Stephen Soderbergh.

Gísli Örn Garðarsson

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Hann er einn af stofnendum leikhópsins Vesturports og hefur tekið þátt í flestum verkefnum hópsins, sem leikari, leikstjóri og höfundur. Meðal leikstjórnar verkefna: The Heart of Robin Hood hjá The Royal Shakespear Company, Faust í Borgarleikhúsinu, Young Vic London, BAM og víðar. Rómeó og Júlía (þar sem hann fór einnig með hlutverk Rómeó) Borgarleikhúsið, Young Vic London og víðar. Woyzeck frumsýnt hjá the Barbican Theatre og síðar í Borgarleikhúsinu, Amsterdam Het Muziektheatre, Bam og víðar. Hamskiptin (fór einnig með hlutverk Gregor Samsa) frumsýnt hjá The Lyric Hammersmith, síðar sýnt í Þjóðleikhúsinu, Sydney Theatre, Bam og víðar. Söngleikurinn Ást, Kommúnan ofl. Meðal verkefna sem leikari: Pressa 2 (Stöð 2), Prince of Persia (Disney / Bruckheimer). Brim og Börn (Vesturport). Kóngavegur og Sveita brúðkaup (Mystery Films). Gísli hefur auk þess leikið ýmiss hlutverk, hjá Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, National Theatre London, Royal Shakespeare Company ofl…

Börkur Jónsson

útskrifaðist úr Skúlptúrdeild MHÍ árið 1999. Hann lauk MA gráðu í myndlist frá Listaakademíunni í Helsinki árið 2002. Börkur hefur komið að fjölmörgum verkefnum í leikhúsi og starfar auk þess að auglýsinga- og kvikmyndagerð. Hann hannaði m.a. leikmyndir fyrir Meistarann og Margarítu í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Sjeikspír einsog hann leggur sig í Iðnó, Rústað og Fjölskylduna í Borgarleikhúsinu, Túskildingsóperuna, Óhapp og Hænuungana í Þjóðleikhúsinu og með Vesturporti sýningarnar Rómeó og Júlíu, Brim, Woyzeck, Hamskiptin, Kommúnuna og Ást. Einnig hannaði Börkur leikmynd fyrir Electric Light, dansleikhús í uppsetningu breska hópsins Fuel. Börkur hlaut Grímuna fyrir Fögnuð og Woyzeck árið 2006, fyrir Hamskiptin árið 2008, Fjölskylduna árið 2010 og hlaut tilnefningu fyrir Rústað árið 2009. Hann var tilnefndur til “Designer of the Year” í Evening Standard leiklistarverðlaununum 2006 fyrir Hamskiptin.

Maria Gyllenhoff

útskrifaðist frá Hönnunarskóla Danmerkur í tísku- og búningahönnun. Hún hefur gert búninga fyrir mikinn fjölda ópera, leikrita, söngleikja og kvikmyndia. Hún hefur unnið við Konunglega leikhúsið, Kaleidoskop og Gasværket í Kaupmannahöfn. Í Svíþjóð hefur hún unnið við búninga í Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi, Óperuna í Malmö. Maria gerði búningana við sviðsetningu Íslensku óperunnar á L‘Elisir d‘amore í leikstjórn Kaspars Holten. Hún hefur gert búninga við Genoveva eftir Schubert í New York. Í haust gerði hún búningana í söngleiknum La Cage aux Folles í Oscars-leikhúsinu í Stokkhólmi.

Carina Persson

útskrifaðist sem ljósahönnuðurr frá Half Moon Theatre í London og hefur unnið í lausamennsku síðan árið 1988. Hún starfar fyrst og fremst við leikhús en einnig hefur hún hannað ljós fyrir danssýningar, tónleika og aðrar sýningar af ýmsu tagi. Hún hefur starfað meðal annars við Borgarleikhúsin í Malmö, Helsingborg og Gautaborg, Teater Tribunalen í Stokkhólmi, Alþýðuleikhúsið og Åben Dans í Hróarskeldu. Þar að auki hefur hún starfað við Das Beckwerk í Kaupmannahöfn, Den nationale Scene í Bergen, Þjóðaróperuna í Lettlandi og við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn.

Þórður Orri Pétursson

er forstöðumaður ljósadeildar Borgarleikhússins. Hann lærði leikhúslýsingu við Central School of Speech and Drama og síðar meistaranám í byggingalýsingu við Bartlett School of Architecture. Hann starfaði í fimm ár hjá virtum arkitekta- og lýsingafyrirtækjum í London og vann að byggingalýsingum víða um heim. Meðal leiksýninga sem Þórður hefur unnið við í Borgarleikhúsinu eru Rústað, Söngvaseiður, Faust, Dúfurnar, Elsku barn, Húsmóðirin, Galdrakarlinn í Oz, Eldhaf og Hótel Volkswagen. Þórður fékk tilnefningar til Grímunnar fyrir Rústað og Faust. Borgarleikhúsið 2012–2013

26


Cæcilie Norby

hefur sent frá sér fjölda geisladiska undir merkjum Blue Note Records og selt fjölda geisladiska í Evrópu, Bandaríkjunum, Japan og Suður-Afríku. Cæcilie hefur hlotið fjölda verðlauna eins og Ben Webster verðlaunin, heiðursverðlaun IFPI árið 2010. Á ferli sínum hefur hún verið tilnefnd ellefu sinnum til dönsku tónlistarverðlaunanna og hefur tekið þátt í tónleikaferðum með stórsveitum, sinfóníuhljómsveitum og smærri tónlistarhópum um allan heim. Hún hefur starfað með stjörnujazzistum á borð við John Scofield, Billy Hart, Dianne Reeves, Kurt Elling, Jon Christensen, Lars Danielsson og mörgum fleiri.

Lars Danielsson

lagði stund á selló, bassa og jazz við Tónlistarháskólann í Gautaborg. Lars Danielsson-kvartettinn hefur hlotið fjölda verðlauna og margoft verið tilnefndur til virtra verðlauna. Kvartettinn hefur gefið út tíu geisladiska og hafa ýmsir heimsþekktir einleikarar leikið með. Má nefna slagverksleikarann Alex Acuna og jazzgítaristann John Abercrombie. Lars hefur hin síðari ár snúið sér æ meir að tónsmíðum og útsetningum bæði fyrir stórsveitir og sinfóníuhljómsveitir eins og Útvarpshljómsveit Danmerkur, Jazz Baltica Ensemble og svo fyrir þær Viktoriu Tolstoy og Cæcilie Norby.

Thorbjørn Knudsen

er hljóðmaður og hljóðhönnuður við Borgarleikhúsið. Hann hefur unnið með fjölda danskra tónlistarmanna, í hljóðveri og á tónleikum. Meðal þeirra má nefna Mads Vinding, Carsten Dahl, DR Big Band og Caroline Henderson. Thorbjørn hannaði hljóðmynd fyrir Faust, Gauragang, Enron, Strýhærða Pétur og Galdrakarlinn í Oz á Stóra sviði Borgarleikhússins og hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir Faust. Hann hefur einnig unnið sem hljóðmaður við hin ýmsu hljóðver í Danmörku, var meðal annars fastur starfsmaður hjá Full Moon hljóðverinu í Kaupmannahöfn og hljóðmaður í Copenhagen Jazzhouse. Á Íslandi hefur Thorbjørn unnið fyrir hina ýmsu listamenn, bæði hjá Exton og sömuleiðis á eigin vegum en hann rekur sjálfur lítið hljóðver.

Árdís Bjarnþórsdóttir

nam leikhús- og kvikmyndaförðun í Los Angeles á árunum 1988-1990. Hún nam einnig hárkollugerð hjá Margréti Matthíasdóttur. Árdís hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu árið 1991 og tók þar við stöðu forstöðumanns hárkollu-og förðunardeildar árið 2003. Hún sinnti því starfi fram til ársins 2011 en tók þá við stöðu deildarstjóra leikgervadeildar Borgarleikhússins. Árdís hefur sinnt fjölda leikhúsförðunarverkefna hjá Þjóðleikhúsinu og má þar nefna Utan gátta, Frida viva la vida, Oliver Twist, Hart í bak auk fjölda annarra sýninga. Árdís hannaði leikgervi fyrir Galdrakarlinn í Oz og Kirsuberjagarðinn á Stóra sviði Borgarleikhússins. Auk starfa í leikhúsinu hefur Árdís sinnt ýmiss konar kvikmynda- og auglýsingaverkefnum.

Gunnar Sigurbjörnsson

er hljóðmaður og hljóðhönnuður við Borgarleikhúsið. Hann kom að fjölmörgum sýningum hjá Leikfélagi Akureyrar allt frá árinu 1986 og var fastráðinn tæknistjóri þar síðustu árin. Hjá LA hannaði hann hljóðmyndir, hljóðblandaði og keyrði fjölmargar sýningar. Meðal þeirra eru Slavar, Pakkið á móti, Litla hryllingsbúðin, Óliver!, Lífið – notkunarreglur, Óvitar, Fló á skinni, Músagildran, Lápur, Skrápur og jólaskapið, Fúlar á móti, Falið fylgi, Lilju, Lykilinn að jólunum og 39 þrep. Gunnar hefur verið hljóðhönnuður fyrir margar þekktustu hljómsveitir landsins og hefur hljóðblandað fjölda tónleika hér heima og erlendis á síðustu 20 árum. Gunnar var ráðgefandi í hljóðmálum við byggingu Menningarhússins Hof á Akureyri og tók þátt í hljóðhönnun stóra salsins þar.

Hlynur Páll Pálsson

útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2009, en honum var boðið að sýna útskriftarverk sitt, Homo Absconditus, á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal sama ár. Í kjölfarið leikstýrði hann einleiknum Ellý, alltaf góð eftir Þorvald Þorsteinsson á sviðslistahátíðinni artFart, 2009. Eftir útskrift hefur Hlynur starfað sem sviðs- og sýningarstjóri á Litla sviði Borgarleikhússins og sem leikstjóri Götuleikhúss Reykjavíkurborgar. Hlynur er jafnframt meðlimur í Sviðslistahópnum 16 elskendum, sem eiga að baki sýningarnar IKEA-ferðir, Orbis Terrae-ORA á Listahátíð í Reykjavík (í leikstjórn Margrétar Vilhjálmsdóttur), Nígeríusvindlið og Sýningu ársins, sem fékk sérstök sprotaverðlaun Grímunnar árið 2012 fyrir framúrskarandi nýbreytni og frumleika í sviðslistum.

27

Bastarðar


Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.

Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •.Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 –

Stjórn Borgarleikhússins

Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steindór Hjörleifsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir

Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins. Í dag sitja stjórn þau Inga Jóna Þórðardóttir, formaður. Marta Nordal, ritari, Þórólfur Árnason, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir og Theódór Júlíusson. Varamenn eru Edda Þórarinsdóttir og Finnur Oddsson.

Borgarleikhúsið 2012–2013

28


Fastráðnir starfsmenn Yfirstjórn og skrifstofa Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, (Jorri) hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Álfrún Helga Örnólfsdóttir Bergur Þór Ingólfsson Brynhildur Guðjónsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María Karlsdóttir Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Lára Jóhanna Jónsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Ólafur Darri Ólafsson Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Theodór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson

Hljóð- og tölvudeild Ólafur Örn Thoroddsen, forstöðumaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Gunnar Sigurbjörnsson, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir, leikgervahönnuður Margrét Benediktsdóttir, leikgervahönnuður Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Aðalheiður Jóhannesdóttir, yfirleikmunavörður Nína Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir Smíðaverkstæði Gunnlaugur Einarsson, forstöðumaður Ingvar Einarsson, smiður Haraldur Björn Haraldsson, smiður Karl Jóhann Baldursson, smiður

Listrænir stjórnendur Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Snorri Freyr Hilmarsson, leikmyndahönnuður

Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölu- og framhússtjóri Vigdís Theodórsdóttir, vaktstjóri Ingibjörg Magnúsdóttir, ræstitæknir

Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið

Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir Stefanía Þórarinsdóttir

Leiksvið Kjartan Þórisson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður Þorbjörn Þorgeirsson, sviðsmaður

Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari

Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Magnús Helgi Kristjánsson, ljósamaður Garðar Borgþórsson, ljósamaður

Umsjón húss Ögmundur Þór Jóhannesson Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is

29

Bastarðar


Rautt

Rothko og hinn eilífi ótti listamannsins Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar

„Það er harmleikur fólginn í hverri pensilstroku“ sagði Mark Rothko um eigin verk. Hann var einn mikilvægasti málari 20. aldarinnar og tók að sér eitt stærsta verkefni listarsögunnar fyrir áður óþekkta upphæð. Þrátt fyrir þennan heiður sækja að honum efasemdir og innri átök brjótast fram í samskiptum hans við unga aðstoðarmanninn, Ken. Átökin eru ekki aðeins milli meistara og lærlings heldur fulltrúa nýrra tíma og hins helga konungs myndlistarinnar. Ólík viðhorf til lífsins takast á og um leið afhjúpast ævi aðstoðarmannsins; sorglegir atburðir fortíðar knýja dyra og átökin hafa óvæntar afleiðingar. Þótt báðir komi sárir úr því einvígi hafa þeir engu að síður unnið sigur, hvor á sinn hátt. Rautt hefur sópað til sín verðlaunum víða um heim á síðustu árum. Meðal annars hlaut það hin virtu Tony verðlaun árið 2010 og gagnrýnendur hafa ekki haldið vatni yfir verkinu. Rautt er gríðarlega vel skrifað leikrit með sterkum persónum, sígildum spurningum um lífið og óvæntum afhjúpunum. John Logan (f. 1961) hefur skrifað fjölmörg leikrit og kvikmyndahandrit og víða fengið fyrir þau verðlaun og viðurkenningar. Hann skrifaði m.a. handrit að kvikmyndunum The Aviator, Gladiator og Hugo sem allar hlutu tilnefningar til Óskarsverðlauna.

Borgarleikhúsið 2012–2013

30

Höfundur: John Logan Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóðmynd: Thorbjørn Knudsen Sviðshreyfingar: Valgerður Rúnarsdóttir Málverk: Victor Cilia Leikarar: Jóhann Sigurðarson Hilmar Guðjónsson


Gullregn

Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré

Indíana Jónsdóttir býr í blokk í Fellahverfinu umkringd fólki af erlendum uppruna sem hún fyrirlítur. Indíana lifir á bótum en er fullkomlega heilbrigð. Hún kann á kerfið – er svokallaður kerfisfræðingur. Í litla garðskikanum fyrir aftan íbúðina hefur hún ræktað tré sem er hennar stolt og yndi – Gullregn. Þegar fulltrúi Umhverfisráðuneytisins bankar upp á og tilkynnir að uppræta skuli allar gróðurtegundir sem ekki voru til staðar á Íslandi fyrir árið 1900 snýst heimur Indíönu á hvolf með baráttu upp á líf og dauða.

Höfundur og leikstjórn: Ragnar Bragason Leikmynd: Hálfdán Pedersen Búningar: Helga Rós V. Hannam Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Mugison Leikarar: Sigrún Edda Björnsdóttir Hallgrímur Ólafsson Halldóra Geirharðsdóttir Brynhildur Guðjónsdóttir Halldór Gylfason Hanna María Karlsdóttir

Gullregn Ragnars Bragasonar er mannlegt og broslegt en um leið harmrænt verk um fólk sem við þekkjum öll. Hér birtast Íslendingar nútímans með öllum sínum kostum og göllum. Hrár og ómengaður samtími. Ragnar Bragason er í fremsta flokki íslenskra kvikmyndagerðarmanna en meðal verka hans eru Börn, Foreldrar, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin og Bjarnfreðarson. Aðferðin við sköpun Gullregns er sú sama og Ragnar hefur notað í kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni síðasta áratuginn. Persónur eru þróaðar í samvinnu við hvern og einn leikara í tiltölulega langan tíma. Það skemmir svo ekki fyrir að þjóðargersemin Mugison semur tónlistina við verkið og er þetta frumraun þeirra beggja í íslensku leikhúsi. Frumsýnt 1. nóvember 2012 á Nýja sviðinu 31

Bastarðar


Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.

Borgarleikhúsið 2012–2013

32


Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is

VERÐ FRÁ kR. EINTAkIÐ

6.990

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.

33

Bastarðar


Borgarleikhúsið 2012–2013

34


35

Bastarรฐar


Borgarleikhúsið 2012–2013

36


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.