„Handan þagnarinnar leynist hamingjan“
Kona deyr á sjúkrahúsi. Börn hennar, tvíburarnir Símon og Janine, eru boðuð á fund lögfræðings vegna erfðaskrár móður þeirra. Hann afhendir þeim sitt hvort umslagið frá móðurinni og segir það hinstu ósk hennar að tvíburarnir afhendi umslögin í eigin persónu. Annað á að færa bróður þeirra sem þau vissu ekki að væri til og hitt föður þeirra sem þau töldu látinn.
Systkinin halda með umslögin í óvenjulega ferð sem afhjúpar þeim áður ókunna fortíð móður þeirra og hræðilegt leyndarmál. Eldhaf er stór saga um alvöru fólk, harmleikur um fortíðina sem skapar nútímann.