Kristín Marja Baldursdóttir
Ferjan
Borgarleikhúsið 2013 / 2014
Persónur og leikendur Klara. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Katla Margrét Þorgeirsdóttir Hekla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Birgitta Birgisdóttir Arna. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Elva Ósk Ólafsdóttir Birta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hildur Berglind Arndal Esja. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Anna Kristín Arngrímsdóttir Brimir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Halldór Gylfason Múli. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Davíð Karlsson Jan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hilmar Guðjónsson
Leikstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vytautas Narbutas Búningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefanía Adolfsdóttir Lýsing. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórður Orri Pétursson Tónlist. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallur Ingólfsson Aðstoð við dramatúrgíu. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Brynhildur Guðjónsdóttir Hljóðmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Magnússon / Hallur Ingólfsson Leikgervi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Árdís Bjarnþórsdóttir Sýningarstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hlynur Páll Pálsson
Borgarleikhúsið 2013–2014
4
Ljósa- og hljóðstjórn Hafþór Snær Þórsson Sindri Þór Hannesson
Leikmunir Móeiður Helgadóttir Nína Rún Bergsdóttir Lárus Blöndal Guðjónsson Ísold Ingvadóttir Móa Hjartardóttir Stella Önnudóttir
Myndbandsvinnsla Elmar Þórarinsson Búningagerð Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Ingunn Lára Brynjólfsdóttir
Hljóðdeild Ólafur Örn Thoroddsen Thorbjørn Knudsen Baldvin Þór Magnússon
Leikgervi Árdís Bjarnþórsdóttir Guðbjörg Ívarsdóttir Harpa Finnsdóttir Rakel María Hjaltadóttir Rakel Ásgeirsdóttir Elsa Þ. Þórisdóttir
Ljósadeild Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Garðar Borgþórsson Dusan Loki Markovic Leiksvið Kjartan Þórisson Friðþjófur Sigurðsson Richard H. Sævarsson Haraldur Unnar Guðmundsson Bergur Ólafsson
Leikmyndagerð Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Ingvar Einarsson Karl Jóhann Baldursson Guðmundur Hreiðarsson Zetrus ehf Irma ehf
Þakkir Fljótt og gott Ólafur Benónýsson Ingunn Snædal Valgeir Guðjónsson Kata Ingvadóttir Ingibjörg E. Bjarnadóttir Hlín Reykdal
Í sýningunni eru flutt brot úr lögunum Hún er svo sæt, lag: Þorvaldur Halldórsson, texti: Ómar Ragnarsson Hægt og hljótt, lag og texti: Valgeir Guðrjónsson.
Leikskrá:
Ferjan er 576. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur. Frumsýning 21. mars 2014 á Litla sviði Borgarleikhússins. Sýningartími er um það bil tvær klukkustundir Eitt hlé er á sýningunni. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.
Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi: Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun: Grímur Bjarnason Umbrot: Jorri Prentun: Oddi
5
Ferjan
„Jafnrétti var hugsjón mín.“
Um verk Kristínar Marju Baldursdóttur
Það eru ekki margir íslenskir höfundar sem njóta slíkra vinsælda erlendis að lesendur þeirra komi í skipulagðar ferðir á slóðir skáldsagna þeirra en Kristín Marja Baldursdóttir er slíkur höfundur. Sögur hennar um listakonuna Karitas hafa heillað lesendur víða um Evrópu, ekki síst í Þýskalandi, þannig að þeir hafa flykkst til Íslands til að feta í fótspor hennar. Sögurnar um Karitas eru án efa þekktustu verk Kristínar Marju en skáldsögur hennar eru orðnar sjö talsins og með þeim hefur hún skipað sér á bekk virtustu og vinsælustu skáldsagnahöfunda samtímans. Hún hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og árið 2011 féllu Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar henni í skaut. Kristín Marja sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Mávahlátur, árið 1995 en fram að þeim tíma hafði hún starfað sem kennari og blaðamaður. Hún byrjaði seint að birta skrif sín – það er ekki einsdæmi um konur í hópi rithöfunda – en fyrsta skáldsagan hlaut góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda og hún hefur helgað sig ritstörfum síðan. Mávahlátur hefur öðlast framhaldslíf, bæði á leiksviði í uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur árið 1998 og á hvíta tjaldinu í kvikmynd Ágústs Guðmundssonar frá árinu 2001. Í kjölfar Mávahláturs komu skáldsögurnar Hús úr húsi (1997) og Kular af degi (1999) ásamt smásagnasafninu Kvöldljósin eru kveikt (2001). Líkt og í Mávahlátri eru konur í forgrunni þessara sagna, þær einkennast af ísmeygilegum og býsna kaldhæðnum húmor, ekki síst Kular af degi en þar hefur kennslukonan Þórsteina Þórsdóttir orðið. Hún þykist yfir aðra hafin og sjá í gegnum fólkið í kringum sig en orð hennar afhjúpa hana sjálfa smám saman og birta átakanlega mynd af brotinni persónu sem er blind á eigin galla. Árið 2004 kom út fyrri skáldsaga Kristínar Marju um Karitas, Karitas án titils. Sú saga er stærri í sniðum en fyrri bækur hennar og höfundur er þar líka eindrægari í afstöðu sinni til jafnréttismála og stöðu kvenna en áður og kaldhæðnin sem einkennir fyrstu bækur hennar er víðsfjarri. Jafnrétti hefur þó verið Kristínu hjartans mál frá upphafi ferilsins og í viðtali sem tekið var fyrir bókamessuna í Frankfurt árið 2011 sagði hún meðal annars: Jafnrétti var hugsjón mín þegar ég hóf ritun skáldsagna. Ég reyndi þó að forðast prédikanir, færa heldur boðskapinn í listrænan búning, en er eftir á að hyggja efins um að viðleitni mín til að frelsa heiminn hafi einhvern árangur borið. [...] Samstaða kvenna hefur oft verið mér umhugsunarefni. Á yfirborðinu lítur það út sem samstaða sé mikil, en þegar á reynir er hún það ekki, nema í fáum
Borgarleikhúsið 2013–2014
6
tilvikum. Sem verður kannski skiljanlegt þegar orð áðurnefndrar listakonu [Karitasar] eru höfð í huga, en hún sagði: „Í feðraveldinu hampa karlar hver öðrum og það versta er að konurnar hampa þeim líka, því ef þær færu nú að hampa hver annarri hver ætti þá að sjá um þvotta þjóðarinnar?“ En ef verk mín hafa verið innlegg í jafnréttisbaráttu, fagna ég því. Í mínum huga er jafnrétti það sama og mannréttindi. Karitas lifir alla 20. öldina, hún býr á stöðum hringinn í kringum Ísland, í Skálavík, á Akureyri, Borgarfirði eystra, Öræfasveit, Reykjavík og Skarðsströnd og síðustu árin á Ísafirði. Þótt Karitas sé einstök í sinni röð og geri sjálf mikið úr því að hún fari sínar eigin leiðir og eigi ekki endilega samleið með öðrum konum verður hún að sterkri táknmynd fyrir allar konur og allar listakonur. Karitas þarf að fórna miklu fyrir listina, hún gengur nærri eigin heilsu og teflir oft tæpt með persónulega hamingju sína, samband hennar við börn og barnabörn líður líka fyrir frelsisþrá hennar.
Konur og karlar Þótt í bókum Kristínar Marju megi finna eftirminnilegar karlpersónur er sjónarhornið í sögum hennar iðulega kvennanna. Í Mávahlátri sjáum við heim hinna fullorðnu með öllum sínum leyndarmálum, undirferlum og ráðabruggi með augum unglingsstúlkunnar Öggu. Í annarri skáldsögu Kristínar Marju, Hús úr húsi (1997), fylgjum við aðalpersónunni Kolfinnu eftir á ferðum hennar og í Karitasarbókunum er hún sjálf í frásagnarmiðju þótt frásagnaraðferðin sé ólík í bókunum tveimur. Í fyrri bókinni er saga Karitasar sögð af sögumanni sem horfir á hana utan frá en þekkir þó hennar innstu tilfinningar og hugsanir en hún tekur sjálf til máls í þeim köflum sem lýsa verkum hennar. Í seinni bókinni snýst þetta við. Þar talar Karitas í fyrstu persónu en verkum hennar er lýst utan frá, kannski af dómurum sögunnar, sagnfræðingi eða listfræðingi úr framtíðinni. Frásagnaraðferðin endurspeglar þróun Karitasar og sýnir á áþreifanlegan hátt hvernig hún tekur smám saman stjórnina á eigin lífi. Það er sennilega leitun á hópi jafn myndarlegra og heillandi karlmanna og þeim sem birtist í skáldsögum Kristínar Marju. Allt frá verkfræðingnum Birni Theodór og lögregluþjóninum Magnúsi í Mávahlátri til Sigmars, eiginmanns Karitasar, og sona hans eru karlar í verkum Kristínar Marju glæsilegir á velli og hafa umsvifalaus og mikil áhrif á konur hvar sem þeir koma. Það er á hinn bóginn misjafnt hvað leynist á bak við þessa glæsilegu framhlið. Karlarnir í sögum Kristínar Marju njóta frelsis umfram konurnar og það nýta þeir sér til hins ýtrasta, stökkva frá börnum og búi, eiga í samböndum við aðrar konur og leggjast í ferðalög. En þótt karlarnir taki sér frelsi getur þeim hefnst grimmilega fyrir þegar konurnar standa saman. Mest sláandi er þetta í Mávahlátri þar sem karlar þurfa að gjalda fyrir svik sín með lífinu.
Kynslóðir koma og fara Í síðustu verkum Kristínar Marju hefur áherslan færst frá umfjöllun um samskipti kynjanna yfir á tengsl eða tengslaleysi milli kynslóða. Karlsvagninn, stutt skáldsaga sem kom út árið 2009, er skýrt dæmi um þetta. Í sögunni eru settar fram áleitnar spurningar um uppeldi og ábyrgð foreldra þar sem ólíkum kynslóðum er teflt saman en Karlsvagninn er líka áleitin táknsaga um íslenska þjóð, efnishyggju, gildi og hrun. Í nýjustu skáldsögu Kristínar Marju, Kantötu (2012), víkkar sjónsviðið, við fáum að skyggnast inn í hugarheim ungra og aldinna, karla og kvenna sem tengjast flóknum fjölskylduböndum og eiga sér margvísleg leyndarmál, og hagsmuni sem tengja persónurnar saman en geta líka ógnað tilveru þeirra. Sterkir þræðir binda saman allt höfundarverk Kristínar Marju. Auk þeirrar áherslu á samskipti kynja sem hér hefur verið nefnd mætti nefna mikilvægi annarra listgreina en bókmennta í verkum hennar: myndlistar, tónlistar og ekki síst matargerðarlistar sem leikur stórt hlutverk í öllum sögunum. En sögur hennar eru líka fjölbreyttar í efni og formi. Hún beitir margvíslegum aðferðum við skáldsagnagerð, sjónarhorn og frásagnaraðferð er breytilegt frá einni sögu til annarrar. Eitt eiga þó flestar ef ekki allar sögur hennar sameiginlegt, þær eru tilfinningaríkar og hún er óhrædd við að sýna lesendum innra líf persóna sinni, sýna okkur hvað þær hugsa, hvernig þeim líður og hvaða kenndir bærast með þeim. Þetta getur skáldsagan gert en á leiksviðinu gilda aðrar reglur, þar er textinn eins og ísjaki þar sem meginhluti tilfinninganna ólgar undir yfirborðinu. Ekki síst þess vegna er spennandi að fylgjast með fyrstu skrefum Kristínar Marju sem leikritahöfundar og átökum hennar við nýjar áskoranir. Jón Yngvi Jóhannsson
7
Ferjan
Borgarleikhúsið 2013–2014
8
9
Ferjan
Nýjar víddir opnast
samtal við Krisínu Marju Baldursdóttur Hvaðan kemur löngunin hjá þér til að skrifa leikrit? Sú löngun er afar gömul, er partur af bernskunni þegar maður samdi leikrit og flutti í bílskúrum. Ég byrjaði reyndar ferilinn sem leikskáld, samdi tvö verk sem sáu þó aldrei sviðsins ljós, þau höfnuðu í myrkri skúffunnar. En eftir að ég sá leikritið Nótt ástmeyjanna eftir Per Olov Enquist í Þjóðleikhúsinu árið 1977, og sem ég hreifst mjög af, var sem eitthvað gerðist. Ég fór markvisst að undirbúa mig fyrir leikritun jafnhliða skáldsagnagerðinni. Las öll leikrit sem ég komst yfir og sótti mikið leikhús, bæði hér heima og erlendis. Taldi sjálfri mér trú um að ég gæti skrifað leikrit í hjáverkum sem að sjálfsögðu gekk aldrei upp. Þegar Leikfélag Reykjavíkur auglýsti svo stöðu leikskálds í Borgarleikhúsinu til eins árs, ákvað ég að taka stökkið og þá fór þetta að ganga.
Hver er reynsla þín af leikrituninni og dvölinni í leikhúsinu? Leikhúsið er óneitanlega skemmtilegri vinnustaður en kontórinn heima hjá mér, enda var ég svo upptekin af leikurum og ljósabúnaði, leikstjórum og sviðsmyndum að ég kom vart stafi á blað fyrstu mánuðina. En þetta var nú það sem ég sóttist eftir og sjálfsagt hefur lærdómurinn líka verið fólginn í því. Ég hafði unun af því að fylgjast með vinnu leikaranna, það er náttúrlega viðbúið að kona eins og ég hrífist af fólki sem er sífellt að skapa persónur. En ég á ákaflega góðar minningar um dvölina í leikhúsinu og sakna þess tíma.
Heldurðu að þú munir leggja leikritun fyrir þig? Það væri þá ekki nema til að komast inn í leikhúsið aftur! En grínlaust, ég hef engin áform um það ennþá, ég er að skrifa skáldsögu, en hver veit hvað ég geri síðar.
Hver vegna valdirðu þennan titil? Hvers vegna velurðu gamla ferju sem svið leikritsins? Ferjan getur verið viðsjárverður fararkostur, eins og við þekkjum úr grískri goðafræði, og freistandi að nota hugmyndir tengdar henni. En sumar hugmyndir geta nú reyndar verið í dauðateygjunum þótt sumir reyni að blása lífi í þær. En ferjan er ekki alslæm, þegar askan frá Íslandi lagðist yfir heiminn fyrir nokkrum árum var hún um tíma reyndar eina farartækið sem gat bjargað okkur heim.
Hvað liggur undir leikritinu að þínu áliti? Nándin við manneskjuna og landið. Þegar ég fékk hugmyndina var ég stödd úti í Berlín og komst ekki heim vegna ösku. Þá horfðist ég fyrst í augu við það hversu einangrað landið er, ekki aðeins landfræðilega heldur líka félagslega, og á ég þá við einangrun frá hinu alþjóðlega samfélagi. Mér fannst við líka vera stöðnuð hugmyndafræðilega séð. Föst í gömlum hlutverkum sem þjóna litlum tilgangi fyrir framtíðina. Ég var líka að velta fyrir mér móðurhlutverkinu, þeim miklu áhrifum sem það hefur á einstaklinginn en sem hindrar um leið konur í því að ná jafnrétti. Eins og það væri nú gott fyrir samfélagið ef þær sætu oftar við stýrið.
Hvaða áhrif hefur leikritunin haft á þig sem listamann? Hún hefur opnað nýjar víddir fyrir mér, gert mig frjálsari, án þess þó að ég viti á þessari stundu í hverju það frelsi er falið.
Fyrir hvað stendur leikhúsið í lífi þínu, finnst þér það þurfa og eiga að standa vörð um eitthvað? Auðvitað vildi ég að leikhúsið stæði vörð um lýðræðið, jafnréttið, tungumálið, en ég veit að hlutverk þess er fyrst og fremst að standa vörð um listina sjálfa. Og hún birtist ekki eingöngu í ádeilu- eða sálfræðiverkum heldur einnig í söngi, dansi og í verkum sem minna oft á myndlist og ljóð.
Borgarleikhúsið 2013–2014
10
Hefurðu komið sjálfri þér á óvart í leikritunarferlinu? Það kom mér mjög á óvart hversu skemmtileg mér fannst dramatúrgíuvinnan vera, þegar ég var nú á annað borð komin út í þá sálma. Ég hafði verið mjög upptekin af textanum sjálfum meðan ég skrifaði, fannst hann skipta öllu máli, enda er það nú svo með mig að ég uni mér ágætlega sem áhorfandi að verkum þar sem tvær persónur rabba saman í rólegheitum uppi á sviði, en svo þegar ég var í miðjum klíðum með Ferjuna var mér bent á af leikhúsfólkinu, að það kynni að fara svo að leikarar vildu hreyfa sig á sviðinu. Þau voru að tala um dramatúrgíuna. Gáfu mér svo góð ráð þar að lútandi. Þótt það hefði verið freistandi um tíma að hætta við allt saman, þetta var verulega erfitt og flókið, ákvað ég þó að duga eða drepast ella, og smám saman fór mér að þykja formið svo heillandi að við lá að ég reyndi við annað leikrit til að geta haldið vinnunni áfram.
Hvert hefurðu leitað innblásturs? Ég sæki mér nær alltaf innblástur í aðrar listgreinar eins og myndlist og tónlist, og það á líka við um þetta leikrit. En ég las auðvitað mörg handrit meðan ég skrifaði, en aðallega var það nú til að sjá hversu margar blaðsíður menn skrifuðu fram að hléi.
Áttu þér uppáhaldsleikskáld eða uppsetningar? Mér finnast mörg nútímaleikskáld afar góð en ég hef kannski ekki fengið á þeim þessa sömu ástúð og ég hef á þeim gömlu, eins og Lorca og Brecht. Það kemur kannski seinna. Það eru tvær uppsetningar sem eru mér minnistæðari en aðrar. Annars vegar uppsetning á Music-hall eftir Jean-Luc Lagarce í Théatre des Bouffes du Nord í París og hins vegar á Die Kleinbürgerhochzeit eftir Brecht í Berliner Ensemble í Berlín. Í þeirri fyrri var ekkert um að vera á sviðinu, það var bara leikkonan Fanny Ardant sem náði heljartökum á áhorfendum, með aðstoð ljósameistarans, og í þeirri síðari var brúðkaup smáborgarans haldið, að því er virtist, um borð í litlu skemmtiskipi og það var einhver kraftur og gleði sem einkenndi þá sýningu. En mesta leikhúsánægja mín var þó að sjá sjálfan Klaus Maria Brandauer á sviði, sjá með eigin augum þessa margumtöluðu útgeislun sem leikarinn býr yfir. Og hún hefur ekkert minnkað þótt maðurinn sé hátt á sjötugsaldri. Annars finnst mér íslenskir leikarar vera yfirhöfuð með þeim betri í Evrópu. Kannski skerpir það hæfileikana að búa í landi með þrjátíu virkum eldstöðvum.
11
Ferjan
Borgarleikhúsið 2013–2014
12
13
Ferjan
Borgarleikhúsið 2013–2014
14
15
Ferjan
Borgarleikhúsið 2013–2014
16
17
Ferjan
Borgarleikhúsið 2013–2014
18
19
Ferjan
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Birgitta Birgisdóttir
útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1997. Katla Margrét hóf störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur haustið 2000. Fyrst gekk hún inn í hlutverk Rosie í söngleiknum Kysstu mig Kata, þá lék hún hlutverk Huldu í Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason og úlfamömmunnar og apa í Móglí, leikgerð á Skógarlífi eftir Rudyard Kipling. Hún lék í Blíðfinni, Gróu í Boðorðunum 9, Rósauru í Kryddlegnum hjörtum, í söngleiknum Honk!, Púntila bónda og Matta vinnumanni, Donnu í Kvetch, Eunice í Sporgvagninum Girnd, Maríu í Sekt er kennd og Sæunni í Híbýli vindanna. Hún lék einnig í Héra Hérasyni, Terrorisma, Söngvaseið, Galdrakarlinum í Oz og Fanný og Alexander. Katla Margrét hefur síðan leikið fjölmörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu, m.a. í Óhapp eftir Bjarna Jónsson, Legi og Sumardegi.
útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2006. Fyrsta hlutverk hennar að námi loknu var Konstansa, kona Mozarts, í Amadeusi hjá Borgarleikhúsinu haustið 2006. Birgitta lék í sýningunni Mammamamma í Hafnarfjarðaleikhúsinu árið 2008 og hlutverk Cristinu Kahlo í Frida… viva la vida sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu haustið 2009. En hún hefur meira og minna starfað í Borgarleikhúsinu frá útskrift og meðal annarra sýninga sem hún hefur leikið í eru Grettir, Dagur vonar, þar sem hún fór með hlutverk Öldu, Ræðismannsskrifstofan, Gauragangur, Fólkið í kjallaranum, Kirsuberjagarðinum þar sem hún fór með hlutverk Önju og Eldhaf.
Sýningar Kötlu á leikárinu: Ferjan
Borgarleikhúsið 2013–2014
20
Sýningar Birgittu á leikárinu: Ferjan
Elva Ósk Ólafsdóttir
Hildur Berglind Arndal
lauk námi við Leiklistarskóla Íslands 1989. Hún hefur farið með fjölda burðarhlutverka við Þjóðleikhúsið, meðal annars í Gauragangi, Snædrottningunni, Oleönnu, Stakkaskiptum, Þreki og tárum, Don Juan, Sem yður þóknast, Grandavegi 7, Óskastjörnunni, Komdu nær, Brúðuheimilinu, Horfðu reiður um öxl, Vilja Emmu, Veislunni, Rauða spjaldinu, Jóni Gabríel Borkmann, Þetta er allt að koma, Edith Piaf, Öxinni og jörðinni, Dínamíti og Hjónabandsglæpum. Hún lék veigamikil hlutverk í Húsi Bernörðu Alba og Íslandsklukkunni hjá Leikfélagi Akureyrar og í Ég er meistarinn, Kjöti, Heima hjá ömmu, Englum í Ameríku, Nóttin nærist á deginum og Hamlet hjá Borgarleikhúsinu. Síðast liðið sumar lék Elva Hallgerði Langbrók í leikriti Hlínar Agnarsdóttur, Gestaboð Hallgerðar. Elva Ósk hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars í Stuttum frakka, Benjamín dúfu, Ikingut, Hafinu, Kaldri slóð og nú síðast Ófeigur gengur aftur. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Hafinu. Hún lék einnig í framhaldsþáttunum Erninum hjá Danmarks Radio. Elva Ósk hlaut Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir túlkun sína á hlutverki Nóru í Brúðuheimili og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í Veislunni og Hjónabandsglæpum. Elva Ósk Ólafsdóttir hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 2007.
útskrifaðist með BA gráðu frá leiklistar- og dansdeild Listaháskóla Íslands síðast liðið vor. Hildur Berglind lék í leiksýningunni Hrópíum með Stúdentaleikhúsinu árið 2010. Hún dansaði í sýningunni Discomfort in Comfort með Spíral dansflokknum árið 2012 og lék hlutverk Lindu í kvikmyndinni Gauragangur sumarið 2010. Hildur var fastráðin við Borgarleikhúsið haustið 2013 og hefur síðan leikið Adelu í Húsi Bernhörðu Alba, sem var leikstýrt af Krístínu Jóhannesdóttur og sett upp í Gamla bíó og Ófelíu í Hamlet í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar á Stóra sviðinu. Sýningar Hildar á leikárinu: Hús Bernhörðu Alba, Hamlet og Ferjan
Sýningar Elvu Óskar á leikárinu: Hamlet og Ferjan
21
Ferjan
Anna Kristín Arngrímsdóttir
Halldór Gylfason
stundaði nám við Leiklistarskóla Leikfélags reykjavíkur og lauk þaðan prófi 1968. Hún starfaði í upphafi með Leikfélaginu og lék meðal annars Ástu í Skugga-Sveini Matthíasar Jochumssonar, Láru í Kertalogi Jökuls Jakobssonar og Kathy í Hitabylgju. Hún réðst til Þjóðleikhússins árið 1973 og starfaði þar til ársins 2011. Af hlutverkum hennar þar má nefna Regan í Lé konungi Shakespeares, Lóu í Silfurtúnglinu, Halldórs Laxness, Kassöndru í Óresteiu Æskýlosar, Lottu í Stórum og smáum eftir Botho Strauss og Jelenu í Kæru Jelenu. Fyrir tvö síðastnefndu hlutverkin var hún tilnefnd til menningarverðlauna DV. Hún hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 1977. Hún lék frú Kapúlett í Rómeó og Júlíu, Jacqueline í Ástkonum Picassos, Arkadínu í Mávi Tsjekhovs, Evrídíku í Antigónu, Kassöndru í Oresteiu, Önónu í Fedru, Sunnevu í Tröllakirkju og þær Ellu Rentheim í Jóni Gabríel Borkman og frú Sörby í Villöndinni í leikritum Ibsens. Af hlutverkum utan Þjóðleikhússins má nefna Maríu Callas í Master Class á sviði Íslensku óperunnar. Anna Kristín lék titilhlutverkið í sjónvarpsleikriti Jökuls Jakobssonar, Romm handa Rósalind, sem var fyrsta leikritið sem tekið var upp í stúdíói Sjónvarpsins. Auk þes hefur hún leikið í mörgum sjónvarpsleikritum, kvikmyndum og á annað hundrað hlutverka í útvarpi.
útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1997. Hann réði sig til Borgarleikhússins árið 1998 og hefur verið þar allar götur síðan. Telja hlutverk hans í húsinu nú á fjórða tug. Meðal eftirminnilegra hlutverka Halldórs í Borgarleikhúsinu eru Grettir úr samnefndum söngleik, Þráinn í And Björk, of course..., Hänschen í Vorið vaknar, Ósvald í Lé konungi, Skolli í Gosa, Lucky í Beðið eftir Godot, Haddi í Fólkinu í blokkinni og hlutverk hans í Góðum Íslendingum, Ofviðrinu, Strýhærða Pétri, Hótel Volkswagen, Mary Poppins og Hamlet. Einnig lék Halldór norðurljós og dögg í norskum skógi í Búasögu. Halldór mun einnig leikstýra verkinu Baldri á Stóra sviðinu í vetur. Halldór hefur sömuleiðis komið víða við í sjónvarpi, hann hefur leikið í áramótaskaupum og er einn leikara og handritshöfunda Sigtisins sem sýnt var á Skjá einum. Halldór er líka tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni Geirfuglunum.
Sýningar Önnu Kristínar á leikárinu: Ferjan
Borgarleikhúsið 2013–2014
22
Sýningar Halldórs á leikárinu: Mary Poppins, Mýs og menn, Hamlet og Ferjan auk leikstjórnar á Baldri
Guðjón Davíð Karlsson
Hilmar Guðjónsson
útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2005. Guðjón tók þátt í nokkrum söngleikjum fyrir útskrift og má þar nefna Grease sem sýndur var í Borgarleikhúsinu 2003, Hárið í Austurbæ 2004, Kabarett í Íslensku óperunni 2005. Hann var fastráðinn við Leikfélag Akureyrar strax eftir útskrift og var einn helsti burðarás leikhússins þar til hann var ráðinn til Borgarleikhússins árið 2008. Hjá LA fór Guðjón með fjölmörg hlutverk, m. a. Markó í Pakkinu á móti, Bjarna í Fullkomnu Brúðkaupi, Baldur í Litlu hryllingsbúðinni, Díma í Maríubjöllunni, Ralf í Herra Kolbert, Davey í Svörtum ketti og ýmis hlutverk í Ökutímum. Guðjón samdi leikgerð og lék ævintýrin Gói og Eldfærin og Gói og baunagrasið sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hann semur einnig handrit og er umsjónarmaður Stundarinnar okkar á Rúv. Guðjón Davíð er fastráðinn leikari Borgarleikhússins og hefur m.a. leikið í Fló á skinni, Fólkinu í blokkinni, Söngvaseið, Heima er best, Gauragangi, Fólkinu í kjallaranum, Ofviðrinu, Nei, ráðherra, Kirsuberjagarðinum, Eldhafi og Mary Poppins.
útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og var þegar fastráðinn við Borgarleikhúsið. Hilmar hafði þó áður stigið á svið með Leikfélagi Reykjavíkur en hann lék hlutverk Billy í sýningunni Geitin, eða hver er Sylvía áður en hann hóf leiklistarnám. Auk þess hefur hann farið með hlutverk í kvikmyndunum Bjarnfreðarson og Á annan veg og í sjónvarpsþáttunum Fiskar á þurru landi og Fólkinu í blokkinni. Hilmar lék sitt fyrsta hlutverk í Borgarleikhúsinu að lokinni útskrift haustið 2010 í sýningunni Enron en lék svo hlutverk Trinkúlós í Ofviðrinu á Stóra sviðinu, hlutverk Guðfinns Maacks í Nei, Ráðherra, Fuglahræðuna í Galdrakarlinum í Oz, Alexander í Fanný og Alexander, George í Mýs og menn, Laertes í Hamlet og Ken í Rautt en fyrir það síðastnefnda hlaut hann Grímuverðlaun. Hilmar var haustið 2011 valinn í hóp Shooting Stars, ungra efnilegra kvikmyndaleikara í Evrópu. Sýningar Hilmars á leikárinu: Rautt, Mýs og menn, Hamlet, Ferjan og Baldur
Sýningar Guðjóns Davíðs á leikárinu: Mary Poppins, Ferjan og Baldur
23
Ferjan
Kristín Eysteinsdóttir
lauk meistaragráðu í leikstjórn frá Goldsmiths, University of London árið 2007 en áður hafði hún lokið BA námi í dramatúrgíu frá Árósarháskóla árið 2002. Hún hefur leikstýrt verkunum Vinur minn Heimsendir í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Penetreitor sem leikhópurinn Vér Morðingjar setti upp, Gangverkinu hjá Nemendaleikhúsi Listaháskólans, Heddu Gabler og Þeim Ljóta hjá Þjóðleikhúsinu, en fyrir þá síðarnefndu hlaut hún Grímuverðlaunin sem leikstjóri ársins 2008. Hjá Borgarleikhúsinu hefur Kristín leikstýrt sýningunum Rústað, Rautt brennur fyrir, Dúfunum, Fólkinu í kjallaranum, Gyllta drekanum, Svari við bréfi Helgu og Núna! auk þess sem hún leikstýrði Harry og Heimi í félagi við leikara sýningarinnar. Kristín hefur jafnframt leikstýrt við Útvarpsleikhúsið og starfað sem dramatúrg og aðstoðarleikstjóri við fjölda sýninga. Kristín var í febrúar 2014 ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins en hefur áður stundað kennslu við LHÍ og hefur verið fastráðinn leikstjóri hjá Borgarleikhúsinu síðan 2008.
Vytautas Narbutas
stundaði myndlistarnám við Klaipeda Art School, Kaunas Art College og Vilnius Art Academy. Hann hefur unnið í leikúsi frá árinu 1982 og gert fjölda leikmynda og búninga í heimalandi sínu Litháen, Íslandi og víða erlendis. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Hér í Borgarleikhúsinu hefur hann gert leikmyndir við Fjandmann fólksins, Gosa, í Þjóðleikhúsinu við sýningar Rimasar Tuminas á Mávinum, Don Juan, Þremur systrum og Ríkarði þriðja og auk þess Hamlet, Rent og Draum á Jónsmessunótt og Engisprettum. Hann gerði einnig leikmynd og búninga fyrir Mýs og menn í Loftkastalanum og Töfraflautuna í Íslensku óperunni, Túskildingsóperuna í Nemendaleikhúsi Listaháskóla Íslands, Fridu hjá Þjóðleikhúsinu, Fólkið í Blokkinni og Ofviðrið hjá Borgarleikhúsinu. Vytautas hannaði leikmynd fyrir Tartuffe í Árósum í uppsetningu Oskaras Korsunovas og Pétur Gaut í Luzern í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Hann gerði búninga fyrir kvikmyndina Ungfrúin góða og húsið. Vytautas starfar einnig sjálfstætt sem myndlistarmaður og hefur haldið myndlistarsýningar í Litháen, Finnlandi, Japan og á Íslandi.
Stefanía Adolfsdóttir
las búningasögu í París og er kjólameistari úr Iðnskólanum í Reykjavík. Hún starfaði við búningagerð og hönnun á meginlandinu, m.a. við Stadtstheatre Luzern, Þjóðarballettinn í Lissabon og Óperuhúsið í Ankara. Stefanía hefur verið forstöðumaður búningadeildar Borgarleikhússins frá árinu 1992 og hefur hannað búninga fyrir fjölmargar sýningar LR, m.a. Þrúgur reiðinnar, Vanja frænda og Platonov eftir Tjékkoff, Blóðbræður, Sporvagninn Girnd, Beðið eftir Godot, Heimili dökku fiðrildanna, Sumargesti, Draumleik, Sölku Völku, Hryðjuverk, Lé konung, Don Kíkóta, Sex í sveit, Söngvaseið, And Björk, of course... , Belgísku Kongó, Einhver í dyrunum og Svar við bréfi Helgu. Stefanía hefur einnig hannað búninga fyrir Íslenska dansflokkinn; Da, Milli heima, Plan B, Critic‘s choice og Þjóðleikhúsið; Gleðispilið, Rómeó og Júlía og Íslensku óperuna.
Þórður Orri Pétursson
er forstöðumaður ljósadeildar Borgarleikhússins. Hann lærði leikhúslýsingu við Central School of Speech and Drama í London og síðar meistaranám í byggingalýsingu við Bartlett School of Architecture. Hann starfaði í átta ár hjá virtum arkitekta- og lýsingafyrirtækjum í London og vann að byggingalýsingu víða um heim. Meðal leiksýninga sem Þórður hefur unnið við í Borgarleikhúsinu eru Rústað, Söngvaseiður, Faust, Húsmóðirin, Galdrakarlinn í Oz, Hótel Volkswagen, Eldhaf, Bastarðar, Mary Poppins og Óskasteinar. Þórður fékk tilnefningar til Grímunnar fyrir Rústað, Faust, Bastarða og Mary Poppins.
Hallur Ingólfsson
hefur samið tónlist fyrir fjölda sviðsverka og kvikmynda og hlotið fjölda tilnefninga til Grímuverðlauna. Hallur hefur einnig samið og sett upp þrjú leikverk í samstarfi við Jón Pál Eyjólfsson og Jón Atla Jónasson, sem öll hafa verið sett upp í Borgarleikhúsinu. Hallur er einnig söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Skepnu sem gaf út sinn fyrsta geisladisk á síðasta ári, en Hallur gaf einnig út sólódiskinn Öræfi nú í haust.
Borgarleikhúsið 2013–2014
24
Baldvin Þór Magnússon
útskrifaðist úr hljóðtækninámi frá SAE Institute of Technology í New York í lok árs 2008 og hefur starfað sem hljóðmaður hjá Leikfélagi Reykjavíkur síðan árið 2009 við keyrslu og hönnun sýninga. Auk þess hefur hann unnið með sjálfstæðum leikhópum, tónlistarfólki og danshópum af ýmsu tagi bæði hérlendis og í Danmörku. Baldvin hefur unnið við fjölmargar sýningar Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins síðustu ár. Auk þeirra má einnig nefna Journey - samstarfsverkefni Gus Gus og Reykjavik Dance Productions sem sýnt var á Listahátíð í Hörpu árið 2012 og á menningarhátíðinni Lys Over Lolland í Danmörku, matarleiksýninguna Völuspá, samstarfsverkefni Norræna hússins og Teater Republique frá Danmörku og verðlaunaverkið Coming Up með Hreyfiþróunarsamsteypunni.
Árdís Bjarnþórsdóttir
nam leikhús- og kvikmyndaförðun í Los Angeles á árunum 1988-1990. Hún nam einnig hárkollugerð hjá Margréti Matthíasdóttur. Árdís Hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu árið1991 og tók þar við stöðu forstöðumanns hárkollu- og förðunardeildar árið 2003. Hún sinnti því starfi fram til ársins 2011 en tók þá við stöðu deildarstjóra leikgervadeildar Borgarleikhússins. Árdís unnið við fjölda leikhúsförðunarverkefna hjá Þjóðleikhúsinu og má þar nefna Utangátta, Frida viva la vida, Oliver Twist, Hart í bak auk fjölda annarra sýninga í gegnum árin. Árdís hannaði m.a. leikgervi fyrir Galdrakarlinn í Oz, Kirsuberjagarðinn og Mary Poppins á Stóra sviði Borgarleikhússins. Auk starfa í leikhúsinu hefur Árdís sinnt ýmiss konar kvikmynda- og auglýsingaverkefnum.
Hlynur Páll Pálsson
útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2009, en honum var boðið að sýna útskriftarverk sitt, Homo Absconditus, á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal sama ár. Í kjölfarið leikstýrði hann einleiknum Ellý, alltaf góð eftir Þorvald Þorsteinsson á sviðslistahátíðinni artFart árið 2009. Eftir útskrift hefur Hlynur starfað sem sviðs- og sýningarstjóri á Litla sviði Borgarleikhússins og sem leikstjóri Götuleikhúss Reykjavíkurborgar. Hlynur er jafnframt meðlimur í Sviðslistahópnum 16 elskendum, sem eiga að baki sýningarnar IKEA-ferðir, Orbis Terrae-ORA á Listahátíð í Reykjavík (í leikstjórn Margrétar Vilhjálmsdóttur), Nígeríusvindlið og Sýningu ársins, sem fékk sérstök sprotaverðlaun Grímunnar árið 2012 fyrir framúrskarandi nýbreytni og frumleika í sviðslistum.
25
Ferjan
Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.
Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur
•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •.Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 – 2014 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kristín Eysteinsdóttir 2014 –
Stjórn Borgarleikhússins
Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur
•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Aðalheiður Jóhannesdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðmundur Guðmundsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Margrét Helga Jóhannsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ragnar Hólmarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tómas Zoëga •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þorleikur Karlsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þorsteinn Gunnarsson
Borgarleikhúsið 2013–2014
Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins. Í dag sitja stjórn þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður, Eggert Guðmundsson, varaformaður, Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, ritari, Ármann Jakobsson, Hilmar Oddsson. Varamenn eru Bessí Jóhannsdóttir og Finnur Oddsson.
26
Fastráðnir starfsmenn Yfirstjórn og skrifstofa Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, (Jorri) hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Ástrós Elísdóttir, fræðslufulltrúi Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Arnar Dan Kristjánsson Bergur Þór Ingólfsson Brynhildur Guðjónsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María Karlsdóttir Hildur Berglind Arndal Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Nanna Kristín Magnúsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Ólafur Darri Ólafsson Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Theodór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Valur Freyr Einarsson Þorvaldur Davíð Kristjánsson Þröstur Leó Gunnarsson
Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir, leikgervahönnuður Guðbjörg Ívarsdóttir, hárgreiðsla Hulda Finnsdóttir, hárgreiðsla Margrét Benediktsson, leikgervahönnuður Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Ísold Ingvadóttir, leikmunavörður Lárus Guðjónsson, leikmunagerð Nína Bergsdóttir, leikmunavörður Smíðaverkstæði Ingvar Einarsson, forstöðumaður Gunnlaugur Einarsson (í leyfi), fostöðumaður Karl Jóhann Baldursson, smiður Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölustjóri Kristín Ólafsdóttir, veitingastjóri Erna Ýr Guðjónsdóttir, miðasala Guðrún Sölvadóttir, miðasala Hörður Ágústsson, miðasala Ingibjörg Magnúsdóttir, ræsting Sól Margrét Bjarnadóttir, miðasala
Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið
Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir, matreiðslumaður
Leiksvið Kjartan Þórisson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður
Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari
Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Garðar Borgþórsson, ljósamaður
Umsjón húss Ögmundur Þór Jóhannesson
Hljóð- og tölvudeild Ólafur Örn Thoroddsen, forstöðumaður Baldvin Magnússon, hljóðmaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón
Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
27
Ferjan
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.
Borgarleikhúsið 2013–2014
28
LEGGJUM
Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI
10 KRÓNUR AF HVERRI EGILS MALT RENNA TIL SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR Í ár er heil öld síðan Egils Malt kom fyrst á markað og hefur þessi einstaki drykkur fylgt þjóðinni í gegnum súrt og sætt. Af því tilefni ætlum við að láta 10 kr. af hverri seldri dós og flösku af Egils Malti renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ástæðan er einföld: FÍTON SÍA
VIÐ LEGGJUM MALT Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI.
Millifærðu með hraðfærslum í Appinu einn
...
tveir
og þrír!
1.000 kr.
Millifærðu með hraðfærslum Með Íslandsbanka Appinu einföldum við millifærslur í snjallsímanum margfalt. Millifærðu smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með örfáum smellum.
Við bjóðum góða þjónustu
Skannaðu kóðann til að sækja Appið.
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 64617 06/13
BORGARFERÐIR
SPÓKIÐ YÐUR Á STRÆTUM STÓRBORGA Borgarferðir Þú færð ekki betra tækifæri til þess að lyfta þér upp. Þú getur valið á milli allra áfangastaða Icelandair, austan hafs og vestan. Hver er uppáhaldsborgin þín? Hún bíður.
+ Bókaðu þína ferð á icelandair.is
Tilboðsferðir Spennandi tilboðsferðir. Einstök tækifæri í haust og í vetur. Fylgstu með á vefnum og taktu flugið án þess að hika. Ævintýrin gerast enn.
UmhverfisvottUð prentsmiðja
Umbúðir sem tryggja bragðgæði Oddi hefur gegnum tíðina séð íslenskum fyrirtækjum í matvælaiðnaði og inn flutningi fyrir umbúðum af öllu tagi. Við framleiðum umbúðir úr pappír og plasti sem ná utan um alla vörulínuna, hvort heldur í iðnaði eða verslun. Framleiðsla þín er í öruggum höndum hjá Odda.
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. höfðabakka 7, 110 reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Umbúðir og prentun
Góða skemmtun!
Valitor er einn af máttarstólpum Borgarleikhússins.
www.valitor.is
Borgarleikhúsið 2013–2014
34
35
Ferjan