Eldhaf

Page 1

1


Borgarleikhúsið 2011–2012

2


Wajdi Mouawad

Eldhaf Íslensk þýðing Hrafnhildur Hagalín

Borgarleikhúsið 2011 / 2012


Persónur og leikendur Nawal. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Unnur Ösp Stefánsdóttir Jeanne/Nazira . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lára Jóhanna Jónsdóttir Simon/Wahab/Hermaður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Davíð Karlsson Lebel/Læknir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Bergur Þór Ingólfsson Antoine/Abdessamed/Leiðsögumaður/Húsvörður/Chamsedine/Ljósmyndari . . . . . . . . Jörundur Ragnarsson Sawda/Elhame/Jihane. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Birgitta Birgisdóttir Nihad/Hermaður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórir Sæmundsson

Leikstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Páll Eyjólfsson Leikmynd og búningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ilmur Stefánsdóttir Lýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórður Orri Pétursson Myndbandshönnun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Arnar Steinn Friðbjarnarson Tónlist og hljóðmynd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallur Ingólfsson

Borgarleikhúsið 2011–2012

4


Sýningarstjórn Christopher Astridge Hljóð Baldvin Magnússon Hvíslari Steiney Skúladóttir Búningagerð Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervi Árdís Bjarnþórsdóttir Elín S. Gísladóttir Margrét Benediktsdóttir Elsa Þ. Þórisdóttir Eyrún Harpa Haraldsdóttir Gunnhildur Erlingsdóttir Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir Oddbjörg Óskarsdóttir Leikmyndagerð Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Gunnlaugur Einarsson Haraldur Halldórsson Ingvar Einarsson Victor Guðmundur Cilia

Leikmunir Móeiður Helgadóttir Þorleikur Karlsson Aðalheiður Jóhannesdóttir Stella Sigurgeirsdóttir Hljóðdeild Ólafur Örn Thoroddsen Baldvin Magnússon Thorbjørn Knudsen Ljósadeild Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Magnús Helgi Kristjánsson Kjartan Þórisson Ljósastjórn Christopher Astridge Leiksvið Kristinn Karlsson Friðþjófur Sigurðsson Þorbjörn Þorgeirsson Richard H. Sævarsson Ögmundur Jónsson Haraldur U. Guðmundsson

Leikskrá: Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi : Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri : Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun : Grímur Bjarnason Útlit : Fíton Umbrot : Jorri Prentun : Oddi

Eldhaf er 560. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur Titill á frummáli: Incendies. Frumsýnt í Théâtre de Quad´Sous í Montréal, 2003 Sýningarréttur: Nordiska ApS København Frumsýning 26. janúar 2012 á Nýja sviði Borgarleikhússins Sýningartími er u.þ.b. tvær klukkustundir og fimmtíu mínútur Eitt hlé er á sýningunni. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.

5

Eldhaf


Wajdi Mouawad

– Leikskáld, leikari, þýðandi, leikstjóri og leikhússtjóri.

Fæddur í Deir el Qamar í Líbanon árið 1968 af vel stæðri kristinni fjölskyldu kominn. Þrátt fyrir sterk vestræn (frönsk) áhrif var hann skýrður arabísku fornafni: „Við vorum þau einu í ættinni og þau einu af bekkjarfélögunum sem báru ekki frönsk fornöfn. Það hljómaði eins og sífelld áminning um að ég væri ókunnur. Tákn þess að ég væri ekki þaðan...“ Fjölskyldan flúði borgarastyrjöldina (1975-1990) til Parísar er hann var átta ára og þar sækir hann skóla. En reynslan af borgarastyrjöldinni er alltaf til staðar: „Við vorum, án þess að vita það og án þess að tala um það, heltekin af þessu stríði og þessari útlegð. Tálsýnin stóra um friðsælt borgaralegt samfélag felst ef til vill í því að vera ekki skaddaður eftir stríðið og vera í örygg vegna þess að maður flúði vígvöllinn til friðsæls staðar.“ Sex árum síðar, árið 1983, ákveða foreldrarnir að rífa sig aftur upp og flytja til Montreal í Québec, sem er það hérað í Kanada þar sem flestir frönskumælandi þegnar landsins búa og þar er nokkuð fjölmenn líbanönsk nýlenda. „Þetta nýja umhverfi var einstaklega vægðarlaust Mér leið eins ég hefði komist lifandi undan snjóskriðu og hefði komist upp á yfirborðið og væri aftur kominn með snjómassa á höfuðið.“ Flóttamannslífið í París setti mark sitt á Mouawad og hann hefur alltaf verið flakkari á milli heimsálfa „með annan fótinn í Frakklandi, hinn í Québec, loftnetinu beint í átt að Þýskalandi, Rússlandi, Georgíu og til Líbanon“ er haft eftir honum í Montreal-dagblaðinu La Presse. Líf Mouawads í listinni hefur einnig marga fleti. Eftir að hafa lokið leikaranámi frá Ecole Nationale de Théâtre du Canada árið 1991 stofnaði hann ásamt vinum sínum Théâtre O Parleur í Montreal. Þar setti hann upp fjölda eigin leikgerða og leikrita. Þegar sextán ára byrjaði Mouawad að skrifa og þá fyrst og fremst leikrit. Eftir að hafa hlotið nokkra höfundastyrki hjá hinum ýmsu frönsku leikhúsum í Kanada náði hann eftirtektarverðum árangri sumarið 1997 á leiklistarhátíð frönskumælandi leikhúsa í Limoges í Frakklandi með sýningu á leikritinu Littoral – Strandlengja. Þetta var fyrsti hluti fjórleiks sem hann hafði í hyggju að skrifa. Leiksýningin var valin á leiklistarhátíðina í Avignon árið 1999 og það varð til þess að flestar dyr leiklistarheimsins stóðu honum opnar. Sjálfur lýsir Mouawad leikritinu sem stóru leikhúsævintýri sem flutti hann og leikarana á fjölda leiklistarhátíða og gestasýninga um allan heim. Leikritið er samstarf höfundar, leikstjóra og leikhóps en var samt sem áður þýtt á ensku og aðrir leikhópar settu það upp. Hann hlýtur gagnrýnendaverðlaun Québec-fylkis árið 2000 fyrir Littoral Árin 2000 til 2004 stjórnaði Mouawad Théâtre de Qust´Sous í Montreal, árið 2002 er fyrsta skáldsaga hans gefin út Visage retrouvé, (Endurheimt andlit) 2004 Je suis le mechant (Ég er hinn illi) – samtal við leikstjórann André Brassard. Það ár heiðraði franska ríkisstjórnin hann með heiðursnafnbótinni Chevalier de l´Ordre National des Artes et des Lettres. Sama ár kvikmyndaði hann Littoral og árið 2005 fékk hann æðstu leiklistarverðlaun Frakklands Prix Moliére sem besta frönskumælandi leikskáldið. En hann tók ekki við verðlaununum og mótmælti þar með „fálæti leikhússtjóra gagnvart samtímaleikritum“. Þetta var skandall í sögu Moliére-verðlaunanna.

Borgarleikhúsið 2011–2012

6


Incendies – Eldhaf er annar hluti fjórleiksins. Hann vann það á sama hátt og Littoral, með leikurum er hann bar traust til. Mouawad tókst með samvinnu við listahátíðir og nokkrum smærri leikhúsum að tryggja nægt fjármagn til sviðsetningarinnar með þeim formerkjum að hin skapandi vinna væri ekki njörvuð niður í fastmótað æfingaferli og ákveðna frumsýningardagsetningu. Þannig gat hann og leikararnir unnið í frelsi og gefið sviðsetningunni nægan tíma. Þessi vinnuaðferð hefur verið mikilvæg forsenda í allri skapandi vinnu Mouawads. Árið 2003 var Eldhaf frumsýnt í Théâtre de Quad´Sous Montreal eftir eins árs æfingaferli. Leikritið var þýtt á rúmensku og gefið þar út ásamt öðrum leikritum sem samin voru á frönsku. Árið 2006 var það sýnt í Enska leikhúsinu í Central National des Arts í Ottawa, auðvitað á ensku og strax næsta leikár fór leikritið mikla sigurför um heiminn. Þriðji hluti fjórleiksins Forêts – Skógar er einnig árangur mikilla æfinga, að þessu sinni í Frakklandi. Þetta var samstarf 18 franskra leikhúsa og þriggja kanadískra. Eftir frumsýningu árið 2006 í Chambéry fer sýningin í leikferð um allt Frakkland og sýnt ári síðar í Kanada. Að sýningum loknum í Kanada fór sýningin í heimsreisu. Loks kom frumsýning síðasta hluta fjórleiksins Ciels – Himnar árið 2009. Þessi fjórleikur fjallar í ýmsum tilbrigðum um útlegð og uppruna. Wajdi Mouawad tók við listrænni stjórnun Franska leikhússins í Central National des Arts í Ottawa, höfuðborg Kanada, árið 2007 auk þess sem hann leikur og leikstýrir um allan heim. HA

7

Eldhaf


Borgarleikhúsið 2011–2012

8


9

Eldhaf


Síðar meir verður þá ekki hægt að spyrja sig: Hvar var listafólkið?

Samtal við Wajdi Mouawad

Í Eldhafi er Líbanon aldrei nefnt á nafn, vísanirnar í borgarastyrjöldina eru svo augljósar að maður velkist ekki í vafa um hvar leikurinn gerist. Hvers vegna nefnirðu landið aldrei á nafn? Þegar ég skrifa fylgi ég innsæinu. Samband mitt við söguna er næstum líkamlegt . Þegar ég skrifaði Eldhaf og notaði orð eins og palestínskur og ísraelska herinn urðum við, leikritið og ég, næstum viðskila. Sagan sagði við mig: „Ef þú heldur áfram, er ég farin.“ Það er til dæmis atriði þar sem ein persónanna segir: „Og svo réðst erlendi herinn inn í landið. Þessi sem kom að sunnan. ... . Það var hérna sem fjöldamorðin voru framin í búðunum.“ Það var miklu erfiðara að segja þetta svona en að segja „ ... ísraelski herinn og palestínska flóttafólkið... “ En þannig missir leikritið algerlega máttinn. Töfrarnir hverfa gjörsamlega. Eldhaf fjallar ekki um borgarastyrjöldina í Líbanon. Ég get ekki ímyndað mér að leikrit um jafn hryllilega atburði sem ollu jafn mikilli þjáningu fólks, geti verið áhugavert. Það eru tengslin á milli persónanna, innstu tilfinningar þeirra sem eru í brennipunkti Eldhafs. Hið pólitíska ástand er einungis bakgrunnurinn.

Án hins jákvæða og bjartsýna kanadíska lögbókanda væri leikritið næstum óbærilegt. Fyrir hvað stendur hann eiginlega? Hvernig fékkstu hugmyndina að honum? Lögbókandinn stendur fyrir samband mitt við Québec og ást mína sem ég ber til Québec, þar sem ég hef búið, fengið menntun mína sem leikari og varð rithöfundur og leikstjóri. Það sem er einkennandi fyrir Québecbúa er að þeir þurfa ekki að bera byrðar sektar- eða ábyrgðarkenndar sem erfast kynslóð eftir kynslóð. Þeir áttu ekki í neinni samvinnu við Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir ljóstruðu ekki upp um neinn. Og ekki hefur verið háð stríð í landinu í fleiri hundruð ár. Þetta skapar samband við umheiminn sem er opið og vonarfullt og jafnvel í alverstu hugsanlegu tilfellum eru Québecbúar fullvissir um að „allt gangi upp.“ Þar er léttleiki miðað við Evrópu. Af gildum ástæðum getur verið drungi yfir Evrópu, sögulegur drungi og það sama á við um austurlönd nær þótt ástæðurnar fyrir því séu aðrar. Lögbókandinn tekur engan þátt í sjálfri sögunni og ber enga persónulega ábyrgð á henni en hann er samt afar snortinn. Hann gæti einfaldlega sagt við tvíburana: „Þið verðið sjálf að koma skikki á samband ykkar, það er ekki mitt vandamál.“ En hann er góð og örlát manneskja sem finnur til með börnunum vegna þess að hann var einfaldlega mjög ástfanginn af Nawal. Grískir harmleikir eru grunnurinn að allri afstöðu minni til leikhússins og ég styðst við þá í allri leikritun minni. Í grísku harmleikjunum tjáir kórinn mismunandi afstöðu til guðanna. Hvaða hlutverki gegnir þá kórinn 2000 árum síðar? Í Eldhafi er kórinn lögbókandi sem slær grasflatir í úthverfi borgar. Hann er fyrirliði sýningarinnar og leiðir sýninguna áfram. Hann hefur aldrei upplifað stríð, ofbeldi, nauðgun o.s.frv. Hann er fulltrúi almennings, samfélagsins. Hann er við. Vitanlega fáum við innblástur af því sem stendur okkur næst. Endurskoðandinn minn í Québec var frábær, hann hafði einstaka hæfileika til að blanda saman föstum orðasamböndum, málsháttum í Québec-frönsku. Hann veitti mér mikinn innblástur.

Borgarleikhúsið 2011–2012

10


Hvers vegna valdirðu þennan titil Eldhaf? Ég kann afskaplega vel við titla sem vekja spurningar. Eldhafi felur í sér hugmyndina um brennslu og um að svíða eitthvað. Leikritinu er skipt í fjóra hluta: Nawal brennur, bernskan fuðrar upp, Jannaane kveikir elda og Sarwane kveikir elda. Í hverjum hluta er tímapunktur þar sem persónan stendur frammi fyrir bruna, innri bruna sem gæti endað með því að eyðileggja hana myndrænt séð.

Hvað liggur undir í leikritinu? Eldhaf er annar hluti fjórleiks. Sameiginlegt verkunum fjórum er að í hverju þeirra stígur á svið persóna sem stendur við loforð og afhendir öðrum verkefnið/loforðið sem hún getur ekki framfylgt. Hann eða hún hefur hvíldarlausa leit sem að lokum leiðir til frelsunar, sáttar. Þau fjalla um að velja lífið og ástina umfram allt.

Í inngangi að verkinu segirðu að leikritið hafi verið skrifað um leið og það var æft sem tók tíu mánuði. Hvernig fór vinnan fram? Í fyrstu var það grunur, tilfinning sem vaknaði við ýmis tilvik, orð, setningar eða fólk sem ég rakst á. Síðan þróast þetta og verður „fundur“ við söguna. Eftir nokkurra ára nána sambúð „ákváðum“ við að halda „sambandinu“ áfram. Ég hafði samband við nokkra leikara og kynnti fyrir þeim söguna um Nawal og tvíburana án þess að hafa fullmótað söguna nánar og án þess að hafa skrifað nokkuð niður og án þess að hafa ákveðið persónur eða skipað í hlutverk. Við sátum við borð í um það bil tvo mánuði og ræddum persónurnar og söguna niður í kjölinn og þá fór ég að sjá í huga mér söguna í heild sinni og fór að skrifa fyrstu atriðin. Ég skrifa alltaf í einrúmi. Það er mjög persónuleg athöfn að skrifa. Ég skrifa arabísku á frönsku þ.e.a.s. ég skrifa frönsk orð en takturinn, hljóðfallið er arabískt. Þegar ég var tilbúinn með fyrsta atriðið æfðum við það. Við höfðum talað svo mikið um persónurnar að næstum engar spurningar um þær komu upp og ég skipaði í hlutverk. Um leið hófst sviðsetningin. Í raun og veru er sviðsetning ekki málið heldur að skapa stemningu innra með leikurunum, þeirra eigin tilfinningar sem einnig eru sál verksins. Við horfðum á allt sköpunarstarfið í gegn um sameiginlega linsu og leikararnir, tæknifólkið og leikmyndahöfundurinn ruddu brautina fyrir ritunina. Á þann hátt fundu leikararnir sinn stað í verkinu vegna þess að þeir fundu að þeir voru með í að skapa persónu sína á eigin forsendum. Það sem varð til á æfingunum og textinn sem ég skrifaði varð til við gagnkvæman innblástur. Ég er einn við skriftir og sviðsetningu, en get einungis skrifað ef ég er í stöðugu samtali við það sem á sér stað hjá leikurunum á leiksviðinu. Síðasta atriðið er skrifað eftir daglegar æfingar í um það bil átta mánuði og tveimur vikum fyrir frumsýningu.

Því dýpra inn í fortíð móður sinnar, inn í fortíð eyðileggingar sem Jeanne og Símon kafa, þeim mun augljósara verður að sjálfsmynd þeirra tengist hörmungum sem yfirgnæfa þeirra einkalíf. Hver er ástæðan fyrir því að Nawal, móðirin – og þú, höfundurinn, - sendið tvíburana til að leita upprunans? Hvað gagnar þessi „þekking“ að vita hvaðan maður kemur? Það er ekki einfalt svar við spurningu þinni og mig langar ekki til að svara með einfaldri staðhæfingu: „Maður verður að þekkja fortíð sína til að geta átt betra líf.“ Ég trúi ekki á einfaldar staðhæfingar. Þvert á móti held ég að maður geti lifað í fortíðinni og verið hamingjusamur. Þegar Jeanne og Símon taka áskorun móður sinnar gera þau það af ólíkum ástæðum vegna þess að þau hugsa ekki eins og haga sér ekki eins. Hugsanir eru alltaf í takt við líðan manns. Þetta er mér mjög mikilvægt. Jeanne fer eftir óskum móður sinnar vegna þess að hún finnur að hún hefur alltaf elskað móður sína frá dýpstu hjartarótum og hún losar sig við reiðina gagnvart henni. Hún fær fullvissu fyrir því að hún verður að gera það sem móðir hennar krefst af henni og hún finnur djúpt til með henni. Henni er alls ekki ljóst hvers hún muni verða vísari í fortíð móður sinnar. Í upphafi tekur hún einungis að sér að uppfylla ákveðið óspennandi verkefni. Seinna, eftir framgangi leitarinnar, því meiri vitneskju sem hún aflar sér, þeim mun meira verður áfallið og sökum áfallsins sem hún verður fyrir er þörfin til að vita meira sífellt sterkari allt að hinum miskunnarlausu endalokum. Það er það sem Jeanne lærir, það sem hún fær: Hugrekki til að ganga alla leið inn í

11

Eldhaf


áfallið og enn lengra. Ef til vill er það mikilvægast í mínum augum. Hugrekki til að ganga alla leið inn í áfallið – vegna þess að aðeins þá, þegar ég er í áfalli, er ég fær um að finna sársauka annarrar persónu og aðeins þá getur sál mín þroskast og vaxið. Eldhaf er alls ekki leikrit um nauðsyn þess að þekkja uppruna sinn, rætur sínar. Sömuleiðis er ekki rétt að halda að þetta leikrit sé um stríð. Það er miklu fremur leikrit um tilraun í ómennskum kringumstæðum til að standa við loforð sín sem manneskja.

Í leikriti þínu reynir Nawal, móðirin, að standa við loforð sín: Að yfirgefa þorpið, læra að skrifa, lesa og elska ávallt börnin sín. Reyndar er það hún sem fer að endimörkum mennskunnar: Hún drepur foringja Suður-líbanska þjóðvarðliðsins. Og hún verður að standa frammi fyrir annarri ógnarmikilli prófraun. Er þögn Nawal eins konar brennipunktur, hrygglengja leikritsins þíns? Þannig er það. Á því augnabliki þar sem Nawal áttar sig á samhenginu, skilur hún einnig að sannleikur og lygi eru tvær hlíðar sama fjalls og að hún á ekki aðra möguleika en að reyna að halda jafnvægi á brúninni. Þetta jafnvægi veldur þögn hennar. Eftir að hún hefur sannleikann fyrir augum sér afvegaleiða hana öll orð. Þess vegna þegir hún í fimm ár. Hún þarf þennan tíma til að skilja að handan áfallsins er eitthvað sem hún hefur öðlast, það er að segja loks er myndin skýr og greinileg. Allt er komið heim og saman. Það er sama hvaða börn maður á, mikilvægast er að elska þau.

Nawal krefst þess í erfðaskránni að það eigi að hella vatni úr þremur fötum yfir nakið lík hennar. Í lok leikritsins hrannast skýin upp og það á eftir að rigna nægilega mikið til að slökkva elda. Sem sagt hreinsa þá sem sekir eru? Í verkinu er aðallega talað um grasúðara, vatnsfötur, regn, tár. Af minni hálfu var þetta áskorun til áhorfenda að skoða hlutina ekki eingöngu frá einni hlið. Þetta heitir eldhaf og samt er allsstaðar vatn í einhverri mynd en hvergi eiginlegur eldur. Á meðan ég vinn að uppsetningu geri ég mér ekki grein fyrir táknrænum hlutum. Það sem þú ert að ýja að í spurningu þinni varð mér ekki ljóst fyrr en miklu seinna og merkilegt að það voru áhorfendur sem hjálpuðu mér að skilja margt í leikritinu.

Leikritinu lýkur með kærleiksboðskap. Eftir alls kyns hrylling og ómennsku, hvernig getur þá leikritið endað í kærleika og sátt? Spurningin er alltaf: Hvernig ætti leikrit að enda? Ég hefði getað sett punktinn þremur atriðum fyrr, en það hefði verið hræðilegt. Bréfin öðlast sérstaka þýðingu í síðustu þremur atriðunum. Ég held að ef vísbending um kærleika er í lok verksins, þá er það svolítið eins og upplifun sem maður getur átt sem barn þegar leikföngin brotna og við reynum að líma þau saman jafnvel þótt við vitum að það dugar ekki og þau verða aldrei eins og áður. Maður reynir samt. Það er alls ekki vegna þess að ég þrái að segja: Það er í það minnsta von. Það er ekki á því plani. Þetta er ekki mórölsk afstaða sem ég set fram. Ég veit vel að þannig eru hlutirnir ekki í Líbanon og í lífi líbana. Þessi þrjú atriði eru ekki til í raunveruleikanum. En þetta er tilraun til sátta.

Hvaða hlutverki gegnir reynsla þín af stríðinu í Líbanon. Hvaða áhrif hefur hún haft á þig sem listamann? Það er ekki vegna stríðsins sem ég varð rithöfundur. Ekki heldur það að ég hef lifað sem flóttamaður. Ég varð rithöfundur vegna þess að ég hef lesið mikið, vegna þess að listaverk hafa haft áhrif á mig. Það er vegna þess að ég hef séð málverk eftir van Gogh, Cézanne o.s.frv, og vegna þess að ég hef lesið leikrit eftir Céline, Kafka, Trakl, Hölderlin, Shakespeare ... og með hjálp þessara skálda tókst mér eftir sársaukafulla reynslu að finna samhengið í lífi mínu. Það var mikilvægara fyrir mig að lesa verk þessara skálda heldur en að grafa upp mína eigin fortíð eða fortíð foreldra minna. Ég gat fundið mig í hópi listafólks. Mig langaði til að vera í þeim hópi. Ég hef nýtt mér hráefnið sem ég hef með mér: Stríð, flótti, fjölskylda. Í þeim skilningi hef ég talað um stríð sem reynsluheim. Þar liggur reynsla mín og með þennan bakgrunn hef ég skrifað um mannlega hegðun.

Borgarleikhúsið 2011–2012

12


Suha Bechara er merk baráttukona frelsis Líbanons. Árið 1988 þegar hún var tuttugu og eins árs gömul gerði hún tilraun til að ráða af dögum Antoine Lahad, hershöfðingja og foringja Suður-Líbanska hersins. Hann komst lífs af mikið særður og Suha Bechara sat tíu ár í pyntingarfangelsinu Khiam í Suður-Líbanon. Með alþjóðlegu átaki tókst að frelsa hana úr fangelsinu árið 1998. Eru örlög Suha á einhvern hátt tengd þér eða leikritinu þínu? Fyrst langar mig til að segja frá því að ég kynntist ljósmyndaranum Josée Lambert, Québec-konu sem dvaldi tvö ár í Suður-Líbanon og tók ljósmyndir áður en Ísraelski herinn fór inn í landið, á meðan hann dvaldi þar og eftir að herinn sneri aftur til Ísraels. Hún gaf út bókina On les disait terroristes (Þeir kölluðu þá hryðjuverkamenn), ljósmyndabók með myndum af mæðrum kvenna í Khiam-fangelsinu. Ég kynntist þessu fangelsi og sögu þess í gegn um Josée og hún sagði mér einnig frá pyntingunum sem áttu sér þar stað og hún sagði mér frá pynturunum: Líbanon-mönnum sem pyntuðu aðra Líbana. Síðar kynntist ég Randa Chahall, líbanonskri leikstýru sem býr í Frakklandi og gerði kvikmynd um fangelsið og Suha. Ég átti fund með Suhu í nokkrar klukkustundir og varð afar undrandi á hve einlæg og eðlileg þessi kona var. Það snerti mig mjög að við skyldum vera á sama aldri og að við skyldum hafa alist upp í sama hverfi – ég varð listamaður og hún einbeitti sér að frelsisbaráttunni. Hún sagði mér söguna um byssukúlurnar tvær, hve mikilvægt það var henni að hafa skotið tveimur kúlum, annarri fyrir Líbanonfólk og hinni fyrir Palestínufólk. En fyrst og fremst sagði hún mér að hún hafi verið níu ár í einangrunarklefa sem var staðsettur við hlið pyntingaklefans. Alltaf þegar hún heyrði kvalaópin, byrjaði hún að syngja. Nokkru síðar sá Suha Bechara sýningu okkar á Eldhafi í Sviss, þar sem hún bjó á þeim tíma. Að sýningu lokinni kom hún til okkar baksviðs til að hitta leikarana sem voru að þrífa af sér farðann og sagði: „Gott kvöld, ég er konan sem söng... það er ég.“

Þú ert leikari, skáld, leikstjóri og síðustu fjögur ár hefurðu verið leikhússtjóri Franska leikhússins í Listamiðstöðinni í höfuðborg Kanada Ottawa. „Einn verður listamaður og annar gefur sig frelsisbarátunni.“ Fyrir hvað stendur leikhúsið í lífi þínu? Til að tengjast öðru fólki, sögum nútímans? Eða, tjá eitthvað, standa vörð um eitthvað? Þegar ég var barn vann ég mér inn svolitla vasapeninga þegar þjóðvarðliðarnir áttu leið um þorpið okkar með því að taka í sundur vopnin þeirra, oftast Kalaschnikow-byssur – til að hreinsa þau. Svo setti maður þau aftur saman fyrir hermennina. Þá dreymdi mig um að eignast einhvern tíman Kalaschnikow og verða hluti af herflokki. Mig dreymdi um að vera Sylvester Stallone og drepa alla algerlega upp á eigin spýtur. Mig dreymdi um að sprengja allt í loft upp með einni einustu kúlu. Mig dreymdi um að vera Arnold Schwarzenegger ofurvöðvastæltur og mjög, mjög sterkur. Í stuttu máli: Æska mín var draumur um að verða hetja og samt vissi ég svo ofur vel að ég yrði það aldrei. Seinna las ég Hamskiptin eftir Kafka og fékk hreinlega áfall vegna þess að ég las sögu hetjunnar sem ég hefði aldrei viljað verða en sem ég líktist skelfilega, í smæstu smáatriðum. Í leikhúsi mætist það sem brennur og það sem aftur er sett saman. Þar með er mögulegt að leikararnir í leikhúsinu verði hermenn og orðin, setningarnar verði svörin við Kalaschnikowbyssunum. Að sjálfsögðu er mér ljóst að leikhús er ekki hægt að taka í sundur eins og vopn til að hreinsa það. Öllu heldur tekur leikhúsið okkur í sundur til að hreinsa okkur. Leikhúsið er vissulega ekki verkfæri mitt til að breyta heiminum heldur miklu fremur til að bera vitni um nútíma okkar. Þessi vitnisburður er í mínum augum mjög mikilvægur. Ég er þess fullviss að á tímum mikillar upplausnar og óvissu verðum við að halda fast við að reyna að skilja þjáningu mannsins, eymd og neyð með innsæi okkar og vitsmunum. Síðar meir verður þá ekki hægt að spyrja sig: Hvar var listafólkið? Og einungis þetta er svo sannarlega varnarform. Samtal þetta er samantekt úr ýmsum viðtölum við leikskáldið Wajdi Mouawad en tekið saman og þýtt af Hafliða Arngrímssyni

13

Eldhaf


Borgarleikhúsið 2011–2012

14


15

Eldhaf


Borgarleikhúsið 2011–2012

16


17

Eldhaf


Sabra og Shatila Atburðirnir í Eldhafi eiga sér stað á grunni valdbeitingar og borgarastríðs í einu miðausturlanda. Höfundurinn Wajdi Mouawad hefur af nákvæmni forðast að segja hvaða land um ræðir en það er samt engum vafa undirorpið að leikritið sækir efni sitt í borgarastyrjöldina í Líbanon á árunum 1975 – 1990. Líbanon er aðeins um það bil einn tíundi af flatarmáli Íslands og þar búa um fjórar milljónir manna. Íbúarnir skiptast í ýmsa þjóðflokka og trúarhópa bæði kristna, múslímska jafnframt því sem þar býr mikill fjöldi palestínskra flóttamanna. Þar að auki hafa nágrannaríkin, Sýrland og Ísrael athafnað sig í landinu bæði hvað varðar stjórnmál og hernað. Í Eldhafi er meðal annars vísað í afar þekkta atburði í borgarastyrjöldinni, fjöldamorðin í palestínsku flóttamannabúðunum í Sabra og Shatila í Beirút árið 1982. Kristnir málaliðar – svonefndir falangistar frömdu skipulega grimmdarleg fjöldamorð í þessum tveimur búðum. Hryllingurinn var eins konar andsvar við tilræði við nýkjörinn forsætisráðherra Líbanons, Bashir Gemayel þrátt fyrir að það hafi ekki verið Palestínumenn sem stóðu að baki tilræðinu. Menn eru ekki sammála um fjölda myrtra þær 56 klukkustundir sem falangistar athöfnuðu sig. Tölurnar eru frá 3-400 allt upp í 3.000. Flestar heimildir virðast halda fast við tölurnar 800 – 1000. Þótt fjöldamorðin hafi verið framin af kristnum falangistum hafa menn velt fyrir sér hlutverki Ísraels. Rannsóknarnefnd sem Ísraelsmenn settu á stofn komst að þeirri niðurstöðu Ísraelsher beri óbeina ábyrgð. Herinn hafði ruðst inn í landið nokkrum mánuðum fyrr alla leið til Beirút og hafði eftirlitsstöðvar við allar inngönguleiðir inn í Sabra og Shatila og hleypti falangistunum inn í búðirnar. Þar að auki gerði herinn enga tilraun til að koma í veg fjöldamorðin á meðan að á þeim stóð. Þáverandi varnarmálaráðherra Ísraels, Ariel Sharon, var gerður persónulega ábyrgur og varð að segja af sér. Kvikmyndin Waltz with Bashir, sem hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna segir frá Sabra og Shatila af sjónarhóli Ísraels. HA

Borgarleikhúsið 2011–2012

18


19

Eldhaf


Borgarleikhúsið 2011–2012

20


21

Eldhaf


Ég fann fyrir einhverju sem líktist stolti. – Af lífi baráttukonu fyrir frelsi

Pakkinn kom frá Líbanon og í honum var lítill púði. „Sennilega gjöf,“ hugsaði hún og setti á skrifborðið sitt. Það var ekki fyrr en líða tók á daginn að Suha Bechara fór að gruna ýmislegt. Hún rakti upp saumana á púðanum og fann lítinn bréfmiða inni í fyllingunni. Á hann var skrifað kunnuglegri rithönd: Þetta var hennar eigin skrift. Fangi, kona, hafði smyglað þessum miða í frelsið. Þetta var minnismiði sem hún hafði laumast til að skrifa en ekki getað tekið með sér þegar hlið fangelsisins opnuðust henni. Hann kom til hennar í París þar sem hún bjó um tíma. Þessi miði særði fram atburði sem áttu sér stað fyrir meir en áratug þegar Suha sem þá var tuttugu og eins árs gömul, námsmaður í verkfræðideildinni í háskólans í Beirut. Árið 1988 gerði hún tilraun til að drepa Antoine Lahad, hershöfðingja og foringja Suður-Líbanska hersins (SLA) sem var í bandalagi með ísraelska hernum. Lahad er í hennar augum táknmynd fyrir hið hataða hernám. Suha er tekin til fanga og án dóms og laga er hún sett í hið illræmda Khiam-fangelsi þar sem hún var lokuð inni í tíu ár mestan part í einangrun. Þegar maður situr andspænis þessari fínlegu konu spyr maður sjálfan sig ekki framar hvernig hún hafi komist í gegnum þetta. Svarið liggur í sannfæringu hennar. Eftir að hún var látin laus skrifaði hún ævisögu sína í París. Hún lýsir þar forsögu og ástæðum tilræðisins auk þess að segja frá lífinu í fangelsinu. Suha segir að hún hafi skrifað bókina fyrir sjálfa sig, fyrir sitt eigið þroskaferli. Hún vonar einnig að bókin veki skilning á málefni hennar. „Stærsta ósk mín er að bókin komi einnig út í Ísrael,“ segir hún. Henni varð að ósk sinni. „Lesendur urðu forviða vegna þess sem Ísrael gerði landi mínu.“ Heimabær Suha, Deir Mimas, liggur fáeina kílómetra frá landamærunum yfir til Ísraels á svæði sem kallað var „Öryggissvæði“. Hún fæddist þann 15. júní árið 1967, sama dag og Sexdagastríðinu lauk. Ísraelski herinn stökkti herjum Egyptalands, Jórdaníu og Sýrlands á flótta og hertók Gaza-ströndina, VesturJórdaníu, Sinai-skagann og Golan-hæðirnar. Niðurlægjandi ósigur Arabaríkja. Suha hefur aldrei haldið upp á afmælisdaginn sinn. Hún ólst upp við hernámspólitík Ísraela í Deir Mimas. Ísraelar stofnuðu varðliðasveitir sem síðar urðu að SLA. Sveitirnar voru fyrst og fremst mannaðar af fyrrum hermönnum líbanska hersins. Andrúmsloftið í þorpinu er spennu þrungið, íbúarnir skiptast í tvær fylkingar: Andstæðinga Ísraels annars vegar og bandamenn þeirra hins vegar. Suha er yngst systkina. Foreldrarnir kristnir orthodoxar „en fjölskyldunni var mikilvægara að tilheyra líbönsku þjóðinni. Spurningin um trúmálin var miklu veigaminni í huga þeirra“. Faðirinn var stéttarbaráttumaður og félagi í kommúnistaflokknum. Suha gekk ung í „Samband ungra jafnaðarsinna“. Það sem heillaði hana var ekki hin áróðurskennda stéttabarátta heldur hið veraldlega ríki óháð trúarbrögðum. Suha var góður nemandi og átti auðvelt með að læra. Hún var formaður bekkjarins og elskaði íþróttir. Þegar borgarastyrjöldin braust út starfaði hún sem sjálfboðaliði hjá Rauða hálfmánanum í fífldjörfum flutningum særðra frá vígstöðvunum í sjúkrahús. Borgarastyrjöldin í Líbanon bættist eiginlega ofan á stríð PLO og Ísraels. Suha lítur alls ekki á þessa baráttu sem stríð milli múslíma og kristinna heldur miklu fremur á milli hægri og vinstri. Henni virðist Ísrael espa deilur innan Líbanon í þeim tilgangi að stækka landsvæði sitt með bandalaginu við SLA. Suha ákvað að berjast gegn eina óvini Líbanon. Þegar vinkonur hennar upplifðu fyrstu ástina og rómantíkina var Suha upptekin af því hvenær rétti tíminn kæmi til pólitískra afskipta. „Átti ég að bíða þar til þeir myrtu foreldra mína? Eða átti ég að ljúka námi mínu með diplómuprófi sem gæti engan veginn komið mér að neinu gagni vegna þess að hugsanlega væru engir veggir eftir í Líbanon til að hengja prófskírteinið á?“ Rétti tíminn fyrir Suhu kom árið 1988 þegar SLA-foringinn Lahad tilkynnti að Suður-Líbanon yrði sjálfstætt ríki.

Borgarleikhúsið 2011–2012

22


Í júní árið 1982 voru skriðdrekar Ariel Sharons, hershöfðingja, aftur komnir inn í Líbanon. Og í frekari framvindu aðgerðarinnar „Friður í Galíleu“ neyddust félagar í PLO til að hverfa í útlegð til Túnis. 16. september brytjuðu hinir kristnu málaliðar hundruð manna niður í flóttamannabúðunum í Sabra og Shatila í augsýn ísraelska hersins. „Ísraelar dreifðu flugritum yfir bæinn: Val okkar var: Annaðhvort að yfirgefa bæinn eða fá sprengjur þeirra í höfuðið.“ Skömmu síðar þegar LNRF (The Lebanese National Resistance Front) var stofnað ákvað Suha að starfa með neðanjarðarhreyfingu þessarar fylkingar. Eftir fyrstu sjálfsmorðsárásina sem hin átján ára Sana Mehaidle framdi á herteknu landi var það ekki lengur neitt tabú í huga yfirlýstrar friðarsinna að hætta eigin lífi. En í fyrstu var henni ekki trúað fyrir neinni aðgerð heldur varð hún að sannfæra tengiliði um staðfestu sína með upplýsingagjöfum. Tveimur árum síðar fékk hún verkefnið: Að drepa Lahad. Hún undirbjó sig af mikilli natni. Út á við hélt hún áfram að sýna námsdugnaðinn og var fremur heima við á kvöldin að læra í stað þess að fara út og hitta vinkonurnar. Hún gætti þess einnig að fjölskylduna grunaði ekki neitt. Hún fór að kenna Minervu Lahad, hinni ungu konu SLA-foringjans, erobik. Þannig vann hún traust og aðgang að húsi Lahads. Hún efaðist aldrei eitt augnablik um ákvörðun sína. „Þannig hef ég alltaf verið,“ segir hún. „Ef ég hef ákveðið eitthvað fer ég alla leið, allt til enda.“ Suha hafði ekki mikið álit á altöluðu píslarvætti. Þrátt fyrir það skrifaði hún kveðjubréf til foreldra sinna. Hún bjóst ekki við að komast lifandi frá tilræðinu. Vikum saman beið hún eftir hentugu augnabliki og kvöld eitt skaut hún af afar stuttu færi tveimur skotum að Lahad. Herforinginn var fluttur helsærður í næsta sjúkrahús. Enn í dag er hann með gervihönd. Suha var tekin föst. „Við sýndum að kerfið sem Ísraelar hafa byggt svo hugvitsamlega upp var ekki tryggt og sönnuðum einnig að hvorki þeir né bandamenn þeirra gætu verið óhultir á herteknum svæðum.“ Þetta voru skýr skilaboð til Ísraelsmanna. „Það var ólýsanleg tilfinning að koma þessum skilaboðum áleiðis með mínum eigin höndum og algerlega af eigin rammleik,“ skrifar Suha. „Einnig í nafni fjölda annarra sem ekki geta látið rödd sína berast. Ég fann fyrir einhverju sem líktist stolti.“ Hún er pyntuð, hótað nauðgun og er sett í einangrun. Klefinn er 0.80 sinnum 1.80 m stór. Tvö skref frá dyrum að vegg. Suha tókst að halda sér líkamlega og andlega heilbrigðri af ótrúlegum sjálfsaga. Hún gekk fram og aftur fimm kílómetra í klefa sínum hvern einasta dag. Hún orti og lærði ljóðin sín utanað þar sem hún hafði engin skriffæri. Minningar frá þessum hryllingi sækja alltaf aftur og aftur á Suhu. Einnig í draumi. En það eru ekki eingöngu vondar minningar sem fangelsisvistin skilur eftir. Hún kynntist sínum bestu vinkonum í Kiham: Palestínukonunni Kifah og Hanan sem er meðlimur í Hisbollah-hreyfingunni. Eftir friðarsamkomulagið í Oslo árið 1993 var flestum föngum Khiam-fangelsisins sleppt. Suha var fyrir tilstilli Lahads haldið fanginni. Hjálparsamtök í Líbanon og Frakklandi beittu sér fyrir frelsi hennar. Ísraelski lögfræðingurinn Lea Zemel sem er þekkt fyrir að verja palestínska fanga í Ísrael fór með mál Suhu alla leið á æðsta dómsstig landsins. Henni tókst að fá Suhu lausa úr fangavist árið 1988. Hún hóf útlegð sína í París þar sem hún stundaði aftur nám en að þessu sinni í lögfræði og hebresku. Antoine Lahad hélt stöðu sinni allt þar til ísraelski herinn dró sig til baka frá Suður-Líbanon. Eftir að hafa árangurslaust sótt um pólitískt hæli í Frakklandi býr hann nú Ísrael og hefur ísraelskt vegabréf. Suha lítur á aðgerð sína sem sjálfsvörn gegn hervaldi. „Þegar hernaði er beitt gegn einhverju landi og keyrt yfir það með skriðdrekum verja hinir kúguðu sig einnig með vopnavaldi. Sameinuðu þjóðirnar hafa viðurkennt rétt þjóða til sjálfsvarnar.“ Grein þessi birtist í austurríska dagblaðinu Wiener Zeitung árið 2002. Hafliði Arngrímsson þýddi 23

Eldhaf


Borgarleikhúsið 2011–2012

24


25

Eldhaf


Bergur Þór Ingólfsson

Birgitta Birgisdóttir

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1995 og var þá ráðinn til Þjóðleikhússins en hefur verið fastráðinn við Borgarleikhúsið frá árinu 2000. Meðal fjölmargra hlutverka sem Bergur hefur leikið eru Sörensen rakari í Kardemommubænum, Haukur í Grandavegi 7, Heródes í Jesus Christ Superstar, Tarzan í Gretti, Hitler í Mein Kampf, Dante í Dauðasyndunum, kennarinn í Gauragangi og ýmis hlutverk í Jesú litla. Bergur hlaut Grímuverðlaun fyrir hlutverk skólameistarans í Milljarðamærin snýr aftur árið 2009. Hann hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Stelpurnar og Venni Páer - og kvikmyndinni Órói. Bergur er einn af stofnendum GRAL-leikhópsins í Grindavík, þar sem hann hefur bæði skrifað og leikstýrt, meðal annars Horn á höfði sem fékk Grímuverðlaun fyrir barnasýningu ársins 2010 en það sama ár hlaut hann einnig verðlaun fyrir Jesú litla, ásamt félögum sínum í Borgarleikhúsinu, bæði fyrir sýningu ársins og handrit ársins. Bergur hefur leikstýrt Kristnihaldi undir Jökli, Móglí og Galdrakarlinum í Oz hjá Borgarleikhúsinu.

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2006. Fyrsta hlutverk hennar að námi loknu var Konstansa, kona Mozarts, í Amadeusi hjá Borgarleikhúsinu haustið 2006. Meðal annarra sýninga sem hún hefur leikið í hjá Borgarleikhúsinu eru Grettir, Dagur vonar, þar sem hún fór með hlutverk Öldu, Ræðismannsskrifstofan, Gauragangur og Fólkið í kjallaranum. Birgitta lék í sýningunni Mammamamma í Hafnarfjarðaleikhúsinu árið 2008 og hlutverk Cristinu Kahlo í Frida… viva la vida sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu haustið 2009. Sýningar Birgittu á leikárinu: Fólkið í kjallaranum, Kirsuberjagarðurinn og Eldhaf.

Sýningar Bergs á leikárinu eru: Nei, ráðherra, Jesús litli, Eldhaf og Hótel Volkswagen ásamt því að leikstýra Galdrakarlinum í Oz.

Borgarleikhúsið 2011–2012

26


Guðjón Davíð Karlsson

Jörundur Ragnarsson

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2005. Guðjón tók þátt í nokkrum söngleikjum fyrir útskrift og má þar nefna Grease sem sýndur var í Borgarleikhúsinu 2003, Hárið í Austurbæ 2004, Kabarett í Íslensku óperunni 2005. Hann var fastráðinn við Leikfélag Akureyrar strax eftir útskrift og var einn helsti burðarás leikhússins þar til hann var ráðinn til Borgarleikhússins árið 2008. Hjá LA fór Guðjón með fjölmörg hlutverk, m. a. Markó í Pakkinu á móti, Bjarna í Fullkomnu brúðkaupi, Baldur í Litlu hryllingsbúðinni, Díma í Maríubjöllunni, Ralf í Herra Kolbert, Davey í Svörtum ketti og ýmis hlutverk í Ökutímum. Guðjón fer með stórt hlutverk í kvikmyndunum um Sveppa og hann var einnig umsjónarmaður skemmtiþáttarins Hringekjunnar í Sjónvarpinu. Guðjón Davíð er fastráðinn leikari Borgarleikhússins og hefur leikið í Fló á skinni, Fólkinu í blokkinni, Söngvaseið, Heima er best, Gauragangi, Fólkinu í kjallaranum, Ofviðrinu og Nei, ráðherra.

útskrifaðist með B.F.A. gráðu frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006. Jörundur skrifaði og lék í sjónvarpsþáttunum Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni sem og kvikmyndinni Bjarnfreðarson. Einnig hefur Jörundur leikið í fleiri kvikmyndum t.a.m. Astrópíu, Reykjavík-Rotterdam og Veðramótum þar sem hann hlaut Edduverðlaun fyrir leik sinn. Hann er einn stofnenda leikfélaganna Vér morðingjar og Ég og vinir mínir sem staðið hafa fyrir sýningunum Penetreitor, Sá Ljóti, Húmanimal og Verði þér að góðu. Aðrar sýningar sem Jörundur hefur leikið í eru t.d. Sumarljós og Macbeth í Þjóðleikhúsinu og Heima er best, Dúfurnar og Ofviðrið hjá Borgarleikhúsinu. Sýningar Jörundar á leikárinu: Gyllti drekinn, Eldhaf og Hótel Volkswagen.

Sýningar Guðjóns Davíðs á leikárinu: Fólkið í kjallaranum, Nei, ráðherra, Eldfærin, Baunagrasið, Kirsuberjagarðurinn og Eldhaf.

27

Eldhaf


Lára Jóhanna Jónsdóttir

Unnur Ösp Stefánsdóttir

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 en áður hafði hún leikið með Stúdentaleikhúsinu. Lára Jóhanna var ráðin til Borgarleikhússins á fastan samning strax eftir útskrift. Í Nemendaleikhúsi leiklistardeildar Listaháskólans lék Lára í Eftirlitsmanninum eftir Gogol, Bráðum hata ég þig eftir Sigtrygg Magnason og Stræti eftir Jim Cartwright. Lára lék sitt fyrsta hlutverk í Borgarleikhúsinu haustið 2010 í Enron á Stóra sviðinu, en svo hlutverk Miröndu í Ofviðrinu, Gógóar í Nei, ráðherra og Dóróteu í Galdrakarlinum í Oz. Lára lék einnig í kvikmyndinni Rokland og sjónvarpsþáttunum Heimsendi.

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur síðan starfað við leikhús og kvikmyndir, bæði sem leikari og leikstjóri. Unnur leikstýrði Fólkinu í blokkinu í Borgarleikhúsinu og framleiddi og leikstýrði kvikmyndinni Reykjavík Guesthouse-rent a bike og leikstýrði söngleiknum Footloose, sem var samstarfverkefni og sýnt í Borgarleikhúsinu. Hún er einn stofnenda leikhópanna götuleikhússins Zirkus Ziemsen, Kvenfélagsins Garps og Menningarfélags alþýðunnar sem setti upp söngleikinn Hárið 2004. Unnur Ösp hefur leikið ýmis hlutverk í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá Sjálfstæðu leikhúsunum og í kvikmyndum. Þar má nefna Krissu í Grease, Dionne í Hárinu, Unni Ösp í 5 stelpum.com og Laufeyju í kvikmyndinni Dís. Í Þjóðleikhúsinu lék Unnur í sýningunum Klaufar og kóngsdætur, Edith Piaf, Halldór í Hollywood og Eldhús eftir máli. Hún var tilnefnd sem besta leikkona ársins í aðalhlutverki sem Dottie í Killer Joe, lék Söru í Herra Kolbert hjá Leikfélagi Akureyrar og Gretu í Hamskiptunum hjá Vesturporti í Lyric Hammersmith leikhúsinu í London árið 2007. Hún lék í Milljarðamærin snýr aftur og Fló á skinni, Gretu í Faust, Rannveigu í Nei, ráðherra og nú síðast hlaut hún Grímuverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Donnu í Elsku barn. Eins lék Unnur í sjónvarpsseríunum Réttur.

Sýningar Láru á leikárinu: Galdrakarlinn í Oz, Nei, ráðherra! og Eldhaf.

Sýningar Unnar á leikárinu eru: Elsku barn, Faust, Nei, ráðherra! og Eldhaf. Borgarleikhúsið 2011–2012

28


Þórir Sæmundsson útskrifaðist úr Statens teaterhögskole í Osló 2002 og þreytti frumraun sína hjá Teatret Vaart í Molde og hefur leikið þar Anders í Orðinu eftir Kaj Munk, Lísander í Draumi á Jónsmessunótt, Engilinn í Telemakos eftir Jon Fosse og The Complete Works of Shakespeare condenced ásamt hlutverkum í söngleikjum og barnasýningum. Við Det Norske teatret í Osló lék Þórir Razumichin í Glæpi og refsingu eftir Dostojevskij, Ulf í Angerhöy eftir Marit Tusvik, Makka hníf í Túskildingsóperunni eftir Brecht hjá Riksteatret. Einnig lék Þórir í nokkrum sjónvarpsþáttum og bíómyndum ytra. Í Þjóðleikhúsinu hefur Þórir m.a. leikið Stóradverg í Skilaboðaskjóðunni, Ágúst í Norway today eftir Igor Bauersima og Láka í Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Í Borgarleikhúsinu hefur Þórir leikið í Strýhærða Pétri. Þórir lék Davíð í Ástríði á Stöð 2 og í Tíma nornarinnar í leikstjórn Friðriks Þórs á RÚV. Sýningar Þóris á leikárinu: Galdrakarlinn í Oz og Eldhaf.

29

Eldhaf


Hrafnhildur Hagalín fæddist í Reykjavík árið 1965. Hún lauk burtfararprófi á klassískan gítar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 og stundaði nám í frönsku og leikhúsfræðum í Sorbonne-háskóla í París 1989-1992. Hún hefur starfað í íslensku leikhúsi um árabil og m.a. skrifað verkin Ég er meistarinn (L.R. 1990), Hægan, Elektra (Þjóðleikhúsið 2000), Norður (Þjóðleikhúsið 2004), leikgerð að Sölku Völku (L.R. 2005) og útvarpsverkið Einfara (RÚV 2010). Þá hefur hún þýtt fjölda leikrita, m.a. eftir Arthur Miller, Harold Pinter og Sarah Kane. Meðal verðlauna og viðurkenninga sem hún hefur hlotið eru Leikskáldaverðlaun Norðurlanda 1992 fyrir Ég er Meistarinn, sem þýtt hefur verið á 11 tungumál og sýnt víða um heim, tilnefningu til Norrænu Leikskáldaverðlaunanna 2001 fyrir Hægan Elektra, Grímuverðlaunin 2010 og tilnefningu til Prix Europa verðlaunanna fyrir útvarpsverkið Einfara. Árið 2008 stofnaði hún, ásamt Steinunni Knútsdóttur, netleikhúsið Herbergi 408, en það stendur að hvers kyns tilraunum í leiklist tengdri netmiðlum. Þar hafa þær samið og sýnt netverkin Herbergi 408 og Jökla, sem hlutu tilnefningar til Prix Europa verðlaunanna í flokki nýmiðla. Hrafnhildur býr og starfar í Reykjavík.

Jón Páll Eyjólfsson útskrifaðist árið 2000 frá East 15 Acting School í London og lék í uppfærslu Young Vic Theatre Company á The Three Musketeers sama ár. Hann hefur leikið í flestum leikhúsa landsins auk þess að vinna með sjálfstæðum leikhópum. Þar má nefna Syngjandi í Rigningunni, Cyrano, Grettisögu, Gaggalagú, Grís, Meistarann og Margarítu, Rauðu Skóna, Úlfhamsögu og Íslandsklukkuna. Jón Páll fékk tilnefningu til Grímuverðlauna fyrir síðastnefnda hlutverkið. Á síðari árum hefur Jón Páll snúið sér æ meira að leikstjórn. Hann leikstýrði Herra Kolbert og Maríubjöllunni hjá LA og Hér og nú Sokkabandsins í Borgarleikhúsinu. Jón Páll var fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið leikárið 2008 til 2009 og leikstýrði þar sýningunum Vestrið eina og Óskar og bleikklædda konan. Jón Páll hefur einnig leikstýrt sýningunum Heima er best, Elsku barni og Strýhærða Pétri hjá Borgarleikhúsinu. Hann gerði einnig sýningarnar Þú ert hér, Góða Íslendinga og Zombíljóðin á árunum 2009-011 í Borgarleikhúsinu ásamt þeim Jóni Atla Jónassyni og Halli Ingólfssyni en þeir félagar deildu með sér leik, leikstjórn og handritsgerð. Þú ert hér var tilnefnd til fimm Grímuverðlauna, m.a. sem sýning ársins 2009.

Ilmur Stefánsdóttir lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995 og lauk MA-prófi í myndlist frá Goldsmiths College í London árið 2000. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga, tekið þátt í mörgum samsýningum og framið ýmsa gjörninga, innan lands sem utan. Hún hefur gert leikmynd, leikmuni og/eða búninga fyrir fjölmargar leiksýningar, m.a. Forðist okkur hjá Nemendaleikhúsi LHÍ og CommonNonsense, Hvíta kanínu hjá Nemendaleikhúsi LHÍ, Hinn útvalda í Loftkastalanum og CommonNonsense, CommonCouple í Borgarleikhúsinu, Baðstofuna og Brennuvargana í Þjóðleikhúsinu, Vestrið eina, Heima er best og Dúfurnar í Borgarleikhúsinu. Ilmur hefur verið tilnefnd til Menningarverðlauna DV og tvisvar unnið fyrstu verðlaun um sköpun á útilistaverki fyrir Ljósahátíð í Reykjavík. Hún var tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir leikmynd í Forðist okkur.

Hallur Ingólfsson hefur samið tónlist fyrir fjölda sviðsverka og kvikmynda. Á síðasta leikári var Hallur tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir tónlist ársins í leikverkin Elsku Barn og Strýhærði Pétur sem bæði voru sett upp í Borgarleikhúsinu. Hallur hefur einnig samið og sett upp þrjú leikverk í samstarfi við Jón Pál Eyjólfsson og Jón Atla Jónasson, nú síðast Zombíljóðin sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu í haust þar sem Halldóra Geirharðsdóttir slóst í lið með þeim félögum. Meðal nýlegra tónlistarverkefna Halls má nefna Sjónvarpsseríuuna Tími Nornarinnar í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, Spurningabombuna á Stöð 2 og Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins 2011.

Borgarleikhúsið 2011–2012

30


Þórður Orri Pétursson er forstöðumaður ljósadeildar Borgarleikhússins. Hann lærði leikhúslýsingu við Central School of Speech and Drama og síðar meistaranám í byggingalýsingu við Bartlett School of Architecture. Hann starfaði í fimm ár hjá virtum arkitekta- og lýsingafyrirtækjum í London og vann að byggingalýsingum víða um heim. Meðal leiksýninga sem Þórður hefur unnið við í Borgarleikhúsinu er Rústað, Söngvaseiður, Faust, Galdrakarlinn í OZ, Elsku barn og Húsmóðirin. Þórður fékk tilnefningar til Grímunnar fyrir Rústað og Faust.

Arnar Steinn Friðbjarnarson stundaði nám í Kvikmyndaskóla Íslands, Electrical Trades College, Multimedia & 3D og og stundar nú nám í Media MFA - Valand School of Fine Arts – við Gautaborgarháskóla. Hann hefur unnið við myndbandagerð af ýmsu tagi síðast liðinn áratug, bæði auglýsingar, stuttmyndir og kynningarmyndir. Hann kenndi við margmiðlunardeild Tækniskóla Íslands í um tíu ára skeið áður en hann hélt til frekara náms í Gautaborg, Svíþjóð. Hann stofnaði kvikmyndafyrirtækið Wonderland ásamt konu sinni og hafa þau unnið að ýmsum verkefnum. Meðal annars hannaði hann myndband fyrir sýninguna Medea í Iðnó árið 2000 og einnig við Leg í Þjóðleikhúsinu árið 2007. Hann hefur hlotið verðlaun og tilnefningar af ýmsu tagi fyrir verk sín. Hann hefur einnig tekið þátt í ýmsum listsýningum hér á landi, í Svíþjóð, Bandaríkjunum

Christopher Astridge er fæddur í London en ólst upp í Wendover í Buckinghamshire norðvestur af London. Á meðan á skólagöngu stóð stundaði Astridge nám í klassískum söng auk víólunáms. Hann vann hjá Breska ríkisútvarpinu, BBC, ásamt því að stunda nám í bókmenntum tuttugustu aldar við University of London. Hann flutti til Íslands árið 1991 til að leggja stund á Íslensku og vann við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn. Einnig vann hann sem blaðamaður og þýðandi hjá Iceland Review. Árið 1998 hóf hann störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sviðsmaður en varð sýningarstjóri og umsjónarmaður Nýja sviðsins við opnun þess árið 2001. Hann hefur séð um allar sýningar sviðsins síðastliðin tíu ár. 31

Eldhaf


Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.

Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •.Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 –

Stjórn Borgarleikhússins

Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steindór Hjörleifsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir

Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins. Í dag sitja stjórn þau Inga Jóna Þórðardóttir, formaður. Marta Nordal, ritari, Þórólfur Árnason, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir og Theódór Júlíusson. Varamenn eru þær Edda Þórarinsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Finnur Oddsson.

Borgarleikhúsið 2011–2012

32


Fastráðnir starfsmenn Yfirstjórn og skrifstofa Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Bergur Þór Ingólfsson Elma Lísa Gunnarsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María Karlsdóttir Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Jörundur Ragnarsson Katla Margrét Þorgeirsdóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Lára Jóhanna Jónsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Rúnar Freyr Gíslason Sigrún Edda Björnsdóttir Theódór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Þórir Sæmundsson Þröstur Leó Gunnarsson Listrænir stjórnendur Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Snorri Freyr Hilmarsson, leikmyndahönnuður Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið Haraldur Björn Halldórsson, sýningastjóri Litla svið Leiksvið Kristinn Karlsson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður Þorbjörn Þorgeirsson, sviðsmaður

Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Magnús Helgi Kristjánsson, ljósamaður Kjartan Þórisson, ljósamaður

Hljóð- og tölvudeild Ólafur Örn Thoroddsen, hljóðmaður, forstöðumaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Aðalheiður Jóhannesdóttir, yfirleikmunavörður Anna María Tómasdóttir Þorleikur Karlsson Smíðaverkstæði Gunnlaugur Einarsson, forstöðumaður Ingvar Einarsson, smiður Haraldur Björn Haraldsson, smiður Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölu- og framhússtjóri Vigdís Theodórsdóttir, vaktstjóri Guðrún Sölvadóttir Ingibjörg Magnúsdóttir, ræstitæknir Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir Stefanía Þórarinsdóttir Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Gréta Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari Umsjón húss: Ögmundur Þór Jóhannesson Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is

33

Eldhaf


LEIKRIT EFTIR JÓN GNARR LEIKRIT EFTIR JÓN GNARR

Hótel Volkswagen Við erum gestirog hótel okkar er Volkswagen Pálmi og Siggi litli, sem er kona á fertugsaldri, eru á ferðalagi. Bíllinn bilar, en til allrar hamingju er Hótel Volkswagen í næsta nágrenni og þar er ekki einasta gistiaðstaða heldur er Svenni móttökustjóri líka bifvélavirki. Svenni er bjartsýnn tómhyggjumaður og hann lofar þeim að gera við bílinn. Á meðan feðgarnir bíða eftir að gert verði við bílinn þurfa þeir að gista á hótelinu og smám saman kynnast þeir gestum hótelsins. Paul Jenkins er kona og breskur séntilmaður. Hún er gift Adrian Higgins. Þeir Paul og Adrian geta ekki eignast börn en eru alltaf að reyna – Paul er ekki með eggjastokka. Ludwig Herman Finkelstein er kumpánlegur nasisti með fortíðarþrá. Hann bíður eftir vegabréfi til Brasilíu. En hann, eins og flestir gesta hótelsins, uppgötva að það er hægara sagt en gert að yfirgefa Hótel Volkswagen. Við fylgjumst með hinum brjóstumkennanlegu gestum á hóteli þar sem allt getur gerst og allir eiga sér vafasama fortíð – meira að segja Siggi litli. Hótel Volkswagen er nýtt íslenskt leikrit eftir Jón Gnarr (1967), einn þekktasta grínista landsins.Jón er afkastamikill höfundur og hefur samið mikið efni fyrir útvarp og sjónvarp ásamt því að skrifa kvikmynda- handrit. Hann er einn af höfundum Vaktaseríanna og kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson þar sem hann sló rækilega í gegn og hlaut Edduverðlaunin 2010 fyrir leik sinn í myndinni. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur réði hann sem hússkáld Borgarleikhússins árið 2010 og er Hótel Volkswagen afrakstur af starfi hans þar. Benedikt Erlingsson (1969) leikstýrir verkinu en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttum Fóstbræðra sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Benedikt er einn af okkar þekktustu leikhúsmönnum og leikstýrði m.a. Jesú litla sem hlaut Grímuna árið 2010 sem sýning ársins.

HÓTEL HÓTEL VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN Í LEIKSTJÓRN BENEDIKTS ERLINGSSONAR Í LEIKSTJÓRN BENEDIKTS ERLINGSSONAR

Höfundur: Jón Gnarr Leikstjórn: Benedikt Erlingsson Leikmynd: Halla Gunnarsdóttir Búningar: Eva Vala Guðjónsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Davíð Þór Jónsson Leikarar: Dóra Jóhannsdóttir Bergur Þór Ingólfsson Hallgrímur Ólafsson Þorsteinn Gunnarsson Jörundur Ragnarsson Halldór Gylfason

Frumsýnt á Stóra sviðinu 16. mars 2012

Borgarleikhúsið 2011–2012

34


Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg. Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.

35

Eldhaf


ÞÚ SITUR ALLTAF Á FREMSTA BEKK HJÁ ICELANDAIR

Þegar þú sest í þægilegt, leðurklætt sæti um borð í flugvél Icelandair hefurðu fyrir framan þig þinn eigin persónulega snertiskjá og þar með aðgang að afþreyingarkerfinu um borð.

bekk og horft þar á nýjar og klassísar kvikmyndir, sjónvarpsþætti og heimildarmyndir. Að auki geturðu hlustað á innlenda og erlenda tónlist sem DJ Margeir hefur hjálpað okkur að velja.

Í afþreyingarkerfinu eru í boði allt að 150 klukkustundir af fjölbreyttu efni. Þú getur notið þess sitja á fremsta

+ Bókaðu ferð á www.icelandair.is Vinsamlegast athugið að í hreinum undantekningartilfellum getur það komið fyrir að farþegar Icelandair fljúgi með vél þar sem sæti og afþreyingarkerfi eru ekki eins og í auglýsingum.

Borgarleikhúsið 2011–2012

36


37

Eldhaf


Miðausturlensk óvissuferð 1 umslag til bróður sem þú vissir ekki að væri til 1 umslag til föður sem þú hélst að væri látinn Fyllt upp með leyndarmálum og fléttað á óvænta vegu

Pakkað niður í bakpoka og snætt þegar hungrið sverfur að

Fullkomin leikhúsveisla

Við erum stolt af því að vera einn af máttarstólpum Borgarleikhússins. Góða skemmtun! Borgarleikhúsið 2011–2012

38

ENNEMM / SÍA / NM49858

Marinerað í römmum kryddlegi og svo grillað yfir opnum eldi


Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is

VERÐ FRÁ kR. EINTAkIÐ

6.990

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum. 39

Eldhaf


Í björtu leikhúsi bíður þín veisla blikandi stjörnur á sviðinu geisla. Auðævi í listum liggja leyfðu þér að njóta, þiggja. Okkar hlutverk er að tryggja.

VÍS er stoltur máttarstólpi Borgarleikhússins. Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3

| 108 Reykjavík | Sími 560 5000

Borgarleikhúsið 2011–2012

40

| vis.is


Góða skemmtun! Vísa

Valitor er einn af máttarstólpum Borgarleikhússins.

www.valitor.is 41

Eldhaf


Borgarleikhúsið 2011–2012

42


43

Eldhaf


Borgarleikhúsið 2011–2012

44


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.