Fimm íslenskar konur og þrír karlar eru stödd erlendis. Allt þetta fólk á brýnt erindi til Íslands en þar sem flugsamgöngur liggja niðri sökum eldgoss neyðast þau til að sigla heim með ryðguðum dalli sem er í sinni síðustu ferð. Þegar fólkið kemur um borð kemur í ljós að ýmislegt er öðruvísi en búist var við. Konunum er troðið saman í litla káetu á meðan karlmennirnir fá aðstöðu á rúmgóðum bar þar sem þeir spila tónlist og skemmta sér. Eftir nokkrar vangaveltur ákveða konurnar að taka málin í sínar hendur. Óvænt atburðarás er í uppsiglingu.