Oleanna leikskrá - Borgarleikhúsið september 2020

Page 1

Borgarleikhúsið 2020–2021

Oleanna Höfundur: David Mamet Þýðing: Kristín Eiríksdóttir

Frumsýnt: 18. september

Salur: Nýja svið



Oleanna Höfundur: David Mamet Þýðing: Kristín Eiríksdóttir

Persónur, leikendur: John, Hilmir Snær Guðnason Carol, Vala Kristín Eiríksdóttir

Listrænir stjórnendur: Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason /Gunnar Gunnsteinsson Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui Tónlist: Garðar Borgþórsson Lýsing: Þórður Orri Pétursson Leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson og Þorbjörn Steingrímsson

Oleanna er 630. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur. Sýningarréttur Nordiska ApS København. Oleanna var frumflutt árið 1992 í American Repertory-leikhúsinu í Cambridge, Mass­ achusetts, USA. Frumsýning 18. september 2020 á Nýja sviði Borgarleikhússins. Sýningartími er um það bil ein klukkustund og 40 mínútur. Eitt 20 mínútna hlé. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.

1

Borgarleikhúsið

2020–2021


Sýningarstjórn: Christopher Astridge Verkefnisstjóri: Anna Pála Kristjánsdóttir Ljósastjórn: Kristinn Snær Sigurðarson Búningagerð: Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Ingunn Lára Brynjólfsdóttir Leikgervi: Elín S. Gísladóttir (forstöðumaður) Guðbjörg Ívarsdóttir (hárgreiðsla) Leikmyndagerð: Ingvar Einarsson Karl Jóhann Baldursson Victor Cilia Luis Castillo Kristian Zara Finnur Guðmundsson Olguson Leikmunir: Móeiður Helgadóttir Fanney Sizemore Andri Björgvinsson Svanhvít Thea Árnadóttir Hljóðdeild: Garðar Borgþórsson Þórður Gunnar Þorvaldsson Þorbjörn Steingrímsson Ljósadeild: Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Pálmi Jónsson Hallur Ingi Pétursson Leiksvið: Kjartan Þórisson Richard H. Sævarsson Bergur Kelti Ólafsson Þorbjörn Þorgeirsson Kristín Hansen Hjaltalín Alex James Guðjónsson Luis Castillo Þakkir: Ólafur Darri Ólafsson Leikskrá: Ritstjórn: Hafliði Arngrímsson, Halla Björg Randversdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir Útgefandi: Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri: Brynhildur Guðjónsdóttir Ljósmyndun: Grímur Bjarnason Hönnun leikskrár: Brandenburg

2

Borgarleikhúsið

2020–2021


3

Oleanna


David Mamet David Mamet fæddist árið 1947 í Chicago, sonur rússneskra innflytjenda af gyðingaættum. Eftir skilnað foreldra sinna bjó hann í fyrstu hjá móður sinni í South Shore, en flutti síðar til föður síns í Chicago. Eftir útskrift frá The Neighbourhood Playhouse leiklistarskólanum í New York árið 1967 starfaði hann sem leiklistarkennari við Marlboro College og Goddard College í Vermont. Fyrstu leikrit Mamets skrifaði hann á áttunda áratug síðustu aldar og flest voru þau frumsýnd í St. Nicholas leikhúsinu í Chicago, sem hann stofnaði ásamt félögum sínum. Þar má meðal annars nefna leikritin The Poet and the Rent, Duck Variation og Sexual Perversity in Chicago, sem hlaut hin virtu Obie-verðlaun sem besta leikritið. Árið 1976 flutti hann til New York og þar var leikrit hans American Buffalo sett á svið á Broadway og fyrir það hlaut hann sín önnur Obie-verðlaun. Þar með varð David Mamet heimsfrægur og American Buffalo var sviðsett víða um heim ásamt fjölda annarra verka hans, má þar nefna The Water Engine, The Woods, Mr. Happiness o.fl. Næstu ár var velgengni hans í miklum hæðum sem leikskáld og leikstjóri við ýmis leikhús í New York og í Chicago. Árið 1982 var kvikmyndin The Postman Always Rings Twice frumsýnd en hann skrifaði handritið upp úr bók James McCain. Fleiri kvikmyndahandrit fylgdu í kjölfarið svo sem The Verdict. Hann sagði þó ekki skilið við leikhúsið og landaði þriðju Obie-verðlaununum fyrir leikritið Edmund. Mamet hlaut síðar Pulitzerverðlaunin fyrir verk sitt Glengarry Glen Ross. Mamet stofnaði ásamt fleirum Off-Broadway leikhúsið Atlantic Theatre Company sem setti upp leikgerðir hans á verkum Tsjekhovs. Hann hélt áfram að skrifa kvikmyndahandrit meðal annars The Untouchables með Robert De Niro og Sean Connery. Árið 1987 leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd, House of Games, en fyrir hana hlaut hann Gyllta ljónið í 4

Borgarleikhúsið

2020–2021

Feneyjum fyrir besta kvikmyndahandrit og bestu kvikmynd. Leikritið Oleanna var frumsýnt á Broadway árið 1992 í leikstjórn höfundarins, en þar fór síðari kona hans, Rebecca Pidgeon, með hlutverk unga nemandans Carol. Það vakti strax hörð viðbrögð og hefur gert allar götur síðan. Auk þess að vera afkastamikið leikskáld, handritshöfundur og leikstjóri hefur Mamet skrifað fjölda bóka, skáldsagna, barnabóka, bóka um leiklist, smásögur og ritgerðir. Hann hefur hlotið ótal verðlaun og enn fleiri tilnefningar um allan heim bæði fyrir kvikmyndir og leikrit. Síðustu ár hefur gagnrýnisröddum sem saka hann um vaxandi íhaldssemi fjölgað þó að verk hans og skoðanir hafi alla tíð verið umdeildar. Hans pólitísku skoðanir þykja nú lita verk hans um of og jafnvel skyggja á listrænt vægi þeirra. Þess má geta að David Mamet er mikill Ísraelssinni og aðdáandi Trumps, sem hann styður til endurkjörs.


5

Oleanna


6

Borgarleikhúsið

2020–2021


7

Oleanna


Sannleikur okkar kann að vera ólíkur „Crisis“ kallaði Harvey Weinstein ástandið í ávarpi sínu til réttarins, þegar hann var dæmdur í 23 ára fangelsi í mars 2020. Hættuástand, erfiðleikatímabil. Hann ávarpaði réttinn sem fórnarlamb framvindu sem hann hafði lítið haft um að segja. Þegar David Mamet skrifaði verkið Oleanna í upp­ hafi tíunda áratugarins hefði hann líklega ekki getað ímyndað sér atburðarásina sem fór af stað aldar­ fjórðungi síðar, árið 2017, þegar MeToo hreyfingin skók heiminn. Orðræðan í kringum verkið kallast hins vegar dálítið á við þá orðræðu sem einkenndu andstæðinga þeirrar hreyfingar. Til dæmis er í kynningarefni þessarar upp­setn­ ingar talað um að atburðarásin sé „ógnvænleg“ og „kollvarpi valdajafnvæginu“ sem ríkti milli pers­ ónanna. Ég get ímyndað mér að keðjuverkandi samstaða kvenna um heim allan í lok árs 2017 hafi verið ógnvænleg í huga margra valdamikilla manna. Mamet hefur sjálfur sagt að Oleanna sé harm­ leikur. Hvað er harmleikur? Jú, verk þar sem göfug hetja mætir mótlæti og loks sorglegum örlögum sínum. Hún er valdalaus gagnvart tafli örlaganna. Með því að kalla verkið harmleik er Mamet því í raun að taka afstöðu með kennaranum, því veröld hans er hrunin í lok verks.

Höfundur: Halla Þórlaug Óskarsdóttir

En skiptir einhverju máli hvað höfundurinn hugsaði þegar hann skrifaði verkið?

8

Borgarleikhúsið

2020–2021

We dif tru

1. Vísun í ávarp Harvey Weinstein


e may have ferent uths ¹ Leikrit sem ögrar Þegar verkið var fyrst sett upp, í maí 1992, vakti það strax miklar deilur — ekki bara í samfélaginu heldur hreinlega í leikhúsinu. Í sjónvarpsviðtali árið 1994 lýsti Mamet því hvernig rifrildi brutust út í fatahenginu nán­ast eftir hverja sýningu. Stundum slagsmál. Oftast voru það hjón sem rifust. Verkið fjallar að einhverju leyti um hversu erfitt það er að setja sig í spor annarra, stíga niður úr valda­stól og hlusta. Mamet segir að sannleikur beggja persóna á sviðinu sé jafngildur, allan tímann. Hann segir ætlun sína með verkinu hafa verið að segja sögu tveggja einstaklinga með ólíkar skoðanir og upplifanir, þar sem þeir reyna að komast að rökréttri niðurstöðu. Dálítið eins og réttarsalur á að virka. Hinn „jafngildi sannleikur“ persónanna byggir á sögu hvors um sig. Þau hafa hvort sitt sjónarhornið – en bara annað hefur valdið. Valdið getur ekki verið í höndum beggja samtímis og sannleikurinn skiptir engu máli gagnvart valdinu. Hver er sannleikurinn? Í samhengi ásakana og sönnunarbyrði er áhugavert að við, sem áhorfendur, fáum að fylgjast með at­burða­ rásinni frá upphafi til enda. Við heyrum hver sagði hvað og við sjáum hver gerði hvað. Við erum vitni. Samkvæmt því sem ég hef séð í sjónvarpsþáttum er hlutverk vitna í dómsmálum yfirleitt einfaldlega að staðfesta hvað gerðist. Já, hann sagði „dúllan mín“. Já, hann tók utan um hana. Vitni eiga ekki að túlka. Hún reitti hann til reiði. Hún ögraði honum. Hann var að reyna að hjálpa. Kviðdómur, dómarar eða aðrir matsmenn sjá um túlkun staðreyndanna. Fólkið sem skipað er í þær valdastöður innan kerfisins. Við höfum engar forsendur til að vita fyrirætlanir annarra. Ætlaði Carol að leiða John í gildru með því að leiða hann inn á persónulegar — og þar með óviðeigandi — brautir? Ætlaði John að tæla Carol með því 9

Oleanna

að fá hana til að mæta oftar á skrifstofuna hans, gegn því að gefa henni hæstu einkunn? Misnotaði hann vald sitt? Misnotaði hún vald sitt? Ber hún ábyrgð á að eyðileggja líf hans? Eða ber hann sjálfur ábyrgð á eigin gjörðum? Við — áhorfendur — erum vitni, en hvaða merkingu við leggjum í orðin og gjörðirnar fer eftir okkar eigin samhengi. Og það er alls ekki víst að við skiljum at­burðarásina á sama hátt, samanber slagsmálin í fata-­ hengjunum sem minnst var á áðan. Samhengið Í öllum kerfum eru ákveðnir valdapíramídar. Verkið hverfist um menntakerfið, en þar eru valdahlutverkin skýr og uppi á borðum. Svo er annar valdapíramídi þar undir sem er ekki formlega skilgreindur, valdapíramídi samfélagsins, en völdin þar eru hugsanlega meiri. John býður Carol að fá 10 í einkunn, ef hún mætir til hans reglulega. En hvað með kerfið? spyr Carol, og á við skólakerfið. Gleymum kerfinu, svarar John. Það er bara þú og ég. John gerir lítið úr kerfinu, segir að þau þurfi ekki að fylgja reglum þess, hann ræður. Með þessu gerir hann tvennt: Hann lítilsvirðir hana, því hún hefur lagt mikið á sig til að komast inn í kerfi sem hann ber aug­ljóslega ekki virðingu fyrir — og hann gefur svo í skyn að hún geti sest við sama borð og hann — það er bara þú og ég, segir hann — en það er ekki raunin, því ég hef ekki sömu forsendur og þú við þetta borð. Í upphafssenunni eftir hlé viðurkennir John að hann er meðvitaður um valdamisrétti kerfisins. Hann lýsir því hvernig hann lofaði sjálfum sér sem ungur maður að verða aldrei eins og kennararnir sem kenndu honum. En hann setur líka fram afsakanir, hann vilji bara öryggi og besta leiðin sé að ganga inn í kerfið. Fastráðningin veitir honum og fjölskyldu hans öryggi og hann lokar meðvitað augunum fyrir óréttlætinu. Og þess vegna vill hann þurrka út samhengið,


þegar þau tala saman. Hann vill ekki að hún tilheyri öðrum hópum. „Þú og ég“ segir hann „hér og nú“ eins og hann geti þannig strikað yfir þá staðreynd að bæði tilheyra ákveðnu kerfi og mismunandi hópum innan þess. „Við erum bara mennsk,“ segir hann. Valda(ó)jafnvægi Eins og ég les leikritið með gleraugum míns reynslu-­ ­­heims finnst mér augljóst hvenær hvörfin verða, hvenær Carol blöskrar svo mikið að hún getur ekki lengur setið á sér. Það er ekki fólgið í því hvernig kenn­arinn niðurlægir hana með því að grípa fram í, leyfa henni ekki að tala, leggja henni orð í munn, túlka tilfinningar hennar. Þessu er hún vön. Hvörfin verða þegar hann gerir lítið úr vægi menntunar, segir hana tilgangslausa, hálfgert leikrit. En af hverju segir hún ekki bara eitthvað við hann strax? Af hverju þetta baktjaldamakk? Ef þú spyrð þig þessara spurninga átt þú líklega við forréttindablindu að stríða. Í sjónvarpsþættinum Little Fires Everywhere er líka fjallað um hvernig valdapíramídi samfélagsins birtist innan menntakerfisins, en þar er beint sjónum að kynþáttahyggju. Heimarnir sem settir eru fram í þáttunum eru eins og samhliða, veruleiki hvítrar millistéttarkonu er allt annar en svartrar kynsystur hennar, þrátt fyrir að þær búi í sama bæ. Í þættinum fer svört stúlka fram á að hún verði flutt upp um bekk í stærðfræði, þar sem hún hefur nú þegar lokið þessu námsefni í öðrum skóla. Skólastjórinn hlustar ekki á hana. Þegar móðir stúlkunnar hvetur hana til að ber­j­ast fyrir rétti sínum finnur hún styttri leið að völd­­unum, nefnilega í gegnum móður vinar síns — hvíta millistéttarkonu. Svarta stúlkan „notar“ stöðu hvítu konunnar sem „síu” — því hún veit að eigin orð vega þyngra ef þau koma úr munni hvítrar manneskju. Carol veit að hún getur ekki haft áhrif á John, með „eigin orðum“, sama hversu mikið hann hvetur hana til að nota þau. Hún hefur engin völd gagnvart honum. Hann hlustar ekki. Orðin hennar þurfa að koma frá einhverjum öðrum. Skilningur Í upphafssenu verksins segir Carol kennara sínum að hún skilji ekki námsefnið. Hún skilur ekki bókina, sem kennarinn sjálfur skrifaði. Þetta er auðvelt að yfirfæra á grundvallarvandamálið – skilningsleysi milli tveggja hópa. Hún er forsvarsmaður eins hóps á meðan hann stendur fyrir annan. Í lok verksins, þegar Carol hefur lagt fram kæru á hendur kennarans (og veröld hans þar með koll­­varp­­­ 10

Borgarleikhúsið

2020–2021

ast) segir hún: Ég vil ekki hefnd, ég vil bara skilning. Nú vill hún ekki lengur skilja hann, hún vill að hann skilji hana. „Þetta er hlægi­legt,“ segir John þegar hann les ákæru­atriðin. „Þetta er niður­lægjandi fyrir þig. Þetta er óþarfi.“ Hann tekur sér skilgreiningarvaldið, því hann er vanur því. Þegar niðurlægingin virkar ekki reynir hann að höfða til samkenndar Carol, til að fá hana til að taka orð sín til baka. Hann segir við hana að hún sé í upp­ námi. Vísar svo í stóistana og segir að samkvæmt þeim sé með einföldum hætti hægt að taka skaðann til baka; nefnilega bara með því að fjarlægja setn­ inguna „Ég hef orðið fyrir skaða“. Fjarlægðu myllumerkið metoo. En við hvað er John svona hræddur? Áföll sameina hópa Í upphafi verksins vill Carol hærri einkunn, John vill komast heim. Í lok verks er staðan önnur; hún vill hafa áhrif á námsefnið, ellegar steypa kennaranum af stóli — hann vill fastráðninguna sem honum var ætluð í upphafi, en án málamiðlana. Hann vill óbreytt ástand, hún vill byltingu. Í lokin er konunni sama um einkunnina sína, hennar hagsmunir í stóra samhenginu vega þyngra. Á sama tíma lætur hún það uppi að hann sé sekur, en ekki bara um það sem hann gerði henni heldur hvernig hann hagar sér sem þátttakandi í óréttlætinu. Ég hlustaði nýlega á útvarpsþátt þar sem Miriam Haley, eitt af höfuðvitnunum í málinu gegn Harvey Weinstein, sagði frá þessum sögulegu réttarhöldum. Í frásögn Haley lýsir hún því þegar hún hitti hinar konurnar fjórar, sem einnig báru vitni, í fyrsta sinn, eftir að úrskurður lá fyrir. Hún segir að það hafi verið eins og að hitta systur sínar. Eins og þær hefðu lifað samhliða lífum. Þjáning og óréttlæti sameinar hópa, en til þess að hópurinn myndist þarf einhver að stíga fram og segja frá. Hver stýrir frásögninni? Í upphafi varpaði ég fram spurningu, skiptir máli hvað höfundur hugsaði þegar hann skrifaði verkið? Mamet segist vilja setja fram sögu þar sem sannleikur beggja persóna er jafngildur. En getur verið að höfundi sé ómögulegt að vera hlutlaus gagnvart persónum sínum? Það eru setningar í þessu verki sem afhjúpa af­stöðu höfundarins. Höfundurinn tilheyrir óumdeilan­ lega aðeins öðrum hópnum sem á forsvars­mann á sviðinu. Hann tilheyrir reyndar hópnum sem oftast


11

Oleanna


á sér forsvarsmann. Hópnum sem er vanur því að fá að tala, hafa orðið, stýra frásögninni. Þegar kennarinn gerir lítið úr menntun, gefur í skyn að skólaganga sé eingöngu til þess að öðlast stöðu í samfélaginu, segir hann að skilningur sé ónauðsynlegur. Að þú getir fengið allt sem þú vilt án þess að hlusta á aðra. Og það er veruleiki þeirra valdamestu. Mig langar að ljúka þessu með upphafi ávarps Harvey Weinstein sem hann flutti þegar rétturinn hafði úrskurðað hann í 25 ára fangelsi fyrir brot sín, fyrr á þessu ári. Bara blábyrjuninni, hann talaði í tuttugu mínútur. First of all, to all the women who testified, we may have different truths, but I have great remorse for all of you. I have great remorse for all the men and women going through this crisis right now in our country. You know, the movement started basically with me, and I think what happened, you know, I was the first example, and now there are thousands of men who are being accused and a regeneration of things that I think none of us understood.

12

Borgarleikhúsið

2020–2021


13

Oleanna


14

Borgarleikhúsið

2020–2021


15

Oleanna


16

Borgarleikhúsið

2020–2021


17

Oleanna


Carol

Vala Kristín Eiríksdóttir útskrifaðist úr leikara­ námi frá Listaháskóla Íslands vorið 2015 og var fast­­­ráðin sama ár við Borgarleikhúsið. Meðal verka sem Vala hefur leikið í má nefna Njálu, Mamma Mia! og Matthildi. Hún hlaut einmitt Grímuverðlaun sem leik­ kona í aukahlutverki fyrir það síðastnefnda. Vala er einn af framleiðendum, handritshöfundum og leikurum í sjónvarpsþáttunum Venjulegt fólk. Sýningar Völu á leikárinu: Oleanna, Orlandó og Sex í sveit

18

Borgarleikhúsið

2020–2021


John

Hilmir Snær Guðnason lauk námi við Leik­ listarskóla Íslands árið 1994. Hann hefur farið með fjölmörg veigamikil hlutverk í mörgum þekktustu perlum leikbókmenntanna. Má þar til dæmis nefna Hamlet, Faust og Mávinn, að ógleymdri hinni geysi­ vinsælu sýningu Með fulla vasa af grjóti. Þá hefur hann einnig hlotið verðskuldaða athygli sem leikstjóri ásamt því að eiga að baki farsælan feril í kvikmyndum og sjónvarpi. Hilmir hefur hlotið fjöldann allan af verð­ launum og viðurkenningum fyrir störf sín. Sýningar Hilmis á leikárinu: Oleanna

19

Oleanna


20

Borgarleikhúsið

2020–2021


21

Oleanna


Kristín Eiríksdóttir er myndlistar­ mennt­aður rit­­­höf­undur. Hún hefur sent frá sér ljóðabækur, smá­sagnasafn og skáldsögur. Hún er einnig leikskáld og skrifaði t.a.m. verkin Skríddu og Hystory fyrir Borgar­leikhúsið auk þess sem hún er afkastamikill þýðandi. Kristín hefur hlotið fjölmargar tilnefningar og verðlaun fyrir verk sín. Gunnar Gunnsteinsson útskrifaðist frá Leik­listarskóla Íslands 1993. Hann hefur starfað jöfn­um höndum sem leikari, leikstjóri, framleiðandi og höf­undur frá útskrift. Meðal annars hefur hann leikstýrt á sviði sem og fyrir útvarpsleikhúsið, ásamt því að hafa leikið fjölda hlutverka í leikhúsi, kvikmyndum, sjónvarpsserí­um og útvarpsleikhúsinu. Gunnar starf­aði lengi vel sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðu leik­ húsanna og Tjarnar­bíós ásamt því að reka eigið leik­hús; Draumasmiðjuna.

22

Borgarleikhúsið

Sean Mackaoui er leikmynda- og búninga­hönn­uður en á einnig að baki farsælan feril sem mynd­listarmaður. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga um allan heim sem og tekið þátt í samsýningum. Myndir eftir hann hafa birst í óteljandi tímaritum víða um lönd og einnig hefur hann verið með vinnustofur og haldið fyrirlestra við fjölda mennta- og menningarstofnana. Sean hefur hannað leik­mynd og búninga fyrir sýningar á Íslandi, í Svíþjóð og á Spáni, þar sem hann er bú­settur. Þetta er í fyrsta sinn sem hann starfar fyrir Borgarleikhúsið.

2020–2021

Þórður Orri Pétursson lærði leik­ húslýsingu við Central School of Speech and Drama í London og síðar meistaranám í byggingalýsingu við Bartlett School of Archi­ tecture. Hann starfaði í átta ár hjá virtum arki­tekta- og lýsingafyrirtækjum í London og vann að bygginga­lýsingu víða um heim. Hann hefur lýst fjöldann allan af sýningum í Borgarleikhúsinu og má þar nefna Mary Poppins, Billy Elliot og Elly. Þórður Orri hlaut Grímu­­verðlaun fyrir lýsingu sína á Himnaríki og helvíti.


Garðar Borgþórsson er forstöðu­ maður hljó­ðdeildar Borgarleikhússins og hefur starfað sem hljóð- og ljósahönnuður frá árinu 2002. Hann hefur samið tónlist og unnið hljóðmyndir fyrir fjölda leiksýninga í Borgarleikhúsinu og víðar. Þar má til dæmis nefna Bláa hnöttinn, 1984 og Eitur. Garðar er einnig sjálfstætt starfandi tónlistarmaður. Elín Sigríður Gísladóttir útskrifaðist úr textíldeild MHÍ árið 1990. Hún hefur starfað við leikgervadeild Borgar­leikhússins frá árinu 2005 og haustið 2018 tók hún við sem deildarstjóri leikgervadeildar. Elín hefur starfað við fjöldann allan af sýningum eins og Bláa hnött­inn, Guð blessi Ísland og Rocky Horror svo örfá dæmi séu nefnd. Elín sinnir einnig listsköpun undir eigin nafni.

23

Oleanna

Þorbjörn Steingrímsson lauk hljóð­ tækninámi á vegum Tækniskólans og Stúdíó Sýrlands árið 2016. Hann hóf að starfa sem hljóðmaður í Borgarleikhúsinu 2017 og var fastráðinn við hljóðdeild leikhússins árið 2019. Meðal sýninga sem Þorbjörn hefur unnið að eru Gosi og Sex í sveit. Christopher Astridge er fæddur í London og stundaði þar nám í víóluleik. Hann vann hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, en flutti til Íslands árið 1991. Árið 1998 hóf hann störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sviðsmaður en varð sýningarstjóri og umsjónarmaður Nýja sviðsins við opnun þess árið 2001. Hann hefur séð um nánast allar sýningar Nýja sviðsins frá upphafi.

Anna Pála Kristjánsdóttir útskrif­ aðist sem sýninga- og tæknistjóri frá Bristol Old Vic Theatre School 1998 og starfaði í Englandi í ár eftir útskrift. Hún var fastráðin við Borgarleikhúsið árið 2004 og hefur starfað þar síðan. Pála hefur sýningarstýrt fjöldanum öllum af sýningum og má þar nefna Mary Poppins, Mamma Mia! og Salka Valka.


24

Borgarleikhúsið

2020–2021


25

Oleanna


26

Borgarleikhúsið

2020–2021


27

Oleanna


Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningar­ félag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 þegar tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opin­beru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykja­víkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 þegar öll starf­ semi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgar­leikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í sam­vinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur. Stjórn Borgarleikhússins Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkur­ borgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leik­félags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breyt­ ingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess var það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem átti aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgar­­ leikhússins. Ræður hún til sín leikhússtjóra og fram­­kvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins. Í dag sitja í stjórn þau Eggert Guðmundsson, for­ maður, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, varaformaður, Ármann Jakobsson, ritari, Hilmar Oddsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, meðstjórnendur. Varamenn: Védís Hervör Árnadóttir og Þorsteinn S. Ásmundsson.

28

Borgarleikhúsið

2020–2021

Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur Sveinn Einarsson (1963–1972) Vigdís Finnbogadóttir (1972–1980) Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson (1980–1983) Stefán Baldursson (1983–1987) Hallmar Sigurðsson (1987–1991) Sigurður Hróarsson (1991–1996) Viðar Eggertsson (1996) Þórhildur Þorleifsdóttir (1996–2000) Guðjón Pedersen (2000–2008) Magnús Geir Þórðarson (2008–2014) Kristín Eysteinsdóttir (2014–2020) Brynhildur Guðjónsdóttir (2020–) Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur Aðalheiður Jóhannesdóttir Guðmundur Guðmundsson Guðrún Ásmundsdóttir Guðrún Stefánsdóttir Inga Jóna Þórðardóttir Jón Sigurbjörnsson Kjartan Ragnarsson Margrét Helga Jóhannsdóttir Pétur Einarsson Ragnar Hólmarsson Stefán Baldursson Steinþór Sigurðsson Sveinn Einarsson Theodór Júlíusson Tómas Zoëga Vigdís Finnbogadóttir Þorleikur Karlsson Þorsteinn Gunnarsson Yfirstjórn og skrifstofa Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Maríanna Clara Lúthersdóttir, listrænn ráðunautur Kristjana Milla Snorradóttir, mannauðsstjóri Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri Guðrún Haraldsdóttir, verkefnastjóri í markaðsdeild Kári Gíslason, skipulagsstjóri Halla Björg Randversdóttir, fræðslustýra Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Katrín Gústavsdóttir, verkefnastjóri fjármála og rekstrar Leikarar Arnar Dan Kristjánsson Aron Már Ólafsson Árni Þór Lárusson Bergur Þór Ingólfsson Björn Stefánsson Esther Talía Casey Friðgeir Einarsson Daníel Takefusa Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Haraldur Ari Stefánsson Hilmir Snær Guðnason Hjörtur Jóhann Jónsson Jóhann Sigurðarson Jörundur Ragnarsson Katla Margrét Þorgeirsdóttir Katrín Halldóra Sigurðardóttir Lára Jóhanna Jónsdóttir Rakel Björk Björnsdóttir Rakel Ýr Stefánsdóttir


Saga Garðarsdóttir Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Sólveig Guðmundsdóttir Stefán Jónsson Vala Kristín Eiríksdóttir Valur Freyr Einarsson Þorsteinn Bachmann Þórunn Arna Kristjánsdóttir Þuríður Blær Jóhannsdóttir Listrænir stjórnendur Pétur Ármannsson, leikstjóri Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Halla Káradóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Vigdís Perla Maack, sýningarstjóri, Stóra svið (í leyfi) Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Þórey Selma Sverrisdóttir, sýningarstjóri, Litla svið

Magðalena Sif Lýðsdóttir, miðasala María Kristmanns, miðasala Svana Dís Hafsteinsdóttir, miðasala Anna Jónína Valgeirsdóttir, vaktstjóri Björn Jónsson, vaktstjóri Eldhús Aðalbjörn Jóelsson, matreiðslumaður Ásta Hjartardóttir Ræsting Ingibjörg Magnúsdóttir, ræstitæknir Malgorzata Lisowska, ræstitæknir Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, forstöðumaður Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari Umsjón húss Ögmundur Þór Jóhannesson

Leiksvið Kjartan Þórisson, forstöðumaður Haraldur Unnar Guðmundsson, sviðsmaður Bergur Kelti Ólafsson, sviðsmaður Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður Kristín Hansen Hjaltalín, sviðsmaður Alex James Guðjónsson, sviðsmaður Ljósadeild Steinar Snæbjörnsson, forstöðumaður Elmar Þórarinsson, myndbandshönnun Hallur Ingi Pétursson, ljósamaður Ingi Bekk, ljósamaður Pálmi Jónsson, ljósamaður Hljóðdeild Garðar Borgþórsson, forstöðumaður Þorbjörn Steingrímsson, hljóðmaður Þórður Gunnar Þorvaldsson, hljóðmaður Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Elma Bjarney Guðmundsdóttir, búningagerð Ingunn Lára Brynjólfsdóttir, búningagerð Maggý Dögg Emilsdóttir, búningagerð Leikgervadeild Elín S. Gísladóttir, forstöðumaður Guðbjörg Ívarsdóttir, hárgreiðsla Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Fanney Sizemore, leikmunavörður Svanhvít Thea Árnadóttir, leikmunagerð Andri Björgvinsson, leikmunavörður Leikmyndadeild Viðar Jónsson, forstöðumaður Ingvar Einarsson, sendill Luis Castillo, smiður Finnur Guðmundsson, smiður Sævar Eyjólfsson, smiður Miðasala og framhús Erna Þorkelsdóttir, miðasölustjóri Jónína Unnur Gunnarsdóttir, veitingastjóri Guðrún Ásgerður Sölvadóttir, miðasala

29

Oleanna

Máttarstólpar Borgarleikhússins Ölgerðin og Síminn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrar­samningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Jafnframt er stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins ómetanlegur. Fyrir þetta erum við afar þakklát.


Listabraut 3 — 103 Reykjavík — 568 8000 — borgarleikhus.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.